stamp magazine

20
1 2. tbl. | 14. árgangur | 2012 Innsiglun peningabréfa • Ebbe Eldrup skrifar • Póstkort Tryggva Magnússonar Skákfrímerkjasería • Eyjar við Ísland • Frímerkjaútgáfur 2013 26

Upload: iceland-post-postphil

Post on 29-Mar-2016

276 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

The Stamp Magazine is issued by Icelandic Stampcollectors Assosiation. The magazine is issued twice a year and is only available in Icelandic

TRANSCRIPT

Page 1: Stamp Magazine

1

2. tbl. | 14. árgangur | 2012

Innsiglun peningabréfa • Ebbe Eldrup skrifar • Póstkort Tryggva MagnússonarSkákfrímerkjasería • Eyjar við Ísland • Frímerkjaútgáfur 201326

Page 2: Stamp Magazine

2

Ávarp formanns LÍF

Í byrjun þessa mánaðar var haldin í Hróarskeldu í Danmörku samnorræna

frímerkjasýningin NORDIA 2012. Afar vel skipulögð sýning og allt viðmót danskra vina okkar á sýningunni eins og best var á kosið. Aðalskipuleggjandi

sýningarinnar var Kjøbenhavns Philatelist Klub (KPK) og tileink-aði hana 125 ára afmæli sínu. Að sjálfsögðu þökkum við Dönum fyrir að koma svona sterkt tilbaka, þar sem liðin eru fimmtán ár síðan haldin var Nordíu-sýning í Danmörku.Undirritaður sat fundi með formönnum og framámönnum nor-rænu landssambandanna þar sem sameiginleg málefni voru rædd, m.a. sýningamál og enn er efst í huga mér hversu mikil-vægt samstarf frímerkjasafnara á Norðurlöndum er um að halda þessar norrænu sýningar. Samstarf þar sem rekja má aðild okkar allt til ársins 1978 og sem hefur staðið óslitið síðan. Svo sem kunngert hefur verið, verður næsta Nordia í Garðabæ 7. til 9. júní 2013 en síðan er gert ráð fyrir slíkum sýningum í Noregi 2014, Svíþjóð 2015, Finnlandi 2016 og svo í Danmörku 2017. Hvað þá tekur við er óskrifað blað.Þátttaka íslenskra frímerkjasafnara á Nordíunni í Danmörku var því miður með allra minnsta móti, eða aðeins fjögur söfn. Sig-tryggur R. Eyþórsson sýndi bréfspjaldasafn sitt í meistaradeild sýningarinnar, Árni Gústafsson, sem var umboðsmaður sýning-arinnar á Íslandi, sýndi skipsbréfasafn sitt, Rúnar Þór Stefánsson sýndi safn sitt af herpósti og Sveinn Ingi Sveinsson sýndi safn sitt af íslenskum númerastimplum. Undirritaður var svo einn í hópi dómara í samkeppnisdeild.

Þótt fleiri frímerkjasöfn íslenskra safnara á sýningunni hefði vissulega glatt undirritaðan og trúlega marga sýningargesti, verður að geta þess að stór hópur safnara frá Íslandi mætti á sýninguna og hafa þeir vonandi haft bæði gagn og gaman af. Er ekki úr vegi að minna enn og aftur á sýninguna okkar í júní næstkomandi og eru safnarar nú hvattir til að undirbúa söfn sín til þátttöku. Þeir sem enn hafa ekki náð tilskyldum árangri sem veitir þeim þátttökurétt, geta óskað eftir við dómaranefnd Lands-sambandsins að söfn þeirra verði metin að verðleikum.Lesendur Frímerkjablaðsins taka væntanlega eftir því að breyting hefur orðið á umbroti blaðsins. Ákveðið hefur verið að færa um-brotið í Prentsmiðjuna Svansprent ehf, sem hefur prentað blaðið í mörg undanfarin ár. Talinn er kostur að hafa allt á einum og sama stað. Guðrúnu Kötlu Henrysdóttur, sem hefur annast um-brotið nánast frá fyrstu tíð, er hér með þakkað samstarfið og fallegan frágang blaðsins, sem vakið hefur verðuga athygli langt út fyrir landsteina.Ein er sú nýjung sem birtist í þessu blaði, en það er að grein á erlendu máli fær hér inni. Danski frímerkjafræðingurinn Ebbe Eldrup, sem okkur er að góðu kunnur, ríður á vaðið og ritar hér á ensku áhugaverða grein um tvö forfrímerkjabréf, send fyrir útgáfu íslenskra frímerkja frá Íslandi til Danmerkur. Bréfin eru áþekk að sjá en Ebbe sýnir okkur að ekki er allt sem sýnist. Ákveðið var að þýða ekki greinina á íslensku. Vonandi verður framhald á birtingu einstakra greina á ensku en hvort af slíku verður veltur að sjálfsögðu að einhverju leyti á viðtökum lesenda.

Sigurður R. Pétursson

Gefið út af Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara með stuðningi Íslandspósts hf.

LÍF · Síðumúla 17 · 108 Reykjavík · Pósthólf 8752 · 128 Reykjavík

Ritnefnd: Sigurður R. Pétursson, [email protected], ritstjóri og ábyrgðarmaður

Hálfdan Helgason, [email protected] · Hrafn Hallgrímsson,

[email protected] · Kjartan J. Kárason, [email protected]

Sveinn Ingi Sveinsson, [email protected] ·

Umbrot og prentun: Svansprent ehf.

Nr. 2 / 2012 • ISSN-1561-428

Forsíða:Nordia 2013-Norðurljós. Smáörk með 4 frímerkjum. Hönnun: Hlynur Ólafsson. Ljósmyndir: Olgeir Andrésson.

Efnisyfirlit

2 Ávarp formanns3 Innsiglun peningabréfa með tölustimpli3 Nordia 20134 Two early letters from Iceland 5 Fleiri jólamerki, styrktar- og líknarfélaga 20116 Frímerkjaútgáfur Íslandspósts hf. fyrri hluta árs 201310 Bréfadreifing gegnum Svíþjóð til/frá Íslandi10 Bragarbót11 Búlgörsk frímerki með tengingu við Ísland11 Baseldúfan12 Eyjar við Ísland á frímerkjum16 Ný bók fyrir frímerkjasafnara16 Smá póstsaga17 Póstkort Tryggva Magnússonar18 Skákfrímerkjasería19 Skrásetning teiknaðra íslenskra korta

Page 3: Stamp Magazine

3

Innsiglun peningabréfa með tölustimpli

Í öllum „Reglugerðum um notkun pósta“ frá fyrri helmingi síð-ustu aldar eru nákvæm fyrirmæli um allan frágang peninga-

bréfa, þ.m.t. hvernig skuli innsigla þau. Fór það eftir gerð um-slaganna hvar setja skyldi innsigli og hve mörg þau áttu að vera.

Væri talið í peningabréfi skyldi setja á það tvö póstinnsigli auk innsigla sendanda sem vera skyldu eitt eða þrjú eftir gerð um-slagsins. Póstinnsigli á því aðeins að geta verið á peningabréfum þegar póstafgreiðslumaður hefur talið upphæðina í bréfinu áður en því var lokað.

Tölustimplar úr málmi voru teknir í notkun á bréfhirðingum á miðju ári 1903 til að ógilda með frímerki. Einnig skyldi nota þá sem innsigli viðkomandi bréfhirðingar, og má ráða það af því að í Póstblaðinu nr.5/1903 er birt áminning frá póstmeistara til bréf-hirðingarmanna um „ætíð að nota tölustimpil bréfhirðingarinnar sem signet fyrir póstpoka og bréfaumbúðir um póstsendingar.“ Ekki er minnst á innsiglun peningabréfa í þessu sambandi, en ætla verður að það sama hafi gilt um innsiglun þeirra og um „póstpoka og bréfaumbúðir“, enda höfðu bréfhirðingar ekki önnur póstáhöld til að innsigla með bréf og umbúðir langt fram eftir öldinni. Ekki hafa fundist upplýsingar um að þessi fyrir-mæli póstmeistara hafi verið felld úr gildi.

Peningabréf sem innsigluð hafa verið með tölustimpli bréfhirð-inga eru alls ekki algeng. Höfundi þessarar greinar er kunnugt um efirtalda tölustimpla sem notaðir hafa verið í þessum til-gangi: Nr. 31 (1925) - 50 (ártal óþekkt) – 98 (1921) - 117 (1940)

– 174 (1937) – 182 (1945) – 183 (1965) – 201 (1946) – 218 (1935 og 1942) – 270 (1948) eða alls tíu stykki. Væri fengur að frekari upplýsingum um slík bréf sem safnarar kunna að luma á.

Þess má að lokum geta að þekkt eru örfá ábyrgðarbréf frá einkaaðilum sem innsigluð hafa verið með einu innsigli og tölu-stimpill notaður til innsiglunar. Slík notkun tölustimpla á sér ekki stoð í reglugerðum póstsins.

Ólafur Elíasson

Samkvæmt reglugerðinni eiga að vera tvö póstinnsigli og eitt innsigli sendanda mitt á milli þeirra. Hér er þetta öfugt, póstinnsiglið „218“ er mitt á milli innsigla sendanda.

7. TIL 9. júNÍ 2013

NORDIA 2013

Vart þarf að minna íslenska frímerkjasafnara á að í júnímánuði næstkomandi, nánar til-tekið 7. til 9. júní 2013 verður haldin í Garðabæ frímerkjasýningin Nordia 2013 á vegum

Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara. Eins og menn muna frá fyrri Nordia sýningum, sem haldnar hafa verið hér á landi, eru þátttakendur frá aðildarfélögum landssambanda frímerkjasafnara á Norðurlöndum en einnig er að vænta þátttöku félaga í Scandinavian collectors club í Bandaríkjunum.

Landssambandið hefur sett upp vef á slóðinni www.nordia2013.is þar sem fyrstu grunn-upplýsingar er að finna, en við þær verður bætt eftir því sem nær dregur sýningunni.

Þess er að vænta að íslenskir safnarar, sem náð hafa þátttökuheimild geri hlut okkar sem mestan og bestan í þessari hátíð frímerkjasafnara. Sýningarreglur og umsóknareyðublöð er hægt að ná í á vef sýningarinnar en frestur til að skila inn þátttökuumsókn er til 1. febrúar 2013.

Hálfdan Helgasonumboðsmaður sýningarinnar

Page 4: Stamp Magazine

4

EBBE ELDRUP MD DMSc, DENMARK.

Two early letters from Iceland– similar and yet very different.

Höfundur greinarinnar, Ebbe Eldrup, er læknir að mennt og starfar í Kaupmannahöfn. Hann hefur um langt árabil safnað íslenskri fílatelíu og á afar gott safn íslenskra frímerkja. Íslenskum frímerkjasöfnurum er hann að góðu kunnur, hefur margoft komið til Íslands og m.a. haldið erindi á fundum í Félagi frímerkjasafnara. Ebbe hefur lengi starfað í röðum danskra frímerkjadómara og er bæði norrænn og alþjóðlegur dómari. Hann er umboðsmaður í Danmörku fyrir Nordíu 2013.

- sharing knowledge is the key to wisdom.

It was with the outmost pleasure that I accepted writing an article in English at the request of the ritnefnd (editors). For

13 years Frímerkjablaðið has been a very important source of knowledge about various aspects of Icelandic philately. I am sure the introduction of English articles in Frímerkjablaðið leads to a new era of Icelandic philately, which will benefit not only collec-tors but also Íslandspóstur hf. (Pósturinn, Frímerkjasalan) and Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara. congratulations!

In this article I present two letters who seem to be more or less similar. However they are very different! One is useful in a collection of Iceland Postal History while the other is useful in a collection of Danish Postal History.

Letter no. 1:1866 letter with full content written at ”Ørebakki” (Eyrarbakki) April 20th and adressed to merchant Th. Thomsen in copenha-gen. No indication of postal transport from Eyrarbakki to Rey-kjavik. Probably carried with the postal wessel Phønix which ac-cording to plans left Reykjavik May 14th bound for copenhagen. Delivered by the copenhagen Foot Post and cancelled with the oval cancellation FP 24.5.(18)66, ten days later. (Authors collec-tion).

Until january 1st 1870 post was carried free of charge between Reykjavik and copenhagen.

However, transport by post within Iceland and beyond copen-hagen was charged the fees of the period.

The fee for delivery by the Foot Post within the ramparts in copenhagen was 3 skilling cash or one 2 sk stamp between 1.1.1861 and 31.12.1869.

The sender must have paid 2 skilling to the staff of Phønix who bought the 2 skilling stamp in copenhagen as the letter was handed in at the Foot Post Office. No stamps were on sale in Iceland until january 1st 1870.

Because the letter does not carry any letter list number, one cannot exclude that the letter was transported privately from Ey-rarbakki to copenhagen. In this respect the letter is similar to most other Icelandic pre-stamp letters delivered in Denmark.

Other covers and letters are known from Iceland that were de-livered by the Foot Post in copenhagen at the cash rate of 2 skill-ing before 1861 and 3 skilling after 1861.

This letter is the only known where the delivery fee is paid by a 2 skilling stamp. Therefore, it is a major gem in any collection of early Icelandic Philately.

Letter no. 2:1870 letter with full content written in Reykjavik September 9th 1870 and addressed to (merchant) T.F. Thomsen in Havnegade (within the ramparts) in copenhagen. (Private collection).

Page 5: Stamp Magazine

5

The letter must have been carried privately from Reykjavik to copenhagen. If not it had been subjected to the new postal rate to Denmark of an 8 skilling stamp for a letter weighing up to 3 kvint (15 gram). Danish 2, 3, 4, 8 and 16 skilling stamps were on sale in Reykjavík and Seyðisfjörður from january 1st 1870.

In copenhagen the letter entered the postal system and a 2 skilling stamp was put on. The letter was cancelled with the date stamp Kjøbenhavn 20/9, the numeral stamp ”1” and handed in for delivery by the Foot Post and cancelled with the blue oval ”FP 20/9 (18)70”. Thus it was received 11 days after it was written in Iceland.

This is a letter illustrating only the Danish Foot Post and deliv-ery within copenhagen but not at all any Icelandic postal mat-ters. The letter can be compared to the many existing market reports written in Germany or United Kingdom and handed in to the Danish Foot Post and paid by a 2 RBS or 2 sk contemporary Danish stamp. They are shown in collections of Danish philately

and not German or British philately. Another comparison is a letter written in copenhagen and carried privately to Stockholm or Vienna, delivered by the local post and paid by a Swedish or Austrian stamp. Any such item would belong to collections of Swedish or Austrian philately, respectively.

The letter is interesting though as it is the only such one writ-ten in Iceland and it belongs to a collection of early Danish postal history. It was sold in 2011 with a certificate that is not entirely correct.

In conclusion, I present 2 letters that at first glance seem to be similar but from a postal history point of view and from a collec-tor’s point of view they are very different.

Information in this article is specialized knowledge and it is only available through high impact magazines like Frímerkjablaðið. Such information should however be made available to as many collectors as possible. For this reason the new policy of presenting articles in English in Frímerkjablaðið is so warmly welcomed!

Jólamerki styrktar- og líknarfélaga 2011.

Í síðasta Frímerkjablaði var fjallað um jólamerki, sem styrktar- og líknarfélög

gáfu út fyrir jólin 2011. Einn lesandi hefur síðan haft samband og bent á jólamerki sem honum finnst vanta í umfjöllunina. Það er jólamerki sem Oddfellowreglan Snorri goði gaf út, svokallað persónulegt frímerki sem er þjónusta sem Íslands-póstur býður upp á undir heitinu Frí-merkin mín. jólamerkið gildir sem burð-argjald fyrir 50 gr. sendingar innanlands.

Í umfjöllun um jólamerki styrktar- og líknarfélaga hefur ekki verið fjallað um jólafrímerki sem gilda sem burðargjald, eins og frímerki sem Íslandspóstur gefur út fyrir jólin, persónuleg frí-merki Íslandspósts, auglýsingastimpla með jólakveðjum og ýmsa límmiða sem fyrirtæki og einstaklingar nota. Gott dæmi um persónulegu frímerkin, sem sífellt fleiri nota á jólapóstinn, eru jólamerki sem Íslandspóstur hefur notað á jólapóst til viðskipta-vina. Allt eru þetta hlutir sem jólamerkjasafnarar halda til haga.

jólamerki Oddfellowreglunnar Snorra goða getur bæði flokkast sem jólamerki styrktar- og líknarfélaga og sem persónulegt frí-merki. Allur hagnaður rennur til Líknarsjóðs Oddfellowreglunnar og má nefna að sjóðurinn afhenti líknardeild Landsspítalans í Kópavogi gjöf að verðmæti 120 milljónir í haust.

Fyrir jólin 2011 voru prentaðar 130 arkir (3.120 merki) og síðan voru 3 arkir (72 merki) prentaðar í mars 2012. Samtals var út-gáfan því 133 arkir eða 3.192 merki. Merkið er gefið út af Íslands-pósti og prentað hjá Samskiptum í Síðumúla 4 í Reykjavík.

Hægt er að fá jólamerkið keypt hjá Gunnari Þór jóhannessyni, sími 696 5700 eða netfang [email protected] og kostar örk með 24 merkjum 3.700 kr. Í ár hefur Oddfellowreglan Snorri goði umsjón með útgáfu 7 mismunandi jólamerkja fyrir allar stúkur í Oddfellowhúsinu í Hafnarfirði. Kostar hver örk 4.500 kr. og eru merkin eingöngu seld í örkum.

Kjartan Kárason

Snorri goði

Þökkum stuðning þinn

farsælt komandi ár

og

Gleðileg jól

Jesús frá Nasaret

og þeim gjöra“

yður skulið þér

að aðrir menn gjöri

„Það sem þér viljið

Upplýsingar um upplög einstakra frímerkjaútgáfa fyrri hluta árs 2012

Útgáfa: Upplag: Verðgildi: 564A 170.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)564B 140.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.)564c 110.000 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.)565A 2.000.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)566A 100.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)567A 300.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.)567B 200.000 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.)568A 120.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)568B 100.000 100g innanlands (ígildi 125 kr.)568c 200.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.)568D 100.000 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.)569A 55.000 250g innanlands (ígildi 155 kr.)570A 220.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)571A 120.000 500g innanlands (ígildi 225 kr.)571B 120.000 100g til Evrópu (ígildi 300 kr.)572A 120.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.)573A 150.000 250g til Evrópu (ígildi 580 kr.)574A 400.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.)574B 250.000 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.)575A 500.000 B50g innanlands, B-póstur (ígildi 103 kr.)576A 1.000.000 B50g innanlands, B-póstur (ígildi 103 kr.)

H96 40.000 480 (4 x 50g innanlands (ígildi 120 kr.))H97 40.000 700 (4 x 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.))H98 15.000 1750 (10 x 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.))H99 15.000 2300 (10 x 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.))

G44 1000 2950

Page 6: Stamp Magazine

6

EðVARð T. jóNSSON OG SIGURðUR H. HREIðAR.

Þjóðminjasafnið, samtímahönnun, bílaöld og bæjarhátíðir á frímerkjumÚtgáfurnar fyrri hluta árs 2013

úTGÁFURNAR 24. jANúAR

Þjóðminjasafnið 150 ára Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrú-ar 1863. Þann dag færði jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni presti á jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.” Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.

Myndefni frímerkisins er dúkur sem talið er að hafi verið í eigu Staðarhóls-Páls (griparnr. Þjms. 5028). Dúkurinn er útsaumaður með silkiþræði á hörléreft. Á dúknum er þéttsaumað blóma- og laufamunstur, dýr og fólk í 16. aldar klæðnaði. Dúkurinn er er-lendur að uppruna en kom til safnsins vestan úr Breiðafirði og var talin mikil gersemi á sínum tíma. Dúkurinn hefur vafalaust prýtt ríkmannlegt heimili á öldum áður. Hann er góður fullrúi fyrir fjölbreytileikann í textílsafni Þjóðminjasafns Íslands. Þar eru ábreiður, tjöld, dúkar, altarisklæði og ýmis konar veftir auk fjölda búninga. Dúkurinn er útlendur og á sér marga bræður í söfnum nágrannalandanna. Hann er úr ljósu bómullarlérefti og í hann saumað stílfært munstur með mislitu silkigarni. Það er margvís-legt jurtaskraut með blaðteinungum, laufblöðum og blómhnöpp-um. Slíkir dúkar voru algengir í Norður Evrópu á 16. og 17 öld. Sú saga fylgdi dúknum þegar hann kom til safnsins árið 1903 að hann hafi verið í eigu Staðarhóls-Páls. Páll þessi var uppi á 16. öld, lést 1598. Hann var lögmaður góður og gegndi sýslumanns-embættum á nokkrum stöðum. Munnmælasögur sem oft fylgja gripum getur verið erfitt að sannreyna en sagan sjálf gefur þeim aukið gildi á Íslandi þar sem persónusaga og ættfræði hafa verið og eru vinsælt viðfangsefni. Frímerkið hannaði Sigríður Guðrún Kristinsdóttir.

Aldeyjarfoss og HafurseyAldeyjarfoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðar-dal. Fossinn er innramm-aður í fagrar stuðlabergs-myndanir sem eru hluti af hraunþekjunni Fram-

bruna eða Suðurárhrauni. Hvíti litur jökulfljótsins þykir mynda skemmtilega andstæðu við dökkt bergið. Fallið er um 20 metrar. Í og við björg fossins verpa fálkar, smyrlar, heiðagæsir, grágæsir og gulendur. Skjálfandafljót er jökulfljót sem á uppruna sinn í Vonarskarði. Fljótið er um 180 km. á lengd og fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Margir þekktir fossar eru í fljótinu, ekki síst Hrafnabjargafoss og Goðafoss. Aldeyjarfoss hefur löngum verið talinn meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Vegur liggur alla leið að honum vestan Skjálfandafljóts.

Hafursey er móbergs-fell á Mýrdalssandi norð-anverðum. Það skiptist um Klofgil og vesturhlut-inn er nefndur Skálar-fjall (582 m) og hæst ber Kistufell (513 m) á austur-hlutanum. Þarna er mikið fýlavarp og undirhlíðarn-ar eru vaxnar kjarri, en þar var skógur áður fyrr. Fellið var gott til beitar og bændur í Hjörleifshöfða létu fé sitt ganga þar sjálfala allt árið og höfði í seli á sumrin til 1854. Þarna var áningarstaður ferðamanna um Mýrdalssand, því að þarna var alfaraleið til 1955, þegar vegurinn var fluttur mun sunnar. Laust eftir aldamótin 1900 var reist þar sæluhús og nú er þar skýli Slysavarnarfélags Íslands. Hellirinn Stúka, sem er vestan í fellinu, var skýli og náttból ferðamanna áður en húsin voru reist. Oscar Bjarnason hannaði frímerkin og tók ljósmyndirnar.

Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn Í desember 2010 lýsti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2013 Ár al-þjóðlegrar samvinnu um vatn. Alþjóð-legur Dagur vatnsins er 22. mars 2013 og verður þá haldin sérstök ráðstefna um alþjóðlega samvinnu um vatn. Í yfirlýs-ingu Allsherjarþingsins segir að tilgang-ur þessa alþjóðaárs sé að auka vitund þjóða heims um möguleikana á aukinni samvinnu og á þeim áskorunum sem blasa við í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir þessari dýrmætu auðlind. Sam-kvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna

er 2005-2015 áratugur vatnsins. Meginmarkmið þessa áratugar eru aukin áhersla á málefni er snerta vatn og að koma í fram-kvæmd áætlunum og verkefnum á því sviði. Í dag er áætlað að meira en 1 milljarður manna eða einn sjötti mannkyns, hafi

Page 7: Stamp Magazine

7

takmarkaðan eða engan aðgang að hreinu drykkjarvatni og um tvo og hálfan milljarð skorti vatn til hreinlætis.

Íslenskar stofnanir og hjálparsamtök hafa komið að hjálpar-starfi í Afríku, meðal annars með því að grafa fyrir brunnum til að afla vatns fyrir fólk á þurrkasvæðum. Þannig hefur Þró-unarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) unnið að því í nokkrum löndum að bora fyrir vatni og grafa vatnsbrunna til að tryggja íbúum aðgang að hreinu og ómenguðu vatni. Samstarfslönd ÞSSÍ eru fjögur Afríkuríki, Malaví, Mósambík, Namibía og úganda, en þróunarsamvinnu við Namibíu lauk í lok árs 2010. ÞSSÍ á eitt samstarfsland í Mið-Ameríku: Níkaragva. Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins hætti ÞSSÍ þróunarsamvinnu við Níkaragva og Sri Lanka sem var samstarfsland ÞSSÍ árin 2005-2009.

Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur einnig verið virkur þátt-takandi í hjálparstarfinu og á þessu ári hafa samtökin beint sjónum sínum að Malaví, nánar tiltekið chikwawa héraði. Þar er lífsafkoma afar erfið og aðgangur að hreinu vatni oft takmark-aður, jafnvel enginn. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um langa hríð verið með mikið og öflugt starf í héraðinu. Með aðkomu Hjálpar-starfs kirkjunnar hafa íbúarnir getað grafið brunna, komið fyrir góðum vatnsdælum og þar með öðlast betra aðgengi að grund-vallarþörf mannsins, hreinu vatni. Borgar Hjörleifur Árnason hannaði frímerkið.

úTGÁFURNAR 21. MARS

Íslensk samtímahönnun – grafísk hönnunÍ maí koma út frímerki í fjórðu röðinni um íslenska samtíma-hönnun. Áður hafa komið frímerki í þessum þemaflokki verið tileinkuð, iðn- og vöruhönnun, húsgagnahönnun og fatahönn-un. Að þessu sinni eru frímerkin tileinkuð grafískri hönnun og myndefnin eru verk fjögurra ungra grafískra listamanna.

Sigurður Oddsson fæddist í Reykjavík 1985 en ólst upp að miklu leyti í Van-couver í Kanada. Þar komst hann í tæri við frumbyggjalist indjána og hefur sótt mikið í þann brunn í myndsköpun sinni. Sigurður útskrifaðist úr Listaháskóla Ís-lands 2008 og hefur síðan starfað bæði sem hönnuður og liststjórnandi hjá jónsson & Le’macks og á eigin vegum fyrir ýmsa viðskiptavini, bæði erlenda og íslenska. Hann hefur einnig unnið mikið fyrir aðila í lista-, tísku- og tón-listargeiranum.

Ragnar Freyr Pálsson fæddist í Reykja-vík 1980. Hann lauk námi frá Listahá-skóla Íslands 2005 og fór þá til náms við Kennaraháskóla Íslands. Auk grafískrar hönnunar hefur Ragnar m.a. starfað við kennslu og vefsíðugerð auk þess sem hann hefur unnið við myndskreytingar og sinnt ýmiskonar útgáfustarfsemi. Ragnar stofnaði sína eigin vinnustofu í Reykjavík 2001 og rekur hana enn í dag. Í myndlist sinni og hönnun leggur Ragnar áherslu á einfaldleikann og meg-inreglur naumhyggjunnar.

Rán Flygenring er grafískur hönnuður af norskum og íslenskum ættum, búsett í Reykjavík. Hún hefur undanfarin ár unnið sem hönnuður og myndskreytir. Rán er fædd í Osló 1987 en ólst upp í Reykjavík og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands 2009. Hún hefur unnið sjálfstætt sem teikn-ari og myndskreytir frá 2010. Hún var Hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011 og hlaut nú nýverið þýsku barna-bókaverðlaunin ásamt höfundinum Finn-Ole Heinrich fyrir barnabókina

Frerk, du Zwerg. Örn Smári Gíslason hannaði frímerkin.

Sigurður Eggertsson fæddist á Akur-eyri 1984. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Að námi loknu byrjaði hann að starfa með kennara sínum í prentlist, Atla Hilmarssyni en flutti síðan til New York og var í reynslu- og þjálfun hjá Karlssonwilker. Hann stundaði nám við Weißensee Listaháskólann í Berlín en lauk náminu á Íslandi. Sigurður er búsettur í Berlín og vinnur sjálfstætt fyrir viðskiptavini um allan heim.

BílaöldinÞótt fyrsti bíllinn hafi komið 1904 og annar 1907 er raunveruleg bílaöld á Íslandi yfirleitt talin hefjast 1913 þegar fyrsti Ford T bíllinn kom til Íslands. Það ár komu þrír fólksbílar til landsins á vegum Íslendinga. Myndefnið á frímerkjunum er fjórar gamlar bifreiðir.

Ford T vörubíll. Það voru bílar af gerðinni Ford-T sem sönnuðu fyrir Íslendingum að bílar væru þau samgöngutæki sem land-inu hentaði. Framan af árum bílsins á Íslandi bar Ford höfuð og herðar yfir aðrar tegundir hérlendis og kom þar margt til: Ford-T var traustur, einfaldur og tiltölulega ódýr, en þar að auki kepptust allt upp í fjögur umboð um að selja þessa tegund hérlendis. Þegar síðasti bíllinn af gerð-inni Ford-T rann af færibandinu í maí 1927 varð nokkurt tóma-rúm hjá framleiðandanum sem var ekki tilbúinn með arftaka. Það var ekki fyrr en Ford A var hleypt af stokkunum undir lok þess sama árs að landið fór nokkuð að rísa aftur. Ekki síst veittu Íslendingar Ford AA Export 1931 góðar viðtökur. Af þeirri gerð er bíll Hallbjörns jóhannssonar á Finnsstöðum í Eiðaþinghá, sem hann hefur gert upp af mikilli natni og er fyrirmynd bílsins á þessu frímerki. Flestir vörubílar þess tímabils komu hingað óyfir-byggðir og palllausir en fengu hér pall við hæfi og fulningahús fyrir ökumann og einn farþega. Þessi íslenskbyggðu ekilshús þessa tímabils eru hönnun sem á sér ekki sína líka annars staðar í veröldinni.

Page 8: Stamp Magazine

8

Chevrolet hálfkassabíll. Fljót-lega eftir að Íslendingar tóku bíla í sína þjónustu tóku þeir að byggja farþegahús yfir vöru-bílagrindur. Vitaskuld voru það frekar kassalaga yfirbyggingar og bílarnir fengu heitið kassabílar. Væri byggt yfir fremri hluta þeirra með farþegahúsi en pallur hafður þar fyrir aftan fyrir flutning voru þetta vitaskuld hálfkassabílar. Löngu seinna tóku bílaframleið-endur upp þannig byggingarlag og kölluðu gjarnan Double cab. Þegar kom fram um miðja bílaöldina á Íslandi sáu menn sér leik á borði að sameina fólksflutninga og farangursflutninga frá sveitum til bæja og aftur til baka með hálfkassabílum. Algengast var að þeir væru með einn þverbekk aftan við ekilssæti en margir voru með tvo, eins og sá sem er fyrirmynd á þessu frímerki. Þannig tóku þeir 10 farþega. Fyrirmyndin hér var skráður árgerð 1943 sem var árið sem hann kom nýr til landsins, smíðaár þó í raun árið 1942. Hann var notaður til fólks- og vöruflutninga í Eyjafirði en er nú á Samgönguminjasafninu í Stóragerði í óslandshlíð.

Mercedes Benz farþegabifreið (rúta). Strax og bíllinn hóf landnám sitt á Íslandi hófust áætlunarferðir út frá þéttbýli til strjálbýlli staða á landinu, svo og milli kaupstaða. Framan af voru þessar ferðir eingöngu með fólksbílum sem voru sjaldnast með sæti nema fyrir 5-7 farþega, þó iðulega væru allt að helmingi fleiri í þeim. Fljótlega brugðu menn því á það ráð að byggja farþegahús yfir vörubílagrindur sem var reglan fram á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Þá lagðist þetta af að mestu en í staðinn var farið að flytja inn grindur sérsmíðaðar undir fólksflutningavagna eða jafnvel full-gerða almenningsvagna sem tóku við af gömlu vörubílunum. All-nokkuð kom hér af slíkum vögnum, ekki síst frá Mercedes Benz, eins og þeim sem notaður var sem fyrirmynd að þessu frímerki. Gerðin bar auðkennisnúmerið 322 og hafði aflvélina aftast. Þessi tiltekni bíll er árgerð 1957 en fluttur inn árið 1962 og notaður á Siglufjarðarleið í 10 ár uns hann var seldur austur á firði þar sem hann var í ferðum nokkur ár enn. Þar fann Gunnar Þórðarson hann í bing annarra aflagðra bíla, gerði hann gangfæran á ný og ók honum heim til sín að Samgöngusafninu í Stóragerði þar sem hann er nú til sýnis.

Bedford slökkvibíll. Um miðjan síðari hluta aldarinnar sem leið komu 68 slökkvibílar af gerðinni Bedford til landsins. Sumpart var þetta fyrir milligöngu Bruna-bótafélagsins og ef til vill fleiri tryggingafélaga sem veittu veru-legan afslátt iðgjalda til þeirra sveitarfélaga sem keyptu bílana. Fram til þess tíma höfðu víða ekki verið til önnur slökkvitæki en brunadælur og tilkoma Bedford slökkvibílanna var að sögn þeirra sem gerst til þekkja mesta bylting sem orðið hefur í bruna-vörnum landsbyggðarinnar. Allir þessir bílar voru framleiddir hjá Bedford á árunum 1950-1956 en af einhverjum ástæðum voru þeir skráðir hér mun yngri, yfirleitt árg. 1960-1962. Hingað voru þeir keyptir notaðir, að hluta nálægt 1960 en hluta nálægt 1970.

Í upprunalandinu, þar sem þó nokkuð er enn til af þeim, voru þeir grænir að lit og kallaðir Green Goodies. Allir nema tveir þeir fyrstu voru með drif á öllum hjólum. Þrátt fyrir að vera með hægri handar stýri og án aflstýris og á fleiri vegu frekar gamal-dags tæknilega er þeim víða vel við haldið og í uppáhaldi hjá þeim sem meðhöndla þá, sumir enn í fullu fjöri og tilbúnir til átaka þegar á þarf að halda, enda dælubúnaðurinn einstaklega vandaður og endingargóður og allir nauðsynlegir varahlutir fáan-legir, bæði í bíl og búnað.

Hlynur ólafsson hannaði frímerkin.

úTGÁFURNAR 2. MAÍ

BæjarhátíðirBæjarhátíðum sem haldnar eru hérlendis á sumrin hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og eru víða orðnar ríkur þáttur í menningarlífi margra bæja og byggðarlaga á Íslandi. Ísland-spóstur gefur nú út fimm frímerki sem eru tileinkuð nokkrum slíkum hátíðum og fimm önnur að ári.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru sjálf-stæð sjálfboðaliðasamtök sem vinna að skipulagningu hátíðarinnar sem haldin er í ágúst ár hvert. Það var í lok júní 1970 sem samkynhneigðir í New York og San Francisco fylktu liði á göt-um úti í fyrstu göngunum sem farnar voru til að minnast uppþotanna árið áður, helgina 27.-29. júlí í Greenwich Village í New York. Siðurinn barst brátt til Evrópu og þegar kom fram á tíunda áratug liðinnar aldar hafði losnað um tengslin við hina upphaflegu dagsetningu, síðustu helgina í júní. Nú ber þessa hátíð samkynhneigðra upp á flestar helgar sum-arsins víða um heim. Hinsegin dagar voru fyrst haldnir hátíðlegir hér á landi árið 2000.

Aldrei fór ég suður - tónlistar hátíðin var haldin á Ísafirði fyrsta sinni árið 2004 og síðan þá hefur hátíðin farið ört vaxandi bæði að stærð og vin-sældum. Hátíðin þykir sérstök sökum sérstakrar staðsetningar og um-gjarðar, auk þess sem hún er ókeypis öllum. Talsmenn hátíðarinnar segja, að hún hafi haft jákvæð áhrif á sam-félagið, jafnt félagslega sem efnahagslega. Þá hefur bærinn endur-nýjað ímynd sína sem tónlistarbær.

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkur-byggð fyrsta laugardag eftir Versl-unarmannahelgi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp styrktaraðila, lands-mönnum öllum upp á dýrindis fisk-rétti. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, skemmti sér og snæði fisk. Matseðilinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla bjóða íbúar byggðalags-ins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í tengslum við hátíðina.

Page 9: Stamp Magazine

9

Tónlistarveislan Bræðslan á Borgarfirði eystri hefur í tímans rás skipað sér sess sem merkur hlekkur í tónlistarlífi landsmanna. Tónleikarnir fara fram í gamalli síldarbræðslu sem heimamenn breyta í tónleikahöll einu sinni á ári. Skipuleggjendur hafa lagt sig fram við að skapa fjölskylduvæna stemningu og er vandað til allrar þjónustu og aðstöðu á Borgar-firði eystri. Bræðslan er styrkt af Menningarráði Austurlands auk þess sem Flugfélag Íslands og Flytjandi eru helstu styrktaraðilar Bræðslunnar ásamt Rás 2.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var fyrst haldin 1920 og skiptust íþróttafélögin Þór og Týr á því að halda hana. Árið 1997 sameinuðust Þór og Týr í Íþróttabandalag Vest-mannaeyja sem nú skipuleggur þjóðhátíð. Rík sönghefð hefur skap-ast á hátíðinni og hún hefur þróast í eina metnaðarfyllstu tónlistarhátíð landsins. Þjóðhátíðin hefur alla jafna verið haldin í Herjólfsdal nema árin 1973-1976 meðan Herjólfsdalur var þakinn vikri eftir eldgosið en þá var hátíðarsvæðið á Breiðabakka suður undir Stórhöfða. Hápunktar í dagskrá Þjóðhátíðar eru hefðbundnir og hafa staðist tímans tönn, meðal annars brenna á Fjósakletti og brekkusöngur. Engin önnur útihátíð á sér sögulegri rætur en Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur aldrei fallið niður, hvorki vegna veðurs eða náttúrhamfara.

Linda ólafsdóttir hannaði frímerkin.

Evrópufrímerki 2013 – Póstbílar

Þema Evrópufrímerkjanna 2013 eru póstbílar í notkun. Einnig eru frímerkin tileinkuð 20 ára afmæli PostEurop sem eru samtök póstrekenda í Evrópu.

Íslandspóstur rekur einn stærsta bílaflota landsins eða 120 bíla sem eingöngu sinna póstflutningum. Heildaraksturinn er í kring-um 3.5 milljón km. á ári en landpóstakeyrslan er ekki inni í þeirri tölu. Landpóstar eru þeir aðilar sem sjá um póstflutninga í hinum dreifðu byggðum. Pósturinn hefur sett sér umhverfisstefnu og fylg-ist með kolefnismengun bílaflotans. Um þriðjungur allra póstbíla á stór Reykjavíkursvæðinu eru metangasbílar og stefnt er að fjölgun vistvænna bifreiða. Við brennslu á metangasi í stað bensíns eða díselolíu fer mun minna af koldíoxíði og öðrum gróðurhúsaloft-tegundum út í andrúmsloftið. Ellefu ár eru síðan Íslandspóstur tók fyrstu metangasbifreiðina í notkun af gerðinni Volkswagen caddy.

Í öllum bifreiðum Póstsins eru ökusíritar sem skrá upplýsingar um aksturslag. Með þeim er hægt að fylgjast með bílunum í raun-tíma á tölvuskjá og þar sést hvar bílarnir eru, á hvaða hraða þeir aka og í hvaða átt þeir stefna. Þessi tækni auðveldar að miklum mun allt skipulag póstflutninga kringum landið. Bílarnir á frímerkjunum eru

Ford Transit árg. 2012, 350m. (50g til Evrópu) og Man Tgs árg. 2010 (50g utan Evrópu). Ford Transit bíllinn hefur um 1200 kg. burðar-getu og er staðsettur á Reykjavíkursvæðinu. Man vöruflutningabíll-inn er í póstflutningum til Egilsstaða og hefur 9,5 tonna burðargetu.

Bergþóra Huld Birgisdóttir hannaði frímerkin. Landslagsljós-myndirnar tók Sverrir Björnsson.

NORDIA 2013

Dagana 7. til 9. júní 2013 mun Landssamband íslenskra frímerkja-safnara standa fyrir norrænnu frímerkjasýningunni NORDIA 2013 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Þetta er í sjötta skiptið sem Lands-sambandið gengst fyrir NORDIA sýningu en fyrri norrænar sýningar voru haldnar hérlendis árin 1984, 1991, 1996, 2003 og 2009.

Í tilefni sýningarinnar mun Íslandspóstur að venju gefa út smáörk og að þessu sinni eru það noðurljósin í allri sinni fjölbreytni sem er þema frímerkjanna. Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpól-ana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eind-irnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós. Áhrif sólvindsins eru mest á kraga kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi.

Á Íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi að því gefnu að norðurljósakraginn svonefndi sé yfir landinu, himinninn heiðskír og úti sé myrkur. Líkt og við á um stjörnuskoðun er best að fara út fyrir ljósmengaða þéttbýliskjarna til að njóta norður-ljósanna í allri sinni dýrð. Stærð og umfang norðurljósakragans er breytilegt og veltur að mestu á virkni sólar og þar af leiðandi sólvind-inum. Sé virkni sólar lítil er kraginn venjulega lítill en sé virkni sólar mikil er kraginn venjulega stór og breiður. Hlynur ólafsson hannaði smáörkina en ljósmyndirnar tók Olgeir Andrésson.

Útgáfuáætlunin getur tekið breytingum varðandi verðgildi og frímerki

Page 10: Stamp Magazine

10

Bréfadreifing gegnum Svíþjóð til/frá Íslandi

Í framhaldi af grein minni í 1. tölublaði, 12 árgangi þar sem fjallað var um bréfadreifingu Helga P. Briem í gegnum Portúgal,

mun ég hér sýna dæmi um póst sem fer í gegnum Svíþjóð.

Hvernig bréfin fóru frá DanmörkuBréfið á uppruna sinn hjá IcES, Alþjóða hafrannsóknarráðinu, í Kaupmannahöfn og merkt þannig á baki. Sendandi er K. Nelle-mose sem vann hjá stofnuninni á þeim tíma sem bréfið er sent, en á þessum tíma var ekki leyft að senda póst á milli Íslands og Danmerkur.

Bréfið er með sænsku frímerki og stimplað 29.6.1943 í Stokk-hólmi. Burðargjald fyrir tvöfalt bréf 45 aurar.

Sú leið sem bréfið fer, er að K.A.Andersen, þekktur innan IcES, tekur við bréfinu í Kaupmannahöfn og smyglar því með sér yfir landamærin til Svíþjóðar. Bréfið ber engin merki ritskoðunar í Danmörku. Þar setur hann bréfið í póst og það fer venjulega leið í gegnum England þar sem það er ritskoðað og þaðan til Íslands með skipi. Móttakandi bréfsins er Árni Friðriksson er starfaði hjá forvera Hafrannsóknarstofnunar.

Hvernig bréfin gátu farið frá Íslandi Bréf sent til Íslands 1.12.1944 þar sem upplýst er um hvernig megi koma bréfum frá Íslandi til Danmerkur. Sendandi bréfsins Hallur Hallsson, átti á þessum tíma þrjár systur í Danmörku.

Leiðin var að senda bréfið til Svíþjóðar þar sem innihaldið var sett í nýtt umslag með heimilisfanginu í Danmörku. Bréfið póst-lagt og það síðan ritskoðað af Þjóðverjum á leið þess til móttak-anda.

Rúnar Þór Stefánsson

Bragarbót

Í sýningarskrá frímerkjasýningarinnar Frímerki 2012, sem haldin var á vegum Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara á síð-

astliðnu vori, skrifaði ég stutta grein um prentspjöld og fjallaði hún m.a. um hvenær hinar mismunandi útgáfur komu út.

Um aðra útgáfu spjaldanna með mynd Kristjáns konungs tí-unda sagði ég: „Nýtt prentspjald með mynd Kristjáns konungs tíunda af sama verðgildi og áður var svo gefið út 1932, eftir því sem Ringström segir en Facit segir 1931. Hallast ég að því að fyrra ártalið sé rétt því 4 aura frímerkið í Kristjáns tíunda útgáfunni kom út 14. mars 1932 og hefur vafalaust sama myndmótið verið notað fyrir prentspjaldið.“

Þarna varð mér heldur betur á í messunni. Ég átti að vita betur því í fórum mínum á ég mynd af prufuprentun þessarar útgáfu og á hana, sem reyndar er samþykkt prufuprentun útgáfunnar

frá 1928, er skrifað „Nyt Hoved 9.6.31.“ Af þessu má telja víst að íslenska póststjórnin hafi gefið út prentspjald nr. 2 á miðju ári 1931.

Hálfdan Helgason

Prufuprent fyrsta prentspjaldsins samþykkt 4/2 28. Á því má einnig sjá að önnur útgáfa prentspjaldanna var samþykkt 9.6.31.

Page 11: Stamp Magazine

11

Búlgörsk frímerki með tengingu við Ísland

Árið 1968 voru í tvígang gefin út í Búlgaríu frímerki til heiðurs vin-

áttu og samvinnu við hinar norrænu þjóðir. Arkir frímerkjanna eru með skemmtilegu sniði með millimerkjum án verðgildis þar sem fánar landanna mynda brú og með texta á tungumálum landanna ásamt friðardúfu. Yfirskrift á örkunum er á frönsku. „collaboration avec les Pays Scandinaves“. Eitthvað hefur skort á yfirlestur texta en þar er að finna ýmsa vankanta. Íslenski textinn er t.d. svo hljóðandi: „SAMVINNU MILLI NORðURLØNDUM“. Í finnska textanum er notað orðið „ystävyys“ en það þýðir vinátta í stað samvinnu sem er allstaðar annarsstaðar. Myndefni á fyrri örkinni er fimm svanir á öðru merkinu og rós á hinu, en í hverri örk eru tuttugu merki með tveimur verðgildum og tíu millimerki. Fyrstu samnorrænu frímerkin eru einmitt með fimm svönum. Seinni örkin, sem kom

út síðar á sama ári 1968, er með sömu uppsetningu og myndefn-ið sem tengist norðurlöndum er fimm víkingaskip. Athyglisvert er að norrænu merkin með víkingaskipum komu ekki út fyrr en 1969, en ekki er loku fyrir það skotið að búlgarska póstþjónustan hafi haft veður af útgáfuáformum norrænu póststjórnanna.

Getur verið að einhver lesandi hafi verið í sambandi við búlg-arska bréfavini á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og lumar því hugsanlega á póstgengnu bréfi með þessum merkjum?

Þá er gaman að geta þess að búlgarskt frímerki var með mynd-efni er tengist Íslandi árið 1982, er gefin var út sería sex merkja með barnateikningum. Frá þessu er sagt í Frímerkjablaðinu nr. 4 árið 2000. Tildrög voru þau að greinilega mátti lesa að myndin á frímerkinu er merkt „Ingibjörg 8 ára“ og á frímerkjasýningunni „DIEX-NORDjUNEX“ árið 2000 var merkið sýnt og lýst eftir höf-undi í aðdraganda sýningar. Höfundur gaf sig fram og reyndist vera Ingibjörg Davíðsdóttir og sagði hún að myndin hefði birst í bók sem menntamálaráðuneytið gaf út í tilefni alþjóðlegs barna-árs Sameinuðu þjóðanna 1980.

Hrafn Hallgrímsson

Stækkuð mynd úr fyrri seríu þar sem íslenski textinn er

Smækkuð mynd af örk síðari útgáfu

Baseldúfan var gefin út 1. júlí 1845 og var í gildi til 30. september 1854. Merkið er prentað í svörtum, rauðum og bláleitum lit, fyrsta þrílita frímerki sögunnar.

Baseldúfan

Sagðar eru sólskinssögur af flestum sjaldgæfustu frímerkjum sögunnar og Baseldúfan fræga frá 1845 er engin undantekning.

Svo er sagt af bónda nokkrum í kantónunni Basel í Sviss að einhverra hluta vegna þurfti hann nauðsynlega að koma frá sér bréfi; nokkuð sem hann hafði ekki áður þurft að gera. Þegar bréfskriftunum var lokið þurfti að leysa vandamálið með burðar-gjaldið. Mundi hann þá eftir því að faðir hans hafði einnig, og það mörgum árum áður, lent í svipuðum hremmingum og þá fjár-fest í tveimur frímerkjum. Því hlaut annað þeirra að vera ennþá til á bænum. Kannski í gamla skattholinu. Og svo reyndist vera. Glaður í bragði vætti hann bakhlið litfagra merkisins, límdi það á umslagið og setti í næsta póstkassa.

Viðtakanda var nú gert að koma á pósthúsið og sækja bréfið. Var hann jafnframt krafinn um 20 sentímu lausnargjald því frímerkið

væri úr gildi fallið fyrir löngu. „Nei, það er mín regla að borga ekki lausnargjald fyrir póst“ sagði hann. Voru því gerðar ráðstafanir til að endursenda bréfið, en ungur starfsmaður póstsins bauðst til að greiða lausnargjaldið og jafnframt að kaupa umslagið á einn franka og gekk það eftir. Þannig eignaðist hann á afar ódýran máta eitt fallegasta og jafnframt eitt af dýrari frí-merkjum sögunnar.

Þessa litlu sögu fann ég í gamalli bók um frímerki og sel ekki dýrara en ég keypti.

Hálfdan Helgason

Page 12: Stamp Magazine

12

Eftir 1930 birtust næst frímerki af íslenskri eyju árið 1950. Merkin eru tvö að verðgildi 90 aurar og 2 krónur og eru frá Heimaey. Þau tilheyra fyrstu merkjaröð sem minnir á helstu atvinnuvegi Íslendinga. Sömu mynd er að finna á 5 aura merki fjórum árum síðar þegar þriðja atvinnuvegaserían kom út. Í fyrir-lestrum sem höfundur hélt hjá Klúbbi skandinavíusafnara og Félagi frímerkjasafnara vor og haust 2012 var því haldið fram að 1950 merkin væru þau fyrstu með eyjum. Sem betur fer var mér benti á þessa vitleysu sem leiðréttist hér með.

Rúmur áratugur leið þar til eyjafrímerki sáust á ný þegar árið 1965 voru gefin út þrjú frímerki vegna Surtseyjargossins. Ári síðar kom út merki sem sýnir Dyrhólaey ásamt Dyrhóladröngum.

Þá var Heimaeyjargossins minnst með tveimur merkjum 1975. Mynd af Vestmannaeyjum og annað Heimaeyjarmerkið skreyttu einnig kynningarefni sem póstþjónustan sendi frá sér 1992. Sama ár var forsíðumynd ársmöppunnar ljósmynd af Heimaey. Meðan á Heimaeyjargosinu stóð 1973 flaug frönsk flugvél yfir gosstöðvarnar og létu Frakkar gera sérstakt umslag af því tilefni.

Árið 1978 skreytti Viðeyjarstofa eitt frímerki en það var annað af tveimur Evrópumerkjum þetta ár.

Á frímerki 1986 sést úr Stykkishólmi út í Súgandisey sem er ein Breiðafjarðareyja. Þá gefur að líta Hvítserk á Húnaflóa á merki

ÆVAR PETERSEN

Eyjar við Ísland á frímerkjumÁ þriðja þúsund frímerki hafa verið gefin út hérlendis frá fyrstu skildingamerkjunum árið 1873. Póstþjónustan á Íslandi leitar sífellt myndefnis og tilefna fyrir ný frímerki. Hér eru fjallað um eyjar við Ísland sem söfnunarþema. Ekki er fjallað um Ísland í heild en kort af landinu hafa komið nokkrum sinnum fyrir á íslenskum frímerkjum.

Hvað er eyja? Í hugum flestra er það augljóst sem land umflotið vatni og þakið gróðri. En í þessa skilgreiningu vantar stærð

því gróðurvaxin smásker geta verið umflotin sjó á flóði og hvar á þá að draga mörk milli eyja og skerja? Í Breiðafjarðareyjum eru langflestar eyjar hér við land og fjölbreytilegastar að gerð, yfir þrjú þúsund talsins. Engir Íslendingar hafa jafnmörg mismunandi heiti yfir hinar ýmsu eyjagerðir og Breiðfirðingar. Annar eyjaklasi en ekki nær eins víðáttumikill er undan Mýrum á Vesturlandi.

Í starfi mínu sem fuglafræðingur hef ég skilgreint „eyju“ á nokkuð annan hátt en venja er, eða staður sem er umflotinn sjó á háflóði þar sem fuglar geta orpið. Á þeim þarf ekki endilega að vera mikill gróður. Þessi skilgreining er notuð við söfnun eyja á frí-merkjum (og póstkortum). Eyjar samkvæmt þessari skilgreiningu eru einhvers staðar á fimmta þúsund við landið. Stærstu eyjarnar sem flestir landsmenn þekkja eru hins vegar aðeins nokkrir tugir.

Ýmsar heimildir hafa verið notaðir við samningu þessa pistils og er þeirra getið í heimildalista.

EyjamerkiFyrstu íslensku eyjafrímerkin komu út árið 1925. Á tveimur merkjum af brimlendingu við Vík í Mýrdal (7 aurar og 50 aurar) sjást Reynisdrangar álengdar. Næsta frímerki með eyju var gefið út árið 1930, einnar krónu merki í hinni svonefndu Landvætta-seríu með Engey í bakgrunni.

Seinustu áratugi hefur frímerkjaútgáfa bæði aukist og mögu-leikar á myndefni eru mun fjölbreyttari. Í allt hefur íslensk póst-þjónusta gefið út 31 stakt frímerki af nafngreindum eyjum. Bæði er um að ræða eyjar sem aðalmyndefni eða í bakgrunni með öðru aðalefni. Þá hafa komið út þrjár smáarkir með eyjum; ein með þremur frímerkjum og tvær með einu hvor. Tvö frímerkjahefti tengd eyjum hafa verið gefin út, annað með fjórum mismunandi merkjagerðum og hitt með einni en af tveimur takkagerðum. Eyjamerki eða eyjatengd merki munu því alls vera 42 til og með árinu 2012.

Reynisdrangar 1925. Annað af fyrstu tveimur íslensku eyjafrímerkjunum. Teiknuð eftir póstkorti en í Frímerkjablaðinu 2001 og 2002 er lýst uppruna kortsins. Grotesk-stimpill frá Vopnafirði af flokki G1a.

Styttan af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli á frímerki af tilefni 1000 ára afmælis Alþingis árið 1930. Engey á Kollafirði er hægra megin við styttuna, beint undir flugvélinni.

Heimaey í Vestmannaeyjum á frímerki frá árinu 1950. Brúarstimpill frá Reykjavík af flokki B2f.

Nú á tímum er Dyrhólaey landfastur höfði en hefur eflaust verið eyja á sögulegum tíma miðað við örnefnið. Þetta frímerki sem gefið var út árið 1966 og er sýnt hér vegna Dyrhóladranga. Þetta eru stakkar eða drangar, um tíu talsins og sjást ekki allir á merkinu. Þar af er núna einn umkringdur sandi uppi í landi. Brúarstimpill af flokki B8e frá Akureyri.

Þann 23. febrúar 1973 flaug hin hljóðfráa Concord yfir gosstöðvarnar á Heimaey.

Page 13: Stamp Magazine

13

1990 en árið 1994 var mynd af sama merki að finna á smáörk til heiðurs frímerkjasöfnun. Önnur smáörk var gefin út 1999, að þessu sinni með teikningu af Drangey.

Frá og með árinu 2001 náði eyjaþema í frímerkjum nýjum hæðum þegar byrjað að gefa út gullfallega röð með loftmyndum af hinum stærri og þekktari eyjum við Ísland, tveimur í senn. Fyrstu merkin sýna Grímsey og Papey, síðan komu Vigur og Flat-ey á Breiðafirði 2002, Heimaey og Hrísey 2003, Viðey og Flatey á Skjálfanda 2004 og Hjörsey og Málmey 2009.

Allar þessar eyjar eru eða voru í byggð um lengri eða skemmri tíma, annað hvort með þéttbýliskjörnum eða bújörðum nema hvort tveggja. Vonandi er útgáfu þessarar frímerkjaraðar ekki lokið enda enn af nógu að taka, t.a.m. Æðey í Ísafjarðardjúpi, Grímsey á Steingrímsfirði, Bjarnarey á Vopnafirði, Engey við Reykjavík, Hval-seyjar undan Mýrum og fyrrum var fjöldi byggðra eyja á Breiða-firði s.s. Brokey, Akureyjarnar tvær, Skáleyjar, Svefneyjar, Hergil-

sey, Rúfeyjar, Rauðseyjar og Stagley. Einnig mætti að ósekju gefa út merki með eyjum sem aldrei hafa verið bújarðir einar og sér en tilheyra landjörðum. Sem dæmi má nefna Mánáreyj-ar undan Tjörnesi, Skrúð, Vigur í Lóni, Akurey við Reykjavík og Andríðsey við Kjalarnes.

Frá og með 2003 hafa verið gefin út 11 frímerki sem ekki eru í raun af eyjum en þær hafa nána tengingu við eyjar. Það ár gaf póstþjónustan út frímerkjahefti með fjórum merkjum sem sýna ferjur sem halda uppi samgöngum til og

Árið 1990 skrýddi Hvítserkur á Húnaflóa eitt af landslagsfrímerkjunum sem gefin voru út yfir mörg ár. Fjórum árum síðar gaf pósturinn út smáörk á Degi frímerkisins með mynd af þessu frímerki. Stimpillinn t.v. er vélstimpill M3 frá Ísafirði en að neðan, Grundarfjörður brúarstimpill flokkur B8b.

Gömul teikning af Drangey á Skagafirði á smáörk útgefinni 1999. Hofsósskip er í forgrunni en til hægri við það glittir í Málmey bak Þórðarhöfða. Með útgáfudagsstimpli.

Hér eru sýnd tvö af tíu frímerkjum sem gefin hafa verið út í seríunni Eyjar. Papey var á öðru af tveimur fyrstu merkjunum árið 2001, hér með brúarstimplinum Stykkishólmur B8. Árið 2004 kom Viðey og er hér með brúarstimpilinn Seltjarnarnes B8.

Frímerki með friðarsúlunni í Viðey útgefið árið 2008. Stimpillinn er B8 frá Frímerkjasölunni (F).

Viðeyjarstofa er elsta steinhús á Íslandi reist 1753-55 á frímerki frá 1978, vélstimpill af M2 gerð frá Vestmannaeyjum.

Frá Stykkishólmi. Frímerki frá 1986. Sér yfir í Súgandisey sem nú er tengd við land með hafnargarði. Vélstimpill Egilsstaðir M3.

Eyjatengt myndefni sem sýnir smáörk af lundum í Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum með útsýni til Bjarnareyjar og lands. Gefin út af tilefni norrænu frímerkjasýningarinnar 2009. Brúarstimpillinn er Reykjavík B8(1).

frá eyjum við Ísland. Hönnuður Hlynur ólafsson lýsir tilurð merkjanna í Frímerkjablaðinu 2002.

Þá kom út merki með friðarsúlunni í Viðey 2008 og árið eftir merki af flugvélum yfir Lundey á Kollafirði og eyjunum á Hornafirði.

Árið 2009 var gefin út smáörk af lundum í Vestmannaeyjum. Hlaut sú örk fyrsta sætið sem fallegasta frímerkið 2009 að vali frímerkjasafnara.

Tvö frímerki úr flugvélaseríu frá 2009. Á efra merkinu sér til Lundeyjar á Kollafirði en því neðra til Hornafjarðareyja. Brúarstimpill frá Reykjavík.

Page 14: Stamp Magazine

14

StimplarÍ eyjum hafa verið notaðir stimplar af sjö megingerðum; Antiqua- (1), kórónu- (2), númera- (eða tölu-) (2), brúarstimplar (12), mynd- (4), rúllu- (1) og vélstimplar (4). Margir stimpilgerðir hafa einungis verið notaðar í einni eyju en aðrar í allt að fimm. Sé tillit tekið til notkunarstaða þá hafa alls verið notaðir 53 stimplar af 48 mismunandi gerðum. Í tvö skipti hafa verið notaðir tveir mis-munandi stimplar af sömu gerð og í einu þrír. Þetta yfirlit tekur til loka ársins 2011.

Langflestir stimplar eða alls 22 hafa verið notaðir á Heimaey í Vestmannaeyjum enda langfjölmennust byggð í eyju við Ísland. Sjö stimplar eru úr Grímsey, úr Hrísey sex, Vigur fimm, Flatey á Breiðafirði og Æðey fjórir hvorum stað. Frá Flatey á Skjálfanda eru þrír stimplar en aðeins tveir voru í notkun í Viðey.

Vestmannaeyjar er eina eyjan sem getur státað af Antiqua-stimpli sem er með elstu stimpilgerðum í notkun hér á landi.

Kórónustimplar af tveimur gerðum voru notaðir, í Flatey á Breiðafirði c1 en c2 í Flatey á Skjálfanda og Grímsey.

Fyrrum voru notaðir númerastimplar með tölustöfunum 61, 63, 68, 142, 200, 281 og 282. Það vekur athygli að númerastimpill var notaður á öllum eyja-póstafgreiðslum nema Vestmannaeyj-um þó þar væri pósthús frá upphafi íslenskrar frímerkjaútgáfu og langstærsta byggðin. Allir númerastimplar voru einungis notaðir í einni eyju nema númer 200 sem fluttist milli staða.

Langflestir eyjastimplar eru brúarstimplar. Þeir eru af mörgum gerðum eins og sjá má í ágætum yfirlitsritum Þórs Þorsteins og Hauks Valdimarssonar. Notkun þeirra og gerðir er sérstakt við-fangsefni, jafnvel þó aðeins sé fjallað um eyjar við Ísland, svo hér eru aðeins sýnd fáein sýnishorn.

Myndstimpill var notaður í Grímsey sem almennur ógildingar-stimpill frá 1972.

Númerastimplar úr Flatey á Skjálfanda (61), Viðey (200) og Æðey (282). Sá síðastnefndi er af flokki N2 en hinar N1. Stimpillinn 200 var upphaflega í Stykkishólmi 1903 en fór svo til Staðar í Aðalvík á árunum 1921 til 1923. Þá var hann lagður til hliðar í þrjú ár en var síðast notaður í Viðey 1926-1930. Því ætti að vera hægt að slá föstu að frímerki gefin út eftir 1924 hafi verið stimpluð í Viðey.

Árið 2009 kom einnig út frímerki í minningu Stjörnu-Odda sem er talinn hafa átt heima í Flatey á Skjálfanda á 12. öld.

Á yfirstandandi ári 2012 var fram haldið útgáfu á frímerkj-um af vitum landsins og sýnir annað þeirra Engeyjarvita við Reykjavík. Síðasta eyjafrímerkið var gefið út í nóvember 2012 með olíumálverki júlíönu Sveinsdóttur frá æskuslóðum hennar í Vestmannaeyjum. Þar sér frá Heimaey til Elliðaeyjar með örlitlu horni af Ystakletti.

Í lok umfjöllunar um eyjafrímerki er áhugavert að nefna að eyjatengt efni hefur einu sinni komið út á jólamerki og sýnir Flateyjarkirkju á Breiðafirði.

Pósthús og bréfhirðingarSamkvæmt ágætu yfirliti Þórs Þorsteins hafa pósthús eða bréf-hirðingar verið í átta eyjum við Ísland um lengri eða skemmri tíma. Þetta eru Viðey við Reykjavík, Flatey á Breiðafirði, Vigur og Æðey í Ísafjarðardjúpi, Grímsey, Hrísey og Flatey á Skjálfanda fyrir Norðurlandi svo og í Vestmannaeyjum.

Ekki kemur á óvart að fyrsta pósthúsið var stofnsett í Vest-mannaeyjum, sama ár og fyrsta íslenska frímerkið var gefið út 1873. Á eftir fylgdu Flatey á Breiðafirði 1882, Flatey á Skjálfanda 1889 og Grímsey 1899. Hin voru sett á laggirnar á fyrri hluta 20. aldar; Hrísey 1921, Viðey 1926, Vigur 1931 og Æðey 1937.

Nú eru pósthús á aðeins á þeim eyjum sem enn eru í heils-ársbyggð, sem sagt Vigur, Grímsey, Hrísey og Vestmannaeyjum. Undantekning er Flatey á Breiðafirði þar sem einungis er póstkassi á bryggjunni en pósthúsinu var lokað 2009. Breiðafjarðarferjan Baldur sér um póstflutninga. Póstafgreiðslu var lokað í Viðey 1942, Flatey á Skjálfanda 1967 og Æðey 2007 þegar lauk heils-ársbúsetu.

Antiqua-stimpill (A) frá Vestmannaeyjum á þjónustufrímerkjum frá 1902.

Kórónustimpill af flokki C1 úr Flatey á Breiðafirði.

Heil örk með jólamerkjum af kirkjunni í Flatey á Breiðafirði. Þau voru gefin út af Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) árið 1993 og voru síðustu jólamerkin sem UDN gaf út.

Póstþjónustan gaf út á árinu 2008 tvö frímerki í tilefni alþjóðlega stjörnufræðiársins. Annað þeirra var helgað Stjörnu-Odda sem álitinn er hafa átt heima í Flatey á Skjálfanda á 12. öld og stundað stjörnufræðiathuganir. Merkið er til í tveimur takkagerðum. Stimpillinn er Reykjavík B8 (F).

Page 15: Stamp Magazine

15

Þrjár gerðir myndstimpla voru notaðir í Vestmannaeyjum til að minnast Heimaeyjargossins 1973. Einn var tvisvar með mis-munandi ártölum tveimur og þremur árum eftir goslok en hinir fjórum og fimm árum eftir gos.

Mér er kunnugt um einn rúllustimpil frá Vestmannaeyjum og fjóra vélstimpla. Hugsanlegt er að fleiri slíkir hafi séð dagsins ljós síðasta ár eða svo.

Sérstakur svonefndur einkastimpill sbr. skilgreiningu Hauks Valdimarssonar (1997) var gerður til notkunar í Surtsey 23. júní 1965 þegar Surtseyjarfrímerkin voru gefin út.

Ennfremur var útbúinn stimpill af sérstöku tilefni skátamóts í Viðey árið 1986.

Einkastimpill var búinn til þegar Vestmannaeyjabær varð 70 ára 1989. Árið 1993 var einn svonefndur hliðarstimpill gerður þar sem 20 ár voru liðin frá Heimaeyjargosinu. Þegar aldar-fjórðungur var liðinn frá goslokum var svo sérstakur útgáfudags-stimpill notaður árið 1998.

Að endingu skal tilgreindur stimpill sem var notaður í Flatey á Breiðafirði a.m.k. árin 1925 og 1926 ásamt stjörnu. Um var að ræða sendingar með jóla- og nýjárskveðjum innan Flateyjar.

Brúarstimpill frá Flatey á Breiðafirði 1938. Flokkur stimpils er B1c.

Brúarstimpill úr Grímsey. Árið er 1944 og stimpilflokkur B1a.

Myndstimpill úr Grímsey á umslagi gefnu út af tilefni miðnætursólarflugs Vængja h/f frá Selfossi árið 1975.

Fyrir 19. landsmót skáta í Viðey árið 1986 var búinn til sérstakur myndstimpill.

Brúarstimpill af flokki B7b frá Æðey 1997.

Brúarstimpill úr Vestmannaeyjum frá 1924. Stimpilflokkur er B2c1.

Við útgáfu Surtseyjarfrímerkjanna 1965 var gerður stimpill sem nýttur var í Surtsey á útgáfudegi.

Tveir hliðarstimplar úr Vestmannaeyjum. T.h. er af tilefni 70 ára kaupstaðaréttinda bæjarins. T.v. er frá 25 árum eftir lok Heimaeyjargossins.

Nýjárspóstur sendur innan eyjar í Flatey á Breiðafirði árið 1926.

Heimildir:Anon 2001. Vík í Mýrdal. Frímerkjablaðið 3(1): 13.Haukur Valdimarsson 1997. Stimplar (Skrá yfir sérstimpla, hliðarstimpla, einka-stimpla, útgáfudagsstimpla og aðra myndstimpla 1907-1996). Akka, Dalvík. 111 bls.Hlynur ólafsson 2002. Eyjaferja á frímerki. Frímerkjablaðið 4(1): 15.jón A. jónsson 2002. Brimlending við Vík í Mýrdal. Frímerkjablaðið 4(1): 14.Þór Þorsteins 1993. Íslenskir stimplar (brúar-, rúllu- og vélstimplar 1894-1992). Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara. 110 bls.Þór Þorsteins 2011. Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi 1870-2011. Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara. 3. útg. 116 bls.

Page 16: Stamp Magazine

16

Smá póstsaga

Í heimsstyrjöldinni fyrri réðust Þjóðverjar inn í Belgíu 6. ágúst 1914 og hernámu landið nánast allt á einum degi.

Hernámsliðið yfirtók alla póstþjónustu og þýsk frímerki voru tekin í notkun en yfirprentuð með heiti hins undirokaða lands.

Einhverra hluta vegna voru þýsk svarmerki, sem notuð voru í Belgíu ekki yfirprentuð og sést aðeins af stimplinum hvar og hvenær þau voru notuð.

Elsta þekkta notkun þýskra svarmerkja í Belgíu er 20. mars 1915. Þegar hernáminu lauk 1918 voru belgísk svarmerki tekin í notkun á ný en til að fyrirbyggja ólöglega notkun eldri belgískra svarmerkja, sem óspart hafði verið stolið af þýska hernámsliðinu, var gefin út ný gerð svarmerkja sem aðeins var þó í notkun frá 27.6.1919 til 19.3.1920.

Hálfdan Helgason

Belgískt svarmerki stimplað í Brussel 9.10.1914, þ.e. nokkru eftir innrás Þjóðverja í landið.

Þýskt svarmerki notað í Belgíu 12.4.1915. Þessi svarmerki voru lítið notuð í landinu. Almenningur hafði óbeit á þeim og hernámsliðið notaðist að mestu við hinn

rómaða þýska herpóst.

Svarmerki gefið út að loknu hernámi. Stimplað í Brussel 22.1.1920. Einstök stafastærð og staðsetning á heiti landsins átti að koma í veg fyrir notkun eldri,

ólöglegra svarmerkja.

Ný bók fyrir frímerkjasafnara

Nýútkomin er í Reykjavík bókin: Íslenskir númerastimplar 1903-1960. Rannsókn á tíðni notkunar stimpla 1-173.

Höfundur bókarinnar er Brynjólfur Sigurjónsson, fyrrverandi formaður Félags frímerkjasafnara. Bókin byggir á 10 ára rann-sóknum á notkun númerastimplanna 1-173, sem notaðir voru á pósthúsum á Íslandi á árunum 1903-1960. Bókin er rituð á enskri tungu, alls 218 bls. í stóru broti 25,5 x 20 cm.

Bókin er seld á vef Blurb: http://www.blurb.com/bookstore/detail/3678742. Einnig er hægt að nálgast árituð eintök hjá höf-undi bókarinnar með því að senda tölvupóst til: [email protected]

Frímerkjablaðið fagnar útgáfu þessa rits og bíður í ofvæni eftir áframhaldi, en í þessu riti er einungis fjallað um númerastimpla frá 1 – 173.

Eins og sjá má á blaðsíðunni sem greinir frá númerastimpli 150 er þarna þjappað saman ýmsum fróðleik svo sem stað á landinu, tölfræði yfir notkun eftir árum, fallegt umslag, mynd af Gilsbakka og loks mynd af sjálfum stimplinum. Í texta er gerð grein fyrir þekktri notkun og loks er neðst stöðluð uppsetning á stimpilgerð, nafni staðar, sveitarfélag og sýsla, ártöl yfir fyrstu notkun og þá síðustu og loks mat á hversu sjaldgæfur viðkomandi númera-stimpill er.

Page 17: Stamp Magazine

17

HRAFN HALLGRÍMSSON

Póstkort Tryggvi MagnússonEinn afkastamesti teiknari póstkorta fyrri hluta síðustu aldar var Tryggvi Magnússon. Þekktastur er hann þó sem skopteiknari Spegilsins.

Hér eru fyrst sýnd tvö kort sem gefa

okkur skemmtilega innsýn í starfsaðferð teiknarans þar sem hann notar ljósmynd sem fyrirmynd og

skellir inn jólasveini. Póstkortið sem gæti verið fyrirmynd er handlituð ljósmynd og notað í Reykjavík, 14. desember 1912. út-gefandi er tilgreindur: „Eneret Egill jacobsen

& verzlunin Björn Kristjansson, Reykjavik“ sem voru atkvæða-miklir útgefendur póstkorta snemma á fyrri hluta síðustu aldar. Næstu tvö kort bera sömuleiðis keim af fyrirmynd eldri póst-korta. Annað þeirra er ónotað en hitt ,Almannagjá á Þingvöllum, hefur verið notað jólin 1935 sem gefur góða vísbendingu um að þessi gerð korta Tryggva séu frá því ári. útgefandi kortanna er Bókhlaðan, Reykja-vík. Þá eru loks tvö póstkort með ögn öðru yfirbragði en greinilega teiknuð á sama tíma. Annað þeirra er gefið út af Bókhlöðunni og notað jólin 1935.

Hitt er gefið út af ó. P. S. Reykjavík og ber númerið 22. Öll þessi kort hafa fundist með s m á v æ g i l e g u m frávikum þannig að leiða má líkum að því, að þau hafi

verið endurprentuð nokkrum sinnum. Hér hefur aðeins verið greint frá póstkortum Tryggva frá af-

mörkuðu tímabili en víst er að þau eru miklu fleiri og frá öðrum tímum. Tryggvi er fæddur að Bæ í Steingrímsfirði aldamótaárið

og deyr í Reykjavík 1960. Gagnfræðaprófi lýkur hann 1919 frá Akureyri en heldur þá til Kaupmannahafnar. Eftir tveggja vetra undirbúningsnám þreytti hann inntökupróf í „Det Kongelige Aka-demi“. Þangað fór hann þó ekki held-ur hélt hann vestur um haf haustið 1921 og stundar þann vetur nám við „The League of Art School“ í New York. Haustið 1922 er hann kominn til Dresden og sestur þar í skóla en dvel-ur þar ekki nema þann vetur og heim til Íslands er hann kominn 1923. Strax í október 1924 heldur hann viða-mikla málverkasýn-ingu í Reykjavík, þá fyrri af tveimur málverkasýningum sem hann hélt um ævina. Hin var árið 1930.

Sá starfsþáttur Tryggva sem ætla má að mörgum sé kunnur eru skopteikningar hans. Skopmyndablaðið Spegillinn hóf út-gáfu árið 1926, líklega að hluta fyrir tilverknað Tryggva sem verður teiknari blaðsins og sinnti því framundir ævilok. Talið er að áhuga Tryggva á skopmyndagerð megi rekja til dvalar hans í Dresden, en á þessum tíma nær þýsk skopmyndalist alþjóðlegri athygli, einkum þó með tilvist skopblaðsins „Simplicissimus.“

En Tryggvi var ekki við eina fjölina felldur í myndlistastarfi sínu. Hann kemur að undirbúningi Alþingishátíðarinnar 1930 með ýmsu móti; teiknar öll sýslumerki, og skjaldarmerki Íslands. Hann teiknar fjögur af frímerkjum hátíðarinnar 1930, þó að aðal-teiknari seríunnar L. Hessheimer hafi farið um þau höndum. Tryggvi teiknaði hinsveg-ar öll flugfrímerkin sem gefin voru út 1. júní 1930. Frá sama tíma eru fornmannaspilin svokölluð en þau hafa verið endurprentuð ótal sinnum. Þá hefur hann myndskreytt fjölda bóka. Loks má geta þess að enginn teiknari hefur teiknað fleiri jólamerki Thor-valdsensfélagsins en Tryggvi. Hann er höf-undur merkjanna árin 1926, 1927, 1928, 1930, 1941, 1942 og 1943.

Page 18: Stamp Magazine

18

EINAR S. EINARSSON

SkákfrímerkjaseríaÍ nokkur ár hefur PÓSTURINN gefið fólki og fyrirtækjum kost á því að hanna eigin frímerki með því að velja myndir úr eigin safni og gefa út persónuleg frímerki til notkunar innanlands og utan. Þannig hefur sköpunargleði fólks verið gefinn laus taumurinn til að nota stafrænar myndir, teikningar eða aðrar fyrirmyndir úr einkasöfnum sínum til að útbúa eigin frímerki.

Miðað við þau sýnishorn sem birt eru á heimasíðu Póstsins, www. póstur.is/frímerkinmín/ má ætla að fyrst og fremst sé hér um að ræða persónuleg merki með myndum af börnum og gælu-dýrum viðkomandi, sem útgefin eru af sérstöku tilefni, jólum eða afmælum, til gamans og hátíðarbrigða. Um er að ræða arkir með 24 merkjum þar sem hægt er að velja snið og burðargjald eftir því sem hentar hverju sinni.

Þessi nýji og áhugaverði kostur gefur ýmsa nýja möguleika til frímerkjaútgáfu sem ekki er vitað til að hafi verið notaðir áður svo sem sérstök merki um tiltekið þema eða útgáfu minningar-merkjasería á ákveðnu áhugasviði. Ekki er þó vitað til þess fyrr en núna nýlega að þetta þjónustu- og pöntunarkerfi Frímerkin mín sé notað á þann hátt.

Í fyrra tók hins vegar Einar S. Einarsson, skákfrömuður m.m., sig til og gaf út tvö sérhönnuð minningarfrímerki um Bobby Fischer, heimsmeistara í skák, sem hann ásamt öðrum í RjF-baráttuhópnum fyrir frelsun hans stuðlaði að að fá leystan úr haldi í japan og sem Alþingi veitti síðan íslenskan ríkisborgararétt. Segja má að þetta hafi forðað Fischer frá því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefði ella borið beinin bak við lás og slá.

Annað merkið er byggt á blýants-teikningu Svölu Sóleygar myndlistarkonu gerðri eftir síðustu portrett ljósmyndinni af meistaranum, sem Einar tók af honum á 3 Frökkum, skömmu fyrir ótímabært fráfall hans. Hitt merkið er byggt á minn-ingarkorti sem Elías Sigurðsson hann-aði á sínum tíma þá er Fischer var allur með innfelldri ljósmynd eftir RAX. jafn-framt voru prentuð sérstök póstkort með

myndum af kappanum, þar sem getur m.a. að líta hina sögulega mynd af honum „Í eigin heimi” að ganga niður Almannagjá á Þingvöllum. Síðan hafa bæst við fleiri skákfrímerki í tilefni af ýmsum sérviðburðum og núna síðast 40 ára afmæli heimsmeist-araeinvígisins í skák milli Bobby Fischers og Boris Spassky hér á landi 1972.

Í tengslum við Norðurlandamót öld-unga sem fór fram hér á landi í september í fyrra gaf Einar út frímerki með einkennismerki Norræna Skák-sambandsins í 96 merkja upplagi.

Í tilefni af fyrsta Íslenska skákdeginum hinn 26. janúar sl. á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar fremsta skákmeistara Íslands fyrr og síðar kom út frímerki tileinkað honum, gert eftir blýants-teikningu Svölu Sóleyjar frá 1978 er hann var kjörinn forseti FIDE ásamt póstkorti með málverki af Friðriki eftir Einar Hákonarson, listmálara.

Aðeins hafa verið gefin út tvö obinber skákfrímerki hér á landi, hið fyrra í tilefni af heimsmeistaraeinvíginu 1972 í risaupplagi og svo árið 2008 í tilefni af 50 ára stórmeistaraafmæli Friðriks. Er það furðu lítið í ljósi þess að skákin er ein af þjóðaríþróttum Íslendinga allt frá fornu fari. Erlendis hefur heill aragrúi af skákfrímerkjum verið gefin út, sem gæti heillað einhverja sér-safnara að komast yfir.

Minningarfrímerki Einars um Heimsmeistaraeinvígið í skák eru tvenns konar, annars vegar merki með teikningum af báðum kepp-endum eftir títt nefnda Svölu (eiginkonu Einars) eftir ljósmyndum hans af þeim frá 2005, er þeir hittust hér í Reykjavik og létu hug-

Page 19: Stamp Magazine

19

ann reika til baka til þeirra söguríku daga þegar þeir öttu kappi á hvítum reitum og svörtum í Laugardalshöll.

Hitt merkið er byggt á teikningu frá 1972 sem gerð var fyrir Skáksambandið og prýddi eitt hinna fjölmörgu frímerkjaums-laga.

Sérfrímerki með mynd af Boris Spassky fylgdi með líka svo ekki hallaðist of mikið á með þeim keppinautum, sem alla tíð fór einkar vel á með.

Síðasta merkið sem út hefur komið í þessari skákfrí-merkjaseríu, að svo komnu, er tileinkað hinu sögufræga Maraþon fjöltefli Vlastimil Horts í Valhúsaskóla 1977, þar sem sett voru 4 Guinnes heimsmet. Á því er teikning Ragnars Lár af meistaranum gerð eftir ljósmynd af honum eftir slaginn mikla. Fleiri frímerki með teikningum af íslenskum stórmeisturum í skák eru í farvatninu að sögn Einars.

Öll þessi sérfrímerki, sem formlega eru gefin út af Gallerý Skák, listasmiðju „eru prentuð“ í afar takmörkuðu upplagi sem miðast við 50 arkir að hámarki eða 1200 merki, þó í raun hafa aðeins örfáar arkir verið gefnar út enn sem komið er. Þau eru því og munu ávallt verða afar fágæt. Frímerkin er hægt að kaupa í tvennum, 4 merkja blokkum eða heilum örkum – allt eftir samkomulagi. Hingað til hafa þau fyrst og fremst verið seld álímd á umræddum póstkortum sem þeim tengjast, með eða án póststimpils.

Áhugasamir geta að nálgast þau á heimasíðunni www.galleryskak.net eða hjá Einari Ess sjálfum með tölvupósti til [email protected]

Skrásetning teiknaðra íslenskra korta

Á liðnu ári hefur undirritaður unnið að skrásetningu teikn-aðra íslenskra korta sem prentuð hafa verið bæði sem

póstkort svo og samanbrotin kort. Er það gert í þeirri von að

innan tíðar geti kortasafnarar séð hvað þekkt er af kortum sem teiknuð eru af íslenskum listamönnum og finna má helst á jóla- og öðrum tækifæriskortum.

Þekktir kortasafnarar hafa veitt ómetanlega hjálp við þetta sem og starfsmenn opinberra safna. Þó er talið að enn séu til kort sem eru óskráð. Því er leitað eftir aðstoð safnara sem átt geta teiknuð kort eftir eftirtalda listamenn send á árunum 1935 til 1960:

Ágústa Pétursdóttir Snæland, Halldór Pétursson, Stefán jónsson og Tryggvi Magnússon.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu lið eru endilega beðnir að hafa samband við undirrit-aðan:

Þór Þorsteins, Laugarásvegi 50, 104 ReykjavíkNetfang: [email protected], Sími: 5536904

Þór ÞorsteinsHalldór Pétursson

Stefán Jónsson

Ágústa PétursdóttirTryggvi Magnússon

Page 20: Stamp Magazine

Helstu útsölustaðir Jólaprýði: • Pósthús um land allt• Jólapósthús í Kringlunni,

Smáralind, Firðinum Hafnarfirði, Glerártorgi Akureyri

• Kraum, Aðalstræti 10, Reykjavík• Verslun Frímerkjasölunnar,

Stórhöfða 29, Reykjavík• www.stamps.is

Jólaprýðin sem Pósturinn býður viðskipta vinum sínum upp á sjöunda árið í röð byggist á þjóðsögunni „Nátttröllið“.

Í pakkanum eru þrír 8 cm jólaóróar úr látúni með gullhúð í gylltu bandi. Jólaóróarnir fást einnig í silfurlit. Auðvelt er að hengja þá upp eða koma þeim fyrir á annan hátt. Jólaóróana hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir en hún hannaði einnig jólafrímerkin 2012.

Jólaóróarnir eru seldir 3 saman í pakka á 2.850 kr.

JÓLAPRÝÐIPÓSTSINS 2012