fylgigögn með starfsleyfisumsókn atlantsolíu ehf. fyrir · stöðin er útbúin sogkerfi þar...

28

Upload: others

Post on 01-May-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst
Page 2: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst
Page 3: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Urðarhvarf 6|203 Kópavogur|Sími: 422 3000|[email protected]|www.mannvit.is

Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir

sjálfsafgreiðslustöð að Starengi 2, 115 Reykjavík

Fskj. 1: Greinargerð um starfsemi stöðvarinnar.

Fskj. 2: Deiliskipulag af Engjahverfi, C-hluta.

Fskj. 3: Afstöðumynd af bensínstöðinni að Starengi 2.

Fskj. 4 Olíugeymar, eldsneytislagnir, frárennslislagnir og olíuskilja.

Fskj. 5: Viðbragðsáætlun og köllunarskrá.

Fskj. 6: Áætlun um tímabundna eða varanlega rekstrarstöðvun.

Fskj. 7: Umhverfismarkmið

Fskj. 8: Ábyrgðartrygging bráðamengunar

Page 4: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 1 - Greinargerð um starfsemi stöðvarinnar

Page 5: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐ

STARENGI 2

REYKJAVÍK

Greinargerð um starfsemi stöðvarinnar

Febrúar 2019

Page 6: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

EFNISYFIRLIT

1. BENSÍNSTÖÐ .................................................................................................................. 1

1.1 STARFSMENN MEÐ TILLITI TIL ÁBYRGÐAR ................................................................... 1

1.2 AFSTÖÐUMYND BENSÍNSTÖÐVAR ................................................................................ 1

1.3 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM OLÍUGEYMA OG OLÍUKERFI ....................................... 1

1.3.1 Afgreiðslubúnaður .................................................................................................. 1

1.3.2 Eldsneytisgeymar ................................................................................................... 1

1.3.3 Olíulagnir ............................................................................................................... 1

1.4 OLÍUSKILJA ................................................................................................................. 1

1.5 EFTIRLITSBÚNAÐUR .................................................................................................... 2

1.6 SLÖKKVITÆKI ............................................................................................................. 2

1.7 MENGUNARVARNABÚNAÐUR ...................................................................................... 2

2. VIÐBRAGÐSÁÆTLUN VEGNA SLYSA OG ÓHAPPA ........................................... 2

3. INNRA EFTIRLIT ........................................................................................................... 2

3.1 DAGLEGT EFTIRLIT ...................................................................................................... 2

3.2 VIKULEGT EFTIRLIT ..................................................................................................... 2

3.3 MÁNAÐARLEGT EFTIRLIT ............................................................................................ 3

3.4 ÁRLEGT EFTIRLIT ........................................................................................................ 3

4. MÓTTAKA ELDSNEYTIS Á BIRGÐAGEYMA ........................................................ 3

4.1 ÁBYRGÐ OLÍUBIFREIÐASTJÓRA ................................................................................... 3

5. LÓÐ, HIRÐING OG UMGENGNI ................................................................................ 3

5.1 HREINSUN Á OLÍUSKILJU, FRÁRENNSLISLÖGNUM OG SANDGILDRUM ........................... 3

Page 7: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

1

1. BENSÍNSTÖÐ

1.1 Starfsmenn með tilliti til ábyrgðar

Framkvæmdarstjóri Atlantsolíu ber ábyrgð á daglegum rekstri bensínstöðvarinnar.

Tæknistjóri er tengiliður milli Atlantsolíu og þeirra fyrirtækja og stofnana er koma að

eftirlits- og öryggismálum stöðvarinnar.

Viðskiptavinir dæla sjálfir á bifreiðar og er stöðin því skilgreind sem sjálfsafgreiðslu-

stöð.

Olíuflutningabílstjórar sem hafa hlotið tilskylda þjálfun munu annast áfyllingu á

birgðageyma stöðvarinnar.

1.2 Afstöðumynd bensínstöðvar

Teikningar af afstöðu tækja og búnaðar bensínstöðvarinnar eru í meðfylgjandi

fylgiskjölum.

1.3 Tæknilegar upplýsingar um olíugeyma og olíukerfi

1.3.1 Afgreiðslubúnaður

Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr

geymunum. Atlantsolía hyggst skipta um afgreiðslutæki. Stöðin verður útbúin einu

afgreiðslutæki sem er með fjórum afgreiðslubyssum fyrir bæði bensín og díselolíu. Í

afgreiðslutækinu verður slittengi í tilfelli þess að ekið sé á brott án þess að taka

afgreiðslubyssu úr bíl.

Engar sjáanlegar breytingar verða á stöðinni nema annað útlit afgreiðslutækja.

1.3.2 Eldsneytisgeymar

Á stöðinni eru þrír niðurgrafnir 20.000 lítra eldsneytisgeymar, tveir fyrir bensín og

einn fyrir díselolíu. Geymarnir eru úr stáli og smíðaðir skv. NS-1541. Geymarnir

eru með olíuþolinn PEH dúk til tæringarvarnar að utan. Utan við tæringarvarnar-

dúkinn er svo fyllt að geymunum með fínum sandi. Geymarnir verða útbúnir með

rafrænu hæðamælakerfi, vatnsskynjara og yfirfyllivörn í apríl 2019.

Staðsetningu og frágang geymanna má sjá nánar á uppdrætti í fylgiskjali 4. Á

uppdrættinum eru sýndir fjórir geymir en í reynd eru þeir þrír. Gert var ráð fyrir að

sá sem er sýndur næstur dælueyjunni kæmi síðar en ekkert varð af því.

1.3.3 Eldsneytislagnir

Eldsneytislagnir eru PEL rör Ø54 mm merki POL 171 MITKO 54-9.8 bar SA-1-

2305.

Á uppdrætti í fylgiskjali 4 er gefin lýsing á lögnum og afstöðu þeirra gagnvart

geymum og dælueyjum.

1.4 Olíuskilja

Við stöðina er sambyggð olíu- og sandskilja sem tryggir að olía sem mögulega fer

Page 8: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

2

niður við áfyllingu á birgðageyma stöðvarinnar eða við áfyllingu viðskiptavinar á

bifreið fari ekki í frárennsliskerfi. Fyrirhugað er að koma skynjara fyrir í skiljunni til

að uppfylla gr. 20 í reglugerð 884/2017, um að olíuskiljur skuli útbúnar sjálfvirkum

viðvörunarbúnaði. Áætluð dagsetning er 1. júní 2019. Þangað til verður handmælt í

skiljum skv. verklagsreglum Atlantsolíu, eins og Olís hefur gert til þessa.

Afstöðumynd af olíuskilju og nánari lýsingu er í fylgiskjali 4.

1.5 Eftirlitsbúnaður

Eftirlitsmyndavélar fylgjast með afgreiðslubúnaði stöðvarinnar.

Rafrænir hæðamælar og vatnsnemar verða settir í birgðageyma stöðvarinnar í apríl

2019.

Yfirfyllingarvarnarnemar eru í birgðageymum stöðvarinnar.

1.6 Slökkvitæki

Handslökkvitæki er til staðar ef til minni eldsvoða kemur.

Ef til stærri brunaóhappa kemur skal kalla til slökkvilið samkvæmt meðfylgjandi

viðbragðsáætlun í fylgiskjali 5.

1.7 Mengunarvarnabúnaður

Mengunarvarnabúnaður er til staðar á bensínstöðinni til að koma í veg fyrir

minniháttar skaða. Búnaðurinn samanstendur af ísogsefnum, ísogsmottum o.fl.

Búnaðurinn er geymdur í skáp staðsettum við öndunarrör stöðvarinnar.

2. VIÐBRAGÐSÁÆTLUN VEGNA SLYSA OG ÓHAPPA

Viðbragðsáætlun stöðvarinnar má sjá í fylgiskjali 5 en hún verður alltaf aðgengileg á

sjálfsafgreiðslustöðinni. Viðbragðsáætlunin verður einnig aðgengileg hjá Öryggis-

miðstöð Íslands hf. sem sér um öryggismál Atlantsolíu. Viðbragðsáætlun snýr að

tveimur þáttum:

• Mengunaróhöpp og slys

• Bruni

3. INNRA EFTIRLIT

3.1 Daglegt eftirlit

Daglegt eftirlit verður með birgðastöðu með aflestri dreifingarstjóra úr MX-2100

bensínstöðvarkerfi þar til rafrænir mælar verða teknir í notkun í apríl 2019. Eftir það

er lesið af rafrænum mælum í birgðageymum.

3.2 Vikulegt eftirlit

Starfsmenn tæknideildar munu fara tvisvar í viku í eftirlitsferð á stöðina, tæma

sorptunnur, þrífa dælur og fara almennt yfir tæki stöðvarinnar.

Page 9: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

3

3.3 Mánaðarlegt eftirlit

Mánaðarlega verður fylgst með því hvort vatn sé í birgðageymum og gerður

samanburður á rafrænum nema og handmælingu. Niðurstöður verða skráðar í

eftirlitsbók.

Mánaðarlega verður magn í birgðageymum mælt og gerður samanburður á rafrænum

nema og handmælingu. Niðurstöður verða skráðar í eftirlitsbók.

Mánaðarlega verður fylgst með magni sora í sandskilju og olíumagni í olíuskilju.

Niðurstöður verða skráðar í eftirlitsbók.

Vöktunarbúnaður birgðageyma verður prófaður mánaðarlega og niðurstöður skráðar

í eftirlitsbók.

Mánaðarlega verður farið almennt yfir stöðina samkvæmt eyðublaði fyrir umhirðu

utanhúss og niðurstöður skráðar.

3.4 Árlegt eftirlit

Vöktunarbúnaður stöðvarinnar verður yfirfarinn árlega samkvæmt leiðbeiningum

framleiðanda og niðurstöður prófana skráðar á eyðublað fyrir viðhald og breytingar.

4. MÓTTAKA ELDSNEYTIS Á BIRGÐAGEYMA

4.1 Ábyrgð olíubifreiðastjóra

Í hvert skipti sem olíubifreiðastjóri fyllir á eldsneytisbirgðageyma ber honum að skrá

það í handbók sína og færa mánaðaryfirlit á eyðublöð í eftirlitsbók.

Olíubifreiðastjóri með fullgild ODR réttindi mun ávallt vera staðsettur við olíubíl á

meðan áfylling fer fram.

5. LÓÐ, HIRÐING OG UMGENGNI

Atlantsolía leggur áherslu á þrifalegt ytra umhverfi stöðvarinnar og mun halda

bókhald um ástand og umhirðu utanhúss.

5.1 Hreinsun á olíuskilju, frárennslislögnum og sandgildrum

Einu sinni á ári verður hreinsað upp úr sandföngum niðurfalla og brunna.

Olíu- og sandskilja verður tæmd einu sinni á ári hið minnsta eins og lög kveða á um.

Page 10: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 2 - Deiliskipulag

Page 11: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst
Page 12: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 3 – Afstöðumynd

Page 13: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst
Page 14: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 4 – Olíugeymar, eldsneytislagnir, frárennslis-lagnir og olíuskilja

Page 15: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst
Page 16: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 5 – Viðbragðsáætlun og köllunarskrá

Page 17: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

KÖLLUNARSKRÁ VEGNA

MENGUNARÓHAPPA OG SLYSA

06.05.16

Neyðarsími: 112

Öryggismiðstöð Íslands:

530 2400

Fulltrúar Atlantsolíu : 825-3160

825-3150

825-3104

Aðalnúmer Atlantsolíu: 591-3100

Starfsmenn Hreinsitækni: 461-4100

896-8725

895-6130

Heilbrigðiseftirlit: 411-1111

Page 18: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

VIÐBRÖGÐ VIÐ YFIRFYLLINGU

BIRGÐAGEYMA Á BENSÍNSTÖÐ

FYRSTU VIÐBRÖGÐ EF GEYMIR YFIRFYLLIST

• Rjúfa rennsli frá olíubíl – stöðva dælu / loka fyrir loka.

• Stíga frá og átta sig á aðstæðum

• Ekki aftengja áfyllingarbarka eða gufusöfnunarbarka

Án undantekninga skal hafa samband við dreifingarstjóra sem tekur ákvörðun um aðgerðir.

Ef ástandið er óviðráðanlegt skal gera eftirfarandi

• Hringja í 112

• Loka afgreiðslusvæði fyrir allri umferð og koma fólki burtu af hættusvæði.

• Slökkvilið og lögregla taka við allri stjórn á svæðinu.

• Verja niðurföll og hefta rennsli yfir svæðið, nota neyðarsett.

• Hreinsa upp með ísogsefnum það sem hægt er, t.d. sandi.

• Skola afgang í olíuskilju með spúlslöngu.

• Tæma og hreinsa bensín- og olíuskiljur.

• Skrá óhapp í rekstrarhandbók.

• Tilkynna til heilbrigðiseftirlits.

Öll óhöpp, bilanir, viðgerðir og annað það er gerist á bensínstöð skal skrá í

rekstrarhandbók viðkomandi stöðvar.

STRANGLEGA BANNAÐ AÐ REYKJA Á SVÆÐINU

Page 19: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

MENGUNARÓHÖPP OG SLYS –

FYRSTU AÐGERÐIR

06.05.16

Ábyrgð: Starfsmenn Atlantsolíu

1. Hringja í Neyðarlínu ef um umfangsmikið óhapp er að ræða

- Lýsa stuttlega óhappi sem orðið hefur.

- Óska eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu.

2. Hringja í Öryggismiðstöð Íslands

- Sér um að kalla til fleiri starfsmenn Atlantsolíu og starfsmenn

Hreinsitækni hf. til að hreinsa upp þau efni sem lekið hafa út.

- Tilkynna fulltrúa Atlantsolíu um mengunaróhappið.

- Tilkynna Heilbrigðiseftirliti um mengunaróhappið sem orðið hefur.

3. Koma í veg fyrir frekara tjón

- Tryggja að leki verði ekki meiri en orðinn er.

- Finna til ísogsefni og afmarka leka.

4. Tryggja vinnustaðinn gagnvart frekari mengunarslysum

- Stöðva umferð um svæðið.

NEYÐARNÚMER:

Neyðarsími: 112

Öryggismiðstöð Íslands 530 2400

Fulltrúar Atlantsolíu : 825-3160

Starfsmenn Atlantsolíu: 825-3150 825-3104

Starfsmenn Hreinsitækni 461-4100, 895-6130, 587-8720

Heilbrigðiseftirlit: 411-1111 Gefið nákvæmlega upp:

❑ Hver hringir

❑ Hvað hefur gerst

❑ Hvar óhappið er

❑ Láta staðfesta upplýsingar

Page 20: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

BRUNI

06.05.16

Ábyrgð: Starfsmenn Atlantsolíu

1. Hringja á slökkvilið í 112

❑ Lýsa nákvæmlega hvar slökkvilið á að koma.

❑ Taka á móti slökkviliði og vísa á staðinn.

2. Hringja í Öryggismiðstöð Íslands

❑ Þeir sjá um að láta fulltrúa Atlantsolíu vita um bruna.

3. Næstu aðgerðir

❑ Rýma svæðið

❑ Rýma til fyrir aðkomu og fjarlægja eldsmat af nærliggjandi svæðum.

❑ Hefja slökkvistarf með tiltækum búnaði.

❑ Slökkvilið metur ástandið m.a. hvort þurfi að standa vakt.

4. Hreinsun svæðis

❑ Eftir að slökkvistarfi er lokið og slökkvilið farið af vettvangi þarf að

meta umfang mengunar og þörf á að hreinsa upp svæðið. Fulltrúi

heilbrigðiseftirlits kallaður til aðstoðar við þess háttar mat.

❑ Senda skal tóm slökkvitæki tafarlaust í endurhleðslu.

NEYÐARNÚMER:

Neyðarsími: 112

Öryggismiðstöð Íslands: 530 2400

Fulltrúar Atlantsolíu: 825-3160, 825-3104, 825-3150

Heilbrigðiseftirlit: 411-1111 Gefið nákvæmlega upp:

❑ Hver hringir

❑ Hvað hefur gerst

❑ Hvar óhappið er

❑ Láta staðfesta upplýsingar

Page 21: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

DÆMI UM VIÐBRÖGÐ GAGNVART

MENGUNARÓHÖPPUM OG ELDSVOÐA

06.05.16

DÆMI 1 - MENGUNARÓHAPP

Eldsneyti lendir á útisvæði u.þ.b. 50 lítrar vegna mistaka í afgreiðslu eða leka úr geymi ökutækis. Viðbrögð:

Rjúfa straum að dælum.

Hringja í 112 sem ræsir út slökkvilið og lögreglu.

Hringja í Öryggismiðstöð Íslands.

Loka afgreiðslusvæði fyrir umferð og koma fólki af hættusvæði.

Grípa neyðarsett, stífla ræsi og nota ísogsbúnað.

Loka frárennsli frá skiljum.

Skola afgang í olíuskilju með spúlslöngu.

Kanna hvort tæma þarf olíuskilju.

Ganga svo frá málum að umhverfið beri ekki merki óhapps.

Skrá óhapp í rekstrarhandbók.

Tilkynna til heilbrigðiseftirlits ef þörf er á.

DÆMI 2 - MENGUNARÓHAPP

Mikið eldsneyti, 100 lítrar eða meira. Gæti verið vegna mistaka í afgreiðslu, leka eldsneytistanks hjá viðskiptavini eða bilunar dælubúnaðar. Viðbrögð:

Rjúfa straum að dælum

Hringja í 112 sem ræsir út slökkvilið og lögreglu.

Hringja í Öryggismiðstöð Íslands.

Loka afgreiðslusvæði fyrir umferð og koma fólki af hættusvæði.

Verja niðurföll og hefta rennsli yfir svæðið, nota neyðarsett.

Hreinsa upp með ísogsefnum það sem hægt er.

Skola afgang í olíuskilju með spúlslöngu.

Tæma og hreinsa bensín- og olíuskiljur.

Skrá óhapp í rekstrarhandbók.

Tilkynna til heilbrigðiseftirlits.

Page 22: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

DÆMI UM VIÐBRÖGÐ GAGNVART

MENGUNARÓHÖPPUM OG ELDSVOÐA

06.05.16

DÆMI 3 – ÓHAPP VIÐ ÁFYLLINGU BIRGÐATANKA

Mikið eldsneyti, 500-1000 lítrar. Bensín fer í fráveitukerfi. Viðbrögð:

Rjúfa straum að dælum.

Hringja í 112 og svo Öryggismiðstöð Íslands.

Loka afgreiðslusvæði fyrir allri umferð og koma fólki burtu af hættusvæði.

Slökkvilið og lögregla taka við allri stjórn á svæðinu.

Verja niðurföll og hefta rennsli yfir svæðið, nota neyðarsett.

Hreinsa upp með ísogsefnum það sem hægt er, t.d. sandi.

Skola afgang í olíuskilju með spúlslöngu.

Tæma og hreinsa bensín- og olíuskiljur.

Skrá óhapp í rekstrarhandbók.

Tilkynna til heilbrigðiseftirlits.

DÆMI 4 – ELDUR Á AFGREIÐSLUSVÆÐI

Bensíngeymir dettur undan bíl á afgreiðsluplani og eldur kviknar. Viðbrögð:

Rjúfa straum að dælum.

Hringja í 112 og Öryggismiðstöð Íslands.

Loka afgreiðslusvæði fyrir umferð og koma fólki af hættusvæði.

Reynið slökkvistarf með handtækjum ef aðstæður leyfa.

Slökkvilið ræður aðgerðum eftir að það kemur á staðinn.

Frágangur, þrífa skal ummerki eftir skaða.

Skrá óhapp í rekstrarhandbók.

Page 23: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 6 - Áætlun um tímabundna eða varanlega rekstrarstöðvun

Page 24: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Mars 2019

Efni: Áætlun um frágang komi til rekstrarstöðvunar sjálfsafgreiðslustöðvar Atlantsolíu

að Starengi 2 í Reykjavík.

Eftirfarandi er áætlun þar sem kemur fram hvernig Atlantsolía ehf. hyggst ganga frá

rekstrarsvæðinu í tilviki rekstrarstöðvunar birgðastöðvarinnar.

• Allir birgðatankar sem innihalda olíu, bensín eða aðrar tegundir eldsneytis verða tæmdir

og hreinsaðir.

• Allar olíulagnir sem tengjast sjálfsafgreiðslustöðinni verða tæmdar af eldsneyti og

hreinsaðar.

• Olíuskiljur, brunnar og frárennslislagnir verða tæmdar og hreinsaðar.

• Öll spilliefni verða fjarlægð af svæðinu og þeim fargað af viðurkendum aðilum.

• Atlantsolía ehf. mun í samráði við viðkomandi yfirvöld, taka ákvörðun um hvað gera

skuli við birgðatanka, lagnir, byggingar og önnur mannvirki birgðastöðvarinnar.

• Hugsanlegt niðurrif og eða flutningur á búnaði stöðvarinnar verður unnið í nánu samráði

við viðkomandi yfirvöld.

• Jarðvegur sem hugsanlega mengast við niðurrif stöðvarinnar eða telst mengaður af

öðrum orsökum, verður fjarlægður og fargað á viðurkendan hátt.

Page 25: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 7 – Umhverfismarkmið

Page 26: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

UMHVERFISMARKMIÐ

SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐVAR

Atlantsolía ehf. leggur áherslu á að starfssemi sjálfsafgreiðslustöðvarinnar sé í sátt við

umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa frá starfsemi fyrirtækisins.

Atlantsolía ehf. stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsmanna í stöðugum

umbótum.

Atlantsolía ehf. leggur ríka áherslu á að uppfylla kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi,

lögum og reglum um umhverfismál.

Til að tryggja stöðugar framfarir í umhverfismálum setur Atlantsolía ehf. sér

eftirfarandi umhverfismarkmið fyrir sjálfsafgreiðslustöðina:

✓ Aukin þekking starfsmanna á umhverfisáhrifum með reglulegri fræðslu

✓ Aukin skilvirkni eftirlits með uppfærslu leiðbeininga í rekstrarhandbók

✓ Aukið öryggi með fyrirbyggjandi viðhaldskerfi búnaðar

Page 27: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst

Fskj. 8 - Ábyrgðartrygging bráðamengunar

Page 28: Fylgigögn með starfsleyfisumsókn Atlantsolíu ehf. fyrir · Stöðin er útbúin sogkerfi þar sem dælurnar eru í afgreiðslutækinu og soga upp úr geymunum. Atlantsolía hyggst