mb fréttir - desember 2014

3
Desember 2014 Haustönn 2014 Kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Menntaskóla Borgararðar. Sú hefð hefur skapast við skólann að senda út fréttapistil af skólastarfi hverrar annar og það er mér sérstök ánægja að segja frá því hversu stolt ég er af skólanum okkar, nemendum og starfsfólki. Margt hefur drifið á daga okkar sem vert er að segja frá. Sjálf tók ég til starfa í október s.l. og hef fengið ðar viðtökur. Hér er gott og umburðarlynt fólk sem sannarlega skilur hva ð felst í samhug og vináttu. Þa ð er mikilvægt fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð að hér sé öflugur menntaskóli með starfsfólk sem er framsýnt og metnaðarfullt. Þ a ð a ð geta stunda ð nám í heimabygg ð er ómetanlegt. Félagslíf skólans hefur verið að eflast og skólastjórnendur vilja leggja sitt af mörkum til að greiða götu nemenda hvað það varðar. Félagslíf í menntaskólum landsins er mikilvægur þáttur í námi nemenda. Um þessar mundir stunda um 145 nemendur nám við skólann og næstkomandi vor munum við útskrifa um 20 nemendur. Menntaskóli Borgar ar ðar óskar ykkur og ölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari 1 MB fréttir Nýnemadagurinn Nýnemadagurinn var haldinn hátíðlegur 27. ágúst. Dagurinn byrjaði með sameiginlegum morgunverði en eftir hádegið hófust hátíðahöld til heiðurs nýnemum og var margt til skemmtunar. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. Nýr skólameistari Nýr skólameistari var ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþð- legum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Nemendagarðar Nýjir nemendagarðar voru teknir í notkun í haust. Um er að ða tvær íbúðir á jarðð við Brákarbraut. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Skólinn hlutast til um að útvega fleiri herbergi ef þörf krefur. MB FRÉTTIR MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR

Upload: oskar-birgisson

Post on 06-Apr-2016

233 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Fréttabréf Menntaskóla Borgarfjarðar desemboer 2014

TRANSCRIPT

Page 1: MB fréttir - desember 2014

Desember 2014

Haustönn 2014 Kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Menntaskóla Borgarfjarðar. Sú hefð hefur skapast við skólann að senda út fréttapistil af skólastarfi hverrar annar og það er mér sérstök ánægja að segja frá því hversu stolt ég er af skólanum okkar, nemendum og starfsfólki. Margt hefur drifið á daga okkar sem vert er að segja frá. Sjálf tók ég til starfa í október s.l. og hef fengið góðar viðtökur. Hér er gott og umburðarlynt fólk sem sannarlega skilur hvað felst í samhug og vináttu. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð að hér sé öflugur menntaskóli með starfsfólk sem er framsýnt og metnaðarfullt. Það að geta stundað nám í heimabyggð er ómetanlegt. Félagslíf skólans hefur verið að eflast og skólastjórnendur vilja leggja sitt af mörkum til að greiða götu nemenda hvað það varðar. Félagslíf í menntaskólum landsins er mikilvægur þáttur í námi nemenda. Um þessar mundir stunda um 145 nemendur nám við skólann og næstkomandi vor munum við útskrifa um 20 nemendur. Menntaskóli Borgarfjarðar óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. &

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari&

�1MB fréttir

Nýnemadagurinn

Nýnemadagurinn var haldinn hátíðlegur 27. ágúst. Dagurinn byrjaði með sameiginlegum morgunverði en eftir hádegið hófust hátíðahöld til heiðurs nýnemum og var margt til skemmtunar. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti.

Nýr skólameistari

Nýr skólameistari var ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóð-legum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun.

Nemendagarðar

Nýjir nemendagarðar voru teknir í notkun í haust. Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð við Brákarbraut. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Skólinn hlutast til um að útvega fleiri herbergi ef þörf krefur.

MB FRÉTTIR MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR

Page 2: MB fréttir - desember 2014

Desember 2014

Heilsueflandi skóli - MB hlýtur brons fyrir geðrækt$Höfuðáhersla verkefnisins heilsueflandi framhaldsskóli er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl og er eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverju skólaári. Þegar skóli hefur uppfyllt ákveðin atriði á gátlista Heilsueflandi framhaldsskóla öðlast hann bronsviðurkenningu, en silfur og gull hlotnast þeim skólum sem uppfylla fleiri atriði gátlistanna og strangari kröfur. Gert er ráð fyrir að viðfangsefnin fjögur taki svo við hvert af öðru í framtíðinni. MB hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi þess. Á skólaárinu sem nú stendur yfir er sjónum beint að lífsstíl.&

Spænskukennsla í eldhúsinu$Noemi Cubas settist að í Borgarnesi nú í haust ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum sonum þeirra. Fjölskyldan kemur frá Spáni. Noemi kennir ensku og spænsku við MB. Hún hefur gaman af því að kenna á hagnýtan hátt og þegar námsefnið gaf tilefni til fór hún með spænskuhópinn í skólaeldhúsið þar sem nemendur elduðu spænska tapas rétti, patatas bravas og patatas alioli, um leið og þau tileinkuðu sér orðaforða varðandi eldhús, eldamennsku og matvæli. &

&

Óhefðbundið skólastarf$Dagana 27. – 31. október var skólastarfið í MB með nýstárlegum hætti. Hefðbundin kennsla var lögð niður en þess í stað unnu nemendur að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og var kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hélt fyrirlestur um kynlíf og kynhegðun og að því loknu kynntu nemendur afrakstur vikunnar. Loks var boðið upp á heitt kakó, samlokur og skúffuköku í mötuneytinu.&

!Það er mat bæði nemenda og kennara að þessi nýbreytni hafi tekist vel og áætlanir eru uppi um að slíkt verði fastur liður í skólastarfinu.

�2MB fréttir

Nemendur fræðast um Hugheima

Nemendur í frumkvöðlafræði í MB fóru nýverið, ásamt kennara sínum Helgu Karlsdóttur, í heimsókn í nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Hugheima í Borgarnesi. Þar fengu nemendur kynningu á starfsemi Hugheima ásamt því að sjá hvernig þrívíddarprentari virkar. Nemendur fengu líka nytsamlegar upplýsingar um hvernig þeir eigi að bera sig að fái þeir hugmynd að verkefni á sviði nýsköpunar.

Myndarlegir styrkir

Kaupfélag Borgfirðinga og Nettó í Borgarnesi færðu nemenda-görðum Menntaskóla Borgar-fjarðar höfðinglega gjöf. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón, sem ætluð er til húsgagnakaupa. Einnig styrkti Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi nemendagarðana um 100.000 krónur.

Page 3: MB fréttir - desember 2014

Desember 2014

Samvinna við sænskan menntaskóla í Kalmar$21 nemandi af náttúrufræðibraut dvaldi dagana 8. - 15. nóvember í Kalmar í Svíþjóð ásamt Þóru Árnadóttur kennara og Leifi Guðjónssyni stuðningsfulltrúa. Þetta var önnur námsferð nemenda MB til samstarfsskólans Calmare internationella skola (CIS). Samstarfsverkefni skólanna er styrkt af Nordplus Junior og dugir styrkurinn til að borga allan ferðakostnað og uppihald að hluta. Í verkefninu taka þátt nemendur á öðru til þriðja ári í MB og þriðja árs nemar í CIS. Verkefnið felst í því að skoða hvernig gagnvirkir og félagslegir fjölmiðlar hafa áhrif á heilbrigði ungmenna, umhverfi og menntun í náttúrufræðilegu samhengi. Nemendur vinna í 8 blönduðum hópum að ákveðnum hlutum verkefnisins.&

Vettvangsferð í stjórnmálafræði$Þriðjudaginn 28. október héldu nemendur úr stjórnmálafræðiáfanga og af starfsbraut í vettvangsferð til Reykjavíkur. Tilgangurinn var að kynnast lýðræðinu með skoðunarferð um Alþingishúsið auk þess að hitta þrjá þingmenn. Ferðin var mjög gagnleg og gaf góða innsýn í ólíkar hugmyndir.&

Fjarmenntaskólinn$Menntaskóli Borgarfjarðar er einn af 12 skólum sem mynda Fjarmenntaskólann. Þann 6. og 7. nóvember var haldinn stjórnarfundur í Fjarmenntaskólanum þar sem rætt var um stöðu, stefnu og framtíðarsýn. Helstu niðurstöður voru þær að samstarf innan Fjarmenntaskólans sé heppileg leið til að efla skólana hvern og einn og að samstarfið geri skólunum kleift að vinna að verkefnum sem mun erfiðara væri að vinna ef samstarfið væri ekki til staðar.

�3MB fréttir

Leikfélagið SV1 frumsýnir Rocky Horror

Leikfélagið SV1 frumsýndi á föstudagskvöldið 21. nóvember söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Í Rocky Horror segir frá tveimur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar úti á þjóðvegi. Eina húsið í nágrenninu er kastali Dr. Frankenstein. Húsbóndi kastalans reynist vera Dr. Frank N Furter sem kemur frá plánetunni Transilvaníu. Dr. Frank N Furter er á kafi í vísindatilraun, er að búa til hinn fullkomna mann; Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í vægast sagt undarlegu og stórhættulegu ævintýri. Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elskar.