Árin tvö fyrir vestan orðin meira en þrjátíu - bb.is

20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 2. júlí 2009 26. tbl. · 26. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Kristján Haraldsson verkfræðingur hefur stjórnað Orkubúi Vestfjarða frá öndverðu og dvölin fyrir vestan orðin öllu lengri en upphaflega var áformað. Í opnu- viðtali er hugað bæði að fyrirtækinu fyrr og nú og manninum sjálfum og einkahögum hans. Árin tvö fyrir vestan orðin meira en þrjátíu

Upload: others

Post on 24-Nov-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur2. júlí 2009

26. tbl. · 26. árg.

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Kristján Haraldsson verkfræðingurhefur stjórnað Orkubúi Vestfjarða fráöndverðu og dvölin fyrir vestan orðin

öllu lengri en upphaflegavar áformað. Í opnu-

viðtali er hugað bæðiað fyrirtækinu fyrr

og nú og manninumsjálfum og einkahögum hans.

Árin tvö fyrirvestan orðin

meira en þrjátíu

22222 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Haukur í horni: Haukur í horni: Haukur í horni: Haukur í horni: Haukur í horni: Nei, nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, bara skoða...Nei, nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, bara skoða...Nei, nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, bara skoða...Nei, nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, bara skoða...Nei, nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, bara skoða...

Varað við farandsölumönnum: „Skartgripir úr eðalmálmi sem seldir eru á Íslandi eiga samkvæmtlögum að vera merktir með hreinleikastimpli og nafnastimpli.“

Út er komin saga SparisjóðsBolungarvíkur þar sem rakin ersaga hans frá stofnun til dagsinsí dag. Sigurður Pétursson, sagn-fræðingur sá um ritun bókarinnaren ákveðið var að ráðast í gerðhennar í tilefni 100 ára afmælissparisjóðsins á síðasta ári. Bók-inni verður dreift ókeypis til allrastofnfjáreigenda sparisjóðsins ogíbúa Bolungarvíkur og Suður-eyrar, þar sem bankinn rekureinnig útibú.

„Saga bankans er auðvitaðmerkileg enda er hún á marganhátt samtvinnuð sögu Bolungar-víkur“, segir Atli Freyr Sævars-son, aðstoðarsparisjóðsstjóri.„Það var því tilvalið að skrásetjaþessa sögu á aldarafmælinu. Ætl-unin var að reyna að hafa bókinaskemmtilega og auðvelda lesn-ingar og fengum við því Sigurðtil verksins. Við ákváðum einnigað gefa bæjarbúum eintak af bók-inni til að þakka fyrir þau góðuviðskipti sem þau hafa átt viðsparisjóðinn síðastliðna öld.“Umsjón með prentvinnslu bókar-innar var í höndum H-prents ehf.,á Ísafirði. – [email protected]

Saga Spari-sjóðs Bolungar-víkur komin út

Íbúasamtök Önundarfjarðarhafa óskað eftir því að fyrirhuguðþriggja mánaða lokun heilsu-gæslunnar á Flateyri verði ekkiframlengd en henni verður lokaðí sumar. Þá fara samtökin fram áað lokunin verði strax endurskoð-uð þannig að læknir verði stað-

settur á Flateyri a.m.k. einu sinnií viku í sumar og hið sama gildium hjúkrunarfræðing.

„Við viljum benda á að þjón-ustan sem veitt hefur verið, hefurverið mjög skert frá því sem áðurvar en hér bjó og starfaði héraðs-læknir svo til alla tuttugustu öld-

ina og hjúkrunarfræðingar hafaeinnig verið hér í fullu starfi umáratuga skeið. Á síðustu árumhefur þessi ágæta þjónusta veriðað skerðast smám saman í taktvið bættar samgöngur og aðhaldí rekstri heilbrigðisstofnana, enskerðist hún meira en sem nemur

því lágmarki sem verið hefur t.d.undanfarinn vetur þá er í algjörtóefni komið“, segir í bréfi þarsem samtökin koma á framfæriáhyggjum sínum vegna skertrarþjónustu heilbrigðisstétta í Ön-undarfirði við bæjarráð Ísafjarð-arbæjar.

Í bréfinu segir einnig: „Hérbúa t.a.m. allmargir sem eigahvorki möguleika á að aka til Ísa-fjarðar eða nýta strjálar almenn-ingssamgöngur og á þetta ekkihvað síst við um þá sem komnireru á efri ár. Lokun heilsugæsl-unnar á Flateyri hefur í för meðsér mikið óhagræði og kostnaðfyrir sjúklinga og aðstandendurog mun draga úr líkum á að fólkkjósi að búa á Flateyri í framtíð-inni.“

[email protected]

Önfirðingar uggandi vegnaskertrar heilbrigðisþjónustu

Flateyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 33333

Mikil óvissa í rækjunniAldrei hefur verið eins mikið

óvissa í rækjubransanum og umsíðustu áramót að sögn AgnarsEbeneserssonar, framkvæmda-stjóra Bakkavíkur í Bolungarvík.„Við gerðum okkar áætlanir íseptember/október en eftir hruniðvoru þær áætlanir orðnar úreltar.[…] Þegar við ákváðum að keyraallt á tveimur vöktum næstu árin,var markmiðið að fara úr sexþúsund tonna framleiðslu upp ítólf þúsund tonn. Núna er hinsvegar óvíst hvernig það fer,“ seg-ir Agnar í viðtali við vikari.is.Tæknivæðingin gerir það aðverkum að fyrirtæki geta veriðmeð færri starfsmenn.

„Til þess að vera samkeppnis-fær í þessu, þá þurftum við aðfækka fólki. Í starfsmannahaldier helst hægt að skera niður þvíýmsan annan kostnað ráðum viðeinfaldlega ekki við. Sem dæmiþá eru hráefniskaup um 75% afkostnaðinum og launakostnaðurer aðeins um 10%. Ef við keyrumvinnsluna á tveimur vöktum einsog áætlað var þá væri veltan um2,5 milljarður og launakostnað-urinn væri þá um 250 milljónir.En eins og staðan er í dag þáerum við að velta 1250 milljón-um á ári.“

Þó svo að störfum í landvinnsluhafi fækkað mikið á undanförn-um árum og áratugum þá erBakkavík engu að síður mikil-vægur vinnustaður fyrir Bolvík-

inga: ,,Í dag erum við með þrjátíuog fimm starfsmenn. Það varðveruleg breyting þegar við seld-um Rekavík því áður voru um110 – 120 starfsmenn. Stór hlutiaf því var í kringum útgerðina ogbeitninguna. En við vorum auð-vitað ánægð með að salan færifram innan bæjarins,“ segir Agn-ar en dótturfélag Jakobs Valgeirs,sem heitir Guðbjartur, keypti Reka-vík.

Í júlí 2002 sameinaðist félagiðfiskverkuninni Vík, Kálfavík ogútgerðarfélaginu Voninni. Í kjöl-farið var Rekavík keypt sem síðarkeypti útgerðarfélagið Ós. Árið2007 seldi Bakkavík hluti sína íRekavík og í kjölfarið var fisk-vinnslu og útgerð hætt hjá Bakka-vík. Árið 2008 var rækjuvinnslanaukin á ný og fjárfest í verk-smiðjunni. ,,Við fórum í breyt-ingar í júlí/ágúst síðastliðið sum-ar. Það var gert til þess að getaaukið afköstin með frekari hag-ræðingu. Við erum búin að náfram hagræðingu og auka afköst-in í vinnslunni. Meiningin hjáokkur var að auka vinnsluna ínóvember/desember og fara þá ísextán tíma vinnudag, þ.e. tværátta tíma vaktir. En vegna óvissuá mörkuðum í kjölfar heims-kreppunnar þá höfum við frestaðþeim aðgerðum. Óvissan erfrekar mikil eins og er. Sérstak-lega ef kreppan hefur verulegaáhrif í Bretlandi því þar er okkar

markaður. Bretar eru helstu neyt-endur kaldsjávarrækju og þeirborða nánast 80% af allri þeirrirækju,“ sagði Agnar.

Bakkavík kaupir hráefni aðmiklu leyti af Norðmönnum. „Ásíðustu mánuðum höfum viðkeypt svona 70-80% af okkarhráefni af Norðmönnum og þaðer rækja sem veidd er í Barents-hafi. Hitt kemur frá Kanada ogFlæmska hattinum. Það hráefnier veitt annars vegar af færeysk-um skipum og hins vegar skipumsem gerð eru út frá Eystrasalts-löndunum.“

Agnar segist ekki óttast aðframboðið af hráefni muni drag-ast saman á næstunni. ,,Enn semkomið er hefur verið nóg fram-boð af hráefni og okkur sýnist aðþað verði þannig áfram á árinu2009. Það er einfaldlega vegnaþess að verksmiðjunum semvinna þessa rækju hefur fækkaðsvo mikið. Það eru ekki nemaþrjár verksmiðjur eftir í Noregien þær voru átta talsins. Það eruekki nema fimm verksmiðjur eft-ir í Rússlandi en þar voru þærtuttugu þegar mest var. Þessumverksmiðjum hefur fækkað veru-lega bara á síðustu tveimur árum.Skipunum hefur hins vegar ekkifækkað í sama hlutfalli. Þessarverksmiðjur sem eftir eru hafafrekar verið að stækka,“ bendirAgnar á. Viðtalið við Agnar málesa í heild á vikari.is. Bakkavík í Bolungarvík.

Óttast að stofnféð verði þurrkað útStofnfjáreigendur í Sparisjóði

Bolungarvíkur óttast að með fyr-irhuguðum breytingum á lögumum fjármálafyrirtæki verði stofn-fé þeirra þurrkað út. Hafa þeirsent viðskiptanefnd Alþingis um-sögn um málið og óska eftiráheyrn viðskiptaráðherra. AnnaS. Jörundsdóttir, stofnfjáreigandií Sparisjóði Bolungarvíkur, boð-aði aðra stofnfjáreigendur á sinnfund til að fara yfir frumvarpsem nú liggur inni á borði við-skiptanefndar. Hún segir fyrir-hugaðar breytingar á lögum umfjármálafyrirtæki fela í sér heim-ild til lækkunar á stofnfé spari-sjóða án nokkurra takmarka. Þaðsé verulegt áhyggjuefni því hing-að til hafa íbúar Bolungarvíkurgetað litið á stofnfé sem innlán.

„Okkur finnst vera komið aftanað okkur því fólk hefur gert þaðí góðri trú að styrkja sinn spari-sjóð,” segir Anna. Hún segirstofnfé í Sparisjóði Bolungarvík-ur hafi aldrei verið selt þriðjaaðila eins og tíðkast annars stað-

ar. Hún segir að nú sé verið aðopna stjórnvöldum leið að sparifévenjulegs fólks sem hafi einfald-lega viljað halda tryggð við sinn

heimabanka. „Sömu leikreglurgilda hugsanlega ekki á morgunsem giltu þegar það breytti inn-lánum sínum í stofnfé. Margir

stofnfjáraðilar í Sparisjóði Bol-ungarvíkur er eldra fólk sem erekki á netinu eða fylgist með. Égveit að það er mjög uggandi um

sína eign í sparisjóðnum,” segirAnna S. Jörundsdóttir. Frá þessuer greint á ruv.is.

[email protected]

Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Bolungarvíkur óttast að með fyrirhuguðumbreytingum á lögum um fjármálafyrirtæki verði stofnfé þeirra þurrkað út.

44444 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Heillaðistaf hljóðfær-inu tíu ára

gamall

Heillaðistaf hljóðfær-inu tíu ára

gamallSaxófónleikarinn Smári Alfreðs-

son heldur til framhaldsnáms ísaxófónleik í FÍH í Reykjavík íhaust. Hann hélt nú nýverið loka-tónleika sína frá TónlistarskólaÍsafjarðar með fusionhljómsveit-inni Virtual Motion. Hún er skip-uð brottfluttum Ísfirðingum oger Ingvar bróðir Smára hljóm-borðsleikari í sveitinni. Smáriákvað að leika á saxófóninn tíuára gamall þegar hann fór á tón-leika með móður sinni í Tónlist-arskóla Ísafjarðar. Þar sá hannsaxófónleikara leika listir sínarog heillaðist samstundis og tjáðimóður sinni að hann ætlaði hefjanám á hljóðfærið.

Mikil tónlist íMikil tónlist íMikil tónlist íMikil tónlist íMikil tónlist ífjölskyldunnifjölskyldunnifjölskyldunnifjölskyldunnifjölskyldunni

Smári segir mikla tónlist hafaverið á heimili hans á uppvaxtar-árunum. Faðir hans og móðir hafaverið áberandi í tónlistinni. Syst-kini hans eru einnig viðloðanditónlist, þá sérlega eldri bróðirhans, Ingvar Alfreðsson, og yngrisystir hans leikur á píanó endrumog sinnum heima við og er einnigí Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Hann segist þó ekki hafa veriðundir neinni sérlegri pressu viðað fara að leika á hljóðfæri, endasé það svo gaman að ekki þurfiað ýta neinum út í hljóðfæraleik.Hann tjáði foreldrum sínum ein-faldlega að hann vildi læra á saxó-fón og þar við sat.

Hann hefur leikið á saxófóninn

lands sem maður lítur upp til,þannig að maður verður ekkerthjá lélegum kennurum,“ segirSmári.

Erfðu tónlistar-Erfðu tónlistar-Erfðu tónlistar-Erfðu tónlistar-Erfðu tónlistar-smekk foreldrannasmekk foreldrannasmekk foreldrannasmekk foreldrannasmekk foreldranna

Hann á sér nokkra áhrifavaldaí saxófónleiknum og nefnir fyrsthinn íslenska Óskar Guðjónsson.Af erlendum saxófónleikurumtínir hann til Gerald Albright,Michael Brecker, Dave Koz ogEric Marienthal sem spila svona„smooth-jazz“. Hann segist einn-ig hafa gaman af alls konar tónlisten fílar þó mest tónlist leikna ánsöngs, instrumental-tónlist.

„Það er eitthvað við það þegarlaglínan er leikin á saxófón, þaðer einhver tilfinning í því sem égkann við en er ekki með útskýr-ingu af hverju ég kann við það.Við bræðurnir höfum tekið eitt-hvað við tónlistarsmekk mömmuog pabba og hlustum þar að leið-andi eitthvað á Electric Light Or-chestra, Donald Fagen, StevieWonder og fleira í þeim dúr.“

Frelsið í djassinum og fusion-tónlistinni heillar Smára mest oghonum þykir ekki leiðinlegt aðspila hana. „Það er einhver ákveð-inn taktur í þessari tónlist semfær mann til að dilla sér.“

Hann segir að það hafi veriðseint á síðasta ári sem hann settistefnuna fyrir alvöru að komast ískólann. Hrólfur Vagnsson tón-listarkennari Smára tók hann þá

meira í alvöru kennslu og kenndihonum ýmiskonar spunaæfingarog annað slíkt. „Hann tók mig ítónfræði og hljómfræði. Hann ermjög vel menntaður og hefurkennt mér þetta allt mjög vel,enda komst ég inn í skólann.“

Virtual MotionVirtual MotionVirtual MotionVirtual MotionVirtual MotionSmári hefur ekki verið liðs-

maður Virtual Motion frá byrjun.Hana skipuðu í byrjun HrannarAbrahamsen á bassa, IngvarAlfreðsson á hljómborð, KjartanBaldursson á gítar og Sindri ÞórHarðarson á trommur. Þeir æfðusaman og spiluðu fusiontónlistfrá níunda áratugnum. Eftirnokkrar viðræður og sannfæring-arræður frá Ingvari bróður Smáraákváðu þeir að taka hann inn íbandið og Smári hóf að leika ínokkrum lögum með þeim.

„Svo hefur þetta bara einhvernveginn þróast og varð til þess aðég vildi hafa þá á burtfarartón-leikunum með mér. Við ætlumsíðan að stefna að því í haust aðhalda áfram að halda bandinufersku, því við erum komnir meðágætlega þétta tónleikadagskrá,og reyna að koma okkur einhversstaðar annars staðar á framfæri.“

Allir meðlimir sveitarinnar erunokkurn veginn á sömu línunniþegar kemur að tónlist. Það ereitthvað við þennan 80´s rokktaktsem drengirnir fíla. Smári segirtaktinn runninn frá þessum áratugog spila þeir mikið lög eftir ís-lenska fusionbandið Mezzoforte

en af erlendum listamönnunummá nefna píanóleikarann JeffLorber, jazz-fusion hljómsveit-ina Yellow Jackets, Chick Coreaog mörg fleiri bönd.

Bandið hefur samið nokkur lögog segir Smári aldrei að vita hvortað farið verði með lögin í upp-tökuver. „Sjálfur er ég byrjaðurað taka upp efni sjálfur einnheima. Ég veit ekki hversu langtég fer með þær hugmyndir en von-andi verður eitthvað úr þeim.“

Stefnir út í löndStefnir út í löndStefnir út í löndStefnir út í löndStefnir út í lönd

Smári heldur suður til Reykja-víkur í haust. Þar ætlar hann aðbúa með bróður sínum og nemavið FÍH. Hann segist vera mjögspenntur að fara suður og prófaeitthvað nýtt, nýjan kennara ognýjan skóla og læra þar af leið-andi eitthvað meira.

– Hvert er svo takmarkið meðtónlistinni?

„Það er náttúrulega alltafdraumurinn að meika það, þósvo að það gæti reynst þrautinþyngri. Á Íslandi eru nokkrirfrægir saxófónleikarar sem getatalist frekar stór númer í brans-anum. Úti í heimi eru færir saxó-fónleikarar í milljónum talið.Maður reynir auðvitað að komasér eins mikið á framfæri og hægter á Íslandi. Svo fer maður vænt-anlega eitthvert út, en ég veitekki hvort maður verður einhverstórstjarna,“ segir Smári og hlær.

[email protected]

síðustu tíu ár undir leiðsögnkennara, en er að eigin sögn aðhluta til sjálflærður, því hann fórfram úr fyrsta kennara sínum ogekki var mikið um aðra kennaraá svæðinu fyrr en Zbigniew Jar-emko kom til landsins frá Pól-landi og kenndi honum í tvö ár,en síðan tók Hrólfur Vagnssonvið kennslunni.

Smári lék í Abba-sýningu ívetur með hljómsveitinni Apolloog þar lék hann mestmegnis sóló,þó ekki eingöngu, spilaði ýmsafiðluparta og aðrar brasslínur semeru yfirgnæfandi í ABBA-lögun-um. Honum finnst sjálfum skemmti-legast að leika laglínur og fusion-tónlist, líkt og hann gerir meðVirtual Motion, og honum hugn-ast einnig djassinn og fönkið.

Eldri bróðirinnEldri bróðirinnEldri bróðirinnEldri bróðirinnEldri bróðirinnsmitandismitandismitandismitandismitandi

Þegar Smári er spurður hvorthann hafi alltaf langað til að verðasaxófónleikari segist hann alltafhafa átt þann draum að fara í FÍHeftir að Ingvar bróðir hans fékkinngöngu í skólann. Hann segirsögur bróður síns af skólanumekkert endilega hafa heillað sigheldur var eitthvað við skólannsem heillaði og þá sérstaklega aðí honum er sérstök djassdeild fyr-ir saxófóna sem stendur ekki tilboða í öðrum tónlistarskólum,að hans sögn.

„Kennararnir eru margir hverj-ir frægir tónlistarmenn hér innan-

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 55555

66666 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Útgefandi:H-prent ehf.,

kt. 600690-1169,Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,

sími 456 4560, fax 456 4564

Ritstjóri:Sigurjón J. Sigurðsson,

sími 892 5362, [email protected]

Blaðamenn:Thelma Hjaltadóttir,

símar 456 4693 og 8498699, [email protected]

Birgir Olgeirsson, símar456 4560 og 867 7802,

[email protected]

Ritstjóri netútgáfu bb.is:Sigurjón J. Sigurðsson

Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími

894 6125, [email protected].

Ábyrgðarmenn:Sigurjón J. Sigurðsson

og Halldór SveinbjörnssonLausasöluverð er kr. 400

eintakið með vsk. Veittur erafsláttur til elli- og örorku-

lífeyrisþega. Einnig sé greittmeð greiðslukorti.

Önnur útgáfa:Ferðablaðið

Á ferð um Vestfirði. ·ISSN 1670 - 021X

SpurninginHefur nýjasta elds-

neytishækkun áhrif áferðalög þín í sumar?

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

Ritstjórnargrein

Við sama borðLöngum hefur loðað við íslenska stjórnmálamenn að ekki er sama

hvoru megin við borðið þeir sitja, þ.e. hvort þeir eru í stjórn eðastjórnarandstöðu. Glöggt dæmi þar um er einn af fyrrverandi leið-togum vorum sem greiddi ekki atkvæði með EES-samningnum, enkvað eftir á líklegt að hann hefði gert það ef hann hefði verið í stjórn!

Stöðugleikasáttmálinn, sem nýverið var undirritaður af stjórnvöld-um og fulltrúum nær alls vinnumarkaðarins, hlýtur að teljast mikil-vægt upphafsskref í þeirri löngu og erfiðu göngu sem íslenska þjóð-in á fyrir höndum. Miðað við þau fjölmennu hagsmunasamtök semkomu að samningsgerðinni og þeirri sátt er þar náðist hefði máttætla að pólitísk eining fylgdi í kjölfarið. Þjóðinni kæmi vel að húnværi meiri og oftar. Nú er nauðsyn.

Á sama tíma og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins læturhafa eftir sér að sáttmálinn snúist um framfarir og nýja sókn og hiðraunverulega verkefni snúist um að koma í veg fyrir að spár umhörmungarástand rætist, berast þau tíðindi úr annarri átt að sáttmálinnsé aðeins ein stór frestunaraðgerð á því sem hefði átt að vera búið aðgera fyrir lögnu síðan; einnig að verið sé að hlífa ríkisvaldinu viðhagræðinu (niðurskurði); kannski grundvallast sú afstaða á þekkingufrá fyrri tíma reynslu, er ríkisbáknið bólgnaði út um helming á fá-einum árum.

Í leiðara Morgunblaðsins frá 26. f.m. segir m.a.: ,,Í sáttmálanumer skýrt kveðið á um að erlendir aðilar geti eignast hlut í ríkisbönkun-um og öðrum fjármálafyrirtækjum. Þetta er mikilvægur þáttur í end-urreisninni; að semja frið við alþjóðlegt fjármálalíf og tryggja að-gang Íslands að fjármálamörkuðum.“

Undir þetta sjónarmið er hægt að taka. Grundvöllur alls atvinnulífser öflugt og vel rekið bankakerfi. Án slíkrar undirstöðu er atvinnulífiðí uppnámi og þar með afkoma alls almennings og þjóðarbúsins. Ævin-týramennskan sem grasseraði í íslensku bönkunum eftir einkavæð-ingu þeirra ætti að hafa kennt okkur þá lexíu að banka verður að rekaaf ábyrgð eins og hvert annað fyrirtæki. Spilaborga bíður það eitt aðhrynja.

Um þessar mundir standa íslenskir alþingismenn frammi fyrirærnum vanda. Tekst þeim að ,,semja frið við alþjóðlegt fjármálalífog tryggja aðgang Íslands að fjármálamörkuðum?“ Þeir hafa í hendihvaða leið þeir kjósa. Valið kann að vera erfitt. Það er engin auðfarinleið í boði.

Aðilar stöðuleikasáttmálans virðast sammála um nauðsyn þessað halda samráðinu áfram. Vonandi leiðir afrakstur samkomulagsinstil áframhaldandi samstarfs við að vinna okkur út úr vandanum.

Það skiptir ekki máli hvoru megin borðsins stóllinn er. s.h.

Alls svöruðu 431.Já sögðu 319 eða 74%Nei sögðu 112 eða 26%

HelgarveðriðHorfur á föstudag:

Suðaustlæg átt 3-8 m/s.Dálítil rigning sunnan- ogvestanlands, en skýjaðmeð köflum og úrkomu-

lítið norðaustantil. Hiti 10-20 stig, hlýjast NA- og A-lands.. Horfur á laugar-

dag: Austlæg átt ogrigning með köflum. Hitibreytist lítið. Horfur á

sunnudag: Austlæg áttog rigning með köflum.

Hiti breytist lítið.

Orkubú Vestfjarða mun straxá næsta ári ráðast í virkjanafram-kvæmdir við Mjólká fyrir ríflega300 milljónir króna. Þetta varsamþykkt á stjórnarfundi Orku-búsins fyrir skömmu. Um er ræðanýja virkjun sem verður 1.1megavatt. Kristján Haraldssonorkubússtjóri sagði í samtali viðSvæðisútvarp Vestfjarða þessa

ákvörðun hafa átt sér nokkurnaðdraganda. Í lok síðasta árs hafiverið uppi hugmyndir um aðstækka Mjólkárvirkjun úr 8megavöttum í 14 og endurnýjaauk þess allan tækjakost. Þar vargert ráð fyrir að Landsnet, legðiverkefninu til 200 milljónir enslík stækkun myndi bæta afhend-ingaröryggi á Vestfjörðum til

muna. Þessu hafnaði Landsnetog segir Kristján það hafa veriðmikil vonbrigði. Stjórn Orku-búsins ákvað því að ráðast í aðbyggja litla virkjun upp á eiginspýtur.

Framkvæmdir hefjast strax ánæsta ári og segir Kristján ekkinauðsynlegt að slá lán fyrir fram-kvæmdinni. Staða Orkubús Vest-

fjarða sé sterk. Afkoma OrkubúsVestfjarða varð heldur betri áárinu 2008 en áætlanir gerðu ráðfyrir. Rekstraráætlun ársins gerðiráð fyrir rekstrarhagnaði að upp-hæð 28 milljónir króna en sam-kvæmt rekstrarreikningi varðhagnaður af venjubundnumrekstri fyrir skatta sem nam 108,7milljónum. – [email protected]

Ný virkjun rís við Mjólkárvirkjun

Nóg hefur verið um að vera áHesteyri í Jökulfjörðum í sumar.Þrátt fyrir misjafnt veðurfar hefurmikill fjöldi gesta lagt leið sína áeyrina það sem af er sumri. „Þaðhefur gengið mjög vel“, segirHrólfur Vagnsson, einn af rekstr-araðilum Læknishússins á Hest-eyri. „Sumarið hefur aldrei fariðjafn snemma af stað og í ár, en

gestir skemmtiferðaskipannabyrjuðu að koma strax í byrjunjúní. Svo er vel bókað í gistiplássí allt sumar og einnig er von áfjölda gönguhópa þannig að viðerum bara bjartsýn fyrir sumar-ið.“ Hrólfur segir að það veki at-hygli að næturgestir sem bókaðireru í húsið í sumar eru langflestirÍslendingar, en það bendi til að

Íslendingar séu meira að ferðastinnanlands heldur en utan í ár.Hins vegar setji útlendingar alltafsíaukinn og skemmtilegan svipá Hesteyri á sumrin.

Hrólfur segir að það sé aðal-lega sjarmi og rólegheit sem borg-arbörnin sækist í. „Þetta er auð-vitað sótt í rómantíkina á Hest-eyri. Þetta er í raun eina þorpið á

Hornströndum og fólk hefur gam-an af því að koma á land og fræð-ast um sögu staðarins auk þessað koma við í Læknishúsinu,hlusta á tónlist og toppa svo alltmeð íslenskum pönnukökum.Það kemur einnig fyrir að ekki erhægt að leggjast að bryggju ogþarf þá að fara með fólkið í landá gúmmíbát“, segir Hrólfur.

Sækja í rómantíkina á HesteyriÞað verður mikið um að vera á Hesteyri í sumar.

Ertuorðin(n)

áskrifandi?Síminn er456 4560

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 77777

Bágt ástand húsanna að Sund-stræti 36, norðurenda, og Sund-stræti 45 á Ísafirði er íbúum áÍsafirði til ama. Er svo komið aðtveir Ísfirðingar, þeir Birgir Valdi-marsson og Gunnlaugur Jónas-son, hafa ritað umhverfisnefndÍsafjarðarbæjar bréf, fyrir höndhúsfélagsins að Sundstræti 36,þar sem vakin er athygli á báguástandi húsanna og krafist úrbóta.

Veggjakrot prýðir húsið að Sund-stræti 36 og er ekki hægt að kallaþað listrænt né fallegt því um erað ræða klúr orð á veggjunum oghafa óprúttnir einstaklingarteiknað kynfæri á veggina, ásamtþví að skilja nöfn sín eftir á þeim.

Á norðurhlið hússins eru nærallar rúður brotnar og er það eigitil sóma. Þegar litið er á húsið aðSundstræti 45, er varla að finna

heila rúðu og er það einstaklegahrörlegt að sjá en húsið er í eiguByggðastofnunar. Umhverfis-nefnd þakkar bréfriturum fyrirþarfar ábendingar. Byggingafull-trúa er falið að senda eigendumumræddra húsa svarbréf. Um-hverfisnefnd hvetur íbúa Ísa-fjarðarbæjar til að fylgjast meðsínu nánasta umhverfi m. t. t. slysa-hættu og fegrunar umhverfis. Sundstræti 36.

Kvarta undan bágu ástandi húsa

Rögnvaldur heldursigurgöngunni áfram

Rögnvaldur Magnússon,Golfklúbbi Bolungarvíkur,sigraði Þorstein Örn Gests-son, úr Golfklúbbi Ísafjarð-

ar, í bráðabana um fyrstasæti á Íslandssögumótinu sem

fór fram á Tungudalsvelli íSkutulsfirði á laugardag.Báðir komu þeir inn á 72

höggum og þurftu að leikasjöundu holu vallarins upp á

sigur í mótinu. Rögnvaldurlék hana á þremur höggumen Þorsteinn Örn á fjórum.Í þriðja sæti varð ChatchaiPhothiya, GBO, á 73 högg-um, Magnús Gautur Gísla-son, GÍ, varð í fjórða sæti á75 höggum og Anton Helgi

Guðjónsson, GÍ, varð ífimmta á 76 höggum. AnnaRagnheiður Grétarsdóttir,

GÍ, sigraði kvennaflokkmótsins nokkuð örugglega á

79 höggum. Sautján höggumá eftir henni varð Brynja

Haraldsdóttir, úr GolfklúbbiPatreksfjarðar, á 96 höggum

og Björg Sæmundsdóttir, GP,varð þriðja á 99 höggum. Íunglingaflokki mótsins án

forgjafar sigraði Bolvíking-

urinn Daði Arnarsson áhundrað höggum. Með for-gjöf sigraði Þorsteinn Örn

Gestsson karlaflokkinn á 66höggum nettó. Annar varð

Ævar Örn Jóhannsson,GBO, á 67 höggum. Þriðji

varð Chatchai Phothiya á 67höggum. Jakob Tryggvasonvarð fjórði á 67 höggum og

Anton Helgi Guðjónsson varðþriðji á 68 höggum nettó.

Anna Ragnheiður Grétars-dóttir sigraði í kvennaflokki

án forgjafar á 68 höggumnettó. Önnur varð BjarneyGuðmundsdóttir, GÍ, á 72

höggum og þriðja varð Hall-dóra Benediktsdóttir, GÍ, á

75 höggum nettó.

Rögnvaldur Magnússonvippar inn á sjöundu flöt.

Þorsteinn Örn Gestsson (GÍ) hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana viðRögnvald Magnússon. Hér er Þorsteinn Örn að slá upp úr sandgryfju á 7. braut.

88888 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Inn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beini Karl Hallgrímsson,kennari og tónlistarmaður

Karl er Bolvíkingur, kennari og tónlistarmaður en segist vera sérfræðingur 2, allavega samkvæmt launaseðli. Næsta haust verð hins vegar aftur grunnskólakennari.

Hann er í hljómsveitinni Abbabbabb sem átti nokkurri velgengni að fagna og lék nýverið sitteigið efni á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður undir nafninu Karl og mennirnir. Hann segir

mestu uppgvötun sína vera stækkuð sjöund og hann gæti ekki lifað án tannburstans.Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?

Að festa mér Grétu mínu.Hvar langar þig helst að búa?Hjá Grétu og krökkunum okkar.

Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?Þegar Gréta féllst á að bindast mér.

Mestu vonbrigði lífs þíns?Oft þarf ég að horfast í augu við þá staðreynd að

mig skortir færni til að framkvæma það sem mig langar aðframkvæma, sérstaklega þegar ég leik á hljóðfæri.

Mesta uppgötvunin í lífi þínu?Stækkuð sjöund.

Uppáhaldslagið?Það er tveggja hljóma blússtandard í flutningi

Ettu James sem heitir I´d rather go blind.Uppáhaldskvikmyndin?

Með allt á hreinu.Uppáhaldsbókin?

Jóhannes á Borg, ævisaga skráð af Stefáni Jónssyni.Ógleymanlegasta ferðalagið?

Ferðalag með Skálholtskórnum um Ítalíu sumarið 2007.Uppáhaldsborgin?

Hef ekki heimsótt margar borgir. Mér fannst fallegtí Sorento við sunnanverðan Napolíflóa.

Besta gjöfin?Fyrirgjöfin.

Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Mér finnst líklegt að svo sé.

Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Tannbursta.

Fyrsta starfið?Sölumaður Vestfirska fréttablaðsins í Bolungavík.

Draumastarfið?Atli bróðir sagði mér einu sinni að hann hefði séð draumastarf

mitt auglýst. Það var blaðamannsstarf hjá Bændablaðinu. „Hugs-

aðu þér“, sagði hann, „að ferðast um landið og borða brúnköku.“Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?

Jón á Brókinni.Fallegasti staðurinn á Íslandi?

Kannski á ég enn eftir að heimsækja hann.Skondnasta upplifun þín?

Ein sú skondnasta var þegar ég söng fyrir páfanní Róm. Önnur var þegar ég lék sjúkling á flugslysaæfinguvið Ísafjarðarflugvöll en var ekki bjargað vegna þess að

björgunarsveitin á Ísafirði var upptekin við að seljajólatré á Silfurtorgi.Aðaláhugamálið?

Tónlist.Besta vefsíðan að þínu mati?

www.google.comHvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Bóndi og leikari.Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?

Fasið.En helsti löstur?

Fésið.Besta farartækið?

Bíll.Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?

Dagur stærðfræðinnar!Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?

PabbaEf þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?

Mig langar ekkert að breyta.Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?

Á matartímum.Í hvaða stjörnumerki ertu?

Ég er víst í krabbanum.Lífsmottóið þitt?

Að gleðjast. Ég sækist í athafnir sem veita mér gleði.

Engar at-hugasemdir

Engar athugasemdir bár-ust frá íbúum Ísafjarðarbæj-ar vegna deiliskipulags íhlíðum Kubbans, fyrir ofanHoltahverfi á Ísafirði, þarsem fyrirhugað er að byggja260 metra langan og 18metra háan snjóflóðavarn-argarð. Umhverfisnefnd Ísa-fjarðarbæjar tók fyrir deili-skipulagið á dögunum ásamtumhverfisskýrslu sem unninvar af Arkiteó í apríl.

Nefndin hefur lagt til aðdeiliskipulagið verði sam-þykkt. Framkvæmdirnarmunu hafa töluvert rask íför með sér og mun ásýndsvæðisins taka nokkrumbreytingum á meðan og eftirað framkvæmdum lýkur.Deiliskipulagstillagan sýnirumfang framkvæmda, stað-setningu mannvirkja og frá-gang svæðis að framkvæmd-um loknum.

Ragna forsetiRagna J. Magnúsdóttir

hefur verið endurkjörinnforseti bæjarstjórnar Bol-ungarvíkur. Var það sam-þykkt á síðasta bæjarstjórn-arfundi með fjórum atkvæð-um en einn var á móti ogtveir sátu hjá. Á sama fundivar Baldur Smári Einarssonkjörinn fyrsti varaforseti ensú tillaga var samþykkt meðfimm atkvæðum en einn vará móti og einn sat hjá. Gunn-ar Hallsson var einnig kos-inn annar varaforseti og varþað samþykkt í einu hljóði.

Þá var Anna G. Edvards-dóttir einnig endurkjörinnformaður bæjarráðs Bolung-arvíkur en sú tillaga var sam-þykkt með fjórum atkvæð-um en þrír voru á móti. Bald-ur Smári var jafnframt kjör-inn varaformaður í bæjarráðimeð fimm atkvæðum entveir sátu hjá. Soffía Vagns-dóttir var kjörinn aðalmaðurí bæjarráði í einu hljóði ogsamþykkt var að Anna S.Jörundsdóttir og Ragna yrðuvaramenn.

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 99999

AUGLÝSING UM DEILISKIPULAGÍ LANDI VEÐRARÁR 2 Í BREIÐADAL,ÍSAFJARÐARBÆ

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir hérmeð tillögu að deiliskipulagi í landi Veðr-arár 2, sunnan Breiðadalsár í Breiða-dal, Ísafjarðarbæ skv. 25. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðaribreytingum.

Deiliskipulagstillagan tekur til bygg-ingu Breiðadalsvirkjunar. Gert er ráðfyrir að virkjunin verði um 150 kW ogvirkjað fall verði um 200 m, virkjaðrennsli verði um 100 l/sek. Vatnsöflunfyrir virkjunina byggist á nýtingu lindar-vatns og yfirborðsvatns úr Nautaskál.Lögð verður 300 mm vatnspípa í jörðfrá inntaksþró að stöðvarhúsi. Gert erráð fyrir 3.200 m² lóð undir stöðvarhúsið,byggingarreitur fyrir stöðvarhúsið erjafn stór lóðinni. Hæð stöðvarhúss mávera allt að 5 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnisá bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu,Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðuÍsafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá ogmeð 2. júlí 2009 til og með 30. júlí 2009.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna aðgæta er hér með gefinn kostur á að geraathugasemdir við deiliskipulagstillög-una. Frestur til að skila inn athugasemd-um rennur út 13. ágúst 2009. Skila skalinn athugasemdum á bæjarskrifstofurÍsafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafn-arstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki geraathugasemdir við breytingartillögunafyrir tilskilinn frest teljast samþykkirhenni.

Ísafirði 26. júní 2009.Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri

framkvæmda- og rekstarsviðs.

Góð 2ja herb. íbúð til söluUm er að ræða 77m² tveggja herbergja

íbúð á 3. hæð í fjölbýli við Urðarveg 78, byggt1985. Miklar endurbætur hafa átt sér stað sl.,ár. Nýlokið er við utanhússviðgerð og málun,skipt var um allt gler og að innan er íbúðinnær öll endurgerð.

Upplýsingar í síma 893 7124.

Horfa til Vestfjarða vegna atvinnutengda uppgræðslu grænna svæða

Skógræktarfélag Íslands ætlarað skapa allt að 1000 ný störf ítengslum við uppgræðslu á græn-um svæðum skógræktarfélagalandsins. Verkefnið er unnið ísamstarfi við Vinnumálastofnun,ríkissjóð og sveitarfélögin oghafa 18 sveitarfélög staðfest þátt-töku í verkefninu. Ekkert sveit-arfélag á Vestfjörðum hefur ennstaðfest þátttöku í verkefninu enþað er vegna þess að enn á eftirað ljúka viðræðum um það við

skógræktarfélög á svæðinu. Meðverkefninu er reynt að horfa fyrsttil svæða sem þjást af miklu at-vinnuleysi og minnst atvinnu-leysi er á Vestfjörðum um þessarmundir. Einnig fer gróður seinnaaf stað á Vestfjörðum vegna veðr-áttu en að sögn Lindu Björk Waage,umsjónarmanns með atvinnu-átaki Skógræktarfélags Íslands,verður farið í viðræður við skóg-ræktarfélög á svæðinu á næstumisserum.

Tilgangurinn með átaksverk-efninu er að skapa sumarstörffyrir atvinnulaust fólk sem er til-búið til að eyða sumrinu við fjöl-breytt og skemmtileg störf semtengjast skógrækt, gróðursetn-ingu, stígagerð og uppbygginguá grænum útivistarsvæðum.„Skógræktarfélag Íslands hefurmótað stefnu til næstu þriggjaára sem miðar að því að ráðast ímannaflsfrek verkefni á sviðiskóga og útivistar. Markmiðið

er að ráðast í framkvæmdir viðuppbyggingu á aðstöðu til útivist-ar og þar með auðvelda fólki að-gang að óspilltri náttúrunni hvortsem það er til heilsuræktar eðaeinfaldlega til að njóta samvistameð fjölskyldunni í fallegu ogheilnæmu umhverfi,“ segir Mag-nús Gunnarsson, formaður Skóg-

ræktarfélags Íslands. Hann segirað nú þegar hafi 18 sveitarfélögstaðfest þátttöku sína í verkefninuog felur það í sér um 350 störfyfir sumar og haustmánuðina.Segist hann vona að sveitarfélög-in haldi áfram að ráða fólk í þessiverkefni því enn sé þörf á fólkitil starfa. – [email protected]

Rúmlega 9.100 manns hafa rit-að nafn sitt í gestabókina íNaustahvilft á Kirkjubólshlíð enþessi gönguleið hefur verið gríð-arlega vinsæl með Ísfirðinga oggesta síðustu ár. Bókin hefur ver-ið geymd í Naustahvilft, í þar tilgerðum kassa síðustu átta ár ognú, ef Ísfirðingar eru duglegir aðhreyfa sig, er möguleiki á að tíuþúsundasta skráningin náist áðuren sumrinu lýkur. Síðan RúnarÓli Karlsson kom bókinni fyrirárið 2001 og Marzellíus Svein-björnsson ritaði fyrstur nafn sitthafa gestir fjölmennt í hvilftinaog við athugun í síðustu vikuvoru 9.106 skráningar komnar íbókina. Þar sem langmesta um-ferðin er að sumri til er ekkiólíklegt að tíu þúsundasta skrán-ingin náist í ár.

Að sögn Marzellíusar, sem ásínum tíma var kallaður „ábúand-inn í Naustahvilft“ eftir að hafa

farið þangað 100 sinnum á tveim-ur sumrum, er aldrei að vita nemaþessi áfangi náist þegar líður áhaustið. „Ég fer auðvitað ekkiþangað upp eins og ég gerði, þaðer því erfitt fyrir mig að segja tilum fjöldann sem leggur leið sínaþangað upp núna. Það eru auðvit-að gríðarlegar sveiflur, meira affólki fer upp á góðviðrisdögumþannig að það er ýmislegt sem

spilar inn í. Það er aldrei að vita“,segir Marzellíus.

Naustahvilftin er allhátt í Kirkju-bólshlíð, austanvert við Skutuls-fjörð, beint ofan við ytri endanná flugbraut Ísfirðinga. Lagt erupp í gönguna rétt frá þeim staðþar sem Kirkjubólsfeðgar vorufyrir hálfri fjórðu öld brenndir tildauða fyrir galdra.

[email protected]

Næst tíu þúsundastaskráningin í sumar?

Vinsælt er að leggja leið sína upp í Naustahvilft. Nokkrirstarfsmenn Orkubús Vestfjarða voru þar í síðustu viku ásamt fjölskyldum.

1010101010 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Árin tvö fyriekki liði

Árin tvö fyriekki liði

Kristján Haraldsson verkfræð-ingur hefur verið framkvæmda-stjóri Orkubús Vestfjarða – orku-bússtjóri eins og starfsheitið er –frá öndverðu eða liðlega þrjá ára-tugi, hartnær þriðjung aldar. Ekkivirðist ósennilegt að stofnun fyr-irtækisins verði talin meðal þessmerkasta og metnaðarfyllsta semVestfirðingar í sameiningu hafaráðist í fyrr og síðar.

Kristján er upprunninn á Hjalt-eyri við Eyjafjörð, fæddur árið1947 og því fremur nýlega skrið-inn yfir sextugt. Þegar hann varsjö ára fluttist fjölskyldan suðuryfir heiðar. Í fyllingu tímans laukhann stúdentsprófi frá Mennta-skólanum á Laugarvatni og umhaustið hélt hann til Bandaríkj-anna á Fulbright-styrk til náms íeðlis- og efnafræði um eins ársskeið. Þar lék hann fótbolta jafn-framt náminu og hefur látið svoum mælt, að það hafi verið sér-kennilegt og skemmtilegt að hafakomið frá því að vera meðalgutl-ari hér heima og verða knatt-spyrnustjarna í skólanum! Næstahaust hóf Kristján verkfræðinámvið Háskóla Íslands og lauk það-an fyrrihlutaprófi en fór síðan tilLundar í Svíþjóð og lauk þarverkfræðiprófi vorið 1974. Aðnámi loknu starfaði hann umfjögurra ára skeið hjá Íslenskumaðalverktökum á Keflavíkurflug-velli og fékkst við að kostnaðar-

reikna verk og semja um þau viðbandaríska herinn.

Í fyrri hluta þessa viðtals erumálefnum OV gerð nokkur skilen í síðari hlutanum er vikið aðeinkahögum Kristjáns, fjölskylduhans og áhugamálum.

Íhaldssemi í fjár-Íhaldssemi í fjár-Íhaldssemi í fjár-Íhaldssemi í fjár-Íhaldssemi í fjár-málum kemur sér velmálum kemur sér velmálum kemur sér velmálum kemur sér velmálum kemur sér velEkki síst í ljósi þeirra hremm-

inga sem ganga yfir íslenskt sam-félag og bæði fólk og fyrirtækium þessar mundir er ekki óeðli-legt að spyrjast fyrir um stöðuOrkubús Vestfjarða. Kristjánsegir að hún sé giska góð ogrekur það ekki síst til íhaldssemií fjármálum.

„Það eru um tuttugu ár síðanlánum var aflétt af fyrirtækinu íaðgerðum ríkisvaldsins“, segirhann. „Þá var verið að afnema verð-jöfnunargjald af raforku en á mótikomu aðgerðir hjá Rarik ogOrkubúinu. Þá voru meðal annarsfelldar niður allar langtímaskuld-ir þessara fyrirtækja nema lífeyr-isskuldbindingar.

Í framhaldi af þessu tók Orku-búið þá stefnu að fjármagna allarsínar framkvæmdir með eigin fé.Við tókum ekki stærri bita enþað að við gátum ráðið við þaðmeð okkar eigin peningum og tók-um engin lán. Staða fyrirtækisinsþegar hremmingarnar dynja nú

yfir er því þannig, að skuldir þesseru nánast engar nema lífeyris-skuldbindingar, sem eru ekki svoýkja miklar.

Þess vegna kemur Orkubúiðvel standandi út úr bankahruninuog afleiðingum þess. Breytingará gengi og vísitölu hafa ekki haftmikil áhrif á okkur. Vissulegahefur þetta þó áhrif á framtíðar-uppbygginguna því að allt verðurtöluvert dýrara. Síðasta ár gerð-um við upp með hagnaði og varþað fjórða árið í röð sem viðskilum beinum rekstrarhagnaði.Það má þakka eins og áður segiríhaldssemi í fjárfestingum ásamtþví góða starfsfólki sem hefurverið trútt fyrirtækinu. Starfs-mannavelta hjá okkur hefur veriðfrekar lítil þannig að við erummeð reynt starfslið.“

Því má bæta við, að starfsmennOrkubús Vestfjarða um allanfjórðunginn eru um sextíu talsins.

OV frumkvöðullOV frumkvöðullOV frumkvöðullOV frumkvöðullOV frumkvöðullá ýmsum sviðumá ýmsum sviðumá ýmsum sviðumá ýmsum sviðumá ýmsum sviðum

Þegar litið er til baka blasir viðað Orkubúið hefur víða verið íforystu hvað nýjungar og fram-kvæmdir varðar, eins og Kristjángreinir nánar frá.

„Fyrirtækið hefur sinnt for-gönguhlutverki í mörgum málumtengdum orkufyrirtækjum og máþar nefna, að Orkubú Vestfjarða

er fyrsta og eina orkufyrirtækiðsem þjónar heilum landshluta.

Orkubúið setti á stofn fyrsturafkyntu hitaveituna á Íslandi.Slíkar hitaveitur eru nú í sex þétt-býliskjörnum hér vestra og þæreiga stóran þátt í góðri fjárhags-stöðu fyrirtækisins.

Orkubúið hóf fyrst allra orku-fyrirtækja samrekstur rafveitu oghitaveitu en sú hefur síðan orðiðraunin um allt land.

Orkubúið var fyrsta orkufyrir-tækið til að lengja afskriftatímavatnsaflsvirkjana úr fjörutíu ár-um í sextíu. Skömmu síðar fylgdiLandsvirkjun í kjölfarið.

Orkubúið var fyrst allra orku-fyrirtækja landsins til að setjaupp og fá innri öryggisstjórnun-arkerfi samþykkt af Löggilding-arstofu. Þannig má með sannisegja, að við höfum víða sinnt for-gönguhlutverkum.“

ÁrangurslítilÁrangurslítilÁrangurslítilÁrangurslítilÁrangurslítiljarðhitaleitjarðhitaleitjarðhitaleitjarðhitaleitjarðhitaleit

„Ef hins vegar er litið til fram-kvæmda og fjárfestinga á seinniárum má nefna, að við höfumendurnýjað virkjanir eins ogReiðhjallavirkjun í Bolungarvíkog Þverárvirkjun skammt fráHólmavík og núna erum við ímiðjum klíðum að endurnýjaMjólkárvirkjun í Arnarfirði. Ekkialls fyrir löngu byggði Orkubúið

virkjun í Tungudal í Skutulsfirði,að vísu ekki stóra.

Við höfum staðið fyrir jarð-hitaleit og varið til hennar drjúgufé. Því miður hefur árangurinnþar orðið ákaflega lítill. Á síðastaári boruðum við 1.700 metra holuhér inni í Tungudal og eyddum íþað 180 milljónum. Borunin gekkvel en árangurinn varð enginn.“

Erfiðasta orkuflutn-Erfiðasta orkuflutn-Erfiðasta orkuflutn-Erfiðasta orkuflutn-Erfiðasta orkuflutn-ingssvæði landsinsingssvæði landsinsingssvæði landsinsingssvæði landsinsingssvæði landsins

Kristján segir að vissulega hafigengið á ýmsu í sögu OrkubúsVestfjarða.

„Maður er forsjóninni þakk-látur fyrir að aldrei hefur orðiðmanntjón. Þetta er erfiðastasvæði landsins varðandi flutningá raforku. Það er nóg að líta ákort til að gera sér grein fyrir því.Hér eru há fjöll og þröngir firðirog erfið veður. Þessu kynnistauðvitað fólk hér fyrir vestan þvíað þetta er líka það svæði á land-inu þar sem öryggi í afhendingurafmagnsins er hvað lélegast.

Þessu höfum við reynt að mætameð því að byggja upp varaafl,þannig að það líður yfirleitt aldreimjög langur tími á þéttbýlisstöð-um þangað til rafmagn er komiðaftur. Útslættir eru hins vegarákaflega hvimleiðir, hvort semfólk er með eitthvað óvistað ítölvunni eða í miðjum klíðum

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 1111111111

fyrir vestanliðin ennfyrir vestanliðin enn

ferskvatns þar sem það blandastsaman.

Þetta tilraunaverkefni sem viðfærum í yrði mjög lítið, orkanfrá þessari „virkjun“ myndi ef tilvill duga fyrir eina peru eða svo,en fyrst og fremst væri verið aðsýna fram á að þetta væri hug-mynd sem gæti gengið. Allt erþetta spurning um verð og þróun.Það kemur að þessu einhverntímann en það gæti tekið áratugiþangað til það yrði raunhæfurkostur.“

Kjarnorka ekkiKjarnorka ekkiKjarnorka ekkiKjarnorka ekkiKjarnorka ekkiraunhæf hérlendisraunhæf hérlendisraunhæf hérlendisraunhæf hérlendisraunhæf hérlendis

– Svo virðist síðustu árin semerlendis sé á ný vaxandi áhugi áraforkuframleiðslu með kjarn-orku. Telur þú að hugsanlega getikomið til slíks í fyrirsjáanlegriframtíð hérlendis?

„Nei, ég hef nú ekki trú á þvíað Íslendingar muni þurfa aðframleiða rafmagn með kjarn-orku. Til þess eigum við svomarga orkugjafa sem ekki erunýttir ennþá. Við höfum ekki ennnýtt nema um þrjátíu prósent afvirkjanlegu vatnsafli í landinuog við eigum líka eftir að horfatil sjávarfallanna og svo fram-vegis.

Nýting kjarnorku er hins vegartiltölulega ódýr aðferð til aðframleiða rafmagn. Þar er þó eittstórt vandamál sem hefur ekkiverið að fullu leyst ennþá og þaðer hvað á að gera við hinn geisla-virka úrgang sem kemur frákjarnorkuverum og menn hafaverið að urða fram að þessu. Þaðer hið stóra vandamál með kjarn-orkuna, fyrir nú utan að stór hættaer á ferð ef ekki er gætt fyllstaöryggis við rekstur kjarnorku-veranna.“

Verð á raforkuVerð á raforkuVerð á raforkuVerð á raforkuVerð á raforkuhefur stórlækkaðhefur stórlækkaðhefur stórlækkaðhefur stórlækkaðhefur stórlækkað

Í lokin á þessum kafla semsnýr að orkumálunum má getaþess, að á starfstíma OrkubúsVestfjarða hefur orkuverð á Vest-fjörðum lækkað mjög að raun-virði. Nú er svo komið, að verðsamkvæmt almennum taxta eraðeins rúmlega 40% af því semþað var þegar Orkubúið hóf starf-semi sína.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hef-ur frá upphafi haft það að stefnu-miði að halda orkuverði á Vest-fjörðum eins lágu og nokkur kost-ur er og ekki gert kröfu um aðfyrirtækið skilaði hagnaði eðaarði til eignaraðila.

Árin tvö ekki enn liðinÁrin tvö ekki enn liðinÁrin tvö ekki enn liðinÁrin tvö ekki enn liðinÁrin tvö ekki enn liðin– Að þér sjálfum. Nú eru meira

en þrjátíu ár síðan þú komst hing-að vestur ungur maður til aðstjórna hinu nýstofnaða orkufyr-irtæki Vestfirðinga.

„Já, ég kem hingað vestur íbyrjun árs 1978. Þetta kom þann-ig til, að síminn hringdi heima

hjá okkur á Tómasarhaganum íReykjavík og í símanum var vin-ur minn Þorvaldur Garðar Krist-jánsson alþingismaður. Hannsagði að verið væri að leita aðmanni til að stýra fyrirtæki semverið væri að setja af stað og hétiOrkubú Vestfjarða. Hann sagðistþekkja mig og mína hæfileika oghvatti mig eindregið til að sækjaum. Ég ræddi þetta við frúna ogvið ákváðum að ég myndi slá tilog senda inn umsókn.

Þetta varð til þess að ég komhingað vestur einhvern tímanneftir áramótin 1978 og ræddi viðstjórnina og með okkur tókustsamningar. Formlega hóf ég störfí maíbyrjun árið 1978 þó að éghafi eitthvað verið hér fyrir þanntíma. Við hjónin ætluðum upp-haflega að vera hér bara í tvö ár –og þau eru ekki liðin enn. Hérnahefur okkur liðið vel. Hér hefurverið gott að ala upp sín börn ogvera með fjölskylduna í faðmifjallanna.“

– Má ég spyrja: Varla hyggurþú á annað starf úr þessu áður enþú kemst á eftirlaunaaldur?

„Þú mátt spyrja og ég skalsvara: Ég myndi gjarnan viljaljúka mínum starfsdegi hér viðþau verkefni sem ég hef sinntlungann af minni starfsævi. Þaðlíður vissulega að því að henniljúki. Ég sé það ekki fyrir mér aðhefja störf á nýjum vettvangi. Aðvísu veit enginn sína ævina fyrren öll hún er.“

TónlistarskóliTónlistarskóliTónlistarskóliTónlistarskóliTónlistarskóliÍsafjarðarÍsafjarðarÍsafjarðarÍsafjarðarÍsafjarðar

– Hvað hefurðu einkum fengistvið í tómstundum?

„Það er nú eitt og annað. Efvið víkjum fyrst að samfélags-legu hliðinni, þá var ég hér áðurog fyrr dálítið í nefndastörfumfyrir Ísafjarðarbæ, gegndi for-mennsku í atvinnumálanefnd ogsat í menningarnefnd um tíma.

Það sem hefur þó kannski tekiðmest af félagsmálatíma mínumhefur falist í því að hlúa að Tón-listarskóla Ísafjarðar. Ég var ekkibúinn að vera á Ísafirði mjöglengi þegar ég kynntist RagnariH. Ragnar. Með eldmóði sínumhreif hann mig með sér og fékkmig árið 1983 til að koma í skóla-nefnd sem þá var sett á laggirnarí fyrsta sinn við Tónlistarskólannog gerði mig þar að formanni.Þar hef ég verið allar götur síðanog sit enn og nýt þess að starfameð dugmiklum skólastjóra, Sig-ríði Ragnarsdóttur, sem tók viðskólastjórninni af föður sínumárið 1985.

Ég hef haft gaman af því aðhlúa að Tónlistarskólanum. Mérfinnst að hann sé mikilvæg mátt-arstoð fyrir bæinn og hafi gerthér marga góða hluti. Í þessuhlutverki hef ég komið að því aðbæta úr húsnæðismálum skólans.Ég var formaður byggingar-nefndar skólans og tel að búið séað koma honum mjög vel fyrir

við eitthvað annað.“

FramtíðarkostirFramtíðarkostirFramtíðarkostirFramtíðarkostirFramtíðarkostirsem eru enn of dýrirsem eru enn of dýrirsem eru enn of dýrirsem eru enn of dýrirsem eru enn of dýrir

– Þegar litið er til næstu miss-era og ára, hvað er helst á döfinni?

„Það sem við erum helst aðfást við núna er endurnýjun Mjólk-árvirkjunar, eins og ég gat umáðan. Þar erum við um þessarmundir að velja viðskiptaaðila.Við buðum vélbúnaðinn út í loksíðasta árs og opnuðum tilboð íbyrjun þessa árs. Síðan hefurfarið fram tæknileg yfirferð ognúna erum við að velja aðila tilað ganga til samninga við. Eldrihluti Mjólkárvirkjunar er orðinnrúmlega fimmtíu ára og yngrihlutinn orðinn upp undir þrjátíuára og það er einfaldlega kominntími til endurnýjunar. Á næstaári er fyrirhugað að ráðast í rúm-lega 1 MW virkjun við Borgar-hvilft í Mjólká.

Síðan höfum við verið að skoðastóra virkjunarkosti hér á Vest-fjörðum. Við höfum skoðað svo-kallaða Glámuvirkjun sem yrði70-80 megavött. Hún er að okkarmati of dýr enn sem komið er tilað koma til greina sem vænlegurvirkjunarkostur. En eftir því semgengur á hina ódýrari kosti lands-ins og farið verður kannski aðvernda aðra, þá kemur einhvern

tímann að því að Glámuvirkjunverður að veruleika. Sama áreyndar við um Hvalárvirkjun íÓfeigsfirði á Ströndum sem viðhöfðum verið að skoða. Okkurþótti hún líka frekar óhagkvæm-ur kostur enn sem komið er. Þarkomu hins vegar til sögunnarungir og duglegir menn hjá fyrir-tækinu Vesturverki á Ísafirði ogöfluðu sér vatnsréttinda þar,þannig að Hvalárvirkjun er núalveg í þeirra höndum.“

Hugað að sjávar-Hugað að sjávar-Hugað að sjávar-Hugað að sjávar-Hugað að sjávar-fallavirkjunumfallavirkjunumfallavirkjunumfallavirkjunumfallavirkjunum

– Hefur Orkubú Vestfjarðaeitthvað hugað að sjávarfalla-virkjunum með einum eða öðr-um hætti?

„Ég get kannski ekki sagt aðvið höfum hugað mjög alvarlegaað slíku. Hins vegar höfum viðaðeins rekið nefið í þá hluti ogreynt að fylgjast með því sem erað gerast í þeim efnum úti í hin-um stóra heimi. Þegar við vissumað átti að brúa Mjóafjörð hérinni í Djúpi höfðum við sambandvið Almennu verkfræðistofunaog fengum lauslega úttekt á sjáv-arfallavirkjun, sem yrði ef til villmöguleg á hagkvæman hátt sam-fara brúargerðinni. Niðurstaðanvarð sú, að þessi virkjunarkosturværi allt of dýr miðað við aðrakosti sem til eru.

Við erum hins vegar með skemmti-lega rannsókn í gangi varðandiFlatey á Breiðafirði. Við þurfumað sjá eynni fyrir rafmagni sem ídag er framleitt með díselvélum.Þar kostar hver kílóvattstund umþrjátíu krónur í framleiðslu miðaðvið núverandi olíuverð en við selj-um hana hins vegar á tæpar fjórarkrónur. Þar erum við að skoðaýmsa möguleika, meðal annarsað setja skrúfuhverfil út í strauma-sund sem myndi framleiða raf-magn.

Vegna þess hve núverandi fram-leiðslukostnaður er hár væri hægtað fara út í þessar nýju aðferðireins og strauma- eða sjávarfalla-virkjun. Þekktar eru hugmyndirum sjávarfallavirkjun í Hvamms-firði sem ætti að geta skilað afli ávið Kárahnjúkavirkjun, eftir þvísem ég man best. Ég held núsamt að það sé bara á skoðunar-stigi.“

OsmósuvirkjunOsmósuvirkjunOsmósuvirkjunOsmósuvirkjunOsmósuvirkjuní undirbúningií undirbúningií undirbúningií undirbúningií undirbúningi

„Orkubúið er í samstarfi viðNýsköpunarmiðstöð Íslands umgerð svokallaðrar himnuvirkjunareða osmósuvirkjunar, sem gerter ráð fyrir að verði við Mjólkár-virkjun. Þetta verkefni á að sýnafram á að hægt sé að framleiðarafmagn með spennumuninumsem myndast milli saltvatns og

Kristján Haraldsson verkfræðingur hefur verið fram-kvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða – orkubússtjóri eins og

starfsheitið er – frá öndverðu eða liðlega þrjá áratugi, hart-nær þriðjung aldar. Ekki virðist ósennilegt að stofnun fyrir-tækisins verði talin meðal þess merkasta og metnaðarfyllstasem Vestfirðingar í sameiningu hafa ráðist í fyrr og síðar.

1212121212 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

vind og skólinn búi nú við þauskilyrði sem honum hæfir.“

Gaman að hittaGaman að hittaGaman að hittaGaman að hittaGaman að hittakúluna sæmilegakúluna sæmilegakúluna sæmilegakúluna sæmilegakúluna sæmilega

„Hér áður og fyrr spilaði égbrids af miklum krafti. Ég hefverið mjög virkur félagi í Frí-múrarareglunni og starfið þarhefur gefið mér ákaflega mikið.Þegar ég tók við stjórn frímúr-arastúkunnar Njálu hætti ég aðspila keppnisbridge til þess aðhafa einhvern tíma fyrir fjölskyld-una.

Ég hef verið lengi í Rótarý-klúbbnum hér á Ísafirði og gegniþar nú starfi klúbbforseta öðrusinni.

Upp á síðkastið er ég aðeinsfarinn að fikta við golfið en þaðgengur mjög hægt. Ég gleðst yfirþví þegar ég hitti kúluna sæmi-lega en reyni að gleyma hinu!“

Sonurinn í sam-Sonurinn í sam-Sonurinn í sam-Sonurinn í sam-Sonurinn í sam-keppni við föðurinnkeppni við föðurinnkeppni við föðurinnkeppni við föðurinnkeppni við föðurinn

Eiginkona Kristjáns Haralds-sonar er Halldóra Sigríður Magn-úsdóttir, fædd og uppalin á Þing-eyri, dóttir hjónanna IngunnarElínar Angantýsdóttur og Magn-úsar Amlín, sem var lengi spari-sjóðsstjóri og framkvæmdastjóriá Þingeyri. Þau Halldóra ogKristján kynntust á Laugarvatniþar sem þau voru bæði í skóla ogbundust heitum ung að aldri.

Börn þeirra Halldóru og Krist-jáns eru þrjú. Tvö voru þau búinað eignast áður en þau komu tilÍsafjarðar. Elst er Ebba Áslaug,sem fædd er árið 1971. Hún erkennari við Ísaksskóla. Næsturer Magnús, sem fæddur er árið1975. Hann er framkvæmdastjórifyrirtækis sem heitir Orkusalan,en það er sá hluti Rarik sem ann-ast framleiðslu og sölu á raforku.Hann hefur þannig með vissumhætti fetað í spor föður síns.Magnús nam reyndar tölvunar-fræði en er núna í samkeppni viðpabba sinn í orkusölu! Yngstbarnanna þriggja er svo Ísfirð-ingurinn, Þórunn Arna, fædd1983. Hún fór eins og hin börningegnum Tónlistarskóla Ísafjarðarog síðan í Listaháskóla Íslandsog lauk þar söngnámi og lýkurvæntanlega auk þess leiklistar-námi á næsta vori.

„Ljósmóðir“„Ljósmóðir“„Ljósmóðir“„Ljósmóðir“„Ljósmóðir“Orkubús VestfjarðaOrkubús VestfjarðaOrkubús VestfjarðaOrkubús VestfjarðaOrkubús Vestfjarða

Að lokum skal hér tilfærð klausaúr ávarpi sem Kristján Haralds-son flutti fyrir tæpum tveimurárum í tilefni þess að 30 ár voruliðin frá stofnfundi OrkubúsVestfjarða. Hún hefur að geymaannars vegar lítið eitt um upp-hafið og jafnframt eina af ótal-mörgum tækifærisvísum Guð-mundar Inga heitins Kristjáns-sonar skálds á Kirkjubóli í Ön-

undarfirði.„Það voru framsýnir sveitar-

stjórnarmenn á Vestfjörðum meðFjórðungssamband Vestfirðingaí fararbroddi, sem hófu að hugaað því hvernig orkumálum Vest-firðinga yrði best fyrirkomið íupphafi áttunda áratugar síðustualdar. Það var sama hvert horftvar, alls staðar blöstu við verk-efnin, meginþorri húsa var kynturmeð olíu og hluti raforkunnarvar framleiddur með díselvélum.

Þorvaldur Garðar Kristjánssonþáverandi alþingismaður tókmálið upp á arma sína, barðistfyrir stofnun orkufyrirtækis áfjórðungsvísu af öllu afli, velstuddur af Vestfirðingum. Hannvann Gunnar Thoroddsen á bandsitt og Gunnar kom málinu í gegnhjá ríkisstjórninni. ÞorvaldurGarðar er því réttnefndur „ljós-móðir“ Orkubúsins, eins og Guð-mundur Ingi Kristjánsson orðarþað í vísu ortri á aðalfundi 1979þegar fluttar voru kveðjur fráþingmönnum sem komust ekkitil fundarins.

Engan fjarstaddir þingmennþreytaen Þorvaldur Garðar komhingað fús.Líklega má hann líka heitaljósmóðir þessa Orkubús.

Þann 26. ágúst 1977 undirrit-uðu vestfirskir sveitarstjórnar-menn og Gunnar Thoroddsen þá-verandi iðnaðarráðherra stofn-samning að Orkubúi Vestfjarðaog hóf fyrirtækið rekstur um ára-mót rúmum fjórum mánuðumsíðar.“

– Hlynur Þór Magnússon.

Ísafjörður í öðru sætihjá Lonely Planet

Ísafjörður er í öðru sæti yfirmest spennandi áfangastaðilandsins í nýjustu útgáfu vin-sælustu ferðahandbókar heim,Lonely Planet. Listi handbók-arinnar yfir „Top Picks“ seturÍsafjörð í annað sætið og skýturþar með perlum eins og Gull-foss, Geysi, Bláa Lóninu ogMývatni ref fyrir rass. Á list-anum er sagt að Ísafjörður séafviknasti bær landsins í stór-kostlegu umhverfi í hinumstórbrotnu Vestfjörðum. Þaðer greinilegt að höfundum bók-arinnar hefur ekki leiðst Vest-fjarðadvölin. Annar aðalhöf-unda bókarinnar, Etain O’Carr-

ol, setur einmitt ferð um Vestfirðisem sína uppáhalds ferð um Ís-land. Nefnir hún að þar sem sam-göngur geri ferðamönnum ofterfitt um vik að ferðast um svæð-ið, þrauki fáir alla leið, og þessvegna sé það svona sérstakt. Húnsegir til dæmis að dýralífið viðLátrabjarg sé engu líkt sem ogað aksturinn að og upplifuninvið Dynjanda sé mögnuð.

Aksturinn yfir heiðar Vest-fjarða sé líkt því að vera komin átunglið en það sé þess virði þegarkomið sé til stórborgar smábæj-arins Ísafjarðar. Þaðan sé einnighægt að komast að Hornströnd-um sem fangaði huga hennar með

fallegu landslagi, himinháumfuglabjörgum og krefjandigönguleiðum. Vestfirðir meðoddhvössu fjöllin og villtuklettana eru, að hennar sögn,líkt og að komast á heims-enda.

Lonely Planet hefur gefið útmeira en 500 ferðahandbækurá átta tungumálum og selurútgáfan meira en sex milljónirferðahandbóka á ári hverju.

Auk þess gefur LonelyPlanet út ferðablað, framleiðirsjónvarpsþætti og heldur útivefsíðu sem er ákaflega vinsælmeðal ferðamanna um allanheim.

[email protected]

Engin áform eru uppi hjá Ísa-fjarðarbæ að lagfæra lóð Edin-borgarhússins, en hún hefur veriðþyrnir í augum bæjarbúa, sérstak-lega þar sem þetta er ein aðalaðkoma fyrir ferðamenn bæjar-ins. Þar sem fundur sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra Norður-landanna verður haldinn í Edin-borgarhúsinu í byrjun næsta mán-aðar hafa margir velt því fyrirsér hvort ekkert verði gert til aðgera aðkomu gesta Ísafjarðar aðeinu helsta kennimerki bæjarinsfallegri. „Það er engar áætlanirhjá bænum í augnablikinu að lag-færa þetta enda eru það nokkrar

milljónir sem það kostar aðhelluleggja svæðið“, segir Hall-dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-fjarðarbæjar. Hugmynd kom uppum að svæðið yrði tyrft tíma-bundið þangað til fjármagnmyndi fást til að klára fram-kvæmdir á svæðinu, en kostnaðurvið það yrði minniháttar.

„Kostnaður við að leggja grasá opna svæðið myndi kosta nokk-ur hundruð þúsund, en það þóttigóður kostur þar sem hægt yrðiað raka ógeðið sem safnast fyrirúr grasinu í svo auðveldara væriað þrífa það. Hinsvegar er svæðiðí stanslausri notkun og því hætta

á að grasið fengi ekki nægantíma til að jafna sig og traðkistút“, segir Halldór.

Hann skilur gremju margra ogviðurkennir að svæðið sé oft átíðum mjög sóðalegt. Hinsvegarsé þetta auðvitað lóð hússins ogþeirra til að hugsa um, fólk verðieinfaldlega að taka ábyrgð á því.„Ein hugmynd sem hefur einnigkomið upp er að breikka göngu-stíginn sem liggur meðfram Poll-götunni. Það myndi ekki kostamikið fjármagn og þannig værimeira pláss sem hægt væri að sópa,þannig væri auðveldara að haldasvæðinu hreinu“, segir Halldór.

Engin áform um að lagfæra lóðEdinborgarhússins á Ísafirði

Aðkoman fyrir ferðamenn að einu helsta kennimerki bæjarins er ekki falleg.

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 1313131313

Blómagarðurinn undir árásBlómagarðurinn á Austurvelli

á Ísafirði er undir árás lirfa. Hafaþær étið mikið af gróðri og tekiðsér m.a. bólfestu á bekknum viðAusturvöll. Ásthildur Cesil Þórð-ardóttir, garðyrkjustjóri Ísafjarð-arbæjar, hefur umsjón með garð-inum. Hún segir lirfurnar verakvikindi sem sé nýtilkomið ánorðanverða Vestfirði og segistekki hafa séð það áður. „Það erað hlýna hjá okkur og þá fáum

við fleiri tegundir af kvikindum.Garðurinn er of lítið vökvaðurog þá gýs þessi plága upp en þaðer búið að eitra fyrir henni núna,“segir Ásthildur Cesil. Einnig ermikið um kóngulóarvefjum írunnum í garðinum en Ásthildursegir að hreinsun standi yfir ogbúið er að planta sumarblómumí garðinn. „Svo þarf að hreinsabetur illgresið því það er svofljótt að poppa upp þegar gerir

smá rigningu,“ segir Ásthildur.Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi

Ísafjarðarbæjar, segir lirfuna veraplágu og því verði að sjá tilhvernig eitrið virkar á hana. Hannsegist hafa orðið var við lirfuna ítrjám víðar á Ísafirði en lirfanétur allan gróður sem fyrir henniverður. Hann segir að reynt verðieins og unnt er að útrýma plág-unni og farið verði í hreinsunar-átak í garðinum hið fyrsta. Lirfurnar hafa tekið sér bólfestu á bekknum á Austurvelli.

Einnig er mikið um kóngulóarvefjum í runnum í garðinum. Lirfurnar eru sagðar éta allan gróður sem fyrir þeim verður.

Fyrstu rannsóknum í Hornvík lokiðFyrstu rannsóknarviku Mel-

rakkaseturs Íslands í Hornvík erlokið í ár en í fyrra hófu starfs-menn setursins að meta viðbrögðrefa við aukinni umferð ferða-manna um óðul þeirra og í ná-grenni við greni. Tanja Geis,nemandi við Háskólasetur Vest-fjarða, fylgdist með ferðamönn-um og refum í 8 klukkustundir ádag í fimm daga. Einnig vorumeð í för þeir Tobias Mennle ogFrank Drygala sem nú eru í Horn-vík að mynda fjölskyldulíf ref-

anna en mynd þeirra mun fjallaum heilt ár í lífi refafjölskyldu áÍslandi.

Ester Unnsteinsdóttir fór meðfólkinu og fór á öll þekkt grenitil að kanna hlutfall í ábúð ogsafna gögnum fyrir Melrakka-setrið og Náttúrustofu Vestfjarða.„Fólkið á Horni hefur verið dug-legt að færa refunum mat ogspekja þá svo óhætt er að segjaað það sé líf og fjör meðal ferfætl-inganna á svæðinu“, segir á vefMelrakkasetursins.

Gróðurskemmdir vegna utanvegaakstursTorfæruakstur utan vega í

Syðridal í Bolungarvík hefuraukist til muna í sumar. Nýtaökuþórar á torfærumótorhjólumsér landsvæði rétt utan við Syðri-dalsvöll, golfvöll GolfklúbbsBolungarvíkur. Bolvískir kylf-ingar eru ekki sáttir með þennanakstur. Mikið votlendi er á svæð-inu sem hefur verið spænt upp.Haustið 2006 hafði stjórn GBOáhyggjur af torfæruakstri utanvegar fyrir innan golfvöllinn ogsíðan þá hefur hann aukist. Hafaforsvarsmenn klúbbsins velt þvífyrir sér hvort leyfi hafi veriðveitt fyrir akstrinum sem og hvortekki hafi þurft umsögn frá

Náttúrustofu Vestfjarða þar semviðkvæmt fuglalíf er á svæðinu.Samkvæmt upplýsingum frá bæj-aryfirvöldum í Bolungarvík, hef-ur enginn sótt um tilheyrandi leyfi.

Landsvæðið, sem er í eigu Bol-ungarvíkurkaupstaðar, er á millisandnámu bæjarins og þjóðveg-arins í Syðridal. Slíkur aksturtorfærutækja getur valdið alvar-legum gróðurskemmdum og ersvo komið að gróður innan markagolfvallarins hefur orðið fyrirskemmdum vegna þessa. Í lögumum náttúruvernd, nr. 44/1999 erkveðið á um bannað sé að akavélknúnum ökutækjum utan vegaog í reglugerð um takmarkanir á

umferð í náttúru Íslands, nr. 528/2005 er áréttuð sú meginreglaað óheimilt er að aka vélknúnumökutækjum utan vega í náttúruÍslands. Þar er jafnframt tekiðfram að akstur torfærutækja séaðeins heimilt utan vega á tilþess samþykktum svæðum. Erþví ljóst að þar með eru viðkom-andi ökuþórar að brjóta gegnákvæðum 1. mgr. 17. gr. laga nr.44/1999 um náttúruvernd.

Jón Fannar Kolbeinsson, full-trúi sýslumannsins á Ísafirði,segir nokkur slík mál hafa fariðfyrir dómstóla en ákæruvaldiðþurfi að hafa skýr sönnunargögngegn gerendunum og standa þurfi

þá að verki. Lögreglan mun þvífylgjast vel með akstri utan vega

á þessu svæði hér eftir þar semum vítaverðan akstur er að ræða.

Mikið votlendi er á þessu svæði og er búið að spæna það upp.

1414141414 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Kreppan kom-in í gufuna

Bloggið

Carsten og Ania frá Berlin íÞýskalandi voru augljóslegaferðamenn þó blaðamann hafigrunað rangt þegar hann taldi aðþau væru af skemmtiferðaskip-unum. Þau voru í sinni annarriheimsókn til Íslands en síðastfóru þau hringveginn og því ekkitil Vestfjarða, þessi ferð var tilað bæta úr því. „Þegar við ákváð-um að sneiða framhjá Vestfjörð-um síðast, þá var það ekki hug-mynd okkar að koma aftur næsta

ár. Hins vegar hefur verðlaghrunið hérna á Íslandi og þvíákváðum við að skella okkur tilVestfjarða, við hefðum ekki áttmöguleika á því nema út af veik-ingu krónunnar“, segir Ania.

Þeim hafði líkað dvölin hingaðtil en það er þó eitt sem fær ekkiháa einkunn hjá hjónunum ogþað eru samgöngur. „Hér er ekk-ert hægt að fara nema maður sémeð góðan einkabíl því rútur erusjaldséðar og bílaleigubílar eru

alltof dýrir. Við höfum samt get-að komist um á puttanum, viðfórum á Suðureyri, Flateyri ogkomumst alla leið á Þingeyri áputtanum, en ekki lengra“, segirCarsten. Eitt hafði þó staðið uppúr á Ísafirði að sögn hjónanna,en það er veitingastaðurinn íTjöruhúsinu þaðan sem þau vorunýkomin úr hádegismat. „Ótrú-legur matur“, segja þau næstumí kór. „Mjög góður veitingastað-ur.“

Carsten og Ania frá Berlín í ÞýskalandiCarsten og Ania frá Berlín í ÞýskalandiCarsten og Ania frá Berlín í ÞýskalandiCarsten og Ania frá Berlín í ÞýskalandiCarsten og Ania frá Berlín í Þýskalandi

Terry og Lynn voru í sinni fyrstuheimsókn til Íslands en blaða-maður kom að þeim þar sem þaunutu sólarinnar á Silfurtorgi.„Okkur hefur lengi langað til aðheimsækja Ísland. Við ákváðumþví að fara með Artemis en íþessari ferð eru margir viðkomu-staðir og því gefst okkur tækifæritil að skoða landið nokkuð vel.Ísland er eitt þessara landa semmaður heyrir alltaf um og fólksegist langa til að heimsækja engerir aldrei, við ákváðum því að

fara“, segir Terry.Það kom hjónunum á óvart

hvað veðrið var gott á Ísafirði enþau óttuðust að ískalt yrði í bæmeð nafn sem þetta í landi meðeins kuldalegu nafni. Þau nýttumorguninn í að fara í bátsferð tilHesteyrar, en eftirmiðdaginnnýttu þau í að rölta um bæinn ogslaka á. „Það er alveg ótrúleg róyfir svæðinu sem við kunnumvel að meta“, segir Terry. „Um-hverfið, náttúran og dýralífið erstórkostlegt, við urðum ekki fyrir

vonbrigðum með það. Ísafjörðurer mjög fallegur og yfirvegaðurbær, rólegheitin eru mjög notalegog það er yndislegt að labba umbæinn. Hérna er maður alveg lausvið álag og fólkið er mjög vin-gjarnlegt. Við værum meira entil í að koma hingað aftur.“ Þegarblaðamaður spurði þau hvað Ís-firðingar geti gert til að gera dvölferðamanna sem eftirminnileg-asta svarar Terry einfaldlega: „Íguðanna bænum Ísafjörður, ekkibreytast.“

Terry og Lynn frá Reading í EnglandiTerry og Lynn frá Reading í EnglandiTerry og Lynn frá Reading í EnglandiTerry og Lynn frá Reading í EnglandiTerry og Lynn frá Reading í Englandi

Fátt þykir mér yndislegra enað skella mér í gufu eftir langanvinnudag. Það er bara eitthvaðsvo afslappandi og róandi. Nú ermaður öruggari með sig eftir aðspeglarnir minnkuðu í sturtunni og enginn sér mann lengur - og já,maður sem er í eins og grískur guð í sumarfríi hann vekur auðvitaðeftirtekt. En ástandið er ekki gott. Nei það er alls ekki gott. Það ersvo slæmt að þeir fjarlægðu ekki speglana alveg - heldur minnkuðuþá. Já og það er svo slæmt að Mummi Þór kom með sinn eigin ofní gufuna! Bærinn skaffar semsagt lítið herbergi með viðarklæðninguog bekkjum - vatn og gamla ausu. En ofninn bilaði og því hefðiorðið kalt í klefanum ef hann Mummi minn hefði nú ekki barastakomið með ofninn með sér. Og fyrir þetta tók bærinn gjald - ogMummi blessaður fékk ekki krónu.....

Þetta er farið að minna mann á gamla daga þegar sá sem áttiboltann réð öllu. Spurning hvort að Mummi hendi manni út efmaður er ekki sammála honum?

Tja...það myndi ég gera.....Þorleifur Ágústsson – http://tolliagustar.blog.is

Íslensk rétt-vísi er fífl

Sigurjón Magnús Egilsson ogErla Hlynsdóttir hafa nú veriðsýknuð í sakamáli vegna þess aðþau kölluðu fíkniefnasmyglarafíkniefnasmyglara. Samt þurfaþau að bera kostnaðinn af mála-ferlunum. Ríkið ákvað hins vegarað borga fyrir fíkniefnasmyglar-ann þannig að hann þarf ekki aðbera neinn málskostnað.

Multum absurdum in capite vaccae.Hér með leyfi ég mér að kalla íslenska réttvísi fífl. Varla er ég þó

nógu merkilegur til að verða saksóttur fyrir slík ummæli. En ef svofæri, þá yrði ég sýknaður. Ég væri einfaldlega að segja það sem satter og jafnframt á almannavitorði. Dómafordæmi sýna að það erleyfilegt að segja sannleika sem er jafnframt á almannavitorði.

En – ég yrði að bera kostnaðinn af því að verja mig gagnvartákæru fyrir að segja sannleika sem er jafnframt á almannavitorði.

Hlynur Þór Magnússon – http://hlynur.eyjan.is

Sakamálí Víkinni

[…] Aðrir sem heimsóttuEinarshús um helgina kvödduekki með kurt og pí líkt og skipti-neminn heldur létu greipar sópaum muni hússins og skemmduog eyðilögðu í ölæði. Vertinnvarð því að leggjast í rannsóknirog segja má með sanni að hvorkiHerkjúl Peró né Sjerlokk Hólms komust hvorugir með hælana þarsem títtnefnd hafði tærnar þegar kom að því að leysa þetta einstakaglæpamál. Hringurinn þrengdist æ meira um tiltekna aðila og loksvar látið til skarar skríða og meint-ir teknir tali af téðum Vert. Svonatil glöggvunar fyrir lesendur þá skal það tekið fram að heimsóknintil þeirra sem lágu undir grun var engin sérstök kurteisisheimsóknenda gaf hún ekki tilefni til slíks. Heimsóknin skilaði þó tilætluðumárangri og þýfinu var skilað er dagur var allur og glögglega sástglitta á tár er beðist var afsökunar á tiltækinu og iðrunin virtistaugljós. Það ætti því að vera hverjum manni ljóst sem les þessafrásögn af þessu einsæða sakamáli að betra er að haga sér vel og lifaeftir þeirri grundvallarreglu að ganga vel um hús sorgar og gleði ogbera virðingu fyrir þeirri uppbyggingu sem þar á sér stað. Ragna J. Magnúsdóttir – http://vertinn.blog.is

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 1515151515

„Í guðanna bænum Ísafjörður, ekki breytast“Fimmtudagurinn í síðustu viku var sennilega mesti erilsdagur sumarsins á Ísafirði hvað varðar ferðamenn, en tvö farþegaskip

sóttu þá bæinn heim. Alls tóku skipin tvö, Artemis og Spirit of Adventure, rúmlega 1.800 farþega, og því jókst íbúafjöldi bæjarinsum rúmlega helming þann dag. Bæjarbúar tóku vafalaust eftir aragrúa ferðamanna sem þeyttust um í rútum og bátum á leiðsinni að skoða helstu viðkomustaði í nágrenni Ísafjarðar til að nýta daginn sem best. Aðrir kusu einfaldlega að slappa af og spókasig um í bænum, enda bauð góða veðrið upp á það. Óformleg könnun Bæjarins besta leiddi í ljós að gestir Ísafjarðar voru ánægðirmeð heimsóknina, og það var ekki bara veðrið sem heillaði.

Þetta er fyrsta heimsókn hjónanna hingað til lands. Þau voru búinað vera að fylgjast með leiklistarhópnum Morranum leika listir sínarí Neðstakaupstað og bragða brennivín í fyrsta skiptið þegar blaða-maður náði af þeim tali. „Landið er alveg stórfenglegt“, segir Jill.„Við sáum miðnætursólina norður af landinu í skipinu okkar í gær,sem hafði mikil áhrif á okkur, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“Þau segjast hafa kynnt sér landið vel áður en lagt var af stað og þvílítið sem hafi komið þeim hjónunum á óvart. „Ísland var nákvæmlegaeins og ég bjóst við, það kom ekkert á óvart“, segir John. Þau segjaþað greinilegt að lífið hafi verið erfitt fyrir íbúa Íslands miðaðhvernig það kemur þeim fyrir sjónir.

„Það er lítið um falleg blóm og fallega snyrt hús og svoleiðis, þaðhlýtur að vera erfitt að búa hérna. Það kemur manni þannig fyrirsjónir miðað við hvernig við höfum það í Bretlandi“, segir John. Þaunýttu ekki daginn í skoðunarferðir heldur ákváðu þau í staðinn aðnjóta þess að spóka sig um í bæinn og voru afar ánægð með daginn.„Við gengum um og fórum út um allt, það var mjög notalegt. Viðsátum við kaffihús og slöppuðum af og það er skemmtilegt andrúms-loft í bænum, hann er mjög fallegur og fólkið er mjög vingjarnlegt.Það er aldrei að vita nema maður komi aftur við á Ísafirði til að slakaá og njóta sín.“

John og Jill frá Exeter í EnglandiJohn og Jill frá Exeter í EnglandiJohn og Jill frá Exeter í EnglandiJohn og Jill frá Exeter í EnglandiJohn og Jill frá Exeter í Englandi

Barry og Jean segja ástæð-una fyrir komu þeirra að þauhafi einfaldlega aldrei komiðhingað áður. Ísafjörður hafiekki verið sérstakur óska við-komustaður heldur hafi þettaverið hluti af áætlun skipsins.Þau urðu hins vegar ekki fyrirvonbrigðum. „Vestfirðir og Ís-land voru stærri og mikilfeng-legri en við bjuggumst við.Landslagið hérna, með þessumstóru jökulskornu fjörðum, ermjög fallegt.“ Þau nýttu daginní að rölta um bæinn ásamt þvíað slást í rútuferð til Bolungar-

víkur og skoða safnið í Ósvörsem þau höfðu mjög gaman af.„Þetta lítur út fyrir að vera mjögeinangraður staður. Vegirnir eruekki mjög góðir og það virðistvera mikil hætta á einangrun þeg-ar vetur skellur á, ég skil ekkialveg hvernig fólk þraukar hérnaí snjónum og myrkrinu“, segir Jean.

„Sumarið virðist vera mjögfallegt samt og veðrið betra envið bjuggumst við, en við tókummeð okkur aragrúa af þykkumfötum sem við munum ekki þurfaá að halda“, segir Barry. Það ereitt sem heillar þau, en það er að

sjá alla ungu krakkana viðvinnu á Ísafirði. „Það er gamanað sjá krakka hjálpa til við aðgera bæinn að betri stað. Þaðer greinilegt að eitthvað semþetta myndi hjálpa mikið til íBretlandi og kenna krökkun-um þar ýmislegt hvað varðarvinnusemi og góð gildi. Að-staða til íþrótta virðist einnigvera til fyrirmyndar hérna,íþróttahús og íþróttavöllurásamt skíðasvæði, það er eitt-hvað sem ég bjóst alls ekkivið á svona litlum og afviknumstað“, segir Barry.

Barry og Jean frá Kent í EnglandiBarry og Jean frá Kent í EnglandiBarry og Jean frá Kent í EnglandiBarry og Jean frá Kent í EnglandiBarry og Jean frá Kent í Englandi

1616161616 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

Ferðasumar

Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnumhafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.

Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

smáar

Aðstæður hafa breyst síðanfyrir ári og fólk mun ferðast mun

meira um Ísland en þá og vonandi verða Vestfirðir ekki útundan.Komið hefur í ljós að margir Íslendingar telja Vestfirði vera einnfallegasta hluta Íslands. Þó er við margan fagran staðinn að keppaí þeim efnum, enda má öllum vera ljóst að Ísland býr yfir ótrúlegrináttúrufegurð. Það hyggjast margir nýta sér í sumarleyfinu í staðferða til útlanda, sem hafa hækkað í verði eðli málsins samkvæmt,auk þess sem dýrt er að framfleyta sér á erlendri grundu meðangengið fellur stöðugt og engan veginn virðist komast á þau málnauðsynleg festa.

Fyrir útlendinga gerir það Ísland að fýsilegum ferðakosti, endahagstætt að kaupa allt á Íslandi fyrir þá sem eiga erlendan gjaldeyri.En þá verður að gæta þess að ofbjóða ekki Íslendingum sjálfummeð of háu verðlagi. Verði það ekki gert ættu Íslendingar að getaskapað sér gott ferðasumar og styrkt þar með þjóðarbúið og sparaðgjaldeyri. Tækifærin eru mörg og það hafa hugvitsamir duglegirVestfirðingar nýtt sér, mörgum til gagns. Það er arðvænlegur at-vinnuvegur að fá útlendinga í heimsókn til að veiða á sjóstöng ogferðir á Hornstrandir verða æ vinsælli. Enn sem fyrr er galli aðhótel skortir, nema helst á Ísafirði. Fyrr eða síðar verður að skipu-leggja ferðamál á Vestfjörðum með þeim hætti að unnt sé að takavið stórum hópum víðar en á Ísafirði.

Ísfirðingar eiga mikla frumkvöðla í ferðamálum, þau hjón Ás-

laugu Alfreðsdóttur og Ólaf Örn Ólafsson, sem rekið hafa HótelÍsafjörð með miklum myndarbrag og að auki sumarhótel. Þauhafa einnig stuðlað að því að leita nýjunga í ferðamálum og veriðöðrum hvatning og fyrirmynd svo eftir hefur verið tekið ogstundum hefur verið sótt á brattann. Margt hefur verið gott gert áVestfjörðum í ferðamálum þótt þungt hafi verið fyrir fæti. Vonandiskilar það sér nú í sumar þegar búast má við auknum straumi fólksá ferð um Vestfirði. Ferðablað sem gefið er út árlega er til þessfallið að vekja og halda við áhuga á endalausum möguleikum tilað skoða og kynnast landi, fólki og sögu.

Kannski er ekki rétt að gera út á Spánverjavíg og galdrabrennur,en hvoru tveggja er hluti sögunnar og öllum hollt að kynnast.Þetta er nefnt hér vegna þess að menn voru brenndir fyrir galdraum alla Vestfirði. Tveir þekktir prestar fóru þar fremstir, séra PállBjörnsson í Selárdal og séra Jón Magnússon á Eyri, sem nú nefn-ist Ísafjörður. Í Æðey voru Spánverjar drepnir undir forystu AraMagnússonar sýslumanns og á Fjallaskaga og Baskar höfðu áðurlátið til sín taka á Ströndum. Efna mætti til söguferða um allaVestfirði og tengja byggðir og atburði umfram það sem gert hefurverið með Gísla Súrssyni.

Miklir möguleikar eru fyrir hendi auk safna og náttúru Vest-fjarða. Fólkið sem stýrir ferðamálum leggur til drýgsta skerfinn.Það er þakkað, en hótel vantar víðar.

Óska eftir notaðri frystikistu.Uppl. gefur Margrét í síma 4564451 eftir kl. 16.

Bráðvantar stórt húsnæði á Ísa-firði fyrir sex manna fjölskylduút ágúst 2010. Upplýsingar ísíma 865 9909.

Til sölu er 40m² bílskúr að Suð-urtanga. Tilboð óskast. Uppl. ísíma 866 1161 (Sigrún).

Til sölu er Fleatwood Yuma 9,5feta fellihýsi árg. 2006. Mjög velmeð farið. Selst með eða án for-tjalds. Uppl. í síma 696 7316.

Til sölu er Carena barnakerra.Vel með farin. Upplýsingar í síma899 5319.

Fjögurra manna fjölskylda oghundur óska eftir húsnæði semfyrst. Í síðasta lagi frá 1. sept-ember. Miklir snyrtipinnar ogöruggum greiðslum heitið. Uppl.í síma 898 8828 (Ásthildur).

Tilbúinn í íbúðaskipti. Þarf aðvinna tvær vikur á Ísafirði í júlí.Er með nýja 3ja herb. íbúð, 105m² íbúð í útjaðri Reykjavíkur.Tilbúinn að hafa tímabundiníbúðaskipti til tveggja vikna frá6. júlí. Upplýsingar gefur Sveinní síma 897 5221.

Annað stigamót Blaksam-bands Íslands í strandblaki verðurhaldið á strandblakvöllunum áÞingeyri 4. júlí. Mótið hefst kl8:45 og stendur fram eftir degi.Ef skráning er mikil, verður hlutimótsins spilaður á sunnudegi.Mjög góð þátttaka hefur veriðundanfarin ár á mótunum á Þing-eyri, en von er á enn meiri þátt-töku þetta árið að sögn móts-haldara. Þess má til gamans getaað Þingeyringurinn Laufey BjörkSigmundsdóttir sigraði ásamtfélaga sínum Lilju Jónsdóttur íkvennaflokki á fyrsta stigamótisumarsins.

Strandblak hefur notið mikillavinsælda á Þingeyri undanfarinár en Íþróttafélagið Höfrungurstóð fyrir gerð strandblakvalla ástaðnum árið 2005. Vellirnir erutveir, hvor um sig 8x16 m aðstærð, og sandurinn í völlunumkemur frá Önundarfirði.

Strandblaká Þingeyri

Lítið verður um framkvæmdirá Litlabæ í Skötufirði í sumarvegna skorts á fjármagni. Þettasegir Kristján Kristjánsson fráHvítanesi í Skötufirði en Litlibærer í umsjón hans og konu hans,Sigríðar Hafliðadóttur. „Ég er bú-inn að vinna þarna eitthvað í veturog búinn að klára mestallt inni,

það á bara eftir að mála“, segirKristján. „Ég er samt hræddurum að það verði voða lítið umframkvæmdir í sumar vegna pen-ingaskorts. Það fæst enginnpeningur frá Húsafriðunarnefndfyrir sumarið. Þetta er voða dap-urt en svona er það bara, ég ætlasamt að reyna að vinna eitthvað í

þessu í sumar.“Kristján segir að mikið hafi

verið um gestagang síðasta sumarog fjöldi þeirra sem leggi sér leiðá Litlabæ sé sífellt að aukast.„Við reynum að hafa hérna opiðeins mikið og við getum í sumar.Það verður að minnsta kosti alltafheitt á könnunni og fólk er alltaf

velkomið. Svo ef það er enginnvið þá er alltaf hægt að hringjaog við komum líkt og við gerðumí fyrra“, segir Kristján.

Litlibær í Skötufirði í Ísafjarð-ardjúpi var byggður var af þeimFinnboga Péturssyni og GuðfinniEinarssyni árið 1895. Bærinn vargerður upp árin 1998-2002 afÞjóðminjasafninu og er opinnferðafólki.

[email protected]

Peningaskortur á LitlabæLitlibær í Skötufirði verður opinn fyrir ferðafólk í sumar.

Margrét Halldórsdóttir,íþrótta- og tómstundafulltrúiÍsafjarðarbæjar og KristínÓsk Jónasdóttir, grunnskóla-fulltrúi, hafa lagt til við bæj-arráð að börn á grunnskóla-aldri verði veittur gjaldfrjálsaðgangur að strætisvögnumÍsafjarðarbæjar. Í dag fá ein-ungis börn yngri en sex áraókeypis í strætisvagnana.

Fái frítt ístrætisvagna

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 1717171717

Nauðsynlegt er að afhending-aröryggi raforku á Vestfjörðumverði bætt en ástandið eins ogþað er í dag vinnur gegn jákvæðribyggðaþróun að mati Einar Krist-ins Guðfinnssonar, þingmannsSjálfstæðisflokks. „Afhending-aröryggi raforku á Vestfjörðumer óviðunandi“, segir Einar Krist-inn. „Það er ekki bara þannig aðþað veldur kostnaði við reksturheimila og fyrirtækja, en þaðbókstaflega kemur í veg fyrir at-vinnusköpun og er þess vegna tilþess fallið að vinna gegn já-kvæðri byggðaþróun.“

Í nýlegri skýrslu Landsnets

kom fram að afhendingaröryggiraforku á Vestfjörðum sé þaðallra versta á Íslandi og voru lagð-ir til ýmsir kostir til að bætaástandið. Þetta varð til þess aðEinar varð í forsvari fyrir þings-ályktunartillögu um að ríkis-stjórnin vinni að áætlun um aðbæta afhendingaröryggi raforkuá Vestfjörðum. „Það eru auðvitaðstór tíðindi þegar því er slegið tilí opinberri skýrslu að afhending-aröryggi raforku sé það versta á Ís-landi“, segir Einar. „Það er ástandsem þingmenn, sveitarstjórnar-menn og íbúar Vestfjarða getaekki látið viðgangast. Þess vegna

var bráðnauðsynlegt að setjafram þess tillögu til þess að Al-þingi tæki afstöðu til þess hvortþað vildi setja upp áætlun umhvernig verði bætt úr þessu ogleggja grunninn að uppbyggingujákvæðrar byggðaþróunar áVestfjörðum.“

Einn möguleiki sem var nefnd-ur í skýrslu Landsnets og hefurhvað helst verið ræddur erframkvæmd Hvalárvirkjunar íÓfeigsfirði en auk þess hefurstækkun Mjólkárvirkjunar veriðrædd. Tengikostnaður við Hval-árvirkjun er þó gríðarlega mikill,eða 2,3 til 3,3 milljarðar, og er

þetta ekki talinn hagkvæmurkostur nema þessi kostnaður falliniður. Einar Kristinn vonast tilað ríkið sjái kosti þess að komainn í málið. „Besti kosturinn tilþess að auka afhendingaröryggiá raforku er að fara í virkjunar-framkvæmdir. Til þess að það sévit í því að fara í þessa virkjun þáþarf hið opinbera að koma tilmóts við okkur. Ég tel að það séufull rök fyrir því þar sem hérværi verið að byggja upp innviðií samfélaginu líkt og um vegiværi að ræða og eðlilegt að ríkiðkomi að því“, segir Einar.

Ráðist hefur verið í mikinn

niðurskurð hjá hinu opinbera uppá síðkastið og virðist ekkert látvera á sparnaðaraðgerðum. Einarviðurkennir að ástandið hjáríkinu um þessar mundir valdivissulega áhyggjum þegar óskaðer eftir svona mikilli upphæð.„Það er full ástæða til þess aðhafa áhyggjur út af ástandinu ídag enda stendur sérstaklega illahjá ríkissjóð um þessar mundir.Það breytir því ekki að það þarfað þokast áfram í framfaramálumog þetta er eitt af þeim verkumsem þarf að ráðast í“, segir EinarKristinn Guðfinnsson.

[email protected]

„Afhendingaröryggi raforku vinn-ur gegn jákvæðri byggðaþróun“

Þriggja ára áætun Bolungar-víkurkaupstaðar gerir ekki ráðfyrir aukningu tekna á föstu verð-lagi þann tíma sem hún nær yfir,þ.e. árin 2010 til 2012 . Tekjurmilli áranna 2009 og 2010 minnkaum 13 milljónir króna, þrátt fyrirað gert sé ráð fyrir 10% verð-bólgu á árinu 2009 og 5%verðbólgu á árinu 2010. Ástæðaþess að gert er ráð fyrir minnitekjum er sú að miklar fram-kvæmdir eru í gangi á þessu ári ísveitarfélaginu, sem klárastvæntanlega um mitt næsta ár.Þar er sérstaklega átt við fram-kvæmdir við jarðgöng, en þærframkvæmdir hafa haft jákvæðáhrif á útsvarstekjur sveitarfé-lagsins. Áætlunin byggir á vinnuvið endurskipulagningu á rekstrisveitarfélagsins undanfarna mán-uði. Áætlunin er sögð stefnu-markandi fyrir rekstur og fjár-

festingar bæjarfélagsins á næstuárum. Búið er að setja inn í áætlunfyrir árið 2010 ákveðnar fram-kvæmdir en á árinu 2011 og 2012er settur rammi um fjárfestingar,án þess að ákveða í hvaða röðverður farið í fjárfestingar, og erþað í samræmi við 63. grein sveit-arstjórnarlaga og 8. grein bæjar-málasamþykktar.

Gert er ráð fyrir að framlögJöfnunarsjóðs verði óbreytt öllárin og er þá miðað við sömufjárhæð og í fjárhagsáætlun 2009,en í henni er reiknað með lækkunfrá rauntölum 2008 um 15% eða24 milljónir króna. Reiknað ermeð að aðrar tekjur séu 3% lægrien í áætlun ársins 2009 og haldistóbreyttar 2010, 2011 og 2012.Áætlunin gerir ráð fyrir verulegrilækkun launakostnaðar semkemur til vegna þeirra hagræð-inga- og sparnaðaraðgerða sem

hrint hefur verið í framkvæmd íkjölfar vinnu við fjárhagsáætlunársins 2009. Ljóst er að mikilsaðhalds er þörf til að þær áætlanirgangi eftir. Það mun óhjákvæmi-lega reyna talsvert á yfirstjórnog stjórnendur stofnana bæjarfé-lagsins að fylgja þeim áætlunumeftir næstu árin. Á sama hátt munreyna á stjórnendur við niður-skurð á öðrum rekstrarkostnaði,enda þótt þar sé um lægri upp-hæðir að ræða.

Þær fjárfestingar sem búið erað gera ráð fyrir í áætlun ársins2010 eru í félagsheimilinu, enþar er reiknað með að fjárfestverði fyrir 40 milljónir króna. Þáer gert ráð fyrir fjárfestingu ísnjóflóðavörnum fyrir 19 millj-ónir króna. Samtals er reiknaðmeð 59 milljóna króna fjárfest-ingu á árinu 2010. Á árinu 2011og 2012 er reiknað með að fjár-

festa fyrir 50 milljónir krónahvort ár. Fjárfestingarnar eru ótil-greindar, en ljóst er að ef áætlanirganga eftir, er ekki tekin áhættameð slíkum fjárfestingum, endasýnir efnahagsreikningurinn þaðglögglega að jafnhliða er veriðað vinna niður skuldir sveitarfé-lagsins.

Áætlunin er sögð þola ákveðnaverðbólgu án þess að allt fari úrskorðum, en þá munu skuldirvissulega greiðast hægar niður.Áætlunin gerir ráð fyrir að veltuféfrá rekstri verði nálægt 150 millj-ónum króna hvert ár á meðanafborganir langtímalána eru 75milljónir á árinu 2010. Á árunum2011 er gert ráð fyrir að rekstrar-afgangur verði nýttur til að greiðaenn frekar niður lán sveitarfé-lagsins. Ekki er gert ráð fyrirnýjum lántökum á tímabilinu.Skuldir og skuldbindingar Bol-

ungarvíkur voru í lok ársins 20081195 milljónir króna en veltu-fjármunir voru 125 milljónir króna.Nettóskuldir voru því 1070 millj-ónir. Áætlunin gerir ráð fyrir aðnettóskuldir verði komnar í 921milljón í lok ársins 2010 en í lokársins 2012 verði þær 718 millj-ónir.

Fjárhæðirnar miðast við aðverðbólga ársins 2009 verði 10%og 5% árið 2010. Ekki er reiknaðmeð verðbólgu á árunum 2011og 2012 í áætlunum enda erfittað spá fyrir um verðbólgu eftirtvö til þrjú ár. Eigið fé sveitarfé-lagsins sem nú er neikvætt, verð-ur samkvæmt áætluninni orðiðjákvætt í lok árs 2010 um 25milljónir króna, jákvætt um 141milljón króna í lok árs 2011 ogjákvætt um 259 milljónir í árslok2012.

[email protected]

Ekki gert ráð fyrir auknum tekjumBolungarvík.

1818181818 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009

stíllLífsLífs ssssstíllDómínó

Utan úrUtan úrUtan úrUtan úrUtan úr heimi heimi heimi heimi heimi

Evel Knievel, réttu nafni Robert Craig Knievel (1938-2007), er frægastur allra áhættuakstursmanna. Sérgrein hansvar að stökkva með ýmsum hætti ámótorhjóli, svo sem yfir fjölda bílaeða yfir gil og gljúfur. Á ferlinumhlaut hann 37 beinbrot enda voruslysin sum hver sem hann lenti í hin skuggalegustu. Þannighlaut hann harða lendingu árið 1971 þegar honum mistókst aðstökkva yfir þrettán Pepsiflutningabíla og braut þá m.a. báðafætur, handlegg og viðbein, svo að eitt dæmi sé tekið.

Ýmsir hafa fetað í fótspor Knievels bæði á mótorhjólum ogbílum. Á myndinni er einn þeirra, áhættuleikarinn og ofurhug-inn Spanky Spangler, að leika dómínó með þeim hætti, aðhann kemur fljúgandi á bíl sínum og fellir strætisvagn sem aft-ur lendir á öðrum strætisvagni og fellir hann líka. Þetta gerðihann á Evel-Knievel-dögum í Montana í Bandaríkjunum.

Hin fullkomna konaHjá tannlækninum? Eða hjá lýtalækni að fá botox í varirnar

svo að þær verði kyssilegri? Hvorugt. Hér er einfaldlega hand-verksmaður í Perú að mála sýningargínu. Árangurinn verðurað lokum væntanlega hin fullkomna kona - a.m.k. hvað útlitiðsnertir.

Fækkun fæðinga og stöðugt hærri meðalaldur valda því aðleikfangagerð í Japan tekur breytingum til þess að ná til nýrraviðskiptavina. Á leikfangakaupstefnum ber stöðugt minna ábrúðum og smábílum og öðru smálegu fyrir krakka en í stað-inn koma leikföng fyrir fullorðna. Eins og þessi elektrónískublóm, sem vagga sér eftir tónlist og skipta litum og blikkaljósum. Og hljóta að vera betri og fullkomnari og skemmtilegriá allan hátt en hinn frumstæði og óspennandi blómgróðursjálfrar náttúrunnar.

Gerviblóm

Ísfirski rokkarinn ValdimarJóhannsson hefur vakið miklaathygli upp á síðkastið ásamtkærustu sinni, dansaranum ErnuÓmarsdóttir, en þau hafa uppferðast um Evrópu með dansverksem hann semur tónlist fyrir ogflytur. Nýjasta verk þeirra, Teachus to outgrow our madness, hefurverið sýnt víðsvegar um Evrópuog núna síðast í Þjóðleikhúsinuen Erna hefur verið að festa sig ísessi sem einn eftirsóttasti dans-ari Evrópu. Nýjasta verk hefurfengið glimrandi góða dóma í

Morgunblaðinu en einnig varfjallað um það í Kastljósi þarsem tekið var viðtal við pariðhæfileikaríka. Þau eru núna ístuttu fríi á Íslandi áður en haldiðverður til meginlandsins aftur,en þar eru þau meðal annars bók-uð á sýningar í Króatíu, Frakk-landi og Ítalíu.

Að sögn Valdimars kann hannvel við að semja tónlist þrátt fyrirrokkræturnar, en hann er með-limur rokksveitanna Reykjavík!og 9/11s. „Ég vil ekki festa mig íeinhverri tónlistarstefnu. Ég kann

að meta allt og hlusta til að myndamikið á klassíska tónlist“, segirValdimar. „Tónlist er alltaf tón-list. Nema Enya... það er við-bjóður, glæpur.“ Hann segist allsekki búinn að segja skilið viðrokksveitirnar en hann sér sig íað semja fyrir dansverk í nálægriframtíð. „Það er tilbreyting aðná að lifa af tónlistinni en ekkibara hafa þetta sem hobbí, ég getþví séð fyrir mér að gera þetta íeinhvern tíma í viðbót“, segirísfirski rokkarinn Valdimar Jó-hannsson.

Úr rokkinu í dansinnValdimar Jóhannsson.

FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 1919191919

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Unnur Cornette Bjarnadóttir á Núpi.SælSælSælSælSælkerinnkerinnkerinnkerinnkerinn

Þrjár gamlar og góðarÞrjár gamlar og góðarÞrjár gamlar og góðarÞrjár gamlar og góðarÞrjár gamlar og góðarSælkeri vikunnar býður upp á

þrjár uppskriftir sem hann segirvera gamlar og góðar. Fyrsta upp-skriftin er kaldur brauðréttur ogsíðan er uppskrift er dýrindisMango-lambapottréttur, endasegir Unnur að lambið sé alltafbest. Í eftirrétt er síðan hægt aðgæða sér á fljótlegri sælkeratertu.

Kalt brauð2 dósir sýrður rjómi4 msk maioneshálfur púrrulaukurpaprikur, gul rauð og græn1 bréf skinkukurl350 g rækjur (taka smá frá ískraut)hálf dós ananaskurl1 fransbrauð langskorið. (ánskorpu)jarðarbersýrði rjóminn og maíonesið

hrært saman,grænmetið skoriðsmátt og sett saman við ásamt

skinku,ananas og rækjum.Rýfiðbrauðið í skál og hellið blönduniyfir skreytt með rækjum ogjarðarberjum

Mango-lambapottur1½ til 2 kg lambagúllas (eðanautagúllas)2 stórir laukar saxaðir2-4 teskeiðar karrý50-100 g matarolía til steik-

1dós af tómatpúrru (lítil)salt og piparhvítlaukskryddlátið krauma í pottinum í 50

mínótur. Borið fram með hrís-grónum, snittubrauði og smjöri.

Fljótlegir sælkeratertubotnar4 eggjahvítur200 g sykur70 g kornflögur

ingarÞetta er brúnað í pottiEftirtöldu er svo bætt útí1 krukka sweet realish1 krukka mango chutney (mávera meira)1 súputeningur1 dós niðursoðnir tómatar

½ tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvíturnar.Bætið sykrinum varlega útí,myljið kornflögur og hræriðvarlega saman við eggjahvíturnarásamt lyftidufti. Setjið bökunar-pappír á bökunarplötu. Teiknið

2 hringi á stærð við matardisk ápappírinn. Skiptið deiginu í tvenntog setjið á hringina. Bakið við150°C í klukkutíma.

Á milli½ l rjómi1 banani skorinn íbitasúkkulaðirúsínurniðursoðnar ferskjur skornar í

sneiðar (eða aðra ávexti að eiginvali)

Ávextirnir og rúsínur settarsaman við þeyttan rjómann, ogsett á milli botnanna. Tertanskreytt með ávöxtum að eiginvali.

Ég skora á Elsu Maríu Thom-sen bónda á Gemlufelli að komameð góða uppskrift í næsta blaði.

Simbahöllin á Þingeyri.

Simbahöllin CaféÞegar Belginn Wouter Van

Hoeymissen falaðist eftir Sig-mundarbúð á Þingeyri árið 2005sagðist hann vilja koma upp einskonar menningarhúsi, þar semboðið yrði upp á kaffisölu ogýmsa aðra starfsemi svo semkvikmyndasýningar, tónleika,ljóðalestur og matsölu. Nú þrem-ur árum seinna hefur verið opnaðkaffihús í húsinu en formlegopnunarhátíð fór fram um síðustuhelgi. Húsið er áberandi í bæjar-mynd Þingeyrar, en SigmundurJónsson, kaupmaður, reisti þaðárið 1916 og rak þar lengi fjöl-breytta verslun. Þingeyringarhljóta að gleðjast yfir þessu fram-taki því þetta glæsilega hús varkomið í niðurníðslu þegar Wout-er ásamt Janne Kristensen hófusthanda við að koma því í upp-runalegt horf. „Það tók lengritíma en ég bjóst við að gera húsiðupp en við erum að vinna að þvímeð húsafriðunarnefnd og allt erí upprunalegri mynd. Þetta hefurverið vandaverk sem tekið hefur

sinn tíma“, segir Wouter.„Það er voða góð tilfinning að

geta farið yfir á næsta skref eftirþennan langa tíma sem fariðhefur í framkvæmdirnar. Viðfengum mjög góð viðbrögð þegarvið opnuðum“, segir Janne.

– Framkvæmdunum er þó ennekki lokið.

„Seinna ætlum við líka að geraupp kjallarann og koma þar uppbaraðstöðu. Það verður samt ekkiá þessu ári“, segir Wouter.

Kaffihúsið, sem kallast Simba-höllin Café, verður opið alla dagamánudaga frá kl. 12-18. „Viðætlum aðallega að reka kaffihúsí húsinu en barinn verður opinn ákvöldin ef þess er óskað, ef eitt-hvað er um að vera eða ef hóparóska þess“, segir Janne. Þá ereinnig ætlunin að bjóða upp ámenningarviðburði í húsinu ogverður byrjað á sýningu á verkumGuðbjargar Lindar Jónsdótturmyndlistarkonu sem opnuð varum helgina. Sýningin mun standayfir allt sumarið.

Unnið hefur verið að því í þrjú árað koma húsinu í upprunalegt horf.

2020202020 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009