bbl.is sauðburður hafinn · bóndi og ritstjóri í Þingeyjarsveit frísklegur svartur svanur...

40
Landssamband kúabænda hélt aðalfund sinn á Akureyri um nýliðna helgi. Þar var greint frá niðurstöðum viðhorfskann- ana sem Capacent Gallup hefur gert á afstöðu almennings til inn- flutnings á nýju kúakyni. Megin- niðurstaðan er sú að meirihluti er andvígur innflutningi en þó er eins og heldur sé að draga úr and- stöðunni. Kannanirnar voru gerðar tvíveg- is, sú fyrri í desember 2006 en sú síðari í mars-apríl sl. Í báðum könn- unum var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að nýtt kúakyn verði flutt til landsins? Í desember var niðurstaðan sú að 63% aðspurðra kváðust frekar eða mjög andvíg innflutningi, 23% tóku ekki afstöðu en 14% frekar eða mjög hlynnt innflutningi nýs kúakyns. Í seinni könnuninni hafði dregið úr andstöðunni því þá kváð- ust 53,6% vera andvígir innflutn- ingi, 21% hafði ekki skoðun en 25,4% voru hlynntir innflutningi. Þegar spurt var um ástæður þess að menn lýstu sig andvíga innflutningi nefndu flestir, 12,1%, þá ástæðu að þeim fyndist íslensk mjólk betri en útlend, 10,9% sögð- ust vera á móti blöndun við aðra kúastofna og 9,6% höfðu áhyggjur af smithættu frá útlendum kúakynj- um. Athyglisvert hlýtur að teljast að 96,3% þeirra sem eru andvígir innflutningi sögðu það engin áhrif myndu hafa á afstöðu sína þótt nýtt kúakyn leiddi til verðlækkunar á mjólk. Í síðari könnuninni var einnig spurt um viðhorf manna til íslenskra osta og ættu framleiðendur hans að geta unað glaðir við niðurstöð- urnar. 63,4% sögðust myndu velja íslenskan ost þótt þeir ættu völ á erlendum osti af sömu gæðum. Einungis 19,8% sögðust myndu láta verðið á ostunum ráða vali sínu. Mestrar tryggðar nýtur brauð- osturinn en gráðostar og mygluost- ar eru skammt undan. Kannanirnar voru gerðar á net- inu og var úrtakið í desember 3.500 manns en 1.200 í síðari könnuninni. Svörun var góð, eða yfir 70% í báðum könnunum. Samtals svör- uðu í báðum könnunum á fjórða þúsund manns. Niðurstöðurnar eru því vel marktækar. Landssamband kúabænda skip- aði rýnihópa til að skoða þessar niðurstöður og verður gerð grein fyrir áliti þeirra í næsta tölublaði Bændablaðsins. –ÞH 22 Er ennþá þörf á að hleypa kúnum út á tún? 34 WorldFengur nauðsynlegt vinnutæki 7. tölublað 2007 Þriðjudagur 17. apríl Blað nr. 258 Upplag 16.300 12 Kristín Linda, bóndi og ritstjóri í Þingeyjarsveit Frísklegur svartur svanur Að undanförnu hefur svartur svanur gert sig heimakominn í Mývatnssveit og skoðað sig um á bæjum. Það er skemmtilegt að sjá að flugfjaðrirnar eru hvítar þegar hann breiðir úr vængjunum en þegar hann situr virðist hann alsvartur. Hann er frísklegur en norrænir frændur hans láta sem þeim sé heldur lítið um nýbúann gefið. Svanurinn hefur lítil sem engin samskipti við aðra fugla. Gæsir halda sig nú á túnum bænda og reyta þar í sig sinu, þá er mikið af húsönd í sveitinni núna og töluvert af stóru og litlu gráönd, en hver tegund heldur sig á sínu svæði. Ísinn á Mývatni er óðum að gefa sig, Ytri-Flói er orðinn íslaus að mestu og ís á Syðri-Flóa að heiðna upp sem óðast. Myndir: BFH Sauðburður hafinn Ánægjusvipurinn og stoltið leynir sér ekki á andlitum systkinanna á Klængsseli í Flóahreppi þegar þau fengu í hendur fyrstu lömb ársins. Hjörðin á Klængsseli er ekki stór en þar hófst sauðburður snemma, eða 23. mars. Systkinin heita Aldís og Jökull Baldursbörn, hún er á tólfta ári og hann að verða fimmtán. Mynd: MHH Bændur og frambjóðendur til Alþingis leiða saman hesta sína á opnum fundum um landbún- aðarmál á komandi vikum. Fyrsti fundurinn er þriðjudaginn 17. apríl í Félagsgarði í Kjós. Dagskráin verður þannig að heimamaður fer yfir umfang landbúnaðar í kjördæminu en því næst mun Haraldur Benediktsson formaður BÍ halda erindi um stöðu og framtíðarsýn bænda. Því næst mun einn fulltrúi frá hverjum framboðslista ávarpa fundinn og í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem fram- sögumenn sitja fyrir svörum. Það eru allir velkomnir á fundina, bændur, áhugafólk um landbúnað og að sjálfsögðu frambjóðendur. Bændasamtökin hafa tekið saman upplýsinga- bækling um íslenskan landbúnað og verður honum dreift á fundunum. Þingmannsefni hafa þegar fengið ritið sent til sín en í því er m.a. að finna helstu stað- reyndir um búvöruframleiðslu í landinu, verðlags- umræðu, niðurstöður skoðanakönnunar um íslenskan landbúnað auk umfjöllunar um mál sem brenna á bændum og framtíðarsýn. Dagsetningar og staðir Suðvesturkjördæmi og höfuðborgarsvæðið þri. 17. apríl – Félagsgarður í Kjós kl. 20:30. Suðurkjördæmi – mán. 23. apríl – Árhús á Hellu kl. 20:30. Norðausturkjördæmi – mið. 25. apríl – Menntaskólinn á Egilsstöðum kl. 20:30. Norðvesturkjördæmi – mán. 30. apríl – Staðarflöt í Hrútafirði kl. 20:30. Sjá nánar á bls. 7. Opnir fundir með frambjóðendum um landbúnað Landssamband kúabænda kannar viðhorf almennings til innflutning erlendra kúakynja Enn er meirihluti gegn innflutningi Fjórði hver kjúkling- ur í ESB salmón- ellasmitaður Í Evrópusambandinu er að meðaltali fjórði hver kjúk- lingur salmónellasmitaður. Það sýnir ný könnun Eftirlits- stofnunar ESB með matvæla- öryggi, EFSA. Stofnunin lét fara fram mikla rannsókn á útbreiðslu veikinnar í löndum Sambandsins á árun- um 2005-2006 á búum með minnst 5000 eldiskjúklinga. Niðurstaðan sýndi mik- ill munur var á milli landa á útbreiðslunni eða allt frá 0 til 68%. Mest var útbreiðslan í Ung- verjalandi eða 68,2%, í Póllandi 58,2% og í Portúgal 43,5%. Í Danmörku var útbreiðslan 1,6%, í Finnlandi 0,1% en í Sví- þjóð fannst ekki salmónella í kjúklingum. bbl.is Nýr fréttavefur Opnaður hefur verið nýr fréttavefur á vegum Bænda- samtaka Íslands á slóðinni www.bbl.is Yfirskrift hans er: Málgagn bænda og lands- byggðar. Hér er á ferðinni fréttavefur Bændablaðsins sem verður uppfærður oft á dag, eða eins og þurfa þykir. Á bbl.is verður lifandi frétta- flutningur af öllu sem snertir bændur, landbúnað og málefni landsbyggðarinnar. Bbl.is er nýr íslenskur fréttavefmiðill sem verður daglega með púls- inn á öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði ásamt því að gera hvers konar landsbyggðarmál- efnum góð skil. Á nýja vefnum má finna ýmislegt fleira en fréttatengt efni, fróðleik um íslenskan landbúnað, hagtölur og mynda- banka sem hefur að geyma skemmtileg og ólík sjónarhorn úr lífi og starfi íslenskra bænda. Smáauglýsingar Bændablaðsins verða aðgengilegar á bbl.is og í verslun vefsins má finna bóka- titla, forrit fyrir bændur og hin vinsælu veggspjöld með íslensk- um kúa-, sauðfjár- og hrossalit- um svo fátt eitt sé nefnt.

Upload: others

Post on 30-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Landssamband kúabænda hélt aðalfund sinn á Akureyri um nýliðna helgi. Þar var greint

    frá niðurstöðum viðhorfskann-ana sem Capacent Gallup hefur gert á afstöðu almennings til inn-flutnings á nýju kúakyni. Megin-niðurstaðan er sú að meirihluti er andvígur innflutningi en þó er eins og heldur sé að draga úr and-stöðunni.

    Kannanirnar voru gerðar tvíveg-is, sú fyrri í desember 2006 en sú síðari í mars-apríl sl. Í báðum könn-unum var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að nýtt kúakyn verði flutt til landsins?

    Í desember var niðurstaðan sú að 63% aðspurðra kváðust frekar eða mjög andvíg innflutningi, 23% tóku ekki afstöðu en 14% frekar eða mjög hlynnt innflutningi nýs kúakyns. Í seinni könnuninni hafði dregið úr andstöðunni því þá kváð-

    ust 53,6% vera andvígir innflutn-ingi, 21% hafði ekki skoðun en 25,4% voru hlynntir innflutningi.

    Þegar spurt var um ástæður þess að menn lýstu sig andvíga innflutningi nefndu flestir, 12,1%, þá ástæðu að þeim fyndist íslensk mjólk betri en útlend, 10,9% sögð-ust vera á móti blöndun við aðra kúastofna og 9,6% höfðu áhyggjur af smithættu frá útlendum kúakynj-um. Athyglisvert hlýtur að teljast að 96,3% þeirra sem eru andvígir innflutningi sögðu það engin áhrif myndu hafa á afstöðu sína þótt nýtt kúakyn leiddi til verðlækkunar á mjólk.

    Í síðari könnuninni var einnig spurt um viðhorf manna til íslenskra osta og ættu framleiðendur hans að geta unað glaðir við niðurstöð-

    urnar. 63,4% sögðust myndu velja íslenskan ost þótt þeir ættu völ á erlendum osti af sömu gæðum.Einungis 19,8% sögðust myndu láta verðið á ostunum ráða vali sínu. Mestrar tryggðar nýtur brauð-osturinn en gráðostar og mygluost-ar eru skammt undan.

    Kannanirnar voru gerðar á net-inu og var úrtakið í desember 3.500 manns en 1.200 í síðari könnuninni. Svörun var góð, eða yfir 70% í báðum könnunum. Samtals svör-uðu í báðum könnunum á fjórða þúsund manns. Niðurstöðurnar eru því vel marktækar.

    Landssamband kúabænda skip-aði rýnihópa til að skoða þessar niðurstöður og verður gerð grein fyrir áliti þeirra í næsta tölublaði Bændablaðsins. –ÞH

    22Er ennþá þörf á að hleypa kúnum út á tún?

    34WorldFengurnauðsynlegtvinnutæki

    7. tölublað 2007 Þriðjudagur 17. apríl Blað nr. 258 Upplag 16.300

    12Kristín Linda,bóndi og ritstjóri í Þingeyjarsveit

    Frísklegur svartur svanurAð undanförnu hefur svartur svanur gert sig heimakominn í Mývatnssveit og skoðað sig um á bæjum. Það er skemmtilegt að sjá að flugfjaðrirnar eru hvítar þegar hann breiðir úr vængjunum en þegar hann situr virðist hann alsvartur. Hann er frísklegur en norrænir frændur hans láta sem þeim sé heldur lítið um nýbúann gefið. Svanurinn hefur lítil sem engin samskipti við aðra fugla. Gæsir halda sig nú á túnum bænda og reyta þar í sig sinu, þá er mikið af húsönd í sveitinni núna og töluvert af stóru og litlu gráönd, en hver tegund heldur sig á sínu svæði. Ísinn á Mývatni er óðum að gefa sig, Ytri-Flói er orðinn íslaus að mestu og ís á Syðri-Flóa að heiðna upp sem óðast. Myndir: BFH

    Sauðburður hafinn

    Ánægjusvipurinn og stoltið leynir sér ekki á andlitum systkinanna á Klængsseli í Flóahreppi þegar þau fengu í hendur fyrstu lömb ársins. Hjörðin á Klængsseli er ekki stór en þar hófst sauðburður snemma, eða 23. mars. Systkinin heita Aldís og Jökull Baldursbörn, hún er á tólfta ári og hann að verða fimmtán. Mynd: MHH

    Bændur og frambjóðendur til Alþingis leiða saman hesta sína á opnum fundum um landbún-aðarmál á komandi vikum. Fyrsti fundurinn er þriðjudaginn 17. apríl í Félagsgarði í Kjós.

    Dagskráin verður þannig að heimamaður fer yfir umfang landbúnaðar í kjördæminu en því næst mun Haraldur Benediktsson formaður BÍ halda erindi um stöðu og framtíðarsýn bænda. Því næst mun einn fulltrúi frá hverjum framboðslista ávarpa fundinn og í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem fram-sögumenn sitja fyrir svörum. Það eru allir velkomnir á fundina, bændur, áhugafólk um landbúnað og að sjálfsögðu frambjóðendur.

    Bændasamtökin hafa tekið saman upplýsinga-bækling um íslenskan landbúnað og verður honum dreift á fundunum. Þingmannsefni hafa þegar fengið

    ritið sent til sín en í því er m.a. að finna helstu stað-reyndir um búvöruframleiðslu í landinu, verðlags-umræðu, niðurstöður skoðanakönnunar um íslenskan landbúnað auk umfjöllunar um mál sem brenna á bændum og framtíðarsýn.

    Dagsetningar og staðirSuðvesturkjördæmi og höfuðborgarsvæðið

    – þri. 17. apríl – Félagsgarður í Kjós kl. 20:30.Suðurkjördæmi – mán. 23. apríl – Árhús á Hellu

    kl. 20:30.Norðausturkjördæmi – mið. 25. apríl

    – Menntaskólinn á Egilsstöðum kl. 20:30.Norðvesturkjördæmi – mán. 30. apríl

    – Staðarflöt í Hrútafirði kl. 20:30.Sjá nánar á bls. 7.

    Opnir fundir með frambjóðendum um landbúnað

    Landssamband kúabænda kannar viðhorf almennings til innflutning erlendra kúakynja

    Enn er meirihluti gegn innflutningi

    Fjórði hver kjúkling-ur í ESB salmón-

    ellasmitaðurÍ Evrópusambandinu er að meðaltali fjórði hver kjúk-lingur salmónellasmitaður. Það sýnir ný könnun Eftirlits-stofnunar ESB með matvæla-öryggi, EFSA.

    Stofnunin lét fara fram mikla rannsókn á útbreiðslu veikinnar í löndum Sambandsins á árun-um 2005-2006 á búum með minnst 5000 eldiskjúklinga. Niðurstaðan sýndi að mik-ill munur var á milli landa á útbreiðslunni eða allt frá 0 til 68%.

    Mest var útbreiðslan í Ung-verjalandi eða 68,2%, í Póllandi 58,2% og í Portúgal 43,5%. Í Danmörku var útbreiðslan 1,6%, í Finnlandi 0,1% en í Sví-þjóð fannst ekki salmónella í kjúklingum.

    bbl.is– Nýr fréttavefurOpnaður hefur verið nýr fréttavefur á vegum Bænda-samtaka Íslands á slóðinni www.bbl.is Yfirskrift hans er: Málgagn bænda og lands-byggðar. Hér er á ferðinni fréttavefur Bændablaðsins sem verður uppfærður oft á dag, eða eins og þurfa þykir.

    Á bbl.is verður lifandi frétta-flutningur af öllu sem snertir bændur, landbúnað og málefni landsbyggðarinnar. Bbl.is er nýr íslenskur fréttavefmiðill sem verður daglega með púls-inn á öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði ásamt því að gera hvers konar landsbyggðarmál-efnum góð skil.

    Á nýja vefnum má finna ýmislegt fleira en fréttatengt efni, fróðleik um íslenskan landbúnað, hagtölur og mynda-banka sem hefur að geyma skemmtileg og ólík sjónarhorn úr lífi og starfi íslenskra bænda. Smáauglýsingar Bændablaðsins verða aðgengilegar á bbl.is og í verslun vefsins má finna bóka-titla, forrit fyrir bændur og hin vinsælu veggspjöld með íslensk-um kúa-, sauðfjár- og hrossalit-um svo fátt eitt sé nefnt.

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20072Fréttir

    Nýr skáli að LátrumFerðafélagið Fjörðungur hefur pantað nýtt timburhús sem reist verður á Látrum í sumar.

    Til stendur að reisa þar nýjan 50 fermetra gönguskála, bjálka-hús frá Finnlandi sem leysa á af hólmi gamla skipbrotsmannaskýl-ið á Látrum sem er nær ónýtt. Auk skýlisins að Látrum á Ferðafélagið Fjöðrungur skipbrotsmannaskýl-in í Keflavík og á Þönglabakka í Þorgeirsfirði en nýtur stuðnings Grýtubakkahrepps.

    Gunnar Björnsson bóndi á Sandfelli í Öxarfirði telur að són-artæki sem notað er til að skoða fóstur hjá kindum hafi ótvírætt skilað afar góðum árangri. Nú hafi menn komist að því að oft og tíðum drepist umtalsvert magn fóstra í kindum, einkum geml-ingum, þau sjást í sónarnum, en skila sér ekki, heldur veslast upp og eyðast. Rannsókn er nú hafi á því hvað valdi, en þessi „lamba-dauði“ stingur sér niður á bæi hér og þar og er alls ekki árviss. Hallast menn helst að því að eitt-hvert efni vanti í fóður kindanna sem verður til þess að þróunin verður með þessum hætti.

    Forsaga þessa er að fyrir um 6 árum síðan kom hingað til lands Norðmaður og hafði sónartæki af þessari gerð meðferðist. Hann kom við á völdum bæjum á Vesturlandi með tækið og kynnti notkun þess og sáu menn fljótt fram á að það hefði umtalsvert notagildi. „Við fórum svo í framhaldinu að huga að kaupum á slíku tæki, fyrstu þrjú tækin komu hingað til lands og er þetta fjórða árið sem við höfum yfir þeim að ráða,“ segir Gunnar, en hann hefur eitt són-artæki nyðra og fer á milli sauð-fjárbúa á svæðinu frá Skagafirði í vestri, um Norðurlandi og allt austur á Egilsstaði. „Maður þvæl-

    ist um býsna stórt svæði, er mikið á ferðinni en fyrirkomulagið er þannig að bændur panta þessa þjónustu og við förum á þá bæi þar sem óskað hefur verið eftir þessari þjónustu,“ segir Gunnar.

    Hann segir árangur í kjölfar notkunar tækisins ekki hafa látið á sér standa. „Það er komin þó nokk-ur reynsla á þetta, það krefst nokk-urrar þjálfunar að sjá með sónarn-um í upphafi hvort kindur eru með lömbum, en nú er maður orðin gleggri í þessum efnum, vanari að telja“ segir Gunnar. Hann nefnd-ir að fljótlega eftir að hann fór að nota sónarinn hafi hann tekið eftir leyfum af lömbum í kindunum, „ég veitti þessu athygli, en það bar verulega á þessu á nokkrum bæjum sem ég heimsótti og mér fannst þetta einkennilegt. Einkum og sér í lagi var um að ræða geml-inga sem svona var komið fyrir,“ segir Gunnar.

    Lömbin sjást í sónarnum en veslast upp og eyðast

    Hann segist hafa talið lömb í kind-um, einkum gemlingum en þau hafi svo aldrei skilað sér. Menn hafi því eðlilega velt mjög yfir þessu vöngum. „Það var greini-legt í sónarnum að ærnar voru með lömbum, það sást vel, en þau virðast hafa drepist og eyðst upp. Af þessu voru og eru töluverð brögð og ég lenti í þessu sjálf-ur eitt vorið,“ segir Gunnar. Það var fyrir tveimur árum, 2005, en þá hafði hann talið fjölda lamba í gemlingum sínum, en þau þrosk-uðust ekki heldur virtust veslast upp, drepast og eyðast svo. Varð Gunnar fyrir töluverðum afföllum af þessum sökum.

    „Ég varð fyrir umtalsverðu tjóni af þessum völdum, ég hygg að það hafi verið á bilinu 70 til 80 fóstur sem ég missti þetta eina

    vor,“ segir Gunnar, en hann telur að nú þurfi með öllum tiltækum ráðum að leita svara við því hvað veldur, „við þurfum að finna út hvað gerir að verkum að lömbin drepast á fósturstigi, við verðum að reyna að koma í veg fyrir þetta vandamál,“ segir hann.

    Upplýsingar af ýmsu tagi liggja nú fyrir segir Gunnar, enda hafi tækið verið í notkun í nokkur ár og geti menn gengið að þess-um upplýsingum vísum og nýtt til rannsókna.

    Gunnar nefnir að menn hafi velt fyrir sé hvort eitthvað vant-aði í fóður kindanna, sem yrði þess valdandi að þær misstu lömb sín með þessum hætti og sagði augu manna hafa beinst að seleni, en það efni hefðu menn einnig tengt kálfadauða í upphafi með-göngu. Þá hafi einnig komið fram getgátur um hvort eitthvert efni í áburði sé þessa valdandi. „Ég

    er orðinn nokkuð öruggur um að þetta er eitthvað í fóðrinu,“ segir Gunnar og dregur upp myndlík-ingu; Keðja með 100 hlekkjum, þar sem hver og einn inniheldur ákveðið efni sem kindin þarf á að halda, „ef eitthvað vantar, brest-ur hlekkur í keðjunni, hún slitn-ar, við vitum enn ekki með fullri vissu hvað það er sem vantar og veldur fósturdauðanum, en við munu leggja allt kapp á að komast að hinu sanna,“ wsegir Gunnar. Hann kvaðst þó óttast að ekki væri endilega um að ræða sama vanda á hverjum og einum bæ, þannig að málið gæti orðið erfitt viðureignar.

    Eftir að uggvænlegar tölur um fósturdauða hafa borist, segir Gunnar að loks sé verið að taka málið föstum tökum. Nú hefur verið ráðinn starfsmaður til að safna saman öllum þeim upplýs-ingum sem fyrir liggja og fara yfir þær. „Mér finnst við hafa fram til þessa talað fyrir daufum eyrum, en nú höfum við fengið viðbrögð, menn hafa áttað sig á að þetta er verulegt vandamál sem þarf að taka föstum tökum og ég vona að það verði gert núna í framhaldinu, þó vissulega hefði ég gjarnan vilj-að að það hefði verið gert fyrr,“ segir Gunnar.

    „Stjórnvöld hafa lagt millj-arð í þetta verkefni um árin án þess að neitt hafi miðað,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, en félagið hefur hrint af stað minkaveiðiátaki sem stendur yfir í ár og það næsta.

    Sigmar segir að bændur og stjórnvöld hafi á liðnum árum af og til hvatt frístundaveiðimenn til að taka þátt í eyðingu minks í íslenskri náttúru þar sem hann er svo sann-arlega vágestur. Mikið fé hafi verið lagt í eyðinguna en árangurinn sé lítill. „Og ef eitthvað er virðist hann sífellt nema ný lönd,“ segir Sigmar. Þannig hafi hann á síðast-liðinum tveimur árum sést á nýjum lendum þar sem hann hafi ekki verið áður og það sé áhyggjuefni. „Þær aðferðir sem beitt er við eyð-inguna virðast ekki hafa dugað og því förum við nú af stað með átak-ið. Við viljum virkja fleiri í barátt-unni,“ segir hann.

    „Tilgangur átaksins er að veiða eins marga minka og unnt er á ári hverju og halda þar með stofninum í skefjum og helst að útrýma honum alveg, í það minnsta á viðkvæmum stöðum í íslenskri náttúru,“ segir Sigmar.

    Þátttaka í veiðiátaki Skotvís er öllum heimil. Íslendingar allir eru því hvattir til að veiða mink og þegar honum hefur verið náð að taka mynd af veiðimanni með bráð sína og senda til félagsins, í pósti

    eða tölvupósti. Upplýsingar um nafn veiðimanns þurfa að fylgja, sem og kennitala, heimilisfang, sími og netfang, hvar minkurinn var veiddur og með hvaða veiði-aðferð.

    Sigmar segir að síðan sé ætl-unin að veita verðlaun. Hver sá sem veiðir mink og sendir félaginu áðurnefndar upplýsingar þar um fær að launum barmnælu með mynd af minki en 1. desember í ár og hið næsta, 2008, verður svo dregið úr potti og geta menn þá hlotið vegleg verðlaun; riffla, utan-landsferðir, úttekir í verslunum og fleira. Flokkarnir eru þrír, þ.e. fyrir veiðar með skotvopni, veiðar í gildru og veiðar með hundi.

    „Við vonum svo sannarlega að landsmenn leggist á sveif með okkur og geri sitt í baráttunni við þennan vágest. Það er nauðsynlegt að hefja markvissa baráttu gegn minknum, halda honum sem mest í skefjum og allra helst að útrýma honum með öllu,“ segir Sigmar.

    Skotvís hvetur landsmenn til minkaveiða

    Markmiðið að útrýma mink úr íslenskri náttúru

    Sónartæki sem skoðar fóstur hjá kindum skilar árangri

    Töluvert um að lömb veslist upp og eyðistog beinist grunur manna helst að fóðri

    Nýir tómatar frá garðyrkjustöð-inni Melum á Flúðum, sem er í eigu þeirra Guðjóns Birgissonar og Helgu Karlsdóttur hafa slegið í gegn hjá íslenskum neytendum því þau hafa ekki undan að fram-leiða tómatana. Um er að ræða Lýkópen tómata eða heilsutóm-ata eins og eigendur Mela kjósa að nefna þá.

    Það eru aðeins tvær garðyrkju-stöðvar í heiminum sem framleiða þessa tómata, stöð í Hollandi og Melar. Þetta afbrigði af tómötum

    er markaðssett sem markfæði (Functional Foods) vegna þess hve auðugt það er af lýkópen eða að lágmarki 9 mg í 100 g sem er nær þrefalt það magn sem mælist í hefðbundnum tómötum. Þetta mikla magn lýkópens hefur feng-ist með náttúrulegum kynbótum tómata. En hvað er lýkópen? “Lýkópen er í flokki karótínóíða og gefur tómötum rauða litinn og er öflugt andoxunarefni. Sú tilgáta hefur verið sett fram á síðustu árum að lýkópen veiti vörn gegn hjarta-

    sjúkdómum og krabbameinum í blöðruhálskirtli og meltingarvegi og styðja nokkrar faraldsfræðileg-ar rannsóknir þá tilgátu. Sýnt hefur verið fram á að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma í ræktun í rannsóknarstofu”, sagði Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna í samtali við blaðið.MHH

    Guðjón Birgisson með nokkrar pakkningar af nýju tómötunum, sem slegið hafa í gegn frá því að þeir voru settir á markað um síð-ustu áramót. Myndir: MHH

    Lýkópen tómatar frá Flúðum slá í gegn hjá neytendum

    Nýju heilsutómatarnir eru eingöngu framleiddir á tveimur stöðum í heiminum, í Hollandi og á Flúðum.

    Það var ekki auðvelt fyrir skóla-börn sem dvöldu í norðanverðum Arnarfirði um páskana að kom-ast yfir Hrafnseyrarheiði þegar skólahald hófst að nýju eftir páskaleyfi.

    Vegagerðin hafði ákveðið að moka ekki heiðina vegna veðurs og snjóflóðahættu að mati starfsmanna Vegagerðarinnar, að því er fram kemur á vef Þingeyrar. Þar segir einnig að þessar upplýsingar hafi ekki reynst réttar þegar að var gáð.

    Þegar heiðin var skoðuð af fólki sem þurfti að koma börnum sínum yfir, kom í ljós að lítil sem engin snjósöfnun var í hlíðum og

    þar af leiðandi ekki mikil hætta á snjóflóðum. Heiðin var fær jeppum beggja vegna, að einum skafli und-anskildum, um 20 metra löngum. Það var blíðskapaveður, logn og sól, segir Þingeyrarvefurinn.

    Snjóruðningstæki er staðsett neðantil í heiðinni norðanverðri og var ákveðið að athuga hvort hægt væri að fá það til að koma upp og hreinsa skaflinn og þannig auðvelda fólkinu að komast yfir, en menn áætluðu að um 20 mínútna verk væri að ræða. Hjá Vegagerðinni á Ísafirði var hins vegar ekki vel tekið í erindið – ákvörðun um að moka ekki heiðina skyldi standa.

    Tóku vegfarendur þá til óspilltra málanna, skóflur voru teknar fram og handmokað en verkið tók um eina klukkustund. Á meðan stóð moksturstækið aðgerðalaust neðar í heiðinni.

    „Á meðan á mokstri stóð velti fólk því fyrir sér fyrir hverja starfs-menn Vegargerðarinnar á Ísafirði, sem taka svona mikilvægar ákvarð-anir, eru að vinna. Hvort tillits-leysi þeirra gagnvart fólki sé ekki hluti af vandamálum okkar hér á Vestfjörðum? Er þetta ekki byggð-arþróunin í hnotskurn, fólk gefst upp á þessu þjónustuleysi, tillits-leysi, samgönguleysi og flytur burt!? Til hvers að vera að ergja sig á þessu þegar það er hægt að hafa það miklu betra annars staðar?“ spyr skrifari á vef Þingeyrar.

    Handmokað yfir Hrafnseyrarheiði

    Komu niður á gjöfula æðBormenn sem verið hafa að störfum skammt innan við þéttbýlið á Djúpavogi komu í liðinni viku niður á gjöfula æð af snarpheitu vatni. Um er að ræða 5 sekúndulítra af 41°C heitu vatni á 187 metra dýpi. Undanfarin ár hafa þarna farið fram jarð-hitarannsóknir undir stjórn Ómars Bjarka Smárasonar, sem leitt hafa til þessarar nið-urstöðu.

    Á vefsíðu sveitarfélagsins segir að óvíst sé um árangur, en vissulega lofi fundurinn góðu. Nefna má að það vatn sem þegar er fundið myndi duga til að kynda öll íþróttarmannvirki og aðrar stofnanir á vegum sveitarfélagsins. Vatn í sund-laugarpottum er gjarna 41°C heitt en eins og staðan er nú er allt sundlaugarvatn á Djúpavogi hitað með raforku.

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20074

    Á fundi ríkisstjórnarinnar síðast-liðinn þriðjudag voru samþykkt tvö erindi frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Annað þeirra varðaði aðgerðir til lækk-unar á verði loðdýrafóðurs og hitt gripagreiðslur til nautgripa-framleiðenda. Í fyrra tilvikinu var samþykkt að framlengja þær aðgerðir sem verið hafa í gangi til ársins 2011.

    Guðni sagði í spjalli við Bændablaðið að ákvörðunin um að framlengja stuðning við fóðurfram-leiðslu í loðdýrarækt væri tekin í ljósi þess hve mikil gróska hefði verið í greininni, enda væri frammi-staða loðdýrabænda með því besta sem þekktist í Evrópu. Hins vegar væri enn þörf á að auka hagræðingu í fóðurgerðinni í því skyni að lækka fóðurkostnað. Hefur stefnan verið sett á að fóðurverð verði áþekkt og á Norðurlöndum. Það mark-mið er innan seilingar því áætlað verð á fóðri frá fóðurstöðvunum þremur hér á landi er á bilinu 20,8-22,5 kr. á kíló í ár en meðalverð á Norðurlöndum er áætlað um 20 kr. Samþykkti ríkisstjórnin að veita 22 milljónum króna ár hvert á árunum 2009-2011, þar af verður heimilt að nota 30 milljónir til að úrelda aðstöðu þeirra fóðurframleiðenda sem þess óska.

    Eflir gæðaframleiðslu á nautakjöti

    Hvað gripagreiðslurnar varðar sagði Guðni að það mál snerist um jafnræði milli þeirra sem fram-leiða nautakjöt. „Þegar mjólk-ursamningurinn var gerður árið 2005 voru teknar upp svonefndar gripagreiðslur til þeirra sem stunda nautgriparækt. Þeir sem stunda þá framleiðslu eingöngu töldu sig hins vegar hlunnfarna, samanborið við þá sem stunda bæði mjólkur- og kjötframleiðslu. Þeir síðarnefndu nytu beingreiðslna sem nýttust þeim við kjötframleiðsluna. Málið var kært til Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðaði þeim fyrrnefndu í hag. Beindi eftirlitið þeim til-mælum til landbúnaðarráðherra

    að jafna samkeppnisstöðu þessara hópa og það höfum við nú gert,“ sagði Guðni.

    Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að gripagreiðslur á holda-kýr verði tvöfaldar á við gripa-greiðslur samkvæmt mjólkursamn-ingi en þær eru nú tæplega 20.000 krónur á hvern grip á ári. Áætlaður kostnaður við þessa tvöföldun er áætlaður um 25 milljónir króna á ári frá og með 2007 til ársloka 2012 þegar mjólkursamningur rennur út.

    Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands fagnar þessum samþykktum,einkum hvað varðar gripagreiðsl-urnar því samtökin hefðu beitt sér fyrir þessari lausn. „Samtökin telja nauðsynlegt að taka þessar greiðsl-ur upp með það að markmiði að efla gæðaframleiðslu á nautakjöti,“ sagði hann. Hann áætlaði að þessi breyting snerti um 30 framleiðend-ur með samtals á annað þúsund holdakýr.

    „Þróunin hefur verið í þátt veru að hundaeign þéttbýlis-búa er sífellt að aukast,“ segir Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá í Borgarfirði eystra en á Búnaðarþingi í liðnum marsmán-uði var samþykkt ályktun þar athygli sveitarfélaga og bænda er vakin á því að í lögum um holl-ustuhætti og mengunarvarnir er sveitarfélögum veitt vald til að takmarka eða banna lausagöngu hunda á ákveðnum svæðum.

    Eftir því sem hundum í þéttbýli fjölgar eykst að sama skapi að þeir fylgi eigendum sínum á ferðalög-um um landið. „Fólk er mikið að ferðast um landið og tekur hunda

    sína með, þegar stoppað er á áning-arstöðum vítt og breitt er hund-urinn viðraður og það vill stundum gerast að þéttbýlishundar bregði á leik þegar þeir komast í víðátt-una. Fyrir kemur að þeir eltist við búfénað, valdi usla í fjárhópum og geti jafnvel skapað hættu rjúki þeir í hesta þar sem fólk er í reiðtúr. Það ræðst illa við þessa hunda, þeir eru óvanir víðáttunni og skepnunum og gegna engu þó á þá sé kallað,“ segir Þorsteinn Hann segir menn hafa velt þessu máli upp á Búnaðarþingi, fram hafi komið sjónarmið um að gera eitthvað í málum strax, en eins hafi verið bent á að hægt væri að bíða og sjá, „sumir vildu bíða þar til þetta verður að verulegu vandamáli, þetta er enn ekki orðið umtalsverð-ur vandi, en þróunin stefnir í þá átt sýnist mér.“

    Höfuðvandann segir Þorsteinn vera þann að ekki ráðist við þétt-býlishunda þegar þeir komast í tæri við búpening. Þeir haldi áfram að atast í honum oft þar til þeir gefist upp, en hlýði í engu fyrirmælum eigenda sinna. „Við höfum meira orðið vör við þetta síðustu miss-eri, enda hefur hundum fjölgað og menn eru meira á ferðinni, þannig að það er spurning í mínum huga að grípa inn áður en eitthvað rót-tækt þarf að gera í málum.“

    FífilbrekkuhátíðÍ haust verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hall-grímssonar og þess verður minnst með ýmsum hætti á árinu. Fífilbrekkuhátíð 2007 er orðin fastur liður og verður að þessu sinni haldin síðdegis föstudaginn 15. júní í sumar. Þá verður m.a. tekin í notkun fræðimannsíbúð á Hrauni í Öxnadal og fyrsti gesturinn flytur þar inn.

    Sama dag er gert ráð fyrir að opna fólkvang í landi Hrauns. Þá er einnig vonast til að lokið verði við gerð glæsilegs áning-arstaðar við þjóðveginn gegnt Hrauni.

    „Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt, mikil vinna en gaman að standa í þessu,“ segir Steinn Logi Guðmundsson í Neðri-Dal í Rangárþingi eystra. Þessa dagana er hann að taka í notkun einkavirkjun sína, Ljósárvirkjun.

    Undirbúningur hefur staðið um nokkurt skeið, en Steinn Logi segir að hann hafi um nokkurra ára skeið dælt vatni úr bæjarlækjum ofan bæjarins, „svona í rólegheit-unum og til að sjá hvort eitthvert vit væri í þessu,“ eins og hann segir. Það var svo fyrir um einu og hálfu ár sem skriður komst á málin, hafist var handa við gerð rekstraráætlunar vegna fyrirhug-aðrar virkjunar, samningur gerður við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á orku og þá var gengið frá samningum við banka vegna fjár-mögnunar mannvirkjanna, en að sögn Steins Loga nemur kostn-aður um 150 milljónum króna.

    „Það var svo í fyrrasumar sem við byrjuðum á framkvæmdum hér, hófumst handa við jarðvegs-vinnu og síðan að byggja stíflu og stöðvarhús,“ segir hann. Sjálfur vann hann ötullega að bygging-unni, enda smiður að mennt og hamarinn aldrei langt undan.

    „Ég er nú alltaf af og til að grípa í hamarinn, ég tek að mér hin ýmsu verkefni fyrir sveitunga mína eftir því sem tóm gefst til. Ég hef mín föstu viðskiptavini,“ segir hann en að auki rekur Steinn Logi minkabú á jörðinni, er með um 850 læður, þannig að verk-efnin eru næg. „Það hefur geng-ið ágætlega í loðdýraræktinni að undanförnu, það er frekar bjart yfir henni um þessar mundir, en ég er nú ekki með stórt bú,“ segir hann.

    Bæjarlækirnir sameinaðirNú um liðna helgi voru á ferð-

    inni menn frá Austurríki, en þaðan keypti Steinn Logi vélbúnað og það sem til þarf vegna virkjunar-innar. „Við erum að stilla þetta allt saman, ég vonast til að geta prufukeyrt virkjunina nú síðar í þessum mánuði og svo er draum-urinn að hún verði bara komin í fulla keyrslu í lok mánaðar,“ segir hann.

    Aðstæður geta vart verið betri, segir hann en ofan bæjarins renna margir litlir lækir, sem eiga upp-tök sín í hlíðinni ofan bæjarins. Þeir hafa verið sameinaðir, vatni úr þeim safnað saman á einn stað, það virkjað og þannig eru bæjarlækirnir nýttir til rafmagns-framleiðslu. Vonir standa til að samanlögð aflgeta virkjananna geti orðið allt að 850kW, „ef í ljós kemur að hún er minni þá verður bara svo að vera og ef hún verður meiri þá verð ég virkilega kátur,“ segir Steinn Logi. Ómögulegt væri um að það að segja á þessari stundu hversu mikið afl virkjunin gæfi.

    Samið hefur verið um sölu á öllu rafmagni til Orkuveitu Reykjavíkur, en Steinn Logi segir það forsendu þess að farið var af stað með þetta verkefni, „ég skoð-aði þetta vel áður en hafist var

    handa og var með mælingar hér heima við í um tvö ár áður en farið var að kanna með hugsanlega sölu á rafmagni og þær leiddu í ljós að þetta var raunhæft verkefni,“ segir Steinn Logi. Hann nefndi að það hafi auðveldað sér málið að allt sem til þarf er innan hans lands, „þannig að ég stend vel að vígi hvað það varðar,“ segir hann.

    Hnúturinn fer fyrir 10 kaffið!„Nú er ég kominn með hnút í mag-ann í fyrsta sinn. En hann verður örugglega farinn fyrir tíu kaffi!,“ segir hann spurður þar sem hann stóð í ströngu við að koma virkj-uninni í gagnið í lok liðinnar viku. „Þetta er allt að smella saman nú, þetta eru vissulega ákveðin tíma-mót og maður bíður bara spenntur eftir að sjá hver árangurinn verð-ur.

    Markmiðið með öllum þessum framkvæmdum segir hann vera að nýta svæðið til vistvænnar raf-orkuöflunar með sem minnstu jarðraski og þannig renna styrk-ari stoðum undir áframhaldandi búsetu á jörðinni „og svo skap-ast vissulega einnig möguleikar á fleiri atvinnutækifærum með nýt-ingu vatnshlunninda jarðarinnar,“ segir hann. MÞÞ

    Þéttbýlishundar vilja bregða á leik í víðáttunni og gegna engu

    Geta valdið usla innan um búpeningBæjarráð Blönduósbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við áform

    um að færa hringveginn suður fyrir Blönduós þannig að hann

    liggi norðan Svínavatns. Þessi áform voru sett fram í tillögu til samgönguáætlunar fyrir árin 2007 til 2018, sem lögð var fram á Alþingi nú í mars en ekki afgreidd áður en þingi var frestað.

    Í umsögn, sem bæjarráð Blöndu-óss sendi samgöngunefnd Alþingis, eru ítrekuð fyrri mótmæli bæj-arstjórnarinnar og áréttað mik-ilvægi þess að þjóðvegur nr. 1 tengi saman byggðarkjarna eins og kost-ur er enda geti hann einungis með því móti þjónað hlutverki sínu sem lífæð samfélagsins.

    „Það er bjargföst skoðun Húnvetninga að færsla vegarins hefði í för með sér neikvæð samfélagsleg áhrif á svæðinu. Að gera ráð fyrir framkvæmdinni er því að okkar mati í hróplegu ósamræmi við eitt af meg-inmarkmiðum áætlunarinnar sjálfrar um jákvæða byggðarþróun,“ segir í umsögn bæjarráðsins.

    Einnig er bent á að hugmynd-ir um færslu vegarins falli engan veginn að gildandi svæðisskipu-lagi Austur-Húnavatnssýslu. Slíkt skipulag sé unnið á héraðsvísu og ekki séu uppi nein áform um breyt-ingar til þeirrar áttar að færa hring-veginn frá Blönduósi. Bæjarráð Blönduóss mótmælir því harð-lega að framkvæmdin skuli sett á samgönguáætlun þvert á gildandi skipulag, án samráðs og í andstöðu við sveitarfélög á svæðinu.

    Framkvæmdafréttir VegagerðarinnarFimm tilboð í NorðausturvegFimm tilboð voru nýverið opnuð í endurbyggingu Norðausturvegar, en um er að ræða rúmlega 5 kílómetra langan kafla frá Magnavíkurási að slitlagsenda við Brekku. Áætlaður kostnaður við verkið er 98,7 millj-ónir króna. Lægst bauð Ístrukkur og Sandöx, tæplega 80,2 milljónir króna. B.J. vinnuvélar áttu næstlægsta tilboðið, 88,8 milljónir, og þá bauð Árni Helgason ehf. 89,4 milljónir króna. Tvö tilboðanna voru yfir áætluðum kostnaði, frá Icefox og Vökvaþjónustu Kópaskers. Ljúka á við þetta verk 1. september nú í ár.

    Endurbygging DjúpvegarTvö verktakafyrirtæki buðu í nokkuð stórt verkefni við endurbyggingu tæplega 11 kílómetra vegarkafla Djúpvegar í vestanverðum Ísafirði, en um er að ræða verk sem nær frá slitlagsenda við Eyrarhlíð að slitlags-enda við Svörtukletta úti undir Svansvík í Súðavíkurhreppi. Áætlaður kostnaður við verkið er 306,3 milljónir króna. Vélgrafan ehf. og Borgarvirki ehf. buðu 276,1 milljón króna og KNH ehf. átti lægra til-boðið, tæplega 207,9 milljónir króna. Verkinu á að skila 1. nóvember á næsta ári.

    Fjögur tilboð í hringtorgNú nýlega voru opnuð tilboð í gerð hringtorgs á hringvegi 1 við Þingvallaveg en að auki þarf að færa til lagnir og jarðstrengi á svæðinu og ljúka landmótum. Fjögur tilboð bárust í þetta verkefni; þrjú voru undir áætluðum kostnaði og eitt yfir. Lægst buðu Jarðvélar, 82,5 millj-ónir króna, þá Ístak sem bauð rúmar 89,4 milljónir króna og tilboð Loftorku í Reykjavík hljóðaði upp á 91,8 milljónir króna. Heimir og Þorgeir buðu 123,2 milljónir króna tæplega, en áætlaður kostnaður við verkið er 106 milljónir króna.

    Blönduósingar mótmæla færslu hringvegar

    Loðdýrabóndinn og smiðurinn í Neðri Dal hefur virkjað bæjarlækina

    Vonast til að virkjunin fari í fulla keyrslu innan skamms

    Ríkisstjórnin samþykkir aukinn stuðning við bændur

    Styður fóðurgerð í loðdýra-rækt og framleiðslu nautakjöts

    Stíflumannvirkin í Ljósárvirkjun.

    Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 1. maí

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20075

    Skipulag átaksins er eftirfarandi:Íslendingar eru hvattir til að veiða mink. Þegar minkurinn hefur verið veiddur er tekin mynd af bráðinni og veiðimanninum og hún send til Skotveiðifélags Íslands, helst með tölvupósti til [email protected] eða í pósti til:

    Skotveiðifélag ÍslandsHoltagerði 32

    200 Kópavogur

    Einnig má senda skriflegt vottorð þar sem aðili sem náð hefur lögaldri vottar að viðkomandi hafi veitt minkinn. Með myndinni eða vottorðinu þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar: Nafn veiðimanns og kennitala, heimilisfang, sími og tölvupóstfang. Þá þurfa að fylgja upplýsingar um það hvar minkurinn var veiddur, þ.e. sveitarfélag og staður. Þá þarf að tilgreina veiðiaðferð þ.e.a.s. hvort minkurinn var veiddur mað

    skotvopni, í gildru eða með hundi.

    MinkaveiðiátakSkotveiðifélags Íslands

    2007 og 2008

    Minkurinn er mikill vágestur í íslenskri náttúru. Frá því að minkurinn var fluttur hingað til lands árið 1931 hefur hann stöðugt numið land á nýjum stöðum. Þrátt fyrir að gríðarlegum fjárhæð-um hafi verið varið til að útrýma mink eða halda honum í skefjum hefur það ekki borið tilætl-aðan árangur. Þess vegna er nauðsynlegt að herða enn baráttuna gegn minkinum. Þátttaka í átakinu er öllum heimil. Tilgangur átaksins er að veiða eins marga minka og unnt er á ári hverju og halda með því stofninum í skefjum og helst að útrýma honum alveg, í það minnsta á við-kvæmum stöðum í íslenskri náttúru.

    VerðlaunHver sá sem veiðir mink og sendir Skotvís mynd eða vottorð fær að launum fallega barmnælu með mynd af minki.

    Átakinu er skipt í þrjá þætti:a) Veiðar með skotvopnib) Veiðar í gildruc) Veiðar með hundi

    Nöfn allra þeirra sem veiða mink fara í pott sem dregið verður úr 1. desember 2007 og 1. desember 2008. Flokkarnir sem verðlaun verða veitt fyrir eru þrír og verða þrenn verðlaun veitt í hverjum flokki:

    Allir geta tekið þáttAllir geta tekið þátt í þessu þjóðþrifaátaki án tillits til aldurs eða búetu. Ekki þarf veiðikort til að stunda veiðar á minki með gildru eða hundi. Sé skotvopn notað við veiðarnar þarf viðkomandi vitaskuld að hafa skotvopnaleyfi. Eftirtalin atriði eru þó afar áríðandi: Brýnt er að börn undir 16 ára aldri stundi ekki veiðar á minki nema í fylgd með fullorðnum.Skotveiðifélag Íslands vill þó taka það skýrt fram að minkaveiðar unglinga undir 18 ára aldri eru alfarið á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þá ber minkaveiðimönnum að virða eignarrétt landeigenda. Minkaveiðar eru því óheimilar á landi í einkaeigu nema með leyfi landeigenda.

    Nánari upplýsingar á www.skotvis.is

    Veiðar með skotvopni:1. Riffill af gerðinni Brno cal.

    22LR með sjónauka og tösku

    2. Úttekt í versluninni Ellingsen fyrir kr. 20.000

    3. Bókin „Íslensk spendýr“

    Veiðar í gildru:1. Farmiði fyrir tvo til

    Kaupmannahafnar með Flugleiðum

    2. Úttekt í versluninni Hlað fyrir kr. 20.000

    3. Bókin „Íslensk spendýr“

    Veiðar með hundi:1. Videovél af gerðinni

    Canon MVX4i2. Úttekt í versluninni

    Veiðihornið fyrir kr. 20.0003. Bókin „Íslensk spendýr“

    Landssamtök um skynsamlega skotveiði

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20076

    Er allt vænt sem vel er grænt?Það heyrir til tíðinda að breska vikuritið Economist skuli sam-einast Fidel Castro Kúbuleiðtoga í fordæmingu á forseta Banda-ríkjanna, George W. Bush. Þetta gerðist þó nú á dögunum og merkilegt nokk var það land-búnaðarstefna Bandaríkjaforseta sem varð til að sameina hjörtu ritstjóranna bresku og forsetans kúbverska.

    Orðin sem Castro viðhafði og leiðarahöfundur Economist var svo sammála voru á þá leið að hann gagnrýndi Bush fyrir dálæti hans á eþanóli og þá ósvinnu að breyta matvælum í eldsneyti. Tilefni ummælanna voru fréttir sem við höfum flutt hér í Bænda-blaðinu af þeirri vafasömu þróun að æ meira land er tekið undir ræktun maíss sem notaður er til framleiðslu á eþanóli. Þetta hefur valdið verulegum verðhækk-unum á korni sem meðal annarra íslenskir bændur hafa fundið fyrir. Í þriðja heiminum hefur þetta hitt bændur fyrir á tvennan hátt: annars vegar skerðist landið sem þeir hafa til ráðstöfunar til að rækta korn til fóðurs dýra og manna. Hins vegar veldur þessi þróun miklum verðhækkunum á algengustu fæðu almennings.

    Afskipti Bush forseta af þess-ari þróun eru þau að stjórn hans styrkir og niðurgreiðir innlenda eþanólframleiðslu en beitir á sama tíma refsitollum á þá sem vilja flytja inn eþanól frá öðrum löndum. Hvatinn að þessum ráðstöfunum er sá að þær njóta mikilla vinsælda allra sem málið varða í Bandaríkjunum: bændur þéna vel á framleiðslunni, bíla- og olíuiðnaðurinn andar léttar því notkun eþanóls sem viðbót-areldsneytis losar þá undan þeirri kvöð að gerbreyta rekstri sínum og framleiðslu – bensínbíllinn lifir áfram góðu lífi. Þetta er líka ágæt leið til að þagga niður í þeim sem hafa gagnrýnt Bush og stjórn hans hvað harðast fyrir umhverfisspjöll og sinnuleysi gagnvart gróðurhúsaáhrifunum.

    Notkun maíss í eþanólfram-leiðslu er hins vegar afar vafasöm aðferð til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hún er bæði dýr og orkufrek. Það þarf að eyða jafnmikilli ef ekki meiri orku í að framleiða eþanól úr maís en sam svarar þeirri orku sem eþanólið gefur. Það leysir því engan vanda í orkuhungruðum heimi.

    Það gerir hins vegar eþanól sem framleitt er úr öðrum hráefn-um, ekki síst sykurreyr. Í slíka framleiðslu fer miklu minni orka en verður til. Sykurreyr vex hins vegar best sunnan við Bandaríkin svo þarlendir eiga erfitt með að gera sér pening úr honum. Brasilía á nóg af sykurreyr og er einn stærsti framleiðandi eþanóls í heimi. Þá framleiðslu er hins vegar ekki hægt að selja til Bandaríkjanna, þar sem þörf-in er mest, vegna verndartolla. Sykurreyr keppir heldur ekki um land við hefðbundna kornrækt, auk þess sem auðvelt er að auka ræktun sykurreyrs án þess að ganga á regnskógana.

    Rannsóknir standa yfir á því hvort mögulegt sé að umbreyta trjákvoðu (sellulósa) í eþanól. Ef það tekst verður framtíð orku-iðnaðarins afar björt. Það væri því mun vænlegra til árangurs að Bush-stjórnin eyddi peningunum í slíkar rannsóknir í stað þess að hlaða undir tækni sem augljós-lega skapar jafnmörg eða fleiri vandamál en hún leysir.

    –ÞH

    Málgagn bænda og landsbyggðar

    LEIÐARINN

    LOKAORÐIN

    Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu

    Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.

    Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected]

    Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þóra Þórsdóttir [email protected] – Sigurdór Sigurdórsson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected]

    Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected]: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

    Í aðdraganda kosninga fer mikið fyrir fram-boðum og frambjóðendum, enda væri annað óeðlilegt. Tiltölulega skammur tími er tek-inn fyrir kosningabaráttuna. Fyrir bændur og aðra íbúa dreifbýlis skiptir máli að setja sig vel inn í stefnu framboða í þeim mála-flokkum sem helst snerta hagsmuni þeirra. Stærð kjördæma á landsbyggðinni hefur minnkað nálægð kjósenda við frambjóðend-ur. Frambjóðendum og síðar alþingismönn-um, sem vilja sinna því sambandi vel, er gert það nánast ógerlegt vegna vegalengda. Frambjóðendur eru ekki öfundsverðir af þeim miklu ferðalögum sem fylgja starfinu. Þess vegna skiptir það máli að geta fengið góða þjónustu frá fjölmiðlum til að koma málefn-um og áherslum á framfæri. Ljósvakamiðlar hafa gert sitt til að brúa þetta bil og færa okkur þessar umræður heim. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Ekki get ég fundið annað á því fjölmiðlafólki sem ég hef samskipti við en að það sé þokkalega vel að sér um þjóðfélagsmál, almennt. Þekking þeirra á málefnum landbúnaðar og sveita er líka í flestum tilfellum ágæt. En verra er þegar fjölmiðlafólk fellur í þá gryfju að reyna að snúa útúr þekktum staðreyndum og koma umræðu á plan sem ekki skilar neinu. Því miður má ætla að margir hafi slíkt á til-finningunni eftir þá umræðuþætti sem þegar hafa verið sendir út og hafa átt að fjalla um málefni bænda og landsbyggðar. Nú má vel vera að það sem truflar okkur sé talið nauð-synlegt til að ná fram líflegri umræðu.

    Um viðhorf og þekkingu frambjóðenda er ekki margt annað hægt að segja en að meiri þekking væri frekar til bóta, í mörgum tilfell-um. Það má svo sem telja eðlilegt að fram-bjóðendur sem aldir eru upp í þéttbýli séu

    fjarlægari veruleika sveitarinnar en þeir sem þar hafa alist upp. Sú tíð er liðin að flest börn séu send í sveit og þar af leiðandi eru vaxnar upp heilu kynslóðirnar af Íslendingum sem hafa miklu minni bein tengsl við bændur og sveitafólk en áður var reglan. Þessu verður ekki snúið við en það er hins vegar eðlilegt að gera þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram

    til þingmennsku að þeir setji sig inn í kjör fólksins í landinu, ekki bara í sínu nánasta umhverfi heldur íbúa landsins alls, til sjávar og sveita.

    Bændur boða nú til funda í öllum lands-byggðarkjördæmum með frambjóðendum. Tímans vegna er ekki skipulagður nema einn fundur í hverju kjördæmi. Þannig er ljóst að margir bændur eiga um langan veg að fara ætli þeir að taka þátt í fundunum. Þeim mun

    mikilvægara er að þeir mæti vel sem um styttri veg eiga að fara. Á fundunum verður farið yfir með frambjóðendum hver staðan í íslenskum landbúnaði er árið 2007 og hvern-ig best verður komið til móts við hagsmuni sveita og bænda á næstunni. Ekki síst eru fundirnir til að efla og mynda tengsl á milli bænda og þeirra sem gefa kost á sér til starfa í stjórnmálum, því eins og við öll vitum eru tengslin þar á milli mikilvægustu brýr sem við byggjum til að koma áherslum okkar á framfæri og auka þekkingu. Eins og áður er nefnt um fjölmiðlafólk þá eru það þessi tengsl og gagnkvæmur skilningur sem þarf stöðugt að vinna að og bæta.

    Vinnan við að efla skilning á hagsmun-um sveita og bænda byrjar heima á hverjum bæ. Þetta skilja margir bændur og hafa átt frumkvæði að því að bjóða frambjóðendum heim til sín. Þar hafa bændur getað aukið þekkingu frambjóðenda á högum sínum og sveitarinnar. Við slíkar heimsóknir myndast tengsl og gagnkvæmur skilningur sem báðir aðilar búa að í framtíðinni. Þá er meiri von til þess að hinir verðandi þingmenn bregð-ist við af þekkingu og fagmennsku þegar málefni landbúnaðar og landsbyggðar ber á góma á alþingi.

    Fleiri bændur þurfa að leggja hönd að því verki að styrkja þessi bönd. Tengsl bænda og neytenda verða ekki eingöngu bætt og styrkt með starfi Bændasamtakanna, svo sem fund-arhöldum og útgáfu Bændablaðsins, heldur þurfum við fleiri bændur sem eru tilbúnir að opna bæi sína til að taka á móti fólki, ekki síst til að kynnast viðhorfum fólks til okkar. Ef við skiljum það ekki, getum við tæplega ætlast til að aðrir hafi skilning á aðstæðum okkar. HB

    Styrkjumtengslin

    og aukum skilninginn

    Viðskipti með matvæli og aðrar búvörur eru um þessar mund-ir eitt mesta átakaefnið innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Framtíðarmarkmið þeirra sem þar ráða er nánast algert viðskiptafrelsi með þessar afurð-ir. Ef undan eru skilin örfá lönd, með Ástralíu og Nýja-Sjáland í broddi fylkingar, eru lönd upp til hópa andvíg þessari stefnu. Hvers vegna?

    Fríverslun með mat hefur að heita má hvergi verið reynd í heim-inum. Opinber stjórnvöld hafa alla tíð stjórnað henni og skipulagt hana þar sem þau hafa haft burði til þess. Fyrstu samfélög manna á jörðinni voru byggð upp kringum skipulagn-ingu á landbúnaði og þá einkum um byggingu á áveitukerfum sem matvælaframleiðslan var algjörlega háð. Jafnvel ríki og ríkjasambönd, sem boða frelsi í efnahagsmálum, svo sem Bandaríkin og ESB, verja stórfé til að styðja landbúnað sinn. Það er m.ö.o. löng hefð fyrir því að framleiðsla matvæla og viðskipta með þau lúti sínum eigin lögmál-um.

    Á frjálsum markaði er það fram-

    boð og eftirspurn sem stjórnar verðinu. Þannig leiðir offramboð á vöru til lægra verðs sem aftur eykur söluna. Þörf okkar fyrir mat er hins vegar tiltölulega föst stærð og fram-boði á matvælum fram yfir það, þar sem fæðuframboði er fullnægt, er ekki unnt að stjórna með verð-lækkunum. Hins vegar er alþekkt að offramboð leiði til verðhruns á mörkuðum. Um það má nefna nýlegt dæmi þar sem var offram-leiðsla á kakóbaunum sem leiddi til verðhruns á heimsmarkaði.

    Stjórn á verðmyndun búvara hefur því lengi verið mikilvæg og er kjarnaatriðið í WTO-viðræðun-um þar sem hópur landa, sem getur framleitt matvæli ódýrt, berst fyrir því að innflutningstollar, sem önn-ur lönd hafa komið á hjá sér, verði lækkaðir.

    Það er einnig eðli búvörufram-leiðslu að hún er breytileg vegna þess að uppskera gróðurs er breyti-leg frá ári til árs. Það er hins vegar kappsmál stjórnvalda að halda verðlagi stöðugu og það gera þau með því að hafa afskipti af búvöru-verði. Þá er birgðahald, einkum á korni, mikilvæg leið til að jafna

    vöruframboð og halda verði á mat-vælum stöðugu.

    Það einkennir matvörumarkað-inn að bændur eru margir og flestir smáir (taldir um 1,3 milljarðar á jörðinni) en verslunin er á hönd-um fárra fyrirtækja. Hver fyrir sig hafa bændur afar veika stöðu gagnvart sterku sölukerfi og þar með töldum stórum verslanakeðj-um. Afleiðingin er sú að fram-leiðendaverðið er afar lágt. Árleg verðlækkun á búvörum á heims-markaði var 2,6% á tímabilinu 1977-2002. Á hinn bóginn er hagn-aður verslunarinnar mikill.

    Matur er forgangsatriði í lífi hvers manns. Í flestum löndum líta yfirvöldin á það sem mikilvægt hlutverk sitt að tryggja þjóðum sínum nægan mat. Niðurgreiðsla á undirstöðumatvælum er þar mik-ilvægt stjórntæki. Með fjölgun fólks verður það enn stærra verk-efni að sjá þjóðum fyrir mat. Af því leiðir að æ meira ræktunar-land þarf til matvælaframleiðslu. Nýr WTO samningur, sem veikir möguleika einstakra landa á að styðja eigin landbúnað og til að leggja toll á innflutning matvæla,

    er víða ógnun við eigin matvæla-framleiðslu þeirra.

    Nú þegar er þetta mikið vanda-mál. Hátæknivædd matvælafram-leiðsla ryður burt smáframleiðend-um í fátækum löndum. Dæmi um það er Kamerún í Afríku. Landið flutti inn 978 tonn af kjúklinga-kjöti frá ESB árið 1996 en árið 2003 var innflutningurinn kominn upp í 26.500 tonn og 92% af inn-lendri kjúklingarækt var horfin. Smásöluverð innfluttu kjúkling-anna var undir einni evru á stykki en innlendir bændur þurfa 1,80 til 2,40 evrur til að komast af.

    Á síðustu árum hefur athyglin sífellt meira beinst að umhverf-ismálum. Krafan um frjáls við-skipti og ódýr matvæli stuðlar að framleiðsluaðferðum sem menga umhverfið og rányrkja jarðveginn, jafnframt því sem flutningavega-lengdir aukast stórlega. Það sem heimurinn þarfnast hins vegar nú er sjálfbær matvælaframleiðsla sem tryggir öllum jarðarbúum mat. Fríverslun veldur ekki því hlutverki.

    Bonde og Småbruker nr. 3/2007, stytt og endursagt

    Skipulag á viðskiptum með matvæli

  • Landssamtök sauðfjárbænda héldu aðalfund sinn í Bændahöll-inni í lok nýliðinnar viku. Þar urðu líflegar umræður um ýmis hagsmunamál stéttarinnar og bar það að sjálfsögðu hæst nýgerðan sauðfjársamning.

    Töluverður tími fundarins fór í umræður um útfærslu á ýmsum nýjungum sem fylgja samningnum, svo sem endurskoðun gæðastýr-ingar, ákvæði um nýliðun og afnám útflutningsskyldu.

    Þegar kom að stjórnarkjöri lét Jóhanna Pálmadóttir á Akri af embætti en í hennar stað var kjör-inn Þórarinn Pétursson í Laufási. Aðrir stjórnarmenn eru Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum, formað-ur, Sikgurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, Baldur Grétarsson í Kirkjubæ og Fanney Ólöf Lárus-dóttir á Kirkjubæjarklaustri.

    Að loknum fundi á föstudags-

    kvöld var efnt til árshátíðar sem tókst afar vel og var fjölmenn, hátt í 300 manns tóku þátt í henni. Bændablaðið mætti að sjálfsögðu á staðinn og tók myndir sem birtast

    hér á síðunni. Þar má sjá forystu-menn, óbreytta bændur og framá-menn úr samfélaginu ræða málin og skemmta sér, sumir tóku meira að segja geislabauginn með sér.

    Úr ýmsum áttumStefán Eggertsson sendi mér þennan skemmtilega pistil:

    Snemma á sl. öld var á Skál-um á Langanesi fiskimannaþorp, með árstíðabundinni umsetningu. Þar var verslun rekin af Jóni Guðmundssyni útgerðarmanni. Hólmsteinn Helgason frá Ásseli gerði út frá Gunnólfsvík, við þriðja mann. Hásetarnir voru Jónas bróðir hans og Sigurður Árnason, Raufarhöfn. Þetta út-hald var eitthvað búið að koma við á Skálum og versla í búð Jóns bónda. Þegar þeir voru al-farnir þaðan, stóð eftirfarandi á skemmuþili málað skírum stöf-um.

    Rínarbáli safnar sérsyndum rjálar nærri.Jón á Skálum öllum er okursálum stærri.

    Hólmsteinn sagði frá þess-um kveðskap, gamall maður í útvarpsviðtali og sagði háseta sína hafa staðið saman að vísna-gerðinni sem vel getur stað-ist. Báðir sönnuðu þessir menn síðar hagmælsku sína. T.d. hafði Sigurður á Raufarhöfn fyrir sið að yrkja eina vísu á dag, sam-anber

    Strákarnir allir stunda sitt fagog starfsöm er sérhver píka.Þetta er vísa dagsins í dagog dagsins á morgun líka.

    Stefán sendi líka vísur eftir séra Helga Sveinsson í Hveragerði. Ég heyrði sögu af því er séra Helgi tók Kristján Einarsson frá Djúpalæk með sér í bíltúr niður Ölfusið og stoppaði hjá aðventistunum í Hlíðardalsskóla.Hitti þar fyrir skólastjórafrúna í útidyrum og heilsaði allvel en Kristján beið í bílnum og gerði vísu:

    Lengi kyssti kennd við fjörkempan listum búna.Allt frá rist og upp á vöraðventistafrúna.

    Þessi vísa var endurgjald fyrir áður gerðar vísur frá prestinum,

    Með svo kláran þroska og þrárþekki ég sára fáa.um hans brár og hökuhárhjúpast áran bláa.

    Jóhannes úr Kötlum kom þar að sem séra Helgi var að mála þakið rautt og orti.

    Hvítþvo víst mun hjarta mitthirðirinn okkar góði.Fyrst hann þannig þakið sittþvær úr lambsins blóði.

    Séra Helgi svaraði

    Þig að fegra þýðir líttþú ert ljóti kallinn.Nú er ekkert orðið hvíttá þér nema skallinn.

    Og að endingu þessi aldýra sem sögð er eftir Jóhannes úr Kötlum

    Maður flums er mjög svo drumsmatinn brums að slumsa.Lekur gums um höku hrumshann er sumsé klumsa

    Tilefni þessarar vísu var að skáldið kom inn í matstofu nátt-úrulækninganna og sá þar mann sem hann þekkti af flumbrugangi vera að eta káljafning.

    Umsjón:Sigurdór Sigurdórsson

    [email protected]

    Í umræðunni

    Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20077

    MÆLT AFMUNNI FRAM

    Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

    Útfærsla sauðfjársamnings í brennidepli

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20078

    Nýrrar ríkisstjórnar bíður það verk-efni að taka til hendinni í byggða-málum. Sá málaflokkur hefur verið munaðarlaus í stjórnartíðFramsóknarflokks og Sjálfstæðis-flokks. Tími þeirrar ríkisstjórnar er tími svikinna loforða og van-efnda hvað varðar jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. Er þar nærtækt að benda á svikin loforð um aðgerðir til jöfnunar flutningskostnaðar og niðurskorna vegaáætlun allt þetta kjörtímabil um 1,5 til 2 milljarða kr. á ári. Byggðastofnun hefur verið fjársvelt og stjórnsýsla í mála-flokknum einkennst af miklum hringlandahætti.

    Landsbyggðin hefur verið sér-stakur þolandi stóriðjuþenslunnar, verðbólgu, hárra vaxta og geng-is sem verið hefur afar óhagstætt útflutnings- og samkeppnisgrein-um. Ekki bætir spenna á vinnu-markaði á suðvesturhorninu og versnandi samkeppnisstaða lands-byggðarinnar um vinnuafl og bú-setu úr skák. Afleiðingarnar eru m.a. þær að áfram dregur í sundur með meðallaunastigi á landsbyggð-inni og höfuðborgarsvæðinu.

    Það sem til þarf eru róttækar og einbeittar aðgerðir til þess að breyta hugarfarinu og endurskapa trú á framtíðina í byggðunum. Það er hægt. Dæmið frá 8. áratug síðustu aldar sýnir það. Þegar landhelgin var færð út, keyptir skuttogarar, byggður upp frystiiðnaðurinn, heilsugæslu-stöðvar og skólar risu og lagt var stóraukið fé í samgöngubætur, fór allt á fulla ferð á landsbyggðinni. Íbúðabyggingar tóku mikinn kipp og bjartsýni og trú á framtíðina ein-kenndi andrúmsloftið.

    Við Vinstri græn viljum snúa vörn í sókn í byggðamálum. Ástæður þess eru margþættar. Má þar nefna að byggðaröskun er sárs-aukafull félagslega og menning-arlega, hún er dýr og sóun á fjár-munum, en einnig ávísun á glötuð tækifæri og vannýtta möguleika til framtíðar litið. Það er hluti af eðlilegum lýðréttindum að fólk geti valið sér búsetu þar sem rætur

    þess liggja og hugur þess kýs. Loks má nefna mikilvægi þess frá sjón-arhóli umhverfismála og t.d. hvað hagsmuni ferðaþjónustu varðar að byggð haldist sem víðast þannig að landið allt og auðlindir þess nýtist í þágu atvinnusköpunar, uppbygg-ingar og velmegunar á komandi áratugum.

    Það sem við viljum gera er m.a. eftirfarandi:

    1. Bæta verulega afkomu sveit-arfélaganna og gera þeim kleift að snúa vörn í sókn. Óviðunandi afkoma og hallarekstur velflestra sveitarfélaga landsbyggðarinn-ar er vanmetinn orsakavaldur byggðaröskunar.

    2. Gera stórátak á sviði samgangna og fjarskipta, einkum með mun meiri almennum vegafram-kvæmdum og úrbótum í fjar-skipta- og gagnaflutningamögu-leikum.

    3. Bjóða út strandsiglingaþjónustu strax í haust.

    4. Stórbæta aðgengi landsbyggð-arinnar og einkum hinna afskiptari byggðarlaga að menntun og jafna þann gríðarlega kostnaðarmun sem menntun er samfara fyrir fólk víða á landsbyggðinni.

    5. Við viljum skilgreina lágmarks-þjónustustig sem tryggt verður með opinberum stuðningi eða aðgerðum í öllum byggðum landsins; þjónustu sem lýtur að menntun, heilbrigðisþjónustu og

    nauðsynlegri almannaþjónustu og jafna ferðaskostnað vegna sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og annars sem sækja verður um lengri veg.

    6. Jafna flutningskostnað með end-urgreiðslukerfi í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

    7. Jafna raforkuverð þannig að hækkanir samfara markaðsvæð-ingu kerfisins og með tilkomu sérstakrar dreifbýlisgjaldskrár gangi að fullu til baka.

    8. Stórefla stuðning við svæð-isbundna atvinnusköpun og nýsköpun sem byggir á mögu-leikum og úrræðum byggð-anna, ekki síst í ferðaþjónustu og tengdum umsvifum, sem og að efla hvers kyns sprota- og nýsköpunarstarfsemi.

    9. Auðvelda úrvinnslu og mark-aðssetningu upprunamerktra framleiðsluvara af mismunandi svæðum.

    10. Auðvelda vel menntuðu fólki búsetu á landsbyggðinni m.a. með afslætti af endurgreiðslu námslána.

    Markmiðið er að með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda verði framkölluð hugarfarsbreyt-ing og tiltrú endurvakin á framtíð og möguleikum byggðanna. Bættar samgöngur og fjarskipti sem gera stærri svæði að atvinnu- og sam-skiptaheild og auðvelda öllum aðgengi að sérhæfðari þjónustu eru lykilatriði. Hagstætt rekstrarum-hverfi höfuðatvinnugreina lands-byggðarinnar, sjávarútvegs, land-búnaðar, ferðaþjónustu og bætt skilyrði til nýsköpunar í atvinnu-málum er undirstöðuatriði. Sama má segja um fullnægjandi almenn-ingssamgöngur, aðstöðujöfnun, fjármagn til nýsköpunar, endurnýj-un og nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Allt þarf þetta og auðvitað fleira að koma til þannig að landsbyggðin og kostir þess að búa þar fái að njóta sín til jafns við kosti þess að búa á höfuðborg-arsvæðinu eða erlendis. Aðalatriðið er að viðurkenna að það er ekki skortur á möguleikum sem háir landsbyggðinni nú um stundir held-ur ónýt byggðastefna og ónógur metnaður til þess að tryggja að fólk njóti undirstöðuþjónustu, velmeg-unar, tækifæra og möguleika án tillits til búsetu hvar sem er á land-inu.

    Tími hálfkáksaðgerða í byggðamálum er liðinn

    Steingrímur J. Sigfússon

    formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð[email protected]

    Byggðamál

    Í nýlegu Bændablaði er að finna umfjöllun Þórólfs Sveinssonar um rekstur Hótel Sögu ehf. árið 2006 sem gefur tilefni til nánari greiningar á raunverulegri rekstr-arafkomu félagsins.

    Fyrst skal nefnt að fyrir fáum árum var breytt skattalegum reikningsskilaaðferðum á þann veg að uppfærslu fyrnanlegra eigna í takt við verðbólgu var hætt en uppfærsla verðtyggðra lána hélst gjaldamegin í rekstri. Þetta hefur væntanlega verði gert í þeirri trú að verðbólgan yrði sambærileg og í nágrannlöndum eða innan við 3 % á ári. Í meiri verðbólgu hverfa fyrnanlegar eignir fljótt. Sífelld þörf er því á að fram fari endurmat eigna til að fá réttari mynd af raunverulegum efnahag fyrirtækja.

    Við skoðun á rekstrar- og efnahagsreikningi Hótel Sögu ehf. í þessu ljósi er rétt að rifja upp að verðmæti eigna fyrirtæk-isins var í ársbyrjun 2006 um 4.000 milljónir króna ef marka má það kauptilboð sem lagt var fyrir Búnaðarþing. Sé sú upphæð framreiknuð með 7 % verðbólgu ársins 2006 hafa eignirnar hækk-að um 280 milljónir. Réttara væri ef til vill að nota vísitölu bygg-ingarkostnaðar sem hækkaði á árinu 2006 um 12,5 % sem sýnir hækkun eignanna um 500 millj-ónir. Sé horft til fasteignamats eigna Hótel Sögu ehf. eins og það birtist í skýringum við ársreikn-ing félagsins hefur það hækk-að úr 3.749 milljónum í árslok 2005 í 4.483 milljónir í árslok 2006 eða um 734 milljónir. Engin þessarra þriggja talna sem meta eignabreytingar mældar í krónum kemur fram í rekstrarreikningi

    Hótel Sögu ehf. enda hefur end-urmat eigna ekki farið fram.

    Samkvæmt bókhaldi félags-ins án ofangreindra verðbreytinga eigna en með uppfærslu skulda samkvæmt veðlags- og geng-isbreytingum hefur eigið fé lækkað um 223 milljónir. Að teknu tilliti til verðbreytinga eigna virðist því ljóst að eignaaukning hefur orðið af rekstri hótelanna á árinu 2006. Hve mikil hún er og hvort hún skil-ar eigendum hótelanna viðunandi ávöxtun eigin fjár er vandmetið og auðvitað hefðu þeir viljað sjá betri niðurstöðu rekstrarreiknings. Að lokum má nefna að sjóðstreymisyf-irlit samstæðunnar sýnir að hreint veltufé frá rekstri er 179 milljónir kr. sem einnig styður að veruleg eignamyndun hafi orðið í rekstri hótelanna.

    Erfitt er að meta hvers vegna Þórólfur Sveinsson sendir frá sér þá rangsnúnu og villandi umfjöll-un um rekstur Hótel Sögu ehf. sem lesa má í Bændablaðinu, en sýni umfjöllunin raunveruleg-an skilning hans á fjármálum og rekstri hlýtur það að vera alvar-legt umhugsunarefni þeim sem ábyrgð báru á langri setu ÞS í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins.

    Hrísum í páskaviku 2007

    Um rekstur Hótel Sögu ehf.Ari Teitsson

    fyrrverandi formaður Bændasamtaka Í[email protected]

    Málefni Bændasamtakanna

    Stóriðja og erfðatækni eru dæmi um stórmál á þjóðarvísu sem gold-ið hafa vafasamrar stefnumótunar. Núverandi ríkisstjórn hefur hampað hvoru tveggja sem vaxtarsprotum fyrir þjóðarbúið, en sterk rök hníga í þá átt að þessum valkostum sé beitt þannig að hagsmunir Íslands séu fyrir borð bornir, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.

    Stóriðjan – Hvar er stefnumótunin?

    Þegar ungur maður andmælti stór-iðjustefnunni í samtali við stjórn-arþingmann, svaraði þingmaðurinn því til að „við munum byggja þess-ar verksmiðjur, en þegar þið vaxið úr grasi getið þið rifið þær niður“. Þetta segir líkast til meira um þá pólitísku hugsun sem liggur á bak við stefnumótun stjórnvalda um þessar mundir heldur en margur vill viðurkenna. Að minnsta kosti virðist það dæmigert fyrir aðkomu stjórnmálamanna að stóriðjumál-um. Umræður um það eru orðnar flokkspólitískt bitbein. Engin sátt virðist um hver eigi að stýra þess-um málaflokki, en stóriðjuboltinn heldur áfram að vinda utan á sig án þess að grundvallarspurningum hafi verið svarað: Hver á að bera ábyrgð á stefnu þjóðarinnar í stór-iðjumálum? Er það ríkisstjórnin á hverjum tíma, landshlutasamtök eða sveitarfélög, eða þarf þver-pólitískt samkomulag allra flokka á þingi að koma til skjalanna? Ef ákvörðunum er að hluta vísað til landshluta og sveitarstjórna, er samt ekki þörf á lágmarks sam-ræmingu þeirra í heildarstefnu fyrir þjóðina? Ef sveitarfélög njóta opinberra styrkja eða ívilnana til að setja upp stóriðjuver, ber þeim þá ekki að greiða þjóðinni bætur fyrir þá mengun sem þau valda? Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að stjórna kolefnislosun Íslands og hvaða reglugerðir hafa verið settar sem skilgreina hlutverk Íslands í baráttu ríkja heims gegn loftslags-vandanum? Þar til þjóðarsátt hefur náðst um framtíð stóriðju er sjálf-sagt að frekari uppbygging á því sviði sé stöðvuð.

    Erfðatækni – Slæm stefna og stefnuleysi

    Erfðabreyttar plöntur hafa valdið mengunarslysum í hverju einasta landi þar sem þær hafa verið rækt-aðar, hversu vel sem erfðabreyting-arnar voru úthugsaðar og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett lög og reglur sem áttu að „afmarka“ plönturnar.

    Þótt opinber umræða hafi hvorki átt sér stað meðal stjórnmálamanna né almennings hafa yfirvöld veitt leyfi til útiræktunar erfðabreyttra lyfjaplantna (í stað þess að láta rækta þær í gróðurhúsum), og það í tegund (byggi) sem notað er til manneldis og fóðrunar. Aðvaranir um áhættu samfara slíkri útirækt-un hafa verið að engu hafðar, þótt erfðabreyttar plöntur kunni að valda gríðarlegum usla í vistkerfi og efnahag landsins.

    Íslensk stjórnvöld hafa árum saman vitað um áhættu sem fylgir neyslu erfðabreyttra matvæla, en hafa engu að síður látið óátalið að heil kynslóð barna hafi neytt inn-fluttra og ómerktra erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa staðið deilur um áhrif erfðabreytts fóð-urs á búfé, en samt leyfa stjórn-völd áframhaldandi innflutning á ómerktu erfðabreyttu fóðri. Sér til afsökunar hafa stjórnvöld sagt samningaviðræður innan EES standa í vegi aðgerða, en samt er langt um liðið síðan Norðmenn (sem einnig eru í EES) vernduðu almenning þar í landi með reglu-gerðum um erfðabreytt matvæli og fóður.

    Ótrúverðug stefna Bændasamtakanna

    Nýafstaðið Búnaðarþing samþykkti ályktun um að fella beri niður tolla af innfluttu kjarnfóðri, bændum til hagsbóta. Ályktunin var samþykkt í fullri vitund þingfulltrúa um að vaxandi hlutfall innflutts kjarnfóð-

    urs er erfðabreytt, einkum ódýrt soja og maís, og að afnám tolla muni einungis auka hlut innflutts fóðurs og þar með erfðabreytts fóð-urs í fóðurnotkun til búfjárræktar hér á landi. Bændasamtökunum er fullkunnugt um hversu umdeilt erfðabreytt fóður er og að hvarvetna í Evrópu og víða annars staðar er þess krafist að erfðabreytt fóður sé merkt. Þrátt fyrir það kallaði Búnaðarþing ekki eftir umræðu um öryggi erfðabreytts fóðurs; þing-ið lét einnig hjá líða að verja rétt bænda til að velja með því að krefj-ast merkinga á erfðabreyttu fóðri. Hver er ástæðan? Gæti skýringin legið í því að lækkun fóðurverðs sé vænleg til fylgisöflunar – og að upplýst umræða gæti sprengt blöðr-ur hinna „jákvæðu“ tíðinda?

    Íslenskur landbúnaður og raun-ar þjóðin öll mun gjalda þess að Bændasamtökin skuli ekki hafa tekið erfðabreytt fóður til ræki-legrar umræðu. Stjórnvöld hafa á undanförnum áratug varið veru-legum fjármunum skattgreiðenda til þróunar á mörkuðum erlendis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market kaupir íslenskt skyr og lambakjöt en hefði tæpast gert það ef forráðamönnum hennar hefði verið ljóst að afurðir þess-ar eru af búfé sem alið er á erfða-breyttu fóðri. Sú krafa gerist nú æ almennari í löndum ESB að búfjár-afurðir séu framleiddar án erfða-breytts fóðurs og allir fimm stærstu stórmarkaðir Bretlands leita uppi birgja á kjöti, mjólk og eggjum úr búfé sem ekki hefur verið fóðrað á erfðabreyttu fóðri. Framtíð matvæ-laútflutnings frá Íslandi byggist á því að vörur séu framleiddar í sam-ræmi við ímynd um hreinleika og náttúrulegar aðferðir. Erfðabreytt fóður getur engu hlutverki gegnt í því starfi.

    Þörf á nýrri tegund stefnumótunar

    Stefnumótun um mál sem skipta þjóðina í heild gríðarlegu máli er í vaxandi mæli hönnuð á flokksskrif-stofum í því skyni að afla atkvæða og felur alltof oft í sér of litlar eða villandi upplýsingar til almennings. Þegar nýjasta eða stærsta hugmynd-in er kynnt til sögunnar sem lausn til „framtíðar“ og „framfara“ er oft verið að selja okkur pólitískar sýnd-arbætur en ekki raunverulega lausn. Stefnumótun krefst framtíðarsýnar, upplýstrar umræðu, skapandi hugs-unar og langtíma fjárfestingar.

    Stóriðja, erfðatækni og ótrúverðug stefnumótunSandra B. Jónsdóttir

    Sjálfstæður ráð[email protected]

    Umhverfismál

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20079

    PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.is

    TM

    Rotþrær Vatnstankar Brunnar og framlengingar Olíu- og fituskiljur Sandföng

    Sæplastvörur fást í byggingavöruverslunumum land allt

    Til liðs við náttúrunaTil liðs við náttúruna

    EIN

    N, T

    VEIR

    OG

    ÞR

    ÍR 4

    11.0

    08

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200710

    GróðurhúsaáhrifÁ bensínskammti mín bifreið ókog brenndi örlitlum sopaog við það af alheimsorkunni tókeinungis fáeina dropa.

    En brennslan er þannig úr garði gerð,hvað gufuútstreymi varðar,að ökutækjanna mikla mergðmengar andrúmsloft jarðar.

    Þá auka við reyk þau iðjuver, sem eimyrju frá sér buna,svo öskumökk yfir bláloft berog berst inn í heiðríkjuna.

    Og svo verður þessi mengun megnað mökk fyrir sólu dregur,úr loftinu úðast eldsúrt regn.Sá endir er skelfilegur.

    Því megnið af vatnafiskum ferstog felldur er skógarviður,því mengunin inn í blöðin berstog brýtur þann lífheim niður.

    En gufurnar liggja um loftsins hvelog líkjast því hitageymi.Þær geislun frá jörðu vernda velog verja orkunnar streymi.

    En upphitun jarðar á jöklum séstþví jakar bráðna í hafi,þá hækkar lögur og löndin flestlenda á bólakafi.

    Á öllum tækjum ég óðar slekk,sem olíuforða brenna,því ef að lokum í sjó ég sekk,er sjálfum mér um að kenna.

    Sturla Friðriksson

    Búnaðarsamband Skagafjarðar gekkst fyrir opnum kynning-arfundi um Þjóðlendumál í síð-ustu viku. Frummælendur á fundinum voru Ólafur Björns-son lögfræðingur, Guðný Sverr-isdóttir sveitarstjóri og formað-ur Landssamtaka landeigenda og Gunnnar Sæmundsson ritari samtakanna.

    Á fundinum fór Ólafur yfir hvern-ig kröfugerð ríkisins hefur verið háttað hingað til og einnig sjónarmið bænda og annarra landeigenda gagn-vart kröfum hins opinbera.

    Guðný fjallaði einkum um starfsemi félagsins sem er aðeins um þriggja mánaða gamalt. Hún greindi m.a. frá því að stjórn félagsins hefði átt fundi með öllum þingflokkum og eftir þær viðræður hefði þeim orðið ljóst að ekki væri meirihluti fyrir að breyta lögum um Þjóðlendur fyrir þinglok. Hinsvegar teldi hún möguleika á að verklag við kröfugerð ríkisins mundi breyt-ast og vitnaði þar til orða fjármála-

    ráðherra. Gunnar fór aðallega yfir aðkomu Bændasamtaka Íslands að þjóðlendumálinu og greindi frá fundum sem hann hefur sótt um þessi mál. Hann lagði ríka áherslu á að Skagfirðingar færu að undirbúa sínar varnir í málinu því það stytt-ist í að lýst yrði kröfum á hendur þeim. Í því sambandi hvatt hann

    fólk til að reyna að ná og halda til haga sem mestu af gömlum heim-ildum um landmerki og eignarhald á jörðum. Allt slíkt gæti nýst þegar til kæmi að verjast kröfugerð því hingað til hefði sönnunarbyrði á hendur landeigendum verið mjög ströng. Í lok fundarins var meðfylgj-andi ályktun samþykkt. ÖÞ

    Ályktun LöngumýrarfundarinsAlmennur fundur á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga, haldinn á Löngumýri 10. apríl 2007, mótmælir harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulaganna af hálfu ríkisvaldsins, enda er þar gengið gegn þeim skilningi og þeim markmiðum sem lögð voru í tilgang laganna.

    Fundurinn minnir á að eignarrétturinn er stjórnarskrárbundinn og friðhelgur.

    Fundurinn skorar á landeigendur að halda fram rétti sínum og krefja ríkisstjórn og Alþingi um bætt vinnubrögð og að lögum um þjóðlendur nr. 58/1998 verði breytt á þann veg að það land sem afmarkað er sam-kvæmt þinglýstu landamerkjabréfi og/eða heimildaskjali skuli teljast eignarland.

    Fundað um þjóðlendumálin í Skagafirði

    Frá fundi um þjóðlendumálin á Löngumýri í Skagafirði. Á mynd-inni til vinstri er Ólafur Björnsson lögfræðingur að flytja erindi sitt en hjá honum situr Guðný Sverr-isdóttir formaður Landssamtaka landeigenda. Til hægri er GunnarSæmundsson að hvetja Skagfirð-inga til að verjast kröfum ríkisins í þjóðlendumálinu. Myndir: ÖÞ

    Matís á Akureyri hefur tekið við mælingum á mengunarefnum í matvælum. Um er að ræða nýtt svið sem mun stórefla starfsemi Matís á Akureyri. Það mun sinna rannsóknum og mælingum á mengunarefnum í matvælum, svo sem magni skordýraeiturs, plöntueiturs og annarra lífrænna mengunarefna sem safnast upp í umhverfinu.

    Á hinu nýja sviði fara fram mælingar á magni mengunarefna í innfluttu grænmeti, ávöxtum, fiski, kjöti og öðrum matvælum. Matís á Akureyri mun því gegna lykilhlutverki í neytendavernd hér á landi.

    Auk þess er sviðnu ætlað að safna gögnum sem sýna fram á hreinleika íslenskra matvæla. Þessi gögn eru ætluð í gagnagrunn sem mun nýtast framleiðendum og útflytjendum íslenskra matvæla auk kaupendum og neytendum erlendis. Krafa um heilnæmi matvæla hefur stóraukist og því munu rannsóknir Matís á Akureyri styðja við íslensk-an matvælaiðnað og tryggja öryggi framleiðslunnar.

    Starfsmenn hjá Matís á Akureyri eru fimm en fyrirtækið sinnir mat-vælarannsóknum í samstarfi við

    Háskólann á Akureyri, aðrar stofn-anir og fyrirtæki á Norðurlandi. Auk þess eru fjórir nemendur á vegum Matís í meistaraverkefnum á Akureyri.

    Matís hefur lagt mikla áherslu á að styrkja rannsóknarstarf sitt á Akureyri og myndgreinibúnaðurinn er einn liður í því. Takist að fullnýta búnaðinn í samvinnu við framleið-endur og fyrirtæki í matvælaiðnaði má búast við að fjölga þurfi um tvö

    til þrjú stöðugildi til viðbótar, en þegar hefur verið aukið við hálfu starfi hjá félaginu norðan heiða og í kjölfar aukinna rannsókna er búist við að starfsfólki muni fjölga enn frekar.

    Í tilefni af uppbyggingu Matís á Akureyri og formlegri opnun á aðstöðu fyrir slíkar rannsóknir kynnti Sigrún Björk Jakbosdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sér starfsemi Matís nú fyrir skömmu.

    Matís á Akureyri sér um mælingar á mengunarefnum í matvælum

    Nýtt svið sem stóreflir starfsemina

    Mynd: Ásta Ásmundsdóttir, efnafræðingur hjá Matís, Sigrún Jakobsdóttir bæjarstjóri, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Matís á Akureyri.

    Háskólasetur Snæfellsness (HS) í Stykkishólmi vinnur nú að rannsóknum á stofnvistfræði æðarfugls. Verkefnið er styrkt af RANNÍS og er unnið í sam-starfi við Arnþór Garðarsson á Líffræðistofnun Háskólans, Ævar Petersen á Náttúrufræðistofnun Íslands og Jennifer A. Gill við Tyndall Centre for Climate Change Research í Bretlandi.

    Markmið rannsóknanna er að svara hagnýtum spurningum um stofnstærðarbreytingar, búsvæðaval og framtíðarhorfur í æðarrækt með því að nýta einstæð langtímagögn. Hér er átt við tölur sem æðarbænd-ur hafa safnað um fjölda hreiðra í æðarvörpum sínum, stundum í ára-tugi. Verkefnið veltur því á góðri samvinnu við æðarbændur.

    Upplýsingar um fjölda hreiðra í æðarvörpum verða notaðar til að skilja betur hvað stjórnar fjölda og dreifingu æðarfugla á Íslandi. Skoðað verður hvernig fjöldabreytingar í vörpum tengjast útbreiðslu og breytingum á henni og hvort einkenni varpsvæða teng-jast stöðugleika í fjölda hreiðra milli ára. Þá verða áhrif veðurfars á fjölda hreiðra könnuð sem gefur

    kost á að spá fyrir um áhrif lofts-lagsbreytinga á æðarstofninn.

    Vonlegt er að rannsóknirnar geti bætt þekkingu á vistfræði æðarfugls og á líklegum áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga á æðarfugl og hliðstæða stofna. Þá ættu rannsóknirnar að nýtast til að þróa vöktunar- og vernd-arkerfi fyrir æðarfuglinn. Ýmsir nærtækir þættir ráða einnig miklu um viðgang æðarvarpa, t.d. afrán og ástand loðnustofnsins að vori. Nálgun á rannsóknum nú mið-ast fyrst og fremst að því að geta með ódýrum hætti (með því að nota viðamikil gögn sem þegar eru til) svarað lykilspurningum um stjórnun æðarstofnsins. Ef vel gengur munu frekari rannsóknir á æðarfugli fylgja í kjölfarið og eru raunar þegar í undirbúningi.

    Vonandi sjá sem flestir æðar-bændur sér fært að leggja rann-sóknunum lið. Heimasíða verk-efnisins er www.hs.hi.is/page/aed-arfugl en þar verða sagðar fréttir af rannsóknunum.

    Jón Einar Jónsson ([email protected]) og Tómas Grétar Gunnarsson ([email protected]), s: 525 4183 og 525 4158

    Rannsóknir á vistfræði æðarfugls við Háskólasetur Snæfellsness

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200711

    Sonur minn sem býr fyrir sunn-an hringdi fyrir rúmu ári og sagði sig langa í svið. Það var verið að elda svið í næstu íbúð, sonur minn veit að það eru hvorki salmonella né kílapestarhausar sem vaxa á fénu hér fyrir austan, þó merkingar umbúða gefi annað til kynna.

    Þetta hafði ég í huga, rétt fyrir jólin var ég í búð og viti menn, sé ég þá ekki í kæliborðinu hausinn af honum Kjamma mínum undan henni Kápu. Ég þekkti strax vanga-svipinn og ákvað að nú skyldi sonur minn svið fá.

    Ef ég hefði keypt heimsendingu á hausnum þá hefði það kostað 3600 kr.

    Þegar ég sendi Kjamma í slát-urhús fékk ég fyrir slátrið af honum 90 kr., en slátur af lambi er: a) hausinn, b) lappirnar, c) blóðið ca. 1 lítri, d) mörinn ca. 1 kg, e) pung-urinn, f) hjartað, g) lifrin, h) nýrun, i) þindin, i) hálsæðar ofl.

    Ég áætla að hausinn sé 1/3 af slátrinu og er það ríflega áætlað. Ég bóndinn hef þá fengið 30 kr fyrir hausinn af Kjamma, mér reiknast til að minn hlutur sé 3,2% af verði haussins út úr búð. Ef ég tek flutn-ings- og umbúðakostnað með þá er minn hlutur 1,56% af heildarverð-inu en hlutur ríkisins í vsk 16%.

    Einnig fékk ég beingreiðslur frá ríkinu til að framleiða hausinn af

    Kjamma, í mínu tilfelli voru það 32 kr. Ef ég hefði gefið hausinn af Kjamma og ríkið ekki lagt á vsk, þá hefði hann samt kostað 788 kr. út úr búð.

    Oft sér maður eitt lambslæri í búðarborði og það í lágvöruverðs-verslunum sem kostar nánast jafn-mikið og bóndinn fær fyrir lambið

    allt með húð og hári.Ég tel það hljóti að vera Hagfræði

    Andskotans (nafn á grein um sama efni er birtist í Morgunblaðinu 22. desember 2005) að komast að því að hátt matvælaverð sé bara bænd-um að kenna, þó að það sé að sjálf-sögðu alltof hátt.

    Smáhugleiðingar að lokum. Eins og sjá má af framansögðu þá er hlutur flutningsaðila í pakkanum hátt í helmingur af heildarverðinu .

    Stjórnvöld gerðu okkur á lands-byggðinni ljótan grikk þegar þau lögðu niður Skipaútgerð ríkisins, þar spöruðu þau fimmeyringinn en hentu krónunni með því að setja

    alla flutninga á vegina. Einnig er hlutur sláturleyfishafa og verslunar nokkuð hátt hlutfall í heildarverði haussins, en taka verður tillit til þess að ekki má slátra kind til sölu nema í hátækni sláturhúsi sem aðeins er notað smá hluta úr árinu.

    Vafalaust er ég haldinn skítlegu eðli, slíkt eðli er vel þekkt í minni ætt, en ég ætla stjórnvöldum svo illt að þessar ströngu kröfur séu ekki vegna umhyggju stjórnvalda um neytendur heldur skal ekki ein einasta kind fara framhjá þessum snarvitlausu fjárfestingum.

    Ég tel að stjórnvöld hafi langa reynslu í slæmum lagasetningum,

    má þar nefna píningsdóm frá 1490. Átti ekki tilgangurinn að vera sá að stemma stigu við förumönnum og flökkulýð? En í raun var verið að setja megnið af þjóðinni í ánauð til mörg hundruð ára. Hvað um þjóð-lendulögin, var þeim ekki ætlað að skerpa landamerki jarða inn til landsins gagnvart væntanlegum þjóðlendum? En í raun er verið að hirða þinglýstar eignir af jarðeig-endum í stórum stíl.

    Ekki má gleyma lögunum um stjórn fiskveiða, var ekki tilgang-urinn að vernda fiskistofna og treysta á byggð í landinu? Hvorugt hefur gengið eftir, í raun snerust lögin um markaðsvæðingu sjáv-arútvegsins og þjófnað, þar sem veiðirétturinn er tekinn af jörðum og settur á báta, án allra heimilda.

    Sigurður Filippusson bóndiDvergasteini

    Allt að

    90% fjármögnun

    *Verð miðast við beina sölu

    Nýjum vörulista verður dreift í næstu viku

    Ég keypti hausinn hann kostaði 933 kr. þar af vsk 115 kr. Ég keypti pakka til að senda hann í hann kostaði 145 kr. þar af vsk 29 kr.Ég keypti flutning með bíl suður hann kostaði 847 kr. þar af vsk 167 kr. Samtals 1925 kr. þar af vsk 311 kr.

    Kjammi undan henni Kápu

    Opið hús á Reykjum!Á Sumardaginn fyrsta verð-ur hið árlega opna hús hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Þessi dagur á Reykjum hefur verið af sumum kallaður þjóðhátíð garðyrkjunn-ar á Íslandi. Í ár eru það nem-endur garðyrkjubrauta skólans sem standa fyrir þessum degi.

    Öllum er boðið að heimsækja skólann frá kl. 10:00 – 18:00 og fjölbreytt dagskrá verður í boði. Í aðalbyggingu kynna ýmis fyrirtæki starfsemi sína og hægt verður að njóta gróðursins í garðskálanum og bananahúsinu. Í verknámshúsi kynna nokkur fyrirtæki starfsemi sína og pottaplöntuhúsið með hinu glæsilega pottaplöntusafni skólans verður opið. Þá verða kaffiveit-ingar í matsal skólans og mark-aðstorg með garðyrkjuafurðir, svo sem grænmeti, plöntur og fleira. Skátaleiktæki verða á útisvæð-inu. Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands verður einnig kynnt í máli og myndum.

    Kl. 14:30 hefst hátíðardag-skrá í garðskálanum, en þar verð-ur nýr samstarfssamningur um Grænni skóga undirritaður, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Garðyrkjuverðlaunin 2007 og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir umhverfis-verðlaun Hveragerðisbæjar. Boðiðverður upp á tónlistaratriði. Dag-urinn er haldinn í samvinnu við Hveragerðisbæ.

    Takið daginn frá og fagnið sumr-inu á Reykjum og í Hveragerði, bæ grósku og gróðurs.

    Frekari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson formaður nemenda-félagsins á svæðinu, í síma 693 3929.

  • Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200712

    „Við Árni keyptum jörðina af óskyldum aðila og mörgum þótti skrýtið að við skyldum fara út í þetta. Við bjuggum á Akureyri og höfðum komið okkur þar vel fyrir, vorum bæði í ágætum störfum og líkaði í raun vel. Ég vann á þeim tíma sem blaðamaður á Degi sál-uga en hafði áður verið banka-starfsmaður árum saman. Árni er múrari og starfaði við iðn sína. Við áttum ljómandi gott einbýlis-hús á syðri brekkunni, vorum með hesta og áttum gott hesthús, svo það var sannarlega ekki yfir neinu að kvarta, en við vildum takast á við nýja áskorun,“ segir Linda. „Mörgum þótti það að kaupa kúabú í fullum rekstri á markaðsverði glæfralegt og það var ekki spáð gæfulega fyrir okkur; menn töldu að þetta myndi aldrei ganga og að við myndum hætta þessu á fyrstu árunum.“

    Samt var eitthvað við sveitina sem laðaði að. Sjálf er Linda alin upp í sveit, ólst upp í Hjarðarholti í Fnjóskadal, þar sem var stórt blandað bú á æskuárum hennar, og Árni var á yngri árum mörg sumur í sveit á Lækjarvöllum í Bárðardal. „Þannig að við vissum bæði nokk-uð vel út í hvað við vorum að fara og í raun hefur allt gengið betur en við reiknuðum með,“ segir Linda.

    Hún segir að þau hjónin hafi um tveggja ára skeið, áður en þau keyptu Miðhvamm, „haft augun opin“ og verið að leita að góðri jörð í nágrenni Akureyrar og Þingeyjarsveitar. „Við settum það á oddinn að vera í viðráðanlegri akst-ursfjarlægð frá fjölskyldum okkar til að við og börnin okkar gætum haldið tengslum við okkar fólk sem starfandi kúabændur. Svæðið náði því yfir Skagafjörð, Eyjafjörð og Suður-Þingeyjarsýslu.“

    Kúabændur reka krefjandi fyrirtæki

    „Það var nú svolítið skondið að Miðhvammur var auglýstur til sölu í helgarblaði Dags í mars 1995, en ég var þá umsjónarmaður blaðsins. Þá, eins og oft bæði fyrr og síðar þegar fasteignir og fyrirtæki eiga í hlut, ekki síst í sveitum landsins, komu upp umræður um að búið væri of dýrt og óðs manns æði að kaupa en við fengum ráðgjöf frá fyrrum samstarfsmönnum mínum í bankanum og það var ekkert í veg-inum,“ segir Linda.

    Hún nefnir að umræðan um að það sé erfitt fyrir nýtt fólk að hasla sér völl í búskap hafi lengi verið lífseig en reynsla síðustu ára sýni þó að fjöldi dugmikils fólks hafi komið inn í atvinnugreinar landbúnaðarins. „Það er krefjandi verkefni að reka fyrirtæki eins og kúabú og að sjálfsögðu umtalsverð fjárfesting, eins og algengt er þegar um er að ræða fyrirtæki. Það er því alveg eðlilegt að það sé ekki hrist fram úr erminni að kaupa fyrirtækin í sveitum landsins, frekar en önnur fyrirtæki svo sem verkstæði, versl-anir eða iðnfyrirtæki, svo dæmi séu tekin.“

    Virðum allar leiðirLinda segir að mikilvægast sé að virða til jafns allar þær leiðir sem rekstraraðilar í landbúnaði kjósa að fara. Allt frá stórum búum sem opna á störf launþega í landbúnaði, sem hún telur hiklaust afar jákvæð-an þátt í greininni. Þar skapast möguleiki bæði til að eigendur geti nýtt samlegðaráhrif fjárfestinga og eigendur og allir starfsmenn geti notið lífsgæða sem fylgja störfum á fjölmennum vinnustöðum, svo sem sérhæfingar, félagsskapar og frídaga, og ekki síður til að opna þann möguleika að geta starfað við landbúnað án þess að axla þá ábyrgð sem fylgir stöðu eigand-ans. „Það er fráleit umræða, sem því miður hefur stundum bólað á, að launþegar í landbúnaði eigi ekki rétt á sér. Gefum fólki tækifæri til að starfa við landbúnað sem launþegar til skemmri eða lengri tíma, alveg eins og að starfa sem launþegar við akstur vörubíla, sem verslunarstjórar eða iðnaðarmenn. Allt eins þarf að mínu mati að virða minnstu búin, og í raun allar mis-munandi einingar, tæknilausnir og leiðir. Það er t.d. alveg sjálfsagt að vera kúabóndi í hlutastarfi eins og

    sumir kúabændur kjósa um þessar mundir. Aðstæður, vilji einstakl-inga og val er mismunandi og hver og einn rekstraraðili verður að hafa frelsi til að velja þá bústærð og gerð sem hann kýs þar sem gæðakröfum og kröfum um velferð dýra, náttúru og fólks er mætt.“

    Samheiti yfir ólíkar atvinnugreinar

    Linda segir landbúnað samheiti yfir margar ólíkar atvinnugreinar, með svipuðum hætti og t.d. bygg-ingariðnaður þar sem menn fást við t.d. smíðar, múrverk og raf- og pípulagnir. „Það sama má segja um okkur bændur; við erum að fást við margvísleg störf þótt þau