Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · kom almannatengsl, höfðatorgi kórall sf,...

16
Fréttablað 1. tölublað 18. árgangur október 2011 Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur

Upload: others

Post on 26-Sep-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

Fréttablað 1. tölublað 18. árgangur október 2011

Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur

Page 2: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

2

SJÁLFBOÐALIÐAR eru hluti af þeim félagsauð sem er nauðsynlegur í hverju samfélagi. Í þeim tíma sem sjálfboðaliðar leggja fram í störfum sínum eru falin mikil verðmæti sem oft gleymist að reikna með. Tíminn er jú öllum dýrmætur, bæði þeim sem gefa af honum og þeim sem njóta hans.

Starf Rauða krossins, stærstu mannúðarhreyfingar í heimi, er borið upp af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinna þörfum samborgara sinna í nánast öllum samfélögum heims. Allir sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa eftir sömu grundvallarhugsjónum hreyfingarinnar um hlutleysi, óhlutdrægni og sjálfstæði, sem gerir þeim kleift að nálgast einstaklinga í hvers kyns aðstæðum og bjóða fram aðstoð sína.

Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu. Rauði krossinn mun minnast þess sérstaklega í Rauðakrossvikunni sem nú fer í hönd. Sjálfboðaliðar í 50 deildum félagsins um allt land munu þá kynna starf sitt, m.a. með opnum húsum, og taka á móti landsmönnum með ýmsu móti. Öflugt net sjálfboðaliða er styrkur Rauða krossins. Sjálfboðaliðar félagsins búa yfir færni, reynslu og þekkingu á fjölbreyttum sviðum og eru reiðubúnir að bjóða fram krafta sína þegar á þarf að halda, samfélaginu til góðs.

Í nýsamþykktri stefnu Rauða krossins setur félagið sér það markmið að efla starf sitt og aðlaga það síbreytilegum aðstæðum og þörfum. Það er einungis hægt með öflugu starfi sjálfboðaliða. Rauði kross Íslands þakkar sjálfboðaliðum félagsins óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem

berskjaldaðir eru og hvetur þá sem hafa áhuga að ganga til liðs við Rauða krossinn og leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeirra sem minna mega sín.

Á HVERJUM DEGI kemur Rauði krossinn mörgum til hjálpar og þakklætið geymist í hugum þúsundanna. Sjúkrabíllinn með merki Rauða krossins er fljótur á vettvang, flytur sjúka til læknis; lífi er bjargað.

Sveitir Rauða krossins voru meðal hinna fyrstu sem fóru til Hveragerðis og Selfoss þegar jarðskjálftarnir urðu á Suðurlandi; líka þegar askan steyptist yfir sveitirnar, bæði í ár og í fyrra.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru ávallt að verki, hjálpa fátækum og öðrum sem glíma við erfiðleika, efla aðstoð við fólk sem í fjarlægum löndum glímir við matarskort og sjúkdóma eða þarf á fatnaði að halda.

Rauði krossinn er líka gjafmildur við þá sem leggja honum lið, gerast sjálfboðaliðar eða sýna á annan hátt hug sinn í verki.

Sjálfboðaliðinn fær ekki aðeins ánægjuna í sinn hlut heldur líka dýrmæta reynslu, þjálfun og aga. Allir sem gerast sjálfboðaliðar verða í krafti framlagsins að betri mönnum; einkum á það við um unga fólkið, reynslan er frábært veganesti.

Við vitum að Rauði krossinn kemur ætíð til hjálpar þegar við köllum á hann.Með því að bjóða öllum að gerast sjálfboðaliðar er Rauði krossinn í raun að gefa fjölda

Íslendinga ný tækifæri. Við getum hjálpað honum og okkur sjálfum með því að efla enn frekar sjálfboðastarfið.

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri

Reykjavík, AB varahlutir ehf, Bíldshöfða 18Arkform, arkitektastofa, Ármúla 38Arkitektastofan OG ehf, Skúlatúni 2Augasteinn sf, Súðavogi 7Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115Bifreiðastillingar Nicolai, Faxafeni 12Bílaumboðið Askja ehf, Krókhálsi 11Bílrúðan ehf, Grettisgötu 87BJ endurskoðunarstofa ehf, Síðumúla 21Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23Blikksmiðja Reykjavíkur, Súðarvogi 7Blómagallerí ehf, Hagamel 67Bókhaldsstofa Haraldar ehf, Suðurlandsbraut 12Brasserie Askur, Suðurlandsbraut 4aBSRB, Grettisgötu 89Café Bleu www.kaffibleu.is, Kringlunni 4-12Capital - Inn ehf, Suðurhlíð 35dCongress Reykjavík - Ráðstefnuþjónusta ehf, Engjateigi 5Danfoss hf, Skútuvogi 6Dynjandi ehf, Skeifunni 3hECP ehf, Akurgerði 31Efling stéttarfélag, Sætúni 1Efnamóttakan hf, GufunesiEggert Kristjánsson hf, Sundagörðum 4Exton ehf, Fiskislóð 10Faxaflóahafnir sf, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17Ferðakompaníið ehf, Fiskislóð 20Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1Fiskmarkaðurinn veitingahús, Aðalstræti 12Fljótavík ehf, Deildarási 7Fótaaðgerðarstofa Reykjavíkur ehf, Háaleitisbraut 58Frumherji hf, Hesthálsi 6-8Fönix ehf, heimilistækjaverslun, Hátúni 6aGallabuxnabúðin Kringlunni, Kringlunni 4-12Garðmenn ehf, Skipasundi 83Germanischer Lloyd á Íslandi ehf, Tryggvagötu 11Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7Glóandi ehf, Engjateigi 19Grásteinn ehf, Grímshaga 3GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja, Þverholti 13Gunnar Rósarson - Tanngo ehf, Vegmúla 2Hafgæði sf, Fiskislóð 47Hamborgarabúlla Tómasar, Bíldshöfða 18Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21Herrafataverslun Birgis ehf, Fákafeni 11HM Bókhald ehf, Kringlunni 7Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1Hugsmiðjan ehf, Snorrabraut 56Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11Innnes ehf, Fossaleyni 21Íslandspóstur hf, Stórhöfða 29Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8Íþróttafélagið FylkirJónar Transport hf, Kjalarvogi 7K. Pétursson ehf, Kristnibraut 29Kemis ehf, Breiðhöfða 15KOM almannatengsl, HöfðatorgiKórall sf, Vesturgötu 55Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25Kristján G. Gíslason ehf, Hverfisgötu 6aLagnalagerinn ehf, Fosshálsi 27Landslög slf, Borgartúni 26Landsnet hf, Gylfaflöt 9Láshúsið ehf, Bíldshöfða 16Leðurverkstæðið Víðimel 35 sf, Víðimel 35Leikskólinn Vinagarður, Holtavegi 28Leikskólinn Vinaminni ehf, Asparfelli 10Lifandi vísindi, Klapparstíg 25-27Litir og föndur, www.litirogfondur.is, Skólavörðustíg 12Loftstokkahreinsun.is, s: 5670882 og 8933397, Garðhúsum 6Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9Lögmannsstofan Réttur, Klapparstíg 25-27Lögskil ehf, Suðurlandsbraut 48Löndun ehf, Kjalarvogi 21Mannvit ehfM-Design | cold.is, Bolholti 4Merkismenn ehf, Ármúla 36Merlo Seafood, Krókhálsi 4Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Kringlunni 7, 3. hæðOMX Nordic Exchange Iceland, Laugavegi 182ORKUVIRKI ehf, Tunguhálsi 3Ottó auglýsingastofa ehf, Sóltúni 1Ósal ehf, Tangarhöfða 4Parlogis hf - Lyfjadreifing ehf, Krókhálsi 14Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12Pipar og salt ehf, Klapparstíg 44Plúsmarkaðurinn, Hátúni 18bPromens hf, Suðurlandsbraut 24Rafha ehf, Suðurlandsbraut 16Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100Rannskóknarstofan Glæsibæ ehf, Álfheimum 74Reykjaprent ehf, Síðumúla 14ReykjavíkurborgSamiðn, Borgartúni 30Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja,SSF, Nethylur 2 eSérefni ehf, Síðumúla 22Sigríður Lovísa Arnarsdóttir, Skólavörðustíg 12SÍBS, Síðumúla 6Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu

Rauði krossinn hefur hjálpað okkur - með sjálfboðastarfi getum við nú hjálpað honum!

Tíminn sem sjálfboðaliðar leggja fram er dýrmætur

1. tölublað, 18. árg., september 2011

Útgefandi: Rauði kross Íslands,Efstaleiti 9, 103 ReykjavíkSími: 570 4000, fax: 570 4010Netfang: [email protected]: www.raudikrossinn.is

Ritstjóri: Sólveig ÓlafsdóttirÁbyrgðarmaður: Kristján Sturluson

Útlit og umbrot: HugverkasmiðjanForsíða: Myndir úr starfi Rauða kross ÍslandsAðrar ljósmyndir: ÝmsirPrófarkalestur: Berglind SteinsdóttirPrentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Stjórn Rauða kross ÍslandsAnna Stefánsdóttir, formaðurAnh-Dao TranEinar Sigurðsson, gjaldkeriEyrún SigurðardóttirEsther BruneGunnar Frímannsson, varaformaðurHalldór U. SnjólaugssonJón Þorsteinn SigurðssonSigríður MagnúsdóttirSólveig ReynisdóttirStefán YngvasonRagna Árnadóttir, fyrsti varamaðurÁgústa Ósk Aronsdóttir, annar varamaður

FramkvæmdastjóriKristján Sturluson

Þakkir til hinna ýmsu sem lögðu til efni í blaðið

ÞÖK

KU

M S

TUÐ

NIN

GIN

N

Kristján Sturluson, framkvstj.

Anna Stefánsdóttir, formaður.

Hvatning frá forseta Íslands

Page 3: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

3

ÁRIÐ 2011 hefur verið útnefnt ár sjálfboðalið ans í Evrópu, og Sameinuðu þjóðirnar hafa bætt um betur og kallað áratuginn áratug sjálfboðaliða. Það er ekki að ósekju, sjálfboðaliðar um allan heim gegna óeigingjörnu starfi og skila ómetan-legu framlagi til samfélags síns. Sérkenni Rauða kross ins og Rauða hálfmánans er mannauðurinn sem fólginn er í sjálfboðaliðum sem halda starf-inu uppi í sínum heimalöndum.

Í tilefni af ári sjálfboðaliðans í ár vildi Alþjóða-hreyf ing Rauða krossins og Rauða hálfmánans leit ast við að meta framlag sjálfboðaliða um allan heim til að sýna mikilvægi alls þess fólks sem býður fram starf sitt í þágu samborgaranna. Sam kvæmt þeirra útreikningum er hægt að meta fram lag sjálfboðaliða Rauða krossins og Rauða hálfmánans á 6 milljarða Bandaríkjadollara, sem sam svarar um 700.000 milljörðum íslenskra króna.

Á síðasta ári unnu 13,1 milljón manna sjálf-boðastörf í þágu Rauða krossins og Rauða hálf-mán ans á hamfarasvæðum og veittu ríflega 30 mill jón manns aðstoð. Þá er ekki tekinn saman allur sá fjöldi sjálfboðaliða sem vinnur við hefð-bundin verkefni landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Á heimsvísu er talað um að einn af hverjum 30.000 íbúum starfi sem sjálf-

Verður mannauður Rauða krossins metinn til fjár?

boðaliði Rauða krossins. Á Íslandi eru þessar tölur enn meira sláandi

því rúmlega 3.000 sjálfboðaliðar starfa með Rauða krossi Íslands, þ.e. einn af hverjum 100 íbú um landsins. Um 10.000 manns nota reglu-lega þá þjónustu sem Rauði krossinn býður upp á í verkefnum deilda, en ætla má að um helm-ingi fleiri njóti góðs af starfi Rauða krossins óbeint. Ársframlag sjálfboðaliða Rauða krossins í klukkustundum talið er um 302.000 klst eða 145 ársverk sem framreikna má skv. meðallaunum allt að 700 milljónum króna.

Þetta verður þó aldrei annað en leikur að tölum. Engin reikniformúla er til sem metur raunverulegt framlag sjálfboðaliða Rauða krossins til samfélagsins né hver ávinningur sam félagsins er af þeim verkefnum sem félagið heldur úti.

Með þessu fréttablaði viljum við þó sýna fjöl-breytileika Rauða krossins og þeirra verkefna sem eru í boði en ekki síst sýna þann mannauð sem félagið býr yfir og þann fjölskrúðuga hóp sjálfboðaliða sem heldur starfinu uppi. Sjálf boða-liðar Rauða krossins eru á öllum aldri, úr öllum stéttum samfélagsins og af öllum gerðum. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt – að vilja láta gott af sér leiða. Og það er alltaf rými fyrir fleira gott fólk sem vill starfa með Rauða krossinum.

www.raudikrossinn.is

Já, það er rétt!

Sjálfboðaliðar Rauða krossinsvinna óeigingjörn störfí þágu samfélagsins.

dýrmætur.Tími þinn er

Page 4: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

4

Skógarbær, hjúkrunarheimili, Árskógum 2Skólavefurinn.is, Laugavegur 163Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinsSmith og Norland hf, Nóatúni 4Snæland Grímsson, hópferðabílar, Langholtsvegi 115Sushi smiðjan ehf, Geirsgötu 3Suzuki bílar hf, Skeifunni 17Svínahraun ehfTalnakönnun hf, Borgartúni 23Tandur hf, Hesthálsi 12Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar, Síðumúla 25Tannlæknastofa Tómasar Einarssonar, Þangbakka 8Tannréttingar sf, Snorrabraut 29Tannþing ehf, tannlæknastofa, Þingholtsstræti 11TEG endurskoðun ehf, Grensásvegi 16Terra Export ehf, Ljósuvík 38Trésmiðja Magnúsar F Jónssonar, Súðarvogi 54Tölvar ehf, Síðumúla 1Umslag ehf, Lágmúla 5V.R., Kringlunni 7Valhúsgögn ehf, Ármúla 8Veitingahúsið Caruso, Þingholtsstræti 1Verkfærasalan ehf, Síðumúla 11Verksýn ehf, Síðumúla 1Verslunin Þorsteinn Bergmann ehf, Skólavörðustíg 36Vigfús Guðbrandsson og Co ehf, Hverfisgötu 6Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1www.undirfot.is, Ármúla 36

SeltjarnarnesSeltjarnarneskirkja, Kirkjubraut 2Vökvatækni ehf, Bygggörðum 5 Kópavogur Allianz á Íslandi hf, Digranesvegi 1ALP/G.Á.K. bílaverkstæði, Skemmuvegi 20Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9dBlikksmiðjan Vík ehf, Skemmuvegi 42Bókun sf endurskoðun, Hamraborg 1Byggðaþjónustan ehf, Auðbrekku 22Debenhams á Íslandi ehf, Hagasmára 1Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, Hlíðasmára 8Fatahreinsun Kópavogs, Hamraborg 7Framsækni ehf, Gulaþingi 5Gunnarshólmi grasavinafélag ehf, GunnarshólmaHefilverk ehf, Jörfalind 20Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34Ísfix ehf., [email protected], s: 8919220, Smiðjuvegi 6Jákó sf, Auðbrekku 23Járnsmiðja Óðins ehf, Smiðjuvegi 4bKrossgötur, áfangaheimili, Hlíðasmára 5-7Laxakort ehf, Akralind 3Léttfeti ehf - Sendibílar, Engihjalla 1Logey ehf, Vesturvör 7Nobex ehf, Hlíðarsmára 6Rafholt ehf, Smiðjavegi 8Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40Rörmenn Íslands ehf, Ársölum 1S.S. Gólf ehf, Borgarholtsbraut 59Ship Equip ehf, Hlíðarsmára 10Sólbaðstofan Sælan, Bæjarlind 1Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili, Kópavogsbraut 1Söluturninn Smári, Dalsvegi 16cVaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4Vatnsveitan ehf, Arnarsmára 16Verkstjórasamband Íslands, Hlíðarsmára 8Vetrarsól ehf, Askalind 4Öreind sf, Auðbrekku 3

GarðabærB.Markan-Pípulagnir ehf, Lyngási 10Framtak-Blossi ehf, Vesturhrauni 1Garðabær, Garðatorgi 7Geislatækni ehf Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12cÍsafoldarprentsmiðja ehf, Suðurhrauni 1Nostra Ræstingar ehf, Miðhrauni 14Samhentir - umbúðalausnir ehf, Suðurhrauni 4Suðurtún ehf, Súlunesi 12Val-Ás ehf, Suðurhrauni 2Versus, bílaréttingar og málun ehf, Suðurhrauni 2Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5

Hafnarfjörður Aðalpartasalan, Krangahrauni 10Aðalskoðun hf, Pósthólf 393Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Brekkugötu 19H. Jacobsen, Reykjavíkurvegi 66Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15Haukur pressari þvottahús / fatahreinsun, Hraunbrún 40Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19Héðinn hf, Gjáhellu 4Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullhellu 1Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10Hyggir endurskoðunarstofa, Reykjavíkurvegi 66Höfn öldrunarmiðstöð, Sólvangsvegi 1Ísrör ehf, Hringhellu 12Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12Netorka hf, Bæjarhrauni 14PON-Pétur O Nikulásson ehf, Melabraut 23

ÞÖK

KU

M S

TUÐ

NIN

GIN

N

Helga Halldórsdóttir og Víkurdeild Rauða krossins hafa tekist á við tvö eldgos, flóð og rútuslys á einu ári.

Gísli segir lögreglu og slökkvilið telja mikla þörf á

viðbragðshópi Rauða krossins sem aðstoðar fórnarlömb

bruna og annarra áfalla.

GÍSLI FRIÐRIKSSON hefur verið sjálfboða liði Rauða krossins frá árinu 2006 þegar hann tók þátt í að stofna viðbragðssveit deilda á höfuð-borgar svæðinu. Gísli er alinn upp í sjálfboðastarfi sem björgunarsveitarmaður, en kynntist starfi Rauða krossins í gegnum konuna sína.

„Neyðarvarnir voru mér að sjálfsögðu ofar-lega í huga, ég gekk til liðs við viðbragðshóp höfuð borgarsvæðisins þegar hann var stofnaður og hef tekið þátt í að móta starfið þar. Það hefur verið sameiginlegt verkefni margra að byggja það upp og gaman að taka þátt í því,“ segir Gísli.

Viðbragðshópur Rauða krossins á höf uð-borg ar svæðinu er samstarfsverkefni allra deilda á svæðinu sem vinnur náið með slökkviliði og

Kynntist starfinu í gegnum konuna

ÞAÐ HEFUR VERIÐ nóg að gera hjá Helgu Hall-dórs dóttur, ritara Víkurdeildar Rauða kross ins, síðan hún tók kalli og kom aftur inn í stjórn deild arinnar eftir nokkurra ára hlé þegar stjórn-ar maður flutti burt úr bænum. Fyrst gaus Eyja-fjalla jökull í fyrra, gos í Grímsvötnum fylgdi í kjöl-farið nú í vor, svo kom hlaupið í Múlakvísl og loks rútu slys í Blautulónum á Fjallabaksleið.

„Já, það má segja að þetta sé önnur lota hjá mér í störfum fyrir Rauða krossinn. Ég hætti fyrir nokkrum árum af því að ég fann að ég þurfti á hvíld að halda en stökk inn aftur þegar Eyja-fjallajökull gaus,“ segir Helga.

Meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð í fyrra opnaði Vikurdeildin fjöldahjálparstöð og var svo með opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa. Helga segir að þetta hafi minnt alla á svæðinu á hvað væri yfirvofandi ef Katla tæki upp á að gjósa og því hefði tíminn verið notaður til að fara yfir allar neyðar varnaráætlanir og skipulag. Sú vinna nýtt-ist vel því það kom til kasta deildarinnar að setja upp fjöldahjálparstöð þegar gos hófst í Gríms-vötn um nú í maí og brúnni yfir Múlakvísl skol aði burt í hlaupinu þar 9. júlí.

„Sá dagur líður mér aldrei úr minni. Þá var ég ein á staðnum á fyrsta útkallslista því að for-maður deildarinnar var í útilegu á Flúðum og aðrir í sumarfríi. Þá var ekkert annað í boði en að taka við keflinu og standa vaktina,“ segir Helga.

Hún segir þetta hafa verið í fyrsta sinn sem hún standi sjálf í eldlínunni, og það hefði ekkert annað verið að gera en að kalla út það Rauða kross fólk sem var til staðar, og svo fá fleira gott og duglegt fólk – vini og vandamenn – til liðs við sig.

Í hlaupum sem þessum er leikskólinn Suður-vík ætlaður sem fjöldahjálparstöð þar sem hann stendur hátt uppi í bænum, en þar stóðu yfir við-

gerðir til að koma honum í gott lag eftir sumar -leyfi. Sem betur fer var staðan metin svo að hlaupið væri afstaðið og ekki yrðu frekari flóð og því hægt að opna fjöldahjálparstöð í grunn skóla-num sem stendur miklu lægra.

Við vorum tilbúin í skráningar þegar fólk fór að koma og ég var ákaflega stolt af mínu fólki fyrir að geta brugðist svona skjótt við,“ segir Helga.

Mest voru það útlendingar sem þurftu á að-stoð að halda og upplýsingar um hvernig hægt væri að halda áfram för þrátt fyrir þessar náttúru-ham farir. Allir sem fóru Fjallabaksleið austur úr voru skráðir inn svo hægt væri að fylgjast með hverjir væru á ferðinni. Víkurdeildin aðstoðaði einnig tékkneska ferðalanga sem björguðust úr rútu sem sökk í Blautulónum.

Helga starfar sem skrifstofustjóri hjá Mýrdals-hreppi og er staðgengill sveitarstjóra. Hann var einnig fjarri þegar hlaupið varð í Múlakvísl þannig að Helga stóð í ákvarðanatöku með sveitar stjórninni. Hún segir að oft gerist það í smærri sveitarfélögum að hver og einn gegni mörgum hlutverkum sem geta rekist á.

„Ég er ánægð með að geta lagt mitt af mörkum þegar aðstæður kalla en ég finn alveg að með álagi eins og verið hefur undanfarið minnkar þolið. Enda búum við við það að Katla geti gosið á hverri stundu og finnum reglulega fyrir jarðskjálftum sem minnir okkur á það,“ segir Helga. „En ég finn líka að ég verð að vera til taks ef á þarf að halda, að vera í hringiðunni ef eitt-hvað gerist því að annars væri mér ekki rótt.“

Helga segir að þetta viðburðaríka ár eftir að hún kom aftur úr hvíldinni frá Rauðakrossstörfum hafi gefið henni mjög mikið og hún skilji miklu betur á hverju íbúar á svæðinu megi eiga von.

„Svo lærir maður að þekkja fólk og sjálfan sig þegar mikið liggur við. Ég hef einnig kynnst því að í Rauða krossinum höfum við aðgang að góðu fólki sem bakkar mann upp þegar þörf krefur.“

Eldgos og flóð í annarri lotu

lögreglu. Helstu verkefni hans eru að sinna óslös-uðu fólki þegar bruni verður. Um 25 manns eru í hópnum sem skipta með sér vöktum og eru til taks alla daga ársins. Fulltrúar Rauða krossins sinna sálrænum stuðningi á vettvangi og aðstoða við praktíska hluti sem geta komið upp í bruna, eins og að útvega fólki gistingu, fatnað og annað sem þörf getur verið á.

„Helstu samstarfsaðilar okkar, lögregla og slökkvi lið, telja mikla þörf á þessari þjónustu, enda geta þeir þá einbeitt sér að öðru á vettvangi,“ segir Gísli.

Gísli lét ekki staðar numið við þátttöku í við-bragðs hópnum heldur hefur hann einnig gegnt stöðu formanns Kjósarsýsludeildar frá vori 2010.

„Það er ákveðin lífsfylling sem fylgir því að láta gott af sér leiða með starfi hjá Rauða kross-inum,“ segir Gísli. Hann segist finna helst fyrir því yfir sumar tímann þegar rólegra er yfir starfinu að þá sé eins og eitthvað vanti. „Og það er gott. Það þýðir að maður hefur gaman af þessu og hlakkar til að takast á við verkefnin þegar allt fer aftur á fullt á haustin,“ segir hann.

ALLS ERU um 750 sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land til taks ef hamfarir eða önnur áföll dynja yfir. Þessir sjálf-boðaliðar hafa verið þjálfaðir í að setja upp fjöldahjálparstöðvar og veita sál ræn-an stuðning og skyndihjálp þegar mik ið liggur við.

Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyð arvarnarkerfi Rauða krossins í gang. Hlut verk Rauða krossins í almannavörnum ríkisins er fjöldahjálp og félagslegt hjálpar-starf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu.

Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar til taks

AFLBINDING ehf.JÁRNABINDINGAFÉLAGAFLBINDING ehf.JÁRNABINDINGAFÉLAG

Birna Trading ehf

Page 5: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

5

Áhugi Margrétar Ingu á skyndihjálp dró hana inn í önnur störf Rauða krossins.

Hress á elliheimilinu með gullið skyndihjálparskírteini„ÉG BYRJAÐI fyrir slysni í Rauða krossinum þegar vin kona mín kom til mín og sagðist hafa verið að stofna skyndihjálparhóp á Egilsstöðum og ég sló til,“ segir Margrét Inga Guðmundsdóttir, sem starfar með skyndihjálparhópi á Austfjörðum auk þess að vera formaður Ungmenna deild ar Rauða krossins, URKÍ. „Skyndihjálparáhuginn nær þó mun lengra aftur. Amma mín hafði lært skyndi hjálp og fannst mér mjög gaman að fletta í möppunni sem hún átti en mappan var líklega námsefni þess tíma.“

Þegar Margrét hafði lært allt sem hún gat úr möpp unni góðu fór hún að sækja sér bækur á bóka safninu og drakk þær í sig. Hún fékk tækifæri til að fara á barnfóstrunámskeið hjá Rauða kross-inum þegar hún var 12 ára og þar lærði hún ennþá meiri skyndihjálp. Í menntaskóla tók hún einn ig áfanga í skyndihjálp og bætti þá enn meira við þekkinguna.

„Þegar mér bauðst að vera í skyndihjálparhóp

Rauða krossins á Austurlandi sá ég tækifæri til að samræma þekkingu og áhugamál og þá hófst starf mitt í Rauða krossinum á fullu. Ekki leið á löngu þar til ég var farin að stjórna hópnum með vinkonu minni,“ segir Margrét. „Að mörgu leyti á ég það henni að þakka að ég byrjaði í hreyf-ingunni.“

Starfið við skyndihjálpina hefur nú að miklu leyti vikið fyrir stjórnunarstörfum því Margrét tók við formennsku URKÍ síðastliðið vor ásamt því að vera í stjórn Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.

„En ég tek stundum þátt ef tími gefst til í gæslum á menntaskólaböllum með skyndi hjálp-ar hópnum í Reykjavíkurdeild, til að tapa ekki niður þekkingunni,“ segir Margrét. „Einnig hef ég farið á námskeið í sálrænum stuðningi hjá Rauða krossinum sem fellur vel inn í námið sem ég valdi mér, sálfræði við Háskólann á Akureyri.”

Margrét segist sennilega aldrei hafa upp-

götvað og byrjað að starfa fyrir Rauða krossinn ef skyndihjálpin hefði ekki verið hluti af starf semi hans.

„Skyndihjálpin er svo mikilvægur þáttur að allir ættu að skella sér á námskeið. Einnar helgar námskeið getur bjargað mannslífi,“ segir Margrét. „Ég hef reyndar lítið þurft að nýta mér þekkinguna sem ég hef öðlast, kannski sem betur

fer, en ef þær aðstæður kæmu upp þá veit ég svo sann arlega hvað ég á að gera.“

Margrét segir skyndihjálpina alltaf munu fylgja sér og að hún muni viðhalda þeirri þekk-ingu eins lengi og hún getur.

„Ég verð hress á elliheimilinu með gullið skyndihjálparskírteini,“ segir hún og hlær.

FYRIR TVEIMUR ÁRUM auglýsti Rauði kross Íslands eftir eins konar varaliði, Liðsauka, sem kalla mætti út við margvíslegar aðstæður, allt frá náttúruhamförum til persónubundinna áfalla. Með þessu vildi Rauði krossinn auka enn getu sína til að bregðast við áföllum, og jafnframt skapa vettvang fyrir fólk sem ekki hefði tíma til að binda sig í einstökum verkefnum Rauða krossins en hefði samt löngun til að nýta reynslu sína og þekkingu þegar mikið lægi við.

Um eitt þúsund manns gekk til liðs við Rauða

krossinn í þessari herferð og er því á skrá um fólk sem kalla má til þegar áföll dynja yfir. Um 200 starfsmenn Arionbanka eru á þessum lista og er Einar Þór Einarsson einn þeirra.

Í fyrsta sinn var leitað til Liðsaukans í fyrravor þegar óskað var eftir aðstoð við öskuhreinsun undir Eyjafjöllum meðan á gosinu þar stóð. Starfsmenn Arionbanka brugðust vel við og fóru um 100 manns á vegum fyrirtækisins og Rauða krossins til að aðstoða bændur og búalið.

Einar segir mjög ánægjulegt að hafa tekið

Útkall til Liðsauka Rauða krossinsþátt í því verkefni sem reyndar vatt svo upp á sig því að hópur fólks úr bankanum tók sig svo til í sumar til að aðstoða við hreinsun gömlu Seljavallalaugarinnar sem var enn svört af ösku og lá undir skemmdum.

„Það er ekkert mál að skrá sig á svona lista,“ segir Einar. „Það er svo annað mál að gera eitthvað í framhaldinu. En mér finnst fólk vera tilbúið til að leggja ýmislegt á sig eins og sést á fjöldanum sem tók þátt í öskuhreinsuninni og svo hreinsun laugarinnar í framhaldinu.“

Bestir í bílrúðuskiptum.30 ára reynsla fagmanna.

3ja ára ábyrgð á allri vinnu.

Grettisgötu 87 • 105 ReykjavíkSímar 552 5755 & 552 5780

[email protected] • www.bilrudan.is

EITT NÝJASTA VERKEFNI Rauða krossins er matreiðsluþáttur sem unninn er í samstarfi við sjónvarp mbl.is. Gerðir hafa verið 12 þættir sem sýndir eru á mbl.is og birtast vikulega. Þar er fjallað um hvernig hægt er að útbúa góðar en ódýrar máltíðir sem kosta fjögurra manna fjöl-skyldu innan við 2.000 kr.

Með þessu verkefni er reynt að koma til móts við fólk sem leitar til Rauða krossins af því að það hefur ekki úr miklu að spila og er í þröngri stöðu en gæti verið betur á vegi statt með nýtni og skipulagi á innkaupum. Sýningar á þáttunum hófust 10. október og verður nýr þáttur sýndur á hverjum mánudegi fram yfir jól.

Rauði krossinn fékk til liðs við sig fjóra lista-kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara sem sáu um

uppskriftirnar og skiptast á um að elda í þáttunum ásamt leikkonunni Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, en hún er í hlutverki aðstoðarkokks. Allt var þetta starf fimmmenninganna unnið í sjálfboðavinnu.

En hvernig tekst jafn upptekinni leikkonu og Ólafíu Hrönn að gefa sér tíma til að vinna sem sjálfboðaliði í þágu Rauða krossins?

„Þetta snýst um heppni. Rauði krossinn var heppinn að ég var ekki að æfa í haust og hafði því pínkulítinn tíma aflögu,“ segir Ólafía Hrönn. „Mér finnst alltaf fallegasta afmælisgjöfin að gefa tímann sinn og ég hugsa þetta svolítið út frá því. Auðvitað hefði stelpan mín þegið að ég væri heima hjá henni á þessum tíma en mér fannst þetta mikilvægt.“

Ólafía Hrönn segir þetta vera spennandi verk-

efni og að hana hafi langað til þess að gera það. Hún hafi alveg frá því að hún eignaðist sitt fyrsta barn þurft að hugsa um að ná endum saman, og þannig sé það örugglega hjá flestum í þessu landi.

„Sumir eru betri en aðrir í þessu og ég er komin með dágóða reynslu. Þetta er áhugamál hjá mér,“ segir Ólafía Hrönn. „Oft þegar lítill peningur er til, segjum að ég eigi 58.000 kr. og enn 20 dagar eftir í mánuðinum, þá deili ég því niður og geri mér að leik að finna út hvað ég má eyða miklu – og þá er sko bensín innifalið í því.“

Hún segir að vilji maður hafa fínan mat ein-hverjar helgar þegar svona stendur á verði að spara á móti til að allar áætlanir standist.

„Það er ekki bara fyrir fátækt fólk að spara. Ég er þokkalega sett en þarf oft að spara til að eiga

Hollt og ódýrt með kokkum og Ólafíu Hrönn

fyrir öðru,“ segir Ólafía Hrönn.Ólafía Hrönn segist alltaf hafa litið upp til

sjálfboðaliða og alltaf hugsað sér að gerast einn slíkur og fara til dæmis til Afríku og gera gagn en það sé ekki síður áríðandi að vinna hér heima að sjálfboðnu starfi og það komi manni nú einfaldlega mest við..

Einar segir að útköllin frá Rauða krossinum mættu kannski vera fleiri og ef til vill ætti að leita til fólks um önnur verkefni þegar ekki er neyðarástand. Þau mættu hins vegar heldur ekki vera of mörg, en markviss.

Einar Þór liðsauki Rauða krossins skipulagði

hreinsunarstörf með starfsfélögum í Arionbanka.

Einar er lengst til hægri.

Ólafía Hrönn aðstoðar kokkinn Bjarna Gunnar Kristinsson við matargerðina.

Page 6: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

6

Promens Tempra ehf, Íshellu 8Rafal ehf, Hringhellu 9Spennubreytar, Trönuhrauni 5Stálskip ehf, Trönuhrauni 6Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64Þór, félag stjórnenda, Pósthólf 290 Álftanes Álftanesskóli

Reykjanesbær ÁÁ verktakar ehf., viðhald fasteigna s: 898 2210, Fitjabraut 4BLUE Car Rental ehf, Fitjabakka 1eDacoda hugbúnaðargerð, Hafnargötu 62DMM Lausnir ehf, Iðavöllum 9bEignarhaldsfélagið Áfangar ehf, Hafnargata 90Fitjavík ehf, FitjumGrímsnes ehf, Steinás 18Kaplavæðing ehf, Hólmgarði 2cReykjanesbær, Tjarnargötu 12Suðurflug ehf, KeflavíkurflugvelliTannlæknast Einars Magnúss ehf, Skólavegi 10Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara TSA, Brekkustíg 38Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Krossmóa 4Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

GrindavíkNORTHERN LIGHT INN, BláalónsvegiPGV Framtíðarform ehf, Kirkjustíg 5Vísir hf, Hafnargötu 16www.stafholthestar.is, StafholtiÞorbjörn hf, Hafnargötu 12 Sandgerði Verk- og tölvuþjónustan ehf, Holtsgötu 24Vélsmiðja Sandgerðis ehf, Vitatorgi 5

Garður Útskálakirkja, Útskálum Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, GrásteinumMúr og meira ehf, Brekkutangi 38Nonni litli ehf, Þverholt 8Nýja bílasmiðjan hf, Flugumýri 20Rögn ehf [email protected], Súluhöfða 29Stálsveipur ehf, Flugumýri 4

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6Byr AK-120Ehf, Álmskógum 1, Álmskógum 1JG tannlæknastofa ehf, Kirkjubraut 28Sýslumannsembættið á Akranesi, Stillholti 16-18Viðskiptaþjónusta Akraness ehf, Kirkjubraut 28Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4GT Tækni ehf, Grundartanga

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11Solo hársnyrtistofa sf, HyrnutorgiSprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness sf, Sólbakka 5Sæmundur Sigmundsson ehf, Brákarbraut 18-20Ferðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli 3

StykkishólmurBókhaldsstofan Stykkishólmi ehf, Aðalgötu 20Heimahornið ehf, Borgarbraut 1Tindur ehf, Hjallatanga 10Þ.B.Borg - Trésmiðja, Silfurgötu 36

Ólafsvík Steinunn ehf, Bankastræti 3Tannlæknastofa A.B, Heilsugæslust. Engihlíð 28TS Vélaleiga ehf, Stekkjarholti 11Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarholti 18 Hellissandur Hraðfrystihús Hellissands hf, Hafnarbakka 1Kristinn J Friðþjófsson ehf, Háarifi 5 Rifi

BúðardalurDalabyggð, Miðbraut 11

Reykhólahreppur Glæðir, blómáburður sími: 866 9386, Hellisbraut 18 Ísafjörður Bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12Hótel Ísafjörður hf, Silfurtorgi 2Tréver sf, Hafraholti 34 Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf, Árbæjarkanti 3Fjalla Eyvindur ehf, Móholti 8Glaður ehf, Traðarstíg 1Klúka ehf, Holtabrún 6Sigurgeir G. Jóhannsson ehf, Hafnargötu 17Vélvirkinn sf, Hafnargötu 8

ÞÖK

KU

M S

TUÐ

NIN

GIN

N

GLEÐIDAGAR Rauða krossins eru vikulöng sumar námskeið ætluð börnum á aldrinum 7-12 ára, og eru fjölskyldum þeirra að kostnaðar lausu. Gleðidagar voru haldnir í þriðja sinn í sumar víða um land. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru aðallega eldri borgarar ásamt öðrum sjálf boða-liðum Rauða krossins. Tilgangur nám skeið anna er að sameina unga og aldna og gefa börn unum færi á að kynnast gömlum gildum og hefðum.

Hjónin Jón Eyjólfsson og Magnúsína Guð-munds dóttir brugðust við kalli sonar síns Guð-mundar Ingvars sem er starfsmaður Rauða kross ins á Suðurnesjum og tóku bæði þátt í nám-skeið unum tveimur sem haldin voru í fyrsta sinn á Suðurnesjum í sumar.

Þau segja það ánægjulegt að fá að kynnast þessu starfi en þó sérstaklega börnunum sem hafi verið einstaklega góð og frábær. Jón hélt sig eingöngu úti með krökkunum og kenndi þeim leiki sem voru vinsælir þegar hann var að alast upp og

fór einnig með þeim í fjöruferð á Garðs skaga til að kenna þeim á náttúruna í næsta ná grenni.

Magnúsína kenndi börnunum bæði að prjóna og hekla, og tókst að kveikja áhuga nokkurra sem höfðu aldrei snert slíka handavinnu. „Það var einn strákur sem hafði mikinn áhuga á að prjóna þann ig að það voru ekki bara stelpurnar,“ segir hún.

Hún segist einnig hafa hjálpað einum dreng sem hafði mikinn áhuga á ættfræði og getað leitt hann að ættfræðibók sem hann lægi ennþá í. „Enda kom í ljós þegar ég spurði hann um ætt erni að afi hans var frændi minn og amman gömul skólasystir,“ segir hún.

Hjónin geta bæði hugsað sér að taka aftur þátt í Gleðidögunum að ári því að þetta hafi verið svo gaman.

„Ég fylltist bjartsýni á framtíð landsins við að kynnast þessum krökkum,“ segir Jón að lokum.

Æskan gefur tilefni til bjartsýni um framtíðina

MAGNÚS FRIÐRIK GUÐRÚNARSON hefur verið sjálfboðaliði í Kópavogsdeild Rauða kross-ins síðan hann var 15 ára, og það gerir nú þrjú ár. Upphaflega kom hann inn í starfið í gegnum sjálfboðaliðaáfanga í Menntaskólanum í Kópa-vogi og hugsaði sem svo að það væri gott að fá ein ingar fyrir framlagið ásamt því að gera eitt-hvað gott.

„Svo hélt ég bara áfram þótt ég fengi þetta ekki lengur metið í skólanum, en passaði bara að púsla stundaskránni í kringum þetta og hafa lausan tíma á miðvikudögum svo ég hefði nægan tíma,“ segir Magnús.

Verkefnið sem Magnús hefur mest unnið að kall ast Enter. Það er fyrir unga innflytjendur

Færðu virkilega ekkert borgað fyrir þetta?á aldri num 9-12 ára og er unnið í samstarfi við nýbúadeild Álfhólsskóla og Kópavogsbæ. Mark-miðið er að auðvelda aðlögun þessara barna að íslensku samfélagi. Krakkarnir koma saman einu sinni í viku og samveran er sam bland af leikjum, fræðslu, kynningarstarfi og vett vangsferðum.

Aðspurður segir hann einfaldlega svolítið gaman að vera sjálfboðaliði og vinna í verkefni sem byggir á því að tengjast öðru fólki. Þetta brjóti upp rútínuna og gefi mikla reynslu sem komi til góða annars staðar.

„Ég er ekki mesta félagsmálapersónan svona dags daglega, en þetta er vettvangur til að mynda félagsleg tengsl við aðra sem er mjög gott fyrir mig,“ segir Magnús.

Bakgrunnur barnanna er fjölbreyttur og Magnús segir skemmtilegt að kynnast því. „En áhuga verðast er nú samt að uppruninn skipti ekki neinu máli því krakkar eru eiginlega alltaf eins sama hvaðan þau koma,“ segir hann.

Magnús hefur fundið nýjan vettvang fyrir sjálf boða liðastarfið í Rauða krossinum og er nú í stjórn Ungmennadeildarinnar, URKÍ.

„Þegar ég er spurður segi ég að þar læri ég að vinna eins og yfirmaður og það gefur manni mikla reynslu,“ segir Magnús, en finnst ekki margir jafnaldrar sínir hafa skilning á sjálfboðaliðastarfinu. „Ég er alltaf spurður hvort ég fái virkilega ekkert borgað fyrir þetta.“.

UM 260 sjálfboðaliðar sinna barna- og ung mennastarfi Rauða krossins um allt land, enda víða fastur liður í starfi deilda. Sér stökum ungmennadeildum er þó ekki að fjölga en nokkrar deildir bjóða hins vegar upp á afmörkuð verkefni sem eru sér-staklega ætluð ungmennum, auk þess sem fjölmargar deildir eru í samstarfi við skóla og félagsmiðstöðvar með ýmsa fræðslu og tímabundið samstarf, m.a. tengt kynningum og fjáröflunum.

Einnig er lögð áherslu á að aðstoða fólk í gegnum yfirstandandi þrengingar í íslensku samfélagi með því að bjóða börnum og unglingum upp á spennandi námskeið yfir sumartímann, þeim að kostnaðarlausu eða gegn vægu verði.

Þá hafa Rauði krossinn og Vinnu mála stofnun samstarf um viðamikið verk efni til að tryggja sjálfboðastörf fyrir unga atvinnu leitendur á aldrinum 18–24 ára. Þetta er hluti af átaki félags- og trygg ingamálaráðuneytisins og Vinnu mála stofnunar sem kallast Ungt fólk til athafna.

Verkefni með ungu fólki eflast í deildum

Hjónin Jón Eyjólfsson og Magnúsína Guðmundsdóttir lögðu bæði fram krafta sína á námskeiðum fyrir börn á Suðurnesjum.

Jón Eyjólfsson sýnir börnum kuðunga við náttúruskoðun á Gleðidaganámskeiði Rauða krossins á Suðurnesjum.

Magnús Friðrik Guðrúnarson hefur starfað síðastliðin þrjú ár í ungmennastarfi Kópavogsdeildar.

Page 7: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

7

NÍNA HULD LEIFSDÓTTIR, 11 ára, tilheyrir yng sta hóp sjálfboðaliða Rauða krossins, hinum svo kölluðu tombólubörnum. Nína er örugglega meðal ötulustu styrktaraðila félagsins því að nú í sumar hélt hún tombólu 12–13 sinnum, stundum með vinkonum sínum en oftast ein.

Nína segist stundum ganga í hús og safna

Skemmtilegast að gefa í Rauða krossinn

hlut um fyrir tombólurnar en oftast fái hún hluti frá ömmu sinni sem hún er hætt að nota og vill gjarn an losna við. Amma hennar tengist reyndar Rauða krossinum sjálf því að hún er sjálfboðaliði í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum og hefur því mikinn skilning á sölustarfi barnabarnsins.

Nína heldur tombólurnar oftast í Krónunni

eða Bónus í Mosfellsbæ en hefur líka verið að minnsta kosti tvisvar sinnum í Lágafellslaug. Hún selur eiginlega allt sem hún safnar og á ekki nema svona hálfan kassa eftir af dóti eftir tom-bólu hald sumarsins.

„En stundum gefur fólk pening bara til þess að styrkja, en vill ekki endilega kaupa neitt,“ segir hún.

JÓN SIGURGEIRSSON hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum frá 2009. Jón tekur þátt í tveimur verkefnum, er heimsóknavinur hjá félagsstarfi aldraðra á Dalbraut þar sem hann mætir einu sinni í viku við þriðja mann og les upp úr blöðunum fyrir heimilisfólk, og svo styður hann börn í heimanámi tvisvar í viku.

Áður en Jón tók að sér þessi tvö verkefni hafði hann prófað að vera sjálfboðaliði í Rauða kross-húsinu og eins að vera heim sókna vinur ungs ofvirks drengs sem var af erlendum upp runa. Hann fann þó fljótt að þessi verkefni hent uðu honum ekki og því leitaði hann í annað.

„Það er kosturinn við að vinna sjálfboðavinnu, maður getur sjálfur valið það sem hentar manni best, ólíkt því sem gerist á vinnu mark aðnum,“ segir hann.

Kosturinn að geta valið það sem hentar manni best

Jón hefur átt við þunglyndi að stríða frá unga aldri og hefur tekist á við sjúkdóminn í gegnum lífið. Hann hætti að vinna fyrir Blindrafélagið í þann mund sem fór að þrengjast um á vinnu-mark aði, en þar sem hann gat leyft sér að lifa á líf eyrinum ákvað hann að leita eftir öðru sem krefðist þess samt að hann hefði rútínu.

„Ég þarf líka að finna að ég sé að gera gagn og sé mikilvægur, það er það tvennt sem ég sæk-ist eftir,“ segir Jón.

Og þar sem hann náði ekki tengingu við drenginn sem hann heimsótti og sjálfboðavinnan í Rauða krosshúsinu var stopul og snerist að mestu leyti um kaffiveitingar fann hann annan vett vang fyrir krafta sína.

Heimsóknavinir eru eitt stærsta verkefni deilda Rauða krossins um allt land og hefur sér-

stöðu að því leyti að það er sérsniðið að þörfum þeirra sem heimsækja og fá heimsókn. Þetta geta verið einstaklingar eða hópar, bæði sem heimsækja og sem eru heimsóttir. Jón hafði fengið pata af því að þörf væri fyrir heim sókna-þjónustu á Norðurbrún 1 og settist niður með verkefnisstjóra Reykjavíkurdeildar með þá hug-mynd að lesa upp úr dagblöðum fyrir íbúa þar sem margir hverjir geta ekki lengur lesið.

„Það varð úr að við förum þrír saman og lesum upp úr blöðunum, fyrirsagnir og dægurmál, og segjum brandara við góðar undirtektir á hverjum föstudagsmorgni,“ segir Jón. „Það koma 10-12 konur að jafnaði og eru með okkur þessa stund.“

Jón segist sömuleiðis hafa dottið niður á heima námsaðstoðina sem hann sinnir tvisvar í viku í Gerðubergi og á borgarbókasafninu í

Kringl unni.„Það hentaði mér akkúrat. Mér finnst ofboðs-

lega gaman að kenna, og þarna koma yndislegir krakkar og mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir hann. „Þetta virkar á báða bóga - það virkar fyrir mig af því að það virkar fyrir aðra, og það heldur mér heilbrigðum.“

Jón er einnig virkur félagi í klúbbnum Geysi sem er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geð ræn veik indi að stríða og byggir á mark vissri upp-bygg ingu á hæfileikum og getu ein staklings ins. Jón segir að með því að tileinka sér þá hug-mynda fræði hafi honum tekist að snúa lífinu upp í jákvæðni og átt sinn besta tíma ævinnar nú síðustu ár.

„Það eru miklu fleiri sem geta nýtt sér það að sinna sjálfboðastörfum,“ segir Jón.

isnicInternet á Íslandi hf.

HEIMSÓKNAVINAVERKEFNI Rauða kross -ins er eitt stærsta og útbreiddasta verk efni félagsins. Alls starfa rúmlega 500 sjálfboða-liðar um allt land við heim sókna þjón ustu Rauða krossins. Um gífurlega fjölbreytt starf er að ræða þar sem það er sérsniðið að þörfum og óskum þeirra ein staklinga sem heimsóttir eru. Þar getur verið um einstaklinga að ræða eða hópa, og sú nýjung

500 manns heimsækja um 700 einstaklinga

UM ÞAÐ BIL 600 börn halda tombólur fyrir Rauða krossinn á hverju ári. Þau eru yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins og hafa í gegnum árin sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi þegar kemur að fjáröflun fyrir gott málefni.

Stuðningur tombólubarna á hverju ári er Rauða krossinum ákaflega mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverri tombólu og fjáröflun þessara yngstu sjálfboðaliða okkar.

Tombólubörnin söfnuðu rúmlega 1 milljón króna á síðasta ári og allt það fé fór til styrktar börnum á Haítí. Þá hafa börnin verið dugleg að safna í ár fyrir aðstoð til barna vegna jarðskjálftans mikla í Japan og hungursneyðarinnar í Sómalíu.

Tombólubörnin eru yngstu sjálfboðaliðarnir

að bjóða upp á heimsóknir með hunda hefur slegið í gegn á liðnum árum.

Hlutverk heimsóknavinar er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í ís lensku sam-félagi. Aðstæður fólks geta orðið til þess að það missir samband við aðra og einangrast. Heimsóknavinir Rauða krossins leitast við að rjúfa slíka einangrun.

Skemmtilegasta hluta tombóluhaldsins segir Nína vera að gefa peninginn til Rauða krossins.

„Ég er ánægð með að gefa peninginn til að hjálpa öðrum börnum sem þurfa á því að halda,“ segir hún, en allt framlag tombólubarna fer í al-þjóð leg verkefni Rauða krossins í þágu barna.

Jón Sigurgeirsson er öflugur sjálfboðaliði Rauða krossins, og er bæði heimsóknavinur í félagsstarfi aldraðra og

aðstoðar börn við heimanám.

Vinkonurnar Nína Huld og Agnes Þóra hafa verið duglegar að halda tombólur í

allt sumar fyrir Rauða krossinn.

Page 8: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

8

Hefur eignast sanna vináttu fyrir vikið

„ÉG RENNDi augunum yfir Rauða kross vefsíð-una og fann hnappinn Viltu gerast sjálfboðaliði, sótti um þar, fór í viðtal og byrjaði svo í heima-náms aðstoð fyrir börn strax eftir það,“ segir Ófeigur Páll Vilhjálmsson.

Þetta var fyrir rúmu ári og hann sinnir verk-efn inu tvisvar í viku á aðalsafni Borgar bóka-safns í Tryggvagötu - ásamt því að leita sér að vinnu. Á bókasafninu fá börn úr Hagaskóla og Aust ur bæjarskóla aðstoð og segir Ófeigur að á bilinu 2-10 börn leiti þangað í hvert sinn. Um er að ræða börn af bæði íslenskum og útlendum uppruna.

„Það er ótrúlega gaman að koma með ólík sjónarmið inn í heimanámið, enda hef ég sér-stakar skoðanir á náminu og námsefninu í grunn skólanum,“ segir Ófeigur. „Mér finnst þetta stór kostlega skemmtilegt og ég hlakka til í hvert

skipti. Svo er ég alltaf síðastur út.“Hann segir að vissulega sé mjög fallegt og

hollt að gefa af sér, sérstaklega án þess að krefj-ast þess að fá nokkuð til baka.

„En ég hugsa aldrei um að ég sé að gefa, það er ekki ástæðan fyrir því að ég er í þessu, heldur hvað þetta er skemmtilegt, mér finnst gaman að sitja og spjalla við krakkana,“ segir hann.

En Ófeigur er ekki bara að þessu fyrir skemmt-un ina, honum finnst þetta eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera, sérstaklega fyrir börn sem ekki eru víg á íslensku en ganga samt í gegnum skólakerfið á því tungumáli og standa þar af leiðandi verr að vígi en aðrir.

„Það er stórkostlega samfélagslega mikilvægt að aðstoða þessa krakka við að ná betri tökum á námsefninu á íslensku,“ segir hann. „Með þessu erum við að byggja jafnara samfélag fyrir þá sem

til dæmis tala málið ekki nógu vel og eru því kannski dæmd til að hætta námi vegna tungu-mála örðugleika.“

Ófeigur segir sjálfboðaliðastarfið ekki njóta sann mælis því að við búum í samfélagi þar sem enginn kann að reikna út allt það jákvæða sem slíkt gefi af sér af því það er ekki metið til fjár.

„Ég held að fólki finnist gott að vita af því að það eru til einstaklingar sem vinna sjálfboðavinnu þótt það finni sig ekki í því sjálft,“ segir Ófeigur. „Það lítur ekki á sjálfboðið starf sem gjöf heldur fórn – fórn á dýrmætum tíma sínum.“

Jafnara samfélag með heimanámsaðstoð

FlateyriSytra ehf, Ólafstúni 2

SuðureyriBerti G ÍS-161, Eyrargötu 4 Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89Nanna ehf, v/Höfnina TálknafjörðurGistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8Níels A. Ársælsson Þingeyri Svalvogar ehf, Aðalstræti 51 HólmavíkTrésmiðjan Höfði ehf, Lækjartúni 15 Drangsnes Grímsey ST-002

NorðurfjörðurÁrnesskirkja Hótel Djúpavík ehf, Árneshreppi Hvammstangi Steypustöðin Hvammstanga ehf, Melavegi 2Villi Valli ehf, Bakkatúni 2 Blönduós Hótel Blönduós s: 452-4403, 898-1832, Aðalgötu 6Ráðunautaþjónusta Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Skagaströnd Kvenfélagið Hekla, SteinnýjarstöðumSveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30 Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1K-Tak ehf, Borgartúni 1Norðurbik ehf, Borgarröst 4Útgerðarfélagið Sæfari ehf, Hrauni Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Hestasport - Ævintýraferðir ehf www.rafting.is Siglufjörður SR-Vélaverkstæði hf, Vetrarbraut 12 Akureyri Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Óseyri 2Eining-Iðja, www.ein.is, Skipagötu 14Félagsbúið Hallgilsstöðum, HallgilsstöðumFóðurverksmiðjan Laxá hf, KrossanesiGróðrarstöðin Réttarhóll, www.rettarholl.is, SvalbarðseyriGrófargil ehf, Hafnarstræti 91-95Hársnyrtistofan Strúktúra ehf, Glerárgötu 7Héraðsdómur Norðurlands eystra, Hafnarstræti 107Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar, Tryggvabraut 12Ísgát ehf, Laufásgötu 9Járnsmiðjan Varmi hf, Hjalteyrargötu 6Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1bLíkamsræktin Bjarg ehf, Bugðusíðu 1Menntaskólinn á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28Pólýhúðun Akureyri ehf, Draupnisgötu 7mRaf raflagnaverkstæði, Óseyri 6Raftákn ehf, Glerárgötu 34Samherji hf, Glerárgötu 30Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, MýrarvegiTannlæknastofa Björns Rögnvaldssonar ehf Kaupangi v/Mýrarveg Grímsey Fiskmarkaður Grímseyjar ehf, HafnarsvæðiSigurbjörn ehf, útgerð, Öldutúni 4 Dalvík G.Ben útgerðarfélag ehf, Ægisgötu 3 Ólafsfjörður Árni Helgason ehf, Hlíðarvegi 54

HúsavíkKvenfélag Húsavíkur Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóar 2Vermir sf, Fossvöllum 21Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Hrísateigi 5Kvenfélagið Hildur RaufarhöfnÖnundur ehf, Aðalbraut 41a

Þórshöfn Geir ehf, Sunnuvegi 3

ÞÖK

KU

M S

TUÐ

NIN

GIN

NRAUÐI KROSS ÍSLANDS hefur síðustu 10 ár lagt sérstaka áherslu á málefni innflytjenda. Starf Rauða krossins með þessum hópi lýtur bæði að aðstoð við innflytjendur með sérstökum verkefnum sem hjálpar þeim að fóta sig betur í íslensku samfélagi og eins að því að fá innflytjendur til liðs við Rauða krossinn og taka þannig virkan þátt í stefnumótun félagsins.

Þá hefur Rauði krossinn útvegað svokölluðum flóttamönnum, þeim hópum flóttamanna sem ríkisstjórn Íslands hefur boðið sérstaklega til landsins á undanförnum árum, stuðningsfjölskyldur sem aðstoða við aðlögun að íslensku samfélagi.

Um 255 sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna að verkefnum með innflytjendum.

Á þriðja hundrað sjálfboðaliðar starfa með innflytjendum

INGIBJÖRG ERNA ÓSKARSDÓTTIR sá aug lýs-ingu í Skessuhorni og bauð sig fram sem stuðn-ingsaðili hjá Rauða krossinum þegar von var á átta palestínskum flóttafjölskyldum til Akraness frá hinum alræmdu Al Waleed flótta manna-búðum í Írak haustið 2008.

„Mér fannst þetta rosalega spennandi. Ég hef ferðast mikið og finnst gaman að kynnast ólíkri menningu. Það voru því eigingjarnar hvatir í bland við það að gera gott sem varð til þess að ég gekk til liðs við Rauða krossinn,“ segir Ingibjörg.

Hún segist svo sem ekkert hafa vitað út í hvað hún var að fara til að byrja með en svo hafi fjölskyldan mætt á svæðið og þá var bara að finna takt sem hentaði báðum. Aðeins þrjú skref voru á milli íbúða þeirra þannig að návígið var mikið, en Lína, einstæð móðir með fjögur börn, reyndist mjög sjálfstæð ung kona og Ingibjörgu

fannst réttast að leyfa henni að ráða svolítið ferðinni.

„Hver fjölskylda hafði þrjá stuðningsaðila, en vegna nálægðarinnar höfðum við kannski meiri samskipti alveg frá upphafi. Vináttan hefur bara vaxið með tímanum, og í gegnum þessa reynslu hef ég kynnst fullt af góðu fólki af annarri menn-ingu og eignast góða vini – bæði innlenda og útlenda,“ segir Ingibjörg.

Lína hafði sterka félagsstöðu meðal flótta-kvennanna, þær höfðu leitað mikið til hennar í flóttamannabúðunum og héldu því áfram eftir að til Akraness var komið og segir Ingi björg heimili hennar hafa verið nokkurs konar miðstöð fyrir þær. Því hafi hún kynnst þeim öllum náið í gegnum Línu og tekið mikinn þátt í aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, gleði og sorgum.

„Ég sogaðist líka inn í starf Rauða krossins og

hef tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum og við-burðum sem deildin hér á Akranesi hefur staðið fyrir,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segist alveg himinlifandi yfir að hafa tekið þátt í þessu. „Ég hef það ekki í mér að þurfa að fórna mér fyrir eitthvað og það er einmitt það sem er svo gott við þetta, þetta er gott í báðar áttir,“ segir hún.

Hins vegar hefur hún uppgötvað sér til furðu í gegnum þetta verkefni að miklir fordómar leynast í samfélaginu í garð fólks frá öðrum menn ingarheimum.

„Og kannski er það hluti af okkar hlutverki sem tókum þátt í þessu stuðningskerfi að vera einnig talsmenn gagnvart samfélaginu til að auka skilning fólks,“ segir Ingibjörg.

Ófeigur Páll Vilhjálmsson hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur aðstoðað börn við heimanám í rúmt ár.

Ingibjörg Erna Óskarsdóttir gerðist stuðningsaðili fyrir flóttafjölskyldu á Akranesi fyrir þremur árum. Hér er

hún ásamt einni stúlkunni á kaffihúsi.

Page 9: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

9

ÞEGAR Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunar-fræð ingur fluttist til Íslands árið 2007 eftir bú setu í Seattle í Bandaríkjunum gerðist hún sjálf boða-liði í Konukoti, athvarfi Rauða krossins fyrir heim-ilis lausar konur í Reykjavík. Í tengslum við það verk efni hafði lengi verið rætt um að meira þyrfti að gera fyrir jaðarhópa samfélagsins. Helga Sif hafði mikla reynslu af starfi með fíklum, enda var það hluti af meistara- og doktorsnámi hennar, og vildi gjarnan skipuleggja færanlega þjónustu til þessa hóps.

„Þegar ég bjó í Seattle hafði ég unnið sem sjálfboðaliði á bíl sem bauð upp á nálaskipti og heilsuvernd fyrir slíka jaðarhópa á þeim stöðum sem þeir halda sig,“ segir Helga Sif.

Helga Sif hafði því veg og vanda af því að móta nýtt verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross ins sem ýtt var úr vör fyrir tveimur árum og byggt er á hugmyndafræðinni skaðaminnkunar. Mark mið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lif n aðar hátta jaðarhópa eins og útigangsfólks, heim ilislausra og fíkla og koma í veg fyrir sýk-ingar í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV-smiti, með því að auðvelda þeim aðgengi að sára meðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu. Þannig er hægt með ein-földum úrræðum að draga verulega úr skaðsemi lifnaðarhátta sem og úr þörf á dýrari úrræðum seinna meir í heilbrigðiskerfinu.

Í fyrstu var hjólhýsi Reykjavíkurdeildarinnar notað undir verkefnið, en fyrir ári var gamall

Færanleg heilsuvernd fyrir fíkla og jaðarhópa

sjúk ra bíll tekinn í notkun sem auðveldar mjög að gengi að þeim sem nýta sér þjónustuna. Verk efnið og sjúkrabíllinn ganga undir nafninu Frú Ragn heiður til heiðurs Ragnheiði Guð -mundsdóttur lækni, stofnanda Kvenna deild ar Rauða krossins, sem starfaði sem sjálfboðaliði Rauða krossins með sömu hugsjónir að leiðar-ljósi.

„Þeir sem leita til okkar eru mjög jákvæðir gagnvart þessari þjónustu. Það er lykilatriði að þeim sé mætt af virðingu og fordómaleysi, því að það eru mjög miklir fordómar í garð þessa hóps í samfélaginu,“ segir Helga Sif. „Mér finnst gott að geta miðlað af þekkingu minni og reynslu með þessum hætti, að komið sé fram af virðingu við þá sem nýta þjónustuna og þessi þjónusta sem er veitt skiptir miklu máli fyrir samfélagið.“

Alls taka 54 sjálfboðaliðar þátt í verkefninu. Farið er út fjórum sinnum í viku og eru oftast þrír á hverri vakt. Að auki geta skjólstæðingarnir leitað til Konukots og dagseturs Hjálpræðishersins og fengið nýjan búnað þar og skilað inn óhrein um sprautubúnaði. Að meðaltali leita 2-4 eftir aðstoð á hverri vakt, en um 170 einstaklingar hafa leitað til Frú Ragnheiðar á þessum tveimur árum. Um 80-90 manns nýta sér þetta úrræði reglulega.

Helga Sif segir að sífellt fleiri stofnanir og samtök leiði nú hugann að skaðaminnkun síðan verkefni Rauða krossins fór af stað, og að það sé gaman að vera hreyfiaflið í því. Fyrstu sjálfboðaliðarnir í verkefninu voru allir heil-

brigðismenntaðir en það er ekki lengur skilyrði. Allir sjálfboðaliðar fá góða þjálfun og fræðslu áður en þeir ganga til liðs við verkefnið

Helga Sif ver sjálf að meðaltali um 20 tímum á viku í sjálfboðaliðastörfin – að kynna verkefnið, leita styrkja og þróa það frekar. Hún er full af ferskum hugmyndum um hvernig betur megi þjóna jaðarhópunum í samfélaginu.

„Við vildum gjarnan einnig geta boðið upp á blóðskimun fyrir HIV-smiti í bílnum. Við höfum svo gott aðgengi að þeim hópum sem eru í mestri hættu, og slík viðbót á greiningu gæti haft mikla þýðingu við að hamla útbreiðslu HIV,“ segir hún.

Hönnu›ur:

Philippe StarckStjörnuhönnu›urinn Philippe Starck hefur lengi skini› skært og

njóta hæfileikar hans sín á flestum svi›um hönnunar.

fiegar vanda á til verks skiptir hvert smáatri›i máli. Hur›arhúnarnir frá

FSB eru hanna›ir af fremstu hönnu›um heims, smí›a›ir af listfengi, flar

sem fagurt handverk og fullkomin fagmennska er höf› í hávegum.

SKÚTUVOGUR 1 C • 104 REYKJAVÍK • Sími 550 8500 • FAX 5508510 • www.vv.is

Um 100 sjálfboðaliðar svara í Hjálparsíma Rauða krossinsTÆPLEGA 100 manna hópur sjálfboðaliða starfar við símsvörun hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Allir hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja. Meðal markmiða Hjálparsímans er að hlusta á og veita ráðgjöf fólki á öllum aldri, fólki sem þarf á stuðn ingi að halda t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða vanlíðunar.

Árið 2010 bárust 23.782 símtöl til Hjálpar-sím ans og voru flest þeirra, eða 9.130, flokkuð undir sálræn mál, þ.e. fólk sem hringir óskar fyrst og fremst eftir sálrænum stuðn ingi. Fjölmörg mál voru flokkuð sem félags leg, s.s. samskiptaörðugleikar, afbrot, ástar mál, at vinnu-leysi, fjármál, forræðisdeilur, hús næðis mál, skiln aðir o.fl. Þá voru mörg mál vegna heil-

brigðis mála, ofbeldis, kynferðismála og mála sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Þá gegnir Hjálparsími Rauða krossins 1717 hlut verki sem upplýsingasími þegar neyðar-ástand varir, s.s. í jarðskjálftum eða eldgosum þegar rýma þarf stór svæði. Þar eru m.a. veittar upp lýsingar aðstandendum sem spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og vina. Númerið er gjald frjálst úr öllum símum og ekki kemur fram á símreikningi að hringt hafi verið í númerið. Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar í gsm-símum.

Símtölum hefur fjölgað gífurlega síðan efna-hags hrunið varð árið 2008, og nú berast að meðal tali um 70 símtöl á dag.

Sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar: Ragnhildur Barðadóttir, Aðalsteinn Baldursson og Helga Sif Friðjónsdóttir sem er ein aðalsprautan í verkefninu Frú Ragnheiði sem færir fíklum heilsuvernd í gömlum sjúkrabíl.

Sjúkrabíllinn er nefndur Frú Ragnheiður til að heiðra Ragnheiði Guðmundsdóttur lækni, stofnanda Kvenna-deild ar Rauða krossins.

Page 10: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

10

Vona að ég verði lengi í þessu„ÞETTA ER góður félagsskapur og við erum ákaf lega heppin með fólk – bæði í fataverkefninu og öðrum störfum hér hjá Rauða krossinum á Suðurnesjum,“ segir Árný Kristinsdóttir sem stað ið hefur vaktina sem sjálfboðaliði í 12 ár. „Þetta er mjög gefandi og ég vona að ég eigi eftir að vera lengi áfram í þessu.“

Árný hóf störf sem sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins árið 1999 og hefur verið verk-efnis stjóri þess lengstan tímann. Hún hefur tekið þátt í að móta og breyta verkefninu til að koma sem best til móts við þarfir íbúa á hverjum tíma.

Nú vinna sex manns við að flokka og selja fatnaðinn sem berst deildinni. Flokkun fer fram á mánudögum og fimmtudögum og svo er poka-sala á föstudögum en þá getur fólk komið og gert mjög góð kaup. Suðurnesjadeildin úthlutar einn-ig fatnaði til hælisleitenda einu sinni í mánuði.

„Svo höldum við flóamarkaði sex sinnum á ári og þá erum við með vel valdar og vandaðar vör ur,“ segir Árný.

Árný viðurkennir að sjálfboðastarfið sé tíma-frekt því hún vinnur um 3-4 klukkustundir þrisvar sinnum í viku, eða um 40 stundir í mánuði.

„Þetta er gífurleg vinna, oft og tíðum erfið vinna. Það berst gífurlegt magn af fatnaði hingað og það er heldur að aukast en hitt,“ segir hún.

Árný segir Suðurnesjamenn þekkja vel Rauða krossbúðina þar og að fjölmargir nýti sér tækifærið til að gera kostakaup, sérstak lega þegar flóamarkaður sé haldinn.

Árný segist hafa mikla ánægju af starfi sínu fyrir Rauða krossinn og finnist gott að láta gott af sér leiða með þessum hætti. Hins vegar hafi hún orðið vör við að fólk hafi ekki alltaf skilning á sjálfboðaliðastarfinu og geri sér engan veginn grein fyrir því hversu mikil vinna þetta sé.

„Og ég minni á búðina okkar sem er opin alla föstudaga frá kl. 13:00-16:30. Það þarf endilega að nýta hvert tækifæri til að auglýsa hana,“ segir hún að lokum.

Um 450 sjálfboðaliðar um allt land vinna að fataverkefni Rauða krossins

Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1 Egilsstaðir Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2-4Fljótsdalshérað, Lyngási 12Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1Klausturkaffi ehf, SkriðuklaustriMiðás hf (Brúnás innréttingar), Miðási 9Skógar ehf s: 471-1230, Dynskógum 4Skrifstofuþjón Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11Sólskógar ehf, KjarnaskógiVerkfræðistofa Austurlands ehf, Kaupvangi 5

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Reyðarfjörður Launafl ehf, Hrauni 3Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 Eskifjörður Fjarðaþrif ehf, Kirkjustíg 2 Neskaupstaður Samvinnufélag útgerðamanna, Neskaupstað, Hafnarbraut 6 Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarkirkja, Skólavegi 69Litli Tindur ehf, Skólavegi 105Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59Uppsalir dvalar og hjúkrunarheimili, Hlíðargötu 62 Höfn í Hornafirði Skinney - Þinganes hf, KrosseySambýlið Hólabrekka, Hólabrekku

Selfoss Sólheimar í Grímsnesi, Lindir, tískuverslun, Eyrarvegi 7Menam, Eyrarvegi 8Gufuhlíð ehf, GufuhlíðBifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3Veiðisport ehf, Miðengi 7Tannlæknastofa Halls og Petru, Selfossi og HelluÖkuskóli Suðurlands ehf, Stekkholti 13Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25Hús og Parket ehf, Tröllhólum 23Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni

HveragerðiEldhestar ehf, VöllumHveragerðiskirkja, Bröttuhlíð 5 Þorlákshöfn Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

EyrarbakkiSólvellir heimili aldraðra, Eyrargötu 26 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Flúðir Ferðaþjónustan S-Langholti ehf, Syðra-Langholti 3Hrunamannahreppur Hella Bílaverkstæðið Rauðalæk ehf, Lækjarbraut 4 Hvolsvöllur Anna og Árni á Akri, AkriHéraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16Jón Guðmundsson, Berjanesi V-LandeyjumKrappi ehf, byggingaverktakar, Ormsvöllum 5Kvenfélagið Bergþóra, Vestur LandeyjumVinna um víða veröld www.ninukot.is, Skeggjastöðum Vík Mýrdælingur ehf, Víkurbraut 21RafSuð ehf, Suðurvíkurvegi 6 Kirkjubæjarklaustur Hótel Geirland s:897-7618 www.geirland.is, sími 487-4677Hótel Laki s: 487-4694, Efri-VíkSamband Vestur-Skaftf. kvenna, Efri - VíkUngmennafélagið Ármann, Skaftárvellir 6

Vestmannaeyjar Frár ehf, Hásteinsvegi 49Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Ofanleitisvegi 15-19Kæja ehf, Hólagötu 5Skýlið, FriðarhöfnVestmannaeyjabær, RáðhúsinuVinnslustöðin hf, Hafnargötu 2

ÞÖK

KU

M S

TUÐ

NIN

GIN

N

FATASÖFNUN er stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins. Deildir Rauða krossins um allt land safna notuðum fatnaði sem allur nýtist til hjálparstarfs. Um 450 sjálfboðaliðar vinna að fataverkefni Rauða krossins. Það er margþætt, sumir afgreiða í Rauðakrossbúðunum sem er sífellt að fjölga og er að finna víða um landið, aðrir vinna að söfnun og flokkun klæða, og stórir hópar sjálfboðaliða um allt land taka þátt í verkefninu Föt sem framlag, þar sem unnir eru staðlaðir ungbarnapakkar sem sendir eru til systrafélaga Rauða krossins í Malaví og Hvíta-Rússlandi.

Fatasöfnun Rauða krossins er ekki einungis frábær endurvinnsla heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Fatnaður sem Rauði krossinn fær nýtist þannig:• hann er seldur beint til útlanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins• hann er flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi• hann er flokkaður og gefinn þurfandi erlendis• hann er flokkaður og seldur í Rauðakrossbúðunum

Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi. Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði og eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðum Sorpu. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda frítt. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.

Árný Kristinsdóttir, verkefnisstjóri fataverkefnisins á Suðurnesjum, ásamt Jóhönnu Magnúsdóttur, Þórönnu Gunnlaugsdóttur, Freydísi Jónsdóttur, Eyrúnu Antsonsdóttur og tíkinni Ronju.

Árný hefur starfað í 12 ár sem sjálfboðaliði Rauða krossins og vonast til að starfa lengi enn.

Page 11: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

11

RÓSA JÓNSDÓTTIR hefur saumað teppi og klæði í verkefnið Föt sem framlag undanfarin tvö ár. Þær hittast, 4-6 konur, vikulega í húsnæði Rauða krossins á Akureyri og sauma frá kl. 9-12 ung barnaföt sem pakkað er í sérstaka ung barna-pakka sem svo eru fluttir til Malaví í Afríku og dreift til nýbakaðra mæðra þar.

„Það eru alltaf sömu konurnar sem koma þessa mánudagsmorgna og svo eru aðrar á þriðju dögum,“ segir Rósa. „Það er alveg yndis-legt að koma hérna, þetta eru frábærar konur og það er alltaf gaman hjá okkur.“

En verkefnið snýst ekki bara um félags skap-inn, sem þó er snar þáttur í því, og láta gott af sér leiða heldur er einnig um heilmikið um-hverfis verkefni og endurnýtingu að ræða. Rauða

kross inum berst ógrynni af sængurverum og ýms um bómullarfatnaði sem í meðförum Rósu og sjálf boðaliðanna verða að dýrindis teppum, sam festingum og húfum, og svo er afgangurinn notaður í taubleyjur.

Rósa segist alveg geta hugsað sér að auka við sig sjálfboðavinnuna því að þetta sé einstaklega gefandi.

„Við höfum séð myndir af dreifingu ungbarna-pakk anna til mæðra í Afríku og okkur fannst svo yndislegt að sjá hvað gleðin skein úr andlitum kvenn anna sem fengu þá,“ segir Rósa. „Það er gott að vita að afraksturinn lendir í höndum þeirra sem þurfa þess með. Og ekki skemmir að þetta er margt svo undurfallegt.“

Frábær félagsskapur og gefandi starf

HÉRAÐS- OG BORGARFJARÐARDEILD opn-aði fjórðu Rauðakrossbúðina á Austurlandi laug ar daginn nú í september að Dynskógum 4, Egils stöðum (fyrrum Myndsmiðjan, fyrir stað-kunnuga). Opnunartími fatabúðarinnar verður á þriðju dögum og föstudögum kl. 16.00-18.00 og á laugardögum kl. 11.00-14.00.

Fyrir opnun var fatabúðin tekin í gegn frá grunni, máluð og hreinsuð þar sem sjálfboða lið-ar Rauða krossins á öllum aldri hjálpuðust að við að gera klárt. Allir lögðust á eitt til að ná því að opna á tilsettum degi og tókst það með mikilli prýði, enda er búðin hin snyrtilegasta.

Allir starfsmenn í búðinni eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem gefa vinnu sína og standa vaktina jafnvel vikulega eða eftir möguleikum hvers og eins.

„Það er bæði skemmtilegt og gefandi að vinna fyrir Rauða krossinn,“ segir Bríet Birgisdóttir sem hefur umsjón með búðinni. „Þá kemst ég út á meðal manna og hef eitthvað uppbyggilegt að fást við. Við getum bætt við okkur fleiri

Fjórða Rauðakrossbúðin opnar á Austurlandi

sjálfboðaliðum hvort sem er í Nytjahúsinu eða í fatabúðinni og það er í lagi þó að fólk geti ekki unnið nema eitt og eitt skipti yfir veturinn. Sjálfboðavinnan heldur starfinu gangandi.“

Í fatabúðunum eru seld notuð föt sem ber ast í fata flokkun Rauða krossins úr fatagámum um allt land. Fötin sem seld eru á Egilsstöðum, Eskifirði og Stöðvarfirði eru fengin frá Fataflokkun í Reykja vík og á Akureyri. Smábarnafatnaður er tekinn úr fatagámum en annar fatnaður sem safn ast er sendur suður.

„Þetta er gert til að koma í veg fyrir að gef-anda eða kaupanda finnist óþægilegt að þekkja hugsan lega fötin í búðinni, þetta er það lítið samfélag,“ segir Margrét Aðalsteinsdóttir, stjórn-ar maður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar. „Það er í lagi að nýta ungbarnafatnað af svæðinu, en barna fatnaður sem safnast fer líka í fatapakka í verk efninu Föt sem framlag.“

Verðskráin er hófleg og hægt að gera virkilega góð kaup. Margt af því sem berst er lítið sem ekkert notað og sumt jafnvel merkjavara.

„Við fáum gömul föt vikulega, eins og við segjum,“ segir Margrét og hlær.

Á Austurlandi eru litla Rauðakrossbúðin á Stöðvarfirði sem er opin á laugardögum kl. 14.00-16.00 og stóra Rauðakrossbúðin á Eski firði sem er opin á laugardögum kl. 10.00-14.00 og

FATASÖFNUN Rauða krossins er orðin eitt mikil-vægasta fjáröflunarverkefnið fyrir Hjálp ar sjóð Rauða kross Íslands. Afrakstur ársins 2010 var 60 milljónir króna sem greiddar voru í Hjálpar sjóð, sem einkum er notaður til alþjóðlegs hjálpar-starfs.

Rauðakrossbúðirnar gegna afar mikilvægu hlutverki í fjáröflun félagsins. Tíu ár eru liðin frá því fyrsta Rauðakrossbúðin var opnuð að Hverfisgötu í Reykjavík. Árið 2002 var búðin

Rauðakrossbúðirnar gegna mikilvægu hlutverki í fjáröflunsvo flutt að Laugavegi 12 þar sem hún er enn. Verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu er nú fimm. Tvær eru á Laugaveginum, ein í Mjóddinni í Breiðholti, ein í Hafnarfirði og nýjasta viðbótin er Rauðakrossbúðin á Garðatorgi. Þá eru starf-ræktar Rauðakrossbúðir á Akureyri, Suður-nesjum, Borgarnesi, Grundarfirði, Eskifirði, Egils-stöðum, Stöðvarfirði og á Hornafirði.

Á höfuðborgarsvæðinu starfa um 200 sjálf-boðaliðar á ári launalaust við söfnun, flokkun

og sölu fatnaðarins. Þeir skiluðu á síðasta ári um 19.000 vinnustundum og reikna má með því að þetta framlag sjálfboðaliðanna sé ekki undir 30 mill jóna króna virði.

Þá úthlutaði Rauði krossinn fatnaði til 2.000 einstaklinga.

fimmtu dögum kl. 14.00-16.00. Á Egilsstöðum er líka Nytjahús Rauða krossins, en þar er tekið á móti húsgögnum, eldhúsáhöldum, leikföngum og fleira sem selt er á vægu verði. Nytjahúsið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16.00-18.00 og á laugardögum kl. 11.00-14.00.

Allt í fullu fjöri á opnunardegi Rauðakrossbúðarinnar á Höfn í Hornafirði nú í september. Þetta er fjórða búðin sem starfrækt er á Austfjörðum.

Rósa, lengst til vinstri, ásamt samstarfskonum sínum Þórdísi, Aðalheiði,, Erlu og Björk í verkefninu Föt sem framlag hjá Akureyrardeild. Þær framleiða föt og klæði fyrir ungbarnapakka sem sendir eru til Afríku.

Um 200 sjálfboðaliðar sem starfa launalaust að fataverkefninu á höfuðborgarsvæðinu skiluðu

19.000 vinnustundum á síðasta ári og er framlag þeirra áætlað um 30 milljóna króna virði.

Page 12: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

12

að skipta um vinnu gerði ég atvinnuveitendum mínum grein fyrir því að ég ynni að þessum málum og að ég setti það í forgang. Þeim var því ljóst að ég þyrfti stundum að fara frá vinnu til að sinna þessu starfi,“ segir Arndís.

Arndís segir málaflokk hælisleitenda og út-lendinga alls ekki hafa verið henni efst í huga þegar hún byrjaði að vinna með Rauða kross-inum og að hún hefði alls ekki hugsað þetta sem einhverja sérhæfingu eins og margir spyrðu hana um.

„Þetta er ekki beinlínis praktísk reynsla fyrir nú verandi starf mitt – en lífsreynsla sem kennir manni að hugsa rétt. Og vissulega fær maður visst kredit fyrir að sinna sjálfboðastarfi sem þessu og það kemur til góða, bæði í lögfræðinni og lífinu,“ segir hún.

EWAN ALEXANDER CALLAN hefur starfað sem heimsóknavinur hælisleitenda í 2-3 ár. Hann sótt ist eftir því að gerast sjálfboðaliði því að hann trúir því að allir ættu að bjóða fram vinnu sína til slíkra starfa en hafði svo sem enga sérstaka skoðun á því hvað hann ætti að gera. Hann þekkti mann sem var í þessu verkefni, fannst það áhuga vert og þannig æxlaðist það að hann gekk til liðs við Rauða krossinn.

„Verkefnið er gott og gefur hælisleitendum færi á að hitta fólk utan þeirra aðstæðna sem þeir búa við dagsdaglega. Þetta er þörf þjónusta sem Rauði krossinn veitir þarna og í raun einnig ákaf lega mikilvæg þjónusta við stjórnvöld án þess að þau geri sér grein fyrir því,“ segir Ewan.

Ewan segir mikilvægt að ná til þeirra sem leita hælis hér á landi og blanda geði við þá, þó séu ekki allir tilbúnir að opna sig við heimsókna-

vinina, en stundum er bara nóg að geta verið í sama herbergi og finna fyrir samverunni.

„Maður veit aldrei fyrirfram hvernig manni líður eftir að hafa verið í heimsókn á Fit og það verður oft tilefni til umræðna þegar maður keyrir heim eftir Reykjanesbrautinni. Stundum deilir fólk með okkur sögu sinni sem getur verið mjög erfitt að hlusta á og stundum er fólk einfald lega pirrað og gramt vegna aðstæðnanna sem það er í,“ segir Ewan.

Hann er þó sannfærður um að þetta verkefni Rauða krossins skipti ákaflega miklu máli fyrir fólk sem leitar hælis á Íslandi. Það sé sannarlega rými til að bæta verkefnið, það sé unnið að því og það gerist smám saman.

„Hver heimsókn hefur gildi, maður lætur gott af sér leiða með því að fara á staðinn. Það er ótrúlegt að hitta fólk sem lífið hefur leitt á þennan

stað og býr við aðstæður sem eru mjög erfiðar. Það er allt annar veruleiki sem blasir við manni þegar maður snýr heim til sín eftir heimsókn á Fit,“ segir hann.

Og Ewan segir að þó að maður yrði niður-dreginn eftir hverja heimsókn yfir aðstæðum hælis leit enda ætti maður samt að fara því að það gerir gagn.

„En það fer fjarri því að hver heimsókn taki á, oft er mjög gaman hjá okkur og þá fer maður heim léttur í skapi,“ segir hann.

Ewan er frá Skotlandi en hefur verið búsettur á Íslandi í 10 ár og starfar sjálfstætt við fjölmiðlun

Kjörinn vettvangur að gera eitthvað gefandi saman

ARNDÍS A.K. GUNNARSDÓTTIR lögfræðingur gekk til liðs við Rauða krossinn vorið 2009 þegar Hafnarfjarðardeild auglýsti eftir laganemum í Háskóla Íslands til að sinna réttindagæslu hælis-leit enda. Arndís sem þá var að ljúka lögfræðinámi var kölluð í viðtal og valin í hópinn, en hún segir marga hafa sótt um.

Sjálfboðaliðar sem sinna réttindagæslu hælis-leitenda fá að meðaltali úthlutað þremur málum á ári. Þeir eru innan handar þegar skýrslu taka fer fram hjá lögreglu og fylgja svo skjólstæðingum sínum eftir á meðan mál þeirra eru í kerfinu.

„Ég fékk mjög áhugavert mál strax til að byrja með sem ég lærði mikið af,“ segir Arndís.

Þrátt fyrir að þarna hafi verið verkefni í mótun, í raun um tilraunaverkefni að ræða, segir Arndís Rauða krossinn hafa staðið ákaflega vel að málum, og það hafa verið vel undirbúið áður en lagt var upp með það.

„Þetta er ákaflega lærdómsríkt. Maður hittir

Lífsreynsla sem kennir manni að hugsa rétt

fólk sem hefur allt annan bakgrunn og kemur úr öðrum menningarheimi, en þrátt fyrir allt er þetta bara fólk eins og þú og ég, og það vill bara helst af öllu fá að vera í friði og lifa sínu lífi. Það hverfa öll landamæri og mörk, og maður tengir við það því að það hefur í raun bara sömu þrá og maður sjálfur,“ segir Arndís.

Hún segir það einnig hafa haft ákaflega mikið gildi að starfa á þessum vettvangi með Rauða krossi num því það sé eitt að nálgast námsefni og velta fyrir sér úrlausnum og annað að vinna svo að alvörumálum.

„Maður sér loks heildarmyndina, og allt í einu „meikar þetta sens“ – já, eða ekki, og manni finnst að breyta eigi reglunum,“ segir Arndís.

Allir sjálfboðaliðar Rauða krossins í hælis leit-enda málum sækja undirbúnings nám skeið áður en þeir taka til starfa. Arndís segist aftur verða að hrósa Rauða krossinum fyrir það, og þar hafi hún tileinkað sér góða lexíu sem sál fræð ingur

hafi bent þátttakendum á, þá að hver og einn þurfi að þekkja sitt hlutverk.

„Ég hef haft að leiðarljósi að þekkja mitt hlutverk. Ég gæti gert miklu meira, en ég veit að ég get ekki bjargað öllum. Það eru aðrir sem eru í betri stöðu til að veita aðra aðstoð en þá sem ég er fengin til að gera. Ég hef því ekki hitt fólkið sem ég aðstoða eftir að mál þess er afgreitt, ég kom að málum þess til að hjálpa því yfir ákveðinn hjalla og svo taka aðrir við,“ segir Arndís.

Arndís segir sjálfboðastarf hafa ákaflega mikla þýðingu fyrir sig. „Mér finnst ég alltaf vinna best í sjálfboðavinnu, gera mesta gagnið og það er dýrmætasti tíminn sem fer í það starf,“ segir hún. „Mér finnst gaman að hjálpa fólki, ég fæ kikk út úr því, og það er kannski þannig sem heimurinn virkar – það er fullt af fólki alls staðar sem er tilbúið að leggja slíka vinnu á sig.“

Arndís starfaði fyrst á lögmannsstofu en starfar nú hjá Barnaverndarstofu. „Þegar ég var

HÓPUR heimsóknavina hjá Hafnarfjarðardeild heimsækir hælisleitendur einu sinni í viku. Hælisleitendur búa við mikla félagslega einangrun og eru undir miklu andlegu álagi. Hópurinn hefur það að markmiði að rjúfa þessa einangrun og létta fólki lífið og biðina á meðan á málsmeðferð stendur. Þrír til fjórir heimsóknavinir heimsækja hælisleitendur hverju sinni. Einnig sér hópur sjálfboðaliða um félagsstarf fyrir hælisleitendur.

Lögfræðinemar og lögfræðingar starfa sem réttindagæslufulltrúar Rauða krossins með hælisleitendum á fyrstu stigum málsmeðferðar þegar hælisleitendur eiga ekki rétt á lögmannsaðstoð á kostnað ríkisins. Réttindagæslufulltrúi fylgir hverju máli frá upphafi til enda. Haldin eru sérstök undirbúningsnámskeið fyrir réttindagæslufulltrúa sem valdir eru til þátttöku í verkefninu að undangengnum viðtölum.

Alls starfa 36 sjálfboðaliðar Rauða krossins í verkefnum fyrir hælisleitendur.

og auglýsingar. Eiginkona Ewans, Kristjana, hefur einnig starfað sem heimsóknavinur hælisleitenda og hafa þau farið saman í heimsóknir. Hann segir sjálfboðastarfið geta verið kjörinn vettvang fyrir hjón að gera eitthvað gefandi saman. Hann hvet-ur alla til þess að gerast sjálfboðaliðar því að slíkt geri öllum gott.

„Það eru of margir sem hugsa að þetta myndu þeir vilja gera en gera svo ekkert í því. Það þarf að gera fólki enn auðveldara um vik að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins og kynna það sem víðast,“ segir hann að lokum.

36 sjálfboðaliðar sinna málefnum hælisleitenda

Arndísi A.K. Gunnarsdóttur finnst hún alltaf vinna best í sjálfboðavinnu, og er því starf hennar í þágu

hælisleitenda mjög þýðingarmikið fyrir hana.

Ewan Alexander Callan hóf sjálfboðaliðastarfið með hælisleitendum ásamt konu sinni og hvetur hjón til að gera eitthvað gefandi saman.

Page 13: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

13

PÉTUR EGGERTSSON á Skagaströnd gekk inn í banka árið 1987 og tók lán til að kaupa sjúkrabíl. Hann starfaði svo í 20 ár sem sjálfboðaliði Rauða krossins á bílnum, auk þess að standa að stofnun Skagastrandardeildar árið 1991 og vera formaður hennar til ársins 2007.

„Ég tók það upp hjá sjálfum mér að sjá til þess að hér væri sjúkrabíll eftir mikið brunaslys árið 1987. Til að byrja með vorum við tveir sjálf-boðaliðar á bílnum. Svo voru konur hér á stað-num sem gengu í hús og söfnuðu fyrir láninu þannig að það reddaðist svoleiðis,“ segir Pétur.

En kaupin á sjúkrabílnum urðu sem sagt til þess að Skagastrandardeild Rauða krossins var stofnuð og að Pétur stóð vaktina bæði á bílnum og sem formaður. Pétur segir að frá því að sjúkrabíllinn var fenginn á svæðið hafi verið farnar að meðaltali um 20 ferðir á honum á ári. Þessi ráðstöfun skipti sköpum fyrir íbúa á Skagaströnd og segir Pétur að núna myndi enginn taka í mál að vera þar án sjúkrabíls.

Flestar ferðir með sjúkrabílnum eru til Blönduóss nema læknir hafi tekið ákvörðun um að fara eitthvað annað. Pétur segir litlar breytingar hafa átt sér stað þessi 20 ár sem hann stóð vaktina – nema helst að tækin urðu betri með árunum og hann öðlaðist meiri reynslu og meiri þjálfun.

„Ég tók hins vegar aldrei krónu fyrir einn ein-asta flutning,“ segir Pétur.

Pétur segir sjálfboðastarfið fyrir Rauða krossinn hafi farið ágætlega saman með fjöl-skyldu lífinu, enda hafi allir fundir verið haldnir heima hjá honum þar til deildin eignaðist eigið húsnæði. Fjölskyldan hafi því tekið þátt í þessu með honum, sérstaklega konan hans sem sá um allt kaffi og meðlæti og meira til öll þessi ár.

„Hún var stoð mín og stytta í þessu og svo hjálpaðist stjórnin að sjálfsögðu að öll þessi ár,“ segir Pétur.

Pétur vill ekki gera upp á milli ferða sinna á sjúkrabílnum, hver einasta ferð standi upp úr

Gekk inn í banka og fékk lán fyrir sjúkrabíl

skoði maður dæmið í heild sinni.„Það hefur þroskað mann mikið að

vera í þessu starfi og þetta var ánægjulegur tími. Að sjálfsögðu fylgist ég líka enn með Rauðakrossstarfinu hér þótt ég sé hættur for-manns störfum,“ segir Pétur.

VESTURAFL, geðræktarmiðstöð, er athvarf fyrir fólk sem vegna veikinda og/eða annarra tíma-bundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu. Í Vesturafli á fólk kost á samverustundum alla virka daga frá kl. 10-16. Þar fær fólk ýmsa aðstoð við ólíka hluti, getur setið og spjallað yfir kaffitári, unnið að ýmsu uppbyggjandi og gefandi eða bara átt góða samverustund í já kvæðu umhverfi. Fólk getur bæði veitt og þegið aðstoð í athvarfinu, sem hefur nú verið starfrækt í næstum fimm ár.

Rauðakrossdeildirnar á Vestfjörðum ákváðu að vekja athygli á starfinu í Rauðakrossvikunni 17.-22. október og fá fólk til að hjálpa Rauða krossinum að styrkja Vesturafl undir slagorðinu Eflum aflið.

Þeir Bjarni Viggósson og Guðbjörn Sölvason (Bubbi) eru báðir fyrrverandi skipstjórar sem þurftu óvænt að láta af störfum eftir veikindi. Þeir segja báðir að Vesturafl hafi átt stóran þátt í að rjúfa þá félagslegu einangrun sem oft fylgir óvænt um sjúkdómum. Það er meira en að segja það að lenda í tveimur áföllum á sama tíma, fá sjúkdóm og verða fyrir atvinnumissi.

Þegar þeir gátu ekki lengur stundað sjó-mennsku fóru þeir í starfsendurhæfingu en það er partur af prógramminu að mæta einu sinni í viku í Vesturafl. Eftir það mættu þeir þar reglulega af sjálfsdáðum. Þeir eru sammála um að það hafi ekki verið létt fyrir þá skipstjórana að mæta þangað og taka þátt í starfinu.

Bjarni segir að fordómar ríki í garð fólksins og

starf seminnar og að það stafi af þekkingarleysi. Þegar inn er komið séu allir á sama báti og mikil jákvæðni ríki þar innan dyra. „Já, hver hefði trúað því að ég ætti eftir að sauma jólalöber,“ segir Bubbi brosandi.

Bubbi bætir við að starfsfólkið taki mjög vingjarnlega á móti fólki og hjálpi því að finna rétta hillu fyrir hvern og einn. „Já, þær Sigga, Auður og Harpa eru alveg frábærar í starfinu þarna og alltaf boðnar og búnar til að aðstoða,“ bætir Bjarni við.

Þegar þeir komu fyrst í athvarfið byrjuðu þeir á því að flétta bastkörfur og Bubbi segir brosandi að krafturinn hafi ekki beint verið að drepa hann.

„Ég var dálítið fælinn og átti ekki auðvelt með að vera innan um fólk.“

Svo uppgötvaði hann að þetta væri bara ljóm-andi góður félagsskapur. „Þar myndast tengsl og fólk heldur utan um hvert annað. “

Aldrei falla dómar heldur er jákvæða leiðin alltaf valin. „Ef það fer að bera á neikvæðri um-ræðu finnur starfsfólkið leiðir til að beina fólki inn á jákvæðar brautir,” bætir Bjarni við. Hann segir léttara að vera með fólki sem veit um að stæður manns og um leið eru samskiptin þægilegri því maður þarf ekki alltaf að vera að útskýra og endur taka hlutina.

Bjarni og Bubbi þekktust áður úr starfinu á sjónum en kynntust alveg upp á nýtt í Vesturafli. Bubbi segir að hann hafi kynnst Bjarna sem glað-legum og jákvæðum manni. „Ég dáist að honum,

Skipstjórar leita í athvarf

Síldarvinnslan hf

Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík, Læk í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi, og eitt á Akureyri, athvarfið Laut. Rauði krossinn kemur einnig að rekstri þriggja annarra athvarfa, Setrinu á Húsavík, HVER á Akranesi og svo Vesturafli á Vestfjörðum. Markmið athvarfanna er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.

Lögð er áhersla á að virkja gesti til þátttöku í starfsemi athvarfanna og ákvarðanatöku. Gestir stjórna húsfundum og ganga í flest þau störf sem þörf er á, allt eftir getu hvers og eins. Lögð er áhersla á að draga fram hjá hverjum og einum þá styrkleika sem í honum búa og styðja þannig viðkomandi, þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika, til að ná markmiðum sem þeir setja sér til aukinna lífsgæða.

Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur einnig Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Alls starfa rúmlega 300 sjálfboðaliðar í athvörfum um allt land.

Um 300 sjálf boða-liðar í athvörfum Rauða krossins

ALLIR sjúkrabílar á Íslandi, alls 77 á 40 stöðum á landinu, tilheyra Rauða krossinum sem kaupir þá, útbýr tækjum og rekur. Margar deildir félagsins voru stofnaðar af frumkvöðlum sem vildu tryggja þjónustu sjúkrabíls í sínu sveitarfélagi. Nú eru bílarnir reknir með það í huga að um allt land séu ávallt til reiðu vel útbúnir bílar til sjúkraflutninga.

Á hverjum degi allt árið um kring flytja sjúkrabílar Rauða kross Íslands að jafnaði milli 40 og 50 sjúklinga. Á venjulegu ári fara bílarnir í 20-24 þúsund flutninga en heildarútköll eru um 32 þúsund.

Sjúkrabílafloti Rauða krossins

hann er svo stór í sniðum.“Starfið í Vesturafli er mikilvægt í þeirra huga.

Bjarni lítur reglulega við í athvarfinu og Bubbi er í sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum sem heim-sóknavinur.

Það var ekki létt fyrir skipstjórana Bjarna og Guðbjörn að mæta í athvarfið Vesturafl til að byrja með, en þeir eru sam mála um að það hafi hjálpað þeim að koma sér aftur af stað.

Pétur Eggertsson hefur séð til þess að sjúkrabíll hefur verið til taks á Skagaströnd síðan árið 1987.

Page 14: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

14

ANNA KOVTUN og ARTEM KARPENKO eru tveir af 241 sjálfboðaliða Rauða krossins í Hvíta-Rúss landi sem vinna gegn mansali með stuðn ingi Rauða kross Íslands og utanríkisráðuneytisins. Starfið fer fram í Gomel-héraði Hvíta-Rússlands, áhrifasvæði sprengingarinnar í Tsérnóbyl-kjarn-orku verinu.

„Ég gerðist sjálfboðaliði vegna þess að ég hafði lausa stund og sterkan vilja til að gera eitt-hvað nytsamlegt, jafnvel þótt í litlum mæli væri,“ segir Anna.

Hún er laganemi og segist kannast við vanda-málið, og að sig hafi langað til að upplýsa aðra

um hættuna á því að lenda í klónum á glæpa-klíkum. Á hverju ári eru þúsundir Hvítrússa sendar í þrælavinnu eða kynlífsánauð erlendis.

Artem varð sjálfboðaliði í verkefninu eftir að hafa kynnst öðrum sjálfboðaliða.

„Mansal er óþolandi brot á mannréttindum og það er vandamál sem verður að stöðva. Við erum ekki uppi á fornöld þegar fólk hélt þræla. Hugmyndin um slíkt er fáránleg,“ segir hann.

Á fyrri hluta þessa árs náðu sjálfboðaliðarnir til rúmlega 1200 manna, aðallega ungs fólks sem er í mestri hættu, með forvarnaboðskap í gegnum umræðuhópa, ritgerða- og teiknisamkeppnir,

hlutverkaleiki og aðrar uppákomur. Auk þess unnu sjálfboðaliðarnir með fólki sem hafði snúið heim aftur eftir að hafa verið selt mansali.

„Í fyrra skipulögðum við upplýsingafundi með ungu fólki,“ segir Anna. Við ræddum spurn-ingar eins og „Hvað er mansal?“, „Hvernig forð ast maður að verða þolandi mansals?“ og „Hvernig komumst við til útlanda í vinnu án þess að lenda í mansali?“,“ segir Anna. „Við ræddum

Berjast gegn mansali í Hvíta-Rússlandi

OFT GLEYMIST að sjálfboðaliðar Rauða kross-ins, sem hjálpa samborgurum sínum eftir stór-áföll, eru líka þolendur áfallanna, beint eða óbeint. Eftir jarðskjálftann á Haítí voru 18 af 20 sjálfboðaliðum í áfallahjálparteymi haítíska Rauða krossins sjálfir þolendur jarðskjálftans 12. janúar 2010. Þeir höfðu leitað skjóls í einum af nokkur hundruð flóttamannabúðum sem spruttu upp í Port-au-Prince eftir hamfarirnar.

Einn þeirra var Mickerlange Leblanc, 23 ára náms maður sem gekk til liðs við Rauða kross teymi í sálrænum stuðningi á fyrstu dögunum eftir jarðskjálftann.

„Ég missti marga vini mína í skjálftanum,“ segir Mickerlange. „Strax eftir skjálftann, þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað hefði gerst, þá hljóp ég að skólabyggingunni. Ég vissi að margir

Mickerlange Leblanc veitir sálrænan stuðning á Haítí

vina minna voru þar inni. Þetta var fjögurra hæða bygg ing. Það var ljóst að margir höfðu dáið. Mig langaði að hjálpa en gat það ekki. Það var eins og hendur mínar og fætur væru brotin. Ég byrjaði að gráta. Mér leið illa, var sakbitinn. Mér fannst eins og ég bæri ábyrgð á dauða vina minna.“

Mickerlange fór daglega að skólanum. „Ég gat ekkert gert annað en að gráta. Mér fannst jafn vel að það hefði verið betra ef ég hefði látið lífið í skjálftanum.“

En þá var Mickerlange boðið að vera leið bein-andi í sálrænum stuðningi og vinna með börn um. Teymið hafði aðstöðu í tjaldsjúkrahúsi í Carre-four, sem fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðinga og lækna Rauða kross Íslands starfaði við vikurnar eftir skjálftann.

„Að verða sjálfboðaliði í sálrænum stuðningi

hefur verið ein mikilvægasta reynsla lífs míns,“ segir Mickerlange og augu hans verða björt og sindrandi. „Ég fór að gera nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Sjálfur tók ég miklum persónulegum framförum með því að vinna við verk efnið. Rauði krossinn gaf mér tækifæri til að láta gott af mér leiða og hugrekki til að þjóna samborgurum mínum.“

Rauði kross Íslands vinnur að sálrænum stuðningi á Haítí með því að styðja starf sjálf-

Rauði kross Íslands vinnur með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Malaví að baráttu gegn al næm-is faraldrinum, sem ógnar lífi milljóna manna í sunn an verðri Afríku. Fræðsla um smitleiðir al-næmis er stór þáttur í viðleitni til að stöðva far-ald urinn. Hún hefur þegar borið þann árangur að al næmissjúkum hefur fækkað í Malaví, en betur má ef duga skal.

„Starfsfólk Rauða krossins hefur alltaf tekið okkur vel og sýnt okkur virðingu,“ segja þær Loreta Simbeyi og Hanna Nyanga einum rómi. Þær leiða hóp 25 kvenna í Mwanza í suðurhluta Malaví sem vinna í sjálfboðastarfi við að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis.

Sjálfboðaliðar úr óvæntri átt Við fyrstu sýn mætti ætla að starf þeirra væri

ekki í frásögur færandi því sjálfboðaliðar Rauða krossins um allan heim vinna að forvörnum gegn alnæmi. En þær Loreta og Hanna stunda vændi til að framfleyta sér eins og reyndar allar kon-urnar í þessum sjálfboðaliðahóp.

„Við höfum frætt aðrar konur sem stunda vændi um hvernig verjast má alnæmissmiti,“ segir Hanna. Í hópnum þeirra eru nánast allar kon urnar smitaðar – aðeins tvær þeirra hafa sloppið. „Við dreifum líka smokkum. Og við reynum að ná tali af vörubílstjórunum sem fara hér í gegn á leiðinni til Mósambík til að láta þá vita um mikilvægi smokksins,“ bætir hún við.

Vændi er ólöglegt í Malaví eins og víðast hvar í heiminum. Rauða krossinum hefur samt tekist að styðja sjálfboðaliðahóp kvennanna án þess að lenda upp á kant við stjórnvöld.

Konurnar hafa fengið fræðslu og þjálfun til

kannski ekki við mjög marga sjálf, en þeir eiga allir vini og ættingja og það fólk mun líka fá þessar upplýsingar. Ég er mjög ánægð með það starf,“ segir Anna.

„Mig langar að hefja vitundarvakningu í sam -göngu tækjum,“ segir Artem. „Þá getur fólk virt fyrir sér upplýsingaefni á meðan það er í strætis-vögnum, rútum, lestum og jafnvel flug vélum og kannski velt fyrir sér hvort það sé á réttri leið.“

boðaliða eins og Mickerlange. Utan ríkis ráðu-neytið veitir fé til hjálparstarfsins sem verður haldið úti að minnsta kosti út næsta ár.

Nítján mánuðum eftir jarðskjálftann hræði-lega er Mickerlange enn einn af staðföstustu sjálf boðaliðum haítíska Rauða krossins. Hann segir að mikill hugur sé í sjálfboðaliðunum sem hann vinnur með. „Við erum mikið saman, deildum mörgu og höfum myndað sterka heild. Við styðjum hvert annað.“

að vinna að forvörnum og sem umbun fyrir sjálf-boðastörfin hafa þær fengið land búnaðar verk-færi og áburð frá Rauða krossinum. Þær yrkja einnig jörðina – í fátæku landi þarf fátækt fólk að beita öllum tiltækum ráðum til að komast af.

Fræðsla til ungmenna í Hvíta-Rússlandi er stór þáttur í baráttunni gegn mansali.

Mickerlange Leblanc, sjálfboðaliði Rauða krossins á Haítí, starfar að verkefni um sálrænan stuðning fyrir börn með stuðningi Rauða kross Íslands.

Þær Hanna Nyanga og Loreta Simbeyi stunda vændi, en vinna mikið og gott forvarnastarf gegn útbreiðslu alnæmis með Rauða krossinum í Malaví sem nýtur stuðnings Rauða kross Íslands.

Page 15: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

15

Fyrir vikuna (áður en Hjálp kemur)7.-9.10. Víkurdeild með upplýsinga- og sölubás á bæjarhátíðinni Litir og tónar í Leikskálum.15.10. Vestmannaeyjar kl. 15-19 Opið hús hjá Rauða krossinum.

Mánudagur 17. októberBorgarnes kl. 13-17 Opið hús og kaffiboð í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 (Félagsbæ).Hafnarfjörður Baukasöfnun hjá öllum bönkum í bænum.Hvammstangi Skyndihjálparkynningar í fyrirtækjum.Ísafjörður Vesturafl, Mánagötu 6 kl. 10-16: Sýnikennsla á körfugerð. Kl. 14-16: Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Markaður Vesturafls, efri hæð í Ljóninu, Skeiði kl. 16-17: Markaður opinn.Kópavogur kl. 9-15 Opið í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11.Raufarhöfn, Skólahúsinu kl. 20 Kaffi og með því og kynning á starfi Öxafjarðardeildar.

Þriðjudagur 18. októberBorgarnes kl. 10-12 Prjónahópur kynntur í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 (Félagsbæ).Hafnarfjörður Baukasöfnun hjá öllum bönkum í bænum.Hvammstangi Skyndihjálparkynningar í fyrirtækjum.Ísafjörður Vesturafl, Mánagötu 6 kl. 10-16: Sýnikennsla á leðurvinnu. Kl. 14-16: Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Markaður Vesturafls, Efri hæð í Ljóninu, Skeiði kl. 16-17: Markaður opinn.Kópavogur kl. 9-15 Opið í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11.Norðfjörður, safnaðarheimilið kl. 17-19 Prjónakaffi og spjall ásamt kynningu á starfinu og verkefninu Föt sem framlag. Kaffi og meðlæti í boði.Ólafsfjörður kl. 16 Kynning á starfi Rauða krossins í bænum. Siglufjörður, Rauði krossinn kl. 17-20 70 ára afmæliskaffi. Opið hús og kynning á starfinu.

Miðvikudagur 19. októberBorgarnes kl. 10-12 Foreldramorgunn með sérstakri uppákomu í tilefni Rauðakrossvikunnar í húsnæði Rauða krossins að Borgarbraut 4 (Félagsbæ).Breiðdalsvík, Nesbúð kl. 17 Kaffi og meðlæti og kynning á starfi Rauða krossins í Breiðdalsvík

Hafnarfjörður Baukasöfnun hjá öllum bönkum í bænum.Hvammstangi Skyndihjálparkynningar í fyrirtækjum.Ísafjörður Vesturafl, Mánagötu 6 kl. 10-16: Sýnikennsla á mósaíkvinnu. Kl. 14-16: Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Markaður Vesturafls, efri hæð í Ljóninu, Skeiði kl. 16-17: Markaður opinn. Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7, kl. 14: Harmonikkuball eldri borgara.Kópavogur kl. 9-15 Opið í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11.Lundur kl. 20 Kaffi og með því og kynning á starfi Öxafjarðardeildar.Ólafsfjörður, Sandhóll, kl. 16:30-19:00 Kynning á heimsóknavinum. Heimsóknavinur segir frá reynslu sinni.Selfoss kl. 18-22 Skyndihjálparnámskeið í húsnæði Árnesingadeildar að Eyravegi 23.Reykjanesbær, Smiðjuvellir 8 kl. 16:30-18:30 Opið hús Ungmennahreyfingar Suðurnesjadeildar.

Fimmtudagur 20. októberÁlftanes, Hátíðarsalnum kl. 20-22 Ball og styrktartónleikar 8. -10. bekkjar fyrir Rauða krossinn.Borgarnes: Kynning á starfi Rauða krossins í skólum og leikskólum.Hafnarfjörður Kynning og fjáröflun hjá öllum matvöruverslunum í bænum. Baukasöfnun hjá öllum bönkum í bænum.Hvammstangi Skyndihjálparkynningar í fyrirtækjum.Ísafjörður Vesturafl, Mánagötu 6 kl. 10-16: Sýnikennsla á þæfingu á ull. Kl. 14-16: Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Markaður Vesturafls, Efri hæð í Ljóninu, Skeiði kl. 16-17: Markaður opinn.Kópavogur Fjáröflun og kynning á starfinu á fjölförnum stöðum í bænum (sundlaugum, verslunarkjörnum) kl. 9-15: Opið í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11. Sauðárkrókur, Rauðakrosshúsið við Aðalgötu, kl. 16-18. Opið hús.Selfoss, anddyri Krónunnar kl. 15-18 Kynning á starfi Árnesingadeildar.Reykjanesbær, Smiðjuvellir 8 kl. 20-22 Kynning á skyndihjálp.

Föstudagur 21. októberAkureyri kl. 15 -18 Starfsemin kynnt á Glerártorgi og tekið á móti fötum í Föt sem framlag. Kl. 9-16 Markaður í húsnæði Rauða krossins að Viðjulundi 2.Borgarnes kl. 12-18 Skemmtilegar uppákomur í Rauðakrossbúðinni.Egilsstaðir síðdegis Lifandi bókasafn og kynning á verkefnum í Bónus eða SamkaupumGrindavík, verslunarmiðstöð kl.16-18 Kynning á starfi Rauða krossins í GrindavíkHafnarfjörður Kynning og fjáröflun hjá öllum matvöruverslunum í bænum. Baukasöfnun hjá öllum bönkum í bænum.Hvammstangi Skyndihjálparkynningar í fyrirtækjum.Ísafjörður Vesturafl, Mánagötu 6 kl. 10-16: Umfjöllun og sýnikennsla á geðræktarkassanum. Kl. 14-16: Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Markaður Vesturafls, efri hæð í Ljóninu, Skeiði kl. 16-17: Markaður opinn.Kópavogur Fjáröflun og kynning á starfinu á fjölförnum stöðum í bænum (sundlaugum, verslunarkjörnum). kl. 9-15: Opið í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11. Reyðarfjörður, Molanum kl. 16-19 Lifandi bókasafn (Fáskrúðsfjarðar- og Reyðarfjarðardeild).Reykjanesbær, Smiðjuvellir 8 kl. 13-16:30 Opið hús. Verslunarmiðstöðin Krossmóar kl.14-16 Kynning á starfi Rauða krossins á Suðurnesjum.Selfoss, anddyri Krónunnar kl. 15-18 Kökubasar til styrktar Árnesingadeild Rauða krossins.Seyðisfjörður, Samkaup Strax frá kl. 15 Kynning á starfi Rauða krossins.

Laugardagur 22. októberAkureyri kl. 9-16 Markaður í húsnæði Rauða krossins að Viðjulundi 2.Álftanes, Íþróttahúsinu kl. 15-17 Lokahátíð Rauðakrossvikunnar og markaður.Djúpivogur, Rauðakrosshúsið Mörk kl. 14-17 Opið hús.Eskifjörður Langur pokadagur í Rauðakrossbúðinni. Kaffi og meðlæti ásamt kynningu á starfinu.Garðabær, Rauði krossinn á Garðatorgi kl. 14-16 Fjáröflunarbingó og opið hús.Grindavík, Rauði krossinn að Hafnargötu Örnámskeið í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Skráning í verslunarmiðstöðinni föstudaginn 21. október.Hafnarfjörður Kynning og fjáröflun hjá öllum matvöruverslunum í bænum. Kópavogur Fjáröflun og kynning á starfinu á fjölförnum stöðum í bænum (sundlaugum, verslunarkjörnum).Reyðarfjörður, Molanum kl. 14-16 Lifandi bókasafn (Fáskrúðsfjarðar-, Eskifjarðar- og Reyðarfjarðardeild).Sauðárkrókur, Kaupfélag Skagfirðinga kl. 16-19. Prjónahópur Rauða krossins í Skagafirði kemur saman, prjónar og sýnir fatapakka.Selfoss kl. 10-16 Basar með prjónavörum og fleiru í húsnæði Árnesingadeildar að Eyravegi 23.Seyðisfjörður, Samkaup Strax frá kl. 12 Kynning á starfi Rauða krossins. Stöðvarfjörður, Samkomuhúsið kl. 16 30 ára afmæli deildarinnar, afmæliskaffi og kynning á starfinu.Vík í Mýrdal, Rauði krossinn Opið hús.Vopnafjörður, Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 14-16 Vöfflukaffi og kynning á starfinu. Sjúkrabíllinn verður til sýnis, skyndihjálp og fleira áhugavert.

Rauðakrossvikan 2011 Viðburðadagatal

Page 16: Ár sjálfboðaliðans – tíminn er dýrmætur · KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kórall sf, Vesturgötu 55 Kristján F. Oddsson ehf - endursk. og skattskil, Síðumúla 25 Kristján

16