stofnað 14. nóvember 1984 · fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 fimmtudagur 23. oktÓber 2014...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 · 42. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak „Ég er mikil náttúrukelling, náttúruunnandi heitir það víst. Mér finnst engu líkt að ganga á fjöll, eða niður að sjó. Þetta tengist held ég því að vera svolítið listrænn. Mín tilfinning er eins og ég búi og lifi og starfi í síbreyti- legu listaverki.“ – Matthildur Helgadóttir og Jónudóttir er í viðtali vikunnar. Titlar sig sem femínista en er margar manneskjur – sjá bls. 8-11 Botnhreinsað fyrir veturinn

Upload: others

Post on 06-Oct-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 · 42. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

„Ég er mikil náttúrukelling, náttúruunnandiheitir það víst. Mér finnst engu líkt að gangaá fjöll, eða niður að sjó. Þetta tengist heldég því að vera svolítið listrænn. Mín tilfinninger eins og ég búi og lifi og starfi í síbreyti-legu listaverki.“ – Matthildur Helgadóttir ogJónudóttir er í viðtali vikunnar.

Titlar sig sem femínista en ermargar manneskjur

– sjá bls. 8-11

Botnhreinsaðfyrir veturinn

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

22222 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐIHafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðumí snjómokstur á hafnarsvæðum á Ísafirði.Snjómoksturinn felst í því að moka hafn-arsvæðin frá bátahöfn-Ásgeirsbakka- Ás-geirsgötu-Sundabakkaveg og Mávagarð.Verkið skal unnið eftir fyrirmælum hafn-arstjóra. Gert er ráð fyrir að búið sé aðmoka svæðin fyrir kl. 08:00.Um er að ræða mokstur á hafnarþekjumog nefndum götum. Höfnin sér um hreins-un frá festipollum, rafmagns- og vatns-brunnum. Gerð er krafa um að verktakihafi afkastamikla vél til verksins og einn-ig geti gengið að varavél. Óskað er eftirtilboðum í tímagjald, maður og vél.Bjóðandi skal skila inn með tilboði, upp-lýsingum um þær vélar sem hann ætlar aðnota til verksins. Við val á tilboði verðurtímagjald vélar og afkastahæfni haft tilhliðsjónar.Samningur verður gerður til tveggja árameð venjulegum uppsagnarfyrirvörum.Tilboðsblað er hægt að nálgast hjá hafnar-stjóra frá og með 23. október 2014. Opnunfer fram á skrifstofu hafnarstjóra 30. októ-ber kl. 11:00.

Hafnarstjóri.

Þórarinn Bjartur Breið-fjörð Gunnarsson, rafeinda-virki, hefur verið ráðinnverkefnastjóri FabLab á Ísa-firði. Hann tekur við starfinuaf Albertínu Friðbjörgu Elí-asdóttur, en hún hefur hafiðstörf sem verkefnastjóriatvinnumála hjá Akureyrar-stofu. NýsköpunarmiðstöðÍslands rekur Fab Lab í sam-starfi við Menntaskólann áÍsafirði, Ísafjarðarbæ ogBolungarvíkurkaupstað.

Tuttugu umsóknir bárustum starfið en umsóknar-frestur rann út 8. september.Þórarinn Bjartur hefur starf-að sem kennari við raftækni-skóla Tækniskóla Íslands.Þar hefur hann kennt hljóð-tækninám og rafmagns-fræði, auk þess að hafa starf-að í sínu fagi á vinnumark-aði. – [email protected]

Nýr verk-efnastjóri

hjá Fab Lab

Rækjuverksmiðjan Kampi ehf.á Ísafirði tryggt sér hráefni framundir jól. Hráefnisöflun rækju-verksmiðja er erfið og þarf aðleita langt eftir rækju. „Þetta erbúið að vera erfitt en okkur hefurtekist þokkalega að verða okkurúti um hráefni og mér sýnist aðvið séum komnir með hráefnifram að jólum. Við keyptum tæp200 tonn af rækju frá vesturströndBandaríkjanna og pilluðum hana

hér. Þetta er önnur tegund enveiðist hér í N-Atlantshafi ogvinnslunni á henni er haldið alvegsér,“ segir Albert Haraldsson,rekstrarstjóri Kampa. Veiði á út-hafrækju á Íslandsmiðum er lítilog fá skip á veiðum og Albert erekki bjartsýnn á framtíð rækju-veiða við Ísland. Þá hefur einnigdregið úr veiði við Grænland ogKanada og erfitt að fá keyptaiðnaðarrækju.

Innfjarðarækjuveiðar í Ísa-fjarðardjúpi byrjuðu í síðustuviku. „Það eru fjórir bátar byrjaðirað veiða. Á fimmtudag voru þeirallir á veiðum og voru samtalsmeð 24 tonn sem þykir býsnagott,“ segir Albert. Allir fjórirbátarnir leggja upp hjá Kampaog segir Albert að verksmiðjanséu búin að tryggja sér 74% afkvótanum í Ísafjarðardjúpi. „Hin-ir bátarnir eru ekki byrjaðir en ég

geri mér vonir um að þeir leggiupp hjá okkur,“ segir Albert. ÍDjúpinu var gefinn út 750 tonnakvóti og kvótinn í Arnarfirði er250 tonn. „„Þrír af fjórum bátumsem eru með leyfi í Arnarfirðileggja upp hjá rækjuverkmiðj-unni á Grundarfirði. Fjórði bátur-inn fer ekki af stað fyrr en eftiráramót og það kemur bara í ljóshvort hann leggur upp hjá okkur,“segir hann. – [email protected]

Komnir með hráefni fram að jólumRækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði.

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 33333

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

44444 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

Auglýsingar: Gústaf Gústafsson Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Vangavelturvið veturnætur

Spurning vikunnar

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 447.Já sögðu 218 eða 49%Nei sögðu 229 eða 51%

Óttast þú Ebólu faraldur á Íslandi?

Fékk styrk til rannsóknaá brjóstakrabbameini

Ísfirðingurinn Anna Marzellí-usardóttir, nemandi í líf- oglæknavísingum við Háskóla Ís-lands, hefur fengið 1,8 milljónakróna styrk til að leita að áhrifa-breytingum í erfðaefni fjölskyld-na með háa tíðni brjóstakrabba-meins. Til verkefnisins notarAnna raðgreiningargögn úr ein-staklingum og reynir að finnaþær stökkbreytingar sem aukalíkur á brjóstakrabbameini. Verk-efnið hófst vorið 2013 og fékkAnna þá einnar milljóna krónastyrk frá sjóðnum Göngum sam-an. Anna sótti einnig um í ár ogfékk 1,8 milljónir króna. Sex ein-staklingar fengu styrk í ár, tværkonur og fjórir karlar. Anna laukBSc námi í líffræði við HáskólaÍslands og vinnur nú að MScgráðu.

„Ég prófaði bara að sækja umaftur í ár og var svo boðið aðkynna verkefnið fyrir nefnd semvar þá næsta skrefið í umsóknar-ferlinu,“ sagði Anna. „Þá var égstödd erlendis þannig að ég spurðihvort ég mætti finna aðra lausnfyrir kynninguna. Svo tók ég barafyrirlesturinn upp og hélt að þettaværi bara svona redding og bjóstekki við þetta væri nógu gott, enþeir voru mjög ánægðir.“ Annavinnur að rannsókn sinni meðlitlu rannsóknarteymi á frumu-líffræðideild háskólans. „Í teym-inu eru tveir meistaranemar ogvið erum með glæsilega aðstöðu

og flott fólk að segja okkur til.Ég er að vinna með gögn fráLandspítalanum og við erum ísamvinnu við erfðaráðgjöfinaþar. Gögnin eru svo frá fjórumíslenskum fjölskyldum þar semer mjög há tíðni brjóstakrabba-meins. Undirbúningsvinnan ertilbúin og styrkurinn gerir mérkleyft að skoða meira og niður-stöður ættu vonandi að skila sérfyrir áramót.“

Anna lýkur MSc námi næstavor og framhaldið liggur á hulduennþá. „Ég er ekki alveg viss

hvort ég fer beint í doktorsnámeða held áfram að vinna á þessusviði. Ef ég fer í akademískarrannsóknir, fer ég í doktorsnám,sem er yfirleitt þrjú auka ár meðsjálfstæðri rannsókn. Stundumtekur námið lengri tíma en þaðveltur yfirleitt á styrkveitingum.Það er mikið hark að fá styrki oggeta fært rök fyrir því af hverjuþú átt að fá styrk en ekki aðrir,“sagði þessi duglega unga konasem er greinilega rétt að byrjamikilvægan rannsóknarferil í líf-og læknavísindum.

Anna Marzellíusardóttir hlaut 1.8 milljónir í styrk.

„Við erum komnar með hug-mynd að bók en hún kemur ekkiút á þessu ári,“ segir Jóna Sím-onía Bjarnadóttir, forstöðumaðurSafnahússins á Ísafirði, en húnog Guðfinna M. Hreiðarsdóttir,sagnfræðingur, hafa gefið út tværbækur „Þjóðlegt með kaffinu“og „Þjóðlegar hnallþórur.“ Þærbækur fjalla um það sem kallamá þjóðlegt bakkelsi eins og fjall-að var um í fyrra. Í bókunum mátil að mynda finna uppskriftir afýmsum tertum sem eru vel þekkt-ar á veisluborðum Íslendinga einsog til dæmis konfektkökuna. Þærstöllur eru jafnframt að vinna aðþví að koma Þjóðlegum hnallþór-um yfir á ensku.

„Facebook síðan varð til þegarvið vorum að vinna í bókunum,“sagði Jóna Símonía við BB. „Viðvorum að velta fyrir okkur að

gera heimasíðu eða finna aðraleið til að gera efnið nettækt, ensvo erum við báðar með facebooksíðu, og söfnin eru á Facebookog okkur fannst það góð lausn tilað miðla umfram bækurnar. Ogfá jafnframt útrás fyrir baksturs-dæmið,“ sagði Jóna og hló. „Viðerum alltaf að fá hugmyndir ogprufukeyra hugmyndir og þettaer bara mjög skemmtilegt. Enerfitt að finna tíma í verkefniðþví við gerum allt sjálfar. Bökumsjálfar, tökum myndirnar, brjót-um bækurnar og gerum í raunallt nema prenta.“

En kökubakstur er ekki einahugðarefni þeirra Jónu Símoníuog Guðfinnu því þær hafa líkamikinn áhuga á gömlu postulíniog safna því. Gamalt og fallegtpostulín fer ákaflega vel samanmeð þjóðlegu bakkelsi og tertum

og fallegar myndir af hvoru tveggjaprýða bækurnar þeirra. „Ég getábygggilega boðið hundrað mannsí kaffi bráðum,“ sagði Jóna. „Égsafna postulíni og finnst óskap-lega gaman að kaupa í safnið,eins og til dæmis í Húsi fiðrild-anna. Við höfum líka verið aðgrafast fyrir um merki og mynsturá postulíninu og jafnvel fundiðskemmtilegar sögur af upprunaþeirra.“ BB fannst tilvalið aðspyrja hvort þær ætluðu ekki aðvera með sýningu á herlegheit-unum einhverndaginn og Jónasvaraði að það gæti vel verið.„Fyndið að þú skulir nefna þetta,því við vorum einmitt að grínastmeð að við ættum bráðum nógefni í sýningu. Og við höfumtekið eftir að það eru ýmsir semeru að safna svona postulíni, semer mjög skemmtilegt.“

„Get bráðum boðið eitthundrað manns í kaffi“

Veturnætur. Fullt tungl. Fyrsti vetrardagur og Gormánuður framundan.Sumarið kvatt. Haft er á orði að það verði ekki kvatt sem aldrei kom. Eftil vill fast að orði kveðið. En blautt var það, sumarið. Sólkveðjukaffi Ís-firðingafélagsins í Reykjavík var haldið síðast liðinn sunnudag. Morg-unblaðið birti eindálka frétt, örsmáa mynd: Ísafjörður - þar skín sólinstundum! Örugglega myndatexti ársins!

Veturinn hefur þegar minnt á veldi sitt. Vonandi tímabundið ólund-arkast. Þekkt fyrirbæri, sem alltaf kemur á óvart. En hvað sem öllumveðurspám fyrir komandi vetur líður er og verður augljóslega af nógu aðtaka í málefnum samfélagsins, til að stytta sér stundir við í skammdeginu.

Hvaða hlið hefði komið upp á væntingateningnum ef við hefðumunnið handboltagullið á Olympíuleikunum, hérna um árið? Eftir aðkarlalandsliðið í knattspyrnu tók bronsliðið í síðustu heimsmeistarakeppnií nefið eru ráðamenn þar á bæ þegar komnir með á teikniborðið útfærslurá 15 þúsund manna þjóðarleikvangi, sem kallar á nýjan frjálsíþróttaþjóð-arleikvang. Eflaust þarft verk, hvoru tveggja. Einhver tilbúinn að borgabrúsann? Fjárfestar? Því ekki? Snýst ekki fótboltinn hvort sem er aðmestu um peninga?

Þrátt fyrir yfirlýstan vilja meirihluta þjóðarinnar heldur leitin endalausaað flugvelli fyrir innanlandsflug áfram. Á sama tíma og þar eru tugirmilljarða lagðir undir er hugsanlegt að loka verði fjölda flugvalla álandsbyggðinni vegna lélegs ástands. Viðhaldi ekki verið sinnt svo ár-um skiptir. Er einhver þörf fyrir hundrað milljarða hraðlest milli Kefla-víkurflugvallar og Reykjavíkur, sem eina ferðina enn er verið að teljamönnum trú um að sé arðbær fjárfesting, ef innanlandsflugið leggst af,nema hugsanlega milli Reykjavíkur og Akureyrar?

Eining var á Alþingi í atkvæðagreiðslu um byggingu nýs spítala. Ságamli, á tvist og bast um borgina, alltof lítill, í alla staði óhagkvæmur ogbeinlínis hættulegur starfsliði og sjúklingum. Annað er upp á teningnumþegar kemur að fjármögnun. Þar er ekki verið að tala um skiptimynt.Hvað verða margir læknar eftir á landinu ef bíða á eftir að hægt sé að teljakrónurnar fyrir byggingarkostnaði upp úr ríkiskassanum?

Þótt ekki verði spáð fyrir um vetrarveðrið má fullyrða að ekki munvanta sviftingar á hinu háa Alþingi. ,,Lekamálum“ fjölgar og fyrirsjáanleger 5 til 7 ára bið eftir að þingheimur geti gert upp hug sinn til þess hvortverjandi sé, eða ekki, að Mjólkursamsalan sé undanþegin samkeppnislög-um.

Hvað sem öllu líður þakkar BB lesendum sínum og viðskiptavinumsamfylgdina á sumrinu.

s.h.

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 55555

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

66666 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 77777

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

88888 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Að lifa og starfa í sÍ símaskránni er hún titluð

Matthildur Helgadóttir Jónudótt-ir femínisti. Það segir kannskidálítið, en ekki nærri allt, því aðkona þessi er að eigin sögn marg-ar manneskjur sem of langt yrðiupp að telja. Rætt er við nokkraraf þeim í viðtalinu hér á eftir.

Snemma á þessu ári ventiMatthildur sínu kvæði í kross oghætti sem framkvæmdastjóritölvu- og netþjónustufyrirtækis-ins Snerpu á Ísafirði eftir fimm-tán ára starf. Það er eiginlegafurðulega langur tími miðað viðþað hvernig Matthildur lýsirsjálfri sér.

Núna er hún rekstrar- og við-burðastjóri Edinborgarhússins áÍsafirði og tónlistin við vinnunahjá henni er af ýmsu tagi, allt fráGamla Nóa og upp í einhverjafína klassík sem hún kann ekkieinu sinni að nefna.

Samt hefur hún sjálf leikið áhljóðfæri; eitt af ótalmörgu semhún hefur prófað. Gæti sett í feril-skrána að hún hafi spilað með

sjálfum Baldri Geirmundssynieins og brátt mun koma fram.

Alltaf gott veður í AlviðruMatthildur er dóttir Jónu Bjark-

ar Kristjánsdóttur og Helga Árna-sonar búenda í Alviðru í Dýra-firði, rétt fyrir utan Núp. „Alviðraþýðir blíðviðri, þvert á móti þvísem margir halda,“ segir hún.„Þar er alltaf gott veður.“

Jóna Björk móðir Matthildarvar upprunnin í Alviðru, sjöttieða sjöundi ættliðurinn í röð semþar bjó. Hún andaðist á síðastaári. Helgi faðir Matthildar er afturá móti frá Húsavík. Þau kynntustá vertíð í Vestmannaeyjum.

„Sigríður amma mín bjó líkaheima í Alviðru þegar ég varkrakki. Svo voru alltaf einhverjirí sveit og stundum voru líkakrakkar í Núpsskóla í fóstri umtíma, krakkar sem höfðu ekkialveg getað haldið vistarreglurn-ar, eins og það hét, en áttu þannigheimilisaðstæður að það var ekkihægt að senda þá heim eða reka

þá úr skólanum. Þá voru þeir gjarn-an reknir út í Alviðru til okkar.“

Matthildur er í miðjunni í fimmsystkina hópi, á tvær eldri systurog tvo yngri bræður.

„Ég átti fína barnæsku. Ég varsvo heppin að foreldrar mínirvoru bændur og unnu líka utanheimilis til að vinna fyrir okkuröllum, þannig að við systkininfengum dálítið að ala okkur uppsjálf. Það var mjög gott. Ég heldað það sé fínt að fá svolítið frelsitil að læra að bjarga sér. Það aðhafa þurft að spjara sig sjálfur ergrunnur sem kemur að góðumnotum seinna.“

Matthildur gekk í skóla á Núpi– í bókstaflegri merkingu, endaekki nema tæpur kílómetri á milli.Barnaskólinn skiptist í yngrideild og eldri deild og var í stof-unni heima hjá kennaranum.„Þetta var týpískur sveitaskólimeð sínum kostum og göllum,“segir hún.

Þegar barnaskólanum lauk tóksvo Héraðsskólinn á Núpi við.

fannst ég vera allt of ung til aðfara að eiga börn, en gerði það núsamt. Og þegar bumban var kom-in, þá gat ég ekki spilað lengur.“

Að gefa náttúrunniog fegurð hennar gaum

– Áhugamálin þín dreifastnokkuð víða, þar á meðal er úti-vistin ...

„Ég er mikil náttúrukelling,náttúruunnandi heitir það víst.Mér finnst engu líkt að ganga áfjöll, eða niður að sjó. Þetta teng-ist held ég því að vera svolítiðlistrænn. Mín tilfinning er einsog ég búi og lifi og starfi í lista-verki, síbreytilegu listaverki. Já,ég þarf alltaf að fara eitthvað út ínáttúruna og helst upp á fjall.“

– Hvað er langt síðan þú gekkstsíðast á Mýrafell, heimafellið þittvið Dýrafjörðinn?

Matthildur hlær. „Ég veit ekkihvort það má koma fram í svonaviðtali, að ég hef aðeins einusinni á ævinni gengið á Mýra-fellið, og það var í fyrra eða hitt-

Fjögur börn með mann-inum og tveimur konum

Maður Matthildar er Guð-mundur Hjaltason, innfæddur Ís-firðingur í húð og hár. „Með hon-um og tveimur öðrum konum áég fjögur börn“, segir hún, „oggóðan slatta af barnabörnum.“

Tvær dætur átti Guðmundurfyrir þegar samband hans ogMatthildar kom til sögunnar –„og ég á þær náttúrlega með hon-um og barnsmæðrum hans.“Síðan eiga þau saman einn sonog eina dóttur, sem eru sitt hvorumegin við tuttugu ára aldurinn.

– Ert þú í tónlistinni eins ogGuðmundur?

„Já, ég þarf að prófa allt. Þegarég var tuttugu og fimm ára keyptiég mér saxófón og lærði á hannog spilaði á hann í nokkur ár. Égvar í lúðrasveitinni hérna og gætilíka sett í ferilskrá að ég hafispilað með Baldri Geirmunds-syni. En ég hætti að spila þegarég varð ólétt tuttugu og átta áragömul að fyrra barninu. Mér

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 99999

síbreytilegu listaverkieðfyrra. Kannski af því að þaðvar svo nálægt. Maður var líkaað smala og þá var minna umfjallgöngur að gamni sínu. Ogpabbi fór oft með okkur í bíltúr,til dæmis þegar var fallegt sólar-lag eða mikið brim. Þá var fariðupp á heiði eða út á Sand eða útað Arnarnesi, sem var ysti bærinnvið fjörðinn norðanverðan. Þá varlíka verið að horfa á brimið.

Hann ól okkur upp í því aðgefa náttúrunni og fegurð hennargaum. Þó að minningarnar úrsveitinni séu mikið í sambandivið vinnu, það var alltaf veriðeitthvað að gera, þá var alltaftími til að fara eitthvað og skoðanáttúruna.“

Líklega er ég svomikill sveimhugi ...

– Þú ert öllu þekktari fyrir aðralistiðkun en saxófónleik ...

„Ég hef alltaf verið dálítiðhandlagin, og í minni fjölskyldu,í ættum bæði pabba og mömmu,hefur verið mikið um handlagið

fólk, en ekki mikið af listamönn-um. Við systkinin erum öll list-ræn. Við höfum einmitt verið aðræða þetta, að líklega hefur alltþetta handlagna fólk í rauninniverið listamenn, kallaðist baraekki listamenn. Þessu var kannskiekki mikið ýtt að manni í æsku,en ég var lagin að teikna.

Ég hef aldrei fest mig í neinueinu í þessum efnum, búin aðprófa allt mögulegt. Líklega erég svo mikill sveimhugi að getekki fest mig í einni aðferð heldurþarf ég alltaf að fikta og prófamig áfram. Ég hef verið að vinnaí mósaík, ég hef verið að prófaeldsmíði og silfursmíði, að tálga,sauma, þæfa ull og teikna, égveit hreinlega ekki hvað ég hefekki prófað. Það nýjasta sem égvar að prófa var að mála meðolíulitum.

Samt lít ég kannski ekki alvegá mig sem listamann. Ég hef alltafunnið fyrir mér með öðru, ég eróskaplega léleg að selja verkinmín, þó að ég geri það nú stund-

um.“– Sýningar?„Ekki margar. Ég hef tekið þátt

í ýmsu af því tagi, en það er alltafá listanum hjá mér að bæta mig íþví! Kannski ríf ég mig bara uppog fer í listnám, það er aldrei aðvita. Maður á aldrei að taka sjálf-an sig of hátíðlega.“

Litla konan með langa nafnið– Í símaskránni ertu titluð fem-

ínisti. Er það til marks um aðþetta skipti þig meira máli en alltannað, meira máli en t.d. starfiðhverju sinni?

„Mér fannst þetta lýsa mérbetur. Á sínum tíma þegar égsetti þetta inn var svolítið veriðað pönkast á femínistum, það erreyndar þannig ennþá. En þá varorðræðan mjög slæm, og mínviðbrögð við því voru bara aðlýsa því yfir að ég væri femínisti.Á þeim tíma var ég framkvæmda-stjóri í tölvufyrirtæki, en mérfannst það bara lýsa mér betur aðsegja að ég væri femínisti en

framkvæmdastjóri, þó að ég værihvort tveggja.

Og auðvitað er ég margt. Allarmanneskjur eru samsettar úr svomörgu. Ég er litla konan meðlanga nafnið, Matthildur ÁgústaHelgadóttir Jónudóttir, og síðanmyndi tölvukerfið í símaskránniekki ráða við að telja upp allarmanneskjurnar sem ég er.

En þessi titill er mér hjartansmál og hefur alltaf verið. Það hefég líka frá mömmu minni, húnvar mikil baráttukona. Ég nefndiað pabbi hefði kennt okkur syst-kinunum að líta í kringum okkurí náttúrunni, mjög hress ogskemmtilegur maður og stutt ígrínið hjá honum, en sjálfsagt ermamma fyrirmyndin í þessariréttindabaráttu. Hún var mjögfljót til svars, og ég hef líka alltafverið ófeimin að segja það semmér finnst, hvort sem fólki líkarbetur eða verr, um það er méralveg sama.“

Allt tekur enda

– Snúum okkur að starfsferl-inum. Þú varst framkvæmdastjórihjá Snerpu lengur en elstu mennmuna, eins og stundum er sagt ...

„Þegar ég hitti Andreu sveitar-stjóra á Hólmavík um daginn, þásagði hún: Ég hélt að þú værirSnerpa! Það hélt ég líka! svaraðiég.

En fyrsta vinnan mín utan heim-ilisins var líklega að þrífa í Núps-skóla. Þá var ég þrettán ára. Svovar ég í fiski eins og allir og hittog þetta með skóla. En ég varframkvæmdastjóri í Snerpu ífimmtán ár. Það var mjög krefj-andi og skemmtilegt starf, en ein-hvern veginn tekur allt enda.

Mér fannst ég ekki hafa ástríðufyrir þessum tölvubransa lengur.Og þegar þú finnur að þú ertfarinn að verða þreyttur semframkvæmdastjóri fyrirtækis eðastofnunar, þá áttu að standa uppfyrir öðru fólki. Þín vegna, ogfyrirtækisins vegna. En ég heldað ég hafi staðið mig ágætlega.Væntanlega hef ég gert einhverj-

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

1010101010 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Sælkerar vikunnar eru Matthildur Helga- og Jónudóttir og Guðmndur Hjaltason

Kindagúllas og LelluskuðurKindagúllas og LelluskuðurKindagúllas og LelluskuðurKindagúllas og LelluskuðurKindagúllas og LelluskuðurVið ætlum að bjóða upp á

þjóðlega rétti sem að flest allirættu að ráða við.

Kindagúllas500 gr kindagúllas2 stk. laukurlárviðarlauf eftir smekkkanelstöng c.a. 2 cm.smjörsaltsvartur piparBrúnn sósuliturSósujafnari

Gúllas skorið í litla bita oglaukur saxaður. Brúnið kjötiðog laukinn í smjörinu.

Kryddið með lárviðarlaufi, kanil-stöng, salti og pipar.

2 -3 dl. af vatni bætt út í (eðaeftir þörfum) látið malla í einaklst á hægum hita, setjið lok ápönnuna, sósulit og jafnara bættút í e.smekk.

Borið fram með hrísgrjónum,soðnum kartöflum og grænmeti

LelluskuðurUppskrift fyrir metnaðralausa

og lata heimiliskokka.T akið rolluhakk úr frysti og látiðþiðna á eldhúsborðinu: Ef kötturer á heimilinu, gætið þess þá aðsetja lok annað hvort yfir köttinneða kjötið. Skerið kjötið í fingur-

þykkar sneiðar þegar það er orðiðvel þýtt. Setjið sneiðarnar á snarkheita pönnu með Ljóma smjör-líki. Kryddið vel með Season All,til dæmis það þykkt lag að þaðsjáist ekki í kjötið. Steikið vel oglengi.

Hálft kíló rolluhakk Season Alleftir smekk Ljóma Smjörlíki

Með þessum rétti er gott aðbera fram ákavíti og snæða áhvítum hlýrabol með vinum séuþeir fyrir hendi.

Verði ykkur að góðu.Við ætlum að skora á Eygló

Jónsdóttir og Hólmgeir Baldurs-son til að koma með eitthvaðflott í næstu viku.

ar gloríur, en sumt mjög rétt, einsog gengur.“

Líf án menningarog lista er ekkert líf

– Núna ertu rekstrar- og við-burðastjóri Edinborgarhússins áÍsafirði. Hvað réð nýja starfsval-inu?

„Tilviljun örugglega,“ segirMatthildur og hlær. „Ég vissiekkert hvað ég vildi verða, hefreyndar aldrei vitað hvað ég vilverða þegar ég er orðin stór. Þettabara kom upp í hendurnar á mér.Ég var að spá í að fara í nám, vará báðum áttum. Kannski listnám,kannski nám í menningarstjórn-un.

Vegna þess að ég hef eiginlegaaldrei þorað að verða listamaður,ekki trúað því að ég gæti séðfyrir mér sem listamaður, þá vilég hafa fasta vinnu. Og ég hugs-aði með mér, að vinna sem tengistmenningu og listum væri skemmti-leg.

Líf án menningar og lista erekkert líf, þó að sumir pólitíkusarog aðrir séu stundum að haldaþví fram að það eigi ekki að verjaskattpeningum í menningu, lista-fólkið eigi bara að spjara sigsjálft. Það er ekki svaravert, tilhvers að vera að streða ef þúhefur ekki menningu og listir tilað njóta?“

– Stundum hefur verið sagt aðenginn geti verið almennilegtskáld nema hann lifi eymdarlífirétt við hungurmörkin og sé helststórbilaður líka.

„Það með eymdarlífið held égað sé nú djöfulsins kjaftæði! Ensjálfsagt er það persónubundið.Sumir skapa sín bestu verk í van-líðan á meðan aðrir geta ekkineitt þegar þeim líður illa. Éggæti frekar trúað hinu, að þeirsem eru svolítið bilaðir séu ein-mitt svolítið listrænir.

En ég velti þá fyrir mér spurn-ingunni Hvað er að vera bilaður?Er það ekki bara bilun að verarosalega venjulegur? Flest erumvið eitthvað skrítin, allavega

hérna fyrir vestan. Ég held aðþað sé bara venjulegt að vera svo-lítið skrítinn en skrítið að verarosalega venjulegur alla daga allt-af!“

Vill fá meira líf inní Edinborgarhúsið

– Nýja starfið kom upp í hend-urnar á þér, sagðirðu ...

„Hún Ólöf Dómhildur sem varí þessu fór í annað starf. Þaustóðu þarna uppi mannlaus ogeinhvern veginn hefur nafnið mittkomið upp og það var haft sam-band við mig.“

– Út á hvað gengur þessi vinnaþín í Edinborgarhúsinu, menn-ingarhúsi Ísfirðinga?

„Ég vinn fyrir Edinborg ehf.,félagið sem á húsið, ég vinn fyrirMenningarmiðstöðina Edinborg,félag sem sér um ýmsa viðburðií þessu húsi, og svo vinn ég líkapínulítið fyrir Listaskóla Rögn-valdar Ólafssonar sem er í Edin-borgarhúsinu.

Þetta er allt frá því að verahefðbundin skrifstofustörf upp ístefnumótun, allt þar á milli,mjög lifandi og krefjandi ogskemmtilegt starf. Í raun og veru

Edinborg Bistro eru leigjendur íhúsinu. Starfsemi veitingastaðar-ins tengist svolítið sölunum í hús-inu, en ég kem ekkert nálægtþeim rekstri að öðru leyti.“

– Sérðu fyrir þér einhverjarumtalsverðar breytingar eða nýj-ungar í rekstri hússins á næst-unni?

„Ekki kannski umtalsverðarbreytingar, en mín sýn er eins ogég sagði að opna þetta hús meira.Það þarf að fara að innrétta risiðog koma því í notkun. Ég hefverið að hlusta svolítið eftir skoð-unum bæjarbúa og sumum finnstþetta svolítið hámenningar-eitt-hvað, að það sé ekki fyrir alla.

En það er bara svo margt semer menning. Félagsskapur semkemur saman, hvort sem þaðheitir bridgefélag eða kvæða-mannafélag eða þjóðbúningafé-lag eða hvað það nú er, allt geturþetta átt heima í þessu húsi. Alltsem við erum að bralla er menn-ing, og mig langar að ná þessumeira inn. Það er breytingin semég vildi sjá.

En svo er náttúrlega rekstrar-grundvöllurinn og allt það, semer nokkuð þungur róður. Það er

eilífðarverkefni, því að svonastórt hús er dýrt í rekstri. Mjögmikið af vinnunni við að geraupp þetta gamla og stóra hús ogreka það hefur verið unnið í sjálf-boðavinnu af mikilli elju gegnumárin. Það eru bara nokkur ár síðansérstakur starfsmaður var ráðinní húsið og núna fyrst í fullt starf.Það fólk sem byggði þetta húsupp á mikinn heiður skilinn.“

Á menningarstarf-semi að borga sig?

– Edinborgarhúsið er eitt afþremur formlegum menningar-húsum á Ísafirði samkvæmt samn-ingi við ríkið ...

„Já, ríkið lagði fram nokkurtfé til að gera húsið upp. En það ereitt að búa til menningarhús ogannað að reka það. Rekstrar-grundvöllurinn verður að vera tilstaðar. Rafmagnið og hitinn kostasitt. Hérna á Ísafirði er ekkert alltof mikið af fólki, og þá er svomargt sem borgar sig ekki pen-ingalega. Jafnvel þó að við vær-um ægilega dugleg og værummeð mjög marga viðburði og fólkhérna myndi mæta mjög vel, þáværi erfitt að láta reksturinn standa

er hugsjón mín og þeirra semstanda að þessu húsi sú, að fyllaþað af meira lífi, fá meira af fólkiinn. Þetta er alveg yndislegt húsog það eru í rauninni bæjarbúarhér sem eiga það. Mér finnst aðþað þurfi aðeins að skerpa á þvíað fólkið sjálft eigi þetta hús ogvilji koma í það og vilji nota það.

Stundum er eins og það mynd-ist óvart einhver gjá. Ég hef alvegfundið það á sumum hérna aðþeim finnst þeir ekkert eiga þettahús. Líkt og með Hörpuna í Reyk-javík, menningarhúsið þeirra, þaðfinnst ekki öllum Reykvíkingumað þeir eigi hana. Það er endalausvinna að láta fólk finna að það sévelkomið þarna inn og geti gertþar ýmsa hluti. Ég vil fá meira lífinn í húsið, bæði heimalistamennog aðkomna. Þetta verður að veragóð blanda og í sambandi viðalla en ekki bara suma.“

Hámenningar-eitthvað?– Starfsemin í Edinborgarhús-

inu er af ýmsu tagi ...„Já, í húsinu eru nokkur appa-

röt, ef svo má segja. Upplýsinga-miðstöðin og FerðaskrifstofanVesturferðir og veitingastaðurinn

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 1111111111

undir sér.Það hafa verið þreifingar hvort

ríkið myndi leggja þessu menn-ingarhúsi til eitthvert rekstrarfé,og ekki bara hér á Ísafirði helduryfirleitt út um landið, en því hefurverið tekið fálega. Þá hefur heyrstþessi rödd að þetta eigi að borgasig. Sumir viðburðir eru þess eðl-is að það eru einhverjir frægir ogvinsælir og þeir fylla stóra salinnog það er bara flott, en sem við-burðastjóri get ég ekki endalaustverið með þannig viðburði. Viðverðum að hafa ákveðna breidd.“

Eins og fram kom er ListaskóliRögnvaldar Ólafssonar í Edin-borgarhúsinu, og þar fer meðalannars fram tónlistarkennsla ogdanskennsla.

„Lögin við vinnuna hjá méreru fjölbreytt, alveg frá tónstig-anum og Gamla Nóa upp í ein-hverja fína klassík sem ég kannekki einu sinni að nefna. Það erbara gaman að því.“

Elti strák til ReykjavíkurÁ sínum tíma átti Matthildur

heima í Þingholtunum í Reykja-vík. „Mér finnst ég nú svolítiðvera að koma heim þegar ég kemí Þingholtin,“ segir hún.

– Hvað varstu að gera þar?

„Ég fór fyrst í menntaskólannhér á Ísafirði en svo elti ég stráktil Reykjavíkur.“

Þar var Matthildur í nokkur árog fór svo til Þýskalands. „Þarstóð ég stolt að mótmæla múrn-um, sem féll nokkrum árum seinna.Ég lagði eina rödd í þann kór.“

– Hvers vegna til Þýskalands,varstu þar í skóla?

„Bara að prófa eitthvað nýtt,nei, ég var þar í vinnu. Eina prófiðsem ég hef lokið er stúdents-prófið, en síðan hef ég gaufaðeitthvað í viðskiptafræðum ogstjórnunarfræðum og slíku. Þaðer þetta eðli mitt að byrja á mörguen klára fátt.“

Burt með múrinn!– Tókst þátt í því að mótmæla

múrnum, segirðu. Varstu þá íBerlín?

„Nei, ég var í Bonn, sem þávar höfuðborgin. Það var mjögskemmtilegt, og Köln þarnasteinsnar frá. Á þessum tíma komHonecker leiðtogi Austur-Þýska-lands í opinbera heimsókn og þávoru mikil mótmæli. Þar hrópaðiég með fjöldanum Die Mauermuss weg eða Burt með múrinn.

En úr því að minnst var á skóla-göngu: Eitt er skóli, annað er

nám. Ég er alltaf að læra ogspekúlera. Það var mér mikilllærdómur að vera útlendingur.Sitthvað kann ég betur að metahér heima eftir að hafa prófað aðbúa úti. Og þegar maður býr íÞýskalandi, þá fer maður að verðaá varðbergi gagnvart öllu þessuþjóðrembulega. Það er allt í lagiað vera stoltur af sínu landi ogsinni þjóð, en það getur farið úrböndunum.

Líka rennur upp fyrir manniað það er líka til góð mjólk íútlöndum, ferskt kjöt og grængrös. Mér finnst að allt ungt fólkætti að prófa að búa eitt ár íeinhverju öðru landi.“

Ein af mér skiptir sérmikið af samfélagsmálumLitla konan með langa nafnið

eins og hún kallar sjálfa sigkvaðst vera í rauninni margarmanneskjur.

„Ein af mér skiptir sér mikiðaf samfélagsmálum. Ég tel ekkerteftir mér að taka slaginn ef mérfinnst ástæða til. Það eru ýmismál sem ég hef tekið þátt í aðberjast fyrir, svo sem bættar vega-samgöngur, raforkuöryggi oghringtenging ljósleiðara. Ég varí stjórn Byggðastofnunar í rúmt

ár. Það var mjög lærdómsríkt ogskemmtilegt verkefni. En þaðhefur alls ekki heillað mig aðfara út í pólitík þó að ég hafimikinn áhuga á því hvernig sam-félagið mitt er.

Núna er ég komin í nýstofnaðhverfisráð fyrir Eyrina hérna áÍsafirði, sem er tilraun meðíbúalýðræði.“

Þegar þér finnst þú veraorðinn Ísfirðingur ...

Matthildur Ágústa HelgadóttirJónudóttir frá Alviðru í Dýrafirðiá heima við Fjarðarstrætið á Ísa-firði og horfir úr eldhúsgluggan-um yfir á Snæfjallaströndinahandan Djúpsins.

„Stundum þegar ég er meðkaffibollann minn og horfi áStröndina lygni ég aftur augunumog þá sé ég Dýrafjörðinn minn.Alviðra og sveitin mín eru minnstaður, en ég er samt algjör Ís-firðingur og varð það mjög fljót-lega.

Oft er verið að tala um þaðhvenær fólk verði Ísfirðingar eðaAkureyringar og svo framvegis.Þar eru vissulega ýmsar skil-greiningar á lofti. Mín skoðun áþessu er sú, að um leið og þérfinnst þú vera orðinn Ísfirðingur,þá ertu það. Ég ER Ísfirðingur ogbúin að vera það lengi!“

– Viðtal: Hlynur Þór Magnús-son.

Jón Guðbjartsson, útgerðar-maður og rækjuverkandi á Ísa-firði hefur verið dæmdur fyrirmeiðyrði sem hann lét falla í garðHelga Áss Grétarssonar, dósentsvið lagadeild Háskóla Íslands.Jón er dæmdur til að greiða HelgaÁss 300 þúsund krónur í skaða-bætur og lögfræðikostnaðurHelga Áss fellur á Jón. „Í heildinaer þetta kostnaður upp á einhverjaeina milljón fyrir mig,“ segir Jón.Aðspurður hvort hann hyggistáfrýja dómnum segir Jón að þaðsé af og frá. „Ég skemmti honumekki með því, það væri bara til aðskemmta skrattanum. Stórmeist-arinn má ekki við því að fá ekki

sínar 300 þúsund krónur í skaða-bætur“ segir Jón.

Jón sagði í samtali við bb.is ogí Bítinu á Bylgjunni að HelgiÁss væri vanhæfur til að skrifaálitsgerð um umdeilt rækjufrum-varp sjávarútvegsráðherra vegnahagsmunatengsla sinna við Lands-samband íslenskra útvegsmanna.Helgi Áss var um skeið í stöðuvið lagastofnun Háskólans semvar kostuð af LÍÚ, en ekki áþeim tíma sem hann skrifaði álits-gerðina.

Í dómsorði eru eftirfarandiummæli, sem höfð voru eftir Jóniá fréttavefnum www.bb.is 13.febrúar 2014, dæmd dauð og

ómerk:„Helgi Áss er á launum hjá

LÍÚ sem borgar stöðu hans viðháskólann.“

„...og þá er kallaður fram ásjónarsviðið sérlegur lögfræðing-ur veldisins til að skera úr um málin.“

„Láta mann á launum hjá LÍÚskrifa álit“

Og, eftirfarandi ummæli semJón lét falla í Bítinu á Bylgjunni18. febrúar 2014, eru einnigdæmd dauð og ómerk:

„...það svolítið skrýtið að HelgiÁss Grétarsson starfsmaður LÍÚupp í háskóla hann skuli hafaverið beðinn um að búa til álitfyrir atvinnuveganefnd.“

Jón dæmdur fyrir meiðyrðiJón Guðbjartsson, útgerðarmaður og rækjuverkandi á Ísafirði.

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

1212121212 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Teigsskógur enn og aftur

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

NámskeiðNámskeið í stjórn og meðferð gaffallyftara,

hleðslukrana, dráttarvéla með tækjabúnaði,körfubíla, steypubíla og valtara verður haldiðí Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12,Ísafirði, ef næg þátttaka fæst.

Miðvikudaginn 5. nóv. 2014Fimmtudaginn 6. nóv. 2014Föstudaginn 7. nóv. 2014

Verð er 39.000.- kr. á þátttakanda.Skráning er á heimasíðu Vinnueftirlitsins,

www.ver.is, í síma 550 4653 og á [email protected].

Ath! Hægt er að sækja um styrk til verkalýðs-félaga. Síðasti skráningardagur er 31. októ-ber 2014.

Guðni Borgarsson með líkön af björgunarbátunum GunnariFriðrikssyni og Daníel Sigmundssyni og flugbátnum.

„Einhver ætt-gengur andskoti“

„Ég sá bátana hjá Úlla og sagðivið karlinn að það væri nú gamanað smíða einn á Pollinn og honumleist bara vel á það,“ segir GuðniBorgarsson þegar BB hafði sam-band við hann til að forvitnastum báta sem hann hefur verið aðsmíða. Guðni smíðar lítil líkönaf bátum í réttum hlutföllum líktog Úlfar Önundarson skipasmið-ur á Flateyri. Guðni vinnur íáhaldahúsi Ísafjarðarbæjar ogdundar sér við þetta í frítímanum.

„Fyrsti báturinn sem ég smíð-aði var björgunarbáturinn GunnarFriðriksson, mér datt það svona íhug af því ég er í björgunarsveit-inni. En ég missti mig alveg ínákvæmninni þannig að sá báturfór bara upp á hillu. Svo fór Úlliað tala um að ég skuldaði honumbát þannig að ég byrjaði á Fagra-nesinu. Pabbi, Borgar Halldórs-son, var stýrimaður á því ogbræður hans unnu á sama bát,Óskar var líka stýrimaður ogGuðmundur vélstjóri svo Fagra-

nesið er svona hálfgert fjöl-skylduskip. Líkanið var á Pollin-um en er núna komið á Dellu-safnið á Flateyri. Þar á eftir smíð-aði ég flugbát og þá bað eldrisonur minn um bát og ég smíðaðibjörgunarbátinn Daníel Sig-mundsson fyrir hann og gaf yngrisyninum Gunnar Friðriksson.Svo þeir eru heima uppi í hillu,“segir Guðni.

Guðni smíðar allt úr timburaf-göngum sem til falla, til að myndagömlu girðingarefni og öðruslíku. Eldri systir hans var meðhönnunarhúsið Ískeldu og yngrisystir hans prjónaði mikið. „Ogeldri bræður mínir geta gert alltsem þeim dettur í hug svo þaðmætti halda að þetta væri einhverættgengur andskoti,“ sagði Guðniog hló enn meira. Hann hefurekki fastákveðið hvaða skip muniverða næsta smíði hjá honum enþað er aldrei að vita hvað geristef honum fer að leiðast.

[email protected]örgunarbáturinn

Daníel Sigmundsson.

Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson.

Fyrir kemur að ágætasta fólk eigi í vandræðum að sjá samhengihlutanna. Heildarmyndin víkur fyrir einhverju smærra. Hagsmunirheildarinnar verða útundan vegna minni hagsmuna, sem stundumvirðast vera bæði smávægilegir og ráðast af því sem einn eða örfáirtelja falla best að hugmyndum sínum eða þörfum. Oftast er það nú svoþegar til kastanna kemur að þarfir heildarinnar fá að ráða. Samgöngurá Íslandi er ekki einkamál nokkurs manns. Þær eru mikilvægur þátturí því að halda uppi samfélagi sem þjónar þörfum nútímafólks. Átveimur stöðum á Íslandi er nú verið að grafa jarðgöng, undir Vaðla-heiði og milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Ótrúlega mikið hefur unn-ist í jarðgangamálum síðustu tuttugu árin. Nægir að nefna það semstendur okkur Vestfirðingum næst, Vestfjarðagöng og þau sem tengjaBolungarvík við Ísafjarðarbæ. Halda mætti að einhverjir stjórnmála-menn telji þar með nóg að gert. Enda eru göng nú grafin á Ausutrlandiog Norðurlandi og okkur ber að fagna öllum samgöngubótum.

Hvalfjarðargöng hafa sýnt gagnsemi margsinnis og hrakspár umannað hafa ekki ræst, sem betur fer. En gott er að rifja upp að margirgáfu stórar yfirlýsingar um að aka þau aldrei. Nánast öll umferð ferum þau og úrtöluraddir heyrast nánast alls ekki. Vestfirðingar bíðaeftir göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vegabótum semtengja norðurhluta Vestfjarða við þann syðri. Slíkar vegabætur eru

brýnar þegar verið er að sameina og breyta stjórnsýslu ríkisins. Sam-göngur hvers konar eru undirstaða þess að íbúar Íslands sitji nokkurnveginn við sama borð varðandi þjónustu ríkisins. Bættar samgöngurmunu einnig styrkja þjónustu sveitarfélaga og auðvelda sameininguþeirra. Vestfirðingar eru alls um sjö þúsund og mörg sveitarfélög erufjölmennari en sem því nemur. Vafalaust hafa einhverjir hugsað til þesseftir tilkomu Bolungarvíkurganga hvort ekki væri kominn tími til þessað sameina sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum með hagsmuniallra fyrir augum.

Samgöngur hafa tekið miklum framförum í Barðastrandarsýslummeð brúm og styttingu vega og er það ánægjulegt. Einn skugga ber þará. Vegabætur í austursýslunni stranda í Teigsskógi, þar sem nýr vegurí samræmi við hugmyndir Vegagerðarinnar er sleginn út af borðinu ogtalað um jarðgöng í staðinn. En þau eru dýrari og óhagkvæmari ogverða seint grafin meðan enn er unnið í margra ára greftri á tveimurstöðum. Nú er komið að því að taka af skarið. Ef kæruleið er ekki færmá fara fram endurupptöku á úrskurði Skipulagsstofnunar eða hreinlegasetja lög í stað þess að brýnar og tiltölulega ódýrar samgöngubæturverði látnar bíða enn. Lítill vandi er að bæta fyrir þann tiltölulega litlaskaða sem verður á Teigsskógi vegna þeirra hrísla sem hverfa vegnavegarlagningar. Hér þurfa hagsmunir heildarinnar að ráða, ekki örfárra.

Page 13: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 1313131313

Sýslumaður mótfallinn flutningiembættisins til Patreksfjarðar

Jónas Guðmundsson, sýslu-maður í Bolungarvík og sýslu-maður Vestfirðinga frá og meðnæstu áramótum, segir torveldaraog dýrara verði að reka embættisýslumanns frá Patreksfirði enfrá norðanverðum Vestfjörðum.Hann hvetur þá sem ráða ríkjumí innanríkisráðuneytinu til aðíhuga vandlega þau áform semhafa birst í drögum að reglugerðum embætti sýslumanna um aðaðsetur og aðalskrifstofa sýslu-manns á Vestfjörðum verði áPatreksfirði. Hann segir í athuga-semdum við drögin að hann hafigert ráð fyrir aðalskrifstofa sýslu-manns yrði á norðanverðumVestfjörðum. Í athugasemdunumsegir Jónas að nýtt embætti varskráð með aðsetur á Ísafirði þegarsótt var um kennitölu fyrir það ádögunum og í vinnu við gerðsamrunaáætlunar fyrir nýja em-bættið var miðað við að aðal-skrifstofan yrði á Ísafirði.

Jónas gerir margar athuga-semdir við staðsetningu embætt-isins á Patreksfirði. Hann segirað með drögunum sé horfið fráhugmyndum um að aðalskrifstof-an yrði á norðanverðum Vest-fjörðum, og segir eðlilega ráð-stöfun að embættið væri á Ísafirðieins og búist var við þar semÍsafjörður og þéttbýlisstaðirnir í

kring eru langfjölmennasti byggða-kjarninn á Vestfjörðum.

Innanríkisráðuneytið setti sérþað markmið, að við sameiningusýslumannsembætta yrði semminnst röskun á skipulagi ogstarfsemi nýrra embætta. Jónastelur að það muni ekki nást. Hannsér ekki fyrir annað en að fjölgaþurfi á sýsluskrifstofunni á Patr-eksfirði og það verði ekki gertöðru vísi en að fækka starfsmönn-um á öðrum sýsluskrifstofum íumdæminu. „Hlýtur slíkur flutn-ingur starfa innan fjórðungsinsað teljast afar óheppilegur og vart

talist það sem byggð á norðan-verðum Vestfjörðum þarf á aðhalda eða byggð í fjórðungnumyfirleitt, að togast á um störf semþegar eru til staðar,“ segir í at-hugasemdunum.

Jónas segir að gjarnan sé horfttil þess að embætti sýslumannaverði miðstöðvar stjórnsýslu rík-isins í héraði og bendir á að mið-stöð stjórnsýslu á Vestfjörðumhefur um áratugaskeið verið áÍsafirði. Færist aðalskrifstofasýslumannsins frá Ísafirði veikirþað höfuðstað Vestfjarða semJónas segir þýða veikari lands-

fjórðung. Hann segir einnig þaðsé hætt á að fjarlægð aðalskriftofufrá miðstöðvum stjórnsýslu í hér-aði veiki embættið.

Hann segir að ekki verði vikistundan því að horfa til ástandssamgangna milli sunnan- ognorðanverðra Vestfjarða þar semoft er ill- eða ófært landleiðinaallt að sex til átta mánuði á ári.Einnig bendir hann á að sam-göngur til og frá Vestfjörðum oghöfuðborgarsvæðisins eru oft erf-iðar og á vetrum er ófært svodögum skiptir, jafnt flugleiðissem landleiðs. Jónas vekur at-

hygli á, að það þótti rétt í nýjumlögum um sýslumannsembættiað stofna sérstakt embætti sýslu-manns í Vestmannaeyjum þarsem íbúar eru nokkru færri en ánorðanverðum Vestfjörðum ogsamgöngur milli lands og Eyjaoftast mun tryggari en frá Suður-fjörðunum til annarra hluta Vest-fjarða. Einnig verður lögreglu-stjóraembætti í Vestmannaeyj-um. Jónas segir að með sömurökum mætti halda því fram aðsérstakt embætti sýslumanns ættiað vera á norðanverðum Vest-fjörðum. – [email protected]

Óheppilegt aðembættið sé bit-bein byggðanna

Gísla Halldóri Halldórssyni,bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, þyk-ir óheppilegt að málefni sýslu-manns Vestfjarða þurfi að verabitbein byggða á Vestfjörðum. Ídrögum að reglugerð um um-dæmi nýrra sýsluumdæma er gertráð fyrir að aðalskrifstofa og að-setur sýslumanns verði á Patr-eksfirði. „Mér finnst það mjögóheppilegt að það verði ekkisýslumaður á Ísafirði. En þar meðer ég ekki að segja að það sé ekkióheppilegt fyrir Patreksfirðingaað hafa ekki sýslumann,“ segirGísli Halldór. Hann segir að bæj-arstjórn Ísafjarðarbæjar hafi lagthöfuðáherslu á að embætti lög-reglustjóra yrði á Ísafirði eins ogdrögin gera ráð fyrir.

„Skoðun bæjarstjórnar er aðþað væri ótækt að hér sé ekki lög-reglustjóri og óheppilegt að hérsé ekki sýslumaður,“ segir GísliHalldór. Það er af öryggisástæð-um sem bæjarstjórn leggur meiriáherslu á lögreglustjóraembættið.

Page 14: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

1414141414 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014

Krossgátan

Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

Fimmtudagur 23. októberFimmtudagur 23. októberFimmtudagur 23. októberFimmtudagur 23. októberFimmtudagur 23. októberkl. 16:00 Lille - Everton

kl. 19:00 Tottenham - AsterasFöstudagur 24. októberFöstudagur 24. októberFöstudagur 24. októberFöstudagur 24. októberFöstudagur 24. október

kl. 18:45 Fulham - CharltonLaugardagur 25. októberLaugardagur 25. októberLaugardagur 25. októberLaugardagur 25. októberLaugardagur 25. október

kl. 11:45 West Ham - Man. Citykl. 14:00 Sunderland - Arsenalkl. 14:00 WBA - Crystal Palacekl. 14:00 Liverpool - Hull Citykl. 14:00 South.p.ton - Stokekl. 16:00 Real M. - Barcelonakl. 16:30 Swansea - Leicesterkl. 20:00 Cordoba - Real S.Sunnudagur 26. októberSunnudagur 26. októberSunnudagur 26. októberSunnudagur 26. októberSunnudagur 26. októberkl. 13:30 Burnley - Everton

kl. 13:30 Tottenham - Newcastlekl. 16:00 Man. Utd - Chelsea

Mánudagur 27. októberMánudagur 27. októberMánudagur 27. októberMánudagur 27. októberMánudagur 27. októberkl. 20:00 QPR - Aston VillaÞriðjudagur 28. októberÞriðjudagur 28. októberÞriðjudagur 28. októberÞriðjudagur 28. októberÞriðjudagur 28. október

kl. 20:00 Liverpool - SwanseaMiðvikudagur 29. októberMiðvikudagur 29. októberMiðvikudagur 29. októberMiðvikudagur 29. októberMiðvikudagur 29. október

kl. 19:45 Man. City - Newcastle

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands23. október 1963: 23. október 1963: 23. október 1963: 23. október 1963: 23. október 1963: Í Vest-

mannaeyjum mældist mesti10 mínútna meðalvindhraðisem vitað er um hér á landi,200 kílómetrar á klst. (sam-svarar 16-17 vindstigum).

Þetta met var jafnað 3. febr.1991, einnig í Eyjum.

24. október 1975:24. október 1975:24. október 1975:24. október 1975:24. október 1975: Sjónvarps-útsendingar í lit hófust hér á

landi þegar hætt var aðgera ráðstafanir til að ,,fjar-

lægja lit af myndsegulbönd-um“, eins og segir í Ársskýrslu

Ríkisútvarpsins.25. október 1947:25. október 1947:25. október 1947:25. október 1947:25. október 1947: Kvik-myndasýningar hófust í

Austurbæjarbíói, sem þá varstærsta samkomuhús lands-ins og rúmaði 787 manns í

sæti. Nafni bíóisins var síðanbreytt í Bíóborgin.

26. október 1961:26. október 1961:26. október 1961:26. október 1961:26. október 1961: Eldgoshófst í Öskju í Dyngjufjöllum.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Austlæg eða breytileg átt,5-10 m/s. Víða él og hiti í

kringum frostmark, en skúrirvið suðuströndina. Hiti 1-5 stig.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Útlit fyrir vaxandi austan og

NA-átt með slyddu eða snjó-komu. Hiti í kringum frostmark.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Útlit fyrir hvassa norðanátt

með snjókomu eða slyddu.Hiti í kringum frostmark.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 15: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 1515151515

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

smáarTil sölu eða leigu er Túngata 12á Ísafirði, neðri hæð. Upplýsing-ar í síma 896 3368.

Til sölu eru snjódekk og álfelg-ur undan Toyota LandCruiser120. Passar undir fleiri tegundir.Uppl. í síma 893 4711.

Kvótar í innfjarðarrækju í Arn-arfirði og Ísafjarðardjúpi hafaverið ákveðnir og úthlutað á skip.Í Arnarfirði verður leyft að veiða250 tonn en kvótinn í Ísafjarðar-djúpi er um 750 tonn. Í fyrra varkvótinn í Arnarfirði um 200 tonnþannig að þar er um lítilsháttaraukningu að ræða.

Endanlegur kvóti í Ísafjarðar-djúpi á síðasta fiskveiðiári var íkringum 1.150 tonn en meðan ávertíðinni stóð var kvótinn auk-inn úr 860 tonna upphafsúthlut-un.

750 tonn í Djúpinu

Mjólkurvinnslan Arna í Bol-ungarvík hlaut í dag Fjöregg Mat-væla- og næringarfræðafélagsÍslands. Fjöreggið er veitt fyrir-tækjum og stofnunum sem sýnthafa frumkvæði og skarað framúr á matvæla- og næringasviði.Arna hóf starfsemi í Bolungarvíkí ágúst í fyrra og framleiðir ein-ungis laktósafríar vörur.

Arna er eitt af örfáum fyrir-tækjum á mjólkurmarkaði semekki er innan vébanda MS. Síð-ustu vikur, eftir að meint sam-keppnisbrot MS, komust í há-mæli hafa neytendur í auknummæli sótt í vörur Örnu og meðþví kjósa neytendur með budd-unni.

Arna fékk Fjöreggið

Ný stjórn Vesturferða var kos-inn á hluthafafundi fyrirtækisinsfyrir stuttu. Nýir inn í stjórn eruJón Páll Hreinsson, Salvar Bald-ursson, Sigríður Kristjánsdóttir.Keran Stueland Ólason og IngiÞór Guðmundsson sitja áfram ístjórn. Stjórnin skipti með sérverkum og er Salvar stjórnarfor-maður.

„Þetta var komið gott, ég var ístjórn í þrjú ár og nú ætla ég aðnýta tímann í að stjórna mínufyrirtæki. Ég fer sáttur frá borði.Á þessum þremur árum breyttustVesturferðir úr því að vera fyrir-tæki sem var rekið með krónískutapi í að sýna hagnað á hverju ári.Í fyrra var fyrirtækið rekið með8,6 milljóna króna hagnaði ogfyrirtækið stendur þannig í dagað það á fyrir skuldum sínum fjór-falt,“ segir Guðmundur H. Helga-son fyrrv. stjórnarformaður.

Salvar nýrstjórnarformað-ur Vesturferða

Page 16: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 23. október 2014 ... · 2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 SNJÓMOKSTUR Á HAFNARSVÆÐI Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í

1616161616 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014