frÉttabrÉf - lafi.islafi.is/gogn/frettabref/frettabref_89_net.pdf · kælitækni og...

24
FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association Ystabæ 11 • 110 Reykjavík • Tel. 354 587 0660 • Fax 354 587 4162 Netfang: www. [email protected] • Heimasíða www. lafi.is 4. tbl. 18. árgangur Desember 2004 blað nr. 89 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristján Ottósson. Ritnefnd: Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur, Jón Guðlaugsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Þorlákur Jónsson verkfræðingur og Rúnar Bachmann rafvirki. Víkkaðu sjóndeildarhringinn Bættu þekkinguna, styrktu þig í starfi Nokkur - sæti - laus á sýninguna í Frankfurt sjá bls. 10 Þingeyrarkirkja Dýrafirði. Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Upload: others

Post on 26-Jan-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

FRÉTTABRÉFLAGNAFÉLAGS ÍSLANDSThe Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary AssociationYstabæ 11 • 110 Reykjavík • Tel. 354 587 0660 • Fax 354 587 4162Netfang: www. [email protected] • Heimasíða www. lafi.is

4. tbl. 18. árgangur Desember 2004 blað nr. 89

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristján Ottósson.Ritnefnd: Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur, Jón Guðlaugsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Þorlákur Jónsson verkfræðingur og Rúnar Bachmann rafvirki.

Víkkaðu sjóndeildarhringinn

Bættu þekkinguna,

styrktu þig í starfi

Nokkur - sæti - laus á sýninguna í Frankfurt sjá bls. 10

Þingeyrarkirkja Dýrafirði.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

2

Kristján bauð gesti velkomna í tilefni þess aðkerfið var afhent.

Hann sagði Lagnakerfamiðstöð Íslands ungastofnun, sem hefur ekki enn troðið af sérbarnskónum.

Stöðin er stöðugt að vaxa og þroskast, meðgóðum stuðningi atvinnulífsins við uppbygg-ingu hennar.

Stöðin á að þjóna atvinnulífinu til þess varhún byggð og styrk aðstoð atvinnulífsins viðstöðina sýnir og sannar að atvinnulífið óskarþess að velmenntaðir nýsveinar komi út úrskólun landsins, bæði iðnskólum og tæknihá-skólum.

Hver veit betur en atvinnulífið hvað þarf aðkenna í skólum til þess að góður námsárangurnáist.

Skóla námið er dýrt og þá sérstaklega verk-legt nám, því ætti það að vera markmið hversskóla að tryggja að nemandinn fái þá bestufræðslu sem hægt er að fá með því að sækjahana þangað sem hún er fyrir hendi, sem sagtút í atvinnulífið.

Iðnfræðsla í fagskólum ætti að vera í miklumeiri tengslum við atvinnulífið en nú er.

Þeir sem stjórna iðn- og tækniháskólanámi ískólum landsins ættu að fá okkar færustumenn í atvinnulífinu hvern á sýnu sérsviði til aðhalda fyrirlestra og vera með stutt námskeið

innan skólanna.Þannig tryggjum við best að nemandinn fái

þá fræðslu sem nýtist honum í starfi og skilarnámskostnaði hans til baka í fjárfestingu semnýtist þjóðarheildinni.

Það er mikill og stór áfangi sem nú hefurnáðst við smíði og uppsetningu á loftræstikerf-inu sem er kennslutæki fyrir skólana og endur-menntun atvinnulífsins..

Þetta átak náðist með góðri samvinnu 27 fyr-irtækja, sem gefið hafa hugvit, efni og vinnu tilverksins.

Það hefur verið ánægjulegt að starfa meðþeim mönnum sem hingað hafa komið til aðleggja fram vinnu sýna við uppbyggingu loft-ræstikerfisins og þá ekki síður efnissalana semég hef leitað til og aldrei verið synjað.

Þessum aðilum öllum vil ég flytja sérstakarþakkir bæði fyrir mína hönd og stöðvarinnar.

Kristján Ottósson

Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri, Lagnakerfamið-

stöð Íslands flutti ávarp við hátíðlega athöfn sem haldin

var í stöðinni þann 08. okt. sl.

Þar sem 20 Mkr loftræsti- og hitakerfi var afhent að gjöf til stöðvarinnar.

Ágætu veislugestir:

Ekki minnist ég þess að mér hafi nokkurntíma verið vísað á dyr af stjórnanda fyrirtækjaþegar ég var að reyna að selja honum hugmynd-ina um þátttöku í uppbyggingu kerfisins.

En margt skemmtilegt atvikið skeði meðan áþessu stóð.

Ég ætla að nefna tvö:Eitt sinn var ég staddur í Blikksmiðjunni Funa

og var að sækjast eftir enn meira efni og vinnuen ég var búinn að fá.

Kolviður Helgason forstjóri horfði lengi á migeftir að við höfðum átt langa samræðu umbeiðni mína.

Hann leit framhjá mér til dyranna, eins oghann væri að leita að útgönguleið.

Allt í einu sagði hann eins og í leiðslu.Þessar heimsóknir þínar Kristján hafa valdið

því, að ég hef tekið þá ákvörðun að uppfylla all-ar brunavarnir hússins. Ég er búinn að ákveðaað setja upp hurð sem flóttaleið á bakhliðina.

Annað:Ég var búinn að eiga nokkuð langan fund með

Grétari Leifssyni, forstjóra, Ísleifs Jónssonar hf.Mér fannst að ég hafi fengið mínu framgengt

og það sýndist mér líka á forstjóranum.

Allt í einu hallaði hann sér aftur í stólnum ogdæsti, sagði síðan.

Það eitt er víst að guð forðaði okkur frá því aðþú næðir að verða forstjóri Blóðbankans.

Ingimundur Sigurpálsson, formaður, Samtakaatvinnulífsins afhenti Geir H. Haarde fjármála-ráðherra kerfið að gjöf fyrir hönd 27 fyrirtækja.

Geir afhenti síðan Kristjáni Ottóssyni kerfiðtil varðveislu í stöðinni.

Gefendur kerfisins eru:VSB verkfræðistofa ehf., VST verkfræðistofa

hf., Hátækni ehf., Hitatækni ehf. Ískraft, ÍsleifurJónsson ehf., Borgarlagnir ehf., Böðvar IngiGuðbjartsson, pípul.m. Vatn og Hiti ehf., Verk-lagnir ehf., Kælitækni, Celsíus ehf., Rafstjórnhf., Hagblikk ehf., Félag blikksmiðjueigenda, Ís-loft ehf., Blikksmiðjan vík, Blikkás Funi ehf.,Blikksmiðja Austurbæjar ehf., Blikksmiðurinnhf., Blikksmiðja Einars ehf., Stjörnublikk ehf.,Offset Fjölritun ehf., Bergnes ehf., VGK verk-fræðistofa, Varmi ehf. Kristján Nielsen, rafvirki.

3

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Geir afhendir Kristjáni kerfið til varðveislu.

Hér ræða saman um kennslukerfið IngimundurSigurpálsson og Kristján Ottósson

4

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Lýsti aðdáun sinni á því frumkvæði Lagna-kerfamiðstöðvar Íslands að bjóða til athafnar-innar í húsnæði stöðvarinnar á Keldnaholti.Hann kvað öllum ljóst, sem hér væru í dag, aðöflugt atvinnulíf væri forsenda velferðar og lífs-gæða, og að gott menntakerfi legði grunninn aðsamkeppnishæfu og öflugu atvinnulífi. Mikluskipti, að nemendur og fagmenntað fólk fengitækifæri til þess að nýta bestu tækni á hverjumtíma við nám og endurmenntun á sínu sérsviðiog það skilji forsvarsmenn í atvinnulífinu vel.

Til marks um það sagði Ingimundur þaðánægjuefni að fá að tilkynna, að Lagnakerfa-miðstöð Íslands hefði ásamt 27 fyrirtækjumkomið upp fullkomnum kennslubúnaði á sviðihita- og loftræstikerfa, og kvað hann óhætt aðfullyrða, að með tilkomu hans væri brotið blað íallri aðstöðu og kennslu á lagnasviði hér álandi. Kerfið muni nýtast nemendum á lagna-

sviði, ss. iðnnemum, tækni- og verkfræðinem-um, og sömuleiðis muni það koma að góðumnotum við endurmenntun þeirra ýmsu starfs-stétta, sem að hita- og loftræstilögnum vinna,þ.á.m. blikksmiðum, pípulagningamönnum,tækni- og verkfræðingum og hönnuðum. Ingi-mundur greindi frá því, að heildarverðmætikerfisins næmi um 20 mkr., sem gefendur hafðuþegar lagt fram, og þakkaði hann fyrir höndSamtaka atvinnulífsins forsvarsmönnum fyrir-tækjanna 27 fyrir lofsvert frumkvæði og fram-sýni, sem framlag þeirra bæri glöggt merki um.

Að lokum kvað Ingimundur það sér í sennheiður og ánægju að vera falið fyrir hönd gef-enda að afhenda fjármálaráðherra, Geir H.Haarde, kennslubúnaðinn til afnota fyrir nem-endur og sérfræðinga á sviði lagnatækni og tilmarks um það afhenti hann fjármálaráðherralykil að kennslukerfinu, sem aftur afhenti Krist-jáni Ottóssyni, framkvæmdastjóra LKÍ kerfið tilvarðveislu í stöðinni.

Ávarp

Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins,

Ingimundur Sigurpálsson afhendir Geir Haardehita- og loftræstikerfið

Ingimundur Sigurpálsson

5

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Það var glatt á hjalla úti og inni.

Það er fyllst með hvað ráðherrann er slíngur á stjórnkerfið

Lárus við tölvuna sem hann gaf stöðinni

Geir og Ingimundur í forgrunni

Gestir brugðu sér útfirir öðruhverju

Hér sjást hluti af gestunum

Valdimar K. Jónsson í ræðustól

Þjónusstustúlkur við afgreiðslu á vínföngum

6

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

20 Mkr gjöf afhennt

Lagnakerfamiðstöð Íslands (LKÍ)

LKÍ hefur tekið í notkun fullkomið loftræstikeri íHúsnæði sínu að Keldnaholti til kennslu og endur-menntunar.

Heildar verðmæti kerfissins er um 20 Mkr. Meðtilkomu þessa kerfis er brotið blað í aðstöðu tilkennslu lagnamanna á íslandi. Kerfið mun nýtastblikksmiðum, pípulagnamönnum sem og hönnuð-um á slíkum kerfum. Ennfremur hentar kerfið veltil rannsókna enda kerfið eitt það fullkomnasta álandinu.

Að sögn Kristjáns Ottóssonar framkvæmda-stjóra LKÍ má gera ráð fyrir að íslendingar verji um2 til 3 milljörðum króna í hönnun, smíði og viðhaldloftræstikerfa á ári og að allt að 70.000 íslending-ar njóti slíkra kerfa á dag.

Kröfur og vitund almennings um mikilvægi loft-ræstinga er alltaf að aukast og mikilvægt er aðvanda til menntunar lagnamanna.

Kerfið mun jafnt nýtast til menntunar nýrra lagn-armanna sem og til endurmenntunar.

Geir H Haarde fjármálaráðherra tók við kerfinuúr hendi Ingimundar Sigurpálssonar, formannsSamtaka atvinnulífsins sem afhenti kerfið fyrirhönd gefanda kerfissins, sem eru:

VSB verkfræðistofa ehf., VST verkfræðistofahf., Hátækni ehf., Hitatækni ehf. Ískraft, ÍsleifurJónsson ehf., Borgarlagnir ehf., Böðvar Ingi Guð-bjartsson, oípul.m., Vatn og Hiti ehf., Verklagnirehf., Kælitækni, Celsíus ehf., Rafstjórn hf., Hag-blikk ehf., Félag blikksmiðjueigenda, Ísloft ehf.,Blikksmiðjan vík, Blikkás Funi ehf., BlikksmiðjaAusturbæjar ehf., Blikksmiðurinn hf., BlikksmiðjaEinars ehf., Stjörnublikk ehf., Offset Fjölritun ehf.,Bergnes ehf., VGK verkfræðistofa, Varmi ehf.,Kristján Nielsen, rafvirki.

Hita- og loftræstikerfið til kennslu í LKÍ

7

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Létt á hjalla og áfram er spáð í virkni kerfisins

Dömurnar létu sig ekki vanta

Guðmundur, Oddur og Egill

Guðmundur, Valdimar, Björgvin og Friðmar

Við veitingaborðið, hjá Þóru, Fanney, Halldóru og Sigurrósu.

Samúel Jónsson og Hallgrímur Jónasson

Steinn, Ólafur og Guðmundur

Örn Steingrímsson og Kristján Nirlsen

Málmtæknisviðs Borgarholtskóla og Lagna-kerfamiðstöðvar Íslands hafa gert með sérsamstarfssamning um, kennslu á sviði lagna-kerfa og skildum greinum.

Tilgangur samningsins er að: Stuðla að auknum tengslum milli faggreina

BHS og þeirra fagsviða sem eru innan LKÍ.Koma á formlegu samstarfi um kennslu og

námskeiðahald.Megintilgangur er skipuleg viðleitni til að

afla, skapa og varðveita þekkingu og miðlahenni til nemenda, fræðasamfélagsins, at-vinnulífsins og almennings.

Samningsaðilar líta á það sem sameiginlegtmarkmið að stuðla að aukinni rannsókn, þróunog tæknilegum umbótum á sviði lagnamála áÍslandi.

Með samvinnu þessari gefst nemendumBHS kostur á aðstöðu til fræðslu og prófana íhúsakynnum LKÍ í beinum tengslum við námsitt.

Markmið samningsins er að efla LKÍ semmiðstöð handverksins á fagsviði lagnamála áÍslandi og styrkja tengsl iðn- tækni og verk-fræði við atvinnulífið.

Háð samþykki stjórnar LKÍ.

8

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Samningur Málmtæknisviðs Borgarholt-

skóla og Lagnakerfamiðstöðvar Íslands

Sitjandi f.v. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður LKÍ og Páll Indriði Pálsson, kennslustjóri málmiðnaðar. Standandi f.v. Kristján Ottósson, framkvæmdastj., LKÍ og Bryndís Sigurjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri.

9

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Mánudaginn 18. október s.l.undirrituðu formaður Lagnakerfa-miðstöðvar Íslands, LKÍ, VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson og framkvæmda-stjóri, Fræðslumiðstöðvar málmið-arins, FM, Gylfi Einarsson, sam-starfssamning milli Lagnakerfamið-stöðvarinnar og Fræðslumiðstöðvarmálmiðnaðarins.

Samkvæmt samningum hefurFræðslumiðstöð málmiðnarins fullafnot og aðstöðu í húsnæði Lagna-kerfamiðstöðvar Íslands á Keldna-holti til námskeiðahalds bæði verk-legrar og bóklegra í ýmsum endur-menntunar námskeiðum málmiðn-aðarstéttanna. Námskeiðin semFræðslumiðstöðin hyggst halda erum.a. í vökvatækni, loftræstitækni,kælitækni og loftstýritækni.

Í tækjasal Lagnakerfamiðstöðvar Íslands ermikið af tækjum til kennslu í lagnatækni t.d.loftræstisamstæða með ýmsum stýritækjumeinnig eru í tækjasalnum kennslutæki fyrirpípulagnir bæði í hita- og neysluvatnstækni. Öllkennslutækin er gjafir frá ýmsum fyrirtækjum,innlendum og erlendum. Samstarfssamningur-inn heimilar Fræðslumiðstöð málmiðnaðarinsafnot að þessum tækjakosti til verklegrarkennslu í tækjasal, sérstaklega loftræstisam-stæðu með tilheyrandi búnaði. Einnig hefurFræðslumiðstöðin afnot og aðgang að tölvumLagnakerfamiðstöðvarinnar í tölvuveri LKÍ.

Samkvæmt samningnum leggur Fræðslumið-stöð málmiðnaðarins til leiðbeinendur og kenn-ara svo og öll kennslugögn sem notuð eru viðnámskeiðin.

Lagnakerfamiðstöð Íslands hefur auk þessasamstarfssamnings gert fleiri samskonar sam-starfssamninga m.a. við Háskóla Íslands,Tækniháskóla Íslands og nú nýverið við Borgar-holtsskólann. Fleiri slíkir samstarfssamningareru í undirbúningi við ýmsa iðn- og verk-menntaskóla landsins svo og við félög og sam-tök er sjá um grunn- og endurmenntun í lagna-tækni. Háð samþykki stjórnar LKÍ.

Samningur Lagnakerfamiðstöðvarinnar

og Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins.

Sitjandi f.v. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður LKÍ, Gylfi Einarsson,framkvæmdastj., FM. Standandi f.v. Kristján Ottósson, framkvæmdastj.,LKÍ og Guðmundur Hjálmarsson, lektor við Tækniháskóla Íslands.

10

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Alþjóðasýning lagnamanna

Frankfurt Þýskalandi í mars 2005

Ferð sem flýtir sumarkomunni

Hópferð á ISH – Lagnasýninguna í Frankfurt Þýskalandi.Þetta er stærsta lagnasýning sem haldin er í heiminum.

NOKKUR – SÆTI - LAUS.

Flogið verður til Frankfurt mánudaginn 14. mars og flogið heimfrá Frankfurt föstudaginn 18. mars 2005.

Þessi fimm daga ferð kostar aðeins 91.900 .- krónur miðað við 2í herbergi og verðlag þann 20. ágúst 2004.

Að kvöldi þriðjudaginn 15. mars. býður Valsir, Vatnsvirkinn ogTækja-Tækni hf., öllum ferðahópnum í “Hóf”.

Frankfurt er verslunarborg á heims mælikvarða. Það er ódýrt oggott að dvelja í Þýskalandi, bjóðum konunni með.

Móttaka pantana, og allar frekari upplýsingar veitir KristjánOttósson, Ystabæ 11 110 Reykjavík.

Sími: 567-7551 Fax: 567- 8551. GSM: 861- 5010.Tölvupóstfang: [email protected]

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Eftirtalin fyrirtæki senda bestu jóla- og nýjárskveðjur

með þökk fyrir árið sem er að líða.

Bútur ehf, AkureyriRD Pípulagnir, SelfossPípulagnir Helga ehf, SelfossHM Pípulganir ehf, SiglufirðiAH Pípulagnir, HafnarfirðiP V Pípulagnir, EgilsstöðumÓmar og Pálmi ehf, HafnarfirðiAlur Blikksmiðja ehf, KópavogiBergnes ehf. Skiltagerð, KópavogiBlikk ehf, SelfossiBlikk og Tækniþjónustan, AkureyriBlikkrás ehf, AkureyriBlikksmiðja Guðmundar JHallgrímssonar, AkranesiBlikksmiðurinn hf, ReykjavíkBlikksmiðjan Vík, KópavogiBlikktækni ehf, HafnarfirðiEyjablikk, VestmannaeyjarFjarðarstál ehf, HafnarfirðiHagblikk ehf, KópavogiHitastýring hf, Reykjavík

Ískraft, Kópavogi

Loftorka, Borgarnesi

12

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Ný mskeiðahald pípulagningamannaMenntafélag byggingariðnaðarins hefur

þjónustað sveina og meistara í pípulögnumþennan tíma sem þessar breytingar hafa stað-ið yfir. Innan MFB er starfandi fagnefnd semgerir tillögur um ný námskeið. Sem betur ferhafa valist í nefndinni menn, sem eru opnir ogjákvæðir fyrir nýjungum og lagt til námskeið ítakt við sem er að gerast í vinnuumhverfi pípu-lagna. Eins höfum við aðgang að frábærumleiðbeinendum sem hafa verið okkur innanhandar að koma á nýjum námskeiðum á lagg-irnar. Aðsókn pípulagningamanna að nám-skeiðum MFB hafa verið geysigóð og til fyrir-myndar fyrir iðngreininna.

Námskeiðin sem hafa verið haldin síðustumisseri eru m.a. Úðakerfi-sprinkler, gólfhiti ogsnjóbræðslukerfi, lagnaþekking 1 - hitakerfi,plastsuður, endurlagnir í eldri hús, plast í lögn-um - álplaströr og gaslagnir - gastæki.

Fagnefnd pípulagna er nú að endurskoða alltnámskeiðahald fyrir pípulagningamenn, ekkisíst með tilkomu Lagnakerfamiðstöðvar Ís-

lands. Nefndin er að taka sama tillögur um nýnámskeið, m.a. um rafstýringar og stillingar ílagnakerfum, loftræstikerfi, lagnir í sumarhús -heitir pottar, uppsetning og hönnun neyslu-vatnskerfa, lagnir fyrir heilsustofnanir og mat-vælaiðnaðinn , stórveitulagnir - frárennsliskerfio.fl. Það má segja að námskeiðahald fyrir pípu-lagningamenn er á fljúgandi ferð og Menntafé-lag byggingariðnaðarins mun sinna pípulagn-ingamönnum með alúð og metnaði eins oghingað til.

Ný námskrá fyrir pípulagnirNý námskrá fyrir byggingargreinar var sam-

þykkt af Menntamálaráðuneytinu þ.m.t. fyrirpípulagnir. Samkvæmt henni þurfa allir nem-endur að hefja nám í grunnnámi bygginga-greina sem er ein önn. Í pípulögnum þurfanemendur síðan að taka þrjár annir í sérnámi ískóla. Skólanámið er því 4 annir og starfstímihjá meistara 24 mánuðir. Áfram verða gerðirhefðbundnir námssamningar.

Innihald námsins í skóla hefur verið gjör-

MenntunEr menntun pípulagningamanna á réttri leið?

Á síðustu tíu árum hafa orðið geysimiklar breytingar á starfs-

umhverfi pípulagningamanna. Ný lagnaefni hafa ruðst inn á

vinnuumhverfi þeirra. Með þeim hafa komið í kjölfarið ný sér-

hæfð verkfæri og ýmis konar vélabúnaður. Þessi róttæka um-

bylting hefur leitt af sér breytt vinnubrögð sem lagnamenn hafa

þurft að tileinka sér fljótt og vel.

Alþjóðasýning lagnamannaFrankfurt Þýskalandi í mars 2005

Hópferð á ISH - Lagnasýninguna í Frankfurt Þýskalandi.

NOKKUR - SÆTI - LAUS. Flogið verður til Frankfurt

mánudaginn 14. mars

breytt, m.a, er miklu meiri áhersla lögð á verk-lega kennslu og áhersla að taka fyrir í náminubreytingar sem hafa orðið í starfsumhverfi pípu-lagingamanna undanfarin ár. Nú þegar er hafinritun námsefnis vegna nýrrar námskrá. Ánæstu mánuðum fer á stað vinna við endur-skoðun á sveinsprófi fyrir pípulagnir og meist-aranámi, sem verður í eðlilegu samhengi viðnýju námskránna.

Lagnakerfamiðstöð Íslands LKÍ.Menntun pípulagningamanna er vissulega á

réttri leið. Nýsamþykkt námskrá fyrir grunn-menntun pípulagna er uppfull af góðum fagleg-um markmiðum og metnaður hafður að leiðar-ljósi. Námskeiðhald hefur sjaldan verið öflugraog aðsókn á námskeiðum MFB geysi góð. Meðtilkomu Lagnakerfamiðstöðvar Íslands hafalagnamenn aðgang að sérhannaðri aðstöðu tilnámskeiðahalds sem allir eiga vera stoltir yfir.Það eru ekki margar iðngreinar sem eiga kost áslíkri aðstöðu sem Lagnakerfamiðstöðin býr yfir.

Menntafélagið heldur öll sín námskeið fyrirpípulagnir í LKÍ. Lagnamenn stöndum saman aðgera menntun og starfumhverfi enn betra ogberum virðingu og faglegan metnað í öllum okk-ar störfum, iðngreininni til sóma.

Hafsteinn Eggertsson, fræðslufulltrú Menntafélags byggingariðnarins

13

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Hafsteinn Eggertssonfræðslufulltrú MFB

TIL SÖLUIsuzu Crew Cab, árg. 1998. Ekinn

70.000 km.3.1 turbo. 33 tommu dekk.

Samlitt hús á palli.Brettakantar. Gangbretti.Dráttarkúla. Olíumælir

Ásett verð kr. 1.450.000

Upplýsingar í síma 892-4428

14

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Nemarnir fóru yfir allan búnað stöðvarinnar ogeftir heimsóknina vissu þeir hvernig öll helstusprinklerkerfi virka.

Nokkrar léttar æfingar voru teknar á DANFOSSkerfinu m.a. mælt hvernig rennsli breytist meðauknum mismunaþrýsting.

Það vakti athygli gestanna hve nákvæmirrennslismælarnir á ofnunum eru. Loftræsisam-

stæðan var opnuð og kíkt inn í hana og kom þáglöggt í ljós hversu þýðingarmikið það er að hafasvona tæki sem nemendur geta tekið á og skoðaðí návígi.

Hinum síunga forstöðumanni Kristjáni Ottóssyniþakkar hópurinn góðar móttökur.

Gestur Gunnarsson

Heimsókn Iðnskólans til LKÍFöstudaginn 5. nóv. S.l. Heimsóttu nokkrir pípulagnanemar

úr Iðnskólanum í Hafnarfirði Lagnakerfamiðstöðina.

Fremri röð frá vinstri: Ívar Frímannsson, Gestur Gunnarsson og Kristján E. Guðmundsson. Aftari röð frá vinstri:Einar Ö. Grettisson, Elías v. Sigurðsson, Kristján Sigmundsson,

Jón B. Halldórsson, Ágúst Harðarsson og Aðalsteinn Ólafsson.

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

GÆÐI - REYNSLA - ÞJÓNUSTA

Tengigrindur

Vatnssíur

Stopploka

Einstefnuloka

Segulloka

Þrýstistilla

Þrýstinema

Hitastilla

Hitanema

Magnstilla

Flæðimæla

Ofnhitastilla

Stjórnstöðvar

og fleira

Frá Danfoss færðu allanstjórnbúnað fyrir hitakerfi frá virkjun til heimilis

Danfoss er leiðandi í framleiðslustjórnbúnaðar fyrir hitakerfi

16

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Heimsókn Brunamálastofnana norðurlanda

til Lagnakerfamiðstöð Íslands.

Þann 15. 11. 2004 komu saman 11 menn frá öllum norðurlönd-unum, utan fulltrúa frá Finnandi, hjá Brunamálstofnun að

Skúlagötu 21 Reykjavík.

Þessir menn hafa með sér óformleg samtökvarðandi brunavarnir með sjálfvirkum vatns-úðakerfum (Sprinkler) og halda árlega fund ogkynna hvor fyrir öðrum ástand mála, varðandivatnsúðakerfi, í sínu landi þ.e. hvaða vandamálþeir eru að glíma við og hvernig þau eru leyst.

Á þessum fundi var nýr Evrópu staðall, ÍSTEN 12845:2003 “Sjálfvirk úðkerfi - Hönnun,uppsetning og viðhald”, sérstaklega ræddur.Svíar og Norðmenn hafa þegar innleitt hann ogvinna eftir honum en Danir ekki enn og óljóstmeð Finna. Hér á landi hefur hún þegar tekiðgyldi, þó að fæstir vinni eftir henni enn, en þaðstendur til bóta.

Almennt reyndust menn sáttir við nýju regl-urnar utan nokkurra smáatriða, þó helst það aðhún tekur ekki á nýjustu tækni í bransanum enviðurkennir það í “Annex L” og nefnir að efmenn þurfa að nýta sér þessa nýju tækni styðj-ist þeir við viðurkenndar reglur t.d. þær breskuBS 5306:2001 eða þær bandarísku NFPA 13.

Norðmenn kynntu nýjan gagnagrunn semþeir eru að taka í gagnið, þar sem færðar eruinn úttektir á öllum nýjum kerfum í Noregi ogþeim gefin ákveðin einkunn, frá 1 til 10, varð-andi hvert ástand kerfanna er við úttekt og getaþá viðkomandi eldvarnaeftirlit eða tryggingafé-lög séð útkomuna og nýtt sér eftir aðstæðum.Einkunn 4 eða undir merkir að kerfið sé óvirktog kallar á fyrirvaralausar aðgerðir eða lokun á

húsnæðinu af hálfu yfirvalda, en yfir 8 er gott.Hvert hús hefur sína kennitölu og liggur þáskýrslan inn á henni öðrum til upplýsingar.

Eigendum er umhugað um að einkunn þeirrasé sem best bæði til að hafa frið fyrir eldvarna-eftirliti og til að fá sem best kjör hjá trygginga-félögum, en það getur munað miklu varðandiafslátt. Góður rómur var gerður að þessu fram-taki Norðmanna og hugsa ýmsir sér að þettagæti orðið til fyrirmyndar annarstaðar.

Við kynntum reynslu okkar af úðakerfum hérá landi og hvað ræður hvenær gerð er krafa umúðakerfi í byggingum og fjölda þeirra (313 alls).

Reynsla af úðakerfum hér telst mjög góð, þarsem þau hafa ekki brugðist enn hafi eldurkviknað í vörðu húsnæði. Alls er vitað um 19bruna í vörðu húsnæði, sem hafa verið ýmistslökktir eða haldið eldi í skefjum og yfirleittekki opnast nema einn úðastútur, en í einu til-felli þó opnuðust 5 úðastútar. Verðmætabjörg-un í þessum 19 brunum telst víst í milljörðumsamanlagt. Þá kynntum við ný drög að reglumog leiðbeiningum varðandi viðhald og eftirlitúðakerfa og nýjar úttektarskýrslur bæði fyrirúðakerfi, brunadælur og froðukerfi. Í þessumdrögum eru leiðbeiningar varðandi hvernig berað framkvæma hinar ýmsu skoðanir og prófan-ir og ennfremur hversvegna og gjarnan útskýr-ingar á hvernig

17

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

virknin er og afleiðingar. Þessi útfærsla okk-ar þótti nokkuð nýstárleg og til fyrirmyndar.

Í lokin var öllum boðið að skoða aðstöðu íhúsi Lagnamiðstöðvarinnar að Keldnaholti, þarsem Kristján Ottósson tók á móti liðinu og kyn-nti þeim aðstöðu þá, sem lagnamenn hafakomið sér upp varðandi þjálfun lagnamanna,bæði varðandi pípulagnir og loftræstikerfi. Sér-staklega var þeim kynnt sú sérstaka aðstaðasem fyrir hendi er varðandi þjálfun pípulagning-ar meistara við kennslu á mismunandi úðakerf-um. Þarna eru uppsettir fjórir mismunandi varð-lokar, sem tengjast einum 20 mismunandi úða-

stútum og hægt að kynna öll helstu atriði varð-andi uppsetningu, viðhald og eftirlit kerfanna. Íhúsinu er að sjálfsögðu fullbúið úðakerfi. Þessisýningarkerfi eru gjöf frá “Viking”, framleið-anda úðakerfa og uppsett af Agli Ásgrímssyniog hannað af Guðmundi Gunnarssyni, allt ísjálfboðavinnu. Ráðstefnugestir gerðu mjöggóðan róm af aðstöðunni en þeir hafa fæstirséð svo góða aðstöðu til kynningar á málefn-inu.

Ástvaldur Eiríksson

Sitjandi f.v. John-Erik Holmli, Noregi, Per Slagbrand, Svíþjóð, Guðmundur Gunnarsson, Brunamálastofnun, Patrik Olson, Belgíu, Stein Midtbö, Noregi.

Standandi f,v. Ástvaldur Eiríksson,Eldvarnarþjónustan ehf., Egill Ásgrímsson, pípul.m., Rolf Fanebust, Noregi, Espen Andersen, Noregi, Kjell-Tore Andersen, Noregi.

Á myndina vantar Preben Andersen, Danmörk.

18

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Kola- og olíukatlar voru alls ráðandi hér á landiá fyrri hluta síðustu aldar.

Um 1940 var síðan byrjað að undirbúa lagninguhitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykja-víkur og árið 1945 voru flest hús í Reykjavík tengdhenni. Borgin stækkaði hinsvegar ört og árið1961 var aðeins helmingur húsa í borginni tengd-ur við hitaveitu.

Með hitaveituvæðingunni hefði þurft að komaný hugsun í varmafræðum en skiljanlega var ekkifyrir hendi sú reynsla sem þörf var á. Nú skiptimestu að nýta varmann vel svo vatnið færi semkaldast út af ofnunum.

Það var hægara sagt en gert þegar vatn meðgeysilegum þrýstingi var leitt inn á ketilkerfi semhannað var fyrir mjög lítinn þrýstimun.

Annað vandamál var mishitun í húsum, það vartilviljunum háð hvaða herbergi í húsinu hitnuðu.Varmanýting var afleit við þessar aðstæður envatnið víða það ódýrt að fáir gerðu sér grein fyrirsóuninni.

Þarna mótuðust slæmar venjur í umgengni viðhitakerfin og ómenning í hitamálum festist í sessi.

Þessi ómenning og sóun á heitu vatni er ennvandamál víða enda er alltof algengt að litið sé áheita vatnið sem óþrjótandi auðlind.

Vel menntaðir lagnamenn og aðilar með sér-menntun á þessu sviði hafa þó um árabil unniðmetnaðarfullt starf í þágu bættrar hitamenningar,t.d. með námskeiðahaldi í “jafnvægisstillinguhitakerfa.”

Til að þessi þróun gæti nýst almenningi var far-ið í að útfæra og sanna gæðakerfið “hitamenn-ing.”

Húsnæðisstofnun ríkisins styrkti rannsóknar-verkefni sem unnið var af verkfræðistofunni Verk-vangi og Búseta. Í því fólst að búa til gæðastjórn-unarkerfi, koma á hitamenningu, með þeirri lagna-þekkingu sem til var og byggðist hún á vitneskju,reynslu og umhverfi. Eftir 10 mánaða vinnu varbúið að setja fram verkferli í gæðakerfinu og gef-inn var út 16 síðan bæklingur “Hitamenning.”

Hitamenning byggist á öryggi, hitaþægindum oghagkvæmni,

þegar því er náð er hægt að segja að hitamenn-ing eigi sér stað.

Af gefnu tilefni ætla ég að skilgreina

hugtakið hitamenning.

“Menning er mjög stórt hugtak en ekki flókið. Það snýst einfaldlega um að gera hlutina vel og vanda sig.”

Vigdís Finnbogadóttir

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar

Verkvangs ehf.

19

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Gæðaverkferli fyrir hitakerfi og íbúa:

• Tækjaklefi yfirfarinn til að tryggja að tæki ogmælar virki rétt

• Hitakerfi jafnvægisstillt• Íbúum kennt á kerfið. Í dag er eðlileg og raun-

hæf krafa hvers íbúa að innihiti sé sem næstþví hitastigi sem veitir honum besta líðan ogstuðlar að hagkvæmni í húshitun

• Notkun á heitu vatni skráð. Íbúar láta vita efeitthvað er ekki í lagi (hiti - kuldi - leki). Þess-ar upplýsingar fara til þjónustuaðila, orku-notkun er skráð í súlurit og endurbætur inníRekstrarhandbók hússins. Hægt er að bregð-ast við strax ef eitthvað fer úrskeiðis því virkvöktun er komin á

• Í árslok (eða hvenær sem er) er hægt að skoðaniðurstöður af hitaþægindum og orkunotkun

Gæðaverkferli fyrir gamalt hús:

•Sama ferlið nema gerðar eru endurbætur ítækjaklefa og ofnlokaskipti ef ekki eru sjálf-virkir ofnlokar með innri stillingu.

Nást hefur samstaða um gæði milli þjónustuað-ila og íbúa:

Öryggið er komið í lag m.t.t. vatnstjóna og slysa(slysahætta af völdum heita vatnsins er oft van-metin og því miður hafa nokkur banaslys orðið afþeim völdum).

Hitaþægindin eru eins og best verður á kosið þvíþegar einstaklingur er ánægður með innihitann ogvill hvorki hafa kaldara né heitara fyrir líkamann íheild eða einstaka líkamshluta má segja að hannnjóti hitaþæginda.

Þegar þessum afar nauðsynlegu þáttum (öryggiog hitaþægindi) er náð hefur það án undantekn-inga komið í ljós að hagkvæmni fylgir á eftir meðorkusparnaði og mjög mörg dæmi eru um það aðsá sparnaður sé mun hærri en kostnaður við um-bótaferlið.

Ragnar Gunnarsson

20

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Námskeið í Sprinklerkerfum Eru haldin í Lagnakerfamiðstöð Íslands.

Menntafélag byggingariðnaðarins ásamtBrunamálastofnun hélt námskeið fyrir starfandipípulagningameistara og aðra sem áhuga hafa,um uppsetningu og viðhald sjálfvirkra úðakerfa(sprinkler). Námskeiðið er réttindanámskeiðfyrir þá sem vilja setja upp og viðhalda úðakerf-um og gera þjónustusamninga vegna rekstursþeirra. Úðakerfi gegna sífellt stærra hlutverki íbrunavörnum húsa og eru um 310 slík kerfi íbyggingum hér á landi.

Á námskeiðinu var farið í virkni úðakerfa og

helstu gerðir þeirra, mismunandi gerðir úðaraog staðsetning þeirra m.t.t. hindrana í lofti,festingar, stjórnloka, röragerðir,.

Þá var farið í viðhald og rekstur úðakerfannaog miðað við nýja evrópustaðal um þau, ÍST EN12845Föst slökkvikerfi - Sjálfvirk úðakerfi -Hönnun, uppsetning og viðhald.

Leiðbeinendur voru Ástvaldur Eiríksson hjáEldvarnarþjónustunni og Guðmundur Gunnars-son verkfræðingur hjá Brunamálastofnun.

Standandi frá v: Gísli Gunnlaugsson, tæknifr., Bjarni Eyjólfsson, pípulagningameistari, Pálmi Gunnarsson, pípari, Björgvin N.Guðjónsson, pípulagningameistari , Sveinn Símonarson, pípulagningameistari, Guðbjörn

Þorsteinsson, pípulagningameistari, Lárus Bjarnason, pípulagningameistari, Jón M.Harðarson, pípul.,sveinn. Sitjandi frá v: Sigfús Egill Aðalsteinsson, pípul.sveinn, Birgir Halldórsson, pípari, Ástvaldur Eiríksson, Guðmundur

Gunnarsson, Kristinn L.Aðalbjörnsson, byggingafræðingur, Gunnlaugur Jóhannesson, pípulagningameistari.

21

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Fremri röð: Hjalti Þorvarðarson og Kristján Kristjánsson.Aftari röð: Jón Gísli Jónsson, Jón Ögmundsson, Gunnar S. Gunnarson, Hálfdán Þórisson, , Daníel Baldursson og

Baldur A. Halldórsson

Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins hefur haldið tvö ný og endurbætt námskeið í vökvatækni I ogII. Á námskeiðunum var farið yfir grundvallaratriði vökvakerfa, táknmyndir og teikningalesturásamt íhlutum og virkni þeirra. Þá var farið yfir virkni einstakra kerfa og þau skoðuð í hermi. Aðlokum voru nemendur látnir æfasig í teikningu og hermun.

Lagnakerfamiðstöð Íslands

Eru rekin raðnámskeið fyrir málmiðnaðarmenn

Þessar nýju samþykktir um lagnir áttu að veraleiðbeinandi, þar sem bæði voru gefnar upplýs-ingar um efni sem mátti nota, stærðir og aðrarupplýsingar sem nýttust þeim sem að verkikomu og var þá vitnað til okkar eigin reglugerðaog einnig staðla og annars útgefins efni frá öðr-um löndum sem við höfum sótt til þekkingu ogmenntun.

Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að koma áeinn stað flestu því sem viðkemur lagnavinnuallt frá hönnun, lagningu og eftirliti á þeimlagnakerfum sem ofangreindir aðilar komu að.

Fenginn var til verksins Guðmundur Halldórs-son verkfræðingur hjá VST og Ásbjörn Einars-son, efnaverkfræðingur og skilaðu þeir því verkií ágúst 1998.

Ekki náðist á þeim tíma full sátt í þjóðfélag-inu um að eitt sveitarfélag gæti sett slíkar sér-reglur um lagnakerfi í sínu umdæmi, svo aðþessar “Samþykktir um lagnir í Reykjavík” hafaekki verið upp á borðinu síðan, sem er mikillmissir allra lagnamanna því hér er mikið verk ogmetnaðarfullt.

Þetta hefti er skiptist í fjóra hluta og er heitiþeirra eftirfarandi:

1. Samþykkt um fráveitulagnir sem tengjastholræsakerfi Reykjavíkurborgar.

2. Samþykkt um neysluvatnslagnir sem tengj-ast Vatnsveitu Reykjavíkur.

3. Samþykkt um hitalagnir sem tengjast dreifi-kerfi Hitaveitu Reykjavíkur.

4. Samþykkt um loftræsilagnir í Reykjavík.

22

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Samþykktir um lagnir í Reykjavík

Það var fyrir tilstuðlan byggingarfulltrúans í Reykjavík á

haustmánuðum 1995 að hafin var vinna við endurskoð-

un á reglugerðum um lagnir fyrir Reykjavíkurborg.

Byggingarfulltrúi ásamt fulltrúum þáverandi borgar-

verkfræðings, gatnamálastjóra, hitaveitustjóra og vatns-

veitustjóra sátu í undirbúningshóp um hvernig þessar

reglugerðir ættu að líta út því þær reglugerðir sem þá

giltu voru flestar frá því á árunum í kringum 1960 og fyr-

ir löngu orðnar úreltar.

Hverju lagnakerfi er síðan skipt upp í 7-8kafla og eru þeir eftirfarandi:

1.Kafli Almenn ákvæði2.Kafli Umsjón með byggingarfram-

kvæmdum3.Kafli Heilbrigðisákvæði4.Kafli Tengiskilmálar 5.Kafli Efnisval og samsetningarað-

ferðir6.Kafli Ýmis atriði varðandi pípulagnir7.Kafli Rekstur og viðhald 8.Kafli Fylgiskjal, en í því er getið um

hvar í reglugerðum og stöðlumviðkomandi viðfangsefni er aðfinna.

Það má því segja að þessi samantekt sé um-gjörð utan um allt sem viðkemur lagnakerfunumfjórum og þess vegna yrði svo mikið auðveldarafyrir alla þá sem að þessum kerfum koma aðgeta flett upp og vitnið til í á einum stað.

Umfjöllum um lagnamál hefur verið töluverðhin seinni ár. Það hafa verið haldnar ráðstefnurog rit gefin út í kjölfar þeirra sem hafa komið

umræðu af stað og fengið þá er að lagnamálumkoma til að bæta við þekkingu sína og hæfni.

Einnig hefur námskeiðum fjölgað þar sem ofter mikið lagt í vönduð gögn og kennslan gerðáhugaverð og fræðandi.

Þetta er allt af hinu góða og á örugglega eft-ir að aukast á komandi árum þar sem að ný efnieru kynnt til sögunnar og nýrri tækni beitt, hvortsem er við lagningu eða stýringu á hvers kynslagnakerfum sem við notum í öll þau hús sembyggð eru og til hinna margvíslegu afnota.

Þar sem að þessar “Samþykktir”eru það ýtar-lega og vel unnar væri það mikill missir fyriralla lagnamenn og byggingariðnaðinn ef þærgleymdust. Því þær eru ramminn utan um allaþætti þessara lagnakerfa.

Það væri því full ástæða að hefja vinnu viðað koma þessum samþykktum aftur upp á borð-ið, ekki aðeins sem samþykktir eins sveitarfé-lags heldur fyrir landið allt, eftir því sem við á.

23

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Hjálmar A. Jónsson,tæknifræðingur,

verkefnastjóri hjábyggingarfulltrúanum

í Reykjavík

Fréttabréf Lagnafélags Íslands

Vantar þig bréfsefni,

umslög, nafnspjöld

eða kynningar-

bækling?

S ími 562 7890

www.print.is

OFFSETFJÖLRITUNP R E N T S M I Ð J ASTAFRÆN LJÓSRITUN & PRENTUN

M J Ö L N I S H O L T 1 4 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K

Bestu óskir um gleðileg jól

og farsæld á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg sam-

skipti á árinu sem senn

hverfur á braut.