fjölskyldan mín - karellen · 2010-03-02 · indiana og amma og afi, sibbi og agnes þau eru...

Post on 05-Jul-2020

4 Views

Category:

Documents

0 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

Könnunarverkefnið

Fjölskyldan mín

Unnið af Gula hóp á Hamri haust 2009

Hópstjóri: Margrét Benediktsdóttir

Börn fædd 2006

Þann 16. september byrjuðum við á könnunarverkefninu okkar í Gula hóp, þar sem þetta er fyrsta könnunarverkefnið þeirra ákvað ég að velja fyrir þau að rannsaka fjölskylduna okkar. Á þessum aldri snýst veröldin þeirra um mömmu, pabba og fjölskylduna og fannst mér því nærtækast að kanna það.

16. október byrjuðum við á að teikna fjölskylduna mína.

20. október bjuggu börnin í gula hóp til húsin sín í smiðju.

Við ákváðum að fara og skoða húsin okkar og Albert var okkur til aðstoðar. Við gátum farið gangandi til allra nema Freyju Drafnar, tókum strætó þangað en löbbuðum heim.

Börnin fóru í fornagarð og bjuggu til fjölskylduna sína úr leir

Þann 5. nóvember fórum við ásamt Gula hóp á Holti á bókasafnið, við fórum með strætó og hún Ingibjörg á bókasafninu las fyrir okkur sögur sem tengdist fjölskyldunni okkar.

25. nóvember bjuggum við til fjölskylduna okkar í fornagarði.

26. nóvember byggðum við húsin okkar úr holu kubbunum í lautinni.

28. október byrjaði ég á að teikna börnin í fullri stærð, þau áttu svo að teikna inn á og lita það sem vantaði.

Vefir Sem gerðir voru í upphafi verkefnisins um

“Hver er í fjölskyldu minni ?” og bætt var við í lok verkefnisins.

Nöfn Í upphafi Að lokum Atli Þór

Mamma, Ívar, pabbi, ég Mamma, pabbi og Ívar

bróðir minn og Alex ég Emil Örn Pabbi og mamma og

systir, afi og amma Mamma, pabbi og systir

mín og ég Arnheiður Gyða Pabbi, mamma,

Alexander, Arnór, kettlingurinn hann

Tamlín

Ég og mamma og pabbi og Alexander og Arnór

Bryndís Björk Mamma og pabbi og Indiana og amma og afi, Sibbi og Agnes þau eru

nágranar mínir

Enika og Varði og Indiana og Bryndís Björk

Emilía Guðbjörg Mamma og systir mín Mikael bróðir minn,

Ragna og pabbi minn og Sammi

Freyja Dröfn Ég var að teikna mömmu og pabba hundurinn minn og systir mín, amma og

afi

Elísa Kristín Mamma, Guðný, Salka, pabbi, Einar, afi og

amma, Tinni (hundurinn)

Námsþættir og námsleiðir

Hreyfing: Holukubbarnir, einingakubbar, útivera, vettvangs- og gönguferðir.

Málrækt: Fundir, ljóðagerð, bókalestur, frásagnir af rannsókninni og

kubbavinnunni.

Myndsköpun: Teikningar, leirmunagerð, kubba og myndlist.

Tónlist: Hlusta á tónlist og syngja.

Náttúra og umhverfi: Útivera, vettvangs og gönguferðir.

Menning og samfélag: Ferilsýningin og vettvangsferðir.

Lífsleikni: Samvinna, virðing og tillitsemi.

Kubbaleikur: Hugmyndaflæði barnanna úr rannsóknum og vettvangsferðum.

Stærðfræði: Telja, mæla og skrá fjölda.

top related