Íslenskur bæklingur Árnason faktor 2012

14
einkaleyfi vörumerki hönnun

Upload: edda-kentish

Post on 28-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Hér er kynningarbæklingur Árnason Faktor árið 2012.

TRANSCRIPT

Page 1: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

einkaleyfi vörumerki hönnun

Page 2: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Árnason Faktor– Fyrirtækið

Við erum sérfræðingar í hugverkarétti og getum aðstoðað þig við að skilgreina réttindi þín og fá þau viðurkennd og skráð. Kjarninn í starfsemi okkar er að skapa víðtæka og sterka einkaleyfa-, vörumerkja- og hönnunarvernd. Þekking og reynsla á sviði laga, tækni og vísinda, sem og náið samstarf við innlenda jafnt sem erlenda sérfræðinga, gerir okkur kleift að sinna þessu meginhlutverki þér í hag.

Page 3: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Alhliða þjónustaMarkmið okkar hjá Árnason Faktor er að veita faglega ráðgjöf á sviði hugverkaréttinda sem styrkir, hámarkar og treystir þína sam-keppnisstöðu til langs tíma.

Við lítum á það sem okkar helsta styrk að veita ahliða þjónustu og það er gert í nánu samstarfi við valinn hóp innlendra og erlendra sérfræðinga. Þannig höfum við byggt upp sterka liðsheild sérfræð-inga á sviði laga, ekki síður en tækni og vísinda, sem báðir eru nauðsynlegir þættir þegar kemur að hugverkavernd.

Þjónusta sem Árnason Faktor veitir Heildarumsjón og stýring hugverkaréttinda

Innlögn umsókna og ráðgjöf varðandi skráningu réttinda

Skilgreining, málsmeðferð og sókn réttinda á sviði einkaleyfa, vörumerkja og hönnunar

Almenn fræðsla fyrir fyrirtæki

Leit í alþjóðlegum gagnabönkum, eftirlit með og vöktun á stöðu hugverkaréttinda

Úrlausn ágreiningsmála

Áreiðanleikakannanir, t.d. vegna fjárfestinga í hugverkarétti

Leyfissala, markaðsfærsla og viðskiptaþróun

Árgjaldagreiðslur og endurnýjun réttinda

Page 4: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Hvað eru hugverkaréttindi?Einkaleyfi fyrir uppfinningum, einkaréttur á notkun skráðra vöru-merkja, einkaréttur á notkun skráðrar hönnunar, höfundaréttur og margt fleira fellur undir hugverkarétt. Við aðstoðum þig við að skilgreina þessi verðmæti.

Page 5: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Skýr stefnaTil að vita hvert á að stefna er nauðsynlegt að hafa gott kort. Við greinum þau réttindi sem þú átt nú þegar eða sem þú ætlar þér að sækja um og útbúum heildstæða áætlun um vernd á viðeigandi markaðssvæðum.

Page 6: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Hér komum við til sögunnar

VörumerkiVörumerki er auðkenni sem notað er í viðskiptum til að aðgreina vörur og þjónustu merkiseiganda frá vörum og þjónustu annarra. Vörumerki geta verið orð, samsett orð, myndir, hlutir, sambland orða og mynda, pakkningar, slagorð, þrívíddarmyndir og jafnvel hljóð og lykt í vissum tilfellum. Vörumerkjavernd felur í sér að öðrum er óheimil notkun merkisins. Skráning vörumerkis gildir í 10 ár og er endurnýjanleg. Eigandi skráningarinnar er þá með einkarétt á notkun vörumerkisins.

EinkaleyfiEinkaleyfi eru veitt fyrir tæknilegar uppfinningar sem eru nýjar, frumlegar og hagnýtanlegar í atvinnulífi. Einkaleyfi veitir rétt til að hindra atvinnustarfsemi annarra á ákveðnu tæknilegu sviði. Líta má á einkaleyfi sem stjórntæki þar sem lögleg, samkeppnishindrandi áhrif þess tryggja bæði samkeppnisstöðu og möguleika á arðsemi. Einkaleyfi getur gilt í allt að 20 ár.

Page 7: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

HönnunHönnunarvernd nær til útlits eða gerðar vöru, ólíkt einkaleyfi sem verndar tæknilega eiginleika. Dæmi um vörur sem geta notið hönnunarverndar er fatnaður, húsgögn, búsáhöld, umbúðir, vélar eða aðrir nytjahlutir þar sem sérkenni skapast frekar af útliti en eiginleikum. Hönnunarvernd getur gilt í allt að 25 ár.

LénLén eru heimilisföng á internetinu. Fyrirtæki vita hversu mikilvægt það er að eiga skráð lén með sínu fyrirtækjaheiti eða vöruheiti á viðeigandi mörkuðum og mikilvægt að vera með skýra stefnu í þeim efnum. Greiða þarf árgjöld á hverju ári af hverju skráðu léni og er skráningin endurnýjanleg eins lengi og árgjöld eru greidd.

Page 8: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

HöfundarétturHöfundaréttur á Íslandi gildir í 70 ár frá andláti höfundar og nær yfir bókmennta- og listaverk og flest þau verk sem fela í sér frumlega sköpun höfundar, en höfundaréttur er angi af hugverkarétti sem oft gleymist. Við bjóðum alla þjónustu sem snýr að höfundarétti og hjálpum þér við að marka skýra stefnu í þeim efnum.

NafnasköpunÞað gerist öðru hverju að fyrirtæki vilja skipta um nafn. Hér skiptir máli að velja nafn sem er sérstakt og eftirminnilegt, sem veldur ekki misskilningi á mismunandi málsvæðum og brýtur ekki á hugverka-rétti annarra. Ef þú hefur einhvern tímann íhugað að breyta um nafn á vöru og þjónustu veistu að gríðarleg verðmæti geta verið fólgin í einu nafni og því ekki sama hvernig staðið er að því að breyta því. Við höfum mikla reynslu af nafnasköpun og ferlinu sem snýr að henni og erum vel í stakk búin til þess að aðstoða þig.

Page 9: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

HagnýtingVið aðstoðum einnig fyrirtæki við að koma hugmyndum í fram-kvæmd og á markað. Með því að nýta þekkingu, reynslu og alþjóð-legt net samstarfsaðila okkar getum við komið að markaðsþróunar-ferli hugmynda, hvort sem leitað er eftir fjármögnunaraðila, rannsóknarsamstarfi, samningagerð eða leyfissölu.

Leyfissala og markaðssetningSala og markaðssetning vöru og þjónustu sem byggir á hugverka-vernd stuðlar að mikilvægu langtíma tekjustreymi. Leyfissala (licensing) hugverkaréttinda er eitt dæmi um ávinning markaðs-setningar. Leyfissala getur stutt sterka markaðsstöðu samhliða sókn á nýja og/eða fjarlæga markaði.

Page 10: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

NýsköpunÞróunarferli vöru felur í sér ítarlega greiningu á verndar- og markaðs-möguleikum hennar til framtíðar. Greining á verðmæti fyrir fram-tíðar notkun hugmyndar, hvort sem um er að ræða uppfinningu eða vörumerki, þarf að eiga sér stað eins snemma og mögulegt er í þessu ferli.

Þekking er verðmætiNýsköpun og hugvit fá sífellt meira vægi í tæknisamfélagi nútímans, sem er byggt upp á umfangsmikilli þekkingu sem felur í sér gríðarleg verðmæti. Í raun er því samfélagið sem við búum við að mörgu leyti byggt upp á hugverkum og því eðlilegt að vilja vernda þau, þar sem þróun og uppbygging þekkingar er kostnaðarsöm líkt og uppbygging annarra verðmæta. Áreiðanleg eign í formi hugverkaréttinda getur því skapað fyrirtækjum mikinn arð.

Ekki er síður mikilvægt að vernda „andlit“ fyrirtækja og standa vörð um tengingu þeirra við neytendur. Vörumerkið þitt getur haft ótak markaðan líftíma á meðan einstakar vörur og þjónusta lifa mun skemur og því má segja að vörumerki séu dýrmætasta eign fyrirtækja sem starfa á neytendamarkaði.

Page 11: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Vernd er fjárfestingGóð hugmynd er ekki þín eign fyrr en hún hefur öðlast vernd og eignarrétturinn tryggður. Með vernd hugverka er eiganda þeirra veittur einkaréttur til að hagnýta þau og um leið að banna öðrum notkun þeirra. Hér aðstoðum við þig.

Vernduð hugverk sem þú hefur skráð teljast þín eign sem nýtist á þann hátt að mögulegt er að skapa sérstöðu á markaði eða koma hugverkunum í verð og selja til þriðja aðila. Þannig skilur vernd hug verka á milli almennrar þekkingar sem öllum er heimilt a nýta og þinnar eignar sem varðar sektum og skaðabótum ef misnotuð er.

Page 12: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Þekking og reynsla – þjónusta um allan heimVið hjá Árnason Faktor leggjum áherslu á þjálfun starfsfólks og uppbyggingu þekkingar á breiðum grunni og kappkostum að veita sérhæfða ráðgjöf eftir því sem við á. Við erum menntuð á sviði tækni og vísinda, laga og málvísinda.

Verndun hugverka er í eðli sínu alþjóðleg og því er mikil áhersla lögð á alþjóðlega samvinnu. Á undanförnum árum höfum við byggt upp samband við aðila víðs vegar um heiminn. Nefna má sérstaklega náið samstarf við fjölmarga sérfræðinga á sviði hugverkaverndar í Bandaríkjunum og Evrópu.

Page 13: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Brot á réttindumEðlilega eru hagsmunaaðilar ekki alltaf sammála, enda fara árekstrar og ágreiningur aðila í milli vegna brota á hugverkaréttindum mjög vaxandi. Þetta er ekki hvað síst vegna þess að einkaleyfi og vörumerki hafa nú mun meira vægi en áður á alþjóðavettvangi. Samstillt lið okkar getur veitt viðskiptavinum bæði tæknilegan og lögfræðilegan stuðning við samningagerð eða málarekstur tengdum brotum á hugverkaréttindum.

Page 14: Íslenskur bæklingur Árnason Faktor 2012

Um Árnason FaktorStarfsemi okkar byggir á áralangri reynslu aðstandenda og starfs-manna félagsins sem hafa með markvissum hætti byggt upp yfir-grips mikla reynslu og þekkingu í nánu samstarfi við innlenda og erlendra viðskiptavini. Við erum ennfremur í víðtæku samstarfi við fagaðila um allan heim og búum yfir sterkri liðsheild.

Ef þú ert forvitin/n um það sem við gerum, ert með hugmynd sem þú vilt reyna að vernda eða hefur aðrar spurningar varðandi hugverk þín og verndunarmöguleika þeirra geturðu sett þig í samband við okkur. Við svörum þér fljótt og örugglega.

Árnason FaktorGuðríðarstígur 2-4 113 Reykjavík

Sími: 5400 200 Fax: 5400 201www.arnasonfaktor.is [email protected]