tÍmarit - Öryrkjabandalag Íslands · 6 tÍmarit ÖbÍ mjög á aðstoð og hughreystingu að...

32
TÍMARIT Öryrkjabandalags Íslands Lokaðist inni í verslunarmiðstöð Fór upp á jökul með handafli Allir þurfa að geta tekið þátt! Menn eins og Oddur mega aldrei gleymast 1. tbl. 2011

Upload: others

Post on 16-Sep-2019

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

TÍMARITÖryrkjabandalags Íslands

Lokaðist inni í verslunarmiðstöð

Fór upp á jökul með handafli

Allir þurfa að geta

tekið þátt!

Menn eins og Oddur

mega aldrei gleymast

1. tbl. 2011

2

TÍM

AR

IT Ö

Útgáfuupplýsingar: Ábyrgðarmaður: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, s: 530 6700, www.obi.is Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir • Ritnefnd: Sigrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Einarsson, Sóley Björk Axelsdóttir og Unnur María Sólmundardóttir. Prófarkalestur: Þórný Björk Jakobsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir • Umbrot og hönnun: Auður Björnsdóttir • Ljósmyndir: ýmsir. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing með Fréttablaðinu • Upplag: 92.000 eintök.

Efnisyfirlit

bls. 21

BRYNJA - Hússjóður ÖBÍ og Örtækni flutt í nýtt húsnæði.

bls. 26

Saga Rakelar. Viðtal við Rakel Sveinsdóttur sem slasaðist illa eftir ölvunarakstur.

bls. 28

Ævintýrið í Smáralindinni. Sóley B. Axelsdóttir segir frá því þegar hún lokaðist inni í Smáralindinni á dögunum.

bls. 30

Útgáfa bókar um 50 ára sögu ÖBÍ og sögusýning.

bls. 31

Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands.

bls. 18

Það er ekki hægt að mismuna fólki svona. Viðtal við Maríu Sigmundsdóttur sem fær skertan örorkulífeyri vegna búsetu erlendis.

bls. 22

Úti í Eyjum... Frásögn af sumarferð Blindrafélagsins.

bls. 24

Allir með. Umfjöllun um íþróttir fyrir fatlað fólk.

bls. 3

Ávarp varaformanns Öryrkjabandalags Íslands, Hjördísar Önnu Haraldsdóttur.

bls. 4

50 ára afmælishóf Öryrkjabandalags Íslands 2011.

bls. 8

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands 2011.

bls. 10

Auðvitað þurfa allir að geta tekið þátt. Viðtal við Leif Leifsson.

bls. 13

Órólfur - sögubók fyrir börn um áráttu og þráhyggju.

bls. 14

Verðlaunaafhending vísnasamkeppni ÖBÍ.

bls. 16

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, fjallar um framfærslu öryrkja og fjárlagafrumvarpið.

bls. 6

Verðlaunaafhending úr sjóði Odds Ólafssonar.

3

TÍM

AR

IT Ö

Ávarp

Ágætu lesendur,

Núna stendur yfir 50 ára afmælisár ÖBÍ og í tilefni þess var gerð heimildarmyndin „Eitt samfélag fyrir alla“ sem fjallar um 50 ára sögu ÖBÍ. Í myndinni koma fram einstaklingar sem gegndu lykilhlutverki í bandalaginu og er þetta góð upprifjun og kynning á starfsemi ÖBÍ og mikilvægi þess. Í myndinni kemur vel fram hvernig ÖBÍ hefur þróast og eflst í gegnum tíðina og orðið að því bandalagi sem við þekkjum í dag. Þá er myndin sérstaklega góð söguheimild um allar þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu síðustu 50 ár. Sem betur fer hefur margt farið batnandi þó svo að enn sé langt í land í málefnum fatlaðs fólks.

Það eru allir jafngildir í samfélaginuMargt þarf að breytast til þess að fatlað fólk geti notið sömu mannréttinda og aðrir samfélagsþegnar. Til þess að það verði að raunveruleika þarf að verða vitundarvakning hjá fötluðu fólki um hvað sé fólgið í mannréttindum. Það er eins og fólk sem hefur alist upp við erfið skilyrði, þjónustuskerðingar og dag­legar hindranir geri sér ekki alltaf grein fyrir því að það nýtur ekki sömu lífsgæða og mannréttinda og aðrir í samfélaginu. Það er ekki mannsæmandi að fólk lifi lífinu eins og „annars flokks“ þjóð­félagsþegnar.

Snúum bökum samanEitt besta dæmið um sterkan baráttuvilja er sennilega sjálf­stæðisbarátta Íslendinga. Réttindabarátta kvenna og samkyn­hneigðra er annað dæmi þar sem gömlum hugmyndum og við­horfum var rutt úr vegi. Það er kominn tími til að fatlað fólk snúi bökum saman í sinni réttindabaráttu og krefjist raunverulegs jafnréttis á við aðra Íslendinga.

Notum samning Sameinuðu þjóðannaÞekking um málefni öryrkja og fatlaðs fólks hefur aukist með tilkomu fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Ákveðin viðhorfs­breyting hefur átt sér stað. Viðurkenning á mannauði hjá fötluðu fólki hefur til dæmis verið skref fram á við. Við verðum að vera lausnamiðuð og nýta okkur það sem við höfum í höndunum í baráttunni fyrir jafnrétti. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er eitt sterkasta vopnið sem við getum beitt í dag. Í samningnum er sett fram nákvæm útfærsla á því hvað þarf að gera til þess að almenn mannréttindi séu tryggð fötluðu fólki.

Öryrkjabandalags Íslands

Hjördís Anna Haraldsdóttir, varaformaður ÖBÍ

Ljó

smyn

d: A

rtu

ras

Ku

klis

varaformanns

Efnahagskreppan hefur sett stórt strik í reikninginnEitt mikilvægasta starf Öryrkjabandalagsins í dag er að verja þau réttindi sem þegar eru til staðar. Þá má sérstaklega nefna skerðingu á þjónustu við fatlað fólk en einnig á almennum kjörum þeirra. Ljóst er að niðurskurður er þar sem skórinn þrengir mest að. Kerfið eins og það er í dag tekur ekki tillit til réttinda fatlaðs fólks. Það er ákveðin hugmyndafræði ríkjandi sem gerir ráð fyrir lágmarks þjónustustigi. Lög og reglugerðir í landinu endurspegla þennan hugsunarhátt. Vegna efnahagsástandsins er gráu bætt ofan á svart með því að þrengja túlkun laganna. Þá lenda margir þeirra sem verða fyrir skerðingum í millibils­ástandi á milli lausna A og B. Þetta millibilsástand reynist fólki að sjálfsögðu erfitt en sumir virðast hreinlega ekki komast út úr því og fá lausn á sínum málum, eru því fastir í fátæktargildru.

Þurfum að nútímavæða kerfiðVið þurfum að fara nútímalegri leiðir í því að finna lausnir á málunum. Það er ekki hægt að sauma bót á kerfi sem byggir á gamaldags viðhorfum. Í nútímasamfélagi á ekki að vera til „annars flokks“ stimpill. Það var meiri samhjálp í samfélaginu í gamla daga sem hafði sína kosti en einnig sína anmarka þar sem margir voru háðir því að fá aðstoð eða ölmusu til að komast af. Því var mikilvægum áfanga náð þegar ríkið tók að sér það hlutverk að tryggja velferð allra einstaklinga. Það kerfi sem sjá átti um vel­ferð fatlaðs fólks hefur tekið á sig ýmsar myndir í gegnum tíðina. Það er kominn tími til þess að við stöndum upp og krefjumst þess að kerfið verði nútímavætt í samræmi við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, Mannréttindasáttmála SÞ og aðra samninga sem Ísland hefur skrifað undir. Við sættum okkur ekki lengur við gamaldags kerfi sem byggir á hugsunarhætti um „annars flokks“ þegna.

4

TÍM

AR

IT Ö

4

TÍM

AR

IT Ö

Móttaka hófst klukkan 18 í anddyri hótelsins þar sem tríóið Delizie Italiane lék nokkur lög. Ýmsar myndir og plaköt með einu og öðru úr sögu Öryrkjabandalagsins prýddu veggi og súlur. Sjá mátti myndefni frá ýmsum markverðum viðburðum ÖBÍ, myndir tengdar starfsemi, félags fólki og fleira sögulegt efni.

Mjög mannmargt var í móttökunni og mættu mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir, sem kom skemmtilega á óvart. Margir skoðuðu myndasýninguna og hópar stóðu á spjalli. Heyra mátti á fólki að myndasyrpa þessi væri vel lukkuð. Vel var mætt frá aðildarfélögum bandalagsins sem komu til að fagna þessum tímamótum. Allnokkur þekkt andlit mátti sjá í hópnum, svo sem forseta Íslands, forseta Alþingis, ráðherra og þing menn, enda var ýmsum boðið til afmælis veislunnar úr stjórnsýslu og stjór­nmálum. Nokkrir erlendir gestir frá norrænum samtökum öryrkja voru auk þess mættir á svæðið.

Um 300 gestir sátu við stór kringlótt borð sem fylltu salinn. Boðið var upp á ýmsar góðar veitingar, pinnamat, kaffi og smákökur. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir og fengið sér hressingu hófst dagskráin. Veislustjóri var Steinunn Þóra Árnadóttir.

Fyrstur til að flytja ávarp var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem var mættur til afmælishófsins ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff. Því næst ávarpaði Ögmundur Jónasson ráðherra mannréttindamála samkomuna og á eftir honum talaði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.

Laila Solmunde formaður MBF (Meginfelag teirra Brekaðu), sem eru systursamtök ÖBÍ í Færeyjum, hélt tölu og afhenti ÖBÍ fallegt glerlistaverk að gjöf.

Afmælishóf

50 ára afmælishóf var haldið með pompi og pragt á Hilton Reykjavík Nordica þann

5. maí 2011. Afmælisnefndin sem skipulagði viðburði og fleira tengt 50 ára afmælisárinu

hafði veg og vanda að undirbúningi hófsins.

5

TÍM

AR

IT Ö

5

TÍM

AR

IT Ö

Viðurkenningar voru veittar bæði fyrrverandi formönnum og framkvæmdastjórum fyrir vel unnin störf í þágu ÖBÍ. Þeim var veittur að gjöf listmunur eftir listakonuna Geggu (Helgu Birgisdóttur). Listmunurinn er bátur sem ber nafnið ÖBÍ 50 og í honum eru þrjár skálar. Inni í hverri skál er letrað gildi og skálarnar sýna þannig þrjú gildi sem ÖBÍ stendur fyrir: Jafn­ræði, þátttaka og ábyrgð. Sérstaka heiðursviðurkenningu hlaut Ólöf Ríkarðsdóttir, en hún var einn af frumkvöðlum að stofnun Öryrkjabandalagsins.

Loks var frumsýnd heimildarkvikmyndin Eitt samfélag fyrir alla eftir Pál Kristin Pálsson. Hún fjallar um 50 ára baráttu ÖBÍ fyrir mannréttindum og er sýningartími myndarinnar um ein klukkustund. Páll fylgdi myndinni úr hlaði með nokkrum orðum, sagði frá gerð hennar og undirbúningi, frá söfnun efnis og viðtölum sem hann tók við fólk. Það kom Páli á óvart hversu mikið efni honum barst við söfnunina og ekki síst hið gífurlega magn ljósmynda sem hann hafði úr að velja og kvað hann það hafa verið nokkuð erfitt val. Myndin fékk mjög góðar undir­tektir afmælisgesta. Heyra mátti nefnt hve ljósmyndirnar væru vel felldar inn í myndmálið og að myndin væri jafnvel svolítið húmorísk á köflum. Myndin var síðan sýnd á RÚV í október.

Í lokin voru lesin upp símskeyti sem bárust ÖBÍ í tilefni afmælisins, þar á meðal var persónulegt símskeyti frá Jóhönnu Sigurðardóttur.

Gestir virtust hæstánægðir með afmælisveisluna. Af öðrum atburðum tengdum 50 ára afmælisári ÖBÍ má nefna útgáfu bókar um 50 ára sögu ÖBÍ sem mun koma út 14. nóv ember næstkomandi. Sögu sýning verður opnuð í Ráðhúsinu sama dag. Þann 1. desember verður svo haldin ráðstefna undir yfir­skriftinni „Mannréttindi eða aumingja gæska? Fötlun og örorka í velferðarríkinu Íslandi.“ Þar verða kynntar nýjar rannsóknir um félagslegar, efnahagslegar og pólitískar aðstæður fatlaðs fólks og öryrkja í íslensku samfélagi. Ráðstefnan verður á vegum

Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum og ÖBÍ, bæði í tilefni 50 ára afmælis Öryrkjabandalagsins sem og alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember.

Ritnefnd ÖBÍ

6

TÍM

AR

IT Ö

mjög á aðstoð og hughreystingu að halda. En Oddi dugði ekki bara að hughreysta fólk munnlega, hann lét verkin tala. Hann var einn af stofnendum Sambands íslenskra berklasjúklinga sem enn þann dag í dag lætur verkin tala.

Berklasjúklingar áttu ekki sjö dagana sæla, til dæmis var fólk ákaflega hrætt við að umgangast þá þegar þeir komu af hælinu vegna smithættu. Oddi og fleirum var ljóst að eitthvert millistig varð að vera milli útskriftar af Vífilsstöðum og heimkomu. Þá var gengist í, með frábærri aðstoð allrar þjóðarinnar, að stofna Vinnu­heimilið að Reykjalundi og þangað fóru margir sér til hressingar og heilsubótar. Þar gat fólk gengið að vinnu eftir því sem heilsan leyfði.

Oddur var yfirlæknir á Reykjalundi í mörg ár. Kona hans var Ragnheiður Jóhannesdóttir, öndvegis kona sem studdi mann sinn með ráðum og dáð í þeim umsvifamiklu félags­ og embættisstörfum sem hann vann á sinni löngu ævi. Ragnheiður hefði orðið hundrað ára þann 6. september 2011. Þau Oddur

Þann 26. apríl síðastliðinn voru veittir styrkir úr Sjóði Odds Ólafssonar. Ásgerður Ingimarsdóttir, ritari, flutti eftirfarandi ræðu við afhendingu styrkjanna:

Sjá tíminn hann er fugl sem flýgur hratt Hann flýgur máske úr augsýn þér í kvöld.

Þessi orð úr Rubaiyat eftir Omar Khayyam eiga nokkuð vel við í dag þar sem á tímum annríkis og hraða fennir fljótt í fót­spor jafnvel merkismanna sem unnið hafa þjóð okkar mikið og gott starf. Eins slíks manns minnumst við hér í dag vegna þess að sjóðurinn sem þið fáið nú styrk úr var stofnaður af Hússjóði Öryrkjabandalagsins, Öryrkjabandalagi Íslands og Sambandi ísl­enskra berklasjúklinga til minningar um Odd Ólafsson.

Oddur Ólafsson var fæddur að Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909. Hann óx þar upp við sjóinn og hafði mikinn hug á sjó­mennsku alla tíð. Ævistarf hans varð þó nokkuð annað en sjó­mennska. Hann gekk menntaveginn eins og sagt var og lærði læknisfræði. Hann varð m.a. læknir á Vífilsstöðum og þar kynntist hann svo mörgu fólki sem átti um sárt að binda vegna berklaveiki, að áhugamál hans beindust að þeim sem þurftu svo

Sjóði OddsVerðlaunaafhending úr

Ólafssonar

Styrkþegar, fulltrúi stofnaðila og stjórnarfólk

7

TÍM

AR

IT Ö

7

eignuðust sex börn og eru tveir synir þeirra, þeir Vífill og Ólafur Hergill, með okkur hér í dag.

Ekki dugði bara að útskrifa fólk, það varð að fá vinnu við sitt hæfi og upp reis Múlalundur og síðan Múlabær, dagvistun fyrir aldraða. En ekki var látið þar við sitja. Það er ekki nóg að hafa atvinnu ef menn hafa engan stað til þess að búa á. Öryrkjabandalag Íslands var stofnað 5. maí 1961 og er því 50 ára í ár. Hússjóður bandalagsins var stofnaður 1966 og hóf byggingu húsanna við Hátún.

Þar fengu öryrkjar húsaskjól og var Oddur formaður hússjóðsins frá byrjun og um áratuga skeið. Hann var alls staðar fremstur í flokki og hlífði sér hvergi. Oddur Ólafsson var fyrst og síðast mikill mannvinur. Hann talaði við alla eins og jafningja sína. Það var svo gott að geta sagt við fólk „talaðu við hann Odd um þetta“, vitandi að enginn fór bónleiður til búðar því alltaf mátti ræða málin þó ekki væri kannski hægt að leysa þau hér og nú.

Oddur sat á Alþingi okkar Íslendinga um árabil og kom sínum málum vel fram. Hann var ekki með hávaða og gauragang. Hógværðin fylgdi honum alla tíð en hann var fastur fyrir.

Þegar menn fara að vinna á nýjum vinnustað er það ómetanlegt að kynnast og starfa með góðu fólki. Að vinna með mönnum eins og Oddi er ómetanlegt og ógleymanlegt. Hver dagur verður sunnudagur þó erfiðleikarnir séu oft miklir, aðallega fjár­hagsörðugleikar. Öryrkjabandalagið hafði á árum áður úr litlu fé að spila. Eiginlega skildum við aldrei hvernig hægt var að byggja Hátúnshúsin – þau voru byggð á lánum og bjartsýninni hans Odds á Reykjalundi. Þess ber að geta að þó nokkrir öryrkjar lánuðu sparifé sitt til bygginganna og sýndi það hvern hug þeir báru til verkefnisins.

Og síðan runnu upp bjartari dagar þegar blessað lottóið kom til sögunnar og hækkaði þá hagur strympu að mun. Best af öllu var

að Oddur lifði það að sjá peningavandræðin hverfa og að hægt væri að halda áfram framkvæmdum og betrumbæta svo margt sem aflaga hafði farið.

Við Anna Ingvarsdóttir, sem er með okkur hér í dag, áttum því láni að fagna að vinna áratugum saman við hlið Odds Ólafssonar og við erum menn að meiri fyrir vikið. Við eigum svo ótal margar góðar og skemmtilegar minningar um samveruna með þessum vini okkar og eldhuga.

Menn eins og Oddur mega aldrei gleymast, nafni þeirra og verkum verður að halda á lofti.

Ásgerður Ingimarsdóttir

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr Sjóði Odds Ólafssonar árið 2011:• Helga Jónsdóttir, rannsóknin „Efling heilbrigðis og sjálfs­

umönnunar hjá fólki með langvinna lungnateppu og fjöl­skyldum þeirra“.

• Kristín Guðmundsdóttir, rannsóknin „Snemmtæk íhlutun dreif­býlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga“.

• Magnfríður Sigurðardóttir, rannsóknin „Aðgengi fatlaðra að orlofs­ og sumarhúsum á landsvísu“.

• Margrét Gunnarsdóttir, kostnaður vegna réttinda sem dóm­túlkur og skjalaþýðandi í dönsku.

• Þórarinn Ólafsson ásamt Sigurbergi Kárasyni, Ólafi Baldurssyni og Magnúsi Karli Magnússyni, rannsóknin „Viðbrögð þekju­vefjar lungna við þrýstingsálagi í tengslum við öndunarvéla­meðferð“.

Styrkirnir voru afhentir við smá athöfn í Hátúni 10.

Oddur og Ragnheiður á áttræðisafmæli hans

8

TÍM

AR

IT Ö

8

TÍM

AR

IT Ö

Aðalfundur ÖBÍ 2011 var haldinn á Grand hótel Reykjavík, 22. október síðastliðinn.

• Á fundinum var Guðmundur Magnússon endurkjörinn for­maður bandalagsins til tveggja ára.

• Grétar Pétur Geirsson var endurkjörinn gjaldkeri ÖBÍ til tveggja ára.

• Kosning var um tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Þær Ellen Calmon frá ADHD samtökunum og Klara Geirsdóttir frá Félagi CP á Íslandi voru kosnar til þessara embætta. Þrír varamenn til eins árs voru kjörnir, þau Jórunn Sörensen frá Félagi nýrna­sjúkra, Guðmundur S. Johnsen frá Félagi lesblindra og Frímann Sigurnýasson frá SÍBS.

Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum.

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands vegna yfirfærslu þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.Samþykkt á aðalfundi ÖBÍ 22. október 2011.

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hótel, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um yfirfærslu á þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga sem átti sér stað 1. janúar 2011.

Ljóst er að þeir fyrirvarar sem Öryrkjabandalag Íslands hafði uppi um yfirfærsluna voru allir á rökum reistir. Þrátt fyrir undir­ritun samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir fjórum árum er langt í land að fatlað fólk njóti þeirra mann­réttinda sem því ber samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.

Nægilegt fé hefur ekki fylgt málaflokknum, svo hið svokallaða SIS mat virðist ekki hafa þjónað þeim tilgangi sem því var ætlað, búsetumál hluta fatlaðs fólks eru enn í ólestri, húsaleigubætur hafa ekki fylgt verðlagi um nokkurra ára skeið og verða ráð­stöfunartekjur því sífellt minni hjá fólki sem nú þegar hefur lítið handa í millum. Ekki hefur verið mótaður farvegur fyrir þá aðstoð sem framkvæmdasjóður fatlaðra sinnti og kemur það sér meðal annars mjög illa fyrir hagsmunasamtök og félög fatlaðs fólks.

Öryrkjabandalagið hefur staðið fyrir fundaröð þetta ár og náð þannig að kynnast stöðu mála um allt land. Ljóst er að vilji er fyrir hendi hjá sveitarfélögunum að gera betur í þessum málaflokki og er bandalagið tilbúið að taka þátt í þeirri uppbyggingu á grundvelli mannréttinda og jafnræðis.

Ekkert um okkur án okkar!

Aðalfundur Öryrkjabandalagsins 2011

Hjördís Anna Haraldsdóttir, varaformaður ÖBÍ

9

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012Samþykkt á aðalfundi ÖBÍ 22. október 2011.

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hótel, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um frumvarp til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012.

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 ber með sér að þær réttinda­skerðingar og sá niðurskurður sem hófst í janúar 2009, í því velferðarkerfi sem við búum við, verður ekki bættur að sinni. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og með hliðsjón af þeim alþjóðlegu mannréttindasamningum og sátt­málum sem Ísland er aðili að er kveðið á um að tryggja skuli fólki viðeigandi lífsafkomu, þannig að hægt sé að lifa með reisn. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrum­varpi og skorar ÖBÍ á alþingismenn að endurskoða frumvarpið í ljósi þess. Þrátt fyrir verðlagshækkanir og aukna greiðsluþátttöku fólks í lyfja­ og lækniskostnaði, sjúkraþjálfun, hjálpartækjum o.fl. hefur öllum viðmiðunartölum í félagslega stuðningskerfinu verið haldið óbreyttum frá 2008. Er þar með enn þrengt að öryrkjum og sjúklingum.

Samkvæmt 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkenna aðildarríkin „rétt fatlaðs fólks og fjöl­skyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“.

Viðunandi lífskjör eru sjálfsögð mannréttindi. Við hvetjum ríkis­stjórn sem vill kenna sig við velferð að vinna að samfélagi fyrir alla, með mannréttindi og jafnræði að leiðarljósi.

Ekkert um okkur án okkar!

TÍM

AR

IT Ö

9

10

TÍM

AR

IT Ö

10

TÍM

AR

IT Ö

Leifur Leifsson hlaut Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra nýverið en fyrsta eintak kúlunnar hvert ár er veitt þeim sem þykja framúrskarandi fyrirmyndir í samfélaginu. Hann hefur notað hjólastól frá fæðingu en hefur aldrei látið það hindra sig í að gera allt það sem hann langar til. Leifur hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina til þess að ávinna sér þann heiður að fá Kærleikskúluna og óhætt er að segja að hann fari ótroðnar slóðir.

Tók við Kærleikskúlunni af Yoko OnoFyrsta eintak Kærleikskúlunnar 2011 var afhent Leifi af lista kon ­unni Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykja víkur þann 11. október síðastliðinn. Kærleikskúlan þetta árið ber heitið SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM sem segja má að eigi einkar vel við Leif sem hefur verið ungu fólki mikilvæg fyrirmynd með hugar­fari sínu og athöfnum. Hann segir það mikla viðurkenningu á því sem hann hefur gert að fá Kærleikskúluna en segist þó ekki sjálfur hafa sett athafnir sínar í þetta samhengi. „Ég átta mig bara ekki alveg á því að ég hafi haft einhver áhrif, ég var bara eitthvað að þjösnast áfram og reyna að breyta til, breyta munstrinu.“

Hugarfarið stoppar okkurLeifur er þeirrar skoðunar að það sem hindri fólk fyrst og fremst í því að láta drauma sína rætast sé hugarfarið og hvort það sjái fyrir sér einhverjar hindranir eða ekki. Honum finnst mikil­vægt að fatlað fólk breyti því hvernig það lítur á sjálft sig. „Ef við sjáum ekkert fyrir okkur nema mótlætið eitt, þá er nánast öruggt að við mætum mótlæti. Ef við viljum breyta fordómum, þá verðum við að breyta þeim inná við líka.“ Með því á hann ekki við að samfélagið þurfi ekki að breyta viðhorfi gagnvart fötluðu fólki heldur það, að hann vilji vinna fullum fetum að því sjálfur

Auðvitað þurfa

að gera það sem hann langar til og lífið býður upp á. „Ef ég lít á sjálfan mig sem fórnarlamb, þá er nánast öruggt að aðrir geri það líka“, segir Leifur.

Fékk áhuga á fjallaklifriEitt af mörgu sem Leifur hefur tekið sér fyrir hendur í lífinu er fjallaklifur. Aðspurður að því hvernig honum datt það í hug segir Leifur að unglingastarf sem hann leiðir á vegum Sjálfs­bjargar og Rauða krossins hafi kveikt hjá honum þessa hug­mynd. „Þetta er gamalt unglingastarf og ég var sjálfur í því þegar ég var unglingur. Þá vorum við alltaf að fara eitthvað og gera eitthvað spennandi. Mig langaði svo til að krakkarnir fengju að upplifa eitthvað svipað svo ég hringdi í gamlan félaga, Birgi Frey Birgisson, og spurði hvort við gætum ekki farið í hellaferð með unglingana. Það var mikill undirbúningur og við þurftum að sannfæra marga foreldra. Þetta var hellir sem þurfti að skríða ofan í og svo þurftum við líka að skríða í gegnum lítið op. Eftir þetta fór ég að ræða það við Birgi hvort ég gæti ekki bara farið upp á fjall sjálfur. Þetta var í apríl og hugmyndin óx hratt .“

Margir gáfu tíma sinn og vinnuEftir að hugmyndin um að fara upp á fjall kviknaði snérust hjólin hratt. Leifur fékk menn úr flugbjörgunarsveitinni í lið með sér, einkaþjálfara frá Hreyfingu, verkfræðinga frá Mannviti til að hanna sleða og Jóhann í KM stáli til að smíða sleðann. Hann segir það ómetanlegt hversu margir voru tilbúnir að gefa tíma sinn og vinnu í að aðstoða hann við að gera fjallaferðina að raunveru­leika. „Við vorum bókstaflega að finna upp hjólið á tímabili, sem er að vissu leyti sorglegt því að þessi þekking er einhvers staðar til, ég veit bara ekki hvar. Það þarf að vera miklu meira af þessu tagi í boði fyrir hreyfihamlaða“, segir Leifur.

allirað geta

tekið þátt

Ljó

smyn

d: B

irg

ir F

reyr

Bir

gis

son

Leifur Leifsson

11

TÍM

AR

IT Ö

11

TÍM

AR

IT Ö

Heimildarmyndin Öryrkinn ósigrandiSumarið 2004 gerði Leifur heimildarmynd í samstarfi við Evrópu­sambandið (ESB) sem ber heitið Öryrkinn ósigrandi. Myndin var tilnefnd til verðlauna hjá ESB í verkefnaflokknum „Youth in Action“ sumarið 2005. Myndin fjallar um fatlað fólk í hjólastól og hvað það getur gert þrátt fyrir fötlun sína, sem Leifur segir oft á tíðum vera það sama og ófatlaðir geta gert ef nægur vilji sé fyrir hendi. „Þetta var nú svona til þess að hræra í fólki, nota húmor til að ná til fólks og reyna að sýna fatlað fólk í öðru samhengi en við erum vön að sjá það. Mig langaði til að búa til svona glansmynd af öryrkjanum, svona kaftein disabled“, segir Leifur. Í myndinni er reynt að gera hluti sem fatlað fólk gerir yfirleitt ekki, eins og að fara á mótorhjól og í river rafting. Eitt af því sem Leifur tekur sér fyrir hendur í myndinni er að fara upp á Esjuna. Hann var borinn þangað upp og varð þar með fyrsti maðurinn í hjólastól til að fara upp á Esjuna.

Eflum heilsu landsmanna með hlátriLeifur er meðlimur í svokallaðri Hjólastólasveit en sú sveit saman­stendur af nokkrum aðilum sem hver um sig er með uppistand við ýmis tækifæri. „Sveitin gengur út á að efla heilsu landsmanna með hlátri. Flestir eru í hjólastólum og ein er með tourette. Okkur hefur verið mjög vel tekið þessi þrjú ár sem Hjólastólasveitin hefur verið starfrækt“, segir Leifur.

Heldur fyrirlestra í Háskóla ÍslandsAf og til heldur Leifur fyrirlestra um fordóma og staðalmyndir í Háskóla Íslands (HÍ). Honum finnst sorglegt að ekki skuli vera betra aðgengi að HÍ. „Eins og til dæmis með Háskólatorgið, ég hefði viljað sjá það miklu aðgengilegra fyrir fatlað fólk. Í Odda er líka margt sem betur mætti fara. Þar er til dæmis hálfpartinn

Fór tvisvar á Snæfellsjökul í sumar og stefnir á HvannadalshnjúkLeifur stefndi á að fara upp á Hvannadalshnjúk í fyrrasumar og var í stífu æfingaprógrammi fyrir það. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom hins vegar í veg fyrir að Leifur færi á hnjúkinn. „Það var mjög spælandi að þetta eldgos byrjaði. Við vorum í startholunum og vorum tilbúnir. Svo jókst gosið bara og jókst svo við urðum að slaufa þessu.“ Leifur er samt sem áður staðráðinn í að fara upp á Hvannadalshnjúk og stefnir þangað í apríl eða maí á næsta ári. Hann sat þó ekki með hendur í skauti í sumar heldur dreif hann sig tvisvar upp á Snæfellsjökul. Leifur segir þetta allt vera mikla reynslu. „Maður lærir alltaf af reynslunni. Þetta er auðvitað upp­lifun og spennandi að reyna á þolmörkin. Svo er líka gaman að gera eitthvað sem maður fær hvatningu við. Ef ég fengi enga hvatningu við það sem ég er að gera þá myndi ég örugglega ekki endast í þessu“, segir Leifur.

En hvernig fer Leifur upp á fjall?Hannaður hefur verið og smíðaður sérstakur sleði fyrir Leif. Á sleðanum er tromla með kaðli sem við er bundið akkeri. Leifur leggur af stað á sleðanum við snjólínu. Þar tekur einhver akkerið, gengur með það 250 metra upp fjallið og festir það þar niður. Þá dregur Leifur sig upp á sleðanum með handafli. Akkerið er svo fært aftur 250 metra í viðbót upp fjallið og svo koll af kolli.

Segist aldrei hafa verið mikill íþróttamaðurLeifur segist aldrei hafa verið mikill íþróttamaður og hafi það kannski átt að sporna enn frekar við þessari ferð. Hann var í mjög stífum æfingum í vor og æfði tvisvar á dag, 5 sinnum í viku. „Þetta voru æfingar hjá einkaþjálfara, heimaæfingar, sund og mjög mikið var af axlar­ og bakæfingum. Enda fann ég það svo sem alveg þegar ég var búinn að „hjóla“ mig þarna upp í 12 tíma að þá voru axlirnar orðnar svolítið þreyttar og lítið mátti út af bregða.“

Ljó

smyn

d: Æ

gir

Fre

yr B

irg

isso

n

Ljó

smyn

d: Æ

gir

Fre

yr B

irg

isso

n

Leifur á sleðanum sem hann notar til að fara upp á fjall

12

TÍM

AR

IT Ö

12

TÍM

AR

IT Ö

borin von að komast upp skábrautina því hún er svo brött. Sá sem er blindur getur varla stundað nám í háskólanum, aðgengið að náminu er svo slæmt. Það er alveg sama hversu mikið menn læra í háskólanum, þeir eru alltaf jafn hissa þegar þeir ná utan um þessa hugmynd að það þarf aðgengi fyrir alla. Auðvitað þurfa allir að geta tekið þátt og verið með.“

Á finnska kærustuÍ dag vinnur Leifur sem þjónustufulltrúi hjá þjónustumið­stöð Vesturbæjar og sinnir ýmsum störfum þar. Í frítíma sínum hefur hann mest gaman af, fyrir utan að fara á fjöll, að vera með uppistand og semja raftónlist. Leifur á finnska kærustu sem heitir Minna en þau hafa verið saman í 4 ár. Þau kynntust úti í Austur­ríki þegar þau voru þar stödd í tengslum við evrópuverkefni. Minna er ófötluð og Leifur segir eina stelpuna í uppistandinu lýsa viðhorfi samfélagsins ágætlega þegar hún segir: „Ég á mann og hann er auðvitað fatlaður, því fatlaðir eru auðvitað bara með fötluðum, eins og samkynhneigðir eru með samkynhneigðum, og við skulum ekki fara að breyta út af því.“ Leifur segir það vera einhverja hugsanavillu þegar fólk telji eitthvað skrítið við það að ófatlað og fatlað fólk sé í sambandi.

Fatlaðar stelpur settar í þrefalda bómull Leifur fékk mikla hvatningu í æsku og fékk að gera nokkurn veginn það sem hann vildi. „Mamma var samt alltaf einhvers staðar þarna á bak við að fara á taugum. Ég er sjálfur með unglingastarf og það eru foreldrar sem setja börnin sín í bómull og hleypa engum að. Það má ekkert gera nema það sé einhver listmeðferð. Fatlaðar stelpur eru settar í þrefalda bómull. Svo eru foreldrar sem eiga stráka og það virðist einhvern veginn vera auðveldara að sleppa þeim“, segir Leifur.

Finnst gaman að hræra upp í staðalímyndumLeifur hefur alltaf haft mjög gaman af því að gera eitthvað sem fólk hefur sagt honum að hann geti ekki gert. Með því hrærir hann upp í fólki og staðalímyndum um fatlað fólk. Leifur er kraft­mikill einstaklingur sem er vel að því kominn að hljóta stóra viðurkenningu eins og Kærleikskúluna. Mig langar til þess að enda hér á orðum Leifs sem eiga erindi til okkar allra: „Mér finnst mikilvægt að geta fyrst og fremst sannað fyrir sjálfum mér, en líka öðrum, að ég geti gert það sem mig langar til að gera í lífinu.“

Margrét Rósa Jochumsdóttir

Ljó

smyn

d: Æ

gir

Fre

yr B

irg

isso

n

Leifur á leið upp á Snæfellsjökul

13

TÍM

AR

IT Ö

ÓrólfurSögubók fyrir börn

um áráttu og þráhyggju Kalli getur ekki farið að sofa á kvöldin fyrr en hann hefur gert eitt og annað. Hann lagfærir hár sitt og raðar bókunum á skrifborðinu sínu. Hann spyr mömmu sína spurn inga sem hann veit í raun svörin við. Hann gáir að ljósi undir rúminu sínu sem hann veit vel að er ekki þar, svo gáir hann aftur að því augnabliki síðar. Kalli veit að þessar athafnir eru í raun óþarfar og vill hætta þeim, en þráhugsanir sem gera hann kvíðinn sækja sífellt á hann.

Þegar foreldrum Kalla verður ljóst að hann er haldinn mun meiri áhyggjum og kvíða en börn yfirleitt, fara þau með hann til sér­fræðings. Sá segir þeim að áráttu­ og þráhyggju röskun hrjái Kalla og að hjálp sé að fá.

Bókin fjallar um ungan dreng sem glímir við röskun sem veldur honum erfið leikum í daglegu lífi. Bókinni er ætlað að hjálpa börnum að skilja hvað árátta og þráhyggja er svo þau geti sigrast á vandanum. Höfundurinn, Holly Niner, dregur hér upp einlæga mynd af barni sem lærir aðferðir til að bægja frá sér kvíða, en Holly á sjálf son sem er með þessa röskun. Áráttu­ og þráhyggjuröskun (Obsessive compulsive disorder; OCD) tilheyrir flokki kvíða raskana og er nokkuð algeng. Rannsóknir gefa til kynna að um helmingur þeirra sem eru með Tourette eru einnig haldnir hamlandi kvíða af einhverjum toga.

Órólfur var gefinn út af Tourette­samtökunum á 20 ára afmæli samtakanna í september 2011. Bókin heitir á frum málinu Mr. Worry: A Story about OCD og er ein 40 bóka sem hlaut viður­kenningu IBBY (The International Board on Books for Young People) árið 2005 sem framúr skarandi bók.

Öryrkjabandalag Íslands veitti myndarlegan styrk til útgáfu Órólfs og einnig kom góður styrkur til verkefnisins frá velferðar­ráðuneytinu.

Órólf má panta með því að senda tölvupóst til [email protected] eða hringja í 840­2210. Verð bókarinnar hjá Tourette­sam­tökunum er 1.400 krónur.

14

TÍM

AR

IT Ö

14

TÍM

AR

IT Ö

Um síðustu áramót var brugðið á leik og efnt til vísna-samkeppni á vegum tímarits Öryrkja bandalagsins. Valinkunn skáld, þau Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnar Ingi Aðalsteins son og Þórður Helgason voru fengin til að semja fyrriparta. Skemmst er frá því að segja að botnar streymdu inn og ljóst er að víða leynast hagyrðingarnir meðal vor.

Úrslit vísnasamkeppninnar voru kynnt í 50 ára afmælisriti ÖBÍ á vordögum og fór verðlaunaafhendingin svo fram í Silfursalnum á hótel Borg þann 12. ágúst. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en þau hlutu:

1 sæti Pétur Stefánsson 2 sæti Dagbjörg L. Þorsteinsdóttir 3 sæti Guðmundur Arnfinnsson

Auk þeirra fengu fimm einstaklingar verðlaun fyrir sérlega fram­bærilegan kveðskap: Sigríður Halldórsdóttir, Jón Hermann Karlsson, Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Jón Gíslason og Magnús Geir Guðmundsson.

Óhætt er að segja að léttleiki hafi svifið yfir vötnum við verð­launaafhendinguna en bragarhættir og bundið mál voru að sjálfsögðu efst á baugi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson hélt hnyttna ræðu um kveðskap, tilurð hans og fornsögulegt gildi fyrir nútímamanninn auk þess sem hann fór með nokkrar vísur. Þá

létu verðlaunahafar ekki sitt eftir liggja en Magnús Halldórsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd systur sinnar Sigríðar Hall­dórsdóttur, tók til við söng og kom með því skemmtilega á óvart. Þá fylgdi Jón Hermann Karlsson eftir framlagi sínu til keppninnar með flutningi á ljóði sem hann samdi fyrir mörgum árum undir áhrifum frá Kristjáni frá Djúpalæk.

Vísnasamkeppni ÖBÍDagbjört L. Þorsteinsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Magnús Halldórsson, Jón Hermann Karlsson, Guðmundur Arnfinnsson, Ágústa Gunnarsdóttir og Jón Gíslason

Ljó

smyn

d: B

ára

Snæ

feld

Verðlaunahafar og dómnefnd vísnasamkeppni ásamt ritnefnd ÖBÍ

Ljó

smyn

d: B

ára

Snæ

feld

15

TÍM

AR

IT Ö

TÍM

AR

IT Ö

15Léttleikinn ríkti áfram og sannaðist hið fornkveðna að maður er manns gaman. Það er við hæfi að enda frásögn þessa á orðum Guðmundar Arnfinnssonar sem varpaði fram eftirfarandi vísu um leið og hann tók við viðurkenningunni fyrir 3. sætið:

Sá sem þriðju verðlaun vann vegsemd fagnar hverri en dómnefndin sem heiðrar hann hún er eitthvað verri.

Guðmundur Arnfinnsson

Ritnefnd, dómnefnd, stjórn ÖBÍ og þátttakendur töldu vel hafa tekist til með vísnasamkeppnina. Vilja aðstandendur hennar hér með þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir með von um að þjóðin muni sem lengst iðka sína aldagömlu hefð – vísnagerðina.

Sumir virðast varla munavegna hvers við höldum jól,og æviveginn áfram brunaáttavilltir heims um ból.

Pétur Stefánsson

1 sæti

Stöðugt lengist nöpur nótt,næðir kaldur vindur.Að mér hafa síðan sóttsvefnleysi og kindur.

Dagbjört L. Þorsteinsdóttir

2 sæti

Stöðugt lengist nöpur nótt,næðir kaldur vindur.Stjórnarlið nú lamar sótt,leiðir haltan blindur.

Guðmundur Arnfinnsson

3 sæti

16

TÍM

AR

IT Ö

Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir gerir ráð fyrir enn meiri skerðingum á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við lög. Félagslega stuðningskerfið, sem er engan veginn í takt við raunveruleikann, er jafnframt ekki lagfært. Skjaldborgin sem slá átti utan um heimilin í landinu er ekki til staðar en loforð um hana hefur verið svikið frá því að kreppan skall á. Afstaða stjórnvalda til fólks sem þarf að treysta á velferðarkerfið er algerlega óviðunandi. Greinilegt er að skilning og heildarsýn skortir á aðstæðum fólks með skerta starfsorku og mikinn heilbrigðiskostnað, sökum sjúkdóma eða fötlunar.

Réttur til framfærsluRéttur til framfærslu er bundinn í 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Íslenska ríkið hefur einnig skuldbundið sig til þess að virða þau réttindi sem fram koma í 12. og 13. gr. félagsmálasáttmála Evrópu og 9., 11. og 12. gr. samnings Sam­einuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningar­leg réttindi. Í umræddum greinum er kveðið á um að tryggja skuli fólki viðunandi lífsafkomu þannig að hægt sé að lifa með reisn. Þá hefur Ísland undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í 28. gr. samningsins kemur fram að aðildarríkin viðurkenni rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara. Má þar nefna rétt til viðunandi fæðis, klæða, fullnægjandi húsnæðis og til stöðugt bættra lífskjara. Gert er ráð fyrir að aðildarríkin geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að þessi réttur verði að veruleika án mismununar sakir fötlunar.

Rannsóknir á aðstæðum öryrkjaÞrátt fyrir skýlausan rétt fólks til viðunandi lífskjara sýna rann­sóknir að örorkubætur eru svo lágar að margir öryrkjar búa við mjög erfiðan fjárhag. Rannsókn sem framkvæmd var af Félags­vísindastofnun Háskóla Íslands (HÍ) í samvinnu við Þjóðmála­stofnun varpar ljósi á aðstæður öryrkja. Rannsóknin var fram­kvæmd um það leyti sem bankahrunið átti sér stað, þegar áhrif efnahagskreppunnar var ekki farið að gæta og er hún því sérstaklega áhugaverð. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) lét gera sérstaka samantekt úr niðurstöðunum og fékk Guðrúnu Hannesdóttur félagsfræðing til verksins. Skýrsla með þeim niður­stöðum var gefin út í október 2010 undir yfirskriftinni Lífskjör og hagir öryrkja. Í skýrslunni kemur fram að margir öryrkjar búa við kröpp kjör. Um helmingur svarenda var ósáttur við fjárhagslega afkomu sína og hafði átt í erfiðleikum með að ná endum saman á þeim 12 mánuðum sem skoðaðir voru í könnuninni.

Önnur rannsókn, undir yfirskriftinni Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja, sýndi fram á að hópur öryrkja er fátækur eða býr við mörk fátæktar. Sú rannsókn var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við HÍ í samstarfi við ÖBÍ í tilefni af „Evrópuári 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun“. Í niðurstöðum kemur m.a. fram að margir öryrkjar eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér og á nokkur hópur fólks ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum síðasta hluta mánaðarins. Sá hópur öryrkja sem er verst staddur fjárhagslega eru einstæðir foreldrar. Þá kemur fram að flestir öryrkjar eiga það sameiginlegt að búa við erfiðar fjárhagslegar og félagslegar aðstæður, fordóma og neikvæða umræðu þar sem litið er á þá sem byrði á samfélaginu. Svo virðist

öryrkja og fjárlagafrumvarpiðFramfærsla

Ljó

smyn

d: B

jörn

Erl

ing

sso

n

17

TÍM

AR

IT Ö

sem það teljist eðlilegt að öryrkjar búi við erfiðar aðstæður sem þjóðfélagshópur á útjaðri samfélagsins.

Nýjasta rannsóknin sem staðfestir ofangreindar niðurstöður hvað varðar framfærslu er úttekt, sem gerð var að beiðni velferðarráðu­neytisins. Úttektin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun HÍ í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rann­sóknasetur í fötlunarfræðum. Um er að ræða úttekt á aðstæðum fatlaðs fólks í tengslum við flutning á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga sem átti sér stað um síðustu áramót. Úttektin hófst í lok árs 2010 og lauk í apríl á þessu ári. Niðurstöður sýna að yfir 90% svarenda höfðu 200 þúsund kr. eða minna í ráðstöfunar­tekjur á mánuði. Rúmlega fimmtungur úr hópi fullorðinna sögðust ekki hafa átt fyrir mat einhvern tíma á síðasta ári.

Þessar rannsóknarniðurstöður staðfesta, það sem lengi hefur verið vitað, að aðstæður margra öryrkja eru slæmar og voru það einnig fyrir bankahrun. Staðan hefur síður en svo batnað í kreppunni með meiri skerðingum og aukinni kostnaðarþátt­töku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er gert ráð fyrir að skerða kjör öryrkja enn frekar í fjárlagafrum­varpi ársins 2012.

Endurteknar skerðingar frá bankahruniVert er að minnast þess að lífeyrisþegar urðu fyrstir fyrir skerðingum eftir bankahrun, þegar lög um ráðstafanir í ríkis­fjármálum voru samþykkt á Alþingi 29. júní 2009 og tóku gildi 2 dögum síðar. Lögin fólu í sér auknar tekjutengingar þannig að bætur almannatrygginga skertust meira og fyrr en áður. Í fyrsta sinn í sögunni tóku greiðslur úr lífeyrissjóðum að skerða grunnlíf­eyri og einnig bótaflokkinn aldurstengda örorkuuppbót. Margir elli­ og örorkulífeyrisþegar urðu þarna fyrir umtalsverðum skerðingum á tekjum með nánast engum fyrirvara. Dæmi voru um lækkun sem var meiri en hátekjuskatturinn, sem lagður var á launafólk nokkrum mánuðum síðar. Þessi breyting hafði einnig þær afleiðingar í för með sér að margir misstu ákveðin rétt­indi sem tengjast þessum bótaflokkum eins og niðurgreiðslu á kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, tannlækninga, iðjuþjálfunar og fleira. Síðan þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað í samræmi við lög. Samkvæmt 69. gr. almannatryggingalaga eiga bætur að hækka árlega og taka mið af launaþróun en hækka aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi lagagrein var sett til að verja fólk gegn aðstæðum eins og þeim sem skapast hafa í kreppunni. Þessi lög hafa verið tekin úr sam­bandi á hverju ári eftir bankahrun með því að frysta bætur eða hækka að einhverju leyti, en þó ekki eins og almannatrygg­ingalögin kveða á um.

Aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinuSamhliða skertum bótum hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna síðustu ár svo sem vegna læknisheimsókna, rannsókna, þjálfunar, lyfja og hjálpartækja. Sem dæmi hefur kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna ýmissa hjálpartækja aukist þar sem Sjúkratryggingastofnun Íslands greiðir í mörgum tilvikum ákveðna prósentu af heildarverði hjálpartækja eða fastar upphæðir sem hafa lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir hækkun verðlags sem skýrist meðal annars af veikingu krónunnar. Dæmi eru um að erfitt sé að fá samþykki fyrir nýjum hjálpartækjum og/eða löng bið sé eftir þeim. Einnig hefur dregið úr kostnaðarþátttöku ríkisins í hjálpartækjum með breytingum á reglugerðum. Dæmi eru um hjálpartæki sem

ríkið tekur ekki lengur þátt í að greiða og þarf fólk þá sjálft að bera allan kostnað við kaup á þeim. Félagslega stuðningsnetið hefur einnig verið skert á þann hátt að viðmið hafa ekki hækkað síðustu ár. Því er mun erfiðara en áður fyrir sjúklinga að sækja um endurgreiðslur í félagslega kerfinu ef heilbrigðiskostnaður er mjög hár miðað við þær tekjur sem fólk er með.

Mikið álag hjá ráðgjöfum ÖBÍÁlag hefur aukist mikið frá bankahruni hjá ráðgjöfum ÖBÍ þar sem margir öryrkjar eiga erfitt með að framfleyta sér og málin eru oft flóknari og erfiðari viðureignar en áður. Stöðugar breytingar á almannatryggingakerfinu, réttindum í heilbrigðiskerfinu og auknar tekjutengingar, gera fólki erfitt fyrir að fylgjast með réttindum sínum og að gera fjárhagsáætlun fram í tímann. Þá túlkar Tryggingastofnun Íslands lög og reglugerðir mun þrengra en áður. Sem dæmi hefur kærumálum til Úrskurðarnefndar almannatrygginga (ÚRAL) fjölgað úr 334 málum árið 2007 í 535 mál árið 2010. Þessi fjölgun kærumála eykur álag í kerfinu, þar sem mikil vinna er í tengslum við hvert mál. Af þeim sökum hefur þurft að fjölga starfsfólki hjá ÚRAL til þess að unnt sé að sinna öllum þeim kærum sem berast. Þrátt fyrir það er löng bið eftir úrskurðum og hefur biðin lengst eftir að kreppan skall á.

Fjárlagafrumvarpinu þarf að breytaÖryrkjar nutu ekki góðærisins og eiga því erfiðara um vik að taka á sig kreppu og kjaraskerðingar. Fyrrnefndar rannsóknir sýna óyggjandi fram á núverandi stöðu öryrkja, þegar þrjú ár eru liðin frá bankahruni. Öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum en var lofað að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála. ÖBÍ gerir kröfu um að stjórnvöld geri verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að treysta á velferðarkerfið, enda ber að forgangsraða í þágu þeirra ef ekki verður komist hjá niður­skurði.

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ

Ljó

smyn

d: B

jörn

Erl

ing

sso

n

18

TÍM

AR

IT Ö

Til ÖBÍ hafa á síðustu mánuðum leitað sífellt fleiri öryrkjar sem fá skertan örorkulífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) vegna búsetu erlendis. Annað hvort hefur örorkulífeyrir þeirra verið skertur við fyrsta örorku- eða endurhæfingar mat eða vegna lækkunar („leiðréttingar”) á búsetuhlutfalli þeirra við endurmat. Í þessari grein er sérstaklega horft til Norðurlandanna þar sem fólks-flutningar milli Íslands og hinna Norðurlandanna eru mjög tíðir samanborið við önnur lönd.

En hver er staða fólks sem hefur búið erlendis vegna náms og/eða vinnu og verður óvinnufært vegna veikinda eða slysa eftir að hafa flutt aftur til Íslands? Í dag er staðan sú að á meðan örorku­lífeyrisþegar með fullt örorkumat frá TR bíða eftir örorkumati frá viðkomandi landi fá þeir skertar örorkubætur frá TR sökum fyrrum búsetu í öðru landi. Umsóknarferli getur tekið langan tíma, jafnvel nokkur ár.

María Sigmundsdóttir er ein þeirra sem lent hafa í þessari stöðu. Hún féllst á að segja sögu sína því henni finnst mikilvægt að vekja athygli á þessum málum. Hún telur að þeim sem lenda í þessari stöðu eigi eftir að fjölga í framtíðinni því hlutfall þeirra Íslendinga sem sækja vinnu eða nám erlendis fari sífellt hækkandi.

Erfitt að sætta sig við sjúkdóminnMaría hafði búið í Danmörku í tuttugu ár þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2007. Í Danmörku hafði hún verið við nám og vinnu en sökum sjúkdóms, sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri, voru þó tímabil sem hún gat hvorki stundað vinnu né nám. Hún var greind með geðröskun sem kallast tvíhverf lyndisröskun (e. Bipolar affective disorder) ásamt kvíðaröskun árið 2010, en hafði

fram að þeim tíma verið ranglega greind með þunglyndi. Síðan 1995 hefur hún gengið til geðlækna og tekið ýmis geðlyf með misjöfnum árangri. Haustið 2010 urðu miklar breytingar í lífi Maríu. „Þá var mér bara farið að líða svo óbærilega illa og ég þoldi ekkert álag. Ég var búin að vinna svo mikið og búin að lenda í persónulegum áföllum og ég bara gafst upp.“ Það reyndist henni erfitt að sætta sig við veikindi sín. „Það var mjög erfitt að sætta sig við að þurfa að gefast upp í baráttunni við sjúkdóm sem ég hef verið að glíma við mestallt mitt líf og játa mig sigraða.“

Takmörkuð réttindiMaría komst fljótt að því að hún átti takmarkaðan rétt á veikindalaunum og greiðslum úr sjúkrasjóði sökum þess að hún hafði verið lausráðin hérlendis en einnig vegna þess að hún hafði verið búsett um árabil í Danmörku. María leitaði til TR til að kynna sér rétt sinn og þar var útskýrt fyrir henni að undir venjulegum kringumstæðum gæti hún sótt um endurhæfingarlífeyri. Þar sem hún hafði verið búsett í Danmörku, og Danir greiða ekki endurhæfingarlífeyri úr landi, myndi hún ekki fá nema það sem samsvarar búsetuhlutfalli hennar hér á landi. Þetta þýddi að hún myndi ekki fá nema u.þ.b. 50% endurhæfingarlífeyri. Þá var henni bent á að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hún myndi sækja um örorkulífeyri til þess að tryggja að hún fengi fullar greiðslur. Það reyndist Maríu hins vegar mikil þrautarganga að sækja um örorkulífeyri. „Það var afskaplega erfitt fyrir mig að fá upplýsingar um það hvernig ég ætti að bera mig að við að sækja um örorkubætur. Ég er búin að vera svo lengi erlendis að ég kunni ekkert á kerfið hérna. Það vildi enginn gefa mér svör, það bara bentu allir hver á annan. Fyrir manneskju sem var þarna í þunglyndi, uppnámi og með alvarlega kvíðaröskun, þá er það að

Það er ekki hægt að

fólki svonamismuna

Ljó

smyn

d: i

Sto

ckp

ho

to.c

om

19

TÍM

AR

IT Ö

Ljósmynd: Bára Snæfeld.

hringja eitt símtal eða þurfa að fara á skrifstofur alveg ótrúlega erfitt. Þetta var algjör píslarganga.“

Fékk aðstoð hjá GeðhjálpÞað var ekki fyrr en María leitaði til Geðhjálpar að hún upp­lifði að hún fengi einhvers staðar aðstoð en fólkið þar reyndist henni mjög vel. Í kjölfar aðstoðar Geðhjálpar fékk hún heimilis­lækni sem hún hafði ekki haft fram að þessu. Sá setti sig vel inn í mál hennar og sótti um örorkulífeyri fyrir hana. María fékk fullt örorkumat 1. mars 2011 en þegar kom að greiðslum frá TR voru þær hins vegar verulega skertar vegna búsetu hennar í Danmörku. TR hafði haft milligöngu um að senda til Danmerkur umsókn hennar um örorkulífeyri, E­vottorð, sem starfsmaður TR fyllti út ásamt læknisvottorði.

Neitun frá Danmörku eftir að TR sótti um bætur fyrir hanaÍ júní á þessu ári fékk María neitun frá Danmörku á þeim for­sendum að skilyrðin fyrir því að fá örorkubætur frá Danmörku væru önnur en á Íslandi. Til að fá örorkubætur í Danmörku þarf að sanna að starfsgeta sé varanlega skert og að útséð sé um að hægt verði að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Tímabundin örorka fyrirfinnst ekki í danska kerfinu. Á Íslandi er almenna reglan hins vegar sú að örorkumat er tímabundið, jafnvel þó að gera megi ráð fyrir áframhaldandi örorku.

TR upplýsti Maríu hins vegar ekki um hvaða skilyrði og reglur giltu í Danmörku. „Mér var ekki gefinn kostur á því að senda inn öll gögn, frá öðrum læknum, frá sálfræðingi og sjúkraskýrslur frá geðdeild Landsspítalans“, segir María. Hún segir synjunina frá Danmörku hafa haft mjög slæm áhrif á líðan hennar. „Mér var farið að líða aðeins betur eftir að ég var búin að ganga í gegnum allt þetta ferli og berjast í þessu og ég var aðeins að ranka við mér, en þá fæ ég bara þetta reiðarslag.“

„Samhæfing en ekki samræming“Þegar María hafði samband við TR til að fá aðstoð vegna synjunarinnar virtust henni öll sund lokuð. „Ég hringdi niður á TR og þar var bara algjörlega lokað á mig og mér var neitað að tala við nokkurn mann. Þeir sögðu að þeir bæru enga ábyrgð á þessu, þetta væri ekki í þeirra höndum“, segir María. Í form­legu bréfi sem hún sendi TR þann 1. júlí síðastliðinn, þar sem hún leitar svara við þessum móttökum, var henni svarað á eftir­farandi hátt:

„TR hefur milligöngu um að senda umsókn til annarra EES­ríkja en getur ekki aðstoðað varðandi svar við umsókn um lífeyri erlendis.“

Þegar María spyr í sama bréfi hvort TR beri ekki skylda til að upp­lýsa umsækjanda um þau lög og reglur sem gilda í viðkomandi landi og þau skilyrði sem viðkomandi þarf að uppfylla fær hún þessi svör:

„Þegar fólk sem sækir um örorku og hefur verið búsett í öðru EES­landi fer ákvörðun um afgreiðslu umsóknar erlendis eftir þeim lögum og reglum sem gilda í viðkomandi landi. EES­reglurnar fela í sér samhæfingu en ekki samræmingu á reglum landanna þannig að það eru mismunandi skilyrði í hverju landi fyrir sig. TR hefur ekki upplýsingar um þau skilyrði sem sett eru í hverju landi.“

Maríu finnst undarlegt að TR sé með það hlutverk að sækja um lífeyri fyrir öryrkja á Íslandi sem búið hafa í öðrum löndum en starfsfólk stofnunarinnar þekki ekki og setji sig ekki inn í þau skilyrði sem sett séu í hverju landi fyrir sig. Samt sem áður virðist vitneskjan innan TR vera það mikil að starfsmaður TR skrifar Maríu í umræddu bréfi:

„Það getur skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu örorkumats og ef við á kærumál að þau læknisfræðilegu gögn sem send eru með umsókn eða kæru gefi greinargóðar upplýsingar um starfsgetu þína og batahorfur. Það er því mjög mikilvægt ef þú getur sent viðbótargögn um þetta með kæru.“

Það sem starfsfólk TR sendi hins vegar með umsókn Maríu var eitt læknisvottorð frá heimilislækni og staðlað mat frá lækni TR. María fékk ekki að sjá þessi gögn. En það var á grundvelli þeirra sem læknir á vegum dönsku tryggingastofnunarinnar dró þá ályktun að starfsgeta hennar væri ekki varanlega skert og hún uppfyllti því ekki skilyrðin samkvæmt dönskum lögum.

Þegar María spyr í sama bréfi hvort ekkert ákvæði sé í gildandi samningum á milli Íslands og Danmerkur á þessu sviði sem kemur í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem hún sé í núna fær hún eftirfarandi svör:

„Það er ekkert ákvæði í gildandi samningum milli Íslands og Danmerkur sem kemur í veg fyrir að fólk sem hefur flutt á milli landa lendi í því að fá samþykkta örorku í öðru landinu en ekki hinu.“

Stóð ein í að skrifa kærubréf í sumarÞað vildi svo óheppilega til að svarið kom á þeim tíma þegar starfsfólk Öryrkjabandalags Íslands og réttindagæslumaður fatlaðra voru í sumarfríi. María talaði við velferðarráðuneytið eftir að hún frétti að þeir væru með kærunefnd almannatrygg­inga en þar var enga hjálp að fá vegna þess að málið tengdist öðru landi. „Þannig að ég stóð ein í algjöru uppnámi og þurfti að skrifa kærubréf og safna öllum mínum sjúkraskýrslum sjálf.

Ljó

smyn

d: B

ára

Snæ

feld

20

TÍM

AR

IT Ö

Það eru allir að tala um að þetta hafi verið svo yndislegt sumar og sólríkt en ég sat bara heima og skrifaði kæru María sendi 40 blaðsíður af fylgiskjölum, þar á meðal læknisvottorð,sjúkra­skýrslur og launaseðla, ásamt 10 blaðsíðna kærubréfi. „Þetta var eins og að skrifa BA ritgerð en þetta tókst og ég sendi inn kæruna fyrir tilsettan tíma. Ég hef ekkert heyrt ennþá frá Danmörku. Síðan í apríl fæ ég tæp áttatíu þúsund á mánuði frá TR til þess að lifa á. Eiginmaður minn er lágtekjumaður en við eigum samt ekki rétt á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Við eigum erfitt með að ná endum saman og íbúðalánið okkar er í vanskilum. Ég er búin að vera að berjast í því í allt sumar að bjarga íbúðinni okkar frá nauðungaruppboði“, segir María.

Er óánægð með vinnubrögð TR„Ég hélt að TR hefði upplýsingaskyldu gagnvart sínum skjól­stæðingum og ég hélt að TR ætti að leiðbeina fólki og gæta minna hagsmuna og míns réttar gagnvart kerfinu í Danmörku. Skjólstæðingar þeirra og þeir sem leita til þeirra eru aldraðir og veikt fólk og mér finnst það ekki boðlegt að koma svona fram við fólk. Gagnrýni mín er sú að ég er ósátt við það að stofnun sem hefur ekki upplýsingar, gögn eða vitneskju sé látin hafa milligöngu um að sækja um lífeyri erlendis. Ég væri eflaust betur stödd í dag ef ég hefði bara gert mér ferð til Danmerkur og sótt um þetta beint því þá hefði ég fengið allar þessar upplýsingar frá upphafi“, segir María.

Bíður eftir svari frá DanmörkuStaðan hjá Maríu í dag er sú að hún þarf að lifa á 78 þúsund krónum á mánuði þangað til hún fær svar frá Danmörku. Einn af fylgifiskum sjúkdómsins sem María glímir við er mikil kvíðaröskun og þetta mál leggst þungt á hana á allan hátt. „Hvað

ef ég fæ endanlegt nei frá Danmörku. Á ég þá bara að sæta því að lifa á 78 þúsund krónum á mánuði?“ María segir að það sem þurfi að breytast séu vinnubrögð TR en líka íslensk lög. Það þurfi að tryggja það með lögum, að íslenskir ríkisborgarar eigi rétt á fullum bótum héðan eigi þeir ekki rétt á bótum erlendis frá. „Því það er ekki hægt að mismuna fólki svona. Það er nógu erfitt að slasast eða veikjast alvarlega, en að refsa fólki sem lendir í slíku áfalli fyrir að hafa búið erlendis finnst mér hreinlega vera mann­réttindabrot“, segir María að lokum.

Samkvæmt tölum frá því í janúar 2011 er fjöldi bótaþega með skert búsetuhlutfall á Íslandi 1.412 manns. Þeir skiptast í 757 ellilífeyrisþega og 655 örorkulífeyrisþega.

Margrét Rósa Jochumsdóttir

Ljó

smyn

d: B

jörn

Erl

ing

sso

n

- einnig flutt að Hátúni 10c

VERSLUN ÖRTÆKNI ER OPIN ALLA VIRKA DAGA Á MILLI KL. 8 OG 17

Örtækni | Hátún 10c | 105 Reykjavík | Sími 552 6800 | Fax 552 6809 | [email protected]

Örtækni er deild innan Vinnustaða ÖBÍ, sem eru í eigu Öryrkjabandalags Íslands, og rekið á ábyrgð þess. Hjá þeim starfa að jafnaði 15-18 starfsmenn og eru flestir þeirra fatlaðir.

Markmið Örtækni er að veita fötluðu fólki tímabundna starfsþjálfun og/eða vinnu til frambúðar en einnig að þjóna fötluðu fólki með sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlað fólk.

Örtækni er með glæsilega verslun að Hátúni 10c, en Örtækni sérhæfir sig í framleiðslu og innflutningi á tölvuköplum og setur metnað sinn í að eiga allar gerðir og lengdir af hágæðaköplum á lager. Ef kapallinn er ekki til, er hann smíðaður fyrir viðskiptavininn.

Örtækni er einnig með áröðun á prentrásarkort fyrir fyrirtæki í framleiðsluiðnaði. Eru þeir með framleiðslulínu sem samanstendur af sjálfvirkum áröðunarbúnaði (róbót) og lóðningarvél, sem er með því fullkomnasta sem gerist í dag.

Örtækni tekur einnig að sér ýmsa tæknivinnu, enda með mjög hæft starfsfólk.

Enn einn hluti starfseminnar er innflutningur og þjónusta á hugbúnaði og sérstökum búnaði tengdum tölvum fyrir fatlaða. Er þar um að ræða forrit fyrir blinda og sjónskerta, forrit fyrir lesblinda, sérstakar tölvumýs, lyklaborð og fleira.

Síðast en ekki síst er Örtækni með tölvuviðgerðir fyrir allar gerðir af tölvum og eru starfsmenn með reynslu, full réttindi og próf frá Microsoft til að sinna viðgerðum.

BRYNJA - Hússjóður Öryrkjabandalagsins var stofnaður 1. nóvember 1965. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og hlutverk hans er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Sjóðurinn gegnir því hlutverki sínu með því að kaupa og byggja leiguíbúðir og hafa umsjón með rekstri þeirra. Hússjóðurinn á nú ríflega 725 íbúðir, meirihluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu en aðrar eru víðs vegar um landið.

BRYNJA - Hússjóður ÖBÍ flutt á nýjan stað

Gott aðgengi að skrifstofunniÍ framhaldi af flutningnum í Hátún 10c var Gott aðgengi fengið til að gera úttekt á nýja skrifstofuhúsnæðinu varðandi aðgengismál. Þeirri úttekt lauk farsællega og Gott aðgengi hefur staðfest BRYNJU Hússjóð sem fullgildan aðila að aðgangsmerkjakerfinu.

Vetrartími: Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 til 15:00 frá 1. september til 31. maí. Sumartími: Frá 1. júní til 31. ágúst er skrifstofan opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 15:00 og

föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00.Símanúmer: 570-7800 fax: 570-7801 – veffang: www.brynjahus.is

BRYNJA - Hússjóður Öryrkjabandalagsins flutti í mars síðastliðnum í nýtt skrifstofuhúsnæði að Hátúni 10c

(þar var áður vinnustaður Múlalundar).

22

TÍM

AR

IT Ö

22

TÍM

AR

IT Ö

Úti í Eyjum...Sigurjón Einarsson fór í ágúst á liðnu sumri ásamt 13 félögum úr Blindrafélaginu til Vestmannaeyja. Sigurjón ólst upp í Eyjum og lá því beint við að hann yrði fararstjóri ferðarinnar. Sigurjón ritaði ferðasögu þegar heim kom og hér á eftir er hluti frásagnar hans frá þessari skemmtilegu sumarferð Blindrafélagsins.

Söng gömlu Eyjalögin á leiðinni austurÞegar hópurinn safnaðist saman þann 5. ágúst í Hamrahlíðinni var mikil eftirvænting í loftinu og augljóst að mikið stóð til. Fyrir utan stóð kálfur sem keyra átti okkur á vit ævintýranna. Leiðin lá austur til Landeyja hafnar þar sem Herjólfur beið okkar. Á leiðinni austur sagði ég samferðafólki mínu í stuttu máli frá tilurð Vest­mannaeyja, landnámi og staðháttum. Ég tók mig meira að segja til og söng fyrir þau nokkur af gömlu Eyjalögunum sem sungin voru í „den“ þegar ég ólst þar upp rétt upp úr miðri síðustu öld.

Ætlaði að „spranga“ en vantaði vaðinnSiglingin tók aðeins 30 mínútur og eftir indælis hádegismat á Café Maríu lögðum við af stað í skoðunarferð um Heimaey. Við hófum þá ferð á Eiðinu, sem er sandrif milli Klifs og Heimakletts. Þar kom Ingólfur að þrælum Hjörleifs að snæðingi og drap þá flesta. Einn þeirra, Dufþakur, hljóp þó í Heimaklett og steypti sér fyrir björg fremur en verða höggvinn og heitir þar Dufþekja. Af Eiðinu héldum við í Skiphella og hlýddum á fagran sjófugla­söng. Ætlun mín var að sýna smá „sprang“ en enginn vaður var í bjarginu þannig að ekkert varð um sjóferð þá. Þaðan var svo ekið inn í Herjólfsdal og upp í Stórhöfða. Á bakaleiðinni höfðum við stuttan stans á svonefndum „Ræningjatanga“ þar sem sjó­

ræn ingjarnir komu á land á sínum tíma. Við enduðum ferð okkar þennan dag á því að fara milli fella, Eldfells og Helgafells, inn á nýja hraunið og í Eldfellsgíginn.

Æskuheimilið nú undir 10 metra hraunlagiÞegar hér var komið sögu voru flestir orðnir þreyttir og fóru heim á hótel að hvíla sig. Bauð ég þeim sem orku höfðu til upp á stutta bæjarferð og löbbuðum við þar að hraunjaðrinum. Þar stendur hluti hússins Blásteins út úr hraunkantinum en þar skammt frá liggur nú æskuheimili mitt grafið undir 10 metra þykku hraun­lagi.

Notalegt kvöldUm kvöldið fórum við á fyrrnefndan veitingastað, Café María, þar sem okkar beið hátíðarkvöldverður. Þar undum við okkur við mat, drykk og spjall fram eftir kvöldi og héldum svo þaðan

Úr Eldheimum

Hátíðarkvöldverður á Café María

23

TÍM

AR

IT Ö

23

TÍM

AR

IT Ö

heim á hótel. Flestir fóru beint í rúmið en nokkur okkar settust niður í anddyrinu við söng og spjall. Ég hafði ráðgert að líta eftir Lundapysjum þetta kvöld en því miður voru engar pysjur í bænum þetta sumar.

Ég lifi og þér munuð lifaNæsta dag héldum við út á Skansinn, en hann dregur nafn sitt af virki sem þar var reist eftir Tyrkjaránið. Á leið okkar þaðan mátti sjá Herjólf ösla inn um hafnarkjaftinn og var það tilkomumikil sjón. Því næst heimsóttum við kirkjugarðinn en þar stendur á bogadregnu sáluhliðinu „Ég lifi og þér munuð lifa“, sem mér þykir nokkuð grátbroslegt. Við héldum ótrauð áfram ferð okkar og fórum á „Stakkó“ eða Stakkagerðistúnið. Á túninu er mikill minnisvarði (hljómsveitarpallur) um Oddgeir Kristjánsson tón­skáld og stór steinn frá Páli á Húsafelli auk annarra listaverka. Í Eldheimum hafa verið grafin upp að hluta nokkur hús sem fóru undir ösku og sést vel hversu illa húsin hafa farið undir öskunni og vegna hitans. Þótti mörgum markvert að sjá þau.

Yfir 700 tegundir plantna í GaujulundiGaujulundur er gróðurvin sem hjónin Gauja og Elli komu upp í nýja hrauninu með mikilli eljusemi. Sagt er að þar séu yfir 700 tegundir plantna. Hópurinn naut þess að skoða þennan fallega og hlýlega lund í veðurblíðunni sem var í Eyjum þennan dag.

Haldið heim á leiðEkki var hægt að kveðja Eyjar án þess að halda inn í Dal og að því loknu tyllti þreyttur hópurinn sér niður á Cafe Kró og fékk sér þar smá hressingu á meðan hann beið brottfarar Herjólfs. Frá Landeyjahöfn brunuðum við síðan í bæinn og virtust allir hafa notið ferðarinnar.

Mig langar að nota hér tækifærið og þakka samferðarmönnum mínum fyrir ánægjulega ferð. Einnig þakka ég bílstjóranum okkar fyrir frábæra þjónustu í alla staði, sömuleiðis öllum við­komandi fyrir afskaplega vingjarnlegar móttökur í Eyjum.

Sigurjón Einarsson

Gaujulundur

Minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson

Ferðafélagar og bílstjóri

24

TÍM

AR

IT Ö

24

TÍM

AR

IT Ö

Íþróttaiðkun barna, ungmenna og fullorðinna hefur löngum verið í hávegum höfð og það eitt að stunda íþróttir er stór þáttur í okkar samfélagi. Við tölum mikið um og erum stolt af því að vera þjóð sem býður upp á fjöl-breytt íþróttastarf þar sem „íþróttir fyrir alla“ eru kjörorð. En er það svo? Eru íþróttir fyrir alla og hafa allir sömu tækifæri? Er framboð á íþróttum það sama fyrir fatlað fólk og ófatlað? Hvernig má fá fleiri til íþróttaþátttöku?

Íþróttir fyrir allaÍþróttahreyfing fatlaðra er mjög öflug og leggur sig fram við að bjóða fötluðu fólki upp á æfingar í hinum ýmsu íþróttagreinum hjá fjölmörgum íþróttafélögum. Framboðið eykst sífellt og getur fatlað fólk til að mynda nú valið að stunda badminton, bandy, blak, boccia, bogfimi, borðtennis, fimleika, frjálsar, golf, hand­knattleik, júdó, keilu, knattspyrnu, körfubolta, lyftingar, reið­mennsku, skíði, skauta og sund. Framboðið fyrir fatlað fólk er þó ekki það sama í öllum landshlutum en það sama gildir fyrir ófatlað fólk. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hraust sál í hraustum líkama Við ræðum um gildi íþrótta og teljum íþróttaiðkun vera holla, bæði fyrir sál og líkama. Hún eflir hugann, hreyfifærni og leysir úr læðingi hamingjuhormónið sem allir hafa svo gott af. Íþrótta­iðkun eflir sjálfstraust, eykur líkamsvitund og þjálfar líkamann á margvíslegan máta. Hún eykur samhæfingu, jafnvægi, þrótt, styrk, snerpu og þjálfar okkur í samvinnu og sjálfsaga. Fyrir fatlað fólk má þjálfa, efla og styrkja einmitt það sem mest þarf að styrkja. Þátttaka er þó ekki nægilega mikil og mun minni en gengur og gerist hjá ófötluðum, þrátt fyrir að fatlað fólk þurfi yfirleitt fremur en aðrir á þjálfuninni að halda.

Lengi býr að fyrstu gerð Hver hefur ekki heyrt þessu slengt fram á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt. Við viljum kenna börnunum okkar eitthvað frá unga aldri sem mun fylgja þeim út í lífið. Hvað er mikilvægara en að læra að trúa á sjálfan sig, á getu sína, að horfa á sigrana fremur en ósigrana, að setja sér markmið, að falla og rísa upp að nýju, að ná árangri, að lifa heilbrigðu lífi sem barn og svo síðar sem fullorðinn? En þá erum við einmitt komin að rót vandans. Þrátt fyrir að framboð á íþróttagreinum sé mikið og fari sívaxandi, þá þarf að hefja íþróttaiðkunina við yngri aldur. Ef við trúum því að lengi búi að fyrstu gerð, verðum við að bregðast fyrr við og bjóða ungum börnum upp á fjölbreyttar íþróttir, gefa þeim kost á að prófa mismunandi æfingar og finna eitthvað við sitt hæfi.

Allir með!!Þórdís, Helga Olsen þjálfari og Katrín

Ljó

smyn

d: B

erg

lind

s Ei

nar

sdó

ttir

Þórdís Erlingsdóttir og Katrín Guðrún Tryggvadóttir á Evrópuleikum Special Olympics í Rússlandi 2010

Ljó

smyn

d: T

ryg

gvi

Þó

r A

gn

arss

on

25

TÍM

AR

IT Ö

25

TÍM

AR

IT Ö

Þannig munu fleiri þeirra alast upp við það að stunda skipulagt íþróttastarf sem mun án efa skila sér í heilbrigðara lífi.

Betur má ef duga skalÞegar ég lít yfir minn feril sem þjálfara er ég óskaplega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með fötluðu fólki á öllum aldri. Mín aðkoma var reyndar nokkuð óvænt þar sem Íþróttasamnband fatlaðra (ÍF) „úthlutaði“ mér því verkefni að undirbúa Special Olympics skautakeppendur okkar fyrir leikana 2005. Það var því ekkert annað í stöðunni en að henda sér í djúpu laugina, vonast til þess að kunna réttu sundtökin og láta hendur standa fram úr ermum. Ég, eins og svo margir þjálfarar, hafði litla trú á mér sem þjálfara eða leiðbeinenda fatlaðs fólks þrátt fyrir að hafa lokið kennaramenntun. Ég var smeyk við að klúðra þessu og verða mér til skammar vegna vanþekkingar minnar á aðstæðum þessa hóps. Umfram allt var ég þó dauð­hrædd um að eyðileggja upplifun þeirra af leikunum. Í dag er ég reynslunni ríkari og óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri. Tækifæri til að snerta líf einhvers og gera það jafnvel aðeins betra. Tækifæri til að sjá yndislegt fólk takast á við áskoranir sem margir töldu þeim ofviða en sjá það síðan standa uppi sem sigurvegara.

Ég varð við þetta bæði umburðarlyndari og betri þjálfari en ég var áður því ég lærði ekki síður en iðkendur mínir. Til þess þurfti ég að leggja til hliðar allar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það sem er mögulegt og ómögulegt. Ég bið þig nú, lesandi góður, að gera slíkt hið sama. Ég hef margoft heyrt fólk segja: „Okkar hópur getur þetta ekki, þau gætu dottið“. Að detta er alls ekki það versta sem komið getur fyrir. Verra getur verið að fá aldrei tækifæri til þess að detta, að yfirstíga erfiðleikana og standa

aftur upp sem sigurvegari. Það felst engin áskorun í því að vera umvafinn í bómull. Áskorun felst í því að gera eitthvað nýtt, læra eitthvað nýtt og komast lengra í dag en í gær. Eigum við ekki öll sama rétt til þess? Í dag er ég stoltur skautaþjálfari sem tek á móti fötluðu fólki allt frá 6 ára aldri. Ég tilheyri skemmtilegum hópi einstakra einstaklinga hjá Öspinni sem eflast, styrkjast og læra hver af öðrum. Allir eru velkomnir í þennan hóp.

Hálfnað verk þá hafið erNú þegar eigum við fjölmörg íþróttafélög víða um landið. Nú þegar eigum við frábæra þjálfara í öllum íþróttagreinum sem flestir, ef ekki allir, geta þjálfað fatlað fólk líkt og ófatlað. Nú þegar eigum við foreldra sem vilja börnum sínum vel og eru tilbúin til þess að styðja við bakið á þeim. Allt byggist þetta á því að veita hverjum og einum einstaklingi tækifæri. Við þurfum að hætta að setja fólk í kassa merkta fötlun, greiningum og takmörkunum. Við þurfum að hugsa til þess sem er mögulegt, horfa á tækifærin og horfa til framtíðar. Framtíðin hefst í dag.

Taktu upp símann, vafraðu og kannaðu það sem í boði er fyrir þig eða þitt barn. Tækifærið er rétt handan við hornið.

Heimasíða Íþróttasambands fatlaðrawww.ifsport.is

Frábær vefsíða um íþróttaþjálfun og þær íþróttagreinar sem í boði eru fyrir fatlað fólk. www.grafiksense.net/sport/

Helga Kristín Olsen

Ljó

smyn

d: T

ryg

gvi

Þó

r A

gn

arss

on

Ljó

smyn

d: T

ryg

gvi

Þó

r A

gn

arss

on

Helga Olsen þjálfari og Katrín

Katrín Guðrún Tryggvadóttir á Special Olympics 2009

26

TÍM

AR

IT Ö

26

TÍM

AR

IT Ö

Það hafa ekki margir slasast jafn illa eftir ölvunarakstur og Rakel Sveinsdóttir og verið til frásagnar. En saga Rakelar er á margan hátt sérstök hvort heldur borið er niður í lífs-hlaup hennar fyrir eða eftir slys. Þótt léttleikinn gusti af Rakel og stutt sé í bros og glettni þá fylgir öllu gamni nokkur alvara.

Ættleidd nokkurra viknaRakel fæddist 12. ágúst 1976 og var móðir hennar, þá einungis 17 ára, við nám á Akureyri. Sökum aðstæðna á þessum tíma reyndist móður hennar erfitt að sjá fyrir sér og barni sínu og fór því svo að hún tók þá ákvörðun að setja Rakel í fóstur til foreldra sambýlismanns síns á þeim tíma. Rakel ber fósturforeldrum sínum afskaplega vel söguna og tók snemma upp nafn fóstur­föður síns sem eftirnafn. Blóðföður sinn hefur Rakel aldrei hitt eða heyrt frá. Rakel ólst upp á Vopnafirði og í bernsku var henni strítt á óhefðbundnum aðstæðum sínum. Rakel fannst erfitt að eiga móður sem bjó langt í burtu og sem heimsótti hana lítið fyrstu árin. Ekki bætti úr skák að móðir hennar og stjúpi skildu stuttu eftir að Rakel var ættleidd. Þar með missti hún tengslin við móðurfólkið sitt að miklu leyti.

Afdrifaríkt októberkvöldRakel viðurkennir að hafa verið erfiður unglingur og byrjað ung að drekka. Hún segist þó aldrei hafa gengið svo langt að prófa fíkniefni. Eftir skyldunám á Vopnafirði flutti Rakel til Horna­fjarðar og hóf nám í framhaldsskóla. Þar átti hún kærasta sem henni sinnaðist við örlagaríkt kvöld þann 15. október 1993. Í kjölfar ósættisins ákvað hún að yfirgefa kaupstaðinn, nýkomin

með bílpróf og undir áhrifum áfengis. Sú ökuferð endaði utan vegar skammt frá Jökulsárlóni og fannst Rakel meðvitundarlaus 15 metra frá bifreiðinni.

Var í dái í heilan mánuð eftir slysiðRakel fékk mikið högg vinstra megin á höfuðið en slapp við önnur meiðsli. Þessu höggi fylgdi þó mikið heilamar sem skaddaði jafn­vægisstöðina, minni og lyktarskyn. Hún veit ekki hversu langur tími leið þar til komið var að henni á slysstað, en hún var í dái í mánuð eftir slysið. Þegar hún vaknaði til lífsins aftur tók við níu mánaða dvöl á Grensás þar sem Rakel fór í sjúkraþjálfun, tal­kennslu og iðjuþjálfun.

Útskrifaðist úr námi frá Hringsjá Að lokinni Grensásdvölinni flutti Rakel heim til Vopnafjarðar og minnti þá lítið á ungu stúlkuna sem ári áður hafði haldið á vit ævintýranna. Við slysið missti hún hluta af minninu og studdist við hækjur vegna jafnvægisleysis – og gerir enn. Sumarið 1996 dvaldi Rakel á endurhæfingardeild á Kristnesi og vorið eftir dreif hún sig í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og kláraði próf þaðan. Því næst flutti hún til Reykjavíkur og stundaði almennt nám við Hringsjá. Þaðan útskrifaðist hún árið 1998. Um svipað leyti fékk hún afnot af endurhæfingaríbúð í Sjálfsbjargar­heimilinu og stuttu síðar fékk Rakel íbúð hjá BRYNJU ­ Húsjóði Öryrkjabandalagsins.

Árin eftir slysiðEftir slysið má segja að vinahópurinn hafi endurnýjast og hélt Rakel áfram að skemmta sér og eiga góðar stundir með nýju

Saga RakelarRakel Sveinsdóttir

27

TÍM

AR

IT Ö

27

TÍM

AR

IT Ö

fólki. Hún studdist við göngugrind og hækjur en lét það ekki aftra sér. Í menningarferð um miðbæ Reykjavíkur kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi og var það nokkuð eftirminnilegt kvöld. Þau giftust vorið eftir og eiga í dag synina Guðjón Örn, fæddan árið 2000 og Jóel Rúnar, fæddan 2005.

Heldur í von um bataAðspurð að því hvort hún sé sama manneskjan fyrir og eftir slysið segist Rakel hafa þroskast mikið vegna slyssins. Hún getur seint fullþakkað ömmu sinni, sem var í gegnum tíðina sú mann­eskja sem reyndist henni best. Rakel heldur alltaf í vonina um að líkaminn jafni sig og að hún fái jafnvægisskynið aftur. Þótt það hafi lagast mikið með tímanum telur hún þó ekki líklegt að ná sér að fullu. Hún er lyfjalaus, hefur í raun aldrei þurft að taka lyf vegna áverkanna og er þakklát fyrir það. Rakel fer í sjúkraþjálfun reglulega og í dag eru hækjurnar meira til aðstoðar þegar hún fer út úr húsi.

Þetta er ekkert djókRakel veltir því stundum fyrir sér hvernig líf hennar væri ef hún hefði staldrað við og gefið sér tíma til að ræða við þáverandi kærasta í stað þess að rjúka reið út og setjast ölvuð undir stýri: „Ég velti þessu oft fyrir mér, en þetta voru mín örlög og ég tek þeim. En ég vil þó nota tækifærið og senda varnaðarorð til annarra: Ekki leika þetta eftir því þetta er ekkert djók.“

Við þökkum Rakel fyrir að deila sögu sinni og óskum henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar um ókomna tíð.

Unnur María Sólmundardóttir

TÍM

AR

IT Ö

27

Ljós

myn

dar

i: Pé

tur

Pétu

rsso

n

Rakel með sonum sínum Guðjóni Erni og Jóel Rúnari

28

TÍM

AR

IT Ö

28

TÍM

AR

IT Ö

Sóley B. Axelsdóttir skellti sér í Smáralindina á dögunum sem er nú ekki í frásögu færandi nema hvað hún lenti í því að dveljast þar mun lengur en hún hafði gert ráð fyrir. Það gerist ekki oft að fólk festist inni í verslunarmiðstöð en það var einmitt það sem Sóley lenti í og segir hún hér frá reynslu sinni.

Lagt af stað í langferðÁ Kvennafrídaginn fór ég í Smáralindina með vinkonu minni. Ég lagði bílnum í nýja bílastæðahúsið við Debenhams en þar leggja tiltölulega fáir og því þægilegt fyrir fólk eins og mig sem notar hjólastól að leggja. Eftir að hafa skoðað og mátað föt í nokkrum búðum eins og kvenna er siður langaði mig ekki heim strax og ákvað að skella mér í bíó klukkan átta. Myndinni lauk um hálf tíu og þá var ég tilbúin að fara heim. Þegar ég hins vegar kom að útganginum opnaðist hurðin ekki af sjálfu sér eins og hún á að gera. Þarna eru reyndar tvær aðrar hurðir sem ég reyndi að opna en ekkert gerðist. ÚBBS! HVAÐ NÚ? Brussan ég tók hraustlega á hurðunum og sá að grænt ljós sem logaði fyrir ofan hurð­irnar varð rautt við þessar tilraunir mínar til að brjótast út. Jæja hugsaði ég, vonandi þýðir þessi ljósabreyting að það hringi ein­hverjar viðvörunarbjöllur hjá öryggisverðinum og þá hlýtur hann að koma og opna fyrir mér. Ég velti fyrir mér hvaða möguleika ég hefði í stöðunni og þegar ég sá fram á að enginn kæmi þrátt fyrir lætin í mér, hélt ég sömu leið til baka og skimaði vel í kringum mig í von um að koma auga á öryggisvörð. Það var bara ekki sála á ferð.

Notalegi gangurinnÉg reyndi ýmsar leiðir til að komast út og að bílnum mínum en ekkert gekk upp. Ég komst reyndar út á hinum enda Smára lindar­

innar en vegna myrkurs, roks og rigningar tók ég ekki áhættuna á að komast klakklaust þangað sem ég lagði án þess að vita hvort kantar eða aðrar hindranir myndu stoppa mig. Þegar þarna var komið var klukkan langt gengin í tólf. Nú voru góð ráð dýr. Ég var orðin þreytt í höndum og öxlum svo ég treysti mér ekki alla leið í bíóið aftur. Ég gat svo sem hringt í einhvern, en hvern? Ég er ekki vön að lenda í svona vandræðum svo ég vissi hrein­lega ekki í hvern ég ætti að hringja. Ég ákvað að bíða eftir að bíósýningunum lyki og athuga þá með mannaferðir. Það var hlýtt á þessum gangi sem ég var búin að koma mér fyrir á svo það fór alls ekki illa um mig þarna. Af og til leit ég fram af ganginum og hlustaði eftir mannaferðum en það eina sem ég heyrði var

í SmáralindinniÆvintýrið

Gre

in: S

óle

y B

. Axe

lsd

ótt

ir

29

TÍM

AR

IT Ö

29

TÍM

AR

IT Ö

rödd sem ég vonaði að væri í talstöð öryggisvarðar, en reyndist svo bara vera vélræn rödd úr einhverjum skemmtikassa. Þarna var líka lyfta sem fór upp á þriðju hæð og samkvæmt lista sem ég sá á vegg við lyftuna eru þar saumastofa og einhverjar skrif­stofur, en hvergi minnst á öryggisgæslu. Ég ákvað að vera ekkert að laumast þangað upp, svona án þess að vita hvort það myndi skila nokkrum árangri. Eftir margar ferðir fram á gang að skima eftir fólki endaði ég alltaf inni í hlýjunni á ganginum.

Draugalegi gangurinnÞað var að vísu annar gangur við hliðina á hlýja ganginum „mínum“. Hann var alveg myrkvaður og mér datt alls ekki í hug að fara að þvælast þangað. En þaðan barst alltaf eitthvað hljóð, alveg óslitinn hvinur, sem var farinn að fara aðeins í taugarnar á mér. Þegar ég sá að klukkan var farin að ganga eitt fór ég einu sinni enn fram að athuga með mannaferðir en varð ekki vör við neinn svo ég fór aftur til baka. Þá var hljóðið úr myrkvaða ganginum orðið svo hrikalega þreytandi að ég yfirsteig myrkfælnina í sjálfri mér og fór að þessum gangstubbi til að at­huga hvaðan hljóðið kæmi. Þegar ég kom að veggnum þar sem gangurinn byrjaði, sá ég í rökkrinu yfirlitsmynd af Smáralindinni. Þegar ég var búin að sjá að öryggisgæslan væri með aðsetur uppi á þriðju hæð fór ég auðvitað upp og inneftir þessum auða, draugalega skrifstofugangi og fann að lokum aðsetur öryggis­varðanna.

Laus úr prísundinniÉg þurfti að bíða dágóða stund eftir að ég bankaði hjá öryggis­vörðunum og var farin að halda að enginn væri þarna, heyrði reyndar óm frá sjónvarpi. Að lokum opnaði ungur og myndar­legur maður dyrnar og mikið brá honum þegar hann sá mig sitjandi þarna í mínum hjólastól. Aumingja drengurinn, ég gat alveg kennt í brjósti um hann. Svo endaði þetta stórkostlega ævintýri með því að mér var hleypt út og ég komst loksins í burtu. Smáralindarferðin mín endaði um eittleytið um nóttina.

Guðmundur Marísson er hagyrðingur mikill sem samið hefur marga góða texta í gegnum tíðina.Þegar hann frétti af raunum Sóleyjar var hann ekki lengi að smella í eina góða vísu um ævintýrið.

Bíóferðin Á ævintýri ýmsir trúa, og ólmir vilja segja frá. Frásagnir á vængjum fljúga, þó finnist öðrum frekar smá. Búðarrölt og bíóferðir, bætir allt og gleður mann. Hrellingarnar alla herðir, sem helst í Smára konu fann. Á góðum stað skal bílinn geyma, svo gangir honum vísum að. En ekki í gleði má samt gleyma, ganginn rata á réttan stað. Í draugagöngum glatast tíminn, og getur valdið hugarvíl. Ekki virkar sjúkur síminn, ég sífellt leita að mínum bíl. En loks úr öllum raunum rætist, sem rata hef ég búðum í. Nú er klárt að margur kætist, því komið er nú kvennafrí.

Guðmundur Marísson

Bók um sögu Öryrkjabandalags Íslands

í 50 ár verður gefin út 14. nóvember

næstkomandi.

Haldin verður bókarkynning og

sögusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

kl. 12:00 þann sama dag.

Á sýningunni verða svipmyndir úr 50 ára

starfi bandalagsins í máli og myndum.

Sögusýningin stendur til 27. nóvember.

Bókaútgáfa &sögusýning ÖBÍvegna 50 ára afmælis bandalagsins

Eitt samfélag fyrir alla er hálfrar aldar saga Öryrkjabanda-lags Íslands sem stofnað var 5. maí 1961 af sex félögum ör-yrkja og styrktarfélögum sem störfuðu að hagsmunamálum þeirra. Í máli og myndum greinir höfundurinn, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, frá þrotlausri baráttu fatlaðs fólks, starfsfólks bandalagsins og annarra velunnara fatlaðra fyrir bættum kjörum þeirra og auknum möguleikum til þátt-töku í samfélaginu. Þrátt fyrir miklar framfarir á fyrri hluta 20. aldar á fjölmörgum sviðum sat fatlað fólk lengi eftir.Með stofnun sérfélaga þess og Öryrkjabandalagsins var kyrr-stöðunni létt og smám saman tókst að ná fram breytingum. Örorkubótum var komið á, aðgengi var bætt, ferðaþjónusta og ymis aðstoð innleidd og stofnaður var Hússjóður Öryrkja-bandalagsins, nú Brynja – Hússjóður, sem byggt hefur fjölda íbúða, þar á meðal Hátúnsblokkirnar sem á sínum tíma var gríðarmikið átak í húsæðis- og félagsmálum öryrkja.

Í Sögu Öryrkjabandalags Íslands 1961–2011 er jöfnum hönd-um greint frá þróun og uppbyggingu bandalagsins í hálfa öld og öllu því fjölbreytta starfi sem bandalagið hefur staðið að í samvinnu við aðildarfélögin, sem nú eru orðin 33, önnur félög, fyrirtæki, einstaklinga og opinbera aðila. Oftast hefur ÖBÍ starfað að þeim án þess að kastljós fjölmiðla hafi beinst að því en stundum hefur komið til mikilla átaka sem þótt hafa fréttnæm. Svo var til dæmis um makatenginguna svokölluðu um nyliðin aldamót þegar Öryrkjabandalagið varð að leita réttar öryrkja vegna aðgerða ríkisstjórnar landsins fyrir dóm-stólum. Er sú saga rakin í bókinni lið fyrir lið og ljósi varpað á atburðarásina. Einnig er fjallað ítarlega um deilurnar við ríkisvaldið um aldurstengingu örorkubóta en um hana var gerður samningur árið 2003 sem ekki var staðið við. Um 250 ljósmyndir pryða bókina og auka gildi hennar.

31

TÍM

AR

IT Ö

Aðildarfélög ÖBÍ ADHD samtökinHáaleitisbraut 13, 3. hæð • 108 Reykjavík s: 581 1110 • f: 581 1111 • [email protected] • www.adhd.is

Ás, styrktarfélagSkipholti 50C • 105 Reykjavík • s: 414 0500 [email protected] • www.styrktarfelag.is

Blindrafélagið – samtök blindra og sjónskertra á ÍslandiHamrahlíð 17 • 105 Reykjavík • s: 525 0000 • f: 525 0001 [email protected] • www.blind.is

Blindravinafélag ÍslandsSæviðarsundi 54 • 104 Reykjavík • s: 581 2144

CP félagið á ÍslandiHáaleitisbraut 11 • 108 Reykjavík • s: 691 8010 [email protected] • www.cp.is

FAAS – Félag aðstandenda AlzheimersjúklingaHátúni 10b • 105 Reykjavík • s: 533 1088 • [email protected] www.alzheimer.is

Félag heyrnarlausraGrensásvegi 50 • 108 Reykjavík s: 561 3560 • f: 551 3567 • [email protected] • www.deaf.is

Félag lesblindra á ÍslandiÁrmúla 7b • 108 Reykjavík • s: 534 5348 • [email protected] / [email protected] www.fli.is

Félag nýrnasjúkraÞjónustusetri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9. hæð • 105 Reykjavík s: 561 9244 • [email protected] • www.nyra.is

Fjóla, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðinguHamrahlíð 17, 1. hæð • 105 Reykjavík • s: 553 6611 • f: 525 0001 [email protected]

Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufraPósthólf 8635 • 128 Reykjavík • [email protected] • www.fsfh.is

Geðverndarfélag ÍslandsHátúni 10 • 105 Reykjavík • s: 552 5508 • [email protected]

Gigtarfélag ÍslandsÁrmúla 5 • 108 Reykjavík • s: 530 3600 • f: 553 0765 • [email protected] www.gigt.is

HeyrnarhjálpLangholtsvegi 111 • 104 Reykjavík • s: 551 5895 • f: 551 5835 [email protected] • www.heyrnarhjalp.is

HIV-Ísland, Alnæmissamtökin á ÍslandiHverfisgötu 69 • 101 Reykjavík • s: 552 8586 [email protected] / hiv­island@hiv­island.is • www.hiv­island.is

HugarfarMelabraut 23 • 170 Seltjarnarnesi • s: 661 5522 [email protected] • www.hugarfar.is

LAUF – félag flogaveikraÞjónustusetri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9. hæð • 105 Reykjavík s: 551 4570 • [email protected] • www.lauf.is

Málbjörg – félag um stamPósthólf 10043 • 130 Reykjavík • s: 551 7744 [email protected] • www.stam.is

Málefli – hagsmunasamtök í þágu barna og ungmenna með tal- og/eða málþroskafrávikBolholti 6 • 105 Reykjavík • s: [email protected] • www.malefli.is

MG félag ÍslandsLeiðhömrum 23 • 112 Reykjavík • s: 567 0723 [email protected] • www.mg­felag.is

MND félag ÍslandsPósthólf 94 • 222 Hafnarfjörður • Skrifstofa Hátúni 10b 105 Reykjavík • s: 565 5727 • [email protected] • www.mnd.is

MS – félag ÍslandsSléttuvegi 5 • 103 Reykjavík • s: 568 8620 • f: 568 8621 [email protected] • www.msfelag.is

Parkinsonsamtökin á ÍslandiÞjónustusetri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9. hæð • 105 Reykjavík s: 552 4440 • [email protected] / [email protected] www.parkinson.is / www.psi.is

Samtök sykursjúkraÞjónustusetri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9. hæð • 105 Reykjavík s: 562 5605 • [email protected] • www.diabetes.is

SEM – samtök endurhæfðra mænuskaddaðraSléttuvegi 3 • 103 Reykjavík • s: 588 7470 • [email protected] www.sem.is

SÍBS – Samband íslenskra berkla-og brjóstholssjúklingaSíðumúla 6 • 108 Reykjavík • s: 560 4800 • f: 562 9150 [email protected] • www.sibs.is

Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðraHátúni 12 • 105 Reykjavík • s: 5 500 360 • f: 5 500 369 [email protected] • www.sjalfsbjorg.is

SPOEX – Samtök psoriasis og exemsjúklingaBolholti 6 • 105 Reykjavík • s: 588 9666 • f: 588 9622 [email protected] • www.psoriasis.is

Stómasamtök ÍslandsSkógarhlíð 8 • 105 Reykjavík • s: 847 0694 • [email protected] www.stoma.is

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 13 • 108 Reykjavík • s: 535 0900 • f: 535 0901 [email protected] • www.slf.is

Tourette – samtökin á ÍslandiÞjónustusetri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9. hæð • 105 Reykjavík s: 840 2210 • [email protected] • www.tourette.is

Umsjónarfélag einhverfraHáaleitisbraut 13 • 108 Reykjavík • s: 562 1590 [email protected] • www.einhverfa.is (skrifst. opin alla miðvikudaga kl. 9­15)

[email protected]

HVER EREFTIRLÆTISTALAN ÞÍN?

Leyfðu þér smá Lottó!

to

n/

A