skólavarðan 1. tbl. 2016

44
Skólavarðan KENNARASAMBAND ÍSLANDS MAÍ 2016

Upload: kennarasamband-islands

Post on 29-Jul-2016

325 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Skólavarðan er tímarit Kennarasambands Íslands. Í blaðinu má finna fréttir af starfsemi KÍ en einnig greinar um ýmislegt sem tengist skóla- og menntamálum.

TRANSCRIPT

Page 1: Skólavarðan 1. tbl. 2016

SkólavarðanKENNARASAMBAND ÍSLANDS MAÍ 2016

Page 2: Skólavarðan 1. tbl. 2016

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is

BirgðastöðHafnarfjarðarhöfn

Kaplakrika

Kópavogsbraut

Búðakór

BYKO Breidd

Bíldshöfða

Mosfellsbæ

Öskjuhlíð

Skeifunni

Skúlagötu

HveragerðiSelfossi

Stykkishólmi Egilsstöðum

Mosfellsbæ

Borgarnesi

Akureyri(Glerártorgi ogBaldursnesi)

Reykjanesbæ

7 KRÓNURÁ ÞINNI STÖÐMeð KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn7 kr. afslátt á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum félagsins.

Á afmælisdegi dælulykilshafa veitir dælulykill 15 kr. afslátt.

Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Page 3: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 3

SKóLAvARðAN MAÍ 2016 1.TBLEFNISYFIRLIT

Starfendarannsóknir efla kjark og þor

Dr. Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor MS, segir frá doktorsverkefni sínu sem staðfestir að starfendarann-sóknir eru góð aðferð við starfsþróun kennara.

verkefnadagar í stað prófadaga

Vinnuandinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er góður. Nemendur eru sjálfir í bílstjórasætinu varðandi nám sitt og hlutverk kennara er að styðja þá í því. Sjálfstæði og frumkvæði einkenna skólastarfið.

Mikið starf sett í hættu til að spara smáaura

Fulltrúar faggreinafélaga eru uggandi vegna ákvörðunar menntamála-ráðherra um að hætta að styrkja starfsemi þeirra. Varaformaður KÍ óttast að grasrótarstarf félaganna sé sett í uppnám.

Hefja náttúrufræðina til flugs í Grandaskóla

Heimur fuglanna er útgangspunktur í verkefni sem unnið er að í Granda-skóla og er ætlað að efla áhuga nemenda á náttúrufræðigreinum. Landafræði, stærðfræði, tungumál og listir eru kenndar í gegnum fugla.

Með óbilandi áhuga á skóla- og menntamálum

Elna Katrín Jónsdóttir segir frá störfum sínum hjá KÍ en hún yfirgaf svið kennarasamtakanna fyrir skemmstu. Að baki er langur og farsæll ferill á sviði kjaramála, skóla- og menntamála.

Kennarasamband ÍslandsKennarahúsinu Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Sími 595 1111Netfang: [email protected]

Forsíðumyndin er af boltabaði í leik-skóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni. Boltabaðið á sér merkilega sögu. Myndina tók Aðalbjörn Sigurðsson.

Ritstjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Arndís ÞorgeirsdóttirÁbyrgðarmaður: Þórður Á. HjaltestedHönnun og umbrot: KjarninnPrófarkalestur: Urður SnædalAuglýsingar: Öflun og Stella KristinsdóttirPrentun: Oddi

SkólavarðanKENNARASAMBAND ÍSLANDS MAÍ 2016

Síðutal

4 Leiðari

5 Kynningarmyndband um KÍ

6 Aukum umræðu um kennarastarfið

8 Merkileg saga boltagarðsins á Laugarvatni

10 Bókhneigðir krakkar á Króki

12 Laugardagsskólinn í Kaupmannahöfn

14 Starfendarannsóknir efla kjark og þor

16 Verkefnadagar í stað prófadaga

20 Nemendur fá forsmekkinn að háskólanámi

22 Mikið starf sett í hættu til að spara smáaura

24 Hefja náttúrufræðina til flugs í Grandaskóla

26 Nótan 2016 í myndum

30 Með óbilandi áhugi á skóla- og menntamálum

34 Birtingarmyndir einkavæðingar í leikskólum og áhrif hennar á faglegt sjálfstæði kennara

36 Gagnrýninn borgari í burðaliðnum

38 Giljaskólaleiðin: Merkingarbært nám fyrir lífið

40 Kímnin það besta í eigin fari

42 Krossgáta

1416222430

Page 4: Skólavarðan 1. tbl. 2016

4 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Nýverið sat ég ráðstefnu Alþjóða kennarasamtakanna (EI) og OECD. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um skóla-þróun í OECD-ríkjunum og hvernig við getum best náð árangri í skólastarfinu. Eitt af því sem mikið er í umræðu og skoðun þessara aðila er þróun einkavæðingar og útvistunar verkefna úr skólakerfinu. Alþjóða kennarasam-tökin hafa af þessu miklar áhyggjur og hafa kortlagt þessa þróun. Við þá skoðun hefur verið sýnt fram á að best sé að hafa skólastarfið í höndum hins opinbera því það tryggi best gæði og veiti þegnunum jafnræði. Réttur allra

til náms er mikilvæg grunnmannréttindi og þau á að tryggja. Það gerum við best með því að opinberir aðilar annist og reki skólakerfi. Þetta er skoðun Alþjóðasam-taka kennara EI og KÍ.

Þetta er rétt að hafa í huga þegar íslensk stjórnvöld auka sífellt áherslu á greiðsluþátttöku þegnanna, þar á

meðal í menntakerfinu. Við félagsmenn KÍ þurfum að standa vörð um þetta og standa saman í að verja menntakerfið í landinu sem mælingar OECD sýna að sé eitt það réttlátasta og besta sem þekkist. Styrkleiki þess hefur verið sá að lítill munur er

á gæðum skóla á landsvísu, enda eiga öll börn og ungmenni rétt til menntunar án þess að þurfa að

greiða fyrir hana á grunnskólastigi. En við þurfum að gæta okkar og passa að svo verði áfram. Til viðbótar þyrfti að gera leikskólastigið gjaldfrjálst. Við þurfum einnig að þrýsta á að fjárveitingar til menntamála verði stórauknar, en skólakerfið hefur verið beitt miklu aðhaldi frá því fyrir hrun 2008. Nú er kominn tími til að bæta í og gera góðan skóla enn betri. Það sárvantar fjármagn í rekstur skólakerfisins, einstakra skóla og almennt til að endurnýja búnað sem ekki hefur mátt gera frá hruni.

SALEKUm miðjan apríl var haldinn ársfundur KÍ. Þar var lögð fram skýrsla um starfsemina fyrir árið 2015. Árið var starfsamt og töluvert álag á forystu og starfsmönnum. Reksturinn er í jafnvægi og örlítill afgangur varð af honum, sem er gott. Á ársfundinum var fjallað sérstak-lega um samstarf með aðilum vinnumarkaðar í nefnd

sem starfar undir heitinu SALEK (Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga). Nefndin var stofnuð í júní 2013, en markmið með starfi hennar er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undir-búning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra.

SALEK hópurinn vinnur áfram, undir forystu ríkissáttasemjara, að langtímatakmarkinu sem er að skapa nýtt vinnumarkaðsmódel sem einfalda á kjara-samningsgerðina. Í gangi er úttekt og kortlagning á íslenska vinnumarkaðsmódelinu eins og það er í dag. Til verksins var ráðinn Norðmaðurinn dr. Steinar Holden, en hann hefur skrifað þrjár skýrslur um norska módelið í gegnum tíðina.

Ársfundurinn samþykkti ályktun þar sem tekið er undir skilyrði sem stjórn KÍ setti við SALEK-vinnuna og þegar hún hafnaði að skrifa undir rammasamkomulag SALEK í október 2015.

LífeyrismálÁ árinu hafa samningaviðræður við fulltrúa fjármála-ráðuneytis um lífeyrismál haldið áfram. Grunnur vinnunnar er ósk yfirvalda um breytingar á lífeyris­kerfinu og að í landinu verði í framtíðinni eitt lífeyris-kerfi. Opinberir starfsmenn eru í viðræðunum beittir töluverðum þrýstingi af hálfu viðsemjenda og fulltrúum almenna vinnumarkaðarins sem vilja gera talsverðar breytingar á lífeyriskerfinu og jafnframt skoða önnur sérréttindi opinberra starfsmanna. Markmið hins opinbera er að búa til eitt lífeyriskerfi fyrir alla lands-menn. Við förum varlega inn í þessar viðræður með að markmiði að verja áunnin réttindi og eigum í góðu sam-starfi við önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna (BHM og BSRB). Ársfundur KÍ samþykkti ályktun um lífeyrismál þar sem ályktun síðasta þings KÍ var ítrekuð.

Að lokumEnn er ósamið við FT og er það alvarlegt mál. Mikilvægt er að félagsmenn KÍ í FT njóti launahækkana sem eru í takt við launahækkanir annarra kennara. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að koma til móts við kröfur FT þannig að hægt sé að ljúka kjarasamningagerð við félagið hið fyrsta.

Um leið og ég óska ykkur gleðilegs sumars hvet ég ykkur öll til að taka þátt í umræðum um skólamál, vera fagleg, bera virðingu fyrir skoðunum annarra og vanda málflutning.

Þórður Á. Hjaltested

formaður KÍ

STÖNDUM vÖRð UM ÁUNNIN RÉTTINDI

Page 5: Skólavarðan 1. tbl. 2016

KYNNINGARMYNDBAND UM KÍ„Kennarasamband Íslands, eða KÍ, er með stærstu stéttarfélögum landsins, landssam-band með rúmlega 10.000 félagsmenn, kennara, skólastjórnendur og námsráðgjafa sem starfa í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum um land allt.“ Á þessum orðum mun nýtt kynningarmyndband um Kennarasamband Íslands, sem frumsýnt verður með haustinu, hefjast. Myndbandið er unnið af Dúa J. Landmark kvikmynda-gerðarmanni í samstarfi við útgáfusvið KÍ.

Markmiðið er að í myndbandinu verði gerð grein fyrir helstu verkefnum og störfum sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar Kennarasambandsins koma að hverju sinni. Meðal þess sem fjallað verður um er þjónusta sjóða KÍ og verkefni sérfræðinga. Í myndbandinu verður lögð áhersla á að hafa kennara og kennarastarfið í forgrunni, en nokkrir skólar hafa verið heimsóttir og myndaðir við vinnslu þess.

Dúi J. Landmark myndar kennara og nemendur á húsasmíðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og er boðið upp á mismunandi leiðir.

• Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í móttökustöð SORPU í Gufunesi.

• Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð.

• Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og starfsfólk.

Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf, í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við flokkum rétt.

Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | [email protected]

Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is

NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK

FRÆÐSLA HJÁ SORPU

Page 6: Skólavarðan 1. tbl. 2016

6 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Er hægt að breyta ímynd heillar stéttar með því að nota Facebook og aðra samfélags-miðla? Getur ein vefsíða um skólamál aukið umræðu í fjölmiðlum og samfélaginu öllu um kennarastarfið og menntamál? Það er ekki víst en starfsmenn Kennarasambands-ins telja engu að síður að það sé tilraunar-innar virði.

Það er ekki þar með sagt að ímynd kennara sé sérstaklega slæm eða að málefni sem tengjast skólum rati aldrei í fjölmiðla. Hins vegar eiga fréttir af til dæmis einelti nemenda, deilum kennara og skólastjórn-enda, lokunum skóla vegna myglusvepps og öðru álíka greiða leið á síður dagblaða og í fréttatíma sjónvarps og útvarps. Það þarf hins vegar að hafa meira fyrir því að

koma að fréttum um það gríðarlega mikla faglega starf sem fram fer innan veggja sömu skóla á hverjum degi. Ef bætt er við að stór hluti fullorðinna Íslendinga hefur þá mynd í höfðinu að skólastarf í dag fari fram nákvæmlega eins og það gerði meðan þeir voru í skóla, og það er ljóst að sú mynd er ekki rétt. Verkefnið framundan er að breyta þessu. Sú spurning sem starfsmenn KÍ fóru af stað með í lok síðasta árs var hvaða leiðir væru færar til þess. Eftir mikla vinnu var

grunnniðurstaðan afar einföld. Stofnuð var grúppa á Facebook.

Facebook-grúppa og ný heimasíðaÞað blasir auðvitað við að ein slík grúppa breytir engu, þrátt fyrir að heita „Aukum umræðu um kennarastarfið“. Hún er hins vegar miðdepill hugmyndafræði og vinnulags sem KÍ hefur unnið að síðustu mánuði. Markmiðið var að búa til einfalt tæki fyrir kennara, skólastjórnendur og aðra

áhugasama til að safna saman ábendingum um áhugaverð verkefni eða umfjallanir um skóla- og menntamál. Í raun hefur þar verið skapað

AUKUM UMRÆðU UM KENNARASTARFIðKennarasambandið vill virkja félagsmenn til að auka jákvæða umræðu um skóla- og menntamál.

Fundarmenn á ársfundi KÍ 2016 ræddu meðal annars ímynd kennara.

Ert þú búinn að sækja um aðgang að Facebook-grúppunni „Aukum umræðu um kennarastarfið“?

Page 7: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 7

samfélag áhugafólks um aukna umræðu um kennarastarfið og menntamál, alls staðar að af landinu og af öllum skólastigum.

Hugmyndafræðin er síðan einföld. Sjái menn áhugaverða grein í dagblaði, mynd-band á vefnum, umfjöllun í héraðsfrétta-blaði, fréttaskýringu í sjónvarpi eða eitthvað annað sem þeim finnst eiga erindi við fleiri kennara eða almenning þá þarf ekki að gera annað en að fara inn á Facebook og senda inn ábendingu. Það er síðan starfsmanna KÍ að taka við henni og koma málinu áfram. Til þess hafa nú verið smíðuð alls kyns tæki og tól. Kennarasambandið og aðildarfélög þess eru í dag afar virk á Facebook og Twitter og þau samskiptanet gagnast vel til að vekja athygli á margvíslegum málum. Einnig hefur KÍ nú látið smíða vefsíðuna skolavardan.is og er henni ætlað að vera öflug fréttaveita um skóla- og menntamál. KÍ hefur einnig komið sér upp neti blaðamanna, ljós-myndara og kvikmyndagerðarmanna sem hafa áhuga á að starfa fyrir kennara. Ef ábendingar berast um að skóli eða kennari vinni að áhugaverðu verkefni er hægt að senda einhvern úr þessum hópi á staðinn til að fjalla um málið. Hugmyndafræðin er að í staðinn fyrir að bíða eftir því að hefðbundnu fjölmiðlarnir fjalli um einstök verkefni og málefni kennara þá ætlum við að gera það sjálf. Þeir möguleikar sem samfélagsmiðlar bjóða upp á verða síðan nýttir til að koma þessu efni á framfæri. Þar verður horft til almennings, en það skiptir þó ekki síður máli að kennarar hafi möguleika á að segja kollegum sínum frá því sem þeir sýsla við dags daglega.

Afl kennara virkjaðEn hugmyndafræðin gengur lengra því KÍ ætlar markvisst að þjálfa kennara í notkun samfélagsmiðla. Fyrstu skrefin í því hafa þegar verið stigin með fimm námskeiðum þar sem Maríanna Friðjónsdóttir hefur kennt þátttakendum grunnatriði við notkun samfélagsmiðla. Námskeiðin gengu afar vel og komust færri að en vildu. Maríanna er sannfærð um að með réttu skipulagi og réttum vinnubrögðum geti kennarar náð árangri við að koma sér á framfæri. „Með því að leggjast sameiginlega á árarnar hafa kennarar möguleika á því að veita innsýn í jákvætt, öflugt og gefandi starf sem vinnur fyrst og fremst að því að senda samfélaginu heilsteypta einstaklinga. Með því að segja

sameiginlega frá starfinu og á þann hátt að bæði foreldrar, aðrir kennarar, nemendur og samfélagið sem heild fái aukinn skilning á mikilvægi kennarastarfsins, er afl íslenskra kennara virkjað til að styrkja ímynd starfs-ins til framtíðar,“ segir Maríanna. Hún bætir við að kennarastéttin sé í dag svo heppin að þurfa ekki lengur að treysta einvörðungu á ritstjórnir dagblaða, sjónvarpsstöðva og útvarpsstöðva til að segja fréttir af kennslu- og skólamálum. „Kennarar geta komið sér upp eigin fréttastofum/-miðlum með litlum tilkostnaði þar sem möguleikinn á að miðla lifandi frásögn liggur hjá kennur-unum sjálfum. Með því að skapa færni, setja dreifingarleiðirnar upp á réttan hátt og tengja saman eru kennarar nú tilbúnir til að reka eigin stafræna miðlun og ná til stærri markaðar en áður hefur þekkst,“ segir Maríanna.

Rétt er að taka fram að öll fimm námskeiðin sem þegar hafa verið haldin fóru fram í Reykjavík. Þessa dagana er verið að leggja drög að röð námskeiða á lands-byggðinni. Þar sem mikil ánægja hefur verið með námskeið Maríönnu leggur KÍ áherslu á að hún komi áfram að þeirri fræðslu sem er framundan. Maríanna er hins vegar mikið bókuð næstu vikurnar og því ljóst að ekki næst að halda þessi námskeið fyrr en á haustdögum. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með en námskeiðin verða auglýst meðal félagsmanna um leið og dagsetningar og staðsetningar liggja fyrir.

Áhersla á jákvæð skilaboðSegja má að fulltrúar á ársfundi Kennara-sambands Íslands í fyrra (2015) hafi lagt drögin að þeirri hugmyndafræði sem nú er unnið að því að innleiða. Þar var tekin umræða um ímyndarmál og lögð áhersla á að virkja sem flesta í að fjalla um starfið sitt á jákvæðan hátt. Málið var aftur tekið fyrir á

ársfundi KÍ á þessu ári, en hann fór fram á Grand Hótel Reykjavík 15. apríl síðastliðinn. Þar var fundarmönnum skipt upp í hópa sem allir spreyttu sig á eftirtöldum spurn-ingum.

■ Hvernig aukum við umræðu um kennarastarfið og skóla­ og menntamál?

■ Hvernig virkjum við fleiri í umræðunni? ■ Hvernig höldum við þessu starfi áfram?

Út úr því starfi komu fjölmargar hugmyndir, sem flestar miða að því að halda áfram á þeirri leið sem mörkuð hefur verið. Mikilvægt sé að nýta samfélagmiðla sem best, virkja kennara sjálfa í að taka myndir, vinna myndbönd og skrifa greinar um dagleg viðfangsefni. Þessi vinna þarf að mati ársfundarfulltrúa að fara fram þvert á skóla-stig og nýta þarf öll tækifæri sem gefast til að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri. Þetta er verkefni sem tekur langan tíma en með sameiginlegu átaki verður eflaust hægt að ná árangri.

„Kennarar geta komið sér upp eigin fréttastof-um/-miðlum með litlum tilkostnaði,“ segir Maríanna Friðjónsdóttir, sem hvetur kennara til að miðla upplýsingum um störf sín á samfélags-miðlum.

„Í staðinn fyrir að bíða eftir því að hefð-bundnu fjölmiðlarnir

fjalli um einstök verkefni og málefni

kennara þá ætlum við að gera það sjálf.“

Page 8: Skólavarðan 1. tbl. 2016

8 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Það lætur ekki mikið yfir sér bláleita bolta-baðið þar sem það stendur nánast úti í horni í öðrum enda leikskóladeildar Bláskógaskóla á Laugarvatni. Saga þess er engu að síður merkileg, en í dag eru rúmlega þrjátíu ár síðan íbúar í nærsamfélaginu lögðust á eitt til að aðstoða tvo unga nemendur skólans.

„Þetta kom til þannig til að hjónum sem bjuggu á einum bænum hér í sveitinni fæddust tveir mjög mikið fatlaðir drengir, en báðir voru þeir spastískir,“ segir Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, leikskólakennari við Bláskógaskóla. „Sveitungarnir veltu því mikið fyrir sér hvernig hægt væri að tryggja að þeir gætu komist í leikskóla þar sem þeir myndu njóta félagslegra tengsla við hin börnin og einnig fengið félagslega örvun. Kvenfélagið á staðnum, Kvenfélag Laugdæla, fór af stað og ráðfærði sig við

helstu sérfræðinga á þessu sviði. Niður-staðan varð að réttast væri að kaupa svona boltabað, en þar gætu drengirnir legið og hreyft sig meðan önnur börn léku sér í með þeim og í kringum þá. Og það er ekkert sem heitir að kvenfélagið fór svo af stað og safnaði fyrir boltabaðinu, sem á þessum tíma hefur eflaust kostað talsverða fjármuni. Það lögðust sem sagt allir á árarnar sem er auðvitað dásamlegt.“

Öllum þessum árum seinna er baðið enn á sínum stað. „Þetta er mikið upp-áhaldsleikfang og við notum það mikið, sérstaklega þegar við komumst ekki út. Það er reyndar einn galli á gjöf Njarðar, sem er svo sem enginn galli, en við þurfum að hafa afar góðar gætur á börnunum – þau hoppa svo mikið, á hvort annað og út um allt,“ segir Sólveig Björg hlæjandi.

MERKILEG SAGA BOLTA-BAðSINS Á LAUGARvATNI

Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, leikskólakennari við leikskóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni.

Page 9: Skólavarðan 1. tbl. 2016
Page 10: Skólavarðan 1. tbl. 2016

10 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Átaksverkefnið Bókaormurinn er nýafstaðið og verður að segjast að árangur barnanna í leikskólanum Króki í Grinda-

vík er til mikillar fyrirmyndar. Alls voru lesnar 1.217 bækur, þar af 112 erlendar, í átakinu sem stóð yfir í sex vikur í febrúar og mars síðastliðnum. „Ormurinn náði heldur betur að bíta í afturendann á sér því þetta var aukning um 267 bækur frá í fyrra,“ segir Bylgja Kristín Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Króki og formaður málræktarteymisins.

Leikskólinn Krókur er heilsuleikskóli og skartar einnig grænfánanum. Skólinn hefur verið starfræktur í 15 ár og hafa þær Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir unnið þar allt

frá stofnun hans. Þær segjast hafa fallið fyrir heilsuleikskólastefnunni, en Krókur varð annar leikskólinn til að tileinka sér stefnuna sem á uppruna sinn hjá Unni Stefáns-dóttur heitinni í leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. „Gildin sem unnið er eftir í heilsuleikskólum eru næring, hreyfing og sköpun og síðar bættist lífsleikni við,“ segir Hulda og bætir við að Krókur sé einnig með grænfánann sem sé afar ánægjulegt og vinni þessar tvær stefnur vel saman þegar litið er til lýðheilsu.

Hvatt til lestar heimaMikill áhugi á málörvun, bóklestri og byrjendalæsi varð til þess að þær Hulda og Bylgja fóru að vinna markvisst í að efla þessa þætti í starfsemi skólans fyrir

mörgum árum. Liður í því er hinn árlegi Bókaormur sem er átaksverkefni sem felur í sér að foreldrar og forráðamenn barnanna eru hvattir til að lesa fyrir börnin heima.

„Það skiptir miklu máli fyrir málþrosk-ann að lesið sé fyrir börnin heimavið. Við fórum því að spyrja sérstaklega út í þetta í samtölum við foreldra og komumst að því margir þurftu hvatningu og dregið hafði almennt úr lestri. Margir litu svo á að það kæmi í sama stað niður að setja spólu í tækið eða kveikja á sjónvarpinu. Því er hins vegar ekki svo farið,“ segir Bylgja.

Í kjölfarið hófst leit að verkefni sem gæti virkað sem hvatning í þessum efnum og fyrir valinu varð Bókaormurinn.

Bylgja segir að þótt ýmislegt efni á spólum og diskum geti verið ágætt þá komi það ekki í staðinn fyrir að foreldri, systkini, afi eða amma lesi bók fyrir barn. „Það myndast samspil þegar foreldri les fyrir barn. Foreldrið getur stoppað lesturinn og spurt barnið hvort það skilji ákveðið orð eða spurt út í söguþráðinn. Að sama skapi getur barnið líka stöðvað lesturinn ef það vill ræða eitthvað atriði. Upplestur og samræða eru lykilatriði þegar málþroski er annars vegar,“ segir Bylgja.

Foreldar eru hvattir að sækja bækur á bókasafnið í Grindavík en þær Hulda og Bylgja segja bókasafn bæjarins afar gott og ríkt af fínum bókum.

„Við ræðum þessi mál við foreldrana og þegar börn koma ný hér inn þá er útskýrt fyrir foreldrum að bóklestur heima sé eitt það mikilvægasta í uppeldinu,“ segir Hulda.

Það er gaman frá því að segja að Bókaormurinn hefur fitnað og dafnað jafnt og þétt síðustu árin. „Magnið hefur aukist ár frá ári og við sláum alltaf nýtt met. Börnin eru líka afar ánægð á meðan á þessu stendur og verða mjög stolt þegar þau sjá miðana safnast upp,“ segir Bylgja.

Sá háttur er hafður á að foreldrar aðstoða börnin við að útbúa miða sem á stendur titill bókar sem hefur verið lesinn og bæta miðanum við orminn með barninu. Þessi athöfn er mjög skemmtileg fyrir barnið og jákvæð fyrir foreldrasamstarf. Miðarnir eru nafnlausir því markmiðið er ekki að efna til innbyrðis samkeppni milli barnanna. Hins vegar gefa miðarnir mynd af því hve margar bækur eru lesnar og hvaða bækur eru vinsælastar.

BóKHNEIGðIR KRAKKAR Á KRóKIRík hefð er fyrir bóklestri í leikskólanum Króki í Grindavík. Lögð er áhersla á að lesið sé fyrir börnin heima og þar kemur átaksverkefnið Bókaormurinn mjög að gagni. Málörvun í gegnum leik og söng er einnig stunduð af kappi.

Góður bókakostur er á Króki og bækurnar aðgengilegar börnum allan daginn.

Page 11: Skólavarðan 1. tbl. 2016

Góðir gestir lesa fyrir börninEkki er látið staðar numið við Bókaorminn sem er einu sinni á ári. „Við erum með ýmislegt annað í gangi, fyrir utan auðvitað það að við lesum mikið fyrir börnin hér í skólanum og vinnum markvisst með tungumálið,“ segir Hulda.

Meðal annarra verkefna er lúta að málþroskanum má nefna að einu sinni á ári koma eldri borgarar og lesa fyrir börnin, unglingar koma tvisvar á ári og einn dag á ári koma fulltrúar atvinnulífsins í Grindavík í leikskólann og lesa. „Það er afar ánægjulegt þessa daga þegar við fáum gesti hingað að lesa. Við höfum líka boðið foreldrum tvítyngdu barnanna að koma inn og lesa á sínu móðurmáli á alþjóðlega móðurmálsdeginum. Við leggjum áherslu á að lesið sé fyrir erlendu börnin á þeirra móðurmáli,“ segir Hulda.

Spil, leikir og söngur eru einnig þættir sem eru mikilvægir til að ýta undir málþroska. „Við syngjum á hverjum degi og svo höfum við búið til reiðinnar býsn af ýmsum spilum og leikjum sem fela í sér málörvun, framburðaræfingar og tjáningu. Þar kemur verkefnið um Lubba og málbeinið líka sterkt inn,“ segir Hulda Jóhannsdóttir.

Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Þær hafa unnið í leikskólanum Króki í Grindavík

frá stofnun hans fyrir 15 árum.

Page 12: Skólavarðan 1. tbl. 2016

12 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Það er ekki á allra vitorði að áratugum saman hefur íslenskum grunnskólanem-endum (sums staðar) í Danmörku staðið til boða að fá þjálfun í móðurmálinu og læra eitt og annað um sögu lands og þjóðar, nátt-úrufar og mannlíf, utan hins hefðbundna grunnskólanáms. Í Kaupmannahöfn fer kennslan fyrir íslensk börn fram í Jónshúsi (húsi Jóns Sigurðssonar) við Öster Voldgade 12, en Íslendingar nefna götu þessa gjarna Austurvegg. Kennsla með þessu sniði er ekki einskorðuð við íslensk ungmenni heldur stendur stórum hópi nemenda frá fjöl-mörgum löndum samsvarandi nám, tengt eigin föðurlandi, til boða. Höfuðstöðvar Laugardagsskólans, þar sem mestöll kennsla fer fram, eru á Vesturbrú í skóla sem kenndur er við Tove Ditlevsen. Sveitarfélag-ið Kaupmannahöfn hefur yfirumsjón með kennslunni og greiðir laun kennaranna.

Íslensku kennararnir eru tveir, Marta Sævarsdóttir og Málfríður Garðarsdóttir.

Útsendari Skólavörðunnar tók hús á Mörtu sem er búsett í Kaupmannahöfn.

Marta lauk kennaraprófi á Íslandi 1996 en hefur búið í Kaupmanna-höfn í tíu ár. Þetta er fyrsta starfsár hennar við skólann í Jónshúsi, eins og hann er stundum kallaður. Íslendingar kalla hann líka iðulega íslenskuskólann.

„Þótt Íslendingar kalli hann gjarna íslenskuskólann og jafnvel íslenskuskólann í Jónshúsi heitir hann þó hvorugu þessara nafna, segir Marta. „Rétta nafnið er Lördagsskolen, eða Laugardagsskólinn.“ Nafnið er líklega til-komið vegna þess að kennslan fer í flestum tilvikum fram á laugardögum, semsé utan við hefðbundinn skólatíma, og í nafninu felst líka ákveðin aðgreining frá almennum grunnskólum.

Laugardagsskóli í stað laugar-dagskennsluÁrið 1970 varð sú breyting á dönskum grunnskólalögum að kennsludagar skyldu framvegis vera fimm en ekki sex og

laugardagskennslu var þá hætt. Um svipað leyti varð Laugardags-skólinn til, en nafnið er samnefnari móðurmálskennslu sem fram fer utan hinnar hefðbundnu kennslu. Samkvæmt ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar fengu sveitarfélög í landinu sérstakt framlag til að standa straum af kostnaði vegna kennslunnar, sem skyldi vera

nemendum að kostnaðarlausu. Kennsludagarnir skyldu vera 38 laugar-

dagar á ári, þrjár kennslustundir hverju sinni og nemendur væru í það minnsta tólf í hverjum hóp. Þessi regla útilokar mörg smærri sveitarfélög frá því að geta boðið upp á þessa kennslu. Samkvæmt lögum eiga öll börn á grunnskólaaldri í Danmörku rétt á að læra og fá þjálfun í sínu móðurmáli.

Geta börn sem eiga íslenska foreldra en tala ekki íslensku komið í skólann í Jóns-húsi? „Nei, þetta er ekki tungumálakennsla í þeim skilningi að í skólann geti komið nem-endur beinlínis til að læra málið. Gert er ráð

LÆRDóMUR Á LAUGARDÖGUMMarta Sævarsdóttir og Málfríður Garðarsdóttir sinna kennslu í Laugardagsskólanum í Kaupmannahöfn. Kennt er í Jónshúsi á laugardögum yfir vetrartímann. Borgþór Arngrímsson heimsótti þennan einstæða skóla.

Íslensku krakkarnir fóru í vettvangsferð á Þjóðminjasafnið og kynntu sér efni tengt goðunum.

Marta Sævars-dóttir grunnskóla-kennari

Page 13: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 13

fyrir að nemendur tali og skilji móðurmálið. Auðvitað eru þau mjög misjafnlega stödd varðandi íslenskuna, það fer eftir aðstæðum. Ástæða þess að kennt er á laugardögum er sú að nemendur koma víða að úr borginni, og jafnvel úr nágrannasveitarfélögum. Þess vegna væri engin leið að ætla að hnýta þessu aftan við venjulegan skóladag. Það hefur verið reynt en gekk ekki upp.“

Jónshús er bara íslensktEr gott að vera með þessa kennslu í Jóns-húsi og af hverju er hún þar? „Já, enda þótt húsið sé ekki eiginlegt skólahús þykir okkur það gott. Krökkunum finnst öðruvísi að fara í Jónshús en í venjulegan skóla. Í Laugar-dagsskólanum í Jónshúsi er eingöngu töluð íslenska af því að þar eru allir nemendur frá Íslandi en í skólanum á Vesturbrú, þar sem börn frá mörgum þjóðum eru samankomin hættir þeim til að grípa til dönskunnar. Það hefur líka ákveðið tilfinningalegt gildi að vera í þessu húsi. Þetta er þó náttúrlega ekki skólahús og við getum til dæmis ekki notað veggina eins og við myndum kannski gera í venjulegri skólastofu. En það var víst einu sinni prófað að vera með kennsluna annars staðar en þá snarminnkaði mætingin.“

Fimmtíu skráðir í vetrarbyrjun„Í vetur erum við með þrjá hópa. Við skipt-um eftir aldri og þetta árið eru hér í fyrsta sinn krakkar sem eru að byrja í skóla. Núna vorum við með samtals fimmtíu nemendur skráða í upphafi vetrar.“

Og þetta er val – það er ekki skylda að vera í þessu námi? „Þetta er val, ekki skylda. Hins vegar er skylda að foreldrar skrái þau börn sem eiga að vera í skólanum. Það er nauðsynlegt vegna reglunnar um lágmarks-fjölda í hverjum hóp. Skráningin fyrir næsta skólaár fer fram að vori. Krakkarnir eru yfirleitt mjög áhugasamir um íslenskuna. Þau læra mörg orð, og annað en talað er dags daglega heima hjá þeim þótt þar sé töluð íslenska. Þeim finnst líka mjög gaman að orðum sem eru eiginlega eins í dönsku og íslensku en þýða annað, eins og til dæmis sæng og dýna þar sem merkingin hefur snúist við.“

Hvað með námsgögnin? „Fyrir utan það sem við útbúum beinlínis sjálfar höfum við aðgang að íslensku efni, t.d. Skólavefnum, réttritunarbókum o.fl. Svo förum við líka út – fórum t.d. á danska Þjóðminjasafnið. Þar

skoðuðum við margt sem tengist goðunum í sérstöku þemaverkefni. Það hitti algjörlega í mark! Við höfum líka verið með þema-verkefni um hafið, í samvinnu við færeyskan kennara. Þar er af nógu að taka og þetta þykir krökkunum mjög skemmtilegt. Ég má líka til með að nefna að biskup Íslands kom í heimsókn til okkar skömmu fyrir jól, sem var sérlega ánægjulegt og krakkarnir spurðu biskup um allt mögulegt. Þetta er semsé ekki bara móðurmálskennsla heldur líka eins konar íslensk samfélagsfræðsla.“

Eru haldin próf? „Nei, okkar prófsteinn er eiginlega hvort krakkarnir vilji koma og mat þeirra og foreldranna á gagnseminni. Það er skráð mæting en auðvitað geta ekki alltaf öll börnin mætt vegna til dæmis íþróttamóta, afmæla eða annarra atburða sem við tökum tillit til. Það mæta reglulega 25 til 30 börn á hverjum laugardegi, 1. -5. bekkur fyrir hádegi og 6. – 9. eftir hádegi.“

Fylgið þið danska skóladagatalinu? „Já, í aðalatriðum. Kennslan stendur í þrjátíu og átta vikur á ári, eins og í dönskum grunnskól-um og byrjar alltaf seinni partinn í ágúst.“

Eruð þið sem kennið íslensku

krökkunum í samstarfi við aðra sem kenna í Laugardagsskólanum? „Já, já. Móður-málskennarar Laugardagsskólans höfðu starfshelgi í febrúar þar sem var rætt um mikilvægi móðurmálskennslu. Við fengum meðal annars mjög fróðlegan fyrirlestur um móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Annað markmið þessarar starfshelgar var að kennarar kynntust og unnið væri að sameiginlegu þema. Það er gaman hvað við erum ólík og höfum ólíkar kennsluaðferðir. Þarna var fólk frá mörgum löndum og hver og einn talaði dönskuna með sínu nefi.“

Og borgin fylgist með starfseminni? „Já, það er gert ráð fyrir að starfsfólk á skólamálaskrifstofu borgarinnar fylgist með rétt eins og í öðrum skólum.“

„Þetta er ekki tungu-málakennsla í þeim

skilningi að í skólann geti komið nemendur

beinlínis til að læra málið“

Í skólanní útileguna

fyrir káta krakka

Ómissandifyrir íslenskar

aðstæður. sumar sem vetur

Ull er gull

Nýjar vörur

Laugavegi 25Reykjavík

GlerártorgiAkureyri

www.ullarkistan.is

Page 14: Skólavarðan 1. tbl. 2016

14 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor í Menntaskólanum við Sund, vippar feikna-stórum doðranti upp á skrifborðið. Þetta er doktorsritgerð hennar, sem er búin að vera sjö og hálft ár í smíðum. Nú er hún tilbúin, en Hjördís segir að það fylgi því léttir og söknuður í senn að hafa klárað. Ritgerðin fjallar um hvernig hægt er að tengja saman starfendarannsóknir og starfsemiskenn-inguna til að efla starfsþróun kennara á Íslandi – sem kann við fyrstu sýn að virðast næsta óskiljanlegt stagl, en undir lok þessa viðtals verðum við vonandi öllu nær um hvaða merkingu þetta hefur.

StarfendarannsóknAðspurð segir Hjördís að kjarnapunktur ritgerðarinnar felist í þessu: „Rannsóknin staðfestir að starfendarannsóknir eru mjög góð aðferð við starfsþróun kennara.“ Og krafan um starfsþróun kennara er áberandi um þessar mundir. Í skýrslu sem Fagráð um

símenntun og starfsþróun kennara skilaði til menntamálaráðherra á dögunum segir: „Hraðar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga starfsþróun kennara og skólaþróun. [...] Þörf fyrir heildstæða stefnu til lengri tíma í starfs-þróunarmálum kennara og skóla er brýn.“

En aftur að ritgerðinni. Hjördís vann með starfendarannsóknarhópi kennara í tvö ár að rannsókn sem nefnd var Breytinga-stofan, þar sem hópurinn fór saman í gegnum víkkað námsferli. Starfendarann-sókn felur í sér nokkurs konar naflaskoðun. „Þó að hópurinn vinni saman fókuserar hver kennari á sig. Markmiðið er að bæta eigið starf. Þú ert að skoða hvernig þú vinnur, þróar með þér nýja starfshætti og rannsakar svo hvernig þessir nýju starfshættir virka,“ segir Hjördís.

Togstreita kennslunnar„Það sem var kannski nýtt í þessari rannsókn var að við prufuðum að nota

starfsemiskenninguna til að greina niðurstöður starfendarannsóknar,“ segir Hjördís, en starfsemiskenningin (e. activity theory) fjallar um hvaða þættir hafa áhrif á einstakling þegar hann er að gera eitthvað, til dæmis kenna. Hjördís beitti starfsemis-kenningunni eins og fræðimaðurinn Yrjö Engeström hefur þróað hana, en með því að styðjast við hugtakaramma starfsemis-kenningarinnar áttu kennarar hægara með að greina heildarmyndina og hvað olli togstreitu í kennslustofunni.

„Við komumst að því að kennarar glíma við ákveðnar togstreitur í starfi sínu. Í fyrsta lagi eru nemendur gjarnir á að vilja bara sitja og hlusta á fyrirlestra, setja lappir upp á borð og dreyma dagdrauma, án þess að vera virkir í kennslustundum. Þar skapast togstreita. Einnig var togstreita á milli einstefnu- og tvístefnumiðlunar. Þá hugsuðu kennarar: Það er kannski ráðið að minnka fyrirlestra og fara í meira verkefnanám, kannski læra

STARFENDARANNSóKNIR EFLA KJARK OG ÞOR„Gera þyrfti ráð fyrir aukatímum í kjarasamningum fyrir starfsþróun á starfstíma skóla,“ segir dr. Hjördís Þorgeirsdóttir. Mjög miklu máli skiptir að kennarar fái tækifæri til að þróa sig í starfi.

Í nýrri doktorsritgerð fjallar Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor í Menntaskólanum við Sund, um hvernig hægt er að tengja saman starfendarannsóknir og starfsemiskenninguna til að efla starfsþróun kennara á Íslandi.

Page 15: Skólavarðan 1. tbl. 2016

þau meira á því að kafa djúpt í ákveðið efni, heldur en að komast yfir sem flestar greinar eða blaðsíður. Þá rákust kennarar á þriðju togstreituna: ef þú ætlar að kafa djúpt í námið og láta vinna skapandi verkefni, þá tekur það mikinn tíma, svo kennarar komust ekki yfir allt efnið sem tilgreint var í námsá-ætlun og námskrá,“ segir Hjördís.

virkni og raddir nemendaOg funduð þið einhverjar lausnir á þessu?

„Ekki eina. Við reyndum ekki að finna eina lausn. Hver og einn kennari fann sínar lausnir. Mitt verk var að finna hvað þessar lausnir ættu sameiginlegt – en það var tvennt. Lausnirnar fólu annars vegar í sér að hlusta á raddir nemenda, og að sumu leyti er það byggt inn í starfendarann-sóknarhringinn. Ef þú ert að gera breytingar þá viltu vita: ókei, hvernig tókst mér? Og hvern er þá best að spyrja? Að sjálfsögðu nemandann. Þetta var þannig bara eitthvað sem gerðist, nemendur fóru að tjá sig og kennarar fóru að leita eftir áliti þeirra,“ segir Hjördís.

Hins vegar fólu lausnirnar allar í sér tilraunir til að gera nemendur virkari í námi. „Það var gert með ýmsum leiðum, til dæmis með samvinnunámi, alls konar verkefnanámi, umræðum, kynningum og ferilmöppum. Oft var reynt að fá nemendur til að upplifa: þetta verkefni er mitt, ég set stolt mitt í þetta, ég vil að þetta sé flott. Þá settu nemendur meiri metnað í námið,“ segir Hjördís.

Nemendur á elliheimiliÍ rannsókninni er rakin ein vel lukkuð tilraun til að auka virkni nemenda sem fólst

í því að fara með íslenskunema í heimsókn á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. „Þau voru að reyna að skoða bókmenntasögu í nýju ljósi og tóku viðtöl við gamla fólkið um sögu þess og upplifun af bókmenntum: Hvað last þú? Hver var þinn uppáhalds? Og fleira. Svo skrifuðu nemendur ritgerð um allt saman og gáfu gamla fólkinu ritgerðina og eina rós í þokkabót. Þá var það ekki bara kennarinn sem var að lesa ritgerðina heldur líka gamla fólkið. Það var sama hugmyndin, þá seturðu svolítið meiri kraft í þetta,“ segir Hjördís.

Glíman við þekkingunaHjördís hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að samtíminn kalli á breytingar og þróun í skólastarfi. „Það hefur svo margt breyst í samfélaginu, til dæmis hafa orðið breytingar á upplýsingatækni. Við þurfum ekki að fókusera eins mikið á miðlun þekk-ingar og í gamla daga. Við þurfum frekar að auka skilning og kenna nemendum að glíma við þekkinguna. Hún breytist svo ört og þekkingarpakkinn er orðinn svo stór að við getum ekki miðlað honum. Ég held líka að það komi nemendum að meira gagni að læra að vera skapandi, læra að vera gagnrýnir og að meðhöndla þekkinguna. Auðvitað þurf-um við að hafa ákveðinn þekkingargrunn til þess að geta gert það. Við erum ekki að segja að það eigi ekki að vera nein miðlun þekkingar. Þetta þarf að haldast í hendur,“ segir Hjördís.

Hún tekur fram að niðurstöður doktors-rannsóknarinnar sýni ótvírætt að starfenda-rannsóknir henti vel til að þróa skólastarf. Hún telur nauðsynlegt að gefa rými fyrir starfendarannsóknir innan kennslutíma. „Rannsóknin staðfestir að skólar þurfa að

gefa kennurum tíma og tækifæri og byggja upp stoðkerfi. Það sem reyndist mjög gott fyrir okkur var að hafa ráðgjafa úr háskólan-um til að aðstoða okkur. Ég skrifaði heilan kafla um það í ritgerðinni, hvað það reyndist sérstaklega vel. Það var mikilvægt til að tengja fræðin og praktíkina, fá aðstoð við að ígrunda. Þegar maður er í breytingastarfi þá eru alltaf að koma upp erfiðleikar og manni fallast hendur. Þá er svo gott að hafa hóp og ytri ráðgjöf til að komast yfir þann hjalla,“ segir Hjördís.

Breyting á samningum lykilatriðiEn er raunhæft að vonast til þess að kennarar fái slíkt rými fyrir starfendarann-sóknir? „Þetta þyrfti að vera í kjarasamn-ingum. Og ég tel að það sé raunhæft. Nýja vinnumatið býður upp á þetta. Rannsóknin sýnir ótvírætt að besta starfsþróunin fer fram þegar þú ert í kennslustofunni með nemendunum. Það þyrfti að gera ráð fyrir aukatímum í kjarasamningum fyrir starfs-þróun á starfstíma skóla, og þetta myndi bæta kerfið í heild,“ segir Hjördís.

Hjördís bendir á að áðurnefnt Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara sé sammála henni um þetta. „Það komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu og ég. Starfs-þróun kennara þarf að vera langtímaverk-efni sem þarf að vera á skólatíma í beinum tengslum við starfið með nemendum, og þetta er svona ævilangt verkefni. Um leið og maður er búinn með einn hring þá hefst næsti,“ segir Hjördís og tekur að lokum fram að starfsþróun sé ekki síst fyrirtaks leið til að halda sér lifandi og ferskum út starfsævina. „Starfendarannsókn vinnur gegn kulnun í starfi, engin spurning,“ segir hún að lokum.

[email protected]

s. 854-4510 / 894-2910

„Svefnpokagistingfyrir skólahópa“

Page 16: Skólavarðan 1. tbl. 2016

16 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Það er einstaklega hlýlegt að ganga inn í anddyri Fram-haldsskólans í Mosfellsbæ. Það er bjart, hátt til lofts

og vítt til veggja og við blasa stigar upp á efri hæðir hússins. Útsendari Skólavörðunnar

fann sig þess vegna knúinn til að biðja Jón Eggert Bragason, settan skólameistara skólans, um að hefja heimsóknina í skól-ann á hringferð um skólabygginguna. Meginefni heimsóknarinnar var þó að

fræðast um skólastarfið og þá einkum þá þætti innra starfs sem eru ólíkir því sem

þekkist í meginþorra íslenskra framhaldsskóla. Þegar betur er að gáð er það eiginlega ekki útúrdúr

að byrja á því að skoða skólabygginguna því hún er

byggð utan um þá hugmyndafræði sem birtist í kennslu-háttunum.

Skólinn er á þremur hæðum og samanstendur af sex klösum, einum á fyrstu hæð, þremur á annarri og tveimur á þeirri þriðju. Með klösum er átt við einingar sem allar eru svipaðrar stærðar og hafa sömu þrískiptu uppbygginguna, þ.e. þær hafa tvö stór kennslurými, yfirleitt þrjú minni kennslu­ eða fundarrými og svo opin svæði á milli. Engir tveir klasanna eru eins, og húsbún-aðurinn í kennslurýmunum er afar mismunandi, en þar geta verið borð og stólar, eingöngu stólar og engin borð þar sem markmiðið er fyrst og fremst að tala saman, eða sófi og lágir stólar. Þá eru opnu svæðin mjög ólík og sums staðar er að finna litla ranghala þar sem ríkir

vERKEFNADAGAR Í STAð PRóFADAGAÍ Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ríkir góður vinnuandi. Nemendur eru þar sjálfir í

bílstjórasætinu varðandi nám sitt og hlutverk kennaranna er að styðja þá í því. Steinunn Stefáns dóttir kynnti sér skólann og tók Jón Eggert Bragason, settan skólameistara, tali.

Kennsluhættir í Framhalds-skólanum í Mosfellsbæ eru fjölbreyttir og nemendur stýra að miklu leyti vinnu sinni sjálfir.LJÓSMYNDIR: ANTON BRINK

Page 17: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 17

mikill friður og þegar best lætur er friðurinn skreyttur með mögnuðu útsýni til Esjunnar.

Fjölbreyttir kennsluhættirÞegar inn á skrifstofu skólameistara er komið víkur Jón Eggert beint að því sem liggur honum mest á hjarta: „Við erum hér með afar samstæðan og áhugasaman starfs-mannahóp og það er helsta skrautfjörður skólans,“ segir hann. „Nánast allir kennarar skólans hafa lokið mastersgráðu og áhugi þeirra á því að þróa sig í starfi er áberandi. Eitt af markmiðunum er að koma því inn hjá nemendum að þeir þurfi sjálfir að vinna að sínu námi til þess að ná árangri.“

Á heimasíðu skólans kemur fram að kennsluhættir einkennist af því að „nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram verða notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér náms-efnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í.“

Það blasir því við að spyrja Jón Eggert hvernig þetta sé raungert í daglegu skóla-starfi og hvernig kennslustundir í Fram-haldsskólanum í Mosfellsbæ séu byggðar upp. Jón Eggert svarar því til að uppbygging kennslustunda sé mismunandi eftir kennurum en mikil verkefnavinna nemenda sé alger þungamiðja námsins og þeirri vinnu stýri kennarinn ýmist með innlögnum eða leiðbeiningum til nemenda, hvort sem um er að ræða einstaklings- eða hópaverkefni.

Með þessum kennsluaðferðum er, að mati Jóns Eggerts, mun hægara að koma við einstaklingsmiðuðu námi þar sem hver nemandi eigi þess kost að glíma við verkefni sem falla að getu hans og áhugasviði. Þarna kemur húsaskipanin að góðum notum þar sem misstórir hópar geta dregið sig í hlé inn í minni stofurnar eða komið sér fyrir á opnum svæðum. Kennsluhættir í skólanum eru þannig fjölbreyttir og kennarinn er ekki alltaf í hlutverki verkstjórans heldur er nemendunum sjálfum iðulega treyst til að stýra vinnu sinni.

Skil verkefnanna eru einnig með margvíslegum hætti og alls ekki bara á skriflegu formi. Nemendur kynna til dæmis oft verkefni sín fyrir öðrum nemendum á fjölbreytilegan máta. Þar getur verið um að ræða leikræna framsetningu, myndband eða

jafnvel hreyfimynd. Námsmatið fer svo fram jafnt og þétt frá upphafi til loka annarinnar og gegnir ekki aðeins því hlutverki að leggja mat á frammistöðu nemandans heldur ekki síður að leiðsegja honum á þann hátt að það nýtist honum við næsta verkefni.

LeiðsagnarmatÞá erum við komin að öðrum þætti þar sem Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur mark-að sér sérstöðu. Það er á sviði námsmatsað-ferða þar sem skólinn notar alfarið svokallað leiðsagnarmat: „Leiðsagnarmat er ekki bara

matsaðferð heldur kennsluaðferð,“ segir Jón Eggert. „Kennsluhættirnir í skólanum eru fjölbreyttir og kennararnir eru mjög frjálsir þegar kemur að því að velja aðferðir og leiðir í kennslu. Hver áfangi verður samt að enda á einkunn í tölustöfum, við erum bundin af því,“ segir hann og það er greinilegt að hann er ekki alls kostar ánægður með skorðurnar sem hugmyndafræði skólans eru settar með þessu. „Hið raunverulega námsmat liggur þó ekki í þessum tölum heldur í endurgjöfinni sem nemandinn hefur fengið á önninni. Svo hefur þróunin meira að segja

Jón Eggert Bragason er settur skólameistari í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.

Page 18: Skólavarðan 1. tbl. 2016

18 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

verið sú að munnleg endurgjöf er að aukast á kostnað skriflegrar.“ Munnleg endurgjöf á sér stað í samtali milli nemanda og kennara þar sem verkefnið er til umræðu. Með því að kennarinn skili námsmati í slíku samtali á nemandinn þess kost að bregðast við og til dæmis spyrja ef honum finnst eitthvað óljóst. „Nokkrir kennarar eru að þróa svokallaðar vörðuvikur þar sem kennari sest niður með hverjum og einum nemanda, metur stöðuna með honum og nemandinn setur sér ný markmið.“

Misserunum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ lýkur ekki með tveggja vikna prófatörn eins og flestir framhaldsskólar hafa skipulagt fram að þessu, en það skipulag er raunar að taka breytingum þessi misserin þar sem skil á milli kennslu- og prófadaga hafa verið aflögð samkvæmt nýjum kjarasamningum. „Við erum ekki með nein formleg próf í annarlok en kennarar geta samt sem áður lagt fyrir próf hvenær sem er á misserinu. Hins vegar eru síðustu átta dagar hvers misseris verk-efnadagar. Þá er kennslan brotin upp og hver grein kennd í lengri lotum, en það eru engin formleg próf. Þetta er uppgjörstími, ekki prófatími.“

Jón Eggert bendir á að þetta fyrirkomu-lag námsmats geri kröfu til þess að nemend-ur vinni jafnt og þétt yfir alla önnina. „Það er nauðsynlegt að vinna frá viku til viku til að ljúka sínum áföngum, það dugar ekki að slá slöku við fram eftir misseri og ætla svo að bjarga sér á lokasprettinum. Það er einfaldlega ekki hægt.“

Jón Eggert segir aðspurður að bæði kennslu- og námsmatsaðferðir skólans mælist vel fyrir bæði meðal nemenda og foreldra þeirra. Hann segir að vitanlega eigi þetta kerfi misvel við nemendur en fullyrðir þó að sá munur tengist ekki námshæfileik-um nemenda, því að leiðsagnarmat henti vel bæði þeim sem auðvelt eiga með nám og hinum sem þurfa meira aðhald og leiðsögn.

Auðlindir og umhverfiAuk kennsluaðferða og námsmats hefur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ markað sér þá sérstöðu að hann kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og fléttast þær áherslur saman við skólastarfið. Með auðlindum er bæði átt við auðlindir í náttúrunni og mannauð sem leiðir til áherslu á lýðheilsu og menningarlegar

SKóLAHÚSIð

Guðbjörg Aðalbergsdóttir var skipuð skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í ársbyrjun 2009. Þá var hönnun húsnæðisins ekki hafin. Eftir að Guðbjörg var ráðin var settur á fót undirbúningshópur sem lagði línur um hvaða þörfum nýtt skólahúsnæði þyrfti að mæta og átti Guðbjörg sæti í honum. Guðbjörg kom í Mosfellsbæ úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, en sá skóli byggir á verkefnamiðuðu skólastarfi eins og Framhaldsskólinn í Mosfells-bæ, og hafði einnig verið hannaður með það fyrir augum, þ.e. kennslustofur eru fáar og í raun lagt upp með að nemendur geti lesið fyrirmæli varðandi vinnu sína í tölvu.

Arkitektar hússins eru Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger hjá AF2 arki-tektum. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er fyrsta framhaldsskólabyggingin hér á landi sem byggð er með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi.

Skólinn rúmar um 550 nemendur, sé hann fullsetinn.

Í hverjum hinna sex kennsluklasa í skólanum er opið rými milli kennslustofa þannig að nóg pláss er fyrir nemendur bæði til að vinna og spjalla saman.

Page 19: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 19

BRAUTIR SKóLANS

■ Þrjár 6-7 anna brautir til stúdentsprófs; félags- og hugvísinda-braut, náttúruvísindabraut og opin stúdentsbraut.

■ 6-8 anna sérnámsbraut. ■ Þrjár 3-4 anna brautir; íþrótta- og

lýðheilsubraut, listabraut og hesta-braut sem er yngsta braut skólans.

■ Almenn námsbraut sem er 2 annir.

JóN EGGERT BRAGASON

■ Lærði upphaflega húsgagnasmíði en bætti við sig kennsluréttindum og hefur einnig lokið meistaranámi í kennslufræði stærðfræði.

■ Kenndi í grunnskóla og síðar í framhaldsskóla, lengst af sem stærð-fræðikennari í Menntaskólanum í Kópavogi.

■ Verkefnastjóri vegna stofnunar Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafs-firði, en sá skóli á það sameiginlegt með Framhaldsskólanum í Mosfells-bæ og Fjölbrautaskóla Snæfellinga að þar er unnið með verkefnamiðaða kennsluhætti.

■ Skólameistari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði í fimm ár.

■ Settur skólameistari í Framhalds-skólanum í Mosfellsbæ í vetur, í námsleyfi Guðbjargar Aðalbergs-dóttur skólameistara.

SKóLINN Í TÖLUMauðlindir. Til að undirstrika þessa áherslu eru umhverfismennt og lýðheilsa kjarna-greinar í skólanum.

Sjálft skólahúsnæðið styður við umhverfisáherslurnar. Það var byggt með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi og grasið á þaki hússins hefur skírskotun í náttúruna. Í skólanum er leitast við að draga úr notkun einnota umbúða og ekki þarf að taka fram að sorp er flokkað. Sem stendur er unnið að því að skólinn fái viðurkenningu sem Grænfánaskóli.

Skólastarf í Framhaldsskólanum í Mos-fellsbæ hófst haustið 2009 í Brúarlandi og þar var var bætt við lausum kennslustofum eftir því sem nemendum fjölgaði. Skólinn fluttist svo í nýja húsnæðið í ársbyrjun 2014. Nú eru um 370 nemendur í skólanum og eru þeir til muna fleiri en meðan skólinn var í Brúarlandi. Um helmingur nemenda skólans er úr Mosfellsbæ og hefur hlutfall Mosfellinga vaxið ár frá ári. „Skólinn annar ekki lengur eftirspurn. Auðvitað vildum við helst vera með eins marga nemendur og húsnæðið getur borið, eða 500 til 550, en við höfum ekki fjárveitingu fyrir fleiri nemendum enn sem komið er,“ segir Jón Eggert og bætir því við að hlutfall nýnema sem komi beint úr grunnskóla fari stöðugt hækkandi.

Ræktun mannauðsEins og fram kom í upphafi er Jón Eggert afar ánægður með starfsmannahópinn í

skólanum. Að hans mati er andrúmsloftið þar gott og einkennist af virðingu fyrir nemendum og einlægum áhuga á velferð þeirra og námi.

Undir þetta er sannarlega tekið í grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar og Valgerðar S. Bjarnadóttur í Critical Studies in Education sem birtist á vefritinu Taylor & Francis Online, Meaningful education for returning-to-school students in a comprehensive upper secondary school in Iceland. Í rannsókninni að baki greininni er rætt við nokkra nemendur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sem eiga það sameiginlegt að hafa fallið brott úr framhaldsskólanámi í öðrum skólum. Þessum nemendum ber öllum saman um að hvergi hafi þeir fundið fyrir jafneinlægum áhuga kennara á velferð þeirra eins og í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, og einn þeirra segir til að undirstrika þessa skoðun sína: „Þetta er greinilega stefna þeirra… það er augljóst að þau halda einhvers konar starfsmannafundi eða eitthvað, þar sem þau koma sér saman um þetta.“

Þegar gengið er um húsakynni Fram-haldsskólans í Mosfellsbæ dylst engum að þessi stefna sem nemandinn talar um liggur í loftinu. Hún finnst í gegnum lágværan vinnukliðinn bæði í kennslustofum og opnum rýmum og í glaðværðinni sem er við völd í matsal skólans þegar útsendari Skólavörðunnar yfirgefur hann skömmu fyrir hádegi á annasömum skóladegi.

Jón Eggert á tali við nemendur í einu af smærri kennslurýmunum.

Page 20: Skólavarðan 1. tbl. 2016

20 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

„Ég held að við séum mjög framarlega á ýmsum sviðum, enda er þetta á margan hátt framsækinn skóli. Við teljum okkur til dæmis vera framarlega þegar kemur að skólaþróun. Oft og tíðum er litið til okkar, þegar skólastarfið er vegið og metið,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, en skólinn fagnar 70 ára afmæli á þessu ári og er einn elsti tónlistarskóli landsins. Við skólann eru starfræktar fjórar deildir og er kennt á öll möguleg hljóðfæri, allt frá þverflautum til rafmagnsgítara, enda er bæði sígildri tónlist og dægurlagatónlist gert hátt undir höfði í starfinu.

„Starfsmenn eru rétt um fjörutíu og nemendurnir um fjögur hundruð. Þeim hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum þar sem við þurftum að skera niður í rekstrinum í kjölfar efnahags-hrunsins, rétt eins og flestar aðrar sambærilegar stofnanir. Skólinn stendur engu að síður mjög vel og sem dæmi um það má benda á að áfangaprófum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Skólinn stendur eins og aðrar stofnanir Akureyrarbæjar í tímabundnum niðurskurði en við erum þó nokkuð sátt og vonandi verður fljótlega hægt að fjölga nemendum, svo sem í forskólanum.“

Þegar verið var að undirbúa byggingu Menningarhússins Hofs á Akureyri var ákveðið að færa tónlistarskólann í Hof. Hjörleifur segir að hið nýja húsnæði hafi breytt miklu fyrir starfsemina.

„Já, enda er öll aðstaða í húsinu til fyrirmyndar. Það eru auðvitað forréttindi að hafa aðgang að fullkomnum tónleikasal með öllum tækjum og tólum sem prýða slíka sali og húsnæði. Kennslustofurnar eru vel útbúnar og önnur rými sömuleiðis, þannig að við búum nokkuð vel.“

NEMENDUR FÁ FORSMEKKINN Að HÁSKóLA-

NÁMITónlistarskóli Akureyrar fagnar 70 ára afmæli á þessu ári. Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri

segir forréttindi að hafa aðgang að fullkomnum tónleikasal en skólastarfið fer fram í Hofi á Akureyri.

Karl Eskil Pálsson kynnti sér starfsemi skólans.

Gítarkennsla Við tónlistarskólann eru kenndir ýmsir tónlistarstílar á öll möguleg hljóðfæri. MYND/DANÍEL STARRASON

Page 21: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 21

Ef þú nefnir eitt atriði sem tónlistar-skólar í landinu gera vel og svo annað sem er miður í starfsemi þeirra?

„Ef við tökum fyrst hið jákvæða, þá nefni ég einstaklingsmiðað nám og fjölbreytni. Það sem betur mætti fara er meiri almenn sam-ræða við þá sem eiga að móta stefnuna fyrir málaflokkinn í heild sinni. Þetta atriði tengist líklega ekki beint skólunum, heldur sjálfri stefnumótuninni. Þarna vantar ákveðnar tengingar og úr því þarf að bæta með einhverjum hætti. Ný námsskrá var skrifuð fyrir tónlistarskóla landsins um aldamótin og tilkoma hennar var stórt og mikilvægt skref fram á við fyrir alla tónlistarskóla landsins. Hún er þó orðin um 16 ára gömul og brýn þörf á því að endurskoða hana. Vonandi verður það að veruleika fljótlega.“

Margar afmælisveislurAfmælisins hefur verið minnst með marg-víslegum hætti. Á degi tónlistarskólanna í vetur héldu allir nemendur skólans tónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum. Flutt voru lög Naglbítanna ásamt öðrum vel þekktum lögum og komu um 700 manns á þessa tónleika sem haldnir voru í stóra salnum í Hofi og einnig varpað á tjald í litla salnum. Haldnir voru afmæliskammer-tónleikar í janúar þar sem fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar léku og í kjölfar afmælisins fóru hópar úr skólanum í alla grunn- og leikskóla bæjarins og léku fyrir nemendur og kennara.

vísir að söngleikjadeildEftir að skólinn var fluttur í Hof hefur verið lögð aukin áhersla á að samþætta kennslu í tón- og leiklist, enda er markmiðið að nemendur hljóti sem víðtækasta tónlistar-menntun og að námið sé ávallt skemmtilegt en um leið krefjandi.

„Við höfum aðgang að aðstöðu sem er algjörlega einstök hér á landi, við tengjumst fullkomnu leikhúsi með allri þeirri tækni sem hægt er að hugsa sér. Þegar skólinn var fluttur hingað, var strax farið að huga að því hvernig hægt væri að þróa skólastarfið, það er að segja faglega þáttinn. Það vildi svo vel til að á svipuðum tíma fluttist hingað Ívar Helgason, sem er menntaður söngvari, leik-ari og dansari. Með tilkomu hans sáum við fyrir okkur að auðveldara væri að samþætta tónlistarnám og kennslu í leiklist í hinu nýja húsnæði.“

Ívar er menntaður söngleikari frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg og hefur unnið við söngleiki í Austurríki, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og hérna á Íslandi.

„Ég setti upp söngleikinn Hárið í Hofi og við heilluðumst af Akureyri, þess vegna ákváðum við að flytjast norður og sjáum ekki eftir því. Eins og búast mátti við þurfti fólk nokkurn tíma til að átta sig á öllum þeim möguleikum sem í boði eru í Hofi. Fyrst settum við upp sýningar með klassísku söngdeildinni, en núna eru öll tannhjól starfseminnar vel smurð og allir vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í slíkum óperu- og söngleikjauppfærslum. Ég skrifa leikgerðina í kringum lögin því þannig getum við gengið lengra í túlkuninni. Í fyrra settum við upp heila óperu með stórri hljómsveit. Í tónlistar gryfjunni voru um þrjátíu hljóð-færaleikarar og allir gátu verið með. Ég er mjög sáttur við árangurinn, nemendurnir hafa öðlast aukið sjálfstraust og færni þeirra hefur líka aukist til mikilla muna“ segir Ívar.

Hann segir mikilvægt að allir vinni sameiginlega að slíkum verkefnum, bæði kennarar og nemendur.

„Þegar allt er að smella saman eftir langar og strangar æfingar kemst maður ekki hjá því að hugsa um að maður búi við mikil forréttindi. Hérna í Hofi er allt til alls og það er bara okkar að nýta aðstöðuna til fulls. Það eru greinilega margir sem fylgjast með okkur, kennarar annarra tónlistarskóla koma gjarnan á sýningar til að fylgjast með og sækja sér innblástur. Það eru líklega ekki

margir tónlistarskólar sem geta státað af sambærilegri aðstöðu eins og í Hofi.“

Forsmekkurinn að háskólanámi„Það er alveg hægt að halda því fram að nemendur Tónlistarskólans á Akureyri fái forsmekkinn að háskólanámi. Tónlistarhá-skólinn í Vínarborg hefur stórt svið, en ekki áhorfendasal eins og hérna. Samþætting náms á sviði tónlistar og leiklistar gefur nemendunum klárlega smjörþefinn af slíku háskólanámi, enda er á stefnuskrá skólans að undirbúa nemendur undir framhaldsnám í tónlist. Það er ekki lítils virði,“ segir Ívar Helgason. Hjörleifur segir að útlit sé fyrir að teknir verði inn háskólanemendur í söng á haustmánuðum.

Kennarar hvattir til dáðaSamkvæmt stefnu skólans eru kennarar hvattir til að taka virkan þátt í tónleikahaldi og menningarviðburðum á Norðurlandi.

„Með þessum hvatningarorðum reynir skólinn að búa kennurum það starfsum-hverfi sem auðveldar þeim að stunda list sína innan veggja skólans. Við erum líka í nánu samstarfi við flestar menningarstofn-anir bæjarins og nálæga tónlistarskóla. Við horfum á vissan hátt björtum augum til framtíðar á afmælisárinu þrátt fyrir tímabundnar hagræðingaraðgerðir. Okkar hlutverk er meðal annars að auðga og bæta bæjarlífið og það gerir skólinn örugglega,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar.

Across the Universe Úr uppfærslu Ívars Helgasonar á Bítlasöngleiknum Across the Universe. Fjöl-margir nemendur úr ritmískri deild skólans komu fram. MYND/DANÍEL STARRASON

Page 22: Skólavarðan 1. tbl. 2016

22 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Það var þungt hljóðið í þátttakendum á fundi sem haldinn var í kjallara Kennarahússins seinnipart

mánudagsins 11. apríl. Þangað hafði fram-kvæmdastjórn Skólamálaráðs KÍ boðið forsvarsmönnum um 50 faggreinafélaga til skrafs og ráðagerða. Umræðan á fundinum snerist að stærstum hluta um fjárhag félaganna, og þá staðreynd að

menntamálaráðuneytið hefur einhliða ákveðið að hætta að veita þeim styrk til

sjálfstæðrar starfsemi. Í máli allra sem tjáðu sig á fundinum kom fram að ákvörðunin hefði mikil

áhrif á starf faggreinafélaganna og stofnaði því jafnvel í hættu.

„Breytt verklag“Ákvörðun ráðuneytisins um að hætta að styrkja faggreinafélögin var tilkynnt í bréfi sem dagsett var 15. september í fyrra. Þar segir: „...ráðuneytið hefur ákveðið að breyta verklagi við veitingu styrkjanna þannig að í framtíðinni verða þeir einungis veittir fyrir verkefni sem fagfélög eru fengin til að vinna fyrir ráðuneytið, til

dæmis til að fylgja eftir stefnu ráðuneytisins og for-gangsviðmiðum“.

Þessari niðurstöðu var mótmælt harðlega í bréfi sem Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ, sendi Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra rúmum mánuði síðar. Í því bréfi segir meðal annars: „Fag-greinafélögin þurfa að hafa fjárhagslegt svigrúm til að vinna sem gagnrýnir og sjálfstæðir fagaðilar. Ákvörðun ráðuneytis felur að mati Kennarasambands Íslands ekki í sér breytingar á verklagi við veitingu styrkja heldur þvert á móti niðurfellingu styrkja. Verkefni sem faggreinafélögin eru beðin um að vinna fyrir ráðuneytið falla undir samninga um vinnukaup og uppfylla ekki þörf félaganna fyrir rými til sjálfstæðrar starfsemi.“ Ráðherra var hvattur til að endurskoða afstöðu sína í málinu, en honum varð ekki hnikað.

Margvísleg verkefniStyrkirnir sem um ræðir eru ekki háir, en hvert fag-greinafélag getur að hámarki fengið greiddar 150.000 krónur á ári. Skólavarðan sendi um miðjan apríl skriflega fyrirspurn á forsvarsmenn félaganna þar sem

„MIKIð STARF SETT Í HÆTTU TIL Að SPARA SMÁAURA“Menntamálaráðuneytið hefur einhliða ákveðið að hætta að styrkja starfsemi tuga faggreinafélaga kennara. Starfsemi félaganna er þar með sett í uppnám.

Fulltrúar faggreinafé-laganna ræddu þá stöðu sem komin er upp og varðar þá ákvörðun menntamálaráðuneyt-isins að hætta að veita félögunum styrki til sjálfstæðrar starfsemi.

Page 23: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 23

spurt var út í starfsemi þeirra og hvernig styrkurinn væri nýttur. Lesa má tvennt út úr þeim fjölmörgu svörum sem bárust. Annars vegar að félögin standi fyrir viðamiklu og metnaðarfullu starfi og hins vegar að umræddur styrkur sé í mörgum tilfellum grundvöllur fyrir sjálfstæðri starfsemi þeirra.

Ef við byrjum á starfi félaganna þá eru verkefni þeirra fjölmörg. Flest standa fyrir fundum, námskeiðum og ýmis konar fræðsluverkefnum en einnig ráðstefnum með bæði innlendum og erlendum fyrir-lesurum. Einstök félög hafa tekið þátt í námsgagnagerð og vinnu við námskrá auk þess að gefa út blöð, standa fyrir skólaheim-sóknum og halda fundi með kennurum þvert á skólastig. Evrópusamstarfi og norrænu samstarfi hefur verið sinnt og síðast en ekki síst eru félögin vettvangur fyrir kennara til að hittast, ræða sameiginleg fagleg mál, skiptast á hugmyndum og deila reynslu.

Nánast allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu og er drifið áfram af áhuga kennara. Þegar spurt er út í hvernig styrkur ráðuneytisins hafi verið nýttur eru svörin á þá leið að hann hafi staðið undir stórum hluta af áðurnefndum verkefnum. Til að mynda hafi þessir fjármunir verið notaðir til að greiða fyrirlesurum á ráðstefnum og fyrir fundarsali. Einnig séu fjölmörg dæmi um að stjórnarmenn búi utan höfuðborgarsvæðis-ins og þá hafi hluti styrksins verið notaður til að greiða útlagðan ferðakostnað vegna t.d. stjórnarfunda og annarra viðburða sem oftar en ekki fari fram á höfuðborgarsvæð-inu. Með öðrum orðum, félögin hafa notað styrkina til að reka sig sjálf og halda uppi sjálfstæðu starfi.

Mikil skammsýniForsvarsmenn félaganna lýsa í svörum sínum til Skólavörðunnar furðu sinni á ákvörðun ráðuneytisins sem stefni dýrmætu faglegu grasrótarstarfi í hættu. „Þó upp-hæðin sé ekki há þá gerir hún okkur kleift að halda úti margvíslegri starfsemi sem við teljum að sé gríðarlega mikilvæg fyrir okkar fólk. Það er erfitt að sjá fyrir sér að við getum haldið áfram á sömu braut með enga fjármuni í höndunum. Okkur finnst það lýsa mikilli skammsýni því í reynd leggjum við afar mikið af mörkum til að efla kennslu í okkar grein, fyrir ótrúlega lága fjárupphæð,“

segir meðal annars í svari forsvarsmanna Samtaka sálfræði- og uppeldisfræðikennara. Félag um upplýsingatækni og menntun gengur lengra: „Það er alveg ljóst að ekki mun verða gerlegt að halda faggreinafélagi úti án kostnaðar. Það segir sig sjálft að þessi ákvörðun kemur til með að lama allt starf félagsins“. Forsvarsmenn Faghóps um skap-andi leikskólastarf segja að sá möguleiki sé fyrir hendi að starfsemi félagsins leggist af. Fleiri taka í svipaðan streng.

Það er ekki þar með sagt að félögin hafi lagt árar í bát heldur leita þau leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi sína. „Nú er verið að kanna hvar í ósköpunum er hægt að sækja í sjóði. Það kostar mikla vinnu og afrakstur er oft rýr,“ segir til að mynda í svari Félags fagfólks á skólasöfnum.

Öll tengsl rofinAðalheiður Steingrímsdóttir segir í samtali við Skólavörðuna að augljóst sé að hið fag-lega grasrótarstarf sem fram fari á vettvangi faggreinafélaganna hafi verið sett í uppnám.

Í félögunum komi kennarar saman til að ræða námskrár, námsmat, kennsluhætti og aðra þætti í skólastarfinu. „Með ákvörðun sinni heggur ráðuneytið á öll tengsl við fag-félögin nema þegar þau verða beðin um að vinna sérvalin verkefni samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins. Þetta er óskiljanlegt ráðslag og með því er verið að setja mikið og afar dýrmætt faglegt starf í hættu til að spara smáaura,“ segir Aðalheiður.

Með ákvörðun sinni heggur ráðuneytið á öll tengsl við fagfé-

lögin nema þegar þau verða beðin um að

vinna sérvalin verkefni samkvæmt ákvörðun

ráðuneytisins.

STÆRÐFRÆÐIKENNARINN

Hundruð kennslumyndbanda

í stærðfræði auk dæmahefta

... gerir allt stærðfræðinám léttara.

Skólavefurinn.is kynnir..

Page 24: Skólavarðan 1. tbl. 2016

24 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Áhugi nemenda á náttúrufræðigreinum virðist dvína ár frá ári, en nú hafa nokkrir kennarar í Grandaskóla tekið sig saman, ásamt kollegum sínum víða í Evrópu, í von um að sporna við þeirri þróun. Heimur fuglanna verður útgangspunkturinn í verkefni þeirra, enda telja þær fugla mjög heppilegt viðfangsefni til að nálgast náttúrufræði frá nýstárlegum hliðum og tvinna hana við fleiri greinar á námskránni.

„Þetta er þriggja ára verkefni í heildina,“ segir Arn-heiður Ingimundardóttir sem er forkólfur verkefnisins hérlendis. Hún er að eigin sögn haldin mikilli fugladellu og þegar hún komst á snoðir um að Erasmus plús hygðist fjármagna sérstakt fuglaverkefni í evrópskum skólum þá stökk hún til, sótti um aðild í snatri og fékk styrk fyrir Íslands hönd.

Auk Íslands eiga Rúmenía, Pólland, Þýskaland, Spánn og Ungverjaland þátt í verkefninu. „Frum-

kvæðið kemur frá Ungverjalandi, því þeir hafa áhyggjur af minnkandi áhuga á náttúrufræði,“

segir Arnheiður. Kannanir undanfarin ár, meðal annars PISA, sýna að áhugi á náttúrufræði er ekki mikill. Þetta er samevrópsk þróun og Ísland er ekki undanskilið. „Við höfum alls ekki komið vel út úr náttúrufræðihlutanum. Bara mjög illa reyndar. En hugsunin er sú að með því að nálgast efnið á nýjan hátt sé hægt að ýta undir áhuga nemenda,“ segir Arnheiður.

Kenna allt mögulegt í gegnum fuglaFuglaverkefnið gengur út á að blása nýju lífi í nátt-úrufræði. Í raun er markmiðið að losa kennsluna úr viðjum námsbóka og draga nemendur úr kennslustofum og út í náttúruna. Þetta verður gert með því að einblína á heim fuglanna.

Verkefnið hófst í vetur og fyrsta árið fer mestmegnis í að finna út hvernig hægt er að framkvæma þetta. Arnheiður vinnur nú að því að leggja línurnar og þróa námsefnið ásamt þeim Kristínu Magnúsdóttur, Höllu Magnúsdóttur og Þórdísi Guðmundsdóttur. Þær eru

HEFJA NÁTTÚRUFRÆðINA TIL FLUGS Í GRANDASKóLAHeimur fuglanna verður útgangspunktur í verkefni sem miðar að því að auka áhuga nemenda á nátt-úrufræðigreinum. Birkir Blær Ingólfsson skrifar um þetta sérstæða og áhugaverða verkefni.

Ingibjörg Halla Hjartardóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Kristín Þorgerður Magnúsdóttir og Arnheiður Ingimundardóttir

Page 25: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 25

sammála um að samþætting námsgreina muni spila stóra rullu og geti orðið til þess að fleiri nemendur njóti sín í náttúrufræði.

„Við ætlum í raun að kenna landafræði, stærðfræði, tungumál, listgreinar og allt mögulegt í gegnum fugla,“ segja þær. „Hluti af verkefninu er til dæmis að safna þjóðvísum og þjóðsögum um fugla frá öllum löndunum og þýða það á milli landa. Þannig munu börnin bæði læra tungumál og kynnast menningu annarra landa. Auk þess kemur stærðfræðin inn í sambandi við útreikninga. Við erum til dæmis með mjög mikið af farfuglum á Íslandi og það getur verið mjög spennandi að velta fyrir sér hvert þeir eru að fara, hversu langt þeir fljúga og hve hratt þeir geta flogið.“

Þær stöllur telja að samþætting námsgreina sé vel til þess fallin að vekja áhuga á námsefninu. „Þegar maður gerir þetta þá eru fleiri börn sem finna flöt á því að taka þátt í vinnunni. Sum börn tengja vel við lesefni um fugla. En þegar börnin mega líka velja sér fugl, teikna hann eða móta eða hvað það er, þá koma önnur börn inn,“ segir Halla Magnúsdóttir og Arnheiður bætir við: „Svo ferðu með þau út og leyfir börnunum að skoða fugla í náttúrulegum heimkynnum. Þá fjölgarðu enn þeim sem finna sig.“

við erum að gera það ansi gottEnn sem komið er hefur verkefnið aðeins staðið yfir í fáeina mánuði, en það vekur strax athygli kvennanna að íslenskum kennurum virðist óvenju tamt að samþætta námsgreinar. „Skipulagið í aðalnámskránni hér heima gerir að miklu leyti ráð fyrir þessari samþættingu. Markmiðin okkar eru það opin og ganga mörg út á þetta, á meðan hinar þjóðirnar eru miklu bóka-miðaðari,“ segir Arnheiður og Halla tekur undir: „Kennararnir, frá til dæmis Spáni og Ungverjalandi, voru stressaðir þegar við hittum þá á fundi á síðustu önn. Þeim fannst miklu meiri áskorun að fara út fyrir bókina.“

„Erlendis eru þeir ævinlega með fag-kennara. Hér heima er umsjónarkennarinn á grunnskólastiginu að kenna allar greinarn-ar, og samþættingin liggur þess vegna beint við,“ segir Arnheiður og stöllur hennar benda á að hérlendis tíðkist að kennarar sjái sjálfir um námsgagnagerð, en erlendis sjái sérfræðingar um að rita bækurnar.

„Kannski helgast þetta af smæð íslensks samfélags. Bókaútgáfa fyrir 300 þúsund

manna samfélag er rándýr. Þess vegna eru bækurnar stundum einfaldlega ekki fyrir hendi. Og kannski njótum við einmitt góðs af því þegar upp er staðið að þurfa stundum að gera hlutina sjálf,“ segir Kristín.

Þeim þykir greinilega fróðlegt að taka þátt í samstarfi af þessum toga, enda hafa þær þannig fengið tækifæri til að spegla eigin kennsluaðferðir í reynslu annarra þjóða. „Við fáum að kynnast starfsaðstæðum annarra kennara, sem eru svo ólíkar okkar. Þannig sjáum við okkur í nýju ljósi og störf okkar og íslenska skólakerfið í heild. Við erum bara að gera það ansi gott á ákveðnum sviðum,“ segja þær léttar í bragði.

Nasasjón af EvrópuAnnað ár verkefnisins fer í að prufukeyra fuglanámsefnið með nemendahópum. Hér á landi verður einblínt á 10 til 11 ára hópinn. Gert er ráð fyrir því að nemendur verði í miklum samskiptum og ætlunin er að fara með nemendur í námsheimsóknir til hinna þátttökulandanna, en Erasmus styrkurinn hrekkur einnig fyrir ferðakostnaði.

Það er einkum þessi „Evrópu-gluggi“ sem gerir verkefnið sérstætt. „Í Evrópu á fólk auðveldara með að ferðast á milli landa. Við á Íslandi eigum erfitt með þetta og gerum miklu minna af því með okkar nemendur. Þeirra gluggi á heiminn er því stundum dálítið einsleitur,“ segja þær. Það má því líta á verkefnið sem óvenjulegt tækifæri fyrir íslenska grunnskólanemendur til að fá nasasjón af Evrópu og upplifa sjálfa

sig sem hluta af evrópsku samfélagi.Þó að verkefnið sé aðeins hugsað til

þriggja ára þá er ekki þar með sagt að það lognist alveg út af að þeim tíma liðnum. „Verkefnið gengur út á að hanna námsefni. Við munum svo prufukeyra námsefnið með nemendahópunum um leið og það verður til,“ segir Arnheiður. Ætlunin er sú að náms-efnið verði aðgengilegt á sérstöku vefsvæði, þar sem það verður vistað á fjölmörgum tungumálum.

„Hluti af síðasta árinu fer í að kynna námsefnið fyrir öðrum og kenna fólki að nýta vefinn og námsefnið þar. Vefurinn mun nýtast alls staðar, hvort sem þú ert í borg eða sveit. Til dæmis er gert ráð fyrir áframhaldandi samskiptum milli skólanna á vefnum, þannig að kennari sem notar vefinn eftir nokkur ár getur leyft nemendum sínum að hafa samskipti við nemendur í öðrum löndum þar,“ segja þær.

Erasmus+ áætlunin hefur það meðal annars að markmiði að tryggja nútímavæð-ingu menntakerfa í þátttökulöndunum, og þær stöllur telja að fuglaverkefnið samræm-ist því markmiði vel. „Bókin stendur fyrir sínu og og auðvitað höldum við áfram að lesa. En stundum er þróunin í heiminum svo hröð að fólk hefur ekki undan að prenta bækur og internetið er það sem koma skal. Við eigum að geta nálgast námsefnið sem við erum að kenna miklu meira á netinu,“ segja þær og bæta því við að það komi ef-laust með tímanum, en fuglaverkefnið megi skoða sem dálítið skref í þeirri þróun.

Fuglaverkefni nemenda í 5. bekk.

Page 26: Skólavarðan 1. tbl. 2016

26 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Ungir blásarar úr skólahljómsveit Seltjarnarnes sýndu flotta takta á stóra sviðinu. MYNDIR: VALGARÐUR GÍSLASON

Page 27: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 27

NóTAN 2016Lokahátíð Nótunnar 2016 var haldin í Hörpu sunnudaginn 10. apríl. Þeir 140 tónlistarnemar sem tóku þar stóra svið Eldborgar með trompi eru sigurvegarar allir sem einn.

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu

talsins og um 15.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins. Með uppskeruhátíðinni er kastljósinu beint að samfélagi tónlistarskóla og nemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinnar.

Ungir blásarar úr skólahljómsveit Seltjarnarnes sýndu flotta takta á stóra sviðinu. MYNDIR: VALGARÐUR GÍSLASON

Handhafar Nótunnar 2016 eru Jóhann Örn Thorarensen og Jóhanna Brynja Ruminy úr Tónskóla Sigur sveins. Þau fluttu Navarra op. 33 fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir P. Sarasate.

Page 28: Skólavarðan 1. tbl. 2016

28 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Stórsveit tónlistarskóla FÍH þandi lúðra og önnur hljóðfæri.

Embla Karen Egilsdóttir, sex ára nemandi við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík, er að stíga sín fyrstu skref á framabrautinni. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts fluttu Arabíska dansa eftir R. Barret.

Page 29: Skólavarðan 1. tbl. 2016

Sigurður Guðmundsson frá tónlistarskóla Stykkishólms leikur á alt-saxófón.

etwinning.is

eTwinning.is

• einfalt skólasamstarf gegnum netið

• góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni

• aðgangur að rafrænum verkfærum

• netöryggi

• endurmenntun kennara

• kostar ekkert

RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU

SÖGUFERðIR 2016

19. júní til 3. júlí. Ungverjaland – Rúmenía (Transilvanía) – Moldóvía (Transnjetstría og Gagauzia). Fimm ,,ríki” í þremur.

16.-23. júlí. Litháen – Hvíta-Rússland. Vilníus – Minsk. Ódýr ferð, mikið ævintýr, mikið innifalið og góð hótel.

Aðventuferðir til Gdansk. Þegar farið að bóka.

Sjá dagskrár ferða á heimasíðu Söguferða: soguferdir.is

Bókanir hjá Söguferðum (Þorleifur Friðriksson) í síma 564 3031 og 611 4797. Fyrirspurnir og pantanir á [email protected]

Page 30: Skólavarðan 1. tbl. 2016

30 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Blaðamaður Skólavörðunnar hitti Elnu yfir kaffibolla á dögunum. Ferill Elnu hefur verið viðburðaríkur og tekur til fjölmargra þátta og framfaraspora í sögu kennarastéttarinnar,

skóla- og menntamálum. Elna var formaður Hins íslenska kennarafélags, varaformaður KÍ og formaður Félags framhaldsskólakennara. Síðustu ár starfaði Elna sem sérfræðingur hjá FF og var leiðandi í gerð kjarasamninga. Elna

var fyrst spurð hvað stæði upp úr þegar horft væri um öxl.

„Ef ég horfi til baka þá er ef til vill merkilegt að alla mína tíð í forystu kennara-samtakanna þá sinnti ég skóla- og mennta-

málum með hægri hendinni og kjaramálum með þeirri vinstri. Ég hef alla tíð haft óbilandi áhuga á skólamálum, kennaramenntun og kennarastarfinu almennt. Ég vildi aldrei sleppa hendinni af þeim málaflokkum þótt krafan um starfskrafta í kjarasamn-ingaviðræðum yrði oft ofan á vegna þess að það var eins og að bjarga verðmætum,“ segir Elna.

Elna var andlit kjarabaráttunnar um langt skeið og átök á vinnumarkaði gera að verkum að fólk verður áberandi í fjölmiðlum. En var hún strax viss um kjara-málin væru hennar svið?

„Já, það gerðist mjög fljótt. Það má segja að í stóra verkfalli BHM árið 1989 og í baráttunni sem fylgdi að-draganda verkfallsins, að þá atvikaðist það þannig að ég sat í stjórn Hins íslenska kennarafélags (HÍK) og hafði gert í tvö ár þegar röð ýmissa tilviljana varð til þess að ég var komin í fimm manna viðræðunefnd fyrir hönd BHM-félaganna sem voru að eiga við samninganefnd ríkisins. Án þess kannski að hafa verið beinlínis að sækjast eftir því þá varð þetta mín eldskírn,“ segir Elna þegar hún rifjar upp hin erfiðu átök árið 1989.

„Ég hugsa að viðræðurnar sem leiddu til samninga og verkfallsloka hafði verið með þeim erfiðustu sem fólk

hafði farið í gegnum en á það ber að líta að fullur samn-ingsréttur aðildarfélaga BHM var svo ungur á þessum tíma, hafði fengist árið 1987. Fólk hafði því ekki nema tvö ár til að æfa sig áður en það var komið í hörð átök, langt og erfitt verkfall – með því að setja stefnuna á að reyna að jafna laun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera við laun háskólamenntaðra sérfræðinga á almennum markaði.“

Kjaramálin urðu upp úr þessu eitt meginverksvið Elnu. „Já, það er rétt en ekki vegna þess að áhugasvið mitt eða verksvið hafi takmarkast við það heldur vegna þess að oft er hægt að fá úrvalslið af fólki til að sinna skóla- og menntamálum þá er það að sama skapi ekki eins auðvelt þegar stefnumótun í kjaramálum og hörð kjarabarátta er annars vegar. Átök í samningamálum reyna til dæmis á þol gagnvart því að láta kalla sig öllum illum nöfnum eða bera sig út. Þetta er einfaldlega sú hlið á starfi stéttarfélaganna sem færri gefa kost á sér til nokkurrar lengdar eða finna í sér að gera að sínu sviði.“

HÍK og gamla KÍ hefja samvinnuElna segir að í aðdraganda kjarasamninga árið 1989 hafi kennarasamtökin; HÍK og Kennarasamband Íslands heykst á að sameinast í ein samtök. Um miðjan níunda áratuginn stóðu yfir alvarlegar tilraunir til að sameina þessi tvö félög en ekki tókst að stíga skrefið til fulls. „Upp úr þessu var þó ákveðið að efna til samvinnu um mótun stefnu í kjarasamningum kennara. Tekist var á í stjórn HÍK, sem á þessum tíma var næststærsta aðildarfélag BHM, um hvora leiðina væri betra að fara fyrir kennara; að gera kennarasamninga í félagi eða samfloti við starfsfélaga, sem voru í KÍ, en þeir voru ýmist að kenna í grunnskólum eða starfsmenntaskól-um eða samsama sig hugmyndafræði, sem þá var að verða ofan á innan stjórnar BHM, að setja stefnuna á launaleiðréttingu frá þeim mismun sem var á launum háskólamenntaðra sérfræðinga hjá ríkinu annars vegar

MEð óBILANDI ÁHUGA Á SKóLA- OG MENNTAMÁLUMElna Katrín Jónsdóttir stóð í framlínu kennarasamtakanna um langt árabil. Margir muna eftir Elnu í erfiðum samningaviðræðum og verkfallsátökum en hún var einnig leiðtogi og hugsjónakona í skóla- og mennta-málum almennt. Elna yfirgaf Kennarahúsið fyrir skemmstu og var kvödd með virktum; samstarfsfólk sér á eftir traustum vinnufélaga og baráttujaxli.

Page 31: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 31

og á almennum markaði hins vegar. Það var tekist á um þetta í stjórn HÍK og ég var sjálf í hópi þeirra sem eindregið óskuðu eftir að gera kennarasamninga. Ég hafði sterka sannfæringu fyrir því að kennarafélögin skyldu sameinuð.“

Tilraunir til að sameina kennarafélögin stóðu yfir árin 1984 til 1986 og fljótlega varð sú viðleitni ofan á að vinna náið saman að samningagerð. En átök um stefnu héldu áfram og svo fór að HÍK ákvað að taka þátt í samfloti flestra félaga BHM um gerð kjarasamninga. „Þegar sú stefna varð fyrir valinu þá var enginn vafi mínum huga að vinna skyldi samkvæmt því. Lýðræði gildir í félögum og meirihlutinn ræður. Það var sjálfsagt mál að einhenda sér í verkin frekar en að setjast út í horn og vera í fýlu,“ segir Elna.

Elna varð formaður HÍK árið 1993 og framundan voru enn einir kjarasamningar. „Þessi tími var lærdómsríkur en því miður voru fyrstu kjarasamningarnir sem ég

stjórnaði fyrir félagið á hinum svokallaða þjóðarsáttatíma þar sem ekki var ætlast til að nokkrar einustu kjarabætur kæmu í hlut kennara. Þetta var tími niðurlægingar fyrir alla þá sem höfðu fjárfest í háskólamenntun og störfuðu hjá hinu opinbera. Kennarar voru þar ekki einir á báti.“

Samstarf kennarafélaganna hélt áfram næstu árin. „Fram að því að ákvörðun um sameiningu félaganna var tekin með formlegum hætti þá var sú viðleitni mjög mikilvæg í mínum huga að stilla saman strengi og reyna að vera samstiga í málefn-um kennarastarfsins og varðandi kjaramál-in. Árið 1995 fórum við svo raunverulega saman í aðgerðir og kjarasamninga. Okkur tókst að rífa okkur upp úr eymd þjóðarsátta-tímans og vinna saman af einurð.“

Kennarasamband Íslands, núverandi samtök, voru stofnuð 1999 með því að gamla Kennarasamband Íslands og Hið íslenska kennarafélag gengu í eina sæng. Þar með voru grunnskólakennarar,

framhaldsskólakennarar og starfsmennta-kennarar sameinaðir í einu félagi en leik-skólakennarar bættust í hópinn árið eftir.

Elna segir eitt stærsta úrlausnarefnið við sameininguna hafi verið að finna starfsmódel sem hentaði starfseminni. Stofnað var stéttarfélag til þess að taka af öll tvímæli um samningsrétt og önnur mik-ilvæg atriði. Félagslegt skipulag hins nýja Kennarasambands skyldi þó vera þannig að innan sambandsins störfuðu býsna sjálfstæð aðildarfélög – sem er það fyrirkomulag sem við þekkjum í dag. Við stofnun Kennar-sambandsins varð Elna varaformaður og

Elna Katrín Jónsdóttir hætti formlega störfum hjá KÍ fyrir skemmstu. Þrátt fyrir annasamt starf fyrir kennarasamtökin um langt árabil hefur Elna alltaf haldið í kennsluna og segist hafa verið heppin með heimahöfn í þeim efnum. Aðeins í lengstu samningalotum hafi hún þurft að taka frí frá skólanum.

Ég hafði sterka sannfæringu fyrir

því að kennara- félögin skyldu

sameinuð.

Page 32: Skólavarðan 1. tbl. 2016

32 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

formaður FF en embætti formanns KÍ gegndi Eiríkur Jónsson.

„Ég tel að við höfum valið rétt módel fyrir starfsemi KÍ. Við sáum fyrir okkur að innan vébanda KÍ myndu starfa félög á sviði kennslu, skólastjórnunar og ráð-gjafar. Við erum reyndar ekki með hið síðastnefnda vegna þess að það hefur ekki þótt praktískt. Hins vegar var, að mínu mati, algjör nauðsyn að veita svigrúm fyrir sérstök stjórnendafélög, alveg á sama hátt og það var nauðsynlegt að veita svigrúm fyrir sérstök félög eftir skólastigum. Þegar ég tala um svigrúm þá meina ég það í þeim skilningi að fólk hefur alltaf möguleika til að sameinast um hvaðeina á sama tíma og aðildar félögin búa við ákveðið sjálfstæði. Enda var gamla slagorðið: Samstaða í skóla-málum – sérstaða í kjaramálum,“ segir Elna.

Slagorðinu var að sögn Elnu ekki ætlað að reisa veggi heldur undirstrika þá skoðun að margt í skólamálum, svo sem námskrár-gerð, málefni kennarastarfsins, menntun nemenda væri þess eðlis að hægt væri að draga býsna stórar línur langt yfir mörk skólastiganna. „Þannig gæti hið nýja KÍ barist sem eitt afl í skólamálum, málefnum kennaramenntunar, símenntunar og velferðar nemenda svo dæmi sé tekið.“

Mismunandi menning reyndist flókinSpurð hvort þessi markmið hafi öll gengið eftir segir Elna svo vera að mörgu leyti. „Þegar ég lít um öxl þá finnst mér þó að okk-ur hafi ekki tekist nægjanlega vel að hjálpa

hvert öðru að ná lengra í kjaramálum hverju sinni. Fljótlega eftir sameiningu okkar innan KÍ og þrátt fyrir mikla viðleitni til að setja fram kjarastefnu sem gæti gengið fyrir fleiri en eitt félag þá var að engu að síður svo að framhaldsskólinn var mjög fljótlega enn kominn í harðar kjaraaðgerðir. Á þessum tíma var ég varaformaður KÍ og formaður Félags framhaldsskólakennara þannig að mér var málið mjög skylt. Okkur tókst ekki að byggja sameiginlega þennan spjótsodd sem þurfti og berjast saman. Teknar eru sjálfstæðar ákvarðanir innan aðildarfélag-anna og viðsemjendur eru misjafnir,“ segir Elna.

Hún segir það hafa komið á daginn að það væri flókið verk að fást við mismunandi menningu skólastiganna og einnig misjafna menningu viðsemjenda. Framhaldsskólinn fór í mikla kjarabaráttu árið 2001 og í kjölfarið verkfallsaðgerðir. „Það skapaðist alveg einstök samstaða meðal allra félags-manna að við yrðum að fara í hart vegna þess að staða launamála væri niðurlægjandi og það hefði verulega slæm áhrif á skólastarf í landinu og virðingu fyrir því og störfum kennara almennt. Á þessum tíma hefði auð-vitað verið heppilegra að við hefðum verið í þeirri stöðu að grunnskólinn og framhalds-

skólinn hefðu verið samtaka í aðgerðum. Atvikin haga því svo að framhaldsskólinn fer einn í aðgerðirnar. Ég segi þetta ekki til að gagnrýna persónur, stjórnir eða ráð heldur bara til að benda á þarna varð, hugsanlega í fyrsta skipti, ákveðið rof. Framhaldsskóla-kennarar borga með sjö vikna verkfalli hina gríðargóðu samninga sem náðust. Þessir samningar eru bestir í sögunni á eftir samningunum sem við gerðum 2014. Þetta

voru merkilegir samningar en þeir kostuðu, sem fyrr segir, sjö vikna verkfall.“

Talið berst aftur að sameiningu félag-anna og segir Elna að gamla KÍ hafi lagt inn mjög þroskaða starfsemi á sviði skóla- og félagsmála. HÍK hafi fyrir sitt leyti komið

með sterka og mótaða sýn á algerri nauðsyn þess að lyfta launum kennara myndarlega og starfshefð frá BHM um svolítið vísinda-lega kjarabaráttu. „Það er afar mikilvægt að undirbúa kjarasamninga vel og alla mína forystutíð höfum við hafið undirbúning ári áður en samningar renna út. Okkur fannst þetta ekkert merkilegt á árum áður en ég tel við höfum svolítið brotið blað með þessu. Við undirbúning þarf að finna ákveðna leið og brjóta henni brautina, skoða vel hvaða rök og hvað stefnu skal reka í hverri samningalotu.“

Elna segir það besta sem gæti komið fyrir kennarastéttina væri að laun væru það góð að fólki þyrfti ekki að vinna sér til óbóta. „Líklega hefur undirstaðan í kjarabaráttu okkar verið að sýna að kennarastarfið verður aldrei gott og gæðamikið starf ef launin eru svo slæm að þú þurfir að kenna meira en samviska þín býður þér. Slæm kennaralaun eru ávísun á verra skólastarf og því þarf að gera vel við skólana, kennara og nemendur.“

Mikilvægt að berjast fyrir réttind-um nemendaKynningarstörf og útgáfumál voru eitt af stórum hugðarefnum Elnu meðan hún starfaði hjá KÍ. „Ég hafði frá upphafi mikinn áhuga og sterkar skoðanir á hvernig við ættum að kynna sambandið, hvernig við ættum að „selja hugmyndina“ og hvernig við fengjum félagsmenn til að gera Kennarasambandið að sínu. Starfsmódel KÍ er skemmtilegt að því leyti að þeir sem veljast til forystu innan sambandsins hafa möguleika á að beita sér persónulega með sínum félögum og eða á sviðum sem hugur þeirra stendur til. Það má segja að veldur hver á heldur í þeim efnum en KÍ á að geta virkað sem deigla hugmynda á mismunandi tímum; jafnt deigla hugmynda innan úr sambandinu sem og að taka til sín hug-myndir úr umhverfinu.“

Réttindi og hagmunir nemenda voru einnig Elnu afar hugleiknir í starfi fyrir KÍ. „Við tókum mjög þakksamlega við þessari sterku skólamálahefð frá gamla KÍ. Umfjöllun um nemendur og umhyggja fyrir þeirra hag og velferð var mjög ríkjandi. Þetta samrýmdist mjög vel hugmyndum mínum um jafnrétti og lýðræði í skólastarfi – einhverjum kann að þykja þetta hljóma klisjukennt – en það er mikilvægt að það séu tvö jafnþung lóð á vogarskálunum; annars

Skrifað undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Við hlið Elnu er Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhalds-skólum.

Page 33: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 33

vegar barátta fyrir bættri kennaramenntun og aukinni virðingu fyrir störfum kennara og hins vegar virðing fyrir nemendum og þeirra námi. Tekist hefur að bæta úr ýmsum málum en ég tel enn að ekki ríki jafnrétti til menntunar á Íslandi.“

Framhaldsskólanám kostar enn fullt af peningum að sögn Elnu og hún segir eldgömlum markmiðum um nægilegan styrk í stoðþjónustu skólanna ekki náð, svo sem námsráðgjöf og aðgangi að sálfræðingum.

„Ég kann best að tala um framhalds-skólann og ef horft er yfir langt tímabil má sjálfsagt segja að aðgangur að náms- og starfsráðgjöf hafi batnað en því miður á framhaldsskólinn enn langt í land með að veita nemendum þá umgjörð og stuðning um sitt nám sem nauðsynlegt er. Það er hart vegið að framhaldsskólanum þessi árin; niðurskurðurinn hefur aldrei hætt, og alveg sama virðist hve þjóðarhagur batnar, enn er gengið í skrokk á framhaldsskólanum. Að sjálfsögðu kemur þetta niður á nemendum vegna þess að framhaldsskólinn þarf enn að draga saman seglin. Ég efast ekki eitt augnablik um að svipuð dæmi mætti taka bæði um leik- og grunnskólastigið.“

Breytingar á kennaramenntun vöktu víða atygliElna átti sæti í nefnd um framtíðarskipan kennaramenntun á árunum 2005-2006. „Niðurstaða þessarar nefndar varð stofn í lögum um kennaramenntum. Þetta var metnaðarfullt verkefni sem vakti athygli á hinum Norðurlöndunum og í mörgum Evrópulöndum. Ástæðan var sú að hér á landi var komið á kröfu um meistarapróf fyrir kennara á skólastigunum þremur. Það er afar sérstakt og ég veit ekki um aðra þjóð sem gerir menntunarkröfur með þessum hætti en þori þó ekki að fullyrða það,” segir Elna.

Nýja löggjöfin þótti merkileg að sögn Elnu og einkum sú niðurstaða að fólk þurfi ekki minni menntun til að kenna smávaxnara fólki. Ég varð sjálf fljótt sannfærð um þetta væri rétt leið. Ég stýrði skólamálum innan KÍ á þessum tíma, las mikið um menntamál í ýmsum löndum og vann á Evrópuvettvangi fyrir KÍ. Ég tók eftir því eða menntunarsérfræðingar í stórum löndum, svo sem Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og víðar virtust vera að komast að svipaðri niðurstöðu en hún var sú að ekki væri vel búið að yngstu nemendunum, á

leikskólastiginu, þá færi ekki vel þegar ofar drægi.“

Samstaða varð um meistaraprófsleiðina í menntun kennara. Framþróunin heldur áfram og Elna segir verki sem þessu aldrei lokið. „Við þurfum enn að vinna að því skilgreina hvert inntak kennaramenntunar á að vera og KÍ þarf að vera á vaktinni á hverjum tíma og hafa ákveðnar skoðanir á hvernig löggjöf um kennaramenntun og framkvæmd hennar á að vera. Þá má nefna baráttumál sem ekki hafa fengið nægilega góða niðurstöðu en það er kennsluþjálfun kennaranema í kennslustofunni.

Mín sannfæring er þetta sé spurning um peninga, háskólarnir sem mennta kennara hafa barist í bökkum og þeim

gengur illa að fá viðurkenningu á kostnaðar-samari þáttum kennaramenntunarinnar – svo sem vettvangsnáminu. Ég efast ekki um að það sem er gert í þessum efnum er vel gert, það er bara of lítið. Hægt hefur gengið undanfarin ár við að auka og efla símenntun kennara, þar með talið aðstöðu þeirra til að stunda símenntun og framhaldsnám sam-hliða starfi. KÍ má ekki missa sjónar á þessu og ef sambandið er ekki beðið um þátttöku þá ber því að blanda sér að eigin frumkvæði í málið. Þetta á við öll baráttumál kennara-samtakanna og ég held að styrkur okkar hafi oft og tíðum verið sá að bíða ekki eftir að vera beðin heldur taka frumkvæðið og vekja athygli á þeim stefnumálum sem við teljum mikilvæg,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir.

Líklega hefur undirstaðan í kjarabaráttu okkar verið að sýna að kennarastarfið verður aldrei

gott og gæðamikið starf ef launin eru svo slæm að þú þurfir að kenna meira en samviska þín

býður þér.

• Öryggisbelti í öllum rútum og yfir 1000 sæti með 3 punkta beltum.• Umhverfisvænar rútur.• Árlegt öryggisnámskeið fyrir bílstjóra. fyrir bílstjóra.• Áratuga reynsla.

• Vorferðir.• Fræðsluferðir.• Fjöruferðir.• Sveitaheimsóknir• Heimsóknir í Álfa-, og norðurljósasafnið.• Bjóðum ódýra gistingu• Bjóðum ódýra gistingu fyrir hópa.

Guðmundur Tyrfingsson ehf.sími: 482-1210

[email protected]

Dæmi um skólaferð: létt fjallganga, álfa- ognorðurljósasafnið eða draugasafnið og sund.

Guðmundur Tyrfingsson ehf.Grænir og góðir síðan 1969

Page 34: Skólavarðan 1. tbl. 2016

34 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Í grein sem við birtum í Research in Comparative and International Education í mars 2016 fjöllum við um markaðsvæðingu íslenska leikskólakerfisins. Við skiljum á milli þess sem hefur verið nefnt kjörnuð og hjúpuð markaðsvæðing. Með hjúpaðri markaðsvæðingu er áherslan á að tryggja einkaaðilum aukið fjárhagslegt og póli-tískt aðgengi að opinberu menntakerfi en kjörnuð markaðsvæðing felst í ferlinu þegar stýrikerfið sjálft hjá hinu opinbera er endurskipulagt út frá gildum, tungutaki og reglum markaðarins. Dæmi um slíkt er endurhönnun á stjórnun leikskóla, þar sem einn leikskólastjóri er settur yfir það sem

áður voru nokkrir leikskólar og annað er aukin stöðlun á verkferlum og ýmis stöðluð próf og mælitæki sem gjarnan eru leyfis-skyld til að meta náms- og félagslega stöðu

barna. Fleiri og fleiri fyrirtæki sækja inn á menntamarkaðinn, annað hvort í formi staðlaðra prógramma og skapalónsaðferða (e. cookie-cutter-programs) eins og PTMO o.fl, eða með því að stofna einkarekna leikskóla. Í gegnum gögn frá Hagstofunni vörpum við ljósi á hvernig ákveðin reglu-slökun og stefnumótun sem byggir fyrst og fremst á hagrænum forsendum (fylgifiskar nýfrjálshyggju) hafa ýtt undir stærri og fjölmennari leikskóla.

Hér getum við aðeins gefið innsýn í ákveðna þræði í greininni. Við völdum að fjalla um greiningarlíkan bandarískra fræðimanna sem hafa skipt skólum í nokkra

BIRTINGARMYNDIR EINKAvÆðINGAR Í LEIKSKóLUM OG ÁHRIF HENNAR Á FAGLEGT SJÁLFSTÆðI KENNARA

Berglind Rós Magnúsdóttir lektor við HÍ

Kristín Dýrfjörð dósent við HA

Á síðustu 10 til 15 árum hefur markaðsvæðing í skólakerfinu aukist að mati Berglindar Rósar Magnúsdóttur og Kristínar Dýrfjörð.

Page 35: Skólavarðan 1. tbl. 2016

MAÍ 2016 SKóLAvARðAN 35

flokka eftir eðli markaðsvæðingar og starf-semi. Við notuðum líkanið til að flokka bæði einkarekna leikskóla sem og allra handa pakka og prógrömm sem eru seld leikskól-um og hafa bein áhrif á starfshætti þeirra.

Í töflu hér að ofan má sjá hvernig við veljum að flokka inn í greiningarlíkan þeirra Fabricant og Fine. Skólar sem flokkast sem mömmu og pabbaskólar eru gjarnan lífsstefnuskólar, skólar sem fólk sem hefur viljað fara aðrar leiðir og ekki fundið sig í opinbera kerfinu hefur valið. Oft eru þetta skólar sem fara af stað sem tilraunaverk-efni, t.d. varðandi stefnu eða starfshætti. Flestar stefnur byrja með þessum hætti en geta síðar umbreyst í keðju. Leyfishafar eða umboðsaðilar eru þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum, þar sem skólafélög leigja út módelið sitt til lengri eða skemmri tíma og þeir sem fá að nota nafnið og aðferðirnar borga leyfisrétthöfum fyrir. Á Íslandi er ekki mikið um að skólar leigi frá sér nafnið eða starfshætti, þó aðeins hafi örlað á slíkri starfsemi fyrir nokkrum árum þegar skólar sem ekki voru innan Hjallastefnunnar vildu kenna sig við hana og borga til móðurfé-lagsins og fá í staðinn leyfi til að kenna sig við stefnuna, fá ráðgjöf og fleira. Það fyrirkomulag náði sér ekki á strik, en það sem hins vegar hefur náð sér nokkuð á flug hérlendis eru ýmis konar félög, bæði í eigu einkaaðila og stofnana, sem hafa gert út á að selja hugmyndafræði og starfshætti. Dæmi um slíkt er Grænfáninn, en hann krefst samræmdra vinnubragða og úttektar af hálfu Landverndar. Skólar byrja sem skólar á grænni grein en færast síðan upp skalann og verða að lokum grænfánaskólar og fá í viðurkenningarskyni að flagga grænfánan-um, en á nokkurra ára fresti þurfa þeir svo að fara í gegnum endurmat. Til að standast viðmiðin sem eru sett þarf að uppfylla

ákveðin vinnubrögð og klára verkefni. Skólarnir borga síðan til Landverndar. Sama má segja um PMTO sem er verkefni/starfs-hættir sem hópur sálfræðinga hefur innleitt í marga leikskóla. Til að leikskólarnir geti kallað sig PMTO skóla eða til að nýta þá starfshætti þurfa þeir að borga og senda fólk á til þess gerð námskeið. Þeir verkferlar sem kenndir eru hafa síðan mótandi áhrif á starfið í viðkomandi leikskólum og í sumum tilfellum sést að þeir ganga jafnvel gegn eða lengra en t.d. sú hugmyndafræði sem viðkomandi leikskólar gefa sig út fyrir að starfa samkvæmt. Má raunar segja að helsti vaxtarbroddur ytri markaðsvæðingar skólakerfisins liggi í slíkum félögum. Undanfarið hafa verið að koma fram fleiri og fleiri fyrirtæki/félög sem selja og bjóðast jafnvel til að votta að viðkomandi skólar vinni samkvæmt þeirra aðferð. Við leggjum ekki mat á hvort viðkomandi prógrömm eða söluvara séu siðferðislega rétt eða röng eða hvort þau standist hugmyndafræðilega skoðun, aðeins að þau séu til og séu seld og hafi áhrif á fagmennsku kennara og líf barna í viðkomandi leikskólum. Í keðjuflokkinn setjum við skóla sem eru hluti af stærri skipulagsheildum. Slíkar keðjur eru enn sem komið er fáar en gæti fjölgað á næst-unni. Sem dæmi nefna Samtök sjálfstæðra skóla sem einn af aðalvaxtarmöguleikum einkaskóla að taka yfir skóla sem sveitar-félög reka. Svo má velta fyrir sér hvort að High Scope skólarnir ættu að vera keðju-megin frekar en pabba- og mömmumegin og hversu marga skóla viðkomandi fyrirtæki þarf að reka til að flokkast sem keðja.

Niðurstaða okkar bendir til þess að á síðustu 10 til 15 árum hafi leikskólakerfið verið endurskipulagt og endurhannað frá því að vera nokkuð einsleitt með tilliti til fjárhagslegra og faglegra bjarga í átt að

markaðsvæddara kerfi. Við sjáum merki um meiri stöðlun í starfsháttum og mark-miðum en samtímis sjáum við merki um regluslökun sem gagnast einkageiranum, t.d. í þá átt að velja inn fjölskyldur. Erlendar skólavalsrannsóknir hafa sýnt að mismikil „eftirspurn“ er eftir börnum og fjölskyldum þeirra og getur eftirspurnin (eða skortur á henni) farið eftir félagslegum þáttum og sértækum menntunarþörfum barnsins sem og fjárhagsstöðu foreldra. Mjög misjafnt er eftir sveitarfélögum hvort og þá hvernig innritunum er fylgt eftir og hvort rekstrar-aðilinn sjái alfarið um það sjálfur að velja og hafna eða hvort sveitarfélagið hafi yfirsýn yfir slíkar upplýsingar frá öllum skólum sveitarfélagsins. Við veltum fyrir okkur á þessu stigi hvernig þessi þróun orkar á faglegt sjálfstæði einstakra leikskóla og leikskólakennara þegar sífellt fleiri leikskól-ar framselja fagmennsku og starfshætti í hendur aðilum út í bæ.

Sjá nánar Dýrfjörð, K. og Magnúsdótt-ir, B. R. (2016). Privatization of the early childhood education in Iceland. Research in Comparative and International Education 11(1), 80-97. Sjá http://rci.sagepub.com/content/11/1/80.full.pdf+html

Tafla 1 Einkareknir skólar, prógrömm og skólakeðjur 2014 flokkað frá líkani Fabricant and Fine (2012).

Mömmu og pabba skólar N Leyfishafar/umboðsaðilar N Keðjur N

2014 Leikskólar á trúargrunni 3 Grænfána leikskólar 110 Hjallastefnan ehf. 5 & 13 (5 grunnskólar og 13 leikskólar) Skólar sem starfa í anda 3 Reggio Emilia Heilsuleikskólar (3 á leið) 25 Skólar ehf (umboð heilsuskóla 5 Waldorf-leikskólar 3 PMTO 18 High Scope 3 Ungbarnaleikskólar 4 Aðrir 10

Alls 26 153 18

„Á Íslandi er ekki mikið um að skólar leigi frá sér nafnið eða starfshætti, þó aðeins hafi örlað á

slíkri starfsemi fyrir nokkrum árum“

Page 36: Skólavarðan 1. tbl. 2016

36 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Hver er skoðun mín? Hvernig myndaðist hún? Umhugsunar er ætíð þörf. Byggir þessi skoðun á góðum líkum eða ef til vill á hindurvitnum? Það er mikils virði að temja sér að taka fulla ábyrgð á skoðunum sínum. Þær á helst ekki að setja fram í hálfkæringi. Það er bæði gefandi að skiptast á fullgildum skoðunum við aðra og að móta skoðanir sínar í samtali við aðra.

Skoðanir okkar og annarra gætu verið byggðar á sandi, heimsýnin takmörkuð, ósanngjörn og barn síns tíma eða mótuð af þeim sem valdið hefur. Að kunna að efast er mögnuð hugargjöf – að efast um það sem við sjáum, heyrum, snertum og nemum. Efinn er nauðsynlegur en honum þarf að fylgja vilji til að byggja upp að nýju. Í því verkefni er mikilvægt að kunna að mynda sér heillavænlegar skoðanir og að greina skoðanir annarra.

Það er ekki heiglum hent að vera öflugur borgari í opnu lýðræðissamfélagi en eitt af hlutverkunum er að standa vörð um gæðin, koma auga á hættur sem steðja að jöfnuði og mannréttindum og mótmæla forréttindum, yfirgangi og ofstæki.

Heillandi að sjá í gegnum gleriðVeröld mannsins hangir saman á tilgátum. Staðreyndir liggja hvarvetna eins og hráviði en það eru tilgátur sem tengja þær hverja við aðra. Þessar tilgátur eru settar saman úr ýmsum þáttum, sumar flokkast undir þekk-ingu og skoðanir, aðrar sem hindurvitni eða trúarbrögð. Efinn leysir í sundur tengingar en viljinn til að skilja efnið bindur brotin saman á nýjan hátt. Óvæntur skilningur felur oft í sér upphafningu hugans sem skapar nýjar hugmyndir.

Enginn skortur er þó á þeim sem vilja halda í trénaðar upplýsingar og telja fólki trú um að þeir hafi rétt fyrir sér, þeirra sýn á heiminn sé sú rétta. Einnig grafa þeir sömu gjarnan undan öðrum skoðunum sem ógna forréttindum þeirra, það er til dæmis gert með því að setja þær í háskalegt samhengi

og tengja við persónur og annarleg sjónar-mið.

Það á að vera heillandi verkefni að grafast fyrir um hlutina, afhjúpa goðsagnir, sjá í gegnum glerið og skapa nýja þekkingu. En til þess þarf hugrekki, heiðarleika og virðingu.

Mótmælir óréttlæti og heimsku Gagnrýninn borgari hefur illan bifur á hugsunarlausu líferni. Öflugur borgari sem lætur sig samfélagið varða, vill bæta það og finnur til réttlátrar reiði gagnvart kúgun og óréttlæti; finnur knýjandi þörf til að mótmæla ef hann telur að ofríki fárra einstaklinga ásamt hugsunarleysi fjöldans muni koma í veg fyrir réttlátt samfélag.

Upplýstur borgari krefst sanngirni vegna þess að hann gerir greinarmun á röngu og réttu. Hann gerir skilyrðislaust ráð fyrir að allir njóti mannréttinda og virðingar. Hann berst gegn fordómum þeirra sem smala fólki í kvíar og getur greint neikvæðar staðalímyndir sem vinna gegn farsæld. Öflugur borgari vinnur gegn almennu misrétti, ekki aðeins í orðum heldur einnig í verki.

Gagnrýninn nútímaborgari krefst öflugra óháðra fjölmiðla, hann býr við tjáningarfrelsi og mótmælir óréttlæti og heimsku opinberlega. Það krefst hugrekkis að vera gagnrýninn borgari því hinir fáu valdamiklu vilja ævinlega hafa gott taum-hald á lýðnum til að hann sé þeim auðsveip-ur – þeir hafa forréttindi að verja.

Óskrifaður kafli mannkynssögunnar sýnir að borgarar þurfa ævinlega að vera undir það búnir að taka málin í sínar hend-ur, því allt rennur sitt skeið, og gera má ráð fyrir að óverðugir menn vilji ævinlega hrifsa til sín völdin líkt og mannkynssagan vitnar svo oft um. Hlýðnir og óttaslegnir borgarar hafa of oft glatað tækifærinu til að bjarga samfélaginu frá hörmungum. Fyrirmyndar-borgarinn efast, hann er ekki meðvirkur heldur hefur hugrekki til að mótmæla. Hann sofnar ekki á verðinum og finnur góð úrræði og stendur með lýðræðinu.

Gagnrýnin hugsunEr hægt að læra gagnrýna hugsun? Ef svo er, er það þess virði? Gagnrýnin hugsun gerir ráð fyrir að mönnum sé unnt að færa gild rök fyrir máli sínu, hún notar ákveðna mælikvarða þar sem meðal annars er spurt um hagsmuni. Hún greinir í sundur, flokkar og endurraðar, metur og dregur ályktanir út frá forsendum. Hún leyfir ekki blekkingar, hvítar lygar eða gloppur. Sá sem beitir henni gerir það ekki í eiginhagsmunaskyni heldur fyrir samfélagið allt og næstu kynslóðir. Þau sem beita gagnrýnni hugsun virða aðferð hennar og leggja sig í framkróka við að gera það rétt.

Kraftmikil borgaravitund getur viðhaldið jafnrétti, friði og bræðra- og systralagi og eflt þekkingu á fordómum, staðalímyndum og flokkunarkerfum. Gott hjartalag er vissulega mikilsvert en til að yfirgefa breiðgötuna og ganga fáfarna hliðar-götu þarf meira til. Hugrekki, andspyrnu, endurskoðun og jafnvel nýtt göngulag.

Gagnrýnin hugsun er ekki bundin neinu kennivaldi þótt hún styðji sig ávallt við söguna og menninguna. Hún er frjáls og óháð og hjálpar fólki að leggja mat á gildi og verðmæti, þótt hún geti aldrei lyft sér upp yfir sögu lífsins. En sá sem vill taka þátt í rökræðum fremur en kappræðum þarf nauðsynlega að læra hana, einnig sá og sú sem vill móta sér gildar skoðanir og gera

GAGNRÝNINN BORGARI Í BURðARLIðNUMHvernig er hægt að gera gagnrýna borgara úr ungu fólki? Hvaða þætti þarf að efla og hvaða dyggðir?

Gunnar Her-sveinnrithöfundur og heimspekingur

Friðbjörg Ingi-marsdóttirmenntafræðingur

Page 37: Skólavarðan 1. tbl. 2016

greinarmun á marktækum og ómarktækum rökum.

Gagnrýnin hugsun hafnar heimi þar sem sumir búa við meiri mannréttindi en aðrir og sumir eru meira virði en aðrir. Gagnrýninn borgari gerir ráð fyrir því að allir séu gerðir úr sama efni. Greinarmunur, aðgreining og aðskilnaður er ávallt byggður á fordómum, valdabaráttu og hroka.

Deila gæðunum með öðrumÖflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra.

Borgarinn beitir gagnrýnni hugsun því það er heppileg aðferð til að hugsa um málin og í henni felst efi um það sem er – en um leið leit að nýrri eða traustri forsendu til að byggja á. Efi um það sem oftast er sagt,

efi um venjur og félagslega arfleið, felur jafnframt í sér von um eitthvað annað. Von um að fólk geti blómstrað á eigin forsendum og það gæti lýðræðisins.

Efast um gömlu góðu gildinÞað er leitt til þess að vita að áhugi á stjórn-málum fari þverrandi á Vesturlöndum. Það gefur röngum skoðunum meira svigrúm til að láta illt af sér leiða. Skoðanir eru nefnilega undanfari hegðunar og móta samfélagið. Þær raða saman þekkingarbrotum og túlka mynd.

Allar skoðanir þarfnast rökræðu og aðferðin til að öðlast skynsamlegar skoðanir er að beita gagnrýninni hugsun, efast um gömul gildi og rýna í hlutina en hlusta þó vel á mótrökin. Það er óendanlega miklu flóknara að hafa gilda skoðun en búa yfir þekkingu, því þekking skipast á bás vissunnar en skoðun á bás óvissunnar. Fátt

er betra veganesti en gagnrýnin hugsun, sérstaklega ef hún er í samfloti með skap-andi hugsun.

Allt á sér sinn tíma og því væri æskilegt að hver og einn gerði sér grein fyrir því að allar kynslóðir telja sína tíð merkilegri og ef til vill varanlegri en þá sem á undan fór. Sameiginleg reynsla kynslóðanna kennir þó að það dýrmætasta undir sólinni er mannvirðing og samlíðun og á hana er hægt að leggja stund núna.

Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni eftir Gunnar Hersvein og Friðbjörgu Ingimars-dóttur. Hugskot er handbók fyrir þá sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Markmiðið er að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot og beita gagnrýnni hugsun ásamt því að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu. IÐNÚ gaf bókina út í apríl 2016.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin BelladonnaStærðir 38-58

Flottur sportfatnaður, fyrir flottar konur

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Stærðir 38-58

Flott föt, fyrir flottar konur

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogurs: 571-5464Netverslun á www.tiskuhus.is

Fararsnið sérhæfir sig í ferðurm á:

• Education Show í Birmingham, 16. - 18. mars 2017 • Fyrirlestra og skólaheimsóknir um Evrópu

Fararsnið ehf. Kvisthaga 3107 Reykjavík

S. 696 6616 [email protected]

Page 38: Skólavarðan 1. tbl. 2016

38 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Undanfarin ár hafa íslensku-kennarar á unglingastigi í Giljaskóla á Akureyri unnið eftir hugmyndafræði sem gengur undir nafninu Giljaskólaleiðin, en rekja má upphaf hennar aftur til ársins 2010. Undirritaður fór þá að gera tilraunir með greinaskrif og málþing nemenda á unglingastigi og síðan þá hefur tilraunin undið upp á sig jafnt og þétt. Frá árinu 2012 hef ég, ásamt Steinunni Kristínu Bjarnadóttur, unnið að frekari þróun Giljaskólaleiðarinnar.

Þó margt jákvætt hafi gerst í skóla-málum síðustu ár og áratugi þykir okkur kerfið þróast hægt áfram og stundum hreinlega vinna gegn raunverulegri skólaþróun. Íslenskukennsla í 8.-10. bekk er þar ekki undanskilin. Kennarar og aðrir sem vinna að skólamálum eru eflaust allir af vilja gerðir en erfitt er að breyta kerfi sem er byggt á gömlum grunni. Oft og tíðum hamlar skólakerfið því að hæfileikar nemenda njóti sín nema þeir séu kerfinu þóknanlegir. Alltaf má benda á dæmi um skapandi skólastarf og víða má finna kennara sem synda gegn straumnum í því skyni að stuðla að merkingarbæru námi.

Þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma sem kallar á nýja nálgun í íslenskukennslu. Eru kannski

þær áherslur sem hafa verið til margra ára orðnar úreltar? Er hugsanlegt að íslenskukennarar horfi í of miklum mæli framhjá því sem raunverulega skiptir máli fyrir ungu kynslóðina í dag og leggi frekar áherslu á það sem þeim var innrætt á þeirra eigin

skólagöngu? Giljaskólaleiðin boðar ekki afnám vissra þátta íslenskukennslunnar, heldur er frekar ábending þess efnis að breytinga sé þörf í skólakerfinu með breyttum þjóðfélagsháttum. Og þar sem breytingarnar eru hraðar aukast líkurnar á að skólinn haldi ekki í við þá þróun nema skólayfirvöld séu á tánum.

Hugmyndafræði Giljaskólaleiðarinnar byggir á þremur stoðum sem einkenna að miklu leyti þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í íslensku frá 8. bekk og þar til grunn-skólagöngu lýkur. Áherslan er á framsögn, lestur og ritun í gegnum raunveruleg, merkingarbær viðfangsefni sem endur-spegla veruleikann eins og hann blasir við utan veggja skólans. Reynt er eftir fremsta

megni að koma afurðum nemenda, hvort sem þær er í ræðu eða riti, fyrir augu og eyru almennings.

Framsögn þjálfum við með óundir-búnum ræðuhöldum með reglulegu millibili allt skólaárið sem og með formlegri hætti einu sinni til tvisvar á önn. Málþing nemenda eru einkennandi fyrir áherslur í framsögn. Nemendur sem stunda nám við Giljaskóla öll árin á unglingastigi taka t.a.m. þátt í sex málþingum, einu á hverri önn, ýmist með bekknum eða árganginum. Á málþingunum flytja nemendur eigin erindi. Eru þau gjarnan hljóðrituð og send í loftið í gegnum veraldarvefinn fyrir foreldra og aðra áhugasama að hlýða á. Á haustönn fara fram rökræður nemenda á milli þar sem þeir takast á um álitamál, skiptast á skoðunum og læra að taka tillit til ólíkra sjónarmiða.

Lestur er mikilvægur á unglingsárum ekki síður en á fyrstu árum skólagöngunnar. Helsta markmiðið er að leita allra mögulegra leiða við að glæða áhuga á bókum og lestri þannig að ákvörðunin um að lesa komi innan frá – að nemandinn upplifi gleðina við að setjast niður í rólegheitum með góða bók. Jákvætt viðhorf kennarans til bóka og lestrar og vilji til að smita frá sér er lykilat-riði. Nemendur fá tíma á stundatöflu fyrir

MERKINGARBÆRT NÁM FYRIR LÍFIð

Brynjar Karl Óttarssonhöfundur Gilja-skólaleiðarinnar

Giljaskólaleiðin gerir ráð fyrir góðum tíma í frjálslestur - frelsi

til að velja, lesa og njóta.

Page 39: Skólavarðan 1. tbl. 2016

„frjálslestur“ en þá les hver nemandi bók sem hann velur sér eftir sínu áhugasviði. Kennarinn les einnig reglulega fyrir hópinn rétt eins og tíðkast á yngri stigum og þá kynnir hann bækur og rithöfunda fyrir nemendum, t.d. í bókaflóðinu fyrir jólin. Liður í að glæða áhuga og auka líkur á lestri er að auka aðgengi nemenda að bókum. Það gerum við með því að setja upp bókahillur sem víðast í skólanum.

Ritun skipar stóran sess í íslenskunámi nemenda og hefur gert undanfarin ár. Helstu viðfangsefni eru skapandi skrif í persónulega dagbók sem nemendur halda allan veturinn. Frelsi nemenda er umtalsvert þar sem þeir skrifa oftar en ekki um eigin hugleiðingar, þó í einhverjum tilfellum skrifi þeir eftir fyrirmælum kennara. Í dagbók er áherslan meiri á innihald og sköpunargleði en reglur um málfar og stafsetningu. Greinaskrif sem birtast á opinberum vettvangi eru orðin að föstum lið hjá nemendum Giljaskóla. Þeir skrifa eina grein á hverri önn á þessu þriggja ára tímabili, samtals sex greinar sem birtar eru á opinberum vettvangi. Gerðar eru kröfur um málfar og stafsetningu þar sem kennari

fer yfir drög að greinunum áður en þær eru fullunnar og gerir athugasemdir eftir því sem þurfa þykir.

Textagerð í tengslum við málþing er þó nokkur þar sem nemendur rita sinn eigin texta sem þeir flytja svo munnlega. Þessu vinnuferli öllu fylgir óhjákvæmilega töluverður lestur. Þannig skarast allar þrjár stoðir Giljaskólaleiðarinnar í einu og sama verkefninu.

Hugmyndafræði Giljaskólaleiðarinnar rímar vel við grunnþætti menntunar eins og þeir koma fyrir í aðalnámskrá. Markmiðin eru í grunninn þau sömu; horfið er frá áherslu á staðreyndaþekkingu og „stofnana-kennt“ skólastarf og þess í stað lögð áhersla á lifandi og merkingarbært nám sem stuðlar að auknu læsi og endurspeglar lífið utan veggja skólans, nám sem undirbýr nem-endur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi nútímans og þjálfar gagnrýna hugsun. Hin ýmsu viðfangsefni Giljaskólaleiðarinnar hafa nú þegar opnað dyr fyrir nemendur skólans við að segja sína skoðun á mönnum og málefnum á opinberum vettvangi. Þannig hefur okkur tekist að brjóta niður ákveðna

múra. Nú er spurning hvort og þá hvernig við byggjum ofan á þennan grunn.

Við teljum að aðeins sé tímaspursmál hvenær ný hugsun og nýir starfshættir komi til framkvæmda við íslenskukennslu á unglingastigi og í grunnskólum almennt. Giljaskólaleiðin stuðlar að markvissri vinnu með alla þætti íslenskunnar, með áherslu á framsögn, lestur og ritun. Afrakstur vinnunnar birtist í áhugaverðum og merkingarbærum viðfangsefnum svo sem málþingum og greinaskrifum. Þegar horft er til framtíðar má sjá ýmsa möguleika fólgna í tækninni, þ.e. netmiðla og sjónvarps- og útvarpsþáttagerð. Grunnþættir menntunar eiga greiðara aðgengi að nemendum í gegnum raunveruleg viðfangsefni sem nem-endur sjá tilgang í að vinna. Með áherslu á merkingarbær verkefni leggur Giljaskóla-leiðin sitt af mörkum við að ná markmiðum Hvítbókar um bætt læsi og bætta menntun.

Nýverið kom út samantekt um Giljaskólaleiðina. Samantektina má finna á heimasíðu Giljaskóla. Þá er Giljaskólaleiðin með sína eigin Facebook-síðu þar sem m.a. má sjá greinar eftir nemendur.

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Kynnstu bestu hliðum Alpafjallanna þar sem stórbrotin náttúra mætir menningu fjögurra landa; Austurríkis, Ítalíu, Þýskalands og Sviss. Við skoðum m.a. Arnarhreiður Hitlers, förum í útsýnisferð með frægri jöklalest og siglum á Como vatni. Fegurð og fjöll í einni ferð!Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir

6. - 15. ágúst

Fegurð landsins fjallaSumar 13

Page 40: Skólavarðan 1. tbl. 2016

40 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Krossgáta Lausn síðustu krossgátu

Lárétt1. Fræg ensk sögupersóna sem ber nafn

sem merkir skærir lokkar. (8)4. Tákn sem Jóhannesarriddarar notuðu.

(10)

9. “______ girl”, lag sem Billy Joel samdi og

gerði vinsælt. (6)11. Lítil eyja í Kollafirði. (6)13. Latneskt heiti leiklistargyðjunnar. (6)15. Smátt seildýr sem lifir í sjó og tilheyrir

undirfylkingunni Cephalochordata. (10)16. Pólýamíð. (5)17. Stórt ætt suðrænt ber. (6)18. Vopn sem byggir á samruna frumefnis í

helíum. (14)19. Íslenskt heiti yfir allegóríu. (8)22. Tungumál sem kallast á sínu eigin máli

Vlaams. (7)24. Mynd af sérstakri gerð vinsæl hjá

Rómverjum. (10)26. Annað orð yfir inngang að riti. (9)28. Og fæddi hún þá son sinn frumgetinn, og

______ hann. (7)30. Það sem prestur fer með í messulok. (12)31. Heiti sem shinobi eru betur þekktir sem.

(5)32. Ullarvinna. (7)

33. Danskt borðspil þar sem spilarar ferðast um eftir hring. (7)

36. Eftirnafn þess manns sem var sendiherra Bandaríkjana í London 1938-1940. (7)

38. Eftirnafn 16. forseta Bandaríkjanna. (7)40. Ensk skáldkona Elizabeth Barrett

__________. (8)41. Sá sem dæmir í máli utan almenns

dómstóls á grundvelli samnings þar um. (12)

42. Farfuglinn sem heitir Sterna paradisaea. (5)

43. Afbrigði af Salmo trutta sem er yfirleitt gul- eða brúnleitt. (11)

Lóðrétt1. Borg í suðvesturhluta Þýskalands. (9)2. ______ Havisham, munaðarleysingi og

sögupersóna í Great Expectations eftir Dickens. (7)

3. Áreiti sem vekur upp viðbrögð ofnæm-iskerfisins. (11)

4. Sníkjuplanta notuð sem jólaskraut. (11)5. Kynsjúkdómur sem stafar af bakteríunni

Neisseria gonorroheae. (7)6. Pollachius virens, nytjafiskur við Ísland.

(4)7. Það sem landhelgisgæsla heitir oft hjá

öðrum þjóðum. (11)

8. Krafturinn sem virðist í okkar heimi vera veikastur af hinum fjórum kröftum í strengjafræðinni. (12)

10. Fugl af svartfuglaætt, svartbrúnn á hausnum og bakinu og líkist stuttnefju. (7)

12. _____ Anka, Andrés önd á sænsku (5)14. Menn valdir til höfuðs páfanum í Róm. (8)20. Útkoman úr deilingunni. (7)21. Hlutur sem tryggir að bílvél fái hreint loft

til brennslu. (7)23. Annað heiti yfir háplöntu. (8)25. Sígrænt tré, með hvítum blómum og

dimmrauðum berjum sem tengt er jólunum. (11)

27. Núverandi heiti Persíu. (4)29. Foringi Grikkja í Trjóustríðinu. (9)30. Höfuðborg sem ber nafnið norður-höfuð-

borg. (7)33. Rómverska viskugyðjan. (7)34. Búnaður sem stillir í hóf fjöðrun hjóla á

ökutæki (7)35. Tónskáld sem samdi óperuna Vilhjálm

Tell. (7)36. Forskeyti sem merkir: rúm- (5)37. Tengdamóðir Rutar í Biblíunni. (5)39. Latneskt heiti páfaráðs. (5)

Page 41: Skólavarðan 1. tbl. 2016

HN

OT

SK

ÓG

UR

gra

físk

hön

nun

Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun ESB, er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Árlega fá yfir 1000 einstaklingar á Íslandi sem starfa við menntun á öllum skólastigum tækifæri til náms, kennslu eða starfsþjálfunar í Evrópu í gegnum áætlunina. Erasmus+ styður einnig margs konar nýsköpunar- og þróunarverkefni og samstarf skóla, fræðsluaðila og fyrirtækja í 33 Evrópulöndum.

Kynntu þér meira á www.erasmusplus.is

Tækifæri í Evrópusamstarfi

Page 42: Skólavarðan 1. tbl. 2016

42 SKóLAvARðAN MAÍ 2016

Hvað stendur upp úr í félagsstörfunum eftir veturinn sem senn er liðinn? Það sem stendur upp úr í félagsstörfum er umsýsla í tengslum við nýtt vinnumat. Hér á Suðurlandi virðist innleiðingin hafa gengið nokkuð hnökralaust fyrir sig sem er vel. Haustþingin eru hápunktur starfs okkar og þennan veturinn var það haldið á Selfossi í fyrsta skipti í um 30 ár og gekk það vonum framar. Dagskrá þingsins var efnismikil og úr nægu að moða fyrir félagsmenn okkar. Haustþingið spannar tvo daga. Fyrri daginn er aðalfyrirlestur og aðalfundur KS. Seinni dagurinn hefst á fyrirlestri og svo taka við smærri fyrir-lestrar og smiðjur. Deginum er svo lokað með faggreinafundum sem eru vel sóttir og afar gagnlegir.

Hver eru helstu viðfangsefni Kennara-félags Suðurlands um þessar mundir? Undirbúningur fyrir haustþing 2016 er helsta verkefni KS þessa stundina. Verið er að velja stað til þinghalds og afla verð-upplýsinga varðandi gistingu og mat. Stór hluti félagsmanna okkar gistir á þing-stað þannig að mikilvægt er að verð sé viðráðanlegt. Við ætlum aðeins að breyta til núna og bjóða upp á lengri vinnustofur fyrir faggreinar seinni þingdaginn sem krefst mikillar yfirlegu fyrir okkur. Ég bý að góðu samstarfsfólki í stjórn og veit að þetta á allt eftir að ganga eins og í sögu.

Hvaða tónlist ertu með í eyrunum þessa dagana? Þessa dagana hlusta ég mest á dönsku söngkonuna Tinu Dico, Inxs og U2, og svo fylgir Elvis alltaf með.

Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? Ég hefði viljað sitja í tíma hjá Martin Luther King.

Hvað finnst þér best í eigin fari? Ætli það sé ekki kímnin.

Í hvaða félögum og klúbbum ertu? Félagi náttúrufræðikennara á grunnskólastigi og Íslenskri ættleiðingu. Lítill tími fyrir annað félagsstarf.

Uppáhaldsstaðurinn hér á landi? Heið-mörkin er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Bókin á náttborðinu er? Imago-drengur-inn í mýrinni eftir Eva­Marie Liffner.

Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? Nátt-úrufræði var algjörlega mitt uppáhald.

Hundur eða köttur? Kettir hafa alltaf höfðað meira til mín.

Síðasta frábæra bíómynd sem þú sást var? La famille Bélier er algjört sálarfóður auk þess að fylla hjartað gleði.

Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? Ég myndi kenna henni jákvæðni og þakklæti.

Gætirðu hugsað þér að vera forseti Ís-lands? Nei, það gæti ég ekki hugsað mér. Ekki einu sinni ef það yrði komið að máli við mig.

Facebook eða Twitter? Hverju deildirðu síðast? Bæði Facebook og Twitter (Tístið að taka yfir). Ég deildi síðast myndbandi þar sem Obama og Jerry Seinfeld ræða það hversu lengi forsetar eigi að sitja í embætti.

FÉLAGINN SIGURÐUR HALLDÓR JESSON (46)

KÍMNIN ÞAð BESTA Í EIGIN FARIHeiðmörkin er í uppáhaldi hjá Sigurði Halldóri Jessyni og hann hefði viljað sitja kennslustund hjá Martin Luther King. Félagsstörf eru Sigurði hugleikin og hann er í framlínu grunnskólakennara hér á landi. Hann hefur ekki hug á að bjóða sig fram til forseta Íslands.

HvER: Kennari í Vallaskóla á Selfossi, stjórnarmaður í Félagi grunnskólakennara, formaður Kennarafélags Suðurlands. Situr fyrir FG í vinnuumhverfisnefnd KÍ.

Page 43: Skólavarðan 1. tbl. 2016

Einfalt að rukka eða borga með Kass- það er nóg að hafa símanúmer

Sæktu appið á kass.is

Með Kass getur þú …

- Borgað vinum þínum

- Splittað kostnaði

- Rukkað hina í hópnum

Page 44: Skólavarðan 1. tbl. 2016

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrirer nauðsyn

Lágmarksframfærsla

Lífeyrisréttindi

Viðb

ótar

lífey

rir

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3400 | [email protected] | allianz.is