Ármann dan lokaskil

133
Hugvísindasvið Milli steins og sleggju Eru allar steinsleggjur fiskasleggjur? Ritgerð til MA-prófs í fornleifafræði Ármann Dan Árnason Maí 2018

Upload: others

Post on 16-May-2022

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ármann Dan Lokaskil

Hugvísindasvið

Milli steins og sleggju

Eru allar steinsleggjur fiskasleggjur?

Ritgerð til MA-prófs í fornleifafræði

Ármann Dan Árnason

Maí 2018

Page 2: Ármann Dan Lokaskil
Page 3: Ármann Dan Lokaskil

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Fornleifafræði

Milli steins og sleggju

Eru allar steinsleggjur fiskasleggjur? Ritgerð til MA-prófs í fornleifafræði

Ármann Dan Árnason

Kt.: 040481-3119

Leiðbeinandi: dr. Steinunn Kristjánsdóttir Maí 2018

Page 4: Ármann Dan Lokaskil

1

Ágrip

Þessi ritgerð er einskonar skrá (e. catalogue) yfir þær steinsleggjur (sleggjuhausa) sem

fundist hafa við fornleifauppgröft hér á landi. Reynt er að varpa ljósi á hvort allir þessir

sleggjuhausar séu af fiskasleggju eins og þeir eru yfirleitt skráðir eða hvort um aðra

tegund af sleggju sé að ræða. Einnig verður leitast við að sjá hvenær framleiðsla á

steinsleggjum hófst og hvort sjá megi mun í aukningu í notkun þeirra. Fyrst verður farið

yfir aðferðafræði sem og afmörkun efnis sem notaðar voru við þessa rannsókn. Þá er

stuttlega farið yfir þær steinsleggjur sem notaðar voru hér á landi og tilgang þeirra. Þeir

rannsóknarstaðir þar sem steinsleggjuhausar hafa fundist eru taldir upp og greint frá

hvort um sleggjuhaus sé að ræða og þá af hvaða gerð. Að lokum verður farið yfir

úrvinnslu rannsóknarinnar og niðurstöður kynntar.

Abstract

This thesis is a catalogue for stone hammers (the head of the hammer) that have been

found in archaeological excavations in Iceland. An attempt was made to discover if all

those stone hammers are indeed fish hammers, as they are usually recorded, or if they

are of another hammer type. Furthermore, there will be a study to see when the

hammers first came into use and if there is an increase in their usage at a particular point

in time. Firstly there will be a short description of the methodology and restrictions used

in this research. Secondly there will be a short entry of which stone hammers were used

here in Iceland and how they were used. The research areas in which stone hammers

have been found are listed and revealed if the find is of a stone hammer or not and then

what type of a stone hammer. Lastly a discussion of the data processing and the results

are presented.

Page 5: Ármann Dan Lokaskil

2

Formáli:

Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðuðu mig við skrif þessarar ritgerðar. Fyrst ber að

nefna leiðbeinanda minn, dr. Steinunni Kristjánsdóttur. Fyrir þá aðstöðu sem ég hafði á

Fornleifafræðistofunni, aðgang að gagnasöfnum og gagnlegar ábendingar og ráð frá

Bjarna F. Einarssyni og Kristjáni Mímissyni. Hjá Fornleifastofnun Íslands ber að þakka

starfsmönnum þar fyrir aðstoð, gögn og ábendingar og þá sérstaklega þeim Guðrúnu

Öldu Gísladóttur og Huldu Björk Guðmundsdóttur. Þjóðminjasafni Íslands þakka ég

fyrir aðstoðina og þá sérstaklega þeim Ármanni Guðmundssyni og Hrönn

Konráðsdóttur. Hjá Borgarsögusafni vil ég þakka Önnu Lísu Guðmundsdóttur, Ómari

Vali Jónassyni og Margrét Jóhannsdóttir fyrir aðstoðina á Árbæjarsafni og Sigurlaugi

Ingólfssyni fyrir upplýsingar í sambandi við aflsteina. Guðrúnu Helgu Jónsdóttur hjá

Byggðasafninu á Skógum vil ég þakka fyrir aðstoðina við gagnaöflun og hjálp við

rannsókn á gripum sem þar eru. Einnig þakka ég Ragnheiði Traustadóttur fyrir

upplýsingar úr rannsóknum sem hún hefur annast, Sólrúnu Ingu Traustadóttur fyrir

upplýsingar um gripi sem komið hafa úr nemendauppgröftum á vegum Háskóla Íslands,

Jakobi Orra Jónssyni og Kevin Martin fyrir upplýsingar um gripi sem komið hafa úr

rannsóknum þeirra. Ekki má gleyma að þakka Rannveigu Þórhallsdóttur og systur minni

Hólmfríði Árnadóttur fyrir yfirlestur á ritgerð, gagnlegar ábendingar og föður mínum

Árna Dan Ármannssyni fyrir aðstoð á útreikningum og excel vinnu. Að lokum vil ég

þakka eiginkonu minni Maríu Óskarsdóttur fyrir þolinmæði og stuðning á meðan ég var

að heiman við skoðun á gripum og við skriftir.

Page 6: Ármann Dan Lokaskil

3

Efnisyfirlit 1. Inngangur 62. Aðferðir og afmörkun 73. Fyrri rannsóknir á steinsleggjum 94. Steinsleggjur og aðrir steinar með gati 9

4.1 Fiskasleggjur ...................................................................................................................... 94.2 Veggjahnyðja .................................................................................................................... 104.3 Þökuhnallur ...................................................................................................................... 114.4 Garðsleggja ....................................................................................................................... 114.5 Aflsteinar .......................................................................................................................... 114.6 Steðjasteinn ...................................................................................................................... 12

5. Steinsleggjur í daglegu lífi 125.1 Mataræði .......................................................................................................................... 125.2 Orðafar ............................................................................................................................. 14

6. Steinsleggjur erlendis 156.1 Grænland .......................................................................................................................... 156.2 Færeyjar ........................................................................................................................... 156.3 Skandinavía ...................................................................................................................... 166.4 Bretlandseyjar .................................................................................................................. 16

7. Íslenskar steinsleggjur 177.1 Aðalstræti 14–18 .............................................................................................................. 187.2 Aðalstræti 18 .................................................................................................................... 187.3 Alþingisreiturinn .............................................................................................................. 197.4 Arnarhóll .......................................................................................................................... 267.5 Arnarstapi ........................................................................................................................ 277.6 Bergþórshvoll ................................................................................................................... 287.7 Bessastaðir ........................................................................................................................ 317.8 Breiðavík á Tjörnesi ........................................................................................................ 377.9 Búðarárbakki ................................................................................................................... 387.10 Bygggarðsvör .................................................................................................................. 407.11 Bær í Borgarfirði ........................................................................................................... 417.12 Forna-Lá ......................................................................................................................... 417.13 Gásir ................................................................................................................................ 427.14 Gilsbakki ......................................................................................................................... 427.15 Gufuskálar ...................................................................................................................... 437.16 Hamar í Hegranesi ......................................................................................................... 45

Page 7: Ármann Dan Lokaskil

4

7.17 Helgafell .......................................................................................................................... 457.18 Hlið á Álftanesi ............................................................................................................... 467.19 Hofsstaðir í Garðabæ .................................................................................................... 477.20 Holt við Eyjafjöll ............................................................................................................ 487.21 Hólar í Hjaltadal ............................................................................................................ 497.22 Hrafnseyri ....................................................................................................................... 517.23 Keldur ............................................................................................................................. 527.24 Keldudalur ...................................................................................................................... 537.25 Kirkjubæjarklaustur ..................................................................................................... 537.26 Kópavogsþingstaður ...................................................................................................... 567.27 Landsímareiturinn ......................................................................................................... 577.28 Laufásbær ....................................................................................................................... 587.29 Leirvogstunga ................................................................................................................. 587.30 Mosfell ............................................................................................................................. 607.31 Munkaþverá ................................................................................................................... 617.32 Nes við Seltjörn (Nesstofa) ............................................................................................ 617.33 Reyðarfell/Húsafell 2 ..................................................................................................... 667.34 Reykholt .......................................................................................................................... 677.35 Sandártunga ................................................................................................................... 737.36 Skálholt ........................................................................................................................... 747.37 Skógar í Fnjóskadal ....................................................................................................... 767.38 Skógtjörn ........................................................................................................................ 777.39 Skriðuklaustur ............................................................................................................... 777.40 Skútustaðir ..................................................................................................................... 817.41 Stóra-Borg ...................................................................................................................... 817.42 Stórasel ............................................................................................................................ 877.43 Stóra-Seyla ...................................................................................................................... 877.44 Suðurgata 3-5 ................................................................................................................. 887.45 Tjarnarbíó ...................................................................................................................... 897.46 Urriðakot ........................................................................................................................ 897.47 Varmá ............................................................................................................................. 907.48 Vatnsfjörður ................................................................................................................... 917.49 Viðey ................................................................................................................................ 957.50 Vík ................................................................................................................................. 111

8. Úrvinnsla 1139. Niðurstöður 115

Page 8: Ármann Dan Lokaskil

5

10. Heimildaskrá 11710.1 Ritheimildir .................................................................................................................. 11710.2 Óútgefnar heimildir ..................................................................................................... 12810.3 Vefheimildir .................................................................................................................. 12910.4 Myndaskrá .................................................................................................................... 130

Viðaukar 130Viðauki 1 ............................................................................................................................... 130Viðauki 2 ............................................................................................................................... 130

Page 9: Ármann Dan Lokaskil

6

1. Inngangur Steinsleggjur hafa fundist við fornleifarannsóknir víðsvegar um heim, frá mörgum

mismunandi þjóðarbrotum og tímaskeiðum í mannkynssögunni. Þó hefur minna borið á

steinsleggjum í mannvistarlögum frá járnöld, miðöldum og eftir iðnbyltinguna. Það á þó

ekki við um Ísland. Hér á landi finnast steinsleggjur oft við fornleifarannsóknir og

virðast hafa verið nokkuð algengar. Í uppgraftaskýrslum er gjarnan talað um

fiskasleggju/fiskisleggju eða bara sleggju en þá vakna upp nokkrar spurningar: Hvenær

hefst framleiðsla á þeim? Hafa þær alltaf verið jafn algengar eða má sjá breytingu í

notkun þeirra í tíma? Má sjá gerðfræðilega breytingu á þeim? Eru þetta allt

fiskasleggjur eða voru notaðar annars konar sleggju samhliða? Ef svo er, hvernig

sleggjur voru það? Hvað má lesa úr því? Það er því markmiðið með þessari rannsókn

að leitast við því að svara þessum spurningum eftir fremsta megni.

Page 10: Ármann Dan Lokaskil

7

2. Aðferðir og afmörkun Hvað þarf að vera til staðar svo að hægt sé að kalla tiltekin grip „sleggju”? Samkvæmt

íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon er sleggja samsett úr haus og

skafti eða „Sleggja kv. ‘stór slaghamar...” (1989, bls. 890). Þar sem nær

undantekningarlaust finnast eingöngu sleggjuhausarnir en ekki skeftin, þá mun hér

verða notast við steinsleggjuhausa/sleggjuhausa frekar en steinsleggjur/sleggjur.

Við upphaf rannsóknar var byrjað að leitað í Sarpi – menningarsögulegt

gagnasafn og fyrirspurnir sendar til: Borgarsögusafns Reykjavíkur,

Fornleifafræðistofunnar, Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminjasafn Íslands,

Náttúrustofu Vestfjarða og annarra sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga, hvort

steinsleggjur/fiskasleggjur hefðu fundist við fornleifarannsóknir hjá þeim. Eftir að svör

bárust var leitað í heimildum frá þeim rannsóknarstöðum þar sem

steinsleggjur/fiskasleggjur höfðu fundist. Loks var farið í gegnum gripasöfn í

geymslum: Borgarsögusafns Reykjavíkur, Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminjasafns

Íslands, Skógarsafni. Einnig voru skoðaðir gripir hjá Náttúrustofu Vestfjarða og þá sem

geymdir eru í vinnuaðstöðu námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands.

Allir sleggjuhausarnir sem voru hluti af rannsókninni voru ljósmyndaðir bæði

ofan frá og frá hlið, þeir vigtaðir, þvermáls- og hæðamældir, þá var augnvídd mæld að

ofan, neðan og fyrir miðju. Allar upplýsingar voru settar í nokkurs konar gagnagrunn í

excel og er hann hafður sem viðauki sem og ljósmyndaskrá. Við mælingu á þvermáli,

hæð og augnvídd var notast við stafrænt skíðmál og málband en stafræn vog var notuð

til að vigta þyngd sleggjuhausanna.

Þar sem markmið þessarar rannsóknar er að búa til skrá yfir jarðfundna

sleggjuhausa, ásamt því að reyna að varpa ljósi á hvenær steinsleggjur komu fyrst fram

hér á landi - hvort sjá megi aukningu í notkun á þeim og hvort allir þessir sleggjuhausar

séu af fiskasleggjum - er eingöngu notast við steinsleggjuhausa sem fundist hafa við

fornleifarannsóknir og aldursgreining liggur fyrir. Því eru sleggjuhausar sem hafa verið

gefnir söfnum og lausafundir ekki notaðir við útreikninga í þessari rannsókn. Ekki er

farið út í greiningu á steintegund sleggjuhausanna þar sem höfundi skortir þá þekkingu

en þó má segja að flestir séu úr hraungrýti og þá aðallega basalt, en ekki er búið að

efnagreina mikið af steinum hér á landi (Sólveig Beck, munnleg heimild, 26. febrúar

2018). Ástæða er til að hafa í huga að erfitt getur verið að greina með afgerandi hætti á

Page 11: Ármann Dan Lokaskil

8

milli sleggjuhausa og annarra álíka gripa svo sem netasteina og vaðsteina. Sami

gripurinn gat þjónað öllu þessum hlutverkum eftir atvikum.

Þær upplýsingar sem settar voru í gagnagrunninn voru:

• Fundarstaður

• Fundarnúmer – númer sem gripirnir fengu á uppgraftarstað eða hjá

Þjóðminjasafni Íslands.

• (H)eill eða (B)rotinn – merkt H fyrir heilann og B fyrir brotinn.

• Fjöldi – hve mörg brot voru undir sama fundarnúmeri.

• Lýsing – útlitslýsing á sleggjuhausnum.

• Þvermál (í cm) – þvermál sleggjuhausins.

• Áætlað þvermál (í cm) – Áætlað þvermál sleggjuhaussins ef hann var brotinn.

• Hæð/þykkt (í cm) - hæð sleggjuhaussins/brots.

• Augnvídd (í cm) – augnvídd sleggjuhaussins.

• Augnvídd í miðju (í cm) – Augnvídd fyrir miðju sleggjuhaussins.

• Þyngd (í g) – þyngd sleggjuhaussins/brots.

• Áætluð heildarþyngd – Áætluð heildarþyngd sleggjuhaussins ef ekki var um

heilan sleggjuhaus að ræða.

• Aldur – frá hvaða tíma er sleggjuhausinn talinn vera.

• Byggðarheiti – sú byggð sem sleggjuhausinn fannst í.

• Núverandi sveitarfélag – núverandi nafn sveitarfélagsins þar sem sleggjuhausinn

fannst.

• Varðveislustaður – sá staður sem sleggjuhausinn er nú varðveittur.

Sem fyrr segir voru allir sleggjuhausarnir, hvort sem þeir voru heilir eða brotnir,

vigtaðir og mældir. Ef ekki var unnt að mæla mesta þvermál var notast við svokallað

rimchart en það er hjálpartæki sem notað er til að mæla upprunalegt þvermál á

kringlóttum leirkersbrotum og reyndist mjög gagnlegt við að mæla steinsleggjurnar. Var

sú mæling sett í dálkinn Áætlað þvermál í cm. Ef sleggjuhausarnir voru brotnir voru þeir

engu að síður vigtaðir og jafnframt reynt að áætla heildarþyngd þeirra (sjá reitinn

Áætluð heildarþyngd).

Page 12: Ármann Dan Lokaskil

9

3. Fyrri rannsóknir á steinsleggjum Rannsóknir sem fram hafa farið á steinsleggjum erlendis hafa aðallega miðast við

sleggjur frá steinöld. Í engri þeirra hafa rannsakendur skoðað steinsleggjur frá þeim tíma

er Ísland byggðist eða síðar. Þær eiga því ekki við hér. Hins vegar hafa steinsleggjur

verið lítið eitt rannsakaðar hér á landi. Kristján Mímisson sem nú er að vinna að

doktorsritgerð um fornleifafræðilega persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr

uppsveitum Árnessýslu. Kristján fjallar m.a. um steinsleggjur/fiskasleggjur í ritgerð

sinni og heldur því fram að Þorkell (kotbóndinn) hafi verið að framleiða sleggjurnar

vegna þeirra efnismenningar sem fannst á staðnum.

Í BA-ritgerðinni Steinar í íslenskri fornleifafræði eftir Guðrúnu Jónu

Þráinsdóttur er undirkafli um sleggjur. Engar aðrar rannsóknir hefur höfundur fundið

sem farið hafa fram á steinsleggjum hérlendis.

4. Steinsleggjur og aðrir steinar með gati Flestir steinsleggjuhausar sem fundist hafa við fornleifarannsóknir hérlendis voru og eru

skráðir sem fiskasleggja en einnig aðrir gripir sem auga hefur verið höggvið í. Því er eitt

af markmiðum þessarar ritgerðar að reyna sýna fram á mismunandi gerðir af

steinsleggjum. Hér munu því koma nokkur dæmi af þessum gerðum og líka sagt frá

öðrum stórum steingripum með áðurnefndu auga en auðvelt getur verið að flokka suma

af þeim sem steinsleggjur.

4.1 Fiskasleggjur

Þegar orðinu Fiskasleggja er slegið inn í orðabok.is kemur eftirfarandi niðurstaða: „...

fiskasleggja [skilgr.] Sleggja, notuð til að berja hertan fisk til að hann verði meyr.”

Samkvæmt bókinni Orðastaður: Orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar

Jónsson (2004), á að notast við orðið fiskasleggja (bls. 521) en ekki fiskisleggja og mun

því verða notast við það hugtak í þessari ritgerð.

Fiskasleggja, sem og fiskasteinn eða barsmíðasteinn eins og hann var einnig

kallaður, er sögð hafa verið hverju heimili nauðsynleg. Jafnframt er sagt að

fiskasteinarnir hafi verið hafðir bæði utandyra og innandyra og þá í bæjardyrum eða í

búrinu, þar sem oft hafi ekki verið hægt að berja fiskinn utandyra vegna veðurs.

Ennfremur er því haldið fram að best hafi þótt að fiskasleggjur væru úr steini

(Hallgerður Gísladóttir, 1999, bls. 165; Þórður Tómasson, 1993, bls. 113).

Page 13: Ármann Dan Lokaskil

10

Fiskasleggjum lýsir Þórður Tómasson (1993) svo: „Þær eru ýmist gegnboraðar

eða boraðar í hálft. Þá víkkar gatið inn og festing fyrir skaft fékkst með því að fella

tréfleyg í það að neðan sem gekk inn í skaftið er það var rekið í sleggjuaugað”. (bls.

113-114). Þó Þórður nefni þarna að sleggjurnar hafi verið boraðar gæti hann einnig hafa

átt við að gat/auga hafi verið gert í sleggjuhausinn og þá bæði borað og höggvið.

Í rannsókninni sem Kristján Mímisson stóð fyrir á Búðarárbakka komst hann

meðal annars að þeirri niðurstöðu að Þorkell hafi notast við litla meitla til þess að búa til

augun í sleggjuhausana. Á Búðarárbakka fundust bæði heilir steinsleggjuhausar sem og

nokkrir steinar með ummerkjum að höggvið hafi verið í þá, hálfkláraðir sleggjuhausar

með kjarnanum í, steinkjarnar og einnig litlir meitlar (Kristján Mímisson, 2010, bls. 27–

29).

En til hvers var fiskasleggjan notuð? Í Íslandslýsingu Odds Einarssonar biskups er

að finna sér kafla um mataræði Íslendinga og þegar kemur að fisknum ritar hann svo: Næst á eftir mjólkurmat og kjöti af kvikfénaði er mikill hluti fæðu Íslendinga venjulegur fiskur. Er hann fyrst hertur nægilega í vindi og sól, þá barinn með lurkum eða fremur steinsleggjum, þar til hann er orðinn vel meyr, og eftir það má svo að þörfum bera hann í ákveðnum skömmtum fyrir hvern einstakan, er að snæðingi situr, og eta með smjöri sem brauðsígildi. Þessi fæða er talin hin heilnæmasta og eigi aðeins til að seðja hungrið, heldur og ágætlega til þess fallin að efla þrótt og fjör (1971, bls. 124–125).

Fyrstu rituðu heimildirnar um fiskasleggju virðast vera í Íslenzkt fornbréfasafn

(Diplomatarium Islandicum) en þar er talað um fiskasleggjur á Grenjaðarstöðum árið

1406 og á Reynistaðaklaustri 1408 (DI III, 711, 718).

4.2 Veggjahnyðja

Ein gerðin af sleggjum var hin svokallaða veggjahnyðja sem var notuð þegar hlaðnir

voru veggir en þó aðallega við snidduhleðslu og er svo lýst af Finni Jónssyni: Við veggjahleðslu voru menn mjög vandlátir um, að veggir væru vel troðnir. Þeir, er hlóðu, höfðu oftast við höndina svokallaða veggjahnyðju. Það var lítil steinsleggja, sem einkum var notuð, þegar hlaðnir voru sniddugarðar. Sniddurnar voru barðar með hnyðjunni, þar til að samskeyti þeirra hurfu að mestu. Veggjahnyðjur voru 2–3 pund að þyngd. Hausinn var kringlóttur steinn með ávölum röndum og íflatur með gati á miðjum flatveg, og gekk endinn á skaftinu í það. Eins voru steinsleggjur þær, sem fiskur var barinn með, nema þær voru miklu stærri. Þegar hlaðið var úr torfi og grjóti og moldin látin upp í vegginn, pjakkaði hleðslumaðurinn moldinni að hverjum steini með skaftinu á veggjahnyðjunni, snéri þá hausinn upp og hélt hann um skaftið fyrir neðan hausinn. Þetta sögðust menn gera til þess, að steinninn yrði fastur í veggnum, og vatn og snjór gengi síður í hann (1945, bls. 289–290).

Hugsanlegt er að sleggjur hafi einnig verið notaðar við annars konar hleðslur því þegar

Page 14: Ármann Dan Lokaskil

11

torfhús voru reist var í flestum tilvikum hlaðinn upp torfveggur bæði með innra og ytra

byrði og síðan fyllt upp í á milli byrðanna með torfsneplum og mold. Mjög mikilvægt

var að þjappa fyllinguna vel en oftast er talað um að þjappað hafi verið með fótum

(Hjörleifur Stefánsson, 2013, bls. 28). Í þessari rannsókn fundust margir meintir

fiskasleggjuhausar sem voru mjög léttir og jafnvel sléttir öðru- eða báðum megin. Því er

mögulegt að þessir tilteknu gripir hefðu verið hentugir til þjöppunar eins og lýst var hér

á undan, frekar en að berja fisk.

4.3 Þökuhnallur

Á 19. öld og í byrjun 20. aldar voru tún yfirleitt sléttuð með handafli og þá notast við

pál og ristuspaða. Á túninu var grjót tekið, grassvörðurinn ristur ofan af þúfum, mold

sléttuð og ný túnþaka lögð ofan á og þessu síðan þjappað með þungum hnalli/þökuhnalli

(Árni Björnsson og Hans Kuhn, 2003, bls. 39–40; Hjálmar R. Bárðarson, 1995, bls.

236). Margir meintir fiskasleggjuhausar sem hér voru rannsakaðir voru sennilega of

þungir og stórir til að þeir væru hentugir eða jafnvel nothæfir sem fiskasleggjur og hafi

því sennilega verið notaðir sem þökuhnallar.

4.4 Garðsleggja

Á byggðasafninu á Skógum er stór steinsleggja sem Þórður Tómasson vill meina að sé

of þung til að nota sem fiskasleggju og segir að hún hafi verið notuð til að berja niður

gaddað heytorf í heygarði á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum fyrr á tímum og nefnir hana

garðsleggju (Þórður Tómasson, 1993, bls. 114). Aðra garðsleggju er að finna á

Byggðasafninu á Skógum en hana gaf Jón Sigurðsson (f. 1888–d. 1975) og er hún frá

Eyvindahólum 1 sem eru einnig undir Eyjafjöllum og er sá sleggjuhaus hálfboraður.

Þessir sleggjuhausar eru mjög þungir og miklir og gætu jafnvel verið notaðir sem

þökuhnallar.

4.5 Aflsteinar

Í Íslenskri orðsifjabók er aflsteini lýst svo: „2 afl k. ‘eldstæði í smiðju; veggurinn sem

aflhólkurinn kemur í gegnum; eldholið’” (Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989, bls. 4). Þá

má spyrja hvernig tengist aflsteinn þessari rannsókn? Aflsteinar eru jú steinar með gati

en þeir eru mismunandi í laginu. Aflsteinar sem fundust við Suðurgötu 3–5 (S3–5–668A

og B, S3–5–546, S3–5–566) voru upphaflega stórir og flatir en aflsteinninn frá

Bergþórshvoli (10281a) var lítill og einskonar hólkur, en aflsteinninn frá Stöð í

Page 15: Ármann Dan Lokaskil

12

Stöðvarfirði (2016–49–155) var frekar kúlulaga. Allir eiga þeir þó eitt sameiginlegt og

það er að augað er strýtulaga.

Margar smiðjur hafa komið í ljós við fornleifarannsóknir hér á landi og

smiðjuaflar fundist, gjall sem og annars konar gripir sem tengjast járnsmíði en það sem

kannski merkilegast er, er að mjög fáir aflsteinar hafa fundist eða verið teknir sem

gripir. Hugsanlega hafa einhverjir slíkir verið skráðir sem fiskasleggjur eða jafnvel

draglóð en þetta þyrfti að rannsaka betur. Nokkrir meintir sleggjuhausar sem voru

skoðaðar fyrir þessa rannsókn gætu því verið aflsteinar.

4.6 Steðjasteinn

Við fornleifarannsókn á smiðju í Keldum á Rangárvöllum fannst einn steðjasteinn en

hann var fremur kantaður með holu fyrir miðju, 5 cm í þvermál þar sem steðjinn hafði

setið í (Guðmundur Ólafsson og Ragnheiður Traustadóttir, 2009. bls. 5).

5. Steinsleggjur í daglegu lífi Hvaða not var fyrir fiskasleggjuna og hvernig hafði hún áhrif á okkur hér áður fyrr? Svo

virðist sem hún hafi verið hið mesta þarfaþing hér áður fyrr og verið til á hverjum bæ,

bæði til einkanota og vegna viðskipta. Svo mikil áhrif virðist hún hafa haft að

fiskasleggjan og notkun hennar festist í málfari okkar Íslendinga. Hér verður lítillega

sagt frá því hversu mikilvæg hún var og komið með dæmi hvernig hún verður hluti af

daglegu lífi hérlendis.

5.1 Mataræði

Harðfiskurinn eða skreiðin, sem var algengasta heitið á hertum fisk hér áður fyrr, hefur

fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar og verið landanum mjög mikilvægur eins og Jónas

Jónasson ritar „Yfir höfuð var fiskurinn, harðfiskurinn, aðalfæðan, og fádæmis ósköp,

sem af honum eyddust á stórum heimilum. Enda var þar svo, að mann þurfti til þess að

berja fisk...” (2010, bls. 36). Oft var það svo á mannmörgum sveitabæjum að sérstakir

menn sáu um það verk og voru þeir þá kallaður barsmíðarmenn eða

fiskabarsmíðarmenn. Árið 1574 voru tveir slíkir á Hólum, þá var einnig þekkt að konur

jafnt sem karlar væru látin berja fisk. Svo mikilvæg var skreiðin að ef hana skorti gat

það valdið því að stytta þyrfti skólaárið eins og gerðist á Hólum og Skálholti árið 1698

(Lúðvík Kristjánsson, 1987, bls. 319–320). Skreiðin var ekki eingöngu notuð til

Page 16: Ármann Dan Lokaskil

13

manneldis því beinin úr hertum þorskhausum, sem ekki nýttust til matar, voru barin og

gefin búfénaði og þá sérstaklega hestum. Þá voru unglingar notaðir til að berja fisk,

bæði úti og inni og jafnvel í baðstofunni en þá sátu þeir í rúminu og hvíldi steðjinn á

lærum þeirra (Lúðvík Kristjánsson, 1987, bls. 414). Varla hefur það verið þungur

sleggjuhaus sem notaður var til slíkra verka.

Skreiðin var þó ekki eingöngu mikilvæg neysluvara heldur einnig útflutningsvara

því um árið 1300 opnuðust skreiðarmarkaðir í Evrópu og útflutningur á henni hófst. Á

meðan hallæri voru í landinu eru heimildir um að fólki hafi þótt nóg um slíkan

útflutning „Eigi uilium ver at mikil skreið flytiz heðan meðan hallæri er i landinu.“ (DI

II, bls. 287). Meginástæðan fyrir þessum mikla útflutningi var fastan því þá þurfti fólk

að varast „…kjöt ferfætlinga og líka sumra fugla á aðventu og lönguföstu og

miðvikudögum, föstudögum og laugardögum og að kvöldi helgidaga dýrlinga, einkum

postulanna og Maríu. Í staðinn var mælt með fiskneyslu en til greina kom að leggja sér

fleira til munns” (Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, 2017, bls.

82) og jafnframt er bent á að „Þegar fisks var einkum neytt, á aðventu og lönguföstu, í

desember og á útmánuðum, var dauft yfir veiðum og verslun með fisk. Þá kom sér vel að

hafa birgt sig upp af hertum fiski og söltuðum” (Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og

Anna Agnarsdóttir, 2017, bls. 85).

Útflutningur gerðist fyrirferðameiri á 15. og 16. öld og hefur staðið síðan. Ekki

voru þó allir sólgnir í þennan harða fisk okkar og gæti það hafa verið vegna þeirra vinnu

sem þurfti til að mýkja hann fyrir átu. Margir kusu skreiðina frá Noregi en hún var

verkuð öðruvísi en okkar og mun mýkri. Skreiðin í Norður–Noregi var þurrkuð á rám

eða í hjalli og voru flökin samföst á sporðinum eins og síðar var gert hér á landi og var

fiskurinn því mýkri. Á þessum tíma var skreiðin hér á landi flött út og þurrkuð á

grjótgörðum og var því mun harðari (Lúðvík Kristjánsson, 1987, bls. 317, 319–320,

414; Hallgerður Gísladóttir, 1999, bls. 165; Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og

Anna Agnarsdóttir, 2017, bls. 23, 85, 143, 163–164; Helgi Skúli Kjartansson, Halldór

Bjarnason og Guðmundur Jónsson, 2017, bls. 40). Í heimildum frá síðmiðöldum um

skreið á Bretlandseyjum er þess getið að skreiðin var barin áður en hún var lögð í bleyti

og þá með hamri (e. mallet) (Kurlansky, Mark, 1998, bls. 61). Engar upplýsingar eru

tiltækar um gerð þessara hamra en hugsanlegt er að þetta hafi verið viðarhamar eins og

voru notaðir í Frakklandi (Kurlansky, Mark, 1998, bls. 239). Í Þýskalandi voru notaðar

myllur til að berja skreiðina (Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir,

2017, bls. 161–163) sem svipar til þófaramylla en þó mun minni.

Page 17: Ármann Dan Lokaskil

14

5.2 Orðafar

Sleggjur koma fyrir í málsháttum og hugtökum og var eitt slíkt einmitt notað í titli

þessarar ritgerðar eða milli steins og sleggju. Þar er átt við að bæði er hægt að vera eða

lenda milli steins og sleggju, mun það benda til þess að einstaklingurinn sé í

vandræðum (Jón Hilmar Jónsson, 2002, bls. 798) eða „Vera illa settur, eiga von á

aðsókn úr tveimur áttum” (Sölvi Sveinsson, 1995, bls. 111). Í bók sinni Sjósókn og

sjávarfang ritar Þórður Tómasson (1993, bls. 114) að gömul gáta sé til um fiskasleggju

og hljómar hún svo:

„Áðan sá ég úti snót uggadýrið stanga.

Auga hefur í því fót, Á vill höfði ganga.”

Einnig eru til málshættir og orðtök sem fjalla um barinn fisk eins og „Lýist fiskur, ef

lengi er barinn” (Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson, 1961, bls. 85) og máli

skipti hvernig hann var barinn „Berðu mig fyrst utan og aftan, þá mun ég ekki verða þér

erfiður í hnakkann” (Lúðvík Kristjánsson, 1987, bls. 320) og svo hversu hratt hann var

snæddur eftir að hafa verið barinn „Þá er hver fiskur farinn, þegar hann er barinn” eða

„Búinn er barinn fiskur” (Lúðvík Kristjánsson, 1987, bls. 320–321).

Séra Hallgrímur Pétursson ritar um harðfisk í Fiskætasálmi sínum:

„...Þorskurinn, sem í þaranum þrífst þrefaldur út úr roðinu rífst, frá ég hann margan fylli. Þorskinn, roskinn, rifinn, harðan, rétt óbarðan ráð er bezta að bleyta í sýru á borð fyrir presta. (Hallgrímur Pétursson, 1944, bls. 349).

Þarna segir Hallgrímur frá því að best sé að bleyta harðfiskinn í sýru og á hann þá

væntanlega við lútfisk, það þótti og þykir enn fínn matur í Skandinavíu og hugsanlegt er

að svoleiðis fisk hafi þótt fínt að bera „á borð fyrir presta” eins og segir í sálminum en

ekki barinn eins og almúginn át. Nánar er fjallað um lútfisk í kafla 6.2 hér aftar.

Því má segja að fiskasleggjur og notkun þeirra virðist hafa verið það algeng/ar að

orðtök, málshættir og gátur hafi orðið til og fest í málinu.

Page 18: Ármann Dan Lokaskil

15

6. Steinsleggjur erlendis Steinsleggjuhausar hafa fundist við uppgrefti erlendis á minjum frá járnöld og síðar,

enda þótt þeir hafi lítt verið rannsakaðir. Þeir virðast þó vera sjaldgæfir. Hér verður hér

komið með nokkur dæmi af slíkum fundum.

6.1 Grænland

Í bók Aage Roussell Farms and Churches in the mediaeval Norse settlements of

Greenland fjallar Roussell um þær fornleifarannsóknir sem hafa verið gerðar á

Grænlandi og ná þær rannsóknir til ársins 1939. Í þeim rannsóknum er hvergi minnst á

að steinsleggjur, eins og hér er um fjallað, hafi fundist en alls voru rannsakaðir 274

staðir (Roussell, A, 1941, bls. 3–6, 12).

Árið 2005 kom út bókin Grønlands Forhistorie í ritstjórn H. C. Gulløv og eins

og nafnið gefur til kynna, þá fjallar hún um forsögu Grænlands allt til ársins 1900. Þar á

meðal er skrifað um verkmenningu bæði fyrr og eftir að Evrópubúar fluttust þangað en

hvergi er minnst á þær sleggjur sem hér er um fjallað.

Á árunum 2005–2006 fóru fram fornleifarannsóknir við Quassiarsuk í samstarfi

við Náttúrustofu Vestfjarða og nokkra erlendra háskóla og stofnanna. Einn sleggjuhaus

fannst við rannsóknina og kom hann úr öskuhaug en elstu lögin úr honum eru talin vera

frá því um árið 1000 og þau yngstu frá því um 1300 eða litlu síðar. Þó er tekið fram að

grafið hafði verið þarna áður, mikið var af hreyfðum lögum og gripir sem þarna fundust

eins og t.d. naglar breyttust lítið frá miðöldum og fram á þá 19. (Ragnar Edvardsson et

al. 2007, bls. 7, 11, 13–14, 66). Engar myndir, mál eða lýsing á sleggjuhausnum eru í

skýrslunni og því er erfitt að segja til um hvernig sleggjuhaus var þarna á ferð.

6.2 Færeyjar

Í bréfaskriftum við Símun V. Arge hjá Þjóðminjasafni Færeyja, kom í ljós að fundist

hafa tveir hugsanlegir sleggjuhausar. Annar er lausafundur frá miðaldakirkju tóftunum

Bønhústoft en hinn fannst við fornleifarannsókn í Uppistovubeitinum í Leirvík í

miðaldabyggð sem er aldursgreind til 12.–14. aldar. Steinsleggjur virðast vera það

sjaldgæfur fundur að ekki var vitað nákvæmlega hvaða gripir þetta voru og voru þeir

því skráðir sem kljásteinn? (f. kljásteinur) eða lóð fyrir bor (f. Krintalarennil) (Arge,

Símun V., 1997, bls. 27; S. V. Arge, munnleg heimild 16.03.2018 og 22.03.2018). Eftir

Page 19: Ármann Dan Lokaskil

16

að hafa fengið ljósmynd, teikningu og mælingar af gripnum frá Leirvík má sjá að þetta

er fiskasleggjuhaus.

6.3 Skandinavía

Ekki hefur höfundur fundið neinar heimildir um að steinsleggjuhausar frá því á tímum

Íslandsbyggðar hafi heldur fundist í fornleifauppgröftum í Skandinavíu.

Það þykir kannski sæta undrun að fiskur hafi ekki verið barinn í Noregi, þar sem

fiskur hefur verið þurrkaður í meira en þúsund ár, bæði til neyslu en einnig sem

útflutningsvara og þá til Englands og V-Evrópu allt frá 9. öld. Mögulegt er að

Norðmenn hafi frekar kosið að nota járnsleggju við slíkt verk en þó gæti það einnig

stafað af öðruvísi framleiðslu á skreið eins og kom fram í kaflanum Matarræði hér á

undan eða vegna þess hvernig hans var neytt. Þurrkaður fiskur var þar lagður í lút

(vítissóda) og látin liggja þar í nokkra daga og síðan í fersku vatni í einn til þrjá daga, en

þá verður hann nánast eins og áður en hann var þurrkaður. Eftir að hafa verið

meðhöndlaður var hann eldaður og kallaður lútfiskur (n. lutefisk) og þótti hæfa kóngum.

Ein af ástæðum þess þetta var gert var til að losna við að þurfa að berja fiskinn með

hamri (sleggju), sem er mikið verk. Lútfisks er neytt í Skandinavíu enn þann dag í dag

og er talinn vera ein af elstu og vinsælustu matarvenjum í Noregi og til hátíðarbrigða

eins og á jólum og páskum. Upphaf þessara matreiðslu má rekja til kaþólskra tíma í

Noregi sem var frá c. 1050–1536 en fisks mátti neyta á föstunni. Lútfisks er einnig neytt

í Svíþjóð og í hluta af Finnlandi (Riddervold, A., 1990, bls. 21–24, 28–30, 36).

6.4 Bretlandseyjar

Á árunum 2006–2010 fóru fram fornleifarannsóknir á Norður-Hjaltlandseyjum og var

það verkefni kallað Viking Unst. Á meðal þeirra staða þar sem uppgröftur fór fram voru

Belmont og Upper House en þar eru leifar af víkingaalda minjum sem og síð-norrænum,

(e. Late Norse) en svæðið var í notkun til 11.–13. aldar. Við uppgröftinn í Belmont

fundust steinsleggjur en ekki er tilgreint nánar um aldursgreiningu þeirra, hve margir

þeir voru eða lýsing á þeim (Turner, V.E., Bond, J.M. og Larsen, A., 2013; Larsen, A og

Dyhrfjeld-Johnsen, M.D., 2013, bls. 194; Outram, Z og Batt, C.M. 2013, bls. 213–216).

Í uppgreftinum við Upper House fannst ein steinsleggja (Batey, C. og Bashford, D.,

2008, bls. 31–34) en engin frekari lýsing er á gripnum.

Page 20: Ármann Dan Lokaskil

17

7. Íslenskar steinsleggjur Steinsleggjuhausarnir (framvegis notast við sleggjuhausa) sem hér eru til umfjöllunar,

komu frá 50 stöðum víðsvegar um landið. Allt í allt voru því 898 meintir sleggjuhausar

skoðaðir við þessa rannsókn Heimildir eru fyrir fleiri steinsleggjum en fundust við leit,

þar sem 56 af þeim sleggjuhausum sem greint er frá í heimildum fundust ekki við leit í

rannsókninni. Hér á eftir kemur listi yfir þá staði þar sem sleggjuhausar hafa fundist sem

og upptalning og lýsing á þeim.

Page 21: Ármann Dan Lokaskil

18

7.1 Aðalstræti 14–18

Veturinn og vorið 2000–2001 og sumarið 2003, stóð Fornleifastofnun Íslands ses. að rannsóknum við Aðalstræti 14–18 vegna framkvæmda sem

þar voru fyrirhugaðar og fannst þar skáli frá 9.–10. öld og er hann nú til sýnis á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16. Einnig fundust minjar frá

18. öld, á tímum Innréttinganna, en í þeim mannvistarlögum fundust tveir sleggjuhausar árið 2001 og tveir sem eru skráðir sem lausafundir. Einn

sleggjuhaus fannst árið 2003 og er hann skráður sem lausafundur (Mehler, N. 2001, bls. 72–73, 76, 135, 151; Roberts, H.M. et al. 2004, bls. 1, 33

og 46; Guðrún Alda Gísladóttir, munnleg heimild, 13.12.2018).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm.

Í cm Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju

í cm Þyngd

í g

Áætluð heildarþ.

Í g

01-390 Um 1/4 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvíddir. 11,1 15,3 6,9 - - 919 um 3600

01-929 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augað frekar kantað. 13,3 - 6,4 5,1–5,2 3,5 728 um 2900

01-1750* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 8,5 5,1-5,6 4,3 1772 um 3600

01-1751* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið er ferkantað og verður því augnvídd að breidd gats. 18,0 - 6,9 4,2 3,7 1554 um 3200

03-1583* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,4 - 5,7 4,4-4,6 4,3 990 um 2000

7.2 Aðalstræti 18

Árið 1971 hófust fornleifarannsóknir í miðbæ Reykjavíkur á Aðalstræti 14 og 18 og Suðurgötu 3–5 í tengslum við 1100 ára afmæli

Íslandsbyggðar sem halda átti árið 1974. Tilgangur rannsóknarinnar var tilraun til að staðsetja elstu byggð í Reykjavík. Var gerður

samstarfssamningur á milli íslenskra yfirvalda og sænska þjóðminjasafnsins um framkvæmd rannsóknarinnar og var Else Nordahl fengin til að

stjórna henni. Við Aðalstræti 18 fannst skáli frá landnámi og veggur sem er frá því fyrir hið eiginlega landnám. Einnig fundust yngri minjar yfir * Lausafundur.

Page 22: Ármann Dan Lokaskil

19

svæðinu og má þar nefna ullarkofa sem sagður er hafa verið byggður um 1750 og kjallari á Davíðshúsi sem var byggt um 1830 (Nordahl, E.

1988, bls. 5, 23–24, 28–37, 110). Engir sleggjuhausar fundust við Aðalstræti 14 og fjallað verður um fundi í Suðurgötu 3–5 hér síðar.

Einn sleggjuhaus fannst hins vegar við Aðalstræti 18 og er hans ekki getið í bók Else Nordahl en í Sarpi er hann skráður og sagt að hann

sé frá 1750–1900 (http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=113765).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

Að18-17 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,9 - 8,3 4,8-4,9 3,9 1454 um 2900 7.3 Alþingisreiturinn

Á árunum 2008–2010 og svo aftur á árunum 2012–2013 fóru fram fornleifarannsóknir undir stjórn Völu Garðarsdóttur vegna fyrirhugaðra

framkvæmda við svokallaðan Alþingisreit sem er við Kirkjustræti 8 í miðbæ Reykjavíkur. Á árunum 2008–2010 skiptist rannsóknarsvæðið í

fjóra fasa: Fasi I: 1800–1950; Fasi II: 1500–1800; Fasi III: 1226–1500 og Fasi IV: 871 ± 2–1226. Þau mannvirki sem þarna fundust bentu til þess

að um athafnasvæði hafi verið um að ræða, þar sem járnvinnsla, málmsmíði, verkfæragerð, bátasmíðar, sútun, kornvinnsla, kolagerð ásamt fleiru

mun hafa farið fram. Seinni rannsóknin, sem var unnin árið 2012, var áframhald af fyrri rannsókn og fundust þar minjar frá 9.–11. öld (Vala

Garðarsdóttir, 2010, bindi I, bls. 27, 33, 56, 91; ibid, 2010, bindi II, bls. 653–655; ibid, 2013, bindi I, bls. 6).

Alls fundust 97 sleggjuhausar við rannsóknirnar en þrír þeirra fundust ekki við þessa rannsókn. Þess skal þó getið að í fundaskrá frá

seinni rannsókninni er tekið fram að tveir gripanna, númer 2012-32-2962 og 2012-32-2967 eru ekki skráðir sem sleggjuhausar heldur er sá sem

er númer 2962 skráður sem kvarnarsteinn og 2967 skráður sem lóð. Eftir að hafa skoðað þessa gripi telur höfundur að um sleggjuhausa sé að

ræða, annar af fiskasleggju (2962) en hinn (2967) er sennilega veggjahnyðja þar sem hann er fremur kantaður.

Page 23: Ármann Dan Lokaskil

20

Í Fasa I (1800–1950) fundust fimm sleggjuhausar:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-32-7

Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Brotnað hefur úr hliðinni. Byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. Aðeins unnt að mæla augnvídd þeim megin. 17,5 16,4 7,3 5,9 - 1315 um 2800

2009-32-2460 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, auga ekki fyrir miðju, slípaður/sléttur öðrum megin. 15,8 - 6,3 4,9-5,1 3,9 1506 um 3000

2009-32-2469 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr botni. 9,5 - 7 3,8-4 2,9 470 um 1000

2009-32-2471 Um hálfur sleggjuhaus, brotið úr öðrum enda, höggvinn báðum megin. 19,4 - 8,9 5,5-6,2 4,6 2514 um 5000

2009-32-2556 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,0 16,5 7,8 4,9-5,0 3,8 958 um 2000 Í Fasa II (1500–1800) fundust 44 sleggjuhausar:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-32-54 1/4 úr sleggjuhaus, brotið úr annarri hliðinni. Mjög grófur öðrum megin og sennilega klofnað þar eða í 4 parta. 15,3 16,1 6,1 2,4-5,8 4 1020 um 4000

2008-32-226 Tæplega hálfur sleggjuhaus, flísast hefur úr báðum megin út frá auga og því erfitt að mæla augnvídd þar. Höggvinn báðum megin. 18,0 - 6,7 5,5 3,3 1268 um 2700

2008-32-332

1/4 úr sleggjuhaus, mjög grófur öðrum megin og virðist hafa klofnað þar eða í 4 parta. Virðist því sem augnvídd sé jöfn alveg í gegn, ekki stundaglaslaga eins og vanalega. Brotnað hefur úr auga sömu megin og því erfitt að mæla augnvídd þar. 13,8 - 6,5 3,8 3,6 774 Um 3100

2008-32-465 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. Augnvídd er þó meiri fyrir miðju heldur en að ofan. 16,9 - 8,1 4,5 5 1677 um 3350

2008-32-771 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin. 15,1 - 4,2 5,5 3,2 673 um 1450

2008-32-772 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin. 15,1 - 6,9 5,4 3,4 926 Um 2000

2008-32-900 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,1 - 6,5 5,2-5,4 3,6 1077 um 2200

Page 24: Ármann Dan Lokaskil

21

2009-32-901 Hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 11,7 - 6,4 3,3-4,6 2,7 685 um 1400

2009-32-935 Hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 17,5 - 9,3 5-5,6 3,4 1500 um 3000

2009-32-1132 Rúmlega hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 17,5 - 7 3,7-4,0 2,6 1687 um 3300

2009-32-1133 Finnst ekki - nóv. 2017

2009-32-1135 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,2 - 5,6 3,1-3,7 2,6 636 um 1300

2009-32-1136 Hálfur, hugsanlega ókláraður sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augun mætast ekki rétt, mjög sótugur. 15,5 - 6,8 5,5-6,1 5,1 1376 um 2700

2009-32-1137 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, með að því er virðist járn fast við sig. 12,9 - 4,8 4,1-4,3 2,7 684 um 1300

2009-32-1141 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,9 - 4,3 3-3,6 2,3 632 um 1300

2009-32-1251 Tæplega hálfur sleggjuhaus. höggvinn báðum megin. 13,8 15,0 6,8 4,6 3,5 945 um 2200

2009-32-1253 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,8 - 5,9 5,3-5,6 4 1144 um 2300

2009-32-1259 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 6,1 4,9-5,2 3,3 948 um 1900

2009-32-1555 Heill sleggjuhaus í tveimur hlutum, höggvinn báðum megin. 10,1 - 3,4 3,7-3,9 2 561 um 1100

2009-32-1787 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin en ekki sameina augun. Augun hefðu orðið skökk. 14,7 - 5,8 3,7-3,9 3,2 932 um 1900

2009-32-1848 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotnað hefur úr honum öðrum megin og því erfitt að mæla augnvídd þar. Höggvinn báðum megin. 16,3 - 4,6 5-6 3,9 717 um 1800

2009-32-1878 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotnað hefur úr honum að báðum megin. Höggvinn báðum megin. 13,7 - 6,4 4,2-4,8 3 840 um 1800

2009-32-1884 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 6,5 5,4 3,4 939 um 1900

2009-32-1931 Um 1/3 af sleggjuhaus. Ekki er unnt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd að ofan og neðan. Skekkir hæðarmælingu. 19,0 - 5,8 5,3 - 1220 um 3300

2009-32-1937 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá augum og því ekki unnt að mæla augnvídd. Slípaður öðrum megin. 13,2 16,4 5,3 - - 708 um 1700

2009-32-2124

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en augað þó ekki hringlaga öðrum megin, virðist hafa brotnað við þá aðgerð. Því er aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 20,0 - 6,6 4,7 - 1399 um 2800

2009-32-2256 Um hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augun þó mjög stór. . 16,7 - 7,7 5-5,6 4,6 1384 um 2800

2009-32-2257 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, sléttur/slípaður öðrum megin. 15,4 16,4 6 4 3,3 991 um 2200

2009-32-2316 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 7,1 3,1-3,2 3,1 1234 um 2500

Page 25: Ármann Dan Lokaskil

22

2009-32-2549 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið úr hliðum og botni, erfitt að mæla augnvídd öðrum megin vegna þess. Höggvinn báðum megin. 18,0 19,0 6,6 5,3 3,7 877 um 2200

2009-32-2573 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin, kjarninn ennþá í. 15,3 - 4,8 5,5-5,6 - 856 um 1700

2009-32-2607

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin, kjarninn ennþá í. Hugsanlega verið endurnýttur sem vaðsteinn/sakka. För í enda sleggjuhaussins fyrir reipi. 18,7 - 8 5,3-5,4 - 2415 um 4800

2009-32-2628 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr botni. 14,0 - 5,1 4,9-5,2 4,1 692 um 1400

2009-32-2629 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu þegar byrjað var að höggva frá annarri hliðinni. Ekki unnt að mæla augnvídd þar. 20,6 - 6,5 5,5 - 1600 um 3100

2009-32-2630 Um 1/4 úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, ekki unnt að mæla augnvídd. 13,0 16,4 9,4 - - 1195 um 4800

2009-32-2631 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,2 - 5 4,2-4,3 1,8 470 um 950

2009-32-2648 Tæplega hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 15,0 - 6,2 4,8-4,9 2,7 786 um 1600

2009-32-2689 Hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin en flísast hefur út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd báðum megin. 13,2 - 8,5 3,4 3,1 930 um 1900

2009-32-2697 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,5 - 5 4,4 - 1179 um 2300

2009-32-2698 Hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 12,7 - 6,4 4-4,1 2,8 740 um 1500

2009-32-2699 Hálfur sleggjuhaus , höggvinn báðum megin. 10,1 - 4,7 3,9 2,4 416 um 850

2009-32-2703* Rúmlega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin, auga ekki fyrir miðju. Ferhyrndur. Gæti verið lóð. 15,0 - 5,6 3 - 1128 um 2000

2009-32-2704 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 14,3 15,0 5,5 3,8 23,7 788 um 1600

2009-32-2706 Brot úr sleggjuhaus, brotnað hefur úr hliðum og botni. Brotið út frá auga öðrum megin og því aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 14,7 15,5 5,4 4,0 3,5 637 um 1300

Í Fasa III (1226–1500) á svæði C, fannst fiskasteinn. Í kringum hann var vinnusvæði þar sem allmargir sleggjuhausar fundust eða 36 talsins, bæði

heilir og brotnir sem og leifar af sleggjusköftum og því var þetta svæði túlkað sem aðgerðarsvæði fyrir sjávarfang (Vala Garðarsdóttir, 2010, bls.

65–70).

* Hugsanlega ekki sleggjuhaus. Frekar lóð.

Page 26: Ármann Dan Lokaskil

23

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-32-330 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,7 - 7,3 4,6-4,7 2,7 1422 Um 2900

2008-32-701 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotnað hefur úr honum öðrum megin og því erfitt að mæla augnvídd þar. Höggvinn báðum megin. 15,5 - 6,4 6,4 3,6 1061 um 2500

2008-32-702 Tæplega hálfur sleggjuhaus, mikið brotið úr hliðunum. Höggvinn báðum megin. 12,6 14,0 5,9 4,5-4,6 3,4 1072 um 2500

2008-32-703 1/4 úr sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt fyrir miðju. Ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 12,4 13,0 3,8 4,5 - 583 um 2400

2008-32-706 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin. 10,1 11,0 3,8 3,1-3,3 2,2 307 um 650

2008-32-820* Hálfur sleggjuhaus - ferhyrndur? Höggvinn báðum megin. 17,7 - 7 5,8-5,9 4,8 1656 um 3300

2008-32-821 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,7 - 6,8 4,3-4,5 3,4 613 um 1250

2009-32-1260 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan og neðan. 13,1 - 6,2 4,4-4,6 3 787 um 1550

2009-32-1267 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr honum öðrum megin. Mjög sléttur/slípaður á heilu hliðinni. 15,3 - 5 3,5-4,2 2,9 844 um 1700

2009-32-1270† Sleggjuhaus, brotið úr hliðinni. Höggvinn báðum megin. 15,1 - 8,5 4,7-4,5 2,7 2112 um 2300

2009-32-1327 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 13,9 - 6,3 4,3-4,4 - 1401 um 2700

2009-32-1329 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 8,3 4,5-4,6 2,3 1520 um 3000

2009-32-1330 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,0 - 5,7 3,8-3,9 1,9 623 um 1250

2009-32-1334 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 9,5 5,4-5,6 3,1 1571 um 3100

2009--32-1376 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur út frá auga og því erfitt að mæla augnvídd öðrum megin. 14,7 - 6,5 4 2,1 1183 um 2400

2009--32-1381 Tæplega hálfur sleggjuhaus, mikið brotið úr honum, höggvinn báðum megin. 19,3 - 5,4 4,8-5,6 3,9 980 um 2200

2009--32-1382 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 7 4,7-4,9 2,8 1413 um 2800

2009--32-1385 Tæplega hálfur sleggjuhaus, mikið brotið úr honum, þ.á m. frá auga, ekki unnt að mæla augnvídd höggvinn báðum megin. 14,4 - 5,5 - 3,5 918 um 2300

* Hugsanleg hnyðja eða einhverskonar þjappari. † Er ekki skráður sem sleggjuhaus í fundaskrá en virðist þó vera það.

Page 27: Ármann Dan Lokaskil

24

2009--32-1456 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur/slípaður á annarri hliðinni. 13,2 - 5,7 3,9-4,1 2,6 1021 um 2100

2009-32-1536

Hálfur sleggjuhaus, sennilega ófullgerður. Höggvinn báðum megin en virðist sem hann hafi brotnað þegar verið var að höggva seinna augað (brotnað út frá því, ekki unnt að mæla augnvídd þeim megin). Augað er strýtulagað mest alla leiðina en mætir síðan hinu auganu. 16,6 - 7,3 5,2 4,2 1517 um 3000

2009-32-1550 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 6,9 4,9-5,0 2,8 1243 um 2500

2009-32-1554 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,4 - 5,4 3,3-3,4 2,6 469 um 1100

2009-32-1590

Hálfur ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus eða sakka/netasteinn, byrjað hefur verið að höggva báðum megin og sést kjarninn öðrum megin. Hefur þó sennilega brotnað við framleiðslu. Óreglulegur í laginu. 14,4 - 7,6 4,7 - 1264 um 2600

2009-32-1597 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr honum bæði að ofan og neðan. 15,7 - 6,3 4,3-4,6 2,8 892 um 1800

2009-32-1753 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 9,3 4,6-4,8 3,6 1595 um 3300

2009-32-1754 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 7,2 5,7-5,9 3,2 1967 um 3900

2009-32-1788

Brot af hugsanlegum sleggjuhaus. höggvinn. Ekki unnt að greina lag eða mæla augnvídd fyrir miðju. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Ekki unnt að áætla þvermál þar sem brotið er fremur kantað (engin bogi). 14,5 - 2,9 4,0 - 294 um 1200

2009-32-1856 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augun hefðu verið skökk. 17,5 19,0 7,8 4,7-5,3 3,8 1474 um 3300

2009-32-1872 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 5,6 4 2,6 669 um 1300

2009-32-1888 1/4 úr sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt fyrir miðju. Ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Hæð er einnig ekki rétt þar sem hann er klofinn. 15,0 16,4 3,3 3,8 2,7 516 um 2100

2009-32-1889 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,4 - 4,9 4,3-5,3 3,1 1060 um 2200

2009-32-1935* Brot úr lábörðum steini. Ekki sjáanlegt að höggvið hafi verið í hann. Sennilega ekki sleggjuhaus. 10,0 - 5,1 - - 519 um 2300

2009-32-2235 Um hálfur hugsanlegur sleggjuhaus. Virðist illa gerður eða mikið notaður. Höggvinn báðum megin en augun mjög stór. 17,0 - 9,5 5,5-6,5 4,4 1915 um 4000

2009-32-2693

Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina augu. Flísast hefur út frá öðru auganu og því ekki unnt að mæla augnvídd báðum megin. 17,7 - 8,6 5,7 - 2610 um 5000

2009-32-2694 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,1 - 6,9 5,1-5,5 3,2 1018 um 2000

2009-32-2716 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en augun ekki náð að sameinast. Ekki unnt að mæla augnvídd. 17,4 - 8,8 - - 1400 um 2800

* Holur eru í steininum en virðast vera náttúrulegar.

Page 28: Ármann Dan Lokaskil

25

Í Fasa IV (871±2–1226) fundust sex sleggjuhausar:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-32-894*

Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið úr annarri hliðinni. Mjög grófur öðrum megin og gæti hafa klofnað þar eða í 4 parta. Augað er strýtulagað s.s. höggvinn öðrum megin. Annars er hér um að ræða 1/4 úr sleggjuhaus. 16,4 - 4,7 3-4,7 4,2 850

um 1700 (3400)

2009-32-1589†

Ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus eða sakka/netasteinn, byrjað hefur verið að höggva báðum megin og sést kjarninn báðum megin. Hefur þó sennilega brotnað við framleiðslu (er brotinn út frá auga öðrum megin). Óreglulegur, lágbarinn, auga ekki fyrir miðju. 15,1 - 6,2 4,7-4,9 - 1599

um 1800

2009-32-1727 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 - 7,7 4-4,4 3 1211 um 2400

2009-32-1728

Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Brotnað hefur úr hliðum, höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina augun. Mjög sléttur/slípaður öðrum megin. 16,5 - 5,9 4,8-5,2 2,7 1007

um 2500

2009-32-1883 Rúmlega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, brotið úr frá auga. höggvinn báðum megin en augað ekki fyrir miðju. 14,8 - 7 4,2-4,5 3,7 1076

um 1900

2009-32-2544 Fannst ekki - nóv. 2017 Tveir sleggjuhausar voru lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2009-32-2826 Tæplega hálfur sleggjuhaus. höggvinn báðum megin. Brotnað úr botni og flísast úr að ofan. Ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 14,4 15,5 6,5 4,8 4,1 913 um 2100

2009-32-2841 Fannst ekki - nóv. 2017 * Er skráð sem lóð í fundaskrá en að mínu mati er þetta fiskasleggjuhaus. † Þar sem augað er ekki fyrir miðju og út frá lagi steinsins er líklegt að þetta hafi átt að vera lóð/sakka/netasteinn.

Page 29: Ármann Dan Lokaskil

26

Úr rannsókninni 2012 fundust fjórir sleggjuhausar. Einn þeirra var úr mannvistarlagi frá 870-880 (Vala Garðarsdóttir, 2013, bls. 82).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2012-32-2979 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 - 5,6 4,4 2,5 568 um 1150 Hinir þrír komu úr mannvistarlögum sem voru aldursgreind 9.–11. öld (ibid, 2013, bls. 77).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2012-32-2934 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,2 - 5,3 5,3-5,7 4,8 841 um 1700

2012-32-2962* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. Tvö samsíða „spor“ eru í honum öðrum megin. 14,7 - 6,8 4,4-4,6 2,5 1330 um 2700

2012-32-2967† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,1 - 7,2 5-5,5 3,5 1362 um 2700 7.4 Arnarhóll

Árið 1993 var farið í fornleifarannsókn á Arnarhóli vegna fyrirhugaðra endurbóta sem þar áttu að fara fram. Við rannsóknina komu í ljós tvö

mannvirki, hvort ofan á öðru. Efra mannvirkið hafði orðið fyrir raski vegna framkvæmda sem þarna fóru fram árið 1924 en þá var reist þar

styttan af Ingólfi Arnarsyni. Er talið að það hafi verið garður eða fjárrétt frá 19. öld. Neðra (eldra) mannvirkið var mun stærra og kom í ljós að

þarna var um leifar af torfbæ að ræða og bentu þær til þess að nú hafði Arnarhólsbýlið sjálft fundist. Þetta reyndust vera tvö bæjarhús ásamt

* Skráður sem kvarnasteinn í fundaskrá en er fiskasleggja. † Skráður sem lóð en er hugsanlega sleggjuhaus og þá hnyðja þar sem hann er fremur kantaður.

Page 30: Ármann Dan Lokaskil

27

hellulögðum bæjargöngum. Aldursgreining á gripunum sem þarna fundust gefa til kynna að rústirnar séu frá 18. og 19. öld (Ragnar Edvardsson,

1995, bls. 16–25). Fjórir meintir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

AR93-208 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ferkantað og því verður þvermál auga að breidd gats. 15,1 - 5,1 3,8-4,1 3,4 582

um 1200

AR93-601 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Óreglulegur í laginu, frekar ferkantaður. 16,1 - 5,1 3,6-3,7 2,5 1451 um 2900

AR93-672 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr honum öðrum megin. 13,5 - 5,6 3,7-3,9 3,3 628 um 1250

AR93-2076*

3/4 af hugsanlegur ófullgerður kvarnasteini. Sennilega brotnað við framleiðslu. Mjög stór og byrjað hefur verið að höggva fyrir auga báðum megin, ferkantað far og því verður þvermál auga að breidd gats. Flísast hefur úr bæði ofan og neðan. Mjög sléttur/slípaður á annarri hliðinni. 37,2 - 7,6 6,7 - 7900

um 11000

7.5 Arnarstapi

Á árunum 2016 og 2017 fóru fram fornleifarannsóknir við Arnarstapa á Snæfellsnesi undir stjórn Kevin Martin. Eru þessar rannsóknir unnar í

tengslum við doktorsverkefni hans sem ber titilinn Commodity Entanglement – The Archaeology of the Danish Trade Monolpoly 1602–1787.

Honum til aðstoðar var annar doktorsnemi, Jakob Orri Jónsson. Fyrra árið voru grafnir fimm prufuskurðir og fundust þar leifar af steingólfi tengt

einhverskonar mannvirki sem og gripir frá 17. og 18. öld. (Kevin Martin, 2017, bls. 2, 10). Árið 2017 var aftur haldið á rannsóknarstað og þá

fannst þar torfveggur og er hann einnig aldursgreindur til 17. og 18. aldar út frá gripum sem þar fundust. Mannvirkið er talið vera heimili

háttsetts einstaklings sem hafi tengst dönsku einokunarversluninni sem þá var. Þrjár sleggjur fundust við uppgröftinn og eru þær allar frá 17.–18.

öld (K. Martin, munnleg heimild, 21. febrúar. 2018).

* Hugsanlega ófullgerður kvarnasteinn þar sem hann er mjög sléttur/slípaður á annarri hliðinni en hefur sennilega brotnað við framleiðslu.

Page 31: Ármann Dan Lokaskil

28

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2017-27-8 1/4 úr sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt fyrir miðju. Ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Upprunaleg hæð er einnig ekki rétt þar sem hann er klofinn. 16,0 - 3,1 4,0 - 500 um 2000

2017-27-38 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,7 - 6,3 3,8-4,1 3,0 735 um 1500

2017-27-76 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,8 - 8,9 4,8 4,5 2023 um 4050

7.6 Bergþórshvoll

Bergþórshvolur hefur verið rannsakaður nokkrum sinnum síðustu ca. 140 árin. Fyrst var það Kristian Kålund sem gróf þar á 8. áratug 19. aldar

og nokkru seinna eða 1883 og 1885 gróf Sigurður Vigfússon þar prufuholur. Á árunum 1927–1928 og 1931 stýrði Matthías Þórðarson þar

rannsóknum og á árunum 1950–1952 stóð Kristján Eldjárn fyrir rannsóknum þar (Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson, 1952, bls. 9, 14–15). Í grein

sem birtist í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1951–1952, eftir Kristján Eldjárn og Gísla Gestsson, fjalla þeir um rannsóknir Matthíasar

Þórðarsonar frá árunum 1927–1928 en fjalla einnig um rannsóknina sem gerð var árið 1951. Þeir segja þar að frá rannsóknum Matthíasar hafi

komið fjöldi forngripa en þó ekki mjög gamlir og „alls ekki frá fornöld” (1952, bls. 40). Einnig segja þeir frá því að erfitt sé að nota gripina til að

aldursgreina gólfin eða gólfin til að aldursgreina gripina „...nema í mjög grófum dráttum” (1952, bls. 41). Af þessum ástæðum er mjög erfitt að

greina frá hvaða tíma sleggjuhausarnir sem þar fundust (39 talsins) eru en Kristján og Gísli segja þó að sleggjuhausarnir sem fundust við

rannsókn Matthíasar hafi fundist ofarlega og rita „... og virðist hin mikla notkun slíkra sleggna, sem einkum munu vera fiskasleggjur, vera ungt

fyrirbrigði” (1952, bls. 40–41). Þó fannst brot úr sleggjuhaus sem talinn er vera frá 13. öld eða eldri (ibid. bls. , 26–27, 47–48) en ekki er tilgreint

hvaða sleggjuhaus það var. Eins og áður segir þá fundust 39 sleggjuhausar við uppgröftinn. Þar af eru fjórir lausafundir sem komu inn á safnið

seinna skv. Sarpi en ellefu þeirra fundust ekki við þessa rannsókn.

Page 32: Ármann Dan Lokaskil

29

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1927-88-1 / 9379* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Mjög sléttur að neðan. 22,0 - 8,3 5,8-6,0 5,1 3018 um 6000 1927-88-18 / 9396 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-37 / 9415

Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr annarri hliðinni og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,3 - 6,5 4,3 3,3 890 um 1900

1927-88-45 / 9423

Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en brotin út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd. 16,5 - 6,7 - - 963 um 2100

1927-88-50 / 9428 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 6,7 4,5-4,9 3,7 916 um 2000 1927-88-53 / 9431 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,0 - 9,1 4,3-4,7 4,0 2373 um 4800 1927-88-63 / 9441 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,4 13,6 8,1 4,1-4,4 2,8 1153 um 2350 1927-88-67 /9445 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-75 / 9454 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 9,5 4,5-4,6 3,4 1250 um 2500 1927-88-76 / 9455

Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, mikið brotinn bæði lárétt og lóðrétt og því ekki unnt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn beggja vegna né mæla augnvídd nema á annarri hliðinni. 13,3 - 2,7 4,1 - 373 -

1927-88-92 / 9471 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,2 - 5,9 3,4-3,5 2,9 331 um 700 1927-88-102 / 9481 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 6,4 5,1-5,5 3,2 1154 um 2300 1927-88-103 / 9482 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-109 / 9488 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-128 / 9507 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,8 - 8,4 3,4-4,0 2,2 936 um 2000

* Hugsanlegur þökuhnallur vegna þess hve sléttur hann er öðrum megin og vegna þyngdar.

Page 33: Ármann Dan Lokaskil

30

1927-88-131 / 9510 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-157 / 9536 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 6,5 4,2-5,9 3,9 760 um 1500

1927-88-158 / 9537

Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotin lárétt og lóðrétt, brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 17,0 - 4,3 4,3 4,2 1005 um 3000

1927-88-160 / 9539 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 7,1 4,5-5,1 4,2 1335 um 2700 1927-88-161 / 9540 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr hliðum. 9,3 15,0 6,3 4,8-4,9 4,0 801 um 2000 1927-88-169 / 9549 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-176 / 9556* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 8,5 6,2-6,6 5,7 2778 um 5600 1927-88-184 / 9564 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-189 / 9569 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-206 / 9586 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-219 / 9599

Heill hugsanlegur sleggjuhaus, brotið úr báðum megin. Höggvin beggja vegna en ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 10,5 - 4,4 3,2 2,1 518 um 600

1927-88-266 / 9646* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 23,0 - 11,3 5,1-5,6 5,0 4205 um 8200 1927-88-267 /9647 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 8,8 3,6-3,7 3,1 1803 um 3600 1927-88-280 / 9660+

+ 1/4 úr sleggjuhaus, brotnað frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. Hugsanleg garðasleggja 18,0 23,3 10,4 - - 2488 um 10000

1927-88-281 / 9661 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 5,8 4,2-4,6 2,7 1170 um 2400

* Hugsanlega garðsleggja eða þökuhnallur eða vegna þyngdar. + Hugsanlega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 34: Ármann Dan Lokaskil

31

1927-88-300 / 9680 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,8 - 8,6 4,7 3,9 1826 um 3700 1927-88-310 / 9690

Sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 10,9 - 5,2 2,4 1,7 636 um 1400

1927-88-341 / 9721 Finnst ekki - nóv. 2017 1927-88-501 / 9881 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,9 - 8,1 4,2-4,7 2,7 1872 um 3800 1928-166 / 10315 Finnst ekki - nóv. 2017

1931-154 / 11227*

Brot af hugsanlegum sleggjuhaus. Höggvið hefur verið auga. Ekki unnt að mæla augnvídd fyrir miðju. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Ekki unnt að áætla þvermál þar sem brotið er úr hliðum. 11,3 - 3,1 3,7 - 286 -

1931-157 / 11230* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,0 - 11,2 4,7 4,0 2494 um 5000

1931-165 / 11238*

Brot af hugsanlegum sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvídd fyrir miðju. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Ekki unnt að áætla þvermál. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 9,7 - 9,2 2,9 - 453 -

1949-83 / 14113† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað strýtulaga. 20,8 - 14,3 3,9-6,2 3,5 4638 um 9300

7.7 Bessastaðir

Á árunum 1987–1996 fóru fram fornleifarannsóknir við Bessastaði á Álftanesi vegna umfangsmikilla endurbóta á staðnum. Grafið var undir gólfi

Bessastaðastofu, heimkeyrslunni, bílastæðinu og við kirkjuna. Þjóðminjasafn Íslands stóð fyrir rannsókninni. Við þetta komu í ljós

mannvistarleifar, bæði mannvirki frá landnámi og að okkar tíma, sem og grafir frá 18. og 19. öld. Sleggjuhausarnir frá 1987 voru lausafundir,

fundnir í uppfyllingu og svo fundust sjö saman í einni hrúgu fyrir utan vegg. Aðeins tveir sleggjuhausar fundust árið 1988 og var annar í hleðslu

en ekki var tekið fram við hvernig mannvirki hann fannst. Sleggjuhausarnir frá 1995 fundust flestir í gripahúsi (Hildur Gestsdóttir, 1996, bls. 4–

6, 27–112; Guðmundur Ólafsson, 2010, bls. 5, 90–91, 175, 203, 212–218; ibid, 2013, bls. 5, 71, 83, 119, 129; Sarpur.is; óbirt rannsóknargögn frá

* Lausafundir. skv. Sarpi komu þessir gripir saman inn á safn 1931 en 11227 kom úr moldun frá uppgreftinum 1927. Hinir eru sagðir hafa fundist á „s. st.” (sama stað?). † Lausafundur. Kom ásamt gripum hér að ofan. Þessi sleggjuhaus er sennilega af garðsleggju vegna stærðar og þyngdar.

Page 35: Ármann Dan Lokaskil

32

1996). Aðeins hafa komið út skýrslur frá rannsóknunum 1987, 1988 og 1995 og því eru einnig notaðar aldursgreiningar frá Sarpi en jafnframt úr

óbirtum rannsóknargögnum frá 1996. Þá var ekki unnt að skoða óbirt rannsóknargögn frá 1990, 1991 og 1992 og því falla margir sleggjuhausar

undir liðinn hér að neðan undir „Gögn ekki til staðar”.

Vítt aldursbil: (#640 er frá 9.–15. öld og #305 er frá 11.–17. öld)

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1993-64-640 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 6,5 4,6-4,8 3,7 1212 um 2400

1993-64-305* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 25,0 - 5,6 5,2 4,2 2576 um 5200

16.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1996-960-13 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. 14,3 - 5,3 4,0-4,1 2,6 875 um 1800

1996-960-29 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 7,8 4,4 3,0 1171 um 2350

1996-960-35 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. 15,5 - 8 5,4-5,5 3,6 1213 um 2450

1996-960-44

Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin, ekki hægt að sjá hvort höggvið hafi verið báðum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,1 - 3,5 3,6 - 414 um 1650

1996-960-221 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,0 - 6,7 5,0-5,2 3,3 1448 um 3000

* Sennilega þökuhnallur vegna stærðar, þyngdar og lögunar.

Page 36: Ármann Dan Lokaskil

33

16.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-384-1/7* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,9 - 8 5,5-5,6 4,3 1616 um 3200 1987-384-2/7* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,7 - 6,9 5,4-6,0 3,9 1730 um 3500

1987-384-3/7* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr honum að ofan. 15,9 - 8,7 5,3-5,6 3,8 1182 um 2400

1987-384-4/7* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr honum að ofan. 16,0 - 9,2 5,1-5,6 3,6 1644 um 3400

1987-384-5/7* Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en brotin út frá auga þannig að ekki er unnt að mæla neinar augnvíddir. 17,8 - 8 - - 1073 um 2200

1987-384-6/7*

Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin. Augun þó ferhyrnt en ekki hefur náð að sameina þau. Þvermál á augnvídd verður því lengd á gati. 18,0 - 8,4 3,2-3,4 - 1780 um 3600

1987-384-7/7*+

Tæplega hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggin báðum megin en brotið út frá öðru auga þannig að ekki er unnt að mæla augnvídd þar. Augað er þó ferhyrnt og því verður þvermál augnvíddar að lengd gats. 18,0 - 12 3,8 3,6 2725 um 6000

1993-64-308+ Brot (ca.1/4) úr hugsanlegum sleggjuhaus. Aðeins sést að höggvið hafi verið öðrum megin og gæti því hafa brotnað við framleiðslu. 23,5 31,6 6 4,0 2,4 2572 um 5150

1993-64-632 Tæplega 1/4 úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 12,1 15,0 6,8 4,4 2,5 777 um 3000

1995-377-126 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 6,3 4,5-4,7 3,4 1401 um 2800

1995-377-148 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr honum öðrum megin og út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 12,4 - 7,9 4,1 2,6 520 um 1100

1995-377-367 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,8 - 7,3 5,2-5,3 3,0 1253 um 2500 1995-377-499 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,1 - 6,2 3,3-4,4 3,1 650 um 1300 1995-377-506 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 9,5 10,8 6 3,0-3,6 2,0 432 um 1000

* Þessir voru eingöngu með ártal og rannsóknarnúmer en ekki fundanúmer og voru saman í kassa. Passar við lýsingu í skýrslu að það hefðu fundist sjö sleggjuhausar saman í hrúgu. Merkingarnar hér 1–7 eru frá höfundi þeim til aðgreiningar. + Sennilega garðsleggja vegna þyngdar.

Page 37: Ármann Dan Lokaskil

34

1995-377-528 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,7 - 6,8 3,8-4,4 3,1 1150 um 2300 1995-377-753 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr hlið. 13,7 - 6,3 4,2 2,6 1166 um 2500 1995-377-766 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 5,5 3,8 2,7 587 um 1200

16.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-384-248 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,4 - 5,5 5,3-6,9 3,8 1198 um 2400 18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-384-869 Brot (ca.1/4) úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin (bakkinn finnst), brotið út frá auga og því er ekki hægt að mæla augnvídd. 12,4 16,4 7,6 - - 828 um 3300

18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-384-906 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 15,5 5,9 4,2-4,4 3,5 783 um 1700 19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1996-960-367 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur að ofan og neðan með rúnnaðar brúnir. 23,2 - 4,7 5,9-6,2 4,6 1851 um 3700

Page 38: Ármann Dan Lokaskil

35

1996-960-368 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 15,5 - 8,3 5,0 2,8 1885 um 3800

Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-213-301 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 7,3 3,9 2,5 1127 um 2250

1988-213-306 Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, brotið út frá auga því aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 13,0 13,6 8,9 3 - 1216 um 2200

Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-384-799 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,9 - 8,5 5,6 3,9 1711 um 3400

1987-384-1159 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,7 - 7,7 3,7-3,8 2,0 1509 um 3000

1990-86-673 1/4 úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin . 14,0 15,0 6 5,1-5,2 3,9 854 um 3300 Gögn ekki til staðar:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1990-86-19 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 6,1 3,2-4,8 2,6 782 um 1600

1990-86-21 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,9 - 7,7 4,4-4,9 2,4 782 um 1600

1990-86-22 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 6,7 4,6-5,2 3,5 1392 um 2800

1990-86-23 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,8 - 8,3 4,8-4,9 2,6 1560 um 3100

Page 39: Ármann Dan Lokaskil

36

1990-86-69 Brot (ca.1/4) úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin (bakki sést), brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd. 14,0 16,4 7,2 - - 869 um 3500

1990-86-176* Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög grófur og brotið úr hliðum, hefur verið mjög stór og augað því furðu lítið. 16,0 24,5 7,2 4,1-4,4 2,2 2506 um 5500

1991-16-60 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 8,9 3,7 3,6 1636 um 3300

1991-16-61 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin „augað“ þó ferkantað þvermál verður því breidd á gati. 22,0 - 7,3 5,1 4,7 1877 um 3800

1991-16-96† Rúmlega hálfur ókláraður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin, „augað“ ferkantað. Því verður þvermál að breidd gats. 23,0 - 11,7 4,3 - 3700 um 7000

1991-16-178 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 - 6,6 4,0 2,9 585 um 1200

1991-16-237 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 6,2 4,3-4,4 3,0 973 um 2000

1992-38-502 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr honum bæði ofan og neðan. 21,5 - 6,6 4,2-4,7 3,0 1700 um 3400

Ekki í fundaskrá:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1993-64-799‡ Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, „augað“ ferkantað og brotið út frá því. Því aðeins hægt að mæla öðrum megin og mælingin verður því ekki þvermál heldur breidd á „gati“. 12,5 14,0 6,9 4 2,4 935 um 2100

1996-960-503 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 8,1 4,7-4,9 3 1520 um 3050

* Sennilega ekki sleggjuhaus. Útlitið gefur það ekki til kynna, mjög afkáralegt. Hugsanlegur netasteinn. † Hefur sennilega átt að verða garðsleggja vegna þyngdar. ‡ Þessi er merktur 799 og í Sarpi er hann sagður frá 1987 en á sýningunni á Bessastöðum er annar sleggjuhaus merktur 1987-799. Í skýrslu um uppgröftinn 1987 er á bls. 175 talað um að sleggjuhausar 1987-799 og 1993-799 séu þar en aðeins annar er þar og 1993-799 er ekki í fundaskrá.

Page 40: Ármann Dan Lokaskil

37

7.8 Breiðavík á Tjörnesi

Árið 2000 var farið í vettvangskönnun á vegum Þjóðminjasafns Íslands vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda á Tjörnesi sem settu minjar á

svæðinu í hættu. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur stjórnaði rannsókninni og voru grafin sjö snið í fimm garða og tvær tóftir. Ein þessara

tófta reyndist vera hugsanlegt jarðhýsi (Tóft SÞ–297:7) frá fyrstu öldum byggðar hér á landi og var því talið að frekari rannsókn væri þörf og fór

hún fram nokkrum dögum síðar. Við þá rannsókn kom í ljós að um niðurgrafna tóft var að ræða og við hlið hennar var önnur stærri, þó ekki

niðurgrafin. Þeir gripir sem fundust í jarðhýsinu voru ellefu kljásteinar, sleggjuhaus og tveir steinar með mannaverk á, lykill úr járni og

eldsláttutinna. Niðurstaða rannsóknarinnar var að tóftin af jarðhýsinu væri frá 10. öld og virtist það vera hluti af stærri byggingu, hugsanlega

skála líkt og á Granastöðum í Eyjafirði. Í norðausturhorni jarðhýsisins hefur sár staðið og er því talið að það hafi verið notað um tíma sem búr.

En þar sem mikið var af viðarkola- og brunaleifum í sáfarinu, bendir það til að sáfarið hafi seinna verið notað sem ofn eða eldstæði og líklegt er

því að jarðhýsið hafi seinna breytt um hlutverk og verið notað sem eldhús. (Guðmundur Ólafsson. 2001. bls. 5; 15; 17; 21–22; 24 og 32).

Einn meintur sleggjuhaus fannst við uppgröftinn:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2000-4-8

Hálfur kúlulaga steinn með höggvið strýtulaga auga. Höggvinn frá öðrum endanum og í gegn. Hefur verið í 3 hlutum en nú búið að líma saman. Með öðruvísi lagi en allir hinir sleggjuhausarnir. Notkun óviss. 6,6 - 7,8 1,3-2,7 Um 2 604 1200

Page 41: Ármann Dan Lokaskil

38

7.9 Búðarárbakki

Á árunum 2005–2009 stóð Kristján Mímisson fyrir áðurnefndum rannsóknum á Búðarárbakka í uppsveitum Árnessýslu. Árið 2004 höfðu einnig

verið grafnir könnunarskurðir í eina rústina. Á Búðarárbakka voru síðan grafnar upp bæjarrústir frá 17. öld og þar á meðal var lítil skýli sem var

verkstæði fyrir steinsleggjusmíði. Í því mannvirki fundust meðal annars steinsleggjur, sleggjukjarnar, meitlar og oddar af meitlum. Alls fundust

37 sleggjuhausar við uppgröftinn frá 17. öld og fundust þeir við áðurnefnt skýli (Kristján Mímisson, 2005, bls. 27–28; 2006, bls. 37–38; 2008,

bls. 33–34; 2009, bls. 39–41; 2010, bls. 15–19, 49–53).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2009-63-6 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,3 - 8,4 3,4-3,9 3,4 1577 um 3200

2009-63-7 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. 15,6 - 7,7 3,5-3,7 3,5 1277 um 2500

2009-63-8 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 7,8 4,2-4,5 4,0 1873 um 3750

2009-63-9 Rúmlega hálfur, ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. 14,7 - 6,9 3,3-4,0 3,3 1650 um 3200

2009-63-10 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 7,7 4,3-4,7 3,6 1659 um 3300

2009-63-11 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 17,9 - 8,4 4,2-4,4 3,2 1497 um 3000

2009-63-12 3/4 af ófullgerðum sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. Ekki unnt að mæla augnvídd í miðju. 19,5 - 8,1 4,8-5,3 - 2399 um 3200

2009-63-13 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,5 - 6,1 2,8-4,8 2,8 1169 um 2300

2009-63-20 Tæplega hálfur, ófullgerður sleggjuhaus, flísast hefur úr honum út frá auga, ofan og neðan. Höggvinn báðum megin.

18,0-21,5 - 9,1 3,6-4,1 3,4 3578 um 7500

2009-63-24 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 14,5 - 7,9 3,7-4,1 3,7 1063 um 2100

2009-63-26 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 16,6 - 6,2 5,1-5,2 4,3-4,6 1477 um 3000

2009-63-27 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,5 - 7,7 3,6-3,8 3,6 1646 um 3300

2009-63-28 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,5 - 7,1 3,2-5,0 3,2 1264 um 2300

Page 42: Ármann Dan Lokaskil

39

2009-63-29 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Flísast hefur úr botni. Höggvinn öðrum megin. 19,0 - 10,3 3,3-4,4 3,3 2295 um 4800

2009-63-32* Unninn steinn. Byrjað hefur verið að höggva í hann öðrum megin en ekki klárað. Augað ekki fyrir miðju. 15,2 - 7,7 3,9 3 1299 um 2600

2009-63-33 Brot úr ófullgerðum sleggjuhaus. Hefur verið byrjað að höggva fyrir auga, sennilega brotnað við framleiðslu. 14,7 15,5 9 4,8 - 957 um 2500

2009-63-34 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 16,2 - 8,3 3,9-4,5 3,9 1476 um 3000

2009-63-35 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 17,7 - 8,1 4,3-4,4 3,5 1364 um 2750

2009-63-38 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. 22,5 - 9,1 4,1 - 4628 -

2009-63-39 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 18,5 - 7,2 3,4-4,3 3,1-3,2 2184 um 2400

2009-63-40 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. 19,0 - 10 3,7 - 3190 -

2009-63-43 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 17,8 - 5,8 4,3 - 1270 um 2600

2009-63-46 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. Óreglulegur. Auga ekki fyrir miðju. 20,5 - 9,2 4,0 - 4295 -

2009-63-52 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. Óreglulegur. Auga ekki fyrir miðju. 21,5 - 10,1 4,0 - 3858 -

2008-63-67 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 17,3 - 8,8 4,9 5,1 2687 Um 5200

2009-63-68 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. Ekki unnt að mæla augnvídd. 17,7 18,0 10,7 - - 1857 um 3800

2009-63-72 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. Flísast hefur út frá auga og því hætt við. 17,0 - 8,5 3,3 - 2608 um 2800

2009-63-73 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 14,2 - 9,7 3,8 - 1242 um 2600

2009-63-74 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 20,0 - 6,5 3,6 - 1702 um 3400

2009-63-75 Ófullgerður sleggjuhaus. Smá ummerki eru um að byrjað hafi verið á auga. 19,1 - 8,8 - - 3108 -

2009-63-78 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,0 - 10,3 5,4 3,4 1661 um 3200

* Unninn steinn sem hefur sennilega brotnað við framleiðslu en þar sem „augað“ er ekki fyrir miðju tel ég þetta hafa átt að vera lóð.

Page 43: Ármann Dan Lokaskil

40

2009-63-84 Brot úr ófullgerðum sleggjuhaus. Hefur verið byrjað að höggva fyrir auga, sennilega brotnað við framleiðslu. 15,5 17,0 9,5 3,5 - 930 um 2200

2009-63-103 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 15,5 - 9,1 5,2 4,3 1973 um 3800

2009-63-104 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina götin/augun. 13,5 - 7,9 3 2,1-2,3 1381 um 2700

2009-63-127 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 6,8 4,2-4,6 3,7 1567 um 3100

2009-63-128 Brot (ca1/3) úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 16,5 9,9 3,9 2,7 1627 um 4800

2009-63-134 Ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin en ekki klárað. Brotnað hefur af honum. 17,0 - 9,7 4 - 3150 3500

7.10 Bygggarðsvör

Árið 2004 fór fram fornleifarannsókn við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Í þeim fólst að byggja átti

upp verstöð við vörina til minningar um umfangsmiklar sjósóknir fyrr á öldum frá Seltjarnarnesi. Margrét Hermanns-Auðardóttir sá um

rannsóknina. Tveir helmingar af meintum sleggjuhausum fundust við uppgröftinn og voru þeir báðir í veggfyllingu í hlöðnum vegg sem Margrét

telur að sé frá verbúð eða sjóhúsi frá 16. öld (Margrét Hermanns-Auðardóttir, 2005, bls. 4, 18, 20, 76).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-11-11* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotið úr honum báðum megin. 23,0 - 7,3 5,5-5,7 4,3 3140 um 6300

2010-11-27† Rúmlega hálfur hugsanlegur kvarnarsteinn, höggvinn báðum megin, mjög slípaður öðrum megin. 26,0 - 6,5 6,1-6,9 4,2 2963 um 6000

* Sennilega þökuhnallur eða garðsleggja vegna stærðar og þyngdar. † Stærðin, þyngdin og hversu slípaður hann er á annarri hliðinni tel ég þetta frekar vera kvarnasteinn heldur en sleggjuhaus.

Page 44: Ármann Dan Lokaskil

41

7.11 Bær í Borgarfirði

Árið 2013 hófst ný fornleifarannsókn, þar sem ætlunin var að skrá minjar frá þeim klaustrum sem rekin voru hér á landi á kaþólskum tíma

(1000–1550), undir stjórn dr. Steinunnar Kristjánsdóttur. Árið 2014 var farið að Bæ í Bæjarsveit og tekin könnunarskurður inn í Bæjarkirkju og

fundust þar leifar af byggingu sem hlaðin var úr grjóti og torfi og mun vera af fyrsta húsinu sem var byggt á kirkjustæðinu. Í yngri

mannvistarlögunum fannst brotinn steinn sem talinn var hugsanlega geta verið sleggjuhaus (Steinunn Kristjánsdóttir og Vala Gunnarsdóttir,

2014, bls. 3, 5, 6, 8). Þar sem engin ummerki eru um að höggvið hafi verið í hann, telur höfundur hann ekki vera sleggjuhaus.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2014-51-9* Um hálfur brotinn steinn, engin merki um að höggvið hafi verið í hann. Sennilega ekki sleggjuhaus 12,6 - 9,1 - - 1180 um 2400 7.12 Forna-Lá

Kristján Eldjárn rannsakaði rústirnar í Fornu-Lá í Eyrarsveit sumarið 1942. Þar fannst bæjarrúst frá því um 1450–1550 að því er Kristján telur.

Einnig taldi hann að eldri rústir væri þarna á bæjarstæðinu en þær voru ekki rannsakaðar. Við uppgröftinn fannst hálfur sleggjuhaus (1951, bls.

102–108).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

12989 / 1942-35-9

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,5 - 9,1 5,3 3,2 1564 Um 3200

* Engin ummerki um að gerð hafi verið tilraun til að höggva auga í hann.

Page 45: Ármann Dan Lokaskil

42

7.13 Gásir

Á árunum 2001–2006 stóð Fornleifastofnun Íslands fyrir fornleifarannsóknum á verslunarstaðnum Gásum í Eyjafirði. Aldursgreining á

mannvistarleifunum sem þar fundust bentu til þess að svæðið hafi verið í notkun frá 1300–1400, þó fundust nokkrir gripir sem gætu verið frá 15.

öld. Einnig fundust mannvistarleifar frá því fyrir 1300 en þær voru þó ekki rannsakaðar (Roberts, H.M. 2006. bls. 7, 9). Mikið af fiskibeinum

fundust á uppgraftarsvæðinu sem talið er varpa ljósi á hið mikla umfang af fiskneyslu og/eða verkun sem þarna mun hafa farið fram. Áhugavert

er að aðeins einn sleggjuhaus fannst við uppgröftinn og var hann í blönduðu torflagi frá 13.–14. öld (Lilja Björk Pálsdóttir og Roberts, H. M.

2006. bls. 5, 72, 75). Því er spurning hvort nokkuð hafi verið um harðfiskneyslu á staðnum heldur frekar neyslu og/eða verkun á ferskum fiski.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2005-05-059 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr honum að ofan. 13,5 - 6 2,9 2,5 953 um 2000

7.14 Gilsbakki

Árin 2008 og 2009 fóru fram fornleifarannsóknir við Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarbyggð undir stjórn Kevin P. Smith sem var á vegum Brown

Háskólans. Markmið rannsóknarinnar árið 2008 var að skera úr um hvort finna mætti eldri mannvistarleifar á svæðinu þar sem nú er 19. aldar

torfhús, kirkja og 20. aldar hús og ef svo væri þá var ætlunin að aldursgreina þær. Tveir skurðir voru grafnir og fannst sleggjuhaus í öðrum þeirra

eða skurði 1 og var hann aldursgreindur til 17. aldar (Smith, K. P., 2009, bls. 3, 16, 35, 56, 95). Engin skýrsla var gefin út fyrir 2009 rannsóknina

en þá fundust fjórir sleggjuhausar og komu þeir allir úr öskuhaug aldursgreindum frá 15.–18. öld (Smith, K. Munnleg heimild 19. og 20. mars

2018).

Page 46: Ármann Dan Lokaskil

43

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-34-136 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið úr botni. Höggvin báðum megin en þó ekki hægt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 10,5 - 5,2 3,7 2,8 353 um 750

2009-068-146A Flís ofan af sleggjuhaus sem höggvið hefur verið auga í. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. Augnvídd aðeins mælanleg öðrum megin. 14,4 18,0 2,5 5,2 - 415 ?

2009-068-397 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,1 - 4,5 3,1-3,2 1,2 612 um 1200

2009-068-705 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 8,7 5,6-5,7 2,3 852 um 1700

2009-068-706* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,5 - 11,5 5,3-5,4 4,2 3838 um 7700 7.15 Gufuskálar

Á árunum 2008–2015 fóru fram fornleifarannsóknir á verbúðum sem og öðrum mannvirkjum við Gufuskála á Snæfellsnesi undir stjórn Lilju

Bjarkar Pálsdóttur. Markmið rannsóknanna var að gera úttekt á þeim minjum sem þar voru en þær lágu/liggja undir skemmdum vegna sjávar- og

vindrofs en einnig var vonast til þess að rannsóknirnar myndu leiða í ljós tengingu á milli mannvirkjanna sem og fá skýrari mynd af þeim. Eftir

að uppgreftri lauk bentu minjarnar til þess að þarna hafi verið mikil framleiðsla á hertum fiski og einnig eru þarna mörg fiskbyrgi, meintur

þurrkgarður og þurrabúðir. Mannvirkin sem þarna fundust eru aldursgreind til 15. aldar en sumar gætu hafa verið í notkun til 17. aldar (Lilja

Björk Pálsdóttir. 2009, bls. 8, 37; ibid. 2015, bls. 28–29; ibid. 2016, bls. 98, 104, 106, 111, 123 og Lúðvík Kristjánsson, 1985, bls. 286–296).

Sextán meintir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn, þar af voru tíu lausafundir. Þar sem þessi staður hefur að miklu leyti skolast á haf út, er

ekki óhugsandi að einhverjir sleggjuhausar hafi farið þá leiðina.

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 47: Ármann Dan Lokaskil

44

15.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2013-36-131* Brot úr steini sem hefur verið höggvið auga í. Erfitt að greina hvort um sleggju eða eitthvað annað sé að ræða. 13,0 - 8,9 3,4 - 924 -

2013-36-1201 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,7 - 7,5 3,6 1,9 646 um 1300

2014-12-1461 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en augu ekki náð að mætast. Óreglulegur í laginu. 15,8 - 6,6 4,3-6,1 1445 um 2900

2014-12-1537 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,3 - 6,6 3,8 2,5 707 um 1400

2015-40-1830 Heill ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 19,4 - 7,3 3,6 - 4116 4116

2015-40-1831 Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 17,5 - 8,6 3,7 - 5700 5700 Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-69-001

Smá brot úr steini þar sem sést móta fyrir höggnu hugsanlegu auga. Erfitt að segja til hvort þetta sé sleggjuhaus. Aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mælingar á þvermáli og hæð gefa ekki rétta mynd af upprunalegu útliti og þyngd gefur ekki rétta mynd af upprunalegri þyngd. 9,5 - 1,9 2,4 - 131,6 -

2008-69-043

Hálfur hugsanlega ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Búið að höggva auga beggja vegna og náðst að sameina en virðist vera ókláraður þar sem bakkinn í miðju auga er frekar mikill. 16,2 - 6,9 5,3 3,4 1606 Um 3200

2008-69-044

Um 1/3 af hugsanlega ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Búið að höggva auga beggja vegna og náðst að sameina en virðist vera ókláraður þar sem bakkinn í miðju auga er frekar mikill. 13,0 15,3 7,8 3,6–4,3 3,3 905 Um 2700

2014-12-1548 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 7,6 3,9-4,8 3,2 1682 um 3300

2015-40-A+ Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, en brotnað hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,8 - 7,2 4,4 3,3 1015 um 2200

2015-40-B+ Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin en ekki sameina augun en aðeins er unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 11,2 - 7,1 3,9 - 1102 um 2200

* Sennilega netasteinn þar sem augað er ekki fyrir miðju. + A–E voru allir saman án fundanúmers. Merkingar eru eftir höfund þeim til aðgreiningar.

Page 48: Ármann Dan Lokaskil

45

2015-40-C+ Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 20,1 - 9,7 4,4 - 5400 5400 2015-40-D+ Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 18,4 - 7,9 3,4 - 4171 4171 2015-40-E+ Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, höggför sjást báðum megin á honum. 15,5 - 8,1 - - 2605 2605 2015-40-F+ Rúmlega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,8 - 7,2 4,5 2,4 2184 um 4000

7.16 Hamar í Hegranesi

Árið 2014 fór fram neyðarrannsókn við Hamar í Hegranesi vegna byggingaframkvæmda sem voru í gangi á gömlum bæjarhól þar. Við

rannsóknina fundust leifar torveggja og grjóthleðsla sem talið er að hafi tilheyrt síðasta torfbænum sem þarna stóð, en einnig fundust eldri

mannvistarleifar eins og gólflög og eldstæði frá 11. öld. Í rótuðu torflagi í fjósarústum fannst hálfur sleggjuhaus og er hann talin vera frá 1750–

1900 (Guðmundur St. Sigurðarson, 2014, bls. 4, 14–15).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2014-15-1 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,8 - 7,4 4,3-4,4 2,9 1765 um 3500 7.17 Helgafell

Rannsóknin að Helgafelli var hluti af rannsókn dr. Steinunnar Kristjánsdóttur um kortlagningu klaustra á Íslandi. Þar voru teknir könnunarskurðir

og radar jarðsjármælingar framkvæmdar. Markmiðið var að staðsetja munkaklaustur sem þarna var flutt árið 1184 frá Flatey á Breiðafirði en

klaustrið var rekið til ársins 1543. Við rannsóknina fannst hálfur sleggjuhaus í 16. aldar mannvistarlagi en undir því fundust fleiri mannvistarlög

sem voru frá klausturstímanum eða 15. öld. (Steinunn Kristjánsdóttir, Vala Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir, 2016, bls. 3, 6–9).

Page 49: Ármann Dan Lokaskil

46

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2016-11-5 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 22,5 - 8,8 6,4 3,8 2483 um 3000

7.18 Hlið á Álftanesi

Árið 2015 fór fram framkvæmdarrannsókn undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hliði. Við uppgröftinn kom

í ljós öskuhaugur frá 19.–20. öld ásamt veggjarleifum og steinhlöðnum kjallara. Allir gripir sem fundust við rannsóknina voru frá áðurnefndu

tímabili. Þrír meintir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn og voru í ruslalagi/fyllingu í kjallaranum (Ragnheiður Traustadóttir og Sólrún Inga

Traustadóttir, 2016, bls. 5, 141–143, 189). Einn af meintu sleggjuhausunum (2015-5-350) reyndist vera hverfisteinn, gerður úr sandsteini.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2015-5-206 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,5 11,5 5,8 3,6-3,7 2,8 546 um 1100

2015-5-349* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, frekar ferhyrndur. Járnleifar/smit virðast vera í auga. 30,0 31,0 8 7,8-8,4 6,3 3656 um 7800

2015-5-350† Tæplega hálfur, brotinn hugsanlegur hverfisteinn, höggvin báðum megin, „augað“/gatið ferhyrnt. Mjög sléttur á hliðunum. Brotið úr miðju (auga) og því erfitt að mæla augnvídd. 16,0 18,0 6,9 3,3-3,4 - 1395 Um 3200

* Sennilega þökuhnallur vegna lögunnar, stærðar og þyngdar. † Hverfisteinn.

Page 50: Ármann Dan Lokaskil

47

7.19 Hofsstaðir í Garðabæ

Á níunda áratug síðustu aldar fóru fram tveir framkvæmdaruppgreftir að Hofstöðum. Sá fyrri árið 1985 var framkvæmdur af Guðmundi

Ólafssyni en þar fundust tveir seyðir sem voru aldursgreindir til 10. eða 11. aldar og torfveggur sem er ekki eldri en frá 16. öld, trúlega yngri.

Árið 1989 fékk Garðabær Guðrúnu Sveinbjarnardóttur til að annast fornleifakönnun á Hofstöðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu og

fundust þar fornminjar: hellur, hleðslur og veggur en við vegginn fannst einn sleggjuhaus og netasteinn. Árið 1994 fór aftur á stað

fornleifarannsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu og var leyfishafi Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson en Ragnheiður Traustadóttir sá um

verkstjórn og úrvinnslu. Við þá rannsókn var svæðið, sem Guðrún hafði áður rannsakað, opnað aftur í von um að aldursgreina minjarnar sem og

að sjá umfang þeirra. Yfir öllum minjunum var K-1500 gjóskulagið óhreyft sem og 1226 gjóskulagið þar litlu neðar og voru minjarnar

aldursgreindar frá 10. til 12. öld en ofan á þeim minjum voru leifar af yngri bæ sem fór í eyði á 14. öld. Árið 1989 fannst einn sleggjuhaus á

staðnum eins og áður hefur komið fram og annar árið 1994. Úr rannsóknunum frá 1996–2000 fundust sjö meintir sleggjuhausar. Engar skýrslur

hafa verið birtar frá þeim rannsóknum en í Sarpi og óbirtum rannsóknargögnum eru að finna aldursgreiningar sem notaðar eru hér (Ragnheiður

Traustadóttir, óútgefið:a, bls. 4–6., 11–12, 14, 20; Ragnheiður Traustadóttir, óútgefið:b, bls. 3; Ragnheiður Traustadóttir, munnleg heimild,

16.04.2018; Sarpur.is).

9.–13. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1989-87-2 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 13,6 - 4,7 4,0 - 745 um 1500

1994-364-215 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað höggva báðum megin en ekki náð að sameina augu. Frekar óreglulegur í laginu. 15,3 - 5,9 4,6-5,0 - 1195 um 2400

Page 51: Ármann Dan Lokaskil

48

1996-957-9*

Brot (ca.1/3) af steingrip. Aðeins sést að höggvið hafi verið öðrum megin. Brotið úr botni þannig að augnvídd er aðeins mælanleg öðrum megin. Mjög léttur steinn. Sennilega ekki sleggja. Úr sandsteini. 7,2 8,2 5,8 2,3 1,6 117 um 360

2000-34-2 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 9,7 - 4,1 3,6-3,7 1,8 330 um 660 9.–15. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm.Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1998-4-66 Brot (ca. ¼) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, ekki unnt að mæla augnvídd. 7,2 10,8 7,4 - - 377 um 1500

1998-4-70 Brot (ca1/3) af hugsanlegum sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. Augnvídd ekki mælanleg. 12,4 15,0 6 - - 615 um 1900

1998-4-79† Brot úr steini sem hefur verið höggvið í. Erfitt að greina hvort um sleggju eða eitthvað annað er að ræða. 6,5 - - - - 105 -

1998-4-308‡ Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus eða lóð, sennilega brotnað við framleiðslu. Augun rétt náð að mætast eða augað mjög lítið. Ferkantaður. 14,0 - 5,2 4,5-4,9 2,4 951 um 1900

1998-4-351§ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augað er mjög skakkt og illa gert. Mjög óreglulegur í alla staði. 19,8 - 12,7 5,1-6,0 3,8 3513 um 7000

7.20 Holt við Eyjafjöll

Árið 2003 fóru fram rannsóknir við Holt undir Eyjafjöllum í tengslum við verkefnið Landscapes Circum Landnám sem var samstarfsverkefni

CUNY háskólans, NABO, Þjóðminjasafns Íslands og Leverhulme sjóðsins. Markmið rannsóknarinnar var að grafa í öskuhaug, taka sýni úr

honum og athuga hvort hægt væri að tengja hann við öskuhaug á bæjarstæðinu þar rétt hjá. Tveir sleggjuhausar fundust við rannsóknina og einn

hugsanlegur til viðbótar og eru þeir allir sagðir vera frá 16. öld eða seinna (McGovern, T.H. og Perdikaris, S., 2003, bls. 2, 7, 10)

* Þessi gripur ber þess ekki merki að vera sleggja. Er úr sandsteini sem molnar of auðveldlega til að nota sem höggverkfæri, er lítill og léttur. † Unnin steinn en erfitt að segja til hvort um sleggju eða eitthvað annað sé að ræða eins og t.d. lóð eða netastein. ‡ Þar sem augað er ekki fyrir miðju og gripurinn frekar kantaður gæti þetta frekar verið lóð en sleggjuhaus. § Sennilega þökuhnallur eða garðsleggja vegna stærðar, þyngdar og lögunar.

Page 52: Ármann Dan Lokaskil

49

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-46-40 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus. Sést að auga hefur verið höggvið í þennan stein. 11,0 - - - - 197 - 2003-46-41 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,3 - 11,6 5,1-5,9 3,7 1300 um 2600 2003-46-42 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,1 16,4 8,2 4,7 3,8 960 um 2000

7.21 Hólar í Hjaltadal

Hólarannsóknin var samstarfsverkefni Háskólans á Hólum, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands og var það Ragnheiður

Traustadóttir sem stjórnaði henni. Rannsóknin stóð frá árinu 2002–2009. Grafið var í öskuhaug og talið að þar hafi fundist funda– og veislusalur

biskupa á Hólum frá 11. og 12. öld, notaður áður en Auðunarstofa kom til. Undir áðurnefndum rústum voru mannvistarleifar frá eldri tíð eða allt

aftur til 10. aldar. Fjórtán mannvirki komu í ljós við rannsóknina sem voru flest frá seinni hluta 16. aldar til 18. aldar. Þar fundust meðal annars

Prenthús (hús 4), veislusalurinn (hús 10), eldhús (hús 5), búr (hús 9), stórt herbergi (hús 8) og stórt mannvirki (hús 7) (Ragnheiður Traustadóttir

et al., 2003, bls. 14–15, 70; Ragnheiður Traustadóttir et al. 2005, bls. 10, 61; Ragnheiður Traustadóttir, 2009, bls. 16–17, 19, 23–26; Sarpur.is).

Tuttugu og fjórir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn en einn þeirra fannst ekki við þessa rannsókn.

17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-37-13657 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en „augað“ þó ferkantað en ekki hringlaga. Mælt þvermál er því breidd „gats“. 16,5 - 7 3,5 - 1338 um 2700

2010-37-13658 Finnst ekki - nóv. 2017 1039 2010-37-13659 Hálfur sleggjuhaus í tveimur pörtum. Höggvinn báðum megin. 18,5 - 7 5,6-5,7 3,9 1640 um 3300

Page 53: Ármann Dan Lokaskil

50

17.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-37-3294

Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin (bakkinn sést), hefur klofnað lárétt og því ekki unnt að mæla augnvídd báðum megin. Brotnað hefur neðan af honum, því gefur mæling á hæð ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 16,2 - 4,6 5,6 4,2 1085 um 2500

2003-37-3295* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 9,6 4,2-5,5 4,4 3055 um 6100

2003-37-3296

1/4 af sleggjuhaus. Hefur brotnað bæði lárétt og lóðrétt. Ekki hægt að sjá hvort hún hafi verið boruð öðru- eða báðum megin. Aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,2 15,0 3,8 4,7 - 639 um 2600

2003-37-3297

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. Athyglisvert er að augað er mjórra að utan en breikkar þegar inn í steininn er komið. Passar við 2003-37-3298. 16,1 - 9,6 4,4 4,8 1842 um 3600

2003-37-3298 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, Athyglisvert er að augað er mjórra að utan en breikkar þegar inn í steininn er komið. Passar við 2003-37-3297. 16,0 - 9,2 4,2-4,5 4,8 1745 um 3600

2003-37-3677 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, hefur klofnað lárétt og því ekki unnt að mæla augnvídd báðum megin né gefur mæling á hæð ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 10,0 - 3,4 4,6 3,4 567 um 1300

2004-37-5684 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,1 - 8,5 4,4-5,3 3,6 1454 um 2900

2004-37-5685 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,6 - 7,8 4,7-5,3 2,9 1152 um 2300

2004-37-5687 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,8 - 6,7 5,8 5,3 1742 um 3500

2008-37-11191 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 8,7 5,5-5,6 5,2 1734 um 2500

2010-37-13649 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 18,0 - 7,3 5,8 3,9 1750 um 2500

2010-37-13650 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr honum á annarri hliðinni. 11,6 15,0 7,3 4,3-4,5 3,7 1040 um 2500

2010-37-13651 Brot (ca.1/4) af ófullgerðum sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin né fyrir miðju. 13,6 15,0 6,1 3,1 - 857 um 3200

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdarinnar.

Page 54: Ármann Dan Lokaskil

51

17.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-37-11189 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 16,4 - 9,1 4 - 2160

um 4300

2008-37-11181

Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus. Hefur brotnað bæði lárétt og lóðrétt. Ekki hægt að sjá hvort hún hafi verið höggvinn öðru- eða báðum megin. Aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 13,7 - 3,7 4,8 - 412

um 1600

2008-37-11182 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin, kjarninn ennþá í. 18,0 - 8 4-5,4 - 2390

um 4800

2008-37-11184 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,8 - 6,8 3,2-3,5 2,9 662

um 1300

Ekki aldursgreint:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2002-37-1436 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn öðrum megin en rétt byrjað á hinum endanum. Ekki unnt að mæla augnvídd fyrir miðju og öðrum endanum. 15,1 - 8 4,6 - 1244 um 2600

2003-37-2933 Rúmlega 1/4 af ófullgerðum sleggjuhaus, hefur sennilega brotnað við framleiðslu. Augnvídd breiðust fyrir miðju. 13,5 14,5 8,9 3,6 - 1285 um 3000

2003-37-3293 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,8 - 7,5 4,8-5,1 3,2 1390 um 2800 2005-37-8863 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,9 - 7,3 5,3-5,4 3,3 1832 um 3700

7.22 Hrafnseyri

Á árunum 2016 og 2017 fundust sleggjuhausar við fornleifauppgröft á Hrafnseyri við Arnarfjörð sem er hluti af rannsókninni Arnarfjörður á

miðöldum sem staðið hefur yfir frá árinu 2011. Rannsókninni er stjórnað af Margréti Hrönn Hallmundsdóttur og er, þegar þetta er ritað, enn í

gangi. Þar hefur meðal annars fundist jarðhýsi frá 10. öld. Sleggjuhausar þessir fundust í ruslalagi í rennu sem grafin var upp að hluta til en ekki

Page 55: Ármann Dan Lokaskil

52

er vitað til hvaða nota hún hefur verið. Ruslalagið er aldursgreint frá 13.–15. öld (Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Sólrún Inga Traustadóttir,

2017, bls. 3, 5, 12; Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, munnleg heimild 30.10.2017).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2016-54-4

1/4 af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin, ekki hægt að sjá hvort höggvið hafi verið báðum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 15,1 - 3,3 7,0 - 535 um 2100

2017-64-2 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,6 - 8,7 5,8-6,6 3,0 1996 um 4000 7.23 Keldur

Á Keldum í Rangárvöllum fóru fram viðgerðir árin 1997–1998 á húsakosti sem þar er en þar er elsta hús landsins, Keldnaskáli, sem er frá

miðöldum að stofni til. Samhliða viðgerðunum fóru fram fornleifarannsóknir og árið 1997 voru framkvæmdar viðgerðir á hjalli, smiðju, gamla

íbúðarhúsinu sem og að hreinsa upp traðir og vinna í kringum myllukofann sem þar er. Við þessar framkvæmdir fannst einn sleggjuhaus en hann

er skráður sem lausafundur og var aldursgreindur 19.–20. aldar. Árið 1998 var tekið snið í gegnum skálann þar sem jarðgöng tengjast honum og

voru jarðgöngin einnig rannsökuð. Það ár fundust tveir sleggjuhausar, annar 1998–3–35 fannst í yngra gólflagi í skálanum sem er aldursgreint 18.

aldar en hinn 1998–3–81 fannst á svæði milli baðhúss og Jónínuhúss sem er aldursgreint 18.–19. aldar (Guðmundur Ólafsson og Ragnheiður

Traustadóttir, 2009, bls. 3; Þór Hjaltalín, 1999, bls. 5, 8, 28; Óbirt uppgraftargögn; Sarpur).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1997-172-1* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,6 - 7,8 3,5-4,2 3,1 696 um 1500 1998-3-35 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,1 - 8,1 3,9-4,1 2,9 1016 um 2000 1998-3-81 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 8,4 3,9-4,3 3,2 1633 um 3200

* Lausafundur

Page 56: Ármann Dan Lokaskil

53

7.24 Keldudalur

Sumrin 2007 og 2009 fóru fram fornleifarannsóknir á bænum Keldudal í Skagafirði vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem stóð til að gera. Þeir

sem stóðu að rannsókninni var Hólarannsóknin, Minjasafn Skagafjarðar og Minjastofnun Íslands. Grafið var í gamlan bæjarhól og fundust þar

mannvistarleifar frá 10. öld, miðaldaleifar nokkrar og bær frá 19. öld. Einn meintur sleggjuhaus fannst við rannsóknina og var hann í búri sem er

aldursgreint til 12.–13. aldar (Svensson, J. E. og Ragnheiður Traustadóttir, óbirt skýrsla.). Þetta er vissulega unninn lágbarinn steinn en sennilega

ekki sleggjuhaus þar sem ekkert auga er á honum og virðist hann því hafa átt að þjóna einhverjum öðrum tilgangi.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2009-38-142 Unninn steinn, e.t.v. hefur verið byrjað að höggva í hann öðrum megin en mikið brotinn. Ekki sést mótað fyrir auga. Líklega ekki sleggjuhaus. 14,7 - 6 - - 1043 um 2100

7.25 Kirkjubæjarklaustur

Á 10. áratug síðustu aldar fóru fram jarðsjármælingar á Kirkjubæjarklaustri með því markmiði að finna rústir hins gamla nunnuklausturs sem þar

var. Það var síðan árið 2000 sem ákveðið var að gera prufuuppgröft á þeim stað sem talið var að klaustrið væri að finna. Bjarni F. Einarsson

stjórnaði fornleifarannsókninni og voru grafnar þrjár prufuholur og fundust í þeim mannvirki sem náðu allt aftur til 11. aldar. Ári seinna sóttu

Kirkjubæjarstofa og Fornleifafræðistofan um styrk fyrir fornleifarannsóknum í Kristnihátíðarsjóð og fóru þær fram 2002–2006. Í ljós komu 44

mannvirki; garðar , göng, hleðslur, traðir, níu hús, ræsi, grafir o.fl. sem tengjast klaustrinu sem og yngri minjar. Alls fundust 19 sleggjuhausar

(einn var í tveimur hlutum) við rannsóknirnar, þar af eru þrír lausafundir og tveir ekki aldursgreindir en hinir aldursgreindu eru frá 15. öld til 18.

aldar (Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson, 2002, bls, 11 og 19; ibid, 2003, bls. 7 og fundaskrá; Kristján Mímisson, Bjarni F. Einarsson og

Sandra Sif Einarsdóttir, 2004; Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson, 2006; Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson, 2009, bls. 44–56;

Bjarni F. Einarsson, munnleg heimild. 11.04.2018).

Page 57: Ármann Dan Lokaskil

54

15. –16. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-44-422 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,9 - 8,2 4,2 4,0 1145 um 2300

2007-44-455 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,6 - 9,3 4,5-4,8 3,3 1106 um 2200 16.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-44-125 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 7 4,3-4,7 2,8 968 um 2000

2007-44-358 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr honum á annarri hliðinni og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 12,3 - 5,5 3,7 3,3 455 um 1100

2007-44-433 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,4 - 7,5 5,0-5,1 4,3 1986 um 4000

2007-44-434 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. Ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 14,3 - 8,7 4,6 - 1372 um 3000

2007-44-513 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,2 - 6,0 5,8-6,0 5,5 1593 um 3200

2007-44-700 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,0 - 7,9 3,7-3,8 3,1 1037 um 2100 17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-44-24 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,9 - 7,6 4,7-4,8 2,2 1128 um 2250

2007-44-26 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,7 - 11,1 4,9-5,5 4,2 1854 um 3700

2007-44-88 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, passar við 2007-44-89. 11,9 - 9,5 4,0-4,1 3,7 928 1964

Page 58: Ármann Dan Lokaskil

55

2007-44-89 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, passar við 2007-44-88. 11,9 - 9,5 4,0-4,1 3,7 1036 1964

2007-44-90

Brot (ca.1/4) af hugsanlegum sleggjuhaus. Brotið úr botni og því er mæld hæð ekki raunveruleg hæð af meintri sleggju. Ekki unnt að sjá hvort höggvið hafi verið báðum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd nema frá öðrum enda og ekki fyrir miðju. 14,1 16,4 6,3 3,2 - 692 um 2800

2007-44-349 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,9 - 9,7 4,9 2,7 1092 um 2100

2007-44-380 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr honum á annarri hliðinni og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 16,5 - 8,6 3,9 3,1 1773 um 3700

18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-44-693 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,3 - 8,8 4,3-4,4 4,2 1818 um 3600 Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-44-435 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr báðum hliðum og ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 17,0 - 8,8 4,4 3,9 973 um 2200

2007-44-840 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 9,8 4,3-4,4 4,1 1461 um 3000

2007-44-935 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,8 - 9,6 5,0-5,3 3,3 1540 um 3100

Page 59: Ármann Dan Lokaskil

56

7.26 Kópavogsþingstaður

Árið 1973 var farið í fornleifarannsóknir á hinum meinta Kópavogsþingstað. Var lagt til að rannsóknin væri framlag Kópavogskaupstaðar til að

minnast 1100 ára Íslandsbyggðar árið 1974 en einnig fór fram vegna fyrirhugaðra framkvæmda nærri minjasvæðinu. Við rannsóknina voru tvö

uppgraftarsvæði og voru þau nefnd A (Þinghústóft og umhverfi hennar) og B (Svæði sunnan minnisvarðans sem þar er). Við rannsóknina komu í

ljós þinghústóftin (17. og 18. öld), hringstétt (eldri en 16. öld), nokkur veggjabrot (16. öld og yngri) og fjórir ruslahaugar (16.–18. öld). Á svæði

B komu í ljós jarðhús (frá tíma landnáms), hellulagnir og þrær (11. öld) og smiðja (frá 12.–15. öld) (Guðrún Sveinbjarnadóttir, 1986, bls. 17–18,

23, 25–27, 29, 32, 34, 38–39, 73, 75, 77). Samtals fundust 13 meintir sleggjuhausar við uppgröftinn.

Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1975-617-192 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 - 6,8 4,8-5,0 3,8 911 um 1800

1975-617-198 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,9 - 4,3 3,5-3,8 2,1 720 um 1450 1975-617-206 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12 - 7 4,4-4,6 3 595 um 1200

1975-617-348 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar né augnvídd í miðju. 16,5 - 5,9 5,5 - 1283 um 2550

12. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1976-551-291 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 12,6 - 8,5 3,3 2,1 904 um 1900

Page 60: Ármann Dan Lokaskil

57

16.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1975-617-70 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. 18 - 8,2 5,1-5,3 4,7 1884 um 3800

1975-617-86 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, slípaður öðrum megin. 13,9 - 6 4,5-5,0 3,9 958 um 1900

1975-617-170 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 6,8 4,8-5,2 3,8 1526 um 3050

1975-617-171 1/4 af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin, ekki hægt að sjá hvort höggvið hafi verið báðum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð.

14,8 - 2,7 5,2 3,8 545 um 2100

1975-617-346* Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Mjög ferhyrndur í laginu. 22,5 - 4,9 4,8-5,0 3,1 2347 um 4700

1976-551-5 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. 14,4 - 7,3 4,2-4,4 - 1284 um 2600

7.27 Landsímareiturinn

Árin 2015–2016 fóru fram fornleifarannsóknir við hinn svokallaða Landsímareit eða gamla Landsímahúsið við Thorvaldsenstræti 6 vegna

fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Þar var grafið undir bílastæðinu og fundust þar grafir frá gamla Víkurkirkjugarði. Hluti af rannsókninni var

að grafa upp kjallara við Aðalstræti 7 en einnig umhverfis húsið sjálft. Fimm sleggjuhausar fundust við uppgröftinn umhverfis húsið og voru þeir

allir úr hreyfðum lögum (Munnleg heimild Vala Garðarsdóttir 13.03.2018).

* Sennilega þökuhnallur eða einhverskonar þjappari vegna þess hvernig hann er í laginu.

Page 61: Ármann Dan Lokaskil

58

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2015-79-5 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 7,1 3,6 3,1 2050 um 4100 2015-79-6 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 6,0 5,2 4,6 1208 um 2400 2015-79-7* Ekki skoðaður.

2015-79-10 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,1 - 7,1 4,2-4,4 3,4 723 um 1600 2015-79-74 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 8,2 3,6-3,8 2,8 1073 um 2500

7.28 Laufásbær

Á tíunda áratug síðustu aldar stóðu yfir viðgerðir og endurbygging á torfbænum í Laufási í Eyjafirði. Vegna þessara framkvæmda var

Fornleifastofnun Íslands fengin til að annast fornleifauppgröft þar sem raska þurfti eldri mannvistarleifum. Tveir sleggjuhausar fundust við

uppgröftinn. Var annar frá 20. öld (1999-26-111) en hinn sennilega frá 17. öld (Orri Vésteinsson, 2000, bls.4, 14–18, 26, 31).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1999-26-111 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,1 - 8,4 4,0 2,2 1150 um 2400

1999-26-112 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 8,9 4,1-4,2 3,5 1143 um 2300 7.29 Leirvogstunga

Árin 2006 og 2007 fóru fram framkvæmdarrannsóknir við Leirvogstungu í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar. Uppgraftasvæðinu

var skipt um í þrjá hluta A, B og C. Svæði A og B reyndust vera leifar af tveimur niðurgröfnum hlöðum frá lokum 19. aldar eða byrjun 20. aldar

en á svæði C var bæjarhóllinn og þar fundust sleggjuhausar, 24 talsins við uppgröftinn en ellefu þeirra fundust ekki við þessa rannsókn (Oddgeir

Hansson, 2008, bls. 5–6). Engin fundaskrá var í skýrslu og þessari rannsókn ekki lokið og því eru aldursgreiningar ekki á hreinu. * Ekki tókst að rannsaka þennan sleggjuhaus vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Page 62: Ármann Dan Lokaskil

59

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-48-411* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 22,5 - 11,1 5,6-5,8 4,8 4496 um 9000

2007-48-416 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 14,8 - 8,8 4,0 3,3 1186 um 2400

2007-48-419†

Tvö brot, passa ekki saman, ekki sami gripurinn en undir sama gripanúmeri. Sá stærri er hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög slétt önnur hliðin. Seinna brotið er 1/4 af hugsanlegum sleggjuhaus, brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Augað þó fremur kantað og öðrum megin eru ummerki eftir annars konar högg og brunaleifar á steininum þar. Mælingarnar hér á eftir eru þannig að stærri steinninn er að ofan en sá minni að neðan.

24,5 og 14,6

- og 20,5

7,1 og 7,9

5,9-7,4 og 4,3

5,9 og ekki

mælanlegt

2462 og 1446

um 5000 og um 5800

2007-48-422 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,9 - 9,6 4,0-4,3 3,9 1412 um 2800

2007-48-423 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 11,7 12,3 8,1 4,0 2,7 893 um 2700

2007-48-424 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað fremur ferhyrnt. Augnvídd verður því lengd gats. 17,0 - 6,6 4,9 3,8 1843 um 3700

2007-48-486

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en augað ferhyrnt. Flísast hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þeim megin. 20,8 - 7,7 4,3 3,5 2283 um 4600

2007-48-488 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,6 - 7,3 5,0-6,0 4,4 1178 um 2400 2007-48-514 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 7,0 3,7-4,4 3,6 1740 um 3600

2007-48-811 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, sennilega brotnað við framleiðslu. Ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin né fyrir miðju. 15,5 - 4,7 3,6 - 1083 um 2200

2007-48-812 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað þó fremur ferhyrnt. Augnvídd verður því lengd gats. Augað er breiðast fyrir miðju. 15,3 - 9,1 3,1-3,2 4,1 1617 um 3200

2007-48-815 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 6,9 4,2-4,3 2,9 1230 um 2500 2007-48-816 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 6,8 2,2-2,8 2,1 1108 um 2200

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar. † Sá stærri er hugsanlegur fiskasleggjuhaus en í þyngri kantinum, gæti einnig verið garðsleggja. Minna brotið gæti verið sleggja og þá sennilega garðasleggja.

Page 63: Ármann Dan Lokaskil

60

Fundust ekki:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm.

Í cm Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju

í cm Þyngd

í g

Áætluð heildarþ.

Í g 2007-48-373 Fannst ekki. 2007-48-409 Fannst ekki. 2007-48-420 Fannst ekki. 2007-48-818 Fannst ekki. 2007-48-819 Fannst ekki. 2007-48-822 Fannst ekki. 2007-48-824 Fannst ekki. 2007-48-825 Fannst ekki. 2007-48-826 Fannst ekki. 2007-48-828 Fannst ekki. 2007-48-830 Fannst ekki.

7.30 Mosfell

Árið 1996 var gerð vettvangskönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í landi Mosfells í Mosfellsbæ. Þar var lítið kotbýli sem hét Hitta og er talið

að hafa staðið frá aldamótum 1800 en ekki var hægt að gera grein fyrir umfangi rústarinnar vegna túnsléttu sem hafði átt sér stað þarna áður

Tveir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn (Ragnheiður Traustadóttir, 1996, bls. 1–5).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1996-964-3 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 11,5 - 6,6 4,1 2,9 640 um 1400

1996-964-36 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Byrjað hefur verið að höggva báðum megin. Augnvídd aðeins mælanleg öðrum megin. 13,4 - 7,7 3,7 - 1648 um 3000

Page 64: Ármann Dan Lokaskil

61

7.31 Munkaþverá

Rannsóknin að Munkaþverá var hluti af rannsókn dr. Steinunnar Kristjánsdóttur um kortlagningu klaustra á Íslandi. Sumarið 2015 fór fram

fornleifarannsókn þar og var markmiðið að finna klaustrið sem var stofnað árið 1155 og starfrækt til ársins 1551. Gerðar voru fjarkannanir ásamt

því að grafa fjóra könnunarskurði. Í skurði 1 fundust brunaleifar af gamla bæjarhúsinu sem brann 1772 en undir því fundust torfleifar frá því fyrir

1104. Í skurði 2 var komið niður á aðrar brunaleifar sem taldar eru vera frá klausturbrunanum árið 1429. Í þriðja og fjórða skurðinum fundust

mannabein sem eru úr kirkjugarðinum sem þarna stóð. Tveir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn en annar þeirra var lausafundur (2015-21-48).

Hinn sleggjuhausinn fannst ofan við brunalagið frá 1772 (Steinunn Kristjánsdóttir, Vala Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir, 2015, bls. 3, 7, 11,

13, 15).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2015-21-2 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,2 13,6 7,4 3,3-3,4 3,1 793 um 1700

2015-21-48

Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, mikið brotið úr honum og því er aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin og mæling á hæð og þvermáli gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð og þvermáli og það sama má segja um þyngdina. 17,5 - 5,4 5,5 - 1016 -

7.32 Nes við Seltjörn (Nesstofa)

Margar rannsóknir hafa verið gerðar við Nesstofu sem og á svæðinu í kring og eru þær ýmist nefndar: Nesstofa, Nes við Seltjörn og Móakot. Í

Sarpi eru þær þó allar undir heitinu Nes við Seltjörn og því verður notast við það hér. Á 9. og 10. áratug síðustu aldar fóru fyrstu

fornleifarannsóknirnar fram að Nesi við Seltjörn en markmið rannsóknanna var að athuga umfang og gerð mannvistarlaga þar, en einnig að

kortleggja þær minjar sem þar kynnu að leynast. Við þær rannsóknir fundust níu sleggjuhausar. Árin 2001, 2005 og 2006 fóru síðan fram

fornleifarannsóknir við Nesstofu vegna framkvæmda þar, bæði innanhúss og utan. Fundust þar mannvistarleifar sem höfðu tilheyrt síðasta

Page 65: Ármann Dan Lokaskil

62

torfbænum í Nesi sem hafði staðið þar áður en Nesstofa var byggð. Bærinn er talin vera frá 18. öld og hafa staðið fram undir aldamótin 1800. Við

þessar rannsóknir fundust 15 meintir sleggjuhausar, flestir frá 18.–19. öld en tveir þeirra fundust ekki við þessa rannsókn. Frá árinu 2007 hefur

vettvangsnámskeið í fornleifafræði, við Háskóla Íslands, verið kennt við Nesstofu og hafa þar fundist tíu meintir sleggjuhausar en einn fannst

ekki við þessa rannsókn. Árið 2013 á fyrrnefndu vettvangsnámskeiði var aftur grafið á Nesi en nú var tilgangurinn að rannsaka kotbýli, Móakot,

sem talið er hafa verið í byggð á 18. öld, sem og að rannsaka eitt af gerðunum sem finna má á Nesi. Rannsóknir við Móakot héldu áfram til ársins

2017 og alls fundust fimm meintir sleggjuhausar á þessum árum (Arnar Logi Björnsson et al., 2010, bls. 2, 7–13, 36; Berglind Þorsteinsdóttir,

2008, bls. 3, 5–9, 13; Björgvin Már Sigurðsson og Hólmfríður Sveinsdóttir, drög 2017, bls.14–15, 17, 22–23; Guðmundur Ólafsson og Hansen,

S.C.J., 2007, bls. 9–11, 35–40, 44; Guðmundur Ólafsson, 2008, bls. 3, 7, 16–18; Gylfi Björn Helgason, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólrún Inga

Traustadóttir, 2014, bls. 5, 25–27; Haraldur Þór Hammer Haraldsson og Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir, 2013, bls. 1, 8–10, 29; Kristinn

Magnússon, 2001, bls. 7, 11–13,15; Orri Vésteinsson, 1995, bls. 5–7, 30–32, 35, 37; Parigoris, A., 2005, bls. 3, 22, 24; Vilhjálmur Örn

Vilhjálmsson, 1989, bls. 1–17; sarpur.is).

17.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-9-1664 Náttúrulegur steinn. Ekki sést að unnið hafi verið á honum. 15,3 19,1 4,8 - - 1108 um 4500

2008-9-1665 1/3 úr hugsanlegri sleggju, sennilega brotnað við framleiðslu. 9,4 - - - - 283 Um 900

2008-9-1666* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,0 - 9,4 5,5-5,9 4,4 2910 um 6000

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 66: Ármann Dan Lokaskil

63

2017-10-223 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,7 - 5,5 4,0-4,3 3,4 700 um 1400

2017-10-224 Tæplega heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Hefur brotnað úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 15,8 - 6,1 4,8 3,0 1733 um 1900

18.–19. öld

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1989-143-17 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,8 - 9,5 3,8-3,9 3,6 2138 um 4300

1989-143-81 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 12,1 12,3 6 3,7 2,7 441 um 1000

1996-371-73 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 8,1 3,9-5,1 3,7 980 um 2000

1996-371-74* Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,0 17,8 12,0 5,4-5,6 3,9 1834 um 5500

1996-371-177 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,9 16,4 6,4 4,3-4,4 4,1 1160 um 3500

1996-371-178 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 8,0 4,7-4,8 3,5 1716 um 3400

2006-9-1240 Tæplegar hálfur sleggjuhaus,. höggvinn báðum megin. 10,4 10,8 4,4 3,1 2,7 358 um 850

2006-9-1241 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,7 - 4,5 3,9-4,1 3,0 720 um 1450

2006-9-1242†

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, búið að höggva inn að miðju öðrum megin en sennilega hefur verið rétt byrjað á hinum endanum þegar hann brotnar. Ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Ferhyrndur. 19,3 - 7,2 4,4 2,5 2270 um 4550

2006-9-1244‡ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema á annarri hliðinni. Sennilega garðasleggja. 19,5 - 11,5 5,1 4,3 3040 um 6100

* Sennilega garðsleggja vegna þyngdar. † Sennilega þökuhnallur vegna lags. ‡ Sennilega garðasleggja vegna þyngdar.

Page 67: Ármann Dan Lokaskil

64

2006-9-1245 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Sést að byrjað hefur verið að höggva í hann. 11,7 - 3,3 - - 421 um 850

2006-9-1246 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggin báðum megin en augun ekki náð að sameinast. 20,4 - 9,4 5,2-5,9 - 2127 um 4300

2006-9-1247 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,7 - 5,4 4,1-4,5 3,8 645 um 1300

2006-9-1248 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,4 - 7,5 4,4-4,5 3,2 975 um 2000

2006-9-1249 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin en ekki sameina augun. 13,7 - 4,7 4,6-4,8 - 847 um 1700

2006-9-1250 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,8 - 7,7 4,5-4,6 2,4 883 um 1800

2006-9-1251* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvídd í miðju. Ferhyrndur. 12,3 ? 4,3 4,0 - 1260 um 2700

2006-9-1253†

Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er þó næstum víðast fyrir miðju. Brotið úr annarri hliðinni og öðrum endanum. Sennilega garðasleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar. 24,0 - 12,3 5,1-7,1 7,0 5200 10600

2007-9-1000 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,2 - 6,1 4,3-4,6 3,4 1216 um 2450

2007-9-1132 Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotin svo að ekki er unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 11,5 - 6,9 3,7 - 437 um 1200

2007-9-1137 Brotinn steinn með náttúrulegri dæld öðrum megin. 17,6 - 6,4 - - 918 -

2014-7-22

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin en ekki náð að sameina augu. Frekar óreglulegur í laginu. Öðrum megin er auga ferkantað en hinumegin hringlaga. 19,5 - 5,2 3,3 - 1290 um 2600

2014-7-26

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin og augað ferkantað. Mæling á augnvídd er því lengd gats en ekki þvermál. Frekar óreglulegur í laginu. 16,6 - 5,7 4,0 - 1460 um 3000

* Sennilega veggjahnyðja vegna lags. † Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 68: Ármann Dan Lokaskil

65

19.–20. öld

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1989-143-11 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur á annarri hliðinni. 23,3 - 7,5 6,2-6,3 5,8 2752 um 5500

1989-143-16 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,8 - 6,3 3,1-3,3 - 2072 um 4200

1989-143-61 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,0 - 8,7 4,5-4,7 3,7 1333 um 2700

2010-9-2058

Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotin lárétt og lóðrétt og því gefur mæling á hæð ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. Brotið út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Einnig hefur brotnað úr hlið. 17,5 - 6 4,9 3,1 1050

Um 2200

2010-9-2059* Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, þó líklegra netasteinn/sakka. Augað er ekki fyrir miðju og steininn ávalur (egglaga). 12,2 - 5,2 3,6-3,9 3,0 711 um 1400

2010-9-2183

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ferkantað og því verður þvermál augnvíddar að breidd gats. Brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla lengd gats þar. 19,4 - 7,6 3,6 2,3 1936 um 4000

2010-9-2312†

Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, þó líklegra netasteinn/sakka. Augað er ekki fyrir miðju og steininn ávalur (egglaga). Brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 11,1 - 2,7 2,2 1,8 228 um 460

2010-9-2772 Finnst ekki des. 2017 - - - - 3,0 - -

2010-9-2890 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,9 - 8 4,1-4,6 3,8 1045 um 2100

2013-49-62 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,1 - 8,4 3,7-3,9 3,0 839 um 1700 Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2006-9-1254 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggin báðum megin, flísast hefur úr öðrum enda. 18,3 - 8,7 5,1-5,6 3,6 2250 um 4500 * Sennilega netasteinn. Auga ekki fyrir miðju og steinninn er ávalur (egglaga). † Sennilega netasteinn. Auga ekki fyrir miðju, lítill og er ávalur (egglaga).

Page 69: Ármann Dan Lokaskil

66

7.33 Reyðarfell/Húsafell 2

Þorkell Grímsson fór og skoðaði rústirnar 1960 vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar og stóðu rannsóknir nokkur ár þar á eftir. Þarna fundust

stekkir, torfhús, skemma og lítið hús sem var túlkað sem gufubaðstofa. Ekki kemur fram hvar sleggjuhausarnir ellefu fundust en rústirnar eru

aldursgreindar frá 15. öld eða byrjun 16. aldar (Þorkell Grímsson, 1976, bls. 565–567, 575). Fjórir sleggjuhausar sem þarna fundust eru

hugsanlega í þyngri kantinum og vegna lögunar er óvíst hvort þeir geti talist fiskasleggjur og er þá spurning hvort um garðasleggju eða þökuhnall

sé að ræða.

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1961-131-1 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 7,5 6,4-7,3 4,6 1429 um 2900

1961-131-7 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 8,9 4,7-4,8 2,5 2275 um 4400

1961-131-29* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 17,5 20,5 12,5 4,3-5,3 2,7 3455 um 7400

1961-131-30* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, sléttur á annarri hliðinni en ekki rúnnaður. 19,5 - 12,2 5,4-5,7 3,2 2324 um 4700

1961-131-31† Hálfur ófullgerður sleggjuhaus. höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina augu, frekar óreglulegur í laginu en frekar ferhyrndur. 18,7 - 10 5,0-5,1 - 2466 um 5000

1961-131-33 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 10,4 3,8-4,2 2,9 1455 um 3000

1961-131-34 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 - 10,1 5,0 2,5 1525 um 3050

1961-131-35* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,0 - 12,2 5,3-5,8 3,0 2460 um 5000

1966-175-168 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,0 - 6,9 3,4-3,5 2,4 760 um 1500

1969-195-221 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 6,2 4,6 3,8 940 um 1000 1969-195-236a-b

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema á annarri hliðinni. 19,5 - 7,6 3,7 - 1660 um 3300

* Sennilega garðsleggjur vegna og þyngdar. † Sennilega þökuhnallur vegna þyngdar og lags.

Page 70: Ármann Dan Lokaskil

67

7.34 Reykholt

Reykholt er í Reykholtsdal í Borgarfirði og á árunum 1987–1989 og svo aftur 1997–2003 fóru fram fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn

Guðrúnar Sveinbjarnardóttur. Þar var bæjarhóllinn rannsakaður að hluta en hann hafði þó orðið fyrir miklu raski vegna framkvæmda á 20. öld.

Byggingarskeiðum var skipt upp í sex skeið: 1. u.þ.b. 1000–12. öld, 2. 12.–14 öld, 3. 14.–16 öld, 4. 16.–17. öld, 5. 17.–19. öld, 6. 19. öld. Mikið

magn mannvistarleifa fannst, eins og skáli frá 10.–12. öld, mannvirki þar sem göng lágu út úr og í Snorralaug og kjallari frá 12. –14. öld, búr og

önnur íveruhús sem fóru í gegnum mörg byggingarskeið frá 14.–19. öld. Samfara og eftir að rannsókninni á bæjarhólnum lauk eða árin 2002–

2007 fóru fram fornleifarannsóknir við gömlu kirkjuna í Reykholti sem var byggð á árunum 1886–1887 og var markmiðið að kanna hvort eldri

kirkjur fyndust á svæðinu. Var þetta hluti af Reykholtsverkefninu og var markmiðið þar að grafa í tóft sem var talin vera forveri áðurnefndrar

kirkju en sú var reist árið 1835. Við rannsóknina komu í ljós fjögur byggingastig og var það yngsta af kirkjunni sem stóð 1835–1886 en einnig

fundust þar eldri leifar og eru þær taldar vera af eldri kirkju sem var byggð 1788. Fjórir sleggjuhausar fundust við rannsóknina og eru þeir frá

18.–19. og 19.–20. öld. Nokkrir sleggjuhausar eða 14 talsins voru lausafundir og rúmlega 50 sleggjuhausar sem höfðu brotnað voru endurnýttir í

veggi og stéttar. Alls fundust 74 meintir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn, þar af fundust ekki fjórir þeirra við þessa rannsókn. Einn fékk

nýtt númer eftir að rannsókn lauk og einn er ónúmeraður (Guðrún Sveinbjarnardóttir og Orri Vésteinsson, 2003, bls. 4–5, 7, 13, 18; Guðrún

Sveinbjarnardóttir og Hildur Gestsdóttir, 2004, bls. 2–7, 21; Guðrún Sveinbjarnardóttir og Aldred, O., 2004, bls. 13; Guðrún Sveinbjarnardóttir,

2012, bls. 48, 158, 273–277, 292–299; sarpur.is).

14.–16. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-214-335 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið úr að neðan og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Mæling á hæð gefur því ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 17,5 - 7,3 3,1 - 1063 um 2300

Page 71: Ármann Dan Lokaskil

68

1989-33-402 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,1 - 9,4 4,5-4,6 2,4 932 um 1900 1999-18-48 (51)* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotið úr honum öðrum megin. 20,1 - 7,7 5,2-5,3 4,3 2300 um 2700

2000-6-73 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Frekar hár. 9,8 - 10,6 2,7-3,2 1,6 599 um 1200

2000-6-78 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, bakki finnst ekki og því aðeins hægt að sjá að hann hafi verið höggvinn, mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 11,5 13,6 6 4,0 - 488 ?

2000-6-79 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,7 - 9,7 3,9-4,4 3,0 1070 um 2150

2000-6-83 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 9,6 4,0-4,2 4,0 1223 um 2450

2000-6-84 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, auga ekki fyrir miðju. 17,0 - 7,6 4,5-4,7 4,5 1500 um 3000

2000-6-109 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því ekki hægt að mæla þeim megin. 16,0 - 10 5,0 3,2 1528 um 3200

2000-6-110 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,8 - 7,9 3,8 3,1 1390 um 2800

2000-6-126 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en flísast hefur úr toppi og botni út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 14,3 - 6,4 2,8 2,2 834 um 1800

2001-26-20† Hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus. Sést að byrjað hefur verið að höggva í hann öðrum megin. 26,5 - 12,0 4,5 - 8200 8200

16.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-214-345

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin og egglaga. Augað virðist hafa verið höggvið langleiðina í gegn en höggvið stutt hinum megin frá. Því er það strýtulaga langleiðina en endar í stundaglasalaga formi. 13,9 - 8,9 3,8-4,0 3,0 1311 um 2600

1999-18-36 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 8,7 4,7-4,8 2,8 1230 um 2500 1999-18-37 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,1 - 8,1 3,9-4,5 3,3 456 um 1000

* Líklegt að númer hafi ruglast. #48 er í fundaskrá skráð sem kvarnasteinn. #51 skráð sem sleggja. † Hefur þá átt að verða garðasleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 72: Ármann Dan Lokaskil

69

2000-6-113 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. 15,8 - 8,8 4,4-4,6 4,0 1290 um 2600 2000-6-114 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 9,3 3,9-4,3 3,3 1375 um 2800

2000-6-129 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,0 - 8,7 4,7 2,8 1083 um 2200

2000-6-141 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 10,5 4,6 4,0 2376 um 4600

2000-6-142 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því ekki hægt að mæla þeim megin. 18,0 - 10 4,3 3,2 1555 um 3300

2000-6-190 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,9 - 8,9 3,8-4,7 2,4 510 um 1050

2000-6-191 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 16,4 7,5 3,3-3,6 3,0 1201 um 2600 17.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-214-7* Rúmlega hálfur ókláraður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 22,0 - 10 3,9 - 3260 um 6200

1988-214-8 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 16,3 - 10,3 4,9 4,2 1515 um 3100

1988-214-100 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan. 19,0 - 9,3 4,3-4,9 4,8 1990 um 4000 1988-214-136 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 10,2 4,0-4,2 3,8 1647 um 3300 1988-214-223 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 - 5,6 3,2-3,8 2,1 626 um 1250 1988-214-332 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, slípaður öðrum megin. 11,3 - 8,7 4,5-4,6 2,8 695 um 1400

1989-33-306* Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög stór og mikill, brotnað hefur úr honum að ofan, neðan og úr hlið. Sléttur að neðan. 23,0 24,8 11,6 5,2-5,6 5,1 4185 um 9000

1989-33-389 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,0 - 9,3 4,2-4,5 3,2 937 um 1900 1998-5-33 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,2 - 9,7 4,9-5,1 4,0 2660 um 5400 1998-5-36 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er þó skakkt. 10,6 - 8,6 4,0-4,2 2,6 495 um 1000 1998-5-129 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur á annarri hliðinni. 14,5 - 8,5 3,8-4,4 3,8 1555 um 3100 1998-5-143 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 11,8 3,4-4,2 2,4 2320 um 4600

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 73: Ármann Dan Lokaskil

70

1999-18-22* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin og kantaður? 20,0 - 8,2 4,8-5,3 3,6 1834 um 3700 1999-18-23 Brot (ca. ¼) úr hugsanlegum sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,0 26,1 9,9 3,3-3,4 2,6 1111 um 4400

1999-18-25+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd fyrir miðju og öðrum megin. 26,5 - 12 - 4,5 8200

um 16400

2000-6-16 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því ekki hægt að mæla þeim megin. 13,9 - 10,9 4,1 4,2 1196 um 2500

2000-6-23 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn öðrum megin. 18,0 - 10,7 6,7 - 2454 um 4900

2000-6-35+

Brot (ca.1/8) af hugsanlegum sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvinn báðum megin en brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. Hefur verið stór gripur. 14,4 24,7 6,2 - - 1220 um 9800

2000-6-179 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr hliðum. 19,0 22,0 12,3 3-3,8 2,8 2320 um 4800

2000-6-184 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 9,2 3,9-4,1 3,7 1208 um 2400

2000-6-193 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 8,6 3,8-3,9 3,4 1553 um 3100 18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2004-25-363 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr annarri hliðinni frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 14,1 - 8,7 4,6 - 1191 um 3000

19.–20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1989 (1998)-5-11*+

Um hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 17,0 - 10,7 4,3 3,4 3180 um 6400

* Hugsanlega veggjahnyðja/þjappari vegna lögunar. + Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 74: Ármann Dan Lokaskil

71

1989 (1998)-5-13*+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 26,0 - 12,1 5,3-6,1 5,6 5800 11600 1989 (1998)-5-14* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,8 - 9 4,8-4,9 3,6 2036 um 4100 1998-5-2 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 - 9,2 3,6-4,3 3,6 1318 um 2650 1998-5-21 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, auga ekki fyrir miðju. 13,7 - 8,2 3,7-3,9 3,0 1280 um 2600 1998-5-22+ Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 22,2 - 11,5 6,5-7,2 5,2 3062 um 6150 1998-5-29 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,1 - 9,1 3,9-4,0 3,0 886 um 1800 1998-5-119 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr botni. 15,5 - 5,3 3,7-3,8 3,5 1020 um 2100 2003-25-8 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 10,8 4,2-4,5 4,3 2148 um 4300

Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-214-9 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 15,0 - 8,5 3,4 2,9 1097 um 2200

1988-214-72 Hálfur sleggjuhaus, brotið út frá auga og því er augnvídd aðeins mælanleg öðrum megin. 18,0 - 8,6 2,6 3,2 1840 um 3700 1988-214-491 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 9,1 3,5-3,6 3,2 1343 um 2700

1989-33-427† Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir 19,5 - 10,5 - - 2555 um 5000

1998-5-90 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er þó ekki fyrir miðju. 17,6 - 10,6 4,0-4,6 3,9 1866 um 3700 1998-5-101 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,7 - 10,7 3,9-4,2 3,8 2160 um 4300 1998-5-157+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,3 - 10,9 5,2-5,6 2,6 4050 um 8100

+ Sennilega þökuhnallur eða garðsleggja vegna stærðar og þyngdar. * Hér hefur sennilega orðið númera ruglingur. Engir sleggjuhausar frá 1998 eru með númerin 11, 13 og 14 en þeir eru merktir árið 1989. Rannsóknarnúmerið ætti því að vera 33. † Þessi gripur er ekki í fundaskrá og var ónúmeraður og gefið þetta númer 2014 skv. Sarpi. + Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 75: Ármann Dan Lokaskil

72

1998-5-168 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. . 18,5 - 9,6 5,2 4,4 2216 um 4500

1998-5-169*

Brot af sleggjuhaus. höggvinn báðum megin en mikið brotið úr hliðum, auga öðrum megin og úr botni. Mæling á hæð gefur því ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 19,8 - 8,8 4,7 4,7 2825 5650+

1999-18-51 (48)~ Brot (tæplega 1/4) úr kvarnasteini. Með rákum á annarri hliðinni. 19,0 ? 7,8 - - 2113

um 8500+

1999-18-65 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 11,8 5,7 4,3 1537 um 3100

1999-18-66+ Hálfur sleggjuhaus, brotnað hefur úr honum að ofan og neðan og út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. Mjög stór. 26,0 - 14,4 7,3 5,3 6600 13200

2000-6-212+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 11,9 4,2-5,6 4,8 3820 um 7650 2000-6-218 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,3 - 8,3 3,6 2,8 898 um 1800

2002-25-53 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið úr öðrum megin út frá auga og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 15,3 - 6,8 4,6 1,9 1100 2250

2003-25-199

Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, mikið brotin að neðan og því ekki hægt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin, og því er aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 18,5 - 6,5 5,7 - 1160 ?

Ónúmeraður Tæplega 1/4 hugsanlegum sleggjuhaus, bakki finnst ekki og því aðeins hægt að sjá að hann hafi verið höggvinn, mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 13,5 - 4,5 4,7 - 590

um 2400?

Fundust ekki:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1987-406-003 Fannst ekki nóv. 2017

1987-406-338 Fannst ekki nóv. 2017

1987-406-339 Fannst ekki nóv. 2017 2000-6-066 Fannst ekki nóv. 2017

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar. ~ Líklegt að númer hafi ruglast. #48 er í fundaskrá skráð sem kvarnasteinn. #51 skráð sem sleggja.

Page 76: Ármann Dan Lokaskil

73

7.35 Sandártunga

Árið 1949 gróf Kristján Eldjárn ásamt þeim Sigurði Þórarinssyni, Gísla Gestssyni og Odd Nordland upp bæjarrústirnar í Sandártungu sem fóru í

eyði vegna goss í Heklu 1693. Tveir helmingar af sleggjuhausum fundust og hálfur kringlóttur steinn, sem höggvið hafði verið gat í frá báðum

hliðum. Vill Kristján meina að þetta hefði sennilega átt að vera hverfisteinn og að þessi steinn hafi fundist skammt frá bænum, sem talið er að

hafi verið byggður um 1650 (1951, bls. 108–115). Ekki fylgja nein fundanúmer í greininni og í Sarpi eru fjórir sleggjuhausar skráðir frá þessari

rannsókn. Líklegast er að gripur 14117/ 1949-87 sé þessi hugsanlegi hverfisteinn þar sem hann hefur ferkantað auga, er gerðarfræðilega

líklegastur til að vera hverfisteinn og úr mýkri bergtegund en hinir. Hvaðan þriðji sleggjuhausinn kemur er ekki vitað. Tveir aðrir sleggjuhausar

eru skráðir í Sarpi en það eru lausafundir frá seinni tíð og fundust ekki við þessa rannsókn.

17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

14074/ 1949-32 Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað ekki fyrir miðju. Óreglulegur í laginu. 10,7 - 5,9 2,6-3,0 2,5 555 um 1100

14114/ 1949-84 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, búið að höggva augað öðrum megin og byrjað á hinni hliðinni. 14,5 - 9,9 2,3-4,1 2,6 1415 um 2800

14115/ 1949-85 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en hefur brotnað úr botni og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin og ekki fyrir miðju. 16,0 - 7,8 4,8 - 1528 um 3300

14117/ 1949-87*

Hálfur ófullgerður hugsanlegur hverfissteinn, höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að sameina augun. Augun köntuð. 7,5 - 5,1 3,1-3,2 - 213 um 450

* Gripurinn er mjög sléttur, lítill, léttur, augun köntuð og úr sandsteini. Því er þetta líklegast hverfisteinn.

Page 77: Ármann Dan Lokaskil

74

7.36 Skálholt

Á árunum 2003–2007 stóð Fornleifastofnun Íslands fyrir fornleifarannsóknum við Skálholt í Bláskógarbyggð. Þessi rannsókn var styrkt af

Kristnihátíðarsjóði og var markmið hennar að fullrannsaka 18. aldar bæinn í þeirri mynd sem hann var þegar hann var yfirgefinn og varðveita

hann þannig en ekki grafa í gegnum hann og undir. Þá voru rannsakaðar eldri mannvistarleifar á svæðinu og markmiðið þar að finna tengsl þeirra

við Skálholtsskóla og byggð honum tengdum frá 16.–18. öld. Von er á lokariti frá þessari rannsókn á næstu misserum. Samkvæmt fyrirliggjandi

handriti fundust 22 sleggjuhausar en tíu þeirra fundust ekki við þessa rannsókn (Lucas, G., 2002, bls. 2–3; ibid, 2004, bls. 1; Lucas, G. Óútgefið;

Sólveig Guðmundsdóttir Beck, Óútgefið, bls. 19–20).

18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-64-12221 1/4 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki unnt að mæla augnvíddir. 11,3 16,4 8,2 - - 1770 um 7100 18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-64-1053* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 21,5 - 9,6 4,1 3,9 3146 um 6300

2003-64-2677 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19.2 - 9,5 4,4 4,0 2015 um 4000 2006-64-8963 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 14,3 11 4,1 4,2 2500 um 5200 2007-64-12225 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað þó ekki fyrir miðju. 14,3 - 9,0 3,0 2,7 1149 um 2300 2007-64-12226 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 11,5 4,7-4,8 4,6 2305 um 4600

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 78: Ármann Dan Lokaskil

75

20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-64-1573 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,1 15,3 7,6 4,0 3,3 1053 um 2400 2003-64-3548 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 8,5 3,5 2,9 1706 um 3400

Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2006-64-8965 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 16,3 9,0 3,3 3,0 1410 um 3000 2007-64-12227 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,0 - 12,0 4,3 4,0 2100 um 4200

Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2002-64-758 Fannst ekki 14.12.2017 2003-64-1040 Fannst ekki 14.12.2017 6380 Fannst ekki 14.12.2017 6384 Fannst ekki 14.12.2017 6388 Fannst ekki 14.12.2017 2006-64-8964 Fannst ekki 14.12.2017 2007-64-12228 Fannst ekki 14.12.2017 14566 Fannst ekki 14.12.2017 14569 Fannst ekki 14.12.2017 14570 Fannst ekki 14.12.2017

Page 79: Ármann Dan Lokaskil

76

7.37 Skógar í Fnjóskadal

Árin 2011–2012 fóru fram fornleifarannsóknir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga, framkvæmdar af Byggðasafni

Skagafjarðar. Uppgraftarstaðnum var skipt upp í þrjú svæði: A, B og C. Á svæði A fundust járnvinnsluminjar eins og stór gjallhaugur, fimm

byggingar eða byggingarhlutar og tvær kolagrafir. Þetta voru svokallaðar rauðasmiðjur og virðast hafa verið byggðar stuttu eftir 940, farnar í eyði

fyrir 1104, síðan byggðar upp að nýju en hætt fyrir 1300. Á svæði B fundust fjórar byggingar og þá hver innan í annarri og í einni af þeim var að

finna tvö byggingarskeið. Þetta voru tveir geita- eða fjárhúsakofar, tvær hugsanlegar réttir og hugsanlegt fjós. Hið hugsanlega fjós var frá því

fyrir 1300 en hinar byggingarnar voru frá 18.–19. og 19.–20 öld. Á svæði C fundust fjárhús, hugsanleg rétt, tvö lítil hús og ummerki um

koparvinnslu. Ekki er talið að þessar minjar séu eldri en frá 16. öld, en innan í þessum húsum voru ruslalög sem bentu til þess að þau væru frá

17.–19. öld.

Þrjár sleggjur fundust við uppgröftinn og eru þær allar úr ruslalögum frá 17.–19. öld (Guðmundur St. Sigurðarson og Guðný Zoëga, 2013, bls. 5,

82–83, 132).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2012-23-175 Brot úr sleggjuhaus (um 1/4), höggvinn báðum megin, ekki unnt að mæla augnvídd. 9,9 13,6 9,7 - - 738 um 3000

2012-23-176 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni frá auga. Ekki var unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 16,0 - 7,9 4,9 3,7 1136 um 2500

2012-23-177

Tæplega hálfur sleggjuhaus, hefur klofnað og því ekki unnt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin né mæla augnvídd báðum megin. Brotnað hefur neðan af honum, því gefur mæling á hæð ekki rétta mynd. 16,5 17,0 4,7 4,2 - 1269 um 2500

Page 80: Ármann Dan Lokaskil

77

7.38 Skógtjörn

Árið 2001 var farið fram á það við Þjóðminjasafn Íslands af forsvarsmönnum Bessastaðahrepps að gerð yrði fornleifakönnun á bæjarhól

Skógtjarnar á Álftanesi vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi á svæðinu. Fornleifavernd ríkisins tók að sér rannsóknina sem fól í sér að

grafa könnunarskurði til að áætla umfang minja sem og áætla kostnað við heildarrannsókn á bæjarhólnum þar. Við rannsóknina fannst hugsanleg

stétt, hleðslur og mannvistarlög frá 18. eða 19. öld til þeirrar tuttugustu. Tveir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn og voru þeir taldir vera frá

20. öldinni (Kristinn Magnússon, óútgefið, bls. 2–6).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-47-3 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 16,5 - 5,8 4,1 - 1095 um 2200

2003-47-8 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 18,8 - 7,5 5,1-6,7 4,3 1617 um 3300 7.39 Skriðuklaustur

Árið 2002 hófst fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri, sem var starfrækt á árunum 1493–1554, og var markmiðið að varpa ljósi á klausturlífi í

íslenskum miðaldaklaustrum. Stjórnandi rannsóknarinnar var dr. Steinunn Kristjánsdóttir og var uppgröfturinn rekinn með fjárframlagi úr

Kristnihátíðarsjóði. Forkönnun hafði verið gerð árið 2000 á svokölluðu Kirkjutúni neðan við gamla bæjarstæðið á Skriðu. Komu þar í ljós rústir

mikilla bygginga og var ákveðið að rannsaka þær nánar en einnig sáust ummerki um eldri rústir þar undir. Árið 2002 kom í ljós að um

klausturbyggingar væri að ræða. Fornleifauppgreftir fóru þarna fram tíu sumur eða frá 2002–2011 og fundust 28 meintir sleggjuhausar við

rannsóknirnar, þar af þrír lausafundir og þrír sem reyndust ekki vera sleggjuhausar. Því fundust 25 sleggjuhausar og var hægt að aldursgreina 22

af þeim: þrír frá 19. eða 20. öld úr rústum heygeymslu sem var grafin ofan í klausturrústirnar og 19 frá klausturtímanum eða 1493–1554.

Sleggjuhausarnir fundust á mismunandi stöðum en flestir komu úr mannvirkjum sem tengdust mat, eins og matsal, eldhúsi, búri og vinnurými

Page 81: Ármann Dan Lokaskil

78

(Steinunn Kristjánsdóttir, 2003, bls. 4–6, 8; Steinunn Kristjánsdóttir, 2004, bls. 68, 112, 127; Steinunn Kristjánsdóttir, 2005, fundaskrá 2004, sótt

25.10.2017 af https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2004.pdf; Steinunn Kristjánsdóttir, 2006, fundaskrá 2005, sótt 25.10.2017 af

https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2005.pdf; Steinunn Kristjánsdóttir, 2008, bls. 29, 103, 135–136, 156, 158–159, 172; Steinunn Kristjánsdóttir,

2009, bls, 9; Steinunn Kristjánsdóttir, 2009, fundaskrá 2008, sótt 25.10.2017 af https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2008.pdf; Steinunn Kristjánsdóttir,

2010, bls. 9, Fundaskrá; Steinunn Kristjánsdóttir, 2010, fundaskrá 2009, sótt 25.10.2017 af https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2009.pdf; Steinunn

Kristjánsdóttir, 2011, bls. 9, 50; ibid, 2012a, bls. 4, 7; Steinunn Kristjánsdóttir, 2012, fundaskrá 2011, sótt 25.10.2017 af

https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2011.pdf); Steinunn Kristjánsdóttir, 2012b, bls. 37–39, 116, 104, 124, 130).

15.–16. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2004-36-349* Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sést að höggvið hafi verið auga í hann en engin augnvídd mælanleg. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 9,4 - 3,9 - - 404 ?

2004-36-1309 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sést að höggvið hafi verið í hann öðrum megin og því aðeins unnt að mæla augnvídd þar. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 12,9 14,5 2,8 4,7 - 418 ?

2005-36-455 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin né fyrir miðju. 14,5 - 7,0 4,9 - 1129 um 2300

2005-36-2164 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,1 - 7 4,5-4,9 3,1 950 um 1900

2005-36-2171 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sést að byrjað hefur verið að höggva í hann. Ekki er unnt að gera mælingar á augnvídd og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 11,4 13,6 3,5 - - 452 ?

2005-36-2468† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 16,4 - 6,8 4,7-5,2 2,6 1245 um 2600

2007-36-1137

Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvið hefur verið auga í hann en ekki sést hvort það sé bæði að ofan og neðan vegna brotsins. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 17,5 - 3,7 4,4 - 1035 4200?

* Unnin steinn en mjög erfitt að segja til um hvort þetta sé sleggja eða ekki. † Þessi sleggjuhaus fannst í vegghleðslu, hefur sennilega verið endurnýttur eftir að hafa brotnað.

Page 82: Ármann Dan Lokaskil

79

2007-36-1587

Brot úr sleggjuhaus, brotnað lárétt ( ofan og neðan) og lóðrétt. Sést að höggið hefur verið auga báðum megin en aðeins er unnt að mæla augnvídd fyrir miðju. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,7 - 3,5 - 2,5 898 ?

2007-36-1601 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga báðum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd nema fyrir miðju. 13,3 - 7,1 - 2,7 700 um 1500

2007-36-1887 Tvö brot úr sleggjuhaus sem höggvið hefur verið í. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Engar aðrar mælingar gefa rétta mynd af upprunalegu útliti. 9,5 12,3 1,8 4,2 - 158 ?

2007-36-1921

Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en mikið hefur brotnað úr honum og því erfitt að greina upprunalega hæð og aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin og fyrir miðju. 13,4 - 5,6 4,4 2,6 1034 um 1500

2007-36-2119 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus sem höggvið hefur verið í. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Engar aðrar mælingar gefa rétta mynd af upprunalegu útliti. 7,2 ? 1,9 3,7 - 93 ?

2008-36-545

Um 1/4 af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvin báðum megin en þó aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 15,1 - 4,4 4,7 3,0 931 um 4000

2008-36-870* Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sést að höggvið hafi verið auga í hann en engin augnvídd mælanleg. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 7,9 ? 4,2 - - 356 ?

2009-36-026†

Um 1/4 af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvin báðum megin en þó aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 10,0 - 3,3 3,8 1,9 295 um 1200

2010-36-753

Um 1/4 af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvin báðum megin en þó aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 15,3 - 4,1 4,9 2,7 702 2800

2011-36-496 Brot úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotin út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 11,1 - 7 - - 467 ?

2011-36-528 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 6,6 4,4-4,9 2,8 1030 um 2200

16. öld eða yngra:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2002-36-063 (64) Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,4 13,6 8,9 2,8-3,5 2,4 1207 um 3600

* Brot úr steini sem höggvið hefur verið í. Erfitt að fullyrða hvort um sleggju sé að ræða. † Fannst í sjúkrasal, gæti hafa verið notaður til að mylja lyf/jurtir.

Page 83: Ármann Dan Lokaskil

80

19. eða 20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2003-36-274 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,0 - 7,6 6,3 3,2 1318 um 2650

2003-36-587 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,3 - 6,6 3,6-4,0 2,7 765 um 1550 2003-36-701 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,4 - 9,4 3,7-4,2 2,9 1286 um 2600

Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2005-36-465 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 10,0 4,0-4,3 3,6 1670 um 3350

2009-36-1084 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin 14,6 - 8 5,9 3,1 962 um 2200

Ekki sleggjur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2004-35-1039 Steinn með höggförum í. 16,0 - 8,1 - - 2968 2968

2005-36-2500 Ekki sleggja - sennilegast soðsteinn.

2007-36-45 Brotinn steinn. 12,0 - 6,9 - - 699 -

2007-36-1938 Steinn sem höggvið hefur verið í. Hefur sennilega átt að vera kljásteinn. 13,9 - 7,1 - - 1096 um 1100

Page 84: Ármann Dan Lokaskil

81

7.40 Skútustaðir

Árið 2008 var grafið í öskuhaug við Skútustaði í Skútustaðahreppi. Var þetta hluti af alþjóðlegu verkefni sem snýst um rannsóknir á landnámi og

byggð á Norðurlandi og var framkvæmd af Fornleifastofnun Íslands undir stjórn Ágústu Edwald. Tveir skurðir voru opnaðir, svæði D og F, en

einnig var rannsakað snið sem varð til vegna framkvæmda við íbúðarhús árið áður og var það kallað E1 og E2. Á svæði D fannst einn

sleggjuhaus og var hann í mannvistarlögum á milli gjóskulaganna frá 1477 og 1717. Á svæðum E1 og E2 fundust ruslalög sem náðu til 20. aldar

en þau elstu voru frá 11.–12. öld. Á svæði F voru mörg ruslalög og gripir aðallega frá 19. öld (Ágústa Edwald et al. 2009, bls. 5, 9–12, 14, 20).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2009-500 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, aðeins sést að höggvið hafi verið „auga“ í steininn og með rúnnaða hlið. 8,5 12,2 1,6 2,1 - 84 ?

7.41 Stóra-Borg

Fornleifarannsóknir á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum fóru fram á árunum 1978–1990 undir stjórn Þjóðminjasafns Íslands og var þetta svokallaður

björgunaruppgröftur þar sem minjarnar lágu undir skemmdum vegna sjávargangs. Hafist var handa við að rannsaka kirkju og kirkjugarð sem

þarna höfðu fundist vegna sjávarrofs en fyrst er getið um kirkju þarna í máldaga frá 1332 og vitað er að hún var aflögð um 1700. Síðar var

rannsakaður bæjarhóllinn sem innihélt fjölda mannvirkja sem voru hvert undir öðru og er yngsta bæjarhúsið aldurgreint til 18. aldar en elstu

bæjarhúsin eru talin ekki yngri en frá 13.–14. öld. Undir bæjarhúsunum kom síðan í ljós jarðhýsi sem erfitt var að aldursgreina. Talið að byggð

hafi geta hafist þarna á 12.–13. öld (Mjöll Snæsdóttir og Þórður Tómasson, 1991, bls. 5, 7–8, 10–11, 16; Mjöll Snæsdóttir, óbirt

rannsóknargögn). Alls fundust 70 meintir sleggjuhausar við fornleifarannsóknina en þó fannst einn þeirra ekki við þessa rannsókn. Listinn sem

hér birtist er ekki tæmandi listi yfir þá sleggjuhausa sem fundist hafa við Stóru-Borg því Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri á Skógarsafni, hefur

Page 85: Ármann Dan Lokaskil

82

í gegnum árin farið niður á Stóru-Borg og tínt upp þá sleggjuhausa sem hann hefur rekist á. Þeir eru því allir lausafundir og geymdir á

Skógarsafni.

14.–15. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1981-182-50 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr öðrum megin. 17,0 - 8,0 4,2-4,6 2,9 1661 um 3350 1981-182-900 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr öðrum megin. 14,8 - 6,5 4,2-4,3 2,6 950 um 2000 1981-182-901 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 11,9 - 5,0 3,8-4,5 2,6 468 um 1000

15. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1988-237-94 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,6 - 7,6 3,7-3,9 2,5 472 um 1000

1988-237-95 Sleggjuhaus, brotnað hefur ofan og neðan af honum. Ekki var unnt að mæla augnvídd nema fyrir miðju, mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 11,0 - 4,3 - 2,9 471 um 1000

1989-139-15 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,8 - 10,0 4,7-5,8 3,9 2047 um 4100

15.–16. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1982-135-144 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr honum að ofan og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Óreglulegur í laginu. 15,2 - 9,5 5,5 3,7 1258 um 2500

1982-135-152 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,2 - 7,3 2,7-3,1 1,8 1199 um 2400

Page 86: Ármann Dan Lokaskil

83

1984-348-309* Brot úr steini sem höggvinn hefur verið í. 11,0 - 8,9 - - 817 ? 1987-411-36 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 6 3,3-3,5 2,3 551 um 1100

1987-411-124

Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt og því sést ekki hvort hann sé höggvinn beggja vegna. Augnvídd aðeins mælanleg öðrum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétt mynd af upprunalegri hæð. 14,2 - 4,8 4,6 - 841 ?

1987-411-125 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 14,9 - 8,1 4,4 3,1 1294 um 2600 1987-411-180 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,7 - 8,3 4,1-4,3 3,0 582 um 1200

1987-411-182 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 12,3 - 6,9 3,9 2,0 569 um 1150

1987-411-185 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 9,4 - 8,4 3,8 2,1 463 um 1000

1987-411-257 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin og því aðeins unnt að mæla augnvídd þar. 12,9 - 8,3 3,3 2,0 1180 um 2400

1987-411-264 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,5 - 8,1 3,5-3,9 2,5 785 um 1600 1987-411-336 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,9 - 7,5 3,5 3,0 590 um 1200 1987-411-345 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr honum bæði að ofan og neðan. 12,4 - 8 3,6-4,7 2,0 777 um 1550

16.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1980-121-664 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr botni. Járnteinn stendur upp úr honum. 15,3 - 6,7 4,2-4,5 3,5 1154 um 2300

1980-121-677 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur mjög úr annarri hliðinni. 13,2 - 9,8 5,0-5,3 4,1 820 um 1700

1980-121-718†

Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina augu. Flísast hefur út frá öðru auganu og því ekki unnt að mæla augnvídd báðum megin. Augað ekki fyrir miðju. 25,0 - 8,0 4,9 - 3825 um 7500

1981-182-584 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gæti hafa verið notaður sem kljásteinn einnig (gat að ofan sem nær niður í auga). 16,2 - 8,1 4,2-4,2 2,7 1160 um 2300

1983-147-21 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur út frá auga að ofan og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,8 - 9,0 5,2 4,8 1796 um 3500

1987-411-271 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,1 - 8 3,9-4,9 3,3 637 um 1300 * Erfitt er að fullyrða af eða á hvort um sleggjuhaus sé að ræða því brotið er svo lítið. † Hefur sennilega átt að verða garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 87: Ármann Dan Lokaskil

84

17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1980-121-369* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Er ferhyrndur. 18,5 - 11,8 5,3 4,0 2340 um 4700

1980-121-393 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 10,3 5,2-5,4 3,5 1630 um 3300

1980-121-580 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 9,7 10,8 5,5 2,6 - 304 um 900

1980-121-581 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 - 8,5 4,1-4,4 3,6 915 um 1850 1980-121-592† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augnvíddin er mest fyrir miðju. 18,7 - 12,0 5,5 5,8 2560 um 5100 1986-1452-380 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 7,7 4,6-5,0 2,9 584 um 1200 1986-1452-381 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,5 10,8 4,9 3,1-3,2 2,6 310 um 650 1986-1452-382 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 11,0 5,5-5,8 4,6 1900 um 3800 1987-411-15 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,9 - 11,3 5,2-5,5 4,2 1930 um 4000 1987-411-84 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin nokkuð. 10,6 - 9,6 3,8-4,2 3,3 655 um 1300

17.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1980-121-71 Hálfur sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en þó virðist sem að lítillega hafi verið byrjað að höggva öðrum megin þar sem augað er mikið minna. 17,0 - 11 4,3-5,2 4,8 1480 um 3000

1980-121-106 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mikill munur á augnvídd. 13,9 - 8,7 4,8-7,0 3,7 1262 um 2600 1980-121-203 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,8 - 8,8 3,5-4,0 2,8 848 um 1700 1980-121-230 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 10,9 4,3-4,6 3,7 2044 um 4100

* Sennilega þökuhnallur eða einhvers konar hnyðja vegna lögunnar. † Sennilega þökuhnallur eða garðsleggja vegna þyngdar.

Page 88: Ármann Dan Lokaskil

85

18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1979-341-5 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 10,1 5,4-5,6 3,9 1278 um 2600

1979-341-212* Hálfur unninn steinn, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. 10,7 - 6,7 4,2 - 448 um 900

1979-341-216 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 8,1 3,8-4,0 2,5 1313 um 2600 1979-341-415 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,3 - 9,1 4,2 3,5 945 um 1900

1979-341-416 Hugsanlega brot úr ófullgerðum sleggjuhaus, höggvinn öðrum megin en brotið úr auga og því ekki hægt að mæla augnvídd. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,6 ? 10,3 - - 1272 -

1979-341-417 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 10,2 4,5-4,7 3,1 1547 um 3100 1979-341-495 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,2 - 6,6 3,3-3,5 2,0 1296 um 2500 1980-121-9 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,3 - 11,6 5,0-5,3 2,6 1034 um 2100

1980-121-70 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 13,7 - 11,3 4,8 2,8 1173 um 2400

1980-121-254 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augnvíddin er mest fyrir miðju. 19,0 - 11,8 5,5-5,9 6,0 2142 um 4300 1980-121-288 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 9,3 4,7-4,8 3,8 1237 um 2500 1986-1452-7 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni. 12,8 - 6,6 3,7-4,5 2,1 562 um 1100 1986-1452-102 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,7 - 11,4 5,1-5,2 2,7 1091 um 2200 1986-1452-149 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 14,4 - 5,5 3,9-4,3 3,4 712 um 1400 1986-1452-162 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 7,9 4,8-4,9 2,9 1553 um 3100 1986-1452-163 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, virðist hafa flísast aðeins úr toppi. 16,8 - 10,3 5,4-6,3 4,6 1918 um 3850

1986-1452-210

Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en brotin út frá hlið sem og frá auga og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 18,0 - 8,0 5,1 - 1581 um 3200

1986-1452-211 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,2 - 8,5 5,0-5,5 4,5 1304 um 2600

1986-1452-377 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva öðrum megin. Aðeins unnt að mæla augnvídd þar. 20,5 - 8,5 5,2 - 1230 um 2460

1986-1452-378 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað út frá auga bæði ofan og neðan, því aðeins unnt að mæla augnvídd fyrir miðju. 12,7 - 9,1 - 4,5 896 um 1800

1986-1452-383 Hálfur ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin en ekki náð að sameina augu. 17,7 - 9,1 4,4-4,9 - 1721 um 3500

* Unninn steinn með höggförum á.

Page 89: Ármann Dan Lokaskil

86

1986-1452-433 Tæplega heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur bútur úr frá miðju. 14,0 - 11,7 4,8-5,2 3,1 1138 um 2300

1986-1452-508 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 7,7 - 7,1 - - 463 ?

Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1979-341-379 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,9 - 13,6 5,2-5,5 4,1 1678 um 3400 1980-121-663 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 7,9 3,3-3,9 2,4 1160 um 2300 1980-121-678 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,9 - 7,0 4,2-4,3 2,4 612 um 1250

1981-182-221 Náttúrulegur steinn. 12,6 - 7,1 - - 613 um 1250 Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1979-341-139 Finnst ekki - nóv. 2017 12,3

1979-341-213 Brot úr hugsanlega ófullgerðum sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, byrjað hefur verið að höggva báðum megin en stutt á veg komið. Ekki unnt að mæla augnvíddir. 14,7 15,0 10 - - 819 um 2000

1981-182-752 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mikið hefur flísast hefur úr öðrum megin. 9,2 - 8,7 3,5 1,9 334 um 670

1987-411-56 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,6 - 6,5 3,6-3,7 2,7 530 um 1100 1989-139-12 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 8,3 4,1-4,3 3,3 981 um 2000

Page 90: Ármann Dan Lokaskil

87

7.42 Stórasel

Árið 2015 fór fram framkvæmdarannsókn við húsið Stórasel við Holtsgötu 41b í Reykjavík og var það Lísabet Guðmundsdóttir og Nikola

Trbojević sem stjórnuðu rannsókninni. Lækka átti gólfflöt hússins en líkur voru taldar á að steinhúsið hafi verið reist ofan á torfhús sem stóð þar

áður. Þrír sleggjuhausar fundust við uppgröftinn: einn fannst í mannvirki sem talið er vera hugsanlegt eldhús, annar í hugsanlegri hlöðu og sá

þriðji í óskilgreindu rými og eru þeir allir aldursgreindir frá 18.–19. öld (Lísabet Guðmundsdóttir og Nikola Trbojević, 2016, bls. 4–5, 7, 15, 17,

22, 42, 51–53).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2015-2-19 Heill hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva í hann báðum megin. 23,5 - 5,4 4,4-4,7 - 4952 -

2015-2-39 Heill hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus, byrjað hefur verið að höggva í hann öðrum megin en þó ekki fyrir miðju. 13,1 - 4 2,9 - 1105 -

2015-2-56 1/3 af ófullgerðum sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að sameina augu. 14,4 16,4 6,2 - - 1028 um 3100 7.43 Stóra-Seyla

Á árunum 2008–2009 fóru fram fornleifarannsóknir við Stóru-Seylu í Langholti í Skagafirði. Tilgangur rannsóknanna var að gera

jarðsjármælingar og finna þannig víkingaaldar minjar og sjá hvort samsvörun væri á milli jarðsjármælingar og uppgraftar. Við rannsóknirnar

fundust átta mannvirki: Mannvirki 1 var túlkað sem útihús og tengdist miðaldarbænum sem var byggður eftir 1300, en hin sjö mannvirkin voru

öll frá víkingaöld, bæði mannabústaðir og útihús tengd þeim. Tveir sleggjuhausar fundust við rannsóknirnar. Annar fannst árið 2008 en hinn

fannst ári seinna og eru báðir frá 14.–18. öld (Bolender, D. J. 2009, bls. 9–10, 19–21; Bolender, D.J. et al. 2011, bls. 4, 13–14, 16–17, 38–39).

Page 91: Ármann Dan Lokaskil

88

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-79-4 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,5 - 7,0 5,4 2,9 994 um 2100

2009-78-70 Brot (ca.1/3) úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr að ofan og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Mjög sléttur að neðan. 10,3 13,3 4,7 3,0 2,2 435 um 1300

7.44 Suðurgata 3-5

Eins og kom fram hér fyrr í ritgerðinni, fóru fram fornleifarannsóknir í miðbæ Reykjavíkur í sambandi við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Við

Suðurgötu 3–5 fundust þá meðal annars smiðjur, skáli, hús, sofnhús og port (Nordahl, E. 1988). Sex sleggjuhausar fundust við uppgröftinn, þar af

einn sleggjuhaus sem er ómerktur, en fékk nýtt númer (S3–5-750) við þessa rannsókn.

9. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

S3-5-100*

Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en augu ekki sameinuð og skökk. Brotnað hefur úr hlið og flísast úr honum öðrum megin. 18,5 20,5 5,7 4,3-4,6 - 1633 um 3500

S3-5-154† Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr honum bæði ofan og neðan, því er aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 16,4 - 6,6 6,3 3,5 1445 um 3300

S3-5-167* Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en augu ekki náð að sameinast. 16,2 - 6,4 5,2-5,3 - 903 um 1800

S3-5-249* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr annarri hliðinni og því var ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,4 - 7,6 5,6 3,4 1280 um 3000

Lausafundir:

* Í fundaskrá er þetta skráð sem lóð. † Í fundaskrá er þetta skráð sem aflsteinn.

Page 92: Ármann Dan Lokaskil

89

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

S3-5-221-b

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, brotið úr honum öðrum megin og því ekki unnt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin. Gatið ferhyrnt og því verður þvermál auga að breidd gats. Mjög sléttur á hliðum og annarri hliðinni. 11,5 - 4,5 3,1 2,2 457 um 1000

S3-5-750* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 5,6 5,4 1604 um 3200

7.45 Tjarnarbíó

Á árunum 2008–2009 fór fram framkvæmdarrannsókn við Tjarnarbíó í Reykjavík og fannst þar kjallari Brunnshússins sem þar hafði áður staðið,

grjótgarður sem talin er vera gamall bakki tjarnarinnar og brunnur. Allir gripir sem þarna fundust voru frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20.

aldar. Hálfur sleggjuhaus fannst við uppgröftinn (Óskar G. Sveinbjarnarson, 2009, bls. 15–19, 23).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-83-174 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, lítið höggfar sést á honum. 14,0 ? - - - 815 -

7.46 Urriðakot

Sumarið 2010 fór fram framkvæmdarrannsókn við Urriðakot í Garðabæ vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar. Áður höfðu verið gerðar

fornleifakannanir þar árin 2007 og 2008. Rannsókninni var stjórnað af Ragnheiði Traustadóttur. Við þennan uppgröft fundust, skáli, fjós,

geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld. Einnig fundust þarna baðstofa, búr og eldhús frá miðöldum. Einn sleggjuhaus fannst við

uppgröftinn og kom hann úr hreyfðu lagi sem var aldursgreint frá 11.–14. öld (Ragnheiður Traustadóttir et. al., 2010, bls. 2, 40; munnleg heimild

Ragnheiður Traustadóttir 06.04.2018).

* Ómerktur inn í geymslu. Fékk nýtt númer. Merktur sem: „Steinn - úr hrúgu neðst í pappakassa MRK:“ „seinni tíma munir. Keramik, flöskubrot o.fl.“

Page 93: Ármann Dan Lokaskil

90

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2011-26-147 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,0 - 4,9 4,2-4,4 2,7 458 um 900 7.47 Varmá

Árið 1968 var grafinn könnunarskurður í hól í túni Varmárbæjar í Mosfellssveit vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu og vegna þess að

þarna var gamla kirkjustæðið talið vera. Rannsókn hófst árið eftir og unnu þeir Sveinbjörn Rafnsson og Gísli Gestsson hana. Þar fundust í það

minnsta þrjár tóftir og var ein túlkuð sem útiskemma eða „kofi yfir búpening“, smiðja/skemma þar sem sjö sleggjuhausar fundust og undir henni

fannst kirkja eða bænhús. Kirkjan lagðist af um 1553–1584. Smiðjan sem var ofan á kirkjunni er aldursgreind til 18. og 19. aldar (Sveinbjörn

Rafnsson, 1971, bls. 31, 34–37, 40-41, 43–44, 47).

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

1968-538-308 Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotið út frá auga og því ekki hægt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin og aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 15,5 16,4 9,7 5,0 3,6 1958 um 4400

1968-538-309 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotið úr botni og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. 18,0 - 4,6 3,8 2,5 1270 um 2400

1968-538-310* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Lítið brot hefur brotnað úr hlið. 26,5 27,5 10,8 5,4-5,8 5,0 3860 um 7800

1968-538-311 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 - 8,8 4,2-4,4 3,2 1120 um 2250

1968-538-312 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr að ofan og neðan. 13,3 - 5,8 3,7-4,2 3,1 794 um 1650

1968-538-313 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu, höggvinn báðum megin en augu ekki náð að sameinast. 16,5 - 5,9 4,9-5,0 - 1128 um 2250

1968-538-314 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 - 7,7 4,5-4,6 3,8 1012 um 2050 * Sennilega garðsleggja vegna þyngdar og lögunnar.

Page 94: Ármann Dan Lokaskil

91

7.48 Vatnsfjörður

Á árunum 2003–2013 fóru fram fornleifarannsóknir á vegum Fornleifastofnunar Íslands við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Félagið Vestfirðir á

miðöldum vann að rannsókninni og var hún styrkt m.a. af Alþingi og Fornleifasjóði. Við forkönnun á bæjarstæði Vatnsfjarðar árið 2003 kom í

ljós að þær fornleifar sem voru þar í bæjarhólnum og á túni voru vel varðveittar og fundust í túninu leifar af skála frá 10. öld. Áfram héldu

rannsóknir árið 2004 á víkingaaldarminjum á túninu og fannst þá smiðja, soðholur og þrjár aðrar byggingar frá víkingaöld. Einnig hófust

rannsóknir á bæjarhólnum árið 2006 og stóðu þær til ársins 2013 en í honum fundust þeir sleggjuhausar sem hér verður fjallað um, 51 talsins. Í

bæjarhólnum fannst bær sem var byggður 1884. Tók hann ýmsum breytingum þangað til hann fór úr notkun á 6. áratug síðustu aldar, en þá var

aðeins hluti hússins einn eftir sem var notaður sem smiðja og geymsla. Undir bænum kom í ljós eldri bær sem var í notkun frá 17. öld til þeirra

nítjándu. (Garðar Guðmundsson, 2014, bls. 5–14; Guðrún Alda Gísladóttir og Uggi Ævarsson, 2007, bls. 49; Guðrún Alda Gísladóttir, 2007, bls.

75; Guðrún Alda Gísladóttir, 2008, bls. 99; Guðrún Alda Gísladóttir, 2010, bls. 65–76; Milek, M. et al, 2007, bls. 33, 107; Milek, K. et al. 2008,

bls. 177; Milek, K., 2009, bls. 150–152, 154–155; Milek, K., 2010, bls. 104, 109, 110; Oddgeir Isaksen, 2011, bls. 37–63; Oddgeir Isaksen, 2012,

bls. 19–44; Oddgeir Isaksen, 2013, bls. 18–37; Oddgeir Isaksen, 2014, bls. 19–46; Ragnar Edvardsson, 2009, bls. 8–10, 19; Uggi Ævarsson og

Guðrún Alda Gísladóttir, 2008, bls. 75; Uggi Ævarsson og Guðrún Alda Gísladóttir, 2009, bls. 80–87;).

17.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-47-975 Næstum heill sleggjuhaus með viðarleifum í auganu. Hefur brotnað úr honum öðrum megin frá auga. 15,3 - 7,1 3,8 3,2 1801 um 4000

2010-47-976 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 6,3 3,6-3,8 2,9 990 um 2000

2010-47-977 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin,augað er þó ekki fyrir miðju. 12,1 - 6,5 4,1-4,3 3,9 1013 um 2000

2010-47-979 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 6,1 3,5-3,8 2,8 1032 um 2100

Page 95: Ármann Dan Lokaskil

92

2010-47-980 Hálfur sleggjuhaus í tveimur pörtum. höggvinn báðum megin. 17,0 - 9,4 5,7 4,3 2075 um 4200 2011-671 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,7 - 5,7 5,5-6,2 4,1 1207 um 2400

18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2009-73-660 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað, augnvídd verður því breidd gats. 14,4 - 7,3 4,0-4,3 3,2 954 um 2000

2009-73-662 Um hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 16,5 - 6,1 4,7 4,3 895 um 1800

2009-73-666 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,2 - 6,3 4,4 4n2 1258 um 2500

2009-73-667 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ferkantað og því verður þvermál auga að breidd gats. 16,0 - 8,6 4,1 3,8 1831 um 3700

2009-73-668 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ferkantað og því verður þvermál auga að breidd gats. Ferhyrndur. 14,1 - 6,1 3,1-3,3 2,9 850 um 1700

2009-73-671 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,6 - 11,6 3,8 3,3 1105 um 2200

2009-73-674 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 9,1 4,4-4,7 3,8 2746 um 5500

2009-73-675 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,2 - 9,1 5,1-5,3 4,2 1682 um 3400

2009-73-677 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr annarri hliðinni og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 12,3 - 5,2 4,2 3,5 571 um 1200

2009-73-678

Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ferkantað og því verður augnvídd að breidd gats. Brotið er út frá gati öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Ferhyrndur í laginu. 12,7 - 6,2 3,8 3,3 800 um 1600

2009-73-679 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,7 - 6,6 4,2 3,9 829 um 1700

2009-73-680 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,9 - 6,1 3,4-3,8 2,9 837 um 1800

2009-73-681 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,2 - 13,0 4,4-4,8 3,5 1807 um 3600

2009-73-683 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 15,9 - 7,7 4,8 3,5 1351 um 2700

2009-73-684 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 11,9 - 8,0 4,2 2,6 642 um 1300

Page 96: Ármann Dan Lokaskil

93

2009-73-699 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr annarri hliðinni og úr botni. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 25,5 27,5 7,6 5,8 4,7 2583 ?

2011-679

Tæplega hálfur hugsanlega ófullgerður sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Sést hefur að höggvinn hefur verið í hann á annarri hliðinni en ekki sjást ummerki hinum megin vegna brotsins. 13,1 15,3 5,7 5,0 - 586 um 1500

18.–20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2012-31-922

Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr báðum megin og því ekki unnt að mæla augnvíddir nema fyrir miðju. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 17,5 - 6,4 - 4,1 1473 um 3000

19.–20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2006-31-571 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 9,2 5,0 4,1 1964 um 4000

2008-68-84 Tæplega hálfur sleggjuhaus, hefur brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. Hugsanleg rás fyrir reipi er á endanum og gæti hann því hafa verið endurnýttur sem lóð. 15,0 19,2 8,7 - - 1849

um 4500

2008-68-144a* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augað ferkantað og því verður augnvídd að breidd gats. Brotið út frá gati öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,9 - 7,9 4,5 2,9 1344

um 2700

2008-68-144b* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 13,6 8,3 4,1-4,2 3,5 711 um 1500

2008-68-144c*

Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, höggvið hefur verið í steininn auga, en ekki hægt að sjá hvort það hafi verið gert frá báðum hliðum. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 10,0 16,4 3,7 3,7 - 436 -

2008-68-239†

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað skakkt. Brotnað hefur ofan og neðan af honum. Ekki var unnt að mæla augnvídd nema fyrir miðju, mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 25,0 - 11,3 - 5,3 4689

um 10000

2008-68-268 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 9,5 5,1-6,2 4,7 2180 um 4400

* Merkingarnar a, b, c eru eftir höfund þeim til aðskilnaðar þar sem þessir sleggjuhausar eru undir sama gripanúmerinu en eru þó ekki sami gripurinn. † Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 97: Ármann Dan Lokaskil

94

2012-31-925 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 6,3 4,5-5,6 3,8 1934 um 4000

2013-55-736 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 18,1 - 7,5 6,0 4,4 1849

um 3800

2013-55-738 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Augað ferhyrnt. 15,3 - 8,1 3,8-4,1 3,5 1174 um 2400

2013-55-739 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 19,4 - 8,8 4,9 4,1 2232

um 4700

2013-55-740 (a)*

Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,4 - 9,5 6,5 4,6 2042

um 4100

2013-55-740 (b)

* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvíddir. 17,9 - 8,4 - - 1623 um 3300

2013-55-740 (c)

* Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 13,6 9,6 4,0-4,6 4,6 1160 um 3500

20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2007-50-649 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,0 - 8,4 4,5 4,2 1037 um 2100

2011-670 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið úr frá auga öðrum megin og því ekki hægt að mæla augnvídd þar. 16,8 - 6,3 4,4 4,1 928 um 2000

2011-677a* Nánast heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,2 - 5,3 5,2 4,3 1606 um 1700

2011-677b* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,1 - 6,2 3,6 3,1 946 um 2000

2011-677c*† Heill sleggjuhaus. Ferköntuð hola öðrum megin á honum með viðarleyfum í en engin höggför hinu megin. Leifar af skeftinu sennilega ennþá í auganu. 13,5 - 4,2 3,2 - 1157 1157

2011-677d* Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,1 16,4 6,5 4,0 3,8 676 um 1500

2011-677e* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 6 3,3-4,1 3,0 634 um 1300

2011-677f* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,9 - 6,7 3,8-4,6 3,6 783 um 1600

* Merkingarnar a, b, c, d, e, f eru eftir höfund þeim til aðskilnaðar þar sem þessir sleggjuhausar eru undir sama gripanúmerinu en eru þó ekki sami gripurinn. † Gæti verið veggjahnyðja.

Page 98: Ármann Dan Lokaskil

95

2011-678 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, sést að höggvið hafi verið auga í hann en engin augnvídd mælanleg. 7,6 20,6 8,9 - - 740 -

2012-31-923 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en flísast hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 21,5 - 8,5 5,2 4,6 2212 um 4600

Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2008-68-43 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,9 - 7,3 4,6-5,2 4,5 1258 um 2500 2009-73-685 Heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað. 13,6 - 4,6 3,1 1,7 1239 um 2500

2010-47-978 Brot (ca.1/4) úr sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotinn út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 11,1 16,4 7,5 - - 690 um 2100

2010-47-981 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en aðeins var unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 18,4 - 9,1 4,8 - 1920 um 4000

Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2012-31-924 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,5 - 7,1 5,3 4,9 1135 um 2600

7.49 Viðey

Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur ákvað íslenska ríkið að gefa borginni Viðeyjarstofu, kirkjuna í Viðey og svæðið þar umhverfis. Því var

ákveðið að fara í framkvæmdir sem fólust í því að gera húsin upp sem og að byggja þar jarðhýsi. Þá þurftu að fara þar fram fornleifarannsóknir

og stóðu þær til ársins 1995, fyrst undir stjórn Margrétar Hallgrímsdóttur en síðar dr. Steinunnar Kristjánsdóttur. Fundust þá þegar miklar

mannvistarleifar, bæði mannvirki og grafreitur. Rannsóknirnar á bæjarhólnum sýndu fram á langvarandi byggð í Viðey og var grafinn upp

gangnabær frá klausturstímanum í Viðey eða frá 13.–16. öld, en einnig fundust ummerki um eldri byggð þar undir. Því er talið að byggð hafi

Page 99: Ármann Dan Lokaskil

96

verið í eynni á 10.–11. öld allt fram á þá átjándu (Margrét Hallgrímsdóttir, 1988, bls. 1, 15, 17, 20, 22–24, 31, 63–67; ibid, 1989, bls. 10, 13, 15,

18, 27–28, 36–37, 40–43, 78–79; ibid, 1992, bls. 6–20, 25–28, 31–34, 40, 50, 58–88, 100–101; ibid, 1993a, bls. 25, 38–46, 52–53, 60–62, 105–

106; ibid, 1993b, bls. 78–85, 94–95, fundaskrá; ibid, 1994, bls. 27–29, 37, 95–97; Steinunn Kristjánsdóttir, 1995, bls. 10–12, 16–18, 46–49;

Steinunn Kristjánsdóttir, 1996, bls. 13–18, 20–21, 42–44; Gagnagrunnur úr Viðeyjarrannsóknum).

Það fundust 250 sleggjuhausar við rannsóknirnar en 13 þeirra fundust ekki við þessa rannsókn, tíu voru ómerktir eða númer stemmdu

ekki við fundaskrá og lausafundir voru fjórir.

15.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V91-951 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,4 - 7,9 4,6-4,8 3,4 1319 um 2600

V91-952* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,5 - 9,5 4,6-5,6 3,6 2943 um 6000

V91-953 Rúmlega hálfur ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn hefur verið í öðrum megin. 15,3 - 6,9 - - 1877 um 3700

V91-954 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 8,8 4,4-4,9 3,1 1767 um 3600

V91-955 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 5,6 4,3-4,5 2,9 1026 um 2050

V93-281 Hálfur sleggjuhaus höggvi báðum megin, en brotnað hefur úr honum öðrum megin og því var ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,4 - 8 5,9 3,6 967 um 1100

16.–17. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V89-57419 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, kjarninn er ennþá til staðar. Auga ekki fyrir miðju. 16,4 - 5,6 6,6 - 1675 um 3300

V89-57420 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvíddir. 12,5 16,4 8,4 - - 1261 um 5000

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 100: Ármann Dan Lokaskil

97

17.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-5936 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 22,8 - 6,9 5,5-6,2 5,1 2108 um 4200

V87-45520 Heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,0 - 4 3,6-3,8 2,3 802 -

V87-45521 Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn öðrum megin. 19,3 - 6,5 3,3 - 3376 um 3500

V87-45522 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,2 - 6 4,5-5,0 4,1 1034 um 2100

V87-45523 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Brotnað hefur út frá auga og því var ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 18,0 - 5,6 3,6 1,8 1508 um 3000

V87-45524 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin, ekki hefur náðst að sameina þau. 16,3 - 4,8 3,0-3,2 - 1255 um 2500

V87-45525 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. Mjög sléttur á hliðunum. 15,8 - 4,9 3,2 2,3 1088 um 2200

V87-45526 Tæplega hálfur sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt og því var ekki unnt að sjá hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin, upprunaleg hæð. 20,0 - 7,4 5,5 - 1565 um 3200

V87-45527 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 15,3 - 6,7 3,9 2,6 1261 um 2500

V87-45528 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 6,4 5,4-6,1 3,8 1405 um 2800

V87-45529 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,9 - 5,9 5,7-5,8 3,5 1035 um 2100

V87-45530 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 - 6,9 4,2-4,5 3,6 938 um 1900

V87-45531 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 7,2 3,6-4,4 3,0 1801 um 3600

V87-45532 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 8,1 4,1-4,6 2,5 1270 um 2500

V87-45534*

Rúmlega hálfur eða ¼ af hugsanlegum sleggjuhaus. Hefur brotnað bæði lárétt og lóðrétt. Þar sem steininn hefur brotnað lárétt þá er ekki unnt að sjá hvort hann sé höggvinn báðum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. Gripurinn er allt að því ferkantaður. 25,0 - 7,2 3,8 - 2416 ?

V87-45587 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,7 - 7,0 4,4-4,5 2,9 803 um 1600

V87-45588 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, en brotið út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,8 - 7,5 4,5 3,7 1636 um 3300

* Sennilega þökuhnallur vegna stærðar og lögunnar.

Page 101: Ármann Dan Lokaskil

98

V87-45589 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 13,3 - 5,3 3,9 3,6 860 um 1800

V87-45599 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 7,0 3,9 2,1 1160 um 2300

V87-45602 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,7 - 5,0 4,2 3,1 640 um 1300

V87-45606 1/3 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,7 15,3 7,3 3,5-3,6 1,9 953 um 3000

V87-46059 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn öðrum megin, en brotið úr hinni hliðinni. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 15,3 - 5,4 5,3 - 914 um 2000

V88-50057 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,4 - 7,3 5,6-6,2 4,6 1832 um 3700

V88-50061* Rúmlega hálfur sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn öðrum megin. 16,5 - 10,9 5,4 - 4612 um 8200

V88-50062† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Frekar kantaður í laginu. 20,7 - 4,7 5,1-5,5 3,0 2140 um 4300

V88-50064 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að sameina augun. 16,7 - 6,2 4,9-5,0 - 1453 um 2900

V88-50120 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað þó skakkt. 18,5 - 9,2 4,4-4,9 3,5 2327 um 4650

V89-54435 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. Augað er ekki fyrir miðju. 14,5 15,3 6,8 4,2 2,8 1027 um 2200

V89-56195 Rúmlega hálfur sleggjuhaus. Er ekki brotinn í tvennt, heldur hefur brotnað úr honum að ofan. Höggvinn báðum megin en brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,1 - 7,4 5,7 3,9 2053 um 4100

V89-56199‡ Rúmlega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,8 - 9,7 5,2-5,6 3,8 2780 um 5300

V89-56201 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Brotið út frá auga báðum megin og því ekki unnt að mæla neinar augnvíddir. 17,2 - 9,7 - - 1713 um 3800

V89-56202

Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, hefur brotnað lárétt og lóðrétt. Höggvinn báðum megin en ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,4 - 3,6 4,4 3,1 567 um 2200

V89-56220 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ferkantað og því verður þvermál auga að breidd gats. Mjög sléttur á hliðunum. 11,9 - 7,1 3,1 2,9 867 um 1700

V89-56247 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Brotið út frá auga báðum megin og því ekki unnt að mæla neinar augnvíddir. 15,1 - 7,5 - - 989 um 2000

V89-56248 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 8,7 4,6-4,8 4,2 1871 um 3800

* Hefur sennilega átt að verða garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar. † Sennilega þökuhnallur vegna stærðar og lögunnar. ‡ Sennilega garðasleggja vegna þyngdar.

Page 102: Ármann Dan Lokaskil

99

V89-57408 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,6 - 5,7 4,2 2,5 1234 um 2500

V91-36* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,8 - 10,0 4,3-5,1 3,3 3020 um 6000

V91-40a Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus. Höggvinn öðrum megin en augað hefði orðið mjög stórt. Aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 11,3 - 6,6 4,5 - 550 um 1100

V91-40b Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,9 - 8,7 4,7-5,0 2,6 1410 um 2800

V91-40c Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,3 - 10,3 5,7 2,8 1650 um 3300

V91-153 Rúmlega hálfur sleggjuhaus, passar við V91-161. Höggvinn báðum megin. 17,7 - 6,9 4,4-4,7 4,2 1621 um 2850

V91-154 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 12,4 - 5,9 3,5 2,9 690 um 1400

V91-155 Heill sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin. 14,0 - 4,3 3,4 2,3 1774 1774

V91-156 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,7 - 8,3 5,1 4,7 1858 um 3700

V91-157 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur út báðum megin. 18,7 - 5,3 3,8-4,1 2,7 1089 um 2200

V91-158 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,5 - 7,1 4,2-4,5 3,7 1128 um 2250

V91-159 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,5 - 9,9 4,6-5,4 3,6 2141 um 4300

V91-160 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur út öðrum megin. 17,3 - 6,1 4,1-5,3 2,9 1691 um 3400

V91-161 Tæplega hálfur sleggjuhaus, passar við V91-153. Höggvinn báðum megin. 16,8 - 6,7 4,7-5,7 4,0 1226 um 2850

V91-162 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,5 - 12 5,1-5,9 4,2 2151 um 4500

V91-228 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,6 - 9,3 4,3-4,8 3,0 2369 um 4800

V91-229* Hálfur hugsanlegur netasteinn, höggvinn báðum megin. Egglaga. 15,3 - 5,8 3,7-4,2 1,8 1485 um 3000

V91-231 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,8 - 6,3 4,6-4,7 3,3 1187 um 2400

V91-232 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,1 - 5,2 4,1 2,7 802 um 1600

V91-233 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 9,1 5,1-5,8 3,6 1825 um 3650

V91-234 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 7,3 4,1-4,4 3,6 1716 um 3400

V91-235 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,3 - 7,4 4,1-4,7 2,8 2237 um 4500

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 103: Ármann Dan Lokaskil

100

V91-236*

Tæplega hálfur hugsanlegur netasteinn, höggvinn báðum megin. Augað ekki fyrir miðju. Brotnað hefur úr honum báðum megin og því aðeins unnt að mæla augnvídd fyrir miðju og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 12,3 - 6,9 - 3,0 707 um 1400

V91-237 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,8 - 8,6 4,4-5,0 2,6 1338 um 2700

V91-238 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,6 - 7,0 4,2-4,3 3,1 661 um 1300

V91-239* Hugsanlegur netasteinn. 14,5 - 6,8 2,5-4,7 - 1178 um 1700

V91-240 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr honum öðrum megin. 16,9 - 6,7 4,8-5,0 2,8 1129 um 2400

V91-241 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,8 15,3 6,0 3,3-3,5 2,4 707 um 1400

V91-242 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,3 15,3 8,3 3,4 2,8 745 um 1500

V91-243 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,2 - 8,3 4,7-5,3 3,7 2245 um 4500

V91-244 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,8 - 9,3 4,4-4,5 3,8 1584 um 3200

V91-245 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,0 - 6,7 5,5-5,8 2,9 1932 um 4000

V91-620 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 6,5 3,6-3,7 2,8 992 um 2000

V91-848 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn öðrum megin en byrjað hefur verið frá hinni hliðinni. Augað víkkar að miðju. 16,3 - 9,4 4,3 5,5 1819 um 3600

V91-851

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki hefur verið náð að klára augað og því ekki unnt að mæla augnvídd nema á annarri hliðinni. 17,7 - 7,3 4,1 - 1608 um 3200

V91-950 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 7,5 5,5-5,6 3,6 1211 um 2400

V92-61 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,1 - 6,4 4,4-5,1 4,2 1430 um 2900

V92-62 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,1 - 7,0 4,6 2,5 2055 um 4100

V92-63 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Flísast hefur úr botni. 17,9 - 6,2 4,1-4,4 3,2 1288 um 2600

V92-264† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,6 - 9,1 6,7-7,3 3,4 2633 um 5300

V92-265 Heill sleggjuhaus í tveimur pörtum, höggvinn báðum megin 15,3 - 8,0 4,5-4,7 2,6 2757 -

V92-266 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að sameina augu. 17,7 - 6,9 5,0-5,1 - 2282 um 4200

V92-268 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Augu ekki alveg sameinuð. 16,5 - 8,4 4,9-5,1 - 1191 um 2400

* Hugsanlegur netasteinn. † Sennilega garðsleggja vegna þyngdar.

Page 104: Ármann Dan Lokaskil

101

V92-269 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 - 8,5 4,0-4,2 2,6 2001 um 4000

V92-774 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,1 - 10,4 4,2-4,9 3,3 1784 um 3600

V92-910

Tveir hálfir ófullgerðir sleggjuhausar sem þó passa ekki saman. Báðir hafa brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd nema öðrum megin. Sá stærri er ferningslaga. Mælingarnar af stærri sleggjuhausnum eru efri tölurnar.

19,0 og 15,3 -

8,9 og 9,1

4,8 og 4,9 -

1444 og 1240

um 2900 og 2300

17.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45573 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 12,4 - 5 3,3 3,0 595 um 1250

V87-45574* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga og því aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 20,0 - 8,2 6,2 - 2545 um 5000

V87-45575 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað og því verður augnvídd að breidd gats. 19,3 - 7,5 4,7-5,0 3,8 2270 um 4500

V87-45576 Hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað ekki fyrir miðju. 13,9 - 6,9 4,1-5,2 2,6 1151 um 2300

V87-45577 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,8 - 11,8 5,0-5,2 3,2 1552 um 3100

V87-45579 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 - 8,8 4,2-5,1 2,9 1653 um 3300

V87-45580 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,7 - 9,9 4,3-5,0 2,7 1848 um 3700

V87-45581 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,3 - 5,9 4,2-4,4 4,1 1241 um 2500

V87-45582 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað og því verður augnvídd að breidd gats. 13,8 - 5,3 3,2-3,4 2,8 736 um 1500

V87-45583 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju og „hausinn“ mjög sléttur/slípaður á hliðum og „ofan og neðan“. 17,3 - 7,5 4,7-4,8 4,1 2120 um 4250

V87-45584 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur öðrum megin og á hliðunum. 16,2 - 8,1 4,3-5,2 3,3 1964 um 4000

V88-50127† Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Frekar ávalur í laginu. 19,8 - 10,0 4,8-5,0 4,1 2869 um 5700

* Sennilega garðsleggja vegna þyngdar. † Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna lögunar og þyngdar.

Page 105: Ármann Dan Lokaskil

102

18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V88-50050* Brot (ca.1/4) af ófullgerðum sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki náðst að sameina augu en aðeins er hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 15,3 19,1 8,2 5,3 - 1334 um 5300

V88-50051 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 10,7 15,3 7,9 3,6-4,0 2,7 866 um 3500

V88-50058 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,6 - 8,1 5,2 4,1 1895 um 3800

V88-50059 Tæplega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki náðst að sameina augun. 17,3 22,0 9,2 4,5 - 1576 um 3400

V89-56198 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,7 - 6,7 4,0-4,4 3,1 956 um 1900

V89-56200 Tæplega hálfur sleggjuhaus. Brotið út frá auga báðum megin og því ekki unnt að mæla neinar augnvíddir. 15,3 - 6,2 - - 873 um 1800

V89-56203 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,5 17,0 9,3 5,0-5,5 4,9 1535 um 3300

V89-56205 Um hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en augað skakkt. Flísast hefur úr honum báðum megin. 17,8 - 5,2 3,4-3,6 2,1 1380 um 2800

V89-56206 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, mjög sléttur á hliðunum. 16,9 - 6,9 4,9-5,2 3,5 1679 um 3400

V89-56208 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 5,6 5,1-5,4 4,0 1420 um 2850

V89-56209 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 8,5 4,3-4,5 4,2 1425 um 2850

V89-56232 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,3 - 8,5 4,2-4,3 2,3 1217 um 2400

V89-56234 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 9,7 5,0-5,5 2,8 1880 um 3800

V89-56266 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, flísast hefur úr honum að ofan. 15,8 - 5,6 4,3-4,7 3,7 968 um 2000

V89-56289 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju og brotnað hefur út frá því og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 19,0 - 7,3 4,7 4,1 1714 um 3400

V89-56291 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ekki fyrir miðju. 16,2 - 7 3,7-4,3 3,6 1970 um 4000

V89-56603 Rúmlega hálfur sleggjuhaus. Flísast hefur úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 14,8 - 5,4 4,3 3,3 1228 um 2500

V89-56610 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,6 - 5,9 4,9-5,1 4,0 1607 um 3200

* Hefur sennilega átt að verða garðasleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 106: Ármann Dan Lokaskil

103

V89-56613 Tæplega heill sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin en brotið úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 16,8 - 5,1 5,8 3,8 1735 um 1900

V89-56993 Tæplega heill sleggjuhaus. Aðeins hefur verið borað í hann öðrum megin fyrir miðju. 13,8 - 7,3 4,3 - 2096 um 2600

V90-556 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 9,9 4,6-5,0 3,4 1745 um 3500

V90-579 Tæplega heill sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin en brotið úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 22,0 - 6,7 4,3 2,4 3203 um 3800

V90-1140 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,1 - 8,2 5,0-5,2 4,1 1266 um 2500

V90-1142 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ferhyrnt og því verður þvermál að breidd gats. 17,2 - 6,9 3,8-4,1 2,7 1601 um 3200

V90-1143 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,0 17,3 8 4,3-4,6 3,3 1203 um 2400

V90-1144 Hálfur hugsanlegur ófullgerður sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin, frekar kantaður. 21,5 - 11,3 3,4-3,9 3,7 2296 um 4600

V90-1145 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,4 - 6,3 4,5 2,8 663 um 1400

V90-1316 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 8 5,0-5,5 2,9 1548 um 3100

V90-1317 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,4 - 5,9 3,7-3,8 2,7 723 um 1450

V91-48 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 15,1 - 5,7 4,9-5,2 4,1 1175 um 2400

V91-49 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 6,8 3,2-4,1 2,5 1147 um 2300

V91-52 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 15,8 - 10,2 5,1-5,8 3,2 1842 um 3700 18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45541 1/4 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 11,0 13,6 7,2 - - 754 um 1500

V88-50053 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ekki fyrir miðju. 17,5 - 5,7 3,6 3,2 1494 um 3000

V88-50055 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,7 - 9,9 2,9-3,6 2,5 2321 um 4650 V88-50060 Steinn með höggförum í, mjög óreglulegur í laginu. Ekki sleggjuhaus. 16,3 - 5,9 - - 2724 um 5500

V88-50086 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, en brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd öðrum megin 17,3 - 6,6 4,1 2,7 1514 um 3000

V88-50118 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin, „augu” ekki náð að sameinast. 18,3 - 7,0 - - 1476 um 3000

Page 107: Ármann Dan Lokaskil

104

V88-50122 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Brotinn við auga þannig að ekki er unnt að mæla neinar augnvíddir. 21,5 - 6,2 - - 1706 um 3400

V88-50123 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,2 - 8,6 3,4 3,2 1484 um 3000 V88-50124* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Mjög sléttur/slípaður á annarri hliðinni. 22,8 - 8,1 3,9-4,6 3,9 3251 um 6500

V88-50125 Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus. Augað ekki fyrir miðju, brotnað hefur úr öðrum megin og því ekki unnt að greina hvort hann hafi verið höggvinn báðum megin eða eða ekki. 19,6 - 5,7 4,8 4,7 1677

Ekki greinilegt

V88-50128 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 9,5 4,8-5,3 3,7 2248 um 4500

V88-50129 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 20,8 - 6,2 3,9-4,0 3,8 1600 um 3200

V88-50131 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 9,6 12,4 5,6 2,9-4,0 2,4 374 um 1600

V88-53476 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,4 - 10,5 6,3-6,5 4,0 2032 um 4100

V89-56302 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 12,6 - 7,5 3,7 2,5 944 um 1900

V93-239 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,5 15,3 8,7 4,3-4,4 3,7 1032 um 3100

V94-368 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að klára augað og því ekki unnt að mæla augnvídd. 11,0 - 3,8 - - 448 um 900

V94-806 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,2 - 9,1 4,5-4,7 3,2 1730 um 1900

V94-807 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,3 - 8,5 3,4 2,7 1207 um 2600

V94-832 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en brotnað hefur út frá auga og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin. 16,8 - 10,2 - - 1868 um 3800

V95-571†

Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr honum báðum megin og því aðeins unnt að mæla augnvídd fyrir miðju og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 28,3 - 9,0 - 6,4 5700 11900

V95-774 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 7,0 4,0-4,2 3,5 1720 um 3450

V95-814 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að klára augað. 14,3 - 8,6 4,5-5,0 3,2 1509 um 3000

V95-869

Tæplega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað er ferhyrnt og því verður þvermál að breidd gats. Brotin báðum megin og því aðeins unnt að mæla augnvídd öðrum megin og mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 14,0 - 5,1 4,3 3,1 871 ?

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar. † Sennilega þökuhnallur vegna stærðar, þyngdar og lögunar.

Page 108: Ármann Dan Lokaskil

105

V95-894 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,4 - 5,2 2,9-3,5 2,7 637 um 1300

V95-906 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 8,9 4,1-4,2 2,2 1070 um 2200

V95-931 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,4 - 9,7 3,7-3,9 3,2 2391 um 4800

V95-932+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, frekar kantaður. 26,0 - 10,6 6,5 4,5 4049 um 8100

V95-984 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 5,7 4,0-4,5 1,8 985 um 2000

V95-1012 1/4 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,4 15,0 6,9 3,4-3,6 2,1 1013 um 4000

V95-1085 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,5 - 7,7 5,1-5,3 4,4 1685 um 3400

V95-1112 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 15,3 - 8,7 3,9 3,2 1656 um 3300

V95-1113+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Mjög sléttur öðrum megin. 22,5 - 6,8 3,6 3,5 2560 um 5100

V95-1114+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Frekar flatur. 20,5 - 9,1 6,0-6,1 4,4 3507 um 7000

V95-1115 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 6,5 4,0-4,1 3,1 1243 um 1300

V95-1116 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,5 - 9,4 4,5-4,6 3,9 2136 um 4300

V95-1117 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 18,0 - 8,7 5,7-6,2 3,6 2137 um 4300 19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45542 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,7 - 7,9 4,3-4,4 4,0 1338

um 2600

V87-45545+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,1 - 12,3 4,9 3,1 3310 um 6600

V87-45547 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotið úr annarri hliðinni og því ekki unnt að mæla augnvídd þar eða upprunalega hæð. 15,5 - 5,8 4,9 3,8 921

um 2000

V87-45548* Heill ófullgerður hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn öðrum megin. Þríhyrningslaga. 18,5 - 6,9 4,2 - 2596 um 5200

V87-45550 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 9,6 4,6-4,8 3,3 1930

um 4000

+ Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar. * Sennilega þökuhnallur vegna þyngdar og lögunnar.

Page 109: Ármann Dan Lokaskil

106

V87-45552 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,6 - 8,3 5,3-5,8 2,6 1938

um 4000

V88-50121 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 9,9 6,6-6,9 4,0 2062

um 4100

V88-50130 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,4 - 7,9 4,3 3,5 1116 um 2230

V88-50132 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,2 - 8,4 4,3-5,1 3,0 2194

um 4400

V88-50133 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr annarri hliðinni og mjög sléttur/slípaður öðrum megin. 18,5 - 6,7

6,5-6,6 4,2 1751

um 3500

V89-56204

Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, sennilega brotnað við framleiðslu. Höggvinn báðum megin en ekki hefur verið náð að klára augað. Brotnað hefur út frá auga og því aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. 18,0 - 7,9 5,0 - 2021

um 4000

V89-56211 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,6 - 7,6 3,6-3,8 2,8 858

um 1700

V89-56233 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,2 - 10,4 4,5-4,8 2,3 1821

um 3600

V89-56249 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 9,6 4,6 2,2 1500 um 3000

V89-56250 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,3 - 7,5 5,6-5,7 3,6 1620

um 3300

V89-56251* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 21,0 - 9,1 6,3-6,6 3,7 3340

um 6700

V89-56273* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,2 - 9,7 3,5-3,7 3,4 2800

um 5600

V89-56608 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 10,9 13,3 6,2 - - 509

um 2000

V89-56609 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. Brotið úr báðum megin. 11,1 16,4 5,8 - - 679

um 2700

V89-56612 Brotinn steinn. Mjög sléttur öðrum megin en ekki er unnt að sjá auga á honum. Ekki víst að um sleggju sé að ræða. 15,1 15,4 4,4 - - 676

um 1400

V90-197 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 7,9 4,1 3,1 1536 um 3100

V90-414† Tæplega hálfur netasteinn, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju og mjög óreglulegur í laginu. 15,3 - 6,5 4,4 2,7 1821

um 3700

* Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar. † Netasteinn.

Page 110: Ármann Dan Lokaskil

107

V90-415 Tæplega heill sleggjuhaus. Höggvinn báðum megin en brotið úr honum öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 15,8 - 6,6 5,1 2,1 2313

um 2500

V90-1138 Hálfur ófullgerður sleggjuhaus, hugsanlega brotnað við framleiðslu. Byrjað hefur verið að bora báðum megin, kjarninn ennþá í. 22,4 - 5,9

5,0-5,5 - 2178

um 4400

19.–20. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45586 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,3 - 7,3 3,9-4,2 3,2 1463 um 3000

V94-302* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 21,5 - 12,7 5,4-6,4 4,6 4700 um 9400 Lausafundir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45610 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,3 - 7,9 5,5-6,0 3,2 2130 um 2300

V88-50067 Brot úr hugsanlegum sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en frekar kantaður. Erfitt að geta til áætlaðrar stærðar. 15,5 - 7,2 5,1-5,2 3,4 1665 um 3400

V88-50069 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,5 - 7,9 6,4-6,5 4,4 1826 um 3650

V94-830 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,0 - 8,0 4,7-4,8 3,7 1107 um 2200 * Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 111: Ármann Dan Lokaskil

108

Ónúmeraðir og ný merktir:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

Ónúmerað* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,6 - 7,1 4,8-4,9 3,7 1190 um 2400 Ónúmerað_a+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 15,0 - 7,9 4,2-5,9 3,5 1961 um 4000 Ónúmerað_b+ Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,4 - 5,2 5,2-5,4 4,2 942 um 2000

Ónúmerað_c+ Tæplega hálfur sleggjuhaus. Brotið út frá auga báðum megin og því ekki unnt að mæla neinar augnvíddir. . 12,5 16,4 6,3 - - 788 um 1900

Ónúmerað_d+ Tæplega hálfur sleggjuhaus. Brotið út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að augnvídd þar. Augað ekki fyrir miðju. Sennilega lóð. 12,5 - 6,7 4,6 2,7 815 um 1700

Ónúmerað_e+ 1/4 af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Ekki unnt að mæla augnvíddir. Mjög sótugur. 10,0 13,5 8,5 - - 598 um 2400

V90-1809† Heill sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en frekar óreglulegur. 16,0 - 8 3,2-6,2 2,4 2960 um 6000

V90-1807 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 17,0 - 5,8 3,9-4,0 2,8 1540 um 3100

V90-1808 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 13,0 - 6,9 4,9-5,0 3,6 1090 um 2200

V91-141 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 14,9 - 6 4,1-4,4 2,9 763 um 1500 Aldur ekki þekktur:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V87-45540 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað, augnvídd verður því breidd gats. Passar við V87-45543. 18,7 - 9,1 3,4-4,2 3,8 2105 um 4500

V87-45543 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, gatið ferkantað, augnvídd verður því breidd gats. Passar við V87-45540. 18,7 - 9,1 3,4-4,2 3,8 2398 um 4500

V87-45549 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,8 - 8,8 6,4-6,8 3,7 2382 um 4800

* Fannst 1996. + a–e eru höfundi til aðgreiningar. Þessir fundust í grunni Viðeyjarstofu. † Sennilega garðsleggja eða þökuhnallur vegna þyngdar.

Page 112: Ármann Dan Lokaskil

109

V87-45578 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotið út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 21,0 - 5,4 4,7 3,8 1369 um 2900

V87-45612 Nánast heill sleggjuhaus, flísast hefur úr honum öðrum megin. Höggvinn báðum megin. 11,4 - 4,9 4,2-4,3 2,7 857 um 900

V87-45613 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,4 - 6,5 3,9-4,3 3,6 1399 um 2800

V87-45614 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 16,3 - 6,5 3,7-3,9 3,1 1371 um 2800

V87-45616 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ferkantað og því verður þvermál auga að breidd gats. Mjög sléttur á hliðunum. 17,5 - 7,9 4,0-4,1 3,5 2072 um 4200

V87-45617 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,8 - 7,2 4,4-4,9 3,2 901 um 1800

V87-46058 Brot úr steini sem höggvinn hefur verið í beggja vegna. Erfitt að greina hvort þetta hafi átt að vera sleggjuhaus. 14,7 - 7,3 - - 1032 -

V88-50126 Brot (ca.1/4) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvíddir. 12,2 16,4 7,6 - - 1123 um 4500

V90-409 Brot (ca1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 15,5 16,4 8,5 5,2 3,0 1596 um 3400

V90-410 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en gatið ferkantað og brotnað hefur út frá því öðrum megin og því ekki unnt að mæla breidd gats þar. 13,9 - 5 3,6 2,4 584 um 1200

V91-42 Brot (ca.1/3) af sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 11,3 12,4 8,7 3,6-3,7 2,7 922 um 2800

V92-46

Tæplega hálfur sleggjuhaus, brotnað lárétt og lóðrétt og því aðeins hægt að mæla augnvídd öðrum megin. Höggvinn báðum megin. Mæling á hæð gefur ekki rétta mynd af upprunalegri hæð. 19,2 - 5,7 5 - 1463 -

V92-47 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, augað ekki fyrir miðju. 14,6 - 7,6 4,5-5,1 2,8 1178 um 2400

V92-48 Rúmlega hálfur hugsanlegur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki náðst að sameina augu. 20,3 - 4,8 4,9 - 1783 um 3400

V92-49 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 12,5 - 7,2 3,4-3,9 2,4 904 um 1800

V92-50 Rúmlega hálfur ófullgerður sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en ekki hefur náðst að sameina augun. 15,0 - 8,6 5,0-5,9 - 2123 um 4000

V92-51 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, en brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 15,1 - 8 4,8 4,7 1353 um 2700

V92-52 Brot úr steini sem höggvinn hefur verið í beggja vegna. Erfitt að greina hvort þetta hafi átt að vera sleggja. Ekki unnt að mæla augnvíddir. 12,6 19,2 8,6 - - 881 -

V92-53* Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. Brotnað hefur úr botni. Mjög stór. 27,1 - 11,7 6,3-6,5 6,2 7400 um 15000

* Líklegast þökuhnallur vegna stærðar og þyngdar.

Page 113: Ármann Dan Lokaskil

110

V92-54 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 19,6 - 6,9 5,1-5,7 3,0 1968 um 4000

V92-55 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin. 14,2 - 10,3 4,3-4,7 2,4 1368 um 2800

V92-56 Tæplega hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin en brotnað út frá auga og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 13,1 - 6,0 4,3 2,7 650 um 1500

V92-57 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur út frá auga öðrum megin og því ekki unnt að mæla augnvídd þar. 17,5 - 7,8 5,3 3,7 1710 um 3400

V92-1285 1/4 af ófullgerðum sleggjuhaus, hefur sennilega brotnað við framleiðslu. Augu hafa ekki náð að mætast og því var ekki unnt að mæla augnvíddir. 9,9 13,6 5,6 - - 465 um 1900

Fundust ekki:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

V88-49962 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50066 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50070 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50089 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50093 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50094 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50095 Fannst ekki 08.12.2017

V88-50119 Fannst ekki 08.12.2017

V89-54666 Fannst ekki 7.12.2017

V91-621 Fannst ekki 08.12.2017

V91-847 Fannst ekki 08.12.2017

V91-849 Fannst ekki 08.12.2017

V91-850 Fannst ekki 08.12.2017

Page 114: Ármann Dan Lokaskil

111

7.50 Vík

Árið 2010 fór fram framkvæmdaruppgröftur við Vík í Staðarsveit vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar og voru það Fornleifavernd ríkisins ásamt

Byggðasafni Skagafirðinga sem sáu um framkvæmdina. Svæðinu var skipt í þrjá hluta: A, B og C. Á svæði A voru grafin upp þrjú hús (1, 2 og 3)

og veggjarleifar eða garðlag. Á svæði B var gaflinn af húsi 1 úr svæði A, rótað torf og niðurgrafnir rusla- og móöskupyttir. Á svæði C fundust

engar byggingar en þó niðurgrafnir ruslapyttir. Fjórir meintir sleggjuhausar fundust við uppgröftinn, allir á svæði A og þar af einn (2010-62-111)

sem virðist hafa verið endurnýttur sem kljásteinn. Tveir fundust í Húsi 1 sem er talið vera baðstofa/ónstofa frá 14.–18. öld. Einn til viðbótar

fannst í Húsi 2 sem er talið vera niðurgrafið hús/náðhús sem var í notkun eftir 1300. Loks fannst sá fjórði í Húsi 3 sem er frá 18.–19. öld

(Guðmundur St. Sigurðarson, Þór Hjaltalín og Guðný Zoëga, 2012, bls. 4–5, 11, 13, 23, 38, 64–65).

14. öld eða yngra:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-62-112 Brot úr sleggjuhaus (um 1/4), höggvinn báðum megin, ekki var unnt að mæla augnvídd. 7,7 10,8 10,6 - - 541 um 2200

14.–18. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-62-105 Hugsanlega brot úr sleggjuhaus en það er þó svo lítið að varla er hægt að fullyrða af eða á. Þó sést að höggvinn hefur verið í stein. - - - - - 153 -

2010-62-111 Hálfur sleggjuhaus, höggvinn báðum megin, brotnað hefur úr miðju og því ekki unnt að mæla augnvídd fyrir miðju. 15,5 - 9,6 5,3 - 1256 um 2500

Page 115: Ármann Dan Lokaskil

112

18.–19. öld:

Þjms. Nr. Lýsing Þvm í cm

Áætlað þverm. Í cm

Hæð í cm

Augnv. í cm

Augnv. í miðju í cm

Þyngd í g

Áætluð heildarþ. Í g

2010-62-95 Hugsanlega brot úr sleggjuhaus en það er þó svo lítið að varla er hægt að fullyrða af eða á. Þó sést að höggvinn hefur verið í stein. - - - - - 82 -

Page 116: Ármann Dan Lokaskil

113

8. Úrvinnsla Hér hefur verið farið yfir þá sleggjuhausa sem teknir voru fyrir í þessari rannsókn.

Reynt var að greina úr steinsleggjusafninu þá hausa sem virðast vera af garðsleggjum

eða þökuhnöllum. Eins var skoðað frá hvaða tímaskeiði sleggjuhausarnir voru og hvort

þeir voru í heilu lagi eða brotnir. Einnig voru gerðar mælingar af þvermáli, hæð,

augnvídd fyrir miðju og þyngd þeirra. Allar þessar upplýsingar koma fram í töflunum

hér á undan. Við alla útreikninga voru teknir út þeir sleggjuhausar sem skekkt gætu

niðurstöður, eins og til dæmis lítil brot þar sem ekki reyndist unnt að sjá hvort um væri

að ræða 1/4 af sleggjuhaus eða 1/8. Það gæti haft áhrif á áætlað þvermál, hæð og þyngd.

Hið sama var gert við aldursdreifingu, en þeir sleggjuhausar sem voru lausafundir, aldur

óviss eða gögn vantaði, voru ekki hafðir með í þeim útreikningum.

Í lýsingum á steinsleggjum í heimildum, má sjá að veggjahnyðjur eiga að hafa

verið léttari en fiskasleggjur en með sama útlit (Finnur Jónsson, 1945, bls. 289–290).

Það er því erfitt að greina þær í sundur og ekki víst að þess þurfi þar sem þær gætu hafa

verið notaðar í hvorutveggja. Þó er líklegra að léttari sleggjurnar sem einnig eru

kantaðar hafi verið veggjahnyðjur, þar sem þær henta kannski ekki jafnvel til þess að

berja fisk, en því betur til þjöppunar. Eftir að hafa handleikið nánast alla

sleggjuhausana, sem og unnið við harðfiskgerð, telur höfundur að sleggjur sem eru yfir

5 kg séu ívið of þungar til að geta hafa verið notaðar til að merja mörg harðfiskflök. Ef

teknir eru þeir fiskasleggjuhausar/veggjahnyðjur sem hægt er að áætla þyngd, þvermál

og hæð á, kemur í ljós að meðalþyngd þeirra er 2.687 g, þvermál 15,4 cm og hæð 7,4

cm.

Þeir sleggjuhausar sem lentu í þyngri flokknum (5 kg+) eru hér yfirleitt nefndir

annað hvort eða bæði garðsleggjur eða þökuhnallar og það sama gildir um þennan flokk

og léttari flokkinn, það er erfitt að greina á milli hvor er hvað. Til þess þarf þá helst að

líta til lögunar og augnvíddar fyrir miðju. Augnvídd fyrir miðju segir okkur að skaftið

hafi ekki getað verið stærra að þvermáli en augnvíddin fyrir miðju var. Það getur gefið

okkur vísbendingu um hvernig sleggjan var notuð. Ef augnvíddin er lítil er líklegra að

um þökuhnall sé að ræða þar sem hann var hífður lóðrétt upp á skaftinu og laminn

lóðrétt niður. Ólíklegt er að mjótt skaft myndi þola það álag sem fylgir því að vera notað

eins og venjuleg ásláttarverkfæri, þ.e.a.s. með sveiflu. Einnig er það lagið á

sleggjuhausnum. Sleggjuhaus sem er frekar flatur er líklegri til að hafa verið notaður til

Page 117: Ármann Dan Lokaskil

114

að þjappa með en sleggjuhaus sem er hálfkúlulaga með stóran ásláttarflöt, hann er þá

líklegri til að vera garðsleggja. Ef teknar eru saman upplýsingar um þyngd, þvermál og

hæð garðsleggja/þökuhnalla, kemur í ljós að meðalþyngd þeirra er 6.969 g, þvermál

22,0 cm og hæð 10,0 cm. Eins og sjá má er töluverður munur á milli flokkanna.

Þegar litið er á greiningu hinna meintu sleggjuhausa kemur í ljós að meirihluti

þeirra falla í flokk fiskasleggja/veggjahnyðja eins og sjá má í skífuritinu hér að neðan til

vinstri, eða 796 (89%). Garðsleggjur/þökuhnallar voru 67 (7%) og í flokknum annað

voru 35 (4%). Í þeim flokki voru þeir meintu sleggjuhausar, sem reyndust síðan vera

lóð, netasteinar eða aðrir steinar.

Við skoðun á aldursdreifingu fiskasleggja/veggjahnyðja voru eins og áður segir, teknir

út þeir gripir sem ekki var hægt að aldursgreina með vissu. Því voru 648 (81%)

sleggjuhausar sem hægt var að aldursgreina en 148 (19%) sem óvissa var um aldur á,

eins og sjá má á skífuritinu hér að ofan til hægri.

Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir var hægt að finna út hve mikill fjöldi var frá

hverju tímabili. Aðeins fundust 19 meintir sleggjuhausar (þrír sem eru vafagripir) sem

gætu verið frá 9. öld en þess má geta að 13 þeirra eru frá 9.–13. eða 9.–15. öld.

Steinsleggjuhausum fjölgar fyrst að ráði á 13.–14. öld til þeirrar sautjándu en mesta

fjölgunin verður eftir það, eins og sjá má á mynd 3.

Mynd 2: Skífurit sem sýnir fjölda sleggjuhausa í tilteknum flokki.

Mynd 1: Skífurit sem sýnir hve margar fiskasleggjur/veggjahnyðjur var hægt að aldursgreina.

Page 118: Ármann Dan Lokaskil

115

Hér má sjá hversu fágætar fiskasleggjur voru við upphaf Íslandsbyggðar en sækja á

þegar líður á aldirnar og verða mikilvægt verkfæri á heimilum landsmanna.

9. Niðurstöður Markmið þessarar rannsóknar var að freista þess að svara nokkrum spurningum sem

skotið hafa upp kollinum þegar íslenski sleggjuhausinn er til umræðu. Eins og kom fram

hér fyrr í ritgerðinni voru heimildir fyrir 954 meintum sleggjuhausum úr

fornleifauppgröftum hérlendis og voru 898 skoðaðir af þeim en 56 þeirra fundust ekki.

Stærsti hluti gripasafnsins var af lágbörðum steinum sem finna má um land allt.

Sleggjuhausarnir fundust í ýmiss konar fundarsamhengi, eins og t.d. í eldhúsum,

búrum, skálum, öskuhaugum, stéttum og vegghleðslum víðsvegar um landið.

En þá er að svara þeim spurningum sem lagt var upp með eins og þeim er varða

gerðfræðilega breytingu á sleggjuhausunum. Ekki reyndist vera gerðfræðileg breyting

eins og oft er með verkfæri; þau þróast og batna en svo virðist sem hinn íslenski

lágbarði steinn hafi verið fullkomið verkfæri fyrir þau verk sem fjallað hefur verið um.

Steinninn var ókeypis og auðfundinn. Ef mistök urðu þegar verið var að höggva auga í

steininn og hann brotnaði, mátti endurnota hann sem lóð, í stéttar og vegghleðslur.

En eru þetta allt fiskasleggjur eða voru notaðar annars konar sleggjur samhliða

þeim? Þó svo að ekki megi greina formgerðarfræðilegar breytingar á sleggjuhausunum

voru þeir þó ekki allir eitt og sama verkfærið: fiskasleggja. Þetta voru í raun margnota

verkfæri. Fiskasleggja/veggjahnyðja gátu sinnt sama verkinu, að berja fisk eða þjappa í

Mynd 3: Stöplarit sem sýnir fjölda fiskasleggja/veggjahnyðja eftir öldum.

Page 119: Ármann Dan Lokaskil

116

veggi. Það sama má segja um sumar garðsleggjur og þökuhnalla. Ef augnvíddin var

nógu mikil var hægt að nota þökuhnalla sem garðsleggju og garðsleggju var hægt að

nota sem þökuhnall.

Hvenær hefst síðan framleiðsla á steinsleggjum og helst hún stöðug? Eins og kom

fram í kaflanum hér að framan, fundust aðeins 19 meintir fiska-, veggjahnyðjuhausar

(þrír sem eru vafagripir) sem gætu verið frá 9. öld en 13 þeirra eru með aldursgreiningar

frá 9.–13. eða 9.–15. öld og því er greinilegt að þeir hafi verið sjaldgæfir í upphafi

Íslandsbyggðar. Svo fjölgar fiskasleggjum/veggjahnyðjum þegar komið er fram á 13.–

14. öld og fjölgar enn meira þegar fram í sækir. Þær virðast verða mjög algengar á 17.

öld.

Skoða má nánar ástæður þessarar aukningar í sögulegu samhengi. Eins og fram

hefur komið var harðfiskurinn afar mikilvægur fyrir landsmenn, ekki bara til neyslu

heldur einnig sem verslunarvara. Á 13.–14. öld jókst útflutningur á skreið/harðfisk til

Evrópu og er það talið vera vegna föstunnar sem var stunduð þar, þegar fólk neytti fisks

frekar en kjöts. Á 15. og 16. öld jókst útflutningur enn meira og hefur staðið síðan,

einkum til kaþólskra landa eins og til dæmis til landa í Miðjarðarhafinu (Gísli

Gunnarsson, 2004, bls. 93). Því er sennilegt að fiskasleggjur hafi orðið algengari fyrir

vikið.

Steinsleggjur virðast hafa verið fremur sjaldgæfar í nágrannalöndum Íslands frá

þeim tíma sem hér hefur verið fjallað um, einnig fiskasleggjan. Spurning er hvort það sé

vegna mismunandi meðhöndlunar á fiskmeti. Norðmenn unnu svo dæmi sé tekið fiskinn

öðruvísi en Íslendingar. Fiskurinn þar var mun mýkri eftir þurrkun og þurfti því ekki að

mýkja hann eins mikið og þann íslenska sem neytt var án frekari meðhöndlunar. Þá var

almennt borðaður lútfiskur í Skandinavíu og skreiðin lögð í bleyti á Bretlandseyjum. Því

var lítil þörf fyrir að berja fiskinn eins mikið og Íslendingar gerðu og tréhamrar eða

myllur hafi verið notaðar til þess konar verka.

Niðurstöður þeirra greininga sem hér eru birtar gefa til kynna að fiskasleggja úr

steini sé fyrst og fremst íslenskt fyrirbæri. Hér var raunar aðallega fjallað um

steinsleggjur sem hafa fundist á Íslandi og því ekki alveg fullkannað hvort steinsleggjur

– og þá fiskasleggjur sérstaklega – hafi almennt verið notaðar í nágrannalöndunum.

Page 120: Ármann Dan Lokaskil

117

10. Heimildaskrá 10.1 Ritheimildir

Arge, S.V. (1997). Í Uppistovubeitinum. Site and settlement: Fornfrøðilig rannsókn í Uppistovubeitinum í Leirvík. Fróðskaparrit 45. Bók 1997, 27–44.

Arnar Logi Björnsson et al. (2010). Nes við Seltjörn: Vettvangsnámskeið 2010.

Reykjavík: Háskóli Íslands.

Ágústa Edwald et al. (2009). Öskuhaugsrannsóknir á Skútustöðum í Mývatnssveit 2008: Framvinduskýrsla II. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Árni Björnsson og Kuhn, Hans. (2003). Úr torfbæjum inn í tækniöld. Fyrsta bindi.

Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf.

Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók (2. útgáfa). Reykjavík: Orðabók háskólans.

Batey, C. og Bashford, D. (2008). Worked Stone. Í J.M. Bond, Z. Outran og C.M.

Freeth (ritstj.), Viking Unst Project: Field Season 2008: Interim Report No. 3 (Data Structure Report) (bls. 31–34). Bradford: Bradford Archaeological Sciences Research 20.

Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. (1961). Íslenzkir Málshættir. Reykjavík: Almenna Bókafélagið.

Berglind Þorsteinsdóttir. (2008). Nes við Seltjörn - Fornleifarannsókn:

Framvinduskýrsla. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Bolender, D.J. (2009). Report of the Skagafjörður Archaeological settlement survey 2008: Excavations at Stóra-Seyla, Area C. Sótt 5. október 2017 af: http://www.fiskecenter.umb.edu/Pdfs/Iceland_PDFs/2008/Excavations_at_Stora-Seyla_Area%20C_2008.pdf

Bolender, D.J. et al. (2011). Report of the Skagafjörður Archaeological settlement

survey 2009: Excavations at Stóra-Seyla, Area C. Sótt 5. október 2017 af: http://www.fiskecenter.umb.edu/Pdfs/Iceland_PDFs/2009/Stora-Seyla_2009.pdf

Page 121: Ármann Dan Lokaskil

118

DI II. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn II (1893). Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag.

DI III. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn III (1896). Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag.

Finnur Jónsson (1945). Þjóðhættir og Ævisögur frá 19. öld: Minnisblöð Finns á

Kjörseyri. Akureyri: Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar.

Garðar Guðmundsson. (2014). Fornleifarannsóknir í Vatnsfirði. Yfirlit 2003–2013. Í Oddgeir Isaksen (ritstj.), Vatnsfjörður 2013: Framvinduskýrslur/Interim Reports (bls. 5–18). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Gísli Gunnarsson. (2004). Fiskurinn sem munkunum þótti bestur: Íslandsskreiðin á framandi slóðum 1600–1800. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Guðmundur Ólafsson. (2001). Fornt jarðhús í Breiðuvík og fleiri minjar á Tjörnesi:

Rannsóknir vegna vegagerðar. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur Ólafsson og Hansen, S.C.J. (2007). Nes við Seltjörn: Fornleifarannsóknir 2006. Framvinduskýrsla. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur Ólafsson. (2008). Nes við Seltjörn: Vettvangsnámskeið í fornleifafræði.

Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur Ólafsson og Ragnheiður Traustadóttir. (2009). Smiðja á Keldum á Rangárvöllum. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur Ólafsson. (2010). Bessastaðarannsókn 1987: Aðdragandi og upphaf -

uppgraftarsvæði 1–11. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur Ólafsson. (2013). Bessastaðarannsókn II: Kirkjugarður og miðaldaminjar - uppgraftarsvæði 12–15. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Guðmundur St. Sigurðarson, Þór Hjaltalín og Guðný Zoëga. (2013). Vík í Víkurtorfu –

Neyðarrannsókn 2010. Sauðárkrókur: Byggðasafn Skagfirðinga.

Guðmundur St. Sigurðarson og Guðný Zoëga. (2013). Skógar í Fnjóskadal: Fornleifarannsókn 2011–2012. Sauðárkrókur: Byggðasafn Skagfirðinga.

Page 122: Ármann Dan Lokaskil

119

Guðmundur St. Sigurðarson. (2014). Hamar í Hegranesi: Neyðarrannsókn 2014. Sauðárkrókur: Byggðasafn Skagfirðinga.

Guðrún Alda Gísladóttir og Uggi Ævarsson. (2007). Evaluation of the farm mound area. Í Karen Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2006: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 43–62). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2007). The finds from the farm mound area. Í Karen Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2006: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 71–75). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2008). The finds from the farm mound area. Í Karen Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2007: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 99–101). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Alda Gísladóttir. (2010). Excavations in the farm mound area. Í Karen Milek (ritstj), Vatnsfjörður 2009: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 65–76). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Sveinbjarnardóttir. (1986). Rannsókn á Kópavogsþingstað. Kópavogur: Kópavogskaupstaður.

Guðrún Sveinbjarnardóttir og Orri Vésteinsson. (2003). Reykholtskirkja:

Fornleifarannsókn 2002. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Sveinbjarnardóttir og Hildur Gestsdóttir. (2004). Reykholtskirkja:

Fornleifarannsókn 2003. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Sveinbjarnardóttir og Aldred, O. (2004). Reykholtskirkja: Fornleifarannsókn

2004. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Guðrún Sveinbjarnardóttir. (2012). Reykholt: Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofa.

Gulløv, H. C. et al. (2005). Grønlands Forhistorie (H.C. Gulløv ritstj.). Kaupmannahöfn: Gyldendal.

Gylfi Björn Helgason, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólrún Inga Traustadóttir. (2014).

Page 123: Ármann Dan Lokaskil

120

Fornleifarannsókn í Móakoti 2014. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Hallgerður Gísladóttir. (1999). Íslensk matarhefð. Reykjavík: Mál og menning.

Hallgrímur Pétursson. (1941). Hallgrímsljóð: Sálmar og kvæði eftir Séra Hallgrím Pétursson. Freysteinn Gunnarsson (Umsjón með útgáfu). Reykjavík: Leiftur.

Haraldur Þór Hammer Haraldsson og Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir. (2013). Móakot og Gerði 19 - Uppgröftur á Seltjarnarnesi - Áfangaskýrsla 2013. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir. (2017). Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010. Fyrra bindi. Sumarliði R. Ísleifsson (ritstj.). Reykjavík: Skrudda og Háskóli Íslands: Sagnfræðistofnun.

Helgi Skúli Kjartansson, Halldór Bjarnason og Guðmundur Jónsson. (2017). Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010. Seinna bindi. Sumarliði R. Ísleifsson (ritstj.). Reykjavík: Skrudda og Háskóli Íslands: Sagnfræðistofnun.

Hildur Gestsdóttir. (1996). Fornleifarannsókn á Bessastöðum 1995. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Hjálmar R. Bárðarson. (1995). Íslenskt grjót í máli og myndum. Reykjavík: Hjálmar R.

Bárðarson.

Hjörleifur Stefánsson. (2013). Af jörðu: íslensk torfhús. Reykjavík: Crymogea.

Jón G. Friðjónsson. (1993). Mergur málsins – Íslensk orðatiltæki, uppruni, saga og notkun. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Jón Hilmar Jónsson. (2002). Orðaheimur: Íslensk hugtakaorðabók. Reykjavík: JPV

útgáfa.

Jón Hilmar Jónsson. (2004). Orðastaður: Orðabók um íslenska málnotkun (2. útgáfa). Reykjavík: JPV útgáfa.

Jónas Jónasson. (2011). Íslenzkir þjóðhættir (4. útgáfa). Einar Ó. Sveinsson (bjó undir

prentun). Reykjavík: Bókaútgáfan Opna.

Kristinn Magnússon. (2001). Rannsókn undir Nesstofu. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Page 124: Ármann Dan Lokaskil

121

Kristján Eldjárn. (1951). Tvennar bæjarrústir frá seinni öldum: viðauki eftir Sigurð Þórarinsson. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949–1950, 102–119.

Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson. (1952). Rannsóknir á Bergþórshvoli. Árbók Hins

íslenzka fornleifafélags, 1951–1952, 5–75. Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson. (2002). Rannsókn á rústum

nunnuklaustursins á Kirkjubæ: Skýrsla I, Rannsóknaruppgröftur sumarið 2002. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson. (2003). Rannsókn á rústum

nunnuklaustursins á Kirkjubæ: Skýrsla II, Rannsóknaruppgröftur sumarið 2003. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson, Bjarni F. Einarsson og Sandra Sif Einarsdóttir. (2004). Rannsókn á

rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ: Skýrsla III, Rannsóknaruppgröftur, sumarið 2004. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson. (2005). Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg

persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu. Skýrsla I. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson. (2006). Rannsókn á rústum

nunnuklaustursins á Kirkjubæ: Áfangaskýrsla 2006 til stjórnar Kristnihátíðarsjóðs. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson. (2006). Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg

persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu. Áfangaskýrsla ársins 2006. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson. (2008). Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg

persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu. Áfangaskýrsla ársins 2007. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson. (2009). Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg

persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu. Áfangaskýrsla ársins 2008. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson. (2009). „Ora et labora“ í Guðmundur

Ólafsson og Steinunn Kristjánsdóttir (ritstj.), Endurfundir: Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005 (bls. 44–57). Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Page 125: Ármann Dan Lokaskil

122

Kristján Mímisson. (2010). Þorkell á Búðarárbakka: Fornleifafræðileg persónurannsókn á 17. aldar kotbónda úr uppsveitum Árnessýslu. Áfangaskýrsla ársins 2009. Reykjavík: Fornleifafræðistofan.

Kurlansky, Mark. (1998). Cod. A Biography of the Fish that changed the world.

London: Jonathan Cape.

Larsen, A., Dyhrfjeld-Johnsen, M.D., Brown, L.D. (2013). The artefactual evidence from Belmont: Selected finds. Í V.E. Turner, J.M. Bond og A. Larsen (ritstj.), Viking Unst: Excavation and Survey in Northern Shetland 2006–2010 (bls. 194–205). Garthspool: Shetland Heritage publications.

Lilja Björk Pálsdóttir og Roberts, Howell. (2006). Excavations at Gásir 2005: An

Interim Report / Framvinduskýrsla. Reykjavík: Minjasafnið á Akureyri.

Lilja Björk Pálsdóttir. (2009). Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum,

Snæfellsnesi: Bráðabirgðaskýrsla. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands ses.

Lilja Björk Pálsdóttir. (2015). Under the glacier: 2014 archaeological investigations on the fishing station at Gufuskálar, Snæfellsnes. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands ses.

Lilja Björk Pálsdóttir. (2016). Gufuskálar á Snæfellsnesi: fornleifarannsókn 2008–2015. Í Birna Lárusdóttir (ritstj.). Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2015. Reykjavík: Hið íslenzka fornleifafélag, 97-128.

Lísabet Guðmundsdóttir og Nikola Trbojević. (2016). Fornleifauppgröftur í Stóraseli, Reykjavík: Framkvæmdarannsókn. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Lucas, G. (2002). Skálholt 2002: Framvinduskýrslur/Interim Report No. 1. Reykjavík:

Fornleifastofnun Íslands.

Lucas, G. (2004). Skálholt 2003: Framvinduskýrslur/Interim Report No. 2. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Lúðvík Kristjánsson. (1985). Íslenzkir Sjávarhættir IV. Reykjavík: Bókaútgáfa

Menningarsjóðs.

Lúðvík Kristjánsson. (1987). Íslenskir sjávarhættir V (önnur prentun). Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Page 126: Ármann Dan Lokaskil

123

Margrét Hermanns Auðardóttir. (2005). Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1988). Fornleifarannsókn í Viðey 1987. Reykjavík:

Árbæjarsafn.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1989). Viðey: Fornleifarannsóknir 1988–1989. Reykjavík: Árbæjarsafn.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1992). Viðey – Fornleifarannsókn 1991: Áfangaskýrsla.

Reykjavík: Árbæjarsafn.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1993a). Viðey – Fornleifarannsókn 1989–1990: Áfangaskýrsla. Reykjavík: Árbæjarsafn.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1993b). Viðey – Fornleifarannsókn 1992: Áfangaskýrsla.

Reykjavík: Árbæjarsafn.

Margrét Hallgrímsdóttir. (1994). Viðey – Fornleifarannsókn 1993: Áfangaskýrsla. Reykjavík: Árbæjarsafn.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Sólrún Inga Traustadóttir. (2017). Arnarfjörður á

miðöldum: Framvinduskýrsla 2016. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

Martin, Kevin. (2017). Fornleifarannsókn á Arnarstapa á Snæfellsnesi (201606-0020): Test Excavations, September 2016. Hvanneyri.

McGovern, T.H. og Perdikaris, S. (2003). Midden Investigations at Holt, S Iceland

July 2003. Sótt 19. desember 2017 af http://www.nabohome.org/publications/fieldreports/MiddenInvestigationsHolt2003.pdf

Mehler, N. (2001). The Finds. Í H. M. Roberts (ritstj.). Fornleifarannsókn á lóðunum/Archaeological Excavations at Aðalstræti 14–18, 2001. A Preliminary Report/Framvinduskýrslur. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. (2007). Excavations at Vatnsfjörður. Í K. Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2006: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 33–42). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Page 127: Ármann Dan Lokaskil

124

Milek, K. et al. (2007). Finds. Í K. Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2006: Framvinduskýrslur/Interim Report (bls. 33–42). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. et al. (2008). Register of Finds. Í K. Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2007: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 173–180). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. et al. (2009). Register of Finds. Í K. Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2008: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 148–147). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Milek, K. et al. (2010). Register of Finds. Í K. Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2009:

Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 104–115). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Mjöll Snæsdóttir og Þórður Tómasson. (1991). Stóra-Borg: Fornleifarannsókn 1978–

1990: Sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands júlí–nóvember 1991. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Nordahl, E. (1988). Reykjavík from the archaeological point of view. Uppsala:

Societas Archaeologica Upsaliensis.

Oddgeir Hansson. (2008). Inngangur. Í Lilja Björk Pálsdóttir og Oddgeir Hansson. Deiliskipulagssvæði í Leirvogstungu, Mosfellsbæ. Framvinduskýrsla III. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Oddgeir Isaksen. (2011). Excavations in the farm moound area. Í Karen Milek (ritstj.). (2011). Vatnsfjörður 2010: Framvinduskýrslur /Interim Report. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Bls. 37–63.

Oddgeir Isaksen. (2012). Excavations on the Vatnsfjörður Farm Mound in 2011. Í Oddgeir Isaksen (ritstj.), Excavations in the farm moound area. Vatnsfjörður 2011: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 19–44). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Oddgeir Isaksen. (2013). Excavations on the Vatnsfjörður Farm Mound in 2012. Í

Oddgeir Isaksen (ritstj.), Excavations in the farm moound area. Vatnsfjörður 2012: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 18–37). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Page 128: Ármann Dan Lokaskil

125

Oddgeir Isaksen. (2014). Excavations on the Vatnsfjörður Farm Mound in 2013. Í Oddgeir Isaksen (ritstj.), Excavations in the farm moound area. Vatnsfjörður 2013: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 19–46). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Oddur Einarsson. (1971). Íslandslýsing: Qualiscunque descriptio Islandiae. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Orri Vésteinsson. (1995). Fornleifarannsóknir í Nesi við Seltjörn I: Skýrsla um

uppgröft 1995. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Orri Vésteinsson. (2000). Fornleifarannsókn undir bæjardyrum og göngum í torfbænum í Laufási. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands ses.

Óskar G. Sveinbjarnarson. (2009). Fornleifauppgröftur í Tjarnarbíói, Reykjavík.

Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Outram, Z. og Batt, C.M. (2013). Dating of the Viking and Late Norse settlement at Belmont. Í V.E. Turner, J.M. Bond og A. Larsen (ritstj.), Viking Unst: Excavation and Survey in Northern Shetland 2006–2010 (bls. 213–216). Garthspool: Shetland Heritage publications.

Parigoris. A. (2005). Archaeological investigation at Nesstofa. Reykjavík:

Þjóðminjasafn Íslands. Sótt 15.10.2017 af: http://www.seltjarnarnes.is/media/skyrslur-utgafur/Nesstofa-Report.pdf.

Ragnar Edvardsson. (1995). Fornleifar á Arnarhóli. Mjöll Snæsdóttir (ritstj.) Árbók

Hins íslenzka Fornleifafélags 1994, 17–28.

Ragnar Edvardsson (2004). Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 2004. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Ragnar Edvardsson et al. (2007). Archaeological Excavations at Qassiarsuk 2005–

2006: Field report (Data Structure Report). Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

Ragnheiður Traustadóttir. (1996). Vettvangskönnun vegna fyrirhugaðs kirkjugarðs í landi Mosfells í Mosfellsbæ. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Ragnheiður Traustadóttir et al. (2003). Hólar í Hjaltadal: Uppgraftarskýrsla –

Excavation report. Hólarannsóknin 2003. Sauðárkrókur: Hólarannsóknin.

Page 129: Ármann Dan Lokaskil

126

Ragnheiður Traustadóttir et al. (2005). Hólar í Hjaltadal: Uppgraftarskýrsla – Excavation report. Hólarannsóknin 2005. Sauðárkrókur: Hólarannsóknin.

Ragnheiður Traustadóttir. (2010). Ekki í kot vísað. Í Guðmundur Ólafsson og Steinunn

Kristjánsdóttir (ritstj.), Endurfundir: Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005 (bls. 16–29). Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Ragnheiður Traustadóttir. (2010). Urriðakot: Fornleifarannsókn 2010,

Framvinduskýrsla. Sótt af: https://www.academia.edu/1487975/Urriðakot._Fornleifarannsókn_2010._Framvinduskýrsla?auto=download þann. 09.04.2018.

Ragnheiður Traustadóttir og Sólrún Inga Traustadóttir. (2016). Hlið á Álftanesi í Garðabæ: Uppgraftarskýrsla. Garðabær: Antikva ehf.

Riddervold, A. (1990). Lutefisken, Rakefisken og Silda i norsk Tradisjon. Osló: Novus

forlag.

Roberts, H.M. (ritstj.). (2004). Excavations at Aðalstræti, 2003. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Roberts, H.M. et al. (2006). Excavations at Gásir 2001–2006: A Preliminary Report.

Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Roussell, A. (1941). Farms and churces in the mediaeval Norse settlements of Greenland. Kaupmannahöfn: Reitzels.

Smith, K. P. (2009). Gilsbakki in Hvítársíða, Western Iceland: Preliminary Report of

Investigations, 2008. Sótt af https://www.researchgate.net/publication/259741883_Gilsbakki_in_Hvitarsida_Western_Iceland_Preliminary_Report_of_Investigations_2008.

Steinunn Kristjánsdóttir. (1995). Heiðnar og helgar minjar í Viðey: Áfangaskýrsla Viðeyjarrannsókna 1994. Reykjavík: Árbæjarsafn.

Steinunn Kristjánsdóttir. (1996). Viðey – trúarheimar mætast: Áfangaskýrsla Viðeyjarrannsókna 1995. Reykjavík: Árbæjarsafn.

Page 130: Ármann Dan Lokaskil

127

Steinunn Kristjánsdóttir. (2003). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2002. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2004). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2003. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2005). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla

fornleifarannsókna 2004. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2008). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2007. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2009). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla

fornleifarannsókna 2008. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2010). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2009. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2011). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla

fornleifarannsókna 2010. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2012a). Skriðuklaustur – híbýli helgra manna: Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2011. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir.

Steinunn Kristjánsdóttir. (2012b). Sagan af klaustrinu á Skriðu. Reykjavík: Sögufélag.

Steinunn Kristjánsdóttir og Vala Gunnarsdóttir. (2014). Kortlagning klaustra á

Íslandi: Bær í Borgarfirði. Reykjavík: Höfundar.

Steinunn Kristjánsdóttir, Vala Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir. (2015). Kortlagning klaustra á Íslandi: Munkaþverá. Reykjavík: Höfundar.

Steinunn Kristjánsdóttir, Vala Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir. (2016). Kortlagning

klaustra á Íslandi: Helgafell. Reykjavík: Höfundar.

Sveinbjörn Rafnsson. (1971). Kirkja frá síðmiðöldum að Varmá. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1970, 31–49.

Sölvi Sveinsson. (1995). Íslensk orðtök (2. útgáfa). Reykjavík: Iðunn.

Page 131: Ármann Dan Lokaskil

128

Turner, V.E., Bond, J.M. og Larsen, A. (2013). Viking Unst: Excavation and Survey in Northern Shetland 2006–2010. Garthspool: Shetland Heritage publications.

Uggi Ævarsson og Guðrún Alda Gísladóttir. (2008). Archaeological Excavations in

the farm moound area. Í Karen Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2007: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 69–76). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Uggi Ævarsson og Guðrún Alda Gísladóttir. (2009). Excavations in the farm moound area. Í Karen Milek (ritstj.), Vatnsfjörður 2008: Framvinduskýrslur /Interim Report (bls. 80–87). Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Vala Garðarsdóttir. (2010). Fornleifauppgröftur á Alþingisreitnum 2008-2010. Bindi I. Reykjavík: Vala Garðarsdóttir.

Vala Garðarsdóttir. (2010). Fornleifauppgröftur á Alþingisreitnum 2008-2010:

Viðaukar. Bindi II. Reykjavík: Vala Garðarsdóttir.

Vala Garðarsdóttir. (2013). Alþingisreiturinn 2012–2013: Fornleifarannsókn, uppgröftur á lóð Alþingis. Bindi I. Reykjavík: Vala Garðarsdóttir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. (1989). Fornleifarannsókn við Nesstofu 1989:

Rannsóknarskýrsla. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Þorkell Grímsson. (1976). Miðaldabyggð á Reyðarfelli. Í Guðni Kolbeinsson (ritstj.) Minjar og Menntir: Afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn 6. (565–567). Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Þór Hjaltalín. (1999). Keldur á Rangárvölum: Framkvæmdir á Keldum 1997–1998 og stefnumótun um viðgerð bæjarins. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Þórður Tómasson. (1993). Sjósókn og Sjávarfang: Barátta við brimsanda. Reykjavík:

Bókaútgáfan Örn og Örlygur HF.

10.2 Óútgefnar heimildir

Björgvin Már Sigurðsson og Hólmfríður Sveinsdóttir. (óútgefið). Fornleifarannsókn í

Móakoti 2017: Framvinduskýrsla (drög). Í Sólrún Inga Traustadóttir (ritstj.). Reykjavík: Háskóli Íslands.

Page 132: Ármann Dan Lokaskil

129

Gagnagrunnur úr Bessastaðarrannsókn 1995. Þjóðminjasafn Íslands.

Gagnagrunnur úr Bessastaðarrannsókn 1996. Þjóðminjasafn Íslands.

Gagnagrunnur úr Viðeyjarrannsóknum. Borgarsögusafn.

Kristinn Magnússon. (óútgefið). Skýrslur Fornleifaverndar ríkisins 2003: Skógtjörn Álftanesi: Könnunarskurður.

Magnús Á. Sigurgeirsson. (óútgefið). Hofsstaðir í Garðabæ, steinar úr uppgreftri:

Steinagreining. Mjöll Snæsdóttir. Óútgefin rannsóknargögn frá Stóru-Borg.

Ragnheiður Traustadóttir. (óútgefið:a). Hofsstaðir í Garðabæ: Framvinduskýrsla 1994.

Ragnheiður Traustadóttir. (óútgefið:b). Artefacts from Hofsstaðir in Garðabær:

Chieftain farms from the Viking and early medieval period. Sólveig Guðmundsdóttir Beck. (óútgefið). Rocks and minerals from Skálholt in

Biskupstungur. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.

Svensson, J. E. og Ragnheiður Traustadóttir. (óútgefið). Archaeological Excavations

Keldudalur 2007 & 2009: Preliminary Results.

10.3 Vefheimildir

Orðabók.is – www.ordabok.is

Steinunn Kristjánsdóttir. (2005). Fundaskrá 2004. Sótt 25.10.2017 af

https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2004.pdf

Steinunn Kristjánsdóttir. (2006). Fundaskrá 2005. Sótt 25.10.2017 af https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2005.pdf

Steinunn Kristjánsdóttir. (2009). Fundaskrá 2008. Sótt 25.10.2017 af

https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2008.pdf

Page 133: Ármann Dan Lokaskil

130

Steinunn Kristjánsdóttir. (2009). Fundaskrá 2008. Sótt 25.10.2017 af https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2009.pdf

Steinunn Kristjánsdóttir. (2012). Fundaskrá 2011. Sótt 25.10.2017 af

https://notendur.hi.is/sjk/FSK_2011.pdf

10.4 Myndaskrá

Mynd 1: Skífurit sem sýnir hve margar fiskasleggjur/veggjahnyðjur var hægt að aldursgreina.............................................................................................114

Mynd 2: Skífurit sem sýnir fjölda sleggjuhausa í tilteknum flokki....................114 Mynd 3: Stöplarit sem sýnir fjölda fiskasleggja/veggjahnyðja eftir öldum.......115

Viðaukar Viðauki 1

Ljósmyndaskrá Sjá USB lykil innan á baksíðu Viðauki 2

Gagnagrunnurinn sem skráð var í. Sjá USB lykil innan á baksíðu.