heimsferðir - sumarbæklingur 2015

40
1 Heimsferðir • Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is Akureyri • Strandgötu 25 • Sími 461 1099 Sumar 2015

Upload: heimsferdir

Post on 07-Apr-2016

224 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Mikið úrval sólarferða eru í boði sumarið 2015 en unnt er að velja milli 13 áfangastaða á Tyrklandi, Krít, Spáni og Marokkó. Á Tyrklandi bjóðum við Bodrum og Marmars. Krít naut mikilla vinsælda í fyrra og er aftur í boði þetta sumarið. Á Spáni er mikið úrval en velja má á milli Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos og Marbella/Estapone á Costa del Sol en einnig bjóðum við ferðir til Salou að nýju ásamt Almería, Albir og Benidorm. Annað árið í röð bjóðum við sólarferð til Agadir í Marokkó en sú ferð er einstök upplifun. Þá er í boði úrval borgarferða til 11 áfangastaða auk sérferða.

TRANSCRIPT

Page 1: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

1

Heimsferðir • Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is Akureyri • Strandgötu 25 • Sími 461 1099

Sumar2015

Page 2: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

2

Heimsferðir bjóða Íslendingum í sólarferðir til Bodrum og Marmaris í Tyrklandi, sem eru meðal eftirsóttustu áfangastaða

Tyrklands. Tyrkland er stórbrotið land þar sem austrið mætir vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast, enda er

hjartsláttur austursins alltaf nálægur. Hér var eitt elsta menningarstórveldi heimsins og sagan drýpur af hverju strái. Tyrkir

taka vel á móti öllum ferðamönnum með sinni einstöku gestrisni sem þeir eru þekktir fyrir. Hér er verðlag hagstætt, fallegar smá-

bátahafnir með iðandi mannlífi, brosandi fólk, fjörugt næturlíf, og heillandi markaðir.

Bodrum & Marmaris – töfrum líkast í Tyrklandi

Frá kr.

129.900m/allt innifalið í 11 nætur

Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi á Smartline Bitez Garden. Netverð á mann frá kr. 148.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi á Smartline Bitez

Garden. 28. maí í 11 nætur.

Page 3: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

3

BodrumBodrum er ótrúlega fallegur hafnarbær en bærinn skartar

fallegum hvítum húsum sem eru víða skrýdd blómum

og þröngum heillandi götum sem bera fortíðinni vitni.

Í bænum er endalaust úrval veitingastaða, bara, kaffi-

húsa, verslana og mikið nætur- og skemmtanalíf í boði

en margir telja þessa fallegu tyrknesku borg koma þétt á

hæla sjálfrar Istanbúl hvað varðar fjölbreytileika skemmt-

unar og næturlífs! Heimsferðir bjóða úrval gististaða á

Bodrum í bæjunum Akyalrar, Bitez, Gumbet, Torba og

Turgutreis.

MarmarisMarmaris er gamall fallegur bær sem hefur svolítið evrópskt yfirbragð

en bærinn kúrir í vík, er umkringdur fjöllum og þykir með fallegri bæjum

landsins. Hér er úrval veitingastaða í bænum, við ströndina og höfnina. Í

Marmaris eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en Marmaris er

svona ekta Íslendingastaður ef svo má að orði komast, hér er auðvelt að

rata um, falleg og löng strandgata, iðandi „barstræti“ og skemmtilegar

verslanir! Heimsferðir bjóða frábært úrval gististaða; góð íbúðahótel sem

og glæsileg hótel í Marmaris.

MaturinnTyrknesk matargerð er að miklu

leyti afrakstur af sögulegum bak-

grunni landsins. Eins og áður seg-

ir þá mætist hér austrið og vestrið

og Tyrkjar hafa tekið það besta úr

matarvenjum beggja vegna. Þeir

sem koma til Tyrklands undrast

sífellt mikið úrval grænmetis sem

er í boði hér en ferskt grænmeti

er í hávegum haft í tyrkneskum eldhúsum. Tyrkir hafa ekki farið varhluta

af skyndibitamenningunni og Dönerkebab er afar vinsæll meðal landans.

MarkaðirMarkaðirnir í Tyrklandi heilla alla þá sem stoppa þar við.

Þar upplifir þú ekta tyrkneskt andrúmsloft sem skapast af

ýmsum ilmum, litum og röddum en þetta er staður þar

sem þú getur fylgst með ómissandi hluta daglega lífsins

í Tyrklandi. Svona opnir markaðir eru algengir og kallast

„Pazar“ og finnast alls staðar um landið.

Tyrkneskt baðNjóttu þess að fara í tyrkneskt bað eða hamman eins

og það er kallað. Tyrkneska baðið byrjar á slökun í

heitu herbergi og baðendur geta síðan fært sig í enn

heitara herbergi áður en þeir þvo sér uppúr köldu

vatni. Eftir heilböðun og nudd þá færast baðendur

í kælingarherbergið þar sem slakað er á.

Tyrk

land

3

Page 4: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

4

Xanadu Island – Bodrum Xanadu er stórkostlegt hótel með allri þeirri þjónustu sem hugsast getur, til þess að þú megir njóta þín sem best í sumarfríinu. Xanadu Island er staðsett eitt og sér á nesi, sem gefur því einstakt yfirbragð enda umlukið tærum sjónum. Á Xanadu dvelja allir í afar vel búnum svítum með svölum eða verönd. Xanadu býður uppá “high class all inclusive” en það er sérlega rausnaleg allt innifalið þjónusta. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og huggulegir veitingastaðir en þar á meðal eru 3 „à la carte“ staðir og 7 barir. Á hótelinu er 2 útisundlaugar og 1 innilaug, garður með sólbekkjum og sólhlífum, heilsulind, líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur, barnaleiksvæði, skemmtidagskrá og næturklúbbur (disco) fyrir 16 ára og eldri. Einstaklega glæsilegt hótel og tilvalið fyrir þá sem kjósa heldur rólegheit í fríinu sínu!

Frábært verðFrá kr. 277.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 277.900 m.v. 2 fullorðna í Courtyard svítu.8. júní í 10 nætur.

La Blanche Resort & Spa – BodrumLa Blanche Resort & Spa er glæsilegt lúxushótel sem er frábærlega staðsett við einkaströnd. Herbergin eru vel búin með svölum eða verönd. Sundlaugargarður með stórum sundlaugum, góðri sólbaðsaðstöðu og frábæru barnasundlaugarsvæði með vatnsrennibrautum. Á hótelinu er úrval veitingastaða, þar af 3 „à la carte“ staðir og 5 barir. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, tennisvellir, borðtennisborð, leiktækjasalur og margt fleira til afþreyingar. Glæsileg heilsulind er á hótelinu fyrir þá sem vilja nota tækifærið og láta dekra við sig í fríinu.

Frábært verðFrá kr. 177.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 177.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 209.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 135.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 135.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Vinsælasti valkosturinn!

Azka Otel – BodrumGlæsilegt hótel, staðsett í einungis um 1,5 km fjarlægð frá Bodrum bænum. Á hótelinu er fjölbreytt þjónusta í boði, til þess fallin að þér líði sem allra best í fríinu þínu. Í garðinum er góð sundlaug og barnalaug, sólbekkir og sólhlífar. Hér er sund-laugabar, strandbar, veitingastaðir og fleira skemmtilegt er í boði. Þá er hér einnig góð líkamsræktaraðstaða og heilsulind með innisundlaug. Herbergin eru vel búin og innréttuð í þessum dæmigerða klassíska hótelstíl en eru ekki alveg nýlega inn-réttuð, en þau eru nokkuð rúmgóð og ýmist með útsýni til sjávar eða út í garðinn.

Nýr valkostur!

Stórglæsilegur valkostur!

Page 5: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

55

Bo

dru

m –

Tyr

klan

d

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Góður valkostur!

Frábært verðFrá kr. 134.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 154.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Risa Hotel – BodrumRisa Hotel er nýlegt hótel í Bitez, stað-sett í nálægð við fallega og rólega ströndina. Hótelið er smekklega innrétt-að á 3 hæðum, sem gerir andrúmsloftið hlýlegt og skemmtilegt. Garðurinn er skemmtilega hannaður, jafnframt nota-legur en þar er sundlaug, buslulaug fyrir börn, sólbekkir og dýnur og tyrk-neskir púðar til að liggjá í og slaka á. Herbergin eru frekar rúmgóð og vel búin. Hér er líkamsræktaraðstaða og hægt að komast í tyrkneskt bað.

Frábært verðFrá kr. 129.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 148.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur.

Smartline Bitez Garden – BodrumFallegt og gott hótel í Bitez sem býður einstaklega góðan aðbúnað og þjónustu. Hótelið var endunýjað á smekklegan hátt fyrir um tveimur árum. Stutt er að ganga frá hótelinu bæði á ströndina og í miðbæinn. Hér er fallegur sundlaugargarður með sólbekkjum og sólhlífum, sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar. Á hótelinu er veitingastaður, vínbar og bar. Herbergi á hótelinu eru smekklega innréttuð og með loftkælingu (gegn aukagjaldi), síma, öryggishólfi, sjónvarpi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Þráðlaust internetaðgengi, sauna, tyrkneskt bað o.fl. fyrir gesti.

Góður valkostur!

Frábært verðFrá kr. 134.900 m/ allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 152.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur.

Club Shark – BodrumClub Shark Hotel er í hjarta Gümbet bæjarins í göngufæri við bari, veitingastaði verslanir og ströndina. Á hótelinu eru 105 herbergi og eru þau smekklega innréttuð með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, mini-bar, internettengingu, öryggis-hólfi og baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Frá hótelinu er ágætis útsýni til sjávar og upp til fjalla og það eru ekki nema um 350 m á ströndina. Club Shark Hotel býður góða útisundlaug og barnalaug. Í garðinum eru sólbekkir, dýnur og sólhlífar og hér er bar og veitingastaður. Á þessu hóteli er allt innifalið, þ.e. matur og drykkir meðan á dvöl stendur. Einhverja þjónustu þarf að greiða aukalega fyrir og við biðjum ykkur að fá upplýsingar um það í móttöku hótelsins við komu.Hótelið er mjög líflegt og við mælum ekki með því fyrir fólk sem er að leita eftir rólegheitum, þar sem tónlist og fleira er í gangi í garðinum allan daginn. Gott hótel fyrir þá sem vilja líf og fjör í kringum sig og hafa stutt í skemmtanalífið.

Vinsæll valkostur!

Page 6: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

6

Green Nature DiamondAfar stórt og fjörugt hótel sem býður ótrúlega fjölbreytta þjónustu. Garðurinn er stór og opinn og gengið er beint út á strandgötuna en í garðinum er mjög stór sundlaug ásamt buslulaug. Hér eru sólbekkir og sólhlífar, bar, snarlbar og barnaklúbbur. Herbergin eru þægileg og öll með svölum og loftkælingu. Hér eru veitingastaðir, kaffitería og barir og meðal annars er einn veitingastaður við ströndina sem tilheyrir hótelinu.

Frábært verðFrá kr. 169.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 169.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 218.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 8. júní í 10 nætur.

Fjörugur valkostur!

Elegance Hotel – MarmarisAfar gott 5* hótel sem býður einstaklega fjölbreytta þjónustu. Öll herbergi eru fallega og hlýlega innréttuð. Garðurinn er fallegur, þar er stór og góð sundlaug og svæðið til þess fallið að slaka á við sundlaugabakkann. Hægt er að ganga út úr garðinum og yfir á litla bryggju hótelsins, þar er veitingastaður, dýnur og notalegir trykneskir púðar. Þá eru hér veitingastaðir, barir og snarlbar. Skemmtidagskrá í boði.

Frábært verðFrá kr. 201.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 201.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Glæsilegur valkostur!

– Marmaris

Frábært verðFrá kr. 178.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 178.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Golden Rock BeachEinkar glæsilegur valkostur sem opnaði árið 2012. Á hótelinu eru barir, sundlaugabar, snarlbar og veitingastaðir bæði hlaðborð og à la carte. Þá er starfræktur barnaklúbbur fyrir yngstu börnin. Herbergin eru fallega innréttuð á hlýlegan máta. Garðurinn er afar flottur, með stórri sundlaug, vatnsrennibraut og sér barnalaug. Þá eru hér sólbekkir og sólhlífar og örstutt á ströndina fyrir framan hótelið.

Glæsilegur valkostur! – Marmaris

Page 7: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

77Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Grand Cettia HotelGott og ágætlega staðsett 4* hótel en sameiginleg aðstaða er hér til fyrirmyndar og hér ríkir líflegt og fjörugt andrúmsloft. Á hótelinu eru m.a. 2 sundlaugar, 2 vatnsrennibrautir, 2 barnalaugar og leiksvæði fyrir börnin. Mikið er lagt upp úr góðum barnaklúbb og skemmtidagskrá fyrir krakkana. Á hótelinu eru veitingastaðir og barir. Herbergin eru ágætlega búin, öll með loftkælingu. Fjörugur valkostur fyrir barnafólk.

Frábært verðFrá kr. 129.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 164.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Fjölskylduvænt!

Mar

mar

is –

Tyr

klan

dHotel Romance Þægilegt, lítið hótel, vel staðsett alveg við ströndina. Móttakan er notaleg og lobbýið er fallega innréttað m/ léttum innréttingum. Herbergin eru hlýlega innréttuð og öll búin loftkælingu. Garðurinn er þægilegur með góðri sundlaug og sundlaugabar. Þá er hér veitingastaður og snarlbarinn er staðsettur við ströndina. Gott hótel, sem býður góða og persónulega þjónustu til gesta sinna, tilvalið fyrir þá sem leita að rólegheitum í fríinu sínu.

Frábært verðFrá kr. 130.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 130.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 146.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur.

Notalegur valkostur!

Frábært verðFrá kr. 144.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 144.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 163.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.8. júní í 10 nætur.

Pasa Beach HotelHagkvæmur 4* valkostur sem býður fjölbreytta þjónustu og er í einungis um 2 km fjarlægð frá miðbæ Marmaris. Herbergin eru hlýlega innréttuð í klassískum hótelstíl. Hér er falleg og björt móttaka, barnaklúbbur og góður garður með sundlaug, vatnsrennibraut og barnalaug. Hér eru veitingastaðir, kaffitería, bar, sundlaugabar, hár-greiðslustofa og verslun. Hagkvæmur kostur með fjölbreyttri þjónustu.

Fjölbreytt þjónusta!

– Marmaris

– Marmaris

– Marmaris

Page 8: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

8

Heimsferðum er sönn ánægja að bjóða viðskiptavinum sínum aftur grísku eyjuna Krít. Þessi eyja grípur alla sem þangað

koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjarskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum

af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir. Þá töfra eyjarskeggjar fram það besta úr hráefni sínu og sameina gríska og

Miðjarðarhafs matarmenningu af stakri snilld. Verðlag er nokkuð gott og hægt að gera vel við sig í mat og drykk. Hér skiptast á stór-

kostlegt fjalllendi með snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengja og tær sjór sem ávallt heillar sólþyrstan ferðalanginn.

Krít – seiðandi stemning!

Frá kr.

119.900í 11 nætur

Netverð á mann frá kr. 119.900 á Helios m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 135.900 á Helios m.v. 2

fullorðnir í stúdíó. 21. maí í 11 nætur.

Page 9: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

9

ChaniaChania er önnur stærsta borg eyjunnar en þetta er lífleg

borg með úrval verslana, veitingastaða, bara og fjörugt

næturlíf. Þá er þar er mjög fallegur „Gamli bær“ sem

setur sinn sjarma á borgina. Út frá borginni liggur löng og

falleg sandströnd og á henni eru margir litlir strandbæir

þar sem hótel Heimsferða eru staðsett. Á Krít er hæfi-

legur fjöldi ferðamanna sem dreifist þægilega á hótel

og á strendur eyjunnar og það er ekki fyrr en komið er

inní Chania að maður áttar sig á öllum mannfjöldanum

þegar ferðamenn safnast saman þar.

Samaría glúfriðGljúfrið er eitt helsta náttúruundur

Krítar og vinsælt meðal ferða- og

göngufólks en það er lengsta gljúf-

ur í Evrópu, tæpir 17 km að lengd.

Gangan um glúfrið hefst í bænum

Xyloskalo á Omalossléttuni og er

gengið alveg niður að strandbæn-

um Agia Roumeli. Þar er tilvalið að

slökkva þorstann með nýkreistum

appelsínusafa, slappa af á ströndinni,

baða sig í sjónum eða setjast inná veitingastað áður en siglt er tilbaka. Á

siglingunni má svo njóta fegurðar Miðjarðarhafsins.

Krítverska villigeitinÞað er magnað að upplifa það að sjá krítversku villigeitina „kri kri“ þegar

hún brunar fim og fótfrá upp og niður fjalllendið á ógnarhraða. Villigeitin

heldur sig við Samaría gljúfrið en það er hennar afdrep. Í eina tíð var hún

vinsæl veiðibráð en er nú alfriðuð og sjaldséð nema í Samaría. Í gljúfrinu

má finna margar sjaldgæfar jurtategundir og einnig eru þar dýrategundir

sem lítið sjást annars staðar.

ElafonisiÞað er tilvalið að leigja bíl og aka að Elafonisi ströndinni en þar má sjá

bleikan sandinn og svo tæran sjóinn að hrein unun er að upplifa. Það má

leigja sólbekk á Elafonisi en einnig er upplagt að ganga út í eyjuna sem er

þarna og leggjast á handklæði þar og njóta kyrrðarinnar. Athugaðu að þú

gætir þurft að vaða upp að mitti.

SantoriniÓmissandi ævintýraferð til einnar falleg-

ustu eyju Grikklands. Santorini er sannköll-

uð paradís og býr hún yfir einstakri fegurð

sem skilur engann eftir ósnortinn. Saga

eldfjallaeyjunnar spannar mörg þúsund ár

og er hún sögð geyma leyndarmálið um

hið horfna Atlantis. Það er magnað að sjá einkennandi hvítu húsin sem hafa

verið byggð inn í klettana, allar fallegu hvítu kirkjurnar með bláu þökunum

og stórkostlegu útsýni yfir gíginn. Það eru ófáir listamennirnir sem hafa

heillast af þessum bæ og sest þar að. Einnig er hann mjög vinsæll á meðal

verðandi brúðhjóna til þess að láta pússa sig saman.

Grísk matargerðEyjaskeggjar töfra fram það besta úr hráefni sínu og

sameina gríska og miðjarðarhafs matarmenningu

af stakri snilld. Ferskmeti, kjöt, fiskur og grænmeti

bragðast einstaklega vel með góðu víni og ostum

þeirra eyjaskeggja. Verðlag er nokkuð gott og hægt

að gera vel við sig í mat og drykk, sérstaklega þegar

komið er út fyrir aðalferðamannastaðina. Smakkaðu

grillaðan fetaost og kolkrabba. Allir ættu einnig að

fá sér amk einn Giros!

Krí

t

Page 10: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

10

Cretan Dream RoyalCretan Dream Royal er fallegt hótel og býður góða og fjölbreytta þjónustu, staðsett í Kato Stalos og í um 7 km fjarlægð frá miðbæ Chania. Herbergin eru vel búin og fallega innréttuð með loftkælingu, síma, internetaðgengi, kæliskáp, sjónvarpi og svölum með sjávarsýn en baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baði. Hér er veitinga-staður og krá (tavern) ásamt gullfallegum sundlaugagarði með sundlaug sem rennur saman við sjóndeildarhringinn svo maður sér vart hvar laugin endar og hafið á upptök sín. Þá er bar við sundlaugina, sófar og setkrókar og sólbekkir og sólhlífar. Þá er hér leikherbergi með “pool” borði og tölvuspilakössum.

Frábært verðFrá kr. 171.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 171.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 184.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi. 1. júní í 10 nætur.

Sirios VillageMjög gott og fjölskylduvænt 4* hótel sem býður einstaklega fjölbreytta þjón-ustu. Hótelið er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl og dreifist um fallegan og gróðursælan garðinn. Hér er frábær aðstaða með 2 sundlaugum og 2 barnalaugum með skemmtilegum vatnsrennibrautum. Á svæðinu er tenn-is- og blakvöllur, barnaleiksvæði, lík-amsræktaraðstaða og önnur afþreying. Úrvals valkostur - hér nýtur maður einfaldlega lífsins í botn!

Frábært verðFrá kr. 159.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 159.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 193.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi. 13. júlí í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 155.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 155.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 182.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi. 1. júní í 10 nætur.

Fjölskylduvænt!

Glæsilegur valkostur!

Galini Sea ViewHótelið stendur á fallegum stað upp á hæð og útsýnið yfir ströndina og hafið, í þorpi sem heitir Aghia Marina og í 8 km fjarlægð frá miðbæ Chania. Vert er þó að nefna að hótelið stendur hátt og nokkuð er um tröppur og brekkur, hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Herbergin eru öll vel búin með hlýlegum hús-gögnum, öryggishólfi, baðherbergi og herbergjum fylgir strandhandklæði, öll með svölum eða verönd. Hér er hlaðborðsveitingastaður og einnig à la carte staðir. Á hótelinu er lítill en fallegur garður með stórri sundlaug og barnalaug. Við laugina eru sólbekkir og sólhlífar og baðhandklæði fylgja herbergjunum. Hér er líkams-ræktaraðstaða (lítil) og heilsulind með gufu- og tyrknesku baði (Hamam). Í einungis 200 m fjarlægð frá hótelinu er einkaströnd „Galini Beach“ þar sem gestir hótelsins fá frí afnot af bekkjum og sólhlífum.

Góður valkostur!

Page 11: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

1111

Krí

t

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Frábært verðFrá kr. 144.900 m/ allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 144.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 169.900 m.v. 2 fullorðnir í stúdíó. 22. júní í 10 nætur.

Maleme MareÞetta er gott og fjölskylduvænt íbúða-hótel sem telur alls 62 rúmgóðar og vel búnar íbúðir, ýmist með einu svefn-herbergi eða stúdíóíbúðir. Hér er góð aðstaða og í garðinum eru tvær sund-laugar, barnasundlaug og leikaðstaða fyrir börn. Á þessu hóteli er allt „inni-falið“ sem þýðir að morgun-, hádeg-is- og kvöldverður ásamt léttu snarli og drykkjum (innlendum) er innifalið meðan á dvöl stendur.

Íbúðahótel með allt innifalið!

Fjölskylduvænt!

Frábært verðFrá kr. 155.900 m/ allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 155.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 195.900 m.v. 2 fullorðnir í stúdíó. 1. júní í 10 nætur.

Porto Platanias VillageGott hótel sem stendur nálægt ströndinni, eða í einungis 200 metra fjarlægð, rétt fyrir utan miðbæ Platanias bæjarins. Porto Platanias Village býður nýuppgerðar og vel búnar íbúðir með svölum eða verönd. Hótelið er góður kostur fyrir fjölskyldur en garðurinn og svæðið við sundlaugina er nýuppgert og tilvalið að njóta sólardaganna þar. Einnig er hér nýuppgerður veitingastað-ur fyrir gesti hótelsins.

Frábært verðFrá kr. 123.900 Netverð á mann frá kr. 123.900 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 142.900 m.v. 2 fullorðnir í stúdíó. 24. ágúst í 10 nætur.

Toxo Hotel & AptsÞetta er nýlegt, stílhreint og fallegt íbúðahótel með einungis 36 íbúðum. Heimsferðir bjóða hér farþegum sínum ýmist stúdíóíbúðir eða íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.Hótelið er staðsett í Platanias og þykir rólegt og fjölskylduvænt en býður fjöl-breytta þjónustu fyrir gesti sína. Hér er snarlbar og lítill veitingastaður, tvær sundlaugar og barnalaug, barnaleik-svæði, líkamsræktaraðstaða með lítilli heilsulind.

Frábær staðsetning!

Page 12: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

12

Heimsferðir bjóða til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu Tenerife vikulega í allt sumar. Tenerife býður frábærar

aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði

er fjölbreytt úrval vinsælla gististaða á vinsælustu svæðunum á einstökum kjörum. Hingað sækja einstaklingar, pör og

barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins, frábærs strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

Tenerife

Netverð á mann frá kr. 82.900 á Parque de las Americas mv. 2 fullorðna og 2 börn. Netverð á mann frá kr. 101.900 á Parque de

las Americas m.v. 2 fullorðna.22. ágúst í 7 nætur í smáhýsi m/1 svefnherbergi

Frá kr.

82.900í 7 nætur

– ævintýri fyrir alla!

Page 13: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

13

Masca dalurinn Skammt frá Costa Adeje er Masca dalurinn sem stórbrotið er að dvelja

í um stund en í þorpinu á Masca er gullfallegt um að litast. Heimsferðir

bjóða uppá hringferð um Tenerife eyjuna en í þeirri kynnisferð er einmitt

komið við í Masca dalnum og dvalið þar um stund. Einnig er hægt að ganga

frá Masca dalnum niður að strönd á eigin vegum en það er 3-4 klst. ganga

en þó breytilegt eftir gönguhraða. Stórbrotin upplifun sem gleymist seint!

Siam ParkSiam Park er án efa einn allra flottasti vatnsrennibrautagarður veraldar. Þar

er að finna vatnsrennibrautir við allra hæfi, fyrirmyndar sólbaðsaðstöðu og

frábært vatnsleiksvæði fyrir yngstu kynslóðirnar. Risastór öldusundlaug er í

garðinum og löng flúðasigling. Vatnrennibrautirnar henta bæði þeim sem

vilja taka lífinu með ró og þeim sem vilja láta adrenalínið flæða aðeins um

æðarnar!

Loro ParqueFyrir ofan miðbæinn í Puerto de la Cruz er dýragarðurinn Loro Parque

staðsettur. Í garðinum er mikill fjöldi fugla og dýra, m.a. stærsta páfa-

gaukasafn í heimi. Einnig má finna tígrisdýr, simpansa, górillur, krókódíla

og margt margt fleira. Í garðinum eru tvær forvitnilegar byggingar. Önnur

hýsir heim mörgæsanna og þar snjóar um 15 tonnum af snjó daglega.

Hin hýsir sædýrasafnið þar sem hákarlar og aðrir fiskar synda fyrir ofan

okkur í glergöngum. Í garðinum eru fjölmargar sýningar á dag þar sem

sæljón, höfrungar og páfagaukar sýna listir sínar. Einnig er ævintýralegt

barnaland þar ásamt páfagaukasafni og fjölmörgum veitingastöðum.

Það er sannkölluð skemmtun að verja degi í Loro Parque, öll fjölskyldan

finnur sér eitthvað við hæfi. Láttu ekki garðinn fara framhjá þér í fríinu!

MatargerðMatur á Spáni er mjög góður og mikið úrval frábærra

veitingastaða er að finna á Tenerife. Allir sem koma

til Spánar verða að smakka þjóðarréttinn Paella

og fá sér Tapas. Þá er ómissandi að prófa Papas

Arrugadas eða Patatas Bravas, en það eru kanarískar

kartöflur með sérstaklega góðri sósu!

Tene

rifeMount El Teide

Náttúran og landslagið á Tenerife er mjög fjölbreytt en

El Teide, 3.718 m, hefur haft gífurlegt aðdráttarafl fyrir

eyjuna í gegnum tíðina enda landslagið þar stórbrot-

ið. El Teide er í einum fjölsóttasta þjóðgarði Spánar en

garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Unnt er að taka

kláf alla leið ásamt því að fjölmargar gönguleiðir eru á

toppinn.

Page 14: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

14

Frábært verðFrá kr. 149.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í junior-svítu. Netverð á mann frá kr. 165.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi.27. júní í 7 nætur.

Bahia PrincipeSannkallað lúxushótel sem er byggt í glæsilegum stíl í anda Mexíkósks smábæjar. Hótelið skiptist í tvo hluta; Costa Adeje þar sem flestir búa í hótelherbergjum og Tenerife sem er með sína sérstöku veitingastaði og þar búa flestir í junior-svítum. Hótelið er staðsett fyrir utan Playa de las Americas og tekur um 15-20 mín að keyra þangað frá hótelinu, en hér er allt til staðar sem maður óskar sér í fríinu; stór og glæsileg sundlaugasvæði, fallegir garðar og verslanir. Í göngufjarlægð er síðan hinn fallegi smábær Playa Paraiso. Á hótelinu er ótrúlega fjölbreytt úrval þjónustu og afþreyingar í boði.

Stórglæsilegur valkostur!

Frábært verðFrá kr. 109.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi.27. júní í 7 nætur.

Hotel JacarandaHotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje, aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tvinnar saman efra og neðra sundlaugarvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Frábær valkostur!

H10 ConquistadorGlæsilegt og afar vel staðsett hótel á amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er einstaklega fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja og virða fyrir sér mannlífið. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór, og vel búin með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi.

Frábært verðFrá kr. 149.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi.13. júní í 7 nætur.

Góður valkostur!

Page 15: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

1515

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er ákaflega skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum og afar barnvænum garði með mikilli afþreyingu og þjónustu. Farþegar Heimsferða dvelja ýmist í byggingu III eða IV en Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega á hótelinu. Hótelið er staðsett á besta stað á Playa Las Americas alveg við ströndina, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum í boði.Garðurinn er flaggskip hótelsins með endalausum möguleikum til afþreyingar fyrir fjölskylduna.

Frábært verðFrá kr. 87.900Netverð á mann frá kr. 87.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðnir í stúdíó íbúð.22. ágúst í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 92.900Netverð á mann frá kr. 92.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð á Tenerife Sur.Netverð á mann frá kr. 107.900 m.v. 2 fullorðnir í íbúð á Tenerife Sur.20. júní í 7 nætur.

Tenerife Sur & Cristian Sur Góð íbúðahótel sem eru vel staðsett í hinum ljúfa bæ, Los Cristianos. Á Tenerife Sur bjóðast stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi en á Christian Sur eru stærri íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hér er öll aðstaða úti fyrir mjög góð fyrir fjölskyldufólk. Hótelið er þó ekki besti kosturinn fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Þá er fiskimannaþorpið Los Cristianos aðdráttarafl í sjálfu sér og ljúft andrúmsloft ríkir yfir öllu svæðinu.Einfaldur kostur, en með góðri aðstöðu í sundlaugagarðinum.

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

BitacoraGott 4* hótel sem er staðsett í hjarta amerísku-strandarinnar. Umhverfis hótelið er fallegur garður og einungis er um 1 km niður á ströndina. Herbergin eru öll rúmgóð og vel búin með svölum eða verönd. Garðurinn er fallegur með sundlaug og sólbekkjum. Hér er hægt að spila tennis, borðtennis og fara í mini-golf. Hér er bar og veitingastaður og þá er skemmtidagskrá fyrir börnin alla daga og mini-disco á kvöldin.Gott og vel staðsett hótel sem óhætt er að mæla með.

Frábært verðFrá kr. 119.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli.Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðnir í herbergi.29. ágúst í 7 nætur.

Góður valkostur!

Góð íbúðahótel meðal heimamanna!

Vinsælasti valkosturinn!

Tene

rife

Page 16: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

16

Costa del Sol er tvímælalaust einn vinsælasti sólaráfangastaður Íslendinga, enda býður staðurinn upp á glæsilegt úrval gististaða,

veitingastaða og skemmtunar. Strandbærinn Benalmádena á Costa del Sol liggur við hlið bæjarins Torremolinos. Á Benalmádena

er að finna fallegar strendur, spennandi mannlíf, úrval veitinga- og skemmtistaða, tívolí og síðast en ekki síst glæsilegu snekkju-

bátahöfnina Puerto Marina. Þangað ættu allir að fara og upplifa einstaka stemningu, með því að fara út að borða á frábærum veitinga-

stöðum, kíkja á fjörugt næturlífið eða skoða heillandi mannlífið, glæsilegar snekkjur og margt annað sem snekkjubátahöfnin býður upp á.

Benalmádenaá Costa del Sol

Netverð á mann frá kr. 107.900 á Vistamar m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi. Netverð á mann frá kr. 116.900 á Vistamar m.v. 2

fullorðna í stúdíó. 6. júlí í 10 nætur.

Holiday World PolynesiaHeimsferðir kynna nú með stolti Holiday World Polynesia hótelið sem er eitt af nokkrum hótelum innan Holiday World samsteypunnar á Costa del Sol. Holiday World er sannkallaður ævintýraáfangastaður fyrir fjölskylduna einfaldlega vegna þess að hvergi á einu svæði er meiri afþreying í boði á Costa del Sol strandlengjunni. Hér eru glæsilegir veitingastaðir sem bjóða alls konar þemakvöld, úrval af drykkjum og sérstök áhersla lögð á úrvalsfæði fyrir börnin. Fyrir utan veitingastaðina eru hér barir, sundlaugabarir, snarlbarir og alls konar önnur afþreying. Fyrir þá sem kjósa líf og fjör, fjölbreytta og mikla þjónustu, þá er þetta draumastaðurinn!

Frábært verðFrá kr. 204.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 204.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í Junior svítu.Netverð á mann frá kr. 250.900 m.v. 2 fullorðna í Junior svítu.15. júní í 10 nætur.

Ævintýralegur valkostur!

Frá kr.

107.900í 10 nætur

Page 17: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

17

Ben

alm

áden

a –

Co

sta

del

So

l

17

Mac Puerto Marina Mac Puerto er einstaklega góður valkostur, alveg við snekkjubátahöfnina í Benalmadena. Torremolinos bærinn er svo hinum megin við hótelið og því geta gestir þessa hótels notið þess besta frá báðum bæjunum. Á hótelinu ríkir þægileg og róleg stemning en örstutt er í iðandi mannlíf snekkjubátahafnarinnar. Herbergin eru hlýleg og björt en ekki alveg nýlega innréttuð. Garðurinn er fallegur, með sólbekkjum, sundlaug og lítilli barnalaug. Hér er einnig veitingasalur og bar og oft á tíðum er lifandi tónlist á barnum en ekki eiginleg skemmtidagskrá. Þetta er án efa eitt af þeim hótelum sem hefur hvað skemmtilegustu staðsetninguna og vel fer um gesti hér á þessu einkar smekklega hóteli.

Vistamar Mjög gott íbúðahótel staðsett á góðum stað í Benalmádena á Costa del Sol, í einungis um 300 metra fjarlægð frá ströndinni. Strandlífið við Benalmádena og snekkjubátahöfnina er einstaklega fjörugt og skemmtilegt og er þar að finna veitingastaði, bari og litlar verslanir. Á þessum gististað er fín aðstaða með góðri móttöku, hér er veitingastaður, snarlbar, þvottaaðstaða, bar og sundlaugagarður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu. Íbúðirnar eru vel útbúnar og þægilega rúmgóðar, allar með svölum.

Frábært verðFrá kr. 160.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 160.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 179.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.15. júní í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 107.900 Netverð á mann frá kr. 107.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.Netverð á mann frá kr. 116.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.6. júlí í 10 nætur.

Los Patos ParkHotel Los Patos er notalegt 4* hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og góða staðsetningu í Benalmádena. Örstutt er á ströndina og hin vinsæla snekkjubátahöfn er í göngufæri. Á hótelinu eru vel búin herbergi, öll með loftkælingu og svölum eða verönd. Herbergin eru látlaus og ekki alveg nýlega innréttuð en rúmgóð. Á hótelinu er sundlaug, barir, góð sólbaðsaðstaða, veitingastaður og lítil verslun auk fjölbreyttrar afþreyingar fyrir fyrir gesti.

Frábært verðFrá kr. 130.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 130.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 152.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.15. júní í 10 nætur.

Nýr og flottur garður!

Góður valkostur!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Frábær staðsetning!

Page 18: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

18

Las PalmerasAfar vel staðsett í Fuengirola við snekkjubátahöfnina, rétt við miðbæinn þar sem fjölbreytt úrval bara, veitingastaða og verslanna er að finna. Þá er aðal næturlífið í kringum höfnina, svo örstutt er í fjörið, kjósi maður slíkt í fríinu sínu. Herbergin eru vel búin og öll með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, barir, veitingasalur og sundlaugabar – þá er hér tennisvöllur, billiard- og borðtennisborð og barnaklúbbur er starfræktur hér fyrir aldurshópinn 5-12 ára.

Frábært verðFrá kr. 107.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 107.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Góð staðsetning!

Fuengirola á Costa del Sol er meðal leiðandi ferðamannastaða á strandlengjunni en bærinn skartar breiðri standlengju og

göngugötu sem liggur meðfram ströndinni og teygir sig inn í smærri þorp meðfram henni. Fuengirola var áður fyrr lítið sjávar-

þorp en hefur þróast í líflegan og skemmtilegan strandbæ/strandborg með miklum karakter. Hér er úrval tapasbara, kaffihúsa,

veitingastaða og verslana ásamt flottum ströndum sem gerir Fuengirola að frábærum sumaráfangastað. Gönguferð niður mjóar

göturnar út frá torginu í bænum er alveg einstök upplifun fyrir marga sem uppgötva falin leyndarmál og yndisleg skúmaskot þessa

vinalega andalúsíska bæjar.

Fuengirolaá Costa del Sol

Netverð á mann frá kr. 104.900 á Nuria Sol m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi. Netverð á mann frá kr. 131.900 á Nuria Sol m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1

svefnherbergi. 6. júlí í 10 nætur.

Frá kr.

104.900í 10 nætur

Page 19: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

19

Fuen

gir

ola

– C

ost

a d

el S

ol

19

Nuriasol Gott íbúðahótel sem opnaði í júlí 2009, á rólegum stað í Fuengirola. Íbúðirnar eru vel búnar, allar með loftkælingu og svölum. Á neðstu hæðinni er súpermarkaður og þar er einnig mjög góður asískur Wok veitingastaður sem nýtur mikilla vinsælda. Þá er hérna einnig bar og snarlbar. Garðurinn við hótelið er þægilegur, nokkuð stór með sundlaug, lítilli barnalaug og nuddpotti, ásamt leiksvæði fyrir yngstu krakkana. Hótelið er í um 400 metra fjarlægð frá ströndinni. Þetta er einfaldlega afar góður kostur, þar sem í boði eru virkilega vel búnar íbúðir fyrir fjölskyldufólk.

Frábært verðFrá kr. 104.900 Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi.6. júlí í 10 nætur.

Fjölskylduvænt!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

TorreblancaGott hótel með góðum garði og góðri sameiginlegri aðstöðu. Herbergin eru rúmgóð, öll vel búin með loftkælingu og svölum eða verönd. Á hótelinu er fjölbreytt þjónusta í boði en hér er kaffihús, veitingastaður, bar og sundlaugabar. Einnig er hér leiksvæði fyrir börn, leikherbergi fyrir eldri börn, setustofa með sjónvarpi, verslun og hárgreiðslustofa. Í garðinum eru tvær sundlaugar, efri og neðri, á efra svæðinu er einnig buslupollur fyrir yngstu börnin. Skemmtidagskrá er í boði bæði á daginn og kvöldin, alla daga yfir hásumartímann.

Frábært verðFrá kr. 139.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Nýr valkostur!

Las Piramides Þetta hótel stendur á afar góðum stað í Fuengirola, alveg við strandgötuna og í einungis um 500 m fjarlægð frá verslunarmiðstöðinni La Villa. Hótelið samanstendur af 2 byggingum, með 320 herbergjum og er einn og sami garðurinn fyrir hótelgesti. Herbergin eru rúmgóð og vel búin, flest þeirra innréttuð í ljósum viðarlit með mjúkum teppum á gólfum. Hér er veitingastaður, 3 barir og kaffitería en einnig er sundlaugabar/veitingastaður og í garðinum er sundlaug með sólbekkjum og sólhlífum.

Frábært verðFrá kr. 113.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 137.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Page 20: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

20

Margir Íslendingar þekkja Torremolinos enda einn af vinsælustu dvalarstöðunum á Costa del Sol strandlengjunni. En Costa

del Sol er tvímælalaust einn vinsælasti sólaráfangastaður Íslendinga, enda býður staðurinn upp á glæsilegt úrval gististaða,

veitingastaða og skemmtunar. Á Torremolinos er að finna glæsilegar strendur, vatnsrennibrautagarð, spennandi og fjörugt

mannlíf, úrval veitingastaða, meðal annarra vinsælu sjávarréttastaðina í La Carihuela og fjörugt skemmtanalífið, bæði við ströndina og í

gamla bænum.

Torremolinosá Costa del Sol

Netverð á mann frá kr. 91.900 á Aguamarina m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.900 á Aguamarina m.v. 2 fullorðna í

stúdíó. 6. júlí í 10 nætur.

Frá kr.

91.900í 10 nætur

Sol PrincipeMjög góður gistivalkostur skammt frá Bajondillo ströndinni. Öll herbergi fyrir einstaklinga og 2-3 eru í nýrri álmu og því tiltölulega nýlega innréttuð. Fjölskylduherbergi eru í eldri hlutanum og hafa ekki fengið andlitslyftingu, en þykja þægileg. Hér er að finna alla þá þjónustu sem hægt er að óska sér á einu hóteli, stóran og afar glæsilegan garð með sundlaugum fyrir alla aldurshópa, bar og veitingastað og íþrótta- og skemmtidagskrá er í gangi allan daginn. Hótelið stendur við ströndina og því hægt að ganga beint út á hana og njóta þess sem hún hefur að bjóða. Frábær kostur fyrir barnafjölskyldur.

Frábært verðFrá kr. 184.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 184.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 209.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Page 21: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

21

Torr

emo

lino

s –

Co

sta

del

So

l

21

Aguamarina Aguamarina er eitt vinsælasta íbúðahótelið og býður mjög góða sameiginlega aðstöðu sem hefur nýlega verið endurnýjuð. Vinsældir Aguamarina hafa skapast vegna einstakrar staðsetningar og persónulegrar þjónustu starfsfólks. Sumar íbúðir hafa verið endurinnréttaðar en þær eru allar með eldhúskrók, baðherbergi, svölum, sjónvarpi og síma. Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar. Móttaka er á jarðhæð og veitingastaður sem opnast út í garðinn. Örstutt er að fara upp í gamla bæinn, því farið er með lyftunni á efstu hæð hótelsins og gengið beint út á götu sem liggur að göngugötunni í gamla bænum. Góður kostur fyrir þá sem leita að rólegum og þægilegum gististað, á góðum stað.

Frábært verðFrá kr. 121.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 121.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 154.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 91.900 Netverð á mann frá kr. 91.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.Netverð á mann frá kr. 114.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.6. júlí í 10 nætur.

Roc Costa ParkGott hótel með „allt innifalið“ þjónustu, staðsett við jaðar byggðar í Torremolinos. Herbergin eru létt og fallega innréttuð, snyrtileg með svölum eða verönd. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar, bar, skemmtidagskrá, leiksvæði, tennisvöllur og fallegur garður með sólbekkjum, sundlaug og barnalaug. Helsti kostur þessa hótels er stórskemmtilegur garður sem hannaður er fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir allra yngstu börnin. Einfaldlega frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk.

Frábært verðFrá kr. 129.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 165.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.23. maí í 12 nætur.

Frábær valkostur!

Vinsæll valkostur!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Góð staðsetning!Hotel Griego MarNokkuð stórt og einfalt 3* hótel skammt frá miðbæ Torremolinos sem býður mjög fjölbreytta aðstöðu og þjónustu fyrir gesti. Á hótelinu er stór veitingastaður, kaffitería, snarlbar, nokkrir barir, líkamsræktaraðstaða o.fl. Fjölbreytt afþreying er í boði á hót-elinu, m.a. billiard og borðtennis. Hér er góður garður með sundlaug, sundlaugabar og góðri sólbaðsaðstöðu. Á herbergjum er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnatta-sjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd. Rétt við hótelið er hringiða Torremolinos með úrvali verslana, veitingastaða, næturklúbba og bara. Skemmtidagskrá er í boði fyrir hótelgesti. Frá hótelinu er um 15 mínútna gangur á ströndina.

Page 22: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

22

Marbella á Costa del Sol er einn þekktasti lúxusdvalarstaður Evrópu, enda er hér að finna frábærar aðstæður fyrir ferðamenn.

Marbella er þekkt fyrir gamla bæinn, sem er heillandi sambland gamalla húsa, þröngra andalúsískra stræta, veitingastaða,

verslana og mannlífs sem er einstakt í Evrópu, og hina frægu snekkjubátahöfn, Puerto Banús, þar sem glæsilegustu snekkjur

heimsins liggja við akkeri yfir sumartímann. Hér finnur þú glæsilega veitingastaði, hátískubúðir, fallegar strendur, stærstu snekkjur heimsins

og spennandi samansafn af heimsborgurum sem skapar andrúmsloft sem er bæði sérstætt og heillandi. Þá er bærinn Estepona skammt

frá og býður úrval glæsilegra gististaða.

Marbella& Esteponaá Costa del Sol

Netverð á mann frá kr. 111.900 á Pyr Marbella m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 151.900 á Pyr Marbella m.v. 2

fullorðna í stúdíó. 6. júlí í 10 nætur.

Frá kr.

111.900m/morgunmat í 10 nætur

Bluebay BanúsBlueBay Banús er skemmtilegt hótel, hannað eins og lítið þorp í andalúsískum stíl með lágreistum húsum og inni á milli þeirra eru lítil torg, eftirlíkingar eða smærri útgáfur að torgunum í gamla bænum í Marbella. Garður eða garðar hótelsins eru stórir og þar er m.a. að finna 3 sundlaugar, 3 bari og veitingastaði, borðtennisborð, billiard og fleira skemmtilegt. Þá er hér leiksvæði fyrir börnin og starfræktur er barnaklúbbur á vegum hótelsins. Herbergin eru notaleg og vel búin, öll með loftkælingu og svölum eða verönd. Þetta hótel er einstaklega skemmtilega og þjóðlega hannað, býður fjölbreytta þjónustu og er tilvalið fyrir þá sem langar að dvelja á Marbella svæðinu, einum líflegasta bænum við Costa del Sol strandlengjuna.

Frábært verðFrá kr. 143.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 143.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi.Netverð á mann frá kr. 178.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.6. júlí í 10 nætur.

Fjölbreytt þjónusta!

Page 23: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

23

Mar

bel

la &

Est

apo

ne –

Co

sta

del

So

l

23

Frábært verðFrá kr. 148.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 148.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 191.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.4. júní í 11 nætur.

Pyr MarbellaMargir Íslendingar þekkja hótelið Pyr Marbella sem stendur á einstaklega góðum stað, rétt við snekkjubátahöfnina Puerto Banus. Pyr Marbella er ekki alveg nýlegt hótel en býður einstaklega góða þjónustu, t.d. bari og veitingastað. Hér bjóða Heimsferðir vel búnar studíóíbúðir, sem eru sérlega rúmgóðar fyrir tvo, en einnig fer ágætlega um þriðja og fjórða aðila ef um börn er að ræða. Garðurinn er þægilegur og gróinn, ekki mjög stór en með góðri sundlaug og stutt er á ströndina.

Frábært verðFrá kr. 111.900m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 111.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíó.Netverð á mann frá kr. 151.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.6. júlí í 10 nætur.

Æðisleg staðsetning!

Góður valkostur!Gran Hotel PlayabellaPlayabella er í Playa hótelkeðjunni og býður gestum sínum einstaklega góða og fjölbreytta þjónustu. Það stendur á rólegum stað, nokkuð sér og er lítið í kringum það, nema fyrir framan hótelið er falleg ströndin og endalaust hafið. Herbergin eru þægilega og vel búin með svölum eða verönd. Garðurinn er einstaklega fallega hann-aður, með góðri sundlaug, litlum fossum og nuddpotti. Þá er hér einnig barnalaug, sólbekkir og sólhlífar. Alls konar skemmtidagskrá er í boði á daginn og kvöldin fyrir alla aldurshópa. Einfaldlega afar gott hótel með það að markmiði að þér líði sem best meðan á fríinu þínu stendur.

Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 20. desember 2014. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna. Verð í bæklingi er skv. verðskrá að undanskildum vorferðum eldri borgara. Sjá nánari upplýsingar um almenna ferðaskilmála Heimsferða á heimsferdir.is.

Barcelonaflugsæti til og frá

Í Barcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg

af lífi. Römbluna þekkja allir en eftir henni endilangri má finna

allskonar veitingastaði, kaffihús og bari og það er yndislegt að

flatmaga á Barceloneta ströndinni. Strandsvæðin Sitges, Costa

Brava og Costa Dorada eru svo í seilingarfjarlægð en þangað

ganga lestar reglulega. Heimsferðir bjóða flugsæti til Barcelona

frá maí og fram í september.Nánar á www.heimsferdir.is

Frá 29.900 kr.aðra leið með sköttum

Page 24: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

24

Estival Park Estival Park er glæsilegt 4* hótel sem staðsett er í La Pineda sem er rétt við hinn þekkta strandbæ Salou. Allur aðbúnaður og þjónusta við hótelgesti er eins og best verður á kosið og fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði. Herbergin eru vel búin með svölum eða verönd. Á hótelinu eru sundlaugar, nokkrir veitingastaðir og barir, glæsileg heilsulind, líkamsræktaðstaða, diskótek og margt fleira.

Frábært verðFrá kr. 91.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 91.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.22. maí í 7 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika bæjarins, en þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur

strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Við Salou er Port Aventura, einn stærsti

og glæsilegasti skemmtigarður Spánar, en þessi bær er frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur. Gott úrval veitingastaða er í Salou

ásamt fjölmörgum verslunum sem gaman er að skoða. Einnig er mjög gott að versla í borginni Tarragona þar sem úrvalið er enn meira,

aðeins í 15 km fjarlægð. Þar er að finna fjölbreytta matargerð Miðjarðarhafsins auk veitingastaða frá öllum heimshornum. Veitingastaðir

Salou eru ekki síst frægir fyrir úrvals fiskrétti sem enginn ætti að láta ógert að prófa. Salou skartar fallegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu

og veðurfar er einstakt. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum lýkur.

Netverð á mann frá kr. 84.900 á Apt. Cye Holiday Centre m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 103.900 á Apt. Cye Holiday Centre m.v. 2 fullorðna í íbúð. 5. júní í 7 nætur.

Frá kr.

84.900í 7 nætur

Salou – frábær dvalarstaður fyrir fjölskylduna á Costa Dorada

Page 25: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

25

Salo

u –

Co

sta

Do

rad

a

25

Hotel Oasis Park Þetta hótel er staðsett í einungis um 10 mínútna göngufjarlægð frá Capellans og Levante ströndunum í Salou. Hér er afar góð aðstaða, veitingastaður, barir, heilsulind með heitum nuddpottum, leikherbergi með billiardborðum og tölvuspilum, leiksvæði fyrir börn og einnig er hér skemmtidagskrá fyrir börn yfir hásumartímann. Herbergin eru vel búin með svölum eða verönd. Virkilega góður kostur, fyrir alla aldurshópa, fjölskyldur jafnt sem einstaklinga.

Apt. Cye Holiday Centre Cye Holiday Center er staðsett nálægt miðbæ Salou, 300 metra frá ströndinni og rétt við lestarstöðina. Stutt er í verslanir og aðra þjónustu. Aðstaða á hótelinu er mjög góð, móttaka opin allan sólarhringinn, 3 lyftur, veitingastaður og bar sem er opinn út í sundlaugargarðinn. Í garðinum er sundlaug og barnalaug, sólbekkir, stólar og borð ásamt barnaleiksvæði en þaðan er gengt inn í spilasal með leiktækjum og billiardborðum. Íbúðirnar eru smekklega innréttaðar með svölum.

Frábært verðFrá kr. 88.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 88.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 84.900Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 103.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.5. júní í 7 nætur.

Hotel Villa Romana Glæsilegt hótel sem var opnað 2002.Þetta hótel, staðsett um 15 mín. frá ströndinni í rólegu hverfi en örstutt er í fjörugt mannlíf. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn, lyftur, veitingastaður, kaffitería og bar. Í garðinum er mjög góð sólbaðsaðstaða, stór sund-laug, barnalaug, snarlbar og gott barnaleiksvæði. Skemmtidagskrá er fyrir alla aldurshópa á daginn og á kvöldin.

Frábært verðFrá kr. 95.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 95.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.29. maí í 7 nætur.

Góður valkostur!

Nýr valkostur!

Gott íbúðahótel!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Page 26: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

26

Zoraida Beach Resort Zoraida Beach Resort samanstendur í raun af tveimur hótelum; Zoraida Garden og Zoraida Park. Um er að ræða tvær hótelbyggingar með sameiginlegum garði og þjónustu. Hótelið stendur alveg við fallega ströndina með öllu sínu lífi og fjöri og ber fjórar stjörnur sínar afar vel. Garðurinn er stórkostlegur, með sundlaugum og rennibrautum sem liðast um stórt svæðið. Herbergin eru skemmtilega innréttuð en þau voru öll endurinnréttuð á árunum 2010-11. Garðurinn er stór og barnvænn og mikið við að vera fyrir fjölskyldufólk. Í boði er hálft fæði eða „allt innifalið“ þjónusta.Einfaldlega æðislegt!

Frábært verðFrá kr. 109.900m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 128.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.9. júní í 7 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Heimsferðir bjóða með stolti fjölskylduvæna áfangastaðinn Almería, með úrvals gististöðum í strandbænum Roquetas de Mar.

Falleg ströndin teygir anga sína eina 11 km og meðfram henni er upplagt að taka góðan göngutúr, skokka eða leigja reiðhjól

enda allt á jafnsléttu. Við strandgötuna standa hótelin og þeir veitingastaðir eða barir sem að henni snúa tilheyra yfirleitt hótel-

um, en eru opnir almenningi og því er upplagt að setjast niður á göngunni og fá sér einn kaldan eða tvo ásamt tapas eða hverju sem er,

til að gleðja bragðlaukana. Rólegt yfirbragð einkennir Roquetas de Mar en þó er af mörgu að taka og engum ætti að leiðast. Á svæðinu

er vatnsrennibrautagarður, stórt sædýrasafn,18 holu golfvöllur, go-kart svæði og stór verslunarmiðstöð sem telur einar 125 verslanir og

m.a. hina sívinsælu H&M verslun. Sem sagt eitthvað við allra hæfi!

Almería

Netverð á mann á Moguima frá kr. 85.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi. Netverð á mann á Moguima frá

kr. 101.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi. 16. júní í 7 nætur.

Frá kr.

85.900í 7 nætur

– frábær fyrir fjölskylduna

Page 27: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

27

Alm

ería

27

Bahia Serena Þetta er afar gott og vel staðsett 4ra stjörnu íbúðahótel með stórum og fallegum sundlaugagarði, alveg við ströndina í Playa Serena. Allar íbúðirnar eru vel búnar ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í íbúðunum er m.a. sjónvarp, eldhúskrókur, sími, loftkæling og öryggishólf og allar eru þær með svölum eða verönd. Í garðinum er stór sundlaug og barnalaug, sólbekkir og sólhlífar og á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur og hér er lítil heilsulind og líkamsræktaraðstaða og 18 holu golfvöllur er í göngufjarlægð frá hótelinu.Eitt af betri íbúðahótelum á svæðinu!

Playaluna Hotel Playaluna er gott hótel á góðum stað við ströndina í Playa Serena. Hótelið er með stóra og góða móttöku sem opin er allan sólarhringinn. Garðurinn við Playaluna hótelið er með góðri sólbaðsaðstöðu með pálmatrjám allt í kring. Hér er ein aðalsundlaug með vatnsrennibrautum og svo er nuddpottur við laugina. Úr garðinum er svo gengið beint út á ströndina. Á Playaluna er bæði sundlaugabar og strandbar. Á hótelinu er barnaleikvöllur og ýmis afþreying en hérna má spila borðtennis, fara í mini-golf og taka leik á risastóru skákborði. Hér er góður hlaðborðsveitingastaður, a la carte veitingastaður og barir. Herbergin eru smekklega innréttuð og vel útbúin. Öll loftkældu herbergin eru með svölum, minibar og sjónvarpi.

Frábært verðFrá kr. 89.900Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 108.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.16. júní í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 106.900m/ allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 106.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 135.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.9. júní í 7 nætur.

Hotel Playacapricho Playacapricho er gott hótel rétt við ströndina í Playa Serena. Allt sameiginlegt svæði á hótelinu er fallega innréttað og móttakan einstaklega björt og falleg. Garðurinn er ákaflega fallega hannaður með hitabeltisívafi, einni stórri aðal sundlaug og annarri minni barnalaug en einnig eru hér nuddpottar, sólbekkir og sólhlífar - allt til þess að gera dvöl þína sem þægilegasta. Herbergin eru rúmgóð í einföldum stíl en öll búin loftkælingu, sjónvarpi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Örstutt er á 18 holu golfvöll.

Frábært verðFrá kr. 99.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.7. júlí í 7 nætur.

Besta staðsetningin!

Frábært íbúðahótel!

Góður valkostur!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

– frábær fyrir fjölskylduna

Page 28: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

28

Strandbærinn Albir á Costa Blanca er sætur, lítill og notalegur bær rétt við hinn fjöruga strandstað Benidorm sem svo margir

þekkja. Albir er einstaklega skemmtilegur bær þar sem frábært er að njóta lífsins í sumarfríinu. Hér eru lágreistar byggingar

sem gefur bænum fallegt yfirbragð. Albir þykir afar fjölskylduvænn og býður alla þá fjölbreyttu þjónustu sem þarf til þess að

gera gott frí enn betra. Ströndin í Albir er sérlega falleg steinvöluströnd og meðfram henni allri liggur skemmtileg strandgata. Við

strandgötuna er fjöldi verslana og veitingastaða og vilji maður taka langa göngu má ganga alla leið að vitanum.

Albir

Netverð á mann frá kr. 89.900 á Hotel & Spa Sun Palace m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 106.900 á Hotel & Spa Sun Palace m.v.

2 fullorðna í herbergi. 5. júní í 7 nætur.

Frá kr.

89.900m/morgunmat í 7 nætur

Albir PlayaAlbir Playa er góður valkostur en það er fallegt og vel útbúið 4* hótel sem er tilvalið fyrir þá sem kjósa hótelgistingu sem býður góða og fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru vel búin með parketi á gólfum og öll með svölum. Hér er stór og fallegur garður og góð leikaðstaða fyrir börn og einnig er hér starfandi barnaklúbbur og ýmis skemmtidagskrá er í boði. Mjög falleg útisundlaug er í garðinum, en einnig er hér innisundlaug og barnalaug. Í garðinum er líka nudd-pottur og hér er líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Á hótelinu er einnig hlað-borðsveitingastaður, a la carte staður og bar.

Frábært verðFrá kr. 96.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 96.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 117.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.19. júní í 7 nætur.

Góður valkostur!

– sætur og notalegur, ekta spænskur bær

Page 29: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

29

AlicanteA

lbir

29

Hotel & Spa Sun PalaceSun Palace er nýlegt hótel í Albir sem opnaði árið 2008. Hér er afskaplega fjölbreytt þjónusta og ekki erfitt að láta sér líða vel, hér á þessum stað. Meðal annars eru hér veitingastaðir, barir, kaffitería, heilsulind, hárgreiðslustofa og margt fleira.Hótelið er staðsett rétt við hlíðina á milli Benidorm og Albir. Herbergin eru vel búin og fallega innréttuð með svölum með útsýni til sjávar, sundlaugar eða fjalla. Hér er fallegur garður með sundlaug og barnalaug, ásamt aðstöðu til sólbaða, sólbekkir og sólhlífar. Hér er einnig skemmtidagskrá í boði á vegum hótelsins. Klárlega eitt af betri hótelum á Albir og eins og áður sagði býður það fjölbreytta þjónustu fyrir alla aldurshópa.

Frábært verðFrá kr. 89.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 106.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

flugsæti til og frá

Vinsældir Alicante svæðisins hafa vaxið ár frá ári

enda fara ferðamenn þangað aftur og aftur til að

njóta alls þess sem það hefur að bjóða. Heimsferðir

bjóða flugsæti til Alicante frá mars og fram í október.

Nánar á www.heimsferdir.is

Frá 24.500 kr.aðra leið með sköttum

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Nýr valkostur!

Hotel Kaktus Albir Hotel Kaktus Albir er staðsett alveg við strandgötuna í Albir. Fallega steinvöluströndin blasir því við gestum hótelsins. Fjölbreytt þjónusta er í boði á þessu hóteli, en hér er garður og sundlaug fyrir börn og fullorðna en einnig er önnur sundlaug uppi á þaki hótelsins. Hér eru barir, veitingastaður og næturklúbbur sem býður upp á lifandi tónlist 5 kvöld vikunnar ásamt alls konar annarri skemmtidagskrá á kvöldin. Herbergin eru huggulega búin og hlýleg með loftkælingu. Einfaldlega afar góður kostur fyrir þá sem vilja losna við ys og þys Benidorm en njóta þess að vera í rólegheitum í þessum yndislega bæ sem Albir er.

Frábært verðFrá kr. 111.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 111.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

Frábær staðsetning!

Page 30: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

30

Hotel Melia Afar vel staðsett hótel með fallegum og vel búnum herbergjum með svölum sem snúa út í garðinn. Afar fallegur sundlaugagarður með 2 sundlaugum, barnalaug, sólbekkjum og sólhlífum. Þá er hér heilsulind með innisundlaug, nuddpotti, sauna, tyrknesku baði og margskonar tegundum af nuddi og öðrum meðferðum. Góð aðstaða fyrir börn er á svæðinu s.s. barnaleiksvæði og barnaklúbbur auk þess sem skemmtidagskrá er í boði. Á hótelinu er bæði hlaðborðsveitingastaður og snarlbar ásamt hótelbar þar sem spiluð er lifandi tónlist á kvöldin o.fl. Unnt er að velja um hálft fæði eða „allt innifalið“ þjónustu.

Frábært verðFrá kr. 110.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 110.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

Glæsilegur sundlaugagarður!

Benidorm hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt áreiðanlegasta veðurfar í Evrópu,

sól og blíða í yfir 300 daga á ári. Hingað sækja margir ár eftir ár til að njóta sumarleyfisins og sagt er að hvergi á Spáni sé það ódýrara

en einmitt hér. Yndislegt er að rölta eftir strandgötunni eða um þröngar götur gamla bæjarins, fara í tapas eða rauðvínssmökkun

eða skoða einhverjar af þeim fjölmörgu verslunum sem hér eru. Á Benidorm er fjöldi frábærra veitingastaða, bæði í gamla bænum og við

strandgötuna. Gamli bærinn hefur mikið aðdráttarafl. Síðdegis fyllast göturnar þar af fólki sem kemur til að sýna sig og sjá aðra.

Netverð á mann frá kr. 84.900 á Vina del Mar m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.

Netverð á mann frá kr. 103.900 á Vina del Mar m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi.

5. júní í 7 nætur.

Frá kr.

84.900í 7 nætur

Benidorm – líf og fjör

Page 31: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

31

Ben

ido

rm

31

Hotel Helios Hotel Helios stendur ofarlega á Levante svæðinu, en þó eru ekki nema um 350 metrar niður á ströndina. Hótelið er á 9 hæðum með snyrtilegri móttöku og lobbýi. Herbergin eru öll vel búin með loftkælingu. Garðurinn er þægilegur með sundlaug og sólbekkjum, barnalaug, barnaleiksvæði og sundlaugabar. Á hótelinu er einnig veitingastaður, bar, leikjaherbergi, sjónvarpsstofa, verslanir og hárgreiðslustofa. Þetta er gott hótel, hér er eigendum umhugað um gesti sína og því er þjónustan góð.

Vina del Mar Vina del Mar er eitt best staðsetta hótelið á Benidorm, alveg við „Laugaveginn“ og líflega Levante ströndina. Hótelið býður notalegar og rúmgóðar íbúðir sem rúma allt að tvo fullorðna og fjögur börn. Garðurinn er lítill með sundlaug og sólbekkjum en örstutt er á ströndina, sem er hinum megin við aðalgötuna. Einfaldlega notalegt og heimilslegt íbúðahótel en laust við allan íburð – hótel sem Heimsferðafarþegar hafa valið aftur og aftur.

Frábært verðFrá kr. 108.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 108.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 118.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

Frábært verðFrá kr. 84.900Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi.Netverð á mann frá kr. 103.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi.5. júní í 7 nætur.

Levante Club Glæsilegt 4 stjörnu hótel með góða staðsetningu ofarlega á Benidorm. Hér eru björt, rúmgóð og vel búin herbergi með svölum sem allar hafa útsýni yfir garðinn og rúma allt að 3 fullorðna. Afar fjölbreytt þjónusta er á hótelinu m.a. fullkomin heilsulind og líkamsræktaraðstaða, 4 barir og mjög góð veitingaaðstaða, þannig að þótt þú sért í hjarta iðandi mannlífs á Benidorm ertu með allt til þess að þú megir njóta frísins í botn. Unnt er að velja um hálft fæði eða „allt innifalið“ þjónustu.

Frábært verðFrá kr. 135.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 135.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.5. júní í 7 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Nýr valkostur!

Frábær staðsetning!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Page 32: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

32

Sofitel Royal Bay HotelSérlega fallegt 5* hótel við enda strandlengjunnar. Hótelið hefur afar fallega umgjörð sem er til þess fallin að þér líði sem best í fríinu. Garðurinn er glæsilegur með stórri upphitaðri laug og annarri sem ekki er upphituð. Sólbekki með dýnum og strandhandklæði má nálgast í garðinum. Á hótelinu eru 4 afar góðir veitingastaðir. Einnig eru hér barir, glæsilegur næturklúbbur og heilsubar við sundlaugina. Herbergin eru rúmgóð, hlýleg og fallega innréttuð og öll búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggis-hólfi, minibar, þráðlausu Interneti. Á baðherbergi er hárþurrka. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind.

Frábært verðFrá kr. 239.900m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 239.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.10. maí í 13 nætur.

Stórglæsilegur valkostur!

Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Borgin

stendur við hinn fallega Agadir flóa, sem jafnan er talinn einn af þeim fallegri í heiminum en meðfram honum liggur gullin strand-

lengjan eins langt og augað eygir. Á þessum fallega stað skín sólin um 300 daga á ári en svæðið er umlukið fjöllum á einn veg

og loftslagið því afskaplega milt og þægilegt. Notalegan andvara leggur svo frá hafi hinum megin frá, svo dagarnir verða aldrei of heitir.

Strandlengjan í Agadir telur eina 9 kílómetra, en við ströndina er nýleg 6 km löng strandgata sem iðar af mannlífi. Hér er fólk að spóka

sig frá morgni til kvölds, á göngu, úti að skokka eða bara sitja og horfa á mannlífið. Á aðra höndina eru veitingastaðir, hótel og barir en

á hina liggur breið og falleg ströndin.

Agadir

Netverð á mann frá kr. 124.900 á Tulip Inn m/hálfu fæði m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 143.900 á

Tulip Inn m/hálfu fæði m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr.

124.900m/hálfu fæði í 13 nætur

– stærsti sólstrandar- staður Marokkó

Page 33: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

33

Ag

adir

33

Hotel Iberostar Founty Beach Mjög gott 4* hótel í hinni þekktu Iberostar hótelkeðju. Móttakan er sérlega björt og falleg og opin 24 tíma sólarhringsins. Hótelið stendur alveg við fallega ströndina og í innan við 2 km fjarlægð frá miðbæ Agadir. Þá er hægt að ganga eftir strandgötunni alla leið út að snekkjubátahöfn. Við strandgötuna eru hótel, verslanir, barir og veitingastaðir.

Tulip Inn Oasis Oasis Agadir er góður og frambærilegur 3* valkostur í Agadir. Móttakan er tiltölulega nýuppgerð og starfsfólk allt að vilja gert að aðstoða gesti eftir fremsta megni. Hótelið er staðsett fyrir ofan ströndina, uppi í bæ en þó er örstutt ganga niður að strandgötu og stutt í snekkjubátahöfnina líka, miðbærinn er í einungis um 200 metra fjarlægð. Á ströndinni á þetta hótel sína einkaströnd eins og flest önnur hótel í borginni. Herbergin eru einföld, ekki alveg nýlega innréttuð en snyrtileg og máluð í sterkum litum í dæmigerðum marokkóskum stíl, vel búin og með frönskum svölum. Hér er hlaðborðsveitingastaður og sundlaugabar sem býður drykki og létt snarl. Garðurinn er ekki stór, en með góðri sundlaug og sólbekkjum.

Frábært verðFrá kr. 156.900 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 208.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.10. maí í 13 nætur.

Frábært verðFrá kr. 124.900m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 143.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi10. maí í 13 nætur.

Hotel Royal Atlas AgadirVel staðsett og afar gott 4* hótel, alveg við ströndina á Agadir. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, þar af einn þjóðlegur marokkóskur og annar ítalskur. Hér er einnig bar og sundlaugabar með úrvali drykkja og smárétta. Garðurinn er stór og fallegur með stórri sundlaug en hótelið stendur við ströndina og því örstutt að rölta þangað. Hótelið er með sólbekki á ströndinni.

Frábært verðFrá kr. 156.900 m/morgunmatNetverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.Netverð á mann frá kr. 185.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.10. maí í 13 nætur.

Besta staðsetningin!

Hagkvæmur valkostur!

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

Glæsilegur valkostur!

Page 34: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

34

Frá kr. 213.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 213.900 á Villa Adeje Beach m.v. 2 fullorðna í stúdíó.26. apríl í 22 nætur.

Frá kr. 159.900 m/hálft fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 159.900 á Hotel Melia**** með hálfu fæði og drykk með mat, m.v. 2 fullorðna í herbergi. 10. apríl í 21 nótt.

Tenerife 26. apríl í 22 nætur

Benidorm 10. apríl í 21 nótt & 8. maí í 18 nætur

34 Verð í vorferðum hér að ofan eru með 20.000 kr. bókunarafslætti sem gildir til 30. janúar 2015.

Heimsferðir bjóða 22 nátta vorferð til Kanaríeyjunnar vinsælu Tenerife á Villa Adeje Beach á afar hagstæðu verði. Lögð er áhersla á skemmti-legan félagsskap, fjölbreytt félagsstarf og ekki síst heilsurækt sem fyrir mörgum er orðin einn dýrmætasti þátturinn í þessum ferðum. Að ógleymdum skoðunarferðum í fylgd reyndra fararstjóra Heimsferða.

Heimsferðir gerir eldri borgurum frábært tilboð í 21 náttar ferð til Benidorm í vor. Einstakt sértilboð með gistingu á Hotel Melia með hálfu fæði og drykk. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra Heimsferða.

fyrir eldri borgaraVorferðir

Page 35: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

35

Í golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks en í boði eru hinir sívinsælu staðir Alcaidesa, Costa Ballena, La Gomera, La Sella, Montecastillo, Novo Sancti Petri og Penha Longa.

Golffararstjórar Heimsferða búa yfir mikilli reynslu af fararstjórn golfferða, samanlagt hafa þau þjónustað þúsundir ánægðra golffarþega á Spáni og Portúgal með persónulegri fararstjórn sinni. Á Costa Ballena er starfræktur Golfskólinn þinn en skólinn hefur verið leið-andi í golfkennslu Íslendinga erlendis frá árinu 1997. Í boði er 6 daga golf-kennslafyrir byrjendur og lengra komna. Kennsla fyrir byrjendur stendur yfir í 6 daga í hverri ferð og hefjast degi eftir lendingu. Í golfskólanum er farið er yfir helstu þætti golfsins líkt og grunnatriði golfsveiflunnar, vipp, pútt, sandgryfja, leikreglur og almenn spilakennsla úti á velli. Kennsla fyrir lengra komna stendur yfir í 3 daga. Nánari upplýsingar um golfferðir fást á heimsferdir.is og hjá Herði H. Arnarsyni í síma 618 4300 og á [email protected]

ALCAIDESA I COSTA BALLENA I NOVO SANCTI PETRI I MONTECASTILLO LA GOMERA I LA SELLA I PENHA LONGA

Golfferðir

Frábært verðFrá kr. 169.900 m/ hálfu fæðiNetverð á mann á Penha Longa m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði. 16. apríl í 4 nætur.

La Gomera Alcaidesa

Costa Ballena

35

Frá kr.

169.900

Page 36: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

36

Sérferðir & útivistarferðir

Siglingar og fleiri sérferðir væntanlegar, nánari upplýsingar á heimsferdir.is

Göngu- og hjólaferð á Kanarí 17.-24. marsÍ þessari sérstöku göngu- og hjólaferð Heimsferða verður gengið og hjólað í rólegum takti eftir strandlengjum, um fjallastíga og eftir gömlum leiðum sem voru lagðar af fumbyggjum. Við upplifum Krestel gljúfrið á göngu, hjólum í gegnum Ayagaures dalinn ásamt því að leið okkar liggur meðfram La Fortalesa klettsins og göngum að Roque Nublo klettinum. Jafnframt því að njóta veðursældar, náttúrunnar og ægifegurðar fjall-anna verður lögð áhersla á að kynnast einstakri sögu, menningu og matargerð innfæddra.

Netverð á mann frá kr. 169.900 á Eugenia Victoria m/hálfu fæði m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr. 169.900

Madeira 7.-16. aprílMadeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróður-sæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring en innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Höfuðborgin Funchal hefur fjölmargt að bjóða, eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitingastaði og kaffi-hús. Fjölmargar spennandi kynnisferðir í boði, þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fallegu eyju en íbúar eyjunnar eru m.a. heimsþekktir fyrir vínframleiðslu sína.

Netverð á mann frá kr. 147.900 á Hotel Girasol m/morgunmat m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr. 147.900

Léttganga á Madeira 7.-16. aprílNýr og spennandi valkostur sem sameinar góða útivist í hressandi göngutúrum og tíma til að njóta lífsins við sundlaugarbakkann. Miðað er við að göngurnar séu á bilinu 2-4 klst. eða um 2-6 km. Gengið er á góðum stígum svo þetta eru sannarlega góðar heilsubótagöngur í hóp góðra ferðafélaga og undir leiðsögn fararstjóra sem gjörþekkir þessa fallegu og gróðursælu eyju. Göngurnar eru fjölbreyttar og ýmist gengið með-fram rennandi lækjum, um gróðursæla dali og tignarleg fjöll. Í gönguferðunum mun gróðurinn og einstök blóm í öllum regnbogans litum setja sterkan svip sinn á leiðina. Gist verður á góðu 3* hóteli í Funchal.

Netverð á mann frá kr. 211.200 á Hotel Madeira m/morgunmat m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr. 211.200

Ævintýri í Marokkó 10.-23. maíAgadir – Taroudant – Zagora – Tamengroute – Sahara eyðimörkin – Chigaga – Quarzazate – Marrakech – Essaouira – Agadir Einstök 13 nátta sérferð þar sem farþegum gefst tækifæri til að skyggnast inn í nýjan og framandi heim. Það er sérstök upplifun að koma til Marokkó, ekki einungis í sögu-legum skilningi heldur einnig að kynnast landi og þjóð örlítið nánar. Í ferðinni er dvalið í litlum heillandi bæjum til sjávar og sveita svo og stærri borgum á borð við Marrakech og Agadir. Ekið er um stærstu pálmalundi í Norður-Afríku, ilmandi ávaxtahéruð og hin hrikalegu Atlasfjöll. Þá er haldið í úlfaldareið út í Sahara-eyðimörkina þar sem gist er í Berba-tjaldi. Ferðalagið hefur því yfirbragð hins ókunna en er jafnframt töfrum þrungið og ógleymanlegt. Í lok ferðarinnar er dvalið í Agadir en það er stærsti sólstrandar-staður Marokkó.

Netverð á mann frá kr. 249.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Hálft fæði og 4 hádegis-verðir innifaldir, ásamt fjölmörgum kynnisferðum.

Frá kr. 249.900

Page 37: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

3737

Sérf

erð

ir &

úti

vist

arfe

rðir

37

Cinque Terre – Ítalía 22. maí - 30. maí – Hvítasunnuferð 30. maí - 6. jún. & 25. ágú. - 1. sep. & 1.-8. sep. Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafn-anlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virð-ast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þar kúra fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum litum fiskibátum og þröngum strætum með afar sérstakri stemmn-ingu. Á milli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og olífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpanna og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4-6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Netverð á mann frá kr. 219.900 í tvíbýli. 30. maí í 7 nætur.

Frá kr. 219.900

Gardavatnið 23.-27. apríl Gardavatn er margrómað fyrir einstaka náttúrufegurð og fjölbreytni. Dvalið í 4 nætur í hinum undurfagra bæ Malcesine við norðuausturenda vatnsins. Þar setur Scaligeri kastalinn sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Einstaklega skemmtilegur bær með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitinga-stöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum. Boðið verður upp á léttar göngur og siglingar á meðan á dvöl stendur. Gardavatnið er staður sem allir elska og koma þangað aftur og aftur til að uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Dvalið á Hótel Excelsior sem stendur við bakka vatnsins og í göngufæri frá miðbænum.

Netverð á mann frá kr. 126.600 á mann á Hótel Excelsior m.v. 2 fullorðna í herbergi. Morgunverðarhlaðborð og einn kvöldverður innifalinn.

Frá kr. 126.600

Portúgal 5.-16. september Portúgal á sér ríka og langa sögu sæferða og landafunda. Í þessari skemmtilegu 12 daga sérferð kynnumst við mörgum af áhugaverðustu stöðum landsins en margir þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO. Ferðin hefst í Madrid og dvalið þar í 3 nætur. Þaðan er ekið til Porto í Portúgal með viðkomu í háskólabænum Salamanca. Dvalið í Porto í 4 nætur. Á átt-unda degi er ekið í suðurátt til baðstrandabæjarins Estoril þar sem dvalið verður í 4 nætur. Á meðan á dvöl stendur er farið í margar áhugaverðar kynnisferðir þar sem við skoðum fallegar sveitir, bæi og þorp, kirkjur og klaustur og njótum einstakrar náttúrufegurðar Douro dalsins. Fjölmargar kynnisferðir eru innifaldar í verði. Í lok ferðar er flogið til London og dvalið daglangt í smábænum Windsor. Flogið til Íslands með kvöldflugi.

Netverð á mann frá kr. 259.900 á mann m.v. 2 í herbergi. Gisting á 4* hótelum með morgunmat, 5 kynnisferðir og 4 kvöldverðir innifalið í verði.

Frá kr. 259.900

Sikiley – Vindeyjar 5.-15. október Tíu daga gönguferð til Vindeyja – Le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustíg-um á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnan-legu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Víti Miðjarðarhafsins“.

Netverð á mann frá kr. 239.900 á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Gisting á 3* og 4* hótelum í 10 nætur og 5 kvöldverðir.

Frá kr. 239.900

Sikiley 5.-15. október Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helst sem ferðamenn óska sér. Samfelld 2700 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mann-lífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalið skammt frá strandbænum Cefalu í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur. Flogið til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Netverð á mann frá kr. 199.800 á mann á Hótel Fiesta Garden Beach og Hotel Giradini Naxos Villas m.v. 2 fullorðna í herbergi. Hálft fæði og drykkir með kvöldverð innifalið.

Frá kr. 199.800

Page 38: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

38

Borgarferðir

Frá kr. 89.900

Hotel AtlantisFrá kr. 105.900 – Páskaferð Netverð á mann á Hotel Atlantis m.v. 2 í herbergi.31. mars í 5 nætur

Barcelona31.-5. apr. I 1.-5. maí I 18-.23. sep.

Hotel Mercure Frá kr. 98.900 Netverð á mann á Hotel Mercure m.v. 2 í herbergi. 1. maí í 4 nætur.

Bratislava 1.-5.maí I 11.-15. sep.

Mercure MetropolFrá kr. 92.900 Netverð á mann á Mercure Metropol m.v. 2 í herbergi. 23. apríl í 4 nætur.

Búdapest23.-27. apr. I 1.-5. maí I 2.-6. okt. I 22.-26. okt.

Hotel IlfFrá kr. 89.900 Netverð á mann á Hotel ILF m.v. 2 í herbergi.23. apríl í 4 nætur.

Prag23.-27. apr. I 1.-5. maí I 24.-28. sep. I 8.-12.okt.

Hotel Londra E. CargillFrá kr. 129.900 Netverð á mann á Hotel Londra E. Cargill m.v. 2 í herbergi. 30. apríl í 4 nætur.

Róm 30. apr. - 4. maí I 15.-19. okt. I 29. okt. - 2. nóv. Heimsferðir bjóða fjölmargar

borga ferðir vorið og haustið 2015, margar af helstu perlum Evrópu í

beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða góða veitingastaði og úrvals verslunar-möguleika. Það getur verið einstæð upplif-un að ganga um götur borganna og bera fallegar byggingarnar augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða.

Skelltu þér í helgarferð!

Page 39: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

39

Hotel Bellaevue Frá kr. 109.900 Netverð á mann á Hotel Bellaevue m.v. 2 í herbergi. 1. maí í 4 nætur.

Vín1.-5.maí I 11.-15. sep.

Hotel MastinoFrá kr. 119.900 Netverð á mann á Hotel Mastino m.v. 2 í herbergi.23. apríl í 4 nætur.

Verona23.-27. apr.

Olissippo Marques Frá kr. 99.900 Netverð á mann á Olissippo Marques m.v. 2 í herbergi. 16. apríl í 4 nætur.

Lissabon16.-20. apr. I 14.-17. maí I 12.-15. nóv.

Catalonia ExcelsiorFrá kr. 99.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.8. október í 4 nætur.

Valencia8.-12. okt.

Hotel ParkFrá kr. 99.900 Netverð á mann á Hotel Park m.v. 2 í herbergi29. apríl í 4 nætur.

Ljubljana23.-26. apr. I 29. apr.-3. maí I 1.-5. okt. I 15.-19. okt.

Silken al AndalusFrá kr. 93.900 Netverð á mann á Silken al Andalus m.v. 2 í herbergi. 6. nóvember í 3 nætur.

Sevilla6.-9. nóv.

39

Page 40: Heimsferðir - Sumarbæklingur 2015

40

Fáðu aðeins meirafrelsi í fríinuVisa er útbreiddasta greiðslukort í heimi. Ef þú ert með Visa-greiðslukort getur þú verið viss um að vel er tekið á móti þér, hvert sem þú ferð.

www.valitor.is

Visa – alltaf, allstaðar