eystrahorn 38. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 27. október 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 38. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús Í Viku 43 – vímuvarnaviku 2011 (vvv. is) er yfirskriftin: „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu“. Foreldrar og aðrir fullorðnir eru börnum fyrirmyndir og ungt fólk lærir af því hvernig fjölskyldan fagnar sigrum eða bregst við áföllum og spennu af einhverju tagi. Í hegðun og framkomu hinna fullorðnu felast skilaboð til ungmenna um hvað er álitið viðeigandi. Fái börn þau skilaboð frá foreldrum sínum að neysla áfengis eða annarra fíkniefna sé í lagi fyrir ungt fólk undir tvítugu aukast líkurnar á neyslu þessara efna. Það er því óumdeilanlegt að viðhorf hinna fullorðnu skipta máli í forvörnum. Rannsóknir sýna að ölvun ungmenna eykst mjög mikið frá því nemendur stunda nám í 10. bekk grunnskóla þar til þeir hefja nám í efstu bekkjum framhaldsskóla. Mikill munur er á niðurstöðum á 10. bekk í grunnskóla eða efri bekkjum framhaldsskóla þegar spurt er um ölvun undanfarna 30 daga. Hlutfallið fer úr 9% hjá þeim sem eru í 10. bekk í 43% hjá 16 til 17 ára nemendum í framhaldsskóla. Foreldrar geta haft áhrif á þessar tölur með því að styðja við börn sín og hjálpa þeim að standast markaðssetningu og þann hópþrýsting sem er um áfengisneyslu á framhaldsskólastiginu. Foreldrar setja barni sínu mörk með skilboðum um hvað sé ásættanlegt og hvað ekki. Með áfengis- og vímuefnalausum samverustundum með fjölskyldu og vinum styrkjum við ungmennin í þeirri ákvörðun að neyta ekki áfengis eða vímuefna undir aldri. Vel upplýstir og virkir foreldrar í skólasamfélaginu eru mikilvæg forvörn og gera skólann og samfélagið að betri stað fyrir ungt fólk að þroskast í. Foreldrar sem setja markið hátt vegna barna sinna, t.d. í námi, íþróttum eða öðrum viðfangsefnum, styrkja viðnámsþrótt þeirra gegn fíkniefnaneyslu. Hvert ár sem hægt er að fresta byrjunaraldrinum skiptir máli. Komið hefur fram í rannsóknum að í skólum þar sem er virkt foreldrasamstarf og þar sem foreldrar þekkjast innbyrðis, hittast og þekkja félaga barna sinna eru minni líkur á áfengisneyslu og meiri líkur á góðum námsárangri. Þessi árangur er óháður því hvort foreldrar hvers barns sé virkt í foreldrahópnum því þátttaka í foreldrasamstarfi skilar sér ekki einvörðungu til þeirra barna sem eiga foreldra sem eru virkir heldur til alls nemendahópsins. Þannig er það oft foreldrahópurinn sem dregur vagninn öllum nemendunum til heilla. Þetta dregur úr líkunum á að einstaka nemendur stundi óæskilega hegðun og hafi neikvæð áhrif á hópinn. Jákvætt eftirlit foreldra, tengsl foreldra við börnin sín, stuðningur þeirra og samvera foreldra og barna eru allt þættir sem minnka líkurnar á því að unglingar fari út í óæskilega hegðun og stuðlar jafnframt að því að þeim líði vel. Foreldrar framhaldsskólanema þurfa vera á tánum og vel vakandi fyrir því sem er í gangi í vinahópi unglingsins. Gott er að hafa samband við forvarnarfulltrúa viðkomandi framhaldsskóla og stjórn foreldrafélagsins vilji foreldrar leggja sitt af mörkum til foreldrasamstarfsins. Það hefur áhrif. Helga Margrét Guðmundsdóttir Tómstunda - og félagsmálafræðingur Viðhorf og þátttaka foreldra hefur áhrif í forvörnum

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 08-Mar-2016

241 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 38. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 38. tbl. 2011

Fimmtudagur 27. október 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn38. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Í Viku 43 – vímuvarnaviku 2011 (vvv.is) er yfirskriftin: „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu“. Foreldrar og aðrir fullorðnir eru börnum fyrirmyndir og ungt fólk lærir af því hvernig fjölskyldan fagnar sigrum eða bregst við áföllum og spennu af einhverju tagi. Í hegðun og framkomu hinna fullorðnu felast skilaboð til ungmenna um hvað er álitið viðeigandi. Fái börn þau skilaboð frá foreldrum sínum að neysla áfengis eða annarra fíkniefna sé í lagi fyrir ungt fólk undir tvítugu aukast líkurnar á neyslu þessara efna. Það er því óumdeilanlegt að viðhorf hinna fullorðnu skipta máli í forvörnum. Rannsóknir sýna að ölvun ungmenna eykst mjög mikið frá því nemendur stunda nám í 10. bekk grunnskóla þar til þeir hefja nám í efstu bekkjum framhaldsskóla. Mikill munur er á niðurstöðum á 10. bekk í grunnskóla eða efri bekkjum framhaldsskóla þegar spurt er um ölvun undanfarna 30 daga. Hlutfallið fer úr 9% hjá þeim sem eru í 10. bekk í 43% hjá 16 til 17 ára nemendum í framhaldsskóla. Foreldrar geta haft áhrif á þessar tölur með því að styðja við börn sín og hjálpa þeim að standast markaðssetningu og þann hópþrýsting sem er um áfengisneyslu á framhaldsskólastiginu.

Foreldrar setja barni sínu mörk með skilboðum um hvað sé ásættanlegt og hvað ekki. Með áfengis- og vímuefnalausum samverustundum með fjölskyldu og vinum styrkjum við ungmennin í þeirri ákvörðun að neyta ekki áfengis eða vímuefna undir aldri. Vel upplýstir og virkir foreldrar í skólasamfélaginu eru mikilvæg forvörn og gera skólann og samfélagið að betri stað fyrir ungt fólk að þroskast í. Foreldrar sem setja markið hátt vegna barna sinna, t.d. í námi, íþróttum eða öðrum viðfangsefnum, styrkja viðnámsþrótt þeirra gegn fíkniefnaneyslu. Hvert ár sem hægt er að fresta byrjunaraldrinum skiptir máli.

Komið hefur fram í rannsóknum að í skólum þar sem er virkt foreldrasamstarf og þar sem foreldrar þekkjast innbyrðis, hittast og þekkja félaga barna sinna eru minni líkur á áfengisneyslu og meiri líkur á góðum námsárangri. Þessi árangur er óháður því hvort foreldrar hvers barns

sé virkt í foreldrahópnum því þátttaka í foreldrasamstarfi skilar sér ekki einvörðungu til þeirra barna sem eiga foreldra sem eru virkir heldur til alls nemendahópsins. Þannig er það oft foreldrahópurinn sem dregur vagninn öllum nemendunum til heilla. Þetta dregur úr líkunum á að einstaka nemendur stundi óæskilega hegðun og hafi neikvæð áhrif á hópinn. Jákvætt eftirlit foreldra, tengsl foreldra við börnin sín, stuðningur þeirra og samvera foreldra og barna eru allt þættir sem minnka líkurnar á

því að unglingar fari út í óæskilega hegðun og stuðlar jafnframt að því að þeim líði vel. Foreldrar framhaldsskólanema þurfa að vera á tánum og vel vakandi fyrir því sem er í gangi í vinahópi unglingsins. Gott er að hafa samband við forvarnarfulltrúa viðkomandi framhaldsskóla og stjórn foreldrafélagsins vilji foreldrar leggja sitt af mörkum til foreldrasamstarfsins. Það hefur áhrif.

Helga Margrét Guðmundsdóttir Tómstunda - og félagsmálafræðingur

Viðhorf og þátttaka foreldra hefur áhrif í forvörnum

Page 2: Eystrahorn 38. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 27. október 2011

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

hvammsland (gjásel)Mikið endurnýjað ca 70 m² orlofshús /heilsárshús með góðri verönd. 2 svefnherbergi, gott miðrými, útigeymsla, heitur pottur, innbú ofl.

silfurbrautRúmgóð 4ra til 5 herb. 113,8 m² íbúð ásamt stórum svölum. Sér geymsla og sameiginleg vagna- og reiðhjólageymsla á 1. hæð. Góð lán áhvílandi, lítil útborgun.

smárabrautVel skipulagt 124,6m² einbýlishús úr forsteyptum einingum, 4 svefnherbergi, mikið ræktuð lóð, nýmálað að utan og innan, ný stór verönd.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

NÝTT Á SKRÁ NÝTT Á SKRÁ

Íbúð til leigu84 fm. íbúð til leigu.

Upplýsingar í síma 478-2110

Áður hefur verið nefnt að ábyrg meðferð fjármuna er grundvallarþáttur í starfsemi sveitarfélaga. Óþarft er því að fjölyrða frekar um það að svo stöddu. Rekstur leik - og grunnskóla er ólíkur að því leyti að foreldrar og forráðamenn greiða fyrir aðgang barna sinna að því starfi sem fram fer á leikskólum, skv. gjaldskrá. Á undanförnum árum hefur hlutur foreldra í rekstri leikskólanna á Hornafirði farið hratt minnkandi. Að sama skapi hefur kostnaður almennra skattgreiðenda við rekstur leikskólanna aukist til muna. Ekki er hægt að segja að þetta sé í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins enda hefur í fjárhagsáætlunargerð verið lagt upp með að verja stöðu heimila og fyrirtækja í sveitarfélaginu eins og kostur er.

Hagræðing eða hækkun

leikskólagjaldaÞessi þróun leggur enn ríkari skyldur á herðar kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn að leita leiða til hagræðingar í rekstri leikskólanna. Eðlilegt er að það sé gert enda hinn kosturinn að hækka leikskólagjöld. Sú staðreynd að leikskólarnir glíma, eins og grunnskólinn, við

nemendafækkun ýtir enn frekar undir mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar hugi að hagræðingu á leikskólastiginu.

Einn grunnskóli - tveir leikskólar

Rúm fimm ár eru liðin síðan bæjarstjórn Hornafjarðar - að frumkvæði Framsóknarmanna - tók ákvörðun um aðskilnað leikskólanna á Hornafirði. Yfirstandandi skólaár er fimmta starfsár Grunnskóla Hornafjarðar síðan sú stefna var mörkuð að sameina grunn-skólana í sveitarfélaginu undir eina stjórn. Sú stefna fól í sér að einn skólastjóri skyldi stýra starfinu í hverju húsi grunnskólans.

Þörf á endurskoðun Tímabært er að huga að því hvernig til hefur tekist með þessi ólíku rekstrarform á fræðslusviðinu. Greinilegt er að endurskoðunar er þörf á stjórnfyrirkomulagi grunnskólans því sl. vor tók meirihluti bæjarstjórnar ákvörðun um að auka kostnað við yfirstjórn grunnskólans með því að setja á laggirnar nýja stöðu verkefnisstjóra. Um stöðu og hlutverk leikskólanna

hafa farið fram miklar umræður í bæjarstjórn, skólanefnd og samfélaginu.

Einn skólstjóri á hvoru skólastigi?

Spurningarnar sem vakna við þessar vangaveltur, eru hvort sameina eigi leikskólana og hvort ástæða er til að breyta stjórnfyrirkomulagi grunnskólans. Í þeim efnum er megin álitaefnið það hvort ná megi fram rekstrarsparnaði með því að einn skólastjórnandi væri yfir hvoru skólastigi, þ.e. einn leikskólastjóri og einn grunnskólastjóri, með deildarstjóra sér til fulltingis án þess að það komi niður á þjónustu við nemendur.

Árni Rúnar Þorvaldsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Enn um hagræðingu í skólakerfinuTamning

Tökum hross í tamningu og þjálfun á Dynjanda frá 1. nóvember.Upplýsingar í síma 478-1903 og 845-3832

Heimamarkaðsbúðin í PakkhúsinuÞriðjudagar og miðvikudagar kl.15:00-18:00

Laugardagar kl.13:00-16:00

Foreldramorgnar fimmtudaga kl. 10:00.

Page 3: Eystrahorn 38. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 27. október 2011

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 30. október Uppskerumessa kl. 17:00

Kjötsúpa í Mánagarði eftir messu

Hafnarkirkja Sunnudaginn 30. október Sunnudagaskóli og messa

kl. 11:00Þriðjudaginn 1. nóvember

Allra heilagra messa. Kyrrðarstund kl. 20:00 Látinna minnst í tali og tónum

Sóknarprestur

Tökum vel á móti Hornfirðingum

sem eru í heimsókn á höfuðborgarsvæðinu.

Líka er jafn ánægjulegt að sjá brottflutta

sveitunga.

Góð stemning á svæðinu og matseðill fyrir alla.

Brynjar og Elsa á HÖFNINNI við Reykjavíkurhöfn

Húsgagnaval

Sefur þú illa sökum lélegrar dýnu? Erum með úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og

gerðum frá Svefn og heilsu, Rúm gott og RB rúm

Nýjar gjafavörur streyma inn Verslunin er opin frá 13:00 - 18:00 virka daga

Lokað á laugardögum í október

Allir velkomnir • Sóknarprestur - sóknarnefnd

Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman og er málað með pensli í munni. Verkið ber nafnið „Byr undir báðum“. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 8 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Hlíðartúni 5. Í byrjun nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og þú sendir fallega jólakveðju.

Jólakort MS félagsins

Edda Heiðrún BackmanByr undir báðum

olía á striga

málað með pensil í munni

56 x 40 cm

Edda Heiðrún BackmanByr undir báðum

olía á striga

málað með pensil í munni

56 x 40 cm

Hin geysivinsæla sjónvarpssería Game of Thrones verður tekin upp við og á Vatnajökli í lok nóvember og fyrri hluta desember. Kvikmyndafélagið Pegasus ehf sem sér um framkvæmdina leitar nú að aukaleikurum á Höfn og nágrenni. Fulltrúar Pegasus segjast helst vera að leita að skeggjuðum mönnum á besta aldri. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu ævintýri er bent á að hafa samband við Söru í síma 414-2018 og einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

Game of Thrones tekin upp á Vatnajökli

Page 4: Eystrahorn 38. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 27. október 2011

Fjárhagsáætlun 2012 Umsóknir um styrki

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 30. nóvember n.k..

Styrkumsókn skal fylgja ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, greinargerð um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Hornafirði 25. október 2011Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri

Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2012

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum og tekur við umsóknum og afgreiðir þær.

Nánari upplýsingar veitir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar, í síma 470 -8000 eða 822-7950 og í netfangið [email protected].

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2011.

Hornafirði 25. október 2011Hjalti Þór Vignissonbæjarstjóri

Föstudaginn 28. október - NOKKUR SÆTI LAUSLaugardaginn 29. október - UPPSELT

allra síðustu

sýningar!

Bændahátíð 2011

hin árlega Uppskeruhátíð verður haldin á hótel Smyrlabjörgum

laugardaginn 5. nóvember.

Veislustjórar verða þær Rauðabergssystur

húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl 20:00

hljómsveitin Berg og Málmkvist sér um fjörið ásamt þeim systrum.

Miðaverð kr. 6.300,- á mann.

Gott tilboð í gistinguBorðapantanir í síma 478-1074

Page 5: Eystrahorn 38. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 27. október 2011

Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa

Hágæða dekk á góðu verði

Persónuleg þjónusta

Tjöruþvottur

AFGREIÐSLUTÍMI

Virka daga 8–17

Helgaropnun eftir samkomulagi

SÓLNING

Hjólbarðar

Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 1616/894 7962

tilkynning til skotveiðimannaRjúpnaveiði er bönnuð í landi Stafafells og Brekku án samþykkis landeigenda

Að gefnu tilefni skal bent á að Kjarrdalsheiði er þar meðtalin.

Upplýsingar og leyfi í síma 849 3589.

Landeigendur

HALLÓ HALLÓ!Jólafötin á börnin komin

Verslun DóruOpið virka daga

kl. 11:00-12:00 og 13:00-18:00

haust happy hourFimmtudaginn 27.október

milli kl. 17:00 og 19:00 verða Happy Hour tilboð

• Útivistarfatnaður 20% afsláttur

• Annar fatnaður 25% afsláttur

• Skór 25% afsláttur

• Sundfatnaður 20% afsláttur

Láttu sjá þig !

Uppskeruhátíð

Meistaraflokkar Sindra í knattspyrnu halda uppskeruhátíð sína laugardaginn 29. október nk.

Hátíðin verður í Pakkhúsinu og hefst kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:30

• Góður matur

• Afhending viðurkenninga

• Skemmtiatriði að hætti leikmanna

Mikilvægt að panta miða tímanlega í síma 899-1968

Færri komust að en vildu á síðustu hátíð

Hátíðarnefndin

Alltaf góð stemning á uppskeruhátíð

Page 6: Eystrahorn 38. tbl. 2011

ALLT KLÁRTFYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN

FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍKSÍMI: 562 4000 / FAX: 562 4001

E-MAIL: [email protected] www.fosshotel.is

Veiðisögurvillt&

- íslensk arfleifð í tísku og matargerð

Villibráð til að borða, veiðisögur til að hlæja að, tónlist til að hlusta á og hönnun til að njóta.

Matur: 5.900 kr. á manninn.Matur og gisting: 9.900 kr. á manninn (miðast við 2 í herbergi).

** Flugfélagið Ernir er með frábært tilboð á flugi helgina 11.-13. nóvember (RVK – Höfn, Höfn – RVK), flug fram og til baka á aðeins 19.900 kr. fyrir manninn. Skattar innifaldir.

Nánari upplýsingar í síma 562 4000 eða á [email protected]

Fosshótel Vatnajökull12. nóvember **

pantanir í síma 478 2555