kafli 1&2 líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök...

11
Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök Hreyfingafræði fjallar um það hvernig og hvers vegna mannslíkaminn hreyfist. Líffæra-, lífeðlis- og lífaflfræði. Lífaflfræði er fræði sem fjallar um krafta og áhrif þeirra á líkamann Hreyfingafræði og iðjuþjálfun: Námsskeið á komandi önnum: Vinnuvistfræði, tæknileg úrræði... Koma auga á, skilgreina, meðhöndla og fyrirbyggja iðjuvanda sem tengjast hreyfiskerðingum. Þróa æfingar og störf til að viðhalda og bæta færni. Hanna og smíða hjálpar- og stoðtæki til að viðhalda og bæta færni. Meta framför í vöðvastyrk og liðleika í tengslum við íhlutun iðjuþjálfa... Starfræn hreyfing => function => færni Markviss hreyfing => hvert er heildarmarkmiðið með hreyfingunni Aflfræði sálfræði Lífeðlis- fræði anatómia Umhverfi Félags- legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar getur hringurinn þrengst aftur. 1) Lifa af og uppfylla ákveðnar grunnþarfir, varnarviðbrögð: fyrstu ár barnsins á heimilinu. 2) Hvernig á að hreyfa sig innan heimilisins fram að skóla: borða, klæða sig ofl 3) Umhverfið: fara yfir götu ofl. 1 3 2

Upload: truongkhue

Post on 10-Feb-2018

242 views

Category:

Documents


6 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði:

hagnýt hugtök

Hreyfingafræði fjallar um það hvernig og hvers vegna mannslíkaminn hreyfist.

Líffæra-, lífeðlis- og lífaflfræði. Lífaflfræði er fræði sem fjallar um

krafta og áhrif þeirra á líkamann Hreyfingafræði og iðjuþjálfun:

Námsskeið á komandi önnum: � Vinnuvistfræði, tæknileg úrræði...

Koma auga á, skilgreina, meðhöndla og fyrirbyggja iðjuvanda sem tengjast hreyfiskerðingum.

Þróa æfingar og störf til að viðhalda og bæta færni.

Hanna og smíða hjálpar- og stoðtæki til að viðhalda og bæta færni.

Meta framför í vöðvastyrk og liðleika í tengslum við íhlutun iðjuþjálfa...

Starfræn hreyfing => function => færni Markviss hreyfing => hvert er

heildarmarkmiðið með hreyfingunni

Aflfræði

sálfræði Lífeðlis-

fræði

anatómia

Umhverfi

Félags-

legir

þættir

Hringurinn stækkar með hverju ári, en

vegna áfalla eða röskunnar getur hringurinn

þrengst aftur.

1) Lifa af og uppfylla ákveðnar

grunnþarfir, varnarviðbrögð: fyrstu

ár barnsins á heimilinu.

2) Hvernig á að hreyfa sig innan

heimilisins fram að skóla: borða,

klæða sig ofl

3) Umhverfið: fara yfir götu ofl.

1

3

2

Page 2: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Líffærafræði: hagnýt hugtök

Miðtaugakerfið (CNS) Miðtaugakerfið er röð allmargra afmarkaðra líkamshluta sem gerðir eru úr taugafrumum (taugungum) ásamt bandvefsfrumum. Efst eru þessir líkamshlutar fólgnir í höfuðkúpunni en neðar í hryggsúlu. Mænan er neðst og er hún umlukin hryggsúlu. Þar næst er mænukólfur, síðan heilabrú, þá miðheili og milliheili Þessir hlutar miðtaugakerfisins eru inni í höfuðkúpunni. Aftast og neðst í höfuðkúpunni er litli heili en stóri heili er efst og fremst í höfuðkúpunni. Stóri heili er gerður úr tveimur helftum eða hvelum og eru þau kölluð hægra og vinstra heilahvel. Þau eru sitt hvoru megin við heilabjálkann sem tengir þau saman. Stóri heili er langviðamestur allra hluta miðtaugakerfisins hjá mönnum og öðrum spendýrum. Hugtakið heilastofn er látið ná til mænukólfs, heilabrúar og miðheila. Heilahimnur (þrjár talsins) lykja utan um miðtaugakerfið. Heilamænuvökvi er á milli tveggja þeirra innstu. Hann safnast enn fremur fyrir í fjögur bandvefsklædd heilahólf sem verða til milli þessara himna Ysti hluti stóra heila nefnist heilabörkur og hjá mönnum er hann um helmingur af þyngd miðtaugakerfisins. Heilabörkurinn er mjög frumuríkur og þar eru æðstu stöðvar allrar taugastarfsemi. Sums staðar eru hópar frumna eða hnoð – tracts - (nokkur slík hnoð nefnast einu heiti djúphnoð) inni í heilahvelunum alllangt frá berkinum. Elsti hluti heilabarkarins, svokallaður hringbörkur, er hjá mönnum að mestu falinn undir yngri og fyrirferðarmeiri hlutum heilabarkarins.

Úttaugakerfið (PNS) Sá hluti taugakerfisins sem liggur utan hryggsúlu og höfuðkúpu nefnist úttaugakerfi. Úttaugakerfið flytur boð að utan eftir taugabrautum inn í miðtaugakerfið (innlægar eða innfarandi taugar) eða boð eftir brautum frá miðtaugakerfinu og út um líkamann (útlægar eða útfarandi taugar). Úttaugakerfið er miklu minna og einfaldara í sniðum en miðtaugakerfið og lýtur stjórn þess í flestu. Grundvallaratriði í starfsemi miðtaugakerfis og úttaugakerfis eru þó hin sömu. Hlutverk taugafrumna er í grófum dráttum að taka við boðum og miðla boðum. Dæmigerð taugafruma er gerð úr bol með smásepum eða kögri. Frá bolnum liggur lengri sepi sem kallast skaft og greinist í skaftgreinar með hnöppum á endum, kallaðir skaftendar eða endahnappar. Frá skafti taugafrumna liggur oft afturlæg skaftgrein að bol þeirrar frumu sem skaftið kom frá eða að bol nálægra taugafrumna. Taugafruma er öðru nafni nefnd taugungur. Í mynd 2 má í grófum dráttum sjá gerð dæmigerðrar taugafrumu.

Page 3: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Hreyfistjórn

Hreyfikerfið er skipt í efra og neðra kerfi. Stjórnstöð: corpus striatum. Efra motorkerfið:

fruma í cortex, axon niður heilastofn eða misjafnlega langt niður mænu. pyramidal kerfið: corticobulbar/corticonuclear (niður í heilastofn) og

corticospinal/pyramidal brautir (niður í mænu). í area motorica primaria eru pyramidalfrumur (Betz) sem hafa pyramidalform,

bara hluti af þessum axonum fara niður um pyramid. Neðra motorkerfið:

mæna- eða heilataug, tegist vöðvum beint. öll áhrif sem verka á þetta kerfi � hreyfing af einhverju tagi.

Skemmd á neðri og efri motorneurona hafa mismunandi sjúkdómseinkenni: neðri motorneurona (á kjarna í MTK eða axon): slöpp paralysis/paralysis totalis (t.d. poliomyelitis – mænuveiki / lömunarveiki – drepur motorfruma selektíft), motor neuron disease (MND – motorsúlan verður fyrir rýrnun, lömun upp í mænu og upp heilastofn, rýrnun (athropia) á vöðvum, arefleia totalis (skemmdir vegna æðasjúkdóma), atonia (engin spenna í vöðvum. Efri motorneurona: spastisk paralysis, athrophia, hyperton eða hypoton, hyperreflexia � reflexbogi distalt við skemmdina virkar ennþá, mænurefleksin eru ekki undir dempandi áhrifum efri kerfa.

Bein Beinagrindin er samsett af meira en 200 beinum og við fæðingu eru beinin brjóskkennd, en með tímanum verða þau kalkmeiri og harðari. Þau vaxa á meðan líkaminn stækkar og síðan þykkna þau og þéttast fram til 25 ára aldurs. Beinin halda áfram að endurnýja sig allt lífið, en hægar eftir því sem við eldumst. Leggja þarf áherslu á að beinin eru lifandi vefur, þó þau séu hörð Beinin mynda stoðkerfi líkamans ásamt vöðvum, sinum og liðböndum. Beinin gera líkamann stífann, halda honum uppi en liðböndin tengja bein við bein og vöðva og sinar festast á beinin – þess vegna getum við hreyft okkur. Beinin eru helsta kalkforðabúr líkamans en líkaminn getur ekki nýtt kalkð nema fá líka D-vítamín. Ef við fáum ekki nægilegt kalk úr fæðunni, þá notar líkaminn kalkið úr beinunum og þau verða smám saman veikbyggðari. Beinin vernda mikilvæg líffæri. Mænan liggur inni í hryggsúlunni, hjarta og lungu eru varin í brjóstholinu með rifbeinum og bringubeini og heilann inni í höfuðkúpunni.

Liðmót Þar sem saman koma tvö eða fleiri bein í beinagrindinni myndast liður.

Starfsemi margra liðamóta minnkar eða stöðvast með aldrinum. Liðamót eru m.a. flokkuð eftir vefrænni umgjörð liðar, tengslum beinenda og hreyfanleika þeirra, sem getur verið mikil, lítil eða engin. Helstu gerðir liðamóta eru:

Junctura fibrosa - bandvefsliðamót- beinendum er að mestu haldið saman af bandvef. Ekkert liðhol. Þau hafa lítinn sem engan hreyfanleika og mynda ekki liðvökva. Slík liðamót finnast m.a. á höfðinu (sutura) og í mjaðmargrindinni.

Junctura cartilaginea - brjóskliðamót- beinendum er að mestu haldið saman af brjóski. Ekkert liðhol. Þau hafa takmarkaðan hreyfanleika og mynda ekki liðvökva. Klyftarsambryskja milli klyftarbeinanna og hryggjarliðir eru dæmi um brjóskliðamót.

Junctura synovialis - hálaliðir/eiginleg liðamót/liðvökvamyndandi liðamót. Hálaliðir hafa fremur flókna innri gerð, hafa liðhol og mynda liðvökva (synovia). Vefræn hugtök sem tengast uppbyggingu liðamóta hafa viðskeytið - articularis, það sem tengist liðum.

Page 4: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

vöðvar

• Contractions ↔ contractures => contractions eru samdrættir í vöðva, en contractures er kreppa í liðamótum

• lesa box 2.1 bls 11 Tölum um dynamískan samdráttur sem er konsentrískur þegar vöðvinn vinnur í styttingu, þegar við beygjum olnbogann vinnur vöðvinn konsentrísk en exentrískt er þegar vöðvi stöðvar hreyfingu þá vinnur hann í lengingu t.d. þegar við höldum á móti hreyfingunni, höfum lóð í hendinni og reynum að rétta. Svo höfum við ísometríska spennu og þá erum við að vinna með kyrrstöðu, þegar við höldum á lóði og höldum því í sömu stöðu er biceps að vinna ísómetrískt. Yfirleitt er aldrei einn vöðvi sem gerir hreyfinguna

Vöðvastyrkur

• Vöðvar eru eins og líffræðileg vél sem myndar hitu vegna þess að hún geti ekki brett alla orkuna sína í aflfræðilega orku. Um 80% af orkunni breytist í hitu. Vöðvar tengjast beinum með sinum úr bandvefi. Tengi vöðvans sem er stöðugri og nær miðju (proximal) er kallað origo en tengið sem er fjær (distal) er insertio. Beinagrindavöðvar eru skipaðir í antagonistic pairs. Vöðvar geta bara togað, ekki ýtt.

• Manual muscle testing (MMT) Athugað með vöðvastyrk með því að nota utanaðkomandi hreyfingar, t.d. aðstoða við að flexora biceps vöðvann; er stirðleiki í vöðvunum eða í liðunum ofl.

Vöðvaspenna

• Athugun => inspectio. Skoða skal frá báðum hliðum með samanburði milli beggja líkamshelminga.

• Þreifing => palpatio. Gera skal skipulega leit m.t.t. þess sem leitað er að.

• Hypertonia => er þegar aukið viðnám er, þannig að vöðvinn er stífur, jafnvel þó að viðkomandi reyni að slaka á.

• Hypotonia => óeðlilega slakur vöðvi, kraftar minnka og vöðvinn getur rýrnað. Cocontraction => lítið notað í daglega lífinu, en er notað í hálku. Antagonisti og

synergisti halda liðunum í frystri stöðu. Ballistic movements => rykkjóttar hreyfingar, líkaminn getur farið að skaða sjálfan sig.

Page 5: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Tegundir vöðvasamdráttar Isometric

• Vöðvinn spennist en það verður engin hreyfing um lið vegna þess að vöðvakraftur og mótstaðan eru jafnstór. => Krafturinn á biceps er jafnstór og þunginn á handleggnum fyrir framan olnbogann og hluturinn sem haldið er á (kaffibolli,t.d.)

Concentric • vöðvinn spennist og styttist þegar

vöðvakrafturinn er meiri en mótstaðan. Vöðvarnir yfirvinna þyngdarkraftinn og við getum fært kaffibollan að vild.

Eccentric • Vöðvinn spennist og lengist þegar

mótstaðan er meiri en vöðvakrafturinn. Mótstaðan er meiri en vöðvavinnan svo vöðvinn lengist, er í fullri vinnu samt. Kaffibollinn lagður niður.

Ef allt er í lagi, þá á meðan biceps er concenterískur þá á triceps að vera eccenterískur.

Hlutverk vöðva

Agonisti: • Sá vöðvi sem er í aðalhlutverki við að hreyfa eða halda líkamsstöðu.

Antagonisti • “Bremsar” hreyfingu • Gagnkvæm hömlun (reciprocal inhibition) • (gagnvirkur vöðvi) er vöðvi sem veldur gagnstæðri hreyfingu

Synergisti • Meðvöðvi eða hjálparvöðvi • (samstarfendur) eru vöðvar sem valda

sömu hreyfingunni Stabilator eða fixator

• auka stöðugleika á uppökum hjá agonista. • Þeir vinna ísómetrískt einhversstaðar nálægt,

þeir halda. • Á meðan biceps er í vinnu, þá stabilera vöðvar

í herðum => halda vöðvum stöðugum. Hreyfingar stoðkerfisins:

Hreyfimörk – hvað vöðvi getur hreyfst mikið Liðferlar - gráðubogi Liðmælingar (goniometri) => liðahreyfingar eru mældar með goniometer, getur

mælt 360° hreyfingu, ef hún er til staðar í líkamanum. Active hreyfing – passive hreyfing. Active hreyfing er eitthvað sem maður gerir

sjálfur, en passive hreyfing er eitthvað sem einhver annar gerir fyrir þig. Virk vs. óvirk

Page 6: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Grunnhugtök í hreyfingafræði Hnitakerfi í þrívídd er viðmiðunarrammi

• Afmörkuð og starfræn hreyfing. Anatómísk líkamsstaða

• Standandi • Andlit, tær og lófar snúa fram • Fingur í extension

Hreyfiplön (cardinal planes), ásar og hreyfingar

Frontal plan (coronal, xy) • Skilgr.: fram-aftur • Hreyfingar: abd-add • Hreyfiás (hornrétt á planið): ant-post (z-ás)

Sagittal plan (midsagittal, yz) • Skilgr.: hægri-vinstri • Hreyfingar: flexion-extension • Hreyfiás: lateral ás (x-ás)

Horizontal plan (transverse, xz) • Skilgr.: efri-neðri • Hreyfingar:rotation • Hreyfiás: vertical/longitudinal ás (y-ás)

Hreyfiplön (cardinal planes)

1. Stigs hreyfiplön • Hreyfiplönin þrjú mætast í þungamiðju (center of

gravity) líkamans. • Líkaminn í heild sinni er skoðaður

2. Stigs hreyfiplön • Hreyfiplönin þrjú mætast annarsstaðar en í

þungamiðju (center of gravity) líkamans. • Hérna er eitthvað ákveðið “segment”, eða

ákveðinn líkamspartur tekinn út í afmarkað plan og skoðaður, getur t.d. verið olnbogi.

Dæmi um sérstök viðmið • Hnitakerfið sett við hendi, sagittal plan

samsíða 3. Metacarpal =>þar er viðmiðið langatöng, abduction og adduction.

• Hnitakerfið sett við fót, sagittal plan samsíða 2. metatarsal => þar er viðmiðið tá nr. 2

Markvissar, raunverulegar hreyfingar • Hallandi (oblique) hreyfiplön og ásar. • Circumduction.

Page 7: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Upprifjun á stefnu- og staðsetningar hugtökum

Superior – inferior, cranial – caudal, apical - basal Anterior – posterior Medial – lateral Intermediate Ipsilateral – contralateral Proximal – distal Superficial – deep/profundus Parietal – visceral Ventral – dorsal Central – pheripheral Radial – ulnar Fibular – tibial Palmar – plantar Medius – transversus – longitudinalis – axialis Prone = anterior/volar hlið niður; Supine = anterior/volar hlið upp.

Page 8: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Eðlis- og verkfræði: hagnýt hugtök Tölustærðir (scalar quantities)

Rými (m) => vegalengd (metrakerfið), á við um flatarmál og rúmmetra líka. Tími (sek) Massi (g) => þyngd

Vektorstærðir (vector quantities)

Vektor = vigur • Stærð, stefna og upphafspunktur • Tölur eða myndrænt • Hnitakerfi:

• + upp og hægri • - niður og vinstri

• F = m a • Eining: kg m/s2 = Newton = N

Skilgreiningar

• Hreyfing: – Hraði (v): v = s/t. Eining: m/sek – Hröðun (a): a = (v-u)/t. Eining: m/s2

• Þyngd, þyngdarkraftur (weight): – W = mg. Eining: kg m/s2 = Newton = N

• Kraftur (F): kemur af stað hreyfingu, og stöðvar hana líka. Breytir um stefnu. – Vöðvakraftur – Normalkraftur (FN): samþjöppun ↔ tog – Samsíða kraftur (shear, tangential)

• Þrýstingur (pressure), spenna (stress), strain = FN /A Þegar tveir hlutir snertast, þá verka þeir á hvorn annan með ákveðnum krafti. Þrýstingur (P) er mælikvarði á það hvernig þessi kraftur dreifist á snertiflötinn milli þessara tveggja hluta.

– Eining: N/m2 = Pascals (Pa) • Núningskraftur (friction) = µFN

Núningskraftur er kraftur sem myndast þegar reynt er að renna hlut, eða þegar hann rennur eftir yfirborðinu á öðrum hlut.

– µ = Núningsstuðull (coefficient of friction) – Eining: N

• Vinna (W) = Fd Vinna á sér stað þegar kraftur er notaður til að færa ákveðinn massa úr stað.

– Eining: Nm = Joule (J) – Jákvæð ↔ neikvæð

Jákvæð vinna er vinna gegn þyngdarafli Neikvæð vinna er vinna með þyngdarafli.

– Endurtekin vinna = Fdr • Afl (Power, P)= Fd/t

Afl segir til um á hve miklum hraða vinna er framkvæmd – Eining: Nm/sek = Watt (W)

• Orka (energy) => sá hlutur sem getur frkv vinnu gefur af sér orku (efna-varma-vélaorka) – Eining: Joule (J)

F= kraftur = massi (kg) * a (hröðun)

A= hröðun getur verið pósitíf (+, aukin) eða

neikvæð (-, dregur úr hröðun)

Afl + upphafsstefna og hvert hlutnum er stefnt.

F= m * a

Maður er 80 k

Hröðun er 9,82 m/s2 (staðlað) ≈ 10 (gravity =g)

F= 80 kg

80 * 10 = 800 N – í kyrrstöðu.

Ef farið er af stað,

23

FORCE RESOLUTION

Fv

Fh

Page 9: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Markmið og prófspurningar úr 1 & 2 kafla: Skilgreinið hreyfingarfræði og nefnið dæmi um mikilvægi hennar fyrir iðjuþjálfa: Hreyfingarfræði fjallar um hvernig og hvers vegna mannslíkaminn hreyfist, og henni til grundvallar liggur fjöldi vísindargreina t.d félagsfræði, lífaflfræði, lífeðlisfræði, líffærafræði, sálfræði, umhverfið og vöxtur og þroski. Hreyfingarfræði og iðjuþjálfun

• Koma auga á, skilgreina, meðhöndla og fyrirbyggja iðjuvanda sem tengist hreyfiskerðingum.

• Þróa æfingar og störf til að viðhalda og bæta færni • Hanna og smíða hjálpar og stoðtæki til að viðhalda og bæta færni • Meta framför í vöðvastyrk og liðleika í tengslum við íhlutun iðjuþjálfa.

Borið saman starfræna hreyfingu og hreyfingar í einstaka liðum og útskýrt stöðu þeirra innan ICF líkans alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) Heilbrigði => Líkamsbygging og færni verður að haldast í hendur við athafnir og þátttöku. Það sem hefur svo einnig áhrif á ofantalda hluti er svo umhverfið og persónuþættir. Hreyfingar í einstaka liðum, t.d það að beygja olnbogann, er í raun hluti af starfrænni hreyfingu. Starfræn hreyfing getur verið að borða, keyra, ryksuga o.þ.h. – unnið að einhverju takmarki, einhver tilgangur með hreyfingunni. Þessi starfræna hreyfing tengist ICF líkaninu þannig að 1) líkamsbygging og –færni: geta beygt olnbogann, hreyfing í einstaka liðum. Þetta þarf að vera í lagi svo við getum tekið þátt í daglegum athöfnum og tekið þátt. Skilgreinið eftirfarandi hugtök:

a) agonisti b) antagonisti c) stabiltor d) synergisti

a) Sá vöðvi sem er í aðalhlutverki við að hreyfa sig eða halda líkamsstöðu. b) Veldur gagnstæðri hreyfingu við agonista c) Heldur við og er meðvöðvi d) Aðstoðar við hreyfingu og eykur stöðugleika.

Page 10: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Skilgreint helstu líffæra-, eðlis- og lífaflfræðilegu hugtök sem tengjast hreyfingafræði og nefnt hagnýt dæmi um notkun þessara hugtaka í iðjuþjálfun. Afl (power) => segir til um á hve miklum hraða vinna er framkvæmd

– Eining: Nm/sek = Watt (W) Vinna (work) => á sér stað þegar kraftur er notaður til að færa ákveðinn massa úr stað

– Eining: Nm = Joule (J) Jákvæð vinna er vinna gegn þyngdarafli Neikvæð vinna er vinna með þyngdarafli.

Orka (energy) => sá hlutur sem getur frkv vinnu gefur af sér orku (efna-varma-vélaorka) – Eining: Joule (J)

Þyngdarkraftur (gravity) => beinist niður og er þyngdarhröðunin u.þ.b 9,8 m/s2 – Eining: kg m/s2 = Newton = N

Þungamiðja (center of gravity) => öllum massa líkamans er dreift jafnt umhverfis þessa miðju. Hún er staðsett u.þ.b. 55% af líkamshæð, eða anteriort við S2. hún er þar sem líkamsplönin 3 mætast.

Þrýstingur (pressure) – spenna (strain) => þegar tveir hlutir snertast þá verka þeir hvorn á annan með ákveðnum krafti. Þrýstingurinn (P) er mælikvarði á það hvernig þessi kraftar dreifast á snertiflötinn milli þessara tveggja hluta.

– Eining: N/m2 = Pascals (Pa) Núningskraftur (friction) => Núningskraftur er kraftur sem myndast þegar reynt er að

renna hlut, eða þegar hann rennur eftir yfirborðinu á öðrum hlut. Núningsstuðull er µ. – Eining: N

Skilgreindu og útskýrðu eftirfarandi hugtk:

e) Anatómísk líkamsstaða f) Hreyfiplan (cardinal plane) g) Hreyfiás h) Frígráður (degrees of freedom) i) Hreyfikeðja (kinematic chains)

a) Líkaminn er uppréttur, höfuð snýr fram, iljar í golf, tær snúa fram, handleggir niður

með síðu og lófar snúa fram. b) 3 aðalskurðfletir sem eru hornréttir hver á annan. Frontal plan skiptir líkamanum í

fram og afturhluta. Skurðflöturinn er því þvert í gegnum líkamann séð frá hlið. Saggital plan skiptir líkamanum í hægri og vinstri hluta; skurðflöturinn er þvert í gegnum líkamann séð framan eða aftan frá. Horizonal plan skiptir líkamanum í efri og neðri hluta og er skurðflöturinn þvert í gegnum miðjan líkamann.

c) Hreyfiás er hornrétt á plan og líkaminn, eða líkamspartur, hreyfist um þennan ás. Ásinn er eins og nagli í spítukalli. Frontal plan � anterior – posterior ás, z-ás. Saggital plan���� lateral ás, x-ás. Horizonal plan ���� vertical/longitudinal ás, y-ás.

d) Liðir eru flokkaðir eftir því í hve mörgum plönum líkamshlutar, sem tengjast liðnum geta hreyfst. Dæmi um liði með 1, 2 og 3 frígráður: 1 frígráða � pip og dip liðir í fingrum. 2 frígráður � mcp liðir – kjúgurliðir. 3 frígráður � axlar- og mjaðmaliðir.

e) Hreyfikeðja � með því að leggja saman nokkra aðlæga líkamshluta sem tengjast með liðum, fáum við út hreyfikeðju. Þeir líkamshlutar sem eru distalt í keðjunni hafa yfir fleiri frígráðum að ráða en proximal hlutar. Opin keðja: distal endi hreyfanlegur, laus. Lokuð keðja: distal endi er fastur við golf eða einhvern hlut (heldur á einhverju).

Page 11: Kafli 1&2 Líffæra- og læknisfræði: hagnýt hugtök · PDF fileanatómia Umhverfi Félags-legir þættir Hringurinn stækkar með hverju ári, en vegna áfalla eða röskunnar

Lýsa grunnhreyfingum í öllum helstu liðum líkamans, byggt á stöðluðum plönum og ásum.

Frontal plan

z-ás, coronal ás flexion og extension hreyfingar eru til hliðar – horfum á manneskjuna að framan eða að aftan. Handahlaup eru skoðuð í frontal plani

Saggital plan x-ás, anterior-posterior ás abduction og adduction Fram og tilbaka hreyfingar – við horfum á manneskjuna á hlið Hjólreiðar eru skoðaðir frá saggital plani

Horizontal plan y-ás, longitudinal ás Lateral og medial rotation Hreyfingar sem sjást ofan frá eða neðan frá Dans er skoðaður frá horizonal plani