listin að lifa vor 2014

48
L ISTIN LIFA SUMAR 2014 LEB.IS Landssamband eldri borgara 25 ára Afmælisútgáfa Öldungaráð í öll sveitarfélög - 21 Fjölgun eldri borgara er tækifæri, ekki ógn - 39 Verkefnin sem LEB sinnir fyrir eldri borgara - 44

Upload: soekkolfur-ehf

Post on 10-Mar-2016

318 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

Tímarit Landssambands eldri borgara. Afæmlisútgáfa, blaðinu var dreift um allt land, til allra 60 ára og eldri

TRANSCRIPT

LISTINLIFAAÐ

S U M A R 2 0 1 4

L E B . I S

L a n d s s a m b a n d e l d r i b o r g a r a2 5 á r a

A f m æ l i s ú t g á f a

Öldungaráð í öll sveitarfélög - 21

Fjölgun eldri borgara er tækifæri, ekki ógn - 39

Verkefnin sem LEB sinnir fyrir eldri borgara - 44

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar

tegundir lyfja. Mikið og

fjölbreytt úrval af heilsulyfjum,

bað- og ilmvörum, gjafavörum

auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er

sjálfstætt starfandi apótek sem

leggur áherslu á persónulega

þjónustu og hagstætt verð.

Apótekið þittí gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Afgreiðslutími:9-18:30 virka daga

10-16:00 laugardaga

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | [email protected]

3

Afmæliskveðja frá forseta Íslands .................................... 4

Landssamband eldri borgara 25 ára ................................ 6

Vel sóttur formannafundur LEB i Garðabæ ................... 8

Ekki gera ekki neitt er mottó FEBS ................................10

„Í betra formi 81 árs en um fimmtugt“ ......................... 12

Heildarþjónusta fyrir augu á öllum aldri ....................... 13

Fjármál við starfslok ........................................................14

Hamingja á efri árum ......................................................16

Aðildarfélög Landssambands eldri borgara ....................19

Mikil gróska í félögum eldri borgara um allt land ........ 20

Öldungaráð í öll sveitarfélög ..........................................21

Ályktun kjaranefndar LEB frá 18. mars 2014 ................ 22

Fræðsluhornið ............................................................... 24

Aukakílóin ..................................................................... 26

Nýr framkvæmdastjóri hjá LEB ..................................... 28

Áfengisveitingar á elliheimilum ..................................... 28

Samstarf LEB og Securitas ............................................. 29

Krossgáta ........................................................................ 30

Vísnaskrínið ....................................................................31

Samstarfsnefnd eldri borgara á Norðurlöndum ............ 32

Margt til lista lagt ........................................................... 33

Þjónustustefna TR ......................................................... 34

Um Öldrunarráð Íslands ............................................... 36

Aldrei of seint ................................................................ 36

Hátt í 60% verðmunur á matarþjónustu ....................... 38

Stefnumót við framtíðina .............................................. 39

Málþing um farsæl efri ár í Garðabæ ............................ 42

Nokkur atriði sem LEB leggur áherslu á: ...................... 43

Hvað gerir LEB fyrir eldri borgara?................................ 44

Viðurkenndur málssvari eldri borgara á landsvísu ........ 44

Ár aldraðra 2012 ............................................................ 46

Kæru félagarEins og þetta blað ber með sér eru nú 25 ár síðan samtök aldraðra sem nú heitir Landssamband eldri borgara var stofnað þann 19. júní 1989. Það eru merk tímamót í lífi allra. Fjórðungur úr öld. Í lífi okkar mannanna erum við að full-orðnast við 25 árin. Flestir búnir að ljúka sínu námi og lífsbaráttan tekin við. Í Landssambandinu höfum við líka verið að þreifa okkur áfram, læra og þroskast. Taka púlsinn á samfélaginu, finna okkur stað, ná samkomulagi við stofnanir um að viðurkenna tilvist okkar, stofna til samstarfs við þá aðila sem geti stuðlað að bættum hag okkar, afla fjár til starfseminnar og fleira. Við höfum náð verulegum árangri. Stjórnvöld hafa viðurkennt að við séum í forsvari fyrir eldri borgara á Íslandi, að við eigum að hafa umsagnarrétt og áhrif á þau mál sem okkur varða. En það kallar líka á meiri störf í ýmsum starfshópum og nefndum á opinberum vettvangi. Það er því mikils virði að við séum í einu landssambandi og stillum saman strengina. Í sumum nágrannalöndum okkar eru fleiri en eitt samband eldri borgara. Við þurfum því að efla okkar landssamband okkur eldri borgurum til hagsbóta. Það gerum við best með því að öll félög eldri borgara í landinu séu aðilar að Landssambandi eldri borgara. Sá árangur sem náðst hefur í kjarabaráttunni á síðustu misserum er samstöðunni að þakka. Eldri borgarar eru stækkandi hópur í samfélaginu og breiður í aldursbili. Hann getur náð yfir aldur frá 60-110 ára. Það eru 50 ár. Það gefur því auga leið að þetta er margbreytilegur hópur með mismunandi þarfir bæði félagslega og fjárhagslega. Heimurinn er margbreytilegur og á Íslandi hefur sá hópur sem nú er eldri borgarar lifað ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar. Mörg erum við fædd í torfbæ, höfum búið í sveit og flutt svo í kaup-staðinn. Við áttum ekki margra kosta völ á unglingsárum. Flestir fóru að vinna fyrir sér eftir fermingu eða a.m.k. 16 ára. Menntunarmöguleikar voru af skornum skammti, nema for-eldrar væru efnaðir. En við höfum fylgt þróuninni og í dag er það sama fólk að nýta nýjustu tækni, farsíma, snjallsíma, tölvur og tæki. Ferðast um heiminn þeir sem kannski komu fyrst til höfuðborgarinnar eftir tvítugt. Í dag erum við með sér-hannaðar íbúðir fyrir aldraða, en áður hírðust þeir í horninu hjá einhverjum. Í dag ökum við mörg hver eigin bíl meðan heilsan leyfir. Í dag höfum við almannatryggingar og lífeyris-sjóði til að sjá okkur farborða á efri árum. Við getum endalaust deilt um að ekki sé nóg að gert. Og þannig verður það alltaf. Hin nýja kynslóð eldri borgara mun gera enn meiri kröfur en áður hefur verið gert. Hún vill ráða sér sjálf og ekki vera upp á aðra komin. Hún vill velja sér hlutverk og eiga stað og virð-ingu í samfélaginu. Landssambandið hefur miklu hlutverki að gegna fyrir fjölbreyttan hóp eldri borgara. Með samstarfi næst árangur. Mín ósk okkur til handa á þessum tímamótum er að okkur takist að virkja þann kraft sem í eldri borgurum býr og ná þannig þeim árangri sem við stefnum að til þess að bæta okkar aðstöðu og afkomu á ókomnum árum.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB.

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, [email protected], Bryndís Steinþórsdóttir, [email protected],Þrúður Kristjánsdóttir, [email protected], Haukur Ingibergsson, [email protected],Jóna Valgerður Kristjánsdóttir [email protected]óri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, [email protected]íðumynd: JBG. Frá formannafundi LEB í Jóns-húsi í Garðabæ.Auglýsingar: Sökkólfur ehf., [email protected] & útlit: Sökkólfur ehf., [email protected]: Ísafoldarprentsmiðja.Útgefandi: Landssamband eldri borgara,Sigtúni 42, 105 Reykjavík, [email protected]

Meðal efnis

4

Afmæliskveðjafrá forseta Íslands

Þegar landssamtökum eldra fólks var ýtt úr vör var það til vitnis um þáttaskil í þróun íslensks samfélags. Með bættum efnahag og framförum í heilbrigðismálum náðu landsmenn sífellt hærri aldri og æ fleiri héldu fullum kröftum. Þarfirnar og viðhorfin voru að taka stakkaskiptum.

Landssamband eldri borgara hefur nú í aldarfjórðung verið vettvangur umræðu og baráttu fyrir betri þjónustu og marg-víslegum hagsmunum, en um leið eins konar samviskuvaki: minnt þjóðina á framlag fyrri kynslóða til þess Íslands sem við nú njótum og líka á skyldur hinna yngri við fólkið sem með lífsverki sínu lagði grundvöll að hagsæld og framförum okkar tíma.

Jafnframt hefur sambandið og félög þess áréttað kraftinn sem enn býr í hinum eldri; að nauðsynlegt sé að endurskoða hefðbundin viðhorf til getu og réttar, þjónustu og aðbúnaðar.

Málflutningurinn hefur ávallt verið efnisríkur og sannfærandi enda hefur Landssambandið notið forystu úrvalssveitar sem hert var í glímunni við önnur vandamál, kom úr flokkum og samtökum sem eiga fjölbreyttar rætur. Gamlir mótherjar gerðust vinir og baráttufélagar í samtökum hinna eldri.

Hún er skemmtileg minningin frá því þegar ég tók á móti fulltrúum Landssambands eldri borgara hér á Bessastöðum og í salinn gengu glaðir og brosandi margir félagar sem áður voru í forystu andstæðra flokka, skipuðu stjórnir í samtökum launafólks og atvinnulífs; andlitin sem þjóðin hafði áður þekkt úr kappræðu daganna en voru nú sameinuð á vettvangi hagsmuna hinna eldri.

Landssambandið og aðildarfélögin öll hafa því á margan hátt orðið okkur til gæfu – fært þjóðinni dýrmæta lærdóma: að kynslóðirnar eru í þakkarskuld hver við aðra og samstaðan gerir okkur sterkari.

Ég færi Landssambandinu árnaðaróskir á þessum tímamótum og jafnframt þakkir Íslendinga fyrir framgöngu og mál-flutning í þágu betra samfélags.

Ljósmynd: Hermann Sigurðsson.

ÍSLE

NSK

A/S

IA.IS

/FLU

679

15 0

2/14

FLUGFELAG.ISFERÐIR ELDRI BORGARA SUMARIÐ 2014

SKELLTU ÞÉR Í FRÓÐLEGA SKEMMTIFERÐ TIL FÆREYJA EÐA GRÆNLANDS

FRÆNDUR OG FORNAR SLÓÐIR

5.–8. JÚLÍ OG 12.–15. JÚLÍ

GRÆNLANDFORNAR BYGGÐIR NORRÆNNA MANNAOG GRÆNLAND Í DAG – EYSTRIBYGGÐ

Flug fram og til baka • Hótelgisting með morgunverði • Hádegisverður • Bátsferðir, akstur og skoðunarferðir • Íslenskur fararstjóri og grænlensk/dönsk leiðsögn

198.000 kr. Verð á mann í tvegg ja manna herbergi.

23.–26. MAÍ

FÆREYJARHEIMKYNNI VINA OG FRÆNDA

Flug fram og til baka • Gott hótel í miðbæ Tórshavn • Morgunmatur og kvöldverður • Sigling, akstur og skoðunarferðir • Kaffi og pönnukökur í skoðunarferðum • Íslensk fararstjórn

187.900 kr. Verð á mann í tvegg ja manna herbergi.Aukag jald fyrir einbýli er 16.200 kr.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ fræðandi skemmtireisum til grannþjóða okkar í góðum félagsskap eldri borgara.

Nánari upplýsingar gefa Sigurður Aðalsteinsson í síma 896 5664 eða [email protected] og hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3075. Sjá einnig www.flugfelag.is

6

Laugardaginn 29. apríl 1989 var haldin á Hótel Loftleiðum, undirbúningsráð-stefna að stofnun „Landssambands aldraðra.“

Á ráðstefnunni hélt Bergsteinn Sig-urðarson erindi um tildrög að stofnun Landssambands aldraðra, markmið þess og samtakamátt og einnig lagði hann fram tillögu að lögum Landssam-bands eldri borgara. Þarna kemur strax fram að menn hafa greinilega rætt um hvort sambandið ætti að heita Lands-samband aldraðra eða Landssamband

eldri borgara. Meðal þess sem gerðist á undirbúningsráðstefnunni var að Adda Bára Sigfúsdóttir flutti erindi um nor-rænt samstarf og starf landssambanda á Norðurlöndum. Þá var ákveðin dag-setning stofnfundar og kosin 5 manna undirbúningsnefnd, en ekki liggur fyrir hverjir voru í nefndinni.

Landssambandið var svo stofnað á Akureyri á kvenréttindadaginn 19. júní 1989 en þar hafði Félag aldraðra þá starfað í tæp sjö ár. Aðilar að stofn-fundi vori tíu félög eldri borgara víðs vegar um landið. Fulltrúar voru frá eft-irtöldum félögum eldri borgara: Akur-eyri, Reykjavík, Hveragerði, Akranesi, Kópavogi, Borgarnesi, Húsavík, Egils-stöðum, Siglufirði og Ólafsfirði.

Aðalsteinn Óskarsson á Akureyri setti fundinn og skipaði Snorra Jóns-son fundarstjóra frá Akureyri. Fundar-ritarar voru Ólafur Steinsson, Hvera-

gerði og Einar Albertsson, Siglufirði. Í kjörbréfanefnd voru Adda Bára Sigfús-dóttir, Ólafur Jónsson og Guðrún Þor-steinsdóttir.

Aðalsteinn Óskarsson var kjörinn formaður og aðrir í aðalstjórn: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík, Guð-rún Þór, Kópavogi, Einar Albertsson, Siglufirði og Steinar Guðmundsson, Akranesi.

Í varastjórn voru kjörnir: Ólafur Steinsson, Hveragerði, Steinunn Finn-bogadóttir, Reykjavík, Oddný Þorkels-dóttir, Borgarnesi, Páll Sigurbjörnsson, Egilsstöðum og Stefán Halldórsson, Húsavík. Skoðunarmenn ársreikninga voru: Valdimar Óskarsson Reykjavík, Magnús Kristjánsson, Kópavogi og til vara, Ægir Ólafsson, Reykjavík.

Upphaflega hét sambandið Lands-samband aldraðra en 1997 eða 1999 breytist nafnið í Landssamband eldri

borgara (LEB). Ekki verður með vissu séð hvort árið þessi breyting verður á nafni sambandsins.

Landssambandið er samtök sem hin einstöku FEB-félög í landinu eiga aðild að og stjórn LEB hefur samþykkt og nú eru það 53 félög sem standa að LEB. Elsta félagið er FEB í Hafnarfirði, sem hét reyndar í upphafi „Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði“ og var stofnað 26. mars 1968, en á aðalfundi árið 1992 var nafni félagsins breytt í „Félag eldri borgara í Hafnarfirði.“

Á stofnfundi landssambandsins voru lög sambandsins samþykkt og í þeim segir að heimili þess skuli vera í Reykja-vík og aðild að því eigi félög fólks sem er 60 ára og eldra. Markmið LEB er að vinna að hagsmuna- velferðar- og áhugamálum aldraðra, og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkissstjórn, stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB skal stuðla að samvinnu félaga eldri borgara og vinna að því að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum. LEB tekur þátt í innlendu sem erlendu samstarfi eftir því sem stjórnin ákvarðar.

Eins og fyrr segir var Aðalsteinn Óskarsson á Akureyri, formaður Félags eldri borgara á Akureyri kosinn fyrsti formaður Landssambandsins. Ólafur Jónsson, Reykjavík, var formaður frá 1991-1997.

Landssamband eldri borgara 25 áraStiklað á stóru í sögu LEB

Formenn sambandsins frá stofnun

Ólafur Jónsson, 1991-1997.

Benedikt Davíðsson, 1997-2005.

Helgi K. Hjálmsson, 2007-2011.

Jóna Valgerður Kristjáns-dóttir, 2011 og er enn.

Ólafur Ólafsson, 2005-2007.

Aðalsteinn Óskarsson, fyrsti formaður LEB, 1989-1991.

Ljós

myn

dasa

fn D

ags/

Min

jasa

fnið

á A

kure

yri

7

Þá tók við formennsku Benedikt Davíðsson, sem var formaður frá 1997 til ársins 2005, en þá tók við Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sem var formaður til ársins 2007. Helgi K. Hjálmsson var svo formaður þaðan í frá, til 2011, en þá tók við formennsku núverandi formaður Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og er hún fyrsta konan sem gegnir formennsku í LEB.

Landssambandið hefur aðsetur sitt að Sigtúni 42 105 Reykjavík og er Haukur Ingibergsson framkvæmda-stjóri sambandsins. Sími á skrifstofu er: 567 7111 og gsm sími er 859 9711. Netfang LEB er: [email protected] og heima-síðan leb.is. Á heimasíðu sambandsins er að finna mikið af gagnlegum upplýs-ingum og tenglum. Félagsmenn mættu gjarnarn vera duglegri við að kynna

sér það sem LEB er að fást við. Það má gera með því að fara inn á heima-síðuna og skoða t.d. fundargerðir. Efni sem snertir málefni eldri borg-ara og ályktanir má finna á forsíðu og undir fréttum. Í fundargerðum er m.a. vel greint frá starfi formanns og nefnda á milli stjórnarfunda.

Eins og áður segir eru aðilar að lands-sambandinu félög fólks sem náð hefur 60 ára aldri og vinna að almennum hagsmunamálum eldri borgara, svo og að tómstunda-, fræðslu- og menningar-málum.

Félögin starfa sjálfstætt hvert á sínu félagssvæði.

Samantekt: Grétar Snær Hjartarson.

Velkomin til Húsavíkur!

4. Landsmót UMFÍ 50+Íþrótta- og heilsuhátíð!

Nánari upplýsingar á www.umfi.isÞingeyjarsveitNORÐURÞING

Keppnisgreinar: Blak, boccia, bogfimi, bridds, dráttavélaakstur, fjallahlaup, frjálsar íþróttir, golf,

hestaíþróttir, hrútadómar,jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, stígvélakast, sund, sýningar, þríþraut.

Húsavík 20.–22. júní 2014

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

132

754

Skeifunni 11B • Reykjavík • Sími 519 7550 • [email protected] • promennt.is

TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR ELDRI BORGARA

Sími 519 7550

Námskeið sérstaklega ætlað 60 ára og eldri sem litla sem enga tölvukunnáttu hafa. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra og reyndra kennara. Tölvugrunnur, internetið og tölvupóstur. Næsta námskeið hefst: 28. apríl • Lýkur: 22. maí • Verð: 34.900 kr.Kennt: mán. og fim. (sjö skipti) frá kl. 13–16 (Kennslubók á íslensku innifalin)

Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undir-stöðu. Byrjað er á upprifjun tölvugrunns áður en haldið er lengra í ritvinnslu. Frekari æfingar í notkun internets (t.d. Facebook o.fl.) og í allri meðferð tölvupósts. Næsta námskeið hefst: 29. apríl • Lýkur: 20. maí • Verð: 34.900 kr.Kennt: Þri. og fös. (sjö skipti) frá kl. 13–16 (Kennslubók á íslensku innifalin)

Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilis-tölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar í tölvupósti. Næsta námskeið hefst: 13. maí • Lýkur: 22. maí • Verð: 22.900 kr. Kennt: þri. og fim. (fjögur skipti) frá kl. 13–16 (Kennsluhefti á íslensku innifalið)

BYRJENDUR 60+

STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR OG TÖLVAN 60+

FRAMHALD 60+

Stjórn LEB á fundi síðstliðið haust, frá vinstri: Jón Kr. Óskarsson, Ragnheiður Stephensen, Haukur Ingibergsson, Jóna Valgerður, Grétar Snær Hjartarson þáverandi framkvæmdastjóri, Eyjólfur Eysteinsson, Jóhannes Sigvalda-son, Sveinn Hallgrímsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Reykjavík.

8

Formannafundur Lands-sambands eldri borgara var haldinn 25. mars s.l. í Jóns-húsi í Garðabæ. Félag eldri borgara í Garðabæ sem hefur í Jónshúsi alveg fyrirmyndar aðstöðu fyrir sitt félags-starf, bauð fram húsnæði og sá um kaffi og meðlæti. Fundurinn hófst kl. 13:00 og honum lauk kl. 17:00. Um 30 formenn og varaformenn sátu fundinn auk stjórnar landssambandsins. Í upphafi fundar ávarpaði bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einars-son fundarmenn og bauð þá velkomna. Formaður LEB Jóna Valgerður Kristjáns-dóttir flutti yfirlit um störf stjórnar frá landsfundi 2013. Þar kom fram að stjórnin hefur unnið mikið að kjara-málum og náð verulegum árangri í að skerðingar á bótum almannatrygginga frá árinu 2009 væru dregnar til baka. Skýrsla formanns verður birt í heild í fundargerð formannafundar á heima-síðunni. Gjaldkeri LEB Eyjólfur Ey-steinsson lagði fram reikninga s.l. árs til kynningar, en þeir verða afgreiddir á næsta landsfundi. Einnig var lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun yfirstand-andi árs. Þá var rætt um næstu sveitar-

stjórnarkosningar, lögð fram tillaga um öldungaráð í öllum sveitarfélögum og skorað á félögin að fylgja því máli eftir fyrir og eftir kosningarnar í vor. Kom fram að víða er undirbúningur kominn vel á veg ekki síst á Suður-nesjum undir öruggri forystu Eyjólfs Eysteinssonar formanns FEBS. Lands-sambandið verður 25 ára 19. júní n.k. og lagði formaður LEB til að gefið væri út afmælisblað af Listinni að lifa, sem væri tvöfalt að stærð við venjulegt blað og prentað á betri pappír. Blaðið yrði sent á öll heimili landsins þar sem væru 60 ára og eldri til heimilis. Væri

það mikil og góð auglýsing fyrir landssambandið og til þess fallið að kynna LEB og fjölga meðlimum í félögum eldri borgara. Tóku fundar-menn þessari tillögu vel, þó kostnaður yrði all veru-legur. Síðan kynnti Haukur Ingibergsson varaformaður og framkvæmdastjóri ýmis-legt um stöðu eldri borgara, um þróun félagsstarfsins og lagði spurningalista fyrir fundarmenn um að skoða breytingar í sambandi við félagaskrá, félagaskírteini, og afsláttarbókina. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Reykjavík og for-

maður kjaranefndar LEB, flutti erindi um réttindi tengd stéttarfélagsaðild og hvatti til að menn skoðuðu réttindi sín áður en starfsaldri lyki, t.d. hvað varðaði styrki vegna heyrnartækja og gleraugna. Fundarstjóri var Ástbjörn Egilsson formaður FEB í Garðabæ og ritari var Rannveig Björnsdóttir. Létt andrúmsloft var yfir fundinum og fjörugar umræður um málin. Var stjórninni þakkað með lófaklappi fyrir kraftmikið starf.

Vel sóttur formannafundur LEB í Garðabæ

Jóna Valgerður ásamt Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ, og Ástbirni Egilssyni, formanni FEB Garðabæ, við upphaf formanna-fundarins.

Tæplega 30 forsvarsmenn félaga eldri borgara vítt og breitt um landið saman komnir við Jónshús í Garðabæ ásamt bæjarstjóra Garða-bæjar og framkvæmdastjóra LEB.

20%afsláttur

– Reykjavík & akuReyRi –

H ú s g ag n a H ö l l i n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • o p i ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7

o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i o p i ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0

vandaðir þægilegir hægindastólar með fjarstýringu og lyftimótor. Hallaðu þér aftur og

slappaðu af, algjörlega áreynslulaust. Með því að ýta á takka getur þú sett þig í hvaða

stellingu sem er, eins og til daæmis að lyfta þér upp. Stólarnir veita þér góðan mjóbaks-

og höfuðstuðning. komdu og nýttu þér þetta frábæra tilboð.

ZuricHRafStýRðuR HægindaStóll Með tauáklæði.

rolandRafStýRðuR HægindaStóll Með leðuRáklæði.

20%afsláttur

191.990 Fullt VeRð 239.990

159.990 Fullt VeRð 199.990

S t i l l a n l e g i R o g þ æ g i l e g i R

rafmagnslyftistólar

20%afsláttur

– Reykjavík & akuReyRi –

H ú s g ag n a H ö l l i n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • o p i ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7

o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i o p i ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0

vandaðir þægilegir hægindastólar með fjarstýringu og lyftimótor. Hallaðu þér aftur og

slappaðu af, algjörlega áreynslulaust. Með því að ýta á takka getur þú sett þig í hvaða

stellingu sem er, eins og til daæmis að lyfta þér upp. Stólarnir veita þér góðan mjóbaks-

og höfuðstuðning. komdu og nýttu þér þetta frábæra tilboð.

ZuricHRafStýRðuR HægindaStóll Með tauáklæði.

rolandRafStýRðuR HægindaStóll Með leðuRáklæði.

20%afsláttur

191.990 Fullt VeRð 239.990

159.990 Fullt VeRð 199.990

S t i l l a n l e g i R o g þ æ g i l e g i R

rafmagnslyftistólar

10

Nú eru um 2100 manns í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum FEBS og fer fjölgandi. Í félaginu fer fram mjög fjölbreytt félagsstarf í Grindavík með aðsetri í Víðihlíð, Vogum í Álfagerði, Sandgerði í Miðhúsum og Auðarstofu í Garði. Eyjólfur Eysteinsson formaður FEBS sagði í skýrslu sinni sem hann flutti á aðalfundi félagsins í mars s.l. að sá stuðningur sem félagið fær víða væri ómetanlegur. Staðfest er að sú aðstaða sem félagið hefur haft til afnota verður áfram sú sama eftir að hjúkrunarheim-ilið á Nesvöllum hefur tekið til starfa. Fyrirtæki á Suðurnesjum sem veita félagsmönnum afslátt af viðskiptum eru nú um 90 og Landsbanki Íslands í Reykjanesbæ er viðskiptabanki félags-ins. Fjárhagur félagsins er mjög góður sem gerir félaginu kleift að styrkja hóp-ferðir félagsmanna innanlands.

Formaður FEBS á m.a. sæti í starfs-hópi sem er að vinna að tillögum um flutning á málefnum eldri borgara til sveitarfélaga. „Við eldri borgarar leggjum áherslu á að sveitarfélögin hafi ábyrgð á stjórn og skipulagi á þjónustu við okkur“, segir Eyjólfur Eysteins-son. „Eitt umfangsmesta verkefnið við yfirfærsluna snýr að því að endur-skoða fyrirkomulag á greiðslu til þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum og af-nema svonefnt vasapeningakerfi. Það er réttlætismál og löngu tímabært að endurskoða greiðslufyrirkomulag ein-staklinga sem dvelja á hjúkrunarheim-ilum og afnema vasapeningakerfið. Heimilismenn greiði sjálfir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir heimilis-haldi. Félag eldri borgara á Suðurnesj-um vill því leita nýrra leiða með sveitar-

félögunum á svæðinu og vinna saman með formlegum hætti með okkur að mótun framtíðarstefnu í öldrunarmál-um hér í samráði og samvinnu við alla aðila sem koma að þessum mikilvæga málaflokki“, segir Eyjólfur.

FEBS hefur sett á fót vefsíðu félags-ins á www.febs.is sem Hildur Harðar-dóttir hefur átt veg og vanda að. Eins

og áður sagði er fjölbreytt félagsstarf meðal eldri borgara á Suðurnesjum. Eldeyjarkórinn, sem oft er kallaður flaggskipið í félaginu, starfar af miklum krafti, félagsmenn FEBS halda áfram að leiðbeina í grunnskólum á Suður-nesjum við lestur, bókmenntaklúbbur er starfandi og tölvunefnd er að taka til starfa svo eitthvað sé nefnt.

Ekki gera ekki neitt er mottó FEBS

Íslenskt samfélag stendur á næstu árum og áratugum frammi fyrir krefjandi verkefnum á sviði velferðarþjónustu. Eldri borgurum mun fjölga verulega, nýir notendahópar koma fram á sjónarsviðið og kröfur til þjónustunnar taka á sig fjölbreyttari og víðtækari mynd. Þetta kallar síðan á sérhæfingu með aukinni samþættingu og góðri yfirsýn.

Til þess að bregðast við þessum aðstæðum hafa stjórnvöld víða um lönd leitað leiða til nýsköpunar og skoðað á hvern hátt unnt sé í meira mæli að beita tæknilegum lausnum í velferðarþjónustunni.

Hvar liggja möguleikarnir?Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.

Dagskrá ráðstefnu í Hofi á Akureyri 5. – 6. júní 2014

Eyjólfur Eysteinsson, formaður FEBS

Ráðstefnan er haldin á vegum velferðarráðuneytisins, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári Íslands í norrænu samstarfi.

Aðgangur er ókeypis.

Skráning og nánari dagskrá er á heimasíðu velferðarráðuneytisins

Fimmtudagur 5. júní 2014

12.00 – 13.00 Skráning.

13.00 – 13.30 Hvert stefnir? Ráðherrar félags- og heilbrigðismála leggja línurnar.

13.30 – 14.20 Nýsköpun og tækni í vel-ferðarþjónustu á Norðurlöndunum – Hvaðan blása ferskir vindar? Dennis C. Søndergård, Project Manager, Nordic Centre for Welfare and Social Issues.

14.20 – 15.00 Stefna og áætlun í vel-ferðartækni í Noregi. Lasse Frantzen, Manager Norwegian National Welfare Tecnhology

15.00 – 15.40 Fjórar lausnir sem vísa veginn. Kynntar verða lausnir sem hver á sinn hátt sýna hvernig ný þekking, nýtt samstarf og ný tækni geta stuðlað að bættri velferð.

15.40 – 16.10 „Lausnargallerí – fyrsti hluti“. Ráðstefnugestir eiga hrað-stefnumót við fulltrúa notenda, sveitar-félaga, atvinnu- og þjónustufyrirtækja, frumkvöðla,hugmyndasmiði og fulltrúa fyrirtækja sem bjóða mögulegar vel-ferðarlausnir af ýmsu tagi.

16.10 – 16.40 Nýsköpun í velferðarmálum á Íslandi. Getur Ísland orðið fyrirmynd? Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

16.40 – 17.00 Uppbygging þekkingar og færni í nýsköpun á vettvangi sveitar-félaga, skólastofnana og almennings.

Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmda-stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

17.00 – 17.10 Erum við einhverju nær? – umræða dagsins í hnotskurn.

17.00 - Samvera – tónlist – skemmtun.

Föstudagur 6. júní 2014

09.00 – 09.30 Öryggi á heimilinu – Nýjar lausnir. Björk Pálsdóttir, forstöðumaður Hjálpar-tækjamiðstöðvar Íslands.

09.30 – 10.00 Nýsköpun og tækni í vel-ferð fjallar fyrst og fremst um fólk. Tækni til stuðnings fólki með skerta færni. Tækni-Miðlun-Færni. Sigrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri TMF Tölvumiðstöðvar.

10.00 – 10.30 Nýsköpun og tækni í þjálfun og umönnun. Ester Einarsdóttir og Dagný Linda Krist-jánsdóttir, iðjuþjálfar við Öldrunarheimili Akureyrar.

10.30 – 11.00 „Lausnargallerí – annar hluti“.

11.00 – 11.30 Algild hönnun – Aðgengi-legt samfélag fyrir alla? Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi og pró-fessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

11.30 – 12:30 Stefna og framkvæmdaáætl-un í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis-málaráðherra.

12.30 – 12.45 Næstu skref.

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

685

59 0

4/14

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á [email protected]

HÓPFERÐIR

SJÁIÐ HEIMINN Í GÓÐRA VINA HÓPI

Árshátíð, haustferð, stórafmæli?Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi* sem eiga örugglega eftir að hressa upp á tilveruna.

Hafið samband við hópadeild IcelandairSkipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar

* Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman.

12

Jón Örn Bogason er einn þeirra fjölmörgu eldri borgara sem stundar reglulega líkamsrækt í World Class í Laugardal og var einn þeirra sem tók þátt í íhlutunarrannsókn um bætta heilsu og betri lífsgæði á vegum sérfræðinga í Háskóla Íslands og fór hún að hluta til fram í World Class en stöðin var einn helsti styrktaraðili rannsóknarinnar. Jón Örn segir það skipta sig gríðarlegu máli að mæta í ræktina. Hann varð 81 árs í byrjun apríl á þessu ári og er greinilega í fínu formi. „Ég kem hingað tvisvar til þrisvar í hverri viku og svo fer ég og syndi auk þess um helgar, enda get ég æft það sjálfur. Það er algjör lúxus að koma hingað og fá góða leiðsögn hjá fagfólki í því sem maður er að gera hverju sinni. Ég var loftskeytamaður á skipum hér áður fyrr og þar var oft ekki mikil hreyfing stunduð langtímum saman. Þannig að þótt ótrúlegt megi virðast þá finnst mér ég hafa meira þol í dag en þegar ég var á sjónum þrátt fyrir að hafa verið aðeins fimmtugur! Það þýðir ekkert að dútla við þetta, maður verður að reyna á sig, en um leið að fylgjast vel með sér, hjart-slættinum og fleiru. Ég finn hins vegar að um leið og maður slakar á í ræktinni þá finn ég frekar fyrir slappleika. Mat-aræðið skiptir líka miklu máli. Það er ekki nóg bara að hreyfa sig. Ég finn að það gerir mér gott að stunda fjölbreytta hreyfingu. Ekki bara að fara í ræktina og

synda, heldur líka að stunda útiveru, fara í göngutúra og fá mér frískt loft. Þetta er allt nauðsynlegt í bland. Það geta allir gert eitthvað.“ segir þessi hressi árskort-hafi í World Class.

Markviss þjálfun skiptir sköpumMarkviss þol- og styrktarþjálfun rann-sóknarteymis undir stjórn Janusar Guð-laugssonar, Dr. Erlings Jóhannssonar og Dr. Sigurbjörns Árna Arngrímssonar fór fram í heilsuræktarstöðvum World Class þar sem hreyfifærni eldri aldurshópa tók mjög jákvæðum breytingum samhliða auknum vöðvastyrk og meiri vöðvamassa.

Samhliða styrktarþjálfun stunduðu hinir eldri þolþjálfun, bættu marktækt afkasta-getu sína og snéru þannig við ákveðnu ferli öldrunareinkenna. Það getur verið erfitt að ná meiri styrk og koma í veg fyrir vöðvarýrnun án sérhæfðra styrktartækja og markvissrar þjálfunar, en í heilsu-ræktar stöðvum World Class eru kjörað-stæður og sérhæfð þekking til staðar til að berjast gegn öldrunar ferlinu.

Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur og lektor við Háskóla Íslands hefur margra ára reynslu af því að vinna með eldri borgurum í líkams- og heilsurækt, m.a. í World Class. ,,Vöðvamassi tekur miklum breytingum á seinni hluta æviskeiðs hvers einstaklings en sterk tengsl eru á milli vöðvarýrnunar og hreyfiskerðingar þegar einstaklingur eldist. Minni vöðvastyrkur í neðri hluta líkamans dregur ekki aðeins úr hreyfi-getu og færni hinna eldri til að sinna athöfunum daglegs lífs heldur verður hættan á að detta meiri.“, segir Janus. Að hans sögn er hámarks-vöðvastyrkur að jafnaði á milli 20 og 30 ára aldurs. Eftir 50 ára aldurinn fer vöðvarýrnun, sem er um 1-1,5% á ári, að segja til sín ef markviss þjálfun er ekki stunduð. Eftir 70 ára aldurinn verður rýrnunin enn meiri eða um 3-4% á ári. ,,Með mark-vissri styrktarþjálfun má hins vegar auka vöðvamassa og bæta styrk eldri einstak-linga og stemma þannig stigu við þeirri vöðvarýrnun sem annars á sér stað hjá þessum aldurshópi.

„Í betra formi 81 árs en um fimmtugt“

Jón Örn Bogason eftir eina morgunæfinguna í World Class Laugum.

„Ævintýri á gönguför“: Jón Örn í göngutúr á nýju göngubretti í World Class þar sem hann getur notið þess að fylgja alþjóðlegum gönguleiðum á skjá göngubrettisins.

13

Augnlæknastöðin Sjónlag í Glæsibæ er alhliða augnlæknastöð þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu og fullkominn tækjabúnað. Miklar framfarir á sviði læknavísindanna gera það að verkum að lífsgæði eldra fólks eru betri nú en fyrir aðeins fáum árum. Dæmi um ofangreint eru augasteinsaðerðir en þar hafa orðið miklar framfarir á síðustu árum og ára-tugum. Kristinn Ólafsson framkvæmda-stjóri Sjónlags segir að augasteinsaðgerð-um hafi farið ört fjölgandi síðastliðin ár. „Þörfin fyrir þessar aðgerðir hefur alltaf verið til staðar, en nú eru kröfur fólks til lífsgæða meiri en áður. Sjötugur ein-staklingur er í dag virkari en fyrir um tíu árum síðan. Eldra fólk vill geta stundað sín áhugamál, spilað golf og ferðast eða hvað það nú er,“ segir Kristinn. „Þess vegna er mikil aukning á augasteinsað-gerðunum. Vandamálið hefur hins vegar verið að í gegnum hið opinbera er um eins og hálfs árs bið eftir þessum aðgerð-um. Þess vegna eru stöðugt fleiri sem kjósa að greiða fyrir þetta úr eigin vasa og komast strax að.“

Hvað kostar augasteinsaðgerð?„Það fer alveg eftir því hvernig aðgerð er um að ræða. Ef einstaklingurinn velur að greiða sjálfur fyrir aðgerðina kostar aðgerðin frá 195 þúsund á augað. Ef

valdar eru dýrari tegundir gerviaugasteina, t.d. svokallað-ir fjölfókus gerviaugasteinar, hækkar verðið. Sumir sætta sig við að nota gleraugu, t.d. lesgleraugu, meðan aðrir vilja það ekki og þurfa þá flóknari og dýrari aðgerð.“

Það hefur verið gríðarleg ör þróun á þessu sviði læknavísindanna?„Já það hafa orðið miklar framfarir. Fyrir ekki mörgum árum síðan var aðgerð eins og að skipta um augasteina inngripsmikil og þurftu sjúklingarnir að vera inniliggjandi á sjúkrahúsi í nokkra daga eftir aðgerð-ina. Þetta er allt miklu einfaldara í dag. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og ein-staklingurinn fer aftur heim að lokinni aðgerð þannig að tækninni fleygir fram. Það er fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með þessari breytingu sem hef-ur orðið og á eftir að verða enn meiri. Með hækkandi meðalaldri og almennt betri heilsu er nú hægt að lifa lengur og njóta meiri lífsgæða en áður.“

Hefurðu einhver skilaboð fyrir lesendur blaðsins, þ.e.a.s. eldri borgara?„Fólk sem komið er yfir 60 ára ætti að fara reglulega til augnlæknis, því það er

ýmislegt hægt að gera fyrir-byggjandi. Nauðsynlegt er að mæla sjón og augnþrýst-ing og skoða augnbotn-ana. Oft er hægt að fyrir-byggja og eða meðhöndla sjúkdóma á byrjunarstigi áður en óafturkræfar alvarlegar skemmdir hafa orðið. Ég las eitt sinn að endingatími líffæranna væri um 60 ár almennt, þannig að með hærri líf-

aldri þarf viðhaldið að vera meira og betra“, segir Kristinn.

Njóta eldri borgarar eða lífeyrisþegar ein-hverra sérkjara hjá Sjónlagi?„Við leggjum mikla áherslu á að vera með góða þjónustu og ódýra vöru. Þannig að það er alveg sama á hvaða aldri fólk er það fá allir góð kjör.“ Að sögn Kristins koma margir eldri borg-arar í gleraugnaverslunina Eyesland sem er í sama húnsæði. „Kosturinn við stöðina okkar er að hér getur fólk komið og hitt sinn augnlækni, fengið greiningu sinna vandamála og gengið út með þá lausn sem hentar hverjum og einum. Það má því segja að hér sé heildarþjónusta fyrir augun.“

Heildarþjónusta fyrir augu á öllum aldri

Kristinn Ólafsson.

14

VÍB hefur á undanförnum mánuðum boðið upp á fræðslufundi um fjármál við starfslok. Þegar starfsævinni lýkur taka fjármálin meiri breytingum en margir eru búnir undir og geta flækst til muna.

Á fundunum er farið yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa á hreinu.

TryggingastofnunAllar nauðsynlegar upplýsingar um greiðslur og skerðingar Tryggingastofn-unar er að finna á vefsíðunni www.tr.is. Misskilningur vegna kerfisins er afar útbreiddur en má auðveldlega leið-rétta með því að eyða nokkrum mín-útum á vefsíðunni. Í reiknivél lífeyris, á forsíðu tr.is, er hægt að fá nákvæma mynd af þeim áhrifum sem tekjur geta haft á greiðslur og þar má meðal annars sjá að vextir hafa talsvert minni áhrif á bætur en margir halda. Að auki er mikilvægt að gleyma ekki að skila inn tekjuáætlun, þannig má draga úr líkum þess að stofnunin sendi rukkun seinna meir.

Að fresta eða flýta töku lífeyrisÞví fer fjarri að allir hætti að vinna 67 ára og því er fullt tilefni til að kynna sér reglur lífeyrissjóða varðandi töku lífeyr-is. Reglurnar eru misjafnar milli sjóða en þeir geta allir með lítilli fyrirhöfn gefið upp skerðingu eða aukningu rétt-inda vegna slíkrar tilfærslu. Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem auðvelt er að verða sér út um.

Er skynsamlegt að taka út séreignarsparnað?Séreignarsparnaði (viðbótarlífeyri) er ætlað að vega á móti þeim tekjumissi

sem við verðum flest fyrir þegar lífeyris-sjóðsgreiðslur taka við af launum. Eftir 60 ára aldur er ráðstöfun sparnaðarins frjáls og er heimilt að leyfa honum að ávaxtast áfram (sem hann gerir án fjármagnstekjuskatts) eða að fá hann greiddann út. Lítið mál er að fá reglu-legar greiðslur úr séreignarsparnaði, stórar og smáar og frjálst er að gera breytingar á greiðslutilhögun. Vert er að muna að við ráðum sjálf hvernig séreignarsparnaður er ávaxt-aður og ef sparnaðurinn er á Íslandi er lítið mál að gera breytingar. Við útgreiðslu er mikilvægt að

muna eftir þrepaskipta tekjuskattskerf-inu og vera meðvituð um þann skatt sem þarf að greiða.

Fjármál við starfslokUpptaka af námskeiði VÍB um fjármál við starfslok er aðgengileg á vefnum www.vib.is. Á forsíðunni er smellt á „Sjónvarp“ og er þar fjölmörg fræðslu-myndbönd að finna.

Ráðgjafar eigna- og lífeyrisþjónustu VÍB hafa sérhæft sig í ráðgjöf um fjár-

mál við starfslok. Velkomið er að hafa samband í síma 440-4900

eða á [email protected].

Fjármál við starfslok

Björn Berg Gunnarsson frá VÍB.

Spen

nist

frá

gólfi

upp

í lo

ft

Læsing á

45° millibiliStuðningssúla

Spennt milli gólfs og lofts.Má nota hvar sem er

í íbúðinni.

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjón-ustufyrirtæki sem hefur á að skipa fag-menntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

H E I L S U E F L I N G O G A U K I N L Í F S G Æ Ð I

Sturtustólar og kollarTegundir sem henta flestum sturtuklefum. Stillanleg hæð. Stöðugir á ójöfnu undirlagi.

GöngustafirÞægilegir og öruggir stafir. Stílhrein hönnun og mikið úrval.Fjöldi aukahluta.

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • [email protected] • Sími 569 3100 • eirberg.is

Rafknúnir hægindastólar Lyftihægindastólar sem auðvelda fólki að setjast og standa upp. Gott úrval og margskonar áklæði.

16

Ég er nú ekki orðin fjörgömul en það fer að styttast í það hjá mér, nú þegar ég er orðin fimmtug og farin að huga að seinni hálfleik ævinnar. Pabbi minn var 73 ára þegar hann dó, hann var alls ekki tilbúinn að deyja og sagði að honum liði alltaf eins og hann væri 25 ára. Pabbi sagði oft að það væri mikil-vægt að finna sér einhvern tilgang og finna sér eitthvað til að dunda við og ég ætla að leggja út frá því í þessari grein.

SamveraÉg er alin upp í Nýhöfn á Melrakka-sléttu og þegar ég var yngri hafði ég al-veg sérstaka ánægju af því að heimsækja gamla fólkið í sveitinni. Þegar lítið var við að vera fór ég og spilaði við Mar-gréti í Leirhöfn, við spiluðum marías og ég færði henni blóm sem ég tíndi í haganum. Í sömu heimsókn reyndi ég yfirleitt líka að kíkja til Möngu sem einnig bjó í Leirhöfn, hún átti servíettu-safn sem við dunduðum okkur við að skoða saman. Þá er ótalin Guðlaug í Sandvík, við skoðuðum myndir sem hún hafði teiknað, ég man eftir mjög fallegum myndum af Kerlingafjöllum. Guðlaug var með fallegt, sítt grátt hár sem mér fannst mikið til koma og ég man eftir að hafa setið og horft á hana greiða sér. Reyndar fylgdist ég einnig með af athygli hvernig bæði Sesselja amma í Nýhöfn og Andrea í Leirhöfn krulluðu á sér hárið með heitu krullu-járni. Þetta var allt mjög spennandi og að mínu áliti átti ég í góðu vinfengi við allt þetta góða fólk. Kristinn afi sat við skriftir uppi á lofti í Nýhöfn, það var líka gaman að koma til hans og skoða ritvélina og gleraugun hans. Hann var með mjög sérstök gleraugu því hann hafði misst annað augað í slysi og sá mjög illa með hinu en það stoppaði hann ekki í að skrifa bækur eins og vindurinn.

Ég hef aelltaf öfundað dáltítið eldra fólk sem er búið að ná ákveðnu æðru-leysi og þá hlakka ég til að verða gömul, mér hefur alltaf fundist að það væri ákveðið frelsi í því að vera gamall, við-kvæðið er alltaf að þá getur maður gert það sem maður vill. Mig langar að vera

svona gömul kona, vera með dót og spennandi hluti hjá mér sem krakkar geta komið og skoðað og haft ánægju af. Það sem einkenndi líka eldra fólkið í mínu ungdæmi var að þau höfðu áhugamál, voru hluti af samfélaginu, þeim var annt um útlit sitt og það var hreint í kring um þau.

Sjálfræði, færni og tengslNú þegar ég hef lesið mér til um hvað stuðlar að hamingju á efri árum sé ég að þetta voru allt þættir sem skipta máli. Það er kenning sem segir að við höfum í grunninn þrjár þarfir sem við þurfum öll að fá uppfylltar. Sú fyrsta er SJÁLFRÆÐI, við þurfum að fá að vera sjálfráð með eigð líf, það hverju við klæðumst, hvað við borðum og hvað við gerum dags daglega. Rannsóknir á dvalarheimilum sýna til dæmis að þeim mun meira sjálfræði þeim mun heilsubetri eru íbúar.

Annað er FÆRNI, allir þurfa að vera í þeim aðstæðum að þeir upplifi færni til að gera hluti, huga að dag-legum þörfum og sinna eigin áhuga-málum og hugðarefnum eftir því sem heilsan leyfir. Að lokum TENGSL, tengsl eru öllum nauðsynleg, að vera í góðum tenglsum við fjölskyldu og vini er ómetanlegt. Það sem kemur mörgum á óvart varðandi rannsóknir á tengslum fólks á efri árum er að þar er mesta hamingjan tengd, tengslum við systkini og vini. Það virðist vera að á öllum aldri fáum við mest út úr því að umgangast fólk á okkar reki. Gleymum

því ekki að það er aldrei of seint að eignast nýja vini, bara að snúa sér að næsta manni og byrja að spjalla.

Hjartaheilt fólkEitt er það sem reynist mörgum erfitt það er að finna tilgang þegar að starfs-ævinni lýkur, börnin eru uppkomin og enginn þarf beint á manni að halda lengur, þá getur komið ákveðinn tóm-leiki og einmannakennd. Ekki bætir stöðuna þegar horft er mikið á sjón-varp og endalaust er fjallað um það sem er að og stjórnmálamenn rífast og allt virðist vera að fara til fjandans.

Þá reynir á að finna sér tilgang og eitthvað til að dunda við, horfa á það sem er í boði og reyna að fjölga ánægju-stundum, hver ánægjustund skiptir máli og bætir heilsu og eykur langlífi. Brené Brown er bandarísk fræðikona, rannsóknir hennar hafa sýnt að það sem einkennir fólk sem er gott í sam-skiptum er að það er HJARTAHEILT. Fólk sem þorir að berskjalda sig, segja hvað það vill, viðurkenna mistök, tjá öðrum ást og sækjast efir því sem það vill í lífnu. Að vera hjartaheill og tala um eigin hjartans mál við aðra er gott ráð við skömm, samviskubiti og stuðlar að lífsgæðum. Því skyldi fólk á efri árum leita eftir hverju tækifæri til að eiga sam-töl og samskipti sem eru opin og ber-skjölduð. Ég hvet alla til mæta í félags-miðstöðvar þar sem þær eru að finna, halda góðu sambandi við nágranna og nýta nýja upplýsingatækni til að vera í sambandi við gamla kunningja og nýja.

Hamingja á efri árum

Anna Jóna GuðmundsdóttirStyrkleikaþjálfi og

eigandi Auðnu ráðgjafar

Til hamingju með 25 ára afmælið elskurnar!Elli, þú ert ekki þunganda Guði kærumfögur sál er ávallt ungundir silfurhærum.(Úr ljóðinu Haustkvöld eftir Steingrím Thorsteinsson)

Ellimóð

Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.

Viteyes er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og

er ætlað aðallega við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er

vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.

Viteyes kemur á næstu mánuðum í nýjum umbúðum og verður

fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM!

Eldriumbúðir

Nýjarumbúðir

Augnheilbrigði

Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.

Viteyes er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og

er ætlað aðallega við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er

vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.

Viteyes kemur á næstu mánuðum í nýjum umbúðum og verður

fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM!

Eldriumbúðir

Nýjarumbúðir

Augnheilbrigði

Augnbotnahrörnun

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjón-skerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldri og að reykingar ýta undir þróun votrar

hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuþættir.

Unnt er að hægja á sjúk-dómnum og draga úr líkum á votri hrörnun með inntöku ákveðinna vítamína. Viteyes er sérþróað vítamín með til-liti til augnbotnahrörnunar og fæst nú í nýjum umbúðum í apótekum - Viteyes AREDS2.

Þurr augu

Augnþurrkur er afar algengt vandamál. Líklegt er að um 15.000 íslendingar þjáist af þurrum augum. Mörgum þykir einkennilegt að aukið táraflæði sé eitt algengasta einkenni þurra augna. Einnig valda mörg lyf þurrum augum.

Thealoz augndropar eru rakagefandi og verndandi augndropar við augnþurrki. Aðal-innihaldsefni er treha-lósi, náttúrulegt efni sem finnst hjá mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru um-hverfi. Þeir vernda og stuðla að jafnvægi í frumuhimnum með því að hindra skemmdir á próteinum og lípíðum,

auk andoxunaráhrifa. Engin rotvarnarefni eru í dropunum og þá má nota með snertilinsum. Lausnin er varin af síu í tappa sem hindrar að bakteríur komist inn í lausnina en nota má dropana í 8 vikur eftir að flaskan er opnuð.

Hvarmabólga

Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augn-sjúkdómurinn á Íslandi. Sjúkdómurinn getur valdið einkenn-um sem eru afar óþægileg þ.e.a.s. bólgu, kláða og jafnvel slímmyndun í augnhvörmum og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks. Meðferð hvarmabólgu er oftast ekki flókin en hún krefst töluverðrar natni og reglusemi. Þvottur hvarma er mikilvægur kvölds og morgna.

Provision býður upp á dauðhreinsuð gel og klúta sem gagnast mjög við hvarmabólgu. Vörur sem ættu að létta fólki með hvarmabólgu lífið.

Blephaclean eru sótthreinsandi klútar.

Dauðhreinsaðir blautklútar sem eru án rotvarnar- og ilm-efna. Vinna vel á hvarmabólgu og fjarlægja mjúklega leifar af slími og húðskorpu af augnhvörmum og úr augnhárum. Blephaclean hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun og hreinsa án þess að valda ertingu í augum eða á húð. Klút-arnir gefa raka og mýkja húðina. Hentar einnig þeim sem nota linsur og fólki með þurr augu.

Blephagel er dauðhreinsað gel sem er án rotvarnar- og ilmefna og alkóhóls. 30g túpa, fjölskammtadæla (án lofts). Blephagel er til hreinsunar á viðkvæmum, þurrum og/eða klístruðum (slímmyndun) augnlokum og augnhárum. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin án þess að hafa áhrif á náttúrulegt ph-gildi húðarinnar – blephagel er hvorki feitt né klístrað. Nota má gelið í 8 vikur eftir að túpan er opnuð.

Heilbrigði augnaProvision er fyrirtæki sem var stofnað árið 2007 og hefur það hlutverk að opna augu almennings fyrir augnheilbrigði. Með það að leiðarljósi flytur fyrirtækið inn vörur sem ekki bara stuðla að augnheilbrigði heldur er einnig markmiðið að létta fólki lífið sem haldið er augnsjúkdómum. Því er leitast við að finna vörur sem hafa eitthvað meira fram að færa en það sem til er fyrir og/eða vantar upp á fyrir ákveðinn hóp fólks með augnsjúkdóma. Vörur frá Provision fást í apótekum um land allt.

Fæst í apótekum um land allt.

Ellimóð

18

VERTU MEÐ - SKRÁÐU ÞIG Í FÉLAG ELDRI BORGARA!Landssamband eldri borgara, LEB hvetur alla sem orðnir eru 60 ára og eldri að skrá sig í félag eldri borgara á sínu svæði. Hægt er að klippa út þetta eyðublað og senda til næsta félags. Listi yfir aðildarfélög LEB er að finna á næstu opnu. Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi félag, með tölvupósti eða öðrum hætti.

Ég undirritaður/uð skrái mig hér með sem félaga í Félagi eldri borgara í/á_____________________

_________________________________ _______________ ________________________Nafn Kennitala Heimilisfang

_________________________________ ____________________________________________Heimasími/GSM Netfang

Greiðslumáti:

Mastercard □ VISA □ Greiðsluseðill í pósti □ Í heimabanka □

(Til að gæta fyllsta öryggis verður hringt í viðkomandi ef greitt er með greiðslukorti.)

SUMARDVÖL 2014 Í HELLUDALFYRIR ELDRI BORGARA

Boðið verður upp á sumardvöl í fallegri sveit í Helludal í Biskupstungum.

Áhersla verður á heilsuhvetjandi tilbreytingu með hollu og góðu mataræði, léttum æfingum, styrkjandi gönguferðum og ekki má gleyma skemmtilegri samveru. Gestirnir fá heim með sér

æfingaáætlun sem þeir geta nýtt áfram sér til heilsubótar.

Dagsetningar:30. júní - 4. júlí (4 nætur)7. júlí - 11. júlí (4 nætur)21. júlí - 24. júlí (3 nætur)28. júlí - 31. júlí (3 nætur)

Verð: Kr. 55.500 - 78.000.- vikan, fer eftir vali á herbergjum

Innifalið:• Gisting í 2ja manna herbergjum• Fullt fæði• Gönguferðir• Skógarferðir og léttar æfingar• Æfingaáætlun • Heitur pottur og gott fjallaloft• Góð samvera innanum dýr og menn• Óvæntar uppákomur

Fyrir hverja?Sumardvölin er fyrir eldri borgarar sem hafa áhuga og getu til að nýta sér þjónustuna. Miðað er við að gestir séu tiltölulega frískir og hafi gaman af útiveru og heilsueflingu.

Staðarhaldari og ábyrgðaraðiliSvava Jónsdóttir,

hjúkrunarfræðingur með yfir 30 ára reynslu af almennri hjúkrun, heilsueflingu og ráðgjöf.Frekari upplýsingar og skráning hjá Svövu á netfangið

[email protected] eða í síma 898 9832

www.itr.is ı sími 411 500011 5000

Gott fyrir líkama og sál

Heilsulindir í Reykjavík

Reykvíkingar, 70 ára og eldri fá ókeypis aðgang að sundstöðum ÍTR

!

19

Aðildarfélög Landssambands eldri borgara

Heiti félags Heimili Pnr. GSM Formðaur NetfangFEB Reykjavík og nágrenni Stangarhylur 4 110 8987288 Þórunn Sveinbjörnsdóttir [email protected] Kópavogi Gullsmári 9 201 8922006 Baldur Þór Baldvinsson [email protected], FEB Garðabæ Jónshús Strikið 6 210 8982432 Ástbjörn Egilsson [email protected], FEB Álftanesi Suðurtún 25 225 8926060 Gunndór Ísdal Karlsson [email protected] Hafnarfirði Flatahraun 3 220 8956158 Jón Kr. Óskarsson [email protected], FEB Suðurnesjum Njarðarvöllum 4 260 8961064 Eyjólfur Eysteinsson [email protected] Mosfellsbæ og nágr. Eirhamar 270 8610666 Harald Holsvik [email protected] Akranesi Höfðagrund 15 300 8941297 Ingimar Magnússon [email protected] Borgarnesi Arnarkletti 23 310 8935872 Guðrún M Harðardóttir [email protected] Borgarfjarðardölum Vatnshömrum 311 4370041 Sveinn Hallgrímsson [email protected] FEB Stykkishólmi Lágholt 8 340 8611312 Jón Eyþór Lárentsínusson [email protected] Grundarfjarðarbæ Hrannarstígur 40 350 8977047 Elísabet Árnadóttir [email protected] Snæfellsbæ Grundarbraut 6a 355 8652199 Emanúel Ragnarsson [email protected] Dalasýslu og Reykhólahr. Sunnubraut 19 370 8941824 Þrúður Kristjánsdóttir [email protected] Ísafirði Urðarvegi 32 400 8445970 Grétar Þórðarson [email protected] Bolungarvík Skólastíg 8 415 4567210 Ingibjörg Guðfinnsdóttir [email protected] Önundarfirði Brimnesvegi 22 425 8932693 Guðmundur B Hagalínsson [email protected] Vestur-Barðastr.sýslu Sigtún 15 450 8931217 Hermann Ármannsson [email protected] Strandasýslu Lækjartún 21 510 8683059 Sigrún Valdimarsdóttir [email protected] Vestur-Húnavatnssýslu Strandgötu 10 530 4512389 Sigurbjörg M Guðmannsdóttir sigurbjö[email protected] Austur-Húnaþingi Árbraut 21 540 8628603 Sigurjón Guðmundsson [email protected] Skagafirði Sauðármýri 3 550 8482504 Inga Valdís Tómasdóttir [email protected] Siglufirði Hlíðarvegi 17 580 8925414 Sverrir Sveinsson [email protected] Akureyri Bugðusíðu 1 603 8953210 Sigurður Hermansson [email protected]élag aldraðra Eyjafirði Grísará II 601 8974333 Hildur Gísladóttir [email protected] Grýtubakkahreppi Lómatjörn 601 8960847 Valgerður Sverrisdóttir [email protected]élag aldraðra Dalvík og nágr. Karlsbraut 13 620 8611384 Helgi Björnsson [email protected] Ólafsfirði Aðalgata 58 625 8630890 Fjóla Björgvinsdóttir [email protected] Húsavík Holtagerði 8 640 8956771 Anna Sigrún Mikaelsdóttir [email protected] Þingeyjarsveit Lækjarvöllum 641 8690294 Sigurður Pálsson [email protected]élag eldri Mývetninga Lynghrauni 5 660 8659775 Finnur Baldursson [email protected] Öxarfjarðarhéraði Gilhaga 2 671 4652240 Brynjar Halldórsson [email protected] Raufarhöfn Breiðablik Ágata 1675 8611314 Helgi Ólafsson [email protected] Þistilfirði Miðholti 1 680 8694106 Björgvin Þóroddsson [email protected] Vopnafirði og Bakkafirði Refstað I 690 8621443 Ágústa Þorkelsdóttir [email protected] Fljótsdalshéraði Hléskógar 2 700 8465412 Sævar Sigurbjarnarson [email protected] Reyðarfirði Melgerði 13 730 8644237 Erla Hjaltadóttir [email protected] Norðfirði Nesbakka 1 740 6920224 Hlín Aðalsteinsdóttir [email protected] Eskifirði Hátún 11b 735 8611937 Hallgrímur Arason [email protected], FEB Fáskrúðsfirði Skólavegi 37 750 8670241 Stefanía Óskarsdóttir [email protected] Djúpavogi Borgargarði 5 765 8484282 Erla S. Ingimundardóttir [email protected]élag eldri Hornfirðinga Bjarnahóll 10 780 8947210 Björn Kristjánsson [email protected] Selfossi Grænumörk 5 800 8637133 Sigríður J Guðmundsdóttir [email protected] Skeiða og Gnúpverjahr. Skeiðháholti 1 801 8611785 Vilmundur Jónsson [email protected] Biskupstungum Laugargerði 801 8981571 Fríður Pétursdóttir [email protected] Hveragerði Arnarheiði 35 810 8493312 Hrafnhildur S Björnsdóttir [email protected] FEB Þorlákshöfn Selvogsbraut 5a 815 8466222 Anna Lúthersdóttir [email protected] Eyrarbakka Eyrargötu 36 820 8661962 Regína Guðjónsdóttir [email protected]élag eldri Hrunamanna Hvammur 845 8646639 Björg Björnsdóttir [email protected] Rangárvallasýslu Borgartúni 6 850 8697219 Hilmar E Guðjónsson [email protected] FEB Mýrdals- og Austur-Eyjafjallahr. Kerlingadal 871 8460017 Guðrún Áslaug Árnadóttir [email protected]

FEB Skaftárhreppi Eystrahrauni 880 8897239 Katrín Þórarinsdóttir [email protected] Vestmannaeyjum Áshamar 3f 900 8944621 Gísli Halldór Jónasson [email protected]

Aðildarfélög Landssambands eldri borgara

20

Nú eru 53 félög innan LEB þegar þetta er skrifað og útlit fyrir að 2-3 séu að bæt-ast við. Félagar eru nú tæplega 21.000. Þar sem félögin eru svo mörg sem raun ber vitni er að sjálfsögðu ekki hægt að taka fyrir hvað hvert og eitt félag er að fást við í sínu félagsstarfi. Öll eru þau að vinna að sama markmiði. Að bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf, þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna félagsvist, bridge, bingó, boccia, dans og sund. Haldin eru opin hús með ýmsu skemmtiefni og alltaf eru veitingar á boðstólum í tengslum við starfið. Ýmis námskeið eru í boði í handavinnu og öðrum tómstundum. Þorrablótum FEB- félaga er sífellt að fjölga og er mikil ánægja með þau. Gönguklúbbar starfa víða og halda þar með við hreyfifærni og heilsu þeirra sem það stunda reglulega. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru félagslega virkir halda heilsunni betur og lengur en aðrir. Kórar eldri borgara eru oft liður í starfsemi félaganna og hefur það mikið gildi því söngurinn nærir og gleður, auk þess sem samvera kórfélaga er stór hluti af ánægjunni. Kórarnir taka oft lagið á fundum og samkomum félaganna og heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimili og smita þar söng-gleðinni. Jafnframt hafa kórarnir hver í sinni heimabyggð lagt sitt af mörkum við ýmsar opinberar athafnir í sínu sveitarfélagi og nágrannabyggðum.

Ekki má gleyma ferðalögum eldri borgara, bæði innanlands og utan sem félögin hafa haft forgöngu um. Eru það bæði leikhúsferðir, rútuferðir um landið og sólarlandaferðir til útlanda. Þá hafa nokkur hótel eins og Hótel Örk í Hveragerði verið með ýmsar uppákomur fyrir eldri borgara eins og Sparidaga og aðventukvöld. Væri ekki úr vegi að fleiri hótel fetuðu í þeirra fótspor,(og það hefur verið reynt) því eldri borgurum fjölgar og þá er þetta að verða stór markhópur eins og sagt er á viðskiptamáli. Mörg félög eru með námskeið í Íslendingasögum og taka fyrir eina sögu á vetri og fara síðan á

þær slóðir sem sagan gerist þegar nám-skeiði lýkur. Þetta er vaxandi þáttur hjá öllum stærri FEB-félögum.

Ný og vaxandi grein er íþróttamót 50+ sem UMFÍ hefur veg og vanda af og er þátttaka eldri borgara stöðugt að aukast. Þar er keppt í línudansi, pönnu-kökubakstri, sundi, hlaupi og boccia svo eitthvað sé nefnt. Þessi íþróttamót eru haldin vítt og breitt um landið og var síðasta mót haldið í Vík í Mýrdal. Það næsta verður á Húsavík í sumar. Þá er jafnan leitað samstarfs við það FEB-félag sem starfar á viðkomandi svæði þar sem mótið er haldið.

Allir sjá að það er margt að gerast í félagsstarfi eldri borgara og sem flestir á þessum aldri ættu að taka þátt í starf-inu í sinni heimabyggð og efla þannig samkennd og samveru. Látum nokkra núverandi og fyrrverandi formenn FEB félaga eiga síðustu orðin um fáein atriði sem eru m.a. á döfinni hjá þeim.

Ragnheiður Stephensen fyrrverandi formaður FEB í Mosfellsbæ: „Við höfum hér það sem kallað er Kíkt fyrir hornið. Þar tekur sig saman hópur eldri borgara og heimsækir söfn eða einhverjar menningarstofnanir í ná-grannabæjum. Einnig er í félaginu

starfandi umræðutorg til að ræða um menn og málefni líðandi stundar.“

Eyjólfur Eysteinsson FEB Suður-nesjum: „Við höldum hér Sagnakvöld á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Um það sjá eldri borgarar og eru með skemmti-legar frásagnir frá fyrri tíð. Þá hafa eldri borgarar í Sandgerði verið að aðstoða við lestrarkennslu grunnskólabarna og hefur það gefið góða raun. Einn hópur er í línudansi í félaginu og hann fer og dansar fyrir leikskólabörn og þau koma svo líka til eldri borgara og syngja í staðinn fyrir þau.“

Sigríður Guðmundsdóttir formaður FEB á Selfossi: „Við höfum aðgang að bókasafni í okkar húsnæði. Þar er oft setið og lesið eða bækur fengnar að láni.“

Björn Pálsson fyrrverandi formaður FEB á Norðfirði: „Hér í Neskaupstað er Sögustund eldri borgara alltaf á föstudögum. Við öflum líka fjár fyrir félagið með því að taka að okkur mót-töku gesta í Safnahúsinu í 3 mánuði yfir sumarið. Hver félagi sem það getur tekur eina viku.“

Hallgrímur Arason formaður FEB á Eskifirði: „Hér á Eskifirði annast eldri borgarar í félaginu gæslu á Sjóminja-safninu og við fáum af því tekjur.“

Mikil gróska í félögum eldri borgara um allt land

Frá félagsstarfinu á Reykhólum. Ljósmynd Hlynur Þór Magnússon.

21

Nú standa fyrir dyrum sveitarstjórnar-kosningar í vor. Við eldri borgarar sem jafnframt erum stækkandi hópur í þjóðfélaginu viljum gjarnan vera með í að móta tillögur um okkar mál-efni og hvernig þeim málum er fyrir-komið í okkar nærsamfélagi. Þó við séum ekki að hugsa til framboðs þá höfum við kosningarétt! Því vil ég með þessum orðum hvetja stjórnir félaga eldri borgara vítt og breitt um landið til að hafa samband við þá sem hyggjast bjóða sig fram í vor í þeirra sveitarfélagi og fá þá á fund og spyrja spurninga. Hvað ætlar ný sveitarstjórn að gera á næsta kjörtímabili í málefnum eldri borgara? Hvernig er heimaþjónustan? Eru heimsendingar á mat? Er einhver starfsmaður á vegum sveitarfélagsins að sinna þörfum eða starfsemi fyrir eldri borgara? Hvað með húsnæði fyrir starf Félags eldri borgara? Er það fyrir hendi eða nægilegt? Verður kosið öld-ungaráð hjá ykkur?

Finnst ykkur, góðir félagar, það vera metið að verðleikum allt það starf sem félög eldri borgara eru að leggja fram til að halda uppi félagslegri starfsemi? Það starf er vafalaust stór þáttur í því að rjúfa félagslega einangrun, sem oft sækir að á efri árum. Væri það starf ekki jafn mikið og raun ber vitni væri andleg heilsa eldri borgara miklu verri en hún er og það hefur áhrif á líkam-lega heilsu, sem svo aftur bitnar á heil-brigðis- eða félagslega kerfinu. Nýleg rannsókn á heilsufari eldri borgara sýnir að þeir sem eru félagslega virkir búa við betri heilsu en aðrir.

ÖldungaráðTil þess að búa til samráðsvettvang fyrir sveitarstjórnir og félög eldri borgara, þá ættu allar sveitarstjórnir að skipa öld-ungaráð, að loknum kosningum, eða láta kjósa það með beinni kosningu. Slík öldungaráð starfa samkvæmt lög-um á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi og Færeyjum. Öldungaráð er þó starfandi í Hafnarfirði, og tillaga var samþykkt hjá borgarstjórn Reykjavíkur s.l. vetur um öldungaráð, en hefur ekki komist í framkvæmd enn svo vitað sé. Helstu reglur um starfsemi öldunga-

ráða t.d. í Danmörku eru þannig að í hverju sveitarfélagi skal stofna a.m.k. eitt öldungaráð og það skipa 5 menn og 5 til vara . Síðan eru ákveðnar reglur um hvernig kjósa skuli í öldungaráð í Danmörku. Eftir að hafa rætt málið nokkuð við ýmsa aðila tel ég að best væri hér á landi að sveitarstjórn kysi í ráðið eftir kosningar eins og í aðrar nefndir og ráð. Sveitarstjórn hafi sam-band við Félag eldri borgara í sveitar-félaginu og gefi þeim kost á að tilnefna fólk í öldungaráð og félögin geta allt eins tilnefnt fleiri en úr eigin félagatali, en ekki aðra en þá sem eru 60 ára eða eldri. Sveitarstjórnin gefur út samþykkt um starfsemi öldungaráðs og það setur sér starfsreglur. Öldungaráð ráðleggur sveitarstjórn um málefni aldraðra og stuðlar að skoðanaskiptum eldri borg-ara og kjörinna fulltrúa um stefnu og framkvæmd þeirra mála. Með skipan öldungaráða í öllum sveitarfélögum og með þeim samningi sem Landssam-band eldri borgara gerði fyrir ári síðan við Velferðarráðuneytið um að Lands-sambandið sé formlega viðurkennt sem málsvari allra eldri borgara á Ís-landi værum við búin að koma málum okkar í all góðan farveg í stjórnkerfinu sem við getum nýtt okkur til áhrifa.

Við höfum reynsluna Oft hefur verið um það rætt að á upp-gangsárum í fjármálalífi Íslendinga, hafi bankarnir unnið að því að koma eldra fólkinu frá og setja yngra fólk í ábyrgðar-stöður. Jafnvel er talið að þar hafi fjár-málastofnanirnar gert mikil mistök, með því að kasta burt reynslu hinna eldri og reyndari, og hafi það átt sinn þátt í hruninu. Minna má líka á það að í mörgum þjóðfélögum hefur verið litið til elsta hópsins með virðingu og hann haft ákveðið hlutverk sem leið-andi í ákvarðanatöku fyrir samfélagið í heild. Við eldri borgarar höfum ekki aðstöðu til mikilla áhrifa þegar við erum hætt störfum á vinnumarkaðnum. Við höfum aðeins áhrif með orðum, skrifum og ályktunum. Margir eru þó enn vel í stakk búnir til að miðla af reynslu sinni og uppsafnaðri þekkingu í gegnum lífið. Þessa þekkingu og reynslu á að nýta okkur öllum til hagsbóta. Það er meðal annars hægt að gera með stofnun öldungaráða í öllum sveitar-félögum landsins. Þar sem við miðum okkur oft við nágrannaþjóðir okkar er tími til kominn að við séum ekki eftir-bátar nágranna okkar á Norðurlöndum í þessum efnum.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Öldungaráð í öll sveitarfélög

Greinarhöfundur við heimili sitt í Mýrartungu II í

Reykhólasveit ásamt einu barnabarni sínu,

Guðmundi Alex.

22

Kjaranefnd LEB skorar á ríkisstjórn og sérstaklega Heilbrigðisráðherra að skoða þá þætti í sjúkratryggingum sem tryggja fólki stuðning við þau hjálpar-tæki sem eru þeim annaðhvort lífs-nauðsynleg og/eða bæta lífsgæði fólks til muna. Má þar nefna niðurgreiðslu á heyrnartækjum sem hefur ekki hækkað árum saman. Á sama tíma hafa tækin hækkað verulega í verði. Það er ljóst að verðmunur á heyrnartækjum er mikill og þar af leiðir að mikill munur verður á því hvort þeir sem eru á lægstu tekjunum eigi nokkra möguleika á að njóta mestu gæðanna. Enn og aftur þessi alvarlega mismunun.

Kjaranefndin hefur einnig fjallað um að ef einstaklingur fær leiðréttingu

á lífeyri eins og um síðustu áramót, þá fylgir ekki leiðrétting á viðmiðunar-tölum TR þannig að fólk getur fallið í annan gjaldflokk eða misst annan bótarétt við 1-2.000 krónu hækkun frá TR. Kjaranefndin beinir því til félags-málaráðherra að endurskoða og leið-rétta þessar viðmiðunartölur.

Þá hefur kjaranefnd LEB fjallað um þann vanda sem þó nokkuð stór hópur eldri borgara glímir við en það er alltof há húsaleiga. Komið hafa fram tölur allt upp í 150 þúsund á mánuði og hafa þeir einstaklingar sem eru í þeirri stöðu og með lágmarkslífeyri ekki lengur tök á að framfleyta sér út mánuðinn. Þetta er fullkomlega óásættanlegt í velferðar-þjóðfélagi eins og Ísland er. Okur á

ekki að líðast. Þá vill kjaranefndin beina því til inn-

anríkisráðherra að heimild verði sett í lög um að sveitarfélög geti fellt niður fasteignaskatta á húsnæði sem eldri borgarar eiga og búa í.

Stærsta málið nú er að ríkisstjórn hækki bætur í samræmi við þá launaþróun sem er að eiga sér stað á síðustu mánuðum. Auk þess að rifja upp kosningaloforðin um að laga kjör eldri borgara vegna niðurskurðar á krepputímum.

Í kjaranefnd LEB eru Þórunn Svein-björnsdóttir, Grétar Þorsteinsson, Sverrir Vilbergsson, Jón Kr. Óskars-son, Baldur Þór Baldvinsson, og Stef-anía Magnúsdóttir.

Ályktun kjaranefndar LEB frá 18. mars 2014

Kæru lesendur.Ég óska félögum í Landssambandi eldri borgara til hamingju með tímamótin og 25 ára afmæli þessara mikilvægu heildarsamtaka hinna eldri og reyndari borgara í landinu.

Við sem yngri erum höfum margt að læra af ykkur sem eigið lengra líf að baki, fjölbreytta reynslu úr lífi og starfi og margvíslega menntun, hvort sem hennar hefur verið aflað í hefð-bundnum skólum eða í skóla lífsins.

Viðhorf til eldra fólks og staða þess í íslensku samfélagi hafa tekið töluverðum breytingum í gegnum tíðina. Segja má að eftir að þriggja kynslóða fjölskyldu-gerð sveitasamfélagsins leið undir lok hafi skapast áður óþekkt gjá á milli kyn-slóða. Elsta kynslóðin bar skarðan hlut frá borði við þennan aðskilnað þar sem yngra fólkið missti sýn og skilning á mikilvægi þeirrar þekkingar og kunn-áttu sem fólk aflar sér með árum og lífs-reynslu. Félagslegu tengslin breyttust og margir hinna eldri fengu tilfinningu fyrir því að hafa glatað hlutverki sínu og verið settir til hliðar.

Umræða um málefni eldri borgara endurspeglaði breytt og verri viðhorf. Um langt skeið mátti á henni skilja

að eldri borgarar væru upp til hópa óvirkir, heilsulausir og hjálparvana og að einu málefni samfélagsins sem þá vörðuðu væru heilbrigðismál og bygg-ing og rekstur hjúkrunarheimila. Nú er þessi tími liðinn, sem betur fer.

Eftir því sem ég fæ best séð hafa á liðn-um árum orðið mikilvægar breytingar á viðhorfum samfélagsins til eldra borg-ara og þeir hafa styrkt stöðu sína á ný. Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist hratt, eldra fólki fjölgar hlutfallslega mest, lífslíkur aukast og heilsufar fer batnandi. Við vitum öll að aldur er af-stæður og meðan fólk heldur andlegri og líkamlegri heilsu er aldur engin fyrir-staða fyrir virkri þátttöku í samfélaginu.

Hinir svokölluðu eldri borgarar þessa lands eru nú stór og fjölbreyttur hópur fólks sem lætur til sín taka í samfélags-umræðunni og er ekkert óviðkomandi.

Landssamband eldri borgara á tví-mælalaust mikilvægan þátt í því hvern-ig viðhorf til eldra fólks hafa breyst til betri vegar og staða þess í samfélginu sömuleiðis. Allar kynslóðir eru mikil-vægar og hafa eitthvað fram að færa sem skiptir máli í heildarsamhenginu. Þetta ætti nú öllum að vera orðið ljóst.

Framundan eru margvísleg og stór við-fangsefni. Kjör eldri borgara ber þar hátt og ég mun áfram vinna að því að skila til baka þeim skerðingum sem þeir hafa sætt á undanförnum árum. Að mörgu fleiru er þó að hyggja, hvort sem um ræð-ir húsnæðismál, atvinnumál, lífeyrismál og svo mætti áfram telja. Ég legg almennt áherslu á víðtækt samráð og samvinnu í þeim málaflokkum sem ég ber ábyrgð á sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Þannig eru mestar líkur á skynsamlegum niðurstöðum í vandasömum verkefnum.

Um leið og ég ítreka hamingjuóskir til Landssambands eldri borgara á tímamótum óska ég þess að eiga fram-undan gott samstarf við þessi mikil-vægu samtök, líkt og verið hefur.

Afmæliskveðja frá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra

Eygló Harðardóttirfélags- og húsnæðismálaráðherra.

MADEBY SWEDEN

Svíþjóð, líkt og Ísland, er land andstæðna. Þar tekst ljósið á við myrkrið. Stórbrotið landslag, langar vegalengdir, snjór, rigning og ís.

Þetta er heimili Volvo XC60. Bíll sem er byggður fyrir ólíkar aðstæður. Upplifðu einstaka hönnun og skandinavískan lúxus.

KYNNTU ÞÉR NÝJAN OG ÖFLUGRI VOLVO XC60

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.isVolvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Komdu og skoðaðu Volvo XC60 AWD með nýrri og öflugri dísilvélMeira afl, aukin sparneytni og enn skemmtilegri í akstri

Volvo xc60 awdverð frá 8.790.000 kr.volvo.is

- VOLVO XC60 OG ZLATAN -

Opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.

24

Orkudrykkur:Spinat mango boost, frá Guðrúnu M1 lúka ferskt spínat1 mango1 gulrót1 grænt epliengifer 2 – 3 sm(1 daðla)klaki eftir smekk og vatn ef þarf.

Grænmetið er hreinsað og smækkað.Látið í blandara ásamt klaka og vatni ef vill.Blandað þar til það er silkimjúkt.

Rauðrófusúpa, rússnesk, frá Elísabetu S. M.Rauðrófur eru hollar, ódýrar og hitaeiningasnauðar500 g rauðrófur2 laukar2 gulrætur200 g hvítkál2 msk olífuolía1 lítri vatn2 grænmetisteningar (gjarnan gerlausir)1 lárviðarlauf1-2 msk sítrónusafi eða hvítvínsediksteinselja, smátt söxuðsýrður rjómi (5%)svartur pipar og salt (ef þarf, því allir súputeningar eru saltir).

Afhýðið rauðrófur, lauk og gulrætur, skerið burt stofn og ystu blöðin af hvítkálinu. Skerið allt grænmetið í þunnar ræmur. Skiljið eftir smá bút af rauðrófu. Hitið olíuna í potti og látið grænmetið krauma í nokkrar mínútur.

Hellið vatninu yfir, setjið teninga, lár-viðarlauf og pipar saman við og sjóðið í lokuðum potti í 20-30 mínútur. (Ef þið viljið er einnig hægt að mauka grænmetið í matvinnsluvél eftir suðu). Rífið rauðrófubútinn smátt og setið út í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Súpan verður þá fallega rauð. Bragðbætið með sítrónusafa eða ediki og salti ef þarf. Stráið ferskri smátt saxaðri steinselju yfir súpuna og berið fram með sýrðum rjóma.

Rauðrófu forréttur frá Sollu E. á Gló2 hnefar klettasalat2 msk kapersber1 msk svört (eða hvít) sesamfræ1-2 rauðrófur, skornar í mjög þunnar

sneiðar (ég nota mandolin).Marínering:3 msk, góð kaldpressuð olía1 msk tamari-sósa1 msk fínt saxaður kóríander1 hvítlauksrif1 tsk engiferduft1 tsk smátt saxaður chili-pipar.Skerið rauðrófurnar í mjög þunnar sneiðar, gott að nota mandolin, hrærið saman öllu sem á að fara í maríneringuna og látið rauðrófusneiðarnar marínerast þar í um 15 mín. (í lagi að hafa lengur). Setjið helminginn af klettasalatinu á fat, blandið rauðrófusneiðum og restinni af klettasalatinu saman og setjið ofan á, toppið með kapersberjum og svörtum sesamfræjum. Slettið smávegis af pip-arrótarsósunni yfir og berið restina af sósunni fram í lítilli skál.

Piparrótarsósa:75 g kasjúhnetur50 g brasilíuhnetur3/4 bolli vatn1 límóna, afhýdd½ bolli kaldpressuð ólífuolía2 msk rifin piparrót2 msk næringarger (fæst í Bónus)2-3 döðlur1 hvítlauksrif½ tsk sjávarsaltsmávegis nýmalaður svartur pipar.Allt sett í blandara og blandað þar til sósan er silkimjúk, ef hún er of þykk má bæta smávegis vatni út í, ef hún er of þunn má bæta smávegis hnetum út í.

Melónuforréttur frá Guðrúnu K1 melónarækjur og kræklingur200 g sýrður rjómi2 msk olíusósa (majónes)100 g rifinn gráðosturkaviar og paprikuduftMelónan skorin þversum í 5-6 sneiðar. Rækjurnar og kræklingurinn látin á miðjuna og blöndu af olíusósu og sýrð-um rjóma hellt yfir. Ostinum stráð yfir og skreytt með kaviar og paprikudufti

Eplakaka með möndluloki frá Guðrúnu K.1 kg epli og 2 msk sykur150 g smjör85 g sykur (1 dl)2 egg60 g hveiti (1 dl)2 dl fínt malaðar möndlurHrært deig. Eplabátar settir í eldfast

FræðsluhorniðBryndís Steinþórsdóttir

Ágætu lesendur bestu þakkir fyrir ánægjuleg samtöl og efni í blaðið. Enn á ný erum við minnt á að vanda vöruval og velja holl matvæli. Skráargatið sem er opinbert, samnorrænt merki var tekið upp hér á landi 12. nóvember s.l. sem liður í því að stuðla að bættu mataræði og bættri heilsu. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Merkið er sett á umbúðir matvæla sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu og magn næringarefna. Þannig stendur Skráargatið fyrir minni og hollari fitu, minna salt, minni sykur og meira af trefjum og heilkorni í matvörum. Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, ávexti og grænmeti. Markmiðið er einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla að auknu framboði á markaði. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Stofnanirnar hvetja fólk til að kynna sér merkið og nýta sér það við næstu innkaup á matvörum. Nánari upplýsingar má fá á www.skraargat.is

Hér koma nokkrar áhugaverðar uppskriftir sem þættinum hafa borist:

25

mót og sykri stráð yfir. Deigið er sett yfir og bakað í miðjum ofni við 180 °C í 20- 30 mín. Góð með þeyttum rjóma eða sýrðum rjóma.

Hversdagskökur- ljúffengar og fremur hollar frá Sigrúnu D. El. 1 bolli rúgmjöl1 bolli grahamsmjöl1 bolli heilhveiti4 tsk lyftiduft½ - 1 bolli sykur eða hrásykur1 bolli saxaðar döðlur½ bolli brytjað suðusúkkulaði½ -1 bolli matarolía1-2 bollar mjólk eða vatn

Allt sett í skál og hrært með sleif. Ath. að deigið má ekki vera of þykkt. Sett með matskeið á plötu eða í lítil pappírsmót.Bakað við 180° í 10-20 mín.

Þessar kökur er tilvalið að baka t.d. á sunnudagsmorgnum þegar litlu börnin ber að garði og langar í eitthvað sætt á eftir Cheeriosinu.

Nýtum afganga. Látum ekki spyrjast um okkur að við hendum afgöngumDrýgjum þá t.d. með soðnu grænmeti og grófu brauði og /eða grænmetis-salati, við getum einnig bakað ósætar pönnukökur.Pönnukökur með fyllingum (t.d. afgöngum)Búið til venjulegt pönnukökudeig, án salts (ef fyllingin er sölt) og án sykurs.Dæmi um fyllingu:Grænmeti, grænmetiréttir, fiskiréttir, kjúklingaréttir eða aðrir kjötréttir. Rækjur í hollenskri sósu eða jafningi o.fl. Smyrjið eldfast mót. Vefjið pönnu-kökunum upp með fyllingunni. Raðið þeim í mótið og stráið rifnum osti yfir.Bakið við 200 – 250° hita eða þar til osturinn er bráðnaður og innihaldið heitt. Berið fram með t.d. góðu græn-metissalati.

Handavinna:Sjal frá Björgu í FöndruGarn: Air lux frá Katia 3 dokkurPrjónar nr: 3½ og 4mm

Fyrstu og seinustu 6 L á prjóninum eru alltaf prj sl fram og til bakaFitjið upp 120 L og prj 8 umf. slPrjónið því næst munstrið eins og hér sést

með 6 sl L í byrjun og enda hverrar umf (Fyrstu 6 L sl, munstur og síðustu 6 L sl)Endurtakið munstur 12 sinnum, og að lokum eru prj. 8 umf sl.

Barnahúfa með eyrnaskjól-um frá MargrétiEfni Babygarn og prjónar nr. 3 eða garn sem passar fyrir próna nr 3

Munstur: slétt= sl , br= brugðið, p= prjónn1. p. sl , 2. p. b ,3. p. sl, , 4. br , 5. p sl , 6. p sl , 7. p br , 8.p , brÞessir 8 prjónar eru munstrið.Byrjað á hægra eyrnaskjóli. Fitjið upp 7 lykkjur á prjóna nr.3 og prjónið 4 umferðir garðaprjón, síðan munstur. Tekið úr eftir fyrstu 3 lykkjurnar og fyr-ir síðustu 3 lykkjurnar, sem eru alltaf prjónaðar sléttar.Aukið síðan út í 8. hverjum prjóni þar til lykkjurnar eru 21. Þegar búið er að prjóna 7 munstur eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur í hnakkan-um. Prjónið 13 lykkjur slétt, 15 lykkjur munstur og 3 sl. 3 p, 3 br 15 l munstur, 3 sl. 4 p er eins og 2 p, 5p eins og 3 p, 6 p eins og 2 p, 7 p er eins og 3 p, 8 p eins og 2 p. Prjónið 8 p. munstur með 3 sléttum í kantinum við hnakkann. Prjónið ann-að stykki eins, en vinstra eyrnaskjól. Búið til hnappagat eftir 4 umferðir.Nú eru stykkin sett saman á einn prjón og fitjaðar upp 28 lykkjur. Þá eru 90 lykkjur á prjónunum. Því næst er prjón-að munstur nema 34 miðlykkjurnar sem eru prjónaðar slétt fyrstu 4 umferð-irnar, síðan er prjónað munstur allar lykkjurnar Þegar komin eru 5 munstur er byrjað að taka úr. x Prjónið 7 lykkjur og takið síðan 2 saman út prjóninn. x Prjónið 3 umferðir án úrtöku og síðan x 6 l. tvær saman x endurtakið í 4 hverri umferð með einni lykkju minna á milli þar til 10 lykkjur eru eftir. Slítið frá og þræðið garnið í gegnum lykkjurnar og herðið að. Gangið frá endanum.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur og er til viðtals ef óskað er.Með bestu óskum.

Bryndís Steinþórsdóttir hússtjó[email protected]

X X X X X X X X

\ O X X X X X X X O / X

X X X X X X

\ O X X X X X O / X

X X X X

\ O X X X O / X

X X

\ O X O / X

X

O \ X / O

X

O \ X / O

X

O \ X / O

X X X X X X X X

X X X O / X \ O X X X X

X X X X X X

X X O / X \ O X X X

X X X X

X O / X \ O X X

O / X \ O X

X

/ O O \ X

X

/ O O \ X

X

/ O O \ X

26

Þegar við erum hætt að vinna og orðin eftirlaunaþegar er ýmislegt sem breytist hjá okkur. Við hættum að fara daglega til vinnu og hreyfum okkur því minna en áður, en matur á heimilinu er alltaf nærtækur. Brennsla líkamans minnkar og efnaskiptin einnig. Flest okkar sakna vinnufélaga og starfsins okkar og við förum hugsanlega að narta meira í mat. Ef við förum ekki varlega vilja aukakílóin hlaðast utan á okkur.

Orkuþörfin minnkar en þörfin fyrir vítamín, steinefni, prótein, lífsnauð-synlegar fitusýrur og trefjar minnkar ekki. Við þurfum því að vanda okkur meira en áður og velja rétta matinn, svo að við fáum þau lífsnauðsynlegu næringarefni sem við þörfnumst. Vís-indamenn á sviði næringar og heilsu eru sammála um að best sé að fá nær-ingarefnin úr matnum sjálfum, frekar en að fá þau úr fæðubótarefnum.

Hvað eigum við þá helst að borða? Við eigum að borða mat sem inniheld-ur mikið af lífsnauðsynlegum næring-arefnum, en að sama skapi ekki mikla orku (eða hitaeiningar). Það sem við eigum að leggja áherslu á, er að borða daglega grænmeti, ferska ávexti, fitu-litlar mjólkurvörur, grófan kornmat, mjúka fitu og hóflega af próteinríkri fæðu. Af próteinríkri fæðu er fiskurinn bestur, en einnig má fá í staðinn mag-urt kjöt, egg, baunir og hnetur. Á Ís-landi er nauðsynlegt að taka D-vítamín í töfluformi eða taka lýsi. Ráðlagðir dagskammtar af D-vítamíni eru 20 míkrógrömm fyrir 70 ára og eldri.

En hvað eigum við þá helst að forðast eða minnka stórlega?Ef við viljum koma í veg fyrir auka-kílóin, verðum við að draga stórlega úr neyslu á sykri og sykruðum mat, kökum, kexi, sælgæti og gosdrykkjum. Einnig öllu því sem hefur að geyma mikið af sigtuðu korni, svo sem hvítu hveiti, hvítum hrísgrjónum og fínunn-inni sterkju, hvítu pasta og pitsum. Mjög mikilvægt er að lesa um efna-

innihald á öllum tilbúnum dósa- og pakkavörum, og forðast matvörur þar sem sykur, glúkósi, frúktósi eða sterkja eru í fyrstu sætunum í innihaldslýsing-unni (e. ingredients, d. ingredienser). Kaupum mest ferskt hráefni og eldum matinn frá grunni. Með því að forðast þessar matvörur má koma í veg fyrir uppþembu og þyngdaraukningu.

Annað sem skiptir miklu máli fyrir okkur.Ég ráðlegg öllum sem vilja fækka aukakílóunum að hafa reglu á máltíðunum. Borða góðan og hollan morgunverð, hóflega stóran, borða hægt og njóta bragðsins. Ekki lesa dag-blöðin á meðan á máltíðinni stendur. Finna hvenær við erum orðin hóflega södd og hætta þá. Þetta á reyndar við um allar máltíðir dagsins. Hádegis-verðurinn getur verið aðalmáltíð dags-ins eða aukamáltíðin eftir aðstæðum hvers og eins. Við forðumst feitu sós-urnar og sykruðu eftirréttina. Látum grænmetið fylla að minnsta kosti helm-inginn af diskinum. Ef um aðalmáltíð dagsins er að ræða er próteinfæðan þar til staðar, ekki svo stór skammtur (120 grömm er ríflegur skammtur). Síðan eru kartöflurnar okkar góðu nauðsyn-legar, ásamt grænmetinu. Í staðinn fyrir kartöflur mætti borða brún hrís-grjón, bankabygg eða annað heilkorn. Kvöldverðurinn getur svo verið með ýmsu móti, heitur eða kaldur. Ekki gleyma grænmetinu í aukamáltíðina. Við getum haft grænmetissúpu úr fersku grænmeti eða grænmetissalat með fiski, eggi eða kjúklingi. Með því höfum við gjarnan gróft brauð með hollu próteinríku áleggi. Ekki gleyma ráðleggingum landlæknisembættisins um 5 skammta af grænmeti og ávöxtum

daglega. Grænmetið ætti að vera u.þ.b. 300 grömm og ávextirnir 200 grömm. Hollara er að borða ávextina heila, ekki sem safa. Það verður enginn of þungur af grænmeti. Njótum matarins, borðum hægt, fylgjumst vandlega með því hvenær við erum hæfilega södd og hættum þá. Ekki horfa á sjónvarp eða lesa á meðan við borðum. Reynum að salta matinn sem minnst. Gleymum ekki að drekka nóg af vatni, því þorsta-tilfinningin dofnar þegar við eldumst.

Veitum því sérstaka athygli hvenær við erum svöng og hvenær við erum orðin södd. Hugsum ekki um aðra þegar við komum í veislur, við þurfum ekki að borða fyrir gestgjafann, jafnvel þó í boði séu miklar kræsingar. Við hugsum eingöngu um okkur og okkar heilsu. Hafi aukakílóin hlaðist á okkur, verðum við hægt og rólega að breyta matarvenjum okkar. Breytum hugar-farinu og það strax í dag. Við vitum að alls konar sjúkdómar og erfiðleikar geta fylgt ofþyngdinni. Flestir þola alveg að vera svangir í dálítinn tíma, en við þolum ekki að vera í stöðugri veislu. Förum eftir ráðleggingum land-læknisembættisins um mataræði, þær eru byggðar á vísindalegum grunni, hjálpa okkur að borða rétt og fá lífs-nauðsynleg næringarefni. Gangi ykkur vel.

Mataræði á efri árum

Aukakílóin

19

Frá Kvenfélagasambandi Íslands - umsjón Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri

Hafkalk1/4

og þegar þangað var komið var opnuð önnur flaska af Fanta Lemon og nú skildum við gjöra svo vel að dansa með þeim við indverska tónlist. Þetta var mikið fjör en klukkan var orðin margt og við áttum að mæta fljótlega í rútuna. Húsbóndinn á heimilinu átti forláta mótorhjól og skutlaði hann okkur að rútunni og voru samferðakon-ur okkar undrandi á svipinn þegar við komum brunandi á staðinn á mótorfák og auðvitað á síðustu stundu.

Þessi heimsókn var eftirminnilegasti hluti ferðarinnar og mun seint gleymast. Gestrisni þorpsbúa og hlýja var með ólíkindum. Það brostu allir og virtust vera hamingjusamir þó að þau væru í raun og veru sárafátæk

Þroskandi og ógleymanleg reynslaÞað að fá tækifæri til að fara slíka ferð er ómetanlegt.

Þetta er lífsreynsla sem skilur mikið eftir sig. Það var mjög gaman að kynnast öllum þessum frábæru konum og mjög athyglisvert að sjá hverju þær hafa fengið áorkað með vinnu sinn í ACWW. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þeirra eru allar þessar konur að vinna að sameiginlegum verkefn-um og ótrúlega dýrmætt að hittast á þessum vettvangi og deila reynslu, skoðunum og hugmyndum.

Við höfum það svo gott á Íslandi að við gleymum oft hvað lífið getur verið erfitt í fátækari löndum heims og hvað konur geta búið við erfið lífskjör. Það þroskar okkur að kynnast aðstæðum kynsystra okkar víðs vegar um heim-inn og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi til að bæta þeirra hag.

Föndra Dalvegi • KópavogiFöndra Sunnuhlíð • Akureyri

Allt fyrir silkiborðasauminn

20% kynningarafsláttur

Elísabet S. Magnúsdóttir, MSc. næringarfræðingur.

Turbuhaler innöndunartæki

Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astmaog langvinnri lungnateppuLeiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000

Einfalt og auðveltí notkun

10-2

013-0

1

28

Nýr fram-kvæmdastjóri hjá LEB

Um mánaðamótin nóvember des-ember s.l. lét Grétar Snær Hjartarson af störfum að eigin ósk, sem fram-kvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB). Hann tók við því starfi á vormánuðum 2011 við erfiðar að-stæður. Grétar lyfti grettistaki við að koma rekstri LEB á réttan kjöl og var vakinn og sofinn að huga að velferð sambandsins í störfum sínum. Honum er þakkað af heilum hug af stjórn LEB fyrir alla vinnuna. Um leið óskar stjórn LEB honum velfarnaðar í öðrum þeim störfum sem hann er að vinna í þágu eldri borgara, því þar er hann vissulega ennþá að.

Nýr framkvæmdastjóri LEB er Haukur Ingibergsson og tók hann formlega við stöðunni 1. desember s.l. Haukur hefur nýlega látið af störfum í opinberu starfi sem hann gegndi um árabil, við góðan orðstýr. Hann hefur unnið ötullega að málefnum eldri borgara hin síðari ár og hann er jafnframt stjórnarmaður í LEB og gegnir þar varaformennsku. Það er því mikill akkur fyrir Landssambandið að fá til starfa framkvæmdastjóra sem þekkir vel starfsemi Landssambandins og er fullur af áhuga fyrir velferð og framtíð þess.

Áfengisveitingar á elliheimilum

Listinni að lifa bárust skemmtilegar vangaveltur Philip Vogler á Egilsstöðum varðandi umræður um áfengisveitingar á elliheimilum, sem hér fer á eftir:

Ég hef ekki enn tekið þátt í félags-störfum eldri borgara en það líður að því enda er ég árgerð 1950. Annars fylgist ég eitthvað með málefnum aldr-aðra vegna eigin foreldrar og tengda-foreldra. Þess vegna hef ég orðið var við umræðu um stefnu í mögulegum áfengisveitingum á elliheimilum.

Hér fyrir neðan er smá innlegg í þá umræðu. Ef ykkur finnst það passa inn í Listina að lifa þá væri það fínt.

Skapast ró um elliár,oft á manni vantar hár.Til muna flestar minnka þrár,margur haus er fráleitt klár.

Þó miðli börnum fúlgu fjár,fer samt maður enn á krár.Ef ver þar miklu í vínsins tárverður snauður kannski og blár.

Ætti frekar úr að draga,ástand setustofa laga.Best sig sjálfan beita aga,bjartra njóta ellidaga.

Með kveðju,Philip Vogler

Sigurbjörg Heiða 3ja ára Dalabyggð„Ég á afa og ömmu á Akranesi og þegar ég er hjá þeim fer ég oft að hjóla úti. Svo er líka fullt af dóti hjá þeim sem mamma og bróðir hennar áttu þegar þau voru lítil. Ég á líka afa og ömmu í Borgarnesi. Það er gaman að vera hjá þeim öllum. Þau eru öll góð og ömmur mínar eru báðar sætar.“

Embla Kristín að verða 5 áraDalabyggð„Ég á fjórar ömmur og einn afa, ég fer stundum til þeirra og við förum til dæmis út að labba og horfum á sjón-varpið. Ég má ekki hofa á allt, en ég er búin að horfa á alla diskana hjá ömmu Gullu. Afi og amma á Kvennabrekku eiga fullt af dýrum, alls konar dýr og ég er ekkert hrædd við þau. Bara þegar ég var smábarn, ég er ekki smábarn núna. Einu sinni „látti“pabbi mig í hjólbörur og nautið kom og velti hjólbörunum og það þurfti að láta klaka á ennið mitt. Ég fæ stundum að sofa heima hjá afa og ömmu og þar er hellingur af dóti.“

Hvað segja börnin um afa og ömmu?

29

Securitas og Landssamband eldri borgara eiga í góðri samvinnu um að bæta öryggismál eldri borgara og kynna þeim margs konar tæki sem stuðlað getur að öruggara ævikvöldi. Einn liður í þessu samstarfi er að fulltrúar frá Securitas hafa mætt á fundi hjá eldri borgurum og kynnt það sem fyrir-tækið hefur uppá að bjóða. Ein slík kynning var nýlega haldin á Nesvöllum hjá FEB á Suðurnesjum og fékk góðar viðtökur hjá þeim gestum sem mættu á Nesvelli. Haukur Ingibergsson, varafor-maður Landssambandsins flutti ávarp í upphafi og sagði frá mikilvægi þess fyrir eldri borgara að vera í góðum sam-skiptum við Securitas, en fyrirtækið er eitt af hollvinum LEB. Rætt var um gildi þess fyrir eldri borgara að hafa öryggishnappinn á sér og einnig voru kynnt fjölmörg önnur öryggisatriði sem og öryggistæki. Að lokinni kynn-

ingunni slógu Kjartan Már Kjartans-son og hans menn á létta strengi að

loknu kaffihléi. Securitas hefur vaxið og dafnað í þau 35 ár sem það hefur starfað. Hjá fyrirtækinu vinna mörg hundruð starfsmenn og þótt megin starfsstöðin sé í Reykjavík er fyrirtækið líka með starfsstöðvar á Reykjanesi, Akureyri, Reyðarfirði, Eskifirði, Sel-fossi, í Borgarnesi og Hveragerði. Þjón-ustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Vörur sem félagið selur eru m.a. innbrotavið-vörunarkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, aðgangsstýrikerfi og slökkvikerfi. Securitas er leiðandi fyrir-tæki sem vinnur mikið forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir að þeir verði fyrir tjóni. Heiðarleiki, árverkni og hálpsemi eru þau orð sem Securitas setur sér að vinna eftir gagn-vart sínum viðskiptavinum sem í dag telja um tuttugu þúsund.

Samstarf LEB og Securitas

Kjartan Már, framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi.

Slegið á létta stengi, Kjartan Már Kjartansson á gítar, Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, á hljómborð og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri LEB, á harmonikku.

Meðalævin er að lengjast og því er að spáð að draga muni saman með körlum og konum. Í mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er því spáð að árið 2060 muni stúlkur geta vænst þess að verða rúmlega 88 ára og að

drengir tæplega 87 ára.

Nýfæddir drengir geta vænst þess að verða 80,8 ára núna.

Nýfæddar stúlkur geta vænst þess að

verða 83,9 ára.

30

KROSSGÁTALausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni.

Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnirtil skrifstofu LEB fyrir 15. júní 2014. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik.Vinningshafi síðustu krossgátu var: Ingibjörg Þorgilsdóttir, Stóragerði 2, 860 Hvolsvelli.og hlýtur hún kr. 10.000 í verðlaun.Lausnarorð síðustu gátu var: Hollur er heimróður

Hætta                  við

Keppni                    Lang-­‐                  amma

Flatn-­‐                  eskja                    Bjálki

Getur                    Aðstoð                  Reipi

Stóð                      upp                          

Teppi

Óhóf                        Vegur                      Tjón

Lykkja                      Una                      

Temur

Hrauk-­‐                    ar                        

Sérhlj.

Tónn                    Jómfrú

Rár                    Fóta-­‐                  

menntFugl                        Um-­‐                      stang

4 7

Ílát                    Vantrú                        Gösl

14

Tölur                    Vera                            Tusk

Kant-­‐                  aður                    

Slarka

Óæfð                        Harð-­‐                    æri

Fen                    Hjól                  

Stafina

Bíl-­‐                      stjóri                      

Galdur

11

Sósa                              Tamin

19Ögn                      

Bolur

ParAndvari                      Veisla                  Öskra

16

Upphaf6

Hellti                    Föggur

Vökva                    Mixtúra                        Kúgar

22 15

Tenging                    Mælti

12 Klafi                    Myllur                    Vigtaði

Skraut                    Friður                      Skaði

Snert-­‐                ill

20Hagur                      Spurn

Sérstök                      Biður

Andar                    Hita-­‐                    tæki

Háð ÁttSkjól                        Rugl                      

Móða

Blóm                      Áhald                  Núna

2

Skafinn                  Sjór

9 Veiði-­‐                    skip                    

Samhlj.

13

Hafrót                      For

5 Dregur                  Spann                    Sálin

17

Firn Hrjúf                      Röstin

Skurður                    Vangá

1 Væta                    Vangi                  Trjóna

Ó-­‐                              hræsi

Kerald

Alls-­‐                    lausar                      Bikkja

Kimi                        Röð

Vot-­‐                      lendi

10 Von                        Möndull-­‐                    

inn

18 8

Frá                        KL.  15                        Hylur

3 Títt                      Töfra-­‐                    stafur

21

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11

12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

31

Ég byggði mér hús eins og bænda er siður og bjó þar af mikilli spekt. Þröskuldinn upp og þakið niður, þá var ég arkitekt.

Þessi vísa birtist í síðasta Vísnaskríni og sagði ég hana vera eftir Þorstein Þorsteinsson, eldri frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Þarna varð mér það á að rangfeðra Þor-stein. Hann var Guðmundsson en ekki Þorsteinsson. Þetta leiðréttist hér með um leið og aðstendendur eru beðnir vel-virðingar á þessum mistökum.Þorsteinn orkti þegar honum fannst skrokkurinn ekki ætla að endast sem skyldi

Drottinn skapti mig til mannsúr mold og leir og ryki.Var það ekki á ábyrgð hansað ekki smíðin sviki?

Þorsteinn vissi líka fullvel um gildi þagmælskunnar.

Það geta brugðist þagnarheit þegar skiljast vegir. Þrír ef vita, þjóðin veitþað sem enginn segir.

Daði Guðmundsson í Snóksdal handtók Jón, biskup, Ara-son og syni hans. Hirðstjórinn Laurentius Mule taldi að öxin og jörðin geymdi þá best, en biskup orkti.

Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt.

Ingi Kr. Stefánsson, tannlæknir, gerir góðlátlegt gys að jóla-guðspjallinu með nýtískulegu ívafi.

Maríu fylgdi maður sem til manntals gekk í Betlehem. Geistlega hana gerði bomm Guð á himnum punktur com.

Kirkjuverðinum í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, Karli Krist-ensen, þótti ómaklega vegið að heilögu jólaguðspjalli og svaraði vísunni þannig.

Þeir sem gera að öllu gysGuðs orði – mönnum til athlæis, þeir gætu hafnað til heimilis í hel att víti punktur is.

Maríur Ólafsson sat ásamt fleiri hagyrðingum á veitingahúsi og botnaði tafarlaust alla fyrriparta sem komið var með.

Kemur þá inn Jóhann Garðar Jóhannsson og er beðinn um fyrripart.

Hafi ég reynt að henda steinihefir hann lent á réttum stað.

Maríus botnaði samstundis.Hafirðu lofað hundi beini hefurðu alltaf svikið það.

Ég hef haft það fyrir sið að birta ekki vísur á prenti ef ég veit ekki nafn höfundar, en brýt nú þá reglu. Morguninn eftir mikinn gleðskap á þorrablóti orkti einn gestanna.

Hvílík högg og hamraskak, af hjarta yrði ég glaður ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður.

Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal, úrsmiður á Akureyri, var prýðis hagyrðingur en hefur vafalaust ekki verið of fjáður þegar hann orkti.

Ég er ekki alveg snauður allt þó bresti mig því fátæktin er einnig auðurútaf fyrir sig.

Bjarni hugsaði líka um vistaskiptin á eftirfarandi hátt.

Syndir eins og fjaðrafok finnast kringum veginn, þegar ég í leiðarlok lendi hinumegin.

Lárus Þórðarson og Reynir Jónasson, organisti og nikkuleik-ari með meiru, voru samkennarar við Álftamýrarskóla. Eitt sinn, á þriðjudagsmorgni, hringdi Reynir og boðaði forföll. Lárus greip þetta á lofti og út flaug vísa.

Ellikerling ill og grá engum reynist vægin.Hann hefur kanski háttað hjáhenni á mánudaginn.

Sveinn Víkingur gaf út þrjú kver með vísnagátum, 50 gátur í hverju kveri. Að þessu sinni lýkur Vísnaskríninu með gátu úr einu kveri Sveins.Allir reyna að elta það.Ófúsir að taka það.Fáir þeir, sem finna það.Fæstum létt að greiða það.

Lausn gátunnar er á bls. 43.

Vísnaskrínið

32

Færeyjar:Ný lög um eldri borgara eru í vinnslu og eiga að taka gildi 1. janúar 2015. Þar er áætlað að flytja málaflokkinn frá ríki til sveitarfélaga. Þetta hefur verið í vinnslu frá 2012. Landsfélag Pension-ista í Færeyjum telur að löggjöfin komi ekki til móts við þeirra tillögur um sjálfsákvörðunarrétt og þarfir aldraðra. Þeir telja einnig að fátækt sé ríkjandi meðal eldra fólks í Færeyjum.

Noregur: Þar er mikið rætt um hreyfingu og hollt mataræði. Þann 12. jan. sl. var ráðstefna í Noregi sem bar heitið: Omsorg gjen-nom mat og maltider. Þar var fjallað um mat, máltíðir og heilsu. Því verður fylgt eftir með annarri ráðstefnu 16. septem-ber n.k. þar sem sjónum er beint að heilsu og næringu. Þeir leggja áherslu á að velferðartækni fyrir aldraða sé þjón-usta sem býðst en ekki vara sem á að selj-ast. Þeir vilja fá umboðsmann aldraðra og meiri fjármuni til að efla hreyfingu aldraðra og helst að fá „Aktivitetssen-ter“ sett á fót. Þó að rannsóknir sýni að í Noregi sé best að eldast þá eru 25% með lágmarkseftirlaun og margir sagðir undir fátæktarmörkum. Þar er algengt að fara á eftirlaun 61 árs, en fólk kemur líka seint út í atvinnulífið. Í Noregi er búið að lögleiða notkun GPS tækja við vöktun alzheimersjúklinga.

Danmörk:Í Danmörku var sett aukafjárveiting í fjár-lögin um betri heimilishjálp. Þar er lögð

áhersla á endurhæfingu aldraðra, einnig menntun starfsfólks í heimaþjónustu. Sveitarfélögin sóttu það stíft að fá meira í þennan málaflokk og Danir telja að hin nýju öldungaráð hafi þar áhrif. Brýnt sé að virkja öll öldungaráð og að þar fari fram pólitísk umræða um stöðu eldri borgara. Lélegt tölvulæsi eldri borgara er vandamál vegna síaukinnar tölvuvæð-ingar og verið að stofna tölvumiðstöðvar til að leiðbeina eldri borgurum. Samtök eldri borgara vilja einnig vera meira sýni-leg meðal framtíðarfélaga sem eru nú á milli 50 og 60 ára.

Svíþjóð:Umræður um aðbúnað aldraðra hafa verið háværar í Svíþjóð. Þar virðist lítill pólitískur áhugi á málefnum aldraðra. Í rannsókn kom fram að 16% kvenna og 13% karla eldri en 65 ára eru beitt ofbeldi í Svíþjóð. Þar hefur verið hleypt af stokkunum herferð sem ber yfirskriftina: „Ofbeldi gegn öldruðum á ekki að líðast.“ Í Svíþjóð eru helstu áherslumál hjá Samtökum eldri borg-ara eftirfarandi: Heimilislæknar fari

í heimavitjanir. Ókeypis tanneftirlit annað hvert ár. Mikilvægi góðrar heilsu og næringar. Leggja áherslu á fjölgun heilsuræktarstöðva fyrir eldri borgara. Málefni aldraðra verði EKKI flutt til sveitarfélaga. Leggja meiri áherslu á menningu og frelsi. Þá vilja þeir að allir sem þurfa af heilsufarsástæðum að dvelja á hjúkrunarheimilum eigi hafa til þess lagalegan rétt.

Finnland:Þar gengu ný öldrunarlög í gildi 1. júlí 2013. Tilgangur þeirra er m.a. að bæta heilsufar og velferð eldri borgara og draga úr misskiptingu velferðarinnar; að styðja þátttöku aldraðra í samfélaginu; að bæta sjálfstæði aldraðra með því að grípa snemma til aðgerða til að koma í veg fyrir minnkandi hreyfigetu; að aldraðir hafi greiðan aðgang að mati á þeirri þjónustu sem þeir þarfnast. Öldungaráð er lögfest sem ópólitískt og ráðgefandi ráð. Í Finnlandi er þó eins og hjá flestum öðrum talið að of litlu fé sé varið til öldrunarmála.

JVK tók saman.

Fréttir frá Samstarfsnefnd eldri borgara á NorðurlöndumFormaður LEB á sæti í Norrænu samstarfsnefndinni sem Landssamtök eldri borgara á Norðurlöndunum hafa myndað. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem komið hafa fram á þeim fundum uppá síðkastið.

Alþýðusamband Íslands óskar eldri borgurum til hamingju með

25 ára afmæli Landssambandsins og þakkar öflugt samstarf á liðnum árum.

Frá sameiginlegum kvöldverði fulltrúa frá félögum eldri borgara á Norðurlöndum.

33

Landssamband eldri borgara verður 25 ára þann merka dag 19. júní og er því rétt komið af unglingsaldri. Ég óska sambandinu og félögum þess innilega til hamingju með áfangann og afmælið.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lands-samband eldri borgara náð að sanna sig sem öflugt félag sem hlustað er á. Lands-sambandið á fulltrúa í mikilvægum lögbundnum nefndum. Fulltrúi sam-bandsins situr í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og einnig í samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem meðal annars skal vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni sem varða aldraða. Lands-samband eldri borgara er jafnan kallað til í verkefnanefndir þar sem málefni aldraðra eru til umfjöllunar, ályktanir sambandsins vekja jafnan athygli og fjöl-miðlar eru fljótir að leita álits hjá for-

svarsmönnum þess ef opinber umræða býður upp á slíkt. Í ljósi þessa finnst mér réttmætt að segja að Landssambandi eldri borgara er margt til lista lagt.

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að öflug félagasamtök sem starfa af ábyrgð og fagmennsku geta áorkað miklu og unnið gagn, ekki aðeins félögum sínum heldur samfélaginu öllu. Þannig lít ég á Lands-samband eldri borgara og fagna því tilveru félagsins og styrknum sem það býr yfir. Auðvitað er ég ekki alltaf sammála öllum áherslum þess og stundum ganga forsvars-menn þess hart fram og eru óvægnir í gagnrýni sinni á stjórnvöld. Þetta er hins vegar eðlilegt. Það þarf sterka rödd svo heyrist og Landssamband eldri borgara hefur þá rödd, lætur í sér heyra og vinnur ötullega að bættum hag aldraðra.

Ég ítreka hamingjuóskir mínar til Landssambands eldri borgara og allra þeirra sem að félaginu standa og vonast eftir farsælu samstarfi framundan við þetta öfluga félag.

Margt til lista lagt

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Ferðumst innanlands

VIKURHVARF 6 • 203 KOPAVOGUR • SIMI 557 7720 • [email protected] • WWW.VIKURVERK.IS

Komdu til okkar og upplifðu stemninguna.Troðfullur sýningarsalur af hjólhýsum við allra hæfi á frábæru verði.Opið laugardaga og sunnudaga frá 12 til 16.

34

Tryggingastofnun greiðir hátt í 60 þús-und manns lífeyri og bætur í hverjum mánuði. Því fylgir annasöm þjónusta sem felst í að veita leiðsögn um al-mannatryggingakerfið.

Þjónustumiðstöð Tryggingastofnun-ar á Laugavegi sinnir öllu landinu, sér-staklega simleiðis og með tölvupósti. Allir landsmenn geta þó sótt þjónustu um almannatryggingar í sinni heima-byggð hjá umboðum sýslumanna um allt land. Hver ráðgjafi í þjónustumið-stöðinni á Laugavegi annar að meðal-tali 7 – 8 erindum á klukkustund og daglega fá um 500 manns svör við margvíslegum erindum hjá þeim. Ætla má að umferð í umboðunum séu sam-bærileg.

Þjónustustefna Tryggingastofnunar byggir á framtíðarsýn stofnunarinnar fram til ársins 2015. Hún vísar veginn í samskiptum starfsmanna við alla sem eiga erindi við stofnunina með gildin traust, samvinnu og metnað að leiðar-ljósi.

Markmið þjónustustefnunnar er að jafnræðis sé gætt við afgreiðslu mála, að þeir sem eiga erindi við Tryggingastofn-un séu sáttir við samskipti sín við starfs-menn og að samhæfð þjónusta bjóðist

um allt land. Áhersla er lögð á fagleg vinnu-brögð, persónu-lega þjónustu, rafræna þjónustu og samvinnu.

Með faglegum vinnubrögðum er átt við grein-ingu á erindum, ráðgjöf í sam-ræmi við gild-andi lög og regl-ur og jafnræði við afgreiðslu mála. Meðferð og varsla pers-ónugreinanlegra gagna er örugg og einstök erindi afgreidd svo fljótt sem auðið er, í þeirri röð sem þau berast. Lagt er upp úr að starfsmenn hafi þekkingu, aðstöðu og tækja-

búnað til að geta sinnt störfum sínum. Vaxandi kröfur eru um framboð

rafrænnar þjónustu í samfélaginu. Rafrænum samskiptum Trygginga-stofnunar við viðskiptavini hefur verið vel tekið. Lögð er áhersla á að vefurinn nýtist fólki með mismunandi þarfir og að sem flestir geti afgreitt sig sjálfir á persónulegu vefsvæði á „Mínum síð-um“ á tr.is, sem einungis viðkomandi einstaklingur eða umboðsmaður hans hafa aðgang að. Rafræn þjónusta hefur ýmsa kosti í för með sér, s.s. aðgengi, gæðaeftirlit, öryggi og skilvirkni.

Því fleiri sem nýta rafræna þjónustu þeim mun betur er hægt að sinna þörfum þeirra sem vilja hafa bein sam-skipti við starfsmenn. Tryggingastofnun býður margar þjónustuleiðir þar sem sérþjálfaðir starfsmenn sinna erindum sem berast. Hægt er að koma beint inn af götunni, hringja eða senda tölvupóst. Í nokkur ár hefur nýjum lífeyrisþegum verið boðið að koma í kynningarviðtöl sem hafa gefist vel. Í viðtölunum er farið yfir möguleg réttindi og kennd notkun rafrænna þjónustuleiða.

Tryggingastofnun er í fjölbreyttu sam-starfi við aðrar stofnanir og hagsmuna-aðila. Nefna má Öryrkjabandalagð, Þroskahjálp og samtök eldri borgara. Gjarnan er leitað til fulltrúa þessara hagsmunasamtaka við hönnun auglýs-inga, bréfa og upplýsinga til lífeyrisþega á vefnum. Samstarf við aðrar stofnanir eins og Þjóðskrá og Ríkisskattstjóra er mikilvægt til að tryggja að réttar bætur berist á réttum tíma í hendur þeirra sem eiga rétt á þeim. Fulltrúar Trygg-ingastofnunar kynntu almannatrygg-ingar og starf stofnunarinnar á hátt í 100 opnum fundum á árinu 2013 víða um land. Eins er stofnunin í sam-starfi við erlendar systurstofnanir og alþjóðleg samtök vegna samninga um almannatryggingar á milli landa.

Íslenska almannatryggingakerfið er einn mikilvægasti hornsteinn velferð-arsamfélagsins. Það skiptir máli að þeir sem eiga rétt á bótum fái notið þeirra og að misnotkun sé haldið í lágmarki. Starfsfólk Tryggingastofnunar leggur sitt af mörkum til þess með því að veita réttar og raunhæfar upplýsingar.

Þjónustustefna TR

HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU

ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

HOLLVINUR LEB

SiglaHeilarit til greiningar á heilabilunNýjung í heilsugæslu eldra fólks

www.mentiscura.is

Áralöng þróun skilar árangri

Greining skiptir ölluÞrá fyrir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir heilabilun þá getur skipt máli að einstaklingar séu greindir snemma og á sem nákvæmastan há, bæði fyrir þá sjálfa og aðstandendur.

Greiningarmiðstöð Mentis CuraGreiningarmiðstöð Mentis Cura er staðse í Ál�amýri 1–5 í Reykjavík. Þar er boðið upp á upptöku heilarita og úrvinnslu á þeim til greiningar með tílvísun frá lækni.

Fyrirtækið Mentis Cura hefur um árabil unnið að þróun aðferðar til að meta heilabilunarsjúkdóma líkt og Alzheimerssjúkdóm út frá heilariti. Á síðast ári kynnti félagið afurð sína undir nafninu „Sigla“ sem nýjung í heilsugæslu eldra fólks. Greiningin er mikilvægt tæki til að greina heilabilunarsjúkdóma snemma, greina á milli ólíkra heilabilunarsjúkdóma og fylgjast með framgangi sjúkdóms og/eða árangri meðferðar.

Ál�amýri 1-5, 108 Reykjavík.Opnunartími: mán.-fös. 9-16 Síminn er 511 [email protected]

36

Öldrunarráð Íslands eru regnhlífa-samtök þeirra sem starfa að hags mun-um aldraðra hér á land. Að Öldrunar-ráði Íslands eiga því aðild samtök, félög, fyrirtæki og stofnanir, þar með talið sveitarfélög, sem vinna að málefn-um aldraðra. Eru aðilar vel á fjórða tug-inn. Markmið Öldrunarráðs Íslands er að vinna að bættum hag aldraðra. Til-gangi sínum hyggst ráðið meðal annars ná með því að:a. vinna að samræmdri stefnu í málefn-

um aldraðra og framkvæmd hennar.b. koma fram fyrir hönd aðila sinna

eftir því sem við á.c. standa fyrir námskeiðum og ráð-

stefnum og beita sér fyrir almennri upplýsinga- og fræðslustarfsemi um málefni aldraðra.

d. efla rannsóknir í öldrunarmálum með starfsemi sérstaks rannsóknar-sjóðs.

e. veita aðilum sínum aðstoð við skipu-lagningu verkefna og framkvæmd þeirra.

f. annast samskipti við erlenda aðila

Stjórn Öldrunarráðs Íslands skipa níu aðilar. Formaður er Pétur Magn-ússon, forstjóri Hrafnistu og er hann fulltrúi Sjómannadagsráðs. Ásamt Pétri skipa stjórnina Berglind Magnús-dóttir frá Sálfræðingafélagi Íslands sem er varaformaður, Jón H. Magnússon frá Samtökum atvinnulífsins sem er gjaldkeri og Ingibjörg Þórisdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem er ritari. Meðstjórnendur eru svo Aðalbjörg Traustadóttir frá Reykjavík-urborg, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir

frá Sveitarfélaginu Árborg, Jóna Val-gerður Kristjánsdóttir frá Landssam-bandi eldri borgara, Linda Baldurs-dóttir frá ASÍ og loks Ragnhildur G. Hjartardóttir frá hjúkrunarheimilinu Mörk.

Næg verkefni í framtíðinni þó margt hafi færst til betri vegarVið stofnun Öldrunarráðs fyrir um 40 árum var mikil áhersla lögð á fræðslu þar sem takmarkið var að upplýsa þjóð-ina um ýmis hagsmunamál aldraðra. Í dag, þegar vitundin er orðin mun sterkari, ætlar ráðið að skoða hvar veikir blettir eru á hagsmunagæslu aldraðra og finna út frá því hvar kraftar ráðsins nýtast best. Það er mikilvægt að andlega, líkamlega og félagslega þætt-inum í lífi aldraðra sé sífellt haldið á lofti. Takmark Öldrunarráðs Íslands er að ná breiðri samstöðu um það í þjóð-félaginu.

Um Öldrunarráð Íslands

Pétur MagnússonFormaður Öldrunarráðs Íslands

Gústaf Eiríkur 6 ára, Reykjavík„Það er alltaf gaman hjá ömmu og afa. Amma kemur stundum með dót og óhollt nammi. Það er gaman að vera í gömlu rútunni hans afa. Síðast sá ég könguló aftast í rútunni.“

Símon Konrad 8 ára, Reykjavík„Amma og afi eru voða góð. Það er gaman að baka með ömmu og kíkja undir bíla með afa til að gá hvort allt er í lagi og gera við. Ég á líka ömmu í Þýskalandi.“

Hvað segja börnin um afa og ömmu?

Markmiðið okkar „Aldrei of seint“er að efla og styrkja velferð manna.En starfsemi okkar ljóst bæði og leynter leiðsögn um feril íþróttanna. Hj.Þ.

Það er aldrei of seint að vinna að vel-ferðarmálum aldraðra.

Í aldarfjórðung hefur Landssamband eldri borgara staðið á velferðarvaktinni í félags- og hagsmunamálum fyrir eldri borgara á Íslandi. Til hamingju með árangurinn

Með þökk fyrir góða samvinnu á liðnum árum.

Innilegar afmæliskveðjurFélag áhugafólks um íþróttir aldraðra.

Afmæliskveðja frá FÁÍA

Aldrei of seint

RÉTT TEKJUÁÆTLUNRÉTTAR GREIÐSLUR

Það er bæði þægilegt og öruggtað breyta tekjuáætlun á

á tr.is

Þjónustumiðstöð Laugavegi 114 og hjá umboðum um allt

land, sími 5604400, grænt númer 8006044, www.tr.is

38

Velferðarnefnd LEB gerði í febrúar í fyrra könnun um matar- og heimaþjónustu fyrir eldri borgara í nokkrum sveitar-félögum á höfuðborgarasvæðinu. Nefndin fékk svör frá Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, en nefndinni bárust engin svör frá Akureyri og Seltjarnarnesi. Niðurstaðan er sú að mikill munur er á verði máltíða eftir sveitarfélögum. Dýrust var máltíðin í Kópavogi af þeim sem svöruðu, en þar kostaði máltíðin 940 krónur og heimsend-ingargjald var 350 krónur, sem þýðir samanlagt 1290 krónur. Ódýrust var máltiðin í Reykjavík eða 830 krónur að meðtöldu heimsendingargjaldinu. Munurinn þarna er því 460 krónur eða yfir 50%. Þótt könnunin sé ekki fullkomin þá gefur hún ákveðnar vísbendingar og getur nýst eldri borgurum nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga til að þrýsta á um úrbætur ef þarf. Þá má geta þess að nefndarmenn velferðarnefndar LEB hafa einnig skoðað gæði þess matar sem sum sveitarfélög bjóða uppá og hafa gert athugasemdir þar sem ástæða hefur þótt til. Þessi könnun fjallaði ekkert um gæði matarins sem boðið er uppá, að öðru leyti en því sem spurningar hér að neðan bera með sér.

Svör við fyrirspurn Velferðarnefndar LEB í febrúar 2013:

Kröfur um menntun og starfsreynslu?

Krafa um sakavottorð?

Heimsending máltíða?

Er fylgt mann-eldismark-miðum mann-eldisráðs Ísl. ?

Hvernig og hve oft er mælt næringargildi máltíða.?

Kostnaður máltíðar?

Reykjavík Kunnátta í alm. heimilisstörfum og þrifum.Reynsla æskileg. Mannleg samskipti.Frum-kvæði,áreiðanleiki. Íslenskukunnátta.

Ekki í dag. Verið að skoða hvernig staðið verður að því. Já fyrir félags-lega þjónustu.

Ekið daglega heim til fólks frá kl. 10.00-16.00. Matur kældur, dags. pökkunard. síðasti neyslud.Velferðarsvið Rvk.

Matseðill til 4ja mán. Grunnregl-ur f. samsetn. og hlutfall fæðuteg f. tímabilið. Tillit til óska og þarfa.

Samsetning matseðils, meðlætis, skammtastærð, eldunaraðf.Reiknað x 4 á s.l. 17 árum.

Máltíð kr. 640 Heimsending-argj.kr. 190= 830 kr.

Garðabær Félagsliðanám æskilegt, annars sá hæfasti.

Já, fyrir félags-lega þjónustu. Nei, fyrir heimaþjón-ustu.

Bílstjóri á vegum Garðabæjar ekur máltíðum heim.

Máltíðir frá SS. Manneldismark-miðum Mann-eldisráðs fylgt.

Allur matur er merktur innihaldi og næringargildi. Reiknað eftir Dankost, er viðurkennd leið.

Máltíð kr. 844Heimsending-argj.kr 187= kr 1031.

Mosfellsbær Reynsla af ræstingu eða umönnun m/ fag-námskeið ganga fyrir. Vilji og áhugi á að starfa m/öldruðum

Ekki að svo komnu.

Matarbakkar færðir heim til fólks. Matarþj. ekki veitt í Kjósarhr.

Næringarráðgjafi ásamt næringar-ráði Eirar tryggir gæði. Samkv. manneldimark-miðum

Vigt og skammta- stærðir samkv. fyrirmælum næringarráðgj. Eirar

Máltíð kr. 800Heimsending-argj.Kr. 220= kr 1020

Reykjanes-bær

Reynsla af umönnun og ræst-ingu. Góð færni í samskiptum.

Starfsfólk í heimaþjónustu skili inn sakavottorði.

Keyrt út alla virka daga. Helgar-matur keyrður út seinnip. föstud. í ílátum til upp-hitunar. Samn. við Menu.

Stefnu mann-eldisráðs er fylgt.

Næringargildi er reiknað út fyrir hvern og einn rétt.

Máltíðin kr. 965.Sérstakt heim-sendingargj. ekkitilnefnt.

Kópavogur 20 ára. Reynsla og áhugi. Stundvís, jákvæðni, góð mannleg sam-skipti.

Já, gerð krafa um sakavottorð hjá heimaþjón-ustu.

Matarbakkar heitur matur keyrður út kl. 11.30- 13.00.

Alltaf höfð til hliðsjónar við samsetningu. Skútan fram-leiðir matinn.

Næringargildi hverrar máltíðar er alltaf reiknað út.

Máltíðin kr. 940. Heim sending kr. 350 = kr. 1290.

Hafnar-fjörður

Menntun, óskil-greint. Reynsla og áhugi á að starfa m/ öldruðum.

Já, gerð krafa um sakavott-orð.

Matur keyrður út alla daga ársins. Ekið frá framleið-anda og heim.

Manneldismark-miðum Mann-eldisráðs er fylgt.

Næringargildi er mælt reglu-lega en mætti vera oftar.

Kr. 900 mál-tíðin með heimsend-ingu.

Hátt í 60% verðmunur á matarþjónustu fyrir eldri borgara

39

Fyrir rúmlega tvö þúsund árum, átti Cíceró samtal „um ellina“ við vin sinn Attícus. Í ræðu sinni dregur Cícerió fram þau fjögur meginatriði sem ell-inni er helst fundið til foráttu;1. Svipti menn starfshæfni og útiloki

frá störfum2. Veikli líkamann svo dregur úr þreki

og virkni manna3. Ræni menn lystisemdum og svipti

lífsnautn4. Nánd dauðans varpar skugga á lífs-

gleði eldra fólksHvert þessara atriða rekur hann

síðan ítarlega og hrekur svo með rökum og dæmum hverja staðhæfinguna af annarri. Sem dæmi um mótrök Cíceró við fyrstu fullyrðingunni, segir hann; „Svipti ellin oss starfshæfni? Ég spyr, á hvaða sviðum? Er átt við athafnir sem kefjast lífsorku manndómsára? En eru þá ekki önnur svið þar sem aldnir menn geta beitt hugarorku sinni, þótt líkams-þrekið sé skert?“ (Cíceró, 1982, bls. 48).

Hluti af umræðu um málefni eldra fólks á Íslandi hefur falist í ásökunum um aðgerðaleysi eða boðun um kvíða-blandna framtíð þar sem eldra fólki fjölgi svo mjög að líkja megi við flóð-bylgju, sem samfélagið sé ekki búið undir að mæta. Meðal annars er rætt um að eldra fólk sé fyrir á sjúkrahúsum landsins og því þurfi að byggja fleiri hjúkrunarheimili.

Annar hluti umræðunnar markast svo af viðhorfum til fullorðinsáranna/ellinnar. Þá er haldið uppi einu sjónar-miði umfram önnur, til dæmis að eldra fólk eigi að hætta störfum og fram-lagi sínu til samfélagsins á ákveðnum aldri og draga sig í hlé sökum aldurs (hlédrægnikenning). Að eldra fólk eigi að viðhalda virkni sinni og getu eins lengi og kostur er, sjálfu sér og öðrum til hagsbóta (athafnakenning). Eða að eldra fólk eigi að halda venjum sínum og hlutverkum en um leið laga sig að aðstæðum sínum og umhverfi (sam-fellukenning).

Í ljósi þeirra fjögurra ógnana sem eldra fólk stendur frammi fyrir, eins og Cíceró lýsir þeim og viðbrögðum við þeim, virðist fátt hafa breyst í um-ræðunni á tvö þúsund árum.

Hvað varðar fjölda eldra fólks og hlutfallslega fjölgun í eldri aldurshóp-um, er viðeigandi að horfa til mann-fjöldaspár Hagstofu Íslands (mynd 1 og tafla 1). Enginn vafi er á að hlut-fall eldra fólks mun hækka, en stærstu breytingarnar verða ekki fyrr en eftir 2025 þegar hlutfall þeirra sem eru 80 ára og eldri hækkar töluvert á hverju fimm ára tímabili. Fram til þess tíma er fjölgun í yngri aldurshópunum og það eru aldurshópar sem að mestu eru sjálfbjarga. Sá hluti hópsins sem verður 80 ára og eldri mun líklega þurfa að reiða sig á einhverja þætti opinberrar velferðarþjónustu og aðstoð fjölskyldu sinnar. En slík framtíðarmynd er óviss. Í fyrsta lagi vegna þess að það er erfitt að spá, en líka vegna þess að það eru margir fleiri þættir en aldur einn og sér, sem hafa áhrif á virkni og lífsgæði. Framfarir í læknavísindum eru miklar og hvatning um hreyfingu og hollt mat-

aræði munu einnig hafa áhrif á heilsu eldra fólks framtíðarinnar.

Áhrifaþættir þegar litið er til framtíð-ar, eru núverandi aðstæður, lífsgæði og viðhorf þeirra einstaklinga sem mynda uppistöðuna í hópi 80 ára og eldri um og eftir árið 2025. Og hvað vitum við í dag? Við vitum að yngri og eldri ís-lendingar búa við betra heilsufar, betri heilbrigðisþjónustu, betri félagslega þjónustu, meiri menntun, þeir ferðast meira og flytja meira en áður hefur þekkts, og þeir búa að talið er við betri fjárhagsleg kjör en áður hafa þekkst. Sá hópur sem er að komast yfir 60 ára aldurinn hefur reynslu af miklum samfélagslegum umbreytingum eftir-stríðsára, togaravæðingu, uppbygg-ingu íbúðarhúsnæðis og velferðar-þjónustu, hefur upplifað umbyltingu í atvinnulífinu og tekið þátt í tæknilegri framþróun sem flokkast líklega undir algjöra byltingu. Þessi aldurshópur er

Mynd 1. Mannfjöldaspá eftir aldurshópum, 2013-2030 (Hagstofa Íslands, 2014).

Stefnumót við framtíðina

Sigurveig H. Sigurðardóttir.Halldór S. Guðmundsson.

40

stór-notendur tómstunda- og menning-artilboða og hefur tileinkað sér afþrey-ingarmenningu á sviði samskipta og einkalífs. Þarna er á ferðinni fólk sem hefur heilsu, starfsgetu og starfsorku sem takmarkast ekki af tölugildinu 67.

Það er þess vegna nokkuð skýr fram-tíðarmynd sem birtist. Eldra fólk í nánustu framtíð mun í meira mæli vera virkt, við góða heilsu, njóta lífs-ins lystisemda og það mun væntanlega ekki láta áhyggjur af endalokum lífsins trufla sig í að njóta lífsgæða í núinu. Sem sagt, einstaklingar sem í gerðum sínum fylgja ráðleggingum Cícero‘s og finna virkni sinni og löngunum farveg þrátt fyrir hækkandi aldur.

Gangi þetta eftir, má gera ráð fyrir að huga þurfi að endurmati samfélags-viðhorfa til eldra fólks og ekki síður að finna nýjar lausnir í velferðarþjónust-unni, lausnir sem taka mið af þörfum notendahópsins, reynslu hans og getu og kröfum um breytingar á þjónustu- eða stuðningsúrræðum samfélags og ættingja. Gera má ráð fyrir að skýra þurfi betur verksvið og skyldur hinnar óformlegu (fjölskyldan/vinir) og hinn-ar formlegu (opinberu) þjónustu. Í vaxandi mæli munu úrlausnir byggja á tæknilegum úrræðum þar sem upplýs-ingar, félagsráðgjöf, stuðningur, eftirlit og meðferð verður veitt í gegnum hinn stafræna heim samskipta og mynda. Samþætting, samstarf, lausnarmiðun og þjónustulund verða leiðandi stef og markmiðið að styðja sjálfstæði og sjálf-bærni einstaklinga í umhverfi sínu og aðstæðum.

Í rökræðu sinni um lystisemdir og lífsnautnina sagði Cíceró; „Þetta er sú hamingja sem aldnir menn fá notið, og ekki er aldurinn því til fyrirstöðu að menn vinni af gleði að öðrum störfum og ekki hvað síst akuryrkju til hárrar elli“ (bls. 74).

Stefnumótið við framtíðina felur því ekki í sér að ógnanir efri ára eða að ógnin sem liggur í „fjölgun“ eldra fólks, séu fyrirsjáanlegur vandi. Miklu

frekar hitt, að á næstu áratugum ber að strönd stórkostlegt tækifæri sem liggur í stækkandi auðlind sem eldra fólk er og verður til að auðga samfélagið og velferðarþjónustuna. Til að svo megi verða þarf umræðan í samfélaginu og þjónusta þess, að yfirgefa skort- og skerðingarhugsun á leiðinni yfir í betra samfélag á grundvelli samhjálpar, virð-ingar, gæða og getu.

Heimildir:Bond, J., Dittmann-Kohi, F.,Wester-

hof, G.J. og Peace, S. (2007). Ageing into the future. Í J.Bond, S. Peace, F.Dittmann-Kohli og G. Westerhof

(ritstjórar), Ageing in society (bls. 296-308). London: Sage.

Cíceró, M. T. (1982). Um ellina (Kjart-an Ragnars þýddi). Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Hagstofa Íslands (2014). Spá um mann-fjölda eftir kyni og aldri 2013-2061. Sótt 6. apríl 2014 af http://hag-stofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Framreikningur-mannfjoldans.

Höfundar: Halldór S. Guðmundsson, framkvæmda-stjóri Öldrunarheimila Akureyrar og lektor við félags-ráðgjafardeild Háskóla Íslands og dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent við félagsráðgjafardeild Há-skóla Íslands.

2013 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 2050 2055 2060Fjöldi 60 ára og eldri 58.346 62.109 72.723 83.286 92.252 100.220 107.428 115.003 121.093 127.600 130.971Fjöldi 80 ára og eldri 11.646 12.145 12.947 14.728 18.504 23.178 28.385 32.708 35.257 37.188 38.892Hlutfall 60 ára og eldri 18,1% 19,0% 21,2% 23,3% 24,8% 26,1% 27,1% 28,3% 29,1% 30,1% 30,4%Hlutfall 80 ára og eldri 3,6% 3,7% 3,8% 4,1% 5,0% 6,0% 7,2% 8,1% 8,5% 8,8% 9,0%

Bergjón Paul 4ra ára,Dalabyggð„Ég á fjórar ömmur og afa, tvær eiga heima í Búðardal og ein í Borgarnesi og ein í Þýskalandi. Ég hef farið til „Dojts-land“ til ömmu. Ég fer oft til Ínu ömmu og afa Sigga þá horfum við á sjónvarpið og ég má stundum spila leiki í tölvu með Erni frænda mínum. Ég fer stundum í heimsókn til langafa og langömmu, en langafi er á sjúkrahúsi, honum er svo illt í bakinu sínu. Langafi og langamma í Borgarnesi eru líka góð, þau gefa mér sleikjó. Ég er heppinn!“

Eysteinn Fannar 8 ára,Dalabyggð„Ég á tvo afa og tvær ömmur, ein amma og afi eiga heima í Garðabæ og ein amma og afi á Spágilsstöðum. Ég fer oft þangað og þá er ég að leika við Sigurvin frænda minn. Svo fer ég í fjárhúsið með afa og ég get alveg hjálpað til. Stundum fer ég á hestbak en ekki oft. Ég á hest, en það er eftir að temja hann, hann heitir Meitill. Stundum fer ég til afa og ömmu í Garðabæ og gisti stundum þar, þau eru líka góð. Þar fer ég stundum í tölvuna eða „Æpadinn“. Ég á líka „Æpad.““

Hvað segja börnin um afa og ömmu?

Tafla 1. Mannfjöldaspá 60 ára og eldri (Hagstofa Íslands, 2014)

FA

STU

S_H

_17.

04.1

4

Viltu létta þér lífið?Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af vörum sem auðvelda athafnir daglegs lífs.

Starfsfólk Fastus leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum.

Bað- og salernishjálpartæki

Næringarvörur

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

Veit á vandaða lausn

Stuðningshlífar

Gönguhjálpartæki

Þessar vörur

fást einnig í Lyfju &

Reykjavíkurapóteki

Vandaðar heilsudýnur Hjálpartæki til daglegs lífs

42

Góðar umræður sköpuðust á málþingi um farsæl efri ár í Garðabæ, sem hald-ið var í Sjálandsskóla 8. apríl. Hátt í 60 manns tóku þátt í þinginu. Setið var við átta borð og stýrði borðstjóri um-ræðunum á hverju borði þar sem tekist var á við spurningar um hvernig hægt sé að stuðla að því að efri árin verði farsæl.

Náttúran og gönguleiðirFyrsta spurningin sem þátttakendur svöruðu var: „Hvað er gott við að eld-ast í Garðabæ?“ Eftir að þátttakendur höfðu velt þessari spurningu fyrir sér við borðin kom fulltrúi hvers borðs upp og sagði frá því sem fólk taldi mikilvægast. Nokkuð samhljómur var í svörunum og kom gott aðgengi að náttúru og gönguleiðum, öflugt félags-starf og gott samfélag fram í máli full-trúa allra borðanna. Einnig kom fram ánægja með íþróttastarf og þjónustu Bókasafns Garðabæjar.

Krá, vínbúð og bókakaffiNæst var tekist á við spurninguna um hvernig Garðabær gæti stuðlað að farsælum efri árum. Þar kom m.a. fram að fólk vill sjá félagsstarfið eflast enn frekar, það vill hafa gott aðgengi að heimaþjónustu og að unnið verði að því að rjúfa félagslega einangrun. Einnig komu fram ábendingar um að það vantaði krá í bæinn, vínbúð og bókakaffi svo eitthvað sé nefnt.

Frumkvæði Félags eldri borgaraÍ síðustu umferðinni var málaflokkum skipt á milli borða. Þátttakendur á tveimur borðum veltu fyrir sér hugtak-inu búsetulífsgæðum og hvernig megi stuðla að þeim í Garðabæ, næstu tvö ræddu um heilsutengd lífsgæði og þau sem eftir voru fjölluðu annars vegar um tómstundir og námskeið og hins vegar um þátttöku og virkni.

Málþingið var haldið að frumkvæði Fé-lags eldri borgara í Garðabæ í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi.

Ingrid Kuhlman frá fyrirtækinu Þekk-ingarmiðlun stýrði þinginu og mun taka saman skýrslu um niðurstöður þess sem aðstandendur þingsins ætla

að afhenda bæjarstjóra Garðabæjar til eftirfylgni. Skýrslan verður einnig birt á vef Garðabæjar.Heimild:gardabaer.is

Málþing um farsæl efri ár í Garðabæ

Líflegar umræður voru á málþinginu í vinnuhópum. Ljósmynd Ingrid Kuhlman.

Góð þátttaka var í þinginu og ánægja með framtakið. Ljósmynd Ástbjörn Egilsson.

Aldurinn finnst mér alls ekki þungurÞví uni ég gráu hárunumMér sýnist ég ennþá sætur og ungurÞví sjónin daprast með árunum

Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Ellimóður

43

Baldur 6 ára,Dalabyggð„Ég átti margar ömmur og marga lang-afa, en þau eru núna dáin, núna á ég tvo afa og tvær ömmur. Ég er oft hjá ömmu Gunnu og afa Árna. Ég er líka stundum að gista hjá þeim. Ég á bangsa þar sem ég er að nota og einn gamlan sem ég er hættur með. Stundum förum við afi einn rúnt í bílnum. Amma mín er voða dugleg að prjóna, hún gefur mér fullt af sokkum og vettlingum, en núna þarf ég ekki vettlinga. Ég fékk frá henni ömmu nefnilega vinnuvettlinga sem ég nota allt-af heima. Afi Árni kann að smíða og svo kann hann líka margt. Ég fer stundum á fjórhjól með Gústa frænda mínum, það finnst mér skemmtilegt. Afi og amma eru alltaf góð, þau skamma mig aldrei. En ég má ekki gera við bláa traktorinn, bara rétta það sem vantar.“

Dagbjört María að verða 6 áraDalabyggð„Ég átti ömmu sem er núna dáin, hún gaf mér alltaf nammi þegar ég kom á sjúkrahúsið, hún var voða góð. Núna á ég ömmu Björk og Matthías afa. Ég þekki þau svo vel. Stundum er ég að gista hjá þeim, þá fæ ég stundum að sofa í miðjunni hjá þeim. Þá vek ég stundum afa og þá kyssir hann mig og segir mér sögu af Bangsímon. Afi minn er með einn bilaðan fót. Stundum sit ég á fætinum hans og hann hossar mér eins og ég sé á hesti. Þá segir hann mér líka sögur af Bangsímon og stundum er stelpa í sögunni sem heitir Dagbjört eins og ég, stelpan er sko ég. Það er rosa skemmtilegt. Stundum má ég fara í „Æpodinn“ hjá þeim, svo gefa þau mér ís,vínber og epli.“

Hvað segja börnin um afa og ömmu?

• Dvalargjöld á stofnunum/heimilum fyrir eldri borgara verði lögð niður í núverandi mynd og íbúar haldi fjár-hagslegu sjálfstæði.

• Eldri borgurum standi til boða not-endastýrð persónuleg aðstoð.

• Valkostir varðandi búsetu og þjón-ustu við aldraða verði auknir.

• Heimaþjónusta verði efld verulega í samræmi við stefnu stjórnvalda.

• Samræmi verði í lífeyrisgreiðslum ör-yrkja og eldri borgara. Núna lækkar lífeyrir öryrkja við 67 ára aldur um nálægt 40 þúsund krónur þegar þeir verða, að mati stjórnvalda, bráðfrísk-ir eldri borgarar.

• Stuðlað verði að lækkun lyfjaverðs t.d. með lækkun virðisaukaskatts í 7% og kostnaður eldra fólks varðandi heilbrigðisþjónustuna lækkaður.

• Fasteignagjöld af íbúðum sem eldri borgarar eiga og búa í verði lækkuð verulega, eða felld niður.

• Komið verði á fót Embætti umboðs-manns aldraðra.

• Auk þess eru kjaramál- lífeyrismál á hverjum tíma sífellt baráttuefni.

• Landssambandið gefur út blaðið List-in að lifa. Það kom að jafnaði út 3 – 4 sinnum á ári hér áður fyrr, en hefur á seinni árum verið gefið út 2svar á ári.

• Hér eru tínd til örfá af þeim baráttu-málum sem Landssambandið hefur unnið að, en of langt mál yrði að tíunda öll baráttumálin.

Nokkur atriði sem Landssambandið leggur áherslu á:

Íslenskar konur í níunda sætiLengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar í heiminum en þær hafa dregist nokkuð afturúr stall-systrum sínum í Evrópu á þessari öld. Ástæðan fyrir því er hraðari aukning ævilengdar í nokkrum Evrópulöndum. Árið 2010 var meðalævilengd íslenskra kvenna 83,7 ár og skipuðu þær níunda sætið meðal Evrópuþjóða. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni (85,3 ár), Frakklandi (85,0 ár) og Sviss (84,6 ár). Meðalævi-lengd evrópskra kvenna er styst í Moldóvu (73,4 ár) og Úkraínu (74,3 ár).

Heimild: Hagstofa Íslands

Lausn á vísnagátu frá síðu 31:Hjörtur Hjálmarsson leysti gátuna þannig.

Löngum reynist lánið valt, lánast stundum glópum allt láns, með gætni leita skaltlán menn taka, sé það falt.

44

Aðildargjald að Landssambandi eldri borgara er í dag aðeins 600 krónur á ári sem er ekki há upphæð ef tekið er tillit til margvíslegra verkefna sem stjórn LEB sinnir.

Æðsta vald í málefnum LEB er í höndum landsfundar sem haldinn er á oddatöluári. Það ár sem landsfundur er ekki, er haldinn formannafundur þ.e. fundur með formönnum allra FEB-félaganna.

Á milli landsfunda fer stjórn LEB með málefni sambandsins í góðri sam-vinnu við formenn félaganna.

Í stjórn LEB eiga sæti 5 aðalmenn og þrír til vara. Varamenn geta setið fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétti.

Landssambandið hefur samráð við sameiginlega kjaramálanefnd stærstu

samtaka launamanna á Íslandi. Lands-sambandið er einnig aðili að samstarfs-nefnd samtaka norrænna eldri borgara, Nordisk samarbejdekommité(NSK)

Eftirfarandi nefndir eru starfandi á vegum LEB og kosnar eftir hvern lands-fund: Kjaramálanefnd, útgáfunefnd, velferðarnefnd, fjármálaráð og samráðs-nefnd með Tryggingastofnun ríkisins.

Þá hefur Landssambandið átt aðild að mörgum starfshópum sem skipaðir eru af stjórnvöldum. Má þar nefna Starfs-hóp um endurskoðun almannatrygg-inga, sem starfað hefur frá apríl 2011 og þar hafa þau Jóna Valgerður Krist-jánsdóttir, formaður LEB og Haukur Ingibergsson varaformaður, verið skel-eggir málsvarar LEB. Eftir hverjar þing-kosningar er einnig skipað samkvæmt

lögum um málefni aldraðra í Samstarfs-nefnd um málefni aldraðra og í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og á LEB fulltrúa í þeim báðum. Einnig á LEB tímabundna aðild að eftirfarandi starfs-hópum á vegum Velferðarráðuneytis: Nefnd um flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, starfshópi um stefnu í húsnæðismálum, starfshópi um mótun fjölskyldustefnu, starfshópi um tæknilausnir í velferðarþjónustu, endur-skoðun á lögum um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga.

Forysta LEB hvetur alla sem orðnir eru 60 ára og eldri að ganga til liðs við Félag eldri borgara á sínu svæði. Sam-einaðir undir sterku Landssambandi verða eldri borgarar enn sterkari sem afl á landsvísu sem eftir er tekið.

Hvað gerir LEB fyrir eldri borgara?

Viðurkenndur málssvari eldri borgara á lands-vísuÁ seinni árum hafa verið gerðir sam-starfssamningar milli LEB og ýmissa aðila. Má þar nefna samstarfssamning við velferðarráðuneytið þar sem LEB er viðurkenndur formlegur málsvari eldri borgara á landsvísu. Samstarf við Háskóla Íslands nánar tiltekið við Rannsóknarstofnun í barna-og fjöl-skylduvernd og Stofnun stjórnsýslu-fræða, um að miðla upplýsingum um rannsóknir, nýjungar og námsefni í málefnum eldri borgara með því að halda málþing, námskeið og ráðstefnur um þau mál í samráði við LEB. Sam-starfssamningur er milli UMFÍ og LEB og út úr þeirri samvinnu hafa komið íþróttamót 50+. Þá var nýlega gerður samstarfssamningur við Securitas um að kynna hjá FEB-félögum hina ýmsu velferðartækni sem eldri borgarar þurfa að nýta í vaxandi mæli.

Matthías Hálfdán 7 áraDalabyggð„Ég á eina ömmu á Íslandi og svo ömmu Anne og mormor og morfar í Danmörku. Ég fór til þeirra í sumar og það var gaman. Þar var gott að vera úti, alltaf sól gott veður, við vorum með tjald þar og ef það kom vatn á tjaldið þá lak það í gegn. Ég kann alveg dönsku af því mamma mín talar stundum dönsku við mig. Svo fer ég oft til ömmu Elínar af því hún býr svo stutt frá, stundum fer ég labb-andi, en stundum á hjólabrettinu. Amma gefur mér nammi og kakó. Núna er ég alveg hættur að vera myrkfælinn. Haukur frændi minn kenndi mér að hætta því.“

Dagný Þóra 8 áraDalabyggð„Ég á þrjár ömmur og einn afa á Íslandi og einn afa í Noregi. Ég fer stundum til afa og ömmu og þá fer ég með þeim í hesthúsin og fjárhúsin. Ég á hest sem er upp í sveit. Pabbi er ekki búin að temja hann, en ég fer á Fálka hestinn hennar mömmu. Amma Bogdís á líka geitur og kiðlingarnir eru svo skemmtilegir, þeir eru svo kátir. Einu sinni voru amma Bogdís og amma Sigrún að smala og ég þurfti að standa fyrir og það slapp ein rolla framhjá. Sigrún langamma er svo flott af því hún bakar svo góðar kökur og bestu pönnukökurnar!“

Hvað segja börnin um afa og ömmu?

ÍSLE

NSK

A SI

A.IS

SEC

683

87 0

3/14

HEIMAVÖRN SECURITAS

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREINJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMANVið hjá Securitas höfum að bjóða forvarnir sem stórauka öryggi þitt og varðveitum fyrir þig aukalykil að heimilinu. Heimavörn Securitas gerir viðvart:

◊ Ef óæskilegur umgangur er um heimilið◊ Ef reyk leggur um vistarverur◊ Ef kemur upp vatns- eða gasleki◊ Ef rafstraumur fer af húsinu

Skoðaðu úrval öryggislausna á securitas.is, hafðu samband við okkur í síma 580 7000 eða sendu okkur tölvupóst í [email protected] og við göngum í málið.

INNBROT BRUNI VATNSLEKI GASLEKI SPENNUVAKT LYKLAAFHENDING

46

Hver man ekki þegar Vilhjálmur Vil-hjálmsson söng um árið 2012, þá átti tunglið að vera malbikað og steypt í hólf og gólf og enginn þurfti að vinna því vélar unnu öll störf.

En svo kom árið 2012, tunglið var enn jafn dularfullt og Evrópusamtök aldraðra samþykktu að gera árið að Ári aldraðra og 1. október varð dagur aldraðra í Evrópu.

Nú átti að beina augum allra að eldri borgurum og leggja áherslu á það sem bætt gæti hag þeirra og brúa átti bilið milli ungra og aldraðra.

Á Íslandi þótti sjálfsagt að taka þátt, gera eitthvað sérstakt, eitthvað áhuga-vert, láta ljós okkar eldri borgara skína.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS) ákvað að kalla verkefnið „Æv-intýrið“. Leitað var eftir samstarfi við skólana á Suðurnesjum og komið upp samstarfsnefndum skóla og fulltrúa eldri borgara.

Í heimabæ mínum Sandgerði var samstarfsnefndin skipuð full-trúa FEBS, fulltrúa grunnskólans og fulltrúum nemenda. Fundað var bæði með fulltrúum skólans og eldri borg-urum í félagsmiðstöðinni í Miðhúsum. Margar skemmtilegar hugmyndir um sam starfs verk efni litu dagsins ljós og nokkur valin sem unnið var með og gaman að kynna hér.

Ólafur Gunnlaugsson og Jórunn Guðmundsdóttir eldri borgarar heim-sóttu nemendur í 10. bekk. Ólafur sagði frá skólagöngu sinni og lífinu í Sandgerði um miðja síðustu öld í máli og myndum, Jórunn sagði frá starfi Félags eldri borgara, umræður urðu á eftir um lífið áður fyrr og í dag.

Nemendur í 1. bekk fóru í heimsókn í félagsmiðstöð eldri borgara í Miðhús-um, þar kynntu börnin verkefni sem þau voru að vinna í skólanum, eldra fólkið kynnti sín verkefni og boðið var uppá mjólk og kökur. Í lokin var sungið og farið í boccia.

Af öðrum samstarfsverkefnum má nefna að eldri borgara spiluðu vist við nemendur á jólaföstunni og nemend-um var boðið í Miðhús í laufabrauðs-bakstur. Nemendur í 8. 9. og 10. bekk

grunnskólans tóku þátt í könnun á vegum FEBS en spurningarnar voru unnar af Landssambandi eldri borgara. Alls svöruðu 65 nemendur af 72 í þess-um bekkjardeildum. Þar kom margt áhugavert fram sem vert hefði verið að vinna með.

Ævintýrið var skemmtilegt og því er ekki lokið, yngstu nemendur grunn- og leikskóla heimsækja enn eldri borgara í þjónustumiðstöðvar. Eldri borgarar í Reykjanesbæ tóku að sér stuðning í lestri í grunnskólunum og sinna því verkefni áfram. Í framhaldi af samstarf-inu á ári aldraðra, var óskað eftir því við fulltrúa eldri borgara í Sandgerði, að hann tæki sæti sem fulltrúi grennd-arsamfélagsins í Skólaráði Grunnskóla Sandgerðis og tók hann það að sér.

Það er okkar sem eldri erum að vera virk í samfélaginu, við höfum af mörgu að miðla sem getur nýst öðrum til auk-innar þekkingar og um leið aukum við eigin lífsgæði.

Kveð ykkur með hvatningarorði okkar í FEBS sem er: Ekki gera ekki neitt!

Ár aldraðra 2012

Jórunn Alda Guðmundsdóttir,varaformaður FEB Suðurnesjum,

Sandgerði.

Myndir úr félagsstarfinu á Suðurnesjum.

Faxafeni 5, Reykjavik • Dalsbraut 1 Akureyri • Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is

Þráir þú dýpri svefn?Heilsurúm í sérflokki D Ý N U R O G K O D D A R

Fyrir þínar bestu stundir!

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

LED-vasaljós

Klukka

Vekjaraklukka

Upp/niður höfðalag

Upp/niður fótasvæði

Rúm í flata stöðu

3 minni

Nudd

Bylgjunudd

Þráðlaus fjarstýring

Stillanlegu heilsurúmin frá C&J:n Inndraganlegur botn.

n Lyftigeta er yfir 2 x450 kg per botn.

n Mótor þarfnast ekki viðhalds.

n Tvíhert stálgrind undir botni.

n 2 nuddmótorar með tímarofa.

n Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara

og vasaljósi.

n LED lýsing undir rúmi - góð næturlýsing.

n Hliðar og endastopparar svo dýnur

færist ekki í sundur.

n Botn er sérstaklega hannaður fyrir

Tempur heilsudýnur.

Upplifðu þægindi, upplifðu stuðning, upplifðu TEMPUR®

Þegar þú sefur á TEMPUR

heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir

í sinni náttúru legu stöðu. Með því

einu að snerta takka getur þú stillt

rúmið í hvaða stöðu sem er og með

öðrum færðu nudd. Vaknaðu upp

endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök

dagsins.

RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR

VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á íslenskum eignastýringa r markaði með hundruð milljarða króna í eigna stýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda

viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fagfjárfesta. Kynntu þér starfsemi VÍB á vib.is eða hafðu samband í síma 440 4900.

Á FAGLEGUM NÓTUM

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

59

56

0

» Ráðgjöf og verðbréf» Lífeyrisþjónusta» Einkabankaþjónusta» Fagfjárfestaþjónusta

Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringarfyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts.

* Skv. netkönnun Capacent Gallup í maí 2013.

VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | [email protected]

facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is