samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga stefán eiríksson, lögreglustjóri

11
Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri 13. október 2010 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Upload: colleen-lopez

Post on 15-Mar-2016

38 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri 13. október 2010. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlit. Meginefni erindis: Samspil og samskipti heilbrigðiseftirlits í sveitarfélögum og lögreglu - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

13. október 2010Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Page 2: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Yfirlit

• Meginefni erindis: Samspil og samskipti heilbrigðiseftirlits í sveitarfélögum og lögreglu

• Farið yfir hlutverk heilbrigðisnefnda og hlutverk lögreglu

• Aðkoma lögreglu að starfi heilbrigðiseftirlits með tvennum hætti:– Aðstoðarhlutverk– Rannsóknarhlutverk

• Dæmi um málaflokka og úrlausnarefni

Page 3: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Skipulag heilbrigðiseftirlits í sveitarfélögum

• Fjallað um skipulag heilbrigðiseftirlits í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998

• Þar má meðal annars sjá hvernig landinu er skipt í eftirlitssvæði – þrjú eftirlitssvæði sem falla undir starfssvæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

• Hlutverk heilbrigðisnefnda tilgreint í 13. gr. laganna:– Framfylgja lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir– Vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á sínu svæði– Annast fræðslu fyrir almenning– Efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að

þessu málum

Page 4: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Hlutverk og verkefni lögreglu tilgreint í 1. gr. lögreglulaga

• Öryggishlutverkið – gæta almannaöryggis, tryggja réttaröryggi o.fl.

• Forvarnahlutverkið – stemma stigu við afbrotum• Rannsóknarhlutverkið – vinna að uppljóstrun brota,

stöðva ólögmæta háttsemi o.fl.• Þjónustu- og hjálparhlutverkið – greiða götu fólks og

aðstoða þegar hætta steðjar að• Aðstoðarhlutverkið – veita yfirvöldum vernd eða aðstoða

við framkvæmd starfa sinna• Samstarfshlutverkið – starfa í samvinnu við önnur

stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu

• Önnur verkefni – allt sem ótalið er

Page 5: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Úrræði heilbrigðiseftirlits við framkvæmd starfa sinna

• Valdsvið og þvingunarúrræði heilbrigðisnefnda og heilbrigðisfulltrúa tilgreind í VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

• Heimildir til að veita áminningu, frest til úrbóta, leggja á dagsektir, til að stöðva eða takmarka starfsemi og til að framkvæma úrbætur á kostnað hlutaðeigandi

• Heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf

Page 6: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Aðkoma lögreglu að málum á verksviði heilbrigðisnefnda

• Aðkoma lögreglu í megindráttum með tvennum hætti:– Aðstoðarhlutverk skv. lögreglulögum og

lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir– Rannsóknarhlutverk – rannsókn refsiverðra

brota sem heilbrigðisnefndir eða heilbrigðisfulltrúi beina til lögreglu með formlegum hætti

Page 7: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Aðstoðarhlutverk lögreglu

• Mælt fyrir um þetta í lögreglulögum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

• Hvað er um að ræða?– Aðstoð við lokanir og stöðvun starfsemi– Aðstoð við að fjarlægja hluti eða dýr– Aðstoða við að framfylgja öðrum

ákvörðunum sem teknar eru og kalla á aðstoð eða valdbeitingu

Page 8: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Rannsóknarhlutverk lögreglu

• Lögregla annast rannsóknir brota, þ.e. brota á lögum þar sem refsing liggur við

• Fjölmörg lög og reglugerðir sem falla undir eftirlitssvið heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og refsiákvæði í þeim flestum

• Hvernig skal málum komið til lögreglu þar sem grunur hefur vaknað um refsiverða háttsemi?– Ekki með einfaldri tilkynningu um að hér sé

eitthvað grunssamlegt á ferð– Með rökstuddri kæru hins sérhæfða eftirlitsaðila,

þ.e. heilbrigðisnefndar eða heilbrigðisfulltrúa

Page 9: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Nánar um rannsóknarhlutverk lögreglu og aðkomu hins sérhæfða

eftirlitsaðila• Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga flokkast sem

sérhæfður eftirlitsaðili á tilteknu sviði. Hvað felst í því?– Mikilvægur skilgreiningar- og túlkunaraðili um

gildissvið reglna og framkvæmd– Sá aðili sem hefur heildaryfirsýn yfir

málaflokkinn og er því í lykilaðstöðu til að gæta að grundvallarsjónarmiðum eins og jafnræðisreglu

– Mikilvægur skilgreiningar- og túlkunaraðili um þá háttsemi/athafnaleysi sem um ræðir og hvaða lagaákvæði sé verið að brjóta

Page 10: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Nánar um rannsóknarhlutverk lögreglu

• Kærur til lögreglu þurfa að vera skýrar og nákvæmar um öll framangreind atriði, þar á meðal þarf að skilgreina nákvæmlega háttsemina og brot á hvaða lögum um sé að ræða

• Lögreglan hefur viðamikla reynslu af samspili af þessu tagi og samskiptum við sérhæfða eftirlitsaðila á ýmsum sviðum. Dæmi: Landhelgisgæslan, Fjármálaeftirlitið, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Skattrannsóknarstjóri, Samkeppniseftirlitið o.m.fl.

Page 11: Samvinna lögreglu og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga Stefán Eiríksson, lögreglustjóri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Dæmi um samstarf á ákveðnum sviðum - dýramálefni

• Munur á úrræðum eftir því hvort um er að ræða brot á reglum um dýravernd eða dýrahald

• Dýraverndarlög geyma skýr úrræði og skýrar heimildir fyrir eftirlitsaðila og lögreglu ef grunur vaknar um brot á lögunum – sjá t.d. 18. gr. dýraverndarlaga

• Dýrahald fer á hinn bóginn eftir samþykktum í hverju sveitarfélagi – sjá 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir – aðkoma lögreglu fyrst og fremst aðstoðarhlutverk