heilsuleikskólinn holtakot...grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna...

28
Ábyrgðarmaður: Ragnhildur Skúladóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólinn Holtakot Breiðumýri, 225 Garðabær Sími: 550-2340. Netfang: [email protected] www.holtakot.is Skólanámskrá 2014 Heilsuleikskólinn Holtakot

Upload: others

Post on 10-Nov-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

Ábyrgðarmaður: Ragnhildur Skúladóttir, leikskólastjóri

Heilsuleikskólinn Holtakot

Breiðumýri, 225 Garðabær

Sími: 550-2340.

Netfang: [email protected]

www.holtakot.is

Skólanámskrá 2014

Heilsuleikskólinn Holtakot

Page 2: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

2

1. Efnisyfirlit

Inngangur ................................................................................................................................... 3

1. Saga leikskólans .................................................................................................................. 4

2. Hugmyndafræði og gildi leikskólans .................................................................................. 4

2.1 Leiðarljós Holtakots .................................................................................................... 5

2.2 Áherslur í vinnu að leiðarljósum leikskólans .............................................................. 5

2.3 Samskiptasáttmáli – þátttaka barna, foreldra og starfsfólks ........................................ 6

3. Helstu áhersluþættir í starfi leikskólans .............................................................................. 6

3.1 Uppbyggingarstefnan ................................................................................................... 6

3.2 Grænfáninn .................................................................................................................. 8

3.3 Hreyfing ..................................................................................................................... 10

3.4 Leikur og nám ............................................................................................................ 10

4. Grunnþættir menntunar og námssvið leikskólans ............................................................. 11

4.1 Læsi ........................................................................................................................... 12

4.2 Heilbrigði og velferð ................................................................................................. 16

4.3 Jafnrétti ...................................................................................................................... 19

4.4 Lýðræði og mannréttindi ........................................................................................... 19

4.5 Sköpun ....................................................................................................................... 21

4.6 Sjálfbærni ................................................................................................................... 22

5. Helstu áherslur í námsumhverfi leikskólans ..................................................................... 23

5.1 Dagskipulag ............................................................................................................... 24

6. Mat á vellíðan og námi barna ............................................................................................ 24

7. Mat á leikskólastarfi .......................................................................................................... 25

7.1 Þátttaka foreldra, barna og starfsfólks ....................................................................... 25

8. Fjölskyldan og leikskólinn ................................................................................................ 25

8.1 Áherslur í foreldrasamstarfi ....................................................................................... 26

9. Tengsl skólastiga ............................................................................................................... 26

9.1 Samstarfsáætlun milli leik-og grunnskólans .............................................................. 27

Page 3: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

3

Inngangur

Skólanámskrá Holtakots er yfirlýsing um hugmyndafræði, skipulag, vinnubrögð og gildi sem

lögð eru til grundvallar í leikskólastarfinu.

Skólanámskráin:

o Gerir skólastarfið sýnilegra.

o Veitir yfirsýn yfir forsendur í rekstri leikskólans.

o Gerir skólastarfið markvissara.

o Veitir heildarsýn yfir uppeldisstarfið.

o Gefur starfsfólki skýrari upplýsingar um hvers er vænst af því.

o Gerir nýju starfsfólki auðveldara með að komast inn í starfið.

o Auðveldar markvisst samstarf við foreldra og aðra samstarfsaðila.

Skólanámskráin byggir á:

o Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sem er stefnumótandi leiðarvísir um

uppeldisstörf í leikskólum og byggist á markmiðslýsingu laga um leikskóla.

o Lögum um leikskóla nr. 90/2008.

o Reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.

o Reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara nr. 872/2009.

o Reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um

skólahald nr. 893/2009.

o Reglugerð um miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla nr. 896/2009.

o Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og

nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010.

Page 4: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

4

1. Saga leikskólans

Holtakot hóf starfsemi sína þann 28. apríl 2006 í glæsilegri nýbyggingu. Fyrstu börn skólans

hófu skólagöngu sína þann 2. maí 2006. Skólinn er einsetinn með um 80 rými og er hann

opinn frá kl. 07:30 á morgnana til kl. 17:00 síðdegis. Nöfn skóla og deilda eru dregin af

örnefnum og staðháttum á Álftanesi. Fjórar deildir eru í skólanum og bera þær nöfnin Mýri,

Seyla, Tröð og Hlið. Miðja skólans kallast Skansinn eftir skika á Bessastaðanesi. Á Holtakoti

er áhersla lögð á leikinn. Jafnframt eru áhersluþættir skólans Uppbyggingarstefnan - uppeldi

til ábyrgðar, hugmyndafræðin byggist á hugmyndum Diane Gossen- uppbyggingu sjálfsaga.

Námið einkennist af virkni hvers og eins þar sem einstaklingurinn byggir upp þekkingu sína

út frá eigin reynslu. Mikil áhersla er á hollt mataræði og hreyfingu og hefur það verið alveg

frá upphafi skólans. Þann 28. apríl árið 2011 stigum við það skref að verða hluti af

heilsuskólum landsins og vorum 18. skólinn í þeirri stefnu. Auk þess unnum við að

Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012

vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt mjög góðu og stóru útivistarsvæði. Arkitekt

hússins er Ferdinand Alfreðsson.

2. Hugmyndafræði og gildi leikskólans

Frá stofnun skólans hefur stefnan verið að gera „draumaleikskólann“ og var bæði

heilsusamlegur lífsstíl til hliðsjónar hvað varðar matarræði og hreyfingu. Í samstarfi við hina

skólana í bæjarfélaginu tileinkum við okkur Uppeldi til ábyrgðar sem fellur vel að

markmiðum heilsuskóla.

Í Holtakoti er lögð áhersla á skapandi starf, leik barnanna og hreyfingu allt skólaárið. Þar sem

samfélagið okkar breytist hratt, er sífellt mikilvægara að hreyfiþjálfun barna sé sinnt, þar

sem þau hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig. Í hreyfingu læra börnin að stjórna líkama sínum og

því hvernig þau geta notað hann. Auk þess stuðlar öll hreyfing að andlegri og líkamlegri

vellíðan. Ung börn eru mjög móttækileg fyrir því að læra um heilbrigðan líffstíl sem er

grunnur að góðu og heilbrigðu líferni seinna á lífsleiðinni.

Þar sem við höfum heilsusamlegan lífsstil að leiðarljósi leggjum við mikla áherslu á hollt

mataræði þar sem börnin fá fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á aukna neyslu grænmetis

og ávaxta. Allur matur í leikskólanum er unninn frá grunni og leitast er við að nota sem

minnst af unnum matvörum. Allt brauð er bakað á staðnum og grænmeti er keypt lífrænt

ræktað þegar hægt er. Vatn er mikilvægur hluti af hollu mataræði og vitað er að hæfileg

vatnsdrykkja eykur velliðan yfir daginn. Þess vegna eru öll börnin með vatnsbrúsa sem þau

Page 5: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

5

geta gengið í yfir daginn. Á sumrin sækjum við um reit hjá bæjarfélaginu og ræktum

kartöflur og grænmeti í garði rétt hjá leikskólanum og sér starfsfólk um þá ræktun ásamt

börnunum í leikskólanum, sem lið í sumarstarfi. Mikilvægt er að skapa börnum tækifæri til

leiks á eigin forsendum. Í gegnum leikinn öðlast þau færni í mannlegum samskiptum sem

eflir félagsþroska þeirra. Leikurinn er því kjarninn í öllu uppeldisstarfi leikskólans.

2.1 Leiðarljós Holtakots

Leiðarljós Holtakots í allri vinnu er jákvæðni, öryggi og virðing. Jákvæðni stendur fyrir að

vera reiðubúin/n að leggja sitt að mörkum með gleði og brosi á vör, bregðast jákvætt við allri

hegðun og sjá það besta í öllum.

Öryggi stendur fyrir þá tilfinningu að umhverfi okkar veiti okkur öryggi og vellíðan bæði

andlega og líkamlega.

Virðing stendur fyrir þá grundvallarskoðun að einstaklingar eru ólíkir og bera á virðingu fyrir

hverjum og einum og skoðunum þeirra.

2.2 Áherslur í vinnu að leiðarljósum leikskólans

Að búa börnunum skapandi umhverfi, forvitnilegt og fjölbreytt til náms, gegnum leik

og störf sem efla alhliða þroska þeirra.

Að börnin læri að taka tillit til annarra og efli með sér skilning á tilfinningum og

þörfum annarra.

Að efla jákvæða sjálfsvitund, sjálfstraust og sjálfsmynd barnanna, svo þau verði

sjálfstæðir einstaklingar, sem geta valið og hafnað út frá eigin forsendum.

Að börnin læri að vinna með öðrum og beri virðingu fyrir umhverfinu sínu og öðrum.

Að foreldrar, starfsfólk og börn séu ánægð og líði vel í leikskólanum.

Að barnið vinni út frá eigin áhuga og reynslu, sé virkt og skapandi í leik sínum og

læri með því að prófa sig áfram.

Að barnið læri í gegnum félagsleg samskipti við fullorðna og önnur börn.

Að verkefni séu ögrandi og veiti barninu aukinn þroska og vitneskju.

Í gegnum leikinn er barninu boðið upp á fjölbreytt viðfangsefni sem koma til móts við

þarfir þess, áhuga og getu auk þess sem þau stuðla að auknum þroska.

Að barnið kynnist umhverfi sínu, náttúru landsins og læri að bera virðingu fyrir því.

Að gott samstarf, traust og gagnkvæm virðing skapist milli heimilis og skóla.

Page 6: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

6

Til að ná fram þessum markmiðum og tengja leiðarljósin í gegnum starfið var gerður

samskiptasáttmáli þar sem gagnvirk samskipti eru höfð að leiðarljósi.

2.3 Samskiptasáttmáli – þátttaka barna, foreldra og starfsfólks

Samskiptasáttmáli á Heilsuleikskólanum Holtakoti

Við viljum hafa góð samskipti sem einkennast af heiðarleika, umburðarlyndi og

jákvæðni.

Koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.

Sýnum gleði, áhuga, ábyrgð og fagmennsku í starfi.

Komum vel fram við hvert annað og af virðingu.

Tölum vel hvert um annað, skólann, foreldra og börn bæði innan dyra sem utan.

Hlýlegt viðmót, kærleiksrík og heiðarleg samskipti.

Börn, foreldrar og starfsfólk fá tækifæri til að segja sinn hug og ákvarðanir eru teknar

á lýðræðislegan hátt.

Hugmyndir og óskir foreldra eru virtar.

Að börn deili skoðunum og hugmyndum, tjái sig með ólíkum hætti og eigi jákvæð og

uppbyggileg samskipti í barnahóp.

3. Helstu áhersluþættir í starfi leikskólans

Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu áhersluþáttum í starfi leikskólans, þessir þættir

samtvinnast í dagskipulagi skólans.

3.1 Uppbyggingarstefnan

Uppeldisaðferðin sem skólinn leitast við

að taka mið af bæði í starfsmannastefnu

sinni og í daglegri umgengni við börnin,

nefnist Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging

sjálfsaga. Aðalmarkmið aðferðarinnar er

að ýta undir sjálfsaga og sjálfsstjórn barna

með því að skapa aðstæður fyrir barnið til

að læra af mistökum sínum sem það gerir

í samskiptum við aðra, því gengið er út frá

þeirri grundvallarhugmynd að enginn geti í raun stjórnað öðrum – aðeins sjálfum sér. Með

aðferðinni þjálfast börnin í að skynja tilfinningar sínar og segja frá líðan sinni og læra að

Page 7: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

7

þekkja grundvallarþarfir sínar og annarra. Á einfaldan hátt læra börnin líka um lífsgildi –

hvað okkur öllum finnst mikilvægast. Börnin læra af mistökum sínum og læra að koma með

lausnir í samskiptum við aðra í samvinnu við kennara sína. Þau læra þannig að við gerum öll

mistök, en getum notað mistökin til að læra af þeim og verða sterkari einstaklingar. Á Íslandi

hefur þessi aðferð verið í þróun síðastliðin tólf ár. Hugmyndafræðin á bak við stefnuna á rætur

sínar að rekja til Kanada. Unnið hefur verið með aðferðir stefnunnar í skólum til að mynda í

Bandaríkjunum. Aðferðin er kennd við Diane Gossen, frá Kanada. Hugmyndafræðin Uppeldi

til ábyrgðar byggir samkvæmt hugmyndum Gossen á að skipulag skólaumhverfis kenni

börnunum sjálfsaga, hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Byggir upp

sjálfstraust og gefur innri styrk. Það má segja að stefnan ýti undir umhyggjusamt

skólasamfélag. Uppbyggingarstefnan þjálfar börnin í að vera það sem þau vilja vera en ekki

bara að geðjast öðrum. Meginmarkmiðið með henni er að kenna börnunum sjálfsstjórn og

sjálfsaga, taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum og læra af mistökum í samskiptum. Á

leikskólastiginu ræðum við orð eins og virðing-samskipti við börnin. Kennarar skólans munu

tileinka sér vinnubrögð sem samræmast þeim anda sem Uppbyggingarstefnan boðar við

ráðningu í starf í Holtakoti.

Page 8: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

8

Samkvæmt Uppbyggingarstefnunni hafa allir þörf fyrir:

GLEÐI OG

ÁNÆGJA

FRELSI OG

SJÁLFSTÆÐI

ÁST OG

UMHYGGJA

EIGIÐ

ÁHRIFAVALD

skemmtun geta valið

sjálf(ur) að tilheyra vera góður í

fagna ákveða

sjálf(ur) að eiga vin

finna

mikilvægi sitt

hlátur eiga

möguleika

þykja

vænt um

viðurkenningu

læra nýja hluti fá tækifæri taka þátt í standa sig vel

vera með ráða við

3.2 Grænfáninn

Eitt af þróunarverkefnum Holtakots er þátttaka leikskólans í alþjóðlega umhverfisverkefninu

Skólar á grænni grein. Þeir skólar sem uppfylla ákveðin skilyrði fá að flagga sérstökum

Grænfána því til sönnunar að markvisst umhverfisstarf fari fram í skólanum. Vegna þátttöku

okkar í Grænfánaverkefninu hefur verið stofnað umhverfisráð Holtakots og gerður sérstakur

umhverfissáttmáli sem er:

„Leikskólinn Holtakot ætlar að leggja sitt af mörkum til jarðarinnar, það ætlum við að

gera með því að tileinka okkur umhverfisvæna starfshætti og kenna börnunum að þekkja

og virða umhverfi sitt og að barnið læri að taka ábyrgð á eigin hegðun í umhverfi sínu.

Auk þess ætlum við að flokka rusl og endurnýta það sem til fellur, nota umhverfisvæn efni

og spara orku og vatn.“

Holtakot flaggaði sínum fyrsta Grænfána þann 17. desember 2010. Annað skiptið flögguðum

við Grænfánanum þann 17.desember 2012 fyrir lýðheilsu.

Page 9: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

9

Umhverfisvitund okkar gengur gegnum allt leikskólastarfið. Ekki er eingöngu átt við

uppeldisstarfið heldur öll innkaup, endurnýtingu, þvotta, þrif og umgengni við húsbúnað og

viðhald. Allur pappír er flokkaður fyrir endurvinnslu eða myndsköpun, pappírssöfnun og

flokkun fer fram á hverri deild fyrir sig. Auk þess erum við með endurvinnsluskápa í miðrými

leikskólans sem allar deildir hafa aðgang að og starfsmenn eldhússins setja allt sem hægt er að

endurnýta þangað. Nauðsynlegt er að börnin séu virkir þátttakendur í ferli endurvinnslu og

umhverfisverndar eftir því sem þroski þeirra leyfir.

Það helsta sem við gerum er að:

flokka og endurnýta,

fara í vettvangsferðir,

skoða lífríkið t.d. í fjörunni og fuglana,

kynnast ræktun, inni sem úti,

fylgjast með breytingu árstíðanna,

fylgjast með veðrinu og áhrifum þess,

skoða og safna hlutum og fyrirbærum úr náttúrunni.

Við ákváðum að byrja á því að flokka rusl og settum okkur markmið út frá því sem eru að:

barnið kynnist umhverfi sínu og þeirri náttúru sem umlykur það og læri að bera

virðingu fyrir henni,

endurvinna og flokka rusl, endurnýta það sem hægt er t.d. í föndur,

spara raforku og vatn t.d. ekki hafa kveikt ljós nema nauðsyn sé og ekki láta vatn

renna að óþörfu,

nota vistvæn hreinsiefni – við þrif leikskólans eru eingöngu notuð vistvæn hreinsiefni,

kenna börnunum að henda ekki rusli úti og skýra fyrir þeim að þetta hefur áhrif á

náttúruna og fleira,

kenna börnum að rækta grænmeti og plöntur – það hefur góð áhrif á náttúruna,

starfsfólk tilkeinki sér umhverfisvæna starfshætti.

Samstarf heimilis og skóla hvað varðar Grænfánavinnu er að börnin koma með ýmislegt

endurnýtanlegt að heiman sem er notað í leikskólastarfinu. Þannig verða börnin virkir

þátttakendur í stefnu leikskólans og læra um leið notagildi hluta, hvernig hægt er að nýta í

stað þess að henda og að oft getur gamalt komið í stað þess að kaupa nýjan hlut. Þegar komið

Page 10: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

10

er með hluti til endurvinnslu í leikskólann á að skila þeim til viðkomandi deildar sem sér svo

um að koma hlutunum á rétta staði í endurvinnsluskápinn okkar á ganginum.

3.3 Hreyfing

Hreyfing er öllum nauðsynleg og þá sérstaklega börnum því þar er grunnurin lagður að

heilbrigðu líferni sem leikskólinn leggur mikla áherslu á. Gamall málsháttur segir: „Lengi býr

að fyrstu gerð“, þetta gildir svo sannarlega um allan þroska frá vöggu til grafar. Þess vegna er

mikilvægt að efla og vinna markvisst að hreyfiþjálfun barna strax frá unga aldri. Börnin læra í

gegnum leik og því er lögð mikil áhersla á að hafa alla hreyfikennslu í leikjaformi. Með úrvali

af góðum og vel skipulögðum hreyfistundum og gönguferðum í okkar nærumhverfi stuðlum

við að heilbrigðum lífsstíl barnsins til framtíðar. Markmið hverrar hreyfistundar er að efla

alhliða þroska barnsins og líkamsvitund, sem leiðir af sér aukna félagsfærni og leikgleði, sem

eflir vináttubönd.

3.4 Leikur og nám

Við leggjum mikla áherslu á að börnin fái að njóta sín í hinum sjálfsprottna leik sem er

barninu eðlilegur fyrstu æviárin. Ýmis reynsla barnsins og upplifanir úr daglegu lífi

endurspeglast í leiknum og er hann leið barnsins til að skilja raunveruleikann betur og átta sig

á eigin tilfinningum. Leikurinn felur því í sér gífurlega fjölbreytt nám, þar sem barnið er á

eigin forsendum, getur prófað sig áfram og öðlast nýja reynslu.

Í sjálfsprottnum leik er barn:

sjálfrátt og sjálfstætt,

stjórnandi og skapar leikinn úr eigin upplifunum og hugarfari,

að taka ákvarðanir og leysa úr vandamálum,

einbeitt, það gleymir stund og stað,

upptekið af augnablikinu, það er

ferlið sem skiptir máli,

laust við utanaðkomandi reglur

aðrar en þær sem það setur sjálft eða

í samráði við leikfélagana,

að efla alhliða þroska sinn,

að læra að leika saman í sátt og

samlyndi og deila leikföngum sín á

milli,

Page 11: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

11

að fá tækifæri til að læra og þroskast á eigin forsendum.

Frjálsi leikurinn er alltaf í boði og eru þá öll svæði deildarinnar opin og geta börnin því valið

hvað þau vilja gera. Markmiðið er þó að þau stoppi smá stund á hverjum stað sem þau velja

sér og gangi síðan frá áður en annað er valið.

Af leik sprettur ný þekking, nýjar tilfinningar, nýjar athafnir og leikni. Í leik tjáir barn

tilfinningar sínar og fær útrás fyrir þær. Sköpunarþörf og hugmyndaflug birtist í leikjum þess.

Þetta er það sem við í Holtakoti ætlum að halda utan um og varðveita.

Margir leikir eru fjölþættir og flokkast undir fleiri en einn flokk:

Skynfæra- og hreyfileikir:

Hreyfing.

Tónlist.

Vatnsleikir.

Ferðir.

Sköpunar- og byggingarleikir:

Listsköpun.

Byggingarleikir.

Hlutverka- og ímyndunarleikir:

Hlutverkaleikur.

Regluleikir:

Spil og röðunarleikir.

Hring –og hópleikir.

4. Grunnþættir menntunar og námssvið leikskólans

Í Aðalnámskrá leikskóla birtast grunnþættir menntunar sem eru þeir sömu á öllum

skólastigum. Grunnþættirnir eiga sér stoð í lögum um leikskóla. Grunnþættirnir snúast um

læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja

sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum.

Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan

þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það. Hugmyndirnar að baki

grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir

skulu einnig vera sýnilegir í skólastarfinu öllu. Grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði

Page 12: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

12

og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun. Í daglegu starfi og í gegnum

námssviðin er unnið að þessum þáttum á Holtakoti. Hér verður gerð grein fyrir því hvernig

Holtakot vinnur að þessum þáttum:

4.1 Læsi

Læsi er til dæmis að geta breytt bókstöfum í hljóð, tengt hljóð saman í orð, notað orð til að

búa til málsgreinar, efnisgreinar, kafla og bækur en jafnframt verðum við að geta ráðið í

ýmsar vísbendingar um hugsun og merkingu í ritmálinu. En við þurfum einnig að geta tengt

efni þess við það sem við höfum reynt og upplifað. Læsi snýst um samband orðanna við lífið

sjálft, það sem við köllum raunveruleikann, og flest það sem við tökum okkur fyrir hendur.

Markmið með læsi er að börn verði:

læs í víðasta skilningi,

læs á umhverfið,

læs í samskiptum.

Einnig að kennarar:

Efli málskilning og máltjáningu.

Auki orðaforða og hugtakaskilning.

Kenni létta söngva og leiki, með hreyfingum.

Hvetji til hlustunar, tjáningar og skilnings.

Geri bókstafi og tölustafi sýnilega í gegnum leikinn.

Gefi sér tíma fyrir hvert einstakt barn í hópnum.

Efli leikgleði með orðum og rími.

Tryggji að öll börn í leikskólanum hafi leiðir til tjáskipta.

Leiðir:

Athafnir daglegs lífs og samskipti.

Samverustundir.

Leikur.

Hringekja.

Stafur vikunnar.

Hópastarf.

Markviss málörvun.

Lesmál.

Page 13: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

13

Athafnir daglegs lífs og samskipti

Í samskiptum við börnin þarf að nota orð við athafnir um leið og við framkvæmum. Núna t.d.

erum við að setja smjör á brauðið, klæðum okkur í gallann. Börnin eru hvött til þess að ræða

saman og fá aðstoð við það þegar þurfa þykir. Talmálið er grunnurinn að læsi barna og kemur

á undan öllu öðru í lesnámi og er því mikilvægt að vanda vel til verka þegar grunnurinn er

lagður að talmáli barna.

Samverustundir

Samverustundir eru reglulega a.m.k. þrisvar sinnum yfir daginn. Það fer eftir aldri hvernig

þær eru notaðar og eru þær misfjölbreyttar. Samverustundirnar eru m.a. notaðar í að kenna

börnum söngva og þulur, þeim eru sagðar sögur og þau fá tækifæri til að segja sögur. Þessar

samverustundir eru hornsteinninn í öllu starfi leikskólans og fer þar fram mjög mikið af

lærdómsríkum samskiptum. Börnin læra t.d. að bíða þangað til kemur að þeim og að skiptast

á. Þau þurfa að fara eftir fyrirmælum og læra smátt og smátt að lesa í samskipti og sýna hvert

öðru þolinmæði.

Leikur

Í leikskólanum er aðaláherslan lögð a hinn frjálsa leik. Hann hvetur barnið til samskipta og

skoðanaskipta sem spretta fram í eðlilegu flæði við leikinn. Leikurinn er lífstjáning barnsins

og í gegnum hann virkja börn reynslu sína og áhuga.

Hringekja

Hringekja er notuð á móti frjálsa leiknum og þá er börnunum skipt í minni hópa og fá stýrðari

verkefni í stuttan tíma í einu. Oftast rúllar þetta á u.þ.b. 20 mínútum. Í hringekju er tíminn

notaður í ýmiskonar vinnu með börnunum þar sem þau fá meiri athygli í minni hópum og oft

er hægt að vinna öðruvísi verkefni á þennan hátt.

Stafur vikunnar

Á elstu deildinni er unnið markvisst með innlögn

stafanna og er það gert þannig að í byrjun hverrar

viku er nýr stafur kynntur til sögunnar og farið yfir

hljóð hans og hann skoðaður á alla kanta. Börnin

mega svo koma með eitthvað að heiman alla dagana

sem byrjar á eða inniheldur þennan viðkomandi staf.

Bókin Lærum og leikum með hljóðin eftir Bryndísi

Guðmundsdóttur er notuð í hverri viku og farið yfir

Page 14: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

14

hvernig hver stafur á sitt eigið hljóð og hvað gerist þegar við myndum það (titra t.d. raddbönd

eða kitlar í varnirnar við að segja hljóðið).

Fyrsti stafurinn er Íí og annar Ss. Ástæðan er sú að við viljum sýna mjög fljótt fram á þá töfra

sem eiga sér stað þegar tvö mismunandi hljóð „hittast“. Þá verður til orð sem börnin þekkja. Í

þessu tilviki er það auðvitað orðið Ís. Þetta vekur mikla lukku og kveikir í börnunum að leita

eftir fleiri hljóðum. Næstu stafir voru svo

stafirnir Óó og þar á eftir Ll. Þannig

gátum við raðað örfáum stöfum fram og

til baka og myndað nokkur orð. Sól og ól

urðu til og öll orðin voru hengd upp á

vegg og hægt og rólega fæddist í

börnunum sú hugmynd að hver stafur gæti

gefið okkur möguleika á ennþá fleiri

orðum. Orðin voru prentuð út ásamt mynd

af því sem við átti og voru látin hanga

uppi veturinn út.

Hópastarf

Elstu börn leikskólans vinna allan síðasta veturinn sinn í svokölluðum skólahóp. Þar er

markviss vinna við að undirbúa börnin fyrir komandi skólagöngu. Það er gert með því að

leggja frekari áherslu á stafina, tölustafina, rím, sporun, ýmis stærðfræðihugtök og annað sem

tengist grunninum að skólafærni. Skólahópurinn fer líka í vettvangsferðir og lærir þannig

umhverfislæsi og að þekkja nánasta umhverfi sitt.

Á yngri deildum er unnið í litlum hópum og þá er t.d. lesið fyrir börnin, hlustað með þeim á

tónverk, börnin teikna og spila á spil. Þemavinna er unnin með allra yngstu börnunum í litlum

hópum og hefur þá verið unnið með húsdýrin, tölustafina, börnum eru kenndir litirnir og í

hverri viku læra öll börnin nýtt tákn með tali.

Markviss málörvun

Markviss málörvun örvar og eykur málvitund barna og er forvarnarstarf gegn

lestrarörðugleikum. Markviss málörvun er markviss skipulögð leikstund þar sem unnið er eftir

bókinni Markviss málörvun í leik og starfi ( þ.e.a.s.fyrstu fjórir kaflarnir) eftir Helgu

Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu Þóroddsdóttur.

Markviss málörvun felur í sér kerfisbundin vinnubrögð í leik. Leikurinn er notaður til þess að

ná athygli barnanna og vekja áhuga þeirra um leið og leikþörf þeirra er mætt. Hún byggist

Page 15: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

15

aðallega upp á leikjum með móðurmálið á ýmsa vegu t.d.hlustun og tjáningu, einnig læra

börnin þulur og runur, jafnframt hlusta þau á sögur í bundnu máli. Þetta eykur tilfinningu

barnanna fyrir hrynjandanum í málinu og uppbyggingu þess og leggur þannig grunninn að

lestarkennslu síðar meir

Lesmál

Áherslur miðað við aldur barna: Fyrir allan aldur er markvisst lesið fyrir börnin allan ársins

hring, bækur sem hæfa aldri og þroska:

Hópur 1-2 ára: Lesa sömu bókina í eina viku í senn og taka út orð og tengja orðið við

mynd, safna myndunum upp á vegg.

Hópur 2-3 ára: Lesa sömu bókina í eina viku í senn og taka út orð og tengja orðið við

mynd, safna myndunum upp á vegg ásamt rituðu orði. Nota orðið í daglegum

samskiptum við börnin.

Hópur 3-4 ára: Lesa sömu bókina í eina viku í senn og taka út orð og tengja orðið við

mynd, safna myndunum upp á vegg ásamt rituðu orði. Nota orðið í daglegum

samskiptum við börnin. Börnin teikna mynd af orðinu t.d. ef orðið er ský þá teikna

börnin ský.

Hópur 4-5 ára: Lesa sömu bókina í eina viku í senn og taka út orð og tengja orðið við

mynd, safna myndunum upp á vegg ásamt rituðu orði. Nota orðið í daglegum

samskiptum við börnin. Börnin teikna mynd af orðinu t.d. ef orðið er ský þá teikna

börnin ský. Börnin hvött til að endursegja söguna, ýmiskonar skapandi vinna notuð til

þess að festa orðið og söguna í minni barnsins.

Hópur 5-6 ára: Lesa sömu bókina í eina viku í senn og taka út orð og tengja orðið við

mynd, safna orðum upp á vegg. Nota orðið í daglegum samskiptum við börnin.

Börnin teikna mynd af orðinu t.d. ef orðið er ský þá teikna börnin ský. Börnin hvött til

Page 16: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

16

að endursegja söguna, ýmiskonar skapandi vinna notuð til þess að festa orðið og

söguna í minni barnsins. Þau teikna og skrifa orðið sjálf. Í hverri viku teikna börnin

mynd upp úr sögunni eða þeim sögubút sem er þeim minnisstæðastur. Myndunum er

safnað í eina möppu sem börnin fá í lok vetrar.

4.2 Heilbrigði og velferð

Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Helstu þættir heilbrigðis sem

leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð

samskipti, öryggi, hreinlæti og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.

Markmiðið með hreyfingu er að efla

líkamsvitund, heilbrigði og sjálfstraust

barnanna með æfingum og leikjum. Við

hvetjum börnin til virkrar hreyfingar á sem

fjölbreyttastan hátt og stuðla þannig að

andlegri og líkamlegri vellíðan. Með þessu

örvum við hreyfiþroska barnanna, bæði fín-

og grófhreyfingar þannig að börnin nái valdi

á líkama sínum.

Börn byrja að tjá sig snemma með hreyfingu og hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og

óhindrað. Öll hreyfing stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Góð hreyfifærni eykur

sjálfstraust barnanna, snerpu og þol. Börnin fara einu sinni í viku í sal skólans yfir

vetrartímann og oft seinnipart dags. Auk þess hafa tveir elstu árgangar skólans haft aðgang að

íþróttasal Álftanesskóla einu sinni í viku.

Farið er í gönguferðir einu sinni í viku, allt

árið um kring. Yfir sumartímann er

hreyfingin færð mikið út, gönguferðir eru

auknar og farið í leiki og hjólað á útisvæði.

Annað hvert ár höfum við 6 vikna

dansnámskeið sem danskennari kemur og sér

um. Í lok dags er jafnan skilað í sal og eru

þá settar upp stöðvar fyrir þau.

Page 17: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

17

Elsti árgangurinn fer í sundþjálfun einu sinni i

viku, börnin æfa sig í umgengni í búningsklefa,

fara í sturtuklefann og læra að verða örugg í

vatninu. Markmiðið er að þau læri að bjarga sér

og verði örugg í búningsklefanum áður en

skólaganga hefst.

Leiðir:

Gönguferðir 1x í viku.

Hreyfistund í sal 1x viku.

Tveir elstu árgangarnir fá að auki hreyfistund í sal Álftanesskóla 1x í viku og fara í

fimleikasalinn í Ásgarði 2x í mánuði.

Dans námskeið að hausti annað hvert ár í 6 vikur.

Hópleikir.

Frjáls leikur.

Tónlist.

Söngvar.

Sund.

Hreinlæti

Mikilvægt er að kenna börnunum að tileinka sér

almennar hreinlætisvenjur eftir þroska og getu

hvers og eins. Það er mjög áríðandi að foreldrar

og starfsmenn hafi samráð þegar verið er að venja

barn af bleyju, að halda sér þurru og hreinu.

Misjafnt er hvenær börn hafa náð þroska til að

hætta með bleyju. Í leikskólanum er börnunum

kenndur handþvottur fyrir máltíðir og eftir ferðir á

snyrtingu, auk þess andlitsþvottur með

þvottastykkjum eftir máltíðir á yngri deildunum.

Page 18: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

18

Næring

Markmiðið með matartímanum er fyrst og fremst að barnið nærist nauðsynlega og reglulega.

Mikilvægt er að börnin smakki allan mat svo þau læri að borða fjölbreytta og holla fæðu.

Máltíðir eru þannig mikilvægur tími barnanna á leikskólanum, börnin eiga fast sæti hjá sínum

kennara sem veitir þeim öryggi. Við borðhaldið gefst tími og tækifæri til að spjalla við börnin.

Áhersla er lögð á að einn tali í einu og

hinir hlusti á meðan. Börnin taka þátt í

að leggja á borð og ganga frá eftir aldri

og getu. Einnig læra börnin borðsiði og

sjálfsbjargarviðleitni með því að nota

hnífapör, skammta sér sjálf á diskinn og

kunna sér magamál. Í lok matartímans

þakka allir kurteislega fyrir sig.

Mikilvægt er að matmálstímar séu

öllum notaleg stund.

Stór hluti barnanna borðar þrjár máltíðir í leikskólanum daglega og er því mikilvægt að þess

sé gætt að hollustan sé höfð að leiðarljósi. Við höfum fengið til okkar næringarfræðing til að

setja okkur stefnu í matseðlum sem er á þessa leið:

Fiskur 1 -2x í viku.

Kjöt/grænmetisréttir 2-3x í viku.

Grautar og súpur 1 sinni í viku.

Ávextir og grænmeti alla daga.

Sætabrauð 1 x í viku.

Gróft brauð og kornmeti í boði daglega – allt brauð bakað á staðnum.

Gætt að réttu fituhlutfalli í mat.

Ekki léttvörur í boði fyrir börnin – léttmjólk fyrir 2 ára og eldri.

Page 19: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

19

Hvíld

Reglulegur svefn og nægjanlegur er öllum

börnunum nauðsynlegur, ekki síst fyrstu ár

ævinnar þegar vöxtur og þroski er hvað

örastur. Svefnvana börn eru þreytt og

mótþróagjörn og þrífast illa í hópi. Svefn –

og hvíldartími er því nauðsynlegur í

leikskólanum til að tryggja andlega og

líkamlega vellíðan barnsins. Hvíldartími

gefur tækifæri til að skapa tengsl við hvert einstakt barn og barnahópinn sem heild. Eftir því

sem sem börnin eldast breytist svefnþörf þeirra, en þörf þeirra fyrir hvíld og ró er alltaf

mikilvæg. Tveggja ára börn og yngri sofa undantekningarlaust samkvæmt reglugerðum um

svefnþörf. Þegar börnin eldast breytist hvíldartíminn þannig að ýmist hlusta þau á tónlist eða

lesið er fyrir þau.

4.3 Jafnrétti

Markmiðið er að allir njóti sömu réttinda

óháð kyni, fötlun, þjóðerni, tungumáli,

félagsstöðu eða trúarbrögðum þannig að

allir fái tækifæri til að þroskast og læra á

eigin forsendum og engum sé mismunað á

grundvelli ofangreindra þátta.

Lögð er áhersla á leikskóla án aðgreiningar

í öllu starfi sem tengist skólanum.

4.4 Lýðræði og mannréttindi

Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að

taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Börnunum er gefinn kostur á að

vera virk og taka samfélagslega ábyrgð með vali sínu. Börnunum er einnig kennd virðing fyrir

manngildum og heilbrigði í gegnum leik og starf. Börnin skynja sig sem hluta af stærri heild

með þátttöku í frjálsum leik og lausn verkefna. Í lögum um leikskóla segir „stuðla skal að því

að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.

Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu

Page 20: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

20

samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar

menningar“ (Lög um leikskóla. 90/2008, 2. gr.).

Lýðræðislegt skólasamfélag byggist á

samvinnu og samveru og viðurkennir að

velferð hvers og eins skipti máli og að

mannréttindi allra séu virt. Í Barnasáttmála

sameinuðu þjóðanna segir að hafa ber í huga

að í skólastarfinu þarf að ríkja lýðræði, að

það sé hlustað á þarfir barnanna, því börn eru

sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi.

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar

um málefni hvað þau varðar og virða á skoðanir þeirra (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna,

1989).

Markmið:

Tilgangurinn og markmiðið með því að stuðla að lýðræði í leikskólastarfi er að kenna börnum

að vera sjálfstæð. Að börnunum finnist að þau hafi eitthvað um málin að segja, að hlustað sé á

rödd þeirra og skoðanir. Þau upplifi að þau hafi val og að þau finni til ábyrgðar gagnvart

náunganum og samfélaginu. Í framtíðinni verða þau ábyrgir samfélagsþegnar.

Leiðir:

Leiðir að þessu markmiði eru að hlusta ávallt á þarfir barnanna og hlusta á þarfir foreldra

gagnvart börnunum. Að kennarar skapi réttu skilyrðin og leiði leikinn í rétta átt með opnum

spurningum og jákvæðri hvatningu. Einnig þarf að gefa börnum kost á að velja og hafa

skoðun á daglegum athöfnum.

Dæmi um lýðræðisleg vinnubrögð er að börnin á þremur elstu deildum leikskólans fá að velja

hvað er í matinn einu sinni í mánuði. Börnin kjósa um ýmsa hluti, til dæmis nöfn á hópum

sem þau eru í, hvað á að vera í deildarvali og hvert á að fara í gönguferðir. Einnig skiptast

börnin á að vera veðurfræðingar og ákveða hvernig útiklæðnaður er nauðsynlegur þann

daginn. Á elstu deild leikskólans eru nokkur börn með í grænfánanefnd skólans þar sem þau

geta látið skoðanir sínar í ljós.

Page 21: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

21

4.5 Sköpun

Sköpun og menning er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Sköpun í leikskóla á fyrst og

fremst að beinast að sköpunarferlinu, könnuninni, gleðinni, tjáningunni og náminu sem kemur

fram í ferlinu þegar hugmyndir barnsins, tilfinningar þess og ímyndun fá að njóta sín.

Einnig skiptir máli að örva tilfinningu barnanna fyrir mismunandi efnivið og læra að

endurvinna og endurnýta efni úr

umhverfinu, efla sjálfstraust og sjálfsmynd

barnanna. Auk þess að þjálfa fín – og

grófhreyfingar og samhæfingu augna og

handa.

Börn hafa ríka þörf fyrir að tjá sig í gegnum

sköpun. Í skólanum er mikilvægt að veita

börnunum tækifæri til að tjá sig á

mismunandi hátt með fjölbreyttum efnivið.

Áhersla er lögð á að barnið fái útrás fyrir

sköpunargleði sína og tjáningu tilfinninga. Því er mikilvægt að fjölbreyttur efniviður sé í boði

og nægur tími og góð aðstaða. Mikil áhersla er lögð á að endurvinna og endurnýta efnivið

sem börn, kennarar og foreldrar leggja til bæði tilbúið og úr náttúrunni sem nýta má í sköpun.

Þar má meðal annars nefna laufblöð, steina , greinar, sand og fleira sem hægt er að finna í

náttúrunni. Lögð er áhersla á sköpunarferlið sjálft en ekki endanlega útkomu. Börnin eru

hvött til þess að skapa á öllum sviðum á sínum forsendum.

Leiðir:

Börnin hafa aðgengi að listakrók á deildum daglega þar sem tækifæri gefst til þess að skapa á

fjölbreyttan hátt með mismunandi efnivið t.d. með því að klippa, líma, mála, leira, teikna,

skapa úr gipsi og pappamassa. Flest allur efniviður í listakrók er efniviður sem hægt er að

endurvinna og endurnýta. Listakrókur er opinn alla daga og hafa börnin frjálsan aðgang að

honum.

Tónlist:

Á leikskólanum eru til hinir ýmsu hljóðgjafar sem nota má til sköpunar í tónlistarstundum.

Þar gefst börnunum tækifæri til þess að tjá sig í gegnum tónlist. Á öllum deildum er farið í

söngstundir daglega þar sem börnin læra hin ýmsu lög. Einnig hittast allir í sal leikskólans

einu sinni í viku og fara í skipulagða söngstund þar sem lögð er áhersla á söng, þulur og

Page 22: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

22

hrynjanda. Börnin fá einnig að hlusta á og dansa eftir tónlist af geisladiskum og tónlist er líka

notuð í skipulögðum hreyfistundum.

4.6 Sjálfbærni

Markmiðið með sjálfbærninámi er að börnin læri að skila náttúrunni af okkur í eins líku

ástandi og við tókum við henni. Einnig að kynnast fjölbreytileika náttúrunnar, bera virðingu

fyrir henni og læra að umgangast hana. Áhersla er lögð á að ganga vel um umhverfi okkar.

Nýtum það sem jörðin gefur og skilum til baka með því að flokka, endurnýta, spara orku,

draga úr mengun og ganga vel um. Förum vel með það sem við eigum svo sem fatnað,

leikföng, orku og umhverfi.

Sérstaða okkar er hafa náttúruna í sinni fjölbreytilegustu mynd sem okkar nærumhverfi. Auk

þess læra börnin að tileinka sér flokkun og endurvinnslu. Í leikskólastarfinu er hvatt til þess að

barnið kynnist því samfélagi sem það býr í með því að fara og skoða nánasta umhverfi sitt

njóta þess og kynnast staðháttum og örnefnum.

Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum

okkar.

Leiðir:

Týnum rusl á skólalóðinni og í

nánasta umhverfi.

Söfnum efniviði í gönguferðum.

Tökum þátt í hreinsunardögum.

Lærum örnefni í umhverfi okkar.

Flokkum rusl og pappír.

Skolum fernur.

Sveitaferð á vorin.

Ræðum veðrið.

Skoðum smádýr, flugur og orma.

Vinnum úr verðlausu efni.

Gróðursetjum.

Page 23: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

23

5. Helstu áherslur í námsumhverfi leikskólans

Að búa börnum örugg leikskilyrði og hollt uppeldisumhverfi.

Að gefa börnum kost á að taka þátt í leik og starfi og njóta fjölbreyttra

uppeldiskosta barnahópsins undir leiðsögn leikskólakennara.

Að kappkosta í samvinnu við heimilin, að efla alhliða þroska barna í samræmi við

eðli og þarfir hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega

svo að þau fái notið bernsku sinnar.

Að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í

Hvívetna.

Að efla siðgæði barna og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir,

hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og

sífelldri þróun.

Að rækta tjáningar- og sköpunarmátt barna í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd

þeirra, öryggi og getu til að leysa mál sín á friðsamlegan hátt.

Sýn Holtakots eru þessi fínu orð Bangsímons: „Þú er hugrakkari en þig grunar, snjallari en

þú heldur og sterkari en þér sýnist.”

Efniviður leikskólans er margbreytilegur og opinn og gefur fjölbreytta möguleika. Leitast er

við að sækja efnivið í náttúruna eins mikið og mögulegt er og endurnýta það sem til fellur.

Page 24: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

24

5.1 Dagskipulag

Hér fyrir neðan er dæmi um almennt dagskipulag á elstu deild leikskólans með tilliti til

áhersluþátta leikskólans. Í dagskipulaginu er meðal annars; hópastarf, sund, hreyfingu í sal,

þemavinna, útivera, frjáls leikur og sögustundir.

Tími Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur

07:30 -

08:00

Leikskólinn opnar,

rólegur leikur

Leikskólinn opnar,

rólegur leikur

Leikskólinn opnar,

rólegur leikur

Leikskólinn opnar,

rólegur leikur

Leikskólinn opnar,

rólegur leikur

08:00 -

09:00 Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður

09:00 -

09:30 Innileikur/listakrókur Innileikur/listakrókur Innileikur/listakrókur

Innileikur/vinastund

Innileikur/listakrókur

09:30 -

10:00 Ávaxtastund Ávaxtastund Ávaxtastund Ávaxtastund Ávaxtastund

10:00 -

11:00 Útivera/gönguferð Útivera/gönguferð Útivera/gönguferð Útivera/gönguferð Útivera/gönguferð

11:00 -

11:30 Samverustund Samverustund Samverustund Samverustund Samverustund

11:30 -

12:00 Hádegismatur Hádegismatur Hádegismatur Hádegismatur Hádegismatur

12:00 -

14:00 Hvíld/lestur Hvíld/lestur Hvíld/lestur Hvíld/lestur Hvíld/lestur

13:30 -

14:30 Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur

14:30 -

15:00 Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing

15:00 -

16:00

Sögustund/frjáls

leikur

Sögustund/frjáls

leikur

Sögustund/frjáls

leikur

Sögustund/frjáls

leikur

Sögustund/frjáls

leikur

16:00 -

17:00

Útivera/leikur inni og

skilun

Útivera/leikur inni og

skilun

Útivera/leikur inni og

skilun

Útivera/leikur inni

og skilun

Útivera/leikur inni

og skilun

6. Mat á vellíðan og námi barna

Vorið 2013 voru í fyrsta skipti prófaðar matsaðferðir fyrir börnin með það að markmiði að fá

fram sýn barnanna á leikskólann, líðan þeirra, lýðræði barna í leikskólanum, hvort viðhorf

þeirra séu virt og hvort þau fái að leggja eitthvað til málanna að þeirra mati. Hver starfsmaður

spyr börnin/sinn hóp sömu spurninga og síðan eru svörin tekin saman. Starfsfólk fer yfir

punkta um hvert barn fyrir foreldraviðtöl og foreldrar fá upplýsingar þar og koma með

athugasemdir og ábendingar. Á Holtakoti er áhersla lögð á að samstarf heimilis og skóla

byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfi og þekkingu hvers annars.

Page 25: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

25

Samstarfið byggir á því að foreldrar þekki barnið sitt best og beri meginábyrgð á uppeldi og

velferð þess. Mikilvægt er að starsfólk skólans og foreldrar geti treyst hvert öðru, deilt

sjónarmiðum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er barnið varðar.

7. Mat á leikskólastarfi

Leikskólinn notast við Heilsubók barnsins sem er mjög gott matstæki til að fylgjast með

alhliða þroska og framvindu barnsins í leikskólanum. Einnig fer fram hópskimun í markvissri

málörvun þar sem talmeinafræðingur kemur að hausti og skimar skólahóp. Unnið er með

niðurstöðurnar yfir veturinn og skimun gerð aftur að vori, sem talmeinafræðingur skilar svo til

grunnskólans. Börnin eru látin taka HLJÓM-2 próf sem er athugunarlisti fyrir

hljóðkerfisvitund barna. Prófið er gert á haustin og þau börn sem ekki koma nógu vel út úr

prófinu eru prófuð aftur á vorin. Þessar upplýsingar fylgja svo með börnunum í grunnskólann.

7.1 Þátttaka foreldra, barna og starfsfólks

Leikskólinn er með foreldraviðtöl tvisvar á ári, þar er farið yfir starfið og það metið með

foreldrum. Niðustöður úr því mati eru svo notaðar til að þróa og bæta starfið.

Árið 2014 verður gerð foreldrakönnun og verða niðurstöður úr þeirri könnun notaðar til að

fara yfir starfið og endurmeta það. Einnig hefur verið gerð tilraun með að láta börnin sjálf

segja frá upplifun sinni á skólastarfinu. Þau svara spurningum tengdum líðan þeirra, þátttöku í

starfi og skoðun á viðfangsefnum.

Starfsmannaviðtöl fara fram í janúar eða febrúar, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

taka viðtölin annað hvert ár á móti deildarstjórum. Niðurstöður úr viðtölum eru svo notaðar til

að bæta og þróa starfið.

Unnið er að því að búa til stöðluð skráningarblöð til að halda utan um niðurstöður úr

könnunum og viðtölum. Með markvissri skráningu verður hægt að miðla niðurstöðum í

ársskýrslu.

8. Fjölskyldan og leikskólinn

Foreldrafundir eru haldnir einu sinni á ári með nýjum foreldrum, þar eru áherslur

uppeldisstarfsins kynntar. Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári fyrir alla foreldra og einnig eftir

þörfum. Við teljum að með því að hafa viðtölin tvisvar á ári náum við betur til foreldra og

förum yfir þarfir hvers barns. Á haustin er farið yfir hvernig gengur og hvað er framundan. Á

vorin er farið yfir skráningar sem við höldum um frammistöðu barnsins og þroskaframvindu

og samstarf við heimilin.

Page 26: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

26

Deildarstjórar eru með viðtalstíma einu sinni í viku og oftar ef þarf. Sérkennslustjóri hefur

viðtalstíma fyrir hádegi alla föstudaga. Leikskólastjóri er við alla daga frá kl. 8.00 -16.00

Upplýsingar til foreldra eru kynntar í daglegum samskiptum á töflu í fataklefa og á heimasíðu

skólans. Auk þess senda deildarstjórar póst á foreldra þegar á þarf að halda.

Þegar barn byrjar í leikskólanum fara foreldrar í viðtal hjá deildarstjóra viðkomandi deildar

þar sem farið er yfir þær upplýsingar er lúta að barninu og veru þess í leikskólanum. Foreldrar

skrifa undir samning um leikskóladvöl, farið er yfir helstu reglur og hefðir leikskólans og þær

væntingar sem foreldrar hafa til samstarfsins. Foreldrar veita upplýsingar varðandi barnið,

þroska þess og heilsu. Haustið 2012 byrjaði nýtt aðlögunarform sem kallast þátttökuaðlögun. Í

megindráttum felur þátttökuaðlögun í sér að fyrstu þrjá dagana dvelja foreldrar og barn saman

í leikskólanum. Aðlögunarferlið tekur í heild tvær vikur og í sameiningu kynnast foreldrar og

börn lífinu á Holtakoti. Með þátttökuaðlögun kynnast foreldrar starfinu og starfsfólki betur og

einnig kynnast foreldrar innbyrðis.

8.1 Áherslur í foreldrasamstarfi

Á Holtakoti er starfandi foreldraráð sem vinnur samkvæmt lögum þess félags og eru fundir

tvisvar á hverri önn og oftar ef þurfa þykir. (Sjá nánar á heimasíðu leikskólans).

Á Holtakoti er einnig starfandi foreldrafélag sem vinnur samkvæmt reglum þess félags, allir

foreldrar barna í leikskólanum eru meðlimir í félaginu. Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi

að hausti. Fulltrúar í stjórn eru einn frá hverri deild og einnig situr leikskólastjóri sem fulltrúi

í stjórn sem tengiliður við leikskólann. Foreldrafélagið styður við bakið á því starfi sem fram

fer innan leikskólans og vinnur að hagsmunum barnanna ásamt starfsfólki. Foreldrafélagið

greiðir fyrir ýmsar uppákomur svo sem sumarhátið, leiksýningar, söngskemmtanir og lengri

ferðir, til dæmis sveitaferð.

9. Tengsl skólastiga

Lögð er áhersla á gott skipulag með skýrum markmiðum í tengslum leik- og grunnskóla. Litið

er á lok leikskólagöngu og upphaf grunnskólagöngu sem breytingartímabil fyrir alla

fjölskylduna. Því er mikilvægt að tengsl myndist yfir langan tíma. Tengsl skólastiga þurfa að

vera sveigjanleg og byggja á þörfum og áhuga barna, foreldra og starfsmanna skólanna og eru

allir hafðir með. Stuðla skal að samfellu náms og komið er í veg fyrir endurtekningar.

Page 27: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

27

9.1 Samstarfsáætlun milli leik-og grunnskólans

Í september ár hvert liggur fyrir áætlun um samstarf skólanna. Hún skal lögð fyrir foreldraráð

leikskóla og skólaráð grunnskóla til umsagnar ásamt skóladeild fræðslu- og menningarsviðs.

Hún skal síðan kynnt nemendum, foreldrum og starfsfólki í leik- og grunnskólum þegar hún

liggur fyrir. Áætlunin felur í sér:

samfellu um námskrám 5 ára barna og nemenda í 1. bekk,

samfellu í kennsluaðferðum,

aðlögun barna milli skólastiga,

vettvangsferðir um Garðabæ,

gagnkvæmar heimsóknir 5 ára barna og nemenda 1. bekkjar,

þátttöku í sameiginlegum verkefnum og viðburðum svo sem söng og íþróttum,

tilgreind samstarfsverkefni (skilaboðaskjóðan, álfar og tröll ...),

5 ára börnin borða hádegismat í grunnskólum einu sinni,

heimsókn í tómstundaheimili,

umræðuhópa sem meta verkefnin og hverju þau skila í að efla tengsl skólastiga yfir

lengri tíma.

Í ágúst/september ár hvert hittast tengiliðir samstarfsskóla og vinna áætlun að samstarfi

skólaársins. Sú áætlun felur í sér að unnið er að sameiginlegum verkefnum, mánaðarlegum

heimsóknum og að faglegar umræður eigi sér stað milli leik- og grunnskólakennara með það

fyrir augum að skapa samfellu í námi barna og öðlast sameiginlega sýn á nám þeirra. Lögð er

áhersla á að unnið sé markvisst með þætti er varða bernskulæsi svo sem markvissa málörvun

og orðaforðakennslu. Einnig verði unnið með stærðfræðihugtök á báðum skólastigum út frá

hlutlægum viðfangsefnum.

Í október og febrúar hittast tenglar leik- og grunnskóla og fara yfir helstu breytingar/nýjungar

í kennslu og námi 5 ára barna og nemenda í 1. bekk og samstarf skólastiganna.

5 ára börn í leikskólum og nemendur 1. bekkjar í grunnskólum vinna að sameiginlegum

verkefnum yfir skólaárið og fara í gagnkvæmar heimsóknir eftir áætlun sem samstarfsskólar

koma sér saman um.

Almennar upplýsingar um félagslega stöðu og þroska barna skulu fylgja öllum börnum frá

leikskóla og yfir í grunnskóla. Þær upplýsingar byggja á reglugerð nr. 897/2009. Þar koma

fram upplýsingar sem gagnast grunnskólum til að taka sem best á móti hverju barni.

Starfsfólk sérfræðiteymis skóladeildar skilar kennslufræðilegum, læknisfræðilegum,

sálfræðilegum, sérkennslufræðilegum greiningum sem og öðrum greiningum sem að gagni

Page 28: Heilsuleikskólinn Holtakot...Grænfánanum og flögguðum við honum fyrst árið 2010 vegna flokkunar á rusli og árið 2012 vegna lýðheilsu. Leikskólinn er 702,2 m² ásamt

28

geta komið fyrir velferð og aðlögun grunnskóla að barni á fundi með deildarstjóra sérkennslu

grunnskóla í lok mars ár hvert.

Talmeinafræðingar skólaskrifstofu skila niðurstöðum úr Hljóm2, úr MM-skimun leikskóla og

niðurstöðum úr skimun talmeinafræðinga til umsjónarkennara 1. bekkjar og deildarstjóra

yngri deilda á fundi í ágúst/september ár hvert.