um samstarf george p.l. walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 leó...

23
Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Post on 21-Dec-2015

229 views

Category:

Documents


7 download

TRANSCRIPT

Page 1: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76

Leó KristjánssonJarðvísindastofnun Háskólans

Page 2: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Þessi stutta frásögn mín er eflaust bara ein af hundruðum af “reynslusögum” sem hinir fjölmörgu nemendur, samstarfsmenn og arftakar George Walkers í rannsóknum hans hér og víða um heim gætu tekið saman um hann, um rannsóknirnar sjálfar og um frekari vísindaáfanga sem þær leiddu til.

Flestir þeirra og þar með sumir sem hér eru staddir, hafa eflaust haft af Walker mun nánari kynni en mín voru. Hinsvegar er óhætt að segja að þau hafi stýrt lífi mínu á ákveðna braut allt frá 1964. Það er mér því mikill heiður að mega rifja hér upp eitt lítið brot af því merka vísindastarfi sem Walker var frumkvöðull í hérlendis. Í því tilviki átti hann einkum samstarf við Þorbjörn Sigurgeirsson, annan frábæran vísindamann.

“Innfæddur burðarmaður”þvær sokka (grunlaus umað framtíð hans sé ráðin), við tjaldbúðir á Austur- landi sumarið 1964

Page 3: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Þegar Walker hóf rannsóknir sínar á Íslandi 1955, hafði hin almenna jarðfræði landsins ekki verið könnuð mikið frá rannsóknaferðum Þorvaldar Thoroddsen 1882-98.

Áhugi innlendra og erlendra vísindamanna hafði frá upphafibeinst að afmörkuðum fyrirbrigðum s.s. eldgosum og sögulegum hraunum, jarðhita, surtarbrandi, dýra- og plöntusteingervingum, móbergi og ummyndun þess, geislasteinum og öðrum steindum í bergi, strandlínum, skriðuföllum, jarðskjálftum, jökulminjum,og stöku fjöllum.

Hin eldri jarðlög utan eldvirku svæðanna voru (allt til 1968) talinvera frá eósen tíma, þ.e. 50-60 millj. ára, og lítið spennandi.

V A

Jarðfræðibók G.G.B. var kennd 1927- 68

Page 4: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Aðeins þrír íslenskir jarðfræðingar voru að mestu við rannsóknastörf um 1955:

- Sigurður Þórarinsson (eldvirkni, jöklar, gjóskulög o.fl.)- Guðmundur Kjartansson (kortlagning, ísaldarminjar, mannvirkjajarðfræði)- Tómas Tryggvason (hagnýt jarðefni, virkjanir)

og nokkrir voru í námi erlendis, meðal þeirra Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson.

Mér er ekki kunnugt um að Walker hafi átt í virku samstarfi við þessa eða yngri íslenska jarðfræðinga, aðra en framhaldsnema sína síðar, en t.d. þakkar Haraldur Sigurðsson honum stuðning við kortlagningu eldstöðvar á Snæfellsnesi 1963-64.

Walker varð brátt mikils metinn meðal íslenskra kollega, og var kjörinn bréfafélagi í Vísindafélagi Íslendinga 1968.

Page 5: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Um 1955 voru hinsvegar þrír íslenskir vísindamenn, sem ekki höfðu form-lega menntun í jarðfræðum, einnig að vinna að rannsóknum á því sviði:

Trausti Einarsson Þorbjörn Sigurgeirsson Gunnar Böðvarssonstjarnfræðingur, eðlisfræðingur, þá verkfræðingur, þá prófessor við H.Í. frkvstj. Rannsóknaráðs hjá Jarðborunum

Þeir sáu brátt þá miklu möguleika til frekari rannsókna, sem fólust íkortlagningu Walkers og nemenda hans á jarðmyndunum landsins.

Page 6: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Svo Gunnari séu gerð skil fyrst, þá birtu þeir Walker saman grein um að sumt í jarðfræðilegri byggingu og eldvirkni Íslands gæti bent til tognunar jarðskorpunnar til hliðanna frá gosbeltinu. Þeir voru þó ekki alveg vissir um það, enda var þá mjög margt í jarðfræði landsins enn ókannað, og annað sem flækti málin.

Grein Gunnars og Walkers var samin á árinu 1963, alveg óháð hinni þekktu ritsmíð F. Vine og D.H. Matthews um gliðnun úthafsbotnanna sem birtist það haust.

Segulsviðs-frávik

V & M

B & W

Page 7: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Hlutirnir gerðust síðan hratt í fræðunum veturinn 1963-64, og auk þess hófst Surtseyjargosið. Vorið 1964 var Walker orðinn sannfærður um að landreks-kenningin tæki fram öðrum skýringum á tilurð Íslands, og íslenskir jarðvís-indamenn féllust allflestir á það sjónarmið á næstu 2-3 árum. Gunnar Böðvarsson fluttist vestur um haf á árinu 1964, og ekki varð framhald á samvinnu þeirra Walkers varðandi byggingu jarðskorpu Íslands.

Guðmundur Pálmason, eftirmaður Gunnars sem deildarstjóri jarðhitarann-sókna á Orkustofnun, tók upp rannsóknir á því sviði um 1970 með fræðilegum líkönum af upphleðslu landsins ásamt innskotum, sigi, varmastreymi o.fl.

Page 8: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Trausti Einarsson ritaði lofsamlega umsögn um starf Walkers í Náttúrufræðinginn 1960.....

...og þeir áttu lengi í bréfaskiptum, þótt síðar yrðu skoðanir Trausta á myndun og höggun landsins frábrugðnar hugmyndum Walkers:

Page 9: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Nú verðum við að fara nokkur ár aftur í tímann frá 1955, því að Trausti og Þorbjörn höfðu fengið mikinn áhuga á mælingum á stefnu varanlegrar segulmögnunar í bergi eftir rannsóknir doktors-nemanda við Cambridge-háskóla hér 1950-51.

Þeir hófu skipulegar mælingar á segulstefnunni í hraunlögum með einföldum búnaði 1953, og ferðuðust um allt land til þess næstu sumur. Um 1956 kom Þorbjörn upp tækjum til nákvæmra mælinga á handsýnum í rannsóknastofu.

Segulstefna jarðar virtist hafa snúistvið með óreglulegu millibili, svo að fjöllhér voru samsett úr syrpum hraunlagameð “rétta” og “öfuga” segulstefnu til skiptis. Hver syrpa gat verið fáein lög eða fleiri, jafnvel nokkrir tugir.

Page 10: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Blackett setti upp rannsóknaaðstöðu til segulmælinga á bergsýnum í Manchester 1951, og fluttist með hana til Imperial College 1953.

Niðurstöður Trausta og Þorbjörns vöktu athygli víða og áttu þátt í að eyða ýmsum ranghugmyndum um bergsegulmagn og um hegðun jarðsegulsviðsins síðustu ármilljónir.

Þeir sögðu m.a. frá rannsóknum sínum á merkri ráðstefnu um bergsegulmælingar í London 1956, sem Blackett stýrði.

Einnig vildi svo til, að P.M.S. Blackett semhlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1948 fyrir rannsóknir á geimgeislum, var þá orðinn áhugasamur um orsakir segulsviðs jarðarinnar og himinhnatta almennt, því að þau svið hafa áhrif á brautir geimgeisla. Upp úr þessufékk hann einnig áhuga á segulmögnun bergs.

Úr greinT.E. 1957

Page 11: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Þorbjörn var kominn í samband við George Walker líklega 1956...

..... og hafði forgöngu um að hann fékk styrki úr Vísindasjóði 1961-63

Page 12: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Rautt táknar “öfuga” segulmögnun og blátt “rétta”, þ.e. svipaða og í dag.Þetta færði Þorbjörní sumum tilvikum inná ljósmyndir.

Trausti og Þorbjörn nýttu sér vönduð handrit Walkers að jarðlagakortum eystra:

Page 13: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Þeir félagar sáu þarna möguleika á rannsóknum sem mundu styðja við jarðlaga-kortlagningu Walkers, og um leið veita gagnlegar upplýsingar varðandi sögu jarðsegulsviðsins og seguleiginleika gosbergs fyrir vísindamenn um allan heim. Um 1961-62 var að frumkvæði Walkers farið að ræða um sýnasöfnun til nákvæmra bergsegulmælinga á heillegu samsettu jarðlagasniði gegnum allan staflann á Austurlandi. Var ákveðið í heimsókn Þorbjörns til London haustið 1963 að sækja um fjárstyrki og hefja undirbúning.

Stjórnandi var ráðinn R.L. Wilson, áður doktorsnemi Blacketts sem hafði eins og Walker rannsakað gosberg á Norður-Írlandi.

Page 14: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Leiðangurinn byrjaði 1964 með söfnun sýna úr um 300 lögum á SV-landi sem Trausti Einarsson hafði kortlagt.

Einn leiðangursmanna, N.D. Watkins, hafði kynnst nýjum bensín-borvélum til þessara nota vestanhafs. Reyndust þær mun betri tækni en söfnun handsýna.

Page 15: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

1964

1964-65

1965

Safnað var svo sýnum úr um 1100 hraunlögum eystra sumurin 1964-65.Sniðin 21 tengdust saman með auðþekkjanlegum hraunasyrpum eða seti.

Þetta var langstærsta einstaka verkefni í bergsegulmælingum á gosbergi til þess tíma.

Page 16: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Nákvæm kort af sniðunum bárust frá Walker eftir því sem sýnasöfnuninni miðaði áfram.Hann málaði gult númer á hvert hraunlag.

Teikningin til hliðar er af neðri hluta sniðsí Skagafelli við Fagradal. Í því voru boruð alls 59 lög, öll með “rétta” segulstefnu.

Page 17: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

T.v. er teikning Walkers af hluta annars sniðs, utan við Neskaupstað.47 lög voru merkt.

Sniðið er nálægt “Nes2” á ljósmyndinni. Þýskur leiðangur safnaði sýnum úr þvíog viðbótinni “Nes1” fyrir neðan, 2005.

Page 18: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

George Walker t.v. og aðrir leiðangursmenn við Kambssel í Geithellnadal 1964

Page 19: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Prófessor Blackett heimsótti leiðangurinní fáeina daga í Vöðlavík, og virðist hafa orðið fyrirnokkrum áhrifum afÍslandi í tjaldvistinni:

Page 20: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Laugará, um2 millj. ára

Gerpir, um13 millj. ára

Alls birtust a.m.k. 40 vísindagreinar og nokkur dr.-rit upp úr þessari söfnun. Þær áttu m.a. þátt í að flýta framgangi hinna nýju hugmynda um landrek og plötu-tektonik, sem byggðu ekki síst á túlkun segulfrávika við úthafshryggi.

Sniðin eystra voru alls um 8½ km að þykkt ef skörun er dregin frá. Súlan til hægri birtist í grein í “Nature” 1967, sem fékk einnig sérstaka umfjöllun ritstjórnar:

Samkvæmt aldursgreiningum sem birtust 1968, voruþarna sem sagt merki um a.m.k. 60 umsnúningajarðsegulsviðsins á 11 milljón ára tímabili. Það varmun oftar en áður var talið út frá öðrum gögnum.

Page 21: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Leiðangursmaðurinn N.D. Watkins sneri aftur hingað síðar og ýtti af stað verkefnum í bergsegulmælingum á samsettum jarð-lagasniðum (> 2400 hraunlög 1972-78), ásamt Íslendingum og I. McDougall sérfræðingi í aldursgreiningu bergs.

Stórri grein um niðurstöður leiðangursins 1964-65 tókst einnig að ljúka, ogbætt var nokkru við þær.

Hér læt ég staðar numið í umfjöllun um árangursríkt samstarf George Walkers við nokkra vísindamenn. Ég vil þó nefna að hann skrifaði fleiri merkar greinar um jarðfræði Íslands á 8. áratugnum, m.a. tvær í ráðstefnurit sem ég ritstýrði 1974. Kveikjan að annarri þeirra var heimsókn til Vestmannaeyja í gosinu 1973.

72 bls.

Page 22: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Lokaorð

Íslenskir jarðfræðingar eru ekki lengur bara þrír talsins, heldur hafa um 300 þeirra útskrifast frá Háskóla Íslands síðan 1972, auk annarra jarðvís-indamanna sem hér starfa. Þeir hafa unnið margt til gagns fyrir þjóðina og vísindin. Hið mikla ævistarf George P.L. Walkers, bæði á Austurlandi og í eldfjallafræðum víða um heim, hefur verið þeim veganesti í hálfa öld.

Hvað varðar hina eldri hluta landsins, tel ég okkur Íslendinga þó ekki hafa fylgt nægilega eftir frumkvæði Walkers hér í kring. Það á bæði við almenna kortlagningu og aldursákvörðun hraunlagastaflans sem við höfum fyrir augum, sem og atriði á borð við bergfræði staflans, megineldstöðvar, ummyndun, gjóskulög, höggun,...

Ég vænti þess sérstaklega, að það setur sem nú hefur verið opnað, megi stuðla að því að nýjar kynslóðir jarðvísindamanna feti áfram þá braut sem Walker hóf að ryðja á N.-Írlandi og svo hér í Breiðdal og víðar á Austfjörðum.

Einnig má vænta þess að setrið efli kynningu á þeim undrum sem í jarðlögumAusturlands finnast, meðal skólafólks, ferðamanna og alls almennings.

Page 23: Um samstarf George P.L. Walkers við nokkra innlenda og erlenda jarðvísindamenn, 1956-76 Leó Kristjánsson Jarðvísindastofnun Háskólans

Ég þakka áheyrnina.

Jeppi Walkers t.v. við Veturhús í Hamarsdal, 1964