fh football club 2005

40
ÁFRAM FH! Guðmundur Árni Fyrirliðinn Þjálfaraspjall Pétur Stephensen Emil Hallfreðsson Arnar Þór Viðarsson Hörður Magnússon Mafían Sumar 2005

Upload: media-group-ehf

Post on 13-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Fh football club 2005

TRANSCRIPT

Page 1: Fh football club 2005

ÁFRAM FH!

Guðmundur Árni

Fyrirliðinn

Þjálfaraspjall

Pétur Stephensen

Emil Hallfreðsson

Arnar Þór Viðarsson

Hörður Magnússon

Mafían

Sumar 2005

Page 2: Fh football club 2005

SÝN!

Page 3: Fh football club 2005

Meðal efnis:Bls. 5 Guðmundur Árni

Bls. 7 Þjálfarinn

Bls. 8-9 Pétur Stephensen

Bls. 11 Emil Hallfreðsson

Bls. 13 Ingvar Viktorsson

Bls. 14 Freyr Bjarnason

Bls. 15 Tryggvi Guðmundsson

Bls. 17 Boltaskólinn

Bls. 19-20 Hörður Magnússon

Bls. 22-23 Fyrirliðinn

Bls. 27 Mafían

Bls. 29 Arnar Þór Viðarsson Bls. 30 Viðar Halldórsson

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfRitstjóri: Hilmar Þór GuðmundssonBlaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Róbert Jóhannsson Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson Pétur Ásgeirsson Erling Ó. Aðalsteinsson Árni TorfasonUmbrot: Media Group ehfPrentun: Prentmet

w w w . m e d i a g r o u p . i s

ú t g á f u s v i ð

Það má með sanni segja að gengi FH hafi verið frábært á undanförnum misserum. Íslandsmeistaratitill í fyrra og frábært gengi í ár hefur gert þetta öfluga lið að stórveldi sem erfitt er að skáka á vellinum. Að baki slíku liði er mikil vinna, eirð og dugnaður. Ekki bara hjá leikmönnum heldur hjá stjórn liðsins, þjálfarateymi og ekki síst stuðningsmönnum. Margir segja að gott gengi liðsins hafi byrjað fyrir alvöru þegar FH lagði Vesturbæjarstórveldið KR á Laugardalsvelli 7-0 og skal það liggja á milli hluta hvað til er í því. Í það minnsta hefur gengi liðsins verið með eindæmum gott síðan og hefur liðið vart stigið feilspor. Með góðri blöndu af íslenskum og erlendum leikmönnum hefur þjálfurum liðsins náð að leika fram nær ósigrandi liði í hverjum leik og er staða liðsins til merkis um það. Grasrótin hjá FH er sterk. Stuðningsmennirnir í Hafnfirsku Mafíunni fjölmenna á hvern leik og láta vel í sér heyra með viðeigandi trommuslætti og stuðningssöngvum og hafa leikmenn liðsins hrósað þeim fyrir styðja svo vel við bakið á liðinu. Án góðra stuðningsmanna er ekkert lið stórveldi.FH hefur skartað fram besta liðinu í Landsbankadeildinni í nokkuð langan tíma og eiga leikmenn og aðrir sem koma að liðinu hrós skilið fyrir skemmtilega spilamennsku og góða umgjörð í kringum liðið. Með stórbættri aðstöðu á áhorfendastæðum í Kaplakrika er búið að gera fleirum kleift að sitja og njóta spilamennsku FH en stefnt er að enn meiri betrumbótum á svæðinu á næstu árum eins og kemur fram í viðtali við Pétur Stephensen framkvæmdastjóra í blaðinu. Hvað sem öðru líður er FH stórveldi sem á eftir að blómstra enn meira á næstu árum ef uppbyggingin verður áfram öflug og ungir og efnilegir leikmenn skila sér úr neðri flokkum. FH hefur alla burði til að standa vel í Evrópukeppnum þó árangurinn hafi ekki verið eftir vonum í ár. Stundum ná lið ekki að sýna hvað í þeim býr og þrátt fyrir mótlætið lét FH það ekki slá sig útaf laginu og mætti grimmt í næsta leik. Þannig spila stórlið, með ákveðni, áræðni og mæta alltaf einbeitt í næsta leik. Ef fer sem horfir mega stuðningsmenn liðsins eiga von á mun fleiri titlum á næstu árum og því syngjum við öll ÁFRAM FH!

Gott bakland í Kaplakrika

Áfram FH!

Page 4: Fh football club 2005

Actavis

Page 5: Fh football club 2005

Guðmundur Árni Stefánsson hefur sinnt formennsku í stjórn FH með þingstörfum undanfarin sex ár. Hann er nú á sínu síðasta ári sem formaður stjórnarinnar og undir hans stjórn hefur FH unnið sinn fyrsta stóra titil og eru á góðri leið með að tryggja sér þann næsta og jafnvel þann þriðja. „Metnaður, kraftur og einbeiting leikmanna, stjórnarmanna og stuðningsmanna,” eru ástæðurnar fyrir því að Risinn er vaknaður að mati Guðmundar.

Guðmundur segir ekki annað hægt en að vera kátur með þá stöðu sem FH er í núna, núverandi meistarar og í góðri stöðu hvað þetta tímabil varðar. Þó megi ekki missa einbeitinguna því verkið er ekki klárað enn. „Það er afar ljúft að vera FH - ingur um þessar mundir. Góður árangur léttir lundina, eflir samstöðuna og verkin verða skemmtilegri. En það er misvindasamt í boltanum og því þurfa allir að vera á tánum.” Stuðningsmannaklúbbur FH, sem gengur í daglegu tali undir nafninu Hafnarfjarðarmafían, hefur vakið mikla athygli á seinustu árum og telur Guðmundur þá eiga stóran hlut í velgengni félagsins. „ Strákarnir í Mafíunni eru okkur gríðarlega mikilvægir og setja nýja vídd í umgjörðina. Þeir eru stór hluti af okkar frábæra stuðningsmannahópi, sem er einfaldlega sá besti á landinu.”Eins og áður sagði hafa FH-ingar verið á uppleið frá því Guðmundur tók við stjórnartaumunum og unnu eins og allir vita sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili. Nú er FH enn taplaust það sem af er tímabilinu í báðum keppnum innanlands, eru efstir í deildinni og komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Við spurðum Guðmund hvort hann teldi að FH gætu unnið deild og bikar án þess að tapa nokkrum einasta leik hér heima í sumar? „Við verðum að komast taplausir í gegnum bikarinn - eðli máls samkvæmt. Og það ætlum við að gera og ná því að verða bikarmeistarar í fyrsta skipti. Hvað Landsbankadeildina varðar, þá eru 8 umferðir eftir (þegar þetta er skrifað). Ég vil tryggja Íslandsmeistaratitilinn eins fljótt og kostur er. Hvort við töpum stigi eða stigum er aukaatriði.”

Öflugur stjórnarhópurÞað er ekki ókeypis að halda úti eins stórum og sterkum leikmannahópi og FH-ingar hafa uppá að bjóða þetta árið. Guðmundur veit það sennilega manna best en segir lykilinn að því að halda þessum hópi vera þann að stjórnin er skipuð mönnum sem vinna vel saman jafnframt því að vera styrktir af öflugum fyrirtækjum. „Það kostar fjármuni að halda úti stórri og sterkri deild. Það kannast allir við sem nálægt þessu koma í knattspyrnunni á Íslandi. En við erum með góðan og öflugan hóp í stjórninni - menn sem hafa unnið lengi saman, þekkjast vel og vita hvað gera skal. Við erum margir gamlir og góðir vinir, sem lékum saman hjá FH í gamla daga, sem erum í forystunni fyrir fótboltann. Það gerir samstarfið auðveldara og skemmtilegra. Við njótum liðsinnis fjölmargra, þegar að fjármögnun kemur. Stór og öflug fyrirtæki, með Actavis í broddi fylkingar, hafa lagt okkur lið. Þau vilja vera í markaðssókn með liði á toppnum. Við höfum rekið deildina með hagnaði síðustu árin og ætlum að gera það áfram.”

Boltinn í blóðinuGuðmundur hefur setið á Alþingi í fjölda ára en hefur samt sem áður séð sér fært að gegna formennsku knattspyrnudeildar FH þar að auki. Við forvitnuðumst um hvernig honum gengi að tvinna þetta tvennt saman. „ Í sumar hef ég því miður misst af einum þremur leikjum FH vegna fundarhalda á vegum þingsins. En með því að skipuleggja tíma minn vel, þá faraþingstörfin oftast ágætlega með stjórnarstörfum fyrir FH. Í pólitíkinni ertu í samskiptum við fólk. Í íþróttastarfi sömuleiðis. Ég nota frítíma minn í starf fyrir félagið. Ég tók við formennsku árið 1999 og hef haft gaman af, þótt vissulega sé þetta annasamt oft og tíðum. Strákarnir mínir eru á bólakafi í fótbolta, ég var sjálfur á fullu í boltanum, þó mest í handbolta í gamla daga, þannig að þetta er í blóðinu. Mér finnst eðlilegt að gamlir spilarar komi til stjórnarstarfa þegar ferlinum lýkur. Við eigum félaginu okkar svo margt að þakka og það að leggja eitthvað af mörkum sem endurgjald fyrir frábæra tíma í boltanum er eðlilegt og sjálfsagt.”

Stutt að skjótast á milliEftir þetta tímabil mun Guðmundur hætta störfum sem formaður þar sem hann mun vera á leið til Svíþjóðar í haust að gegna störfum sendiherra þar. Þar með mun hann þurfa að horfast í augu við það að missa af flestum ef ekki öllum leikjum FH-inga en skyldi hann vera búinn að kynna sér hvernig hann geti fylgst sem best með þaðan næsta sumar. „Já, það verða breytingar á mínum högum í haust og ég

fer til starfa í Svíþjóð. Það verður eftirsjá af því að geta ekki verið í beinum tengslum við fótboltann hér heima. En ég finn leiðir til þess að halda sambandi. Það eru símar og tölvur í Svíaríki, og svo sem stutt að skjótast á milli ef svo ber undir.” Jafnframt sagði Guðmundur að hann yrði á útkíkki fyrir félagið í Svíþjóð og má því búast við einhverjum Svíum í FH liðinu á næsta tímabili ef að líkum lætur.Að lokum segist Guðmundur hlakka til að fylgjast með leik sinna manna gegn Vesturbæjarstórveldinu KR þar sem liðin hafa marga hildina háð. „Ég vil bjóða KR-inga velkomna í Krikann. Það verður hörkuleikur milli þessara stórvelda í fótboltanum. En við höfum haft fastatak á KR síðustu árin og höldum því. 3-1 fyrir okkur.Og svo auðvitað: Áfram FH”

Verður á útkíkkií Svíþjóð

Formannsspjall

Page 6: Fh football club 2005
Page 7: Fh football club 2005

Næsti leikurer sá mikilvægasti

Ólafur Jóhannesson er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur. Hann lék á yngri árum bæði með FH og Haukum og spilaði svo með Haukum í meistaraflokki.

Fyrsta þjálfunarstarf hans í meistaraflokki hlotnaðist honum fyrir tilviljun má

segja þegar haft var við hann samband frá Vopnafirði og

hann nánast ráðinn á bekkjarkvöldi

hjá konu sinni sem þá var í

Kennaraháskólanum. Hann tók við liði Einherja frá Vopnafirði árið 1981, var ekki lengi að ná

árangri en fyrsta árið urðu Vopnfirðingar 3. deildarmeistarar og

fóru upp í aðra deild og héldust þar eina

árið sem Ólafur stjórnaði þeim þar. Síðan söðlaði

hann um sem þjálfari

og leikmaður en er nú kominn til FH í þriðja sinn. Hann er nú sitt þriðja ár í röð hjá FH og er ekki hægt að segja annað en árangurinn sé búinn að vera góður. Árið 2003 urðu FH-ingar í öðru sæti og unnu þar síðasta leik sinn gegn KR 7-0! „Spekingarnir segja að þá hafi þetta byrjað hjá okkur og fallið hjá KR.”

Nauðsynlegt að endurnýjaHópur FH liðsins hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra en Ólafur kann þeim breytingum vel. „Við erum með fínan hóp sem samanstendur af 20 leikmönnum sem æfa að jafnaði hérna. Hópurinn hefur tvímælalaust styrkst frá því í fyrra. Það er nauðsynlegt að endurnýja hópinn á tveggja til þriggja ára fresti, það þarf nýja brandara í sturtunni og svona.”Nýir leikmenn liðsins eru til að mynda þeir Auðun Helgason og Tryggvi Guðmundsson sem ákváðu að nú væri rétti tíminn til þess að snúa heim. Minnugur þess að oft hafa íslenskir atvinnumenn snúið heim og verið grútlélegir sá Ólafur til þess að þeir félagarnir myndu standa sig vel fyrir félagið. „Ég ræddi sérstaklega við þá um að oft hafi atvinnumenn komið heim og staðið sig illa.” Þeir hafa staðið sig það vel að þeir hafa verið valdir að nýju í landsliðið eftir nokkuð hlé beggja leikmanna. Ólafur segist þó vilja sjá fleiri FH-inga í landsliðshópnum. „Því fleiri FH-ingar sem eru í landsliðinu því meiri viðurkenning er það fyrir okkur. Ef ég veldi í landsliðið yrðu að sjálfsögðu fleiri FH-ingar í landsliðinu.”

Danirnir hafa reynst FH velAf þeim leikmönnum sem hafa verið í hópi FH seinustu þrjú ár eru Danirnir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen. Það er ekki hægt að segja annað en þeir hafi reynst liðinu mjög

vel og verið burðarásar liðsins, Tommy í vörninni og Allan í sókn. „Tommy og Allan hafa reynst

okkur einstaklega vel, þá ekki bara sem fótboltamenn heldur líka sem

einstaklingar og vinir. Þeir koma úr svipuðum kúltúr og Íslendingar og það segir sitt að þeir eru hérna á sínu þriðja ári. Þeim líður vel hérna, við erum góðir við þá og þeir hafa sannarlega skilað því til baka.” Nýr

Dani hefur bæst í hópinn og leikur sá á miðjunni. Hann hefur því

miður ekki náð að sýna sitt rétta andlit enn sem komið er en

Ólafur telur hann vera góðan kost. „Við bundum miklar vonir við Dennis og hann

lofaði góðu en því miður hefur hann lent í meiðslum og hefur

því ekki komist á flot. Hann er að skríða saman núna og ætti að vera tilbúinn í seinni umferðinni í deildinni.”Með eins sterkan hóp og FH hefur í sumar geta menn að sjálfsögðu ekki átt víst sæti í liðinu í hverjum leik. Samkeppnin fer misvel í menn en flestir leikmenn reyna að sjálfsögðu að styrkja sig til þess að komast í leikmannahópinn í hvert skipti. „Það er mikil samkeppni um að byrja inná í okkar liði. Auðvitað hafa menn ekkert alltaf verið sáttir við að vera varamenn en það er bara vandamál sem ég leysi sjálfur. Þeir sem hafa komið inná, og yfirleitt skipti ég þremur leikmönnum inná, hafa verið að standa sig frábærlega.”

Stórkostlegir stuðningsmennÞað hefur líklega ekki farið framhjá nokkrum manni sem fylgist með íslenska fótboltanum að FH-ingar eiga bestu og líflegustu stuðningsmenn landsins. Hvað skyldi Ólafi finnast um þennan öfluga hóp sem kallar sig Hafnarfjarðar Mafíuna. „Þeir hafa sett ótrúlega skemmtilegan svip á FH-liðið og eiga stóran hlut í velgengni FH liðsins. Það er ekki nokkur einasti vafi á því, aðdáunarvert hvað þessi hópur er tilbúinn að leggja á sig til þess að fylgja okkur og hvetur okkur og það er bara stórkostlegt.” Ólafur segir það hjálpa liði sínu inni á vellinum að heyra í kröftugum köllum stuðningsmannanna. „Það hleypir ákveðnu lífi í okkur að heyra í þeim. Þeir leggja ekki minni vinnu í sitt en við, þeir halda æfingar og hittast og svona. Þetta er bara stórkostlegt.”

Ótrúlegt tímabilÓlafur er hlédrægur þegar kemur að því að ræða um núverandi tímabil. Þegar þetta er skrifað hefur liðið ekki tapað 27 leikjum í röð í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir að FH-ingar fari taplausir í gegnum tímabilið. „Árangur okkar á þessu ári er ótrúlegur og getur ekki verið betri Við eigum góða möguleika á titlinum en erum ekki búnir að vinna hann, langt frá því.” Fyrsti titill félagsins vannst undir stjórn Ólafs í fyrra. Þá tapaðist aðeins einn leikur sem er einstakur árangur. „Okkur hefur gengið mjög vel og árið í fyrra var náttúrulega stórkostlegt þar sem fyrsti titill félagsins vannst. Við erum í sjálfu sér ekkert að hugsa um það núna samt, menn geta montað sig af þessu þegar við verðum gamlir karlar og hættir að spila en meðan við erum ennþá að þýðir ekkert að hugsa um þetta.”Á þessu tímabili telja margir leikinn gegn Val að Hlíðarenda geta orðið vendipunkt á tímabilinu en Ólafur telur engan einn leik geta verið vendipunkt. „Ef við endum þremur stigum á undan Val verður sá leikur vendipunktur. Það er stundum talað um sex stiga leiki þegar lið eru í svona baráttu eins og við erum í gegn Val og þetta var sannarlega þannig leikur, öflugur sex stiga leikur af okkar hálfu.” Fyrir Ólafi er það þó alltaf bara einn leikur sem skiptir máli. „Næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikurinn.”

Þjálfarinn

Page 8: Fh football club 2005

Pétur Stephensen er framkvæmda-stjóri knattspyrnudeildar FH og þekkir starfsemi félagsins betur en flestir aðrir. Það þarf meira til í fótboltanum en að skora mörk og vinna leiki en að baki stórliðs fer fram mikil vinna.

Í hverju felst það að vera framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar FH?Að vera framkvæmdastjóri hjá einni stærstu og öflugustu deild landsins er ærið starf. Í því felst allur daglegur rekstur knattspyrnudeildar FH og ábyrgð á öllum rekstri deildarinnar, bókhaldi, fjármálum og þeim málum sem snúa að daglegum rekstri. Unglingaráð deildarinnar er sjálfstætt og rekur yngri flokka deildarinnar af miklum sóma. Rekstrarstjórn KDFH er mjög öflug þar sem sterkir einstaklingar eru í stjórn en ásamt mér eru í stjórn þeir Jón Rúnar Halldórsson, Lúðvík Arnarson og Guðmundur Árni Stefánsson formaður deildarinnar. Stjórn KDFH er skipuð Guðmundi Árna Stefánssyni formanni, Jóni Rúnari Halldórssyni varaformanni, Leifi Helgasyni ritara, Steinari Stephensen, Ólafi Guðmundssyni, Bolla Eyþórssyni og mér. Allt þetta fólk hefur lagt til gríðarlega mikla vinnu í þágu KDFH og á heiður skilið.

Hvernig er starfinu almennt háttað hjá liði eins og FH?Fimleikafélag Hafnarfjarðar er eitt öflugasta félag landsins og er knattspyrnudeild FH er ein öflugasta deild landsins og núverandi Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla og 5. flokki karla. Meistaraflokkur kvenna er í úrvalsdeild en þar er á brattann að sækja en framtíðin er björt því mjög efnilegir yngri flokkar stúlkna eru á leiðinni upp sem mun styrkja meistaraflokkinn í framtíðinni. Frjálsíþróttadeild FH er sú sterkasta á landinu, vinna nánast öll mót sem háð eru. Handboltadeild FH í meistaraflokki karla og kvenna hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár, en ég er sannfærður um að bjartari tímar séu í sjónmáli og liðin nái sér á strik og hampi Íslandsmeistaratitlum á komandi árum. Mjög gott samstarf er á milli stærstu deilda FH þ.e.a.s. knattspyrnudeildar, handboltadeildar og frjálsíþróttadeildar og stjórna deildirnar rekstrinum í Kaplakrika

Auðveldar það þér ekki starfið þegar liðið leikur eins vel í Landsbankadeildinni og það hefur gert í sumar?Jú að sjálfsögðu við erum jú Íslandsmeistarar í knattspyrnu sem er stærsta og vinsælasta íþróttagrein landsins.

Öflugastafélagið

Framkvæmdastjórinn

Page 9: Fh football club 2005

En þetta þarf allt að smella saman svo góður árangur náist þ.e.a.s. góð stjórn, góðir þjálfarar, góðir leikmenn, góðir stuðningsmenn, góður rekstur og góð umgjörð. Við höfum þetta allt og erum stórveldi á Íslandi í knattspyrnu og vonandi verður það svo á næstu árum. Það er jú þannig að nú vilja allir styrkja FH þannig að það auðveldar að sjálfsögðu þetta starf. En við höfum undanfarin ár lagt mikla áherslu á hið félagslega starf í kringum deildina, haldið öflug þorrablót, herrakvöld, haustböll og margt fleira. Stuðningsmönnum knattspyrnudeildar FH eru sífellt að fjölga og eru í dag án nokkurs vafa þeir sterkustu á Íslandi.

Ert þú borinn og barnfæddur FH-ingur?Ég flutti til Hafnarfjarðar sex ára gamall og gekk um leið í FH.

Hvað lékstu lengi með FH?Ég lék frá sex ára aldri með FH í öllum yngri flokkum FH og í meistaraflokki félagsins, var góður á grasvelli, en það var ekki mikið um þá á þessum tíma og því oftast var leikið á möl.

Hvað ertu búinn að vera lengi í stjórn knattspyrnudeildarinnar?Ég er búinn að vera í stjórn knattspyrnudeildarinnar frá árinu 1986. Þetta er langur tími en mjög gefandi en aðalatriðið er að hafa gaman af hlutunum og gefast aldrei upp, því þetta er jú eilíf barátta.

Hver er að þínu mati mestu vonbrigði knattspyrnudeildarinnar?Án nokkurs vafa árið 1989 þegar við misstum af Íslandsmeistaratitli, og þegar við féllum um deild eftir tímabilið 1995. Síðan eru það bikarúrslitaleikirnir 1972, 1991 og 2003 sem allir töpuðust. Við vorum með mjög gott lið á

árunum 1989 til 1995 sem varð þrisvar sinnum í öðru sæti á Íslandsmótinu.

Hvernig tilfinning er það að stýra deildinni á mesta uppgangstíma knattspyrnudeildarinnar?Það er fín tilfinning, meistaraflokkur karla og 5. flokkur deildarinnar eru Íslandsmeistarar og við eigum marga mjög góða flokka í drengjaflokkum og stúlknaflokkum sem eru í fremstu röð. En ég vil taka það fram að árangurinn kemur ekki af sjálfu sér, heldur hefur verið unnið af miklum krafti og skynsemi undanfarin ár enda lætur árangurinn ekki á sér standa. Meistaraflokkurinn sigraði HB frá Færeyjum í apríl 4-1 og við urðum þar Atlantic meistarar 2005, og unnum síðan Keflavík 2-0 í hinum árlega Meistarakeppnisleik KSÍ. Núna er FH með fullt hús stiga eftir 11 umferðir í Landsbankadeildinni og stefnum við ótrauðir að því að verja titilinn, enda er liðið frábært sem samanstendur af stórum og góðum leikmannahópi sem myndar góða liðsheild. Við erum með bestu stuðningsmenn landsins, bestu þjálfara landsins og ekki má gleyma Hafnarfjarðarmafíunni sem syngja öll góðu FH lögin á pöllunum.

Hvernig gengur uppbyggingin í kvennaflokknum?Kvennaflokkar FH eru öflugir og við eigum jú lið í úrvalsdeild, sem hefur staðið sig vel undanfarin ár. Ég bind miklar vonir við yngri flokka deildarinnar og vonandi eigum við eftir að sjá á næstu árum enn öflugri meistaraflokk kvenna sem heldur upp merkinu eins og á árunum 1972-1976 þegar meistaraflokkur félagins varð Íslandsmeistari í fjórgang.

Megum við eiga von á áframhaldandi uppbyggingu?Jú að sjálfsögðu við höldum af krafti áfram að byggja upp deildina og gera hana enn sterkari. Knattspyrnudeildin

tók í notkun í apríl glæsilegt Knatthús sem heitir Risinn og gjörbreytir allri starfsemi deildarinnar. Þá settum við upp fyrir Evrópuleikinn í júlí 1.200 sæti í stúkuna á móti gömlu stúkunni þannig að nú getum við tekið á móti 2.100 áhorfendum í sæti. Næsta skrefið er að stækka gömlu stúkuna og setja þak á hana. En draumurinn er að Kaplakrikavöllur verði 8.000 manna völlur með yfirbyggðri stúku allan hringinn, þjónusturými og íbúðum.

Hvernig hefur gengi liðsins verið í Evrópuleikjum?FH hefur leikið 18 Evrópuleiki á síðustu 15 árum og ég hef séð þá flesta. En í fyrra náðum við þeim stórgóða árangri að komast í 3. umferð eftir góða sigra á Haverfordwest frá Wales og Dunfermline frá Skotlandi.

Nú féll Þórir Jónsson frá í fyrra. Hvaða áhrif hafði það á þig og félagið?Það var gríðarlegt áfall þegar Þórir Jónsson lést þann 19. maí 2004. Þórir var algjör kjarnorkumaður sem mjög gott var að starfa með og á vissulega mikinn þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hefur verið unnið í knattspyrnudeild FH. Eftir fráfall Þóris þjöppuðum við okkur enn betur saman og árangurinn varð Íslandsmeistaratitill haustið 2004 sem var tileinkaður honum Þóri okkar Jónssyni.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri til FH-inga?Samstarfið milli deildanna hefur gengið mjög vel og eflir félagið. Höldum áfram FH-ingar að styðja okkar félag, starfa saman að allri uppbyggingu félagsins og þá munum við vera áfram það stórveldi sem við erum í dag um ókomna framtíð. Áfram FH

Page 10: Fh football club 2005

LÁTTU PENINGANAVINNA FYRIR fiIG ME‹KB SPARIFÉ

Nánari uppl‡singar á kbbanki.is, hjá rá›gjöfum í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

173

36

KB Sparifé er reglubundinn sparna›ur sem gerir flér kleift a› eignast varasjó› á flægilegan hátt.Sparna›urinn ver›ur sjálfsag›ur li›ur í útgjöldunum og flú lætur peningana vinna fyrir flig.

Page 11: Fh football club 2005

11

LÁTTU PENINGANAVINNA FYRIR fiIG ME‹KB SPARIFÉ

Nánari uppl‡singar á kbbanki.is, hjá rá›gjöfum í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

173

36

KB Sparifé er reglubundinn sparna›ur sem gerir flér kleift a› eignast varasjó› á flægilegan hátt.Sparna›urinn ver›ur sjálfsag›ur li›ur í útgjöldunum og flú lætur peningana vinna fyrir flig.

Emil Hallfreðsson vakti mikla athygli þegar hann fór á kostum í liði FH sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra sumar. Í kjölfarið samdi Emil við stórlið Tottenham Hotspur á Englandi og berst Emil nú fyrir því að brjótast inn í aðallið Tottenham eftir að hafa fest sig í sessi í varaliði félagsins á síðasta tímabili.

Emil eyddi sumarfríi sínu á Íslandi þar sem hann fylgdist vel með gengi FH á sama tíma og hann vann við það að koma sér í þokkalegt form fyrir strembið undirbúningstímabil í London með Tottenham. „Ég kom út í ágætis gír. Ég mætti á æfingar hjá FH eins og ég gat á meðan ég var heima og stóð mig mjög vel í píp-testi og öðrum hlaupaprófum þegar ég kom út.”Emil segir liðið í ár mjög svipað og í fyrra og að það komi honum ekki á óvart að FH hafi ekki tapað leik það sem af er deildinni. „Það komu nokkrir sterkir leikmenn inn í FH liðið frá því í fyrra. Auðun kom inn fyrir Sverri Garðars en Sverrir var hrikalega góður síðustu tvö tímabil og ég er ekki viss um að Auðun sé neitt betri leikmaður en Sverrir. Þrátt fyrir að þessir góðu leikmenn eins og Tryggvi, Ólafur Páll og Dennis Siim hafi komið inn í þetta þá held ég að liðið sé mjög svipað að styrkleika og í fyrra. Þetta er rosalega sterkt lið með góða leikmenn og það kemur mér ekkert á óvart að þeir hafi ekki tapað leik á tímabilinu.”

47 leikmenn TottenhamÞað er óhætt að segja það að Emil þurfi að sigrast á mikilli samkeppni ætli hann að komast í aðallið Tottenham á komandi tímabili á Englandi. Lið Tottenham hefur lítið sparað til leikmannakaupa undanfarin tímabil og hafa s é r s t a k l e g a verið duglegir að ná sér í unga leikmenn undanfarið. En hver er staða Emils hjá Tottenham? „Það er erfitt að sýna sig og fá tækifæri með aðalliðinu eins og staðan er núna. Ég hef verið að leika með varaliðinu í æfingaleikjum og mér hefur gengið þokkalega þó þessir leikir gangi aðallega út á að koma mönnum í leikæfingu. Það æfðu allir leikmenn Tottenham saman á fyrstu æfingunni eftir að ég kom út aftur. Við vorum 47 á æfingunni og hituðum upp á hálfum fótboltavelli. Þetta var eins og að vera kominn aftur í sjötta flokk í gamla daga, nema þetta voru allt fullvaxta leikmenn. Ég leit bara í kringum mig og spurði hvað væri í gangi, ég hef aldrei séð annað eins. Þetta eru allt leikmenn samningsbundnir Tottenham og því ljóst að maður þarf að eiga stórkostlega æfingu til að geta sýnt sig

eitthvað. Tottenham hafa líka keypt fimm leikmenn í sumar og fá þeir ásamt ungu ensku leikmönnum liðsins mestu athyglina.”

Stefni fyrst og fremst að því að bæta migBlaðamaður FH-blaðsins spurði Emil hvort hann hafi sett sér einhver sérstök markmið fyrir tímabilið? „Nei ,ekkert sérstaklega. Maður vill auðvitað vinna sér sæti í aðalliðinu en það eru þrír leikmenn á undan mér í liðið á vinstri vængnum.” Emil á þarna við Wayne Routlegde sem Tottenham keyptu frá Crystal Palace í sumar, Andy Reid sem Tottenham keyptu frá Nottingham Forrest í lok janúar síðastliðinn og Reto Ziegler sem kom frá Grasshoppers í Sviss í fyrra sumar. „Ég hef ekki átt neitt sérstakt spjall við framkvæmdarstjórann (Martin Jol) fyrir utan að hann bauð mig velkominn til baka eftir fríið og spurði mig hvernig ég hafði það í fríinu. Við höfum ekkert rætt um stöðu mína hjá Tottenham. Ef mér gengur ekkert að komast í liðið hjá Tottenham gæti maður farið skoða þann kost að komast að láni hjá liði í neðri deildunum á Englandi til að ná sér í reynslu og koma sterkari til baka þar sem mitt markmið er að spila fyrir aðallið Tottenham. En eins og staðan er í dag þá er það erfitt en ég held bara áfram að æfa og æfa.” En hafa þessar æfingar skilað árangri? „Ég held ég

sé búinn að bæta mig á ýmsum sviðum þó það sé erfitt að meta það sjálfur. Maður hlýtur að bæta sig þegar maður æfir við toppaðstæður einu sinni til tvisvar á dag. Ég held ég sé að minnsta kosti orðinn fljótari að senda boltann frá mér því hraðinn hér er miklu meiri en heima og maður hefur ekki tíma til að hanga á boltanum eins og maður vildi gera á Íslandi. Ég er fljótari að lesa stöðuna hverju sinni þegar maður fær boltann og

sendingagetan hefur aukist. Ég reyni bara að bæta mig eins og ég get því ég get bætt mig á öllum sviðum fótboltans.”

Stefnum á EvrópusætiFjölmörg félög leituðu eftir því að fá Emil í sínar raðir síðasta vetur þegar samningur hans við FH rann út. Þar á meðal var Everton sem annar FH-ingur, Bjarni Þór Viðarsson, leikur með. En sér Emil eitthvað eftir því að hafa valið að fara til Tottenham? „Nei, ég geri ekkert að því að horfa til baka. Ég tók þessa ákvörðun og stend og fell með henni en þegar maður hefur tækifæri að fara til stórliðs eins og Tottenham þá er þetta engin spurning. Ég hefði kannski meira möguleika á að komast í aðalliðið hjá minna liði með minni leikmannahóp en það þýðir ekkert að spá í það. Maður getur ekki

séð eftir því að hafa farið til svona stórs liðs.”Tottenham hafa eins og áður segir verið duglegir við að styrkja leikmannahóp sinni en þrátt fyrir það hefur liðið alltaf verið um miðja deild undan farin ár. Emil gerir ráð fyrir að nú verði breyting á og liðið blandi sér í baráttuna um Evrópusæti af fullri alvöru. „Við verðum sterkir á komandi tímabili. Miðað við hópinn okkar ættum við að

vera í góðum málum. Við eigum marga leikmenn í hverja stöðu og ráðum því vel við öll meiðsli og leikbönn

sem herja á liðið á tímabilinu. Við eigum nokkra enska landsliðsmenn og

marga sterka útlendinga og ég held við við berjumst

að minnsta

kosti um

E v r ó p u s æ t i sem er markmiðið

hjá liðinu.”Að lokum vildi Emil skila góðri kveðja til allra stuðningsmanna FH og sagði hlæjandi að hann

vildi óska öllum FH-ingum til hamingju með titilinn

þó enn sé mikið eftir af Landsbankadeildinni.

Til hamingju

Emil Hallfreðsson

Page 12: Fh football club 2005
Page 13: Fh football club 2005

1�

Ingvar Viktorsson fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar er formaður aðalstjórnar FH. Ingvar hefur starfað í stjórn FH síðan 1964 er hann gekk til liðs við stjórn knattspyrnudeildar ásamt því að leika með knattspyrnuliði FH.

Ingvar hefur aldrei verið þekktur fyrir annað en að taka til hendinni þar sem hann starfar og hefur hann ásamt fleiri góðum mönnum tekið til hendinni hjá FH. „FH voru í raun tvö til þrjú íþróttfélög fyrir ekki svo löngum tíma en okkur hefur tekist að sameina ólíkar deildir og nú vinna allir innan félagsins saman að settu marki, sama hvaða deild þeir tilheyra„ sagði Ingvar og bætti við að aðalstjórnin hafi staðið sig vel. „Ég setti mér það markmið, þegar ég tók við, að gera félagið að einu og kom fjármálum allra deilda á réttan kjöl. Á aðalfundi FH sem haldinn verður síðar í sumar leggjum við fram samstæðureikninga fyrir félagið þar sem reikningar allra deilda og aðalstjórnar verða saman í einum pakka. Ég held að þetta sé fyrsta fjölgreina íþróttafélagið sem gerir þetta.” Fram til þessa hafa knattspyrnu-, handknattleiks- og frjálsíþróttadeild allar komið fram með sína eigin reikninga. „Fjárhagsaðstaðan er mjög góð hjá aðalstjórn, frjálsíþróttadeildinni og knattspyrnudeildinni. Staðan mætti vera betri í handboltanum en hún var mun verri fyrir ekki svo mörgum árum en þar hefur verið tekið vel til.” FH er og hefur alltaf verið stórveldi í handboltanum þó gengið síðasta áratuginn eða svo hafi ekki verið eins og menn í Krikanum hafa átt að venjast. „Það var tekin ákvörðun um það fyrir sjö til átta árum síðan að hætta að borga mönnum eins há laun og gert var í handboltanum sem varð til þess að menn fóru frá félaginu og þess vegna kom þetta hrun í handboltann. Nú ætla menn að bíta á jaxlinn og hafa ráðið toppþjálfara í karla og kvenna flokkum og núna eru liðin að fá til sín sterka leikmenn og vona ég að handboltinn komist fljótlega aftur í fyrri hæðir þar sem hann á að vera því fótboltinn hjá okkur er bestur á landinu og FH er langbest í frjálsum íþróttum á landinu.”

Eitt ár ennIngvar segist oft vera spurður af því hvort það sé ekki gaman að vera FH-ingur í dag. „Ég svaraði því alltaf til að það sé alltaf gaman að vera FH-ingur en stundum er það sérstaklega gaman eins og núna.” Ingvar er í engum vafa með að FH verji Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. „Ég hef haft það á tilfinningunni í dálítinn tíma að þegar við eigum þrjá leiki eftir óleikna af mótinu í sumar þá verði titillinn í höfn.

Ég veit ekki hvaðan þetta er komið en ég hef haft þessa tilfinningu. Til þess að þetta gangi eftir þurfum við að halda áfram að vinna og Valur að tapa tveim leikjum.” Það verður spennandi að sjá hvort formaðurinn reynist sannspár. „Það er frábært að búa við þetta góða gengi liðsins. Stundum í sumar hefur maður farið óánægður af vellinum því liðið hafi ekki spilað nógu vel en við höfum samt alltaf unnið. Það er magnað að vera komnir í þá stöðu” sagði Ingvar en hefur verið samfleytt í stjórn FH í 41 ár. „Þetta fer að vera komið gott og nú fara yngri menn að taka við en ég hef samt lofað að vera formaður eitt ár í viðbót.”

Þurfum nýtt framtíðarsvæðiIngvar segir FH-inga dreyma um að komast á nýtt framtíðarsvæði því möguleikar til útvíkkunnar séu ekki miklir í Kaplakrika. „Okkur dreymir um að fá nýtt svæði við Hvaleyrarvatn eða einhversstaðar á því svæði því við önnum ekki eftirspurn, sérstaklega í knattspyrnunni því ásóknin þar er svo mikil að það er erfitt að koma öllum æfingum fyrir. 2. flokkur og meistaraflokkur karla og kvenna nýta reyndar æfingagrasið sem komið er upp við Hvaleyrarvatn. Það eru þau sem eru á bílum sem geta æft þar, við þyrftum rútuferðir þangað fyrir yngri flokka.” En þetta þýðir samt ekki að FH-ingar séu ekki að reyna leiðir til að bæta aðstöðuna í Krikanum. „Við erum í hönnunarvinnu með Hafnarfjarðarbæ þessa stundina. Við erum að hanna framhaldið af Kaplakrikanum. Stúkan verður tvöfölduð og það verður byggt áfram til norðurs meðfram öllum vellinum. Við ætlum að stækka fyrstu og aðra hæðina í Krikanum þar sem búningaaðstaðan og félagsaðstaðan er ásamt því að bæta við þriðju hæðinni. Þar ætlum við að vera með stóran og mikinn sal þar sem menn geta ýmist horft út á knattspyrnuvöllinn eða inn í íþróttasalinn. Þetta á að vera félagsaðstaða og salur sem hægt verður að leigja út. Þessa hönnunarvinnu á að klára í ár og framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári. Við erum alltaf að leita að hugmyndum til að nýta Krikann betur þar sem við erum algjörlega lokaðir af. Flatahraunið, Reykjanesbrautin, Hafnarfjarðarvegurinn og landamærin við Garðabæ þrengja að okkur.”

Félagið er í sóknUppistaðan hjá FH hefur lengst af verið knattspyrnu-, handknattleiks- og frjálsíþróttadeild en yngsta deild félagsins er skylmingadeild. „Skylmingadeildin er að gera virkilega góða hluti en við eigum Íslands- og Norðurlandameistara

í skylmingum. Það er allt á fullu hjá okkur en við vorum einnig að endurvekja lyftingadeildina en við fengum tvo Íslandsmeistara þar.” Knattspyrnudeildin er stærsta deild félagsins og sú deild sem trekkir að flesta áhorfendur. „Knattspyrnudeildin hefur tekið sérstaklega fagmannlega á sínum málum og allt sem þeir gera er fagmannalega gert. Unglingastarfið er einstaklega gott eins og það er reyndar líka í handboltanum og frjálsum. Það er mjög gott bæði í karla- og kvennaflokki þó sumar stelpurnar kvarti stundum við mig yfir því að þær þurfi að safna fyrir launum þjálfara sinna sjálfar. Það er eitthvað sem knattspyrnudeildin þarf að vinna sig út úr. En það má ekki gleyma því að við höfum verið einstaklega heppnir með þjálfara í yngri flokkum í öllum greinum félagsins.”

HákarlarnirIngvar er einn nokkurra FH-inga sem stofnuðu félagsskapinn FHákarlarnir 1982. „Það voru 16 gamlir knattspyrnumenn sem stofnuðu þennan félagsskap en Þórir Jónsson var einn okkar. Þetta var góður félagsskapur sem æfði einu sinni í viku þar til við misstum æfingahúsnæðið okkar. Við héldum þorrablót þar sem við þjónuðum konunum okkar til borðs, mjög stilltir og prúðir. Við fórum saman í veiðiferðir sem gengu misvel þó þær væru alltaf mjög skemmtilegar. Þetta er mikill og skemmtilegur félagsskapur góðra og gildra FH-inga. Þegar við spiluðum fótbolta saman var mikið rifist því hugurinn var eins og fyrir 20-30 árum og í mínu tilfelli 40 kílóum síðan. Skrokkurinn var auðvitað ekki eins góður en menn þoldu ekki að tapa eins og í gamla daga og menn rifust heiftarlega inni á vellinum en svo var allt komið í gott lag um leið og menn komu aftur inn í búningsklefann.” FHákarlarnir létu búa til fyrir sig fallegt merki af hákarli að leika sér með bolta. „Við fengum Bjarna Jónsson listmálara til að hanna fyrir okkur mjög flott merki. Svo létum við búa til fána fyrir okkur og um 500 barmmerki sem eru miklir safngripir í dag” sagði Ingvar að lokum hlæjandi.

að vera FH-ingur í dagSérstaklega gaman

Ingvar Viktorsson

Page 14: Fh football club 2005

14

Freyr Bjarnason hefur verið einn af burðarstólpum FH-liðsins undanfarin ár og staðið eins og klettur í vörninni. Freyr lifir eftir þeirri ímynd að íþróttamenn lifi heilbrigðu líferni en svo er svo sannarlega ekki með alla íþróttamenn. Tóbaksnotkun og önnur vímuefni eru notuð af mörgum og fannst okkur forvitnilegt að heyra frá íþróttamanni eins og Frey hvað honum fyndist um það.

„Mér finnst bæði tóbaksnotkun og önnur vímuefnanotkun alls ekki hæfa íþróttamönnum og þá sérstaklega þeim sem ætla sér að ná langt. Ég hef alltaf verið mjög á móti tóbaksnotkun og finnst alltaf skrítið þegar ég sé íþróttamenn reykja eða nota munntóbak. Slík neysla hlýtur að gera íþróttamönnum erfiðara fyrir inni á vellinum og tel ég að þeir þurfi að leggja meira á sig en aðrir til að halda sér í rétta forminu,” segir Freyr og telur

að krakkar byrji oft á því að stunda þennan ólifnað sökum hópþrýstings. „Málið er bara að standa fast á sínu og láta ekki leiða sig út í neina vitleysu.”

Aldrei missa sjónar af markmiðunumSem leikmaður meistaraflokks FH veit Freyr að hann ber ábyrgð sem fyrirmynd fyrir yngri leikmenn. „Bæði með hegðun minni innan vallar sem utan sendi ég ákveðin skilaboð til yngri leikmanna og ef þau leiða til þess að þeir lifi heilbrigðu lífi og leggi meira á sig í íþróttum verð ég mjög sáttur.”Skilaboð Freys til ungu kynslóðarinnar er sú að setja sér markmið og aldrei missa sjónar af þeim. „Til þess að ná markmiðum þurfa menn

að æfa mjög vel og gefast aldrei upp þótt á móti blási. Einnig þurfa menn að lifa heilbrigðu líferni og standa fast á sínu þrátt fyrir þrýsting félaganna.”

Tóbaksnotkun hæfir ekki íþróttum

Reglur um útivistartíma barna Börn 12 ára og yngriÍ barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri skulu ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 frá 1. september til 1. maí og eftir kl. 22:00 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssam-komu.

Börn 13 til 16 ára Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00 frá 1. september til 1 maí nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssam-komu.

Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Lögreglan í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi

Page 15: Fh football club 2005

1�

Hugsa ekki um MARKAMETIÐ

Tryggvi Guðmundsson

Eftir nokkurra ára fjarveru úr íslenska boltanum ákvað Tryggvi Guðmundsson að tími væri til kominn að snúa aftur heim. Þrátt fyrir mörg gylliboðin að utan samdi Tryggvi við FH-inga og sér hvorugur aðilinn eftir því. Tryggvi er á besta aldri sem knattspyrnumaður og kom því mörgum á óvart með ákvörðun sinni um að snúa aftur heim úr atvinnumennsku. Hvað ætli hafi legið að baki þeirri ákvörðun? „Ég var einungis búinn með eitt ár af þriggja ára samningi við Örgryte þegar ég fékk nóg og vildi losna. Þá fannst mér ég vera kominn á þann aldur að það mætti alveg íhuga að flytja aftur heim.” Ástæðan var því ekki sú að hann hafi ekki haft tækifæri á því að halda áfram atvinnumennsku en eftir að hann rifti samningi við Örgryte bárust honum önnur tilboð. „Ég fékk tilboð frá nokkrum félögum frá Norðurlöndunum, Íslandi og meira að segja löndum í Asíu! Að lokum fannst mér besta ákvörðunin til langs tíma litið að koma heim. Það snýst ekki allt um peninga!”Eflaust hafa fleiri lið en FH sóst eftir starfskröftum hans og vildum við því forvitnast um hvers vegna FH hafi orðið fyrir valinu. „FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra og var ég strax var við mikinn metnað hjá félaginu. Menn höfðu fengið smjörþefinn og vildu vinna fleiri titla. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og um leið og ég tók ákvörðun um að koma heim var þetta aldrei spurning.”Tryggvi segist vera kominn til að vera í íslenska boltanum og hefur þegar slegið hendinni á móti einni fyrirspurn að utan.

Kominn til að veraGengi FH í deildinni á þessu tímabili hefur verið með eindæmum. Liðið hefur unnið alla leiki sína hér heima og virðist fátt geta stöðvað þá. Tryggvi hefur áður verið í meistaraliði þegar hann lék með ÍBV og forvitnuðumst við því um hvort hann hafi nokkurn tímann leikið með liði hér á Íslandi sem hefur jafn mikla breidd og FH liðið hefur nú. „Ég held ekki. Mér finnst erfitt að bera saman liðið í dag og ÍBV liðið árið 1997. Ég held þó ég geti sagt að ÍBV hafði betri einstaklinga og

FH betri hóp, án þess að særa nokkurn.” Það er heldur ekki nóg með að liðinu hafi gengið vel heldur hefur Tryggvi verið að spila sjálfur mjög vel. Í byrjun tímabilsins bjuggust margir við því að markametið væri í hættu enda var Tryggvi einstaklega grimmur fyrir framan markið í byrjun tímabilsins. Hann segist þó aldrei hafa verið með hugann við það að bæta eitthvað markamet. „Nei, mér líður mjög vel eins og staðan er í dag. Ég er í liði sem hefur unnið 11 leiki í röð í deildinni og í undanúrslitum bikars. Um það snýst fótbolti.”

Bestu stuðningsmenn á ÍslandiSíðan Ólafur Jóhannesson tók við liðinu hefur FH lent í öðru sæti, urðu meistarar í fyrra og stefna nú hraðbyri á annan Íslandsmeistaratitilinn í röð. Hvað skyldi Tryggvi hafa að segja um Ólaf sem þjálfara? „Hann er léttur á því og ekkert að stressa sig yfir hlutunum. Engu að síður veit hann hvað hann vill.” Tryggvi veit líka að til þess að hægt sé að búa til alvöru meistaralið þarf að vera sterkur og dyggur stuðningsmannahópur. Að lokum segist Tryggvi aldrei hafa spilað hjá liði sem hafi haft jafn góðan hóp og Hafnarfjarðar Mafían er. „Þeir eiga heiður skilið fyrir frábært framtak, okkar 12. maður!”

�Nafn: Tryggvi GuðmundssonStaða: FramherjiÖnnur félög: ÍBV, KR, Tromsø, Stabæk, Örgryte og Stoke

Page 16: Fh football club 2005

Frábærirveitingastaðir,þægilegt hótel

og morgunmatur

Góður matur í hádeginu

Víkingaveislurog skemmtanir um

helgar

Boltinn í beinniá stórum skjá

Page 17: Fh football club 2005

1�

Í sumar eins og undanfarin sumur hefur FH starfrækt Boltaskólann sem er fyrir 4-5 ára gömul börn. FH-blaðið hafði samband við Jón Pál Pálmason þjálfara 7. flokks karla hjá FH og spurði hann út starfsemi Boltaskólans og markmið skólans.

Þó námskeiðin sem FH halda fyrir yngstu börnin heiti Boltaskólinn þá er þetta fyrst og fremst alhliða íþróttaskóli að sögn Jóns Páls sem hefur lokið IV stigi íþróttamenntunar KSÍ. “Það er ekki hægt að segja að við leggjum sérstaklega upp með að kenna grunnatriði fótboltans á námskeiðunum. Börnin eru fædd 2000-2001 og því er ekki hægt að einblína á eina íþrótt enda væri það að mínu mati rangt. Við byggjum þetta mest upp með stöðvaþjálfun fyrir börnin þar sem þau geta leikið leiki og læra grunnatriði boltaíþrótta eins og að

spyrna og henda bolta. Með því að sparka, henda og rúlla boltum reynum við að kynna fyrir þeim sem flestar íþróttir. Eðlilega spila þau líka venjulegan fótbolta á tvö mörk í tveim liðum en þegar börnin eru svona ung skynja þau ekki að þau séu með öðrum í liðið þannig að þetta verður oft einn á móti öllum sem getur verið mjög broslegt að fylgjast með.” Jón Páll segir að skipti mestu að börnin hafi gaman að því að vera með þeim í Boltaskólanum og enda hlýtur það að vera markmið FH að fyrsta reynsla barnanna af íþróttaiðkun hjá félaginu sé jákvæð.

Góð aðsóknÍ sumar voru haldin átta námskeið Boltaskólans. Tvö í júní, fjögur í júlí og tvö í byrjun ágúst. Námskeiðsgjaldið er 3000 krónur en hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur. Annars vegar var hægt að skrá börnin á námskeið fyrir hádegi og hins vegar eftir hádegi. Jón Páll segir aðsóknina hafa verið mjög góða. “Öll námskeið hafa verið full og

rúmlega það. Til að mynda voru 20 börn fyrir hádegi á námskeiðunum í lok júlí og 25-30 börn sem komu eftir hádegi sem er í raun of mikið því við ætluðum einungis að taka 20 krakka á hvert námskeið. Við höfum hins vega ekki viljað vísa fólki frá. Við fengum tvær stelpur frá Bandaríkjunum sem eru dökkar á hörund til að leiðbeina með okkur í sumar sem krakkarnir höfðu mjög gott af. Krakkarnir voru margir hverjir spenntir fyrir þeim og ég hafði gaman að því að sjá hversu forvitin þau voru vegna þeirra. Stelpurnar voru líka ánægðar með að fá að vinna með börnunum en þær þurftu því miður að fara heim nýlega vegna veikinda í fjölskyldu annarrar stelpunnar. En að sjálfsögðu er fleiri leiðbeinendur, allir íslenskir.”

Alger grunnkennslaEins og áður segir er ekki markmið námskeiðanna að kenna börnunum að spila fótbolta heldur fá þau til að leika sér og hafa gaman að námskeiðunum. En hvað fá börnin fyrst og fremst út úr námskeiðinu að mati Jóns Páls? “Það er ýmislegt. Hreyfing er eitt og þau fá að leika sér með stórum hópi annarra krakka af báðum kynjum. Þau fá að leika sér bæði í leikrænum leikjum og svo boltaleikjum. Krakkarnir eru svo lítil að við höfum alltaf byrjað á að fá þau til að standa upp og segja okkur hvað þau heita sem hefur stundum verið erfitt í fyrstu en svo auðveldara seinna meir. Þau kunna ekki að fara í boðhlaup þegar þau koma þannig að þetta er alger grunnkennsla.” Námskeiðin fara fram á æfingasvæði FH að Kaplakrika ýmist inni eða úti eftir veðri. “Þegar ekki viðrar til útiveru höfum við stillt upp stöðvum inni í íþróttahúsinu þar sem er t.d. leikjastöð þar sem farið og leikræna og hlaupaleiki. Svo erum við með þrautabraut þar sem börnin klifra, skríða, hoppa, gera kollhnísa, fara í handahlaupa, fara á jafnvægisslá og svo framvegis. Börnunum finnst þessi þraut alveg frábær. Svo fá þau að leika sér í köðlum og sparka á mark, henda í mark og kasta í körfu. Ég hef vanið mig á að hengja húllahringi og aðra hluti upp í mörkin því þegar þau sjá eitthvað skotmark til að hitta sérstaklega þá verður þetta mun skemmtilegra fyrir þau. Við höfum einnig verið með litlar keilur svipaðar og í keilusölum sem krakkarnir ýmist sparka, henda eða rúlla boltum á. Það er snilld því þar er kjörið tækifæri til að kenna þeim grunninn í spyrnum og köstum.”Það eru fleiri strákar en stelpur sem hafa sótt námskeiðin en það hafa verið að koma 5-8 stelpur á hvert námskeið sem Jón Páll er bara nokkuð ánægður með. “Það mætti ein stelpa á fyrsta námskeiðið í sumar en þar sem vinnuhóparnir eru venjulega 4-8 börn saman þá hefur þetta virkað vel.” Jón Páll er viss um að FH haldi áfram með Boltaskólann næstu sumur og því er kjörið fyrir FH-inga og aðra Hafnfirðinga að hafa augun opin þegar námskeið næsta sumars verða auglýst.

Boltaskólinn

Boltaskólinn

Page 18: Fh football club 2005

Gengi sumarsins hjá Meistaraflokki kvenna hefur ekki verið eins og gott og menn vonuðust eftir og sjá stelpurnar fram á harða baráttu um að forðast umspilssætið í deildinni. Valdís Rögnvaldsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna er ekki nógu sátt við stöðuna en er bjartsýn á betra gengi seinni hluta tímabilsins.

Gengi sumarsins hefur ekki verið eins gott og sigurinn á ÍBV í annarri umferð Landsbankadeildarinnar gaf til kynna. FH er sem stendur í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar þegar seinni umferðin er nýhafin. „Þetta er búið að vera erfitt” sagði Valdís aðspurð að því hvernig stemmningin í hópnum er þegar mótið er hálfnað. „Við misstum að ég held 11 leikmenn frá því í fyrra sem ýmist hættu eða fóru annað. Mér fannst við betri í fyrra en við höfum líka þurft að glíma við mikil meiðsli í ár. Lykilmenn hafa verið mikið meiddir í sumar sem hefur ekki hjálpað til. Við erum samt staðráðnar í að gera betur og rífa okkur upp úr sjöunda sætinu.” Það eru átta lið í Landsbankadeild kvenna en neðsta liðið fellur beint á meðan liðið í sjöunda sæti þarf að leika úrslitaleik gegn liðinu sem nær í öðru sæti 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Þurfum allar að hugsa einsÞað er ekkert leyndarmál að Landsbankadeild kvenna er ákaflega tvískipt í ár eins og flest árin á undan þar sem bestu liðin vinna liðin í neðri hluta deildarinnar að jafnaði stórt. En er ekki erfitt að rífa upp móralinn fyrir leikina gegn betri liðunum? „Það sem vantar er að allir myndu hugsa eins. Sumar í hópnum hugsa um að tapa leikjunum með sem minnstum mun í stað þess að fara í leikina til þess að sigra.

Við sýndum það gegn ÍBV að við getum vel staðið í þessum liðum eftir vonda byrjun á mótinu gegn Keflavík þar sem vafasamt mark gerði út um leikinn okkur í óhag. Stemmingin gegn ÍBV var fín og við þurfum að ná henni upp fyrir alla leiki því þá gætum við gert ýmislegt. Við höfum heldur ekki náð að ná tveim góðum leikjum í röð sem er vandamál.” Er kannski öll áherslan lögð á leikina gegn liðunum í neðri hlutanum? „Það hefur spilast þannig já en við eigum að fara í alla leiki til að sigra. Undirbúningurinn og áherslur er svo sem eðlilega ólíkur eftir andstæðingunum og svo hefur uppstillingin líka verið ólík eftir því hverjar eru heilar.”

Frekar á bekknumMaður veltir fyrir sér hvernig stendur á því að munurinn á liðunum sé alltaf svona mikill og það séu alltaf sömu liðin sem keppi í efri hluta deildarinnar. Valdís er í engum vafa hver ástæða þess sé. „Sum liðin setja pening í kvennaboltann á meðan önnur gera það ekki. Liðin í efri hlutanum fá alltaf alla bestu leikmennina í sín lið en það þurfa að vera 3-4 landsliðsmenn í hverju liðið til að jafna deildina. Hjá okkur fer allur peningurinn í karlaboltann og það mætti jafna þetta aðeins því FH ætti að hafa metnað til þess að hafa meistaraflokk karla og kvenna í allra bestu röð. Svo hugsa stelpurnar líka ekki á sama hátt og strákarnir. Margar stelpurnar vilja frekar vera á bekknum hjá betri liðunum og vinna titla í stað þess að spila reglulega með þeim lakari. Stelpurnar á bekknum hjá betri liðunum kæmust allar í liðið hjá okkur hinum.”Þar sem ekki eru keyptar bestu knattspyrnukonur landsins til FH þá myndi maður halda að eina

leiðin fyrir FH að eignast kvennalið í fremstu röð væri að fá framúrskarandi stelpur upp úr yngri flokkum félagsins. Valdís segir að þjálfunin í yngri flokkum kvenna hjá FH sé mjög góð eins og hjá yngri flokkum karla. „Það er hinn fínasti metnaður í yngri flokkastarfinu og ég veit um nokkrar efnilegar stelpur hjá félaginu en það þarf að styðja betur við þær til að fá þær upp í meistaraflokk. Þjálfarinn sem þjálfar annan flokk kvenna er mjög góður en það hefur reynst erfitt að búa til lið framtíðarinnar þar sem flestar stelpnanna hætta áður en þær koma upp í meistaraflokk.” Valdís hefur leikið í rúm fimm ár með FH og segist hún hafa séð litla breytingu á umhverfi meistaraflokks kvenna á þeim tíma. „Það koma ekki margir á leikina okkur. Maður skilur svo sem að fólk nenni ekki að koma til að sjá okkur tapa stórt viku eftir viku en maður er alltaf að sjá sömu andlitinu uppi í stúku” sagði Valdís að lokum.

Í alla leiki til að sigra

Fyrirliði kvenna

Page 19: Fh football club 2005

1�

Gengi sumarsins hjá Meistaraflokki kvenna hefur ekki verið eins og gott og menn vonuðust eftir og sjá stelpurnar fram á harða baráttu um að forðast umspilssætið í deildinni. Valdís Rögnvaldsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna er ekki nógu sátt við stöðuna en er bjartsýn á betra gengi seinni hluta tímabilsins.

Gengi sumarsins hefur ekki verið eins gott og sigurinn á ÍBV í annarri umferð Landsbankadeildarinnar gaf til kynna. FH er sem stendur í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar þegar seinni umferðin er nýhafin. „Þetta er búið að vera erfitt” sagði Valdís aðspurð að því hvernig stemmningin í hópnum er þegar mótið er hálfnað. „Við misstum að ég held 11 leikmenn frá því í fyrra sem ýmist hættu eða fóru annað. Mér fannst við betri í fyrra en við höfum líka þurft að glíma við mikil meiðsli í ár. Lykilmenn hafa verið mikið meiddir í sumar sem hefur ekki hjálpað til. Við erum samt staðráðnar í að gera betur og rífa okkur upp úr sjöunda sætinu.” Það eru átta lið í Landsbankadeild kvenna en neðsta liðið fellur beint á meðan liðið í sjöunda sæti þarf að leika úrslitaleik gegn liðinu sem nær í öðru sæti 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Þurfum allar að hugsa einsÞað er ekkert leyndarmál að Landsbankadeild kvenna er ákaflega tvískipt í ár eins og flest árin á undan þar sem bestu liðin vinna liðin í neðri hluta deildarinnar að jafnaði stórt. En er ekki erfitt að rífa upp móralinn fyrir leikina gegn betri liðunum? „Það sem vantar er að allir myndu hugsa eins. Sumar í hópnum hugsa um að tapa leikjunum með sem minnstum mun í stað þess að fara í leikina til þess að sigra.

Við sýndum það gegn ÍBV að við getum vel staðið í þessum liðum eftir vonda byrjun á mótinu gegn Keflavík þar sem vafasamt mark gerði út um leikinn okkur í óhag. Stemmingin gegn ÍBV var fín og við þurfum að ná henni upp fyrir alla leiki því þá gætum við gert ýmislegt. Við höfum heldur ekki náð að ná tveim góðum leikjum í röð sem er vandamál.” Er kannski öll áherslan lögð á leikina gegn liðunum í neðri hlutanum? „Það hefur spilast þannig já en við eigum að fara í alla leiki til að sigra. Undirbúningurinn og áherslur er svo sem eðlilega ólíkur eftir andstæðingunum og svo hefur uppstillingin líka verið ólík eftir því hverjar eru heilar.”

Frekar á bekknumMaður veltir fyrir sér hvernig stendur á því að munurinn á liðunum sé alltaf svona mikill og það séu alltaf sömu liðin sem keppi í efri hluta deildarinnar. Valdís er í engum vafa hver ástæða þess sé. „Sum liðin setja pening í kvennaboltann á meðan önnur gera það ekki. Liðin í efri hlutanum fá alltaf alla bestu leikmennina í sín lið en það þurfa að vera 3-4 landsliðsmenn í hverju liðið til að jafna deildina. Hjá okkur fer allur peningurinn í karlaboltann og það mætti jafna þetta aðeins því FH ætti að hafa metnað til þess að hafa meistaraflokk karla og kvenna í allra bestu röð. Svo hugsa stelpurnar líka ekki á sama hátt og strákarnir. Margar stelpurnar vilja frekar vera á bekknum hjá betri liðunum og vinna titla í stað þess að spila reglulega með þeim lakari. Stelpurnar á bekknum hjá betri liðunum kæmust allar í liðið hjá okkur hinum.”Þar sem ekki eru keyptar bestu knattspyrnukonur landsins til FH þá myndi maður halda að eina

leiðin fyrir FH að eignast kvennalið í fremstu röð væri að fá framúrskarandi stelpur upp úr yngri flokkum félagsins. Valdís segir að þjálfunin í yngri flokkum kvenna hjá FH sé mjög góð eins og hjá yngri flokkum karla. „Það er hinn fínasti metnaður í yngri flokkastarfinu og ég veit um nokkrar efnilegar stelpur hjá félaginu en það þarf að styðja betur við þær til að fá þær upp í meistaraflokk. Þjálfarinn sem þjálfar annan flokk kvenna er mjög góður en það hefur reynst erfitt að búa til lið framtíðarinnar þar sem flestar stelpnanna hætta áður en þær koma upp í meistaraflokk.” Valdís hefur leikið í rúm fimm ár með FH og segist hún hafa séð litla breytingu á umhverfi meistaraflokks kvenna á þeim tíma. „Það koma ekki margir á leikina okkur. Maður skilur svo sem að fólk nenni ekki að koma til að sjá okkur tapa stórt viku eftir viku en maður er alltaf að sjá sömu andlitinu uppi í stúku” sagði Valdís að lokum.

Í alla leiki til að sigra

Fyrirliði kvenna

Page 20: Fh football club 2005

20

Hörður Magnússon er einn af allra bestu leikmönnum FH fyrr og síðar. Hörður lék yfir 400 leiki með félaginu og skoraði 240 mörk sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað fyrir félagið. Hörður er einnig þekktur fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum og fengum við hann því meðal annars til að segja sína skoðun á íslenska boltanum ásamt því að rifja upp eftirminnileg atvik frá ferli hans með FH.

Hörður er eins og flestir aðrir FH-ingar ákaflega ánægður með gengi FH á leiktíðinni. „Gengið er miklu betra en maður þorði að vona. Ég spáði FH titlinum en mig óraði ekki fyrir því að liðið væri með fullt hús stiga eftir 10 umferðir.” Andstæðingar FH hafa margir hverjir reynt að gera lítið úr árangri liðsins það sem af er móti og segja liðið ekki spila eins vel og úrslitin gefa til kynna. Hörður er ekki sammála þessu og er að mestu sáttur við spilamennsku liðsins. „Maður getur alltaf gagnrýnt eitthvað en það er erfitt að gagnrýna lið sem skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik og fær á sig mark annan hvern leik. Það er varla hægt að gera betur en það er alltaf hægt að bæta eitthvað en þannig hefur það alltaf verið hjá hvaða sigursæla liði sögunar sem er. Mér hefur stundum fundist leikmenn slappa of mikið af í leikjum en þegar þeir hafa keyrt upp hraðann eins og á móti Val og Fylki þá á ekkert lið möguleika í þá. Það hafa verið slakir leikir eins og á móti Þrótti en liðið er ákaflega þétt og massíft og miklu massífara en það var í fyrra.” En hvað er breytt frá því í fyrra? „Nú spilar liðið með þrjá varnarsinnaða miðjumenn en í fyrra voru þeir tveir og svo Jónas Grani í holunni fyrir aftan Borgvardt. Heimir, Davíð Þór og Ásgeir Gunnar eru ekki sóknarsinnaðir miðjumenn þó Ásgeir skori eitt og eitt mark og Davíð Þór komist í fjölmörg færi sem hann hefur ekki náð að nýta. Davíð verður toppleikmaður þegar hann lærir að nýta færin sín betur.”„Önnur breyting á FH frá því í fyrra er sú að Emil, sem hefur mikinn sprengikraft, er farinn. Emil gladdi stuðningsmennina í fyrra með því að sprengja upp leikinn með miklum sóknarkrafti. Það er enginn svoleiðis leikmaður í liðinu í ár en á móti er liðið þéttara og það kemur því fátt úr jafnvægi. Það er mikil rútína í þessu liði.”

Stíllinn hans Óla leynir sér ekkiLeikmenn FH hafa gefið fá færi á sér í ár og virðast stundum geta skorað að vild. „Hugarfarið er rosalega gott hjá leikmönnum liðsins” sagði Hörður. „Menn eru vinir innan vallar sem utan og flestir leikmanna liðsins hafa leikið lengi saman og svo hafa útlendingarnir Allan og Tommy fallið rosalega vel inn í hópinn og hafa kennt mönnum mikið. Tommy er mikill leiðtogi og Tryggvi hefur komið inn í liðið eins og hann hafi alltaf leikið með FH. Tryggvi hefur bullandi sjálfstraust og framan af móti náði hann að vinna leiki uppá sitt einsdæmi en það vantaði einmitt svoleiðis leikmann í fyrra og undanfarin ár. Í fyrra og síðustu ár hefur liðið kannski ekki verið að spila vel og gert þá jafntefli eða tapað en í ár hafa þessir leikir unnist. Svo má ekki gleyma því að markaskorun Tryggva hefur haft jákvæð áhrif á allt liðið og kannski sérstaklega Bogvardt sem hefur aldrei skorað eins mikið og í ár.”Hörður lék lengi undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og segir hann Ólaf eiga stóran þátt í þessum frábæra árangri. „Óli hefur komið þarna með sinn stíl og hann á stóran þátt í þessum árangri. Hann hefur náð að halda þessum stóra hópi saman og fundið rétta liðið, rétta jafnvægið og hann er óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir en það er ekki auðvelt að hafa svona stóran hóp með sterkum leikmönnum ánægðan en honum hefur tekist með sínu lagi að búa til þessa maskínu sem engu eirir.”

Samanburður á ólíkum liðum erfiðurEftir að FH vann alla leiki fyrri umferðar Landsbanka- deildarinnar í ár þá fór í gang mikill samanburður fjölmiðla á þeim þremur liðum sem hafa afrekað þennan glæsilega árangur. Val 1978 tókst þetta og ÍA 1995 ásamt FH nú. Hörður man eftir Val frá því að hann var strákur í firðinum. „Ég man þegar FH átti að spila gegn þessu Valsliði að maður var með lífið í lúkunum við að fá Val í heimsókn, þvílíkt lið. Maður getur samt metið Skagaliðið betur þar sem maður spilaði á móti því en það var rosalega skemmtilegt lið. Þeir unnu fimm ár í röð en við vorum með 40 stig 1993 og samt níu stigum á eftir þeim. Til samanburðar var FH meistari með 37 stig í fyrra. Við töpuðum tveimur leikjum 1993 og báðum 5-0 gegn ÍA. Það er hægt að venja sig á að vinna eins og lið venja sig á að tapa og það var þetta hugarfar sem liðið hafði og það stoppaði þá ekkert. Það má kannski segja að FH hafi þetta sama hugarfar núna en það er mjög erfitt að bera saman ólík lið frá ólíkum tíma en það hefði verið gaman að sjá FH í dag spila við þetta Skagalið. Helsti munurinn er kannski

sá að á þessum árum var erfiðara fyrir menn að komast í atvinnumennsku og því léku fleiri af sterkustu leikmönnum Íslands hér heima. Hins vegar hafa kannski komið nokkrir sterkir útlendingar inn í deildina til að vega þetta upp þó enn sé of mikið af útlendingum hér heima sem ekki styrkja liðin. Það eru framfarir hjá íslenskum knattspyrnumönnum en ekki í deildinni hér heima því það er mikið auðveldara fyrir menn að komst í atvinnumennsku í dag. Þegar ég var að spila var alltaf um helmingur allra landsliðsmannanna sem spilaði hér heima en í dag komast aldrei nema einn til tveir í hópinn. Svo er auðvitað mikið um að ungir strákar fara fyrr út eins og KR strákarnir hjá Celtic, Emil hjá Tottenham og Bjarni Þór hjá Everton. Maður á eftir að sjá hvað þessir strákar gera en óneitanlega hefði verið gaman að sjá þá í deildinni hér heima í nokkur ár áður en þeir fóru út. Menn þurfa að vera óhemju efnilegir til að slá í gegn hjá liðum eins og Tottenham og því finnst manni kannski að menn mættu róa sig og spila lengur hér heima til að ná sér í reynslu í stað þess að æða út við fyrsta tækifæri.”

Eldri leikmennirnir bera uppi liðinEins og Hörður segir þá eru fjölmargir ungir leikmenn sem halda á vit atvinnumennsku áður en þeir ná að setja svip sinn á efstu deildina á Íslandi. En hvað segir Hörður um þá ungu leikmenn sem ekki fara erlendis við fyrsta tækifæri? „Strákarnir sem koma upp úr öðrum flokki eru ekkert betri en áður og mér finnst margir hverjir af þeim ungu strákum sem eru nýkomnir upp ekki vera tilbúnir. Ég myndi vilja sá fleiri sterka stráka koma upp og mér finnst eldri leikmennirnir vera að bera þetta uppi og blómstra. Heimir er auðvitað Heimir, Tommy, Auðun og Tryggvi eru að blómstra. Kristján Finnboga er besti leikmaður KR á tímabilinu eins og í fyrra. Gummi Ben er bestur hjá Val þó Matthías og Baldur séu loksins að rífa sig upp eftir að hafa verið bara efnilegir í nokkurn tíma.”

Gumma Sævars í landsliðiðHörður er ekki ánægður með það hve erfitt er fyrir leikmenn hér heima að fá möguleika á að sýna sig í landsliði Íslands. „Guðmundur Sævarsson er í miklu uppáhaldi hjá mér og er vanmetinn leikmaður. Mér þykir það undarlegt að landsliðsþjálfararnir hafi ekki haldið áfram að velja hann eftir að hafa valið hann í landsleikin gegn Möltu ytra í fyrra þar sem hann fékk ekki tækifæri. Hann er fljótur og getur spilað margar stöður og hann sýndi það í Evrópuleikjunum í fyrra að hann getur vel spilaði í alþjóðlegum bolta. Hann var einn af fáum sem stóð sig vel gegn Þjóðverjunum og eins

Hörður Magnússon

MARKAKÓNGURþrjú ár í röð

Page 21: Fh football club 2005

21

var hann mjög góður gegn Skotunum. Svo á Daði auðvitað að vera orðinn markvörður númer tvö hjá landsliðinu. Sverrir Garðarsson verður vonandi kominn í landsliðið fljótlega eftir að hann hefur leik að nýju eftir meiðslin. Hann er besti miðvörður sem við höfum átt í langan tíma. Hann er góður stoppari sem getur spilað boltanum frá sér og átti hann sinn hlut í titlinum í fyrra.”

Ekki margir sem kæmust í FH liðið í dagHörður var lykilmaður í FH liðinu sem var „langnæstbest” á eftir ÍA 1993-1994 og segir hann erfitt að bera saman FH liðið frá þeim tíma við liðið í dag. „Við vorum þrír viðloðandi landsliðið í FH liðinu þá en það er ekki hægt að segja það um einn einasta leikmann liðsins í dag, þ.e.a.s fyrir leik sinn með FH. Ég, Andri Marteins og Óli Kristjáns vorum allir í landsliðinu á sínum tíma. Tryggvi og Auðun verða þó vonandi enn inni í myndinni í næstu landsleikjum eftir leikinn gegn Möltu. Ég held samt að við værum 4-5 úr liðinu 1993 sem kæmust í FH-liðið núna.”Hörður átti mjög góðan feril fyrir FH og því var úr mörgu að velja þegar blaðamaður FH-blaðsins spurði hann út í hápunkta síns ferils? „Við náðum að gera FH að stöðugu fyrstu deildarfélagi og það hafði ekki gerst áður að FH næði að vera samfleytt í efstu deild í sjö ár og þar var mörkuð ákveðin hefð þó liðið hafi farið niður aftur en það var búið að strengja bogann aðeins of hátt.” Margir leikir er ofarlega í minningunni hjá Herði og einn þeirra er fyrsti Evrópuleikur FH gegn Dundee United. „Við spiluðum mjög vel í báðum leikjunum gegn Dundee United. Þeir voru með fjóra skoska landsliðsmenn á þeim tíma og voru nýbúnir að leggja Rangers að velli þegar þeir komu hingað. Þeir voru í efsta hluta í deildinni í Skotlandi og voru miklu betri en Dunfermline sem FH spilaði við í fyrra. Við náðum forystunni í Krikanum í fyrri leiknum en svo náðu þeir að skora tvö mjög slysaleg mörk í lokin. Úti vorum við tvö núll yfir í hálfleik og vorum að mörgu leyti óheppnir að ná ekki að slá þá út en við skoruðum sjálfsmark í báðum leikjunum. Þetta voru mjög góðir leikir af okkar hálfu.”„Einn eftirminnilegasti leikur minn var þegar við slógum Víði út úr bikarnum í undanúrslitum bikarsins 1991 og komust í úrslitin. Ég skoraði þrennu í framlengdum leik gegn Víði og skaut okkur í úrslitaleikinn gegn Val. Ég náði að skora í hverri umferð bikarsins þetta árið, þar á meðal úrslitunum gegn Val. Við gerðum jafntefli í fyrri leiknum gegn Val en þetta var í síðasta skipti sem leika þurfti tvo leiki í úrslitum áður en breytt var í vítakeppni. Við töpuðum seinni leiknum 1-0 en ég veit ekki hvort það hafi verið óheppni, klaufaskapur, hugarfarið eða hvað að við náðum ekki að landa titli á þessum árum. Við áttum tvö stangarskot í framlengingunni gegn Val í fyrri leiknum og vorum miklu betri. 1989 áttum við mikla möguleika og gátum verið fyrstu nýliðarnir til að verða meistarar og að tapa síðasta leiknum gegn Fylki og rétta KA titilinn er það sárgrætilegasta sem maður upplifði á ferlinum. Að ná 40 stigum eins og 1993 hefur oft dugað til sigurs en árið eftir enduðum við þremur stigum á eftir ÍA en Skagamenn voru ekki eins sterkir og árið áður. Við gerðum jafntefli í

báðum leikjunum gegn þeim en við höfðum ekki trúna til að taka þetta og kannski vantaði hefðina til að kunna að klára þetta. Ég fór í sannkallaða rússíbanareið með FH allan minn feril og það skiptust á skin og skúrir en persónulega var maður mjög stoltur af því að ná að vera markakóngur þrjú ár í röð þó ég hefði viljað skipta á öllum þessum markakóngstitlum fyrir einn Íslandsmeistaratitil eða þó það væri ekki nema bikartitill.”

Óli Jó og Þórir standa uppúrHörður segir marga hafa haft mikil áhrif á sig á sínum ferli þó Þórir heitinn Jónsson standi þar uppúr. „Þórir hafði meiri áhrif á mig og minn feril en nokkur annar. Við höfðum mikil og góð samskipti frá því að ég var um tvítugt og hann mótaði mig að mörgu leyti sem leikmann og sem persónu. Hann hafði mjög góð áhrif á mig og hafði alltaf mikla trú á mér. Hann var einstakur m a ð u r og það e k k i b a r a f y r i r m i g heldur fjöldan

a l l a n af öðrum. Ég sakna hans sárt og hann fer aldrei úr minningunni.”„Af þjálfurum mínum hjá FH stendur Ólafur

Jóhannesson núverandi þjálfari FH uppúr. Hann þjálfaði mig í ein fimm ár sem spilandi þjálfari. Hann var frábær leikmaður sem dreif menn áfram og smitaði mikið út frá sér á vellinum. Hann hafði mikil áhrif á mig og gerði margt frábært fyrir mig en ég held að ég hafði náð að borga honum það til baka með að standa mig. Af öðrum ólöstuðum þá hafði hann mest áhrif á mig.”Ásgeir Elíasson valdi Hörð í landsliðið á sínum tíma og naut Hörður þess að vinna með Ásgeiri. „Ásgeir kenndi mér margt þó ég hafi ekki verið lengi undir hans stjórn. Hann er traustur

maður og náði vel til mín. Hann er jarðbundinn og þurfti ekki að öskra á mann til að ná til manns.”

„Það var líka mjög gaman að vinna með Loga Ólafssyni en hann lét menn virkilega hafa fyrir hlutunum. Hann var með erfiðar æfingar á undirbúningstímabilinu og Logi lagði ákveðinn grunn að því FH liði sem það er í dag. Hann fékk

Heimi, Jón Þorgrím og fleiri til félagsins en það hefur alltaf verið hans styrkur að hann hefur fengið menn til að spila vel fyrir sig. En ég lék aðeins í

tvö ár undir stjórn Loga á meðan ég lék í fimm ár undir Óla og því hefur Óli

yfirhöndina.”

Markaskorarinn

Page 22: Fh football club 2005

22

Heimir Guðjónsson hefur lýst því yfir að hann ætli að leggja skóna á hilluna að tímabilinu loknu. Heimir er fyrirliði FH-liðsins og lykilmaður á miðjunni í hlutverki leikstjórnanda. Blaðamanni FH-blaðsins vakti forvitni á að vita hvort Heimir gæti ekki hugsað sér að leika a.m.k. eitt tímabil til viðbótar þar sem liðinu gengur eins vel og raun ber vitni.

Heimir vill ekki staldra mikið við dagdrauma um að vinna alla 18 leikina á tímabilinu og segir best að taka einn leik fyrir í einu. „Við höfum ekki afrekað neitt ennþá þetta tímabilið og ég held að það sé best að skoða svona hluti þegar tímabilið er búið.” Menn hafa viljað bera FH-liðið í dag saman við ÍA 1995 sem einnig vann alla leiki fyrri

umferðar Íslandsmótsins en Heimir man vel eftir þessu Skagaliði sem hann segir að hafi verið mjög erfitt að spila gegn. „Ég er svo sem á því að Skaginn spilaði ekkert betri fótbolta en við gerum núna en við höfum verið að spila betri og betri fótbolta eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Við höfum náð upp góðri pressu í nokkrum leikjum í sumar þar sem allir leikmenn liðsins hafa tekið þátt í því, líka fremstu menn og þá höfum við verið að vinna boltann á góðum stað á vellinum þar sem er stutt í markið. Við höfum skorað tæp þrjú mörk að meðaltali í leik sem hlýtur að vera mjög gott en það er einmitt hægt að segja það um Skagaliðið ´95 að það setti menn undir mikla pressu líkt og við reynum að gera.” En hefur Heimir leikið í betra liði á sínum ferli? „Ef við vinnum mótið þá held ég að það sé óhætt að segja að þetta sé besta lið sem ég hef verið hluti af.”

Mjög sáttir við ferilinnHeimir hefur leikið með FH frá árinu 2000 þegar Logi Ólafsson fékk hann til liðs við liðið sem þá lék í 1. deild.

„Ég hef spilað í efstu deild í einhver 20 ár fyrir utan þetta eina í 1. deild með FH og ég hef flest þessi ár verið í toppslagnum. Ég er mjög sáttur við ferilinn og búinn að vinna allt sem er í boði hér heima, deildina, bikarinn og deildarbikarinn. Ég hef líka verið mjög heppinn með meiðsli seinni part ferilsins og síðustu 12 ár hef ég aðeins meiðst einu sinni af einhverju viti.” En hvað er það sem stendur uppúr á þessum langa ferli? „Það var frábært að vinna bikarinn á sínum tíma með KR 1994 en það var fyrsti bikar KR í mjög langan tíma og svo hefur auðvitað verið frábært að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá FH síðan ég kom til liðsins. Þegar ég kom hingað var þetta miðlungslið í fyrstu deildinni og hafði verið það í fimm ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í þessari uppbyggingu síðan þá sem skilaði sér svo í að ég fékk að taka á móti Íslandsmeistarabikarnum í fyrra.”En hvað var það sem gerðist árið 2000 sem varð upphafið af þessari frábæru uppbyggingu? „Ég held það hafi orðið hugafarsbreyting hjá klúbbnum. Það var einhver meðalmennsku hugsun hér og það vantaði að breyta

Best að hættaÁ TOPPNUM!

Fyrirliðaspjall

10Nafn: Heimir GuðjónssonStaða: MiðjumaðurÖnnur félög: ÍA, KR, KA, TG München

Page 23: Fh football club 2005

2�

því þar sem það voru margir góðir leikmenn hjá félaginu fyrir. Logi Ólafsson tók við liðinu og fékk góða leikmenn til liðs við liðið til viðbótar við þá sem voru hér fyrir og ég held að menn hafi áttað sig á því að hægt væri að gera betur og eftir að það fór að ganga betur höfum við fengið enn betri leikmenn til liðs við félagið eins og Allan og Tommy sem komu 2003 og lyftu félaginu mikið. Svo bættust Tryggvi, Auðun og Ólafur Páll við liðið í ár þannig að það er góður stígandi í þessu hjá okkur.”

Fótbolti er einfaldur leikurHeimir hefur leikið undir stjórn margra af betri þjálfurum landsins en hvernig standa Ólafur Jóhannesson og Leifur Garðarsson sig í samanburði við aðra þjálfara? „Ég hef spilað fótbolta lengi og veit hvað ég kann þannig að þeir félagar hafa kannski ekki kennt mér eins mikið og Luka Kostic, Gaui Þórðar og Guðni Kjartans gerðu en þeir mótuðu mig umfram aðra sem leikmann en auðvitað kenna nýir þjálfarar manni alltaf eitthvað nýtt þar sem þeir koma alltaf með einhverja nýja punkta. Það er samt ekki hægt að segja annað en að Óli og Leifur hafi staðið sig ákaflega vel og vinna mjög vel saman sem teymi eins og sést á liðinu. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur á hverju ári undir þeirra stjórn og þeir eru ekkert að flækja hlutina. Fótbolti er einfaldur leikur og við erum ekkert að reyna að finna upp hjólið að nýju en FH hefur spilað sömu leikaðferðina í sex ár, 4-3-3, með einni og einni breytingu. Þjálfararnir hafa haldið sér við það og leikmenn FH eru mjög meðvitaðir um hvernig á að spila þetta og þó menn meiðist eða fari í leikbönn þá koma inn menn sem þekkja þetta mjög vel og það er lykillinn að þessum árangri okkar.”

Bestu stuðningsmenn landsinsHafnarfjarðarmafían hefur farið mikinn á áhorfendapöllunum í sumar líkt og í fyrra. Heimir segir að mafían hafi staðið sig frábærlega á pöllunum í sumar. „Það er enginn vafi á því að stuðningsmenn FH eru þeir bestu á landinu en stuðningurinn við liðið hefur aukist með betra gengi síðustu ár. Það er hægt að taka sem dæmi leikinn á móti Val á Hlíðarenda í sumar. Stuðningsmenn FH voru mættir hálftíma fyrir leik eða þegar við komum út að hita upp og í þessum leik upplifði maður stemningu sem maður hefur ekki upplifað áður á Íslandi. Þeir hafa einfaldlega verið stórkostlegir. Þeir hafa að ég held fundið upp lag fyrir hvern einasta leikmann sem er alveg nýtt á Íslandi en ég held að stuðningur við liðin hér heima hafi almennt aukist og þetta er farið að líkjast meira því sem gerist erlendis, sem er af hinu góða, þó engir stuðningsmenn jafnist á við Hafnarfjarðarmafíuna.”En hefur íslensk knattspyrna tekið framförum í líkingu við stemninguna á pöllunum? „Leikmenn eru í betra líkamlegu formi en mér finnst fótboltinn sjálfur ekki hafa tekið neinum stórstigum framförum og satt best að segja finnst mér að það hefði átt að vera meiri framför í boltanum síðustu ár. Við erum enn að fá

stráka upp í meistaraflokk sem þurfa nánast að byrja uppá nýtt því þeir hafa ekki lært undirstöðuatriðin í fótbolta, því miður.”

Stefnir á þjálfunHeimir lýsti því yfir fyrir yfirstandandi tímabil að þetta tímabil yrði hans síðasta í boltanum en kitlar það ekki fyrirliðann að endurskoða þessa ákvörðun sína í ljósi þess hve vel gengur hjá liðinu. „Nei, er ekki best að hætta á toppnum? Ef þetta gengur upp hjá okkur í haust og við löndum öðrum titlinum í röð þá held ég að það sé ekki hægt að finna betri tíma til að hætta!” En hvað ætlar Heimir að gera að ferlinum loknum, einbeita sér að golfinu? „Ég er afskaplega slakur

golfari en félagarnir í liðinu kalla mig kuðunginn þar sem ég er með mjög skrítna stöðu og sveiflu. Ég ætla ekki að hætta afskiptum af fótbolta en minn hugur stefnir á þjálfun. Ég veit ekki hvort það verður í haust eða síðar en ég er kominn með B-stig UEFA í þjálfun og ætla að minnsta kosti að klára þau stig sem eru í boði hér heima.” Hvenær sem þjálfunarferill Heimis fer af stað þá er hugur hans að klára tímabilið með FH með stæl og vill hann að lokum þakka stuðningsmönnum FH fyrir stuðninginn í sumar. „Það er klárt að við leikmennirnir ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna báða þá bikara sem í boði eru fyrir félagið og þessa frábæru stuðningsmenn.”

Heimir Guðjónsson

Page 24: Fh football club 2005
Page 25: Fh football club 2005

2�

Hilmar Björnsson átti þrjú frábær tímabil með FH, 1993, 2001 og 2002, þar sem hann lét mikið að sér kveða á hægri vængnum. Hilmar, sem er hættur knattspyrnuiðkun, er í dag sjónvarpsstjóri Sýnar sem hefur sinnt íslenska boltanum frábærlega í sumar. Blaðamaður FH-blaðsins spurði Hilmar út í umfjöllun Sýnar og árin góðu með FH.

Forráðamenn Sýnar lofuðu aukinni þjónustu við sjónvarpsáhorfendur varðandi íslenska boltann fyrir sumarið og óhætt er að segja að þeir hafi staðið við stóru orðin. „Við getum verið sáttir við okkar umfjöllun um Landsbankadeildina í sumar. Við vorum með 12 beinar útsendingar í fyrstu 9 umferðunum og en svo margir leikir hafa aldrei verið sýndir beint frá fyrri hluta mótsins áður.” Til marks um þetta voru 18 leikir í beinni útsendingu yfir allt mótið í fyrra. „Við höfum líka verið með fleiri markaþætti en áður og öll umfjöllun okkar um deildina hefur aldrei verið meiri.” Hilmar talaði um það fyrir mótið að alls yrðu um 24 leikir í beinni útsendingu og eru þeir því hálfnaðir að því marki. „Við munum ekki sýna færri leiki á síðari hluta tímabilsins en þeim fyrri og mun ágústmánuður verða mjög stór í Landsbankadeild karla. Í september eru svo tvær síðustu umferðirnar spilaðar en þá verða allir leikirnir væntanlega spilaðir á sama tíma. Landsbankinn hefur sett mikið púður í deildina þannig að öll umgjörð í kringum deildina er orðin mjög góð og hefur sú ákvörðun okkar á Sýn að fjölga beinum útsendingum skilað sér í meiri umfjöllun.”

Ber sterkar taugar til FHHilmar lék bróðurpart ferils síns með KR en hann nýtur þess þó að sjá hvað FH gengur vel á meðan KR nær sér ekki á strik. „Ég átti þrjú frábær ár með FH og ber sterkar taugar til félagsins, annað væri eitthvað skrýtið. Félagið er algjörlega fyrsta flokks og skiptir engu hvort um stuðningsmennina eða fólkið sem vinnur fyrir félagið ræðir. Þá spilaði ég líka með mörgum núverandi leikmönnum félagsins eins Frey, Baldri, Daða, Davíð Þór, Ásgeiri, Atla Viðari, Gumma Sævars., Jónasi Grana, Jóni Þorgrími, Heimi og fleirum. Þetta er enginn smá fjöldi af leikmönnum og það gleður mann að sjálfsögðu þegar

gömlu félögum gengur vel. Á þeim tíma sem ég spilaði með þessum strákum þá lögðu þeir gríðarlega mikið á sig og eru að uppskera eftir því bæði í ár og í fyrra. Andrúmsloftið í Krikanum er mjög gott og það er gaman að spila þar. Það er ekki bara gaman að leika knattspyrnu í Krikanum heldur líka gaman að kynnast öllu því góða fólki sem starfar hjá félaginu.”

Liðið 1993 myndi sigra í vítakeppniÁrangur FH í fyrri hluta Íslandsmótsins í ár hefur orðið þess valdandi að sjálfskipaðir „fótboltasérfræðingar” og aðrir hafa farið að bera liðið saman við bestu félagslið íslenskrar knattspyrnu. Hilmar segir of snemmt að bera liðið saman þau bestu þar til að móti loknu því ýmislega getur gerst á seinni hluta mótsins. „Skagamenn 1993 voru með frábært lið og svo vill ég meina að KR-liðið sem ég spilaði með 1995 hafi verið mjög sterkt. FH 1993 var líka eitt af þeim betri en þá náði liðið í 40 stig en endaði samt í öðru sæti á eftir ÍA sem fékk 49 stig. Þetta FH lið var mjög skemmtilegt. Við náðum ekki bara 40 stigum heldur spilaði liðið frábæra sóknarknattspyrnu og skoraði að mig minnir 38 mörk. Það var þvílík veisla að spila á hægri kantinum með þeim leikmönnum sem í því liði voru.” Hilmar lék líka í mjög góðu FH liði 2001. „Við náðum mjög góðum árangri undir stjórn Loga en ein slæm vika í september gerði það að verkum að við misstum af tveimur titlum. Liðið var þá nýkomið upp úr fyrstu deild og árangurinn mjög góður.” En hvernig myndu þessi lið standa sig gegn FH liðinu í dag? „Leikmannahópur FH í dag er mjög

sterkur og líklega sá breiðasti sem félagið hefur haft og með fullri virðingu fyrirþeim leikmönnum sem spiluðu með mér 2001-2002 þá hefur liðið í dag vinninginn. Varðandi liðið frá 1993 þá er ég ekki frá því að liðið myndi vinna 2005 liðið 4-3 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Höddi Magg. tæki sigurspyrnuna með tánni!Að lokum vildi Hilmar minna alla FH-inga á að horfa á Sýn, bestu íþróttasstöð í heimi. Á Sýn eru leikirnir sem skipta máli!

Félagið er fyrsta flokks

Hilmar Björnsson

Page 26: Fh football club 2005
Page 27: Fh football club 2005

2�

FH er Íslandsmeistari og fátt getur komið í veg fyrir það að liðið endurtaki leikinn í ár. Bak við flest lið eru stuðningsmenn sem styðja lið sitt fram í rauðan dauðann og FH á slíka stuðningsmenn. Þeir þykja með eindæmum jákvæðir og syngja og tralla nánast allan leikinn. Stuðningsmannaklúbbur FH ber hið skemmtilega nafn Hafnfirska Mafían og einn af forsprökkum hennar er trommarinn góðkunni úr Botnleðju Haraldur Freyr Gíslason.

Það fyrsta sem FH-blaðið vildi komast að var hvaðan nafnið á stuðningsmannahópnum væri komið. „Hafnarfjarðar Mafían er nafnið á hljómsveitinni sem ég, Heiðar og Viðar stöndum fyrir og er upprunalega komið frá vini mínum, snillingnum Hadda padda pó.” Hljómsveitin á nú að baki tvö stuðningsmannalög sem reglulega eru spiluð fyrir heimaleiki liðsins en þeir hafa einnig samið styttri söngva fyrir liðið og einstaka leikmenn. En skyldu meðlimir Mafíunnar mæta á æfingar fyrir leiki til þess að kyrja söngva. „Æfa!!! Ó nei við pössum okkur á því að æfa sem minnst, annars töpum við gleðinni og það viljum við ekki.” Með öflugum stuðningi geta áhorfendur orðið sem 12. leikmaður liðsins. Það er Haraldur með á hreinu og styður félagið því hvort sem er í gegnum súrt eða sætt. „Við gerum okkur grein fyrir því að við getum verið 12. maðurinn í liðinu og skipt sköpum í erfiðum leikjum.”

Snýst allt um að vera jákvæðurFH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fyrra og hafa því fengið snert af sigurtilfinningunni. Stutt er þó síðan þeir voru í 1. deild þannig að stuðningsmenn þekkja allar hliðar á fótboltanum. Haraldur segist þó vera stuðningsmaður liðsins í gegnum súrt og sætt. „Ég myndi mæta þótt við værum í 3. deild. T.d. mættu ég og Heiðar á alla leiki þegar við spiluðum í 1. deild svo það myndi ekkert breytast.” Hann telur þó einhverja stuðningsmenn liðsins vera þannig að þeir fylgist bara með þegar vel gengur? „Að sjálfsögðu eru alltaf einhverjir „Glory hunters” sem mæta bara þegar vel gengur eins og sést best hjá KR-ingum. Hann er aldeilis farinn að þynnast hjá þeim stuðningsmanna hópurinn. Það kemur nefnilega ekki í ljós hversu mikill stuðningsmaður þú ert fyrr en liðinu þínu fer að

ganga illa.” Lítið er annað hægt fyrir stuðningsmenn FH en að vera jákvæðir þessa dagana enda lítið annað hægt þegar svona vel gengur. „Neikvæðni er fyrir KR-inga. Nei annars að öllu gamni slepptu þá er bara svo miklu skemmtilegra að vera jákvæður og svo miklu auðveldara að takast á við mótlæti ef menn eru jákvæðir. Að sjálfsögðu er það auðveldara og skemmtilegra að styðja sigursælt lið og það á alveg eftir að koma í ljós hversu traustir við erum í mótbyr.”

Verða að halda rétt á spilunumSem stuðningsmaður hefur Haraldur að sjálfsögðu sínar skoðanir á liðinu þó þær virðist nú ekkert voðalega sterkar. Eins og sannur stuðningsmaður styður hann alla leikmenn liðsins og er ekkert að agnúast út í einn eða neinn þrátt fyrir að þeir geri mistök. Hann er þó með það á hreinu að FH hefur aldrei spilað betri bolta en í sumar. „Mér er alveg sama um önnur lið en fótboltinn hjá FH hefur aldrei verið betri.” Hann vildi þó ekkert gefa uppi með það hvort hann teldi liðið vera fært um að fara taplaust í gegnum tímabilið hér heima og sagði það bara verða að koma í ljós. Varðandi leikmenn liðsins telur Haraldur Heimi Guðjónsson vera kónginn í liðinu eins og flestir aðrir stuðningsmenn liðsins. En þegar spurt er um hvaða leikmaður eða leikmenn hafa staðið uppúr á þessu tímabili er Haraldur afskaplega diplómatískur í svari. „Þeir sem hafa staðið sig best eru þeir 11 leikmenn sem hafa byrjað inn á hverju sinni.” Hann er mjög ánægður með þá leikmenn sem komið hafa til liðsins og segir þá samkeppni sem nýju leikmennirnir koma með í liðið aðeins vera af hinu góða. „Mér fannst sterkur leikur að fá nokkra nýja leikmenn í hópinn fyrir þetta tímabil þó að við höfðum verið vel mannaðir fyrir. Það heldur mönnum á tánum og eykur samkeppni sem er af hinu góða og getur gert menn að enn betri leikmönnum. Eða eins og Óli Jó orðaði það „ Menn verða að fá að sjá ný typpi í sturtunni”.”Haraldur telur FH vel geta haldið áfram ef rétt er haldið á stjórnartaumunum hjá félaginu. Félagið sé

enn á uppleið og geti gert betur. „Ef rétt er haldið á spilunum og menn eru á tánum getur FH orðið með tímanum stórveldi í íslenskri knattspyrnu,” sagði hinn eldhressi trommari að lokum.

MAFÍAN

Stuðningsmennirnir

Page 28: Fh football club 2005
Page 29: Fh football club 2005

2�

Arnar Þór Viðarsson ólst að mestu leyti upp í Kaplakrika þar sem hann lék upp alla yngri flokka FH í fótboltanum ásamt því að þykja liðtækur í handbolta. Arnar var ekki orðinn gamall þegar hann braut sér leið inn í aðallið meistaraflokks FH en aðeins 19 ára gamall hélt hann á vit atvinnumennskunnar í Noregi þar sem hann staldraði stutt við áður en hann hélt til Belgíu þar sem hann hefur leikið síðustu átta ár.

Arnar staldraði ekki lengi við í Noregi en hann lék aðeins 10 leiki í norsku úrvalsdeildinni áður en hann hélt til Belgíu. Arnar kann vel við sig í Belgíu og segir fótboltann þar henta sér vel. „Ég er búinn að vera hér svo lengi að það væri synd ef manni liði ekki vel. Ég var aðeins 19 ára þegar ég yfirgaf FH en það er svo miklu auðveldara að aðlagast hlutunum þegar maður er svona ungur.” Arnar er fyrirliði Lokeren og segir ábyrgðina sem því fylgir bara vera af hinu góða. „Maður finnur að manni er treyst hjá félaginu og finnur að fólk trúir á mann en það er mjög góð tilfinning sem veitir manni sjálfstraust. Annars er ég búinn að vera svo lengi hér að maður er orðinn eins og hver önnur mubla á svæðinu.”

FH gæti haldið sér í belgísku deildinniArnar segir erfitt að bera saman ólíkar deildir í Evrópu en hann telur að belgíska deildin sé svipuð að styrkleika og enska 1. deildin. „Ég spilaði nokkra leiki í Noregi fyrir átta árum en að mínu mati er belgíska deildin betri en sú norska. Ég þekki dönsku og sænsku deildirnar ekki nógu vel en það eru mun fleiri góð lið hér en í Noregi. Þar hefur Rósenborg verið langbest á meðan Anderlecht, Standard Liége, Genk og Club Brugge eru öll mjög sterk og fimm önnur sterk lið fylgja þessum liðum á eftir, þar á meðal Lokeren.” En hvernig telur Arnar að núverandi lið FH myndi spjara sig í belgísku deildinni? „Ég hugsa að eins og liðið hefur spilað í sumar gæti það jafnvel haldið sér í belgísku deildinni, þ.e.a.s. segja forðast fall. En það ber að

hafa í huga að FH liðið er að spila svona vel vegna þess að þeir vinna alla leiki. Sjálfstraustið er hátt en auðvitað er mikill munur á atvinnumannadeild og hálfatvinnumannadeildinni á Íslandi. Það er æft meira hér úti og menn í betra formi. Yfir heilt tímabil myndi FH eiga í vandræðum en þeir gætu spjarað sig í einhverjum leikjum.”

Mikil samkeppni um sæti í liðinuAlls leika fjórir Íslendingar með Lokeren en það eru ásamt Arnari, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson. Allir íslensku leikmennirnir eru á síðasta ári samnings síns hjá félaginu og því ljóst að menn ætla að standa sig til vera í góðri samningsaðstöðu í lok tímabils. „Rúnar ætlar að hætta í lok tímabilsins þannig að þetta verður hans síðasta ár og Marel hefur verið mikið meiddur og er í mjög erfiðri stöðu hér. Við Arnar Grétarsson þurfum að vinna fyrir

n ý j u m s a m n i n g i

á s a m t því að þ u r f a a ð berjast

f y r i r því að

eiga sæti í liðinu. Við

l e i k u m

báðir á miðjunni ásamt Rúnari og tveir af nýju leikmönnunum hjá félaginu er líka miðjumenn.” Arnar er ekki mikið að hugsa um hvað hann ætli að gera þegar samningi hans líkur en hann er ekki með umboðsmann á sínum snærum. Fæstir klúbbar vilja borga fyrir leikmenn í dag þannig að maður verður í góðri samningsaðstöðu í lok tímabilsins standi maður sig í vetur en standi maður sig ekki á lokaári samnings þá verður erfitt að fá betri samning eða halda áfram hjá félaginu. Ég veit að ef ég stend mig í vetur þá get ég verið hér áfram en ég læt það bara ráðast í lok tímabilsins en hér líður mér vel og ég er alveg rólegur yfir þessu. Maður sér hvað manni stendur til boða en ef Lokeren vilja halda mér þá er allt eins líklegt að ég verði hér áfram.”

Fylgist vel með FHArnar Þór segist fylgjast eins vel með íslenska boltanum og þá sérstaklega FH og hann getur. „Ég keypti mér nýja tölvu á síðasta ári með risastórum skjá svo maður geti fylgst vel með boltanum heima í gegnum vefsjónvarpið hjá RÚV sem og hinum fjölmörgu netfjölmiðlunum skrifuðu. Maður sér öll mörkinn samdægurs í gegnum heimasíðuna hjá RÚV sem er alveg frábært, sérstaklega þegar FH skora svona mikið. Það gæti ekki verið skemmtilegra.” Arnari finnst heldur ekki leiðinlegt að geta talað um íslenska boltann við hina íslensku félaga sína hjá Lokeren. „Við höfum verið saman hér í fimm ár, sjötta tímabilið er að byrja og það er mjög skemmtilegt að geta talað sitt tungumál og rætt um daginn og veginn í vinnunni erlendis. Það er sérstaklega skemmtilegt þegar FH trónir á toppi íslensku knattspyrnunnar því þá er ekki leiðinlegt að geta strítt KR-ingnum Rúnari Kristinssyni og Blikanum Arnari Grétarssyni. ”

Vil enda ferilinn heimaÞar sem Arnar hefur búið lengi í Belgíu er varla

hægt að búast við því að hann þjáist af mikilli heimþrá en hann er giftur belgískri

konu. „Ég væri alveg til í að sitja í stúkunni heima og horfa á FH spila

en maður nær alltaf nokkrum leikjum þegar maður er heima í sumarfríinu. Svo hlýtur maður að koma einhvern tíma heim og klæðast FH búningnum ef þeir hafa not fyrir mann þegar maður er orðinn gamall og lélegur, eða lélegri. Ég geri ráð fyrir því að vera alltaf með annan fótinn í Belgíu og annan fótinn á Íslandi en mig langar til að enda ferilinn með

FH í Hafnarfirði áður en ég verð alveg búinn.“

Fylgist vel með FH

Arnar Þór Viðarsson

Page 30: Fh football club 2005

�0

Viðar Halldórsson rótgróinn FH-ingur sem hefur ýmist leikið með FH eða starfað fyrir félagið síðan hann var 10 ára gamall. Viðar man því tímana tvenna hjá FH en hann var fyrirliði meistaraflokks FH í ein 15 ár.

FH sigruðu 10 fyrstu leiki sína á tímabilinu og hafa leikið bestu knattspyrnuna á Íslandi í dag. Það var því við hæfi að spyrja Viðar hvort hann hafi séð betra FH lið en liðið í dag? „Nei, það held ég ekki. Ég held að þetta lið í dag sé afrakstur mikillar vinnu margra manna hjá félaginu. Að hluta til er þetta gott unglingastarf FH og svo hafa menn haft augun opin við að bæta við það sem á þarf að halda. Við áttum mjög gott lið 1993-1994 en þetta lið er betra. Hugarfarið hjá stjórn FH síðustu 20 ár hefur verið mjög gott þó menn missi dampinn öðru hvoru en síðan 1990 hefur þetta verið hugarfar sem hefur stefnt á árangur og þeir sem stjórna núna hafa frekar bætt við í þeim málum en gefið eftir.”

Ég er ekki nógu gamall til að grobba migÞrír synir Viðars og eiginkonu hans Guðrúnu Bjarneyju Bjarnadóttur hafa alist upp hjá FH og fóru allir þrír í atvinnumennsku fyrir tvítugt en Davíð Þór er kominn heim aftur til að leika með FH. Arnar Þór er fyrirliði Lokeren í Belgíu og Bjarni Þór er á mála hjá Everton á Englandi. Davíð Þór lék með Lilleström þar sem hann meiddist illa en hann er að nálgast sitt gamla form hjá FH þar sem hann leikur lykilhlutverk á miðjunni. Viðar er mjög sáttur við frammistöðu Davíðs Þórs hjá FH í sumar en blaðamaður FH-blaðsins spurði Viðar að því hvort þessir knattspyrnuhæfileikar gengi í erfðir.

„Er þetta ekki sambland af einhverju? Það er ekki nóg að fá hæfileika í vöggugjöf, það þarf að rækta fótboltann eins og annað en þeir hafa allir verið mjög samviskusamir og duglegir. Svo er hluti að þessu að þeir hafa verið í félagi sem hefur hjálpað þeim þó strákarnir hafi frekar bætt við æfingarnar.” Viðar þótti sjálfur ekki vera slæmur leikmaður og var frægur fyrir sínar hnitmiðuðu aukaspyrnur. Viðar vill ekki gera mikið úr sínum afrekum á knattspyrnuvellinum. „Það er svo langt síðan að það er ekki samanburðarhæft. Það datt svo sem inn ein og ein aukaspyrnan en það var frekar grís en hitt og lélegir markmenn” sagði Viðar og bætti við „Ég er ekki orðinn nógu gamall til að grobba mig.”

Bjarna gengur vel hjá EvertonEins og áður segir æfir yngsti sonur þeirra Viðars og Guðrúnar með unglingaliði Everton í Liverpool á Englandi. „Bjarna gengur mjög vel, hann er sáttur og þeir eru sáttir við hann. Allar aðstæður þarna hjá Everton eru til fyrirmyndar og ég held að honum fari mikið fram en þetta tekur allt sinn tíma og hann tekur þessu skynsamlega. Það er ekki gefið að 16 ára unglingur geti farið svona að heiman en hann hefur gert það mjög vel eins og ég vissi.” Þrátt fyrir ungan aldur hefur Bjarni fest sig í sessi á miðjunni í varaliði Everton og nýlega lék hann sínar fyrstu mínútur með aðalliði Everton í æfingaleik gegn Dundee í Skotlandi. „Strákurinn hefur farið á einhverjar æfingar hjá aðalliðinu en þó ekki margar en Moyes stjóri Everton fylgist vel með því sem er að gerast í akademíunni. Það kæmi samt mjög á óvart ef hann myndi leika eitthvað með aðalliðinu í vetur. Það tekur oft lengri tíma fyrir miðjumenn að komast í aðalliðin en aðra leikmenn þar sem liðin leita yfirleitt frekar eftir reynslu á miðjuna en ungum frískum strákum. En Everton er ekki með stóran hóp sem gefur honum kannski meiri möguleika en ég held að það sé kostur fyrir hann að Everton sé ekki með eins stóran leikmannahóp og stærstu liðin.”

Krikinn verður eini alvöru leikvangurinn á ÍslandiViðar hefur alla sína tíð verið í FH en hann lék í ein átján ár með meistaraflokki FH og var fyrirliði í fimmtán af þeim. „Ætli ég hafi ekki leikið of lengi en síðan ég hætti að spila hef ég verið í stjórnarstörfum fyrir klúbbinn og reynt að gera það sem ég hef getað en sem betur fer er FH þannig klúbbur að það eru margir sem vinna mikið og gott verk. Þetta góða verk er að skila sér og á eftir að halda áfram að gera það í framtíðinni. FH er stórhuga eins og sést á nýja húsinu okkar Risanum og svo eftir 2-3 ár verður Kaplakriki orðinn að alvöru leikvangi. Ég ætla að vona að Krikinn verði þá lítill 6-8 þúsund manna leikvangur með yfirbyggðu áhorfendastæði. Þetta verður þá eini alvöru leikvangurinn á Íslandi”

FH erstórhuga

1985 2005

HB

070

5

S. 565 1130 ahansen.is

Aðeins kr. 2500.-Munið frítt á afmælisdaginn

H VHUMAR -VEISLA

Viðar Halldórsson

Page 31: Fh football club 2005
Page 32: Fh football club 2005

Gerum tilbo› fyrir hópa og félög

FH regngalliStær›ir:

110-180cm

3990.-

FH:Derhúfa 795.-Hárband 495.-Cd hulstur 795.-Kanna 995.-Lyklakippa 795.-Bindisnæla 995.-Golf-hlutir 1495.-

FH sundpoki

995.-

FH regnhlífar (frá júní)FH prjónahúfur (frá júní)FH flíspeysurFH bolirFH handklæ›iFH flvottapokar

(gallinn seldurómerktur)

®

7990.-

til félagsmanna6790.-

FHíflróttagalli

Stær›ir:frá 128cm

(gallinn seldur ómerktur)

2990.-

FH keppnis-treyja

Stær›ir:frá 140 cm

FH buff

1500.-

Einnig til:

(merking á treyju kr.1500)

Fjölsport ehf.Fjar›argötu 13-15

220 Hafnarfir›is: 565 2592

www.fjolsport.is

Miki› úrval afMiki› úrval afMiki› úrval af vörumvörumvörum

Page 33: Fh football club 2005

��

Auðun Helgason ákvað að snúa heim síðasta haust og ganga til liðs við sitt uppeldisfélag FH eftir margra ára útiveru í atvinnumennsku. Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um hversu mikill styrkur hann er FH liðinu eins og hann hefur sannað það sem af er Íslandsmótinu.

Auðun lék hér á landi síðast árið 1997 og því var hann spurður fyrst hvort að hann fyndi fyrir miklum breytingum frá þeim tíma varðandi gæði. „Mér líst vel á það sem ég hef séð og tekið þátt í. Boltinn er mjög svipaður og ég átti von á”.Margir leikmenn sem hafa verið í atvinnumennsku vilja vera sem lengst úti en í sumum tilfellum hafa þeir þurft að koma heim einhverra hluta vegna en ákvörðun Auðuns var vandlega ígrunduð og góð ástæða fyrir því. „Fjölskyldan var farin að huga að heimferð síðastliðið haust þar sem samningurminn í Svíþjóð rann út um áramót. FH hafði fljótlega samband og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Konan mín útskrifaðist úr háskólanum í Lundi í janúar þannig að það hentaði mjög vel að flytja heim á þessum tímapunkti. Landskrona Bois, liðið mitt í Svíþjóð bauð mér tveggja ára samning og lagði mjög hart að mér að vera um kyrrt. Einnig fékk ég tilboð frá Fredrikstad í Noregi og OB í Danmörku. Það kitlaði mjög mikið að vera áfram úti en af fjölskylduaðstæðum ákvað ég að hafna öllum tilboðum og koma heim”.

Fótboltinn þarf að vera númer 1, 2 og 3Auðun hefur verið atvinnumaður frá árinu 1997 og hefur spilað í Sviss, Belgíu, Noregi og Svíþjóð síðan þá. Öll félög eru misjöfn, aðstæður eru misjafnar og leikmönnum líður misvel eftir því hvar þeir eru. Við spurðum Auðun hvar honum hafi liðið hvað best innan vallar sem utan. „Ég lék mín bestu ár í Noregi. Það gekk sérstakleg vel allt árið 2000 og fyrrihluta 2001. Á mínu síðasta ári í Stavanger náðum við 3. sætinu og fórum í úrslit í bikar. Ég spilaði nánast alla leiki liðsins. Síðan fór ég yfir til Belgíu um haustið þar sem samningurinn minn við Viking rann út 1. nóvember 2000. Tímabilið var byrjað í Belgíu. Við tók frábært tímabil með Lokeren. Lokeren var í 12-13 sæti

þegar ég kom þangað og liðið var ekki að spila vel. Fyrsti leikurinn vannst og liðið fór á flug. Við enduðum í 4. sæti sem var frábært afrek. Ég fann mig líka mjög vel í Svíþjóð og var á meðal fimm bestu bakvarða í deildinni bæði árin skv. blöðunum. Í Svíþjóð upplifði ég svolítið nýja hluti þar sem ég var einn af elstu mönnunum í liðinu. Ábyrgðin var mikil og pressan eftir því. Það hentaði mér mjög vel og ég lærði mikið á þessum tveimur árum”. Það er draumur hvers knattspyrnumanns að prófa atvinnumennsku með þeim kostum og göllum sem hún býður uppá en mælir Auðun með atvinnumennskunni fyrir unga leikmenn sem standa það til boða. „Ég mæli hiklaust með atvinnumennsku fyrir þá sem hafa mikin metnað og áhuga á fótbolta. Ungir strákar þurfa að vera tilbúnir til að fórna ýmsu í lífinu fyrir fótboltann. Þeir fá það margfalt til baka seinna á ferlinum. Ef maður ætlar að ná árangri þá þarf fótboltinn að vera númer 1,2 og 3. Hvort sem eiginkonum/kærustum líkar betur eða verr!”

Ótrúlegir stuðningsmennFH er taplaust í deildinni og má þakka Auðuni ásamt öllu FH-liðinu að sjálfsögðu fyrir þann árangur. En hver skyldi galdurinn vera hjá FH í sumar. „FH-liðið er mjög vel mannað í dag. Við erum með góða breidd og sterka liðsheild. Við höfum verið að spila sem eitt lið og ekki farið á taugum þó svo að spilið hafi ekki alveg gengið upp í öllum leikjum. Ef við ætlum að klára þetta mót með sóma þá er lykilatriði að menn taki einn leik fyrir í einu og fari ekki fram úr sér.” Auðun sparar svo ekki stóru orðin þegar

hann talar um þjálfara liðsins. „Óli hefur mikla reynslu af þjálfun og það er fátt í fótboltanum í dag sem kemur honum á óvart. Hann er mjög yfirvegaður og hreinn og beinn í mannlegum samskiptum. Hann er ekki mikið að flækja hlutina og það veitir leikmönnum ákveðið öryggi. Leikmenn vita nákvæmlega til hvers er ætlast og hann er góður að þjappa hópnum saman. Hann lætur verkin tala!” Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á við Auðun stuðningsmenn FH-liðsins. Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli í ár og í fyrra fyrir gríðarlega jákvæðan stuðning. Þeir hafa meðal annars samið stuðningslög um leikmenn liðsins og ávallt svakaleg stemning á áhorfendapöllunum á leikjum FH-liðsins. Og það hefur svo sannarlega ekki farið framhjá Auðunni. „Þeir eru ótrúlega góðir. Breytingin er í raun frábær í Firðinum. Nú er spilað og sungið allan leikinn og það er alltaf 1000-1500 manns á leikjum. Áður fyrr voru þetta 400-600 manns! Það er búið að skapa skemmtilegan ramma í kringum heimaleikina sem hjálpar liðinu mikið. Það má enginn vanmeta það”.

2Nafn: Auðun HelgasonStaða: VarnarmaðurÖnnur félög: Leiftur, Neuchatel, Viking, Lokeren, Landskrona

Auðun Helgason

Ótrúlegirstuðningsmenn

Gerum tilbo› fyrir hópa og félög

FH regngalliStær›ir:

110-180cm

3990.-

FH:Derhúfa 795.-Hárband 495.-Cd hulstur 795.-Kanna 995.-Lyklakippa 795.-Bindisnæla 995.-Golf-hlutir 1495.-

FH sundpoki

995.-

FH regnhlífar (frá júní)FH prjónahúfur (frá júní)FH flíspeysurFH bolirFH handklæ›iFH flvottapokar

(gallinn seldurómerktur)

®

7990.-

til félagsmanna6790.-

FHíflróttagalli

Stær›ir:frá 128cm

(gallinn seldur ómerktur)

2990.-

FH keppnis-treyja

Stær›ir:frá 140 cm

FH buff

1500.-

Einnig til:

(merking á treyju kr.1500)

Fjölsport ehf.Fjar›argötu 13-15

220 Hafnarfir›is: 565 2592

www.fjolsport.is

Miki› úrval afMiki› úrval afMiki› úrval af vörumvörumvörum

Page 34: Fh football club 2005
Page 35: Fh football club 2005

��

Page 36: Fh football club 2005
Page 37: Fh football club 2005

��

Mikið hefur verið rætt um karlalið FH síðustu 2-3 ár en heldur minna hefur farið fyrir kvennaliðinu. Liðið hefur verið samfellt í efstu deild í 6 ár og sá sem hefur stjórnað skútunni undanfarin 4 ár er Sigurður Víðisson. FH blaðið lagði fyrir hann nokkrar spurningar um kvennaboltann og svo liðið sjálft.

Þegar þetta er ritað er FH liðið í 7. sæti eftir 9 leiki og fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Sigurð er hvort að hann væri sáttur með stöðu mála hjá liðinu. „Nei alls ekki, við höfum verið að tapa mikilvægum innbyrðisleikjum í neðri hlutanum. Það ber þó að hafa í huga að við erum einungis með 11 af þeim 22 leikmönnum núna sem spiluðu í fyrra, þannig að endurnýjunin hefur verið mjög mikil og við því þurft að treysta mikið á ungu leikmennina”.Þegar ekki gengur sem skyldi þá er alltaf hægt að laga hluti og Sigurður er því alveg sammála. Það sem hefur háð liðinu er að hópurinn er ekki stór og mikið álag á fáar stelpur. „Já já við þurfum ýmislegt að bæta í leiknum hjá okkur en fyrst og fremst vantar okkur stærri æfingahóp og þar með meiri breidd og samkeppni”.Það hefur vakið athygli í mörg ár að munurinn á milli

bestu liðana og þeirra liða sem eru aðeins neðar á töflunni er heldur mikill. Oft hafa sést tölur sem eru full stórar í efstu deild og því spurðum við Sigurð hvernig gengi að „mótívera” leikmenn gegn þessum stóru liðum en og Val, KR og Breiðablik. „Það gengur svona upp og ofan að ná upp stemningu á móti þessum liðum í efri hlutanum en oft náum við nú að veita þeim verðuga keppni”.

Bilið hefur minnkaðMargir vilja meina að kvennaknattspyrnan á Íslandi sé á stöðugri uppleið en aðrir vilja ekki meina það. Sigurður hefur ákveðnar skoðanir á því. „Á þessum fjórum árum sem ég hef verið að þjálfa FH þá hefur lítið breyst, bilið milli efri og neðri hluta hefur kannski eitthvað minnkað en það koma ennþá stórar tölur í leikjum í deildinni. Almennt hefur kvennastarfið verið að eflast víða og yngri flokkarnir hjá okkur eru á góðri siglingu.Sigurður hefur verið að móta liðið undanfarin ár og tekur það alltaf tíma eins og flestir vita. Oft eru gerðar miklar kröfur til liðanna og krafa um toppárangur er aldrei langt undan. Stundum eru kröfurnar óraunhæfar ef liðið er ungt og í mótun. En eru miklar kröfur í garð liðsins? „Auðvitað eru gerðar miklar kröfur og oft kannski ekki raunhæfar en liðið hefur verið samfleytt sex ár í deildinni og þetta hefur mjakast upp á við. Við höfum verið að vinna í því að byggja liðið upp á uppöldum leikmönnum ef það hefur verið hægt og þá líka leikmönnum sem hafa verið í FH lengi frá því að hafa fimm erlenda leikmenn í liðinu eins og var fyrir fimm árum.

Stundum hefur verið sagt að það sé munur á að þjálfa stelpur og stráka og vandamálin sem koma upp séu ólík. Við spurðum Sigurð hvort að það væri rétt og hvort að metnaðurinn væri sá sami hjá kynjunum. „Það er mikill metnaður hjá okkar lykilmönnum en ekki eins mikill metnaður í umgjörðinni kringum liðið. Ég finn ekki fyrir fleiri vandamálum að þjálfa hjá stúlkum en strákum.

Hvatinn er lítillEins og áður hefur komið fram þá er munurinn mikill á milli liðana sem eru í efstu sætunum og liðunum í neðri kantinum. En af hverju er þessi mikli munur? „Munurinn liggur fyrst og fremst í því að þegar leikmaður kemst í yngri landslið þá kemur ákveðin pressa að skipta í sterkari liðin, sem allt og oft verður svo raunin.Það hefur vakið athygli að margir leikmenn sem eru á besta aldri hætta alltof snemma í knattspyrnu. Margar ástæður liggja þar að baki eins og t.d barneignir. En fyrir utan það af hverju hætta stelpur í fótbolta of snemma í mörgum tilfellum? Kannski hætta þær svona snemma vegna þessa mikla munar á liðunum þ.e. hvatinn er lítill.FH er stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Margt gott fólk starfar fyrir félagið á óeigingjarnan hátt og flestir ef ekki allir eru ánægðir með að tilheyra félaginu. Að lokum spurðum við Sigurð hver ástæðan væri fyrir þessum meðbyr sem fylgdi félaginu um þessar mundir. „Það er góður gangur í FH í dag en menn verða að vökva allan garðinn ekki bara hluta af honum” sagði Sigurður Víðisson þjálfari meistaraflokks kvenna að lokum.

Óraunhæfar kröfur

Page 38: Fh football club 2005

ÁFRAM FH!

DekkiðReykjavíkurvegi 56

Sími: 555 1538

BJB pústþjónustanFlatahraun 3

Sími: 565 1090

Eiríkur og Yngvi Bygg.Heiðavangi 64Sími: 893 6965

F j a r ð a r s t á lEyrartröð 6-8

Sími: 565 2378

Smurstöð ESSOReykjavíkurvegi 5

Sími: 555 0330

SpennubreytarTrönuhraun 5

Sími: 555 4745

Vélsmiðja Orms og Víglundar565 3195

Hraunholt veisluþj.Dalshraun 15

Sími: 565 4740

Hvalur HFSími: 555 0565

KökumeistarinnMiðvangi 41

Sími: 555 6655

Rafgeymslan hfDalshraun 17

Sími: 565 4060

SendibílastöðHafnafjarðar

Sími: 555 1111

Smurning.isVið HelluhraunSími: 565 4440

ÚtfarastofaHafnafjarðar

Sími: 565 5892

Kjölfar ehfÓseyrarbraut 2

Page 39: Fh football club 2005

ÁFRAM FH!

Gildir á meðan birgðir endast.

PÓSTVERSLUN

HAGKAUPA

800 6680grænt númer

www.hagkaup.is

sími568 2255

Ótrúlegt verð á golfsettum

Vönduð golfsett á frábæru verði

Wilson dömu golfsettHægrihandar settTré með grafít sköftum (3,5,7)TrueTemper járn með stál sköftum (5,6,7,8,9,P,S)Pútter með megin þyngd í hæl og táProStaff „cart bag“ poki með einfaldri axlaról

3.999kr

19.999kr

19.999kr

Ascent golfkerralétt og meðfærileg álkerra sem hægt er aðopna og loka með einnihreyfingu

Wilson herra golfsettHægrihandar sett400cc driverTré með grafít sköftum (1,3,5)TrueTemper járn með stál sköftum (3,4,5,6,7,8,9,P,S)Pútter með megin þyngd í hæl og táProStaff „stand bag“ poki með töföldum axlarólum ogáföstum þrífót19.999kr

Verð áður 29.999-

19.999krVerð áður 29.999-

HRESSHEILSURÆKT

Page 40: Fh football club 2005

Frítt á leiki fyrir 16 ára og yngriKeppni allra landsmannaSextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans.1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar.

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S L

BI 2

8958

07

/05

Við styðjum íslenska knattspyrnu með stolti