morgunblaðið-Ár-skóga

16
ALÞJÓÐLEGT ÁR SKÓGA 29 | 04 | 11

Upload: arskoga

Post on 14-Jan-2015

1.446 views

Category:

News & Politics


0 download

DESCRIPTION

Morgunblaðið gaf út sérblaðið Ár skóga 29. apríl, 2011. Í blaðinu er að finna yfirgripsmikinn og skemmtilegan fróðleik í tengslum við íslenska skógrækt og gróðurfar.

TRANSCRIPT

Page 1: Morgunblaðið-Ár-skóga

ALÞJÓÐLEGT

ÁR SKÓGA29 | 04 | 11

Page 2: Morgunblaðið-Ár-skóga

2 | MORGUNBLAÐIÐ

Gróðursprotarsigruðu ösku

Eyjafjallajökuls.

13

29.04.2011ALÞJÓÐLEGTÁR SKÓGA

29 | 04 | 11

Útgefandi Árvakur

UmsjónSigurður Bogi Sævarsson [email protected]

BlaðamennGuðrún S. Guðlaugsdóttir [email protected]

Karl Eskil Pálsson [email protected]

AuglýsingarKatrín Theodórsdóttir [email protected]

Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson.

Prentun Landsprent ehf.

Skógrækt eflir atvinnulífið,segja skógarbændurnir á

Kvistum í Biskupstungum.

9

Fallegt í Fitjastofu. Veggurinn klæddur meðíslenskum skógarviði.

4

Í ævintýraheimum er oftort í tré og marga fallega

listmuni má skapa.

10

Áhuginn eykst, segir Magn-ús Gunnarsson, formaðurSkógræktarfélags Íslands.

8

Allsherjarþing Sameinuðuþjóðanna hefur lýst yfirþví að árið 2011 sé Al-þjóðlegt ár skóga. Er þaðliður í því að fylgja eftir

áherslum og yfirlýsingum um mik-ilvægi sjálfbærrar hugmyndafræði,allt frá ráðstefnunni um umhverfi ogþróun í Ríó árið 1992. Forseti Ís-lands, Ólafur Ragnar Grímsson,setti árið formlega hér á landi 12.janúar og fékk við það tækifæri af-hentan fána með íslenskri útfærslu

á merki ársins. Umhverfisráðherra,Svandís Svavarsdóttir, opnaðiheimasíðu Árs skóga formlega ádegi umhverfisins, þann 28. apríl,sem að þessu sinni var tileinkaðurskógum.

Stuðla að aukinni vitund

Verkefni allra sem vinna undirmerki Árs skóga er að stuðla aðaukinni vitund fólks um sjálfbæravernd, umhirðu og þróun allraskóga. Þótt einkum sé litið svo á að

átakið sé til hagsbóta fyrir mannkynþá er sérstök áhersla á vernd við-kvæmra skógarvistkerfa fyrir alltlífríki jarðar. Þá minnir Allsherj-arþing SÞ á samninginn um líf-fræðilega fjölbreytni, loftslagssátt-mála SÞ, samninginn um varnirgegn myndun eyðimarka og aðra al-þjóða- og staðbundna samninga semmáli skipta og fást við flókin úr-lausnarefni er varða skóga.

Merki ársins er hannað um þem-að: þetta gerir skógurinn fyrir þig.

Það undirstrikar að allir skógarhafa fjölþætt gildi. Þeir veita meðalannars skjól og eru mikilvæg bú-svæði fjölmargra lífvera, eru upp-spretta matar og nauðsynlegir fyrirlyfjagerð, varðveita gæði ferskvatnsog eru mikilvægir fyrir jarðvegs-vernd.

Samstillt átak

Skógar gegna stóru hlutverki í við-haldi stöðugs loftslags og hringrásvatns og næringarefna jafnframt því

að vera vistvænn efniviður. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-

anna telur að samstillt átak þurfi áöllum sviðum til að auka vitund ogstyrkja sjálfbæra umhirðu, vernd ogsjálfbæra þróun allra skógargerða.Skorað er á ríkisstjórnir, svæð-isbundnar stofnanir og helstu hópaað styðja viðburði sem tengjastárinu, meðal annars með frjálsumframlögum, og með því að tengjaviðburði á sínum vegum við árið.

arskoga2011.is

Skógar til hagsbóta fyrir mannkyn

Morgunblaðið/Kristinn

Skógur Á Tumastöðum í Fljótshlíð er einn fallegasti og ræktarlegasti skógur landsins. Til hans var plantað fyrir um hálfri öld og árangurinn er einstakur. Menningin dafnar í lundum skóganna.

Mikilvægi sjálfbærni er undirstrikað með alþjóðlegu ári skóga. Sameinuðu þjóðirnar minna á líffræðilega fjölbreytni og vernd skóg-arkerfa. Átak á öllum sviðum. Skógar hafa fjölþætt gildi. Veita skjól og eru mikilvæg búsvæði lífvera og eru uppspretta matar.

Page 3: Morgunblaðið-Ár-skóga

Það er tákn tímanna á Íslandiað við skulum vera aðhalda sérstaklega hátíðlegtár skógarins. Gamlar bæk-ur herma að Ísland hafi

verið skógi vaxið milli fjalls og fjöruþegar land byggðist. Svo herjaðiskógareyðing; menn hjuggu tré tilnota bæði í nytjahluti og sem eldivið.Loks var skógurinn notaður til kola-gerðar eins og þegar þær stöllurBergþóra og Hallgerður sendu þræl-ana sína til kolagerðar í skóginumnærri Fljótshlíð. Kvikfé eyddi skóg-um og á tímabilum Íslandssögunnarhefur skógurinn verið í mikilli varn-arstöðu. Og nú á því herrans ári 2011er árið helgað viði og timbri.

Skógurinn er kolefnisjafnari

Heimur ævintýranna yrkir oft í tré.Við þekkjum öll Gosa úr skáldsöguítalska rithöfundarins Carlo Collodi(um Pionocchio), strákur sem vartálgaður úr tré af tréskurðarmann-inum Geppetto. Brúðuna Gosadreymdi um að verða raunverulegurstrákur og lenti í ýmsum raunum ogævintýrum; nefið á honum lengdistalltaf ef hann laug! Gosi er kannskigott dæmi um þann heim sem hægter að skapa úr tré. Sama sköp-unarþrá réð þegar listamaðurinnDieter Roth hannaði dýrahjörð úr tré1962 og Eyjólfur í Epal og Skógræktríkisins hafa komið á framfæri síðan

með því að end-urvekja þessahönnun á síðastaári.

Nútíminn líturskóginn svolítiðöðrum augum.Hann er prýði oghann er jafnvelmetinn sem „kol-efnisjafnari“þannig að nokkur

tré í viðbót verða eins og syndaaf-lausn fyrir stóra jeppann hans pabba.Birkilaufið nýtur sólarljóssins og not-ar það til þess að umbreyta CO2 and-rúmsloftsins og vatni jarðarinnar ítréni. Þannig er tréð sá hluti lífrík-isins sem bindur gróðurhúsagas.

Árangursrík skógrækt

Menn eru sammála um að hnattrænhitun muni væntanlega auka líkur áárangursríkri skógrækt hér á landi.Nýsköpunarmiðstöð Ísands fagnarári trésins og hefur í huga að timb-urafurðir úr skógum og lundumlandsins skiptast upp í þrjá meg-inframleiðsluflokka. Í fyrsta lagi flís-ina sem til verður við skógarhögg ogsögun. Í öðru lagi handverksefnið,sem nota má til þess að gera ýmsanytjahluti úr timbri. Íslenski ask-urinn er gott dæmi um slíka hluti. Íþriðja lagi er timbrið efni í byggingar;ekkert er dýrðlegra en að dvelja við

íslenskt tréborð í fögrum timb-urbústað í skógarjaðri!

Sem nýsköpunarmanni finnst méralltaf að notkun íslenskra skóga íeldsneyti eins og gerist í hluta stóriðj-unnar vera notkun sem er ef til villekki bestu not fyrir þetta verðmætaog gildishlaðna náttúruefni. Járn-blendifélagið hóf að nota viðarflís íofnum sínum og opnaði fyrir þessa

áhugaverðu notkun. Hækkandi verðá jarðefnaeldsneyti hefur gert flísinaenn mikilvægari til brennslu. Ný-sköpunarmiðstöð mun í framtíðinnigeta komið að þróun og úrvinnslu,ásamt því að veita fyrirtækjum að-stoð við að fara í samvinnu við önnurfyrirtæki í úrvinnslu á þessu sviði ígegnum tengslanet Evrópumið-stöðvar NMI.

Aðstoðað marga frumkvöðla

Handverk úr skógarafurðum er orðinþekkt vara hér á markaðinum og nýtahandverksmenn og hönnuðir þessavöru í auknum mæli. Hér hefur Ný-sköpunarmiðstöð Íslands nú þegarkomið að máli og aðstoðað margafrumkvöðla við rekstur og þróun ávörum þeirra. Miðstöðin okkar býrsvo vel að hafa á að skipa trjáfræð-ingi, Eiríki Þorsteinssyni, sem gjör-þekkir sviðið og hefur verið leiðbein-andi um notkun trés sem smíða- oghönnunarefnis í mörg ár. Við höfumtil dæmis stutt fyrirtæki sem hyggurá að bjóða þjónustu viðarsagar sempassar aftan í bílkerru og getur fariðá vettvang þar sem skógarhöggs-menn vilja saga niður á staðnum. Eftil vill má segja að Reykjavík sé orðinstærsti skógur á Íslandi og mun fyr-irtækið með litlu færanlegu söginahafa starfsaðstöðu í Reykjavík.

Íslenskt timbur sagað úr bolviði ognýtt sem burðarviður á langt í landmeð að verða markaðsvara, til þesseru skógarnir of ungir. Aftur á mótimun það aukast hægt og rólega aðbolir verða sagaðir í fjalir og nýttir íbyggingar og þá til smíða á innrétt-ingum og í klæðningar innan- og ut-anhúss. Í því sambandi má nefnaframleiðslu Guðmundar Magnús-sonar á Flúðum sem er að framleiðaveggflísar. Hér mun Nýsköpunar-miðstöð geta komið að í auknum mælivið að aðstoða við vöruþróun ogmarkaðssetningu í gegnum tengsla-net sitt.

Fallegt Allt má skapa úr viðnum og ímyndunaraflið eitt hindrar þjóðhaga.

Leikfang Stafaspjald úr skógarvið.

Listmunir Kollur og ostaskeri er meðal þess sem unnið er úr íslenskum við.

Heimur ævintýr-anna yrkir oft í tréHnattræn hitun eykur líkur á árangursríkriskógrækt hér á landi. Þorsteinn Ingi Sigfússonframkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-lands segir trjávinnslu skipta miklu máli.

Þorsteinn I. Sigfússon

MORGUNBLAÐIÐ | 3

Arion banki styðurSkógræktarfélag Íslands

Hafðu sambandsími 444 7000 • arionbanki.is

Page 4: Morgunblaðið-Ár-skóga

4 | MORGUNBLAÐIÐ

Sá sem stingur sprota íjörð trúir á framtíðina.Einhvertíma heyrði égdæmisögu af manni semspurði sjálfan sig, þegar

hann horfði yfir fallegan lundinnsinn, hví í ósköpunum hann hefðiekki gróðursett fleiri plöntur ásínum tíma. Í þessu felst kjarninn.Við þurfum að herða sóknina ogefla skógrækt í sátt við umhverfiðenda hefur skilningur á mikilvægiþess aukist mikið,“ segir HuldaGuðmundsdóttir, skógarbóndi áFitjum í Skorradal.

Sú ákvörðun að 2011 skuli veraAlþjóðlegt ár skóga var tekin ávettvangi Sameinuðu þjóðanna.Eins og lagt var upp með er reyntað fá sem flesta í leikinn: svo semríkisstjórnir, stofnanir, fyrirtækiog almenning. Hér á landi ýttiumhverfisráðuneytið málinu úrvör og fól það breiðfylkingu skóg-ræktarfólks um land allt

Skilaboð út í samfélagið

„Við reynum að vekja athygli áÁri skóga með ýmsu móti og fáfólk til samstarfs,“ segir Hulda áFitjum, sem er framkvæmdastjóriverkefnisins. Nefnir þar til dæmisútgáfu þjóðarkortsins sem sentvar inn á öll heimili landsins ásumardaginn fyrsta. Tilgangurþess var að vekja athygli á rækt-unarstarfi og Ári skóga en þó ekkisíður að senda jákvæð skilaboðum vináttu og samvinnu út í sam-félagið. ,,Kortið var samvinnu-verkefni Árs skóga og umhverf-isverkefnisins Grænn apríl ogsaman stöndum við að ræktun áAprílskógum sem er fimm áraverkefni.“

„Sameinuðu þjóðirnar leggja Áriskóga þau markmið að nauðsyn-legt sé að auka vitund fólks ummikilvægi skóga og vernd þeirra áheimsvísu, ekki síst þar sem vist-kerfi eru viðkvæm. Er með þvífylgt eftir áherslum um sjálfbæraþróun sem unnið hefur verið eftirallt frá Ríó-ráðstefnunni 1992. Það

er verkefni allra sem vinna undirmerkjum Alþjóðlegs árs skóga aðstuðla að aukinni vitund um sjálf-bæra umhirðu allra skógargerðatil hagsbóta fyrir framtíð mann-kyns. Hér gildir hið gullvæga aðokkur beri samtímis að líta á um-hverfismálin hnattrænt og út fráokkar nánasta umhverfi.“

Þurfum að fylgjast vel með

Á síðustu árum hefur fólki orðiðæ betur ljóst hver hættan af völd-um loftslagsbreytinga er og aðskógrækt sé bragð í baráttunni.Nefnir Hulda þar skýrslu vísinda-nefndar um hnattrænar loftslags-breytingar og áhrif þeirra hér álandi sem kom út 2008 – en þarhafi fólk fengið mikilvægar upp-lýsingar til að vinna samkvæmt.

„Þessar upplýsingar snertavitaskuld öll svið umhverfismála,en með tilliti til skógræktar hafatil dæmis skógarmörk birkis núþegar færst ofar í landið ogmöguleikar á ræktun nýrra teg-unda aukist. En að sama skapi ogtækifærunum fjölgar, aukast ógn-irnar. Við þurfum að fylgjast velmeð og meta hvort breytingar ágróðurfari og öðru lífríki eruvegna loftslagsbreytinga eða ann-arra þátta. Því er mikilvægt aðhalda áfram beinum tilraunum,samhliða vöktunarmælingum ígróðurríkinu. Þá verður að eflavarnir gegn gróðureldum oghættumat á því sviði.“

Erum á byrjunarreit

Skógrækt skiptir sífellt meiramáli, bæði með tilliti til umhverf-ismála og atvinnu. Hulda segirerfitt að áætla hve margir hér álandi byggi afkomu sína á skóg-rækt með einhverju móti. Eigi aðsíður sé ljóst að hundruð mannaeigi sitt undir ræktunarstarfi, aukþess sem ferðaþjónustan nýtiskóga, bæði ræktaða og óræktaða,með ýmsu móti.

„Hins vegar erum við á byrj-unarreit, því varla er hægt að talaum skóga á Íslandi,“ segir Huldasem bendir á að skógur sé aðeinseinn tíundi af flatarmáli jökla Ís-lands. „Skógrækt hefur verið tilsem atvinnugrein á Íslandi í einaöld, en við erum á frumstigi í aðþróa möguleika á sviði úrvinnslu.Lengi mátti varla nefna að fellastök tré og það stappaði nærriguðlasti að tala um að grisja í ein-hverjum mæli. Nú erum við hinsvegar farin að grisja og þá reynirá hugvit og dirfsku þeirra semeiga skóga.“

Skógur tækifæranna

Þeir sem stunda skógrækt geraslíkt undir ýmsum formerkjum.Þar má nefna að Skógrækt rík-isins sér um rannsóknir og hefurumsjón með þjóðskógunum. Ísveitum landsins er skógræktbænda vaxandi atvinnugrein ogfélög áhugafólks hafa helgað sérreiti um land allt. Segir Hulda aðsamvinna þessara aðila mættivissulega vera meiri og bindurraunar vonir við að svo verði ínæstu framtíð. Ráðstefnan Ís-lenska skógarauðlindin – skógurtækifæra, sem haldin var í gær,hafi gengt veigamiklu hlutverkiþar sem litið var til framtíð-artækifæra.

„Markmiðið með ráðstefnunnivar að koma á og slípa keðjunasem verður að vera virk frá fram-leiðanda til markaðar. Tímamótráðstefnunnar fólust í því að húnvar haldin undir merkjum iðnaðarog nýsköpunar. Það var því mik-ilvægt og dýrmætt skref að starfameð Nýsköpunarmiðstöð Íslandsað undirbúningnum og afraksturþeirrar samvinnu mun skila ár-angri,“ segir Hulda sem meðbróður sínum hefur verið skóg-arbóndi í Skorradalnum sl. tutt-ugu ár.

„Við erum farin að grisja furu-

skóginn okkar á Fitjum og þarsem nýtni og sparsemi eru míngullvægu gildi þá gat ég ekkihugsað mér að þessi verðmætifæru í súginn. Ég var svo heppinað kynnast Guðmundi Magnússyniþjóðhaga á Flúðum sem var nýbú-inn að kaupa sérútbúna vél oghann vann klæðningu úr grisj-unarviðnum okkar. Hún er nú áveggjum Fitjastofu og víðar.Þetta er gróf vinnsluaðferð oghentar þar sem menn vilja grófa,náttúrulega áferð á viðarveggum.Draumurinn er að selja þessaframleiðslu beint frá býli.“

Nauðsynlegir í lífríkinu

Hjá skógarbændum er að ýmsu aðhyggja. Hið dæmigerða starf hef-ur fyrst og fremst falist í út-plöntun en eftir því sem lundirdafna kallar það á meiri vinnu viðumhirðu.

„Það þarf að sinna um ungskógeins og annað ungviði: af virðinguog natni. Ef menn eru til dæmis íjólatrjáarækt þá er slíkt stöðugvinna við snyrtingu. Á Fitjum höf-um við ýmsar nytjar af skógi – tildæmis klæðningarefnið sem égnefndi áðan og minjagripi úr tré.Við leigjum líka land undir sum-arhús í birkiskóginum og það eruvissulega mikilvæg not og und-irstaða fyrir rekstri jarðarinnar.Við höfum þá sjálfbæru stefnu aðlíta á lóðarleigu sem verkfæri tilað gera jörðinni til góða og því erstefnan að hlúa að og byggja uppheima eins og hægt er. Ég erfædd og alin upp á Fitjum ogskógurinn í Skorradalnum hefurþví alltaf verið hluti af minniheimsmynd. Ég er eins og svepp-irnir, myndi ekki þrífast nema ínágrenni við tré og lít raunar svoá að skógarandi sé eitt mikilvæg-asta súrefnið. Það má heldur ekkigleymast að skógar eru lungujarðarinnar og því algjörlega lífs-nauðsynlegir öllu lífríki hennar.“

Skógur er stór hluti af heimsmynd minniNauðsynlegt er að aukavitund fólks um mikil-vægi skóga og vernd áheimsvísu. Skógrækt áÍslandi er vaxandi at-vinnugrein. Sjálfbær bú-skapur er í Skorradal,hjá Huldu Guðmunds-dóttur sem er fram-kvæmdastjóri Alþjóð-legs árs skóga.

Borgarfjörður Kirkjustaðurinn Fitjar er innst í hinum skógi vaxna Skorradal. Fjöldi sumarhúsa er í dalnum og er það ekki síst skóglendið sem heillar.

Morgunblaðið/ÖnundurFitjastofa Innréttingin er úr íslenskum við og gjörð af meistarahöndum.Skógarbóndi „Myndi ekki þrífast nema í nágrenni við tré," segir Hulda á Fitjum.

Fullkomnastaskógarplöntustöð

landsins!Barri hf rekur fullkomnustu skógarplöntustöð á Íslandi að Valgerðarstöðum 4 í

nágrenni Egilsstaða.

Barri er leiðandi fyrirtæki í innleiðingu nýjunga á sviði skógarplönturæktunar og

hefur byggt sérhannaða kæli- og frystigeymslu fyrir skógarplöntur.

Til sölu verða í vor ýmsar tegundir skógarplantna bæði í pappakössumaf frysti og

bökkummeð plöntun yfirvetruðum á hefðbundinn hátt.

Barri hf. rekur Gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð.

ÁTumastöðum verða til sölu flestar tegundir skógarplantna og pottaplöntur sem

eru ræktaðar hjá fyrirtækinu.

Barri selur og sendir skógarplöntur um allt Ísland auk Færeyja og Grænlands.

Ræktunargeta Barra er allt að 130 þúsund fjölpottabakkar á ári.

Barri hf. ������� ��� � � ��� ������ ��� � ����� ��� ���� � ��� ��������� ��� � ��� !"��!#��� � ����� ��� ����

������������ �������������

Page 5: Morgunblaðið-Ár-skóga

MORGUNBLAÐIÐ | 5

Nú þegar sólin hækkar álofti er annatími hjáþeim sem taka að sérað klippa og snyrtarunna og fella tré. Jó-

hannes Hjörleifsson skrúðgarð-yrkjumeistari á Akureyri rekurfyrirtækið Garðlausnir. Hann hef-ur unnið við fagið í nærri tvo ára-tugi og segir alltaf mikið að gera áþessum árstíma.

„Já það er óhætt að segja það,fólk fer almennt ekki að spá íþessa hluti fyrr en grillir fyrir al-vöru í vorið. Samt sem áður er all-ur tími ársins hentugur til aðklippa runna og snyrta tré, ensvona er þetta bara hérna fyrirnorðan. Algengast er að fólk klippirunnana ekki nógu mikið og þvíverða þeir gisnir með tímanum. Þáer ég kallaður á staðinn til að lagalínurnar. Annars er töluvert um aðfagfólk sé látið klippa og laga tréog runna með reglulegu millibili,“seir Jóhannes sem annast um-hverfi margra sumarhúsa.

Lerki og birki til að fá skjól

„Það er töluvert um að fólk fáimig til að gefa góð ráð varðandigróður við sumarhús. Í flestum til-vikum legg ég til að láta gróðursem er allsráðandi í umhverfinuvera sem næst sjálfum bústaðnum,þannig fellur húsið best inn ílandslagið. Svo er töluvert um aðfólk planti lerki og birki til að fáskjól, enda eru þetta harðgerðartegundir sem þrífast vel í melumog móum. Það þarf hins vegar aðhugsa vel um þessar plöntur þann-

ig að þær njóti sín og gegni þvíhlutverki sem til var stofnað í upp-hafi, klippa brotnar greinar og svoframvegis.“

Jóhannes segir að vandasamtgeti verið að fella stórt tré ogstundum þurfi viðkomandi sveitar-félag að veita leyfi. Þegar tré erufelld er algengast að saga þauniðri við jörðu en það kemur líkafyrir að fólk vilji taka þau upp meðrótum og slíkt er talsvert fyr-irtæki.

Öspin féll á hús nágrannans

„Þegar trén eru orðin mjög stór eralgengt að fólki finnist þau verafyrir blessaðri sólinni. Þetta erekki óalgengt viðhorf hjá yngrafólki sem kaupir fasteign í grónuhverfi. Í nýjum hverfum eru sí-grænar plöntur algengastar aukþess sem stór hluti garðsins ergjarnan hellulagður. Skjólgarðareru gjarnan hafðir við lóðarmörk í

stað runna, þetta er sérstaklegaáberandi á Akureyri,“ útskýrir Jó-hannes sem segir þjónustu garð-yrkjumanna almennt ekki dýra.Kostnaðarsamara geti í mörgumtilvikum verið að kalla ekki til fag-mann.

„Það er um að gera að kallakunnáttufólk til skrafs og ráða-gerða, mistök geta sannarlegakostað skildinginn. Þetta á tildæmis við um trjáfellingar. Égminnist manns sem óskaði eftir til-boði í að fella stórta ösp. Honumfannst verðið of hátt og sagðistgeta fellt tréð sjálfur. Ekki tókstbetur til en að öspin féll á hús ná-grannans og olli töluverðumskemmdum. Þannig að þegar uppvar staðið reyndist kostnaðurinnmargfaldur miðað við að fá fag-mann til að vinna verkið,“ segirJóhnannes Hjörleifsson skrúðgarð-yrkjumeistari á [email protected]

Lagar línurnar í garðinumAlgengt er að fólk klippirunnana ekki nógu mik-ið og verða þeir því gisn-ir með tímanum. Í nýj-um hverfum erusígrænar plöntur al-gengastar, segir Jó-hannes Hjörleifsson.

Ljósmynd/Karl Eskil

Skógarhögg Það er um að gera að ráðgast við kunnáttufólk þegar kemur að þvíað snyrta eða fella tré, segir Jóhannes Hjörleifsson skrúðgarðyrkjumeistari.

Landbúnaðarháskólinn býð-ur háskólamenntun til BS-og MS-gráða. Skipulagnámsins er sveigjanlegtog gefur nemendum færi

á að laga það að þörfum sínum ogáhuga. Bjarni Diðrik Sigurðsson,prófessor í skógfræði, segir að ínáminu sé flettað saman náms-greinum á sviði náttúruvísinda,skógfræði, landgræðslu, landslags-fræði og rekstrarfræði.

„Við leggjum áherslu á að veitanemendunum traustan vísinda-legan grunn og að búa þá undirstörf sem fræðimenn, stjórnendureða atvinnurekendur,“ segirBjarni. „Nemendum okkar semhafa farið í framhaldsnám erlendishefur almennt gengið vel, enda eruppbygging námsins svipuð og hjásambærilegum háskólastofnunum íEvrópu. Þar er yfirleitt lögðáhersla á þverfaglegt nám á þessufræðasviði auk náms í rekstri. Éghef stundum kallað skógfræði hag-nýta náttúrufræði, þar sem mikillskortur er á fólki með trausta fag-þekkingu á þessu sviði. Enda hefurumfang skógræktar og land-græðslu aukist mikið á und-anförnum árum.“

Bjarni segir að Landbúnaðar-háskólinn sé í góðu samstarfi viðýmsar stofnanir um kennslu ogfyrirlesta. Meginmarkmið skólanssé að mennta og þjálfa hæft fólksem geti að loknu námi víða haslaðsér völl.

Áhuginn aukist verulega

„Áhuginn á þessu námi hefur auk-ist verulega á tiltölulega fáum ár-um. Þótt ástandið sé á marganhátt erfitt eftir bankahrunið erumöguleikarnir í skógfæði nánastóþrjótandi og áhuginn leynir sérekki. Við sjáum greinileg merki íþessum efnum. Ég get nefnt semdæmi að í dag eru sex spennandirannsóknarverkefni í gangi semtengjast beint skógfræði og greini-legt er að mikill áhugi er á að nýtaskóga landsins í framtíðinni. Ís-lenskir skógarbændur eru greini-lega að undirbúa stórsókn, tildæmis í framleiðslu á jólatrjám.

Prófessor Við leggjum áherslu á að veita nemendunum traustan vísindalegangrunn, segir Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði, á Hvanneyri.

Skógarbændur undirbúa stórsóknAukinn áhugi er á námi í skógrækt og eru atvinnu-horfur skógfræðinga góðar. Um tuttugu mannsstunda í dag nám á mismunandi stigum í skógfræðivið Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tekjur í tengslum við skógrækteru enn varla merkjanlegar í þjóð-hagstölum, en sannaðu til, í fram-tíðinni verður staðan allt önnur.Og þá er eins gott að hafa á aðskipa vel menntuðu fagfólki,“ segirBjarni Dið[email protected]

Okkar plöntur fá kærleiksríktuppeldi við íslenskar aðstæður STJÖRNUGRÓF 18 • SÍMI 581 4550 • FAX 581 2228

WWW.MORK.IS • [email protected]

Gróðrastöðin

Page 6: Morgunblaðið-Ár-skóga

Skógarbörn Skólasetning í Norðlingaholti fer jafnan fram í Björnslundi sem nefndur er eftir Birni Ófegissyni sem ræktaði upp þetta svæðið en fól síðan Reykjavíkurborg til umsjónar.

Ég var kennari og síðar skóla-stjóri á Hallormsstað í tutt-ugu ár og þar kynntist égsvona starfsháttum,“ segirSif. Hún var m.a. líf-

fræðikennari þar eystra og byrjaði aðnýta skóginn í náttúrufræðikennslu.„Í elsta bekknum voru, þegar ég byrj-aði, börn sem varla vissu hvað birkiværi,“ segir hún. „Á undan mér höfðuverið sjö náttúrufræðikennarar á sjöárum. Ég kunni sjálf ekkert á skóg-inn, uppalin á ströndinni. En ég varsvo heppin að þá ekki var fyrir hendinein námskrá í náttúrufræði svo éggat kennt það sem ég taldi skipta máli.Og mér fannst skipta máli að börnsem væru í skóla á Hallormsstað vissueitthvað um skóginn þar og sitt nán-asta umhverfi. Ég varð mikil áhuga-manneskja um skóginn og allt semhann hafði að geyma, m.a. sveppi. Ásíðustu árunum mínum á Hallorms-stað gerðum við Ólafur Oddsson, semþá var að vinna með Grenndarskóga,og Þór Þorfinnsson hjá Skógrækt rík-isins með okkur samning um hvernigvið vildum byggja upp námsaðstöðu íHallormsstaðarskógi. Þessi þróunkom nánast af sjálfu sér – spratt afheilbrigðri skynsemi má segja.“

Í Björnslund með börnin

Hún segir mikilvægt að börn nýti nán-asta umhverfi sitt til menntunar ogmeðvitundar um náttúru, vistvernd ogsvo framvegis. Sem náttúrufræði-kennari kvaðst hún hafa unnið meðhaustið og vorið í skóginum og helsthefði hún viljað hafa skólann starfandiá sumrin þegar skógurinn er í alveldisínu.

„Þegar ég hætti fyrir austan varnýbúið að byggja útiskólastofuna semég fyrr nefndi, frábæra aðstöðu. Börnlæra allt öðruvísi þegar þau fá aðsnerta og finna,“ segir hún. „Það er fá-ránlegt að vera með þá dásamlegunáttúru sem við höfum og nýta hanaekki,“ bætir hún við.

Þegar Sif hóf störf í nýstofnuðumNorðlingaskóla var hverfið sem óðastað byggjast upp. „Ég fór að skoða um-hverfi hins fyrirhugaða skóla og

rambaði inn í trjá-lund sem var íupphafi plantaðurí kringum sum-arbústað BjörnsÓfeigssonar út-gerðarmanns oghans afkomenda.Ég heillaðist afþessum lundi ogmöguleikum hans.Hann er í 7 mín-

útna göngufæri frá Norðlingaskóla –mælt í gönguhraða sex ára barns,“segir Sif.

„Í raun er þarna eini sam-komusalur skólans og við byrjuðumbara að fara í Björnslund með börn. Ílundinum eru ótrúlega margar teg-undir vegna þess að Björn var í frum-kvöðlasveit skógræktarmanna á Ís-landi. Það var í bígerð um þetta leytiað ryðja lundinum að hluta í burtu ogsetja upp veitingastarfsemi. En meðþví að byrja á að nýta lundinn í skóla-starfinu tókst okkur að sýna fram á aðþetta væri umhverfi sem væri skól-anum mikilvægt að hafa. Fulltrúarhjá umhverfissviði Reykjavík-urborgar voru okkur velviljaðir. Þeirkomu hingað upp eftir og sannfærð-ust um að heppilegt væri að við fengj-um yfirráð yfir Björnslundi. Erfingj-arnir voru þá búnir að afhendalundinn Reykjavíkurborg. Norð-lingaskóli er vistvænn skóli og við höf-um náð að flagga grænfána í þau nærsex ár sem skólinn hefur starfað. Núeru 350 börn í Norðlingaskóla og 135börn eru í leikskólanum Rauðhóli semnú starfar að hluta í Björnslundi.“

Hvernig hófst þetta allt saman?„Við byrjuðum á að draga vagna á

hjólum með okkur í Björnslund ogþar var kveiktur eldur og sagðar sög-ur, tvö eldstæði eru í skóginum. Eftirfyrsta veturinn okkar hér komumstvið í samband við Háskólann í Berg-en, útikennsludeildina þar. Í nær fjög-ur ár fengum með meistaranema fráþeim háskóla til að vinna með okkur áhaustin. Það er hægt að kenna allt úti.Við höfum látið efstu bekkina takaenskupróf í Björnslundi, kennt þar ís-

lensku, matreiðslu, smíðar og margtfleira.“

Láta ímyndunaraflið ráða

Hvaða tíma ársins getið þið nýttBjörnslund?

„Allt árið. Við reynum að minnkaáganginn á vorin þegar frost er aðfara úr jörðu en fyrir tveimur árumsíðan opnaði leikskólinn Rauðhóll hérdeild og þá var byggt hús í Björnsl-undi. Þá fengum við salernisaðstöðuog geymslu. Norðlingaskóli og Rauð-hóll hafa síðan nýtt lundinn saman.Starfshættir í Norðlingaskóla erunokkuð frábrugðnir hinum hefð-bundna skóla. Við kennum í sjötíumínútna einingum og þá er ekkertmál þótt einhver tími fari í að komastí lundinn. Það er margt hægt aðkenna börnum úti í Björnslundi semþau gleyma ekki en væri mun sein-legra að kenna þeim á bók inni ívenjulegri kennslustofu. Við byrjumt.d. þar að kenna tíu ára börnum aðtaka meðaltal. Ef við skiptum þeim ífimm manna hópa, látum þau tálgasér spjót, kasta þeim og mæla vega-lengdina og taka svo meðaltal þarfekki að kenna þeim þetta aftur.Svona myndræn og áþreifanleg

kennsla situr í þeim allflestum. Viðerum líka með ýmiss konar smiðjur íBjörnslundi, við verjum meiri tíma íverklegt nám en ýmsir aðrir skólar,það er heldur dýrara en það hefurgefið góðan árangur. Mín reynsla erað það sé hægt að kenna börnum nán-ast hvað sem er í Björnslundi og úti-kennslan eykur vitund þeirra umhina stórkostlegu náttúru sem Íslandá. Í Björnslundi höldum við stórhá-tíðir skólans og þar er hann settur áhaustin. Við viljum vernda Björnsl-und í upprunalegri mynd svo í honumgeti ímyndunaraflið leikið svolítiðlausum hala.“

Tileinki sér umhverfisvitund

Ætlið þið þá að koma ykkur upp ann-ars konar svæðum með svipuðu sniði?

„Já, lóðin við skólann er hugsuðsem „millistykki“ frá inniskólabygg-ingunni að útiskólanum í Björnslundi.Þar á að byggja upp aðstöðu til úti-kennslu líka. Í stefnu skólans er þaðmarkmið að börnin tileinki sér um-hverfisvitund. Við förum þess vegnameð þau í gönguferðir upp á hálendiðog þau hafa sofið úti í Björnslundi.Þetta er auðvitað gert með blessunforeldranna sem hafa sýnt þessari

hlið skólastarfsins mikinn áhuga.Hópur barna svaf úti í 9 stiga frosti ídesember í fyrra. Þetta var valgrein,að lifa af í náttúrunni, sem hópurkrakka í 8., 9. og 10. bekk tók þátt í.Þau voru bara vel klædd í almenni-legum svefnpokum og allt gekk aðóskum. Við höfum þá afstöðu í Norð-lingaskóla að ekki sé til vitlaust veður– bara vitlaus klæðnaður. Vel klæddgetum við nýtt útiaðstöðuna á svomargvíslegan hátt. Við erum svoheppin að skólinn hér er beinlínis inn-rammaður af náttúruperlum.“

Mismunandi færni og langanir

Verða erfið börn auðveldari í skóla-starfi í útikennslunni?

„Ég er þeirrar skoðunar að enginbörn séu erfið, aðeins sé mismunandihvernig eigi að nálgast hvern og einneinstakling. Ég segi að í Norðlinga-skóla séu engin erfið börn – þar séubara börn. Þau hafa mismunandigetu, færni og langanir og taka á miðaf því. Ef barni er treyst stendur þaðundir því trausti nær undantekning-arlaust. Við hin fullorðnu sýnum oftof mikla forræðishyggju. Börn alltniður í sex ára geta tálgað spýtur íBjörnslundi. Aðeins einu sinni hefurorðið þar slys, það klemmdist fingur.Börn læra á umhverfið og aðstæð-urnar. Af hverju varð Ronja ræn-ingjadóttir að hoppa yfir Helvít-isgjána? Það var til þess að læra áhætturnar. Ef við höfum þá afstöðuað börn eigi að læra á hættur þá geraþau það. En auðvitað þarf að gætaallrar varúðar. Við höfum stundumspurt krakkana hvað þeir vilji gera efþeir ættu að stjórna skólanum ognánast undantekningarlaust komaþeir með uppástungur sem snúast umeitthvað verklegt og þá gjarnan úti ískógi. Sem betur fer erum við svoheppin að hafa fengið hingað starfs-fólk sem af snilld finnur viðfangsefnifyrir börnin sem miða að því að þauverði meðvituð um sitt nánasta um-hverfi og umgangist það og náttúr-una með virðingu og hlýju.“ [email protected]

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Vetrarferð Börnin læra að bjarga sér og í lundinn góða er sótt allt árið.

Börn læra á náttúruna í skóginum

Lurkar Sprekið borið í eldinn og kröftugir krakkar taka þetta leikandi.

Sif Vígþórsdóttir

Björnslundur er mikilvægur í starfsemi Norðlinga-skóla í Reykjavík. Sif Vígþórsdóttir skólastjóri segirnemendur og kennara sækja þangað fróðleik semgerir skólastarfið skemmtilegt og tilbreytingaríkt.

Morgunblaðið/Ásdís

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hægt að kenna börnum

nánast hvað sem er í

Björnslundi og útikennslan

eykur vitundina um stór-

kostlega náttúru Íslands.

6 | MORGUNBLAÐIÐ

Page 7: Morgunblaðið-Ár-skóga

MORGUNBLAÐIÐ | 7

Skógræktarritið

Aðeins kr. 2.700 ritið í áskrift.

Skógræktarritið er eina tímaritið um skógrækt

á Íslandi og kemur það út tvisvar á ári.

Vandað, fjölbreytt, fræðandi og

skemmtilegt í yfir 80 ár!

TVÖFALDURvöxtur trjáplantnaMEÐ HLÚPLASTI

S��� ��� ���� www.plastprent.is

Innflutningur á jólatrjám hefurverið mikill undanfarin ár.Landssamband skógareigendahefur ákveðið að hefja stórátakí ræktun jólatrjáa og er mark-

miðið að eftir fimmtán ár geti ís-lenskir skógarbændur sinnt mark-aðnum að fullu og sett á markaðinn40 þúsund jólatré á ári. Eins og stað-an er í dag seljast um 10 þúsund ís-lensk jólatré á ári en um 30.000 tréeru innflutt, aðallega frá Danmörku.

Björn Jónsson, framkvæmda-stjóri Lands-sambands skóg-areigenda, segirnú þegar búið aðmynda starfs-hópa á Suður-landi, Norður-landi ogAusturlandi.

„Í hverjumhópi eru á bilinutíu til tuttuguskógarbændur og

áhuginn er greinilega mikill. Við höf-um verið að kynna þetta að und-anförnu og á Suðurlandi komastfærri að en vilja, þannig að þar verð-ur líklega stofnaður annar hópur.Ég geri sömuleiðis ráð fyrir að hóp-ur verði settur á laggirnar á Vest-urlandi í haust eða næsta vetur.Hugmyndin er að hver hópur vinnisaman næstu tólf árin og markmiðiðer að byggja upp með samstilltuátaki atvinnugrein sem hanastunda.“

Byrja að planta í vor

Landssamband skógareigenda legg-ur til uppskrift að jólatrjáaræktunsem nær frá upphafsskipulagi aðsölu. Björn segir að mikill munur séá akurræktun og núverandi fyr-irkomulagi á ræktun jólatrjáa hér álandi

„Bændurnir taka frá ákveðiðsvæði undir ræktunina, gróðursetjaog höggva síðan að átta til tólf árumliðnum. Eins og staðan er í dag erujólatrén ræktuð í blönduðum skóg-um, þannig að það er grundvall-armunur á ferlinu. Fyrstu jólatrjáa-ræktendurnir byrja að planta í vor,líklega tíu til fimmtán bændur. Þettaeru þeir sem eiga nú þegar tilbúinnakur. Hinir þurfa að undirbyggjalandið til að geta byrjað ræktun fyriralvöru, sú vinna tekur í flestum til-vikum tvö ár. Til að ræktunin takistvel er gott skjól á ökrunum einnmikilvægasti þátturinn.“

Sá sem hyggur á þátttöku í verk-efninu þarf að vera félagsbundinn ífélagi innan Landssamtaka skógar-eigenda. Leitað verður eftir stuðn-ingi landshlutaverkefna í skógræktum skipulag ræktunarsvæða, fagleg-ar leiðbeiningar, tilraunir meðkvæmi og uppbyggingu skjóls á

ræktunarsvæðinu. Auk þess verðurleitað eftir stuðningi rann-sóknastöðvarinnar á Mógilsá ogLandbúnaðarháskóla Íslands.

Aðstæður og þekking

„Það er ekki ráðlegt að hafa akurinná sléttu svæði vegna sumarfrostasem geta verði skæð og skemmttoppana á trjánum,“ segir Björn.„Landið þarf að vera í halla því kuld-inn leitar niður á sléttlendið. Þekk-ingin á akurræktun jólatrjáa ernokkuð takmarkandi þáttur í dag enengu að síður hefur nokkuð stórhópur fólks aflað sér ágætrarfræðslu á þessu sviði, meðal annarsmeð því að sækja námskeið í Noregiog Danmörku. Reynsluna skortirokkur vissulega en með markvissrisamvinnu er leitast við að koma í vegfyrir mistök.“

Skógarbændur þurfa venjulega aðbíða í áratugi eftir því að skógræktinskili tekjum. Með akurræktun jóla-trjáa er hægt að höggva trén eftirátta ár.

„Þeir sem mynda þessa hópa eru íflestum tilvikum skógarbændur semeru að leita eftir öðrum nytjum.Sammerkt með þeim er einbeitturog jákvæður áhugi fyrir þessu stóraog spennandi átaksverkefni. Kynn-ingarfundir hafa verið mjög vel sótt-ir og greinilegt er að margir hafaígrundað þennan möguleika í nokk-uð langan tíma.“

Hugsanlegur útflutningur

„Markaðurinn hér á landi hefur ver-ið nokkuð stöðugur undanfarin ár.Miðað við útsöluverð á jólatrjám ífyrra sýnist mér að veltan hjá ís-lenskum skógarbændum vegnaræktunar á jólatrjám gæti í framtíð-inni orðið um 200 miljónir króna áári. Útflutningur gæti verið raun-

hæfur ef rétt er haldið á spilunum ímarkaðsmálum. Ég sé til dæmis fyr-ir mér að auglýsa enn frekar upp ís-lenska jólasveininn og þá íslenskjólatré í leiðinni. Fyrst er þó að fyllainnanlandsmarkaðinn og að því ersannarlega stefnt með ákveðnumhætti,“ segir Björn Jónsson, fram-kvæmdastjóri Landssambandsskó[email protected]

Skógarferð Áhugasamir skógarbændur kynna sé akurræktun jólatrjáa í Danmörku fyrir skemmstu.

Byggja upp nýja atvinnugreinMikill áhugi er á meðal skógarbænda. Markmiðið er að íslenskir skógar-bændur geti uppfyllt kröfur markaðarins að fullu eftir fimmtán ár.

Stórfelld akurræktun jólatrjáa í undirbúningi

Björn BjarndalJónsson

Morgunblaðið/Eggert

Jólatré Margir selja jólatré í desem-ber sem gjarnan eru þó innflutt.

Page 8: Morgunblaðið-Ár-skóga

Skógarmaður „Með hlýnun mun skógurinn vaxa hraðar og mörkin færast ofar ílandið,“ segir Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands.

Morgunblaðið/FrikkiReynisvatnsás Mikið hefur verið gróðursett í nágrenni borgarinnar á undanförnum árum. Hér er svæði við Reynisvatn.

Vegurinn, vatnið og nóttin

Einn morgun í júní, er vegurinn héltað heiman,

sá dalurinn ungan vorskóg, sem stóðvið vatnið

í sólhvítri birtu og lék á laufhörpurtrjánna.

Og sumarlangt síðan, hvern dag,við sönglist á hlakkandi bárum hefur dalurinn risið úr rekkjuog vakað fram úr við vorskógarþytí vínrauðu laufinótt eftir nótt.

(Tómas Guðmundsson)

„Þetta er upphafserindi ljóðs semmér hefur alltaf þótt afar til-komumikið og hrífandi,“ segirMagnús Gunnarsson, formaðurSkógræktarfélags Íslands. Í að-alstöðvum þess umsvifamikla félagssem teygir anga sína um allt landog á sér þá fallegu hugsjón helstaað klæða landið grænum skógi hitt-um við Magnús fyrir og ræðum viðhann um íslenska skógrækt og al-þjóðlega átakið; Ár skóga!

„Sameinuðu þjóðirnar hafa út-nefnt árið 2011 ár skóga. Í því sam-bandi var skipuð framkvæmda-nefnd um hvernig SkógræktarfélagÍslands myndi sinna þeirri áskorun.Nefndinni veitir forstöðu HuldaGuðmundsdóttir, skógarbóndi aðFitjum í Skorradal, einnig á sæti ínefndinni, auk mín, þeir Jón Lofts-son skógræktarstjóri og BjörnJónsson, framkvæmdastjóri Suður-landsskóga,“ segir Magnús.

Atvinnuskapandi skógrækt

Magnús kveður margt á döfinni áári skóga hér á landi hjáSkógræktarfélagi Íslands.

„Við verðum næstu daga þátttak-endur í Öskjuhlíðardegi sem ersamstarfsverkefni okkar, Háskól-ans í Reykjavík og Reykjavík-urborgar. Þetta er fjölþætt dagskrásem tengist skóginum og ég væntiþess að sem flestir nýti sér daginntil þess að fá sér göngu um Öskju-hlíðina og Nauthólsvíkina og skoðiHáskólann í Reykjavík, allt tengistþetta saman. Þá eru fjölmargarráðstefnur fyrirhugaðar á árinu.Verið er og að vinna að atvinnu-átaksverkefni sem hefur staðið yfir

frá 2009 með góðum stuðningi rík-isvaldsins. Veittar hafa verið um200 milljónir króna í verkefnið semvið erum mjög þakklát fyrir. Í raunmá segja að þarna sé um að ræðaatvinnuskapandi verkefni í skóg-rækt og þegar því lýkur verður bú-ið að skapa um 220 ársverk í skóg-rækt. Auðvitað hafa miklu fleirikomið að verkefninu en þessir 220því unnið hefur verið árshlutabund-ið. Skógurinn mun vegna þessavaxa mikið hér í nágrennihöfuðborgarsvæðisins og raunarvíða um land. Þetta átak er í sam-vinnu við skógræktarfélögin áhverjum stað og sveitarfélög, ogAtvinnuleysistryggingasjóður tekurþátt í verkefninu ásamt ríkisvaldinusem fyrr gat.“

Sjálfboðastarfið hjálpar

Hafa hin kröppu kjör sem við búumvið núna komið niður á skógræktar-starfsemi?

„Skógræktarhreyfingin er aðstórum hluta sjálfboðaliðastarf ogþað hjálpar á tímum sem þessum. Ílandinu er 61 félag með 75.000 fé-lagsmönnum. Þeir hafa lagt gríðar-lega mikið til skógræktar. Ákrepputímum breytist margt, meðalannars gildismat. Fólk fer að lítasér nær og njóta þess sem ekkikostar mikil útgjöld. Skógarnir erutilvaldir til að njóta lífsins í. Það erlíka gríðarleg gróska í skógrækt-arstarfi í landinu. Fyrir kreppuveittu fyrirtæki þessu starfi mik-ilvægan stuðning og eins og áðurkom fram hefur ríkisvaldið stuttdyggilega við skógræktarstarf ílandinu. Að mínu mati mun skóg-rækt vaxa og bæta lýðheilsu umókomin ár.“

Sækir almenningur í auknummæli inn í skógana?

„Við verðum vör við aukinnáhuga á útivist í skógum. Fólk ferminna til útlanda og nýtir því beturtækifæri til útivistar á Íslandi. Fyr-ir nokkrum áratugum var tekið tilvið að planta skógi í örfoka land ogmela, nú eru þar skógar sem fólkgetur gengið um. Nefna má Heið-mörkina, uppland Hafnarfjarðar ogKópavogs og marga aðra staði víðaum land. Eitt af verkefnum okkarhefur verið svonefndir Opnir skóg-

Við erum stolt af skógum Íslands Að njóta skóganna okkar er hollt fyrir líkama og sál.Auknar nytjar eru af skógum landsins. Alls eru um75 þúsund manns í aðildarfélögum Skógræktar-félags Íslands sem heldur úti fjölbreyttri starfsemi.Formaður félagsins er Magnús Gunnarsson.

öllum skógræktarsvæðum landsins,bæði þeim sem sjálfboðaliðar hafaplantað og einnig í bændaskóg-unum svonefndu, þar sem þúsundirhektara af skógi eru að vaxa upp.Þetta verður ekki öðruvísi en hjánágrannalöndunum, – nema hvaðvið erum með hægt vaxandi við, enhann verður þá þéttari í sér. Meðhlýnandi veðurfari hefur sú þróunorðið að hægt er að planta hér nýj-um tegundum sem þrífast viðhærra hitastig. Þessi þróun er aðverða, hvort sem okkur líkar húnbetur eða verr. Með hlýnun munskógurinn vaxa hraðar og skógar-mörkin færast ofar í landinu ogverða fjölbreyttari.“

Njótum skóganna

Er átak á borð við Ár skóga okkurmikilvægt?

„Við erum stolt af skógum Ís-lands og ég tel alla kynningu á þvísem skógræktendur eru að gera ogöllu því sem skógurinn getur gefiðokkur, m.a. í lýðheilsu, þýðing-armikla. Við hér erum t.d. meðhugmyndir um skóg sem þátt í ís-lenskri myndlist og sjónvarps-myndagerð. Þá má nefna ráð-stefnur og samkeppni um nytjahlutiúr íslenskum viði, nýsköp-unarmiðstöð og vernd, þróun ogsjálfbæra nýtingu skógar á Íslandi.Við erum með heimasíðu þar semþetta og margt fleira kemur fram.Við ætlum að virkja sem flesta áþessu ári í þágu skógræktar á al-þjóðlegu ári skóga 2011. Síðast enekki síst vil ég nefna skóginn semþátt í ljóðlist og bókmenntum. Mik-ilvægt hlutverk skógar og gróðurser að færa manneskjunni hugarró.Yfirskrift árs skóga er því: Út ískóg, njótum skóganna okkar, þaðer hollt fyrir líkama og sál.“[email protected]

ar. Nú eru ellefu slíkir með göngu-stígum og merkingum opnir al-menningi. Þess má geta aðfyrirhugað er að opna skóginn áFossá í Hvalfirði í sumar. Sá skóg-ur er eign Skógræktarfélags Kópa-vogs, Mosfellinga og Kjalnesinga.Þar hafa að undanförnu m.a. veriðtekin jólatré, sem er spennandiþáttur í skógræktarstarfi þegarhorft er til framtíðar. Fólk hefur þátækifæri til að fara út í skóg meðfjölskyldunni og velja sér þar sittjólatré. Þetta hefur mælst vel fyrirog líka reynst ágæt tekjulind fyrirskógræktarhreyfinguna. Nú, þegargjaldeyririnn er dýr, eigum við aðnýta þær auðlindir sem til eru ílandinu. Jólatrén eru af því tagi.“

Er til nóg af jólatrjám hér fyrirlandsmenn?

„Við erum á því sviði í tvíþættrisamkeppni, annars vegar við inn-flutt jólatré og hins vegar við gervi-jólatré. Við hvetjum landann tilþess að vera með lifandi jólatré afíslenskum stofni.

Umræðan er hatrömm

Hvað með aðra starfsemi Skóg-ræktarfélags Íslands?

„Þar er af mörgu að taka. Félag-ið hefur t.d. staðið fyrir öflugri út-gáfustarfsemi, nefna má Laufblaðiðog Skógræktarritið. Einnig erumvið þátttakendur í skógræktargeir-anum í mörgum verkefnum, svosem Landgræðslusjóði og Kolviði,sjóði sem á að draga úr mengun envarð nokkuð fyrir barðinu á krepp-unni. Á móti kemur að dregið hefurúr umferð sem gerir minni meng-un.“

Eru allir sammála um mikilvægiskógræktarinnar á Íslandi?

„Með breytingu á náttúruvernd-arlögum varð umræða, nokkuð há-vær, um ákveðna þætti. Við viljum

koma því á framfæri að skógurinner kominn til að vera og við bökk-um ekki út úr einu eða neinu semvið höfum verið að gera í því efni.Við teljum ekki stafa hættu afskógrækt sem slíkri hvað snertirt.d. vatnsbúskap okkar. Við eigumekki að setja boð og bönn á allaskapaða hluti en vera varkár í vali áþví sem gróðursett er hér. Mérfinnst að umræðan um þessi málhafi verið nokkuð hatrömm og vildióska að við kæmumst úr því fari.“

Lúpínan hefur verið mörgumþyrnir í auga?

„Lúpínan hefur gert margt gottog hjálpað verulega á ákveðnumsvæðum. En það er með lúpínunaeins og allt annað. Vitanlega þurf-um við að gæta að hvar við setjumhana niður.“

Nýta afurðir betur

Hvað með nýtingu á skógarviði semfellur til við grisjun?

„Upp úr 1990 hófst verulegt átakmeð landgræðsluskógaverkefnum.Þar var lögð mikil áhersla á ný-skógrækt. Frá þeim tíma hefur ver-ið plantað út milljónum plantna. Sáskógur er nú að vaxa upp en hinsvegar höfum við eldri skóg sem far-inn er að gefa af sér við. Gerður varsamningur við Járnblendiverk-smiðjuna á Grundartanga um aðselja við þangað, sem þeir sjá umað kurla. Draumurinn er sá að nýtabetur og meira þær afurðir semfalla til í skóginum. Við erum aðgrisja skógana, nú þegar vinnumvið girðingarstaura og í smáum stíler farið að fletta, þ.e. búa til borðtil að smíða úr. Enn er þetta í til-tölulega litlum mæli en mun faramjög vaxandi á næstu áratugum.Skógurinn vex og þar kemur aðtrjábolirnir verða hæfilegir til aðvinna þá. Þessi þróun á sér stað á

Mörk Sigríður Helga Sigurðardóttirrekur gróðrastöð í Fossvoginum.

Morgunblaðið/Frikki Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

8 | MORGUNBLAÐIÐ

Reykholti Biskupstungum • s. 694 [email protected] • www.kvistar.is

PlöntusalaBakka- og pottaplöntur.

Fura, greni, lauftréog runnar.

Aspir 3–5 m há tré.

OPIÐfrá kl. 10–19

Page 9: Morgunblaðið-Ár-skóga

MORGUNBLAÐIÐ | 9

LEGGÐU ÞITT AF MÖRKUM

Við núverandi aðstæðurværi sterkur leikur afhálfu stjórnvalda að eflaskógræktarstarf í land-inu í stað þess að rifa

seglin eins og gert hefur verið.Ræktunarstarfið krefst margravinnufúsra handa fólks sem nú lifirá bótunum einum. Að undanförnuhefur verið mjög talað fyrir mann-aflsfrekum framkvæmdum til aðkoma atvinnulífinu aftur af stað.Þar miðar seint en í skógrækt-arstarfinu gætum við farið á fullaferð strax á morgun, sé viljinn fyr-ir hendi,“ segja hjónin HólmfríðurGeirsdóttir og Steinar Jensen semreka garðyrkjustöðina Kvista íReykholti í Biskupstungum.

Áratugur er síðan þau hjón hófustarfsemi að Kvistum. Hólmfríðurhafði þá í sautján ár starfað í garð-yrkjustöð SkógræktarfélagsReykjavíkur en þegar tækifæriopnuðust í sveitinni tóku þauSteinar stefnuna þangað.

Úr einni milljón í hálfa

„Um aldamótin hófust verkefni íbændaskógrækt af fullum krafti,það er hér á Suðurlandi, á Vest-urlandi og Skjólskógar á Vest-fjörðum. Verkefnin eru með mis-jöfnum svip í hverjum landshlutaum sig en í öllu falli hafa þau kall-að á framleiðslu plantna sem komavíða frá,“ útskýrir Hólmfríður.Hún segir að þegar best lét hafi áKvistum verið framleidd um einmilljón plantna, það er samkvæmtsamningum við Ríkiskaup. Á síð-ustu misserum hafi hins vegarmjög verið dregið úr. Nú sé fram-leiðsla aðeins um helmingur af þvísem mest var – og komi þar til sásparnaður sem hvarvetna ræður íríkisrekstri.

Fura, greni, birki og lerki eruþær plöntutegundir sem mest hafaverið notaðar í bændaskógræktinniog öðrum sambærilegum verk-

efnum. Þá hefur verið framleitttalsvert af birki fyrir Hekluskóga„Þetta eru harðgerðar plöntur semduga vel við íslenskar aðstæður,“

segir Hólmfríður.Breyttar aðstæður leiða til þess

að fólk rær á ný mið. „Sókn erbesta vörnin,“ segir Hólmfríður um

starfsemina á Kvistum þar sem núer að hefjast hindberjaræktun.Slíkt er nýmæli á Íslandi. Einnigverða þar ræktuð jarðarber. Geramá ráð fyrir að þessi aldinber verðikomin á markað í júní næstkom-andi og munu fást meðal annars áKvistum. Þar verður í sumar starf-rækt garðplöntustöð þar sem fástmunu meðal annars tré og runnarog má ætla að slíkt komi sér velfyrir ræktunarfólk í sum-arhúsabyggðum í uppsveitum Ár-nessýslu.

Ræktað við hvert hús

„Engir eru jafn umfangsmiklir íræktunarstarfi í landinu og einmittsumarhúsafólkið; við nánast hverthús í sveitum landsins er stunduðeinhverskonar ræktun. Þar hafagreni- og furutegundir margskonarverið mjög vinsælar og auðvitaðbirkið, sem er harðgert og dafnarvíðast hvar vel. Sama má segja umvíðitegundir, eins og jörva- ogalaskavíðinn sem er fljótsprottinnog nær við bestu aðstæður allt aðtveggja metra vexti á einu sumriog mynda fljótt skjól. Ekki mágleyma reyniviðnum sem laðar aðfuglana með berjum sínum,“ segirHólmfríður Geirsdóttir að [email protected]

Sterkur leikur að efla skógræktarstarfið

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gróður Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen settu garðyrkjustöð sína á laggirnar fyrir tíu árum síðan.

Sprotar Ræktunarstarfið þarfnast út-sjónarsemi en sé rétt að málum stað-ið lætur árangur ekki á sér standa.

Garðyrkjubændurnir áKvistum í Biskups-tungum opna heimasölumeð fjölbreytta fram-leiðslu skógarplantna.Þau segja bændaskógaá undanhaldi í bili.

Skrúður í Dýrafirði er einn elsti skrúð-garður landsins, formlega stofnaður 7.ágúst árið 1909 af séra Sigtryggi Guð-laugssyni. Þann dag voru liðin 150 árfrá því fyrsta kartaflan var sett niður íSauðlauksdal af Birni prófasti Halldórs-syni. Séra Sigtryggur var skólastjóriUnglingaskólans á Núpi frá 1907 til1929. Markmiðið með gerð garðsins varfjölþætt. Nýta átti hann til kennslu ígarðrækt, kenna ræktun garðávaxta ogsýna fram á hversu auðugur íslenskurjarðvegur getur verið.

Árið 1959 afhenti séra SigtryggurHéraðsskólanum á Núpi Skrúð til eign-ar. Fyrstu áratugina var honum haldiðvel við. Upp úr 1980 var honum lítiðsinnt og drabbaðist því niður. Árið 1996var Skrúður endurvígður eftir endur-bætur. Gestabók er í garðhúsi og árlegaskrifa þúsundir gesta í hana. [email protected]

Ljósmynd/Páll Ásgeir

Skrúður Hlið garðsins er úr hvalbeini.

Skrúður er áNúpi vestra

Page 10: Morgunblaðið-Ár-skóga

10 | MORGUNBLAÐIÐ

legt að reisa hús úr þeim. Þak má líkahafa úr sama efni að sögn Guð-mundar. „Við reistum 50 fermetraviðbyggingu við sumarhús í fyrra.Einingar í veggi og þak ásamt lím-trésbita í tveimur súlum kostaði 650þúsund og við vorum tvo og hálfandag þrír að setja þetta upp. Þá varhúsið fulleinangrað með rakavörn oghægt að fara að klæða það innan straxog setja svo utan á það. Á lóðinni vorufelldar nokkrar aspir sem urðu aðvíkja fyrir viðbyggingunni. Ég útbjóúr þeim skífur og klæddi með þeiminnskot í anddyrinu. Þetta var eigand-inn mjög ánægður með. Ef öspin erekki fúin í miðjunni er hún gott smíða-efni, en erfitt er að þurrka hana. Þaðkom þó ekki að sök í þessu tilviki,“segir hann. Húsið á hlaðinu hjá Guð-mundi er þessarar gerðar en er þómeð timbursperrum.

Fumkvöðull Límtrés

Guðmundur kveðst sjaldan hafa fleirií vinnuflokki en átta. „Mér finnstskipta mestu máli að hafa góða ogtrausta menn sem vinna vel og ekkiþarf að hafa sífellt eftirlit með,“ segirhann.

Guðmundur er einn af frum-kvöðlum Límtrésverksmiðjunnar áFlúðum og hefur farið víða innan-lands og utan til þess að stjórna smíðilímtréshúsa.

„Þegar ég var við smíði límtréshússí Portúgal þá skildu heimamenn illa,að maður sem kominn var sérstaklegatil að sjá um verkefnið væri að vinnalíka að því. Þeir höfðu vanist því að yf-irmenn væru með hvítan hjálm ogsegðu bara fyrir verkum. Þeim fannstþetta skrýtið og líka það að vera aðsenda eftir 65 ára karli þegar allt værikomið í óefni,“ segir hann og hlær.Límtré hf. á Flúðum, sem heitir núLímtré/Vírnet eftir sameiningu viðsíðarnefnt fyrirtæki í Borgarnesi,flutti út límtré til Portúgals í þrjú ár.

Skífuframleiðsla Guðmundar

Á ferðum sínum utanlands kynntistGuðmundur kanadísku tréskífunum.„Nú er ég búinn að stofna fyrirtæki tilþess að framleiða slíkar skífur úr ís-lenskum efnivið. Ég fór með EiríkiÞorsteinssyni hjá Iðntæknistofnun tilKanada að skoða vélarnar sem fram-leiddu kanadísku skífurnar og fékk þáhugmyndina. Ég fékk síðar frændaminn með mér til Kanada og keyptimér vél sem framleiðendur tölduhenta þeim trjávið sem hér vex, ekkisíst hvað snerti stærð bolanna. Ég hefsvo prófað hvað heppilegast er. Öspiner ágæt ef hún er ekki fúin í miðju,

byggði ég á kvöldin og um helgar.“Mikið hefur breyst á Flúðum síðan

þau Guðmundur og Anna Björk fluttuþangað 1966. Þá voru þar aðeins 3hús og gamli skólinn en nú eru um300 íbúar á Flúðum. „Ég teiknaðiheilmikið af íbúðarhúsum sem reistvoru hér og víðar. Á þeim árum fékkmaður svokölluð staðbundin réttinditil slíkra hluta. Það er þægilegt aðreisa hús sem maður hefur sjálfurteiknað, þá veit maður alveg hvernigallt á að vera. Ég hugsaði löngum umað vinna út frá góðri nýtingu efnis.Það skiptir verulegu máli fyrir kostn-aðarhliðina.“

Nýjung í einingahúsabyggingu

Á hlaðinu við íbúðarhús Guðmundarog Önnu Bjarkar stendur hálfbyggthús, sumarbústaður, sem Guð-mundur er að reisa. Þar beitir hannbyltingarkenndri nýjung sem hannhefur undanfarin ár þróað í samvinnuvið Iðntæknistofnun. „Notaðar erueiningar, gerðar úr pressaðri steinullsem skorin er þannig að trefjarnareru þverlægar í veggnum og geta þvíekki klofnað í sundur. Steinullin ersvo þakin stálþynnu sem límd er ábáðum megin. Sérstök vél framleiðirþessar einingar og er hún mjög af-kastamikil, getur búið til allt að þrem-ur metrum á mínútu. Einingarnareru 1,20 metra plötur og er afar fljót-

Uppáhaldsviður minn úr ís-lenskum skógum erlerki,“ segir Guðmundur.Hann hefur tekið blaða-mann upp í bíl sinn og ek-

ið honum um nágrenni Flúða til aðsýna nokkur hús sem hann hefurklætt að hluta með tréskífum úr ís-lenskum viði. „Hægt er að nota skíf-urnar sjálfstætt eða með öðrumklæðningum,“ segir hann.

Guðmundur byggði hús eitt lítiðhjá Ragnhildi systur sinni í Gýgjar-hólskoti í Biskupstungum, sem húnnotar sem tálguverkstæði. Hann hef-ur kennt henni að tálga og vinnurhún nú úr íslenskum viði hinar ótrú-legustu fígúrur og hluti. Loks endumvið ferðina á heimili Guðmundar. Þarbíður okkar kaffisopi sem kona hansAnna Björk Matthíasdóttir reiðirfram.

Hugsað út frá nýtingu efnis

Þau hjón hafa búið á Flúðum í 45 ár.Guðmundur er frá Bryðjuholti íHrunamannahreppi en kona hansfrá Múlakoti í Lundarreykjadal.„Fjögurra ára bóklegu námi lauk égá einum vetri við Iðnskólann á Akra-nesi. Í nokkur ár vann ég við hefð-bundnar trésmíðar í Borgarfirði áð-ur en við hjónin fórum hingað, égfékk tilboð um að ljúka við fokheldaskólabyggingu. Íbúðarhúsið okkar

sem sum kvæmi eru. Svo er grenið,það er ágætt líka nema hvað nauð-synlegt er að þurrka það vel svo har-pix klínist ekki á sagarblaðið – hrifn-astur er ég þó af lerkinu, því fylgjaekki vandamál nema hvað stafla þarfþví rétt ef það er blautt svo það mygliekki. Í gamla daga notuðu mennskemmtilega aðferð til að setja samanhúsgögn. Þá þurrkar maður trétappasem fer í holu í blauta spýtu. Þegar súblauta þornar herðir hún sig utan umtappann.“

Guðmundur sýnir mér stól semhann smíðaði með þessari gömlu að-ferð og ekki ber á öðru en hann sétraustur að sitja í. Á heimilinu erufjölmargir smíðisgripir Guðmundar,þar á meðal lampi einn með leður-skermi sem hann bjó til meðan hannenn var í námi. Línur lampafótarinseru sveigðar mjög og segir Guð-mundur það gert með því að sveig-saga og líma svo eftir kúnstarinnarreglum. Inni í miðjunni er þó mjóttgat fyrir rafmagnssnúruna.

Læsta gripið sænska

Talið berst að tálgun sem Guð-mundur hefur um nokkra hríð kenntheima í héraði, m.a. þremur systrumsínum og einnig víða um land.

„Ég fékk eitt ár á kaupi til endur-menntunar, ég hef lengi kennt smíði.Ég fór á allskyns námskeið í Dan-mörku, Grænlandi og Svíþjóð. Svoátti ég eina viku frí og fór að skoðahvernig ég gæti nýtt hana. Fann þánámskeið í skóla í Dölunum í Svíþjóðsem kallaðist Tálgað með hníf og exi.Ég ákvað að fara á þetta námskeið ogþar var kennd mjög skemmtileg að-ferð sem þar ytra er kölluð læst grip.“Guðmundur sýnir hvernig höndunumer nánast haldið saman og tálgað er íátt að bringu, öfugt við það sem Ís-lendingar gera gjarnan, að tálga út ávið. „Maður er alltaf með hendurnartengdar saman, losar þær ekki ísundur og er því ekki í þeirri hættuað fá hnífinn í sig, maður á ekki aðgeta skorið sig,“ segir hann. Með ex-inni gróftálgar maður viðinn semnota á. „Með sérstakri brýningar-aðferð má láta exina hárbíta þannigað hægt sé að raka sig með henni,“segir Guðmundur. Þegar Opnir skóg-ar komu til sögunnar fór hann meðrennibekk út í skóg og renndi blautatrjáboli sem fólk kom með.

„Þetta vakti gríðarlega athygli, égstóð beinlínis í úða frá viðnum meðanég renndi bolina. Það þótti merkilegtað hægt væri að renna blautan við.Hann var svo þurrkaður á eftir,“ seg-ir hann.

Eftir kaffidrykkjuna fylgir Guð-mundur blaðamanni út á hlað til þessað skoða betur einingahúsið sem fyrrgreindi frá og til að skoða verkstæðiðhans. Þar inni er kanadíska vélin,bandsög stór og stæðileg og klapparGuðmundur henni vingjarnlega.„Það er búið að rækta heilmikinnskóg hér á landi en mér finnst eins ogþað skorti upp á hvað gera á við þaðsem til fellur við grisjun,“ segir hann.

„Vélin sú arna er því þarfaþing.Með henni má sníða 20 ára gamlatrjáboli í skífur sem upplagðar eru tilað klæða með veggi utan húss seminnan.“

Hátíðlegur í bragði sýnir Guð-mundur svo tréskífu útlenda semnotuð var sem klæðning á þak hússfrá 1890 á Selfossi. Við Suðurlands-skjálftann mikla 1896 skemmdistþetta hús og voru tréskífurnar þásettar á vegg húss sem byggt var ístaðinn.

„Sjáðu, hún er allsendis ófúin,“segir Guðmundur og strýkur skífunameð næmum fingurgómum smiðsins.Skífurnar sem Guðmundur fram-leiðir eru heldur þynnri og fúna ekki.„Viðurinn gránar með tímanum efekkert er borið á hann. Það gerirekkert til – nema ef fólk vill hafa við-inn litaðan, þá er best að bæsa hann.“

Verðlagningin sé eðlileg

Þessu fróðlega samtali lýkur með lýs-ingu Guðmundar á hringstiga semhann smíðaði fyrir son sinn úr ís-lenskum við.

„Efnið í stigann er íslenskt lerkifrá Hallormsstað og kostaði hingaðkomið óþurrkað 100 þúsund krónur.Ef keypt hefði verið þurrkað efni fráBYKO erlent hefði efniskostnaðurhins vegar aðeins orðið 30 þúsund.Það þarf endilega að hafa verðlagn-inguna á íslensku timbri eðlilegri,“segir Guðmundur. „Það liggja heljar-miklar timburstæður víða um land.Nú þarf að finna aðferðir til að nýtaþennan efnivið skynsamlega. Þaðskapar vinnu og sparar gjaldeyri,“segir hann.

Þess má geta að handrið hring-stiga í Snorrastofu og Reykholts-kirkju eru smíðuð af Guðmundi meðlímaðferð sem hann hefur þróað ognotar bæði hratt og með frábærumárangri. Þessi eldhugi íslenskrasmíða er með fjölda hugmynda ann-arra sem komið gætu sér vel ákrepputímum og vert væri fyrir ein-staklinga jafnt sem opinbera aðila aðhuga vel að á alþjóðlegu ári skó[email protected]

Ljósmynd/Guðrún Guðlaugsdóttir

Smiður Guðmundur við vélina sem býr til viðarskífur en vélin kom upphaflega vestan frá Kanada.

Eldhugi íslenskra smíðaÁ Flúðum býr fullhugi og frumkvöðull – Guðmundur Magnússon trésmiðursem rekur fyrirtækið Hús og stigar, þar sem meðal annars er unnin úr íslensk-um viði utan- og innahússklæðning sem hann segir gefa mikla möguleika.

Listmunir Fígúrur tálgaðar í tré af systur Guðmundar þjóðhagasmiðs.

Flúðafólk Þau Guðmundur og Anna Björk hafa búið á Flúðum í alls 45 ár.

Page 11: Morgunblaðið-Ár-skóga

Alþjóðasamfélagið kallar ísíauknum mæli á vist-væna nálgun við verð-mætasköpun. Við höfumþví margvísleg tækifæri

til að nýta afurðir skóganna,“ segirGuðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍhjá Plan arkitektum í Reykjavík.

Íslenskt timbur er sjaldgæft

Ísland stendur á tímamótum hvaðvarðar efnahag og ímynd. Landiðöðlast sífellt sterkara orðspor á al-þjóðlegum vettvangi sem landhreinnar náttúru, vistvænnar orkuog nýsköpunar á sviði lista ogmenningar. Þetta skapar þjóðinnisóknarfæri, að mati Guðrúnar.„Timbur úr íslenskum skógi ersjaldgæft. Ein besta leiðin til virð-isauka í nýtingu hráefnis liggur íhönnun, fullvinnslu og markaðs-setningu. Hönnunartengdur virð-isauki er einn stærsti máttarstólp-inn hjá frændum okkar íDanmörku og Finnlandi og þangaðættum við að geta sótt reynslu umleið og við mótum framleiðslu- oghönnunarhefð á nýju Íslandi.“

Þegar rætt er um nýtingu ís-lensks timburs er oft talað um háttverð og vinnslukostnað sem óyf-irstíganlegan þröskuld. Guðrún tel-ur hins vegar að ef rétt sé á málumhaldið og sérkenni og ímynd ís-lensks timburs nýtt til markaðs-setningar, verði samkeppni við er-lenda timburframleiðendur umverð ekki vandamál.

Vandaður kjarnviður

„Mestur kostnaður við nýja, full-unna vöru liggur oftar en ekki ívinnslu, þróun, pakkningum, hönn-un og markaðssetningu,“ segirGuðrún. „Hráefniskostnaður er ímörgum tilvikum nánast afgangs-stærð. Því er mikilvægt að Íslend-ingar vinni markvisst að þróun full-unninar innlendrar vöru úríslensku timbri til notkunar innan-lands sem utan. Þannig má skapastörf á öllum sviðum þróunar ogvinnslu á sama tíma og aukin út-flutningsverðmæti koma þjóð-arbúinu til góða. Með aukinniáherslu á sjálfbæra þróun og notk-

un vistvænna efna mun íslenskatimbrið eiga mikla möguleika ákomandi árum. Lykilinn liggur aðmínu mati í að reyna ekki að mark-aðssetja timbrið í samkeppni viðtimbur úr skógum Evrópu ogNorður-Ameríku, heldur leggjaáherslu á sérstöðu og fágæti ís-lensks skógar, sérleg gæði kjarn-viðar og þá umhverfisímynd semÍsland er að öðlast á alþjóðlegumvettvangi.“

Hægvaxinn viður hér á landiþykir hafa gríðarlega kosti þegarkemur að vinnslu gæðavöru endaþéttari en svipaðar og hraðvaxnaritrjátegundir erlendis. Nefnt er að ánæstu árum og áratugum verðikomnir á legg innlendir skógarmeð sérlega vönduðum kjarnviðsem nýta má á fjölbreytta vegu.Guðrún telur að með snjallri hönn-un megi skapa verðmæti úr stærritrjábolum jafnt sem smærri grein-um grisjunarviðar og þannig stór-auka verðmæti íslenskra skóga semí dag fer í umtalsverðum mæli íkurlun.

Þróa þarf vinnsluna

Huga þarf nú þegar, að mati Guð-rúnar, að þróun á nýtingarmögu-leikum og uppbyggingu vinnsluað-ferða og markaðssetningu.Lykilþáttur í þeirri þróun sé aðkoma á formlegu samstarfi milliframleiðenda, hönnuða og markaðs-fólks. Stuðla þarf að auknu aðgengiupplýsinga um eðli og eiginleika ís-lensks timbur og kortlagningutækifæra sem þar liggja. Þykirhenni verkefnið Íslensk hönnun ííslenskan við sem sýnt var á Hönn-unarmars 2010 gott dæmi um velheppnað þróunarverkefni. EigiEyjólfur Pálsson í Epal, frum-kvöðull verkefnisins, og Nýsköp-unarmiðstöð Íslands, MenningarráðAusturlands og Skógrækt ríkisins,sem studdu verkefnið, lof skilið.

En þó mál virðist borðleggjandigeta þau þó verið snúin í fram-kvæmd. Þar nefnir Guðrún eiginreynslu frá liðnu ári þegar þau Frí-mann Árnason trésmiður fóru afstað með þróun og hönnun ís-lenskrar nytjahlutalínu úr timbri

undir heitinu Mosar design. Þróun-arvinna á fyrstu vörunni stóð yfirmeð hléum frá í mars til nóvemberog í desember fór kartöflubrettiðsvonefnda í sölu í ýmsum hönn-unarverslunum.

„Tilraunir okkar með innlendanvið komu mjög vel út, en þegarpanta átti meira magn fyrir frekariframleiðslu kom í ljós að hörgullvar á efni. Magnið var óverulegt ogþví kom okkur á óvart hve torfeng-ið það var. Boðleiðir voru tyrfnarog seinlegt að fá svör varðandi af-hendingu, kostnað og mögulegtmagn. Einnig var óljóst hverniglagerstaða yrði á komandi mán-

uðum. Þegar farið er af stað meðmarkaðssetningu nýrrar vöruskiptir samfella í framboði og gæð-um jú höfuðmáli. Því varð lend-ingin sú að nota innflutt límtré þarsem við sáum að ekki væri hægt aðtreysta á öruggt innlent framboðþurrkaðs viðar eins og sakirstanda. Við lifum þó enn í von umbætt framboð og munum skipta yf-ir í innlendan efnivið um leið og að-stæður leyfa.“

Gengið að vandaðri vöru vísri

Annað dæmi um nýtingu íslenskstimburs eru timburstoðir úr inn-lendu límtré sem þróaðar voru fyr-

ir nýtt skiltakerfi í þjóðgörðum ogfriðlöndum hérlendis. Umrætt kerfier hannað fyrir Vatnajökuls-þjóðgarð, Umhverfisstofnun,Ferðamálastofu og Þingvalla-þjóðgarð og varð íslenskt lerki fyr-ir valinu vegna náttúrulegrar við-arvarnar sem minnkar viðhald ogtilheyrandi rekstrarkostnað. Áliðnu ári stóð Vatnajökuls-þjóðgarður fyrir prufuframleiðslu álímtrésstoðum úr austlensku lerki.Útkoman var til mikillar prýði enkrafðist gríðarlegrar eftirfylgni afhendi þjóðgarðsins og má segja aðþað hafi staðið verkefninu fyrirþrifum.

Íslenskur kjarn-viður hefur sérstök gæðiVinnsla og nýting íslensks timburs og gæðaviðar erávísun á sköpun vistvæns virðisauka á komandi ár-um. Hægvaxinn viður hér á landi þykir hafa kostiþegar kemur að vinnslu gæðavöru, segir GuðrúnIngvarsdóttir arkitekt FAÍ.

Morgunblaðið/Sigurgeir S

Timbur Besta leiðin til virðisauka í nýtingu er hönnun, fullvinnsla og markaðssetning, segir Guðrún Ingvarsdóttir.

MORGUNBLAÐIÐ | 11

kolefnisjafnaEKKI GLEYMA AÐ

Bindum kolefnimeð skógrækt

Um Kolvið: Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs(CO2) í andrúmslofti. Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess að vega upp á móti útblástursmengun ökutækja sinna ogvegna flugferða og skipaflutninga. Kolviður býður viðskiptavinum að leggja fé í sjóðinn sem síðan fjármagnar skógræktaraðgerðir s.s.gróðursetningu trjáa á svæðum sem hafa verið gerðir langtímasamningar um. Sjóðurinn gerir samninga við skógrækarfélög eða verktakaum gróðursetningu og umsjón með skóginum. Þetta ferli er síðan vottað og árangursvaktað af KPMG. Sjá nánar á www.kolvidur.is

Viðskiptavinir þínir erumeðvitaðir um umhverfismál.

Kaupendur vöru ogþjónustu vilja að húnsé umhverfisvæn.

Kolviður aðstoðar fyrirtækiog stofnanir við að fylgja eftirumhverfisstefnu sinni með þvíað kolefnisjafna óhjákvæmilegalosun gróðurhúsalofttegunda.

Við plöntum trjám fyrir þig ogbindum kolefnislosun þína ískógum sem veita margþættavistþjónustu.

Að uppfylltum skilyrðum geturþú fengið heimild til þess að notamerki Kolviðar til staðfestingará mótvægisaðgerðum þínum. *

Það er einfalt mál aðkolefnisjafna ökutæki þitt.Farðu inn á www.kolvidur.is ogsláðu inn bílnúmerinu þínu ogeknum kílometrafjölda.

Þá sést hvað bílinn losar mörgtonn af koldíoxíði (CO2) á árs-grundvelli og hvað kostar aðkolefnisjafna þá losun.

Einnig er hægt að kolefnisjafnaflugferðir með því að fylla innbrottfararstað og áfangastað.

Sjá nánar

www.kolvidur.is

* Öll berum við ábyrgð á að reyna aðminnka losun gróðurhúsalofttegunda eftirfremsta megni. Kolefnisjöfnun verður þvíaðeins hluti af heildstæðri umhverfisstefnu.

Einstaklingar

Fyrirtæk

i

Óskar eftir starfskrafti til umsjónar meðskógræktarsvæðum og framkvæmdumá þeim. Tímabilið júní og júlí 2011.

Fagmennska og/eða reynsla áskógræktarverkefnum er nauðsynleg.

Formaður

Upplýsingar í síma 820 8588

SkógræktarfélagGarðabæjar

Page 12: Morgunblaðið-Ár-skóga

12 | MORGUNBLAÐIÐ

Gunnar og Sigríður hafaverið ein með búið íHrosshaga sl. ellefu ár,eftir að Margrét og Helgihættu búskap. Gunnar

hefur raunar verið við búskap íHrosshaga allt frá árinu 1973 enSigríður frá 1979.

„Við höfðum fyrir 1989 plantaðtrjám í nokkur ár í kringum bæinnhér í Hrosshaga og sem skjólbelti,byrjuðum um 1980. Elstu trén ájörðinni eru þó við bæ foreldraminna sem hér bjuggu áður, þauvoru af kynslóð sem drakk í sighrifningarboðskap ungmennafélagaog kvenfélaga um skógrækt,“ segirGunnar. „Segja má að áhugi okkarSigríðar og ýmissa fleiri bænda hafivaknað eftir að til komu fram-leiðslutakmarkanir í hefðbundnumbúskap í sveitum. Kvótinn kom á1985 og þá fóru menn að hugsa umhvað annað væri hægt að gera ábæjum. Þá þegar var komin á skóg-rækt með samningum austur áFljótsdalshéraði. Við fórum af stað íviðræður við Skógrækt ríkisins,nokkrir í Tungunum sem höfðum áhuga á þessu, við í Hrosshaga ogbændur á Spóastöðum og Galta-læk.“

Viljum rækta fjölnytjaskóg

Fengu þið plöntur frá Skógrækt rík-isins?

„Gerður var í upphafi samningurvið skógræktina, þetta var áður entil sögunnar komu Suðurlands-skógar sem eru hluti landshluta-verkefnanna. Samkvæmt fyrstasamningi fengum við plöntur oggerðum áætlun. Við bændur sáumum alla framkvæmd en undir leið-sögn Skógræktar ríksins. Þettabreyttist þó á næstu árum þegar lögum Suðurlandsskóga voru sett, um1997. Þá runnu okkar samningar inní það fyrirkomulag sem nú er viðlýði, landshlutabundin skógræktar-verkefni eins og þau eru kölluð,“segja Sigríður og Gunnar.

„Fyrirkomulagið er af svipuðumtoga, gerð er áætlun sem unnin er afsérfræðingum, í okkar tilviki Suður-landsskógum. Við fáum svogreiðslur sem umreiknaðar eru áflatareiningu og eru í sjálfu sérstyrkur. Við fáum allar plöntur oggreitt fyrir vinnuna við að setja þærniður – eða um 90% af kostnaði.“

Er þetta þá ábatasöm aukabú-grein?

„Greiðslurnar koma bara fyrst

meðan verið er að vinna við út-plöntun og áburðargjöf. Síðan kem-ur varla til greiðslna fyrr en áratug-um síðar. Ekkert er farið að seljast,en komið er að því að grisja hjá okk-ur í elstu gróðursvæðunum, einkumþarf að taka aspir. Eins og er máteljast gott að þetta starf standiundir kostnaði og það hefur gert þaðhjá okkur. Við erum ung í þessu ogerum að þreifa okkur áfram meðtegundir. Birkið stendur alltaf fyrirsínu, sem og aspir og greni en vissu-lega má auka fjölbreytni. Við viljumhorfa til þess að rækta fjölnytja-skóg,“ segir Gunnar.

Plantað allskonar tegundum

Skógrækt ríkisins hefur undanfarintvö ár unnið að grisjun, svo sem íÞjórsárdal, Skorradal og í Haukadalog víðar. Það sem til hefur fallið afviði hefur að langmestu leyti farið tilJárnblendiverksmiðjunnar á Grund-artanga sem kaupir við til að kurlaog brenna með í ofnum sínum.

„Þetta hefur staðið undir sér ogþykir gott, jafnvel miðað við þaðsem gerist í Skandinavíu. Viðurinnbindur meðal annars mengandi út-blástur frá verksmiðjunni, að mérskilst. Vitað var af þessum markaðifyrir löngu þótt það virtist langt innií framtíðinni þá, fyrir 20 árum, enþað er komið að þessu,“ segir Sigríð-ur.

Þurfið þið að leggja í þetta miklavinnu árlega?

„Það þarf að fylgja eftir útplöntunnæstu árin eftir gróðursetningu meðáburðargjöf en vinnan er misjafn-lega mikil eftir landsvæðum. Viðhöfum tekið undir skógræktinafremur frjósamt land, mýrlendi. Viðhöfum sett mest niður af greni ogösp sem hafa vaxið ágætlega. Öspinvar hugsuð sem skjól og mun víkja ánæstu árum, markmiðið er greni-skógur. Við höfum raunar plantaðalls konar tegundum. Í upphafi vissumenn ekki fyrir víst hvaða kvæmihentuðu. Við vorum t.d. með aspar-kvæmi með miklar hliðargreinarsem ekki henta vel og eru farnar aðskemma grenið. Gríðarlegar fram-farir hafa orðið í þekkingu í þessumefnum bæði hjá okkur sem erum aðrækta skóg og líka hjá fagfólkinu.Kynbætur hafa orðið sem skapaðhafa betri plöntur. Nú eru nokkrarstöðvar sem rækta mest af þeimskógarplöntum sem notaðar eru umallt land til útplöntunar. Þótt viðhöfum ekki plantað mikið síðustu ár

hafa þessar framfarir ekki fariðframhjá okkur. Við erum með skóg-ræktina á 70 hekturum lands og ætl-um ekki að leggja meira undir hana.Hjá okkur er fullplantað. Jörðin öller 330 hektarar,“ segja hjónin.

Auka verðgildi jarða

Hvaða búgreinar eru þið með sam-hliða skógræktinni?

„Kúabúskapur er uppistaðan íokkar búskap, það sem við lifum á,“segir Gunnar. „Tekjur af timbrikoma varla til sögunnar hjá okkurfyrr en eftir mörg ár. Miklu fyrrverður þó hægt að nýta það sem tilfellur. Í fyrra létum við í fyrstaskipti fletta timbri, saga niður. Þetta

voru tré úr görðunum hér í ná-grenninu. Þetta var skemmtilegtfikt en ekki er ég enn farinn aðsmíða úr þessum viði,“ segir Gunn-ar.

Hann kveður félagslega þáttinn íþessu starfi hafa skipt allmiklu máli.„Reynt er að halda aðeins utan umfélagslífið. Fastur liður er Jóns-messuganga, þá hittumst við á ein-hverjum bæ, spjöllum og drekkumkaffi og göngum úti. Þá eru lands-samtökin okkar með aðalfund áhverju ári. Ég var á tímabili formað-ur félagsins hér á Suðurlandi og varí fyrstu stjórn Suðurlandsskóga, eneftir að við urðum ein með búið höf-um við minna getað tekið þátt í fé-lagslífinu.“

Þið sjáið ekki eftir að hafa byrjaðá þessu?

„Nei, alls ekki. Og ég hef þá trúað þessir skógar auki verðgildi jarðaeftir því sem árin líða,“ svararGunnar. Þau hjón segjast nú vera aðvelta fyrir sér hvernig þau geti nýttsér skóginn á annan hátt. „Víða er-lendis eru aðrar tekjur af skógi enviðarvinnslu töluvert miklar,sveppatínsla, veiðar og fleira,“ segirSigríður.

Furan er vinsæl

Víst er að heilmikill áhugi er á þvíhvað skógar geta gefið meðfram við-arvinnslu,“ segir hann. Sigríðurkveður þau hjón hafa áhuga á aðhefja jólatrjáarækt.

„Einnig mætti rækta tré semgæfu greinar sem seldar yrðu íblómabúðum. Af hverju ekki? Flutter inn mikið magn af greinum semeflaust mætti rækta hér á landimargar hverjar. Það þarf bara aðátta sig á hvað markaðurinn vill íþeim efnum,“ segir hún

Hvað jólatrjáahugmyndina snert-ir segja þau þurfa að huga vel aðslíkum trjám svo þau verði falleg ílaginu og söluvæn. Líklega taki um

tíu til tólf ár að rækta tré til sölu.Huga þurfi líka að því hvað fólk vilji.Reynandi telja þau góð kvæmi affjallaþin og blágreni. „Fura hefurlíka verið vinsæl, en í raun er jóla-trjáaræktun meira í ætt við garð-yrkju, “ segir Sigríður. Þau hyggjastleggja hluta af túni sínu undir þessaræktun sem þau segja nokkurn hópskógarbænda vera að búa sig undirað fara af stað með. „Um 40 þúsundjólatré eru seld hér árlega, á síðastaári voru 9.000 þúsund þeirra innlendræktun,“ bætir Sigríður við:

„Íslendingar þurfa að vera með-vitaðir um að velja innlenda fram-leiðslu, það kemur okkur vel á tím-um gjaldeyrishafta.“

Trú á landið

Þau segja samskipti íslenskra skóg-arbænda við útlönd vera þó nokkur.„Ég var að koma frá Danmörku ný-lega. Ég er í námi sem heitirGrænni skógar og er á vegum Land-búnaðarháskólans. Kennslan þar erbyggð upp á námskeiðum og námiðhef ég stundað alls í 5 ár. Ferðin tilDanmerkur var skipulögð af danskalandbúnaðarskólanum og var mjögvekjandi og hvetjandi. Nýjar hug-myndir kvikna og gaman að sjá hvaðaðrir eru að gera,“ segir Sigríður.Þau hjón hafa þegar í tengslum viðnám Sigríðar farið til Írlands, aukþess sem Gunnar hefur kynnt sérskógrækt í Noregi og Finnlandi.„Skipulögð skógrækt á Írlandi erekki mikið eldri en hér og Danmörkvar nánast skóglaus fyrir 200 árum,þá hófu menn skógrækt þar. Við er-um því langt því frá í vonlítilli stöðuhvað skógræktina snertir. En hlut-irnir gerast auðvitað hægar hér enþar sem betur viðrar. En trjávöxturhér er alveg eins góður og gerist ásvipaðri breiddargráðu annars stað-ar,“ segja þau hjón brosandi.

Við ljúkum samtalinu með því aðganga um og skoða í slyddunnibrumandi tré og grænar plöntur ígróðurhúsi Sigríðar. Sannarlegaþurfum við Íslendingar að horfafram á við með trú á landið og okkursjálf, hvað sem líður erfiðum tímumog rysjóttu veðurfari. Skógræktin erekki síst öflug hjálp í þá [email protected]

Brumandi tré í fallegum nytjaskógiEinn fyrstu bænda í nytjaskógrækt er Gunnar Sverr-isson í Hrosshaga í Biskupstungum. Hann bættiþessari búgrein við hefðbundinn búskap 1989 í félagivið eiginkonu sína Sigríði J. Sigurfinnsdóttur. Systirhans og mágur voru þá með í búskapnum.

Ljósmynd/Guðrún Guðlaugsdóttir

Skógarbændur Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Gunnar Sverrisson í Hrosshaga í Biskupstungum.

Tré Skógurinn dafnar og setur sífellt sterkari svip á landið.

Birkið stendur alltaf fyrir

sínu, sem og aspir og

greni en vissulega má

auka fjölbreytni. Við vilj-

um horfa til þess að

rækta fjölnytjaskóg.

Myndarlegar Timburstæður vitna um að ekki er langt í að bráðum mun skógurinn skila góðum tekjum.

Page 13: Morgunblaðið-Ár-skóga

Ef efasemdarraddir hafa ver-ið uppi um að birki lifði aföskufall hafa þær hljóðnað.Umræðan snerist eftirgosið í Eyjafjallajökli á sl.

ári. Athuganir á áhrifum ösku áskóga í Þórsmörkog á Goðalandisýna að askanhafði ekki nei-kvæð áhrif ágróður í birki-skógum þar.Segja má að ask-an hafi í sumumtilvikum verið tilbóta,“ segirHreinn Ósk-arsson skóg-

arvörður Skógræktar ríkisins áSuðurlandi og verkefnisstjóriHekluskóga

1% af Íslandi

Ræktun Hekluskóga er eitt viða-mesta skógræktarverkefni hér álandi. Verja á landið fyrir mögu-legum áföllum vegna öskufalls meðþví að endurheimta náttúruleganbirkiskóg og kjarrlendi á víðfeðm-um svæðum í nágrenni Heklu, þaðer frá Rangárvöllum og Landsveitinn að Tungná austan við Sigöldu.

Starfssvæði Hekluskóga nær yfirum 90 þúsund hektara lands í ná-grenni eldfjallsins eða nálægt 1% afÍslandi. Um 70% þess lands er núlítið gróið og á hluta þess sandfokog rof.

Þátttakendur í Hekluskógaverk-efninu eru nú 157 talsins og fenguþeir birki- og reyniviðarplöntur ístyrk til að gróðursetja í lönd sín,auk þess sem ýmsir hópar heim-sækja Heklusanda til að gróð-ursetja. Í fyrra voru gróðursettarrúmlega 270 þúsund plöntur íHekluskógum, mest birki en einnigum 10 þúsund reyniviðarplöntur.

Skapa störf innanlands

Hugmyndin um ræktun Hekluskógakemur frá Úlfi Óskarssyni skóg-fræðingi, bróður Hreins. Það var íkringum aldamótin sem hannkynnti bollaleggingarnar á vett-vangi Landgræðslu ríkisins þar semhann starfaði þá. Hugmyndin fékkgóðar undirtektir. Samráðsnefndvar sett á fót þar sem að komuheimamenn á Heklusvæðinu, Land-græðslan, skógræktarfélög, Skóg-rækt ríkisins, LandbúnaðarháskóliÍslands, Suðurlandsskógar, Land-græðslusjóður og Náttúru-fræðistofnun. Formlegur samningur

til 10 ára var gerður um verkefniðárið 2007 og verkefninu tryggðframlög á fjárlögum, sem reyndareru minni nú en í upphafi var gertráð fyrir. En þrátt fyrir niðurskurðá framlögum hefur þó með hagræð-ingu og samstarfi tekist að haldastarfinu markvisst áfram.

„Eftir að framlög voru skorin nið-ur til verkefnisins hefur mest

áhersla verið lögð á að gróðursetjabirki í land sem tilbúið er til gróð-ursetningar,“ segir Hreinn semkveður nú minna keypt af erlendumáburði en þess í stað hefur tölu-verðu magni af kjötmjöli veriðdreift síðustu ár. Með þessu erunær eingöngu sköpuð störf innan-lands fyrir ríkisframlagið.

Skógrækt hefur margþætt gildi.

Grænir lundir fegra landið og mæl-ingar á kolefnisbindingu ræktaðrabirkiskóga benda til að meira bind-ist af kolefni í slíkum vistkerfum enáður var talið.

Í Hekluverkefninu er skógurræktaður á gróðurlausu landi. Kem-ur þá til viðbótar binding í jarðvegivegna uppgræðslunnar. Sé gert ráðfyrir að á fjörutíu árum takist að

endurheimta birkiskóga á 60 þús-und ha lands, má gera ráð fyrir aðárið 2050 bindist allt að 450 þúsundtonn gróðurhúsalofts árlega í þess-um skógum eða 6 til 9% af heild-arlosun Íslendinga á koltvísýringiárið 2008.

„Grunnhugmyndin er að græðaupp örfoka land og gróðursetjabirki víðs vegar um svæðið, þaðansem það getur svo sáð sér út ogmyndað nýja skóga. Þessir skógarmunu vernda jarðveg og binda öskusem fellur á þá úr nærliggjandi eld-fjöllum, t.d. Heklu,“ segir Hreinnsem bendir á að enn finnist birki-hríslur í allt að 420 m hæð yfir sjó íHrauneyjum. Þá sé skógur í hólm-um Tungnár og Þjórsár.

Skógarnöfn á örfoka svæðum

„Kolagrafir hafa fundist víðs vegarum svæðið, m.a. síðastliðið sumaruppi við Langöldu við Hrauneyjar.Finna má birki í Básum inn meðÞjórsá og norðan Sultartangalóns.Skógar vaxa í hraunum sunnanHeklu og víða um svæðið eru skóg-arnöfn á örfoka svæðum. Því bendirallt til þess að Hekluskógasvæðiðhafi að stórum hluta verið vaxiðskógum og kjarri fyrr á öldum,“segir Hreinn sem segir rækt-unarstarfi verða þannig háttað aðkomið sé upp trjálundum þar semland hefur verið grætt upp. Stærrilundir og breið trjábelti verði áálagspunktum þar sem hættara ervið vikurfoki í kjölfar gosa svo semmilli Búrfells og Næfurholtsfjalla.Birkið muni sá sér út frá þessumlundum í fyllingu tímans – svo úrverður, ef að líkum lætur, víðfeðm-asti skógur [email protected]

Örnefnin benda til skóga á örfoka svæðumStarfssvæði Hekluskóga nær yfir um 90 þúsundhektara lands í nágrenni eldfjallsins. Athuganir ááhrifum ösku á skóga sýna að askan úr Eyjafjalla-jökli var birkiskógum tvímælalaust til bóta, segirskógarvörðurinn á Suðurlandi.

Ljósm/Hreinn Óskarsson

Kappsemi Skógræktarfólk að störfum. Í fjarska sést til Heklu, sem oft hefur eyðilagt skóga sem nú skulu endurheimtir.

Bjartsýni Gróðursett í Þjórsárdal sl. vor. Í fjarska sést til gossins í Eyjafjallajökli.Aska Plöntur undir svörtum möttli.

Sigur Birkið braust fram og vann.

Harðfylgi Skógargróður í Þórsmörk.

Hreinn Óskarsson

MORGUNBLAÐIÐ | 13

Page 14: Morgunblaðið-Ár-skóga

14 | MORGUNBLAÐIÐ

ViðfangSími 899 2182

Tölvupóstur: [email protected]: www.simnet.is/vidfang

Trjákurlarar

Lesið í náttúruna–nám í skógfræði og landgræðsluÍ skógfræði og landgræðslu tengjast náttúruvísindi, skóg-fræði, landgræðsla, landslagsfræði og rekstrar-fræði. Námiðveitir traustan vísindalegan grunn og undirbúning fyrir marg-vísleg störf. Hluti náms byggist á valgreinum þar sem hægter að efl a þekkingu á þeim sviðum sem þykja áhugaverðust.LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu.

Kynntu þér nám í skógfræði og landgræðsluá heimasíðu skólans: www.lbhi.is

UM

HV

ER

FIS

DE

ILD

PL

ÁN

ET

AN

Fyrirtæki, stofnanir ográðuneyti hafa verið dug-leg við að setja sérumhverfisstefnu. Þar ermörkuð stefna varðandi

t.d. innkaup, endurvinnslu og lág-mörkun losunargróðurhúsa-lofttegunda.Markmiðið er aðsýna af sér viljatil góðrar hegð-unar í umhverf-ismálum. Ástæðaþess er að aukinumræða um um-hverfisverndhefur leitt til al-þjóðlegra sam-þykkta og staðla,

auk þrýstings frá áhugahópum umverndun umhverfisins til hagsbótafyrir okkur og afkomendur okkar.Nú er svo komið að stórir hóparfólks víða um heim sniðganga fyr-irtæki, vörur og þjónustu sem hef-ur neikvæð áhrif á umhverfið.Umhverfisstefnunni er ætlað aðsýna fram á að starfsemi viðkom-andi aðila uppfylli væntingar ogkröfur markaðarins um tillitssemivið náttúruna og umhverfið.

Öll fyrirtæki losa koltvísýring,

CO2 beint eða óbeint, vegna starf-semi sinnar eða ferða starfsmannatil og frá vinnu þegar notkun jarð-efnaeldsneytis eins og bensíns ogolíu á í hlut.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit og velorðaða umhverfisstefnu eru fyrir-tæki og stofnanir hér á landi semkolefnisjafna losun sína á gróður-húsalofttegundum enn tiltölulegafá. En krafa neytenda vöru ogþjónustu er skýr og þeir sem viljauppfylla þær kröfur þurfa að látaefndir fylgja fögrum fyrirheitum.Þetta á ekki einvörðungu við hér álandi. Þrýstingurinn er enn meirifrá neytendum og notendum íhelstu viðskiptalöndum okkar semmunu sniðganga vörur okkar ogþjónustu ef við getum ekki sýntfram á trúverðuga umhverfis-stefnu og að henni sé fylgt eftir íverki með sannanlegum hætti.

Ferðaskrifstofan Ísafold Travelkolefnisjafnaði alla bíla í flota sín-um fyrir árið 2011 í gegnum Kolv-ið og var það fyrst og fremstvegna þrýstings erlendra við-skiptavina. Við það tækifæri sagðiJón Baldur Þorbjörnsson, fram-kvæmdastjóri Ísafoldar, að athygl-isvert væri að erlend ferðaskrif-stofa legði fram kröfu umkolefnisjöfnun fyrir þá bíla semfyrirtæki sitt notaði. Erlendirferðamenn virtust meðvitaðri ummengunar- og umhverfismál al-mennt en Íslendingar og vildugjarnan leggja sitt af mörkum tilkolefnisjöfnunar. Því bæri aðfagna og því styddi fyrirtæki sittKolvið áfram til góðra verka.

Jákvæð áhrif á andlega líðan

En það er ekki bara í ferðaþjón-ustunni sem kröfur eru gerðar.Auknar kröfur eru að koma frammeðal erlendra fiskkaupenda umsjálfbærar umhverfisvænar veiðarog kolefnisjöfnun vöruflutningafrá Íslandi til erlendra markaða.Þetta á líka við um skipaflutningaalmennt svo og flug, enda sumfyrirtæki farin að kolefnisjafna alltflug starfsmanna sinna.

Mikilvægt er þó að átta sig á aðkaup á kolefnisbindingu til þessvega upp á móti útblástursmenguná aðeins að vera hluti af heildar-umhverfisstefnu fyrirtækja ogstofnana. Okkur ber öllum skyldatil að reyna að draga úr losungróðurhúsalofttegunda af fremstamegni, en síðan er hægt að kolefn-isbinda í jarðvegi og gróðri þá los-un sem óhjákvæmileg er.

Skógrækt er í dag virkasta leið-

in til kolefnisbindingar og hún hef-ur auk þess margháttuð önnur já-kvæð áhrif á jarðveg, umhverfi ogandlega líðan.

Góður árangur

Kolviðarsjóðurinn er samstarfs-verkefni Skógræktarfélags Íslandsog Landverndar og er honum ætl-að að aðstoða einstaklinga, fyr-irtæki og stofnanir við að kolefn-isjafna þá losungróðurhúsalofttegunda sem ekkiverður hjá komist. Þetta er gertmeð gróðursetningu trjáa. Sjóður-

inn starfar undir ströngum skil-yrðum eigenda og eftirlitsfyrir-tækja.

Þegar hafa verið gróðursett tréí örfoka land á um 150 hekturum áRangárvöllum með góðum árangriog áætlað er að sá skógur sem þarvex bindi um 45 þúsund tonn afCO2 jafnframt því að græða uppörfoka land og verða skemmtilegtútivistarsvæði í framtíðinni. Kol-efnisjöfnun með þessum hætti eródýr aðgerð en virði hennar vexmeð ári hverju og hefur marg-víslegan ávinning í för með sér.

Skógrækt er virkasta leiðintil kolefnisbindingarVaxandi þrýstingur erum verndun umhverfisog náttúru. Kolefnis-jafnað er undir eftirliti.Ódýr aðgerð, segirReynir Kristinssonstjórnarformaður Kol-viðar.

Geitasandur Á örfoka landi á Rangárvöllum hefur verið gróðursett með góðum árangri m.a. í baráttu við gróðurhúsaloft.

Dafnar Birkið er fljótt að taka við sér í frjóum jarðvegi og árssprotar eru vænir.

Planta Harðgerðar tegundir dafna ótrúlega, ekki síst ef verðráttan er góð.

Reynir Kristinsson

Í dag, föstudag, stendur Landbúnaðar-háskóli Íslands að Reykjum í Ölfusi fyrirtálgunarnámskeiði. Fræðsla þessi hefurhefur þróast upp úr námskeiðinu Lesiðí skóginn, tálgað í tré sem hefur veriðkennt frá 2001.

Námskeiðið hentar kennurum, sum-arbústaðafólki, skógareigendum, skóg-ræktarfólki og og öðrum er vilja lærahvernig hægt er að nota ferskan við úrskógi, garði eða sumarbústaðarlandi.

Á námskeiðinu, þar sem ÓlafurOddsson fræðslufulltrúi Skógræktar-innar kennir, lærir fólk hnífsbrögð semauka afköst og öryggi í tálgun með hnífog exi, kynnist ýmsum íslenskum við-artegundum og eiginleikum þeirra oglærir að tálga nytjahluti og skrautmuniúr efni sem er kallað garðaúrgangur.

Tálgað Margt fallegt má skapa úr ís-lenskum skógarvið sem til fellur.

Viltu læra aðtálga í tré?

Page 15: Morgunblaðið-Ár-skóga

MORGUNBLAÐIÐ | 15

SUMARHÚSIÐ&GARÐURINN

NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIRTryggðu þér eintak!

Áskrift í síma 578 4800og á www.rit.is

HN

OT

SK

ÓG

UR

gra

fís

kh

ön

nu

n

Í tilefni alþjóðlegs árs skóga gaf Íslandspóstur úttvö frímerki þann 17. mars s.l. Fyrra frímerkið sýnirþversnið af trjábol og er táknrænt fyrir skóginn semauðlind, þ.e. sem framleiðanda trjáviðar.Seinna frímerkið sýnir nærmynd af laufblaði ogtáknar vistkerfisþjónustu sem skógar veita, sérstak-lega þá að binda kolefni úr andrúmsloftinu.Frímerkin fást á pósthúsum um land allt.Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.Sími: 580 1050 Fax: 580 1059Netfang: [email protected]íða: www.stamps.is

H91 H92

Safnaðu litlum listaverkum

Frímerki í tilefnialþjóðlegs árs skóga

549B549A

Sumir telja vellíðan fólks viðútivist stafa af því að mað-urinn sé einfaldlega hlutiaf náttúrunni. Aðrir eru áþeirri skoðun að maðurinn

hafi aðlagast henni og loks að um séað ræða menningarlegan arf. Viðhöfum lifað í náttúrunni og notið af-urða hennar. Af þessu sökum slakifólk á þegar það sé úti í náttúrunnieða horfi á t.d. gróður gegnumgler,“ segir Gunnar Gunnarsson.

„Ég hef aðallega kynnt mér rann-sóknir landbúnaðar- og íþróttahá-skóla og niðurstöður umhverfissál-fræðinga um áhrif garðyrkju ogútiveru á heilsufar fólks almennt.Inn í þetta hafa svo ofist nið-urstöður athugana á áhrifum garðavið heimili og útivistarsvæða í þétt-býli. Þetta hefur helst verið rann-sakað í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Ástralíu en áhugi ogrannsóknir á þessum málum hafaþegar haslað sér völl í Evrópu.“

Áhrif á lífsstílssjúkdóma

Gunnar segir áðurnefndar rann-sóknir sýna að það að annaðhvorthorfa á eða vera í náttúrulegu um-hverfi hafi jákvæð áhrif á sefj-unartaugakerfið sem tengist lík-amlegri endurnæringu. Um leiðminnki streita og kvíði og blóðþrýst-ingur lækki.

„Þetta hefur áhrif á flesta þáþætti sem skapa svokallaða lífsstíls-sjúkdóma. Það myndi t.d. auka já-kvæð áhrif æfinga í líkamsrækt-arstöðvum ef þaðan væri útsýni yfirnáttúrulegt umhverfi. Ein af fyrsturannsóknunum sem sýndu þessiáhrif var gerð á sjúklingum semkomu frá uppskurði. Borin var sam-an líðan og bati þeirra sem horfðu ámúrsteinsvegg og hinna sem höfðuútsýni til náttúrulegs umhverfis.Þeir síðarnefndu sýndu fyrr bata-merki, notuðu minna af lyfjum ogeftirverkanir skurðaðgerðarinnarvoru merkjanlega minni hjá þeimsjúklingum sem nutu náttúrulegsútsýnis. Þeir kvörtuðu einnig minnaog voru styttri tíma á sjúkrahúsinu.

Í Svíþjóð báru menn saman líðanfólks sem gerði sömu æfingar á lík-amsræktarstöð og úti í skógi. Munbetri niðurstöður voru hjá þeim semæfðu í skóginum, árangur af þjálf-uninni var betri hjá þeim. Kvíði varminni í þeim hópi og lífsgæði meiri,þ.e. þeir sýndu jákvæðara lífs-viðhorf og leið betur í sínu hvers-dagslega umhverfi.“

Grænu lungun þýðingarmikil

Hér á landi er í skoðun að koma uppskynjunargörðum fyrir aldraða. Þarnefnir Gunnar að undanfarin sextánár hafi hann verið við nám og störf íNoregi og þar sé farið að nýta ínokkrum mæli slíka skynjunargarðavið elliheimili.

„Ég tengist rannsóknarstofu íHáskóla Íslands í íþrótta- og heilsu-fræðum og við erum með verkefni ígangi í samstarfi við Reykjalund ogFerðafélag Íslands þar sem fólkisem er í meðferð vegna offituvanda-mála er boðið að vera með í göngumí útivistarhópi. Verið er að aðlagafyrrnefnda þekkingu íslenskum að-stæðum.“

Á Íslandi er óblíðara veðurfar envíða annars staðar, hvaða áhrif hef-ur það?

„Menn læra að nota tækifæri semgefast til útiveru við slíkar að-stæður. Við þurfum að nýta góðaveðrið vel þegar það gefst. Hinu sí-breytilega veðurfari hér fylgir aðsólarupprás og sólarlag, uppáhaldljósmyndara, er á misjöfnum tíma,ljósið er að koma og fara – það erþví margt að sjá í náttúrunni þóttveðrið sé ekki alltaf ákjósanlegt.Birtan er mikilvæg fyrir framleiðsluá D-vítamíni. Nærumhverfi fólks ermikilvægt, húsagarðar og grænsvæði. Ef þessi svæði eru í meira en300 metra fjarlægð frá heimili fólks

sýna rannsóknir að streita og kvíðiverða meiri. Ef við ætlum að nýtaútivistarsvæði þurfum við að æfaokkur í því. Hin svokölluðu grænulungu í þéttbýli eru þýðingarmikilog það má ekki ganga á þau svæði.“

Burt frá veruleikanum

Aðspurður segir Gunnar það aukavellíðan fólks að horfa á plöntur ogkoma við þær, róta í moldinni oggróðursetja. Við slík störf komumstvið burt frá veruleikanum um stund.

„Hluti af hinum góðu áhrifumgróðurs er að við erum ekkert aðrembast við að einbeita okkur ínáttúrunni nema slíks þurfi við,venjulega slökum við á – þetta er ígenunum. Í nútímalegu umhverfibúum við við mikið áreiti sem viðþurfum að velja úr. Úti í náttúrunnier þetta einfaldara, þar er eitthvaðsem við könnumst við, áttum heimaí og komum frá. – Þar njótum viðnánast sjálfvirkrar slökunar. Hlutiaf rannsóknum sem gerðar hafaverið beinist að því að horfa ámyndir af blómum og gróðri. Nið-urstöður sýna minni kvíða, lægriblóðþrýsting og meiri lífsgæði. ÍDanmörku hafa menn þróað tölvu-skjái sem sýna náttúrulegar myndirfyrir langlegusjúklinga sem getaekki farið út. Þetta hefur gefið góðaraun. Náttúran gefur fólki þá til-finningu að vera hluti af einhverjustærra.“

Þarf að bæta umhverfi okkar sembúum t.d. hér á höfuðborgarsvæð-inu?

„Já, en þeir sem búa í sveit þurfalíka margir hverjir að auka um-hverfisvitund sína. En sé hugað aðskipulagsvinnu í bæjarfélögum þáþarf að leggja áherslu á sjálfbærniog að virkja íbúana. Þeir þurfa aðvera með, nota þarf styrk þeirra oghugmyndir. Um leið og fólk fer aðvinna með finnst því að það eigi hlutað máli og notar útivistarsvæðin eðagarðana sína meira.“

Í náttúruna að leita friðar

Er þá æskilegt að fólk hafi plönturinnandyra?

„Allt af þessu tagi sem fær fólk tilað gleyma hversdagsleikanum ogstreitunni í vinnunni, það bætirheilsuna. Sumir fara út að æfa, aðrirhlaupa, enn aðrir stunda jóga. Þaðer mismunandi hvað hentar fólki,það eru engir eins, og það þarf að

taka tillit til þess. Stór hluti þeirrasem leita út í náttúruna eða ígarðana sína eru að leita friðar.Samfélagið þarf að gefa fólki þá til-finningu að það sé með í þróuninni.Skipulag og sjálfbærni þurfa aðvera þættir af sama meiði. Við erf-iðar efnahagslegar aðstæður eins ognú ríkja þarf að virkja fólkið í land-inu, byggja á þekkingu og styrksjálfboðaliða til að bæta gróð-uraðstöðuna. Æskilegt er að bregð-ast við þegar auglýst er eftir fólki tilað vera með í gróðursetningu eðaboðin eru námskeið í skyndihjálp.Björgunarsveitir þekkja náttúrunavel. Og ekki má gleyma hafinu. Ofter talað um hið græna, en við meg-um ekki gleyma hinu bláa. Endur-nærandi umhverfi er sem fyrr sagðigræn svæði en þau verða ennheilsusamlegri ef hið bláa fylgirmeð, lækur, vatn eða haf, þar erumvið Íslendingar heppnir.“[email protected]

Ljósmynd/Guðrún Guðlaugsdóttir

Heilsa „Hluti af hinum góðu áhrifum gróðurs,“ segir Gunnar Gunnarsson.

Útsýni til gróðurs og vatns endurnærirUppi eru kenningar umað náttúra, einkumgróður, hafi mikil áhrif álíðan fólks. GunnarGunnarsson íþrótta- ogheilsufræðingur hefurkynnt sér þessi mál. Enhvers vegna líður fólkivel úti í náttúrunni?

Síðustu vikur hefur eftirspurn eftir inn-lendu hjallaefni aukist, að því er framkemur á vefsetri Skógræktar ríkisins.Helsta skýring á þessari aukningu nú erað fiskihjallar á sunnanverðu landinuhafa skemmst í stórviðrum vetrarins.Fiskihjallarnir eru byggðir upp meðstoðum, ásum og spírum.

Starfsmenn SuðurlandsdeildarSkógræktar ríkisins hafa unnið síðustudaga að því að finna til og flokka efni tilsölu. „Við höfum fellt tré í hjallaefnið íÞjórsárdals- og Haukadalsskógum ogmest er þetta siktagreni sem notað er íþetta. Þetta höfum við verið að selja tilfiskverkenda í Þorlákshöfn, suður meðsjó, í Hafnarfirði og í fyrra fór sendingaustur á Bakkafjörð,“ segir Hreinn Ósk-arsson skógarvörður á Suðurlandi .Hann segir þetta koma í góðar þarfir.Nauðsynlegt sé að grisja skóginn svoeftirstandandi tré nái að dafna.

„Trjánum sem felld voru vegna þessaverkefnis var plantað í kringum 1960 ermér næsta að halda. Fimmtíu ár erenda algengur viðmiðunartími, það erfrá gróðursetningu uns hægt er að nota

trén eins og gert var í þessu tilviki.Mest af því timbri sem við fellum ísunnlensku skógunum fer annars íframleiðslu á spæni og kurli – en úrsverasta viðnum er flett timbur sem ernotað í utanhúsklæðningar, skjólveggiog fleira slíkt,“ segir skógarvörðurinn.

[email protected]

Fella tré í spírur í fiskihjalla ogselja nú viðinn, kurl og spæni

Ljósmynd/Hreinn

Viður Skógarhöggsmenn að störfum.

Page 16: Morgunblaðið-Ár-skóga

Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt

Úrval dekurplantna:alparósir, klifurplöntur,rósir, sígrænir runnar,ávaxtatré og berjarunnar.

Sími 483 4840GSM 698 4840Veffang: www.natthagi.isNetfang: [email protected]ð alla daga kl. 10-19