aðferðafræði 1

91
10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda *Félagsleg rannsókn: Safn af aðferðum og aðferðafræðum sem rannsakendur nota kerfisbundið til að framleiða þekkingu, byggða á vísindalegum rökum, um hinn félagslega heim. Ferli til að framleiða þekkingu og hún er fastari að byggingu, skipulagðari og kerfisbundnari en aðrir þekkingarmöguleikar (t.d. það sem við lærum af foreldrum, eigin reynslu, lestri bóka o.s.frv.). *Aðferðafræði (methodology): Samansafn aðferða - safn sérstakra tækja til að velja, mæla og skoða þætti í samfélaginu, safna og lagfæra gögn/uppl., skilgreina þau og greina frá niðurstöðum. *Vísindaleg nálgun: Ekki algildur sannleikur heldur ákveðin nálgun (kerfi) á þekkingar-öflun. Ekki þannig að vísindamaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér! Þrjú grundvallaratriði vísinda eru: 1) Forsendur um eðli veruleikans, 2) Afstaða til þekkingar og 3) Samansafn af ferlum og aðferðum (tækni) til að afla þekkingar. *Vísindaleg aðferð (scientific method) – Hugmyndir, reglur, tækni og nálganir sem vísindasamfélagið notar til að búa til og meta þekkingu. *Stofnanabinding vísindanorma: notað til að reyna að tryggja að faglegum vísinda-normum og reglum sé fylgt við gerð rannsókna og birtingu niðurstaðna. Birtingar í fagtímaritum og jafningjamat stuðla að því að gera þekkinguna lögmæta t.d. með beitingu skipulegrar efahyggju, og því næst að gera hana sameiginlega (þekking er ekki eign rannsakandans). *Reynsluathugun/ Empería (emperical): er skipuleg aðferð vísindalegrar nálgunar til að afla þekkingar á tilteknu efni í stað þess að notast við aðrar leiðir eins og: hefð, persónulega reynslu og heilbrigða skynsemi. Þessar leiðir geta verið takmarkandi, byggðar á fordómum og geta alhæft of mikið. T.d. ef 90 ára gamall afi okkar sem alltaf hefur reykt er ekki með krabbamein getum við ekki alhæft það yfir á aðra að reykingar séu skaðlausar. Heilbrigð skynsemi í dag að reykja ekki og passar við vísindalega hugsun, en svo á ekki við í öllum tilfellum og því notum við rannsóknir til að leita svara við emperískum spurningum sem brenna á okkur. *Hinar fjórar villur persónulegrar reynslu – andstæða félagslegrar rannsóknar: 1) „Of-alhæfing“ – alhæfa of mikið (overgeneralization) – staðhæfingar sem fara langt fram úr því sem er 1

Upload: hannesstef

Post on 15-Oct-2014

3.605 views

Category:

Documents


21 download

TRANSCRIPT

Page 1: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Félagsleg rannsókn: Safn af aðferðum og aðferðafræðum sem rannsakendur nota kerfisbundið til að framleiða þekkingu, byggða á vísindalegum rökum, um hinn félagslega heim. Ferli til að framleiða þekkingu og hún er fastari að byggingu, skipulagðari og kerfisbundnari en aðrir þekkingarmöguleikar (t.d. það sem við lærum af foreldrum, eigin reynslu, lestri bóka o.s.frv.).*Aðferðafræði (methodology): Samansafn aðferða - safn sérstakra tækja til að velja, mæla og skoða þætti í samfélaginu, safna og lagfæra gögn/uppl., skilgreina þau og greina frá niðurstöðum.*Vísindaleg nálgun: Ekki algildur sannleikur heldur ákveðin nálgun (kerfi) á þekkingar-öflun. Ekki þannig að vísindamaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér!Þrjú grundvallaratriði vísinda eru: 1) Forsendur um eðli veruleikans, 2) Afstaða til þekkingar og 3) Samansafn af ferlum og aðferðum (tækni) til að afla þekkingar.*Vísindaleg aðferð (scientific method) – Hugmyndir, reglur, tækni og nálganir sem vísindasamfélagið notar til að búa til og meta þekkingu.*Stofnanabinding vísindanorma: notað til að reyna að tryggja að faglegum vísinda-normum og reglum sé fylgt við gerð rannsókna og birtingu niðurstaðna. Birtingar í fagtímaritum og jafningjamat stuðla að því að gera þekkinguna lögmæta t.d. með beitingu skipulegrar efahyggju, og því næst að gera hana sameiginlega (þekking er ekki eign rannsakandans).*Reynsluathugun/ Empería (emperical): er skipuleg aðferð vísindalegrar nálgunar til að afla þekkingar á tilteknu efni í stað þess að notast við aðrar leiðir eins og: hefð, persónulega reynslu og heilbrigða skynsemi. Þessar leiðir geta verið takmarkandi, byggðar á fordómum og geta alhæft of mikið. T.d. ef 90 ára gamall afi okkar sem alltaf hefur reykt er ekki með krabbamein getum við ekki alhæft það yfir á aðra að reykingar séu skaðlausar. Heilbrigð skynsemi í dag að reykja ekki og passar við vísindalega hugsun, en svo á ekki við í öllum tilfellum og því notum við rannsóknir til að leita svara við emperískum spurningum sem brenna á okkur.*Hinar fjórar villur persónulegrar reynslu – andstæða félagslegrar rannsóknar:

1) „Of-alhæfing“ – alhæfa of mikið (overgeneralization) – staðhæfingar sem fara langt fram úr því sem er réttlætanlegt miðað við þau gögn eða þær raunvísindalega athuganir sem viðkomandi hefur.2) „Valdar athuganir“ (selective observation) – gera/velja athuganir sem renna stoðum undir (styrkja) fyrirliggjandi hugmyndir, í stað þess athuga eitthvað á hlutlausan og ígrundaðan hátt.3) „Ótímabær lokun“ (premature closur) – fella dóm eða komast að niðurstöðu og enda rannsókn, áður en viðkomandi hefur aflað nægra sannana sem nauðsynlegar eru skv. vísindalegum stöðlum.4) „Halo-áhrifin (geislabaugs-áhrifin)“ (the halo effect) – að leyfa undanfarandi orðspori fólks, stöðu eða hluta að hafa áhrif álit/ mat manns á því, í stað þess að meta allt á hlutlausan og gagnrýnin hátt.

*Félagsleg kenning (social theory) – kerfi tengdra hugmynda sem þjappar saman og skipuleggur þekkingu um félagslega heiminn og útskýrir hvernig hann virkar. Hún er eins og kort af félagslega heiminum; hjálpar fólki að gera sér grein fyrir því hversu flókinn hann er og útskýra hvers vegna ákveðnir hlutir gerast.*Raunvísindi (empirical), það sem við getum kannað og rannsakað beint með skynfærum mannsins (t.d. snerting, sjón, heyrn, lykt, bragð) eða óbeint með tækni sem framlengir skilningsvitin.*Gervivísindi (pseudoscience) – hugmyndir eða upplýsingar sem eru klæddar og settar fram með talsmáta og ytra útliti vísinda til að vinna samþykki annarra, en hafa ekki verið

1

Page 2: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

búnar til með þeim kerfisbundnu nákvæmni eða stöðlum sem nauðsynlegir eru í vísinda-legum aðferðum.*Rusl vísindi (junk science) – almenningstengsla hugtak notað til að gagnrýna vísinda-legar rannsóknir, jafnvel þó að þær séu framkvæmar almennilega, sem setja fram ákveðnar niðurstöður og tiltekinn hópur andmælir.*Vísindasamfélagið (scientific community) – samansafn fólks sem deilir samskonar hugmyndum, skoðunum og reglum sem styrkja framleiðslu og þróun vísindalegrar þekkingar og bindur hópinn saman.-Fimm grunnreglur vísindasamfélagins: 1) algild viðmið, 2) skipuleg efahyggja, 3) hlutleysi/óhlutdrægni, 4) sameignarhyggja og 5) heiðarleiki.*Jafningjamat (blind review) – Ferli þar sem innihald rannsóknarskýrslunnar er dæmt af jafningjum fræðimannsins, án þess að þeir viti hver stóð að baki rannsókninni og án þess að fræðimaðurinn viti hver yfirfer skýrsluna hans. Það er eingöngu innihald rannsóknarinnar sem er dæmt, en ekki hver framkvæmdi hana eða hvar hún var framkvæmd (sbr. alþjóðleiki).*Grunnrannsókn (Basic research) – Rannsókn hönnuð til að stuðla að grundvallar þekkingu um það hvernig heimurinn virkar og búa til/prófa fræðilegar skýringar. Almenn þekking – leita þekkingar, þekkingarinnar vegna; áhersla á kenningar og tilgátur – ekki bundnar stað og stund. Yfirleitt háskólafólk. Jafningjamat. Geta verið góðar og slæmar. Grunnrannsóknir verða ekki vísindaleg þekking fyrr en þær hafa farið í gegnum jafningjamat.*Hagnýt rannsókn (Applied research) – Rannsókn hönnuð til að bjóða hagnýtar lausnir við áþreifanlegum vandamálum eða ræða taflarlausar og sérstakar þarfir sem t.d. læknastofur, félög og sérfræðingar hafa. Það er því einhver hagnýtur tilgangur með rannsóknum sem þessum; t.d. að meta árangur vímuefnafræðslu. Þetta eru sjaldnast rannsóknir sem hafa einhver langtíma markmið eða er ætlað að boða merkar uppgötvanir. > Tiltekið leiðarljós haft við stefnumótun; verið að leita lausna á tilteknum og staðbundnum vandamálum. Oft framkvæmdar utan háskóla. Yfirleitt ekki jafningjamat. Geta verið bæði góðar og slæmar. (Þrjár tegundir; sjá Social Research glósur bls. 9-10).*Tvö tæki hagnýtra rannsókna:

i) Þarfagreining (needs assessment): þar sem safnað er saman lýsandi upplýsingum og gögnum um þarfir, málefni, áhyggjur, t.d. með tilliti til mikilvægis, sviðs og alvarleika. Þ.e.a.s. gögnum safnað til að ákvarða hversu mikilvægar tilteknar þarfir eru, t.d. áður en stjórnvöld eða góðgerðarsamtök ákvarða hjálparáætlun fyrir ákv. hóp fólks.ii) Kostnaðar-hags greining (cost-benifit analysis): hagnýtt rannsóknartæki sem hag-fræðingar þróuðu, þar sem peningagildi er ákvarðað m.t.t. inntaks og útkomu í tilteknu ferli og síðan athugar rannsakandinn jafnvægið þar á milli. Þ.e.a.s. rannsakandinn metur framtíðar kostnað og hag af einni eða fleirri tillögum og gefur þeim peningalegt gildi. Meginatriði í slíkum greiningum er að forsenda er gefin að allt sé verðlagt: nám, heilsa, ást, hamingja, o.s.frv. og að fólk hafi svipað gildismat. Efnuðu fólki er gert hærra undir höfði en þeim sem fátækari eru – það er mikilvægara.

Megindlegar aðferðir Eigindlegar aðferðirMarkmið: Mæla hlutlægar staðreyndir og

ákveða fyrirfram hvað við viljum skoða (t.d. mæla atvinnuleysi, launamun...)

Innsýn í félagslegan veruleika, sameiginlega merkingu – mætum á staðinn til að komast að því hvað skiptir máli og hvað við viljum rannsaka.Markmið að mæla hvaða

2

Page 3: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

hugsun fólk leggur í aðstæður.Empería, reynsluathugun: Breytur (tölulegar mælingar) –

söfnum upplýsingum um ákveðnar breytur

Samskiptaferli – fylgjumst með atburðum, upplifunum og reynslu fólks (viljum fá fólk til að segja frá)

Grundvöllur f. samanburð: Áreiðanleiki, stöðlun (reliability) – nota sömu mælitæki, spurningar...

„Ekta“ lýsing á táknkerfi / sjónarhorni, reynsluheimi, aðstæðum – reyna að setja sig í spor fólks og bera saman upplifanir þess á heiminum

Sjónarhorn, skýring: Alhæfanleg (abstract) – reyna oft að búa til almenna kenningu óháða tíma og rúmi (Sbr. kenning Durkheims um sjálfsvíg – alhæfing)

Aðstæðubundið – bundið við ákveðna hópa á ákveðnum stað/tíma. Reyna að átta sig á einhverju staðbundnu og því háð tíma og rúmi

Greining gagna: Tölfræði, meðaltal Þemu – sameiginleg einkenni. Sameiginlegir þættir í reynslu fólks, ekki tölulegir. (T.d. hafa nauðgarar skv. rannsókn tilhneigingu til að réttlæta hegðun sína á ákv. hátt – ákv. mynstur koma í ljós í rannsóknum)

Fjöldi: Margir Fáir Tengsl kenningar og rannsóknar

Afleiðsla (deductive)Maður byrjar með kenningu og leiðir einhverja tilgátu af henni sem ræður hvað við skoðum. Við vitum fyrirfram hvað við viljum skoða. Drögum tilgátu AF kenningu.

Aðleiðsla (inductive)Maður fer og skoðar eitthvað og býr til kenningu eftir að gögnin koma fram. Niðurstöður rannsóknar leiða AÐ einhverri kenningu. Niðurstöðurnar hafa þannig áhrif á kenninguna, en við byrjum aldrei rannsókn í algjöru tómarúmi.

**Aðferðir** • Tilraunir• Spurningakannanir• Innihaldsgreining• Fyrirliggjandi gögn, opinber gögn

•Vettvangsathuganir (field research)i) þátttökuathuganirii) opin viðtöl• Sögulegar/samanburðar-rannsóknir

Gagnasöfnunartækni: ~megindleg aðferð – safna gögnum í formi talna. ~eigindleg aðferð – safna gögnum í formi orða og mynda.

- Megindleg gögn: *1) Tilraunir; tilraunakennd rannsókn (experimental research) – Rannsókn þar sem rannsakandinn stjórnar aðstæðum sumra þátttakenda en ekki annarra og ber niðurstöður hópanna síðan saman og kannar hvort að það hafi skipt einhverju máli; breytt einhverju. Tilraunir er hægt að framkvæma á rannsóknarstofum eða í lífinu sjálfu. Þær snúast yfirleitt um fáa einstaklinga og einblína á vel afmarkaða spurningu. Í flestum tilraunum, skiptir rannsakandinn fólkinu sem er skoðað í tvo eða fleiri hópa, sem meðhöndlaðir eru á sama hátt – fyrir utan að öðrum hópnum er gefið ástand sem hann/hún hefur áhuga á: „tilraunin“ – þ.e.a.s. fær að vita hvað er rannsakað – er meðvitað um tilraunina. Síðan

3

Page 4: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

mælir rannsakandinn hvort það hafi áhrif á niðurstöðurnar að viðkomandi hafi vitað hverju leitað var eftir.*2) Kannanir; spurnarkannanir (survey research) – Megindleg rannsókn þar sem rannsakandinn spyr kerfisbundið stóran hóp fólks sömu spurninganna og skráir niður svör þeirra. Rannsakandinn notfærir sér spurningalista til að komast að trú eða skoðunum fólks í mörgum rannsóknaraðstæðum. Í spurnarkönnunum nota þeir skrifaða spurningar-lista eða formleg viðtöl til að safna upplýsingum um bakgrunn, hegðun, skoðanir eða hegðun hjá stórum hópi fólks. Venjulega spyrja þeir stóran hóp fólks fjölda spurninga á stuttum tíma. Gögnin eru svo yfirleitt dregin saman og túlkuð með gröfum, línuritum eða töflum og útskýrð með tölfræði.*3) Ómeðvituð rannsókn (nonreactive research) – Rannsóknaraðferð þar sem fólkið sem er verið að kanna, veit ekki af því að verið að nota upplýsingar um það í einhverri rannsókn.

3.a) Innihaldsgreining (content analysis) – Rannsókn þar sem innihald samskiptamiðils er tekið upp/ skráð kerfisbundið og greint. Tækni til að rannsaka innihald, efni eða upplýsingar og tákn, í skrifuðum skjölum eða í öðrum samskiptamiðlum (ljósmyndum, kvikmyndum, lagatextum, auglýsingum). Til að framkvæma slíka rannsókn er nauðsynlegt að setja henni ákveðinn ramma og ákvarða hvað eigi að skoða, t.d. hversu oft tiltekið orð kemur fyrir í ákv. texta.3.b) Fyrirliggjandi gögn (existing analysis) – Rannsókn þar sem gögn liggja fyrir og rannsakandi endurskoðar þau eða rannsakar upp á nýtt. Fyrirliggjandi gögn eru yfirleitt fengin frá stjórnvöldum eða öðrum stofnunum. Gögnin eru nýtt aftur og jafnvel sameinuð öðrum gögnum til að finna svör við nýrri rannsóknarspurningu.

-Eigindleg gögn:*1) Vettvangsrannsókn (field research) – Eigindleg rannsókn þar sem rannsakandinn fylgist með og skráir niður athugasemdir og upplýsingar um ákveðinn hóp fólks í þeirra venjulega umhverfi í ákveðinn tíma (yfirleitt frá nokkrum mánuðum – upp í nokkur ár). *2) Söguleg-samanburðarrannsókn (historical-comparative research) – Eigindleg rann-sókn þar sem rannsakandinn skoðar gögn á atburðum eða aðstæðum í sögulegri fortíð eða í ólíkum samfélögum. Skoðar þætti félagslegs lífs í fortíðinni eða ber þá saman milli ólíkra menningarheima. Rannsakendur nota oft blöndu af sönnunargögnum, þ.á.m. fyrir-liggjandi gögn, skjöl (t.d. bækur, dagblöð, dagbækur, ljósmyndir, kort), athuganir og viðtöl.-Markmiðum rannsókna – má skipta í þrjá meginflokka byggt á því hverju rannsakandinn er að reyna að ná fram: kanna nýtt viðfangsefni, lýsa félagslegu fyrirbæri eða útskýra hvers vegna eitthvað gerist. Markmiðin eru mismunandi en geta skarast í einni og sömu rannsókninni.*1) Leitandi rannsókn (exploratory research) – Rannsókn þar sem megintilgangurinn er að rannsaka áður óþekkt/ lítið þekkt viðfangsefni eða fyrirbæri til að þróa undirbúnings-hugmyndir og stefna að fáguðum rannsóknarspurningum með því að einblína á ‘hvað’ spurninguna. Við vitum ekki fyrirfram hvað skiptir máli eða hvernig spurninga við eigum að spyrja. Getur verið fyrsta skrefið í röð rannsókna. Markmiðið er oft að þróa hugtök og spurningar fyrir áframhaldandi rannsóknir. Leitandi rannsóknir eru ekki alltaf gefnar út, í staðinn reyna rannsakendur að fella þær inn í aðrar rannsóknir sem þeir gefa út síðar. Þær verða að vera skapandi, opnar fyrir nýjum hugmyndum og sveigjanlegar; eru ekki bundnar af fyrirfram ákveðnum kenningum – eða eru í það minnsta tilbúnar að hafna þeim. Eigindlegar rannsóknar eru frekar leitandi en megindlegar!*2) Lýsandi rannsókn (descriptive research) – Rannsókn þar sem megintilgangurinn er að „mála mynd“ af ákveðnum aðstæðum, félagslegu umhverfi eða samböndum; með

4

Page 5: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

notkun orða eða talna og til að kynna/setja fram lýsingu, tegundaflokkun eða ramma skrefa sem tekin eru til að svara spurningum eins og ‘hver, hvenær, hvar og hvernig’. Þú kynnir að hafa háþróaðri hugmynd um eitthvað félagslegt fyrirbæri (það er ekki alveg óþekkt) og þú vilt lýsa því. Rannsakandinn byrjar með fyrirframgefna hugmynd og framkvæmir rannsókn til að lýsa henni nákvæmlega – setur fram lýsandi mynd af tilteknu efni í lokin. Rannsakar ólíkar gerðir fólks eða félagslega hegðun, t.d. ‘hverjir halda framhjá’, eða ‘heimilisofbeldi’ – við vitum hvað hvort tveggja er en viljum þreifa á viðfangsefninu og kanna í hve miklum mæli það er. *3) Skýrandi rannsókn (explanatory research) – Rannsókn þar sem megintilgangurinn er að útskýra hvers vegna atburðir eiga sér stað og til að byggja, útskýra nánar, framlengja eða prófa tiltekna kenningu. Þegar þú stendur andspænis þekktu viðfangsefni og hefur lýsingu á því, en ferð kannski að spá í því ‘hvers vegna’ hlutirnir séu eins og þeir eru. Löngunin til að vita ‘hvers vegna’ eitthvað er svona en ekki hinssegin (ástæðurnar fyrir því) er forsenda skýrandi rannsókna. Leitað af orsökum og ástæðum. T.d. myndi lýsandi rannsókn komast að því að 10% foreldra misnoti börnin sín, en hin skýrandi rannsókn hefði meiri áhuga á því að komast að því hvers vegna foreldrar misnoti börn sín. Yfirleitt megindlegar rannsóknir sem eru að reyna að sannreyna orsakaskýringar eða gera upp á milli ólíkra skýringa.-Mismunandi rannsóknarspurningar og ólíkar tegundir rannsókna krefjast mismunandi tímasniða.>Megindlegum rannsóknum er skipt í tvo hópa: ákveðinn tímapunktur (þversniðsrann-sóknir) m.v. marga tímapunkta (langtímarannsóknir). Megindlegar rannsóknir horfa á stóran hóp staka, fólks eða eininga og mæla ákveðinn fjölda einkenna. Hins vegar notast tilviksrannsóknir við eigindlegar aðferðir og einblínir á eitt eða nokkur stök á afmörkuðu tímabili.*Þversniðsrannsóknir (cross-sectional research) – Rannsókn gerð á einhverjum ákveðnum tímapunkti; n.k. ljósmynd af samfélaginu á ákv. tímapunkti. Sú rannsókn sem rannsakar upplýsingar um mörg viðfangsefni á tilteknum tíma (margir boltar á lofti á sama tíma). Yfirleitt auðveldasta, fljótlegasta og ódýrasta rannsóknarleiðin, en ókosturinn er sá að þær geta ekki greint félagslegar framfarir eða breytingar. Þær geta verið leitandi, lýsandi eða skýrandi.*Langtímarannsóknir (longitudinal research) – Sú rannsókn sem rannsakar upplýsingar frá mörgum einingum eða tilfellum yfir lengra tímabil (þ.e. nokkrar vikur, mánuði, ár) – gögnum safnað á tveimur eða fleiri tímapunktum. Þær eru yfirleitt umfangsmeiri og dýrari en þversniðsrannsóknir, en að sama skapi eru þær áhrifameiri og með þeim er hægt að skoða breytingar og þróun yfir tíma hjá einstaklingum eða hópum. Lýsandi og skýrandi rannsakendur notast við langtímaaðferðir og þær má flokka í þrjá undirhópa:

1) Tímaröð (time-series studies) – Langtímarannsókn þar sem sömu tegund upplýsinga/gagna er safnað hjá hópi fólks eða öðrum fyrirbærum í ákveðinn tíma (tíðnisöfnun). T.d rannsókn Durkheims á sjálfsvígum. Er sjálfsvígstíðni meiri eða minni á ófriðartímum; hann mældi tíðni sjálfsvíga hjá ákv. hópi og komst að því að sjálfsvígstíðni datt niður á ófriðartímum en þá þjappar fólk sér saman og meiri samkennd er ríkjandi. Dæmi um aðra rannsókn þegar Stephen Stack kannaði eftirhermuáhrif á sjálfsvígum og það hvort að tíðni þeirra myndi hækka þegar frægir einstaklingar fremdu sjálfsvíg. Hann skoðaði sjálfsvígstíðni á mánaðarfresti yfir margra ára tímabil og fann mynstur sem styrkti þessa kenningu. Í tímaraðar-rannsóknum eru yfirleitt notuð fyrirliggjandi/opinber gögn.2) „Panel“ rannsóknir (panel-studies) – Langtímarannsókn þar sem upplýs-ingum um nákvæmlega sömu hluti, stofnanir eða fólk er safnað saman á hverjum

5

Page 6: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

tímapunkti fyrir sig (þ.e. sömu þátttakendur), yfir ákveðið tímaskeið – á fleiri en einum tímapunkti. T.d. gerð könnun á þúsund þrettán ára unglingum og að fimm árum liðnum er gerð könnun á nákvæmlega sama fólki. T.d. gerð könnun á því hvort að erfið börn hafi tilhneigingu til að verða vandræðaunglingar og síðan afbrotamenn. T.d. að kanna áhrif stimplunar á atvinnuleysi. Svona rannsóknir kanna breytingar eða stöðugleika og getur verið mjög gagnleg sé hún framkvæmd rétt. Vandinn við þessa gerð rannsókna er hins vegar sá að þær eru mjög kostnaðarsamar og taka langan tíma í framkvæmd. Einnig getur verið erfitt að fá ítrekað sama fólk til að taka þátt í þeim og brottfall því mikið vandamál.3) Árgangarannsóknir (cohort studies) – Langtímarannsókn sem svipar til „panel“ rannsókna, en í stað þess að fylgjast með nákvæmlega sama fólki, er hópur fólks, sem deilir svipaðri lífsreynslu á tilteknu tímaskeiði, skoðaður. Þ.e.a.s. fólk sem á eitthvað tiltekið atriði sameiginlegt á ákveðnu tímabili í lífum þeirra er rannsakað. Athyglinni er beint að hópnum, flokknum, en ekki einstaklingunum. T.d. samanburður á viðhorfum mismunandi árganga til kynhlutverka þar sem einblínt er á félagslegar breytingar yfir tíma.

*Tilviksrannsóknir (case studies) – Rannsókn sem inniheldur ítarlega skoðun á miklu magni upplýsinga um mjög fá tilvik, einstaklinga eða staði á einum tímapunkti eða á ákveðnu tímabili. Ólíkar hliðar á fáum þáttum skoðaðar á tilteknum tímapunkti eða í lengri tíma. Rannsakandinn leitar frekar að meðaltölum eða mynstrum meðal margra atriða. Flestar tilviksrannsóknir notast við eigindlegar aðferðir.*Leiðardæmi (paradigm) – Skipulagsrammi og hugsanakerfi fyrir kenningar og rannsóknir sem inniheldur grunnhugmyndir, aðalatriði, byggingu (módel) fyrirmyndar-rannsókna og aðferðir til að leita svara. Grundvallarnálgun á veruleikann, það sjónarhorn sem við vinnum út frá í rannsókn. T.d. eigindlegt vs. megindlegt = tvö leiðardæmi.

1) Grundvallarforsenda um eðli veruleikans, mannsins og tengsl manns við samfélag.2) Beinir okkur að ákveðnum tegundum af spurningum, en ekki öðrum.3) Samansafn af aðferðum sem við eigum að nota við rannsóknir.4) Dæmi um fyrirmyndar rannsóknir (góðar rannsóknir).

> Þrjár aðal nálganir (leiðardæmi) í félagsvísindum: 1) pósitífismi, 2) túlkandi félagsvísindi og 3) átakahyggja.*1) Pósitífismi (positivist social science: PSS) – Elsta og útbreiddasta aðferðin; ráðandi paradigm í félagsvísindum. Rannsóknaraðferð þar sem áhersla er lögð á orsakalögmál, varkárar raunathuganir og gildisfrjálsar (value free) rannsóknir. Margir halda því fram að pósitífismi sé vísindi. Megindlegar rannsóknir eru upplýstar af pósitífisma og hann felur í sér:

a) Raunhyggju (realism); gerum ráð fyrir að félagslegur veruleiki sé til fyrir utan okkur og bíði eftir því að verða uppgötvaður; ákveðin lögmál eru til staðar sem eru óháð túlkunum.b)Útskýringu á fyrirliggjandi mynstrum; uppgötvun á orsakatengslum í veruleikanum.c) Nauðhyggju; lítum á einstaklingana sem afurð einhverra afla, þ.e. að atferli og hegðun mótist af ákv. félagslegum öflum sem við höfum áhuga á að skoða (t.d. fylgni milli tveggja breyta –stéttarstaða svaranda vs. stéttarstaða föður-. Leitum eftir sambandi milli breyta; meðaltengsl; meðaltöl – uppgötvum mynstur þegar við skoðum marga í einu.d) Almenna þekkingu; pósitífisminn leitast við að afla og búa til almenna þekkingu sem er hafin yfir tilteknar aðstæður, stað og stund. Tímalaus þekking þar sem sömu lögmál gilda alls staðar á ólíkum tíma. (T.d. kenning Durkheims um sjálfsvíg).

6

Page 7: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

e) Þekking safnast fyrir; því meira sem við rannsökum því meiri þekkingu söfnum við og sú þekking úreldist ekki svo fljótt.f) Mælanleika félagslegs veruleika; þar sem hlutir eins og viðhorf, kynhlutverk, ójöfnuður o.s.frv. eru mældir á tölulegan og staðlaðan hátt í félagslegum veruleika eins og í náttúruvísindum. Annars vegar með samanburðaraðferð þar sem tvær aðstæður eru bornar saman (t.d. samanburður á fingralengd píanóleikara og þeirra sem spila ekki á píanó til að kanna hvort að fólk með langa fingur sé líklegra til að spila á píanó) og hins vegar með afleiðslu þar sem fyrirliggjandi þekking ræður því hvað skoðum næst.

*2) Túlkandi félagsvísindi; veruleikinn er ekki til þarna úti og er óháður öllu öðru eins og pósitífisminn heldur fram. Veruleikinn verður til þegar við túlkum hann og við þurfum að setja okkur inn í túlkanir fólks á aðstæðum. Túlkandi félagsvísindi er n.k. hliðarnálgun í félagsvísindum, en bætir upp takmarkanir pósitífisma. (Frekar í eigindlegum ranns.)Þau eiga sér m.a. rætur í:

a) Þýskri hughyggju – þ.e. áhersla lögð á að aðferðir náttúruvísinda dugi ekki til að gera grein fyrir samfélaginu og til að skoða mannlega hegðun. Þurfum að nota skilning (Verstehen – Weber), setja okkur í spor fólks (samúðarskilningur), leggja merkingu í hlutina því þá fyrst verður félagslegur veruleiki til þegar við erum búin að túlka þá – Afleiðsla: leggjum af stað með einhverja hugmynd en mótum svo kenningar eftir að rannsókn og gagnasöfnun hefur farið fram. Og eins þurfum við að nota viljahyggju (Voluntarism – Dilthey) og átta okkur á að við hegðum okkur á grundvelli þess hvernig við túlkum hlutina. Við þurfum að átta okkur á samhengi hlutanna því sama athöfn getur haft mismunandi merkingu í mismunandi aðstæðum – ólíkir merkingar-heimar.b) Samskiptakenningum – þar sem áhersla er lögð á i) táknbundna merkingu [fólk hagar sér á grundvelli þess hvernig það túlkar aðstæður sínar og veruleikann = hegðun ræðst af þeirri merkingu sem fólk leggur í hluti], ii) merkingu og samskipti [merking og túlkun verður til þegar fólk á samskipti við hvert annað – samstaða um sameiginlega merkingu verður til þegar fólk á samskipti], og iii) að samskipti geta verið skapandi [merkingu er viðhaldið með samskiptum, en hún getur einnig misskilist eða breyst – t.d. geta menningarkimar eða ákveðinir hópar komið sér upp nýju og öðruvísi merkingarkerfi: hippar, pönkarar, mafían, saumaklúbbar]. >Félagslegur veruleiki er ekki fasti – heldur fljótandi ferli samskipta.

*Aðferð túlkandi vísinda felur í sér ítarlega lýsingu (idiograpic), þar sem útskýringin er nákvæm lýsing eða mynd með sérstökum smáatriðum, en takmörkuð og óhlutbundin þegar kemur að félagslegum veruleika eða umhverfi. Túlkandi félagsvísindi eru því eins og kort. Þau sýna útlínur félagslegs veruleika og lýsa staðbundnum siðum og óformlegum venjum. Niðurstöður túlkandi félagsvísinda eiga líka að vera skiljanlegar fyrir leikmenn, þ.e. fólkinu sem verið er að rannsaka (postulate of adequacy). Meðlimir hópsins sem verið er að skoða eiga að skilja, þekkja og kannast við útkomu rannsóknarinnar. (92) Túlkandi rannsakendur eiga það til að beita innhverfri (yfir)sýn (transcendent perspective) við rannsóknir sínar, þ.e.a.s. móta og þróa rannsóknina með aðstoð (þátttöku) þátttakenda hennar. Þeir skoða innra líf fólks til að öðlast náin tengsl og samsvörun við það og vinna náið með fólkinu til að búa til sameiginlegan skilning. Fara þannig fram úr hefðbundnum rannsóknaraðferðum, sbr. kannanir, spurn.listar, viðtöl o.fl. Þeir verða líka að skoða það sem ósagt og undirliggjandi; kafa undir yfirborðið. Afstæðishyggja (relativism) er hluti túlkandi félagsvísinda, en það er sú skoðun að ekkert sjónarmið eða gildismat sé betra en annað eða yfir annað hafið. Allar skoðanir eru jafngildar þeim sem trúa á þær.

7

Page 8: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*3) Átakahyggja – gagnrýnin vísindi (JG fór ekkert í þetta, sjá Neuman glósur bls. 14).Pósitífismi - megindlegar Túlkandi félagsvísindi –eigindl

1) Markmið – ástæða rannsókna

Afla almennrar þekkingar, stjórna og spá. Uppgötva náttúrulögmál svo að fólk geti spáð fyrir um og stjórnað aðstæðum.

Að skilja og lýsa mikilvægum félagslegum athöfnum.Skýra sjónarhorn og reynsluheim fólks/hópa. Sértæk þekking.

2) Eðli félagslegs veruleika Stöðug fyrirliggjandi mynstur og reglur sem hægt er að uppgötva – býður eftir að uppgötvast

Flæði skilgreininga á aðstæðum sem fæst með samskiptum fólks.Er háður túlkun fólks

3) Eðli mannsins Skynsemisvera, nauðhyggjusýn og mótað af utanaðkomandi öflum

Leitar að merkingu og hegðar sér á grundvelli túlkunar

4) Mannleg hegðun – áhrif á hana

Kraftmikill utanaðkomandi félagslegur þrýstingur sem mótar gerðir fólks: frjáls vilji er að stærstum hluta blekking

Fólk hefur sjálfstæðan vilja: það býr til merkingakerfi og hefur frelsi til að taka ákvarðanir

5) Vísindi og almenn skynsemi

Greinilega aðskilið (frábrugðið hvert öðru) og almenn skynsemi lægra sett en vísindi

Almenn skynsemi fólks er rannsóknarefni.

6) Útlit kenningar Almennt, röklegt kerfi þar sem sam-hengi er á milli skilgreininga, staðhæfinga og lögmála. Óháð tíma og rúmi

Lýsing á því hvernig merkingar-kerfi fólks er aflað og viðhaldið.Takmörkuð alhæfing

7) Mat á kenningum Er röklega tengd lögmálum og byggð á staðreyndum. Skoðum röklegt innra samhengi og hvort hún stenst emperíska athugun.

Er samsvarandi og samþykktar af þeim sem eru rannsakaðir – kannast meðlimir hóps við niðurstöður

8) Góð rannsókn / sönnun Röklegar afleiddar tilgátur, nákvæmar mælingar, athuganir o.s.frv.

Lýsingar og hugtö, sem ná utan um reynsluheim, veita innsýn. Ítarleg lýsing á félagslegum veruleika.

9) Afstaða þekkingar Þekking virkir fólk til að ráða og stjórna atburðum

Þekking hjálpar okkur að setja okkur í spor annara

10) Gildismat Vísindi eru hlutlaus vegna faglegra norma vísindanna og gildi þeirra hefur ekkert hlutverk nema þegar rannsóknarefni er valið

Gildismat/merking hluta eru samhangandi þáttur í félagslegu lífi: engin merking er æðri annarri, bara ólík

Megindlegar rannsóknir Eigindlegar rannsóknirPrófa tilgátur sem rannsakandinn byrjar með í upphafi (afleiðsla)

Fanga og uppgötva merkingu eftir að rannsakandinn hefur sökkt sér í gögnin (aðleiðsla)

Hugtök eru af þeirri gerð að vera skýrar breytur Hugtök eru af þeirri gerð að vera þemu, mótíf, alhæfingar og flokkunarfræði

Mælingar eru búnar til kerfisbundið á undan gagnasöfnun og eru staðlaðar

Mælingar eru búnar til í e-m ákveðnum tilgangi og eru oft sérstakar fyrir einstaklingsumhverfi eða rannsakandann

Gögnin eru sett fram með tölum (töluleg gögn) og komin frá nákvæmum mælingum

Gögnin eru sett fram með orðum og myndum og komin frá skjölum, athugunum og handritum

Kenningar eru að stærstum hluta orsakabundnar og afleiddar

Kenningar geta bæði verið orsaka- og óorsakabundar og eru aðleiddar

Rannsóknaraðferðir eru staðlaðar og endurtekningar algengar

Rannsóknaraðferðir eru sérstakar og endurtekningar mjög sjaldgæfar

Greining er framkvæmd með notkun tölfræði, tafla eða grafa og umræðu um hvernig útkoma þess tengist tilgátunni

Greining er framkvæmd með því að vinna þemu eða alhæfingar úr niðurstöðum og skipuleggja gögnin þannig að þau endur-spegli samhangandi og samkvæma mynd

*Fjölbreytt markmið félagsvísinda rannsókna (Ragin 2. kafli).Megindlegarranns. Samanburðarranns. Eigndlegar ranns.

Skoða almenn mynstur og tengsl fyrirbæra

Aðalatriði Aukaatriði

Prófa fyrri kenningar og þróa þær áfram

Aðalatriði(afleiðsla)

Aukaatriði Aukaatriði

Spá fyrir um framtíðina Aðalatriði AukaatriðiTúlka menningarlega eða sögulega mikilvæg fyrirbæri

Aukaatriði Aðalatriði

Kanna fjölbreytileika Aukaatriði Aðalatriði Aukaatriði

8

Page 9: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

Kynna sjónarhorn jaðarhópa, minnihluta-hópa og annarra (gefa rödd „giving voice“).

Aðalatriði(auka sýnilega tiltekins hóps í samfélaginu)

Búa til nýjar kenningar Aukaatriði Aðalatriði Aðalatriði(aðleiðsla)

*Megindlegar rannsóknir (quantitative research) hafa áhuga á því hvernig breytur fylgjast að milli atvika og skoða yfirleitt fá einkenni á breytunum en á mjög mörgum stökum í einu. Athugun á sambandi flokkfylgis stjórnmálaflokks og útkomu kosninga í öllum fylkjum Bna væri dæmi um slíka rannsókn.*Samanburðar rannsóknir (comparative research) hafa áhuga á fjölbreytileika og skoða hæfilegan fjölda staka á yfirgripsmikinn hátt en ekki af eins mikilli nákvæmni og gert er í eigindlegum rannsóknum. Athugun á slitróttri sögu lýðræðisstofnana í löndum Suður-Ameríku væri dæmi um slíka rannsókn.*Eigindlegar rannsóknir (qualititative research) hafa áhuga á sameiginlegum þáttum og skoða af mikilli nákvæmni og til hlítar, mörg sameiginleg sjónarmið eða einkenni á tiltölulega fáum stökum. Athugun á því hvers vegna maður verður marijuna neytandi er dæmi um slíka rannsókn (sbr. Becker 1953).

Tilhneigingar þessara þriggja rannsóknaraðferða – þær geta þó skarast og því ekki um greinileg mörk þar á milli.

*Afleiðsla = ert með fyrirfram mótaða kenningu, mótar tilgátu af henni og hún ræður hvað er rannsakað og skoðað. Draga tilgátu af kenningu. (Megindleg aðferð)

*Aðleiðsla = erum ekki með fyrirfram mótaða kenningu, heldur förum út og gerum emperískar athuganir og búum til kenningu eftir því sem gögnin koma fram. Niðurstöðunar sem við finnum leiða rannsak. að einhverri kenningu. (Eigindleg aðferð)*Matsrannsókn (evaluation research) – mælir árangur tiltekninna aðferða, verkefna, laga eða reglna og þá sérstaklega í menntamálum og félagsþjónustu.*Línulegt rannsóknarferli (linear research path) – rannsóknaraðferð sem vindur áfram í augljósri, röklegri, skref-fyrir-skref, beinni línu og er gjarnan notuð í megindlegum rannsóknum. Skrefin sem taka þarf í rannsókninni eru mótuð og ákveðin fyrirfram. Eins og stigi sem liggur í eina augljósa átt.*Ólínulegt rannsóknarferli (nonlinear research path) – rannsóknaraðferð sem vindur áfram með sveiflukenndum hætti, endurtekningum og fram-og-aftur mynstri og er gjarnan notuð í eigindlegum rannsóknum. Meira í líkindum við spíral; rannsóknin fikrar sig áfram upp á við að settu marki, en ekki í beinni línu eins og línulega ferlið. Með hverri sveiflu og endurtekningu, fær rannasakandinn ný gögn og öðlast nýja innsýn.*Söguleg þekking [hjálpar okkur að forðast endurtekningu á mistökum] og þekking á almennum félagslegum mynstrum [gagnleg til að áætla um mögulega atburði] hjálpar okkur að segja fram tilgátur. Mun auðveldara að spá fyrir um hlutfall (hlutfall heimilslausra, unglingaþungana o.s.frv.) en að spá fyrir um hvað einhver tiltekinn einstakl. mun gera.

9

Eigindl.

Samanb.

Megindl.

Mörg

Mörg

Fjöldi staka/þátttakenda

Einkenni staka

Page 10: Aðferðafræði 1

c) og d) = Tölulegar mæl-ingar og mæla báðar magn; magnbreytur og hægt að reikna meðaltal af þeim. Oftast flokkaðar saman í jafnbila- og hlutfallsbreyturEiningin sem við notum er mæl-eining sem hefur e-a merkingu, t.d krónur, kg, cm, e-r fjöldi afbrot o.fl

Reykir þú? Já – nei: Nafnbreyta

Hversu mikið reykir þú?Mjög lítið – frekar lítið – frekar mikið – mjög mikið:Raðbreyta

Hve margar sígarettur reykir þú? 1-2, 2-3, 3-5, +10 ...(Jafnbila)hlutfalls-breyta

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Fræðileg útskýring (theoretical explanation) er rökleg staðhæfing eða “saga” sem segir til um hvers vegna eitthvað gerist eða af hverju eitthvað tekur á sig ákveðið form. Þetta er gert með því að benda á eða vísa í almennari hugmyndir og óhlutbundin lögmál. *Spá (prediction) er fullyrðing um að eitthvað muni gerast. Það er mun auðveldara að spá fyrir um eitthvað, en að útskýra og útskýring hefur röklegri krafta en spár, því góðar útskýringar spá einnig fyrir um hluti.*Breyta (variable) – er mæling á hugtaki sem er breytilegt frá einum einstaklingi eða (eða hópi) til annars = mæling á breytilegu hugtaki. T.d. er „kyn“ breyta sem hefur tvo flokka eða tekur tvö gildi, þ.e. karl og kona. Hvaða trúarflokki einstaklingur tilheyrir er líka breyta; 1) mótmælandi, 2) kaþólikki, 3) gyðingur, 4) múslimi, 5) aðrir trúflokkar, 6) tilheyrir ekki trúarhópi. Og fleiri breytur: mánaðarlaun, stéttarstaða, sjálfsvígstíðni, hlutfall atvinnulausra o.s.frv. Breytum má því t.d. raða í flokka og hópa m.t.t. breytilega og ólíkra viðhorfa.*x = óháð breyta (independent) – frumbreyta = orsök*y = háð breyta (dependent) – fylgibreyta = afleiðing-Breytur hafa mismunandi mælingarstig: (lítið – meira – mest: m.v. svarliði)

a) Nefnistig / nafnbreytur (nominal) – einföld flokkun staka (case), einstaklinga, fólks eða þjóða í hópa. Nafnbreytur gefa bara til kynna flokkun í hópa en fela ekki í sér að karlar séu meira kyn (breytan) en konur. Nafnbreytum er ekki hægt að raða upp í styrkleikaröð, sbr. uppröðun á stjórnmálaflokkum; efsti flokkur í upptalningu er ekki meiri stjórnmálaflokkur en sá sem er síðastur. Það er ekki hægt að reikna meðaltal á nafnbreyur/flokkana því nafnbreytur hafa ekkert tölulegt gildi. [Flokka] Nafnbreytur hafa ákveðna eiginleika, en engin töluleg gildi. T.d. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú? 1=Rúv, 2=Stöð 2, 3=Skár 1, 4=Sirkus. b) Raðstig / raðbreytur (ordinal) – gefur til kynna röð staka/breyta m.t.t. hugtaksins sem við erum að mæla. T.d. ertu sammála eða ósammála ríkisstjórninni í umhv.málum? 1 = mjög sammála, 2 = frekar ósammála [...], 5 = mjög sammála. Með útkomunni úr þessu getum við raðað fólki eftir því hvaða skoðun það hefur á hugtakinu sem er verið að mæla, en við erum ekki búin að mæla neitt magn (bilið) á milli flokkana (þ.e. milli 1 = mjög ósammála og 2 = frekar ósammála). Það er engin eining á milli flokkanna bara röð. Það er merkingarlaust að reikna meðaltal raðbreyta og segja að meðalviðhorf fólks til ákvarðana ríkisstjórnarinnar í umhv.málum sé 2,5. [Raða – vitum ekki magn]c) Jafnbilastig / jafnbilabreytur (interval) – hefur ekkert raunverulegt núll, t.d. mæling á hitastigi þar sem núll mælir hitastig eins og +5 og -10. Jafnlangt milli eininga.d) Hlutfallsstig / hlutfallsbreytur (ratio) – núll hefur raunverulega merkingu núlls, t.d. þegar breytan er aldur, tekjur, mæting í fyrirlestra o.s.frv. Ef það á að mæla hæð fólks (cm) eða lengd í vinnu (km) þá hefur núll raunverulega merkingu núll.

<Rannsóknarferlið>*Kenning – er kerfi óhlutbundinna hugtaka eða hugmynda sem tengjast innbyrðis og skipuleggja þekkingu þína um félagslegan veruleika. Kenning skipuleggur þekkingu.*Tilgáta – er prófanleg fullyrðing um tengsl milli breyta, hægt að gera emperíska athugun á henni og kanna hvort hún standist.

10

Kenning

Tilgáta

Athugun

Alhæfing

Vísindahjólið

Page 11: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Kenning – er kerfi abstrak hugmynda sem eru óháðar stað og stund – almennar hugmyndir og reyna að segja okkur eitthvað almennt um ákveðna hluti, finna almenna reglu um hlutina. Þær fjalla ekki um einstaka atburði og benda okkur ekki á einstaka breytur eða mælingar. Og af því að kenningarnar eru abstrakt getum við ekki prófað þær beint og þurfum því að negla niður einhverja ákveðna breytu eða tilgátu til að gera athugun á (sbr. vísindahjólið).Kenning er ennfremur fullyrðing um einhvers konar orsakasamband, sbr. kenningu Durkheims um að félagsleg samþætting ætti að draga úr sjálfsvígum. Því meiri félagsleg tengsl sem fólk hefur því minni líkur eru á að það fremji sjálfsvíg. Og til þess að prófa kenningu sína skoðaði Durkheim nokkrar mikilvægar breytur sem hægt var að mæla með emperískum mælingum), t.d. hjónaband, trúarbrögð og stríðstíma því félagslega samþættingu er ekki hægt að mæla beint. Ef að þessar tilgátur/breytur sýna aukna félagslega samþættingu og minnkun á sjálfsvígum styrkja þær kenningu Durkheims en sanna hana ekki.*Tilgáta (hypothesis) er prófanleg emperísk fullyrðing á fræðilegri tillögu sem hefur ekki enn verið prófuð eða staðfest með emperískum athugunum. Þær eru einkum notaðar í afleiðslu kenningum og geta verið endurorðaðar sem spár (spá fyrir um e-ð). Bráðabirgða fullyrðing um samband; þ.e. rannsakandinn er óviss um sannleiksgildi hennar, eða hvort að hún virkar í raunheimi. Eftir endurteknar emperískar athuganir á tilgátunni í mörgum ólíkum aðstæðum, styrkist trúin á gildi hennar ef hún fær nægilegan stuðning. Orsakasambandið er alltaf ósýnilegt það er bara hægt að setja fram tilgátur um að það sé til staðar. Það er aldrei hægt að sanna orsakasamband en það er kenningarlegt fyrirbæri og tilgátur eru staðreyndamolar sem annaðhvort styrkja eða veikja gefna kenningu.*Orsaka tilgáta (causal hypothesis) – er tillaga til prófunar eða bráðabirgða staðhæfing um samband milli tveggja breyta. Staðhæfing á orsakasambandi eða tillaga sem hefur a.m.k. eina óháða og eina háða breytu, og sem hefur ekki ennþá verið raunathuguð (prófuð emperískt) Tilgátur eru ágiskanir um það hvernig félagslegi heimurinn virkar.Fimm einkenni orsaka tilgátu:

1) Hefur að minnsta kosti tvær breytur2) Setur fram orsaka- eða orska-áhrifssamband milli breytanna3) Getur verið sett fram sem spá eða væntanleg framtíðar niðurstaða/útkoma4) Röklega tengd rannsóknarspurningu og kenningu5) Það er hægt að falsa hana; þ.e. það er hægt að prófa hana gegn emperískum

niðurstöðum og sýna fram á hún sé sönn eða fölsk.*Núll tilgáta (null hypothesis) – tilgáta sem spáir fyrir að óháða breytan hafi engin merkjanleg áhrif á háðu breytuna, þ.e.a.s. spáir fyrir að það sé ekkert orsakasamband milli breytanna.*Orsakaskýring (causal explanation) – gerð af fræðilegri útskýringu um það af hverju hlutir gerast og hvernig hlutir ganga fyrir sig m.t.t. orsaka og áhrifa, eða þar sem einn þáttur hefur áhrif á hvernig útkoman verður. Þ.e.a.s. segja þegar samband á milli tveggja breyta má rekja til þess að önnur hefur áhrif á hina.*Það þarf þrjá þætti til að sýna fram á orsakasamband:

i) samband, tengsl milli breyta : tengsl milli tveggja atburða, eiginleika eða atriða, t.d. þegar eitthvað gerist/er til staðar – þá er hinn þátturinn líklegur til að gerast/vera til staðar líka. Samband er á milli tveggja fyrirbæra ef þau koma fyrir við sömu/svipaðar aðstæður á reglulegan hátt eða líta út fyrir að verka saman – eitt fyrirbæri hefur áhrif á annað. Óháð breyta x kemur á undan og háða breytan y á eftir. Hægt er að nota krosstöflur til að mæla sambönd fyrir nafnbreytur og raðbreytur. T.d. kenning um að fátækt foreldra hafi neikvæð

11

Page 12: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

áhrif á líðan unglinga og sú að ef vinir manns reykja eru meiri líkur á að maður reyki sjálfur. Fólk ruglar gjarnan saman sambandi og fylgni, en fylgni er tæknilegt hugtak með tæknilega (tölfræðilega) merkingu á meðan samband er almenn hugmynd. Ef rannsakandi getur ekki fundið samband (milli fyrirbæra), er ólíklegt að orsakasamband sé til staðar. Hægt er að finna samband, án þess að fylgni sé til staðar og samband milli breyta jafngildir ekki orsakasambandi. Dæmi: Fátækt veldur vanlíðan (kenning), samband þarna á milli er skilyrði en sannar ekki orsakasamband. [notum samanburðaraðferð]

ii) tímaröð : orsök verður að koma á undan afleiðingu/áhrifum – ekki alltaf auðvelt í framkvæmd og þörf á meiri upplýsingum. Tímaröðin er nauðsynleg en ekki nægileg ein og sér til að sýna fram á orsakasamband. Dæmi: ef fátækt veldur vanlíðan verðum við að verða fátæk fyrst og líða síðan illa. Langtímarannsóknir geta verið gagnlegar en stundum er varla raunhæft að tryggja tímaröð ef orsakaferlið tekur stuttan tíma; einn dag eða eina viku.

iii) útilokun á öðrum skýringum : ef rannsakandi vill sýna fram á orsaka-samband verður hann að sýna fram á áhrifin megi rekja til orsakabreytunnar, en ekki einhvers annars. Það kallast sýndarsamband þegar það eru tengsl eða samband milli breyta en það endurspeglar ekki orsakasamband eða kenningarleg áhrif milli breytanna. Dæmi: Skóstærð hefur áhrif á stærðfræði-getu fólks. Úrtak 6-15 ára krakkar og fylgnin mælist örugglega jákvæð (r = 0,70) en það er önnur skýring; aldurinn sem skýrir fylgnina. Það er undirliggjandi þátturinn „aldur“ (þriðja breytan „z“) sem hefur áhrif og útskýrir/framkallar sambandið. Eins er það sýndarsamband að lengd hárs (x) hafi áhrif á fótboltaáhuga (y); það er kyn (z) sem útskýrir sýndarsambandið. Það geta líka verið fleiri en ein skýring (z1,z2,z3 ...) sem orsaka sýndarsamb. Undirliggjandi breytan z er talin hafa kenningarleg áhrif á y en þarf bara að tengjast x, en ekki endilega að hafa áhrif á hana.-Annað dæmi um sýndarsamband var á milli (x) þess að vera svartur og (y) líkur á ofbeldishegðun, en Bellair og McNutty stjórnuðu fyrir (z1) fátækt foreldra og (z2) fátækt hverfis; en svartir eru að meðaltali fátækari en hvítir. Þá kom í ljós að sambandið milli svartra og ofbeldishegðunar veiktist sem gaf til kynna að um sýndarsamband væri að ræða.>Hvað getum við gert í þessum vanda til að forðast sýndarsamband:a) Byggt útilokun annarra skýringa inn í rannsóknarsniðið – yfirleitt aðeins hægt í tilraunum en getum ekki stjórnað lífum fólks.b) Getum mælt „þriðju“ (og fjórðu, fimmtu ..) breytu (stjórnbreytu) og stjórnað fyrir henni – þ.e. mælum áhrif þriðju breytu á sambandið milli x og y með tölfræðilegum aðferðum, t.d. með því að halda aldri föstum í dæminu hér að ofan, en sé aldri haldið föstum fæst ekkert samband á milli skóstærðar og stærðfræðigetu. Með því að taka út áhrifin sem þriðja breytan hefur á sambandið milli x og y erum við búin að stjórna fyrir henni og í ofangreindu dæmi kemur í ljós að raunverulega sambandið milli skóstærðar og stærðfræðigetu er háð þeirri þriðju, aldri.> Við getum þó aldrei verið fullkomlega örugg um að útilokun annarra skýringa hafi tekist.

*Fylgni (correlation) – er mæling á sambandi breyta þegar þær eru mældar á jafnbila- eða hlutfallsstigi og línulegt samband er þar á milli. Með fylgni erum við að bera saman hópa. Þegar x hækkar hefur y tilhneigingu til að hækka líka = jákvæð fylgni og þegar x hækkar og y hefur tilhneigingu til lækka = neikvæð fylgni. Dæmi um jákvæða fylgni: óháð breyta

12

Page 13: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

x = lærdómur í klst. (orsök) og háð breyta y = einkunn á prófi (afleiðing) → því meira sem þú lærir því hærri einkunn hlýtur þú á prófi. Dæmi um neikvæða fylgni: óháð breyta x = fjöldi skrópa á önn og háð breyta y = einkunn á prófi → því meira sem þú skrópar því lægri einkunn hlýtur þú á prófi. Notaður er svokallaður ‘Pearson’s r’ (r) fylgnistuðull til að mæla styrk tengsla (fylgni) og nær hann frá -1 til +1 og neikvætt samband er jafnmikið samband og það jákvæða nema hvað y lækkar þegar x hækkar. Í félagsvísindum er algengast að fylgnin sé á bilinu +0,30 til -0,40, en við fáum aldrei fullkomin tengsl (+1 eða -1) í félagsvísindum. (Sjá teikingar í glósum 30.01.07)*Orsakasambönd/orsakalíkön (causal path diagram) – orsakasamböndum er oft lýst með teikninum, þ.e. til að lýsa sambandi milli breyta í tilgátu sem við höfum:

a) Beint samband (direct effect): Einfalt beint samband milli x og y [(x) félagsleg einangrun → + → sjálfsvígshugleiðingar (y)], en óháðu breyturnar (x) geta líka verið fleiri en ein [(x1) félagleg einangrun → + → sjálfsvígshugleiðingar (y) og (x2) stétt → - → sjálfsvígshugleiðingar (y)].b) Miðlunarsamband (mediation effect): Miðlunarbreyta til staðar á milli (x1) og (y). (x1) hefur áhrif á (y) af því að hún hefur fyrst áhrif á (x2). Dæmi: (x1) félagsleg einangrun → + → þunglyndi (miðlunarbreyta) → + → sjálfsvígstilr. (y). Félagsleg einangrun eykur líkurnar á sjálfsvígstilraunum því að þunglyndi er algeng afleiðing félagslegrar einangrunar. Miðlunarsambönd miða að því að skoða nánar hvaða kenningarlegu ferli eru í gangi.c) Samvirkniáhrif (interaction effect): Áhrif x á y er skilyrt af áhrifum þriðju breytunnar(x2), þ.e. án þriðju breytunnar væri ekkert samband á milli x og y. kyn (x2)(x1) menntun →┴→ laun (y) : Við gætum haft þá tilgátu að samband milli menntunar og launa væri skilyrt af kyni; þ.e. að karlmenn græði meiri á að mennta sig en konur. Ef svo er myndum við búast við samvirkni, þá ættu tengsl menntunar og launa að vera sterkari hjá kk. en kvk. og þá er það kynið sem skilyrðir sambandið milli menntunar og launa. námsgengi (x2) (x1) reykingar vina →┴→ reykingar (y) : Annað dæmi um samvirkniáhrif er sú tilgáta að krökkum sem gengur vel í skóla séu ólíklegri til að verða fyrir áhrifum frá vinum sínum því þeir hafa meiru að tapa og eru orðin skuldbundnari normum samfélagsins en hinir sem fá lægri einkunnir. Fylgni milli x og y er líka ólík í hópunum tveimur. Hópur 1 sem er með lágar einkunnir hefur r = 0,80 og hópur 2 sem hefur háar einkunnir hefur r = 0,30. Það að fylgnin skuli vera mismunandi eftir hópum er samvirkni.

*Greiningarstig (level of analysis) – vísar í kenningu og á hvaða stigi hins félagslega veruleika hún er stödd. Á hve stóru plani er kenningin? Er hún einstaklingsmiðuð á míkró stigi, nær hún til nærsamfélagsins eða er hún á makró stigi og nær til þjóðríkisins í heild eða til kenninga um nútímavæðinguna.*Greiningareining/ samanburðareining (unit of analysis) – vísar til þess stigs sem emperískur samanburður er á (gagnanna sem við erum að nota), þ.e. á hvaða stigi eru stökin (einstaklingar, skólahverfi, sveitarfélög, ríki, tímabil..) sem við mælum; míkró eða makró.>Ef ætlunin er að mæla viðhorf, skoðanir, laun.. einstaklinga þá erum við að bera saman ólíka einstaklinga og erum á míkró stigi. Einstaklingseinkenni hverfa og við fáum eina tölu fyrir hvert hverfi eða meðaltöl, t.d. meðaltekjur einstaklinga sem búa í tilteknu hverfi. Ef ætlunin er að bera saman tíðni sjálfsvíga milli landa þá eru stökin sem við

13

Page 14: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

mælum lönd og þá erum við á makró stigi. Því fleiri einstaklingar, stök, eru í hverri mælingu því meira makró er hún.*Mögulegar villur í orsakaskýringum – rökvillur, þegar kenning og rannsókn passa ekki saman í mælingum. Greiningarstig og greiningareining verða að passa saman því ef að kenningin slitnar úr tengslum við rannsóknarsnið (gögnin okkar) verða ekki lengur rökleg tengsl þar á milli. Ósamræmi milli kenninga og rannsóknaraðferða.

i) Vistfræðileg rökvilla (ecological fallacy) – rökvilla þar sem kenningin er á lægra stigi en gögnin (greiningarstigið lægra en greiningareiningin). Þ.e. kenningin er á míkró-stigi og gögnin á makró-stigi og því ekki góð rökleg tengsl þar á milli. Rökvilla þar sem emperísk gögn á háu stigi eru alhæfð og yfirfærð sem sönnun fyrir einhverjum samböndum sem eiga sér stað á lægri greiningarstigi (míkró). T.d. safna gögnum um heilar þjóðir (makró-/hópgögn) og nota þau til að spá fyrir um hegðun einstaklinga. Dæmi: þegar einstaklingar eru fátækir aukast líkur á afbrotahegðun (kenning) – öflum gagna í 50 fylkjum í Bna og sjáum að eftir því sem hlutfall fátækra í hverju fylki fyrir sig eykst, eykst líka afbrotatíðnin. EN það sem þetta segir okkur er að afbrotatíðni er algengari þar sem fátækt er meiri, en ekki hverjir það eru sem fremja afbrot. Við erum búin að sýna fram á makró samband, en ekki míkró samband eins og upprunaleg kenning okkar snérist um. Þetta kallast visfræðileg rökvilla. Þegar við notum opinber gögn (t.d. Hagst. o.fl.) eru þau yfirleitt makró gögn (tíðni gögn) og þá hættir okkur við að gera vistfræðilegar rökvillur. Maður þarf oft á tíðum að safna gögnunum sjálfur, t.d. m/ könnunum og viðtölum til að fá míkró gögn.ii) Villa vegna smættunar (error of reductionism) – þegar kenningin er á hærra stigi en gögnin, þ.e. kenningin er á makró-stigi og gögnin á míkró-stigi og því ekki góð rökleg tengsl þar á milli. Þegar við látum gögn á einstaklingsstigi segja okkur eitthvað um makró-ferli (félagslegar stofnanir, hópa, þjóðir o.s.frv.); spegilmynd af vistfræðilegri rökvillu. Dæmi: ef ætlunin er að kanna hvort að búsetuóstöðugleiki hverfa auki afbrotatíðni getum við ekki skoðað hvort að þeir sem hafa flutt nýlega hafi framið afbrot því þá erum við að alhæfa makró-ferli út frá míkró gögnum. Til að fá rökleg tengsl þurfum við að setja fram makró kenningu, þ.e.a.s. að búsetuóstöðugleiki hverfa auki afbrotatíðni í hverfum. En þessi kenning segir okkur heldur ekki að þeir sem flyti séu líklegri til að fremja afbrot, en okkur hættir gjarnan sjá einstaklingssambönd úr makró gögnum. T.a.m. virðast takmarkanir spurningalistakannanna oft gleymast, en þær eru t.d. yfirleitt ekki til þess sniðnar að rannsaka áhrifamátt samfélagslegra (makró) þátta. Ástæðan er sú að greiningareiningin (grundvallareining samanburðarins) í slíkri könnun er yfirleitt einstaklingur þ.e. reynsla hans og viðhorf.>Makró kenning fyrir makró samband og míkró gögn fyrir míkró kenningu!

*Aðrar algengar rökvillur:iii) Hringskýringar (tautology) - hringlaga skilgreining þar sem einhver virðist vera að segja eitthvað nýtt en er í raun að tala í hringi og setja fram staðhæfingu sem er sönn samkvæmt einhverri skilgreiningu. Óháða og háða breytan eru því í rauninni það sama eða endurtekning á hvort öðru. Þetta er að gera augljóst orsakasamband satt með skilgreiningu. T.d. Palli vill lækka skatta því hann er frjálshyggjumaður; erum búin að segja sama hlutinn tvisvar því frjálshyggjumenn vilja alltaf stuðla að lægri sköttum. Hringskýringar er ekki hægt að prófa með emperískum gögnum og eru oft klaufalega orðaðar fullyrðingar.iv) Klifun (teleology) - er eitthvað sem er stjórnað af háleitu markmiði eða tilgangi og tekur á sig tvö form. Í fyrsta lagi er það tengingin við atburði sem

14

Page 15: Aðferðafræði 1

hugtaka- og aðgerðarbinding = mælingarferlið frá abstrakt hugtaki til hlutstæðrar (concrete) mælingar

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

verða vegna þess að þeir eru í plönum Guðs „plan/áætlun Guðs“, eðli mannsins eða því um líku; þ.e. orsakavaldurinn er óljós og ekki hægt að prófa með emperískum rannsóknum! Dæmi: Kjarnafjölskyldan varð ráðandi fjölskyldufrom í nútímasamfélagi af því að það tryggir samstöðu í nútíma samfélagi – orsakavaldur óljós. Og í öðru lagi er orsakasambandið óstöðugt vegna þess að orsakarbreytan kemur ekki á undan áhrifunum/niðurstöðunni í tíma – heldur verður orsökin að afleiðingu; þ.e. tímaröðin er órökræn. Dæmi: Kröfur um samstöðu hafa áhrif á kjarnafjölskyldu, en samstaðan kemur á eftir. Orsökin verður afleiðing og það þarf að útskýra kenningarlegu samböndin betur.v) Sýndarsamband (spuriousness) – samband sem endurspeglar ekki orsakasamband sýndarsamband er rökvilla vegna þess að sambandið milli breytanna sem um ræðir, endurspeglar ekki orsakasamband heldur kemur einhver þriðja breyta (z) sem er undirliggjandi þáttur og útskýrir/framkallar sambandið. Það virðist vera samband milli einhverra breyta (x og y), en þegar betur er að gáð finnst dulin breyta (z) sem framkallar sambandið, þ.e.a.s. ef hún hefur áhrif á báðar breyturnar. Dæmi: x = fréttir í sjónvarpi → y = lágt þekkingarstig (the dumbing down effect), en það er undirliggandi breytan z = lágt vitsmunastig, sem framkallar sambandið; því að þeir sem hafa lágt vitsmunastig leita frekar í sjónvarpið til að horfa á fréttir í stað þess að notast við prentaðar heimildir. Dæmi: börn: x = nota næturljós → y = nærsýni; þ.e. rannsakendur töldu tengsl vera þarna á milli, en komust svo að raunverulegum orsakavaldi. Undirliggjandi breytan var z = nærsýnir foreldrar, en þeir eiga það frekar til en aðrir að skilja eftir kveikt ljós hjá börnum sínum yfir nótt og börnin líklegri til að erfa sjóngallann frá þeim. Það var því ekkert raunverulegt orsakasamband milli x og y; þ.e.a.s. notkun næturljóss orsakaði ekki nærsýni hjá börnunum.

*Mælingar í megindlegum (tölulegum) rannsóknum – Ef við ætum að skoða einhver sambönd verðum við að mæla hugtök kenninganna vel og nota tæki til að smíða og mæla kenningar.*Hugtakabinding (conceptualization) – vísar í ferlið þegar hugtak er skilgreint á nákvæman, almennan hátt (abstrakt) án þess að segja til um mælingu þess – þ.e. við erum bara að segja hvað það þýðir. Ef hugtak er ekki skilgreint verður mælingin ónákvæm. Góð skilgreining hefur eina nákvæma, augljósa, afdráttarlausa og sérstaka merkingu! Það má hvorki vera einhver tví- /margræðni né eitthvað óljóst, því annars verða niðurstöðurnar ekki áreiðanlegar. Til eru alls kyns skilgreiningar á sömu hugtökum, fyrirbærum (eftir því hversu vítt það er, sbr. fátækt, stéttarstaða vs. aldur) – en við þurfum að taka ákvörðun um hvaða skilgreiningu við ætlum að nota og negla hana niður áður en við hefjum mælingar. -Hvernig hugtakabindum við hugtök/hugsmíð: byrjum t.d. með okkar hversdagslegu hugmynd, spyrjum vini og kunningja hvernig þeir skilgreina það, skoðum orða- og samheitabækur, skoðum fyrri rannsóknir og tökum afstöðu út frá þessu. Maður verður að taka skýrt fram hver skilgreining manns á öllum hugtökum sem ætlunin er að mæla er, svo að enginn vafi leiki á því, hvorki að okkar eigin hálfu né annarra sem koma til með að lesa/skoða rannsóknina.*Aðgerðabinding (operationaization) – vísar í ferlið þegar við tengjum saman hugtakið sem við erum búin að hugtakabinda og mælitækið sem við ætlum að nota – þ.e. þau rök sem við höfum milli skilgreiningar hugtaks og mælingar; „hvernig ætla ég að mæla hugtakið.“ T.d. ef við höfum hugtakið stéttarstaða og erum búin að hugtakabinda það sem „stéttarstaða einstaklings ræðst af tekjum, menntun og atvinnuvirðingu hans/hennar“ þá væri aðgerðabinding sú ákvörðun að nota spurningalistakönnun til að mæla hugtakið. Við myndum þá spyrja fólk um tekjur, menntun og atvinnu og smíða mælingu sem felur í sér

15

Page 16: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

allar þessar upplýsingar. Hægt er að aðgerðabinda eitt og sama hugtakið á marga vegu, t.d. í stað þess að nota spurningalistakönnun sem mælitæki gætum við notað viðtöl.*„Aukakenning“ (auxiliary theory) – rökin fyrir því af hverju tiltekin mæling er góð mæling á tilteknu hugtaki. Aðgerðarbindingin verður að henta því hugtaki sem um ræðir. Aukakenning skýrir af hverju og hvernig einhver tiltekin mæling og hugsmíð tengjast.-Lykilhugtökin sem notuð eru til að ákvarða hvort að mæling er góð eða slæm eru áreiðanleiki og réttmæti. Það er þó nánast ómögulegt að ná fullkomnum áreiðanleika og réttmæti. Bæði hugtökin hjálpa til við að auka trúverðugleikaog ágæti niðurstaðanna.*1) Áreiðanleiki [mælingaráreiðanleiki] (reliability) – stöðugleiki, samræmi, stöðlun! Eru mælingarnar stöðugar, samræmdar og staðlaðar þannig að þær mæla eins í hvert einasta sinn? Til þess að forðast óáreiðanleika verður að skilgreina spurningar og hugtök vel svo að maður eftirláti ekki svarendum að túlka og skilgreina þau sjálf – tilviljanabundnar villur = óáreiðanleiki. T.d. gætu tveir menn sem hjóla tvisvar í viku til vinnu svarað spurningunni „Stundar þú líkamsrækt reglulega: já eða nei“ á ólíkan hátt því mennirnir geta bæði túlkað líkamsrækt og orðið reglulega á ólíka vegu.*2) Réttmæti [mælingarréttmæti](validity) – hvort að það séu góð/sterk rökleg tengsl milli hugtaksins sem mæla á og mælitækisins sem við notum (er aukakenningin góð?). Er mælingin að mæla rétta hugtakið, það sem við viljum að hún mæli – eða eitthvað annað hugtak. [Þ.e.a.s. hversu vel félagslegur veruleiki sem verið er að mæla með rannsókninni, passar við þær hugsmíðar sem rannsakandinn notar til að skilja hann.] T.d. ef við viljum mæla hugtakið fjöskyldutengsl og notum t.d. þessa fullyrðingu til að mæla það „Það er mikilvægt að eiga fjölskyldu sem gerir marga hluti saman.“ Þetta mælitæki er ekki að mæla það sem við viljum því það mælir gildismat fólks en ekki tengsl – orðið mikilvægt gefur til kynna gildismat en ekki tengsl. Mælingin verður því óréttmæt – kerfisbundin villa!>Áreiðanleiki vs. Réttmæti: Jón er 80 kg og stígur á baðvog sem sýnir 80 kg í dag, 79 kg á morgun o.s.frv. – hún sýnir mismunandi þyngd á ólíkum tímum = óáreiðanleg. Ef vigtin myndi hins vegar alltaf sýna að Jón væri 70 kg, þó að hann væri í raun 80 kg væri baðvogin áreiðanleg en ekki réttmæt því hún væri ekki að mæla þyngd Jóns. Áreiðanleiki tengist því tilviljunarbundnum villum og réttmæti kerfisbundnum villum.>Áreiðanleiki hittni og réttmæti mið sbr. skotskífa: Hittir á mismunandi staði á henni og aldrei í miðjuna = lítill áreiðanleiki og lítið réttmæti. Hittir alltaf á svipaðan/sama stað en aldrei í miðjuna = mikill áreiðanleiki en lítið réttmæti. Hittir alltaf í miðjuna = mikill áreiðanleiki og mikið réttmæti.-Þrjár tegundir áreiðanleika*1.1 Stöðugleikaáreiðanleiki (stability reliability) – Sýnir mælingin sömu niðurstöðu/ mælir hún eins milli tveggja tímapunkta. Það er því vísbending um áreiðanleika ef hún gefur sömu niðurstöðu yfir tíma og umhverfsþættir eru óbreyttir. Sbr. dæmið um baðvogina; gefur hún sömu niðurstöður þegar við stígum á hana með reglulegu millibili án þess að hafa borðað, drukkið, skipt um föt o.s.frv. í millitíðinni. Til að skoða hvort að mæling sýni stöðugleikaáreiðanleika er gjarnan notast við s.k. test-retest aðferð, þar sem sami hópur er mældur á tveimur mismunandi tímapunktum og fylgni milli niðurstaðanna mæld. Ef mælingin hefur mikinn stöðugleikaáreiðanleika ætti að vera góð fylgni þar á milli (svipaðar/sömu niðurstöður); því hærri fylgni – því meiri stöðugleika áreiðanleiki.*1.2 Millihópaáreiðanleiki (representative reliability) - mælingaáreiðanleiki milli mismunandi hópa, ef mæling mælir það sama/eins milli mismunandi félagslegra hópa (mism. aldur, kynþáttur, stétt o.fl.) er millihópaáreiðanleiki í lagi. Mismunandi hópar skilgreina oft hluti á ólíka vegu og þ.a.l. geta ólíkir hópar túlkað sömu spurninguna ólíka vegu sem dregur úr millihópaáreiðanleika. T.d. túlka 13-15 ára unglingar ofbeldi á ólíkan

16

Page 17: Aðferðafræði 1

[A.t.h. Ekki rugla saman við innra og ytra réttmæti (internal og external validity) sem eru yfirleitt bara notum um tilraunin. Sjá síðar!]

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

hátt en 18 ára og eldri, sem líta alvarlegri augum á það, því þeir yngri líta slagsmál öðruvísi augum og hjá þeim hefur ofbeldi þrengri merkingu. Millihópaáreiðanleiki getur líka verið vandamál í samanburði milli landa. Mun fólk í Japan og á Íslandi t.d. leggja sama skilning í spurninguna „Hversu hamingjusamur/söm ert þú?“ Huglægar spurningar geta haft lítinn millihópaáreiðanleika þegar þær eru bornar saman milli landa. Til að koma í veg fyrir þann óáreiðanleika sem þarna getur myndast er nauðsynlegt að skilgreina spurningar vel og nákvæmlega og fækka túlkunarmöguleikum þeirra til að svarendum sé ekki eftirlátið að skilgreina þær. (-Stundum getum við reynt að tjékka millihópaáreiðanleika af, þ.e. skoðað hvort mælingin sé að mæla svipað eða eins milli ólíkra hópa. Rannsakandinn verður að gefa sér einhverja forsendu, t.d. ef spurt er um hamingju þá þarf að gefa sér forsendu í líkingu við fátækt og sjúkdóma (hlutlægir þættir) sem eru tengdir huglæga þættinum. Ef fylgni milli fátæktar og hamingju, og sjúkdóma og hamingju er svipuð milli hópa og landa þá komumst við nær því hvort að hamingjumælingin sé að mæla það sama. Ef fylgnin er svipuð þá er líklegt að millihópa-áreiðanleiki sé í lagi.)*1.3 Jafngildisáreiðanleiki (equivalence reliability) - mælingaráreiðanleiki í samsettum mælingum sem gefur sömu/svipaðar niðurstöður með notkun ólíkra mælinga (spurninga) svo framarlega að þær séu allar eru að mæla sama hlutinn. Þ.e.a.s. að samræmi sé á milli atriða í samsettu mælingunum og þær séu allar að mæla það sama.-Jafngildisáreiðanleiki skiptist í tvennt:

*Innri áreiðanleiki (homogeneity) – atriði í samsettri mælingu eiga að mæla svipaða þætti og því ætti að vera fylgni á milli þeirra annars verður innri áreiðanleiki lélegur. (sbr. spurn. í samsettum spurningum). Dæmi: Ef maður er að mæla sjálfsvirðingu verða allar spurningar að mæla svipað, t.d. ættu allar spurn. að gefa lág gildi ef fólk er með lítið sjálfsálit og há gildi sé sjálfsálitið mikið.*Kóðunaráreiðanleiki (inter-coder reliability) – mikilvægt við innihalds-greiningar. Við viljum að starfsmenn/mælitækin, sem eru að mæla tiltekna hluti/fyrirbæri, kóði eða innihaldsgreini eins. Ef fimm starfsmenn fá svipaðar niðurstöður á samsettri mælingu á ofbeldisatriðum í x mörgum kvikmyndum (innihaldsgreina þær) þá er kóðunaráreiðanleiki í lagi. Ef niðurstöðurnar eru hins vegar mjög ólíkar og einstaklingar ósammála um hvernig eigi að kóða hlutina verður kóðunaráreiðanleikinn ekki góður.

-Fjórar tegundir réttmætis [erum við að mæla það sem við teljum okkur vera að mæla – þ.e. rétta hugtakið]

*2.1 Yfirborðsréttmæti (face validity) - sýnist mælingin vera réttmæt, virðist hún vera skynsamleg/skiljanleg (meikar hún sens). Sjá menn góð og skýr rökleg tengsl milli hugtaks og mælingar. Hægt að komast að því t.d. með því að spyrja samstarfsmenn/kollega sína í vísindasamfélaginu – eru menn sammála.*2.2 Innihaldsréttmæti (content validity) – inniheldur mælingin allar helstu víddir hugtaksins sem skipta máli. Í þessu tilfelli er best að nota samsettar mælingar, en umfang mælingarinnar fer vitaskuld eftir víðfemi hugtaksins sem verið er að mæla: t.d. þurfum við ekki samsetta mælingu fyrir kyn – en þurfum hana fyrir mælingu á siðrofsupplifun fólks og femínisma. Dæmi: Við viljum mæla feminísk viðhorf/feminisma sem gefa til kynna afstöðu fólks til aukins jafnréttis milli kynjanna og búum til samsetta mælingu með tveimur spurningum: eiga karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinn og eiga karlar og konur að sinna heimilisstörfum til jafns? Þessi mæling hefur lágt innihaldsréttmæti því þessar tvær spurningar spyrja aðeins um laun og heimilisstörf, en ná ekki utan um allar víddir hugtaksins eins og vitsmuni, stjórnmál, valdatengsl og aðrar víddir vinnu og

17

Page 18: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

fjölskyldulífs. Til að ná fram innihaldsréttmæti þyrfti að víkka mælinguna eða þrengja skilgreiningu hugtaksins femínisma.*2.3 Viðmiðunarréttmæti (criterion validity) - mælingarréttmæti sem treystir á einhverja óháða, utanaðkomandi staðfestingu. Þ.e.a.s. við metum réttmæti mælingarinnar með því að bera hana saman við eitthvað óháð viðmið, yfirleitt einhverja aðra mælingu t.d. gögn frá opinberum stofnunum t.a.m. Hagstofunni.-Viðmiðunarréttmæti skiptist í tvennt:

*Samhljóðandi réttmæti (concurrent validity) – hefur mælingin sterka fylgni við einhverja aðra mælingu sem við teljum að sé réttmæt? Ef svo er þá er mikið samhljóðandi réttmæti. T.d. ef við ætlum að búa til nýtt greindapróf verður það hafa fylgni við fyrirliggjandi IQ próf, svo framarlega sem sama skilgreining á greind er notuð. Mælingarnar þurfa ekki að vera nákvæmlega eins (t.d. 25 samsettar spurn. í annarri vs. 10 í hinni) en ef þær eru að mæla sömu eða svipuð atriði ættu niðurstöðurnar að vera sambærilegar. Því lægri sem fylgnin þarna á milli er því minna er samhljóðandi réttmæti.*Forspárréttmæti (predictive validity) - spáir mælingin fyrir um atburði/ mælingar í framtíðinni, sem eru í röklegu samhengi við tiltekið hugtak, eins og hún ætti að gera í samræmi við væntingar okkar. T.d. er samræmdum prófum í 10. bekk ætlað að mæla hversu vel krökkum muni ganga í framhalds-skóla og ef þau hafa gott forspárréttmæti ætti krökkum sem fá háar einkunnir á þeim að ganga betur í framhaldsskóla en þeim sem fá lágar einkunnir á þeim.

*2.4 Hugsmíðarréttmæti (construct validity) – notað fyrir samsettar mælingar. Tengist mælingin öðrum mælingum eins og búast mætti við samkvæmt kenningu. Dæmi: Rannsakendur mældu siðrofsupplifun og töldu að þeir sem upplifðu siðrof væru svartsýnir og fundu jákvætt samband þar á milli = hugsmíðarréttmæti þeirra var rétt. Þeir töldu einnig að þeir sem upplifðu svartsýni væru síður ánægðir í lífinu. Það reyndist líka rétt og því hugsmíðarréttmæti í báðum tilfellum. Dæmi: Mæling á upplifun unglinga á efnahagslegum skorti. Hvaða hópar eru almennt líklegir til að vera fátækir? Einstæðar mæður, atvinnulausir, öryrkjar, lítið menntaðir o.f.l. Því spyrjum við unglingana um fjölskyldugerð, starf og stöðu foreldra. Niðurstöður okkar sýna að það eru meiri líkur á að unglingar upplifi efnahagslegan skort ef þeir búa hjá einstæðum foreldrum en báðum og tengist upplifunin þannig „áhættuhópunum“ eins og við var að búast.-Aðferðir við mælingar: [gildi breytunnar (t.d. svarmöguleikar) eiga ekki að skarast og mæling á að vera tæmandi og gæta þess að ekkert vanti (t.d. svarmöguleika).]*Vísar og kvarðar eru samsett mælitæki sem gefa rannsakendum meiri upplýsingar um breytur og gera það mögulegt að komast að því hver gæði mælinganna eru. Þeir auka áreiðanleika og réttmæti og draga saman og einfalda þær upplýsingar sem búið er að safna.*Vísir (index) - er samsett mæling úr mörgum aðskildum mælingum á tilteknu hugtaki eða breytu, þ.e.a.s. þær eru lagðar saman í eina tölulega heildarútkomu (heildarskorið við samsettri mælingu er vísirinn). Atriðin í mælingunni hafa öll jafnmikið vægi og hafa enga innbyrðis styrkleikaröð. Við leggjum saman stigin og þau telja öll jafn mikið – getum tapað einhverjum upplýsingum því spurningarnar geta verið mis mikilvægar, en okkur er sama því við erum að setja saman einfalda mælingu oft með „já-nei spurningum“ en það er ekki algilt. Eins gætu svarmöguleikar verið: 1=aldrei, 2=1 sinni, 3=2-5 sinnum o.s.frv. „Stigsmunurinn felst bara í tölulegu gildunum sem spurningunum eru gefnar, ekki styrkleika-mun á spurningunum sjálfum.“ Nauðsynlegt að gæta þess að öll atriði eigi heima í vísinum.

18

Page 19: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

-Því fleiri atriði sem við erum að spyrja um í samsettum mælingum eykst hættan á brottfallsgildum (missing values).

-Brottfallsgildi eða vöntun á gögnum getur verið alvarlegt vandamál í byggingu vísa, bæði áreiðanleika og réttimæti er ógnað þegar gögn ákveðinna staka vantar. Það eru fjórar leiðir mögulegar til að reyna að leysa slík vandamál, en engin þeirra getur gert það fullkomlega:1) Eyða út öllum stökum þar sem einhverjar upplýsingar vantar.2) Setja miðgildi/meðaltal frá öðrum stökum þar sem brottfallsgildið var í stað þess að fell það brott.3) Setja inn gögn sem eru byggð á öðrum upplýsingum um hlutinn/efnið en megindlegum.4) Setja inn tilviljanakennd gildi.

--Stundum eru vísar útlistaðir í formi hlutfalls. Hlutfall felur í sér stöðlun á gildum til að gera samanburð á þeim mögulegan. Gildi í vísum þarf iðulega að staðla áður en hægt er að leggja þau saman. *Stöðlun (standardization) felur í sér að mælingarnar eru aðlagaðar m.t.t. til tölfræði til að hægt sé að gera heiðarlegan samanburð með sameiginlegum mælingargrundvelli fyrir mismunandi atriði. T.d. þegar morð milli borga er borin saman, verður að staðla fjölda þeirra við heildar íbúafjölda hennar. Ef borg A var með 10 morð á síðasta ári og borg B með 30 er borg B hættulegri ef borgirnar eru jafnstórar. Borg B gæti hins vegar verið öruggari ef hún er mun stærri, t.d. ef borg A hefur 100.000 íbúa og borg B 600.000 íbúa, þá er morðhlutfallið í 100.000 manna borg A 10, en 5 í borg B. Stöðlun gerir það kleift að bera saman mismunandi einingar á sameiginlegum grundvelli; sbr. hin fræga „höfðatala Íslands“. Dæmigerð leið er að nota % útreikninga; hluta af heild. *Kvarði (scale) – mælitæki sem er hannað þannig að það mæli stigsmun, styrk eða átt hugtaks. Í kvörðum er skýr styrkleikamunur milli atriða eða styrkleikamunur milli svarmöguleika. Þeir eru mjög oft notaðir til að mæla viðhorf fólks, hugsanir eða tilfinningar. Dæmi: Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason bjuggu til kvarða um sjálfsvígshneigð og spurðu framhaldsskólanemendur hvort eitthvað af eftirtöldu ætti við um þá (nei = 0, já = 1): 1.a) Hefur e-n tímann hvarflað að þér að fremja sjálfsvíg?, 1.b) Hefurðu e-n tímann alvarlega hugleitt sjálfsvíg?, 1.c) Hefurðu gert sjálfsvígstilraun?, 1.d) Hefurðu gert sjálfsvígstilraun á þessari önn? Einstaklingur sem segir já við öllum spurningum fær fjögur stig og telst hafa mikla sjálfsvígshneigð. Þetta er kvarði (en ekki vísir) af því að spurningarnar eru í styrkleikaröð! T.d. gerum við ráð fyrir að hafi einstaklingur fengið tvö stig þá hafi hann svarað já við spurningu 1.a) og 1.b). Engar upplýsingar tapast við að leggja spurningar saman. Ef einstaklingur svarar já við 1.c) hefur hann örugglega svarað já við 1.a) og 1.b) líka. Kvarðar búa til megindlegar mælingar sem notaðar eru til að mæla tilgátur. Ef við setjum marga kvarða saman í eina mælingu fáum við vísi, en þá tapast einhverjar upplýsingar því við vitum ekki hvaða spurningum var svarað.*Likert kvarði – kvarði sem er gjarnan notaður í (spurninga)kannana rannsóknum þar sem fólk er beðið um að taka afstöðu til tiltekinna fullyrðinga þar sem það getur tjáð skoðanir sínar með því að staðsetja sig á kvarða spurningarinnar (t.d. sammála, ósammála) og kvarðinn hefur samfelldan stigsmun milli gilda. Likert kvarðar þurfa a.m.k. tvö gildi (sammála – ósammála), en þau gefa grófa grófa niðurstöðu og þvingar aðgreininguna í tvær áttir. Það er yfirleitt betra að nota fjögur til átta gildi. Fleiri gildi en níu rugla fólk bara í ríminu og draga úr merkingu mælingarinnar. Nauðsynlegt er að gæta samræmis og jafnvægis milli gilda í kvarðanum. T.d. 1=mjög sammála, 2=frekar sammála (3= hlutlaus/veit ekki), 4=frekar ósammála, 5=mjög sammála. Skiptar skoðanir á því að nota miðjuflokk „ég veit ekki/hlutlaus“ – fólk getur sleppt því að taka afstöðu ef hann er til staðar, en stundum hefur fólk enga skoðun/afstöðu og þá er líklegt að fólk sleppi spurningunni (brottfall) eða velur einhvern valmöguleika sem gefur okkur vitlaust

19

Page 20: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

mat. Við verðum líka að forðast ójafnvægi í svarmöguleikum, t.d. væri þetta ótækt: 1=mjög sammála, 2=frekar sammála, 3=hvorki sammála né ósammála, 4=frekar ósammála. Kostir við að hafa marga svarmöguleika: áreiðanleiki, ítarlegt, nákvæmni og gallar: getum ofgert fólki, ruglað það í ríminu og aukið líkur á brottfalli.*Vélræn svörun (response set) – er tilhneiging til að samsinna (svara þeim eins og umhugsunarlaust) öllum spurningum í spurningalista og svara þeim eins í stað þess að hugsa um hverja spurningu fyrir sig. Fólk upplifir að alltaf sé verið að spyrja um sömu hluti. Hættan við notkun Likert kvarða er að svörunin getur orðið vélræn og gefið okkur óáreiðanlegar niðurstöður, en vélræn svör má forðast með því að láta atriði í spurningum snúa í mismunandi áttir, þ.e. að víxla áttunum sem kvarðarnir vísa í, svo að fólk þurfi að hugsa sig um við hverja einustu spurningu. En nauðsynlegt er að gæta þess að allir kvarðar snúi í rétta átt áður en stigin eru lögð saman og endurkóða atriðin í samræmi við mælingu.*Bogardus kvarði – kvarði sem mælir félagslega fjarlægð milli tveggja eða fleiri hópa (minnihlutahópar, mismunandi kynþáttur, kynhneigð, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð o.fl.) með því að láta einstaklinga í einum hópnum tilgreina hvar mörkin á þeirra þægingdasvæði liggja þegar kemur að félagslegum samskiptum eða nálægð við einstaklinga úr hinum hópnum/hópunum. Kvarðinn hefur einfalt kerfi, öll atriðin í samsettri spurningu eiga að mæla sama atriðið og er raðað upp í skýra styrkleikaröð. Atriðin sem valda minnstri ógn (ef svo má segja) eru á öðrum endanum og þau sem valda mestri ógn á hinum.*Hafa ber í huga að mælingar eiga að vera einvíðar (undimensional), þ.e.a.s. gæta verður þess að öll atriði í spurningu (samsettri mælingu) séu að mæla eitt og sama hugtakið.*Þýði – öll stök sem rannsakandi hefur áhuga á, sama hver einingin er (einstakl., lönd, fyrirtæki, borgir...).*Úrtak (sample) – lítið sýnishorn af stóru þýði sem rannsakandi velur til að geta dregið einhverja ályktun af og alhæft það um stærri hóp –þýðið. Úrtök eiga að framkalla/ endurspegla öll hugsanleg einkenni þýðisins (þ.e. alla hugsanlega stika).*Stiki (parameter) – raunverulegir eiginleikar þýðisins: tölulegir eiginleikar þýða, t.d. hve margir borgarbúa reykja, fylgi stjórnmálaflokks o.s.frv. Við getum mjög sjaldan fengið að vita hver raunverulegur stiki fyrir allt þýðið er, þannig að hann er áætlaður úr frá úrtakinu. Rannsakendur nota upplýsingar úr úrtakinu, s.k. reiknihendingar (statistic) til að finna *stikamöt (tölega eiginleika úrtaks) til að áætla um stikann sjálfan. Stikamatið gefur okkur hugmynd um hver eiginlegur stikinn er, en við en við getum aldrei komist að því hver hann raunverulega er. Bara pínulítið brot af stóru þýði getur gefið okkur ótrúlega góða hugmynd um stika – í raun magnað hve lítið úrtak þarf til að spá fyrir um stika. En ef við höfum stikann þurfum við ekki stikamatið!*Þýðislisti (sampling frame) – aðgerðabinding á tilteknu þýðishugtaki, ákveðinn listi yfir stökin í þýði til að hægt sé að taka úrtak úr því. Góður þýðislisti er mikilvægur til að úrtakið endurspegli það á sem bestan hátt - öll stökin í þýðinu eiga að vera á listanum. T.d. er þjóðskrá mjög góður þýðislisti þar sem búið er að aðgerðabinda þýðið Íslendingar (allir með og engum sleppt) á meðan símaskráin er ekki góður þýðislisti fyrir Íslendinga því þar eru ekki allir Íslendingar skráðir, t.d. börn, unglingar o.fl. Eins væri nemendaskrá góður þýðislisti ef þýðið okkar væri nemendur við H.Í.*Falin þýði/falinn fólksfjöldi (hidden population) – hópur fólks sem tekur þátt í leynilegum, félagslega ósamþykktum eða földum athöfnum og er erfitt að hafa upp á (staðsetja) og rannsaka. T.d. ýmis jaðarhópar í þjóðfélaginu.*Líkindi (probability) – fjöldi atburða sem fela í sér ávinning (deilt með) fjölda mögulegra atburða þar sem ávinningur gæti átt sér stað. Líkindi vísa til þess að atburðir

20

Page 21: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

sem við skilgreinum sem ávinning verða í ákveðnu hlutfalli við heildarfjölda atburða þegar til lengri tíma lætur og þau eiga við um tilviljunarferli (random processes). Hvert stak á að hafa jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. Dæmi: Tengingu með sex hliðar. Hverjar eru líkurnar á að fá ‘5’ (ávinningurinn). Það er ein hlið með ‘5’ á hverjum tening: 1/6 = 0,167 = 16,7% líkur á að fá ‘5’. Ef ég kasta tening óendanlega oft (til lengri tíma) þá mun ég fá ‘5’ í 16,7% tilvika. Því oftar sem ég kasta teningnum því vissari er ég að ég fái ‘5’ í 16,7% tilvika. Dæmi: Ás í spilastokk; 4 ásar og 52 spil: 4/52=7,69% líkur á því að ég dragi ás. Dæmi: krónupeningur með tvær hliðar. Framhlið ½=50% líkur. Ef maður kastar pening tíu sinnum gæti maður fengið framhliðina í þrjú skipti (sem dæmi) en ef maður kastar honum milljón sinnum (til lengri tíma) eru líkur á að við fáum framhliðina í 50% tilvika.--Úrtök eiga að framkalla/ endurspegla öll hugsanleg einkenni þýðisins (þ.e. alla hugsanlega stika). Við viljum velja úrtakið með tilviljun og því stærra sem úrtakið er því betur endurspeglar það stika þýðisins að jafnaði, þ.e. tryggir að þýðið verði rétt að meðaltali. Það er ekki hægt að fara inn í þýðið og velja stök með þá eiginleika sem maður vill skoða því þá getum við ekki látið úrtakið endurspegla alla mögulega stika þýðisins.--Þegar við veljum úrtök viljum við nota *EPSEM (equal probability of selection method) en það er aðferð sem tryggir að öll stök í þýði hafi jafna möguleika á að lenda í úrtakinu; við tryggjum tilviljun! EPSEM er besta aðferðin til að velja úrtök sem eiga að endurspegla tölulega eiginleika þýðis (stika). Stór úrtök eru betri en lítil úrtök (upp að ákveðnu marki) og yfirleitt skiptir litlu máli hve stórt hlutfall af þýði úrtak er (nema þýðið sé mjög lítið).Tvær meginástæður þess að úrtök endurspegla ekki þýði – „villur“:*1) Kerfisbundin úrtaksskekkja/bjögun (sampling bias) – [bjögun, skekkja] kerfisbundin vitleysa og myndast þegar ótilviljunarkennd (kerfisbundin) ferli hafa áhrif á það hvernig úrtak verður til, m.ö.o. þegar stökin hafa ekki jafna möguleika á lenda í úrtakinu. Stikamatið endurspeglar ekki stika þýðisins.-Þrjár meginástæður fyrir því að við fáum kerfisbundna bjögun:

i) Þegar EPSEM aðferðin er ófullnægjandi eða ekki notuð; við flöskum á þeirri grundvallarreglu að velja tilviljanakennt, t.d. með hentugleikaúrtaki í Kringlunni.ii) Þegar þýðislistinn endurspeglar þýðið illa, er slæmur fulltrúi þess. T.d. ef það eru einhverjir hópar í þýðinu sem eru ekki í þýðislistanum, eða of lítið er af þeim, t.a.m. væri símaskráin slæmur þýðislisti fyrir þýðið Íslendingar.iii) Brottfall er ein algengasta orsök fyrir úrtaksbjögun (kerfisbundinni (úrtaks)bjögun) og lýsir sér þannig að fólk í upprunalega úrtakinu skilar sér ekki í endanlegu úrtaki; svara ekki, næst ekki í, neitar að svara o.fl. [Það hefur ennfremur sýnt sig að þeir sem næst ekki í geta verið ákveðinn hópur, t.d. ungir, menntaðir með góðar tekjur. Það myndist því kerfisbundin skekkja ef tiltekinn hóp vantar í endanlegt úrtak. Þó að við bætum við viðbótarúrtaki getum við ekki lagað kerfibunda bjögun því við ýtum henni bara á undan okkur.] Erfitt að fá meira en 70-80% svarhlutfall, en ef brottfallið er orðið meira en 30% er líklegt að bjögunin sé orðin mikil, en það fer eftir tilgangi hennar og framkvæmdaraðila. En það er t.d. hægt að leiðrétta áhrif brottfalls með því að láta svör þess hóps sem hefur meira brottfall vega meira. (skoða glósur 23.02.07 um brottfall).

-Sögulegt dæmi um kerfisbundna bjögun var könnun sem Literary Digest tímaritið gerði á forsetakosningunum í Bna árið 1936, þar sem ætlunin var að spá fyrir um úrslitin. Blaðið fékk 2.300.000 manns til að svara og spáðu Landon sigri, en Roosevelt vann. Þýðislistinn hjá LD samanstóð af skrám yfir fólk sem átti símtæki og þeim sem áttu

21

Page 22: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

ökutæki, en á þessum tíma var erfitt að afla sér þýðislista og enginn almennilegur var til. Á þennan lista vantaði greinilega stóran hóp fólks því á honum var efnamikið fólk sem flest studdi Landon og því um greinilega kerfisbundna bjögun/skekkju að ræða því þýðis-listinn endurspeglaði þýðið (kosningabæra Bna-menn) illa. Hér var EPSEM heldur ekki notað og bjögunin lagast ekki (hverfur ekki) þrátt fyrir að úrtakið sé mjög stórt (er óháð úrtaksstærð). Að auki var 80% brottfall í könnuninni, en LD fékk bara 20% svörun – sem var engu að síður 2.300.000 manns. Á svipuðum tíma gerði maður að nafni Gallup könnun sem tók til 2000 manns og spáði rétt fyrir um úrslit kosninganna, þ.e. sigur Roosevelts og hafði meira að segja varið við því, sex vikum fyrir birtingu niðurstaðna LD, að könnun þessa virta tímarits myndi spá röngum manni sigri. Þetta sýnir glögglega að hæfilega lítið úrtak sem er vel valið er betra en stórt úrtak sem er illa valið. (Maður að nafni Roper gerði líka könnun á sama tíma og Gallup og fékk svipaðar niðurstöður og hann; að vísu spáði Gallup Roosevelt fimm prósentustigum minna en hann fékk í raun og veru og verður það að teljast umtalsverð skekkja. Hins vegar voru niðurstöður úr skoðanakönnun Ropers svo nærri niðurstöðum forsetakosninganna að ekki skakkaði nema rúmlega einu prósentustigi.)*2) Úrtaksvilla (sampling error) – [úrtaksbreytingar, tilviljunarsveiflur, flökt] tilviljunarkennd (úrtaks)villa, engir kerfisbundnir þættir sem valda bjögun og engin úrtaksbjögun. Úrtaksvilla er háð heppni og óheppni með líkindaúrtök rannsókna. Þótt að við höfum enga bjögun, EPSEM sé í lagi og brottfallið sé ekkert getum við samt fengið úrtak sem er endurspeglar ekki þýði vegna þess að við erum óheppin! Dæmi: Í þýðinu okkar (t.d. Háskólanemar) eru 5% sem hafa svikið undan skatti og við viljum áætla hve margir það eru (því við vitum ekki stikann). Við tökum 100 manna úrtak (n=100) en það er engin trygging að við fáum 5% þó að allar úrtaksaðferðir séu í lagi og ekkert brottfall sé, við getum einfaldlega verið óheppin. Gætum jafnvel gert nokkrar kannanir: 4%, 6% og 4,8%. Jafnvel þó að engin bjögun (kerfisbundin bjögun) sé í gangi getum við verið óheppin með úrtak og ekki fengið sömu niðurstöður í öllum úrtökum = tilviljunarkennd villa.-Úrtaksvilla stjórnast af tveimur þáttum:

i) Breytileika tiltekinnar breytu í þýði – úrtaksvilla eykst í réttu hlutfalli við breytileika í þýði, þ.e.a.s. að því meiri breytileiki sem er í þýði því meiri hætta er á úrtaksvillu og því einsleitara sem þýðið er þeim mun minni hætta er á tilviljunarkenndri villu. Dæmi: Ætlum að áætla meðallaun tveggja hópa, annars vegar A = allir Íslendingar og hins vegar B = allir framhaldsskólakennarar. Í úrtaki úr þýði A getum við fengið margvíslegar niðurstöður því um er að ræða mikinn breytileika þegar horft er á alla þjóðina (verkamenn, ræstitæknar, læknar, forstjórar...). Úrtaksvilla er því mikill möguleiki og við erum ýmist heppin eða óheppin þegar við veljum úrtök; gætum fengið 100 námsmenn og 100 ræstitækna o.fl). Í úrtaki úr þýði B er líklegt að endurtekin úrtök muni gefa okkur svipaðar niðurstöður því hópurinn er líkari innbyrðis, þ.e. minni breytileiki breytanna í þýðinu gefur okkur lítinn breytileika í úrtaki (normaldreifing).ii) Stærð úrtaks – úrtaksvilla eykst í öfugu hlutfalli við stærð úrtaks; þ.e. því stærra sem úrtakið er minnkar hættan á úrtaksvillu. Dæmi: höfum ákveðið þýði með eiginleika (stika) sem er 40% (t.d. þeir sem ætla að kjósa XD í næstu kosningum). Ef við tökum 100 manna úrtak er það heppni sem ræður því hvort að það endurspegli þýðið nógu vel. Gætum tekið fleiri en eitt (fjögur) og fengið sveiflukenndar niðurstöður og tilviljunarkennt flökt (35%, 48%, 41%, 51%). Ef við tökum hins vegar stærra úrtak eða 1000 manns þá minnkar hættan á óheppni og tilviljunarkenndri villu (39%, 41%, 40,5%, 39,9%). EN við tökum samt alltaf

22

Page 23: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

bara eitt úrtak! Við getum lágmarkað hættuna á óheppni og tilviljunarkenndum villum, þ.e. hættuna á úrtaksvillum með stærra úrtaki, en við getum ekki minnkað hættuna á kerfisbundinni bjögun með því að stækka úrtakið.

-Eiginleikar líkindaúrtaka (N>100)*Markgildissetningin (Central Limit Theorem) segir m.a.:

i) Stikamöt í endurteknum úrtökum eru að meðaltali hinn rétti stiki, þ.e. við fáum rétta niðurstöðu að meðaltali.ii) Líkindadreifing stikamata í endurteknum úrtökum hefur þekkta eiginleika og við vitum að hún verður normaldreifð. Og af því að við vitum hvernig hún verður í laginu getum við reiknað öryggismörk (-bil) utan um stikann okkar, t.d. 95% eða 99% t.d. 95% öryggismörk um prósentur. Dæmi: Við vitum ekki hvað er að gerast í þýðinu okkar, tökum eitt úrtak; n=100 og gefum okkur 95% öryggismörk. Úr úrtakinu fáum við eiginleikann 48% (t.d. þeir sem segjast ætla að kjósa XD) og með öryggismörkunum (48 +/- 9,79) getum við áætlað að stikinn sé á bilinu 38,21%-57,79% m.t.t. 95% öryggisbils . Ef við stækkum úrtakið í n=1000 verður öryggisbilið okkar mun minna. Við fáum sama eiginleika 48% og með öryggismörkunum (48 +/- 3,10) getum við áætlað að stikinn sé á bilinu 45%-51% m.t.t. 95% öryggisbils. Við minnkun óvissuþáttinn og gerum stikamatið okkar nákvæmara með því að stækka úrtakið! En við minnkun óvissuþáttinn bara upp að vissu marki m.t.t. til stærðar úrtaksins, þ.e.a.s. að öll úrtök yfir 1000-1500 eru óþarflega stór m.t.t. 95% öryggisbils – óvissuþátturinn minnkar lítið þegar úrtakið er orðið stærra en 1500.

*Stærð úrtaks: hve stórt er nógu stórt? Engin algild regla um stærð úrtaka enda eru markmið rannsókna fjölbreytt. Stærð úrtaka eykur alltaf nákvæmni þeirra (þ.e. minnka líkur á úrtaksvillu) en aukning í nákvæmni fer stigminnkandi eftir því sem úrtökin eru stærri. Það borgar sig því ekki að stækka úrtök of mikið því þá förum við að brenna peningum. En við verðum að taka stærra úrtak en 1000-1500 því við verðum að gera ráð fyrir 30-35% brottfalli og viljum að endnlegt úrtak (svörunin) sé á bilinu 1000-1500 (ekki minna) og því verður stærð upphaflegs úrtaks að taka mið af væntanlegu brottfalli. Ef meta á stika á borð við prósentur eða meðaltöl eru: úrtök af stærðinni 1000-1500 margfalt nákvæmari en úrtök af stærðinni 100; úrtök af stærðinni 2000-2500 ívið nákvæmari en úrtök af stærðinni 1000-15000; og úrtök af stærðinni 3500 litlu nákvæmari en úrtök af stærðinni 2500. Stærð úrtaks skiptir máli þegar þýðið er lítið vegna þess að við getum ekki fengið óendanlega mörg úrtök úr slíkum þýðum. EN muna að stærð úrtaks segir ekkert um kerfisbundna bjögun því þá er um kerfisbunda vitleysu að ræða sem lagast ekki með úrtaksstærð.-Til að nákvæmni sé nægileg gildir eftirfarandi viðmiðun; (hlutfallsprósenta úrtaks af þýði minnkar eftir því sem þýðið er stærra):

*Fyrir fámenn þýði (minni en 1.000) þarf úrtakið að vera 30% af því, eða 300.*Fyrir miðlungs þýði (10.000) þarf úrtakið að vera 10% af því, eða 1.000.*Fyrir stór þýði (stærri en 150.000) þar úrtakið að vera 1% af því, eða 1.500.*Fyrir mjög stór þýði (stærri en 10 milljónir) þarf úrtakið að vera 0,025% af því, eða um 2.500.

Stærð þýðisins hættir að skipta máli þegar úrtaksstuðullinn er orðinn svona lítill og úrtök af stærðinni 2.500 eru jafnnákvæm fyrir 200 milljóna þýði og 10 milljóna.*Líkindaúrtök – úrtök sem eru tilviljunarúrtök: (Probability samples)Líkindaaðferðin í megindlegum rannsóknum treystir á tilviljunarferli!*a) Einfalt tilviljunarúrtak (simple random sample) – úrtak þar sem rannsakandinn býr til þýðislista og notar algjöra tilviljunaraðferð (tölfræðiaðferð eða tilbúna tilviljunartölu

23

Page 24: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

töflu) til þess að velja stök af listanum og þau hafa öll jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. EPSEM í hnotskurn, sbr. lottóvél.*b) Kerfisbundið tilviljunarúrtak (systematic random sample) – handvirk aðferð til að velja af tilviljun, t.d. þegar þýðislistinn er ekki til á tölvutæku formi (orðin frekar sjaldgæf aðferð í dag). Finna einhverja manual-aðferð til að velja einstaklinga úr þýðinu: velja annan hvern, þriðja hvern, fimmta hvern o.s.frv., en nauðsynlegt er að gæta þess að þýðislistinn er ekki kerfisbundinn (t.d. karl-kona-karl-kona... [Einn galli, t.d. ef við veljum fyrst þann fjórða af fyrstu tíu á listanum og svo alltaf samkvæmt því mynstri, þá hafa þeir sem á eftir koma ekki jafna möguleika á að lenda í þýðinu.]*c) Lagskipt tilviljunarúrtak (stratified random sample) – algeng aðferð þar sem þýðinu eða þýðislistanum er skipt í lög eða hópa (t.d. eftir aldri, kyni, búsetu) og síðan velur rannsakandinn af tilviljun stök úr hverju lagi eða hópi. Með þessu er tryggt að úrtakið endurspegli þessa hópa. Nákvæmnin eykst eftir því sem hóparnir eru ólíkari eða eftir sem mikilvægi þáttanna sem við viljum skoða er meira. Til þess að geta tekið svona úrtök verðum við að hafa einhverja fyrirliggjandi upplýsingar um ákveðna hópa og hafa hugmynd um að þeir séu ólíkir. Dæmi: erum með þýðið skráðir nemendur í H.Í. og við viljum skipta úrtakinu í lög og ákveðum þá að taka ákveðinn fjölda í hverri deild eða hverri skor; það verða lögin okkar eða hópar. Dæmi: viljum skoða stjórnmálaviðhorf; við getum tekið lagskipt tilviljunarúrtak eftir aldri fólks með kosningarétt, t.d. 18-30, 31-50, 51-70 og 71+ , ef við teljum að fólk á mismunandi aldri hafi ólík stjórnmálaviðhorf.-Til eru tvenns konar lagskipt tilviljunarúrtök:

Hlutfallslega rétt lagskipt (proportional stratified random sampling) – þegar úrtaksfjöldi í hverju lagi endurspeglar hlutfallslegan fjölda í hverju lagi í þýði. Hlutföllin í úrtakinu passa saman og endurspegla sömu hlutföll í þýðinu. Dæmi: viljum skoða stjórnmálaviðhorf eftir kjördæmum og tökum úrtak n=1000. Á Vestfjörðum (Vesturkjördæmi) búa ca. 3% Íslendinga og þá myndum við fá 30 einstaklinga frá Vestfjörðum í úrtakið okkar svo það væri hlutfallslega rétt lagskipt.Ekki hlutfallslega rétt lagskipt (disproportional stratified random sampling) – þegar úrtaksfjöldi í hverju lagi endurspeglar ekki hlutfallslegan fjölda í hverju lagi í þýði. Við verðum að vega þær niðurstöður sem við fáum úr slíkum rannsóknum til að samræmi verði milli ólíkra laga. Dæmi: Sbr. hér á undan. Ef við höfum einhvern sérstakan áhuga á Vestfjörðum, t.d. að kanna hve stjórnmálaviðhorf Vestfirðinga eru, væru 30 einstaklingar þaðan of fáir og myndu ekki gefa okkur rétta niðurstöðu. Við veljum í staðinn 90-100 stök úr Vesturkjördæmi og vegum niðurstöðurnar eftir á til að gera niðurstöðurnar eftir á. Ef við viljum skoða Ísland í heild eru 30 stök frá Vestfjörðum nóg, en við fáum nákvæmari niðurstöður fyrir það svæði ef við skoðum 90. Annað dæmi: Rochester í NY, borg sem má skipta upp í hverfi sem hafa ólíka afbrotatíðni. Að taka ekki hlutfallslega rétt lagskipt úrtak væri að taka hlutfallslega fleiri einstaklinga úr þessum hverfum en hinum því þá fáum við meiri breytileika á þeim þætti sem við höfum áhuga á (þ.e. afbrotatíðninni). Þegar unnið er með niðurstöðurnar verður að vega þær, t.d. með því að láta þær gilda helmingi minna en niðurstöðurnar úr hinum hópunum.

*d) Klasaúrtak (cluster sampling) – tilviljunarúrtak sem mætir gjarnan tveimur vanda-málum; rannsakandann vantar góðan þýðislista fyrir dreift þýði (dreifðan fólksfjölda) og kostnaðurinn til að nálgast hvert stak í þýðinu er mjög hár (t.d. við gerð viðtalskannana þar sem tala þarf við þátttakendur undir fjögur augu – ekki í gegnum síma). Við þessa aðferð þarf að fara í gegnum nokkur stig og hún er gjarnan notuð komast yfir stórt landsvæði í einu þar sem stökin eru dreifð. Heildarþýðinu er skipt upp í klasa/hópa og

24

Page 25: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

síðan eru ákveðnir klasar valdir af tilviljun, búnir til þýðislistar fyrir þá og síðan stök úr þeim valin af tilviljun. (sjá dæmi í glósum 02.03.07) Yfirleitt er klasaúrtakið ódýrara í framkvæmd en einfalt tilviljunarúrtak, en það er ekki eins nákvæmt – því hvert stig í klasaúrtaksferlinu býður upp á mögulegar úrtaksvillur. Til þess að fá eins litla úrtaksvillu og sambærileg einföld tilviljunarúrtök þurfa þau því að vera stærri. Þetta stafar af því að orft eru þeir einstaklingar sem eru saman í klasa líkir innbyrðis, en ólíkir einstaklingum í öðrum klösum. Úrtak sem byggði á fáum stórum klösum þar sem einstaklingar hvers væru líkir innbyrðis gæti orðið nokkuð skakkt. Sú regla gildir að því líkari sem einstaklingar í klasa eru þeim mun stærra klasaúrtak, þ.e. fleiri klasa, þarf að velja til þess að halda tiltekinni úrtaksvillu lítilli í niðurstöðum úrtaks. Klasaúrtak er best þegar einstaklingar í klasa eru mjög ólíkir innbyrðis en klasinn líkur öðrum klösum. Klasar í þýði þurfa að vera andstæður laga sem lagskipt tilviljunarúrtök eru valin úr, þar sem best er að einstaklingar í tilteknu lagi séu líkir en lag sé ólíkt öðrum lögum.*Úrtök sem eru ekki tilviljunarúrtök: (Nonprobability samples). Þau gefa yfirleitt ónákvæmar og óáreiðanlegar niðurstöður og ber að forðast.**a) Hentugleikaúrtak (haphazard sample) – úrtak sem ekki tilviljunarúrtak þar sem rannsakandi velur hvern þann sem hann rekst á í úrtakið eða sjálfvalið úrtak þar sem einstaklingar ákveða sjálfir að taka þátt. Gefur ranga hugmynd af fólksfjöldanum. Ódýr, einföld og fljótleg leið – en niðurstöðurnar eru meira eða minna gagnslausar. T.d. viðtöl fjölmiðla við fólkið á götunni eða þegar útvarpsmaður biður fólk að hringja inn. Svona úrtök geta haft skemmtanagildi, en þau gefa ekki réttmætar og áreiðanlegar niðurstöður. Hentugleikaúrtaki er helst beitt þegar markmið rannsóknar er fremur að álykta um tengsl á milli breyta en að álykta um tiltekið meðalgildi eða hlutfall í þýði, þar sem þetta úrtak er alltof ónákvæmt í síðara tilfellinu.**b) Kvótaúrtak (quota sample) – rannsakandinn ákveður fyrir fram að úrtakið eigi að endurspegla ákveðna hópa. T.d. ákveður hann að úrtökin eiga að vera karlar og konur, eða mismunandi aldurshópar; undir þrítugu, þrjátíu til sextíu og sextíu og eldri og ákveður síðan hve margir eigi að vera í hverjum hóp. Um leið og búið er að negla niður flokka og hve margir eiga að vera í hverjum verður þetta ein tegund hentugleikaúrtaks. Dæmi: þegar rannsakandi ákveður að velja fimm karla og fimm konur undir þrítugu, tíu karla og tíu konur á aldrinum þrjátíu til sextíu og fimm karla og fimm konur yfir sextugu, fyrir 40 manna úrtak. Dæmi: rannsakandi ákveður að úrtakið muni hafa 51% kk. og 49% kvk. og velur einstaklinga eftir hentugleika þar til hann hefur náð réttum fjölda, t.d. þar til hann hefur fengið 510 kk. og 490 kvk. Skárra en a) en s.s.á. slæmt því EPSEM er ekki notað.*c) Ætlunarúrtak (purposive sample) – úrtak sem er ekki tilviljunarúrtak þar sem rannsakandinn notar margvíslegar aðferðir til að hafa upp á öllum mögulegum stökum í mjög sérstöku úrtaki þar sem erfitt er að ná til fólkfjöldans. Hann reynir að hafa upp á öllum mögulegum stökum í ákveðnum tilgangi (sem falla undir tiltekið viðfangsefni, t.d. notað í rýnihópum) með margvíslegum aðferðum. Með svona úrtökum veit rannsakandinn aldrei hvort að það endurspeglar þýðið. T.a.m. ef rannsakandi hefur áhuga á að rannsaka vændiskonur. Það er ómögulegt að útbúa þýðislista yfir slíkan hóp og velja af tilviljun af honum. Í staðinn eru notaðar hlutlægar upplýsingar; staðsetning þar sem vændi fer fram, félagshópar sem umgangast vændiskonur o.fl. og leitað til sérfræðinga um málið, t.d. lögreglumanna, annarra vændiskvenna o.fl. til að bera kennsl úrtak vændiskvenna – reynir að finna sem flest stök sem falla að ætlunarverki hans.*d) Raðbundið úrtak (sequential sample) – svipar til ætlunarúrtaks, en í þessu tilfelli reynir rannsakandinn að finna eins mörg stök þangað til engar nýjar upplýsingar eða

25

Page 26: Aðferðafræði 1

Algengt í eigindlegum rannsóknum

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

einkenni koma frá þeim – eða þar til fjármagn, tími eða orka rannsakandans þrýtur. Stökum safnað þar til mettunarmarki er náð!**e) Snjóboltaúrtak (snowball sample) – hvert stak í úrtakinu er tengt einhverju öðru staki, beint eða óbeint; sjá dæmi um félagslíkan af vináttutengslum bls. 223 í Neuman. Rannsakandinn hefur upp á einu staki sem fellur að rannsóknaráætlun hans og byggir á upplýsingum frá því staki til að hafa upp á fleirum og svona heldur hann áfram koll af kolli. Þetta er ekki tilviljunaraðferð, en getur verið gagnlegt ef ætlunin er að skoða einhvern afmarkaðan (jaðar)hóp í samfélaginu t.d. fíkniefnasalar, afbrotamenn, samkyn-hneigðir. Notað í eigindlegum rannsóknum en ekki hentug aðferð í megindlegum tölfræðirannsóknum.**f) Fræðilegt úrtak (theoretical sample) - finna stök sem falla að kenningu sem er að þróast í rannsóknarferlinu. Tími, staður og atburðir eru valdir sérstaklega til að rannsak-andinn geti þróað félagslega kenningu eða metið kenningarlegar hugmyndir. Hann velur stök sem geta gefið honum einhverjar nýjar upplýsingar.*g) Afbrigðilegt úrtak (deviant case sample) – þar sem rannsakandinn reynir meðvitað að hafa uppi á stökum sem eru frábrugðin hefðbundnum mynstum samfélagsins eða eru ólík meginþorra þýðisins/fólksfjöldans til þess að fá innsýn inn í ákveðin félagsleg ferli eða aðstæður. Ákveðin tegund ætlunarúrtaks þar sem rannsakandinn velur úrtakið í ákveðnum tilgangi. T.a.m. ef rannsakandi hefur áhuga á að skoða brottfallsnemendur úr menntaskóla. Segjum sem svo að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að flestir brottfallsnemendur komi frá tekjulágum fjölskyldum, séu börn einstæðra foreldra, í minnihluta kynþætti o.s.frv. Fjölskylduumhverfið er slíkt að foreldrar og eða systkini hafa litla menntun og hafa sjálf fallið brott úr skóla. Rannsakandi sem notar afbrigðilegt úrtak reynir því að hafa uppi á stökum í úrtak sitt sem koma frá stöðugum heimilum þar sem báðir foreldrar eru til staðar, tekjurnar eru góðar, foreldrar eru menntaðir o.s.frv.**Aðferðir til að framkvæma megindlegar rannsóknir; tilraunir & spurningalista-kannanir.*Tilraunir (experimental research) - er besta leiðin til að skoða orsakaskýringar milli tveggja breyta, þ.e.a.s. þetta er samanburðaraðferð þar sem eitthvað tvennt, t.d. tveir hópar, eru bornir saman þar sem orsökin er til staðar og þar sem hún er það ekki.>Þrír meginhlutir sem rannsakendur gera við gerð tiltauna:1) Byrja með tilgátu, 2) breyta lítilega einhverju í aðstæðunum og 3) bera saman útkomuna fyrir og eftir breytingarnar. Þetta er besta leiðin til að skoða orsakaskýringar milli tveggja breyta, þ.e.a.s. þetta er samanburðaraðferð þar sem eitthvað tvennt, t.d. tveir hópar, eru bornir saman þar sem orsökin er til staðar og þar sem hún er það ekki.-Tilraunir leitast við að tryggja þá þrjá þætti sem eru nauðsynlegir til að sýna fram á orsakasamband, i) samband, skoða samband óháðra og háðra breyta, ii) tímaröð, tryggja að óháða breytan komi á undan þeirri háðu og iii) útilokun annarra skýringa, útiloka að einhverjar aðrar skýringar séu á sambandi breytanna.-Tilraunir hentar yfirleitt best þar sem viðfangsefnið er ekki of víðfemt og eru betur til þess sniðnar að kanna míkró-ferli (einstaklings eða lítilla hópa fyrirbæri) en makró því við getum ekki sett hverfi, borgir, samfélög eða lönd í tilraunaaðstæður. Tilraunir eru sjaldnast gerðar á fyrirbærum þar sem nauðsynlegt er að skoða aðstæður heils samfélags eða á einhverju sem hefur átt sér stað á mörgum árum/áratugum. Tilraunir hvetja rannsakendur til að einangra og einblína á áhrifin sem verða vegna einnar eða nokkurra orsakabreyta.-Nauðsynlegt er að rannsakendur velji þátttakendur af tilviljun og gæti þess að hópar sem bera á saman séu sem líkastir áður en tilraun og samanburður er gerður til þess að koma í veg fyrir að það sé eitthvað annað en meðferðin sem orsaki mun á þeim eftir hana.

26

Page 27: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Blekking (deception) - þegar rannsakandi lýgur meðvitað að þátttakendum um raunverulegan tilgang tilraunarinnar eða býr til falskt álit með gerðum sínum eða umgjörð tilraunarinnar. Blekkingin verður þannig stjórnunartæki rannsakandans. Til dæmist þegar leiðbeiningar rannsakanda til þátttakenda gefa til kynna að þeir séu að taka þátt í rannsókn á samvinnu í hópastarfi, en í raun er tilraunin um munnleg samskipti milli karla og kvenna og það sem þátttakendurnir segja sín á milli er leynilega tekið upp. Blekking leyfir þannig rannsakandanum að stjórna skilgreiningum þátttakenda á aðstæðunum/ umhverfinu.*Tilviljunarúthlutun (random assignment) – aðferð til að úthluta/skipta stökum (t.d. einstaklingum, stofnunum o.s.frv.) í hópa í þeim tilgangi að gera samanburð. Þátttakendum er skipt í hópa (tilraunahóp og samanburðarhóp) með tilviljunaraðferð í upphafi tilraunar, til þess að rannsakandinn komi jafnt fram við báða. Allar hafa jafna möguleika á lenda í hvorum hóp fyrir sig. Gert til þess að auka öryggi á að hóparnir séu ekki ólíkir á einhvern kerfisbundinn hátt og til þess að hindra að rannsakandinn sjálfur hafi einhver áhrif á það hvernig raðast í hópana.*Tilraunasnið (experimental degsign logic) - undirbúningur og snið allra þátta þeirrar tilraunar sem á að framkvæma. Tilraunir geta verið margvíslegar, sum snið hafa ekki forpróf, sumar hafa ekki samanburðarhóp og aðrar hafa marga tilraunahópa. Hlutar tilraunar eru sjö talsins, sumar tilraunir hafa þá alla og jafnvel fleiri til, á meðan aðrar tilraunir vantar einhverja upp á (og kallast þá hálftilraunir).

1) Meðferð eða óháð breyta – óháða breytan er gjarnan meðferðin þegar ekkert forpróf er – rannsakandi skapar tilteknar aðstæður og meðferðin er það sem hann breytir milli hópanna til að bera þá saman.2) Háð breyta – eða útkoma tilraunar, eru efnislegar aðstæður, félagsleg hegðun, viðhorf, tilfinningar eða skoðanir þátttakenda sem, vegna viðbragða við tiltekinni meðferð, breytast. 3) Forpróf (pre-test) – mæling á háðu breytu tilraunarinnar fyrir meðferð.4) Eftirpróf (post-test) – mæling á háðu breytu tilraunarinnar eftir meðferð.5) Tilraunahópur (experimental group) – hópurinn sem hlýtur meðferð í tilraun.6) Samanburðarhópur (control group) – hópurinn sem ekki hlýtur meðferð.7) Tilviljunarúthlutun – sjá hér að ofan.

*Klassíska tilraunarsniðið (the classical experimental design) – tilraunarsnið sem hefur alla ofangreinda hluta tilraunar: tilviljunarúthlutun, tilraunarhóp, samanburðarhóp og for- og eftirpróf (pretest-posttest) fyrir báða hópana. >Hóparnir eiga að vera sem líkastir áður en meðferð er beitt. Meðferð x er bara beitt á tilraunarhópinn en samanburðarhópurinn fær enga eða hlutlausa meðferð – við mælum háðu breytuna x fyrir og eftir meðferð. Við tryggjum tímaröð með því að mæla háðu breytuna fyrir og eftir meðferð og kanna hvort að meðferðin hafi áhrif á það sem á eftir kemur. Og til að tryggja að það sé ekkert annað sem valdi mun að meðferð lokinni; þ.e. að það séu engar aðrar skýringar á sambandi háðu og óháðu breytunnar, verður að skipta tilviljanakennt í hópana eftir að úrtak í tilraunina hefur verið valið. Við stjórnum því þannig hver fær meðferð og innbyggjum útilokun á öðrum skýringum um leið með tilviljanakenndri skiptingu.Dæmi: Rannsakandi þjálfar 40 nýráðna þjóna um samskipti við viðskiptavini þar sem þeim er kennt að kynna sig ekki með nafni og athuga ekki með þá eftir að þeir hafa fengið matinn sinn. Síðan er hópnum skipt af tilviljun í tvennt og sett í vinnu á tvo mismunandi veitingastaði. Rannsakandi mælir það þjórfé sem þátttakendur (báðir hóparnir) fá á einum mánuði = forpróf (pretest). Síðan endurþjálfar rannsakandinn 20 þátttakendur á veitingastað A (þ.e. tilraunahópinn) og biður þá um að kynna sig með

27

Page 28: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

nafni við upphaf þjónustu og líta síðan aftur til viðskiptavinanna 8-10 mínútum eftir að þeir hafa fengið matinn sinn (meðferð). Hópurinn á veitingastað B (samanburðar-hópurinn) heldur áfram að þjónusta viðskiptavinina án kynningar og eftirfylgni. Yfir seinni mánuðinn er þjórféð mælt aftur í báðum hópum = eftirpróf (posttest) og borið saman við forprófið. Ef endurþjálfunin hefur áhrif þá á þjórféð að aukast hjá hópi A og þá ætti að vera meiri munur á for- og eftirprófi hjá þeim hópi en hjá samanburðarhópnum, sem ætti ekki að hafa breyst.-Öll önnur tilraunasnið eru tilbrigði af hinu klassíska sniði.~*Tilraunarhópstilraunarsnið (preexperimental designs) – tilraunarsnið þar sem bara er tilraunarhópur, en enginn samanburðarhópur. Það vantar tilviljunarúthlutun og/eða styttir sér leið í framkvæmd og er veikari en klassíska tilraunarsniðið. Slík snið eru nýtt í aðstæðum þar sem rannsakandi getur ekki notað alla þætti klassíska sniðsins, en hafa veikara innra réttmæti.

~i) Eins hóps eftirprófs snið (one-shot case-study design/one group posttest-only design) – tilraunarsnið sem hefur aðeins einn tilraunarhóp, meðferð og eftirpróf. Þar sem aðeins er um einn hóp að ræða er engin tilviljunarúthlutun. Dæmi: 40 manna hópur þjónustufólks þjálfaður (kynning og eftirfylgni = meðferð), allir þátttakendur hefja störf og rannsakandinn mælir þjórféð sem allir fá í einn mánuð (einungis eftirpróf).~ii) Eins hóps for-og eftirprófs snið (one-group pretest-posttest design) – þetta snið hefur aðeins einn tilraunahóp, forpróf, meðferð og eftirpróf – enginn samanburðar-hópur og engin tilviljunarúthlutun. Dæmi sbr. þjónustufólk, framkvæmt eins og í klassíska tilraunarsniðinu en enginn samanburðarhópur.~iii) Kyrrstöðuhóps samanburður (static group comparison design) – tilraunarsnið með tvo hópa, enga tilviljunarúthlutun, meðferð og eftirpróf en ekki forpróf. Veikleiki þessa sniðs felst í því að útkoma eftirprófanna gæti orsakast af því að hóparnir voru ólíkir áður en að tilraun hófst í stað þess að orsakast af meðferðinni sem var beitt. Dæmi: Eins og áður en nú fá þátttakendurnir sjálfir að velja hvaða veitingastað þeir hefja störf á (hentugleikaskipting), svo framarlega sem báðir enda með 20 manns.

*Hálftilraunir [og sérstök tilraunarsnið] (quasi-experimental and special design) – þessi snið, eins og klassíska sniðið, gera auðveldara um vik að koma auga á/greina orsakasamband milli breyta en tilraunarhópstilraunarsnið og eru sterkari en það. Þær hjálpa rannsakandanum að prófa hvort orsakasamband sé til staðar í margvíslegum aðstæðum þar sem klasssíska tilraunarsniðið er erfitt í framkvæmd eða óviðeigandi, eða þar sem rannsakandinn hefur takmarkaða stjórn á óháðu breytunni.

*i) Tveir hópar – eingögnu eftirpróf (two-group posttest only) – þetta snið er eins og kyrrstöðuhóps samanburðurinn, nema hvað að í þessu sniði er hópunum skipt af tilviljun í tvo hópa. Sniðið hefur því alla hluta klassíska sniðsins nema forpróf (sbr. heiti sniðsins). Með tilviljunarúthlutunni minnka líkurnar á því að hóparnir séu ólíkir áður en meðferð hefst, en án forprófs getur rannsakandinn ekki verið eins viss um að hóparnir byrjuðu eins á háðu breytunni. Eini samanburðurinn sem við höfum á hópunum er sá sem við fáum að meðferð lokinni, en stundum er þessi aðferð kosin því að forprófið getur haft áhrif á eftirprófið (truflað það) því fólk vill stundum svara/hegða sér eins og það gerði í upphafi. Sjá úthendudæmi: 06.03.07 – tveir hópar, fráviki í báðum. Annar hópurinn fær alvarlega truflun og hinn meinlausa truflun. Alvarlega truflunin jók samþættingu hópsins og andúð á frávikanum, en meinlausa truflunin hafði minni áhrif á tilfinningar fólks gagnvart frávikanum og jók ekki samþættingu hópsins.

28

Page 29: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*ii) Trufluð tímaröð (interrupted time series design) – tilraunarsnið þar sem háða breytan er mæld reglulega á mörgum tímapunktum og meðferðin gerist um miðbik slíkra mælinga, oft bara einu sinni. Rannsakandinn notar einungis einn hóp og gerir margar mælingar á honum bæði fyrir og eftir meðferð. T.d. langtímarannsókn á reykingum fólks á árunum 1990-2000. Um miðbik tilraunarinnar (1995) eru jafnvel sett lög um hærri skatt á tóbak, sem hækkar verð á hverjum pakka. Árið 2000 eru reykingartölurnar bornar saman við útkomu mælinganna frá árinu 1990 og kannað hvort að skattabreytingin (meðferðin – truflunin) hafi haft áhrif á seinni niðurstöður.~iii) Samsvarandi tímaröð (equivalent time-series design) – tilraunarsnið þar sem framkvæmdar eru margar endurtekningar á forprófum, meðferðum og eftirprófum á einum hópi yfir ákveðið tímaskeið. Dæmi bls. 257 í Neuman, um hjálmanotkun á mótor-hjólum þar sem reglur um noktun hjálma breyttist reglulega á tímabilinu frá 1975 til 1981, síðan frá 1981 til 1998 og 1998 til núlíðandi stundar.~iv) Latneskt snið (Latin square designs) – tegund tilraunarsniðs þar sem rannsakað er hvort sú röð eða samhengi, sem þátttakendur fá margvíslegar tegundir meðferðarinnar, skiptir máli. Þ.e. þegar rannsakandinn hefur áhuga á að skoða hvernig margar meðferðir sem gefnar eru í mismunandi röð eða á mismunandi tíma hafa áhrif á háðu breytuna. Dæmi bls. 257 í Neuman, um hvort að það skipti máli í landafræðikennslu í hvaða röð nemendur læra á kort, áttavita og lengar- og breiddargráður.*v) Solomon fjögra hópa snið (Solomon four-group design) – tilraunarsnið þar sem þátttakendum er skipt af tilviljun í tvo tilraunarhópa og tvo samanburðarhópa (sem sagt fjóra hópa). Aðeins annar tilraunarhópurinn og annar samanburðar-hópurinn fara í forpróf, en allir fjórir fara í eftirpróf. Þetta er gert ef rannsakandann grunar að forprófið gæti haft áhrif á háðu breytuna/eftirprófið, með þessu getur hann borið saman útkomur tilraunarhópanna og útkomur samanburðarhópanna að loknum eftirprófunum og séð hvort að forprófið liti niðurstöður eftirprófsins. Dæmi: ef ætlunin er að kanna áhrif nýrrar kennsluaðferðar á tiltekinn nemendahóp. Hópnum er skipt í fernt (tvo tilrauna- og tvo samanburðarhópa) annar tilraunarhópurinn og annar samanburðarhópurinn eru prófaðir (lagt fyrir þá próf) áður en ný kennsluaðferð er prófuð. Nýrri kennsluaðferð er síðan beitt á báða tilraunarhópana (annar fór í forpróf hinn ekki) en á hvorugan samanburðarhópinn (annar fór í forpróf hinn ekki). Eftir að meðferð hefur verið beitt, þ.e. þessari nýju kennsluaðferð er aftur lagt fyrir próf og nú fyrir alla hópana fjóra (eftirpróf).>Líka hægt að gera í tveimur þrepum: Leggja próf fyrir nemendahóp áður en ný kennsluaðferð er prófuð, beita svo nýrri kennsluaðferð (meðferð) á tilraunarhópinn og leggja aftur próf fyrir nemendur. Til að tryggja að forprófið hafi ekki áhrif á eftirprófið prófum við tvo hópa til viðbótar (tilrauna- og samanburðar) sem fá ekki forpróf. Nemendur gætu nefnilega látið forprófið trufla sig, þ.e. forprófið sjálft getur haft áhrif á eftirprófið.~vi) Stuðlasnið (factorial design) – tilraunarsnið þar sem tekin eru til greina gagnkvæm áhrif nokkurra/margra óháðra breyta (tvær eða fleiri). Gagnkvæm áhrif (interaction effect) eru áhrif tveggja samverkandi óháðra breyta á háða breytu. Áhrifin eru meiri en samanlögð áhrif hverrar breytu fyrir sig ef þær verka einar.

-Við höfum ýmis hugtök til að reyna að meta hvort tilraunir séu góðar eða slæmar, þ.e. hvort eitthvað sé að marka niðurstöður tilraunarinnar. Tvö meginhugtökin eru:*1) Innra réttmæti (internal validity) - vísar til þess hvort okkur hafi tekist að útiloka aðrar skýringar, þ.e. hvort að munur á tilraunahópi og samanburðarhópi sé tilkominn af öðrum ástæðum en þeirri að annar hópurinn fékk meðferð en hinn ekki? Innra réttmæti er

29

Page 30: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

því þegar tilgáta okkar (óháða breytan-meðferðin) ein og sér hefur áhrif á háðu breytuna, en ekki einhverjar aðrar skýringar. Breytur aðrar en meðferðin sjálf ógna þannig innra réttmæti tilraunarinnar. Þær ógna getu rannsakandans til að segja fyrir um að meðferðin hafi verið raunverulegur orsakavaldur breytinga sem urðu á háðu breytunni. Þess vegna reyna rannsakendur að útiloka aðrar skýringar/breytur en meðferðina með því að stjórna tilraunar aðstæðum, umhverfi og með tilraunarsniðum. Spurningin er hvort okkur hafi tekist að gera báða hópana eins fyrir meðferð og hvort að munur sé á þeim eftir meðferð. Ef enginn munur er eftir meðferð þá bar hún ekki árangur eða innra réttmæti hefur verið ógnað. [Innra réttmæti hefur að gera með aðstæður hópanna..]*Þættir sem ógna innra réttmæti: - þegar eitthvað meira en meðferðin hefur áhrif á niðurstöður eftirprófsins (post-test / háðu breytuna).

*1) Bjögun í hópavali (selection bias) – þegar hóparnir eru ekki eins/svipaðir í upphafi tilaunarinnar, þ.e. áður en meðferð er beitt, m.t.t. háðu breytunnar. Hætta sem stafar t.d. af því að tilviljunarúthlutun var ekki notuð við skipan þátttakenda í hópa. Þessi bjögun á sér stað þegar fleiri þátttakendur í öðrum hópnum hafa eiginleika sem hafa áhrif á háðu breytuna. T.a.m. í tilraun á líkamlegri árásargirni ef tilraunarhópurinn inniheldur óviljandi einstaklinga sem eru fótbolta-, rúgbí- og hokkíiðkendur, á meðan samanburðarhópurinn inniheldur tónlistarmenn, skákiðkendur og málara. Þarna koma niðurstöður forprófa að góðum notum, en þær eiga að vera sambærilegar. Annað dæmi ef ætlunin er að kanna áhrif akstursþjálfunar á ökumenn, en tilraunarhópurinn væri samsettur af einstaklingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu og samanburðarhópurinn úr dreifbýli. Þá er auðvelt að ætla að hóparnir hafi verið misgóðir í að keyra í borgarumferð áður en meðferðinni var beitt sem hefur áhrif á eftirprófið.*2) Prófun (testing) – þegar forprófið sjálft eða mælingin fyrir meðferð hefur áhrif á eftirprófið (háðu breytuna). Þetta er ógn við innra réttmæti því þá er eitthvað meira en bara meðferðin hefur áhrif á háðu breytuna, þ.e. á það hvort að munurinn (eða skortur á mun) sé tilkominn vegna þess að forprófið stjórnaði þátttakendum. Solomon fjögra hópa sniðið hjálpar rannsakanda að koma auga á prófunaráhrif. T.d. ef rannsakandi leggur próf fyrir nemendur á fyrsta kennsludegi, námskeiðið sjálft er meðferðin og sama prófið er svo lagt fyrir nemendur í síðasta tímanum/ við lok námskeiðsins. Ef þátttakendur muna eftir spurningum forprófsins og það hefur áhrif á það sem þau lærðu (athygli) eða hvernig þau svöruðu spurningunum á eftirprófinu, eru prófunaráhrif til staðar. Ef prófunaráhrif eiga sér stað getur rannsakandinn ekki sagt til um hvort að meðferðin ein og sér hafi haft áhrif á háðu breytuna/eftirprófið.*3) Smitunaráhrif (diffusion of treatment or contamination) – ógn við innra réttmæti þegar meðferðin smitast frá einstaklingum tilraunarhópsins og þeir sem eru í samanburðarhópnum breyta hegðun sinni vegna þess að þeir læra meðferðina. Þetta getur t.d. gerst ef hóparnir tveir hittast meðan á tilrauninni stendur og ræða saman um hana.*4) Væntingar rannsakanda (experimenter expectancy) – viðbragðstegund og ógn við innra réttmæti sem orsakast af því að rannsakandinn gefur þátttakendum óbeint til kynna hver kenningin, sem verið er að prófa, er eða hverjar óskaniðurstöðurnar væru. T.d. getur augnsamband, tónhæð raddar, pásur og önnur ósögð látbrigði gefið til kynna afstöðu rannsakandans. Við reynum því að láta hópstjóra og aðra á vettvangi vita sem minnst um tilgang og tilkomu rannsóknarinnar.

30

Page 31: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*5) Saga (history) – þegar atburður, ótengdur meðferðinni, gerist meðan á tilrauninni stendur og hefur áhrif á háðu breytuna, en er óplanaður og rannsakandinn hefur enga stjórn á. Meiri hætta á þessari ógn í tilraunum sem spanna langt tímaskeið. T.d. umfjöllun í fjölmiðlum eða atburðir í samfélaginu um svipuð málefni og tilraunin snýst um. Dæmi: Ef verið væri að kanna viðhorf til olíufyrirtækja yfir tíma og síðan kæmi upp umfjöllun um samráð olíufyritækja meðan á tilrauninni stæði. Ógn við innra réttmæti.*6) Þroski (maturation) – þegar einhver líffræði-, sálfræði- eða tilfinningalegur þroski, aðskilinn meðferðinni sjálfri, verður á þátttakendum og „breytir“ þeim. T.d. leiði eða þreyta sem hefur áhrif á niðurstöðu eftirprófanna (háðu breytuna), þátttakendum gengur verr eða „skora“ illa á prófinu. Meiri hætta á þessari ógn í tiltraunum sem spanna langt tímaskeið.*7) Brottfall (mortality) – þegar einstaklingar hætta þátttöku af einhverjum orsökum meðan á tilrauninni stendur, þ.e. eru ekki með frá upphafi til enda. Sérstaklega mikil ógn ef um marga þátttakendur er að ræða eða fleiri úr öðrum hópnum en hinum. Þrátt fyrir að mortality þýði dauði þarf það ekki endilega að tákna að þátttakendur hafi dáið. Dæmi: Ætlunin er að skoða hvort að tiltekin þjálfun hafi áhrif á þyngd fólks. Við höfum tvo 50 manna hópa og báðir eru vigtaðir fyrir meðferð. Tilraunarhópurinn þarf síðan að stunda tiltekna þjálfun í einhvern tíma en samanburðarhópurinn ekki. Að ákveðnum tíma liðnum er framkvæt eftirpróf en þá hafa bara 30 manns í tilraunarhópnum klárað tilraunina og 45 í samanburðarhópnum. Brottfallið var mikið í tilraunarhópnum og hann minnkaði meðan á meðferð stóð, kannski vegna þess að þeir voru of þungir og nenntu ekki að æfa í fjórar vikur. Brottfallið hefur þannig ógnað innra réttmæti og niðurstöðurnar geta ekki gefið raunhæft mat á tilrauninni þar sem það voru ekki nægilega margir sem kláruðu allt ferlið.~8) Instrumentation – skylt stöðugleika áreiðanleika; á sér stað þegar tækið eða mæling háðu breytunnar breytist meðan á tilrauninni stendur.~9) Tölfræðileg afturför (statistical regression) – erfitt að henda reiður á, en er vandamál ýktra gilda eða tilhneigingu á tilviljunarvillum sem færa niðurstöður hópa að meðaltali.~10) Skaðabótahegðun (compensatory behavior) – þegar einstaklingar í samanburðar-hópnum breyta hegðun sinni til að bæta fyrir það að fá ekki meðferð. Stundum gefa rannsakendur einstaklingum í einum hópi eitthvað verðmætt, en ekki einstaklingum í öðrum og mismunurinn þarna á milli verður ljós. Ójöfnuðurinn getur valdið þrýstingi til að minnka mismun, auka samkeppnislegan ágreining, eða sárindum. Þessar tegundir skaðabótahegðunar geta haft áhrif á háðu breytuna, auk meðferðarinnar sjálfrar.

>*Tvöföld-blindni tilraun (double-blind experiment) – tegund rannsóknaraðferðar við tilraunir þar sem hvorki þátttakendur né þeir sem sjá um framkvæmd tilraunarinnar fyrir rannsakandann (þeir sem eru í beinu sambandi við þátttakendur) vita um eðli tilraunarinnar. Þessi aðferð er hentug til að koma í veg fyrir að þátttakendur verði varir við væntingar rannsakanda.*2) Ytra réttmæti (external validity) – vísar til þess hvort megi alhæfa niðurstöður tilraunar á aðstæður og atburði utan hennar. Ef að tilraun vantar ytra réttmæti, eiga niðurstöður hennar aðeins við um tilraunina sjálfa og eru ónothæfar bæði fyrir grunn- og hagnýt vísindi. Við setjum upp tilbúnar aðstæður í tilraunum en viljum vita hvort að þær segi okkur eitthvað um raunveruleg ferli í samfélaginu. T.d. rannsókn Lauderdale með tilbúna ógnun, segir sú rannsókn okkur eitthvað um viðbrögð fólks við alvöru ógnun.

31

Page 32: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Þættir sem hafa áhrif á ytra réttmæti: (raunveruleiki og viðbrögð af völdum rannsóknaraðferða).*1) Raunveruleiki (realism) – eru rannsakendur raunsæir? Vísar til þess hversu vel tilraunaaðstæður líkjast raunverulegum aðstæðum í lífum fólks.

*1.a) Tilraunaveruleiki (experimental realism) – Ytra réttmæti þar tilraunin er látin vera eins raunveruleg og kostur er, til að atburðir tilraunarinnar hafi raunveruleg áhrif á þátttakendur. Ef fólk lifir sig ekki inn í ferlið/aðstæðurnar sem tilraunin skapar því, þá er tilraunaveruleiki í ólagi. Ef meðferðin hefur engin áhrif á þátttakendur og þeir hafa ekki lifað sig inn í hana þótt hún raunsæ, er tilrauna-veruleiki lítill. Þess vegna leggja rannsakendur yfirleitt mikið á sig til að gera aðstæður tilrauna sem raunverulegastar.*1.b) Hversdagsraunveruleiki (mundane realism) – spyr hvort að tilraunin sé eins og heimurinn er í raun og veru. Tegund ytra réttmætis þar sem aðstæður tilraunarinnar líta út fyrir að vera raunverulegar og líkjast umhverfi eða aðstæðum utan tilraunastofa – þ.e.a.s. eru aðstæðurnar eins og einhverjar aðstæður í raunverulegu lífi fólks, eða eins og eitthvað sem á sér stað í samfélaginu. Ef líklegt er að fólk lendi í eins/svipuðum aðstæðum í alvörunni er (hverdags)-raunveruleikinn góður. T.a.m. ef börn væru látin berja dúkkur í tilraunum væri raunveruleikinn ekki góður því það er ekki algeng hegðun hjá börnum í veruleikanum. Þetta er því matsatriði í hvert sinn.

*2) Viðbrögð af völdum rannsóknaraðferða (reactivity) – þátttakendur í rannsóknum geta brugðist öðruvísi við í tilraun en þeir myndu gera í raunveruleikanum því að þeir vita að þeir eru í rannsókn; þetta kallast viðbrögð af völdum rannsóknaraðferða. Ógn við ytra réttmæti þegar einstaklingarnir vita að þeir eru í tilraun og verið er að fylgjast með þeim.

*2.a) Hawthorne áhrif (Hawthorne effect) – áhrif nefnd eftir þekktri tilraun (1920-1930, Hawthorne Illinois) þar sem viðbrögð þátttakenda mátti rekja til tilraunarinnar sjálfrar, en ekki meðferðarinnar sem beitt var. Rannsaksendur í Hawthorne breyttu vinnuskilyrðum í raftækjaverksmiðju á ýmsa vegu, t.d. lýsingu, vinnupásum o.fl. og mældu afköst í leiðinni. Afköstin jukust við hverja breytingu því fólk var ekki að bregðast við ólíkum meðferðum heldur við þeirri auknu athygli sem það fékk fyrir að vera þátttakendur í rannsókn. Við þessi áhrif er ytra réttmæti í ólagi.>Hawthorne áhrifin eru notuð sem yfirheiti yfir áhrif sem þátttakendur verða fyrir vegna athygli frá rannsakendunum sjálfum. Þessu skylt eru áhrifin sem eitthvað nýtt skapar, sem geta minnkað með tímanum (nýjabrumið hverfur).*2.b) Tilgátuáhrif (demand characteristics) – þátttakendur í tilraun geta raðað saman vísbendingum úr tilrauninni og komist að því hver kenning hennar eða markmið er. Í kjölfarið geta þeir breytt hegðun sinni til að gera það sem þeir halda að ætlast sé til af þeim (t.d. e-ð sem styður kenninguna), með það fyrir augum að þóknast rannsakandanum. Til að athuga hvort að þessi er raunin, þ.e. hvort að tilgátuáhrif hafi ógnað ytra réttmæti er fólk iðulega spurt hvort að það hafi fattað tilgátuna að tilraun lokinni.*2.c) Gerviháhrif (placebo effect) – þegar þátttakendur fá ekki raunverulega meðferð heldur gervi- eða eftirlíkingarmeðferð, en bregðast við eins og þeir hafi fengið þá raunverulegu. Þá hefur það að fá meðferð, þó hún sé gervi, áhrif en ekki meðferðin sjálf. T.d. þegar tilraun er gerð á lyfi sem á að hjálpa fólki að hætta að reykja. Annar hópurinn fær lyf sem á að draga úr nikótínlöngun, en hinn hópurinn

32

Page 33: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

fær lyfleysu (placebo), eða falska meðferð. Ef einstaklingar sem fengu lyfleysuna hætta líka að reykja, þá hefur þátttakan til tilrauninni og inntaka á einhverju sem þeir héldu að myndi hjálpa þeim að hætta að reykja haft áhrif. Trú þátttakenda á lyfleysunni hafði áhrif á háðu breytuna og ógnar þannig ytra réttmæti.

*Vettvangsrannsóknir (field experiments) – tilraunir sem eru framkvæmdar úti í sam-félaginu undir eðlilegum aðstæðum, t.d. í neðanjarðarlestum, í verslunum eða á göngu-götu. Einstaklingar í vettvangsrannsóknum vita sjaldnast að þeir eru hluti í tilraun og bregðast (svara) eðlilega við. T.d. ef rannsakandi þykist fá hjartaáfall um borð í neðanjarðarlestarvagni til að kanna viðbrögð samferðamanna. Tilraunir framkvæmdar í samfélaginu gefa oft betra ytra réttmæti; eru alhæfanlegar á aðstæður utan tilraunarinnar, en tilraunarstofurannsóknir. Hins vegar er innra réttmætið í vettvangsrannsóknunum verra vegna þess að við höfum ekki tilviljunina í því hver hlýtur meðferðina, t.d. sviðsetningin á hjartaáfallinu – ekki háð algjörri tilviljun hver kemur til hjálpar.---Kostir og gallar: Stjórn rannsakanda yfir aðstæðum tengist innra og ytra réttmæti. Tilraunarstofurannsóknir hafa gjarnan hátt innra réttmæti, en minna ytra réttmæti. Þær eru rökréttari og –fastari, en ekki eins alhæfingarlegar. Vettvangsrannsóknir hafa gjarnan hátt ytra réttmæti, en minna innra réttmæti. Þær eru alhæfanlegri en óstjórnanlegri og einstaklingar hafa ekki jafna möguleika á að lenda í tilrauninni. Rannsakendur geta hvorki stjórnað aðstæðum fullkomlega, né því sem þátttakendurnir heyra eða segja. Mælingin á viðbrögðum þátttakenda er byggð á eftirlitsmönnum sem liggja í felum og þeir geta vel misst af einhverjum viðbrögðum þátttakenda. Að auki gáfu einstaklingarnir ekki samþykki fyrir þátttöku sinni í tilrauninni við verðum líka að huga að siðferðisvitundokkar því það er ekkert grín að blekkja fólk, spila með það og hræða – t.d. með sviðsetningu á hjartaáfalli, árás eða nauðgun. Við eigum ekki að leika okkur með tilfinningar annarra að óþörfu, því jafnvel þó að markmið tilraunarinnar sé mikilsvert og gott, er nauðsynlegt að nota blekkingu með varúð og takmörkunum og reyna að halda henni í lágmarki.>Tilraunir í félagsvísindu: Styrkleiki = Innra réttmæti. Veikleikar = Ytra réttmæti, siðferðilegar og hagnýtar takmarkanir, og þær henta betur í rannsóknum á litlum hópum (míkró), en eru sjaldan notaðar í makró rannsóknum.*Spurningalistakannanir (survey research) - henta vel rannsóknarspurningum um einstaklingsmiðaðar skoðanir, viðhorf eða hegðun og þá í megindlegum rannsóknum á „stórum úrtökum“ (ekki minna en ca.100). Rannsakendur spyrja iðulega um marga hluti í einu, mæla margar breytur (of með samsettum mælingum) og prófa margar kenningar í einni og sömu könnuninni. T.a.m. er hægt að spyrja um eftirfarandi þætti: i) hegðun, ii) afstöðu, viðhorf, skoðanir, iii) félagslegan bakgrunn (einkahagi), iv) væntingar, v) félagslega stöðu og vi) þekkingu. En við þurfum að ákveða fyrirfram hvað við viljum skoða því spurningarnar eru staðlaðar. Tilraunir rannsaka litla hópa í ákveðinn tíma og beita tiltekinni meðferð, en spurningalistakannanir eru lagðar fyrir stóran hóp svarenda, sem allir svara sömu sömu spurningunum og rannsakendur prófa margar kenningar og trufla hina eiginlegu tímaröð með spurningum um liðna hegðun, væntingar eða félagslegan bakgrunn. Spurningakannanir geta verið: lýsandi rannsókn (t.d. kannanir á fylgi stjórnmálaflokks), skýrandi rannsóknir (oft kallaðar fylgnirannsóknir) og leitandi rannsóknir (sbr. opnar spurningar). Þær geta þó líka verið gagnlegar í makró samanburði t.d. á skipulagsheildum (rannsókn á vinnuaðstæðum og líðan starfsfólks), á stærri hópum, ríkjum og þjóðum (fjölþjóðleg könnun á ólíkum viðhorfum fólks) og í samanburði tímabila.-Lykilatriði að góðum spurningalista: Góður spurningarlisti myndar samhangandi heild, þar sem spurningarnar fléttast saman en eru ekki sundurslitnar hver frá annarri.

33

Page 34: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

Mikilvægt er að forðast rugling/misskilning, hafa spurningar skýrar til að auka áreiðanleika og nauðsynlegt er að hafa sjónarmið svarenda ætíð í huga. Rannsakandinn vill að hver svarandi skilji/heyri sömu spurningu á nákvæmlega sama hátt, en þær geta engu að síður haft mismunandi merkingu fyrir fólk með ólíkan félagslegan bakgrunn. Það er samt ekki hægt að sníða hverja spurningu að hverjum svaranda fyrir sig, því slíkt gerir samanburð nánast ómögulegan. Að svara spurningakönnun á heldur ekki að vera eins og að fylla út formlegt stofnanaeyðublað.-10 algeng atriði sem ber að varast í spurningarlistagerð – vanda orðalag:

1) Forðist slangur, sérfræðimál og skammstafanir. Mismunandi hópar geta haft ólík heiti yfir sömu hluti og notað orð sem eingöngu eru skiljanleg innan tiltekins hóps. Slangur er tegund sérfræðingamáls innan undirmenningar og ekki skiljanlegt nema þeim sem tilheyra sama hópi. Slangur og sérfræðimál ber að forðast nema verið sé að rannsaka tiltekinn hóp sem notar það. Býr til óskýrleika og tvíræðni nema verið sé að kanna tiltekinn hóp sem notar það.2) Forðist tvíræðni, rugling og óljósar spurningar. Fólk leggur mismunandi skilning í orð eins og „oft, reglulega, út að borða“ og við verðum því að hugtakabinda þau hugtök sem verið að kanna – skilgreina þau vel.3) Forðist tilfinningahlaðin hugtök og stöðuskekkju (prestige bias). Tilfinninga-hlaðin orð og hugtök tengd stöðu virtra einstaklinga geta litað túlkun og svör svarenda við spurningum þannig að þeir svara spurningunni frekar m.t.t. til skoðunar sinnar á virta einstaklinginum/hópnum en á málefninu sem spurt er um t.d. glæpamenn, forsætisráðherra, forseti o.s.frv.4) Forðist tvíhleypur (double-barreled question). Ekki spyrja um tvennt í einu og alls ekki biðja svarendur að skoða tengsl milli breyta fyrir þig. Nauðsynlegt er að hver spurning spyrji bara um eitt tiltekið og vel skilgreint atriði.5) Forðist leiðandi spurningar. Allir svarmöguleikar eiga að virka jafngildir fyrir svarendum og það má ekki gefa þeim vísbendingar um óskasvörun rannsakandans. Leiðandi spurning er spurning sem beinir svarenda frekar ákveðnum svarmöguleika en öðrum með orðafari sínu. Fullyrðingar geta verið leiðandi og margt fólk hefur tilhneigingu til að vera sammála fullyrðingum. Dæmi: Sinntir þú borgaralegri skyldu þinni og kaust í síðustu alþingskosningum? (En þegar ætlunin er að setja spurningar saman í eina mælingu skiptir ekki máli hvort þær eru leiðandi – þ.e. þær má nota í samsettum mælingum t.d. á sjálfsmynd. Við notum því samsettar mælingar og jafnvel leiðandi spurningar þegar ætlunin er að dreifa svörum spurninga og raða einstaklingum – þær nýtast í fylgnirannsóknum.)6) Forðist spurningar sem fólk getur ekki svarað. Spurningar um eitthvað sem aðeins fáir svarendur vita pirrar svarendur og býr til lággæða svör. Svarendur geta ekki alltaf munað eftir atriðum úr fortíðinni og vita ekki nákvæmlega eftir einstökum atvikum. Að spyrja svarendur spurninga um afstöðu þeirra til einhverra mála sem þeir þekkja ekki, eða vita ekkert um (t.d. tæknileg atriði í innflytjendamálum eða um innra skipulag einhverrar stofnunar) geta gefið af sér einhver svör en þau eru óáreiðanleg og merkingarlaus. Þegar margir svarendur eru ólíklegir til að vita eitthvað um tiltekið efni er nauðsynlegt að nota skilyrtar spurningar (sjá síðar).7) Forðist að gefa falskar forsendur. Ekki byrja spurningu með einhverjum forsendum sem svarendur kunna að vera á móti og spyrja svo um valmöguleika varðandi það, þ.e. ekki gefa svarenda einhverjar forsendur í upphafi þannig að í kjölfarið líti hann svo á að um eitthvað vandamál sé að ræða. Svarendur sem eru

34

Page 35: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

ósammála forsendunni verða pirraðir og vita ekki hverju þeir eiga að svara. Dæmi: Hvenær hættir þú að svíkja undan skatti? Hér er rannsakandi að gefa sér þær forsendur að viðkomandi hafi einhvern tímann svikið undan skatti.8) Forðist spurningar um áætlanir í framtíðinni og að setja fólk í fræðilegar aðstæður. Spurningar um hegðun og gerðir í fræðilegum aðstæðum eru yfirleitt tímasóun, sbr. „Ef að ný matvöruverslun myndi opna neðar í götunni, myndir þú versla í henni.“ Það er betra að spyrja um núverandi eða nýlegar gerðir og hegðun. Yfirhöfuð svara svarendur sérstökum, konkret spurningum, sem tengjast þeirra reynsluheimi, áreiðanlegar en þeim sem eru utan núverandi reynslu þeirrar.9) Forðist tvöfalda neitun. Tvöfaldar neitanir í venjulegu máli eru málfræðilega rangar og ruglingslegar, slíkar spurningar búa því til óáreiðanleika. T.d. ef það er bæði „ekki“ og „ósammála“ í spurningu gerir það spurninguna of erfiða og ruglingslega og svarandi þarf að hugsa hana of mikið sem býr til óáreiðanleika. Dæmi: Ertu ósammála þeim sem vilja ekki að byggð verði ný sundlaug í bænum.10) Forðist skörun eða ójafna svarmöguleika. Gerið svarflokka eða svarmöguleika jafna, tæmandi og forðist að þeir skarist, svo að svarandi svari ekki fleiri en einum valkosti. Dæmi: Hvernig fannst þér þjónustan á hótelinu okkar vera? Framúrskarandi, frábær, óaðfinnanleg eða góð?

*Opin spurning (open-ended question) – tegund spurningar þar sem svaranda er frjálst að svara því sem hann vill, svarmöguleikar eru ekki gefnir og svarandinn skrifar svarið sjálfur. Þær henta í leitandi rannsóknum (ekki í fylgni), þegar rannsakandi veit ekki um viðeigandi svarmöguleika, en auka hins vegar hættuna á brottfalli, eru tímafrekar í svörun og úrvinnslu (t.d. erfitt að kóða ritgerðarsvör) og vafasamar í samanburði.*Lokuð spurning (closed-ended question) – tegund spurningar þar sem svarandinn verður að velja úr tilteknum svarmöguleikum sem ákveðnir eru fyrirfram af rannsakanda og hönnuði spurningarlistans. Þær eru auðveldar í svörun og úrvinnslu og henta vel í fylgnirannsóknum, þrátt fyrir að það vanti e.t.v. einhver svarmöguleika að mati svaranda, þær einfaldi veruleikann og geti kallað fram skoðanir/svör sem eiga sér ekki stoð í reynslu fólks.*Hálfopin spurning (partially open question) – tegund spurningar með fyrirfram ákveðna svarmöguleika auk svarmöguleikans “annað” sem gefur svarandanum kost á að tilgreina eitthvað annað svar sem rannsakandinn tók ekki fram.*Svefngengils spurning (sleeper question) – spurning í spurningalistakönnun um tilbúna atburði eða fólk til að kanna hvort að svarendur séu hreinskilnir eða að ljúga til um þekkingu sína á tilteknum atriðum. Dæmi: Í könnun sem gerð var í Bna til að kanna hvaða bandarísku mannréttindaleiðtoga svarendur þekktu var tilbúnu nafni bætt við svarmöguleikana. 15% svarenda þekktu þennan „tilbúna einstakling“ sem bendir til þess að hinir raunverulegu leiðtogar sem voru þekktir af þessum 15% hafi í raun verið óþekktir. Önnur aðferð er að biðja svarendur um að segja frá manneskjunni eftir að þeir segjast þekkja hana.*Svarkostir í lokuðum spurningum: forðast skörun, eiga að vera tæmandi, jafnvægi þarf að vera milli svarmöguleika, betra er að hafa fleiri svarkosti en færri því það gerir niðurstöður áreiðanlegri og nákvæmari og gefur betri röðun á svarendum. Rannsóknir benda til þess að það skipti litlu máli í fylgnirannsóknum (þegar verið er að kanna fylgni milli breyta) hvort að miðju/hlutlaus afstaða sé einn af svarkostum. Mælingar gefa yfirleitt svipaða fylgni við aðrar mælingar hvort sem miðja er notuð eða ekki. Kvarði sem hefur miðju gefur okkur þó meiri upplýsingar en kvarði sem ekki hefur miðju því hún kemur í veg fyrir að fólk geri sér upp skoðanir. Svarmöguleikann „ég veit ekki“ ber að

35

Page 36: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

forðast þar sem hann eykur brottfall þó að fólk hafi tiltekna skoðun – missing values því þetta eru engin svör. Ein lausn á þessu er að nota skilyrtar spurningar.*Skilyrtar spurningar (contingency questions) – tvíhliða spurning þar sem svar við fyrsta lið hennar beinir svarandanum annað hvort að næsta spurningarefni eða að ítarlegra og skyldara efni í annari spurningu. Svarið við fyrsta liðnum ákvarðar áframhaldið, þ.e. hvort að svarandinn svarar fleiri spurningum um tiltekið efni eða svarar næst ótengdri spurningu. Ef eitthvað á ekki við á svarandinn að sleppa tiltekinni spurningu/spurningum og þannig er vinsað úr hópnum þannig að aðeins þeir sem gagn er af svara spurningunni. Nauðsynlegt er að skilyrðingin komi strax á eftir þeim svarmöguleika sem viðkomandi velur því annað býður upp á misskilning og rugling.-Ein aðferð til að draga úr bjögun sem spurningar um viðkvæm málefni geta valdið, t.d. spurningar sem ógna sjálfsbirtingu svaranda (presentation of self) um sjálfsfróun, fíkniefnaneyslu, drykkju og tekjur – þar sem líkur eru á að svarandi svari ekki heiðarlega til að birtast ekki öðrum í neikvæðu ljósi, er að búa til samhengi sem dregur úr viðkvæmni málefnisins og gera „vandamálið“ algengt. Eins svara líka margir spurningum um hluti sem eru félagslega æskilegir á þann veg að þeir hafi gert hann þó að raunin sé önnur, til að forðast slíka bjögun er hægt að bjóða svaranda að „bjarga andlitinu.“*Hefðbundin spurning (standard-format question) – spurning í spurningarlistakönnun þar sem svarmöguleikarnir innihalda ekki möguleikann á hlutleysi, þ.e.a.s. enginn: “engin skoðun” eða “ég veit” svarmöguleiki.*Hálf-síu spurning (quasi-filter question) – spurning sem inniheldur “engin skoðun” eða “ég veit ekki” svarmöguleika.*Full-síu spurning (full-filter question) – spurning þar sem svarendur eru fyrst spurðir hvort að þeir hafi afstöðu til einhvers tiltekins efnis, síðan eru þeir sem hafa skoðun eða þekkingu á því (og eingöngu þeir) spurðir sérstakrar spurningar um það.*Matrix spurning – samþjappað og fyrirferðarlítið form spurninga þar sem allar spurningarnar hafa sömu svarmöguleika. Þessi aðferð sparar pláss og gerir bæði svarendum og rannsakendum auðveldar fyrir að greina svör í sama svarflokki.*„Flotarar“ (floaters) – svarendur án þeirrar þekkingar eða skoðunar sem þarfnast til að svara tilteknum spurningum en gera það samt sem skapar ósamræmi í svörum. Þeir skipta á milli þess að svara spurningum, þar sem ekki er boðið upp á “engin skoðun” svarmöguleika og þess að velja “ég veit ekki” þar sem það er í boði. Þeir skipast því á að svara og vita ekki eitthvað.*Nýafstaðin áhrif (recency effect) – áhrif sem geta átt sér stað þegar svarendur velja síðasta svarmöguleikann sem er gefinn í stað þess að velta öllum möguleikum gaumgæfilega fyrir sér.*Orðavals áhrif (wording effect) – áhrif í spurningalistakönnunum þegar ákveðið hugtak eða orð hefur sterk áhrif á hvernig sumir svarendur svara tilteknum spurningum. Að jafnaði hefur orðaval meiri áhrif á fólk sem er minna menntað og ákveðin orð geta hrint af stað tilfinningalegum viðbrögðum: sbr. fátækir vs. fólk sem hlýtur félagslega aðstoð.*Um röð spurninga í spurningalista:1) Byrjaðu á áhugaverðum spurningum2) Léttar spurningar fyrst – erfiðar seinna3) Ekki byrja á mörgum bakgrunnsspurningum – hafðu þær síðast eða aftarlega4) Aðalspurningar í miðju listans5) Viðkvæmar spurningar seint (en ekki síðast)6) Hafðu efnislega svipaðar spurningar saman (kaflaskiptu með fyrirsögnum ef með þarf)7) Hafðu opnar spurningar síðast (því þær eru erfiðastar)8) Skildu að spurningar sem gætu haft áhrif á hvor aðra

36

Page 37: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

9) Enda á því að þakka viðkomandi fyrir að hafa gefið sér tíma í að svara spurn.*Mismunandi aðferðir við gagnaöflun – hægt að nota ólíkar aðferðir þegar við leggjum fyrir kannanir:*1) Póst- og fyrirlagnarkannanir (mail and self-administered questionnaires).Kostir: ódýrasta aðferðin og hægt að framkvæma af einum rannsakanda. Í póstkönnunum getur svarandi gefið sér tíma og svarað spurningunum í ró og næði. Þær bjóða upp á nafn-leynd og koma í veg fyrir spyrlaáhrif. Þær eru árangursríkar og svarhlutfall getur orðið gott ef efnið er áhugavert og svarendur eru velmenntaðir og áhugasamir. Framkvæmda-tími fyrirlagnakannana er stuttur og sú aðferð hefur hæsta svarhlutfallið (sjaldgæft að einhver segi nei þegar kennari dreifir könnun um bekk - kjöraðstæður), en framkvæmdatíinn getur verið langur í póstkönnunum. Spyrlaáhrif í lágmarki. Góð svörun og lítið brottfall í fyrirlagnakönnunum.Gallar: mikið brottfall í póstkönnunum því fólk gefur sér ekki tíma í að svara þeim, flestum er svarað innan tveggja vikna en sumum ekki fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum svo framkvæmdartími verður langur. Eftirfylgni- og áminningarbréf auka kostnað og tíma. Rannsakandi getur ekki stjórnað aðstæðum (t.d. hvort könnun sé svarað í partý af drukkinni manneskju) eða þeirri röð sem svarandi svarar spurningum, nema í fyrirlagnakönnunum. Enginn til staðar til að útskýra vafaatriði sem kunna að koma upp. Einhver annar en sá sem könnunin er stíluð á getur opnað póstinn og fyllt hana út. Ófullnægjandi kannanir eru líka stórt vandamál, auðvelt að ljúga til um aldur, kyn, stétt, stöðu o.s.frv. Takmarkað hvernig spurninga hægt er að spyrja, t.d. er ómögulegt að spyrja spurninga sem krefjast sjónrænna viðbragða. Engin stjórn á röð, þ.e. svarendur geta flakkað milli spurninga að vild.*2) Símakannanir (telephone interviews) Kostir: Vinsæl aðferð við gagnaöflun því hægt er að ná til sem flestra í þjóðfélaginu. Hringt í fólk, það spurt spurninga og svörin skráð niður. Auðveldlega hægt að ná í mikið af fólki sem býr langt í burtu. Með nokkrum endurtekningarsímtölum er hægt að ná svarhlutfalli upp í 90% og framkvæmdartíminn er stuttur ef margir vinna við hringingar. Kostnaðurinn þó meiri en í póst- og fyrirlagnarkönnunum. Sveigjanleg aðferð með flesta styrkleika viðtalskannana, en mun ódýrari í framkvæmd. Spyrillinn hefur stjórn á aðstæðum og röð spurninga. CATI-tæknin (computer-assisted telephone interviewing), eða tölvuaðstoð er algeng í símakönnunum, en þá situr spyrillinn fyrir framan tölvu á meðan hann les upp spurningarnar og spyr svarandann og skráir síðan svörin jafnóðum á tölvuna. Þetta flýtir fyrir framkvæmd könnunarinnar, dregur úr spyrlavillum og auðveldar gagnaúrvinnslu. Önnur aðferð sem notuð er nefnist IVR (interactive voice response) eða gagnvirk raddarsvörun þar sem talgervill spyr spurninga og svarandinn svarar spurningum með því að ýta á ákveðinn takka á símanum sínum eða segja svarið í símann. Þessi tegund er hentug fyrir stuttar kannanir, en brottfall eykst hratt eftir því sem þær lengjast.Gallar: Kostnaðarsamar og takmörkuð lengd kannana eru helstu gallar þessarar aðferðar. Engin leið að ná í svarendur sem eru ekki með síma og símtalið getur líka komið á slæmum tíma til þeirra sem eiga síma. Notkun spyrils minnkar nafnleynd svarenda og getur ýtt undir spyrlaáhrif. Erfitt að nota opnar spurningar og spurningar sem krefjast sjónrænna viðbragða eru ómögulegar.*3) Viðtalskannanir (face-to-face interviews)Kostir: Viðtalskannanir hafa hæsta svarhlutfallið og leyfa lengstu kannanirnar. Þær hafa þann kost umfram símakannanir að þjálfaður spyrill er sendur á vettvang og hann getur einnig fylgst með umhverfinu og notað annan tjáningarmáta en munnlegan t.d. augn- og handahreyfingar. Góðir spyrlar get spurt um allt á milli himins og jarðar. Svarhlutfallið er

37

Page 38: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

næst best í þessari tegund en flestum finnst erfitt að neita þátttöku þegar spyrillinn bankar upp á. (Kynningarbréf sent á undan: „Á næstu dögum mun spyrill banka upp á hjá þér og við hvetjum þig eindregið til að taka vel á móti honum og taka þátt, því þátttaka þín skiptir miklu máli.....“Gallar: Mjög hár kostnaður er stærsti galli viðtalskannana. Þjálfun spyrla, ferðalög, umsjón, yfirseta og persónuleg útgjöld geta verið mikil. Spyrlaáhrif geta verið stórt vandamál og stjórn á aðstæðum er minni en í símakönnunum, þar sem rannsakandi (umsjónarmaður) getur hlustað á símtölin.*4) Vefkannanir (web surveys)Kostir: Fljótlegar og ódýrar í framkvæmd, sendar með tölvupósti til svarenda. Sveigjanlegt form og hægt að notast við sjónræn atriði eins og myndir, video og hljóð. Getur verið gagnlegt hjá tilteknum hópi, t.d. starfsmannakannanir innan tiltekins fyrirtækis.Gallar: Umfang, næði (leynd) og staðfesting (sönnun) eru stórir gallar. Það hafa ekki allir jafna möguleika á að lenda í úrtakinu, efnaminna, ómenntað, stjálbýlt og eldra fólk sem er ólíklegra til að eiga tölvu kemst ekki í úrtakið. Margir hafa nokkur netföng og geta því fengið sömu könnun oftar en einu sinni – mikil hætta á úrtaksvillum. Það getur verið erfitt að tryggja trúnað og nafnleynd, en það fer eftir tölvuforritunum sem notuð eru. Þetta form er ennþá á byrjunarstigi og á eftir að þróast meira í náinni framtíð.*Vandamál tengd svarbjögun:

Póst/fyrirl. Símak. Viðtalsk.•Félagslegur æskileiki Lítið vandamál Meira vandamál Mikið vandamál•Spyrlaáhrif Lítð vandamál Meira vandamál Mikið vandamál•Lesskilningur svarenda

Mikið vandamál Lítið vandamál Lítið vandamál

*Spyrlaáhrif (Interviewer bias) – eitthvað í fari, hegðun, gerðum, viðveru ... spyrils sem hefur áhrif á það hvernig svarandinn svarar spurningunum.*‘Athugasemd’ (probe) – eftirfylgnispurning í viðtalskönnunum sem biður viðmælanda/ svaranda að útskýra eða gera ítarlega grein fyrir ófullnægjandi eða óviðeigandi svari.

-Tíu atriði sem þarf að nefna þegar gera á grein fyrir rannsóknarkönnun:1) Tilgreina þýðislistann sem var notaður (t.d. símanúmerskrár).2) Tilgreina hvaða daga könnunin var framkvæmd.3) Tilgreina þýðið sem úrtakið endurspeglar (t.d. fullorðna bna-menn, ástralska háskóla-nema).4) Tilgreina úrtaksstærð.5) Tilgreina úrtaksaðferð (t.d. tilviljunaraðferð).6) Tilgreina nákvæmlega hvernig spurningar voru orðaðar sem notaðar voru.7) Tilgreina könnunaraðferð (t.d. viðtals- eða símakönnun).8) Tilgreina stofnanir sem styrktu gerð könnunnarinnar (hver borgaði fyrir hana og hver framkvæmdi hana).9) Tilgreina svarhlutfall eða hlutfallið milli þeirra sem var haft samband við og þeirra sem kláruðu spurningarlistann í heild sinni.10) Tilgreina allar upplýsingar sem vantar eða „ég veit ekki“ svör, þegar niðurstöður einstakra spurninga eru kynntar.*Innihaldsgreining (content analysis) – er megindleg tækni til að safna og greina innihald tiltekins texta. Innihaldið vísar til orða, merkinga, mynda, tákna, hugmynda, þema eða einhverra skilaboða sem hægt er að miðla. Textinn er eitthvað skriflegt,

38

Page 39: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

sjónrænt, eða talað sem þjónar sem samskiptamiðill. Þ.á.m. bækur, blöð, tímaritagreinar, auglýsingar, ræður, opinber gögn, kvikmyndir, fréttir, tónlistarmyndbönd, söngtexta, ljósmyndir, efnisbúta eða listaverk. Um er að ræða magnbindingu á nánst hverju sem er; t.d. fjölda orða í texta, fjölda birtinga auglýsinga, hversu oft eitthvað gerist, eitthvað er sagt o.s.frv. >Innihaldsgreining hentar þegar rannsakandi hefur áhuga á að skoða innihald tiltekinna boðskipta á hlutlægan og megindlegan hátt; er t.d. mest notuð í fjölmiðlafræði, en ekki notuð ein og sér. Hún kemur enn fremur að góðum notum þegar rannsóknarspurningin felur í sér athugun á texta sem er í miklu magni (nota má tilviljunarúrtak og aðstoðar-menn við kóðun), þegar viðfangsefnið er „langt frá“ í tíma og rúmi (t.d. söguleg skjöl, lög í fjarlægum, óvinveittum löndum eða bækur frá öðru tímabili) og við að finna skilaboð/merkingu í texta sem sést illa öðruvísi. T.a.m. gætir þú haft það á tilfinningunni að aðrir en hvítir birtist sjaldan í auglýsingum fyrir dýrar vörur (t.d. lúxusbíla, loðfeldi, skartgripi, ilmvötn o.s.frv.). Innihaldsgreining getur skráð – með hlutlægum og megindlegum aðferðum – hvort að þessar óljósu tilfinningar þínar, byggðar á ókerfisbundnum athugunum, séu á rökum reistar.>Rannsakendur hafa notað innihaldsgreiningu í margvíslegum tilgangi, t.d. til að kanna þemu í söngtextum, trúarleg tákn í sálmum, kynhlutverks steríótýpur, efnistök fjölmiðla o.m.fl. en þess ber að geta að alhæfingar sem þeir setja fram á grundvelli innihalds-greiningarinnar takmarkast við þá menningu þar sem miðlunin fer fram. Innihalds-greiningu er hægt að nota sem viðbót, en ekki sem staðgengil fyrir hlutlæga rannsókn á gögnunum (skjölunum). Hún getur sagt til um innihald textans en getur ekki túlkað mikilvægi hans. Innihaldsgreining sýnir nefnilega sjaldan fram á að innihald texta hafi raunveruleg áhrif á fólk. Við erum að skoða skoða mynstur og skilaboð, en vitum ekki fyrir víst hvort að einhver annar skilji þessi skilaboð á sama hátt og við. *Kóði – mælikvarði á því sem við ætlum að skoða, flokkanir sem við setjum útkomu kóðunarinnar í. Gögnin stýra flokkuninni, hvað er mikilvægt – skilgreiningar nauðsynlegar.*Kóðun (coding) - kallast það þegar innihald textans er merkt með tölulegum hætti og flokkað, og felur í sér að innihald er kóðað eftir einu eða fleiru af eftirtöldu: (Innihaldsgreining ber kennsl á fjögur einkenni texta og rannsakandi mælir frá einu til allra fjögurra):

*1) Tíðni (frequency) – merkir að telja hvort að eitthvað á sér stað eða ekki og ef það á sér stað, hve oft það kemur fyrir. T.d. hversu margir eldri borgarar koma fram í sjónvarpsþáttum í einni viku? Hversu hátt hlutfall af öllum persónum eru þeir, eða hve hátt hlutfall af þáttum sýnir þá.*2) Stefna (direction) – merkir að tilgreina þá stefnu sem skilaboðin liggja í, í einhverju samhengi (t.d. jákvæð eða neikvæð, með eða á móti). Dæmi: Hvernig birtast eldri borgarar okkur í sjónvarpsþáttunum; jákvæðir eða neikvæðir?*3) Styrkur (intensity) – er styrkur eða kraftur skilaboða í ákveðnni stefnu, t.d. getur styrkur gleymsku verið minniháttar (t.d. þegar maður gleymir lyklunum sínum þegar maður fer að heiman, eða þegar maður man ekki nafn á manneskju sem maður hefur ekki séð í mörg ár) eða mikill (t.d. þegar maður man ekki nafnið sitt eða þekkir ekki börnin sín). Dæmi: ef birtingarmynd eldri borgara í sjónvarpsþáttum er neikvæð, er hún mjög neikvæð eða frekar.*4) Rúmmál (space) – rannsakandi getur skráð stærð textaskilaboða eða umfang eða magn þeirra. Rúmmál í skrifuðum texta er mælt með því að telja orð, setningar, efnisgreinar eða pláss á blaðsíðu (rúmsetnimetra). Fyrir mynd- og

39

Page 40: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

hljóðupptökur er rúmmálið mælt í tíma. Dæmi: birtast eldri borgarar í stuttan eða langan tíma í sjónvarpsþáttum.

*Kóðun yfirborðsinnihalds (manifest coding) – tegund innihaldsgreiningar þar sem sýnilegt yfirborðsinnihald er kóðað. Rannsakandinn þróar fyrst lista af orðum, orðasamböndum eða táknum og staðsetur þau (finnur) í tilteknum samskiptamiðli. T.d þegar rannsakandi telur hversu oft tiltekið orð birtist í texta (t.d. rauður) eða hvort að sérstakur verknaður (t.d. koss) birtist á ljósmynd eða í kvikmyndasenu. Rannsakandi getur látið tölvu vinna textaleitina fyrir sig með þar til gerðu kóðunarforriti. Kóðun yfirborðsinnihalds er mjög áreiðanleg innihaldsgreining því annað hvort er tiltekið orð eða orðasamband til staðar eða ekki, en því miður tekur hún ekki tillit til aukamerkingar orðanna þar sem sama orðið getur haft mismunandi merkingu eftir stöðu í texta. En möguleikinn á því að sama orðið hafi fleiri en eina merkingu minnkar réttmæti mælingarinnar í kóðun á yfirborðsinnihaldi.*Kóðun undirliggjandi innhalds (latent coding) – tegund innihaldsgreiningar þar sem rannsakandinn tilgreinir/ber kennsl á hlutlæga merkingu eins og þemu eða mótíf (minni) og staðsetur þau (finnur) síðan á kerfisbundinn hátt í tilteknum samskiptamiðli. Þ.e. þegar rannsakandinn leitast við að finna undirliggjandi eða óbeina merkingu texta. T.d. getur rannsakandi lesið heila efnisgrein og ákveðið hvort að hún inniheldur erótískt þema eða rómantískt yfirbragð. Innihaldsgreining hans hefur ákveðnar reglur sem leiðbeinir honum til að túlka textann og ákvarða hvort að tiltekin þemu eða mótíf eru til staðar. Kóðun undirliggjandi innihalds er ekki eins áreiðanleg og kóðun yfirborðsinnihalds því hún veltur á þekkingu kóðarans á tungumálinu og félagslegri merkingu. Þjálfun, æfing og skrifaðar reglur geta bætt áreiðanleikann, en engu að síður er þetta erfitt viðfangs.*Áreiðanleiki mælinga – innihaldsgreininga:

*1)Áreiðanleiki milli kóðara (intercoder reliability) – jafngildis áreiðanleiki í innihaldsgreiningum með tölfræðilegum stuðli sem segir til um samræmisstigið milli kóðara. Stuðullinn er alltaf tilgreindur með niðurstöðum úr innihaldsgreiningum. Þegar um mikið magn upplýsinga er að ræða, ræður rannsakandi iðulega til sín aðstoðarmenn til að hjálpa til við kóðun upplýsinganna. Hann kennir kóðurunum á kóðunarkerfið, hefur allar skilgreiningar á flokkum á tæru og þjálfar þá í útfyllingu á skráningarblöðum. Rannsakandi sem notar marga kóðara þarf ætíð að kanna samræmi milli kóðara, en það gerir hann með því að biðja þá um að kóða sama textabút í einrúmi og bera þá síðan saman til að kanna samræmið milli þeirra. Rannsakandi þarf að passa sig að halda utan um kóðun hvers kóðara fyrir sig og skrá hjá sér hvaða kóðari á hvaða blað til að hægt sé að bera þá saman. Dreifing á kóðun milli kóðara þarf að vera jöfn svo mælingin sé áreiðanleg.*2)Stöðugleikaáreiðanleika (stability reliability) – þarf að hafa í huga þegar kóðunarferlið teygir sig yfir einhvern ákveðinn tíma (t.d. meira en þrjá mánuði) en stöðugleikann kannar rannsakandi með því að láta hvern kóðara kóða sýnishorn af áður kóðuðum texta (sem hann hefur kóðað áður) út af fyrir sig. Þannig kannar rannsakandinn hvort að kóðunin er stöðug eða breytileg.

*Fyrirliggjandi/opinber gögn (existing statistics/documents) – Margar gerðir upplýsinga um hinn félagslega heim eru tiltækar í tölfræðilegum skjölum (bækur, skýrslur, Hagstofan, Lögreglan o.fl). Aðrar upplýsingar eru í formi útgefinna samantekta sem eru aðgengilegar á bókasöfnum eða tölvutæku formi. Í hvoru tilfellinu sem er getur rannsakandi leitað í samansafni upplýsinga með tiltekna rannsóknarspurningu og breytu í huga og síðan endurraðað upplýsingunum á nýjan máta til að tækla rannsóknar-spurninguna sína. Það er erfitt að tilgreina efni sem eru hentug fyrir fyrirliggjandi gögn

40

Page 41: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

því þau eru svo fjölbreytt. Hvaða efni sem hægt er að byggja á upplýsingum sem hefur verið safnað og er aðgengilegt almenningi er hægt að rannsaka. Fyrirliggjandi gögn er sjaldnast aflað í rannsóknartilgangi oftast í einhverjum opinberum tilgangi t.d. hjá heilbrigðisstofnunum, hagstofum, myndbandaleigum, kortafyrirtækjum o.fl. Einstaklingur er ekki alltaf meðvitaður um gagnasöfnun. Gögnin henta best í stórtækar rannsóknir þar sem skoða á samfélagið (makró) en ekki á míkró sviði. Við athugum fyrst hvaða gögn eru til áður en við ákveðum rannsóknarspurningu og því passa fyrirliggjandi/opinber gögn ill við hugmyndir um afleiðslu. Þ.e.a.s. gögnin koma á undan kenningu og rannsóknarspurningu! Lögreglugögn veita okkur innsýn í störf lögreglu (verkefni lögreglu og samsetning brota), endurspegla lagalegar breytingar (notkun handfrjáls búnaðar) og endurspegla samfélagslegar áherslur (ölvun á almannafæri).*Takmarkanir við opinber gögn:

*i) Mæla ekki alltaf það sem þau eiga að mæla, t.d. tölur um komu fólks á heilsu-gæslustöðvar. Konur eru líklegri til að fara þangað en karlar og séu tölur skoðaðar gæti virkað að konur séu veikari en karlar, en raunin er að þær hegða sér bara öðruvísi.*ii) Rannsakendur þekkja gögnin illa, eða skilur þau einfaldlega ekki.*iii) Ofurnákvæmni (fallacy of misplaced concretness) rannsakandi getur vitnað í tölfræði af mikilli nákvæmni til að gefa rannsókn sinni yfirbragð vísindalegrar nákvæmni. Á sér stað þegar rannsakandi hengir sig á smættunartölur og notar of ítarlegar talnaupplýsingar í megindlegum mælingum til að gögnin líti út fyrir að vera nákvæm. Ofhleðsla upplýsinga! T.d. segja opinber gögn að íbúafjöldi í Ástralíu sé 19.169.083, en þá er betra að segja að hann sé rúmlega 19 milljónir.*iv) Réttmæti, Réttmætis vandamál geta átt sér stað þegar fræðileg skilgreining (tilgáta/kenning) rannsakandans passar ekki við þá skilgreiningu sem opinbera stofnunin eða fyrirtækið, sem safnaði upplýsingunum, setur fram. Opinber lög og reglugerðir tilgreina skilgreiningar á opinberum gögnum (tölfræði). T.d. ef rannsakandi skilgreinir vinnuslys ólíkt því sem opinber gögn gera. Annað réttmætis vandamál sem getur skapast er vegna þess að rannsakandin hefur ekki stjórn á því hvernig upplýsingum er safnað. Öllum upplýsingum, jafnvel þeirra sem koma frá opinberum embættisskýrslum, er upphaflega safnað af fólki á skrifstofum sem hluti af vinnu þeirra. Rannsakandi verður að treysta á það fyrir söfnun, skipulagningu og framsetningu á gögnunum á nákvæman hátt.>Lögreglugögn: þau eru 90% að mæla starfsemi lögreglunnar en þau eru ekki mjög réttmæt til að lýsa afbrotum því það eru svo mörg brot/mál sem skila sér aldrei inn á borð lögreglu. T.d. eru mjög fá kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu svo lögreglugögn geta ekki gefið réttmæta mynd af tíðni þeirra, en þeim er hins vegar hægt að treysta ansi vel þegar kemur að fjölda morða á Íslandi. Að sama skapi er það ekki endilega háð tilviljun hverjir nást (aldur, áhrif vímu, þekking, hæfni) sem myndar kerfisbunda skekkju.*v) Áreiðanleiki, margir ytri þættir hafa áhrif á opinber gögn sem gerir þau síbreytileg, t.a.m. geta verið margir sem skrá gögnin inn. Jafnframt er samanburður milli landa (millihópaáreiðanleiki) varhugaverður.*vi) Vistfræðileg rökvilla (ecological fallacy) – þegar við notum almennar tölur til að lýsa einstökum hópum, þ.e. drögum ályktanir um einstaklingshegðun eða ákveðna hópa út frá makró gögnum. Dæmi: Þrátt fyrir að opinber gögn lögreglu gefi til kynna að flest afbrot séu framin í Breiðholti og miðborginni, er ósanngjarnt og rangt að segja út frá því að einstaklingar sem búa á þessum stöðum séu líklegri til að fremja afbrot en aðrir. Eins ef opinber gögn gæfu til kynn að

41

Page 42: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

flestir kaþólikkar á Íslandi byggju í Breiðholti og út frá þeim gögnum myndum við álykta að þeir fremji frekar afbrot en aðrir, en raunin gæti vel verið sú að þeir komi ekkert við sögu.*vii) Vöntun gagna (missing data) - Eitt vandamál til viðbótar sem getur plagað rannsakendur sem nota opinber og fyrirliggjandi gögn er vöntun á tilteknum gögnum. Stundum hefur gagna verið aflað en þau glatast eða eins og algengara er að þeim hefur aldrei verið safnað. Ákvörðunin til að safna opinberum upplýsingum er gerð innan opinberra stofnanna, sem jafnframt ræður því hvenær byrjað er að safna tilteknum gögnum og hvenær því er hætt. Þetta getur sérstaklega orðið vandamál í rannsóknum sem spanna langt tímabil, t.d ef rannsakandi hefur áhrif á að kanna fjölda verkfalla og vinnustöðvana í Bna getur hann aflað sér gagna frá 1890 til dagsins í dag, fyrir utan 5 ára tímabil eftir 1911 þegar hið opinbera safnaði ekki þessum gögnum.*viii) Hafa lítið alhæfingargildi – t.a.m. eru rétt rúmlega 50% brota tilkynnt til lögreglu, en við getum bara alhæft frá gögnunum yfir hópinn sem leitar til lögreglu en ekki alls samfélagsins eða þjóðarinnar. Falla ekki undir hefðbunda ályktunartölfræði.

*Aukagreining (secondary analysis) – er sérstök tegund í notkun fyrirliggjandi (opinberra) gagna, þ.e.a.s. endurgreining á niðurstöðum eða gögnum sem upphaflega var safnað af einhverjum öðrum. Andstætt upphafsrannsókninni (t.d. tilraun, könnun eða innihalds-greiningu) er einblínt á greiningu gagna í stað söfnunar á þeim. Aukagreining hefur færst í vöxt á undanförnum árum og er tiltölulega ódýr rannsóknaraðferð og gefur kost á samanburði milli hópa, þjóða og ólíkra tímaskeiða. *Félagslegur mælir (social indicator) – megindleg mæling á félagslegri velferð, oft notuð við stefnumótandi ákvarðanir. Það eru margar sérstakar mælingar sem gerðar hafa verið á félagslegri velferð, t.d. hafa þær verið þróaðar til að mæla eftirfarandi þætti: mannfjölda, fjölskyldur, húsnæði, félagslegt öryggi og velferð, heilbrigði og næringu, öryggi almennings, menntun og þjálfun, atvinnu, tekjur o.fl. Félagslegir mælar geta líka mælt neikvæðar hliðar félagslegs lífs, t.d. dánartíðni nýbura, alkahólisma og glæpatíðni eða jákvæðar hliðar eins og ánægju í vinnu eða hlutfall íbúðarhúsnæða með innbyggðar pípulagnir. Dæmi: Það að nota skattaupplýsingar eða mannfjöldadreifingu til að reyna að meta einhverja þróun í velferðarsamfélaginu. Alls konar tölur sem geta sagt okkur mikið um samfélagsgerð og hópahegðun en minna um einstaklingshegðun*Nefnarar, sá hópar sem við erum að miða við eða taka tillit til. Oft viljum við skoða fjölda miðað við ákveðnar forsendur og er þá gjarnan talað um að nota nefnara. Sem dæmi um þetta er þegar við skoðum fjölda hraðakstursbrota (teljari) miðað við fjölda ökutækja, fjölda brota miðað við íbúafjölda (nefnari) o.s.frv. Þ.e. við reiknum hlutfall miðað við eitthvað annað ekki bara hlutfall af hundraði. Dæmi: Hraðakstursbrot eru 23.494 og fjöldi ökutækja sem skráð eru í landinu eru 255.000 þá er fjöldi hraðakstursbrota á hver 100.000 ökutæki 9.213 (23.494/255.000*100.000=9.213). Gott er að nota þessa aðferð til að bera saman fjölda brota milli embætta þar sem hægt er að taka tillit til íbúafjölda með henni. Sbr. ef við berum morðtíðni milli landa saman er ekki hægt að segja að hún sé lægst á Íslandi þar sem 5 morð voru framin árið 2000 en hærri í Danmörku þar sem 58 morð voru framin, nauðsynlegt er að taka tillit til íbúalandi í hvoru landi fyrir sig til að hægt sé að gera réttmætan samanburð. Þegar það er gert kemur í ljós að morðtíðnin á hverja 100.000 íbúa var 1,8 á Íslandi en 1,1 í Danmörku.

*Eigindlegar rannsóknir (qualitative research) henta vel þegar: i) Þú veist ekki fyrirfram hvað þú gætir fundið og vilt uppgötva veruleikann

42

Page 43: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

ii) Þú vilt dýpri skilning á efninu en megindlegar aðferðir veitaiii) Þú vilt skoða hlutina í eðlilegu umhverfiiv) Þú vilt skoða tímaröð, sjá samhengið – hvað kemur á undan hverjuv) Þú vilt undirbúa megindlega rannsókn með eigindlegum hættivi) Þú vilt skoða megindlegar niðurstöður nánar

>Rannsóknarspurningin er mjög mikilvæg í eigindlegum rannsóknum og inniheldur orðin hvað og hvernig – og svarið krefst þess að við lýsum því sem á sér stað. Við erum ekki að fara að leggja mat á eitthvað, heldur viljum við skilja tiltekið félagslegt fyrirbæri; uppgötva eitthvað nýtt, skilja og skýra. Því er nauðsynlegt að rannsakandi hafi góðan tíma, nákvæman skilning og vilji lýsa veruleika annarra eins og þeir upplifa hann en ekki leggja mat á hann. Við viljum þróa og búa til hugtök og tilgátur eftir því sem rannsókninni vindur fram og búa til kenningar eftir gagnaöflun og úrvinnslu (aðleiðsla), en erum ekki að nota einhverjar fyrirliggjandi kenningar.>Rannsakandinn sjálfur er aðal rannsóknarverkfærið! Hann safnar gögnum (höfum engan spurningalista til að leggja fyrir fólk), greinir gögnin út frá aðleiðslu, leggur áherslu á þá merkingu sem hópurinn, sem verið er að skoða, leggur í gjörðir sínar og lýsir ákveðinni mynd af félagslegu umhverfi og veruleika rannsóknarhópsins.>Eigindlegar rannsóknir eru túlkandi og byggja á kenningum um að veruleikinn sé félagslega skapaður – félagslegur veruleiki er fljótandi ferli sem verður til í samskiptum fólks. Félagsfræðingar setja sig í spor þeirra sem þeir rannsaka og leitast við að skilja hvað fólk meinar með gjörðum sínum (sbr. Verstehen – Weber).>Eigindlegar rannsóknir eru túlkandi og byggja á margvíslegum lýsandi rannsóknar-gögnum.

*a) vettvangsnótur – við skrifum nákvæmlega niður það sem átti sér stað á vettvangi, lýsingar og okkar túlkun á atburðum þegar heim er komið. Þegar við erum á vettvangi punktum við bara hjá okkur aðalatriði og stikkorð til að trufla ekki þá sem verið er að rannsaka; rannsakandi er aðal tækið, en klárum nóturnar þegar heim er komið.*b) afritun viðtala – tímfrek aðferð þar sem viðtöl eru afrituð frá stafrænu formi á prent orð frá orði; allt skráð niður.*c) myndbandsupptökur – henta vel þegar verið er að skoða samskipti fólks, t.d. hver tekur stjórn í hópnum.*d) persónuleg gögn - t.d. sjúkraskýrslur, dagbækur, bréf og fleiri gögn sem einstaklingur býr yfir.*e) opinber skjöl og skýrslur – öll gögn sem eru til um viðkomandi, t.d. heilsufarsupplýsingar, lögreglugögn o.fl.

>Nauðsynlegt að fólkið sem verið er að rannsaka sé meðvitað um það, t.d. þegar verið er að rannsaka eitthvað í fyrirtækjum, stofnunum o.þ.h. en rannsakandi á samt að leitast við falla inn í umhverfið. Öðru máli gegnir ef rannsakandi er að skoða eitthvað á fjölförnum stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum eða á Hlemmi.*Táknræn samskipti (symbolic interaction) – veruleikinn verður til í samskiptum fólks (sbr. kenningu G.H. Mead) og þeim merkingum sem fólk leggur í ákveðna atburði, athafnir og gerðir.

*Glaser og Strauss – The discovery of grounded theory (1967)Mikilvægt rit um eigindlega aðferðafræði þar sem markmiðið er ferlið í uppgötvun kenningar. Þeir vildu ekki stilla upp eigndlegum og megindlegum aðferðum sem andstæðum heldur benda á markmið og nálganir aðferðanna væru ólíkar en báðar góðar. Þeir gagnrýndu líka hægindastólskenningar félagsfræðinga og vildu að þeir væru duglegri

43

Page 44: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

að fara á vettvang og könnuðu veruleikann. Þeir fjalla um tvö grundvallarmarkmið rannsókna:

1) Að sannreyna kenningu (verification) – G. & S. töldu félagsvísindin of upptekin af þessu í stað þess að vera að uppgötva ný hugtök og nýjar kenningar. En til að sannreyna kenningu þurfum við: líkindaúrtök, tölfræðilegan samanburð, staðlaðar mælingar, skýrar fyrirframgefnar tilgátur og hugtök. (megindl.)2) Að búa til kenningu (generation of theory) – G. & S. bentu á að til að uppgötva nýja kenningu þyrfti annars konar nálgun. Breytilegt ferli þar sem engan ákveðinn endapunkt er að finna. Kenningar á ekki að setja fram heima í hægindastólnum heldur er nauðsynlegt að vera í beinum tengslum við rannsóknar-efnið, þ.e. vera í tengslum við gögnin sem við höfum aflað okkur. Grunduð kenning (grounded theory) á að grundvallast af ítarlegri lýsingu á einhverjum félagslegum veruleika og sé þetta gert kerfisbundið fáum við góða kenningu, ef ekki er hætta á að kenning eigi ekki við. (eigindl.) Félagslegur veruleiki verður til í samskiptum fólks (túlkandi nálgun), tilgátur og hugtök spretta upp úr gögnum meðan á rannsókn stendur og kenning á að grundvallast í gögnunum sem við öflum.

*Góð kenning skv. G. & S. útskýrir hegðun fólks, er gagnleg fyrir þróun kenninga í félagsvísindum (skal vera vel mótuð og glíma við félagslegan veruleika), er gagnleg fyrir leikmenn, er leiðarvísir fyrir rannsóknir á tilteknu sviði og „á við“ aðstæðurnar sem hún er sett fram í, þ.e. hún „passar“ ef rannsóknarhópnum finnst hún passa við hans upplifun.>Rannsakandinn verður sjálfur að taka ákvörðun um að enda rannsóknin því annars gæti hún verið endalaus; það er ekki hægt að vita allt og bíða endalaust eftir einhverju sem gæti mögulega gerst. Síðar getur annar rannsakandi tekið við keflinu og haldið áfram að þróa kenninguna.*Kenningarlegt úrtak (theoretival sampling) – felst í að finna stök sem falla að kenningu sem er að þróast í rannsóknarferlinu. Tími, staður og atburðir eru valdir sérstaklega til að rannsakandinn geti þróað félagslega kenningu eða metið kenningarlegar hugmyndir. Rannsakandi velur stök sem geta gefið honum einhverjar nýjar upplýsingar til að bera saman við þá einstaklinga/hópa sem hefur þegar skoðað.>Gagnaöflun, kóðun og gagnagreining, og vísar til þess að úrtakseiningar eru ekki einstaklingar, hópar eða tímapunktur (ekki eitthvað fyrirfram ákveðið) heldur hugtökin sem verða til þegar við öflum og greinum gögnin í rannsóknarferlinu. Þessi hugtök ráða för og það sem sprettur upp úr gögnunum segir okkur hvaða bita úr veruleikanum við viljum rannsaka næst (flæðandi ferli). Andstæðan við megindlegar rannsóknir þar sem við leggjum af stað með fyrirfram mótuð hugtök, en við verðum engu að síður að vera meðvituð um aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á efninu en vera um leið fær um að losa okkur við þær hugmyndir svo að við séum opin og móttækileg fyrir einhverju nýju.*Samanburður vísar til þess að við erum ekki upptekin við að bera saman hópa sem eru líkir að öllu öðru leyti nema varðandi þann þátt sem við erum að horfa á, þ.e.a.s. hóparnir þurfa ekki að vera jafn einsleitir eins og í megindlegum tilraunum heldur er nóg að þeir eigi eitthvað eitt sameignlegt t.d. það að vinna í matvöruverslun (fullt starf m.v. hluta-starf). Sbr. rannsókn Gyðu: Fólk sem á börn og er í vinnu, en annað skiptir ekki máli (t.d. bakgrunnur, menntun, kynþáttur, trú o.s.frv.). Við ákveðum ekki fyrirfram hvað við ætlum að bera marga saman og reynum fyrst að lágmarka samanburðinn við ákveðinn hóp, en eftir því sem rannsóknin þróast reynum við að hámarka hann með því að kanna hvort að sömu lögmál og hugtök eigi við í öðrum hópum.*Kenningarleg mettun (theoretival saturation) – vísar til þess að við erum hætt að læra eitthvað nýtt um tiltekinn hóp sem við erum að skoða, hættum gagnaöflun því við erum farin að sjá sömu hluti gerast aftur og aftur; t.d. ef rannsakandi er farinn að heyra sömu

44

Page 45: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

hluti sagða aftur og aftur í viðtölum – hann þarf að finna og ákveða sjálfur hvenær er komið nóg. Þegar það gerist getum við útvíkkað kenninguna og athugað hvort að hugtökin eigi við á öðrum stað, hjá öðrum hópum. Þegar við höfum náð kenningarlegri mettun á einum stað finnum við einhvern nýjan. Dæmi: Skoðum sjálfsmynd afbrotamanna sem hafa verið stimplaðir sem slíkir af samfélaginu og þegar við höfum náð mettun færum við okkur yfir í annan hóp, t.d. til geðveikra og könnum hvort að sömu hugtök komi upp í gögnum um þá. Megindlegur rannsakandi verður hins vegar að klára allt úrtakið sitt þó hann sé búinn að koma auga á kenningarlega mettun.*Sneiðar af gögnum (slices of data) – vísar til þess að gögnin þurfa að vera fjölbreytt. Rannsakandi þarf að sækja mismunandi bita af ólíkum gögnum til að reyna að fá heildar-mynd af því sem verið er að skoða, t.d. viðtal, opinber gögn o.s.frv. Erum að skoða sama fyrirbærið frá ólíkum sjónarhornum, sbr. triangulation hugtak Normans Denzins – en það er líka hægt að nota til að kanna áreiðanleika gagnanna, sbr. rannsókn Gyðu um ólíka sýn sambúðarfólks á barnauppeldi.*Dýpt kenningarlegs úrtaks (depth of theoretical sampling) – þegar við gerum rannsóknir eru sum hugtök og flokkar mikilvægari en aðrir og það hjálpar okkur að skerpa hugsunina. Við afskerpum hana fyrst með því að skoða aðrar rannsóknir og gögn en þegar við erum búin að skerpa hugann aftur komumst við að því í rannsókn okkar að sumt er mikilvægara en annað.*Leiðbeinandi hugtök (sensitizing concepts) – fyrri hugmyndir og rannsóknir/kenningar sem við höfum um tiltekið viðfangsefni sem við erum að fara að skoða, svo við séum ekki algjörlega að reyna að finna upp hjólið. Þurfum samt að vera móttækileg fyrir nýjum upplýsingum og sveigjanleg.*Greinandi aðleiðsla (analytic indutcion) – flokkarnir og hugtökin sem við erum að þróa og mynda að lokum kenninguna, eru í stöðugri þróun, mótun og endurskoðun. Þegar við uppgötvum eitthvað nýtt (áður óþekkt) í rannsóknarferlinu þurfum við að leitast við að koma því inn í kenninguna sem við erum að móta – ferlið er endalaust og tími og peningar ákveða hvnær punkturinn er settur.*Etnógrafía (ethnography) – rannsókn á ákveðnum vettvangi eða vettvangsrannsókn þar sem lögð er áhersla á ítarlega lýsingu (thick description) á ólíkum menningarheimi frá sjónarhorni meðlima hópsins til að auðvelda eða fá fram skilning á hópnum. T.d. að reyna að skoða einhvern ákveðinn ættbálk eða þjóðflokk í fjarlægum löndum. Rannsakandi skoðar hegðun hóps/hópa og reynir að grafast fyrir um merkingu hegðunarinnar og fá upplýsingar um ósýnilegar reglur sem hópurinn er jafnvel ekki meðvitaður um sjálfur. Glöggt er gests augað – rannsakandi skoðar bæði þar sem er á yfirborðinu og það sem lúrir undir. *Vettvangsrannsóknir (field research) eru notaðar í eigindlegum rannsóknum, en þær eru einnig kallaðar etnógrafía eða þátttökuathuganir og eiga rætur að rekja til Chicago skólans í félagsfræði á f.hl. 20.aldar þar sem fjölbreyttum þátttökuaðferðum var beitt til að skoða menningarkima borgarinnar (mikið fjölmeningarsamfélag). Rannsakandi rannsakar beint eitthvað efni og tekur þátt (er á staðnum) í afmörkuðum þætti í félagslegu umhverfi og yfirleitt er þetta umhverfi í heimamenningu hans – gerist í núinu (ekki verið a skoða gömul gögn). Í þessum rannsóknum felast bein samskipti við viðfangsefnin; raunverulegt fólk, sem fara fram augliti til auglitis í náttúrulegum aðstæðum (ekki tilbúið umhverfi eins og tilraunarstofa). Rannsakandi verður aðal tækið í rannsókninni og þarf sjálfur að tala við fólkið/hópinn sem verið er að skoða og rannsaka um leið og með tímanum (vikur – mánuðir – ár) lærir hann að þekkja fólkið, þeirra skoðanir, viðhorf, væntingar og upplifanir. Algengustu nálganir vettvangsrannsókna eru þátttökuathuganir (participant observation) og djúpviðtöl eða opin viðtöl (in-depth interviewing) og oft

45

Page 46: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

leitast rannsakendur við að nota báðar aðferðir samhliða. Viðtölin eru fljótlegri leið, en þátttökuathuganirnar tímafrekari og betri leið til að komast að kjarnanum. Þar þarf rannsakandinn að setja sig inn í aðstæður hópsins (t.d. útigangsfólks í Rvk.) og dvelja meðal þeirra í ákveðinn tíma og vinna traust einstaklinganna áður en viðtöl eru tekin.>Vettvangsrannsóknir eru hentugar þegar rannsóknarspurningarar snúa að því að læra eitthvað um, skilja eða lýsa hópi af fólki sem á samskipti sín á milli. Þær eru vanalega hentugastar þegar spurningin er: Hvernig gerir fólk Y í félagslegum heimi? eða Hvernig er félagslegur raunveruleiki hjá X? Þessi aðferð getur hentað þegar aðrar aðferðir (t.d. kannanir eða tilraunir) henta ekki, t.d. við rannsókn á götugengjum. *Sveigjanleiki (flexibility) – er lykilatriði í vettvangsrannsóknum því rannsakendur fylgja sjaldnast fyrirfram ákveðnum skrefum og sveigjanleikinn gerir þeim kleift að breyta stefnu og fylgja vísbendingum.>Afbrigði af vettvangsrannsóknum:*Lífssögur/Frásögn af lífshlaupi (life history) – markmið þeirra er að fá mynd af lífi einstaklings og sjá hvernig hann setur líf sitt fram. Erum ekki að leita að einhverjum algildum sannleika heldur upplifun fólks á lífi sínu. Þessi aðferð er mikið notuð í fötlunarfræðum, t.d. með því að skrá sögu þroskaheftra einstaklinga og skrá þjóðfélagsbreytingar í gegnum líf þeirra og hvernig samfélagið speglast í þeim. Eitt megineinkenni þessarar aðferðar eru mörg viðtöl við sama einstakling. Lífsögur geta ýmist verið um einn eða marga einstaklinga eða um ákveðið efni, t.d. að koma úr skápnum.*Rýnihópar (focus groups) – mikið notað í markaðsfræðum.*Tilviksathuganir – getum skoðað eitt eða mörg tilvik; t.d. er rannsókn Gyðu athugun á mörgum fyrirtækjum sem hvert um sig er eitt tilvik. Hún notar megindlegan spurninga-lista fyrir alla starfsmenn sem gefa samræmi og samanburð milli þeirra, en viðtölin sýna annað og gefa henni dýpri sýn – blandar aðferðum saman. >Þær geta verið sögulegar rannsóknir t.d. á ástandinu, bjórbanninu, en þá förum við aftur í tímann og skoðum þau gögn sem til eru um málið (opinber skjöl, umræður á Alþingi, fréttir o.fl.) og setjum þau í samhengi við tíðarandann og tökum viðtöl við fólk sem var uppi á þessum tíma. Við setjum sögulega tilvikið í samhengi við nútímann.>Þær geta verið rannsókn á formlegum stofnunum, t.d. fjármálaráðuneyti, HÍ eða hvaða stofnun sem er.>Þær geta verið rannsókn á hópi fólks á sama stað, t.d. rannsókn á Hlemm.>Þær geta verið rannsókn á þætti eða efni á einum stað, t.d. ef við viljum skoða eitthvað takmarkað efni eða leita svara við tiltekinni spurningu.>Þær geta verið rannsókn á heilu samfélagi eða hluta samfélags, eins og hverfi, skóla eða bekk.-Rannsóknirnar eru ekki bundar við ákveðinn stað eða einstakling heldur er það efnið sem ræður för um það hvar við söfnum gögnum og við hverja við tökum viðtöl, sbr. Ástandið. *Einkenni eigindlegra rannsóknaraðferða:

Gagna aflað með aðleiðslu (induction) – við vitum ekki fyrirfram hverju við leitum að og gögnin leiða okkur að kenningunni

Rannsakandinn er aðal rannsóknartækið og það greinir helst eigindlegar rannsóknir frá megindlegum. Hann meðtekur og skráir stöðugt fjölbreytta reynslu, upplifun hans er huglæg og reynslan verður persónuleg og nálgast aðstæður sem ókunnugur.

Rannsakandi dvelur á vettvangi ... oft langdvölum Gagna aflað með margvíslegum hætti, algengast eru viðtöl og þátttökuathuganir

*Markmið eigindlegara rannsóknaraðferða:

46

Page 47: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

Gefa rödd – raddir minnihlutahópa (giving voice) – ríkjandi áhersla að kynna sjónarhorn jaðarhópa, minnihlutahópa og annarra.

Túlkun/skýring sögulegra eða menningarlegra fyrirbæra – öðlast betri eða nýjan skilning á tilteknum fyrirbærum, t.a.m. bjórbanninu eða ástandinu. Annað dæmi er viðtalsrannsókn Scully og Marolla á dæmdum nauðgurum þar sem þau komu með aðra sýn á nauðganir, þ.e. hvernig þær birtast gerendum, en þeir notuðu réttlætingar og afsakanir til að fría sig ábyrgð.

Þróun kenninga; að búa til kenningu - við öflum okkur mikillar þekkingar um tiltekið tilvik og þróum kenningu í framhaldinu. Sbr. Howard Becker sem vildi gefa aðra sýn á marijuananeytendur og í stað þess að lýsa þessu sem sálfræðilegu atferli túlkaði hann þetta sem lærða félagslega hegðun. Fólk byrjar á því að læra tæknilegu hliðina, þ.e. að reykja, lærir svo að þekkja líkamlegu áhrifin, þ.e. vímuna og lærir að lokum að njóta áhrifanna, þ.e. í samskiptum sínum við aðra neytendur lærir neytandinn að túlka áhrifin sem ánægjuleg. Þannig að ef menn byrja að reykja í einrúmi verða þeir ekki háðir því þeir læra ekki að þekkja þessi þrjú félagslegu ferli.

*Þátttökuathuganir:>Hvað gerir vettvangsrannsakandi í þátttökuathugunum:

1) Rannsakar hversdagslega atburði og athafnir eins og þær gerast í sínu náttúrulega umhverfi, til viðbótar við einhverja frábrugðna (óeðlilega) viðburði.2) Hefur bein samskipti við fólkið sem hann er að skoða og upplifir sjálfur ferli hins daglega lífs á hinum tiltekna vettvangi.3) Tileinkar sér sjónarhorn meðlima og hefur samúð með þeim (sbr.túlkandi félagsvísindi Webers (Verstehen) – setja sig í spor annarra og reyna að skilja), en rannsakandinn þarf jafnframt að vera fjarlægur og hlutlægur á aðstæður.4) Notar margvíslegar aðferðir og félagslega hæfni á sveigjanlegan hátt í gagnaöflun eftir því sem aðstæður krefjast. Hann verður að vera ófeiminn við að víkja frá upprunalegri hugmynd og móta aðferðir sínar að gögnunum eftir því sem þeirra er aflað. (Þegar rannsóknarskýrslu er skilað skal hann gera grein fyrir upprunalegri hugmynd og breytingum sem urðu í þátttökuferlinu.)5) Framleiðir víðtæk og yfirgripsmikil gögn (í miklu magni) í formi vettvangsnóta, auk skýringarmynda, korta eða mynda til að gefa nákvæmlar lýsingar á vettvangi. T.d. getur 2-3 klst viðtal fyllt 50-60 blaðsíður og gögnin geta verið endalaus uppspretta túlkana.6) Sér hlutina í víðu samhengi (þ.e. heildarmyndina, ekki í bútum) og jafnframt hvern hlut fyrir sig. Sér og túlkar atburði í samhengi (in context) – hann þarf að setja sig í spor margra sem gefur ákveðna yfirsýn.7) Skilur og þróar með sér samúð með meðlimum á vettvangi og skráir ekki aðeins hjá sér „kaldar staðreyndir.“8) Skoðar bæði þá þætti menningarinnar sem eru á yfirborðinu (þá sem eru þekktir, meðvitaðir eða sagðir) og þá sem eru undirliggjandi (þá sem eru minna þekktir, gefnir í skyn eða ósagðir). Reynir að túlka það sem hann sér, heyrir og verður var við og ljá hlutunum merkingu.9) Fylgist með því félagslega ferli sem á sér stað án þess að koma með utanaðkomandi skoðanir á því. Leitast við að trufla ekki félagsleg ferli á vettvangi.10) Glímir við persónulega streitu, álag, óvissu, siðferðisleg vandamál og tvíræðni í miklum mæli. Erfitt og lýjandi starf, en jafnframt krefjandi og mikilvægt að halda trúnaði við þátttakendur.

47

Page 48: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

*Nálgun vettvangsins í byrjun rannsóknar: kynnum okkur fyrri rannsóknir, söfnum fjölbreyttum upplýsingum um vettvanginn og afstillum fókusinn, þ.e.a.s. losum okkur við fyrirframgefnar hugmyndanir eða fyrri ályktanir um efnið til að geta tekið á móti atburðum á vettvangi með opnum huga. Verðum svo að vera sveigjanleg í aðstæðum og deila sem mestu með þátttakendum á vettvangi, þ.e. um persónuna á bak við rannsakandann. Við megum alls ekki setja okkur á háan stall gagnvart þátttakendum.*Tengsl rannsakandans við vettvanginn:

1) Jaðarmeðlimur – rannsakandi tekur ekki þátt í atburðum á vettvangi, er á hliðarlínunni og fólk veit ekki að vera sé að gera rannsókn. Kosturinn er sá að maður getur haldið ákveðinni fjarlægð við hópinn og er ekki mengaður af vettvangi, en gallinn er sá að maður getur ekki sett sig nægilega vel í spor annarra, erum of fjarlæg og getum ekki aflað gagna með eins ítarlegum hætti.2) Virkur meðlimur – rannsakandi er mjög meðvitaður um það sem hann er að gera, reynir að vera hluti af heildinni og tekur þátt í ýmsum athöfnum með hópnum, t.d. kaffipásur í fyrirtækjum.3) Fullgildur meðlimur – rannsakandi tekur fullan þátt í atburðum á vettvangi, býr eða lifir með þátttakendum og tekur þá í þeirra félagslega veruleika eins og um hans eiginn væri að ræða. Sbr. þátttökuathugun Howards Becker á danstónlistarmönnum upp úr miðri 20. öld.

>Rannsakandi getur verið þekktur eða óþekktur (undercover) á öllum sviðum, en talið er betra að hann sé þekktur og geri grein fyrir sér gagnvart þátttakendum. Það er mjög umdeilt að nota undercover-aðferðina og ef sú leið er farin verður að gera ítarlega grein fyri því.*Hliðvörður (gate keeper) – einstaklingur í stjórnunarhlutverki eða almennur þátttakandi í hóp sem stjórnar aðgangi að aðstæðum og verður tengiliður rannsakanda á vettvangi. Hann þarf að hafa sem best tengsl við sem flesta á vettvangi (t.d.vinnustað) og geta bent á viðmælendur og kynnt rannsakanda.*Vettvangsnótur (field notes)

i) Minnisglósur (jotted notes) – ákveðin stikkorð eða punktar sem við heyrum á vettvangi og leggjum á minnið eða skrifum niður án þess að nokkur taki eftir til að ýta við minninu þegar heim er komið.

ii) Ítarleg skráning (direct observation notes) – eins ítarleg og nákvæm skráning (orðrétt) á því sem átti sér stað á vettvangi (séða eða heyrt) og eru skrifaðar niður til að koma í veg fyrir margvíslegar túlkanir síðar í ferlinu. Leggjum á minnið og skráum svo niður eftir bestu getu, sbr. H. Becker og danstónlistarm.

iii) Ályktandi glósur (inference notes) – ályktanir sem rannsakandi gerir sjálfur á atburðum sem eiga sér stað; hverjar hans skoðanir og tilfinningar hafi verið þegar tiltekin atriði áttu sér stað, og þeim er haldið aðskildum frá ítarlegri og beinni lýsingu til að hægt sé að skoða þær betur síðar.

iv) Greinandi glósur (analytic notes) – nótur sem eigindlegur rannsakandi gerir þegar hann er að þróa hugmyndir, þemu eða tilgátur sem eru meira abstrak eftir ítarlega skoðun á gögnunum. Gagnagreining! Geta blandast við ályktandi glósurnar, tenging við aðrar upplýsingar og aðra þætti í gögnunum; aðrar rannsóknir; kenningar – setja í stærra samhengi.

v) Persónulegar glósur (personal notes) – persónuleg reynsla rannsakanda, n.k. dagbókarfærslur sem geta kryddað rannsóknina síðar og eru góð leið til að draga úr stressi og vanlíðan rannsakanda. T.d. að skrá niður líðan í lok hvers dags, en dagsform rannsakanda getur haft áhrif á það hvernig hann skráir atburði niður og ályktar um þá.

48

Page 49: Aðferðafræði 1

Vegna þessara ókosta þarf að leggja áherslu á opin viðtöl og geta mótað spurningar eftir því sem viðtalinu vindur fram

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

vi) Kort og teikningar (maps and diagrams) – til að skipuleggja atburði sem eiga sér stað á vettvangi og hjálpar til við að lýsa vettvangi fyrir öðrum.

*Viðtöl eru eitt algengasta form gagnasöfnunar og við notum þau þegar: það er öflugasta aðferðin til að svara rannsóknarspurningunni rannsóknarsviðið er vel afmarkað efnið er ekki aðgengilegt til þátttökuathugunar rannsóknin hefur þröng tímamörk rannsóknin þarf að ná til breiðs hóps rannsakandi vill læra af reynslu fólks eru oft notuð samhliða öðrum aðferðum; því fleiri aðferðum sem við

beitum því betri mynd fáum við af því sem er að gerast – skoðum sama hlut frá ólíkum sjónarhornum (sbr. triangulation)

*Kostir og ókostir viðtala Viðtöl veita innsýn í hugsanir fólks og tilfinningar – ranns. verður að vera virkur

hlustandi til að virka hvetjandi á viðmælendur. Erum að leita að upplifun fólks, ekki hinum stóra sannleika

Viðtöl taka styttri tíma en þátttökuathuganir – fáum mikið magn upplýsinga á skömmum tíma

Fólk segir eitt en gerir annað – ranns. þarf að túlka og greina þetta og reyna að ráða hvað veldur ef hann hefur vitneskju um ósamræmi

Fólk talar og hegðar sér ólíkt eftir aðstæðum – t.d. er hægt að taka viðtal við sama einstakling á tveimur stöðum, í vinnu og heima

Við fáum upplýsingar frá annarri hendi – viðmælandi getur verið að lýsa einhverjum sem hann hefur frá einhverjum öðrum

Hverjir „nenna“ að láta taka viðtal við sig-Viðtal er partur af vetvangsnótum ef það er skrifað á vettvangi (alltaf einhverjar upplýsingar sem glatast) en eiginlegra viðtal ef upptökutæki er notað. Náttúrulegt ferli breytist á meðan á viðtali stendur og raskast vegna þess að rannsakandi er stjórnandi samtalsins. Meðan viðtalið á sér stað þurfum við sífellt að vera að leita eftir staðfestingu á að við skiljum viðmælanda rétt, t.d. með setningum á borð við „Hvað meinar þú með því?“ Við notum líka s.k. marker með því að leggja ákveðin atriði á minnið og leyfa síðan viðmælanda að klára frásögn um tiltekið efni, en koma aftur inn á atriðið sem við „merktum“/lögðum á minnið til að fá frekari staðfestingu á því.

Viðtal í spurningakönnun Viðtal í vettvangsrannsókn1. Upphaf og endir 1. Upphaf og endir óskýr; viðtalið getur

haldið áfram síðar2. Allir svarendur fá eins orðaðar spurningar og í sömu röð

2. Spurningar og röð þeirra er aðlöguð að viðmælendum og aðstæðum hverju sinni

3. Hlutlaus framkoma spyrjanda 3. Spyrjandi sýnir áhuga og hvetur til nánari útlistunar, skýringa og lýsinga

4. Spyrjandi spyr, viðmælandi svarar 4. Nálgast persónulegt og hversdagslegt samtal

5. Yfirleitt aðeins einn viðmælandi í einu 5. Einn eða fleiri viðmælendur (allt upp í fókusviðtöl)

6. Formlegt og markmiðsbundið 6. Óformleg samskipti eru hluti af viðtalinu; hlátur, sögur, útidúrar o.s.frv. eru hluti af viðtalinu

49

Page 50: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

7. Lokaðar spurningar algengar; spurningum sjaldanst fylgt eftir

7. Opnar spurningar algengar; spurningum oft fylgt eftir (probing)

8. Spyrjandinn ræður einn ferðinni 8. Spyrjandi og viðmælandi stjórna viðtalinu sameiginlega

9. Horft er framhjá félagslegu samhengi viðtalsins

10. Spyrjandi reynir að staðla samskiptin við viðmælandann

9. Samhengi viðtalsins er skráð og notað við túlkun (uppl. verða ekki að eigindlegum gögnum fyrr en búið er að skrá þær niður)10. Spyrjandi aðlagar sig að samskipta-hætti viðmælanda

>Það sem er sameignlegt með þessum tveimur aðferðum er að rannsakandinn er tæki og þarf að temja sér sveigjanleika við störf.*Gæði vettvangsrannsókna – réttmæti og áreiðanleiki þýða allt annað í eigindlegum rannsóknum er í megindlegum!!*Réttmæti í eigindlegum rannsóknum:*1) Samúðarskilningur – rannsakandi verður að hafa náð að setja sig í spor þess sem hann er að rannsaka og ef það tekst eykst réttmætið. Ef við upplifum að rannsakandi hafi haft of mikil áhrif á viðmælanda /rannsóknarefni þá er réttmæti ógnað.*2) Fjölbreytni gagna – sbr. triangulation hugtak Denzins – hafa margvísleg og ólík gögn um sama efnið. Ef ólík og fjölbreytt gögn eru samkvæm eykur það réttmæti þeirra. T.d. er gott að nota þátttökuathugun og viðtöl sem hjálpa rannsakanda að átta sig á aðstæðum.*3) Samtenging gagna – rannsakandi þarf að vera heiðarlegur og láta vita ef hægt er að túlka ákveðin atriði á ólíka vegu. Hann reynir að gera upp við sig hvaða leið er best.*4) Nærvera rannsakandans (ecological validity) – getur skipt mál og því er nauðsynlegt að hann sé meðvitaður um það. Nærvera hans getur haft áhrif á einstaklinga og hópa sem verið er að skoða og ef fólk breytir hegðun sinni vegna nærveru rannsakandans brenglar það niðurstöður rannsóknarinnar og ógnar þannig réttmæti hennar. Sbr. hin þekktu Hawthorne áhrif þar sem nærvera rannsakanda ein og sér jók afköst verksmiðjustarfsmanna. Becker segir hins vegar að þetta sé minna vandamál í vettvangsarannsóknum þar sem fólk er meira umhugað um fólkið í kringum sig en rannsakandann. Best er að koma oft á sama stað og vera í langan tíma því þá hættir fólk að setja upp einhvern „front“ gagnvart rannsakanda.*5) Saga og þróun rannsóknarinnar (natural history) – rannsakandi gerir sér grein fyrir því hvernig gögnum var safnað og hvernig rannsókninni vatt fram. Saga rannsóknarinnar er kortlögð og skref í framkvæmd hennar tiltekin. Þetta er gert bæði fyrir fræðasamfélagið og lesendur og það er mikið lagt upp úr því í eigindlegum rannsóknum að aðferðakaflinn sé vel gerður!!*6) Að láta meðlimi sannreyna (member validation) – einna erfiðasti þátturinn í framkvæmd, t.d. ef um litlar tilviksathuganir er að ræða getur lítill hópur þekkt sig í rannsókninni og einstaklingar geta komið misvel úr rannsókninni. Þetta er því matsatriði rannsakanda hvort hann leggur þetta fyrir meðlimi og eins hvort mark er tekið á athugasemdum sem kunnað að spretta fram.*Áreiðanleiki í eigindlegum rannsóknum; rannsakandi þarf að meta trúverðugleika og samræmi gagna.*1) Lygar, hégómi, staða o.s.frv. – mat rannsakanda hvort að viðmælandi sé heiðarlegur eða hvort um lygi sé að ræða. Dæmi: Í rannsókn Gyðu talaði hún við par í sitthvoru lagi sem hafi mismuandi skoðanir á sambandi sínu. Hann sagði að þau skiptust á að vakna

50

Page 51: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

með börnunum þeirra um helgar, en hún sagði það vera í sínum verkahringa því börnin leituðu alltaf til hennar þó að faðir þeirra væri vakandi. Þegar svona aðstæður koma upp er gjarnan gerð þáttökuathugun í kjölfarið til að meta trúverðugleika gagnanna, en það er ekki spurninginn um hver hafði rangt fyrir sér, heldur er ætlunin að meta ólíkar upplifanir fólks.*2) Aðstaða viðmælanda – í hvaða aðstæðum er viðmælandi; heima, á vinnustað – er hann meðvitaður um þær eða hefur hann áhyggjur af þeim? Er hann hræddur um að geta ekki sagt eitthvað út af því hvar hann er staðsettur? Ef svo er ógnar það áreiðanleikanum.*3) Nákvæmni og „concret“ atburðir – best er að fá sögur frá fyrstu hendi og biðja viðmælendur um að gefa dæmi. Best er að fá lýsandi og nákvæm dæmi, próba viðtalið jafnóðum og skjóta inn setningum á borð við „Hvað meinarðu með því.“*4) Sjálfsprottnar fullyrðingar – einhver atriði sem brenna á viðkomandi og best er að fá sem flestar hugmyndir sem hann hefur um efnið og að rannsakandi þurfi að grípa sem minnst inn í. Stundum þarf að „ýta á takka“ til að virkja skoðanaflæði viðmælanda, en þetta þarf að passa vel því rannsakandinn má ekki hafa áhrif á viðmælandann eða koma inn hjá honum einhverjum skoðunum. Dæmi úr rannsókn Gyðu. Ef að viðmælandi segðist eiga börn en þegar kæmi að viðtalinu við hann kæmi í ljós að hann hefði ekkert umgengst börnin sín. Þá passar viðkomandi ekki inn í rannsóknina (er ekki áreiðanlegur) því hann er ekki í þeim aðstæðum að þurfa að samræma vinnu og einkalíf m.t.t. barnauppeldis.*5) Algengi- hvað eru þemun og hugtökin algeng í rannsókninni og hvað kemur oftast upp í henni. Erum við að fjalla um eitthvað sem er algengt eða sjaldgæft; voru þetta skoðanir flestra eða mjög fárra? Þetta hefur mikil áhrif á áreiðanleika og það er mun sterkara að geta vitnað í hópinn/marga heldur en að vitna alltaf í sama einstaklinginn.*Kóðun eigindlegra gagna á mismunandi stigum, en kóðun í eigndlegum rannsóknum vísar til þess að við erum að flokka upplýsingar úr rannsókn okkar, þ.e. upplifanir fólks í þemu eða efnisflokka (ekki talning).

1) Opin kóðun (open coding) – kóðun upprunalegra vettvangsgagna; fyrstu greiningarnar úr gögnunum, sbr. viðtalsrannsókn Scully og Marolla á dæmdum nauðgurum: fundu m.a. kóðana réttlætingu og afsökun2) Öxulkóðun (axial coding) – samtenging og nánari flokkun á þemum. Við tökum þannig opna kóða og tengjum þá við rannsóknina til að varpa ljósi á algengi sem birtast í gögnunum. 3) Valkóðun (selective coding) – nánari samanburður og útlistun; dæmi (lýsingar af vettvangi) fundin til þess að styðja við, bera saman og útlista þemu og undirþemu. T.d. samanburður á hópum nauðgara sem beita annars vegar réttlætingum og hins vegar afsökunum. Skellum fram einhverju hugtaki og sýnum svo dæmi með tilvitnun í gögnin okkar.

*Túlkun eigindlegra gagna1) Skert alhæfingargildi, en kosturinn er sá að við fáum innsýn í hversdagslíf venjulegs fólks, eða sbr. M&S að fá innsýn inn í hugarheim nauðgara – en sömu upplýsingar væri ekki hægt að fá með spurningalistakönnun. Við getum ekki alhæft þessar niðurstöður yfir á aðra bara þann hóp sem var rannsakaður, t.d. bara fangana í þessu tiltekna fangelsi, þ.e.a.s. þá sem veittu viðtal. Við erum ekki með úrtak úr einhverju þýði heldur valda einstaklinga á völdum staða. Kenning í eigindlegum rannsóknum á bara við um einhvern ákveðinn hóp, t.d. þá 114 nauðgara í bna fangelsi sem S&M tóku viðtöl við. Við getum ekki alhæft úr frá þeim yfir á aðra (skert alhæfingargildi) en gætum í framhaldinu gert megindlega samanburðarrannsókn á því hvort sömu viðhorf eigi við um aðra nauðgara í

51

Page 52: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

öðrum fangelsum. Eigindlegar og megindlegar rannsóknir geta þannig sprottið upp af hvor annarri.2) Miða ekki að því sannreyna kenningar – opin og sveigjanleg aðferð sem leitast við að uppgötva eitthvað nýtt; rannsakandi setur sig í spor viðmælenda sinna. Viljum uppgötva nýjar kenningar ekki sannreyna einhverjar fyrirliggjandi.3) Niðurstöður eru háðar huglægu mati rannsakandans – helsta gagnrýni á eigindlegar rannsóknir. En hlutverk rannsakanda er að geta metið upplýsingar og gögn og sett sig í spor annarra; við höfum líka ákveðin tæki til að gæta áreiðanleika.4) Ekki hægt að endurtaka (?) – það er ekki hægt að halda umhverfi stöðugu eins og í tilraunum því félagslegur veruleiki er síbreytilegur. En Glaser og Strauss vildu byggja upp kerfi svo að rannsóknarferlið væri skýrt og næsti rannsakandi gæti tekið upp keflið og haldið rannsókninni áfram annars staðar. Frekar framhald, en endurtekning.5) Takmarkað gildi fyrir makró kenningar – við erum að skoða reynslu fólks og félagsleg ferli sem eru nálæg hversdagslegri reynslu þess og spurningin er hvort að hægt sé að búa til einhverjar makró kenningar út frá þeim. Howard Becker leitast við og reynir að búa til stærri kenningar um jaðarhópa, en skoðar ólíka hópa til þess, t.a.m. marijuana neytendur og danstónlistarmenn.*Takmarkanir eigindlegra aðferða:

i) skert alhæfingargildiii) miða ekki að því að sannreyna kenningariii) niðurstöður háðar huglægu mati og upplifun (og nærveru?) rannsak-andansiv) ekki hægt að endurtakav) yfirleitt takmarkað gildi fyrir makró kenningavi) viljahyggja (voluntarism) vs. nauðhyggja (determinism)

>Aðferðin verður að passa við marmið rannsóknarinnar og af því að við erum að skoða fólk verðum við að nota aðrar aðferðir en í náttúrunni og mannlegi þátturinn í eigindlegum rannsóknum er því ekki bara galli; hann er nauðsynlegur líka.*Siðferðisleg vandamál í eigndlegum rannsóknum:

>Blekkingar – ef rannsakandi gerir ekki grein fyrir því að hann er rannsakandi, sbr. þátttökuathugun Beckers á danstónlistarmönnum; var undercover og dans-tónlistarmaður sjálfur. Það er ekki vinsæl aðferð í dag að blekkja fólk, en sé það gert er nauðsynlegt að gera ítarlega grein fyrir ástæðum. Hefði það breytt einhverju að vera heiðarlegur? Mögulegt að réttlæta blekkingar þegar mikið liggur við eins og dæmi “Gottfrieds” sem hóf undercover störf á geðveikrahæli og kom upp um illan aðbúnað og ýmis brot sem framin voru á heimilisfólki.>Trúnaður – dulbúum aðstæður og gefum viðmælendum gervinöfn. Við þurfum að beita málamiðlunum því þó að það geti verið freistandi að lýsa einhverju í smáatriðum er hættan sú að maður komi upp um viðmælendur sína. Það er líka nauðsynlegt að ganga vel um gögnin og eyða t.d. öllum stafrænum upptökum eftir að búið er að afrita þau yfir á textaform.>Rannsóknir á frávikum – viðkomandi getur orðið meðsekur, t.d. ef verið er að rannsaka afbrotamenn. Nauðsynlegt að halda trúnað við hópinn. Það kallast guilty knowledge eþgar rannsakandi lærir/kemst að einhverju ólöglegu, ósiðlegu eða þvíumlíku um hópinn sem hann er að rannsaka.>Vald og jaðarhópar – þegar rannsakandi skoðar valdalítinn hóp er tilhneiging í samfélaginu til að draga úr vægi niðurstaðna vegna þess að rannsakandi er bara að reyna að koma aðstæðum þessa hóps á framfæri. Stigveldi trúverðugleikans (hierarchy of credibility), þ.e. því meiri völd sem þú hefur í samfélaginu því meiri

52

Page 53: Aðferðafræði 1

10.04.60 Aðferðafr. I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda

er trúverðugleikinn. Rannsókn á forstjórum stórfyritækja væri þannig trúverðugri en rannsókn á heimilslausum.>Birting niðurstaðna – snýst um það hver græðir á rannsókninni; ertu að reyna að þjóna vísindasamfélaginu eða hópnum sem þú ert að skoða. Mikið rætt um þetta í fötlunarfræðum, en með því að gera einhvern úr hópnum að meðhöfundi er dregið úr valdaójafnvægi, en niðurstöðurnar hljóta ekki eins mikið vægi meðal vísindasamfélagsins. Það er oft gagnlegra fyrir hópinn t.d. seinfæra foreldra (þ.e. við rannsókn á þeim) að halda fyrirlestur fyrir þá heldur en að birta niðurstöður í virtu fræðiriti, þó að hið fyrrnefnda skori lægra á virðingarstiga vísinda-samfélagsins.

Megindlegar aðferðir (quant) Eigindlegar aðferðir (qual)Markmið: Mæla hlutlægar staðreyndir Innsýn í félagslegan veruleika,

sameiginlega merkinguEmpería (gögn): Breytur og tölulegar mælingar Samskiptaferli, atburðirGrundvöllur fyrir samanburð:

Áreiðanleiki, stöðlun (reliability)

„Sönn“ lýsing á táknkerfi/ sjónarhorni, reynsluheimi, aðstæðum

Sjónarhorn, skýring: Alhæfanlegt, abstract AðstæðubundiðGreining gagna: Tölfræði ÞemuFjöldi: Margir FáirTengsl kenningar og rannsóknar:

Afleiðsla (deductive) Aðleiðsla (inductive)

53