3. tbl 2013

32
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Hvetja alla til að stunda heilbrigt líferni Mosfellingarnir Elías Níelsson og Halla Karen Kristjánsdóttir 16-17 Mynd/RXXX x Stórikriki - einbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 3. TBL. 12. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR Mosfellingar orðnir 9000 Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykja- koti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfædd- ur Mosfellingur. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri heimsótti Edward Leví og fjölskyldu hans á dögunum og færði þeim minjagrip af þessu tilefni og sögu Mosfellsbæjar. Á áttunda áratug 20. aldar fjölgaði fólki mjög ört í sveitinni, einkum í kjölfar Vestmannaeyjagossins árið 1973 en fyrir það voru íbúar Mosfellssveitar einungis um þúsund. Þá var Vesturlandsvegurinn fullgerður árið 1972 og hafði sín áhrif á fjölgun íbúa. Árið 1988 fleyttu mosfellsku fjórburarnir íbúafjölda Mosfellsbæjar yfir fjögur þúsund. Í dag eru svo Mosfellingar orðnir 9000 talsins. Edward Leví fæddist 15. janúar 2013 Upp úr 1970 fór að fjölga ör t í sveitinni Mynd/RaggiÓla LÆKKAÐ VERÐ Haraldur bæjarstjóri, Ingunn, Edward Leví, Einar Hreinn og stóri bróðirinn Ólafur Nói.

Upload: mosfellingur

Post on 28-Mar-2016

279 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 3. tbl. 12. árg. Fimmtudagur 21. febrúar 2013. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

TRANSCRIPT

Page 1: 3. tbl 2013

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Hvetja alla til að stunda heilbrigt líferni

Mosfellingarnir Elías Níelsson og Halla Karen Kristjánsdóttir

16-17

Mynd/RXXX x

Stórikriki - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

3. tbl. 12. árg. fimmtudagur 21. febrúar 2013 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Mosfellingar orðnir 9000Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykja-koti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfædd-ur Mosfellingur. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri heimsótti Edward Leví og fjölskyldu hans á dögunum og færði þeim

minjagrip af þessu tilefni og sögu Mosfellsbæjar.Á áttunda áratug 20. aldar fjölgaði fólki mjög ört í sveitinni, einkum í kjölfar Vestmannaeyjagossins árið 1973 en fyrir það voru íbúar Mosfellssveitar einungis um þúsund. Þá var Vesturlandsvegurinn fullgerður árið 1972 og hafði sín áhrif á fjölgun íbúa. Árið 1988 fleyttu mosfellsku fjórburarnir íbúafjölda Mosfellsbæjar yfir fjögur þúsund. Í dag eru svo Mosfellingar orðnir 9000 talsins.

Edward Leví fæddist 15. janúar 2013 •Upp úr 1970 fór að fjölga ört í sveitinniMynd/RaggiÓla

lækkaðverð

Haraldur bæjarstjóri, Ingunn, Edward Leví, Einar Hreinn og stóri bróðirinn Ólafur Nói.

Page 2: 3. tbl 2013

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

MOSFELLINGUR

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonRitstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintökDreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg ValsdóttirTekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

Mosfellsbær kemur vel út úr könnun sem Capacent gerir

árlega. Rúmlega 93% íbúa segjast ánægðir með að búa hér. Það er ekki

slæmt, enda býr hér fullt af flottu fólki. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar á bls. 4.

Íblaðinu má einnig lesa um íbúa númer

9000 en það er hann Edward Leví sem

kom í heiminn í Reykjabyggð-

inni þann 25. janúar.

Að mínu mati þurfum við ekkert að stækka mikið meira sem

bæjarfélag í bráð. Teldi það ágætt ef við færum ekki mikið yfir 10.000 íbúa í allra nánustu framtíð. Við Mosfellingar viljum halda svolítið í sveitabraginn og þekkja hvort annað úti í búð. Allavega eins og hægt er. Það liggur ekkert á.

Mosfellingar gera það ekki bara gott í Eurovision. Nú á

dögunum varð Gunnar Helgi Guð-jónsson fyrsti meistarakokkur Íslands eftir sigur í þáttunum MasterChef. Hæfileikaríkir Mosfellingar leynast víða. Til hamingju!

Ört vaxandi bæjarfélag

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

BRÚARLANDSSKÓLINN 1966—1967Í fórum undirritaðs eru nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá félags-lífi nemenda, á þeim árum sem unglingaskólinn var að mótast. Ég hef leitað aðstoðar Bryndísar Einarsdóttur og fleiri við að nafnsetja myndina en hún er frá skólahátíð í Hlégarði 17. mars 1967.Lárus Halldórsson lét af störfum skólastjóra 1966 eftir 45 ára starf í þágu skóla og menntunarmála í sveitinni. Við stjórn Brúarlands-skóla tók Gylfi Pálsson, sem auk skólastjórnar hafði veg og vanda af uppbyggingu og starfi Héraðsbókasafnsins. (1967—1980).

héðan og þaðan

Frá vinsti: Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Marta Hauksdóttir, Óþekktur með hatt, María T. Ásgeirsdóttir, Helga Jörundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Katrín Ólafsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Önfjörð, Jón Haraldsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Signý Jóhannsdóttir, Pétur Haukur Ólafsson, Bryndís Einarsdóttir, Bjarni Ásgeir Jónsson, Kolbrún Gestsdóttir, Thor Thors, Sigrún Þórarinsdóttir, Páll Magnússon, Ásta Jónsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir, Kjartan Jónsson, Ómar Önfjörð, Þórður Hauksson, Sigríður Jóhannsdóttir, Ólafur Oddson, Guðný Björg Þorgeirsdóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Óþekkt, Jóna María Eiríksdóttir

Page 3: 3. tbl 2013

Klapparhlíð - endaíbúð á efstu hæð

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

svöluhöfði

byggðarholt 586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

leirutangi

hulduhlíð

brattahlíð

engjavegur

tröllateigur - endaraðhús

flugumýri

stóriKriKi

esjugrund

viltu selja?

Page 4: 3. tbl 2013

Í könnun sem fyrirtækið Capacent gerði í október og nóvember árið 2012 voru íbúar Mosfellsbæjar beðn-ir, meðal annars, að meta hversu ánægðir þeir væru með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Skemmst er frá því að segja að íbúar Mosfellsbæjar eru mjög ánægðir með bæinn sinn en 93,4% kváðust vera ánægðir. Mosfellsbær er samkvæmt þessu í öðru sæti af 16 stærstu sveitarfélög-unum landsins. Íbúar voru beðnir að leggja mat á umhverfi sitt og þjónustu sveitarfélagsins. Í öllum liðum var meðal-einkunn frá íbúum Mosfellsbæjar í eða yfir heildarmeðaltali allra sveitarfélaganna.

Ánægðar barnafjölskyldur og litlar líkur á flutningum

Í fyrsta skipti var spurt um líkur á búferlaflutningum. Þar var Mosfellsbær í fyrsta sæti þar sem 74,2% íbúa Mosfellsbæjar telja mjög ólíklegt að þeir flytji úr bænum á næstu 5 árum og er það hæsta hlutfallið af öllum sveitarfélögunum.

Í tilkynningu frá Mosfellsbæ segir að góð niðurstaða sé áber-

andi þegar spurt er um aðstöðu til íþrótta-iðkunar og þjónustu leikskóla. Þar eru svör Mosfellinga í fjórða sæti á landsvísu og gaman að nefna að um 91% svarenda eru

ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar. „Mosfellsbær er barnabær og það sést vel

á því hvernig svarendur raða niður þáttum sem þeim þykja mikilvægastir þegar þeir velja sér búsetu. Verð á húsnæði, gæði grunnskóla og aðgengi að leikskólaplássum eru efst á baugi hjá íbúum Mosfellsbæjar.

Svörun við spurningum um þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk krefst frekari skoðunar. Þó má gera ráð fyrir að þjónusta við eldri borgara batni til muna á árinu þar sem þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimili verða tekin í notkun.

Skipulagsmál eru einn af helstu styrk-leikum Mosfellsbæjar en íbúar bæjarins eru talsvert ánægðari en landsmeðaltal. 81% segjast vera ánægðir með þjónustu Mosfellsbæjar í heild.“

Mosfellsbær kemur vel út í samanburðiHaraldur Sverrisson bæjarstjóri er afar

ánægður með niðurstöðurnar „Könnun sem þessi er vísbending um skoðanir og líðan bæjarbúa. Allar spurningar verða greindar nánar og yfirfarnar af stjórnend-um og starfsfólki bæjarins. Spurningar sem lúta að þjónustu við eldri borgara og fatlaða munu verða sérstaklega teknar fyrir þar sem við viljum gera betur í þeim málaflokkum. Niðurstöður könnunarinnar eru starfsfólki og bæjarstjórn Mosfellsbæj-ar jafnframt hvatning til að halda áfram á sömu braut þar sem niðurstöðurnar eru mjög góðar, Mosfellsbær skorar hátt og kemur mjög vel út í samanburði við önnur sveitarfélög.“

Könnunin var gerð dagana 15. október - 29. nóvember 2012. Úrtakið var 8.189 manns þar af 5.492 úr Mosfellsbæ. Nánar á www.mos.is

www.lagafellskirkja.is

Fimmtudagur 21. febrúarHeilunarguðsþjónusta í Lágafells-kirkju kl. 20:00. Græðarar taka þátt. Heilunarguðsþjónustan er hluti af dagskrá kærleiksviku. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagur 24. febrúar Guðsþjónusta í Mosfellsskirkju kl. 11:00Fiðluleikur: Hjörleifur ValssonSr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagur 3. marsÆskulýðsdagur kirkjunnarGuðsþjónusta í Lágafellsskóla kl. 16:00 - Athugið staðsetningu og tíma.Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagur 10. marsGuðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Mosfellingur vann í Víkingalottóinu„Mér líður eins og ég sé staddur í kvikmynd og að ég sé aðalleikar-inn,“ sagði eigandi vinningsmiðans í Víkingalottóinu sem skilaði honum 126.947.850 krónum, sem jafnframt er hæsti vinningur í sögu Íslenskar getspár. Miðann keypti hann á lotto.is. Vinningshafinn á stóra fjölskyldu og býr í Mosfellsbæ og eru þau öll í dásamlegu losti yfir þessari heppni. Vinningshafinn hefur gefið það upp að hann muni láta gott af sér leiða í samfélaginu og er því ljóst að fleiri munu njóta góðs af vinningnum. Þegar fjölskyldan komst að því að þau hefðu dottið í lukkupottinn var hoppað og dansað og frúin hefur víst ekki hætt að brosa síðan og lítið hefur verið um svefn.

ÆSkulýðSdagurÁ æskulýðsdaginn 3. mars verður guðsþjónusta í Lágafellsskóla kl. 16. Þar mun hljómsveitin Tilviljun leiða safnaðarsönginn og flytja okkur létta og skemmtilega tónlist. Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 15 - 24 ára og eiga það öll sameiginlegt að trúa á Guð. Textar sveitarinnar fjalla oft um trúarlífið og hvernig það er að fylgja Jesú.

FlóaMarkaðurFlóamarkaður kirkjukórs Lágafellssóknar verður í Kjarnanum helgina 8. og 9. mars.

Domino’s stefnir að opnun í byrjun marsFramkvæmdir ganga vel hjá Domino‘s í Mosfellsbæ og stefnt er að því að opna staðinn formlega með pompi og prakt í byrjun marsmánaðar. Staðurinn verður allur hinn glæsilegasti og verður í nýju útliti Domino‘s á Íslandi. Eins og venjan er verður haldinn svokallaður „Grand opening“ dagur. Þar verður eitthvað fyrir alla, pizzu-sneiðar og gos fyrir þá sem mæta og skemmtiatriði fyrir börn á öllum aldri. Tilkynnt verður um opnunina þegar nær dregur. Staðurinn verður staðsettur við hlið Snælandvideo í Háholti 14.

Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur)Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með...

...þjónustu við fatlað fólk í Mos? 50% 26% 24%

...Mosfellsbæ sem stað til að búa á? 93% 4%3%

...þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ? 57% 28% 14%

...skipulagsmál almennt í Mosfellsbæ? 59% 26% 16%

...þjónustu Mosfellsbæjar við barnafjölskyldur? 68% 20% 12%

...þjónustu Mos. á heildina litið, bæði útfrá reynslu þinni og áliti? 81% 14% 5%

...hvernig Mosfellsbær sinnir menningarmálum? 67% 27% 6%

...þjónustu grunnskóla Mosfellsbæjar? 74% 19% 6%

...gæði umhverfisins í nágrenni við heimili þitt? 77% 11% 12%

...þjónustu leikskóla Mosfellsbæjar? 81% 13% 6%

...aðstöðu til íþróttaiðkunar í Mosfellsbæ? 91% 4%5%

93%Mosfellinga ánægðir með búsetuna

Mosfellsbær kemur vel út úr árlegri þjónustu­könnun Capacent.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Haraldur Sverris-son bæjarstjóri

Mest ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar •Minnst ánægja með þjónustu við fatlaða

HelgiHald nÆStu vikna

Endurskoðun aðal-skipulags á lokastigiEndurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar, sem staðið hefur yfir undanfarin ár, er nú komin á lokastig. Endurskoðuðu skipulagi er ætlað að ná til ársins 2030.Nú tekur við 6 vikna frestur (til og með 2. apríl) fyrir íbúa og hags-munaaðila til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Hægt er að kynna sér skipulagið nánar á www.mos.is

Page 5: 3. tbl 2013

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 6: 3. tbl 2013

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Eldri borgarar

Sýningin Grow Lucky í ListasalnumIrene Ósk Bermudez hefur opnað sýningu sína ,,Grow Lucky” í Listasal Mosfellsbæjar. Irene lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York 2010. Hún vinnur myndbandsverk, skúlptúra, hljóðverk og teikningar auk innsetninga þar sem hún tvinnar saman þessa miðla. Í verkum hennar birtist oftar en ekki veröld sem virðist einhvers staðar á mörkum veruleika og skáldskapar.Þar ríkir ástand sem minnir í senn á drauma, ævintýri og framtíðar-skáldskap og mætti líkja við ferðalag um undirmeðvitundina. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 2. mars.

Mýs og mennEnn eru til miðar á sýninguna Mýs og menn sem farið verður á fimmtudaginn 2. maí kl 20:00 í Borgarleikhúsinu. Rútuferð verður frá Eirhömrum kl 19:30. Miðar og skráning á skrifstofu félagsstarfsins virka daga 13:00-16:00. Nánari upplýsingar í síma 586-4016 eða 698-0090

Fyrirhuguð námskeiðÞví miður verður að fresta alfarið þessa önnina námskeiðum sem áttu að vera í tréútskurði, bókbandi og silfursmíði þar sem kennslusvæðið er ekki tilbúið ennþá og mikil vinna framundan í kjallara. Vonum við að leikfimin geti verið í einhverri mynd, en þó ekki strax og verður það auglýst nánar síðar. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun.

LínudansLínudans er nú byrjaður í bráðabirgðahúsnæði vegna framkvæmda í kjallara Eirhamra.Þriðjudögum kl. 16:00 á 1. hæð Eirhömrum. Leiðbeinandi: Bryndís Þriðjudögum kl. 16:30 Safnaðarheimilið. Leibeinandi: Kolla. Allir velkomnir :)

HandavinnustofaMinnum á að handavinnustofan er opin frá 13-16. Nýr leiðbeinandi í handavinnu er byrjaður og mun starfa á miðvikudögum og einblína mest á útsaum og annað því tengt. Leiðbeining í skart-gripagerð er einnig á þriðjudögum milli 13-16.

FélagsvistFélagsvist byrjaði síðastliðinn föstudag við góðar undirtektir og verður framvegis á föstudögum í þjónustumiðstöð eldri borgara Eirhömrum og verður hún í nýju og endurbættu húsnæði félagsstarfsins á 1. hæð. Til að byrja með verður spilað á átta borðum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega skráið ykkur hjá Elvu Björgu forstöðumanni félagsstarfsins í síma 586-8014 eða 698-0090 eða á skráningarblöðum sem liggja í þjónustumiðstöðinni. Fyrstir koma, fyrstir fá. Þáttökugjald er aðeins 500 kr. og er innifalið í því kaffi og meðlæti. Vinningar í boði.Hvetjum alla karla og konur til að rífa upp spilamennskuna í bænum :)

Ganga, ganga, gangaMinnum á gönguna okkar frá Eirhömrum sem er alltaf kl. 11:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Allir velkomnir :)

Creditinfo birti á dögunum árlegan lista sinn yfir framúrskarandi fyrirtæki. Þrjú fyr-irtæki tóku við þetta tilefni við sérstökum viðurkenningum úr hendi Katrínar Júlíus-dóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta voru lyfjasölufyrirtækið Medis í Hafnarfirði fyrir að verma efsta sætið á listanum í ár. Kælismiðjan Frost á Akureyri hlaut viður-kenningu fyrir mestu hækkun á listanum undanfarin þrjú ár, en fyrirtækið situr nú í 58. sæti listans. Byggingaverktakinn Alefli úr Mosfellsbæ hlaut síðan verðlaun fyrir að vera efst fyrirtækja í bygginga- og mann-virkjagerð. Það er sú atvinnugrein sem talin er áhættusömust um þessar mundir. Alefli skipar 245. sæti listans.

Horft til stöðugleika í rekstriListinn sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fá

bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati Creditinfo m.v. ýmsar lykiltölur og breyt-ur sem unnar eru upp úr ársreikningum síðustu þriggja ára. Listinn sýnir þannig hvaða fyrirtæki ganga vel til langs tíma og auðveldar utanaðkomandi aðilum að meta hvaða fyrirtæki eru í tryggustum rekstri hér

á landi. Erlend greiðslutryggingafyrirtæki hafa sótt í að nýta sér listann, en hann var fyrst tekinn saman fyrir þremur árum. Á þeim tíma voru margar erlendar lána-stofnanir með íslensk fyrirtæki á svörtum listum og sárlega vantaði upplýsingagjöf til að endurvekja traust Íslands á alþjóða-vettvangi.

Fjölgun á milli áraFyrirtækin sem náð hafa inn á listann

undanfarin ár hafa einnig nýtt sér vottun-ina hér innanlands, bæði í markaðslegum tilgangi og til að laða til sín starfsfólk. Fyr-irtækjunum sem uppfylla skilyrðin hefur fjölgað í hvert sinn sem listinn hefur verið tekinn saman. Skilyrðin eru þó ávallt hin

sömu þannig að fjölgunin bendir til þess að rekstur fleiri fyrirtækja sé kominn í jafnvægi, jafnvel þó að rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja séu almennt frekar erfið um þessar mundir. Eins og sést á því að fimmtungur þeirra glímir við alvarleg vanskil um þessar mundir samkvæmt at-hugunum Creditinfo.

Alls bættust 120 fyrirtæki við frá því í fyrra og eru nú 358 alls á listanum yfir fram-úrskarandi fyrirtæki. Forsvarsmenn Credit-info segja að markmiðið með listanum hafi m.a. verið að stuðla að aukinni meðvitund um mikilvægi ársreikningaskila og að auka jákvæðni í umræðu um atvinnulífið með því að sýna að á Íslandi séu mörg öflug fyrirtæki sem við getum verið stolt af.

Alefli efst í sínum flokki á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki •Creditinfo birtir árlegan lista

Framúrskarandi fyrirtæki í bygginga- og mannvirkjagerð

Alefli ehf. byggingaverktakar var stofnað í febrúar árið 1993 og

hefur verið rekið og í eigu sömu aðila allt frá upphafi, eða í 20 ár. Þeir eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer. Uppgangur í byggingariðnaði og fjölgun viðskiptavina í gegnum árin varð til þess að fyrirtækið stækkaði og árið 2003 bættist Magnús Þór Magnússon, húsasmíðameistari, í hóp eigenda, en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu um árabil.Alefli ehf. hefur víðtæka reynslu á verklegum framkvæmdum og segja má að á umliðnum árum hafi fyrirtækið ýmist byggt, breytt eða innréttað nánast allar gerðir húsnæðis og má þar nefna íbúðir, hótel, verslunarhúsnæði, atvinnu- og skrifstofu-húsnæði sem og íþróttamann-virki. Alefli er til húsa í Völuteigi 1.

alefli byggingarverktakar

Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efna-hagsráðherra ásamt eigendum Aleflis þeim Magnúsi, Arnari og Þorsteini.

Skólahljómsveitin með köku-basar í KjarnaSkólahljómsveit Mosfellsbæjar safnar þessa dagana fyrir utanlandsferð til Danmerkur sem fyrirhuguð er í vor. Krakkarnir verða með kökubasar á morgun, föstudaginn 22. febrúar. Basarinn verður í Kjarnanum og mun hljómsveitin leika nokkur lög á staðnum. Basarinn hefst kl. 16 og eru karlmenn sérstaklega hvattir til að ná sér í kökur fyrir konudaginn sem er á sunnudaginn.

Sumarferð FaMos og félagsstarfs aldraðra 24. – 26. júní um VestfirðiDagur 1. Lagt af stað frá Hlégarði kl. 9, ekið um Dali til Hólmavíkur og þar verður í boði súpa eða önnur hádegishressing. Haldið frá Hólmavík um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar með stoppi á völdum stöðum. Gisting í tvær nætur á Ísafirði. Kvöldverður á hóteli.Dagur 2. Svipast um á Ísafirði, ekið til Bolungarvíkur og síðan um Vestfjarðar-göng til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar og svipast um á þessum slóðum með leiðsögn heimamanna. Einnig verður í boði hádegis/síðdegishressing á Flateyri eða Þingeyri. Ekið til baka til Ísafjarðar og snæddur kvöldverður í Tjöruhúsinu þar í bæ.Dagur 3. Farin sama leið til baka. Hádegis/síðdegishressing í Bjarkarlundi eða Búðardal. Heimkoma áætluð um kl 20.

Innifalið í verði: Akstur,gisting í tvær nætur, tveir morgunverðir og tveir kvöldverðir. Hádegis/síðdegishressingu greiðir hver fyrir sig.Viðbótargjald fyrir einbýli er kr. 5.000,- nóttin.Verð: Áætlað verð er ca. kr. 45.000,- Ekki er hægt að gefa upp nákvæmara verð, fyrr en vitað er um fjölda ferðalanga, bæði vegna hótelgistingar og stærð ar rútunnar.

Nauðsynlegt er því að skrá sig í ferðina sem allra fyrst og ekki síðar en 15. mars hjá einhverjum eftirtalinna: Elva Björg Pálsdóttir, [email protected], s. 698-0090, Gréta Aðalsteinsdóttir, [email protected], s. 692-3939, Jón Þórður Jónsson, [email protected], s. 856-3405, Karl E. Loftsson, [email protected], s. 863-9707

Allar nánari upplýsingar um félagsstarfið og skráningar í ferðir og á námskeið eru á skrifstofutíma milli kl 13-16 virka daga og í síma 586-8014 og í gsm 698-0090.

Page 7: 3. tbl 2013

www.dominos.is sími 58 12345 domino’s app

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 8: 3. tbl 2013

Harðarkonur halda LÍFS-tölt í þriðja sinn Hópur vaskra kvenna í Hesta-mannafélaginu Herði í Mosfellsbæ undirbýr nú töltmót fyrir konur sem nefnist LÍFS-töltið og mun fara fram í reiðhöllinni laugardaginn 9. mars. Allur ágóðinn rennur beint til LÍFS styrktarfélags kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar efna til slíks styrktarmóts fyrir LÍF.Mótið byrjar kl. 10 á flokknum byrj-endur en kl. 14 hefst opnunarhátíð mótsins. Þá mun Dorrit Moussaieff forsetafrú heiðra mótsgesti með nærveru sinni ásamt pólfaranum, hetjunni og velgjörðarmanni LÍFS Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Nánar um skráningu á mótið á heimasíðu hestamannafélagsins Harðar, www.hordur.is.

Einn og óstuddur í Álafosskvos á morgunGítarsnillingurinn Björn Thorodd-sen verður með óvenjulega tónleika í Kaffihúsinu á Álafossi, föstudags-kvöldið 22. febrúar, þar sem hann spilar sömu dagskrá og hann gerði á vel heppnuð-um tónleikum fyrir fullu húsi í Salnum um síðustu helgi. Á tónleikunum sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram án aðstoðarmanna og spilar flest annað en djass. Á tónleikunum heyrist rokk, country, blús, popp og jafnvel þungarokk, enda ræður Bjössi við alla tónlistarstíla. Tónleikagestir munu heyra lög úr smiðju Deep Purple, AC/DC, Police, Who, Bítlana og fleiri. Björn lofar stuði á tónleikunum sem hefjast kl. 21.00. Miðaverð er kr. 1.500.

- Fréttir úr bæjarlífinu8

Mosfellsbær og fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Míla muni hefja uppbyggingu á ljósneti í Mosfellsbæ á vormánuðum 2013. Upp-bygging á ljósneti í bæjarfélaginu gefur öllum þjónustuaðilum á fjarskiptamark-aði tækifæri á að auka framboð sitt hvort sem það er á sviði sjónvarps- eða internet-þjónustu. Míla mun hefja vinnuna í maí í Skálatúnshverfinu, Töngum, Löndum og í Ásahverfi. Að því búnu verður hafist handa í Holtum, Byggðum og Reykjahverfi. Mos-fellsdalurinn verður á dagskrá á fyrri hluta ársins 2014. Auk þess hafa ýmis önnur hverfi í bænum þegar verið tengd. Áætlað er að uppbyggingu á ljósnetinu verði lokið á fyrsta ársfjórðungi ársins 2014.

Ljósvæddasta land í EvrópuSíminn og Míla hafa á undanförnum

árum byggt upp ljósnet á höfuðborgar-svæðinu. Unnið hefur verið að því að um verði að ræða opið aðgangsnet sem allir þjónustuaðilar geti haft aðgengi að. Markmiðið er að nær öll heimili á höfuð-borgarsvæðinu verði tengd ljósneti fyrir lok árs 2013. Auk þess ætlar Míla að veita heimilum frá Borgarnesi til Hvolsvallar að meðtöldum Vestmannaeyjabæ og þéttbýl-isstöðum á Reykjanesskaga aðgang að því fyrir lok árs 2013. Þá verða um 90 þúsund heimili, eða um 75% heimila á öllu landinu, með aðgang að kerfinu og þar með styrkir Ísland sig í sessi sem ljósvæddasta land í Evrópu.

Míla veitir öllum fjarskiptafyrirtækjum þjónustu á sínum grunnnetum um ljós og kopar. Heimasími, farsími og gagnasam-bönd einstaklinga og fyrirtækja fara að miklu leyti um net Mílu. Síminn, Vodafone og önnur fjarskiptafyrirtæki veita einstakl-ingum og fyrirtækjum þjónustu svo sem farsímalausnir, heimasíma, sjónvarps- og internetþjónustu ofan á grunnfjarskipta-kerfin.

Aukinn gagnaflutningshraðiMeð ljósneti næst háhraðanettenging

þar sem upphal og niðurhal tekur skemmri tíma. Mögulegt er að streyma tónlist og kvikmyndum, tengja allt að fimm há-skerpumyndlykla fyrir sjónvarpið og vera með leikjatölvur og önnur nettengd tæki fjölskyldunnar í öruggu sambandi á sama tíma. Með aðgangi að háhraðanetinu fá heimilin verulega aukinn gagnaflutnings-hraða sem leyfir m.a. flutning á mörgum háskerpusjónvarpsrásum samtímis, frá-bæra internettengingu og bestu aðstæður til fjarvinnu. Viðskiptavinir velja sér þjón-ustu hjá fjarskiptafyrirtækjunum.

Mosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson er fyrsti Meistarkokk-ur Íslands eftir að hafa farið með sigur af hólmi í úrslitaþætti MasterChef á Stöð 2 síðastliðinn föstudag. Hann hlaut að launum eina milljón króna og glæsilegan ísskáp. Einnig fær hann að hanna sinn eigin matseðil á veitingastaðnum Nauthól í Reykjavík og gefa út matreiðslubók á vegum Hagkaupa. „Ég er svakalega ánægður og glaður með árangurinn. Það sóttu 500 manns um að komast að í MasterChef á Íslandi, 100 fóru svo í viðtal, 50 í áheyrnaprufur, 30 manns komust áfram í vinnubúðirnar, síðan var fækkað í 16 og að lokum vorum við átta sem komumst í eldhúshluta keppninnar,“ segir Gunnar Helgi. Það voru tveir Mosfellingar sem voru í átta manna hópnum, auk þess sást til fleiri Mosfellinga í kringum þessa þætti.

Gaman í heimilisfræði hjá ElísabetuGunnar Helgi starfar sem kaffibarþjónn á Kaffismiðju Íslands

en starfaði áður í Listasal og Bókasafni Mosfellsbæjar. „Það voru ófáar matreiðslubækurnar og blöðin sem ég bar með mér heim af bókasafninu, en það er til alveg svakalega mikið af skemmtileg-um og áhugaverðum bókum og blöðum á safninu,“ segir Gunnar Helgi og bætir við: „Ég hef alltaf haft gaman að matargerð og fannst alltaf skemmtilegast í heimilisfræði hjá Elísabetu í Gaggó Mos. Hún var alltaf með krefjandi verkefni og fór út fyrir hina hefðbundnu kennslubók en hún kenndi mér margt sem ég nota enn í dag, til dæmis ákveðna aðferð við gerbakstur.“

Skemmtileg Facebook síðaGunnar Helgi segist vera mikill aðdáendi MasterChef þáttanna

og hafi verið búinn að stúdera „fléttuna“ en undirbúningurinn hafi aðallega falist í lestri matreiðslubóka, horfa á myndbönd á Youtube og svo náttúrlega prófa sig áfram í eldhúsinu. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessu, ég kynntist frábæru fólki og lærði mikið af þessu. Ég er búin að stofna Facebook síðu þar sem ég ætla að deila skemmti-legum uppskriftum, myndböndum og síðum sem ég rekst á, vera með ýmsar pælingar varðandi matargerð og menningu og jafnvel svara spurningum,“ segir Gunnar Helgi en síðan hans er www.facebook.com/meist-arakokkur1

Mosfellsbær og Míla skrifa undir viljayfirlýsingu •Háhraðatenging inn á hvert heimili

Ljósnetsuppbygging hefst í vor

Páll Á. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu, Eva Magnúsdóttir forstöðumaður sölu hjá Mílu og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Laugaból - lögbýli í Mosfellsdal

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

Stefnir á fjögurra ára nám í sirkuslistum

Mosfellingurinn Eyrún Ævarsdóttir meðlimur í Sirkus Ísland

16

10. tbL. 11. árg. fimmtudagur 16. ágúst 2012 Dreift frít t inn á öll heiMili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

MOSFELLINGUR

StanSlauSt StuðMynd/RaggiÓla

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram helgina 24. - 26. ágúst

í túninu heimaStanSlauSt Stuð

í túninu heima

glæsileg dagskrá í miðopnu

bæjarhátíð

mosfellsbæjar

Steindi Jr og Páll Óskar bregða á

leik ásamt leikurum úr Gauragangi

sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu.

Mosfellingurá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

Gunnar Helgi vann MasterChef •Lærði margt í heimilisfræði hjá Elísabetu í Gaggó Mos

Fyrsti meistarakokkur Íslands

500 gr. hveiti200 - 250 ml. ylvolgt vatn3 msk. olía2 tsk salt1 tsk sykur1 bréf þurrgerÞurrefnunum blandað saman. Vatni og olíu blandað saman. Hvoru tveggja blandað saman og hnoðað á borðplötu í um 10 mín. Bætið við vatni eða hveiti eftir þörfum. Setið deigkúluna í skál og breiðið yfir það rakan klút og látið hefast í 40 mínútur á hlýjum stað. Lokið öllum gluggum.Takið deigið úr skálinni og hnoðið það aftur og mótið í kúlu. Setjið hana á bökun-

arpappír, skerið ferninga á toppinn og inní ofn. Kveikið þar næst á ofninum og setjið á 180 til 210 gráður og eldfast mót með vatni í botninn. Ofnar eru mjög misjafnir. Miðið við svipað hitastig og þegar þið eruð að baka pizzu. Látið ofninn um að hefa deigið á meðan hann er að hitna. Það hefur reynst mér mjög vel. Takið hleifinn út þegar hann er orðinn gullinn. Það má setja spelt, heilhveiti, hafra, hnetur, korn og það sem ykkur dettur í hug út í deigið og móta það eins og þið viljið. Ekki vera hrædd við að bæta við vatni ef þarf eða hveiti ef þarf.

Gangi ykkur vel.

brauðhleifur að hætti gunnars helga

[email protected] dómnefnd þáttanna

kom, sá og sigraði

Page 9: 3. tbl 2013

Tillaga að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030 ásamt umhverfisskýrsluBæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, sem inniheldur einnig umhverfis-skýrsluna, og á tveimur uppdráttum; þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrætti, og eru þessi gögn dag-sett 15. janúar 2013. Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi 2002-2024.

Í tillögunni hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar sem Skipulagsstofnun setti fram eftir athugun skv. 30. gr. skipulagslaga.

Tillagan verður til sýnis hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, – í útstillingarkassa á 1. hæð og í afgreiðslu á 2. hæð, – frá og með 15. febrúar 2013 til og með 2. apríl 2013. Hún verður einnig birt á heimasíðu bæjarins; www.mos.is og loks mun hún liggja frammi á sama tíma hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, og á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Á kynningartímanum verður ennfremur haldinn almennur borgarafundur um tillöguna og verður hann auglýstur síðar.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og/eða umhverfisskýrsluna er til og með 2. apríl 2013. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða á tölvupósti [email protected].

11. febrúar 2013Finnur BirgissonSkipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Frestur til athugasemda til og með 2. apríl 2013

Page 10: 3. tbl 2013

- Þorrablót Dalbúa 201310

Íbúar í Mosfellsdal halda sitt árlega þorrablót í Hlégarði

Dalbúar skemmtu sér konunglega

Hraðastaðabændurnir Gummi Hreins og Ingólfur. Guðlaug Yngvadóttir og Guðbjörg Snorradóttir. Sómahjón úr Brekkukoti: Anna og Gísli. Tvær hressar; Helena og Lilla.

Kalli og Hermann í hljómsveitinni Bleki og byttum. Súrmetið hjá Vigni í Hlégarði klikkar aldrei. Hvað er svo glatt ... Birgir og Jón í Mosskógum taka vel undir í fjöldasöngnum.

Ófært er yfir Ása, ég ætlaði á bingó í kvöld, söng Bjarki B. með lúðrasveitinni Braki og brestum.

Kampakátir félagar: Siggi Gúst, Einar Roth, Viðar Hauks og Gummi B. Hrísbrúarbræður láta sig aldrei vanta: Ingimundur, Gísli og Andrés. Systur úr Dalnum: Tóta og Didda.

Hildur Kristín, Helena, Ýr Þórðar og Hafrún skemmtu sér vel í Hlégarði.

Ragnar, Guðni og Snorri Gísla höfðu gætur á barnum. Tóti, Hörður Bender og Svava voru glaðleg í anddyrinu í Hlégarði. Diddú, Elín og Daði Þór tóku hressilega undir í fjöldasöngnum.

Þorkell stjórnaði lúðrasveitinni með harðri hendi. Tekið á móti gestum með braki og brestum.

Page 11: 3. tbl 2013

GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA

ELDBAKAÐA

PIZZUELDHEIT MEÐTVEIMUR

1.590 kr.

TVENNUTILBOÐ

www.mosfellingur.is - 11

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni www.mos.is/stjornsysla/umsoknir

• Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar.• Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: - Fjárframlög til almennrar listastarfsemi - Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna• Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 6. mars 2013 á skrif-stofu Mosfellsbæjar í samræmi við reglur og leiðbeiningar sem

fylgja umsóknareyðublöðum. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið: mos[hja]mos.is eða beint í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar.• Nefndin áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál.• Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfells-bæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 5. apríl 2013 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.

Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.

Page 12: 3. tbl 2013

Fjölbreytt dagskrá að Dalsá í MosfellsdalAð Dalsá í Mosfellsdal rekur garðyrkjufræðingurinn Jóhanna B. Magnúsdóttir ræktunar- og fræðslusetur. Fyrirhuguð eru ýmis skemmtileg námskeið í vetur og vor en leiðbeinendur eru auk Jóhönnu, Gerhard König og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir.Febrúar • Heimilisgróðurhúsið. 26. feb. og 2. mars. Farið yfir mismunandi gerðir og nýtingu, heimsótt nokkur gróður-hús og fræðst um lífrænar varnir.Mars • Mósaík. 5. og 9. mars. Kennd undirstöðuatriðin og efnisnotkun og lagt af stað með stærri hlut sem nemendur geta lokið við heima. • Viðarnytjar / körfugerð. 19. og 23. mars. Í tveim hlutum. Gerðir verða hlutir sem nýtast í garðinum og notaðar greinar úr garðinum.Apríl • Matjurtarækt í heimilisgörðum. Apríl og maí. Námskeiðið er í þrem-ur hlutum. Lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu. Fyrirlestrar, sáning og forræktun, undirbúningur beða og útplöntun.Maí • Matjurtarækt í heimilisgörðum. 2. og 6. maí Eins kvölds námskeið. Fyrirlestur og sýnikennsla. Sem fyrr er lögð áhersla á lífræna ræktun.• Að rækta með börnunum. 25.maí og 1. júní. Eins dags námskeið fyrir foreldra, afa eða ömmur og börn á aldrinum 6 – 10 ára. Undirbún-ingur beða, útplöntun og sáning. Ratleikur.Frekari upplýsingar á www.dalsa.is.

- Bæjarblað í 10 ár12

tilboðá síðustu nýju

Coleman fellihýsunum!

CheyenneVerð áður með aukahlutum:

2.789.800 kr.

Tilboðsverð: 2.189.800 kr.

Útborgun: 657.000 kr.Afborgun: 25.000 kr. á

mánuði í 84 mán. óverðtryggt

SedonaVerð áður með aukahlutum:

2.289.800 kr.

Tilboðsverð: 1.789.800 kr.

Útborgun: 537.000 kr.Afborgun: 21.000 kr. á

mánuði í 84 mán. óverðtryggt

Íslensk-Bandaríska ehf. - Þverholt 6 - S. 534 4433 - isband.is

Litlu munaði að illa færi þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð í Brekkutanga 21 að morgni 12. febrúar. Blaðburðarmaðurinn Slawomir Królikowski varð eldsins fyrst var, vakti íbúa hússins og hringdi í Neyðarlín-una. Mæðginunum Þórdísi Hafsteinsdóttir og Ívari Andra varð ekki meint af brunan-um en varðstjóri hjá slökkviliðinu fullyrti að blaðburðarmaðurinn hefði bjargað lífi þeirra.

„Þegar við vöknuðum var íbúðin full af reyk en ekki mikill eldur, við vorum rétt komin út þegar mikil eldsprenging varð og allt fylltist af eldi og reyk. Sem betur fer hafði Slawomir hringt strax í Neyðarlínuna og slökkviliðið kom fljótt á vettvang og vel gekk að slökkva eldinn. Talið er að það hafi kviknað í út frá fartölvu, en málið er enn í rannsókn,“ segir Þórdís.

Þakklát fyrir að ekki fór verrÞau mæðgin eru mjög þakklát fyrir

að ekki fór verr þrátt fyrir að hafa misst allar sínar eigur í brunanum. Íbúðin er stórskemmd og miklar reykskemmdir eru einnig á efri hæð hússins sem er óíbúð-arhæf eins og stendur. Þau vonast til að húsnæðismál þeirra skýrist á næstu dög-um og vilja hvergi annars staðar vera en í Mosfellsbænum.

„Íbúðareigendurnir hafa reynst okkur mjög vel og fá sem betur fer sitt tjón bætt en það tekur einhvern tíma að gera húsið aftur íbúðarhæft. Því miður láðist mér að vera með innbústryggingu eins og mörgum leigutökum og því fáum við ekkert bætt af okkar tjóni en það fór allt okkar nema þvottavélin og þurrkarinn,“ segir Þórdís.

Misstu allt sitt í brunanum„Við höfum fundið fyrir ótrúlegum hlý-

hug í okkar garð frá því þetta gerðist. Okkur hafa borist margar gjafir og styrkir, Svefn og heilsa gáfu okkur tvö rúm, nytjamarkaður-inn Grams í Ármúla færði okkur sófasett, Bauhaus hefur styrkt okkur með málningu

og myndum á veggina, Sævar Sævarsson kom frá Nýherja og færði okkur tölvu og Íslenska gámafélagið reyndist okkur mjög vel við förgun á brunarústunum. Föður-systir mín og hennar fjölskylda færðu okkur sængur og rúmföt og margir hafa sett sig í samband við okkur og fært okkur allt frá fatnaði til borðbúnaðar og enn aðrir styrkt okkur með peningagjöfum,“ segir Þórdís að lokum. [email protected]

Stofnaður hefur verið styrktar-reikningur fyrir þau Þórdísi og Ívar

Andra í Íslandsbanka þar sem hægt er að styrkja þau mæðgin með einum eða öðrum hætti. Reikningsnúmerið er 0549-14-602265 kt. 220765-4159. Einnig er hægt er að senda póst á [email protected].

styrktarreikningur

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð í Brekkutanga •Íbúðin stórskemmd og tjónið mikið

Blaðberi bjargaði lífi mæðgina„Þakklát fyrir að ekki fór verr”

ÞórdÍS er ÞakkláTfyrir Þann hlýhug

Sem Þeim hefur verið Sýndur

Page 13: 3. tbl 2013

13www.mosfellingur.is -

HáHolt 13-15 • sími 578 6699

Fyrsti meistarakokkur

ÍslandsÓskum Gunnari HelGa til HaminGju með Frábæran

áranGur Í mastercHeF.

einn aF uppáHalds laxaréttum Gunnars HelGa er nú á

boðstÓlum Í Fiskbúðinni.

alltaf ferskir

opið:mán-fös

kl. 10-18:30

Grill nestiHáHolt 24 - s. 566-7273

Þökkum fyrir komuna

á öskudaginn

Blaðberi bjargaði lífi mæðgina„Þakklát fyrir að ekki fór verr”

Page 14: 3. tbl 2013

- Öskudagurinn í Mosfellsbæ14

Kátir KraKKar á ösKudaginn

Page 15: 3. tbl 2013

15Líf og fjör út um allan bæ -

Page 16: 3. tbl 2013

Hjónin Elías og Halla Karen eru fyrir-myndir margra enda

búin að stunda heilbrigt líf-erni allt sitt líf. Þau sameina áhugamál og starfsvettvang og leiðbeina fólki um heilsusamlegan lífsstíl. Þau segja að það sé aldrei of seint að byrja að hreyfa sig en það þurfi að setja sér skýr markmið og hafa ávallt jákvæðnina og gleðina að leiðarljósi.

Elías NíElssoN er fæddur í Reykja-vík 21. desember 1967. Foreldrar hans eru Steinunn Elíasdóttir og Níels Unnar Hauksson. Elías hefur nær allt sitt líf búið á Helgafelli en Níels langafi hans eignaðist jörðina í kringum 1920 og hefur stór hluti fjölskyldunnar búið þar síðan. Systkini El-íasar heita Haukur, Dís og Anna og er Elías yngstur þeirra.

Greinamunur á réttu og röngu„Uppeldið var kannski ekki það strang-

asta en það var mjög gott. Það var gerður mikill greinamunur á hvað væri rétt og hvað væri rangt. Það var einnig lögð áhersla á að vera duglegur að vinna og leggja hart að sér. Faðir minn starfaði á þessum tíma sem vörubílstjóri, jarðverktaki og við snjómokstur en móðir mín sem húsmóðir og starfsmaður á Álafossi og Reykjalundi. Það er óneitanlega þægileg tilfinning að eiga jafn trausta og góða foreldra og ég á sem hafa alltaf staðið við bakið á manni sama hvað á reynir. Einnig erum við syst-kinin mjög náin og eyðum við miklum tíma saman.”

Lauk námi í Bandaríkjunum„Það var gaman að alast upp í

Mosfellssveit. Samfélagið var lít-ið og hér þekktust nær allir. Það

rifjast ýmislegt upp þegar maður lítur til baka eins og allar ferðirnar í réttirnar upp á Hafravatn með Hauki afa og heyskapurinn að Helgafelli. Einnig var mjög gaman að rölta niður í Köldukvísl og veiða lax en það var fastur liður á sumrin.

Skólaganga mín í Varmárskóla var ákaf-lega skemmtileg. Eftir að íþróttahúsið var byggt að Varmá eyddi maður öllum sínum tíma í íþróttir og eignaðist marga góða vini í gengum handboltann og fótboltann.

Íþróttir og útivist hafa alltaf átt hug minn allan alveg frá barnæsku og það var aldrei nein spurning um það hvað ég myndi vilja starfa við í framtíðinni. Eftir gagnfræða- og menntaskóla lá leið mín til Bandaríkjanna þar sem ég lauk bæði BS og mastersnámi í íþróttafræðum og álagslífeðlisfræði.”

Karlaþrekstímar í 16 ár„Eftir að ég kom heim starfaði ég hjá

Reykjalundi, Mætti, Hreyfingu og fyrir

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands. Ég starfa í dag sem umsjónarmaður heilsu- og þjálfunarmála hjá Slökkviliðinu á höf-uðborgarsvæðinu og hef verið þar í sex ár. Að starfa fyrir slökkviliðið er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi starf og ekki er verra að hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna.

Ég hef einnig starfað lengi fyrir World Class og þar áður í líkamsræktarstöðinni Í Toppformi. Ég hef verið með karlaþreks-tíma í sextán ár og lít ég á strákana ekki bara sem viðskiptavini heldur félaga mína og legg metnað í að þeir nái sem mestum árangri og markmiðum sínum.”

Hættur í boltanum„Hvað varðar mig sjálfan þá legg ég stund

á hjólreiðar, hlaup, sund, fjallamennsku, fluguveiði, skotveiði, golf og þríþraut og ekki má gleyma því áhugamáli sem ég hef mest gaman af en það er fjallaskíða-mennskan. Ég er í raun alæta á íþróttir ef svo mætti að orði komast en er hættur í boltanum vegna þess hve meiðsli í þeim íþróttum eru algeng.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þeirri þróun sem hefur orðið í almennri heilsurækt á Íslandi. Í dag geta allir fund-ið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er fjallganga, golf eða yoga en það er oft stutt öfganna á milli, meðalvegurinn er alltaf bestur.”

Halla KarEN er fædd 7. febrúar 1970. Foreldar hennar eru þau Margrét Hjaltadóttir íþrótta- og handmennta-kennari og Kristján Guðmundsson fram-

kvæmdastjóri Hafna og fyrrverandi bæjar-stjóri í Kópavogi. Systkini Höllu heita Svava og Hjalti og er Halla Karen elst.

Setti kindurnar í afarétt„Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en

- Mosfellingarnir Elías Níelsson og Halla Karen Kristjánsdóttir16

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]ð gleður ykkur mest? Að vakna 06:30 á mánudagsmorgni og hugsa til þess að það sé skemmtileg vinnuvika framundan.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Að sjálfsögðu Helgafell og Skammidalurinn.

Eigið þið óuppfylltan draum? Nei, draumar okkar rættust þann 19. júní 1993 þegar við hittumst á Bæjarins bestu.

Hver er ykkar óvenjulegasta lífs-reynsla? Við bíðum spennt eftir henni.

Uppáhaldsveitingastaður? Veitinga-staðurinn Fjöruborðið á Stokkseyri.

Hver er besta setning eða orðtak sem þið hafið heyrt? Carpe Diem

Hvort ykkar sér um uppvaskið?Hvorugt, uppþvottavélin sér um það.

Hvað myndi ævisagan ykkar heita? Gone with the wind

Hver myndi leika ykkur í bíómynd?Augljóslega Woody Allen og Dolly Parton, hvers konar spurning er þetta.

HIN HLIÐIN

Heilsan skiptir alla máli

Íþróttafræðingarnir Elías Níelssonog Halla Karen Kristjánsdóttirhvetja alla til að stunda heilbrigt líferni og taka eitt skref í einu

Horfum fram á veginn og lítum til lífstílsbreytinga og

hættum að elta uppi skyndi og töfralausnir. Við hvetjum hvern og einn til að velta því fyrir sér hvað hann geti gert til að bæta sína heilsu.

Page 17: 3. tbl 2013

flutti síðar í Kópavoginn. Ég var ávallt með annan fótinn í Gnúpverjahreppi þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað, þar var yndislegt að vera, slakað á og svo var farið í reiðtúra þess á milli.

Afi minn, Hjalti Gestsson var mikill sauðfjárræktarmaður og fór ég í margar ferðirnar með honum um suðurlandið að meta hrúta. Ég fékk svo að setja kindurnar hans inn í afarétt og var mikið með honum í þessu fjárstússi og auðvitað var farið í Skaftholtsréttir á hverju hausti. Þótt maður hafi verið uppalinn í Reykjavík þá blundar alltaf sveitastelpa í mér,” segir Halla Karen og brosir.

Fengum ávallt mikinn stuðning„Eftir því sem ég eldist sé ég að ég hef

verið umvafin bómull í æsku. Við systkinin vorum alin upp við það að það skiptir máli að vera dugleg, heiðarleg og láta gott af okk-ur leiða. Við fengum ávallt mikinn stuðning við það sem við tókum okkur fyrir hendur og vorum hvött áfram. Mér finnst oft að foreldar mættu vera duglegri í að hrósa börnum sínum. Ég hóf skólagöngu mína í Ísaksskóla og var þar til níu ára aldurs en síðan lá leið mín í Breiðagerðisskóla.”

Kennari eða prestur„Í Réttarholtsskóla tók ég fullan þátt í

félagslífinu og blómstraði þar hreinlega. Ég var á fullu í handboltanum hjá Víkingi á þessum árum en ég spilaði frá 13 til 19 ára aldurs. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á alls kyns hreyfingu. Var mikið á hestbaki, æfði handbolta, fór mikið á skíði og svo þótti mér alltaf gaman að synda.

Eftir gagnfræðaskólann lá leið mín í Menntaskólann í Hamrahlíð en á sama tíma fluttum við fjölskyldan í Kópavoginn. Ég vann alltaf með skóla í hinum ýmsu búðarstörfum, einnig var ég með leikja-námskeið fyrir börn og svo starfaði ég tvö sumur í malbikun.

Eftir menntaskólanámið fór ég að vinna og gaf mér góðan tíma í að hugsa um hvað ég vildi leggja fyrir mig. Það kom sterkast til greina hjá mér að verða kennari eða prestur og íþróttakennarinn varð fyrir valinu.”

Á stanslausum ferðalögum„Haustið 1991 hóf ég nám við Íþrótta-

kennaraskólann á Laugarvatni og átti það nám sérlega vel við mig. Ég hef ávallt haft mikið gaman af að stjórna og leiðbeina fólki.

Ég útskrifaðist frá Laugarvatni vorið 1993 og það var þá sem ég kynntist honum Ella mínum. Ég kynntist ekki einungis honum því hann átti lítinn fallegan fimm ára strák hann Þór og það var gaman að fá að vera með þeim feðgum.

Um sumarið vorum við á stanslausum ferðalögum um fjöll og firnindi og í einni slíkri ferð ökklabrotnaði ég þegar ég ætlaði að sýna Ella listir mínar. Ég þurfti að vera sex vikur í gipsi. Ég var búin að ráða mig á Heimavistarskólann á Eiðum um haustið og náði sem betur fer þangað í tíma og var þar í eitt og hálft ár. Ég fór sem sagt á aust-urlandið og Elli var heima í sínum fagra bæ, Mosfellsbæ.”

Fann mig strax mjög vel„Það varð breyting á heimahögum mín-

um árið 1995 því þá byrjuðum við Elli að búa saman og ég flutti alfarið í Mosfellsbæ. Mér finnst Helgafell vera eitt af fallegri bæj-arstæðum á landinu og stend mig stundum að því að stara út um gluggana og horfa á þessi fallegu fjöll og staði sem eru hér við bæjardyrnar. Ég gæti ekki hugsað mér að búa neins staðar annars staðar því hér er gott að vera og hér býr svo gott fólk. Ég fann mig strax með stórfjölskyldunni hans Ella, þvílíkt ríkidæmi að eiga svona marga góða að og það er mikill kostur að búa svona nálægt hvert öðru.”

Í forsvari fyrir heilsueflingu„Ég byrjaði að kenna í Borgarholtsskóla

árið 1997 og hef verið þar síðan. Þar kenni

ég íþróttir ásamt því að vera með nokkra heilsuáfanga og er í forsvari fyrir heilsu-eflingu innan skólans. Ég kenni einnig í heilsuræktarstöðinni World Class í Mos-fellsbæ. Þar hef ég verið með pallatíma, styrktartíma, þol og styrk og jóga. Einnig er ég með hlaupahópinn Mosóskokk.

Áður rákum við hjónin líkamsræktar-stöðina Í Toppformi ásamt vinkonu okkar Ölfu R. Jóhannsdóttur eða í tíu ár með fullri vinnu, já, það hefur alltaf verið nóg að gera hjá okkur Ella, segir Halla Karen og skellir upp úr. Ég starfaði einnig í Íþróttaskóla barnanna í þrettán ár og svo höfum við Alfa séð um Kvennahlaupið hér í bæ um margra ára skeið.”

Maður er alltaf að læra„Ég hef ótrúlega gaman af fólki og bæjar-

félaginu okkar og hef tekið þátt í að huga að íþróttamenningunni hér. Ég er framsóknar-maður og hef tekið þátt hér í pólitíkinni. Ég var í íþrótta- og tómstundanefnd á vegum bæjarins frá árunum 1998 til 2006. Ég var einnig varamaður í bæjarstjórn og hafði verulega gaman af því starfi en leiddist úr því þar sem mér fannst oft margt ekki sam-ræmast mínu leiðarljósi. En maður er alltaf að læra og ég þroskaðist mikið á þessu og kynntist fullt af góðu fólki.”

Fjölskyldan„Árið 1999 eignuðumst við hana Sif okk-

ar og nítján mánuðum síðar eignuðumst við yngri dömuna hana Elvu Margréti sem er fædd 2001. Fyrir átti Elli eins og áður hefur komið fram hann Þór sem er fæddur 1987. Við giftum okkur í Digranes-kirkju 29. júní árið 2002. Stelpurnar okkar eru á fullu í íþróttum og fara með okkur á skíði. Við erum mikið fyrir að ferðast og skoða okkur um í okkar fallegu íslensku náttúru.”

Fjárfesting til heilsu„Við hjónin erum heppin að starfa við

okkar áhugamál. Við leiðbeinum fólki alla daga með heilsusamlegan lífstíl. Heilbrigði snýst nefnilega ekki bara um að vera dug-legur að hreyfa sig og borða hollan og fjöl-breyttan mat heldur eru það margir þættir sem koma þar að svo sem jákvæðir og heil-brigðir samskiptahættir og félagsleg virkni. Að temja sér jákvæða hugsun, góða svefn-venjur og heilbrigt fjölskyldulíf og að lifa í sátt við sjálfan sig, allir þessir þættir skipta ekki minna máli í að skapa heilbrigðan einstakling en gott líkamsástand.

Horfum fram á veginn og lítum til lífstíls-breytinga og hættum að elta uppi skyndi- og töfralausnir. Við hvetjum hvern og einn til að velta því fyrir sér hvað hann geti gert til að bæta sína heilsu.

Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig en það þarf að setja sér skýr markmið ef árangur á að nást og taka eitt skref í einu. Að lokum viljum við minna á geðorðin 10 en þau eru holl lesning fyrir alla.”

17Mosfellingarnir Elías Níelsson og Halla Karen Kristjánsdóttir -

Heilbrigði snýst nefnilega ekki bara um að vera

duglegur að hreyfa sig og borða hollan og fjölbreyttan mat heldur eru það margir þættir sem koma þar að svo sem jákvæðir og heilbrigðir samskiptahættir og félagsleg virkni.

Mynd­ir: Ruth Örnólfs og úr einka­sa­fni

Nýleg fjölskyld­umynd­ tekin í Ma­d­onna­ á Íta­líu þa­r sem fjölskyld­a­n va­r í fríi .

Halla Karen

elías

systKinin sif, Þór og elva margrét

Hjónin elías og Halla Karen

í ÞórsmörK, Halla búin að Hlaupa laugaveginn

Page 18: 3. tbl 2013

- Leikfélag Mosfellssveitar æfir nýtt leikrit18

Miðvikudaginn 6. febrúar var dagur leikskólans og af því tilefni var haldinn rugld-agur á leikskólanum Huldubergi. Börnin fóru á milli deilda og völdu sér leiksvæði, einnig voru þau í náttfötum og með sitt uppáhaldsleikfang þennan dag. Síðan kom Reynir Sigurðsson frá félagi harmonikuunnenda í Reykjavík í heimsókn til okkar og spilaði fyrir börnin nokkur lög. Þau fengu síðan að skoða og prófa harmonikuna, sem var mjög spennandi.

Nú standa yfir æfingar hjá Leikfélagi Mosfellssveitar á nýju leikriti, Kántrý Mos. Höfund-ur er María Guðmundsdóttir og leikstjóri Þórunn Lárusdóttir. Alls koma hátt í 30 manns að sýningunni sem er full af gleði, söng og dansi. Um tónlist sér Birgir Haraldsson ásamt hljómsveit. Frumsýning er föstudaginn 8. mars, en sýningar verða í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á föstudögum kl. 20.

Markaður kirkjukórsinsMarkaður kirkjukórs LágafeLLssóknar verður haLdinn föstudaginn 8. Mars

kl: 13-17 og laugardaginn 9. mars kl: 10-13 í kjarnanum á 1 hæð.

Til sölu verða föT, barnaföT, skarTgripir, leikföng, kökur og fleira. Hlökkum Til að sjá ykkur sem flesT.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Frumsýna Kántrý Mos þann 8. mars

mosfellingur leit inn á æfingu í vikunni

Rugldagur á Huldubergi

Page 19: 3. tbl 2013

SJÁ

ALD

RIÐ

20

10

www.alafoss.is

1896

ÁLAFOSSVEGUR 23, MOSFELLSBÆR - SÍMI: 566 6303 OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD.: 9:00 - 18:00 OG LAUGARD.: 9:00 - 16:00

Hlýja í meira en öld!

Með kærleikskveðju,

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Á myndin þín heima í blaðinu?

Ertu réttur maður á réttum stað?Sendu okkur línu á [email protected]ða taggaðu okkur á Instagram #mosfellingur

19www.mosfellingur.is -

Um síðustu helgi kláraði glæsilegur hópur 40 daga áskorun undir leiðsögn Kettlebells Iceland. Áskorunin fólst í því að borða þrjár einfaldar máltíðir, ganga 10.000 skref og gera ákveðnar liðleika- og styrktaræfingar á hverjum degi. Tilgangurinn var að taka stórt skref í átt að betri heilsu. Losna við aukakíló og slæma vana og öðlast í staðinn meiri orku, bætta heilsu og góða vana. Helmingur þeirra sem byrjuðu áskorunina kláruðu hana. Og gerðu það með stæl! Þátttakendur höfðu m.a. þetta að segja í lok áskoruninnar:

• Fátt hefur breytt hugsunarhætti mínum jafnmikið og þessi áskorun! • Hefði aldrei dreymt um þennan árangur, ekki í bjart-sýnustu draumum. • Meltingin miklu betri. • Er mun hressari. • Líður miklu betur. • Svefninn er miklu betri. • Hef meira úthald yfir daginn. • Það kom mér á óvart hversu auðvelt var að breyta slæmum venjum.

Aukakílóin (á bilinu 4 til 13 kg á mann) og sentimetrarnir fuku af hópnum á þess-um 40 dögum. Engin fæðubótarefni voru í áskoruninni og engar ofuræfingar, þvert á móti, æfingarnar voru einfaldar og rólegar og mataræði einfalt og rökrétt.

40 daga áskorunin er fengin frá Steve Maxwell, einum fremsta þjálfara heims í dag. Heilsuhraustur og í frábæru líkamlegu formi er hann lifandi sönnun þess að gott mataræði, góð hvíld, regluleg hreyfing og skynsamlegar styrktar- og liðleikaæfingar eru lykillinn að frábærri heilsu, sama á hvaða aldri maður er. Fæðubótarefni og aðrar töfralausnir þurfa alls ekkert að koma við sögu og gera ekki hjá honum.

Nánar má lesa um 40 daga áskorunina á www.kettlebells.is. Þar er líka hægt að fá upplýsingar um næstu 40 daga áskorun sem hefst mánudaginn 4. mars.

Hluti af 40 daga Hópnum

40 daga áskorun •Stórt skref í átt að betri heilsu

Árangur án töfralyfja

Page 20: 3. tbl 2013

- Herrakvöld Lions 201320

Stefán Arnalds, Finnur Bjarni Kristjánsson, Hálfdán Daðason og Sturla Sighvatsson. Einar Kjærnested, Svanþór Einarsson, Gunnar Guðjónsson, Sigurjón Gunnlaugsson og Októ Þorgrímsson.

Sigurður Fjeldsted og Vignir Kristjánsson. Ingólfur og Þröstur leiða fjöldasöng með Páli.

Valur Oddsson og Ívar Benediktsson. Bræðurnir Óðinn og Hilmar Elíassynir.

Ingimundur Eymundsson, Gunnar Pétursson og nikkuna þenur Valdemar Jónsson.

Einar Guðbjörnsson og Ólafur Haraldsson. Veislustjórinn Þröstur Lýðsson tekur menn á eintal.

Pétur Haukur Ólafsson og Sigurður Teitsson. Þorsteinn Sverrisson og Bragi Ragnarsson.

Ásmundur Friðriksson, Ragnar Hafliða, Þorsteinn Sverris, Guðbjörn Einars og Guðmundur Sævars.

Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í Hlégarði föstudagskvöldið 15. febrúar. Hinn frábæri veislustjóri Þröstur Lýðsson átti stóran þátt í því hve vel tókst til og bæj-arlistamaður Mosfellsbæjar Páll Helgason hélt uppi fjörinu og spilaði undir hjá miklum söngmönnum. Þá var ræðumaður kvöldsins Ásmundur Friðriksson frábær. Sjávarrétta-hlaðborðið stóð einnig undir öllum væntingum og voru gestir kvöldsins saddir og sælir.

Lionsfélagar vilja koma sérstöku þakklæti til þeirra herra sem mættu og styðja þannig við þau góðu málefni sem Lionsmenn standa fyrir í sínu bæjarfélagi.

Vel heppnað herrakvöld haldið í Hlégarði 15. febrúar

Gleðin við völd á herra­kvöldi Lions

Page 21: 3. tbl 2013

HáHolt 13-15 • sími 578 6699 Einar Kjærnested, Svanþór Einarsson, Gunnar Guðjónsson, Sigurjón Gunnlaugsson og Októ Þorgrímsson.

LÍFStöltiðMótið verður haldið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ þann 24. mars kl.10. Skráning verður í Harðarbóli miðvikudaginn 22. mars á milli kl. 19 og 22 og í síma 566 8282.Skráningargjöld eru frjáls framlög, þó að lágmarki kr. 2000.

Keppt verður í 4 flokkum:••

Verðlaun eru í formi peningagjafa sem renna beint til LÍFS. Aðgangseyrir er frjáls og rennur til LÍFS en lágmark er kr. 500.

Hulda Gústafsdóttir margfaldur íslands- og heimsmeistari opnar mótið

og leiðir skrautreið til heiðurs konum.

Allar skvísur í hnakkinn og töltum til styrktar LÍFI!

hordur.isgefdulif.is

Töltmót fyrir konur til styrktar LÍFI – styrktarfélagi kvennadeildar LSH

BrjóstamjólkurreiðEkki missa af æsispennandi boðreið með könnu fulla af mjólk þar sem liðsstjórar verða Helgi Björns, Bryndís Ásmunds, Hilmir Snær og Magni en bæði karlar sem konur geta keypt sig inn í lið þeirra og keppt í þessum eldfjöruga kappleik!

2012

Fjölmennasta kvennatöltsmót Íslands til styrktar LÍFI - styrktarfé-lagi Kvennadeildar Landspítalans. Mótið verður haldið í reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ þann 9. mars kl. 10.

Skráning verður auglýst á heimasíðu Harðar www.hordur.is.Skráningargjöld eru frjáls framlög þó að lágmarki 2.000 kr.

OpnunarhátíðKl. 14 hefst opnunarhátíð mótsins og mun þá Dorrit Moussaieffforsetafrú heiðra mótsgesti með nærveru sinni ásamt pólfaranum, hetjunni og velgjörðarmanni LÍFS Vilborgu Örnu Gissurardóttur.

BrjóstamjólkurreiðÍ ár verður Eurovision þema í Brjóstamjólkurreiðinni, þar sem etja kappi Eurovision-faranir Eyþór Ingi, Þórunn Erna Clausen og Regína Ósk ásamt aðstoðarmönnum. Þau skora á öfluga reiðmenn að bætast í liðið með uppáhalds keppendum sínum til að keppa í boðreið, þar sem keppt er í því hverjir eru fljótastir að ríða hringinn með fulla bjórkönnu af mjólk - ekki missa af þessu!

Veitingar og happdrætti Ýmsar gómsætar veitingar verða í boði svo sem dýrindis kjúklingasúpa, kökur, samlokur o.fl. Upplagt fyrir fjölskylduna að fá sér snæðing í reiðhöllinni og styrkja með því LÍF. Seldir verða happdrættismiðar með glæsilegum vinningum.

2013

Keppt verður í 4 flokkum:• Byrjendur• Minna vanar

• Meira vanar• Opinn flokkur

Page 22: 3. tbl 2013

- Íþróttir34 - Íþróttir22

Þessa dagana er að ljúka innanhúss keppn-istímabil 15 ára og eldri í frjálsíþróttum. Nokkrir af okkar fremstu íþróttamönnum hafa verið óheppnir með þrálát meiðsli síðan í sumar og misstu þ.a.l. af undirbún-ingstímabili fyrir yfirstaðnar keppnir. Þó er stefnt hátt fyrir komandi sumartímabil. Þrír af okkar íþróttamönnum gerðu góða hluti á Íslandsmótum eldri iðkenda síðustu vik-urnar.

Guðni Valur Guðnason kom sá og sigraði á Íslandsmóti 18 til 19 ára í kúluvarpi (6 kg) með kast upp á 14.87 m, en þess má geta að Guðni er á fyrra ári núna.

Gunnar Eyjólfsson, 15 ára, náði þriðja sæti í hástökki með stökk upp á 1.67 m og komst í úrslit 60 m. spretthlaups. Gunnar var einn af þeim sem lentu í meiðslum síð-astliðið sumar og var farinn að finna fyrir þeim á þessu móti og hætti.

Arnór Breki Ásþórsson, 15 ára, kom sá og sigraði á Íslandsmóti unglinga innan-húss. Hann skráði sig í sex greinar og sigr-aði glæsilega fimm af þeim. Í hástökki stökk hann 1.72 m., í stangarstökki 3.10 m. og í langstökki 5.73 m. Hann hljóp 800 m. á tímanum 2:12 mín, 1500 m. á 4:49 mín. og fjórða sæti í 60m gr.

Svona árangur hefur ekki sést lengi hjá okkur, en Halldór Lárusson átti þetta til hér fyrir um níu árum.

Einar Marteinsson genginn til liðs við AftureldinguKnattspyrnudeild Aftureldingar fékk á dögunum góðan liðsstyrk þegar varnarjaxlinn Einar Marteins-son gekk til liðs við Aftureldingu. Einar hefur síðustu tvö ár leikið með Njarðvík en þar áður lék hann með Valsmönnum.Koma Einars er mikill fengur fyrir lið Aftureldingar á komandi sumri. Auk þess að vera öflugur varnarmaður hefur Einar verið iðinn við marka-skorun en síðustu tímabil hefur hann skorað 5-10 mörk á hverju sumri.

Aðalfundur KnattspyrnudeildarAðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram þriðjudaginn 5. mars kl. 20Fundurinn fer fram í vallarhúsi við Varmá. Sjálfboðaliðar á vegum deildarinnar, undir stjórn Hönnu Símonardóttur, hafa á undanförnum vikum endurinnréttað vallarhúsið og verður aðalfundurinn því einnig vígsluhátíð á nýju vallarhúsi.

Nýir og gamlir félagsmenn er hvattir til að mæta sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál.

Síðasta mánudag var undirritaður styrkt-arsamningur að Varmá milli blakdeildar Aftureldingar og Vífilfells og gildir hann til þriggja ára. Ljóst er að þessi styrktarsamn-ingur er mikilvægur fyrir áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks karla sem hóf sitt fyrsta starfsár í haust. Ungir og efnilegir piltar eru þegar farnir að spila og æfa með meistaraflokknum.

Þjálfari meistaraflokka kvenna og karla hjá Aftureldingu, Apostol Apostolov er landsliðsþjálfari A landsliðs karla og á Aft-urelding einn fulltrúa í forvalshópnum, Reyni Árnason, sem er innfæddur Mos-fellingur og byrjaði sinn blakferil í Aftur-eldingu en skipti yfir í HK þegar engir jafn-aldrar voru til staðar í félaginu okkar. Hann hefur síðan þjálfað yngri iðkendur deildar-

innar. Í haust kom hann heim aftur og tók þátt í því að stofna karlalið félagsins en liðið spilar í efstu deild. Meistaraflokkur kvenna eru öruggur í úrslitakeppnina en 4 efstu lið deildarinnar spila þar, og 2 efstu liðin síð-an um Íslandsmeistaratitilinn. Einnig er kvennaliðið komið í undanúrslitin í bik-arnum sem verður í Laugardalshöllinni 22.-24. mars. Hjá yngri flokkunum er einn-ig mikið um að vera, 3. og 5. flokkur fara til Neskaupstaðar á Íslandsmót í apríl og 2. og 4. flokkur fer helgina eftir á Akureyri. Um hvítasunnuhelgina mun 4. flokkur síð-an halda í æfinga- og keppnisferð til Dan-merkur. Þessa dagana standa blakbörnin í fjáröflun vegna þessa ferða og eru bæjarbú-ar hvattir til að taka vel á móti þeim en þau eru að selja ís, harðfisk og bókamerki.

Handboltinn er á fleygiferð þessa dagana. Bæði meistaraflokkur kvenna og karla er í botnbaráttu í N1 deildinni. Liðin eru í næstneðsta sæti deildanna, stelpurnar með 5 stig eftir 17 leiki og strákarnir með 10 stig eftir 15 leiki. Það er því ljóst að framundan er blóðug barátta ef liðin ætla að halda sæti sínu í deildinni. Næstu leikir hjá stelpunum fara fram í íþróttahúsinu að Varmá þriðju-

daginn 26. febrúar kl. 19:30 gegn Fram og laugardaginn 2. mars kl. 13:30 gegn Hauk-um.

Strákarnir leika hinsvegar við Fram í Safamýrinni í kvöld kl. 19:30 og gegn Hauk-um mánudaginn 25. febrúar kl. 19:30. Mos-fellingar eru hvattir til að styðja við bakið á handboltaliðunum í þeirri baráttu sem framundan er.

Vífilfell styrkir blakdeildina

Sólrún Þórðardóttir f.h. Vífilfells, og Guðrún K. Einarsdóttir formaður blak-deildarinnar. Með þeim á myndinni eru ungir blakarar úr Aftureldingu.

Einstaklingar blómstra

gunnar og arnórRakaði inn verðlaunum á stórmóti ÍRFrjálsíþróttakappinn Eyþór Wöhler stóð sig frábærlega á alþjóðlegu stórmóti ÍR sem haldið var þann 26. janúar.

Þessi 11 ára Mos-fellingur keppti í fimm greinum og vann þrjár þeirra og var í öðru sæti í einni. Hann sigraði í langstökki, hástökki og 600m hlaupi og varð í öðru sæti í 60 m hlaupi. Þarna voru bæði kepp-endur frá Færeyjum og Noregi.

Bæði liðin í botnbaráttuAfturelding í næstneðsta sæti í N1 deildinni í handbolta

Jóhann Jóhannsson skoraði 12 mörk í síðasta leik

stelpurnar eiga tvo heimaleiki í næstu viku

Page 23: 3. tbl 2013

23Íþróttir -

Ég er ánægð með að búa í Mosfellsbæ og ég er

ánægð með að ala börnin mín upp í heilsueflandi samfélagi sem hefur upp á að bjóða flotta skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Skýrslur um Ungt fólk sem Rannsóknir & Greining gefur út hafa sýnt fram á forvarnargildi hreyfingar og því að taka þátt í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi.

Eins og íþróttahreyfingin höfðar til margra barna, þá er engu að síður hópur sem ekki finnur sig í hefð-bundnum íþróttum sem oft og tíðum eru of keppnismiðaðar. Þessi sami hópur finnur sig ekki í skólakerfinu og á erfitt uppdráttar félagslega. Þetta eru einstaklingar sem ég hef mikinn áhuga og metnað í að hjálpa og ætla því í samstarfi við BARNAHEILL, Mos-fellsbæ og UMSK að fara af stað með verkefni sem ég kýs að kalla „Náms- og heilsuakademía Höllu Heimis.“

„Náms- og heilsuakademía Höllu Heimis“ er hugsað sem úrræði fyrir nemendur á aldrinum 10-13 ára og verður eftir fremsta megni reynt að koma til móts við þarfir þessara barna.

Verkefnið er þríþætt og er meginmarkmið þess að auka vellíðan nemenda með aukinni hreyfingu, hollu mat-aræði og þjálfun í jákvæðu hugarfari. Í hverjum hóp verða aðeins 3-5 nemendur sem hittast tvisvar í viku í um 2 klst í senn þar sem fram fer

heimanám, hreyfing og næring/spjall.

1) Nám: Nemendur fá aðstoð við heimanám

2) Hreyfing: Nemendur fara í hreyf-ingu sem verður við hæfi og getu hvers og eins. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar þjálfun-araðferðir þar sem unnið verður mikið með eigin líkamsþyngd, sippubönd, medicinbolta, teygjur o.s.frv.

3) Næring og spjall: Nemendur læra að búa sér til léttar og hollar máltíðir/millibita og gegnum markvissar leiðir verður unnið með að bæta sjálfsmynd barnanna.

KveðjaHalla Heimisdóttir íþrótta- og lýðheilsufræðingur

heilsu

hornið

heilsuvin í mosfellsbæ

Náms- og heilsuaka-demía Höllu Heimis

RæktunarnámskeiðHeimilisgróðurhúsið – notkun þess og möguleikar.

Námskeiðið er í þremur hlutum: 26. febr. fyrirlestur, 2. mars heimilisgróðurhús heimsótt og 7. mars fyrirlestur um lífrænar varnir.Upplýsingar og skráning: [email protected] og í síma 899 0378.

Einnig verða haldin önnur áhugaverð námskeið í vetur og vor um mósaík, viðarnytjar, matjurtarækt og að rækta með börnunum.

Sjá heimasíðu www.dalsa.is.

Jóhanna B. Magnúsdóttir, Dalsá í Mosfellsdal

AðAlfundur 2013Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ

verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Þverholti 7, miðvikudaginn

6. mars kl. 20.00.

Dagskrá: Öll venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.

Fundarseta er öllum heimil. Félagsmenn hvattir til að mæta.

Stjórnin.

HEIMALEIKIR Í

Laugardaginn 2. mars 13:30Þriðjudaginn 26. febrúar 19:30AFTURELDING - FRAM

AFTURELDING - HAUKAR

N1 DEILD KVENNA

SÍÐUSTU HEIMALEIKIRSTELPNANNA OKKAR!

2. marsDrögum við

í happadrættinu

Í Hálfleik

MIÐAR TIL SÖLU !

Styðjum stelpurnar!

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

ÚtboðTímavinnugjaldMosfellsbær óskar eftir tilboði í tímavinnugjald iðnaðar-manna í eftirtöldum iðngreinum: Trésmíði, málun, pípulögn, raflögn, dúkalögn, blikksmíði og stálsmíði.

Útboðsgögn verða afhent á geisladisk í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2 hæð frá og með þriðju­deginum 26. febrúar eftir kl: 10:00.

Tilboð verða síðan opnuð í Þverholti 2, Kjarna, 2.hæð, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl: 14:00 að viðstöddum þeim er þess óska.

Aðalfundur Hvíta riddarans verður í gámnum á Varmá

Mánudaginn25. febrúar kl. 21:10

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundar dagskrá.

Stjórnin

Page 24: 3. tbl 2013

- Unga fólkið24

Komdu við í næstu verslun sem selur lopann og skoðaðu úrvalið

Íslenska ullin er einstök

Undankeppni söngkeppni Samfés var hald-in með pompi og prakt í Hlégarði föstu-daginn 1. febrúar. Það var félagsmiðstöð-in Bólið, sem er félagsmiðstöð unglinga í Mosfellsbæ, sem sá um skipulagningu á keppninni sem var öll hin glæsilegasta. Um 200 unglingar víðsvegar af höfuðborg-arsvæðinu voru saman komin. Það voru tíu félagsmiðstöðvar sem kepptu um fjögur sæti sem komast í aðalkeppnina í Laugar-dalshöll þann 2. mars. Sigurvegari keppn-innar var Helmuth Þór Ólafsson sem keppti

fyrir hönd Garðalundar í Garðabæ. Hann flutti lagið „Hvar er draumurinn“ með miklum glæsibrag. Það var hún Sigríður María sem keppti fyrir hönd Mosfellsbæj-ar en hún komst ekki áfram þrátt fyrir góða frammistöðu.

Það er margt framundan í Bólinu og ber þar hæst að nefna dragkeppni, forvarnar-dag og ferð á Samfestinginn. Í Bólinu er starfandi leik- og tónlistarhópur sem vinn-ur nú hörðum höndum að því að setja upp söngleik sem verður sýndur eftir páska.

Vinkonurnar Stefanía Rós Th. Karlsdóttir og Sig-rún Guðmundsdóttir hanna armbönd fyrir bæði stelpur og stráka. „Við erum bestu vinkonur og höfum alltaf haft mikinn áhuga á hönnun. Í haust byrjuðum við að hanna okkar eigin armbönd en við eigum báðar mikið af skarti. Í upphafi hönn-uðum við bara armbönd fyrir okkur en svo fór þetta að spyrjast út meðal vinkvenna okkar og víðar,“ segir Sigrún.

Þær vinkonur sem eru báðar á 18. ári hanna undir nafninu SiST og handgera hvert armband. „Þetta hefur gengið rosalega vel, við byrjuðum að auglýsa okkur á Facebook en núna er hægt að fá

armböndin okkar í Kastaníu á Höfðatorgi, Skart-húsinu og á hárgreiðslustofunni Sprey hér í Mosó,“ segir Stefanía. Trékúlur einkenna flest armböndin frá SiSt en einnig nota þær stöllur bæði hraun- og glerkúlur í hönnun sína.

„Við erum mjög ánægðar með það hvernig þetta fer af stað hjá okkur og ætlum okkur að halda áfram á þessari braut, hönnun er eitt aðaláhuga-mál okkar beggja og við hlökkum til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segja þær vinkonur að lokum en hægt er að fylgjast með þeim á Face-booksíðu þeirra www.facebook.com/sistdesign.

stefanía og sigrún hanna armbönd undir merkinu sist

Stefanía og Sigrún hafa mikinn áhuga á hönnun og skarti

Hanna armbönd fyrir bæði stelpur og stráka

Samsuð í Bólinu

Page 25: 3. tbl 2013

Hvað er að gerast í Mosó? - 25

Samfylkingin í Mosfellsbæ boðar til aðalfundar félagsins

mánudaginn 11. mars klukkan 20. Fundurinn fer fram í sal félagsins að Þverholti 3. Á dagskrá verða venjubundin aðalfundarstörf

skv. lögum félagsins.

Að loknum aðalfundarstörfum spjallar nýkjörinn formaður flokksins, Árni Páll Árnason, við fundarmenn.

Stjórnin

Mosfellsbæ

AðAlfundurNámskeið RkÍSkyndihjálp – 4 Stundir

27. febrúar kl. 17:30 – 20:30Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleift

að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.

Ætlað öllum sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

kennari: Þóra K. Ásgeirsdóttir. Verð: 6.000 kr.

Skráning og upplýsingar á raudikrossinn.is/kjos. Sjálfboðaliðar sitja námskeiðin sér að kostnaðarlausu,

félagsmenn fá 10% afslátt.

Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sumarið 2013Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.

Markmið styrksins er m.a. að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.

Styrkurinn er fólginn í launum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Fyrir unglinga á grunnskólaaldri er greitt í samræmi við samþykktan

taxta Vinnuskólans. Eldri hópurinn fær greitt í samræmi við önnur sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ.

Skilafrestur er til og með 14. mars 2013 og skal umsóknum ásamt fylgigögnum skilað í þjónustuver Mosfellsbæjar, 2. hæð Kjarna, eða rafrænt á [email protected]. Umsóknareyðublöð, reglur um styrkveitingu og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Mosfellsbæjar www.mos.is

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.

Markaður kirkjukórsinsMarkaður kirkjukórs LágafeLLssóknar verður haLdinn föstudaginn 8. Mars

kl: 13-17 og laugardaginn 9. mars kl: 10-13 í kjarnanum á 1 hæð.

Til sölu verða föT, barnaföT, skarTgripir, leikföng, kökur og fleira. Hlökkum Til að sjá ykkur sem flesT.

Page 26: 3. tbl 2013

- Aðsendar greinar26

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Þjónusta við mosfellinga

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 24.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugMán.-fös.: kl. 06.30-08.00 og 16.00-21.00.

Lau.: kl. 09.00 - 17.00. Sun.: kl. 09.00-16.00

Mosfellsbær er vinsælt bæjarfélag til bú-setu, það sýnir m.a. árleg viðhorfskönn-un Gallup þar sem um 94% Mosfellinga er ánægður með bæinn sinn. Á næstu árum er gert ráð fyrir að fjölgun í bæjar-félaginu verði um 3% á ári að meðaltali þegar hin þegar skipulögðu hverfi byggj-ast upp. Þetta mun þýða umtalsverð-ar breytingar í skólamálum bæjarins. Fræðslusviðið hefur um nokkurt skeið verið að vinna að undirbúningi í þeim málefnum. Á síðasta fræðslunefndar-fundi lagði nefndin til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að upp-byggingu skóla á vestursvæði og í Helga-fellslandi. Fræðslusviði var jafnframt falið í samvinnu við skóla bæjarins að leita lausna varðandi skólastofur bæði varðandi haustið 2013 og næstu skólaár. Horft verði m.a. til Brúarlands í þessu efni sem losn-ar þegar nýi framhaldsskólinn verður vígður eða um næstu áramót. Jafnframt var fræðslusviði fal-ið að hefja undirbúning að áætlun um uppbygg-ingu nýrra skólamannvirkja. Fræðslunefnd lagði áherslu á það við fræðslusvið og skólastofnanir að í öllu þessu ferli sé tekið mið af Skólastefnu Mosfellsbæjar, hlustað sé á raddir barna og haft samráð við foreldrasamfélagið í Mosfellsbæ.

Skólaskrifstofa fylgist reglulega með þróun nemendafjölda og hefur fjöldi nemenda verið áætlaður fram til 2018. Einnig hefur farið fram úttekt á áhrifum þess á núverandi skólasvæði og þarfir fyrir uppbyggingu skólamannvirkja í nán-ustu framtíð og allt fram til 2018. Helstu niður-stöður eru þær að hafinn verði undirbúningur að byggingu tveggja nýrra skóla eins og fram hefur komið. Hönnun, stefnumótun og bygging skóla er ferli sem tekur nokkurn tíma og er nauðsyn-legt að leysa húsnæðisvanda skóla og leikskóla með tímabundnum lausnum á meðan á þeirri vinnu stendur.

Fjölga þarf leikskólarýmum strax á næsta ári

og svo jafnt og þétt fram til ársins 2018. Í undirbúningi er stækkun Lágafells-deildar, þannig að öllum 5 ára börnum sem búa á vestursvæði standi til boða pláss í deildinni. Einnig þarf að fjölga leikskólarýmum á austursvæði í Leir-vogstungu á næsta ári. Auk þess þarf að fjölga kennslurýmum grunnskóla á vestursvæði. Það verður væntanlega gert með undirbúningi að uppbyggingu skóla á vestursvæði. Vinna við það er að hefjast og verður verkefnið kynnt bæj-arbúum eftir því sem því vindur fram. Gert er ráð fyrir að byggt verði upp nýtt aðsetur fyrir skóla á vestursvæði í haust. Einnig verður unnið að því að samnýta rými Bólsins betur en þau rými má nýta á dagtímum sem sérgreinastofu, en tóm-

stundarými á kvöldin.

Einnig þarf að fjölga kennslurýmum grunn-skóla á austursvæði. Það verður meðal annars gert með nýtingu frístundasels sem kennslurým-is fyrir hádegi haustið 2013. Það verður einnig gert með stækkun Leirvogstunguskóla að und-angenginni könnun meðal foreldra núverandi 5 ára árgangs. Uppi eru hugmyndir um að sá árgangur dvelji einu ári lengur í Leirvogstungu hugnist það foreldrum. Kennslurýmum er einn-ig hægt að fjölga með því að nýta Brúarland frá og með áramótum 2014. Stóra málið við fjölgun kennslurýma er undirbúningur og síðan upp-bygging á nýjum grunnskóla í Helgafellslandi árin 2015/2016. Undirbúningur að því mun hefj-ast nú þegar og verður vinna við verkefnið kynnt fræðslunefnd og bæjarbúum eftir því sem því vindur fram. Það eru því spennandi tímar fram-undan í skólamálum í bæjarfélaginu sem unnið verður náið að lausnum á í samstarfi við skóla- og foreldrasamfélagið.

Eva Magnúsdóttir, formaður fræðslunefndar.Bryndís Brynjarsdóttir, varaformaður fræðslunefndar.

Undirbúningur að hefjast að byggingu tveggja nýrra skóla

Í byrjun febrúar rak ég augun í auglýs-ingu í blaði um útboð í sambandi við hönnun Tunguvegar. Þessi vegur var settur á áætlun þegar Leirvogstungu-hverfið var skipulagt. Hann átti að vera „short- cut“ yfir tvær ár, Köldukvísl og Varmá, beint framhjá Varmárskóla og í miðbæinn. Svo vitum við nú hvernig fór með öll þessi „2007 plön“: Þau gengu ekki upp. Þeim er vorkunn sem byggðu í Leir-vogstungulandinu í góðri trú um að öll loforðin mundu standa. Þau eru ekki þau einustu sem ekki voru efnd.

En mig langar að varpa upp nokkrum spurn-ingum í sambandi við þennan veg:

1. Væri ekki nær að bærinn myndi leggja áherslur á að klára frekar það sem er byrjað á? Þá á ég við nýja viðbyggingu við íþróttahúsið. Við starfsfólk í Varmárskóla erum alveg á nál-um yfir þessu opna byggingarsvæði sem setur nemendur í hættu. Þeir sækja auðvitað þangað af því að þetta er spennandi. Og þegar minnst er á Varmárskólann þá mætti setja meira fjármagn í rekstur hans frekar en að eyða tugum milljóna í einungis hönnun umdeilds vegar.

2. Hversu mörg ár væri hægt að reka nógu góð-ar almenningssamgöngur til að tengja Leirvog-stunguhverfið við miðbæinn fyrir þessa gríðar-legu upphæð sem vegurinn og viðhald hans myndi kosta? Það er örugglega stærðfræðimennt-að fólk til sem gæti reiknað þetta út. Forvitnilegt væri að vita.

3. Líklegt er að margir bæjarbúar noti nýja veginn til að stytta sér leið á leið-inni vestur í land. Munu íbúar í Leirvog-stungu sætta sig við að fá aukna umferð með tilheyrandi hávaða og mengun í gegnum sitt hverfi?

4. Vistkerfi eru viðkvæm fyrir breyt-ingum á jaðarsvæðum þeirra, og sér-lega lítil svæði með sérstakt lífríki eins

og Varmárósar sem eru friðlýstir og Tungufoss sem stendur til að friðlýsa. Varmársvæðið og Leiruvogurinn eru náttúru- og útivistarperlur og allt rask þessara svæða og nágrenni þeirra er eitthvað sem gæti haft alvarlegar afleiðingar sem væri varla hægt að afturkalla.

5. Hvernig mun ásýnd ævintýragarðsins verða þegar hann er innrammaður af tveimum götum með mikilli umferð? Verður hann jafn spennandi til útivistar?

6. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ leggur áherslu á náttúruvísindi og rannsóknir á þeim sviðum. Er ekki málið að varðveita þessi spenn-andi svæði sem Varmárbakkar, Kaldakvísl og Leiruvogurinn eru sem rannsóknarsvæði? Nú þegar er búið að ganga allt of nærri náttúrunni þar.

Ég hvet bæjarbúa til að kynna sér þetta mál og láta í sér heyra hvað þeim finnst. Alveg sama hvort menn standa með eða á móti, það er þörf á málefnalegum umræðum.

Úrsúla Jünemann

Að vekja upp gamlan draugGróðurset ekkert nema rósástarinnar í garði hjarta þínsog losa ekki takið á næturgalaástúðar og þrár.

Bahá’u’lláh

Bahá‘íar Mosfellsbæ

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

Page 27: 3. tbl 2013

Þjónusta við Mosfellinga - 27

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Fríða Ósk ArnaldsUhm... Ég virðist vera

að flytja til Texas í haust! Kominn inn í draumaskól-ann :D Sjiiii... 30. jan

Simmi VillEf ég fengi 1000kr fyrir öll þau skipti

sem ég hef verið spurður um hvort að við séum fjöl-skyldan í moso sem vann stóra Vikingalottópottinn þá ætti ég sennilega 120mkr. Gallinn er sá að ef við hefðum unnið þá myndum við eflaust afneita þvi. En sannleik-urinn er sa að við unnum ekkert. 0kr, nada, núll og nix. Þvi miður. ;) 18. feb

DiljáTara Agger Dótt-irKallaváá hvað

ég er ánægð með fólkið hénna á kjalarnesi.. kom maður & dinglaði & varað vara mig við að það væri fluttur barnaníðingur í næstu götu, var með heimilisfangið & allt & benti mér á fb síðu til að sjá mynd & svona & skrif-aði síðan niður í bókina sína að hann væri búinn að tala við mína íbúð, ætlar greinilega að ná að láta ALLA á kjalarnesi vita hehe.. ánægð með’etta! :)

31. jan

Helena Kristins-dóttirSigga sæta

Kling var sú fyrsta sem opnaði LÍFStöltið árið 2011, Hulda Gústafsdóttir árið 2012 og núna 9. mars mun Dorrit okkar allra opna Kvennatöltmótið okkar og okkur hlakkar til :) 16. feb

Birna Dögg JónsdóttirÁ þessum fallega Valen-

tínusardegi er fátt betra en að byrja daginn á nuddi og enda hann svo á því að knúsa alla strákana mína í einu :-) 14. feb

Heiða Sigrún AndrésdóttirHeilbrigt? Thessi 13 er

ad horfa a les miserablés, thessi 10 ara er ad brjota saman og ganga fra þvotti med vinkonu sinni... og eg flakka a milli stödva og geri EKKERT

15. feb

Hafdís SælandGetur maður sofnað án

þess að hafa lokuð aug-un? 18. feb

RauðakRosshúsið ÞveRholti 7Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-15 og miðvikudaga kl. 13-16.

Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynningar, skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnuleit og fleira.

Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir. Atvinnuleitendur sérstaklega hvattir til að koma.

Upplýsingar á www.raudikrossinn.is/moso og í síma 564 6035

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

Tímapantanir í síma 517 6677

Alexía Snyrtistofan

HáHolti 13-15

Þjónustuauglýsingí mosfellingi

kr. 5.000 + vsk.*

nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm

*Miðast við 5 birtingar eða fleiri - [email protected]

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Súpur, salöt, kvöldverður, kaffi,

kökur, nýsmurt brauð og úrval smárétta

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ÖkukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

HollusturáðNauðsynlegt er að drekka nóg.

Fylgdu þorstanum þínum, ef þú svitnar mikið drekktu þá meira.

Sjáðu til þess að vökvinn sem þú drekkur oftast sé vatn.

Sjúkraþjálfun MosfellsbæjarSkeljatanga 20 5668520

Timapantarnir í sima 566 8520

SjúkraþjálfunMosfellsbæjarSkeljatanga 20s. 566 8520

Page 28: 3. tbl 2013

Klara Gísladóttir skorar á Ásgeir Sveinsson að deila með okkur uppskrift í næsta blaði

Kjúklingasalat og focacciaKlara Gísladóttir deilir með okkur uppskrift að þessu sinni. „Þetta kjúklingasalat er fljótlegt, hollt og gott og er oft á borðum hjá okkur í Tungunni.“

Uppskriftin er fyrir fjóra og í hana þarf:2 msk ólífuolíu2 msk lime safa2 msk mango chutney1 msk soja sósu1 tsk af rifinni engiferrót3-4 skinnlausar kjúklinga-bringur

Öllu í marineringuna blandað saman í skál, kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í. Látið kjúklinginn liggja í leginum eins og tími er til, 10-30 mínútur er fínt. Hellið öllu á heita pönnu og steikið þar til kjúklingurinn er tilbúinn og lögurinn hefur karamellast.

8 bollar af spínati eða blönduðu salati1-2 mangó skorin í bita2 avókadó, skorin í bitaFetaostur í olíu

Skammtið salati, mangó og avókadó á fjóra diska og raðið kjúklingnum þar yfir. Fetaosti og olíu eftir smekk hvers og eins er síðan bætt við að lokum.

Með þessu er borið fram nýbakað focaccia brauð, frá Guðrúnu Sig. heimilisfræðikennara, sem er í miklu uppáhaldi á heimilinu.

1½ dl volgt vatn1 msk matarolía1½ tsk þurrger1 tsk hunang (eða sykur)½ tsk saltca. 3 dl. hveiti

Ofan á:2 msk ólívuolía1 lauf hvítlaukur1 tsk basilika1 tsk sítrónusafi

Aðferð:1. Leysið upp þurrgerið og hunangið í volgu vatninu (37°C) og bætið salti og

matarolíu útí.2. Bætið hluta af hveiti saman við. Hrærið deigið með sleif. Bætið hveiti í eftir þörfum. Deigið á að vera mjög blautt, alltof blautt tilað hægt væri að hnoða það á borði.3. Látið lyfta sér í skálinni í a.m.k. 20-25 mín. ef tími er til.4. Setjið nú deigið á disk með hveiti og veltið deiginu í hveitinu með sleikju, þannig að það sé vel hulið hveiti.5. Setjið deigið á bökunarpappírsklædda plötu. Notið hveitistráða lófana til að fletja út í u.þ.b. 2 cm þykkan kringlóttan brauðhleif.6. Penslið olíublönduna yfir deigið. Látið lyfta sér í a.m.k. 20 mín.Ýtið með fingrunum í deigið og búið til holur7. Bakið við 220°C í u.þ.b. 10-12 mín eða þar til hleifurinn er fallega brúnn.8. Gott að pensla með restinni af olíublönd-unni um leið og brauðið kemur úr ofninum og stráið sjávarsalti yfir.

Minnikvenna(flutt á þorrablóti Dalbúa 2013)

Ég vil þakka ykkur konum,

og karlpungunum líka.Kæru dalsins meyjur, og þeir sem eiga slíka.Þær sem búa að þokka og mönnum sínum hlúaaf kvenkostunum öðrum

og yfir gnægðum búa.Lyftum krúsum fyrir konum,

og spörum ekki sönginnkátir saman sitjum, meðan endast veislufönginn.

Fósturlandsins freyjur, sem í salnum sitjafallegar og meðvirkar, brúklegar til nytja.Mæður, systur, dætur sem sýna ást í verkisem ólu okkur upp, og við berum enn þess merki.

Lyftum krúsum fyrir konum...

Það undrar kannski engan,

að ég sé konu sonurenda er ég einn þeirra sem elskar allar konur.Frá konum þigg ég ráð, já ráðleggingar bestuá röngu veit ég ekki neitt,

og hlýði þeim í flestu.Lyftum krúsum fyrir konum...

Ég vil þakka konum þeim,

sem á stuttri ævi minniég hef kynnst og elskað,

ég þakka okkar kynni.Hrotur, skammir, hrós og ást,

og uppskriftirnar snjallar

ég hrekk úr rekkju snemma

fyrir raddir ykkar allar.Lyftum krúsum fyrir konum...

Ég elska þessa kvenmenn,

er ég fer að sofaég dásama þær, tilbið, ég dýrka bæði og lofa.Menn elskum allir konur

og margir elska þína,Meira að segja vondir strákar

elska mömmu sína.Lyftum krúsum fyrir konum...

Skemmtum okkur fram á nótt,

og skálum glösum vorum

við skulum vaka lengi og sletta úr okkar sporum.

Nú er mál hið fagra stóð,

fákum sínum brynnifína skemmtun konur, þið áttuð þetta inni.Lyftum krúsum fyrir konum,

og spörum ekki sönginnkátir saman sitjum, meðan endast veisluföngin.

siggi gúst

- Heyrst hefur...28

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljóm-sveit Íslands. Mosfellingurinn og söngvarinn Unnsteinn Árnason var á meðal flytjenda í ár. Hann stóð sig með mikilli prýði og tók lög eftir Händel, Mozart og Jón Leifs.

Unnsteinn með Sinfó

Page 29: 3. tbl 2013

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

smáauglýsingarHúsnæði óskastHúsnæði óskast til leigu frá 16. júní í u.þ.b 2-3 vikur. Við erum reglu-söm íslensk/nýsjálensk fjölskylda með eitt barn (2 ára) og verðum í heimsókn á Íslandi í sumar. Við óskum eftir íbúð, einbýlis-húsi í Mosfellsbæ (helst í Reykjahverfi), eða jafnvel sumarbústað í nágrenni við Mosfellsbæ. Við lofum góðri umgengni. Borgum fyrirframgreiðslu/trygg-ingu ef þess er óskað.Sendið upplýsingar á [email protected].

Íbúð óskast til leiguÓska eftir íbúð á leigu í Mosfellsbæ. Fyrirfram-greiðsla ef óskað er. Upp-lýsingar í síma 8933510.

Skrifstofa til leiguTil leigu skrifstofa með sér inngangi og aðgangi að snyrtingu og eldhúsi á jarðhæð við Þverholt. Tilvalin fyrir starfsemi s.s. bókhald eða nuddara. Upplýsingar gefur Rafn í síma 665-1605.

Húsnæði óskastSérbýli (rað/par eða ein-býlishús) óskast til leigu í Mosfellsbæ. Einungis langtímaleiga kemur til greina, góðri umgengni og ábyrgum greiðslum heitið. Brynja s: 856-2066

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

www.malbika.is - sími 864-1220

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

3725Þjónusta við Mosfellinga - 29

tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og bóna. Hreinsa ryðsvarf eftir bremsur og

málningarúða af bílum. Hreinsa ryk úr lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós

og plastgler sem er rispað á bílum, mótorum og sleðum.

Hringdu í síma 895-1718 (Snæbjörn) til að panta tíma. Ég skoða bílinn og geri

verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk-stæði og hef margra ára reynslu í starfi.

bón og mössun ehf.

Næsta blöð koma út:14. mars4. apríl

24. apríl

Þarft þú að koma einhverju

á framfæri?Mosfellingur er borinn út

í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi

og Kjós.

Skilafrestur efnis/auglýs­inga er til hádegis, mánu­

dag fyrir útgáfudag.

[email protected]

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

Page 30: 3. tbl 2013

lexi og árný

- Hverjir voru hvar?30

surprise

giftu sig óvænt í innflutningspartýinu

Febrúar tilboð Komdu elskunni þinni á óvart og komið saman í 60 mín andlitsmeðferð.

Daman fær fría litun og plokkun á augnhár og augabrúnir. Herrann fær frítt í djúphreinsun á fætur og fótanudd.

Meðferðartími 90 mín.

Verð 17.980 kr. fyrir tvoAndvirði 25.860 kr

Page 31: 3. tbl 2013

27www.mosfellingur.is - 372531www.mosfellingur.is -

Page 32: 3. tbl 2013

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Flugumýri 16ds. 577-1377896-9497

www.retthjajoa.is

www.retthjajoa.is

Fjör á öskudaginnÞessar stelpur voru búnar að dressa sig upp í tilefni dagsins og stilltu sér að sjálfsögðu upp fyrir ljósmyndara Mosfellings.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

Vel staðsett 900 fm. lóð á flottum stað við Stórakrika. Búið að taka grunn að húsinu. V. 10,7 m.

Stórikriki - lóð

Afar glæsilegt 223 fm. parhús á tveimur hæðum. Vönduð gólfefni og innréttingar. 3 stór herbergi, flott eldhús og tvö bað-herbergi. Innangengt í rúmgóðan bílskúr. Eign fyrir vandláta. Skipti á ódýrari 25-30 millj. kemur vel til greina. V. 48,9 m.

Asparteigur

Mjög falleg 124 fm. íbúð auk 28 fm. bílskúrs, samt. 152 fm. 3 góð svefnherbergi, sér inngangur. V. 31 m.

Fálkahöfði145 fm. raðhús á tveimur hæðum við Brattholt. Parket á gólfum. 3 svefnherbergi. Sólskáli með arni. Sólpallur í suður. Hagstætt verð.V. 28,9 m.

Brattholt

Glæsilegt hesthús. Vorum að fá í sölu afar vandað og vel byggt 13 hesta hús við Blíðubakka í Mosfellsbæ. Allt fyrsta flokks. Flottar innréttingar. Mjög gott gerði. Kaffistofa, snyrting og sertustofa á efri hæð. Þetta er eitt það flottasta.

Blíðubakki

Tveggja hæða parhús. Mjög mikið endurnýjað á smekklegan hátt. Samtals 270 fm. Eignarlóð, 765 fm. Glæsileg eign á flottum stað í sveitasælunni.

Engjavegur

Vel staðsett 182 fm. efri sérhæð auk 39 fm. bílskúrs við Merkjateig. Sólskáli með heitum potti, 4 svefn-herbergi og 2 baðherbergi. V. 42,5 m.

MerkjateigurGlæsilegt 136 fm. íbúðarhús auk 91 fm. hesthúsi og geymslu á 6 hektara landi á Kjalarnesi. Glæsilegar eignir og topp aðstaða fyrir hestafólk.

Lögbýli á Kjalarnesi

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

daniel g.björnssonlöggiltur leigumiðlari

Magnús ingþórssonsölufulltrúi895-5608

MiKiL SALA - VAntAr Eignir - VErðMEtuMÞjónusta við

Mosfellinga í 23 ár

Mynd/Ruth