meðferð einkamála

31
Sigríður Hjaltested, stundakennari Lagadeild Háskóla Íslands Meðferð einkamála

Upload: mliss

Post on 23-Jan-2016

90 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Meðferð einkamála. Meðferð einkamála. Einkamál og opinber mál. Opinber mál eru þau mál er sæta opinberri ákæru. Ríkið höfðar málið til refsingar. Lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 . - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meðferð einkamála

Page 2: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meðferð einkamála

• Einkamál og opinber mál.– Opinber mál eru þau mál er sæta opinberri

ákæru. Ríkið höfðar málið til refsingar. Lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991.

– Einkamál. Önnur mál sem ekki sæta sérmeðferð skv. öðrum lögum og eru ekki opinber mál. Lög um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Page 3: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Aðild

• Rétthæfi. Allir menn geta átt réttindi og borið skyldur.

• Aðild að einkamálum. Aðili að dómsmáli getur verið hver sá sem getur notið rétthæfis. Geta verið réttaraðilar.

• 16. gr. eml. Aðili dómsmáls getur hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun sem getur átt réttindi eða borið skyldur að landslögum.

Page 4: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Aðild, frh.

• Vafi um réttaraðild.• Óskipt aðild, sbr. 18.-21. gr. eml.• Aðildarskortur leiðir til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr.

eml.

Page 5: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Málflutningshæfi

• Málflutningshæfi, sbr. 17. gr. eml. Maður kemur sjálfur fram í máli sínu ef hann er hæfur að lögum til að ráðstafa sakarefninu.– Fyrirsvar einstaklinga og lögpersóna. Fyrirsvarsmaður

komur fram í máli af hálfu aðila, gætir hagsmuna hans í krafti stöðu sinnar og er staðgengill við rekstur allra dómsmála.

– Málflutningsumboð. Aðili felur öðrum að flytja mál, koma fram fyrir hönd aðila í tilteknu máli.

Page 6: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Sakarefnið

• Hvað getur dómsmál fjallað um?• 1. mgr. 24. gr. eml. - Dómstólar hafa vald til að

dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema að það sé undanskilið lögsögu þeirra skv. lögum, samningi, venju eða eðli sínu.

• 1. mgr. 25. gr. eml.- Dómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðilegt efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.

Page 7: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Sakarefnið, frh.

• Hvaða málefni verða ekki borin undir dómstóla?– Lög og landsréttur þurfa að ná til sakarefnis.

Hrd.481/1999. Skipakaup.

Hrd. 1940:352. Góðtemplarastúkan.

– Mál verður að vera réttarlegs eðlis. Hrd. 1965:193 og Hrd. 1968:92. Helgi Hóseasson.

– Kröfur verða að njóta réttarverndar.

– Lögvarðir hagsmunir aðila af því að fá leyst úr kröfu í dómsmáli.

Page 8: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Sakarefnið, frh.

• 2. ml. 1. mgr. 24. gr. eml. - Eigi sakarefni ekki undir dómstóla vísar dómari máli frá dómi.

• 2. mgr. 25. gr. eml. - Viðurkenningardómur.• 26. gr. eml. - Réttindi þurfa að vera orðin til. Hrd.

1958:568, Lífeyrissjóðsgreiðslur. Þær greiðslur sem M hafði þegar innt af hendi áttu að leiða til hæsta lífeyris í framtíðinni. Hrd. 154:2002, Skotíþróttasambandið. Ekki tekin afstaða til kröfu um endurtekningu landsmóta, sbr. 1. mgr. 26. gr. eml. Málið hafði ekki komið til kasta áfrýjunardómstóls UMSK.

Page 9: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meginreglur einkamálaréttarfars

– Reglan um jafnræði málsaðila– Reglan um munnlega málsmeðferð– Reglan um opinbera málsmeðferð– Reglan um milliliðalausa málsmeðferð– Reglan um frjálst sönnunarmat– Reglan um hraða málsmeðferð og

útilokunarreglan– Reglan um samningsheimild og málsforræði

Page 10: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meginreglur einkamálaréttarfars, frh.

• Reglan um jafnræði málsaðila. Báðir eða allir aðilar skulu njóta sömu stöðu við rekstur einkamáls.

• Reglan um munnlega málsmeðferð. Einkamálalögin byggja á þeirri meginreglu að málflutningur sé munnlegur, sbr. 101. gr. eml, í þeim tilvikum er stefndi heldur uppi vörnum.

• Reglan um opinbera málsmeðferð. Þinghöld skulu háð í heyranda hljóði, sbr. 8. gr. eml.

Page 11: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meginreglur einkamálaréttarfars, frh.

• Reglan um milliliðalausa málsmeðferð. Öflun sönnunargagan skal að jafnaði fara fram fyrir þeim dómara sem fer með málið, sbr. 47. gr. eml.

• Reglan um frjálst sönnunarmat. Dómari sker úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum sem hafa komið fram í máli hvort staðhæfing um umdeild atvik telst sönnuð, enda bindi fyrirmæli laga hann ekki sérstaklega um mat í þeim efnum, sbr. 1. mgr. 44. gr. eml.

Page 12: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Meginreglur einkamálaréttarfars, frh.

• Reglan um hraða málsmeðferð og útilokunarreglan. Rekstur máls skal ganga eins greiðlega og kostur er. Útilokunarreglan takmarkar möguleika aðila til að draga ný atriði inn í málið.

• Reglan um samningsheimild og málsforræði. Heimildir aðila til að gera bindandi samninga um atriði máls. Málsforræðið felst í samspili athafna aðila á meðan á rekstri máls stendur.

Page 13: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Lögsaga/Varnarþing

• Lögsaga héraðsdómstóls. Dómsmálið á ekki undir sérdómstóla lögum samkvæmt, 1. gr. eml.

• Hvaða héraðsdómstóll á lögsögu í málinu? – Ef stefndi á varnarþing í einhverri þinghá í umdæmi dómstólsins,

skv. V. kafla eml., þá á sá dómstóll lögsögu í málinu.

• Varnarþing er þá sú þinghá þar sem heimilt er að stefna manni til sakar og þola dóm.– Stefnandi velur varnarþingið

– Málsaðilar geta samið um varnarþingið

– Skiptir ekki máli ef stefndi mætir við þingfestingu

Page 14: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Varnarþing, frh.

• Varnarþingsreglur ráðast ýmist af aðstæðum stefnda eða af sakarefninu.– Meginreglan, 32. gr. eml. Heimilisvarnarþing einstaklings.

– Meginreglan, 33. gr. eml. Heimilisvarnarþing lögpersónu. Greinarmunur á skráðum eða óskráðum.

– Fasteignavarnarþing, 34. gr. eml.

– Efndarstaðavarnarþing, 35. gr. eml.

– Starfstöðvarvarnarþing, 36. gr. eml.

– Neytendavarnarþing, 37. gr. eml.

– Launavarnarþing, 38. gr. eml.

Page 15: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Varnarþing, frh.

– Varnarþing vegna útgerðar, 39. gr. eml.– Reikningsskilavarnarþing, 40. gr. eml.– Brotavarnarþing, 41. gr. eml.

• Varnarþing í málum sem beint er að fleiri en einum, 1. mgr. 42. gr. eml.- hvers þeirra sem er.

• Varnarþing erlendis búsettra aðila. Meginregla er heimaríki. Má beita ákvæðum 34.-42. gr. eml, sbr. 43. gr. eml.

• Sérreglur um varnarþing í öðrum lögum ganga framar.

Page 16: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Útgáfa stefnu

• Stefnanda er jafnan rétt að gefa út stefnu sjálfur. Honum er einnig heimilt að leggja stefnu fyrir dómara til útgáfu enda sé orðalag hennar tilhlýðilegt, 3. mgr. 80. gr. eml.

– Utanréttarstefna

– Réttarstefna

Page 17: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Efni stefnu

• Tilkynning stefnanda til stefnda um að tiltekið dómsmál verði þingfest á ákveðnum stað og tíma.

• Stefna þarf að vera með ákveðnum lögbundnum hætti, vel úr garði gerð og gagnorð.

• Vanreifun veldur frávísun.• Efni stefnu, 1. mgr. 80. gr. eml.

– Tilgreining aðila– Tilgreining fyrirsvarsmanns aðila– Málflytjandi– Dómkröfur.

Page 18: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Dómkröfur í stefnu

• Meginreglan um ákveðna og ljósa kröfugerð. Þarf að vera svo ákveðin og ljós að hægt sé að taka hana óbreytta í dómsorð. Ítrustu kröfur.

• Breytingar á kröfugerð. Meginregla að ekki verður aukið við kröfur aðeins dregið úr þeim, sbr. 1. mgr. 111. eml. “...Kröfu, sem kemur ekki fram í stefnu skal vísa frá dómi nema stefndi hafi samþykkt að hún kæmist að án þess. Sama er um hækkun á kröfu eða aðrar breytingar strefnda í óhag.

Page 19: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Málsástæður í stefnu

• Rökstuðningur stefnanda. Staðhæfing um atvik (atburð eða staðreynd) sem málsaðili telur hafa þá afleiðingu í för með sér að lögum að krafa hans verði tekin til greina.

• Tilvísun til helstu lagareglna.• Talning sönnunargagna.• Fyrirkall. Annmarkar á fyrirkalli valda frávísun.

Page 20: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Birting stefnu

• Mál telst höfðað þegar stefna er birt, árituð um viðtöku samrits eða stefndi mætir á þing, sbr. 93. gr. eml.

• Birting þarf að vera gild að lögum, þ.e. lögmæt.• Reglur um stefnubirtingu í 13. kafla eml. Birt með

sannanlegum hætti og aðeins af þeim sem til þess eru bærir

Page 21: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Lögmæt birting stefnu

• 83. gr. eml.– Stefnuvottur birtir– Lögbókandi– Birt með ábyrgðarbréfi– Birt í Lögbirtingarblaðinu– Með áritun stefnda sjálfs á stefnuna eða áritun

lögmanns hans– Birting á dómþingi þegar stefndi mætir

Page 22: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Lögmæt birting/Lögbirtingarblað

• Opinber birting stefnu – Lögbirtingarblað, skv. 89. gr. eml.– Þrautarlending– Upplýsinga ekki aflað. Hrd. 1996:2381,

Upplýsingar lágu fyrir um lögheimili.– Erlend yfirvöld neita að birta, Hrd. 1997:2180– Stefnu beint að óákveðnum manni.

Page 23: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Lögmæt birting/áritun á stefnu

• Áritun á stefnu getur verið með tvennum hætti:– Áritun stefnda sjálf. Stefna afhent og

eiginhandarundirritun.– Áritun lögmanns. Sama og að stefndi hafi falið

honum að sækja þing við þingfestingu.• Áritun sem stafar frá þessum aðilum talin rétt

nema sýnt fram á annað, sbr. 88. gr. eml.

Page 24: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Lögmæt birting/þingsókn stefnda

• Ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við hann, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara, sbr. 4. mgr. 83. gr. eml.

Page 25: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Birtingarstaður, 85. gr. eml.

• Á skráðu lögheimili – Alltaf lögmæt birting.• Á föstum búsetu- eða dvalarstað.• Vinnustaður. Hrd. 1979:275, Lögmæt birting,

gengið nokkuð langt. Stefni átti hlut í félagi. Vinnustaður stefnda var í sama húsi og félagið hafði aðsetur í, en engu að síður var birt á starfsstöð félagsins þó hann væri þar ekki í aðalstarfi.

• Ef stefndi er lögpersóna er birting alltaf gild á stjórnarstöð hennar.

Page 26: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Fyrir hverjum má birta?

• Stefnda sjálfum, 2. mgr. 85. gr. eml. Alltaf lögmæt birting.

• Öðrum en stefnda á lögheimili, sbr. 3. mgr. 85. gr. eml.– Heimilismanni– Þeim sem að dvelst þar– Þeim sem að hittist þar fyrir

• Heimilismanni á dvalarstað, eða þar sem stefndi hefur fasta búsetu.

• Vinnuveitanda á vinnustað hans eða nánasta yfirmanni eða samverkamanni.

Page 27: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Fyrir hverjum má birta, frh.

• Ef stefndi er lögpersóna er birt fyrir æðsta starfsmanni sem náð er til á stjórnarstöð, sbr. 4. ngr. 85. gr. eml.

• Skyldur þess sem birt er fyrir öðrum en stefnda, 3. og 4. mgr. 86. gr.– Hann skal koma samriti stefnu í hendur stefnda

með einhverjum hætti ef mögulegt er.

Page 28: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Fyrir hverjum má ekki birta?

• Ekki birta fyrir manni yngri en 15 ára, 2. mgr. 82. gr. eml.

• Ekki birta fyrir gagnaðila stefnda eða þeim sem er í fyrirsvari fyrir gagnaðila, sbr. 3. mgr. 82. gr. Hrd. 1984:1215 Húseigendafélagið. Stefna húsfélags á hendur S, einum íbúa hússins var birt fyrir nágranna hans G. Þetta var ekki talin lögmæt birting þar sem stefnan var í raun birt fyrir stefnanda sjálfum, því G var aðili að húsfélaginu, sem var stefnandi málsins.

Page 29: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Hvenær má stefnubirting fara fram?Framkvæmd stefnubirtingar

• Hún skal fara fram á virkum degi frá 8 að morgni til 10 að kvöldi, sbr. 1. mgr. 85. gr. eml.

• Framkvæmd stefnubirtingar, sbr. 1. mgr. 86. gr. – Fær nauðsynlegar upplýsingar frá þeim er birt er fyrir. – Afhendir þeim sem birt er fyrir umslag með samriti

stefnu.– Útskýrir hvers konar athöfn sé að fara fram og skyldur

þess er tekur við stefnu, ef annar en stefndi.– Fyllir út birtingarvottorð að stefnubirtingu lokinni, 87.

gr. eml., festir við frumrit stefnu og sendir stefnanda.– Efni birtingarvottorðs telst rétt þar til annað sannast.

Page 30: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Stefnufrestur• 3 sólarhringar - ef mál er rekið fyrir dómstól sem er í

sömu þinghá og lögheimili stefnda, föst búseta hans eða dvalarstaður, sbr. 1. mgr. 91. gr. eml. Alls 72 klukkustundir.

• Ein vika - ef skráð lögheimili, föst búseta eða dvalarstaður er utan þinghár þar sem mál er þingfest, sbr. 2. mgr. 91. gr. Má birta hvenær sem er á sjöunda degi.

• Einn mánuður – ef heimili stefnda eða dvalarstaður er erlendis eða ókunnugt um hann eða heimili hans, sbr. 3. mgr. 91. gr. Almanaksmánuður 30 dagar.

Page 31: Meðferð einkamála

Sigríður Hjaltested, stundakennariLagadeild Háskóla Íslands

Stefnufrestur frh.

• Reglum um stefnufresti er beitt um fyrirsvarsmann, sbr. 1. mgr. 82. gr. eml.

• Ef stefndi er lögpersóna skal miða stefnufrest við stjórnarstöðina ef það leiðir til skemmri stefnufrest, sbr. 4. mgr. 91. gr.

• Málsaðilar geta alltaf samið um hversu lengd stefnufrests.

• Ef stefndi mætir á þing skiptir ekki máli þótt að birting hafi ekki farið fram eða að birt hafi verið með of skömmum fyrirvara, sbr. 4. mgr. 83. gr.