heimsferðir - haust vetur og vor 2015 til 2016

16
&vor Haust 2015-2016 vetur Heimsferðir • Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is Akureyri • Strandgötu 25 • Sími 461 1099

Upload: heimsferdir

Post on 23-Jul-2016

240 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Haust, vetur og vorbæklingur Heimsferða 2015 til 2016

TRANSCRIPT

Page 1: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

&vor

Haust

2015-2016vetur

Heimsferðir • Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is Akureyri • Strandgötu 25 • Sími 461 1099

Page 2: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Hotel JacarandaHotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje, aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tengir saman efra og neðra sundlaugarsvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

TenerifeFrá 81.900 kr. í 7 nætur*

Heimsferðir efna til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu

Tenerife í allt haust og allan vetur. Tenerife býður frábærar aðstæður

fyrir ferðamenn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta

afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval gististaða á vinsælustu

svæðunum á Tenerife á einstökum kjörum.

Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins,

frábærs strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum

sem í boði er.

Frábært verðFrá kr. 99.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 145.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 145.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 162.900 m.v.2 fullorðna í herbergi.5. janúar í 7 nætur.

H10 ConquistadorGlæsilegt og afar vel staðsett hótel á Amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er einstaklega fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja og virða fyrir sér mannlífið. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór en vel búin með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi.

Stórglæsilegur valkostur!

– í allan vetur

Glæsilegur valkostur!

*Netverð á mann frá kr. 81.900 á Parque de las Americas m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 98.900 á Parque de las Americas m.v. 2 fullorðna í íbúð. 19. september í 7 nætur.

Page 3: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Tene

rife

3Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

La SiestaSérlega gott hótel staðsett á Amerísku ströndinni. Umhverfis hótelið er afar fallegur garður með sundlaugum, barnalaug og sundlaugarbar. Hér er veitingastaður, snarlbar og píanóbar og allt við allra hæfi til að njóta. Á hótelinu er innilaug og lítil heilsulind þar sem hægt er að komast í nudd og aðrar heilsumeðferðir. Öll herbergi eru með svölum eða verönd, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar.

Villa Adeje BeachVel staðsett íbúðahótel á Costa Adeje svæðinu í einungis um 100 metra frá iðandi mannlífinu, búðum, börum og veitingastöðum. Þá eru um 500 metrar á Torviscas ströndina við Costa Adeje. Hótelið var endurnýjað árið 2007. Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu þar sem er ofn, plata með tveimur hellum og ísskápur. Þá er sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Hér er bar, veitingastaður, sundlaugabar og lítið „diskótek“. Þá er líkams-ræktaraðstaða, gufubað, billiardborð og margt fleira í boði.

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er ákaflega skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum og afar barnvænum garði með mikilli afþreyingu og þjónustu. Farþegar Heimsferða dveljast ýmist í byggingu III eða IV en Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu. Hótelið er staðsett á besta stað á Playa Las Americas alveg við ströndina, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum í boði. Garðurinn er flaggskip hótelsins með endalausum möguleikum til afþreyingar fyrir fjölskylduna.

Tenerife Sur & Cristian Sur Góð íbúðahótel sem eru vel staðsett í hinum ljúfa bæ, Los Cristianos. Á Tenerife Sur bjóðast stúdíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi en á Christian Sur eru stærri íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hér er öll útiaðstaða mjög góð fyrir fjölskyldufólk. Hótelið er þó ekki besti kosturinn fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Fiskimannaþorpið Los Cristianos er aðdráttarafl í sjálfu sér og ljúft andrúmsloft ríkir yfir öllu svæðinu. Einfaldur kostur en með góðri aðstöðu í sundlaugargarðinum.

Frábært verðFrá kr. 104.900 Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 116.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð.5. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð.10. október í 7 nætur á Tenerife Sur.

Frábært verðFrá kr. 105.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.19. september í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 99.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 122.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.5. janúar í 7 nætur.

Fjölskylduvænt!Fjölskylduvænt!

Hagkvæmur valkostur! Góð íbúðahótel meðal heimamanna!

Page 4: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

KanaríFrá 81.900 kr. 27. janúar 7 nætur*

Kanaríeyjar eru meðal langvinsælustu áfangastaða Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria

eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Enska ströndin er stærsti strandstaður Kanaríeyja. Það er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu; götulistamönnum, tónlistarmönnum, sölufólki, sólbrúnum ferðamönnum og þéttsettnum útikaffihúsum. Á daginn er strandlífið í algleymingi en þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandkletta Maspalomas færist stemningin inn á veitinga- og skemmtistaðina.

Frábært verðFrá kr. 125.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 146.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.27. janúar í 7 nætur.

Eugenia Victoria – Enska ströndinEitt vinsælasta hótel Heimsferða en hér kjósa farþegar okkar að dvelja aftur og aftur, einfaldlega vegna góðrar þjónustu. Herbergi eru rúmgóð, nýlega endurinnréttuð, öll með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, ísskáp, öryggishólfi (leiga) og baðherbergi með hárrþurrku. Hótelið býður upp ýmist upp á hálft fæði eða “allt innifalið”. Hér er afar glæsilegur hótelgarður með frábærri aðstöðu þar sem m.a. er að finna sundlaug, barnalaug, góða sólbaðsaðstöðu, veitingastað, hárgreiðslustofu, tennisvöll, gufubað, heilsulind (spa), leikfimiaðstöðu auk þvottaðstöðu. Skemmtidagskrá er á kvöldin og þá mest lagt upp úr live tónlist.

Vinsæll valkostur!

– í allan vetur

*Netverð á mann frá kr. 81.900 á Walhalla m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.900 á Walhalla m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Hotel Barcelo Margaritas – Enska ströndin

Mjög gott 4* hótel, sem býður bæði upp á herbergi og fallegar íbúðir í annarri byggingu. Hótelið er staðsett á Ensku ströndinni og þykja herbergin björt og fallega innréttuð. Herbergi eru ýmist með sjávarsýn, útsýni yfir sundlaugina eða önnur útisvæði hótelsins. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, síma og gervihnattasjónvarpi. Þá eru baðherbergi með baðkari og hárþurrku. Vel búnar íbúðir með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og kæliskáp. Garðurinn er fallegur með barnalaug, sundlaug með fossi og upphitaðri sundlaug. Hér er bar, veitingastaður og tveir snarlbarir. Leiksvæði fyrir börnin og skemmtidagskrá á daginn og kvöldin.

Frábært verðFrá kr. 114.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 114.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 136.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.27. janúar í 7 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Page 5: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Kan

arí

5Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Los Tilos – Enska ströndin

Einn vin sæl asti gisti staður Heims ferða, beint á móti Yum bo Cent er, með góð um garði og góðri þjón ustu. Vinsældir hótelsins má helst rekja til staðsetningarinnar, það er staðsett við Yumbo Center en það eru fjölmargir sem kjósa þá staðsetningu. Í búð ir eru með einu svefn her bergi, stofu, eld húsi, baði og svöl um út í garð. Veit inga stað ur og bar og mót takan er opin all an sól ar hring inn. Sími í í búðum og pen inga sjón varp. Einfaldar, eldri íbúðir með frábæra staðsetningu.

Roque Nublo – Enska ströndin

Einn vinsælasti gististaður Heimsferða til margra ára og heldur vinsældum sínum, þrátt fyrir að vera kominn dálítið til ára sinna. Hótelið er ekki síst vinsælt vegna staðsetningar sinnar en þeir sem kjósa að vera nálægt Yumbo Center dveljast hér aftur og aftur. Snyrtilega innréttaðar íbúðir með 1 svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og garðurinn er skjólgóður með góðri sundlaug. Veitingastaðir eru við hótelið og örstutt er í alla þjónustu.

Hotel Waikiki – Enska ströndin

Hótelið tilheyrði áður Riu hótelkeðjunni og margir Íslendingar þekkja þetta hótel, enda gott kennileiti á ensku ströndinni en það er staðsett í um 1,5 km fjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu er afar góð og stór sundlaug, ásamt garði með aðstöðu til sólbaða. Hér er veitingastaður og sundlaugabar en einnig setustofa inni á hóteli með sjónvarpi og spilaborðum auk þess sem önnur afþreying er í boði. Herbergin eru með eldri innréttingum og frekar einföld, en rúmgóð með viftu (ekki loftkælingu) og svölum eða verönd. Þetta er ágætis hótel sem býður góða og fjölbreytta þjónustu

Parquesol – Enska ströndin

Þetta er lítill og vinalegur gististaður, alveg við Yumbo Center með sundlaug í garðinum. Smáhýsin eru ýmist með 1 eða 2 svefnherbergjum. Einfaldar íbúðir með fullbúnu eldhúsi, baði, miðstýrðri loftkælingu, sjónvarpi og öryggishólfi. Verönd með húsgögnum og sólbaðsaðstöðu. Sjónvarp og öryggishólf eru í íbúðunum gegn leigu á fjarstýringu. Rétt er að taka fram að Parquesol er eingöngu fyrir fullorðna eða börn eldri en 13 ára.

Dorotea – Enska ströndin

Vinsæll valkostur hjá farþegum Heimsferða, í hjarta Ensku strandarinnar. Hótelið er rétt við gilið og skammt frá verslunarmiðstöðinni Yumbo. Stuttur gangur er niður að strönd. Vel búnar, snyrtilegar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Peningasjónvarp er í íbúðum. Í garðinum er sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði. Lítil móttaka er á jarðhæð. Örstutt í verslanir og þjónustu.

Frábært verðFrá kr. 123.900 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 123.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 146.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.10. febrúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 95.900

Netverð á mann frá kr. 95.900 m.v. 4 fullorðna í íbúð.Netverð á mann frá kr. 108.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.27. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 83.900

Netverð á mann frá kr. 83.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 103.900 m.v. 2 fullorðnaí íbúð.27. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 91.900

Netverð á mann frá kr. 91.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð.Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.27. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 93.900

Netverð á mann frá kr. 93.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð.Netverð á mann frá kr. 103.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.27. janúar í 7 nætur.

Góður valkostur!

Góð staðsetning!

Góður valkostur!

Vinsæll valkostur!

Vinsæll valkostur!

Page 6: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

AgadirFrá 136.900 kr. 26. okt. í 10 nætur

Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að

heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Borgin stendur við

hinn fallega Agadir-flóa sem talinn er einn sá fegursti í heiminum en

meðfram honum liggur gullin strandlengjan eins langt og augað eygir. Á þessum

fallega stað skín sólin um 300 daga á ári en svæðið er umlukið fjöllum á annan

veginn og loftslagið því afskaplega milt og þægilegt. Notalegan andvara leggur

svo frá hafi á hinn veginn, svo dagarnir verða aldrei of heitir.

í Marokkó

Atlas Amadil BeachGott 4* hótel sem býður afar fjölbreytta þjónustu, staðsett við fallega ströndina. Móttakan og anddyrið er mjög stórt og líflegt en þar er bar, setustofa og verslun. Herbergin eru hlýlega innréttuð og öll vel búin. Garðurinn er hinn glæsilegasti með sundlaug og vatnsrennibraut. Hér er hlaðborðsveitingastaður og a la carte staður sem sérhæfir sig í sjávarréttum og ítalskri matargerð.

Tulip Inn Oasis Agadir Góður og frambærilegur 3* valkostur í Agadir. Móttakan er tiltölulega nýuppgerð og starfsfólk allt að vilja gert að aðstoða gesti eftir fremsta megni. Hótelið er staðsett fyrir ofan ströndina, uppi í bæ en þó er aðeins örstutt ganga niður að strandgötunni og stutt í snekkjubátahöfnina.Miðbærinn er í um 200 metra fjarlægð. Við sjóinn á þetta hótel einkaströnd eins og flest önnur hótel.

Frábært verðFrá kr. 152.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 152.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 166.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. október í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 136.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 136.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. október í 10 nætur.

Góður valkostur!

Hagkvæmur kostur!

Hotel Iberostar Founty Beach Mjög gott 4* hótel í hinni þekktu Iberostar hótelkeðju. Móttakan er sérlega björt og falleg og opin 24 tíma sólarhringsins. Hótelið stendur alveg við fallega ströndina og í innan við 2 km fjarlægð frá miðbæ Agadir. Þá er hægt að ganga eftir strandgötunni alla leið út að snekkjubátahöfn. Við strandgötuna eru hótel, verslanir, barir og veitingastaðir.

Frábært verðFrá kr. 153.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 153.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. október í 10 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Page 7: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

MadeiraFrá 135.900 kr. 26. apr. í 9 nætur*

Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með

fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni

ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil

fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar

skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Í boði eru góð 3, 4 og 5* hótel sem

staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina. Fjölmargar spennandi kynnisferðir

í boði, þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fögru eyju.

Portúgalskaeyjan

Hotel Vidamar ResortsHér er um að ræða afar góðan 5*gistivalkost í göngufæri við miðbæ Funchal. Herbergin eru huggulega innréttuð, snyrtileg og vel búin. Hér er innifalið hálft fæði sem þýðir að morgunverður og kvöldverður er innifalinn (án drykkja), á hótelinu eru einnig nokkrir aðrir veitingastaðir m.a. góður sushi staður sem og ítalskur veitingastaður. Þá eru hérna barir og heilsulind með gufubaði og innipottum ásamt tveimur útilaugum (saltvatn), sem standa á einstökum útsýnispalli

Enotel Quinta Do SolMjög huggulegt og vinalegt 4* hótel á Madeira. Við hótelið er afskaplega fallegur almenningsgarður, þar sem meðal annars eru góðar skokkleiðir og tennisvellir. Hótelið er ekki alveg nýlega innréttað en það er hlýlegt og snyrtilegt. Hér er fjölbreytt þjónusta í boði eins og góð útisundlaug, innilaug, hægt að komast í tyrkneskt bað og gufubað, hér er líkamsræktaraðstaða (frekar lítil). Hér er einnig tyrkneskur bar sem býður drykki og snarl til sölu en einnig er hér hlaðborðsveitingastaður.

Melia Madeira MareGlæsilegur 5* valkostur en hótelið er í hinni virtu Melia hótelkeðju. Hótelið er vel staðsett og í einungis um 10 mínútna fjarlægð frá miðbæ Funchal. Herbergin eru flest með sjávarsýn og eru þau innréttuð á smekklegan en jafnframt minimalískan máta. Hér er vel hugsað um gesti og á hótelinu er m.a. veitingastaður, bar, mjög glæsileg heilsulind (spa), hárgreiðslu- og snyrtistofa sem og líkamsræktarðastaða.

Frábært verðFrá kr. 194.900m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 194.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.24. apríl í 9 nætur.

Frábært verðFrá kr. 175.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.24. apríl í 9 nætur.

Frábært verðFrá kr. 149.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.24. apríl í 9 nætur.

Mad

eira

*Netverð á mann frá kr. 135.900 á Girasol m.v. 2 fullorðna í herbergi m/morgunmat. 24. apríl í 9 nætur.

Góður valkostur!

Vinalegur valkostur!

Glæsilegur valkostur!

Page 8: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Sérferðir 2015

Sikiley – 5. október í 10 næturFararstjóri: Ólafur Gíslason og Gréta Valdimarsdóttir

Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða

þessa stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalist skammt frá strandbænum Cefalu í 5 nætur en síðan haldið til austurstrandarinnar og dvalist á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur. Flogið er heim til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Netverð á mann frá kr. 199.800 m.v. 2 fullorðna á 4* hótelum með hálfu fæði.

Frá kr. 199.800

Fararstjóri: Dominique Plédel Jónsson

Agadir – Taroudant – Zagora – Tamengroute – Sahara eyðimörkin – Chigaga – Quarzazate – Marrakech – Essaouira – Agadir

Einstök 10 nátta sérferð þar sem farþegum gefst tækifæri til að skyggnast inn í nýjan og framandi heim. Það er sérstök upplifun að koma til Marokkó, ekki einungis í sögulegum

skilningi heldur einnig að kynnast landi og þjóð örlítið nánar. Í ferðinni er dvalst í litlum og heillandi bæjum til sjávar og sveita, svo og stærri borgum á borð við Marrakech og Agadir. Ekið er um stærstu pálmalundi í Norður-Afríku, ilmandi ávaxtahéruð og hin hrikalegu Atlasfjöll. Þá er haldið í úlfaldareið út í Sahara-eyðimörkina þar sem gist er í eina nótt í Berba-tjaldi. Ferðalagið hefur því yfirbragð hins ókunna en er jafnframt töfrum þrungið og ógleymanlegt.

Netverð á mann frá kr. 239.900 m.v. 2 fullorðna á 3*+-4* hótelum m/morgunmat, 4 hádegisverðum og 8 kvöldverðum.

Ævintýri í Marokkó – 26. október í 10 næturFrá kr. 239.900

Aðventuferð til Brugge í Belgíu 3. desember í 4 nætur

Aðventuferðir hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og öðlast fastan sess í hjörtum margra. Brugge er í heild sinni á heimsminjaskrá UNESCO enda einstaklega falleg

borg sér í lagi á aðventunni þar sem miðbæjartorgin Burg og Markt skarta sínu fegursta með jólaljósum, jólahúsum og tilheyrandi tónlist. Torgin eru í raun gríðarstór söfn um evrópskan arkitektúr. Það er samdóma álit flestra sem til þekkja að óvíða í Evrópu sé miðaldahluti borgar betur varðveittur en í Brugge. Borgin er oft nefnd Feneyjar norðursins vegna síkjanna sem renna í gegnum borgina. Í Brugge færðu að upplifa ekta miðaldaumhverfi sem er þrungið sögu, menningu og listum. Borgin er hvað þekktust fyrir einstaklega fallegt handverk, ótrúlega fjölbreytt úrval af bjór, svo og dásamlegt súkkulaði, þar er meir að segja afar merkilegt súkkulaðisafn sem svo sannarlega er þess virði að heimsækja.

Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna á 3* hóteli með morgunmat.

Frá kr. 119.900

Sorrento – 19. október í 5 næturFararstjóri: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Við safírbláan Napólíflóann kúrir bærinn Sorrento í hlíðunum, innan um vínekrur og sítrustré. Frá Sorrento er stórkostlegt útsýni yfir flóann; eyjan Capri á vinstri hönd en Ischia beint

af augum. Á hægri hönd trónir Vesúvíus og fullkomnar þessa mynd. Stórkostleg umgjörð um fallegan bæ. Það er ekki einungis einstök náttúrufegurð sem hefur hér gífurlegt aðdráttarafl heldur einnig kjörin staðsetning bæjarins við Miðjarðarhafið.

Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna á 4* hóteli m/morgunmat alla daga og 1 kvöldverði.

Frá kr. 139.900

Page 9: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Sérferðir 2016 Sé

rfer

ðir

Sjá nánari upplýsingar á heimsferdir.is

Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm

þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum fiskibátum og þröngum strætum mjög sérstaka stemmningu. Á millli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4-6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Netverð á mann frá kr: 221.900 á mann m.v. 2 fullorðna á 3* hóteli m/morgunverði og 3 kvöldverðum.

Ítalía – Cinque Terre30. maí í 7 nætur – 6. júní í 7 nætur 20. ágúst í 7 nætur – 27. ágúst í 7 nætur

Frá kr. 221.900

Madeira – 24. apríl í 9 nætur

Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmumgróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt

loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagranhitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Íboði eru góð 3, 4 og 5* hótel sem staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina. Fjölmargar spennandi kynnisferðir í boði, þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fögru eyju.

Netverð á mann frá kr. 135.900 á Hotel Girasol m.v. 2 í herbergi með morgunmat.

Gardavatnið – 21. apríl í 4 nætur

Gardavatnið er margrómað fyrir einstaka náttúrufegurð og fjölbreytni. Flogið til og frá Veróna. Frá Veróna er rúmlega klukkutíma akstur til hins undurfagra bæjar Malcesine

sem stendur við norðausturenda vatnsins. Þar er dvalið á góðu 4* hóteli í 4 nætur. Scaligeri kastalinn sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Einstaklega skemmtilegur bær með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum kaffihúsum og spennandi sérverslunum. Boðið verður upp á léttar göngur og siglingar á meðan á dvöl stendur. Gardavatnið er staður sem allir elska og koma þangað aftur og aftur til að uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Hótel Excelsior Bay stendur við bakka vatnsins og í göngufæri frá miðbænum.

Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 4* hóteli m/morgunmat.

Frá kr. 135.900

Frá kr. 129.900

9

Léttganga á Madeira – 24. apríl í 9 nætur

Skemmtileg ferð sem sameinar góða útivist í hressandi göngutúrum og tíma til að njóta lífsins við sundlaugarbakkann. Miðað er við að göngurnar séu á bilinu

3-4 klst. Eða um 4-6 km. Gengið er á góðum stígum svo þetta eru sannarlega góðar heilsubótagöngur í hóp góðra ferðafélaga og undir leiðsögn fararstjóra sem gjörþekkir þessa fallegu og gróðursælu eyju. Göngurnar eru fjölbreyttar og ýmist gengið meðfram rennandi lækjum, um gróðursæla dali og tignarleg fjöll. Í gönguferðunum mun gróðurinn og blóm í öllum regnbogans litum setja sterkan svip sinn á leiðina. Gist verður á góðu 3* hóteli í höfuðborginni Funchal.

Netverð á mann frá kr. 229.900 á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 3* hóteli m/morgunmat.

Frá kr. 211.200

Page 10: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

SiglingarHeimsferðir eru umboðsaðili Costa Cruises á Íslandi. Costa Cruises býður glæsileg lúxusskip sem sigla um Miðjarðarhafið, Eyjahafið og Atlantshafið að sumri til en á veturna er siglt um hið sólríka Karíbahaf auk þess sem boðið er upp á spennandi siglingar í Suður-Ameríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Auk skipulagðra hópferða bóka Heimsferðir siglingar, flug og gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt eftir óskum hvers og eins.

Nánari upplýsingar um siglingar á heimsferdir.is

Heimssigling 20166. janúar – 24. apríl 2016Ítalía – Frakkland – Spánn – Grænhöfðaeyjar – Brasilía – Úruguay – Argentína – Chile – Polynesía – Samoa eyjar – Nýja Sjáland – Ástralía – Sri Lanka – Indland – Arabísku furstaríkin – Jórdanía – Ísrael – Grikkland – Sikiley

Sannkölluð draumasigling til 37 framandi áfangastaða í 18 löndum með lúxusskipinu Costa Luminosa í 108 daga með fullu fæði, drykkir með hádegis- og kvöldverð ásamt 15 kynnisferðum. Siglt til staða sem flesta dreymir um að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Hafið samband við ferðaráðgjafa í síma 595-1000 til að bóka þessa ferð.

Netverð á mann frá kr. 1.880.000 í tvíbýli í innri klefa m/fullu fæði og drykkjum með hádegis- og kvöldverðum.

Gersemar Miðjarðarhafsins & Rómar 9. – 29. október 2015Róm – Savona – Marseille – Barcelona – La Valetta/Malta – Calgliari/Sardinía – Civitavecchia/Róm

Siglingin um gersemar Miðjarðarhafsins hefst á beinu flugi til Rómar. Þar er dvalið í 3 nætur. Ekið frá Róm til hafnarborgarinnar Civitavecchia en þaðan hefst dásamleg vikusigling með allt innifalið um Miðjarðarhafið þar sem við skoðum gersemar og fornar minjar á spennandi viðkomustöðum. Í lok siglingarinnar er flogið til Íslands með millilendingu í Kaupmannahöfn.

Netverð á mann frá kr. 319.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga

Frá kr. 1.880.000

Frá kr. 319.900

Gersemar Austurlanda27. janúar – 22. febrúar 2016Páskar 2015Dubai – Oman – Indland – Sri Lanka – Maldíves-eyjar – Indland – Oman – Dubai

Spennandi siglingaferð sem hefst og endar í Dubai. Flogið frá Íslandi til Dubai með viðkomu í Osló og dvalið í 4 nætur í Dubai. Þrjár kynnisferðir í Dubai eru innifaldar í verði. Á fimmta degi hefst ævintýralega 21 sigling með allt innifalið en viðkomustaðirnar einstakir og margir afar framandi. Úrval kynnisferða er í boði á hverjum áfangastað. Í lok ferðar er flogið frá Dubai til Keflavíkur með viðkomu í Osló.

Netverð á mann frá kr. 579.900 á mann í tvíbýli í innri klefa.

Frá kr. 579.900

Páskasigling á framandi slóðum 9. mars – 5. apríl 2016Dubai – Oman – Jórdanía – Ísrael – Kýpur – Tyrkland – Krít – Aþena – Corfu – Dubrovnik – Ancona – Feneyjar

Einstök sigling um framandi slóðir, hér gefst færi á að kynnast sögunni frá árdögum menningarinnar og upplifa framandlegan lífstaktinn á þessum slóðum. Ferðin hefst á 4 nátta dvöl á góðu hóteli í Dubai en á meðan á dvöl stendur er farið í 2 spennandi kynnisferðir um borgina og eina kynnisferð út í eyðimörkina með tilheyrandi veisluhöldum að hætti heimamanna. Þessar ferðir eru innifaldar í verði. Þann 13. mars er haldið af stað í glæsilega 22 daga siglingu með allt innifalið. Siglingin hefst í Dubai og þaðan er siglt meðfram strönd Arabíuskagans og inn í Rauðahafið þar sem stoppað verður bæði í Jórdaníu og Ísrael. Þegar komið er yfir í Miðjarðarhafið er dvalið daglangt í spennandi borgum á þessum slóðum. Siglingunni lýkur í Feneyjum á Ítalíu, dvalið er í 1 nótt í Feneyjum áður en flogið er til Íslands með viðkomu í London.

Netverð á mann frá kr. 465.500 á mann í tvíbýli í innri klefa.

Frá kr. 465.500

Page 11: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

11

GolfferðirÍ golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks

en í boði eru hinir sívinsælu staðir Montecastillo, La Sella, Costa Ballena, Novo Sancti Petri og Alcaidesa. Auk þess eru í boði vetrargolfferðir til paradísareyjunar La Gomera.

Frá 199.900 kr.

COSTA BALLENA I NOVO SANCTI PETRI I ALCAIDESA MONTECASTILLO I LA GOMERA I LA SELLA

GOLFSKÓLI

VIKULEGAR FERÐIR PERSÓNULEG FARARSTJÓRN

Frábært verð!Frá kr. 199.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann á La Sella m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði. 7 nátta ferðir í september og október.

Nánari upplýsingará heimsferdir.is, hjá Herði H. Arnarsyni í síma 618 4300 og á [email protected]

La Gomera

La Sella

Montecastillo

Costa Ballena

Go

lf

Page 12: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Flachau & Lungau

Heimsferðir bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau. Með skíðapassanum er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum

af öllu tagi. Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu en hér er brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Hér er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum.

Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Íslendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Skíðaleiðir eru á milli skíðasvæðanna innan Lungau, t.d. frá Spiereck til Mautendorf eða frá Katschberg yfir til St. Margarethen, auk þess

sem skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna.

Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 5. ágúst 2015. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna. Verð í bæklingi er skv. verðskrá. Sjá nánari upplýsingar um almenna ferðaskilmála Heimsferða á heimsferdir.is.

Hotel Reslwirt – FlachauNýlegt og glæsilegt 4* hótel í hjarta Flachau. Næsta lyfta við hótelið er StarJet 1 lyftan sem er aðeins 100 m frá hótelinu en þar er einnig rekinn skíðaskóli og jafnframt er þar barnalyfta. Herbergin eru mjög rúmgóð og fallega innréttuð en á hótelinu er bar, veitingastaður, barnaleikherbergi og stórglæsileg heilsulind með sauna og hvíldarbekkjum. Svo sannarlega glæsilegur valkostur í skíðafríinu.

Frábært verðFrá kr. 196.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 196.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.2. janúar í 7 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Page 13: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

13

Skíð

avei

sla

Hotel Unterberghof – FlachauUnterberghof er fallegt 4* hótel í göngufæri við 8-er Jet skíðakláfinn og gönguskíðabraut er rétt við hóteldyrnar. Þá er hægt að renna sér beint af fjallinu og alla leið á hótelið í lok dags. Herbergin eru vel innréttuð með sjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi með hárþurrku. Á hótelinu er bar, reyklaus veitingastaður, ný heilsurækt með líkamsræktartækjum, sauna með vatnsgufubaði, hita- og ljósabekkjum. Innifalið er hálft fæði, morgunverður og þriggja rétta kvöldverður.

Skihotel Speiereck – LungauGott og sérlega notalegt hótel í Lungau, vel staðsett og í göngufæri frá skíðalyftu svæðisins. Þetta hótel er rekið af Íslendingum sem veita góða þjónustu á persónulegum nótum og leggja sig fram um að öllum líði sem best. Herbergin eru smekklega og skemmtilega innréttuð, með fjölbreyttum antíkhúsgögnum sem gefa hótelinu heimilislegan blæ. Öll eru herbergin með baðherbergi og sjónvarpi. Á hótelinu er notalegur matsalur með bar og einnig er sauna og ljósabekkur í húsinu.

Frábært verðFrá kr. 139.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.9. janúar í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 119.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 138.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.16. janúar í 7 nætur.

Unnt að skíða að hótelinu!

Fjölskylduhótel – rekið af Íslendingum!

Hotel Pongauerhof – FlachauFallegt hótel í um 5-10 mín. göngufjarlægð frá 8er-Jet skíðakláfinum og í nokkurra mín. fjarlægð frá miðbænum. Herbergi eru fallega innréttuð með baðherbergi, síma, sjónvarpi og svölum. Á hótelinu er sauna, hvíldaraðstaða, hitabekkir, ljósabekkir, líkamsræktaraðstaða, bar, veitingastaður, leikherbergi barna og internetaðstaða. Innifalið er morgunverðarhlaðborð og 4 rétta kvöldverður. Skíðarúta fer á 7 mín. fresti að 8er-Jet kláfinum og Flachauwinkel lyftunni.

Frábært verðFrá kr. 164.900 m/hálfu fæðiNetverð á mann frá kr. 164.900 m.v. 3 fullorðna í herbergi.Netverð á mann frá kr. 171.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.23. janúar í 7 nætur.

Góður valkostur!

Page 14: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Vina del Mar

Borgarferðir

Hotel ItacaFrá kr. 123.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.18. september í 5 nætur.

Barcelona18.-23. sept. I 23.-28. sept. I 20.-23. nóvI 23.-28. mar.

Hotel MercureFrá kr. 98.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.11. september í 4 nætur.

Bratislava11.-15. sept. I 5.-9. maí

Mercure MetropolFrá kr. 95.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.2. október í 4 nætur.

Búdapest2.-6. okt. I 22.-26. okt. I 21.-25. apr. I 12.-16. maí

Corinthia Hotel LisbonFrá kr. 119.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat.20. apríl í 4 nætur.

Lissabon12.-15. nóv. I 20.-24. apr. I 13.-16. maí

Heimsferðir bjóða fjölmargar borgaferðir, margar af helstu perlum Evrópu í beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða góða veitingastaði og úrvals verslunar-

möguleika. Það getur verið einstæð upplifun að ganga um götur borganna og bera fallegar byggingarnar augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða. Skelltu þér í helgarferð!

Page 15: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016

Vina del Mar

Frá kr.

89.900

15

Hotel ILFFrá kr. 89.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 8. október í 4 nætur.

Prag24.-28. sep. I 8.-12. okt. I 21.-25. apr. I 5.-9. maí

Catalonia ExcelsiorFrá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.8. október í 4 nætur.

Valencia8.-12. okt. I 5.-9. maí

Hotel ParkFrá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.1. október í 4 nætur.

Ljubljana1.-5. okt. I 15.-19. okt. I 21.-25. apr. I 13.-16. maí

Hotel PasarelaFrá kr. 96.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 6. nóvember í 3 nætur.

Sevilla6-.9. nóv.

Hotel MastinoFrá kr. 116.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 21. apríl í 4 nætur.

Verona21-25. apr.

Roscioli HotelsFrá kr. 123.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 19. október í 4 nætur.

Róm15.-19. okt I 19.-23. okt. I 29.-2. nóv. I 28.-2. maí

Page 16: Heimsferðir -  haust vetur og vor 2015 til 2016