Áfangaskýrsla til verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · web viewtomas rasmus page 3...

13
Tölvulæsivefurinn Ný verkefni á Tölvulæsivefnum. (http://www.rasmus.is/kurs/)

Upload: others

Post on 15-Mar-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Tölvulæsivefurinn

Ný verkefni á Tölvulæsivefnum. (http://www.rasmus.is/kurs/)

Page 2: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Efnisyfirlit

Inngangur / aðdragandi___________________________________________________3Efnistök_____________________________________________________________________3

Þarfir nemenda_______________________________________________________________3

Þarfir kennarans_____________________________________________________________3

UT kröfur í námsskrá_________________________________________________________4

Kröfur atvinnulífsins__________________________________________________________4

Markmið og lýsing á einstökum framkvæmdum________________________________4Staðan í dag_________________________________________________________________4

Hvað er framundan___________________________________________________________4

Notkunarmöguleikar þessa námsefnis________________________________________4

Kynningar á Tölvulæsivefnum_____________________________________________10

Umsagnir notenda________________________________________________________10

Page 3: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Inngangur / aðdragandi Undirritaður hefur starfað við notendaþjónustu og/ eða kennslu í tölvutækni frá árinu 1982. Á þessum tíma hef ég safnað miklum reynslubanka sem ég ákvað að vinnu úr árið 1996. 1998 hóf ég fjarkennslu á internetinu hjá Íslenska menntanetinu. Þá opnuðust augu mín fyrir þeim möguleikum sem internetið býður uppá í sveigjanlegum kennsluháttum. Strax það ár fór ég að gefa út glósur á internetinu til þess að styðja við þá kennslu sem ég stundaði. Ég gaf þessum glósum samheitið Tölvunám T.R. Árið 2000 skipti ég svo yfir í nafnið Tölvulæsivefurinn. Tölvulæsivefurinn er unninn með það í huga að styðja almenna kennara í tölvunotkun og einnig sem þjálfunartæki fyrir nemendur til þess að gera þeim kleift að ná tökum á þeirri þekkingu sem krafist er skv. nýrri námsskrá um upplýsingatækni. Þetta er því nokkurs konar fljótandi kennslubók.

EfnistökTil að byrja með verða einstök þekkingaratriði tekin frekar línulega og kynnt notendum með innlögnum, hugmyndum að verkefnum og stuttum gagnvirkum þekkingarprófum. Kennarar verða sjálfir að mæla almenna færni nemenda í tölvunotkun til að byrja með. Síðar munum við útsetja verkefni og kennsluáætlanir sem miðast við ákveðin aldursstig og þær þekkingar- og færnikröfur sem ætlast er til að nemendur standist. Jafnframt verður leitast við að útsetja þverfagleg verkefni sem nýta upplýsingatækni á sem fjölbreyttastan hátt. Þeir skólar sem aðhyllast heildstæðar kennsluaðferðir geta þá nýtt sér Tölvulæsivefinn til stuðnings við nemendur og kennara án þess að merkja sérstaka tíma í stundaskrá sem tölvutíma. Allir kennarar eru í raun tölvukennarar því tölvan er aðeins eitt af þeim fjölmörgu hjálpartækjum sem við notum við miðlun upplýsinga, tjáningu og þekkingaröflunar.

Þarfir nemenda Eins og flestir vita sem fást við tölvukennslu þá er gífurlega mikil breidd í nemendahópnum þegar kemur að tölvunotkun. Því er ákaflega erfitt að ætla sér að kenna eftir einhverri þröngri línu í hverri kennslustund. Með því að vera með námsefnið sveigjanlegt á netinu er alltaf hægt að víkka það út eftir þörfum á hverjum tíma án þess að standa í ljósritun á verkefnum úr mismunandi bókum. Nemandinn getur prófað sig sjálfur og stemmt af getu sína þar sem hann kemst á internetið.

Þarfir kennaransKennarinn getur staðið með nemendum sem nokkurs konar verkstjóri án þess að kunna endilega allt sjálfur. Þó er mikilvægt að kennarinn kynni sér allt efnið til þess að átta sig betur á möguleikum þess. Flestir tölvukennarar hafa lent í þeim vandræðum að fá ekki kennsluefni sem hæfir nemendum þeirra. Tölvulæsivefurinn styður einnig almenna kennara í viðleitni þeirra við nýtingu tölvutækninnar í kennslu. Tomas Rasmus Page 3 18.05.2023

Page 4: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

UT kröfur í námsskráEf nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni fyrir grunnskólann eru skoðaðar kemur í ljós að flestir kennarar munu nýta sér tölvutækni í starfi með nemendum í mörgum ólíkum námsgreinum. Það eru því víðtækar kröfur á hinn almenna kennara í tölvutækni.

Kröfur atvinnulífsins

Ýmsir einkaskólar hafa unnið við að sinna þörfum atvinnulífsins í tölvutækni, með mismunandi hætti. Skýrslutæknifélögin í Evrópu hafa sameinast um ákveðinn kunnáttu-staðal í tölvutækni sem þau nefna ECDL ( European Computer Driving License ) . Þessar kröfur hafa verið þýddar og staðfærðar af Skýrslutæknifélagi Íslands og hafa fengið skammstöfunina TÖK (Tölvuökuskírteini ). Tölvulæsivefurinn mun taka á þeim kröfum sem þar eru gerðar.

Markmið og lýsing á einstökum framkvæmdum

Í umsókn um ofangreindan styrk hafði ég í huga að leysa eftirfarandi verkefni. Ný tækni í verkefnum, aukin gagnvirkni. Nýir þættir svo sem, töflureiknir, tölvupóstur, myndvinnsla, margmiðlun,

kynningarefni, ritvinnsla, gagnagrunnar o.fl.

Staðan í dagLokið er vinnu við að greina þarfir með hliðsjón af nýrri námsskrá með notkun töflureiknisins Excel í huga. Notkun Excel felld að þörfum nemenda og kennara í stærðfræði og raungreinum. Sett hefur verið inn sjálfvirkni í sendingum prófniðurstaðna og bætt inn java kóða bæði fyrir virka vefmælingu og til túlkunar á niðurstöðum notenda með gangvirkum hætti. Þá er búið er að hanna eftirfarandi kennsluefni.

Maí 2001 Eudora kennsluefnið 40 tímar Sept. 2001 Ný verkefni í Excel 30 tímar Okt.- des. 2001 Ný tækni og java kóði 50 tímar Feb. 2002 Vefsíðugerð með Word 60 tímar April - jun. 2002 Hljóðvinnsla “sound recorder” 20 tímar

Þann 31.07.2002 voru komnar 200 vinnustundir í ofangreinda þætti.

Hvað er framundanSettar verða upp innlagnir og verkefni fyrir myndvinnslu, margmiðlun og helstu forrit í Office línunni. Þessi verkefni verða hugsuð þverfagleg og fléttast inn í kennslu í öðrum greinum en UT. t.d. raungreinum, samfélagsfræði, stærðfræði íslensku o.fl.

Page 5: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Tomas Rasmus Page 5 18.05.2023

Notkunarmöguleikar þessa námsefnis

Þegar eru 22 skólar og stofnanir fastir áskrifendur að þessu námsefni.Á árinu 2002 voru um 8000 heimsóknir á Tölvulæsivefinn og flestar þeirra vöruðu í meira en 30 mínútur. Til að mæla notkun og til að forvitnast um aðstæður hjá notendum tók ég inn þjónustu frá Modernus ( Teljari .is ) og mæla þeir reglulega notkun á ákveðnum vefsíðum innan Tölvulæsivefsins. Þannig er hægt að átta sig á því hvernig umhverfi notenda lítur út frá tæknilegum sjónarhóli. Það er mikilvægt að vita hvernig stýrikerfi eru í notkun svo að hægt sé að bregðast við með kennsluefni sem tekur á notkunarmöguleikum þess kerfis sem algengast er á hverjum tíma. Einnig er mjög mikilvægt að þekkja það forritaumhverfi og þann tölvukraft sem notendur búa við á hverjum tíma. Hönnun á vefsíðum verður alltaf að miðast við þann notendahóp sem á að njóta þeirra.

Notkunartími pr. innlit í þann 1. - 17. desember 2002, stærsti hópurinn var meira en 30 mínútur í heimsókn pr. innlit.

Tomas Rasmus Page 5 18.05.2023

Page 6: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Flestir notenda nýta sér Internet Explorer jan. 2002 til 17 des. 2002eða 95,68%, Rúmlega helmingur notenda er með IE 6,0

· Númer vafra merkir útgáfunúmer

Flestir notenda nýta Windows stýrikerfin jan. 2002 til 17 des. 2002 eða 95,73%

Tomas Rasmus Page 6 18.05.2023

Page 7: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Tomas Rasmus Page 7 18.05.2023

Page 8: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Stuðningur við java. Til þess að gagnvirkni sé nothæf í tölvum notenda verða þeir að hafa stuðning við java. Því miður eru um 1,7% notenda á Tölvulæsivefnum ekki með neinn java stuðning og geta því ekki nýtt sér gagnvirku prófin. Vonandi hafa þeir hugsun á því að prenta þau á pappír og leysa þau svo í sprækari tölvu annars staðar.

Að lokum skoðum við skjáupplausnir

Á ofangreindri töflu sjáum við að enn eru í gangi tölvur með lága skjáupplausn,

Tomas Rasmus Page 8 18.05.2023

Page 9: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

kannski eru þær gamlar og þreyttar eða notendur þeirra orðnir sjóndaprir. En litadýpt gefur okkur svolítið til kynna að til er fólk sem skiptir ekki um tölvu á hverju ári.

Þeir skólar sem nýta sér Tölvulæsivefinn reglulega eru fastir áskrifendur, sumir nota efnið í valhópum hjá unglingastigi. Aðrir nota það til stuðnings við starfsfólk og almenna kennara. Enn aðrir nota það sem stuðning við innleiðingu upplýsingatækninnar í skólastarfinu.

Innlit dreifðust þannig eftir mánuðum árið 2002.

Eins og áður er greint frá í skýrslu þessari eru 22 skólar með Tölvulæsivefinn í áskrift þegar vefnum var læst fyrir öðrum en áskrifendum. Í byrjun nóv. 2002 fækkaði heimsóknum verulega. En líklegt má telja að þeir sem eru áskrifendur nýti efnið reglulega en það eru eftirfarandi stofnanir:

Ljósafossskóli Grímsnes og Graf.Menntaskólinn í Kópavogi KópavogiGrunnskólinn Drangsnesi DrangsnesiVillingaholtsskóli Villingaholtshr.Vesturhlíðarskóli ReykjavíkBarnaskólinn á Eyrarb. og St. Eyrarbakka / ÁrborgHólabrekkuskóli ReykjavíkGrunnskólinn á Hólmavík HólmavíkGrunnskólinn á Hellu HelluFlataskóli GarðabæHofstaðaskóli GarðabæHeiðarskóli LeirársveitGrunnskólinn Birkimel VesturbyggðKorpuskóli Reykjavík

Tölvulæsivefurinn innlit 2002

0200400600800

1000120014001600

mars

septem

ber

desem

ber

Tomas Rasmus Page 9 18.05.2023

Page 10: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Barnaskólinn á Laugarvatni LaugarvatniKennaraháskóli Íslands ReykjavíkStórutjarnaskóli LjósavatnshreppiÞingborgarskóli HraungerðishreppiBrúarásskóli NorðurhéraðiLaugalandsskóli í Holtum RangárvallasýsluHjallaskóli Kópavogi KópavogiMenntaskólinn á Egilsstöðum  Egilsstöðum 

Kynningar á Tölvulæsivefnum

Þegar tilefni bjóðast hefur Tölvulæsivefurinn verið kynntur fyrir áhugasömum kennurum. Ég hef því miður ekki fullnægjandi skrá yfir allar kynningar sem ég hef verið með á Tölvulæsivefnum en þessar eru helstar:

Ut 1999 Kynning á UT1999 ráðstefnunni. Des. 1999 Tölvulæsivefurinn er notaður sem grunnefni á

upplýsingatækninámskeiði á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ og Tómasar Rasmus fyrir kennara við Menntaskólann að Laugarvatni.

Mars 2000 Tölvulæsivefurinn notaður sem stuðningur við kennara á upplýsingatækninámskeiði á vegum Tómasar Rasmus og Fræðslunets Suðurlands í Hvolsskóla.

Sept. 2000 Tilraunakennsla á Tölvulæsivefnum hefst í Ljósafossskóla. Jan. 2001 Kynning á Tölvulæsivefnum í Heiðarskóla í Borgarfirði og í

Grunnskólanum á Hellu.  Mars 2001 Kynning á Tölvulæsivefnum á UT2001  ráðstefnunni. Ágúst 2001 Kynning á Tölvulæsivefnum “ Notkun Excel í kennslu með

hliðsjón af þörfum stærðfræðinnar, á ráðstefnu danskra stærðfræðikennara í Brandbjerg á Jótlandi.

Sept.-okt. 2001 Kynning á Tölvulæsivefnum á kennaraþingi Austfjarða Ágúst 2002 Kynning á Tölvulæsivefnum í Laugalandsskóla Holtum Rang. Okt. 2002 Kynning á Tölvulæsivefnum í Víkurskóli  Reykjavík.

Einnig hefur lítillega verið fjallað um Tölvulæsivefinn á þeim vefslóðum sem festa krækju á Tölvulæsivefinn. Tölvulæsivefurinn og rasmus.is hafa einnig fengið umfjöllun í tímaritinu Tölvuheimur í grein eftir Sigurð Fjalar Jónsson mars 2002.

Umsagnir notenda

Kennari í unglingaskóla: “Þetta er akkurat efnið sem ég var að leita að fyrir valhópinn minn á unglingastigi”.

Nemandi í 6. bekk “Ég kláraði öll Excel verkefnin um helgina pabbi og afi hjálpuðu mér.”

Nemandi í 9. bekk “ Þessi síða sökkar ég vil fá myndir af berum stelpum” Eldri kennari kvenkyns, kennir á miðstigi “ Ég þorði að prófa með vefnum

ykkar og ætla að skrá mig á námskeið til þess að læra meira.Tomas Rasmus Page 10 18.05.2023

Page 11: Áfangaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs ...€¦  · Web viewTomas Rasmus Page 3 7.11.2003. UT kröfur í námsskrá. Ef nýjustu kröfur í námsskrá í upplýsingatækni

Skólastjóri út á landi “ Ég er hættur að senda kennarana mína á stöðluð námskeið í tölvunotkun, það er miklu betra að hver sæki það sem hann þarfnast til ykkar á vefnum. Þannig getur hver notað þann tíma sem hann / hún þarf.

Tölvulæsivefurinn er á slóðinni http://www.rasmus.is/kurs/

Með þakklæti fyrir veittan stuðning og von um bjarta tíma.Fyrir hönd Tölvulæsivefsins.

Tómas Rasmus. 19.12 2002

Tomas Rasmus Page 11 18.05.2023