fh football club 2007

24
MARKA- SKORARINN MATTHÍAS 1. tbl. 3 árg. Júlí 2007 Meðal efnis: Fyrirliðinn á batavegi Boltinn truflar golfið Vil bara sigra FH-mamman Mafían

Upload: media-group-ehf

Post on 12-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Fh football club 2007

TRANSCRIPT

Page 1: Fh football club 2007

MARKA-SKORARINNMATTHÍAS

1. tbl. 3 árg. Júlí 2007

Meðal efnis:

Fyrirliðinn á batavegi

Boltinn truflar golfið

Vil bara sigra

FH-mamman

Mafían

Page 2: Fh football club 2007

2

Page 3: Fh football club 2007

2 3

Áfram FH!

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfÚtgáfustjóri: Hilmar Þór GuðmundssonRitstjórar: Guðmundur M. Ingvarsson Hilmar ÞórlindssonBlaðamaður: Róbert Jóhannsson Ljósmyndun: Árni Torfason Gísli Baldur GíslasonUmbrot: Media Group ehfPrentun: Íslandsprent

Meðal efnis:Bls. 3 Stuðningsmaðurinn

Bls. 5 Markmaðurinn

Bls. 7 Mafían

Bls. 9 Akkerið á miðjunni

Bls. 10-11 Fyrirliðinn á batavegi

Bls. 12-13 Þjálfarinn

Opna Vil bara sigra!

Bls. 17 Markaskorarinn Matthías

Bls. 19 Boltinn truflar golfið

Bls. 22-23 FH-mamman

Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild FH..

Spennandi tímarÞað má segja að Hafnarfjörður sé risastór smábær. Þeir sem hafa búið þar alla tíð vilja hvergi annars staðar vera og sjá svo til þess að þeir sem flytja í bæinn finni sig velkomna og vilji ekki yfirgefa bæinn aftur. Þannig líður líklega þeim leikmönnum sem koma nýir inn í FH-liðið, vel er tekið á móti þeim og þeim finnst þeir alltaf hafa átt heima þarna, skiptir þá ekki máli hvort þeir koma frá Vestmannaeyjum eða erlendis frá. Þessi eiginleiki Hafnfirðinga, að vera svona samheldnir og styðja vel við bakið á sínu fólki, er stór þáttur í velgengni FH-liðsins þessi síðustu ár og á örugglega eftir að hafa áhrif áfram.Nú þegar knattspyrnusumarið 2007 er næstum hálfnað stefnir allt í enn eitt velgengnistímabilið í Hafnarfirði. Síðustu þrjú ár hafa skilað af sér meistaratitlum og eru leikmenn liðsins langt frá því að vera saddir, enda þekkja þeir orðið sigurtilfinninguna og fá ekki leið á henni frekar en stuðningsmennirnir.Hin eina sanna formúla að sigurliði er líklega ekki til en Ólafur Jóhannesson hefur svo sannarlega komist ansi nálægt henni með FH-liðið undanfarin ár. Hárrétt blanda af leikmönnum sem hafa leikið lengi fyrir liðið og hafa svart-hvítt hjarta (en ekki röndótt eins og stuðningsmaður liðsins segir í viðtali í blaðinu), yngri leikmenn sem einnig hafa leikið upp alla flokkana og vilja ekkert heitar en að liðið sitt vinni og svo nýir leikmenn sem smellpassa inn í liðið og gera það enn betra en það var árið áður. Svo skemmir stemningin í liðinu ekki fyrir og hvað þá stemningin á pöllunum sem er líklega hvergi betri en í Kaplakrika undir dyggri stjórn Mafíunnar.Hafnarfjarðarmafían hefur sett skemmtilegan svip á Íslandsmótið í knattspyrnu og hafa sett markið fyrir önnur lið í deildinni. Velgengninni fylgir auðvitað meiri gleði og á móti fylgir gleðinni enn meiri velgengni. Mafían hefur líka séð til þess að stuðningsmenn FH eru með þeim allra líflegustu í deildinni og eru, ásamt fleiri liðum í deildinni, búnir að gjörbylta allri umgjörð í kringum leiki Landsbankadeildarinnar.FH-ingar hafa verið duglegir við að mæta á völlinn og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum við að rjúfa 100.000 áhorfenda múrinn sem stefnan hefur verið hjá KSÍ undanfarið. Margir spennandi leikir eru framundan hjá liðinu, bæði í deild og bikar og svo að sjálfsögðu í Evrópukeppninni þegar Færeyingarnir í HB koma í heimsókn. Möguleikarnir á því að komast langt í Evrópukeppninni og fá að sjá stórlið mæta á Kaplakrika hafa líklega aldrei verið meiri fyrir FH en í ár og mega stuðningsmenn ekki láta sitt eftir liggja eigi það að verða að veruleika. Ef einhvern tímann hefur verið til lið til þess að ná langt í öllum keppnum er það núna, hópurinn er breiður og vel blandaður, stemningin er frábær og stuðningurinn mikill.ÁFRAM FH!

Aðalstyrktaraðilar FH eru:

Page 4: Fh football club 2007

4

Page 5: Fh football club 2007

4 5

Daði Lárusson varafyrirliði FH bar fyrirliðabandið allt síðasta tímabil í fjarveru Auðuns Helgasonar og gerði það með stakri prýði. Daði lyfti Íslandsmeistaratitlinum í lok leiktíðar sem fyrir harðan FH-ing eins og hann er toppurinn á tilverunni.

Er ekki von á öðru eins glæsisumri hjá FH?„Þetta byrjar í það minnsta ágætlega. Við getum verið sæmilega vongóðir um gott sumar en það er betra að halda sig niðri á jörðinni og taka einn leik fyrir í einu,“ sagði markvörðurinn knái og bætti við að margir hlutir þurfa að koma til til að lið upplifi þessa velgengni sem FH hefur gert síðustu ár. „Góðir leikmenn, góðir þjálfarar, góð stjórn og frábærir stuðningsmenn er uppskriftin bak við þetta. Þessir hlutir þurfa allir að dansa saman til að árangur náist.“

Það er nú einu sinni þannig að allir vilja vinna meistarana og því mætti ætla að viðhalda svona velgengni verði alltaf sífellt erfiðara. „Maður er alltaf jafn hungraður í titilinn og það fleytir okkur langt en hin liðin vilja öll vinna meistarana og leggja sig meira fram á móti okkur en öðrum sem gerir þetta mjög krefjandi. Þannig hefur þetta verið alla tíð. Það er ekki það mikill munur á liðunum hér á landi að liðin óttist hvert annað. Það er ekkert eitt lið sem allir þurfa að óttast. Það er viss spenna þegar menn mæta meisturunum en það er enginn ótti til staðar.“

Þó liðið sé á toppnum ár eftir ár hungrar menn í liðinu í fleiri titla og segir Daði menn alltaf leitast eftir því að bæta sig. „Það er endalaust hægt að bæta sig og er engin endastöð í því fyrr en maður hættir í fótbolta. Við reynum sífellt að fínpússa leik okkar og þar koma þjálfararnir inn í. Ég held að það hafi gengið vel hjá okkur og vona að liðið sé í framför. Okkur hefur gengið ágætlega að nú í upphafi móts, við höfum spilað góða vörn og nýtt færin okkar að mestu. Það hefur verið viss seigla að ná að klára suma þessara leikja í upphafi en það er mikil reynsla í liðinu sem hjálpar mikið til í jöfnum og spennandi leikjum.“

Daði var fenginn til að rifja upp þegar hann tók við Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði í fyrra. Er hægt að lýsa þessari tilfinningu?„Ég var fyrst og fremst að toppa sjálfan mig þegar ég tók við bikarnum. Ætli maður átti sig ekki betur á því síðar á lífsskeiðinu hve

lánsamur maður er að fá að vera fyrirliði og taka við bikarnum. Þetta var mjög fjarlægt manni fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Þetta var ótrúlega góð tilfinning sem mjög erfitt er að lýsa.“

Mættu anda með nefinuDaði er varamarkvörður landsliðsins enda verið besti markvörður Landsbankadeildarinnar svo lengi sem elstu menn muna. Mikið hefur verið rætt um slakt gengi landsliðsins og var Daði beðinn um að veita smá innsýn inn í vandamál liðsins. „Það eru ákveðin atriði sem hafa ekki fallið fyrir liðið. Mikilvægir menn hafa dottið út úr hópnum og það spilar kannski stærsta hlutverkið í slökum úrslitum undanfarið. Ég held að þetta geti aðeins farið upp á við eftir síðustu tvo leiki. Þetta verður til þess að þjappa hópnum saman og veita okkur aukinn kraft og kjark.“

Umfjöllun íslenskra fjölmiðla hefur verið ólík eins og fjölmiðlarnir eru margir og segir Daði að sumir fjölmiðlamenn mættu vanda sig betur í sínum skrifum. „Liðið hefur ekki náð þeim úrslitum sem þjóðin krefst af því en það er ekki eins og liðið sé í sínum síðustu andartökunum. Það er alltaf gott að það sé smá pressa á liðinu en sumir fjölmiðlamenn mættu anda aðeins með nefinu og líta raunsærra á málin. Það er þó þannig að menn velta ekki fyrir sér fyrir leiki hvað hinn eða þessi sagði um síðasta leik. Það þarf ekki mikið

til að peppa menn upp fyrir hvern leik. Það er nægjanleg hvatning að vera að spila fyrir land og þjóð. Það kemur manni í gang. Ef fjölmiðlamenn eru í þeim tilgangi að reyna að brjóta menn niður með skrifum sínum þá ná þeir seint árangri. Menn verða að hafa þykkan skráp til að spila fyrir landsliðið og það hafa menn.“

Mikið hefur verið talað um að landsliðið leiki ekki nógu marga æfingaleiki og það komi niður á leik liðsins. „Auðvitað mætti liðið leika fleiri leiki en eins og flestir gera sér grein fyrir er allt kapp lagt á að ná sem flestum æfingaleikjum en það er greinilega erfitt fyrir Ísland. Það er ekki hægt að spila hér allt árið og því þarf að koma liðinu saman erlendis og fá leiki og leikvanga annars staðar en á Íslandi. Það er ekki hlaupi að þessu og það þarf margt að gerast til að ná þessum æfingaleikjum í gegn. Þetta er ekki eins auðvelt og sumir vilja meina.“

Að lokum barst talið aftur að FH og þá að stuðningsmönnunum. „Stuðningsmennirnir mega ekki gleyma því að þeir eru stór hluti af þessari velgengni og mega því ekki slaka á á pöllunum frekar en leikmenn á vellinum. Þeir mega halda áfram að vera skemmtilegasti og besti stuðningsmannahópurinn á Íslandi.“

Markmaðurinn

Allir vilja vinna meistarana

Page 6: Fh football club 2007

6

TVÖ LIÐ, EINN MAGNAÐUR LEIKUR: ÓMETANLEGT

Page 7: Fh football club 2007

6 7

Heiðar Örn Kristjánsson tónlistarmaður sem er oft kenndur við Botnleðju enda söngvari og gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í innsta hring FH Mafíunnar sem hefur farið hamförum í stuðningi sínum við FH .FH blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Heiðar og sem fyrr stóð ekki á svörunum.

FH er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og það vita allir sem vilja vita. En hvað gerir FH að stórveldi að þínu mati?„Er FH stórveldi? Hvað er það sem gerir eitthvað lið stórveldi? Ég myndi segja að stórveldi sé eitthvað lið sem hefur sterka hefð fyrir því að vinna titla. Það hefur gengið mjög vel síðatliðin þrjú ár þ.e.a.s. við erum íslandsmeistarar síðustu þriggja ára en gerir það okkur að stórveldi? Kannski erum við á góðri leið með að verða það en í mínu hjarta hefur FH ávallt verið stórveldi.“

Heiðar er virkur meðlimur Mafíunnar sem er stuðningsmannaklúbbur þeirra FH-inga. En hvað eru margir meðlimir í Mafíunni og hvernig hófst þetta allt saman?„Ég hef nú töluna ekki alveg á hreinu en við erum nokkuð mörg en þess ber að geta að ef þú ert með svart/hvítt hjarta (ekki röndótt) þá ertu velkomin í Mafíuna. Við vorum nú ekki mörg í stúkunni þegar FH tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir um sjö árum en okkur fór fljótlega að ganga vel og fólk fór að fjölmenna á völlinn og fljótlega upp úr því var Mafían stofnuð. Ætli við höfum ekki verið um 20 á stofnfundinum en ég man það reyndar ekki alveg.“

FH hefur orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð og ótal mörg eftirminnileg atvik átt sér stað. En hvert er þitt eftirminnilegasta atvik sem tengist FH?„Ætli ég verði ekki að segja þegar við unnum KA á Akureyri og tryggðum okkur fyrsta Íslandsmeistaratitilinn 2004. Aðra eins stemningu hefur maður ekki upplifað. Sannkallaður dýrðardagur.“

Mafían hefir ekki látið sér nægja að mæta á leiki heldur hafa þeir samið lög til heiðurs FH. En hvað eru lögin orðin mörg og er eitthvað í vinnslu?„Ja, lögin sem við í Hafnarfjarðarmafíunni höfum samið eru jafnmörg og titlarnir eða þrjú talsins. Það hefur ekki klikkað ennþá en síðan við byrjuðum að gera nýtt lag fyrir hvert tímabil höfum við orðið meistarar. Við erum einmitt búnir að semja nýtt lag fyrir þetta tímabil sem heitir „Hjörtun slá fyrir FH“ þannig að við verðum meistarar fjórða árið í röð! Við erum einmitt um þessar mundir að taka lagið upp og ætti það að fara að hljóma á pöllunum innan skamms.“

Í gegnum tíðina hafa margir frábærir leikmenn leikið fyrir FH og innan raða liðsins í dag eru magnaðir leikmenn sem gaman er að horfa á. En hver er besti leikmaður FH frá upphafi að þínu mati?„Allan Borgvart, svo einfalt er það.“

Þegar þetta er ritað eru fimm umferðir búnar af Íslandsmótinu og FH trónir sem fyrr á toppnum með 13 stig.

Hvernig finnst þér boltinn hafa farið af stað?„Við FH-ingar gætum ekki beðið um betri byrjun og svona almennt séð finnst mér hann hafa farið vel af stað. Mikið af óþekktum stærðum og allt getur gerst. Ég býst við því að þegar lengra líður á mótið eigi eftir að færast meiri spenna í toppbaráttuna. Bilið á milli liða í Landbankadeildinni hefur minnkað og virðast allir geta unnið alla og miðað við það er þetta frábær byrjun hjá Fimleikafélaginu.“

FH er líkt og KR stórveldi í íslenskri knattspyrnu og eðlilega er mikil barátta á milli þessara liða þrátt fyrir erfiðleika KR í upphafi þessa móts. En hver er munurinn á FH og KR?„KR hefur ekki unnið neinn leik og FH er taplaust, það er munurinn.“

Eitthvað að lokum sem þú vilt segja við stuðningsmenn FH?„Vera duglegir að mæta á hvern einasta leik og láta vel í sér heyra því að það er ómetanlegt fyrir FH-liðið að hafa kröftuga stuðningsmenn í stúkunni. Áfram FH!!!“

Mafían

FH hefur alltaf verið stórveldi í mínu hjarta

Page 8: Fh football club 2007

8

Page 9: Fh football club 2007

8 9

Akkerið á miðjunniDavíð Þór Viðarsson er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans átti farsælan feril með félaginu. Bræður Davíðs, Arnar Þór og Bjarni Þór, ólust upp hjá félaginu áður en þeir héldu á vit atvinnumennskunnar. Davíð hefur leikið feykilega vel með FH undanfarin ár og er einn af lykilmönnum liðsins. FH hefur orðið íslandsmeistari þrjú ár í röð og sem fyrr trónir liðið á toppi deildarinnar. Hver er galdurinn á bakvið alla þessa velgengni?„Ég held að stór ástæða fyrir því að okkur hafi gengið svona vel sé sú að það er ákveðinn kjarni búinn að vera í klúbbnum lengi sem eru miklir FH-ingar. Svo hafa Óli og Heimir verið mjög klókir í því að fá frábæra leikmenn til FH sem smellpassa í liðið.“

Eins og áður kom fram hefur FH sigrað Íslandsmótið þrjú ár í röð og allir leikmenn liðsins eru enn jafn hungraðir í titla og áður. Hvernig nær Óli að mótívera ykkur trekk í trekk þrátt fyrir titlana?„Hann er mjög góður í því. Það er kannski

frekar erfitt að lýsa því hvernig hann gerir það en það sem hann gerir virkar mjög vel. Við leikmennirnir erum einnig ennþá mjög hungraðir í titla og það hjálpar líka mikið til.“

Leifur Garðarsson var stór hluti af ykkar liði. Var ekki mikil eftirsjá af honum?„Jú, auðvitað var eftirsjá í Leibba. Hann vann frábært starf hjá okkur og á stóran þátt í okkar velgengni á síðustu árum. Hans hlutverk var að vera Óla til halds og trausts og sá hann einnig að nokkru leyti um æfingarnar. Svo var hann stundum með á æfingum en reið nú oftast ekki feitum hesti á þeim....“

Heimir Guðjónsson tók við Leifi. Hvernig hefur hann staðið sig í því hlutverki?„Stórkostlega. Hann er ótrúlega metnaðarfullur og vill allt fyrir okkur strákana gera. En hann hefur líka það sem fáir metnaðarfullir þjálfarar hafa, þ.e. ótrúlegan skilning á fótbolta og hefur hjálpað og kennt okkur ungu strákunum mjög mikið.“

En hvað er það sem gerir FH að þessu mikla stórveldi sem það er?„Það er mjög vel haldið utan um allt í Kaplakrika af stjórninni, við erum með mjög góða þjálfara, frábæra leikmenn sem

þekkja ekkert annað en að vinna og síðast en ekki síst erum við með gífurlega öfluga stuðningsmenn sem fylgja okkur í blíðu og stríðu, þó að það hafi nú aðallega verið blíða síðastliðin ár.“

Hvernig var undirbúningnum háttað fyrir þetta Íslandsmót?„Hann var mjög svipaður og áður. Við byrjuðum að æfa af krafti í janúar og var mjög erfitt prógramm alveg þangað til að við fórum til Portúgals í apríl. Það sem breyttist kannski helst var það að Heimir byrjaði með hádegisæfingar tvisvar til þrisvar í viku í janúar og þær æfingar hafa leitt til mikilla framfara hjá þeim sem mættu grimmt þar.“

Davíð Þór lenti í erfiðum meiðslum í fyrra þegar hann sleit hásin í leik. En hvernig atvikaðist það?„Þetta gerðist í Evrópuleik gegn Legia Warsaw í lok júlí í fyrra. Ég var búinn að vera stífur í hásininni mestallt sumarið og var mjög stífur í þessum leik. Ég hoppaði upp í skallabolta og lendi eitthvað vitlaust á löppinni og hásinin slitnar. Ég fór í aðgerð daginn eftir og var síðan í gifsi í u.þ.b. 2 mánuði. Þegar ég losnaði úr gifsinu þá hófst endurhæfingin á fullu og fór ég í meðferð hjá besta sjúkraþjálfara landsins, Stefáni Stefánssyni. Hann hjálpaði mér mikið og á hann stærstan þátt í því að ég gat farið að spila fótbolta aftur eftir 7 mánuði.“

Og ertu alveg búinn að jafna þig á þessum meiðslum?„Veit ekki hvort ég geti sagt að ég sé 100% í hásininni en ég finn ekki mikið fyrir henni. Það er aðallega stífleiki endrum og sinnum en ekkert meira en það. Aðalatriðið núna er að styrkja hana og vöðvana í kringum hana og það getur tekið sinn tíma.“

Hvernig finnst þér Íslandsmótið hafa farið af stað?„Bara ágætlega, reyndar hafa vellirnir spilað stórt hlutverk í fyrstu leikjunum, þeir hafa flestir verið mjög lélegir en hljóta nú að fara að batna. Ég vona að liðin reyni að spila fótbolta í sumar, ég get í það minnsta lofað því að við munum gera það, það er á hreinu.“

Hvað viltu segja við stuðningsmenn FH að lokum?„Ég vil óska Hermanni Fannari Valgarðssyni, einum mesta FH-ingi sem ég þekki, til hamingju með það að vera orðinn faðir. Þú skírðir strákinn í höfuðið á mér er það ekki...? Við tökum tvennuna í ár og þið munið eiga stóran þátt í því...“

Davíð Þór Viðarsson

Page 10: Fh football club 2007

1010

Auðun Helgason var einn besti leikmaður Landsbankadeildarinnar sumarið 2005. Hann missti af öllu mótinu í fyrra vegna meiðsla. Meiðsli settu einnig strik í undirbúningstímabilið fyrir nýhafið tímabil en fyrirliðinn er allur að koma til og styttist í að FH-ingar sjái hann hlaupa um iðagrænan Kaplakrika á ný.

Þegar Auðun sleit krossband í fyrra er það í fyrsta sinn sem hann meiðist alvarlega á ferli sínum í meistaraflokki sem hófst sumarið 1991. „Ég hef tognað, kjálkabrotnað og eitt og annað á ferlinum en það hefur aldrei tekið mig meira en nokkrar vikur að jafna mig á meiðslum þar til ég sleit krossband í febrúar í fyrra,“ sagði Auðun um meiðslin og bætti við; „maður þarf að vera rosalega duglegur og metnaðarfullur til að halda áfram eftir að lenda í svona meiðslum. Það er hægara sagt en gert að leika toppfótbolta eftir krossbandaslit, það þarf að fórna ýmsu.“

Auðun var kominn á fullt aftur í upphafi árs en kviðslitnaði í byrjun apríl. „Ég fór í aðgerð vegna nárakviðslits í lok apríl og það er að tefja mig núna. Það má kannski segja að þetta sé afleiðing af krossbandaslitinu. Ég var kominn á fullt á ný eftir minna álag síðustu 10 til 12 mánuði og það fylgja oft einhverjir fylgikvillar svona meiðslum. Annars getur maður kviðslitnað vegna veikleika í kviðveggnum sem hefur hefur myndast síðustu árin. Þetta getur verið afleiðing mikils álags í langan tíma eða gamalla meiðsla.“ Auðun segist vera í þokkalegu standi og allt sé á réttri leið þó enn vanti upp á leikæfinguna. „Ég er búinn að vera lengi frá en leikæfingin kemur fljótlega þegar maður byrjar að spila.“

Vantar ekki verkefni fyrir leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli til flýta fyrir því að komast í leikæfingu?

„Jú, það væri æskilegt að hér væri góð varaliðsdeild þar sem spilað er reglulega. Þar væri hægt að búa til vettvang fyrir unga stráka sem komast ekki í liðið og þá sem hafa verið frá vegna meiðsla til að komast í leikæfingu. Liðin í Landsbankadeildinni þyrftu að skipa lið varaliðsdeildina þar sem leikið yrði helst vikulega. Það er U23 ára lið sem er hálfpartinn varaliðsdeild en hún mætir afgangi hjá flestum liðum. Þar eru alltof fáir leikir og lítið lagt upp úr þeim. Langflest liðin eru með stóra og breiða hópa og því er ekkert því til fyrirstöðu að öll liðin myndu senda lið í varaliðsdeildina sem myndi leika tvöfalda umferð líkt og gert er í Landsbankadeildinni. Þarna væri líka vettvangur til að gefa yngri og efnilegri leikmönnum tækifæri með eldri leikmönnum sem þeir hefðu gott af.“

Eins og áður segir hefur Auðun verið lengi frá en sú hugsun að hætta í fótbolta hefur aldrei hvarflað að honum. „Það er af og frá að hætta. Þetta gefur manni ennþá svo mikið. Það er vissulega erfitt að vera þetta lengi frá og maður vill vera byrjaður að spila. Maður þrífst á því að vera í boltanum á fullu. Ég finn það að um leið og ég fer á fullt þá kemst ég í mitt gamla form aftur.“

Erum sterkari en í fyrraFH hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og trónir á toppnum eins og liðið hefur gert samfleytt frá miðju sumri 2004. Það má því ætla að það sé hægara sagt en gert fyrir Auðun að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik. „Það er erfitt fyrir alla leikmenn FH að vinna sér sæti í liðinu. Menn verða að spila mjög vel til að halda sæti sínu. Ef menn meiðast eða þurfa að taka út leikbönn þá getur það orsakað að menn þurfa að sitja nokkra leiki á bekknum. Þannig er það með mig, liðið er að spila mjög vel og vinna sína leiki á sama tíma og ég er ekki í mínu besta formi. Því þarf ég að vera rólegur og bíða eftir því að tækifæri gefist. Það skiptir engu máli þó ég sé fyrirliði liðsins enda á það ekki að skipta máli. Það væri mjög óeðlilegt að Ólafur myndi breyta liðinu á meðan það vinnur sína leiki. Ólafur er það reyndur þjálfari að hann breytir ekki sigurliði svo glatt. Hann hefur þurft að gera breytingar vegna

meiðsla Bjarka og Sigurvins en það eru þvingaðar breytingar.“

Auðun er bjartsýnn á framhaldið í sumar og er mjög sáttur við hvernig mótið hefur farið á stað hjá liðinu. „Mér finnst við leika betur en við gerðum á sama tíma í fyrra. Við höfum spilað mjög vel á köflum. Hópurinn er sterkari en í fyrra og menn eru almennt í betra formi og minna um meiðsl. Við lentum í rosalega miklum meiðslum í fyrra sem kom mikið niður á leik liðsins og menn heltust úr lestinni jafnt og þétt yfir tímabilið.“

Öflugt unglingastarf FH kom berlega í ljós á síðustu leiktíð þegar hver leikmaðurinn á fætur öðrum lagðist á sjúkrabekkinn og ungu strákarnir spiluðu stórt hlutverk í að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð í Krikann. „Það er mjög bjart framundan hjá FH. Við erum með 5 til 6 mjög efnilega stráka í hópnum og ef þeir halda vel á spöðunum þá munu þeir bera lið FH uppi eftir nokkur ár. Svo eru margir efnilegir strákar í öllu yngri flokka starfinu hjá okkur. Það æfðu nokkrir strákar úr öðrum flokki með okkur í vetur sem sýndu góða takta. Þessir strákar verða að vera þolinmóðir og leggja á sig tvöfalda vinnu þess mánuðina sem ég veit að þeir munu gera áfram.“

Deildin þarf alltaf að vera í forgangiÍ ár fellur aðeins eitt lið úr Landsbanka-deildinni því liðum verður fjölgað í 12 á næstu leiktíð. Er þetta ekki nauðsynlegt framfaraskref fyrir íslenska knattspyrnu?„Jú, ég hef sagt það í mörg ár. Það er frábært að þeir stigu þetta skref strax í stað þess að bíða og gera tilraunir með þrefalda umferð þar sem leikið yrði í höllunum snemma á vorin. Það er rétt að lengja mótið með að bæta tveimurur liðum við deildina og svo þarf að vinna markvisst í því að bæta vellina og aðstæður. Við þurfum að fá lengra og betra mót en þetta gerist hægt og rólega. Þá geta fleiri lið farið að vinna öll þessi smáatriði betur og mynda sterkari hópa. Ég trúi ekki öðru en að þetta skili sér til langs tíma.“

Auðun Helgason

Fyrirliðinn á batavegi

Page 11: Fh football club 2007

1010 11

Íslensk knattspyrna hefur einkennst lengi af varnarsinnuðum fótbolta þar sem flest lið hugsa fyrst og fremst um að tapa ekki stigum í stað þess að sækja til sigurs, Auðun vonast til að sjá breytingar á þessu. „Ég vona að þessi fjölgun verði til þess að liðin verði viljugri til að taka meiri áhættu í sínum leik og spila meiri sóknarbolta. Þetta ætti líka að hleypa meiri spennu í mótið og gera út um möguleikann á að lið séu búin að gera út um mótið í júlí. Eitthvað verðum við að gera því það hefur verið ákveðin stöðnun í íslenskum fótbolta undanfarin ár. Við höfum byggt þessar hallir en þær einar og sér gera ekki neitt. Við þurfum að auka menntun þjálfara og nýta hallirnar betur. Það þarf að vinna þetta starf fagmannlegra. Þessi fjölgun er einn liður í því.“

FH leikur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð. FH hefur komst lengst íslenskra liða eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp, aðra umferð forkeppninnar en er raunhæft að komast lengra?Við kláruðum fyrstu umferðina í fyrra og það er algjört lykilatriði að gera það. Við eigum

alltaf möguleika í annarri umferð eins og við sáum á móti Legia Varsjá í fyrra. Við vorum óheppnir hvað það voru margir meiddir hjá okkur þegar við mættum þeim. Með alla heila og smá heppni eigum alltaf möguleika á að komast í þriðju umferð forkeppninnar. Það á að vera langtímamarkmið okkar enda væri það frábær árangur. Sérstaklega væri það mikil búbót fyrir félagið fjárhagslega þar sem stórliðin bíða í þriðju umferðinni. Þar er hægt að fá stærstu liðin úr næstbestu deildunum eins og frá Portúgal, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Sviss og Austurríki og svo næstbestu liðin úr bestu deildunum, Englandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu o.s.frv.“

Fyrir lið eins og FH sem hefur tekið skref fram úr öðrum liðum á Íslandi er nauðsynlegt að mæta sterkari og meira krefjandi andstæðingum og þar spilar forkeppni Meistaradeildarinnar mikið inn í. „Við viljum alltaf vinna deildina hér heima til að eiga farseðil í þessa forkeppni, það er gríðarlega mikilvægt. Menn fá gríðarlega mikla reynslu af því að spila þessa Evrópuleiki og það er lykilatriði fyrir ungu

strákana að upplifa þessa leiki í Krikanum og spila við sterk lið. Þetta er annar fótbolti og meira krefjandi umhverfi. Ég myndi líka vilja sjá okkur fara erlendis yfir veturinn og spila við fleiri erlend lið en við gerum í dag. Það væri hægt að mæta sterkari liðum á æfingamótum þegar liðin víðsvegar um Evrópu eru í vetrarfríi. Það væru til dæmis lið frá Þýskalandi, Skandínavíu, Austurríki, Sviss o.fl. Það gæti gefið okkur helling. Við megum samt ekki fara fram úr okkur og verðum að vera raunsæ. Það er deildin heima sem gefur þessi tækifæri og hún þarf alltaf að vera í forgangi.“

Að lokum vildi Auðun skora á stuðningsmenn að halda áfram þeirri stemningu sem myndast hefur í Kaplakrika. „Það hefur verið frábær stemning í Krikanum undanfarin ár. Við verðum þó að muna að við þurfum alltaf að finna upp nýja hluti, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Stuðningsmenn verða að halda áfram að fjölmenna og smita út frá sér á jákvæðan hátt. Á því nærast leikmenn.“

Fyrirliðinn

Page 12: Fh football club 2007

1212

Ólafur Jóhannesson

„Við höfum kosið að hafa það ekki þannig að við séum að verja titilinn heldur ætlum við að vinna hann aftur,“ sagði Ólafur Jóhannesson þegar blaðamaður FH-blaðsins hitti hann að máli í fundarherberginu í Kaplakrika skömmu fyrir æfingu liðsins. FH hefur nú trónað á toppi deildarinnar í þrjú ár og haldi fram sem horfir bætist fjórði titillinn við eftir þetta tímabil.

„Auðvitað er það erfitt, það eru margir sem ætla að vinna þennan titil og samkeppnin er mikil á milli liðanna. Ég tel okkur vera með það gott lið að við getum unnið þennan titil.„

Ólafur er mjög ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur úr að ráða og telur FH hafa hárréttu blönduna sem þarf til þess að gera liðið að meisturum að nýju. Hópurinn samanstendur af reynslumiklum leikmönnum sem hafa spilað lengi saman, nýjum leikmönnum sem hafa smellpassað inn í liðið og svo ungum leikmönnum sem hafa sett mark sitt á liðið. „Í liðinu eru auðvitað reynslumiklir leikmenn sem hafa gengið í gegnum það að vinna titilinn þrisvar sinnum, þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að ganga í gegnum. Svo eru ungir leikmenn sem hafa verið að ganga upp í liðið sem hafa unnið margt í yngri flokkum og koma í þannig starfsumhverfi hjá okkur þar sem eldri og reyndari leikmenn eru kannski fyrirmyndin og kenna þeim mikið,“ sagði Ólafur og bætti við: „Öll liðin eru að leita að ákveðinni blöndu af leikmönnum. Við höfum fengið leikmenn til okkar sem styrkja okkur, við erum ekki að fá leikmenn bara til þess að fá leikmenn til okkar. Við eigum nóg af leikmönnum, ungum leikmönnum sem geta leyst ótrúlega margar stöður. Blandan hefur verið nokkuð góð í gegnum tíðina.“

Styttist alltaf í næsta sigurleik„Við getum tapað leik og komum örugglega til með að tapa leikjum, það er pottþétt. En sjálfstraustið í liðinu er geysilega mikið og við förum auðvitað í hvern leik til þess að vinna hann, það hefur aldrei verið öðruvísi og verður aldrei öðruvísi. Með mikið sjálfstraust þá líður mönnum betur inni á velli. Það getur þó komið upp í vana að menn

haldi það að menn séu ósigrandi, það er hættulegt vegna þess að það er hægt að vinna alla. Við höfum talað um þetta og farið í gegnum þetta, þetta er stór hluti af knattspyrnunni, að mótivera menn og setja menn í réttan gír.“ Ólafur virðist einmitt hafa mjög gott lag á að mótivera menn fyrir leiki því ekki er hægt að sjá á FH-liðinu að það sé undir mikilli pressu í leikjum liðsins. Hann segir alla þá pressu sem sé á liðinu komna frá þeim sjálfum og liðið láti ekki utanaðkomandi hluti trufla sig. „Menn hafa sagt: „Nú styttist í að þeir tapi,“ en við segjum á móti að það styttist í næsta sigurleik,“ sagði Ólafur og bætti því við að í öllum þeim leikjum sem FH hefur spilað hafi liðið þurft að hafa mikið fyrir stigunum, enda sé þetta ekkert gaman öðruvísi.

Eldri æfa öðruvísi„Í mínum huga var það aldrei nein spurning um að semja við þessa drengi. Það efast enginn um þeirra knattspyrnuhæfileika, þeir komu hingað af fúsum og frjálsum vilja eftir að ég hafði samband við þá,“ sagði Ólafur þegar blaðamaður spurði hann út í ákvörðunina um að fá tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni til liðsins. Þeir hafa reynst liðinu mjög vel í byrjun tímabilsins en hafa þó lent í smávægilegum meiðslum. „Þeir eiga auðvitað sína meiðslasögu eins og margir aðrir íþróttamenn en þeir hafa fengið að stýra svolítið álaginu á sig. Þeir æfðu skynsamlega í vetur og eru þess vegna í fínu standi. Auðvitað fá þeir að æfa svolítið öðruvísi hjá mér eins og aðrir eldri leikmenn hjá mér, en þeir spila ekki fyrir FH ef þeir eru ekki í líkamlegu formi eða ástandi til þess að spila og það vita þeir. Allir eru þeir, og verða að vera, í toppstandi til þess að fá að spila með FH.“

Matthías Guðmundsson gekk einnig til liðs við FH fyrir sumarið og kom þessi snöggi sóknartengiliður frá Val. Hann hefur heldur betur farið á kostum fyrir framan netmöskva andstæðinganna það sem af er sumri og er Ólafur hæstánægður með að hafa klófest kauða. „Hann hefur fallið mjög vel inn í okkar leik, við vildum auðvitað fá hann frá Val vegna þeirra hæfileika sem hann hefur.“

Sverrir einn sá efnilegastiÞegar blaðamaður talaði við Ólaf um nýja leikmenn gat hann ekki annað en minnst á Sverri Garðarsson, en Sverrir hefur verið frá síðustu tvö tímabil og kemur því inn í liðið sem nánast nýr

leikmaður. „Sverrir er ungur leikmaður og lenti í erfiðum meiðslum. Hann átti vægast sagt tvö erfið ár, við vorum að reyna að vinna í því með misjöfnum árangri. Það kastaðist í kekki á milli okkar en það var nú aldrei neitt alvarlegt. Hann hefur komið frábærlega til baka og sýnt það og sannað að hann er fyrsta flokks fótboltamaður. Hann hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að komast í þetta stand, ég veit það að hann á mikið inni ennþá því hann hefur ekki ennþá komist í sitt besta leikform. Ég tel hann

Það er gott að vera hjá FH

Page 13: Fh football club 2007

1212 13

Þjálfarinn

Það er gott að vera hjá FH

tvímælalaust vera einn af efnilegustu leikmönnum landsins.“

Valur og Keflavík verða í baráttunni„Það segir kannski mikið um FH að þeir leikmenn sem hafa verið hér núna síðustu fimm árin sem ég hef verið hérna hafa haldið tryggð við félagið. Það segir manni það eitt að þeim líður mjög vel hjá FH og það er gott að vera hjá FH.“ Þetta er e.t.v. lykillinn að velgengni FH síðustu

ár, mönnum líður vel hjá félaginu og þá verður árangurinn sýnilegur. Ólafur er að vonum ánægður með árangurinn í byrjun þessa tímabils en segir það þó vera alltof snemmt að fagna. „Ég fagna því samt auðvitað að okkur gangi vel en það er náttúrulega mikið eftir af mótinu og ekkert í höfn en auðvitað verða þessi stig ekki tekin af okkur, eða ég vona ekki allavega. Þetta hefur rúllað mjög vel fyrir okkur, við höfum spilað góða leiki og svo höfum við lent í ströggli en það hefur allt lent með okkur.“

Það var þó ekki hægt að sleppa Ólafi án þess að spyrja hann þess hvaða lið það væru sem hann teldi þau líklegustu til þess að veita FH samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. „Ég held að Valur verði klárlega í toppbaráttu, Keflavík verður í toppbaráttu og eitt annað lið, ég veit ekki alveg hvað það verður,“ sagði Ólafur áður en blaðamaður kvaddi hann þar sem leikmenn voru byrjaðir að týnast inn í Kaplakrika á leið á síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Fylki.

Page 14: Fh football club 2007

1414

Tryggvi Guðmundsson hefur farið mikinn þau tvö tímabil sem hann hefur leikið með FH. Hann skoraði 24 mörk í 34 deildarleikjum fyrstu tvö árin og hefur haldið uppteknum hætti við markaskorun á tímabilinu. Tryggvi hefur aldrei legið á skoðunum sínum og hafði margt að segja þegar FH blaðið leitaði til hans.

Tryggvi kom til FH eftir átta ár í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Englandi. Tryggvi gat ekki neitað því að hann saknar margs úr atvinnumennskunni. „Það var voðalega fínt að vinna bara í tvær klukkustundir á dag. Mæta með snyrtitöskuna, spila fótbolta og fá vel borgað fyrir,“ sagði Tryggvi og sagði að auki; „auðvitað saknar maður þess. Mér stóð til boða að halda áfram úti en ég þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. Sonur minn var kominn á skólaaldur og við vildum að hann færi í skóla hér. Maður saknar auðvitað lífs atvinnumannsins og sérstaklega þegar það rignir endalaust og er alltaf hávaðarok á meðan hitatölur í Skandínavíu eru hærri.“

Tryggvi segir muninn á fótboltanum núna og þegar hann fór út 1997 ekki svo mikinn. „Ég veit ekki hvort fótboltinn sé mikið breyttur en umgjörðin er allt allt önnur og miklu betri. Þá á ég bæði við hvernig hlúð er að leikmönnum og svo hvernig þessu er fylgt eftir hjá Sýn og öðrum fjölmiðlum. Umfjöllunin er miklu betri þó það megi alltaf laga ýmsa hluti eins og þegar myndatökumenn missa af mörkum sem hefur gerst alltof oft í ár. Þetta er samt allt á uppleið.“

Tryggvi gerði þriggja ára samning við FH þegar hann gekk til liðs við félagið sem átti að renna út í haust. „Ég framlengdi samninginn í vor til

2010 þannig að það bendir allt til þess að ég muni enda ferilinn hjá FH. Ég verð 36 ára þegar samningurinn rennur út en við munum skoða stöðuna þá. Ég hugsa að áhuginn fyrir því að leika áfram verði enn til staðar 2010 en maður verður að sjá til hvað líkaminn segir við því þegar þar að kemur.“

Árangur FH síðustu ár hefur verið framúrskarandi. Finnið þið vel fyrir því að það sé kalt á toppnum?„Maður finnur svo sannarlega fyrir því og ég skil það vel. Það vilja allir vinna Íslandsmeistarana. Það vilja allir að við töpum svo spenna sé í mótinu. Þriðja árið í röð þá upplifir maður að gengið sé til manns og maður er spurður af hverju við séum að eyðileggja mótið. Það finnst mér alltaf jafn hlægilegt. Ég man eftir því þegar Skaginn vann fimm ár í röð. Ég var í ÍBV og þá þoldi maður ekki ÍA og lagði sig meira fram gegn þeim en öðrum. Það að önnur lið leggja sig meira fram gegn okkur en öðrum gerir þetta skemmtilegra. Við þurfum alltaf að vera á tánum og það gerir okkur að betri leikmönnum.“

FH er eitt af fáum liðum deildarinnar sem spilar sóknarbolta en þrátt fyrir það nýtur liðið ekki sannmælis meðal sumra stuðningsmanna og leikmanna annarra liða. Er sú gagnrýni merki um öfundsýki?„Þetta á að minnsta kosti ekki rétt á sér. Við skorum iðulega flest mörk og fáum fæst á okkur. Þannig að ég skil þetta ekki alveg. Við látum boltann ganga vel okkar á milli og höldum löngum spyrnum í lágmarki. Árangurinn síðustu ár gerir það kannski að verkum að meiri kröfur séu gerðar til FH en flestra annarra liða. Við spilum hinn fínasta fótbolta. Við vorum mjög góðir 2005 og skoruðum og skoruðum. Við vorum ekki eins góðir í fyrra og nú í ár en höfum samt spilað fínan fótbolta. Við erum með trausta vörn, vel spilandi miðju og sterka framherja. Hvað er hægt að biðja um meira?“

Það hefur oft verið sagt að það sé erfiðara að verja titla en að vinna titla. Nú hefur FH orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð en Tryggi segir leikmenn alltaf hungra jafn mikið í titla. „Menn eru í fótbolta til að vinna. Ef menn verða saddir eiga þeir að snúa sér að öðru. Þú ert ekki á réttri hillu ef þú ert í fótbolta til að vera með. Menn vilja vinna meira, meira og meira.“

Það er alltaf gaman að líta til baka og bera saman lið frá tímabili til tímabils. Hvernig er liðið í dag í samanburði við Íslandsmeistaralið síðustu tveggja ára?„Þetta er að mörgu leyti alltaf sama liðið. Við misstum Allan Borgvardt 2005 og náðum í raun aldrei að fylla hans skarð í fyrra. Sóknarboltinn var því ekki eins tær og flottur og 2005. Svo lentum við í miklum meiðslum í fyrra en sýndum þá stærð og styrk hópsins. 2005 spiluðum við meira og minna alltaf á sömu leikmönnunum og sama liðinu. Með stöðugleikanum finna menn taktinn. Meiðslin orsökuðu það að við fundum ekki sama taktinn í fyrra en við náðum sama árangri. Það er það sem skiptir öllu máli. Það komu margir ungir strákar upp í fyrra sem stóðu sig vel og vonandi nýta þeir þá reynslu þegar líður á sumarið og halda áfram að standa sig vel.“

FH fer í öll mót á Íslandi með því hugarfari að sigra það. Það sama á líklega ekki við forkeppni Meistaradeildarinnar en engu að síður er markmið liðsins að ná góðum árangri. „2005 duttum við út í fyrstu umferð,“ sagði Tryggvi þegar hann rifjar upp gengi síðustu ára í Evrópu. „2006 komumst við í aðra umferð og verðum við því ekki að segja að við förum í þriðju umferð í ár. Menn eru nú einu sinni í boltanum til að bæta sig. Þetta er samt alltaf spurning um dráttinn. Við fengum erfiðan drátt í fyrstu umferð 2005 en í fyrra fengum við Eista sem við réðum vel við í fyrstu umferð. Við fengum svo besta lið Póllands í annarri umferð þannig að þetta snýst mikið um heppni þegar dregið er og eins þurfum við að toppa á réttum tíma. Geta liðsins er alltaf aðalatriðið þegar í þessa keppni er komið en heppnin þarf að vera með manni líka.“

Þegar íslensk lið dragast á móti sterkum en óþekktum liðum frá Austur-Evrópu hljóma alltaf raddir þar sem ætlast er til þess að íslensku liðin sigri þó þau séu yfirleitt lakari en andstæðingurinn. „Það má alltaf fara fram á betri árangur en náðst hefur í þessum Evrópukeppnum. Það setur jákvæða pressu á leikmenn. Það væri mjög flott að komast í þriðju umferð en að komast í riðlakeppnina væri bara veisla. Það er auðvitað ekki auðvelt. Það eru ekki mörg lið frá Skandínavíu sem komast í riðlana sem segir margt um hve erfitt er að ná þangað.“

Markahrókurinn

Page 15: Fh football club 2007

1414 15

Er í fótbolta til að sigra!

Page 16: Fh football club 2007

16Allt Sportið á einum stað

Page 17: Fh football club 2007

16 17

Nýliðinn

Matthías Guðmundsson gekk í raðir FH frá Val fyrir þetta tímabil og hefur svo sannarlega farið á kostum í upphafi móts. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm fyrstu leikjum FH og með frammistöðu sinni hefur hann unnið sér sæti í íslenska landsliðinu.

Hvers vegna valdir þú FH?„Það var í raun frekar einfalt val. Mér leist gríðarlega vel á allt sem sneri að klúbbnum og þetta er klúbbur með mikinn metnað. Þá skemmir heldur ekki fyrir að tveir frábærir þjálfarar stjórna liðinu og hér eru miklir möguleikar fyrir hendi til að bæta sig sem leikmaður.“

Síðan var Matthías spurður að einni klassískri. Hver er munurinn á FH og Val?„Munurinn er töluverður. Undirbúning-stímabilið var gjörólíkt því æfingar voru mjög ólíkar. Svo eru einfaldlega miklu betri leikmenn í FH og fleiri góðir ungir leikmenn sem hefur vantað mikið hjá Val að undanförnu.“

Hvernig þjálfari er Ólafur Jóhannesson?„Hann er gríðarlega góður og reyndur þjálfari sem veit hvað hann syngur. Þá hefur hann mjög mikið vit á knattspyrnu sem sést í árangri hans með liðið á undanförnum árum.“

Þú finnur væntanlega vel fyrir hefðinni sem hefur skapast hjá FH knattspyrnulega séð?„Já, það er engin spurning. Hefðin er rík hérna og virkilega gaman að upplifa hana. Maður finnur líka fyrir því að að flestir ætlast til að við vinnum hvern einasta leik sem við spilum. Þá vill fólk heldur ekkert annað en Íslandsmeistaratitil sem er bara hið besta mál. Maður veit þá allavega að fólk hefur trú á okkur.“

Hvers vegna hefur FH haft svona mikla yfirburði undanfarin ár?„Það eru nokkur atriði sem gerir FH að svona góðum klúbbi. Meðal annars er það góð umgjörð, góðir leikmenn, góðir þjálfarar,

góðir stuðningsmenn, mikill metnaður og hörð samkeppni um stöður í liðinu. Allt þetta blandast svo saman sem gerir FH að því sem það er í dag.“

Eins og margoft hefur verið talað um þá hafa FH-ingar innanborðs marga frábæra leikmenn. Hvernig er það fyrir þig að leika með þeim?„Það er einfaldlega alveg frábært. Að leika með svona mörgum góðum leikmönnum lyftir manni á hærra plan og gerir mig jafnfram að betri leikmanni. Annað er í raun ekki hægt.“

En með hvaða leikmönnum í gegnum tíðina hefur þér þótt hvað best að leika með?„Ég hef verið heppinn að hafa leikið með mörgum góðum leikmönnum og til að nefna eitthvað þá segi ég allt FH-liðið sem ég er að leika með núna.“

Þú varst valinn í landsliðið á dögunum og það hlýtur að hafa verið góð tilfinning?„Já engin spurning. Það er mikill heiður að vera valinn í íslenska landsliðið og mitt helsta markmið er að halda mínum sæti í liðinu.“

Matthías hefur verið mjög áberandi í upphafi móts fyrir vasklega framgöngu. Hann hefur skorað fjögur mörk og í raun leikið eins og engill. Er þetta þitt besta tímabil til þessa?

„Já ætli það ekki bara. Að minnsta kosti fram að þessu.“

Hvernig stuðningsmenn eiga FH-ingar?„Þá bestu. Þeir eru frábærir og skemmtilegir og láta ávallt vel í sér heyra. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að finna vel fyrir þeim.“

Eitthvað sem þú vilt segja við þá að lokum?„Þið eruð langflottastir.“

Ekkert annað félag kom til greina

Page 18: Fh football club 2007

1818

Simmi

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 8

13

1

Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.* Viðskiptavinir í Vild, Gullvild, Platínum og Námsvild.

Vildarklúbbur Glitnis er nýtt tryggðarkerfi fyrir viðskiptavini í Vildarþjónustu Glitnis.* Meðlimir safna verðmætum Glitnispunktum fyrir það eitt að vera í viðskiptum við Glitni og samstarfsaðila.

NÝJUNG Í BANKAVIÐSKIPTUM

Vildarklúbbur Glitnis margborgar sig ... punktur!

SKRÁÐUÞIG NÚNA!

PUNKTARNIRSNÚAST UM ÞIG

Page 19: Fh football club 2007

1818 19

Arnar Gunnlaugsson

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir björguðu ÍA frá falli í fyrra en þurftu samt að víkja frá félaginu í lok tímabilsins. Mörg lið hugsuðu sér gott til glóðarinnar en FH varð fyrir valinu af einfaldri ástæðu. „Við hugsuðum bara um fótboltann þegar við komum hingað, ekki fasteignir. Við vildum halda áfram að spila og besta liðið varð fyrir valinu, mjög einfalt.“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Við náðum árangri sem við erum mjög stoltir af,“ sagði Arnar um árangurinn sem þeir bræður náðu með lið ÍA á síðari hluta tímabilsins í fyrra þegar þeir tóku við liðinu í neðsta sæti deildarinnar og rifu það upp. „Við tókum við liði sem er ekkert ósvipað og KR í sumar, gott lið en eitthvað vantaði og við gerðum það að okkar liði þar sem leikgleði og sjálfstraust var fyrir hendi. Við töldum okkur vera með lið í höndunum sem myndi berjast um titilinn í sumar og því urðu það nokkur vonbrigði að fá ekki að halda áfram. Það hefði verið gaman að sjá um lið í heilan vetur og gera það á okkar forsendum því mér finnst stundum eins og mörg lið sói vetrinum og undirbúningstímabilinu í tóma vitleysu og hugsunarleysi.“

Eflumst með hverjum leikArnar finnur það að menn eru ekki orðnir saddir af titlum í Hafnarfirði og finnst stemningin í kringum liðið vera mjög góð. „Hún er mjög svipuð og hjá öðrum sigursælum liðum sem ég hef spilað fyrir, bullandi sjálfstraust og trú á því sem menn eru að gera ásamt því að liðsandinn og keppnisandinn eru toppklassi.“ Honum finnst FH-ingar þó ekki enn hafa náð að sýna sitt rétta andlit og telur liðið eiga eftir að sýna sitt besta. „Það býr miklu meira í þessu liði. Við höfum verið óheppnir með meiðsli en ég lofa því að við verðum komnir á skrið um miðjan júlí og eflumst með hverjum leik,“ sagði Arnar.

Þeir tvíburabræður, Arnar og Bjarki, hafa heldur betur ekki farið varhluta af meiðslum á sínum ferli og hefur Arnar þurft að horfast í augu við það að þurfa að breyta sínum leikstíl. „Síðustu 5-6 ár hafa verið erfið fyrir okkur og ég hef þurft að finna mér algjörlega nýjan

leikstíl sem ég náði ekki tökum á og varð sáttur við fyrr en í fyrrasumar. Ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfum mér að suma hluti sem voru sjálfsagðir í gamla daga ganga ekki upp núna. Einfaldir hlutir eins og að fara framhjá varnarmönnum og geta hluti uppá eigin spýtur eru fortíðin ein núna og það var mjög erfitt að geta ekki lengur skorað og lagt upp mörk eins og þá, en ég hef ennþá mjög gaman að þessu. Við tökum samt bara eina æfingu og einn leik fyrir í einu og sjáum til í haust hvert framhaldið verður.“

Hlutirnir breytast hrattEins og áður sagði fengu þeir bræður smjörþefinn af þjálfarastarfinu síðasta sumar þegar þeir stýrðu ÍA frá falli en Arnar telur það ólíklegt að þeir taki slíkt starf að sér aftur í bráð. “ Það er ekki líklegt á næstu árum en maður hefur lært það að hlutirnir breytast hratt. Fótbolti er stór hluti af mínu lífi og verður það alltaf en ég sé mig sinna öðrum verkefnum en þjálfun næstu árin,“ sagði Arnar við blaðamann FH-blaðsins sem lék einmitt forvitni á að vita hvort líf bissnessmannsins stangaðist ekki eitthvað á við líf knattspyrnumannsins. „Það fer allt eftir því hvernig maður skipuleggur sig. Okkar bissness snýst mikið um fundarhöld, þ.e. það er auðvelt að skipuleggja þau og einnig hefur Óli verið mjög liðlegur ef við þurfum að sleppa æfingum. Ég tek samt ofan fyrir öllum þeim leikmönnum sem vinna erfiða vinnu allan daginn og fara svo á æfingu og með fjölskyldu ofan á allt saman.“ Arnar bætti því svo við að það væri helst golfið sem fótboltinn truflaði en það yrði bara að bíða þar til knattspyrnuferillinn er á enda.

Ólafur minnir á O’Neill„Ólafur er einn vanmetnasti þjálfari sem ég hef unnið með, þrír titlar á þremur árum en samt finnst manni hann ekki fá það kredit

sem hann á skilið og það sama má segja um liðið sjálft,“ sagði Arnar um nýja þjálfarann sinn, Ólaf Jóhannesson, og líkti honum við annan sem þjálfaði hann í atvinnumennskunni með Leicester. „Hann minnir mig mikið á minn gamla stjóra, Martin O’Neill, þar sem aðalstarfið, og að mínu mati það mikilvægasta, er að finna leikmenn sem falla strax inn í hópinn og leikskipulagið. Þetta er vanmetinn eiginleiki en er að mínu mati mikilvægasta einkenni góðs þjálfara.“

Hlakka mikið til Evrópu-keppninnarArnars, Ólafs og annarra FH-inga bíður ærlegt verkefni framundan í deildinni og þá einnig í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem möguleikar liðsins hafa líklega sjaldan verið meiri á því að komast í 3. umferð hennar. „Við hugsum bara um að við eigum pottþétt heima í annarri umferðinni ef við spilum eins og menn, síðan veltur það á mótherjum og dagsforminu hvernig næsta umferð fer. Mörg lið frá A-Evrópu eru vanmetin og því verður mjög erfitt að komast í 3. umferð, en ef menn eru einbeittir og hafa trú á því sem þeir eru að gera þá er allt hægt. Ég hlakka allavega mikið til því ég veit að menn hér í FH leggja allt í sölurnar til þess að stíga skref sem ekki hafa verið stigin áður hér á landi,“ sagði Arnar sem var nýlentur frá Glasgow þegar FH-blaðið hafði samband við hann.

Boltinn truflar golfið

Page 20: Fh football club 2007

20

Fullt nafn: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson

Aldur:Nýorðinn 27 ára

Maki? Hrund Hauksdóttir

Uppáhalds matur? Humar

Besti skyndibitinn? Eldsmiðjan

Uppáhalds sjónvarpsefni? 24

Besta bíómyndin? Godfather

Lélegasta bíómyndin? Stuck on you

Uppáhalds hljómsveit:Air

Besta útvarpsstöðin? Rás 2

Uppáhalds drykkur? Vatn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila? Haukum

Besti samherjinn? Benedikt Egill Árnason

Verst klæddi samherjinn? Davíð Þór Viðarsson

Erfiðasti andstæðingur? Enginn einn sérstakur

Auðveldasti andstæðingur? Heimir Guðjóns er orðinnauðveldur á æfingum

Uppáhalds lið á Englandi? Liverpool

Uppáhalds knattspyrnumaður?Ruud Gullit

Besti leikmaður FH fyrr og síðar?Allan Borgvart

Besti leikmaður Íslands fyrr og síðar?Eiður Smári

Efnilegasti leikmaður landsins? Kristján Hauksson, Fram

Grófasti leikmaður deildarinnar? Tryggvi Bjarnason

Besti íslenski íþróttamaðurinn? Örn Arnarsson

Besti íþróttafréttamaðurinn? Höddi Magg

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í fótbolta? Handbolta

Besti þjálfari sem þú hefur haft? Ólafur Jóhannesson

ÞAR SEM FH-MAFÍAN Á HEIMA

HIN HLIÐIN

Page 21: Fh football club 2007

20

ÞAR SEM FH-MAFÍAN Á HEIMA

Page 22: Fh football club 2007

222222

Þær Álfhildur Hjörleifsdóttir og María Einarsdóttir sjá til þess að það væsi ekki um leikmenn FH fyrir leiki liðsins og að þeir fari nú ekki svangir inná völlinn. Þær fylgja liðinu hvert á land sem er og má segja að þær séu meistaraflokks-mömmurnar. Við hittum Maríu að máli á heimili hennar í blíðskaparveðri.

Það var ekki annað hægt en að sitja úti í sólinni á besta stað í Hafnarfirði. Blaðamanni lék forvitni á hvenær starf hennar í kringum liðið hefði byrjað. “Ég er

búin að vera í þessu í um 20 ár eða síðan strákurinn minn byrjaði í þessu 5 ára gamall í skólanum. Fyrst fylgdi ég þeim alltaf í æfingar og fór svo að vinna í sjoppunni hjá Rósu og svo dóttur hennar sem tók við af henni, Helgu Stínu. Svo hef ég unnið í sjoppunni í handboltanum lengst af. Svo vorum við með súpu á laugardagsmorgnum þegar fólk kom og settist niður og spjallaði og tippaði, það var rosalega gaman og heimilislegt og sorglegt að það skyldi detta uppfyrir. Mér finnst hafa dalað pínulítið félags- og samstaðan sem var.”María hefur búið í Hafnarfirði í um 30 ár og segist ekki geta orðið meiri Hafnfirðingur en hún er nú þegar.

Mikil uppbygging í FHÁ öllum þeim árum sem María hefur unnið í kringum liðið hefur hún ekki farið varhluta af þeim breytingum sem myndast hafa í kringum FH-liðið. Hér áður fyrr var það bara einn og

einn stuðningsmaður sem vogaði sér að kalla eitthvað inná völlinn en nú er það heldur betur breytt. “Jú Guð hjálpi þér, það eru mikið meiri læti. Annars er alltaf einhver sem heldur alltaf í gamla mátan en þetta er mikil breyting og leikirnir mikið meira sóttir núna. Það er það, Mafían er komin til líka þar að auki og þeir búa til mikla stemningu, þeir eiga stóran þátt í því hvernig umgjörðin er í kringum leikina núna,” sagði María. Hún fylgist að sjálfsögðu með öllum flokkum liðsins og finnst uppbyggingin vera mikil jafnt innan vallar sem utan, “alveg gífurleg, bæði hvað áhorf snertir og líka hvað yngri flokkarnir eru að skila miklu inn. Maður þekkir marga þessa stráka síðan þeir voru pollar, minn strákur og fleiri, mér finnst gaman að sjá þá komna

Stundum kölluðMæja Clinton

Page 23: Fh football club 2007

222222 23

Edda Garðarsdóttir

upp í Meistaraflokkinn. Mér finnst vera mikil uppbygging í yngri flokkum FH, mikið að gerast þar.”

Engar pylsur fyrir leikiEins og áður sagði byrjaði María að fylgja FH-liðinu þegar hennar eigin strákur byrjaði að æfa með félaginu og þótti henni mjög gaman að fylgjast með þróun strákanna á leið sinni upp í meistaraflokkinn. “Það var rosalega gaman að fara með strákunum, það var smá hópur af foreldrum sem fór alltaf. Krökkunum fannst bara leiðinlegt ef eitthvað okkar gat ekki komið, það var virkilega gaman að fara með þeim og fylgjast með þeim frá ári til árs. Ég hef alltaf haft gaman af fótbolta og handbolta þó ég hafi nú dottið aðeins útúr handboltanum eftir að ég hætti að vinna í sjoppunni.”Enn fylgir hún liðinu ásamt Álfhildi og sjá þær alfarið um að strákarnir í meistaraflokki séu vel mettir fyrir leiki liðsins og hafa gert í mörg ár. Þar hafa orðið breytingar á mataræði leikmanna. “Einu sinni var nú alltaf bara te og ristað brauð og svona en svo var farið út í matinn og síðan hefur bara verið matur,” sagði María. Blaðamaður gat þó ekki annað en spurt Maríu hvort þeir fengu ekki eitthvað annað en pylsur í matinn fyrir leiki, “ójú, það er yfirleitt sami maturinn, kjúklingapasta með meðlæti og salat og brauð.”

Pylsuvagninn alltaf á sínum stað“Maður er alltaf í einhverri stemningsvinnu, annað hvort í kringum fótboltann eða í minni vinnu, enda er ég búin að vera þar í 31 ár.” María á og rekur vinsælustu skyndibitakeðju landsins, Bæjarins bestu pylsur, og er orðin víðfræg fyrir. “Já, ég hef aðeins orðið vör við það. Það er rosalega mikil aukning á útlendingum.” Þekktust er líklega sú saga þegar Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, var að spóka sig um ásamt lífvarðasveit sinni í miðbæ Reykjavíkur og María kallaði á eftir honum hvort hann ætlaði ekki að fá sér pulsu, sem hann og gerði, blaðamaður spurði hana að því hvort ekki væri mikið búið að tala við hana um þennan atburð. “Það er nú líkast til, enda er ég búin að fá mörg viðurnefni, Mæja Clinton og frú Clinton og allavega, það er bara gaman að þessu,” sagði María en pylsuvagninn hennar í miðbænum er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar og verður enn á sínum stað eftir

að miðbænum verður breytt. “Það á ekki að hrófla neitt við þessu. Það var maður sem kom til mín um daginn sem hafði ekki komið til Íslands í 30 ár og var voðalega ánægður að sjá að vagninn var þarna ennþá og ég var þarna líka.”

FH hefur breiðan hópAð lokum töluðum við aðeins saman um gengi FH-liðsins sem María hefur að sjálfsögðu skoðun á. Við byrjuðum á því að ræða um þá ungu leikmenn sem eru að koma upp í liðið þessa dagana og hefur María mikið dálæti á Atla Guðnasyni. “Það er mjög gaman að sjá Atla Guðna hvað hann er seigur, hann er svo snöggur og kröftugur, þegar hann sér sér færi til að skjóta þá skýtur hann bara og hefur uppskorið líka. FH er með það breitt lið, margir þessara ungu stráka fá að spreyta sig,” sagði María. Þá finnst henni líka

skemmtilegt hvað nýju leikmennirnir koma vel inní liðið og virðast falla vel inn í bæjarfélagið, “maður getur ekki annað merkt á þeim en þeir séu bara Hafnfirðingar.”

Vinna vinnuna sína mjög vel“Það er orðin smá spenna því núna munar bara tveimur stigum á FH og næsta liði,” sagði María þegar farið var að tala um gengi liðsins það sem af er sumri. “Það má nú alltaf búast við því að það komi einhvern tímann tapleikur,” sagði hún en henni líst mjög vel á liðið og hefur enga trú á öðru en að fjórði titillinn verði í höfn að sumri loknu. “Mér finnst strákarnir bara hafa verið mjög góðir. Mér finnst þeir allir alltaf vinna vinnuna sína mjög vel í leikjunum, mér finnst þeir yfir höfuð mjög skemmtileg

heild. Það er létt yfir þeim, en þeir taka nú leikina alltaf mjög alvarlega. Maður

segir bara að þeir eigi eftir að vinna einn titilinn enn.,” sagði María í

góða veðrinu í Hafnarfirði áður en blaðamaður

kláraði kaffibollann sinn og skóflaði í sig kökunni sem

viðmælandinn hafði veitt honum áður en viðtalið hófst.

Page 24: Fh football club 2007