barðist við kerfið · barðist við kerfið stofnað 14. nóvember 1984 · sími 456 4560 ·...

28
Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 16. desember 2010 50. tbl. · 27. árg. „Ef ég hefði ekki staðið við hliðina á mínum strák þá hefði hann sennilega löngu verið farinn,“ segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Á miðopnu í dag segir hún frá baráttunni við kerfið vegna fíkniefnavanda sonar hennar sem lést í fyrra, lífinu í Kúlunni, Sokkabandsárunum og öllum barna- börnunum í stórfjölskyldunni. Barðist við kerfið

Upload: others

Post on 31-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

Barðistvið kerfið

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur16. desember 201050. tbl. · 27. árg.

„Ef ég hefði ekki staðið við hliðina ámínum strák þá hefði hann sennilega

löngu verið farinn,“ segir ÁsthildurCesil Þórðardóttir. Á miðopnu í dagsegir hún frá baráttunni við kerfið

vegna fíkniefnavanda sonar hennarsem lést í fyrra, lífinu í Kúlunni,

Sokkabandsárunum og öllum barna-börnunum í stórfjölskyldunni.

Barðistvið kerfið

Page 2: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

22222 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Page 3: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 33333

Page 4: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

44444 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Mikolaj í 2. sætií Chopin-keppni

Ungur ísfirskur tónlistarnemi,Mikolaj Ólafur Frach, náði afargóðum árangri í Chopin-keppniaðalræðisskrifstofu LýðveldisinsPólland sem haldin var í Reykja-vík í lok nóvember. Keppnin varætluð nemendum tónlistarskólaá Íslandi og haldin í tilefni al-þjóðlegs Chopin-árs. Keppt varum túlkun valinna tónverka eftirpólska tónskáldið FryderykChopin (1810-1849) og var kepptí þremur hlutum, einleik á píanó,kammertónlist og söng. Mikolajflutti Polonaise eftir Chopin ípíanóhluta keppninnar og hlautannað sætið ásamt öðrum nem-anda, en alls tóku 18 nemendurþátt í þeim hluta. Mikolaj lékeinnig á píanó með yngri bróðursínum, Nikodem Júlíusi, í söng-hluta keppninnar, en þeir bræðurvoru yngstu þátttakendurnir.

Mikolaj Ólafur er sonur pólskutónlistarhjónanna Janusz ogIwonu Frach, sem hafa starfað

við Tónlistarskóla Ísafjarðar fráárinu 1994. Hann fæddist á Ísa-firði sumarið 2000 og er því að-eins 10 ára gamall. Hann hefurlagt stund á píanó í nokkur ár hjámóður sinni, hefur margsinniskomið fram á tónleikum skólansog leikið með strengjasveit skól-ans. „Mikolaj er afar duglegurog samviskusamur nemandi ogvel að verðlaununum kominn,“

segir á vef TÍ í umfjöllun árangur-inn. Hann mun koma fram á tón-leikum í Salnum 17. desemberkl.19 ásamt öðrum sigurvegurumkeppninnar.

Þess má geta að í sönghlutaChopin-keppninnar sigraði ung-ur bassasöngvari, Kristján IngiJóhannesson, en hann er ættaðurfrá Flateyri og foreldrar hans búaá Ísafirði. – [email protected]

Mikolaj Ólafur Frach stóð sig vel íChopin-keppni fyrir skemmstu. Mynd: TÍ.

Friðlöndin á Hornströndum ogí Vatnsfirði eru meðal þeirrasvæða sem NáttúrufræðistofnunÍslands og Landgræðsla ríkisinsvilja að hafið verður að upprætaAlaska lúpínu og skógarkerfill.Stofnanirnar skiluðu nýlega inntillögum til Svandísar Svavars-dóttur, umhverfisráðherra umhvernig hægt sé að takmarka tjónaf völdum Alaska lúpínu ogskógarkerfils í íslenskri náttúru.Lagt er til að hætt verði að deifaAlaska lúpínu í landinu nema á

skilgreindum landgræðslu- ogræktunarsvæðum. Þá vilja stofn-anirnar að notkun lúpínu verðióheimil ofan 400 metra.

Alaska lúpína og skógarkerfilleru fyrstu dæmin um ágengarframandi plöntutegundir sembreiðast út hér á landi og ógnalíffræðilegri fjölbreytni. Stofnan-irnar mátu útbreiðslu plantnannaog komust að því að Alaska lúp-ínan er orðin mjög útbreidd ogfinnst víða á hálendinu og á landisem er friðað. Lúpínan getur þó

við réttar aðstæður reynst fyrir-taks landgræðsluplanta t.d. áviðamiklum gróðurvana auðn-um. Þegar hún nær hins vegarrótfestu í grónu landi er ólíklegtað sams konar plöntur og fyrirvoru, muni þrífast þar að nýju.

Skógarkerfill hefur ekkert land-græðslugildi og sækir sérstak-lega á næringarríkan jarðveg.Hann er hávaxinn og myndarþéttar breiður sem skyggja á oghindra vöxt annarra plantna.

[email protected]

Sporna gegn Alaskalúpínu og skógarkerfli

Alaska lúpínan hefur dreift sér í friðlöndum Hornstranda og Vatnsfjarðar.

Page 5: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 55555

Page 6: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

66666 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 8925362, [email protected]. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, [email protected]. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,

[email protected] · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected].Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afslátturtil elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X

SpurninginÆtlar þú að

kaupa jólagjafir fyrirlægri upphæð en

undanfarin ár?Alls svöruðu 409.

Já sögðu 253 eða 62%Nei sögðu 156 eða 38%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

HelgarveðriðHorfur á föstudag:Hvöss eða allhvöss

norðanátt með snjókomueða éljum, en úrkomulítið

syðra. Lægir smámsaman. Áfram kalt í veðri.

Horfur á laugardag:Norðaustanátt með éljumen léttir til SV-lands. Hiti í

kringum frostmark.Horfur á sunnudag:

Norðaustanátt með éljumen léttir til SV-lands. Hiti í

kringum frostmark.

Ritstjórnargrein

Mannréttindi!Krafan um að landið sé eitt kjördæmi er ekki ný af nálinni. Með

nokkru reglubundnu millibili hefur hún blossað upp og ávalt á þeimforsendum að í misvægi atkvæða felist brot á grundvallar mannrétt-indum; að ítök (völd og aðgangur að almannafé?) þingmanna fá-mennra kjördæma á Alþingi væru margföld í samanburði kjördæminþar sem þorri þjóðarinnar býr. Í skjóli þessa blómstraði kjördæma-potið landskunna, sem í raun væri ekkert annað en mismunun í garðþegnanna; með öðrum orðum: strjálbýlinu væri hyglað á meðanþéttbýlið sæti á hakanum.

Úrslit kosninganna til stjórnlagaþings eru sápan, sem kom hvernumtil að gjósa að þessu sinni. Niðurstaða, sem ber með sér að fjöldikjörinna fulltrúa með búsetu utan þéttbýliskjarnans við Faxaflóa erteljandi á fingrum annarrar handar, hefur vakið ugg í brjóstummargra, sem utan þess svæðis búa. Og ekki dregur úr óttanum að af25 stjórnlagaþingsmönnum eru 15 mjög hlynntir og sex frekarhlynntir því að landið verði eitt kjördæmi. Aðeins tveir eru frekarmótfallnir hugmyndinni og tveir taka ekki afstöðu eða vilja ekkisvara. Að landsbyggðin og höfuðborgin séu systur, hljómar svo semágætlega í töluðu orði. En hvað sem öllum yfirlýsingum í þeim efn-um líður, er reynslan af systrakærleik í allar áttir.

Af endurtekinni upprifjun um þingmannafjölda Vestfirðinga í

gegnum árin, á grundvelli misvægis atkvæða, mætti halda að í þeimlandshluta væri allt í slíkum blóma að með öfundaraugum væri tilhorft. En skyldi svo vera?

Lítum á stöðu tveggja málaflokka, sem háðir eru framlögum rík-isins: Bendir vegagerð innan fjórðungsins og við aðra landshluta tilþess? Varla flokkast ummæli fyrrum samgönguráðherra, KristjánsMöller, um ástand vega á sunnanverðum Vestfjörðum sem lofsöngurí þá átt! Og hvað þarf marga putta til að telja árin síðan vegur meðbundnu slitlagi komst á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar? (Er reyndarenn einbreitt, að litlum hluta.)

Benda ummæli Össurar Skarphéðinssonar, fyrrv. iðnaðarráðherraum langvarandi orkuvanda Vestfirðinga, sem dæmt hefur fjórðunginnúr leik í samkeppninni um orkufrekan iðnað, til að sérstakrar hygl-unar í þeirra garð?

Vera má að það leysi ýmsan vanda að gera landið að einu kjör-dæmi. Spurningin er hvort ekki kæmu fleiri upp í stað þeirra semleystust? Misvægi atkvæða er ekki sér íslenskt fyrirbæri, eins og ofter látið í skína. Jafnræðið er margslungið. Það er því djúpt í árinnitekið að hamra sífellt á mannréttindabrotum í umræðunni um vægiatkvæða og engan veginn frambærilegt.

Við leysum ekki vandann með því að hópa, úlfur, úlfur! s.h.

Vegrið á Hnífsdalsvegi kom íveg fyrir að ekki fór verr er bifreiðvalt á Hnífsdalsvegi á mánudags-morgun. Að sögn lögreglu varmikil hálka á vettvangi auk þesssem talið er að ökumaður hafiekið ógætilega miðað við aðstæð-ur. Ökumaður missti stjórn á bíln-um og lenti á vegriðinu sem sporn-aði gegn því að hann hafnaði ífjörunni eða sjónum.

Bifreiðin valt og lenti á ljósa-staur hinum megin við veginnsem brotnaði. Um er að ræðanýjan ljósastaur sem hannaðurer til gefa eftir við högg. Að sögnlögreglu virtist ökumaður ekkivera slasaður en fór hann þó ílæknisskoðun til öryggis. Mikiðtjón varð þó á bifreiðinni eins ogsjá má á meðfylgjandi mynd.

[email protected] Mildi var að ekki fór verr er bílslys varð á Hnífdalsvegi.

Vegrið sann-aði gildi sitt

Hlutfall ferðamanna að jafnastHlutfall innlendra og erlendra

ferðamanna hefur verið að jafnastundanfarin ár en árið 2002 voruinnlendir ferðamenn í miklummeirihluta, eða 74%. Árið 2009hefur hlutfallið breyst töluvert,komið niður í 55% innlendraferðamanna á móti 45% erlendra.Þetta kemur fram í skýrslu umstefnumótun vestfirskrar ferða-þjónustu sem FerðamálasamtökVestfjarða hafa gefið út. Þar kem-ur einnig fram þegar litið er tildreifingu gistinátta á Vestfjörð-um yfir allt árið að jöfn og þéttaukning er frá miðjum júní framí miðjan ágúst. Tímabilið er aðlengjast í báða enda eins og línanfyrir árið 2009 sýnir en ljóst er

tónlist og umhverfisvernd.Staðreyndir um erlenda ferða-

menn eru þær að Þjóðverjar erulangfjölmennastir en næst komaBretar, Frakkar, Hollendingar ogSkandinavar. Þeir koma á einka-bíl jafnt á við bílaleiguleigubíl.Flestir gista á hótelum og gisti-heimilum og meðaldvalarlengderu 5,3 dagar. 33% þeirra höfðukomið áður til Íslands og 88%myndu mæla með Vestfjörðumsem áfangastað. Þeir sækja sérupplýsingar um Vestfirði í gegn-um bæklinga, handbækur og int-ernetið. Þeir hafa áhuga á útivist,umhverfisvernd, sjálfbærri ferða-mennsku, fuglaskoðun og ljós-myndun. – [email protected]

að efla þarf lágönnina. Þrátt fyrirjafnan vöxt í gistinóttum inn-lendra ferðamanna undanfarin árþá er heildar markaðshlutdeildVestfjarða enn mjög lág. Árið2005 var markaðshlutdeild í inn-lendum gistinóttum 6,6% en árið2009 var hún komin upp í 7,1%.

Þegar kemur að gistinóttumerlendra ferðamanna er markaðs-hlutdeild Vestfjarða enn lægrien innlendra ferðamanna. Árið2005 var hún 1,3% en árið 2009er hún komin upp í 2,4%. „Einsslæmt og það er að sjá hversulítil markaðshlutdeildin er þá sýn-ir það okkur samt sem áður aðtækifærin eru gríðarlega mikil,“segir í skýrslunni.

Taldar eru upp nokkrar stað-reyndir um innlenda ferðamenneins og það að þeir koma á einka-bíl, gista hjá vinum og ættingjumjafnt á við tjaldsvæði og meðal-dvalarlengd eru 6 dagar. Algengter að innlendir ferðamenn hafi

komið áður til Vestfjarða og 97%myndu mæla með fjórðungnumsem áfangastað. Þeir sækja sérupplýsingar hjá vinum og vanda-mönnum og í bæklingum ogferðahandbókum. Þeir hafa áhugaá útivist, menningu og listum,

Page 7: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 77777

Page 8: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

88888 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Sveitarfélög á Vestfjörðumfá 452 milljónir króna úthlutaðúr Jöfnunarsjóði árið 2011, enheildarfjárhæðin er rétt rúmirfjórir milljarðar. Frá þessu segirá vef Sambands íslenskra sveit-arfélaga en þar kemur fram aðsamgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra hafi samþykkt tillögurráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðssveitarfélaga um áætlaðar út-hlutanir framlaga. Hæsta fram-

lagið fær Ísafjarðarbær eða 177milljónir króna, Vesturbyggð fær66 milljónir, Strandabygg fær 55milljónir, Reykhólahreppur fær41 milljón, Súðavík fær 39 millj-ónir og Bolungarvík fær tæpar36 milljónir. Þegar úthlutunin erskoðuð í ljósi íbúafjölda er fram-lagið hæst í Súðavík eða 201þúsund krónur á hvern íbúa. Næsthæst er það í Reykhólahreppieða 149 þúsund á íbúa, Bæjar-

hreppur með 144 þúsund á íbúa.Framlagið til Ísafjarðarbæjar er46 þúsund á hvern íbúa. Lægster framlagið til Árneshrepps eðatæpar 300 þúsund krónur.

Framlögin verða greidd tilsveitarfélaga mánaðarlega, 10%er þó haldið eftir af áætluðumframlögum til að mæta því efráðstöfunarfé sjóðsins verðurminna eða útgjöld meiri enáætlað var. Þá hefur verið gerð

breyting á úthlutun framlagavegna skólaaksturs úr dreifbýli.Verður nú um tvenns konarúthlutun framlaga að ræða.Annars vegar eru framlöginreiknuð út á grundvelli fjöldaakstursleiða og fjölda grunn-skólabarna á hverri leið. Hinsvegar geta sveitarfélögin sóttum viðbótarframlag í árslok efum íþyngjandi kostnað hafiverið um að ræða.

Vestfirsk sveitarfélög fá 452milljónir úr Jöfnunarsjóði

Hætt verður að brenna sorp í FunaBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar

samþykkti samhljóða tillögunefndar um sorpmál sveitarfé-lagsins að ganga til viðræðna viðlægstbjóðanda Kubb ehf., umhirðingu og förgun á sorpi semfellur til í Ísafjarðarbæ. Ísafjarð-arbær bauð nýverið út sorphirðuog förgun sorps í Ísafjarðarbæog bárust tilboð frá fjórum aðilumauk kostnaðarmats á áframhald-andi rekstri Funa. Tillaga nefnd-arinnar var að ganga til viðræðnavið Kubb ehf. sem bauð lægst

eða 359 milljónir króna fyrirþriggja ára samning. Ef samning-ar nást við Kubb ehf. mun þaðþýða að hætt verður að brennasorp í Funa en hann í staðinnnýttur sem flokkunarstöð. Einnigverður urðunarstaðnum að Klofn-ingi lokað.

Ekki er talið að þetta munileiða til fækkunar starfa í bænumþar sem að gert er ráð fyrir aðtöluverð vinna verði við flokkunsorps og meðhöndlun á því. „Eftirmargra ára óvissu í sorphirðu-

málum Ísafjarðarbæjar sjáum viðloks til lands í þessu mikilvægamál. Full eining var í nefndinnium að fara þessa leið. Það eránægjuefni að reykfylltur Skut-ulsfjörður heyrir brátt sögunnitil,“ segir Kristín Hálfdánsdóttirformaður nefndar um sorpmál.

Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúiÍ-listans í bæjarráði sagði: „Þaðer mikilvægt að þetta mál sé kom-ið í farveg og að okkur hafi tekistað vinna þetta faglega og náð umþað samstöðu á milli allra flokka.

Þessi niðurstaða leiðir vonanditil frekari flokkunar sorps ogmyndar hvata til að draga úr sorp-magni. Jafnframt er það mikillkostur að urðunarstaðnum áKlofningi verður lokað og aðgámasvæðin í fjörðunum í núver-andi mynd verð aflögð.“

Albertína Friðbjörg Elíasdótt-ir, fulltrúi B-lista í bæjarráðisagði: ,,Ég fagna þessu skrefisem við tókum á fundi bæjar-stjórnar og tel að með þessu séumvið loksins að nálgast niðurstöðu

í þessu stóra máli. Öll höfum viðmetnað fyrir að vinna þetta velog hefur sorpnefndin unnið gottog faglegt starf. Funi hefur auð-vitað verið þyrnir í augummargra, og ég tel að þessi leiðsem við höfum nú valið að farasé jafnvel betri fyrir umhverfið.Jafnvel þó aka þurfi sorpinu íburtu. Eins verður að fagna þvíað valið hefur verið að fara íviðræður við ísfirskt fyrirtæki oghaldast því störf og annað slíktinnan sveitarfélagsins.“

Skemmdarvargur var á ferð áskíðasvæði Ísfirðinga í Tungudalá sunnudagskvöld. Er þetta íannað sinn á stuttum tíma semskíðasvæðið verður fyrir barðinuá skemmdarvörgum því fyrirstuttu voru göngubrautir skemmd-ar á gönguskíðasvæðinu á Selja-landsdal. Líkt og þá voru skemmd-arverkin unnin með bifreið en íþetta sinn greip lögreglan söku-dólginn við iðjuna. „Lögregla ávakt og rak augun í þetta. Búið erað taka skýrslu af viðkomandiog hafa samband við foreldrahans,“ segir Úlfur Guðmundssonforstöðumaður skíðasvæðisins,sem segir skemmdirnar umtals-verðar.

„Keyrt var alveg upp meðbarnalyftunni og svo ekið niðurmeðfram lyftustæðinu. Það er of-boðsleg vinna við að halda braut-unum góðum og svona leikara-skapur skemmir mikið fyrir.Dekkin spæna upp drulluna ogslíkt má ekki vera á brautunumþví það skemmir skíðin,“ segirÚlfur.

Hann segir að eitthvað verðiað gera til að stöðva slík skemmd-arverk. „Ég vil biðja fólk að faraekki akandi á svona staði. Égbjóst við að eiga í vandræðummeð sleða en datt ekki til hugarað þurfa að kljást við skemmdireftir bíla og jeppa. Ég á eftir aðræða við bæjaryfirvöld hvort þörfsé á harkalegum aðgerðum til aðkoma í veg fyrir svona lagað.“

[email protected]

Skemmdar-vargur á ferð

Lögreglan stöðvaði öku-manninn áður en hann náðiað valda meiri skemmdum.

Á steininn eru letruð nöfn þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Hnífsdal þann 18. febrúar 1910.

Minningarsteinn var afhjúp-aður og helgaður í gamla kirkju-garðinum á Ísafirði á laugardagtil minningar þá tuttugu einstakl-inga sem létust í snjóflóði árið1910 í Hnífsdal. Þeir sem voruviðstaddir athöfnina sungu sálm-inn „Son Guðs ertu með sanni“og báðu saman Faðir vorið.Kveikt var á kerti og sóknar-presturinn blessaði minningar-steininn en hann er reistur aðfrumkvæði kvenfélagsins Hvatarí Hnífsdal með dyggum stuðningiHraðfrystihússins Gunnvarar.

Á steininum eru nöfn þeirratuttugu einstaklinga, sem létu líf-ið í þessu hörmulega slysi. Þau

eru jarðsett í sömu gröf á Ísafirði.Um er að ræða mesta snjóflóð íHnífsdal sem sögur fara af og

hið örlagaríkasta, en það féll úrBúðarhyrnu að morgni 18. febr-úar 1910. – [email protected]

Minningarsteinn afhjúpaðurMinningarsteinn var afhjúpaður og helgaður í gamla kirkjugarðinum á Ísafirði.

Page 9: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 99999

Page 10: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

1010101010 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Mikið fall í læsi á stærðfræðimeðal nemenda á Vestfjörðum

Samkvæmt niðurstöðum nýrr-ar PISA rannsóknar hefur orðiðmikið fall í læsi á stærfræði ognáttúrufræði í grunnskólum áVestfjörðum á árunum 2006 til2009. Árið 2003 þegar mælingarhófust voru vestfirskir nemendurmeð 522 PISA stig í mælingum ílæsi á stærðfræði en síðan hefurþeim hrakað jafnt og þétt og voru

nú með 487 stig. Þróunin er áber-andi verst á Vestfjörðum í saman-burði við aðra landshluta. Læsinemenda á náttúrufræði hefursömuleiðis hrakað og hér skeraVestfirðir sig úr ásamt Norður-landi eystra því á sama tíma hefurþróun verið jákvæð eða stöðug íöðrum landshlutum. Enginnmarktækur munur er á lesskiln-

ingi vestfirskra nemenda á tíma-bilinu frá 2000 til 2009.

OECD-PISA rannsóknin ergerð í 68 löndum og tekur rann-sóknin til lesskilnings og læsis ástærðfræði og náttúrufræði á með-al 15 ára nemenda. Þetta er ífjórða sinn sem Ísland tekur þáttog eru helstu niðurstöður þær aðlesskilningur íslenskra nemenda

hefur loksins snúist við en les-skilningi hafði hrakað í hvert sinnsem mælingin var gerð. Einungis10 af 68 löndum sem tóku þátt írannsókninni sýna betri frammi-stöðu en Ísland. Frammistaða ís-lenskra nemenda í stærfræði ognáttúrufræði er hins vegar talsvertundir meðaltali OECD landanna.

Frekari kynning á frammistöðu

nemenda í ólíkum landshlutumverður gerð nánari skil síðar eðaþví er segir í tilkynningu. Þar ereinnig tekið fram að breytingar ífámennum svæðum megi rekjatil náttúrulegs breytileika frá ein-um árgangi til annars. Þó beri aðtaka eftir svæðum þar sem tilhneig-ingin sé sú sama frá einu tímabilitil annars. Slíkt sé varla tilvijun.

Flundra kom-in til Vestfjarða

Flundra er nýr landnemi á Ís-landi og að sögn Sigurðar MásEinarssonar, forstöðumannsVeiðimálastofnunar, hefur teg-undin náð fótfestu á Vestfjörð-um. „Sjálfur veiddi ég flundruvið ósa Gufudalsár fyrir fáein-um árum. Við höfum ekki ennkortlagt útbreiðslusvæðið ná-kvæmlega en við höfum fengiðmargar tilkynningar um flund-ru á Vestfjörðum síðastliðiðár,“ segir Sigurður. Flundra erflatfiskur af kolaætt sem veidd-ist fyrst á við Ísland árið 1999en nú virðist tegundin farin aðhrygna víða um landið.

„Landnámið er í fullu gangi

og nær alveg frá suðurfjörðumAustfjarða og suður meðframstrandlengjunni til Vestfjarða.Þannig nú er einungis Norður-landið eftir og þá er hún kominhringinn,“ segir Sigurður. Flundralíkist skarkola og sandkola í útlitien þekkist frá þessum tegundumá því að meðfram bak- og raufar-ugga eru smá beinkörtur. Húnlifir í sjó við botn frá fjöruborðiniður á um 100 metra dýpi, sækirí salt og ferskt vatn og getur geng-ið upp í ár og læki.

Flundra er nytjafiskur erlendisog segir Sigurður hana vera eftir-sóttasta flatfiskinn í Evrópu. Dan-ir veiða í kringum 4.000 tonn af

flundru árlega. En flundra erskæður ránfiskur sem gæti raskaðjafnvægi fisktegunda sem fyrireru og þá sérstaklega bleikju ogsilung. „Þetta er ósakoli og eftirhrygninu þá fara seiðin upp ífersk vatn og eru þar í nokkur ár.Þar lendir hún inná búsvæðum

sem laxfiskar nýta og þá ersérstaklega hætt við að hún lendií samkeppni við sjóbirting ogsjóbleikju. Þannig þetta er ákveð-ið áhyggjuefni því þessir kolareru grimmir og stunda afrán ábleikju og laxi,“ segir Sigurður.

Óttast er að landnám flundr-

unnar sé á bak við hrun bleikju-stofnsins á Vatnasvæði Hvítárí Borgarfirði. Þar var ársveiðinfyrir örfáum árum um fjögurþúsund belikjur en hefur núhrapað niður í aðeins fjögurhundruð fiska.

[email protected]

Flundra er nýr landnemi á Vestfjörðum.

Lífeyrissjóður Vestfirðingakeypti íbúðabréf ríkissjóðs

Lífeyrissjóður Vestfirðinga vareinn þeirra 26 íslensku lífeyris-sjóða sem keyptu þau íbúðabréfsem ríkissjóður hafði eignastvegna samkomulags Seðlabank-ans við Seðlabankann í Lúxem-borg um kaup á skuldabréfumAvens B.V., sem voru í eigu Lands-bankans í Lúxemborg. HlutdeildLífeyrissjóðs Vestfirðinga í kaup-unum sem námu alls 87,6 millj-örðum kr. var 1,71%. Þetta kemurfram í svari fjármálaráðherra viðfyrirspurn Vigdísar Hauksdótturþingmanns á Alþingi. Aðspurðurhvort lífeyrissjóðirnir hafi stofn-að félag um kaupin sagði ráðherraað hver lífeyrissjóður hafi séð

um kaupin fyrir sig.Mest keypti LSR og Lífeyris-

sjóður hjúkrunarfræðinga eða21,80%. því næst komu Lífeyris-sjóður verzlunarmanna 18,80%,Gildi lífeyrissjóður með 14,36%,Stapi lífeyrissjóður með 6,05%,Sameinaði lífeyrissjóðurinn 6,24%,Almenni lífeyrissjóðurinn með5,37%, Stafir – lífeyrissjóður með4,83%, Frjálsi lífeyrissjóðurinnmeð 4,50%, Söfnunarsjóður líf-eyrisréttinda með 3,42%, Festa– lífeyrissjóður með 3,09%, Líf-eyrissjóður starfsmanna sveitar-félaga með 2,05%, Lífeyrissjóðurverkfræðinga með 1,71%, Ís-lenski lífeyrissjóðurinn með 1,17%

og Lífeyrissjóður Vestmanna-eyja með 1,78%.

Þeir lífeyrissjóðir sem vorumeð lægra hlutfall en Lífeyris-sjóður Vestfirðinga voru Lífeyr-issjóður bænda, Lífeyrissjóðurstarfsmanna Búnaðarbanka Ís-lands, Eftirlaunasjóður FÍA,Kjölur – lífeyrissjóður, Lífeyris-sjóður Rangæinga, Eftirlauna-sjóður Reykjanesbæjar, Lífeyris-sjóður starfsmanna Kópavogs-kaup, Lífeyrissjóður Tannlækna-félags Íslands, Eftirlaunasjóðurstarfsmanna Hafnarfjarðar, Líf-eyrissjóður Akraneskaupstaðarog Lífeyrissjóður Neskaupstaðar.

Þessir lífeyrissjóðir voru ekki

með í kaupunum Eftirlaunasjóð-ur Sláturfélags Suðurlands (hefurnú sameinast Söfnunarsjóði líf-eyrisréttinda), Eftirlaunasjóðurstarfsmanna Glitnis (hefur núsameinast Söfnunarsjóði lífeyris-réttinda), Eftirlaunasjóður starfs-manna Útvegsbanka Íslands, Líf-eyrissjóður bankamanna, Lífeyr-issjóðurinn Skjöldur (hefur núsameinast Söfnunarsjóði lífeyris-réttinda), Lífeyrissjóður starfs-manna Akureyrarbæjar, Lífeyris-sjóður starfsmanna Húsavíkur-kaupstaðar. Lífeyrissjóður starfs-manna Reykjavíkurborgar ogLífeyrissjóður starfsmanna Vest-mannaeyjabæjar.

26 lífeyrissjóðir á Íslandikeyptu íbúðabréf sem rík-issjóður hafði eignast vegnasamkomulags Seðlabank-

ans við Seðlabankann íLúxemborg um kaup á

skuldabréfum Avens B.,þar af keypti Lífeyrissjóð-

ur Vestfirðinga 1,17%.

Page 11: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 1111111111

Page 12: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

1212121212 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Hvernig getur staðið á því að fyrirmyndarunglingur á framabraut í íþróttumlendir í hyldýpi fíkniefna og endar í fangelsi í Brasilíu? Í þessari fyrstu bókúr bókaröðinni Sönn íslensk sakamál segir Jóhannes Kr Kristjánsson sögu

Karls Magnúsar Grönvold. Karl var fyrirmyndarunglingur á framabraut íhandbolta þegar hann lenti í viðjum fíkniefna. Hann var handtekinn á Guar-ulhos-flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í júní 2007 með sex kíló af kókaíni í

ferðatöskunni. Þetta átti að vera síðasta ferðin hans sem burðardýr. Ferðsem átti að koma fjármálunum í lag eftir áralanga kókaínneyslu. Karl vardæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í harðsvíruðu brasilísku fangelsi

þar sem ein stærstu glæpasamtök heims ráða ríkjum og mannréttindi eruframandi hugtak. Af einlægni segir Karl Magnús frá lífi sínu, handtökunni

og fangelsisvistinni þar sem hann eyddi tæpum fjórum árum af lífi sínumeðal samviskulausra glæpamanna frá nærri níutíu löndum. Jóhann hefur

veitt blaðinu góðfúslegt leyfi til að birta kafla úr bókinni.

Brasilíufanginnarborð portúgalska flugfélagsinsTAP sem ég átti að fljúga með.Ég átti miða á fyrsta farrými ogfór í forgangsröðina – þar var eng-inn. Ég kom að innritunarborð-inu, lagði töskuna á færibandiðog bauð starfsstúlkunni góðandag. Hún tók undir kveðjuna meðfallegu brosi. Beint fyrir ofaninnritunarborðið var sterkt ljóssem lýsti beint niður á mig. Égfann enn meiri kvíða hellast yfirmig og vildi helst hverfa ofan ígólfið. Svona hafði mér aldreiliðið í neinni ferð sem ég hafðiáður farið. Ég rétti stúlkunnivegabréfið mitt og flugmiðann.

„Nafnið á flugmiðanum ogvegabréfinu passa ekki saman.Er þetta ekki örugglega þú?“spurði hún mig með kímnisleg-um svip.

„Jú, þetta er örugglega ég,“sagði ég brosandi og reyndi aðleyna því hve stressaður ég varorðinn. Stúlkan pikkaði á tölvunaog var með vegabréfið fyrir fram-an sig. Ég setti töskuna á vigtinaog gekk spölkorn frá borðinu ogtók þá eftir manni sem fylgdistmeð mér í salnum. Ég reyndi aðláta lítið fyrir mér fara og veraeins rólegur og ég mögulega gat.Þóttist ekkert taka eftir því þegarmaðurinn gekk í áttina að mér.Ég leit upp þegar hann var kom-inn alveg að mér og brosti tilhans þegar hann fór að tala viðmig á portúgölsku.

„Fyrirgefðu – ég tala ekkiportúgölsku,“ sagði ég á enskuog brosti áfram til hans og reyndiað vera eins rólegur og ég mögu-lega gat. Honum stökk ekki bros.

„Hvaðan kemurðu?“ spurðihann mig á bjagaðri ensku.

„Frá Íslandi,“ svaraði ég ogreyndi áfram að brosa og leit í áttað innritunarborðinu. Stúlkan varenn að pikka á tölvuna á milliþess sem hún skoðaði miðann ogvegabréfið. Ég gekk upp að

borðinu og spurði hvort þettaværi ekki í lagi. Hún virtist ekkiheyra í mér því hún hélt áfram aðvinna í tölvunni.

Lögreglumaðurinn kom á eftirmér upp að innritunarborðinu.„Má ég skoða hjá þér töskuna?“spurði hann og ég svaraði strax:

„Jú, jú, ekkert mál.“„Hvar er taskan?“ spurði hann

mig og ég þóttist ekki skilja enhorfði í átt að töskunni á færi-bandinu og velti því fyrir mérhvað ég ætti að gera.

„Hvar er taskan þín?“ spurðilögreglumaðurinn aftur og leit ámig hvössum augum.

Ég reyndi að upphugsa leiðirtil að koma mér út úr þessaristöðu. Gat ég hlaupið út? Ég átt-aði mig á því að ég væri í miklumvandræðum og gæti sjálfsagt ekkikjaftað mig út úr þessari klemmu.

„Hvar er taskan?“ spurði lög-reglumaðurinn mig aftur.

„Hún er þarna á vigtinni,“sagði ég og hugsaði með mér aðég gæti ekkert annað sagt. Éghafði ekki tekið eftir því hvortmyndavélar beindust að innritun-arborðinu. Ef þær væru til staðarsæist að ég hefði sett töskuna ávigtina. Ég gat ekki notað það aðsegja að einhver annar hefði gertþað. Ég man ég hugsaði að fyrst

DV 26. júní 2007: Íslenskir fjölmiðlarfjölluðu ítarlega um handtöku Karls í júní 2007.

svona væri komið væri best aðjáta því án efa myndi ég fá þyngridóm ef ég færi að ljúga því aðþetta væri ekki mín taska.

„Andskotinn hafi það,“ sagðiég upphátt á íslensku um leið oglögreglumaðurinn bað mig aðtaka töskuna af vigtinni og fylgjasér. Ég fór með honum í herbergisem var stúkað af á bak við innrit-unarborðið. Þar mætti ég svartrikonu sem greinilega hafði veriðí leit en var sleppt. Og ég hugsaðimeð mér: „Mikið rosalega er húnheppin að vera ekki með neitt.“Ég byrjaði að svitna svakalega.Fann svitadropa leka niður kinn-

ina á mér og æðaslátt í höfðinu.Hjartað hamaðist og ég var orð-inn skíthræddur.

Lögreglumaðurinn sagði mérað setja töskuna upp á borð semstóð á miðju gólfinu. Það er eig-inlega ekki hægt að kalla þettaherbergi því það voru skilrúmsem stúkuðu það af. Ég setti tösk-una upp á borðið og lögreglu-maðurinn fór að bjástra við tösk-una.

„Ertu með lykil?“ spurði hannmig.

„Nei,“ ég er ekki með neinnlykil svaraði ég og vonaði aðvandamálið hyrfi, en vissi strax

Guarulhos-Guarulhos-Guarulhos-Guarulhos-Guarulhos-flugvöllurinnflugvöllurinnflugvöllurinnflugvöllurinnflugvöllurinn

Það var mikill kvíði í mér þegarég gekk inn um rennidyrnar áGuarulhos-flugvellinum í SaoPaulo. Vond tilfinning hafðivaknað í brjósti mér – eitthvaðsem ég hafði ekki fundið áðurvið svona aðstæður. Ég var meðsex kíló af mjög hreinu kókaíni ítöskunni sem ég dró á eftir mérinn gólfið á flugstöðinni. Ég fékkáfall þegar ég sá að það var nánastenginn á flugvellinum. Það vareins og akkúrat þennan dag hefðifólk ákveðið að ferðast ekki –bara halda sig heima. Ég skimaðií kringum mig og reyndi að finnainnritunarborðið þar sem ég áttiað tékka mig inn. Mér leið einsog ég væri ein stök bauja úti áballarhafi og fannst eins og allirværu að fylgjast með mér.

Þegar ég hef komið á flugvellisem burðardýr skoða ég umhverfivallanna mjög vel án þess þó aðvera áberandi og reyni meðvitaðað hegða mér eins og algjör túr-isti. Maður verður að ýta þeirrihugsun frá að maður sé að smygladópi og leika þann leik að maðursé bara ósköp venjulegur ferða-maður. Venjulegur ferðamaðurlítur í kringum sig, skoðar sigum og spyr flugvallarstarfsmannhvar klósettið sé. Ef maður gengibeint inn í flugstöð og væri alvegfrosinn þá yrði maður fljótt mið-aður út. Það eru myndavélar útum allt og á bak við þær þraut-þjálfaðir menn sem lesa í hegðunog atferli ferðalanganna semspígspora um flugvöllinn, þús-undum saman dag hvern.—————

Ég sá ekki einn einasta lög-reglumann þegar ég gekk umflugvallarbygginguna í leit aðinnritunarborðinu sem ég átti aðfara á. Fljótlega fann ég innritun-

Page 13: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 1313131313

Fangaskilríkin: Þetta voru einu skilríkin sem Karl Magnúshafði eftir að hann losnaði úr fangelsinu og fór á skilorð.

hendur fyrir aftan bak, leiddurfram úr skilrúminu og látinnstanda fyrir framan alla sem vorukomnir í röðina við innritunar-borðið. Ég var mjög stressaðurog hugsaði mikið um það semframundan væri. Hvar ég væristaddur og hvað myndi nú gerast.Í sömu mund kom starfsstúlkanfrá flugfélaginu til mín.

„Ég finn mjög mikið til meðþér,“ sagði hún og rétti mér bréftil að þurrka af mér svitann. Þessiorð hennar skiptu mig miklu máliá þessum tíma þótt ég vissi aðþau hefðu enga þýðingu – égværi á leið í fangelsi. Hún talaðiágæta ensku og ég bað hana aðspyrja lögreglumanninn hvort égmætti fara úr skyrtunni. Húngerði það en hann neitaði.

„Þú ferð ekkert að fara úr skyrt-unni núna,“ sagði lögreglumað-urinn þungur á brún. Ég hugsaðimeð mér: Ok, á þetta allt eftir aðverða svona.

Um leið og efnin höfðu fundistog myndir teknar því til sönnunarvar ég leiddur út úr flugstöðinnií handjárnum. Lögreglumaður-inn hélt á töskunni og gekk aðgrænni og gamalli VolkswagenJettu-bifreið. Ég stóð við hliðhans þegar hann opnaði bílinnog sagði mér að setjast í aftur-sætið.

Lögreglumaðurinn keyrði bíl-inn en ungur strákur, starfsmaðurfrá flugfélaginu, var í framsæt-inu. Nokkrum mínútum eftir aðvið lögðum af stað frá flugstöð-inni byrjaði ég að hlæja óstjórn-lega af geðshræringu.

„Hvað er í gangi eiginlega. Íhverju er ég lentur?“ sagði égupphátt á íslensku og hló meira.Lögreglumaðurinn og starfsmað-urinn í framsætinu litu báðir ámig áhyggjufullir á svip og hélduörugglega að ég ætlaði mér aðreyna að flýja eða jafnvel ráðastá þá í bílnum. Lögreglumaðurinnbað starfsmann flugfélagsins aðsegja eitthvað við mig á enskuen ég skildi ekkert hvað hann varað segja og horfði bara út um

að svona leikir hefðu engin áhrif.„Jú heyrðu ég er með hann

hér,“ sagði ég um leið og égþóttist hafa fundið hann í einumvasanum. Lögreglumaðurinn tóklykilinn, opnaði töskuna ogbyrjaði að róta í henni. Mér tilmikillar skelfingar sá ég að kók-aínið var ekki kirfilega falið einsog í fyrri ferðunum sem ég hafðifarið. Fötin lágu ofan á efninusem var undir kalkipappír í botn-inum á töskunni. Þetta átti allt aðvera svo pottþétt – þessi síðastaferð sem ég fékk tilboð um aðfara nokkrum vikum áður.

Ég hafði áður flutt efni fráBrasilíu og það gekk upp. Ég varorðinn þreyttur á stanslausrineyslu á kókaíni og öllu ruglinusem henni fylgdi. Ég var farinnað einangra mig í neyslunni ogvildi bara vera einn þegar ég varað nota. Ég var ekki í neinnivinnu, hékk heima hjá mér ogspilaði tölvuleiki. Ég átti engináhugamál og mér fannst ég veraeinn í heiminum. Botninum varnáð og ég vildi reyna að spyrnamér upp eins hratt og ég gæti.Það ætlaði ég að gera með síðustuferðinni.—————

Kókaínkílóin blöstu við brasi-líska lögreglumanninum þar semhann rótaði í töskunni á bakher-berginu á flugvellinum. Það varekki erfitt fyrir hann að finnaefnin og ég bölvaði þeim sempökkuðu efnunum í hljóði.

„Ég trúði þessu ekki. Andskot-ans fáviti var ég að kíkja ekki ítöskuna áður en ég lagði af stað!Gat þetta virkilega verið að ger-ast?“ hugsaði ég með mér. Éghafði verið „böstaður“ og þaðeina sem mér datt í hug var aðrétta fram hendurnar til merkisum að ég væri sekur.

„Hvað varstu að hugsa?“spurði lögreglumaðurinn og égbara hristi hausinn – sagði ekkieitt einasta orð. Hugsaði með mérað það væri best að hann lykibara handtökunni af – ég vildiekki standa þarna eins og hálfviti.

Ég var handjárnaður með

Itaí fangelsið að hluta: Á þessari mynd sést einn afvarðturnum fangelsisins. Þar eru ávallt vopnaðir verðir.

gluggann. Hugurinn flögraðiheim og erfiðar hugsanir tókuvöldin. Ég mun aldrei sjá fjöl-skyldu mína aftur hugsaði ég.Ég hallaði höfðinu að glugganumog upp í hugann komu myndir affólkinu sem ég þekki. Þetta varótrúlega skrýtið – þetta var svonaeins og þegar gamalli átta milli-metra kvikmynd er varpað á tjaldog það eru skemmdir í filmunni.Þannig sá ég fólkið mitt hvað aföðru; mömmu, afa og ömmu,kærustuna, stjúpa og vini. Hvaðætli fólk haldi? Hvað finnst þvíum mig? Hvað segir það? Hvern-ig verður talað um mig? Fer þettaí blöðin?—————

Eftir því sem bílferðin varðlengri fór ég að velta því fyrirmér hvort húsin og göturnar sem

ég sá þjóta framhjá yrðu það síð-asta sem ég sæi af umheiminumí langan tíma. Ég var í rauninniekkert hræddur við það en éghafði mestar áhyggjur af því hvaðmamma myndi segja og hvaðaálit hún hefði á mér núna. Égsem hafði alltaf verið fyrirmynd-arunglingur. Mamma segir að éghafi aldrei lent í vandræðum áunglingsárunum. Ég man ekkieftir neinu sérstöku því líf mitt áþessum árum snerist um íþróttir.Ég prófaði að vísu að reykja síg-arettur tólf ára gamall en það varekki fyrr en fimm árum síðarsem ég byrjaði að reykja fyriralvöru og þá var ég farinn aðdrekka áfengi.

Ég held ég hafi aldrei náð aðhalda einbeitingu í því sem égtók mér fyrir hendur. Ég byrjaði

oft vel á ýmsum verkefnum enþegar á leið dvínaði áhuginnhratt.

Ég var átján ára þegar ég próf-aði fyrst hass og mér fannst þaðekki gott. Stuttu síðar prófaði égað reykja maríjúana og ég fékksömu tilfinningu – mér fannstþetta ekki gott og ég lét þetta þvíalveg eiga sig á þessum tíma.Lífið á þessum árum snerist umíþróttir og ekki neitt annað.

Nú hafði ég verið handtekinnog sat í bíldruslu á leið í fangelsi.„Hvað hef ég gert við líf mitt?“hugsaði ég með mér og starði útum bílgluggann. Ég hafði ekkinotað kókaín þennan dag en mik-ið rosalega langaði mig í einalínu á þessari stundu – til aðreyna að hverfa frá þessu öllu.

Kalli í íbúðinni: Karl Magnús leigði íbúð í hafnarborginni Santos í Brasilíueftir að hann varð laus úr fangelsinu. Hér er hann að fara yfir dómsskjölin.

Page 14: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

1414141414 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Ásthildur Cesil Þórðardóttir hefur aldrei látið vaða yfir sigog tókst ungri að aldri að kjafta sig inn í Skotland. Ásthildur

hefur fengið að reyna ýmislegt um ævina og segir blaða-manni Bæjarins besta hér frá Sokkabandsárunum, lífinu íKúlunni, ömmubörnunum tuttugu og baráttunni við yfir-völdin vegna sonar hennar, Júlíusar Kristjáns, sem lést ífyrra eftir margra ára harða baráttu við fíkniefnavanda.

Varð fræg í heimabæVarð fræg í heimabæVarð fræg í heimabæVarð fræg í heimabæVarð fræg í heimabæLínu langsokksLínu langsokksLínu langsokksLínu langsokksLínu langsokks

Ásthildur Cesil er fædd og upp-alin á Ísafirði, þar sem hún hefursömuleiðis búið stærstan hlutaævi sinnar. „Ég átti mjög ánægju-lega æsku. Ég var að vísu alinupp hjá ömmu minni að mikluleyti, en í sama húsi og fjölskyld-an. Ég var svona strákastelpaþegar ég var lítil, ég þurfti aðhlaupa hraðast og vera sterkust,“segir Ásthildur og brosir.

Sautján ára gömul hélt hún aflandi brott í fyrsta sinn, í lýðhá-skóla í Svíþjóð. „Ég hafði þá varlafarið neitt. Ég man að ég fór áBíldudal með pabba og mömmusem barn og um sjö, átta ára fórég með ömmu suður í Sandgerðimeð Herðubreiðinni. Þegar égvar fimmtán ára fór ég fyrstaskipti til Reykjavíkur og fékk aðgista hjá frænku minni yfir helgi,áður en ég fór í sveit í Hvítársíð-unni,“ útskýrir Ásthildur.

Hún segir lýðháskóladvölinahafa verið afskaplega ánægju-lega, en för hennar og samferða-langa hennar vakti töluverða at-hygli. „Það var haldinn kynning-arfundur fyrir okkur öll sem fór-um þarna út. Þetta þótti miklusérstakara en það þykir í dag. Égog ein önnur stelpa fórum í samaskóla í Vimmerby í Svíþjóð, þarsem Lína langsokkur ólst upp.Það kom viðtal við mann í blöð-unum þarna, maður var frægurbara,“ segir Ásthildur og skellirupp úr.

„Ég dvaldist þarna í níu mán-uði og kynntist tveimur stelpumsem ég bauð svo með mér heim.Þær voru hérna heilt ár, en fannstnú margt ansi frábrugðið því semþær voru vanar. Við vorum einusinni að fara út í Hnífsdal og égman að þær spurðu mig að þvíhvenær við kæmum eiginlega áaðalveginn. Ég sagði að þettaværi aðalvegurinn. Þær ætluðu

nú ekki að trúa því,“ segir hún.

KarlmannskaupKarlmannskaupKarlmannskaupKarlmannskaupKarlmannskaupí Kirkjusandií Kirkjusandií Kirkjusandií Kirkjusandií Kirkjusandi

Síðar fluttist Ásthildur tilReykjavíkur, þar sem hún hófstörf í frystihúsinu Kirkjusandi.„Ég fór að vinna í frystihúsinuog af því að ég var að vestan ogkunni að flaka fékk ég karl-mannskaup, eins og það var kall-að þá. Þær voru nú ekki allarmjög ánægðar með það konurnar,sem voru búnar að vinna þarna ífleiri ár og svo kemur eitthvaðstelputrippi að vestan og fær karl-mannskaup,“ segir Ásthildur ogbrosir.

Hún fór seinna að vinna í skó-búðinni SÍS í Austurstræti ogleigði þá hjá fjölskyldu þar semfjölskyldufaðirinn var skoskur.Eftir að hafa búið hjá þeim umhríð ákvað Ásthildur að til Skot-lands ætlaði hún og keypti sérmiða til Glasgow. Þangað hélthún svo árið 1963, harðákveðin íað finna sér vinnu. Skosk yfirvöldvoru hins vegar ekki alveg á samamáli.

Kjaftaði sigKjaftaði sigKjaftaði sigKjaftaði sigKjaftaði siginn í Skotlandinn í Skotlandinn í Skotlandinn í Skotlandinn í Skotland

„Á flugvellinum í Glasgowkemur einhver lítill karl með yfir-varaskegg til mín og spyr hvertég sé að fara. Ég segist bara veraað koma að fá mér vinnu oghann spyr þá hvort ég sé meðatvinnuleyfi. Nei, nei, segi ég.Þá upphófst þarna þvílík ráð-stefna. Vélin var víst látin bíðaeftir mér í heila tvo tíma, því þeirætluðu bara að senda mig beintheim aftur. Ég sagðist ekki farafet, ég færi þá frekar til Svíþjóðaren heim,“ segir Ásthildur og hlærað minningunni.

„Þetta endaði með því að égfékk að fara inn í landið gegn þvíað lofa að ég yrði alls ekki lengur

en í tvær vikur og myndi alls,alls ekki fá mér vinnu. Mér tókstað kjafta mig inn í Skotland ogsvo byrjaði ég náttúrulega á þvíað fara og fá mér vinnu,“ segirhún frá.

Ásthildur starfaði fyrst á elli-heimili í Glasgow, sem hún segirþó ekki hafa verið sérlega skemmti-legt tímabil. „Það var ægilegagaman að vinna með gamla fólk-inu, en annars var þetta eiginlegahálfgerð martröð. Maður varð aðvera kominn inn fyrir klukkanníu á kvöldin, því þá var húsinulokað og læst,“ segir hún frá.„Með mér í herbergi var írskkona, komin á miðjan aldur. Ein-hvern tíma um miðja nótt straukhún bara – hengdi lakið út umgluggann! Ég skil nú ekki hvern-ig henni tókst það, hún var svostór og feit og mikil.“

Kviknaði í málaranumKviknaði í málaranumKviknaði í málaranumKviknaði í málaranumKviknaði í málaranumÞegar á vistina á elliheimilinu

leið fannst Ásthildi að sennilegaværi betra að finna vinnu semau-pair. Slíka vinnu fékk húnfljótlega. „Þetta var nú barasnobb, það þótti svo flott að hafaau-pair. Hjónin áttu tvær stelpurog voru bæði listamenn. Húnprjónaði módelkjóla og hann varmálari. Hann var einmitt að máladrottninguna á þessu tímabili,“segir Ásthildur frá.

„Ég man að einhvern tíma varhann inni í stofu að æfa sig í aðhneigja sig fyrir drottningunni.Svo heyrist allt í einu þessi svakahvinur og karlinn kemur æpandifram – þá hafði hann verið meðeldspýtustokk í rassvasanum ogbugtað sig svo mikið að þaðkviknaði í honum,“ segir Ásthild-ur og skellir upp úr. „Ég hlæennþá að þessu í dag. Og hannvar haltur lengi á eftir, karlang-inn,“ bætir hún við.

Annaðist nýburaAnnaðist nýburaAnnaðist nýburaAnnaðist nýburaAnnaðist nýburameð hjartagallameð hjartagallameð hjartagallameð hjartagallameð hjartagalla

orðin stór, boldungsstelpa, ogþað var ekkert að henni. Þausögðu mér, hjónin, að þetta værimeðferðinni hjá mér að þakka,“segir hún og hlær við.

Árin í Skotlandi urðu sömu-leiðis upphaf langvarandi vináttuÁsthildar við tvær stúlkur semhún hafði áður unnið með á Ís-landi. „Tvær vinkonur mínar úrSÍS báðu mig að útvega sér au-pair pláss í Skotlandi ef ég gæti.Ég gerði það, sem varð til þessað þær komu ekkert heim aftur,“segir hún og brosir. „Önnur giftistskoskum gyðingi og hin náði sérí Þjóðverja. Önnur býr ennþá útií Þýskalandi og hin bjó í ellefu árí Ísrael, þar sem hún tók gyðinga-trú. En hún er að vísu kominheim aftur núna. Þessi vináttaokkar er búin að endast í tæpfjörutíu ár, sem er voðalega gam-an,“ segir hún.

Komst ekkiKomst ekkiKomst ekkiKomst ekkiKomst ekkihvíslarastúkunahvíslarastúkunahvíslarastúkunahvíslarastúkunahvíslarastúkuna

Ásthildur snéri aftur til Íslandsárið 1966 og hélt þá beint aftur áÍsafjörð. „Það kom aldrei neittannað til greina hjá mér. Ég varðfljótlega ólétt, fór að vinna með

Þegar hjónin fluttust á brotttók Ásthildur til starfa hjá ka-þólskri fjölskyldu með sjö börn,en síðasta fjölskyldan sem húnvann hjá í Skotlandi voru læknis-hjón. „Konan hafði átt tvíburaþremur vikum áður en ég kom,og annar þeirra hafði dáið. Hinn,lítil stúlka, var talinn vera meðhjartagalla, „a hole in the heart“,“útskýrir Ásthildur.

„Konan var mjög taugaóstyrk.Hún spurði mig hvort ég ættimörg systkini, sem ég jánkaði.Hún átti aðra fjögurra ára dótturog spurði hvort mér væri ekkisama að ég sæi um litla barnið enhún um það eldra. Ég var þarnaátján, nítján ára gömul. Ég sagðibara jú, jú, og svo vinglaði ég ogdinglaði með þetta barn bara.Hún var meira að segja látin sofainni hjá mér. Á þessum árum varég að stelast til að reykja og reyktiinni í herberginu og allt,“ rifjarÁsthildur upp og hristir höfuðið.„Þetta var ekkert mál, fannst mér,en ég hugsa eftir á að maður varkannski svolítið kærulaus stund-um!“ bætir hún við.

Þegar hún fór úr vistinni, tæp-um átta mánuðum síðar, var stúlk-an hins vegar fílhraust. „Hún var

Skrifin hjálp-uðu í sorginni

Page 15: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 1515151515

Litla leikklúbbnum og fékk svofljótlega vinnu á Bæjarskrifstof-unni,“ útskýrir Ásthildur, semhefur starfað með öllum bæjar-stjórum síðan – fyrst á skrifstof-unni og síðar sem garðyrkjustjóri.

Óléttan setti hins vegar strik íreikninginn varðandi fyrirhug-aðan leik hennar með Litla leik-klúbbnum. „Ég var orðin svoólétt og feit að ég var bara hvíslarií staðinn. Á sviðinu í Alþýðu-húsinu var hvíslarastúka sem varalltaf notuð. Þegar það kom aðmér var ég hins vegar orðin svofeit að ég komst ekki ofan í hana,það gekk bara ekki. Svo ég varvíst fyrsti hvíslarinn sem sat baraá stól á bak við tjöldin,“ segirÁsthildur og kímir.

Auk áhugans á leiklistinni hef-ur Ásthildur látið til sín taka ásöngsviðinu. „Ég var um sextánára þegar ég kom fyrst fram meðBG, sem eru frændur mínir. Égvar að leika mér að syngja ogfékk að koma aðeins fram meðþeim á skemmtunum,“ útskýrirÁsthildur. Hún söng í kjölfariðmeð Hljómsveit Ásgeirs Sigurðs-sonar, Ásgeiri og félögum, sveit-inni Aðild og Ásthildur og Gan-cíu, svo nokkrar séu nefndar. Þá

kviknaði hugmynd að því aðstofna kvennahljómsveit, semhlaut í kjölfarið nafnið Sokka-bandið.

Píndar í tónleikahaldPíndar í tónleikahaldPíndar í tónleikahaldPíndar í tónleikahaldPíndar í tónleikahaldSokkabandið hóf æfingar í

kjallara Ásthildar og hún segirtöluverða spennu hafa ríkt fyrirfrumraun þeirra á sviði. „Það varalltaf verið að hringja í okkur fráútvarpinu og spyrja hverniggengi – við vorum eiginlega pínd-ar til að halda tónleika áður enokkur fannst við vera tilbúnir,spenningurinn var svo mikill,“segir Ásthildur. Með henni stofn-uðu sveitina þær Oddný Sigur-vinsdóttir og Eygló Jónsdóttir.„Svo fengum við til liðs við okkurBjörk Sigurðardóttur á hljóm-borð og Bryndísi Friðgeirsdótturá trommur og svo komu inn fleiristelpur – Ásdís Guðmundsdóttirog Ingunn Björgvinsdóttir söng-konur, til dæmis,“ segir Ásthild-ur.

Sokkabandið kom fyrst fram íSjallanum og hélt síðar stórtón-leika í Alþýðuhúsinu ásamtfjölda hljómsveita. „Þar komufram ýmsar hljómsveitir, eins og

Ógeð og svo ýmsir tónlistarmennsem eru nú ennþá í bransanum,eins og Herbert Guðmundsson,“segir Ásthildur.

Hún segir tímann með Sokka-bandinu hafa verið mjög skemmti-legan, en sveitin tók einnig þátt íMúsiktilraunum Tónabæjar.„Við komumst í úrslit þar ogtókum líka þátt í maraþonspileríií Tónabæ. Svo héldum við líkaball fyrir femínista, sem var mjögskemmtilegt,“ segir hún bros-andi.

Eftir þáttökuna í Músiktilraun-um vildi hins vegar ekki betur tilen svo að ekki var flugfært afturtil Ísafjarðar. „Við gistum á HótelSögu og komumst ekki heim.Svo við sögðum bara að við ætl-uðum að halda herbergjunumáfram og það yrði einhver aðborga þetta fyrir okkur – þaðværi nú ekki okkur að kenna aðþað væri ekki flogið,“ segir Ást-hildur frá. „Fólk reyndi nú aðtala okkur eitthvað til, en þettaendaði með því að ég sagðistbara ætla að fara með þetta íblöðin ef við yrðum reknar út.Þetta fór þannig að það var baraallt í lagi að við værum áfram ogsvo kom í ofanálag þessi risastóra

karfa með ávöxtum upp á her-bergi,“ segir hún.

Ásthildur lét ekki staðar numiðvið spileríið með Sokkabandinu,heldur gaf hún út sólóplötu árið1985. „Ég safnaði þar samannokkrum lögum sem ég hafðisamið. Ég held að þetta sé fyrstalong-play plata á Íslandi þar semkona syngur og semur jafnframtalla tónlist og texta,“ segir Ást-hildur, sem hefur þó ekki lagtáherslu á sönginn síðan. „Þaðhefur bara verið svo margt annaðað gera hjá mér,“ segir hún.

Breytti sóðaleg-Breytti sóðaleg-Breytti sóðaleg-Breytti sóðaleg-Breytti sóðaleg-asta bæ Íslandsasta bæ Íslandsasta bæ Íslandsasta bæ Íslandsasta bæ Íslands

Ásthildur hefur alla tíð haftmikinn áhuga á garðyrkju. „Al-veg frá því að ég var smákrakki,með kaktusa og inniblóm. Mammavar líka mikill blómaræktandi,“útskýrir Ásthildur. Um 1974gekk hún í garðyrkjufélagið áÍsafirði og varð fljótlega formað-ur þess.

„Á þeim tíma var ekki hægt aðfá neinar plöntur hérna, svo égfór að panta mér plöntur að sunn-an. Þá komu nágrannarnir ogfólkið í kring að spyrja hvort ég

gæti ekki pantað fyrir þá líka.Svo ég gerði það. Úr þessu varðsvo til þessi garðplöntustöð mín,“útskýrir Ásthildur.

Vegna starfa hennar semformaður garðyrkjufélagsins fal-aðist Bolli Kjartansson, þáver-andi bæjarstjóri Ísafjarðar, eftirþví að Ásthildur tæki að sér um-sjón opinna svæða í bænum. „Þávoru bara tveir garðar, Austur-völlur og Jónsgarður og báðir íalgerri órækt. Ísafjörður var ígamla daga kallaður sóðalegastibær á Íslandi. Það voru bara þess-ir tveir garðar og ekkert gróiðþess á milli. Eftir að þeir fylltuupp við sjúkrahúsið var svo alltafmoldarrok yfir allan bæinn efþað blés eitthvað,“ útskýrir Ást-hildur.

Hún féllst á að taka að sérfegrun garðanna og vann í þeimheilt sumar. „Eftir það fór ég tilBolla og sagði að þetta gengiekki, ég þyrfti að minnsta kostisex mánuði til að geta gert eitt-hvað. Næst fór ég og sagði hon-um að ég gæti ekki gert þetta ein,ég yrði að hafa eitthvað fólk meðmér. Smátt og smátt var þettakomið upp í tuttugu manns,“ seg-ir Ásthildur og brosir.

Page 16: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

1616161616 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Eftir að hafa séð um opnu svæðiní nokkur ár ákvað hún svo að húnvildi fá réttindi. „Ég dreif mig þessvegna í nám, 42 ára gömul, ogkláraði garðyrkjufræðinginn. Éger búin að vera mjög lengi í þessunúna og hef haft umsjón með bæn-um alveg frá 1978,“ segir Ást-hildur.

Ein saga á áriEin saga á áriEin saga á áriEin saga á áriEin saga á ári

Sköpunargleði Ásthildar hefurekki eingöngu fengið útrás í leik-list, tónlist og garðyrkju. Húnyrkir að auki ljóð, skrifar blogg-færslur og ritar árlega sögu fyrirbarnabörnin sín tuttugu.

„Ég gef þeim sögu í jólagjöf,þar sem þau sjálf eru söguhetj-urnar og lenda í alls konar ævin-týrum. Þetta er þriðja árið í röðsem ég geri þetta. Í einni sögunnikoma loðfílar við sögu. Hún varlesin upp í skólanum. Seinnakomu krakkar úr yngri bekkjun-um í heimsókn hingað í Kúluna.Kennarinn sýndi þeim bein hérnafyrir neðan og spurði hvernig beinþau héldu að þetta væri. Þá komsvarið: Loðfíll!“ segir Ásthildurog hlær við. Barnabörnin erugríðarlega ánægð með gjöfina,eins og búast má við. „Þau faraað hringja svona upp úr hádegi áaðfangadag og spyrja hvort þaumegi ekki opna jólapakkann strax,“segir Ásthildur og brosir.

Hún hefur sömuleiðis skrifaðtöluvert af ljóðum og lagatextumog er enn að. „Um daginn hringdií mig eldri maður, vinur minn,sem var búinn að semja lag ogvildi fá mig til að semja ljóð viðþað. Hann hefur verið að syngjameð Fjallabræðrum, svo þaðkæmi mér nú ekkert á óvart aðþað yrði sungið einhvern tím-ann,“ segir Ásthildur, sem segirlítinn mun á því hvort hún yrkiljóð við tónlist eða ekki. „Hjámér var það alltaf ýmist eða,hvort það var lagið eða ljóðiðsem kom fyrst,“ segir Ásthildur.

Hún hefur sömuleiðis samiðljóð um Fljótavík, þar sem faðirhennar ólst upp og stórfjölskyld-an á bústað sem hún dvelur í ásumrin. „Það hefur tvisvar veriðsungið við jarðarför. Ég samdilíka ljóð um son minn, sem varsungið við jarðarför hans,“ segirhún. Saga Júlíusar, sonar hennar,er sömuleiðis eitthvað sem Ást-hildur vinnur að því að rita þessadagana, en hún er afar átakaríkeins og þeir vita sem fylgst hafameð bloggi Ásthildur.

Bloggið hjálpaði mikiðBloggið hjálpaði mikiðBloggið hjálpaði mikiðBloggið hjálpaði mikiðBloggið hjálpaði mikiðÁsthildur hefur síðustu ár hald-

ið út bloggi sem vakið hefur tölu-verða athygli. Hún stofnaði síð-una upphaflega til að geta fylgstmeð bloggi vina sinna, en tóksíðar til við skriftir sjálf. „Ég fæmjög miklar undirtektir við skrif-unum þar. Fólk skrifar mér, sumirhringja og svo er fólk sem knúsarmann á förnum vegi niðri í bæ,

alveg ótrúlegasta fólk,“ segir Ást-hildur.

Hún deildi með sér mörgumsögum af baráttu hennar við yfir-völd vegna fíkniefnavanda sonarhennar, minningum og sorginnivegna andláts hans í september ífyrra. „Það hjálpaði mér mjögmikið, að skrifa um þessa reynslu.Og ég þarf eiginlega að gerameira. Það þarf virkilega að vekjaathygli á því hvernig þessir krakk-ar eru meðhöndlaðir. Þau mætaeinhvern veginn alltaf afgangi,“segir Ásthildur, sem hefur miklareynslu af því.

Júlíus Kristján, sonur Ásthild-ar, leiddist ungur að árum út íneyslu og átti við fíkniefnavandaað stríða stærstan hluta lífs síns.Ásthildur stóð sífellt við hlið hansog hefur séð ýmsar skuggahliðarlöggæslunnar og framkomuhennar við fíkniefnaneytendur.„Þau eru mjög aftarlega í for-gangsröðinni og dónaskapurinnsem yfirvöld sýna þessum krökk-um er ótrúlegur,“ segir Ásthildur.

Kerfið er vontKerfið er vontKerfið er vontKerfið er vontKerfið er vont

Ásthildur segist sjálf ekki hafamætt því viðmóti sem sonurhennar fékk að upplifa. „Ég hefheldur aldrei látið vaða yfir mig.En ef ég hefði ekki staðið viðhliðina á mínum strák þá hefðihann sennilega löngu verið far-inn. Hann sagði það við mig sjálf-ur. Hann var til dæmis rifinn úrmeðferð á Staðarfelli til þess aðfara í fangelsi. Ég skil bara ekkisvona. Hver er tilgangurinn? Égá margar ljótar sögur sem miglangar eiginlega ekki að rifja upp.Þetta situr í manni,“ segir Ást-hildur.

Hún segir mikilvægt að for-eldrar standi við hlið barna sinnaí slíkum aðstæðum. „Þegar þaðer farið illa með þessa krakka ogbrotið á þeim verður maður aðstanda upp. Það er baráttan viðyfirvöldin. Sumir í löggunni, ogég er ekki að segja að það séþannig hér, virðast vera þar tilþess að vera í einhverjum rambó-leik og leika stóra karla. Það getaþeir gert við þessa krakka, þvíþeir hafa ekkert á bak við sig. Enum leið og þeir vita að það erfylgst með þeim og framkomanjafnvel kærð, þá þora þeir þvíekki. Svona er Ísland í dag,“ segirÁsthildur, og bætir við, „Þeirmega skömm eiga, margir. Þó aðmargir hafi verið afskaplega góð-ir við Júlla minn líka, og sérstak-lega síðustu árin eftir að hannreif sig upp,“ bætir hún við.

Erfið braut að fetaErfið braut að fetaErfið braut að fetaErfið braut að fetaErfið braut að fetaÁsthildur hefur vakið athygli

á málum fíkniefnasjúklinga,bæði á bloggi sínu og með öðrumaðgerðum. Hún sendi til aðmynda öllum alþingismönnumbréf fyrir nokkrum árum þar semhún tíundaði hvernig kerfið hefðifarið illa með son hennar.

„Þetta er ekkert búið. En égheld að fólk sé orðið meðvitaðraum það í dag að það þarf aðbreyta þessu, það þarf að finnaeinhver úrræði. Það gengur ekkiað það séu fleiri manns sem fallafyrir eigin hendi á hverju ári vegnavonleysis. Öll líf eru jafn mikil-væg, sama hvort það er forsetinneða róninn eða fíkillinn. Við er-um öll manneskjur með samarétt. Fólk virðist gleyma því,“segir Ásthildur, sem ráðleggurforeldrum barna í svipuðum að-stæðum að láta í sér heyra.

„Ekki vera hrædd við að látakerfið vita af því að þú standirvið hliðina á barninu þínu. Yfir-völd ímynda sér alltaf að fíkillinnstandi bara einn og sé ekkert aðfara með sín mál lengra. Um leiðog þau vita að það stendur ein-hver á bak við hann þora þauekki að fara alveg þá leið,“ segirÁsthildur.

„Það þarf að standa við hliðinaá barninu sínu. En það má nátt-úrulega ekki láta barnið taka sigalveg á taugum heldur. Það verð-ur að setja skýr mörk: ég stendmeð þér á meðan þú vilt standaþig, en ég mun ekki fara að kóameð þér í fíkn. Þar verður maðurað draga skýra línu. Og þó manniþyki vænt um barnið sitt þá erekki hægt að fara að skrökvafyrir það, gefa því pening eðaannað,“ ítrekar hún. „Það er rosa-lega erfið braut að feta, en hún ernauðsynleg. Það má ekki gefaeftir. Og það var oft þannig hjáokkur að þegar hann sá að öllsundin voru að lokast þá fór hanní meðferð,“ segir hún.

Gott að búa í KúlunniGott að búa í KúlunniGott að búa í KúlunniGott að búa í KúlunniGott að búa í Kúlunni

Á Ísafirði er heimili Ásthildarþekkt sem Kúlan, enda eitt afafar fáum kúlulaga íbúðarhúsumá Íslandi. Hún segir bygginguhússins hafa verið gamlan draumhennar og eiginmanns hennar,Elíasar Skaftasonar.

„Þegar við vorum komin upp írúm á kvöldin fór hann að segjamér frá því hvað hann langaði aðbyggja. Hann vildi byggja hússem var eins og sveppur. Hannátti að vera rauður með hvítumblettum, og í leggnum átti aðvera lyfta,“ segir Ásthildur fráog brosir. „Einhvern tíma komhann heim með Mogga, þar semþað var viðtal við Einar ÞorsteinÁsgeirsson, arkitekt, um kúlu-hús. Þá var ekki aftur snúið,“bætir hún við.

Þau fóru að svipast um eftirlóð til að reisa húsið á. „Mig varsvo oft búið að dreyma þegar égvar krakki að ég væri að leikamér í læknum hérna, þar semvoru alls konar skeljar og leggir.Eitthvert skiptið þegar við erumað keyra hérna fram hjá detturmér allt í einu í hug þessi draumurog við fórum að reyna að fá þessalóð, þar sem var mýri og hestar ábeit. Við fengum hana ári seinnaog byrjuðum að byggja 1986,“

segir Ásthildur.Fjölskyldan hjálpaðist að við

byggingu hússins og fleiri vilduleggja hönd á plóg. „Einn vildigera innréttinguna og annar dragalagnirnar, bara til þess að prófaað vinna í kúluhúsi! Eftir að viðfluttum inn var líka endalausstraumur af fólki sem vildi fá aðskoða húsið. Elli lagði til að viðfærum hreinlega að taka aðgangs-eyri,“ segir Ásthildur og hlær.

Henni og fjölskyldunni hefuralltaf liðið vel í Kúlunni. „Þettaer einhvern veginn þannig að þeg-ar maður er í venjulegu húsi ferhugurinn að leggja saman, reiknaút rýmið út frá beinu línunum.En það er ekki hægt hér, það erallt opið. Þórhildur Þorleifs komhingað einhvern tíma og sagðiað húsið héldi utan um mann,eins og leg,“ segir hún og brosir.

Ein stór fjölskyldaEin stór fjölskyldaEin stór fjölskyldaEin stór fjölskyldaEin stór fjölskyldaÁsthildur og Elías eiga saman

stóra fjölskyldu. Samtals eru börnþeirra fimm og barnabörnin fjöl-mörg. „Ég tók líka að mér fólkfrá El Salvador. Þau eru skyldfólkRakelar, fyrrverandi konu Bjössa,sem er sonur Ella. Við fórum ígiftinguna þeirra úti í El Salvadorog kynntumst fjölskyldunnihennar þar. Þau þurftu að flýjaland eftir að hafa verið ofsótt af

mafíunni, og Bjössi bað mig aðreyna að útvega þeim vinnu oghæli hérna á Ísafirði. Það tókst áendanum og nú eru tíu ár frá þvíað þau komu,“ segir Ásthildur,sem bætti þeim umsvifalaust viðeigin fjölskyldu.

Börn þeirra Elíasar hafa sömu-leiðis bæði eignast börn og stjúp-börn, sem öll eru hluti af stór-fjölskyldunni. „Maður getur ekk-ert verið að sortera svona í sund-ur! Við tökum þau bara öll aðokkur og þau kalla okkur öllömmu og afa,“ segir Ásthildurog brosir. Hún segir það dásam-lega reynslu að vera amma, oghlutverkið töluvert frábrugðiðmóðurhlutverkinu. „Þegar viðvorum ung vorum við á kafi ívinnu og kannski stundum óþol-inmóð – maður var að berjast viðað koma upp heimili og hafðialltaf lítinn tíma. En við lásumalltaf fyrir börnin uppi í rúmi,Selinn Snorra og Þjóðsögur JónsÁrnasonar og svona,“ segir Ást-hildur.

„Maður er held ég oft þroskaðritil þess að hafa börn þegar maðurer orðinn þetta gamall. Maðurhefur miklu meiri þolinmæði oger farinn að skilja út á hvað lífiðgengur. Þetta er mikil blessun,þetta barnalán,“ segir hún að lok-um.

– Sunna Dís Másdóttir.

Page 17: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 1717171717

Verða Vestfirðir leiðandi í um-hverfisvænni ferðaþjónustu?

Vilji er fyrir því að Vestfirðirverði leiðandi aðili í umhverfis-vænni og sjálfbærri ferðaþjón-ustu þar sem áhersla er lögð á aðvernda og viðhalda náttúruleguumhverfi. Í skýrslu Ferðamála-samtaka Vestfjarða um stefnu-mótun vestfirskrar ferðaþjónustukemur fram að samtökin ásamtMarkaðsstofu Vestfjarða og At-vinnuþróunarfélaginu leiti leiðatil að fjármagna kynningarefnihjá Vaxtarsamningi Vestfjarða

sem dreift verði til allra íbúa ogfyrirtækja á Vestfjörðum. Í sam-vinnu við Fræðslumiðstöð Vest-fjarða verði námskeið í gerð um-hverfisstefnu fyrir fyrirtæki íferðaþjónustu. Ætlunin er aðþessu verði hægt að hrinda í fram-kvæmd næsta vetur.

Jafnframt er stefnt að því aðhaldin verði ráðstefna í vor þarsem komið verður af stað um-ræðu um möguleikann á um-hverfisvottun fyrir Vestfirði.

„Mikill áhugi er meðal ferða-þjónustunnar á Vestfjörðum aðhuga verulega að öllum umhverf-isþáttum í ákvörðunum greinar-innar og var umræðan um vottunmjög áberandi,“ segir í skýrsl-unni.

Í skýrslunni kemur einnig framað efla þurfi umhverfisvitundferðaþjóna, heimamanna ogsveitarfélaga. Ferðaþjónar verðihvattir til að beina rekstri sínumtil umhverfisvænni vegar til að

mynda með námskeiðum og út-gáfu fræðsluefnis.

Í könnunum sem gerðar hafaverið kemur fram að það semþykir einkenna Vestfirði sé ein-stök, hrein og óspillt náttúra ognálægðin við hana. Auk þess erfámennið, kyrrðin og friðsældintalið einkennandi fyrir svæðið.„Fámennið, friðsældina og ein-staka náttúru er að finna víðar ená Vestfjörðum og það hvernigunnið er úr þessum auðlindum

getur skilið vestfirska ferðaþjón-ustu frá öðrum landshlutum ogveitt vestfirskri ferðaþjónustu sam-keppnisforskot. Vestfirðir erulandfræðilega mjög afmarkaðsvæði og getur það skapaðákveðna sérstöðu, eða hjálpað tilvið að skapa sérstöðu og aðgrein-ingu frá öðrum svæðum til dæmisvarðandi umhverfs og gæðavott-un,“ segir í skýrslu Ferðamála-stamtaka Vestfjarða.

[email protected]

Seinni styrkúthlutun Menning-arráðs Vestfjarða á árinu 2010fór fram við hátíðlega athöfn áMelrakkasetrinu í Súðavík álaugardag. Flutt var tónlist oghaldin erindi, Melrakkasetriðkynnt og skoðað, auk þess semstyrkvilyrði voru afhent og aðboðið var upp á kaffi og með þvíá eftir. Umsóknir sem komu tilafgreiðslu það þessu sinni voru78 talsins, en alls fengu 30 verk-efni stuðning að upphæð samtals13.090.000 kr.Verkefnunumhefur þó fækkað um eitt, því einnstyrkurinn var afþakkaður áðuren til úthlutunar kom. Þrjú verk-efni fengu milljón í styrk að þessusinni. Tvö þeirra snúast um sam-starf við stofnanir á landsvísu ogút fyrir landsteinana og stórarnorrænar samkomur á Vestfjörð-um á næsta ári.

Annars vegar var þar styrkurtil Þjóðbúningafélags Vestfjarða

til að standa fyrir norrænumhandverkssumarbúðum á Þing-eyri og hins vegar til Félagssagnaþula til að standa fyrir norr-ænu sagnaþingi, einnig á Þing-eyri. Þriðja verkefnið sem fékkmilljón að þessu sinni var Skrím-slasetrið á Bíldudal fyrir vinnuað öðrum áfanga í sýningu seturs-ins.

Menningarráð Vestfjarða aug-lýsir aftur eftir styrkumsóknumsnemma á nýju ári og eru allirhvattir til að fara tímanlega aðhuga að spennandi verkefnumog áætlanagerð.

Eftirtaldir aðilar og verkefnifengu stuðning frá Menningar-ráði Vestfjarða í desember:

Þjóðbúningafélag Vestfjarða:Norrænar handverkssumarbúðirá Þingeyri - 1.000.000.

Félag sagnaþula: Norræntsagnaþing á Þingeyri - 1.000.000.

Félag áhugamanna um skrím-

slasetur: Uppbygging á öðrumhluta.

Skrímslasetursins, kafbátur oggöng - 1.000.000.

Kómedíuleikhúsið: Vestf-irskur skáldskapur á 57 mín -750.000.

Félag áhugamanna um Báta-safn Breiðafjarðar: Uppsetningsýningar á Bátasafninu á Reyk-hólum í samstarfi við Minja-safnið á Hnjóti - 750.000.

Fjölnir Már Baldursson: Búumtil vestfirskt tungl - 600.000.

Íþróttafélagið Höfrungur, leik-deild: Höfrungur á leiksviði -600.000.

Melrakkasetur Ísland: Eflingsýningar Melrakkaseturs Íslands- 600.000.

Smári Gunnarsson og Leikfé-lag Hólmavíkur: Skjaldbakan -600.000.

Menningarmiðstöðin Edin-borg: Listviðburðir í Edinborgar-

húsi - 600.000.Magnús Hávarðarson: Söng-

lagakeppni Vestfjarða 2011 -600.000.

Karl Ásgeirsson og GuðlaugJónsdóttir: Veisla að vestan – vest-firsk matarmenning - 500.000.

Félag um endurreisn listasafnsSamúels Jónssonar í Selárdal:Sambahátíð – listahátíð til styrkt-ar listasafni Samúels Jónssonarað Brautarholti í Selárdal -500.000.

Bláus Art ehf: Ferðin heim -400.000.

Þjóðfræðistofa: Húmorsþing -Vetrarhátíð á Ströndum - 300.000.

Act alone: Vestfirska leikárið2010-2011 - 300.000.

Friðþjófur Þorsteinsson: Sam-antekt og úrvinnsla á tæknilegumupplýsingum fyrir ísfirsk menn-ingar- og samkomuhús - 300.000.

Páll Ernisson: Baráttan umDjúpið – Spil fyrir alla fjölskyld-

una - 300.000.Simbahöllin ehf: International

residency of artists in Þing-eyri 2011 - 300.000.

Marsibil G. Kristjánsdóttir:Ein stök hús - 300.000.

Minjasafn Egils Ólafssonar:Nútíminn verður til - 250.000.

Magnús Hávarðarson: Útgáfageisladisks með 14 lögum úrSönglagakeppni Vestfjarða 2010- 250.000.

Tónlistarskóli Ísafjarðar: Árs-tíðir Vivaldis á Vestfjörðum -200.000.

Félag um Snjáfjallasetur: Kalda-lónstónar – dagskrá á Hólmavík- 200.000.

Magnús Óskarsson: Gerð leir-mynda af skrímslasögum - 200.000.

Malgorzata Lilja Nowak: Kór-villa á Vestfjörðum - 200.000.

Skiptá, áhugamannafélag ummenningu og listir: Tónleikahaldá Vestfjörðum - 100.000.

Þrettán milljónir til menningarmálaStyrkþegar ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa að lokinni afhendingu styrkvilyrða.

Page 18: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

1818181818 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Hafnir Ísafjarðarbæjar hafaóskað eftir tilboðum í dýpkun áÍsafirði og Suðureyri. Um er aðræða dýpkun sem nemur um35.900 m³ á Ísafirði og 7.400 m³á Suðureyri. Dýpkun á Ísafirðiskal lokið eigi síðar en 30. aprílog dýpkun á Suðureyri skal lokiðeigi síðar en 31. maí. Tilboð verðaopnuð þriðjudaginn 21. desem-ber kl. 11. Lengi hefur verið beð-ið eftir því að dýpkunarfram-

kvæmdir hefjist á Ísafirði.Verkið var sett á frest haustið

2008 vegna efnahagsástandsinsen framkvæmdin er talin nauð-synleg til að stór skemmtiferða-skip geti lagst að bryggju viðÁsgeirsbakka. Aðstaðan þar erorðin góð að lokinni nokkurraára endurbyggingu en stór skipkomast ekki að viðlegukantinumvegna þröngrar og grunnrar inn-siglingu um Sundin.

Óska eftir til-boðum í dýpkun

Kynntar hafa verið nýjar tölurum niðurskurð á fjárframlögumtil Heilbrigðisstofnunar Vest-

fjarða en upphaflegu tillögunumvar breytt í meðförum heilbrigð-isráðuneytisins. Nú er gert ráð

fyrir 56,1 milljóna niðurskurðieða 5,5% sem dreifist á árin 2011,þegar skera á niður fyrir sem

nemur 42,1 milljón, og 2012 þeg-ar skorið verður niður fyrir 14,0milljónir. Upphaflegar tölur voru194,5 milljónir eða 19,1% fyrirárið 2011.

„Ef þessar tillögur ráðuneytis-ins ganga eftir þá má reikna meðþví að hægt verði að standa vörðum Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-firði. Hins vegar er ljóst að nið-urskurður af þeirri stærðargráðusem boðaður er mun leiða tilfækkunar starfsfólks,“ segirÞröstur Óskarsson, framkvæmda-stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest-fjarða. Hann segir að unnin verðirekstraráætlun fyrir stofnuninanú á næstu tveimur vikum þannigað ljóst verði fyrir áramót tilhvaða aðgerða þarf að grípa.

Niðurskurðartillögurnar fenguhörð viðbrögð, ekki síst á Vest-fjörðum þar sem horft var fram áað búsetuskilyrði yrðu skert veru-lega gengu tillögurnar eftir. Fag-hópur á vegum Guðbjarts Hann-essonar, heilbrigðisráðherra,fundaði með stjórnendum og fag-

fólki á heilbrigðisstofnunum tilað leggja mat á möguleika heil-brigðisstofnana til þess að mætahagræðingarkröfum samkvæmtfjáralagafrumvarpinu. Var í kjöl-farið ákveðið að heildar niður-skurður á heilbrigðisstofnunumyrði hvergi meiri en 12% á næstaári. – [email protected]

Þurfa að fækka starfsfólkiÞrátt fyrir að verulega hafi verið dregið úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er ljóst að fækka þarf starfsfólki.

Búið að aka nið-ur 134 kindurEkið hefur verið á 134 kind-

ur í umdæmi lögreglunnar áVestfjörðum frá því í maí áþessu ári. Samkvæmt taln-ingu lögreglunnar var mestum að ekið væri á búfé í júníeða 41 ær og/eða lamb en næstmest í júlí þegar ákeyrslurnarvoru 34. Þá voru þær 12 ímaí, 21 í ágúst, 16 í septem-ber, 7 í október og 3 í nóv-ember. Þrátt fyrir aðvaranirlögreglu eru ákeyrslur á sauð-fé algengar í umdæminu.

Page 19: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 1919191919

Page 20: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

2020202020 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Nemandi í 9. bekk Grunnskól-ans í Bolungarvík komst í hannkrappan á Spáni á dögunum þeg-ar hann var þar á ferð ásamt sam-nemendum sínum. Pilturinn varstaddur í matvöruverslun og ætl-aði að greiða með 50 evru-seðli.Honum var þá tilkynnt að seðill-inn væri falsaður og var öryggis-vörður kallaður til. „Hann varyfirheyrður og tekin af honumskýrsla. Allt fór þetta nú vel ogokkur skilst að það sé algengtfalsaðir peningar séu í umferð íEvrópu enda var ekki nokkur leiðað sjá að seðilinn væri falsaður.Allavega ekki í fljótu bragði,“segir Steinun Guðmundsdóttir,kennari í Bolungarvík, en húnfór ásamt bekknum í ferðalagið.

Ferðin til Spánar var sú fyrstaaf fjórum sem 9. bekkur Grunn-skóla Bolungarvíkur á fyrir hönd-um, en í haust hlaut skólinn styrkúr evrópska menntunarsjóðnumComenius. „Þrátt fyrir þetta litlaævintýri gekk ferðin afskaplegavel,“ segir Steinunn. „Við fórumí heimsókn til skólakrakka í Ali-cante en eitt af markmiðum verk-efnisins er að kynnast nemendumí öðrum löndum og kynna þeimbæði land og þjóð. Þá er hluti afverkefninu að kynnast fyrirtækj-um sem selja Fair trade vottaðarvörur og við getum sagt að þettaævintýri með falsaða seðilinnhafi verið ágæt kennslustund ísanngjörnum viðskiptaháttum,“segir Steinunn. – [email protected]

Tekinn með fals-aðan evruseðil

Landsbankinn hefur færstBjörgunarfélagi Ísafjarðar veg-legt björgunarvesti að gjöf.„Vestið hefur það fram yfirönnur björgunarvesti að óupp-blásið ber það um 100 Newton,sem er sirka það sem þarf til aðhalda uppi einum manni, enuppblásið getur það haldið 150Newton til viðbótar þannig aðmaður getur auðveldlega hald-ið á manni í fanginu og haldiðhonum upp úr sjó,“ segir Jó-hann Bæring Pálmason hjáBjörgunarfélaginu.

Inga Á. Karlsdóttir, útibús-stjóri Landsbankans á Ísafirði,

segir ánægjulegt að færa Björg-unarfélaginu jafn mikilvæganbúnað. Vestið er sambærilegtþeim sem breskir og hollenskirbjörgunarsveitarmenn nota ogkomust sérfræðingar að þeirriniðurstöðu að það hentar afarvel við íslenskar aðstæður.

Björgunarfélagið á nú þegarfimm slík vesti og segir JóhannBæring sjötta vestið koma sérvel. „Nú getum við mannaðtvo slöngubáta með fullbúnumbjörgunarsveitarmönnum. Þaðer komin góð reynsla á þessivesti, þau eru endingargóð ogsterk.“ – [email protected]

Landsbankinn gef-ur björgunarvesti

Ingiríður Á. Karlsdóttir við afhendingu björgunar-vestisins ásamt Guðjóni Flosasyni og Jóhann

Ólafsyni hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.

Ýmsu er ábótavant í aðgengismálumÝmsu er ábótavant hvað varðar

aðgengi fyrir fatlaða á Vestfjörð-um. Þetta kom í ljós í úttekt Svæð-isskrifstofu málefna fatlaðra áVestfjörðum þar sem farið var íalla þéttbýliskjarna á Vestfjörð-um og aðgengi kannað á þeimstöðum sem almenningur þarf áað halda auk þess sem aðgengivar skoðað út frá sjónarhorniferðamannsins. Mismikið þurftiað laga eftir stöðum. „Sums stað-ar er það einungis smáatriði semþarf að lagfæra en annars staðarvangar mjög mikið upp á. Sumstaðar hafði heimsókn starfsmann-anna áhrif strax og ýmis atriðilagfærð strax og var það mjögánægjulegt að sjá,“ segir í skýrsluum úttektina sem kynnt var ámálþingi um málefni fatlaðra íEdinborgarhúsinu á Ísafirði í síð-ustu viku.

Í skýrslunni er að finna listayfir þau fyrirtæki og stofnanirsem farið var í og hvort eitthvaðvar þar athugunarvert eða ekki.„Það vakti athygli hvað það vorufá fyrirtæki sem hafa óaðfinnan-legt aðgengi og hjá hve mörgumfyrirtækjum vantar lítið uppá tilað vera með mjög gott aðgengi,“segir í skýrslunni.

Farið var í allflestar þjónustu-stofnanir í Ísafjarðarbæ, Bolung-

leg öllum. „Til að bygging hentifötluðu fólki þarf hún að uppfyllaákveðin skilyrði. Aðkoman þarfað vera góð, það þarf að veragreið leið að útidyrum, lágir eðaengir þröskuldar, útihurðir semauðvelt er að ganga um t.d. meðsjálfvirkri opnun, greinilega og

leiðandi merkingar, lyfta millihæða, sérinnréttum snyrting svoeitthvað sé nefnt.

Skýrslan verður send til allrasveitarfélaga á Vestfjörðum inn-an tíðar auk þess sem unnið er aðþví að hún verði aðgengileg ánetinu. – [email protected]

arvík, Súðavík, á Hólmavík,Drangsnesi og Reykhólum átímabilinu desember 2009 tilágúst í ár. „Gott aðgengi auðveld-ar þátttöku fatlaðs í samfélaginuen þröskuldar og annað slíkt semþeir sem ekki eru fatlaðir takavart eftir geta verið mikill Þránd-ur í götu fatlaðs fólks. Gott að-gengi nýtist mörgum öðrum enfötluðu fólki s.s. niðurteknargangstéttir auðvelda mörgum

hópum að komast aðveldar leiðarsinnar s.s. fólki með barna-vagna,“ segir í skýrslunni.

Bent á að þrátt fyrir að lög ogreglugerðir þar sem fram komiað huga beri aðgengi með tillititil fatlaðs fólks sé víða potturbrotinn varðandi aðgengismál.Dæmi eru um nýjar byggingareða nýuppgerðar byggingar semætlaðar almenningsnota uppfyllaekki þau skilyrði að vera aðgengi-

Frá því að skrifað var undir samning um að kannaaðgengi hreyfihamlaðra á Vestfjörðum. Á myndinni erSóley Guðmundsdóttir forstöðumaður SvæðisskrifstofuVestfjarða og Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Page 21: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 2121212121

Page 22: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

2222222222 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Hárnælapersónulegasta gjöfin

Ásta.Hún hefur aldrei haldið skipu-

lagt námskeið í listgreininni, entil stóð að slíkt námskeið værihaldið á vegum Fræðslumið-stöðvar Vestfjarða nú í haust.Sökum þess að ekki náðist lág-marksfjöldi nemanda, var þvífrestað um hríð. Ásta hefur hinsvegar kennt listina á öðrum vett-vangi, þó ekki sé um skipulagtnámskeið að ræða. „ Ég hef séðum félagsstarf eldri borgara áÞingeyri síðustu sex, sjö ár, ogkenndi tveimur gömlum konumþar,“ útskýrir Ásta.

Hefðin að vinna listaverk úrmannshári er nokkuð gömul, ensíður en svo útbreidd í dag. „Égheld að Sigríður hafi lært þettaellefu ára gömul. Hún var þáveik heima, inni í Djúpi, ogamma hennar kenndi henniþetta,“ segir Ásta. Hún bendirsömuleiðis á að fyrir nokkrumárum hafi verið haldin sýning ámyndum þar sem unnið var meðmannshár í Gamla sjúkrahúsinu,en þar voru listaverkin eftir gaml-ar konur. Ástu er umhugað umað kenna nýjum nemendum list-ina, svo hefðin glatist ekki alveg.Hún er hins vegar töluverð kúnst.

Ásta Guðríður Kristinsdóttir,bóndakona á Hólum í Dýrafirði,kann ýmislegt fyrir sér í handa-vinnu. Auk þess að hafa sótt nám-skeið í töskugerð og ullarþæf-ingu, svo eitthvað séu nefnt, hefurhún kennt áhugasömum kúnstinaað gera listaverk úr mannshári.

Gömul hefðGömul hefðGömul hefðGömul hefðGömul hefð

„Ég lærði þetta á Ísafirði ásínum tíma. Hún Sigríður Sölva-dóttir í Vigur kom inn á Ísafjörðog kenndi mér, við fengum inni ístofunni hjá frænku minni á Eyr-argötu 8!“ útskýrir Ásta um hvarhún lærði listina á sínum tíma.„Ég hafði séð þetta áður og hafðiáhuga á að læra þetta handverk.Ég hafði þá samband við Siggusem fannst það alveg sjálfsagt aðtaka mig í kennslu. Hún hældimér mikið og sagði að ég værimjög góður nemandi. Mörgumárum seinna hitti ég hana inni áflugvelli og þá sagði hún mér aðnú ætti ég eiginlega bara að takavið af henni, hún væri að hættaþessu. Hún var þá búin að kennamörgum hér og eitt-hvað fyrir sunnanlíka,“ segir

Hárrósir og laufblöðHárrósir og laufblöðHárrósir og laufblöðHárrósir og laufblöðHárrósir og laufblöðTil vinnunnar með hárið þarf

tvo prjóna, annan mjög fínan oghinn aðeins grófari. Þá þarfsömuleiðis rafmagnsvír og út-saumsgarn til verksins. „Maðurhefur vatn í skál hjá sér og svo erhárið bleytt vel í því. Því er svoskipt niður í lokka, hárið bleyttog svo skipt í enn minni lokka.Þeim er svo vafið utan um prjón-inn, en rafmagnsvírnum alltafvafið inn á milli til að festa hverjalykkju fyrir sig,“ útskýrir Ásta.„Þegar það er komið vel aflykkjum á prjóninn er hægt aðtaka þær af og búa til rós. Þegarmaður gerir laufblað þarf hinsvegar að telja út hvernig þetta áað vera. Þá er byrjað á einumprjóni og öðrum svo bætt við –

þannig verður vafningurinnbreiðari,“ bætir hún við.

Þegar búið er að útbúa rósir,laufblöð og skrúfur, eins og Ástakallar þær, er hægt að raða stykkj-unum saman í alls kyns listaverk.„Það má bæði ramma þau inn,eða búa til eitthvað úr þeim einsog brjóstnælu eða bindisnælu,“bendir Ásta á. Þessa tækni er þóhægt að nýta á ýmislegt annað

en mannshár, eða blanda samanefnum. Silkiþræðir hafa ver-ið notaðir með sama hætti,en Ásta hefur sömuleiðisunnið með hrosshár, sem

hún segir henta vel til verks-ins. „Mér áskotnaðistlitað hrosshár úr sút-unarverksmiðju fyrirnorðan – skærgult,

bleikt og grænt – og égvann úr því. Þegar búið

að er þvo hrosshárin eru þaunæstum því eins og nylon,“ út-skýrir Ásta.

Aðspurð hvort einhver hárgerðhenti verr en önnur til listaverka-gerðar, hvort hrokkið hár geti tildæmis reynst erfitt viðureignar,kveðst Ásta ekki hafa unnið mik-ið úr því. „Það er hins vegarsvolítið vont að vinna úr tælenskuhári. Það er grófara en þettafíngerða, norræna hár og svolítiðhart,“ segir hún. Þá er ekki heldurnauðsynlegt að hárið sé sítt, enÁsta segir hins vegar skemmti-legra að vinna með síðari lokka.

Börnin söfnuðu í flétturBörnin söfnuðu í flétturBörnin söfnuðu í flétturBörnin söfnuðu í flétturBörnin söfnuðu í flétturÁsta hefur gert listaverk úr hári

barna sinna fjögurra. „Ég á einnstrák og þrjár stelpur. Þær

söfnuðu allar í fléttur fyrir mig,og strákurinn safnaði í eina litlafléttu svona aftan í. Ég náði ínokkrar rósir og laufblöð úr hár-inu hans,“ segir hún og kímir.Listaverkin hefur hún rammaðinn og hengt upp á vegg á heimilisínu.

„Mér finnst það nú yfirleittfallegra. Maður hefur heldur ekkiendilega geð til að bera hárnæluaf einhverjum sem maður þekkirekki vel. En þetta er auðvitaðpersónulegasta gjöf sem til er,að gefa einhverjum nákomnumbrjóstnælu eða bindisnælu úreigin hári. Ef einhvern langar tilað gleðja manninn sinn, ömmueða langömmu er hægt að búaþetta til og gefa þeim. Ömmurnarmyndu eflaust ganga með nælu,en mér er svo oft gefið hár að égmyndi ekki ganga með nælu í

barminum nema það væri ein-hver nákominn,“ segir Ásta, semhefur tekið fjölmörg slík verkefniað sér.

Taglið varð nælaTaglið varð nælaTaglið varð nælaTaglið varð nælaTaglið varð næla„Einn frændi minn sem vissi

af því að ég væri að gera svonaverk hringdi og spurði hvort éggæti gert verk fyrir hann. Ég játtiþví nú, því þegar ég sá hannsíðast var hann með sítt og fínttagl. Hann langaði í eina brjóst-nælu sem hann vildi gefa kærust-unni sinni í afmælisgjöf, svo þettaþurfti að vera tilbúið fyrir afmæl-ið. Ástæðan var sú að kærastanhafði nefnilega fyrst heillast afhárinu hans. Ég bað hann bara aðsenda hárið, sem hann gerði. Svokemur hárið til mín í umslagi og

þá var það bara uppsóp af hár-greiðslustofu. Ég fórnaði nú barahöndum,“ segir Ásta og hlær við.

Hún gafst þó ekki upp, heldurfékk dóttur sína í lið með sér.„Hún var þá að læra hárgreiðsluog hjálpaði mér að greiða úrþessu eins og hægt var. Ég náðiað gera eina pínulitla rós og eittpínulítið laufblað, sem ég settisaman í nælu. Ég sagði honumnú bara að ef hann vildi eitthvað

Page 23: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 2323232323

stærra þyrfti hann að senda mérsvolítið síðara hár næst! En hannvar alsæll held ég, og kærastanlíka,“ segir Ásta og kímir.

Hefur gamanHefur gamanHefur gamanHefur gamanHefur gamanaf handavinnuaf handavinnuaf handavinnuaf handavinnuaf handavinnu

Ásta kann ýmislegt fleira fyrirsér í handavinnu en hárlistina,þó hún vilji ekki kannast við aðvera meiri handavinnukona enhver önnur. „Ég er kannski meðþessa þekkingu umfram ein-hverja aðra. En ég hef líka lærtmjög mikið af gömlu konunumsem ég hef verið að vinna með.Þær hafa kennt mér ýmislegt íprjónaskap, saumaskap og hekl-eríi. Þær miðla sinni þekkingu.Ég hef til dæmis lært af þeimýmis munstur sem eru kannskihvergi til nema einmitt í kollinumá þeim,“ segir Ásta.

Hún hefur þó sömuleiðis sóttfjölda námskeiða í ýmsum teg-undum handavinnu, lært að geraleðurtöskur, þæfa ull, farið ánámskeið í dúkkugerð, glerlist-um og leirsmíði. „Ég hef alltafhaft gaman af handavinnu, alvegfrá því að ég var í skóla. Éghjálpaði þá bæði systur minni ogvinkonum með handavinnuna.

Ég verð alltaf að vera að geraeitthvað meira en eitt,“ segir húnog hlær við.

„Ég hef verið svolítið í þessuöllu, gert leðurtöskur til að gefa ígjafir og svo prjóna ég á barna-börnin og svona,“ segir Ásta. „Éger meira að segja farin að prjónafingravettlinga, sem mér datt núekki í hug að ég myndi nokkurntíma gera. Og svo heklaði égskírnarkjól fyrir unga konu fyrirnokkrum árum. Ég hringdi núfyrst í tvær vinkonur mínar, en önn-ur þeirra sagði mér að ég gætibara gert þetta sjálf. Ég sagði aðég gæti það nú reyndar ekki, enþá mætti hún bara til mín meðuppskrift. Úr því varð svo skírn-arkjóll sem ég gaf,“ segir Ásta.

ÁstarvettlingarnirÁstarvettlingarnirÁstarvettlingarnirÁstarvettlingarnirÁstarvettlingarnirvinsælirvinsælirvinsælirvinsælirvinsælir

Hún hefur sömuleiðis prjónaðtöluvert af ástarvettlingum svo-kölluðum, sem eru sérstaklegahentugir fyrir ástfangin pör. Þáeru prjónaðir þrír vettlingar, einnfyrir hvorn einstakling og svoeinn sameiginlegur sem pariðgetur leiðst í.

„Ég vil hafa þá rauða, það ernú einu sinni litur ástarinnar, og

svo hef ég saumað nöfnin í þau.Sameiginlegi vettlingurinn verð-ur svona eins og hjarta, sem hend-urnar leiðast í,“ útskýrir Ásta.„Þetta hef ég verið að gera í mörgár. Ég hef enga tölu á því hvaðþeir eru orðnir margir. Þeir erumjög vinsælir í brúðargjafir oghafa farið út um allan heim frámér, en svo eru nú fleiri sem að gerasvona vettlinga,“ bendir hún á.

Það er nóg annað að gera hjáÁstu handavinnan. Hún vinnurfulla vinnu í aðhlynningu ádvalarheimilinu á Þingeyri, sérum félagsstarf aldraðra tvisvar íviku og er þar að auki húsmóðirog bóndakona á Hólum.

Ásta er reyndar fædd og upp-alin á Ísafirði, en fluttist á Þing-eyri á sautjánda aldursári. „Þávar ég búin að kynnast bóndan-um, þessum eina sanna,“ segirhún og hlær við. Ásta og maðurhennar, Friðbert Jón Kristjáns-son, bjuggu þá á Þingeyri ínokkur ár, en fluttust síðar á Ísa-fjörð og í Súðavík, á meðan Frið-bert var á Bessanum. „Þegarbörnin voru að byrja í skólaákváðum við að flytja aftur áÞingeyri svo þau gengju í skólannþar. Svo varð hann bara bóndi,þó hann hafi líka verið á sjó til að

byrja með,“ útskýrir Ásta, semhefur því í ýmis horn að líta ábænum.

„Maðurinn minn sér nú reynd-ar mest um útiverkin, en þaðkoma tímabil þar sem ég hjálpahonum, eins og í sauðburðinumá vorin. Þá kem ég alltaf einhversstaðar að þó ég sé ekki í því aðtaka á móti,“ útskýrir Ásta.

Þau hjónin eru þar að auki meðveðurathugunarstöð á bænum,sem þarf að sinna á degi hverjum.„Við sendum veðurtölur fjórumsinnum á sólarhring og hjálpumstað við að vinna það, ég, maðurinnminn og sonur okkar sem býr hérmeð okkur. Þetta er ekki orðiðsjálfvirkt ennþá – það þarf aðlesa af mælunum fjórum sinnumá sólarhring og mæla úrkomuþegar hún er einhver. Svo send-um við tölurnar í gegnum tölvu,“segir Ásta, sem segir sér ekkileiðast.

„Ég finn mér alltaf eitthvað aðgera og það er nú sjaldan semmaður situr alveg auðum hönd-um. Nú er sláturtíðin líka nýbúin.Þó að ég borði þetta ekki sjálfhef ég gaman af því að vinnaþetta og gefa öðrum. Ég saumapunga og geri slátur, saumavambir og geri vélindu og rúllu-

pylsu,“ segir Ásta, sem kveðsthafa þó nokkurn áhuga á matseld,enda starfaði hún áður bæði semheimilisfræðakennari í grunn-skólanum og í mötuneyti.

Hefðin má ekki glatastHefðin má ekki glatastHefðin má ekki glatastHefðin má ekki glatastHefðin má ekki glatastÁsta hefur gaman af að miðla

þeirri kunnáttu sem hún býr yfirog segist því vera í viðbragðs-stöðu fari svo að fleiri vilji sækjanámskeið í listsköpun meðmannshári. „Ef það verður áhugistekk ég bara til. Þær á Reykhól-um höfðu líka einhvern áhuga áað fá mig í heimsókn og þaðgetur vel verið að ég fari þangaðí vor. Ég bíð bara eftir að kalliðkomi,“ segir hún og kímir. „Éger alveg til í að miðla öllu þvísem ég þekki, ef ég mögulegaget. Ég vil alls ekki að svonagamlar hefðir gleymist og glat-ist,“ segir Ásta að lokum.

– Sunna Dís Másdóttir

Page 24: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

2424242424 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Fram á nýjan veg

Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnumhafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.

Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar Ísland og Íslendingar hafaátt við mörg vandamál að etja síð-

ustu tvö árin og í skugga þeirra hefur öll ræða um framtíð lands-byggðarinnar horfið. Vestfirðir búa við mikla sérstöðu. Samgöngurverða ávallt nokkuð snúnar vegna veðurfars og vegalengda. Enmargt hefur gengið okkur í hag undanfarin ár. Bankahrunið hefurhaft sín áhrif hér eins og annars staðar. Bolungarvík tengjast djarf-ir fjármálamenn sem verða til rækilegrar skoðunar hjá sérstökumsaksóknara. Ekki er víst að þáttur þeirra auki veg Vestfirðinga.Öðru fremur sýnir þessi staðreynd okkur að alls staðar á okkarágæta landi eru til menn sem af gróðafíkn skirrast ekki við að faraá svig við reglur og jafnvel lög, að minnsta kosti láta gott siðferðivíkja fyrir peningasjónarmiðum. En nóg um það. Samgöngur hafabatnað mjög við nýja brú yfir Mjóafjörð, aðra yfir Reykjarfjörð,nýjan veg Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar og loks göng milliBolungarvíkur og Hnífsdals. Draumar margra hafa ræst. En núfinnum við fyrir afleiðingum samdráttar af bankahruninu. Þaðvantar atvinnu.

Flateyri sér fram á erfiðleika. Það vantar kvóta og vinnu. Þaðfækkar störfum í verktakageiranum og síðast en ekki síst er ennóljóst um framtíð heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Sá þátturmun skýrast á næstu dögum. En allsstaðar eru störf í húfi. Mjögmæðir á ríkisstjórn og Alþingi varðandi uppbyggingu efnahags áÍslandi í framhaldi hruns og kreppu því samfara. Sannast sagnavantar framtíðarsýn. Of mikið ber á lausnum til styttri tíma. Okkur

vantar að sjá ljósið við enda ganganna svo notað sé líkingarmál.Við viljum sjá, ekki bara að eitthvað sé framundan heldur líka aðhverju skuli stefnt. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er erfitt og þvímiður hefur borið um of á því að sett séu fram málefni sem ekkerthafa með það að gera að koma ,,landinu á lappirnar”. Mörgmálanna bera of mikinn keim af því að umræðu sé drepið á dreif.Það á við um dýrt Stjórnlagaþing, sem hefur ekkert umboð ogkostar allt of mikið fé sem betur hefði verið varið til að byggja upp.Breytingar vegna Stjórnlagaþings ef einhverjar verða koma til um-fjöllunar að loknu kjörtímabili, sem ætlað er að standa til 2013.

Af hverju er enn ekki til nein áætlun um það hvað Íslendingarhyggjast fyrir um dreifingu byggðar í landinu? Hvernig viljumvið sjá ríkisfjármál eftir 5 eða 10 ár? Hvert ætlum við yfirleitt?Samþykkt hefur verið að sækja um inngöngu í Evrópusambandiðen ekki er nein samstaða um það mál, engin vitræn umræða ogóeining í ríkisstjórn. Þegar svo er komið, að ekki er hægt að fylgjaeftir málum sem ríkisstjórn er mynduð um hverjar eru þá vonirum framtíðarsýn? Hver verður staða Vestfjarða í Evrópusamband-inu? Mun minna verða hugsað um þá sem hér búa? Breytisteitthvað til batnaðar eða breytist ekki neitt? Átti Stjórnlagaþingað draga athyglina frá vandræðagangi um Evrópusambandið?Hvenær hefst raunverulegt skuldauppgjör og hvernær getum viðfarið að sjá fram á veginn? Enn eru engin svör. Vestfirðingar gef-ast aldrei upp, en eiga litla möguleika í kjördæmi, eins og í stórumheimi sem hefur aðrar áherslur en okkar. Nýjan veg vantar.

Stórt skref var stigið viðvirkjun Mjólkár 3 í Arnar-firði fyrir stuttu þegar hleyptvar vatni á pípuna og vélinlátin snúast. Seinnipartinn ásunnudag fyrir viku var afl-rofinn settur inn og fyrstukwh framleiddar. Mjólká erí raun tvær virkjanir, eitt ogtvö, en nú hefur þriðju virkj-uninni verið bætt við meðsér stöðvarhúsi hátt uppi ífjalli. „Þó að þessi virkjun séekki stór er hún gott innleggí orkuvinnslu á Vestfjörð-um,“ segir í tilkynningu ávef Orkubús Vestfjarða.

Eins og fram hefur komiðhafa miklar framkvæmdirstaðið yfir í Mjólkárvirkjun.Byggt var nýtt stöðvarhús,lögð pípa og sett upp nýttinntaksmannvirki. Á næstaári verður svo Mjólká tvöstækkuð. Áætlað er að verkiðkosti um einn milljarð krónaog Orkubúið tekur engin lán.

Mjólká 3gangsett

Frá Mjólká 3. Mynd: ov.is.

Vestfirðingar voru í upphafi árs7362 talsins og þar af voru um709 íbúar með erlent ríkisfangeða sem nemur 9,6% af heildaríbúafjölda í fjórðungnum. Hlut-fallið hefur hækkað lítillega síð-astliðin þrjú ár en árið 2008 varþað 8,2% og 9,5% á síðasta ári.Pólverjar eru langflestir þeirraerlendu ríkisborgara sem búa áVestfjörðum eða 436 talsins eða

um 60%. Hæst er hlutfallið íTálknafjarðarhreppi þar sem yfirfimmtungur íbúanna er meðerlent ríkisfang eða 64 af 299íbúum sveitarfélagsins. Hlutfall-ið hefur hækkað nokkuð á Tálkna-firði en árið 2008 voru rúm 16%íbúanna með erlent ríkisfang.Næst hæst er hlutfallið í Bolung-arvík eða 17,1% og þar hefur hlut-fallið sömuleiðis farið hækkandi;

árið 2008 voru tæp 12% meðerlent ríkisfang og tæp 16% árið2009.

Í Árneshreppi er enginn íbúimeð erlent ríkisfang og aðeinsfimm erlendir ríkisborgarar eru íKaldrananes- og Bæjarhreppi.Hlutfallið er sömuleiðis lágt íStrandabyggð þar sem fimm ein-staklingar af 499 íbúum sveitar-félagsins eru með erlent ríkis-

fang. Erlendir ríkisborgar búsettirí Ísafjarðabæ er 337 talsins eða8,6% íbúanna og þar af eru lang-flestir frá Póllandi eða 189. Er-lendum ríkisborgurum fækkaðinokkuð frá árinu 2009 þegar þeirvoru 361 talsins og 9,1% íbú-anna. Hlutfall kynja er nokkuðjafnt í Ísafjarðarbæ, en erlendirkarlmenn eru 175 og konur 162.

[email protected]

Tæplega 10% íbúa á Vest-fjörðum með erlent ríkisfang

Hlutfall erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Vestfjörðum hefur aukist undanfarin ár.

smáarTil sölu er notuð Blomberguppþvottavél og tvískipturVestfrost ísskápur. Upplýs-ingar í síma 844 0242.

Til sölu er Suzuki Vitara árg.2005, ekinn 55 þús. km. Upp-hækkaður. Ný nagladekk fylgja.Verð 2,1 millj. kr. Á sama staðeru til sölu fjögur nagladekk13" 175/70 á kr. 20.000. Uppl.í síma 698 1850.

Til leigu er 3ja herb. íbúð neð-arlega í Fjarðarstrætinu á Ísa-firði. Uppl. í síma 863 9932.

Uppsetningulokið í febrúar

Eftir að dýpkun lýkur viðÍsafjarðarhöfn verður dýpiðþar orðið 9 metrar. Verkiðvar boðið út í síðustu viku.Dýpkunarefnið verður nýttsem efniviður í uppfyllingunorðan Mávagarðs.

„Í fyllingu tímans verðurnýja spildan nýtt sem aðstaðafyrir olíubirgðastöð steinsnarfrá nýju bryggjunni, sem ermikil framför frá því semvar,“ segir í frétt á vef Sigl-ingastofnunar.

Page 25: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 2525252525

Útbreiðsla lúpínu misjöfn eftir svæðumÚtbreiðsla lúpínu og kerfils er

mjög misjöfn á milli svæða íÍsafjarðarbæ. Útbreiðsla þessarategunda er til dæmis frekar lítil íSúgandafirði samanborðið viðSkutulsfjörð og Dýrafjörð. „Þvíætti að vera hægt að stefna aðþví að eyða þessum tegundumstrax algjörlega á Suðureyri áðuren útbreiðslan eykst á meðan verter að huga vel að því hvaða svæð-um væri betra að byrja á hinumstöðunum,“ segir í skýrslu meðkortlagningu Náttúrustofu Vest-fjarða af útbreiðslu Alaskalúpínuog kerfils á fyrirfram ákveðnumsvæðum í kring um bæi innanÍsafjarðarbæjar. Þegar kortin eruskoðuð sést að ærið verkefni erfyrir höndum og segir NAVEþví mikilvægt að vinna skipulegaað hvaða svæðum skuli byrja á.

Í skýrslunni segir að Hnífsdal-ur, Dýrafjörður, Önundarfjörðurog í kringum Ísafjörð séu þausvæði sem setja þarf í forgang erkemur að fyrsta áfanga útrýming-ar á kerfli og lúpínu.

Í Hnífsdal skal fínkemba velsvæðin með stökum plöntum,bæði kerfils og lúpínu, og litlumblettum og fjarlægja þær svo þærnái ekki að dreifa úr sér. Bent erá að lúpína er í gamalli námu íhlíðinni rétt áður en komið er inn

í Hnífsdal. Einnig eru lúpínu-blettir, fyrir aftan blokkirnar þeg-ar komið er inn í bæinn, ennfrekar litlir svo þá væri gott aðtaka með.

Hvað Ísafjörð varðar eru þaðhelst fjallshlíðar ofan bæjarinssem ætti að huga að þar sem þeirblettir geta dreift mjög hratt úrsér. Einnig skal huga að minniblettum og stökum plöntum tildæmis í Dagverðardal innanHoltahverfis í kring um námu ogVegagerðina, leiðinni upp aðgöngum, meðfram Skutulsfjarð-arbraut og aðrir litlir blettir. ÍTunguskógi væri æskilegt aðtryggja að þessar plöntur nái ekkiað yfirtaka svæðið upp með ánnisem liggur frá tjaldsvæðinu ogupp á Seljalandsdal það svæðihefur mikla tegundafjölbreytniog er mikið notað til útiveru afbæjarbúum og ferðamönnum. Aukþess ætti að líta til helstu berja-tínslusvæðanna. Stóru svæðin íTungudal ætti hins vegar ekki aðsetja í forgang þau eru stór ogafmörkuð.

Í Önundarfirði er lagt að settverði í forgang svæðið frá gangna-munna og þverunin yfir fjörðinnauk einstaka plantna meðframveginum í átt að Flateyri blettirinnan Flateyrar. Hátt í fjallshlíð-

inni ofan Breiðadals er blettursem gæti breitt úr sér. Hann virð-ist þó á svæði sem erfitt gætiverið að nálgast. Nálægt Garð/Hól er blettur og einnig nálægtTröð. Snjóflóðavarnargarðurinnætti ekki að vera forgangsverk-efni í fyrsta áfanga.

Í Dýrafirði er það helst eyrin áÞingeyri þar sem enn eru litlirblettir t.d. við víkingasvæðið ogstakar plöntur. Bletturinn viðflugvöllinn er nokkuð afskekkturog gæti auðveldlega dreift úr sérí nærliggjandi svæði svo gottværi að leggja áherslu á hann.Aðrir minni blettir í firðinum eins

og þegar komið er niður af Gemlu-fallsheiðinni. Þá eru blettir hátt íhlíðum fyrir ofan Þingeyri og blett-ur í skógi í suðurhlíð Sandafells.

Enn er ekki mikil útbreiðslakerfils og lúpínu í Súgandafirði.Stefna ætti strax að allsherjar út-rýmingu á svæðinu áður envandamálið verður stærra ogflóknara. Þá er lagt til að ef tímivinnst að byrja á minni og af-skekktari blettum og reyna aðeinangra útbreiðsluna við færrisvæði.

Einnig er bent á í skýrslunniað lúpína geti dreift sér hratt niðurgil og skorninga þar sem leysing-

arvatn geti borið fræin með sér.„Því ætti að leggja áherslu á blettieins og til dæmis í bröttum fjalls-hlíðum þar sem möguleiki er aðkoma því við. Mikilvægt aðgleyma ekki að viðhalda þarf ár-angri af fyrri áföngum samhliðaþví að byrjað verði verður á síðariáföngum. Í því sambandi mánefna lúpína getur myndað tals-verðan fræforða í jarðvegi ogkerfill getur verið snúinn viður-eignar þótt fræ hans lifi ekki einslengi. Því gæti þurft að vaktasömu svæðin í nokkur ár eftirfyrsta átak þótt vinna við útrým-ingu á þeim verði sífellt minni.“

Page 26: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

2626262626 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010

Krossgáta og Vestfirðinga.Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal.

Orlofshús eða íbúðóskast til leigu

SFR stéttarfélag óskar eftir að taka á leiguorlofshús eða íbúð fyrir félagsmenn sína næstasumar (maí til ágúst 2011) á Vestfjörðum.

Húsið eða íbúðirnar þurfa að vera fullfrá-gengnar, með húsgögnum og almennumbúnaði. Allar staðsetningar koma til greina,nema í Súðavík, þar sem félagið hefur þegarhús til leigu.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir umað senda lýsingu á eigninni, ásamt myndumog hugmyndum um verð á [email protected].

Litlar breytingar á lesskilningiLesskilningur hefur lítið breyst

undanfarinn áratug á Vestfjörð-um að því er fram kemur nýút-gefnum niðurstöðum Pisa könn-unar. „Þróun lesskilnings undan-farinn áratug eftir landshlutummá draga saman þannig að í sexlandshlutum hrakar honum frá2000 og framan af áratugnum enbatnar síðan. Það eru Reykjavíkog nágrenni, Vesturland, Norður-land vestra, Austurland og Suð-urland. Á Suðurnesjum og Vest-fjörðum er lesskilningur hins veg-ar stöðugur yfir tímabilið en áNorðurlandi eystra er hann sveiflu-kenndur og fellur áberandi mikið.Á einu svæði er þróunin yfir ára-tuginn marktækt jákvæð, þ.e. á

um, Norðurlandi eystra og Aust-urlandi. Helst er jákvæð þróun íReykjavík og á Suðurlandi. Einn-ig var neikvæð þróun í náttúru-fræði hjá vestfirskum nemend-

unum á árunum 2006-2009. Já-kvæðust var þróunin í Reykjavíkog á Vesturlandi frá 2006 til2009. Einnig var neikvæð þróuná Norðurlandi eystra á sama tímaen lítil breyting hefur verið í öðr-um landshlutum.

„Greinilegt er að sveiflur íþessari frammistöðu eru tals-verðar á milli tímabila og sérlegaer mikilvægt að horfa á lands-svæðin sem hafa mestan fjöldanemenda þar sem reikna má meðþví að þar séu breytingarnaráreiðanlegastar. Á fámennumsvæðum má aftur á móti reiknameð því að eitthvað af breyting-unum séu tilkomnar vegna nátt-úrulegs breytileika frá einum ár-gangi til annars. Þó ber að takasérstaklega eftir svæðum þar semtilhneigingin er sú sama frá einutímabili til annars. Slíkt er varlatilviljun en þarf að skoðast nánarí hverju tilviki ef hægt á að veraað álykta um hvort þessar breyt-ingar eru mikilvægar eða ekki,“segir í skýrslunni.

PISA rannsóknin hefur nú

verið framkvæmd á Íslandi í ára-tug. Miklar upplýsingar hafa safn-ast um frammistöðu íslenskranemenda og bendir flest til aðíslenskir skólar séu góðir skólarsem sinni þörfum nemenda sinnavel og veiti þá þjónustu, sem þeimer ætlað. Fyrri PISA rannsóknirhafa sýnt að ekki er mikill munurmilli skóla í landinu og því ættiað vera nokkuð tryggt að nem-endur alls staðar á Íslandi hafasömu möguleika til að ná árangrií námi sínu.

PISA 2009 rannsóknin, semhér er kynnt, er sú fjórða í röðinniog í annað sinn er sjónum beintsérstaklega að lestri. Lestur er súkunnátta og hæfni, sem skiptiralla nemendur mestu máli, þarsem flestar aðrar námsgreinarbyggja á henni en án lesskilningseru flestir vegir ófærir í nútíma-samfélagi. Það er því aldrei mik-ilvægara en nú að fylgjast meðþessari hæfni og koma upplýs-ingum til skólakerfisins um stöðuhennar.

[email protected]

Vesturlandi,“ segir í íslenskumniðurstöðum könnunarinnar.

Hins vegar hefur orðið mikiðfall í stærðfræði frá 2006 til 2009á Vestfjörðum ásamt Suðurnesj-

Page 27: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 2727272727

Sælkeri vikunnar er Daníel Jakobsson á Ísafirði

Japanskur kjúklingarétturJapanskur kjúklingarétturJapanskur kjúklingarétturJapanskur kjúklingarétturJapanskur kjúklingaréttur„Ég verð nú að viðurkenna

það að ég er afar slappur kokk-ur og elda lítið upp úr uppskrift-arbókum. Sjálfur hef ég ein-faldan smekk og eru pylsur ogpasta með tómatsósu í mikluuppáhaldi hjá mér en það þarfnú ekki mikla hæfileika í eld-húsinu til að koma því saman.

Vala konan mín er hinsvegarsleipari hún eldar stundum jap-anskan kjúklingarétt sem aðmér finnst mjög góður og lætég fylgja með uppskrift að hon-um hér.“

Japanskur kjúklingaréttur.Dugir fyrir átta venju-

lega en fjóra skíðamenn6-7 kjúklingabringurOlía til steikingar

Sweet chili sósa eftir smekk(ca. ¾ dl)1 bolli ólívuolía½ bolli balsamic ediik4 msk sykur4 msk sojasósa1 rauðlaukur, smátt saxaður2 pk. súpunúðlur (instant)1 poki furuhnetur4 msk. sesamfræBlandað salat, t.d. klettasalat,

eikarlauf og lambasalat eða spín-at og klettasalat.

½ askja kirsuberjatómatar1 mangó

Bringurnar eru skornar í strimlaog snöggsteiktar á pönnu. Sweetchili sósunni er síðan hellt yfirog látið malla í smástund.

Ólívuolía, balamic edik, lauk-

urinn, sykur og sojasósa sett í lít-inn pott og suðan látin koma upp,slökkt undir og hrært í annaðslagið meðan sósan kólnar svoað hún skilji sig ekki.

Núðlurnar brotnar í litla bitaog ristaðar á pönnu ( gott að stráörlitlu af kryddinu sem fylgirþeim yfir). Furuhnetur og sesam-fræ einnig ristuð á pönnu og þettasíðan sett til hliðar og látið kólna.

Salat sett á stórt fat, kjúklingur,tómatar og mangó sett ofan á,því næst ristuðum núðlum,furuhnetum og sesamfræjum,sósunni dreypt yfir.

Með kaffinu er svo hægt aðbjóða upp á Döðluköku Svövuhlaupara sem ekki þarf að baka.

500 g döðlur50-60 g kókosolía50-100 g suðusúkkulaði(brytjað)1 bolli haframjöl2 bananar

Döðlur hitaðar í potti og mauk-aðar. Maukuðum banönum bættvið ásamt haframjölinu og kókos-

olíunni. Sett í 1 stórt form ogklæst í smá tíma. Kókosflögur,fersk jarðaber og brytjaðasúkkulaðið sett yfir. Borinfram með rjóma eða ís.Þannig var það, gjörið þið svovel.

Ég skora svo á Ingu Karls-dóttur bankastjóra á Ísafirðiað bjóða okkur í jólamat.

Fagna 100 milljóna króna aflaKristján Andri Guðjónsson út-

gerðarmaður á Ísafirði fagnaðiásamt samstarfsfélögum og vin-um þeim áfanga að bátur hansBjörg Hauks ÍS hefur aflað fyrirmeira 100 milljónir króna á árinu.Björg Hauks er í flokki smábátaundir 10 brúttótonnum og ræralfarið með línu, en þess má getaað Björg Hauks var aflahæsti bát-urinn í sínum flokki í nóvemberþegar hún kom með rúm 56 tonnað landi eftir 16 róðra. „Þetta er ífyrsta sinn sem við náum þessumáfanga og okkur fannst þetta til-valið tækifæri til þess að geraokkur glaðan dag,“ segir Kristjánsem þakkar háu fiskverði á mörk-uðum og góðum gæftum árang-urinn. „Og svo er þetta auðvitaðekki hægt nema með fyrsta flokksmannskap bæði í áhöfn og ílandi,“ bætir Kristján við, en skip-stjóri er Kristján Guðmundsson.

Kristján segir kvótaleysið verafarið að segja til sín. Sér í lagi sé

farið að draga úr ýsukvótanumsem var skorinn mikið niður á

þessu fiskveiðiári. „Þó að maðurvildi leigja til sín kvóta, þá er

hann ekki í boði. Það væri ósk-andi að sjávarútvegsráðherramyndi auka við kvótann og setjaí þetta aukinn kraft. En við bregð-umst við þessum meðal annarsmeð því að taka gott jólafrí. Ætlivið stoppum ekki þann 17. eða18. desember og svo förum viðekki af stað fyrr en eftir áramót,“segir Kristján Andri.

Þegar líða fer að vori fer Krist-ján svo að hugsa sér til hreyfings.Hann á annan bát og hefur róðiðhonum á grásleppu frá Norður-firði. „Ég og pabbi höfum byggtokkur lítið sumarhús í Norður-firði og ég hyggst dvelja þar frálokum apríl og fram á sumar,enda góður staður til að vera á.Vonandi verður svo vertíðin jafnskemmtileg og síðastliðið vor enþá var ljómandi fiskirí og gottverð fékkst fyrir hrognkelsið,“segir Kristján Andri.

Kristján Andri (t.h.) ásamt Inga Magnfreðssyni er áfanganum var fagnað.

True Viking aftur á markaðÁ næstu dögum mun vest-

firski herrailmurinn og rak-spírinn True Viking koma á

markað að nýju eftir nokkurthlé. Smávægilegar breytingar

hafa verið gerðar á ytri um-búðum en flaskan er óbreytt.

Framleiðandi og söluaðilivörunnar er fyrirtækið True

Viking ehf. sem er í eigu Hug-rúnar Kristinsdóttur og

Gunnars G. Magnússonar.Fyrirtækið stefnir að því að

auka vöruúrval í snyrtivörumog fylgihlutum fyrir karlmenn

til að byrja með. True Vikingrakspírinn og ilmurinn var

upphaflega settur á markaðárið 2001 af fyrirtækinu Koss

ehf. Markaðurinn tók vel ámóti þessari vöru og var húnmeðal annars seld í Fríhöfn-inni í Flugstöð Leifs Eiríks-sonar, í Saga Boutique um

borð í flugvélum Icelandair, ÍBláa lóninu í Svartsengi og ísnyrtivöruverslunum um allt

land. Árið 2006 hætti Koss ehf.framleiðslu og sölu á True

Viking vegna þess að framleið-andi glerflaskna hætti fram-

leiðslu. „Nú hefur fyrirtækinuTrue Viking ehf. tekist aðreisa upp flagg vestfirska

víkingsins að nýju og mun núráðast á markaðinn með sverð

á lofti,“ segir í tilkynningu.True Viking herra ilmurinn og

rakspírinn verða til sölu hjáversluninni Konur og Menn á

Ísafirði, í snyrtivöruversl-uninni Hygea í Kringlunni og

Smáralind, í öllum verslunumITA (Iceland Travel Assis-

tance) og væntanlega víðar.Einnig verður hægt að

kaupa vörurnar í netverslunfyrirtækisins á slóðinni

www.trueviking.is sem munverða opnuð á sama tíma og

varan kemur á markað.

Page 28: Barðist við kerfið · Barðist við kerfið Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang:

2828282828 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010