jólablað 2014

16
Bærinn okkar Samfylkingin Týndi tímanum - Margrét fann aftur tíma til þess að sinna ölskyldunni Tekst á við Laxness - Skrifar leikrit fyrir Þjóðleikhúsið Bls 4-5 Bls 7 Gleðileg jól - Eyrún stal bókum í æsku Bls 8-9 Játar þjófnað Myndagáta bls. 12

Upload: baerinn-okkar

Post on 06-Apr-2016

246 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Jolablad

TRANSCRIPT

Page 1: Jólablað 2014

Bærinn okkar

SamfylkinginTýndi tímanum- Margrét fann aftur tíma til þess að sinna fjölskyldunni

Tekst á við Laxness- Skrifar leikrit fyrir Þjóðleikhúsið

Bls 4-5Bls 7

Gleðileg jól

- Eyrún stal bókum í æskuBls 8-9

Játar þjófnað

Myndagáta bls. 12

Page 2: Jólablað 2014

2

Ég tók fyrst þátt í starfi Samfylk ingarinnar árið 2000 þegar ég var 16 ára. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum

og fylgst vel með. Mér var boðið partý hjá Ungum Jafnaðar mönnum í Hafnar firði og þar kynntist ég ungu fólki sem hafði svipaðar skoð anir og ég. Stuttu seinna ákvað ég að sækja fund hjá flokknum. Það var áhugaverð upp lifun. Það var tekið vel á móti mér og það var hlustað á það sem ég hafði að segja. Fyrir kosningarnar 2002 tók ég þátt í stefnuþingi. Mér fannst magnað að athugasemdir frá 16 ára stráklingi gætu ratað inn í stefnu mót­un flokks ins. Að vinna sam félagi sínu gagn er einstök tilfinning. Síðan þá hef ég tekið nokkuð virkan þátt í starfi Sam fylk ingar innar í Hafnar firði.

Það sem er svo skemmtilegt við stjórnmál er að það hafa allir skoðun á því hvernig þjóð­félag við viljum hafa. Það hafa allir skoðun á því hvort skattar eigi að vera háir eða lágir, hversu há leikskólagjöld ættu að vera, hvar á að byggja og hvar ekki, hversu góður snjó­mokstur inn er og svo framvegis. Það er mikil­vægt að þessar skoðanir finni einhvern farveg til stjórnmálamanna. Sá farvegur er til staðar í stjórnmálastarfi.

Samfylkingin hefur frá stofnun talað fyrir beinu lýðræði og aukinni þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarins.

Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var Sam fylkingin í Hafnarfirði með opna fundi um öll helstu málefni bæjarfélagsins þar sem hver sem var gat komið og sagt sína skoðun á mál efnunum. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína til okkar og sögðu sína skoðun. Út frá þessum skoðunum byggðum við stefnuskrá okkar. Við ætlum að halda áfram á þessari leið.

Starfið í vetur hefur verið mjög áhugavert. Við höf um verið með fræðandi fundi eins og um upp gang hægri öfgaafla innan ESB, kyn­leg um hverfis mál, framtíð menntakerfisins á Íslandi, fjárhagsáætlun bæjarins, framtíð höfuð borgar svæðisins og fleiri áhugaverðir fundir. En þáttaka í stjórnmálastarfi er ekki bara frábær leið til að hafa áhrif á þjóðmálin og fræðast um hin ýmsu mál. Þau eru einnig frábær félagskapur. Við erum með fjöl marga skemmtilega viðburði eins og október fest með Samfylkingarfélögunum á höfuð borgar svæð­inu, jólaskemmtun, vorfögnuður, UJ­partý, sumargleði og fleira.

Við ætlum einnig að vera með fjölbreytta og áhuga verða dagskrá á næsta ári. Við ætl­

um að ræða um bæjarmálin, aukið sam starf á höfuðborgarsvæðinu, íþrótta og tóm stunda­mál, menntamál, húsnæðismál, alþjóðamál, velferðamál, viðskipti og fjármál og svo margt fleira.

Fundirnir okkar eru annað hvert mánu­dags kvöld kl. 20 að Strandgötu 43 og eru þeir öllum opnir, bæði óflokksbundnum og flokks bundnum. Næsti fundur verður mánu­daginn 12. janúar.

Ómar Ásbjörn ÓskarssonFormaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Fjölbreytt dagskrá

Tillaga minnihluta Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, um að lækka laun bæjarstjóra, var felld á

bæjar stjórnar fundi þann 10. desember síðast­lið­inn.­Á­vefnum­baerinnokkar.is­kemur­fram­að nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálf­stæðis flokksins hafi samþykkt að hækka laun bæjarstjórans umtalsvert og langt umfram það sem hægt sé að réttlæta með tilliti til almennrar launaþróunar. Alls hækkuðu laun bæjarstjórans um rétt rúm lega 30%.

For maður Bæjarráðs, Rósa Guðbjarts­dóttir, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið á þeim tíma að raunveruleg prósentu hækkun launa bæjarstjórans væri umtalsvert lægri en minni hlutinn hafi látið frá sér fara um mál­ið. Heildar laun fráfarandi bæjar stjóra hafi

verið 1.250.000 krónur, en nýr bæjar stjóri verði ráðinn með heildar laun upp á 1.480.000 krónur. Samkvæmt því sjónarmiði nemur hækkun­in­18,4%.­Ákvörðun­bæjarstjórnar­um að hækka laun bæjarstjórans vöktu mikla athygli síðasta sumar og þóttu almennt úr takti við launaþróun opinberra starfsmanna. Þess má geta að Samfylkingin lækkaði laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar á síðasta kjör tíma­bili til þess að koma til móts við þrönga fjár­hags stöðu bæjarins.

Meiri hluti Bjartrar framtíðar og Sjálf­stæðis flokksins réðu Harald Líndal til þess að sinna störf um bæjarstjóra í júlí síðastliðnum. Hann var bæjarstjóri áður á Ísafirði.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam fylk­ingar innar í Hafnarfirði, segir glitta í auknar áherslur á einkavæðingu í skóla­

kerf inu í Hafnarfirðinu hjá nýjum meirihluta Sjálf stæðisflokks og Bjartrar framtíðar. „En það virðist samt ekki að eiga að ganga bara hreint til verks í þeim efnum og stuðla að opinni umræðu um kosti þess og galla að fela einkaðilum rekstur lögbundinnar grunn þjón­ustu á borð við grunnskóla. Heldur virðist eiga að nota tímabundnar aðstæður t.d. hús næðis­vanda grunnskóla í tilteknum skóla hverf um sem rétt lætingu fyrir því að gera slíkar grund­vallarbreytingar,“ segir Gunnar Axel sem bætir við að á sama tíma hafi meirihlutinn samþykkt að skera niður í rekstri skólanna.

„Þróunarsjóður leik­ og grunnskóla sem ætlaður er til að efla nýsköpun og m.a. hag­nýt ingu upp lýsingatækni í námi er til dæmis skorinn niður um tugi milljóna á næsta ári og

sömu leiðis rekstrarviðhald og endur nýjun búnað ar í leik­ og grunnskólum sem Hafnar­fjarðar bær rekur. Þessu mótmæltum við og lögðum til aðra forgangsröðun,“ segir Gunnar Axel. Oddvitinn segist óttast að í farvatninu séu breytingar sem séu mjög á skjön við þá sam félagsgerð sem stjórnvöld í Hafnarfirði hafa byggt upp síðustu ár. „Og svo virðist sem það eigi að keyra þessar hugmyndir í gegn án sam ráðs og þátttöku bæjarbúa,“ segir Gunnar Axel. „Nýlegar ákvarðanir um fyrirkomulag skóla­mála­í­Áslandi­og­á­Völlum­eru­til­vitnis­um breytt vinnu brögð sem mér hugnast ekki,“ útskýrir hann svo.

„Það er vont og á skjön við þær áherslur sem við höfum verið að innleiða í Hafnar firði um aukna þátttöku bæjarbúa í ákvörð un­um sem varða þeirra líf og aðstæður,“ segir Gunnar Axel að lokum.

Lækka ekki laun bæjarstjórans

Glittir í einkavæðingu

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43. 555 0499 | Ábyrgðarmaður: Ómar Ásbjörn Óskarsson | Ritstjóri: Valur Grettisson | Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir Myndir: Alexandra Sharon Róbertsdóttir // Bára Friðriksdóttir | Auglýsingar: Ruth Bergsdóttir | Sími: 694 4103 | Prentun Ísafold | Dreifing: Pósthúsið.

Ómar Ásbjörn Óskarsson Formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Ómar Ásbjörn Óskarsson skrifar:

Gunnar Axel Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Vilja skera niður þróunarsjóðSíðari umræða um nýja fjár hags­áætlun Hafnarfjarðarbæjar fór fram þann­10.­desember­síðastlðinn.­Á­fundinum voru bornar fram tillögur meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins þar sem fram kom meðal annars að gert væri ráð fyrir niðurskurði á þróunarsjóði leik­ og grunnskóla á næsta ári um 20 milljónir króna og um 33,5 milljón króna í rekstrarviðhaldi og kaupum á búnaði í leik­ og grunnskólum. Þá var ágreiningur í bæjarstjórninni um hvernig ráðstafa ætti því svigrúmi sem skapast í rekstri leikskólanna á næsta ári vegna fámennari árganga leikskólabarna. Minnihlutinn lagði til að svigrúmið yrði nýtt til eflingar leikskólastigsins, t.d. til lækkunar á inntökualdri og lagðist gegn áformum um niðurskurð og lokun leikskóladeilda.

Vildu ekki systkinaafsláttÁ­sama­fundi­var­töluverð­umræða­um hvort réttara væri við núverandi kringum stæður að verja tæplega 20 milljónum króna til frystingar á almennum dvalargjöldum leikskóla eða stíga markvissari skref í þá átt að jafna útgjaldabyrði barnafjölskyldna með tilliti til barnafjölda og tekna. Tillaga meirihlutans um að halda gjaldskrám óbreyttum varð ofan á en tillögur minnihlutans um aukinn systkinaafslátt og hækkun tekjuviðmiða voru ekki samþykktar.

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu

Minnum á okkar geysivinsæla skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu. Í boði verður kæst skata,

saltfiskur, plokkfiskur, síld og fl.Verð kr. 3200.-

Með jólakveðju frá starfsfólki KænunnarÓSEYRARBRAUT 2 � S: 565 1550

Segir meirihlutann keyra mál í gegn án samráðs:

Page 3: Jólablað 2014

ÓLESIÐ

ÓLESIÐ

Page 4: Jólablað 2014

4

DÖKKIR TÓNAR OG HURÐALAUS HELVÍTI

Margir muna kannski eftir listaspírunni Símoni Birgissyni sem var áberandi í hafnfirsku bæjarlífi fyrir allnokkrum árum síðan. Hann var meðal annars formaður Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði fyrir rúmum áratug og á þeim tíma kom hann á laggirnar, ásamt góðum félögum, listahátíðinni Björtum dögum. Síðustu ár hefur Símon verið áberandi í fjölmiðlum auk þess að starfa í leikhúsum bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Hann vinnur nú að að uppsetningu á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu.

Page 5: Jólablað 2014

5

Það er auðvitað gríðarleg áskorun að tak­ast á við meistaraverk eins og Sjálfstætt fólk. Þetta er mest selda bók Íslands­

sögunnar, bók sem nær allir hafa skoð un á og hafa lesið. Þetta er líka há pólitísk bók þar sem tekist er á um grund vallar hugtök eins og sjálfstæði og frelsi. Hvað það þýðir að vera Íslendingur og hina eilífu baráttu einyrkjans fyrir mannsæmandi lífi,“ segir Símon en leikgerðin er upp úr bók nóbel­skáldsins Halldórs Laxness er sam vinnu­verkefni Símonar, Atla Rafns Sigurðars sonar og Ólafs Egilssonar.

Það er Þorleifur Örn Arnarsson sem leik­stýrir en Símon og Þorleifur hafa unnið lengi saman og settu einnig á svið eina vinsæl­ustu sýningu seinni ára, sem var Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Fyrir þá sýningu fengu Símon og Þorleifur leik listar verðlaunin Grímuna fyrir leikrit ársins. Það eru því ákveðin vatnaskil hjá Símoni þegar hann færir sig úr hinni ástsælu bók Einars Más yfir í Sjálfstætt fólk, sem mætti segja að sé umdeild á margan hátt.

Andhetjan Bjartur

„Halldór Laxness skrifaði Bjart sem and­hetju en kannski er það til marks um stíl­snilld skáldsins að fólk heillast jafnvel af and hetjunni. Bjartur hefur orðið tákn mynd í íslensku sam félagi, hann er notaður í rök­ræð um fyrir stór deiluefni og menn eru óhræddir við að líkja sér við bónd ann í Sumar húsum, jafnvel þó sú samlíking ætti ekki að vera sérstaklega eftirsóknarverð,“ segir Símon.

Blaðamaður var viðstaddur kjallara spjall í Stúdentakjallaranum í lok nóvember þar sem Bjartur var umræðuefni leikhús­ og fræði manna. Hannes Hólmsteinn Gissurar­son lýsti til að mynda skoðun sinni á Bjarti sem hann sagði barna níðing og Illugi Jökuls­son fjölmiðlamaður sagði Bjart ekkert annað en ófreskju. Það vakti svo hlátra sköll á fund­inum þegar Símon beindi þeirri spurningu til Hannesar hvort hann teldi að Bjartur væri í dag andstæðingur eða mál svari Evrópu­sambandsins – og varð Hannesi orða vant.

„Já, þá var ansi gaman að sjá Hannes Hólm stein orð lausan. Örugglega nokkuð sjald gæf sjón. En spurningin er ekkert út í loftið,“ segir Símon. „Það eru til fjöl margar greinar á netinu þar sem fólk notar einmitt Bjart og baráttu hans við Rauðsmýrarfólkið sem rök fyrir því að við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið. Mín skoðun er hins vegar skýr. Sjálfstætt fólk lýsir því hve von laus barátta það er að vera sjálfstæður fyrir utan mannlegt samfélagið. Sjálstæði Bjarts væri mun betur borgið ef hann bryti odd af oflæti sínu og starfaði með öðrum. Bókin fjallar um hættuna sem felst í því að einangra sig og reyna að gera hlutina „á eigin spýtur“.

Engin augljós hetja

Símon segir markmið hópsins sem stendur að sýningunni meðal annars þá að gera sýn­inguna aðgengilegri, „Bókin er ansi löng, eins og margir menntaskólanemar hafa kom ist að. Við vildum strax í upphafi forðast að gera of langa sýningu, síðasta uppfærsla á Sjálf stæðu fólki var um fimm tímar að lengd og sýnd á tveimur kvöldum. Það má því segja að það hafi verið áskorun að finna sögunni form sem gerir okkur kleift að segja hana á einni kvöldstund,“ útskýrir Símon.

En kom eitthvað á óvart við aðlögun sög­unnar að leikgerð?

„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve vel Sjálfstætt fólk hentar til aðlögunar á sviði. Persónurnar stíga ljóslifandi fram. Sam tölin eru hnitmiðuð og full af átökum. Halldór Laxness gefur meisturum eins og Henrik Ibsen og Shakespeare ekkert eftir. Annað sem hefur komið mér á óvart er hve marg slungnar persónur bókarinnar eru. Maður hafði fyrirfram ákveðna mynd af til dæmis Íngólfi Arnarsyni, hreppstjóranum og rauðsmýrarmaddömmunni – en þegar maður kafar dýpra sér maður að það er ekkert augljóst illmenni í sögunni og heldur engin augljós hetja eða sigurvegari.“

Dekkri tónar rannsakaðir

Símon lofar öðrum nálgunum en almenn­ingur er vanur þegar kemur að leikgerðum upp úr bókinni. Leikritið hefur aðeins verið sett upp þrisvar sinnum. „Það var fyrst árið 1972 í Þjóð leikhúsinu þar sem Róbert Arnfinns son lék Bjart. Svo árið 1978 á Akur­

eyri þar sem Baldvin Halldórs son leikstýrði verk inu í annað sinn og Þráinn Karlsson lék Bjart. Og svo árið 1999 í Þjóðleikhús­inu þar sem Kjartan Ragnarsson leik stýrði og Ingvar E Sigurðs son og Arnar Jónsson skiptu hlut verki Bjarts á milli sín,“ útskýrir Símon. „Nú leikur Atli Rafn Sigurðarsson Bjart og kannski er það til marks um mikil­vægi verks ins í samfélagsumræðunni að strax í fyrstu æfinga vikunni birtist aðsend grein í Morg un blaðinu um að Atli Rafn væri bæði allt of smá vaxinn og of ungur til að leika Bjart. Það þyrfti bæði eldri og stæltari leikara til að túlka þessa miklu hetju sem hand samar hrein dýr og býður máttaröflunum byrginn. Ég þarf varla að taka það fram að greinin í Mogganum var nafnlaus,“ segir Símon og hlær.

Símon segir að hópurinn reyni að fara gegn klisjunum um hvernig Bjartur ,,eigi” að vera. „Og ætli það megi ekki segja að við rannsök um dekkri tóna verksins. Þrátt fyrir ótrúlega fagran texta eru aðstæður fólksins í Sumarhúsum vægast sagt hörmulegar og ég held að maður sé höfundinum trúr þegar ekkert er dregið undan eða ,,fegrað” í svið­setningunni.“

Hurðarlaus helvíti

Sjálfstætt fólk fangar á margan hátt hina íslensku þjóðarsál. Og margir kannast við að nafn Bjarts dúkkar óvanalega oft upp í um ræðunni þessi misserin og hefur gert eftir hrun ið. Það er því nærtækt að spyrja Símon um hliðstæður bókarinnar og nútímans.

„Því miður hefur allt of lítið breyst á Íslandi,“ svarar Símon. „Sumir kaflar í bók­inni gætu allt eins verið skrifaði í dag. Það er ein kenni stórra höfunda að verk þeirra eru tímalaus, þau tala til hverrar kynslóðar og sú er raunin með Sjálfstætt fólk. Við erum enn að reisa okkur hurðarás um öxl, eftir

hrun blöstu við manni hálfbyggð stórhýsi víða um borg, „hurðalaus helvíti“, og það er enn draumur íslensku millistéttarinnar að kaupa sér hús – jafnvel þó það þýði tugi ára í skulda fjötrum. Svo koma afskriftir hinna ríku, þjóðnýting banka fyrir og innantóm kosninga loforð. H inir ríku koma alltaf best undan vetri meðan lægri stéttirnar tapa sínu í velti árum og hruni,“ segir Símon. „Eigin lega er óhuggulegt hvernig bókin lýsir veruleika okkar hér á Íslandi í dag. Óhuggulegt, af því það eru um sjötíu ár frá því bókin var skrifuð en greinilega hefur lítið eða ekkert breyst.“

En það er ekki bara pólitíkin sem er óhuggu leg. Hvað finnst Símoni um lýsingar fræði manna á Bjarti sem ófreskju eða níðingi?

„Jú, Bjartur misnotar börnin sín og ber ábyrgð á dauða eiginkvenna sinna. Hann bregst trausti þeirra sem standa hon um næst, allt í nafni baráttunnar fyrir sjálf­stæði. Þeir sem eru í samneyti við hann eiga ekki um marga kosti að velja, þeir annað­hvort deyja eða flýja. Það er ekki fyrr en í lok verksins sem Bjartur leitar eftir sátt við­upp­eldisdóttur­sína­Ástu­Sóllilju­og­þá­er það jafnvel orðið of seint. Bjartur tapar mennskunni í leit sinni að sjálfstæði. Þess vegna er Sjálfstætt fólk ekki hetjusaga – eins og Halldór Laxness skýrði bókina í upphafi en tók svo út í seinni útgáfum, heldur hrein­ræktaður harmleikur. Harmleikur ein stak­lings og harmleikur þjóðar.“

Skyldulesning þrisvar á ævinni

Símon segist hafa dregið persónulegan lær­dóm af ferlinu við það að skrifa leik gerðina. „Að vinna við svona verk fær mann auðvitað til að endur meta margt í sínu eigin lífi. Það gerir öll alvöru list. Hún snertir við manni, kemur við mann á einhvern hátt.“

Símon segir að bók eins og Sjálfstætt fólk eigi að vera skyldulesning fyrir alla Íslend­inga þrisvar sinnum á lífsleiðinni. „Þegar maður er unglingur að vaxa úr grasi og vill sigra heiminn, verða sjálfstæð manneskja og brjótast til eigin metorða. Þegar maður kemst svo á fertugsaldurinn og er orðinn fangi yfirdráttsins, vaxta og verðbólgu, og svo þegar maður er orðinn gamall, kom inn til vits og ára og kannski loksins laus við gluggapóst frá Lánasjóði íslenskra náms­manna.“

Hann segir æfingarferlið, sem stendur nú sem hæst, hafi einnig oft haft áhrif á leik­hópinn. „Það hafa verið augnablik þar sem ekki er þurr hvarmur á neinum í æfinga­rýminu. Að kljást við Sjálfstætt fólk er ein­stakt tækifæri og ég verð að koma á fram færi þakklæti til Þjóðleikhússins að treysta nýrri

kynslóð leikhúsmanna til að takast á við sagnaarfinn.“

Hafnfirsk pólitík í mótun

Eins og fram kom í upphafi viðtalsins var Símon einn af framámönnum Ungra Jafn­aðar manna í Hafnarfirði fyrir um áratug síðan. Hvernig lýst Símoni á bæjarpólitíkina í dag?

„Það var ómetanlegur lærdómur að taka þátt í ungliðastarfinu. Þar lærði ég hluti sem hafa svo sannarlega gagnast mér á mínum ferli. Að taka þátt í hópstarfi, læra að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, færa rök fyrir máli sínu og standa á eigin sannfæringu. Þetta var líka skemmtilegur tími. Við höfð­um ákveðna sýn á Hafnarfjörð, vildum upp hefja menningu og listir, endurvekja lista hátíð í bænum og efla ungmennastarf og gras rótina.“

Símon segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá.

„Það eru ekki eins skýrar línur í sam félag­inu nú eins og þá. Hrunið breytti sýn allra á póli tíkina og Samfylkingin er í ákveðinni tilvistarkreppu. Flokkurinn var stofnaður með það að markmiði að sameina vinstri væng inn í öfluga fjöldahreyfingu sem hefði það markmið að stofna til umbóta á íslensku sam félagi og rjúfa einangrun okkar með inn­göngu í ESB. Nú er vinstrið aftur klofið og Evrópusambandið ekki einu sinni á dagskrá. Ég held að Samfylkingin verði að endurmeta hlutverk sitt í dag. Kannski er aftur orðin þörf á sameiningu á vinstri vængnum, það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar sem er í eðli sínu ekki einn flokkur heldur fjölda­hreyfing mismunandi flokka sem allir höfðu mismunandi sýn á samfélagið og pólitíkina. Með skýrt markmið held ég að Samfylkingin gæti aftur laðað til sín ungt fólk og höfðað til hins breiða hóps sem vill ekki einangrun og aftur haldssemi. Það vill enginn búa í Sumar­húsum er það nokkuð?“

En hvað tekur nú við hjá þessum hæfi­leikaríka leikhúsmanni?

„Nú bíður maður spenntur eftir jólunum. Jól in skipa sérstakan sess hjá mér og Hallfríði Þóru Tryggva dóttur unnustu minni. Við höf­um verið dugleg að skreyta og ætlum okkur að ná að baka 18 sortir, þó fyrsta sortin hafi kannski ekki alveg tekist sem skyldi. Svo mun Bjartur stíga á svið á annan í jólum og það verður eflaust tregablandin upplifun að sjá verkið öðlast sitt sjálfstæða líf á sviði. Þó það sé dimmt yfir þessa dagana þá eru bjartir tímar framundan. Eru það ekki ágætis lokaorð?“

“Já, þá var ansi gaman að sjá Hannes Hólmstein orðlausan

Hæfileikaríkir Hafnfirðingar Snorri Engilsbertsson, sem leikur son Bjarts í sýningunni, ræðir hér við Símon á sviði Þjóðleikhússins

Page 6: Jólablað 2014

6

Kæru Hafnfirðingar

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Ung kona finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að ko-mast að því hvað gerðist.

Í samtölum þeirra hverfur hún inn í draumkennda frásögn sem hann þarf að túlka og vinna úr. Þegar í ljós kemur hvað gerðist í raun og veru fer af stað óvænt atburðarás.

„Takk fyrir Hálfsnerta stúlku, Bjarni. Magnaður heimur sem þú smíðar og sagan er falleg, áhugaverð og skemmtileg.“ Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur.

Útgefandi: Veröld.

Hálfsnert stúlkaEftir Bjarna Bjarnason

Page 7: Jólablað 2014

7

Breyttur afgreiðslutími í desemBer17. des. Mið. 9:00 - 18:3018. des. Fim. 9:00 - 18:3019. des. Fös. 9:00 - 19:0020. des. Lau. 10:00 - 19:0021. des. Sun. 10:00 - 19:00

22. des. Mán. 9:00 - 22:0023. des. Þri. 9:00 - 22:0024. des. Mið. 9:00 - 12:3025. des. Fim. LOKAÐ26. des. Fös. LOKAÐ

27. des. Lau. 10:00 - 16:0028. des. Sun. LOKAÐ29. des. Mán. 9:00 - 18:3030. des. Þri. 9:00 - 19:0031. des. Mið. 9:00 - 13:00

Fylgstu með okkur á Facebook

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

Ég ákvað eiginlega bara að kasta mér kúta laus í djúpu laugina, auðvitað í þeim tilgangi að breyta heiminum,“

segir Ófeigur og hlær en hann og Adda María Jóhannsdóttir tóku sæti í bæjarstjórn Hafnar fjarðar eftir síðustu kosningar. Sam­fylkingin náði þá þremur mönnum inn en Margrét Gauja Magnúsdóttir tók sér leyfi frá störfum í vetur. Þannig kom Ófeigur Friðriks son inn en hann var í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor. Hvorki Ófeigur né Adda María hafa starf að á vettvangi stjórnmálanna áður þó þau hafi verið ötul í því að taka þátt í stjórn­málastarfi Samfylkingarinnar.

Misst af nokkrum andsvörum

„Hefðirnar, einkum á bæjarstjórnarfundum þar sem gilda mjög skýrar reglur um sam­skipti, geta verið erfiðar. Ég les reglulega greinar gerðina um ræður og andsvör og mínútufjölda, og er í raun enn að átta mig á þessu öllu saman,“ segir Adda María. Hún bætir við að það geti verið erfitt að mega ekki segja það sem maður vill, þegar maður vill. „Fyrst þorði ég varla að tjá mig án þess að vera búin að skrifa allt niður og var þá ekki alltaf nógu fljót að bregðast við. Ég hef til dæmis misst af nokkrum andsvörum þar sem ég var ekki nógu fljót að gefa merki, og þá missir maður bara af augnablikinu,“ segir Adda María en bætir svo við, „þetta er nú samt að lærast.“

Þreyttur á að vera þreyttur

Ófeigur segir að hann hafi verið orðinn þreytt ur á að vera þreyttur yfir ástand inu. „Ég var orðinn einhver svona sófapólitíkus sem allt vissi,“ segir Ófeigur og lýsir því hlæj­andi þegar hann reifst bókstaflega við tölvu­skjáinn.

„Og þessir stjórnmálamenn leynast víða,“ segir Ófeigur sem vill hvetja fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum frekar en að rífast á Facebook um ástandið.

Ófeigur viðurkennir þó að það sé ekki alltaf auðvelt að taka fyrstu skrefin út í stjórn málin. Ekki síst vegna þess hvernig

ástandið er í dag, og viðhorf almennings til stjórnmálastéttarinnar. „Fyrsta skrefið er ef til vill þungt og erfitt, en þau næstu eru stórkostleg lífsreynsla, mikill lærdómur og gefandi vinna,“ segir Ófeigur.

Gleði og kraftur í hópnum

En hvað stendur upp úr?„Það sem stendur upp úr er tvímælalaust

samstarf okkar bæjarfulltrúanna og bæjar­mála ráðs í heild,“ svarar Adda María og Ófeigur tekur undir. „Að koma inn í þennan hóp og fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni eru forréttindi,“ bætir hún við. Hún segir að mikil endurnýjun hafi orðið eftir kosningarnar síðastliðið vor og því fleiri en þau tvö sem eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Það er mikil gleði og kraftur í hópnum sem gerir starfið skemmtilegt,“ segir Adda María.

„Mín skoðun er sú, að því fleiri sem taka þátt og því fleiri raddir, því lýðræðislegri verða stjórnmálin,“ segir Ófeigur sem bætir við að stjórnmál snúist fyrst og fremst um fólk og séu fyrir fólk.

Kaus næstum vitlaust

Einhver góð saga?„Það eru margar góðar sögur,“ segir

Ófeigur. „Nokkrar tengjast til dæmis vel heppnaðri vinnuferð bæjarfulltrúa Sam­fylkingar innar austur á Höfn í Hornafirði snemma á haustdögum, það er þó spurning hvort þær séu prenthæfar,“ segir Ófeigur og

hlær. Hann áréttar þó að ferðin hafi verið hin skemmtilegasta og algjörlega laus við hvers kyns syndir.

„Mér er þó minnisstæð ein góð af bæjar­stjórnar fundi nú nýverið,“ segir Adda María. „Þá sköpuðust þær að stæð ur í sæta fyrir­komulagi að Kristinn Andersen, bæjar­fulltrúi Sjálfstæðisflokks ins, þurfti að setj­ast minnihlutameginn. Í einni at kvæða­greiðslunni var hann svo niðursokkinn í að

lesa skjal á tölvunni sinni að þegar Ófeigur hnippti í hann var hann næstum því búinn að rétta upp hönd og greiða atkvæði með okkur, andstætt sínu fólki. Þessu hlóg um við mikið að,“ segir Adda María.

„Það munaði hársbreidd,“ segir Ófeigur að lokum.

Hefðirnar geta verið erfiðarNýliðarnir í bæjarstjórn fengu sjálfstæðismann næstum til að kjósa vitlaust

Ófeigur Friðriksson Var orðinn þreyttur á að vera þreyttur.

Adda María Jóhannsdóttir Reynir að átta sig á hefðum og reglum.

“Ég var orðinn ein-hver svona sófapóli tíkus

Page 8: Jólablað 2014

8

Eyrún Ósk Jónsdóttir, varabæjar fulltrúi Sam fylkingarinnar, gaf út skáld söguna „L7: söngur snáksins“ nú fyrir jól.

Bókina skrifaði hún ásamt Helga Sverris syni en hún er sjálfstætt framhald af unglinga­skáldsögunni Hrafnar, sóleyjar og myrra. Síðar gerðu þau einnig samnefnda skáld­sögu upp úr bókinni. Í nýjustu sögunni er saga hennar Láru sögð, en hún lendir í hættu legri atburðarrás á sama tíma og hún tekst á við siðferðislegar spurningar um sam félagið og lífið allt.

Segðu okkur örlítið frá bókinni og tilurð hennar?

„Söngur snáksins er sjálfstætt framhald bók ar innar Hrafnar, sóleyjar og myrra. Lára Sjöfn er sem fyrr í aðalhlutverki, orðin árinu eldri, og sagan er glæpa­ og spennu saga fyrir börn og unglinga. Auk spennu þáttar sög unnar veltum við fyrir okkur heim­spekilegum spurningum sem börn og ungl­ingar velta gjarna fyrir sér,“ út skýrir Eyrún og heldur áfram: „Lára Sjöfn hug leiðir til dæmis hve óljós línan á milli rétt og þess sem er rangt getur verið. Framvinda sögunnar er hröð og það er mikið fjör á köfl um.“

Eyrún segir þau hafa byrjað að vinna Söngva snáksins um leið og fyrri bókin kom út. „Hún fékk þó langan meðgöngutíma því við höfum unnið að ýmsum öðrum verkefn um undanfarin misseri, sérstaklega leikrita skrifum. Okkur finnst ágætt að salta verkefn in um stund og grípa svo aftur til þeirra,“ segir Eyrún. „Ég vinn oftast þannig og má nefna í því sambandi skáldsöguna Lórelei sem kom út í fyrra. Ég skrifaði söguna fyrir tíu árum þegar ég var háskólanámi á Englandi en leyfði henni svo að bíða í skúff­unni í níu ár.“

Stal bókum

Nú var fyrri bókin kvikmynduð. Má búast við því sama með Söng snáksins?

„Það er ekki planið eins og staðan er nú. Við höfum sett stefnuna á annað stórt kvik­myndaverkefni sem er á undir búnings stigi. Bíómyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra var hins vegar eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í en á sama tíma var það mjög krefjandi,“ svarar Eyrún sem hefur fengist við mörg ólík listform auk þess sem hún hefur skrifað fjölda bóka og leikrita.

Og þú leitar virðist vera mikið í barna­ og unglingabækur?

„Ég hef sjálf mjög gaman af barna­ og unglinga bókum. Ég heillast af einlægninni, dramatíkinni og ævintýrinu sem oft er að finna í barna­ og unglingabókum. Ég las sjálf mjög mikið sem krakki og unglingur,“ segir Eyrún. „Ég var alltaf með nefið ofan í bókum, las heilu næturnar og svaf þá gjarnan í tím­um í skólanum í staðinn, kennurunum til lítillar ánægju,“ segir Eyrún og hlær.

Þegar Eyrún var 10 ára gömul bjó hún í Kópavoginum um tíma en mamma hennar var að kenna í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. „Þá var skólinn ekki einsetinn, svo ég var í skóla á morgnana, en hún kenndi eftir hádegi. Ég fékk þá oft að fara með henni í vinn una og bíða á bókasafni Öldutúnsskóla á meðan mamma var að kenna. Það var algjör draumur. Að fá að vera alveg í friði innan um allar þessar bækur og lesa,“ segir Eyrún. Einu sinni þufti mamma Eyrúnar að fara fyrr að vinna en venjulega þannig að Eyrún fékk ekki að koma með. „Ég varð svo sár því ég var einmitt búin með enn eina Enid Blyton bókina og þurfti að ná mér í nýja. Svo ég ákvað að labba bara úr Kópa­vogin um og upp í Öldutúnsskóla,“ segir Eyrún. „Ég vissi að ég mátti ekki fara ein yfir allar þessar stóru götur en það hlutu allir að skilja að ég varð að fá næstu bók.“

Eyrún segir að hún hafi átt það til að hnupla þeim bókum sem henni þóttu sér staklega góðar. „Ég var einmitt að fara í gegnum gamlar unglingabækur um dag inn og sá þá að þær eru nokkrar merktar bóka­safni Öldutúnsskóla. Ég þyrfti nú kannski að fara og skila þeim?“

Sköpunargáfa og lýðræði það sama

Nú vilja sumir meina að bókmenntaformið sé eitthvað sem nái einfaldlega ekki til ung­menna. Ertu sammála því?

„Nei, ég er alls ekki sammála því. Það á kannski eftir að minnka enn meira að krakkar lesi af pappír og fari meira að lesa af tölvu eða spjaldtölvu,“ segir Eyrún sem trúir því þó að góðar sögur haldi áfram að heilla ungt fólk. „Ég held samt að það eigi eftir að verða enn meira um að bækur, kvikmyndir og þættir hafi áhrif hvert á annað eins og maður sá með Harry Potter, Hungur leikana og Twilight, þar sem bókaflokkurinn eign­ast dyggan lesendahóp sem fer svo líka á myndina, og svo byrja aðrir á að fara á mynd ina, verða heillaðir, vilja lesa meira og lesa þá líka bókina.“

Nú ertu virk í Samfylkingunni og hefur sinnt stjórnmálum í áraraðir. Kemur sköp­unara gáfan að gagni þar?

„Jú, ég er þeirrar skoðunar að sköpunar­gáfan og lýðræði séu tvær hliðar á sama peningn um. Til þess að taka þátt í lýðræðinu á einhvern hátt þá þarf maður að finna sína rödd, vita hver maður er og hvert maður vill stefna sem manneskja. Mín skoðun er sú

að besta leiðin til þess að uppgötva sjálf­an sig og finna rödd sína sé að spegla sig í menningu og listum, spegla sig í því sem þú lest og í því hvernig þú upplifir menninguna allt í kringum þig. Við þurfum öll bæði líkam lega og andlega næringu.“

Heillaðist af borgaralegri óhlýðni

Í auglýsingunni fyrir nýjustu bók þína er athyglisverðri spurningu varpað fram. Ég spyr því sömu spurningar: Er rétt að ræna banka til þess að bjarga börnum í neyð?

„Lára veltir þessu fyrir sér hvort það sé í lagi að ræna banka ef hann rænir þig fyrst. Og hvort það sé í lagi að gera það ef líf barna veltur á því? Þegar við fengum hugmyndina af bókinni þá mundi ég allt í einu eftir þeim tímapunkti þegar ég var unglingur og gerði mér grein fyrir að það er ekki endilega alltaf rétt að fara eftir reglunum, til dæmis ekki þegar reglurnar eru óréttlátar,“ segir Eyrún og út skýrir að á þessum tíma hafi hún verið nýbyrjuð í framhaldsskóla og lærði þá um kenningar Henry Thorau um borgaralega óhlýðni. „Ég varð fyrir miklum áhrif um af skrif um hans. Ég man eftir að hafa velt

fyrir mér hlutum eins og hvort það væri rétt að stela ef þú átt til dæmis engan mat handa börnunum þínum? Eða er rétt að stela lyfjum ef líf þitt veltur á því og fleira í þeim dúr?“ Hún segist hafa komist að þeirri niður stöðu að það sé ein heimspeki sem sé ofar öðrum, og hún er að lífið er heilagt. „Allt sem ógnar helgi lífsins er rangt. Og allt sem styður við lífið er rétt. Einn af mínum upp áhalds heimspekingum var búdd ískur prestur sem var uppi á 13. öld, sem hét Nichiren Daishonin, og hann benti á að það væri ekki endilega rangt að stela, held ur væri rangt að valda öðrum þjáningu með stuldi,“ útskýrir Eyrún. „Þannig var það ekki stuldurinn sjálfur sem var rangur held ur að valda einhverjum þjáningu með þjón­aðinum.­Á­þennan­hátt­var­hann­einnig­þeirrar skoðunar að það sé eingöngu hægt að meta rétt og rangt út frá hamingju og velferð ein staklings ins. Varðandi spurninguna sjálfa þá hreinlega veit ég ekki svarið við henni en ég held að það sé nauðsynlegt að velta fyrir sér siðferðislegum spurningum annað veifið svo að við getum brugðist við því sem lífið færir okkur á sem bestan hátt hverju sinni,“ segir þessi fjölhæfi listamaður að lokum.

Stal bókum í æsku

“Ég varð fyrir mikl um áhrif um af skrif um hans

Eyrún Ósk Jónsdóttir Eyrún segist hafa heillast af borgaralegri óhlýðni á menntaskólaárum.

Eyrún gaf út unglingaskáldsöguna L7: Söngur snáksins fyrir jól

Page 9: Jólablað 2014

9

Söngur snáksinsEyrún Ósk JÓnsdÓttir og HElgi svErrisson

Söngur snáksins

Þokan læddist inn fjörðinn svo bátarnir sem lágu bundnir við bryggjuna sáust varla. Lára var búin að loka búðinni og var farin út að hjóla á BMX­hjólinu. Þegar hún þaut fram hjá höfninni sá hún móta fyrir verum á gangi en átti erfitt með að greina hverjir voru á ferð. Þetta hlutu að vera fiskimenn en þeir voru óvenju hljóðlátir. Kannski var það mistrið. Þeir hurfu inn í þokuna og Lára andaði að sér blautu loftinu. Hún var ein í heiminum. Það ríkti þögn í bænum og fyrir utan mennina á bryggjunni var enginn á ferli.

Það var vika frá síðasta skóladegi og Lára var loksins búin að klára níunda bekk. Það var einkennileg tilhugsun að nú ætti hún bara einn vetur eftir í grunnskóla. Hún hafði eiginlega ekki hugsað út í það fyrr. Næsta haust byrjaði hún í tíunda bekk og eftir hann gæti hún valið sér einhvern spennandi menntaskóla, eða fengið sér vinnu, farið til útlanda í skiptinám eða sem au pair. Möguleikarnir voru óteljandi. Hún hjólaði upp Selvogsgötuna, fram hjá Flensborgarskólanum og upp á Hamarinn.

Hafnarfjörður leit út eins og draugabær, þokan skreið eftir götunum og teygði anga sína líkt og hendur sem vildu fanga hvern þann sem hætti sér út. Lára settist aftur á hjólið og lét það renna eins hratt og hún gat niður Hamarinn.

Þegar hún kom heim ákvað hún að nota tækifærið á meðan mamma hennar var í burtu og hita sér kaffi. Mamma sagði að hún væri of ung til að drekka svona eitur eins og hún kallaði það en amma Dídí hafði hins vegar leyft henni að smakka kaffi nokkrum sinnum.Lára kom sér fyrir í sófanum með kaffibolla, blað og penna. Hún ætlaði að gera

lista yfir allt sem hana langaði að gera í framtíðinni. Hún fékk sér sopa af kaffinu og mundaði pennann. Hún gretti sig pínulítið þegar hún fann hvað það var beiskt.

Eftir menntaskólann langaði hana til þess að læra leiklist, kannski í útlöndum. Hún stakk pennanum upp í sig og nagaði hann. Hana langaði að eignast kærasta og fara í sleik við hann. Hún skrifaði það á blaðið. Var það nokkuð asnalegt? Hún gerði sig líklega til að strika það út en hætti við. Þetta var hennar listi og hún gat skrifað hvað sem hana langaði. Hún fékk sér annan sopa. Fyrst þegar hún fékk að bragða kaffi hjá ömmu fannst henni það ekki gott en nú fannst henni það rífa meira í og lyktin var góð.

Hana hafði alltaf dreymt um að fara til Afríku sem sjálfboðaliði og kannski ferðast í leiðinni. Hún bætti því á listann. Síðan langaði hana til þess að ættleiða börn, helling af þeim eins og Brad og Angelina. Brad Pitt var líka uppáhaldsleikarinn hennar. Svo væri gaman að prófa að láta dáleiða sig og fara til sálfræðings.

Hún beit í vörina. Hvað meira? Hana langaði líka að prófa klettaklifur, fara í loftbelg og ganga eftir Kínamúrnum. Og þegar hún var lítil hafði hún farið í tívolí í Danmörku með pabba og mömmu og þá hafði hún prófað rússíbana í fyrsta sinn. Hún hafði skemmt sér konunglega. Seinna hafði hún fundið út hver væri hraðskreiðasti rússíbani í heimi en hann var að finna í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann fór víst ótrúlega hratt eða 240 kílómetra á klukkustund. Hún skrifaði hann á listann.­Svo­langaði­hana­til­þess­að­smakka­krókódíl­en­pabbi­hennar­hafði­einu­sinni­ferðast­til­Ástralíu­og­pantað­sér­krókódíl­á veitingahúsi. Henni og Stebba hafði fundist það ótrúlega spennandi saga. Hún bætti því einnig við á listann. Síðan þegar hún gifti sig langaði hana að fara í brúðkaupsferð til Grikklands og liggja með manninum sínum á sólarströnd og horfa á sólarlagið. Hún fékk pínulítinn kjánahroll. Hún gæti ekki sýnt neinum þennan lista.

Lára fékk sér gúlsopa af kaffinu sem var aðeins farið að kólna og fitjaði upp á nefið. Hún náði í sykur og setti fulla skeið út í bollann. Hún fékk sér annan sopa. Já, þetta var betra. Amma Dídí sagði að hún yrði fljót að venjast bragðinu og þá yrði þetta besti drykkur í heimi. Hún mátti bara ekki segja mömmu frá því. Hún setti fæturna upp á borð og hélt áfram að hugsa.

Hún hafði lesið um veitingastað í Berlín þar sem var niðamyrkur og allir þjónarnir voru blindir. Hana langaði að prófa að borða þar, og svo vildi hún ferðast um Suður­Ameríku og heimsækja Skúla í þjóðgarðinn og ganga upp á jökulinn. Hana langaði líka að prófa að synda nakin, hjóla hringinn í kringum Ísland, fá sér hund og læra köfun. Hún lagði frá sér listann. Svo gæti hún alltaf bætt einhverju við þegar henni dytti það í hug.

Daníel sat við eldhúsborðið í fallegri skipstjóravillu á Hverfisgötunni og starði á diskinn fyrir framan sig. Húsið var steinsteypt með frönskum gluggum og bogadregnum útlínum. Þakið var bárujárnsklætt og það uxu klifurjurtir upp eftir veggjunum. Húsið minnti helst á enskt herrasetur. Bakgarðurinn var stór og í honum var tveggja hæða garðhús í sama stíl.

Daníel stakk gafflinum í nautasteikina sem var kolsvört og seig eins og skósóli en kartöflurnar voru hálf hráar.– En hvað þetta er ljúffengt hjá þér. Þú verður að gefa mér uppskriftina, sagði hann glaðlega.Gömul kona, sem var hálftannlaus, settist á móti honum og brosti út að eyrum.– Verði þér að góðu, vinurinn, sagði hún og strauk sér um grátt hárið sem var tekið að þynnast.– Þú ert alltof góð við mig, sagði Daníel blíðlega og hamaðist við að skera kjötið. Hann stakk upp í sig stórum bita um leið og

hann tók upp DV og rak augun í forsíðuna. Þar var mynd af fimm ára eþíópskum dreng með hrokkið hár. Daníel náði í ljósmynd af Stefáni, litla bróður Láru, í svarta minnisbók sem hann var alltaf með á sér og bar þær saman á meðan hann reyndi að tyggja kjötbitann sem var nánast óætur. Þeir voru ótrúlega sviplíkir. Daníel las fréttina. Barnaheimili sem rekið var af íslenskri konu í Eþíópíu hafði brunnið til grunna. Hann brosti. Loksins fann hann það sem hann var að leita að. Hafði ekki Hildur einmitt verið að tala um að Láru langaði að stofna sjóð í minningu bróður síns og hjálpa þannig börnum í Afríku? Hann kyngdi síðasta bitanum með erfiðismunum og klappaði gömlu konunni á handarbakið.

– Alltof góð við mig, sagði hann aftur og tók um leið stóran bita af hrárri kartöflu.Gamla konan svaraði ekki. Hún var horfin inn í eigin heim.

Brot úr skáldsögu Eyrúnar, L7: Söngi snáksins.

Kafli 65 - 69

Page 10: Jólablað 2014

10

Þú færð jólagjöfina hjá okkurNONNI GULL

Handverk í sérflokkiStrandgötu 37 · Hafnarfirði · Sími 565-4040

www.nonnigull.is

JólalJósin í HafnarfJarðarkirkJugarði

Panta má á www.jolaljosin.is

Ljósin verða afgreidd frá og með 16.desember til og með

23.desember

Opið kl. 13-19 alla dagaLokað aðfangadag

Jólaljósin ehf.sími 692 2789

Það var hressandi að vera ein stæð móðir með þrjú einstaklega kröftug börn heima í Hafnarfirðinum en var

kannski ekki beinlínis raunhæft eins og það þróaðist. Það var því tekin ákvörðun um að flytja til Davíðs, því stundum verð­ur maður að fórna einhverju svo allir geti verið hamingjusamir,“ útskýrir Margrét og undirstrikar að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld, sérstaklega í ljósi þess að hún var kjörin í bæjarstjórn eftir sveitar stjórnar­kosning ar síðasta vor.

Bakaði köku

Hún segir reynsluna hafa þó kennt sér margt og það sé áhugavert að upplifa lands­

byggðina, þó hún geri í sjálfu sér ekki mikinn greinar mun á Hafnarfirði og öðrum bæjum landsins, enda bæjarvitundin ávallt sterk í Hafnarfirði þrátt fyrir nálægðina við Höfuð­borgina.

„Við höfum ekki mætt neinu nema opn­um hug og hlýju í okkar garð og upp lif um alls ekki það sem oft er sagt um lítil sam­félög, að þau séu lokuð, þvert á móti,“ segir Margrét Gauja. Hún segir að það hafi ekki verið auðvelt að hefja nýtt líf í bænum. „Við þurftum að þjappa okkur vel saman í upp hafi og styðja við hvort annað í nýju umhverfi,“ segir Margrét Gauja. „Þetta er tímabil sem ég mun aldrei gleyma, mánuð­irnir sem við fjölskyldan, á aldrinum 4­42 ára, eyddum öllum stundum saman og

höfð um gaman,“ segir Margrét og bætir við að ótrúlegir hlutir hafi gerst. „Ég baka til dæmis köku,“ segir hún og skellir upp úr.

Tíminn er verðmætur

Margrét Gauja segir að nú séu allir í fjölskyld­unni að finna sig í nýju bæjarfélagi, „eins og gengur og gerist, unglingurinn sést ekki fyrir ann ríki í skóla og félagslífi og þessi 8 ára er farin að stjórna sveitarfélaginu leynt og ljóst,“ segir Margrét og hlær. Hún segir þann yngsta hlaupa um allt hverfið á stígvélum og heimsækja vini sína af leikskólanum. „Og þannig græðir maður óvænt tíma,“ segir Margrét. „Og hvað gerir maður þá við allan þennan tíma?“ spyr Margrét sem hefur hingað til þurft að skammta tíma sinn eins og um áþreyfanleg verðmæti væri að ræða. „Núna nýti ég tímann í allt sem mig langar að gera og ekki síst í að sinna börnunum eins og ég vildi alltaf,“ útskýrir hún. Margrét segist hafa nýtt þennan tíma einnig til þess að forgangsraða í eigin lífi og ekki síst til þess að jafna sig á því sem hún kallar langvarandi streitu.

Stjórn á öllu

„Maður er eiginlega bara búinn að nota tím­ann til þess að núllstilla sig á ný og átta sig á því sem máli skiptir. Nú hleypur tíminn ekki frá manni eins og gerðist áður, og ég finn hvernig ég hef stjórn á öllu,“ segir Margrét Gauja. „Við Bjarnabæjarfjölskyldan mælum eindregið með þessu, að upplifa allt það frábæra sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, ekki bara náttúra og nándina heldur líka karlakórsböllin og kökubasarinn.“Eitthvað að lokum?

„Bara, eigið dásamleg jól, við sendum kærar kveðjur til Hafnarfjarðar og vonum svo innilega að enginn gleymi því, að jólin eru einmitt sá tími sem við eigum að gefa okkur og okkar nánustu, tíminn er besta jólagjöfin,“ segir Margrét Gauja.

Aðspurð hvort og hvenær sé von á henni til Hafnarfjarðar á ný, svarar Margrét því til að hún muni snúa aftur. Nú ætli hún að einbeita sér að því að aðlagast samfélaginu á Höfn í Hornafirði. „Þetta er svolítið einn dagur í einu, stemmning akkúrat núna,“ segir Margrét að lokum.

Tíminn er besta gjöfinMargrét Gauja Magnúsdóttir flutti til Hafnar í Hornafirði í lok sumars og elti þannig eiginmann sinn, Davíð Arnar Stefánsson, sem fékk starf í bænum síðasta vor. Margrét Gauja segir að hún hafi grætt tvennt á því að flytja úr bænum. Annars vegar ótrúlega náttúrufegurð sem hún segir innfædda hætta að sjá; og svo tímann.

Margrét Gauja Magnúsdóttir Fann tíma til þess að sinna fjölskyldunni á ný.

Page 11: Jólablað 2014

Fjarðargötu 17 - HafnarfirðiSími 520 2600 - Fax 520 2601

Netfang: [email protected] - Heimasíða: www.as.is

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17

Gleðileg jól

Trefjar ehf

Hvalur hf

Rafrún ehf

HAGTAK

Page 12: Jólablað 2014

12

MyndagátaÚrslit myndagátunnar verður tilkynnt 15. janúar næstkomandi á fréttasíðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, baerinnokkar.is. Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið.

Page 13: Jólablað 2014

13

Klukknahljóð, klukknahljóð, enn um óttu bil..." hljómar í viðtækinu. Það er komin aðventa og sum okkar farin að

hlakka til jóla. Aðrir gretta sig í hugan um þegar þeir heyra jólalögin og kvíða um­stang inu sem fylgir stórri hátíð. Klukkna­hljóð heyrast enn í útvarpinu og svo slær kirkju klukkan við lækinn. Hver er annars til gang ur kirkjuklukkunnar? Hann er að hvetja fólk til að koma í kirkju og hlusta á góða boð skapinn um Guð sem kom til okkar í litlu barni. Heyrst hafa raddir þess nýlega í íslensku samfélagi að kirkjuklukkurnar verði að hætta að hringja, þær skapi svo mikinn hávaða. Þessi mismunandi viðhorf gagn vart jól um og kirkju hef ég dregið fram til að fá okkur til að hugsa um hvar við erum stödd gagnvart jólunum. Kvíðum við öllu sem á eftir að gera? Eða erum við ekki kristin og viljum ekki að neinn fái þess vegna að heyra boðskapinn? Eða hlakkar þú til jóla? Ef við ímyndum okkur hring og í honum miðjum jólin, þá stendur fólk á mismunandi ás í kringum hringinn, það hefur mismunandi sjónar horn. Boðskapur jólanna kallar á okkur öll og biður okkur að þiggja undrið, blessunina sem fæðing frelsarans er. En við skiljum það svo misjafnlega og svo geta klukkna köllin ruglað það sem við heyrum. Hér er dæmisaga með nýtt sjónarhorn.

Maður nokkur hafði lengi velt fyrir sér

málefnum trúarinnar án árangurs. Hann hafði ekki náð að botna í Jesú og einréð það við sig að láta allt er hann varðaði af skipta­laust. Kona hans og börn voru þess vegna orðin vön því að fara ein til kirkju. Líka þetta aðfangadagskvöld. Hann sat heima og las í bók. Það hafði snjóað og frost var úti. Hann mundi allt í einu eftir litlu fuglunum og stóð

upp til þess að gefa þeim á snjóinn. Meðan hann horfði á litlu greyin í kuldanum fór hann að vor kenna þeim og hugsaði með sér hvað hann gæti látið þeim líða vel inn í bíl­skúrnum. Hann opnaði hann og kveikti ljós og fór að reyna að koma fuglunum inn með ýmsum ráðum, allt án árangurs því fuglar himinsins vilja ekki lokast í húsum inni. Og hann komst eftir mikla umhugsun að því að aðeins með einu móti væri það mögulegt að fá fuglana til að fara inn í hlýjan skúrinn: Hann sjálfur yrði að geta gerst fugl og leiða þá inn. Sem honum dettur það í hug hringja kirkju klukkurnar og þá er sem uppljómun verði í allri hans hugsun, helst eins og þegar kveikt er á stóra jólatrénu í bænum. Auðvitað, sagði hann með sjálfum sér, þess

vegna varð Guð að gerast maður. Eins og hann sjálfur varð að gerst fugl til að leiða fugla varð Guð að gerast maður til að leiða mennina og frelsa þá.

Það er elska Guðs til manns sem knýr áfram jólaguðspjallið. Elska Guðs sem vill reisa fólk við og veita jöfnuð inn í samfélög, réttlæti og frið. Það er hlutverk jólabarnsins í mann heim að snerta þannig við hverri manns sál að innri sárin fari að gróa og fyrir gefning komi í stað haturs. Að maður teygi sig til manns og kona til konu með sáttar gjörð í huga. Það er límið sem heldur fjölskyld um saman og það er límið sem heldur þjóðfélögum saman.

Okkar litla þjóðfélag hefur glímt við harka lega erfiðleika síðustu árin. Það hefur tekið á og hrikt í mörgum stoðum sam félags­ins. Vantraust hefur aukist og miskunnsemi rýrnað. Það er eins og límið í samfélaginu hafi gefið sig á stöku stað. Við megum ekki leyfa sundrungu og ójöfnuði að tæra upp íslenska þjóðarsál. Við erum gott fólk en

höfum sum aðeins misst sjónar af birtunni af Jesú barninu sem vill hjálpa okkur að stíga til samþykkis og sátta hvert við annað svo að við getum lifað í friði. Það er góður vett­vangur að nýta jólin til að við lítum inn á við með birtunni að ofan og sættumst við okkur sjálf, þiggjum fyrirgefningu og fyrirgefum öðrum. Þannig fer boðskapur jólanna að verka frá okkur til annarra. Með sáttfúsu viðmóti veitum við gleði og frið til okkar nánustu. Það hefur keðjuverkandi áhrif. Við komum betur stemmd í vinnuna eða það sem við síslum við dags daglega. Við sjáum skýrar hvað skiptir máli og eigum auð veldar með að kalla eftir jöfnuði sem færir almennari velferð inn í landið okkar.

Guð gefi landsmönnum öllum Gleðileg jól.

séra Bára FriðriksdóttirTextabrot: Klukknahljóð, Loftur

Guðmundsson

Klukknahljóð enn um óttubil

Séra Bára Friðriksdóttir

Dæmisaga Hann sjálfur yrði að geta gerst fugl og leiða þá inn.

“Það er góður vettvangur að nýta jólin til að við lítum inn á við

Séra Bára Friðriksdóttir skrifar:

Jólahugvekja

Page 14: Jólablað 2014

14

Jólastemning í HafnarfirðiSíkátir bæjarfulltrúar Gunnar Axel

og Adda María á góðri stundu.

Jólaþorpið Það var fjölmennt í miðbænum þegar ljósmyndari okkar

kom við.

Málaði kökur þessi unga snót fékk sér kakó og málaði piparkökur.

Jólaleg Katrín Júlíusdóttir og Ómar Ásbjörn voru jólaleg. Stekkjastaur í stuði Þessi heilsaði upp á börnin.

Það er óhætt að fullyrða að Hafnarfjörður hafi breyst í jólabæ. Samfylkingin hélt jólakaffi á dögunum auk þess sem við kíktum í bæinn.

Page 15: Jólablað 2014

15

Eldheitir skátar þessi skátar grilluðu sykurpúða fyrir gangandi vegfarendur.

Ljótupeysukeppni það var kátt á hjalla þegar bæjarmálaráðuneytið kepptu í að vera í ljótustu peysunni.

Síungir Samfylkingarmenn Þessi komu við og fengu sér kaffibolla og

spjölluðu um daginn og veginn. Heillar formanninn Stekkjarstaur heillaði formanninn upp úr skón­um.

Jólakisur og glögg Óskar Steinn var í glæsilegri peysu á meðan Eva bragðar á eggjapúnsinu.

Page 16: Jólablað 2014