vægi óbeinna sönnunargagna í vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1....

83
ML í lögfræði Vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Úttekt á dómum Hæstaréttar á tímabilinu 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Febrúar 2019 Nafn nemanda: Ellen Þóra Blöndal Kennitala: 250491-3289 Leiðbeinandi: Hulda María Stefánsdóttir Vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Upload: others

Post on 23-Jan-2021

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

ML í lögfræði

Vægi óbeinna sönnunargagna í

nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr.

almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Úttekt á dómum Hæstaréttar á tímabilinu

1. janúar 2008 til 1. janúar 2018.

Febrúar 2019

Nafn nemanda: Ellen Þóra Blöndal

Kennitala: 250491-3289

Leiðbeinandi: Hulda María Stefánsdóttir

Vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv.

1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Page 2: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

ii

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr.

almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeim tilgangi verður gerð úttekt á dómum Hæstaréttar

á tíu ára tímabili, frá 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað

um sögulega þróun nauðgunarákvæðisins allt frá þjóðveldisöld og þar til nauðgunarákvæði 1.

mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, var breytt með lögum nr. 16/2018 um

breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þá verður gerð

grein fyrir hugtökunum samræði og önnur kynferðismök og þeim verknaðaraðferðum sem

kveðið er á um í ákvæðinu. Í framhaldi af því verður fjallað um sönnun og helstu sönnunargögn

í nauðgunarmálum. Að því loknu er fjallað um úttektina á dómum Hæstaréttar þar sem áhersla

er lögð á vægi óbeinna sönnunargagna. Dómarnir eru skoðaðir með hliðsjón af því hvaða

sönnunargögn lágu fyrir í málunum og hvort vísað var til þeirra óbeinu sönnunargagna sem

lágu fyrir til stuðnings sekt eða sýknu ákærða.

Úttektin leiddi í ljós að ásamt framburði ákærða og brotaþola eru algengustu

sönnunargögnin í nauðgunarmálum læknisfræðileg gögn, ásamt vottorði frá sálfræðingi eða

öðrum sérfræðingum og framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot. Þá leiddi úttektin

jafnframt í ljós að óbein sönnunargögn hafa talsvert vægi og þegar þau liggja fyrir er stuðst við

þau í lang flestum tilvikum. Loks kom í ljós að óbein sönnunargögn geta nægt ef þau styðja

trúverðugan framburð brotaþola, en í 11 málum þar sem ákærði neitaði sök en var sakfelldur

var sakfelling hans studd framburði brotaþola sem fékk einungis stoð í óbeinum

sönnunargögnum.

Page 3: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

iii

Abstract

This thesis addresses the weight of indirect evidence in rape cases according to the 1st

paragraph of article 194 in the Icelandic Penal code No. 19/1940. For that purpose, the rulings

of the Supreme Court of Iceland during the period from January 1st 2008 to January 1st 2018

will be examined. First there is a general discussion about the historic development of the rape

provision from the Commonwealth until the rape provision, 1st paragraph of article 194 in the

Penal code No. 19/1940, was changed with laws No. 16/2018. The focus will then shift to the

definition of intercourse and other sexual related activity and the methods used by perpetrators

defined in the provision. The essay will then discuss the most common evidence used in rape

cases. Lastly, an assessment of the Supreme Court rulings will be discussed with emphasis on

the weight of indirect evidence. The rulings were viewed with reference to what evidence there

were in these cases and if available indirect evidence were referred to in support of a guilty or

acquitted verdict.

The assessment revealed that in addition to the testimonies of the accused and victim

the most common evidence in rape cases are medical data, psychologist and specialist advisory

opinions and testimonies of witnesses pre or post crime. The assessment also revealed that

indirect evidence has a significant weight and, when available, referred to in most rulings.

Finally, it is revealed that indirect evidence can be enough for a guilty verdict if it is supported

by a credible testimony of the victim. Significantly, in 11 cases where the accused denied guilt,

the defendant was found guilty based on the victim’s testimony and supporting indirect

evidence.

Page 4: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

iv

Efnisyfirlit

Myndaskrá................................................................................................................................. vi

Dómaskrá ................................................................................................................................ vii

Lagaskrá .................................................................................................................................... ix

Lögskýringargögn ..................................................................................................................... ix

1. Inngangur ........................................................................................................................... 1

2. Söguleg þróun nauðgunarákvæða á Íslandi ....................................................................... 2

2.1 Almennt um nauðgun ................................................................................................... 2

2.2 Lagaákvæði um nauðgun fram til ársins 1869 ............................................................. 2

2.3 Almenn hegningarlög frá 1869 .................................................................................... 4

2.4 Almenn hegningarlög nr. 19 frá 12. febrúar 1940 ....................................................... 4

2.4.1 Lög nr. 40/1992 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar

1940................................................................................................................................ 6

2.4.2 Lög nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar

1940................................................................................................................................ 9

3. Ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ........................................ 11

3.1. Almennt um 1. mgr. 194. gr. hgl............................................................................... 11

3.2. Samræði og önnur kynferðismök .............................................................................. 12

3.3. Verknaðaraðferðir 1. mgr. 194. gr. hgl. .................................................................... 15

3.3.1. Ofbeldi ............................................................................................................... 15

3.3.2. Hótanir ............................................................................................................... 16

3.3.3. Ólögmæt nauðung .............................................................................................. 19

3.4. Saknæmisskilyrði 1. mgr. 194. gr. hgl. ..................................................................... 20

3.4.1. Nauðgun af gáleysi ............................................................................................ 22

4. Sönnunargögn í nauðgunarmálum ................................................................................... 23

4.1. Almennt um sönnun í nauðgunarmálum .................................................................. 23

4.2. Almennt um sönnunargögn ....................................................................................... 24

4.3. Helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum ................................................................. 26

4.3.1. Almennt um sönnunargögn í nauðgunarmálum ................................................. 26

4.3.2. Framburður ákærða ............................................................................................ 27

4.3.3. Framburður brotaþola og annarra vitna ............................................................. 28

4.3.4. Matsgerðir og sérfræðilegar álitsgerðir .............................................................. 29

4.3.4.1. Læknisfræðileg gögn .................................................................................. 30

4.3.4.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga ............................................. 31

4.3.5. Önnur sýnileg sönnunargögn í nauðgunarmálum .............................................. 32

5. Úttekt á dómum Hæstaréttar á tímabilinu 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018.................... 33

5.1. Almennt..................................................................................................................... 33

Page 5: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

v

5.2. Uppbygging úttektarinnar ......................................................................................... 34

5.3. Ákærði játar sök ........................................................................................................ 35

5.4. Ákærði neitar staðfastlega sök .................................................................................. 37

5.4.1. Læknisfræðileg gögn sem lýsa áverkum í samræmi við ákæruefni ................... 37

5.4.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga .................................................... 39

5.4.3. Framburður vitna um atvik fyrir og eftir brot .................................................... 42

5.4.4. DNA-sýni ........................................................................................................... 44

5.4.5. Síma- og tölvugögn ............................................................................................ 46

5.4.6. Sýknað fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. ...................................................... 47

5.5. Ákærði neitar sök en viðurkennir kynferðismök með samþykki brotaþola .............. 49

5.5.1. Læknisfræðileg gögn sem lýsa áverkum í samræmi við ákæruefni ................... 49

5.5.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga .................................................... 56

5.5.3. Framburður vitna um atvik fyrir og eftir brot .................................................... 58

5.5.4. Myndbandsupptökur .......................................................................................... 60

5.5.5. Sýknað fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. ...................................................... 61

5.6. Samantekt .................................................................................................................. 63

6. Niðurstöður ...................................................................................................................... 69

Viðauki ..................................................................................................................................... 71

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 73

Page 6: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

vi

Myndaskrá Mynd 1: Hlutfall þess með hvaða hætti ákærði svaraði sakargiftum í dómum Hæstaréttar frá

1. janúar 2008 til 1. janúar 2018 í málum er varða nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr. hgl. ........... 35

Mynd 2: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til læknisfræðilegra gagna í kjölfar

nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var

sakfelldur.................................................................................................................................. 65

Mynd 3: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til vottorðs sálfræðings eða annarra

sérfræðinga í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði

staðfastlega sök en var sakfelldur ............................................................................................ 65

Mynd 4: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir

brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var

sakfelldur.................................................................................................................................. 66

Mynd 5: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til annarra sýnilegra sönnunargagna í

kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök

en var sakfelldur ....................................................................................................................... 66

Mynd 6: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til læknisfræðilegra gagna í kjölfar

nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi

kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur ....................................................... 67

Mynd 7: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir

brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi

kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur ....................................................... 67

Mynd 8: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir

brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi

kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur ....................................................... 68

Mynd 9: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til annarra sýnilegra sönnunargagna í

kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en

viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur .................................. 68

Page 7: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

vii

Dómaskrá

Dómar Hæstaréttar Íslands

Hrd. 11. apríl 1995 í máli nr. 22/1995

Hrd. 10. október 1996 í máli nr. 158/1996

Hrd. 15. janúar 2004 í máli nr. 372/2003

Hrd. 11. október 2011 í máli nr. 212/2001

Hrd. 14. mars 2002 í máli nr. 454/2001

Hrd. 15. júní 2006 í máli nr. 542/2005

Hrd. 20. október 2005 í máli nr. 148/2005

Hrd. 13. september 2007 í máli nr. 131/2007

Hrd. 8. maí 2008 í máli nr. 74/2008

Hrd. 29. maí 2008 í máli nr. 173/2008

Hrd. 29. maí í máli nr. 185/2008

Hrd. 11. desember 2008 í máli nr. 229/2008

Hrd. 4. desember 2008 í máli nr. 383/2008

Hrd. 8. október 2009 í máli nr. 129/2009

Hrd. 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009

Hrd. 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009

Hrd. 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009

Hrd. 6. maí 2010 í máli nr. 31/2010

Hrd. 4. nóvember 2010 í máli nr. 323/2010

Hrd. 9. desember 2010 í máli nr. 555/2010

Hrd. 16. júní 2011 í máli nr. 602/2010

Hrd. 26. janúar 2012 í máli nr. 460/2011

Hrd. 19. janúar 2012 í máli nr. 562/2011

Hrd. 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011

Hrd. 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011

Hrd. 14. júní 2012 í máli nr. 31/2012

Hrd. 20. september 2012 í máli nr. 200/2012

Hrd. 7. júní 2012 í máli nr. 202/2012

Hrd. 31. janúar 2013 í máli nr. 521/2012

Hrd. 2. maí 2013 í máli nr. 531/2012

Hrd. 16. maí 2013 í máli nr. 737/2012

Page 8: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

viii

Hrd. 23. maí 2013 í máli nr. 93/2013

Hrd. 19. júní 2013 í máli nr. 215/2013

Hrd. 24. október 2013 í máli nr. 316/2013

Hrd. 17. desember 2013 í máli nr. 420/2013

Hrd. 5. júní 2014 í máli nr. 470/2013

Hrd. 21. nóvember 2013 í máli nr. 548/2013

Hrd. 20. mars 2014 í máli nr. 689/2013

Hrd. 22. maí 2014 í máli nr. 727/2013

Hrd. 12. júní 2014 í máli nr. 756/2013

Hrd. 30. október 2014 í máli nr. 757/2013

Hrd. 15. maí 2014 í máli nr. 790/2013

Hrd. 11. desember 2014 í máli nr. 335/2014

Hrd. 22. apríl 2015 í máli nr. 512/2014

Hrd. 22. janúar 2015 í máli nr. 508/2014

Hrd. 13. maí 2015 í máli nr. 65/2015

Hrd. 1. október 2015 í máli nr. 170/2015

Hrd. 4. febrúar 2016 í máli nr. 190/2015

Hrd. 28. apríl 2016 í máli nr. 748/2015

Hrd. 29. september 2016 í máli nr. 35/2016

Hrd. 19. maí 2016 í máli nr. 36/2016

Hrd. 9. júní 2016 í máli nr. 192/2016

Hrd. 17. nóvember 2016 í máli nr. 230/2016

Hrd. 24. maí 2017 í máli nr. 281/2016

Hrd. 15. desember 2016 í máli nr. 440/2016

Hrd. 20. júní 2017 í máli nr. 486/2016

Hrd. 18. maí 2017 í máli nr. 52/2017

Hrd. 1. júní 2017 í máli nr. 129/2017

Hrd. 15. júní 2017 í máli nr. 176/2017

Hrd. 8. júní 2017 í máli nr. 733/2016

Dómar Hæstaréttar Noregs

Dómur Hæstaréttar Noregs frá 28. júní 2012 í máli nr. HR-2012-1337-A-Rt-2012-1103

Page 9: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

ix

Lagaskrá

Íslensk lög

Almenn hegningarlög handa Íslandi frá 25. júní 1869

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Lög nr. 40/1992 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940

Lög nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940

Lög nr. 16/2018 um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari

breytingum

Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008

Erlend lög

Dönsku hegningarlögin frá 1866

Norsku breytingarlögin nr. 76/2000

Lögskýringargögn Alþt. 1939-1940, A-deild, þskj. 43 – 29. mál

Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál

Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál

Alþt. 2017-2018, A-deild, þskj. 10 – 10. mál

Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 – 233. mál

Page 10: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

1

1. Inngangur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum, skv. 1. mgr. 194. gr.

almennra hegningarlaga nr. 19/1940.1 Sönnunarstaðan í nauðgunarmálum getur verið erfið því

staðan er oft sú að ekki er við önnur bein sönnunargögn að styðjast heldur en skýrslur ákærða

og brotaþola.2 Líta verður því til þess hvort til staðar séu óbein sönnunargögn eða önnur sýnileg

sönnunargögn, ýmist bein eða óbein, sem sem styðja framburði þeirra. Í ritgerðinni verður lögð

áhersla á helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. hgl. og sérstök áhersla

lögð á vægi óbeinna sönnunargagna. Í þeim tilgangi verður gerð úttekt á dómum Hæstaréttar á

tímabilinu 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018.

Ritgerðin skiptist þannig upp að í 2. kafla er fjallað um sögulega þróun

nauðgunarákvæða á Íslandi. Fjallað er um lagaákvæði um nauðgun frá þjóðveldisöld og þar til

lög nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, tóku gildi.

Í 3. kafla er umfjöllun um ákvæði 1. mgr. 194. gr. hgl., eftir að breytingarlög nr. 61/2007 tóku

gildi. Einnig er fjallað um breytinguna sem gerð var á ákvæðinu með lögum nr. 16/2018 um

breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. En hún hafði þó

ekki tekið gildi á því tímabili sem úttektin á dómum Hæstaréttar náði til. Í framhaldi af því er

fjallað um hugtökin samræði og önnur kynferðismök. Þá er ítarleg umfjöllun um þær

verknaðaraðferðir sem kveðið er á um í 1. mgr. 194. gr. hgl., þ.e. ofbeldi, hótanir og ólögmæt

nauðung. Í lok kaflans er svo fjallað um saknæmisskilyrði 1. mgr. 194. gr. hgl. Í 4. kafla er

fjallað um helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum. Í upphafi kaflans er fjallað almennt um

sönnun í nauðgunarmálum. Þá er fjallað almennt um sönnunargögn í sakamálum og

skilgreininguna á beinum og óbeinum sönnunargögnum. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er

fjallað um helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum, þ.e. framburð ákærða, framburð brotaþola

og annarra vitna, matsgerðir og sérfræðilegar álitsgerðir og önnur sýnileg sönnunargögn. Í 5.

kafla er að finna úttekt á dómum Hæstaréttar á tímabilinu 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018.

Dómarnir eru skoðaðir með hliðsjón af því hvaða sönnunargögn lágu fyrir og hvort vísað var

til þeirra óbeinu sönnunargagna sem voru fyrirliggjandi í málunum, til stuðnings sekt eða sýknu

ákærða. Í 6. kafla eru dregnar saman helstu niðurstöður umfjöllunarinnar.

1 Hér eftir nefnd hgl. eða hegningarlög 2 Stefán Már Stefánsson, Um sönnun í sakamálum (Ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands nr. 12, 2.útg.,

Bókaútgáfan Codex 2013) 45.

Page 11: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

2

2. Söguleg þróun nauðgunarákvæða á Íslandi

2.1. Almennt um nauðgun

Birtingarmynd kynferðisofbeldis er mismunandi og er nauðgun ein þeirra.3 Um er að ræða

verknað, þar sem aðilarnir eru annars vegar gerandi og hins vegar þolandi. Stundum eru

gerendur fleiri en einn og kallast það hópnauðgun. Eftir orðanna hljóðan er þolandinn

nauðugur, þ.e. gerandinn þvingar hann til einhvers gegn vilja hans.4 Oftast eru það konur sem

verða fyrir nauðgun og eru gerendurnir í langflestum tilfellum karlar.5

Nauðgun er ofbeldisbrot og er alvarlegasta brotið gegn kynfrelsi fólks. Það er samsett

brot sem felst í því að gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda með því að

beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung.6 Nauðgun hefur verið refsiverð

hér á landi allt frá þjóðveldisöld7 en ákvæðin hafa breyst mikið í tímans rás. Megininntak

ákvæðanna hefur þó alltaf verið það sama, þ.e. að gerandi þvingar þolanda gegn vilja hans til

að hafa við sig samræði.8 Í því sambandi verður nú fjallað um sögulega þróun

nauðgunarákvæða á Íslandi.

2.2. Lagaákvæði um nauðgun fram til ársins 1869

Elstu lög á Íslandi sem til eru í handritum eru lagasöfn eða lagaskrár frá þjóðveldistímanum

930-1262 og nefnast þau Grágás.9 Samkvæmt lögum Grágásar var refsing manna sem

þröngvuðu konu til holdlegs samræðis skóggangur.10 En í refsingunni fólst svipting allra

réttinda í þjóðfélaginu og var skógarmaður réttdræpur hvar sem til hans náðist.11

Skógangssakarákvæði Grágásar tóku til frjálsra og heimilisfastra kvenna.12 Ekki skipti máli

hvort samræðið var með vilja konunnar eða ekki, þar sem litið var á konur sem hluta af ættinni

á þessum tíma. Í brotinu fólst því brot gegn ætt konunnar fremur en gegn henni sjálfri.13 Í lok

13. aldar voru Grágásarlög afnumin með lögtöku tveggja lögbóka. Lögbókin Járnsíða frá 1271

reyndist ekki vinsæl og var því skammlíf. Jónsbók var svo lögtekin árið 1281 og var hún í gildi

í margar aldir. Framkvæmd refsinga fluttist til ríkisvaldsins við lögtöku lögbókanna og með

3 Guðrún Jónsdóttir, Nauðgun (Stígamót 2001) 4. 4 Sigrún Júlíusdóttir, Nauðgun: Tilfinningaleg og félagsleg hremming. Rannsóknarviðtöl við 24 konur

(Háskólaútgáfan 2011) 26. 5 Guðrún Jónsdóttir (n. 2) 6. 6 Ragnheiður Bragadóttir, Nauðgun (Lagastofnun Háskóla Íslands 2015) 69. 7 Hjörtur O. Aðalsteinsson, ,,Hugleiðingar um kynferðisbrot í ljósi lagabreytinga og nýlegra dóma“ (1994) 44

Tímarit lögfræðinga 112, 113. 8 Ragnheiður Bragadóttir, Kynferðisbrot (Lagastofnun Háskóla Íslands 2006) 10. 9 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 17. 10 Jónatan Þórmundsson, ,,Um kynferðisbrot“ (1989) 42 Úlfljótur 21, 22. 11 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 11. 12 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 22. 13 Lúðvík Ingvarsson, Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum (Bókaútgáfa menningarsjóðs 1970) 96.

Page 12: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

3

þeim voru líflátsrefsingar auk annarra líkamlegra refsinga fyrst lögfestar hér á landi með fullri

vissu.14 Samkvæmt Jónsbók varðaði það óbótasök eða líflátssök að taka konu nauðuga. Tilraun

til þess var einnig refsiverð en varðaði þó ekki dauðasök.15

Stóridómur, löggjafardómur Alþingis, var samþykktur árið 1564 og svo staðfestur af

konungi árið 1565.16 Dómurinn fjallaði um skírlífisbrot, hórdóm, sifjaspell og frillulifnað, og

þótti hann mjög strangur.17 Þrjár fyrstnefndu brotategundirnar vörðuðu lífláti og var tekið

sérstaklega fram að karlmenn skyldu hálshöggnir og konum drekkt. Þessar reglur byggðust á

auknum áhrifum kirkjunnar eftir siðaskiptin, og voru þær í samræmi við þá þyngingu refsinga

sem áttu sér stað á 16. og 17. öld.18 Stóridómur gilti sem lög hér á landi allt fram á 19. öld.19

Nær öll refsiákvæði Dönsku laga Kristjáns V. frá 15. apríl 1683 voru lögfest hér á landi

með tilskipun 24. janúar 1838.20 Í 16. gr. laganna var að finna aðalákvæðið um nauðgun en það

verndaði aðeins skírlífar konur og ekkjur. Einnig var það notað ef brot beindist gegn giftum

konum.21 Það var nauðgun, samkvæmt ákvæðinu, þegar karlmaður með ofbeldi, þröngvaði

konu til samræðis án hennar vilja. Brotið var ekki talið vera fullframið nema ef maðurinn hefði

sáðlát. Ef gerandinn var staðinn að verki var refsað með lífláti en að öðrum kosti hafði refsingin

í útlegð í för með sér. Verndarandlag brotsins var ekki konan sjálf heldur hjónabandið og

fjölskylda feðraveldisins.22 Unnt var að náða gerandann ef hann kvæntist konunni sem hann

nauðgaði.23 Samkvæmt 19. gr. laganna, þurfti kona sem hafði verið tekin nauðug, að tilkynna

strax brotið fyrir nágrönnum sínum, á kirkjufundi og loks á þingi. Með því voru taldar líkur á

að hún væri að segja sannleikann. Ákvæði 20. gr. kvað á um það að kona gerðist sek um

samræði utan hjónabands ef maðurinn var sýknaður. Þessi afstaða var ekki aðeins byggð á

fordómum í garð kvenna á þessum tíma heldur fólst einnig í henni erfið sönnunarbyrði því

erfitt það var að upplýsa og sanna þessi brot.24

14 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 11. 15 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 22. 16 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 12. 17 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 22. 18 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 12. 19 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 22. 20 sama heimild. 21 Nell Rasmussen, ,,Voldtægt i retshistorisk belysning“ í Voldtægt: på vej mod en helhedsforståelse (Delta

1981) 49. 22 sama heimild. 23 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 14. 24 Rasmussen (n. 21) 50.

Page 13: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

4

2.3. Almenn hegningarlög frá 1869

Almenn hegningarlög frá 25. júní 1869 voru fyrstu heildstæðu hegningarlög Íslendinga. Lögin

voru samin að fyrirmynd dönsku hegningarlaganna frá 1866.25 Í lögunum var að finna ítarlegri

ákvæði um skírlífisbrot en í eldri lögum.26 Í 16. kafla voru ákvæði um kynferðisbrot og nefndist

hann Afbrot á móti skírlífi. Ákvæði um brot gegn kynfrelsi fólks var að finna í 168.-173. gr.

laganna. Ákvæðin byggðu á því að ólíkum verknaðaraðferðum var beitt við brotin.27

Meginákvæðið um nauðgun var í 169. gr., og var það svohljóðandi:

Hver sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefir neitt óorð á sér, til samræðis við sig

með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífháski

af, skal sæta hegningarvinnu ekki skemur en 4 ár, eða lífláti ef mjög miklar sakir

eru. Sé slík meðferð höfð á kvennmanni, sem óorð er á, þá skal beitt vægari

hegningu að tiltölu, ekki samt vægari en 2 ára betunarhúsvinnu.

Samkvæmt ákvæðinu eru aðferðirnar við brotið þær sömu og áður, þ.e. ofbeldi eða hótun um

ofbeldi þegar í stað, en athygli vekur að konur nutu ekki fullrar refsiverndar nema ef þær höfðu

ekki neitt óorð á sér. Beitt var vægari refsingu ef því skilyrði var ekki fullnægt.28 Ákvæði 168.

gr. dönsku laganna frá 1866 var samhljóða 169. gr. íslensku laganna. Í greinargerð með danska

ákvæðinu kom fram að greina yrði á milli þess hvort konan hefði á sér óorð fyrir lauslæti eða

ekki, því brotið væri ekki nærri eins ámælisvert ef svo væri ekki. Þó var ætlunin ekki sú að

æran þyrfti að vera algjörlega flekklaus til þess að konan teldist ekki hafa á sér óorð, en það

var hlutverk dómstólanna að meta það.29

Hin almennu hegningarlög frá 1869 þóttu skilmerkilega og vel samin, og á þeim tíma

voru þau mikilvæg réttarbót. En á þeim árum sem þau voru í gildi, urður mikil stakkaskipti í

almennum refsifræðum, og ýmis ákvæði laganna þóttu því orðin úrelt.30 Hegningarlögin frá

1869 voru í gildi þar til almenn hegningarlög nr. 19 frá 12. febrúar 1940 tóku, gildi.31

2.4. Almenn hegningarlög nr. 19 frá 12. febrúar 1940

Afstaða löggjafans til kynferðisbrota breyttist mikið með núgildandi hegningarlögum nr. 19 frá

12. febrúar 1940. Ekki þótti lengur þörf á að refsa fyrir kynferðislegar athafnir fullorðinna

einstaklinga sem fram færu með vilja beggja aðila og voru ákvæði um t.d. hór, hneykslanlega

25 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 14. 26 sama heimild 15. 27 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 24. 28 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 15. 29 Rasmussen (n. 21) 56. 30 Alþt. 1939-1940, A-deild, þskj. 43 – 29. mál, athugasemdir í greinargerð með frumvarpinu, mgr. 4. 31 Ragnheiður Bragadóttir. (n. 6) 27.

Page 14: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

5

sambúð og samlíf gegn náttúrulegu eðli ekki lengur í lögunum. Ekki var lengur heimild til

refsilækkunar ef konan hafði á sér óorð. Þá var bætt við fleiri ákvæðum sem viðkomu verndun

barna og unglinga gegn kynferðislegri misnotkun.32 Í 194.-199. gr., sbr. 202. gr. laganna var

að finna ákvæði um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi kvenna. Ákvæðin voru byggð á því

að samræði ætti sér stað en önnur kynferðismök vörðuðu vægari refsingu. Skiptingin sem fyrst

var sett á, með hegningarlögunum frá 1869, milli nauðgunar og annarrar ólögmætrar

kynferðisnauðungar, var haldið í hegningarlögunum frá 1940.33 Nauðungarákvæðið í 194. gr.

laganna var svohljóðandi:

Ef kvenmanni er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frelsissviptingu,

eða með því að vekja henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar sjálfrar eða

náinna vandamanna hennar, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að

16 árum eða æfilangt.

Sömu refsingu skal sá sæta, sem kemst yfir kvenmann með því að svipta hana

sjálfræði sínu.

Hér er hugtakið nauðgun víðtækara en það var samkvæmt 169. gr. hegningarlaganna frá 1869.

Ekki var lengur skilyrði að fullri refsingu væri beitt, að konan hefði ekki á sér óorð. Þá töldust

til nauðungarverknaðar frelsissvipting og hótanir um margt annað en ofbeldi þegar í stað. Loks

var því bætt við að það að komast yfir kvenmann með því að svipta hana sjálfræði sínu teldist

vera nauðgun.34 Ákvæði um annars konar ólögmæta nauðung í 196. gr. laganna var

svohljóðandi:

Ef maður neyðir kvenmann til holdlegs samræðis með því að hóta henni ofbeldi,

frelsissviptingu, sakburði um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hennar, eða öðru

verulegu óhagræði, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, enda varði brotið ekki

við 194. eða 195. gr.

Brot samkvæmt 196. gr. fólst í vægari nauðung en kveðið var á um í 194. gr. laganna. Ákvæði

196. gr. átti við ef konunni var hótað frelsissviptingu eða ofbeldi eða ef sakburður var um

vansæmandi eða refsiverða háttsemi hennar.35

32 sama heimild 28. 33 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 16. 34 Alþt. 1939-1940, A-deild, þskj. 43 – 29. mál, athugasemdir við 194. gr. 35 sama heimild, athugasemdir við 196. gr.

Page 15: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

6

2.4.1. Lög nr. 40/1992 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar

1940

Ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um kynferðisbrot voru óbreytt frá

setningu laganna þar til breytingarlög nr. 40/1992 tóku gildi.36 Með breytingarlögunum

breyttist heiti XXII. kafli laganna frá því að vera Skírlífisbrot í Kynferðisbrot en með þeirri

breytingu var miðað fremur við einkenni háttseminnar en áhrifin sem hún hafði á brotaþola.37

Með lögunum voru einnig gerðar tvær grundvallarbreytingar á ákvæðum

kynferðisbrotakaflans. Áður en breytingarlög nr. 40/1992 tóku gildi voru ákvæði hans

kynbundin, þ.e. að þolendur væru einungis kvenkyns og gerendur karlkyns. Með lögunum voru

ákvæði kaflans gerð ókynbundin og geta karlar og konur því bæði verið gerendur og þolendur.

Þessi breyting var talin vera í samræmi við þau breyttu viðhorf sem höfðu átt sér stað í

þjóðfélaginu og réttarþróunina í nágrannalöndunum. Þá voru önnur kynferðismök lögð að jöfnu

við samræði, en áður var vægari refsing varðandi önnur kynferðismök samkvæmt sérstöku

ákvæði laganna.38

Með breytingarlögunum nr. 40/1992 voru ákvæðin um nauðgun og önnur brot gegn

kynfrelsi fólks áfram í 194.-199. gr. hgl.39 Ákvæðum um nauðgun og aðra ólögmæta

kynferðisnauðung var breytt í þá átt að gera mörkin á milli þeirra skýrari40, en eins og kom

fram hér að framan, þá leit löggjafinn á brotin misalvarlegum augum eftir því hver

verknaðaraðferðin var.41 Ákvæði 194. gr. hgl. var mikilvægasta ákvæðið um nauðgun.

Aðferðinni sem beitt var við nauðgun var ofbeldi eða hótun um ofbeldi, og var hún alvarlegust

þessara brota og varðaði auk þess þyngstu refsinguna.42 Eftir breytingarnar var ákvæði 194. gr.

um nauðgun svohljóðandi:

Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis

eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16

árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum

sambærilegum hætti.

Með breytingunum tók ákvæðið auk beinnar valdbeitingar, til allra refsiverðra ofbeldishótana,

en ekki annarra hótana.43 Þá var það ekki lengur skilyrði að hótun vekti ótta um líf, heilbrigði

36 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið, I. kafli, mgr. 5. 37 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 1. gr. 38 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið I. kafli, mgr. 6. 39 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 32. 40 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 18. 41 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 32. 42 sama heimild. 43 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 1.

Page 16: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

7

eða velferð þar sem ofbeldishótanir væru í eðli sínu svo alvarlegar að óþarft væri að halda þessu

skilyrði. Einnig voru almenn refsimörk ákvæðisins milduð frá því sem var fyrir breytingar, þ.e.

hámark tíu ára fangelsi og að lágmarki 30 daga fangelsi, sbr. 34. gr. hgl. Auk þess var ævilangt

fangelsi fellt niður með breytingunum.44

Með breytingarlögunum varð ákvæði 196. gr. hgl. að 195. gr. hgl. að því undanskildu að allar

ofbeldishótanir voru felldar undir 194. gr. laganna. Refsiverðar hótanir um allt annað en ofbeldi

voru því felldar undir ákvæði 195. gr. hgl.45 Eftir breytingar var ákvæði 195. gr. svohljóðandi:

Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða

annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

Hótanir skv. 195. gr. voru ekki eins alvarlegar og hótanir skv. 194. gr. hgl. Markmiðið í báðum

tilvikum var samt sem áður það sama, það er að þvinga manneskju til kynmaka. Hvorki í 195.

gr. né í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1992, var tilgreint í hverju

hótanir, skv. 195. gr. hgl., voru fólgnar en í athugasemdunum sagði að hafa mætti 225. gr. hgl.

til hliðsjónar.46 Sé litið til lögskýringargagna og túlkana fræðimanna féllu undir lagarammann

hótanir um sakburð og eignaspjöll og um uppsögn á vinnustað eða óhagstæð starfskjör. Einnig

annað verulegt óhagræði, til dæmis ærumeiðingar.47

Eins og kom fram hér að ofan var markmiðið með breytingum á 194. og 195. gr. hgl.

að gera mörkin á milli nauðgunar og annarrar ólögmætrar kynferðisnauðungar skýrari. Talið

var að aðgreiningin milli brotanna yrði mun gleggri með þessum hætti.48 Eftir að

breytingarlögin tóku gildi hafa þrír dómar í Hæstarétti fallið, þar sem sakfellt var fyrir brot

gegn 195. gr. hgl., og verða þeir nú reifaðir.

Í Hrd. 11. apríl 1995 í máli nr. 22/1995 var X, sem þá var 25 ára, ákærður fyrir brot gegn 194.

gr. hgl. eftir að hafa án heimildar ruðst inn í íbúð A, sem þá var 65 ára, og þröngvað henni með

ofbeldi til samræðis. X var haldinn geðsjúkdómi og var undir áhrifum áfengis og lyfja er hann

ruddist inn í íbúð A. X bauð A greiðslu fyrir kynlíf en X sagðist hafa neitað að hafa við hann

samfarir, hvort sem það væri fyrir pening eða ekki. Í framhaldi tók X tekið út á sér kynfærin

44 sama heimild, athugasemdir við 2. gr., mgr. 4. 45 Ragnheiður Bragadóttir (n. 8) 18. 46 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 3. gr. 47 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 33. 48 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 3. gr.

Page 17: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

8

og réðst á A. A beitti mótþróa eftir mætti en lét svo undan bæði vegna þrekleysis og ótta um

að X beitti hana frekara ofbeldi. X var í héraðsdómi sakfelldur fyrir brot gegn 194. gr. hgl. en

Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir brot gegn 195. gr. hgl. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði orðrétt:

Nægilega er fram komið, að vera ákærða á heimili vitnisins var í andstöðu við

hennar vilja. Ákærði og vitnið eru um það sammála, að hún marghafnaði að láta að

vilja hans. Verður því að leggja til grundvallar þá frásögn vitnisins, að hún hafi

látið að vilja ákærða til að losna við hann. Þegar litið er til læknisvottorða og

framburðar lögreglumanna og annarra um vitnið, verður við það að miða, að ákærði

hafi mátt gera sér grein fyrir því, að hann væri að þröngva vitninu til þess, sem hún

vildi ekki. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða

dóms um sakfellingu. Hins vegar þykir brot ákærða ekki verða fært undir 194. gr.

almennra hegningarlaga nr. 19/1940, heldur eigi 195. gr. sömu laga við um brot

hans.

Í Hrd. 10. október 1996 í máli nr. 158/1996 voru málavextir þeir að ákærði bauð kæranda

með sér á hestbak. Í hlöðu sem var sambyggð hesthúsinu höfðu þau samfarir og að þeim

loknum héldu þau af stað í reiðtúr. Í skýrslu fyrir dómi lýsti kærandi aðdraganda atburðarins á

þann veg að ákærði hefði ýtt henni inn í umrædda hlöðu, lagst þar ofan á hana og klætt hana úr

að neðan. Hún kvaðst hafa margoft beðið hann um að hætta, en ákærði sinnti ekki þeirri beiðni

hennar, og tilraunir hennar til að ýta honum frá sér báru ekki árangur. Kærandi kvaðst ekki hafa

þorað að flýja eftir að verknaðurinn var afstaðinn því hún hefði verið hrædd um að hann myndi

ná henni og beita hana ofbeldi. Í málinu var ákært fyrir brot gegn 195. gr. hgl. Í niðurstöðu

héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, sagði orðrétt:

Þegar virtur er trúverðugur og staðfastur framburður kæranda, litið til framburðar

vitna um andlegt ástand hennar skömmu eftir atburðinn, það jafnframt haft í huga,

að atburðurinn varð fjarri mannabyggð, þar sem ákærði átti alls kostar við kæranda,

og hliðsjón höfð af framangreindu ósamræmi í frásögnum ákærða af atburðinum

og þeim mikla aldurs- og aflsmun, sem er á ákærða og kæranda, þykir að mati

dómsins eigi varhugavert að telja sannað, að ákærði hafi í greint sinn neytt

yfirburða sinna gagnvart kæranda og þröngvað henni til samræðis. Telst þetta

atferli ákærða varða við 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem

ákvæðinu var breytt með 3. gr. laga nr. 40/1992.

Í Hrd. 15. janúar 2004 í máli nr. 372/2003 voru málavextir þeir að stúlkan Y, 15 ára, hafði

verið að drekka áfengi ásamt öðrum krökkum. Y fór síðan ásamt X, 15 ára og tveimur 14 ára

drengjum heim til eins þeirra. Að sögn drengjanna höfðu þau farið þangað í þeim tilgangi að

stunda hópkynlíf. Y kvaðst hafa neitað að taka þátt. Hún bar fyrir dómi að X og annar

drengjanna hefðu haft við hana samfarir, en sá þriðji hefði horft á. Henni hefði liðið mjög illa,

Page 18: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

9

þar sem hún var ekki vön að drekka áfengi og hún hafi þóst vera sofandi í þeirri von, að þeir

myndu hætta. Í málinu var ákært fyrir 194. gr. hgl. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði orðrétt:

Fallist er á með héraðsdómi, að atferli ákærða verði ekki fært undir 194. gr.

almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og jafnframt, að ósannað sé, að stúlkan hafi

ekki getað spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefndrunga. Þegar litið er til

þess, að hér er um kornunga stúlku að ræða, sem var stödd í ókunnugu húsnæði

með þremur piltum, sem áttu í fullu tré við hana, vöktu henni ógn með framkomu

sinni og höfðu lýst yfir vilja til hópkynmaka, verður að telja að ákærði hafi komið

fram vilja sínum með ólögmætri nauðung eins og lýst er í 195. gr. laga nr. 19/1940.

Er færsla héraðsdóms til sakarákvæðis því staðfest.

Eins og sjá má í öllum þremur dómunum hér að ofan þá þvingaði ákærði brotaþola til

kynmakanna með því að beita einhvers konar yfirburðum. Í málunum var ekki talið að ofbeldi

skv. 194. gr. hgl., hefði verið beitt, en þar sem háttsemi ákærðu var felld undir 195. gr. hgl.,

má gera ráð fyrir að einhverju öðru en ofbeldi hafi verið hótað til þess að þolandi lét undan.49

Í þessum málum hefur verið talið að hótun um ofbeldi hafi legið í loftinu og að henni hefði

verið beitt ef þess hefði þurft.50 Í frumvarpi til laga nr. 61/2007 um breytingu á almennum

hegningarlögum, nr. 19/1940, var því ekki talin vera ástæða til þess, að gera greinarmun á

hótunum um ofbeldi og annarra hótana sem verknaðaraðferðum við framningu kynferðisbrota.

Lagt var til að ákvæði 195. gr. hgl. yrði fellt brott, og allar hótanir sem verknaðaraðferð felldar

undir ákvæði 194. gr. hgl. um nauðgun,51 sbr. umfjöllun í kafla 3.1. hér að neðan.

2.4.2. Lög nr. 61/2007 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar

1940

Næstu ár eftir að breytingarlög, nr. 40/1992, tóku gildi jókst vitneskja um kynferðisbrot í

þjóðfélaginu og umræða um brotin var orðin mun opinskárri. Þótt langur tími hefði ekki liðið

síðan breytingarlög, nr. 40/1992, tóku gildi fór gagnrýni á ákvæði hegningarlaga um

kynferðisbrot vaxandi. Ákvæðin þóttu ekki veita þolendum brotanna næga réttarvernd og

einnig töldu sumir að mögulega leyndist þar enn úrelt viðhorf í afstöðu til kvenna. Þá þótti

skilgreining laganna á hugtakinu nauðgun ekki vera í samræmi við hugmyndir fólks um það

hvað fælist í slíku broti. Loks þóttu refsiákvarðanir dómstóla of vægar.52

49 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 106. 50 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 - 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III. kafli, liður 2, mgr. 2. 51 sama heimild, mgr. 3. 52 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið I. kafli, mgr. 7.

Page 19: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

10

Árið 2005 var ráðist í endurskoðun á tilteknum ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra

hegningarlaga.53 Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur prófessor

við lagadeild Háskóla Íslands að semja drög að frumvarpi um breytingu á eftirfarandi

ákvæðum: 194-199. gr. sbr. 205. gr. hgl., 200-202. gr., sbr. 204. gr. hgl. og 206. gr. hgl.54 Í

bréfi sem ráðherra ritaði til Ragnheiðar kom fram að ráðuneytið teldi mikilvægt að byggja

endurskoðun ákvæðanna á traustum réttarfarslegum grunni og að tekið yrði mið af þeirri

alþjóðlegu þróun sem hefði átt sér stað á þessu sviði, auk þess að tekið yrði mið af íslenskri

lagahefð. Í bréfinu kom einnig fram að nauðsynlegt væri að fá yfirlit yfir beitingu umræddra

ákvæða á þeim árum sem væru liðin frá samþykkt þeirra.55 Við samningu lagafrumvarpsins

rannsakaði Ragnheiður ákvæði kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, bæði löggjöfina

sjálfa og framkvæmd hennar. Kannaðir voru dómar Hæstaréttar á þessu sviði undanfarna

áratugi, þeir greindir og bornir saman. Einnig var löggjöf í Danmörku, Finnlandi, Noregi,

Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og Írlandi skoðuð. Þá var byggt á upplýsingum ýmissa

rannsókna á sviði félagsfræði og afbrotafræði um eðli og umfang þessara brota hér á landi.

Loks kynnti Ragnheiður sér reynslu aðila sem höfðu starfað með þolendum þessara brota.56

Á grundvelli umræddra gagna var miðað að því að nýju ákvæðin myndu þjóna sem best

hagsmunum þolenda brotanna. Við samningu frumvarpsins var lögð áhersla á að gera ákvæðin

nútímalegri og reynt að tryggja að friðhelgi, sjálfsákvörðunarréttur, kynfrelsi og athafnafrelsi

einstaklingsins yrði virt.57 Frumvarpið var samþykkt sem lög nr. 61/2007.

Eins og komið hefur fram hér að ofan þá var gerður greinarmunur á kynferðisbrotum

og hvaða verknaðaraðferð var beitt við brotin. Á árunum upp úr 2000 var uppi sívaxandi

gagnrýni á þennan greinarmun sem gerður var.58 Ein af ástæðunum var sú að þessi aðgreining

olli því að þungamiðja brotanna, það er brotið gegn kynfrelsi fólks, var talið falla í skuggann.

Með breytingarlögunum var því megináhersla lögð á að í brotunum fælust kynmök án þess að

samþykki þolanda væri fyrir hendi og þ.a.l. var brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og

athafnafrelsi viðkomandi í kynlífi.59

53 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 36. 54 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið I. kafli, mgr. 1. 55 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 36. 56 sama heimild 36-37. 57 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið I. kafli, mgr. 7. 58 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 37. 59 sama heimild.

Page 20: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

11

3. Ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

3.1. Almennt um 1. mgr. 194. gr. hgl.

Í mörgum ákvæðum almennra hegningarlaga er einstökum verknaðaraðferðum ekki lýst,

heldur er það látið duga að lýsa verknaði almennt og aðaláherslan lögð á afleiðingar

verknaðarins. Í sumum ákvæðum hegningarlaga eru í dæmaskyni taldar upp nokkrar

verknaðaraðferðir, án þess að um tæmandi talningu þeirra sé að ræða. Þá eru ákvæði í

hegningarlögunum þar sem verknaðaraðferðir eru taldar upp á tæmandi hátt, og á það við um

194. gr. hgl.60

Með breytingarlögum nr. 61/2007 var efni 194. gr. hgl. rýmkað verulega. Hugtakið

nauðgun kemur nú fram í ákvæðinu og einnig lýst hvað felst í hugtakinu.61 Þá eru önnur

kynferðisnauðung, sem kveðið var á um í 195. gr. hgl., sbr. 3. gr. laga nr. 40/1992 og

misneyting skv. 196. gr. hgl., sbr. 4. gr. laga nr. 40/1992, nú skilgreindar sem nauðgun, og

varðar sömu refsingu og hin hefðbundna nauðgun. Með þessari breytingu var hugsunin sú að

ákvæðið myndi taka til þeirra tilvika þar sem kynmök fara fram án samþykkis brotaþola.62 Til

þess að ákvæðið fullnægi kröfum um skýrleika refsiheimilda er í ákvæðinu tekið fram hvaða

aðferðir það eru sem taka eiga til þeirra tilvika þar sem kynmök fara fram án þess að samþykkis

brotaþola.63 Ákvæði 194. gr. hgl. skiptist í tvær málsgreinar. Í 1. mgr. 194. gr. hgl. er kveðið á

um refsinæmi þess að beita ofbeldi eða nota hótanir til þess að ná fram kynmökum en í 2. mgr.

194. gr. hgl. er efni þáverandi 196. gr. hgl. um misneytingu.64 Í ritgerð þessari verður einungis

fjallað um 1. mgr. 194. gr. hgl. Eftir breytingarnar, með lögum nr. 61/2007, var ákvæði 1. mgr.

194. gr. um nauðgun svohljóðandi:

Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita

ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun

og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst

svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.

Þann 23. mars 2018 voru lög nr. 16/2018 um breytingu á almennum hegningarlögum, nr.

19/1940, með síðari breytingum, samþykkt á Alþingi. Með lögunum var 1. mgr. 194. gr. hgl.

breytt þannig að samþykki yrði í forgrunni sem skilgreining á nauðgun. Í frumvarpi því er varð

að lögum nr. 16/2018 var talið að með þessari breytingu kynni sönnunarstaðan að verða

auðveldari í einhverjum tilvikum og auk þess myndi hún stuðla að breyttum viðhorfum til

60 Jónatan Þórmundsson, Afbrot og refsiábyrgð I (Háskólaútgáfan 1999) 64. 61 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 - 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 1. 62 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 37-38. 63 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 1. 64 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 38.

Page 21: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

12

brotsins. Einnig var talið að áhersla á samþykki myndi aukast við rannsókn og saksókn

nauðgunarbrota.65 Eftir breytingarnar er ákvæði 1. mgr. 194. gr. hgl. svohljóðandi:

Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans

gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16

árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst

ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri

nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um

aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innlokun, lyfjum eða öðrum

sambærilegum hætti.

Eins og sjá má, þá er með breytingunni aðaláherslan lögð á það hvort samræði eða önnur

kynferðismök hefðu verið með vilja og samþykki aðila. Í ákvæðinu er skilgreint hvenær

samþykki telst liggja fyrir og hvenær ekki.66 Samþykkið verður að vera tjáð með orðum eða

annarri ótvíræðri tjáningu67 og einnig þarf það að hafa verið veitt af frjálsum vilja, þ.e. ef

þolandi veitti samþykki sitt í kjölfar þess að gerandi beitti ofbeldi, hótunum eða annars konar

ólögmætri nauðung, telst samþykki ekki hafa legið fyrir. Það sama á við um að beitingu

blekkinga eða að hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður.68

Þessi lagabreyting mun líklega ekki hafa mikil áhrif á sönnunarstöðuna í

nauðgunarmálum því eins og kom fram í umfjölluninni hér að ofan þá var með

breytingarlögunum frá 2007 lögð megináhersla á að í brotunum fælust kynmök án þess að

samþykki þolanda væri fyrir hendi. Þó er hægt að fallast á það að ákvæðið geti stuðlað að

breyttum viðhorfum til brotsins og mögulega haft þau áhrif að fyrirbyggja brot. Umrædd

lagabreyting hafði ekki tekið gildi á því tímabili sem úttektin á dómum Hæstaréttar í kafla 5

nær til og verður því ekki fjallað nánar um hana í ritgerð þessari.

3.2. Samræði og önnur kynferðismök

Skilgreining á hugtakinu samræði var hvorki í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, né í

greinargerð með þeim.69 Fyrir lagabreytinguna árið 1992 var hugtakið skýrt mjög þröngt í

réttarframkvæmd70 og litið svo á að fullframið samræði hefði átt sér stað þegar getnaðarlimur

65 Alþt. 2017-2018, A-deild, þskj. 10 – 10. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið, II. undirkafli, mgr. 3. 66 sama heimild, VIII. undirkafli, mgr. 1. 67 sama heimild, mgr. 3. 68 sama heimild, mgr. 6, mgr. 7. 69 Ragnheiður Bragadóttir, ,,Slægð eða ofbeldi? um ákvæði 196. gr. hgl.“ í Róbert R. Spanó, (ritstj.), Rannsóknir

í félagsvísindum VI: lagadeild: erindi flutt á ráðstefnu í október 2005 (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

2005) 276. 70 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 51.

Page 22: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

13

karlmannsins var kominn inn í fæðingarveg konunnar og samræðishreyfingar hafnar.71 Um

tilraun var að ræða ef þessu skilyrði var ekki fullnægt, svo framarlega sem hægt var að sanna

að ásetningur væri til fullframins brots.72 Með breytingunum frá 1992 nægir það að

getnaðarlimur karlmannsins sé kominn inn í fæðingarveg konunnar að nokkru, eða öllu leyti.

Karlmaðurinn þarf ekki að hafa haft sáðlát og meyjarhaft konunnar þarf heldur ekki að hafa

rofnað. Eftir breytingarnar sem áttu sér stað árið 1992 skiptir nákvæm skilgreining á samræði

minna máli en áður þar sem með breytingunum voru önnur kynferðismök lögð að jöfnu við

samræði.73 Í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum, nr. 40/1992, kom fram að skýra

ætti hugtakið önnur kynferðismök fremur þröngt. Með hugtakinu sé átt við:

Kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kemur í stað

hefðbundins samræðis eða hefur gildi sem slíkt (surrogat). Eru þetta athafnir sem

veita eða eru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega

fullnægingu.74

Í greinargerðinni eru ekki veittar nánari upplýsingar um hvaða athafnir þetta geti verið. Í

greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum, nr. 61/2007, segir hins vegar

eftirfarandi um önnur kynferðismök:

Með hliðsjón af vísan greinargerðar með frumvarpi til laga nr. 40/1992 til

þágildandi norsks ákvæðis, dómaframkvæmd og skýringum fræðimanna, þar á

meðal danskra og norskra, á samsvarandi hugtökum í dönskum rétti (anden kønslig

omgængelse) og norskum (seksuell omgang, sem að vísu nær einnig til samræðis),

má draga þá ályktun að undir hugtakið ,,önnur kynferðismök“ í íslenskum rétti falli

munnmök og endaþarmsmök. Sama gildir um þá háttsemi að setja hluti eða fingur

í leggöng eða endaþarm og sleikja og sjúga kynfæri. Í samræmi við skilgreiningar

fræðimanna, einkum norskra, væri einnig eðlilegt að undir önnur kynferðismök

félli sú háttsemi geranda að láta þolanda fróa sér og samræðishreyfingar milli læra

þolanda, á bakhluta hans eða maga.75

Að þessu sögðu er áhugavert að skoða Hrd. 31. janúar 2013 í máli nr. 521/2012 þar sem

meirihluti Hæstaréttar sýknaði fjóra einstaklinga sem ákærðir höfðu verið fyrir kynferðisbrot.

Málavextir voru þeir að ákærðu ruddust inn á heimili brotaþola, veittust að B sem var þar í

heimsókn og þvinguðu hann svo út úr íbúðinni með ofbeldi. Eftir það réðust ákærðu á

brotaþola, meðal annars með því að sparka í höfuðið á henni, skera í fingur hennar með hníf

71 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið, III. kafli, mgr. 1. 72 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 51. 73 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið, III. kafli, mgr. 1. 74 sama heimild. 75 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 - 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III. kafli, liður 6, mgr. 2.

Page 23: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

14

og slá hana með kylfu. Loks stakk einn af ákærðu fingrum upp í endaþarm og leggöng

brotaþola. Um síðastgreinda háttsemi sagði í niðurstöðu Hæstaréttar:

Fram er komið að þessi háttsemi þeirra hafði þann tilgang að meiða brotaþola og

þegar litið er til atvika málsins telst hún ekki til samræðis eða annarra

kynferðismaka í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á

hinn bóginn var hér um að ræða afar illyrmislega líkamsárás sem fellur undir 2.

mgr. 218. gr. laganna, bæði þegar litið er til aðferðar og afleiðinga árásarinnar.

Í málinu skilaði einn hæstaréttardómari sératkvæði. Í sératkvæðinu var hún sammála meirihluta

dómenda um annað en niðurstöðu hans er varðaði þá háttsemi ákærða að stinga fingrum upp í

endaþarm og leggöng brotaþola. Í sératkvæðinu tók hún m.a. fram að í athugasemdum við

frumvarp það, sem varð að lögum, nr. 40/1992, kæmi fram að önnur kynferðismök væru

athafnir sem veittu eða væru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega

fullnægju. Þá sagði hún eftirfarandi:

Um hugtakið ,,önnur kynferðismök“ sagði síðan í athugasemdum við frumvarp

sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi

að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal

annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012

í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011.

Í sératkvæðinu komst hún að þeirri niðurstöðu að ákærði hefði með þessum verknaði beitt

brotaþola grófu kynferðislegu ofbeldi. Hún taldi það ekki skipta máli, hvort tilgangur ákærða

hefði verið að veita sér kynferðislega fullnægju eða ekki, enda nægir það að verknaðurinn sé

almennt til þess fallinn. Hún taldi því brot ákærða varða við 1. mgr. 194. gr. hgl.

Í grein sinni ,,Hvað er nauðgun“ er Ragnheiður Bragadóttir höfundur frumvarps þess er

varð að lögum, nr. 61/2007, sammála sératkvæði Hæstaréttar. Hún sagði rökstuðninginn í

sératkvæðinu skýran og taldi að allir dómarar málsins hefðu átt að geta fallist á hann. Máli sínu

til stuðnings vísaði hún m.a. í norskan rétt þar sem kynferðisbrotakafli norsku

hegningarlaganna hefði m.a. verið hafður til hliðsjónar við samningu núgildandi ákvæða

kynferðisbrotakafla íslensku laganna. Í greininni vísaði Ragnheiður í dóm Hæstaréttar Noregs

frá 28. júní 2012 en í því máli hafði ákærði stungið einum fingri eða fleirum í leggöng brotaþola

í þeim tilgangi að leita að hlut sem hann taldi hana hafa stolið frá honum. Í málinu var því alveg

ljóst að ekki var um að ræða kynferðislegar hvatir að baki verknaðinum. Þrátt fyrir það var

ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Loks kom Ragnheiður inn á grundvallarmarkmið 194.

gr. hgl., að það sé að vernda kynfrelsi fólks, og í því sambandi skipti það ekki neinu máli fyrir

Page 24: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

15

brotaþola hvort gerandi hefði sóst eftir kynferðislegri fullnægingu eða ekki. Hún var því þeirrar

skoðunar að meirihluti Hæstaréttar hefði gert alvarleg mistök í þessu máli, og að dómurinn

gæti ekki haft fordæmisgildi.76

3.3. Verknaðaraðferðir 1. mgr. 194. gr. hgl.

Þær aðferðir sem beitt er við nauðgunarbrot, skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., eru taldar upp á tæmandi

hátt í ákvæðinu, þ.e. ofbeldi, hótanir eða annars konar ólögmæt nauðung.77 Þegar nauðgun á

sér stað er ekki um einungis eitt brot að ræða, því hver verknaðaraðferð sem beitt er gegn

þolanda getur verið sjálfstætt brot.78 Hins vegar eru verknaðaraðferðirnar hluti af

nauðgunarbrotinu og er verknaðurinn metinn sem ein heild sem fellur undir 1. mgr. 194. gr.

hgl.79 Verður nú fjallað nánar um þessar verknaðaraðferðir.

3.3.1. Ofbeldi

Fyrsta verknaðaraðferðin sem nefnd er í 1. mgr. 194. gr. hgl. er ofbeldi. Skýring á

ofbeldishugtaki 1. mgr. 194. gr. hgl. er ekki háð 217. gr. og 218. gr. hgl. um líkamsmeiðingar.

Ekki er áskilið að heilsutjón eða neitt annað tjón verði af árásinni annað en samræðið sem stefnt

er að með ofbeldinu.80 Í greinargerð, með frumvarpi því er varð að lögum nr. 61/2007, segir að

ofbeldi sé skýrt með sama hætti í hinu nýja ákvæði og í eldri rétti. Ofbeldi sé mjög víðtækt

hugtak og lagður er rúmur skilningur í það eða: ,,hvers konar beiting valds til þess að yfirvinna

viðnám, sem er alvarlega meint“.81

Ýmsar tegundir ofbeldis geta fallið undir ákvæði 194. gr. hgl. Það getur verið svonefnt

ofbeldi í þrengri merkingu þar sem gerandinn neytir aflsmunar til þess að ná fram vilja sínum.

Til dæmis ef kona er tekin hálstaki og getur enga björg sér veitt.82 Dæmi um dóm Hæstaréttar

þar sem þessari aðferð var beitt er t.d. Hrd. 15. júní 2006 í máli nr. 542/2005. Í málinu fór

stúlkan A ásamt vinkonu sinni heim með S þar sem þau drukku hvítvín og spiluðu. Eftir að

vinkona A yfirgaf samkvæmið breyttist hegðun S skyndilega. Þegar A ætlaði að fara þá fór S

aftan að henni, hélt henni fastri með annarri hendi og fór inn á rassinn á henni með hinni og

stakk fingri í endaþarm hennar. A öskraði af sársauka. Meðan á þessu stóð sagði S eitthvað

,,viðbjóðslegt“ við hana og þrýsti henni upp við vegg og tók hana kverkataki með báðum

76 Ragnheiður Bragadóttir, ,,Hvað er nauðgun“ Fréttablaðið (Reykjavík 6. febrúar 2013) < http://www.visir.is/g/2013702069939> skoðað 18. september 2018. 77 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 81. 78 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 32. 79 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 81. 80 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 33. 81 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 2. 82 sama heimild.

Page 25: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

16

höndum. Hann beitti hana frekara ofbeldi og hafði við hana mök í endaþarm og leggöng gegn

hennar vilja. S var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Undir ofbeldishugtakið falla einnig barsmíðar, högg, spörk og hrindingar. Ekki er það

skilyrði að þolandi verði svo illa útleikinn að hann verði bjargarlaus heldur eru kynmökin sem

ætlunin er að ná fram með ofbeldinu þungamiðja brotsins. Þolandinn þarf ekki að vera með

neina líkamlega áverka og ekki er gerð krafa um að hann veiti mótspyrnu.83 Í Hrd. 13.

september 2007 í máli nr. 131/2007 var því ofbeldi sem hér er lýst beitt og þolandi veitti ekki

mótspyrnu. Málavextir voru þeir að L þröngvaði Y til samræðis og annarra kynferðismaka með

því að beita hana ofbeldi og hótun um ofbeldi. L réðst á hana, greip um brjóst hennar og kreisti

þau, beit þau og kleip í þau. Auk þess barði L hana í brjóstin með vinstri hendi, en með þeirri

hægri kleip hann hana í kynfærin og setti fingurinn inn í kynfæri hennar. Hann tók kodda og

þrýsti honum að hálsi hennar og barði hana með hendinni um allan líkamann og í höfuðið. L

kýldi hana með krepptum hnefa og flötum lófa milli fótanna og víðar um líkamann. Þá tók

hann vinstri ökkla hennar, sneri upp á hann og skellti fæti hennar upp að vegg. L fór með lim

sinn í leggöng hennar og viðhafði harkalegar samfarahreyfingar. Ákærði setti lim sinn

margsinnis í munn hennar og nuddaði honum um andlitið á henni. Y hlaut af þessu veruleg

snertieymsli, sár, bólgur og húðblæðingar. Y þorði ekki að kalla á hjálp og L virti að vettugi

ósk hennar um að hætta. Y kvaðst hafa ákveðið að láta ofbeldið yfir sig ganga því hún hefði

verið hrædd um að hann myndi beita hana meira ofbeldi ef hún streittist á móti. Ákærði var

sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Ýmsar tegundir ofbeldis eða ofbeldi og hótanir fara oft saman. Stundum er litlu ofbeldi

beitt í upphafi og ef brotaþoli lætur ekki undan þá fylgja oft hótanir um meira ofbeldi í kjölfarið.

Ofbeldi virkar því oft sem hótun um frekara ofbeldi.84

3.3.2. Hótanir

Önnur verknaðaraðferð, sem nefnd er í 1. mgr. 194. gr. hgl., er hótanir. Jónatan Þórmundsson

skilgreinir hana með þeim hætti að hún sé ,, ... tjáning hugsunar eða yfirlýsing, sem beint er til

annars manns og er þess efnis, að eitthvað illt sé í aðsigi, er komi niður á þeim manni eða

öðrum“.85

Hótun sem verknaðaraðferð í nauðgunarbroti er skilyrt, þ.e. henni er ætlað að hafa þau

áhrif á annan einstakling, að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert og þar með láti að vilja

83 sama heimild. 84 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr. mgr. 3. 85 Jónatan Þórmundsson (n. 60) 65.

Page 26: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

17

geranda. Það er því undir vilja þolanda komið hvort efni hótunarinnar verði framkvæmt eða

ekki. Einnig verður gerandi að vera fær um að framkvæma efni hótunarinnar, en þó nægir að

þolandi haldi að hann sé fær um að framkvæma efni hennar. Jafnvel þótt svo sé ekki, og gerandi

sé meðvitaður um þennan skilning þolandans. Dæmi um þetta er t.d. þegar gerandi ógnar

þolanda með óhlaðinni byssu sem þolandi heldur að sé hlaðin.86

Fyrir lagabreytinguna, sem átti sér stað árið 1992, var verknaðaraðferð 194. gr. hgl. sú

að vekja með konunni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar sjálfrar eða náinna vandamanna

hennar. Ákvæðinu var breytt með breytingarlögum, nr. 40/1992, þannig að verknaðaraðferðin

varð rýmri að tvennu leyti.87 Annars vegar tók ákvæðið til allra refsiverðra ofbeldishótana, en

ekki annarra hótana. Hins vegar var ekki lengur áskilið að hótun vekti ótta um líf, heilbrigði

eða velferð. Talið var að ofbeldishótanir væru í eðli sínu svo alvarlegar og því væri ekki þörf á

því að halda þessu skilyrði.88 Undir 194. gr. hgl. féllu því hótanir um ofbeldi, þótt þær væru

ekki það grófar að þær vektu áðurnefndan ótta. Ef hótun um eitthvað annað en ofbeldi var beitt,

til þess að koma fram kynmökum, féll það undir 195. gr. hgl. um aðra ólögmæta

kynferðisnauðung.89 Með breytingarlögum, nr. 61/2007, voru allar hótanir felldar undir 1. mgr.

194. gr. hgl., og er það því ekki lengur refsinæmisskilyrði nauðgunar að hótað sé með ofbeldi.

Hótunin og efni hennar getur verið margs konar sem gerir það að verkum að ákvæðið er mun

víðtækara en áður að efni til. Skilyrðið er að það sé orsakasamband á milli hótunarinnar og

kynmakanna, þannig hótunin verður að leiða til þess að gerandi nái fram kynmökunum, sem

honum hefði ella ekki tekist.90

Hótanirnar, sem helst reynir á í réttarframkvæmd, eru hótanir um ofbeldi. Áður var það

álitamál hvort hótunin þurfti að varða ofbeldi sem beitt var þegar í stað, eða hvort hótun um

ofbeldi síðar nægði. Áður en lagabreytingin árið 2007 tók gildi, var lagður sá skilningur í

hugtakið hótun um ofbeldi, að hótunin þyrfti að varða ofbeldi sem yrði beitt þegar í stað en

ekki seinna, þrátt fyrir að ekkert væri tekið fram um þetta í ákvæðinu sjálfu.91 Eins og kom

fram hér að ofan voru allar hótanir felldar undir 1. mgr. 194. gr. hgl. með breytingarlögunum

frá 2007. Þar af leiðandi verður ákvæðið nú skilið sem svo að undir það falli hótanir um ofbeldi,

hvort sem því er beitt strax eða síðar.92

86 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 33-34. 87 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 94. 88 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 1. 89 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 94-95. 90 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 4. 91 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 95. 92 sama heimild 95-96.

Page 27: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

18

Ofbeldi eða hótun beinist oftast að manneskjunni sem er nauðgað. Þó er talið að leggja

megi að jöfnu þegar ofbeldi eða hótanir beinast að aðila sem er nákominn þolanda

nauðgunarinnar.93 Áður en breytingarlög, nr. 40/1992, tóku gildi var kveðið sérstaklega á um

þetta í 194. gr. hgl., varðandi hótanir um ofbeldi. Með 2. gr. breytingarlaganna var þessi regla

tekin úr lögunum. Þrátt fyrir það var talið að orðalag hins nýja ákvæðis myndi ekki útiloka að

ofbeldishótanir gætu beinst að einhverjum nákomnum brotaþola eða þá að þeim væri ætlað að

bitna á honum.94 Þá kom fram í athugasemdum við 2. gr. í greinargerð, með frumvarpi því er

varð að lögum nr. 61/2007, að ofbeldi væri skýrt með sama hætti og áður í nýja ákvæðinu.

Jafnframt kom þar fram að það væri athugunarefni hvort ganga mætti lengra, þ.e. að

hótunarþolinn væri óskyldur nauðgunarþola, t.d. kunningi eða nágranni. Í frumvarpinu sagði

að eðlilegt þætti að þeir aðilar sem hefðu sömu þvingunaráhrif á nauðgunarþola, og þegar

skyldmenni ættu í hlut, gætu verið hótunarþolar skv. 194. gr. hgl.95

Hótanir um annað en ofbeldi falla einnig undir 1. mgr. 194. gr. hgl., en um er að ræða

þær hótanir sem áður féllu undir 195. gr. hgl. um ólögmæta nauðung, sbr. 3. gr. laga nr.

40/1992. Eins og kom fram í umfjölluninni um ólögmæta nauðung, í kafla 2.4.1., þá voru engin

dæmi nefnd um aðra ólögmæta nauðung í 195. gr. hgl., en 225. gr. hgl. mátti hafa til hliðsjónar,

og gildir það enn.96

Skipta má hótunum um annað en ofbeldi í fjóra flokka. Í fyrsta lagi eru það hótanir um

sakburð, en hafa má 225. gr. hgl. um ólögmæta nauðung til hliðsjónar varðandi slíkar hótanir.

Þetta getur t.d. verið sakburður um refsiverða eða vansæmandi háttsemi þolanda

nauðgunarinnar eða vandamanna hans. Undir refsiverða háttsemi falla öll afbrot og er eina

skilyrðið að þessi aðferð geranda hafi þvingunaráhrif á þolanda. Þetta er óljósara varðandi

vansæmandi háttsemi.97 Sem dæmi um slíka háttsemi má nefna ýmsa refsilausa sviksemi, t.d.

í fjármálum eða ástarmálum, lauslæti, vændi, vanræksla barna, andleg kúgun fjölskyldu og

vanræksla á að veita nauðstöddum hjálp.98 Það skiptir ekki máli hvort sakburðurinn sé sannur

eða ekki99 og nægilegt er að hóta einhvers konar tilkynningu hans eða birtingu.100 Í öðru lagi

eru það hótanir um eignaspjöll, t.d. þegar gerandinn hótar þolandanum að valda skemmdum

eða eyðileggingu á eignum hans. Ef slík hótun leiðir til kynmaka fellur verknaðurinn undir 1.

93 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 6. 94 Alþt. 1991, A-deild, þskj. 59 – 58. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 1. 95 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 2. 96 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 99. 97 sama heimild 100. 98 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 36. 99 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 100. 100 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 36.

Page 28: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

19

mgr. 194. gr. hgl. Í þriðja lagi er um að ræða hótun yfirboðara eða samstarfsmanns á vinnustað

um uppsögn eða óhagstæð starfskjör. Í fjórða og síðasta lagi eru það hótanir um annað verulegt

óhagræði, til dæmis varðandi ærumeiðingar.101 Ofangreind skýring á hótunum um annað en

ofbeldi byggist á lögskýringargögnum og túlkun fræðimanna.102

Í kafla 2.4.1. voru reifaðir þrír dómar þar sem sakfellt var fyrir brot gegn 195. gr. hgl.

eldri laga um ólögmæta nauðung en þar má sjá hvernig dómstólar túlkuðu hugtakið aðrar

hótanir. Eins og kom fram í þeirri umfjöllun, þá var þolandi þvingaður til kynmaka þar sem

líkamlegir yfirburðir voru geranda í hag. Í málunum var ekki talið að ofbeldi hefði átt sér stað,

enda hefði þá verið sakfellt fyrir brot gegn 194. gr. hgl. Þar sem sakfellt var fyrir 195. gr. hgl.

verður að gera ráð fyrir að einhverju öðru en ofbeldi hafi verið hótað til þess að þolandinn léti

undan. Það nægir að hótun sé orðalaus, með látæði eða hún liggi í öllum aðstæðum.103

Aðferðirnar sem notaðar voru við brotin voru vissulega vægari en í þeim dómum þar sem

sakfellt hefur verið fyrir 194. gr. hgl., en þó var aflsmunum beitt og hótun um ofbeldi hefði að

öllum líkindum verið beitt, ef á hefði þurft að halda.104 Eins og kom fram í umfjölluninni að

ofan þá var við endurskoðun kynferðisbrotakaflans árið 2007 ekki talin ástæða til þess að gera

greinarmun á hótunum um ofbeldi og annarra hótana sem beitt var sem verknaðaraðferð við

framningu nauðgunarbrota. Með lögum nr. 61/2007 var ákvæði 195. gr. hgl. því fellt brott og

1. mgr. 194. gr. hgl. tekur nú til allra hótana.

3.3.3. Ólögmæt nauðung

Þriðja og jafnframt síðasta verknaðaraðferðin sem kveðið er á um í 1. mgr. 194. gr. hgl. er

annars konar ólögmæt nauðung. Þessi verknaðaraðferð var lögfest við endurskoðun

nauðgunarákvæðisins árið 2007. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir þessari verknaðaraðferð í

frumvarpi til laga nr. 61/2007 en henni var svo bætt við í meðförum þingsins. Verið var að

bregðast við athugasemdum ríkissaksóknara, sem hafði fengið frumvarpið til umsagnar.105 Í

frumvarpinu var upphaflega gert ráð fyrir að orðalag 194. gr. hgl. yrði á þennan veg: ,,Hver

sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi eða hótunum

gerist sekur um nauðgun ... “.106 Um þetta orðalag sagði í umsögn ríkissaksóknara:

101 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 100. 102 sama heimild 101. 103 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 106. 104 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III, liður 2, mgr. 2. 105 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 107. 106 sama heimild.

Page 29: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

20

Með fyrirhugaðri breytingu verður að telja að ekki sé tryggt að sú háttsemi að

notfæra sér aðstöðumun sem hingað til hefur verið heimfærð undir 195. gr. laganna,

sé refsiverð. Í 195. gr. hgl. segir að hver sem með annars konar ólögmætri nauðung

þröngvi mann til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 6

árum. Í athugasemdum með frv. segir að með orðunum ,,annars konar“ sé í raun

verið að vísa til 194. gr., þ.e. að hótanir þær, sem falli undir 195. gr. séu ekki eins

alvarlegar og hótanir skv. 194. gr. Virðist því vera gert ráð fyrir því að með

hugtakinu annars konar ólögmætri nauðung sé einungis átt við hótanir um annað

en ofbeldi. Á þetta verður ekki fallist. Hugtakið hótun nær ekki fyllilega yfir það

sem í réttarframkvæmd hefur verið talið felast í ólögmætri nauðung. Það nær t.d.

ekki til tilvika þar sem aldurs-/eða aðstöðumunur ræður því að brotaþoli telur sig

ekki geta spornað við kynmökunum, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar uppkveðinn 15.

janúar 2003 í málinu nr. 372/2003. Þá þykir rétt að benda á að þótt Svíar hafi nýlega

rýmkað nauðgunarákvæði sitt í 1. gr. 6. kafla sænska brottsbalken, sbr. lög nr.

90/2005, eins og getið er um í athugasemdum, þá tekur ákvæði 2. gr. 6. kafla

laganna til þeirrar háttsemi að þröngva manni til kynferðismaka með annars konar

ólögmætri nauðung. Með þeim breytingum sem stefnt er að með frumvarpinu er

hætt við að verið sé að þrengja verknaðarlýsingu núgildandi ákvæða.107

Athugasemd ríkissaksóknara var tekin til greina og var verknaðaraðferðin, annars konar

ólögmæt nauðung, lögfest í 1. mgr. 194. gr. hgl.108

Dæmi um mál þar sem var ákært og sakfellt fyrir kynmök, sem fengin voru eingöngu

með annars konar ólögmætri nauðung, er Hrd. 16. maí 2013 í máli nr. 737/2012. Í málinu var

X sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn B með því að hafa í kjallara á heimili sínu, í bifreiðum

sem hann hafði til umráða og á víðavangi, með ólögmætri nauðung ítrekað látið B hafa við sig

munnmök og haft munnmök og endaþarmsmök við B. X notfærði sér yfirburðastöðu sína

gagnvart B vegna aldurs og reynslu. Auk þess fékk hann B til kynmakanna með

peningagreiðslum, gjöfum og áfengi er B var kominn á unglingsár. Háttsemin var talin varða

við 1. mgr. 202. gr. hgl. fram til 4. október 2006, er B varð 14 ára. Eftir það og fram til 4. apríl

2007, er lög nr. 61/2007 tóku gildi, undir 3. mgr. 202. gr. laganna, og eftir þann tíma einnig

undir 1. mgr. 194. gr. hgl.

3.4. Saknæmisskilyrði 1. mgr. 194. gr. hgl.

Nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. hgl. er ekki refsiverð nema hún sé framin af ásetningi,

sbr. 18. gr. hgl. Ásetningurinn verður að taka til allra efnisþátta verknaðarins eins og honum er

lýst í 1. mgr. 194. gr. hgl.109 Í því felst að hann verður bæði að taka til verknaðaraðferðarinnar,

þ.e. til þess að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung og kynmakanna.

107 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, umsögn ríkissaksóknara við frumvarpið, erindi nr. Þ 133/10. 108 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 109. 109 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III. kafli, liður 7, mgr. 2.

Page 30: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

21

Þá þarf ásetningurinn að ná til þess að hinum ólögmætu verknaðaraðferðum sé beitt til þess að

ná fram kynmökunum. Ásetningurinn þarf því að ná til orsakasambandsins á milli

verknaðaraðferðarinnar sem beitt er annars vegar og kynmakanna hins vegar, þannig að

gerandinn nái fram kynmökum vegna þess að hann beitti hinum ólögmætu aðferðum, sem

kveðið er á um í 1. mgr. 194. gr. hgl. Loks verður ásetningurinn að taka til þess, að brotið sé

gegn vilja brotaþola, þ.e. þannig að samþykki hans sé ekki fyrir hendi. Gerandi verður þar af

leiðandi að hafa gert sér grein fyrir því að þolandi hafi ekki viljað hafa við sig kynmök.110

Öll stig ásetnings geta komið til greina. Beinn ásetningur er efsta stig hans og á hann

við ef gerandi vill nota hinar refsiverðu aðferðir til þess að hafa kynmök við þolanda. Beinn

ásetningur er fyrir hendi, hvort sem tilgangur geranda er að fá fram kynmökin, eða hann teji

þau vera óhjákvæmilega afleiðingu háttsemi sinnar. Þá er líkindaásetningur næsta stig hans.

Gerandi telur þá yfirgnæfandi líkur á því að kynmökin hafi fari fram vegna hinna ólögmætu

aðferða sem hann beitti. Lægsta stig ásetnings á við þegar gerandi telur að kynmökin séu gegn

vilja þolanda, en engu að síður framkvæmir hann verknaðinn, og hefði gert það þrátt fyrir að

hann hefði vitað að þau væru gegn vilja þolanda (dolus eventualis). Lægsta stig ásetnings getur

einnig átt við ef gerandi lætur sér það í léttu rúmi liggja hvort kynmökin hafi farið fram með

samþykki þolanda eða ekki.111

Það er ekki algengt í nauðgunarmálum að Hæstiréttur fjalli um ásetninginn sem slíkan

í dómum sínum112, þó er Hrd. 11. desember 2014 í máli nr. 335/2014 dæmi um það. Í málinu

var X ákærður fyrir þrjár nauðganir skv. 1. mgr. 194. gr. hgl. gagnvart A þegar þau voru par

og höfðu tíðkað samfarir þar sem valdi var beitt með samþykki beggja. Í málinu sakfelldi

héraðsdómur fyrir fyrsta og þriðja tilvikið en annað tilvikið að hluta. Hæstiréttur sýknaði

ákærða hins vegar fyrir fyrsta og þriðja tilvikið en staðfesti sakfellingu héraðsdóms fyrir annað

tilvikið. Hæstiréttur fjallaði ítarlega um fyrsta tilvikið en þar var það óumdeilt að X hefði flengt

A með belti, tekið um úlnið hennar, ýtt henni niður á rúm og haft við hana samfarir. Í umræddu

tilviki var það álitamál hvort samfarirnar hefðu verið knúnar fram með því að beita ofbeldi,

hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eins og áskilið er í 1. mgr. 194. gr. hgl. eða

hvort samfarirnar hefðu verið á sömu nótum og aðrar kynlífsathafnir X og A fram að því og X

hefði þar af leiðandi haft réttmæta ástæðu til að ætla að A væri samþykk samförunum. Í

niðurstöðu sinni benti Hæstiréttur á að skv. 108. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008,113

110 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 135. 111 sama heimild. 112 Ragnheiður Bragadóttir (n. 6) 136. 113 Hér eftir nefnd sml. eða sakamálalög

Page 31: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

22

hvíldi sönnunarbyrðin á ákæruvaldinu og við mat á því hvort saknæmisskilyrði 1. mgr. 194.

gr. hgl. væri fullnægt verði ákærði því að njóta þess vafa sem væri í málinu um þá huglægu

afstöðu sem bjó að baki verknaði hans. Með hliðsjón af samskiptum ákærða og brotaþola yrði

að miða við það að ákærði hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk

samförum við hann umrætt sinn. Ákæruvaldið hefði því ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því

hvíldi, skv. 108. gr. sml., þ.e. að sýna fram á ásetning ákærða til nauðgunar í umrætt skipti og

þar með saknæmi verknaðar hans. Ákærði var því sýknaður af sakargiftum samkvæmt þessum

ákærulið.

Þá ber einnig að nefna að í VIII. kafla hgl. eru ákvæði varðandi atriði sem hafa áhrif á

refsihæð. Í 6. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. kemur fram að þegar hegning sé tiltekin eigi að taka til

greina hversu styrkur og einbeittur vilji ákærða hafi verið. Dæmi um dóma þar sem vísað var í

þennan tölulið er t.d. Hrd. 8. júní 2017 í máli nr. 733/2016 og Hrd. 8. október í máli nr.

129/2009. Í fyrra málinu var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku með því

að nýta sér yfirburðastöðu gagnvart henni er hann hafði við hana samræði og önnur

kynferðismök. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, var við ákvörðun

refsingar litið til stigs ásetnings í tengslum við 1. mgr. 194. gr. hgl., og að mati dómsins var um

aukinn ásetning að ræða sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Í seinna málinu var ákærði sakfelldur

fyrir nauðgun, skv. 1. mgr. 194. gr. hgl. gagnvart barnsmóður sinni. Í niðurstöðu héraðsdóms,

sem staðfest var í Hæstarétti var við ákvörðun refsingar litið til 6. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. og

ásetningur ákærða talinn hafa verið einbeittur.

3.4.1. Nauðgun af gáleysi

Fyrir rúmum 30 árum var til umræðu á Norðurlöndunum hvort lögfesta ætti ákvæði sem gerði

nauðgun af gáleysi refsiverða. Helstu rökin fyrir þeirri breytingu voru að slíkt ákvæði myndi

bæta réttarvernd kvenna, í þeim tilfellum þar sem ásetningur gerendanna var dulinn. Þeir hefðu

haldið því fram að þeir hefðu ekki skilið að þolandinn hefði verið mótfallinn kynmökunum.

Jafnframt var kveikjan að þessari umræðu sú að talið var að sýknudómar í nauðgunarmálum

væru of margir því ekki hefði tekist að sanna að gerandi hefði skilið að þolandi hefði ekki þorað

að láta í ljós andstöðu sína, eða að gerandi hefði ekki gert sér grein fyrir að þolanda væri alvara

með andstöðu sinni. Á þetta reynir t.d. þegar þolandi lamast af ótta við gerandann og getur þar

af leiðandi veitt litla eða enga mótspyrnu. Í slíkum málum er líklegt að unnt hefði verið að

sakfella ákærðu fyrir nauðgun af gáleysi með þeim röksemdum að þeir hefðu haft hugboð eða

Page 32: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

23

grun um að konan hefði ekki samþykkt kynmökin, eða að þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir

því.114

Umræðan um að lögleiða ákvæði um nauðgun af gáleysi leiddi til þess að í Noregi var

nauðgun af stórfelldu gáleysi lögfest með breytingarlögunum norsku nr. 76/2000.115 Ekkert

hinna Norðurlandanna kaus að fara sömu leið. Nauðgun af gáleysi var til umræðu við samningu

frumvarps þess er varð að lögum nr. 61/2007, sem leiddi til þess að ákvæði hvað það varðaði

var ekki lögfest í íslensku hegningarlögunum. Var ástæðan m.a. sú að norska ákvæðið hafði

ekki haft eins mikil áhrif og vonir stóðu til. Í skýrslu norsku hegningarlaganefndarinnar, frá

2002, NOU 2002:4, var m.a. lagt til að ákvæðið um nauðgun af stórfelldu gáleysi yrði afnumið,

það hefur þó enn ekki verið gert. Rök gegn ákvæði um nauðgun af gáleysi varða mörg þann

sönnunarvanda sem slíkt ákvæði er talið hafa í för með sér, því erfitt sé að sanna að gáleysi

gerandans hafi tekið til þess hver vilji þolandans var. Einnig hefur verið talið að nauðgun af

gáleysi komi helst til skoðunar ef aðilar hafi þekkst fyrir, og að vafi leiki á hvort samþykki

þolandans hafi legið fyrir eða ekki. Þá hefur verið talið að það sé ekki raunhæft vegna hlutræna

skilyrðisins í þeim verknaðaraðferðum sem kveðið er á um í 194. gr. hgl. Loks hafa

gagnrýnendur haldið því fram að refsiábyrgð fyrir nauðgun af gáleysi veiki réttarstöðu kvenna

frekar en að bæta hana því sönnun um hegðun þeirra verði þá sett í öndvegi.116

4. Sönnunargögn í nauðgunarmálum

4.1. Almennt um sönnun í nauðgunarmálum

Sú staðreynd að afbrotið nauðgun tengist mjög persónulegum samskiptum aðila sem skilja oft

ekki eftir sig nein áþreifanleg spor, gerir það að verkum að oft reynist erfitt að sanna að brot

hafi átt sér stað.117 Erfitt getur verið að sanna huglæga afstöðu ákærða til verknaðarins í þeim

málum sem hann neitar sök. Það veltur því á dómstólum að meta hvað ákærði hafi hlotið að

gera sér grein fyrir. Í nauðgunarmálum er mat ákærða á aðstæðum lagt til grundvallar en sökum

þess að ásetningur er saknæmisskilyrði, skv. 194. gr. hgl., er ekki unnt að refsa ákærða fyrir

nauðgun, ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli hefði samþykkt kynmökin. Þá

er algengt að aðilar séu sammála um að kynmök hafi farið fram en eru ósammála um að þau

hafi átt sér stað með samþykki brotaþola. Í tilvikum sem þessum veltur niðurstaða dómsins á

mati á trúverðugleika aðilanna, með hliðsjón af öðrum sönnunargögnum sem liggja fyrir í

114 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III. kafli, liður 7, mgr. 3. 115 sama heimild, mgr. 5. 116 sama heimild, mgr. 7-8. 117 Jónatan Þórmundsson (n. 10) 27.

Page 33: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

24

málinu,118 t.d. læknisfræðilegum gögnum, vottorði sálfræðings eða annarra sérfræðinga,

framburði vitna um atvik fyrir og eftir brot, ásamt niðurstöðu DNA-rannsóknar, síma- og

tölvugögnum, fatnaði og fleira.

Við sönnun á því hvort nauðgun hafi átt sér stað getur tíminn sem líður frá því að brot

var framið og þar til það er kært til lögreglu skipt miklu máli þar sem möguleikar lögreglu á að

afla nauðsynlegra sönnunargagna eru mestir skömmu eftir að brot var framið. Í Hrd. 4. febrúar

2016 í máli nr. 190/2015 var ákærði sýknaður fyrir kynferðisbrot en í niðurstöðu Hæstaréttar

kom m.a. fram að ekki yrði fram hjá því litið að sönnunargögn hefðu verið takmarkaðri en ella

kynni að hafa verið vegna tafa á því að brotaþoli leitaði á neyðarmóttöku og þess að hún kærði

ekki atvikið til lögreglu fyrr en rúmu ári eftir að umræddur atburður átti sér stað.

Eins og komið hefur fram í ofangreindri umfjöllun hefur þekking á eðli og afleiðingum

nauðgana eflst mikið. Lagabreytingarnar sem hafa átt sér stað, með lögum nr. 40/1992 og svo

aftur með lögum nr. 61/2007, hafa verið mikil réttarbót fyrir þolendur nauðgana. Þá var

nauðgunarákvæðinu breytt með lögum nr. 16/2018 á þann veg að horfið var frá megináherslu

á verknaðaraðferð við nauðgun og aukin áhersla lögð á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt

einstaklingsins. Með breytingunum er nauðgun skilgreind út frá því hvort samþykki þolanda

hafi verið fyrir hendi eða ekki. Auk umræddra lagabreytinga hafa orðið miklar framfarir innan

réttarvörslukerfisins sem og heilbrigðiskerfisins. og er hægt að fullyrða að margt hefur breyst

til betri vegar í nauðgunarmálum. Nauðgun er hins vegar áfram alvarlegt samfélagsvandamál

og alltaf má gera betur.119

4.2. Almennt um sönnunargögn

Hugtakið sönnunargögn tekur til þeirra gagna sem rökrétt ályktun verður leidd af um málsatvik

sem deilt er um eða sannreyna þarf í dómsmáli.120 Almennt skiptir ekki máli hvaða aðferð eða

gögn eru notuð til þess að sanna málsatvik ef rökrétt samband er á milli sönnunargagns og

sönnunaratriðis.121 Kveðið er á um meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu í 1. mgr.

111. gr. sml. en þar kemur fram að dómur skuli reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru

fram við meðferð máls fyrir dómi. Af þessari meginreglu leiðir að dómari getur að jafnaði ekki

tekið tillit til neinna atvika sem honum er kunnugt um, ef ekki hafa verið færð fram nein

118 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 – 20. mál, athugasemdir við lagafrumvarpið III. kafli, liður 7, mgr. 2. 119 Sigrún Júlíusdóttir (n. 4) 9. 120 Páll Sigurðsson, Lögfræðiorðabók með skýringum (Bókaútgáfan Codex – Lagastofnun Háskóla Íslands 2008)

430. 121 Stefán Már Stefánsson (n. 2) 10.

Page 34: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

25

sönnunargögn um þau fyrir dómi.122 Þau eru mismunandi eftir tegund mála og sem dæmi má

nefna þá eru mikilvægustu sönnunargögnin í líkamsárásarmálum myndir af vettvangi, fatnaður,

læknisfræðileg gögn og munnlegur framburður. Nauðgunarmál eru sér á parti því oft eru einu

sönnunargögnin framburður ákærða og meints brotaþola, auk læknisfræðilegra gagna.

Sönnunin lýtur því oft að hegðun brotaþola eftir brot og hvað hann sagði hverjum um hvað

gerst hefði. Hægt er að flokka sönnunargögn með ýmsum hætti en algengt er að flokka þau

eftir tegundum.123 Í sakamálalögum eru þau flokkuð í fjóra flokka, þ.e. framburður ákærða,

framburður vitna, matsgerðir og skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn, sbr. XVII.-XX. kafli

sml.

Gerður er greinarmunur á beinni og óbeinni sönnun í íslenskum rétti.124 Með beinni

sönnun er átt við að færðar séu sönnur á eitthvert atriði, sem sanna þarf, t.d. refsiverðan

verknað.125 Bein sönnunargögn varða beinlínis það atriði sem sanna þarf og er því unnt að

skoða þau og meta milliliðalaust. Dæmi um bein sönnunargögn eru t.d. morðvopn eða

framburður vitnis sem sá atburðinn sem ákærði er sakaður um.126 Með óbeinni sönnun er hins

vegar átt við að ályktað sé út frá sönnunargögnum, sem varða ekki beint það atriði sem sanna

skal hvað gerst hafi.127 Óbein sönnunargögn geta verið af ýmsu tagi, sem dæmi má nefna

skýrsla frá vitni sem skynjaði ekki verknað af eigin raun,128 vottorð sérfræðinga um andlegt

ástand brotaþola129 og framburð sérfræðinga sem hafa unnið að fingrafarasamsvörun í

dómsmáli.130

Í riti Einars Arnórssonar, Meðferð opinberra mála, sem kom út 1919, greinir hann óbeina

sönnun frá beinni sönnun með eftirfarandi hætti:

Óbeina sönnunin er hinsvegar fólgin í því, að staðhöfn önnur en sú, er sanna á, er

sönnuð, og svo er aftur ályktað frá henni með meiri eða minni vissu til þeirrar

staðhafnar, er sanna á. Þegar sönnun er óbein, þá verður ávalt einum lið fleira í

sönnunarkeðjunni en þegar sönnun er bein.131

122 sama heimild 11. 123 sama heimild. 124 Stefán Már Stefánsson (n. 2) 10. 125 Eiríkur Tómasson, ,,Sitt er hvað, sönnunarbyrði og sönnunarmat: umfjöllun um dóm Hæstaréttar 20. október

2005 í máli nr. 148/2005” (2007) 60 Úlfljótur 481, 487. 126 Stefán Már Stefánsson (n. 2) 10. 127 Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 - 233. mál, athugasemdir við 109. gr., mgr. 2. 128 sama heimild. 129 Símon Sigvaldsson, ,,Meginreglur sönnunarfærslu og kynferðisbrot gegn börnum“ í Svala Ísfeld Ólafsdóttir

(ritstj.), Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum (Háskólaútgáfan 2011) 165. 130 Johannes Andenæs, Norsk straffeprosess (4. útg., Universitetforlaget 2009) 167. 131 Einar Arnórsson, ,,Meðferð opinberra mála“ (Fylgirit með Árbók Háskóla Íslands, Háskóli Íslands 1919) 99.

Page 35: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

26

Það má því segja að um beina sönnun sé að ræða þegar vitni var sjálft sjónarvottur að

refsiverðum verknaði, t.d. sá mann stela hlut úr verslun. Þegar sönnunin er óbein þá bætist einn

liður við sönnunarkeðjuna. Til dæmis ef annað vitni greinir frá því, að hitt vitnið hafi sagt sér

að það hafi séð þennan sama mann stela úr verslun.132

Frá því um miðja 19. öld hefur tíðkast hér á landi að beitt sé óbeinni sönnun í

sakamálum og hafa ákvæði um hana staðið efnislega óbreytt frá því í lögum nr. 27/1951 um

meðferð opinberra mála, en ákvæði 109. gr. laganna fjallaði um óbeina sönnun.133 Núgildandi

ákvæði um óbeina sönnun er að finna í 2. mgr. 109. gr. sml. Þar segir að dómari meti ef þörf

krefur hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna

skal en ályktanir má leiða af um það. Af þessu má ráða að sönnunargögn hafi mis ríkt

sönnunargildi. Eðli málsins samkvæmt hafa óbein sönnunargögn fyrir refsiverðan verknað

almennt minna sönnunargildi en þau sem lúta beint að verknaðinum.134 Þrátt fyrir það hefur

verið talið leyfilegt að líta til þeirra, þá sérstaklega ef öðrum sönnunargögnum er ekki til að

dreifa eða þau eru talin ófullnægjandi.135

4.3. Helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum

4.3.1. Almennt um sönnunargögn í nauðgunarmálum

Eins og kom fram í inngangi ritgerðarinnar þá eru sönnunargögn í nauðgunarmálum oftast af

skornum skammti og ekki við önnur bein sönnunargögn að styðjast heldur en skýrslur ákærða

og brotaþola. Því er algengt að litið sé til óbeinna sönnunargagna sem eru talin styðja framburði

þeirra. Sem dæmi má nefna Hrd. 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009. Í málinu var ákærði

sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. með því að hafa í bifreið sinni látið brotaþola

nudda lim sinn og haft við hana samræði. Framburður ákærða var metinn ótrúverðugur og var

niðurstaða dómsins um sakfellingu hans byggð á trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í vottorði sálfræðings, sem staðfest var fyrir dómi og í framburði vitna um atvik eftir brot.

Einnig fékk framburður brotaþola stoð í ljósmynd af brotavettvangi en hún var talin sýna að

ekki hefði verið hindrun á milli sætanna í bifreiðinni sem brotið var framið í.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari hefur haldið því fram að

dómarar taki í auknum mæli mið af óbeinum sönnunargögnum í kynferðisbrotamálum. Hann

hefur varpað ljósi á hvort gerðar séu mun vægari kröfur til sönnunarfærslu í

132 Eiríkur Tómasson (n. 125) 488. 133 sama heimild. 134 sama heimild. 135 Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 - 233. mál, athugasemdir við 109. gr., mgr. 2.

Page 36: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

27

kynferðisbrotamálum en gerðar hafa verið í gegnum tíðina.136 Jón Steinar skilaði sératkvæði í

Hrd. 20. október 2005 í máli nr. 148/2005 sem varðaði að vísu brot gegn 1. mgr. 201. gr. hgl.

Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, kom fram að brotaþoli, A, hefði fyrir

dómi gefið trúverðuga lýsingu á því að ákærði hefði brotið gegn sér. Þá þótti frásögn A hafa

stoð í framburði þriggja vitna um það sem hún hafði tjáð þeim um refsiverða háttsemi ákærða

gagnvart henni. Auk þess var til stuðnings sakfellingu ákærða vísað til greinargerðar

sálfræðings og vitnisburðar hans fyrir dómi. Með vísan til þessa var að mati dómsins sannað

að ákærði hefði brotið gegn A. Í sératkvæðinu var Jón Steinar m.a. þeirrar skoðunar að frásagnir

vitnanna, um það sem brotaþoli hafði tjáð þeim um refsiverða háttsemi gagnvart henni, hefðu

ekki haft þýðingu þar sem þær hefðu aðeins falið í sér endursögn á frásögn brotaþola. Eiríkur

Tómasson fjallaði um sératkvæðið í grein sinni, Sitt er hvað, sönnunarbyrði og sönnunarmat.

Varðandi þessi ummæli vísaði hann í ákvæði sakamálalaga um óbeina sönnun, sem er nú í 2.

mgr. 109. gr. sml., sbr. framangreinda umfjöllun. Hann sagði að með ákvæðinu sé sú skylda

lögð á dómara að þeir leggi mat á sönnunargildi þeirra óbeinu sönnunargagna sem liggja fyrir

í málinu. Þá sagði hann að í ákvæðinu væri ekki gert upp á milli ólíkra tegunda óbeinna

sönnunargagna og ef litið væri til lagaframkvæmdar þá hefði margoft verið byggt á endursögn

vitnis á frásögn brotaþola, sbr. Hrd. 11. október 2001 í máli nr. 212/2001 og Hrd. 14. mars

2002 í máli nr. 454/2001.137

4.3.2. Framburður ákærða

Í XVII. kafla sml. er fjallað um skýrslugjöf ákærða fyrir dómi, en eins og kom fram í

umfjölluninni hér að ofan þá flokkast skýrsla hans sem beint sönnunargagn. Samkvæmt 1. mgr.

113. gr. sml. er ákærða skylt að koma fyrir dóm til skýrslugjafar eftir að mál hefur verið höfðað

gegn honum en honum er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum

er gefið að sök, sbr. 2. mgr. 113. gr. sml. Það kann þó að vera að þögn ákærða verði túlkuð

honum í óhag. Samkvæmt 115. gr. sml. metur dómari sönnunargildi framburðar ákærða, þar á

meðal trúverðugleika hans við úrlausn máls. Í athugasemdum við greinina segir að það kunni

að draga úr trúverðugleika ef hann neitar að tjá sig um atvik máls, án þess að eðlileg skýring

búi að baki þögninni önnur en sú að hann vilji halda vitneskju sinni leyndri um þau. Dómara

ber þó undir slíkum kringumstæðum að vekja athygli ákærða á því að þögn hans geti verið

136 Jón Steinar Gunnlaugsson, ,,Mál af þessu tagi” (2008) 5 Tímarit lögréttu 97, 107-108. 137 Eiríkur Tómasson (n. 125) 512-513.

Page 37: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

28

skýrð honum í óhag. Þá getur framburður ákærða einnig verið metinn ótrúverðugur ef hann er

óstöðugur. Til dæmis ef frásögn hans fyrir dómi stangast á við frásögn hans hjá lögreglu.138

Í þeim dómum sem skoðaðir voru í úttektinni í 5. kafla neitaði ákærði aldrei að tjá sig

um sakargiftir, þó kom fyrir að hann bæri fyrir sig minnisleysi, yfirleitt vegna ölvunar. Í þeim

málum sem ákærði breytti framburði sínum, annaðhvort við síðari skýrslutökur hjá lögreglu

eða fyrir dómi, var framburður hans metinn ótrúverðugur.

4.3.3. Framburður brotaþola og annarra vitna

Skýrsla brotaþola flokkast einnig sem beint sönnunargagn, en hann hefur þó stöðu vitnis við

skýrslutökur í sakamáli. Þannig að þegar hann kærir nauðgun til lögreglu, verður hann vitni í

öllu ferlinu í eigin máli, og réttarstaðan hans í samræmi við það. Brotaþoli fær engu ráðið um

gang málsins en honum ber að aðstoða lögreglu eftir bestu getu við að upplýsa það. Ef

nauðgunarkæra leiðir til ákæru, þá ber brotaþola, sem er 18 ára og eldri, skylda til að mæta

fyrir dóm sem vitni ákæruvaldsins og svara spurningum sem fyrir hann eru lagðar.139 Í nýlegri

skýrslu samráðshóps innanríkisráðherra (nú dómsmálaráðherra), Um meðferð kynferðisbrota

innan réttarvörslukerfisins, kom fram að taka þurfti til athugunar hvort rétt væri að breyta þessu

fyrirkomulagi. Eða hvort auka ætti hlutverk réttargæslumanns brotaþola við rekstur máls fyrir

dómstólum. Í skýrslunni var tekið sem dæmi að í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi væru brotaþolar

eins konar hlutaðilar í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum sakamálum.140

Í XVIII. kafla sml. er að finna ákvæði um vitni. Í 1. mgr. 116. gr. sml. er kveðið á um

hina almennu skyldu manns til að koma fyrir dóm sem vitni. Í XVIII. kafla sml. eru svo nefndar

nokkrar undantekningar frá þessari vitnaskyldu, en ekki verður fjallað nánar um þær hér. Eins

og hefur komið fram og mun koma fram í úttektinni á dómum Hæstaréttar í kafla 5 þá getur

framburður vitna í nauðgunarmálum haft mikla þýðingu, og er hann oft notaður til stuðnings

framburði ákærða eða brotaþola. Í langflestum nauðgunarmálum geta vitni þó einungis tjáð sig

um atvik fyrir eða eftir brot, og einnig hvað ákærði eða brotaþoli hefðu sagt við sig að gerst

hefði, og því er vitnisburður þeirra flokkaður sem óbeint sönnunargagn.

138 Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 – 233. mál, athugasemdir við 115. gr., mgr. 2. 139 Guðrún Jónsdóttir (n. 3) 32. 140 ,,Um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins: Tillögur um aðgerðir 2018-2022”

(Dómsmálaráðuneytið) 13 < https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4404464a-b4d4-11e7-

941e-005056bc4d74> skoðað 6. október 2018.

Page 38: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

29

4.3.4. Matsgerðir og sérfræðilegar álitsgerðir

Þegar dómsmál eru flókin eða sakarefni þeirra varðar sérfræðiatriði er algengt að við meðferð

þeirra sé stuðst við ýmiss konar álit sérfræðinga, í því skyni að komast að réttri niðurstöðu.141

Í XIX. kafla sml. er fjallað um matsgerðir. Í 128. gr. sml. er að finna heimild fyrir dómara til

þess að dómkveðja einn eða tvo matsmenn, ef honum þykir þörf á, til að framkvæma mat eftir

skriflegri beiðni aðila. Tilgangurinn með matsgerðum dómkvaddra matsmanna er að fá skoðun

eða álit utanaðkomandi sérfróðs manns eða manna, á því hvað sé staðreynd í ákveðnu tilviki.142

Í sakamálalögum kemur ekki beinlínis fram að matsgerð hafi meira sönnunargildi en önnur

sönnunargögn í dómsmáli, enda er sönnunarmat dómara frjálst, sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. sml.

Matsgerð verður þó að teljast verulega sterkt sönnunargagn, um þau atriði sem hún nær til, ef

réttra aðferða var gætt við framkvæmd matsins, og hún er ekki sýnilega reist á röngum

forsendum.143

Þýðing matsgerða hefur aukist í sakamálum sökum þess að það samræmist almennt

ekki hlutverki vitna í dómsmálum að tjá sig um sérfræðileg atriði. Ef aðilar máls telja vera þörf

á því að afla sönnunar um sérfræðileg atriði verða þeir að fara fram á dómkvaðningu

matsmanns til þess að þau verði leidd í ljós.144 Í þeim dómum sem skoðaðir voru í úttektinni í

kafla 5 var ekki algengt að aflað hefði verið matsgerðar dómkvadds matsmanns, Hrd. 4.

febrúar 2016 í máli nr. 190/2015 er þó dæmi um það. Í málinu óskaði verjandi ákærða eftir

því að dómkvaddur yrði matsmaður til að yfirfara og meta gögn neyðarmóttöku. Í málinu var

ákærði sýknaður fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. hgl. og réðst niðurstaða Hæstaréttar m.a.

annars af niðurstöðu matsgerðarinnar í málinu. Að mati Hæstaréttar þótti matsgerðin renna

stoðum undir að brotaþoli hefði haft einhvers konar kynmök um leggöng innan þriggja

sólarhringa áður en brotaþoli fór í skoðun á neyðarmóttöku. Á hinn bóginn þótti matsgerðin

ekki staðfesta það að ákærði hefði haft við hana kynmök.

Í ákvæði 86. gr. sml. er að finna undantekningu frá dómkvaðningu matsmanna en þar

er kveðið á um heimild lögreglu og ákæruvalds til að leita aðstoðar sérfræðinga við rannsókn

máls og undirbúning málshöfðunar, án þess að þeir séu kvaddir til þess með formlegum

hætti.145 Í greininni eru taldar upp helstu tegundir sérfræðilegra skoðana, þ.e. læknisskoðun,

efnafræðileg rannsókn, rithandarrannsókn eða bókhaldsrannsókn, en ekki er um tæmandi

141 Stefán Már Stefánsson, ,,Um sérfróða meðdómsmenn“ (1995) 45 Tímarit Lögfræðinga 282, 284. 142 Markús Sigurbjörnsson, Einkamálaréttarfar (2. útg., Gefið út sem handrit til kennslu við lagadeild Háskólans

í Reykjavík 2003) 228-229. 143 sama heimild 230. 144 Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 – 233. mál, athugasemdir við XIX. kafla, mgr. 2. 145 sama heimild.

Page 39: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

30

talningu að ræða.146 Í athugasemdum við greinina segir að með sérfróðum mönnum sé átt við

þá sem hafa aflað sér sérmenntunar, ýmist bóklegrar eða verklegrar, eða þá sem búa yfir

sérfræðilegri kunnáttu á einhverju sviði.147 Aðstoðar sérfræðinga er ekki aflað með formlegum

hætti líkt og þegar matsmaður er dómkvaddur. En í 2. ml. 1. mgr. 86. gr. sml. segir að ef ástæða

sé til geti lögregla eða ákærandi farið fram á að dómkvaddur verði matsmaður, skv. 128. gr.

sml. Þegar leitað er sérfræðiálits, eða mats sérfræðings í dómsmáli, er mikilvægt að sá aðili,

sem álitið gefur, hafi þekkingu á sérfræðilegu átlitaefnunum sem um ræðir. Þá er einnig

mikilvægt að álitið eða matið sé aðeins á því sviði og að því marki sem sérfræðiþekking aðilans

nær til.148

Í nauðgunarmálum er algengt að stuðst sé við sérfræðilegar álitsgerðir, og flokkast þær

ýmist sem bein eða óbein sönnunargögn. Dæmi um algengar sérfræðilegar álitsgerðir í

nauðgunarmálum eru læknisfræðileg gögn og vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga um

líðan brotaþola eftir brot. Fjallað verður um þessi gögn í köflum 4.3.4.1 og 4.3.4.2. hér að

neðan. Þá nýtir lögregla og ákæruvald sér einnig þessa heimild þegar sýnileg sönnunargögn

liggja fyrir í málunum, t.d. þegar DNA-sýni úr ákærða og/eða brotaþola eru send til rannsóknar

og þegar afrit af síma- og tölvugögnum liggja fyrir þá eru oft fengnir sérfræðingar á því sviði

til þess að rannsaka þau.

4.3.4.1. Læknisfræðileg gögn

Vottorð læknis er dæmi um sérfræðilega álitsgerð. En þegar kæra er borin fram strax, eða stuttu

eftir að nauðgun var framin, getur læknisskoðun verið nauðsynlegur hluti af rannsókn málsins.

Læknisskoðun miðar annars vegar að því að skoða þá líkamlegu áverka sem konan kann að

hafa orðið fyrir og hins vegar fer fram kvenskoðun og réttarlæknisfræðileg skoðun.

Tilgangurinn með þessum skoðunum er að kanna mögulega áverka á kynfærum konunnar, taka

sýni vegna mögulegrar kynsjúkdómasmitunar og loks athuga hvort sæði nauðgarans sé að finna

á líkama konunnar. Eða að þar sé annað sem hann kann að hafa skilið eftir sig, þar á meðal hár,

blóð eða húðfrumur. Einnig eru oft teknar myndir af áverkum, séu þeir til staðar, og þær síðan

notaðar sem sönnunargögn í málinu. Neyðarmóttökur fyrir þolendur nauðgunar eru starfandi

bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, og þar fer fram sérhæfð réttarlæknisfræðileg

skoðun. Læknisskoðun getur styrkt frásögn þolanda nauðgunar og því er algengt að skýrslur,

um réttarlæknisfræðilega skoðun eða önnur læknisfræðileg gögn, séu lagðar fram í

146 Alþt. 2007-2008, A-deild, þskj. 252 – 233. mál, athugasemdir við 86. gr., mgr. 1. 147 sama heimild. 148 Sigríður Ingvarsdóttir, ,,Læknisfræðileg gögn í dómsmálum“ (1999) 85 Læknablaðið 220, 228.

Page 40: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

31

nauðgunarmálum.149 Læknisfræðileg gögn sem lýsa áverkum í samræmi við ákæruefni flokkast

sem bein sönnunargögn, en þau geta nægt til sakfellingar ákærða ef þau styðja trúverðugan

framburð brotaþola í málinu.150 Fjallað er um dóma þar sem slík læknisfræðileg gögn lágu fyrir

í úttektinni í kafla 5, og af þeim má ráða að þau hafi talsvert vægi þar sem ákærðu voru

sakfelldir í þeim öllum. Læknisfræðileg gögn geta einnig flokkast sem óbein sönnunargögn í

nauðgunarmálum, sbr. t.d. Hrd. 15. desember 2016 í máli nr. 440/2016. Í málinu lá fyrir

skýrsla af neyðarmóttöku en í henni kom fram að við skoðun hefði brotaþoli verið í losti og

fengið grátköst. Auk þess hefði hún verið með skjálfta, hroll og vöðvaspennu. Í niðurstöðu

dómsins var sakfelling ákærða m.a. studd umræddri skýrslu og framburði læknisins, sem

framkvæmdi skoðunina fyrir dómi.

4.3.4.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga

Vottorð sálfræðinga eða annarra sérfræðinga, um líðan brotaþola eftir brot, eru einnig dæmi

um sérfræðilegar álitsgerðir, og flokkast þær sem óbein sönnunargögn. Í nauðgunarmálum er

algengt að slík vottorð séu lögð fram. Rannsóknir sýna að þolendur nauðgunarbrota verða oftar

en ekki fyrir miklu andlegu áfalli eftir brotið. Andlegt áfall hefur oft mun meiri afleiðingar fyrir

þolanda nauðgunar en líkamlegir áverkar, séu þeim til að dreifa. Slíkt andlegt áfall kemur m.a.

fram í kvíða, depurð, þunglyndi, einbeitingarskorti og almennri vanlíðan. Sálfræðingar eða

aðrir sérfræðingar geta greint þessi einkenni, og eru skýrslur þeirra um líðan brotaþola eftir

nauðgunarbrot oft notaðar við sönnunarmat og ákvörðun refsingar í nauðgunarmálum.151 Sem

dæmi má nefna Hrd. 8. maí 2008 í máli nr. 74/2008. Í málinu voru ákærðu sakfelldir fyrir

brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., með því að hafa með ofbeldi báðir reynt að hafa samfarir við X

og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Í málinu lá fyrir vottorð sálfræðings, sem var staðfest

fyrir dómi. Í vottorðinu kom m.a. fram að X hefði borið skýr og afdráttarlaus einkenni

áfallastreituröskunar, sem lýsti sér í miklum ótta og hjálparleysi, miklum svefntruflunum og

endurupplifun atburða. Niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærðu var m.a. studd umræddu

vottorði sálfræðingsins, og vitnisburði hennar fyrir dómi. Einnig eru til dæmi um mál þar sem

héraðsdómur hafði sakfellt ákærða eða ákærðu, m.a. með vísan til vottorðs sálfræðings vegna

brotaþola en Hæstiréttur gerði það ekki og sýknaði ákærða eða ákærðu, sbr. t.d. Hrd. 5. júní

2014 í máli nr. 470/2013 og Hrd. 24. október 2013 í máli nr. 316/2013. Í Hrd. 24. maí 2017

í máli nr. 281/2016 hafði héraðsdómur sakfellt ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

149 Guðrún Jónsdóttir (n. 3) 25. 150 Símon Sigvaldsson (n. 129) 165. 151 Alþt. 2006-2007, A-deild, þskj. 20 - 20. mál, athugasemdir við 2. gr., mgr. 3.

Page 41: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

32

m.a. með vísan til vottorðs og skýrslna geðhjúkrunarfræðings og sérfræðings Barnahúss.

Hæstiréttur taldi hins vegar þessi gögn eingöngu vera byggð á endursögn af því sem gerst hefði

og hefðu þar með ekki þýðingu í málinu og sýknaði ákærða. Af þessu er ljóst að dómarar eru

ekki alltaf sammála um vægi þeirra sérfræðigagna sem fyrir liggja í málinu.

4.3.5. Önnur sýnileg sönnunargögn í nauðgunarmálum

Í XX. kafla sml. eru ákvæði um skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Í 2. mgr. 134. gr. sml.

kemur m.a. fram að ákærandi leggi fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem aflað

hefur verið við rannsókn, og hafa sönnunargildi að hans mati. Dæmi um algeng sýnileg

sönnunargögn í nauðgunarmálum eru t.d. DNA-sýni, fatnaður, síma- og tölvugögn, myndir af

brotavettvangi eða aðrar ljósmyndir og myndbandsupptökur. Þessi gögn eru sjaldan lögð fram

fyrir dómi, hins vegar eru lagðar fram ljósmyndir af gögnunum og einnig

rannsóknarniðurstöður lögreglu, rannsóknarstofnana eða sérfræðinga sem lögregla hefur leitað

til skv. 86. gr. sml. Samkvæmt 137. gr. sml. metur dómari sönnunargildi þessara gagna með

hliðsjón af atvikum hverju sinni. Sýnileg sönnunargögn í nauðgunarmálum eru yfirleitt óbein

sönnunargögn en þau geta oft veitt sterkari vísbendingu um sekt eða sakleysi ákærða en bein

sönnunargögn.152

DNA-sýni geta bæði verið bein og óbein sönnunargögn. Í málum þar sem ákærði neitar

staðfastlega sök geta DNA-sýni verið algjört lykilsönnunargagn. Dæmi um dóm þar sem DNA-

sýni var beint sönnunargagn er t.d. Hrd. 9. desember 2010 í máli nr. 555/2010. Í málinu

neitaði ákærði að hafa haft samræði við brotaþola, en sá framburður stóðst ekki því DNA-sýni

með sniði hans fannst í sýni, sem tekið var úr leghálsi brotaþola. Dæmi um dóm þar sem DNA-

sýni var óbeint sönnunargagn er t.d. Hrd. 29. maí 2008 í máli nr. 173/2008. Í málinu neitaði

ákærði að hafa með ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung þröngvað C til samræðis. Í

málinu lá fyrir að á hálsi C fundust leifar af munnvatni úr ákærða og m.a. með vísan til þessa

var hann sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Fatnaður brotaþola er oft haldlagður í nauðgunarmálum ef á honum sjást ummerki um

átök. Yfirleitt er fatnaður brotaþola óbeint sönnunargagn þar sem hann varðar ekki beinlínis

brotið sjálft en getur veitt vísbendingu um að brot hafi verið framið. Dæmi um slíkan dóm er

t.d. Hrd. 7. júní 2012 í máli nr. 202/2012 þar sem í niðurstöðu dómsins var m.a. vísað til þess

að buxur sem brotaþoli klæddist hefðu verið mikið rifnar og af gögnum tæknideildar lögreglu

var ljóst að átak hefði þurft til að rífa þær, eins og raun bar vitni.

152 Andenæs (n. 130) 167.

Page 42: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

33

Afrit af síma- og tölvugögnum eru í flestum tilfellum óbein sönnunargögn og geta veitt

vísbendingu varðandi staðsetningu ákærða og brotaþola þegar umrætt brot átti sér stað. Einnig

geta þau gefið til kynna hvort einhver samskipti hafi átt sér stað milli ákærða og brotaþola fyrir

eða eftir brot, sbr. t.d. Hrd. 1. október 2015 í máli nr. 170/2015.

Ljósmyndir geta bæði verið bein og óbein sönnunargögn en það fer eftir því hvað

myndirnar leiða í ljós. Myndir af brotavettvangi í nauðgunarmálum eru í langflestum tilfellum

óbein sönnunargögn en þær eru yfirleitt notaðar til þess að bera saman frásögn brotaþola á

aðkomu að húsi ákærða eða hvernig herbergi hans leit út, sbr. t.d. Hrd. 29. maí í máli nr.

173/2008. Í Hrd. 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009 lágu fyrir ljósmyndir af atvikum en þær

sýndu brotaþola grátandi á meðan á kynferðismökunum stóð. Ljósmyndirnar þóttu að mati

dómsins sanna það að brotaþoli hefði ekki verið samþykk kynmökunum og voru þar af leiðandi

beint sönnunargagn.

Loks geta myndbandsupptökur, ýmist utan- eða innandyra, hjálpað til við sönnun. Þær

geta veitt vísbendingar um ferðir ákærða og/eða brotaþola. Til dæmis hvort þau hafi yfirgefið

tiltekinn skemmtistað saman eða ekki. Slíkar myndbandsupptökur eru óbein sönnnunargögn.

5. Úttekt á dómum Hæstaréttar á tímabilinu 1. janúar 2008 til 1. janúar

2018

5.1. Almennt

Eins og sjá má af ofangreindri umfjöllun þá oft erfitt að sanna nauðgunarbrot. Í flestum

nauðgunarmálum eru einungis ákærði og brotaþoli einu vitnin að brotinu sjálfu og er hvorugur

aðilinn hlutlaus eða án hagsmuna í dómsmálinu. Þá tilheyra kynmök eðlilegri hegðun fólks og

gerir það því vandann meiri við sönnun því það nægir ekki að sanna að samræði eða önnur

kynferðismök hafi farið fram heldur þarf einnig að sanna að það hafi verið gert gegn vilja

brotaþola. Einnig getur sönnun oft verið erfið í nauðgunarmálum þar sem annar aðilinn eða

báðir eru oft undir áhrifum áfengis.153

Sönnun í nauðgunarmálum verður að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og má

segja að hægt sé að skipta sönnunartímabilinu í þrennt. Í fyrsta lagi er það aðdragandi

verknaðarins, í öðru lagi er það sjálfur verknaðurinn og í þriðja lagi kemur til skoðunar hvað

gerðist eftir að hann var framinn. Í Hrd. 20. mars 2014 í máli nr. 689/2013 var þetta gert með

skýrum hætti. Í málinu var ákærða gefið að sök að hafa haft munnmök við brotaþola, sem þá

153 Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ,,Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum

2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð“ (unnið í samvinnu við

Innanríkisráðuneytið, Edda öndvegissetur 2013) 96.

Page 43: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

34

var 13 ára, með því að nýta sér yfirburða stöðu sína gagnvart stúlkunni. Ákærði viðurkenndi

að munnmök hefðu átt sér stað en neitaði alfarið að þau hefðu farið fram með þvingun eða

gegn vilja brotaþola. Í niðurstöðu dómsins kom fram að við sönnunarmatið á því hvort

aðstæður í málinu hefðu verið með þeim hætti sem í ákæru greindi yrði að byggja á heildarmati

á öllum aðstæðum. Það er bílferðinni á leiðinni í íbúðina, aðstæðum í íbúðinni og lýsingum

ákærða og brotaþola á því sem fram fór inni á baðherberginu. Með vísan til þess sem fram kom

í málinu var það mat dómsins að þær aðstæður sem ákærði kom brotaþola í umræddan dag

hefðu verið þess eðlis að hafa valdið 13 ára barni ótta og bjargarleysi, og var hann sakfelldur

fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Í úttektinni verða dómar Hæstaréttar sem varða nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr. hgl.,

skoðaðir með tilliti til þess hvernig sönnunarmatið fer fram. Farið verður yfir helstu

sönnunargögnin í málunum og áhersla lögð á vægi óbeinna sönnunargagna. Í öllum málunum

lá fyrir framburður ákærða og brotaþola, og í langflestum þeirra einnig læknisfræðileg gögn,

vottorð sérfræðinga um andlegt ástand brotaþola og vitnisburðir um atvik fyrir eða eftir brot.

Þá lágu einnig fyrir ýmis sýnileg sönnunargögn, bæði bein og óbein, m.a. DNA-sýni, síma- og

tölvugögn og fatnaður brotaþola.

5.2. Uppbygging úttektarinnar

Við úttektina var leitarvélin á heimasíðu Hæstaréttar notuð, og var leitin afmörkuð við þá

Hæstaréttardóma sem féllu í málum sem varða nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr. hgl. á tímabilinu

1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Á þessum tíu árum skilaði leitin 98 niðurstöðum. Frádregnir

hafa verið þeir dómar sem varða gæsluvarðhald og ómerkingu héraðsdóms, dómar þar sem

ákært var fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. en sakfellt var fyrir brot gegn annarri grein og

þeir dómar þar sem sakfellt var fyrir tilraun til nauðgunar. Þá verða kæru- og frávísunarmál

einnig dregin frá. Eftir stendur 51 dómur, þar sem ýmist var sakfellt eða sýknað fyrir brot gegn

1. mgr. 194. gr. hgl. Dómunum er skipt niður eftir því með hvaða hætti ákærði svarar

sakargiftum. Í kafla 5.3. verður fjallað um dóma þar sem ákærði játaði sök. Í kafla 5.4. verður

fjallað um þá dóma þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök og er kaflanum skipt niður í

undirkafla eftir því hvaða sönnunargögn lágu fyrir í málunum. Í kafla 5.4.6. er fjallað um

sýknudóma þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök. Í kafla 5.5. verður fjallað um þá dóma þar

sem ákærði neitaði sök en viðurkenndi að kynmök hefðu farið fram, en þau hefðu verið með

samþykki brotaþola. Þeim kafla er einnig skipt niður í undirkafla eftir því hvaða sönnunargögn

lágu fyrir í málunum. Í kafla 5.5.5. verður fjallað um sýknudóma þar sem ákærði neitaði sök

Page 44: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

35

en viðurkenndi að kynmök hefðu átt sér stað, en þau hefðu verið með samþykki brotaþola.

Loks verður í kafla 5.6. gerð samantekt á því sem úttektin leiddi í ljós.

Af þeim 51 dómi sem var tekinn fyrir í úttektinni lá fyrir játning ákærða í fjórum málum

(8%). Þá neitaði ákærði staðfastlega sök í 23 málum (47%). Loks neitaði ákærði sök en

viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola í 24 málum (45%)

Mynd 1: Hlutfall þess með hvaða hætti ákærði svaraði sakargiftum í dómum Hæstaréttar frá 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018 í málum er varða nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr. hgl.

5.3. Ákærði játar sök

Sannleiksreglan er ein af meginreglum sakamálaréttarfars en kveðið er á um hana í 161. og

164. gr. sml. Ef ákærði játar á sig sök í sakamáli ber dómara samkvæmt sannleiksreglunni að

leggja mat á játningu hans út frá því hvort ástæða sé til þess að draga hana í efa. Þótt skýlaus

játning ákærða liggi fyrir, þá nægir hún ekki ein og sér til þess að sök verði talin sönnuð fyrir

dómi. Dómara ber að leggja mat á játningu ákærða, með hliðsjón af þeim gögnum sem liggja

fyrir þar sem á þeirri stundu liggur fyrir það mat ákæruvaldsins að forsendur hafi verið til útgáfu

ákæru.154 Í fjórum dómum lá fyrir játning ákærða. Í Hrd. 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011

játaði Ó við yfirheyrslu hjá lögreglu og við þingfestingu málsins að hafa sett tvo fingur í

endaþarm A. Þrátt fyrir að játning ákærða lægi fyrir í málinu þá studdi dómurinn niðurstöðu

sína, um sakfellingu ákærða, einnig við læknisvottorð. Þar sem fram kom að litlar rifur hefðu

verið við endaþarmsop A og skýrslur sálfræðinga um þroska og heilbrigðisástand ákærða. Í

Hrd. 9. júní 2016 í máli nr. 192/2016 játaði ákærði brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í ljósi

þeirra sönnunargagna sem lágu fyrir í málinu. Í málinu lá fyrir niðurstaða DNA-rannsóknar þar

sem sýni voru tekin af ákærða og úr blettum á svefnpoka A. Rannsóknin leiddi í ljós að sýnin

154 Símon Sigvaldsson (n. 129) 156.

Page 45: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

36

sem tekin voru úr svefnpoka A hefðu verið af ákærða. Í niðurstöðu dómsins var sakfelling

ákærða ásamt játningu hans og niðurstöðum DNA-rannsóknarinnar studd trúverðugri frásögn

A sem fékk stoð í sérfræðigögnum, þ.á.m. sjúkrahúsgögnum og sálfræðiskýrslu og framburði

vitna um atvik eftir brot. Í Hrd. 12. júní 2014 í máli nr. 756/2013 játaði X, við aðalmeðferð

málsins, að hafa brotið gegn 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr. hgl. Sakfelling ákærða

var studd, auk játningar hans, gögnum úr farsíma hans sem sýndu að atburðir voru eins og lýst

var í ákæru og vitnisburði brotaþola, foreldra hennar, fæðingar- og kvensjúkdómalæknis og

lögreglumanns sem vann á brotavettvangi.

Í ofangreindum málum lagði dómurinn mat á játningu ákærða, með hliðsjón af þeim

gögnum sem lágu fyrir í málunum. Í öllum málunum lágu fyrir bein sönnunargögn, þ.e.

læknisfræðileg gögn þar sem áverkar voru í samræmi við ákæruefni. Í Hrd. 756/2013 lágu auk

þess fyrir myndir af athæfinu úr síma ákærða. Þá lágu einnig fyrir óbein sönnunargögn í öllum

málunum, bæði vottorð sálfræðinga og framburður vitna um atvik fyrir og eftir brot, og var

vísað til þeirra til stuðnings sakfellingu ákærða í þeim öllum.

Loks var ákærða í Hrd. 11. desember 2014 í máli nr. 335/2014 m.a. gefið að sök að

hafa í iðnaðarhúsnæði haft önnur kynferðismök við A með því að beita hana ýmsu ofbeldi og

í framhaldi af því stungið fingri í leggöng hennar og endaþarm. Við þetta hlaut A marbletti á

báða úlnliði og á innanverðan hægri upphandlegg, eymsli aftan á hálsi og í hársverði. Ákærði

játaði að hafa sett fingur í leggöng og endaþarm A en hélt því fram að það hefði ekki verið af

kynferðislegum toga. Að mati dómsins var talið að með framburði ákærða og A væri nægilega

sannað að ákærði hefði í átökum við hana, beitt valdi til að setja fingur í leggöng og endaþarm

hennar. Einnig var talið að eins og framburði ákærða væri háttað, hefðu engin efni verið til að

álykta að A hefði heimilað umrædda valdbeitingu. Í málinu lá fyrir að ákærði hefði litið svo á

að valdbeiting af hans hálfu væri hluti af kynlífi hans og A, og var miðað við að hann hefði á

meðan þau voru í sambandi, beitt hana talsverðu valdi með hennar samþykki. Með vísan til

þessa þótti enginn skynsamlegur vafi leika á því, að háttsemi ákærða hefði verið í

kynferðislegum tilgangi í umrætt sinn, og var hann því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194.

gr. hgl.

Þessi dómur er frábrugðinn hinum þremur að því leyti að ákærði játaði þá háttsemi sem

honum var gefið að sök en hélt því fram að hún hefði ekki verið í kynferðislegum tilgangi og

því sneri sönnunin í málinu að því hvort svo hefði verið. Í ljósi þess að í málinu lá fyrir að

ákærði og brotaþoli hefðu, á meðan þau voru í sambandi, stundað kynlíf þar sem talsverðu

valdi hefði verið beitt, með samþykki beggja, var það mat dómsins að háttsemi ákærða hefði

Page 46: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

37

verið í kynferðislegum tilgangi. Í málinu var játning ákærða einungis studd framburði hans og

brotaþola.

Í þremur af fjórum ofangreindum dómum lagði dómurinn mat á játningu ákærða, með

hliðsjón af þeim gögnum sem lágu fyrir í málunum, og vísaði bæði til beinna og óbeinna

sönnunargagna til stuðnings sakfellingu ákærðu.

5.4. Ákærði neitar staðfastlega sök

Í málum þar sem ákærði neitar að hafa stundað kynferðismök við brotaþola snýr sönnunin fyrst

og fremst að því hvort kynferðismökin hafi farið fram áður en litið er til þess hvort þau hafi

verið gegn vilja brotaþola. Ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur í tuttugu málum.

Í málunum lágu fyrir mismikið af sönnunargögnum og er erfitt að segja til um hvort að eitthvað

eitt þeirra hafi haft þar úrslitaáhrif í niðurstöðunni um sekt eða sýknu ákærða. Dómarnir verða

því flokkaðir niður í undirkafla eftir því hvaða sönnunargögn lágu fyrir í málunum. En eins og

áður segir þá byggist niðurstaða dómanna á heildarmati á aðstæðum hverju sinni og verður því

einnig fjallað um önnur sönnunargögn sem vísað var til í niðurstöðunni.

5.4.1. Læknisfræðileg gögn sem lýsa áverkum í samræmi við ákæruefni

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir lágu fyrir læknisfræðileg gögn þar sem fram kom að

áverkar brotaþola hefðu verið í samræmi við ákæruefni málsins og því um bein sönnunargögn

að ræða. Auk læknisfræðilegu gagnanna var í dómunum vísað í óbein sönnunargögn og sýnileg

sönnunargögn, bæði bein og óbein.

Í Hrd. 15. maí 2014 í máli nr. 790/2013 neitaði W að hafa frelsissvipt A, veist að henni

með margvíslegu ofbeldi, þvingað hana til munnmaka, og haldið ofbeldinu áfram eftir það.

Framburður ákærða var í ósamræmi við fyrirliggjandi gögn um áverka A og

blóðferlagreiningu, og var honum því hafnað. Til stuðnings sakfellingu ákærða vísað til þess

að framburður A hefði verið trúverðugur, og að samræmi hefði verið í frásögn hennar við

skýrslutöku hjá lögreglu, við réttarlæknisfræðilega skoðun og fyrir dómi. Framburður A fékk

auk þess stoð í niðurstöðum réttarlæknisfræðilegrar skoðunar á henni, þar sem fram kom að

áverkar hennar samrýmdust lýsingu hennar á því ofbeldi sem hún varð fyrir og niðurstöðum

tæknirannsóknar lögreglu. Loks lá fyrir í málinu að A hefði við munnmökin bitið í getnaðarlim

ákærða, en samkvæmt réttarlæknisfræðilegri skoðun á ákærða þá var hann með sár á honum,

og það þótti koma heim og saman við að vera eftir bit.

Í þessum dómi fékk trúverðugur framburður brotaþola stoð í réttarlæknisfræðilegum

skoðunum bæði á henni og ákærða. Auk þess fékk framburður brotaþola hvað varðaði ofbeldið

Page 47: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

38

sem ákærði beitti hana eftir munnmökin stoð í niðurstöðum tæknirannsóknar lögreglu sem fólst

m.a. í blóðferlagreiningu og ummerkjum á vettvangi.

Í Hrd. 30. október 2014 í máli nr. 757/2013 neitaði ákærði að hafa haft önnur

kynferðismök en samræði við A, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

Framburður hans var metinn ótrúverðugur og fékk ekki stoð í gögnum málsins. Sakfelling

ákærða var studd trúverðugum framburði A, sem fékk stoð í læknisvottorði en samkvæmt því

gat áverki við leggangaop A vel samrýmst frásögn hennar um það sem gerðist. Auk þess fékk

framburður hennar stoð í vitnisburði lögreglumanna, sem fóru á vettvang en þeir sögðu A hafa

verið grátandi og hún hefði sagt þeim að ákærði hefði stungið fingri í leggöng hennar. Þá voru

buxur A haldlagðar, en hún kvað ákærða hafa gengið að sér og rifið utan af henni buxurnar, og

þóttu þær styðja frásögn hennar.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd framburði brotaþola, sem

auk læknisfræðilegra gagna, fékk stoð í þeim óbeinu sönnunargögnum sem lágu fyrir í málinu,

þ.e. vitnisburði lögreglumanna sem fóru á vettvang og fatnaði hennar.

Í Hrd. 23. maí 2013 í máli nr. 93/2013 neitaði ákærði að hafa haft önnur kynferðismök

en samræði við A, með því að beita hann ofbeldi og hótunum og kvaðst aldrei hafa hitt A. Í

málinu lá fyrir vottorð læknis, þar sem m.a. kom fram að A hefði verið með mikinn roða í koki

og einnig hefðu verið rifur beggja vegna á gómboga. Í niðurstöðu dómsins um sakfellingu

ákærða kom fram að áverkar sem A bar hefðu komið heim og saman við frásögn hans. Auk

þess fékk framburður hans stoð í framburði stúlku, sem hafði ekið honum og ákærða að heimili

ákærða umrædda nótt. Einnig í framburði foreldra hans og vinkonu varðandi það sem A hefði

sagt þeim hvað hefði gerst umrædda nótt. Loks staðfesti starfskona Stígamóta að lýsing hans á

líðan sinni væri í samræmi við líðan þeirra sem orðið hefðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola sem auk læknisvottorðsins fékk stoð í vitnisburði vinkvenna og foreldra hans og

einnig í vitnisburði starfskonu Stígamóta.

Í Hrd. 22. apríl 2015 í máli nr. 512/2014 neitaði I að hafa þröngvað A með ofbeldi til

samræðis. Í málinu lá fyrir læknisvottorð, sem staðfest var fyrir dómi, en þar kom m.a. fram að

roðablettur hefði verið við leggangsop A og fersk húðblæðing við meyjarhaft hennar. Einnig

kom þar fram að hún hefði verið með aðra áverka á líkamanum og að fundist hefði grasstrá við

leggangsopið. Í niðurstöðu dómsins um sakfellingu ákærða kom fram að framburður A hefði

verið trúverðugur og hann hefði fengið stoð í umræddu læknisvottorði og framburði vitna um

ástand hennar eftir brot. Auk þess var litið til framburðar H frá Barnahúsi, sem þótti styðja

frásögn A. Samkvæmt símagögnum, sem lágu fyrir í málinu, var óumdeilt að sími ákærða

Page 48: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

39

tengdist síma A umrædda nótt, og þóttu framangreind símagögn styrkja frásögn A um atvik

máls.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola sem fékk stoð í læknisvottorði, framburði vitna um ástand hennar eftir brot og

framburði starfsmanns hjá Barnahúsi. Þá var einnig litið til þess að ákærði breytti framburði

sínum undir meðförum málsins. Í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst hann muna eftir

atburðum kvöldsins en þegar símagögn voru borin undir hann þá brast minni hans. Framburður

hans var því metinn ótrúverðugur í málinu.

Eins og komið hefur fram þá eru þau læknisfræðilegu gögn sem fjallað er um í þessum

kafla bein sönnunargögn. Það má því gera ráð fyrir að þau hafi haft talsvert vægi í niðurstöðum

dómanna um sakfellingu ákærðu. Í öllum málunum nema einu lágu fyrir óbein sönnunargögn,

bæði vottorð sálfræðinga eða annarra sérfræðinga og framburður vitna um atvik fyrir og eftir

brot, og var vísað til þeirra til stuðnings sakfellingu ákærðu. Í tveimur málum lágu fyrir sýnileg

sönnunargögn, bæði bein og óbein, í Hrd. 790/2013 fékk framburður brotaþola stoð í

blóðferlagreiningu og í Hrd. 757/2013 var framburður brotaþola studdur ástandi á buxum

hennar.

5.4.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir voru vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga meðal

gagna málsins og var vísað til þeirra til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu ákærða.

Eins og áður hefur komið fram er um óbein sönnunargögn að ræða en í öllum málunum var

einnig vísað til annarra gagna sem lágu fyrir.

Í Hrd. 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009 neitaði ákærði að hafa sett fingur í leggöng

A, látið hana nudda lim sinn og haft við hana samræði. Ákærði bar fyrir sig minnisleysi vegna

höfuðhöggs en engin gögn lágu fyrir sem staðfestu þær skýringar hans. Það var álit dómsins að

framburður hans hefði verið ótrúverðugur. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til vottorðs

sálfræðings og framburðar hans fyrir dómi. Þá fékk framburður A einnig stoð í framburði vitna,

sem mættu fyrir dóm og báru um það hvernig A hefði sagt þeim frá atvikum í greint sinn og í

hvaða ástandi hún hefði verið. Auk þess var litið til framburðar móður A sem lýsti því fyrir

dómi að hún hefði séð hvíta bletti framan á buxum hennar. Loks fékk framburður A stoð í

ljósmyndum af bifreið ákærða þar sem hann braut gegn henni, en þær sýndu fram á að ekki

hefði verið hindrun á milli sætanna og því hefði framburður hennar af atvikum staðist.

Page 49: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

40

Í þessum dómi fékk framburður brotaþola einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum,

þ.e. vottorði sálfræðings, framburði vitna um atvik eftir brot og ljósmyndum af bifreiðinni þar

sem brotið var framið.

Í Hrd. 2. maí 2013 í máli nr. 531/2012 neitaði S að hafa strokið kynfæri A ítrekað

bæði utan og innan klæða og stungið fingri oftar en einu sinni í leggöng hennar. Framburður

ákærða fyrir dómi tók nokkrum breytingum frá framburði hans hjá lögreglu, einkum varðandi

þær skýringar sem hann gaf á þremur SMS-skilaboðum, sem hann sendi A fyrir og eftir brot.

Auk þess var sakfelling ákærða studd vottorðum sálfræðings, geðlæknis og sérfræðings í

hjúkrun, og var talið að umrædd vottorð hefðu staðfest að A hefði sýnt einkenni sem

samræmast því að hún hefði orðið fyrir áfalli. Þá þótti framburður A, sem var sá sami hjá

lögreglu og fyrir dómi fá stoð í framburði B, C og K, en þeir gátu allir greint frá því sem A

hafði sagt þeim, auk þess kváðust B og C hafa séð S fara ítrekað með hönd sína í klofið á A.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í vottorði sálfræðings og framburði vitna að atvik fyrir og eftir brot. Vitnin B og C voru

að hluta til vitni að brotinu sjálfu, og því flokkast sá vitnisburður sem beint sönnunargagn. Auk

þess var stuðst við SMS-skilaboð, sem ákærði sendi brotaþola þar sem kom m.a. fram: ,,O vá

tu ert med fullkomnar varir“, en skýring ákærða á þessum skilaboðum voru að mati dómsins

ótrúverðugar. Gera má ráð fyrir að umrædd skilaboð hafi haft talsvert vægi í niðurstöðunni um

sakfellingu ákærða, þar sem hann hélt því fram fyrir dómi að hann liti á brotaþola sem barn og

hefði engan áhuga á henni kynferðislega.

Í Hrd. 16. maí 2013 í máli nr. 737/2012 neitaði ákærði að hafa með ólögmætri

nauðung ítrekað látið B hafa við sig munnmök og einnig haft munnmök og endaþarmsmök við

hann. Að mati dómsins var skýrsla ákærða trúverðug og þótti greinilegt að hann hefði lagt sig

fram um að segja ekki meira en hann gat staðið við. Í málinu þótti framburður B einnig

trúverðugur og var sakfelling ákærða studd framburði hans, ásamt skýrslu sálfræðings sem

hafði B til meðferðar en samkvæmt henni bar B öll einkenni þess að hafa verið misnotaður

kynferðislega. Þá gáfu ráðgjafar B og móður hans einnig skýrslur fyrir dómi, og þær þóttu

styðja framburð B. Loks var litið til framburðar annarra vitna um samskipti ákærða og B, frá

því B og sonur ákærða kynntust.

Eins og sjá má þá var framburður ákærða og brotaþola metinn trúverðugur í þessu máli,

en í ljósi þeirra óbeinu sönnunargagna sem studdu framburð brotaþola, þ.e. vottorð sálfræðings,

skýrslur ráðgjafa brotaþola og móður hans og framburður annarra vitna, þá var framburður

hans lagður til grundvallar í málinu.

Page 50: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

41

Í Hrd. 15. desember 2016 í máli nr. 440/2016 var S ákærður fyrir brot gegn 1. mgr.

194. gr. hgl., með því að hafa káfað á kynfærum A, sem var í nuddi hjá honum og auk þess sett

fingur í leggöng hennar. S neitaði sök og sagðist hafa beitt sérstakri nuddaðferð, hönd hans

hefði runnið til og nögl á fingri hans hefði komið við skapabarma A, og stungist örlítið inn. Í

málinu lýstu dómkvaddir yfirmatsmenn því að sú aðferð sem ákærði beitti væri til, þó svo að

hún væri ekki notuð hér á landi af sjúkranuddurum. Aðferðin gæti þó komið að gagni hjá

skjólstæðingum við ákveðnar aðstæður, en það þyrfti að fara mjög varlega og gera það í nánu

samráði við skjólstæðing. Að mati dómsins gætti misræmis í frásögn S um tiltekin atriði

málsins við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Á hinn bóginn þótti samræmi í frásögn A

við skýrslugjöf hjá lögreglu, á neyðarmóttöku og fyrir dómi. Auk þess fékk framburður hennar

stoð í vottorði sálfræðings, þar sem A var greind með áfallastreituröskun sem rekja mætti til

atviksins. Þá fékk frásögn A einnig stoð í framburði vitna sem hittu hana þennan dag og

framburði læknis á neyðarmóttöku. Í málinu skilaði einn hæstaréttardómari sératkvæði, en

hann taldi að ákærði hefði átt að fá að njóta vafans í mati á þeirri huglægu afstöðu sem bjó að

baki háttsemi hans, og að skort hefði ásetning til þess að sakfella hann fyrir brot gegn 1. mgr.

194. gr. hgl. Hins vegar taldi hann að sakfella hefði átt ákærða fyrir brot gegn 199. og 209. gr.

hgl., sbr. varakröfu ákæruvaldsins.

Í þessum dómi fékk framburður brotaþola, sem lagður var til grundvallar í málinu,

einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e. vottorði sálfræðings, framburði læknis á

neyðarmóttöku um andlegt ástand brotaþola og framburði annarra vitna um atvik eftir brot.

Í Hrd. 17. nóvember 2016 í máli nr. 230/2016 neitaði ákærði að hafa framið þrjú

kynferðisbrot gegn A, er hún var 13 og 15 ára. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til

þess að framburður A fyrir dómi var í öllum meginatriðum samhljóða skýrslu hennar hjá

lögreglu. Í málinu kom fram að A hefði leitað til Stígamóta á árinu 2009 og til sálfræðings á

vegum neyðarmóttökunnar í desember sama ár. Þetta sama ár lauk samskiptum ákærða og A,

án þess að ákærði gat borið um af hverju það var. Framburður A fékk stoð í framburði

fyrrverandi vinnufélaga hennar. Loks lá fyrir í málinu bréf sem A skrifaði til móður sinnar um

það sem gerst hefði. Að mati dómsins var framburður ákærða trúverðugur, að öðru leyti en því

að skýring hans á því hvers vegna hann hefði greitt móður A verulega fjárhæð eftir að hún

hafði ásakað hann um að hafa brotið gegn dóttur sinni, það hefði þótt mjög ótrúverðugt.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í vottorði sálfræðings og framburði starfskonu á Stígamótum og vitna um það sem hún

hefði tjáð þeim að hefði gerst. Framburður brotaþola fékk því einungis stoð í óbeinum

sönnunargögnum. Auk þess var í niðurstöðu dómsins vísað til þess að sú skýring ákærða að

Page 51: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

42

hann hefði verið að kaupa sig undan lögreglurannsókn, með peningagreiðslum til móður

brotaþola, hefði ekki verið trúverðug. Það má því gera ráð fyrir að umrædd peningagreiðsla

hafi vegið þungt í niðurstöðunni um sakfellingu ákærða.

Af ofangreindum dómum má sjá að vægi óbeinna sönnunargagna er talsvert, og geta

þau nægt til sakfellingar ákærða ef þau styðja trúverðugan framburð brotaþola, sbr. Hrd.

421/2009, Hrd. 737/2012, Hrd. 440/2016 og Hrd. 230/2016.

5.4.3. Framburður vitna um atvik fyrir og eftir brot

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir var framburður brotaþola studdur framburði vitna sem

gátu borið um atvik fyrir og eftir brot, og því um óbein sönnunargögn að ræða. Í einu máli

flokkaðist vitnisburður sem beint sönnunargagn, þar sem vinkona brotaþola var vitni að brotinu

sjálfu. Í öllum málunum voru vitnin tengd brotaþola fjölskyldu- eða vinaböndum. Þá lágu fyrir

í öllum málunum önnur sönnunargögn, ýmist læknisfræðileg gögn eða vottorð sálfræðings, en

ekki var vísað til þeirra til stuðnings sakfellingu ákærða.

Í Hrd. 17. desember 2013 í máli nr. 420/2013 var X sakfelldur fyrir að hafa annars

vegar reynt að kyssa A, káfað á brjóstum hennar og kynfærum utan klæða og að hafa stungið

fingri í leggöng hennar og hins vegar að hafa kysst hana á munninn og gert sogbletti á hálsinn

á henni, er þau voru í sumarbústað ásamt móður A og E, unnusta hennar. Sakfelling ákærða

var, ásamt trúverðugum framburði A, studd skrifum hennar til systur sinnar, þar sem hún lýsti

atvikum með sama hætti og hún gerði fyrir dómi. Auk þess var hún studd framburði tveggja

systra A, sem báru að A hefði sagt þeim að ákærði hefði farið með fingur í leggöng hennar. Þá

tjáði móðir A að ákærði hefði játað að hafa sett fingur í leggöng A og reynt að kyssa hana en

E, unnusti móður A, tjáði hins vegar að ákærði hefði viðurkennt að hafa strokið brjóstin á A

og kynfærin ,,en ekkert farið upp í kynfærin á henni eða neitt slíkt“. Loks var framburður A

studdur framburði C, sem kvað A hafa verið með bletti á hálsinum. Í málinu skiluðu tveir

hæstaréttardómarar sératkvæði, þar sem þeir voru þeirrar skoðunar að framburður A, um að

ákærði hefði reynt að kyssa hana og farið með fingur í leggöng hennar, gegn neitun ákærða,

hefði ekki notið þess stuðnings í framburði annarra vitna til þess að unnt hefði verið að telja

þessa háttsemi sannaða.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd framburði móður brotaþola, tveggja systra

hennar, unnusta móður hennar og vitnisins C. Í málinu lá fyrir bréf Barnahúss vegna viðtala

við brotaþola. Í bréfinu kom fram að brotaþoli hefði orðið fyrir alvarlegu einelti og afleiðingar

þess kæmu berlega í ljós í samskiptum við hana. Í niðurstöðum vitnisins kom fram að viðtöl

við brotaþola hefðu leitt í ljós fjölmörg einkenni sem væru þekkt meðal barna og unglinga sem

Page 52: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

43

sætt hefðu kynferðislegu ofbeldi. Í niðurstöðu dómsins var fjallað um umrætt bréf en þar kom

fram að það væri torveldara en ella að meta hvort ástand brotaþola hefði verið vísbending um

að hún hefði orðið fyrir umræddu broti og talið að á þeim ályktunum yrði sá vafi skýrður

ákærða í hag.

Í Hrd. 21. nóvember 2013 í máli nr. 548/2013 neitaði ákærði að hafa með ólögmætri

nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við Q, sem þá var 15 ára, gegn vilja hennar. Auk

þess sagðist hann ekki hafa átt nein samskipti við Q. Sakfelling ákærða var studd trúverðugri

frásögn Q og vitnisburði Í, sem var í heimsókn hjá Q í umrætt sinn. Í lýsti því að ákærði hefði

þuklað á Q og hefði farið inn á hana ,,niðri“ og hún hefði sagt nei og gefið til kynna að hún

vildi þetta ekki. Hún kvaðst einnig hafa séð hönd ákærða innanklæða í klofi Q. Efnislega

samhljóða vitnisburður Q og Í var lagður til grundvallar niðurstöðunni um sakfellingu ákærða.

Í þessum dómi var vitnið Í, vinkona brotaþola að hluta til vitni að brotinu sjálfu, og því

um beint sönnunargagn að ræða. Niðurstaða dómsins var byggð á samhljóða vitnisburði hennar

og brotaþola. Í málinu lá fyrir sálfræðivottorð vegna brotaþola, og var vísað í það vegna

miskabótakröfu hennar. Auk þess lá fyrir læknisvottorð vegna brotaþola en ekki var vísað í það

í niðurstöðu dómsins.

Í Hrd. 19. janúar 2012 í máli nr. 562/2011 var X m.a. að hafa sett getnaðarlim sinn

inn í kynfæri B og ekki látið af háttseminni þótt hún hefði beðið hann um að hætta. Ákærði

neitaði sök samkvæmt þessum ákærulið. Í málinu lá fyrir vottorð læknis en í því kom m.a. fram

að op við meyjarhaft B hefði verið það lítið að ólíklegt hefði verið að getnaðarlimur hefði farið

þar inn. Læknirinn taldi að líklega væri opið við meyjarhaftið meðfætt. Einnig kom fram í

vottorðinu að engir áverkar hefðu verið á B, en þó gæti vel verið að hún hefði meitt sig. Til

stuðnings sakfellingu ákærða var í niðurstöðu héraðsdóms vísað til trúverðugs framburðar B,

sem fékk stoð í framburði móður hennar, að ákærði hefði læst B inn í kjallaraherberginu. Einnig

gaf B skýra og greinargóða lýsingu á athöfnum ákærða á bekk í lyftingarherbergi, en gögn

málsins báru með sér að slíkan bekk væri að finna í umræddu herbergi. Þá var vísað til þess að

ljóst hefði verið, af læknisvottorði því sem lá fyrir í málinu og framburði læknisins fyrir dómi,

að meyjarhaft stúlkunnar hefði verið órofið. En jafnóljóst hefði einnig verið af trúverðugri

frásögn B, að ákærði hefði farið með getnaðarlim sinn inn fyrir skapabarmana, svo að hana

kenndi til. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að engin efni hefðu verið til að hagga við þessu

sönnunarmati héraðsdóms, og var ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr., svo

og 1. mgr. 201. gr. og 1. mgr. 202. gr. hgl.

Page 53: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

44

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola, sem fékk stoð í framburði móður hennar. Í málinu lágu fyrir gögn úr Barnahúsi og

var vísað til þeirra til stuðnings miskabótakröfu brotaþola.

Í tveimur af þremur málum sem reifuð eru hér að ofan, þ.e. Hrd. 420/2013 og Hrd.

562/2011 fékk framburður brotaþola einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e. framburði

vitna af atvikum eftir brot. Í fyrra málinu þótti bréf úr Barnahúsi ekki styðja sakfellingu ákærða

og athyglisvert er að í seinna málinu var það ljóst af læknisvottorði að meyjarhaft brotaþola

hefði verið órofið. En dómurinn taldi að jafnóljóst hefði verið af trúverðugum framburði hennar

að ákærði hefði framið þá háttsemi sem honum var gefið af sök. Í niðurstöðu dómsins kom

einnig fram að brotaþoli hefði gefið greinargóða lýsingu á athöfnum ákærða, en hún var

einungis 8 ára þegar brotið átti sér stað og mögulega hafði það þýðingu við mat á trúverðugleika

hennar.

5.4.4. DNA-sýni

Af þeim dómum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök lá fyrir að DNA-sýni úr ákærða

fundust á brotaþola í fjórum málum. Í tveimur þeirra voru DNA-sýnin bein sönnunargögn. Í

einu máli fannst DNA-snið úr brotaþola undir forhúð ákærða og því um beint sönnunargagn að

ræða. Í Hrd. 29. maí 2008 í máli nr. 173/2008 neitaði ákærði að hafa þröngvað C til samræðis,

með því að beita hana ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Auk þess kannaðist hann

ekki við að hafa hitt C, en í málinu lá fyrir DNA-rannsókn sem sýndi fram á að á hálsi C hefði

verið að finna leifar af munnvatni úr ákærða. Framburður ákærða var því metinn ótrúverðugur.

Í Hrd. 11. desember 2008 í máli nr. 229/2008 var X ákærður fyrir kynferðisbrot gegn A, sem

þá var 14 ára. Fyrir dómi neitaði hann alfarið sök. Í málinu bentu niðurstöður

sérfræðirannsókna til þess að yfirgnæfandi líkur hefðu verið á því að leifar af munnvatni úr

ákærða hefðu greinst á brjóstum A. Skýringar ákærða á tildrögum ákæru voru að mati dómsins

afar ósennilegar. Í Hrd. 9. desember 2010 í máli nr. 555/2010 neitaði T að hafa haft samræði

við A. En honum var gefið að sök að hafa þvingað hana til samræðis með því að beita hana

ofbeldi. Framburður T fékkst ekki staðist í ljósi þess að DNA-sýni, með sniði hans, fannst í

sýni sem tekið var úr leghálsi A. Loks neitaði S að hafa haft kynmök við A í Hrd. 20.

september 2012 í máli nr. 200/2012 en í málinu var honum m.a. gefið að sök að hafa með

ofbeldi þröngvað A til samræðis og annarra kynferðismaka. Framburður S fékkst ekki staðist

þar sem sæði úr honum fannst í leggöngum og leghálsi A, auk þess var framburður hans, er

varðaði ofbeldi og hótanir í garð A, metinn ótrúverðugur.

Page 54: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

45

Eins og sjá má þá fannst sæði úr ákærða í leggöngum brotaþola bæði í Hrd. 555/2010

og Hrd. 200/2012. Í báðum málunum neitaði ákærði að hafa haft samræði við brotaþola og þar

af leiðandi voru DNA-sýnin bein sönnunargögn. Í Hrd. 173/2008 og Hrd. 229/2008 lá fyrir

að munnvatnssýni úr ákærða hefðu fundist á brotaþola og því um óbein sönnunargögn að ræða.

Niðurstaðan um sakfellingu ákærða var einnig í öllum málunum studd óbeinum

sönnunargögnum, þ.e. vitnisburði aðila sem gátu tjáð sig um atvik fyrir og eftir brot. Þá leituðu

brotaþolar í öllum málunum á neyðarmóttöku og fengu framburðir þeirra einnig stoð í

réttarlæknisfræðilegum skýrslum. Í Hrd. 173/2008, Hrd. 555/2010 og Hrd. 200/2012 voru

áverkar brotaþola að einhverju leyti í samræmi við ákæruefni málsins. Í Hrd. 173/2008 var

niðurstaða dómsins auk þess, sem hér hefur verið nefnt, studd öðrum óbeinum

sönnunargögnum. Vottorð sálfræðings um líðan brotaþola eftir brot þótti styðja framburð

hennar og einnig var litið til þess að hún gat lýst aðkomu að húsi ákærða og hvernig herbergið

hans leit út í samræmi við ljósmyndir sem lágu fyrir í málinu. Einnig staðfestu skýrslur um

símanotkun að hringt hefði verið úr símanúmeri ákærða í símanúmer brotaþola umrædda nótt.

Í Hrd. 13. maí 2015 í máli nr. 65/2015 neitaði ákærði að hafa frelsissvipt B og C, sem

báðir voru átta ára og látið þá flengja hvor annan á beran rassinn og flengt þá báða á beran

rassinn, og svo borið krem á rassinn á þeim. Því næst látið B hafa munnmök við sig og stungið

fingri og getnaðarlim sínum í endaþarm C. Í málinu lá fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna

DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af ákærða, C

og B. Greining á stroksýni sem var tekið undan forhúð ákærða leiddi í ljós að í sýninu var

blanda DNA-sniða frá a.m.k. tveimur einstaklingum, og var hluti þess eins og DNA-snið B.

Auk þess var niðurstaðan um sakfellingu ákærða byggð á vitnisburðum mæðra drengjanna og

einnig lá fyrir í málinu staðfest læknisvottorð um áverka C og B. Þá þótti frásögn ákærða á

köflum fráleit, en hann vísaði ítrekað til minnisleysis vegna áfengisáhrifa. Loks taldi dómurinn

að ekki væri hægt horfa fram hjá skýrslu sálfræðings, um kynhegðan ákærða.

Í þessum dómi má gera ráð fyrir að DNA-sýnið sem fannst undir forhúð ákærða hefði

haft mikið vægi í niðurstöðunni um sakfellingu hans þar sem um beint sönnunargagn var að

ræða. Sakfelling hans var auk DNA-sýnisins studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í beinum og óbeinum sönnunargögnum, þ.e. í framburði vitna, læknisvottorði um áverka

þeirra og skýrslu sálfræðings vegna ákærða.

Í fjórum af fimm dómum sem reifaðir eru í þessum kafla lágu fyrir bæði bein og óbein

sönnunargögn sem studdu framburð brotaþola. Í Hrd. 229/2008 lágu einungis fyrir óbein

sönnunargögn, þ.e. DNA-sýni, framburður læknis um ástand brotaþola á Neyðarmóttöku og

framburður annarra vitna að atvikum eftir brot og var vísað til þeirra til stuðnings sakfellingu

Page 55: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

46

ákærða. Einnig lá fyrir vottorð sálfræðings í málinu og var vísað í það til stuðnings

miskabótakröfu brotaþola.

5.4.5. Síma- og tölvugögn

Þeir fjórir dómar sem hér verða reifaðir eiga það sameiginlegt að símagögn og/eða tölvugögn

þóttu styðja það að brotaþolar og ákærðu hefðu átt í einhvers konar samskiptum fyrir og/eða

eftir brot.

Í Hrd. 6. maí 2010 í máli nr. 31/2010 neitaði ákærði að hafa veist að A, káfað á

brjóstum hennar innanklæða, sleikt brjóst hennar og skömmu síðar haft við hana samræði. Í

málinu lá fyrir að ákærði hefði hringt 17 sinnum í A umrætt kvöld og sent henni sex skilaboð.

Í síðasta skilaboðinu sagði hann m.a. ,,fyrirgefðu ástin mín“. Ákærði gat ekki gefið neina

skýringu á þessu. Auk umræddra símagagna var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd

trúverðugum framburði A, vitnisburði lögregluþjóna, kvensjúkdómalæknis og

hjúkrunarfræðings, en þau báru öll að A hefði verið í miklu uppnámi og grátið mikið. Það sama

átti við um vitnisburð F, vinar A, og C, unnusta hennar. Þá var litið til þess að A gat lýst

aðstæðum á vettvangi í samræmi við gögn málsins. Í málinu var talið að réttarlæknisfræðileg

rannsókn, sem gerð var á sýnum, sem aflað var í málinu, hefði hvorki stutt né afsannað frásögn

A. Í Hrd. 1. október 2015 í máli nr. 170/2015 neitaði ákærði að hafa kynferðislega áreitt A

og einnig að hafa nýtt sér yfirburðastöðu gagnvart henni og haft við hana samræði. Símagögn

sem lágu fyrir í málinu sýndu að A hefði verið í símasamskiptum við ákærða, og að hún hefði

farið heim til hans.. Niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærða var, auk umræddra símagagna,

studd trúverðugum framburði A, og var vísað til þess að hún hefði lýst húsnæði ákærða og

herbergi hans í samræmi við ljósmyndir af vettvangi. Loks fékk framburður hennar stoð í

vitnisburði B og I og framburði sálfræðings, sem hún var í viðtölum hjá. Í Hrd. 8. júní 2017 í

máli nr. 733/2016 neitaði ákærði að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A, er hún

var 14 ára gömul. Símagögn sem lágu fyrir í málinu studdu að A hefði verið í Kópavogi á þeim

tíma sem hún hafði borið um. Einnig sýndu þau fram á að samskipti hefðu verið á milli hennar

og ákærða. Í málinu lágu einnig fyrir afrit af Skype-samskiptum milli ákærða og A, og þóttu

þau sýna fram á að ákærði hefði haft samræði við A og að hún hefði haft munnmök við hann.

Til stuðnings sakfellingu ákærða var auk síma- og tölvugagnanna vísað til þess að framburður

A hefði verið trúverðugur og hún gat lýst vistaverum ákærða með fullnægjandi hætti. Þá greindi

A tveimur vinkonum sínum frá því að hún hefði hitt A. Í málinu var það einnig talið sannað að

ákærða hefði verið kunnugt um aldur A, og var hann því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194.

gr. og 1. mgr. 202. gr. hgl.

Page 56: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

47

Í öllum ofangreindum dómum var vísað til síma- og/eða tölvugagna, sem studdu það

að ákærði og brotaþoli hefðu átt í samskiptum ýmist fyrir og/eða eftir brot. Einnig voru

símagögnin notuð til að staðfesta að brotaþoli hefði farið heim til ákærða eða til þess að

staðsetja ákærða og brotaþola á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Í Hrd. 733/2016 voru afrit

af Skype-samskiptum bein sönnunargögn, en í niðurstöðu dómsins kom fram að umrædd

samskipti hefðu sýnt fram á það að ákærði hefði haft samræði við brotaþola og að hún hefði

haft munnmök við hann. Í Hrd. 31/2010 og Hrd. 170/2015 voru símagögnin óbein

sönnunargögn. Framburður brotaþola fékk auk þess í öllum málunum stoð í framburði vitna

um atvik fyrir og/eða eftir brot. Þá gátu brotaþolar í öllum málunum lýst aðstæðum á

brotavettvangi í samræmi við ljósmyndir sem lágu fyrir í málunum. Loks var framburður

brotaþola í Hrd. 170/2015 studdur vottorði sálfræðings. Í tveimur af þremur málum, þ.e. í Hrd.

31/2010 og Hrd. 170/2015 fékk framburður brotaþola því einungis stoð í óbeinum

sönnunargögnum en þó má gera ráð fyrir að símagögnin sem lágu fyrir í báðum málunum hafi

haft talsvert vægi í niðurstöðunni um sakfellingu ákærðu. Í fyrra málinu lá fyrir að ákærði hefði

ítrekað hringt og sent brotaþola skilaboð umrætt kvöld. Í einu þeirra sagði hann ,,fyrirgefðu

ástin mín“, en hann gat enga skýringu gefið á þessum skilaboðum. Í seinna málinu neitaði

ákærði að hafa hitt brotaþola en símagögnin sem lágu fyrir í málinu sýndu fram á að ákærði og

brotaþoli hefðu verið í símasamskiptum og einnig að brotaþoli hefði farið heim til ákærða.

5.4.6. Sýknað fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Í þremur dómum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök var sýknað fyrir brot gegn 1. mgr.

194. gr. hgl. Í tveimur málum var ákærði sakfelldur í héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti en í

þeim málum voru dómararnir ósammála um vægi þeirra óbeinu sönnunargagna sem lágu fyrir.

Þá var ákærði í einu máli sýknaður, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Í því máli lá fyrir

matsgerð dómkvadds matsmanns en öðrum sönnunargögnum sem hefðu mögulega getað

varpað skýrara ljósi á atvik máls, hafði verið eytt og hent.

Í Hrd. 24. október 2013 í máli nr. 316/2013 var X ákærður fyrir kynferðisbrot gegn

A. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að þar sem framburður A var lagður til grundvallar

sakfellingu héraðsdóms, yrði að gera þá kröfu að hann hefði næga stoð í framburði ákærða,

annarra vitna eða öðrum sönnunargögnum, sem teflt var fram í málinu. Hæstiréttur tók fram að

ákærði hefði eindregið neitað sök og að samræmi hefði verið í skýrslum hans um atvik máls

hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Þá var vitnið E, að mati dómsins, eina vitnið í málinu sem

hefði komist nærri því að hafa getað borið af eigin raun vitni um atvik málsins. Skýrsla hans

var þó ekki talin geta stutt sakargiftir á hendur ákærða. Dómurinn taldi engin hlutræn

Page 57: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

48

sönnunargögn renna stoðum undir að ákærði hefði framið þau brot sem hann hefði verið

sakaður um í málinu og taldi önnur vitni en E, öll byggja frásögn sína um málsatvik á

upplýsingum frá brotaþola. Loks taldi Hæstiréttur skýrslur sérfræðinganna, sem gáfu skýrslur

fyrir dómi, ekki geta stutt sakargiftir á hendur ákærða. Með vísan til þessa var það niðurstaða

Hæstaréttar að ekki hefði verið sannað að ákærði hefði framið þau brot sem hann var sakaður

um, og sýknaði hann. Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og var þeirrar skoðunar að

staðfesta hefði átt niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu ákærða.

Í þessum dómi lágu fyrir skýrslur sálfræðinga og geðlækna og framburður vitna um

atvik fyrir og eftir brot. Bæði var í héraðsdómi og í sératkvæðinu í Hæstarétti vísað í þessar

skýrslur og framburði vitna til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu ákærða. En

Hæstiréttur taldi umrædd óbein sönnunargögn ekki geta stutt sakargiftir á hendur ákærða.

Í Hrd. 5. júní 2014 í máli nr. 470/2013 var X m.a. ákærður fyrir kynferðisbrot gegn

A. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að þótt ekki verði vefengt mat héraðsdóms um

trúverðugleika framburðar A, yrði ekki fram hjá því litið að A og ákærði, sem eindregið neitaði

sakargiftum, hefðu verið ein til frásagnar um umrætt atvik, og ekki hefðu komið fram önnur

fullnægjandi gögn um það sem átti sér stað. Af þeim sökum og samkvæmt 108. gr., sbr. 1. mgr.

109. gr. sml., var ákærði sýknaður af þessu ákæruatriði. Hæstiréttur sakfelldi þó X fyrir aðra

ákæruliði í málinu.

Það sama átti sér stað í þessu máli, þ.e. að héraðsdómur vísaði í þau óbeinu

sönnunargögn sem lágu fyrir í málinu, þ.e. vottorð uppeldis- og afbrotafræðings og framburð

annarra vitna til stuðnings framburðar brotaþola og sakfellingu ákærða. Hæstiréttur fjallaði

ekki um vottorðið í niðurstöðu sinni og taldi að engin fullnægjandi gögn hefðu komið fram í

málinu til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu ákærða.

Í Hrd. 4. febrúar 2016 í máli nr. 190/2015 var X ákærður fyrir kynferðisbrot gegn A.

Fyrir Hæstarétti reisti ákæruvaldið kröfu sína um sakfellingu einkum á því að héraðsdómur

hefði ekki fellt dóm í málinu, með tilliti til allra fyrirliggjandi gagna, auk þess hefði mat

héraðsdóms á sönnunargildi framburða ekki verið rétt. Hæstiréttur vísaði til þess að skv. 2.

mgr. 208. gr. sml. gæti dómurinn ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi

munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði gæfu skýrslu þar fyrir dómi.

Aðalkrafa ákæruvaldsins um sakfellingu X kom því ekki til frekari athugunar heldur einungis

hvort önnur gögn málsins gætu leitt til ómerkingar héraðsdóms. Í dómi Hæstaréttar var tekið

fram að í málinu hefði legið fyrir að brotaþoli hefði átt í tölvusamskiptum við vini sína í

framhaldi af ætluðum atvikum, en hún hefði eytt þeim gögnum. Þá hefði brotaþoli hent fatnaði

sem hún klæddist umrædda nótt, og taldi Hæstiréttur ekki útilokað að framangreind gögn hefðu

Page 58: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

49

getað varpað skýrara ljósi á atvik málsins. Einnig að sönnunargögnin í málinu hefðu verið

takmarkaðri en ella kynnu að hafa verið, vegna tafa á því að brotaþoli leitaði til neyðarmóttöku

og að hún kærði ekki atvikið til lögreglu fyrr en rúmu ári eftir að umræddur atburður átti sér

stað. Þá lá fyrir í málinu matsgerð dómkvadds matsmanns, sérfræðings í kvensjúkdómum, en

Hæstiréttur taldi matsgerðina ekki staðfesta að ákærði hefði haft kynmök við A. Með hliðsjón

af því að ekki var til að dreifa haldbærum sýnilegum sönnunargögnum í málinu taldi

Hæstiréttur að ákæruvaldið hefði ekki fært líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms, um

sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi, kynni að vera röng. Hæstiréttur sýknaði því X.

Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði en hann taldi að ómerking hefði komið til greina þar

sem ekki hefði verið tekin skýrsla af tveimur nafngreindum vitnum.

Í þessum dómi var ákærði sýknaður bæði í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti með vísan

til þess að sönnunargögnum hafði verið eytt og hent í ruslið og langur tími hafði liðið frá broti

þar til brotaþoli leitaði á neyðarmóttöku og kærði til lögreglu. Þá var matsgerð dómkvadds

matsmanns ekki talin staðfesta það að ákærði hefði haft kynmök við brotaþola.

5.5. Ákærði neitar sök en viðurkennir kynferðismök með samþykki brotaþola

Sakfellt var í 21 máli þar sem ákærði neitaði sök en viðurkenndi að kynferðismök hefðu átt sér

stað, en með samþykki brotaþola. Eins og í þeim málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega

sök, lágu fyrir ýmis sönnungargögn í málunum og verða dómarnir flokkaðir niður með

svipuðum hætti og var gert í þeim kafla.

5.5.1. Læknisfræðileg gögn sem lýsa áverkum í samræmi við ákæruefni

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir lágu fyrir læknisfræðileg gögn, þar sem fram kom að

áverkar brotaþola hefðu verið í samræmi við ákæruefni málsins, en eins og áður segir, eru

umrædd gögn bein sönnunargögn. Auk læknisfræðilegu gagnanna var í dómunum vísað í óbein

sönnunargögn og önnur sýnileg sönnunargögn sem í öllum tilvikum nema einu voru óbein

sönnunargögn.

Í Hrd. 8. október 2009 í máli nr. 129/2009 neitaði ákærði, X, að hafa þvingað

barnsmóður sína, A, til samræðis og endaþarmsmaka með beitingu ofbeldis. Í niðurstöðu

héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, kom fram að framburður ákærða, um að A hefði

veitt samþykki sitt fyrir kynmökunum, hefði verið afar ótrúverðugur í ljósi þess ofbeldis sem

hann hefði beitt henni. Niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærða var studd trúverðugum

framburði A, framburði B, læknis og vottorðs hans um áverka A, framburði E, læknis og

vottorðs hennar um líkamlegt og andlegt ástand A við komu hennar á neyðarmóttöku og

Page 59: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

50

framburði F, hjúkrunarfræðings um ástand A við komu og endurkomu á neyðarmóttöku. Auk

þessara gagna var framburður A studdur vottorði sálfræðings um andlegt ástand hennar.

Í þessum dómi lágu fyrir læknisfræðileg gögn um áverka brotaþola og andlegt ástand

hennar, sem þóttu styðja framburð hennar. Auk þeirra vísaði dómurinn í vottorð sálfræðings í

niðurstöðu sinni um sakfellingu ákærða. Fyrir Hæstarétti lagði ákærði fram símagögn sem

sýndu fram á að brotaþoli hefði sent ákærða skilaboð nokkru áður en brotið átti sér stað, efni

þeirra gaf þó að mati dómsins ekki tilefni til að leggja þau til grundvallar við sönnunarmat í

málinu.

Í Hrd. 8. maí 2008 í máli nr. 74/2008 neituðu ákærðu, A og R, að hafa í sameiningu

og með ofbeldi báðir reynt að hafa samfarir við X og neytt hana til að hafa við þá munnmök.

Ákærði R hélt því fram að X hefði verið samþykk kynmökunum en ákærði A bar fyrir sig

minnisleysi vegna ölvunar. Framburður R, um að X hefði samþykkt kynmökin, var að mati

dómsins fráleitur í ljósi gagna málsins. Í málinu lá fyrir skýrsla af neyðarmóttöku en þar kom

fram að við skoðun á kynfærum X hefði greinst roði og bólga við ytra leggangaop og að

minnsta kosti þrjár rispur í opinu. Í niðurstöðu dómsins var sakfelling ákærða studd

trúverðugum framburði X, sem fékk stoð í frásögn hennar á neyðarmóttöku og í vitnisburði B,

C, og A um slæma líðan í kjölfar brotsins. Þá þótti frásögn X samrýmast áverkalýsingu læknis

og hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku. Loks var framburður X studdur vottorði og vitnisburði

sálfræðings, sem sagði X hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli umrætt sinn og hefði sterk einkenni

áfallastreituröskunar.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærðu studd trúverðugum framburði

brotaþola sem fékk auk læknisfræðilegra gagna stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e.

framburði vitna um atvik eftir brot og vottorði sálfræðings um andlega líðan eftir brot. Auk

þessara gagna var litið til þess að framburður ákærða R um að hann og meðákærði hefðu þurft

að reisa brotaþola á fætur í miðjum klíðum hefði bent til þess að hún hefði ekki haft vilja né

getu til kynmaka umrædda nótt.

Í Hrd. 29. maí í máli nr. 185/2008 neitaði X að hafa með ofbeldi haft samræði við

A, og sagði kynmökin hafa verið með fullu samþykki hennar. Þá neitaði hann að hafa haft

endaþarmsmök við A. Í málinu lá fyrir vottorð læknis, en í því kom fram að sést hefði sár eða

rifa í endaþarmi A. Þá leiddi rannsókn á lífsýnum í ljós að sýni sem höfðu verið tekin úr

leggöngum og endaþarmi A hefðu innihaldið sáðfrumur úr ákærða. Að því virtu taldi dómurinn

það sannað, gegn neitun ákærða, að hann hefði haft endaþarmsmök við A. Auk þess kom fram

í vottorðinu að A hefði verið með aðra áverka á líkamanum. Framburður ákærða í málinu var

metinn ótrúverðugur og var sakfelling hans studd trúverðugum framburði A, sem talinn var

Page 60: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

51

hafa stoð í umræddu læknisvottorði, vottorði sálfræðinga og frásögnum vitna um lýsingu

hennar á atburðunum. Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna hefði átt

ákærða þar sem atriði úr skýrslum sem lágu fyrir í málinu, og voru ákærða til hagsbóta, voru

ekki gerð nægileg skil. Auk þess taldi hann að skýrslur A, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi,

hefðu verið brotakenndar og ekki í samræmi við háttsemislýsingu í ákæru. Loks tók hann fram

að A og X hefðu verið ein til frásagnar og dómara beri að lögum skylda til að túlka vafa ákærða

í hag, og því væri varhugavert gegn staðfastri neitun X að telja sekt hans sannaða.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola, sem fékk auk læknisfræðilegra gagna stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e. vottorði

sálfræðings og framburði vitna um lýsingu brotaþola á atvikum. Ákærði neitaði að hafa haft

endaþarmsmök við brotaþola en rannsókn á lífsýnum þótti taka af vafa um það.

Í Hrd. 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 neitaði B að hafa með ofbeldi þröngvað

A til samræðis og annarra kynferðismaka og kvað kynmökin hafa verið með samþykki hennar.

Í málinu lá fyrir skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun á A, sem var staðfest fyrir dómi. Í

skýrslunni kom fram að áverkar A hefðu samræmst frásögn hennar og vísaði dómurinn til þess

í niðurstöðu sinni. Einnig var til stuðnings sakfellingu ákærða litið til þess að framburður hans

var á skjön við framburð allra annarra í málinu. Þar á meðal læknis og hjúkrunarfræðings á

neyðarmóttöku og vitna sem ýmist hittu A eftir atvikið eða töluðu við hana í síma. Loks fékk

framburður A stoð í vottorði sálfræðings, sem staðfest var fyrir dómi.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola, sem auk læknisfræðilegra gagna fékk stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e.

framburði læknis, hjúkrunarfræðings og annarra vitna um andlegt ástand hennar og vottorði

sálfræðings. Í niðurstöðu dómsins var einnig tekið fram að við mat á trúverðugleika framburðar

ákærða í málinu yrði að líta til þess að hann skrökvaði að lögreglu á fyrstu stigum

rannsóknarinnar og með því reyndi hann að afvegaleiða lögreglu við rannsókn málsins.

Í Hrd. 14. júní 2012 í máli nr. 31/2012 neitaði ákærði AN að hafa farið með A, gegn

vilja hennar, á afvikinn stað í húsasundi og þvingað hana til samræðis og munnmaka. Ákærði

sagði að allt sem hefði gerst á milli þeirra hefði verið með vilja A. Framburður hans fyrir dómi

var í meginatriðum í samræmi við skýrslur hans hjá lögreglu. Í málinu lá fyrir skýrsla um

réttarlæknisfræðilega skoðun á A. Þar kom m.a. fram að hún hefði verið með ferska rispu við

leggangaop, en samkvæmt vitnisburði læknisins hefði þurft átak til að fá umræddan áverka,

þótt hann gæti komið án mikillar áreynslu. Einnig var brotaþoli með sár á hnjám og taldi

læknirinn að talsvert hefði þurft til að fá slíkan áverka, og að maður njóti ekki kynlífs á meðan.

Áverkarnir á hnjám brotaþola þóttu eindregið benda til þess að þeir hefðu verið tilkomnir að

Page 61: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

52

ákærði hefði látið brotaþola leggjast á hnén og þvingað hana til samræðis og munnmaka. Til

stuðnings sakfellingu ákærða var litið til umræddrar skýrslu. Auk þess þótti vottorð og

framburður uppeldis- og afbrotafræðings styðja framburð A. Þá þótti vitnisburður

lögreglumanns, sem fór á vettvang og tveggja vinkvenna A um atvik eftir brot, styðja framburð

hennar. Loks þótti ástand á fatnaði A ýta undir framburð hennar. Ákærði var sakfelldur fyrir

brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. og 1. mgr. 202. gr. hgl., en um þessa niðurstöðu var ágreiningur

meðal dómenda í héraðsdómi og taldi dómsformaðurinn að of mikill vafi hefði verið uppi um

sönnun sakar gagnvart broti á 1. mgr. 194. gr. hgl., til þess að unnt hefði verið að sakfella

ákærða. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en einn hæstaréttardómari skilaði

sératkvæði, og var hann sammála séráliti dómsformanns í héraði.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd framburði brotaþola, sem

fékk stoð í læknisfræðilegum gögnum, framburði uppeldis- og afbrotafræðings og vitna að

atvikum eftir brot og loks ástandi á fatnaði hennar.

Í Hrd. 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009 neitaði E að hafa veist að A í húsasundi

í iðnaðarhverfi og haft samræði við hana, með því að beita hana ofbeldi. E kvaðst hafa haft

samfarir við A í húsasundi, og hafi þær verið með fullum vilja A. Misræmi var í framburði

hans og var hann að mati dómsins ótrúverðugur. Við læknisskoðun greindist A með mikla

líkamlega áverka, sem þóttu styðja frásögn A á atvikinu. Að mati dómsins þóttu þessir áverkar

slá því föstu að hún hefði veitt E líkamlega mótspyrnu þegar hann hafði samræði við hana. Auk

læknisvottorðsins var sakfelling ákærða studd vottorði sálfræðings og framburði hans fyrir

dómi, þar sem kom fram að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir A þennan morgun. Framburður

vitna, sem höfðu afskipti af A um morguninn, þótti einnig styðja frásögn hennar. Þá var í

niðurstöðu dómsins stuðst við myndir af vettvangi en dómurinn taldi ósennilegt að ákærði og

brotaþoli hefðu valið sér umrætt húsasund til þess að hafa samfarir þar sem aðstæður þar hefðu

verið einkar óaðlaðandi til slíkra athafna. Loks þótti myndskeið úr eftirlitsmyndavélakerfi

skemmtistaðarins sem brotaþoli var á umrætt kvöld, styðja framburð A um að hún hefði verið

mjög ölvuð.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd framburði brotaþola sem fékk stoð í

læknisfræðilegum gögnum, vottorði sálfræðings, framburði vitna, myndum af brotavettvangi

og myndskeiði úr eftirlitsmyndavélakerfi.

Í Hrd. 28. apríl 2016 í máli nr. 748/2015 neitaði ákærði að hafa stungið fingri í

leggöng A og haft við hana samræði og beitt hana ofbeldi. Ákærði kvað athafnirnar hafa farið

fram með fullu samþykki A og neitaði að hafa beitt hana ofbeldi. Í málinu lá fyrir vottorð

læknis, þar sem kom m.a. fram að A hefði verið með fimm marbletti innan á hægra læri og var

Page 62: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

53

talið að þeir gætu verið eftir fingur. Í niðurstöðu dómsins um sakfellingu ákærða var talið að

framburður A hefði samrýmst umræddu áverkavottorði. Þá var framburður A einnig studdur

framburði frænku hennar um klæðnað og ástand hennar að öðru leyti morguninn eftir atvikið.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í vottorði læknis og framburði vitnis um atvik eftir brot. Í málinu lá fyrir vottorð

sálfræðings og var vísað í það til stuðnings miskabótakröfu hennar.

Í Hrd. 15. júní 2017 í máli nr. 176/2017 neitaði ákærði m.a. að hafa haft samfarir og

endaþarmsmök við A og þvingað hana til að hafa við sig munnmök, með því að beita hana

ofbeldi og hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Ákærði fullyrti þó að hann hefði stundað

harkalegt kynlíf við A umrætt sinn með vilja og samþykki hennar. Í málinu bar mikið á milli í

frásögn A og ákærða af atvikum umrætt sinn. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til þess

að framburður A af atvikum hefði verið trúverðugur enda hefði hann fengið stoð í

læknisvottorði C, sérfræðings og framburði hans fyrir dómi, niðurstöðu O, læknis við

réttarlæknisfræðilega skoðun á A, og framburði hennar fyrir dómi og öðrum sérfræðigögnum

málsins. Í málinu lá fyrir vottorð og framburður sálfræðings, sem brotaþoli hafði verið í

viðtölum hjá. Dómurinn vísaði ekki beint í umrætt vottorð en með öðrum sérfræðigögnum má

gera ráð fyrir dómurinn ætti m.a. við umrætt vottorð.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola, sem auk

læknisfræðilegra gagna fékk stoð í vottorði sálfræðings.

Í Hrd. 19. maí 2016 í máli nr. 36/2016 neitaði X að hafa haft samræði og reynt að hafa

endaþarmsmök við A, með því að beita hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. X

hélt því staðfastlega fram hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hefði haft samfarir við A með

hennar vilja. X var sýknaður af því að hafa reynt að hafa endaþarmsmök við A en sakfelldur

fyrir aðra háttsemi sem í ákæru greindi. Að mati dómsins þótti framburður A og annarra vitna

í málinu benda til þess að A hefði í upphafi verið samþykk kynmökunum en fljótlega hefði hún

skipt um skoðun og viljað hætta, án þess að X skeytti því nokkru. Sakfelling X var studd

gögnum um skoðun á líkama A á neyðarmóttöku, en þau þóttu staðfesta að áverkar á henni

hefðu komið heim og saman við lýsingu hennar á atferli ákærða. Verjandi ákærða fór fram á

að dómkvaddir yrðu matsmenn til þess að skoða og meta umrædda áverka, og var niðurstaða

þeirra m.a. sú að áverkarnir hefðu bent sterklega til þess að henni hefði verið haldið með valdi.

Auk þess var niðurstaðan studd framburði lögreglukonu og vinkonu A. Loks lá fyrir að

brotaþoli leitaði til sálfræðings eftir atburðinn og í málinu lá fyrir vottorð hans. Í niðurstöðu

héraðsdóms var ekki vísað í það, sem slíkt, en tekið var fram að hún hefði skýrt á sama hátt frá

Page 63: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

54

atburðinum hjá sálfræðingnum og hún gerði fyrir dómi. Í Hæstarétti var ekki vísað í vottorðið,

þá var heldur ekki vísað í það til stuðnings miskabótakröfu brotaþola.

Í Hrd. 26. janúar 2012 í máli nr. 460/2011 neitaði X að hafa þröngvað A til

munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka með ofbeldi. Í málinu lágu fyrir læknisfræðileg gögn

en í þeim kom fram að A hefði verið aum í hársverði og fersk sprunga hefði verið við endaþarm.

Kvensjúkdómalæknir bar fyrir dómi að slíkur áverki gæti komið ef kynferðismök væru án

undirbúnings og gegn vilja viðkomandi. Í málinu var sakfelling X studd umræddum gögnum

og einnig var miðað við framburð vitna og læknisfræðileg gögn um ástand A eftir samskipti

hennar við X. Þá hefði framburður X um að hún hefði verið samþykk kynmökunum verið

ótrúverðugur. Engu breytti þar um þótt félagar X hefðu tekið undir framburð hans um að X og

A hefðu daðrað um nóttina. Í málinu lá fyrir vottorð sálfræðings vegna viðtala við A, og kom

þar fram að A hefði þjáðst af áfallastreituröskun í kjölfar atburðarins. Dómurinn vísaði í

vottorðið til stuðnings miskabótakröfu A.

Í tveimur ofangreindum dómum var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola sem auk læknisfræðilegra gagna fékk stoð í framburði vitna um atvik fyrir og eftir

brot. Í Hrd. 36/2016 staðfestu dómkvaddir matsmenn einnig áverka brotaþola. Í báðum

málunum lá fyrir sálfræðivottorð. Í Hrd. 36/2016 var í héraðsdómi einungis stuðst við það að

því leyti að brotaþoli hefði skýrt á sama hátt frá atvikum hjá sálfræðingnum og fyrir dómi, en

Hæstiréttur minntist ekkert á það. Í Hrd. 460/2011 var vísað í vottorðið til stuðnings

miskabótakröfu brotaþola.

Í Hrd. 22. maí 2014 í máli nr. 727/2013 neitaði G að hafa með ofbeldi, hótunum og

annars konar ólögmætri nauðung þröngvað A til samræðis. G kvað samræðið hafa verið með

vilja A. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til þess, að miðað við framburð vitna um

líðan A, sem og út frá læknisfræðilegum gögnum um áverka hennar, hefði framburður ákærða

verið ótrúverðugur um að A hefði verið samþykk kynferðismökunum. Auk þess kom fram í

niðurstöðu dómsins að framburður A hefði verið trúverðugur, og fékk hann stoð í

læknisfræðilegum gögnum, þar sem kom fram að hún hefði verið með áverka á hálsi og

marblett á framhandlegg. Einnig var framburður hennar talinn fá stoð í vottorði

hjúkrunarfræðings á geðsviði Landspítala. Loks fékk framburður hennar stoð í þeim

skemmdum sem voru á fatnaði hennar. Í málinu skilaði einn hæstaréttardómari sératkvæði og

taldi hann þar upp ýmis atriði úr gögnum málsins sem héraðsdómur hefði mátt víkja betur að,

og telja hefði mátt ákærða í hag. Hann taldi að líta yrði til þess að ákærði og A hefðu verið ein

til frásagnar um málsatvik og önnur sönnunargögn hefðu ekki verið fullnægjandi. Með vísan

til þessa taldi hann að sýkna hefði átt ákærða af sakargiftum.

Page 64: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

55

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd trúverðugum framburði

brotaþola sem auk læknisfræðilegra gagna fékk stoð í vottorði sérfræðings á geðsviði

Landspítala, í framburði annarra vitna og ástandi á fatnaði brotaþola.

Í Hrd. 4. nóvember 2010 í máli nr. 323/2010 neitaði ákærði að hafa með ólögmætri

nauðung og ofbeldi þröngvað fyrrverandi eiginkonu sinni, B, til samræðis í bifreið, og kvað

hann kynmökin hafa verið með samþykki hennar. Í málinu lá fyrir skýrsla læknis á

neyðarmóttöku. En þar kom fram að B hefði verið með nýlega marbletti víða á fótleggjum og

nýja sprungu á vinstri burðarbarmi. Læknirinn taldi fyrir dómi að áverkar B hefðu verið í

samræmi við sögu hennar. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til aðdraganda

ökuferðarinnar og að B hefði nýlega yfirgefið ákærða og tekið saman við D, og yrði að telja

afar ótrúverðugt að hún hefði formálalaust fallist á að hafa kynmök við ákærða í bifreiðinni,

úti á víðavangi í kjölfar umræðu þeirra um forsjá barna þeirra. Framburður B var metinn

trúverðugur og var skýrslan af neyðarmóttöku talin styðja framburð hennar. Einnig var hann

talinn hafa stoð í rannsókn tæknideildar á kjól hennar.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola sem auk

læknisfræðilegra gagna fékk stoð í rannsókn tæknideildar lögreglu á kjól hennar. Þá lá fyrir

vottorð sálfræðings og vísaði dómurinn í það til stuðnings miskabótakröfu brotaþola.

Í Hrd. 4. desember 2008 í máli nr. 383/2008 neitaði R að hafa þröngvað A til samræðis

og annarra kynferðismaka á salerni á hóteli og kvað hann A hafa verið samþykka

kynmökunum. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til réttarlæknisfræðilegrar skýrslu frá

neyðarmóttöku. Áverkar á líkama A þóttu styðja frásögn hennar, og þá sérstaklega skurður á

endaþarmi hennar en samkvæmt skýrslunni hefði þurft töluvert afl til þess að hann myndaðist.

Einnig var litið til ljósmynda úr eftirlitsmyndavélum á hótelinu en af þeim mátti ráða að ekki

hefðu getað myndast þau tengsl sem ákærði hélt fram á milli hans og A, á þeirri stuttu leið sem

tók að ganga niður á klósettið. Þá þótti framburður vitna, þar sem lýst var að A hefði verið

grátandi og í miklu uppnámi þegar hún kom út af klósettinu, styðja framburð hennar. Loks var

litið til þess að í framburði vitnisins E, hjá lögreglu, kom fram að ákærði hefði tjáð honum að

hann ætlaði að stinga af frá hótelinu áður en lögregla kæmi, þar sem hann ætlaði ekki að láta

handtaka sig á hótelinu. Í málinu skilaði einn hæstaréttardómari sératkvæði og taldi hann það

ósannað að ákærða hefði verið það ljóst að A hefði ekki verið samþykk kynmökunum.

Ásetningur ákærða til að þvinga A til kynmakanna hefði því ekki verið sannaður, og því hefði

átt að sýkna hann af sakargiftum.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola sem auk

læknisfræðilegra gagna fékk stoð í ljósmyndum úr eftirlitsmyndavélum og í framburði vitna

Page 65: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

56

um atvik eftir brot. Í málinu lá fyrir sálfræðivottorð, og var vísað í það til stuðnings

skaðabótakröfu brotaþola.

Í Hrd. 22. janúar 2015 í máli nr. 508/2014 neitaði ákærði að hafa með ofbeldi og

hótunum þröngvað A til samræðis og annarra kynferðismaka. Ákærði viðurkenndi að hafa haft

samfarir við A en kvað þau hafa verið með hennar vilja. Framburður ákærða fékk enga stoð í

öðru því sem fram kom í málinu. Sakfelling hans var studd framburði A sem þótti stöðugur,

afdráttarlaus og skýr, auk þess fékk hann stoð í því sem fram kom við læknisskoðun sem hún

gekkst undir síðar um nóttina á neyðarmóttöku. Ljósmyndir af A sýndu skýra rispu á handlegg

hennar og kom fram í skýrslu læknis, að hann teldi áverka A samrýmast lýsingu A að ákærði

hefði haldið hníf að henni á meðan hann nauðgaði henni.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola sem

einungis var studdur læknisskoðun, sem hún gekkst undir eftir að atburðir áttu sér stað. Í málinu

lá fyrir vottorð sálfræðings í málinu, og var vísað í það til stuðnings skaðabótakröfu A.

Eins og sjá má þá var í öllum 14 málunum hér að ofan auk læknisfræðilegu gagnanna

vísað til óbeinna sönnunargagna, sem þóttu styðja framburð brotaþola og sakfellingu ákærða.

Vottorð sálfræðinga eða annarra sérfræðinga lágu fyrir í öllum málunum og var vísað til þeirra

í öllum nema einu, þ.e. í Hrd. 36/2016. Í fimm málum var einungis vísað til vottorðanna til

stuðnings miskabótakröfu brotaþola. Í öllum málunum nema fjórum var vísað í framburð vitna

sem gátu tjáð sig um atvik fyrir eða eftir brot til stuðnings framburði brotaþola. Í sex málum

lágu fyrir sýnileg sönnunargögn, bæði bein og óbein. Í Hrd. 185/2008 neitaði ákærði alfarið

að hafa haft endaþarmsmök við brotaþola en í ljósi þess að sáðfrumur hans fundust í endaþarmi

hennar var talið sannað að hann hefði haft endaþarmsmök við hana. Önnur sýnileg

sönnunargögn sem lágu fyrir voru óbein sönnunargögn. Í Hrd. 31/2012, Hrd. 727/2013 og

Hrd. 323/2010 studdi ástand á fatnaði brotaþola framburð þeirra. Í Hrd. 619/2013 lágu bæði

fyrir myndir af brotavettvangi og myndskeið úr eftirlitsmyndavélakerfi á skemmtistað sem

brotaþoli var á, áður en brotið átti sér stað. Loks lágu fyrir ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélakerfi

í Hrd. 383/2008, en að mati dómsins mátti ráða af þeim að ekki hefðu myndast þau tengsl á

milli ákærða og brotaþola, sem hann hélt fram undir meðförum málsins.

Af öllu framangreindu er ljóst að þegar óbein sönnunargögn liggja fyrir þá er nánast

undantekningarlaust vísað til þeirra ef þau styðja annað það sem fram hefur komið í málinu.

5.5.2. Vottorð sálfræðings eða annarra sérfræðinga

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir var m.a. vísað í vottorð sálfræðings eða annarra

sérfræðinga til stuðnings framburði brotaþola. Í málunum var einnig vísað ýmist í önnur óbein

sönnunargögn eða sýnileg sönnunargögn.

Page 66: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

57

Í Hrd. 16. júní 2011 í máli nr. 602/2010 var X gefið að sök brot gegn 1. og 2. mgr.

194. gr. hgl. með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A, gegn vilja hennar.

Við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu neitaði X að hafa haft samfarir við A. Í síðari yfirheyrslu

hjá lögreglu og fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa haft samfarir við hana en það hefði verið

með vilja hennar. Að mati dómsins rýrði það verulega sönnunargildi framburðar hans. Þá

neitaði ákærði alfarið að hafa haft endaþarmsmök við A. Niðurstaða dómsins um sakfellingu

ákærða var studd framburði A, sem var talinn koma heim og saman við það sem hún hefði

skýrt vinum sínum, hjúkrunarfræðingi og lækni frá, strax um morguninn. Einnig fékk

framburður A stoð í vottorði sálfræðings. Þá þótti túrtappi sem fannst efst uppi í leggöngum A

styðja framburð hennar, um að ákærði hefði haft við hana samfarir á meðan hún var sofandi.

Loks þótti skýrsla af neyðarmóttöku styðja það að ákærði hefði haft endaþarmsmök við A en

ákærði neitaði alfarið þeirri háttsemi í málinu.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk

stoð í vottorði sálfræðings, framburði hjúkrunarfræðings og læknis og annarra vitna að atvikum

eftir brot. Auk þess þótti túrtappi, sem fannst efst uppi í leggöngum A, styðja það að hún hefði

verið sofandi á meðan á kynferðismökunum stóð. Í málinu neitaði ákærði alfarið að hafa haft

endaþarmsmök við A en skýrsla af neyðarmóttöku þótti sýna fram á annað. Loks var litið til

þess að ákærði breytti framburði sínum undir meðförum málsins og að mati dómsins rýrði það

verulega sönnunargildi hans.

Í Hrd. 20. mars 2014 í máli nr. 689/2013 neitaði ákærði m.a. að hafa á baðherbergi í

íbúð, með ólögmætri nauðung, látið B, sem þá var 13 ára, hafa við sig munnmök. Ákærði

viðurkenndi að þau hefðu átt sér stað en neitaði alfarið að þau hefðu farið fram með þvingun

eða gegn vilja B. Framburður ákærða um að hann hefði leiðbeint B hvernig standa skyldi að

munnmökunum, og síðan hefði eitt leitt af öðru, var að mati dómsins ótrúverðugur. Til

stuðnings sakfellingu ákærða var litið til þess að B hefði gefið trúverðuga lýsingu á atvikum.

Framburður hennar fékk stoð í vottorði og framburði J, uppeldis- og afbrotafræðings og

forstöðumanns Barnahúss. Auk þess fékk hann stoð í framburði vitnanna M, I og F, sem öll

töldu ástæðu til að spyrja B um líðan hennar. Loks þótti framburður H vinkonu B og foreldra

hennar styðja frásögn hennar.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd framburði brotaþola, sem

fékk einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum, þ.e. vottorði uppeldis- og afbrotafræðings og

framburði vitna að atvikum fyrir og eftir brot.

Í Hrd. 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009 neitaði ákærði m.a. að hafa neytt

sambúðarkonu sína, A, með hótunum um ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung til

Page 67: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

58

samræðis og annarra kynferðismaka með öðrum körlum. Ákærði krafðist sýknu, á þeim grunni

að A hefði í öllum tilvikum verið samþykk því að kynmökin færu fram og stundum átt

frumkvæði að þeim. Til stuðnings sakfellingu ákærða var litið til þess að framburður A hefði

verið heildstæður, og að samræmi hefði verið í frásögn hennar frá upphafi. Auk þess mættu

fyrir dóminn fjölmörg vitni til að varpa ljósi á trúverðugleika framburðar ákærða og A. Þar á

meðal sálfræðingurinn J, sem gerði sálfræðilegt mat á ákærða, og sálfræðingurinn A sem gerði

sálfræðilegt mat á A, og geðlæknirinn G, sem ritaði vottorð vegna A. Þá gerði

hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum grein fyrir vottorði sem hún hafði ritað vegna A. Loks

kom sálfræðingurinn GE fyrir dóminn en hún hafði haft A til meðferðar. Framburður ákærða

var að mati dómsins að ýmsu leyti ótrúverðugur og það að ákærði hefði aldrei einn átt

frumkvæðið þótti vart geta staðist, í ljósi niðurstöðu sálfræðimats á ákærða. Þá lá fyrir

framburður systkina A, móður hennar og vinkvenna hennar og þótti hann ótvírætt sýna fram á

að ákærði hefði markvisst skorið á öll samskipti A við aðra. Loks sýndu ljósmyndir að A grét

í kynferðismökunum við aðra menn.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd bæði beinum og óbeinum

sönnunargögnum. Framburður brotaþola fékk auk vottorða sálfræðinga og annarra

sérfræðinga, stoð í framburði vitna að atvikum fyrir og eftir brot og ljósmyndum af atvikum.

Umræddar ljósmyndir sýndu brotaþola gráta á meðan kynferðismökunum stóð og því um bein

sönnunargögn að ræða.

Af þeim þremur dómum sem reifaðir eru hér að ofan fékk framburður brotaþola

einungis stuðning í óbeinum sönnunargögnum í einu máli, þ.e. í Hrd. 689/2013. Í hinum

tveimur málunum var auk þeirra beinu sönnunargagna sem lágu fyrir, vísað til óbeinna

sönnunargagna.

5.5.3. Framburður vitna um atvik fyrir og eftir brot

Í þeim dómum sem hér verða reifaðir var framburður brotaþola studdur framburði vitna sem

gátu borið um atvik fyrir og eftir brot. Um er að ræða óbein sönnunargögn en einnig lágu fyrir

í öllum málunum sýnileg sönnunargögn, sem bæði voru bein og óbein sönnunargögn.

Í Hrd. 1. júní 2017 í máli nr. 129/2017 neitaði ákærði við skýrslutökur hjá lögreglu að

kannast við og þekkja A, og hélt í þann framburð, þrátt fyrir að honum hefði verið gerð grein

fyrir því að DNA-snið úr honum hefði fundist í nærfatnaði A. Fyrir dómi breytti ákærði

framburði sínum, hann kvaðst hafa farið með A á gistiheimili og haft í tvígang við hana

samræði, og það hefði verið með hennar vilja. Hann kvaðst ekki hafa getað haft samræði við

hana í þriðja sinn þar sem honum hefði ekki risið hold og af þeirri ástæðu hefði A haft

Page 68: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

59

munnmök við hann. Ákærði skýrði breyttan framburð sinn að hann væri flóttamaður hér á landi

og gæti engum treyst, en að mati dómsins voru þær skýringar ekki trúverðugar. Framburður A

var hins vegar stöðugur undir meðförum málsins. Hann var ávallt á þann veg að hún hefði í

tvígang haft samræði við ákærða en þegar kom að þriðja skiptinu hefði hún neitað og sagt stopp

ítrekað. Niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærða var studd trúverðugum framburði A og

læknis á neyðarmóttöku og vitna sem öll lýstu því að A hefði verið í miklu uppnámi eftir

samskiptin við ákærða og grátið mikið. Auk þess þóttu Facebook-samskipti á milli ákærða og

A styðja framburð hennar.

Í þessum dómi var sakfelling ákærða studd framburði brotaþola, sem fékk stoð í

framburði læknis á neyðarmóttöku og annarra vitna um ástand hennar eftir brot. Þá lágu fyrir

Facebook-samskipti á milli hennar og ákærða, þar sem ákærði baðst fyrirgefningar eftir að

brotaþoli sagði hann hafa nauðgað sér.

Í Hrd. 18. maí 2017 í máli nr. 52/2017 neitaði M að hafa með ofbeldi, hótunum og

annars konar ólögmætri nauðung þvingað A til að hafa við sig munnmök. Ákærði kannaðist

við að hafa haft kynferðismök við A, en sagði það hafa verið með hennar samþykki og að

hennar frumkvæði. Framburður ákærða að A hefði gist í íbúðinni um nóttina eftir atvikið

samrýmdist ekki framburði A og vitna. Til stuðnings sakfellingu ákærða var einnig litið til þess

að í málinu lágu fyrir símaskilaboð, sem ákærði sendi A, þar sem hann baðst afsökunar ef henni

þætti hann hafa gert eitthvað á hennar hlut. Skýringar ákærða á þessum skilaboðum voru

misvísandi. Framburður A var að mati dómsins á einn veg og fékk frásögn hennar stoð í

framburði vitna. Á hinn bóginn þótti ákærði ekki hafa verið samkvæmur sjálfum sér í lýsingum

á atvikum og lýsingar hans þóttu ekki samrýmast frásögn vitna á vettvangi. Loks þótt

framburður vitnanna D, E og J, um samskipti við A eftir atburðinn og líðan hennar styðja

frásögn hennar um að hún hefði ekki verið samþykk kynmökunum.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærða studd framburði brotaþola, sem

fékk auk framburðar vitna stoð í símagögnum, sem lágu fyrir í málinu. Í þessu máli eins og í

málinu að ofan, lágu fyrir skilaboð frá ákærða, þar sem hann bað brotaþola afsökunar ef hann

hefði gert eitthvað á hennar hlut.

Í Hrd. 7. júní 2012 í máli nr. 202/2012 neitaði ákærði AZ að hafa neytt A með ofbeldi

til að hafa við sig munnmök. En sagðist þó hafa haft einhvers konar munnmök við hana með

hennar samþykki og ákærði R kvaðst hafa verið vitni að því. Þá neitaði ákærði R alfarið að

hafa haft endaþarmsmök við A og sett fingur í leggöng hennar. Samkvæmt niðurstöðu DNA-

samanburðarrannsóknar á sýni sem tekið var af getnaðarlim R var gegn neitun hans, að mati

dómsins, hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði snert endaþarm A. Við aðalmeðferð

Page 69: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

60

málsins kvaðst A ekki muna hvor ákærðu hefði sett fingur í leggöng hennar og þótti því

óvarlegt að telja sannað að ákærði R hefði framið þá háttsemi, og var hann sýknaður af ákæru

þar um. Í málinu lá fyrir að A hefði leitað á neyðarmóttöku en hún yfirgaf læknisskoðunina

áður en henni var lokið. Sakfelling ákærðu var, auk niðurstöðu DNA-rannsóknarinnar á

háttsemi R, studd framburði brotaþola, en hann var sá sami hjá lögreglu og á neyðarmóttöku.

Þá fékk framburður hennar stoð í framburði vitna sem báru um að A hefði verið í miklu

uppnámi og sagst hafa verið nauðgað. Auk þess var litið til þess að buxur hennar voru rifnar

og af gögnum tæknideildar lögreglu var ráðið að átak hefði þurft til að rífa þær, eins og raun

bar vitni.

Í þessum dómi var niðurstaðan um sakfellingu ákærðu, auk niðurstöðu DNA-

rannsóknarinnar á háttsemi R, studd trúverðugum framburði brotaþola, sem fékk stoð í

framburði vitna, framburði hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku og í gögnum tæknideildar

lögreglu um ástand á buxum hennar.

Í þessum þremur dómum sem reifaðir voru hér að ofan var vísað til þeirra óbeinu

sönnunargagna sem lágu fyrir í málunum. Í öllum málunum lágu fyrir sýnileg sönnunargögn.

Í Hrd. 129/2017 og Hrd. 52/2017 lágu fyrir skilaboð frá ákærðu eftir brot þar sem þeir báðust

fyrirgefningar. Í fyrra málinu má sjá í niðurstöðu dómsins að umrædd skilaboð hafi haft mikið

vægi við mat á trúverðugleika framburðar ákærða, en skýring hans að hann hefði ekki skilið

enska þýðingu á hugtakinu nauðgun þótti ekki trúverðug, þar sem um líkt leyti hefði hann sent

brotaþola SMS-skilaboð þar sem hann hefði notað orðið nauðgun. Í seinna málinu virðast

skilaboðin ekki hafa haft eins mikið vægi í niðurstöðunni um sakfellingu ákærða en þó var

tekið fram í niðurstöðunni að skýringar ákærða á skilaboðunum hefðu verið misvísandi. Í Hrd.

202/2012 lá fyrir DNA-sýni, í málinu neitaði annar ákærðu alfarið að hafa haft endaþarmsmök

við brotaþola en DNA-sýnið tók af allan vafa um það og því um beint sönnunargagn að ræða.

Auk þess voru buxur brotaþola haldlagðar í málinu og fékk framburður hennar einnig stoð í

þeim.

5.5.4. Myndbandsupptökur

Í Hrd. 20. júní 2017 í máli nr. 486/2016 neituðu I og J að hafa í félagi og með ólögmætri

nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við A, sem gat ekki spornað við verknaðinum

sökum ölvunar. Ákærðu sögðust báðir hafa haft kynmök við A með fullu samþykki hennar. Til

stuðnings sakfellingu ákærðu var litið til þess að framburður þeirra hefði sætt veigamiklum

breytingum undir meðförum málsins, og var hann að mati dómsins ótrúverðugur. Framburður

brotaþola var metinn trúverðugur, og var hann lagður til grundvallar. Hann fékk stoð í

Page 70: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

61

myndskeiði, sem ákærði J tók upp á síma sinn, þar sem hann sagði við meðákærða I að A myndi

kæra þá fyrir kynferðisbrot. Lagði hann til að þeir myndu sammælast um framburð sinn á þann

hátt að einungis ákærði I hefði haft samræði við A þessa nótt. A kvaðst hafa verið mjög ölvuð

í umrætt sinn og fékk sá framburður stoð í mælingu á alkóhóli í blóði og þvagi hennar,

myndskeiði úr leigubifreið og vottorði læknis um að A hefði verið á sterkum verkjalyfjum.

Hæstiréttur taldi þó í niðurstöðu sinni að ósannað hefði verið að ástand A hefði verið með þeim

hætti að brotið yrði heimfært til 2. mgr. 194. gr. hgl., og heimfærði það undir 1. mgr. 194. gr.

hgl. Loks lá fyrir í Hæstarétti niðurstaða DNA-rannsóknar þar sem greining á stroksýnum af

báðum ákærðu leiddi í ljós að þau innihéldu DNA-snið frá A.

Í þessum dómi fékk framburður brotaþola bæði stoð í beinum og óbeinum

sönnunargögnum. Annars vegar myndbandsupptöku úr síma ákærða og DNA-rannsókn og hins

vegar myndbandsupptöku úr leigubifreið og vottorði læknis. Loks lá fyrir í málinu

sálfræðivottorð, og vísað í það til stuðnings miskabótakröfu A.

5.5.5. Sýknað fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.

Í þremur dómum þar sem ákærðu neituðu sök, en viðurkenndu að kynferðismök hefðu farið

fram, en það hefði verið með samþykki brotaþola var sýknað fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr.

hgl. Í tveimur þeirra voru ákærðu sakfelldir í héraðsdómi en sýknaðir í Hæstarétti.

Í Hrd. 19. júní 2013 í máli nr. 215/2013 neituðu ákærðu, X og Y, að hafa með ofbeldi

og ólögmætri nauðung þröngvað A til samræðis en viðurkenndu að hafa haft samræði og önnur

kynferðismök við hana með hennar samþykki. Ákærðu voru sakfelldir í héraðsdómi með vísan

til þess að í málinu hefðu ákærðu kannast við að A hefði farið að gráta á meðan

kynferðismökunum stóð. Auk þess báru vitni að hún hefði verið illa á sig komin eftir atburðinn

og þar af leiðandi þótti framburður ákærðu um að A hefði verið þeim samþykk ótrúverðugur.

Þá þótti framburður A trúverðugur og að mati héraðsdóms fékk hann stoð í vottorði sálfræðings

og framburði læknis á neyðarmóttöku um andlegt ástand. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom hins

vegar fram að verulegs misræmis hefði gætt í skýrslum A hjá lögreglu og fyrir dómi og þótti

framburður hennar stangast á við það sem sýnileg sönnunargögn hefðu tekið af tvímæli um.

Hæstiréttur taldi að sum þessara atriða hefði héraðsdómur ekki vikið að, en um önnur hefðu

verið dregnar ályktanir, sem ekki fengust staðist. Að þessu virtu var það niðurstaða Hæstaréttar

að sýkna ákærða þar sem héraðsdómur hefði ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig unnt

væri að leggja frásögn A til grundvallar í málinu ásamt því að verulegra annmarka hefði gætt

á rannsókn lögreglu. Í málinu skilaði einn hæstaréttardómari sératkvæði og taldi að staðfesta

hefði átt niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu ákærðu.

Page 71: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

62

Eins og sjá má þá var Hæstiréttur ekki sammála því mati héraðsdóms að framburður

brotaþola hefði fengið næga stoð í gögnum málsins til þess að unnt hefði verið að leggja hann

til grundvallar. Hæstiréttur vísaði ekki í þau óbeinu sönnunargögn sem lágu fyrir í málinu, þ.e.

vottorð sálfræðings og framburð læknis á neyðarmóttöku um andlegt ástand brotaþola, þrátt

fyrir að það hefði verið gert bæði í niðurstöðu héraðsdóms og í sératkvæðinu í Hæstarétti.

Í Hrd. 24. maí 2017 í máli nr. 281/2016 var ákærða gefið að sök að hafa haft samræði

við A, er hún var 15 ára, gegn vilja hennar. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að við

samanburð á framburði X fyrir héraðsdómi og hjá lögreglu hefði hann í meginatriðum verið sá

sami, að því undanskyldu að X hefði í einni skýrslutökunni neitað að hafa haft kynmök við A.

Hæstiréttur taldi það draga úr trúverðugleika X, en var þó ósammála héraðsdómi að um þrjár

ólíkar útgáfur af frásögn hans hefði verið að ræða. Að mati Hæstaréttar gætti auk þess nokkurs

misræmis í framburði A og því hefði ekki verið unnt að fallast á með héraðsdómi að hún hefði

skýrt á sama hátt frá atvikum frá upphafi. Einnig taldi Hæstiréttur að af framburði vitnanna

sem voru í íbúðinni umrætt sinn hefði ekki verið unnt að draga þá ályktun að A hefði fengið

stuðning í framburði þeirra. Þá tók Hæstiréttur fram að framburður vitna, sem báru á um það

að A hefði skýrt þeim frá atvikinu eftir á, hefði eingöngu verið byggður á endursögn á því sem

gerst hefði. Það sama gilti um vottorð og skýrslur geðhjúkrunarfræðings og sérfræðings

Barnahúss, sem lagðar voru fram í málinu. Loks taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið til að

dreifa neinum öðrum sönnunargögnum sem þóttu styðja framburð A, og var það niðurstaða

dómsins að gegn eindreginni neitun X hefði ekki verið sannað að hann hefði framið það brot

sem í ákæru greindi og sýknaði hann.

Í þessum dómi lágu fyrir óbein sönnunargögn, þ.e. vitnisburður um atvik fyrir og eftir

brot og vottorð og skýrslur geðhjúkrunarfræðings og sérfræðings Barnahúss. Hæstiréttur taldi

þessi gögn ekki styðja framburð brotaþola með sama hætti og héraðsdómur, sem mat vitnisburð

brotaþola trúverðugan og lagði hann til grundvallar í niðurstöðu sinni um sakfellingu ákærða.

Í Hrd. 29. september 2016 í máli nr. 35/2016 voru ákærðu sýknaðir í héraðsdómi fyrir

að hafa í félagi í svefnherbergi íbúðar haft margs konar kynferðismök við A, með því að beita

hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. Fyrir Hæstarétti fór ákæruvaldið fram á

ómerkingu héraðsdóms. Annars vegar vegna þess að samningu dómsins hefði verið áfátt, og

hins vegar vegna þess að sönnunarmat héraðsdóms hefði ekki verið reist á nægjanlega traustum

grundvelli. Hæstiréttur féllst ekki á það og vísaði til þess að skv. 2. mgr. 208. gr. sml. gæti hann

ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar nema

hlutaðeigandi vitni eða ákærði gæfu skýrslu þar fyrir dómi. Í hinum áfrýjaða dómi var talið að

tekin hefði verið afstaða til þess á rökstuddan hátt, meðal annars með mati á trúverðugleika

Page 72: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

63

munnlegra framburða ákærðu, brotaþola og eftir atvikum annarra vitna fyrir dómi, hvað teldist

sannað í þeim þætti málsins er varðaði hina ætluðu nauðgun og hvað ekki. Hæstiréttur taldi að

ekki yrði ráðið af skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun sem gerð var á brotaþola, að hún

hefði verið beitt ofbeldi eða ólögmætri þvingun. Þó hefðu þau gögn ekki útilokað að slíkt hefði

gerst. Þá taldi dómurinn að myndskeið af umræddum atburði hefði verið mjög óskýrt, og hefði

þar af leiðandi takmarkað sönnunargildi. Einnig var vísað í vottorð sálfræðings en hann bar

fyrir dómi að brotaþoli uppfyllti ekki lengur öll greiningarmerki áfallastreituröskunar. Loks

vísaði Hæstiréttur í dómi sínum til þess að ákærðu hefðu haldið því staðfastlega fram, að

kynmökin hefðu farið fram með vilja brotaþola og að allan vafa um sekt þeirra skyldi skýra

þeim í hag. Fyrir dómi lagði ákæruvaldið áherslu á að vitni sem tengdust brotaþola fjölskyldu-

og vinaböndum, hefðu borið að hún hefði verið döpur og ólík sjálfri sér daginn sem atburðurinn

átti sér stað og daginn eftir. Hæstiréttur taldi að af því hefði þó ekki verið hægt að álykta með

einhlítum hætti að ákærðu hefði brotið gegn henni á þann hátt, sem þeim var gefið að sök,

heldur gæti það hafa stafað af öðrum ástæðum. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til

forsendna hins áfrýjaða dóms, var það niðurstaða Hæstaréttar að staðfesta niðurstöðu

héraðsdóms og sýkna ákærðu.

Í þessum dómi lágu fyrir læknisfræðileg gögn og myndskeið af umræddum atburði,

vottorð og framburður sálfræðings og vitna sem tengd voru brotaþola fjölskyldu- og

vinaböndum. Af öllum þessum sönnunargögnum töldu hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur að

hægt væri að álykta að fullu að ákærðu hefðu brotið gegn brotaþola á þann hátt sem þeim var

gefið að sök.

5.6. Samantekt

Í úttektinni hefur verið farið yfir helstu sönnunargögnin sem lágu fyrir í málunum og vægi

óbeinna sönnunargagna. Eins og komið hefur fram í ritgerð þessari þá byggist niðurstaða

dómanna á heildarmati á aðstæðum hverju sinni, og því er erfitt að segja til um hversu mikið

vægi hvert og eitt sönnunargagn hafði eða hvort eitthvað eitt þeirra hafði úrslitaáhrif í

niðurstöðunni um sekt eða sýknu ákærða. Þó er ljóst eins og kom fram í kafla 4.3.4.1., að

læknisfræðileg gögn, um áverka í samræmi við ákæruefni máls, eru flokkuð sem bein

sönnunargögn og má því gera ráð fyrir að þau hafi talsvert vægi. Þá hafa óbein sönnunargögn

eins og t.d. vottorð sálfræðinga eða annarra sérfræðinga um ástand brotaþola eftir brot og

framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot meira vægi ef önnur sönnunargögn, bein eða

Page 73: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

64

óbein styðja þau.155 Loks geta DNA-sýni bæði verið bein og óbein sönnunargögn og í þeim

málum þar sem ákærði neitar staðfastlega sök hafa þau mikið vægi eins og fjallað var um í

kafla 5.4.4.

Í öllum málunum lágu fyrir framburður ákærða og brotaþola og í langflestum þeirra

var framburður ákærða metinn ótrúverðugur en brotaþola trúverðugur, bæði vegna þess að

hann var stöðugur undir meðförum málsins og/eða önnur sönnunargögn málsins þóttu styðja

hann. Algengustu sönnunargögnin í málunum voru læknisfræðileg gögn, vottorð sálfræðinga

eða annarra sérfræðinga og framburður vitna sem gátu borið um atvik fyrir eða eftir brot. Önnur

algeng sönnunargögn voru ýmis sýnileg sönnunargögn, t.d. DNA-sýni, síma- og tölvugögn,

fatnaður brotaþola, myndbandsupptökur eða ljósmyndir af vettvangi.

Ákærði játaði sök í fjórum málum. Í þremur þeirra var auk játningar ákærða og

framburðar brotaþola litið til þeirra gagna sem lágu fyrir í málunum til stuðnings sakfellingu

ákærða. Ýmist var um að ræða vottorð sálfræðings, læknisfræðileg gögn, niðurstöðu DNA-

rannsóknar, símagögn eða framburð vitna. Í einu máli var játning ákærða einungis studd

framburði ákærða og brotaþola.

Ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur í 20 málum. Í 14 málum lágu fyrir

einhvers konar læknisfræðileg gögn vegna brotaþola, og var vísað til þeirra til stuðnings

framburði brotaþola og sakfellingu ákærða í 11 málum. Af þeim voru áverkar í samræmi við

ákæruefni málsins í átta málum. Í þremur málum var ekki vísað til þeirra gagnanna sem lágu

fyrir til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu ákærða. Í Hrd 421/2009 sýndi

læknisvottorð ekki fram á neina áverka á brotaþola. Í læknisvottorðinu sem lá fyrir í Hrd.

562/2011 kom fram að meyjarhaft brotaþola hefði verið órofið. Loks var í Hrd. 548/2013 ekki

vísað í læknisvottorðið sem lá fyrir í málinu.

155 Andenæs (n. 130) 167.

Page 74: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

65

Mynd 2: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til læknisfræðilegra gagna í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur

Í 16 málum lágu fyrir vottorð frá sálfræðingi eða öðrum sérfræðingum vegna brotaþola og var

vísað í þau til stuðnings framburðar brotaþola og sakfellingar ákærða í níu málum. Í Hrd.

420/2013, var ekki vísað í vottorðið sem lá fyrir í málinu, en það var mat dómsins að ekki væri

hægt að álykta af vottorðinu að ástand brotaþola hefði verið vegna umrædds brots. Í sex málum

var einungis vísað í vottorðið til stuðnings miskabótakröfu brotaþola.

Mynd 3: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til vottorðs sálfræðings eða annarra sérfræðinga í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur

Í öllum málunum lá fyrir framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot og í öllum nema einu

var stuðst við framburð þeirra í niðurstöðu dómsins. Bæði var um að ræða vitni sem tengd voru

brotaþola fjölskyldu- eða vinaböndum. Eða önnur vitni sem ýmist tengdust rannsókn málsins

eða tengdust brotaþola ekki á nokkurn hátt. Í Hrd. 790/2013, var ekki stuðst við vitnisburði

Page 75: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

66

sem lágu fyrir í málinu. Í Hrd. 531/2012 og Hrd. 548/2013 voru vitnisburðir bein

sönnunargögn, í báðum málunum voru vinir brotaþola vitni að brotinu sjálfu.

Mynd 4: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur

Í 13 málum var auk þeirra gagna sem nefnd hafa verið hér að framan vísað til sýnilegra

sönnunargagna sem talin voru styðja framburð brotaþola. Í flestum tilfellum var um að ræða

óbein sönnunargögn.

Mynd 5: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til annarra sýnilegra sönnunargagna í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði staðfastlega sök en var sakfelldur

Ákærði neitaði sök en viðurkenndi að kynferðismök hefðu átt sér stað en það hefði verið með

samþykki brotaþola, og var sakfelldur í 21 máli. Í 19 málum lágu fyrir einhvers konar

læknisfræðileg gögn og var vísað til þeirra til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu

Page 76: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

67

ákærða í 18 málum. Af þeim voru áverkar í samræmi við ákæruefni í 14 málum. Í Hrd.

689/2013 lá fyrir skýrsla af neyðarmóttöku en þar kom fram að ekki hefði farið fram

læknisskoðun á brotaþola þar sem langt hefði verið liðið frá ætluðu broti.

Mynd 6: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til læknisfræðilegra gagna í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur

Í 19 málum lágu fyrir vottorð sálfræðinga eða annarra sérfræðinga. Í 11 málum var vísað í

vottorðin til stuðnings framburði brotaþola og sakfellingu ákærða. Í 7 málum var einungis vísað

í vottorðið til stuðnings miskabótakröfu brotaþola. Í Hrd. 36/2016 var ekki vísað í vottorð

sálfræðings sem lá fyrir í málinu.

Mynd 7: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur

Page 77: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

68

Í öllum málunum lá fyrir framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot. Í 16 málum var stuðst

við framburði þeirra. Bæði var um að ræða vitni sem tengd voru brotaþola fjölskyldu- eða

vinaböndum eða önnur vitni sem ýmist tengdust rannsókn málsins eða tengdust brotaþola ekki

á nokkurn hátt. Í fimm málum var ekki stuðst við framburð vitna sem lá fyrir í málinu í

niðurstöðu dómsins, þ.e. í Hrd. 129/2009, Hrd. 176/2017, Hrd. 323/2010, Hrd. 508/2014 og

Hrd. 486/2016

Mynd 8: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var í vitnisburð um atvik fyrir og/eða eftir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur

Í 12 málum lágu auk þeirra gagna sem nefnd hafa verið hér að framan ýmis sýnileg

sönnunargögn sem talin voru styðja framburð brotaþola. Í flestum tilfellum var um að ræða

óbein sönnunargögn.

Mynd 9: Hlutfall Hæstaréttardóma þar sem vísað var til annarra sýnilegra sönnunargagna í kjölfar nauðgunar skv. 1. mgr. 194. gr. hgl., í málum þar sem ákærði neitaði sök, en viðurkenndi kynferðismök með samþykki brotaþola og var sakfelldur

Page 78: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

69

Af framangreindu er ljóst að óbein sönnunargögn í nauðgunarmálum hafa talsvert vægi. Í

langflestum málunum þar þau lágu fyrir var vísað til þeirra, og þau ásamt öðru sem fram kom

í málunum talin styðja sakfellingu ákærða. Í 11 málum þar sem ákærði neitaði sök en var

sakfelldur var niðurstaðan byggð á framburði brotaþola, sem fékk einungis stoð í óbeinum

sönnunargögnum. Í Hrd. 440/2016, Hrd. 230/2016 og Hrd. 689/2013 var framburður ákærða

metinn ótrúverðugur en framburður brotaþola trúverðugur og fékk hann stoð í vottorði

sálfræðings eða annarra sérfræðinga og framburði vitna um atvik eftir brot. Það sama á við um

Hrd. 421/2009 nema í málinu fékk framburður brotaþola einnig stoð í ljósmynd af bifreið

ákærða, þ.e. brotavettvangi. Í Hrd. 420/2013 og Hrd. 562/2011 fékk framburður brotaþola

einungis stoð í framburði vitna um atvik eftir brot. Í fyrra málinu var framburður ákærða metinn

ótrúverðugur en í því seinna kom ekkert fram um trúverðugleika ákærða. Í Hrd. 737/2012 var

framburður ákærða og brotaþola metinn trúverðugur, en í ljósi þeirra óbeinu sönnunargagna

sem studdu framburð brotaþola, var hann lagður til grundvallar í málinu. Í fjórum málum lágu

fyrir auk þeirra gagna sem nefnd hafa verið hér að framan sýnileg sönnunargögn sem gera má

ráð fyrir að hafi haft mikið vægi í niðurstöðunni um sakfellingu ákærða. Í Hrd. 229/2008 bentu

niðurstöður sérfræðirannsókna til þess að yfirgnæfandi líkur hefðu verið að leifar af munnvatni

úr ákærða hefðu greinst á brjóstum brotaþola. Í Hrd. 31/2010, Hrd. 170/2015 og Hrd. 52/2017

lágu fyrir símagögn. Í Hrd. 31/2010 hafði ákærði ítrekað hringt og sent brotaþola skilaboð

umrætt kvöld. Í síðasta skilaboðinu sagði hann ,,fyrirgefðu ástin mín“, en hann gat enga

skýringu gefið á þessum skilaboðum. Í Hrd. 170/2017 neitaði ákærði að hafa hitt brotaþola en

símagögn og það að brotaþoli gat lýst heimili ákærða í samræmi við myndir af vettvangi þóttu

styðja það að þau hefðu verið í símasamskiptum og að brotaþoli hefði farið heim til ákærða.

Þá lágu fyrir skilaboð í Hrd. 52/2017 þar sem ákærði bað brotaþola afsökunar, ef henni þætti

hann hafa gert eitthvað á hennar hlut. Skýringar ákærða á þessum skilaboðum þóttu misvísandi.

Loks ber að nefna að dómarar eru ekki alltaf sammála um vægi óbeinna sönnunargagna

en af þeim sex dómum þar sem ákærðu voru sýknaðir fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. og

fjallað var um í köflum 5.4.6. og 5.5.5., hafði héraðsdómur í fjórum þeirra sakfellt ákærða m.a.

með vísan til óbeinna sönnunargagna en Hæstiréttur sýknaði þá m.a. vegna þess að hann taldi

gögnin ýmist ekki styðja sakfellingu ákærða eða hreinlega vísaði ekki til þeirra.

6. Niðurstöður Ljóst er að þekking á eðli og afleiðingum nauðgunarbrota hefur aukist á undanförnum

áratugum og margt hefur breyst til betri vegar, bæði hafa orðið miklar framfarir innan

réttarvörslukerfisins og heilbrigðiskerfisins og einnig hafa þær lagabreytingar sem hafa átt sér

Page 79: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

70

stað verið mikil réttarbót fyrir þolendur nauðgana. Eins og komið hefur fram þá er

sönnunarstaðan í nauðgunarmálum oft erfið vegna skorts á beinum sönnunargögnum í

málunum og verður því að líta til þess hvort til staðar séu óbein eða önnur sýnileg

sönnunargögn sem styðji atvik máls. Frá því um miðja 19. öld hefur tíðkast hér á landi að beitt

sé óbeinni sönnun í sakamálum og er ákvæði um óbeina sönnun að finna í 2. mgr. 109. gr. sml.

Með ákvæðinu er lögð sú skylda á dómara að leggja mat á sönnunargildi þeirra óbeinu

sönnunargagna sem liggja fyrir í sakamálum. Eðlilegt er að óbein sönnunargögn hafi minna

sönnunargildi en þau sem lúta beint að verknaðinum. Þrátt fyrir það er leyfilegt að líta til þeirra,

þá sérstaklega ef öðrum sönnunargögnum er ekki til að dreifa.

Úttektin á dómum Hæstaréttar leiddi í ljós að algengustu sönnunargögnin í

nauðgunarmálum auk framburðar ákærða og brotaþola eru læknisfræðileg gögn, vottorð

sálfræðinga eða annarra sérfræðinga um líðan brotaþola eftir brot og framburður vitna um atvik

fyrir eða eftir brot. Úttektin leiddi jafnframt í ljós að óbein sönnunargögn hafa ríkt vægi við

sönnun í nauðgunarmálum þá sérstaklega ef önnur sönnunargögn, bein eða óbein styðja þau.

Auk þess kom í ljós að óbein sönnunargögn sem styðja framburð brotaþola geta nægt til

sakfellingu ákærða. Þá lágu auk þeirra gagna sem nefnd hafa verið hér að ofan ýmis önnur

sýnileg sönnunargögn. Í flestum tilvikum voru það óbein sönnunargögn en þó voru þau oft þess

valdandi að framburður ákærða var metinn ótrúverðugur, sbr. t.d Hrd. 31/2010, Hrd. 170/2017

og Hrd. 512/2014. Að lokum ber að nefna að dómarar eru ekki alltaf sammála um vægi óbeinna

sönnunargagna og þótt héraðsdómur telji þau styðja framburð brotaþola og sakfellingu ákærða,

er ekki þar með sagt að Hæstiréttur geri það líka.

Page 80: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

71

Viðauki

Þeir 51 dómur Hæstaréttar sem notaðir voru úttektinni í kafla 5.

Hrd. 8. maí 2008 í máli nr. 74/2008

Hrd. 29. maí 2008 í máli nr. 173/2008

Hrd. 29. maí í máli nr. 185/2008

Hrd. 11. desember 2008 í máli nr. 229/2008

Hrd. 4. desember 2008 í máli nr. 383/2008

Hrd. 8. október 2009 í máli nr. 129/2009

Hrd. 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009

Hrd. 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009

Hrd. 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009

Hrd. 6. maí 2010 í máli nr. 31/2010

Hrd. 4. nóvember 2010 í máli nr. 323/2010

Hrd. 9. desember 2010 í máli nr. 555/2010

Hrd. 16. júní 2011 í máli nr. 602/2010

Hrd. 26. janúar 2012 í máli nr. 460/2011

Hrd. 19. janúar 2012 í máli nr. 562/2011

Hrd. 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011

Hrd. 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011

Hrd. 14. júní 2012 í máli nr. 31/2012

Hrd. 20. september 2012 í máli nr. 200/2012

Hrd. 7. júní 2012 í máli nr. 202/2012

Hrd. 2. maí 2013 í máli nr. 531/2012

Hrd. 16. maí 2013 í máli nr. 737/2012

Hrd. 23. maí 2013 í máli nr. 93/2013

Hrd. 19. júní 2013 í máli nr. 215/2013

Hrd. 24. október 2013 í máli nr. 316/2013

Hrd. 17. desember 2013 í máli nr. 420/2013

Hrd. 5. júní 2014 í máli nr. 470/2013

Hrd. 21. nóvember 2013 í máli nr. 548/2013

Hrd. 20. mars 2014 í máli nr. 689/2013

Hrd. 22. maí 2014 í máli nr. 727/2013

Hrd. 12. júní 2014 í máli nr. 756/2013

Page 81: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

72

Hrd. 30. október 2014 í máli nr. 757/2013

Hrd. 15. maí 2014 í máli nr. 790/2013

Hrd. 11. desember 2014 í máli nr. 335/2014

Hrd. 22. apríl 2015 í máli nr. 512/2014

Hrd. 22. janúar 2015 í máli nr. 508/2014

Hrd. 13. maí 2015 í máli nr. 65/2015

Hrd. 1. október 2015 í máli nr. 170/2015

Hrd. 4. febrúar 2016 í máli nr. 190/2015

Hrd. 28. apríl 2016 í máli nr. 748/2015

Hrd. 29. september 2016 í máli nr. 35/2016

Hrd. 19. maí 2016 í máli nr. 36/2016

Hrd. 9. júní 2016 í máli nr. 192/2016

Hrd. 17. nóvember 2016 í máli nr. 230/2016

Hrd. 24. maí 2017 í máli nr. 281/2016

Hrd. 15. desember 2016 í máli nr. 440/2016

Hrd. 20. júní 2017 í máli nr. 486/2016

Hrd. 18. maí 2017 í máli nr. 52/2017

Hrd. 1. júní 2017 í máli nr. 129/2017

Hrd. 15. júní 2017 í máli nr. 176/2017

Hrd. 8. júní 2017 í máli nr. 733/2016

Page 82: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

73

Heimildaskrá

,,Um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins: Tillögur um aðgerðir 2018-2022”

(Dómsmálaráðuneytið).13.<https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4404464

a-b4d4-11e7-941e-005056bc4d74>

Andenæs J, Norsk straffeprosess (4. útg., Universitetforlaget 2009)

Einar Arnórsson, ,,Meðferð opinberra mála“ (Fylgirit með Árbók Háskóla Íslands, Háskóli

Íslands 1919)

Eiríkur Tómasson, ,,Sitt er hvað, sönnunarbyrði og sönnunarmat: umfjöllun um dóm

Hæstaréttar 20. október 2005 í máli nr. 148/2005” (2007) 60 Úlfljótur 481

Guðrún Jónsdóttir, Nauðgun (Stígamót 2001)

Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, ,,Tilkynntar nauðganir til

lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og

málsmeðferð“ (unnið í samvinnu við Innanríkisráðuneytið, Edda öndvegissetur 2013)

Hjörtur O. Aðalsteinsson, ,,Hugleiðingar um kynferðisbrot í ljósi lagabreytinga og nýlegra

dóma“ (1994) 44 Tímarit lögfræðinga

Jónatan Þórmundsson, Afbrot og refsiábyrgð I (Háskólaútgáfan 1999)

——, ,,Um kynferðisbrot“ (1989) 42 Úlfljótur 21

Jón Steinar Gunnlaugsson, ,,Mál af þessu tagi” (2008) 5 Tímarit lögréttu 97

Lúðvík Ingvarsson, Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum (Bókaútgáfa menningarsjóðs

1970)

Markús Sigurbjörnsson, Einkamálaréttarfar (2. útg., Gefið út sem handrit til kennslu við

lagadeild Háskólans í Reykjavík 2003)

Páll Sigurðsson, Lögfræðiorðabók með skýringum (Bókaútgáfan Codex – Lagastofnun

Háskóla Íslands 2008)

Ragnheiður Bragadóttir, Kynferðisbrot (Lagastofnun Háskóla Íslands 2006)

——, Nauðgun (Lagastofnun Háskóla Íslands 2015)

——, ,,Slægð eða ofbeldi? Um ákvæði 196. gr. hgl.“ í Róbert R Spanó, (ritsj.), Rannsóknir í

félagsvísindum VI: lagadeild: erindi flutt á ráðstefnu í október 2005 (Félagsvísindastofnun

Háskóla Íslands 2005)

——, ,,Hvað er nauðgun“ Fréttablaðið (Reykjavík 6. febrúar 2013)

Page 83: Vægi óbeinna sönnunargagna í Vægi óbeinna sönnunargagna í … ritgerð... · 2019. 1. 21. · ii Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum

74

Rasmussen N, ,,Voldtægt i retshistorisk belysning“ í Voldtægt: på vej mod en helhedsforståelse

(Delta 1981)

Sigríður Ingvarsdóttir, ,,Læknisfræðileg gögn í dómsmálum“ (1999) 85 Læknablaðið 220

Sigrún Júlíusdóttir, Nauðgun: Tilfinningaleg og félagsleg hremming. Rannsóknarviðtöl við 24

konur (Háskólaútgáfan 2011)

Símon Sigvaldsson, ,,Meginreglur sönnunarfærslu og kynferðisbrot gegn börnum“ í Svala

Ísfeld Ólafsdóttir (ritstj.), Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum (Háskólaútgáfan

2011)

Stefán Már Stefánsson, Um sönnun í sakamálum (Ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands nr. 12,

2. útg., Bókaútgáfan Codex 2013)

——, ,,Um sérfróða meðdómsmenn“ (1995) 45 Tímarit Lögfræðinga 282