sigríður rún - anatomy of letters

56
FRÆÐSLUBÓK Í LÍFFÆRAFRÆÐI LETURS HANDA ÁHUGAFÓLKI UM ÍMYNDUNARAFL EFTIR SIGRÍÐI RÚN REYKJAVÍK – 2012

Upload: seeegraphicdesign

Post on 01-Dec-2015

560 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

Sigga Rún’s final project at Iceland Academy of the Arts, Anatomy of Letters won the series European Student of the Year at ADC*E, congratulations!

TRANSCRIPT

Page 1: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

F R Æ ÐSLU B ÓK

Í

L Í FFÆ RAFRÆ ÐI LE TURS

H A N DA Á H UGA F ÓL K I U M Í M Y N DU NA R A F L

E F T I R

S I G R Í Ð I RÚ N

R E Y K JAV Í K – 2012

Page 2: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

Kennslubók í líffærafræði leturs

Ritið er útskriftarverk höfundar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

© Sigríður Rún 2012

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta

eða í heild án skriflegs leyfis höfundar.

Umbrot, hönnun og teikning: Sigríður RúnPrentun: Oddi

Bókin er sett í tölvu með Sentinel letri í meginmáli, New Century Schoolbook letri í fyrirsögnum,

Andron Scriptor Web og Palemonas MUFI í fornum letrum, prentuð á 100 gr. Munken Print Cream 20 pappír.

Reykjavík – 2012

Page 3: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

F OR M Á L I

Bók þessa hefi ég ritað í þeim tilgangi að kynna þróun og líffæragerð bókstafa. Líkt og vel er þekkt skapaði maðurinn sér tákn sem síðar urðu að þeim bókstöfum sem við lesum og skiljum í dag. Þegar menn tóku að setja prentstafi og seinna skrifa þá í tölvu hvarf mikið af fallegum einkennum bókstafa og sumir urðu vandræðastafir sem eiga varla fyrir sér langlífi í tölvuvæddri veröld. Þar má til að mynda nefna hinn sérstæða bókstaf ð sem mörgum er þyrnir í auga í vél-væddu, íslensku ritmáli. Hinir fornu stafir hafa því átt á brattan að sækja sl. aldir og ekki síst nú þegar tölvuöldin heimtar staðlaða bókstafi og fyrirfram ákveðna áður en þeir fá að snerta trefjaríkan pappírinn.

Stafir sem lengi vel þekktust hérlendis en eru nú útdauðir gætum við kallað fornstafi. Margir fallegir og áhugaverðir stafir hafa horfið á braut og eiga sér ekki viðreisnar von í komandi tíð á meðan aðrir fornir stafir eru enn við lýði en teljast í útrýmingarhættu, enda einungis notaðir af fáeinum eyjaskeggjum sem enn kunna á hljóð þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort þessir stafir lifa af næstu aldir eða deyi út hérlendis eins og þeir hafa gert annars staðar.

Þetta rit tekur fyrir fimm bókstafi sem þekkst hafa á Íslandi en eru flestir fallnir úr notkun í heimi bókstafa og sumir endanlega útdauðir. Einnig er fjallað um tvo bókstafi sem þekkjast nær einungis hérlendis og Íslendingar kalla séríslenska. Bókin er fyrsti kafli í umfangsmeiri bók sem mun fjalla ítarlegar um núlifandi bókstafi, ættir þeirra og þróun. Það gleður mig að deila þessum heimi með ykkur.

Sigríður Rún

Page 4: Sigríður Rún - Anatomy of Letters
Page 5: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

Stafir eru margvíslegir og misjafnir að útliti og sköpulagi, þó sumir séu líkari sín á milli en aðrir. Þeir, sem hafa flest sameiginlegt í líffæragerð, eru taldir skyldastir, og er þeim skipað saman í ættir, stórar eða smáar. Þessum ættum er svo gefin ýmis nöfn. Þannig er öllum ránstöfum skipað saman í einn ættbálk, sem er síðan flokkaður í smærri ættir eftir skyld-leika og sama er gert með blaðstafi og alstafi.

Bókstafir eru undantekningarlaust blindir og notast því við aðrar aðferðir til að skynja umhverfi sitt. Þeir nota hljóð sem þeir magna upp með sérstökum loftgöngum í nefinu og blása út. Hver tegund hefir sitt hljóð (S hefir s - hljóð, T hefir th - hljóð o.s.frv.), auk þess kalla stafirnir hver á sínu tíðni-sviði svo aðrir stafir heyra ekki í nema sinni eigin tegund. Stafirnir nota innra eyra sitt til að nema hljóðbylgjurnar sem endurkastast af umhverfinu. Innra eyrað er tengt við brjóskhlust sem situr iðulega á höfði bókstafanna og nemur endurkastið. Ránstafir nota þessa aðferð til að staðsetja bráð sína og blaðstafir nota endurkastið til að finna trefjar og að athuga hvort ránstafur sé í nánd. Til þess að nema endurkastið þarf bókstafurinn að snúa höfðinu í þá átt sem hann vill hlusta. Einnig er þefskyn bókstafa mikið og gott.

UM STAFI

Page 6: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

6

R Á NSTA F I R – Alphabeti Raptor

Ránstöfum er skipt í fjórar ættir; belgstafi, smábelgstafi, leggstafi og fjórleggja ránstafi. Sá síðastnefndi er fábreyttur en hinir tveir skarta öllum helstu ránstöfum sem þekkjast.

Ránstafir lifa á öðrum stöfum og nota þar til gert líffæri til að nærast á bleki þeirra er kallast blekpípa. Þeir hafa mjög sterka kjamma og yddar tennur sem þeir nota til að hremma bráð sína og halda henni fastri. Einnig nýtast tennurnar til að tæta í sundur bráðina og opna þannig leið að blekinu. Flestir ránstafir nærast eingöngu á bleki, það er þó ekki algilt.

Grimmustu ránstafirnir eru fjórleggja ránstafir en þeir hafa fram yfir flesta aðra stafi að vera bæði styrkir og fremur snöggir. Þeir eru jafnframt gráðugastir allra bókstafa og þekktir fyrir að rífa bráð sína niður í minnstu agnir. Þetta gera þeir þó upprunalega af nauðsyn en þessir stafir eru fornir og síður þróaðir en nútímastafir og höfðu í upphafi einungis fjórar blekpípur í stað sex líkt og ránstafir í dag. Það var þeim því nauðsynlegt að nýta bráð sína vel og ná úr henni sem mestu bleki á sem stystum tíma.

BL A Ð STA F I R – Alphabeti Fibra

Blaðstöfum er skipt í fimm ættir; dráttstafi, skáleggunga, lágleggunga, háleggunga og fjórleggja blaðstafi. Blaðstafir lifa á trefjum og hafa sterkar tennur til að vinna á margskonar pappírsgerðum og annars konar lífrænum trefjum. Blaðstafir eru aðalfæða ránstafa sem fá aftur trefjarnar í gegnum blek blaðstafanna og eru blaðstafir mjög fjölbreyttir í útliti og hegðun. Blaðstafir geta lifað á afar tormeltri fæðu svo sem

Page 7: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

7

beðmi og tréni, en kjósa þó yfirleitt ögn auðmeltri fæðu eins og pappír. Blaðstafir geta að auki vel lifað á öðrum lífrænum trefjum svo sem leðri en ótrúlegast þykir þó að þeir geta náð næringu úr grjóti, þó að það sé líklega síðasta hálmstráið hjá sársvöngum bókstöfum.

Til að forðast ránstafi hafa sumir blaðstafir þróast með dulargervi sem lætur þá virka stærri en þeir eru eða það líti út fyrir að þeir séu á verði þó þeir séu það ekki, aðrir herma eftir ránstöfum í hegðun og útliti og enn aðrir hafa góða felu-búninga sér til varnar.

A L STA F I R – Alphabeti Omni

Alstafir er afar fáskiptur hópur stafa. Þeir hafa þróast gegnum tíðina til að nærast á bæði trefjum og bleki en skortir þó hið sérstæða líffæri sem ránstafirnir hafa til að drekka blek. Þeir nýta sér því hárbeittar tennur sínar til að tæta bráðina niður í litla bita og sporðrenna þeim síðan. Alstöfum er skipt í aðeins tvær ættir; hryggstafi og drátthala. Þeir nærast að jöfnu á öðrum stöfum og trefjum.

Tennur alstafa eru sérstæðar þar sem að jöxlunum svipar til jaxla blaðstafa en framtennurnar eru í raun goggur með sterku og beittu beini. Bein þetta er húðað með glerjungi líkt og venjulegar tennur, en gerir það að verkum að goggurinn verður beittur sem hnífsblað. Það hentar vel til að búta niður bráð og ná úr henni bæði bleki og trefjum, en einnig geta stafirnir nýtt sér gogginn til að klippa niður lífrænar trefjar svo sem leður eða beðmi. Aðlögunarhæfni alstafa er því mikil.

Page 8: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

8

1. ættbálkur, R Á NSTA F I R

1. Belgstafaættin. Fascis Alphabeti Raptor. Stór grófgerð höfuð, fíngerður búkur, elta bráðina.

Stafirnir O, o, Ö, ö, Ó, ó, Ő, ő, Ø, ø, Õ, õ, Ŏ, ŏ, Ǫ, ǫ, , .

2. Smábelgstafaættin. Parva – Fascis Alphabeti Raptor. Stór höfuð, fíngerðir, oft hyrndir, elta bráðina.

Stafirnir B, b, D, d, ɗ, ꝺ, Ð, ð, ᵭ, �, �.

3. Leggstafaættin. Locis Alphabeti Raptor. Sterkir fætur, stór höfuð, sitja fyrir bráðinni.

Stafirnir Þ, þ, �, P, p.

4. Fjórleggja ránstafaættin. Quadripes Alphabeti Raptor. Fornir, ferfættir, styrkir, elta bráðina.

Stafirnir R, r, Ꝛ, ꝛ.

2. ættbálkur, BL A Ð STA F I R

1. Dráttstafaættin. Chirographum Alphabeti Fibra. Snaggaralegir, meðal stór höfuð, geta verið grimmir.

Stafirnir E, É, , e, é, ę, , Æ, æ, a, á, ꜷ, ꜹ, ꜵ.

2. Skáleggungaættin. Diagonalis – Crus Alphabeti Fibra. Hægfara, smáhöfða, sumir hyrndir.

Stafirnir M, m, N, n, V, v, Z, z, A, Á.

Page 9: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

9

3. Lágleggungaættin. Demeo Alphabeti Fibra. Styrkir, smáhöfða, flestir reyna að falla inn í umhverfið.

Stafirnir f, t, i, í, y, U, u,Ú, ú, Ꝼ, ꝼ, Ꝩ, ꝩ, Ƿ, ƿ.

4. Háleggungaættin. Ascendo Alphabeti Fibra. Styrkir, stórir, rólyndir, sumir hyrndir.

Stafirnir F, L, l, T, I, Í, Y, Ý.

5. Fjórleggja blaðstafaættin. Quadripes Alphabeti Fibra. Útsjónasamir, fjórfættir, snöggir, smáhöfða, oft hyrndir.

Stafirnir H, h, K, k, ƙ, X, x.

3. ættbálkur, A L STA F I R

1. Hryggstafaættin. Spina Alphabeti Omni. Langir, smáhöfða, styrkir, geta verið grimmir.

Stafirnir C, c, S, s, ʃ, �.

2. Drátthalaættin. Coda Alphabeti Omni. Skrautlegir, smáhöfða, styrkir, rólyndir.

Stafirnir G, g, g, J, j.

Page 10: Sigríður Rún - Anatomy of Letters
Page 11: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

Uppruni bókstafa er nátengdur þróun mannsins og má með sanni segja að hefði maðurinn ekki séð þörf á að hafa samskipti við aðra menn hefðu bókstafir aldrei glæðst lífi. Í upphafi litu forverar stafanna svipað út og dýr eða áhöld manna og mætti kalla þá tákn frekar en stafi. Það tók þá mörg þúsund ár að þróast í þekkta forfeður nútímabókstafa og af þessum kynlegu táknum eru komnar margar tegundir bókstafa sem nú þekkjast.

Þau lífsform, sem verið hafa milliliðir þeirra stafa sem nú lifa og hellamálverkanna fornu, eru nú útdauð. En leifar þeirra þekkjum við m.a. úr fornum handritum, hellaristum, skartgripum og fleiri munum sem mennirnir sköpuðu og deildu með bókstöfum og táknum. Til dæmis hafa fundist leifar í íslenskum fornritum af bókstaf sem stundum er kallaður – forveri bókstafsins æ. Hann virðist hafa þróast eðlilega fyrst um sinn en skyndilega dáið út þegar hæfari bókstafur kom fram og átti betur við í lesmáli. Þróunin heldur alltaf áfram, og mennirnir hagnýta sér hana og flýta fyrir henni sér til hagsbóta. Menn hafa t.d. átt við bókstafi til að móta þá að skrifmáli og útrýmt stöfum sem hafa þótt óþarfir. Margs konar bókstafir hafa því þekkst frá örófi alda.

FORNSTAFIR

Page 12: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. skygging; b. lokadráttur; c. liður; d.il; e. skáleggur; f. spori; g. kverk.

ab

de

fg

c

Page 13: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

RÓTUNDAQuadripes Alphabeti Rotunda

Á sínum tíma var Rótundan hættulegur og afar grimmur ránstafur sem, sökum smæðar, gat laumast nánast alveg upp að bráð sinni án þess þó að eftir væri tekið. Líkams-  bygging hennar var í þokkalegu samræmi, höfuðið stórt og neðri kjálkinn sterklegur og þungur. Ofan á hryggnum bar hún þunnan krók sem hún hefur líklega notað til að nema betur hljóð úr umhverfinu en hann var tengdur við bæði höfuðkúpu og mjöðm. Rótundan elti uppi bráð sína og hrifsaði hana til sín, þungur kjálkinn hefur virkað sem fallhamar og hún dauðrotað bráðina með einu höggi. Rótundan hafði aðeins fjórar blekpípur og þurfti því bæði að vera snögg að rífa niður bráðina og passa að ekkert færi til spillis.

Rótundan dó skyndilega út á 17. öld og ekki er með vissu vitað hvernig það kom til, en líklegasta getgátan er þó að hún hafi verið í stífri samkeppni við stafinn R um yfirráðasvæði og fæði í nokkurn tíma, en R er mjög fær ránstafur og grimmur, og hafi hreinlega orðið undir í þeirri baráttu.

Page 14: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

14

a. nefbein; b. brjóskhlust; c. horn; d. hryggjarliðir; e. mjaðmarbein; f. rófa; g. lærleggur; h. hnéskel; i. framleggur; j. klær; k. neðri kjálki; l. vígtönn; m. nefhol.

a

b

c

d

e

fg

h i

jk

l

m

Page 15: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

15

a. brjóskhlust; b. innra eyra; c. taugaflipar;

d. heili; e. taugaendar.

a

b

c

d

e

Innra eyra allra stafa hefur sömu virkni. Þetta merkilega líffæri gerir þeim kleift að skynja umhverfi sitt fullkomlega þrátt fyrir sjónleysi. Innra eyrað liggur undir brjóskhlust sem er mjúk viðkomu og afar næm á hljóðbylgjur. Þegar stafir gefa frá sér hljóð endurvarpast það af umhverfinu, t.d. af öðrum staf, og þegar endurkastið skellur á brjóskhlustinni taka litlir taugaflipar við því og senda gegnum taugaenda beint í heilann sem vinnur úr upplýsingunum. Stafir heyra því ekki líkt og mennirnir gera heldur skynja. Stafir skynja á mismunandi tíðnisviði og nema því yfirleitt ekki hljóð annarra stafa en innan eigin ættar eða tegundar.

Page 16: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

16

Uppruni: Rótundan var sérstæður ránstafur og þróaðist á allsérstakan hátt. Rótundan var forn og myndaðist fljótlega eftir að stafróf tóku að myndast. Forfeður Rótundu voru bók-stafirnir O og R, þeir blönduðust og útkoman varð stafurinn oꝛ. Þróun stafsins varð til þess að ꝛ losaði sig við belginn en hélt þó uppteknum ránstafshætti sínum og varð einn skæðasti ránstafur síns tíma. Hún var snögg og hættuleg og iðulega látin í friði af öðrum ránstöfum.

Líkamsgerð: Rótundan var svipuð tölustafnum 2 í vexti en var þó mun fornari og frábrugðin honum í ýmsu. Afturfætur hennar voru styrkir og komu henni sæmilega hratt yfir og framfæturnir voru afar kröftugir. Hún nýtti þessa útlimi til að spyrna sér hratt á eftir bráð sinni og grípa hana með kröftugum skoltinum. Rófan var stutt og mjöðmin fremur fíngerð, en hár og þunnur beinkrókur var festur við hana fram að hauskúpu. Líkur eru að krókurinn hafi nýst henni til að miða út bráð. Ginið var mjög vítt og tennurnar hvassar og sterkar svo hún gat rifið vel með þeim. Rótundan var sem segir forn stafur og hafði því m.a. ekki þróað með sér gapið á milli tanna og blekpípa. Hún þurfti því að halda bráðinni í skoltinum, oft í langan tíma, til að ná úr henni blekinu og að öllum líkindum hefði það verið sóðaleg sjón að sjá.

Innri gerð: Rótundan hafði aðeins fjórar blekpípur, ólíkt nútímabókstöfum sem hafa allir sex, hún hafði stóran heila og var að öllum líkindum skynsamur stafur. Hjarta hennar var stórt, líklega til að gefa henni þol til að spretta úr spori og nefholið var rúmt en að öðru leyti var innri gerð hennar líkt og annarra ránstafa.

Hljóð: Rótundan gaf frá sér sama hljóð og R og r gera í dag, eða err - hljóð.

Page 17: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

17

a. afhol; b. innra eyra; c. heili; d. mæna; e. lungu; f. lifur; g. nýru; h. þarmar; i. smáþarmar; j. hjarta; k. blekpípa.

ab

c

d

e

fg

h

i

j

k

Page 18: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. auga, innrými; b. belgur; c. áhersla; d. liður; e. hali; f. innrými.

a

b

c

c

d

d

f

e

Page 19: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

ǪFascis Alphabeti Ǫ

Á Íslandi þróaðist ránstafurinn ǫ sem þó þekktist lítið í öðrum löndum, þá einna helst í Noregi. Hann náði sér vel á strik hérlendis fyrst um sinn og var fær ránstafur en varð þó að komast nálægt bráð sinni til að eiga tækifæri á að hremma hana. Ǫ var líklega einn af skynsömustu stöfum síns tíma og með afburðagóða aðlögunarhæfni. Það varð þó ǫ að lokum að falli að lifnaðarhættir hans og forna – ø voru svo líkir og hljóðin svo svipuð að þessir tveir ránstafir áttu til að blandast.

Gegnum aldirnar urðu því til margs konar bastarðar af þessum tveim bókstöfum. Sumir þeirra voru ránstafir svo sem; õ, ǫ, ꝍ, og en aðrir erfðu útlit og hegðun forfeðra sinna og voru alstafir eða blaðstafir; ꜹ, ꜵ og ꜷ (lítið þekktur).

Á 17. öld var farið út í aðgerðir til að hreinsa stofninn og útkoman var hreinræktað ö sem gat myndað bæði ö - hljóðin og lifir enn á Íslandi, og ø sem að vísu þekkist vart hér en er algengur erlendis. Ránstafurinn ǫ var þá úr sögunni.

Page 20: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

20

a. brjóskhlust; b. hálsliðir; c. hryggur; d. mjaðmarbein; e. hali; f. lærbein; g. sköflungur; h. ristarbein; i. klær; j. neðri kjálki; k. blekpípur; l. nefhol.

a

l

b

c

d

e

f g h i

j

k

Page 21: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

21

a. kok; b. brjósk - og pípuvöðvi; c. blekpípugeislar; d. þráðtotur.

a

a

b

b

c

c

d

Ǫ notaði svokallaðar blekpípur til að ná bleki úr bráð sinni, en allir ránstafir hafa þetta líffæri. Ránstafir hafa ekki annað kok en þessar pípur til að nærast með og eru þær því stöfunum lífsnauðsynlegar. Pípurnar eru, þegar stafirnir eru ekki að nota þær, uppvöðlaðar og líta svipað út og kuðungar. Þegar stafurinn notar þær teygir hann úr þeim með vöðvum er kallast brjósk- og pípuvöðvar. Meðfram pípunum liggja blekpípugeislar. Brjóskvöðvarnir og blekpípugeislarnir eru úr brjóski og því eru blekpípurnar hrjúfar viðkomu. Á enda pípunnar eru þráðtotur sem eru slímutotur og hjálpa við að koma blekinu upp í blekpípuna.

Page 22: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

22

Uppruni: Uppruni ǫ er áhugaverður fyrir þær sakir að hann kemur frá tveimur alls ólíkum stöfum. Foverar hans voru a og o sem virðast fremur ólíklegir einstaklingar til að blandast saman enda annar ránstafur en hinn blaðstafur. Hinsvegar er þekkt að a geti orðið afar grimmt og hegðar sér stundum líkt og ránstafur og lifir að auki á svipuðum slóðum og afkomandi ǫ, stafurinn – ö, gerir í dag. Á 13. öld urðu því líkir lifnaðarhættir þessara bókstafa sennilega til þess að þeir blönduðust saman. Útkoman varð fjöldinn allur af kynblendingum sem mynduðu mismunandi ö - hljóð.

Líkamsgerð: Ǫ hafði afar stórvaxna höfuðkúpu og sterkar tennur. Hann hvíldi iðulega höfuðið á hökunni og var hún því oft fremur flöt. Ǫ hafði mikið og rúmgott bil milli tanna og blekpípa þar sem hann gat komið fyrir stórvöxnum bók-stöfum og passað að lítið af bleki færi til spillis. Hann hafði fimm afar sterka hálsliði og sveigða hryggjarsúlu. Mjöðmin var smá líkt og hjá flestum ránstöfum, lærbeinið einnig fremur smátt og leggurinn grannur. Hnéð var fremur stórt en hné-skelin smá. Ǫ var táfeti og steig því ekki í hælana, hann gat einnig dregið inn klærnar en þær nýtti hann aðallega til að ná fótfestu er hann elti uppi bráð. Halinn var langur og fagur.

Innri gerð: Ǫ hafði vel þroskuð líffæri sem samsvöruðu styrkum líkama hans vel. Það sem vekur mesta athygli er þó stærð heilans og þroski en ǫ virðist hafa verið bráðgáfaður og getað nýtt sér stóran heila sinn vel. Innra eyra ǫ var þó staðsett á óvenjulegum stað, eða ofan á höfði hans, og getur það hafa valdið honum vandræðum þegar hann leitaði eftir bráð.

Hljóð: Ǫ gaf frá sér opið o - hljóð sem var hljóðvarp af a (sbr. ör) á meðan ø myndaði dýpra hljóð (sbr. önd). Þessi tvö hljóð eru þó á sama tíðnisviði.

Page 23: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

23

a. afhol; b. innra eyra; c. heili; d. mæna; e. lungu; f. nýru; g. endaþarmur; h. þarmar; i. lifur; j. hjarta; k. blekpípur.

a

b

c

d

e

f

g

h

i

j k

Page 24: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. þverendi; b. háleggur; c. stafaleggur; d. fótur, þverendi; e. lágleggur; f. liður; g. skygging; h. belgur.

a

a

c

d

e

g

h

f

b

Page 25: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

VENDDemeo Alphabeti Ꝩ

Vend er forn stafur sem á rætur að rekja til Englands á 12. öld. Þar lifði stafurinn upprunalega en var kallaður Wynn þar í landi. Þegar Vend fluttist til Íslands tók hún útlitsbreytingum og tók einnig upp öðruvísi hljóð en frændur hennar í Englandi notuðu. Vend var vel gerð til að verjast íslenskum ránstöfum. Hún hafði segl á bakinu sem skagaði upp í loft. Þegar hún át, og sveigði sig niður, skagaði seglið enn upp svo að ránstafir skynjuðu hana mun stærri en hún í raun var og einnig virtist hún þannig ávallt vera á verði.

Vend náði þó aldrei almennilega að fóta sig hérlendis. Það var sennilega vegna þess að lifnaðarhættir hennar líktust um of lifnaðarháttum Vaff, en sá bókstafur var orðinn rót-gróinn hér á 12. öld. Vend var einnig ófélagslynd líkt og Vaff og Ypsilon og gæti það hafa átt þátt í að hún náði sér ekki á strik. Að auki myndaði Vend hljóð sem Íslendingar nýttu lítið og hættu að nota um það leyti sem hún dó út. Vend og Vaff virðast hafa átt yfirráðasvæði á sömu slóðum og er þekkt að Vaff er afar árásargjarn þegar hann ver sitt svæði og má því gefa sér að Vend hafi einnig gengið heiftúðlega fram. Undir lokin má leiða líkum að því að Vaff hafi verið orðinn henni ofjarl vegna fjölda fremur en styrks og Vend því verið bolað í burtu af sjónarsviðinu á fyrri hluta 14. aldar.

Page 26: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

26

a. jaxlar; b. brjóskhimna; c. framtennur; d. nefhol; e. hálsliðir; f. hryggjarliðir; g. hryggtindar; h. rófubein; i. rófubroddur; j. setbein; k. ökklabein; l. tábein;

m. sköflungur; n. lærbein; o. lífbein; p. mjaðmarbein; q. rifbein

c

d

e

f

g

h

ij

k

l

m

n

o

pq

a

b

Page 27: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

27

a. neðri framtönn; b. efri framtönn; c. efri augntönn; d. neðri augntönn; e. efri framjaxlar; f. neðri framjaxlar; g. efri jaxlar;

h. neðri jaxlar; i. neðri aukajaxlar; j. efri aukajaxlar.

Vend hafði hefðbundnar blaðstafatennur. Blaðstafir hafa allir fremri tanngarð og aukajaxla. Fremri tanngarðurinn er líkt og í mönnum, með framtönnum og jöxlum, en auka-jaxlarnir samanstanda af sterkum jöxlum, vel hönnuðum til að tyggja trefjar og önnur lífræn efni. Blaðstafir felldu tennur einu sinni á líftíma sínum, líkt og menn gera.

a

bc

d

e

f

g

h

i

j

Page 28: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

28

Uppruni: Hægt er að rekja uppruna Vend aftur til engil-saxneskra rúna en þar lifði rúnastafurinn Wyn. Wyn gat af sér bókstafinn Wynn, stundum kallaður Wen, og frá honum þróaðist Vend. Wynn og Vend lifðu þó á sínum tíma samhliða en í sitthvoru landinu.

Líkamsgerð: Vend var sérstök að líkamsgerð og sérlega vel hönnuð til að blekkja ránstafi. Hún hafði fremur litla og stutta höfuðkúpu og tvö pör af sterkum tönnum sem féllu vel að trefjaríku fæði. Vend hafði aðeins þrjá hálsliði og gat því lítið snúið höfðinu, rifbeinin sköguðu langt fram og voru fremur lítið sveigð. Hryggurinn var mjög fattur, næstum því í 90° og mjöðmin kraftmikil. Upp úr neðstu hryggjarliðunum stóðu mjó bein sem mynduðu stíft segl, og gat Vend nýtt sér þetta segl til að rugla ránstafi í ríminu. Lærbeinið var fremur sterkt en leggbeinið var mjög stórt og styrkt. Ökklabeinin voru gróf og sterk og var Vend táfeti sem gekk á fimm hófum á hvorum fæti. Til að beygja sig niður gat Vend aðeins sveigt hryggjarliðina milli rifbeina og mjaðmar.

Innri gerð: Líffæri Vend voru vel gerð og var maginn afar stór. Lungun voru lítil sem bendir til þess að Vend hafi ekki reitt sig á flótta á hlaupum til að komast undan ránstöfum heldur á felubúning sinn. Innra eyra Vend var á hökunni, sem er afar sjaldgæft og þekkist í raun aðeins á stafnum Ypsilon í dag. Erfiðara er fyrir stafi að nýta sér hljóð þegar svona er þar sem þeir þurfa að blása úr nefi sínu hljóði og síðan reisa sig upp til að nema hljóðin sem endurkastast. Þetta krefst orku og fyrirhafnar í hvert skipti. Auk þess hefur Vend ekki getað nýtt sér innra eyrað á meðan hún nærðist því þá hefir höfuðið verið í rangri stöðu.

Hljóð: Vend gaf frá sér mjúkt w - hljóð (sbr. e. will), en gat einnig myndað u - og v - hljóð.

Page 29: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

29

a. innra eyra; b. afhol; c. heili; d. lungu; e. mæna; f. nýru; g. enda-þarmur; h. ristill; i. þarmar; j. magi; k. lifur; l. hjarta; m. kok.

ab

c

d

e

f

gh i

j

k

lm

Page 30: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. skygging; b. auga; c. herðar; d. liður; e. hali; f. spori; g. lokadráttur; h. þverstrik.

ab

c

d

e

f

g

h

Page 31: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

FORNA – æChirographum Alphabeti ę

ę var stafur sem þekktist lítið fyrir utan Íslandsstrendur en einhver eintök af honum hafa þó fundist í Noregi. Hann var náskyldur stafnum e en myndaði þó annað hljóð og á annarri tíðni og hafði ę að auki langan hala. Upprunalega mun halinn hafa verið afar langur, , en styst með tímanum og munu breyttir lifnaðarhættir vera aðalorsök þess. Fullorðin ę gátu orðið meðal stór miðað við stafi og óx hakan og kjálkinn með aldrinum. Hafa fundist eintök þar sem hakan var orðin tvöföld lengd stafsins, en beinið var holt að innan og fremur létt. Hinsvegar hefur það valdið vandræðum þegar stafurinn ætlaði sér að nærast. Á 15. öld dó ę út og talið er víst að það hafi gerst þegar sömu forfeður stafsins mynduðu saman hæfari staf, sem við þekkjum enn í dag sem æ. æ var fljótur að bola ę burt af sjónarsviðinu.

Page 32: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

32

a. nefhol; b. brjóskhimna; c. hálsliðir; d. hryggtindar; e. hryggjarliðir; f. mjaðmarbein; g. rófa; h. setbein; i. hælbein; j. tábein; k. sköflungur; l. hnéskel; m. lærbein; n. lífbein;

o. rifbein; p. jaxlar; q. kjálkahorn; r. framtennur.

a

b

n

o

p

q

r

f

g

l

m

i

j

k

h

c

d

e

Page 33: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

33

ę var hyrndur stafur en hornið stóð þó ekki upp úr höfðinu eins og algengast er, heldur hafði hann horn á kjálka, líkt og nútíma – e hefur. Á sumum ę óx einnig með aldrinum horn út úr hökunni og gat það orðið allstórt. Er horn tók að vaxa frá höku átti stafurinn erfiðara með át, og hefir þurft að liggja með höfuðið á hlið til að geta nagað trefjar. Þetta leiddi til þess að fá stór – ę (eða ) þekktust, þau drápust iðulega úr hungri.

a. hökuhorn; b. kjálkahorn.

a

b

Page 34: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

34

Uppruni: Stafirnir a og e mynduðu saman bókstafinn á 13. öld. Upprunalega hafði stafurinn langan hala en hann styttist þó með tímanum. Þegar stafirnir a og e límdust aftur saman á 15. öld, þróaðist nýi límingurinn öðruvísi, sennilega sökum breytts tíðarfars, og hentaði betur fyrir íslenskt rit-mál og varð með tímanum að nútíma – æ.

Líkamsgerð: Höfuðkúpa ę var afar lík höfuðkúpu e, fyrir utan að með aldrinum óx hakan stundum fram og gat orðið allt að tvöföld lengd stafsins. Hálsliðirnir voru sjö og afar sterkir, hryggurinn aflíðandi og rifbeinin styrk. Mjöðmin var forn en á þessum tímum hafði einnig stafurinn e svipaða mjöðm, í dag er þó mjöðmin orðin þróaðri. Halinn var mjög langur upprunalega en styttist þegar nær dró 15. öldinni. Lærbeinið var langt og fremur grannt, hnéð stórt, leggbeinið var stutt og kubbótt líkt og hjá nútíma – e. Ökklabeinið var afar sterkt, framristarbeinin stór og hafði hann sterkar tær líkar hófum. ę var ilfeti og gekk á allri ilinni. Til að nærast hefur ę þurft að leggjast á hnén og beygja sig, líkt og e gerir í dag, og hefur líklega nýtt halann til að hjálpa upp á jafnvægið.

Innri gerð: Líffæri ę voru að öllum líkindum eins og hjá e. Stór magi og hjarta, lungu fremur smá og lifur í samræmi. Heilinn var lítill og hefir nútíma – e öllu stærra heilabú. Innra eyra ę var vel staðsett og nýttist vel.

Hljóð: ę gaf frá sér ae - hljóð, líkt og æ gerir í dag.

Page 35: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

35

a. afhol; b. nasir; c. innra eyra; d. heili; e. lungu; f. mæna; g. nýru; h. ristill; i. endaþarmur; j. þarmar; k. magi; l. lifur; m. hjarta; n. kok.

a

b

cd

e

f

g

i

h

j

k

l

mn

Page 36: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. fáni; b. hvirfill; c. öxl; d. stafleggur; e. fylling; f. spori; g. fótur, þverendi.

a

b

c

d

e

e

f

g

Page 37: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

HÁTT – ESSSpina Alphabeti ɾ

ɾ var fallegur, áberandi, stór og tignarlegur stafur, skyldur nútíma – S. Saman deildu þessir tveir alstafir rými og lífi á meðan ɾ var uppi. Hann var þó mun algengari framan af en S sótti á með tímanum og á 19. öld, þegar S fór að fjölga sér verulega, dó gamla ɾ út.

ɾ var alstafur sem sökum stærðar var yfirleitt látinn í friði af ránstöfum. Hann gat því látið mikið á sér bera og var ekki hræddur við að standa á áberandi stöðum. Hann var mjög ákafur í að verja sitt yfirráðasvæði og tókust ɾ og S því oft á. Þessir frændstafir gátu lifað í samlyndi ef yfirráðasvæðið var nægilega stórt en annars áttu þeir til að berjast þar til annar lá dauður. Bardagar milli tveggja ɾ voru einnig tíðir og var hann einn sá grimmasti alstafur sem uppi hefur verið.

Page 38: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

38

a. nefhol; b. brjóskhimna; c. hálsliðir; d. hryggtindar; e. hryggjarliðir; f. rófubein; g. set-bein; h. dálkur; i. hælbein; j. kílbein; k. kló; l. kjúka; m. framristarbein; n. sköflungur;

o. hnéskel; p. lærbein; q. lífbein; r. mjaðmarbein; s. rifbein; t. vígtennur.

b

c

d

e

f

g

h

i

j

klm

n

o

p

q

r

s

ta

Page 39: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

39

a. beingoggur; b. beinplata; c. augntönn; d. rántennur; e. jaxlar; f. kinnbeinshorn.

ab

c

d

e

f

Alstafir skarta yfirleitt sérstæðum tönnum og var ɾ engin undantekning þar á. Fremri goggurinn var úr beini og hefur stafurinn líklega ekki nýtt hann nema til að skafa erfiðar trefjar eða til að skafa húð af öðrum stöfum. Hinsvegar var innri goggurinn hárbeittur og virkaði í raun eins og eld-húshnífur. Stafurinn gat notað hann til að skera í sundur húðir og trefjar. Einnig hafði hann rántennur í neðri góm sem nýttust aðallega til að halda öðrum stöfum föstum á meðan hann skar með innri goggnum. Aftast hafði ɾ hefðbundnar blaðstafatennur, jaxla sem hann notaði til að bryðja erfiðustu trefjarnar. ɾ var að þessu leyti fremur þróaður stafur, líkt og frændi hans, S, er í dag.

Page 40: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

40

Uppruni: ɾ varð algengur á 13. öld og lifði góðu lífi hér-lendis allt fram á 19. öld. Víst þykir sannað að framkoma manna gegn honum hafi að lokum gert út af við hann enda þótti mönnum ástæða til að rækta upp stafinn S, en gleymdu sér varðandi ɾ. Því dó hann út. Afkomendur hans þekkjast þó enn í dag og hafa komið sér m.a. fyrir á meðal stærðfræði- tákna nútímans.

Líkamsgerð: ɾ var allur á lengdina, með stutta og kubbótta höfuðkúpu og fremur vel þróaðar tennur. Fremri goggurinn var sterkur en innri goggurinn flugbeittur og notaði ɾ hann til að saga í sundur bráð sína eða hræ. Í neðri góm hafði stafurinn fjórar til fimm ránstafatennur en í jöxlunum bar hann forna gerð af blaðstafajöxlum. Hann hafði sjö sterka hálsliði og hryggurinn var hokinn efst en þráðbeinn niður að hala. Mjöðmin var sérstæð og vísaði beint upp er stafurinn stóð í hvíldarstöðu en vísaði nær lárétt þegar stafurinn beygði sig fram. Lærbeinið var styrkt og vel þróað, hnén sveigjanleg en hann hafði ekkert hnébein. Sköflungur og dálkur gáfu mikinn styrk í fæturna. Ökklabeinið var hins-vegar rýrt en á móti komu afar stórar klær, sem stafurinn gat nýtt til varnar og einnig til að róta upp trefjum. ɾ var ilfeti.

Innri gerð: Öll innri gerð ɾ samsvaraði sér prýðilega. Innra eyrað var staðsett ofan á kolli höfuðkúpunnar svo stafurinn stóð iðulega hokinn til að nema umhverfið sitt.

Hljóð: ɾ gaf frá sér sama hljóð og nútíma – S gerir í dag, eða ess - hljóð, og voru stafirnir tveir einnig á sama tíðnisviði.

Page 41: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

41

a. brjóskhimna; b. heili; c. mæna; d. lungu; e. lifur; f. þarmar; g. nýru; h. endaþarmur; i. ristill; j. magi; k. hjarta; l. kok; m. afhol.

a

b

c

d

e

f

g

h

i

j

k

l

m

Page 42: Sigríður Rún - Anatomy of Letters
Page 43: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

Stafir sem til eru í dag eru margir hverjir afkomendur fornstafa eða hafa tekið við af þeim í nútíma rit - og lesmáli. Sumir hafa þó staðist tímans tönn og gætu vel talist sem fornstafir jafnt og nútímastafir.

STAFIR Í DAG

Page 44: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. háleggur; b. stafaleggur; c. lágleggur; d. liður; e. innrými; f. belgur; g. áhersla.

a

b

c d

d

e

f

g

Page 45: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

ÞORNLocis Alphabeti Thorn

Þorn er tilkomumikill bókstafur og óhræddur við að sýna sig. Hann er stoltur og forn, kraftmikill og útsjónarsamur. Þorn hefur staðið af sér óblíðar árstíða - og tískusveiflur í aldanna rás og erlenda bókstafi sem hafa þótt henta betur á alþjóðlegri grundu. Þorn er því í bráðri útrýmingarhættu og yrði Ísland varla svipur hjá sjón ef hann hyrfi úr móðurmálinu.

Þorn er ránstafur sem stendur í launsátri til að góma bráð sína. Þorn stendur grafkyrr og bíður átekta þar til grunlausir bókstafir hætta sér of nálægt. Erlendir bókstafir eru iðulega varnarlausir gagnvart Þorni og eiga því erfitt uppdráttar hérlendis. Við það að hafa einangrast á eylandinu hefur Þorn aðlagast vel líkamlega þeim aðstæðum sem hann býr við. Hann er samanrekinn og ekki mjög belgmikill.

Page 46: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

46

a. horn; b. hálsliðir; c. hryggur; d. rófubein; e. leggbein; f. kló; g. ökklabein; h. lærbein; i. mjöðm; j. neðri kjálki; k. vígtennur; l. blekpípur; m. nefhol; n. brjóskhlust.

a

b

c

d

e

f

gh

i

j

k

l

m

n

Page 47: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

47

Þorn hafði, líkt og nokkrir aðrir bókstafir, horn á höfði sínu sem gat orðið allstórt og tígulegt. Á miðöldum héldu menn mikið upp á vel hyrnd Þorn og voru þau oft teiknuð sem upphafsstafir í handritum. Aðrir stafir höfðu þó horn og voru einnig notaðir sem upphafsstafir en Þornið þótti, og þykir enn, sérlega tignarlegt. Í dag þekkist þessi notkun á stöfum lítið og hyrndir stafir hafa að mestu misst sjarmann og ná sjaldnar að safna myndarlegu horni. Hyrndu stafirnir eru nú mestmegnis nýttir í skrautskrift.

a. hvirfilbroddur; b. króna; c. háleggur; d. skúfur; e. lokadráttur; f. háleggur; g. skrautskúfur; h. þverendi.

a

b

c

de

f

g

h

Page 48: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

48

Uppruni: Þorn er forn, íslenskur stafur sem hefur haldist að langmestu leyti óbreyttur frá upphafi. Forfaðir Þorn var rúnin Þurs en th - hljóðið þekkist einnig í forngríska stafnum Þeta (Θ, ϑ). Þorn fluttist til Íslands á 11. öld frá Englandi en þekkist í dag hvergi annars staðar en hér. Þorn telst því í útrýmingarhættu. Gerðar hafa verið tilraunir til að rækta Þorn í öðrum löndum og mun tíminn leiða í ljós hvort það verði til þess að Þornum fjölgi í heiminum.

Líkamsgerð: Þorn hefur fremur veikan neðri kjálka miðað við aðra ránstafi og nýtir sér því styrka magavöðvana til að styðja sig þegar hann reytir niður bráð. Efri kjálkann getur hann hinsvegar notað til að krækja í bráð og draga hana upp í sig. Þorn hefur, líkt og aðrir ránstafir, holrúm milli tanna og blekpípa, þar sem hann lætur reytta bráðina liggja á meðan hann sýgur blekið upp með blekpípunum. Hryggurinn er nær alveg lóðréttur og hálsliðirnir, fjórir talsins, eru styrkir. Þorn er mjög ósveigjanlegur og getur einungis lítið eitt snúið hálsinum og aðeins örlitlu meira snúið upp á hrygginn. Lærbeinið er stutt og svert og hefir Þorn engan legg en í staðinn kubbótt og öflug ökklabein. Mjöðmin er fremur smá eins og hjá flestum ránstöfum og halinn afar stuttur og vesældarlegur. Þorn er hyrndur og vex hornið með aldrinum og verður oft afar skrautlegt og tígulegt.

Innri gerð: Þorn hefur fremur smávaxna innri gerð, lítil lungu, smátt hjarta og smágerða lifur. Magi og þarmar eru einnig einfaldir að gerð. Heilinn er ekki stór miðað við aðra ránstafi, en þó þekkist ekki að Þorn sé óskynsamur. Innra eyra Þorns nær vel upp hornið hans og nemur hann því vel umhverfið í kringum sig. Blekpípurnar eru sex talsins.

Hljóð: Þorn gefur frá sér afar svipað ef ekki sama hljóð og ð gerir, eða mjúkt th - hljóð.

Page 49: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

49

a. innra eyra; b. heili; c. lungu; d. mæna; e. lifur; f. nýru; g. endaþarmur; h. þvagblaðra; i. magi; j. hjarta; k. blekpípur; l. afhol.

a

b

c

d

e

f

gh

i

j

k

l

Page 50: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

a. öxl; b. lokadráttur; c. þverleggur; d. innrými; e. belgur; f. áhersla

a

b

c

c

d

e

f

f

Page 51: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

ðParva – Fascis Alphabeti Eth

ð er smábelgungur sem hefur verið að þróast í gegnum aldirnar og er enn að. Hann er margbreytilegur stafur og ekki hægt að eigna honum eitthvert eitt útlit, jafnvel mætti skipta honum niður í nokkrar tegundir innan stofnsins en það verður þó ekki gert hér. Hinsvegar hefir ekki enn verið komist að samkomulagi um endanlegt útlit stafsins og getur þetta valdið gífurlegum vandræðum, sérstaklega þegar hann er fluttur erlendis, þar sem hann þekkist nær einungis á Íslandi. Þegar átti að fara að ákveða útlit til að setja upp í staðla komust menn að því að sökum margbreytileika á horni stafsins var erfitt að veita honum staðlað útlit. Sem skrif-letur hentar stafurinn vel og fellur vel að öðrum stöfum en síður í prenti. ð hefir því verið í útrýmingarhættu í margar aldir en alltaf náð að halda dampi hér, en einnig þekkist hann í Færeyjum.

ð hefur verið þekktur fyrir að hirða upp afganga eftir Þorn enda þarf hann sífellt að vera að éta sökum mjög stutts maga. Þekkst hefur að ð hafi fylgt sama Þorninu í nokkurn tíma án þess að úr hafi orðið stympingar.

Page 52: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

52

a. nefhol; b. brjóskhimna; c. skúfur; d. horn; e. króna; f. bakskúfur; g. hálsliðir; h. hryggjarliðir; i. mjaðmarbein; j. neðri kjálki; k. blekpípur.

a

b

c

d

e

f

g

h

i

j

k

Page 53: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

53

a.- g. Andron Scriptor; h.- l. Palemonas; m. Helvetica; n. Walbaum; o. Baskerville Old Face; p. Book Antiqua; q. Caecilia; r. Courier New; s. Edwardian Script;

t. Franklin Gothic; u. Futura; v. Garamond; x. Modern No. 20; y. Schwabacher.

Margs konar ð þekkjast og hafa þekkst og gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir með stafinn til að fá hann til að virka með öðrum bókstöfum í tölvum en með misjöfnum árangri. Ekki eru allir sammála um hvaða ð eigi að nota sem fyrirmynd. Upprunalegi ð hafði lykkju á horni sínu, fallega og mikla, en sú tapaðist þegar stafurinn nær dó út á 14. öld.

ð � � a b c d

đ e f g h

ð đi j k l

ð ð ð ðm n o p

ð ð ð ðq r s t

ð ð ð ðu v x y

Page 54: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

54

Uppruni: Forfeður ð gátu einnig af sér stafinn d. Munurinn á þessum tveim stöfum er þó fremur mikill. Þeir hafa ólík hljóð og þrátt fyrir svipaða byggingu eru lifnaðarhættirnir ólíkir. Grunur leikur á að ð eigi einhvern skyldleika við Þorn enda deila þeir sömu hljóðunum og tíðnisviði. Hinsvegar er skyldleikinn ekki augljós og í raun óþekktur þar sem ð kemur frá Noregi á fyrri hluta 13. aldar. Um síðari hluta 14. aldar virðist sem ð hafa svo til dáið út hér og ekki hafa fundist sýni eða merki um notkun á tímabilinu frá 14. öld alveg þar til á fyrri hluta 19. aldar þegar danski málfræðingurinn Rasmus Rask fann og hóf ræktun á ð hérlendis. Áður höfðu fundist ð með fallegri lykkju á horninu en úr ræktun Rask komu eingöngu ð með striki eins og við þekkjum það í dag.

Líkamsgerð: Helsta einkenni ð er risavaxið hornið sem skagar upp úr höfuðkúpunni. Þetta horn hefir margbreytilegt útlit og er sífellt að vaxa og dafna á meðan stafurinn lifir. Hornið er fremur þungt og því hvílir stafurinn höfuðið oftast á hökunni. Hornið nýtist stafnum þó sem aukavigt þegar hann hremmir bráð og drepur ð því yfirleitt með fyrsta höggi. Hann hefur fjóra vel sterka hálsliði og sveigða hryggjarsúlu, mjöðmin er smá, svo og lær - og leggbeinin. ð er táfeti og getur dregið inn klærnar. Engan hefur hann halann, en hefir rófubein líkt og menn.

Innri gerð: ð hefur vel samsvarandi líffæri og frekar stórt hjarta. Heilinn er smár miðað við að stafurinn er ránstafur og maginn stuttur. Innra eyrað liggur framan á horninu og nær ð því að magna upp hljóðin gegnum hornið. Því skynjar hann vel umhverfi sitt.

Hljóð: ð gefur frá sér afar svipað ef ekki sama hljóð og Þorn, eða mjúkt th - hljóð. Einnig eru þessir tveir stafir á sama tíðnisviði og nema því hljóð hvors annars.

Page 55: Sigríður Rún - Anatomy of Letters

55

a. afhol; b. brjóskhimna; c. heili; d. mæna; e. lungu; f. lifur; g. nýru; h. endaþarmur; i. þarmar; j. hjarta; k. blekpípur.

a

b

c

d

e

f

g

h

i

j

k

Page 56: Sigríður Rún - Anatomy of Letters