sumarhatid 24 06 2016

12
Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur. FJÖLHÆFUR OG SPARSAMUR VINNUFÉLAGI Opel Vivaro 1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,1l/100 km miðað við blandaðan akstur. Verð frá 3.379.000 kr. án vsk. Kynntu þér Opel Vivaro á opel.is eða á benni.is OPEL VIVARO Sérblað um sumarhátíðir á Íslandi sumarið 2016

Upload: frettatiminn

Post on 03-Aug-2016

242 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Lifestyle, Summer, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

FJÖLHÆFUR OG SPARSAMUR VINNUFÉLAGI

Opel Vivaro1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,1l/100 kmmiðað við blandaðan akstur.

Verð frá 3.379.000 kr. án vsk.

Kynntu þér Opel Vivaro á opel.is eða á benni.is

OPEL VIVARO

Sérblað um sumarhátíðir á Íslandi sumarið 2016

Unnið í samstarfi við Kjósarhrepp

Kátt í Kjós er dagur þar sem íbúar og fyrirtæki í Kjósinni taka höndum saman og bjóða öllum

sem vettlingi geta valdið í heim-sókn til að fá að sjá og upp-lifa allt það svæðið hefur upp á bjóða. Kjósin er austan og sunnan Hvalfjarð-ar og þar fer saman fjölbreytt mannlíf og einstök sveita-sæla. Þar hægt að kaupa vörur úr sveitinni á útimark-aði, veiða í Meðal-fellsvatni, setjast á kaffihús, fara í ýmsa skemmtilega leiki, hitta dýr og heimsækja býli og handverkshús, og að sjálfsögðu njóta náttúrufegurðar og sveitasælu.

„Í ár verður hinn vinsæli sveitamark-aður utandyra, við Félagsgarð þar sem verður lífleg boðsala á vörum úr sveitinni ásamt vörum frá handverksfólki. Inn í Félagsgarði verður aftur á móti kaffihúsastemning að hætti Kven-félagsins og þar geta gestir setið

Undirbúningsnefndin Frá vinstri, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri, Auður Otte-sen sýningarstjóri og Ari Eggertsson umhverfisstjóri Hveragerðis.

í rólegheitum, notið veitinga og spjallað,“ segir Guðný G. Ívars-dóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps.

Megináhersla er lögð á sveitina á þessum skemmtilega degi og á vellinum við Félagsgarð verða hin ýmsu félög með uppákomur sem tengjast bæði mönnum og dýr-um. Hin síðustu ár hefur keppni í skreytingum á heyrúllum verið afar vinsæl og skemmtileg lista-verk orðið til.

„Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti vel-komna,“ segir Guðný. Þar á meðal er Sogn sem selur nautakjöt milli-liðalaust beint frá bónda, sveita-kaffihúsið Kaffi Kjós þar sem fal-legt útsýni er yfir Meðalfellsvatn og Gallerí NaNa sem selur glæsi-legar handgerðar leðurtöskur skreyttar með fiskiroði og skinni. Þar að auki er fólki boðið að heim-sækja fallega Dýragrafreitinn að Hurðarbaki sem er sérstakur grafreitur fyrir húsdýr. Jafnframt verður Björn Sigurbjörnsson með yfirlitssýningu á verkum sínum í salnum Eyrarkoti, bæði teiknuð-um og máluðum myndum. „Að loknum góðum degi þar sem kátt verður í Kjós verður haldinn dansleikur í Félagsgarði.“

Allar upplýsingar um viðburði Kátt í Kjós má finna á vefsíðunni www.kjos.is þegar nær dregur.

Unnið í samstarfi við Hveragerðisbæ

Það má með sanni segja að sýningin Blóm í bæ í Hveragerði færi lit í líf þeirra gesta sem mæta á

svæðið og er dagskráin með þeim hætti að allir geta fundið sér eitt-hvað til að una við. Sýningar af mörgu tagi, skemmtanir fyrir börn og fullorðna, markaður og minn-ingar, verður meðal þess sem verður í boði að þessu sinni. Jafnframt munu forsetahjónin mæta á sýninguna og veita verðlaun.

Sýningin Blóm í bæ er nú haldin í 8. árið í röð og að þessu sinni fagna bæjarbúar 70 ára afmæli bæjarins og þess vegna verður sýn-ingin í ár með veglegra móti. Af því tilefni mun nýr hver verða vígður í Hveragarðinum og fær hann að gjósa frá klukkan 14-17 á laugardeginum. Þá er sýning sem ber nafnið „Svona er í pott-inn búið“ og verður þar farið yfir sögu pottablóma og afskorinna blóma á Íslandi frá aldamótun-um 1900 fram til dagsins í dag. Settar verða upp fimm stássstof-ur í íþróttahúsi bæjarins til þess að líkja sem mest eftir heimilum þessa tíma.

„Ég fer á milli heimila og fæ lánuð húsgögn og muni í anda ýmissa tímabila til þess að gera sýninguna sem líflegasta. Mik-il samstaða er á milli bæjarbúa

þegar kemur að því að gera sýn-inguna sem glæsilegasta og allir eru af vilja gerðir að leggja hönd á plóg,“ segir Auður Ottesen, stjórnandi sýningarinnar.

Ásamt því að farið verður yfir sögu blómamenningar, verða sögulegar blómaskreytingar endurgerðar og má til gamans geta að blómvöndur Vigdísar Finnbogadóttur, sem hún bar þegar hún sigraði í forsetakosn-

ingunum árið 1980, verður einn þessarra endurgerðu

vanda.Gestum gefst

kostur á því að taka þátt í svokallaðri blómatombólu, þar sem allur ágóð-inn mun renna til

tækjakaupa potta-blómasafns Garð-

yrkjuskólans.Allt að 40 blómaskreyt-

ar og hönnuðir mæta á sýn-inguna þetta árið og af þeim eru 30 af erlendu bergi brotnir. Þau koma hingað til þess að taka þátt í svokölluðu LandArt verkefni og munu þáttakendur taka þátt í að skapa umhverfislistaverk í lysti-garði meðfram Varmá. Listaverkin hafa það sérkenni að þau eyðast upp í náttúrunni að sýningu lok-inni.

Dagskrá verður fyrir börnin í lystigarði, ásamt markaði sem hefur að geyma handverk, ým-islegt grænmeti, blóm og aðra garðyrkju. Fyrirtæki í græna geir-anum verða einnig með kynningu á vörum sínum og þjónustu.

„Bærinn hefur sjaldan verið

…sumarhátíðir 2 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Þrjátíu útlenskir

blómaskreytar

og hönnuðir mæta á

hátíðina í ár

Blóm í bæ Bærinn skartar blómum í heimsins litadýrðGarðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ fer fram nú um helgina, 24.–26. júní, í hinum blómlega bæ Hveragerði, steinsnar frá höfuðborginni. Tilvalið er að koma við og taka þátt í þeirri glæsilegu dagskrá sem heimamenn hafa upp á að bjóða.

eins blómlegur og koma fjöl-margir blómaskreytar að því verkefni að setja bæinn í litríkan búning í tilefni afmælis og sýn-ingar. Ekki er við öðru að búast en að afþreying þessa daga eigi eftir að gleðja unga sem aldna og því um að gera að bregða sér í Hvera-gerði,“ segir Auður og bætir við að ekki megi gleyma sýningu með ljósmyndum af fermingarbörn-um frá árum áður, allt frá miðri síðustu öld, þar sem stúlkur voru með blóm í hárinu og drengir með blóm í jakkaboðungum.

Blómlegt Hveragerði er líflegur og litríkur þessa dagana en hátíðin

Blóm í bæ fer þar fram um helgina. Blómaskreytar í Hveragerði út-

bjuggu þessa glæsilega regnboga-brú fyrir hátíðina í ár.

Kátt í Kjós Sveitamarkaður og gleði á góðum degiLaugardaginn 16. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í tíunda sinn sem efnt er til opins dags í sveitarfélaginu. Kátt í Kjós hefur tekist með miklum ágætum og fleiri þúsund manns hafa sótt Kjósina heim á þessum árum.

Fjölmargir

áhugaverðir

staðir verða opnir

og bjóða gesti

velkomna

Við Félags­

garð verður

lífleg boðsala

á vörum úr sveitinni

Á Kátt í Kjós er vel tekið á móti öllum og margt skemmtilegt um að vera fyrir alla fjöl-skylduna þann 16. júlí næstkomandi.

Rúntað um á heyrúlluvagni í Kjósinni. Vinningsrúllan frá árinu 2012.

Máluð heyrúlla verður að bollaköku á árlegri heyrúllu-skreytingar-

keppni á Kátt í Kjós.

SUMARHÁTÍÐIR 2016 FLUGFELAG.IS

STYTTU FERÐALAGIÐLENGDU FESTIVALIÐ

ISLE

NSK

A/SI

A.IS

FLU

804

05 0

6/16

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að fljúga á sumarhátíðirnar sem þú elskar. Þú átt fullt í fangi með að velja milli þeirra, hvað þá aka! Þá er nú betra að fljúga.

Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS

JÚNÍ

JÚLÍ

SECRET SOLSTICESumarnóttin tekur þér opnum örmum í Laugardalnum.

Reykjavík 16.–19. júní

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐFagurt syngur svanurinn fyrir þig og tröllin í �öllunum.

Siglufirði 6.–10. júlí

EISTNAFLUGVangaðu við myrkrið undir bárujárni dauðans.

Neskaupsstað 6.–9. júlí

LUNGAFinndu kyrrðina ífaðmi sköpunarinnar.

Seyðisfirði 10.–17. júlí

BRÆÐSLANNjóttu tónlistarinnar í örmum náttúrufegurðar.

Borgarfirði eystri 23. júlí

MENNINGARNÓTTFljúgðu um hálsinn á menningu næturinnar.

Reykjavík 20. ágúst

HINSEGIN DAGARGleðin tekur þér opnum örmum í sínum litríkasta búningi.

Reykjavík 2.–7. ágúst

ORMSTEITI Uppskeru- og menningarhátíð til heiðurs Lagarfljótsorminum.

Fljótsdalshérað 10.–14. ágúst

MÝRARBOLTIFljúgandi tæklingar eru drulluskemmtilegar.

Ísafirði

FRANSKIR DAGARFranskir leikir, söngur og dans. Bon voyage!

Fáskrúðsfirði 21.–24. júlí

NEISTAFLUGFjörið er alltaf mest í faðmi �ölskyldunnar.

Neskaupsstað

STÓRA HJÓLREIÐAHELGINKnúsaðu gleðina í höfuðstað Norðurlands.

Akureyri

SÍLDARÆVINTÝRIÐFleiri tunnur af gleði með nikku í fanginu.

Siglufirði

INNIPÚKINNÞú átt fullt í fangi meðað missa ekki af neinu.

Reykjavík

VERSLUNARMANNAHELGIN

ÁGÚST

ÓLAFSVAKALáttu gleðina ve�a þig örmumí færeyskum þjóðdansi.

Færeyjum 28.–29. júlí

HM UNGLINGAÍ GOLFIVippaðu þér norður!

Akureyri 26.–29. júlí

G! FESTIVALTaktu utan um ástina þína í �örmiklu landslagi Færeyja.

Færeyjum 14.–16. júlí

Unnið í samstarfi við Franska daga á Fáskrúðsfirði

Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt að vanda og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“

segir María. Allir bæjarbúar taka þátt í hátíðinni og verður bærinn skreyttur frá fjalli til fjöru í fjöl-breyttum litum hverfa bæjarins.

Miðvikudaginn 20. júlí verð-ur hitað upp fyrir helgina með fjallgöngu þar sem gengið er yfir Staðarskarð, gamlan akveg á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Á fimmtudeginum 21. júlí byrjar ballið með „Tour de Fáskrúðs-fjörður“ þar sem fjölskyldur hjóla saman, leikhópurinn Lotta er með sýningu og kvöldið endar svo í Kennderíisgöngu. Að sögn Maríu er gangan sú afar skemmtilegt bæjarrölt þar sem íbúar og gestir hittast, rifja upp gömul kynni eða kynnast nýju fólki, hlusta á fróð-leiksbrot og smakka á krásum af borðum heimamanna.

Föstudagurinn er síðan hinn eiginlegi setningardagur hátíðar-innar. María segir að dagurinn byrji á dorgveiði. „Síðan hlaup-um við 10 eða 21 kílómetra í Fá-skrúðsfjarðarhlaupinu, förum á tónleika með Diddú og Bergþóri Pálssyni áður en við höldum til hinnar eiginlegu setningarhátíð-ar með varðeldi, brekkusöng og flugeldasýningu,“ segir María. Kvöldið endar síðan á tónleikum í kaffihúsastíl.

„Við tökum laugardaginn með trompi. Fyrst er minningarhlaup um Berg Hallgrímsson útgerðar-mann. Síðan minnumst við franskra sjómanna sem látist hafa

Unnið í samstarfi við Eistnaflug

Margir hafa heyrt af þessari stórkostlegu tónlistarhátíð, sem ber hið frábæra nafn Eistna-

flug og er haldin í líflegu bæjarfé-lagi austur á Neskaupstað dagana 6.-9. júlí. Í ár er hátíðin með stærsta móti en umfang hennar hefur aldrei verið íburðarmeira og fjöldi hljóm-sveita sem mætir á svið er hvorki meiri né minni en 77 talsins. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að fjöldi manns sem kemur á svæðið muni tvöfalda íbúafjölda staðarins, svo það verður mikið um líf og fjör í bænum þessa daga.

Stofnandi hátíðarinnar og fram-kvæmdastjóri, Stefán Magnússon, eða Stebbi, segir hátíðina í ár vera þá fjölbreyttustu og frábærustu hingað til. Nú má sjá alla tónlist-arflóruna og allir geta fundið eitt-hvað við sitt hæfi.

Fyrsta hátíðin var haldin í ágúst árið 2005. Síðan hefur hátíðin verðið fastur liður í tónlistarlífi þjóðarinnar. Fjöldi hljómsveita og tónlistarunnenda fyllir bæinn af mannlífi og tónaflóði á ári hverju. Metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd stíga á stokk og má þá helst nefna erlendar hljóm-sveitir á borð við Meshuggah og Opeth. Eins eru íslensku hljóm-sveitirnar, Sólstafir, Dimma, Ham, Agent Fresco og Ensími, að ónefndum öllum þeim frábæru böndum sem spila fyrir tón-

leikagesti í veglegustu uppröðun í sögu hátíðarinnar.

Tónleikarnir verða haldnir á tveimur sviðum í ár, Boli í íþrótta-húsinu og Brennivíni í Egilsbúð. Aðrir viðburðir verða á víð og dreif á svæðinu, tónlistarsenuumræður, hlustunarpartí og panelar. DJ Töfri sér svo um að skemmta lýðnum við lok tónleikhalds á laugardeginum og heldur þar með stemningunni á lofti fram á nótt.

Í ár nær Eistnaflug til breiðari hóps tónlistarunnenda og verða okkar ástkæru skemmtikraftar Páll Óskar, Retro Stefson og Úlfur úlfur á meðal tónlistaratriða.

Alla nauðsynlega þjónustu er að finna á svæðinu, fjölbreyttir veitingastaðir sem þjónusta svanga tónleikagesti og geta gestir fundið sér afþreyingu eftir smekk.

Aldurstakmark á hátíðina er 18 ár

og miðað er við afmælisdag. Hægt er að nálgast miða inn á www.tix.is og þar er hægt greiða fyrir tjald-stæði og á þá daga sem þú kýst að vera á og njóta.

Nánar má skoða dagskrá há-tíðarinnar inn á heimasíðu hennar á www.eistnaflug.is

TjaldsvæðiÖll þau sem hafa hugsað sér að gista á tjaldsvæði á meðan öllum tónleikunum stendur, geta farið að tjaldstæðinu á Bökkum og er gjaldið fyrir að gista þar 2.800 krónur á hvern tónleikagest frá 5.-10. júlí, en það verð gildir þó ekki ef greitt er þegar mætt er á staðinn og því um að gera að verða sér úti um miða áður en komið er á svæðið, en gæta skal þess að verðið gildir ekki fyrir fjölskyldutjaldstæðið við snjóflóða-garðana.

Eistnaflug 2016 Stærsta og fjölbreyttasta hátíðin til þessaOkkar fremstu metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd koma fram á Eistnaflugi helgina 6.-9. júlí. Í ár verður hátíðin fyrir alla og munu Páll Óskar, Retro Stefson og Úlfur úlfur einnig stíga á stokk á umfangsmestu hátíðinni til þessa.

„Það er allt öðruvísi að spila á Eistnaflugi en á öðrum íslenskum há-tíðum. Þegar metal- og rokksamfélagið kemur saman verður ótrúleg stemning. Við höfum oft komið fram og það er alltaf ógeðslega gam-an. Það ríkir vinátta og ekkert pláss fyrir hálfvita, bara kærleiksríkt andrúmsloft.“

Arnór Dan Arnarsson,söngvari Agent Fresco

„Það er svo frábært að sjá hversu mikið bærinn breytist vegna þess mannfjölda sem mætir á svæðið. Það er eins og að vera í útlöndum, því það er svo mikið af nýjum andlitum í bænum. Gestirnir hafa alltaf verið til fyrirmyndar og eru heimamenn alltaf liðlegir við að hjálpa þeim sem þess þurfa.“

Guðmundur Rafnkell Gíslason,framkvæmdastjóri SÚN og söngvari Súellen

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði í 21. sinnFranskir dagar á Fáskrúðsfirði verða haldnir í 21. sinn dagana 21. til 24. júlí næstkomandi. María Ósk Óskarsdóttir, skipuleggjandi Franskra daga, segir að hátíðin sé menningarhátíð með frönsku ívafi eins og nafnið gefur til kynna.

Fjölbreytt Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

á Íslandsmiðum og höldum hátíð í bænum þar sem boðið verður upp á skemmtidagskrá á sviði, götumarkaði, leiktæki fyrir börn-in, sirkussýningu og fleira. Keppt verður í Íslandsmeistaramótinu í Pétanque, sem er franskt kúluspil, dansað við ljúfa harmonikkutóna og við endum svo daginn á alvöru sveitaballi með Rokkabillýbandinu og Eyþóri Inga,“ segir María.

Hátíðinni lýkur svo á sunnudag með samverustund í Fáskrúðs-fjarðarkirkju og heimsóknum á sýningar í bænum sem opnar verða alla helgina.

Eins og að vera í útlöndum

Vinátta og ekkert pláss fyrir hálfvita

…sumarhátíðir 4 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Unnið í samstarfi við LungA

Listahátíðin LungA fer fram dagana 10. - 17. júlí á Seyðisfirði. Yfir 120 manns sækja listasmiðj-

ur á mánudeginum og standa að undirbúningi helgarinnar þar sem afraksturinn verður sýnd-ur hátíðargestum. „Seyðisfirði er árlega breytt í lifandi, allsherj-ar stúdíó. Á hverju horni má sjá nýsköpun og listir,“ segir Ólafur Daði Eggertsson einn skipu-leggjanda hátíðarinnar. „Í fyrra var sundlaugar-garðinum breytt í skúlptúragarð á borð við listasafn Einars Jónssonar. Úti á götu voru ungmenni búin að þróa lífræna kaffigerð og byggðu sína eigin kaffivél. Í kirkjunni voru raftónleikar og svo margt, margt fleira sem vert er að upplifa.“

LungA var sett á laggirnar árið 2000 og er fastur liður í íslensku listasenunni síðan þá. Seyðis-fjörður klæðist sínu fínasta pússi, iðandi af lífi, listum og skreyting-um. „Tónleikasvæðið er byggt við sjávarsíðuna hjá gömlu fisk-verksmiðjunni af skapandi hópi einstaklinga. Barinn er byggður úr gömlum skipahlutum og sérstök „hang-out“ aðstaða verður þá sem kjósa að sitja og spjalla. Ég get fullyrt að það er engu líkt að upplifa tónleika á slíku metnaðar-fullu tónlistarsvæði með sjávar-síðuna á kantinum,“ segir Ólafur, fullur tilhlökkunar.

Hápunktur hátíðarinnar er úti-tónleikar á áðurnefnda sviðinu, laugardaginn 16. ágúst. Þó nokk-ur spennandi nöfn hafa verið tilkynnt. Ungi rapparinn GKR mætir á svæðið, hljómsveitin Fu-fanu, rísandi pönkdúóið Hatari og hljómsveitin Fura sem hefur vakið verðskuldaða athygli á norður-löndunum. Einnig elektró bandið aYia sem Ólafur er spenntur fyrir. „Þau eru frumleg en á sama tíma „catchy“, þau eiga eflaust eftir að

ná langt.“ Ólafur segir skipu-leggjendur bíða

spennta eftir að upplifa þá frjó-semi og það fallega andrúms-loft sem skapast á LungA þegar

fjöldi einstaklinga víðsvegar að úr

heiminum kemur saman í þeim tilgangi að skapa,

skemmta sér og fagna fjöl-breytileika, listum og lífinu.

Þó svo megináherslan sé á laugardeginum þá verður þétt dagskrá alla vikuna. Improv Ís-land mætir á mánudeginum en uppselt hefur verið á allar sýn-ingar þeirra í Þjóðleikhúskjallar-anum í vetur. Þrjár leiksýningar sem tilnefndar voru til Grímunnar verða sýndar í vikunni, karaoke kvöld og DJ partí.

Allar nánari upplýsingar um hátíð-ina má finna á www.lunga.is. Upplýsingar um þjónustu, tjald-stæði og bæinn má nálgast á www.visitseydisfjordur.is

Unnið í samstarfi við Skemmtifélag Stöðvarfjarðar

Mikið verður um dýrð-ir á Stöðvarfirði um næstu helgi, 30. júní til 3. júlí, en þá verð-

ur fjölskylduhátíðin Støð í Stöð haldin í bænum. Tilefnin eru ærin því bæði er verið að fagna 110 ára afmæli Stöðvarhrepps og 120 ára verslunarafmæli Stöðvarfjarðar. Haukur Árni Björgvinsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að mikið verði um dýrðir og nóg um vera fyrir alla. „Bænum er skipt upp í hverfi og verður veitt viðurkenning fyrir best skreytta húsið og best skreytta hverfið,“ seg-ir Haukur.

Hátíðin hefst fimmtudaginn 30. júní með sýningunni Stef á mynd, stef á strengi sem er 60 ára afmælishátíð Önnu og Garðars. Boðið verður upp á bæjarrölt undir leiðsögn Hrafns Baldurssonar og um kvöldið fer fram spurningakeppnin Barsvar á Kaffi Söxu. „Það verður nóg um lifandi tónlist þessa helgina á Stöðvarfirði. Má þar nefna Hilmar Garðarsson, Bjössa Greifa, Svan Vilbergsson og Öldu Garðars-dóttur ásamt Tinnu Önnudóttur,“ segir Haukur. Og talandi um tón-list þá verður Hátíðarlag Stöð í Stöð frumflutt við setningu há-tíðarinnar á föstudagskvöldið á Balanum. Ekki er enn ljóst hvert lagið er og stendur keppnin nú sem hæst.

Haukur segir að ballþyrstir gestir fái fullt við sitt hæfi. „Það verða einnig tvö böll, bæði á

Tvöföld afmælishátíð á Stöðvarfirði

Veiði Höfnin á Stöðvarfirði er gjöful af fiski og um að gera að taka veiðistöngina með.

Tvöfalt afmæli Stöðvarfjörður mun skarta sínu fegursta um næstu helgi.

Bæjarrölt Boðið er upp á bæjarrölt undir leiðsögn á hátíðinni.

föstudag og laugardag. Á föstu-daginn koma fram Bjössi Greifi og hljómsveitin Tikka og á laugar-deginum mætir sjálft Buffið og heldur uppi stemningu fram eftir nóttu á alvöru sveitaballi í íþrótta-húsinu.“

Og það verður að nógu af taka fyrir börnin. „Fyrir börn verður frítt í hoppukastala og froðu-skemmtun, þar sem slökkviliðið á svæðinu mun sjá um að dæla froðu yfir hluta af hátíðasvæð-inu þar sem hægt verður að busla og hafa gaman. Auk þess mæta Skrímslin og sjá um fjörið fyrir krakka á laugardeginum. Á hátíðarsvæðinu á laugardaginn verður svo hlussubolti sem er fyrir fimmtán ára og eldri,“ segir Haukur.

Á sunnudeginum verður rólegri stemning í bænum. Í skólanum verður ljósmyndasýning úr sögu Stöðvarfjarðar og í eftirmiðdaginn geta gestir gætt sér á pylsum og hlustað á ljúfa harmonikkutóna í Nýgræðingi.

LungA 2016 Listinni fagnað á Seyðisfirði Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og fjölbreyttum viðburðum. Uppskeruhátíð er haldin á laugardeginum þar sem afrakstur 120 einstaklinga úr lista­smiðjum LungA verður til sýnis víðsvegar um bæinn og lýkur kvöldinu á heljarinnar útitónleikum.

„Ég er að fara í fyrsta skiptið á LungA og er mjög spennt. Ég ætla að

fylgjast með listasmiðju Kriðpleir, sviðslistahópi sem er búinn að gera ýmis-leg skemmtileg leikverk. Síðan er Seyðisfjörður svo geggjaður staður, ég hlakka til að vera í þessu umhverfi með skemmti-legu og skapandi fólki.“ Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

„LungA há-tíðin er í alla staði frábær og ótrúlega vinaleg. Hún er einskonar

afdrep til þess að pæla í sjálfum sér. Skemmtileg-ast er að vera alla vikuna, þá kynnist maður fólkinu sem verða góðir vinir manns. Það fá allir að vera með og taka þátt, það eru einfaldlega ekki nógu margar klukkustundir í sólarhringnum á LungA.“Birnir Jón Sigurðsson

Risastór listasýning „Seyðisfirði er árlega breytt í lifandi, allsherjar gallerí. Á hverju horni má sjá nýsköpun og listir.“

Stórskemmtilegir tónleikar Hápunktur hátíðarinnar er útitónleikar á laugardagskvöldinu, staðfest nöfn á hátíðinni eru GKR, Fufanu, Hatari og aYia.

…sumarhátíðir 6 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Það verður nóg um lifandi

tónlist þessa helgina á Stöðvarfirði. Má þar nefna Hilmar Garðars-son, Bjössa Greifa, Svan Vilbergsson og Öldu Garðarsdóttur ásamt Tinnu Önnu-dóttur.

LungA hefur

verið fastur

liður í íslensku

listasenunni frá

árinu 2000

110Á hátíðinni verður

110 ára afmæli

Stöðvarhrepps

fagnað

…sumarhátíðir7 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Írskir dagar

verða haldnir

í sautjánda sinn í ár

Rauðhærðasti

Íslendingurinn

vinnur ferð

fyrir tvo til Dublin

Unnið í samstarfi við Akraneskaupstað

Sérstaklega vel er tek-ið á móti rauðhærðum á írskum dögum þar sem keppnin Rauðhærðasti

Íslendingurinn fer fram. Þar skrá rauðhærðir sig til leiks og sérvalin dómnefnd sker úr um rauðasta hárið og írskasta útlitið,“ seg-ir Hallgrímur Ólafsson, verk-efnastjóri írskra daga. Til mikils er að vinna því sú eða sá sem hlýtur titilinn Rauðhærðasti Ís-lendingurinn fær í verðlaun ferð til tvo til Dublinar í boði Gaman Ferða. Skilyrði til þáttöku er nátt-úrulegt rautt hár. Einnig er keppt um titilinn Efnilegasti rauðhærði, það er sá sem þykir líklegastur til vinsælda.

Írskir dagar verða haldnir í 17. sinn á Akranesi dagana 30. júní til 3. júlí. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta fjöl-skylduhátíð sumarsins enda er flott barnadagskrá í boði og mikil fjölskyldustemning. Ástæðan fyrir því að á Akranesi eru haldnir Írskir dagar er sú að það voru Írar sem námu land á Skaganum upp úr 880. Þar á ferð voru tve-ir bræður, Bresasynir bornir og uppkomnir á Írlandi, ásamt upp-komnum börnum sínum og fleira fólki.

Tónlist leik-ur stórt hlutverk á Írskum dögum Á fimmtudagskvöldinu verða tónleikarnir Litla lopapeysan þar sem ungt hæfileikafólk á Akranesi kemur fram með stórhljómsveit. „Valdir eru þeir sem þykja skara fram úr í tónlistarlífinu á Akranesi til að koma fram,“ segir Hallgrímur.

Írskum uppruna fagnað með stæl

Stórhátíðin Írskir dagar er að margra mati ein besta fjölskylduhátíð sumarsins og er haldin í 17. sinn dagana 30. júní til 3. júlí. Leitað verður að rauðhærðasta Íslendingnum, keppt um írskasta húsið og fjöldi tónleika

verður á boðstólum, bæði Lopapeysan og Litla lopapeysan og brekkusöngurinn verður á sínum stað. Götugrill, tívolí og markaður verða einnig í boði, eitthvað við allra hæfi.

Tónleikarnir eru í boði Norður-áls. Risatónleikar verða á föstu-

dagskvöldinu í boði Egils Appelsín með Björgvin

Halldórssyni, Valdi-mar Guðmundssyni, Sturlu Atlas og Stefaníu Svavars-dóttur ásamt stór-sveit sem eingöngu er skipuð Skaga-

mönnum. „Á Akra-nesi hefur verið ríkt

og öflugt tónlistarstarf í mörg ár og mikilvægt að

versla í heimabyggð þegar kemur að því svo það fái að lifa áfram,“ segir Hallgrímur, aðspurður um tónlistarhæfileika Skagamanna.

Stærsta sveitaball ársins, risatónleikarnir Lopapeysan, verður á sínum stað á laugardags-kvöldinu á hafnarsvæðinu. Í ár eru það Agent Fresco, Friðrik Dór, Emmsé Gauti, Páll Óskar, Stefán

Hilmarsson og fleiri sem koma fram. Þar er aldurstak-

mark 18 ára. Ingó Veðurguð

leiðir brekkusöng á laugardagskvöldinu en það ’71 árgangur-inn sem sér um að skipuleggja þann

viðburð. „Alltaf gríðarleg stemning þar

og allir koma með börnin sín í brekkusönginn,“ segir

Hallgrímur. Til viðbótar verður tívolígarð-

ur og stór markaður í íþróttahús-inu. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús sín í írsku fánalitun-um og er ferð til Dublin í verðlaun fyrir „írskasta húsið“. Götugrill verða haldin og þar er oft mikil samkeppni milli hverfa, til dæmis er búið að byggja heilt hús undir grill hérna í einni götunni,“ segir Hallgrímur. „Þetta er gríðarlega skemmtileg helgi og mikil stemn-ing í bænum. Þetta er frábær helgi til að koma saman og gleðj-ast og mjög vinsælt meðal brott-fluttra Skagamanna, enda miklir endurfundir.“

Á sunnudeginum lýkur hátíð-inni í Garðalundi hjá Skógrækt Akraness þar sem öllum er boðið á leiksýningu hjá Leikhópnum Lottu. „Allir koma með eitthvað á grillið og slútta helginni með því að eiga góða stund saman.“

Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar, að Lopapeysunni undanskilinni, en miðar eru seldir á tónleikana og er aldurstakmark 18 ára.

Rauðir lokkar Keppnin um Rauðhærðasta Íslendinginn er einn af hápunktum hátíðarinnar Írskir dagar.

Unnið í samstarfi við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði

Markmið hátíðarinn-ar er vekja athygli á íslenskum þjóðlögum. Við viljum stuðla að

kynningu á íslenskum tónlist-ararfi með tónleikum, rannsókn-um og útgáfu,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar.

Þjóðlagahátíðin er haldin á Siglufirði og hefur verið fastur liður í bæjarlífinu allt frá árinu 2000. Að þessu sinni fer hátíðin fram dagana 6.-10. júlí með tón-leikum frá miðvikudegi til sunnu-dags. Ástarljóð og ástarsöngvar verða í öndvegi að þessu sinni auk þess sem 10 ára afmælis Þjóðlagasetursins á Siglufirði verður minnst.

Greta Salóme og góðir gestir„Greta Salóme hefur lengi stefnt að því að koma á Þjóðlagahátíð-ina og gat nú loks látið verða af því. Hún er gríðarlega hæfileika-rík og við bíðum spennt eft-ir því að heyra tónlist hennar.“ Þjóðlagahátíðin verður fimm daga tónlistarveisla og ljúfir tónar óma um bæinn frá morgni til kvölds. „Við bjóðum upp á 20 tónleika á fjölmörgum stöð-um um bæinn og íslensk tónlist verður að vanda í öndvegi,“ segir Gunnsteinn. „Á meðal atriða má nefna tónleika Báru Grímsdóttur og Chris Foster að syngja ís-lensk þjóðlög og leika á langspil. Einnig syngur Þórunn Péturs-dóttir barnagælur og þulur í út-setningu Báru og Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs kemur fram. Íslensk þjóðlög eru svo sannarlega ekki dauð úr öllum æðum.“

Alþýðutónlist af ýmsum toga fær einnig að hljóma á hátíðinni. Hljóm-sveitin Nefndin syngur og leikur lög við ljóð eft-ir Hákon Aðal-steinsson skáld og hagyrðing, Jóhanna Þórhallsdóttir syngur ástarsöngva Megasar ásamt hljómsveit og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af diski sínum Stjörnubjart með hljóm-sveitinni Andakt. Þá verða ný verk frumflutt eftir Guðrúnu Ingimundardóttur, Gísla J. Grét-arsson og norska tónskáldið Nils Økland.

Listamenn allstaðar fráGunnsteinn segir fjölmarga unga tónlistarmenn stíga á stokk, frá meginlandi Evrópu, Norður-löndunum og Bandaríkjunum, og flytja gestum tónlist í sam-vinnu við íslenska tónlistarmenn. „Einnig koma góðir gestir frá Spáni. Guðrún Jóhanna Ólafs-dóttir söngkona og gítarleikar-inn Francisco Javier Jáuregui flytja lög frá Spáni og Baskahér-uðum Spánar og Arnaldur Arnar-son gítarleikari, sem búsettur er í Barselóna, gleður hátíðargesti með fjölbreyttri gítartónlist. Arnaldur mun einnig halda gítar-námskeið fyrir þá sem vilja.“

Norski fiðlusnillingurinn Ragn-ar Heyerdahl leikur sína eigin tónlist í þjóðlegum stíl sem hann nefnir Ísaslátt og á lokatón-leikum hátíðarinnar flytur Sin-fóníuhljómsveit unga fólksins 1.

Þjóðlagahátíð 2016 Hátíð með íslenska tónlist og þjóðlög í öndvegi 6.–10. júlíÞjóðalagahátíðin á Siglufirði verður með glæsilegra móti í ár. Boðið verður upp á fjölmarga tónleika. Á meðal lista-manna eru Greta Salóme, norski fiðluleikarinn Ragnar Heyerdahl, Bára Grímsdóttir og Chris Foster og fjölmargir aðrir íslenskir og erlendir listamenn.

Námskeið á þjóðlagahátíðinni 7. og 8. júlíÞjóðlagaakademíanAlþjóðlegt námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist. Kennar-ar eru listamenn á hátíðinni.

Listin að yrkja vísurKennari: Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

GítarnámskeiðKennari: Arnaldur Arnarson.

Gengið um Siglufjörðmeð Örlygi Kristfinnssyni.

KórstjórnarnámskeiðKennari: Gunnsteinn Ólafsson.

Barnanámskeið fyrir 5–12 áraKennari: Björg Þórsdóttir.

sinfóníu Mahlers auk Íslenskrar svítu eftir Mist Þorkelsdóttur undir stjórn Gunnsteins Ólafs-sonar.

Fjölbreytt námskeiðÞjóðlagahátíðin býður ekki einungis upp á að upplifa tón-list heldur einnig að fræðast og

skapa. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið

að vanda. Auk gítar-námskeiðs Arna-ldar mun Ragnar Ingi Aðalsteins-son kenna listina að yrkja vísur og

Örlygur Kristfinns-son gengur um

Siglufjörð og fræð-ir gesti um staðinn.

Gunnsteinn Ólafsson heldur kórstjórnarnámskeið og Björg Þórsdóttir verður með skapandi námskeið fyrir börnin.

Hátíðin nær langt fram yfir sviðin og alla leið í heimahús. Stórsöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi halda upp á 20 ára söngafmæli sitt með stofu-tónleikum heima hjá bæjarbúum, í fyrirtækjum og á sjúkrastofn-unum ásamt Helga Hannesar píanóleikara. „Þetta er skemmti-leg nýbreytni. Margir eiga ekki heimangengt á hátíðina en nú gefst þeim færi á að fá lista-mennina heim í stofu. Fólk bara hringir og pantar 20 mínútna, ókeypis tónleika. Söngvarar-nir áttu sjálfir frumkvæðið að þessari nýjung á hátíðinni og við bitum strax á agnið. Tónlistin er gleðigjafi, ekki síst við frábærar aðstæður eins og á Siglufirði“, segir Gunnsteinn Ólafsson, list-rænn stjórnandi hátíðarinnar.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst miðvikudaginn 6. júlí og stendur til sunnudagsins 10. júlí. Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðunni www.folkmusik.is

Tilfinningahiti Hljómsveitin Skuggmyndir frá Býsans leikur einkum grísk, makedónsk, búlgörsk og tyrknesk lög. Tónlistin ólgar af tilfinningahita í bland við austurlenska dulúð. Meðlimirnir eru þeir Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson.

Píanó og flauta Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Bragason píanó-leikari flytja verk af vatnadísum og huldufólki.

Þjóðlegt Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs leikur íslensk þjóðlög og þjóðdansa undir stjórn Eydísar Franzdóttur.

Megas Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og Óttar Guðmundsson rithöfundur og læknir ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara flytja frægustu ástarkvæði Megasar í tali og tónum.

Gítarlistir Arnaldur Arnarson leikur listir sínar á gítar á Þjóðlagahátíðinni, sömuleðis stýrir hann gítarnámskeiði.

Loksins Greta Salóme er ein af þeim fjölmörgu listamönnum sem troða upp á Þjóðlagahátíðinni í ár.

…sumarhátíðir 8 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Nú gefst þeim færi á að fá

listamennina heim í stofu. Fólk bara hringir og pantar 20 mínútna, ókeypis tónleika.

Tónlistin er

gleðigjafi, ekki

síst við frábærar

aðstæður eins og

á Siglufirði

Anita Elefsen, safnstjóri Síldar-minjasafnsins, segir að safnið standi vörð um sögu síldaræv-intýrisins svokallaða frá upphafi 20. aldar og fram til 1969 þegar síldin var stærsti atvinnuvegur landsins og Siglufjörður höfuð-borg síldarinnar. „Hátíðin „Síldarævintýrið“ um verslunarmannahelgi byggir þannig á sögu staðarins og Síldar-minjasafnið hefur frá upphafi haft mikla aðkomu að hátíðinni. Safnið er opið alla daga vik-unnar frá 10 - 18 og á Síldarævintýri fara fram síldarsaltanir, þar sem síldarstúlkurnar hausskera, slóg-draga og pakka síldinni í tunn-ur. Að sýningu lokinni eru sungin nokkur lög og stiginn dans við harmonikkuleik,“ segir Anita.

Undanfarin ár hefur Síldar-minjasafnið, í samstarfi við Ora, Íslenska sjávarrétti, Egils sjávar-afurðir og Aðalbakarí, staðið fyrir síldarhlaðborði á Ráðhústorgi um Síldarævintýri. Þar bjóða síldar-

stúlkur staðarins gestum og gang-andi að smakka ólíkar tegundir af síld, ásamt rúgbrauði.

Að mínu mati setur aðkoma Síldarminjasafnsins mikinn svip á hátíðina og minnir bæði heima-menn og gesti á uppruna staðar-

ins, jafnt sem hátíðarinnar,“ segir Anita.

Kristinn bendir jafn-framt á að á Siglu-firði séu stuttar vegalengdir á milli atriða hátíðarinn-ar. „Öll skemmti-dagskrá fer fram

miðbænum sem er við hliðina á tjaldsvæð-

inu. Reyndar er annað tjaldsvæði innar í firðinum

við svokallaðan Stóra-Bola og þar er meira næði. Dagskráin tekur mið af fjölskyldufólki og í ár verð-ur fjölbreytt barnadagskrá ásamt því að fjöldinn allur af heimafólki stígur á svið. Líkt og ég nefndi verður fjölbreytt skemmtidagskrá og reynt að höfða til ungra jafnt sem aldinna. Íþróttaálfurinn mætir, Söngvaborg, Einar töframaður og Lína Langsokkur,“ segir Kristinn.

Unnið í samstarfi við Fjallabyggð

Síldarævintýrið verð-ur haldið á Siglufirði um verslunarmannamanna-helgina í 26. sinn. Helgina

á undan Síldarævintýrinu hafa verið svokallaðar Síldardagar, nokkurs konar undanfari Síldaræv-intýrsins. Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hjá Fjalla-byggð, segir að í ár verði brugðið út af vananum. „Í ár munum við breyta heitinu og hafa Trilludaga helgina 23. og 24. júlí. Á laugar-deginum munu trillusjómenn og aðilar í ferðaþjónustu sem gera út á sjóstöng bjóða fólki í smá sigl-ingu út á fjörð og renna fyrir fisk. Möguleiki er svo að fá aflann grill-aðan þegar komið er í land. Seinni part dags mun svo öllum gestum og gangandi verða boðið í grill í boði Samkaup-Úrval. Gönguferð-ir verða í boði, fjölskylduratleik-ur og margt fleira. Dagana á milli Trilludaga og Síldarævintýrisins verður gönguvika þannig að fólk á að geta stoppað í Fjallabyggð í nokkra daga og hefur úr fjöl-breyttri afþreyingu að velja. Hér eru tveir golfvellir, tvær sund-laugar, glæsileg skógrækt og margt fleira spennandi er að sjá. Það er Fjallabyggð í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og Félag Smá-bátaeigenda sem standa að Trillu-dögum,“ segir Kristinn.

Og Síldarævintýrið á Siglufirði er ekki venjuleg verslunarmanna-helgarhátíð heldur er hún með beina skírskotun í söguna. „Það sem gerir Síldarævintýrið sér-stakt er skírskotun í söguna og þá staðreynd að á Siglufirði unnu hér „í den“ þúsundir verkamanna og kvenna við síldina. Reynt er að halda í söguna og síldarsöltun og því sem tengist Síldarminjasafn-inu. Þáttur Síldarminjasafnsins er stór og safnið með sitt söltunar-gengi vekur alltaf athygli ásamt hinu margrómaða síldarhlaðborði sem er á miðbæjartorginu,“ segir Kristinn.

Síldin í hávegum höfð á Siglufirði um verslunarmannahelgina

Um FjallabyggðSveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæj-ar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa rúmlega 2000 manns. Með tilkomu Héðins-fjarðarganga, sem tengir byggðar-kjarnana saman, er Tröllaskagi ákjósanlegur áfangastaður sem hefur upp á margt að bjóða. Að-eins eru 15 km á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Þéttbýliskjarnar Fjallabyggðar halda uppi blómlegu menningar-starfi og eru staðirnir þekktir fyrir öflugt og lifandi félagslíf. Gallerí og listavinnustofur eru í Fjallabyggð sem gaman er að heimsækja. Margir og fjölbreyttir viðburðir er haldnir á hverju sumri sem tengjast tónlist, ljóðum, sögu, skapandi verkefnum, síld og íþróttum, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera í Fjallabyggð. Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, gönguskíði, skauta, þeytast um á snjósleða eða dorga í Ólafsfjarðarvatni.

Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð þar sem fegurð fjalla og fjarða er stórfengleg og

möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Ferðalangar sem leggja leið sína í Fjallabyggð verða ekki fyrir von-brigðum. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort held-ur haldið er í gönguferðir, farið í golf, sjósund, skellt sér á skíði, sjóbretti eða veitt í vötnum, ám eða sjó.

Helsta aðdráttaraflið að þessu leyti eru t.d. dorg- og stangveiðar í Ólafsfjarðarvatni og Ólafsfjarðará, fjölskrúðugt fuglalífið við Leirurn-ar á Siglufirði, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali, en við slíkar aðstæður hefur nær ósnortið og friðsælt náttúrufar Héðinsfjarðar notið mikillar hylli hjá ferðafólki. Til gamans má geta að örnefni Héðins- og Siglufjarðar eru um 1.300, en þau má nálgast inn á snokur.is

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Fjallabyggð sem hafa verið merktar og stikaðar hin síðari ár. Þær eru mislangar og misjafnlega krefjandi svo all-ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Kort og göngulýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarfé-lagsins, fjallabyggd.is

Fyrir alla fjölskylduna Síldarævintýrið“ um verslunarmannahelgi byggir þannig á sögu staðarins og Síldarminjasafnið hefur frá upphafi haft mikla aðkomu að hátíðinni.

…sumarhátíðir9 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Dagskráin

tekur mið af

fjölskyldufólki

og í ár verður

fjölbreytt

barnadagskrá

Unnið í samstarfi við Viðburðastofu Norðurlands

Boðið verður upp á við-burði tengda fjallgöngum, fjallahlaupi, þríþraut, sjó-sundi, hjólreiðum, hlaupum,

golfi og gefst fólki tækifæri á að spreyta sig á Kirkjutröppuhlaupinu og mörgu fleiru á sumarleikunum á Akureyri. Dagskráin er afar fjöl-breytt og viðamikil og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mark-miðið er fyrst og fremst að fjöl-skyldan öll, eða einstakt hæfileika-fólk innan raða hennar, fái notið sín með heilnæmri hreyfingu og útivist.

„Við erum afar stolt af því að halda raunverulega fjölskylduhátíð sem er í sátt við íbúa og umhverf-ið á Akureyri. Við notum sömu hugmyndafræði þessa verslun-armannahelgi og undanfarin ár,“ segir Davíð Rúnar Guðjónsson viðburðastjóri um Íslensku sumar-leikana.

„Nú styttist í verslunarmanna-helgina og undirbúningur stend-ur sem hæst, en sem fyrr verður hún helguð börnum og fjölskyldu-fólki. Áherslan þetta árið verður á íþrótta- og útivistarhátíð sem við köllum Íslensku sumarleikana á Ak-ureyri,“ segir Davíð. Það eru Vinir Akureyrar, sem er áhugamanna-félag hagsmunaaðila í verslun og ferðaþjónustu, sem standa að há-tíðinni í samvinnu við Akureyrar-stofu.

„Með gríðarlega aukinni útivist landsmanna er fyrsti kostur margra að njóta náttúru hvort sem er til að

keppa í fjölbreytilegum hlaupa-mótum, allskonar hjólamótum, synda við mismunandi aðstæður eða jafnvel blanda þessu öllu saman í þríþraut. Þeir sem vilja stunda útivist án þess að vera alltaf að keppa, labba um fjöll og firnindi, skokka á eigin forsendum eftir fjallastígum eða malbiki og enn aðrir fara í skemmtilegan hjólatúr með fjölskyldu eða öðrum með svipaða getu um falleg svæði. Þetta allt og margt fleira verður í boði á Akureyri um verslunarmanna-helgina,“ segir Davíð.

Hann segir fjölskyldum af öll-um stærðum og gerðum boðið að koma og skemmta sér saman. „Við hvetjum alla til að grípa með sér hlaupaskóna, gönguskóna, hjólið, kayakinn, golfsettið, frisbeesettið eða hvað sem er.“

Unað verður við leik og keppni alla fjóra dagana, sumir reyna mikið á sig en aðrir ekki neitt, og einnig

verður að sjálfsögðu boðið upp á alla þá afþreyingu sem þekkst hef-ur á Einni með öllu í gegnum tíðina.

Mikið verður um skemmtilega dagskrá fyrir krakkana

og í raun alla fjöl-skylduna, skemmti-

dagskrá og tónleikar í miðbæ Akureyrar og á flötinni fyrir neðan Leikhúsið, dansleikir og glæsi-legir tónleikar með

mörgum af þekktari hljómsveitum landsins á

skemmtistöðum bæjarins.Nokkrir af þeim listamönn-

um sem staðfest hafa komu sína í ár eru Páll Óskar, Glowie, Hildur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Rhytmatik, Dúndurfréttir, Dynheimaballið, Einar Mikael, Leik-hópurinn Lotta og Óskar Péturs-son. „Fastlega má reikna með fleiri þúsundum gesta á hvern viðburð og á lokatónleikana og flugelda-sýningu á sunnudagskvöldinu, sem hafa undanfarin ár verið mjög vel sóttir í frábærri stemningu.“

…sumarhátíðir 10 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Við erum afar stolt af því að halda raunverulega

fjölskyldu hátíð sem er í sátt við íbúa og umhverfið á Akureyri.

Davíð Rúnar Guðjónsson Viðburðastjóri Viðburðastofu Norðurlands

Meðal listamanna sem

koma fram:

Páll Óskar, Glowie,

Hildur, Agent Fresco,

Emmsjé Gauti og

Úlfur Úlfur

Íslensku sumarleikarnir á Akureyri Óhefðbundin íþróttakeppni fyrir allaÍslensku sumarleikarnir, Iceland Summer Games, verða haldnir á Akureyri um verslunarmannahelgina, þar sem íbúum og gestum bæjarins gefst kostur á að spreyta sig, á hinum ýmsum viðburðum tengdum heilsu og útivist.

Góð skemmtun Glæsilegir tónleikar verða um allan bæ á Akureyri á Íslensku sumarleikun-um. Páll Óskar, Glowie, Hildur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru meðal þeirra sem munu koma fram.

Æsispennandi keppni Kirkjutröppubrun og -hlaup er meðal þess sem fólk getur keppt í á Íslensku sumarleikunum á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Sjónarspil Stórkostleg flugeldasýning er endapunktur Íslensku sumarleikanna á Akureyri.

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ

Melamine gæða plast

O-Grill 3500 Kr. 35.950O-DOCK Borð Kr. 9.995CARRYO Taska Kr. 2.995

ELSKAR ÞÚ AÐ GRILLA?

Unnið í samstarfi við Akureyrarstofu

Kaffi í görðum heima-manna er dálæti flestra á Hríseyjarhátíðinni,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir,

einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Þá opna íbúar Hríseyjar heimili sín fyrir gestum og gangandi og bjóða í kaffi. Fólk sækir hingað aftur á ári hverju að heimsækja sömu húsin. Hér er allt svo heimil-islegt og fjölskylduvænt.“

Hríseyjarhátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð aðra helgina í júlí, og hefur verið svo frá árinu 1997. Á hverju ári flykkjast fjölskyldur með ferjunni Sævari frá Árskógs-sandi til Hríseyjar, en siglingin tekur um 15 mínútur. „Það er upp-lifun út af fyrir sig að sigla með ferjunni umvafin fjallasalnum og fallegri náttúru,“ segir Linda Mar-ía og bætir við að þá sé ævintýrið rétt að hefjast við bryggjuna.

Dagskrá helgarinnar er fjöl-breytt og nóg um að vera fyrir börnin. Þar á meðal óvissuferð þar sem ferðast verður um eyjuna á traktor og fá börnin að njóta sín í öruggu umhverfi eyjunnar í nánu sambandi við náttúruna. „Við leggjum upp úr því að börnin leiki sér í náttúrunni. Skralli trúður frá Hrísey fer með krakkana í fjöru-ferð og leikur listir sínar. Á há-tíðarsviðinu verður nóg um lifandi dagskrá þar sem ýmsir listamenn stíga á stokk og skemmta há-tíðargestum. Ratleikurinn verður á sínum stað en hann slær í gegn

Ormsteiti er Héraðshátíð Fljótsdalshéraðs sem fer fram á Egilsstöðum 10-14 ágúst þar sem heimamenn og gestir samgleðjast.

Hátíðin er nú haldin í 23 skiftið en ýmsar hefðir hafa fest sig í sessi svo sem Karnival gangan sem verður fjörug með þáttöku heimamanna með ýmsum skemmtilegum atriðum, Sirkus Íslands verður með og Aksturs Íþróttaklúbburinn START frá Egilsstöðum skemmtir Karnival þátttakendum með tónlist leikinni úr glæsilegum bifreiðum í göngunni.

Við bjóðum upp á barnahátíð þar sem Magga Stína tekur vel á móti börnunum og öðrum gestum,

þar verður að finna söngvakeppni barna, ferugðar-samkeppni gæludýra verður á sínum stað,

hoppukastalar af ýmsum gerðum, og margt fleira skemmtilegt fyrir börnin.

Gistihúsið á Egilsstöðum býður í laugardags morgunkaffi en þangað eru allir heimamenn og gestir hjartanlega velkomnir en sérstaklega viljum við hvetja þá sem eru nýlega fluttir í Hérað til að láta sjá sig í Gistihúsinu svo við getum formlega boðið þá velkomna. Bókakaffi býður í bóka og ljóða upplestur, Helgi Björnsson Skemmtir hátíðargestum eins og honum er einum lagið. Markaður með kolaportsstemningu stendur alla

hátíðina, Leikfélag Fljótsdalshéraðs sem er 60 ára í ár skemmtir gestum og margt margt fleira, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Við vonumst eftir góðri þátttöku heimamann því hátíðin er fyrst og fremst fyrir þá þó svo að aðrir séu hjartanlega velkomnir.

Hátíð fjölskyldunnar í perlu EyjafjarðarHríseyjarhátíð fer fram helgina 8.–10. júlí. Heimamenn bjóða í kaffi, börnin fá að kynnast náttúrunni í fjöruferð með Skralla trúði og blásið verður til ratleiks, traktorsferða og brekkusöngs. Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl­skylduna sem kýs að njóta samverunnar í kyrrð og fegurð Hríseyjar.

Fjöruferð Skralli trúður leiðir krakkana í fjöruferð á Hríseyjarhátíðinni, þar leikur hann listir sínar og krakkarnir fá að leika sér.

Brekkusöngur Á laugardagskvöldinu á Hríseyjarhátíð sameinast gestir og heimamenn í brekkusöng.

Sundlaugin ómissandi Sundlaugin í Hrísey er ómissandi eftir göngu en fjölmargar gönguleiðir er í boði á eyjunni. Stórbrotin náttúra, kyrrð og fjölbreytt gróður­ og fuglalíf einkenna eyjuna.

á hverju ári þar sem Hrísey öll er leikvangurinn. Einnig verða hinir vinsælu vatnaboltar á staðnum, sem má stíga inn í og spóla á vatni.“

Komið verður til móts við alla aldurshópa með fjölbreyttri dagskrá. Samverustund fjöl-skyldunnar í næði og áhyggjuleysi er höfð að leiðarljósi. „Við viljum að fólk komi og njóti kyrrðarinn-ar, samverunnar og náttúrunnar. Það verður að sjálfsögðu fjör og skemmtilegheit, við leggjum mikið upp úr því að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Linda María. Á laugar-dagkvöldinu stendur fjörið hæst en þá sameinast gestir og heima-menn í brekkusöng við varðeld til miðnættis.

Í Hrísey búa um 130 manns allt árið um kring og er hún sannköll-uð perla Eyjafjarðar. Eyjan býður upp á fyrirtaks tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir þau sem vilja tjalda. Á heimasíðu Hrís-eyjar verður hægt að koma sér í samband við heimamenn og fá upplýsingar um gistingu og afþreyingu í eyjunni. Fallegar gönguleiðir eru um eyjuna og hvetur Linda María sem flesta til þess að kanna þær. „Það er til-valið að kíkja í lautarferð og svo í sundlaugina okkar sem er alveg æðisleg.“

Hríseyjarbúðin, Verbúðin 66, Gallerí Perla og sundlaugin verða opin yfir alla helgina.

Nánari upplýsingar um hátíð-ina, ætlun ferjunnar og Hrísey al-mennt má nálgast á www.hrisey.is

…sumarhátíðir 12 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016