smiðjugatan hellulögð! · umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu...

20
Smiðjugatan hellulögð! Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. júlí 2013 · 27. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak Björk Ingadóttir er mjög tengd andlegum hliðum lífsins. Allt frá barnsaldri hefur hana þyrst í að vita meira um alheiminn og hvað standi að baki hinu hversdags- lega. Enda sér hún meira en flestir. Hún segist afar fróðleiksfús varðandi það sem tengist þessu sviði og fékk blaðamaður hana til að deila með les- endum, broti af þeim fróðleik. Hjartað hefur alltaf leitt mig á góðan stað Heldur um taumana Hólmfríður Vala Svavars- dóttir, er einn eigenda hins nýja hótels, Hótels Horns sem opnað var á Ísafirði fyrir stuttu og heldur þar um taumana. – sjá bls. 16 og 17 – sjá bls. 12 Smiðjugatan hellulögð!

Upload: others

Post on 01-Aug-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

Smiðjugatan hellulögð!

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. júlí 2013 · 27. tbl. · 30. árg. ·Ókeypis eintak

Björk Ingadóttir er mjög tengd andlegum hliðum lífsins.Allt frá barnsaldri hefur hana þyrst í að vita meira umalheiminn og hvað standi að baki hinu hversdags-lega. Enda sér hún meira en flestir. Hún segist afarfróðleiksfús varðandi það sem tengist þessu sviðiog fékk blaðamaður hana til að deila með les-endum, broti af þeim fróðleik.

Hjartað hefur alltaf leittmig á góðan stað

Heldur umtaumanaHólmfríður Vala Svavars-dóttir, er einn eigendahins nýja hótels, HótelsHorns sem opnað vará Ísafirði fyrir stuttu ogheldur þar um taumana.

– sjá bls. 16 og 17 – sjá bls. 12

Smiðjugatan hellulögð!

Page 2: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

22222 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir laust til umsóknar

Starf aðalbókaraUmsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2013

Starfssvið· Bókun fylgiskjala fyrir Bolungarvíkurkaupstað og stofnanir sveitarfélagsins.· Afstemming úr fjárhagsbókhaldi.· Gerð reikninga.· Vinna með fjármálastjóra og endurskoðendum við uppgjör og áætlunargerð.· Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur og menntun· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.· Reynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði.· Góð tövukunnátta er kostur.· Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð.· Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun á svið bókhalds er æskileg.· Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikarStarfskjör og laun eru í samræmi við samninga Launanefndar sveit-

arfélaga við viðkomandi stéttarfélag.Bæjarskrifstofan í Bolungarvík býður upp á gott starfsumhverfi og

þar ríkir góður starfsandi. Bolungarvíkurkaupstaður hvetur karla jafntsem konur til að sækja um starfið í samræmi við jafnréttisáætun Bol-ungarvíkurkaupstaðar.

Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri, og Skrifstofu- og fjármála-stjóri, Halla Signý Kristjánsdóttir ([email protected]) , ElíasJónatansson ([email protected]).

Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða ítölvupósti á netfangið ([email protected]).

Til sölu á ÞingeyriByggðastofnun auglýsir eftir tilboðum í fast-

eignina að Hafnarstræti 2, Þingeyri sem erbárujárnsklætt timburhús í hjarta bæjarins.Húsið er fokhelt að innan og þarfnast viðhalds.Húsið er 332m²

Fasteignamat eignarinnar er kr. 4.974.000.-Brunabótamat eingarinnar er kr. 33.850.000.-Tilboð skulu send Byggðastofnun, Ártorgi 1,

550 Sauðárkróki, fax 455-5499 eða netfangið[email protected].

Nánari upplýsingar eru veittar í Byggðstofn-un í síma 455 5400.

Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á heimasíðuByggðastofnunar, www.byggdastofnun.is.

„Veiðin var ævintýralega góð.Það er ekki hægt að lýsa þvíöðruvísi. Við fengum 39 laxa átvær stangir og byrjuðum eftirhádegi á laugardag. Bíllinn eralveg siginn, ég veit ekki hvernigvið komumst heim. Ég er ekki aðgrínast, ég veit ekki hvort viðkomumst heim á bílnum, hann ersvo siginn af laxi. Það er ennþáfullt af laxi í ánni,“ segir ÞórarinnÓlafsson, veiðimaður á heimleiðeftir vel heppnaða veiðiferð íLaugardalsá í Ísafjarðardjúpi.Þórarinn segir aflann vera meiraog minna hefðbundinn smálaxsem kemur þokkalega vænn úrhafi og einn og einn stærri inn ámilli.

„Stærsti laxinn var fimmtánpunda hrygna sem var alveg ný-gengin. Við fengum aðeins meira

á maðkinn en einnig töluvert áflugu, mest á Gústu, heimanýttaflugu eftir Svein Guðjónsson.Við erum mjög ánægðir,“ segirÞórarinn. Aðspurður um veiði-sögur úr ferðinni segir Þórarinn:„Það var svo mikið af ævintýrum,aðal ævintýrið í ferðinni var ör-ugglega þegar við fengum áttalaxa í beit úr Dagmálafljóti. Svofengum við fiska uppi í efri ánnisem kom skemmtilega á óvart.Það sýnir að það er fiskur víðaog á ólíklegustu stöðum. Ég gætitrúað því að Laugardalsá munienda með 4-500 laxa eftir sumar-ið. Þetta verður mjög gott sumarí Laugardalnum,“ segir Þórarinn.

Hann segist ekki fara ekki afturí ána í sumar enda þeir félagarorðnir veiðisaddir. Áin hefurgefið rúmlega 80 laxa í heildina.

Bíllinn siginn aflaxi úr Laugardalsá

Ólafur Þórarins-son með stórlaxúr Laugardalsá.Mynd: ÞórarinnÓlafsson.

Fengu tvær lúður sama daginn„Það komu tvær lúður á einn

og sama bátinn í síðasta mánuðiog það sama daginn sem ermjög óvenjulegt. Þær vógu 67og 70 kíló. Það er einsdæmi aðmenn fái tvær lúður sama dag-inn á sama báti. Veiðin hefurverið góð að undanförnu. Þaðgaf vel alla síðustu viku enengin met voru slegin. Þaðveiddust þó yfir 20 kílóa þorsk-ar og 10 kílóa steinbítar. Fjórarkonur, sem voru með mönn-

unum sínum, voru að veiða vel.Það kemur keppnisskap upp hjáþeim þegar pörin eru að veiðasaman og þá kemur það oft uppað konan veiðir stærsta fiskinn,“segir Róbert Schmith, sjóstanga-leiðsögumaður hjá Iceland Pro-Fishing á Flateyri.

„Austurríkismenn hafa verið áveiðum frá Flateyri og Suðureyriundanfarna viku. Þeir eru á hverjuári og veiddu vel. Það er dálítiðaf ýsu í aflanum enn og skötusel-

urinn er farinn að sjást svonaeinn og einn,“ segir Róbertsem er búinn að vera leiðsögu-maður hjá Iceland ProFishing,sem áður hét Hvíldarklettur, ísex ár. Hann er heimamaður,uppalinn á Suðureyri. „Þaðskiptir stundum máli fyrirveiðimenn að fá „local guide“sem hefur staðþekkingu á sög-unni og svæðinu. Stundumvilja þeir bara fá leiðsögu-mann,“ segir Róbert.

Page 3: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 33333

Page 4: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

44444 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur það hlutverkskv. lögum að innheimta meðlög. Stofnunin er meðaðalstöðvar í Reykjavík og starfsstöð á Flateyri.Stofnunin fékk nýverið verðlaun sem „Hástökkvariársins“ í könnun framkvæmd af StarfmannafélagiReykjavíkurborgar. Í könnuninni var leitað eftirviðhorfum starfsmanna til vinnu sinnar, líðan í starfiog starfsumhverfi.

Skrifstofuhúsnæði óskastInnheimtustofnun sveitarfélaga óskar eftir húsnæði til leigu á norðan-

verðum Vestfjörðum (í Bolungarvík, Ísafjarðarbæ eða Súðavík). Um erað ræða húsnæði sem rúmar og er hentugt fyrir allt að 8 starfsmenn, aðlágmarki 100m² og með aðgangi að eldhús- og salernisaðstöðu. Hús-næðið þarf að vera fullbúið undir skrifstofustarfsemi eigi síðar en. 1 sept-ember nk. Skilyrði er að í húsnæðinu sé a.m.k. eitt lokað skrifstofurými.

Tilboð um leigu skulu berast annað hvort í pósti á Innheimtustofnunsveitarfélaga, Hafnarstræti 4, 425 Flateyri, eða á rafrænu formi á netfang-ið [email protected].

Æskilegt er að tilboðum fylgi greinargróð lýsing á húsnæðinu, myndireða aðrar þær upplýsingar sem geta nýst við ákvörðun um val á hús-næði (leiguverð, upplýsingar um aðstöðu, net, aðgangur að þjónustuauk annarra atriða sem kunna að skipta máli).

Innheimtustofnun sveitarfélaga áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. Frekari upp-lýsingar veita Bragi Axelsson, forstöðumaður Flateyri eða Jón Ingvar Pálsson, forstjóri í síma 590 7100.

Frestur til að skila tilboðum er til 17. júlí 2013. Öllum tilboðunum verður svarað.

Hanna Birna Kristjáns-dóttir innanríkisráðherra

hefur skipað Birnu Lárus-dóttur formann samgöngu-

ráðs til næstu fjögurra ára. Ísamgönguráði sitja auk for-manns sem ráðherra skipar

forstöðumenn samgöngu-stofnana sem heyra undir

ráðuneytið. Birna Lárusdótt-ir er fyrrverandi bæjarfull-

trúi Sjálfstæðisflokksins áÍsafirði og var varaþing-

maður síðustu tvö kjörtíma-bil. Hún lauk BA-prófi í

fjölmiðlafræði með sálar-fræði sem aukagrein frá há-skólanum í Seattle í Banda-ríkjunum. Birna starfaði á

árum áður við blaðamennskuog ritstjórnarstörf meðal

annars sem fréttaritari RÚV íNoregi og fréttamaður RÚV í

svæðisútvarpi Vestfjarða.Birna hefur víðtæka reynslu

af samgöngumálum í störfumsínum á vettvangi stjórnmála

á undanförnum árum.

Birna skipuðformaður sam-

gönguráðs

Eftirspurn eftir kremum KerecisSala á MariCell Smooth krem-

inu frá ísfirska nýsköpunarfyrir-tækinu Kerecis hefur farið mjögvel af stað að sögn Dóru HlínarGísladóttur, þróunar- og rekstr-arstjóra fyrirtækisins. Almenntséð gengur salan á MariCell Om-ega3 kremunum vel og er eftir-spurn umfram áætlanir og er núunnið á aukavöktum til að tryggjaað næg krem verði til þegar sum-arlokun Kerecis hefst um miðjanmánuðinn. Kerecis setti fjórða

MariCell Omega3 kremið ámarkað í lok júní, MariCellSmooth, og er hægt að nálgastkremið í flestum apótekum álandinu. Um er að ræða rakakremhannað til að meðhöndla húð meðinngrónum hárum og öðrumgerðum af húðhnökrum.

Að baki MariCell Omega3kremanna liggur margra ára rann-sóknarvinna íslenskra lækna ogvísindamanna á virkum efnumúr íslensku sjávarfangi. Lykil

innihaldsefni kremanna eru m-Omega3 og mCollagen efnin semKerecis vinnur úr þorskroði meðtækni sem sótt hefur verið umeinkaleyfavernd fyrir.

Kerecis framleiðir tvær vöru-línur; MariGen Omega3 stoðefnitil nota í skurðaðgerðum og tilmeðhöndlunar á þrálátum sárumog MariCell Omega3 sem eruhúðkrem til meðhöndlunar áýmsum húðkvillum. Önnur kremí MarCell Omega3 vörulínunni

eru MariCell Footguard sem erfótakrem sem djúpnærir, mýkirog hyrnisleysir mjög þurra húð áfótum. MariCell Psoria er raka-krem fyrir húð með sóríasis ein-kenni og fjarlægir hreistur ogdregur úr kláða. MariCell Xmaer rakakrem fyrir húð með exemeinkenni. Það slakar á húð ogsefar og dregur úr kláðatilfinn-ingu. MariCell Omega3 kremineru framleidd á Ísafirði.

[email protected]

Salil Wilson, skipuleggjandialþjóðlega Friðarhlaupsins – SriChinmoy Oneness-Home PeaceRun, veitti Daníel Jakobssyni,bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar hvatn-ingarverðlaunin „Kyndilberifriðar – Torch Bearer Award“ áAusturvelli á Ísafirði í hádeginu

á föstudag en þau eru veitt fyrirvel unnin störf í þágu friðar. Dan-íel skipar sér þar með á bekkmeð fyrri verðlaunahöfum svosem Vigdísi Finnbogadóttur, JóniGnarr, Desmond Tutu og CarlLewis.

Fótboltakrakkar frá Boltafélagi

Ísafjarðar slógust í för með frið-arhlaupurunum við Orkubú Vest-fjarða og hlupu með þeim aðAusturvelli þar sem afhendinginfór fram. Þar var einnig gróður-sett friðartré og friðarkyndillinnlátinn ganga svo fólk gæti lagt íhann ósk sína um betri heim.

Friðarhlaupið var fyrst hlaupiðfyrir 24 árum og var stofnað afindverska friðarfrömuðinn SriChinmoy. Tilgangur hlaupsins erað efla frið, vináttu og skilningmanna og menningarheima ámilli.

[email protected]

Bæjarstjórinn kyndilberi friðarDaníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ásamt fjölskyldu sinni með friðarkyndilinn.

Page 5: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 55555

Page 6: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

66666 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,

Sigurjón J. Sigurðsson.Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, [email protected]

Hörður A. Steingrímsson, 691-9474, [email protected]ýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Veislan á höfninni

Spurning vikunnarFerð þú í ferðalag í sumar?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 473.Já, innanlands sögðu 299 eða 63%

já, erlendis sögðu 69 eða 15%Nei sögðu 105 eða 22%

Hættur að klippa eftir 63 árVilberg Vilbergsson, þekktari sem Villi Valli, hárskeri,

tónlistarmaður, tónskáld og listmálari, klippti sína síðustuviðskiptavini föstudaginn 28. júní og er þar með hættur aðklippa Ísfirðinga og aðra á rakarastofunni við Silfurgötu.Starfsaldur hans í iðninni varð sextíu og þrjú ár.

Samúel Jón Einarsson (Sammi rakari) hefur unnið meðVilla Valla síðan hann lærði hjá honum hárskeraiðn fljótlegaupp úr miðri síðustu öld og mun halda áfram að skera hárfólks á stofunni.

Núna ætlar Villi Valli að einbeita sér að áhugamálumsínum, en þar er af nógu að taka. Ekki er ósennilegt að hannverji nú meiri tíma en áður við málaratrönurnar og viðhljóðfæraleikinn og lagasmíðina.

Hland ágolfvöllinn

Vallarstjórn GolfklúbbsÍsafjarðar hefur tekið upp þánýbreytni að nota hland ánokkrar flatir á Tungudals-velli í tilraunaskyni. Ástandvallarins var með versta mótiá þessu vori og nokkurt kal,auk þess sem hann var ljóturað sjá.

„Hlandinu er blandað sam-an við vatn svo þetta er ekkialveg beint af kúnni. Flat-irnar eru illa farnar og þettagetur varla versnað. Þvíákváðum við að gera tilraunmeð kúahland,“ segir Trygg-vi Sigtryggsson, formaðurGolfklúbbs Ísafjarðar.

Að sögn Tryggva fylgirþessu örlítil lykt en hún finnstekki nema í sólarhring svoað vallargestir ættu ekki aðverða mikið varir við hana.Hlandið kemur frá ÁrnaBrynjólfssyni bónda á Vöðl-um í Önundarfirði.

Innheimtustofnun sveitarfé-laga hefur auglýst eftir húsnæðifyrir starfsemina á norðanverðumVestfjörðum. Stofnunin hefurverið með starfsstöð á Flateyriþar sem Sparisjóður Önundar-fjarðar var um árabil. Bragi R.Axelsson, forstöðumaður starfs-stöðvarinnar á Flateyri, segir aðtil standi að fjölga starfsfólki ogþví sé þörf á rýmra húsnæði.

„Stefna stofnunarinnar hefurverið að fjölga störfum fyrir vest-an þegar störf hafa losnað á starfs-

stöðinni í Reykjavík. Við stefn-um að því að ráða einn starfsmannsem byrjar 1. ágúst og vonandiannan með haustinu ef húsnæðis-mál leyfa. Upphaflega var gertráð fyrir því að allt að átta störfmyndu flytjast hingað vestur ogmá segja að stofnunin sé að geraviðeigandi ráðstafanir til að getastaðið við það. Núverandi að-staða mun ekki rúma okkur öllmeð góðu móti en fyrir erum viðfjögur,“ segir Bragi.

[email protected]

Stefnan hefur veriðað fjölga störfum

„Það hefur gengið svakalegavel, mikið að gera og góðar við-tökur. Við höfum verið með bæðiíslenska og erlenda gesti. Þettahefur verið eins og við bjuggumstvið. Við reiknuðum með að viðgætum fyllt þessi pláss og þaðhefur gengið eftir. Það er búið aðvera fullbókað, svo koma, einsog gengur, rólegir dagar. Heiltyfir er full bókað og við höfumþá frekar þurft að vísa frá enhitt,“ segir Hólmfríður ValaSvavarsdóttir, hótelstjóri og einneigenda Hótel Horns á Ísafirði.

Hótelið verður opið fram í

miðjan september. Ætlunin er aðbjóða hópum upp á að leigja allthótelið, tólf herbergi, í þrjár næturfram í nóvember. Þótt hóteliðverði lokað í vetur sér HólmfríðurVala þetta fyrir sér sem heilsárs-hótel í framtíðinni en næsti veturfer í að innrétta efstu hæð hússinsþar sem útbúin verða tólf herbergitil viðbótar. Það á að vera tilbúiðfyrir páska og eftir það verðurhótelið rekið allt árið.

„Restin af sumrinu lítur mjögvel út, við eigum laus herbergien bara passlega mikið. Það ergott að eiga eitthvað laust því það

eru alltaf einhverjir sem gangainn af götunni,“ segir HólmfríðurVala um útlitið fyrir það sem eft-ir er af sumri.

[email protected]

Fullbókað á Hótel HorniHólmfríður Vala Svavarsdóttir fyrir utan Hótel Horn.

Árið 2010 gaf Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, úthafs-rækjuveiðar frjálsar. Að einhverju leyti kann þar að hafa ráðið för aðhandhafar rækjukvóta þess tíma veiddu ekki nema örlítinn hluta hanssjálfir; megin hlutinn var leigður út. Óneitanlega fyrirhafnarlítil tekju-lind, rétthafa, beint í vasann.

Að hve miklu leyti má tengja handhafa rækjukvótans á þeim tíma tilþess er loðnubrestur ógnaði stórum hluta útgerðar loðnuveiðiskipa ogstjórnvöld gripu til þess ráðs að flytja verulegan rækjukvóta til þeirra,til bjargar, skal ósagt látið. Hitt liggur ljóst fyrir, eins og áður hefurverið drepið á, að lítið fór fyrir veiðum kvótahandhafa á rækjunni.Verður að segjast eins og er, að ærlegra hefði verið af hálfu stjórnvaldaað grípa til annarra og beinni björgunaraðgerða loðnuveiðiflotanum tilhjálpar, en að gera rækjuveiðimenn og vinnslur að leiguliðum.

Framtíð rækjuvinnslu er í uppnámi. Óðum styttist í nýtt fiskiveiðiárog enginn veit hvað við tekur. Það eina sem menn vita er að hugsanlegaverði breytingar á kerfinu! Á að færa fyrri handhöfum rækjukvótans(sama með hvaða hætti tilurð hans varð) hann á ný, burtséð frá aðkomuþeirra að veiðum? Verði veiðiskylda ekki lögleidd á mestan part kvót-ans, og óheft leiguframsal látið viðgangast, mun syrta í álinn hjárækjuvinnslunum, sem haldið hafa velli við ríkjandi aðstæður; tvær áVestfjörðum, hinar fjórar á Grundarfirði, Hvamstanga, Sauðárkróki ogSiglufirði. Gefur ekki augaleið hversu mikilvæg rækjuvinnslan erþessum sjávarplássum, atvinnulega séð?

Í veislu á höfninni á Ísafirði, við löndun úr síðustu úthafsveiðiferðinni,komst Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa,svo að orði um tilefnið: ,,Ef stjórnvöld fara þá leið sem LÍÚ leggur tilog bindur kvótann við útgerðirnar sem áttu skipin sem leigð voru tilþessara veiða fyrir margt löngu þá ku þetta vera erfidrykkja því þá munfólk ekki sjá þessa úthafsrækju aftur. En ef þetta verður falið þeim semhafa stundað þessar veiðar undanfarið þá er þetta veisla.“

Óttinn um ofveiði er trúlega ástæða stöðvunar stjórnvalda á frjálsumveiðum. Önnur ástæða er vart gild. Sem fyrr er ágreiningur uppi ummat og afstöðu fiskifræðinga. Hvað sem því líður ætti að vera augljóstað brask með veiðileyfin er þjóðarbúinu ekki til farsældar. Það minnirum of á fyrri alda fyrirkomulag þegar stórbændur sendu húskarla sínaí verin, en hirtu sjálfir allan afraksturinn.

Stjórnvöld hafa í hendi sér hvort veislan á höfninni var veisla vonarfólksins um framhald rækjuvinnslunnar, sem verið hefur verið stórþáttur í atvinnulífinu - eða erfidrykkja? s.h.

Page 7: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 77777

Page 8: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

88888 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Starf við MjólkárvirkjunOrkubú Vestfjarða auglýsir hér með starf við

Mjólkárvirkjun í Arnarfirði laust til umsóknar.Föst búseta á staðnum eða í nærliggjandi

byggðarlögum skilyrði.Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1.

september, eða eftir nánara samkomulagi.Gerðar eru kröfur um vélfræðings- eða rafvirkja-menntun.

Umsóknarfrestur er til 23. júlí. Frekari upplýs-ingar veitir undirritaður í síma 450 3230 eðastöðvarstjóri í síma 450 3290.

Sölvi Sólbergsson,framkvæmdastjóri orkusviðs.

Frábært tækifæriByggðastofnun auglýsir eftir tilboðum í fast-

eignina að Dalbraut 1, Bíldudal sem er steypthús á tveimur hæður í hjarta bæjarins. Húsiðer alls 572,4m² og er í leigu.

Fasteignamat eignarinnar er kr. 15.600.000.-Brunabótamat eingarinnar er kr. 89.050.000.-Tilboð skulu send Byggðastofnun, Ártorgi 1,

550 Sauðárkróki, fax 455-5499 eða netfangið[email protected].

Nánari upplýsingar eru veittar í Byggðstofn-un í síma 455 5400.

Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á heimasíðuByggðastofnunar, www.byggdastofnun.is.

Hávaðarok og rigning á Markaðhelginni„Helgin var vægast sagt blaut

en allt gekk vonum framar þráttfyrir það,“ sagði Gústaf Gústafs-son viðburðarstjóri Markaðhelg-arinnar í Bolungarvík sem haldinvar um helgina. „Það var tölu-

verður fjöldi í skrúðgöngunni ogvið náðum að kveikja í brennunnisem betur fer en það var algjörtúrhelli. Ég hreinlega man ekkieftir öðru eins frá því ég fluttihingað. En tónlistarmennirnir

sem sáu um fjörið á brekkusöngn-um voru á vörubílapalli svo þeirvoru með þak yfir höfuðið oggátu því haldið uppi stuðinu. Allirsem mættu klæddu sig bara ípollagallann og skemmtu sérmjög vel,“ sagði Gústaf.

Við vorum búin að sjá í hvaðstefndi á laugardeginum og feng-um því björgunarsveitina Erni tilað aðstoða okkur við að reisastórt tjald við félagsheimilið og

þangað færðum við svo alla dag-skrárliði dagsins, sem sagt inn íhús og tjald. Allt nema hoppi-kastalann sem fékk að inn ííþróttahúsinu. Félagsheimilið ogtjaldið voru bæði troðfull frá opn-un og þangað til skellt var í láseftir ballið.

Allir söluaðilar voru ánægðirmeð daginn enda gríðarlegurfjöldi af fólki sem mætti, miklufleiri en mig óraði fyrir því það

var hávaðarok og rigning allahelgina. Það er alveg óhætt aðáætla að sami fjöldi hafi verið íbænum og síðustu ár. En þeirsem standa uppi sem naglarnirum helgina voru þátttakendur ísöngkeppninni. Þau stóðu sigfrábærlega og ég er handviss umað keppnin verði hluti af dagskráhelgarinnar í framtíðinni,“ sagðiGústaf.

[email protected]

„Við erum búnir að kaupa ann-an fiskmarkaðinn og erum aðganga frá kaupum á hinum í sam-tarfi við Völustein ehf.,, Saltingog Blakknes ehf.,“ segir Guð-bjartur Flosason, framleiðslu-stjóri Jakobs Valgeirs ehf., í Bol-ungarvík. „Við höfum keyptmikla þjónustu af mörkuðunum.Þeir hafa verið að landa, slægja

og selja mikið fyrir okkur. Sig-mundur Þorkelsson fór þess áleit við okkur að við keyptummarkaðinn. Eftir að það var íhöfn, gerðum við einnig tilboð íhinn markaðinn, sem er í eiguKarls Gunnarssonar, og er veriðað ganga frá þeim málum,“ segirGuðbjartur. Karl mun sjá umreksturinn til mánaðarmóta.

Guðbjartur segir fjárfestingunaleggjast vel í þá félaga og telurað um mjög góða rektrareiningusé að ræða. Að sögn Guðbjartsstefnir fyrirtækið ekki á frekarifjárfestingar í Bolungarvík í bili.„Það er alltaf nóg af hlutum semþarf að fjárfesta í en við erumekki að fara að kaupa fleiri fyrir-tæki,“ segir Guðbjartur.

Kaupa báða fiskmarkaðina

Page 9: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 99999

Page 10: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

1010101010 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Að loknu sumarþingi

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560456 4560456 4560456 4560456 4560

smáarTil sölu er Palomino Yearlingfellihýsi árg. 2002 með fortjaldi.Allt í góðu standi. Upplýsingarí síma 865 0140 (Gunnar).

Lífsspursmál að fá Dýrafjarðargöng„Það er einfaldlega lífsspurs-

mál að fá þennan veg að fá sam-tengingu og alvöru vegi. Mal-bikið frá Ísafirði og Ísafjarðar-djúpi nær að Þingeyri og síðanerum við komin á erfiða vegi.Það skiptir öllu máli að fá göngin,ekki bara fyrir ferðamenn og

ferðaþjónustuaðila. Þetta verðureinnig eitt atvinnusvæði. Heið-arnar eru einungis opnar yfir sum-artímann þannig að eftir fyrstuhálku er þetta ekki vegur fyrirferðamenn,“ segir Jóhanna Gunn-arsdóttir, hótelstjóri hjá HótelSandafelli á Þingeyri um mikil-

vægi Dýrafjarðarganga.Hanna Birna Kristjánsdóttir

innanríkisráðherra sagði ekkiannað koma til greina en aðstanda við samgönguáætlun ensamkvæmt henni hefjast fram-kvæmdir við Dýrafjarðargöngárið 2015. Þetta er eitt af því sem

kom fram á málþingi um sam-göngumál Vestfjarða sem haldiðvar á Tálknafirði í síðasta mán-uði. Jóhanna segir að þótt fólkfari um þessa vegi alveg fram ísnjóa, þeir sem þurfa þess, þáskiptir þetta öllu máli fyrir íbúasvæðisins. Aðspurð hvort um-

ferðin um Þingeyri minnki ekkivið að umferðin verði beint ígegnum göngin segir hún: „Ein-hverjir koma ekki út á Þingeyri,þetta er langt frá, en ég held aðþað nái jafnvægi. Það verðurmeiri umferð í heild þegar Vest-firðir verða allir orðnir eitt svæði.“

Fimm sóttu umstöðu dómara

Fimm sóttu um embættidómara við Héraðsdóm Vest-fjarða sem auglýst var lausttil umsóknar í byrjun júní.Umsækjendurnir eru Arn-aldur Hjartarson, aðjúnkt viðlagadeild Háskóla Íslands,Hrannar Már S. Hafberg,formaður rannsóknarnefnd-ar Alþingis, sem skipuð varum rannsókn á aðdragandaog orsökum erfiðleika og fallssparisjóðanna, Sigríður ElsaKjartansdóttir, saksóknarivið embætti ríkissaksóknarog Sigurður Jónsson ogUnnsteinn Örvar Elvarsson,hæstaréttarlögmenn.

Að sögn Jóhannesar Tóm-assonar upplýsingafulltrúaInnanríkisráðuneytisinsverða umsóknirnar sendardómnefnd til að fjalla umhæfni umsækjenda sam-kvæmt lögum um dómstóla.Sem kunnugt er hefur Krist-inn Halldórsson, dómari viðHéraðsdóm Vestfjarða veriðsettur dómari við HéraðsdómReykjaness en hann hefurstarfað hér í sex ár. Embætt-ið veitist frá 1. september nk.

„Það fór allt mjög seint af staðeða um viku síðar en í meðalári.

Að öðru leyti hefur þetta veriðgott vor fyrir æðarfuglinn og dún-tekjuna því það hefur verið sæmi-lega þurrt og það er það semskiptir máli,“ segir Sólveig BessaMagnúsdóttir, æðarbóndi í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði.

„Þetta kemur svipað út og síð-ustu ár þótt dúntekjan hafi veriðaðeins seinni. Það var svipaðurfjöldi í eggjum og ungum. Það

sem var erfiðast að eiga við í vorvar refurinn, hann var mjög skæð-ur þetta vorið og við höfum sjald-an upplifað annað eins. Þetta varnánast eins og faraldur. Við urð-um vör við ref á hverri einustunóttu. Margir refir féllu þetta vor-ið og það þurfti að vaka yfir varp-inu allar nætur í maí og júní. Þaðer mikil vinna í að verja varpið,“segir Sólveig Bessa.

Verð á dúni hafa verið að mjak-ast upp á við síðasta árið og Sól-veig telur að allur dúnn í landinuhafi selst upp í fyrra. „Það eruengar birgðir lengur til eins ogverið hefur. Það eru ennþánokkrar kollur á hreiðrum. Yfir-leitt klárast þetta í júní en þettateygist fram í júlíbyrjun í ár. Núerum við að þurrka og hreinsadúninn sem er töluverð vinna.“

Refurinn skæður í æðarvarpinu

Alþingi hefur lokið störfum fram á haust. Stuttum þingstörfumer lokið, en málþóf var mikið og ræðulengstur var fyrrum ráðherrafyrri ríkisstjórnar, sem var ekki málþófsmaður meðan á því starfistóð. Hafði hann þó undir einna útgjaldamestu málaflokka ríkisinsog verður sennilega lengst minnst fyrir að hækka laun forstjóraLandspítalans. Sú hækkun var þó tekin aftur, en án sóma fyrirhvorugan. Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig styðjendurríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa gleymt flestu,ef ekki öllu því sem þeir fyrir nokkrum vikum gagnrýndu hvaðharðast, málþófi almennra þingmanna. Þeir hafa þó bara gleymtgagnrýninni en hafa tekið sjálfir upp málþófið. Það verður aðsegjast eins og er, að Alþingi Íslendinga er ekki mjög rismikið ogmörgum, einkum þroskuðu fólki og lífsreyndu, reynist erfitt aðvekja með sér virðingu fyrir lögjafarstofnuninni. Í hið minnstaverður ekki sagt að sú vakning eigi rætur sínar á Alþingi.

Veiðigjaldafrumvarpið bíður staðfestingar Forseta Íslands þegarþessi orð eru rituð. Margir styðjendur fyrri ríkisstjórnar hafa haftum það stór orð og fullyrða að verið sé að skerða tekjur ríkisins oghafa rétt fyrir sér að einhverju leyti. En það hefur hins vegar aldreigefist vel að drepa mjólkurkúna með því að blóðmjólka hana.Ætla hefði mátt að útgerðarmenn og LÍÚ forystan stæði á öndinni

af fögnuði yfir þessu samþykkta frumvarpi til laga. Það gera þeirekki og telja fjarri því nógu langt gengið að leiðrétta hlut útgerðar-innar. Eitt er að minnsta kosti deginum ljósara, og er hann þó hvaðbjartastur um þessar mundir, það er að við undirbúning og umræðurenn gildandi laga um veiðigjöld af hálfu fyrri ríkisstjórnar kom frammikil gagnrýni á vinnubrögð við þá meðferð alla. Sú gagnrýni komfram frá sérfræðingum og ekki síður frá þeim sem gjaldið skyldugreiða. Hverja skoðun sem einstakir menn kunna að hafa á því meðhverjum hætti sjávarútvegur er rekinn á Íslandi, mega menn ekkigleyma að grunnur að rekstri hans verður að vera skynsamlegur ogbreytingar þarf að íhuga vandlega og að engu hrapa í þeim efnumfremur en öðru, sem undir Alþingi heyrir.

Það veldur mörgum heilabrotum hvernig leysa skuli kosningalof-orð Framsóknarflokks um lækkun skulda heimilanna. Það er kunn,en lítt rædd, staðreynd að margir tefldu djarft og skuldsettu sig úrhófi og vilja nú velta vandanum yfir á skattgreiðendur. Hinn stórimeirihluti fólks sem skildi að skuldir þarf að borga og sýndi hófverður ekki kátur að borga reikning þeirra sem hæst hafa. Það ersnúnara en í fljótu bragði verður greint hverjum skal hjálpa oghverjir beri ábyrgð á gáleysislegum gjörðum sínum. Alþingi stendurþar frammi fyrir vanda.

Page 11: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 1111111111

Page 12: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

1212121212 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Björk Ingadóttir er mjög tengdandlegum hliðum lífsins. Alltfrá barnsaldri hefur hanaþyrst í að vita meira um al-heiminn og hvað standi aðbaki hinu hversdagslega.Enda sér hún meira en flestir.Hún segist afar fróðleiksfúsvarðandi það sem tengistþessu sviði og fékk blaða-maður hana til að deila meðlesendum broti af þeim fróð-leik sem hún hefur sankaðað sér. Björk hefur unnið viðhöfuðbeina- og spjaldhryggs-jöfnun í sex eða sjö ár og ermeð aðstöðu hjá Heilsusetr-inu á Ísafirði. Hún bauð fyrstupp á þá meðferð hjá Ráð-gjafa- og nuddsetrinu eftirtveggja ára nám.

„Í höfuðbeina- og spjald-hryggsjöfnun er því haldiðfram að lífsorkan sé geymd ímænuvökvanum og allt semvið upplifum hafi áhrif á lík-amann ef við vinnum ekki úrþví. Ef við tökum stress semdæmi, þá getur það haftýmis líkamleg áhrif. Við hætt-um að sofa og eigum áhættu að verða þunglynd.Ef við losum ekki um spenn-una situr hún eftir í líkaman-um. Við verðum að losa hanatil að halda heilsunni.

Rannsóknir hafa sýnt framá, að þegar fólk lendir í áföll-um í lífinu koma fram blettir áákveðnum hlutum heilans oglíffæra. Í hvert sinn sem viðlendum í vissum áföllum, einsog að missa barn, þá komafram blettir á sömu hlutumlíkamans. Ég mér finnst þettaafar athyglisvert þar sem éghef alltaf haft trú á því aðþetta skipti máli fyrir líkam-lega heilsu. Ég trúi einnig aðef við erum neikvæð, þá köll-um við neikvæða hluti yfirokkur. Eitt sinn var ég í vinnuþar sem mér leið ömurlega.Tvisvar kom fyrir að ég dattþað illa fyrir utan vinnustað-inn að ég ætlaði varla aðná andanum og einu sinnilenti ég í slysi. Þarna var klár-lega verið að segja mér aðég væri ekki á réttum stað ílífinu.“

Lærði dáleiðslu tilLærði dáleiðslu tilLærði dáleiðslu tilLærði dáleiðslu tilLærði dáleiðslu tilað losna við fíknað losna við fíknað losna við fíknað losna við fíknað losna við fíkn

Björk leiddist æ meir aðþví að viða að sér vitneskjuum andlega hluti.

„Ég er svo forvitin að miglangar alltaf til að læra eitt-hvað nýtt. Ég lærði fyrir nokkr-um árum Shamballa-heilunsem gengur út á það verasjálfs sín herra, sá sem stjórnarog skapar sitt líf í kærleika.Þar er komið inn á að viðséum öll guðlegar verur. Þaðhafði umbreytandi áhrif ámig þegar ég fór fyrst á nám-skeið í Shamballa, þar semég hafði haft ákveðnar skoð-anir um sjálfa mig og varheft í minni trú, sér í lagi hvern-ig ég gæti tengst guði oghinu andlega í sjálfri mér.Mér fannst ég alltaf þurfaeitthvað millistykki en í dagget ég fundið guð hvar semer.“

Björk kynntist dáleiðslu útfrá þeirri ákvörðun að hættaað reykja.

„Ég ákvað að læra dáleið-slu og hætta að reykja,þannig að ég sló tvær flugurí einu höggi. Ég fór á nám-skeið og er búin að vera reyk-laus síðan. Það hefur veriðótrúlega auðvelt samanbor-ið við fyrri tilraunir mínar til aðhætta þessari fíkn. Maðurþarf samt auðvitað að verabúinn að taka þá ákvörðunað hætta og vera trúr hennief dáleiðslan á að getahjálpað manni. En hún hjálp-ar gífurlega til upp á ergelsiðað gera, sem oft er fylgifiskurþess að hætta,“ segir Björkog hlær.

„Dáleiðslan getur farið inná öll svið, hún getur hjálpað

til við þunglyndi, fælni, þyngd-arstjórnun og það að hættaað ýta á blundhnappann ávekjaraklukkunni og margt,margt fleira. Fólk dáleiðist þómissterkt og eru misjafnlegamóttækilegt fyrir þessu. Sumirhreinlega dáleiðast ekkienda er ekki hægt að dá-leiða þá sem vilja það ekki.Fólk kemur til mín með allskyns mál.

Raunverulega gengur dá-leiðslan út á það að faraframhjá huganum að undir-meðvitundinni, en hún er ekkimeð neina stjórn og tekurbara við skipunum. Ef maðurlítur á þetta út frá Shamballa,þá myndi ég segja að undir-meðvitundin sé guðsjálfiðokkar. Þetta tengist nefnilegaallt, við erum bara með mis-munandi aðferðir til að nálg-ast það. Það er einmitt þaðsem mér finnst svo spennandivið þetta, ég er búin að veralæra alls kyns aðferðir semganga út á það sama, aðfinna sjálfan sig og það guð-lega í sér. Sú þörf að trúahefur alltaf fylgt mannkyninuen hin ólíku trúarbrögð gangaí raun út á það sama.“

Sýnirnar skelfdu í fyrstuSýnirnar skelfdu í fyrstuSýnirnar skelfdu í fyrstuSýnirnar skelfdu í fyrstuSýnirnar skelfdu í fyrstuBjörk hefur ætíð haft þenn-

an fróðleiksþorsta hvað varð-ar andleg málefni.

„Ég man eftir því að hafalegið í rúminu þegar ég varlítil og velta því fyrir mér hvaðværi úti í hinum stóra heimi.Mig langaði svo að vita

hvernig alheimurinn virkaði.Ég horfði upp í stjörnurnar ogfannst svo stórkostlegt hvaðþetta væri stór heimur semmig langaði til að læra meiraum.“

Hún hefur lengi séð þaðsem ekki er sjáanlegt hinuvenjulega auga.

„Lengi vel hélt ég að hefðiekki byrjað að sjá neitt fyrren ég var sautján ára, en éghef á síðustu fimm árum veriðað rifja upp í hugleiðslu, draum-um og minningabrotum aðþað byrjaði í raun mun fyrr. Ígegnum dáleiðsluna vorumvið beðin um að fara á góðastaðinn okkar og þá fór hugurminn inn í Tunguskóg þangaðsem ég, bróðir minn og fleirivinir fórum á hverjum degi ímörg sumur.

Þar sem golfvöllurinn ernúna var stór drullupollur ogþegar krakkarnir fóru í hanndróst ég smá aftur úr því aðskógurinn kallaði á mig. Éghljóp þá um milli bjarkannaog var að leika við blómálf-ana. Ég hljóp einnig að foss-inum en þar var kall sem égþurfti alltaf að vera stillt ogprúð nálægt. Ég bar virðingufyrir honum enda var þettamjög virðuleg vera. Eins varég alltaf svo eirðarlaus ákvöldin sem barn þar semég hef átt erfitt með að bindavið mig þessa vídd og þákom engill til mín og fylgdimér inn í svefninn.“

–Varstu aldrei hrædd viðþessar sýnir?

„Það var tímabil fyrst eftirað ég byrjaði að sjá var égmjög hrædd. Ég vissi ekkihvað þetta var sem ég varað skynja, og eins var ég þáfrekar bundin við astralsviðiðsem eru látnir ættingjar ogannað slíkt. Það er skelfilegrasvið heldur en þegar maðurfer upp í hærra svið þar semeru leiðbeinendur og englar,þau eru mun fallegri og kær-leiksríkari. Ég upplifði margtsem skelfdi mig þegar égvar unglingur. Ég fór til lækna-miðils og lét loka fyrir þetta.Seinna þegar ég byrjaði aðsjá á ný hafði ég betri stjórná því.“

Tilfinningar skipta máliTilfinningar skipta máliTilfinningar skipta máliTilfinningar skipta máliTilfinningar skipta máli„Ég hef hægt og bítandi

verið að sanka að mér lær-dómi og er núna orðin óstöðv-andi. Mig langar endalaustað viða að mér meiri fróðleikog skilningi. Ég er komin afturá sama stað og þegar égvar lítil stúlka og horfði upp ístjörnurnar, ég vil vita hvernigþessi alheimur og mann-skepnan virkar. Ég er viss umþað að ég verð eilífðarnáms-maður að þessu leyti.

Ég er þó mun meira í hinusjónræna og huglæga held-ur en á rökræna sviðinu. Til-finningar skipta mig miklumáli enda hefur mín bestaleið í lífinu verið að fylgjahjartanu. Það hefur alltaffarið með mig á góðan stað.“

– Thelma Hjaltadóttir.

Hjartað hefur alltafleitt mig á góðan stað

Page 13: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 1313131313

Page 14: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

1414141414 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Sælkeri vikunnar er Birna Hjaltalín Pálmadóttir í Bolungarvík

StjúpupastaStjúpupastaStjúpupastaStjúpupastaStjúpupastaStjúpa mín sem er einstak-

lega hæfileikarík í eldhúsinugaf mér þessa uppskrift einndaginn þegar ég var að vesenastmeð hvað ég ætlaði að hafa ímatinn. Þetta er algjörlega upp-skrift að mínu skapi þar semhún er góð, og tekur enga stund!

Slatti af spagetti5 ferskir tómatar1 rauðlaukur1 búnt fersk steinselja2 marin hvítlauksrifSvartar ólífurCapersParmesanSvartur piparSaltOlía

Á meðan pastað er soðið erfínt að nota tímann og skera niðurtómatana, rauðlaukinn, ólífurnar,steinseljuna og hvítlaukinn.Skella þessu öllu í vel stóra skálog blanda saman. Þegar pastaðer soðið (mér var kennt að þaðværi tilbúið með því að kasta þvíí ísskápin og sjá hvort það festist,skemmtilegra ef börn eru með)skal skella því útí skálina og hræra.Salta og pipra eftir smekk ogsulla svo smá olíu yfir og síðasten ekki síst veeeel af parmesan.

ÍsHann heitir ekkert sérstakt

þessi og það má setja það semmanni sýnist í hann ! Hversu

mikið frelsi er það !1 líter jurtarjómi1 vanillustöng1 dl vatn125gr. Hrásykur5 eggjahvíturVanillustöngin er soðin í

vatninu og sykrinum skellt samanvið. Þetta er svo kælt vel, skellumsvo hvítunum útí og þeytum velog vandlega. Rjómin er svoþeyttur og svo er öllum herleg-heitunum blandað saman ogskellt í gott box og beint í frysti.Verði ykkur að góðu!

Ég skora á Sigríði Huldu Guð-björnsdóttur og Sigurjón Sveins-son í Bolungarvík að vera næstusælkerar vikunnar.

Við áttum einu sinni tvo kettien þeir þurftu að fara af þvíað Laila er með ofnæmi. Svoáttum við líka gullfiskinnGústa. Það var ekki gaman.Jú, það var alveg gamanað eiga Gústa en við áttumsko til að byrja með þrjá fiska.Sá fyrsti dó eiginlega straxog síðan dó næsti en Gústihann lifði áfram og þessvegna kölluðum við hannalltaf Gústa endalausa, þvíhann lifði bara endalausteða alveg í sex ár. Þá fórhann að verða eitthvað slapp-ur og stundum komum viðað honum fljótandi á bakinu.Þá tók pabbi títuprjón ogpotaði í hann og þá rankaðihann við sér,“ segir Jón.

En Gústi endalausi er núdáinn og var geymdur til aðbyrja með í frystinum en aðlokum jarðaður í garðinummeð hamstrinum Hansínu enhann áttu vinkonur Lailu þærEmbla og Agla.

Noregur – hér kem ég!Noregur – hér kem ég!Noregur – hér kem ég!Noregur – hér kem ég!Noregur – hér kem ég!Árný móðir Jóns Darra

hyggst stunda vinnu í Noreginæsta vetur og fara Jón ogLaila með henni. „Við ætlumað búa í Lærdal sem er íVestur-Noregi. Ég á meira aðsegja tvo vini sem búa í Nor-egi sem eru Ísfirðingar ogannar þeirra kemur oft til Lær-dal,“ segir Jón og kveðst ekkivera stressaður yfir því aðbyrja í nýjum skóla þar semtalað er allt annað tungumál.

Jón hlakkar til að fara tilnýs lands, jafnvel þó aðpabbi hans verði ekki með íför. „Pabbi ætlar að verðaeftir heima á meðan aðpassa húsið og vinna enhann ætlar að koma oft íheimsókn til okkar. Þetta erlíka ekkert það langur tími,bara eitt ár,“ segir Jón já-kvæður og stekkur svo út ísólina á vit nýrra ævintýra.

Jón Darri Reehaug Súna-son er 9 ára gamall og þráttfyrir ungan aldur er hannmikill hugsuður. Hann hefurákveðnar skoðanir á málefn-um sem tengjast samfélag-inu sem hann býr í og þá sér-staklega skólanum. Semdæmi er hann harður á þvíað táknmálskennsla eigiheima í öllum grunnskólumlandsins og heimalærdómureigi að heyra sögunni til.

Hann er nemandi við Grunn-skólann á Ísafirði auk þesssem hann stundar tónlistar-nám í Tónlistarskólanum á Ísa-firði. Félags- og tómstunda-starf iðkar hann einnig afmiklum móð nokkrum sinnumí viku. Jón Darri er sonur Patr-eks Súna Reehaug og ÁrnýarRósar Gísladóttur, frumburðurþeirra hjóna en þau eiga nútvö börn. Brynhildur Laila systirhans er 6 ára gömul og aðsögn Jóns Darra eru þau syst-kinin góðir vinir. Þau rífist barastundum segir hann endaekki hægt að vera reiður litlusystur sinni lengi.

Við eigum öll aðVið eigum öll aðVið eigum öll aðVið eigum öll aðVið eigum öll aðgeta skilið hvert annaðgeta skilið hvert annaðgeta skilið hvert annaðgeta skilið hvert annaðgeta skilið hvert annaðBankað var upp á heima

hjá Jóni eitt kvöld fyrir nokkruog fyrir utan stóð kona semvar heyrnarlaus, hún var aðselja happdrættismiða tilstyrktar heyrnarlausum ogmállausum.

„Hún var með miða sem á

stóð hvað hún væri að seljaog ég gat ekkert talað viðhana eða hún við mig. Mérþótti það svo leiðinlegt ogsíðan þá hef ég verið ákveð-inn í því að það eigi aðkenna táknmál í skólanum.Það eru bara mannréttindi.Við lærðum eitthvað smá íTákn með tali í leikskólanumen ekkert eftir það,“ segir Jónog sýnir nokkur tákn semhann lærði og man enn.

Aðspurður hvað honumþyki skemmtilegast að geraí skólanum nefnir hann nátt-úrufræði og svokallaða Hring-ekju. Í náttúrufræði fara þaustundum niður í tilraunastof-una þar sem margt spenn-andi er brallað. Hringekju-vinna er svo skipulögð þann-ig að nemendur færast millimismunandi verkefna.

„Í Hringekjunni byrjaði ég ísmíði, svo liðu nokkrar vikurog var þá færður í heimilis-fræði og svo tölvur og handa-vinnu. Af þessu öllu þótti mérskemmtilegast í heimilisfræð-inni þar sem ég fékk að bakaeitthvað gott og fara með

heim til mömmu og pabbaog Lailu,“ segir Jón.

Heimalærdómur nei takkHeimalærdómur nei takkHeimalærdómur nei takkHeimalærdómur nei takkHeimalærdómur nei takkJón Darri hefur sterka skoð-

un á heimalærdómi. „Það áekki að vera neinn heima-lærdómur, bara alls ekki,“segir hann og er nokkuð heittí hamsi. „Við lærum alvegnóg í skólanum og þegar viðerum búin þar á daginnkannski klukkan 13 eða 14,þá eigum við ekki að þurfaað hafa áhyggjur af því aðheimalærdómurinn bíði þeg-ar við erum búin á fótbolta-æfingum eða í gítartíma tildæmis, eða að leika viðvinina. Mér finnst að alvegeins og þegar mamma ogpabbi koma heim úr vinnunnisinni, þá eru þau bara búin ívinnunni og það á að eigavið um okkur líka.

Núna er verið að breytaþessu þannig hjá okkur aðvið eigum bara að lesaheima, ekkert annað, en mérfinnst það ekki nógu gott. Égles hvort sem er mikið ogþarf ekki að vera skyldaður

til þess,“ segir Jón.Hann telur líka aðrar upp-

sprettur fróðleiks koma vel ístað heimalærdóms og nefn-ir máli sínu til stuðnings aðhann spili oft Timeline eðaTímalínu, sem er spil þar semleikmenn fá fimm spil meðmyndum af uppfinningumeða atburðum í mannkyns-sögunni sem þeir eiga svoað giska á hvar koma inn átímalínuna. Hvort kom áundan áldósin eða byssan?Internetið eða heimasíminn?Einnig spili hann Risk en þaðkrefjist mikillar kænsku því þarþarf að ná heimsyfirráðum.

GullfiskurinnGullfiskurinnGullfiskurinnGullfiskurinnGullfiskurinnGústi endalausiGústi endalausiGústi endalausiGústi endalausiGústi endalausi

Aðspurður um framtíðar-drauma og þrár segist JónDarri ætla að mennta sigmeira, fara í menntaskóla ogháskóla jafnvel. Drauma-starfið er ekki alveg ljóst enn-þá en hann langi samt svo-lítið að verða dýralæknir.

„Ég hef spáð í því svolítiðlengi og ég held að það ségaman að vinna með dýr.

Verðurí Noreginæstaárið

Page 15: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 1515151515

Page 16: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

1616161616 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Heldur um taumanHótel Horn var opnað á Ísa-

firði fyrir skemmstu, á gamlagóða Kaupfélagshorninusem á sér langa sögu. Sam-kvæmt gögnum Héraðs-skjalasafns Ísafjarðar varráðist í byggingu hússins árið1930 og í desember 1931flutti kaupfélagið aðalverslunsína í nýtt húsnæði. Var það300 fermetrar að grunnfleti,þrjár hæðir og kjallari. Á neð-stu hæðinni voru matvöru-,búsáhalda-, vefnaðarvöru-og kjötbúð. Á annarri hæðhússins voru skrifstofur félags-ins og á efstu hæðinni voruíbúðir. Síðan þá hefur mikiðvatn runnið til sjávar og síð-ustu ár hefur húsið hýstskólastofur fyrir yngstu ár-gangana í Grunnskólanumá Ísafirði og verslanir á neðstuhæðinni. Nú hefur húsnæðiðfengið nýtt hlutverk en þar

með eiginmanni sínum, Dan-íel Jakobssyni bæjarstjóraÍsafjarðarbæjar, og börnumþeirra þremur. Hún þekktiafar fáa fyrir vestan en segirþað ekki hafa aftrað sér aðflytja til Ísafjarðar þegar færiðbauðst.

„Þegar staða bæjarstjóraÍsafjarðarbæjar var auglýstfannst okkur það vera tæki-færi sem við gátum ekkisleppt. Enda fannst okkur umleið og við komum vestur aðvið værum komin heim. Okk-ur fannst við strax tilheyrasamfélaginu. Það á við allafjölskylduna því börnunumlíður jafn vel og okkur hérna.Daníel þekkti auðvitað margafrá því að hann bjó hér enég þekkti afar fáa. Vinahóp-urinn var þó fljótur að stækkaog bæði við og krakkarnireigum nú orðið trausta oggóða vini í bænum.“

Börn Völu og Daníels eru áaldrinum 7, 12 og 13 ára,þau Anna María, Jakob ogUnnur Guðfinna.

„Það er gott að ala börnupp í svona nánu samfélagi.Hér þurfum við að gefa meiraaf okkur og taka meira þátten við gerðum áður. Börninhafa mun greiðari aðgangað okkur og geta komið ívinnuna til okkar þegar þessþarf en þau eru jafnframtsjálfstæðari þar sem þaustanda meira á eigin fótum.“

Skemmtilegast aðSkemmtilegast aðSkemmtilegast aðSkemmtilegast aðSkemmtilegast aðhlaupa á fjöllumhlaupa á fjöllumhlaupa á fjöllumhlaupa á fjöllumhlaupa á fjöllum

Vala er afar sterkur hlaup-ari og hefur rakað til sín verð-laununum á ýmsum sviðumundanfarin ár. Hún segist ör-lítið hafa dregið úr því aðkeppa í hlaupi eftir að húnfluttist vestur.

„Það er mjög flottur hlaupa-hópur á Ísafirði en ég mættiá æfingar hjá Riddurum Rósuum leið og ég flutti. Ég heftengst hópnum vel. Maðurþarf svolítið að sækja hlaupinlengra en þegar ég bjó fyrirsunnan en við erum reglu-lega með 5 kílómetra hlaupog svo hlaupahátíðina semhaldin er á hverju ári. Ég hefalltaf stefnt að einu stóruhlaupi á ári. Ég fór í fyrra ílanga Vesturgötu og mara-þon í Kaupmannahöfn ogstefni á annað maraþon íhaust. Við fjölskyldan erumlíka alltaf í skíðunum. Það erokkar helsta sport og á hug

okkar allan yfir veturinn. Éghef einnig verið að þjálfa oger því mikinn tíma í fjallinu,sem mér finnst mjög gam-an.“

Vala hefur einnig ósjaldanstigið á verðlaunapall ískíðaíþróttinni.

„Ég hef alltaf verið í íþrótt-um. Ég var alltaf í skíðunumog æfði hlaup á sumrin. Égfór þó ekki að stunda götu-hlaup fyrr en 2003 og fór ífyrsta maraþonið 2010. Ég áþví ekki langan hlaupaferilen þó mjög skemmtilegan.Mér finnst skemmtilegast aðhlaupa á fjöllum. Mér finnstmjög gaman að fara út afmalbikinu. Við bjuggum áðurí Mosfellsbæ og þar hljópég mikið um. Hér fyrir vestanerum við með frábærarhlaupaleiðir á fjöllum ensnjórinn er svo lengi að þaðer takmarkaður tími þar semmaður getur hlaupið á þeim.Ég ætla að hlaupa Vestur-götuna í sumar og njóta nátt-úrunnar og fegurðarinnarsem leiðin hefur upp á aðbjóða.“

– Thelma Hjaltadóttir.

heldur um taumana Hólm-fríður Vala Svavarsdóttir, einneigenda Hótel Horns.

„Við erum búin að fá mikilviðbrögð í bænum. Margirsem vilja koma og kíkja áþetta hjá okkur enda hús-næðið fyrrum vinnustaðurmargra. Eins hafa krakkarnirí skólanum fengið að komaog sjá þetta hjá okkur. Þeimfannst æðislegt að sjá breyt-inguna og hlupu um til aðfinna skólastofurnar sínar,“segir Hólmfríður Vala er blaða-maður Bæjarins besta settistniður með henni á Hótel Hornitil að forvitnast nánar, aðal-lega um hana sjálfa.

Gaman aðGaman aðGaman aðGaman aðGaman aðprófa eitthvað nýttprófa eitthvað nýttprófa eitthvað nýttprófa eitthvað nýttprófa eitthvað nýtt

Hótel Horn er rekið af hluta-félagi sem rekur einnig HótelÍsafjörð við Silfurtorg, Gamlagistihúsið og Hótel Eddu íMenntaskólanum við Torfnes.Hólmfríður Vala, sem ætíð erkölluð Vala, er meðal þeirrasem standa að hlutafélag-inu. Hún er að takast á viðglænýtt verkefni í ferðaþjón-ustunni en hún hefur nýlátiðaf störfum sem skólaráðgjafivið Grunnskólann á Ísafirði.

„Það var mjög gott að vinnavið skólann, ég var strax boð-in velkomin, enda er góðurandi í skólanum, bæði á með-al starfsfólks og nemenda.Það má því segja að það sékúvending að fara yfir í aðreka hótel og gististaði.

„Það er bara gaman aðprófa eitthvað nýtt. Við erumað stíga okkar fyrstu skref íþessu en Óli og Áslaug, fyrr-verandi eigendur, eru okkuralgjör stoð og stytta. Þau eruokkar hækjur og leiðbeinaokkur í stóru og smáu, endameð áratuga reynslu. Svo erstarfsfólkið á hótelinu líkameð allt á hreinu og það ergott að hafa reynda meðsér þegar maður er að fetasig áfram á nýrri braut. HótelÍsafjörður er gamalt og gróiðfyrirtæki og öll sú reynsla semþar fyrirfinnst nýtist líka á HótelHorni.“

Vala upplýsir að opnunnýja hótelsins fari vel af staðen bókað er í allt í sumar.

Fannst þau straxFannst þau straxFannst þau straxFannst þau straxFannst þau straxtilheyra samfélaginutilheyra samfélaginutilheyra samfélaginutilheyra samfélaginutilheyra samfélaginu

Hólmfríður Vala er fæddurog uppalinn Ólafsfirðingur.Hún fluttist vestur árið 2010

Page 17: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 1717171717

Þjónustuauglýsingarna á nýju hóteli

Page 18: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

1818181818 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013

Krossgátan

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands11. júlí 1993: 11. júlí 1993: 11. júlí 1993: 11. júlí 1993: 11. júlí 1993: Debut, fyrsta

plata Bjarkar Guðmundsdótt-ur, fór beint í þriðja sæti ábreska breiðskífulistanum.

Björk var þar með fyrsti íslenskilistamaðurinn til að koma

plötu inn á topp tíu.12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947:12. júlí 1947: SíldveiðiskipiðSverrir sökk á Skagagrunni.Það var áður olíuflutninga-skip, smíðað árið 1928, hið

fyrsta í íslenskri eign.13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959:13. júlí 1959: Eyjólfur Jónssonsynti frá Vestmannaeyjum til

lands á fimm og hálfri klukku-stund en leiðin er um 10,5 km

14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974:14. júlí 1974: Vegurinn yfirSkeiðarársand var opnaður

og þar með var lokið viðhringveginn um landið.

Vegalengdin milli Núpsstað-ar og Skaftafells styttist úr

tæpum 1.400 kílómetrum í 34kílómetra. Byggðar voru 12

brýr, samanlagt 2004 metrarað lengd, þar af var Skeiðar-árbrú 904 metrar, lengsta brú

landsins til þessa.16. júlí 1917:16. júlí 1917:16. júlí 1917:16. júlí 1917:16. júlí 1917: Tundurskeyti fráþýskum kafbáti hæfði flutn-ingaskipið Vestu sem var á

leið til Englands. Skipið sökk áeinni mínútu. Fimm manns

fórust en 20 manns komust ískipsbát og náðu landi í

Færeyjum.17. júlí 1930:17. júlí 1930:17. júlí 1930:17. júlí 1930:17. júlí 1930: Þýska loftskipiðGraf Zeppelin kom til Íslands,flaug yfir Hornafjörð, suður-

ströndina, Reykjavík og Akra-nes. Það kom aftur ári síðarmeð póst til landsmanna.17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932: Stytta af Leifi

heppna Eiríkssyni var afhjúp-uð á Skólavörðuholti. Hún vargjöf Bandaríkjamanna í tilefniaf 1000 ára afmæli Alþingisárið 1930. Fótstallurinn, semá að tákna stefni á skipi, er

40 tonn af þyngd.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Vestlæg átt, 5-10 m/s og

víða skúraleiðingar, en þurrtað kalla SA-til. Hiti 8-15 stig.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Suðvestan 5-13 m/s og

rigning eða súld, en bjartmeð köflum og yfirleitt þurrtNA-lands og A-lands. Hiti 9-17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Vestanátt, en norðlægari umkvöldið. Rigning eða skúrir,en þurrt á SA-landi og A-fjörðum. Kólnandi veður.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 19: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013 1919191919

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Það sem af er ári hefur umferðum Bolungarvíkurgöng aukistum tæp 3% miðað við sama tíma-bil á síðasta ári. Haldi þróunináfram gerir Vegagerðin ráð fyrirað meðal umferð um göngin verði780 bílar á sólarhring sem er ör-lítið minni umferð en árið 2011

er 797 bílar fóru að meðaltali umgöngin á sólarhring. Mesta um-ferðin er yfir páska og þá er um-ferðin yfir sumartímann að með-altali þyngri en aðra ársfjórðunga.

Flestir fara um göngin á föstu-dögum en fæstir á sunnudögum.Á síðasta ári dróst umferðin jafnt

saman alla daga vikunnar semVegagerðin telur fremur óvenju-legt því yfirleitt skera helgar sigúr frá virkum dögum hvað þettavarðar. Gæti þetta bent til þessað samdrátturinn á milli áranna2011 og 2012 sé fyrst og fremstvegna heimamanna.

Umferð eykst um Bolungarvíkurgöng

Samdráttur í fluginu íkjölfar skattahækkana

„Samdrátturinn á þessu ári erum 7%. Það skýrist aðallega afhækkun á flugfargjöldum ogslæmu ástandi í þjóðfélaginu.Auknar skattgreiðslur ná lík tilflugfélaganna. Skatturinn semsettur var á flugmiðana kemurbæði niður á flugfélaginu og al-menningi. Beinn skattur fram ogtil baka er 4.300 krónur sem ersvolítið hátt hlutfall fyrir utanóbeinu skattana,“ segir Arnór

Jónatansson, stöðvarstjóri Flug-félags Íslands á Ísafirði. „Erlenduferðamennirnir eru meira á ferð-inni núna en Íslendingar erumeira á bílnum yfir sumartím-ann,“ segir Arnór.

Með tilkomu nýrrar heimasíðuog bókunarkerfis á netinu býðstfólki að bóka farangur og yfirvigtfyrirfram. Arnór segir það fyrir-komulag hafa komið vel út. „Þaðer helmingi ódýrara að bóka á

netinu. Það kemur líka út semlækkun fyrir þá sem eru ekkimeð mikinn farangur. Það erverið að reyna að kenna fólki aðvera ekki með alltof mikið meðsér. Þetta er að breytast, fólk erfarið að vera með öðruvísi far-angur, meira í töskum í staðinnfyrir að vera með poka og annaðeins og sýndi sig strax í milli-landafluginu þegar þetta byrjaðiþar.“ – [email protected]

Lilja Dóra Harðardóttir og fjöl-skylda áttu ekki von á neinuóvenjulegu þegar þau voru viðuppskeru í gróðurhúsi við sumar-húsið sitt á Borg í Skötufirði fyrirskömmu. Þau urðu því æði hissaþegar þau tóku upp kúrbít semvar hvorki meira né minna en 4,6

kíló.„Það hefur greinilega hlaupið

einhver ofvöxtur í þennan, ogreyndar fleiri, því þessi var ekkisá eini sem var stór þó hann hafiverið stærstur. Við hjónin og börnokkar höfum tekið upp nokkrasem voru óhemjustórir og ég

kann í raun engar skýringar áþví. Við settum mynd af þessumstærsta á fésbókina og það leyndusér ekki viðbrögðin. Fólk spurðimeðal annars hvort við geymdumkjarnorkuúrgang í gróðurhúsinueða notuðum stera sem áburð!“

[email protected]

Ofvaxinn kúrbítur í SkötufirðiBirna Borg Gunnarsdóttir með jarðarávöxtinn ofvaxna.

Page 20: Smiðjugatan hellulögð! · Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á bæjarskrifstofu Bolung-arvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti

2020202020 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2013