2. tbl. /20 - vegagerðin · 2. tbl. /20 nýtt merki og útlit vegagerðarinnar vegagerðin hefur...

9
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 2. tbl. 28. árg. nr. 702 26. feb. 2020 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: G. Pétur Matthíasson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: [email protected] Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Listi yfir fyrirhuguð útboð er birtur, greint er frá niðurstöðum útboða og einnig samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka og annarra lesenda. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði að jafnaði. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 2. tbl. /20 Nýtt merki og útlit Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur látið endurhanna merki sitt og útlit og var niðurstaðan kynnt á starfsmannafundi mánudaginn 17. febrúar. Það er hönnunarstofan Kolofon sem annast verk- efnið. Merkið byggir á eldra merki Vegagerðarinnar sem auglýs- ingastofan AUK teiknaði 1985 og hefur verið notað síðan eða í 35 ár. Ný teikning merkisins þykir t.d. hentugra fyrir nútíma staf- ræna miðlun sem stöðugt verður mikilvægari í starfi Vega- gerðarinnar. Merkinu fylgir ný hönnun á prentgripum og vefviðmóti. Því fylgir sérstök stafagerð, fontur, sem ætlunin er að nota í öllu útliti Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að innleiða nýtt útlit í allri starfsemi Vegagerðarinnar og sumt endurnýjast þegar það er komið á aldur. Ekki hefur gefist tími til að ljúka allri útlitshönnun og ber t.d. þetta blað þess merki. Þetta tölublað er blanda af gömlu og nýju en gera má ráð fyrir að fljótlega komist endanleg mynd á útgáfuna.

Upload: others

Post on 30-Jan-2021

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 2. tbl. 28. árg. nr. 702 26. feb. 2020Ritstjórnog umsjón útgáfu: Viktor Arnar IngólfssonÁbyrgðarmaður: G. Pétur MatthíassonPrentun: Oddi

    Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavíkeða með tölvupósti til: [email protected]

    Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs-framkvæmdir fyrir verktökum. Listi yfir fyrirhuguð útboð er birtur, greint er frá niðurstöðum útboða og einnig samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofn uninni og talið er að eigi erindi til verktaka og annarra les enda . Blaðið kemur út einu sinni í mánuði að jafnaði. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjöl miðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus.

    2. tbl. /20

    Nýtt merki og útlit VegagerðarinnarVegagerðin hefur látið endurhanna merki sitt og útlit og var niðurstaðan kynnt á starfsmannafundi mánudaginn 17. febrúar. Það er hönnunarstofan Kolofon sem annast verkefnið.

    Merkið byggir á eldra merki Vegagerðarinnar sem auglýsinga stofan AUK teiknaði 1985 og hefur verið notað síðan eða í 35 ár.

    Ný teikning merkisins þykir t.d. hentugra fyrir nútíma stafræna miðlun sem stöðugt verður mikilvægari í starfi Vegagerðarinnar.

    Merkinu fylgir ný hönnun á prentgripum og vefviðmóti. Því fylgir sérstök stafagerð, fontur, sem ætlunin er að nota í öllu útliti Vegagerðarinnar.

    Gert er ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að innleiða nýtt útlit í allri starfsemi Vegagerðarinnar og sumt endurnýjast þegar það er komið á aldur.

    Ekki hefur gefist tími til að ljúka allri útlitshönnun og ber t.d. þetta blað þess merki. Þetta tölublað er blanda af gömlu og nýju en gera má ráð fyrir að fljótlega komist endanleg mynd á útgáfuna.

  • 2 3

    Frá Rannsóknasjóði VegagerðarinnarHér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni 6 rannsóknar skýrslna. Finna má allar skýrslur á www.vegagerdin.is undir Upplýsingar / Rannsóknaskýrslur.Vegvist, vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðumÁsa L. Aradóttir og Steinunn Garðarsdóttir, LbhÍ, október 2019Verkefnið VegVist: Endurheimt staðargróðurs við frágang á vegsvæðum hófst árið 2014. Frá upphafi hefur verkefnið verið samstarfsverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands og Vega gerðarinnar, en árið 2017 komu Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrustofa Austurlands einnig að verkefninu. Áður hafa komið út skýrslur um verkefnið í mars 2015, desember 2016 og mars 2018. Skýrsluhöfundar draga efni skýrslunnar frá október 2019 saman á eftirfarandi hátt:„Eitt meginmarkmið þessa verkefnis er að draga saman þekkingu um mismunandi aðferðir við endurheimt staðargróðurs sem nýtist við gerð leiðbeininga, viðmiða og fræðslu um val á aðferðum og innleiðingu endurheimtar. Jafnframt að bæta eins og kostur er úr þekkingargloppum, meðal annars með því að meta árangur valinna vegagerðarverkefna, þar sem mismunandi aðferðfræði hefur verið beitt. Þá hefur verkefnið einnig snúið að prófun aðferða við úttektir á endurheimt staðargróðurs.

    Í verkefninu voru gerðar mælingar á gróðurfari og ásýnd vegfláa og aðliggjandi grenndargróðurs á nokkrum svæðum þar sem mismunandi endurheimtaraðferðum var beitt. Við Dettifossveg og hluta af Lyngdalsheiðarvegi var svarðlag tekið af vegstæðinu, haugsett og dreift aftur í vegfláann, en á öðrum hluta Lyngdalsheiðar var hefðbundin uppgræðsla með grassáningu og áburðargjöf. Á framkvæmdasvæði ON á Hellisheiði og við endurbætur á Þingvallavegi voru heilar gróðurtorfur teknar af vegstæðinu og lagðar út aftur í vegfláann. Einnig hefur verið fylgst með innleiðingarferli við endurheimt staðargróðurs í tengslum við endurbætur á Þingvallavegi 20182019, enda markar sú framkvæmd viss tímamót við notkun nýrra aðferða við endurheimt staðargróðurs.

    Ekki er lokið úrvinnslu allra gagna en þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir eru samhljóða fyrri rannsóknum um að torfuflutningar séu einkar áhrifarík leið við endurheimt staðargróðurs í mólendi og skyldum gróðurlendum. Vegfláar sem græddir voru upp með torfuflutningum skáru sig jafnframt minna úr umhverfi sínu en vegfláar þar sem öðrum aðferðum var beitt.“Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og VegagerðinVSÓ ráðgjöf, nóvember 2019Tilgangur verkefnisins sem skýrslan fjallar um var að setja fram forgangsmarkmið Vegagerðarinnar vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í verkefninu var unnið eftir leiðbeiningum sem settar eru fram af GRI (Global Reporting Initiative) og UN Global Compact (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð). Fyrst eru skilgreind þau heimsmarkmið sem ættu að vera í forgangi. Þá þarf að skilgreina markmið í stefnu fyrirtækisins og mælikvarða sem styðja heimsmarkmiðin. Þriðja skrefið er svo skýrslugerð um að samþætta og innleiða breytingar. Bæði er um að ræða innri skýrslugjöf til stjórnenda sem er gagnleg til að flétta heimsmarkmiðin inn í reksturinn og hins vegar ytri skýrslugjöf til að upplýsa hvernig fyrirtækið stendur sig og hvar umbætur hafa orðið.

    Teknar voru saman upplýsingar um hlutverk og stefnu Vega gerðarinnar og markmiðasetningu sem tengist heimsmarkmiðunum. Skoðað var hvað er sett fram í stefnuskjölum, hvaða markmið eru sett og hvaða mælikvarðar eru vaktaðir. Fram kemur að Vegagerðin vinnur nú þegar með mælikvarða sem tengjast beint inn í vinnu með heimsmarkmiðin. Í sumum tilvikum er þegar verið að mæla og vakta viðkomandi þátt, í öðrum þarf að aðlaga mælikvarða og í enn öðrum eru engir mælikvarðar til staðar.

    Í samantektarkafla skýrslunnar kemur fram að Vegagerðin geti nýtt niðurstöður þessarar greiningar til að forgangsraða verkefnum tengdum heimsmarkmiðunum. Niðurstöðurnar nýtast líka í vinnu Vegagerðarinnar með stjórnvöldum við að skilgreina markmið og ákveða aðgerðir tengdar forgangsmark miðum ríkisstjórnarinnar.

    Tillaga að verklagsreglum við vegagerð á vatnsverndarsvæðum VSÓ ráðgjöf, nóvember 2019Í verkefninu, sem skýrslan fjallar um, er farið yfir helstu lagalegu kröfur sem lúta að framkvæmdum á vatns vernd arsvæðum, helstu áhættu þætti sem geta komið upp við vega fram kvæmdir og hvernig eftirliti með fram kvæmdum er almennt háttað. Um 1.750 km af vegum á vatns verndar svæð um hérlendis voru kort lagðir í verk efninu og settar fram yfir litsmyndir yfir vegi á vatns vernd arsvæðum fyrir hvert og eitt heil brigðiseftir lits svæði á land inu.

    Í skýrslunni kemur fram að talsverð hætta er á olíu og efnamengun ef óhöpp verða við framkvæmdir á vatnsverndar svæðum. Vélar og tæki sem eru á ferð um framkvæmdasvæði geta

    bilað, oltið eða lent í árekstri. Eldsneyti, olíur og önnur hættuleg efni sem notuð eru í vegagerð geta því mengað vatnsból ef var kárni er ekki gætt. Almennt eru gerðar kröfur til verktaka um mengunarvarnir í útboðsgögn um, en þær eru ekki samræmdar og að auki eru þær oft mjög almennt orðaðar. Því eru í skýrslunni settar fram tillögur að verk lagsreglum og fylgja sniðmát fyrir áhættumat, viðbragðs áætlanir og eftir lit

    vegna umhverfismála sem hægt er að styðjast við í undirbúningi framkvæmda. Fram kemur að þetta er talið líklegt til að leiða til minnkunar kostnaðar sem og hættu á að einhverjir verkþættir verð útundan í hættumati.

    Í lok skýrslunnar kemur fram að auk mengunarhættu við framkvæmdir og viðhald vega, er einnig hætta af almennri umferð og slysum sem geta orðið. Bent er á að vega megi og meta hvort velja eigi aðrar flutningsleiðir með eldsneyti en þær sem eru á vatnsverndarsvæðum, ef þær eru í boði.

    Malarslitlagskaflar í Bárðardal, samanburðarrannsókn á malarslitlags- og rykbindiefnum. Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin, desember 2019Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður tilrauna með malar slit lags efni úr tveimur námum, auk samanburðarrannsókna á rykbindi efnum. Tilraunirnar voru gerðar á Bárðardalsvegi vestri sum arið 2018. Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefninu „Slitlög“.

    Markmið tilraunanna var fyrst og fremst að skoða mun á óblönduðu og blönduðu malarslitlagsefni sem er komið út í veg og búið að hefla. Þá var skoðað hvernig magnesíum klóríð kemur út sem rykbindiefni á þurru svæði, eins og Bárðar dalur

    telst vera, samanborið við hefðbundið rykbindiefni sem Vegagerðin notar (natríum klóríð). En helsti munurinn á þessum rykbindiefnum er að magnesíum klóríð tekur til sín raka við lægra rakastig en natríum klóríð.

    Námurnar sem um ræðir eru annars vegar Sexhólagil sem er í framanverðum Bárðardal og hins vegar Arnarstapi sem er sunnan við Hringveg (1) í Ljósavatnsskraði. Prófað var að leggja út ómalað efni úr Arnarstapanámunni, sem síðan var heflað í rastir og brotið með steinbrjót. Þá var óblandað efni úr Sexhólagili dreift á veginn og heflað og í þriðja lagi var efni úr Sexhólagili, blandað með fínefnum frá Arnarstapanámu, dreift á veginn og heflað. Í skýrslunni er m.a. gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknastofuprófa á efni úr námunum. Þá er gerð nánar grein fyrir mismunandi köflum tilraunarinnar og birtar ljósmyndir af þeim.

    Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur fram að efnið úr Sexhólagili kom vel út, en það er m.a. skýrt með því að brothlutfall þess er hátt, en hærra brothlutfall þýðir aukin stæðni efnisins. Varðandi rykbindiefnin kemur fram að lítils háttar munur hafi verið á þeim á einum kafla, þannig að kaflar rykbundnir með magnesíum klóríði héldu rakanum betur og lengur yfir sumarið. Enginn marktækur munur á rykbindiefnum var hins vegar sjáanlegur á öðrum köflum. Bent er á að það sé malarslitlagsefnið sjálft sem skiptir mestu máli fyrir rykbindingu. Í því þarf að vera ákveðið hlutfall af fínefnum með einhverja þjálni. Rykbindiefnin hafa síðan það hlutverk að halda yfirborðinu röku svo fínefnið rjúki ekki burt.

    Steinbrjóturinn og dráttarvél á Bárðardalsvegi vestri.

    Úttektir á klæðingum á Suður- og Austurlandi í september 2019Gunnar Bjarnason, Vegagerðin og Pétur Pétursson, PP-ráðgjöf, nóvember 2019Í skýrslunni er gerð grein fyrir úttekt á klæðingum á Hringvegi frá Héraði suður um firði og áfram um Suður landið. Úttektin var takmörkuð við nýjar klæðingar, þ.e. klæðingar sem lagðar voru 2018 og 2019. Alls voru teknir út um 41 km af klæðingum og teknar myndir á völdum stöðum. Myndirnar og umsagnir eru birtar í skýrsl unni.

    Í samantektarkafla skýrslunnar kemur meðal annars fram að klæðingar á Austurlandi lagðar 2018 voru í nokkuð mis

    mun andi ástandi. Rúmlega fjórðungur var metinn óskemmdur, tæplega helmingur í lagi, en með skrapað yfirborð, 19% voru metnar ónýtar og 9% höfðu verið yfirlagðar 2019. Samanlagt eru það því líklega 28% klæðinga sem lagðar voru 2018 og teknar út í september 2019 sem eru ónýtar eftir árið. Á Suðurlandi voru hins vegar engar klæðingar sem lagðar voru 2018 metnar óskemmdar. 44% þeirra voru metnar í lagi, en mikið slitnar, en afgangurinn (56%) var metinn ónýtur, sem verður að teljast lök útkoma.

    Þær orsakir sem nefndar eru fyrir miklum skemmdum ársgamalla klæðinga í þessari úttekt eru, eins og oft hefur komið fram áður, tengdar vetrarviðhaldi og skröpun yfirborðs af völdum snjóplóga. Hins vegar kemur hér líka fram að vetrarumferð, sem er í miklum

  • 4 5

    mæli nagladekkjaumferð, er að verða of mikil fyrir klæðingar á nokkrum þessum stöðum, einkum á Suðurlandi. Bent er á að í einhverjum tilvikum hefur líka verið notað tiltölulega smágert steinefni í klæðingarnar, sem hefur ekki nægan styrk og slitþol og þolir nagladekkjaumferðina þannig illa.

    Klæðingar lagðar sumarið 2019 á úttektarsvæðunum sem voru teknar út í september voru metnar að mestu leyti í lagi og flestar alveg óskemmdar eins og eðlilegt er.

    Niðurstöður útboða

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    3 Munck Íslandi, Hafnarfirði 138.302.000 147,2 44.363 2 Hlaðbær - Colas hf., Hafnarfirði 111.720.000 118,9 17.781 1 Borgarverk ehf., Borgarnesi 97.750.000 104,1 3.811 --- Áætlaður verktakakostnaður 93.939.000 100,0 0

    Yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, klæðing (EES útboð) 19-101Tilboð opnuð 28. janúar 2020. Yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, klæðing.Helstu magntölur fyrir hvort ár eru:

    Yfirlögn með einföldu lagi klæðingar . . 330.000 m2Yfirlögn með kílingu . . . . . . . . . . . . . . . 66.000 m2Flutningur steinefna . . . . . . . . . . . . . . . 4.900 m3Flutningur bindiefna . . . . . . . . . . . . . . . 560 m3

    Verki skal að fullu lokið 1. september ár hvort.

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    4 Malbikunarstöðin Höfði hf., Reykjavík 374.062.350 127,1 79.662 3 Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ 341.000.000 115,8 46.600 2 Munck Íslandi, Hafnarfirði 328.819.208 111,7 34.419 1 Hlaðbær - Colas hf., Hafnarfirði 302.161.920 102,6 7.762 --- Áætlaður verktakakostnaður 294.400.000 100,0 0

    Yfirlagnir á Suðursvæði, höfuðborgarsvæðið 2020-2021, malbik (EES útboð) 19-096Tilboð opnuð 28. janúar 2020. Yfirlagnir á Suðursvæði, höfuðborgarsvæðið 2020-2021, malbikHelstu magntölur eru:

    Útlögn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55.330 m2Hjólfarafylling/afrétting . . . . . . . . . . . . . 5.500 m2Fræsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55.920 m2Merkingar (flákar). . . . . . . . . . . . . . . . . 1.200 m2Merkingar (merkingarlengd). . . . . . . . . 40.000 m

    Verki skal að fullu lokið 1. ágúst ár hvort.

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    4 Malbikunarstöðin Höfði hf., Reykjavík 437.008.200 142,5 130.408 3 Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ 363.000.000 118,4 56.400 2 Munck Íslandi, Hafnarfirði 348.501.433 113,7 41.901 1 Hlaðbær - Colas hf., Hafnarfirði 322.371.160 105,1 15.771 --- Áætlaður verktakakostnaður 306.600.000 100,0 0

    Yfirlagnir á Suðursvæði, Suðurland 2020-2021, malbik (EES útboð) 19-095Tilboð opnuð 28. janúar 2020. Yfirlagnir á Suðursvæði, Suðurland 2020-2021, malbik.Helstu magntölur eru:

    Útlögn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57.920 m2Hjólfarafylling/afrétting . . . . . . . . . . . . . 8.000 m2Fræsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36.690 m2Merkingar (flákar). . . . . . . . . . . . . . . . . 190 m2Merkingar (merkingarlengd). . . . . . . . . 95.000 m

    Verki skal að fullu lokið 1. ágúst ár hvort.

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    3 Hagtak hf., Hafnarfirði 157.470.000 179,3 71.259 2 Áætlaður verktakakostnaður 87.840.000 100,0 1.629 1 Björgun ehf., Reykjavík 86.210.788 98,1 0

    Akureyri og Dalvík, dýpkun 2020 20-005Tilboð opnuð 11. febrúar 2020. Hafnasamlag Norðurlands og Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar óskuðu eftir tilboðum í ofangreint verk.Helstu verkþættir eru:

    Akureyri: - Dýpkun við Tangarbryggju . . . . . . . . . 18.500 m³- Efnisvinnsla við ósa Glerár . . . . . . . . 7.300 m³Dalvík:- Dýpkun innan hafnar . . . . . . . . . . . . . 8.816 m³

    Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júlí 2020.

    Þórsmerkurvegur (249) við Seljalandsfoss. Stóraukinn ferðamannastraumur um þetta svæði hefur skapað þörf fyrir betra og öruggara aðgengi.

    Vegagerðin hefur boðið út nýbyggingu Þórsmerkurvegar (nr. 24901) frá gatnamótum Hringvegar að Gljúfurá. Verkið felst í gerð 8 m breiðs vegar, að megninu til á nýju vegarstæði, all nokkru vestar en þar sem núverandi vegur er. Vinna skal og leggja burðarlag (0/22 mm) og styrktarlag og leggja klæðingu á veginn ásamt efnisvinnslu og ræsagerð.

    Verklok eru 1. júlí 2020. Í framhaldi af vegagerðinni er gert ráð fyrir að rekstraraðili þjónustumiðstöðvar og bílastæða muni ráðast í frekari framkvæmdir á svæðinu, sjá loftmynd með teikningu úr deiliskipulagi á næstu opnu.

    DeiliskipulagEftirfarandi texti er fenginn úr greinargerð deiliskipulags.

    ÞórsmerkurvegurGert er ráð fyrir færslu Þórsmerkurvegar til vesturs þannig að vegurinn liggi með austurjaðri varnargarðs við Markarfljót,

    allt frá Suðurlandsvegi og norður fyrir Gljúfurá. Aðkoma að þjónustumiðstöð verður af nýjum Þórsmerkurvegi, bæði vestan hennar og norðan. Hamragarðabærinn nýtir aðkomuna sem er norðan þjónustumiðstöðvarinnar. Núverandi Þórsmerkur vegur verður lagður af en áfram verður aðkoma að lóð Þ4, Kverkinni. Á kaflanum frá brúnni yfir Seljalandsá að Hamragörðum verður núverandi Þórsmerkurvegur fjarlægður að hluta og landið fært í því sem næst upprunalegt horf. Sunnan við Seljalandsfoss verður vegurinn nýttur sem gönguleið og hjólaleið milli fossins og Kverkarinnar. Til lengri framtíðar er gert ráð fyrir nýrri brú yfir Gljúfurá, nokkru vestar en núverandi brú. Færist þá Þórsmerkurvegur fjær svæðinu á lengri kafla. Þórsmerkurvegur er tengivegur. Gert er ráð fyrir að nýr Þórsmerkurvegur verði felldur að landinu eftir því sem kostur er. Færsla Þórsmerkurvegar til vesturs er m.a. til þess fallin að bæta umferðaröryggi gangandi fólks, sem þarf þá

    Þórsmerkurvegur (249), Suðurlandsvegur - Gljúfurá

    Steypa í sjávarfallaumhverfiGísli Guðmundsson, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, desember 2019Markmið þessa áfanga verkefnisins voru að meta hvort sjálfútleggjandi steypa, eins og notuð var í kápusteypu á Borgarfjarðarbrú, henti í sjávarfallaumhverfi eða hvort þróa þurfi nýjar blöndur og að benda á prófunaraðferðir sem geta nýst við mat á steinsteypu í sjávarfalla umhverfi. Fram kemur í skýrslunni að mikilvægt sé að vita hvaða ferli það eru sem valda því að yfirborð steypu í og við neðri fjörumörk flagnar eins og raun ber vitni. Fyrri rannsóknir benda til að ekki sé um frost/þíðu skemmdir að ræða.

    Í þessu verkefni voru tekin sýni úr tveimur stöplum Borgarfjarðarbrúar í ágúst 2019 og gerðar á þeim mælingar, þau skoðuð í ljóssmásjá og einnig gerðar efnagreiningar í rafeindasmásjá á sýni úr öðrum stöplinum. Niðurstöðum þessara skoð unar og greininga er lýst ítarlega og myndir birtar.

    Í skýrslunni kemur fram að steypuskemmdir í sjávar fallaumhverfi hér á landi lýsa sér allar á svipaðan hátt, sementsefjan flagnar af og tiltölulega stór fylliefniskorn sitja eftir, uns sementsefjan hefur flagnað svo mikið að fylliefnin missa festu. Rann sóknir í þessu verkefni benda til að aðalskaðvaldur sé myndun thaumasit í sprungum. Thaumasit er steintegund sem myndast sem útfelling í steypu þegar umframmagn er til

    staðar af brennisteini, kolefni og kísil. Dregin er sú ályktun af rannsóknunum, að vel megi nota sjálf útleggjandi steypu í sjávarfalla umhverfi í líkingu við þá steypu sem notuð var í kápusteypur Borgar fjarðar brúar.

    Rætt er um að þegar kápusteypa var þróuð fyrir Borgarfjarðar brú hafi verið stuðst við frost/þíðupróf. Spurt er hvort það sé eðlileg prófunarðferð, miðað við niður stöður þessarar og fyrri rannsókna. Svarið er ekki ljóst og talið að nýta megi prófið meðan enn eru ekki aðrar staðlaðar prófun araðferðir með reynslu hérlendis sem nota má í staðinn. Bent er á að frost þolin steypa sé einnig líkleg til að standast áraun súlfatvirkni.

  • 6 7

    ekki að þvera veginn til að komast frá miðstöðinni að Seljalands fossi.

    Aðkoma, vegir og bílastæðiAðkoma að þjónustumiðstöð verður af nýjum Þórsmerkurvegi. Gerð verða bílastæði fyrir 11 rútur og um 132 fólksbíla, auk 6 stæða fyrir hreyfihamlaða. Möguleiki verður á stækkun bílastæða og/eða öðru vísi útfærslu þeirra eftir því sem þykir hentugast, s.s. með stöllum til að draga sem mest úr sjónrænum áhrifum. Bílastæði verða eins neðarlega í landi og mögulegt er til að draga úr sjónrænum áhrifum. Vegir og bílastæði verða lögð slitlagi. Þá verða aukabílastæði á aurum Markarfljóts norðan Gljúfurár og einnig norðan við bílastæði við þjónustumiðstöðina til að anna bílastæðaþörf á álagstímum. Núverandi bílastæði við Seljalandsfoss verða lögð af. Aðkoma að Kverkinni verður áfram um núverandi Þórs merkur veg og verða bílastæði innan lóðarinnar.

    MarkmiðRangárþing eystra leggur áherslu á að þróa ferðamannastaði í sátt við umhverfi og samfélag. Meginmarkmið deili skipulagsins tekur mið af því að styrkja heildarmynd staðarins sam hliða því að anna þeim fjölda ferðamanna sem sækir stað inn heim: Bæta aðstöðu ferðamanna en um leið að draga úr álagi á viðkvæm svæði. Gera öruggari leið gegn um svæðið, m.a. bæta aðkomu íbúa sem búa við Þórsmerkurveg. Laga aðkomu og skilgreina bílastæði. Finna heppilegan stað fyrir upplýsinga og þjónustumiðstöð. Byggja upp heildstætt stígakerfi sem dreifir umferð um svæðið. Bæta aðgengi fyrir alla á sem stærstum hluta svæðisins.

    Kverkin

    Mynd:Hamragarðar og SeljalandsfossDeiliskipulag

    Núv

    eran

    di Þ

    órsm

    erku

    rveg

    ur

    Nýr Þ

    órsm

    erku

    rveg

    ur

    Hamragarðar

    Hamragarðar

    Núv

    eran

    di Þ

    órsm

    erku

    rveg

    ur

    Nýr Þ

    órsm

    erku

    rveg

    ur

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    7 Snókur verktakar ehf., Akranesi 146.620.650 301,1 98.087 6 Mjölnir, vörubifreiða- stjórafélag, Selfossi 67.403.075 138,4 18.869 5 Suðurtak ehf., Selfossi 59.794.100 122,8 11.260 4 Framrás ehf., Vík 58.169.500 119,4 9.636 3 Snilldarverk hf., Hellu 57.613.650 118,3 9.080 2 Þjótandi ehf., Hellu 52.252.778 107,3 3.719 --- Áætlaður verktakakostnaður 48.700.000 100,0 166 1 Borgarverk ehf., Borgarnesi 48.533.650 99,7 0

    Þórsmerkurvegur (249), Suðurlandsvegur – Gljúfurá 20-001Tilboð opnuð 28. janúar 2020. Nýbygging Þórsmerkur-vegar (nr. 249-01) frá gatnamótum Hringvegar að Gljúfurá. Verkið felst í gerð alveg nýs 8 m breiðs vegar, að megninu til á nýju vegarstæði, all nokkru vestar en þar sem núverandi vegur er. Vinna skal og leggja burðarlag (0/22 mm) og styrktarlag og leggja klæðingu á veginn, ásamt efnisvinnslu. Helstu magntölur eru:

    Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15.105 m3Styrktarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.070 m3Burðarlag 0/22 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.405 m3Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9.900 m2Frágangur fláa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13.845 m2

    Verklok eru 1. júlí 2020.

    Niðurstöður útboða

  • 8 9

    Þann 13. september 2017 átti ég leið um Fnjóskadal og Dalsmynni þar sem Fnjóská rennur til sjávar hjá Laufási. Notaði ég þá tækifærið og tók mynd af brúnni sem stendur á Ritgerðisklöppum (örnefni sem er skráð í spjaldskrá brúadeildar) neðan við Pálsgerði, byggð 1962 og 1963, brúarsmiður Jónas Snæbjörnsson á Akureyri (18901966). Sumarið

    Viktor Arnar Ingólfsson skrifar:

    Brýrnar yfir Fnjóská í Dalsmynni, gamli grindarbitinn og ferðir hans

    Brú á Fnjóská hjá Laufási (hjá Pálsgerði í Dalsmynni), teikning dagsett í apríl 1927 gerð af Árna Pálssyni verkfræðingi, árituð og stimpluð af Geir G. Zoëga vegamálastjóra. Í ágústmánuði árið áður hafði Árni mælt brúarstæðið og skrifar þá: „Um steypuefni er fremur lítið, sandur og möl finnst á stöku stað en lítið á hverjum og alstaðar mjög erfitt að komast að ánni með kerru (víðast hvar ómögulegt). Ísruðningar eru mjög miklir, ísinn ryðst upp og langt inn á syðri bakka.“

    Brúin á Fnjóská hjá Laufási (Dalsmynni) nýbyggð 1930. Grindarbitinn er lítillega frábrugðin teikningunni frá 1927. Eystri brúarstöpull er ekki kominn í fulla hæð. Myndasafn Árna Pálssonar.

    Akureyri

    Grenivík

    Vaðlah

    eiðarg

    öng

    Vegur yfir Vaðlaheiði

    Vegur yfir Víkurskarð

    Vegur um Dalsmynni

    Laufás

    brú í Vaglaskógi 1908

    brú hjá Hrísgerði 1968

    brú hjá Laufási 2000brú hjá Pálsgerði 1930 og 1963

    brú á Illagil 1965

    brú á Hólsá 2011

    Brúargerð á Jökulsá hjá Brú á Jökudal 1953. Myndin sýnir vel hvernig grindarbiti er dreginn yfir ána á turni. Þetta var venjuleg aðferð við svona brúargerð. Þessi brú er enn í notkun.

    1963 var það síðasta sem Jónas var með brúavinnuflokk, Gísli S. Gíslason frá Skagafirði tók við flokknum það ár. Þessi brú fékk hvíldina haustið 2000 þegar ný og glæsileg bogabrú neðar í dalnum var tekin í notkun (sjá mynd á bls. 14). Tilefni myndatökunnar var að ég hafði fundið skemmtilega mynd frá brúargerðinni 1963 og vildi ég ná mynd frá sama sjónarhorni til að nota í efnisliðinn „Þá og nú“ í þessu blaði. Þegar ég síðar ætlaði að kíkja eftir heimildum til að skrifa hefðbundinn myndatexta fór það svo, eins og stundum áður, að sagan varð lengri en plássið leyfði. Því lagðist ég í að skrifa þessa stuttu ritgerð sem hér fer á eftir.

    Brúin frá 1963 var ekki sú fyrsta sem byggð var á þessum stað. Árið 1930 hafði verið byggð þarna grindarbitabrú, skráð lengd 22,8 m. Grindarbitinn hefur væntanlega verið smíðaður í járnsmiðju Vegagerðarinnar í Reykjavík, Lands

    Brýrnar yfir Fnjóská í Dalsmynni, gamli grindarbitinn og ferðir hans

    Eyjafjörður

    sjóðs smiðjunni, sem varð svo að Landssmiðjunni þetta sama ár. Bitinn var síðan fluttur að brúarstæðinu í stykkjum. Þar hefur hann verið settur saman á landi og öll samskeyti hnoðuð. Loks hefur líklega verið settur upp turn á hinum árbakkanum og brúin síðan dregin yfir ána. Það var venjuleg aðferð á þessum tíma. Í skjalasafni er til stutt skýrsla um stöðu verksins þegar brúin er komin yfir en eftir er að ljúka við stöplana. Önnur stutt skýrsla er dagsett 23.11.1930 og þá er enn eftir ýmiss vinna við vegi og brú sem ætla má að hafi beðið til næstu ára.

    Uppgjör lokakostnaðar segir að brúin hafi kostnað 28.974,95 kr. en uppgjör frá 1932 vegna viðbótar vinnu, svo sem að fullgera stöpla og handrið er upp á 10.213,76 kr.

    Næst kemur brúin við sögu sumarið 1936 þegar grindarbitinn var málaður. Svo illa vildi til að kýrnar á Laufási komust í málningarföturnar og fengu eitrunareinkenni. Ein kýr drapst og aðrar misstu nytina. Einn kálfur týndist. Bréf bónda til vegamálastjóra þar sem hann fer fram á skaðabætur lýsir þessu slysi í smáatriðum. Hafði hann talsvert til síns máls því auðvitað var það á ábyrgð málaranna að gæta að málningunni þar sem skepnur voru í girðingu. Samkvæmt áritun á bréfinu má ætla að vegamálastjóri hafi samið um eitthvað lægri greiðslu en upphaflega var farið fram á.

    Í apríl 1949 eru teiknaðar allmiklar styrkingar á grindar bitanum og hafa þær væntanlega verið settar upp það sumar. Á stríðsárunum komu til landsins flutningatæki sem báru þyngri farm en áður tíðkaðist og hefur þá reynt á þessar eldri brýr. Bætt var við járnum í efri langbitana og skástoðir settar upp. Þetta má vel sjá á mynd af grindarbitanum á bls. 15. Eitt atriði á þessum teikningum vekur athygli. Þar er ritað „svæsuð samskeyti“ þar sem er tákn fyrir rafsuðu á teikningunni. Þetta hefur væntanlega verið tilraun til að nota sagnorðið að svæsa fyrir að rafsjóða. Alls ekki slæmt orð, greinilega komið úr dönsku, svejsning, en það hefur

    Leird

    alsh

    eiða

    rveg

    ur (F

    839)

  • 10 11

    Volvo árgerð 1961, R 7276 í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni 5, vorið 1962, með bita fyrir Fnjóskárbrú í Dalsmynni, SuðurÞingeyjarsýslu. Baldur Kristensen á gangi fyrir aftan bílinn. Hægt var að komast inn í bílinn í gegnum lúgu á þakinu en ekkert sást til hliðanna.

    Flutningur að Fnjóská, Baldur Kristensen vörubílstjóri segir frá, Jakob Hálfdanarson skráði (ritstjóri þessa blaðs skráði athugasemdir í svigum). Þennan farm fór ég með norður í Fnjóskadal í brúna á Fnjóská hjá Laufási, vorið 1962 (Í frásögninni stendur 1963 en það stenst ekki þegar rýnt er í gögn brúadeildar). Þetta var rétt eftir að við fengum bílana (Vegagerðin keypti þrjá Volvo L485 vörubíla fyrir langflutninga). Til þess að komast inn og út úr bílnum, var lúga í þakinu. Ég sá aftur úr og framúr. En Bóbó (Gunnlaugur Jónsson) var með mér (á öðrum bíl) og hann lét mig vita ef það var eitthvað til hliðanna (væntanlega í talstöðinni). Þetta voru 8 tonn á bílnum og ég var með vottorð frá vegamálastjóra um það að ég mætti fara með þetta norður. Garðar Þormar kom svo á bílnum hans Hjalta (Sigfússonar), svona bíl, hann var að leysa Hjalta af. Við fórum ekki fyrr en seint af stað þegar búið var að lesta og fórum fyrsta daginn á Blönduós. Þá var verið að byrja á nýrri brú á Blöndu og ég var með smávegis dót sem brúavinnuflokkurinn átti fyrir sunnan. Um morguninn fór ég löturhægt að gömlu brúnni og byrjaði að keyra upp á handriðin á henni, það var alveg hægt. Þá kom karlinn hlaupandi, Þorvaldur (Guðjónsson) okkar hérna á Akureyri, og hrópar hvað ég sé að gera. Hann var að byggja brúna. Ég þarf að komast yfir, sagði ég. Ertu brjálaður, hrópaði hann. Nei, Þorvaldur minn, ég er bara að koma með dót sem þú áttir hérna hjá okkur, aftan á bílnum, en svo ætla ég að fara hérna inn eftir og inn á efri brúna (hengibrú yfir Blöndu á Svínvetningabraut, byggð 1951), ég held ég sleppi þar.

    Þegar við komum inn í Öxnadal og farið að heyrast vel í okkur í talstöðinni kallaði Bóbó í lögregluna á Akur eyri, þekkti þar lögregluþjón, og hann kom á móti okkur og mætti okkur á Moldhaugahálsi og fór með okkur í gegnum Akureyri, ég sá ekkert nema aftur og fram.

    Svo þegar ég kom út á Svalbarðsströnd, veg ur inn var nú eins og þá var, hálfgerður drullu vegur, gekk bíllinn sitt á hvað en sökk ekki.

    Þegar kom að brúarstæðinu voru þeir tilbúnir með rúllur og allt. Garðar Þormar kom svo með kranann á sínum bíl hérna að aftan, ég með minn að framan, Bóbó í miðjunni og við tókum bitana af, allir þverbitar settir í með krönunum og brúin var komin yfir um kvöldið. Þeir trúðu því ekki fyrir sunnan. (Niðurlag þessarar frásagnar gengur ekki alveg upp, bitarnir voru settir saman 1962 en dregnir yfir sumarið 1963 samkvæmt minnisblaði Árna Pálssonar en sagan er góð og á ekki að gjalda fyrir óþarfa nákvæmni!)

    En djöfull var gaman að keyra bílinn svona. Hann var svo mjúkur (segir Baldur að lokum).

    Baldur Kristensen (19292008)

    líklega ekki náð neinni fótfestu í íslensku því það kemur hvergi fram í tölvuleit á netinu.

    Árið 1962 hefur svo verið orðið löngu tímabært að endurnýja brúna á þessum stað. Gamla bogabrúin yfir Fnjóská í Vaglaskógi og grindarbitabrúin við Laufás hafa verið orðnar of burðarlitlar fyrir þá umferð sem fór um vegina austur frá Akureyri.

    Ný brú hjá Pálsgerði var byggð í sama brúarstæði og eldri brúin. Eftir það hafa þyngstu bílar sjálfsagt verið látnir fara um Dalsmynni í stað Vaðlaheiðar til að hlífa gömlu brúnni í Vaglaskógi þar til ný brú var byggð hjá Hrísgerði árið 1968. Yfir hana er nú ekið á Hringvegi (1). Vegurinn um Víkur skarð var opnaður árið 1983 og Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun í lok árs 2018.

    Nýja brúin hjá Pálsgerði var með tveimur Istálbitum og steyptu gólfi. Um og eftir miðja síðustu öld hafði orðið sú þróun í brúagerð í Evrópu og hér á landi að efnismeiri Ibitar voru að taka við hlutverki grindarbitanna í brúagerð. Það var vegna þess að grindarbitarnir voru tímafrekari í framleiðslu, mannaflið var orðið dýrara en stálverð hins vegar að lækka.

    Hér til hliðar er skemmtileg frásögn af því þegar Ibitarnir fyrir nýju brúna voru fluttir frá Reykjavík norður að brúarstæðinu á þremur vöru bílum Vegagerðarinnar, Volvo L485 sumarið 1962. Bitarnir voru samsettir úr þremur einingum og voru þær lengstu settar á einn

    Teikning dagsett 18.04.1962 sýnir hvernig gamli grindarbitinn var notaður til að koma Ibitunum yfir ána og hvernig hann er síðan dreginn upp á land. Jón Birgir Jónsson verkfræðingur teiknar, Árni Pálsson yfirfer og skrifar undir. Bitarnir voru svo dregnir yfir ána sumarið 1963.

    Bitaflutningar að Svartá árið 1968 á Volvo L485. Gunnlaugur Jónsson (Bóbó) stjórnar krananum en Baldur Kristensen heldur við stroffuna. Mynd: Sigurður Hansen.

    Gamla brúin á Blöndu þegar vinna var hafin við gerð nýrrar brúar sumarið 1962.

    Brúin hefur væntanlega verið of þröngfyrir bílinn með bitafarminn.

  • 12 13

    Þá . . .

    . . . og nú

    Eldri myndin sýnir brúargerð yfir Fnjóská í Dalsmynni hjá Pálsgerði 1963. Búið er að draga Ibitana yfir ána og þeir hanga í gálgum yfir ásetunum. Verið er að draga gamla grindarbitann upp á land. Jónas Snæbjörnsson yngri telur sig þekkja tvo menn á myndinni, sjá merkingu. Á myndunum má vel sjá hvernig Ibitarnir eru samsettir úr þremur hlutum, lengstu hlutarnir eru á vörubílnum á mynd á bls. 10. Yngri myndin var tekin 13. september 2017. Þessi brú er nú lokuð fyrir umferð og ekið er um brú neðar í dalnum frá árinu 2000, sjá mynd á bls. 14. Bæjarhúsin í Litlagerði í baksýn.

    vörubíl eins og sést á myndinni. Hinir tveir bílarnir fluttu svo styttri einingarnar og þverbita. Allir bílarnir voru með öflugum þriggja tonna krana sem nýttist við affermingu.

    Árni Pálsson yfirverkfræðingur brúadeildar skrifaði minnisblað dag sett 28. nóvember 1962. „Steypt ir hafa verið stöplar og hlið ar veggir, stálbitum stillt saman og þeir hnoðaðir og standa nú á vegfyllingunni sunnan brúar. Timbur og járn í steypu hefur þegar verið keypt og flutt á staðinn. Næsta vor hefst vinna með því að ljúka turnsmíði, draga bitana yfir, taka gömlu brúna af, slá upp fyrir gólfi og vinna að járnalögn, steypa síðan gólfið og stilla upp handriði og mála brúna.“

    Bitaramminn var sem sagt settur saman á landi 1962 og dreginn yfir ána í einu lagi þegar nokkuð var liðið á sumarið 1963, á ljósmynd má sjá að búið er að slá túnin við brúna. Yfirdrátturinn hefur verið nokkuð flókin aðgerð og eru til teikningar og ljósmyndir frá því að bitarnir voru dregnir yfir og gamli grindarbitinn síðan dreginn undan nýju bitunum. Þetta eru skemmtilegar heimildir um ákveðið verklag og þær því birtar hér.

    Árið 1965 lá gamla grindarbita brúin enn á jörðinni sunnan við Fnjóská. Var þá um miðjan ágúst ákveðið að fara með brúna og setja hana yfir Illagil á leið í Hvalvatnsfjörð. Ítarleg frásögn er til af þessum flutningum. Valdimar Kristjánsson bóndi og smiður í Sigluvík á Sval barðsströnd (19171985) skrif aði þessa sögu og birtist hún eftir lát hans í tímaritinu Heima er best, í apríl 1987. Því miður er útgáfan enn ekki aðgengileg á vefnum timarit.is og þarf því að fara á bókasafn til að sjá þessa grein. Valdimar lýsir því þegar hann og Ingi Ragnar Sigurbjörnsson ýtustjóri og síðar vega verkstjóri drógu brúna með ýtu yfir Leirdalsheiði og settu hana á Illagil. Þetta er stór skemmti leg frásögn, þeir fél agar hafa hugsað þennan flutn ing í lausnum, frekar en vanda málum. Þeir festa tvo gamla raf línustaura langsum undir brúna og hásingu af vörubíl þar undir. Þeir finna efni í beisli á einum stað, hásingu á öðrum stað, dekk og felgur á þeim þriðja. Flutningurinn

    Valdimar Kristjánsson (19171985)

    Brúin yfir Illagil, Baldur Valdimar Kristjánsson bóndi og smiður í Sigluvík.Stuttur kafli úr frásögn sem birtist í Heima er best í apríl 1987.Fyrsti áfanginn. Tímanlega næsta morgun vorum við mættir við brúna. Var það okkar fyrsta verk að lyfta þeim enda sem vísaði frá þeim stað sem brúin átti að fara á. Höfðum við til þess öfluga tjakka og hlóðum grjóti undir, sem nóg var af. Þegar okkur fannst brúarendinn vera kominn nógu hátt, settum við raflínustaurana undir þar sem okkur fannst heppilegast að hafa þá og festum hvern þeirra með 8 spennum. Festum við síðan hásinguna neðan í miðja raflínustaurana með 4 spennum. Þá var eftir dráttarjárnið. Fórum við með það út í Ártún þar sem Ingi sauð krókinn á annan endann á bitann með litlum rafsuðutransi, sem hann átti þar. Festum við svo bitann undir þann enda, sem fjær var hjólunum. Náði bitinn á 2 þverbita á brúnni og festum við hann með 4 spennum. Settum við síðan ýtuna fyrir brúna og Ingi ók af stað. Dró hann brúna fyrst í rólegheitum af steinunum, sem við höfðum hlaðið undir hana. Ekki leist mér á þegar brúin kom niður á hjólin. Ég hélt satt að segja að hún ætlaði á hliðina strax, en það stafaði af því, að hún kom ekki jafnt niður á bæði hjólin. Það var svo gríðarlangt frá ýtunni að hjólunum, að ég áleit að erfiðlega myndi ganga að ná kröppum beygjum. Allt gekk samt vel yfir nýju Fnjóskárbrúna og norður í Hverfið, en fljótlega fórum við að velta því fyrir okkur, að líklega væri óvarlegt að festa ekki dráttarbitann, sem tengdi saman brúna og ýtuna, betur en með þessum fjórum spennum. Fannst okkur vissara að sjóða hann fastan, því ekki væri gott ef spennurnar biluðu einhversstaðar út á heiði. Hér var úr vöndu að ráða. Hvergi var hægt að komast með brúna heim á bæ þar sem hægt var að sjóða þetta og enginn bær svo nærri veginum, að hægt væri fyrirhafnarlítið að leggja leiðslu þaðan að veginum og tengja rafsuðutransinn við. Þá mundum við allt í einu eftir útibúi Kaupfélags Svalbarðseyrar. Það stóð nálægt Lómatjörn rétt við veginn og þangað var hægt að fara með brúna heim að dyrum. Ók ég nú á undan Inga að sækja rafsuðutransinn og útibússtjórann til að opna útibúið. Stóðst það á endum, að við Ingi komum jafnt að kaupfélaginu. Greiðlega gekk að sjóða bitann fastan. Rólaði Ingi síðan áfram með ýtuna og brúna, en ég skilaði bæði útibússtjóranum og rafsuðutransinum . . .

    Grindarbitinn frá Fnjóská á leiðinni að Illagili 1965. Mynd úr Heima er best.

    Ingi Ragnar Sigurbjörnsson (1935)

    Jónas Snæbjörnsson brúasmiður Sigurður Jónasson frá Hróarsdal

  • 14 15

    fer svo fram í áföngum og margir nafngreindir menn koma við sögu. Ýmsar þrautir þarf að yfirstíga en allt fór vel að lokum. Greinin er á fimm blaðsíðum í tímaritinu með myndum. Valdimar hefur verið vel ritfær og kemur þessu öllu ágætlega til skila. Einn ljóður er þó á greininni að mínu mati. Valdimar segir frá því að nafngreindur ungur verkfræðingur hafi komið á staðinn þegar síðasti áfanginn var eftir, að koma brúnni yfir gilið. Verkfræðingurinn hafi að sögn átt að gefa ráð en síðan hafi verið lítið gagn af því. Mér finnst þetta alveg óþörf viðbót, afrek þeirra félaga var alveg nógu stórt þótt ekki væri gert lítið úr tillögu ungs manns sem rétt leit þarna við. En segja má að þetta sé hluti af annarri sögu frá stórum hluta síðustu aldar sem fjallar um samskipti nýútskrifaðra verkfræðinga og manna með takmarkaða skólagöngu en mikla reynslu og meðfætt verkvit. Það urðu stundum árekstrar. Þegar verkefnin urðu síðan stærri og flóknari þegar leið á öldina lærðu menn svo að meta reiknigetu og bókvit verkfræðinganna.

    Grindarbitabrúin var á Illagili í 44 ár en árið 2009 var hún tekin af og ný brú byggð. Eitthvað hafði gamla brúin látið á sjá eftir mikil snjóalög og aðra áraun. Engu að síður var hún enn talin brúkleg og því flutt í fjórum hlutum til Grenivíkur. Engar sögur fara hér af því ferðalagi en líklega hefur það verið auðveldara en flutningurinn 44 árum fyrr. Árið 2010 var svo gerður samningur þar sem Grýtubakkahreppur tók við brúnni af Vegagerðinni og bar eftir það alla ábyrgð á henni. Í febrúar 2011 var brúin svo flutt eftir troðningum niður á Hrúthólma í Grýtubakkalandi og brúar þar Hólsá. Þar mun hún þjóna út ævina fyrir gangandi fólk og hross en tæplega fyrir þyngri umferð. Á næsta ári verður brúin 90 ára.

    Sumarið 2000 fór ég í dagsferð í Fjörður í sumarfríi og ók þá yfir brúna á Illagili. Án þess að þekkja sögu brúarinnar þá fannst mér þetta merkilegt mannvirki og tók því þessa mynd sem er á síðunni hér til hægri. Í september sl. var ég svo á leið hringinn í kringum landið en tók á mig krók norður í Grýtubakkahrepp, til að heilsa upp

    Níræður grindarbitinn frá Fnjóská kominn á elliheimilið yfir Hólsá í Grýtubakkahreppi eftir millilendingu á Illagili. Á þessari mynd má greinilega sjá styrkingarnar frá 1949, tvöföldun efri langbanda og skástífur út frá stoðunum.

    Grindarbitinn kominn að mestu upp á land.

    Fnjóská í Dalsmynni hjá Laufási 1963. Búið er að draga Ibitana yfir ána og þeir hanga í gálgum yfir ásetunum. Síðan var gamla grindarbitanum lyft upp og hann dreginn upp á land.

    Ný brú á Illagil smíðuð 2009. Tækjakosturinn er heldur skárri en þegar grindarbitabrúin var sett þarna niður árið 1965. Á þessari mynd má sjá að það hefur verið heilmikil ýtuvinna að tengja brúna við veg á sínum tíma.

    Grenivíkurvegur (83). Bogabrúin á Fnjóksá hjá Laufási á vígsludegi 13. október 2000. Þessi brú leysti af brúna frá 1963 sem stendur nokkuð ofar í dalnum, sjá kort á bls. 9.

    á þennan öldung. Þá var ég búinn að kynna mér sögu brúarinnar eins og hún er birt hér. Mér fannst óþarfi að aka niður vegslóðann að brúnni og fékk ég mér göngutúr í súldinni þessa nokkur hundruð metra. Það var ekki laust við að það væri værðarleg kyrrð yfir þessu forna mannvirki þar sem það stendur þarna í félagsskap fugla og nokkurra hrossa.

    Saga þessarar grindarbitabrúar spannar stóran hluta samgöngusögu þjóðarinnar á bílaöld. Henni mætti gera miklu betur skil en þetta verður að duga að sinni.

    Af brúnni frá 1963 er það að segja að skýrslur um nokkrar ástandsskoðanir, sem finna má í skjalasafninu, bera með sér að steypan hafi verið frekar léleg frá upphafi og einhverjar viðgerðir framkvæmdar.

    Jónas Snæbjörnsson (f. 1951) fram kvæmdastjóri þróunar sviðs Vegagerðar innar var 12 ára í sumar dvöl í brúavinnuflokknum þetta sumar hjá afa sínum og alnafna og ömmu Herdísi Símonardóttur. Jónas segir að hann hafi fengið eitt hvað kaup fyrir að ryð hreinsa gamla grindar bitann með vír bursta og undirbúa fyrir máln ingu. Leit að steypuefni lýsir hann svo að það hafi verið farið í áreyrar, möl mokað í fötu og vatni helt yfir. Síðan var hrært kröftuglega í og skoðað hvernig gruggið í vatninu leit út. Ef það var mikið lífrænt efni í vatninu varð að leita betur. Það gat brugðið til beggja vona með svona steypuefni en það voru ekki tök á betri rann sókn um á þessum tíma.

    Í lok síðustu aldar var því farið að huga að nýrri brú á Fnjóská nær Laufási og um leið tekinn af talsverður krókur á leiðinni til Grenivíkur. Byggð var glæsileg 144 m löng tvíbreið bogabrú og hún tekin í notkun haustið 2000.

    Brúin frá 1963 stendur enn eins og sjá má á mynd á bls. 13 en lokað er fyrir umferð yfir hana.

    Á Fnjóská eru fleiri brýr en hér hafa komið við sögu, sú frægasta í Vaglaskógi, byggð 1908. Um hana var fjallað ítarlega í tímaritinu Vegamál, 1. tbl. 1996.

    Tvær brýr til viðbótar eru svo ofar í dalnum. Fnjóská er stærsta dragá landsins með vatnasvið um 1.310 ferkílómetra.

    Leirdalsheiðarvegur (F839), grindarbitinn frá Fnjóská á Illagili. Mynd tekin sumarið 2000.

  • 16 17

    Yfirlit yfir útboðsverkÞessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða á Útboðsvefur.is sem gefa endanlegar upplýsingar.Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar.

    Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár

    19-108 Efnisvinnsla á Norðursvæði austurhluti 2020 202019-093 Akranesvegur (509), Faxabraut 202019-104 Hjólfarafyllingar og axlaviðgerðir á Suðursvæði og Austursvæði 2019 202019-105 Yfirlagnir á Suðursvæði og Austursvæði 2020-2021, blettanir 202019-099 Yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, malbik 202019-100 Yfirlagnir á Norðursvæði og Austursvæði 2020-2021, malbik 202019-103 Hjólfarafyllingar og axlaviðgerðir á Vestursvæði og Norðursvæði 202019-053 Hringvegur (1), Skarhólabraut – Hafravatnsvegur 202019-052 Hafnarfjarðarvegur (40), Vífilsstaðavegur – Lyngás 202019-016 Dalvíkurbyggð - sjóvarnir 2019 202019-006 Skeiða- og Hrunamannavegur (30), Einholtsvegur – Biskupstungnabraut 202019-012 Mófellsstaðavegur (507), Borgarfjarðarbraut – Hreppslaug 2020

    Auglýst útboð Auglýst: Opnað:

    19-097 Yfirlagnir á Suðursvæði 2020-2021, repave, fræsing og yfirlögn 09.02.20 17.03.2020-004 Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði 2. áfangi, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá, eftirlit 06.02.20 10.03.2020-007 Vestfjarðavegur (60-10): Skriðuland – Brunná, breikkun og endurbætur 17.02.20 03.03.2020-006 Leiðigarður og bakkavörn í Jökulsá í Lóni 17.02.20 03.03.2020-002 Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022, höfuðborgarsvæðið 14.02.20 03.03.2020-003 Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022, Reykjanes 14.02.20 03.03.2019-129 Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði 2. áfangi, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá 31.01.20 03.03.2019-107 Efnisvinnsla á Norðursvæði vesturhluti 2020 24.01.20 03.03.20

    Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað:

    19-102 Yfirlagnir á Norðursvæði 2020-2021, klæðing 15.01.20 18.02.2020-005 Akureyri og Dalvík, dýpkun 2020 27.01.20 11.02.2020-001 Þórsmerkurvegur (249), Suðurlandsvegur – Gljúfurá 13.01.20 28.01.2019-095 Yfirlagnir á Suðursvæði, Suðurland 2020-2021, malbik (EES útboð) 20.12.19 28.01.1919-096 Yfirlagnir á Suðursvæði höfuðborgarsvæðið 2020-2021, malbik (EES útboð) 20.12.19 28.01.1919-126 Yfirlagnir á Suðursvæði, Reykjanes 2020-2021, malbik (EES útboð) 20.12.19 28.01.2019-101 Yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, klæðing (EES útboð) 23.12.19 28.01.2019-119 Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019 18.11.19 03.12.1919-118 Brú yfir Fossvog 15.11.19 20.12.1919-042 Efnisvinnsla á Vestursvæði, Fossamelar 2019 11.03.19 26.03.1919-084 Endurbætur innanhúss, Búðareyri 11-13 Reyðarfirði 26.08.19 17.09.19

    Samningum lokið Opnað: Samið:

    19-121 Yfirborðsmerkingar: sprautuplöstun og vegmössun frá Hvalfjarðargöngum að Egilsstöðum 2020-2022 (EES útboð) 07.01.20 19.02.20 Vegamálun ehf., 630497-2649 19-120 Yfirborðsmerkingar: vegmálun Suðursvæði, Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði 2020-2022 (EES útboð) 07.01.20 19.02.20 Vegamálun ehf., 630497-2649

    Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)

    2 Munck Íslandi, Kópavogi 144.958.000 102,2 6.743 --- Áætlaður verktakakostnaður 141.809.000 100,0 3.594 1 Borgarverk ehf., Borgarnesi 138.215.000 97,5 0

    Yfirlagnir á Norðursvæði 2020-2021, klæðing (EES útboð) 19-102Helstu magntölur á ári eru:

    Yfirlögn með einföldu lagi klæðingar . . 450.000 m2Yfirlögn með kílingu . . . . . . . . . . . . . . . 44.000 m2Flutningur steinefna . . . . . . . . . . . . . . . 6.500 m3Flutningur bindiefna . . . . . . . . . . . . . . . 840 m3

    Verki skal að fullu lokið 1. september ár hvert.

    Niðurstöður útboða