2007-3 fræðsluefni (haust)

63
Sögurnar sem Jesús kunni

Upload: kfum-og-kfuk-a-islandi

Post on 14-Mar-2016

240 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

Sögurnar sem

Jesús kunni

Page 2: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

Sögurnar sem Jesú kunniBoðunarefni KFUM og KFUK

Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi

Holtavegi 28, Reykjavík

Umsjón: Henning Emil Magnússon

Uppsetning: Rakel Tómasdóttir

Page 3: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

3

Efnisyfirlit

Bls. 5 Fylgt úr hlaði

Bls. 7 Uppbygging boðunarefnisins

Bls. 9 Þemahugmynd

Hugleiðingar

Texti Heiti Minnisvers

Bls. 10 Lk 2.41-52 Jesús tólf ára Jh 3.16

Bls. 12 1M 1 Upphafið 1M 1.10b

Bls. 14 1M 2.5-3.23 Syndafallið Rm 3.23

Bls. 16 1M 4.1-16 Kain og Abel 1M 4.7

Bls. 18 1M 12.1-8 Abraham Sl 32.8

Bls. 20 1M 37 Draumar Jósefs Rm 12.21

Bls. 22 1M 44-45 Jósef reynir bræður sína Sl 37.5

Bls. 24 2M 2.1-10 Fæðing Móse Rm 8.31b

Bls. 26 2M 19-20 Boðorðin Mt 22.37,39

Bls. 28 4M 21.4-9 Eirormurinn Heb 12.2a

Bls. 31 Viðauki

Page 4: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 5: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

5

Fylgt úr hladi

Þrátt fyrir að Biblían sé safn af ólíkum bókum á hún sér rauðan þráð sem liggur í gegnum hana frá upphafi og til enda. Heilög ritning hefst á upphafinu, sköpuninni og lýkur með sýn þar sem vottar fyrir nýjum himni og nýrri jörð. Það sem skiptir mestu máli í Biblíunni er hjálpræði Guðs í Jesú Kristi. Það er rauði þráðurinn sem myndar tengsl á milli tveggja testamenta. Í Gamla testamentinu er beðið eftir komu Krists. Sagt er frá Guðs góðu sköpun og hvernig syndafallið breytti sambandi manns og Guðs. Skyndilega var komin óyfirstíganleg gjá vegna óhlýðni mannsins. Margt var reynt til að brúa bilið. Fyrirheiti gefin, sáttmálar gerðir. Heitið var að senda Messías, frelsara mannkyns. Í Gamla testamentinu má sjá vanda mannsins og glímu hans en lausina er að finna í Nýja testamentinu með komu Jesú. Hann er uppfylling spádómanna, frelsarinn sem lofað hafði verið. Kristur er kjarni ritningarinnar. Boðunarefnið er samið með hliðsjón af þessari sögu. Það er kristmiðlægt. Til að skilja betur hjálpræðisverk Krists þarf að þekkja sögur Gamla testamentisins, skilja það sem á undan er gengið. Boðunarefni haustsins, Sögurnar sem Jesús kunni, er undanfari boðunarefnis vorsins, Ævi Jesú. Þessir atburðir tengjast m.a. þegar Jesús er 12 ára og týnist. Foreldrar hans finna hann eftir þrjá daga meðal lærifeðranna í helgidómnum. Allir viðstaddir voru undrandi á þekkingu unga drengsins. Hann kom til að kunngjöra vilja föður síns. Þetta er fyrsta sagan í boðunarefninu þar sem hún sýnir tengsl Jesú við sögur Gamla testamentisins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar starfið er undirbúið. Huga alltaf vel að tengslum Jesú við sögur Gamla testamentisins þegar þær eru boðaðar. Gamla testamentið gefur fyrirheitið um frelsarann og Nýja testamentið er uppfylling þeirra spádóma. Valinn hefur verið sá kostur að sögur Gamla testamentisins standi í tímaröð. Þannig mynda þær rökrétta atburðarás, eitt leiðir af öðru líkt og í góðri framhaldssögu. Undirritaður hefur rekið sig á að oft verður sífellt flakk á milli ólíkra tímabila ritningarinnar til þess að áheyrendur verða óöruggir á samhengi textanna. Notendur eru hvattir til að kynna sér efnið vel áður en haldið er af stað.

Með bestu óskir um góðan starfsvetur.

Henning Emil Magnússon

Page 6: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 7: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

7

Uppbygging bodunarefnisins1. BoðskapurBoðskapur hugleiðingar er gefinn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir.

2. AðkomaÞað er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyranda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna og hjálpa þeim þannig að tengja við boðskapinn sem þið viljið flytja. Stundum er hægt að nota leiki eða annað efni úr hugmyndabanka sem aðkomu.

3. Hugleiðing Langflestar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rakin, síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn. Yfirleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum. Vandið orðaval. Gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. Hugið vel að fjölbreytni þegar sögurnar eru sagðar. Það er hægt að nota glærur, loðmyndir, leikræna tjáningu og hlutbundna kennslu til að styrkja sögurnar. Gætið þess að hafa hugleiðingarnar sem fjölbreyttastar.

4. SamantektÍ lokin má síðan draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta uppbygginguna.

5. ViðaukiEfninu fylgir örlítill viðauki. Þar er að finna verkefnablöð og annað þarft efni.

6. MinnisversGott er fyrir börnin að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Versin eru stutt og einföld. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið lærð áður en nýtt er kynnt til sögunnar.

7. HugmyndabankiYfirleitt fylgja síðan einhverjar hugmyndir á eftir hugleiðingunni. Sumar af þessum hug-myndum henta vel til að nota í aðkomunni að hugleiðingunni. Skoðið vel þetta efni og sjáið hvernig þið getið sem best nýtt ykkur það.

8. Hugmynd að þemaEfninu fylgir hugmynd sem má nota til að tengja saman efni hugleiðinganna. Hugmyndin gengur út á að mynd fylgi hverri hugleiðingu sem sé fest á vegg starfsstöðvarinnar. Með tímanum myndar hún síðan kross sem minnir okkur á hjálpræðisverk Jesú. Vinsamlegast kynnið ykkur hana og hugið að undirbúningi hennar.

Page 8: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 9: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

9

emahugmynd

Hverri hugleiðingu fylgir mynd sem teng-ist sögunni hverju sinni. Í upphafi eða lok hugleiðingar má hengja myndina upp. Þá stendur hún þar til minningar um hugleiðingu-na. Hugleiðingarnar eru tíu talsins. Hægt er að líma þær þannig að þær myndi kross í lokin. Hjálpræðisáætlun Guðs verður smátt og smátt augljósari líkt og krossinn sem við ætlum að opinbera yfir veturinn. Þar sem við erum að fást við sögurnar út frá Jesú þá er þetta tilvalin leið. Eftir áramót verður síðan fjallað um ævi Jesú og krossinn vísar til þess. Myndirnar má finna í viðaukanum.

DI

Page 10: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

10

Minnisvers:

Því svo elskaði Guð

heiminn, að hann gaf

son sinn eingetinn, til

þess að hver sem á

hann trúir glatist ekki,

heldur hafi eilíft líf.

Tólf ára

Boðskapur: Jesús er uppfylling spádóma Gamla testamentisins.

Aðkoma: Hvernig ætli æska Jesú hafið verið? Það er ekki mikið sagt frá æsku hans í guðspjöllum Nýja testamentisins. En hann hefur líklega gert það sama og önnur börn á hans aldri. Hann hefur sótt skóla. Hann hefur hjálpað Jósef á smíðaverkstæðinu og hann hefur leikið sér. Það er spurning hvaða leiki hann hefur kunnað. Við gleymum því kannski stundum að Jesús var barn alveg eins og við öll. Hann þurfti að fást við sömu hluti og við. Það er ein saga sem segir frá æsku Jesú í Lúkasarguðspjalli. Í þeirri sögu týnist Jesús. Við ætlum að heyra hana í dag.

Hugleiðing

1. Þegar Jesús var tólf ára fór hann með Maríu og Jósef upp til Jerúsalem. Fólk reyndi að fara að minnsta kosti einu sinni á ári á eina af stóru hátíðunum þar. Þau fóru á hverju ári en þetta ár gerðist dálítið markvert. Þegar þau fóru heim áttuðu þau sig á því að Jesús var ekki með í för. Þau fóru þá að leita að honum hjá skyldfólki en fundu hann ekki. Þau fóru því aftur til Jerúsalem og fundu hann þar. Hvar var hann? Hann sat í helgidómnum og var að ræða við kennarana þar. Þeir voru mjög undrandi yfir því hvað Jesús hafði mikinn skilning á sögum Gamla testamentisins, sögunum sem jafnaldrar hans lærðu. Það var greinilegt að hann skaraði fram úr. Móðir hans spyr hann hvers vegna hann hefði týnst frá þeim. Svar Jesú kom á óvart. Hann spurði á móti af hverju voruð þið að leita mér? Ég er þar sem ég á að vera. Í húsi föður míns.

2. Jesús var ekki óþekkur. Það kemur fram að hann hafi farið með þeim heim til Nasaret og verið hlýðinn. Móðir hans var undrandi og líklega skildi hún ekki svar hans fyllilega fyrr en löngu seinna. Jesús vissi nefnilega að hann var sonur Guðs og að hann hefði komið í heiminn til þess að frelsa hann. Þess vegna fannst honum eðlilegt að vera í helgidómnum, þar sem rætt var um Guð. Jesús þekkti allar sögurnar úr Gamla testamentinu. Þar var fjallað um sköpun heimsins, Adam og Evu, Kain og Abel, Abraham, Jósef, Móse og margt fleira. Hann vissi líka að þar var fyrirheiti um frelsara. Þessi frelsari var hann.

3. Á fundunum í haust ætlum við að heyra þessar sögur sem Jesús kunni. Þá náum við að skilja betur hvers vegna hann kom í heiminn og hvers vegna heimurinn þurfti á frelsara að halda. Það er vers í Biblíunni sem oft er nefnt litla Biblían. Það hljómar svona: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Með því að læra sögurnar sem Jesús kunni úr Gamla testamentinu munum við fá aukinn skilning á því hvers vegna Jesús þurfti að frelsa heiminn.

- Jesús í musterinu Lk 2.41-51

Page 11: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

11

Útskýringar

HátíðirnarÞað voru þrjár hátíðir sem reynt var að sækja til Jerúsalem á hverju ári. Líklega hefur það verið of mikið fyrir fjölskylduna og því varð páskahátíðin fyrir valinu. Um hátíðirnar þrjár má lesa í 2M 23.14-17 og um upphaf páskahátíðar í 2M 12.

Hvernig fólk ferðaðistFólk ferðaðist í stórum hópum á hátíðirnar. Þess vegna má draga þá ályktun að Jósef hafi haldið Jesú hjá Maríu og öfugt. Eins hafa þau getað talið líklegt að hann hafi verið með einhverju skyldfólki. Þess vegna leita þau þar áður en þau halda aftur til Jerúsalem.

Lúkas og MaríaÞað er eingöngu sagt frá þessu atviki hjá Lúkasi. Hugsanlega heyrði hann söguna beint frá Maríu. Það er áhugavert að hún geymdi þetta allt í hjarta sér. Hún hefur enn ekki fyllilega skilið merkingu atburðanna en treyst því að síðar myndu þeir verða henni augljósir

Hugmyndabanki

VerkefniTrésmíðaverkstæðiðEinföld þraut þar sem leita á að nokkrum verk-færum sem Jósef hefur týnt. Þetta er tenging við umræðuna um æsku Jesú. (Sjá viðauka)

Þemahugmynd Hér er mikilvægt að kynna þemahugmyndina fyrir börnunum. Á hverjum fundi verður hengd upp mynd af einum hlut sem tengist sögunni sem við heyrum.

Page 12: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

12

Upphafid

Boðskapur:Guð skapaði allt gott, þar á meðal manninn í sinni mynd

Aðkoma: Hægt er að nota hugmyndir úr hugmyndabankanum hér að neðan sem aðkomu. Einnig væri hægt að láta börnin loka augunum og reyna að ímynda sér hvernig allt var í upphafi áður en Guð skapar allt úr engu.

Minnisvers:

Og Guð sá, að

það var gott.

(1M 1.10b)

Hugleiðing

1. Guð skapar allt úr engu. Í upphafi er eingöngu Guð og hann skapar með orði sínu. Allt á sér upphaf í Guði. Mennirnir geta búið ýmislegt til en þeir geta ekki skapað eitthvað úr engu. Hér má hugsanlega láta börnin nefna eitthvað sem menn geta búið til og einnig eitthvað sem eingöngu Guð getur skapað. Mennirnir geta t.d. búið til bíla og tölvur, smíðað skip og flugvélar en geta ekki skapað fjöll, tungl, sól, lifandi skepnur eða gróður. Guð skapar líka efniviðinn sem mennirnir búa til úr.

2. Guð skapaði allt á sex dögum og hvíldist þann sjöunda. (Hér má rifja upp helstu atriði sköpunar-sögunnar). Guð var ánægður með sköpunina og sá að allt sem hann gerði var gott. Þannig eigum við einnig að líta á sköpunina. Hún er stórkostlegt verk Guðs sem við eigum að gleðjast yfir og njóta. Við eigum að þakka fyrir allar góðar gjafir Guðs. Hvað getum við þakkað fyrir? Allt sem Guð hefur skapað er gott.

3. Guð skapaði að lokum manninn í sinni mynd til samfélags við sig. Hvað þýðir það? Það þýðir að Guð vill tengjast manninum. Guð vill eiga samfélag við okkur. Hann vill að við tölum við hann og tilheyrum honum. Það þýðir að við erum mikilvæg í augum Guðs og að honum þykir vænt um okkur hvert og eitt. En það þýðir einnig að maðurinn þarf að bera ábyrgð. Guð felur honum að sjá um dýrin, ganga vel um jörðina og virða allt í kringum sig. Maðurinn má ekki umgangast umhverfi sitt hvernig sem honum dettur í hug. En mestu skiptir að sköpun Guðs er öll góð og maðurinn er mikilvægur í augum Guðs.

- Guð skapar himin og jörð 1M 1

Page 13: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

13

Útskýringar

Genesis1. Mósebók er einnig nefnd Genesis. Það er grískt orð sem táknar upphaf. Enda fjallar bókin um upphaf veraldar, upphaf mannkyns og tengsl upphafsins við Guð sem skapara.

Einn dagurÞó svo að talað sé um sjö daga í sköpunarsögunni er alls ekki víst að átt sé við sólarhring eins og við þekkjum hann. Eins og þekkt er úr þjóðsöng Íslendinga: Fyrir þér er einn dagur sem þúsund árog þúsund ár dagur, ei meir.Þessi hugsun er fengin úr 90. sálmi Davíðs. Þannig er ekki æskilegt að hafa of bókstaflegan skilning á lengd sköpunarsögunnar.

Stígandinn í frásögunniÞað er áhugavert að huga að stíganda frásagnarinnar, því að finna má tengsl á milli fyrstu þriggja daganna og þeirra síðari.

1. dagur Ljósið 4. dagur Sól og tungl 2. dagur Himinn og haf 5. dagur Sjávardýr og fuglar 3. dagur Jörðin og gróður 6. dagur Dýr og menn

Hugmyndabanki

Dýrsleg skemmtunÍ leikinn þarf eitt A4 blað fyrir hvert barn og skriffæriFramkvæmd: Látið öll börnin setjast í hring og afhendið þeim blað og penna. Biðjið þau um að brjóta blaðið í miðju og síðan aftur í tvennt, þannig að því sé skipt í fjóra jafna hluta. Biðjið þau um að velja sér eitthvert dýr. Nú eiga þau öll að teikna höfuð dýrsins á efsta hluta blaðsins, án þess að hin sjái, og láta hálslínurnar ná aðeins yfir á næsta reit. Síðan rétta þau barninu sem situr þeim á vinstri hönd blaðið. Það teiknar búkinn og það þriðja fæturna. Að lokum búa allir til nafn á dýrið og afhjúpa huldu hlutana. Nú ætti að vera gaman að sjá útkomuna.Síðan er hægt að ræða um það hversu Guð skapaði margvísleg og undursamleg dýr. Þannig getur leikurinn verið aðkoma að hugleiðingunni. (Leikur nr. 2 úr bókinni Theme Games eftir Lesley Pinchbeck)

Hópavinna Gerð plakata.Efni og áhöld: Efni í plaköt (stór spjöld eða blöð), blöð og tímarit með alls konar myndum, skæri, lím, tússpennar. Framkvæmd: Börnunum er skipt í nokkra 4-5 manna hópa, sem fá það verkefni að leita að myndum í blöðunum og klippa þær út og líma á spjöldin og búa til plaköt, eitt hver hópur. Helmingur hópanna noti eingöngu myndir af hlutum sem menn hafa búið til, hinn helmingurinn myndir af hlutum sem menn hafa ekki búið til. Með tússpennunum má skrifa texta með myndunum ef vill. Þegar plakatagerðinni er lokið fá hóparnir að sýna og útskýra verk sín. Gott er ef aðstæðurnar leyfa að hengja plakötin síðan upp þannig að allir geti séð þau.(Úr Þemafundum eftir Gunnar Jóhannes Gunnarsson)Hægt er að nota hópavinnuna sem aðkomu. Einnig má nota myndirnar í hugleiðingunni sjálfri ef leiðtogi sér góða tenginu við efni hugleiðingarinnar.

Page 14: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

14

Syndafallid

Boðskapur:Óhlýðni mannsins leiddi til syndafallsins

Aðkoma:Auðvelt er að heimfæra reynslu Adams og Evu yfir á reynslu bar-nanna. Hægt er að segja einfalda sögu af freistingu barns sem þau geta tengt við:Finnur (eða Anna) var sólginn í súkkulaðikökur. Hann vissi ekkert betra. Einn daginn bakaði mamma hans stóra og gómsæta súkkulaðiköku. Finnur gægðist inn í búrið þar sem kakan stóð og beið gestanna. Kakan var enn heit og þykkt súkkulaðikremið lak niður af kökunni. Eftir að hafa horft dálitla stund á kökuna og ímyndað sér hvernig hún myndi bragðast með ískaldri mjólk stóðst Finnur ekki lengur freistinguna og skar sér litla sneið. Hefðuð þið staðist freistinguna?Í dag ætlum við að heyra sögu af annarri freistingu sem hafði mikil áhrif.

Hugleiðing

1. Á síðasta fundi var fjallað um Guð góðu sköpun. Guð hafði skapað manninn til samfélags við sig. Allt var eins og best var á kosið. Adam og Eva bjuggu í aldingarðinum Eden. Guð sagði þeim að þau mættu borða af öllum trjánum nema einu, skilningstrénu góðs og ills. Þau vissu að þau myndu deyja ef þau borðuðu af því. Lífið í Eden var því í raun fullkomið, eins gott og það gat verið.

2. Guð gaf manninum frjálsan vilja. Hann vildi ekki að maðurinn væri eingöngu strengjabrúða sem hann gæti stýrt. Maðurinn getur tekið eigin ákvarðanir. Skilningstréð var sett í garðinn til að reyna hlýðni mannsins. Og það kom að því að hún skyldi reynd. (Hér má tengja við freistinguna úr sögunni um súkkulaðikökuna). Höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar, segir í textanum. Hann byrjar á því að fara rangt með skipun Guðs og síðan gerir hann lítið úr gildi hennar. Guð er eingöngu að segja þetta vegna þess að hann vill ekki að þið hafið sömu þekkingu og hann. Höggormurinn var kominn til þess að binda enda á traustið sem var á milli Guðs og Adams og Evu. Honum tókst það áætlunarverk sitt. Bæði Adam og Eva fengu sér ávöxt af skilningstrénu.

3. Guð hafði gefið manninum möguleika á því að velja á milli hlýðni og óhlýðni. Þegar óhlýðnin var valin þá kom syndin í heiminn. Syndin hefur fylgt manninum síðan. Synd er það sem sundrar sam-bandi okkar við Guð. Eitthvað sem hefur orðið til þess að gjá myndist á milli okkar og Guðs. Stundum er talað um syndina sem að missa marks, að hitta ekki. Guð ætlaði okkur líf þar sem allt væri gott, allt myndi hitta í mark, en syndin kom í veg fyrir það. Þegar Guð kemur að leita að Adam og Evu þá reyna þau að afsaka sig. Adam bendir á Evu og hún bendir á höggorminn. Guð rak þau út út garðinum og tilkynnti þeim að lífið yrði erfitt og þjáningarfullt í framtíðinni.

4. En sagan er ekki eingöngu slæmar fréttir. Þegar Guð dæmir syndina í fyrsta sinn er engu að síður von að finna. Þetta fyrirheiti er um frelsara. Einn daginn mun einhver koma sem muni sigra syndina og dauðann. Vitiði hver það er? Smátt og smátt verður þetta skýrara og fyrirheitið verður uppfyllt þegar Jesús kemur til jarðar.

- Adam var ekki lengi í Paradís 1M 2.5-3.23

Minnisvers:

Allir hafa synd-

gað og skortir

Guðs dýrð. (Rm

3.23)

Page 15: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

15

Útskýringar

Tengslin á milli Edens og endurlausnarÓhlýðni Adams Hlýðni KristsEva óhlýðnaðist María, móðir Jesú Krists var trú köllun sinniÓhlýðni Adams átti sér stað í garði (Eden) Hlýðni Krists átti sér einnig stað í garði (Getsemane)Tréð sem Adam át af átti að vera tré lífsins en varð að tré dauðans.Dauðatréð (krossinn) sem Kristur lést á varð að tré lífsins.Þannig má sjá tengslin á milli verknaðarins í Eden og endurlausnarinnar í Jesú Kristi.Allur skaðinn sem varð af fyrra verkinu var afmáður fyrir Jesú Krists.

HöggormurinnHöggormurinn er tákn fyrir hið illa. Það má líta á orð hans líkt og eitur. Hann sáir efasemdum og ef að ekkert er að gert ná þær að festa rótum og að ljúka tilætluðu verki. Í Biblíunni má finna mörg dæmi um að mannlegt hyggjuvit er sett ofar boðum Guðs og þá er útkoman á sama veg og í þessari sögu.

Drög að fagnaðarerindiBiblían boðar ekki dóm án vonar. Þrátt fyrir að ástandið hafi verið alvarlegt og dómurinn fyllilega verð-skuldaður sá Guð ástæðu til að sýna að leyst yrði úr vandanum. Í 15. versinu er fyrirheiti að afkvæmi konunnar muni merja höfuð hins illa. Þetta loforð tekur á sig sjáanlegri mynd í fyrirheitinu til Abrahams.

Hugmyndabanki

Leikur Að losna úr handjárnumÁhöld: Tveir snærisspottar u.þ.b. 1,5-2 m hvor.Framkvæmd: Tvö börn eru þátttakendur í leiknum í senn og eru þau bundin (handjárnuð) saman þannig að böndin eru bundin um úlnliði þátttakenda og látin ganga í kross þannig að börnin séu föst saman hvort gegn öðru. Síðan eiga þau að reyna að losa sig án þess að losa um hnúta eða taka böndin fram af úlnliðu-num. Það er aðeins ein leið til að losna og hún er sú að taka í miðju bandsins sem bundið er um úlnlið annars þátttakenda og smeygja því eins og lykkju undir bandið um annan hvorn úlnlið hins og bregða lykkjunni yfir höndina og draga bandið síðan til baka. Þá eiga þátttakendur að vera lausir í sundur. Nauðsynlegt er fyrir þann sem stjórnar leiknum að prófa þetta vel fyrirfram svo hann sé viss um hvernig þetta er gert. Ef einhver fundargesta hefur gefið til kynna að hann viti hvernig hægt er að losa hina handjánuðu í sundur, þá má viðkomandi gjarnan fá að sýna hinum lausnina.Stutt spjall um leikinn þar sem lögð er áhersla á að þeir sem fjötraðir voru saman gátu ekki losað sig nema vita um lausnina. (Úr Þemafundum eftir Gunnar Jóhannes Gunnarsson)Síðan má tengja efnið við hugleiðinguna. Um leið og syndin kom í heiminn var heitið að senda frelsara. Við þekkjum lausnina í dag því við vitum að Jesús var sendur í heiminn til að frelsa okkur. Hann einn getur leyst okkur frá syndinni.

Leikur Að hitta í markHægt er að hafa einhvers konar skotkeppni þar sem reyna á að hitta í mark. Það er síðan hægt að útskýra að syndin sé það að missa marks. Guð vill að við hit-tum í mark með lífi okkar.

Verkefni Adam og Eva í ParadísFinnið níu villur (sjá verkefnablöð í viðauka)

Page 16: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

16

Mordid

Boðskapur: Guð vill hjálpa manninum til að berjast við syndina

Aðkoma:Ræðið fyrst um samskipti barnanna. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir illindi og ósætti? Af hverju slettist stundum upp á vinskapinn. Nefnið gullnu regluna (Mt 7.12). Er það góð regla fyrir samskipti? Í dag ætlum við að heyra sögu af samskiptum tveggja bræðra.

Minnisvers:

Ef þú gjörir rétt,

þá getur þú

verið upplitsd-

jarfur (1M 4.7)

Hugleiðing

1. Adam og Eva áttu tvo syni sem hétu Kain og Abel. Þegar þeir uxu úr grasi varð Abel fjárhirðir og Kain jarðyrkjumaður. Þá tíðkaðist að færa fórnir af vinnu sinni til að þakka Guði. Þegar þeir færðu fórnina var Guð ánægður með fórn Abels en ekki Kains. Það kemur ekki fram hvers vegna en líklega var hugarfarið ólíkt hjá þeim. Kain hefur hugsanlega ekki fært Guð fórn sína með gleði.

2. Öfundin virðist nú taka öll völd af Kain. Hann reiðist og verður niðurlútur. Guð reynir að vara Kain við og biður hann um að láta ekki reiðina ná stjórn á sér því þá sé hætta á að hann geri það sem er rangt. Því þegar maður er reiður og hefur ekki gott í huga þá bíður syndin eftir því að fá tækifæri. Kain hlustaði ekki á þessar ráðleggingar.

3. Kain fer því næst og biður bróður sinn Abel að ganga með sér út á akurinn. Abel átti sér einskis ills von. Þegar út á akurinn er komið ræðst Kain á Abel og drepur hann. Þegar Guð spyr síðan Kain hvar bróðir hans sé þá svarar hann: Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns? Hann vill ekki kannast við verknaðinn eða taka ábyrgð á honum. Guð er að gefa honum færi á að játa synd sína. Guð segir að blóð bróður hans hrópi af jörðinni. Þá rennur upp fyrir Kain hvað hann hefur gert og hann segir að sekt sín sé meiri en hann fái borið. Hann iðrast og Guð dregur því úr refsingu hans.

4. Þessi saga sýnir hvernig syndin hélt áfram að eyðileggja líf mannanna og koma í veg fyrir að þeir gætu lifað því lífi sem Guð hafði ætlað þeim. Guð reyndi að fá Kain til að hugsa sinn gang en hann lét bræðina og öfundina ráða för. Það hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér. En lærdómurinn af sögunni er sá að Guð er ávallt reiðubúinn til þess að hjálpa okkur og fyrirgefa syndina, ef við viljum kannast við hlutina eins og þeir eru.

-Kain og Abel 1M 4.1-16

Page 17: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

17

Útskýringar

Tenging við syndafallið Sagan um Kain og Abel fylgir strax á eftir þeirri um syndafallið. Hér er verið að halda áfram með sama stef. Fyrri sagan lýsir upphafi syndarinnar, hvernig hún kom í heiminn en sú síðari sýnir fram á hvernig hún sýkist áfram út í mannlífið. Við fyrri söguna bætist mannsmorð, öfund og afneitun á ábyrgð.

Syndin liggur við dyrnar Hér má einnig hugsa til höggormsins. Syndin er lævís og líkt og í fyrri sögunni er hún skyndilega búin að láta eitur sitt virka. Þetta er góð líking sem má notast við. Guð er að bjóða Kain hjálp til að fjarlægja syndina frá dyrunum, þannig að hann þurfi ekki að lenda í henni.

Þú skalt ekki mann deyðaTilvalið er að fjalla um 5. boðorðið í tengslum við þessa sögu. Það má líka fjalla um útleggingu Jesú á því í fjallræðunni. Þar leggur hann áherslu á að vera skjótur til sátta við andstæðing sinn.

Hugmyndabanki

LeikurPósar og negarSkiptið börnunum í tvö jafnstór lið. Látið þau síðan keppa sín á milli í skotkeppni (t.d. að hitta bolta í ruslakörfu). Annað liðið eru pósar (eða jákvæðir) en hinir negar (eða neikvæðir). Alltaf þegar einhver úr liði pósanna hittir, fagna þeir innilega með honum, ef einhver er það ólánsamur að hitta ekki þá hvetja þeir hann engu að síður með orðum eins og: Þetta kemur eða gengur betur næst. Negarnir aftur á móti eru duglegir að rífa hvern annan niður. Þeir hrósa ekki hver öðrum þótt þeir hitti og eru viðskotaillir þegar sam-herjarnir brenna af. Mikilvægt er að börnin lifi sig inn í leikinn og muni líka að þetta er eingöngu leikur. Eftir eina umferð á að skipta um hlutverk. Eftir að búið er að gefa upp stigafjöldann þá skuluð þið ræða stuttlega við börnin. Hvernig fannst þeim að vera pósar? En negar? Leyfið þeim að tjá sig um það. Tengið þetta síðan almennt við hegðun þeirra dag frá degi. Hvernig bregðumst við við þegar aðrir eru okkur erfiðir? Erum við stundum ósanngjörn. Þetta er góður undirbúningur fyrir hugleiðinguna.

VerkefniÖfugsnúin veröld (sjá verkefnablað í viðauka)

Page 18: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

18

Fyrirheiti- Guð leiðir Abraham 1M 12.1-8

Boðskapur: Treystu Guði og hann mun leiða þig

Aðkoma: Hægt er að fjalla um hafnsögumann og hlutverk hans í aðkomu að hugleiðingunni. Hafnsögumaður segir skipstjóra til um hvert hann eigi að stefna bátnum. Hafnsögumaðurinn þekkir hætturnar, en ekki skipstjórinn. Guð sér eins fyrir okkur í lífinu. Hann vill leiðbeina okkur og leiða í gegnum lífið. Í dag heyrum við um mann sem treysti Guði og leyfði honum að leiða sig.

Minnisvers:

Ég vil fræða þig og

vísa þér veginn, er

þú átt að ganga.

(Sl 32.8)

Hugleiðingin

1. Sagan í dag hefst svolítið einkennilega. Guð segir Abraham að fara af stað og halda til lands sem hann muni vísa honum á. Abraham fór ásamt konu sinni, Söru, og fylgdarliði. Það var ekki einfalt mál á dögum Abrahams og Söru að taka sig upp og flytja í annað land. En af hverju lagði Abraham af stað? Og af hverju valdi Guð hann?

2. Guð hafði lofað að senda mannkyninu frelsara. Þegar Guð sendi Abraham af stað lofaði hann að allar ættkvíslir jarðarinnar ættu að hljóta blessun af honum. Og hann sagði að hann myndi verða að mikilli þjóð og nafn hans yrði mikið. Það var greinilegt að Abraham átti að gegna merkilegu hlutverki. Abraham lagði af stað í trausti til þess að fyrirheiti Guðs væru sönn. Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá. (Heb 11.8)

3. Abraham komst á leiðarenda. Leiðin var löng (sýna glæru). Þegar hann kom þakkaði hann Guði fyrir með því að reisa altari og ákalla nafn Drottins. Stórkostleg fyrirheiti Guðs kallaði fram þakkir hjá Abraham. Hann hafði farið veg trúarinnar og gengið hann á enda. Þessi ferð var upphafið að því að Guð gerði Abraham að mikilli trúarhetju.

4. Guð vill á líkan hátt leiða okkur í gegnum lífið. Hann vill fræða öll sín börn um veginn sem þau eiga að ganga. Guð vill að við treystum honum líkt og Abraham gerði. Við getum kynnst vilja hans í Biblíunni, lært af henni hvað sé rétt og rangt og hvaða veg á að ganga. Við getum líka gert eins og Abraham að biðja til Guðs og þakka honum fyrir hjálpina sem hann veitir okkur.

Page 19: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

19

Útskýringar

Abram og Saraíeru nöfnin sem notuð eru í þessari frásögn. Nöfnunum er breytt í 17. kafla í tengslum við sáttmálann og loforðið um Ísak. Abraham og Sara eru yfirleitt notuð og því óþarft að flækja söguna með því að notast við Abram og Saraí. HjálpræðisáætluninHér er tilvalið að fjalla nánar um tengslin við Jesú. Hann var afkomandi Abrahams og sá sem áætlunin vísar á. Þegar Abraham er heitið blessun fyrir allar þjóðir þá er verið að vísa til Jesú. Það má tengja þetta við hugleiðinguna út frá Adam og Evu. Hérna er fyrsta skrefið í því að efna það fyrirheiti sem var gefið þar. Þetta er liður í hjálpræðis-ráðstöfun Guðs.

Hugmyndabanki

Leikur: Blindum sagt tilLögð er þrautabraut sem sjálfboðaliði á að fara um með bundið fyrir augun. Hann fær leiðsögn frá leiðtoga eða öðru barni úr deildinni. Hann verður að treysta því að leiðsögnin sé góð. Leyfið nokkrum börnum að reyna sig og gætið þess að breyta þrautabrautinni reglulega. Hægt er að nota stóla, kassa og hvað sem þið hafið við höndina í þrautabrautina. Eftir leikinn má fjalla um mikilvægi trausts og einnig að Guð vilji leiða okkur í gegnum lífið og hafi hugmyndir um líf okkar.

Sr. Friðrik FriðrikssonHérna væri hægt að segja örlítið frá upphafi starfs KFUM og KFUK á Íslandi. Fjalla um það þegar sr. Friðrik fer frá Danmörku til Íslands með það í huga að koma af stað starfi fyrir ungt fólk. Hann fer í trausti til Guðs.

Page 20: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

20

Draumar- Bræður Jósefs öfunda hann 1M 37

Boðskapur: Öfundin leiðir til ills og getur valdið sorg

Aðkoma: Ræðið almennt um öfundina við börnin. Hafa þau stundum öfundað einhvern? Hvernig tilfinning er það? Fer hún skyndilega í burtu af sjálfu sér? Hvað getum við gert til þess að öfunda ekki? Skapið umræðu í smá stund og leyfið þeim að segja frá sínu sjónarhorni. Tengið síðan umræðuna við söguna um Jósef.

Minnisvers:

Lát ekki hið vonda

yfirbuga þig, heldur

sigra þú illt með

góðu. (Rm 12.21)

Hugleiðing

1. Abraham sem við heyrðum um síðast eignaðist son sem hét Ísak og hann átti son sem hét Jakob. Í dag ætlum við að heyra sögu af Jakob og sonum hans. Jakob átti tólf drengi. Svo virðist sem hann hafi haldið mest upp á Jósef og Benjamín. Einn daginn gaf Jakob Jósef fallega yfirhöfn. Það varð til þess að bræður hans öfunduðu hann enn meira og lögðu hatur á hann.

2. Jósef dreymdi drauma og þeir vísuðu oft til einhvers sem átti eftir að gerast síðar. Eitt sinn sagði hann bræðrum sínum tvo drauma sem hann hafði dreymt. Þeir vísuðu báðir til þess að Jósef átti eftir að drottna yfir bræðrum sínum. Það þarf nú vart að taka fram að öfundin og hatrið óx og líkt og fyrri daginn gátu þeir ekki mælt vinsamlegt orð við hann.

3. Jakob sendi eitt sinn Jósef til að vitja bræðra sinna þar sem þeir voru úti í haga að hugsa um dýrahjörð. Þegar bræðurnir sjá hann nálgast ætla þeir að drepa hann, en Rúben biðst vægðar fyrir Jósef. Í stað þess að drepa hann varpa þeir honum ofan í gryfju og taka af honum kyrtilinn. Þeir selja Jósef síðan kaupmönnum sem eru á leið til Egyptalands fyrir 20 sikla silfurs.

4. Hvernig útskýra þeir þetta fyrir föður sínum. Þeir blóðga geit og ata kyrtilinn. Senda síðan föður sínum með þeim skilaboðum að þeir hafi fundið hann svona. Jakob var miður sín því hann var viss um að Jósef hafði lent í árás villidýrs. Eftir þetta var hann óhuggandi sama hversu mikið reynt var að hugga hann. Bræðurnir ákváðu ekki að leysa frá skjóðunni til að létta sorginni.

5. Þessi saga minnir okkur á hversu öfundin getur verið sterkt og eyðandi afl. Þetta minnir okkur hugsanlega á aðra sögu sem við höfum heyrt nýlega (kalla eftir viðbrögðum). Við heyrum meira af Jósef á næsta fundi og hvernig honum gekk í Egyptalandi og hvernig hann brást við þegar hann hitti bræður sína aftur.

Page 21: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

21

Útskýringar

Tuttugu siklar silfursPeningaupphæðin sem nefnd er í sögunni er talin hafa jafnast á við laun til þriggja ára fyrir fjárhirði. Því er ljóst að um talsverða peninga var að ræða.

Meira um JósefSagan af Jósef og bræðrum hans er mun lengri og margt eftirminnilegt í henni. Það er tilvalið að hvetja börnin til þess að kynna sér sögu hans enn betur með því að lesa meira um hann t.d. í Barnabiblíu.

Hugmyndabanki

Jósef segirÞað væri snjallt að fara í Jósef segir á fundinum, eingöngu til að kynna nafnið. Það þarf ekkert að tengjast hugleiðingunni á annan hátt. Það væri þó hugsanlegt að fara aftur í leikinn á næsta fundi og þá væri hægt að tengja við vald hans yfir Egypta-landi.

Verkefnablað Finnið nöfn bræðranna. Stafarugl þar sem finna á nöfn bræðranna tólf. (Sjá viðauka)

Page 22: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

22

Silfurbikarinn

Boðskapur: Guð snýr illu til góðs

Aðkoma: Tilvalið er að rifja upp hvað gerðist á síðasta fundi og einnig þarf að fylla í eyðurnar því sagan um Jósef er of atburðarík fyrir tvo fundi. Eftir að hafa lent í hrakningum réð Jósef draum fyrir Faraó og verður að ráðherra hans. Hann gerir Jósef að stjórnanda yfir öllu Egyptalandi. Jósef tekst með stjórnvisku sinni að koma í veg fyrir hungursneyð í Egyptalandi. En bræður hans eru sendir af föður þeirra til að kaupa vistir. Þá ber fundum þeirra aftur saman. Bræðurnir þekkja Jósef ekki aftur.

Minnisvers:

Fel Drottni vegu

þína og treyst

honum, hann

mun vel fyrir sjá.

(Sl 37.5)

Hugleiðing

1. Jósef ákvað að reyna bræður sína. Hann vildi sjá hvort þeir hefðu breyst. Jósef hafði haldið bræðrunum veislu og nú var tími að halda aftur heim á leið. Hann faldi silfurbikar í poka Benjamíns. Hann lét síðan veita þeim eftirför. Þegar bikarinn fannst í poka Benjamíns urðu bræðurnir hissa. Jósef sagði að allir mættu fara heim nema Benjamín.

2. Þá tók einn bróðirinn, Júda, málstað Benjamíns. Þeir höfðu lofað að koma með Benjamín heilan heim. Það var nóg fyrir Jakob að hafa misst Jósef hann vildi ekki einnig missa Benjamín. Júda fer því að segja Jósef að fyrir mörgum árum hafði faðir þeirra misst son sinn og hann hafði enn ekki jafnað sig. Júda bauðst síðan til að gerast þræll í stað Benjamíns.

3. Jósef skildi nú að bræður hans hefðu bætt sig. Honum hefur líka þótt mikið til þess að heyra minnst á sorg föður síns. Hann gat því ekki lengur setið á sér og sagði þeim hver hann var. Ætli bræðurnir hafi ekki orðið hissa? Hann gekk síðan að þeim og faðmaði þá og fagnaði þeim. Bræður hans hafa kannski búist við einhverju öðru en faðmlagi. Jósef hafði engan áhuga á að hefna sín. Hann leit þannig á að Guð hefði gert gott úr illu. Ef að Jósef hefði ekki farið til Egyptalands og komist til valda þá væri hann ekki í aðstöðu til að hjálpa fjölskyldu sinni núna. Þá hefðu faðir hans og bræður orðið hungri að bráð. Jakob faðir hans og bræður fluttu sig um set til Egyptalands og þjóð þeirra sem kallaðist Ísraelsmenn urðu smátt og smátt meira áberandi þar.

- Jósef reynir bræður sína 1M 44-45

Page 23: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

23

Hugmyndabanki

Spilið um JósefHægt er að fá lánað á Holtavegi spil um ævi Jósefs. Það væri tilvalið að spila það eftir að börnin hafa heyrt báðar sögurnar um Jósef. Þannig fá þau hugsanlega enn frekari áhuga á sögu hans og festa sér hana frekar í minni.

Page 24: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

24

Örk

Boðskapur: Guð hefur áætlun í huga fyrir okkur

Aðkoma: Tengið söguna af fæðingu Móse við fæðingu barnanna. Það hefur að öllum líkindum verið mikil gleðistund þegar þau komu í heiminn. Þau hafa eflaust heyrt sögur af því hvernig og hvenær þau komu í heiminn. Eflaust eru til myndir af þeim nýfæddum. Í dag ætlum við að heyra af dreng sem þurfti að fela þegar hann kom í heiminn.

Minnisvers:

Ef Guð er með

oss, hver er þá

á móti oss? (Rm

8.31b)

Hugleiðing

1. Nú er talsvert liðið frá því að Jósef stjórnaði í Egyptalandi. Það langt að nýji konungurinn virtist ekki hafa heyrt um hann. Sá hafði áhyggjur af því að þjóð Ísraelsmanna yrði of fjölmenn og hefði yfir-höndina gegn Egyptum. Fyrst setti hann Ísraelsmenn í mikla þrælkunarvinnu til að halda aftur af þeim. Síðan gaf hann fyrirskipun sem var hræðileg. Hann sagði að henda ætti öllum drengjum sem fæddust af ísraelskum uppruna.

2. Nú atvikaðist það þannig að hjón ein eignuðust fríðan dreng og ákváðu að leyna honum svo hann mætti lífi halda. Þegar ekki var mögulegt að leyna honum lengur var drengurinn látinn í litla örk og settur í sefið hjá árbakkanum. Systir hans fylgdist með í leynum hver örlög litla sveinsins yrðu. Hvað sá hún? Í grendinni var dóttir konungsins, eða Faraós eins og hann var kallaður, að baða sig ásamt þjónustustúlkum sínum.

3. Dóttir Faraós áttaði sig á að þetta væri eitt af sveinbörnunum sem átti að taka af lífi. Systir drengsins gaf sig nú fram og sagði við hana að hún vissi af konu sem gæti haft drenginn á brjósti. Það var mjög djarft af henni. Dóttir Faraós samþykkti. Stúlkan fór þá og sótti móður drengsins og hún hafði hann á brjósti. Síðan kom að því að því sleppti og þá var farið með drenginn aftur til dóttur Faraós. Drengurinn var nefndur Móses, vegna þess að hann var dreginn upp úr vatninu.

4. Guð hafði útvalið Móse til að leiða Ísraelsmenn frá Egyptalandi. Það er hreint með ólíkindum að dóttir Faraósins sem vildi Móse feigan skyldi bjarga honum. Móses ólst síðan upp í höllinni við allt það besta sem Egyptaland hafði upp á að bjóða. Guð hafði hafði ákveðið hlutverk handa Móse og ótrúleg saga hans staðfestir handleiðslu Guðs.

Page 25: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

25

Hugmyndabanki

Leikur: Að fela hlutAlgengast er að hlutur sé falinn og einn sendur út sem á síðan að leita. Sjálfboðaliðinn fær þá leið-beiningar um að hann sé heitur ef hann er nærri hlutnum en kaldur ef hann er fjarri. Önnur útgáfa af leiknum er hentugri til að virkja fleiri til þátttöku. Börnin sem mynda kór og syngja eitthvert einfalt lag (t.d. Meistari Jakob). Þau syngja það mjög lágt er sjálfboðaliðinn er ekki nálægt hlutnum en hækka raust ef hann nálgast og syngja hástöfum ef hann er mjög nálægt.

Page 26: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

26

Steintöflur- Boðorðin 2M 19-20

Boðskapur: Guð vill leiðbeina okkur

Aðkoma: Ræðið um mikilvægi þess að hafa einhverjar reglur. Hægt er að spyrja hvernig umferðin væri ef engar væru umferðar-reglurnar? Hvaða reglur viljum við hafa í samskiptum við aðra? Guð vill leiðbeina okkur. Hann gaf eitt sinn Ísraels-mönnum reglur sem við köllum boðorðin. Í dag ætlum við að heyra um hvernig það kom til.

Minnisvers:

Elska skalt þú Drottin,

Guð þinn, af öllu hjarta

þínu, allri sálu þinni

og öllum huga þínum.

Þú skalt elska náunga

þinn eins og sjálfan

þig. (Mt 22.37, 39)

Hugleiðing

1. Móses leiddi Ísraelsmenn útaf Egyptalandi. Það gerðist mjög margt á leiðinni og ef að segja ætti frá því öllu tæki það langan tíma. Ísraelsmenn voru ánægðir með að vera lausir úr þrælkuninni. En það þurfti ekki mikið að gerast þannig að þeir fóru að kvarta og kveina. Oft gleymdust kraftaverk og hjálp Guðs afar skjótt. Það var erfitt hlutverk sem Móses fékk.

2. Guð vildi gera sáttmála við Móse og Ísraelsmenn. Sáttmáli var samningur. Guð hafði gert sáttmála við Abraham og lofað honum að hann yrði að stórri þjóð og að allar þjóðir ættu að hljóta blessun af honum. Guð vildi að Ísraelsmenn myndu vera hans þjóð og hann þeirra Guð. Fólkið var enn ánægt með brottförina frá Egyptalandi og leyst vel á að gera sáttmála við Guð.

3. Guð vildi sýna Ísraelsmönnum hvernig þeir ættu að lifa. Hann gaf Móse boðorðin tíu til að staðfesta samninginn. Boðorðin tíu hafa síðan verið mikilvæg fyrir alla trúaða, ekki eingöngu Ísraelsmennina. Fyrstu þrjú boðorðin fjalla um samband okkar við Guð, en síðari sjö um samband okkar við annað fólk. (Það má hugsanlega fjalla örlítið meira um boðorðin hér, jafnvel velja eitt eða tvö til að fjalla stuttlega um. Eins mætti spyrja börnin hvort þau þekki boðorðin.) Ímyndið ykkur hvernig sagan af Kain og Abel hefði verið öðruvísi ef að fimmta boðorðið hefði verið virt.

4. Eitt sinn var Jesús spurður að því hvert boðorðanna væri æðst. Sá sem spurði ætlaði að leiða Jesú í gildru, láta hann velja eitt umfram hin. Eins og við vitum þá kunni Jesús sögur Gamla testamentisins vel og hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Hann sagði líka: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Svar Jesú er oft nefnt tvöfalda kærleiksboðorðið. Svarið hans tók nefnilega saman efni allra boðorðanna í stuttu máli. Guð hefur í kærleika sínum gefið okkur lífsreglur.

Page 27: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

27

Hugmyndabanki

Hópavinna: Í fréttum er þetta helstKrakkarnir látnir leita í blöðum og tímaritum að því sem þar er talið fréttnæmt, einkum með boðorðin í huga (jákvæðar og neikvæðar fréttir). Síðan mætti hugsa sér að raða fréttum á blað eftir boðorðum og jafnvel útbúa smá fréttatíma þar sem fram kæmi hvernig okkur mönnunum gengur að halda boðorðin.(Hugmynd úr boðunarefninu Vilji Guðs og Leiðsögn)

Page 28: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

28

Eirormurinn

Boðskapur: Trúin á Jesú frelsar okkur frá syndinni.

Aðkoma: Hægt er að fjalla um vanþakklæti. Hvernig sýnum við vanþakklæti. Erum við fljót að gleyma því góða sem við njótum? Eftir að hafa fjallað almennt um vanþakklæti má síðan tengja það við hegðun Ísraelsmanna í eyðimörkinni.

Minnisvers:

Beinum sjónum

vorum til Jesú.

(Heb. 12.2a)

Hugleiðing

1. Móses og Ísraelsmenn voru lengi í eyðimörkinni á leiðinni til fyrirheitna landsins. Það gerðist margt á þeirri leið. Guð sýndi þeim aftur og aftur að hann væri með þeim og vildi hjálpa þeim. Ísraelsmenn voru oft afar fljótir að gleyma velgjörðum Guðs og þá byrjuðu þeir að kvarta og kveina. Þeir óhlýðnuðust mjög oft, gleymdu að biðja til Guðs og voru vanþak-klátir. Þegar þeir voru næstum komnir á leiðarenda þurftu þeir að breyta leiðinni sem fara átti. Í stað þess að muna eftir því hvernig Guð hafði margoft komið þeim til hjálpar á leiðinni þá féllst þeim hugur. Þeir fóru aftur að mögla.

2. Guð reiddist Ísraelsmönnum vegna þess að þeir voru sífellt vanþakklátir. Hann sendi eitraða höggorma sem bitu fólkið. Þá fyrst skildi fólkið að það hefði syndgað. Hvað gerði það þá? Það fór til Móse og bað hann að biðja til Guðs um hjálp fyrir sig. Móses bað fyrir lýðnum og Guð sagði honum að setja orm á stöng og setja upp á meðal fólksins. Það var nóg fyrir þann sem bitinn var að líta á stöngina til þess að læknast. Það stóð heima. Hver sá sem leit á stöngina læknaðist.

3. Löngu seinna sagði Jesús þegar hann var að ræða við mann einn að næturlagi: Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upphafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. Með þessu var Jesús að staðfesta að hann væri sonur Guðs, kominn til að frelsa okkur frá allri synd. Syndin er eins og eitrið en ef við horfum á Jesú og treystum honum þá munum við frelsast. Í bæði skiptin er það trúin sem bjargar.

Page 29: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

29

Útskýringar

Hesekía og eirormurinnEirormurinn skýtur seinna upp kollinum. Í síðari Konungabók er sagt frá því að Hesekía konungur mölvar hann vegna þess að Ísraelsmenn hafa byrjað að færa honum reykelsisfórnir. Þannig hefur hann orðið að hjáguði.

Synd sem eiturAftur skýtur upp kollinum eitur í boðunarefninu. Hér er það aftur höggormur sem bítur. Þetta gæti orðið að tengingu milli fyrri hugleiðinga og þessarar. Þetta er fín myndræn skýring.

Hugmyndabanki

Verkefni: Hvað tilheyrir hverjum? Verkefni þar sem tengja á saman hluti og persónur, t.d. kyrtil og Jósef, steintöflur og Móse. Þetta verkefni hentar vel sem upprifjun á boðunarefninu. (Sjá viðauka).

Page 30: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 31: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 32: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 33: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 34: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 35: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 36: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 37: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 38: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 39: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 40: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 41: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 42: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 43: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 44: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 45: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 46: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 47: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 48: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 49: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 50: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 51: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 52: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 53: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 54: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 55: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 56: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 57: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 58: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 59: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 60: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 61: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 62: 2007-3 Fræðsluefni (haust)
Page 63: 2007-3 Fræðsluefni (haust)

63