2000, 6.árg

76

Upload: skotveidifelag-islands

Post on 17-Mar-2016

264 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Tímaritið SKOTVÍS 2000, 6.árg

TRANSCRIPT

Page 1: 2000, 6.árg
Page 2: 2000, 6.árg
Page 3: 2000, 6.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

R I T S T JÓRN OG ÁBYRGÐ :

Sigmar B. HaukssonHjördís Andrésdóttir

FORS Í ÐUMYND :

Torfi Harðarson

AUGLÝS I NGAR :

Knútur BjarnasonPétur Freyr Halldórsson

ÚTL I T OG PRENTV I NNS LA :

Kjartan JónssonHönnun & umbrot ehf.

ÚTGE FAND I :

Skotveiðifélag Íslands

Laugavegi 103, 105 Reykjavík

Sími 551 4574, Fax 551 4584

E-mail [email protected]

Heimasíður:

SKOTVÍS:http://www.skotvis.is

SKOTREYN:http://www.mmedia.is\~skotreyn

EfnisyfirlitRitstjóraspjall bls. 7

S IGMAR B . HAUKSSON

Veiðidagbókin • 13BENED I K T Í VARS SON

Vetrarafföll rjúpna • 15DR . ÓLA FUR K . N I E L S EN

Í sigtinu – Fasani • 21S IGMAR B . HAUKSSON

Gæsarannsóknir og skotveiðimenn • 29ARNÓR ÞÓR I R S IG FÚS SON

Útivist með tilgangi– Viðtal við Margréti Kristjönu Sverrisdóttur • 35

GUÐN I E INARS SON

Svartbjarnaveiðar í Kanada • 42HAUKUR SNORRASON

Frá Dalvík til Minnesota • 47DAN I E L H I LMARSSON

Veiðieðlið • 50Í VAR ER L ENDSSON

Veiðar manna og dýra • 52S IGMAR B . HAUKSSON

Sjónaukinn • 56Í VAR ER L ENDSSON

Sako í lykilhlutverkinu • 60Í VAR ER L ENDSSON

Blýhaglaskot og umhverfisvernd • 61SÓLMUNDUR TR . E I NARS SON , HAUKUR ÞÓR HARALDSSON

OG JÓHANN B JARNASON

Vín og Villibráð • 64HARALDUR HAL LDÓRSSON

Nýtum selinn • 67GUÐMUNDUR KR . RAGNARSSON

Láttu ekki þitt eftir liggja • 70GUÐMUNDUR KR . RAGNARSSON

Íslenskur fuglavísir • 72S IGMAR B . HAUKSSON

Afsláttartilboð SKOTVÍS • 75 •

Page 4: 2000, 6.árg
Page 5: 2000, 6.árg
Page 6: 2000, 6.árg

V ö n d u ð v i n n a – s a m a l á g a v e r ð i ð

Við erum að

Smiðs höfða 1� Bílaryð vörn� Und ir þvott ur� Mót or þvott ur

Ryð vörn Þórð arSmiðs höfða 1 – 112 Reykja vík – Sími 567 1020 – Fax 587 2550

Page 7: 2000, 6.árg

Það ríkir góðæri á Íslandi um þessarmundir. Sama má eiginlega segjaum starfsemi Skotveiðifélags Íslands.Félagsstarfið hefur verið öflugt ogstöð ugt bætast nýjir félagar í hópinn.Það sem einkenndi nokkuð félags -starfið síðast liðið ár var umræðan umEyjabakka. SKOTVÍS tók töluvertþátt í þeirri umræðu þar sem við höfð -

um áhyggjur af þeim mikla fjölda gæsasem fella flugfjaðrir sínar þar ár hvert.Skotveiðifélag Íslands krafðist þess afstjórnvöldum að gerðar yrðu frekarirannsóknir á heiðagæsastofninum svoað hægt væri að gera sér glögga greinfyrir því hvaða áhrif fyrirhugaðarframkvæmdir hefðu á gæsirnar. Okkurvar tjáð að þeim spurningum yrði

svarað í skýrslu Landsvirkjunar semværi ígildi lögformlegs umhverfismats.Þegar svo skýrslan kom út var ekkert íhenni sem svaraði áleitnum spurn ing -um okkar um raunveruleg áhrif eyð -ingar Eyjabakka á heiðagæsa stofn inn.Raunar heyrðust þær raddir að þaðværi allt í lagi þó heiða gæsa -stofninn drægist saman,

Fagrit um skotveiðar og útivist

7

RitstjóraspjallÁGÆTU SKOTVÍS - F É LAGAR!

Page 8: 2000, 6.árg

hann væri hvort eð er allt of stór.Stjórn SKOTVÍS benti á að heiða -gæsa stofninn væri alls ekki of stór, aukþess væri ekki hægt að stjórna stærðvilltra dýrastofna eins og vatni úrkrana. Sem betur fer var hætt við aðsökkva Eyjabökkum og án efa hafðigríðar leg andstaða almennings sitt aðsegja. Heiðagæsirnar munu því getafellt flugfjaðrir sínar á Eyjabökkumum ókomna tíð.

ÞÖRF UMRÆÐA

Umræðan um Eyjabakka var afskap -lega gagnleg og þörf, við höfumöll lært mikið af þessari gríðarleguumfjöllun um framtíð Eyja bakka -svæðisins. Þetta var mesta og fjöl -breytt asta þjóðmálaumræða sem verið

hefur hér á landi. Stjórnvöld, og raun -ar enginn, höfðu áttað sig á því hvaðalmenningur hér á landi hafði mikinnáhuga á mikilvægi óspilltrar náttúru.Þá var það athyglisvert hvað margirtóku þátt í umræðunni og hversu fjöl -breytt hún var. Okkur skotveiði mönn -um var núið því um nasir að gagnrýniokkar á fyrirhugaðar framkvæmdir áEyjabökkum væri ekki trúverðug. Viðvildum friða gæsina á Eyjabökkum enskjóta hana svo, þetta væri ekkertannað en tvöfalt siðgæði. Það er auð -velt að svara gagnrýni af þessu tagi ogþað hefur oft verið gripið til hennar afþeim sem vilja koma höggi á veiði -menn. Staðreynd þessa máls er sú aðvillt um dýrastofnum stafar mun meirihætta af margs konar framkvæmdummannsins en af veiðum. Veiðimennvilja að þeir dýrastofnar sem þeir veiða

úr séu heilbrigðir og sterkir. Þessvegna láta veiðimenn um allan heimsig náttúruverndarmál skipta. Þeimber meira að segja skylda til þess, þvíengum stendur það nær en einmittþeim að tryggja að hagur þeirra dýra -stofna sem veitt er úr sé góður. Þeirnjóta ávaxtanna ef svo má segja. Þessvegna verðum við veiðimenn, semnjót um þeirra miklu forréttinda aðstunda veiðar í íslenskri náttúru, aðfylgjast vel með og kynna okkur velallar þær framkvæmdir sem hugsan -lega hafa bein eða óbein áhrif á þádýra stofna sem veitt er úr. Við megumekki sofna á verðinum, það koma stöð -ugt upp ný mál. Hvaða áhrif hafafyrir hugaðar framkvæmdir við Kára -hnjúka virkjun á hreindýrin? Hvaðaáhrif hefur frekari vinnsla kísilgúrs úrMý vatni á andastofninn?

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 9: 2000, 6.árg
Page 10: 2000, 6.árg

ÁBYRGÐ VE I Ð IMANNA

Ef við ætlum að taka þátt í náttúru -verndar umræðunni og viljum aðtek ið sé mark á skoðunum okkar þáverðum við skotveiðimenn að virðasett lög og reglur og umgangast nátt -úr una með virðingu. SKOTVÍS hefurlátið þessi mál mjög til sín taka. Félag -ið hefur strangar siðareglur sem ætlaster til af félagsmönnum að farið sé eftir.Við höfum nú í fimm ár verið meðstöð ugan áróður í gangi þess efnis aðveiði menn taki með sér til byggðanotuð skothylki sín og annarra. Ef þaðer pláss fyrir skothylkin út í náttúrunaer pláss fyrir þau aftur heim. Þá ernýhafinn á vegum SKOTVÍS áróðurþess efnis að veiðimenn hafi ávalltpinn ann í fjölskota haglabyssum sín -um. Þá höfum við lagt áherslu á aðveiði menn nýti bráðina sem best, hirðiekki bara besta bitann og hendi af -gangn um. Ég tel að þetta fræðslustarfum umhverfismál skotveiðimanna séeinn þýðingarmesti þátturinn í starf -semi félagsins. En stöðugt má gerabetur og til að hvetja félagsmennSKOT VÍS og aðra skotveiðimenn ennfrekar hafa SKOTVÍS og OLÍS gertmeð sér samstarfssamning þess efnisað þeir veiðimenn og aðrir sem skilanot uð um skothylkjum á næstu OLÍS-stöð eigi kost á að taka þátt í skemmti -legu happdrætti þar sem góðir vinn -ing ar eru í boði. Nú hafa menn engaafsökun lengur fyrir því að taka ekkinotuð skothylki með sér til byggða.

SANNG JÖRN KRAFA

Undanfarin ár hefur SKOTVÍS áttágætt samstarf við yfirvöld. Mikil -vægasti samstarfsaðili okkar er um -hverfis ráðuneytið. Í ráðherratíð Guð -

mundar Bjarnasonar urðumiklar breytingar til hins

betra í samstarfi okkar og stjórnvalda.Guðmundur hlýddi á óskir okkar meðopnum huga og tók jafnan tillit tilskoðana okkar teldi hann þær rétt -mætar og vel ígrundaðar. Guðmundursá til þess að SKOTVÍS átti jafnanfulltrúa í nefndum og ráðum sem áeinhvern hátt fjölluðu um mál ersnertu skotveiðar. Með því að hafaokkur með í ráðum tryggði ráðuneytiðað við ættum þátt í þeim ákvörðunumsem teknar voru — við vorum þvísamábyrg, ef svo má að orði komast.Vitaskuld náðum við ekki alltaf ölluþví fram sem við kröfðumst, en þannigeru nú einu sinni leikreglur lýð ræð -isins. Þess vegna hefur dregið mjög úrárekstrum okkar skotveiðimanna viðstjórnvöld. Vitaskuld er það mjögsann gjörn krafa að vð eigum fulltrúa ínefndum og ráðum er fjalla um þámálaflokka sem tengjast skotveiðumog veiðidýrum. Í dag, í það minnsta íBandaríkjunum og innan Evrópu sam -bandsins, þykir það sjálfsagður hluturað neytendur og hagsmunafélög eigifulltrúa í stjórnskipuðum nefndum ográðum. Um þessar mundir er nefnd ávegum umhverfisráðuneytisins aðljúka störfum en hún átti að setjareglur um úthlutanir úr veiði korta -sjóði. SKOTVÍS átti fulltrúa í þessarinefnd. Þá hefur Alþingi endurskoðaðog sett ný lög um veiðar á hrein dýr -um, einnig voru settar reglur um samaefni og átti SKOTVÍS fulltrúa ínefnd inni sem vann að gerð reglu -gerð arinnar. Þær breytingar sem gerð -ar hafa verið á lögunum um veiðar áhrein dýrum eru til mikilla bóta. Þó erþað galli á annars góðri löggjöf aðskot veiðimenn eiga ekki fulltrúa íhrein dýraráði og þessu þarf að breyta.Að vísu er það varla raunhæft á þessukjörtímabili en hins vegar er auðveltað breyta lögunum á þann hátt aðSKOTVÍS eigi áheyrnarfulltrúa íhrein dýraráði. Það er ákaflega sann -

gjörn ósk af hálfu okkar skot veiði -manna. Við höfum átt gott samstarfvið núverandi umhverfisráðherra, SivFriðleifsdóttur, og starfsmenn um -hverf is ráðuneytisins. Við væntum þvíþess að það verði tekið tillit til óskaokkar um að fá áheyrnarfulltrúa íhrein dýraráði.

AÐ LOKUM

Það er að koma haust og ánægju leg -asti tími okkar skotveiðimannarunn inn upp. Myndin sem fylgir þess -ari grein er tekin fagran haustmorgunaustur í Skaftafellssýslu. Veðrið varfrá bært, loftið kristaltært og útsýniðstór brotið. Það var logn um morg un -inn þegar við komum okkur fyrir. Enþegar fór að birta kulaði af norðaustri.Það eina sem við heyrðum var niðurárinnar og í fjarska söngur lóu semvirtist hafa vaknað með andfælum.Þegar morgunbirtan var sem hvít rákvið sjóndeildarhringinn heyrðum viðgarg gæsanna í fjarska og skömmusíðar sáum við fyrstu hópana komafljúgandi. Skyldu gæsirnar heyra íflaut unum, skyldu þær sjá gervi -gæsirnar, skyldu þær koma yfir okkur,skyldu þær verða í færi? Allt í einukomu tveir litlir hópar yfir okkur ogskotin rufu kyrrðina, tveir fuglar féllutil jarðar. Morguninn leið og veiðinvar ágæt. Þegar sólin var komin hátt áloft og mesta morgunfluginu lokiðfórum við að taka saman tálfuglana ogannan útbúnað. Við fengum okkurkaffisopa og fundum allir fyrir sömutilfinn ing unni án þess að þurfa að hafaum það orð — enn einn dagur íParadís.

S IGMAR B . HAUKSSON

Formaður Skotveiðifélags Íslands

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

10

Page 11: 2000, 6.árg
Page 12: 2000, 6.árg

Við treystum á þá

við leit og björgunarstörf.

Þeir treysta á Purina

sem veitir orku og úthald til

björgunar mannslífa.

Hundarnir í Björgunar- og LeitarhundasveitumÍslands eru fórðraðir á ProPlan þurrfóðri frá Purina

OR

KA

O

G

ÚT

HA

LD

leitarhundurinn N E R Ó

Page 13: 2000, 6.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

VeiðidagbókinBENED I K T Í VARS SON

Allt frá því að ég fékk fyrsta veiði -kortið mitt frá Veiðistjóraembætt -inu inn um bréfalúguna hef ég haftótrúlega mikið gagn af veiði dag bók -inni sem kemur með. Samvisku sam -lega hef ég skráð inn allar mínar veiði -ferðir og þannig lært að þekkja hegðunbráð ar innar, auk þess að læra á veiði -svæð in sem ég hef heimsótt. Mér hef -ur þótt gagnlegt að nota veiði dag bók -ina vegna þess að oftast líður heilt áráður en ég mæti aftur á sama veiði -svæði. Þá kemur sér vel að geta flettupp eldri veiðiferðum og sjá hvernigog við hvaða skilyrði gekk vel, eðabara til þess að sjá hvað gekk illa og

hvers vegna. Mér fannst þó alltafdálítið vesen að þurfa að geyma allarþessar veiði dagbækur, og til þessa aðfinna gamla veiðiferð verð ég að flettaí gegn um margar veiðidagbækur. Mérfannst líka alltaf óþægilega lítið plásstil þess að skrifa einhverjar lýsingar áað stæð um og því var skriftin ekki alltafeins og best verður á kosið.

Fyrr á þessu ári hófst sala á veiði dag -bók á tölvutækuformi fyrir PCtölvur. Þetta er forrit sem gerir veiði -mönn um kleift að skrá veiðiferðir ogárang ur. Ekki þarf lengur að fletta ímörg um veiðidagbókum því forritið

geym ir veiðiferðir til margra ára. Eittaf því skemmtilegasta við forritið er aðhægt er að skoða veiðiskýrsluna hvenærsem er og senda beint til Veiði stjórayfir Internetið. Hægt er að bera samanveiði á mismunandi tegundum ogskoða veiði á milli ára. Í forritinu eruupplýsingar um veiðitímabil og friðlýstsvæði sem settar eru fram á mjög að -gengi legan og myndrænan hátt. For -ritið hefur almennt fengið góðar við -tökur og er hér á ferðinni gagnlegttæki sem stuðl ar að betri veiði -mennsku. Hægt er að sækja frítt prufu -eintak af forritinu á www.skotveidi.is

Page 14: 2000, 6.árg
Page 15: 2000, 6.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

Vetrarafföll rjúpna í nágrenniReykjavíkur 1995 til 2000

DR . ÓLA FUR K . N I E L S EN

STOFNBREYT INGAR HJÁ Í SLENSKU RJÚPUNNIGETA VER IÐ MIKLAR OG HRAÐAR. ÞAÐ SEMMESTU RÆÐUR UM HVORT STOFNINN VEX EÐAMINNKAR ERU VETRARAFFÖLL . H INGAÐ T I LHAFA ENGAR UPPLÝS INGAR LEG IÐ FYR IR UMHVENÆR VETRAR FUGLARNIR DEYJA EÐA AFHVAÐA VÖLDUM OG HVER SÉ HLUTUR

SKOTVE IÐA . FYRSTU RANNSÓKNIR Á ÞESSUSV IÐ I HÉR Á LANDI HÓFUST Á VEGUM NÁTTÚRU -FRÆÐI STOFN UN AR Í SLANDS HAUST IÐ 1995 ÍNÁGRENNI REYKJA V ÍKUR . SKOTVE IÐ IFÉLAGÍSLANDS HEFUR BE ITT SÉR MJÖG FYR IRFRAMGANGI ÞESSARA RANN SÓKNA. ÞETTAVERKEFNI ER HÉR T I L KYNN INGAR.

Haustið 1999 ákvað umhverfis ráð -herra að friða rjúpu fyrir skotveiðiá stóru svæði á Suðvesturlandi ogskyldi friðunin gilda í þrjú ár. Ástæð -urn ar voru tvær, í fyrsta lagi benturjúpnarannsóknir Náttúrufræðistofn -un ar til þess að rjúpnastofninn ásvæð inu væri ofveiddur, og í öðru lagiað kanna áhrif skotveiða á stofninn.Þær rjúpnarannsóknir Náttúrufræði -stofn unar, sem hér er vísað til, hófust1994 og tóku m.a. til vortalninga ogmæl inga á afföllum radíómerktrarjúpna. Þessar rannsóknir höfðu m.a.sýnt að stofnbreytingar rjúpu á Suð -vesturlandi og Vesturlandi voru ekkilengur í takt við það sem var að gerastí öðrum landshlutum, og eins voruafföll á radíómerktum rjúpum þaðmikil að mjög ólíklegt var að rjúpna -stofn gæti staðið undir slíku.1 Ítengslum við rjúpnafriðun 1999 varákveðið að sérfræðingar Náttúru -fræði stofnunar myndu kanna áhriffrið unar á vetrarafföll og bera niður -stöður saman við þau ár sem veitt vará þessu sama svæði. Höfundur sá umfram kvæmd þessa verkefnis.

Það sem hér birtist, er áfangaskýrslaog tilgangurinn með henni er aðgefa yfirlit yfir stöðu rannsókna áafföllum rjúpna, en endanleg úr vinnslaog birting gagna bíður ársins 2002.

Það sem á að fjalla um hér eru annarsvegar afföll rjúpna fyrri hluta vetr ar(15. október til 24. desember), og hinsvegar síðari hluta vetrar og fram á vor(24. desember til 29. apríl). Spurt erhvort munur sé á heildar afföll umrjúpna sem búa við skot frið un ogþeirra sem þurfa að þola skot veiði. Þvíhefur verið haldið fram að skot veiðar,líkt og þær eru stundaðar hér á landi,hafi ekki áhrif á heildar afföll rjúp unn -ar2. Tilgátan er að afföll vegna skot -veiða bætist ekki við heldur dragi úröðrum affallaþáttum og heildar afföllinverði eftir sem áður hin sömu.

RANNSÓKNARSVÆ‹I

Hið friðaða svæði nær yfir samtalsum 730 km2. Stærstur hluti þessasvæðis tilheyrir Reykjavík og Mos -fells bæ. Flestar rjúpurnar voru merkt -ar í Úlfarsfelli, Höllum og Lágafelli,einnig voru fuglar merktir í Skálafelli,við Leirvogsvatn, á Torfdalshrygg ogvið Bjarnarvatn, í Gufunes -kirkjugarði og Elliðaárdal. •

15

RJÚPUKARR I AÐ B Í TA BRUM V IÐ RANNSÓKNARS TÖÐ

LANDBÚNAÐAR IN S Í KE LDNAHOL T I .

Page 16: 2000, 6.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

A‹FER‹IR

RJÚPNAMERK INGAR

Flestar rjúpur náðust í yfir breiðslu -net (2x3 m). Tveir menn stjórnuðunetinu og notuðu veiðistangir (4 mháar), eina á hvert horn netsins, til aðhalda því uppi. Þrjátíu metra langarlínur voru inni á veiðihjólunum, þann -ig að veiðimennirnir gátu haft 60 m ámilli sín. Þessi aðferð hentaði vel ávíða vangi. Fáeinar rjúpur náðust í trjá -görðum og skógarlundum með því aðreka fuglana í gegnum trjáþykknið aðneti (3x12 m) og fæla þá síðan í það.

Fuglarnir voru aldurs- og kyn greind irog vegnir. Gerður var greinar munurá tveimur aldurs hóp um, annars vegarfuglar á fyrsta ári og hins vegar eldrifuglar3. Hver fugl fékk hefðbundiðfótmerki auk sendi tækis. Senditækiðvar fest um hálsinn á fuglinum með ól.Hver sendir hafði tíðni á sviðinu 150eða 151 MHz, þannig að hægt var aðgreina þá að og þekkja sérhvern fugl.Sumir sendarnir höfðu lífrofa, þannigað hægt var að heyra á merk inu hvortvið komandi fugl var lífs eða liðinn.

RAD ÍÓMÆL INGAR

Fuglarnir voru miðaðir út einu sinnií viku frá hausti og fram á vor.Oftast nær var ekki hættfyrr en viðkomandi fugl

sást, en stundum var látið nægja aðtaka krossmið til að áætla hvar fuglinnvar. Fyrir hverja athugun var skráðurdagur, tími og stað setning og þegarfugl var genginn uppi var einnig skráðhvort hann væri stakur eða í fylgdmeð öðrum (fjöldi og kyn).Staðsetningar voru teknar með GPStæki og geymdar í minnis töflutækisins og í vinnustofu teknar beintinn í tölvu. Samtals eru til 2160 stað -setningar fyrir radíómerktu fugl ana.

Öll vanhöld voru skoðuð vendilegaá vettvangi til að ráða í hvað hefði

orðið rjúpunni að fjörtjóni. Auðveltvar að greina á milli hvort fugl eðaspen dýr hafði étið rjúpuna. Ránfuglarreyta rjúpur og kroppa kjötið utan afbeina grindinni. Spendýr éta kjöt ogbein, og væng- og stélfjaðrir eru bitn -ar af þannig að endann vantar. Heilarrjúpur sem fundust voru krufðar til aðgrafast fyrir um dauðaorsök. Nokkrarvoru röntgenmyndaðar fyrir krufningu.

Öll gögn vetranna 1995-1996 til1998-1999 voru sameinuð í úr -

vinnslu en á þessum árum voru fuglarskotn ir á athuganasvæðinu. Þessigögn eru borin saman við veturinn1999-2000 þegar athuganasvæðið varfriðað fyrir skotveiðum.

Aðferð Kaplan-Meiers var notuð tilað reikna út lífslíkur merktu fugl -anna4. Þessi aðferð leyfir að nýjummerktum fuglum sé bætt við merktahópinn á athuganatímanum. Á samahátt er hægt að fella út fugla hvenærsem er á athuganatímanum, þannig aðþeir gilda í útreikningum aðeins hlutatímabilsins. Slíkt yrði t.d. gert viðfugla sem týnast. Lífslíkur voru reikn -aðar fyrir hverja viku á athuganat ím -

1 . TA F LA .ALDUR OG KYN R JÚPNA S EM FY LGS T VAR MEÐ Í NÁGRENN I REYK JAV Í KUR FRÁ HAUS T I

1995 T I L VORS 1999 OG VE TUR INN 1999 T I L 2000 .

ATH : F Y LGS T VAR MEÐ 171 E I N S TAK L I NG I , EN ÞAR A F KOM E INN FUGL FYR I R ÞR JÁ V E TUR OG 11 FUG LAR Í T VO VE TUR .

1995—1999 % 1999—2000 %Veiðar Veiðarheimilar óheimilar

n n

Karri, fullorðinn ......................... 12 11 7 10Karri, ungfugl ............................. 45 40 25 35Hæna, fullorðin.......................... 8 7 4 6Hæna, ungfugl ........................... 33 29 35 49Ókyngr., ungfugl ....................... 15 13 0 0

Samtals 113 100 71 100

16

ÓLAFUR KARL H LUS TAR E F T I R RAD ÍÓMERK JUM FRÁ R JÚPUM

Í ÚL FARS F E L L I Á MEÐAN ÓLAFUR E INARS SON HE LDUR Á

VE I Ð I S TÖNGUM SEM NOTAÐAR ERU T I L AÐ FANGA R JÚPUR

T I L MERK INGA

R JÚPUKARR I MEÐ S END I Í Ú L FARS F E L L I

Page 17: 2000, 6.árg
Page 18: 2000, 6.árg

anum. Fuglar sem féllu frá voru taldirhafa dáið í þeirri viku sem þeir fund ustdauðir.

NI‹URSTÖ‹UR

Fyrst verður fjallað um hversumargir fuglar hafa verið merktir,síðan um afföll og hvaða affallaþættirskipta máli, og loks borin saman afföllá friðuðum og ófriðuðum svæðum áveiðitíma og utan veiðitíma.

ÁRANGUR R JÚPNAMERK INGA

Samtals hefur 171 rjúpa verið merktmeð senditækjum í þessum rann -sóknum. Einn fugl tók þátt þrjá veturog 11 fuglar í tvo vetur, en allir aðrir

einn vetur; samtals 184fugla ár. Athugan ir samsvör -

uðu 113 fuglaárum þegar veitt var ásvæðinu og 71 fugla ári veturinn 1999-2000 þegar svæðið var friðað (1. tafla).Ekki var mark tækur munur á aldurs -hlut föllum rjúpn anna í saman burðar - hóp unum tveim ur, en fyrra tíma bilið varhlutfall fugla á fyrsta ári 82% og 85%seinna tímabilið.

AFFA L LAÞÆTT I R R J Ú PNA

Samtals var vitað um 62 fugla semdóu þau ár sem skotveiðar voruheimil aðar (1995-1999), þar af dóu 51á veiðitíma og 11 síðari hluta vetr ar.Samsvarandi tölur fyrir veturinn 1999-2000 þegar rjúpan var friðuð, voru 31dauður fugl, þ.a. 18 fyrri hluta vetrar,sem samsvaraði veiðitíma áður, og 13síðari hluta vetrar.

Mikill munur var á dánarorsökumfyrri hluta vetrar eftir því hvort

rjúpur voru veiddar eða ekki (15. októ -ber til 24. desember; 1. mynd). Meðanveiðar voru heimilaðar voru skot veiðarlangalgengasta dánarorsök in (67%),og í öðru sæti voru afföll af völdumrándýra (31%). Þegar veiðar vorubann aðar voru afföll af völdum rán -dýra langþýðingarmesti affalla lið ur inn(83%). Aðeins einn fugl var skot inn(6%), sem bendir til þess að frið unhafi verið að mestu virt.

Lítill sem enginn munur var á dánar -orsök um rjúpna síðari hluta vetrar

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

18

b) 24. desember til 29. apríl

0.6

0.7

0.8

0.9

1.0

24-des 13-jan 2-feb 22-feb 14-mar 3-apr 23-apr

VeittFriðað

a) 15. október til 24. desember

0.2

0.8

1.0

15-okt 25-okt 4-nóv 14-nóv 24-nóv 4-des 14-des 24-des

Friðað

0.0

0.4

Veitt

xx x

x x xx x x xH

lutf

all á

lífi

Hlu

tfal

l á lí

fi

xx

xx x x

xx

x xx

x

x

x

0.6

x

xxxxx

x

x

(b) 24. desember - 29. apríl

(a) 15. október - 24. desember

Hlu

tfal

l (%

)H

lutf

all (

%)

0

20

40

60

80

Rándýr Slysfarir Sjúkdómar Ógreint

Veitt (n = 11)

Friðað (n = 13)

0

20

40

60

80

Skotin Rándýr Slysfarir Sjúkdómar

Veitt (n = 51)

Friðað (n = 18)

1 . MYND (O FAN ) DÁNARORSAK I R R J Ú PNA AÐ VE TRAR LAG I Í NÁGRENN I REYK JAV Í KUR . VE TR I NUM ER SK I P T Í T VO H LU TA , V E I Ð I T ÍMA OG S ÍÐAR I H LU TA VE TRAR . BOR IN ERU

SAMAN TVÖ RANNSÓKNAT ÍMAB I L , FYRRA T ÍMAB I L IÐ VORU VE IÐAR HE IM I LAÐAR , EN EKK I ÞAÐ

SE INNA .

2 . MYND ( T I L HÆGR I ) L Í F S L Í KUR R JÚPNA AÐ VE TRAR LAG I Í NÁGRENN I REYK JAV Í KUR .VE TR I NUM ER SK I P T Í T VO H LU TA , V E I Ð I T ÍMA OG S ÍÐAR I H LU TA VE TRAR . BOR IN ERU

R JÚPUHÆNA MEÐ SEND I Á BR I NGUNN I AÐ B Í TA BRUM V IÐ

RANNSÓKNARS TO FNUN LANDBÚNAÐAR IN S Í KE LDNAHOL T I

Page 19: 2000, 6.árg

hvort sem rjúpan hafði verið friðuðhaust ið á undan eða ekki (24. desem -ber til 29. apríl; 1. mynd). Afföll afvöldum rándýra voru langþýðingar -mesti liður inn, 73% þau ár sem veitthafði verið haustið á undan fyrra og85% eftir rjúpnafriðunina haustið1999.

Aðrir affallaliðir en skot veiðar ográndýr skiptu litlu máli. Fáeinirfuglar dóu af slysförum og sjúk dóm -um. Þessir liðir eru þó að öllum lík -ind um eitthvað van metnir þar semvarg ar éta öll dauð yfli sem þeir finna.Slík vanhöld eru þá greind á um merkj -um sem afföll af völdum rándýra.

L Í F S L Í KUR R JÚPNA

M jög marktækur munur var á lífs -líkum rjúpna fyrri hluta vetrar

eftir því hvort veiði var heimiluð eðaekki. Mið að við 15. október varhlutfall fugla á lífi þann 24. desember0,26 (0,18-0,34, 95% öryggismörk)þau ár sem veiðar voru heimilaðar, en0,60 (0,46-0,73) þegar skotveiðar vorubannaðar (2. mynd).

Enginn marktækur munur var á lífs -líkum rjúpna síðari hluta vetrareftir því hvort veitt hafði verið haustiðá undan eða ekki. Miðað við 24. des -ember var hlutfall fugla á lífi 29. apríl0,67 (0,53-0,81) þau ár sem veitt var

og 0,66 (0,51-0,81) þegar rjúpan nautfriðunar (2. mynd).

Lífslíkur rjúpna yfir allan veturinn(15. október til 29. apríl) voru 0,17þau ár sem veitt var og 0,39 þegar varfriðað. Það er að segja af hverjum 100rjúpum á lífi 15. október lifðu enn 39þegar stofninn naut friðunar en 17þegar veitt var úr stofninum.

UMF JÖ L LUN

Þessar rannsóknir sýndu mjög mark -tæk an mun á heildarafföllumrjúpna fyrri hluta vetrar eftir því hvortveitt var eða ekki. Einnig að afföllvegna veiða bættust að nokkru leytivið önnur afföll sem rjúpan varð fyrir áþessum tíma. Niðurstöðurnar voru ekkií samræmi við þá tilgátu sem nefnd varí inngangi að veiðar hefðu engin áhrifþar sem heildarafföll rjúpna væru óháðeinstökum dánar orsök um (sbr. ArnþórGarðarsson 1982). Engar vísbendingarvar að finna um að rjúpnastofninnbætti sér upp veiðiafföll með sam svar -andi minna vægi annarra affallaþátta,hvorki á veiði tíma né síðari hlutavetrar að loknum veiðitíma.

Miðað við hversu mikil afföll voruvegna skotveiða á rannsókna -

svæð inu og það að ekki dró sem neinunam úr öðrum affallaþáttum, þá ættiþessi rjúpnastofn ekki að geta hafastað ið undir sér. Hvað vitum við umstofn breytingar rjúpu á þessu svæði?Vor talningar karra í Úlfarsfelli frá1995 sýna lágan þéttleika varpfugla oggefa vísbendingu um kyrrstöðu eðafækkun í varpstofni. Einnig að stofn -breyt ingar á þessu svæði eru ekki leng -ur í takt við 10-ára stofnsveiflu rjúp -unn ar í öðrum landshlutum líkt og á 7.ára tugnum. Þessir tveir þættir, þ.e.mæl ing á afföllum og karratalningar,

benda sterklega til þess að rjúpna -stofn um á svæðinu hafi verið haldiðniðri með skotveiðum. Þrátt fyrir betriafkomu rjúpna veturinn 1999 til 2000var niðurstaða úr rjúpnatalningum íÚlfarsfelli vorið 2000 sú sama og áriðá undan, eða 23 karrar. Ekki er vitaðhvað veldur þessu, möguleg skýring erað með bættri afkomu og því hærriþéttleika fugla í lok vetrar leiti þeir íaukn um mæli til varps út fyrir hið frið -aða svæði, eða á þá hluta hins friðaðasvæðis þar sem þéttleiki er mjög lágur.Þessu til stuðnings má nefna að einir 8radíómerktir fuglar hurfu á braut vorið2000 og fundust hvergi þrátt fyrir ítar -lega leit úr flugvél. Fuglarnir fóru ífyrri hluta apríl, þ.e. rétt fyrir þanntíma sem þeir helga sér óðul.

Gert er ráð fyrir aðhalda áfram næstu

tvo vetur með rannsóknirá vetrar afföllum og áhrif -um veiða á rjúpna stofn -inn. Þá er ætlunin aðrann saka fugla úr samastofni og á sama tímaannars vegar áskotfriðuðu svæði og hinsvegar á veiðisvæði. Unniðverð ur á sama land svæð -inu báða vet urna en frið -aða svæðinu og veiði -svæð inu víxlað milli ára.

HEIMILDASKRÁ1 ÓLAFUR K . N I E L S EN 1999 . VÖKTUN R JÚPNA -S TO FNS I N S . F JÖ LR I T NÁT TÚRU FRÆÐ I S TO FNUNAR

39 , REYK JAV Í K .2 ARNÞÓR GARÐARSSON 1982 . R JÚPA . B L S . 149 -164 Í FUG LAR ( R I T S T JÓR I ARNÞÓR

GARÐARSSON ) , R I T LANDVERNDAR 8 ,REYK JAV Í K .

3 WEEDEN , R .B . OG A . WATSON 1967 .DET ERM IN I NG THE AGE OF ROCK PTARM IGAN IN

ALASKA AND SCOT LAND . JOURNAL O F WI LD L I F E

MANAGEMENT 31 : 825 -826 .4 POL LOCK , K .H . , S .R . W IN T ER S T E I N , C .M.BUNCK , OG P .D . CUR T I S 1989 .SURV I VA L ANALYS I S I N T E L EME TRY

S TUD I E S : T H E S TAGGER ED ENTRY

DES I GN . JOURNAL O F WI LD L I F E

Fagrit um skotveiðar og útivist

RJÚPUHÆNA Í SUMARSKRÚÐA MEÐ SEND I Í HÖL LUM V IÐ

ÚL FARS F E L L

ÓLA FUR KARL H LUS TAR

E F T I R RAD ÍÓMERK JUM FRÁ

RÚPUM Í ÚL FARS F E L L I .

19

Page 20: 2000, 6.árg
Page 21: 2000, 6.árg

Vonandi er þess ekki langt að bíðaað íslenskir skotveiðimenn getifar ið að veiða fasana. Skúli Magnússonfasana bóndi er sem kunnugt er aðrækta fasana sem vonandi verðursleppt í náttúruna áður en langt umlíður. Margir íslenskir skotveiðimennhafa veitt fasana erlendis, er sagt fráeinni slíkri veiðiferð annars staðar hérí blaðinu. Fasaninn er ein vinsælastaveiði bráð í heiminum. Áætlað er að ár -lega séu skotnar um 50 milljónir fas -ana í heiminum, 30-40 milljónir íEvrópu en um 10 milljónir í Banda -ríkjunum.

ÆTT OG UPPRUN I

Fasanir eiga náttúruleg heimkynni íMið-Asíu og Kína. Fasaninn er afhænsnfuglaætt og því fjarskyldur rjúp -unni, latneska nafnið er Phasianuscolchi cus. Kjörlendi fasana í Kína er ífjalllendi í um 1000 metra hæð yfir sjó,en í sínum gömlu heimkynnum viðSvarta haf, Kaspíahaf og áfram austurer hann ekki fjallafugl. Hann kann bestvið sig í þéttu og illfæru skóglendi semí eru skóglaus holt, hæðir og mýrar.Fasaninn er fallegur fugl og góður tilátu. Í Kína þykir hann sælkeramatur,það er því ekki að undra að hann hafináð eins miklum vinsældum og raunber vitni.

ÚTBRE I Ð S LA

Talið er að fasaninn hafi komið tilEvrópu 1.300 árum fyrir Krist,

eng inn veit hvernig en líklegast meðkaup mönnum. Grikkir og Rómverjarnýttu þá til átu og líkt og í Kína þóttuþeir mikið lostæti. Það er með fasan -ana eins og vínviðinn að það voruRóm verjar sem “dreifðu” honum um

Evrópu, ef svo má segja. Vitað er aðfas aninn var orðinn villtur í enskrinátt úru seint á 11. öld. Til Banda ríkj -anna, en þar er hann kallaður ring-neck pheasant, kom hannfyrir hart nær 150 árum og

Í sigtinuFASAN I

21

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 22: 2000, 6.árg

hefur hann dreifst um nær öll Banda -ríkin. Fasana er einnig að finna íKanada og hluta af Mexíkó. Vitað erað nokkrir fasanar voru fluttir inn tilBandaríkjanna árið 1850. Síðar voru200 fuglar fluttir inn til Bandaríkjannafrá Kína, nánar tiltekið til WillametteValley í Oregon. Þessir kínversku fas -an ar aðlöguðust einkar vel náttúruOregon fylkis því að 10 árum síðarvoru þeir orðnir 50.000 talsins.

RÆKTUN

Þó svo að fasaninn geti í töluverðummæli lifað villtur í náttúru Evrópuog Bandaríkjanna, einkum sunnan til,getur stofninn ekki þrifist nægjanlegavel svo hægt sé að veiða úr honum.Þess vegna var snemma farið að ræktahann og sleppa út í villta náttúru.Villta náttúru, já og nei, því snemmafóru óðalsbændur í Bretlandi og víðaannars staðar í Evrópu að planta útskóg og rækta land sem talið er kjör -lendi fyrir fasana. Í Bandaríkjunumsækja þeir helst í ræktað land af ýms -um gerðum, þó einkum í maís- oghveiti akra. Vitað er að fasani hefurver ið ræktaður síðan á 13. öld, en frek -ar auðvelt er að rækta fasana miðað viðýmsar aðrar villtar fuglategundir. Um30 deilitegundum hefur verið lýst enflestir sérfræðingar í dag telja að þettasé nú of mikið.

Eins og áður hefur komið fram varfarið að rækta kínversku fasanana íWillamette Valley í Oregon. 1880voru bændurnir í Willamette búnir aðná góðum tökum á fasanaræktinni. Átiltölulega fáum árum hafði fasaninndreifst víða, nú eru fasanar í 35 fylkj -um Bandaríkjanna og í 9 fylkjumKanada og Mexíkó. Fasanahænan

verpir 5 til 15 eggjum,meðalfjöldi eggja í Bret -

landi eru 11 egg á hænu en vitað erum fasanahænu sem verpti 21 eggi,eggja framleiðslan er því mikil. Rann -sókn ir í Bretlandi sýna að 100 hænurgefa um 700 unga. Talið er að í dagséu ræktaðar um 50 milljónir fasana íheim inum árlega, það er nánast ná -kvæm lega sami fjöldi og er skotinn.Eftir að búið er að unga eggjunum úter ungunum haldið inni og þeim gefiðtil búið fóður. Í Bretlandi er fasana ung -un um sleppt 6 vikna gömlum en íflest um öðrum löndum í Evrópu 12vikna gömlum. Fasönunum er yfirleittsleppt 3-4 mánuðum fyrir veiði tím -ann. Eftir að fuglunum er sleppt eruþeir mjög fljótir að taka við sér ogaðlagast villtri náttúru. Best þykir aðsleppa ræktuðum fasönum inn á svæðiþar sem engir fasanar eru fyrir.

VILLT IR OG RÆKTAÐIR FASANAR

Þegar talað er um villta fasana er áttvið fasana sem ekki eru ræktaðirheld ur koma úr eggjum sem ungað erút í náttúrunni. Ævi fasanans er stutt,flestir fasanar ná aðeins að verpa einusinni, helmingur unganna sem kemurúr eggi drepst innan 3ja vikna. Í Eng -landi og annars staðar í Evrópu eru 40til 45% fuglanna skotnir sama ár ogþeim er sleppt og 5% þeirra árið eftir.Á Írlandi er talið að 95% fuglanna séudrepnir fyrsta árið af veiðimönnum,rán dýrum, vegna veðurs og slysa, áþetta bæði við um villta fasana ogræktaða. Fyrir utan veiðimenn er þaðrefurinn sem drepur flesta fuglana.Hins vegar eru lífslíkur villtra fasanameiri en ræktaðra. Árangur í varpi úti ínátt úrunni er þó svipaður hjá rækt uð -um fasönum og villtum. Þeir ræktuðuverða þó frekar fórnardýr rándýra envilltir. Villtur fasani hefur lært afforeldr um sínum að bjarga sér úti ínáttúrunni því segja má að ræktaður

fasani eigi enga foreldra í eiginlegrimerkingu þess orðs. Það er þó athyglis -vert í þessu sambandi að malle hænsn -ið, Leipoa ocellata, sem á heima íÁstral íu, en það er náskylt fasana,hefur ekkert af foreldrum sínum aðsegja. Kvenfuglinn verpir í beð rotn -andi jurtaleifa sem halda eggjunumvolg um. Unginn hefur hins vegarnæg an þroska til að bjarga sér og tak -ast á við lífið um leið og hann kemurúr egginu. Þetta er eitt af mörgumleyndar málum móður náttúru. Fasana -hæn ur sem liggja á geta kallað á ungasína og myndað tengsl við þá þó svo aðþeir séu inni í eggjunum. Villtir fasan -ar haga sér öðru vísi en þeir ræktuðu.Þeir verpa úti á opnum svæðum ogyfir leitt nokkuð færri eggjum. Þá erurækt uðu hænurnar mun verr á sigkomn ar eftir varpið en þær villtu, iðu -lega eru þær svo horaðar að þær getavart flogið. Þeim fasönum sem er gefiðúti í náttúrunni hafa mun meiri lífs lík -ur en þeim sem ekki er gefið. Annarser veðurfarið helsta ógnun fasana,næst á eftir veiðimönnum og rán dýr -um. Snjór og harðir vetur geta verið

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

22

FASANAVE I ÐAR Í FRAKK LAND I

Page 23: 2000, 6.árg
Page 24: 2000, 6.árg

verður haldið á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn14, október, í samvinnu við Famous Grouse ogKarl K Karlsson heildverslun. Hinn landskunnimeistarakokkur Bjarki Hilmarsson, lands liðs- maður í matreiðslu, mun freista veiðimanna með góm sætum villibráðar-réttum. Að loknum kvöldverði verður kynning á afurðum Famous Grouse, erindi um skotveiðar oggamanmál.

VEI‹ IMANNAKVÖLD - VILLIBRÁ‹

Hótel Norðurljós Sími 465 1233 • Fax 465 1383

tölvufang: [email protected] Aðalbraut 2 • 675 Raufarhöfn

Hótel Norðurljós hefur uppá að bjóða fyrsta flokks her bergi með böðum, allar veit ingar og veiðileyfi

til skot veiða. Í nágrenni Raufar hafn ar eru gjöfular veiði lendur. Þaðan

er stutt að sækja í önd, gæs og rjúpu.

Fleiri og fleiri veiði menn koma

árlega norður í byrjun

veiðitímabils.Því ekki að vera

í þeim hópi. Hafið

samband.

Page 25: 2000, 6.árg

fasönum erfiðir. Veturinn 1961-1962drápust 80% allra fasana í Wisconsin íBandaríkjunum vegna frosts og snjóa.Í Bretlandi og norðurfylkjum Banda -ríkj anna er talið nauðsynlegt að gefafasönum yfir vetrarmánuðina. En þráttfyrir allt er fasaninn harðgerður fugl,vitað er um fugla sem hafa verið ánmatar í 16 daga í 4-16 gráðu frosti og ístöðugum byl.

Eins og áður hefur komið fram erfasaninn litskrúðugur og skraut leg -ur fugl. Hann á auðvelt með að dyljastí kjörlendi sínu, illfærum skógum meðfjölbreyttum runnagróðri. Þegar jörðer hvít eru slæmir tímar fyrir fasanann,hann sést langt að og er hann þvíauðveld bráð ýmissa rándýra. Rann -sóknir í Wisconsin í Bandaríkjunumsýna að þegar fuglinn er á hreiðri eru10-20 fuglar af 1000 drepnir vikulegaaf rándýrum og þá einkum af ref. Yfirvetur inn þegar snjór er á jörðu eru 50-70 fuglar af 1000 drepnir á viku hverri.Annars er fasaninn í mestri hættuþegar hann er nýkominn úr egg inu. Ef11 egg eru í hreiðrinu má bú ast við aðungi komi úr 9 þeirra. Eftir 3 vikureru aðeins 4-5 ungar á lífi. Þá er réttað geta þess að fasana hænurnar eruslæmar mæður og þær yfirgefa unganaiðulega af snemma. Fyrstu vikurnarnær ast ung arn ir nær eingöngu á skor -dýrum. Þessi skor dýr er helst að finnaá ræktuðu landi, einnig verpa fasana -hæn urnar oft á ökrum, fjöldi ungaverð ur því fyrir ýmis konar land bún -aðarvélum og drepst. Þá eru ungarnireinkar við kvæm ir fyrir sveiflum íveður fari. Ef það er of kalt og úrkomakrókna þeir úr kulda og ef það er ofheitt er ekki nægjanlegt framboð afskor dýrum svo þeir drepast úr hungri.Í Banda ríkj un um hefur fasönum frekarfækkað á sein ustu árum. Ástæðurnareru einkum þær að rándýrum hefurfjölg að og notkun tilbúins áburðar og

margs konar kemískra efna hefur stór -aukist. Það eru því ýmsar hættur semógna lífi fasananna. Hins vegar, einsog áður hefur komið fram, er auðveltað rækta fasana og þeir eru harðgerðirfuglar. Ef ekkert ógnar tilvist þeirraget ur eitt par fræðilega séð gefið af sér15.000 fugla eftir 5 ár. Sem dæmi umfrjósemi fasanans má nefna að 1930voru 6 fasanar settir á eyju í vatninokkru í Washington fylki í Banda -ríkjunum. Fimm árum síðar voru fugl -arn ir orðnir 1.700 talsins.

VE IÐAR

Upphaflega var fasaninn ræktaðurog nýttur á sama hátt og hænsneða kalkúnar. Í Kína voru, og eruraunar enn, fasanar veiddir allt árið.Þeir eru veiddir í snörur, í gildrur ogmeð fálkum. Á síðari árum er einnigfarið að skjóta þá. Það skal þó tekiðfram að á þeim svæðum þar sem kjör -lendi fasana er eru stórir þjóðgarðar,en þar eru þeir og önnur dýr friðuð.Þegar haglabyssan kom til sögunnar áárunum 1338 til 1480 var farið að

skjóta fasana. 1560 var það orðin vin -sæl afþreying enska aðalsins að skjótafasana á flugi með haglabyssu. 1847komu á markaðinn í Bretlandi léttarog þægilegar tvíhleypur sem sett voru ískot í staðinn fyrir að fram hlaða, ogmá segja að frá þeim tíma hafi fasana -veiðarnar lítið sem ekkert breyst.Fasaninn var einkar vinsæl veiði bráð.Markgreifinn af Ripon sem var frægurskotveiðimaður, en hann fæddist 1867og lést 1923, skaut 556.813 fugla yfirævina en þar af voru 250.000 fasanar.

Fasaninn er frekar auðveld bráð. Enhann kýs fremur að ganga eðahlaupa en fljúga. Karlfuglinn eyðir aðmeðaltali 80% af tíma sínum í að éta,3% til að líta í kringum sig og vera áverði og 12% af tíma sínum í ver hanní að ganga um. Áður en varptíminnhefst og fyrstu daga varptímans ferhins vegar 60% tímans í að vera áverði, 25% tímans í að éta og 10%tímans í að ganga um. Karlfuglinntryggir sér hænu og varpsvæði á vorin,óðal sitt ver hann með mikilli hörku.Iðulega er haninn með fleiri en einahænu í takinu, vitað er um karlfuglsem var með 25 hænur á sínu svæði.Fasana hænan liggur í um 25 daga áhreiðr inu. Utan varptímans haldakven- og karlfuglarnir sig út af fyrir sigí hópum. Í Bretlandi og í flestumlöndum Evrópu er fasaninn rekinnupp og hann látinn fljúga yfir veiði -mann inn. Veiðarnar ganga þannigfyrir sig að 20 upprekstrarmenn gangakerfis bundið hlið við hlið yfir akra,opin svæði og trjáþyrpingar og rekafugl inn upp, hann reynir að fljúga yfirí næsta skóg og er því þá þannig komiðfyrir að veiðimennirnir, yfirleitt 6 tals -ins, eru í fluglínu fuglanna. Yfirleitt erengin hámarksveiði í Bret landi eða íöðrum löndum Evrópu. Í Banda ríkj -un um er annar háttur hafð -ur á veiðunum. Í fyrsta lagi •

25

Fagrit um skotveiðar og útivist

BRÁÐ INN I SA FNAÐ SAMAN

Page 26: 2000, 6.árg

er veiðitíminn mun styttri þar, hann erað vísu misjafnlega langur í hinumýmsu fylkjum, aðeins má skjóta nokkrafugla. Algengt er að hver veiðimaðurmegi skjóta 3 fugla á dag, í sumumfylkjum jafnvel færri, og þá aðeinskarl fugla. Skipulag veiðanna er einnigallt annað í Bandaríkjunum en íEvrópu. Í Bandaríkjunum og Kanadaganga veiðimennirnir um svæðin ogreka fuglana upp, oftast með aðstoðhunda. Veiðimaðurinn þarf því að veraviðbragðs fljótur. Í Evrópu fljúga fasan -arn ir yfir skyttuna en í Bandaríkjunumfrá henni. Í Evrópu stendur skyttanyfir leitt í skógarrjóðri eða á vegi semligg ur í gegnum skóg eða trjá þyrp -ingu. Skyttan hefur því mjög stuttantíma til að koma skoti á fuglinn. ÍBanda ríkjunum flýgur fasaninn yfir -leitt frekar stutt fyrst eftir að hann errekinn upp, veiðimaðurinn fær því oftannað tækifæri til að koma skoti áfuglinn. Hins vegar fljúga fasanarniryfir leitt mjög lágt og iðulega innan um

runnagróður og tré, það er því oftbýsna erfitt að koma á þá skoti. Í Bret -landi hafa fasanarnir verið að þyngjastá undanförnum árum. Karlfuglinn erum 1.5 kg og kvenfuglinn um 1 kg.Fugl arn ir fljúga því hægar og eru þvíauðveldari bráð. Fasanræktendur eruþví að reyna að rækta léttari fugla oghraðfleygari. Hafa þeir meðal annarsflutt inn fasanaegg frá Svíþjóð ogFinnlandi til Bretlands í þeim tilgangi.

REYNS LUSAGA

Ritari þessara lína hefur átt þess kostað stunda fasanaveiðar, einkum íFrakklandi. Veiðarnar þar stóðu í einndag. Við veiddum aðallega fasana eneinnig hringdúfur, skógarsnípur, akur -hænur, kanínur, dádýr og villisvín.Veiði mennirnir mættu til veiða íefnismiklum jakkafötum með bindi ogí stígvélum. Veiðarnar voru mjög velskipulagðar og var veitt frá morgni til

kvölds. Um kvöldið var veiðidýrumraðað smekklega upp og hornleikarilék á veiðihorn stef fyrir hverja dýra -teg und sem hafði verið felld. Þetta ergert til að heiðra minningu dýranna oger mjög gamall siður í Evrópu. Aðþessu loknu var sest að borðum ogveiði mennirnir og makar þeirra áttufrá bæra stund saman. Á Írlandi eru,eins og í Bretlandi, aðeins skotnirfasanar en að öðru leyti eru veiðarnareins og í Frakklandi. Í Bandaríkjunummá segja að veiðarnar séu líkari þvísem við eigum að venjast hér á Íslandi

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

BEÐ IÐ E F T I R UPPR EKS TR I NUM Á AKR I

Page 27: 2000, 6.árg

og þá á ég við rjúpnaveiðar í kjarri. Þarsem aðeins má skjóta 1-3 fugla á dager veiðiferðin oftast aðeins hluti úrdegi, sjaldnast lengri en hálfur dagur. ÍBanda ríkjunum er hins vegar svomikið úrval af ýmis konar veiðibráð aðoftast er hægt að stunda veiðar ínokkra daga. Vonlaust er að bera sam -an fasanaveiðar í Banda ríkj un um ogEvrópu annars vegar og svo á Íslandihins vegar. Hér á landi eru veiði dýrinfá en náttúran stórbrotin. Hver tegundveiða hefur sína töfra og fasana veiðar íEvrópu eru svo sannar lega skemmtileglífsreynsla vegna þess að þær eru svoallt öðru vísi en við eigum að venjast.Þær standa á svo göml um merg ogheillandi er að kynn ast þessum gömlusiðum og venj um við veiðarnar. Venjurog siðfræði vant ar oft hér en viðþyrftum svo sannar lega að temja okkurslíkt. Í því sam bandi mætti nefnavirðingu við bráð ina og háttvísi við

veiðarnar. Í Banda ríkj un um eru mögu -leik arnir svo marg ir og náttúran fjöl -

breytt. Þar eru veiðarnar einn ig velskipu lagðar og banda rískir veiði menneinstaklega góðir veiði félagar og fúsirtil að miðla öðr um af reynslu sinni.Það er því þrosk andi en umfram alltskemmtileg lífs reynsla að stunda fas -ana veiðar, og raun ar allar veiðar, er -lend is. Fasana veið arnar eru hægt aðstunda í flestum nágrannalöndum okk -ar og þær eru alls ekki svo dýrar. Von -andi er þess þó ekki langt að bíða aðvið getum farið að stunda fasana veiðarhér á landi. Þó verður að fara aðmikilli gát við inn flutn ing nýrra dýra.Vitað er að í Bret landi er stór fasana -stofn, sem hald ið er uppi með slepp -ing um, og er hann ábyrg ur að nokkruleyti fyrir hruni akur hænustofnsins.Fasaninn fóstrar sótt kveikju sem erbráðdrepandi fyrir akurhænur en ekkifasanann.

S IGMAR B . HAUKSSON

Haglaskot afbur›amannaflurfa a› standast margar kröfur

ÍVAR ERLENDSSONPatriot haglaskotin eru

tvímælalaust bestu haglaskot á marka›num í dag.

ALFRE‹ K. KARLSSONGó› skot, gott ver›.

GUNNAR SIGUR‹SSONHla› skotin eru löngu búin a›

sanna sig vi› íslenskar a›stæ›ur.

SVEINN INGIMARSSONHla› skotin hafa alltaf reynst mér

vel og í dag vei›i ég eingöngu me› Patriot.

HREIMUR GAR‹ARSSONSameina allt sem gó›

haglaskot flurfa a› hafa.

fiORBJÖRN JENSSONSkotin mín flurfa a› vera örugg og

fless vegna nota ég Hla› skot.

HELGI ÖRN FREDERIKSENHla› skotin eru gó›ur kostur í vei›ifer›ina.

GUNNAR SIGUR‹SSONReynsla mín af Patriot er mjög gó›

og flau standa bestu amerískuskotunum jafnfætis.

SÉRVERSLUN SKOTVEI‹IMANNABíldshöf›i 12, Rvk. Sími 567 5333 fax 567 5313Árgötu 14, Húsavík. Sími 464 1009 fax 464 2309

Patriot haglaskoti› byggir á skothylki ogforhla›i sem hanna› er af Baschieri &Pellagri me› Gordom System dempurum.fieir draga úr höggi, auka hra›a og haldanákvæmni flegar skoti› er nota›. Skotin erufyllt Diamond höglum me› pú›ri frá Boforsog ná 1265 feta hra›a á sekúndu. fiettakunna gó›ir vei›imenn a› meta.

Fagrit um skotveiðar og útivist

FYRS T I F A SAN I HAUS T S I N S

Page 28: 2000, 6.árg
Page 29: 2000, 6.árg

Ekki er þó víst að allir skotveiði -menn geri sér grein fyrir því í hvaðupp lýsingar þær sem þeir láta í té nýt -ast og því ætla ég að gera í stuttu máligrein fyrir því hér. Ég ætla þó að ein -skorða mig að mestu við gæsa rann -sókn ir Náttúrufræði stofn un ar þó svoað vissulega eigi þetta líka við umrannsóknir á öðrum tegundum

Framlag skotveiðimanna til gæsa -rann sókna hér á landi er einkumþrenns konar, veiðiskýrslur, skil ámerkjum og sýnataka úr afla.

Skil á veiðiskýrslum hófust hér álandi með tilkomu laga um verndfriðun og veiðar á villtum fuglum ogspendýrum sem tóku gildi 1994 og varveiðiskýrslum fyrst skilað fyrir árið1995. Segja má að við þetta hafi orðiðþáttaskil í þekkingu okkar á veiði.Áður hafði verið byggt á ágiskunumum umfang veiðinnar. Upplýsingarum veiðiálag, sem nú fást með veiði -tölun um, eru grundvallar upplýsingarsem nauðsynlegar eru vilji menn stýraveiði og fá einhverjar hug -mynd ir um áhrif veiða á •

29

Gæsarannsóknirog skotveiðimenn

ARNÓR ÞÓR I R S IG FÚS SON

Fagrit um skotveiðar og útivist

RANNSÓKNIR Á

VE IÐ IDÝRUM BYGGJA

MEÐAL ANNARS Á GÓÐRI

SAM V INNU V IÐ VE IÐ IMENN

OG HAFA RANNSÓKNIR

NÁTT ÚRU FRÆÐISTOFNUNAR

ÍSLANDS Á GÆSUM NOT IÐ

GÓÐS AF ÞE IRR I

SAMVINNU.

MYND : JÓHANN ÓL I H I LMARSSON

Page 30: 2000, 6.árg

stofna. Nú höfum við senn upplýs ing -ar um veiði hér á landi fyrir 5 ár, eneinmitt með því að líta á veiðitölur yfirnokkurra ára tímabil, frekar en einstökár, förum við að sjá mynstur sem getagefið okkur vísbendingar um áhrifveiða. Stundum eru veiðitölurnar næreinu upplýsingarnar sem við höfumum hugsanleg áhrif veiða en í öðrumtil fellum höfum við aðrar upplýsingarsem auðvelda okkur mat á áhrifumveiða. Sé dæmi tekið af gæsastofn un -um þá erum við svo lánsöm að þarhefur verið fylgst með stofn breyt ing -um þeirra með talningum á vetrar -stöðv um á Bretlandseyjum, og þvíhægt að skoða veiðitölurnar í sam -hengi við taln ingarnar og aðrar upp -lýsingar. Í þeim tilfellum þar sem viðhöf um litla sem enga vitneskju umstofna aðrar er veiði tölur, s.s. umstofn stærð eða reglu bundnar mælingará stofnvísitölu, þá geta veiðitölurnargefið okkur vís bend ingar um þróunstofns ins. Hér þarf þó að hafa í hugaað menn gefa sér þá oft forsendur semekki þurfa endi lega að vera réttar.Þannig að þegar veiðtölur eru eina vís -bend ingin þá þarf að gæta varúðar.Ein af þeim for sendum sem menn gefasér oftast í þessum tilfellum er aðveiðiálag sé stöð ugt sem þarf þó ekkiað vera. En að því gefnu að forsendurokkar um stöð ugt, veiðiálag standist þámá almennt álykta út frá veiðitölum aðfari veiði minnkandi þá sé það tilmarks um að stofninn sé á niðurleið,en ef veiði eykst þá sé stofninn stækk -andi. Sé veiði stöðug þá getur það ver -ið til marks um að stofninn sé stöð ug -ur og veiðar hafi lítil áhrif, eða þá aðstofninn nái að bregðast við veiðinnimeð aukinni framleiðslu. Dæmi umþetta má sjá hjá rjúpu stofn inum enveiði hefur farið vaxandi þar eftir þvísem talningar segja okkur að stofninn

sé á uppleið, en búast mávið að þar sem hámarki hafi

víðast verið náð þá fari að draga úrrjúpna aflan um næstu árin. Ef veiði -tölur grá gæsa og heiðagæsa eru skoð -að ar þau fjögur ár sem nú liggja fyrir(1. tafla) sést að stöðug aukning hefur

orðið á heiðagæsaveiðinni, en meirisveiflur hafa orðið í grágæsaveiðinniog munar þar mest um mikla veiði1997. Ef þetta er skoðað í samhengivið þróun stofns ins (1. mynd) sést að á

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

30

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

243

99

320

153

436

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

145681 1241 916 24

39

1178

336

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Heiðagæs

Grágæs

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

HeiðagæsGrágæs

1950

1951

1952

1953

1954

1955

1956

1957

1958

1959

1960

1961

1962

1963

1964

1965

1966

1967

1968

1969

1970

1971

1972

1973

1974

1975

1976

1977

1978

1979

1980

1981

1982

1983

1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

243

99

320

153

436

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

145681 1241 916 24

39

1178

336

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Heiðagæs

Grágæs

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

HeiðagæsGrágæs

1950

1951

1952

1953

1954

1955

1956

1957

1958

1959

1960

1961

1962

1963

1964

1965

1966

1967

1968

1969

1970

1971

1972

1973

1974

1975

1976

1977

1978

1979

1980

1981

1982

1983

1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

19981 MYND . STO FNS TÆRÐ GRÁGÆSA OG HE I ÐAGÆSA AÐ HAUS T I Á BRE T LANDSEY JUM .

BYGGT Á GÖGNUM FRÁ WI LD FOWL & WET LANDS TRUS T (WWT) .

2 MYND . H LU T FA L L UNGRA GRÁGÆSA OG HE I ÐAGÆSA Í A F LA . SÝND ERU 95% ÖRYGG I SMÖRK HLU T FA L L S I N S .

1 . TA F LA

V E I Ð I Á GRÁGÆSUM OG HE IÐAGÆSUM

1995 1996 1997 1998

GRÁGÆS 35 .350 37 .657 41 .028 37 .289

HE IÐAGÆS 10 .695 12 .182 14 .639 15 .222

BYGGT Á VE I Ð I DAGBÓK VE IÐ I S T JÓRAEMBÆTT I S I N S 2000 (B JARN I PÁ L S SON R I T S T J . 2000 )

Page 31: 2000, 6.árg
Page 32: 2000, 6.árg

þessu tíma bili hefur grágæsin veriðnokkuð stöð ug miðað við fyrri ár, ogsama má segja um heiðagæsina. Viðfyrstu sýn ætti þessi aukning á veiði úrheiðagæsa stofn inum að gefa okkurvísbendingu um stækkandi stofn mið -að við það sem á undan er sagt, entaln ingar gefa það samt ekki til kynna.Þarna getur tvennt komið til. Annarsvegar að sókn í heiða gæs hafi aukisteða hins vegar það að veiðiálagið semer um 5% sé það lítið að það skiptiengu máli. Þeir sem þekkja til gæsa -veiða hér á landi telja almennt að sókní heiðagæs sé vaxandi meðal íslenskra

veiðimanna þannig að fyrriskýringin gæti vel átt við

hér, og þar með er forsendan um stöð -uga sókn röng og álykt unin um vax -andi stofn því einnig röng.

Oft er spurt hvort eitthvað sé aðmarka veiðiskýrslur þar sem eitt -

hvað geti verið um að menn segi ósatteða trassi að skila skýrslum. Vissulegaeru veiðiskýrslurnar ekki 100% réttarog eitthvað er örugglega um að menngefi upp ranga veiði. Sú forsenda semmenn gefa sér er að óvissan í veiði -skýrsl unum sé svipuð milli ára, þannigað hægt er að nota þær engu að síður.Einnig væri hægt að mæla veiði meðfleiri aðferðum og bera saman viðskýrsl urnar til að fá hugmynd um áreið -

an leika þeirra. Þetta er gert t.d. í refa-og minkaveiðinni þar sem greidd eruverðlaun fyrir veiði, og samkvæmt Veiði - stjóraembættinu þá bendir sam an burð -ur á þessum gögnum til að veiði skýrslurséu nokkuð réttar (Áki Ármann Jónsson,munnl. upplýsingar) og að íslensk irskot veiðimenn séu að segja rétt frá.

Skil á merkjum er annað mikilvægtframlag skotveiðimanna og al -menn ings til rannsókna á fugla stofn -um. Það liggur í hlutarins eðli aðskotveiðimenn eru líklegri en aðrir aðkomast yfir merkta fugla þar sem þeirhandleika almennt fleiri fugla enflestir, og einnig er nokkuð um aðveiði fuglar séu merktir. Tilgangurmerk inga á fugl um er fyrst og fremstsá að komast að því hvert fuglarnirfara og einnig að reikna út dánartíðnifugla. Mat á dánar tíðni er mikilvægurþáttur í rannóknum á veiðidýrum.Leið bein ing ar um hvað gera skuli viðmerki er að finna í veiðidagbók Veiði -stjóra embættisins 2000 á blaðsíðum40-41 og vil ég hvetja veiðimenn til aðkynna sér þær og skila merkjum semþeir kunna að ná til Náttúru fræði stofn - unar Íslands, hvort sem um ís lensk eðaerlend merki er að ræða. Nátt úru fræði -stofnun sendir síð an þeim sem skila innmerkjum upp lýsingar til baka ummerkingu fuglsins.

Aðstoð veiðimanna við öflun sýna afveiðidýrum er ómetanlegt framlag,og í mörgum tilfellum er slík sýna -öflun óframkvæmanleg án aðstoðarþeirra. Undanfarin ár hafa margirveiði menn aðstoðað við rannsóknirNáttúrufræðistofnunar Íslands á gæs -um, öndum og rjúpum, með því aðsenda inn vængi af þeim fuglum semþeir veiða. Þá útveguðu veiðimenneinnig innyflasýni úr grágæsum tilsalmon ellurannsókna og er skemmstfrá því að segja að þau voru öll hrein.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

32

3 MYND . H LU T FA L L UNGRA GRÁGÆSA Í A F LA OG Á VE TRARS TÖÐVUM Á

BRE T LANDSEY JUM (GÖGN FRÁ WWT) . SÝNAS TÆRÐ ER INN I Í S Ú LUNUM .

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

243

99

320

153

436

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

145681 1241 916 24

39

1178

336

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Heiðagæs

Grágæs

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

HeiðagæsGrágæs

1950

1951

1952

1953

1954

1955

1956

1957

1958

1959

1960

1961

1962

1963

1964

1965

1966

1967

1968

1969

1970

1971

1972

1973

1974

1975

1976

1977

1978

1979

1980

1981

1982

1983

1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

243

99

320

153

436

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

Ungar í veiðiUngar á Bretlandseyjum

145681 1241 916 24

39

1178

336

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Heiðagæs

Grágæs

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

HeiðagæsGrágæs

1950

1951

1952

1953

1954

1955

1956

1957

1958

1959

1960

1961

1962

1963

1964

1965

1966

1967

1968

1969

1970

1971

1972

1973

1974

1975

1976

1977

1978

1979

1980

1981

1982

1983

1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

4 MYND . H LU T FA L L UNGRA HE I ÐAGÆSA Í A F LA OG Á VE TRARS TÖÐVUM Á

BRE T LANDSEY JUM (GÖGN FRÁ WWT) . SÝNAS TÆRÐ ER INN I Í S Ú LUNUM .

Page 33: 2000, 6.árg

Tilgangurinn með söfnun vængja erað aldursgreina fugla úr veiðinni.Á vængjum gæsa og anda má sjá hvortum er að ræða unga frá sumrinu eðaeldri fugl, en ekki er hægt að greinaaldurinn frekar. Á gæsum er stuðst viðlögun og lit á vængþökum. Væng þök -ur ungana eru ávalar til endanna en áfullorðnum fuglum eru þær þver stýfð -ar. Þá eru litaskil milli jaðra og megin -hluta vængþakanna greinilegri á full -orðn um gæsum en á ungum. Við ald -urs- og kyngreiningu andavængja erstuðst við ýmsar gerðir vængfjaðra oger greining þeirra flóknari.

Breytileiki í hlutfalli unga í veiði ereinn af tveimur mælikvörðum semvið höfum til að meta varpárangurgæsanna. Hin aðferðin er að aldurs -greina gæsir á færi að hausti þegarþekkja má ungana frá fullorðnum fugl -

um, en þessari aðferð hefur verið beittlengi á vetrarstöðvum gæsanna á Bret -lands eyjum og hér á landi á seinniárum. Eins og sjá má á 2. mynd þá erbreytileiki í ungahlutfalli hjá grá gæs -um ekki mikill og sveiflast í kringum40%. Ungahlutfall hjá heiðagæs vartæp 30% frá 1995 - �97, en 1998 hækk -ar það skyndilega og verður svip að oghjá grágæsinni, eða kringum 40%. Efungahlutfall í veiði er borið saman viðungahlutfall á vetrar stöðv um á Bret -lands eyjum (3. mynd & 4. mynd) séstað það er talsvert lægra á vetrar stöðv -un um, eða allt að helmingi lægra.Þetta bendir til þess að meiri lík ur séuá að ungar lendi í veiðinni en ful lorðn -ir fuglar, og því verður unga hlutfall íveiði hærra en er raun verulega í stofn -in um. Báðar mæliað ferð ir sýna þósömu tilhneigingar, þ.e. að þegar unga - hlutfall í veiði hækkar eða lækkar þá

gerist það sama í stofninum á vetrar -stöðv unum. Ástæður þess að ungarlenda frekar í veið inni en fullorðnirgeta verið annarsvegar af því að veiði -menn séu að velja ungana frekar, eðahinsvegar að ungarnir séu líklegri tilað verða á vegi skotveiðimannsins enfullorðnir fuglar. Ég tel ólíklegt aðfyrri skýringin eigi við því þegar gæsireru skotnar á flugi þá er mjög erfittfyrir veiðimanninn að velja ungana úrhópnum vegna erfiðleika á greiningu,og vegna þess hve tíminn sem veiði -mað urinn hefur er stuttur. Mögulegter þó að velja úr unga ef gæsir eruskotnar með riffli með góðum kíki.Hitt er líklegri skýring að ungarnirverði frekar á vegi veiðimannsins. Þargetur bæði komið til reynsluleysi ung -anna, og svo hitt að fjölskylduhóparlendi frekar í veiði en geldfuglahópar.Fjölskylduhópar hafa samkvæmt

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 34: 2000, 6.árg

reynslu minni tilhneigingutil að vera minni en geld -fugla hópar, og það eralmennt viðurkennt meðalveiði manna að auðveldaraer að tæla litla hópa meðgervigæsum og flautum enstóra. Ef rétt er myndi þaðleiða til þess að hærrahlutfall unga væri í veiðinnien í stofninum.

Upplýsingar úr veiðiskýrslum ogtaln ingum á vetrarstöðvum, að við - bættum hlutföllum í veiði og í stofni,verða notaðar við gerð stofnlíkansfyrir gæsirnar, og einnig dánartíðnisem reiknuð verður út frá merkingum.Því má sjá að framlag veiðimanna tilþessara rannsókna er verulegt og góðsamvinna milli veiðimanna og vís inda -manna leiðir til betri upplýsinga umveiðistofnana. Það er veiðimönnum íhag að til séu sem fyllstar upplýsingarum ástand veiðistofna og áhrif veiða áþá til þess að tryggja megi að nýtingþeirra sé innan þeirra marka semstofnarnir þola. Ef rannsóknir leiða íljós að stofn sé ofnýttur þá þarf aðgrípa til aðgerða til að draga úr nýt -

ingu sem fyrst. Þá er mikilvægt aðskot veiðimenn taki slíku vel og vinnimeð yfirvöldum. Ég hef áður bent áað veiðiálag á grágæsastofninn sé ofmikið og að fyrr en seinna þurfi aðgrípa til aðgerða til að draga úr veið -inni (Arnór Þ. Sigfússon 1998 og1999). Aftur á móti virðist veiðiálag áheiðagæs enn vera innan þeirra markasem stofninn þolir, þó að veiði skýrslurbendi til að nokkur aukning hafi orðiðá heiðagæsaveiði.

Ég vil að lokum hvetja veiðimenn tiláframhaldandi samstarfs við rann -sóknir á veiðidýrum. Aðeins lítið brotaf veiðimönnum senda inn vængi ogværi vel þegið að fá gæsa- og anda -vængi frá fleirum. Sérstaklega vantarmeira af vængjum af öndum, blesgæs -

um og helsingjum, og auð vit -að einnig af grá- og heiðagæs -um. Þeir sem vilja láta okkurfá vængi geta komið með þá áNáttúru fræðistofnun eða sentþá í pósti á Náttúru fræði -stofn un Íslands að Hlemmi 3,pósthólf 5320, 125 Reykjavík.Einnig geta menn haft sam -band símleiðis í 562 9822 og

getum við þá oft komið og aldurs -greint fuglana á staðnum ef um nokk -uð magn er að ræða, þó einungis á stórReykja víkursvæðinu. Sendið einungisannan vænginn af hverjum fugli ogalltaf vængi sömu megin, t.d. hægrivæng. Ekki pakka vængjunum í plastþví þeir mygla og úldna fljótt í plasti,setjið þá frekar í pappakassa eða inn íbréf. Þó verður að setja þá í plast efþeir eru sendir í pósti svo pakkinnlykti ekki, en slíkt er ekki vinsælt ípósthúsum.

HE IM I LD I R

ARNÓR Þ . S I G FÚS SON 1998 . GÆS I R , Á S TAND OG

HORFUR . SKOTV Í S 4 (1 ) , B L S . 11 -18 .

ARNÓR Þ . S I G FÚS SON 1999 . ÞÚSUND GÆS I R .SKOTV Í S 5 (1 ) , B L S . 76 -77 .

B JARN I PÁ L S SON 2000 . VE I Ð I DAGBÓK 2000 ,B JARN I PÁ L S SON R I S T J . V E I Ð I S T JÓRAEMBÆTT I Ð

2000 . B L S . 29 .

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 35: 2000, 6.árg

Það var á árbakkanum sem Margrétsegist hafa lært að meta gildi úti -veru og návistar við ósnortna náttúru.Margrét var ekki nema 11-12 áragömul þegar hún fór sjálf að veiða ástöng og beitti maðki til að byrja með.„Það var stórkostleg reynsla þegar égveiddi Maríulaxinn í Hrútafjarðará, 13ára gömul. Hann var ekkert smáræði,nýgenginn 17 punda lax. Þetta varðmjög kröftug og skemmtileg viðureigní rigningu og roki, sannarlega kol vit -lausu veðri. Ég var óttaleg písl á þess -um árum, ekkert mikið stærri ogþyngri en laxinn! Þó vildi ég endilegaþreyta hann sjálf og var með hann þartil ég landaði honum. Lengi á eftir varég með strengi í handleggjunum. Satt

að segja þá hef ég aldrei veitt stærrilax.“

Margrét beitir ekki lengur maðki,heldur veiðir eingöngu á flugu.

„Nú þakka ég mínum sæla að þurfaekki lengur að hugsa um maðkinn.Mér þótti alltaf svolítið hvimleitt aðkafa ofan í maðkaboxið og beita, þóttég hafi aldrei vílað það fyrir mér.Flugu veiðin er miklu skemmtilegri;mað ur er í nánara sambandi við fisk -inn.“ Í fluguveiðinni notarMargrét alltaf tvíhendu,

Útivist með tilgangiVIÐTA L V I Ð MARGRÉ T I KR I S T JÖNU SVERR I SDÓT TUR

Fagrit um skotveiðar og útivist

MARGRÉT KR IST JANASVERR IS DÓTT IR ER VARA -Þ INGMAÐUR OG FRAM -KVÆMDA ST JÓR I FR JÁLS -

LYNDA FLOKKS INS .MARGRÉT I ER VE IÐ I -

MENNSKAN Í BLÓÐ BORINOG STUNDAR HÚN STANG -VE IÐ I OG SKOTVE IÐ I JÖFN -UM HÖNDUM. HENNI ÞYK IR

HÚN VERA MEЄHE ILBR IGÐA VE IÐ IDELLU“ ,ENDA AL IN UPP V IÐ STANG -VE IÐAR OG SKOTVE IÐARSEM EÐL I LEGAN ÞÁTT T I L -VERUNNAR. MARGRÉT ER

FÉLAGI Í SKOTV ÍS . •

35

„ÉG MYNDI BÆÐI LÝSA LAXVEIÐ I OG SKOTVEIÐ I SEMÚTIV IST MEÐ TILGANGI . ÞETTA ER VINNA OG

ÁREYNSLA SVO MAÐUR VERÐUR LÍKAMLEGA ALVEGUPPGEF INN . ÞAÐ FYLGIR ÞV Í ÁKVEÐIN VELL ÍÐAN ,“

SEGIR MARGRÉT K. SVERRISDÓTT IR .

LJÓSMYND/RAGNAR AXELSSON

Page 36: 2000, 6.árg

hún telur að það sé betri kostur eneinhendan. Tvíhendan sé átakalaust ogskemmtilegt veiðitæki sem auðveldiveiði manninum að kasta, ekki síst efeitthvað blæs eða vötnin eru breið.

KLAKVE I Ð I N SK EMMT I L EGUS T

Stangveiðin á sína föstu daga á daga -tali Margrétar, líkt og skotveiðin.Hún segist yfirleitt fara í opnunina íHrútafjarðará í byrjun júlí, í einhverjaaðra á einu sinni á góðum tíma og svoundir lok veiðitímans aftur í Hrúta -fjarðará. Þótt oftast sé sóst eftir laxi þásegist Margrét einnig hafa gaman af aðrenna fyrir sjóbleikju, t.d. í Hrúta -fjarð ará. Þar sé bleikjan væn, jafnvel

um fjögur pund. Klakveiðiner þó toppurinn á stang -

veiðinni. „Klakveiði á flugu er þaðskemmtilegasta sem ég geri. Þá verðurmaður að ná laxinum lifandi, gald ur -inn er að þreyta hann ekki of mikið,og koma honum í ker. Þetta geturorðið svo óstjórnlega skemmti legt.Það þurfa að vera tveir við þetta.Maður setur spriklandi laxinn í laxa -poka með vatni og svo hlaupum viðmeð hann á milli okkar í kerið.“

Margrét telur að klakveiðin hafigert hana hliðholla sleppingum á

veiddum fiski. Í klakveiðinni sleppirhún til dæmis hængum, ef þeirra erekki þörf vegna klaksins. Þegar agniðer lítil fluga og fiskurinn ekki úrvindaeftir átökin telur Margrét að hannverði fljótt jafngóður eftir slepp ing -una.

RJÚPNAVEIÐI Í FÖSTUM SKORÐUM

Stangveiðin var einskonar undirbún -ing ur að skotveiðinni í lífi Mar -grét ar. Hún segist fara þrjá til fjórarjúpna túra á hverju hausti og eru þeir íföst um skorðum. Ferðafélagarnir alltafþeir sömu, faðir Margrétar, SverrirHermanns son, og eiginmaður hennar,Pétur Sævald Hilmarsson, ásamtBarða Friðrikssyni, vini Sverris.„Pabbi hefur farið á skytterí frá því égman eftir mér. Einhvern tímann bauðhann okkur hjónunum með og eftirþessa fyrstu skotveiðiferð mína fann égað þetta var alveg sniðið fyrir mig.Mig hafði hreinlega vantað þetta! Éghafði verið í útivist allt árið, í stang -veið inni á sumrin og á skíðum á vetr -um, en þarna var komin þessi stór kost -lega vetrarútivist. Svona líka ofboðs -lega skemmtileg. Ég myndi bæði lýsalaxveiði og skotveiði sem útivist meðtilgangi. Þetta er vinna og áreynsla svomaður verður líkamlega alveg upp gef -inn. Það fylgir því ákveðin vellíðan.“

Margrét segist ekki hafa beinlínisverið kornung þegar töfrar

skotveiðanna lukust svo eftirminnilegaupp fyrir henni. Þótt hún væri ekki þákomin með skotvopnaleyfi fékk hún aðprófa að hleypa af. Þegar hún varð 35ára fékk hún byssu að gjöf frá föðursínum. „Það var engin spurning að þávar ég orðin smituð afskotveiðibakteríunni. Pabbi vildi að égfengi alveg eins byssu og hann átti svoég eignaðist Brno, yfir-undirtvíhleypu.“ Margrét fór að sjálfsögðu áskotvopnanámskeið og aflaði sérskotvopnaleyfis áður en byssan varðformlega hennar.

E IG I N BÚNAÐUR

Margrét segir að það hafi veriðmikilvægur áfangi að eignast

eigin byssu. Henni þykir það skiptaöllu fyrir konur í skotveiði, líkt ogstangveiði, að nota sinn eigin búnað.„Þegar ég fer á árbakkann þá er égmeð mínar stangir, mínar flugur ogeigin búnað að öllu leyti. Mér finnst ofmikið af því að konur ætlist til þess aðþeim sé rétt tilbúin stöng til veiða. Égheld að þannig fái þær ekkiraunverulega áhuga á veiðinni. Það erverst fyrir þær sjálfar.“

Enn sem komið er hefur Margréteinungis stundað skotveiði á rjúpu.Hún segist hafa mikla unun af aðganga til fjalla og ímyndar sér að biðineftir gæsinni gæti átt illa við sig. Þósegist hún gjarnan vilja prófa að fara ígæs og á svartfugl.

EN HVAR ER GENGIÐ TIL RJÚPNA?

„Pabbi er ákaflega vanafastur ogvið förum alltaf á Snæfellsnesog veiðum meðal annars í landi sem

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

36

MARGRÉT MEÐ 15 PUNDA LAX SEM HÚN VEIDD I ÍHRÚTAFJARÐARÁ . ÞAR FÉKK HÚN EINN IG S INN FYRSTA LAXAÐEINS 13 ÁRA GÖMUL . SÁ VAR 17 PUND OG STÆRST I LAX

SEM MARGRÉT HEFUR VEITT T IL ÞESSA .

LJÓSMYND/PÉTUR SÆVALD HILMARSSON

Page 37: 2000, 6.árg

Skotveiðibúnaður

Steyr rifflar

Gervigæsir

Gerviendur

Haglabyssur:Germanica

FairBaikal

Mossberg

Byssutöskur:Harðar ogmjúkar

Black Arrow:Feluúlpa(4 í einni)

• Camofatnaður• Haglabyssur• Rifflar og skotfæri• Leirdúfur• Gevigæsir og -endur í

úrvali• Skotbelti• Gerberhnífar og

fjölnotatangir• Sjónaukar• Byssutöskur• Varmafatnaður• Hreinsisett/Outers• Bakpokar• Camovöðlur• Gjafavörur• Felunet• Pokar f. gervigæsir• Húfur, vettlingar ofl.

ofl.

Gerber:Hnífar og fjölnotatangir

Haglaskotfrá Hull

Sportbúð Títan ehf.Seljavegur 2 / Héðinshús

101 ReykjavíkS: 511 1650/551 6080

Page 38: 2000, 6.árg

vinir okkar eiga hlut í. Eins höfum viðfarið í Borgarfjörð og Hrútafjörð. Mérfinnst það hluti af þessu að fara ákunnug legar slóðir. Þá veit maðurhvar fuglinn heldur sig.“

SÉRS TÖK SK I LN I NGARV I T

Það er föst regla ár hvert að fara ífyrsta rjúpnaleiðangurinn þann 14.október til að geta verið í fjallinu íbirt ingu þess 15. þegar veiðitíminnhefst. Svo hafa þau yfirleitt farið einaferð í nóvember og aftur í desember.Margrét og Pétur hafa nýlega festkaup á gömlu húsi vestur á fjörðum oghenni þykir líklegt að eitthvað verðigengið til rjúpna þar.

„Maður nýtir einhver sérstökskilningarvit á veiðum,“ segir

Margrét. „Það er yndislegt að vera einmeð sjálfri sér. Heyra ekkert nemaeigin andardrátt og marrið í snjónumundir skónum. Ég legg áherslu á aðþetta er útivist með tilgangi og aflinner aukaatriði. Við veiðum bara í hátíð -ar matinn, 15-20 rjúpur, og ekkert um -fram það. Mér þykir ákaflega mikil -vægt að við gætum hófs í umgengnivið þessa auðlind. Það er ómetanlegtað fá að veiða villt dýr án mikilla opin -berra afskipta. Þannig vil ég fá að hafaþað í lengstu lög. Ég verð alltaf svo -lítið miður mín þegar menn eru aðgera út á þetta og er lítið hrifin afatvinnu mennsku í sportveiðum. Það ermikilvægt að gæta hófs í þessu eins ogöðru.“

Margrét segir að samvera stórfjöl -skyld unnar við laxveiðarnar og

eins skotveiðihópsins sé stór hluti af

ánægjunni. Ekki spillir heldur sákjarn mikli veislukostur sem Sverrirreiðir gjarnan fram í veiðiferðum.„Mat ur inn hans pabba er verulegt til -hlökk unarefni. Það er til dæmis fáttbetra eftir átta tíma göngu á fjöllum ensígildir réttir á borð við saltkjöt ogbaunir, svínarifjasteik eða saltkjöts -rönd.“

KLAUFASÖGUR OG VE IÐ ISÖGUR

Aðspurð segist Margrét ekki hafalent í neinum ævintýrum á fjöllumen segir að af sér séu aðallega sagðarklaufasögur. Hún er beðin um dæmi.

„Einu sinni var ég að gangameðfram árgili, þar sem oft errjúpa. En það getur verið erfitt aðkoma auga á hana, því hún á gott með

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 39: 2000, 6.árg

að leynast þarna. Svo sé ég tværrjúpur handan við gilið, töluvert langtí burtu. Ég hugsaði með mér að ef égfæri varlega gæti ég náð þeim báðum.Ég vandaði mig alveg rosalega við aðmiða og hleypti af. Heldurðu að þærfljúgi ekki og fleiri til! Það bókstaflegalyftist heill hópur og fór. Ég varð svomiður mín að hafa ekki hitt þrátt fyrirað hafa vandað mig svo vel. Sú hugs -un gerðist áleitin að það væri best aðhætta þessu brölti! Ég hlyti að verameð sjónskekkju – sem ég reyndar er– þetta gengi ekki. Ég væri vonlausskytta. Áfram gekk ég með gilinu,heldur niðurlút og í dapurlegumþönk um. Nokkru síðar flaug mér íhug að það væri aldrei að vita nemarjúpur hefðu sest aftur á þennan ágætastað og fer til baka. Heldur þú aðbáðar rjúpurnar mínar liggi þá ekkieins og pakkaðar saman á gil botn -inum. Þá hafði ég hitt en ekki séðþegar þær ultu niður, vegna hinnasem flugu upp. Ég fékk því rjúpurnarog sjálfstraustið að auki.“

Í ANNAÐ SK I P T I T V Í V E I DD I

MARGRÉ T SÖMU R JÚPUNA .

„Það var ofsalega kalt og ég var íbrekku ofan við djúpan hyl. Íhylnum var hringiða og hann hafðiekki lagt. Þarna skaut ég rjúpu semrúllaði niður brekkuna og út í hylinn.Ég varð ekki mjög kát við það.Klöngraðist niður að hylnum þar semrjúpan flaut í hringiðunni. Þetta varvarhugavert því ísinn þynntist eftir þvísem utar dró. Ég ákvað að skríða ámaganum og rjúpan ýmist nálgaðisteða fjarlægðist eftir því sem hringiðanbar hana hring eftir hring. Það vargremjulegt að þegar hún var næst mérmunaði svo litlu að ég næði henni ogsvo þaut hún í burtu. Ég hugsaði aðum síðir myndi blotna í fiðrinu og þáværi hún töpuð.

Pabbi hafði kennt mér að vera alltafmeð snærisspotta í vasanum, þaðgæti komið sér vel. Mér varð hugsaðtil spottans og reyndi nú að danglameð honum í rjúpuna til að freistaþess að ná henni. Það er ekkert meðþað að í þessum brunakulda frausspottinn og varð eins og prik. Eftir aðhann var orðinn sannkallað klakabandgat ég rétt náð til rjúpunnar og varmjög ánægð.“

Aðspurð um annan öryggisbúnaðen snærisspotta segir Margrét aðþau séu með GPS-staðsetningartæki,hún sé alltaf með áttavita um hálsinn,dagblöð í bakpokanum, orkuríkt nesti,plastpoka og hvaðeina annað. Venju -lega ganga þau þannig að þau sjáihvert til annars.

E IG I NMAÐUR INN E LDAR

Margrét og Pétur eiga tvö börn,Kristján 13 ára og Eddu 11 ára.

Börnin hafa verið með í laxveiðinnifrá unga aldri og Edda er farin aðhnýta flugur. Ef laust verða þau tekinmeð á rjúpu þegar aldur leyfir. „Égheld að Kristján hafi verið tveggjamánaða þegar hann fór í fyrsta lax -veiði túrinn og ég var kasólétt af Edduað veiða úti í á.“ Margrét telur aðkonur, ekki síst með lítil börn, þurfiað vera ákveðn ar og fylgnar sér ef þærætli að stunda veiðar af alvöru. Sjálfsegist hún alltaf hafa tekiðmorgunvaktirnar, meðan börnin vorulítil, og nýtt tím ann á meðan þausváfu.

Þegar heim er komið úr veiði gerireiginmaðurinn alltaf að rjúpunniog hjónin skiptast á um að gera aðfiskinum. „Það tilheyrir að eigin mað -ur inn sjái alveg um rjúpuna, geri aðog eldi. Ég er alin upp við það. Pabbi

sá alltaf alveg um rjúpurnar og viðhöfum það eins. Ég legg á borðið.“

Rjúpan er alltaf elduð að hefð -bundn um vestfirskum hætti.Margrét segir vestfirska leyndar dóm -inn vera að láta hana hanga nógulengi, lágmark 5-6 vikur. Þykir hennirjúpan ákaflega ljúffeng svo vel hang -in. Í matseldinni er rjúpan fyllt meðeplum og sveskjum og steikt eftirkúnstar innar reglum á aðfangadag.

HVAR MÁ OG HVAR EKK I ?

Margrét segir að sér svíði árvissumræða um týndar rjúpna -

skyttur og að þær séu alltafað láta leita að sér.

Fagrit um skotveiðar og útivist

39

ÞAÐ GE TUR OF T V ER I Ð KA L SAMT Í S TANGVE I Ð I NN I , E KK I

S Í ÐUR EN Í S KOTV E I Ð I NN I . MYND IN ER T EK I N Í S E P T EMBER

OG AUGL JÓS L EGA FAR IÐ AÐ KU LA .

L JÓSMYND /PÉ TUR SÆVALD H I LMARSSON

Page 40: 2000, 6.árg

„Það ganga um tíu þúsund mannstil rjúpna og flestir á sama tíma,því þeim er gert að gera það. Auðvitaðgetur alltaf eitthvað farið úrskeiðis,enda er þetta útivist á fjöllum og allraveðra von. Svo man ég eftir að ein-hverjir fjallgöngugarpar týndust og varfagnað eins og þjóðhetjum þegar þeirsneru til byggða. Gefið GPS-tæki oghvaðeina. Ég er hrædd um að við tök -urnar hefðu orðið aðrar hefðu þeirverið með byssur um öxl.“

Margét segir að sér sé minnisstætthvað henni þótti óljóst að loknu

skotvopnanámskeiði hvar mætti skjótaog hvar ekki. „Ég er hundeigandi ogþetta er svipað. Líkt og maður hafigert eitthvað af sér! Hvar má vera oghvar ekki?“

En hvað með möguleika þéttbýlisbúatil veiða, þeirra sem lítið eða ekkerttilkall eiga til hálendisins og afrétta?

„Ég var mjög mikið á mótihálendislögunum,“ segir Mar -grét. „Í raun var verið að afhendafámennum hrepp um stærsta hlutalandsins til ráð stöfunar. Það má ef tilvill líkja þessu dálítið við kvótann ísjónum.“

Margrét telur það hafa verið mjögaf hinu góða að skotveiðimenn

fengu að stunda veiðar á nokkrumríkisjörðum. Þó hafi þetta verið fáarjarðir og ef til vill ekki allar mjögfreistandi kostir. „Það er ákaflegadýrmætt að mega stunda þessa íþrótt.Við eigum stórkostlegt land og þessvegna vil ég mjög gjarnan sjá þettasport þrífast. Ég held að land búnaða -ráðherra geti látið til sín taka í þessumefnum. Hann hefur verið að tala umað afhenda ríkisjarðir til skógræktar.Hugsanlega mætti sameina þetta aðeinhverju leyti. Annars get ég nefnt aðég hef verulegar áhyggjur af því hvaðmér finnst íslenska birkið eiga undirhögg að sækja. Ég óttast að ef skóg -

ræktar félög fá ríkisjarðir þá verði þaðlitla birki, sem þar er, kæft í greni -trjám. Mér finnst þurfa að hlúa aðbirkinu, enda er það rjúpnasvæði.

Mér finnst afar mikilvægt að þegarvið veiðimenn fáum ívilnanir á

borð við veiðar á ríkisjörðum, aðumgengnin verði til fyrirmyndar. Viðþurfum að gæta þess sérstaklega vel aðganga vel um landið, því það er hverttilefni notað til að gagnrýna okkur.Það þarf ekki nema einn gikk í hverriverstöð til að eyðileggja fyrir öllumhinum.“

MEIRA F É T I L RANNSÓKNA

Skógrækt breytir landslagi og land -gæðum. Margrét telur að rann -sókna sé þörf á því hvort skógræktinþrengi til dæmis að kjörlendi rjúpna.Hún er fylgjandi því að skógrækt, líktog aðrar meiri háttar framkvæmdir, séháð umhverfismati.

Aukið skóglendi skapar aðstæðursem gætu gert nýjum dýra teg und -um kleift að lifa hér. Er Margréthlynnt innflutningi, t.d. skógarfuglasem síðar gætu bæst á lista veiðifugla?

„Ég tel að það þurfi að fara mjögvarlega í þeim efnum. Við höf -um slæma reynslu af innflutningi ádýr um, sem átti að vera í lagi, en reynd -ist ekki svo. Minkurinn er nær tæktdæmi. Við höfum líka séð slys verða ífiskeldi. Reyndar eru menn komnirmeð fashana fyrir austan og ég játa aðmér þótti spennandi að frétta af því.“

Stundum ber á góma að aflétta ættifriðun á sumum mófuglum áhaustin, t.d. lóu og hrossagauk, endaséu þessir fuglar veiddir í nálægumlöndum. Er Margrét sömu skoðunar?

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

LJÓSMYND/PÉTUR SÆVALD HILMARSSON BÖRN MARGRÉTAR OG PÉTURS , KRISTJÁN (T.V. ) OG EDDA ,VE IÐA BÆÐI Á STÖNG. HÉR ERU ÞAU AÐ LOKNUM GÓÐUM

DEGI Í HRÚTAF IRÐ I MEÐ 5 LAXA OG 9 BLE IKJUR .

40

Page 41: 2000, 6.árg

„Nei, ég er ekki spennt fyrir því.Ég er hrædd um að ef leyfð

yrði veiði á hrossagauk þá létu mennekki þar við sitja.“

Ísumar var gefin út ný reglugerð umhreindýraveiðar. Við lestur hennarsegist Margrét hafa veitt athygliskipan hreindýraráðs. Það mætti velendurskoða hana, til dæmis með því aðveita fulltrúa veiðimanna aðild. Einsþykir henni sérkennilegt að náist ekkikvóti á veiðitíma eigi arður af fram -halds veiðum að renna til hrein dýra -ráðs. Það þykir henni geta verið óþarf -lega mikill hvati fyrir ráðið til að eltastvið kvótann. Nær hefði verið að látaþá peninga renna óskipta til rann -sókna. Margrét segist vera hlynnt þvíað meira opinberu fé verði veitt til

rann sókna á villtum dýrum.Hún telur ágætt að fé úrveiðikortasjóði hafi farið tilrannsókna, en það þurfimeira til.

TEX T I : GUÐN I E I NARS SON

Fagrit um skotveiðar og útivist

LJÓSMYND/RAGNAR AXELSSON

„PABBI V ILD I AÐ ÉG FENGI ALVEGEINS BYSSU OG HANN ÁTTI SVO ÉG

EIGNAÐIST BRNO, YF IR -UNDIRTVÍHLEYPU ,“ SEGIR MARGRÉT K.

SVERRISDÓTT IR . HÚN LEGGURÁHERSLU Á AÐ KONUR EIG I S INN

E IG IN VE IÐ IBÚNAÐ .

Page 42: 2000, 6.árg

Bjarnaveiðar! Þetta hljómaði óneit -an lega spennandi. Ekki síst hjáokkur Íslendingum sem höfum mestfiðurfénað til veiða. Ég er búinn aðvera á kafi í þessu hefðbunda, gæsa -veið um, svartfugli, önd og rjúpu oglangaði virkilega í tilbreytingu. Hrein -dýr höfum við en ég hef alltaf settverð ið fyrir mig, svo eru þetta hálf -gerðar beljur sem hafa aldrei heill aðmig sem veiðimann, ekki nógu mat sjó!En að skjóta skógarbjörn hljóm ar alltöðruvísi, ég og björninn! Já, þetta erég til í!

Málið var það að Jói byssusmiður,félagi minn í Byssuvinafélaginu,

ætlaði með nokkrum öðrum á svart -björn og bauð mér að koma með, ensvo kom í ljós að ekki var pláss svo égafskrifaði þetta í bili. Nokkrum dög umsíðar var ég að keyra Bílds höfð ann ogsá þá nokkra af félögum mínum íByssu vinafélaginu fyrir utan Hlað, svoég sneri við. Eftir smá spjall um veiðarí Afríku rek ég augun í lítið blað uppi ávegg, en þar er Ásgeir nokkur Heiðarað auglýsa laust pláss á svart bjarna -veið ar í Kanada. Þetta eru örlög, hugs -aði ég, mér er ætlað að fara þessa ferð.Tvö símtöl við Ásgeir og ég var á för -um á svartbjarnaveiðar eftir tvo mán -uði, farið 16. maí í loftið.

Við hittumst í Leifsstöð nokkrirskot- og laxveiði menn. Já, þettavar í raun laxveiðiferð írosa lega öfluga á, en á sama

svæði voru bjarna veiðar. Ég og Ásgeirvorum þeir einu sem ætluðum aðskjóta, hinir voru lands kunnir lax veiði -menn. En slepp um slorinu, nóg af þvíí öðrum blöð um.

Við lentum í Halifax og eftir smá töfá vellinum lögðum við af stað ábílaleigubíl, en þetta er svona 7 tímaakstur. Svæðið heitir Matapedia og er íQuebec. Hvert sem litið var á leiðinnivar skógur, og þorpið sem við vorum ívar umlukið skógi á allar hliðar. Fyrstadaginn okkar á staðnum vorum viðstrax tilbúnir til veiða, en þær hefjastupp úr kl. 15:00 og standa fram írökkur. Þarna byrjaði að rökkva umátta leytið.

Satt að segja vissi ég ekkert um hverskonar veiðiskap ég var á leið út í,nema hvað ég var á beitu og átti aðbíða bjarnarins í trjástandi. Beitan vargamalt brauð og eitthvað fleira myglaðsem ég var ekkert að skoða frekar, ennóg var lyktin! Annað fékk ég að vita:Ekki hreyfa þig! Ekki segja orð! Ekkihósta! Ekki vera með rakspíra eðanýþvegið hár! Lyktarskyn bjarnarins errosalegt og heyrnin líka. Okey, þettaer ekkert mál, hugsaði ég. En að sitjahreyfinga laus í rúma 5 klukkutíma ermeira en að segja það. Svo voru þarna56 mosk ítóflugur að gera mér lífiðleitt, en ég var alla vega ekki einmana.Þið getið rétt ímyndað ykkur hvortmig hafi ekki hlakkað til að hittaleiðsögumanninn minn og spyrja hann

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

42

Svartbjarnaveiðarí KanadaHAUKUR SNORRASON

MYND: HAUKUR SNORRASON SVARTB JÖRN

Page 43: 2000, 6.árg

um allt sem snéri að veiðunum, en svokom hann og sagði: „Me little bitenglish…“, nú já hann talaði varla orðí ensku og ég ekki orð í frönsku. Flott!Þetta er reyndar frönsku mælandi hlutiKanada en flestir tala þó einhverjaensku með frönsk unni, en ekki leið -sögu maðurinn minn. Hann var ektahill billy með mikið yfir varaskegg ogók á slitnum picup. En karlinn reynd -ist hið mesta gæða blóð og okkur tókstað tjá okkur með einstaka orðum oghanda pati.

Fyrsta kvöldið mitt í trjástandinumvar vel hálfnað, ég að drepast í rass -inum eftir alla setuna en þorði ekki aðstanda upp, ef kvikindið skildi vera íná grenninu. Moskítóið herjaði á migaf ofurkappi og ég blótaði mér í sandog ösku fyrir að hafa ekki tekið vettl -inga með. Íkornarnir hlupu um alltfyrir neðan mig og alls konar fuglarlíka sem ég kunni engin deili á. Égþekkti þó einn fuglasönginn, skóga -þrestina.

Tíminn leið, hvar ertu helvískur?VOOOHH! Hvað var þetta???ÚOOOHHH! Nú fór pumpan af stað,en ekkert meir gerðist. Fyrsta kvöld -inu var lokið. Ég hafði heyrt í birni enengann séð. Mig grunar að hann hafifundið einhverja lykt. Nú heyrði ég ípicup druslunni nálgast. Leiðsögu -mað ur inn minn fór ekki langt, hannbeið í 1-2 km fjar lægð því ef hannheyrir skot þá er hann óðara kominn.„No bear ?“, spurði hann. Ég svara,„no bear“ .

Þegar við komum niður á hótel erÁsgeir Heiðar þegar kominn og ápallbílnum liggur gullfallegur björn.Helvískur, sá var ekki lengi að því,hugsaði ég. Þessi björn var sæmilegastór af kvendýri að vera eða um 5 fetfrá nefi til rófu. Ég ákvað á staðnum

að ná stærri birni en Heiðar sem stóðþarna glottandi og bauð mér sinn tilsölu. „Hva, heldurðu að það sé ekkileiðin legt að fara heim bjarnarlaus? Þúfærð þennan á 50 þúsund!“

Ég var því orðinn talsvert einbeitturdaginn eftir. Nú skyldi ég ná hon -um og stærri en Heiðars! Franski hillbillyinn var mættur klukkan þrjú ogvið lögðum af stað upp í fjöllin. Þettavar um 45 mínútna akstur, lengra oghærra en í gær. Mér líkaði það vel.Leiðsögumanninum tókst að segja mérað björn hefði verið á svæðinu og fariðí beituna. Já, nú líkaði mér við þetta!En um leið var ég minnugur þess aðAmeríkani var búinn að húka tæpaviku uppi í tré án þess að fá færi, enmér leið vel og ég var miklu meiratilbúinn heldur en kvöldið á und ansem hafði verið mitt fyrsta kvöld. Þaðvoru nefnilega ýmis hljóð í skóginumsem tók tíma að læra á, en ég var bú -inn að því núna og fann að ég var ídúnd ur stuði. „Þú færð engann björn,ha, ha,“ þessi ummæli fékk ég á Íslandiáður en ég fór, en nú skyldi sannaðfyrir þessum aumu fugla veiði mönn umað ég stend við stóru orðin. Ég fæ björn,

ég finn það á mér! Og nú sat ég þarnaaleinn uppi í tré með Winchest er inn(270cal) og beið. Skyldi hann koma?

Þrír tímar liðu og ekkert gerðistnema hvað ég upplifði spætu goggaí tréð undir mér, rattatatata! Þettahafði ég bara séð í sjónvarpinu, endjöfulsins hávaði, skyldi þetta fælabjörn inn? Einn og hálfur tími leið íviðbót og ég farinn að hata mosk ítóflugur, og enn gleymdi ég hönsk unum.Nú var aðeins farið að rökkva og éggott sem búinn að sætta mig viðbjarnar lausan dag, ég tók upp riffilinnog skoðaði í gegnum kíkinn íkornasem var að næla sér í brauð úr beit -unni, það var auðvelt að heyra í þeimþví skræln uð laufblöð frá því í fyrralágu um allt svo brakað í. Það var líkadottið á dúna logn.

En hvað var þetta!? Öflugt brak ílauf unum fyrir aftan mig! Þetta gatekki verið íkorni, ég var strax viss umað hér væri björninn kominn. Ég nán -ast hætti að anda og steingleymdimosk ító flugunum, sem nú nutu góðsaf. 10 mínútur liðu og brak -ið færðist nær en hætti að

Fagrit um skotveiðar og útivist

MYND : HAUKUR SNORRASON TR JÁS TANDUR INN OG L E I Ð SÖGUMAÐUR INN

43

Page 44: 2000, 6.árg

heyrast reglulega. Sá var tor trygg inn!Nú heyrði ég ekkert í skóginum nemaþrusk bjarnarins. Svo skyndilega birtistbjörninn, beint undir mér og stefndi ábeituna. Það kom mér á óvart að égvar alveg ískaldur, hjartað sló varla ogeinbeitnin var 100%. Nú birtist hannfyrir fram an mig og sneri þvert aðmér. Ég beið ekkert með þetta, settimiðið á framöxl dýrsins og hleypti af.Skothvellurinn berg málaði um allanskóg, og ég fann að adrenalínið flæddium allan líkam ann. Við skotið hentistbjörninn á bakið og spriklaði þar, égstóð upp og sendi aðra kúlu í bringunaá honum, þá tók hann ofsakipp oghljóp 10-15 metra og sneri sér í hringi.Þegar þarna var komið var ég ekkilengur ís kald ur, ég var ofsa æstur ogskalf og öskraði einhverja þvælu. Ég sánú að björn inn var ekkert að drepastog mér til mikillar skelf ingar tók hanná rás undan brekku inn í skóginn þartil hann hvarf mér sjónum. Var égbúinn að tapa honum?

Nú var farið að rökkvaenn meira og mér leist

bara ekkert á þetta. Leið -

sögu mað urinn minn kom nú og tókupp vasaljós. Hann byrjaði á því að leitaað blóðblettum, frá einu laufi til annars.Ég gekk við hlið hans og var tilbúinnmeð riffilinn. Að elta særðan björn inn

í þéttan skóg, og það í rökkri, var ekkibeinlínis óskastaða, eigin lega það semég hafði óttast mest. Ég fengi ekki færiá öðrum birni. Við paufuðumst áfram ígegnum skóginn, og leiðsögumaður -inn sýndi mér hvern ig blóðsletturnarfóru stækk andi og brosti hug hreyst -andi til mín. Áfram gengum við. Þaðtafði líka leitina að þurfa binda rauðardulur á trén svo við myndum rata tilbaka. Nú var alveg að koma myrkur,og ég sá að við gátum ekki staðið íþessu lengur. Björn inn gat allt einsverið rétt hjá okkur án þess við sæjumhann. En rétt í þessum hug renn ingumgreip leiðsögumaðurinn í mig og tók íspaðann á mér. „Look, the bear!!“

Já, þarna lá hann steindauður. Þvílíkgleðitilfinning sem hríslaðist ummig, þetta var æði! Ég var búinn aðskjóta fyrsta björninn minn! Leiðsögu -mað ur inn reif upp hnífinn og tók inn -an úr dýrinu meðan ég hélt á vasa ljós -

MYND : HAUKUR SNORRASON ÁSGE I R HE IÐAR OG BRÁÐ IN

HÖFUNDUR INN HAUKUR SNORRASON MEÐ B I RNU•

44

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 45: 2000, 6.árg
Page 46: 2000, 6.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

inu. Hann upplýsti mig um að þettaværi kvendýr, svona rúmlega meðal -stórt. Við bundum í birnuna og dróg -um hana á eftir okkur í bílinn. Þarskoð aði ég hana betur og sá að feldur -inn var mjög fallegur og alveg óskemmd -ur, en birnir eiga það til að klóra sérupp við tré og eyðileggja feldinn. Égfór fljótlega að gá hvort þessi væristærri en birna Ásgeirs, en sá að þessimyndi vera eitthvað aðeins minni.Síðar kom í ljós að hún fékk lungna -skot og var 4.7 fet frá nefi til rófu og

því 0,3 fetum minni en Heiðars björn.En mér var orðið alveg sama umsvona dillur, ég hafði gert það sem égkom til að gera. Túrinn hafði gengiðupp. Nú bíð ég bara eftir skinninusem verður með haus og klóm á, enég er þegar búinn að taka frá vegg -pláss í nýja ljósmyndastúdíóinu mínu,sem ég hef nefnt „Studio Black Bear“.

Ég get mælt með svona ferð viðhvern sem er enda þarf ekki ofurþekkingu á veiðum með riffli til, þó

auðvitað nýtist reynsla úr annari skot -veiði. Þessi fallega birna sem ég bíðnú eftir að fá til landsins var fyrstaspen dýrið sem ég veiði með riffli. Þarað auki er ferðin til Kanada, matur,gisting og bjarndýraleyfið lítið dýraraen að fara á hreindýr fyrir austan.

Eftir þennan túr er ég ákveðinn í aðfara á stærri björn næst. Sá næstiverður brown bear en hann er tals vertstærri og allt aðrar veiði aðferðirnotað ar við veiðar á honum.

Félagar í SKOTVÍS hafa löngumver ið þekktir fyrir góða veiði sið -fræði sem felst m.a. í því að bor iner virðing fyrir bráðinni. Virð inginer meðal annars fólg in í því aðmenn leggja mikið á sig til að verðabetri skyttur. Nú er gæsa vertíðin aðhefjast og því mál að draga framskotvopnin og skerpa hittnina.Nanoq mun leggja sitt afmörkunum og ríður á vaðið meðstófelldri verð lækk un á leirdúfumog leirdúfu skot um. Þessa getamenn vitjað í veiði deild okkar ogbjóðum við alla veiðimenn vel -komna í heim sókn.

Það má segja að Nanoq sjái umsína því að í versluninni er eittfullkomnasta viðgerðar- og við -halds verkstæði sem fyrir finnst hér álandi. Því er stjórnað ötul lega afAgnari Georg Guð jóns syni, semlöngum hefur ver ið kenndur viðByssusmiðju Agn ars. Ef einhverhefur velt því fyrir sér hvað varð afþeirri byssusmiðju þá heitir hún núByssusmiðja Nanoq. En þótt Agnarsé landskunnur fyrir byssu smíðarsínar, þá er hann sann kall aðurþúsundþjalasmiður og tekur sérallar mögulegar og ómögu leg arviðgerðir fyrir hend ur.

Page 47: 2000, 6.árg

Þegar SKOTVÍS auglýsti ferð tilMinnesota í okkar ágæta frétta -bréfi tók hjartað í okkur félögunum,allmikinn kipp. Það skildi sko ekkihenda annað árið í röð að við sætumheima. Enda varð sú raunin að þrír affjórum okkar sátu í makindum, í30.000 fetunum skömmu síðar, einsog sex ára strákar á leið í bíó í fyrstasinn. En einn okkar varð að sætta sigvið að skoðaði gólfefni niður á Ind -landi (og hefur enn ekki jafnað sig).

Eitt af því sem boðið var upp á íþessari frábæru ferð var fasana -veiði. Var verðinu stillt mjög í hóf, ogeigum við það trúlega okkar kraft -mikla formanni að þakka. Samt semáður voru það ekki nema 9 veiðimennsem skráðu sig á veiðar, af um 40 semvoru í ferðinni. Einhverjum hafði bor -ist til eyrna að það væri nú ekki mikiðvarið í þennan veiðiskap en við blés -um á þess konar fortölur og skellt umokkur. Og við urðum aldeilis ekkifyrir vonbrigðum.

Við vorum sóttir á hótelið um kl.9:30 um morguninn af Chad leið -sögu manni og ekið sem leið lá í að -stöðu hús „Minnesota horse and huntclub“, en þangað er um hálftíma akst -ur. Húsið þeirra er sérlega glæsilegtbjálkahús, búið hinum ýmsu þæg ind -um. Þar tók við málsverður, semkallast „brunch“, sem við töldum aðyrði léttur málsverður fyrir gönguna,

en reyndist vera hlaðborð sem sving -aði undan kræsingunum. Þannig aðþið sem farið á fasanaveiðar í vetur,slepp ið morgunmatnum! Eftir þettatók við skoðunarferð um skotsvæðið.Það er vægast sagt stórbrotið. Þar erhægt að „æfa“ sporting við allarmögu legar og ómögulegar aðstæður.Ég sé fyrir mér að í næstu ferð myndiég vilja eyða hálfum degi á þessusvæði. Að þessu loknu var ekið áveiðisvæðið.

Það var nánast rétt handan viðhornið. Þar voru maísakrar, kjarr -lendi, mýrar og skógur. Það var um 15

cm jafnfallinn snjór og hlýtt í veðri.Fasönunum, ásamt annarri bráð semþeir kalla „chucker partridge“ (eins -konar „stór dúfa“), er sleppt á svæðiðum 1 klst. áður en veiði hefst. Fjöldifugla er ákvarðaður af fjölda veiði -manna á svæðinu, en í okkar tilfellivar sleppt um 60 fuglum. Já, ég segisleppt. Það eitt sannfærði mig ennfrekar um það þvílík forréttindi þaðeru hér heima að geta veitt villta bráðí íslenskri náttúru. Okkur var skipt ítvo hópa, hvor með sinn leiðsögu -mann og veiðihund. Gengið var íeinfaldri röð og augun höfðá hundinum. Þegar hann

Frá Dalvíktil Minnesota

FASANAVE I ÐAR Í M INNESOTA

47

Fagrit um skotveiðar og útivist

FRÁ V IN S TR I : RÚNAR JÓNSSON REYK JAV Í K , FR I ÐR I K FR IÐR I K S SON DALV Í K , DANÉ L Þ . H I LMARSSON DALV Í K , SV E I NB JÖRN MÁSSON SE L FOS S I , HRA FNKE L L KAR L S SON ÖLFUS I , GUÐBRANDUR E INARS SON ÞORLÁKSHÖFN , KR I S T J ÁN ÞÓR JÓNSSON REYK JAV Í K , JÓN E INARS SON REYK JAV Í K OG ÁRN I FR I ÐR I K S SON FÁSKRÚÐS F I RÐ I .

Page 48: 2000, 6.árg

„tók stand“ felldi sá bráðina sem íbesta færinu var. Að fenginni reynsluteldi ég hæfilegt að 3-4 veiðimennværu um hvern hund við þessar veið -

ar. Eitt þótti mér einkennilegt aðþegar ég felldi fyrstu bráðina ogbeygði mig niður eftir tómu skot hylk -inu, af göml um vana, sagði leið -sögumaðurinn mér að láta það liggja,en ég þvertók fyrir það. Kannski eruíslenskir veiðimenn talsvert á undankollegum okkar í vestr inu varðanditómu skothylkin (vonandi). Veiðingekk aldeilis frábær lega og áður enyfir lauk lágu 47 fugl ar í valnum.

Að henni lokinni var ekið að veiði -húsið aftur og þar fengum við aðsmakka reyktan fasana ásamt Budmjöði.

Við vorum sælir og ánægðir veiði -menn irnir sem renndum í hlað áThunderbird Hotel þennan seinnipartog þökkuðum okkar frábæra leið sögu -manni Chad O. Freeman fyrir daginn.

Þeir sem eru á annað borð að hugsaum að fara í næstu ferð ættu ekkert aðhugsa mikið lengur heldur tryggja sérsæti hjá Hjördísi „okkar“ og skilyrðis -laust að festa sér fasanaveiði líka.

DAN I E L H I LMARSSON

P.s. Strákar, þið vinnið ykkur inn fulltaf punktum ef þið bjóðið konunummeð!

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

CHAD O FRE EMAN L E I Ð SÖGUMAÐUR

DAN Í E L H I LMARSSON OG FR IÐR I K FR IÐR I K S SON

Page 49: 2000, 6.árg

Umbo›sa›ili á Íslandi

Viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Remington Arms Co.

Page 50: 2000, 6.árg

Veiðieðlið er ótrúlegt, eitthver ár áttasem dregur menn út um víð an völlí hvernig veðri sem er. Vel skilj an legt afmörgum ef veðrið er gott, en þegarvarla er hundi út sigandi þá er erfiðarafyrir þá að skilja hvers vegna okkurveiði menn langar út. Við erum ekkiein göngu að fara upp til fjalla eðaniður í fjöru. Veiðieðlið sem svo mörgkarlmenni (og auðvita nokkrar konur)hafa, er svo sterkt að það dregur okkurút fyrir landsteinana. Ekki bara í stuttaveiði túra til Gænlands heldur út umall an heim. Á síðustu árum hefur þaðfærst ótrúlega mikið í vöxt aðmenn fara erlendis, og bara ásíðasta ári fóru margir Íslend -ingar til Afríku á villidýraveiðar.Nokkrir fóru til Póllands, aðrirtil Kanada og Bandaríkjannaásamt nokkrum öðrum löndum.Menn voru hissa að við færum tilfjalla hér á landi, en þetta er alls

ekki hægt að skilja,þessi árátta er undar -

leg í þeirra augum. Það hafa væntan -lega ver ið veiðmenn sem ákváðu á sín -um tíma að minnsta riffilkúla sem viðmætt um nota til veiða á hrein dýrumværi cal 243. Hreindýr eru frekar lítilog skot létt dýr sé miðað við mörg afstærri veiðidýrum erlendis. En þaðhafa varla verið veiðimenn eða -konursem tóku þá ákvörðun að við skyldumekki nota stærri kúlur en cal 30 þegarvið erum að veiða bæði hér og erlendis.Hver er ástæðan? Hún er einföld;þekkingar leysi og áhugaleysi á aðkynna sér mál ið, eða leita sérfræði að -

stoðar. Auðvitað getur cal 30 riffillverið nóg hér á landi en það er hannalls ekki við veiðar á mörg um dýrumerlendis. Svo lítil skot er í raun bannaðað nota til veiða á marg ar dýra tegund -ir. Ástæðan er ein föld. Kúlur þurfa aðvera bæði breiðari og þyngri heldur encal 30 til að geta unn ið hratt ogörugglega á mörgum stærri og hættu -legri dýrum. Aðstæður geta einnig ver -ið þannig að betra er að nota breiðarþung ar kúlur heldur en mjóar. Tak -mark anir geta verið nauð syn legar ámörg um hlutum en það er vissulega

óþarfi að hafa takmörk á stærðkúlu. Eðlilegt hefði verið að leyfaveiðmönnum að kaupa veiði rifflameð því caliberi sem þeir telja sigþurfa í hvert skipti. Auka síðanvið fræðslu í sam vinnu við skot -veiði félögin í land inu þannig aðveiðimenn geti valið veiðivopn afvisku en ekki vegna þrjósku.

Í VAR ER L ENDSSON

Veiðimaður

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

50

Veiðieðlið

T.V. : GUÐMUNDUR HERMANNSSON – HJARTAR HIND – PÓLLAND

OFAN: MARTEINN GUNNARSSON – IMPALA – AFRÍKA

T.H. : SIGÞÓR BRAGASON – ORIX – AFRÍKA

MART E I NN GUNNARSSON – SEBRA

Page 51: 2000, 6.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

E INAR HARALDSSON – HRE I NDÝR – Í S LAND

ÁRN I J ÁRNSM IÐUR – KRÓNH JÖR TUR – PÓL LAND KR I S T J ÁN V ÍDA L Í N OG JÓHANN V I LH JÁ LMSSON – TVE I R SVARTB I RN I R – KANADA

ÞÓRHAL LUR BORGARSSON – HRE I NDÝR – GRÆNLAND

ÁSGE I R GUÐMUNDSSON – WH I T E TA L E DEAR – USA

B IRG I R HAUKSSON – SPR INGBUK – AFR Í KAÍ VAR EL ENDSSON – TVÖ V I L L I S V Í N – PÓL LAND

ÍVAR EL ENDSSON – HRE I NDÝR – Í S LANDB I RG I R HAUKSSON – KUDU – AFR Í KA

Page 52: 2000, 6.árg

ÍBretlandi eru starfandi nokkrir hóp -ar áhugafólks sem hafa það á stefnu -skrá sinni að allar veiðar verði bann að -ar og er þá bæði átt við skot- og stang -veið ar. Einkum er þessum svokölluðunátt úruverndarsinnum uppsigað viðskot veiðimenn. Þeir telja það siðlaustað villt dýr séu veidd og það séómann úðlegt að skjóta dýr úti í nátt -úr unni. Þá telja þessi samtök að skot -veiðar hóti hreinlega tilvist ýmissa dýra -tegunda. Skotveiðimenn hafa reynt að

verja sig þessum árásum enþað er svo sannarlega ekki

létt verk þar sem þessi samtök hlustaekki á nein rök, allra síst vísindaleg.Þessi öfga- og hatursfullu umhverfis -verndar sinnar hika ekki við að ljúga ogfalsa staðreyndir. Við Íslendingar könn -umst mætavel við þessi vinnubrögðsem ýmsir andstæðingar hvalveiða hafabeitt. Í raun hefur andstæðingum skot-og stangveiða orðið frekar lítið ágengtí baráttu sinni, en meðal aðgerða þess -ara hópa er að brjótast inn í minkabúog sleppa aliminkum út í villta nátt úr -una. Veiðimenn hafa hins vegar safnaðgríðarlegum fjárhæðum sem runnið

hafa til náttúruverndarmála. Í því sam -bandi mætti nefna endurvinnslu vot -lendis og annars kjörlendis fyrir villtdýr og vísindarannsóknir. En hvaðskyldi nú vera helsta ógnunin við villtdýr? Eru það skotveiðimenn?

VE IÐAR MANNA OG DÝRA

Við megum ekki gleyma því að þaðeru ýmsir aðrir en maðurinn semveiða, mörg dýr lifa á veiðum. Þessidýr köllum við rándýr, alla vega sum

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Veiðar manna og dýra

52

L JÓSMYND : HAUKUR SNORRASON MINKUR RÆÐST Á Á L F T V I Ð Þ INGVAL LAVATN

Page 53: 2000, 6.árg

00 – 0100 – 01

Page 54: 2000, 6.árg

þeirra, en í flestum tilvikum er þaðrangnefni þar sem dýrin eru ekki aðræna neinu. Veiðarnar eru í nátt úru -legu eðli þeirra. Það er ekki fyrr enmaðurinn fer að ráðskast með nátt úr -una og reyna að aðlaga hana sínumþörfum að illa fer og dýr verða aðrándýrum. Í því sambandi mætti nefnainnflutning á villimink til Íslands á sín -um tíma. Minkurinn hefur haft meiriog afgerandi áhrif á íslenska náttúruen allar skotveiðar landsmanna fráupphafi. Breska skotveiðifélagið létkanna veiðar annarra „dýra“ enmannsins í Bretlandi. Niðurstöðurrannsóknarinnar voru m.a. birtar ítímaritinu Shooting Times. Greinin íblaðinu nefndist Mirror, mirror onthe wall, who’s the baddest of themall? Í könnuninni voru athugaðarveiðar 16 dýrategunda. Sum dýrannavoru mjög afkastamikil við veiðarnar,það sem kom þó mest á óvart var að

það dýr sem sló öll met við veiðarnarvar kisi, gamli góði heimiliskötturinn.Breskir kettir drepa árlega 250milljónir fugla og annarra dýra.

ÓGNUN IN M IK LA

Dýrunum stafar þó ekki mesta hætt -an af veiðum manna og dýra. Þaðeru margir ógnvaldar sem eru munhættu legri og einn þeirra er bíllinn.Rann sóknir í Svíþjóð sýna að þar ílandi verða 500.000 - 1.000.000 fuglarfyrir bíl árlega og drepast. Þá verðaum 250.000 - 500.000 ýmissa smádýrafyrir bíl. Í því sambandi mætti nefnabrodd gelti, héra, kanínur, íkorna ogrefi. Við þessar tölur bætast svo stærridýr eins og elgir og hirtir. T.d. er vitaðað 25.000 hérar, 40.000 kanínur og20.000 fasanar eru drepin árlega íumferðinni í Svíþjóð. Þetta eru helm -

ingi fleiri dýr en eru árlega skotin afveiði mönnum. Helsta ógnunin viðvillta fugla í Ástralíu er gríðarlegtskóg ar högg, einn af hverjum fimmfugl um er í útrýmingarhættu vegnaþess. Áætlað er að 71/2 milljón fugladrepist árlega vegna skógarhöggsinsog talið er að hvorki fleiri né færri en25 fuglategundir hafi dáið út vegnaþess. Nútíma tækni og óstjórnleggræðgi mannsins er því helsta ógnuninvið villt dýr - ekki veiðar.

VE IÐ IMENN - S TÖNDUM VÖRÐ

UM NÁT TÚRUNA

Það er skylda allra veiðimanna aðvernda náttúruna eins vel og kosturer. Vitaskuld viljum við nýta hana ogvið viljum að þeir dýrastofnar sem viðveiðum úr séu sterkir og hraustir. Öllviljum við getað stundað veiðar úti í

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

JEPPABREYTINGAR,VIÐGERÐIR OG VARAHLUTIRJEPPABREYTINGAR,VIÐGERÐIR OG VARAHLUTIR

Page 55: 2000, 6.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

náttúrunni um ókomin ár.Reynsla erlendis frá hefur sýntokkur að ýmis mannanna verkgeta haft hörmulegar afleið -ing ar og hafa hreinlega orðiðtil þess að villtir dýrastofnarhafa hrunið. Iðulega eru þess -ar um deildu framkvæmdirsagð ar gerðar til að skapaatvinnu og auka hagsæld.Íslensk náttúra er viðkvæm,þess vegna verð um við aðkanna vel hvað allt rask ínáttúrunni hefur á villt dýr.Þetta á við um allar fram -kvæmd ir, svo sem lagninguvega, rafmagnslína, gerð uppi -stöðu lóna, jarðgangna og ekkisíst áhrif mengandi efna semsleppt er út í náttúruna. Meðsam stilltu átaki þjóðarinnartókst að bjarga Eyjabökkumfrá eyðileggingu. Nú eru fyrir -hug aðar miklar breytingar á

vinnslu kísilkúrs úr Mývatni.Mývatnssvæðið er einstakt ánorðurhveli jarðar og ef vist -væn um eiginleikum þess erbreytt þá er verið að breytafyrir bæri sem ekki er til annarsstaðar í veröldinni. Gísli MárGíslason prófessor hefur bentá að í raun sé Mývatn anda -verks miðja Evrópu. Sá fjöldiandar unga sem kemst á leggvið Mývatn samsvarar fjöldaþeirra andarunga sem lifir af íallri norðanverðri Skandina -víu. Þess vegna koma fyrir -hug aðar framkvæmdir í Mý -vatni okkur skotveiðimönnumvið. Nauðsynlegt er að fá úrþví skorið hvaða áhrif fyrir -huguð kísilgúrvinnsla úr Mý -vatni muni hafa á fuglalífið.

S IGMAR B . HAUKSSON

formaður SKOTVÍS

BRESK I R K E T T I R DR EPA ÁR L EGA 250 .000 .000 FUG LA OG ANNARRA DÝRA

Page 56: 2000, 6.árg

Ég er á leið á veiðar. Hvað er hægtað hugsa sér það betra, kannski efþað stytti upp og það yrði stjörnu -bjart ur himinn. Í riffiltöskunni er égmeð góðan sjónauka úr áli. Hér áðurfyrr voru sjónaukar framleiddir úrkop ar, síðan úr stáli og nú mest úr áli.Sjónaukar úr áli voru fyrst framleiddiraf Carl Zeiss árið 1933. Í dag er álmest notaða efni í sjónaukahús, ekkibara hjá Carl Zeiss heldur flestumfram leiðendum í heiminum. Kostirnireru augljósir. Álblandan er léttara efni,stöðugra og sterkara, ásamt því aðryðga ekki, en það getur gerst þegarlakkhúðin er farin að rispast eða eyðastaf eftir margra ára notkun. Í dag eruallir Carl Zeiss riffilsjónaukar búnir tilúr hágæða flugvélaáli, þ.e. þeir erufræstir út úr massívri álstöng. Stönginer nálægt 2700 g þegar hún er sett íalsjálfvirka CNC fræsivél og í þremurstigum er hún fræst niður í 240 g.

Þetta er þá þyngd hússins ásjónaukanum með festi -

skinnu, en það er aðeins léttara efnotaðir eru festihringir.

VATNSÞ É T TUR

Jeppanum er lagt utan vegar, langtfrá veiðistað. Úff, en sú rigning, éger að taka upp Sako riffilinn cal 308.Er ég held á sjónaukanum og er aðsmella honum í festinguna verður mér

hugs að til þess að þrátt fyrir úrhellisrign ing una þurfi ég ekki að óttastregnið. Allir betri sjónaukar semframleiddir eru í dag eru vatnsþéttirog eiga að þola regn og slagveður. Íframleiðslu er sjónaukinn fylltur meðnitrogen gasi með yfirþrýstingi til aðvarna því að raki komist inn í hann. Aðsjálf sögðu á að reyna að verja sjónaukafyrir vatni og ryki, en þeir eiga samt aðþola öll veður og hitastig allt frá -40°Ctil +70°C.

Búnaðurinn er kominn í bakpokannog hann á bakið, riffillinn erhengd ur á öxlina og gengið af stað í áttað veiðistaðnum. Þetta eru nokkurhundr uð metrar og meðan á göngunnistend ur hættir að rigna. Ég er kominnað staðnum þar sem ég ætla að liggjafyrir. Þetta er lítil hæð í um hundraðmetra fjarlægð frá ætinu. Ætið varborið út fyrir nokkrum vikum ogrefurinn hefur verið að ganga í þaðundanfarið. Ég breiði úr þunnri dýn -

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

56

Sjónaukinn

FRAMLE I Ð S LU F ER L I Z E I S S S JÓNAUKA MEÐ F E S T I S POR I . 1 . ÓUNN IÐ E FN I 2700 GR . , 2 . 420 GR . ,

3 . 260 GR . , 4 . 240 GR .

Page 57: 2000, 6.árg

unni til að liggja á og geri allt klárt.Er ég prufa að miða í átt að ætinu þásé ég að það þarf að þurrka nokkraregndropa af framlinsunni.

FRAML IN SAN

F ramlinsustærð er oftast mæld ímillimetrum og táknar þá tölunasem síðar er nefnd í stækkun sjón -auka. Til dæmis 3-12 x 56 eða 8 x 56.Fimmtíu og sex er þá þvermál fram -linsu sjónaukans mælt í millimetrum.Ekki skiptir máli hvar í heiminumsjón aukinn er framleiddur, þessi talaer alltaf gefin upp í millimetrum. Þessitala gefur hugmynd um hve mikið ljósgetur farið inn í sjón aukann. Auðvitaðskiptir máli hvernig á að nota sjón -aukann, en í venjulegri dagsbirtu ernóg að hafa framlinsu 20 mm stóra.Aftur á móti ef skotið er í birtingu,eða ef eitthvað er farið að skyggja oglíða á kvöld, þá er betra að geta notaðallt það ljós sem til staðar er, en þaðgerir maður með stórri framlinsu.

B iðin er löng og það er aðeins fariðað rökkva. Ekkert hefur gerst enn.Ég er að vona að fyrsti refurinn komisnemma svo ekki verði orðið mjögrökkvað. Það er alltaf betra að getaskotið í góðri birtu. Því miður verðurmér ekki að ósk minni í þetta sinn svoað nú er ekki um annað að gera enreyna að skjóta í rökkrinu, ef þáeitthvað kemur til að skjóta á.

RÖKKURTALAN EÐA

HÚMTALAN

Fyrst ég er byrjaður að hugsa um aðskjóta eða nota sjónauka í litlu ljósier auðvitað nauðsynlegt að skoðahúmtöluna. Þetta er talan sem gefur

okkur hugmynd um hverjir mögu leik -arn ir eru að sjá í myrkri með sjón auk -an um. Talan er fundin með því aðtaka kvaðratrót af stærð framlinsu,marg faldaðri með stækkun sjón auk -ans. Reiknum þessa tölu út fyrir tvosjónauka og athugum muninn. Með8x56 sjónauka er talan 21.1. Húmtal -an verður aftur á móti 16.0 með 8x32sjónauka. Þetta þýðir í raun að væri égá skytteríi að kvöldi til og sæi ref á211 metra færi með 8x56 sjónauka þáþyrfti hann að vera kominn í 160metra færi til þes að hægt væri að sjáhann, jafnvel með 8x 32 sjónauka. Erþá gert ráð fyrir að báðir sjónaukarséu með jafn góð gler. Einnig er hægtað segja að ég sjái myndina af refnumum 30% bjartari með 8x56 sjón auk -an um ef horft er á sama færi á hannmeð báðum sjónaukum. Þetta gerirþað að verkum að þegar skyggja tekurá kvöldin er hægt að nota sjónaukameð háa húmtölu lengur fram eftirkvöldi.

Þegar bornir eru saman sjónaukarfrá mismunandi framleiðendum,t.d. sjónauki frá þeim besta Carl ZeissDiavari VM 3-12x56, og annar frá t.d.Reits 3-12x56, þá eru báðir með sömuhúmtölu. Nokkuð öruggt er að þaðsem menn sjá er mis mikið eða misbjart. Þar sem húmtalan er einungisútreiknuð stærð getur birtan samtverið mismunandi vegna ýmissa þátta.Þetta er vegna mismunandi gler teg -unda, gæða glers og þess að húðunglerjanna er ekki sú sama.

HÚÐUN GL ER JANNA

Þegar ég þerraði regndropana afframlinsunni þá passaði ég vel aðrispa ekki hina sérstöku ljósfjólubláuhúð á linsunni. Allir sjónaukar semframleiddir eru í dag eru með sérstaka

húð á glerjunum. Húðin er í raunmörg lög af efnablöndum, sem gerirþað að verkum að ljós sem fellur áglerið endurspeglast ekki heldur fer ígegn. Húðin minnkar ekki baraljóstapið, heldur eykur hún einnigskerpu og litir verða eðlilegir. Þar semaugu okkar mannanna verða næmarifyrir bláum litum þegar birta minnkarer húðun glerjanna miðuð við að auka

bláa ljósmagnið til þess að við sjáumbetur í myrkri.

L JÓSOP IÐ

R efurinn styggðist þegar ég skiptimilli sjónauka til að athuga hversuvel og illa hann sæist í mismunandisjónaukategundum. Nú þarf ég aðliggja og bíða lengur. Myrkrið færistnú alveg yfir og tungl veður í skýjum.Stærð ljósopsins á sjónaukanum hefurþýðingu í svona aðstæðum. Myndinsem við sjáum kemur í gegnum sjón -auk ann í þessari stærð og fellur á sjón -himn una. Stærð ljósopsins er reiknuðút með því að deila með stækkunsjón aukans upp í stærð framlinsunnar.8x56 sjónauki hefur þannig ljósop uppá 7mm í þvermál. Þetta er sama stærðog ljósopið getur orðiðstærst hjá flestum •

57

L JÓS F LÆÐ I ZE I S S T* S JÓNAUKA

BOR IÐ SAMAN V IÐ L JÓSNÆM I AUGANS .

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 58: 2000, 6.árg

mönnum. Þess vegna er aðeins hægtað nýta háa húmtölu ef stærðljósopsins er mikil. Ef tekið er dæmimeð 30x60 spotter sjónauka meðhúmtölu upp á 42.4 og ljósop upp á 2mm þá berst allt of lítil og dökk myndá sjón himn una til þess að við getumgreint hvað þar er.

E r ég legg frá mér spotterinn, og tekSako riffilinn í hendina, hugsa égmeð mér að það gæti verið gaman efég næði fallegum ref til að flá hann ogspýta skinnið. Ég er með tvær tegund -ir af Norma skotum í vasanum.Norma Orix með blýoddi og NormaJaktmatch sem er með heilum oddi, enþað er sérlega hentugt fyrir fugla ogsmádýr.

Ég opna lásinn varlega og sé að réttaskotið er í lásnum, Norma Jakt -match, þannig að honum er lokaðhægt aftur til að gera sem minnstanhávaða. Er ég skrúfa niður stækkuninaá Zeissinum úr 12x stækkun þá sé éghvar mórauð tófa kemur inn í sjón -svið ið. Hún stendur grafkyrr, hefurkannski verið þar eitthvern tíma.

S JÓNSV IÐ I Ð

S jónsviðið erþað svæðisem sést ísjónaukanum íhvert sinn. Þaðer oftast mælt í

breidd svæðis ins í metrum miðað við100 m færi. Sjónsvið er mis mun andieftir fram leiðendum, og er upp bygg -ing sjónaukans ásamt stækkun þeirþættir sem hafa mest áhrif á stærðþess. Ekki er hægt að reikna beint útstærð sjónsviðsins út frá stækkun ogstærð framlinsu. Sjónsvið riffil sjón auk -ans sem ég nota, Zeiss Diavari 3-12x56, er til dæmis 3.5 metrar á 12xstækkun en fer í 12.5 metra við 3xstækkun miðað við 100m færi. Þaðsem er mikilvægt í góðum sjónauka erað myndin sé skýr. Sumir fram leið -endur hafa fórnað skerpu í jaðrinum tilað geta haft stórt sjónsvið, og jafnvelgeta komið spegilmyndir í jaðarinn, enhvort tveggja er mjög slæmt.

Hér vantar ekki skerpu í jöðrunumþar sem lágfótan ber í dökkan bak -

grunninn. En bíðum við, krossinn séstekki vel þar sem hann er svartur ogber í mórauttdýrið. Ég hafðieinmitt hugsað tilþess þegar égverslaði sjón -aukann að ég gætieitthvern tímanlent í svona

erfiðum aðstæðum. Nú kom það sérvel að geta rennt hendinni fram ogkveikt rauða ljósið í sigtis kross inum.

KROSS I NN

Upplýstur kross eða hluti af honumer búnaður sem hægt er að fá á

sumum sjónaukum. Hann virkarþannig á Zeiss sjónaukum að takka áhlið eða toppi sjónaukans er snúið tilað kveikja og stilla styrk ljóssins,þannig að það passi við bakgrunn ogbirtuskilyrði. Þetta er vissulega mikillkostur í lítilli birtu.

E itt af þeim atriðum sem taka þarfákvörðun um er tegund af mið -unarkrossi í sjónaukanum. Hægt er aðvelja milli margra gerða, bæði með ogán ljóss.

V alið fer fyrst og fremst eftir þvíhvernig nota á sjónaukann oghvernig birtuskilyrði verða. Valiðstendur helst milli þess að velja fínankross eða hinar ýmsu útfærslur afbreið um stólpum með fínum krossi ímilli. Breiðir stólpar henta helst tilveiða við slæm birtuskilyrði og þar

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

DÆMI UM KROSSA – KROSS SKA L V E L J A MEÐ T I L L I T I T I L NOTKUNAR

Page 59: 2000, 6.árg

sem sveiflu þarf á hlaupandi bráð.Fínn kross, oft kallaður hár kross,hentar betur til að skjóta á skotskífureða lítil skotmörk á löngum færum,svo sem fugla.

Nú fer að líða að síðustu sekúndumþessa fallega dýrs. Ég færi ljós -

kross inn á bóg tófunnar og verður þáhugsað til þess að ekki þarf að hafaáhyggjur af paralaxi í þessum sjónaukaþví hann er fullkomlega laus við það áþessu færi.

PARALAX , HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?

Ú tskýringin er frekar flókin, en ístuttu máli snýst þetta um að

þegar notaður er sjónauki þá hefurmaður tvö optisk kerfi, augað og sjón -aukann. Ef við drögum línu í gegn ummiðju ljósops sjónaukans, og aðra línuí gegn um miðju augans og látum þærskerast, þá er skurðpunturinn hliðr un -

ar laus. Þetta þýðir að sú mynd semsést í báðum sjónkerfum, eða eftirbáð um línum, er á sama stað. Ef viðhorf um í gegnum sjónauka og horfumnákvæmlega í gegnum miðju ljós ops -ins, þá liggja báðar þessar línur alger -lega saman. Þá gerist það að allir punkt -ar á línunum eru hliðrunarlaus ir, samahvert færið er. Ef horft er þannig ígegn um sjónauka er myndin sem séstalveg kringlótt og vel af mörk uð. Afturá móti ef horft er aðeins til hliðar eðaað ofan þá hliðr ast línurnar og hættaað vera samsíða, þannig að aðeinsverð ur hægt að sjá myndina hliðrunar -lausa á einum stað eða í aðeins einnifjarlægð. Þessa fjarlægð er hægt aðstilla í sjónaukan um og er hún oftasthöfð stillt á 100m í veiðisjónaukum. Eftekinn er Zeiss riffilsjónauki með fram -linsu 56mm þá er hann stilltur hliðr -unarfrír á 100m og horft til hliðar ígegn um hann, en þá verður hliðruninmest aðeins 7mm á 150m eða á 50mfæri frá stilltu para laxi. Þess vegna er

engin ástæða til að nota sjónauka meðstillingum til að minka hliðrun. Þarsem erfitt er að horfa mikið til hlið ar ísjónaukann, og þó horft væri eitthvaðtil hliðar, þá er það staðreynd að þessilitla hliðrun skiptir engu máli í veiði.

Ímarkskotfimi á löngum færum erreynt að útiloka alla hugsanlegahliðr un. Við þær aðstæður er hægt aðnota sjónauka með hliðrunarstillingufyrir löng færi, t.d. sjónauka frá Pecar.Til að þessi stilling komi að fullumnotum verður því líka að vitanákvæm lega fjarlægð skotmarksins.

V ísifingurinn þrýstir á gikkinn ogkúl an ryðst út úr hlaupinu meðógn ar hraða. Refurinn heyrði aldreihvell inn þegar hann mætti örlögumsínum.

Það er vissulega ánægjulegt að hafafellt hann í einu skoti ég fer ogskoða dýrið. Kúlan hefur farið inn áréttum stað og út hinum megin ánþess að hafa skemmt feldinn. Kvöldiðer fullkomið og tími kominn til aðtaka saman og aka til byggða.

Ég hef veitt með riffli í meira enaldarfjórðung. Á þessum árum hefég átt og notað margar tegundir afriffilsjónaukum. Þegar ég er spurðurað því hvernig sjónauka menn eiga aðkaupa þá er svarið frekar einfalt.Kaupið strax dýran, vandaðan sjón -auka sem hentar ykkarskotmennsku •

59MJÖG ÝKT MYND AF H L I ÐRUN MYNDAR Í S JÓNAUKA

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 60: 2000, 6.árg

Það er ekki oft sem nýjungar komafram, en Sako verksmiðjurnar komunýlega fram með eina. Þessi hugmyndsnýst um öryggi vopnsins þegar það erekki í notkun. Öryggi hefur verið mikiðí umræðunni undanfarið. Yfirvöld hafafarið fram á að þeir sem eiga fleiri en

þrjár byssur geymi þær í byssuskáp.Samt er það svo að flestir sem eiga einabyssu vilja líka geta geymt hana örugga.En hér er komin fram nýjung sem læsirbyssuboltanum þannig að ekki er meðnokkru móti hægt að nota vopnið þegarþví hefur verið læst.

Þeir hjá Sako gera þetta þannig aðbyssu bolt inn er lengdur aðeins aðaftan. Þetta er svo lítið að menn takavarla eftir því. Þar inni í er setturlássylinder. Þetta er Abloy sylinder, sáhinn sami og notaður er á mörgumöryggisskápum. Með riffl inum fylgjaþrír lyklar. Einn venju legur Abloylykill, og tveir aðrir sem í raun erulykilskegg fest í lítið stálstykki. (sjá

mynd). Einnigfylgir lykla kippu -hring ur sem not að -ur er til að smellaaftan í stykk ið ogsnúa lykl inum.Lykl in um er snúið180 gráður og síðantekinn úr, hannhang ir þá í lykla -kipp unni þar tilhon um er afturstungið í byssuna oglyklakippunni smelltaf. Til eru 7500mismunandi út -færsl ur af lykl um oggetur eigandi látiðsmíða aukalykil hjálykla smið. Ef allir

lyklar týnast þá hefur Sako verk smiðj -an númerið og getur afhent lykil tileigandans, þegar hann hefur sannaðeigna rrétt sinn á byssunni.

Það sem gerist þegar lásnum er læster að þá verður pinninn að veraafspenntur, þ.e. búið að hleypa af, þvílæsingin stöðvar pinnann í að færastaftur og spennast. Við það er heldurekki hægt að hreyfa boltann. Lásinn erþað sterkur að ekki er með nokkrumóti hægt að opna hann án þess aðeyðileggja boltann. Sem dæmi þá varprófað að lemja á handfangið meðhamri, það eina sem gerðist var aðhandfangið beygðist.

S ako ætlar að hafa lásinn semstandard útbúnað í öllum nýjumSako 75 rifflum. Sem sagt, loksinskom inn byssulás sem er léttur, lítill,alltaf til staðar og hefur engin áhrif ánákvæmni byssunnar.

Í VAR ER L ENDSSON

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Sako í lykilhlutverki

LYK I L L OG LYK LAK I P PA

LYK I L L F J AR LÆGÐUR OG R I F F I L L I NN ER LÆSTUR

LYK I L L Í L Á S – RAUÐ I PUNKTUR INN SÝN I R AÐ R I F F I L L I NN ER T I L BÚ I NN T I L NOTKUNAR

Page 61: 2000, 6.árg

Á aðalfundi SKOTVÍS í ár komfram tillaga þess efnis að félagið

hlutist til um könnun á áhrifum blý -hagla í veiði umhverfi og, hvort tíma -bært sé að reka áróður fyrir notkunstálhagla eða hagla af annarri gerð hér álandi. Mikil umræða hefur átt sér staðum þessi mál í löndunum í kringumokkur og sýnist sitt hverjum. StjórnSKOTVÍS ákvað því að ríða á vaðið ogkynna fyrir félagsmönnum sínum, ogöðr um þeim sem málið varðar, ýmsarstaðreyndir þessa máls. Tilnefndi stjórn -in eftirfarandi fél aga í nefnd sem núhefur skilað áliti sínu. Í þessari nefnderu Sólmundur Tr. Einarsson (for mað -ur) fiskifræðingur á Hafrann sókna stofn - un, Haukur Þór Har alds son líffræð ing -ur hjá Nátt úruvernd Ríkisins og JóhannBjarna son rafmagnsverk fræð ing ur semvinnur sem deildarstjóri hjá RARIK.

S tál eð blýhögl eða haglaskot meðhögl um úr bismúth, molybden eðaeitthverju öðru? Þetta er sú spurnigsem brennur á vörum margra veiði -manna um þessar mundir, ekki aðeinshér á landi heldur um víða veröld. Þeg -ar menn fara skoða þessa hluti í víðarasamhengi er alltaf gott að líta sér nærog skoða hvað nágrannar okkar hafagert í þessum efnum. Þar sem við vit -um að þessar umræður hafa verið ígangi í allmörg ár, og sitt sýnist hverj -um, fannst okkur best að miða okkurvið frændur okkar Svía og Norðmenn.Þeir hafa tekið þessi mál mjög föstumtökum og rannsakað áhrif stálhagla áskot vopn, ásamt skoteiginleika, og ekki

hvað síst endurkast þeirra á vettvangi.Aðal ástæða þess er hversu veiði um -hverf þeirra er líkt og okkar. Daniraftur á móti hafa allt annað veiði um -hverfi sem bygg ist á stórum vatna -svæðum, og því við kvæmari náttúruhvað varðar hugs an leg áhrif blýs, semer aðallega í því fólg in að fuglar éta blývið fæðuöflun (Ohlsson 1990). Í Dan -mörku eru mikl ar vatnalendur semand fuglar sækjast í, bæði á leið sinnisem farfuglar til suður Evrópu, og svohitt að þar hafa vetur setu stórir hóparanda og gæsa.Við ger um okkur fyllilegaljóst að blýhögl eru á undanhaldi víðaum heim og þó einkum og sér í lagi íhinum engil saxneska heimi og á þétt -býl um svæðum. Það er vegna þess aðblý er um hverfisskaðlegt og flokkaðsem spilli efni, og verið er að bannanotk un þess í öðrum vöruflokkum meðlöggjöf um allan heim. En allt verðursamt að skoða í skynsamlegu samhengi

og taka tillit til skoðanna og þarfaannarra. Við sem stundum skotveiðarhér á landi verðum stöðugt varir viðþennan þrýsting, en við gerum okkurlíka grein fyrir ýmsum annmörkum þvífylgjandi að banna notkun á blý högl -um. Við vilj um þess vegna halda þeimmjög á lofti í okkar greinagerð. Þessirannmarkar eru aðallega ferns konar.1. Það þarf að skipta út öllum göml -um hagla byssum eða gera á þeimkostnaðarsamar breytingar.

2. Stálhögl eru töluvert dýrari enblý högl.

3. Það þarf að tileinka sér alveg gjör -ólíkan skotstíl við notkun stálhaglasem getur reynst mörg um skot -mann inum erfitt

4. Veruleg hætta er á að stálhöglendur kastist frá steinum og öðrusem þau verða fyrir, og valdi skot -mann inum skaða (sjáskýr ingar mynd).

Fagrit um skotveiðar og útivist

61

Blýhaglaskot ogumhverfisvernd

MYND : JÓHANN ÓL I H I LMARSSON GRÁGÆS Á GRUNNU VATN I

Page 62: 2000, 6.árg

E f við tökum fyrst þetta með skot -vopn in þá er það alveg ljóst að þús -undum skotvopna þarf að skipta út viðslíka breytingar, því mikil hætta er þvísamfara að nota stálhögl. Þetta erstaðfest af sænska haglaskotafram leið -and anum Super Star Cartridge AB, ogorðrétt haft eftir honum: „Þar sem viðframleiðendur skotfæra höfum góðaþekk ingu á ballistískum eiginleikumgetum við fullyrt að það að breyta fráblýhöglum yfir í stálhögl í veiði ogsport skotfærum hefur í för með sértölu verða tæknilega erfiðleika ogáhættu. Skot sem er hlaðið stálhöglum(eiginþyngd miklu lægri en blý) fram -leiðir miklu meiri gasþrýsting viðspreng ingu. Þennan þrýsting er ekkihægt með nútíma tækni að koma niðurí stöðugt gildi, ef skotið á að fullnægjakröfum um hraða og orku til að námarki. Þessi gasþrýstingur er hættu -lega breytilegur og getur án efa leitt tilhlaupsprengingar. Blýskot gefur aðjafn aði gasþrýsting sem mælist 500 til550 bar, meðan stálskot fara upp í1000 bar og stundum þar yfir. Þess -vegna er það óábyrgt að halda því framað þetta sé hættulaust þegar litið er tilþess að flestar byssur eru framleiddarþannig, þrýstiprófaðar og viður kennd -ar að þola ekki hærri þrýsting en 650bar. Slysahættan við hlaupsprenginguer veru leg og hver er tilbúinn að takaábyrgð á slíku í opinbera geiran um?Þeir eru heppnir sem ekki beraábyrgð ina.“ Tilvitnun lýkur.

V erðið á skotum hlöðn um með stál -högl um er verulega hærra en efþau væru hlaðin með blýi og mætti þvíhið opinbera koma þar inn meðeinhverja verðlækkun.

Sýnt hefur verið fram á að skot -myndin og hagladreifingin er alltönn ur þegar skotið er meðstálhöglum, og verða menn

að breyta verulega um skot stíl, bæðihvað varðar fjarlægð og hraða. Mennþurfa að venjast þessum eiginleikummeð því að tileinka sér allt annanskotstíl, og getur það vissulega veriðmörgum erfitt. Menn þurfa með öðrumorðum að læra að skjóta upp á nýtt.Einnig hefur það verið sannað að byssursem stálskotum er skotið úr „slá“ munmeira og valda þannig óþægindum.Stál skot valda meira bakslagi en blýskot.

S íðan er það endurkastið og hætt -an á því að verða fyrir stálflísumþegar skotið er. Stál högl hafa þannleiða eiginleika að þegar þau hittaharða fleti endur kast ast þau í allar átt -ir. Aftur á móti kless ast blýhöglin ogöll orka hverfur þegar þau hitta harðafleti, og eru þau því hættulaus meðöllu. Með þetta í huga telur hið virtasænska fyrirtæki Super Star Cart ridgeAB að bein breyting til stálhagla er

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

62

SKOT T I L RAUN 1

SÉÐ OFANFRÁ

1 - 2 - 3 - 4 = PAPPAP LÖTUR 1X1 ,20 CM .

F JAR LÆGÐ M I L L I S KOTMARKS / S T E I NA VAR 12-15 ME TRAR

F JAR LÆGÐ FRÁ SKY T TU / S T E I NA VAR 20 ME TRAR

ÁRANGUR ( SAMA SKOTHORN ) S KÁ UPP Á V IÐ : 6 S KOT MEÐ B LÝHÖGLUM = EKKER T ENDURKAS T

6 SKOT MEÐ S TÁ LHÖGLUM (GY T TORP )SKOTSK Í F A 1 = A L L S 6 ENDURKÖS T

SKOTSK Í FA 2 = A L L S 9 ENDURKÖS T

SKOTSK Í FA 3 = A L L S 25 ENDURKÖS T

SKOTSK Í FA 4 = A L L S 8 ENDURKÖS T

SKY T TA 2 = 2 ENDURKÖS T ER H I T TU Í B R JÓS T

SKOT T I L RAUN 3

SÉÐ OFANFRÁ

F JAR LÆGÐ M I L L I S KOTMARKS / S T E I NA VAR 10 ME TRAR

F JAR LÆGÐ FRÁ SKY T TU / S T E I NA VAR 20 ME TRAR

SKY T TA SKÝUR LÁRÉ T T Í Á T T I NA AÐ KL E T TUM

ÁRANGUR :6 SKOT MEÐ B LÝHÖGLUM = EKKER T ENDURKAS T EN

FÁE I NAR B LÝ F L Í SAR Í S KOT SK Í F U 26 S TÁ LHAGLASKOT :SKOT SK Í F A 1 = A L L S 4 ENDURKÖS T

SKOTSK Í FA 2 = A L L S 2 ENDURKÖS T

HUNDASK Í FAN F ÉKK Í S I G 5 ENDURKÖS T

SKY T TAN F ÉKK Í S I G 1 OG 2 ENDURKÖS T

( F RÁ 2 . OG 6 . S KOT I )

SKOT T I L RAUN 4

4 SKOT MEÐ B LÝHÖGLUM = EKKER T ENDURKAS T

4 S TÁ LHAGLASKOT

SKOTSK Í FA = A L L S 5 ENDURKÖS T

HUNDASK Í FAN F ÉKK Í S I G 2 ENDURKÖS T

SKY T TAN F ÉKK Í S I G 5 ENDURKÖS T

SKOT T I L RAUN 2

SÉÐ OFANFRÁ

F JAR LÆGÐ M I L L I P LA TA / S T E I NA VAR 10-12 ME TRAR

F JAR LÆGÐ FRÁ SKY T TU / S T E I NA VAR 15 ME TRAR

4 SKOT MEÐ B LÝHÖGLUM = 1 B L Ý ENDURKAS T NR . 14 SKOT MEÐ S TÁ LHÖGLUM

SKOTSK Í FA 1 = A L L S 1 ENDURKÖS T

SKOTSK Í F A 2 = A L L S 6 ENDURKÖS T

SKOTSK Í F A 3 = A L L S 0 ENDURKÖS T

SKOTSK Í F A 4 = A L L S 3 ENDURKÖS T

Page 63: 2000, 6.árg

óábyrgt og mjög áhættusöm ákvörð un.Þeir halda því fram að með nútímatækni sé hægt að leysa vandamálið aðhluta. Jan-Åke Bengtsson hjá SuperStar segir að verk smiðjan sé í reyndekki á móti öðru efni til haglagerðar.En þar sem hvorki sé hægt að framleiðameð nútímatækni nægi lega fullkomiðpúður né við ur kennd högl sem full -nægja settum kröf um, geti þeir ekkimælt með öðru en að fresta fyrir hug -uðu blýbanni í formi haglaskota. Þettaer að vísu skoðun framleiðandans en,hún undirstrikar þó þá staðreynd aðþað er betra að flýta sér hægt í þessumefnum.

Þegar litið er til íslenskra veiði -manna, og þá einkum og sér í lagiþeirra sem stunda rjúpnaveiðar, þá verð -ur manni órótt innanbrjósts ef og þegarþeir verða skyldaðir til að nota stálhögl.Hætta á endurkasti stálhagl anna er gífur - leg þar sem við erum að veiða í fjall -lendi, urð og hraunum þar sem ekkertget ur hindrað endurkast. Þar er svosannar lega verið að bjóða hættunni heim.Máli okkar til sönnunar viljum við sýnahér 4 skotmyndir sem staðfesta hvernigendurkast virkar á bilinu 10-20 metrafrá skotmarki (sjá mynd 1-4 á bls. 62).

NIÐURS TAÐA NE FNDAR INNAR

V ið leggjum eindregið til að ráða -menn flýti sér hægt í þessum efn umog ef einhverju á að breyta þá hafi þeir íeinu og öllu nána sam vinnu við veiði -menn.

V ið getum fyrir okkar parta fallist áað mælt sé með að nota stálhögl þarsem vatna- eða mýrasvæði eru og eins áskotvöllum, en að öðru leyti er okkurekki fært að mæla með almennri notkunstálhagla. Okkur finnst sænsk yfir völdtaka mjög skynsamlega á þess um málum

sem eru eftirfarandi: Í Sví þjóð hefurnotkun blýskota verið bönn uð áákveðn um votlendissvæðum frá árinu1994. Samtök sportskot manna hafa haftfrumkvæði að því að hvetja félaga tilþess að minnka hleðsl ur í skotum úr32g í 24g. Ennfremur hafa þeir fallist áað notkun blýskota verði hætt fyrir mittár 2004 og að stuðlað verði að því aðhætt verði að nota blý skot á Ólympíu -leikum. Samtök skot veiðimanna hafalíka sett sér markmið og bannað allablýskota notkun í æfing um og keppnum,og ætla að stuðla að notkun stálskota viðveiðar. Gert er ráð fyrir að blýskota -notkun minnki um 90% fyrir árið 2005.Sam kvæmt ný ustu tölum (SkarphéðinnNjálsson, per sónulegar upplýsingar) erekki of áætlað að til séu á skrá hér á landium 45.000 skotvopn og í Reykja víkeinni saman eru 20.000 skot vopn á skrá.Meðaleign hvers skot vopna eigenda eruþrjár byssur svo hér er um töluvertmagn skotvopna að ræða. Það má ætlaað hver skotmaður skjóti um það bil 100skotum á ári og þá er auðvelt að reiknahversu mikið af blýi fer út í íslenskanáttúru á ári hverju. Þriðjungur af þessublýi fer um skot vell i út í náttúruna, oger hægt að koma verulega í veg fyrir þaðmeð því að vera með hagladúk eðagildru á skots væðinu og hreinsa hannmeð vissu millibili. Einnig mætti bannanotkun blýhagla á skotæfingasvæðumsvo dæmi séu tekin. Við gerum því eftir -farandi að tillögum okkar: .

1. Því verði beint til yfirvalda að verðá haglategundum verði jafnað ogskot veiðimönnum verði á þann háttgert kleift að breyta yfir í stál högl(eða aðrar tegundir).

2. Ennfremur mætti beina því tilyfirvalda að hafnar og kostaðarverði rannsóknir á því hvort hér séum að ræða raunverulegan vanda oger SKOTVÍS reiðubúið til að takavirkan þátt í slíkri athugun.

3. SKOTVÍS beini því til sinna félags -manna með fræðslu og kynn ingu aðþeir noti vistvænni högl, þar sem ekkier hætt við endurkasti og þá einkumog sér í lagi á votlendis svæð um.

4. Stefnt verði að því að innan 10 áraverði notkun vistvænni haglaskotahelm ingur á móts við blýskotin. Áþví tíma bili gefst færi á að kynnastnotk un annarra hagla og taka rök -réttar ákvarðanir um framhaldið.Ljóst er að tækniframfarir eru mikl arog að 10 árum liðnum verður alltannað umhverfi, bæði varðandi þekk - ingu og aðgang að vistvænni lausn um.

5. Að stefnt verði að því að haldaalþjóðlega ráðstefnu um þessi málog bæði stjórnmálamenn og al -menn ingur verð virkjaðir meðaukn um upplýsingum um kosti oggalla þess að hætta að nota blýhögl.Við lifum á tímum upplýsingatækniog eigum því auðveldara með aðtaka rökum og flana ekki að neinumeð tilfinningarnar einar að vega -nesti.

SÓLMUNDUR TR . E I NARS SON , HAUKUR ÞÓR

HARALDSSON OG JÓHANN B JARNASON

HE IM I LD I R

ARNE OHLS SON : B LY E L L E R STÅ L . OM

HAGLSKUDD OG M I L JÖANSVAR . 1990 .NORGES J EGER OG F I SK ER FORBUND

LANDBRUKS FOR LAGE T

FRANK HAUG : SKR EMMENDE R I KOS J E T T E R

FRA S TÅ LHAGL

TORGE I R W. SKANCKE OG OLE K I RK EMO

1999 NÅ KOMMER B LYHAGL FORBUDE T .JAK T OG F I SK E NR . 9

T EMA NORD 1995 : 564 SOME I S SU E

R E LA T ED TO THE DEVE LOPMENT OF POSS I B L E

OECD COUNC I L ACT ON LEAD . 565OPPORTUN I T I E S AND COST S O F

SUBS T I T U T I NG LEAD . 566 R I S K REDUC T ION

OF LEAD .

NORD I SK E SEM INAR - OG

ARBE JDSRAPPORT ER 1992 : 581 .ASS E S SMENT OF

POSS I B I L I T I E S FOR REDUC ING THE US E O F

LEAD - SUMMERY OF

EXP ER I ENC E S F ROM THE NORD I C

COUNTR I E S

Fagrit um skotveiðar og útivist

63

Page 64: 2000, 6.árg

Hvaða vín á ég að drekka meðvillibráð? Já, þessi spurning kemurupp á hverju ári, og þákoma allir sérfræðingarnir

og telja ofan í okkur lausnirnar (stund -um mis góðar). Af hverju? Jú, það erekki nóg að segja bara villibráð. Viðþurfum að vita hvaða villibráð, hvaða

meðlæti er með og ekki síst hvaða sósa,eða öllu heldur hvað er látið í sósuna.Ég spurði einu sinni góðan vin minn ívínheiminum þessarar spurningar og

Vín og Villibráð

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

64

Page 65: 2000, 6.árg

svarið var einfalt. „Almost any goodred, depending on the sauce“. Gæs ogsmjörsteikt grænmeti með léttri soð -sósu kallar á bragðmikil vín, þó ekkiþung heldur frekar fínlegt eins ogVolnay, Maranges eða Santany (t.d. fráframleiðendum eins og Drouhin ogMoreau), í Burgundy. Jafnvel passaléttari vín frá Rhone svæðinu eins ogCrozes, Hermitage eða St. Joseph fráframleiðendum eins og Chapoutier ogJaboulet. Önnur hugsanleg vín frá nýjaheiminum eru Petit sirah frá Con -cann on í Bandaríkunum (mjög spenn -andi vín), Zinfandel þrúgan í Kali -forníu er líka áhugaverð ef sósan erörlítið poppuð upp með svörtum pip -ar. Pinotage vínin í Suður Afríku, ogSyrah vínin í Argentínu eru líka vínsem vert er að huga að. Öll þessi vínhafa það sameginlegt að vera meðléttan rauðan ávöxt, ef menn eru aðhafa ber eins og jarðaber eða villtskóg ar ber með réttinum þá eru þettakjörin vín með. Um leið og sósan erorðin kremuð, eins og vinsælt er aðgera í heimahúsum, er kallað á þyngrivín. Vín með þannig sósum eru t.d.djúp, dökk og myntukennd og oftar enekki með þroskaðan rauðan ávöxt, t.dShiras vín frá Ástralíu. FramleiðandinRosemount er mjög áhugaverður ogeru menn að gera hvað bestu kaupinmeð því að kaupa vín frá þeim, einnigvín frá Grant Burge sem eru ekta vín íþessum flokki. Eins hef ég smakkaðivín frá Líbanon sem er einstaklegagott, Chateau Musar 1994. Önnur vínsem ganga með feitri sósu eru stærrivín frá framleiðendunum Chapoutierog Jaboulet í Rhone, eins og CoteRotie og Hermitage. Eins hef égsmakkað vín frá Gigondas sem erueinstaklega vel heppnuð kremsósuvín.Hreindýr og rjúpur set ég oft á samastall með gæsinni hvað varðar val ávíni og geri ég það vegna upp bygg ing -ar á kjötinu sem er frekar þétt en

bragð sterkt, þó kallar rjúpan oftar ákraft meiri vín heldur en hreindýrið.En eins og áður ræður sósan ferðinniog vil ég koma með nokkrar tillögurað vínum, sem fara með ostum vegnaþess að það virðist vera í tísku að notaosta í sósur. Mjúkir ostar eins ogCamembert, Brie og Port L�Evéguekalla á ung Burg undy vín eða jafnvelþroskuð, súkku laði kennd Merlot vínfrá Chile. Eins er mjög gaman aðsmakka þroskaðan Pinotage frá SuðurAfríku með þess um rétti. Um leið ognotaður er þyngri ostur eins ogCheddar þá þarf að taka fram þyngravín eins og stóru vínin frá Burgundy(Chevery Chamber tan, Vosne —Romanée, Nuits — St. GeorgesVougeot og Pommard). Vín frá Bor -deaux svæðun um Pomerol og St.Emilion eru líka góðir kostir. Frá nýjaheiminum eru vín sem eru búin til úrþrúgum eins og cabernet sauvignongóð, ef þau hafa fengið tíma til aðþroskast aðeins, eins og 5 til 7 ár.Þannig fæst fyllingin sem fylgir þeim

vínum með réttunum. Gráð ostar erulíka vinsælir, og verð ég að segja að meðþannig sósum vil ég fá pínu sætu framþannig að einn besti kosturinn að mínumati eru hvítvín, Grand cru Ge -wurztraminer frá Pfaffen heim og jafn velseinni upp skeru vín frá Hugel (svo kölluðdesert vín) vel þess virði að athuga. Viðmegum ekki gleyma að villibráð er ekkibara endur, gæsir og hreindýr, heldurlíka sjófuglar, fiskar og lömb. Já, lambiðflokka ég sem villibráð þann ig að égætla að láta fylgja með nokkur dæmifyrir þessa flokka. Ung fersk sýruð vínfrá Ítalíu eru sælgæti með sjófuglum,eins eru vín frá St. Estephe stórgóðvegna seltu og þara keims sem þau gefafrá sér. Með fiski, eins og laxinum, erSauvignon vínin í nýja heiminum mínuppáhöld, ef sósur eru ekki of kremaðar.Með lambinu eru létt Zinf an del vín fráKaliforníu stórgóður kostur og einnigvar ég að smakka vín frá Ribera delduero á Spáni, sem ber nafnið ArzuagaCrianza sem er frábært vínmeð lambakjöti. Auðvitað

MYND : HAUKUR SNORRASON HARALDUR HAL LDÓRSSON – VE I T I NGAMAÐUR Á SOMMEL I E R BRASS ER I E .

Fagrit um skotveiðar og útivist

65

Page 66: 2000, 6.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

er þetta allt sam ansmekksatriði og enda lausthægt að finna skemmti legvín, þó er alltaf góð reglaað kaupa tvær flöskur af þvísama og nota aðra þeirra ísósuna en hina meðréttinum, þannig er líklegtað sósan falli vel meðvíninu. En vínin eru til þessað drekka þau og um aðgera fyrir alla að prófaeitthvað nýtt.

Að endingu vil ég látafygja með nokkur orðsem Mr. Parker, hinn virtivínskrifari, lét eftir sig:

U.þ.b. 75% af mannfólkinuhefur ekki hundsvit á vín -um, hinir sem halda að þeirhafi einhverja þekkingudrekka vínin á röng umtíma, of ung eða of gömul.

Við á Sommelier verðummeð villibráð á haust -mán uðum, og geta gestirokkar fengið 2 - 3 tegundiraf sós um með réttunum tilað sannreyna hvað sósanskiptir miklu máli.

HARALDUR HAL LDÓRSSON

Veitingamaður á Sommelier Brasserie.

Page 67: 2000, 6.árg

Að mínu mati er haustið hinndæmi gerði tími villibráðar. Í gegn -um tíðina hafa menn verið að bjóðaupp á hefðbundna villibráð. Á allra síð - ustu árum hefur fjölbreytnin hins veg araukist og hefur skarfur, beitu kóng ur,fýll og selkjöt verið að bætast í hóphefðbundinnar villibráðar á villi bráðar -hlaðborðum. Varðandi viðbrög gest -anna við þessum nýjungum þá hafalofsamleg ummæli þeirra um sel kjötiðkomið mér mest á óvart. Undan tekn -ingalaust hefur fólk komið til mín eftirselkjötsveislur og sagt við mig að þaðhafi aldrei fundið þetta bragð af sel -kjötinu áður. Minnis stæð asta reynslamín er sú þegar aldraður Breið firð ing -ur kom til mín inn á Lauga-ás ogborðaði grillaða selapiparsteik meðöllu tilheyrandi. Þegar gamli maður inn

var hálfnaður með steikina þá lyftihann disknum og ætlaði að grýta hon -um í gólfið. Ég náði að grípa hann áelleftu stundu og spurði hvað í ósköp -un um gengi á. Hann sagði mér þá aðhann væri búinn að borða selkjöt í 70ár og að ég væri búinn að eyðileggjafyrir sér ánægjuna við að borða selkjöt.Ég spurði hann hverning stæði á því,en hann svaraði því til að hann væri núí fyrsta skipti að smakka hið raun veru -lega selkjötsbragð.

FORDÓMAR GAGNVART SELKJÖTI

Það sem mér hefur fundist einnaerfiðast við það að bjóða upp áselkjöt á mínum matseðli eru þeirmiklu fordómar sem byggjast á því að

sel kjöt hljóti að bragðast eins og kæstlýsistunna. Í mörgum tilvikum hefursel kjöt eflaust bragðast þannig í minn -ingu margra, sem sendir voru í sveitfyrir 20 - 40 árum, þar sem selur var áboðstólnum heilu og hálfu sumrin.Ýmist soðinn, steiktur, saltaður, reykt -ur eða súrsaður. Ýmsum þótti ólíft aðkoma inn í eldhús þar sem selkjöthafði verið soðið og sú minning lifirenn í hugum margra, sem síðan getasvo ekki hugsað sér að borða selkjöt.Fólk sem kemur til mín spyr oft að þvíhvort ekki sé alveg öruggt að það sémikið lýsisbragð af selkjötinu, eðahvort það sé ekki eingöngu borið framsoðið með soðnum kartöflum og sölt -uðu spiki. Gömlu jöxlunum þótti bestað fá selkjötið þannig ogekki var óalgengt að menn

Nýtum selinnSELKJÖT ER AFBRAGÐS VILL IBRÁÐ

Fagrit um skotveiðar og útivist

67

MYND : BR I AN P I L K I NG TON ÚR BÓK INN I SKOTVE I ÐAR Í Í S L ENSKR I NÁ T TÚRU

Page 68: 2000, 6.árg

svitnuðu vel við að borða soðið selspiksem ekki er óeðlilegt, enda notaGræn lendingar það sem hitagjafa áísn um. Grænlendingar geyma spikið ísvo kölluðum skjóðum (þurrkuðum

sels mögum) og þegar þeim verður kaltá útlimum þá borða þeir tvo til þrjábita af spiki og finna samstundis fyrirhita sem færist út í kalda útlimina.Þetta á sér stað í 20 til 30 stiga frosti

úti á ísnum þar sem orkuþörfin ermik il, en maður við skrifborð í stór -borg hefur ekkert við slíka orku aðgera. Þá eru hús í dag mjög vel ein -angr uð svo að ekki þarf selspiksorkunatil þess að halda á sér hita innanhúss.Þetta er kannski svarið við því hversvegna selkjötið hefur nánast horfið afborðum Íslendinga á síðustu áratug -um.

En hvers vegna er ég þá að bjóðaupp á selkjöt? Þar má tilgreinanokkr ar ástæður. Fyrst smakkaði égferskt steikt selkjöt þegar ég var 14 árahjá langömmu minni henni Þorbjörgufrá Hergilsey, sem bjó þá í Vestur -búðum í Flatey á Breiðafirði. Húnsagði við mig þegar ég kom ídyragættina að það þýddi varla aðbjóða borgarbarninu selkjöt. Ég hertiupp hugann og sagði að það væri ekkimálið, ég gæti nú alveg borð að selkjöt.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

MYND : HAUKUR SNORRASON GUÐMUNDUR KR . RAGNARSSON VE I T I NGAMAÐUR MEÐ SE LK JÖ T SR É T T Á D I SK I

Page 69: 2000, 6.árg

Síðan settist ég við borðið og snæddiþar eina eftirminnilegustu máltíð æv -inn ar. Þarna sat ég og borð aði fersktselkjöt sem var steikt á pönnu upp úrhveiti, kryddað með salti og pipar ogborið fram með ristuð um lauk íbrúnni sósu, með soðnum nýjumkart öflum. Þarna gerðist eitt hvað semég hef aldrei gleymt því mér, borgar -barninu, fannst þetta alveg ótrúlegagóð og eftirminnileg máltíð. Á síðustuárum hef ég svo verið að þróa aðferðsem í stuttu máli felst í því að getaboðið upp á ferskt selkjöt án lýsis -bragðs, m.ö.o. bjóða fólki upp á þáreynslu sem ég hlaut í eldhúsinu hjálangömmu minni í Flatey.

MÍN AÐF ERÐ

V IÐ V ERKUN S E LK JÖ T S

Mörg vandamál verður að leysaáður en selkjöt er borið fram

sem girnileg steik á borð gestanna.Fyrst er það hvernig dýrið er veitt. Efselurinn er veiddur í net þarf að takahann strax og hann kemur í netið, allsekki láta hann liggja í því dauðan ímarga daga, sem getur komið fyrir efekki er hægt að vitja um netin vegnaveðurs. Afar nauð synlegt er að selur -inn sé veiddur og verk aður samdæg -urs. Kjötið þarf að fituhreinsa algjör -lega og kæla það strax. Menn verða aðhafa það hugfast að súrefni er mestióvinur selkjöts. Hvernig má fara íkringum það? Jú, best er að takakjötið og „vacuumpakka“ því í um -búð ir þar sem súrefni er tekið út ogaðrar lof teg und ir settar í staðinn(loftskiptar um búðir) og frysta svostrax. Til fróðleiks má nefna að osturer mikið seldur í þannig umbúðum.Þetta er mín að ferð, þ.e. algjörfituhreinsun, nota loft skiptanlegarum búðir og frysta strax. Þá er hrein -læti við verkun undir stöðu atriði.

Síðan tek ég kjötið út úr frysti eftirhendinni, en það má svo geyma í kælií þessum loftskiptanlegu umbúðum íallt að tvær vikur. Það er ótrúlegt ensatt að þegar ég opna pokana þá finnég þessa einstaklega fersku selkjötslyktsem minnir mig stund um á hrein -dýrailm, en samt finnst mér ég verakominn niðri í fjöru.

VANDAMÁL V IÐ

MARKAÐSS E TN INGU

S E LK JÖ T S

Þau liggja eiginlega í hlutarins eðli.Við höfum þróast frá veiðimanna -sam félagi yfir í eitthvað allt annað.Svokallaðir náttúruverndarsinnar hafaeyðilagt selskinnamarkaði þannig aðveiði menn veiða ekki eins mikið af seleins og þeir gerðu áður. Þar meðhverf ur hefðin fyrir áti á selkjöti ogmenn missa einhvern veginn áhuganná afurðinni. Á hinn bóginn má nefnaað eftir öll þau ósköp sem búið er aðleggja á selveiðimenn getur fram tíð inekki verið nema upp á við þar semekki tókst að gera alveg út af við þá ogþeirra hefðir.

FRAMT ÍÐ S E LV E I ÐA

ÍKanada hafa menn verið að gera til -raunir með að nýta selskrokkinnalveg upp til agna. Þeir nýta skinnið íklæði, kjötið til matar, spikið í iðn -aðar vörur og restina í bræðslu. Þannighafa þeir sýnt fram á góða nýtingu afallri skepnunni. Þá nýta Græn lend -ing ar selinn og afurðir hans býsna vel.Hér á landi hefur nýting selaafurðafar ið vaxandi á síðari árum eftir miklalægð í þessum efnum. Sá tími munkoma að við fullnýtum þau verðmætisem felast í sel og selveiðum, enda ásér nú stað talsverð þróun í þá átt hérá landi. Til gamans má geta þess að áGrænlandi kostar selskinnsjakki nú frá70 til 200 þús ÍSK og litlir minjagripirfrá 1 til 10 þús ÍSK. Hér á landi hafa ínokkur ár verið framleiddar flíkur ogmunir úr selskinni og lofar sú fram -leiðsla góðu. Eins er vaxandi áhugi áselkjöti, spiki og hreifum til matar.Full víst má telja að við eigum eftir aðauka selveiðar og nýta þar með beturþá vannýttu auðlind sem selurinn er.

GUÐMUNDUR KR . RAGNARSSON

Veitingamaður á Lauga-ási, Laugarásvegi 1

Fagrit um skotveiðar og útivist

Bjóðum úrval af sóluðum

NORDEKKásamt nýjum dekkjum fyrir alla „veiði“-bíla

10% staðgreiðsluafsláttur til veiðimanna

Reykjavíkurvegi 56 • 220 Hafnarfirði • Sími 555 1538

Page 70: 2000, 6.árg

Cya

n M

agenta

Yello

w B

lack

Page 71: 2000, 6.árg

E ins og flestir sem ferðast hafa umlandið okkar hafa tekið eftir hefurþví miður brugðið við að skot veiði -menn skilji eftir sig neikvæð ummerkium ferðir sínar. Í vetur tók stjórnSkotveiðifélags Íslands þá ákvörðunað snúa vörn í sókn og hefja af fullrialvöru baráttu fyrir því að skot veiði -menn á ferð í íslenskri náttúru tíniupp notuð skothylki – sín og annarra.Herferð þessi nefnist Láttu ekki þitteftir liggja og hófst opinberlega þann14. ágúst síðast liðinn. Stjórn SKOT -VÍS óskaði á vormánuðum eftir sam -starfi við nokkur fyrirtæki og stofn an -ir sem góðfúslega styrktu þetta þarfaverkefni. Þesir aðilar eru Veiðistjóra -em bættið, Sparisjóður Vélstjóra, Um -hverfis ráðuneytið og síðast en ekkisíst OLÍS. Það er ekkert launungar -mál að okkur hjá SKOTVÍS er þaðsérstök ánægja að hafa fengið tækifæritil að vinna að þessu máli með hinuöfluga og jákvæða starfsfólki semstarf ar fyrir OLÍS.

Um þessar mundir er verið aðdreifa veggspjaldi í flestar sjopp -

ur, bensínstöðvar og verslanir á lands -byggð inni. Þar eru þeir sem ferðastum náttúru Íslands hvattir til að tínaupp notuð skothylki og skila í þar tilgerðum pokum á næstu bensínstöðOLÍS, en þessa poka má nálgast á

sölu stöðum OLÍS um land allt. Þegarpoka með skothylkjum er skilað ásölu stað OLÍS fyllir ferðalanginn útþátt tökuseðil, sem síðan fer í pott semdregið verður úr 23. desember næst -kom andi. Og verðlaunin eru ekki afverri endanum, en dregin verða út tvönöfn. Annars vegar verður veitt75.000 króna vöruúttekt á bensín -

stöðv um OLÍS og hins vegar 75.000króna vöruúttekt í versluninni Elling -sen í Reykjavík. Því viljum við hvetjaalla hugsandi skotveiðimenn til að látaekki sitt eftir liggja heldur koma viðfyrsta tækifæri inn á næsta sölustaðOLÍS og fá sér poka til að hafa ískotatöskunni og í bílnum.

Fagrit um skotveiðar og útivist

71

FRÁ UND I RR I T UN SAMN INGS OL Í S OG SKOTV Í S . F RÁ V IN S TR I : E I NAR KR . HARALDSSON VARAFORMAÐUR SKOTV Í S ,HERMANN GUÐMUNDSSON MARKAÐS FU L L T RÚ I OL Í S OG KR I S T J ÁN ÁG . BA LDURSSON VERS LUNARS T JÓR I E L L I NGS EN .

Page 72: 2000, 6.árg

Myndir eftir Jóhann ÓlaHilmarsson hafa oft prýtt síður

SKOTVÍS - fagrits um skotveiðar ogútivist. Jóhann Óli hefur sérhæft sig íað ljósmynda fugla, en hann er ekkieingöngu snjall fuglaljósmyndari held -ur hefur hann einnig mikla þekkingu álífsháttum fuglanna og umhverfiþeirra. Það er einmitt það sem gerirþessa bók svo áhugaverða. Íslenskurfugla vísir er einstaklega vel uppbyggðog auðveld í notkun. Á skýran ogkerfis bundinn hátt er lesanda bókar -inn ar leiðbeint hvernig best er aðgreina fuglana og þekkja þá úti í nátt -úr unni. Þessa bók á fólk að hafa íhanska hólfinu í bílnum og í sumar -

bústaðnum. Bókin er í handhægu brotiog fer því lítið fyrir henni. Íslenskurfuglavísir er afar heppileg bók fyrirskotveiðimenn þar sem hún er auðveldí notkun og fljótlegt að fletta upp íhenni. Einkum getur verið erfitt aðþekkja hinar ýmsu tegundir anda ísundur. Þess vegna er kjörið að fræðastum endurnar í Íslenskum fuglavísiáður en haldið er á andaveiðar. Þessutan ættu íslenskir skotveiðimenn aðfræð ast um veiðidýrin eins vel og unnter áður en farið er til veiða. Það er þvítilvalið að hafa þessa ljómandi bók ískotatöskunni.

S IGMAR B . HAUKSSON

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Íslenskur fuglavísirNAUÐSYNL EG BÓK FYR I R SKOTV E I Ð IMENN

Page 73: 2000, 6.árg
Page 74: 2000, 6.árg

Vilt þú vera á tölvupóstlista

SKOTVÍS?SENDU OKKUR L Í NU Í skotv i s@skotv i s . i s

OG ÞÚ VERÐUR Í HÓP I Þ E I R RA S EM FÁ NÝ JU S TUFR É T T I R A F S TAR F I NU OG ÖÐRU S EM TENG I S T

SKOTV E I Ð IMÖNNUM .

Skotvís þakkarveittan stuðning

Lögmannastofa

Ólafs Sigurgeirssonar

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 75: 2000, 6.árg

Verslunin Goggar og TrýniVörur.................................................................... 15%

Hundahótelið NolliHundagæsla.......................................................... 10%

Hundahótelið ArnarstöðumHundagæsla.......................................................... 20%

Hundahótelið LeirumHundagæsla.......................................................... 10%

Jóhann Vilhjálmsson byssusmiðurViðgerðir .............................................................. 10%

Seglagerðin ÆgirVörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) ....... 5% Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ................ 10%

SportvörugerðinVörur.................................................................... 10%

VesturröstVörur.................................................................... 5-15%

VeiðivonGæsa- og rjúpnaskot staðgreidd .......................... 10%

VeiðislóðVörur.................................................................... 5-10%

VDO BorgardekkAf viðgerðum og vinnu ........................................ 32,5%Af dekkjum í umboðssölu ................................... 15%Okkar dekk og slöngur ........................................ 20%

Aðalskoðun hf.Af skoðun ökutækja.............................................. 10%

Hótel ValaskjálfGisting.................................................................. 15%

Hótel KEAGisting á gæsa- og rjúpnaveiðitíma ..................... 20%Gisting á öðrum tímum ....................................... 10%

Veiðikofinn EgilsstöðumAfsláttur af skotum............................................... 10%

Rakara- og hársnyrtistofan FígaróVörur - þjónusta................................................... 10%

Smurstöðin KlöppAf smurningu ....................................................... 20%

EllingsenAf sportveiðivöru og -fatnaði.............................. 10%

Bílaleiga ÍslandsLeiga á 4x4 bílum og jeppum .............................. 15%

PólarVörur og þjónusta með greiðslukorti .................. 5%Vörur og þjónusta staðgreiddar........................... 10%

Sportbúð TítanVeiðivörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) 5%Veiðivörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ......... 10%

Afsláttartilboð SKOTVÍS:Mun

ið að fram

vísa

áva

llt félag

sskírteini SKOTV

ÍS!

Page 76: 2000, 6.árg