tíma- og verkáætlun b-hluta vegna undirbúnings og ...við. sjá nánar leiðbeiningar um gerð...

64
R-18010348 Dags. 26. jan. 2018 Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2018-2022 Fasi Verkefni Ábyrgð undirb. og vinnslu Afgreiðsla Tíma og verkáætlun ársins lögð fram í borgarráði FMS Borgarráð 1. feb. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gefin út. Fer til rýningar hjá FMS FMS 21. feb. u Skil B-hluta á drögum að fjárhagsáætlun vegna undirbúnings rammaúthlutunar í A-hluta: Byggðasamlög og fyrirtæki á framlögum sveitarfélaga skila fyrstu drögum að fjárhagsáætlun og mati á útgjaldabreytingum á milli ára B-hluti 11.maí u Forsendur fjárhagsáætlunar: lagðar fram í borgarráði FMS 14.jún Júní Samráðsfundur FMS og B-hluta fyrirtækja. Forsendur fjárhagsáætlunar kynntar, mat á stöðu ytri áhrifaþátta, tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar yfirfarin. Farið yfir skilalíkön og vinnslu. FMS júní /júlí Júní / júlíl u Vinnsla fjárhags- og starfsáætlunar í samræmi við forsendur B-hluti júní-sept. u Skilalíkön: Undirbúningur og skil á líkönum fyrir fjárhagsáætlanir B-hluta fyrirtækja FMS 15.ágú Ágúst Samráðsfundir FMS og B-hluta fyrirtækja. FMS 10. sept.* Fjárhagsáætlun kynnt og afgreidd í stjórnum: Framkvæmdastjórar kynna lokadrög að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun ásamt starfsáætlun og greinargerð fyrir stjórnun. B-hluti Stjórnir fyrirtækja 20.sept.* u Skilafrestur B-hluta fyrirtækja á fjárhagsáætlun á breytilegu verðlagi ásamt starfsáætlun B-hluti 20.sept.* u Samantekt á frumvarpi að fjárhagsáætlun A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar FMS 20. okt. Kynningar: Formenn stjórna og framkvæmdastjórar B - hluta fyrirtækja kynna starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og næstu fimm ára í borgarráði B-hluti 25.-26. okt. u Frumvarp að fjárhagsáætlun lagt fram í borgarráði: Borgarstjóri leggur fram frumvarp að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun fyrir borgarráð ásamt starfsáætlun. Borgarstjóri / borgarráð 25. okt. u Fyrri umræða: Frumvarp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun lagt fram í borgarstjórn Borgarstjórn 6. nóv. Breytingar milli umræðna: Breytingatillögur lagðar fyrir borgarráð Borgarráð Borgarráð 29. nóv.* Síðari umræða: Borgarstjórn afgreiðir frumvarp að fjárhagsáætlun, starfsáætlun og fimm ára áætlun Borgarstjórn Borgarstjórn 4. des. Des. * Miðað er við að dagsetning sé "eigi síðar en" hér. Umræður og afgreiðsla Dagsetn. Undirbúningur fjárhagsáætlunar Undir- búningur Vinnsla fjárhags- og starfsáætlunar September Nóv. Febrúar Október Frágangur og kynningar Fjármálaskrifstofa

Upload: others

Post on 12-Jan-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

R-18010348

Dags. 26. jan. 2018

Tíma- og verkáætlun B-hluta

vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2018-2022

Fasi Verkefni

Ábyrgð

undirb. og

vinnslu

Afgreiðsla

Tíma og verkáætlun ársins lögð fram í borgarráði FMS Borgarráð 1. feb.

Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gefin út. Fer til rýningar hjá FMS FMS 21. feb.

u

Skil B-hluta á drögum að fjárhagsáætlun vegna undirbúnings rammaúthlutunar í A-hluta:

Byggðasamlög og fyrirtæki á framlögum sveitarfélaga skila fyrstu drögum að fjárhagsáætlun og

mati á útgjaldabreytingum á milli ára

B-hluti 11.maí u

Forsendur fjárhagsáætlunar: lagðar fram í borgarráði FMS 14.jún

Jún

í

Samráðsfundur FMS og B-hluta fyrirtækja. Forsendur fjárhagsáætlunar kynntar, mat á stöðu

ytri áhrifaþátta, tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar yfirfarin. Farið yfir skilalíkön og vinnslu. FMS júní /júlí

Jún

í / jú

líl

u Vinnsla fjárhags- og starfsáætlunar í samræmi við forsendur B-hluti júní-sept. u

Skilalíkön: Undirbúningur og skil á líkönum fyrir fjárhagsáætlanir B-hluta fyrirtækja FMS 15.ágú

Ág

úst

Samráðsfundir FMS og B-hluta fyrirtækja. FMS 10. sept.*

Fjárhagsáætlun kynnt og afgreidd í stjórnum: Framkvæmdastjórar kynna lokadrög að

fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun ásamt starfsáætlun og greinargerð fyrir stjórnun. B-hluti

Stjórnir

fyrirtækja20.sept.*

u Skilafrestur B-hluta fyrirtækja á fjárhagsáætlun á breytilegu verðlagi ásamt starfsáætlun B-hluti 20.sept.* u

Samantekt á frumvarpi að fjárhagsáætlun A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar FMS 20. okt.

Kynningar: Formenn stjórna og framkvæmdastjórar B - hluta fyrirtækja kynna starfs- og

fjárhagsáætlun næsta árs og næstu fimm ára í borgarráðiB-hluti 25.-26. okt.

uFrumvarp að fjárhagsáætlun lagt fram í borgarráði: Borgarstjóri leggur fram frumvarp að

fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun fyrir borgarráð ásamt starfsáætlun.

Borgarstjóri /

borgarráð25. okt. u

Fyrri umræða: Frumvarp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun lagt fram í borgarstjórn Borgarstjórn 6. nóv.

Breytingar milli umræðna: Breytingatillögur lagðar fyrir borgarráð Borgarráð Borgarráð 29. nóv.*

Síðari umræða: Borgarstjórn afgreiðir frumvarp að fjárhagsáætlun, starfsáætlun og fimm ára

áætlun Borgarstjórn Borgarstjórn 4. des.

Des

.

* Miðað er við að dagsetning sé "eigi síðar en" hér.

Um

ræð

ur

og

afg

reið

sla

Dagsetn.

Un

dir

nin

gu

r

fjá

rha

gsá

ætl

un

ar

Un

dir

-

nin

gu

r

Vin

nsl

a f

járh

ag

s- o

g

sta

rfsá

ætl

un

ar

Sep

tem

ber

v.F

ebrú

arO

któ

ber

Frá

ga

ng

ur

og

ky

nn

ing

ar

Fjármálaskrifstofa

Page 2: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

.Númer skjals: FMS-STE-001

GoPro númer: R15010267

Skjalalykill: 01.01 Stefnumörkun og skipurit

Útgáfa: 3.0

Útgáfudags.: 29.01.2015

Síðast rýnt: 26.01.2015

Ábyrgðarmaður: Fjármálastjóri

1

FMS-STE-001 Reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg

1. Markmið • Markmið fjármálastjórnunar er að öll svið og stofnanir gæti ýtrustu kostnaðarhagkvæmni í rekstri og ástundi

árangursmiðaða fjármálastjórn. Stefnt er að því að hefja innleiðingu árangursmiðaðrar fjármálastjórnar hjá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga er lögð áhersla á að fagsviðin vinni að gerð samræmdra lykiltalna. Þá tekur við undirbúningur að gerð þjónustumarkmiða og árangursmælikvarða.

• Fjárhagsáætlanagerð skal byggjast á aðferðafræði árangursstjórnunar og aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar.

• Fjárhagsáætlanir skulu gefa glögga mynd af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skal þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir. Við gerð fjárhagsáætlana skal hafa hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarsjóðs og stofnana og fyrirtækja borgarinnar við upphaf áætlunartímabilsins.

• Fimm ára áætlun felur í sér samþykkta stefnumótun borgarstjórnar í hverjum málaflokki. • Fimm ára áætlun, fjárhagsáætlun og starfsáætlun eru mikilvægustu stjórntæki borgarstjórnar til að ná fram

markmiðum sínum. • Fjárhagsáætlun skal unnin þannig að ekki þurfi að breyta henni á rekstrarárinu nema að ófyrirséð atvik kalli

sérstaklega á slíka ákvörðun. Þannig nýtist fjárhagsáætlunin sem öflugt stjórntæki við rekstur borgarinnar.

2. Ábyrgð og verkaskipting • Borgarstjórn fer með æðstu yfirstjórn á fjármálum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Borgarstjórn felur

borgarráði og borgarstjóra ábyrgð á daglegum rekstri borgarinnar. • Borgarráð staðfestir tekjuforsendur og úthlutar fjárhagsrömmum. • Fagráð hafa það meginhlutverk að undirbúa stefnumótun og helstu áherslur borgarstjórnar í málaflokknum. Fagráð

hefur eftirlit með að rekstur sviðsins sé innan fjárhagsáætlunar og í samræmi við markaða stefnu og starfsáætlun. • Borgarstjóri ber ábyrgð á gerð frumvarps að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í samræmi við lög og samþykktir

Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri leggur fram frumvörp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarráði. • Fjármálastjóri fer með undirbúning frumvarpa að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun og hefur yfirumsjón með

fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar, þ.m.t. fjárhagsáætlunargerð. Fjármálastjóri hefur eftirlit með að rekstur sviða sé í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og starfsáætlun og tekur saman og kynnir fyrir borgarstjóra og borgarráði rekstrarupplýsingar og frávikagreiningar með reglubundnum hætti.

• Fagsvið og miðlægar fagskrifstofur gera drög að fjárhagsáætlun og starfsáætlun sem rúmast innan fjárhagsramma og eru í samræmi við stefnumótun borgarstjórnar og áherslur fagráðs í viðkomandi málaflokki.

3. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar Janúar • Samráðsfundur formanna fagráða og lykilstjórnenda vegna greiningar- og undirbúningsvinnu.

o Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar fer yfir gildandi áætlun um stofnframkvæmdir fasteigna, lausafjármuna, gatna og umferðamannvirkja og stöðu hennar.

o Fjármálaskrifstofa tekur saman yfirlit yfir efnahagshorfur samkvæmt þjóðhagsforsendum Hagstofu Íslands miðað við gildandi fimm ára áætlun.

o Kynnt er tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar og fjárfestingaráætlunar.

Page 3: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

2

• Borgarráð felur sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta

árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar • Tíma og verkáætlun ársins lögð fram í borgarráði. • Svið og fagráð hefja vinnu við að rýna og leggja mat á a.m.k. einn þjónustuþátt út frá aðferðafræði kynjaðrar

fjárhagsáætlunargerðar.

Febrúar • Fjármálaskrifstofa skilar formi fyrir greinargerð fagsviða um tækifæri til sparnaðar/hagræðingar, skuldbindingar,

áhættur og tækifæri í málaflokkum ásamt formi fyrir tillögur fagráða um áherslur og forgangsröðun. • VINNUFUNDIR FAGRÁÐA:

o Formenn fagráða og sviðsstjórar undirbúa og skipuleggja vinnufundi fagráða. M.a. undirbúa umræðu um tækifæri til sparnaðar/hagræðingar, skuldbindingar, tækifæri og áhættur og gögn fyrir þarfagreiningu sviðsins vegna fjárfestinga í mannvirkjum, götum, opnum svæðum, áhöldum, tækjum og búnaði.

o Fagráð yfirfara áherslur og forgangsröðun í málaflokknum á grunni gildandi stefnumörkunar og fimm ára áætlunar.

• Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hefur vinnu við fjárfestingaáætlun, sem felur í sér þarfagreiningu vegna þjónustu borgarinnar, greiningu á valkostum og mati á hagkvæmni þeirra.

Mars • Fagráð afgreiða tillögu að áherslum og forgangsröðun í málaflokknum til næstu fimm ára. • Sviðsstjórar skila til Fjármálaskrifstofu greinargerð um tækifæri til sparnaðar/hagræðingar, skuldbindingar, áhættur

og tækifæri í málaflokknum ásamt tillögum fagráða um áherslur og forgangsröðun. • Sviðsstjórar og skrifstofustjórar skila til Fjármálaskrifstofu samantekt yfir allar gjaldskrár sem notaðar eru, þ.m.t.

viðmiðunargjaldskrár. Apríl • Fjármálaskrifstofa skilar launalíkönum til vinnslu á sviðum. • Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar skilar til Fjármálaskrifstofu drögum að fjárfestingaáætlun og valkostum til

næstu fimm ára. o Fjárfestingaáætlun skal fela í sér þarfagreiningu vegna þjónustu borgarinnar til næstu fimm ára, valkostum til

að mæta þeirri þörf og mati á þeim. o Áætlun um fjárfestingu í mannvirkjum (stofnframkvæmd) og búnaði skal innihalda greiningu á áhrifum á

árlegan rekstrarkostnað þegar mannvirki hefur verið tekið í notkun. Kostnaðaráhrif vegna fjárfestinga skulu reiknuð að fullu í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun.

o Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar og Fjármálaskrifstofa skulu í tengslum við gerð fjárfestingaáætlana gera nákvæma og tímasetta áætlun um fjárþörf vegna fjárfestinga.

• Sviðsstjórar kynna fyrir fagráðum niðurstöður á rýningu á þjónustuþáttum út frá aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar og tillögur um aðgerðir. Tillögum sviðsstjóra um ný verkefni skal fylgja greinargerð sem m.a. varpar ljósi á áhrif tillögunnar á kynin og á þá hópa sem mannréttindastefna borgarinnar tekur til bæði út frá hagsmunum þeirra sem veita þjónustu og notenda nema í þeim undantekninga tilvikum þar sem slíkt mat á ekki við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3.

• Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum lykiltölum til að auðvelda ákvarðanatöku pólitískra fulltrúa um forgangsröðun.

Maí • Fundir með fagsviðum til að fara yfir skuldbindingar og tækifæri, forgangsröðun og áherslur. • Borgarráð staðfestir vinnuforsendur um tekjur og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára.

Lagðar eru línur um meðhöndlun innri og ytri gjaldskráa vegna vinnslu fjárhagsáætlunar. • Samráðsfundur borgarstjóra, fjármálaskrifstofu, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og sviðsstjóra vegna

undirbúnings fyrir rammaúthlutun og til að skoða fjárfestingaáætlun og rekstur með tilliti til tækifæra til samstarfs og hagræðingar.

Page 4: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

3

Júní • Fjármálaskrifstofa leggur fram mat á útgjaldaþoli A-hluta til næsta árs og næstu fimm ára. • Borgarráð ákveður forsendur fyrir innri gjaldskrár. • Borgarráð úthlutar fjárhagsrömmum til sviða og skrifstofa og felur þeim að útfæra fjárhagsáætlun næsta árs og

næstu fimm ára á forsendum rammaúthlutunar.1 • Borgarráð felur fagsviðum og skrifstofum hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára. • HÖFÐAFUNDUR um markmið og leiðir:

o Fjármálaskrifstofa tekur saman yfirlit yfir efnahagshorfur samkvæmt þjóðhagsforsendum Hagstofu Íslands og áhrif þeirra á tekjuspá borgarinnar.

• STARFSDAGAR FAGRÁÐA vegna forgangsröðunar. o Gögn og niðurstaða Höfðafundar lögð til grundvallar ásamt fjárhagsrömmum. o Fagráð fjalla um og afgreiða sérstaklega tillögur um aðgerðir vegna kynjasjónarmiða.

• Sviðsstjórar halda áfram vinnu við útfærslu á starfs- og fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára. o Byggt skal á gildandi reglum og samningum Reykjavíkurborgar.2 o Byggt skal á forsendum Fjármálskrifstofu um þróun kjara skv. kjarasamningum. o Byggt skal á forsendum Fjármálskrifstofu varðandi gildandi rammasamninga um innkaup á vörum og þjónustu. o Byggt skal á gjaldskrám vegna innri viðskipta.

Ágúst

• Skrifstofa þjónustu og rekstrar leggur fram yfirlit yfir þjónustu og gjaldskrá fyrir hvert svið sundurliðað eftir kostnaðarstöðum.

• Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar leggur fram lista fyrir hvert svið yfir allar eignir og innri leigu Eignasjóðs. September • Sviðsstjórar kynna lokadrög að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun ásamt starfsáætlun með

þjónustumarkmiðum og árangursmælikvörðum ásamt tillögum að gjaldskrám og greinargerð fyrir fagráðum. Fagráð staðfestir að drög að starfs- og fjárhagsáætlun séu í samræmi við ákvarðanir fagráðs um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum. Afgreiðsla fagráðs þarf að liggja fyrir fyrir skilafrest sviðsstjóra á drögum að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun.

• Sviðsstjórar skila Fjármálaskrifstofu lokadrögum að starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og til næstu fimm ára með þjónustumarkmiðum og árangursmælikvörðum ásamt tillögum að gjaldskrám og greinargerð.

Október • Fjármálaskrifstofa tekur saman áætlun næsta árs og fimm ára áætlun sviða og skrifstofa og skilar samantekt til

borgarstjóra. • Fjármálaskrifstofa leggur fjárhagslegt mat á útgjöld miðað við samantekin drög sviða að fjárhagsáætlun og

mismunandi forsendur um gjaldskrár og ytri forsendur (sviðsmyndagreining). • Fjármálaskrifstofa undirbýr frumvarp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun ásamt greinargerð. • Borgarstjóri leggur fram frumvarp að fjárhagsáætlun næsta árs með starfsáætlun og fimm ára áætlun fyrir

borgarráð ásamt tillögum að gjaldskrám, fasteignagjöldum og útsvari. • Borgarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun til fyrri umræðu borgarstjórnar. • Formenn fagráða og sviðsstjórar kynna starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og til næstu fimm ára í borgarráði. 1 Við úthlutun ramma er byggt á tilgreindum forsendum um hækkun ytri gjaldskráa.

Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert skal innri leiga vegna borgarmannvirkja og framleiga reiknuð upp miðað við forsendur fjárhagsáætlunar um breytingu vísitölu neysluverðs á milli ára. Fjárheimildum fagsviða verði breytt í samræmi við eftirfarandi: - Hækkun/lækkun sem nemur breytingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á milli ára. - Hækkun/lækkun sem nemur mismun áætlaðrar leigu liðins árs og raun. 2 Hér er vísað m.a. í innkaupareglur, kjarasamninga, vinnurétt og reikningsskilareglur.

Page 5: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

4

Nóvember • Fyrri umræða í borgarstjórn um frumvarp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun. • Borgarstjórn afgreiðir tillögur að gjaldskrám, fasteignagjöldum og útsvari. • Borgarstjórn fjallar um frumvarp að fjárhagsáætlun, starfsáætlun og fimm ára áætlun. • Fjármálaskrifstofa rýnir forsendur fjárhagsáætlunar m.v. þjóðhagsspá, frumvarp að fjárlögum og áform um

skattalagabreytingar. • Borgarráð metur hvort tilefni er til að endurskoða frumvarp að fjárhagsáætlun vegna breyttra forsenda

þjóðhagsspár eða annarra atvika. Desember • Borgarstjórn afgreiðir frumvarp að fjárhagsáætlun, starfsáætlun og fimm ára áætlun.

4. Framkvæmd fjárhagsáætlunar 4.1 Árangursmiðuð fjármálastjórn • Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri sviðsins og leitar hagkvæmustu leiða við rekstur þess innan marka fjárheimilda,

starfsáætlunar og stefnumörkunar fagráðs um þjónustu á sviðinu. • Sviðsstjóri skal fylgjast með tækifærum til umbóta í rekstri og hafa frumkvæði að því að innleiða þau til að bæta

þjónustu, auka skilvirkni, stuðla að jafnræði og lækka kostnað. Sviðsstjóri skal leggja fram innkaupaáætlun með fjárhagsáætlun vegna vöru- og þjónustukaupa og leita ráðgjafar hjá innkaupadeild um hagkvæmustu framkvæmd. Sviðsstjóri skal skilgreina og árangursmælikvarða fyrir þjónustu og rekstur á sínu sviði í starfsáætlun.

4.2 Kynjuð fjárhagsáætlunargerð • Komi til þess innan fjárhagsársins að nauðsynlegt þykir að gera breytingu á fjárhagsáætlun hvort sem er til

hækkunar eða lækkunar fjárheimilda s.s. vegna ófyrirséðra aðstæðna eða nýrra verkefna þá skal slíkri tillögu (viðauka) fylgja greinargerð sem m.a. varpar ljósi á áhrif tillögunnar á kynin og þá hópa sem mannréttindastefna borgarinnar tekur til. Í greiningunni skal huga bæði að hagsmunum notenda þjónustu og þeirra sem veita hana nema í þeim undantekninga tilvikum þar sem slíkt mat á ekki við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3.

4.3 Breyttar rekstrarforsendur innan rekstrarársins • Verði verulegar breytingar á rekstrarforsendum innan ársins skal fjármálastjóri meta heildaráhrif á

rekstrarniðurstöðu borgarinnar á grundvelli kostnaðarmats sviða eða sérfræðiskrifstofa og kynna borgarstjóra. • Borgarstjóri getur falið sviðsstjórum og sérfræðingum að gera tillögur til sín um hvernig hægt er að bregðast við

breyttum rekstrarforsendum. Borgarstjóri leggur fram í borgarráði tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun ef þurfa þykir.

• Borgarráð getur heimilað sviðsstjóra að færa fjárheimildir milli kostnaðarstaða innan sama málflokks eins og hann er skilgreindur í reikningsskilareglum sveitarfélaga enda samræmist það stefnumörkun í málaflokknum og lögum. Frekari tilfærslur fjárheimilda þarf að bera undir borgarstjórn.

• Sviðsstjóra er heimilt í samráði við fjármálastjóra að færa fjárheimildir skilgreindra safnliða (endurúthlutun) til undirstofnana, enda samræmist það stefnumörkun í málaflokknum og lögum. Tillaga sviðsstjóra um tilfærslu skal lögð fyrir fjármálastjóra með rökstuðningi. Þessi ráðstöfun skal kynnt í hlutaðeigandi fagráði og borgarráði og skjöluð með viðaukum við fjárhagsáætlun.

4.4 Færsla fjárheimilda á milli ára • Almennt færist rekstrarafgangur á sviði/stofnun á milli ára ef rekja má rekstrarafgang með skýrum hætti til góðrar

fjármálastjórnunar en ekki ytri áhrifavalda, frestunar verkefna, manneklu eða þjónustufalls. Sviðsstjóri gerir tillögur til borgarstjóra um færslu afgangs til ráðsstöfunar í tiltekið skilgreint verkefni. Borgarstjóri leggur fyrir borgarráð tillögu um ráðstöfun afgangs ef verkefnið er í samræmi við stefnumörkun borgarinnar um þjónustu við borgarbúa og ekki komi til að sérstakar fjárhagsástæður borgarsjóðs kalli á annað. Samþykktum afgangi skal ráðstafað innan næstu tveggja rekstrarára og skal áætlað fyrir ráðstöfun afgangs.

Page 6: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

5

• Rekstrarhalli á sviði/stofnun færist sömuleiðis milli ára ef rekja má hann til lakrar fjármálastjórnunar eða ef

sviðsstjóri hefur ekki gert borgarráði tímanlega grein fyrir aðstæðum og gert viðeigandi ráðstafanir. Borgarstjóri leggur fyrir borgarráð tillögu um að slíkur halli verði fluttur á milli ára. Almennt skal miða við að svið/stofnun endurgreiði slíkan halla á tveimur árum og skal áætlað fyrir því hvernig honum skuli mætt.

• Ef rekja má rekstrarhalla til ytri áhrifavalda sem sviðsstjóri hefur gert borgarráði tímanlega grein fyrir og ekki var talin ástæða til eða mögulegt að draga á móti úr kostnaði við starfsemina, færist hann ekki á milli ára.

• Sviðsstjóri setur nánari reglur á sínu sviði um færslu afgangs/halla á grundvelli ofangreindra reglna og gerir grein fyrir þeim í starfsáætlun sviðsins.

5. Eftirlit og árangursmiðuð fjármálastjórn • Borgarstjóri og aðrir stjórnendur í umboði hans bera ábyrgð á daglegum rekstri borgarinnar. • Borgarráð hefur eftirlit með rekstri borgarsjóðs. • Fjármálastjóri skal fylgja eftir fjárhagsáætlun með reglubundnum reikningsskilum og frávikagreiningu.

Fjármálastjóri hefur eftirlit með að rekstur sviða sé í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og starfsáætlun og tekur saman og kynnir fyrir borgarstjóra og borgarráði rekstrarupplýsingar og frávikagreiningar með reglubundnum hætti Fjármálastjóri kynnir borgarstjóra og borgarráði mánaðarlega rekstraryfirlit. Þegar árshlutauppgjör og rekstrarniðurstaða ársins liggja fyrir gerir fjármálastjóri borgarráði grein fyrir rekstri, fjárfestingum og frávikum frá áætlun.

• Fagráð hefur eftirlit með að rekstur sviðsins sé innan fjárhagsáætlunar og í samræmi við markaða stefnu og starfsáætlun. Formenn fagráða og sviðsstjórar kynna 6 mánaða uppgjör og ársuppgjör ásamt helstu lykiltölum og hvernig til tókst að ná þeim árangri sem stefnt var að í starfsáætlun.

• Sviðsstjóri skal a.m.k. einu sinni á ári fara yfir lykiltölugreiningu á rekstri og ræða tækifæri til umbóta á rekstri við stjórnendur á sviðinu, með það að markmiði að bæta þjónustu, auka skilvirkni, stuðla að jafnræði og lækka kostnað. Sviðsstjóri gerir borgarstjóra reglubundið grein fyrir hvernig þjónustumarkmiðum er náð innan ársins og ytri og innri áhrifavöldum á rekstur sviðsins.

• Sviðsstjóri skal reglubundið (mánaðarlega) fylgjast með rekstri sviðsins. Sviðsstjóra ber að bregðast við frávikum sem birtast í mánaðarlegum skýrslum með viðeigandi hætti með það að markmiði að halda rekstrinum innan samþykktrar fjárhagsáætlunar og í samræmi við markmið og áherslur í starfsáætlun ársins.

• Innri endurskoðun leggur mat á virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með áherslu á úrbætur á vinnuferlum og breytingar sem til framfara horfa. Greinargerð Innri endurskoðunar skal lögð fram eigi síðar en við framlagningu ársreiknings.

Samþykkt í borgarráði 29. janúar 2015.

Page 7: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

6

Viðauki 1:

JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁG SEPT OKT NÓV DESSamráðsfundur formanna fagráða og lykilstjórnenda vegna greiningar- og undirbúningsvinnu.

31.jan

Borgarráð felur sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar

31.jan

Tíma og verkáætlun ársins lögð fram í borgarráði 31.janSvið og fagráð hefja vinnu við að rýna og leggja mat á a.m.k. einn þjónustuþátt út frá aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar

31.jan

Fjármálaskrifstofa skilar formi fyrir greinargerð fagsviða um tækifæri til sparnaðar/hagræðingar, skuldbindingar, áhættur og tækifæri og tillögur fagráða um áherslur og forgangsröðun

febrúar

Vinnufundir fagráða febrúarSEA hefur vinnu við fjárfestingaáætlun, sem felur í sér þarfagreiningu vegna þjónustu borgarinnar, greiningu á valkostum og mati á hagkvæmni þeirra

febrúar

Fagráð afgreiða tillögu að áherslum og forgangsröðun í málaflokknum til næstu fimm ára

mars

Sviðsstjórar skila til FMS greinargerð um tækifæri til sparnaðar/hagræðingar, skuldbindingar, áhættur og tækifæri í málaflokknum ásamt tillögum fagráða um áherslur og forgangsröðun.

31.mar

Sviðsstjórar skila til FMS samantekt yfir allar gjaldskrár 31.mar

FMS skilar launalíkönum 25.aprSEA skilar til FMS drögum að fjárfestingaáætlun og valkostum til næstu fimm ára.

15.apr

Sviðsstjórar kynna fyrir fagráðum niðurstöður á rýningu á þjónustuþáttum út frá aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar og tillögur um aðgerðir.

30.apr

Sviðsstjórar skila Fjármálaskrifstofu samræmdum lykiltölum til að auðvelda ákvarðanatöku pólitískra fulltrúa um forgangsröðun

30.apr

Fundir með fagsviðum til að fara yfir skuldbindingar og tækifæri, forgangsröðun og áherslur.

maí

Borgarráð staðfestir vinnuforsendur um tekjur og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára. Lagðar eru línur um meðhöndlun innri og ytri gjaldskráa vegna vinnslu fjárhagsáætlunar.

15.maí

Samráðsfundur borgarstjóra, fjármálaskrifstofu, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og sviðsstjóra vegna undirbúnings fyrir rammaúthlutun og til að skoða fjárfestingaáætlun og rekstur með tilliti til tækifæra til samstarfs og hagræðingar.

31.maí

Fjármálaskrifstofa leggur fram mat á útgjaldaþoli A-hluta til næsta árs og næstu fimm ára.

júní

Borgarráð ákveður forsendur fyrir innri gjaldskrár. júníBorgarráð úthlutar fjárhagsrömmum til sviða og skrifstofa og felur þeim að útfæra fjárhagsáætlun næsta árs og næstu fimm ára á forsendum rammaúthlutunar.

júní

HÖFÐAFUNDUR um markmið og leiðir júníSTARFSDAGAR FAGRÁÐA vegna forgangsröðunar. Fagráð fjalla um og afgreiða tillögur um aðgerðir vegna kynjasjónarmiða

júní

Sviðsstjórar hefja vinnu við útfærslu á starfs- og fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára

júní

Skrifstofa þjónustu og rekstrar leggur fram yfirlit yfir þjónustu og gjaldskrá fyrir hvert svið sundurliðað eftir kostnaðarstöðum.

Ágúst

Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar leggur fram lista fyrir hvert svið yfir allar eignir og innri leigu Eignasjóðs.

Ágúst

Sviðsstjórar kynna lokadrög að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun ásamt starfsáætlun með þjónustumarkmiðum og árangursmælikvörðum ásamt tillögum að gjaldskrám og greinargerð fyrir fagráðum. Fagráð staðfestir að drög að starfs- og fjárhagsáætlun séu í samræmi við ákvarðanir fagráðs um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum. Afgreiðsla fagráðs þarf að liggja fyrir fyrir skilafrest sviðsstjóra á drögum að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun.

10. sept.

Sviðsstjórar skila Fjármálaskrifstofu lokadrögum að starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og til næstu fimm ára með þjónustumarkmiðum og árangursmælikvörðum ásamt tillögum að gjaldskrám og greinargerð.

20. sept.

FMS tekur saman áætlun næsta árs og fimm ára áætlun sviða og skrifstofa og skilar samantekt til borgarstjóra.

Okt.

Fjármálaskrifstofa leggur fjárhagslegt mat á útgjöld miðað við samantekin drög sviða að fjárhagsáætlun og mismunandi forsendur um gjaldskrár og ytri forsendur (sviðsmyndagreining).

Okt.

Formenn fagráða og sviðsstjórar kynna starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs og til næstu fimm ára í borgarráði

Okt.

Borgarstjóri leggur fram frumvarp að fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun fyrir borgarráð ásamt starfsáætlun.

31. okt.

Fyrri umræða í borgarstjórn um frumvarp að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun

Nóv.

Borgarstjórn afgreiðir frumvarp að fjárhagsáætlun, starfsáætlun og fimm ára áætlun

15.des

VERK OG TÍMAÁÆTLUN FJÁRHAGSÁÆTLUNARFERLIS.Dagsetningar miða við hvenær verkþætti skuli lokið

Page 8: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

7

Viðauki 2: Nánar um ábyrgð og verkaskiptingu:

Borgarstjórn

• Ræðir frumvarp að fjárhags- og starfsáætlun við tvær umræður og afgreiðir. • Ræðir frumvarp að fimm ára áætlun við tvær umræður og afgreiðir. • Afgreiðir tillögur frá borgarráði um ákveðnar gjaldskrárbreytingar ss. sorphirðu- og hundaeftirlitsgjöld.

Borgarráð

• Afgreiðir reglur um fjárhagsáætlun. • Ræðir og vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í borgarstjórn og fjallar um breytingartillögur við það milli

umræðna í borgarstjórn. • Ræðir og vísar frumvarpi að fimm ára áætlun til fyrri umræðu í borgarstjórn og fjallar um breytingartillögur við það milli

umræðna í borgarstjórn. • Afgreiðir tillögur um gjaldskrár og breytingar á þjónustu með fjárhagsáætlun. • Afgreiðir starfsáætlanir.

Borgarstjóri

• Ber stjórnsýslulega ábyrgð á undirbúningi fjárhagsáætlunar. • Ber stjórnsýslulega ábyrgð á undirbúningi fimm ára áætlunar um rekstur, framkvæmdir og fjármál. • Leggur fyrir borgarráð tillögur að reglum um fjárhagsáætlun. • Leggur fyrir borgarráð frumvarp að fjárhagsáætlun. • Leggur fyrir borgarráð frumvarp að fimm ára áætlun. • Leggur fyrir borgarráð tillögur að gjaldskrám, fasteignagjöldum og útsvari.

Fagráð

• Hefur það meginhlutverk að undirbúa stefnumótun og helstu áherslur borgarstjórnar í málaflokknum. • Fagráð staðfestir að drög að starfs- og fjárhagsáætlun séu í samræmi við ákvarðanir fagráðs um áherslur og

forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum. • Fagráð hefur eftirlit með því að rekstur sviðsins sé í samræmi við markaða stefnu, fjárhags- og starfsáætlun.

Sviðsstjóri leggur reglubundið fyrir fagráð upplýsingar um rekstur sviðsins. Fagráð getur kallað eftir viðbótarupplýsingum eftir því sem með þarf.

Sviðsstjóri

• Skoðar rekstrarforsendur næsta árs á grundvelli fimm ára áætlunar og metur hvort tilefni sé til að gera tillögur til borgarstjóra um breytingar.

• Gerir drög að fjárhagsáætlun m.v. forsendur fjármálaskrifstofu um áætlað verðlag, launakjör, gjaldskrár og stefnumótun fagráða í samstarfi við fjármálaskrifstofu.

• Kynnir fyrir fagráði tillögur að drögum að frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun, ásamt starfsáætlun. • Kynnir frumvarp að fjárhagsáætlun sviðs og starfsáætlun sviðsins í borgarráði ásamt formanni fagráðs. • Ber ábyrgð á að rekstur sviðsins sé innan fjárheimilda og í samræmi við markaða stefnu og samþykkta starfsáætlun

og gerir grein fyrir rekstrarstöðu sviðsins eftir árshlutauppgjör í fagráði og borgarráði.

Fjármálastjóri

• Fjármálastjóri fer með undirbúningi frumvarpa að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun. • Hefur yfirumsjón með fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð, bókhaldi, fjárreiðum, innheimtum, lánamálum og

reikningsskilum Reykjavíkurborgar. • Hefur eftirlit með að rekstur sviða sé í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og starfsáætlun. • Ber ábyrgð á að taka saman og kynna með reglubundnum hætti rekstrarupplýsingar og frávikagreiningar.

Page 9: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

8

Viðauki 3: Leiðarvísir og gátlisti um jafnréttismat

Samkvæmt reglum um gerð fjárhagsáætlunar ber að gera jafnréttismat á breytingartillögum vegna fjárhagsáætlunar. Breytingartillögu og jafnréttismati á að skila til fjármálaskrifstofu sem yfirfer gögnin og gerir umsögn til borgarráðs.

Þessi leiðarvísir og meðfylgjandi gátlisti á að nýtast við að útfæra jafnréttismat vegna breytingartillögu við fjárhagsáætlun.

Gera þarf jafnréttismat á öllum breytingartillögum við samþykkta fjárhagsáætlun sem fela í sér ný verkefni eða breytt verklag. Ef verið er að leggja fram breytingartillögu um nýja tegund þjónustu eða að leggja niður þjónustu á vegum borgarinnar skal einnig framkvæma slíkt mat. Ekki er gert ráð fyrir að jafnréttismat vegna breytingartillögu sem er tilkomin vegna breyttra ytri forsendna sem kalla á aukna fjárveitingu til þjónustu sem þegar er veitt eða verkefna sem þegar eru í gangi, svo sem ef nemendum í grunnskólum fjölga meira en forsendur fjárhagsáætlunar gerðu ráð fyrir.

Leiðarvísirinn byggir á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Jafnréttismatið er framkvæmt í þremur skrefum:

1) Upphafsgreining 2) Kortlagning 3) Niðurstöður matsins

Upphafsgreining: Í upphafi þarf að greina frá því hver markmiðin með breytingartillögunni eru og að hverjum hún beinist. Greina þarf frá því hvort að tillögunni sé sérstaklega ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna eða draga úr misrétti sem beinist að jaðarskipuðum hópum sbr. mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Ef að tillögunni er að minnsta kosti að hluta ætlað að stuðla að jafnrétti þá skal setja fram jafnréttismarkmið og árangursmælikvarða.

Kortlagning: Þegar kemur að kortlagningu þarf að draga fram kyngreind gögn um þá sem tillagan hefur áhrif á og greina hvort hún stuðli að jafnrétti eða eftir atvikum dragi úr misrétti. Hafa ber í huga að tillaga gæti einnig aukið eða viðhaldið misrétti sem þarf einnig að kortleggja. Sjá nánar í gátlista.

Niðurstöður matsins: Færa þarf rök fyrir því hvort og þá hvernig tillaga stuðlar að jafnrétti. Ef tillagan stuðlar að eða viðheldur misrétti þarf að færa sérstaklega rök fyrir því hvers vegna ætti að samþykkja slíka tillögu. Eins þarf að færa rök fyrir því ef annað kynið eða ákveðinn hópur fólks nýtur meiri ávinnings af tillögunum en aðrir.

Page 10: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

FMS-STE-001

9

Gátlisti sem fylgir jafnréttismatinu til fjármálaskrifstofu:

Þennan gátlista skal fylla út. Jafnréttismat Spurningar Niðurstöður

Upphafsgreining Hvert er markmiðið með tillögunni og að hverjum beinist hún?

Er breytingartillögunni m.a. ætlað að stuðla að jafnrétti?

Kortlagning

Svör við þessum

spurningum varpa ljósi á

niðurstöður matsins.

Er hægt að sýna fram á með kyngreindum gögnum hverjum aðgerðin gagnast? Greina frá því. Skoða þarf m.a. áhrif á fjárhagslega stöðu eða aðgengi að þjónustu. Ef tillögur snúa að styrkjum þarf að skoða hver fær styrkina og hverjum þeir nýtast.

Er hægt að sýna fram á það með gögnum hvort að aðgerðin gagnist sérstaklega hópi sem mannréttindastefnan tekur til? Greina frá því. Skoða þarf m.a. áhrif á fjárhagslega stöðu eða aðgengi að þjónustu. Ef tillögur snúa að styrkjum þarf að skoða hver fær styrkina og hverjum þeir nýtast.

Niðurstöður matsins Stuðlar tillagan að jafnrétti, hvernig?

Ef ekki þarf að færa rök fyrir tillögunni.

Page 11: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

R18010348

11. júlí 2018

Fjármálaskrifstofa

Til borgarráðs

Efni: Forsendur fjárhagsáætlunar 2019 og fimm ára áætlunar 2019-2023

Lagðar eru fram forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og forsendur fimm ára

áætlunar 2019-2023, sem eru samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu frá 1. júní sl. Heildarforsendur

Hagstofuspár má sjá í viðauka.

Tafla 1: Forsendur fjárhagsáætlunar. Þjóðhagsstærðir í magnbreytingum milli ára (%) og vísitölur í breytingum milli

ársmeðaltala (%).

*Breytingar á launavísitölu (nafnlaun) eru ekki birtar í spátöflu þjóðhagsspár Hagstofunnar og eru því reiknaðar út frá spá fyrir

breytingu á vísitölu kaupmáttar launa (raunlaun) og vísitölu neysluverðs.

Að auki eru lagðar fram forsendur fjármálaskrifstofu um þróun vísitölu neysluverðs innan ársins 2018

og 2019, þ.e. á milli ársloka 2017 og 2018 annars vegar og ársloka 2018 og 2019 hins vegar.

Töluvert hefur dregið úr þeim mikla hagvexti (7,5%) sem mældist árið 2016 en á árinu 2017 var

hagvöxtur 3,6% en spáð hafði verið 6% í þjóðhagsspá að sumri það ár. Í spá Hagstofunnar fyrir árið

2018 er gert ráð fyrir áframhaldandi hóflegum 2,9% hagvexti og að hann haldist stöðugur á bilinu 2,5-

2,7% fram til ársins 2023, sem er nálægt langtímameðaltali. Innflutningur vöru og þjónustu vex töluvert

umfram útflutning á árunum 2018-2019 en verður svipaður útflutningi árin eftir það. Einkaneysla hefur

vaxið mikið undanfarin ár einkum vegna mikilla launahækkana og sterkrar stöðu á vinnumarkaði.

Lánsfjármagn á lítinn þátt í þeirri aukningu enda hafa ráðstöfunartekjur aukist mjög mikið. Spáð er

töluverðri aukningu einkaneyslu á árinu 2018 eða sem nemur 5,3% en fljótlega dregur úr henni vegna

horfa um minni umsvif í hagkerfinu þegar líða tekur á spátímann.

Eftir mikinn uppgang í efnahagslífinu á undanförnum árum eru skýrar vísbendingar um að toppi

hagsveiflunnar hafi verið náð og bera spár þess merki að framundan sé meira jafnvægi í hagkerfinu.

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 10,9% á árinu 2017 en í spá Hagstofunnar er gengið nánast

óbreytt. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á genginu á árinu 2018 og út spátímann að árinu 2019

undanskildu, en á því ári er gert ráð fyrir að krónan veikist örlítið eða um 0,3%.

Breytingar milli ársmeðaltala % 2018 2019 2020 2021 2022 2023

Einkaneysla 5,3 3,9 3,1 2,9 2,7 2,5

Samneysla 2,5 2,1 1,9 1,7 1,9 1,9

Fjármunamyndun 3,2 4,9 3,6 1,7 2,2 3,5

Útflutningur vöru og þjónustu 3,4 2,7 2,6 2,6 2,6 2,4

Innflutningur vöru og þjónustu 6,4 5,1 3,0 2,4 2,3 2,5

Verg landsframleiðsla 2,9 2,7 2,7 2,5 2,6 2,5

Vísitala neysluverðs 2,7 2,9 2,7 2,6 2,6 2,5

Gengisvísitala (hækkun = veiking krónu) 0,0 0,3 0,0 0,0 0,0 0,0

Launavísitala* 5,9 6,0 4,4 4,2 4,2 4,1

Forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar

Breyting milli ársloka (%) 2018 2019

Vísitala neysluverðs innan ársins 3,5 2,1

Forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar

Page 12: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

R18010348

11. júlí 2018

Fjármálaskrifstofa

Eftir því sem hægir á í hagkerfinu er gert ráð fyrir að dragi úr spennu á vinnumarkaði. Ef hlutfall

starfandi íbúa á höfuðborgarsvæðinu er skoðað sjást merki um minnkandi spennu á vinnumarkaði en

það hefur farið lækkandi eftir að hafa náð hápunkti síðan fyrir hrun á fyrsta ársfjórðungi árið 2017, en

er þó enn nokkuð yfir langtímameðaltali 2003-2017. Seðlabankinn spáir því að heildarvinnustundir

hagkerfisins aukist um 2,2% á árinu 2018 og einungis um 1,6% árið 2019 og 1% árið 2020 ásamt því að

framleiðsluspenna verði mjög lítil.

Fasteignaverð hefur undanfarna ársfjórðunga tekið að lækka í sumum hverfum á höfuðborgarsvæðinu

en samkvæmt vísitölu íbúðaverðs hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í heild nánast staðið í

stað frá áramótum og einungis hækkað um 0,4% samkvæmt nýjustu tölum. Tólf mánaða hækkun

nemur nú um 5,4%. Að auki hefur töluvert hægst á fjölgun ferðamanna en samkvæmt nýjustu spá Isavia

er gert ráð fyrir að þeim fjölgi um 2,6% á árinu 2018 en í nóvember 2017 hljóðaði spáin upp á 10,9%

aukningu.

Verðbólga fór yfir markmið Seðlabanka Íslands í mars á árinu þegar hún mældist 2,8% eftir að hafa

verið undir markmiði samfleytt í fjögur ár. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hún við markmið, þ.e. 2,5%,

en hjaðnaði þó fljótt aftur niður í 2% í maí. Spá Hagstofunnar gerir þó ráð fyrir að verðbólgan stigi

aðeins yfir markmið á árinu og endi í 2,9% en haldist svo rétt fyrir ofan það í 2,7% árin 2019 og 2020.

Þessi spá er áþekk spá Seðlabankans um verðbólguþróun.

Þrátt fyrir spár um tiltölulega mjúka lendingu eftir mikla uppsveiflu síðustu ára er töluverð áhætta á

vinnumarkaði vegna allra þeirra kjarasamninga sem munu losna í lok árs og á næsta ári. Samkvæmt

vefsíðu Ríkissáttasemjara munu samtals um 80 kjarasamningar losna í desember á árinu og um 150 á

árinu 2019. SALEK-líkan aðila vinnumarkaðarins hefur sætt vaxandi gagnrýni og því ríkir meiri óvissa en

ella um efni og niðurstöður kjarasamningsviðræðna. Miklar launahækkanir umfram aukningu

framleiðni gætu hrundið af stað verðlagshækkunum og veikingu krónunnar. Við slíkar aðstæður má

reikna með vaxtahækkunum til að stemma stigu við aukna verðbólgu. Það eru því líkur á því að það

jafnvægi sem einkennir þjóðhagsspá Hagstofunnar geti raskast verulega.

Vegna þeirra skýru vísbendinga um minnkandi umsvif í hagkerfinu og þeirrar miklu óvissu sem ríkir um

þróun launa, verðlags og gengis er mikilvægt að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2019 og fimm

ára áætlun 2019-2023 geri ráð fyrir hóflegum vexti útgjalda bæði til rekstrar og fjárfestinga. Þannig má

stuðla að stöðugleika í rekstri borgarinnar og mynda svigrúm til þess að mæta mögulegum áföllum.

Birgir Björn Sigurjónsson,

fjármálastjóri

Page 13: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

R18010348

11. júlí 2018

Fjármálaskrifstofa

Viðauki: Þjóðhagsspá Hagstofu frá 1. júní sl.

Breytingar milli ársmeðaltala % 2018 2019 2020 2021 2022 2023

Einkaneysla 5,3 3,9 3,1 2,9 2,7 2,5

Samneysla 2,5 2,1 1,9 1,7 1,9 1,9

Fjármunamyndun 3,2 4,9 3,6 1,7 2,2 3,5

Atvinnuvegafjárfesting -1,9 3,1 1,7 -0,1 3,6 3,9

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 20,9 12,4 8,2 5,4 4,8 3,6

Fjárfesting hins opinbera 14,7 3,6 5,8 4,3 -7,5 1,6

Þjóðarútgjöld, alls 4,2 3,8 2,9 2,4 2,4 2,5

Útflutningur vöru og þjónustu 3,4 2,7 2,6 2,6 2,6 2,4

Innflutningur vöru og þjónustu 6,4 5,1 3 2,4 2,3 2,5

Verg landsframleiðsla 2,9 2,7 2,7 2,5 2,6 2,5

Vöru- og þjónustujöfnuður, % af VLF 2,7 1,9 1,7 1,8 1,9 1,9

Viðskiptajöfnuður, % af VLF 1,8 1,5 1,3 1,2 1,4 1,4

Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð, % af VLF 1,8 1,5 1,3 1,2 1,4 1,4

VLF á verðlagi hvers árs (ma.kr.) 2702 2869 3030 3192 3361 3532

Vísitala neysluverðs 2,7 2,9 2,7 2,6 2,6 2,5

Gengisvísitala 0,0 0,3 0 0 0 0

Raungengi 0,7 0,7 0,6 0,6 0,5 0,3

Atvinnuleysi, % af vinnuafli 2,9 3,3 3,7 3,9 4,0 4,0

Launavísitala* 5,9 6,0 4,4 4,2 4,2 4,1

Alþjóðlegur hagvöxtur 2,5 2,2 1,9 1,8 1,7 1,7

Alþjóðleg verðbólga 1,9 1,9 2,0 2,0 2,1 2,1

Verð útflutts áls 10,8 -1,9 1,0 1,2 1,3 1,3

Olíuverð 25,0 -4,1 0,1 0,6 0,7 0,7

Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. júní sl.

Page 14: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

HK/BBS

R-18010348 1210

20. júlí 2018

1

Fjármálaskrifstofa

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023

Til: Framkvæmdastjóra/forstöðumanna B-hluta fyrirtækja

Reykjavíkurborgar

Efni: Undirbúningur, vinnsla og skil fjárhagsáætlunar 2019 og fimm ára áætlunar 2019-2023

Forsendur fyrir frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 og fimm ára áætlun til ársins

2023 byggja á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. júní sl.

Tafla 1: Forsendur fjárhagsáætlunar. Þjóðhagsstærðir í magnbreytingum milli ára (%) og vísitölur í breytingum milli

ársmeðaltala (%).

*Breytingar á launavísitölu (nafnlaun) eru ekki birtar í spátöflu þjóðhagsspár Hagstofunnar og eru því reiknaðar út frá spá fyrir

breytingu á vísitölu kaupmáttar launa (raunlaun) og vísitölu neysluverðs.

Í meðfylgjandi töflu má einnig sjá forsendur um þróun vísitölu neysluverðs innan ársins 2018 og 2019,

þ.e. milli ársloka 2017 og 2018 og ársloka 2018 og 2019.

Skilafrestur fjárhagsáætlunar er 20. september nk. í samræmi við hjálagða tímaáætlun. Í því felst að

kynning á fjárhagsáætlun hafi farið fram í stjórn félagsins verið samþykkt. Gert er ráð fyrir að

Breytingar milli ársmeðaltala % 2018 2019 2020 2021 2022 2023

Einkaneysla 5,3 3,9 3,1 2,9 2,7 2,5

Samneysla 2,5 2,1 1,9 1,7 1,9 1,9

Fjármunamyndun 3,2 4,9 3,6 1,7 2,2 3,5

Útflutningur vöru og þjónustu 3,4 2,7 2,6 2,6 2,6 2,4

Innflutningur vöru og þjónustu 6,4 5,1 3,0 2,4 2,3 2,5

Verg landsframleiðsla 2,9 2,7 2,7 2,5 2,6 2,5

Vísitala neysluverðs 2,7 2,9 2,7 2,6 2,6 2,5

Gengisvísitala (hækkun = veiking krónu) 0,0 0,3 0,0 0,0 0,0 0,0

Launavísitala* 5,9 6,0 4,4 4,2 4,2 4,1

Forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar

Breyting milli ársloka (%) 2018 2019

Vísitala neysluverðs innan ársins 3,5 2,1

Forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar

Page 15: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

2

samantekið frumvarp að fjárhagsáætlun verði lagt fram í borgarráði 25. okt., borgarstjórn þann 6. nóv.

og afgreitt í síðari umræðu borgarstjórnar þann 4. des.1 Áríðandi er að skilafrestur sé virtur og

fjármálaskrifstofa látin vita ef hætta er á seinkun skilagagna.

Kynningar B-hluta fyrirtækja í borgarráði eru áætlaðar dagana 25.-26. okt.

Þegar fjárhagsáætlun B-hluta fyrirtækis liggur fyrir í drögum er óskað eftir því að framkvæmdastjóri

kynni drög hennar fyrir fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, svo unnt verði að samhæfa hana við

fjárhagsáætlun A-hluta. Gert er ráð fyrir að slík yfirferð verði í septembermánuði.

Framsetning og efni fjárhagsáætlunar skal byggja á þeim leiðbeiningum sem fram koma í bréfi þessu.

Skila skal eftirfarandi gögnum á tölvutæku formi:

I. Fjárhagsáætlun 2019-2023 á föstu verðlagi (grunnmynd fjárhagsáætlunar á verðlagi ársins 2019). Rekstur, efnahagur og sjóðsstreymi, skilað í samræmdu líkani Reykjavíkurborgar. Sjá nánar í viðauka 1.

II. Fjárhagsáætlun 2019-2023 á breytilegu verðlagi, þ.e. grunnmynd fjárhagsáætlunar á breytilegu verðlagi í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar. Sjá nánar í viðauka 1.

III. Milliviðskipti innan samstæðu. Yfirlit yfir tekjur frá fyrirtækjum innan samstæðu Reykjavíkurborgar. Sjá nánar í viðauka 1.

IV. Greinargerð. Stutt samantekt með fjárhagsáætlun 2019-2023, um 3-5 síður. Sjá nánar í viðauka 2.

V. Starfsáætlun (valkvætt).

Fjármálaskrifstofa hefur vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2019-2023 endurbætt skilalíkan B-hluta

fyrirtækja. Stefnt er að því að funda með fulltrúum B-hluta fyrirtækja til þess að fara yfir líkanið eftir

miðjan ágúst og aðstoða við frágang gagna eftir því sem með þarf á vinnslutíma.

Reglur um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar er að finna hjálagt í fylgiskjali.

Allar frekari upplýsingar og aðstoð veita:

Halldóra Káradóttir, skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu, [email protected], sími: 411-3784, GSM: 664-7701.

Þórunn Þórðardóttir, sérfræðingur, [email protected], sími: 411-3786.

Mikilvægt er að fyrirtæki láti vita hafi orðið breytingar á tengiliðum sem bera ábyrgð á að skila fullnægjandi gögnum til fjármálaskrifstofu.

Bestu kveðjur með ósk um velgengni og gott samstarf.

Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir,

fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skrifstofustjóri fjármála

1 Tímaáætlun tekur mið af sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem kveðið er á um að fjárhagsáætlun skuli lögð fram í sveitarstjórn fyrir 1. nóvember ár hvert og afgreidd í borgarstjórn fyrir 15. desember.

Page 16: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

3

Afrit:

Formenn stjórna B-hluta fyrirtækja

Fjármálastjórar B-hluta fyrirtækja

Borgarstjóri

Borgarritari

Formaður borgarráðs

Viðaukar:

Viðauki 1: Vinnsla fjárhagsáætlunar 2019-2023

Viðauki 2: Greinargerð með fjárhagsáætlun 2019-2023

Viðauki 3: Mikilvægir tengiliðir vegna vinnslu fjárhagsáætlunar og greinargerðar

Fylgigögn:

1. Tímaáætlun dags. 26. janúar 2018. 2. Reglur Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar, dags. 1. desember 2015. 3. Forsendur fjárhagsáætlunar 2019-2023.

Eftirtalin gögn verða send í ágúst:

4. [Skapalón (excel skjal) fyrir fjárhagsáætlun 2019-2023 og milliviðskipti]. 5. [Skapalón fyrir greinargerð].

Page 17: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

4

Viðauki 1 – Vinnsla fjárhagsáætlunar 2019 - 2023

Fjárhagsáætlun 2019-2023

Fjárhagsáætlun 2019-2023, ásamt útkomuspá 2018 skal skilað í samræmdu skilalíkani

Reykjavíkurborgar sem kynnt var í fyrra og búið er að einfalda og endurbæta.

Uppfært líkan með nýjum forsendum og leiðbeiningum verður sent fyrirtækjum í lok ágúst.

Hefðbundnar kröfur til skila á gögnum eru eftirfarandi:

Fjárhagsáætlun tímabilsins (2019) sýni rekstrarreikning sundurliðaðan á tekjur, launakostnað,

breytingu lífeyrisskuldbindingar, annan kostnað, afskriftir og fjármagnsliði. Fjárhagsáætlun sýni

áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi. Sjá nánar uppsetningu í skilalíkani.

Fjárhagsáætlun miði við forsendur Reykjavíkurborgar um verðlag, gengi og íbúaþróun.

Áætluninni skal skilað bæði á föstu og breytilegu verðlagi. Í því felst að áætlun á föstu verðlagi skal

gerð á verðlagi ársins 2019 fyrir allt tímabilið 2019-2023, þar sem aðeins koma fram magnbreytingar á

árunum 2020-2023. Áætlun á breytilegu verðlagi taki hins vegar mið af forsendum Reykjavíkurborgar

um áætlaðar breytingar á verðlagi tímabilsins, þ.e. áætlun ársins 2019 verður óbreytt, en áætlanir

áranna 2020-2023 breytast með hliðsjón af forsendum um verðlagsbreytingar.

Milliviðskipti innan samstæðu Reykjavíkur

Yfirliti yfir tekjur fyrirtækisins innan samstæðu Reykjavíkur þarf að fylla út og skila. Yfirlitið verður með

sama sniði og fyrri ár og mun fylgja með í samræmdu skilalíkani, fyrir útkomuspá 2018 og áætlun 2019-

2023, sem sent verður út í ágúst. Nauðsynlegt er að sundurgreina viðskiptin með eins nákvæmum hætti

á fyrirtæki innan samstæðu Reykjavíkurborgar og kostur er.

Hægt er að leita frekari upplýsinga og leiðbeininga hjá sérfræðingum fjármálaskrifstofu, Þórunni

Þórðardóttur, [email protected], s. 411-3786 og Valborgu Ingu Guðsteinsdóttur,

[email protected], s. 411-

Skilafrestur ofangreindra gagna er 20. september 2017.

Page 18: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

5

Viðauki 2 – Greinargerð með fjárhagsáætlun 2019 - 2023

Óskað er eftir því að fyrirtæki skili stuttri greinargerð um 3-5 síður sem birt verður í ritinu „Greinargerð

fagsviða og B-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023“, og lögð fram með

frumvarpi að fjárhagsáætlun 25. október nk. í borgarráði. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin fullvinni þann

hluta sem að þeim lýtur í greinargerðinni.

Eftirfarandi verði tekið til umfjöllunar í greinargerðinni:

Fjárhagsáætlun 2019-2023, samanburður við raun 2017 og útkomuspá/áætlun 2018.

Yfirlit yfir fjölda starfsmanna og heilsársstöðugildi, sundurliðað á helstu rekstrareiningar.

Hlutverk: stutt en greinargóð lýsingu á hlutverki fyrirtækisins.

Megináherslur, forsendur og fjárhagsleg greining: fjallað verði með greinargóðum hætti

heildstætt um frumvarp fyrirtækisins, megináherslur árið 2019 og langtímaáherslur til 2023,

helstu forsendur og fjárhagslegar breytingar frá fyrra ári. Fjallað verði um helstu breytingar á

þjónustu og sérstaka grein skal gera fyrir breytingum sem hafa veruleg áhrif á útgjöld og

þjónustu fyrirtækisins.

Skipting rekstrar: sýnd á myndrænu formi.

Megináherslur einstakra þjónustuþátta (ef við á) og helstu breytingar á milli ára: fjallað verði

um alla helstu þjónustuþætti fyrirtækisins með hnitmiðuðum og greinargóðum hætti, þar sem

fram koma fjárhagslegar breytingar á milli ára og helstu áherslur í þjónustu og rekstri á næsta

ári og til næstu 5 ára.

Byggðasamlög á framlögum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins (Strætó og Slökkvilið

höfuðborgarsvæðisins) skili yfirliti yfir áætluð framlög og skiptingu þeirra á milli sveitarfélaga.

Fjárfestingar: greint verði frá fyrirhuguðum fjárfestingum fyrirtækisins næstu fimm árin og

hver staða þeirra er gagnvart undirbúningi og ákvarðanatöku stjórnar.

Fjárhagsleg staða: greint verði frá fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins, fjallað um helstu kennitölur,

fjárþörf og fyrirhuguðum lántökum.

Lykiltölur og helstu magntölur í rekstri verði birtar með samanburði við fyrri ár.

Með greinargerðinni skulu fylgja myndir á jpg eða tiff formi. Bakgrunnstölur, myndir og töflur sem lýsa

skiptingu fjárhagsáætlunar og rekstrar fylgi með í excel - skjölum.

Greinargerðin skal skilað á tölvutæku formi til ritstjóra greinargerðar. Nýtt skapalón er í undirbúningi

og verður sent í lok ágúst.

Vakin er athygli á því að greinargerðin er unnin og birt á ábyrgð fyrirtækisins er varðar efnislegt innihald

og yfirlestur gagna. Áhersla er lögð á að fyrirmælum sé fylgt um efnistök svo samræmis sé gætt um

framlögð gögn með frumvarpi að fjárhagsáætlun.

Skilafrestur er 20. september 2018.

Greinargerðin skal skilað á tölvutæku formi til Þórunnar Þórðardóttur,

[email protected], s. 411-3786 eða ritstjóra greinargerðar Freyju Barkardóttur,

[email protected], s. 411-3739.

Page 19: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

6

Viðauki 3 – Mikilvægir tengiliðir vegna vinnslu fjárhagsáætlunar og greinargerðar

Hjálagt er að finna yfirlit yfir mikilvæga tengiliði á fjármálaskrifstofu vegna vinnslu fjárhagsáætlunar.

vinsamlegast hafið samband ef einhverjar spurningar vakna um vinnslu og skil gagna.

Helstu tengiliðir við B-hluta fyrirtæki vegna vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar

Nafn Hlutverk Netfang Símanúmer Farsími

Halldóra Káradóttir Ábyrgð og verkefnastjórn [email protected] 411-3784 664-7701

Þórunn Þórðardóttir Samantekt B-hluta og samstæðu [email protected] 411-3786

Valborg Inga Guðsteinsdóttir Samantekt B-hluta og samstæðu [email protected]

Freyja Barkardóttir Ritstjóri greinargerðar [email protected] 411-3739

Page 20: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 21: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 22: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 23: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

Gylfaflöt í maí 2017

Til: Áhugasamra

Frá: BGPH/GSB

Efni: Tilraunaverkefni um plastsöfnun frá heimilum á Seltjarnarnesi

Þróun söfnunar. Verkefnið hófst 30. maí 2016 og á að standa í ár. Staðan var metin í

nóvember 2016 þegar nokkur reynsla komin á söfnunina, sjá greinargerð frá því í desember

2016. Þar kom fram að gæði efnisins voru viðunandi og hlutfall umbúða ámóta því sem gerist

í sérsöfnun Reykjavíkurborgar og í grenndargáma. Við lok verkefnisins var ætlað að bera

árangur þess saman við tilraunaverkefni Kópavogsbæjar ásamt árangri í sérsöfnun plasts, svo

sem í Reykjavík og annars staðar í Evrópu.

Sorphirðubíll af Seltjarnarnesi kemur yfirleitt fimm virka daga (stundum fjóra) í móttöku- og

flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, aðra hverja viku (á móti blátunnusöfnun). Mynd 1 sýnir

lauslega magn í hverjum farmi af plasti sem safnast í annað hvort stóra (120 lítrar, 45 g/stk)

eða litla (30 lítrar, 25 g/stk) sérmerkta söfnunarpoka (úr endurunnu plasti). Þeir eru látnir í

orkutunnuna (gráu tunnuna) ásamt málmum og öðrum úrgangi. Sérmerktu pokarnir eru

flokkaðir frá í MTFS með vélum undir eftirliti starfsmanna og tekur um 20 til 30 mínútur.

Mynd 1 sýnir árangurinn frá upphafi.

Mynd 1. Söfnun af Seltjarnarnesi, magn í kg og fjöldi lítilla og stórra poka.

Söfnun var meiri eftir ármótin (nr. 73 til 108) en fyrir þau (nr. 1 til 72). Marktækur munur er

á meðalsöfnun eftir áramót, 69,0 +/- 21,0 kg í hvert sinn miðað við 55,6 +/- 17,7 kg fyrir

áramót. Öryggisbil á 95% stigi er 3,8 kg sem þýðir að söfnunin skilar meira nú en í upphafi.

0

10

20

30

40

50

60

70

0

20

40

60

80

100

120

140

160

Fjö

ldi p

oka

[st

k]

Pla

st [

kg]

Plastsöfnun á Seltjarnarnesi30.05.2016 - 3.05.2017

Litlir pokar Stórir pokar Plast (kg)

Page 24: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

Svo virðist sem söfnun sé enn að aukast, sjá mynd 2. Í febrúar var söfnuninni „boostað“ á

fésbókarsíðu verkefnisins ásamt aukinni kynningu, m.a. í Nesfréttum, sem gæti skýrt topp á

þeim tíma. Hallatalan er 0,8 kg í hvert sinn, sem er um 1,2%.

Mynd 2. Nokkur aukning er á magni í plastsöfnuninni eftir áramót.

Árangurinn er að söfnun í plastpoka eftir áramót var samtals 2.486 kg og söfnun í

grenndargáma var 920 kg í janúar til mars, sem gæti þýtt um 1.250 kg á tímabilinu öllu. Alls

hafa þá safnast um 3.736 kg á tímabilinu. Uppreiknað á ársgrundvöll fæst um 11,2 tonn

miðað við að alls safnaðist 1.680 kg í grenndargám árið 2015, eða um 6,7 sinnum meira

magn. Á íbúa er það um 2,5 kg og vísbending er um að það haldi áfram að aukast.

Einnig hljóta íbúar á Seltjarnarnesi að skila plasti á endurvinnslustöðina við Ánanaust,

mögulega svipað og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, eða um 2,3 kg á ári. Það plast er með

mun lægra hlutfalli af plastumbúðum og í raun verðlaust. Líklegt er að íbúinn sé meðvitaður

um það því hann nær 80% hlutfalli plastumbúða í pokann í orkutunnunni.

Markmið verkefnisins var að ná að safna 15 kg á íbúa, af um 30 kg, af plasti sem fellur til frá

hverjum íbúa. Samkvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er árangur af

söfnun plasts mjög mismunandi og er að meðaltali 12% í höfuðborgum aðildarlandanna1 og

að í 8 af 28 höfuðborgum er sérsöfnun á plasti við heimili. Miðað við að magn plasts sé 30,9

kg/íbúa/ári eru 12% um 3,6 kg/íbúa miðað við 4,8 kg/íbúa á Seltjarnarnesi nú.

Kostnaður við flokkunina hefur lækkað á kíló vegna meira magns fyrir svipað umstang.

Hann reiknaðist um 9.000 kr á ferð fyrir áramót á um 55 kg af plasti í ferð eða 164 kr/kg

plasts. Nú safnast um 70 kg í ferð sem gefur um 129 kr/kg eða lækkun um 12%.

Endurgreiðsla Úrvinnslusjóðs er 56 kr/kg eða 3.920 kr á ferð sem er um 45%

flokkunarkostnaðar. Ef litið væri á plastflokkunina sem hluta af heildarvinnsluferli blandaða

1 „Assessment of separate collection schemes in the 28 capitals of the EU, EC, 13.11.2015“

37

6875

54

73

45 4151

76

23

53

68

47

91

49

72,567

91

144

77 75 79

5952

69

89

59

7479

84

60

93

7870

88

75

y = 0,8008x + 54,226R² = 0,161

0

20

40

60

80

100

120

140

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36

Pla

st [

kg]

Númer mælingar

Plastsöfnun á Seltjarnarnesi01.01 til 3.05.2017

Page 25: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

úrgangsins (gildir að hluta nú, en að öllu leyti þegar gas- og jarðgerðarstöðin er komin í

gagnið) má draga frá móttökugjald fyrir blandaðan úrgang, nú 17,6 kr/kg. Eftir stendur

kostnaður um 55 kr/kg plasts eða um 3.900 kr/ferð. Ferðir á ársgrundvelli eru um 5x52/2 =

130 ferðir sem gefa heildarkostnað á verkefninu um 500.000 kr.

Samkvæmt athugun verkfræðistofunnar Mannvit má gróflega ætla að vélbúnaður sem hentar

til að vélflokka mikinn meirihluta plasts í pokum frá innihaldi orkutunnunnar geti kostað um

50 Mkr með uppsetningu. Miðað er við að ekki þurfi að breyta neinu í móttöku- og

flokkunarstöð vegna búnaðarins, en hann falli vel að vinnslulínu vegna gas- og

jarðgerðarstöðvar.

Árið 2016 bárust af höfuðborgarsvæðinu frá sorphirðunni 31.536 tonn sem innihald

orkutunnunnar. Ef reiknað er með 7 ára afskriftartíma og 5% rekstrarkostnaði fæst að

kostnaður á kíló er um 50/7/31,5 + 0,05*50/31,5 = 0,23 + 0,08 = 0,31 kr/kg eða hækkun um

0,31/17,6 = 1,8%

Ef magnið sem fer í gegnum vinnsluferilinn minnkar eins og á Seltjarnarnesi um 2,5 kg á íbúa

minnkar það um 540 tonn á ári eða sem jafngildir um 9,5 Mkr eða um 0,3 kr/kg af innihaldi

orkutunnunnar.

Ef endurgreiðsla Úrvinnslusjóðs verður óbreytt fást 56 kr/kg * 540.000 kg = 30,2 Mkr fyrir

plastumbúðirnar eða um 1,0 kr/kg af innihaldi orkutunnunnar.

Ofangreindir útreikningar eru miðaðir við heildarmagn frá öllum sex eigendum SORPU og

breytast í hlutfalli við þátttöku í verkefninu.

Niðurstaðan er því þríþætt:

*aðferðin skilar nú um sjöfalt meira magni af plastumbúðum í farveg efnisendurvinnslu.

*öflugt kynningarstarf og samræmd upplýsingamiðlun er forsenda árangurs.

*setja þarf upp búnað til flokkunar á pokunum sem hluta af móttöku blandaðs heimilisúrgangs

og málma, m.a. vegna eftirspurnar frá öðrum sveitarfélögum.

Lokaorð okkar eru að aðferðin er einföld, hagkvæm, leiðir af sér verulegan

umhverfisávinning og hefur aukna þjónustu við íbúa að leiðarljósi.

Virðingarfyllst,

Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur

Page 26: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

Gylfaflöt í maí 2017

Til: Áhugasamra

Frá: BGPH/GSB

Efni: Tilraunaverkefni um plastsöfnun frá heimilum á Seltjarnarnesi

Þróun söfnunar. Verkefnið hófst 30. maí 2016 og á að standa í ár. Staðan var metin í

nóvember 2016 þegar nokkur reynsla komin á söfnunina, sjá greinargerð frá því í desember

2016. Þar kom fram að gæði efnisins voru viðunandi og hlutfall umbúða ámóta því sem gerist

í sérsöfnun Reykjavíkurborgar og í grenndargáma. Við lok verkefnisins var ætlað að bera

árangur þess saman við tilraunaverkefni Kópavogsbæjar ásamt árangri í sérsöfnun plasts, svo

sem í Reykjavík og annars staðar í Evrópu.

Sorphirðubíll af Seltjarnarnesi kemur yfirleitt fimm virka daga (stundum fjóra) í móttöku- og

flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, aðra hverja viku (á móti blátunnusöfnun). Mynd 1 sýnir

lauslega magn í hverjum farmi af plasti sem safnast í annað hvort stóra (120 lítrar, 45 g/stk)

eða litla (30 lítrar, 25 g/stk) sérmerkta söfnunarpoka (úr endurunnu plasti). Þeir eru látnir í

orkutunnuna (gráu tunnuna) ásamt málmum og öðrum úrgangi. Sérmerktu pokarnir eru

flokkaðir frá í MTFS með vélum undir eftirliti starfsmanna og tekur um 20 til 30 mínútur.

Mynd 1 sýnir árangurinn frá upphafi.

Mynd 1. Söfnun af Seltjarnarnesi, magn í kg og fjöldi lítilla og stórra poka.

Söfnun var meiri eftir ármótin (nr. 73 til 108) en fyrir þau (nr. 1 til 72). Marktækur munur er

á meðalsöfnun eftir áramót, 69,0 +/- 21,0 kg í hvert sinn miðað við 55,6 +/- 17,7 kg fyrir

áramót. Öryggisbil á 95% stigi er 3,8 kg sem þýðir að söfnunin skilar meira nú en í upphafi.

0

10

20

30

40

50

60

70

0

20

40

60

80

100

120

140

160

Fjö

ldi p

oka

[st

k]

Pla

st [

kg]

Plastsöfnun á Seltjarnarnesi30.05.2016 - 3.05.2017

Litlir pokar Stórir pokar Plast (kg)

Page 27: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

Svo virðist sem söfnun sé enn að aukast, sjá mynd 2. Í febrúar var söfnuninni „boostað“ á

fésbókarsíðu verkefnisins ásamt aukinni kynningu, m.a. í Nesfréttum, sem gæti skýrt topp á

þeim tíma. Hallatalan er 0,8 kg í hvert sinn, sem er um 1,2%.

Mynd 2. Nokkur aukning er á magni í plastsöfnuninni eftir áramót.

Árangurinn er að söfnun í plastpoka eftir áramót var samtals 2.486 kg og söfnun í

grenndargáma var 920 kg í janúar til mars, sem gæti þýtt um 1.250 kg á tímabilinu öllu. Alls

hafa þá safnast um 3.736 kg á tímabilinu. Uppreiknað á ársgrundvöll fæst um 11,2 tonn

miðað við að alls safnaðist 1.680 kg í grenndargám árið 2015, eða um 6,7 sinnum meira

magn. Á íbúa er það um 2,5 kg og vísbending er um að það haldi áfram að aukast.

Einnig hljóta íbúar á Seltjarnarnesi að skila plasti á endurvinnslustöðina við Ánanaust,

mögulega svipað og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, eða um 2,3 kg á ári. Það plast er með

mun lægra hlutfalli af plastumbúðum og í raun verðlaust. Líklegt er að íbúinn sé meðvitaður

um það því hann nær 80% hlutfalli plastumbúða í pokann í orkutunnunni.

Markmið verkefnisins var að ná að safna 15 kg á íbúa, af um 30 kg, af plasti sem fellur til frá

hverjum íbúa. Samkvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er árangur af

söfnun plasts mjög mismunandi og er að meðaltali 12% í höfuðborgum aðildarlandanna1 og

að í 8 af 28 höfuðborgum er sérsöfnun á plasti við heimili. Miðað við að magn plasts sé 30,9

kg/íbúa/ári eru 12% um 3,6 kg/íbúa miðað við 4,8 kg/íbúa á Seltjarnarnesi nú.

Kostnaður við flokkunina hefur lækkað á kíló vegna meira magns fyrir svipað umstang.

Hann reiknaðist um 9.000 kr á ferð fyrir áramót á um 55 kg af plasti í ferð eða 164 kr/kg

plasts. Nú safnast um 70 kg í ferð sem gefur um 129 kr/kg eða lækkun um 12%.

Endurgreiðsla Úrvinnslusjóðs er 56 kr/kg eða 3.920 kr á ferð sem er um 45%

flokkunarkostnaðar. Ef litið væri á plastflokkunina sem hluta af heildarvinnsluferli blandaða

1 „Assessment of separate collection schemes in the 28 capitals of the EU, EC, 13.11.2015“

37

6875

54

73

45 4151

76

23

53

68

47

91

49

72,567

91

144

77 75 79

5952

69

89

59

7479

84

60

93

7870

88

75

y = 0,8008x + 54,226R² = 0,161

0

20

40

60

80

100

120

140

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36

Pla

st [

kg]

Númer mælingar

Plastsöfnun á Seltjarnarnesi01.01 til 3.05.2017

Page 28: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum

BGPH/GSB/ bgph

úrgangsins (gildir að hluta nú, en að öllu leyti þegar gas- og jarðgerðarstöðin er komin í

gagnið) má draga frá móttökugjald fyrir blandaðan úrgang, nú 17,6 kr/kg. Eftir stendur

kostnaður um 55 kr/kg plasts eða um 3.900 kr/ferð. Ferðir á ársgrundvelli eru um 5x52/2 =

130 ferðir sem gefa heildarkostnað á verkefninu um 500.000 kr.

Samkvæmt athugun verkfræðistofunnar Mannvit má gróflega ætla að vélbúnaður sem hentar

til að vélflokka mikinn meirihluta plasts í pokum frá innihaldi orkutunnunnar geti kostað um

50 Mkr með uppsetningu. Miðað er við að ekki þurfi að breyta neinu í móttöku- og

flokkunarstöð vegna búnaðarins, en hann falli vel að vinnslulínu vegna gas- og

jarðgerðarstöðvar.

Árið 2016 bárust af höfuðborgarsvæðinu frá sorphirðunni 31.536 tonn sem innihald

orkutunnunnar. Ef reiknað er með 7 ára afskriftartíma og 5% rekstrarkostnaði fæst að

kostnaður á kíló er um 50/7/31,5 + 0,05*50/31,5 = 0,23 + 0,08 = 0,31 kr/kg eða hækkun um

0,31/17,6 = 1,8%

Ef magnið sem fer í gegnum vinnsluferilinn minnkar eins og á Seltjarnarnesi um 2,5 kg á íbúa

minnkar það um 540 tonn á ári eða sem jafngildir um 9,5 Mkr eða um 0,3 kr/kg af innihaldi

orkutunnunnar.

Ef endurgreiðsla Úrvinnslusjóðs verður óbreytt fást 56 kr/kg * 540.000 kg = 30,2 Mkr fyrir

plastumbúðirnar eða um 1,0 kr/kg af innihaldi orkutunnunnar.

Ofangreindir útreikningar eru miðaðir við heildarmagn frá öllum sex eigendum SORPU og

breytast í hlutfalli við þátttöku í verkefninu.

Niðurstaðan er því þríþætt:

*aðferðin skilar nú um sjöfalt meira magni af plastumbúðum í farveg efnisendurvinnslu.

*öflugt kynningarstarf og samræmd upplýsingamiðlun er forsenda árangurs.

*setja þarf upp búnað til flokkunar á pokunum sem hluta af móttöku blandaðs heimilisúrgangs

og málma, m.a. vegna eftirspurnar frá öðrum sveitarfélögum.

Lokaorð okkar eru að aðferðin er einföld, hagkvæm, leiðir af sér verulegan

umhverfisávinning og hefur aukna þjónustu við íbúa að leiðarljósi.

Virðingarfyllst,

Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur

Page 29: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 30: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 31: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 32: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 33: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 34: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 35: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 36: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 37: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 38: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 39: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 40: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 41: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 42: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 43: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 44: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 45: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 46: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 47: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 48: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 49: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 50: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 51: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 52: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 53: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 54: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 55: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 56: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 57: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 58: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 59: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 60: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 61: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 62: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 63: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum
Page 64: Tíma- og verkáætlun B-hluta vegna undirbúnings og ...við. Sjá nánar leiðbeiningar um gerð jafnréttismats í viðauka 3. • Sviðsstjórar skila fjármálaskrifstofu samræmdum