11. tbl. nóvember 2017

8
11. tbl. nóvember 2017 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir Félagar og starfsfólk við Ráðhúsið 10. október síðstliðinn Félagar og starfsfólk komu sér í gírinn á Hrekkjavöku 26. október síðastliðinn.

Upload: others

Post on 18-Nov-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

11. tbl. nóvember 2017

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

Félagar og starfsfólk við Ráðhúsið 10. október síðstliðinn

Félagar og starfsfólk komu sér í gírinn á Hrekkjavöku 26. október síðastliðinn.

2

Fullt nafn: Ján Jakub I lavsky. Aldur: 27 ára (fæddur síðla árs 1989) og er eldri en landið mitt. Hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur í Bratislava, en uppalinn í bænum Cífer. Þessi bæir eru í heimalandi mínu Slóvakíu, en ég fæddist í Tékkóslóvakíu (sem er ekki til lengur). Átt þú systkini? Engin. Ég er einkabarn. Er leiðinlegt að vera einkabarn? Nei, alls ekki. Ég á frænda sem er líka einkabarn og við erum eins og bræður. Eruð þið jafngamlir? Nei, alls ekki. Hann er tíu árum eldri. Fjölskylduhagir: Laus og liðugur. Menntun: Ég byrjaði í heimspeki-námi, en hætti þremur mánuðum fyrir lokapróf þar sem þetta var orðið of alvarlegt að fá háskólagráðu. Mér fannst það of mikið fyrir mig. Uppáhaldsmatur: Allt og ekkert. Ég get borðað allt. Uppáhaldslitur: Gulur. Áhugamál: Ekkert sérstakt. Les mikið og hlusta mikið á góða tónlist.

Hvað ertu búinn að vera lengi á Íslandi og í Klúbbinum Geysi? Ég kom til landsins 28. ágúst og byrjaði strax tveimur dögum seinna að vinna í klúbbhúsinu. Í mjög stuttu máli, hvað hefur þú verið að gera annað síðan þú

komst til Íslands? Ég lifi nú draum minn þar sem mig hefur lengi dreymt um að koma til Íslands. Hefur þú ferðast eitthvað um Ísland? Ekkert enn utan Reykjavíkur, nema frá flugvellinum,

sem er aðeins fyrir utan bæinn, ekki satt?! Hvað gerir þú í klúbbhúsinu? Ég er mest í eldhúsinu núna til að byrja með; að elda og hjálpa fólki, en ég hjálpa líka til í húsinu í viðgerðum og við ýmislegt annað sem þarf að gera. Hvað gerir þú í frístundunum? Mest slappa ég af og hitti vini mína

Ég lifi í draumi mínum

Ján (borið fram Jan) er nýr sjálfboðaliði í Klúbbnum Geysi. Mér fannst ekki annað hægt

en að kynnast þessum hressa unga manni og kynna hann

fyrir lesendum Litla-Hvers. Við Ján settumst niður og

eftirfarandi samtal varð niðurstaðan.

Aðeins brugðið á leik

Ján Jakub Ilavsky sjálfboðaliði í Geysi

3

fyrir utan að lesa og hlusta á tónlist. Stundum fer ég á bari og skemmti-staði til að hlusta á tónlist. Heilla íþróttir þig? Það er hægt að horfa á sumar íþróttagreinar. Ég horfi stundum á slóvakísk landslið í hvaða íþrótt sem er, en ég er lítill íþróttaáhugamaður og horfi sjaldan á íþróttir og tek ekki þátt í nokkurri íþrótt. Stundum hef ég þó gaman af því að horfa strandblak kvenna og er það eina íþróttin sem ég get horft á ef ég horfi á einhverja íþrótt. Hvað heillar þig mest að gera í framtíðinni? Ég hef enga áætlun um framtíðina heldur er ég að njóta stundarinnar og sé bara til hvernig ástandið verður. Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þér? Ég vakna seint ef ég hef ekkert að gera, en ef ég hef vekjara-klukku og ef ég þarf að mæta ein-hverstaðar vakna ég og sinni öllum skyldum mínum. Mér finnst gott að leggja mig eftir vinnu og fara síðan eitthvert út.

Hvað hefur þú lært þennan stutta tíma sem þú hefur verið á Íslandi og í sjálfboðavinnunni? Ég hef lært að aðlaga mig nýjum aðstæðum og séð uppruna minn í nýju ljósi. Átt þú einhver leyndarmál? Nei. Átt þú eitthvert lífsmottó? Já, það er að njóta lífsins eins og hægt er, taka lífinu ekki of alvarlega og vera almennilegur við annað fólk. Er eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt sem þú vilt segja að lokum? Lífið er fallegt eins og papaja-ávöxturinn. Ég er svolítið órökréttur og finnst gaman að grínast með lífið. Ján fær að lokum kærar þakkir fyrir þetta skemmtilega viðtal og óskir um velgengi í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur í lífinu.

Steinar Almarsson

Jólaveisla Klúbbsins Geysis verður haldin föstudaginn 1. desember næstkomandi kl. 18:00. Eins og alltaf er miði möguleiki því hver miði gæti verið vinningsmiði fyrir einn af mörgum happadrættisvinningum sem dregið verður um. Nokkur jólalög verða sungin og er einnig von á leynigesti. Verði er stillt í hóf og er 3000 krónur.

Jólaundirbúningsnefndin ætlar að hittist til að skipuleggja jóla-skreytingar, jólakort og annað jólastúss 16. nóvember kl. 15:00 í

klúbbhúsinu. Boðið verður upp á pipakökur og kakó. Allir félagar sem áhuga hafa eru beðnir um að taka þátt í þessu skemmtilega starfi.

Jólaveislan 2017

Marteinn Már Hafsteinsson færði Klúbbnum Geysi gjafabréf að upphæð 50.000 í tilefni af fimmtugsafmæli sínu í október sl. Marteinn Már hefur verið öflugur félagi í Geysi allt frá stofnun klúbbsins og góð fyrirmynd. Klúbburinn þakkar Marteini Má þessa höfðinglegu gjöf og óskar honum farsældar í lífi og starfi. Myndin að ofan er af Marteini Má í Reykjavíkurmaraþoninu 2017, þar sem hann tók þátt í áheitahlaupinu fyrir Geysi

Jólanefndin 2017

4

Mats

eðill b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

Mats

eðill fy

rir

nóvem

ber

2017

n.

Þri

. M

ið.

Fim

. F

ös.

Lau

.

1.

Kjú

kli

ng

ab

rin

gu

r

í o

fni

2.

Hla

ðb

orð

3.

Kjö

tsú

pa

4.

6.

Eg

gja

ka

ka

7.

Ofn

ba

ka

ðu

r fi

sku

r

(Fa

nn

ar)

8.

Ha

kk

ab

uff

me

ð e

gg

i

9.

Hla

ðb

orð

10

.

La

mb

ast

eik

11

.

13

.

Grj

ón

ag

rau

tur

14

.

Ka

rrý

fisk

rétt

ur

15

. S

tóra

r k

jötb

oll

ur

í sæ

tri

su

16

.

Hla

ðb

orð

17

.

Fis

h ´

n‘ C

hip

s

18

.

20

.

Pa

sta

og

sk

ink

a

me

ð s

pe

rgil

li

21

.

Sa

ltfi

sku

r

22

. H

ak

k o

g s

pa

ge

ttí

23

.

Hla

ðb

orð

24

.

Grí

sap

ott

rétt

ur

25

.

27

.

Me

xík

ósk

pa

28

.

Ste

iktu

r fi

sku

r

29

. P

yls

up

ott

rétt

ur

30

.

Hla

ðb

orð

5

Lausar stöður í RTR á Bakka: Frá og með 1. desember eru laus RTR-staða á Bakka. Áhugasamir hafi samband við Benna í síma 551-5166. Myndin að ofan er tekin á vöruhótelinu Bakkanum.

Tölvuver er í boði fyrir félaga í Geysi á þriðjudögum frá kl. 11:15 til 12:15. Þar geta félagar fengið aðstoð og

leiðbeiningar í notkun ýmissa forrita, eins og Word, Publisher, internetið og

öðru sem félagar hafa áhuga á. Félagar eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna

og taka þátt.

Tölvuverið

RTR-fréttir

Viðhorfskönnunin sem lögð hefur verið fyrir félaga í Geysi lýkur um miðjan nóvember Nú er að taka frá 10 mínútur til þess að fylla út könnunina. Allir félagar eru hvattir til að taka þátt!

Viðhorfskönnunin

Heilsufundir Heilsuhópurinn er nú farinn af stað eina ferðina enn. Hann ætlar að hittast aðra

hvora viku á þriðjudögum kl. 10.00. Heilsuhópnum er ekkert óviðkomandi sem snýr að heilsueflingu og bættum

lífsgæðum félaga. Allir velkomnir á fundina.

Lifi geðheilsan!

Ingrid Kuhlman Um aðferð jákvæðrar sálfræði

Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun kom í heimsókn í Geysi um miðjan október sl. Hún hélt frábæran fyrirlestur um aðferð jákvæðrar sálfræði og hvernig við getum nýtt okkur aðferðir hennar í daglegu lífi. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem beinir athyglinni að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum, von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, flæði, bjarsýni og hamingju. Myndirnar að ofan eru teknar á fyrirlestrinum sem var vel sóttur. Góðar og upplýsandi umræður voru svo opnaðar í lok fyrirlestursins. Við þökkum Ingrid kærlega fyrir að koma í Geysi til þess að efla þekkingu félaga á þessum málum.

Afmælisveislan fyrir félaga sem eiga afmæli í

nóvember verður þriðjudaginn 28. nóvember

kl. 14:00

6

Þátttaka í alþjóðastarfi Fountain House

Vinnumiðaður dagur í Klúbbnum Geysi er til þess að efla sjálfsöryggi félaga – þeir vaxa til meiri ábyrgðar og er ekkert þak á því hvað þeir geta tekið að sér. Ég er í fræðsluráði alþjóðahreyfingar Fountain House og í stjórn Klúbbsins Geysis. Þannig hef ég vaxið til meiri ábyrgðar þau rúmu 17 ár sem ég hef verið félagi í Klúbbnum. Enginn félagi má verða til þess að aðrir félagar fái ekki notið sín. Ég vil vera fyrirmynd sem sýnir hvað er hægt svo aðrir geti farið í mín spor. Með þátttöku minni í fræðsluráði, þátttöku félaga og starfsfólks í þjálfun og ráðstefnum höldum við okkur við efnið og tileinkum okkur það nýjasta í þeim efnum.

Hreyfingin hefur sannað gildi sitt. Rannsóknir á vegum virtra háskóla hafa sýnt fram á það auk þess sem við höfum séð svo marga félaga öðlast betra líf með þátttöku í starfi Klúbbsins. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur litið til módelsins sem fyrirmyndar að aðgerðum í geðheilbrigðismálum á heimsvísu. Hlutverk okkar sem eru í fræðsluráðinu er að fara í klúbba og veita þeim viðurkenningu sem fara eftir leiðbeiningum alþjóðlegra staðla fyrir klúbbhús og fræða um það sem betur má fara. Ég fór nýlega á árlegan fund ráðsins. Þar leitar stjórn alþjóðasamtakana ráða, brýnir okkur í þeim aðferðum sem beitt er í heimsóknum í klúbbhús og ber undir okkur tillögur að breytingum á stöðlum sem unnið er eftir. Allskyns markatilvik eru rædd og fjallað um menningarmun og lagaumhverfi sem getur haft áhrif á starfsemi klúbba í ólíkum menningarheimum. Með þátttöku minni í fræðsluráðinu get ég skýrt aðstæður hér á landi og hvernig verður að taka tilliti til þeirra þegar leitað er eftir viðurkenningu alþjóðasamtakanna. Jón Sigurgeirsson

Blade Runner 2049 er mynd sem að margir hafa beðið eftir en biðin er loks á enda en myndin gerist þrjátíu árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Nýr hausaveiðari, lögreglumaðurinn K kemst að gömlu leyndarmáli sem gæti valdið miklu umróti í samfélaginu. Uppgötvun hans leiðir hann í leit að Rick Deckard sem er fyrrum hausaveiðari sem er búinn að vera týndur í 30 ár. Það eru úrvals leikarar í hverju hlutverki en með aðalhlutverkin fara Ryan Gosling, Harrisfon Ford, Jared Leto, Ana De Armas, Dave Bautista, Robin Wright en þess má geta að íslendingurinn Tómas Lemarquis fer einnig með hlutverk í myndinni. Handritið er skrifað af Michael Green og Hampton Fancher, en sá síðarnefndi skrifaði einnig handrit fyrri

myndarinnar sem byggð var á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep? eftir Philip K. Dick. Þess má geta að þeir Denis Villeneuve og Harrison Ford hafa báðir látið hafa eftir sér í viðtölum að handritið að Blade Runner 2049 sé besta handrit sem þeir hafi nokkurn tíma unnið eftir. Blade Runner 2049 kom í kvikmyndahús föstudaginn 6. október en myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Hér er á ferðinni magnaður Sci-Fi þriller. Sjáumst í bíó! Helgi Halldórsson

7

Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis fjölmenntu ásamt öðrum úrræðum á geðheilbrigðissviðinu 10. október síðastliðinn til að fagna árlegum alþjóða geðheilbrigðisdegi. Hátíðarhöldin byrjuðu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson ávarpaði mannfjöldann. Þar nefndi hann hvað borgin væri að gera til að hafa meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk sem hefur átt við andleg veikindi að stríða. Eftir ávarp borgarstjóra var haldið áleiðis í átt að Tjarnarbíói þar sem skemmtidagskráin átti að fara fram. Lengri leiðin var valin í kringum tjörnina í hópgöngu þar sem sumir gengu með kröfuspjöld! Í Tjarnarbíói tók Þorsteinn Guðmundsson, grínleikari og skólastjóri Bataskólans, við stjórn hátíðahaldanna, sagði skemmtisögur og stutta brandara. Þorsteinn kynnti forsetafrúna Elizu Reid til sögunnar eftir að hafa rætt aðeins um uppruna hennar í höfuðborg Kanada. Forsetafrúin las bréf frá eiginmanni sínum, Forseta Íslands, þar sem hann hafði ekki séð sér fært að vera viðstaddur hátíðarhöldin. Forsetafrúin talaði síðan um alþjóða geðheilbrigðisdaginn og upplifun hennar af honum í heimalandi sínu og sagði hvers vegna hún væri klædd í fjólublátt í tilefni dagsins, sem væri siður í heimalandi hennar. Eftir ávarp forsetafrúarinnar sagði Þorsteinn hátíðarhaldastjóri að

dagurinn væri hátíðardagur en ekki sorgardagur og besta meðalið væri hlátur. Þá kynnti hann til sögunnar Ara Eldjárn, sem er orðinn heimsþekktur fyrir grínið sitt, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Salurinn var í

hláturssköllum á meðan Ari talaði og sagði meðal annars hvað honum þætti skrýtið að kalla flugfélag Vá! og væri ekki til að fá fólk til að treysta

því (sem Ari sagði að væri eins og að kalla banka því ljóta nafni Fokk!, eins og að bankamennirnir vissu ekki

hvað þeir væru að gera). Síðan vakti einnig kátínu þegar Ari gerði grín af þeim sem kunna ekki að nota hljóðnema og síðan fengu handþurrkur sinn skammt af gríni

hjá Ara. Fleiri atriði komu í kjölfarið og má nefna ljóðalestur og skemmtilegt leikrit (þó með alvarlegum undirtóni) frá Hlutverkasetri og tvö tónlistaratriði. Alla vega berum við út boðskapinn á öllum dögum ársins um bætt geðheilbrigði fyrir alla og virðingu. Höldum í góða skapið! Sigurður Bjarni Gunnarsson Steinar Almarsson

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 2017

8

Fimmtudagur 2. nóv. Kvikmyndahús

(Nánar auglýst síðar)

Fimmtudagur 9. nóv. Heimsókn í Stofnun

Vigdísar Finnbogadóttur

Fimmtudagur 16. nóv. Sundferð

Fimmtudagur 23. nóv.

Jólaföndur í Geysi kl. 16:00 til 18:00. (Kakó og

piparkökur)

Föstudagur 1. des. Jólaveisla Klúbbsins Geysis

kl. 18:00 til 21:00

Félagsleg dagskrá í nóvember

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi

kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deilda fundina. Tökum ábyrgð og ræktum

vináttuböndin.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema

föstudaga er opið frá 8:30 - 15:00.

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og

taka þátt í opnum umræðum. Allir að mæta!

Nýr varamaður

Starfandi er notendaráð Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Hlutverk ráðsins er að fara yfir reglur og koma með tillögur að bættu lagaumhverfi fyrir öryrkja og fatlaða. Aðalmaður fyrir Klúbbinn Geysi í ráðinu er Sigrún Jóhannsdóttir og nýr varamaður Sigurður Bjarni Gunnarsson, sem tekur nú við af Steinari Almarssyni sem snýr sér að öðrum störfum. Við óskum Sigurði Bjarna til hamingju og óskum honum velfarnaðar í þessu verkefni.

Sigurður Bjarni Gunnarsson

Starfsmannamatið

Árlegt mat félaga á starfsmönnum fer í gang um miðjan nóvember. Þar gefst félögum einstakt tækifæri til þess að leggja mat á störf, árangur og útgeislun starfsmanna. Matið er skriflegt og ópersónugreinanlegt. Það fer þannig fram að félagar fá viku til þess að meta hvern starfsmann, þannig að fimm vikur fara í verkefnið. Starfsmannamatið hefst mánudaginn 13. nóvember. Félagar eru hvattir til þess að taka þátt.

Árangurskönnuninni lýkur föstudaginn 10. nóvember.

Félagar sem eiga eftir að taka þátt eru hvattir til þess að drífa

hana af.