vegagerðin innanhúss 8. tbl. 2011, nr. 457 · borgarfjarðarfjörum (bs-ritgerð) / hrafnhildur...

5
1 8. tbl. 2011 nr. 457 8. tbl. 24. árg. nr. 457 19. september 2011 Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Statens vegvesen er nafnið á norsku Vegagarðinni en henni er falið margþætt eftirlit með umferð og fleiri þáttum svo sem skoðun ökutækja og útgáfa ökuskírteina. Norskar umferðareftirlitskonur leggja af stað í eftirlitsferð með starfsmönnum Vegagerðarinnar. Frá vinstri: Jón Þórir Leifs son, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Jóhann Berg Þorbergsson, Anne Maríe Torsvik, Dagmar Jensen og Bragi Jens Sigurvinsson. Í gegn um tíðina hefur norska vegagerðin og sú íslenska haft með sér margháttað og gott samstarf. Til dæmis hafa starfsmenn umferðareftirlits Vegagerðarinnar í nokkrum tilfellum farið til tímabundinna kynnisferða og starfa með norskum kollegum sínum auk þess sem kennarar á þeirra vegum hafa komið til Íslands með námskeið fyrir eftirlitsmenn Vegagerðarinnar. Fyrir nokkru óskuðu tvær eftirlitskonur hjá Statens vegvesen, þær Dagmar Jensen og Anne Marie Torsvik eftir því að fá tækifæri til að fara í stutta starfs- og kynnisferð til Ísland og komu þær hér til starfa mánudaginn 8. ágúst og voru hér til 12. ágúst. Dagmar starfar sem eftirlitsmaður á Oslósvæðinu en Anne Maríe í Stafanger. Heimsókn frá Noregi Hjálpið okkur að spara Nokkur fjöldi fyrrverandi starfsmanna Vegagerðar- innar fær þetta blað sent til sín í pósti. Ef það eru einhverjir sem kíkja aldrei á innihaldið og setja það beint í endurvinnsluna þá eru þeir beðnir um að afskrá sig sem áskrifendur. Sendið tölvupóst á: [email protected]. En allir sem fletta blaðinu og finnst að áhugavert eru velkomnir í áframhaldandi áskrift.

Upload: haanh

Post on 04-Sep-2018

227 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

1

8. tbl. 2011 nr. 457

8. tbl. 24. árg. nr. 457 19. september 2011

Ritstjóri: Viktor Arnar IngólfssonPrentun: Oddi

VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna­þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra.

Statens vegvesen er nafnið á norsku Vegagarðinni en henni er falið margþætt eftirlit með umferð og fleiri þáttum svo sem skoðun ökutækja og útgáfa ökuskírteina.

Norskar umferðareftirlitskonur leggja af stað í eftirlitsferð með starfsmönnum Vegagerðarinnar. Frá vinstri: Jón Þórir Leifs­son, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Jóhann Berg Þorbergsson, Anne Maríe Torsvik, Dagmar Jensen og Bragi Jens Sigurvinsson.

Í gegn um tíðina hefur norska vegagerðin og sú íslenska haft með sér margháttað og gott samstarf. Til dæmis hafa starfsmenn umferðareftirlits Vegagerðarinnar í nokkrum tilfellum farið til tímabundinna kynnisferða og starfa með norskum kollegum sínum auk þess sem kennarar á þeirra vegum hafa komið til Íslands með námskeið fyrir eftirlitsmenn Vegagerðarinnar. Fyrir nokkru óskuðu tvær eftirlitskonur hjá Statens vegvesen, þær Dagmar Jensen og Anne Marie Torsvik eftir því að fá tækifæri til að fara í stutta starfs- og kynnisferð til Ísland og komu þær hér til starfa mánudaginn 8. ágúst og voru hér til 12. ágúst. Dagmar starfar sem eftirlitsmaður á Oslósvæðinu en Anne Maríe í Stafanger.

Heimsókn frá Noregi

Hjálpið okkur að sparaNokkur fjöldi fyrrverandi starfsmanna Vegagerðar-innar fær þetta blað sent til sín í pósti. Ef það eru einhverjir sem kíkja aldrei á innihaldið og setja það beint í endurvinnsluna þá eru þeir beðnir um að afskrá sig sem áskrifendur. Sendið tölvupóst á: [email protected]. En allir sem fletta blaðinu og finnst að áhugavert eru velkomnir í áframhaldandi áskrift.

2 3

Úrslit í golfmóti Starfsmannafélags Vegagerðarinnar í miðstöð og Suðvestursvæði, haldið á Leiruvelli 24. ágúst.Punktaleikur með forgjöf 1. sæti - Hreiðar Jónsson - 37 punktar2. sæti - Aron Bjarnason - 36 punktar3. sæti - Þórir Ingason - 34 punktarHöggleikur án forgjafar1. sæti - Ingvi Árnason 82 högg2. sæti - Kristján Uni Óskarsson 87 högg3. sæti - Jóhann Hjörleifsson 92 högg

2. golfmótið á Leiru Keppendur á Leiru. Aftari röð frá vinstri: Valdimar Sigurjónsson, Gísli Gíslason, Lilja Óskarsdóttir, Þórir Ingason, Ása Helga Halldórsdóttir, Pétur A. Ingvarsson, Sverrir Örvar Sverrisson, Valtýr Þórisson, Jóhann Hjörleifsson, Jónas Snæbjörnsson, Sigurður Hallur Sigurðsson, Gunnar Garðarsson, Jón Ágúst Jónsson, Elísabet Þórisdóttir, Eiríkur Bjarnason, Svanur Bjarnason. Fremri röð frá vinstri: Kristján Uni Óskarsson, Ingvi Árnason, Aron Bjarnson, Hreiðar Jónsson.

Golfmóti Vegagerðarinnar (#3) fór fram í blíð skap ar-haustveðri að Hamri sunnudaginn 4. september. Hátt í 40 mann skráðu sig í mótið en einhver forföll urðu á síðustu metrunum. Þetta var þó eitt fjölmennasta golfmót Vegagerðarfólks að Hamri í langan tíma og minnti á „gömlu“ góðu dagana en Vegagerðarmótið að Hamri er að líkindum eitt elsta samfellda fyrirtækjamótið í golfi á landinu (allavega á sama velli) eða tæplega 30 ára gamalt. Úrslit í í mótinu urðu þannig:Punktaleikur með forgjöf 1. sæti - Hreiðar Jónsson - 33 punktar2. sæti - Aron Bjarnason - 29 punktar3. sæti - Valtýr Þórisson - 28 punktar *Að vísu lék Kristján Kirstjánsson á 29 punktum og hefði með réttu átt að verma 3ja sætið en hann hlaut önnur verðlaun án forgjafar. Höggleikur án forgjafar1. sæti - Jóhann Hjörleifsson 91 högg2. sæti - Kristján Kristjánsson 92 högg3. sæti - Gísli Gíslason 93 högg

3. golfmótið að Hamri

Punktaleikur með forgjöf (Gestir)1. sæti - Guðrún Sverrisdóttir - 37 punktar2. sæti - Einar Valberg Eiríksson - 33 punktar3. sæti - Erlendur Örn Eyjólfsson - 30 punktarHöggleikur (Gestir) – bezta skorEinar Valberg Eiríksson 88 höggNándarverðlaun á 10 braut:Erlendur Örn Eyjólfsson 4,47mSjá má úrslit mótsins á golf.is/gb (Mótaskrá/Vega-gerðarmóti/núverandi staða). Ekki er alveg að marka höggafjölda þeirra sem „tóku upp“ en það er viðtekin venja við innslátt að slá inn rúm lega tvö falt par þeirrar holu sem er exuð til að fyrir byggja punkta söfnun, en sumir geta átt 3 punkta á nokkrum holum. Eftir mótið var borðuð dýrindis gullash súpa með hvítlauksbrauði og að sjálfsögðu var verðlaunaafhending. Nokkuð var liðið á daginn þegar þessu öllu var lokið og lá mönnum svo mikið á að leggja til brottfarar að það láðist að taka hina hefðbundnu hópmynd. Mótanefnd Vegagerðarinnar NV-svæðis þakkar öllum komuna og vill meina að þetta hafi verið vel heppnað mót. BOB

Vegagerðarmeistarar í Golf sumarið 2011 (besti árangur í 2 mótum af 3)Höggleikur án forgjafar = Kristján KristjánssonPunktaleikur með forgjöf = Svanur Bjarnason

Vegagerðarmeistarar 2011

Úrslit á Leiru.

Fyrsta golfmótið í mótaröð Vegagerðarinnar fór fram að Kiðjabergi 1. júní. Mynd af þátttakendum og úrslit voru birt í 6. tölublaði en það er rétt að rifja það upp hér svo öllu sé haldið til haga. Úrslit í í mótinu urðu þannig:Punktaleikur með forgjöf 1. sæti - Svanur Bjarnason - 40 punktar2. sæti - Valtýr Þórisson - 40 punktar3. sæti - Hreiðar Jónsson - 33 punktar

1. golfmótið að Kiðjabergi

Höggleikur án forgjafar1. sæti - Kristján Kristjánsson 86 högg2. sæti - Jóhann Hjörleifsson 91 högg3. sæti – Gísli Gíslason 96 högg

Vegagerðarmenn fóru á bíó

Starfsmannafélagið í Reykjavík og á Suðvesturs-væði efndi til hópferðar á nýja íslenska kvikmynd, sem heitir Á annan veg en hún fjallar um tvo vegagerðarmenn að störfum. Á annan tug mættu og létu þeir vel af kvikmyndinni. Mæla þeir eindregið með því að aðrir starfsmenn leggi leið sína í bíó.

Upplýsingar um myndina má finna t.d. á kvikmyndir.is, Á annan veg, en þar stendur meðal annars: Myndin gerist á ótil greindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi.

Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu kærustu sinnar greiða og útvega Fredda, yngri bróður hennar, starf hjá Vegagerðinni. Taka hann með sér út á land yfir sumarið og gera mann úr honum. Í myndinni er sambandi þessara ólíku, nánast andstæðu, persóna fylgt eftir í eyðilegu og hrjóstrugu fjalllendi. Mennirnir tveir þurfa að takast á við og umbera sérviskulega eiginleika hvors annars, deila litlu tjaldi og sofa í táfýlu þétt upp við hvorn annan ? enda eru þeir tilneyddir að eyða mun meiri tíma saman en hvorugur myndi nokkurn tímann kjósa sér.

4 5

Frá bókasafniHér á eftir er listi yfir ný aðföng bókasafnsins í júlí og ágúst 2011

Skýrslur:Advances in Earthquake Prediction: Research and Risk Mitigation / Ragnar Stefánsson, Springer, London, 2011Athugun á fjöru við mynni Mjóafjarðar í Kerlingarfirði í Reykhólahreppi / Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo og Böðvar Þórisson (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2011Áhrif Borgarfjarðarbrúar á lífríki og kornastærð í Borgarfjarðarfjörum (BS-ritgerð) / Hrafnhildur Tryggvadóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands, Akureyri, maí 2011Fornleifakönnun vegna ný- og endurlagningar Vestfjarðarvegar nr. 60: Frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði / Margrét Hallmundsdóttir og Caroline Paulsen (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2008Framkvæmdaskýrsla 2010: Suðvestursvæði, viðhald og þjónusta / Bjarni Stefánsson, Þórður Viðar Njálsson, Vegagerðin, Hafnarfirði, júní 2011Fuglaathuganir frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði / Böðvar Þórisson og Þorleifur Eiríksson (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2008Gróður í Kerlingafirði og Kjálkafirði / Hafdís Sturlaugsdóttir (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2008Kerlingafjörður, Kjálkafjörður og Mjóifjörður: Straumlíkan / Þröstur Hrafnkelsson (Unnið fyrir Vegagerðina), Verkfræðistofan Vatnaskil, Reykjavík, 2011Landslag við norðanverðan Breiðafjörð. Mat á áhrifum vegaframkvæmda á landslag, milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði / Kristjana Einarsdóttir og Sóley Valdimarsdóttir (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2011

Leirur í Kjálkafirði og Mjóafirði í Barðastrandarsýslu / Þorleifur Eiríksson, Kristjana Einarsdóttir, Cristian Gallo og Böðvar Þórisson (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2008Lífmassamælingar í veglínu Eiði – Þverá / Hafdís Sturlaugsdóttir (Unnið fyrir Vegagerðina, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2011Rauðbrystingur í Barðastrandarsýslum 2006-2007 / Böðvar Þórisson og Þorleifur Eiríksson (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2008Vestfjarðavegur: Eiði – Þverá: Greinargerð um ofanflóð / Höskuldur Búi Jónsson, Vegagerðin, Reykjavík, 2011.Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði: Mat á umhverfisáhrifum ; Frummatsskýrsla / Helga Aðalgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson, Vegagerðin, Reykjavík, 2011Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði: Mat á umhverfisáhrifum ; Frummatsskýrsla: Teikningar / Helga Aðalgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson, Vegagerðin, Reykjavík, 2011Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði: Mat á umhverfisáhrifum ; Frummatsskýrsla: Viðauki 1. - fylgiskjöl / Helga Aðalgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson, Vegagerðin, Reykjavík, 2011Hlaup í Múlakvísl 8.-10. júlí 2011 / Gunnar Þór Jónsson, Tinna Þórarinsdóttir, Veðurstofa Íslands, Reykjavík, 2011Improving groundwater representation and the parameterization of glacial melting and evapotranspiration in applications of the WaWiM hydrological model within Iceland / Bergur Einarsson, Sveinbjörn Jónsson, Veðurstofa Íslands, Reykjavík, 2010Kynning á frummatsskýrslu: Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, Vegagerðin Reykjavík, ágúst 2011

Ýmislegt:Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið 1991-2010 og stjórnskipuleg álitaefni / Helgi Áss Grétarsson, Lagastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2011EEA Signals 2011: Globalisation, Environment and you, Publications Office of the European Union, Luxembourg, 2011EN 1090-2:2008/FprA1, Execution of steel structures and aluminium structures – Part2: Technical requirements for the execution of steel structures – Stage 24, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009The European Environment: State and Outlook 2010 : Assessment of Global Megatrends, Publications Office of the European Union, Luxembourg, 2011Handbók bænda 2010 – 2011, 59. árgangur, Bændasamtök Íslands, Reykjavík, 2011ÍST EN 1090-2:2008: Execution of steel structures and aluminium structures - Part 2:Technical requirements for the execution of steel structures – Stage 34. Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN 12517-1:2006: Prófun á málmsuðu án eyðileggingar - Hluti 1: Mat á rafsoðnum samskeytum úr stáli, nikkeli, títani og blöndum þeirra með röntgentækni – Samþykkisstig, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2006ÍST EN 15228:2009: Structural timber - Structural timber preservative treated against biological attack, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN 17640:2010: Non-destructive testing of welds - Ultrasonic testing - Techniques, testing levels, and assessment, Staðlaráð Íslands Reykjavík, 2010ÍST EN 22553:1994: Soðin og lóðuð samskeyti - Táknun á teikningum, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 1994ÍST EN 583-1:1998 / ÍST EN 583-1:1998/ A1:2003: Prófun án eyðileggingar - Úthljóðsskoðun - 1. hluti: Almennar meginreglur, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 1998/2003

ÍST EN 599-1:2009: Durability of wood and wodd-based product - Efficacy of preventive wood preservatives as determined by biological tests - Part 1: Specification according to use class, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN ISO 11666:2010: Non-destructive testing of welds - Ultrasonic testing of welded joints - Acceptance levels, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2010ÍST EN ISO 1461 : 2009: Hot dip galvanized coatings on fabricated iron and steel articles - Specification and test methods, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN ISO 17635:2010: Non-destructive testng of welds - General rules for metallic meterials, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2010ÍST EN ISO 17637:2011: Non-destructive testing of welds - Visual testing of fusion- welded joints, Staðlaráð Íslands Reykjavík, 2011ÍST EN ISO 17638:2009: Non-destructive testing of welds - Magnetic particle testing, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN ISO 23277:2009: Non-destructive testing of welds - Penetrant testing of welds - Acceptance levels, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009ÍST EN ISO 23278:2009: Non-destructive testing of welds - Magnetic particle testing of welds - Acceptance levels, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009Nám og þjónusta við stofnanir: Símenntun – á þínu færi, (bæklingur) Starfsmennt, fræðslusetur, Reykjavík, haust 2011Oversigt over tilstand og udvikling Statsvejnettet 2011, Rapport 394, Vejdirektoratet, Köbenhavn 2011The Relationship of Housing Prices and Transportation Improvements: Location and Marginal Impact / Vífill Karlsson (Spatial Economic Analysis, Vol. 6, No. 2, June 2011), Routledge, 2011Umhverfis- og öryggishandbók fyrir starfsfólk Vegagerðar-innar, Vegagerðin, Reykjavík, apríl 2011Umhverfisteikn 2011: Hnattvæðingin, umhverfið og þú, Evrópu­sambandið, skrifstofa opinberrar útgáfustarfemi, Luxembourg, 2011

Í sumar hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði Vegagerðarinnar að Miðhúsavegi 1 á Akureyri. Húsið var málað að utan og skipt um glugga á vélaverkstæði en einnig var umhverfið fegrað með nýjum gróðri. Á myndinni sést Nanna Stefánsdóttir garðyrkjufræðingur að störfum. Mynd: Leonard Birgisson.

Þessi frétt birtist á innanhússfréttagrunni 09.09.2011

Viðurkenning Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mann virkja hefur hlotið nafn.

Í maí sl. auglýsti áætlana- og umhverfisdeild eftir til-lögum að nafni á viðurkenninguna. Nokkrar tillögur bár-ust og valdi dómnefnd nafnið Varðan.

Vart þarf að tíunda hvaða þýðingu vörður hafa haft í lífi Íslendinga í gegnum tíðina, svo ekki sé minnst á vega-lagningu og vegagerðarmenn. Vegagerðin hefur staðsett vörðu nærri anddyri miðstöðvarinnar sem vekur óskipta athygli erlendra ferðamanna. Þá er varða (milestone) notað við kafla-, þátta- eða áfangaskil í verkefnastjórnun. Það að veita viðurkenningu ásamt því að þiggja hana hlýtur að falla undir slík tímamót.

Margar góðar tillögur bárust en þær voru Hlykkurinn, Vegagullið, Velgerður, Stólpinn, Vegagerður, Vegvísir, Frágangur, Hefillinn, Leiðarinn, Hakinn, Rekan, Hrífan, Fláinn, Pállinn, Góðverkið, Umbótin, Sóminn, Prýðin og Umhverfisverk Vegagerðarinnar.

Þrír starfsmenn sendu inn tillögu að nafninu Varðan. Þau eru Gunnar Sigurgeirsson, Gunnhildur Skaftadóttir og Ólafur Þór Gunnarsson og fá þau sendan konfektkassa af þessu tilefni.

Í dómnefnd voru Hreinn Haraldsson, Eiríkur Bjarnason og Matthildur B. Stefánsdóttir.

Viðurkenning Vegagerðarinnar fær nafn

Viðurkenning Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja eins og hún hefur litið út til þessa.

6 7

Kæru vinir og samstarfsfólk!Innilegustu þakkir fyrir hlýjar kveðjur og góðar gjafirfrá ykkur í tilefni 60 ára afmælis míns þann 1. ágúst sl.

Bestu kveðjur til ykkar allraValgeir S. Kárason, Sauðárkróki

Fyrrverandi rekstrarstjórar og makar á hlaðinu í Húsey í Hróarstungu á Héraði. Frá vinstri talið: Sigvaldi G. Fjeldsted, Elís Jónsson, Guðmundur Gunnarsson, Benney Ólafsdóttir kona Hjörleifs Ólafssonar, Ólafur H. Torfason, Halldóra J. Jónsdóttir ekkja Jóns H. Sigurbjörnssonar, Örn Þorleifsson bóndi í Húsey, Guðrún Sigurðardóttir kona Sigvalda Fjeldsted, Hjörleifur Ólafsson, Ásta Hrafnkelsdóttir kona Guðjóns Þórarinssonar, Guðjón Þórarinsson, Ólafía Aradóttir ekkja Kristins J. Jónssonar, Petra Sverresen kona Einars Friðbjörnssonar, Einar Friðbjörnsson (í hvarfi), Guðni Nikulásson, Svavar Jónsson, Gylfi Júlíusson, Helga Viðarsdóttir kona Gylfa Júlíussonar.

Starfsmannamál

Guðmundur Rafn Kristjáns­son (Muggur) deildarstjóri á Ísafirði sem var ársleyfi vegna starfa í Noregi hefur sagt upp störfum.

Ríkharð Einarsson verkstæðis formaður

á vélaverkstæðinu á Reyðarfirði hættir störfum á næstunni

vegna aldurs.

Snorri Guðmundsson verkstæðisformaður á vélaverkstæðinu á Akureyri hefur látið af störfum eftir veikindaleyfi.

Pétur B. Guðmundsson verkstjóri á þjónustustöðinni

í Borgarnesi hefur fengið árs leyfi frá störfum

frá 1. október.

Árni Guðmundsson vélvirki hefur verið ráðinn á vélaverkstæðið í Borgarnesi. Hann hóf störf í byrjun ágúst.

Afmæli

Reynir Bárðarsonfyrrverandi flokksstjóri á trésmíðaverkstæðinu í Reykjavíkvarð 70 ára 8. september.

Svavar Jónsson fyrrverandi héraðsstjóri

á Húsavík varð 80 ára11. september.

Reynir Öxndal Stefánssonfyrrverandi vélamaðurá Sauðárkrókivarð 70 ára 4. ágúst.

Sigdór Sigurðsson fyrrverandi skrifstofumaður

í Reykjavík varð 90 ára 25. ágúst.

Ágúst Þorsteinssonfyrrverandi bílstjórií Grafarvogivarð 90 ára 31. ágúst.

Ólafur H. Torfason fyrrverandi

umferðareftirlitsmaður í Reykjavík

varð 75 ára 28. júlí

Þórir Þórðarsonfyrrverandi verkstjóriá Reykjanesivarð 75 ára 25. ágúst.

Ársfundur Lávarðadeildarinnar, félags fyrrverandi rekstrar stjóra hjá Vegagerðinni, var haldinn á Hótel Svarta skógi í Jökulsárhlíð, laugardaginn 3. september 2011. Þar er mjög gott hótel til dvalar og fundahalda. Þátttakendur voru 18 að meðtöldum mökum og ekkjum tveggja látinna félaga. Mæting var um hádegisbil, en nokkrir félagar, sem lengst áttu að sækja komu kvöldið áður.

Að hádegi loknu var fundað til kl. 13:30 þar sem fram fóru venjuleg aðalfundarstörf. Þá var farið í 4 tíma skoðunarferð milli kl. 14:00 – 18:00 um Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá, til Eiða og að lokum til Egilsstaða og hótelsins í Svartaskógi sem er í landi Hallgeirsstaða í Jökulsárhlíð. Leiðsögumaður í ferð-inni var Guðni Nikulásson fyrrverandi rekstrarstjóri í Fellabæ. Guðni leysti verkefni sitt af stakri prýði, eins og hans er von og vísa, kryddaði frásögu sína með gamanyrðum og sögum, enda maðurinn fjölfróður um ýmiss málefni. Guðjón Þórarinsson fyrrverandi rekstrar-stjóri á Reyðarfirði studdi Guðna í leiðsögunni og fór með nokkur hnittyrði í lokin.

Í upphafi ferðar var ekið um Hróarstunguveg (925) og skoðuð gömul torfkirkja að Litla Bakka. Þar nálægt, að Geirsstöðum, eru rústir frá um 980, sem samanstanda af kirkju, skála og túngarði, auk annarra byggingaleifa. Nú hafa kirkjan og túngarðurinn verið endurbyggð þar skammt frá fyrir fjárstyrk frá Evrópubandalaginu og auk þess verið mótaðar útlínur víkingaskips utan við garðinn.

Næst var ekið um Húseyjarveg (926) til Húseyjar, sem er ysti bær í Hróarstungu á sléttunni miðri, skammt frá mótum Jökulsár og Lagarfljóts. Þar var mest selveiði við Héraðsflóa. Um dýralíf í Húsey hefur verið gerð einkar áhugaverð heimildarmynd. Mikið fuglalíf er í Húsey. Þar er rekið farfuglaheimili og stórt hestabú. Ábúandi Örn Þorleifsson, leiddi okkur um staðinn og lýsti staðháttum og starfsemi

Að lokinni áheyrn og skoðun Húseyjar var ekið sama veg til baka inná veg nr. 925 og þaðan um Lagarfoss-veg (944) yfir fljótið framhjá Lagarfossvirkjun um Hjaltastaða- og Eiðaþinghár um Borgarfjarðarveg (94), til Egilsstaða en ekki var stansað á þeirri leið.

Á sameiginlegum fundi var ákveðið að næsti ársfundur deildarinnar yrði á Akureyri eða næsta nágrenni í byrjun septembermánaðar á árinu 2012 og yrði hann sá sextándi í töluröð.

Stjórn félagsins var endurkjörin fyrir næsta starfsár, en hana skipa eftirtaldir: Formaður: Hjörleifur Ólafsson. Meðstjórnendur: Ólafur H. Torfason og Sigvaldi Fjeld-sted .

Sameiginlegt borðhald var á laugardagskvöldi. Að kvöldverði loknum komu félagar saman í setustofu og glöddust við samræður, söng og dans undir frábærum harmonikkuleik Sigvalda Fjeldsted félaga okkar.

Leiknum lauk um miðnæturbil og gengu menn sáttir og sælir til sængur.

12.09.2011 Elís Jónsson

Ársfundur Lávarðadeildarinnar

8 9

Valgeir Steinn Kárassonverkefnastjóri árangurs og eftirlitsdeild á Sauðárkróki varð 60 ára 1. ágúst.

Steinn Stefánssonbóndi og kennari Neðra­Ási, Hjaltadal

Soffía Jónsdóttirhúsfreyja Neðra­Ási

Kári Steinssonsundlaugarvörður og

íþróttakennari á Sauðárkrókif. 02.04.1921 Neðra­Ási

d. 24.07.2007

Sigurður Þorlákur Sveinssonbóndi og sjómaður Hólakoti,

Reykjaströnd og víðar

Guðbjörg Þ. Sigmundsdóttirhúsfreyja Hólakoti og víðar

Pálmi Anton Sigurðssonsjó­ og verkamaður á Sauðárkróki

f. 17.10.1921 Unadal

Snorri F. S. Stefánssonbóndi Stóru­Gröf, Langholti

Jórunn Sigurðardóttirhúsfreyja Stóru­Gröf

Guðrún Lovísa Snorradóttirhúsmóðir Sauðárkrókif. 27.02.1925 Stóru­Gröfd. 31.03.2010

Valgeir Steinn Kárasonf. 01.08.1951 á Sauðárkróki

Maki: Guðbjörg Sigríður Pálmadóttirsjúkraliði, f. 02.02.1952 á Sauðárkróki

Kristján Sigfússonbóndi Róðhóli, Sléttuhlíð

Jóna Guðný Franzdóttirhúsfreyja Róðhóli

Dagmar Valgerður Kristjánsdóttirhúsmóðir og verkakona á Sauðárkrókif. 15.02.1931 Róðhólid. 15.04.2010

Börn þeirra:

Nám: Gagnfræðaskóli Sauðárkróks, landspróf miðskóla og gagnfræðapróf 1968. Iðnskólinn á Sauðárkróki, burtfararpróf rafvirkjun 1972, sveinsbréf í rafvirkjun 1973. Tækniskóli Íslands, rafiðnfræði 1976. Meistarabréf í Rafvirkjun 1977. Rafmagns­eftirlit ríkisins, leyfisbréf til rafvirkjunar við lágspennuvirki, B­löggilding 1977. Telemark ingeniørhøgskole, Porsgrunn, Noregi, rafmagnstæknifræði 1978. Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík; B.Ed próf, kennararéttindi á framhaldsskólastigi 1982. Háskólinn í Gautaborg, framhaldsnám í kennslufræðum starfs­ og verkmenntagreina 1993. Leiðsöguskóli Íslands, Kópavogi / Farskóli Norðurlands vestra, Sauðárkróki; Svæðisleiðsögunám fyrir Norðurland vestra 1997. Ökuskóli Skagafjarðar; aukin ökuréttindi vöru­ og fólksbifreiða 2001. Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík; framhaldsnám í upplýsingatækni og rannsóknarfræðum 2001 ­ 2002. Hefur sótt fjölda námskeiða í uppeldis­ og kennslufræðum, rafmagnsfræðum, tölvufræðum, gæðastjórnun og verkefnastjórnun.

Efri röð: Börkur, Valgeir Steinn, Árni Geir, Guðrún Jóna og Pálmi Þór. Neðri röð: Ísak Geir, Dagmar Hlín, Guðbjörg Sigríður, Sigríður Ólöf, Íris Lilja, Valgeir Ingi og Gunnhildur Jódís. Mynd tekin á Spáni í júní 2011.

Störf: Almenn sveitastörf og unglingavinna, uppskipun og byggingarvinna. Brúargerð á Austurlandi sumrin 1966 og 1967 í flokki Sigurðar Jónssonar frá Sólbakka Borgarfirði eystra, m.a. við brýr í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, á Rangá Hróarstungu og Fögruhlíðará í Jökulsárhlíð. Kennari við Iðnskólann á Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1979­2005. Kennsla og deildarstjórn í rafiðngreinum, kennsla í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði, tölvufræði og umsjón með tölvukerfi. Verkefnastjóri hjá árangurs­ og eftirlitsdeild Vegagerðarinnar frá 2005.Félagsstörf: Störf að félagsmálum kennara, í fulltrúaráði HÍK og varastjórn félags framhaldsskólakennara KÍ, stofnaði Umhverfissamtök Skagafjarðar og er varaformaður SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, var í stjórn Ferðafélags Skagafjarðar um skeið og formaður deildar Norrænafélagsins í Skagafirði. Keppnismaður í garpasundi (eldri sundmanna, 5 íslandsmet), stundar hjólreiðar, gönguskíði og fjallgöngur, áhugaljósmyndari. Félagi í karlakórnum Heimi.

Guðrún Jóna Valgeirsdóttirf. 06.07.1971 á SauðárkrókigrunnskólakennariBörn hennar: Íris Lilja, Valgeir IngiBarnsfaðir: Þórður Þórðarson

Dagmar Hlín Valgeirsdóttirf. 10.04.1973 á SauðárkrókihjúkrunarfræðingurSambýlismaður: Börkur HólmgeirssonBarn þeirra: Ísak Geir

Árni Geir Valgeirssonf. 30.05.1980 á Sauðárkrókitölvunarfræðingur (MS)Sambýliskona: Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir

Pálmi Þór Valgeirssonf. 12.07.1988 á Sauðárkrókihugbúnaðarverkfræðingur (BS)Sambýliskona: Gunnhildur Jódís Ísaksdóttir