20 daglegtlÍf leikurinn er hornsteinn næring

1
Þ að væsir ekki um börnin í Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi og greinilega vel hugsað fyrir þörfum þeirra og velferð. Heimsókn í leikskólann staðfestir þetta og þar iðar allt af lífi og starfi frá morgni til kvölds Leikurinn er hornsteinn leik- skólastarfsins, hvort heldur um er að ræða frjálsan leik eða skipulagð- an, og hugmyndafræði Urðarhóls varðandi leikinn er sú að hinn sjálfsprottni leikur fái rúman tíma jafnt inni sem úti. Þetta má glöggt sjá í leik barnanna, hvort heldur er á skólalóðinni eða innandyra. Það er líka gaman að fylgjast með börn- unum í skipulögðum íþróttatímum, þar sem þau leggja metnað sinn í að klifra sem hæst í köðlum eða standa sem lengst á höndum. Í listsköp- unartímunum fá þau útrás fyrir sköpunarþörf sína, sem eflir gagn- rýna hugsun og þjálfar rökhugsun. Og í matartímunum leggja þau grunn að góðri heilsu með hollu fæði. Það er af nógu að taka þegar komið er í heimsókn í Urðarholt og það sem hér er nefnt aðeins brot af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Alhliða heilsuskóli Heilsuleikskólinn Urðarhóll er fyrsti leikskóli sinnar tegundar hér á landi, vígður í september 1995, og hugmyndina að starfseminni á Unn- ur Stefánsdóttir, sem hefur verið skólastjóri leikskólans frá upphafi. „Ég stundaði íþróttir á árum áð- ur og þegar ég var ráðin skólastjóri við leikskólann, sem þá hét Skóla- tröð og rúmaði 30 börn, var ég með hugmyndir um að leggja höf- uðáherslu á íþróttir í skólastarfinu. Að athuguðu máli fannst mér það of einhæft og komst því að þeirri nið- urstöðu að gera þetta að alhliða heilsuskóla. Ég er alin upp í sveit og við íþóttaiðkun og vissi að nær- ing skiptir miklu máli til að ná ár- angri í íþróttum og þaðan kemur grunnhugmyndin,“ segir Unnur um upphaf skólastarfsins í Urðarfelli. „Þegar ég réð til mín fyrstu kennarana við skólann sagði ég þeim að þetta væri heilsuleikskóli, en var að öðru leyti ekki með neinar mótaðar tillögur. Við vorum fimm talsins og saman mótuðum við þessi þríþættu markmið skólans, það er hreyfing, næring og listsköpun í leik, sem enn eru í fullu gildi.“ Heilsubók barnsins Unnur sagði að eftir hálfs árs skólastarf hefði leikskólanum boðist styrkur frá Heilsueflingu, sem var samvinnuverkefni heilbrigðisráðu- neytisins og Landlæknisembætt- isins. „Okkur var sagt að nota styrkinn til að þróa fullkominn heilsuleikskóla og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti komumst við að þeirri niðurstöðu að best væri að út- búa heilsubók barnsins, þar sem við gætum mælt hvernig börnin stæðu sig í áhersluþáttum skólans. Heilsubókin er nú veigamikill þáttur í leikskólastarfinu, en í hana eru skráðar ýmsar upplýsingar um barnið, hæð og þyngd, heilsufar, næring, svefn, félagsleg færni, hreyfing og listsköpun. Skráð er í bókina vor og haust og í framhaldi af því fá foreldrar viðtal við kenn- ara sem skýrir þeim frá stöðu barnsins í viðkomandi þáttum. Heilsubókin er gott tæki fyrir okk- ur til að fylgjast með hvernig börn- in standa sig í áhersluþáttum skól- ans. Um leið veitir hún okkur kennurunum aðhald og gefur for- eldrum góðar upplýsingar um fram- farir og stöðu barnsins,“ sagði Unn- ur. Fita, sykur og salt af skornum skammti Starfsemi þessa fyrsta heilsuleik- skóla í landinu óx fljótt fiskur um hrygg, bæði vegna vaxandi aðsókn- ar barna og eins hefur fagmenntað starfsfólk sýnt mikinn áhuga á að starfa samkvæmt stefnu skólans. Árið 1997 bættist við pláss fyrir 20 börn í húsi við Kópavogsbraut og árið 2000 var byggt nýtt hús þar við hliðina sem rúmar 100 börn, og er heildarfjöldinn því kominn upp í tæplega 150 börn. Með stækkun skólans fékkst leyfi til að ráða sérstaka fagstjóra til að sinna áhersluþáttum skólans. Þann- ig er allur matur eldaður í nýja skólahúsinu samkvæmt forskrift sérstaks næringarráðgjafa, Borg- hildar Sigurbergsdóttur. Unnur sagði að matseðillinn hefði haldið sínu striki frá upphafi, með lítils- háttar breytingum á milli árstíða. Hann byggist upp á því að hafa lítið af fitu, sykri og salti í fæðunni, en jafnframt lögð áhersla á fjölbreytni og sem flesta fæðuflokka. „Við höldum líka í gamlar mat- arhefðir, erum til dæmis með slátur á þorranum og hangikjöt á jólum,“ sagði Unnur. „Börnin borða morg- unverðinn heima, en við erum með ávaxta- og grænmetismáltíð milli klukkan níu og tíu. Síðan erum við með hádegisverð, oftast heitan þar sem við höfum fisk tvisvar í viku og kjöt einu sinni í viku. Hina dagana erum við með pastarétti, baunarétti, grænmetisrétti, skyr og fleira og í dag er til dæmis pítsa í matinn. Svo erum við með nónnæringu um miðj- an dag, þar sem boðið er upp á eina til tvær tegundir af brauði og tvær áleggstegundir. Mikið af brauðinu er bakað hér í skólanum og svo höf- um við sætabrauð einu sinni í mán- uði, en börnin virðast ekkert sakna þess og kvarta aldrei,“ sagði Unnur. Hvað hreyfinguna varðar er íþróttakennari í fullu starfi við leik- skólann, Jónas Traustason, sem vinnur samkvæmt ákveðinni náms- áætlun fyrir börnin. Öll börnin fara til hans tvisvar í viku í íþróttatíma og eru um hálftíma í senn. Á vorin og fram á haust eru innitímar á sal lagðir niður en þess í stað farið í gönguferðir. Linda B. Ólafsdóttir leikskóla- kennari, sem einnig er með fram- haldsnám í listum, er fagstjóri í þættinum listsköpun í leik, en hún hefur unnið sérstaka námskrá fyrir tveggja til sex ára börn þar sem kennd er leiklist, tónlist og mynd- list, og fara börnin einu sinni í viku í tíma til hennar auk þess sem þau vinna listastarf inni á deildunum sínum. Við þetta má svo bæta að Heilsu- leikskólinn Urðarhóll hlaut nýverið viðurkenningu frá umhverfisnefnd Kópavogsbæjar fyrir „áhugavert framtak í umhverfismálum“, eins og það var orðað í viðurkenning- arskjalinu. Með flokkun og end- urnýtingu fer til dæmis fram mikið fræðslustarf. Þar læra börnin að til- einka sér nýja hugsun sem síðan verður þeim eðlileg og sjálfsögð. Með því að hafa ávallt umhverf- isstefnu skólans í huga þegar inn- kaup eru gerð sparast tími og pen- ingar. Umhverfisstefna Urðarhóls bygg- ist því á þremur grunnþáttum ábyrgri umgengni, flokkun og end- urnýtingu og ábyrgum innkaupum. Unnur sagði að nú væru fleiri leikskólar farnir að feta í fótspor Urðarhóls. „Við höfum fengið óskir og fyrirspurnir um ráðgjöf og leið- beiningar varðandi þessa stefnu okkar og erum að sjálfsögðu ánægð og stolt yfir því,“ sagði Unnur Stef- ánsdóttir, skólastjóri Heilsuleik- skólans Urðarhóls í Kópavogi. BÖRN | Heilsuleikskólinn Urðarhóll leggur áherslu á hreyfiþjálfun, hollt fæði og skapandi starf Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins Jónas Traustason íþróttakennari: Leiðbeinir Guðrúnu Sunnu og Láru. Morgunblaðið/Þorkell Unnur Stefánsdóttir skólastjóri: Fylgist með börnunum við listsköpun. Í rólum: Úti á skólalóðinni. MARKMIÐ Heilsuleikskólans Urð- arhóls eru að auka gleði og vellíðan með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Hreyfing. Í markvissri hreyfi- þjálfun eflist alhliða þroski barns- ins. Barnið öðlast betri líkamsvit- und og góð líkamleg færni leiðir af sér ánægðara barn. Sjálfsöruggt og ánægt barn á auðveldara með að leika sér og tileinka sér þekkingu. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eflir vináttubönd. Næring. Hollt fæði er grunnur að almennri heilsu einstaklings, svo sem líkamlegri og andlegri vellíðan, þroska, ónæmi og frammistöðu alla ævi. Í æsku er hollt fæði sér- staklega mikilvægt vegna þess að á þessu tímaskeiði fer fram mesti vöxtur og þroski ævinnar. Gæta Markmið Heilsuleik- skólans Urðarhóls Næring, hreyfing og listsköpun 20 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is [email protected]

Upload: others

Post on 18-Nov-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Það væsir ekki um börniní HeilsuleikskólanumUrðarhóli í Kópavogi oggreinilega vel hugsaðfyrir þörfum þeirra og

velferð. Heimsókn í leikskólannstaðfestir þetta og þar iðar allt aflífi og starfi frá morgni til kvölds

Leikurinn er hornsteinn leik-skólastarfsins, hvort heldur um erað ræða frjálsan leik eða skipulagð-an, og hugmyndafræði Urðarhólsvarðandi leikinn er sú að hinnsjálfsprottni leikur fái rúman tímajafnt inni sem úti. Þetta má glöggtsjá í leik barnanna, hvort heldur erá skólalóðinni eða innandyra. Það erlíka gaman að fylgjast með börn-unum í skipulögðum íþróttatímum,þar sem þau leggja metnað sinn í aðklifra sem hæst í köðlum eða standasem lengst á höndum. Í listsköp-unartímunum fá þau útrás fyrirsköpunarþörf sína, sem eflir gagn-rýna hugsun og þjálfar rökhugsun.Og í matartímunum leggja þaugrunn að góðri heilsu með hollufæði. Það er af nógu að taka þegarkomið er í heimsókn í Urðarholt ogþað sem hér er nefnt aðeins brot afþeirri starfsemi sem þar fer fram.

Alhliða heilsuskóli

Heilsuleikskólinn Urðarhóll erfyrsti leikskóli sinnar tegundar hérá landi, vígður í september 1995, oghugmyndina að starfseminni á Unn-ur Stefánsdóttir, sem hefur veriðskólastjóri leikskólans frá upphafi.

„Ég stundaði íþróttir á árum áð-ur og þegar ég var ráðin skólastjórivið leikskólann, sem þá hét Skóla-tröð og rúmaði 30 börn, var ég meðhugmyndir um að leggja höf-uðáherslu á íþróttir í skólastarfinu.Að athuguðu máli fannst mér það ofeinhæft og komst því að þeirri nið-urstöðu að gera þetta að alhliðaheilsuskóla. Ég er alin upp í sveitog við íþóttaiðkun og vissi að nær-ing skiptir miklu máli til að ná ár-angri í íþróttum og þaðan kemurgrunnhugmyndin,“ segir Unnur umupphaf skólastarfsins í Urðarfelli.

„Þegar ég réð til mín fyrstukennarana við skólann sagði égþeim að þetta væri heilsuleikskóli,en var að öðru leyti ekki með neinarmótaðar tillögur. Við vorum fimmtalsins og saman mótuðum við þessiþríþættu markmið skólans, það erhreyfing, næring og listsköpun íleik, sem enn eru í fullu gildi.“

Heilsubók barnsins

Unnur sagði að eftir hálfs ársskólastarf hefði leikskólanum boðiststyrkur frá Heilsueflingu, sem varsamvinnuverkefni heilbrigðisráðu-neytisins og Landlæknisembætt-isins. „Okkur var sagt að notastyrkinn til að þróa fullkominnheilsuleikskóla og eftir að hafa lagthöfuðið í bleyti komumst við aðþeirri niðurstöðu að best væri að út-búa heilsubók barnsins, þar sem viðgætum mælt hvernig börnin stæðu

sig í áhersluþáttum skólans.Heilsubókin er nú veigamikill

þáttur í leikskólastarfinu, en í hanaeru skráðar ýmsar upplýsingar umbarnið, hæð og þyngd, heilsufar,næring, svefn, félagsleg færni,hreyfing og listsköpun. Skráð er íbókina vor og haust og í framhaldiaf því fá foreldrar viðtal við kenn-ara sem skýrir þeim frá stöðubarnsins í viðkomandi þáttum.Heilsubókin er gott tæki fyrir okk-ur til að fylgjast með hvernig börn-in standa sig í áhersluþáttum skól-ans. Um leið veitir hún okkurkennurunum aðhald og gefur for-eldrum góðar upplýsingar um fram-farir og stöðu barnsins,“ sagði Unn-ur.

Fita, sykur og salt af skornum skammti

Starfsemi þessa fyrsta heilsuleik-skóla í landinu óx fljótt fiskur umhrygg, bæði vegna vaxandi aðsókn-ar barna og eins hefur fagmenntaðstarfsfólk sýnt mikinn áhuga á aðstarfa samkvæmt stefnu skólans.Árið 1997 bættist við pláss fyrir 20börn í húsi við Kópavogsbraut og

árið 2000 var byggt nýtt hús þar viðhliðina sem rúmar 100 börn, og erheildarfjöldinn því kominn upp ítæplega 150 börn.

Með stækkun skólans fékkst leyfitil að ráða sérstaka fagstjóra til aðsinna áhersluþáttum skólans. Þann-ig er allur matur eldaður í nýjaskólahúsinu samkvæmt forskriftsérstaks næringarráðgjafa, Borg-hildar Sigurbergsdóttur. Unnursagði að matseðillinn hefði haldiðsínu striki frá upphafi, með lítils-háttar breytingum á milli árstíða.Hann byggist upp á því að hafa lítiðaf fitu, sykri og salti í fæðunni, enjafnframt lögð áhersla á fjölbreytniog sem flesta fæðuflokka.

„Við höldum líka í gamlar mat-arhefðir, erum til dæmis með sláturá þorranum og hangikjöt á jólum,“sagði Unnur. „Börnin borða morg-unverðinn heima, en við erum meðávaxta- og grænmetismáltíð milliklukkan níu og tíu. Síðan erum viðmeð hádegisverð, oftast heitan þarsem við höfum fisk tvisvar í viku ogkjöt einu sinni í viku. Hina daganaerum við með pastarétti, baunarétti,grænmetisrétti, skyr og fleira og í

dag er til dæmis pítsa í matinn. Svoerum við með nónnæringu um miðj-an dag, þar sem boðið er upp á einatil tvær tegundir af brauði og tværáleggstegundir. Mikið af brauðinuer bakað hér í skólanum og svo höf-um við sætabrauð einu sinni í mán-uði, en börnin virðast ekkert saknaþess og kvarta aldrei,“ sagði Unnur.

Hvað hreyfinguna varðar eríþróttakennari í fullu starfi við leik-skólann, Jónas Traustason, semvinnur samkvæmt ákveðinni náms-áætlun fyrir börnin. Öll börnin faratil hans tvisvar í viku í íþróttatímaog eru um hálftíma í senn. Á vorinog fram á haust eru innitímar á sallagðir niður en þess í stað farið ígönguferðir.

Linda B. Ólafsdóttir leikskóla-kennari, sem einnig er með fram-haldsnám í listum, er fagstjóri íþættinum listsköpun í leik, en húnhefur unnið sérstaka námskrá fyrirtveggja til sex ára börn þar semkennd er leiklist, tónlist og mynd-list, og fara börnin einu sinni í vikuí tíma til hennar auk þess sem þauvinna listastarf inni á deildunumsínum.

Við þetta má svo bæta að Heilsu-leikskólinn Urðarhóll hlaut nýveriðviðurkenningu frá umhverfisnefndKópavogsbæjar fyrir „áhugavertframtak í umhverfismálum“, eins ogþað var orðað í viðurkenning-arskjalinu. Með flokkun og end-urnýtingu fer til dæmis fram mikiðfræðslustarf. Þar læra börnin að til-einka sér nýja hugsun sem síðanverður þeim eðlileg og sjálfsögð.Með því að hafa ávallt umhverf-isstefnu skólans í huga þegar inn-kaup eru gerð sparast tími og pen-ingar.

Umhverfisstefna Urðarhóls bygg-ist því á þremur grunnþáttumábyrgri umgengni, flokkun og end-urnýtingu og ábyrgum innkaupum.

Unnur sagði að nú væru fleirileikskólar farnir að feta í fótsporUrðarhóls. „Við höfum fengið óskirog fyrirspurnir um ráðgjöf og leið-beiningar varðandi þessa stefnuokkar og erum að sjálfsögðu ánægðog stolt yfir því,“ sagði Unnur Stef-ánsdóttir, skólastjóri Heilsuleik-skólans Urðarhóls í Kópavogi.

� BÖRN | Heilsuleikskólinn Urðarhóll leggur áherslu á hreyfiþjálfun, hollt fæði og skapandi starf

Leikurinn er hornsteinnleikskólastarfsins

Jónas Traustason íþróttakennari: Leiðbeinir Guðrúnu Sunnu og Láru.

Morgunblaðið/Þorkell

Unnur Stefánsdóttir skólastjóri: Fylgist með börnunum við listsköpun.

Í rólum: Úti á skólalóðinni.

MARKMIÐ Heilsuleikskólans Urð-arhóls eru að auka gleði og vellíðanmeð áherslu á næringu, hreyfinguog listsköpun í leik.� Hreyfing. Í markvissri hreyfi-þjálfun eflist alhliða þroski barns-ins. Barnið öðlast betri líkamsvit-und og góð líkamleg færni leiðir afsér ánægðara barn. Sjálfsöruggt ogánægt barn á auðveldara með aðleika sér og tileinka sér þekkingu.Markviss hreyfiþjálfun hefur einnigáhrif á málþroska og málskilningbarna og þar með eykst félagsfærniog leikgleði sem eflir vináttubönd.� Næring. Hollt fæði er grunnur aðalmennri heilsu einstaklings, svosem líkamlegri og andlegri vellíðan,þroska, ónæmi og frammistöðu allaævi. Í æsku er hollt fæði sér-staklega mikilvægt vegna þess að áþessu tímaskeiði fer fram mestivöxtur og þroski ævinnar. Gæta

Markmið Heilsuleik-skólans Urðarhóls

Næring,hreyfing og listsköpun

20 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ

DAGLEGT LÍF

Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki

jafnt sem vinahópa.

Upplýsingar í síma 562-7700www.travel-2.is

[email protected]