tilnefningar til foreldraverÐlauna 2019 · einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í...

12
Tónlistaratriði frá Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar Úlfhildur Valgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Hagaskóla Undirleikur Darri Mikaelsson, tónlistarkennari Setning Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla Ávarp Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra Niðurstöður dómnefndar Eydís Njarðardóttir, formaður dómnefndar Afhending Foreldraverðlaunanna 2019 Upplestur Daði Víðisson nemandi í 7. bekk Melaskóla, sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni Tónlistaratriði frá Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar Úlfhildur Valgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Hagaskóla Undirleikur Darri Mikaelsson, tónlistarkennari Athöfn slitið Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla Að athöfn lokinni er gestum boðið upp á kaffi og veitingar SAFNAHÚSIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ KL. 14:30 TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 DAGSKRÁ

Upload: others

Post on 08-Aug-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

Tónlistaratriði frá Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar Úlfhildur Valgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk HagaskólaUndirleikur Darri Mikaelsson, tónlistarkennari

SetningSigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla

Ávarp Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra

Niðurstöður dómnefndar Eydís Njarðardóttir, formaður dómnefndar

Afhending Foreldraverðlaunanna 2019

UpplesturDaði Víðisson nemandi í 7. bekk Melaskóla, sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni

Tónlistaratriði frá Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar Úlfhildur Valgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk HagaskólaUndirleikur Darri Mikaelsson, tónlistarkennari

Athöfn slitið Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla

Að athöfn lokinni er gestum boðið upp á kaffi og veitingar

SAFNAHÚSIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ KL. 14:30

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

DAGSKRÁ

Page 2: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

| HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Au fyrir augaLeikskólinn Kiðagil

Allar deildir á Leikskólanum Kiðagili vinna með bókina Lubbi finnur málbein. Lagður er fyrir einn bókstafur í viku hverri og reynt er að tengja það inn í foreldrasamstarf þegar hægt er. Í au-vikunni tók kennari myndir af augum barnanna og áttu foreldrar að giska á hvaða auga var barnsins þeirra. Skemmtilegar og fræðandi umræður áttu sér stað í forstofunni þessa vikuna.

Bókaklúbbur 2009 Fossvogsdrengja

Bókaklúbbur sem smitaðist af mæðrum yfir á syni. Drengirnir í 2009 árgangi Fossvogsskóla hittast mánaðarlega í heimahúsi með bækurnar sem þeir eru að lesa. Þeir lesa saman, skiptast á bókum og hvetja hver annan til að lesa. Síðan fá þeir veitingar og hlakka til að hittast aftur að mánuði liðnum. Inn í þetta hefur fléttast að fá rithöfunda til að lesa upp úr bókum sínum og einnig var farið í leikhús á leikrit Ævars vísindamanns.

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakkaHlín Magnúsdóttir Njarðvík

„Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka“ byrjaði sem lítil Facebook síða þar sem Hlín deildi óhefðbundnum kennsluaðferðum og hugmyndum að skemmti- legum verkefnum fyrir börn með námserfiðleika. Fleiri fóru að heimsækja síðuna og núna eru meira en 8000 manns, bæði foreldrar, kennarar og annað fagfólk sem fylgjast með. Hlín býr til skapandi og sjónrænt námsefni þar sem hefðbundið náms- efni hentar ekki öllum börnum. Námsefnið og hugmyndirnar eru aðgengilegar öllum og Hlín er alltaf til staðar ef lesendur vantar ráðleggingar varðandi kennslu og nám. Þetta er orðið lítið samfélag á síðunni, þar sem lesendur taka virkan þátt í umræðum, spyrja spurninga og fá innblástur og hugmyndir. Síðan hjálpar bæði foreldrum og öðrum kennurum.

2

Page 3: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

FORELDRAVERÐLAUN 2019 |

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Foreldrafélag Víðistaðaskóla í Hafnarfirði

Stjórn foreldrafélagsins er mjög virk og hefur lagt mikla vinnu í að hvetja til samvinnu, fræðslu og samveru. Haldnir hafa verið nokkrir viðburðir, sá stærsti var hausthátíð skólans sem var sérstaklega vel útfærð og mikið í hana lagt. Boðið var upp á tónlistar-atriði og grill en 10. bekkingar sáu um leiki og andlitsmálningu. Virkilega vel heppnað framtak og þátttaka hefur aldrei verið meiri. Foreldrafélagið hefur einnig staðið fyrir fræðslu og hvatningu fyrir bekkjarfulltrúa og styrkt skólann til að bjóða upp á fræðslu fyrir nemendur. Virkt foreldrafélag sem er að gera frábæra hluti.

Forvarnaraðgerðir Vatnsendaskóla gegn einelti

Skólinn hefur innleitt heildsætt aðgerðarplan til að fyrirbyggja einelti og stuðla að vellíðan nemenda í skólanum. Byggt er á aðferðafræði KVAN og fá stjórnendur, nemendur og starfsmenn fræðslu. Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur nemenda er svo kosinn nokkrum sinnum yfir veturinn til að sjá um leiki í frímínútum. Kennarar læra að þekkja og aðstoða börn sem eru ósýnileg eða hundsuð.

Gullbrá – bókasafn SeljaskólaDröfn Vilhjálmsdóttir

Börnin í Seljaskóla máttu taka með sér bangsa fyrir öskudaginn og bangsinn fékk að vera í gistipartý með Gullbrá og öðrum böngsum. Dröfn var klædd sem Gullbrá og börnin skildu bangsana eftir og þeir héldu svaka partý. Myndir af uppátækjum bangsana fengu börnin svo þegar þau sóttu bangsana sína daginn eftir og voru þeir búnir að spila, sulla, borða nammi og renna sér á handriðum skólans. Dröfn hefur sýnt mikinn metnað sem sést á því hvað börnin sækja mikið á bókasafnið og hvernig talað er um hana í hverfinu.

3

Page 4: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

| HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Hjólakraftur í Norðlingaskóla fyrir 1.-10. bekk

Lýðheilsuverkefnið í Norðlingaskóla heitir Hjólakraftur fyrir nemendur frá 1. - 10. bekk og er markmið verkefnisins að virkja alla nemendur skólans í hreyfingu í gegnum hjólreiðar og fá foreldra þeirra með í verkefnið. Þannig stuðlar verkefnið að bættri lýðheilsu íbúa/foreldra og nemenda í úthverfi Reykjavíkurborgar í gegnum hjólreiðar. Lýðheilsurannsóknir sýna fram á að dagleg hreyfing er ungu fólki sem öllum nauðsynleg fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Verkefnið er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, auka félagslega færni og efla sjálfstraust. Einnig er markmið þess að ná til þeirra nemenda sem eru vanvirkir í íþróttum í skólanum, þeirra sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða nýrra íbúa í Reykjavík með erlendan bakgrunn. Aðstandendur þessa verkefnis telja m.a. að ungt fólk ætti að eiga þess kost að stunda fjölbreytta hreyfingu sem því finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þess og getu. Þannig er grunnurinn lagður að lífsháttum sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar og heilsubótar. Kveikjan að verkefninu er rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi.

HrekkjavökuballForeldrafélag Klébergsskóla

Foreldrafélagið stendur fyrir hrekkjavökuballi fyrir börn á Kjalarnesi, bæði í leik- og grunnskólanum og aðstandendur.

Ballið er veglegt og mikil vinna lögð í glæsilegar skreytingar og dagskrá í samvinnu við unglingana í Klébergsskóla. Má þar t.d. nefna ýmiskonar kassa með "hræðilegu" innihaldi sem gestir fá að prófa og giska á. Aðal málið er samt draugahúsið sem foreldrafélagið og unglingarnir útfæra af mikilli snilld en samt með tilliti til mismunandi aldurssamsetningar gestanna. Um kvöldið er síðan ball fyrir unglingana. Þess má geta að á þann viðburð hefur unglingum í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit einnig verið boðið. Hrekkjavökuballið hefur skapað mikla lukku en frumkvæðið kemur frá foreldra-félaginu þó útfærslan sé í mikilli samvinnu foreldra, nemenda og skólans.

4

Page 5: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

FORELDRAVERÐLAUN 2019 |

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Komdu útHeilsuleikskólinn Krókur í Grindavík

Markmið verkefnisins er að stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi foreldrasamstarfi með velferð og vellíðan að leiðarljósi. Unnið er að því að kynna útivist og samveru í náttúrunni sem valkost til að minnka streitu og auka vellíðan fjölskyldunnar. Foreldrum er boðið að taka þátt í útinámi með börnum sínum á skólatíma og gefa þeim hugmyndir að útivist og samveru með börnum sínum í frítímum. Boðið er upp á fræðslu um mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir almenna heilsu og vellíðan. Staðir í nánasta umhverfi bæjarins sem börnunum finnst gaman að heimsækja eru kortlagðir og búin til hugmyndabanki með ýmsu uppbyggjandi og skemmtilegu til að gera saman.

Í mars og apríl var í gangi mánaðar gönguáskorun þar sem gefið var út kort og hug-myndir að gönguleiðum. Einnig voru fyrirlestrar og fræðsla fyrir fjölskyldur. Verkefni sem styður við samveru og útivist barna og fullorðinna.

LestrarvinirVíðistaðaskóli og Hrafnista í Hafnarfirði

Frá því haustið 2014 hefur Víðistaðaskóli við Víðistaðatún verið í samstarfi við Hrafnistu í Hafnarfirði. Deildarstjóri miðstigs og iðjuþjálfi á Hrafnistu sjá um skipulag og utanumhald á verkefninu sem snýr að því að efla og þjálfa lestur. Þátttakendur í verkefninu eru nemendur í 6. bekk og hópur heimilisfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Markmið verkefnisins snýr bæði að lestri og tengslum við nærsamfélagið. Skólinn er oft hjarta byggðarlags og mikilvægt að skólar nýti möguleika sem bjóðast til að tengja saman ólíkar kynslóðir í samfélaginu. Verkefnið felst í því að nemendur í einum árgangi heimsækja Hrafnistu og lesa fyrir heimilisfólkið og fer hver bekkur einu sinni í viku og les bókakafla, ljóð eða námsverkefni að eigin vali fyrir sinn lestrarvin. Þeir sem eru vel læsir lesa meira en þeir sem ekki hafa alveg náð tökum að lestrinum lesa aðeins minna en markmiðið er að allir lesi. Eitt árið var lestrarvinur á Hrafnistu, kennari til margra ára og tók hún á móti nemendum sem ekki höfðu náð tökum á lestrinum og aðstoðaði þau við lestrarnámið. Mikil eftirvænting ríkir ávallt hjá nemendum þegar kemur að því að heimsækja vini sína á Hrafnistu og einnig hjá heimilisfólkinu sem alltaf tekur sérlega vel á móti nemendum.

5

Page 6: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

| HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekkRaddir, félag um vandaðan upplestur og framsögn

Verkefnið hefst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember ár hvert samhliða Stóru upplestrarkeppninni. Nemendur æfa upplestur og framsögn sagna, ljóða, samlestur og talkór út frá efni sem ákveðið er af fulltrúum Radda hverju sinni. Að vori eru síðan upplestrarhátíðir hjá hverjum bekk fyrir sig og er foreldrum og aðstandendum boðið. Nemendur lesa þá upp allir ýmist einir eða í hópum og talkór. Þetta verkefnið er undir-búið í skólanum og heima og er samstarf heimila og skóla.

Markmið verkefnisins er að vekja áhuga á vönduðum upplestri og fá sem flesta til að leggja rækt við lestur sinn. Í Litlu upplestrarkeppninni er hver og einn nemandi að keppa að því að bæta sjálfan sig og gera betur í dag en í gær og allir eru sigurvegarar. Frábært verkefni í alla staði.

Menntabúðir fyrir foreldraSpjaldtölvuteymi Snælandsskóla

Snælandsskóli hefur eins og aðrir skólar í Kópavogi innleitt spjaldtölvur í kennslu. Í tengslum við verkefnið hefur skólinn nú fjórum sinnum staðið fyrir kynningum fyrir foreldra á þeim verkefnum sem nemendur eru að vinna að í tengslum við tækni og sköpun. Það er ein kynning á hverri önn í skólastarfinu.

Í ár hélt skólinn Menntabúðir fyrir foreldra þar sem kennsluráðgjafi ræddi um net-öryggi og netfíkn auk þess sem sett voru upp vinnusvæði þar sem nemendur kynntu Snillismiðju skólans og sýndu foreldrum þau viðfangsefni sem þeir hafa unnið að í vetur. Jafnframt voru kynnt einstök smáforrit og verkefni um sjálfbærni sem unnið er í náttúrufræði á unglingastigi.

Um 100 foreldrar mættu á kynninguna, gengu á milli svæða og fengu að spreyta sig á að búa til tannburstavélmenni, baðbombur og fleira. Þeir voru hvattir til að spyrja nemendur út í verkefnin og fá útskýringar á þeim. Mikil ánægja var með daginn og nutu nemendur þess að fá tækifæri til að sýna færni sína. Það má sjá dagskrá og myndir frá Menntabúðunum á heimasíðu skólans www.snaelandsskoli.is.

6

Page 7: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

FORELDRAVERÐLAUN 2019 |

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Merkingaleikar í LaugarnesskólaaVirpi Jokinen í foreldrafélagi Laugarnesskóla

Merkingaleikarnir fóru þannig fram að foreldrar komu saman og sorteruðu merkta óskilamuni niður á bekki og sáu bekkjarkennarar svo um að koma þeim í réttar hendur. Verkefnið er frábært á svo marga vegu. Þetta er foreldradrifið verkefni þar sem foreldrar vinna saman í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Það sparar peninga að koma óskilamunum á sinn stað, sýnir börnum mikilvægi þess að merkja hlutina sína og er umhverfisvænt þar sem óskilamunirnir væntanlega komast aftur í notkun hjá eigendum sínum og ekki þarf að kaupa nýtt. Þetta verkefni sýnir hvað hægt er að gera þegar foreldrar taka sig til og nýta sitt áhugasvið skólasamfélaginu til góða.

Fjallað var um Merkingaleikana í Landanum.

Samskipti skóla og foreldra/forráðamanna nemenda Menntaskólans við SundGuðfinna Ármannsdóttir

Verkefnið gekk út á að móta og skipuleggja samstarf skólans við foreldra/forráða- menn nemenda Menntaskólans við Sund. Hér er bæði um að ræða formleg samskipti sem og opinn umræðuvettvang um skólastarfið ásamt greiðari upplýsingamiðlun milli aðila. Guðfinna Ármannsdóttir var um árabil formaður Foreldraráðs Menntaskólans við Sund. Hún átti stærstan þátt allra í að koma starfsemi Foreldraráðs Mennta- skólans við Sund á koppinn og gegndi forystuhlutverki þar með miklum sóma um árabil og sýndi bæði mikið frumkvæði og umhyggju fyrir nemendum skólans. Hún sat einnig í nokkur ár sem áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd MS og var verðugur fulltrúi forráðamanna auk þess sem hún stóð fyrir margvíslegri fræðslustarfsemi fyrir foreldra og forráðamenn um skólann, námið, kerfið og þjónustu við nemendur. Auk þess var verkefni tengt aðgerðum gegn brotthvarfi keyrt af stað á hennar vakt en brotthvarf nemenda mælist einna lægst í MS af öllum framhaldsskólum landsins.

7

Page 8: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

| HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Skjátímaverkefni foreldrafélaganna í Breiðholti.

Foreldrafélögin í Breiðholti og skólastjórnendur grunnskólanna í Breiðholti eiga í góðu samstarfi um börnin og grunnskólana í hverfinu. Nýjasta samstarfsverkefni þeirra er skjátímaverkefnið. Það verkefni stækkaði út fyrir Breiðholtið og endaði með því að gagnast öllum heimilum barna og ungmenna í Reykjavík. Markmið verkefnisins er að auka vitund og orðræðu um skjátíma og festa orðin skjátími og skjáhegðun í sessi. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða segul með viðmiðum um skjátíma og gildum sem allir, börn sem fullorðnir ættu að hafa í huga. Hins vegar vefsíðan www.skjatimi.is, þar sem hægt er að fræðast nánar um skjátímaviðmið og fleira. Segullinn var framleiddur í 30 þúsund eintökum á fjórum tungumálum og var honum dreift til allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík. Skjátímaverkefnið sýnir glöggt hversu mikilvægt það er að hafa gott samband og samstarf bæði milli foreldrafélaga og skólastjórnenda innan hvers skóla en einnig hverju hægt er að áorka þegar allt skólasamfélagið innan eins hverfis ákveður að vinna saman.

Árshátíð sem lifirForeldrafélag Klébergsskóla

Foreldrafélag Klébergsskóla ræður kvikmyndaupptökumann sem mætir á árshátíð 1. - 7. bekkjar og tekur upp sýningu sem nemendur standa fyrir. Foreldrum stendur til boða að kaupa sýninguna á DVD/USB fyrir lítinn pening. Þannig stuðlar foreldra- félagið að því að minningarnar varðveitist. Þetta er aðdáunarvert verkefni og gefur árshátíðinni mikið gildi fyrir nemendur og aðstandendur.

Þollóween

Hópur foreldra stóð fyrir veglegri bæjarhátíð í samvinnu við skóla og stofnanir í Þorlákshöfn. Dagskráin samanstóð af viðburðum fyrir bæði börn og fullorðna sem dreifðust á heila viku. Á dagskrá var m.a. „Hrollvekjusýning“ í Frístund og félags- miðstöð, „Skelfileg skrautsmiðja“ í skólanum þar sem allir gátu komið og föndrað, skorið út grasker o.fl., „Ónotaleg sundstund“ í sundlauginni, „Afturganga“, gönguferð með leiðsögn þar sem hinar ýmsu furðuverur spruttu fram, „Grafir og bein“, vasaljósaleit

8

Page 9: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

FORELDRAVERÐLAUN 2019 |

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

fyrir yngstu börnin, „Þollóween ball“ fyrir 7. -10. bekk, „Reimleikar“, draugahús í félagsmiðstöð fyrir 1. - 10. bekk, „Grikk eða gott í Þorlákshöfn“ þar sem íbúar gátu boðið upp á sælgæti fyrir börnin, „Furðufatahlaup“ og „Taugaslakandi jóga“.

Verkefnið var unnið algerlega án styrkja og að frumkvæði þessara foreldra. Verkefnið vakti mikla lukku og unnið var með þemað í kennslu nemenda. Danskennari kenndi hryllingsdans, unnar voru hryllingssögur og margt fleira gert í skólanum. Hópurinn lagði á sig mikla vinnu og náði að skapa samheldni, samvinnu og skemmtun fyrir alla bæjar-búa en sérstaklega börn og fjölskyldur þeirra.

DUGNAÐARFORKUR

Elín Svafa Thoroddsen

Elín Svafa hefur verið virk í foreldrastarfi Álfaborgar í nokkur ár og er nú formaður foreldrafélagsins auk þess að vera áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd Bláskóga-byggðar. Hún sýnir leikskólastarfinu einlægan áhuga og skipuleggur reglulega fundi og viðburði til þess að efla foreldrasamfélagið í leikskólanum með góðum árangri. Mikil ánægja og bjartsýni er með störf hennar og er ljóst að á meðan hún hefur verið að vinna í foreldrafélaginu að aðsókn og jákvæðni hefur aukist til muna gagnvart því mikilvæga starfi sem þar er unnið. Afraksturinn er sá að styrkur foreldrafélagsins, bæði fjárhagslega og félagslega hefur aukist mikið og er það að skila sér í góðum gjöfum til barnanna í leikskólanum.

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík

Hlín heldur úti facebook síðunni ,,Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka“ þar sem hún deilir fjölbreyttu námsefni sem hún hefur gert sjálf. Síðan hefur yfir 8000 fylgjendur úr hópi foreldra, kennara og annars fagfólks. Hlín er sérkennari á yngsta stigi og hefur mikinn metnað fyrir því að koma til móts við alla nemendur með

9

Page 10: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

| HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

skapandi og sjónrænu námsefni, verkefnum og hugmyndum sem eru öllum aðgengi-legar. Með því hefur hún skapað mikilvægan vettvang fyrir foreldra sem hvetur þá til að taka virkari þátt í námi barna sinna og gefur þeim tæki og tól til þess að aðstoða börn sín í námi. Að auki hefur hún ferðast um landið og haldið fyrirlestra fyrir aðra kennara, stuðningsfulltrúa og foreldra um mikilvægi þess að hafa fjölbreytni og sköpun að leiðarljósi í menntakerfinu.

Hulda Björk Svansdóttir

Hulda er móðir drengs með Duchenne heilkenni og hefur sýnt eftirtektaverðan dugnað í samstarfi með skólanum og öðrum foreldrum í þágu sonar síns.

Jolanta Krystyna Brand

Jolanta hefur unnið ötullega að samstarfi bæði við leik- og grunnskóla á Dalvík á síðustu árum. Jolanta vann t.d. að verkefninu Söguskjóður í leikskólanum Krílakoti á Dalvík sem voru tilnefnd til nýsköpunarverðlauna árið 2014 og fengu þar sérstaka viðurkenningu. Verkefnið gekk út á að efla tengsl skóla og foreldra, sérstaklega tengsl við foreldra af erlendum uppruna. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum t.d. með bókasafni Dalvíkurbyggðar s.s. upplestri fyrir börn á pólsku og færnismiðjum sem eru vinnustofur sem byggja á fjölbreyttri jafningjafræðslu. Jolanta hefur verið formaður foreldrafélags Dalvíkurskóla frá hausti 2017 og unnið mjög óeigingjarnt starf í þágu skólans. Hún hefur sýnt gott fordæmi fyrir aðra og eftirtektarvert er hversu viljug Jolanta er að bæta við sig þekkingu og miðla henni til skólans, foreldra og samfélagsins.

Kristjana Jónsdóttir

Kristjana hefur verið virkur meðlimur foreldraráðs Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í nokkur ár en tók við stjórn þess á síðasta ári. Hún er hugmyndarík og skipulögð og hefur blásið miklu lífi í starfið. Haldin var hausthátíð sem heppnaðist einstaklega vel og kom Kristjana bæði að páskabingói og söngleik Víðistaðaskóla í ár. Kristjana hefur ýtt undir samstarf annarra foreldra af miklum dugnaði og er öðrum hvatning í sínu góða starfi.

10

Page 11: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

FORELDRAVERÐLAUN 2019 |

TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019

Marta Kristín Sigurjónsdóttir

Marta Kristín hefur verið í forystu foreldrafélags Hörðuvallaskóla í Kópavogi og driffjöður í öflugu foreldrasamstarfi við skólann frá árinu 2006. Hún hefur átt stóran þátt í að koma á fót virku foreldrarölti í hverfinu sem hefur haldið sér vel í gegnum tíðina og skipt miklu máli í skólahverfinu. Starf Foreldrafélagsins er öflugt og í föstum skorðum undir forystu Mörtu er þar eru fjölmargir fastir viðburðir þar sem foreldrar eru virkjaðir til starfa og er hún alltaf boðin og búin að koma til aðstoðar ef þörf krefur. Einnig hefur Marta verið í fararbroddi að veita jákvæðan þrýsting á skóla og bæjaryfirvöld til að aðstaða hvað varðar húsnæði, lóð og búnað sé alltaf eins góð og frekast er unnt. Störf Mörtu eru ætíð unnin undir jákvæðum formerkjum og hún er einstaklega góð í samskiptum við skóla og foreldra.

Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir

Sigga Þrúða hefur unnið öflugt foreldrastarf við Verkmenntaskóla Austurlands í 6 ár. Hún hefur setið fyrir hönd foreldra í forvarnarteymi VA frá því haustið 2013 og þar hefur Sigga Þrúða unnið virkilega ötult og óeigingjarnt starf öll þessi ár. Hún hefur einnig setið í stjórn foreldrafélags VA og verið dugleg að efla foreldrasamstarf við skólann til dæmis með foreldragæslu á viðburðum á vegum skólans og með því að koma á auknu samtali á milli foreldra. Sigga Þrúða hefur styrkt mjög samstarf foreldra og skóla og staðið fyrir (ásamt samstarfsfólki sínu í foreldrafélaginu og forvarnarteyminu) fyrirlestrum og námskeiðum fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn VA. Sigga Þrúða er dugleg, áhugasöm, ráðagóð og alltaf tilbúin að aðstoða.

Sonja Dröfn Helgadóttir

Sonja hefur 18 ára kennslureynslu og er sérmenntuð í lestrar- og sérkennslu. Hún tekur börn með sérþarfir undir sinn væng og er einstaklega góður lestrarkennari. Hún er áhugasöm og gefur sig alla í starfið auk þess sem hún er dugleg að huga að umbótum til þess að byggja upp gott námssamfélag og sækja sér menntun sem mikill fengur er í fyrir samfélagið á Skagaströnd. Sonja hefur unnið mikið og gott starf gegn einelti í skólanum og stendur þétt við bakið á nemendum sínum og foreldrum þeirra, sér í lagi þeim sem eiga á brattan að sækja.

11

Page 12: TILNEFNINGAR TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2019 · Einnig hefur vinaliðaverkefnið verið sett í gang í skólanum. Rætt er um jákvæða og neikvæða leiðtoga við börnin. Hópur

DÓMNEFND 2019 SKIPA:

Eydís Heiða Njarðardóttir, formaður dómnefndar, Heimili og skóli Anna María Gunnarsdóttir, Kennarasamband ÍslandsGuðni R. Björnsson, forvarnaráðgjafi, FuniIngibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknisRagnheiður Bóasdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytiStefanía Sörheller, ReykjavíkurborgÞóroddur Helgason, fræðslustjóri í Fjarðabyggð

Heimili og skóli þakka dómnefnd vel unnin störf.

Styrktaraðilar Foreldraverðlaunanna 2019

Svansprent með umhverfisvottun

Auðbrekka 12 l 200 Kópavogur l Sími 510 2700 l [email protected]

Svansprent með umhverfisvottun

Auðbrekka 12 l 200 Kópavogur l Sími 510 2700 l [email protected]

Svansprent

Auðbrekka 12 | 200 Kópavogur | Sími 510 2700 | Fax 510 2720 | [email protected] | www.svansprent.is