skreytum skólann með stærðfræði · meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir,...

11
Algebra 08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG 5.–7. bekkur Skreytum skólann með stærðfræði Markmið Að vinna með mynstur í myndlist. Að átta sig á því að hægt er að búa til fallegt mynstur út frá einföldu pappírsbroti. Að skoða tengsl rúmfræði og algebru í mynsturgerð. Námsgögn Blýantur, artline penni, reglustika og litir. Verklýsing Nemendur fá í hendur A5 blað og eru beðnir um að brjóta blaðið saman þannig að á því myndist átta jafnstórir ferhyrningar. Að því loknu eiga þeir að slétta úr blaðinu. Því næst draga þeir línur með blýanti sem eiga að byrja í útjaðri blaðsins þar sem brotin hafa myndast. Nemendur ráða stefnu línanna en þær eiga allar að enda í einhverju broti. Þegar dregnar hafa verið línur úr öllum brotunum hefur myndast mynstur á blaðinu sem þeir lita síðan með vaxlitum eða trélitum. Það mega alveg vera 2–3 línur úr hverju broti. Línurnar eru svo skerptar með artline penna. Hér gefst tilefni til að ræða hlutföll. Gaman er að velta því upp hvernig eitt form getur verið sett saman úr mörgum minni formum. Einnig gefst færi á að ræða ýmis hugtök tengd lögun forma t.d. ávalur, beinn, hvass, gleiður. Sömuleiðis er hægt að ræða um skurðpunkta. Námsmat Vinna og umræður nemenda. Skil á myndverki.

Upload: others

Post on 31-May-2020

12 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

5.–7. bekkur

Skreytum skólann með stærðfræði

Markmið • Að vinna með mynstur í myndlist.• Að átta sig á því að hægt er að búa til fallegt mynstur út frá einföldu pappírsbroti.• Að skoða tengsl rúmfræði og algebru í mynsturgerð.

Námsgögn Blýantur, artline penni, reglustika og litir.

Verklýsing Nemendur fá í hendur A5 blað og eru beðnir um að brjóta blaðið saman þannig að á því myndist átta jafnstórir ferhyrningar. Að því loknu eiga þeir að slétta úr blaðinu.

Því næst draga þeir línur með blýanti sem eiga að byrja í útjaðri blaðsins þar sem brotin hafa myndast. Nemendur ráða stefnu línanna en þær eiga allar að enda í einhverju broti. Þegar dregnar hafa verið línur úr öllum brotunum hefur myndast mynstur á blaðinu sem þeir lita síðan með vaxlitum eða trélitum. Það mega alveg vera 2–3 línur úr hverju broti.

Línurnar eru svo skerptar með artline penna.

Hér gefst tilefni til að ræða hlutföll. Gaman er að velta því upp hvernig eitt form getur verið sett saman úr mörgum minni formum. Einnig gefst færi á að ræða ýmis hugtök tengd lögun forma t.d. ávalur, beinn, hvass, gleiður. Sömuleiðis er hægt að ræða um skurðpunkta.

Námsmat Vinna og umræður nemenda. Skil á myndverki.

Page 2: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

5.–7. bekkur

Rangoli – mynstur í trúarbrögðum

Markmið • Að gera sér grein fyrir því hvernig hægt er að nota stærðfræði í daglegu lífi.• Að geta búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum og spá

fyrir um framhald mynsturs.• Að kynnast notagildi stærðfræði í handverki. • Að kynnast hvernig mynstur eru notuð í trúarbrögðum.

Námsgögn Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum.

Verklýsing Kynning á mynstrum í trúarbrögðum. Hindúatrú tekin sem dæmi (sjá glærusýningu).Nemendur gera síðan sitt eigið Rangoli-mynstur á lítið punktablað og lita.Nemendur geta síðan valið tilbúnar myndir með Rangoli-mynstri og litað.Afraksturinn hengdur upp á vegg og skoðað hvernig hvert mynsturblað myndar bút í stærri mynsturmynd.Umræður um mynstur, regluleika og fleira tengt mynsturgerð.• Glærusýning

Hindúatrú

• Á þessari slóð er að finna punktablöð sem hægt er að nota. http://vefir.mms.is/sproti/verkefnahefti/sproti3a_verkefnabl.pdf• Rangoli-myndir

• Mikið er til af trúarlegu myndefni á netinu þar sem mynstur spilar stórt hlutverk. Gaman er að sýna nemendum slíkar myndir eða fá þá sjálfa til að leita á netinu að áhugaverðum myndum.

Námsmat Rangoli-myndir skoðaðar, samvinna hópa skráð.

Page 3: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Mynstur í náttúrunni

Markmið • Að gera nemendur meðvitaða um mynstur í náttúrunni.• Að skoða regluleika í náttúrulegum fyrirbærum.• Að kynna hugmyndir Fibonacci.

Námsgögn Auð blöð til að teikna á, harðspjalda mappa og ritföng. Myndir af mynstrum í náttúrunni og upplýsingar um Fibonacci af netinu.

Verklýsing Innlögn þar sem nemendum eru sýndar ýmsar myndir úr náttúrunni svo sem tré, blóm, dýr og ýmis náttúruleg fyrir-bæri. Hugmyndir Fibonacci um talnarunur kynntar.Samkvæmt skilgreiningu eru fyrstu tvær tölur í Fibonacci röð 0 og 1, og hver síðari tala er summan af fyrri tveimur.

Eftir innlögn og hópaskiptingu, 2–3 í hópi, er farið út í næsta rjóður eða útisvæði. Þar leita hóparnir að mynstrum og teikna þau á blað. Eftir um 20–30 mínútur er aftur farið inn í stofu og verkefnið klárað í þar.

Námsmat Samvinna nemenda og umræður.

Dæmi um mynstur í náttúrunni

5.–7. bekkur

Page 4: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

5.–7. bekkur

Armbönd úr öryggisnælum

Markmið • Að skoða regluleika í mynstri og geta búið til sitt eigið.• Að nýta talnamynstur til að byggja upp mynstur í skart-

grip.• Að átta sig á tengslum stærðfræðinnar við nytjalist.

Námsgögn Perlur, tréperlur, plastperlur eða glerperlur, öryggisnælur allt að 30 stk. á hvern nem-anda, u.þ.b. 50 cm teygja.

Verklýsing Perlurnar valdar saman eftir þeirri aðferð sem hver nemandi ákveður, t.d ólíkar perlur til skiptis í sama lit, blæbrigðum af sama lit eða eftir ákveðnu mynstri. Perlurnar eru þræddar á nælurnar. Þegar nælan er full er henni lokað.

Tekið er mál af úlnliðnum og bætt 10 cm við fyrir hnúta.

Tvær teygjur eru klipptar í þessari lengd. Öryggisnælurnar eru lagðar í röð, með hausana upp og niður til skiptis.

Fyrri teygjan er þrædd í gegnum augað og gatið á lokunni til skiptis. Eins og sjá má á myndinni. Hin teygjan er þrædd á sama hátt á hinn enda nælunnar. Eftir smá kafla sést hvort perlurnar liggja fallega og hvort armbandið er eins og hugmyndin var að hafa það.

Námsmat Umræður og virkni nemenda.

Page 5: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Mynstur og regla í loftmyndum

Markmið • Að sjá reglu og viðhalda henni.• Að búa til mynstur sem tengjast umhverfi.• Að setja fram, meðhöndla, túlka og greina einfaldar teikningar og myndrit sem

tengjast umhverfi og daglegu lífi.

Námsgögn Ritföng, hringfari, reglustika og A3 blað með punktum.

Verklýsing Nemendur hanna sitt eigið hverfi. Þeim eru sýndar loftmyndir af hverfum þar sem mynstur og regla eru áberandi, í Reykjavík er t.d. hægt að skoða loftmyndir af Efra-Breiðholti. Rætt um lögun hverfanna og hvaða form er þar að finna. Nemendum er skipt upp í 2–3 manna hópa. Hver hópur fær A3 blað, hringfara og reglustiku. Hóparnir teikna svo loftmynd af hverfi sem þeir hanna sjálfir. Í hverju hverfi á að vera skóli, leikskóli, mat-vöruverslun og íþróttaaðstaða. Hóparnir kynna svo hverfin sín hverjir fyrir öðrum.

Námsmat Umræður um mynstur og reglu, skil á mynd, samvinna og kynning.

5.–7. bekkur

Page 6: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Fjölskyldutengsl

Markmið • Að geta útskýrt ættartengsl með því að teikna ættartré.• Að geta nýtt möguleika stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum og gera sér grein

fyrir hvenær slíkt er gagnlegt.

Námsgögn Mismunandi blöð og ritföng.

Verklýsing Innlögn þar sem sýnd eru ættartré og útskýrt hvernig þau eru hugsuð. Því næst rissa nemendur upp ættartengsl áður en þeir teikna tréð upp á A3 blað. Tengsl við einstakl-inga á því fundin út. Einn einstaklingur valinn og sagt frá hver ættartengsl nemandans eru við viðkomandi.

Námsmat Umræður, kynning og skil á ættartré.

Page 7: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Völundarhús

Markmið • Að æfa rýmisgreind, rökhugsun, yfirsýn og form- og mynsturgerð.• Að geta leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita

innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu.

Námsgögn Ritföng, A3 blöð með punktum.

Verklýsing Umfjöllun um völunarhús og hvernig þau eru uppbyggð. Nemendur búa til völundarhús á A3 punktablað. Tveir og tveir vinna saman. Það verður að útbúa 1–3 leiðir í gegnum völundarhúsið. Hvert par kynnir sitt völundarhús og í lokin er skiptst á ljósritum af völ-undarhúsunum og allir reyna að spreyta sig á að komast gegnum völundarhús hinna. Meðfylgjandi eru myndir til útprentunar fyrir nemendur að skoða.

Námsmat Skil á völundarhúsum, kynning.

Page 8: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Algebra – Völundarhús

Dæmi 1

Page 9: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Algebra – Völundarhús

Dæmi 2

Page 10: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Algebra – Völundarhús

Dæmi 3

Page 11: Skreytum skólann með stærðfræði · Meðfylgjandi glærusýning, trélitir, tússlitir, ljósritaðar myndir með Rangoli-mynstri og blöð með punktum. Verklýsing Kynning

5.–7. bekkur Algebra

08934 Menntamálastofnum 2017 | © Hörðuvallaskóli STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG

Hitamotta úr Hama-perlum

Markmið Að skoða regluleika í mynstri.Að vinna með mynstur og telja út eftir fyrirmynd.Að gera sér grein fyrir tengslum stærðfræði við nytjalist.

Námsgögn Hama-perlur, nál og band (grannt bómullargarn er hentugt). Rúðustrikað blað sem nem-endur geta gert mynstur á. Ýmsir bæklingar um hama-perlur eru til og þar má oft finna mottur með tilbúnum mynstrum og myndum. Eins er hægt að finna mynstur af perl-umottum á netinu.

Verklýsing Innlögn þar sem farið er yfir hvernig motta er búin til úr bandi og hama-perlum og útskýrt fyrir nemendum hvernig mynstrin eru uppbyggð.

Perlur eru þræddar upp á band, tvöfalt fleiri en áætluð lengd mottunnar. Þegar snúið er við þá er sett perla við hlið annarrar hverrar perlu og þrætt í gengum hina. Þannig koll af kolli. Gott er að fara eftir mynstri sem nemendur hafa þegar gert af mottunni eða fylgja tilbúnu mynstri. Einnig er hægt að hafa rendur eða eina og eina perlu í öðrum lit eftir ákveðinni reglu.

Námsmat Mottur nemenda skoðaðar og metnar. Fylgst með umræðum og samvinnu nemenda.