Þjóðlagahátíðin á siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á siglufirði 3....

20
Visit www.folkmusik.is Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns Leikrit um ævi tónskáldsins Miðalda leikhústónlist Ingried Boussaroque Grikkinn Zorba Ung var ég gefin Njáli Dægurlög í anda Njálu Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fiðlu og gítar Söngur og sónargaldur Norræna sveitin Tranotra Þið munið hann Jörund? Fjögur á palli Sönghópurinn Kvika Glæstar en gleymdar Huldukonur í íslenskri tónlist Ojba Rasta Norsk-eistneska sveitin ÄIO Hinir ástsælu Spaðar Sá ég og heyrði Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur

Upload: danglien

Post on 26-Apr-2018

231 views

Category:

Documents


7 download

TRANSCRIPT

Page 1: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Visit www.folkmusik.is

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013

Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu

Sigvaldi Kaldalóns Leikrit um ævi tónskáldsins

Miðalda leikhústónlistIngried Boussaroque

Grikkinn Zorba Ung var ég gefin NjáliDægurlög í anda Njálu

Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fiðlu og gítar

Söngur og sónargaldur

Norræna sveitin Tranotra

Þið munið hann Jörund? Fjögur á palli

Sönghópurinn Kvika

Glæstar en gleymdarHuldukonur í íslenskri tónlist

Ojba Rasta

Norsk-eistneska sveitin ÄIO

Hinir ástsælu Spaðar

Sá ég og heyrði Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur

Page 2: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

13.00 Ráðhústorgið Gengið á

Gróuskarðs hnjúk og

Hvanneyrarhyrnu

Á miðri leið má velja um létta göngu á Gróu-

skarðshnjúk eða erfiðari leið á Hvann eyrarhyrnu.

Frábært útsýni er yfir Siglufjörð af báðum

stöðum. Göngutími 3-4 klst.

20.00 Siglufjarðarkirkja Spilmenn Ríkínís Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon,

Sigursveinn Magnússon og Ásta Sigríður

Arnardóttir syngja íslensk þjóðlög og leika á

langspil, symfón, hörpu, gígju og trumbu

21.30 Bátahúsið Fiðlarinn á þakinu

Tónlistin úr söngleiknum

Jón Svavar Jósefsson söngur

Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur

Haukur Gröndal klarinett

Ásgeir Ásgeirsson gítar og búsúkí

Þorgrímur Jónsson bassi

Cem Misirlioglu slagverk

23.00 Bræðsluhúsið

Grána

Söngur og sónargaldur Júlía Traustadóttir söngur

Hildur Heimisdóttir langspil

13.00 Kirkjuloftið Miðalda leikhústónlist Fyrirlesari: Ingried Boussaroque, Kanada

17.00 Allinn Bullutröll Barnatónleikar með Aðalsteini Ásbergi

Sigurðssyni og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur

20.00 Siglufjarðarkirkja Sönghópurinn Kvika Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran

Hildigunnur Einarsdóttir alt

Pétur Húni Björnsson tenór

Jón Svavar Jósefsson bassi

21.30 Bátahúsið Grikkinn Zorba

Tónlistin úr kvikmyndinni

Ásgeir Ásgeirsson búsúkí

Unnur Birna Björnsdóttir söngur og fiðla

Haukur Gröndal klarinett og píanó

Þorgrímur Jónsson bassi

Cem Misirlioglu slagverk

23.00 Allinn Hinir ástsælu Spaðar Guðmundur Andri Thorsson gítar og söngur

Guðmundur Ingólfsson bassi og söngur

Aðalgeir Arason mandólín og söngur

Þorkell Heiðarsson harmónikka og hljómborð

Magnús Haraldsson gítar og söngur

Guðmundur Pálsson fiðla

Sigurður Valgeirsson trommur

13.00 Kirkjuloftið Grísk þjóðlagatónlist og

Þeódórakis

Fyrirlesari: Ásgeir Ásgeirsson

17.00 Ráðhústorgið Sungið og leikið á torginu Bæjarbúar hvattir til að taka þátt

20.00 Siglufjarðarkirkja Sigvaldi Kaldalóns. Leikrit

um ævi tónskáldsins

Elfar Logi Hannesson leikari

Dagný Arnalds söngur og píanó

21.30 Bátahúsið Ung var ég gefin Njáli

Dægurlög í anda Njálu

Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngur

Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó

Gunnar Hrafnsson bassi

Kjartan Guðnason trommur

Óttar Guðmundsson sögumaður

23.00 Allinn Norræna þjóðlagasveitin

Tranotra

Benjamin Bøgelund Bech klarinett

Olaug Furusæter fiðla

Sven Midgren fiðla og víóla

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. - 7. júlí 2013 - Dagskrá

Föstudagur 5. júlí

Miðvikudagur 3. júlí

Fimmtudagur 4. júlí

Page 3: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. - 7. júlí 2013 - Dagskrá

10.00-

12.00

Efra skólahús,

Hlíðarvegi 18

Íslenskir þjóðdansar

Námskeið opið öllum

Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda

Sverrisdóttir

14.00 Siglufjarðarkirkja Glæstar en gleymdar -

Huldukonur í íslenskri

tónlist

Sigurlaug Arnardóttir söngur

Þóra Björk Þórðardóttir gítar og söngur

Sólveig Þórðardóttir selló

Hildur Björgvinsdóttir lesari

14.00 Allinn Norsk-eistneska

þjóðlagasveitin ÄIO

Katariin Raska söngur, eistneskar sekkjapípur,

sópran sax, flautur og gyðingahörpur

Anders Hefre írsk flauta, bassaklarinett og söngur

Jon Hjellum Brodal harðangursfiðla, fiðla og

söngur

Christian Meaas Svendsen kontrabassi og söngur

15.00 Þjóðlagasetrið Kvæðamannakaffi Kvæðamenn hittast og kveða hver fyrir annan.

Stjórnandi: Þórarinn Hjartarson kvæðamaður.

Heitt á könnunni og bakkelsi í boði

15.30 Siglufjarðarkirkja Sá ég og heyrði - Tríó

Kristjönu Arngrímsdóttur

Kristjana Arngrímsdóttir söngur

Örn Eldjárn gítar

Jón Rafnsson bassi

15.30 Allinn Miðaldaleikhús, tónlist

og dans

Ingried Boussaroque, Kanada

17.00 Siglufjarðarkirkja Spænsk og suður-amerísk

tónlist fyrir fiðlu og gítar

Páll Palomares fiðla

Ögmundur Þór Jóhannesson gítar

17.00 Síldarminja-

safnið

Þið munið hann Jörund?

Fjögur á palli

Edda Þórarinsdóttir söngur

Kristján Hrannar Pálsson píanó

Magnús Pálsson klarinett

Páll Einarsson bassi

20.30 Bátahúsið Uppskeruhátíð Listamenn af hátíðinni koma fram.

Sérstakir gestir: Hafsteinn Sigurðsson sög og

Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmónikka

23.00 Allinn Dansleikur Ojba Rasta

14.00 Siglufjarðarkirkja Sinfóníuhljómsveit unga

fólksins

Hugi Guðmundsson: Minningarbrot. Frumflutn.

W. A. Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr

Pjotr Tjækovský: Hnotubrjóturinn (svíta)

Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðla

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

16.00 Bjarnatorg við

Siglufjarðar-

kirkju

Vígsla brjóstmyndar af

sr. Bjarna Þorsteinssyni

þjóðlagasafnara

Brjóstmynd eftir Ragnhildi Stefánsdóttur

Laugardagur 6. júlí

Sunnudagur 7. júlí

RADDIR ÍSLANDSMynddiskur með einstökum

upptökum úr Þjóðlagasetri

sr. Bjarna Þorsteinssonar til sölu á

hátíðinni. Fróðlegur bæklingur á

átta tungumálum.

Verð kr. 2.500

Page 4: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

16.00 -17.00

20.00 -24.00

Háskólanámskeið um íslenska þjóðlagatónlist,

opið öllum almenningi. Það verður að þessu sinni

haldið á ensku.

Umsjónarkennarar: Örn Magnússon og Marta G.

Halldórsdóttir.

Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóð-

lög, þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög, sálmalög og

druslur. Þá verða dansaðir þjóðdansar og kennt

að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða

haldin erindi um erlenda þjóðlaga- og miðald a-

tónlist.

Kennslan fer fram í Siglufjarðarkirkju, nánar tiltekið

á kirkjuloftinu.

Þjóðlagaakademían er haldin með styrk frá

Norræna menningarsjóðnum.

Miðvikudagur 3. júlí

Þjóðlagaakademían 3.-7. júlí 2013 - 7. starfsár

Fimmtudagur 4. júlí

9.00 - 11.00

11.00 -12.00

13.00 -14.00

14.00 -15.00

15.00 -16.00

20.00 -24.00

Tvísöngur

Örn Magnússon

Sálmalög sem þjóðlög

Marta G. Halldórsdóttir

Grísk þjóðlagatónlist og Þeódórakis

Ásgeir Ásgeirsson

Tónlistariðkun kvenna í Ghana

Guðrún Ingimundardóttir

Langspil og íslensk fi ðla

Örn Magnússon

Tónleikar á Þjóðlagahátíð

10.00 -11.00

11.00 -12.00

13.00 -14.00

14.00 -15.00

15.00 -16.00

20.00 -24.00

Föstudagur 5. júlí

Útsetningar á þjóðlögum

Örn Magnússon og Marta G.

Halldórsdóttir

Tónleikar á Þjóðlagahátíð

10.00 -12.00

14.00 - 24.00

Laugardagur 6. júlí

Tónleikar á Þjóðlagahátíð14.00 - 16.00

Sunnudagur 7. júlí

Sjá nánar um dagskrá Þjóðlagahátíðar 2013

www.folkmusik.is/is/page/thjodlagaakademia-2013

Móttaka í Þjóðlagasetri sr. Bjarna

Þorsteinssonar

Sagt frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna

Þorsteinssonar. Gunnsteinn Ólafsson

Tónleikar á Þjóðlagahátíð

Rímnalög

Gunnsteinn Ólafsson

Íslenskir þjóðdansar

Kolfinna Sigurvinsdóttir

Miðalda leikhústónlist

Ingried Boussaroque, Kanada

Flamenkótónlist – Söngur þjáningar

Guðrún Ingimundardóttir

Íslensk þjóðlög

Marta G. Halldórsdóttir

Tónleikar á Þjóðlagahátíð

Page 5: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Reception at the Folk Music Centre

in Siglufj ord

Folk Music Collector Bjarni Þorsteins-

son and his work introduced.

Gunnsteinn Ólafsson

Concerts

16.00 -17.00

20.00 -24.00

Course in English on Icelandic folk music. Tutors:

Örn Magnússon and Marta G. Halldórsdóttir

The main topics of the Folk Music Academy in

Siglufjord will be the different types of Icelandic

folk music, including ordinary folk songs, rímur

songs, tvísöngur (two part organum), folk

dances, psalms and folk music arrangements.

The course also includes lectures on folk music

from other countries, given by artists visiting the

Folk Music Festival in Siglufjord which will take

place at the same time.

Location: Church of Siglufjörður, 3rd floor.

The Folk Music Academy is sponsored by the

Nordic Culture Fund.

Wednesday July 3rd

The Folk Music Academy - July 3rd - July 7th 2013

Thursday July 4th

Rímur songs

Gunnsteinn Ólafsson

Icelandic Folk Dances

Kolfinna Sigurvinsdóttir

Medieval Music Theatre

Ingried Boussaroque, Canada

Flamenco - Song of suffering

Guðrún Ingimundardóttir

Icelandic folk songs

Marta G. Halldórsdóttir

Concerts

9.00 - 11.00

11.00 -12.00

13.00 -14.00

14.00 -15.00

15.00 -16.00

20.00 -24.00

Tvísöngur (Two part Organum)

Örn Magnússon

Psalms as folk songs

Marta G. Halldórsdóttir

Greek folk music and Theodorakis

Ásgeir Ásgeirsson

Musical practices of Ashanti women, Ghana

Guðrún Ingimundardóttir

Langspil and Icelandic fi ðla

Örn Magnússon

Concerts

10.00 -11.00

11.00 -12.00

13.00 -14.00

14.00 -15.00

15.00 -16.00

20.00 -24.00

Friday July 5th

Folk Music Arrangements

Örn Magnússon and Marta G.

Halldórsdóttir

Concerts

10.00 -12.00

14.00 - 24.00

Saturday July 6th

Concerts14.00 - 16.00

Sunday July 7th

For more information on

The Folk Music Academy 2013 please visit

www.folkmusik.is/is/page/thjodlagaakademia-2013

Page 6: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Tvísöngur

Kennari: Guðrún Ingimundardóttir

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Salsanámskeið

Kennarar: Jóhannes Agnar Kristins-

son og Jóhanna Hildur Jónsdóttir

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Grísk tónlist

Kennari: Ásgeir Ásgeirsson

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Hljómheimur íslenskra þjóðlaga

Kennari: Bjarney Ingibjörg

Gunnlaugsdóttir

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Geðveiki í íslenskum fornsögum

Kennari: Óttar Guðmundsson

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Netfang: [email protected]

Heimasíða: www.folkmusik.is

Framkvæmdastjóri:

Mónika Dís Árnadóttir 661 7801

Hjálparhella:

María Rún Vilhelmsdóttir 663 0302

Umsjón með upptöku og hljóðkerfi:

Sveinn Kjartansson 897 2222

Hátíðin þakkar þeim fjölmörgu sem styrkja hana

með fjárframlögum eða eigin vinnuframlagi.

Sérstakar þakkir fá Guðný Róbertsdóttir og

Sigurður Hlöðvesson

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2013 er sú fjórtánda

sem Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteins-

sonar stendur fyrir á Siglufirði

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn

Ólafsson

Seeing Sigló - myndir frá Siglufirði

Málverkasýning Marc Dettmanns í Bláa húsinu.

Sýningaropnun fimmtudaginn 4. júlí 2013 kl. 17.00.

Ljóðasetur Íslands er opið alla daga kl. 14.00 - 17.30

að Túngötu 5. Lifandi viðburðir kl. 16.00.

Í setrinu er sögu íslenskrar ljóðlistar gerð skil.

Sagnanámskeið

Kennarar: Sigurborg Kr. Hannes-

dóttir og Ingi Hans Jónsson

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Ullarþæfing

Kennari: Margrét Steingrímsdóttir

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Útskurðarnámskeið

Kennari: Constantin Bors

Efra skólahús, Hlíðarvegi 18

Stokkar og steinar. Unglinga-

námskeið 12-16 ára

Kennari: Arnljótur Sigurðsson

Tónlistarskólinn, Aðalgötu 27

Leikið og skapað. Barnanámskeið

fyrir börn 5 til 11 ára

Kennari: Björk Sigurðardóttir

Neðra skólahús við Norðurgötu

9.00 -12.00

14.00 -17.00

9.00 -12.00

14.00 -17.00

9.00 -12.00

14.00 -17.00

9.00 -12.00

9.00 -12.00

og

14.00 -17.00

9.00 -12.00

og

14.00 -17.00

9.00 -12.00

og

14.00 -17.00

Námskeið 4. og 5. júlí

Almennar upplýsingar

Málverkasýning Ljóðasetur Íslands

Laugardaginn 6. júlí kl. 15.00 verður kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetrinu. Kvæðamenn hittast og kveða

hver fyrir annan. Stjórnandi er Þórarinn Hjartarson kvæðamaður. Í Þjóðlagasetrinu er einnig boðið upp á

myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri.

Kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar

Raddir Íslands kr. 2.500

Eldhugi við ysta haf Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar

kr. 2.500

Saman á kr. 4.000 Bolur Þjóðlagahátíðar kr. 2.013

Þjóðlagahátíðin á Sigluf irði

Page 7: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Skráning á [email protected]. Námskeiðsgjald greiðist inn á reikning 1102-26-57, kt. 621299-2719

hjá Sparisjóði Siglufjarðar með nafni og/eða kennitölu greiðanda.

Ábendingar um gististaði veitir framkvæmdastjóri hátíðar í síma 661 7801.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna er á bókasafni Siglufjarðar. Opið virka daga frá 13:30-17:00.

Tjaldstæði Siglufirði

Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta,

afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er

annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp.

Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og aðstöðu fyrir ferðamenn.

Tjaldstæði Ólafsfirði

Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við Íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem

yngri krökkum þykir gaman að veiða.

Skrifstofa Þjóðlagahátíðar er í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar, Norðurgötu 1.

Opnunartími 3. - 5. júlí 9.00 - 21.00, 6. júlí 10.00 - 18.00 og 7. júlí 12.00 - 18.00. Sími 467 2300.

Þar eru seldir miðar á tónleika og námskeið sem og veittar upplýsingar um hátíðina.

Námskeið:

Námskeið hálfsdags með tónleikaskírteini: 19.500/16.500*

Námskeið hálfsdags án tónleikaskírteinis: 12.500/10.500*

Námskeið heilsdags með tónleikaskírteini: 25.500/22.500*

Námskeið heilsdags án tónleikaskírteinis: 19.500/16.500*

Tvö hálfsdags námskeið á sama nafni með tónleikaskírteini: kr. 25.500/22.500*

Tvö hálfsdagsnámskeið á sama nafni án tónleikaskírteinis: 19.500/16.500*

Tónleikaskírteini:

Einstaklingsskírteini: 12.500/10.500*

Hjónaskírteini: 19.500/15.000*

Þjóðlagaakademían: 25.500/8.500*

Stakir miðar á tónleika:

2.500/2.000* nema á Þið munið hann Jörund?Miðar á Þið munið hann Jörund? 3.500/2.500*

* Námsmenn í fullu námi (16 ára og eldri), atvinnulausir, öryrkjar og 67 ára og eldri.

Ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri á alla tónleika hátíðarinnar.

Börn þátttakenda á námskeiðum 15 ára og yngri fá ókeypis aðgang að barna- og unglinganámskeiðum.

Önnur börn greiða kr. 7.000 fyrir námskeiðið.

Skráning og upplýsingar um þátttöku

Skrifstofa

Aðgangseyrir

Gisting á Siglufirði

Styrktaraðilar:

Allinn Andrés Stefánsson, rafverktaki Ágúst og Hjálmar byggingamennBás ehf.Billinn. Bar og PoolstofaByggingarfélagið BergEfnalaugin LindEgils sjávarafurðir ehf.

Fiskbúð SiglufjarðarHrímnir, hár og skeggsnyrtistofa Hvanndalir, bókhalds þjónusta JE vélaverkstæðiKLMMálaraverkstæðið ehf.MerkismennOlís

RaffóRARIKSiglunes ehfSimVerk.isSiglósportSíldarvinnslan hfSjóváSR - Vélaverkstæði

Tannlæknastofur FjallabyggðarTunnanValló, leigumiðlun Verkfræðistofa SiglufjarðarVideoval ehfÞrír Frakkar - hjá Úlfari

Page 8: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Spilmenn Ríkínís er hópur tónlistarmanna

sem hefur leikið og sungið saman í 8 ár.

Meginverkefni Spilmanna hefur verið að

fl ytja íslenskan tónlistararf úr handritum

og af gömlum sálmabókum sem

prentaðar voru á Hólum í Hjaltadal á fyrstu

öldum prentlistar á Íslandi. Hljómsveitin

leikur á hljóðfæri sem heimildir eru um

að hafi verið til hér á landi á þessum tíma.

Á tónleikunum verða fl utt lög úr safni Bjarna Þorsteinssonar, útsett af hópnum.

Meðlimir Spilmanna Ríkínís á Þjóðlagahátíð 2013 eru:

Ásta Sigríður Arnardóttir sem syngur og leikur á gígju og symfón

Marta Guðrún Halldórsdóttir sem syngur og leikur á langspil, symfón og hörpu

Sigursveinn Magnússon sem syngur og leikur á symfón og trumbu

Örn Magnússon sem syngur og leikur á symfón, langspil, hörpu og gígju

Fiðlarinn á þakinu er einn kunnasti söngleikur allra

tíma. Hann byggir á bókinni Tevje og dætur hans

eftir Sholem Aleichem en söngleikinn sömdu þeir

Jerry Bock og Sheldon Harnick. Tónlistin var gerð fyrir

Broadway en í henni gætir áhrifa klezmertónlistar

gyðinga. Sagan gerist í Rússlandi í upphafi 20. aldar á

tímum rússneska keisarans. Tevje og fj ölskylda hans eru gyðingar en fj ölskylduföðurnum þykir dæturnar full

frjálslegar í trúnni og ekki vanda val sitt á eiginmönnum. Hann óttast að gyðinglegur uppruni fj öl skyldunnar

muni þynnast út með tíð og tíma. Ekki bætir úr skák þegar keisarinn tekur að hrekja gyðinga burt úr

þorpum sínum.

Fiðlarinn á þakinu hefur farið sigurför um heiminn frá því hann var frumfl uttur árið 1964. Róbert Arnfi nnsson

og Jóhann Sigurðarson hafa báðir farið með hlutverk Tevjes á eftirminnilegan hátt. Hér syngja Jón Svavar

Jósefsson og Unnur Birna Björnsdóttir lögin úr söngleiknum.

Jón Svavar Jósefsson söngur

Unnur Birna Björnsdóttir fi ðla og söngur

Haukur Gröndal klarinett

Ásgeir Ásgeirsson gítar og búsúkí

Þorgrímur Jónsson bassi

Cem Misirlioglu slagverk

Spilmenn Ríkínís

EFNISSKRÁ

Siglufj arðarkirkja Miðvikudaginn 3. júlí kl. 20.00

Fiðlarinn á þakinu

Bátahúsið

Miðvikudaginn 3. júlí kl. 21.30

Page 9: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Á tónleikunum verða leikin gömul og ný

barnalög úr smiðju Aðalsteins Ásbergs Sigurðs-

sonar sem hefur samið fj ölmörg vinsæl lög og

ljóð, m.a. á plötunum Berrössuð á tánum og

Bullutröll. Hér kemur hann fram ásamt dóttur

sinni, Þorgerði Ásu, og þau feðgin fl ytja í tali og

tónum efni sem á sér oftar en ekki þjóðlegar

rætur og hefur oft á tíðum heillað bæði börn

og fullorðna.

BullutröllBarnatónleikar

Grána

Miðvikudaginn 3. júlí kl. 23.00

Allinn

Fimmtudaginn 4. júlí kl. 17.00

Á tónleikunum verða fl utt þjóðlög og verk sem

sækja innblástur í íslenskan tónlistararf. Þær Hildur

og Júlía útsetja lögin. Þau eru valin með það í huga

að viðkvæmur og fágætur tónn langspilsins fái

notið sín til fulls.

Júlía Traustadóttir hóf söngnám við Tónlistar-

skólann í Reykjavík árið 2004, fyrst hjá Elísabetu

Erlingsdóttur og síðar hjá Hlín Pétursdóttur. Í lok árs

2006 hlaut Júlía inngöngu í Royal College of Music í Lundúnum, þar sem hún hóf söngnám haustið 2007

undir handleiðslu Jennifer Smith. Þaðan útskrifaðist hún sumarið 2011. Á námsárunum í London sótti Júlía

meistaranámskeið hjá Patriciu Rozario, Roger Vignoles, Stephen Varcoe og Sally Burgess. Einnig kom hún

fram sem einsöngvari í Cambridge, Bath og í útvarpsþætti á BBC Radio 3.

Hildur Heimisdóttir langspilsleikari stundaði sellónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólann í

Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar voru Gunnar Kvaran og Sigurgeir Agnarsson. Hildur var

einnig um skeið við nám hjá Errki Lahesmaa í Turku í Finnlandi. Að loknu prófi við LHÍ hóf hún nám við

Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku hjá Henrik Brendstrup og lauk því árið 2012. Í fyrra vann Hildur

keppni um stöðu lærlings við Sinfóníuhljómsveit Álaborgar og nýlega hlaut hún styrk úr Sjóði dansk-

íslenskrar samvinnu (FDIS). Undanfarin misseri hefur Hildur snúið sér í auknum mæli að langspilsleik.

Hún leikur á langspil sem Jón Sigurðsson á Þingeyri smíðaði 2011.

Júlía Traustadóttir söngkona

Hildur Heimisdóttir langspil

Söngur og sónargaldur

Page 10: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Tónlistin í kvikmyndinni Grikkinn Zorba

gerði tónskáldið Mikis Þeódórakis heims -

frægan á einni nóttu. Hann varð

samnefnari grískrar þjóðlagatónlistar og

einkennishljóðfæri Grikkja, búsúkí, varð

víðfrægt. Kvikmyndin byggir á samnefndri

sögu Nikos Kazantzakis þar sem Anthony

Quinn fór með aðal hlutverkið.

Á tónleikunum verður leikin tónlist úr

kvikmyndinni auk þess sem fl utt verða

fj ölmörg lög eftir Þeódórakis sem og klassísk lög fyrir búsúkí. Búsúkí-tónlistin er stundum kölluð blústónlist

Grikkja; hún getur bæði verið afar tilfi nningarík en engu að síður fj örug og dansvæn.

Ásgeir Ásgeirsson búsúkí

Unnur Birna Björnsdóttir fi ðla og söngur

Haukur Gröndal klarinett

Þorgrímur Jónsson bassi

Cem Misirliouglu slagverk

Grikkinn Zorba

Bátahúsið

Fimmtudaginn 4. júlí kl. 21.30

Kvartettinn Kvika er ungur sönghópur,

stofnaður haustið 2011. Kvika syngur

einkum íslensk þjóðlög og innlend og

erlend dægurlög auk rammíslensks

tvísöngs og rímnakveðskapar. Lögð er

áhersla á að blanda saman tónlist sem allir

þekkja og tónlist sem fólk á síður von á að

heyra sungna af blönduðum kvartett.

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran

Hildigunnur Einarsdóttir alt

Pétur Húni Björnsson tenór

Jón Svavar Jósefsson bassi

Sönghópurinn Kvika

Siglufj arðarkirkja Fimmtudaginn 4. júlí kl. 20.00

Page 11: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Spaðar eru kunnir fyrir eldfj örug böll, lífl eg lög og

sniðuga texta. Lögin þeirra hljóma eins og gömul

dægurlög þó að þau séu fl est eftir þá sjálfa, enda

nota þeir hljóðfæri á borð við harmonikku, fi ðlu og

mandólín. Tónlistin er undir áhrifum frá þjóðlaga-

tónlist úr ýmsum áttum og textarnir fj alla um allt milli

himins og jarðar: þjóðar blómið, kreppuna, Íslendinga-

sögurnar, Þorláks messu, listina að yrkja, gleðina,

drykkjuna og auðvitað ástina.

Guðmundur Andri Thorsson gítar og söngur

Guðmundur Ingólfsson bassi og söngur

Aðalgeir Arason mandólín og söngur

Þorkell Heiðarsson harmónikka og hljómborð

Magnús Haraldsson gítar og söngur

Guðmundur Pálsson fi ðla

Sigurður Valgeirsson trommur

Hinir ástsælu Spaðar

Tónskáldið og læknirinn Sigvaldi Kaldalóns átti

litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu

afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan,

skammt frá Kaldalóni við Ísafj arðar djúp. Víst var

lífi ð þar ekki eins og í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglaga-

perlum á Kaldalónsárunum. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og helstu lög hans

fl éttuð inn í leikgerðina.

Elfar Logi Hannesson ólst upp á Bíldudal og stundaði leiklistarnám í Danmörku. Árið sem hann lauk námi

stofnaði hann Kómedíuleikhúsið þar sem hann hefur verið aðalleikari frá upphafi . Elfar Logi hefur samið

fj ölmörg leikverk, leikstýrt sýningum um land allt, leikið í sjónvarpi og kvikmyndum, gert útvarpsþætti og

lesið inná hljóðbækur. Á meðal leikrita sem Elfar Logi hefur samið og sett á svið er Gísli Súrsson, en það hefur

hann m.a. leikið í Geirþjófsfi rði þar sem sagan gerist að hluta.

Dagný Arnalds stundaði nám við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og framhaldsnám í

píanóleik í Frakklandi hjá Jacques Chapuis. Hún starfaði um skeið sem píanókennari í Granada á Spáni en

réðst síðan við Tónlistarskóla Ísafj arðar sem píanókennari og stjórnandi Sunnukórsins, organisti og kórstjóri

í Önundarfi rði og á Suðureyri auk þess að stýra tónlistarhátíðinni Við Djúpið.

Elfar Logi Hannesson höfundur og leikari

Dagný Arnalds píanó og söngur

Marsibil G. Kristjánsdóttir leikmynd, búningar og leikstjórn

Sigvaldi KaldalónsLeikrit um ævi tónskáldsins

Allinn

Fimmtudaginn 4. júlí kl. 23.00

Siglufj arðarkirkja Föstudaginn 5. júlí kl. 20.00

Page 12: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Tranotra er skipuð tónlistarmönnum frá Danmörku,

Noregi og Svíþjóð. Í tónlist sveitarinnar mætast mis-

munandi þjóðlagahefðir og úr verður nýr bræðingur.

Hefðbundin danstónlist blandast við þrástef og

einradda lög eru sett í fl ókna hljóma klasa. Klarinett,

fi ðla og víóla leitast við að búa til tónlist sem

fellur í kramið en er engu að síður krefj andi fyrir

hlustandann og þann sem stígur dansinn.

Benjamin Bøgelund Bech klarinett og bassaklarinett

Olaug Furusæter fi ðla

Sven Midgren fi ðla og víóla

Norræna þjóðlagasveitin

Tranotra

AllinnFöstudaginn 5. júlí kl. 23.00

Á tónleikum sínum munu Jóhanna

Þórhallsdóttir og félagar fl ytja dægurlög

sem varpa ljósi á helstu persónur Njálu.

Söguþráðurinn er rakinn í tali og tónum

þannig að lifandi nútíð og myrk fortíð

sögualdar renna saman í eina heild.

Óttar Guðmundsson geðlæknir mun

á tónleikunum sýna fram á að Shady

Owens og Trúbrot sungu um Hallgerði langbrók, Bubbi Morthens um Gunnar á Hlíðarenda og Facó frá

Bíldudal um Kára Sólmundarson. En um hvað sungu brennumenn á Bergþórhsvoli? Og hvað kyrjuðu

heimamenn á meðan? Tónleikarnir varpa nýju og óvæntu ljósi á þekktasta og dýrmætasta rit íslenskra

fornbókmennta, sjálfa Njálssögu.

Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngur

Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó

Gunnar Hrafnsson bassi

Kjartan Guðnason trommur

Óttar Guðmundsson sögumaður

Ung var ég gefi n Njáli Dægurlög í anda Njálu

Bátahúsið

Föstudaginn 5. júlí kl. 21.30

Page 13: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Fyrir og eftir aldamótin 1900 létu nokkrar konur til

sín taka í tónlistarlífi landsmanna. Þær sömdu lög og

jafnvel heilu tónverkin sem tekin voru til fl utnings.

Hér verður sagt frá lífi og starfi fj ögurra íslenskra

kventónskálda og tónlist þeirra fl utt. Tónskáldin eru

Olufa Finsen, Guðmunda Nielsen, Ingunn Bjarna-

dóttir og María Brynjólfsdóttir. Þær settu allar mark

sitt á tónlistarsögu landsmanna en eru að mestu

gleymdar. Hér verður gerð bragarbót þar á.

Sigurlaug Arnardóttir söngur

Sólveig Þórðardóttir selló

Þóra Björk Þórðardóttir gítar og söngur

Hildur Björgvinsdóttir lesari

Siglufj arðarkirkja

Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00

ÄIO er norsk-eistnesk hljómsveit sem byggir tónlist

sína á þjóðlagatónlist beggja landa. Sveitin spinnur

lög frjálslega út frá þjóðlegum efniviði og úr verður

skemmtileg blanda af nýrri og gamalli tónlist.

Hljóðfærin eru fengin bæði úr norskri og eistneskri

þjóðlagahefð.

Katariin Raska söngur, eistneskar sekkjapípur, sópran sax,

fl autur og gyðingahörpur

Anders Hefre írsk fl auta, bassaklarinett og söngur

Jon Hjellum Brodal harðangursfi ðla, fi ðla og söngur

Christian Meaas Svendsen kontrabassi og söngur

Norsk-eistneska þjóðlagasveitin

ÄIO

Glæstar en gleymdarHuldukonur í íslenskri tónlist

Tónlist eftir Olufu Finsen, Guðmundu Nielsen, Ingunni Bjarnadóttur og Maríu Brynjólfsdóttur

Allinn

Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00

Guðmunda Nielsen

1885-1936

María Brynjólfsdóttir

1919-2004

Olufa Finsen

1835-1908

Ingunn Bjarnadóttir

1905-1972

Page 14: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Ingried Boussaroque er söngvari, hljóðfæraleikari og leikkona frá

Montreal í Kanada. Sem leikkona hefur hún starfað við götuleikhús

og sjónvarp og unnið með leikhópi sem sérhæfi r sig í Commedia

dell’ Arte og leikhúsi fáránleikans í anda „slapstick“-leikhússins.

Sem tónlistarmaður hefur hún helgað sig heimstónlist og tónlist

miðalda. Hún er listrænn stjórnandi La Mandragore-fl okksins sem

nýlega gaf út diskinn Convivencia, en hann var tilnefndur sem besti

diskur í fl okki heimstónlistar í Quebec árið 2011. Ingried hefur einnig

fengist við raftónlist.

Á tónleikum sínum mun hún varpa ljósi á leikhústónlist frá miðöldum sem og þjóðlagatónlist frá Kanada.

Að endingu kennir hún tónleikagestum nokkur spor í miðaldadönsum.

Listráð Kanada styrkir tónleika Ingried Boussaroque á Þjóðlagahátíðinni á Siglufi rði.

Miðaldaleikhús, tónlist og dans Ingried Boussaroque, Kanada

Allinn

Laugardaginn 6. júlí kl. 15.30

Á tónleikunum syngur Kristjana Arngríms-

dóttir lög eftir sjálfa sig við ljóð Davíðs

Stefánssonar, Jakobínu Sigurðardóttur og

Kristbjörgu og Jóhönnu Steingrímsdætur.

Einnig syngur hún þekktar ballöður og

vísur frá ýmsum löndum.

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona er búsett í Svarfaðardal. Hún hóf söngferil sinn í Tjarnarkvartettinum

ásamt Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, eiginmanni sínum, Hjörleifi Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur.

Eftir að kvartettinn leystist upp hóf Kristjana sólóferil og hefur haldið ótal tónleika og gefi ð út hljómdiska í

samstarfi við fj ölmarga tónlistarmenn.

Kristjana Arngrímsdóttir söngur

Örn Eldjárn gítar

Jón Rafnsson bassi

Sá ég og heyrði Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur

Siglufj arðarkirkja Laugardaginn 6. júlí kl. 15.30

Page 15: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Suður-Evrópsk og Suður-Amerísk tónlist hefur lengi

heillað með seiðandi blæ sínum. Manuel de Falla

leitaði í spænskan þjóðlagaarf í verkum sínum, Ravel samdi tónlist í stíl við spænska dansinn Habanera og Astor

Piazolla gerði argentínska tangóinn ódauðlegan í tónlist sinni. Þessi tónskáld verða í brennidepli á tónleikum

tveggja bráðefnilegra tónlistarmanna á Þjóðlagahátíðinni, þeirra Páls Palomares fi ðluleikara og Ögmundar Þórs

Jóhannessonar gítarleikara.

Páll Palomares stundaði fi ðlunám hjá foreldrum sínum Unni Pálsdóttur og Joaquin Palomares og síðar

við Tónlistarskólann í Kópavogi og við Listaháskóla Íslands hjá Auði Hafsteinsdóttur. Hann lauk í febrúar sl.

námi frá tónlistarháskólanum sem kenndur er við Hanns Eisler í Berlín og er nú leiðari 2. fi ðlu í Kammersveit

Randers- borgar í Danmörku. Páll hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníu-

hljómsveitinni á Alicante á Spáni.

Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs og síðar í Barcelona og

Salzburg. Hann er nú búsettur í Berlín. Ögmundur hefur unnið til margvíslegra verðlauna fyrir gítarleik sinn, þar

á meðal í hinni alþjóðlegu Agustin Barrios-gítarkeppni í Lambesc í Suður-Frakklandi.

Báðir hafa Páll og Ögmundur haldið tónleika á Íslandi og erlendis og komið fram á virtum tónlistarhátíðum.

Páll Palomares fi ðla

Ögmundur Þór Jóhannesson gítar

Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fi ðlu og gítar

Siglufj arðarkirkja

Laugardaginn 6. júlí kl. 17.00

Jörundur hundadagakonungur hefur alla tíð

verið okkur Íslendingum hjartfólginn. Árið

1809 kom hann til landsins með ensku skipi og

steypti dönskum yfi rvöldum; tilkynnti að „allur danskur myndugleiki væri upphafi nn á Íslandi“ og boðaði „frið og

fullsælu“ í landinu. Byltingin rann út í sandinn en skáld og rithöfundar hafa gert sér mat úr sögu Jörundar alla tíð

síðan. Jónas Árnason samdi leikritið Þið munið hann Jörund árið 1970 og fl éttaði breskum þjóðlögum í leikinn.

Um tónlistarfl utning sá tríóið Þrjú á palli með Eddu Þórarinsdóttur leik- og söngkonu í fararbroddi. Hún fl ytur hér

lögin úr leikritinu ásamt félögum sínum í nýrri hljómsveit sem nefnist Fjögur á palli.

Edda Þórarinsdóttir söngur

Kristján Hrannar Pálsson píanó

Magnús Pálsson klarinett

Páll Einarsson bassi

Söngtextar eftir Jónas Árnason

Þið munið hann Jörund?Fjögur á palli

Síldarminjasafnið Laugardaginn 6. júlí kl. 17.00

Page 16: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumfl ytur nýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem nefnist Minningarbrot

– Glimpsed Memories. Þá leikur Gróa Margrét Valdimarsdóttir fi ðlukonsert í A-dúr eftir Mozart og loks leikur

hljómsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tjækovský.

Hugi er meðal fremstu tónskáld okkar af yngri kynslóðinni. Hann er búsettur í Danmörku og verk eftir hann

eru leikin víða um heim. Gróa Margrét stundaði fi ðlunám hér heima, í Þýskalandi og síðast í Bandaríkjunum,

þar sem hún lauk nýlega námi frá The Hartt School í Hartford.

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004 og hefur haldið tónleika víða um land. Hljómsveitina

skipa tónlistarnemendur á aldrinum 13-25 ára. Hljómsveitin hefur frumfl utt ný verk eftir íslensk tónskáld

auk þess að takast á við mörg helstu meistaraverk tónbókmenntanna. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og

stofnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er styrkt af Tónlistarsjóði og

Reykjavíkurborg.

Hugi Guðmundsson: Minningarbrot. Frumfl utningur

W.A.Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr

Pjotr Tjækovský: Hnoturbrjóturinn (svíta)

Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fi ðla

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Sinfóníuhljómsveit unga fólksinsHnotubrjóturinn

StjórnandiGunnsteinn Ólafsson

Gróa Margrét Valdimarsdóttirfi ðluleikari

Hljómsveitin Ojba Rasta var stofnuð árið 2009 og

er skipuð ellefu ungum tónlistarmönnum. Hljóm s-

veitin spilar reggí músík og sækir áhrif sín víða; svo

sem til heimstónlistar, kvikmyndatónlistar og

kvæðalaga. Í fyrra gaf hljómsveitin út sína fyrstu

breiðskífu sem innihélt átta frumsamin lög. Þar má

heyra sungið um örlög, ástir og ævintýri nokkurra

peða á plánetunni jörð.

Dansleikur Ojba Rasta

Allinn

Laugardaginn 6. júlí kl. 23.00

Siglufj arðarkirkja

Sunnudaginn 7. júlí kl. 14.00

Hrafnkell Gauti Sigurðarson gítar

Teitur Magnússon söngur og gítar

Unnur Malín Sigurðardóttir euphonium og söngur

Valgerður Freeland Sigurðardóttir klarinett og melódíka

Arnljótur Sigurðsson söngur og rafbassi

Daníel Þröstur Sigurðsson trompet

Gylfi Freeland Sigurðsson trommur

Hjálmur Ragnarsson dubmaster

Page 17: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Vígsla brjóstmyndar af

sr. Bjarna Þorsteinssyni

þjóðlagasafnara

Höfundur brjóstmyndar:

Ragnhildur Stefánsdóttir

Bjarnatorg við Siglufj arðarkirkju

Sunnudaginn 7. júlí kl. 16.00

Page 18: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Bylgjubyggð 2 | 625 Ólafsfjörður | Tel. 466 2400 | [email protected] | www.brimnes.is

We offer en-suite rooms and Cabins by Lake Ólafsfjörður. Rent a bike or a kayak and explore the scenic surroundings in this beautiful fjord. You can go whale watching, hike or just relax and play golf.

Visit our website for more information: www.brimnes.is

We offer en-suite rooms and Cabins byW ff it d C bi b

Brimnes Hotel & Cabins

Opið á virkum dögum frá 07:00 -17:00 Laugardaga frá 09:00 -14:00

Aðalgötu 28 580 Siglufirði S: 467 1720

Aðalbakarinn býður gesti Þjóðlagahátíðar velkomna

Nýbakað brauð og bakkelsi alla daga.

Léttir réttir í hádeginu á virkum dögum.

Veitingastaðurinn Torgið auglýsir

Við bjóðum gesti Þjóðlagahátíðar velkomna í bæinn og tökum vel á móti þeim í mat og drykk eftir þörfum.

Verðum með súpu og salatbar í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags og grillið er opið fram á kvöld alla hátíðina

Kvæðamenn velkomnir á Torginu – kveðum saman

Verið velkomin á Torgið – sími 467 2323

Page 19: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns

Aðalgötu 34 580 Siglufi rði Sími 467-2222 Fax 467-1905

Húsabakki í Svarfaðardal Sýningin Friðland fuglanna

Tjaldstæði - Gisting

sími: 466 1551 / 859 7811 www.husabakki.is www.birdland.is

Gagnvirkur flórgoði?Tásustígur??

Júrólóa???

FRIÐLAND FUGLANNA SVARFAÐARDAL

Page 20: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. – 7. júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Sigvaldi Kaldalóns