Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... stofnað 14. nóvember 1984 · sími 456 4560...

20
Í nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl. · 21. árg. Í nafni föðurins... – sjá viðtal í miðopnu við föður Marek Zygadlo, prest ka- þólskra á Ísafirði Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sumarbústaðaeigandi í Ögri Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar og sum- arbústaðareigandi í Ögri í Ísa- fjarðardjúpi hefur ritað sveit- arstjórn Súðavíkurhrepps bréf þar sem hann óskar eftir því að gripið verði til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari söfnun bílhræja á jörð- inni Garðstöðum í Ísafjarðar- djúpi. Sveitarstjóra Súðavík- urhrepps hefur verið falið að athuga leiðir til úrbóta. Um nokkurra ára skeið hefur Þor- björn Steingrímsson staðið fyrir söfnun bifreiða og komið þeim fyrir við bæinn Garðstaði í Ögurvík við Ísafjarðardjúp. Söfnunin fór hægt af stað en nú er svo komið að safnið telur hundruðir ökutækja af öllum stærðum og gerðum. Þarna er um að ræða fólks- bifreiðar í hundraðatali en einnig vörubifreiðar, vinnuvé- lar og hópferðabifreiðar svo eitthvað sé nefnt. Sem vonlegt er hefur safn þetta vakið at- hygli þeirra sem leið eiga um Ísafjarðardjúp. Gildir þá einu hvort um er að ræða umferð í lofti, láði eða legi svo stórt er safnið orðið. Í bréfinu til Súðavíkur- hrepps segist Halldór hafa rætt málið við oddvita Súðavíkur- hrepps, fyrrum og núverandi sveitarstjóra hreppsins, Heil- brigðiseftirlit Vestfjarða og umhverfisráðherra. Þá segir í bréfinu: „Áhuga minn eða öllu heldur áhugaleysi fyrir bíla- söfnun á Garðsstöðum má rekja til þess að ég á sumarbú- stað í Ögri og kann illa útsýn- inu yfir að næsta bæ. Hið sama er að segja um alla sem eru í Ögri eða koma þangað sem gestir. Umhverfið er fyrsta og síðasta umræðuefnið, nokkuð sem við vildum gjarnan vera án.“ Einnig segir í bréfinu að þegar bréfritari vakti athygli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á málinu árið 1997 hafi bílarnir verið 150-200 talsins. Nú séu þeir hinsvegar á bilinu 5-600 talsins. Þá segir í bréfinu: „Mikill meirihluti þessara bíl- hræa er staðsettur á túninu and- spænis kirkjunni í Ögri og gamla íbúðarhúsinu. Verður að segjast að þetta er veruleg umhverfismengun af þessu bæði sjónmengun og mjög lík- lega mengun af rafgeymum og ýmsum spilliefnum þó ekki geti ég fullyrt um það, fróðlegt væri þó að taka þarna jarð- vegssýni.“ Sjá nánar á bls. 3. [email protected] Óánægður með „hagagöngu bifreiða“ á Garðstöðum

Upload: hakhanh

Post on 08-Apr-2019

226 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

Í nafniföðurins...

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl. · 21. árg.

Í nafniföðurins...

– sjá viðtal í miðopnuvið föður Marek

Zygadlo, prest ka-þólskra á Ísafirði

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sumarbústaðaeigandi í Ögri

Halldór Halldórsson, bæjar-stjóri Ísafjarðarbæjar og sum-arbústaðareigandi í Ögri í Ísa-fjarðardjúpi hefur ritað sveit-arstjórn Súðavíkurhrepps bréfþar sem hann óskar eftir þvíað gripið verði til markvissraaðgerða til að koma í veg fyrirfrekari söfnun bílhræja á jörð-inni Garðstöðum í Ísafjarðar-djúpi. Sveitarstjóra Súðavík-urhrepps hefur verið falið aðathuga leiðir til úrbóta. Umnokkurra ára skeið hefur Þor-björn Steingrímsson staðiðfyrir söfnun bifreiða og komiðþeim fyrir við bæinn Garðstaðií Ögurvík við Ísafjarðardjúp.

Söfnunin fór hægt af stað ennú er svo komið að safnið telurhundruðir ökutækja af öllumstærðum og gerðum.

Þarna er um að ræða fólks-bifreiðar í hundraðatali eneinnig vörubifreiðar, vinnuvé-lar og hópferðabifreiðar svoeitthvað sé nefnt. Sem vonlegter hefur safn þetta vakið at-hygli þeirra sem leið eiga umÍsafjarðardjúp. Gildir þá einuhvort um er að ræða umferð ílofti, láði eða legi svo stórt ersafnið orðið.

Í bréfinu til Súðavíkur-hrepps segist Halldór hafa rættmálið við oddvita Súðavíkur-

hrepps, fyrrum og núverandisveitarstjóra hreppsins, Heil-brigðiseftirlit Vestfjarða ogumhverfisráðherra. Þá segir íbréfinu: „Áhuga minn eða ölluheldur áhugaleysi fyrir bíla-söfnun á Garðsstöðum márekja til þess að ég á sumarbú-stað í Ögri og kann illa útsýn-inu yfir að næsta bæ. Hið samaer að segja um alla sem eru íÖgri eða koma þangað semgestir. Umhverfið er fyrsta ogsíðasta umræðuefnið, nokkuðsem við vildum gjarnan veraán.“

Einnig segir í bréfinu aðþegar bréfritari vakti athygli

Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðaá málinu árið 1997 hafi bílarnirverið 150-200 talsins. Nú séuþeir hinsvegar á bilinu 5-600talsins. Þá segir í bréfinu:„Mikill meirihluti þessara bíl-hræa er staðsettur á túninu and-spænis kirkjunni í Ögri oggamla íbúðarhúsinu. Verður

að segjast að þetta er verulegumhverfismengun af þessubæði sjónmengun og mjög lík-lega mengun af rafgeymumog ýmsum spilliefnum þó ekkigeti ég fullyrt um það, fróðlegtværi þó að taka þarna jarð-vegssýni.“ Sjá nánar á bls. 3.

[email protected]

Óánægður með „hagagöngubifreiða“ á Garðstöðum

Page 2: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 200422222

ISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021X

Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:H-prent ehf.

Sólgötu 9, 400 ÍsafjörðurSími 456 4560,Fax 456 4564

Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Sigurjón J. Sigurðsson,

sími 892 5362, [email protected]ðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:

Kristinn Hermannssonsími 863 [email protected]

Halldór Jónssonsími 892 2132

[email protected]óri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Sigurjón J. Sigurðsson

sími 892 5362Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:

Halldór Sveinbjörnssonsími 894 6125,[email protected]

Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Sigurjón J. Sigurðsson og

Halldór Sveinbjörnsson

Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:HamraborgHamraborgHamraborgHamraborgHamraborg, Hafnarstræti

7, sími 456 3166. Flug-Flug-Flug-Flug-Flug-barinnbarinnbarinnbarinnbarinn, Ísafjarðarflugvelli,

sími 456 4772. BónusBónusBónusBónusBónus,Ljóninu, Skeiði, sími 4563230. BókhlaðanBókhlaðanBókhlaðanBókhlaðanBókhlaðan, Hafn-

arstræti 2, sími 456 3123.BensínstöðinBensínstöðinBensínstöðinBensínstöðinBensínstöðin, Hafnarstræti,

sími 456 3574. SamkaupSamkaupSamkaupSamkaupSamkaup,,,,,Hafnarstræti 9-13, sími 4565460. KríliðKríliðKríliðKríliðKrílið, Sindragata 6,

sími 456 3556.

Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Eftirtaldir aðilar sjá um

dreifingu á blaðinu á þétt-býlisstöðum utan Ísa-fjarðar: Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:

Sólveig Sigurðardóttir,Hlíðarstræti 3, sími 4567305. Súðavík:Súðavík:Súðavík:Súðavík:Súðavík: Sólveig

Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími456 4106. Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:

Deborah Anne Ólafsson,Aðalgötu 20, sími 898

6328. Flateyri:Flateyri:Flateyri:Flateyri:Flateyri: GunnhildurBrynjólfsdóttir, Brimnesvegi

12a, sími 456 7752.Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri: Anna Signý

Magnúsdóttir, Hlíðargötu14, sími 456 8233.

RITSTJÓRNARGREIN

„Hver síðastur þú sagðir að yrði fyrstur...

Lausasöluverð er kr. 250eintakið m.vsk. Áskriftarverð

er kr. 215 eintakið. Veitturer afsláttur til elli- og

örorkulífeyrisþega. Einnigsé greitt með greiðslukorti.

ÚTGÁFAN

...en svona varð nú endirinn með þig. / Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,/ hvaðgera þeir við ræfil eins og mig?“ spurði skáldið og utangarðsmaðurinn Vilhjálmur fráSkálholti, í kvæðinu Jesús Kristur og ég, sem ,,viðkvæmum og heittrúuðum sálum (þesstíma) þótti guðlast“, eins og það er orðað í inngangi að kvæðasafni skáldsins.

Skáldið frá Skáholti við Drafnarstíginn í Reykjavík var ekki einn um umfjöllun um at-burði föstudagsins langa: ,,Þú sérð og elskar alla, / þó allir svíki þig“, segir Davíð Stef-ánsson í hinum kunna sálmi sínum. Skáld og listamenn hafa ávalt látið atburði Dymbilvikusig miklu varða. Kvikmynd Mel Gibson, Píslarsaga Krists, er nýjasta afurðin; áhrifaríkastaog umdeildasta kvikmynd sem gerð hefur verið um síðustu ævidaga Frelsarann og hefurvaldið miklu róti meðal leikra og lærðra; ýmist lofuð eða löstuð, í ökla eða eyra.

Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur? Hverjir? Æðstuprestarnir, sem fengu lýðinntil að krefjast frelsi Baraabasar og heimta Krist á krossinn? Pílatus, sem hræddist keis-arans heift og kaus að vinna það ,,fyrir vinskap manns / að víkja af götu sannleikans?“,eins og séra Hallgrímur orðar það. Rómversku hermennirnir, sem hlýddu yfirboðurum

sínum í blindni? Júdas, sem fékk ekki notið hinna þrjátíu silfurpeninga? Eða vorum þaðef til vill við, sem á eftir komum, allt fram á þennan dag?

Hefur eitthvað breyst á þeim tuttugu öldum sem liðnar eru síðan gangan eftir Háa stein-stræti á föstudaginn langa átti sér stað? Höfum við staðið undir krossinum, allan þennantíma, kynslóð eftir kynslóð? Er það í trausti vissunnar um fyrirgefningu, vegna þess aðvið vitum ekki hvað við erum að gera, sem við látum hungurdauða milljóna barna á árihverju viðgangast meðan kornhlöður sumra okkar rúma ekki forðann? Er það í traustisömu fyrirbænar sem við heyjum styrjaldir og fremjum hryðjuverk gagnvart saklausufólki og börnum?

Þegar við minnumst atburða föstudagsins langa höfum við svo sannarlega þörf fyrir aðtaka undir með skáldinu frá Skáholti: ,,Bæn mín er helguð blóði manns, sem dó, / bjargiþað mér sem ræningjanum forðum.“

Bæjarins besta sendir lesendum sínum og landsmönnum öllum óskir um friðsælapáskahátíð. s.h.

Rúmlega 43 þúsund gestir komu í Sundhöllina á Ísafirði á síðasta ári

Ísafjarðarbær hagnast um 12krónur á hverjum sundlaugar-gesti á Suðureyri á sumrin enþarf hins vegar að greiða 1.286krónur með hverjum gesti semstingur sér til sunds á Flateyriá vetrum ef miðað er við að-sóknartölur sundlauga árið2003 og fjárhagsáætlun ársins2004. Þegar árið í heild erskoðað er hver gestur á Flat-eyri um fimm sinnum dýrarien hver gestur á Suðureyri.

Á fundi íþrótta- og æsku-lýðsnefndar Ísafjarðarbæjarfyrir skömmu lagði BjörnHelgason, íþróttafulltrúi, framtölur yfir aðsókn að sundlaug-um bæjarins á árinu 2003. Semkunnugt er rekur Ísafjarðarbærsundlaugar, á Ísafirði, Suð-

ureyri, Flateyri og Þingeyri.Aðsókn að sundlaugunum

er mjög misjöfn. Flestir gestirkomu í Sundhöllina á Ísafirðiárið 2003 eða 43.540 manns, ílaugina á Suðureyri komu20.998 gestir, í laugina á Flat-eyri komu 11.177 gestir og ísundlaugina á Þingeyri komu17.911 gestir.

Fjöldi gesta er mjög misjafneftir mánuðum. Jöfnust er að-sóknin á Ísafirði og urðu gest-irnir þar flestir í október eða4.773 talsins en fæstir í ágúst2.731 talsins. Á Suðureyri erumiklar sveiflur í gestafjöldamilli mánaða. Flestir urðu þeir4.878 talsins í júlí en fæstir ídesember 281. Á Flateyri urðugestirnir flestir 1.929 í júlí en

fæstir 424 í desember. Á Þing-eyri voru gestirnir flestir 3.032í júlí en fæstir í desember.

Rekstarkostnaður sundlaug-anna er mjög misjafn. Sam-kvæmt fjárhagsáætlun fyrirárið 2004 er gert ráð fyrir aðrekstrarkostnaður á Ísafirði aðfrádregnum tekjum verði 10,3milljónir króna. Á Suðureyrier talan 4 milljónir, á Flateyrier kostnaðurinn 10,7 milljónirog á Þingeyri er kostnaðurinn8 milljónir króna. Hefur þáverið áætluð skipting tekna oggjalda af byggingunum á Ísa-firði, Þingeyri og Flateyri þarsem rekstur íþróttahúsa eruinni í tölum í fjárhagsáætlun.

Samkvæmt þessum tölum ermjög misjafnt hvaða kostnað

bæjarfélagið ber af hverjumsundlaugargesti. Minnst ergreitt með hverjum sundlaug-argesti á Suðureyri eða 191króna en mest með sundlaug-argestinum á Flateyri eða 956krónur. Á Ísafirði er talan 238krónur og á Þingeyri kostarhver gestur 447 krónur. Þegarsundlaugarnar eru skoðaðar íheild greiðir sveitarfélagið 353krónur með hverjum þeim semsundlaugarnar nýtir.

Mismikil aðsókn milli mán-aða gerir þessar tölur ennþámisjafnari. Sé kostnaði skiptjafnt á milli mánaða en tekjumá hvern mann kemur í ljós að ásumrin hagnast Ísafjarðarbærum 13 krónur á hverjum gestiá Suðureyri en þarf að greiða

492 krónur með hverjum gestisem kemur í Sundhöll Ísafjarð-ar. Á Þingeyri kostar hver gest-ur 457 krónur og á Flateyrikostar hver gestur 212 krónur.

Á veturna breytist dæmiðnokkuð. Þá kostar hver gesturá Ísafirði aðeins 189 krónuren hver gestur á Flateyri kostar1.286 krónur. Á Suðureyri erkostnaðurinn 435 krónur og áÞingeyri er kostnaðurinn 590krónur. Í heildina kostar hvergestur að vetrarlagi 643 krónuren 457 krónur á sumrin.

Það skal ítrekað að í þessumútreikningum er kostnaði skiptá milli íþróttahúss og sund-laugar á þeim stöðum þar semþað á við sem kann að skekkjamyndina eitthvað. – [email protected]

Sundlaugargestur á Flateyri fimmsinnum dýrari en gestur á Suðureyri

Skipverjar á línuveiðaranum Halla Eggerts ÍS frá Flateyri

Héldu upp á þúsundasta þorsktonn-ið á fiskveiðiárinu með kökuveislu

Eggerts ÍS kom til Flateyrarfyrir rúmu ári og hefur

Finnbjörn Elíasson veriðskipstjóri. „Við fengumbátinn í mars í fyrra og

útgerðin hefur gengið vel ogverið áfallalaus eða áfallalítil

a.m.k. Við löguðum bátinnaðeins til í sumar og það

hefur verið góður gangur. Égvil taka fram að þessi

árangur hefði ekki náðstnema með góðum skipstjóra

og góðri áhöfn.“Áhöfnin á Halla Eggerts

heldur í vikulangt páskafríen síðan er stefnt á að róa út

maí. „Síðan leggjum viðbátnum í sumar og dyttumað honum en síðan verður

haldið áfram af fullum kraftií haust“, sagði Hinrik.

[email protected]

Þegar línuveiðarinn HalliEggerts ÍS lagðist að bryggju

á Flateyri um hádegisbil ámánudag mættu forsvars-

menn FiskvinnslunnarKambs, sem gerir skipið út,

með girnilegar hnallþórurniður á kaja og efndu til

veislu um borð. Tilefnið erað sögn Hinriks Kristjáns-sonar, framkvæmdastjóra

Kambs, að fyrir síðasta túrvar búið að veiða 1.000 tonn

af þorski og rúmlega 210tonn af ýsu, steinbíti og

öðrum aukategundum fráupphafi fiskveiðiársins.

„Við byrjuðum um miðjanseptember og stoppuðum í

hálfan mánuð um hátíðarnarsvo þetta hefur gengið mjög

vel. Strákarnir eru kátir ogvið líka“, segir Hinrik. Halli

Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs, og Finnbjörn Elíasson, skipstjóri, (1. og 2.f.v.) ásamt áhöfninni á Halla Eggerts ÍS.

Page 3: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 33333

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sumarbústaðaeigandi í Ögri

Óánægður með „hagagöngu bif-reiða“ á Garðstöðum í Ögurhreppi

Sumarbústaðaeigandi í Ögrií Ísafjarðardjúpi hefur ritaðsveitarstjórn Súðavíkurhreppsbréf þar sem hann óskar eftirþví að gripið verði til mark-vissra aðgerða til að koma íveg fyrir frekari söfnun bíl-hræja á jörðinni Garðstöðum íÍsafjarðardjúpi. SveitarstjóraSúðavíkurhrepps hefur veriðfalið að athuga leiðir til úr-bóta. Um nokkurra ára skeiðhefur Þorbjörn Steingrímssonstaðið fyrir söfnun bifreiða ogkomið þeim fyrir við bæinnGarðstaði í Ögurvík við Ísa-fjarðardjúp. Söfnunin fór hægtaf stað en nú er svo komið aðsafnið telur hundruðir öku-tækja af öllum stærðum oggerðum.

Þarna er um að ræða fólks-bifreiðar í hundraðatali eneinnig vörubifreiðar, vinnuvé-lar og hópferðabifreiðar svoeitthvað sé nefnt. Sem vonlegter hefur safn þetta vakið at-hygli þeirra sem leið eiga umÍsafjarðardjúp. Gildir þá einuhvort um er að ræða umferð ílofti, láði eða legi svo stórt ersafnið orðið.

Nágrönnum bílasafnsins erekki annt um þessa starfsemiog nú nýverið skrifaði HalldórHalldórsson,bæjarstjóri Ísa-fjarðarbæjar og sumarbústaða-eigandi í Ögri, bréf til hrepps-nefndar Súðavíkurhrepps þarsem hann óskar eftir því aðgripið verði til aðgerða til þessað koma í veg fyrir frekaribílasöfnun. Í bréfinu segistHalldór hafa rætt málið viðoddvita Súðavíkurhrepps,

fyrrum og núverandi sveitar-stjóra hreppsins, Heilbrigðis-eftirlit Vestfjarða og umhverf-isráðherra. Þá segir í bréfinu:

„Áhuga minn eða öllu held-ur áhugaleysi fyrir bílasöfnuná Garðsstöðum má rekja tilþess að ég á sumarbústað íÖgri og kann illa útsýninu yfirað næsta bæ. Hið sama er aðsegja um alla sem eru í Ögrieða koma þangað sem gestir.Umhverfið er fyrsta og síðastaumræðuefnið, nokkuð sem viðvildum gjarnan vera án.“

Einnig segir í bréfinu aðþegar bréfritari vakti athygliHeilbrigðiseftirlits Vestfjarðaá málinu árið 1997 hafi bílarnirverið 150-200 talsins. Nú séuþeir hinsvegar á bilinu 5-600talsins. Þá segir í bréfinu:„Mikill meirihluti þessara bíl-hræa er staðsettur á túninu and-spænis kirkjunni í Ögri oggamla íbúðarhúsinu. Verðurað segjast að þetta er verulegumhverfismengun af þessubæði sjónmengun og mjög lík-lega mengun af rafgeymumog ýmsum spilliefnum þó ekkigeti ég fullyrt um það, fróðlegtværi þó að taka þarna jarð-vegssýni.“

Þá rekur bréfritari útsýni þaðsem íbúar og dvalargestir íÖgri hafa með bílasafnið viðhliðina. „Þegar við staðsettumbústaðinn árið 1995 var miðaðvið að holt austan við bústað-inn skyggði á bílhræin á tún-inu. Við sáum ekki fyrir þágríðarlegu aukningu sem orðiðhefur og höfum þessa sjón-mengun fyrir augunum alla tíð.

Séð heim að Garðsstöðum. Á miðri mynd er kirkjan og íbúðarhúsið í Ögri. Myndin var tekin í sumar og hefur bílasafniðstækkað töluvert síðan.Það er hræðilegt að vita tilþess hvernig komið er fyrirumhverfi Ögurvíkurinnar. Þaðer sama hvaðan komið er ívíkina, af sjó, akandi á bifreið,eða séð úr lofti. Alls staðarblasir við ömurlegt umhverfiþar sem bílhræin stinga í stúfvið annað sem þarna er . ÁGarðsstöðum voru áður snyrti-leg hús og tún, í Ögri er kirkjafrá 1859, gamalt íbúðarhús frá1884 og ýmis fleiri merkilegog snyrtileg hús. Allt þetta er

dregið niður af ömurleika bíl-hræa á Garðsstöðum. Þarna ásér stað umhverfisslys afmannavöldum án þess aðnokkuð sé gert til að draga úrþví eða áhrifum þess.“

Bréfritari telur að verðmætijarðarinnar Ögurs og fasteignahafi minnkað vegna þessaraumhverfismála. Ekki hefur þóá það reynt að sögn Halldórs.Þá segir í bréfinu frá árangurs-lausum viðræðum bréfritaravið forsvarsmenn Súðavíkur-

hrepps, umhverfisráðherra ogHeilbrigðiseftirlits Vestfjarða.Þó virðist aðilar máls sammálaum að eini aðilinn sem getieitthvað gert í málinu sé Súða-víkurhreppur.

Í niðurlagi bréfsins segir:„Um leið og hreppsnefnd færþessar upplýsingar óskar und-irritaður eftir því að gripiðverði til markvissra aðgerðatil að koma í veg fyrir frekarisöfnun bílhræa á Garðstöðumog til að fjarlægja þau hræ

sem þar eru. Réttur ábúenda áGarðstöðum getur ekki veriðsvo ríkur, til hagagöngu bif-reiða þar á bæ, að sá rétturtraðki á rétti allra annarra semí sömu vík búa eða eiga sittathvarf.“

Bréfið var tekið fyrir á fundihreppsnefndar Súðavíkur-hrepps í síðustu viku. Sveitar-stjórnin tók undir sjónarmiðbréfritara og var sveitarstjórafalið að athuga mögulegarleiðir til úrbóta. – [email protected]

Framkvæmdastjóri rannsóknarstofuFyrirtækið Agar ehf., sem er rannsóknar- og þjónustustofnun á Ísafirði óskar eftir að ráða

framkvæmdastjóra. Rannsóknarstofan er vel búin tækjum og er staðsett í ÞróunarsetriVestfjarða. Tilgangur Agar ehf., er að framkvæma þjónustumælingar, veita ráðgjöf, nám-skeiðahald og önnur rannsóknarþjónusta.

Framkvæmdastjóri sér um þjónustumælingar fyrir matvælaiðnað (efna- og örverumæl-ingar), gæðamál, sýnatökur auk daglegs reksturs rannsóknarstofunnar.

Einnig mun framkvæmdastjórinn vinna að markaðssetningu fyrirtækisins og frekari öflunverkefna.

Ákjósanlegur umsækjandi þarf að geta unnið jöfnum höndum í daglegum rekstri, um-sýslu og í vinnu á rannsóknarstofu.

Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á raungreinasviði. Reynsla af vinnu árannsóknarstofu. Þekking á gæðamálum. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla afrekstri fyrirtækja æskileg en ekki skilyrði.

Góð laun í boði fyrir réttan aðila.Upplýsingar um starfið veitir Neil Shiran Þórisson, [email protected], eða í símum 450

3000 eða 897 2617.Óskað er eftir að umsóknum og starfsferilskrá verður sent með tölvupósti á [email protected]óknarfrestur rennur út 16. apríl.

Tölvuþjónustan Snerpa ehf.,

Lækkar verð íörbylgjunetinu

Internetþjónustan Snerpaehf. á Ísafirði hefur lækkaðverð á sítengingum um örbyl-gju þannig að algengustu teng-ingarnar eru nú boðnar á hlið-stæðu verði og ADSL-síteng-ingar að því er kemur fram ítilkynningu frá fyrirtækinu.Nemur lækkunin frá 7,1-13,4% að sögn fyrirtækisins. Semdæmi má nefna að algeng teng-ing með 1000 MB niðurhal áallt að 256 kbps hraða lækkarúr 6.700 kr. í 5.800 kr.

Þá er einnig hægt að fá meirihraða á Flateyri, Suðureyri,Ísafirði, Hnífsdal, Hólmavíkog Drangsnesi. Með þessumbreytingum er verið að ein-falda gjaldskrá og örbylgju-

tengingar taka nú meira miðaf verðskrá fyrir ADSL-sí-tengingar en áður.

Þá segir í tilkynningu fyrir-tækisins að vinsældir örbyl-gjutengingarinnar hafi reynstmeiri en ráð var fyrir gert íupphafi. Tengingarnar hafiþann kost að víða í dreifbýlihafi opnast möguleikar, semekki bjóðast í ADSL-sam-böndum og sé nú fjöldi sveita-bæja tengdur inn á kerfi fyr-irtækisins t.d. í Dýrafirði, Ön-undarfirði og Steingrímsfirði.

Þá er Snerpa að hefja örbyl-gjuþjónustu á Þórshöfn ogBíldudal auk þess sem veriðer að undirbúa stækkun á sam-böndum til Flateyrar og Þingeyrar.

Page 4: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 200444444

Page 5: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 55555

Kostar við-gerðinaEinstaklingur sem ekki villláta nafns síns getið, hefurákveðið að styrkja viðgerðá minnisvarða sjómanna áEyrartúni á Ísafirði. Um erað ræða kostnað upp áfjórar til sjö milljónir. Varþetta tilkynnt á 100. fundimenningarmálanefndarÍsafjarðarbæjar, sem hald-inn var fyrir stuttu. Framkemur í fundargerð aðstyrkurinn dugi fyrirkostnaði við niðurtökuminnisvarðans, flutningi tilog frá Þýskalandi, afsteypuhans í brons og uppsetn-ingarkostnaði.

Umhverfisnefnd Ísafjarð-arbæjar hefur veitt Vega-gerðinni framkvæmdaleyfifyrir lagningu reiðvegar íEngidal í botni Skutuls-fjarðar. Um er að ræða 2,3km langan veg sem liggurfrá hesthúsahverfinu íEngidal að vegamótum viðflugvallarafleggjarann.Gert er ráð fyrir að vegur-inn verði ofan við þjóðveg-inn. Þá fékk Vegagerðinheimild til malartöku alltað 3.000 rúmmetrum úrmalarnámi í Engidal.

Reiðvegurí bígerð

Könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri fyrir Fjórðungssambandið

Flestir vilja fara DjúpiðFlestir íbúar á norðanverð-

um Vestfjörðum telja lagfær-ingar á leiðinni um Ísafjarðar-djúp mikilvægustu fram-kvæmdina í vegamálum. Þettakemur fram í könnum meðalVestfirðinga á viðhorfum tilsamgöngumála sem Rann-sóknastofnun Háskólans á Ak-ureyri vann fyrir Fjórðungs-samband Vestfirðinga.

Spurt var opinnar spurning-ar um hvaða einstöku fram-kvæmd í vegamálum svarend-ur teldu mikilvægasta. 40%svarenda á norðanverðumVestfjörðum vildu lagfæringuá leiðinni um Ísafjarðardjúp

og 26% göng milli Dýrafjarðarog Arnarfjarðar. Þá sögðust12% vilja styttingu á leiðinnitil Reykjavíkur og 7% nefnduveg um Arnkötludal.

Á sunnanverðum Vestfjörð-um fengu þrír kostir langmest-an stuðning. Jafnmargir eða32% sögðust vilja Dýrafjarð-argöng og styttingu á leiðinnitil Reykjavíkur en 22% vilduláta laga veginn um Barða-strönd og 11% vildu fá bættarsamgangur á Vestfjörðum al-mennt.

Á Reykhólasvæði vildu36% svarenda fá bætta vegi áBarðaströnd, 21% vildu bætt-

an veg um Svínadal, 19% vilduveg um Arnkötludal og jafn-margir eða 10% vildu Dýra-fjarðargöng og bættar sam-göngur á Vestfjörðum al-mennt.

Á ströndum vildi yfirgnæf-andi meirihluti svarenda, eða68%, fá veg um Arnkötludal,18% vildu bættan veg umStrandir og 12% vildu bættarsamgöngur á Vestfjörðum al-mennt.

Ljóst er að skiptar skoðanireru á milli svæða og enginsamgöngubót nýtur afgerandistuðnings í öllum fjórðungn-um. Niðurstöður könnunarinn-

ar eru einungis settar framsvæðaskipt og því er ekki hægtað sjá hvaða einstaka fram-kvæmd nýtur stuðnings flestraVestfirðinga.

Ef niðurstöðurnar eru vegn-ar með íbúafjölda hvers svæð-ið þar sem 68% Vestfirðingabýr á norðursvæði, 18% á suð-ursvæði, 4% í Reykhólahreppiog 11% á Ströndum, kemur íljós að flestir, eða 28%, viljahelst láta lagfæra leiðina umÍsafjarðardjúp. Næst flestir,eða 24%, vilja helst fá göngmilli Dýrafjarðar og Arnar-fjarðar, 14% vilja stytta leiðinamilli Reykjavíkur og Vest-

fjarða og 13% vilja helst aðvegur verði lagður um Arn-kötludal.

Könnun var framkvæmtsem símakönnum með 625manna slembiúrtaki úr þjóð-skrá dagana 19. febrúar - 4.mars. Svörun var 69,7% semskýrsluhöfundar segja ágæt-lega viðunandi. Þeir segja eng-in tengsl vera milli svörunarog bakgrunnsþátta, þannig sékynjahlutfall hið sama meðalsvarenda og þeirra sem svör-uðu ekki. Sama gildi um aldurog búsetu eftir sveitarfélögumog póstnúmerum.

[email protected]

Ósvör við Bolungarvík

Þjónustuhúsiverði komið upp

Einar Pétursson, bæjar-stjóri Bolungarvíkurkaup-staðar, segir bæjaryfirvöldhafa áhuga á hönnuð verði

framtíðarmynd safnsins íÓsvör. Hann segir ekki

horft til mikilla breytingaeða viðbóta við safnið sem

slíkt heldur sé þörf á aðkoma upp einhverskonar

þjónustuaðstöðu. „Hug-myndin er að komið verði

upp varanlegri aðstöðufyrir safnvörð og salernis-

aðstöðu fyrir safngesti, semvantar tilfinnanlega, auk

söluaðstöðu.“ Á síðastafundi menningarmálaráðs

Bolungarvíkur var fariðyfir nauðsynlegan undir-

búning fyrir sumariðásamt Geir Guðmunds-

syni, fráfarandi safnverði.Þá var skoðað bráða-

birgðahús sem ætlunin erað setja upp í Ósvör og

nota sem þjónustu- og upp-lýsingahús í sumar. Geir

Guðmundsson hefur veriðórjúfanlegur hluti af

safninu um árabil en læturnú af störfum fyrir aldurs

sakir. Auglýst hefur veriðeftir safnverði og segir

Einar Pétursson, bæjar-stjóri stefnt á að ganga frá

ráðningu sem fyrst.– [email protected]

Safnið í Ósvör.

GARÐYRKJUDEILDÍsafjarðarbær – garðyrkjudeild aug-lýsir hér með eftir starfsfólki í sumar,16 ára og eldri. Vinsamlegast skráiðykkur á þar til gerðum eyðublöðum ábæjarskrifstofunni að Hafnarstræti 1.Nánari upplýsingar gefur garðyrkju-stjóri í síma 456 3443.

Rafeindafyrirtækið Póls hf. á Ísafirði

Marel eykur hlut sinn í rúm 96%Í tilkynningu sem Marel hf.

sendi til Kauphallar Íslandsfyrir stuttu kemur fram að fyr-

irtækið hafi nú tryggt sér 96,45% hlutafjár í Póls hf., á Ísa-firði, að nafnvirði 28,1 milljón

króna. Jafnframt er tilkynntað Póls hf. hafi staðist áreiðan-leikakönnun sem gerð var í

kjölfar kaupanna og því hafifyrri hluti kaupverðsins veriðgreiddur. Seinni hluti kaup-verðsins er árangurs tengdurtil næstu þriggja ára.

Í tilkynningu Marels kemurfram að félagið hafi greitt fyrri

hluta kaupverðsins með eiginhlutabréfum að nafnverði rúm-ar 3,1 milljónir króna á geng-inu 30. Samkvæmt því erkaupverðið í þessum hluta við-skiptanna tæpar 94 milljónirkróna. – [email protected]

Höfuðstöðvar Póls hf. á Ísafirði.

Passíusálm-arnir lesnirUndanfarin ár hafa Pass-íusálmarnir verið lesnir íeinhverri kirkju Ísafjarð-arprófastdæmis á föstu-daginn langa. Í ár er röðinkomin að Flateyrarkirkjuþar sem átján lesararmunu skipta lestrinum ámilli sín. Lesturinn hefstkl. 10 og stendur til kl. 15.Á hverjum heilum tímaverður tónlistaratriði og íframhaldi af því lesnir tíusálmar. Þeir sem viljakoma til að hlusta, getakomið og farið þegar þeimhentar, segir í frétt frákirkjunni. Þar segir einnigað í safnaðarheimilinuverðu brauð og drykkir áboðstólum.

Reyktriýsu stoliðAðfaranótt föstudags varbrotist inn í húsnæðiHraðfrystihússins-Gunn-varar hf. við Hnífsdals-bryggju og stolið 15-20 kgaf reyktri ýsu sem geymdvar í kæli og til stóð aðselja. Lögreglan óskar eftirupplýsingum frá öllumþeim urðu varir við grun-samlegar mannaferðir ínágrenninu eða hafa vitn-eskju um verknaðinn. Símilögreglunnar á Ísafirði er456 4222.

Page 6: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 200466666

VestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurvikunnar

Nafn: Kristinn H. Gunnarsson.Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 19.08.1952.Atvinna: Alþingismaður.Fjölskylda: Sambýliskona mín er Elsa Friðfinnsdóttir,formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áég fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn.Helstu áhugamál: Íþróttir, útivera og ferðalög, sér-staklega um Hornstrandir.Bifreið: Isuzu Trooper árgerð 2000.Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Góðan jeppa, svip-aðan þeim sem ég á núna.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill?Fyrst voru áformin að verða bóndi, svo slökkviliðsmað-ur og loks prestur.Uppáhalds matur? Góð heit svið með rófustöppu ogsvo lambahryggurinn.Versti matur sem þú hefur smakkað? Skyrhræring-ur var aldrei góður.Uppáhalds drykkur? Undanrenna.Uppáhalds tónlist? Hörður Torfason og svo erskoska hljómsveitin Runrig ofarlega á blaði.Uppáhalds íþróttamaður eða félag? UMFB og Val-ur. Stefán Örn Karlsson, knattspyrnumaður í Bolung-arvík.Uppáhalds sjónvarpsefni? Spaugstofan.Uppáhalds vefsíðan? bb.isBesta kvikmynd sem þú hefur séð? Gamall spag-hettivestri sem heitir Sjö hetjur.Fallegasti staður hérlendis? Hornstrandir.Fallegasti staður erlendis? Alparnir.Ertu hjátrúarfull(ur)? Ekki alveg laus við það.Uppáhalds heimilistækið? Sjónvarpið og kaffikann-an.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera ígóðra vina hópi.Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna?Slæmt gengi Leeds United þessa dagana.Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fer í líkams-rækt og reyni vel á líkamann.Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-ast? Ekki er það, en stærsti draumurinn er að það fariað birta yfir Vestfjörðum á nýjan leik.Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?Búinn að steingleyma því.Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndirþú breyta? Fá samþykki fyrir því að byggja seinnihluta íþróttahússins og halda sérstaka Bolungarvík-urhátíð í sumar.Lífsmottó? Aldrei að gefast upp við að þoka málumí rétta átt.

Áhyggju-fullur yfir

slæmugengi Leeds

United

Arnar G. Hinriksson hdl.Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243

FasteignaviðskiptiHef til sölu

fasteignir víðaá VestfjörðumAllar nánari upplýsingar

eru veittar á skrifstofu

Fasteign óskastFasteign óskast keypt á mjög góðum

kjörum eða með yfirtöku lána. Má þarfnastlagfæringa. Skoða flest, bæði íbúðar- ogatvinnuhúsnæði.

Upplýsingar í síma 895 3004 eða á net-fanginu [email protected]

bb.is óskar lesendum sínumnær og fjær, gleðilegrarpáskahátíðar

Blaðinu hefur borist athuga-semd frá Kristjáni G. Jóhanns-syni, stjórnarformanni Hrað-frystihússins-Gunnvarar hf.,vegna umfjöllunar blaðsinsum ársreikning fyrirtækisinsfyrir árið 2003. Í athugasemdKristjáns segir m.a.:

„Í frétt blaðsins um ársupp-

gjör Hraðfrystihússins –Gunnvarar hf. fyrir árið 2003var sagt að söluhagnaður væri82% af hagnaði ársins. Þettaer ekki rétt og verður að teljasttil óvandaðra vinnubragða aðfá þessa útkomu. Samkvæmttilkynningu um afkomunakemur fram að hagnaður fyrir

skatta var 437 milljónir krónaog söluhagnaður um 271 millj-ón króna. Samkvæmt því nem-ur söluhagnaður um 62% afhagnaði ársins, því að sjálf-sögðu er söluhagnaður skatt-skyldur.“

Í uppgjöri HG kemur framað rekstrarhagnaður fyrir fjár-munatekjur er tæpar 112 millj-ónir króna. Fjármunaliðirrekstrarreiknings eru jákvæðirum rúmar 325 milljónir króna.Þar af er söluhagnaður hluta-bréfa rúmar 270 milljónirkróna.

Samkvæmt áliti löggiltsendurskoðanda sem blaðiðleitaði er eðlilegast að reiknahlutfall söluhagnaðar hluta-bréfa sem hlutfall hagnaðareftir skatta. Sé sú aðferð notuð

er hlutfall söluhagnaðarins66,7% af hagnaði eftir skattaen ekki 62% eins og stjórnar-formaðurinn segir.

Þá segir ennfremur í athuga-semd Kristján Jóhannssonartil blaðsins: „Ég vil ítreka aðþessir útreikningar blaðsinsbera vott um ótrúlega óvönduðvinnubrögð, en eru að vísu ítöluverðu samræmi við annanfréttaflutning blaðsins um fyr-irtækið að undanförnu.“

Blaðið hefur að undanförnuflutt nokkrar fréttir af ýmsummálefnum sem tengjast HG.Ekki verður með nokkru mótiséð við lestur þeirra frétta aðfullyrðingar Kristjáns eigi sérstoð í raunveruleikanum og erþeim því vísað til föðurhús-anna. – [email protected]

Kristján G. Jóhannsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.

Athugasemd vegna fréttarum afkomu HG árið 2003

Íþrótta- og æskulýðsnefndÍsafjarðarbæjar telur ekkert þvítil fyrirstöðu að golfklúbbur-inn Gláma á Þingeyri njóti lið-sinnis vinnuskólans í sumar.Nefndin fjallaði um tölvubréfgolfklúbbsins dagsett 1. des-

ember þar sem óskað var eftirrekstrarstyrk frá Ísafjarðarbætil að hægt sé að ráða starfs-mann á golfklúbbinn yfir sum-artímann en golfklúbburinn ersagður verða af töluverðumvallargjöldum þegar engin er

á svæðinu.Einnig óskaði klúbburinn

eftir aðstoð vinnuskólakrakkaá Þingeyri þegar mikið lægivið í sumar. Í bókun íþrótta-og æskulýðsnefndar er harmaðað bréf Glámu skyldi ekki

koma til umfjöllunar hjánefndinni við gerð fjárhags-áætlunar en fjárhagsáætlunársins er ekki sögð gefa svig-rúm til rekstrarstyrks til golf-klúbbsins.

[email protected]

Fái aðstoð frá vinnuskólanumGolfklúbburinn Gláma á Þingeyri

Sex sjúkraliðar á norðan-verðum Vestfjörðum leggjastund á svokallað framhalds-nám sjúkraliða í öldrunar-hjúkrun sem kennt er í fjar-

námi frá Fjölbrautaskólanumí Ármúla.

Sjúkraliðarnir sækja fyrir-lestra um fjarfundabúnað íFræðslumiðstöð Vestfjarða á

Ísafirði en alls taka á fjórðatug nemanda þátt í Reykjavík,á Ísafirði, Akureyri, Nes-kaupsstað og Selfossi. Fyrir-lestrarnir eru tvisvar í viku og

stefna sjúkraliðarnir á að ljúkanámi eftir tvö ár. Þær litu stutt-lega upp úr bókunum þegarljósmyndara bar að garði í síð-ustu viku. – [email protected]

Afla sér framhaldsmennt-unar um fjarfundabúnað

Sjúkraliðar á norðanverðum Vestfjörðum

Sjúkraliðar í fjarfyrirlestri í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Linda Steingrímsdóttir, Elfa Smáradóttir, Margrét Þóra Óladóttir,Heiðrún Björnsdóttir, Guðbjörg Drengsdóttir og Helga Sigurjónsdóttir.

Page 7: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 77777

Bæjarráð Ísafjarðarbæjarhefur tekið fyrir drög að starfs-lýsingu fyrir starf á fjármála-sviði og fól bæjarstjóra að aug-lýsa starfið á grundvelli henn-ar. Samkvæmt starfslýsing-unni er starfsheitið fulltrúi áfjármálasviði. Starfið kemur ístað starfs gjaldkera/bókarasem auglýst var laust til um-sóknar fyrr í vetur og í þaðráðinn maður sem síðar dróumsókn sína til baka. Í kjöl-farið var allt ráðningarferliðrannsakað og í ljós kom aðýmislegt hafði farið úrskeiðisvið undirbúning ráðningarinn-ar. Eitt þeirra atriða var að

ekki var til staðar nákvæmstarfslýsing.

Í starfslýsingunni sem lögðvar fram í síðustu viku kemurfram að yfirmaður fulltrúa erfjármálastjóri. Fulltrúin hefurenga undirmenn. Helstu verk-efni starfsmannsins verða aðtaka á móti greiðslum öðrumen þeim sem fara fram meðrafrænum hætti. Einnig greið-sla reikninga sem ekki erugreiddir með rafrænum hætti.Þá tekur fulltrúinn þátt í yfir-ferð og leiðréttingu á tekju-og útgjaldaliðum undir verk-stjórn aðalbókara svo og af-stemmingum. Einnig tekur

fulltrúinn þátt í innleiðingu ánýjum hagræðingarverkefnumá sviði tölvu og rekstrarum-hverfis eins og segir í starfslýs-ingunni.

Á áðurnefndum fundi bæj-arráðs lagði Magnús ReynirGuðmundsson bæjarfulltrúi(F) fram svohljóðandi tillögu:„Legg til að ráðið verði í starfá bæjarskrifstofu, sbr. nýjastarfslýsingu sem lögð er framá þessum fundi, úr hópi þeirrakvenna, sem sóttu um starfgjaldkera/bókara fyrr í veturog ekki hafa afturkallað um-sókn sína.“

[email protected]

Starf fulltrúa á fjár-málasviði auglýst

Ísafjarðarbær

Ferðaþjónustan í Heydal í Ísafjarðardjúpi

Uppbygging í fullum gangiFerðaþjónustan í Heydal í

Ísafjarðardjúpi tók fyrstuherbergin í notkun í fyrravorog er uppbygging aðstöð-unnar í fullum gangi. Veit-ingasalur hefur verið útbúinnog var hann vígður meðþorrablóti fyrr í vetur. AtliPálmason, hjá Ferðaþjónust-unni í Heydal, segir frum-raunina hafa tekist vel, hátt í

120 manns mættu á þorrablót-ið í Mjóafirði og varð góðstemmning. Það jafngildi nærfullum sal en hann taki um120-130 manns í sæti.

Atli segir að í sumar verðiboðið upp á gistingu í níutveggja manna herbergjum ogverið sé að vinna í uppbygg-ingu á fleiri sviðum, þannig séstefnt á að ljúka við tjaldstæði

í sumar. Eldhús er ekki ennkomið í gagnið en Atli segir„allt að smella“ í þeimefnum.

Aðspurður um horfurnar ísumar segist hann nokkuðbrattur. „Það er talsvert búiðað bóka í herbergergin oga.m.k. tvö ættarmót bókuð ísalinn svo þetta er allt aðkomast í gang“, sagði Atli.

Unnið að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.

Byggðastofnun lánaði 95,6milljónir króna til fiskeldis áVestfjörðum á árunum 1999-2003. Þetta kemur fram í svariiðnaðarráðherra, ValgerðarSverrisdóttur, við fyrirspurnValdimars L. Friðrikssonarvaraþingmanns (S) á Alþingi.

Spurt var hversu mikiðByggðastofnun hefði lánað tilfiskeldis á árunum 1999-2003.Samtals lánaði stofnunin 322milljónir króna á tímabilinu.Til Norðurlands eystra var lán-að 68,7 milljónir króna, tilAusturlands 90 milljónir, til

Suðurlands 7 milljónir og tilReykjaness lánaði Byggða-stofnun 60,7 milljónir króna.

Lánað var til 11 fiskeldis-stöðva. Engin stöð fékk styrkog stofnunin keypti ekkerthlutafé í fiskeldisfyrirtækjumá tímabilinu. – [email protected]

Lánaði 95 milljónir ífiskeldi á Vestfjörðum

Byggðastofnun

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði

Á fjarfundi með kolleg-um sínum í Frakklandi

Nemendur Menntaskólans áÍsafirði áttu í síðustu viku fundmeð frönskum kollegum sín-um í Sables d’Olonne viðBiskayflóa um fjarfundabúnaðFræðslumiðstöðvar Vest-fjarða. Fundurinn markaðiformlegt upphaf samskiptaskólanna og voru Ólína Þor-varðardóttir, skólameistari MÍ,og skólastjóri franska skólans

viðstödd. Skólarnir hafa sóttum styrk til Cómeníusar áætl-unar Evrópusambandsins oger verið að leggja á ráðin umgagnkvæmar heimsóknir.

Brynar Viborg, frönsku-kennari við MÍ, segir fundinnhafa heppnast ágætlega ogfrönskunemarnir séu áhuga-samir. Hann segir fyrirhugaðað taka móti 22 nemendum

frá Frakklandi í haust og sendajafnmarga nemendur utan aðvori 2005. „Hugmyndin er aðleggja páskafríið undir ferðinaog dvelja tvær vikur í Frakk-landi. Þannig myndum bæðitaka þátt í skólastarfi og skoðaumhverfið. Um námsferð yrðiað ræða og þá myndum viðtaka fyrir ákveðið þema t.d.slóðir víkinga eða bera saman

þróun hafnarbæjanna“, segirBrynjar.

Styrkurinn er ekki enn í höfn

en Brynjar segist vongóður.Samskiptin eru hafin og afaránægjulegt að skólinn sé kom-

inn í bein tengsl við Frakkland.– [email protected]

Brynjar ásamt nemendum sínum á fjarfundi með menntaskólanemum í Sables d’Olonne.

Page 8: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 200488888

Skíðavikan á Ísafirði árið2004 verður vafalítið í minn-um höfð enda óhætt að segjaað mikið sé um dýrðir í bæn-um. Skíðafélag Ísfirðingafagnar 70 ára afmæli og Skíða-landsmót Íslands verður haldiðá Ísafirði. Veðrið brást reyndarsvo óheppilega við umstang-inu að færa varð keppni í alpa-greinum norður á Siglufjörðen gönguskíðin standa fyrirsínu. Undir þessu kringum-stæðum fer að verða áleitið aðhefja sjóskíðaiðkun til vegsog virðingar á sólskinseyjunniÍslandi þar sem snjóar orðiðnæstum jafn mikið (eða lítið)allan ársins hring.

Skíðavikan er haldin árhvert um páska og var blásiðtil hennar í fyrsta sinn árið1935, þó síðar hafi hún lagst ídvala og verið endurlífguð. ÁSkíðaviku fléttast samanmannlíf, menning, útivist,íþróttir, helgihald og skemmt-anahald á víðum grunni og í

misjafnri röð eftir smekk hversog eins. Öll bera mannamótineinkennandi keim af ættar- eðaárgangsmóti þar sem meðlimirhjarðarinnar Ísfirðingar, nær-sveitungar, skyldulið og mak-ar bera saman bækur sínar umatburði og afrek nær og fjær.

Menningardagskráin íSkíðavikunni eflist með hverjuárinu og verður sett algerleganýtt viðmið að þessu sinni meðtónlistarhátíðinni Aldrei fór égsuður. Þar munu margir afframsæknustu tónlistarmönn-um landsins gefa vinnu sínafyrir páskaferð til Ísafjarðarog hina gamalgrónu hugsjónað vera með. Hugmyndin errunnin undan rifjum feðgannaGuðmundar Kristjánssonar,hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar,eða Papamug, og Arnar Elías-ar Guðmundssonar, tónlistar-manns, sem gengur undir lista-mannsnafninu Mugison. Þeirhafa fengið fjölmarga einstakl-inga í lið með sér til að gera

hátíðina að veruleika og hefurgrasrótin tekið svo vel við sérað von er á liðlega 100 lista-mönnum auk heimamanna.Ráðgert er að tónleikadagskrá-in standi í meira en átta tímaþar sem gersemar tónlistarlífs-ins, bæði þekktar og óþekktar,mun rata upp á svið hver áfætur annarri. Má þar nefnaDr. Gunna og hljómsveit, Tra-bant, The 9/11’s, Gus gus ogDJ Hadda Bæjó, svo fáeinirséu nefndir.

Þarf vonandiÞarf vonandiÞarf vonandiÞarf vonandiÞarf vonandiekki að „skratsa“ekki að „skratsa“ekki að „skratsa“ekki að „skratsa“ekki að „skratsa“

Tónlistarferill DJ HaddaBæjó er reyndar afskaplegaskammt á veg kominn ogleggur hann megin áherslu áað sinna dagvinnunni, a.m.k.enn sem komið er. DJ HaddiBæjó er listamannsnafn Hall-dórs Halldórssonar, bæjar-stjóra Ísafjarðarbæjar, sem

hingað til hefur ekki veriðþekktur fyrir að láta ljós sittskína á tónlistarsviðinu ogmun því sýna bæjarbúum nýjahlið um páskana.

– Nú ertu auglýstur í dagskráhátíðarinnar sem DJ HaddiBæjó, hverju mega bæjarbúareiga von á?

„Það er nú ekki komið alvegá hreint, ég er hræddastur umað Örn Elías hafi misreiknaðsig aðeins með því að bókamig.“

– Er þetta þá ekki til marksum að þú eigir þér leynda hliðsem eigi eftir að koma á óvart?

„Nei ekki á þessu sviði, ætliþað sé ekki einmitt ástæðanfyrir því að hann valdi mig –hann vonast til að ég verðimér algerlega til skammar íþessu hlutverki.“

– Er bara verið að gera grínað virðulegum stjórnmála-mönnum?

„Já já, og um að gera svo-sem. Öll eigum við okkur hlið-

ar sem snúa ekki að almenn-ingi dags daglega og fyrst égvar beðinn um að gera þettaþá ætla ég að reyna að standamig í stykkinu og gera vel. Égætla að spila einhver lög ogvona að ég þurfi ekki að sýnaplötusnúðafimi – skratsa eðaeitthvað í þá veruna.“

– Nú er annar Djúpmaðursem er þekktur plötusafnariog plötusnúður á Ögurböllum,Sigurjón á Hrafnabjörgum,hyggst þú leita í smiðju tilhans?

„Það kæmi mjög vel tilgreina, ég kæmi a.m.k. ekkiað tómum kofunum þar endalumar Sigurjón á miklu safni.“

Vestfirðir í tískuVestfirðir í tískuVestfirðir í tískuVestfirðir í tískuVestfirðir í tísku– Er ekki óhætt að segja að

tónlistarhátíðin hafi vakiðmikla athygli?

„Jú mér sýnist það. Þarnaverður fullt af sveitum semeru þokkalega vel þekktar og

ég ætla bara að vona að þaðkomi fullt af fólki til að fylgjastmeð.

Án þess að ég viti hverstyður framtakið, þá hugsa égað það verði gott fyrir við-komandi fyrirtæki að leggjanafnið sitt við hátíðina.“

– Varstu alveg ófeiminn viðað taka áskoruninni?

„Ja, þeir fóru nú svolítiðpent í sakirnar feðgarnir Guð-mundur hafnarstjóri og Mugi-son. Við vorum að borða sam-an ásamt fleirum og ég hélt aðþeir væru að fíflast með þetta.Ég tók bara þátt í gríninu ogsvo vissi ég ekki betur fyrr enbúið var að ganga frá dag-skránni.“

– Það hefur semsagt veriðgengið á þig um efndir viðgríninu?

„Já já, síðan hefur frægðar-ferillin farið upp á við, endagat hann ekki farið neitt ann-að.“

– Ertu búinn að leiða hugann

Var DJ Haddi Bæjóeinhvern tíman með hanakamb?

Page 9: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 99999

Skólar ÍsafjarðarbæjarGrunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir, á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri með nemendafjölda frá

40-540. Í skólum bæjarins er lögð áhersla á ánægju nemenda og þroska þeirra og um leið að mæta mismun-andi þörfum nemenda, m.a. með sveigjanlegu skólastarfi og einstaklingsmiðaðra námi en áður. Áhersla erá samstarf milli skóla, en þó sjálfstæða skóla og fjölbreytni í skólastarfi. Grunnskólar Ísafjarðarbæjarvinna saman gegn einelti eftir áætlun Olweusar. Leikskólar Ísafjarðarbæjar eru sex, staðsettir í öllum íbúa-kjörnum sveitarfélagsins. Tveir skólar vinna eftir Hjallastefnu, þ.e. á Flateyri og Ísafirði, en aðrir kenna áhefðbundnari hátt eftir aðalnámskrá leikskóla.

Ísafjarðarbæ er bær í sókn sem hefur margt að bjóða, m.a. góða þjónustu, öflugt íþróttastarf (Heilsubær),ótakmarkaða landlagsfegurð, tónlistarskóla, leikskóla og menntaskóla.

STAÐA SKÓLASTJÓRA VIÐ GRUNNSKÓLANN Á FLATEYRILaus er staða skólastjóra frá og með 1. ágúst 2004. Skólinn hefur skapað sér sérstöðu meðlífsleiknistefnu í öllu skólastarfi og eru nánari upplýsingar um skólann á heimasíðu hansá skolatorg.is. Leitað er eftir faglegum, kraftmiklum stjórnanda með leiðtogahæfileika tilað leiða áframhaldandi uppbyggingu skólans.Umsóknir um stöðu skólastjóra skulu berast Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar,Hafnarstræti 1, Ísafirði. Forstöðumaður skrifstofunnar veitir nánari upplýsingar.

STAÐA SKÓLASTJÓRA VIÐ LEIKSKÓLANN GRÆNAGARÐ Á FLATEYRIStaða leikskólastjóra er laus frá og með 1. ágúst 2004. Skólinn vinnur eftir Hjallastefnunniog er með börn á aldrinum 1-6 ára. Leitað er eftir faglegum stjórnanda með þekkingu áHjallastefnu til að leiða áframhaldandi starf skólans.Umsóknir um stöðu skólastjóra skulu berast Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar,Hafnarstræti 1, Ísafirði. Leikskólafulltrúi skrifstofunnar veitir nánari upplýsingar.

STAÐA AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRA Á SÓLBORG Á ÍSAFIRÐIStaða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Sólborg er laus frá og með 1. júní nk.Einnig eru lausar stöður deildarstjóra á yngstu deildunum. Leikskólinn er fjögurra deildaskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára.Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Sonja E. Thompson í síma 456 3185, net-fang: [email protected]

GRUNNSKÓLAKENNARARVið grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru lausar stöður í almennri kennslu, textílmennt, tækni-mennt (smíðar), myndmennt, tónmennt, heimilisfræði og íþróttum. Einnig vantar sérkenn-ara og þroskaþjálfa í sérdeild á Ísafirði.Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar:Skólastjóri á Ísafirði er Skarphéðinn Jónsson, sími 450 3100, netfang: [email protected]ólastjóri á Suðureyri er Magnús S. Jónsson, sími 456 6129, netfang: [email protected]ólastjóri á Þingeyri er Ellert Örn Erlingsson, sími 456 8106, netfang: [email protected]ólastjóri á Flateyri er Vigdís Garðarsdóttir, sími 456 7670, netfang: [email protected]

LEIKSKÓLAKENNARARLeikskólar Ísafjarðarbæjar óska eftir leikskólakennurum til starfa. Stefnt er að auknuhlutfalli réttindakennara við leikskólana og er í boði fjölbreyttir skólar og stöður innanþeirra.Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar:Skólastjóri á Bakkaskjóli í Hnífsdal er Elín Þóra Magnúsdóttir, sími 456 3565, netfang:[email protected]ólastjóri á Eyrarskjóli á Ísafirði er Jóna Lind Karlsdóttir, sími 456 3685, netfang:[email protected]ólastjóri á Sólborg á Ísafirði er Sonja E. Thompson, sími 456 3185, netfang:[email protected]ólastjóri á Tjarnarbæ á Suðureyri er Svava Rán Valgeirsdóttir, sími 456 6128, netfang:[email protected]ólastjóri á Grænagarði á Flateyri er Erna Káradóttir, sími 456 7775, netfang:[email protected]ólastjóri á Laufási á Þingeyri er Elsa María Thompson, sími 456 8318, netfang:[email protected]

Við bjóðum flutningsstyrk og niðurgreidda húsaleiguUmsóknarfrestur er til 25. apríl 2004

að því hvaða tónlist þú muntbjóða upp á?

„Nei ég ætla að leita mérráðgjafar með það. Ég erþannig að það gengur öll tón-list í mig. Ég hlusta á allartónlistarstefnur þó það séunokkur lög sem mér þykjahundleiðinleg og nenni ekkiað hlusta á. Mér finnst sumt íklassík flott og annað hryll-ingur og það sama gildir umt.d. rapp eða eitthvað annað.“

– Muntu þá bjóða upp ágóða blöndu af straumum ogstefnum?

„Ég veit ekki ennþá hvaðég á að spila lengi eða hvað égá að spila mörg lög. Kannskivilja þeir að ég haldi mig innaneinhverrar stefnu svo ég þoriekki að segja til um það, kann-ski á ég bara að spila það semmér þykir skemmtilegt.“

– Eftir því hefur verið tekiðmeð dagskrá og yfirbragð tón-listarhátíðarinnar að þar bráðn-ar saman tónlistarheimur, semer örlítið neðanjarðar, og bæj-arbragurinn með bæjarstjóra,hafnarverkamönnum og fleir-um. Er þetta e.t.v. einkennandifyrir samfélagið hér vestra, aðmenn séu ekki dregnir einsmikið í dilka og annars staðar?

„Já ég held að það sé ekkispurning. Auðvitað er þettahugmynd frá þeim feðgum,þeir skynja samfélagið meðákveðnum hætti og ég held aðþeir séu að reyna að láta þaðkoma fram. Samfélagið hérnaer svo verðmætt af því það býrsvo mikið í því. Hluti af því erklárlega að fólk er ekki aðgrúppa sig mikið í einhverjahópa, það geta allir unnið sam-an að því að koma einhverju á.Þá takast allir á við verkefniðog það endurspeglast í þessu.

Nú er ég búinn að vera hérnaí átta ár og eftir því sem maðurer lengur því betur skynjarmaður hversu mikið býr í sam-félaginu, þess vegna er það tilí rauninni.“

– Nú hefur komið fram aðþað vildu fleiri skemmtikraftarkoma en hægt var að taka ámóti.

„Það finnst mér mjögánægjulegt. Ég er klár á því aðnafnið hans Arnar Elíasarskiptir máli í því samhengi.Hann er orðinn viðurkenndurlistamaður og við getum veriðstolt af því út af fyrir sig.“

– Er það þá viss upphefð aðviðurkenndir listamenn skulileggja nafn sitt við bæinn?

„Já það er mjög gott fyrirokkur. Klárlega er þetta fyrstog fremst hans verk.“

– Má kannski segja aðMugison sýni visst hugrekkimeð því að kenna sig við Vest-firði þar sem tískubransi einsog tónlistargeirinn hefur ekkiverið mjög móttækilegur fyrirþví að spyrða sig við lands-byggðina?

„Ég held að Vestfirðir séutísku, þeir séu inn, svo hann erörugglega að gera rétt. Ég heldað hann skynji stemmningunarétt.“

Betur lausBetur lausBetur lausBetur lausBetur lausvið diskóvæliðvið diskóvæliðvið diskóvæliðvið diskóvæliðvið diskóvælið

– Aftur að spilamennskunni

hjá þér, þú viðurkennir þaðhreinlega að þú hafir engansérstakan tónlistarsmekk?

„Ég hef a.m.k. ekki ein-skorðað mig við ákveðna tón-listarstefnu og ég er ekki þann-ig að ég sé að spila plöturmikið þegar ég kem heim tilmín. Ég hlusta bara á það semer í útvarpinu.

Þegar ég var krakki þá varmaður náttúrlega meira í þvíað fylgjast með tónlist ogkaupa plötur en þá var líkaminna úrval í útvarpinu. Í þádaga mátti eitt yfir alla ganga.

Við vorum einmitt að talaum það ég og strákurinn minnsem er þrettán ára að honumlangar til að taka fram gömluplöturnar mínar og gömlukassetturnar mínar, sem m.a.innihald upptökur úr Lögumunga fólksins. Honum langartil að fara í gegnum tónlistinaog hlusta á og ég verð að segjaað ég er töluvert spenntur aðtaka þátt í því.“

Í mínum huga stendur uppúr frá þessum tíma að ég þoldiekki Wham og Duran Duranog svo fannst mér töluverðurhluti diskósins leiðinlegur. Égvar svo óheppinn að vera akk-úrat á djamm–aldrinum þegarþetta var í gangi. Svona eftir áað hyggja þá hefði verið betraað vera laus við eitthvað afþessu diskó væli sem var ígangi.“

– Má þá gagnálykta að þúhafir frekar verið gefinn fyrirpönkið?

„Já mikið frekar, mér fannstþað nú betra.“

– En varstu nokkuð meðhanakamb?„Ég gef það ekki upp – neinei, án gríns þá var ég ekkimeð hanakamb.“

– Héðan eftir verður þúþekktur sem DJ Haddi Bæjó,hefurðu áhyggjur af að nafn-giftin festist við þig?

„Nei ég hef það nú ekki, égá bol frá KFÍ sem er merkturHaddi Bæjó. Ef fólk vill á ann-að borð stytta nafnið mitt, semer nú alltaf minna og minnaum, þá er Haddi rétta stytting-in, Dóri er röng stytting.“

– Það er svosem vel þekkt áVestfjörðum að ýmiskonarnafngiftir festist við menn ogþá getur verið betra að reynaað festa nokkuð saklaust við-urnefni í sessi en að lenda íþví að bera einhvern ósóma tildauðadags.

„Maður veit aldrei hvaðfestist við mann og kemst sjálf-sagt að því síðastur. Reyndarvoru þeir feðgar að ræða umað gefa mér listamannsnafniðDJ Ögri. Einhverjir bentu á aðþað gæti hentað vel fyrir rapp-ferill en það stendur ekki til aðfeta þær brautir, a.m.k. ekkiað svo stöddu“, segir HalldórHalldórsson, bæjarstjóri í Ísa-fjarðarbæ sem mun liggja und-ir feld og leita sér ráðgjafarnæstu daga um hvernig hanneigi best að takast á við hlut-verk plötusnúðs á tónlistarhá-tíðinni Aldrei fór ég suður.Þar verða fjölmargir lands-þekktir listamenn saman-komnir að trylla lýðinn og ljóstað reikna má með óvæntu út-spili frá DJ Hadda Bæjó.

[email protected]

Page 10: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 20041010101010

Í nafni föðurinÞegar Íslendingar skiptu um kristin sið árið 1550 var

þeim öllum snúið á einu bretti, frá kaþólskri kirkju páfansað hinni lútersk-evangelísku þjóðkirkju sem flest okkarbúa við í dag. Um 307 ára skeið starfaði enginn fulltrúi

páfa á Íslandi, eða fram til ársins 1857 þegar faðir Bern-ard Bernard og faðir Jean-Babtiste Baudoin fluttust til

Íslands til að þjónusta franska sjómenn á veiðum við Ís-landsstrendur. Faðir Bernard festi fljótlega kaup á jörð-inni við Landakot, þar sem kaþólikkar í Reykjavík hafa

aðsetur enn þann dag í dag. Hann yfirgaf landið árið 1862, en faðir Jean-Babtiste var hér til ársins 1875. Þá

samanstóð söfnuður hans af farandverkamönnum, mest-

megnis sjómönnum, og einum Íslendingi, Gunnari Ein-arssyni, en sonur hans, Jóhannes Gunnarsson varð síðarbiskup. Fáeinum áratugum síðar hafði þessi græðlingur

kirkjunnar borið ávöxt og virtist á tímabili sem listamennlandsins ætluðu allir að skírast til kaþólsku. Nægir þar aðnefna menn á borð við Halldór Kiljan Laxness og Stefán

frá Hvítadal. Tæpum hundrað og fimmtíu árum eftir aðkaþólska kirkjan var endurreist á Íslandi hafa kaþólikkar

eignast sinn fyrsta ráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnars-dóttur sem tók við embætti menntamálaráðherra nú um

áramótin. Þegar hér er komið í mannkynssögunni er stald-rað við til að taka hús á kaþólska prestinum á Ísafirði.

ég upp og þar hlaut ég mínagrunnmenntun. Lauk því semsamsvarar stúdentsprófi 19 áragamall, árið 1982, og það varum það leyti sem ég tók þáákvörðun að gerast prestur. Égfluttist þá til borgarinnar Poz-nan til að læra guðfræði viðháskólann. Poznan liggurnorðan af Nysa, hinum meginvið Breslau. Þetta er sögufræg-ur bær fyrir margar sakir, þarvar fyrsta pólska ríkið stofnaðfyrir um þúsund árum síðanog þar var fyrsti pólski kon-ungurinn krýndur, en hannhvílir einmitt í dómkirkju heil-ags Péturs og heilags Páls íPoznan.”

– Árið 1982, þegar þú hefurprestsnámið eru einungis fjög-ur ár síðan Jóhannes Páll páfiII sest á páfastól, þjónaði þessifyrsti pólski páfi sem einhvers-lags fyrirmynd í þínu lífi, bléshann þér kannski í brjóst löng-un til að ganga til liðs viðkirkjuna?

„Ekki get ég nú sagt það.Að gerast prestur er mjög per-sónuleg ákvörðun sem hverog einn þarf að gera upp viðsjálfan sig. Maður verður aðnálgast prestshlutverkið á eig-in forsendum, hvort maður villeða vill ekki taka upp hemp-una. Enginn getur hjálpaðmanni við að taka þá ákvörðuneða blásið manni slíkt í brjóstog þaðan af síður er hægt aðláta einhvern gerast prest semekki vill það. Enginn maðurverður prestur nema hann viljiþað í raun og sann af öllu hjarta– hljóti köllun.”

– Hversu lengi varstu viðnám í Poznan?

„Ég var sjö ár allt í allt, eðatil 1989. Þetta er lengra envenjulegt prestsnám, enda tókég framhaldsgráðu, meðalannars til að geta starfað semprestur fyrir Pólverja erlendis.Fyrst að loknu námi starfaðiég sem prestur í Póllandi eneftir nokkurra ára starf þar fór

Ég þramma eftir svellblaut-um gangstéttum Ísafjarðar áfund við föður Marek Zygadloí kapellunni við Mjallagötu 9,og prísa mig sælan að hafakomist heill og óbrotinn ááfangastað. Ekki laust við aðmaður velti því fyrir sér hvorteinhver hafi haldið yfir manniverndarhendi á þessum Guðsvegum, enda hálfgerð kross-ferð að komast þetta í flatbotnaskóm með rokið í bakið.

Þegar knúið er dyra svararvinaleg kona sem mér finnstað geti varla verið annað ennunna þó hún sé algerlega lausvið allan einkennisklæðnað.Hún vísar mér inn úr rokinumeð alúðlegu en afskaplegaákveðnu fasi og býður mér aðlitast um í kapellunni, faðirMarek komi von bráðar. Kap-ellan er látlaus og falleg, tekurum sextíu manns í sæti, og erskreytt afskaplega fallegumblýantsteikningum af píslar-göngu Krists.

„Enginn verður„Enginn verður„Enginn verður„Enginn verður„Enginn verðurprestur nemaprestur nemaprestur nemaprestur nemaprestur nemahljóta köllun“hljóta köllun“hljóta köllun“hljóta köllun“hljóta köllun“

Faðir Marek þjónustar aðal-lega innflytjendur, en þó ereins fyrir honum komið ogföður Jean-Babtiste á sínumtíma, að í söfnuðinum, semtelur um 150 manns er aðeinseinn Íslendingur. Þegar faðirMarek mætir á svæðið kynnirhann mig fyrir Elísabetu Kow-alczyk sem túlkar fyrir okkurúr pólsku. Hann býður kaffi,og með því, og ég byrja á aðspyrja föðurinn hvaðan af Pól-landi hann komi, hann hafivæntanlega hlotið kaþólsktuppeldi?

„Jú, ég hlaut kaþólskt upp-eldi, en þó ekkert sérstaklegatrúarlegt, bara venjulegt pólsktuppeldi í bænum Mysa, sunn-an við Breslau, alveg viðlandamæri Tékklands. Þar ólst

ég til Búdapest og starfaði semprestur fyrir pólska samfélagiðþar í borg. Auðvitað var égþar, eins og hér, prestur fyriralla sem vildu koma enda villkaþólska kirkjan ekki lokaneinn úti. En hlutverk mitt varsem sagt fyrst og síðast aðvinna með Pólverjum. Égþjónaði sex ár í Búdapest enað því loknu starfaði ég aftureitt ár í Póllandi á meðan égvar að vinna í því að komahingað. Það er nokkuð ferli aðfæra sig svona á milli landa.Það var mín ákvörðun að komatil Íslands en kaþólski biskup-inn yfir Íslandi, herra JóhannesMattías Gijsen, valdi mér staðá Ísafirði. Hér var nýbúið aðbyggja kapellu og allt varreiðubúið fyrir prest að koma

til starfa. En í gömlu kapell-unni, sem var nú bara hér ísafnaðarheimilinu, höfðustarfað farandprestar með að-setur í Reykjavík.”

Í góðu sambandiÍ góðu sambandiÍ góðu sambandiÍ góðu sambandiÍ góðu sambandivið þjóðkirkjunavið þjóðkirkjunavið þjóðkirkjunavið þjóðkirkjunavið þjóðkirkjuna

– Er ekki undarlegt að starfafyrst sem kaþólskur presturfyrir Pólverja í Ungverjalandi,í samfélagi sem er að megninutil kaþólskt, og flytjast svo allaleiðina á hjara veraldar, til út-kjálkasjávarþorps í landi þarsem einungis 1,8 prósent þjóð-arinnar aðhyllist kaþólsku?

„Í Búdapest starfaði ég, einsog ég segi, aðallega með Pól-verjum. Á Ísafirði þjóna égsöfnuði sem samanstendur af

miklu fleiri þjóðernum. Hérþjóna ég Filippseyingum,Tékkum, Slóvökum, Portúgöl-um, Pólverjum, Íslendingum,og fleiri þjóðum. Ég er auð-vitað pólskur, og ekki mikilltungumálamaður, og þessvegna koma aðallega Pólverjarhingað í kapelluna en ég þjónaþó öllum kaþólikkum á Vest-fjörðum og reyndar á Austur-landi líka. Og auðvitað eruallir velkomnir hingað þó þeirséu ekki kaþólskir. Í dag eruum 5 þúsund kaþólikkar á Ís-landi en fyrir fimm hundruðárum síðan var hver einastimaður á landinu kaþólskur.Meira að segja áður en víking-arnir námu hér land, voru hérpapar, kaþólskir munkar semstunduðu átrúnað sinn hér álandi í einangrun og friðsæld.Þó Íslendingar séu ekki ka-þólskir nema að litlum minni-hluta í dag er ljóst að kaþólsk-an hefur fylgt landinu um ansilangt skeið.”

– Hvernig ganga messur fyr-ir sig í kapellunni í ljósi þessað söfnuður þinn telur fólk afsvo ólíkum uppruna sem býrþar að auki svo dreift? Á hvaðatungumáli er messað? Mess-arðu víðar en hér í kapellunni?

„Yfirleitt fara messurnarfram á pólsku en stundum áensku og jafnvel á íslensku.Ég fer víða til að messa, umalla Vestfirði og stundum aust-ur á land. Í allt minnir mig aðþetta séu 24 staðir. Þá fæ égyfirleitt inni hjá þjóðkirkju-prestunum á svæðinu, t.d. hjásr. Stínu Gísladóttur á Flateyriog sr. Valdimari Hreiðarssyniá Suðureyri, og þá fæ ég aðmessa í kirkju staðarins. Viðeigum í mjög gjöfulu og góðusambandi við íslensku þjóð-kirkjuna og prestana sem hjáhenni starfa.”

Dyrnar galopnarDyrnar galopnarDyrnar galopnarDyrnar galopnarDyrnar galopnarNú virðist manni oft sem

kaþólikkar séu óvenju áber-andi í íslensku þjóðfélagi eflitið er til þess að ekki nema 5þúsund sálir tilheyra kirkjunni.Einn ráðherranna er kaþólskur,nóbelsverðlaunaskáldið varkaþólskt, í Reykjavík er stórog falleg dómkirkja – sem mérþykir persónulega fallegri ennokkur lútersk kirkja á land-inu. Hvaða útskýringu telurþú að finna megi fyrir því aðkaþólska kirkjan er jafn sterkurþráður í íslensku samfélagi ograun ber vitni?

„Kaþólikkar lifa einfaldlegaeftir boðskapi Krists, við ger-um bara það sem Jesús lagðifyrir okkur. Það er okkar trú.Ef það hefur einhver áhrif áþað sem gerist þá er það fyrirKrists sakir. En þetta á ekkibara við um kaþólsku kirkjuna,þetta á allt eins vel við umlútersku kirkjuna hérna. Viðvitum öll hvað við þurfum aðgera. Við eigum boðorðin tíuog getum valið að fara eftirþeim. Í biblíunni má lesa alltum Jesús Krist. Í raun skiptirengu hvort um er að ræða ka-þólikka eða mótmælendur, viðerum öll bara manneskjur. Viðgerum bara eins og við getum,hvert og eitt.”

– Hvernig er það, starfarkaþólska kirkjan mikið utanvið kirkjuna? Eða jafnvel utansafnaðarins? Stundar hún trú-boð á Ísafirði?

„Ég kenni kaþólskum börn-um hér einu sinni í viku eftirvenjulegri stundaskrá. Svo ferég í heimahús til kaþólikka ogþá til dæmis til fólks af blönd-uðum hjónaböndum. Og þásérstaklega fer ég rétt fyrir jól-in og ræði við fólk um trúmálog fleira. Ég fór í menntaskól-ann hér í fyrra í boði eins kenn-ara og ræddi við nemendurhans um kaþólska trú. En éggeng ekki á milli og banka áhverja hurð í bænum til aðkynna mig eða til að boðatrúna, ef það er það sem þú átt

Page 11: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 1111111111

ins...

við með trúboð. Ég ber miklavirðingu fyrir mótmælenda-trúnni og reyni því ekki aðsnúa neinum frá þjóðkirkjunnitil páfakirkjunnar. Mér finnstmikilvægara að hafa dyr hinn-ar kaþólsku kirkju, og kapell-unnar okkar, galopnar fyrir öll-um sem vilja koma, heldur enað reyna að sannfæra fólk umað það þurfi á okkur að halda.”

– Hversu stór er söfnuðurinná Ísafirði?

„Það er líklega betra að miðavið Vestfirði alla en bara Ísa-fjörð og þá eru líklega um 150manns í söfnuðinum, og baraá Flateyri eru 53, en tölurnarsveiflast mikið – það fækkarstöðugt eða fjölgar enda erumargir kaþólikkarnir hér far-andverkamenn sem koma íeinhvern tíma og fara svo aft-ur, og þá koma nýir.”

– Og er vel mætt?„Já, hingað mæta yfirleitt

um 15-20 manns. En svo mætaálíka margir eða fleiri á Flat-eyri og ég fer þangað frekar enað þau komi hingað, enda ermun auðveldara fyrir mig ein-an að fara yfir en fyrir segjum25 manns að koma hingað.Enda hef ég, eins og ég segi,greiðan aðgang að kirkjunni áFlateyri, þökk sé séra Stínu.”

„Þurfum að hlusta„Þurfum að hlusta„Þurfum að hlusta„Þurfum að hlusta„Þurfum að hlustaeftir því rétta“eftir því rétta“eftir því rétta“eftir því rétta“eftir því rétta“

– En örstutt að alvarlegrahjali. Nú virðist manni sú til-hneiging vera ríkjandi hjástríðandi aðilum jarðkringl-unnar að vísa til trúmála tilréttlætingar málstöðum sínum,æðri gilda líkt og Guðs, hvortsem um ræðir Osama Bin Lad-en og Íslam, George W. Bush

og babtisma-trúna, Ariel Shar-on og Gyðingtrúna, og á N-Írlandi börðust menn lengi velí nafni kaþólskunnar. Í ljósialls þessa má þá ekki ætla aðþað sé mikið ábyrgðarhlutverkað leiða söfnuð, að beina trú-arorkunni frá því sem sundrarmannsbyggðinni og í farvegsameiningar?

„Guð gaf okkur boðorðintíu. Þau eru ekki ósvipuð um-ferðarskiltum, þau benda okk-ur veginn, sýna okkur hvertvið eigum að ganga eða keyraog hvernig við eigum að geraþað. Gáfuð og góð manneskjales þannig úr merkjum Guðsað hún kemst leiðar sinnar ogþað verður öllum til blessunar.Hinsvegar verða alltaf til ein-hverjir sem vilja fara yfir árauðu, og gera það. Þeir ein-staklingar brjóta á reglunumvegna þess að þeir telja sigvita betur. Telja reglurnar ekkinógu góðar fyrir sig. Kjósa aðtaka ekki þátt í sáttmála sam-félagsins við Guð. Og afleið-ingarnar eru oft skelfilegar,eins og gefur að skilja.

Nútímamaðurinn er ekkigjarn á að fylgja leiðbeining-um, hann vill ekki auðmýkjasig því hann telur sig meistaraeigin tilvistar, hann vill lifalífinu eftir eigin tiktúrum ogþess vegna skapast mörgvandamál. Samfélagið þarf alltað fylgja ákveðnum reglum,við þurfum að geta treyst þvíað á okkur verði ekki brotiðþegar við bregðum okkur útfyrir hússins dyr, að á okkurverði ekki ráðist. Og í staðinnþurfum við að lofa því að ráð-ast ekki á neinn. Hörmungarheimsins stafa af því að fólkhættir að hlusta á Guð og hættir

að lifa í trúnni. Okkur finnstauðveldara að hlusta ekki.

Þegar ég heimsótti mennta-skólann spurði ég krakkanahvort þau mættu í kirkju? Ogátti þar við hvaða kirkju semer. En enginn sagðist fara. Þáspurði ég hvort þau bæðu tilGuðs, hvort þau töluðu viðHann? Þá voru tveir sem réttuupp hönd. Þetta eru krakkarfrá 16 ára til tvítugs og þeimfinnst þau ekki þurfa á neinuað halda frá Guði. Þurfa ekkiað tala við Hann eða vilja ekkitala við Hann, þurfa ekki áleiðsögn Hans að halda. Viðleitumst sífellt eftir því aðbreyta rétt. Við erum ekki allt-af viss en við þurfum að hlustaeftir því rétta, líta í kringum

okkur og leita. Og það er al-varlegt vandamál þegar krakk-ar á menntaskólaaldri eru hættað leita.”

Kann vel viðKann vel viðKann vel viðKann vel viðKann vel viðíslensku þjóðinaíslensku þjóðinaíslensku þjóðinaíslensku þjóðinaíslensku þjóðina

– Nú að lokum langar migaftur að venda kvæðinu í kross,færast undan þessum alvarleguhugðarefnum og spyrja hinnarklassísku spurningar, spyrjaföður Marek hvernig honumhafi líkað á Íslandi. How doyou like Iceland? En ég hræð-ist spurninguna, eins og maðurhræðist allar klisjur, og spyrþess í stað: Eitthvað að lokum?Það er eins og faðir Marek lesihugsanir:

„Þegar ég kom hingað fyrstvissi ég ekki við hverju ég áttiað búast. Þá hafði ég lært aðþekkja ungverska menninguog talaði ungversku reiprenn-andi, þó hún hafi að vísu runn-ið mér úr greipum nú. Égskammast mín dálítið fyrir aðhafa ekki enn lært íslensku oger að leita mér að kennara. Enútlendingakennslan hentarmér illa þar sem tímarnir beraiðulega niður á vinnutíma hjámér. Mig langar að læra ís-lenskuna til að geta kynnt méríslenska menningu að ein-hverju ráði, því mig langar aðlæra um land og þjóð og langarað ná betra sambandi við þjóð-ina sjálfa, við landsmenn.

En það sem ég vildi segja er

að Ísland kom mér þægilega áóvart. Ég hef hitt ótrúlega mik-ið af góðu fólki hér á landi,bæði hér á Vestfjörðum og áAusturlandi og víðar. Ég veitekki hvað ég verð lengi á land-inu en ég vona að það verði aðminnsta kosti næstu sex árin,þó ég verði ekki endilega hérá Ísafirði allan tímann. Eittsinn þegar ég sneri aftur tilÍslands úr orlofi var ég boðinnvelkominn heim. Ég var ekkiboðinn velkominn til Íslandsheldur heim. Það er yndislegtað fá slíkar kveðjur og mannihlýnar um hjartarætur. Mérlíður afskaplega vel á Íslandi,og kann mjög vel við íslenskuþjóðina.”

– Eiríkur Örn Norðdal.

Page 12: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 20041212121212

Anna Birta Tryggvadóttir,18 ára frá Ísafirði.

Foreldrar:Ingibjörg Ingadóttirog Tryggvi Ingason.

Arndís A. Finnbogadóttir,18 ára frá Bolungarvík.

Foreldrar:Arndís Finnbogadóttir

og Finnbogi Berndódusson.

Birna Pálsdóttir,18 ára frá Ísafirði.

Foreldrar:Emma Rafnsdóttir

og Páll Sturlaugsson.

Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir,19 ára frá Þingeyri.

Foreldrar:Kristín Auður Elíasdóttir

og Rafn Þorvaldsson.

Kolbrún Elma Schmidt,21 árs frá Suðureyri.

Foreldrar:Valgerður Halbjörnsdóttir

og Kristján Grétar Schmidt.

Margrét Magnúsdóttir,20 ára frá Önundarfirði.

Foreldrar:Ebba Jónsdóttir

og Magnús Guðmundsson.

Ólafía Kristjánsdóttir,18 ára frá Ísafirði.

Foreldrar:Ragnheiður Baldursdóttirog Kristján Sigmundsson.

Sif Huld Albertsdóttir,18 ára frá Ísafirði.

Foreldrar:Gunnhildur Gestsdóttirog Albert M. Högnason.

Steinunn Einarsdóttir,21 árs frá Flateyri.

Foreldrar:Guðrún Pálsdóttir

og Einar Guðbjartsson.

Níu stúlkur taka þátt í Feg-urðarsamkeppni Vestfjarða

Fegurðarsamkeppni Vest-fjarða verður haldin í veit-

ingastaðnum Krúsinni áÍsafirði laugardaginn 17.

apríl n.k. Níu stúlkur takaþátt í keppninni að þessusinni og hafa aldrei verið

fleiri. Hefðin hefur verið aðFegurðarsamkeppni Vest-

fjarða er haldin annað hvertár. Sú stúlka sem verður

valin sem Ungfrú Vestfirðir,mun taka þátt í ungfrú Ís-land, sú keppni fer fram á

Broadway þann 29. maí nk.

Einn af þeim titlum í feg-urðarsamkeppni Vestfjarða

sem í boði verður fyrir stúlk-urnar er netstúlkan. Almenn-

ingur getur kosið hvaðastúlka það verður sem hlýturþann titil. Kosning netstúlkufer fram á skemmtun.com ogverður opnað fyrir kosningu

þann 7. apríl.Á hátíðarkvöldinu verðurboðið upp á fordrykk ogmun Sigþór Sigurðsson,

matreiðslumaður, töfra framglæsilegan þriggja rétta

málsverð. Boðið verður uppá tónlistaratriði og að lokinni

keppni verður dansleikurfram á nótt. Ýmis fyrirtæki

koma að því að gera kvöldiðsem glæsilegast og kunnaaðstandendur keppninnar

þeim bestu þakkir.Myndirnar af stúlkunumtók Árný Herbertsdóttir í

Myndás.

Munið netkosningunaá skemmtun.com

Tæknideild Ísafjarðarbæjar

Leitar leiða til að komaMiðfellslyftu í gagnið

Björn Helgason, íþrótta- ogæskulýðsfulltrúi Ísafjarðar-bæjar, er að kanna í samráðivið tæknideild Ísafjarðarbæjarhvort hægt verði að gera Mið-fellslyftuna á skíðasvæðinu íTungudal nothæfa um pásk-ana. Miðfellslyftan stendurinnst og efst þriggja skíðlyftaí dalnum og er tryggust hvaðvarðar snjó. Björn segist teljaað ef veður verði hagstætt með

tilliti til hagsmuna skíðamannanæstu daga þá geti vel veriðhægt að nota Miðfellslyftunaef hægt verði að koma fólki aðhenni.

Vegslóði liggur fram Selja-landsdal og segir Björn veriðað kanna hvort hægt sé að lag-færa hann þannig að skíða-menn geti ekið fram á Háubrúnog rennt sér þaðan í Miðfells-lyftuna. „Það er snjór á köflum

sem jafnvel er möguleiki aðnýta ef hægt er að komast aðlyftunni“, segir Björn.

Skíðsvæðið hefur verið lok-að vegna snjóleysis að undan-förnu. Málið var rætt á fundiíþrótta- og æskulýðsnefndarÍsafjarðarbæjar sem fól Birniað skoða hugsanlega úrlausn ísamráði við tæknideild ogleggja tillögur fyrir nefndinahið fyrsta. – [email protected]

Kort af skíðasvæðinu í Tungudal. Miðfellslyfta er lengst til vinstri. Hugmyndin er að skíða-menn komist frá Seljalandsdal fram á Háubrún (fyrir miðri mynd) þar sem hægt yrði aðrenna sér að lyftunni.

Vegagerðinni og Ísafjarð-arbæ bárust tvö tilboð í verkið„Malbikun á Ísafirði árið2004“ og voru þau bæði yfirkostnaðaráætlun. Um er aðræða innflutning steinefna,framleiðslu malbiks og útlögn.Fyrst og fremst er um yfirlagn-ir að ræða.

Langstærsti hluti verksinser á Ísafirði en lítill hluti íSúðavík, á Flateyri, í Bolung-arvík og á Þingeyri. Malbik-unarstöðin Hlaðbær Colas hf.bauð 107,3 milljónir króna eða108,1% af kostnaðaráætlunsem hljóðaði upp á 99,3 millj-ónir króna. Króksverk á Sauð-

Tilboð í malbikun á Ísafirði yfir kostnaðaráætlun

árkróki bauð 110,7 milljónir.Malbikunarstöð var síðast

sett upp á Ísafirði í tengslumvið malbikun Vestfjarða-ganga. Meðfylgjandi myndvar tekin sumarið 1996 þegarmalbikunarframkvæmdirstóðu yfir á Skutulsfjarðar-braut. – [email protected]

Hlaðbær Colas hf.átti lægra tilboðið

Malbikunarframkvæmdir á Skutulsfjarðarbraut sumarið 1996.

Page 13: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 1313131313

Á föstudaginn langa verðaPassíusálmarnir lesnir í heildsinni í Ísafjarðarkirkju. Lestur-inn verður bæði mynd- og tón-skreyttur því að meðan á lestr-inum stendur verður lifandi

myndum varpað á kórveggkirkjunnar, en þær hefur Jó-hannes Jónsson fest á filmu.

Tónlistin er hins vegar sam-in og flutt af Mugison. Lesararverða Elvar Logi Hannesson,

Eiríkur Örn Norðdal og fleiri.Ísfirðingar og nágrannar eruhvattir til að láta þennan ný-stárlega flutning ekki fram hjásér fara. Lesturinn stendur yfirfrá kl. 11 til 16.

Ísafjarðarkirkja

Passíusálmarnir lesn-ir á föstudaginn langa

Í haust var lagt upp með aðauka hlutafé Sushiverksmiðj-unnar Sindrabergs á Ísafirðiog styrkja reksturinn. ElíasJónatansson, framkvæmda-stjóri Sindrabergs, segir þávinnu á lokasprettinum.

„Við erum að ljúka síðustuþáttunum“, segir Elías. Að-spurður um söluhorfur segirhann fyrirtækið berjast afhörku á mörkuðunum og núvirðist horfur vera að glæðastá Þýskalandsmarkaði. „Þar

hefur verið vöxtur sem viðvonum að sé viðvarandi“,sagði Elías.

Þýskaland er helsti mark-aður fyrirtækisins auk Bret-lands. Hjá Sindrabergi starfaum 20 manns. – [email protected]

Sushiverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði

Síðustu þáttunum í hluta-fjáraukningu að ljúka

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

Fræðslunefnd Ísafjarðar-bæjar áréttar nauðsyn þessað stofna háskóla á Vest-fjörðum en telur að hefð-bundinn staðbundinn háskólinái tæplega að sinna þörfumsvæðisins. „Nær væri aðtryggja fjölbreytt nám semhægt væri að stunda hvaðansem er, eins og t.d. með net-háskóla. Háskólinn gæti ver-ið sjálfstæður en sinnt fleiri

svæðum en Vestfjörðum“,segir í bókun fræðslunefndar.

Á síðasta fundi nefndarinnarvar fjallað um þingsályktun-artillögu um háskóla á Vest-fjörðum og mætti GuðrúnStella Gissurardóttir til fundar-ins sem fulltrúi nefndar umuppbyggingu háskólaseturs áÍsafirði.

Fræðslunefnd segir nauð-synlegt að hafa í huga þær

tækninýjungar sem eru tilstaðar, m.a. netaðgang, fjar-kennslu og spjallrásir.

„Samskipti á milli nem-enda, og á milli nemenda ogkennara, eru ekki bundin viðað vera á sama stað. Upp-lýsingatæknin er framtíðin ímenntun og ætti að þróa hanalengra til að koma í staðhefðbundinnar staðbund-innar kennslu.“

Vill netháskóla á Vestfjörðum

Fræðslumiðstöð Vestfjarðahefur fengið úthlutað styrkjumtil níu verkefna úr endur-menntunarsjóði Grunnskóla.Sjöttu úthlutuninni úr sjóðnumer nýlokið og voru alls veittirstyrkir til 132 verkefna að upp-hæð 18,2 milljónir króna. Aðauki var veittur styrkur til Olw-eusar verkefnisins gegn eineltiað upphæð þrjár milljónir

króna.Fræðslumiðstöðin fékk 1,1

milljón króna í styrk til verk-efnanna að kenna stærðfræði,bekkjastjórnun og agi, hlut-verk umsjónarkennara, ís-lenska fyrir eldra stig, leið-toganámskeið fyrir skóla-stjóra, náttúrufræði fyrir eldrastig, samkennsla í grunnskól-um, sjálfsmat skóla og tölvur í

almennu skólastarfi.Samkvæmt fréttatilkynn-

ingu frá menntamálaráðuneyt-inu var við mat á umsóknumtekið mið af því hver þörfinvar á hverjum stað, forgangs-röðun skólaskrifstofa í verk-efnavali, fjölda kennara ogfagmennsku og gæða verk-efna.

[email protected]

Fær styrk til níu verkefnaFræðslumiðstöð Vestfjarða

Meistaraflokkur Boltafé-lags Ísafjarðar hélt í æfinga-

og keppnisferð til Hróars-keldu, vinabæjar Ísafjarðar-

bæjar, um síðustu helgiásamt þjálfara og leik-

mönnum 2. flokks. Leik-menn og þjálfari hafa borið

hitan og þungan af undir-búningsstarfi og staðið fyrirfjáröflun af ýmsu tagi til að

standa straum af kostnaði

við ferðina. Jón Páll Hreins-son, formaður, meistara-

flokksráðs BÍ88, segist ákaf-lega stoltur af strákunum.„Þeir hafa staðið að þessu

sjálfir og unnið mikið starftil að gera ferðina að veru-

leika. Það er virkilegagaman að sjá þessa ungu

stráka taka til hendinni ogkoma þessari ferð á dag-

skrá.“ Í tilefni ferðarinnar

gaf Sparisjóður Vestfirðinga,sem er aðalstyrktaraðili

BÍ88, vandaða æfingagallasem munu koma að góðumnotum í Danmörku. „Spari-sjóðurinn hefur hugsað velum okkur og ég vill þakkasértaklega öllu starfsfólki

hans sem hefur veitt okkurfrábæra þjónustu allt frá því

við fórum af stað með meist-araflokkinn fyrir tveimur

árum“, sagði Jón Páll. Knatt-spyrnumennirnir koma til

baka 11. apríl. Munu þeirhalda úti spjallsíðu í ferðinni

og skrá ferða-söguna jafn-óðum. – [email protected]

BÍ í æfinga- og keppnisferð til Hróarskeldu

Katrín Skúladóttir, deildarstjórihjá SPVF, afhendir Jóni Páli

Hreinssyni og leikmönnumBÍ88 æfingagallana á gervi-

grasvellinum á Torfnesi.

Page 14: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 20041414141414

Kvöldverðurskipverja áGuðbjarti á

Hótel Ísafirði

Hluti vélstjóranna sem hafa verið á Guðbjarti. HilmarLyngmó, Pétur Sigurðsson, Sigurður Þórðarson og Guð-mundur Einarsson.

Grétar Þórðarson, Ingi Magnfreðsson og Guðmundur Hall-dórsson.

Skipverjar á Guðbjarti ÍSáttu ánægjulega endurfundi

Fyrrum skipverjar á Guð-bjarti ÍS-16 komu saman á Ísa-firði á laugardag og áttuánægjulega endurfundi aðsögn Guðmundar M. Krist-jánssonar, hafnarstjóra Ísa-fjarðarbæjar og fyrrum skip-verja. Dagskráin hófst í Tjöru-húsinu í Neðstakaupstað þarsem skipverjarnir afentu Sjó-minjasafninu eftirprentun afmálverki af skipinu. Síðan varhaldið í kvöldverð á HótelÍsafirði. Hópurinn taldi hátt ísextíu manns með mökum ogskemmti sér vel að sögn Guð-mundar.

„Þarna var góður kjarni,menn komu víða að og þaðmyndaðist góð stemmning.“Grétar Þórðarson, sem var 1.stýrimaður á Guðbjarti um ára-bil og er nú forstöðumaðurHlífar á Ísafirði, flutti frásögnaf ferðalaginu þegar verið varað sækja skipið fyrir rúmum30 árum og Guðmundur Ein-arsson, sem var vélstjóri áskipinu, sýndi myndir alvegfrá komu þess og fram á síð-ustu ár.

Áhöfnin á Guðbjarti erþekkt fyrir að hafa skorað á

í rúmi.Tilefni endurfundanna var

að rúm þrjátíu ár eru síðanGuðbjartur, sem gerður var útaf Hraðfrystihúsinu Norður-tanganum hf., kom nýr til hafn-ar á Ísafirði í mars árið 1973.Guðbjartur ÍS var einn sexskuttogara sem smíðaðir vorufyrir fimm útgerðaraðila áVestfjörðum og einn á Dalvíkí Flekkefjord í Noregi á árun-um 1972-1974. Hann var seld-ur úr landi um miðjan síðastaáratug. – [email protected]

Vigdísi Finnbogadóttur aðbjóða sig fram til forseta ásínum tíma og segja margir aðstuðningur þeirra hafi skiptsköpum í ákvörðun hennar um

að fara fram. Sem fyrr höfðumenn skoðun á því hver ættiað sitja á Bessastöðum og tókáhöfnin afstöðu til forseta-frambjóðendanna nú.

„Það var samþykkt meðhandauppréttingu að skora áþá frambjóðendur sem lýsthafa áhuga á að bjóða sig framað draga framboð sitt til baka.Áhöfnin stendur heilshugar aðbaki núverandi forseta Íslandsog skorar á hann að sitja leng-ur“, sagði Guðmundur.

Aðspurður sagði hann aðætíð yrðu hreinskiptar pólitísk-ar umræður þegar áhöfnin áGuðbjarti kæmi saman endahefðu menn með fjölbreyttarstjórnmálaskoðanir verið þar

Guðmundur Kristjánsson afhendir Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða, myndina af Guðbjarti. Aðbaki þeim standa Guðmundur Einarsson og Jón Steingrímsson.

Page 15: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 1515151515

Frá gömlum tímaað Hafnarstræti 3

Áhugi á gömlum húsumhefur farið vaxandi á Íslandiá undanförnum áratugum.Víða hafa margar gersemarsamt tapast þrátt fyrir þenn-an aukna áhuga. Sum hús-anna hafa þurft að víkja fyrirnauðsynlegum framkvæmd-um en önnur hafa verið rifiní hugsunar- og/eða metnað-arleysi. Þau eru hinsvegarekki mörg húsin sem varð-veita gamlan tíma að mestuóbreyttan innanhúss. Eittslíkra húsa er Hafnarstræti3 á Flateyri.

Bergur Rósinkarsson út-gerðar og kaupmaður á Flat-eyri lét reisa húsið 1898.Verslun ásamt geymsluloftivar byggð við norðurendahússins 10 árum síðar. Berg-ur bjó í húsinu og verslaði

uns hann flutti í nýreist húsvið Hafnarstræti 1 á Flateyri.

Jens Eyjólfsson keypti húsiðaf Bergi og verslaði þar á ár-unum 1915-1918. Þann 12.október 1918 stofnuðu bræð-urnir Jens, Jón og Kristján Eyj-ólfssynir verslun á Flateyri erhlaut nafnið Bræðurnir Eyj-ólfsson. Árið 1921 varð Jóneinn eigandi verslunarinnar ogstjórnaði henni til æviloka1950. Síðar tók ekkja hansGuðrún Arnbjargardóttir viðog eftir hennar dag börn hennarog Jóns. Verslun í húsinu varhætt 1999.

Verslunin var í byrjun al-menn búð með matvörur,hreinlætisvörur, glervörur,búsáhöld, álnavöru og smá-varning. Seinna hófst í húsinubóksala. Einnig var í húsinu

póstafgreiðslan á Flateyri umáratuga skeið. Í húsið var settraflýsing árið 1923 og var þaðþriðja á Flateyri sem raflýs-ingu fékk.

Í húsinu eru húsgögn og inn-anstokksmunir frá fyrri hlutasíðustu aldar . Búðarborðið ogskrifpúlt eru frá upphafi versl-unar í húsinu. Innréttingar oghúsgögn íbúðar á neðri hæðeru frá fyrri hluta síðustu aldarog gefa heildstæða mynd afheimili frá þeim tíma.

Á árinu 2001 festi Minja-sjóður Önundarfjarðar kaup áhúsinu. Minjasjóðurinnóformar að opna minjasafn íbókabúðinni þar sem lögðverður áhersla á uppbyggingusjávarþorpa á Vestfjörðummeð áherslu á m.a. verslun.Íbúð kaupmannshjónanna

Jóns og Guðrúnar verður sýndmeð öllum innanstokksmun-um sem þau áttu, en m.a. erhluti þeirra muna smíðaður afsænskum manni Alfred Jó-hannssyni að nafni. Hannbyggði húsið Hafnarstræti 47,sem var í eigu Minjasjóðs Ön-undarfjarðar. Það hús eyði-lagðist í snjóflóðinu mikla íoktóber 1995.

Páll Önundarson áhugaljós-myndari á Flateyri fékk til liðsvið sig nokkrar konur til þessað reyna að festa á mynd andaliðins tíma úr Hafnarstræti 3.Afraksturinn sjá lesendur BBhér á síðunni.

[email protected] er m.a. unnin úr

upplýsingum sem EyjólfurJónsson skráði um sögu Hafn-arstrætis 3.

Page 16: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 20041616161616

STAKKUR SKRIFAR

Páskarnir og fríiðStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Smáauglýsingar

Til sölu er vel með farið fellihýsiTil sölu er vel með farið fellihýsiTil sölu er vel með farið fellihýsiTil sölu er vel með farið fellihýsiTil sölu er vel með farið fellihýsiárg. 2000, með fortjaldi, sólar-árg. 2000, með fortjaldi, sólar-árg. 2000, með fortjaldi, sólar-árg. 2000, með fortjaldi, sólar-árg. 2000, með fortjaldi, sólar-rafhlöðu og nýjum dekkjum.rafhlöðu og nýjum dekkjum.rafhlöðu og nýjum dekkjum.rafhlöðu og nýjum dekkjum.rafhlöðu og nýjum dekkjum.Verð kr. 650 þús. Uppl. í símaVerð kr. 650 þús. Uppl. í símaVerð kr. 650 þús. Uppl. í símaVerð kr. 650 þús. Uppl. í símaVerð kr. 650 þús. Uppl. í síma456 7658 og 894 2658.456 7658 og 894 2658.456 7658 og 894 2658.456 7658 og 894 2658.456 7658 og 894 2658.

Til sölu er golfsett, Top flightTil sölu er golfsett, Top flightTil sölu er golfsett, Top flightTil sölu er golfsett, Top flightTil sölu er golfsett, Top flighttour. 1,3,5 tré, 3-sw í járnum ogtour. 1,3,5 tré, 3-sw í járnum ogtour. 1,3,5 tré, 3-sw í járnum ogtour. 1,3,5 tré, 3-sw í járnum ogtour. 1,3,5 tré, 3-sw í járnum ogpútter, kerrupoki og burðarpoki.pútter, kerrupoki og burðarpoki.pútter, kerrupoki og burðarpoki.pútter, kerrupoki og burðarpoki.pútter, kerrupoki og burðarpoki.Verð kr. 28 þús. Uppl. í símumVerð kr. 28 þús. Uppl. í símumVerð kr. 28 þús. Uppl. í símumVerð kr. 28 þús. Uppl. í símumVerð kr. 28 þús. Uppl. í símum421 2791 eða 898 6942.421 2791 eða 898 6942.421 2791 eða 898 6942.421 2791 eða 898 6942.421 2791 eða 898 6942.

Óska eftir ódýrum bassagítar.Óska eftir ódýrum bassagítar.Óska eftir ódýrum bassagítar.Óska eftir ódýrum bassagítar.Óska eftir ódýrum bassagítar.Uppl. í síma 456 8199.Uppl. í síma 456 8199.Uppl. í síma 456 8199.Uppl. í síma 456 8199.Uppl. í síma 456 8199.

Til sölu er lítil 3ja herb. íbúð íTil sölu er lítil 3ja herb. íbúð íTil sölu er lítil 3ja herb. íbúð íTil sölu er lítil 3ja herb. íbúð íTil sölu er lítil 3ja herb. íbúð íStórholti. Skipti mögulega á stærriStórholti. Skipti mögulega á stærriStórholti. Skipti mögulega á stærriStórholti. Skipti mögulega á stærriStórholti. Skipti mögulega á stærrieign. Uppl. í síma 456 5424.eign. Uppl. í síma 456 5424.eign. Uppl. í síma 456 5424.eign. Uppl. í síma 456 5424.eign. Uppl. í síma 456 5424.

Ódýr MMC Galant til sölu. Uppl.Ódýr MMC Galant til sölu. Uppl.Ódýr MMC Galant til sölu. Uppl.Ódýr MMC Galant til sölu. Uppl.Ódýr MMC Galant til sölu. Uppl.í síma 456 4257 eftir kl. 18.í síma 456 4257 eftir kl. 18.í síma 456 4257 eftir kl. 18.í síma 456 4257 eftir kl. 18.í síma 456 4257 eftir kl. 18.

Til sölu er 5 mánaða gömul AcerTil sölu er 5 mánaða gömul AcerTil sölu er 5 mánaða gömul AcerTil sölu er 5 mánaða gömul AcerTil sölu er 5 mánaða gömul Acertölva. Verð kr. 70 þús. Upplýs-tölva. Verð kr. 70 þús. Upplýs-tölva. Verð kr. 70 þús. Upplýs-tölva. Verð kr. 70 þús. Upplýs-tölva. Verð kr. 70 þús. Upplýs-ingar í síma 899 6613 e. kl. 17.ingar í síma 899 6613 e. kl. 17.ingar í síma 899 6613 e. kl. 17.ingar í síma 899 6613 e. kl. 17.ingar í síma 899 6613 e. kl. 17.

Til sölu er Creative Inspire 5,1Til sölu er Creative Inspire 5,1Til sölu er Creative Inspire 5,1Til sölu er Creative Inspire 5,1Til sölu er Creative Inspire 5,1hljóðkerfi með Sound Blasterhljóðkerfi með Sound Blasterhljóðkerfi með Sound Blasterhljóðkerfi með Sound Blasterhljóðkerfi með Sound BlasterAudigy 24 bita 5.1 hljóðkorti.Audigy 24 bita 5.1 hljóðkorti.Audigy 24 bita 5.1 hljóðkorti.Audigy 24 bita 5.1 hljóðkorti.Audigy 24 bita 5.1 hljóðkorti.Selst allt á kr. 15 þús. Einnig erSelst allt á kr. 15 þús. Einnig erSelst allt á kr. 15 þús. Einnig erSelst allt á kr. 15 þús. Einnig erSelst allt á kr. 15 þús. Einnig ertil sölu ADSL internal módem átil sölu ADSL internal módem átil sölu ADSL internal módem átil sölu ADSL internal módem átil sölu ADSL internal módem ákr. 1.500. Nánari upplýsingar íkr. 1.500. Nánari upplýsingar íkr. 1.500. Nánari upplýsingar íkr. 1.500. Nánari upplýsingar íkr. 1.500. Nánari upplýsingar ísíma 456 3470 og 848 3435.síma 456 3470 og 848 3435.síma 456 3470 og 848 3435.síma 456 3470 og 848 3435.síma 456 3470 og 848 3435.

Til sölu er Roland rafmagnspíanó.Til sölu er Roland rafmagnspíanó.Til sölu er Roland rafmagnspíanó.Til sölu er Roland rafmagnspíanó.Til sölu er Roland rafmagnspíanó.Uppl. í síma 456 4156.Uppl. í síma 456 4156.Uppl. í síma 456 4156.Uppl. í síma 456 4156.Uppl. í síma 456 4156.

Til sölu er Toyota Landcruiser,Til sölu er Toyota Landcruiser,Til sölu er Toyota Landcruiser,Til sölu er Toyota Landcruiser,Til sölu er Toyota Landcruiser,dísel, árg. 1988, langur, breytturdísel, árg. 1988, langur, breytturdísel, árg. 1988, langur, breytturdísel, árg. 1988, langur, breytturdísel, árg. 1988, langur, breytturfyrir 38". Er á 35". Ekinn 330fyrir 38". Er á 35". Ekinn 330fyrir 38". Er á 35". Ekinn 330fyrir 38". Er á 35". Ekinn 330fyrir 38". Er á 35". Ekinn 330þús. km. Uppl. í síma 456 1574.þús. km. Uppl. í síma 456 1574.þús. km. Uppl. í síma 456 1574.þús. km. Uppl. í síma 456 1574.þús. km. Uppl. í síma 456 1574.

Til sölu er Cherokee Laredo árg.Til sölu er Cherokee Laredo árg.Til sölu er Cherokee Laredo árg.Til sölu er Cherokee Laredo árg.Til sölu er Cherokee Laredo árg.1987. Upplýsingar gefur Fríða í1987. Upplýsingar gefur Fríða í1987. Upplýsingar gefur Fríða í1987. Upplýsingar gefur Fríða í1987. Upplýsingar gefur Fríða ísíma 899 3178.síma 899 3178.síma 899 3178.síma 899 3178.síma 899 3178.

Píanóbönd. Sá sem síðastur fékkPíanóbönd. Sá sem síðastur fékkPíanóbönd. Sá sem síðastur fékkPíanóbönd. Sá sem síðastur fékkPíanóbönd. Sá sem síðastur fékklánuð píanóbönd Tónlistarskólanslánuð píanóbönd Tónlistarskólanslánuð píanóbönd Tónlistarskólanslánuð píanóbönd Tónlistarskólanslánuð píanóbönd Tónlistarskólansog er með þau heima hjá sér, erog er með þau heima hjá sér, erog er með þau heima hjá sér, erog er með þau heima hjá sér, erog er með þau heima hjá sér, ervinsamlegast beðinn að skila þeimvinsamlegast beðinn að skila þeimvinsamlegast beðinn að skila þeimvinsamlegast beðinn að skila þeimvinsamlegast beðinn að skila þeimsem allra fyrst. Hafið samband ísem allra fyrst. Hafið samband ísem allra fyrst. Hafið samband ísem allra fyrst. Hafið samband ísem allra fyrst. Hafið samband ísíma 861 1426.síma 861 1426.síma 861 1426.síma 861 1426.síma 861 1426.

Arnar G. Hinriksson hdl.Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243

Fasteignaviðskipti

ÍSAFJÖRÐUR:Sindragata 14: 160m² atvinnuhúsn.Aðalstræti 13: Rúmlega 100 m²íbúð á 1. hæð í tvíbýli ásamt hálfumkjallara og bílskúr.Mjallargata 1: 70m² 2ja-3ja herb.

Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu-skrá okkar, leitið nánari upplýsinga á skrifstofu.

íbúð á 2. hæð. Verð kr. 6.300.000,-Stórholt 13: 76 m² íbúð á 3. hæðt.h. Verð kr. 4.600.000,-Hreggnasi 2, Hnífsdal (Árbakki):Einbýlishús, ekki íbúðarhæft vegnaendurbóta, ásamt hjalli, bílskúr oggeymslu. Verð kr. 900.000,-

Hlíf II: Rúmlega 50m² íbúð á 4. hæð. Laus. Verð kr. 6.500.000,-

Holtagata 5, Súðavík: Glæsilegt einbýlishús 122m² ásamt 48m² bílskúr.Laust. Verð kr. 10.500.000,-

BOLUNGARVÍK:Hafnargata 7: 2ja herb. íbúð ítvíbýlishúsi. Verð kr. 1.200.000Heiðarbrún 2: Rúml. 140m² ein-býlishús ásamt bílskúr.Hlíðarstræti 24: 145 m² einbýlis-hús. verð kr. 2.800.000,-Verð kr. 2.800.000,-Stigahlíð 2: 3ja herb. íbúðir.Verð kr. 1.500.000,- 1

SÚÐAVÍK:Álfabyggð 4: 94 m² einbýlishús.Laust. Verð kr. 6.600.000,-

PATREKSFJÖRÐUR:Aðalstræti 51: 162 m² sérhæð.Laus.Aðalstræti 120: 146 m² íbúð á efrihæð í tvíbýlishúsi. Laus. Verð kr.2.700.000.-Sigtún 21: 114,6 m² raðhús. Laust.Verð kr. 4.000.000,-

ÞINGEYRI:Fjarðargata 40: 104m² íbúð á 2.hæð í fjölbýlishúsi.Verð kr. 3.900.000,-. Laus.

BÍLDUDALUR:Gamalt einbýlishús: 133m² . Laust.Verð tilboð.

Skíðavikan á Ísafirði verður sett á Silfurtorgi kl. 17 í dag

Dagskrárliðir á föstudag oglaugardag færðir upp á heiðar

Skíðavikan á Ísafirði verðursett í dag, miðvikudag kl. 17 áSilfurtorgi. Marserað verðurfrá Ísafjarðarkirkju og niður áSilfurtorg þar sem ýmislegtverður til skemmtunar. Meðalþeirra sem verða á svæðinumá nefna Benedikt búálf ogMannabarnið. Þá mun hljóm-sveitin Apolló taka lagið, fé-lagar úr Litla leikklúbbnumflytja atriði úr leikritinu Ísaðargellur og Birgir Olgeirsson ogfélagar, sem lentu í þriðja sætií Söngkeppni framhaldsskól-anna um síðustu helgi taka lag-ið. Þá verður boðið upp á kakó

og pönnukökur til að aukastemmninguna.

Dagskrárliðir skíðavikunnará föstudag og laugardag hafaverið færðir upp á Breiðadals-og Botnsheiðar vegna viðvar-andi snjóleysis í skíðalöndumÍsfirðinga. Að sögn Önnu Sig-ríðar Ólafsdóttur, fram-kvæmdastjóra skíðavikunnar,er stefnt að því að vera meðmikið fjör þessa tvo daga oggera eins gott úr stöðunni oghægt er. Grillveisla verður aðvenju á föstudag sem og skíða-göngukennsla, tvíkeppniByggðasafnsins og ýmsir

leikir fyrir ungviðið. Þá munkaramellum rigna yfir svæðiðog hljómsveitir taka lagið.Anna Sigga vill hvetja fólk tilað mæta prúðbúið til að getatekið þátt í tvíkeppninni enþar er snyrtilegur klæðnaðuráskilinn en skíðabúnað sérByggðasafnið um að útvegakeppendum.

Á laugardag verður páska-eggjamót Samskipa, Vest-fjarðamót í skíðagöngu, skíða-göngukennsla, slöngurall ogleikir fyrir börnin. Í athuguner að opna opna innstu skíða-lyftuna í Tungudal og mun

það skýrast í dag eða í fyrra-málið. Allar upplýsingar um

skíðavikuna má sjá á vefnumskidavikan.is

Birgir Olgeirsson, sem varð í 3ja sæti í Söngkeppni framhalds-skólanna um síðustu helgi mun taka lagið á Silfurtorgi í dag.

Þær stöllur, Anna Lára Guð-mundsdóttir á Ísafirði og Sig-ríður Magnúsdóttir að Kirkju-bóli í Önundarfirði sýna gler-listmuni í Friðarsetrinu Holti10. og 11. apríl frá kl. 11-18.

Þær stöllur hafa unnið þessalistmuni nær eingöngu úr glerisem áður var í anddyri Lands-bankans á Ísafirði eða gleri úrgluggum Hamraborgar á Ísa-firði.

Flestir munirnir verða tilsölu. Friðarsetrið verður einn-ig með kaffisölu þessa sömudaga og á páskadag verðurmargt annað um að vera í Holti.

Sjá nánar á skidavikan.is

Sýna gler-listmuni í

Friðarsetr-inu Holti

GleðiGleðiGleðiGleðiGleðilegalegalegalegalegapáskapáskapáskapáskapáskahátíð!hátíð!hátíð!hátíð!hátíð!

Nú rennur upp eina mesta hátíð kristinna manna. Við minnumst þess að Krist-ur var krossfestur og þess að hann reis síðan upp. Þessi merki boðskapur hefurtáknræna merkingu ekki síður en sögulega. Margar þjóðir gera meira úr páska-hátíðinni en við Íslendingar. Kaþólskir gera páskum hærra undir höfði en lút-erskir og stundum virðist sú hátíð skipa hærri sess en sjálf jólin. Hvernig sem há-tíðarhaldi er háttað hjá okkur Íslendingum er þó eitt ljóst, hin veraldlega af-þreying skiptir orðið miklu um páska. Margir nota hátíðina til samvista meðbörnum sínum, til að heimsækja ættingja, vini eða einfaldlega til að njóta þessað vera til. Sumir taka sér aukafrí í samræmi við leyfi í grunnskólum. Aðrir látasér duga hina opinberu frídaga, sem eru þrír auk hinna hefðbundnu, laugardagsog sunnudags. Svo eru þeir sem sinna helgihaldi um páska og rækta trú sína oginnri mann. Fyrir því er hefð á Ísafirði.

En aftur að raunveruleika nútímans. Lengi var þjóðlíf nánast lamað á föstu-daginn langa og páskadag. Nú orðið hefur þjóðfélagið látið undan straumi tím-ans og viðurkennt þörf manna fyrir að geta notað frí frá vinnu með uppbyggilegumhætti. Íslendingar leggjast í ferðalög innanlands og til útlanda. Í leit okkar Vest-firðinga að tækifærum til að auka atvinnu verður ferðaþjónusta eitt nærtækastafærið. Við eigum að skoða þann möguleika að nýta páskana eins og reyndar ergert með Skíðavikunni, þótt hluti landsmótsins hafi flust til Siglufjarðar. Hug-myndin um tónlistarhátíð sem byggir á alþýðutónlist er frábær. Við gleymumþví gjarnan hve miklir möguleikar liggja í því að flytja hana. Áhangendur

hennar og aðdáendur eru margir og sem betur fer eru múrar milli einstakra teg-unda tónlistar að brotna niður. Ef tónlist skemmtir fólki er hún góð og skiptirþá engu hvað mér finnst sagði maðurinn.

Kjarni málsins er sá að Vestfirðingar eiga frábæra tónlistarmenn á sviðiklassíkur og rokks og popps. Gjarnan hafa þeir náð langt á hverju sviðinu semer og stundað hvoru tveggja, lært í hefðbundnum tónlistarskóla og úfært svohina lærðu list þar sem áhuginn liggur. Nægir að nefna Söngkeppni framhalds-skólanna þar sem Birgir Olgeirsson varð í þriðja sæti og hefði að ósekju áttskilið sæti ofar. Mugison er með frægari Íslendingum á erlendri grund. Þá mágaog tónskáld Jónas Tómasson yngri og Hjálmar Ragnarsson má einnig nefna, aðógleymdum Rafni Jónssýni sem hefur á sviði alþýðutónlistar haft mun meiriáhrif en flestir gera sér grein fyrir og eru þá alltof margir ótaldir. Á Bíldudalsitur Jón Ólafsson, sem af ótrúlegri elju hefur komið þar upp vanmetnu tónlist-arsafni. Nefna má Ingibjörgu Guðmundsdóttur og BG og ekki er hægt aðgleyma Pétri Bjarnasyni fyrrum fræðslustjóra sem samdi eitt frægasta vestfirskalagið, Ég er frjáls. Rúnar Þór Pétursson hefur gert garðinn frægan.

Þennan arf eigum við að nota okkur til að laða ferðafólk og áhugamenn aðÍsafirði, ekki síst um páska þegar menn nota fríið sitt betur en áöðrum tímum.Á grundvelli hefðarinnar má tengja tónlistina, hverrar tegundar sem er, trúnni,sem blundar í okkur öllum.

Gleðilega páska.

Næsta blaðá fimmtudag

Vegna páskahátíðarinnarfærist útgáfudagur næsta tölu-blaðs Bæjarins besta aftur umeinn dag, eða til fimmtudags-ins 15. apríl.

Skilafrestur efnis og auglýs-inga er á hádegi þriðjudaginn13. apríl.

bb.is– þessi eini sanni

fyrir vestan!

Page 17: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 1717171717

Page 18: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 20041818181818

> RÚV: 8. apríl kl. 19:35

Í dönsku heimildarmyndinniJakobsvegi er slegist í förmeð pílagrímum á 800 kíló-metra göngu frá rótum Pýr-enafjalla á landamærumFrakklands og Spánar tilSantiago deCompostela íGalisíu og norðvesturhorni Spánar. Í myndinni eru þrjárdanskar konur teknar tali. Ein þeirra er kvikmyndagerð-arkona sem er að viða að sér efni í heimildarmynd.

Jakobsvegur

> Stöð 2: 9. apríl kl. 22:30

Svarti spæjarinn, eða Under-cover Brother, er hasargam-anmynd af bestu gerð. Aðal-söguhetjan er kaldur karlsem er dálítið fastur í fortíð-inni. Hann er samt hrikalegasvalur, flottastur á dansgólf-inu og í hatrömmum átökum má treysta á hann. Orðsporhans er þekkt og svo fer að Bræðralagið mikla kallar hanntil ábyrgðarstarfa. Aðalhlutverk leikur Eddie Griffin.

Hetja bræðralagsins

> Sýn: 12. apríl kl. 13:45

Eiður Smári í eldlínunni

Helgarveðrið

Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Vestlæg átt, 3-8 m/s og

rigning eða súld vestan-lands og með norður-

ströndinni. Hiti 3-9 stig.Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Snýst í norðlæga átt,

10-15 m/s norðaustan-lands en annars hægari.

Bjartviðri vestanlands.Horfur á laugardagHorfur á laugardagHorfur á laugardagHorfur á laugardagHorfur á laugardag

og sunnudag:og sunnudag:og sunnudag:og sunnudag:og sunnudag:Fremur hæg suðaustlægátt og víða væta, einkumsunnan- og vestantil. Hiti

3-9 stig á páskadag. Á 2 ípáskum verður suðlæg

átt.

Kirkjustarf

Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja: Fermingarmessa á skír-

dag, 8. apríl kl. 14. LesturPassíusálmanna á föstu-

daginn langa kl. 11-16.Hátíðarmessa á páska-dag kl. 9. Kirkjukaffi eftirmessu í Safnaðarheimil-inu. Kór Ísafjarðarkirkjusyngur. Skúli Ólafsson

syngur einsöng.Hnífsdalskapella:

Fermingarmessa á skír-dag, 8. apríl kl. 11:00.

Flateyrarkirkja:Lestur Passíusálmanna

fer fram á föstudaginnlanga frá kl. 10-15.

Holtskirkja:Hátíðarguðsþjónusta á

páskadag kl. 14.Suðureyrarkirkja:

Hátíðarguðsþjónusta ápáskadag kl. 11:00.

Súðavíkurkirkja:Hátíðarguðsþjónusta á

páskadag kl. 14:00.Vatnsfjarðarkirkja:

Páskaguðsþjónusta á 2.í páskum kl. 14:00.

Tónlistarfólkinu klaað loknum flutning

Áhorfendur fögnuðumeð dynjandi lófataki aðloknum flutningi Streng-leika eftir Jónas Tómasoneldri í Ísafjarðarkirkju ásunnudagskvöld. Einsöng-varar voru Snorri Wium,tenór, og Guðrún Jónsdótt-ir, sópran. Um kórsöng sáuSunnukórinn og kirkjukórÍsafjarðarkirkju undir stjórnMargrétar Geirsdóttir. Und-irleikur var í höndum Sin-fóníuhljómsveitar áhuga-manna og Hljómsveitar

Tónlistarskóla Ísafjarðarsem lutu styrkri stjórn Ing-vars Jónassonar, sonar tón-skáldsins. Hörpuleikari varElísabet Waage.

Áður hafa Strengleikarverið fluttir við píanóundir-leik en Ingvar útsetti verkiðfyrir hljómsveit og hörpu.Tónverkið samdi Jónas á ár-unum 1914-1962 við ljóða-flokk eftir Guðmund Guð-mundsson skólaskáld enþað var frumflutt í Alþýðu-húsinu á Ísafirði árið 1966.Frá flutningi Strengleika í Ísafjarðarkirkju.

ÚTBOÐ – GAGNFRÆÐASKÓLINNViðhald utanhúss; endursteining.Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eftirtilboðum í viðhald utanhúss á „gagn-fræðaskólanum“ á Ísafirði. Helstuverkþættir eru hreinsun múrflata ogendursteining þeirra, alls 872m².Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif-stofu frá og með miðvikudeginum 7.apríl nk. á kr. 5.000.- eintakið.Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstof-unum á Ísafirði föstudaginn 23. aprílnk. kl. 11:00.

Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

Leikmenn í enska boltanumfá ekkert páskafrí. Leikið erþétt í úrvalsdeildinni en tveirleikir eru sýndir beint á Sýn.Eiður Smári og félagar hans íChelsea heimsækja AstonVilla og ætla sér þrjú stig ítoppbaráttunni. Lærisveinar David O´Leary eru líka stað-ráðnir í að standa sig svo von er á hörkuleik. Síðari leikurdagsins er á milli Fulham og Blackburn á Loftus Road.

Guðbjörg Lind hefur sýningaröðþriggja Ísfirskra listamanna

Guðbjörg Lind Jónsdóttir,myndlistarmaður, opnaði sýn-ingu á verkum sínum í Safna-húsinu á Eyrartúni á laugar-dag. Listasafn Ísafjarðar stend-ur fyrir sýningunni sem er súfyrsta í sýningaröð þriggja Ís-firskra listamanna. Verk Guð-bjargar Lindar verða uppi útmaí en Spessi tekur við 5. júníog svo Sara Vilbergsdóttir 7.ágúst. Fjölmenni sótti opnun-ina á laugardag og var ekkiannað að sjá gestirnir væruáhugasamir um verk listakon-unnar. – [email protected] Guðbjörg Lind, Sara Vilbergsdóttir, Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Listasafns Ísafjarðar, og Spessi.

Sýningargestir virða fyrir sér verk Guðbjargar Lindar.

Page 19: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 7. APRÍL 2004 1919191919

> Stöð 2: 12. apríl kl. 21:55

Ronald Reagan skotinn

Sælkeri vikunnarer Gréta Sturludóttir á Ísafirði

Egypskurbauna-

réttur ogfiskréttur

Flateyrings

Sportið í beinni

Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Miðvikudagur 7. apríl:Kl. 18:30 – Meistaradeildin:Deportivo – AC MilanKl. 20:40 – Meistaradeildin:Lyon – Porto.

Fimmtudagur 8. apríl:Kl. 20:00 – US Masters:Bein útsending frá fyrstakeppnisdegi.

Föstudagur 9. apríl:Kl. 11:15 – Enski boltinn:Arsenal – Liverpool.Kl. 18:50 – Enski boltinn:Everton – Tottenham.Kl. 21:00 – US Masters:Bein útsending frá öðrumkeppnisdegi.

Laugardagur 10. apríl:Kl. 19:30 – US Masters:Bein útsending frá þriðjakeppnisdegi.Kl. 02:00 – Hnefaleikar:Klitschko – Brewst.

Sunnudagur 11. apríl:Kl. 14:50 – Enski boltinn:Newcastle – Arsenal.Kl. 18.30 – US Masters:Bein útsending frá síðastakeppnisdegi.Kl. 23:00 – NBA boltinn:Sacramento – LA Lakers

Mánudagur 12. apríl:Kl. 13:45 – Enski boltinn:Aston Villa – Chelsea.Kl. 18:50 – Enski boltinn:Fulham – Blackburn.

Þriðjudagur 13. apríl:Kl. 18:45 – Enski boltinn:Man. Utd. – Leicester.

Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Laugardagur 10. apríl:Kl. 14:00 – Enski boltinn:Birmingham – Man. Utd.

TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:Sunnudagur 11. apríl:Kl. 17:30 – Spænski boltinn:Real Zaragoza – ValenciaKl. 19:30 – Spænski boltinn:Real Madrid – Osasuna.

skrifa.comUpplýsingavefur

gervihnattafólksins

Afruglarar ·kort · brennarar og

allt annað til aðfullnýta búnaðinn.

Símar 893 5804 og482 3929 alla virka

daga frá kl. 13-23

u klappað lof í lófatningi Strengleika

Þegar Gunnhildur bað mig aðkoma með næstu uppskrift, fannsthenni gráupplagt að ég kæmi meðrétt sem sjaldan sæist á borðum okk-ar Vestfirðinga. Koshari eða Kous-hry - er mjög algengur réttur íEgyptalandi, svo venjulegur að erfitter að fá hann á veitingastöðum öðr-um en þeim sem almenningur í land-inu sækir.

Til eru mörg afbrigði af honum,það allra einfaldasta, sem inniheldureingöngu hrísgrjón, linsubaunir,lauk og krydd, myndum við trúleganota sem meðlæti með kjöti eðafiski. Sem aðalrétt er algengara aðnota fleiri en eina tegund af baunumí hann, auk bæði hrísgrjóna, makk-aróna, og tveggja til þriggja tegundaaf grænmeti, þar af minnst eina úrlaukfjölskyldunni (blaðlauk / vor-lauk / rauðlauk / hvítlauk / perlulauk/ venjulegan lauk o.fl.).

Gallinn er bara sá á okkur Vest-urlandabúum að við megum varlavera að því að lifa lífinu hvað þáelda svona mat sem tekur ekki ein-ungis 2-3 klukkustundir að elda (fereftir baunategundum), heldur þarflíka eina 4 til 7 potta = full upp-þvottavél. Þess vegna gef ég ykkurekki uppskrift sem fengi augu sonaminna til að lýsa með hálfmánum ístað stjarna, heldur bara eina fjög-urra potta af einfaldari gerðinni.

Koshari ( hrísgrjóna-baunarétturfyrir fjóra) frá frú Mahy Kirdany

¼ bolli dökkar linsubaunir½ bolli hrísgrjón½ bolli makkarónur¼ bolli tómataþykkni2 stórir laukar2 hvítlauksrif2-3 tómatarsmá olíasalt og piparcayenna piparcumin (ekki kúmen)

Í 1. pottinum sjóðum við linsu-baunirnar, samkvæmt leiðbeining-um á umbúðum.

Í 2. pottinum sjóðum við hrís-grjónin í 1 bolla af vatni sem viðtókum úr baunapottinum þegarbaunirnar voru hálfsoðnar. Grjónineiga að vera soðin og búin að dragaallt vatnið upp í sig á u.þ.b. 20 mín-útum; ef potturinn fær að standa

áfram á heitri hellunni, þá má slökkvaundir honum 17 mínútum eftir aðsuðan kom upp.

Í 3. pottinum sjóðum við makka-rónurnar í miklu saltvatni, sjá leið-beiningar á pakkningunni.

Í 4. pottinum (sem þarf að verastór) eru saxaðir: laukar, hvítlauksrifog tómatar látnir mýkjast í smá olíu,þá er tómat þykkninu og kryddi bættút í, þetta má vera nokkuð bragðsterkt.

Það borgar sig að geyma 1-2 bollaaf suðuvatninu frá baununum til aðnota ef nauðsynlegt reynist að þynnaréttinn. Þegar baunirnar eru soðnar erþeim hellt á sigti og þeim bætt í stórapottinn, sama er gert við makkarónur-nar og hrísgrjónin, öllu blandað velsaman án þess að hræra allt í mauk.Að endingu er kryddað meira ef þurfaþykir.

Þeir sem vilja fleiri tegundir baunaí réttinn, sjóða þær - bara hverja teg-und í sínum potti. Til þess að styttasuðutíma bauna er til gott ráð: Baun-irnar lagðar í bleyti í u.þ.b. 1 sólar-hring í ísskáp, vatninu hellt af og þærlausfrystar. Eftir þessa meðferð þarfhelmingi styttri tíma til að sjóða þærmeyrar.

Fylltur flatfiskur Flateyr-ingsins (fyrir fjóra).

Hvað eru mörg eff í því?

Fyrir þá sem ekki eru hrifnir afframandi réttum og þá sem ekki eyðalengri tíma en nauðsynlegt er til mat-argerðar læt ég eina góða fljóta með.

1 smálúða 800 g eða 2 sandkolar½ kg hvor

Fylling og sósa:100 g rjómaostur eða gráðostur ísneiðum150 g rækjur150 g sveppir í sneiðum100 g blaðlaukur í sneiðum30 steinlausir vínberjahelmingarolía og u.þ.b. 2 dl rjómi í sósuna(salt og pipar)

Fiskurinn er þveginn og skorið

niður eftir miðri dekkri hlið hansog flakað út til beggja hliða aðuggabeinum, hryggurinn er núfjarlægður og fiskurinn lagður íeldfast glerfat. Hann fyllur meðeins miklu af fyllingunni og hægter, efst eru nokkrar sneiðar af ost-inum. Dökku fiskflökunum er tylltsaman efst með tannstöngli áðuren við eldum hann í örbylgjuofn-inum - við eldum á fullum krafti íeina mínútu í senn þar til fiskurinner orðinn hvítur í gegn, á meðanbúum við til sósuna.

Yfirleitt þarf ekki að salta fiskeldaðan í örbylgjuofni þar semhann soðnar í eigin safa, ef fisk-urinn er soðinn of lengi rennursafinn úr honum, safann másjálfsagt nota í sósuna, en fiskurinner betri ef safinn fær að haldast ífiskholdinu.

BANNAÐ AÐ OFSJÓÐA, ÞÁVERÐUR FISKURINN ÞURR,SEIGUR OG VONDUR.

Í sósupottinum er afgangurinnaf blaðlauk og sveppum mýktur íögn af olíu, rjómanum hellt út í ogsósan þykkt með rjómaostinum,rækjum og vínberjahelmingum erbætt út í sósuna þegar fiskurinn ertilbúinn, sem tekur yfirleitt ekkinema 2 - 3 mínútur.

Borið fram strax, með góðuhvítvíni, soðnum hrísgrjónum,einföldu salati (t.d. ½ salathöfuð,1 rifin pera og smá sítrónusafi) oghvítlaukssmábrauðum beint úrofninum.

Eftirrétturinn er í stíl, gæti varlaverið einfaldari, en góður samt :½ hunangsmelóna á mann, fylltmeð hrauk af koníakslegnum jarð-arberjum og smá flórsykri, vel kaltúr ísskápnum, oft bornar fram ísmáskálum hálffylltum af klaka-mulningi.

Verði ykkur að góðu.Ég skora á frænku mína, Jó-

hönnu G. Kristjánsdóttur Flateyriað leiðbeina okkur aumingjunumum hvernig góða skelfiskssúpugjöra skal ef von er á gestum.

Spurningin

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Aðeinser tekið við einu svari frá hverritölvu. Niðurstöðurnar erusíðan birtar hér.

Ætlar þú á rokkhátíðalþýðunnar sem hald-in verður á Ísafirði10. apríl?

Alls svöruðu 482.Já sögðu 195 eða 40%Nei sögðu 230 eða 48%Óvíst sögðu 57 eða 12%

Reagan skotinn, eða The DayReagan Was Shot, er mögn-uðsjónvarpsmynd um bana-tilræðið við Ronald Reaganárið 1981. Forsetinn var íWashington þegar JohnHinckley skaut sex skotum aðhonum og aðstoðarmönnum hans. Með ódæðisverkinuætlaði tilræðismaðurinn að vinna ástir leikkonunnar JodieFoster en auk forsetans hæfði hann þrjá aðra menn.

Aðalfundur Vél-bátaábyrgðar-

félags ÍsfirðingaAðalfundur Vélabátaábyrgðarfélags Ísfirð-

inga verður haldinn á Hótel Ísafirði, Silfur-torgi 2, Ísafirði, laugardaginn 24. apríl 2004og hefst kl. 14:00.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 6.

grein laga félagsins, sbr. þó dagskrárlið 2.2. Tillaga stjórnar um slit félagsins og út-

hlutun til félagsaðila. Stjórn félagsins leggurtil að hreinni eign félagsins að frádregnumkostnaði ársins og slitakostnaði, ásamt áætl-uðum óþekktum kostnaði verði skipt á millifélagsmanna í réttu hlutfalli samkvæmt at-kvæðaskrá 31.07.2000. Inneign félags-manna verður skuldajafnað á móti ógreiddriiðgjaldsskuld.

3. Önnur mál sem löglega eru upp borin.Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikning-

ur félagsins og drög að úthlutunargerðmunu liggja frammi á skrifstofu Sjóvá-Al-mennra trygginga hf., Kringlunni 5, 103Reykjavík og við Silfurtorg, 400 Ísafirði, sjödögum fyrir aðalfund.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða af-hent á fundarstað.

Félagsmenn sem ekki geta sótt fundinn,en hyggjast gefa umboð, verða að geraþað skriflega.

Stjórn Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga.

Ertu orðin(n) áskrifandi?

Page 20: Í nafni föðurins - bb.is fileÍ nafni föðurins... Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:  · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 7. apríl 2004 · 14. tbl

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

www.bb.is – daglegar fréttir á netinuwww.bb.is – daglegar fréttir á netinu

Könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Vegur um Arnkötludal vinsælast-ur sex valkosta í samgöngubótum

Af sex valkostum í sam-göngubótum á Vestfjörðumtelja flestir íbúar fjórðungsins,eða 51%, að vegur um Arn-kötludal myndi breyta aðstæð-um þeirra til hins betra. Þettakemur fram í könnun meðalVestfirðinga á viðhorfum tilsamgöngumála sem Rann-

sóknastofnun Háskólans á Ak-ureyri vann fyrir Fjórðungs-samband Vestfirðinga. Spurtvar um afstöðu manna til frek-ari lagfæringar vega umBarðaströnd, jarðganga milliArnarfjarðar og Dýrafjarðar,gerð vega um Arnkötludal,samgöngubóta milli Ísafjarðar

og Bolungarvíkur og sam-göngubóta milli Súðavíkur ogÍsafjarðar og aukinnar ferða-tíðni ferjunnar Baldurs.

Næst flestir, eða 45%, töldusig hafa hag af gerð jarðgangamilli Dýrafjarðar og Arnar-fjarðar. Þá nefndu 41% sam-göngur milli Ísafjarðar og

Súðavíkur, 37% nefndu lag-færingu vega á Barðaströnd,29% samgöngubætur milli Ísa-fjarðar og Bolungarvíkur ogloks nefndu 21% aukna ferða-tíðni Baldurs.

Jarðgöngin, lagfæringar áBarðaströnd og aukin ferða-tíðni Baldurs naut mestrar

hylli á sunnanverðum Vest-fjörðum og vegur um Arn-kötludal átti flesta fylgismenná Ströndum. Samgöngubæturmilli Ísafjarðar og Bolungar-víkur annars vegar og Ísafjarð-ar og Súðavíkur hins vegarnutu mestrar hylli á norðan-verðum Vestfjörðum.

Svarendum gafst ekki kost-ur á að segja afstöðu sína t.d.til framkvæmda á Djúpvegi,sem flestir aðhylltust í fyrrihluta könnunarinnar þar semspurt var opinnar spurningarum hvaða framkvæmd í sam-göngumálum þeim hugnaðistbest. – [email protected]

Lögreglunni á Ísafirði vartilkynnt um árekstur tveggjabíla á Seljalandsvegi á Ísa-firði, milli Engis og Græna-garðs í hádeginu á föstudag.Að sögn lögreglu voru bílar-nir að koma úr gagnstæðriátt og virðist sem öðrumþeirra hafi verið ekið á öf-ugum vegarhelmingi.

Bílarnir voru báðir óöku-færir og voru fjarlægðir af

vettvangi með kranabíl.Engin slys urðu á fólki. At-hygli vekur að óhappið varðá malarvegi sem er vinsællmeðal útivistarfólks og ekkiþekktur fyrir hraða umferð.Lögreglan vildi ekki segjatil um hvort bifreiðunumhafi verið ekið yfir hámarks-hraða sem er 35 km/klst áslysstað. Lögreglan rann-sakar tildrög slyssins.

Tveir bílar óöku-færir eftir árekstur

Svona var umhorfs á slysstað.

Skíðamót Íslands: Ísfirðingar hlutu flest verðlaun

Markús Þór fékk fimm gullSkíðamóti Íslands sem

Skíðafélag Ísafjarðar hélt áÍsafirði og Siglufirði lauk álaugardag. Jónas Gunnlaugs-son, formaður Skíðafélags Ís-firðinga, er ánægður að mótiloknu og segir að þrátt fyrirerfiðar aðstæður hafi móts-haldið tekist mjög vel. Jónassem fór til Siglufjarðar tilmótshaldsins ásamt stórumhópi manna frá Ísafirði segirmóttökur þar hafa verið meðágætum.

„Siglfirðingar stóðu þétt viðbakið á okkur og vildu alltfyrir okkur gera þannig að viðerum mjög ánægðir með móts-haldið“, sagði Jónas. Ísfirð-ingar hlutu flest verðlaun ámótinu. Átta gullverðlaun, níu

silfurverðlaun og fimm brons-verðlaun.

Ólafsfirðingar hlutu einnigátta gullverðlaun, tvenn silfur-verðlaun og fern bronsverð-laun. Reykvíkingar hlutuþrenn gullverðlaun, tvenn silf-urverðlaun og ein bronsverð-laun. Akureyringar hlutuþrenn silfurverðlaun og áttabronsverðlaun. Dalvíkingarhlutu tvenn silfurverðlaun ogein bronsverðlaun og Kópa-vogsbúar hlutu ein silfurverð-laun.

Flest gullverðlaun einstakrakeppenda hlutu Markús ÞórBjörnsson Ísafirði og ElsaGuðrún Jónsdóttir Ólafsfirði.Hlutu þau fimm gullverðlaunhvort. – [email protected] Markús Þór Björnsson fimmfaldur Íslandsmeistari.

Besti árangur Menntaskólans á Ísafirði í söngkeppni framhaldsskólanna

Birgir hafnaði í þriðja sætiBirgir Olgeirsson, fulltrúi

Menntaskólans á Ísafirði,hafnaði í þriðja sæti í söng-keppni framhaldsskólannasem haldin var í Kaplakrika íHafnarfirði á laugardags-kvöld. Sigurvegarar voru full-trúar Menntaskólans við Ham-rahlíð en Verkmenntaskólinná Akureyri hafnaði í öðru sæti.Birgir söng lag glisrokksveit-arinnar Darkness, I believe ina thing called love, sem í þýð-ingu hans nefndist „Ég væritil í að taka þig“, en öll lög íkeppninni urðu að vera fluttmeð íslenskum textum. BirgirÖrn Sigurjónsson og Halldór

Gunnar Pálsson léku með ágítar.

Þá voru með í för hátt í 130samnemendur Birgis í MÍ ogfór ekki á milli mála hvaðaskóli átti fjölmennasta stuðn-ingsliðið. Óhætt er að segjafjölmennur hópurinn hafi settsvip sinn á keppnina þar semhann fagnaði í samstæðumbolum merkum skólanum.

Þetta er besti árangur MÍ ísöngkeppninni hingað til og íannað skiptið sem fulltrúi hanskemst í úrslitasæti. Fyrirtveimur árum sungu þær Her-dís Anna Jónasdóttir og Þór-unn Arna Kristjánsdóttir lagið

Hvítir mávar og urðu í 3.-4.sæti ásamt Menntaskólanum

á Laugarvatni.– [email protected]

Birgir Olgeirsson á syngur sigurlagið í undankeppninnisem haldin var á Ísafirði fyrir tæpum mánuði. Mynd: BirgirÞór Halldórsson.