bpro frettabref 1 2014

12
nóv 2014 fréttabréf

Upload: bpro-heildverslun

Post on 06-Apr-2016

246 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Fréttablað bpro, stútfullt af fréttum og spennandi tilboðum.

TRANSCRIPT

Page 1: bpro frettabref 1 2014

nóv 2014 f r é t t a b r é f

Page 2: bpro frettabref 1 2014

info

2

4

5

7

hárakademían | litanámskeiðnýtt frá label.m | winners

nýtt frá hh simonsen

london | workshop

9 starfsmaður mánaðarins | húsgögn

10 jólatilboð

f r é t t a b r é f

Kæru vinir, í byrjun vil ég þakka ykkur öllum fyrir þann stuðning og frábærar móttökur sem við höfum fengið síðustu 4 ár eða síðan bpro mætti á svæðið. Það er virkilega gaman þegar ég og mitt fólk erum að leggja okkur 150% fram við að gera okkar besta í að samvinna okkar sé með bestu móti. Ég lít svo á að þetta snúist ekki einungis um sölu á vörum heldur númer eitt samvinna á milli fyrirtækja og ef samvinnan er góð, náin og heiðarleg gengur öllum mun betur. Í tilefni af þessu öllu og gleðinni langar Bpro-genginu að bjóða ykkur að koma og ská la með okkur 7 . Nóvember í ný j u HÖFUÐSTÖÐVUNUM OKKAR uppí sveit (frekari uppl. í blaðinu)

Kv. Baldur

kíkið á nýja facebook síðu bpro

Page 3: bpro frettabref 1 2014

2

hárakademíanHárakademían, stofnuð af Hörpu Ómarsdóttur, hóf sitt fyrsta skólaár í September 2014. Mikil aðsókn var í skólann og ekki komust allir að sem sóttu um. Þeir 14 nemendur sem byrjuðu skólaárið núna í September eru allir að standa sig með prýði og virðast ánægðir með skólann. Bpro og label.m á Íslandi eru stoltir samstarfsaðilar að skólanum þar sem notaðar eru label.m vörur og Palco litir. Við fylgjumst spennt með framhaldinu og óskum nemendunum góðs gengis með námið

Þann 21.október opnuðum við í fyrsta skiptið nýja húsnæðið okkar fyrir alveg hreint magnað Palco litakvöld. Stemmningin var alveg meiriháttar þar sem allir skiptust á hugmyndum og ráðum og mikið var um spurningar og svör. Það voru þær Kolbrún á Kompaníinu, Theodóra á Rauðhettu, Sigrún á Barbarellu, Silla á Hárbeitt og Helena á Hárstúdíó sem lituðu nokkur model og sýndu hversu auðvelt og þægilegt það er að vinna með Palco-litina. Allar voru þær ólíkar sem gerði þetta svo skemmtilegt þar sem að allir fóru frá okkur með einhver ný ráð í pokahorninu meira að segja þær sjálfar.

litanámskeið

f r é t t a b r é f

Page 4: bpro frettabref 1 2014
Page 5: bpro frettabref 1 2014

4

nýtt

label.m er alltaf að bæta við í vöruúrvalið sitt. Við bíðum alltaf spennt eftir nýjungunum og er því engin breyting þar á.

f r é t t a b r é f

Núna eru þeir að koma með nýtt hárvax, Pliable definer. Vaxið Gefur hárinu aukinn gljáa og er einstaklega sveigjanlegt efni sem vinnur með þér. Það besta er að hárið fitnar ekki. Fullkomið fyrir stutt og milli sítt hár.

Önnur nýjung frá þeim er Hárilmvatnið, label.m Hair Perfume. En þetta hárilmvatn er ætlað fyrir hár og líkama. Helstu keimirnir í ilmvatninu eru Bergamot, Nutmeg og Cedarwood. Hárilmvatnið inniheldur einnig rakagefandi Argan olíu. Það gefur því hárinu góðan raka á sama tíma að gefa því góðan og ferskan ilm.

Í septmeber var haldin hin árlega ráðstefna fyrir dreifingaraðila label.m í London. Það sem var frábrugðið þetta árið frá fyrri árum var að nú bauð label.m sínum dreifingaraðilum á London Fashion Week, enda eins og flestum er nú þegar orðið kunnugt, er label.m einn helsti styrktaraðili LFW. Það var alveg magnað að fá að fara á LFW og sjá hversu flottar þessar sýningar eru. Í lok ráðstefnunnar var svo haldið verðlaunaafhendingarkvöld. Þar var það Sacha Mascolo sem veitti verðlaunin. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að í ár hnepptum við tvenn verðlaun, annars vegar fyrir dreifingaraðila ársins og hins vegar fyrir markaðsmál. En þess má geta að Ítalía fylgdi okkur sterkt á eftir í markaðsmálum og hneppti annað sætið en þeir hafa seinustu ár verið í fyrsta sæti.

winners

Page 6: bpro frettabref 1 2014

5

nýtt

Við höfum fengið í hús nokkur ný járn nýlega, en þetta eru flottustu járnin til þessa frá HH Simonsen. Þar má nefna nýjasta sléttujárnið Signature Styler sem er aðeins breiðara en fyrri járnin og er með svakalega flottum touch screen feature. Hægt er að stilla hitann frá 50 gráðum uppí 232 gráður á aðeins 5 sekúndum. Það slekkur á sér sjálft eftir 20mín sé það ekki í notkun.

f r é t t a b r é f

Síðast en ekki síst eru komin til okkar sléttujárn í kopar og hvítum lit, blásarar og Rod 3 í koparlit. Klikkaðslega flott lúkk sem verður einungis fáanlegt tímabundið.

Svo er það Woo Waver-inn eða Rod 9. Hann er léttur og þunnur og gerir líflega og flotta liði í millisítt til sítt hár fyrir rómanstískan filing. Yfirborðið er hannað með Aluminum Teflon Coating sem býr til verndarfilmu á milli hárs og járnsins sem dregur úr hitaskemmdum og veitir hárinu silkimjúka áferð.

Page 7: bpro frettabref 1 2014
Page 8: bpro frettabref 1 2014

7

london babyÞað hefur ekki farið fram hjá mörgum að við fórum í Londonferð á dögunum. En þessi ferð var alveg hreint meiriháttar. Við erum ekki búin að fá neitt annað en jákvætt feedback af ferðinni okkar þetta árið. Til að stikla á stóru, þá fórum við að sjálfsögðu á hina frábæru sýningu, Salon International á laugardeginum, en það er alltaf gaman að sjá nýjungarnar og flottu vörurnar sem þar eru sýndar. Svo að sjálfsögðu var farið á Little Italy um kvöldið eins og vant er. En þar var svakalegt stuð hjá okkur langt frameftir. Sunnudagurinn fór í verlsunarleiðangra hjá flestum og erum við ekki frá því að taxfree röðin í Primark hafi lengst um nokkra metra við komu okkar til London. Á mánudagsmorguninn fórum við svo á gríðarlega flott námskeið í Toni&Guy Akademíunni á Look&Learn, en þar voru sýndar nokkrar af nýjustu línum label.m. Þar var hann Filip vinur okkar sem kom til okkar í apríl á þessu ári meðal þeirra sem voru að sýna og vantaði ekki fagleikann hjá þessu flotta fagfólki hjá Toni&Guy.Fyrir þá sem ekki komust með í þetta skiptið þá eru engar áhyggjur að hafa þar sem að við erum nú þegar farin að skipuleggja ferðina fyrir næsta ár og er því um að gera að melda sig í þá ferð fyrr en seinna.

Þann 27. og 28. Október fengum við í heimsókn til okkar skærasnillingana frá Excellent Edges og HH Simonsen. Þeir sem komu til okkar í þetta skiptið voru þeir, Claus Nissen, Pete Walstab og Sam Overton. Þeir héldu með okkur fjögur workshop þar sem klipptar voru tvær línur á gínu. Þessi workshop voru vel sótt og voru allir reynslunni ríkari eftir að hafa mætt og fóru með fullt af góðum hugmyndum inní jólatörnina.

workshop

f r é t t a b r é f

Page 9: bpro frettabref 1 2014
Page 10: bpro frettabref 1 2014

9

starfsmaður mánaðarinsSiggi á lagernum er nýjasti starfsmaður Bpro. Hann er alveg að venjast geðveikinni hjá okkur hérna og plummar sig bara vel hér ( eða svo segir hann okkur allaveganna)

f r é t t a b r é f

/fullt nafn: Sigurður Harðjaxl Vilhjálmsson/hjúskaparstaða: Einnar konu maður/hárlitur: Íslenskur músalitur/skóstærð: 49 og 1/4/uppáhals fimleikafélag: Fylkir/uppáhalds matur: Svið og kartöflumús/uppáhalds vara frá bpro: Bleika hárspreyið/hvað langar þig í jólagjöf? Playstation 4 og bleika hárspreyið frá label.m

Við erum mjög stolt að kynna fyrir ykkur nýjustu viðbótina í vöruúrvalið okkar. Við höfum leitað í rúm 4 ár að gæða húsgögnum fyrir stofurnar okkar og höfum nú loksins fundið réttan aðila. Cindarella húsgögn hafa verið að hanna gæða húsgögn seinustu 35 árin fyrir hárgreiðslustofur. Við bjóðum ykkur því að kanna vöruúrvalið þeirra og leita svo til okkar til að fá besta tilboðið.http://www.cindarella.com

húsgögn

Page 11: bpro frettabref 1 2014

10

hó hó hóJólatilboðin frá label.m þetta árið eru enn flottari en árin áður enda ekki að spurja að því þar sem það er enginn annar en hönnuðurinn Jean-Pierre Braganza sem sér um lúkkið á pakkningunum líkt og hann hefur gert áður. Hann hannaði einnig fallegan og klassískan klút sem fylgir sem gjöf með ákveðnum tilboðum. Lúkkið frá honum í ár er svart, hvítt og rautt og á að standa fyrir hina sterku og ákveðnu konu. En þetta er hans túlkun á konunni sem lifir í tveimur heimum: á milli aðhalds og frelsis og hins vegar á milli æsku og reynslu. 

f r é t t a b r é f

ÞÚ KAUPIR: 12 Thickening Duo 12 Honey&Oat Duo 12 Treatment Shampoo

& Moisturising Conditioner 8 Color Stay Duo 8 Therapy gift sets 6 label.m men gift sets

OG FÆRÐ: 10 slæður 10 vörur frá New CID 1 label.m sléttujárn (Black styling gift set – 1 heat protection fylgir með )

L

ÞÚ KAUPIR: 8 Thickening Duo 8 Honey&Oat Duo 8 Treatment Shampoo

& Moisturising Conditioner 6 Color Stay Duo 6 Therapy gift sets 4 label.m men gift sets

OG FÆRÐ: 8 slæður 6 vörur frá New CID 30% afslátt af label.m sléttujárni (Black styling gift set – 1 heat protection fylgir með )

MÞÚ KAUPIR: 3 Thickening Duo 3 Honey&Oat Duo 3 Treatment Shampoo

& Moisturising Conditioner 2 Color Stay Duo 2 Therapy gift sets 1 label.m men gift sets

OG FÆRÐ: 3 slæður 30% afslátt af label.m sléttujárni (Black styling gift set – 1 heat protection fylgir með )

S

Page 12: bpro frettabref 1 2014