skólavarðan 2. tbl. 2012

56
2.TBL. 12. ÁRG. 2012 Reyndu bara að segja okkur að við séum ekki að vinna vinnuna okkar! John MacBeath tekinn tali. BLS 23 Leikum og lærum Notkun leiklistar í skólastarfi. BLS 6

Upload: kennarasamband-islands

Post on 26-Mar-2016

254 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Höfum hemil á hópastærðum Látum ekki menntun gjalda kreppunnar!

CrisisPosters.indd 11 7/11/2012 13:48:30

2.TBL. 12. ÁRG. 2012

Reyndu bara að segja okkur að við séum ekki að vinna vinnuna okkar!John MacBeath tekinn tali. BLS 23

Leikum og lærumNotkun leiklistar í skólastarfi. BLS 6

Page 2: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Velkomin til okkar að Engjateigi 11, við tökum vel á móti þér.

Hefur þú skoðað vefsíðu LSR? Þar getur þú sótt upplýsingar með rafrænum hætti.

Lífeyr iss jóðurstarfsmanna r ík is ins

Engjateigi 11105 ReykjavíkSími: 510 6100Fax: 510 6150lsr@lsr . is

ÞEKKIR ÞÚ LÍFEYRISRÉTT

ÞINN?

www.lsr.is

Page 3: Skólavarðan 2. tbl. 2012

3

Skólavarðan 2. tbl. 2012

3

leiðari

Leiðtogar námsins„Það er núorðið almenn vitneskja að skólaþróun verður með því að treysta leiðtogahæfni kennara og getan til umbótastarfs byggist á því að útdeila valdi til þeirra.“

En gaman að loksins sé komin staðfesting á þessu sem hver maður ætti að geta séð í hendi sér og John MacBeath talaði um af mikilli andagift þegar hann heimsótti Ísland í haust. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er ekki ný tilvitnun heldur frá árinu 2005 og birtist í bókinni Improving Schools through Teacher Leadership eftir prófessorana Ölmu Harris og Daniel Muijs. „Eftir áratug endalausra umbótatilrauna þar sem kennurum er í sífellu kennt um að þær gangi ekki nógu vel hefur áhuginn á kennaranámi snarminnkað“ segja Alma og Daniel. Þau fjalla um hvernig harka og þvermóðska yfi rvalda olli kennaraskorti í BNA og Kanada uns foreldrar voru farnir að kvarta undan kennaraskorti og að nemendur væru ekki hvattir til náms með því að glæða áhuga þeirra. Fagmennska kennara hefur mætt áföllum og þurft að líða fyrir aukna áherslu á að standa skil á starfi sínu, segja þau, en ef leiðtogahlutverk kennarans er efl t vegur það þungt á vogarskálum breytinga og þróunar.

„Ofurhetjuímyndin af leiðtogum er gagnslaus“, sagði kennslufræðingurinn Michael Fullan árið 1993, fyrir tæpum tuttugu árum. „Í heimi morgundagsins ræðst velgengi af því hvernig leiðtogum tekst að fá með sér annað fólk í leitina að merkingu í lífi nu og til að byggja samfélög þar sem ábyrgð er í fyrirrúmi.“ Skólastjórinn Barry Beers segir í bók sinni Learning-Driven Schools frá 2006 að í hvert sinn sem honum hafi tekist vel upp sé það ekki síst vegna þess að kennararnir hans „þjálfuðu“ hann vel. „Það er miklu öruggara að fólk óttist mann en elski“, sagði Macchiavelli í Furstanum árið 1515. Jæja, við erum vonandi komin lengra en það, að minnsta kosti ef marka má Barry Beers.

Þetta höfum við sem sagt vitað áratugum saman, ef ekki lengur. Skólar þróast ekki nema með samvinnu og valddreifi ngu til kennara. Það sem hins vegar æpir á mig í þessari samræðu og er of sjaldan sagt upphátt er þetta:

Til að hrinda af stað samfélagsumbótum þurfum við ábyrgt, skapandi og úthaldsgott fólk með sterka samfélagslega sýn. Valdefl ing kennara smitast yfi r á nemendur, er jarðvegur skólaþróunar og ein hagkvæmasta leið út úr samfélagsógöngum sem til er, hvernig sem á það er litið. Skólayfi rvöld þurfa að sækja til kennara og skólastjórnenda þekkingu og deila með þeim valdi. Laun þurfa að hækka. Með því að ýta undir sjálfsvirðingu kennara eykst mikilvægi menntunar í augum fólks, skólar þróast og máttur nemenda og megin vex. Látum þetta nú verða með hækkandi sól.

Gleðilega hátíð,

Kristín Elfa Guðnadóttir

Kristín Elfa Guðnadóttir

Page 4: Skólavarðan 2. tbl. 2012

4

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Ritstjórar: Kristín Elfa Guðnadóttir (KEG) [email protected] og Guðlaug Guðmundsdóttir (GG) [email protected]

Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested [email protected]

Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir [email protected] / sími 595 1115

Hönnun: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson.

Ljósmyndir: Jón Svavarsson (JS), nema annars sé getið.

Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir [email protected] / sími 595 1142 eða 867 8959

Prentun: Oddi.

Útgáfustjórn KÍ, s. 595 1104 (Kristín) og 595 1106 (Guðlaug).

efnisYfirlit

Höfum hemil á hópastærðumForsíðumyndin er frá Alþjóðasamtökum kennara (EI) úr herferðinni „Menntun í kreppu“ (Education in Crisis) sem er ætlað að vekja athygli á því að menntun, alls staðar í heiminum, á undir högg að sækja vegna efnahagskreppu.

3 Leiðari

6 Leikum og lærum Leiklist í skólastarfi

8 Sjóðir Sjúkrasjóður KÍ

10 Ráðstefnur Hljóð! Um skaðlegan hávaða

12 Útgáfa Ritröð um grunnþætti menntunar

14 Kjaramál Réttindi þín í veikindum

16 Hátíð Halldór Haraldsson heiðursfélagi

18 Matstæki Greinandi próf í stærðfræði

20 Málþing um símenntun kennara

21 Fagráð Mikilvægur áfangi í starfsþróun

23 Viðtal við John MacBeath

27 Samvinna Hugleiðing í kjölfar málþings

30 Faghandleiðsla fyrirbyggir kulnun

32 Vefurinn Krítin

34 Forvarnir SAFT

35 Rannsóknir Forysta leikskólakennara

38 Rannsóknir Stóraukið álag, seinni hluti

44 Námsgögn Orðabelgur

46 Sköpun Halli um gildi skapandi starfs

48 Útgáfa Skil skólastiga

50 Slaka á Krossgáta

52 Einelti Vinsamlegt samfélag

54 Smiðshöggið Íslensk málstefna í skólum

Page 5: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Höfuðborgarsvæðið

Reykjanesbæ

Hveragerði

Borgarnesi

Stykkishólmi

Mosfellsbæ

Selfossi

AkureyriGlerártorgi ogBaldursnesi hjá BYKO

Kópavogsbraut

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Mosfellsbæ

Bíldshöfða

Skúlagötu

ÖskjuhlíðÖskjuhlíð SprengisandiSprengisandi

Kaplakrika

Búðakór

Akureyri

Borgarnesi

SelfossiReykjanesbæReykjanesbæ

BYKO Breidd

Skeifunni

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is

6 KRÓNUR Á ÞINNI STÖÐMeð KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 6 kr. afslátt.

Á afmælisdegi dælulykilshafa veitir dælulykill 10 kr. afslátt.

Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Page 6: Skólavarðan 2. tbl. 2012

6

Skólavarðan 2. tbl. 2012

6

skólastarf

„Þá sé ég atburðina, þú veist, í leiklistinni. Stundum skil ég ekki sögur þegar ég er að lesa þær af því að ég get ekki séð þær fyrir mér, eða kannski, það eru ekki myndir eða þannig.“

Stundum skil ég ekki sögurTilvitnunin hér að ofan er úr viðtali við tólf ára gamla stúlku sem hafði fengið að kynnast aðferðum leiklistar í kennslu. Stúlkan átti erfitt með lestur og kennarinn hennar brá á það ráð að segja sögu í gegnum leik og kyrrmyndir (frjósa, eða búa til myndastyttur af atburðarásinni) í þeirri von að stúlkan upplifði söguna með þeim hætti. Eftir að kennslustundinni lauk gat stúlkan sagt kennaranum sínum frá atburðarás sögunnar þótt hún hefði ekki lesið hana. Í þessari grein fjalla Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Ása Helga Ragnarsdóttir leiklistarkennarar í stuttu máli um gagnsemi leiklistar í kennslu.

Hvað er leiklist í kennslu? Leiklist er sú listgrein sem felur í sér að „leika sögur“ eða

merkingarleysur, herma eftir látbragði annarra persóna (hluta eða dýra) fyrir framan áhorfendur. Oftast er sagan merkingarbær og skrifuð fyrirfram.

Leiklist í námi er samnefnari fyrir nokkur hugtök: Leikræna tjáningu, leiklist í skólastarfi og leiklist í kennslu. Öll eiga það sameiginlegt að aðferðir leiklistarinnar eru notaðar sem kennsluaðferð með öðrum námsgreinum. Hægt er að útskýra muninn á leiklist og leiklist í kennslu þannig að leiklist (e. theatre) snýst aðallega um samband og samskipti leikarans og áhorfenda en leiklist í kennslu (e. drama education) snýst fyrst og fremst um reynslu þess sem tekur þátt.

Jonothan Neelands, prófessor í leiklist í kennslu við Warwich háskólann í Bretlandi, hefur markvisst unnið að því að brúa bilið milli leiklistar í kennslu og leiklistar sem listgreinar. Hann leggur áherslu á að um sé að ræða tvær greinar af sama stofni. Það sem skiptir máli í leiklistarkennslu er upplifun nemenda en ekki afraksturinn eins og í leiklistinni.

Leiklist í kennslu byggir á þeirri aðferð að nemendur vinni saman. Tökum sem dæmi Snorra sögu Þórarins Eldjárns. Nemendur byrja á því að lesa söguna og setja síðan upp kyrrmyndir eða spuna til að lifa sig inn í söguna. Þegar nemandi tekur þátt í leiklistinni meðtekur hann upplýsingar um ímyndaðar aðstæður, setur sig í þær og verður virkur gerandi. Hann er ekki lengur „hann sjálfur“ í tilteknum

aðstæðum, hann hefur sett sig í spor annars einstaklings. Í leiklist er lögð áhersla á að nemendur byggi á eigin reynslu, lifi sig inn í ímyndað ferli og taki að sér þær skuldbindingar sem hlutverkið krefst af þeim. Nemandinn byggir sem sagt á eigin reynslu en bætir í þekkingarforðann og öðlast nýja reynslu á meðan hann er að takast á við vandamálið og finna lausnir.

Hvað segja rannsóknir um notkun leiklistar í kennslu?• Rannsóknir sýna fram á margvíslega gagnsemi leiklistar í

kennslu. Aðferðir leiklistar virðast til dæmis henta drengjum sérstaklega vel sem eru oft skammaðir fyrir að vera órólegir vegna þess að kyrrseta þreytir þá, einkum fyrstu skólaárin. Hreyfiþroski margra drengja og hæfileiki til að sitja kyrr og einbeita sér er einfaldlega ekki til staðar þegar þeir hefja nám í grunnskóla.

• Rannsóknir sýna líka fram á nytsemi leiklistar í kennslu barna þegar um er að ræða nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða, nemendur sem hafa íslensku sem annað tungumál og nemendur sem eiga við agavandamál að stríða (Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir, 2010).

• Þá sýna rannsóknir líka að þegar leiklist er notuð í lestrarkennslu eykst skilningur nemenda á efninu með því að leika það (e. acted out), samanber áðurnefnt dæmi um stúlkuna sem átti erfitt með að lesa.

• Það er athyglisvert að með notkun leiklistar í kennslu þá eykst geta nemenda á fleiri sviðum, til dæmis í skapandi skrifum (DuPont, 1992).

• Rannsókn Ásu Helgu Ragnarsdóttur og Rannveigar Bjarkar Þorkelsdóttur (2012), „Að auka orðaforða í gegnum leiklist“, sýnir fram á eflingu málþroska í gegnum leiklist. Þeim nemendum sem eiga við námsörðugleika að stríða gengur betur að læra til dæmis tungumál og félagsfærni í gegnum leiklist (Cruze, 1995).

Það er leikur að læraLeikir barna eru mikilvægir fyrir þroska þeirra. Hversu oft og hvernig börnin leika sér skiptir máli og eins hversu flókinn leikur þeirra er. Leikur er leið barna til hugsunar og athafna (Vygotsky, 1978).

Það er leikur að læra... ef það er gert í gegnum leiklist. Leiklistin er ein hlið á leiknum. Að setja sig í hlutverk læknis eða

Texti: Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir

Leikum og lærumNotkun leiklistar í skólastarfi. Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir.

Ljós

myn

d: J

ón R

eykd

al.

Page 7: Skólavarðan 2. tbl. 2012

7

Skólavarðan 2. tbl. 2012skólastarf

lögregluþjóns eða fara í mömmu- og pabbaleik er leikur en er svo sannarlega líka leiklist.

Barnið er að herma eftir því sem það sér og prófa sig áfram í gegnum leikinn. Með leiklistinni lærir það mikilvæga þætti í lífinu svo sem samvinnu, hópastarf og ábyrgð. Námskrárfræðingurinn Elliot W. Eisner er einn þeirra sem lagt hafa áherslu á hlut listar í kennslu. Hann telur að hugir nemenda séu ekki eins og óplægður akur heldur sé hver nemandi móttækilegur fyrir þeim fræjum sem kennari sáir.

Hann telur að þegar kennt er með aðferðum lista þroski nemandinn með sér færni og viðhorf, frumkvæði örvist, sköpunarhæfni, ímyndunarafl og verklagni og nemandi fyllist stolti yfir vel unnu verki. Hann bendir jafnframt á að leiklist, rétt eins og aðrar listgreinar, hvetur nemendur til að uppgötva að það er ekki bara eitt rétt svar við mörgum mikilvægum spurningum og kenni jafnframt nemendum að smávægileg breyting getur haft mikil áhrif. Listir veita okkur reynslu sem við fáum ekki með öðru móti og í gegnum þær þjálfast nemendur í að treysta eigin dómgreind. (Eisner, 2002).

Krafa framtíðarinnar? Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er komin fram krafa sem snýr einkum að sköpunargáfu, aðlögunarhæfni og betri samskiptahæfni einstaklingsins. Þessi nýja forgangsröðun í menntamálum byggist á hugmynd um um víðtækari þjálfun ungs fólks til þess að gera það hæfara og auka sjálfstraust þess í breyttum heimi.

Við teljum að aldrei hafi verið jafnmikil þörf fyrir leiklist, hvort heldur leiklist í kennslu eða leiklist sem listgrein, því að hinn frjálsi leikur nútímabarnsins er í hættu og sumir segja hverfandi. Börn eru þátttakendur í tæknivæddu neysluþjóðfélagi sem er að mörgu leyti mjög ópersónulegt og kalt. Þeim börnum

fjölgar mjög sem hreyfa sig lítið og gera fátt annað en að meðtaka leik annarra með því að horfa á sjónvarp eða leika sér í skipulögðum leikjum sem eru ímyndun annarra. Mikilvægt er að reyna að hvetja nemendur til þess að glíma við vandamál, skapa og taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Krafa framtíðarinnar hlýtur að vera að fá út í samfélagið einstaklinga sem kunna að vinna saman. Að þeir geti beitt hugsun sinni af innsæi og sköpunarkrafti; kunni að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim á gagnrýninn hátt. Leiklist í skólastarfi er leið til að koma til móts við þessa nýju kröfu. Nemandi sem hefur þurft að setja sig í spor annarrar manneskju með því að leika hlutverk verður hæfari til að taka ákvarðanir og móta sér skoðanir sem byggjast á þekkingu á fólki, frekar en sá nemandi sem ekki hefur fengið slíkt tækifæri.

Í nýju námskránni fyrir list- og verkgreinar verður leiklist sem listgrein hluti af sviðslistum og því ber að fagna. Það er ljóst að þótt finna megi ýmis ákvæði um leiklist í námskrám undangenginna ára dugar slíkt eitt og sér ekki til að tryggja framgang hennar í skólum. Kelly (2004) leggur áherslu á að til þess að námsgrein sé notuð innan skólanna sé mikilvægt, og jafnvel nauðsynlegt, að greinin sé hluti af formlegri námskrá þeirra. Kennarar, koma svo.

Ása Helga Ragnarsdóttir er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennir við Listaháskóla Íslands. Ása er einnig leikari að mennt og hefur kennt leiklist í áratugi, bæði erlendis og á Íslandi.

Rannveig Björk Þorkelsdóttir er leiklistarkennari í Háteigsskóla og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún er leikari að mennt og hefur haldið fjölmörg námskeið í leiklist jafnt hérlendis sem erlendis.

Nemendur í Háteigsskóla. Leiklist í kennslu byggir á því að nemendur vinni saman.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir leiklist í kennslu eða leiklist sem listgrein og nú, þegar hinn frjálsi leikur nútímabarnsins er í hættu og sumir segja hverfandi.

Page 8: Skólavarðan 2. tbl. 2012

8

Skólavarðan 2. tbl. 2012sjóðir

Ein verðmætasta eign félagsmanna í KÍ er Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands. Hlutverk sjóðsins er að veita félögunum fjárhagsaðstoð vegna veikinda, slysa og dauðsfalla, veita styrki til að greiða niður endurhæfingu eftir slys eða sjúkdóma og styðja þá í fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi þeirra, heilsufar og heilbrigði. Formaður sjóðstjórnar er Kristín Stefánsdóttir og starfsmenn sjóðsins eru María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir.

Tekjur sjúkrasjóðs eru samningsbundin framlög vinnu-veitenda og vaxtatekjur. Vinnuveitendur greiða í sjóðinn fram-lag sem nemur 0,55% til 0,75% af heildarlaunum sjóðfélaga. Sjóðfélagar teljast þeir sem greitt er fyrir í sjóðinn. Félagsmenn öðlast rétt til úthlutunar eftir að iðgjöld þeirra til hans hafa verið greidd í sex mánuði.

Helstu styrkir SjúkrasjóðsMaría Norðdahl segir að sjóðfélagar geti sótt um margs konar styrki. „Ef sjóðfélagi veikist svo alvarlega að hann fari tímabundið af launaskrá eða verði fyrir launaskerðingu vegna veikinda greiðir sjóðurinn sjúkradagpeninga. Meðferðarstyrkir eru greiddir vegna meðferðar hjá meðal annars iðjuþjálfara, sjúkraþjálfara og talmeinafræðingi í allt að 25 skipti á tólf mánaða skeiði. Auk þess er meðferð hjá meðal annars viðurkenndum nuddara og nálastungusérfræðingi greidd niður í allt að 10 skipti á tólf mánaða skeiði. Sjóðfélagar geta fengið styrk vegna faghandleiðslu og vegna meðferðar hjá til dæmis fjölskyldu- og félagsráðgjafa. Styrkur fæst til kaupa á heyrnartækjum og gleraugum og laser-geislameðferðar á augum. Útfararstyrkir eru greiddir vegna andláts sjóðfélaga eða barna þeirra að 18 ára aldri.“

Sjóðurinn greiðir almennt ekki styrki til lyfjakaupa en þurfi sjóðfélagi að greiða hátt verð fyrir rannsóknir eða aðgerðir geta þeir sótt um styrk í sjóðinn, að sögn Maríu. Hún bætti við að sjóðurinn greiði styrk vegna fæðingar barns og ættleiðingar og endurgreiði hluta kostnaðar við glasafrjóvgun og tæknisæðingu.

Sjúkrasjóður gegnir mikilvægu forvarnarhlutverki sem felst, að sögn þeirra Maríu og Kristínar, í því að greiða að fullu fyrir reglubundna krabbameinsleit og greiddir eru styrkir vegna krabbameinsskoðunar á ristli og blöðruhálskirtli. Hann greiðir að fullu áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd og greiðir niður dvöl á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.

Nýjar úthlutunarreglur, hækkun styrkjaÞann 1. október sl. var úthlutunarreglum breytt en þær eru uppfærðar reglulega. Að sögn Kristínar Stefánsdóttur fólust breytingarnar einkum í hækkun styrkja. Flestallir styrkir hefðu hækkað talsvert enda hefði verðlag hækkað verulega undanfarin misseri án þess að launhækkanir héldu í við það. Hún nefndi sem dæmi um breytingar að sjúkradagpeningar og algengustu meðferðarstyrkir hefðu verið hækkaðir um tíu prósent.

Engir styrkir til líkamsræktarSjúkrasjóður greiðir ekki niður kostnað við líkamsrækt sjóðfélaga. Kristín var spurð hverju þetta sætti. Hún sagði að talsvert væri spurt um slíka styrki og sjóðstjórn hefði sannarlega fjallað um þá. Niðurstaða hefði orðið sú að styrkja ekki líkamsrækt þótt viljinn til þess væri fyrir hendi. Rökin fyrir þeirri niðurstöðu eru að yfirleitt sé sá kostnaður viðráðanlegur fyrir fólk en þyngst vegur að þótt sjóðurinn standi nokkuð vel

Sjúkrasjóður Kennarasambands ÍslandsTexti: GG

María Norðdahl, Kristín Stefánsdóttir og Sigrún Harðardóttir.

Page 9: Skólavarðan 2. tbl. 2012

9

Skólavarðan 2. tbl. 2012sjóðir

þá yrði hann fl jótlega uppurinn ef hann greiddi niður líkamsrækt félaganna. „Stjórn sjóðsins metur það svo að mikilvægara sé að standa við bakið á sjóðfélögum þegar veikindi herja á þá. Dæmi eru um að sum sveitarfélög styrki starfsmenn sína, t.d. með fríum sundkortum ,“ sagði Kristín.

Umsóknir í sjúkrasjóðSjóðfélagar sem hyggjast sækja um styrk í Sjúkrasjóð verða að halda kvittunum og öðrum nauðsynlegum gögnum til haga. Hægt er sækja um styrki rafrænt með því að fara inn á Mínar síður á heimasíðu KÍ. Kvittanir er hægt að skanna og senda á myndrænu formi með umsókninni. Einnig er hægt að koma í Kennarahúsið á fund Maríu og Sigrúnar og fylla út þar til gerð eyðublöð og sýna kvittanir og gögn. Umsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði og eru upplýsingar um umsækjendur dulkóðaðar. Staðgreiðsla skatta er tekin af öllum styrkfjárhæðum sjúkrasjóðs nema útfararstyrkjum . Frá 1. janúar 2012 er skattlagt skv. skattþrepi 2, þar sem skattprósentan er 40,24% af öllum skattskyldum styrkjum og sjúkradagpeningum.

Sjúkrasjóðurinn var stofnaður á stofnþingi KÍ árið 1999. Stjórn hans skipa fi mm manns sem kosnir eru á þingi KÍ. Formaður er kjörinn sérstaklega. María og Sigrún veita upplýsingar um sjúkrasjóð á skrifstofutíma en á vef KÍ eru allar upplýsingar aðgengilegar. Með því að fara inn á Mínar síður geta félagsmenn skoðað hver staða þeirra sjálfra er í hverjum styrkfl okki.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460www.belladonna.is

Verslunin Belladonna á Facebook

Stærðir 40 – 58

Full búð af

flottum fötum

fyrir flottar konur

Flestallir styrkir hækkuðu talsvert enda hefur verð-lag hækkað verulega undanfarin misseri án þess að launahækkanir haldi í við það.

Nú stendur yfir skráning í einingabært nám fyrir starfandi kennara og fleiri starfsstéttir á vorönn 2013.

dæmi um nokkur námskeið:• Forysta í opinberri stjórnsýslu• Mannréttindanálgun í þjónustu: Breytt

hlutverk fagstétta • Virðing og fagmennska • Menntun og kyngervi: Orðræðan um

drengi og stúlkur • Náttúruvísindi á 21. öld • Leiðsögn og starfsmenntun -

rannsóknir, kenningar og stefnur

Skráning fer fram áheimasíðu SRRUpplýisngar ísíma

525 - 5983 http://vefsetur.hi.is/srr

einingabært nám

Skráningarfrestur er til 30. nóvember

Page 10: Skólavarðan 2. tbl. 2012

10

Skólavarðan 2. tbl. 2012ráðstefnur

SKÓLINN ER

VINNUSTAÐUR

BARNA!

o

BOOM

Texti: Hafdís D. Guðmundsdóttir

Mynd: Frá skipuleggjendum ráðstefnu

Hljóð!Á ráðstefnu sem haldin var 12. og 13. október töluðu tíu íslenskir og fimm erlendir sérfræðingar um þau skaðlegu áhrif sem hávaði í námsumhverfi barna getur haft á rödd, heyrn og líðan barna og kennara. Ráðstefnan var haldin af The Nordic Voice Ergonomic Group til að heiðra minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur raddmeinalæknis.

Um skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi

Page 11: Skólavarðan 2. tbl. 2012

11

Skólavarðan 2. tbl. 2012ráðstefnur

Börn og hávaðiEyrað er viðkvæmt og afar mikilvægt líffæri og skemmdir í því geta leitt til varanlegrar heyrnarskerðingar. Það er ljóst að eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna. Þrátt fyrir það hafa áhrif hávaða á heilsu barna ekki verið mikið rannsökuð. Vísbendingar eru þó um að hávaði geti leitt til heyrnardeyfu, svefntruflana og blóðþrýstingshækkunar.

Talið er að sálfélagslegur vandi barna geti tengst hávaða. Hávaði orsakar þó ekki til dæmis geðraskanir en hann getur aukið á einkennin. Stanslaus hávaði hjá skólabörnum getur dregið úr athygli, sjónskerpu og heyrngreiningu og þar með haft neikvæð áhrif á málþroska, minni við flóknari úrlausnarefni, lestrarkunnáttu og námsárangur. Í stöðugum hávaða lærir barn það helst að hlusta ekki.

Kennarar og röddSamkvæmt þeim rannsóknum sem sagt var frá á ráðstefnunni glíma 11-29% kennara við vandamál tengd röddinni, til dæmis þurrki, ertingu, sviða, kekki, hæsi án kvefs og ræskingaþörf. Allt að 13% þjást af raddmeinum svo sem raddbresti og hnúðum á raddböndum. Raddvandamál kennara hafa aukist mikið síðastliðin tuttugu ár og talið er að fjölgun nemenda, meiri hávaði og aukin streita hafi haft áhrif þar á. Kennarar eru meðal þeirra sem leita hvað mest til læknis vegna raddvandamála og óþæginda þeim tengdum. Helstu áhættuþættir eru hljóðvist og hávaði, loftgæði innanhúss, líkamsstaða, vinnumenning og streita. Þar af hefur streita sterkustu fylgnina við raddvandamál. Ætla má að þessir áhættuþættir séu ef til vill til staðar í hverri einustu skólastofu.

Röddin er atvinnutæki kennara. Hún er tæki okkar til að miðla fræðslu til nemenda og halda aga. En af hverju erum við ekki meðvitaðri um hættuna sem hávaði skapar röddinni? Í fyrsta lagi hefur okkur ekki verið kennt nægjanlega mikið um heyrn, rödd, raddbeitingu og hávaða. Í öðru lagi þá heyrum við svo óskaplega vel í okkur sjálfum þegar við tölum að við gerum okkur alls ekki grein fyrir því hvernig rödd okkar hljómar í eyrum annarra eða á því hversu langt hún berst. Of mikil fjarlægð milli kennara og nemenda hefur til dæmis mikið að segja þar sem að hljóð dofnar eftir því sem að fjarlægðin eykst. Fram kom að í um átta metra fjarlægð heyrir nemandi aðeins um 30% af því sem kennari segir. Í þriðja lagi þá veldur hávaði ekki beinum líkamlegum sársauka og heyrnarmissir gerist hægt og rólega í gegnum árin. Því er ekki um bráðatilfelli að ræða og við höfum því tilhneigingu til að ýta vandanum á undan okkur of lengi.

Raunveruleikinn í skólanum?Tal sem barn á að heyra þarf að vera í meiri styrk en kliðurinn sem er í kring. Til að nemendur heyri og skilji vel það sem er sagt er talið að kennari þurfi að tala 15-20 desiBel yfir umhverfishljóðum. Í rannsókn á íslenskum leikskólum sem gerð var árið 2006 kom í ljós að jafngildishljóðstig var oftar en ekki hærra en 85 dB og hljóðtoppar fóru upp í 125 dB. Í hefðbundnum kennslustofum í grunn- og framhaldsskólum má gera ráð fyrir jafngildishljóðstigi frá 56 dB upp í allt að 71 dB. Enn hærri tölur er að finna í matsölum skóla, íþróttasölum og innanhúss sundlaugum. Þetta þýðir að rödd kennara gæti þurft að fara upp í eða jafnvel yfir hámarksstyrk raddarinnar en ofreynsla er við 100 dB, mælt í 30 sm fjarlægð frá munni. Þannig verður ómögulegt fyrir kennara að koma skilaboðum sínum til barnanna þar sem mál hans kemst alls ekki til skila. Þá er ekki tekið tillit til þeirra barna sem þurfa meiri styrk, svo sem barna með heyrnardeyfu, skerta greind eða annað móðurmál en íslensku. Að auki eru viðmiðunarmörk fyrir fullorðna til að nota heyrnahlífar við vinnu 85 dB og við 121 db í styrk má fullorðinn einstaklingur aðeins dvelja í 7,5 sekúndu til að skaða ekki heyrnina (sársaukamörk). Því er ljóst að í einhverjum tilfellum eru aðstæður þannig að bæði rödd kennara og heyrn nemenda og kennara er í hættu.

Hávaði er ekki lögmál!Það kom skýrt fram að vitundarvakningar sé þörf en líka að hávaði í skólum er ekki lögmál. Sýnd voru dæmi frá skólum sem hafa markvisst unnið að því að draga úr hávaða, til dæmis með því að leggja áherslu á aga í sinni skólastefnu, hafa leiðbeiningar fyrir nemendur áberandi og myndrænar ásamt því að nota margvísleg hagnýt úrræði til að draga úr umhverfishávaða. Nýleg rannsókn Valdísar I. Jónsdóttur, radd- og talmeinafræðings og frummælanda á ráðstefnunni, á nokkrum almennum leikskólum og sjálfstætt starfandi leikskólum bendir m.a. til þess að leikskólastefna geti haft áhrif á hávaða. Niðurstaða hennar var sú að til þess að draga úr hávaða þá skipti eftirfarandi þættir helst máli: (leik)skólastefna, fjöldi barna í rými, agastjórnun, val á leikföngum/tækjum og að dregið sé úr hávaða frá húsgögnum, til dæmis borðum, stólum og borðbúnaði.

Margt annað athyglisvert kom fram á ráðstefnunni til dæmis um nýja byggingarreglugerð og staðla, lög, hljóðvist, rannsóknir, opin kennslurými,samfélagslegan kostnað og bætur vegna raddskaða, líkamlega þætti raddar og heyrnar, vinnuvernd o.fl. Dagskrá og útdrætti er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar www.rodd.is og upptökur af öllum erindum má finna á www.youtube.com með því að slá inn í leitarglugga „Ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða“.

Röddin er atvinnutæki kennara. Hún er tæki okkar til að miðla fræðslu til nemenda og halda aga. En af hverju erum við ekki meðvitaðri um hættuna sem hávaði skapar röddinni?

Page 12: Skólavarðan 2. tbl. 2012

12

Skólavarðan 2. tbl. 2012Útgáfa

Texti: GG

Þrjú af sex þemaheftum um grunnþætti menntunar eru komin út hjá Námsgagnastofnun. Þemaheftin mynda ritröð sem fjallar um grunnþættina sex sem verða rauði þráðurinn í öllum námsgreinum þegar nýjar aðalnámskrár hafa verið innleiddar í skólum landsins. Heftunum er meðal annars ætlað að verða leiðarvísar í skólastarfi nu, auðvelda skólafólki að átta sig á inntaki grunnþáttanna og fl étta þá inn í starf sitt. Í heftunum eru stuttar fræðilegar umfjallanir um hvern þátt, hugmyndir um leiðir og hagnýtar ábendingar en ekki er um beinar kennsluleiðbeiningar að ræða.

Ritin þrjú sem koma út að þessu sinni heita: Læsi, Sköpun og Lýðræði og mannréttindi. Stefnt er að því að seinni þrjú ritin komi út í byrjun næsta árs.

Bygging heftanna er með svipuðu formi og í sameiginlegum formála þeirra segir m.a. að ábyrgð og frumkvæði við innleiðingu grunnþáttanna hvíli á herðum skólastjórnenda í samvinnu við kennara og annað starfsfólk skóla. Þeir gegni forystuhlutverki í samvinnu við sitt fólk við að tryggja að grunnþættirnir endurspeglist í stefnu skólans og starfsháttum. Skapa þurfi vettvang fyrir kennara og aðra starfsmenn til að skipuleggja hvernig grunnþáttunum verði best fyrir komið í daglegu starfi . Dæmi um leiðir til þess eru t.d. leshringir, hópvinna og umræður, kaffi húsafundir, umfjöllun um einstaka kafl a, SVÓT-greining, áætlanagerð og sjálfsmat. Bent er á fl eira til að meta samskipti og skólabrag út frá grunnþáttunum og fl étta þá inn í daglegt skólastarf. Mikilvægt sé að skoða með opnum huga og gagnrýnum augum viðhorf okkar og venjur í ljósi grunnþátta menntunar.

Heftin eru mjög læsileg og varpa ljósi á margt sem kennurum hefur þótt snúið við innleiðingu nýju námsþáttanna. Hugtök eru skýrð, spurningum varpað fram og svarað en jafnframt er ljóst eftir lestur heftanna að hin nýja sýn á menntun er á margan hátt gerólík þeirri hefð sem skapast hefur í skólum um langan aldur. Heftin ættu að koma að góðu gagni sem umræðugrundvöllur og leiðarljós að boðuðum og tímabærum breytingum. Stefán Jökulsson er höfundur Læsis, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson skrifuðu Sköpun, og Lýðræði og mannréttindi er eftir Ólaf Pál Jónsson og Þóru Björgu Sigurðardóttur. Kápu hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir.

Öll þemaheftin eru gefi n út á rafrænu formi og prentuð í takmörkuðu upplagi. Eintak verður sent í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla. Rafrænu útgáfuna má nálgast í útgáfuskrá mennta- og menningarmálráðuneytisins og á vef Námsgagnastofnunar.

„Að læra að sigla í þessum skilningi felur í sér meira en getu til að láta berast með vindinum, jafnvel þótt maður komist á góðan skrið með því móti. Að fresta því að taka stefnu í lífi nu er einmitt að láta berast með vindinum. Menntun verður því að vera lífsmenntun ef hún á að vera virkilega eftirsóknarverð. Menntun sem beinist ekki bara fram á við eða sem miðar að sífelldri endurnýjun, heldur miðar að

því að mennta alla manneskjuna og gera hana að geranda í eigin lífi . Það er nefnilega munur á því að vera alltaf að mennta manneskjuna og hinu að mennta alla manneskjuna“ (Lýðræði og mannréttindi, bls. 59).

„Við þurfum á skapandi hugsun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Við þurfum á listum og menningu að halda til að spegla okkur í, átta okkur á okkur sjálfum og skilja hvert annað betur. Með skapandi huga og aðferð að leiðarljósi er hægt að búa til fjölbreytt og kraftmikið samfélag þar sem greinar sem byggjast á hugverkum og framsæknar lausnir á öðrum sviðum

verða þungamiðja í atvinnusköpun“ (Sköpun, bls. 11).

„En ég hugsa um læsi sem merkingarsköpun með tilteknu táknkerfi og ákveðinni tækni eða tæknimiðli. Stundum koma mörg táknkerfi við sögu í sama tæknimiðli, eins og t.d. í sjónvarpi þar sem um er að ræða samspil lifandi mynda, ljósmynda, talmáls og prentmáls og alls konar grafíkur. Og ekki má gleyma tónlistinni. En núna ráða tölvur við öll þessi táknkerfi og með réttum jaðartækjum má búa til alls kyns efni í

þeim. Þannig að læsi með nýjum formerkjum snýst um að gera nemendur læsa á alls kyns mál og þjálfa þá í að búa til ýmiss konar efni“ (Læsi, bls. 11).

Mennta- ogMenningarráðuneytið NámsgagNastofNuN

Mennta- ogMenningarráðuneytið NámsgagNastofNuN

Mennta- ogMenningarráðuneytið NámsgagNastofNuN

Ritröð um grunnþætti menntunar fyrir öll skólastig

Page 13: Skólavarðan 2. tbl. 2012

fyrir hrey�þroskann minn Fyrir sköpunargáfurnar mínar

fyrir raunvísindaþroskann minn fyrir félagsþroskann minn

Hjá Krumma fæst vandaður efniviður í skólastar�ð

inn

Fyrir s g

Page 14: Skólavarðan 2. tbl. 2012

14

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Réttindi þín í veikindumIngibjörg ÚlfarsdóttirLaunafulltrúi KÍ

Ljósmynd: Steinunn Jónasdóttir

kjaramál

Veikindaréttur þinn miðast við starfsaldur og verður mest 360 dagar eftir 18 ár í starfi. Við mat á ávinnslurétti skal auk starfsaldurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja starfsaldur hjá stofnunum ríkis, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé. Veikindaréttur flyst með starfsmanni milli sveitarfélaga. Til að geta flutt veikindarétt með sér þarf starfsmaður að hafa unnið einhvern tíma í 12 mánuði samfellt hjá sama vinnuveitanda. Á fyrstu 3 mánuðum samfelldrar ráðningar er þó fyrri þjónustualdur ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi samfelldan þjónustualdur hjá fyrri launagreiðendum í 12 mánuði eða meira. Starfsaldur getur verið vegna annarra starfa en kennslu hjá ríki og sveitarfélögum og ber að telja þann starfsaldur einnig. Það er því mikilvægt að starfsmaður haldi utan um starfsaldur sinn og biðji um starfsvottorð þar sem hann hefur starfað.

Allir dagar telja í veikindum. Ef starfsmaður er veikur í hálfan dag telst það sem einn veikindadagur og þá skiptir ekki máli hvort starfsmaður er í hlutastarfi eða ekki. Sama á við ef starfsmaður er með 50% vottorð og 50% í starfi. Sá sem er veikur á föstudegi og mánudegi telst því veikur í fjóra daga, en sá sem er veikur á föstudegi og kemur til vinnu á mánudegi telst veikur í einn dag.

Laun í veikindum eru ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa nema þegar um vinnuslys er að ræða en þá heldur starfsmaður greiðslum þar til hann telst vinnufær eða hann tæmir rétt sinn til launa, hvort sem fyrr næst. Auk mánaðarlauna greiðast í veikindum föst yfirvinna og meðaltal tilfallandi yfirvinnu. Í veikindum kennara skal greiða samkvæmt þeirri stundaskrá sem í gildi er eða síðast gilti miðað við upphaf veikinda hans. Ný vinnuskýrsla er ekki undirrituð fyrr en starfsmaður kemur til starfa á ný. Ef starfsmaður fullnýtir veikindarétt sinn á hann rétt á að sækja um sjúkradagpeninga til Sjúkrasjóðs KÍ.

Starfsmaður getur að læknisráði og með leyfi yfirmanns unnið skert starf, t.d. 50% starf og 50% veikindi og er greiðsla veikindalauna miðað við það starfshlutfall sem vantar á

að hann vinni fullt starf. Taki viðkomandi starfsmaður að sér meiri vinnu en vottorð læknis gerir ráð fyrir er litið svo á að hann sé vinnufær að stærri hluta en talið var og taki því veikindalaun að sem því nemur minni hluta, allt að fullum dagvinnulaunum. Hver dagur í veikindum telst sem einn veikindadagur þó starfsmaður sé með 50% vottorð og 50% í starfi. Ef starfsmaður fullnýtir veikindarétt sinn í hlutaveikindum, kviknar ekki réttur fyrir ónýttan hluta nema starfsmaður verði veikur að fullu.

Ef slys verður á vinnustað skal launagreiðandi greiða öll útgjöld sem starfsmaður hefur orðið fyrir og slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki. Þetta getur t.d. verið kostnaður vegna læknisheimsókna, vottorða, sjúkraþjálfunar o.þ.h.

Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, verður viðkomandi að endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Yfirmaður getur krafist vottorðs hvenær sem er, ef þörf þykir á, og skiptir þá ekki máli hvort heldur er, skammtíma- eða langtímaveikindi. Skylt er starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr um hvort forföll séu lögmæt. Starfsmaður þarf ekki að gefa yfirmanni nákvæma lýsingu á veikindum sínum ef hann kýs svo, en yfirmaður getur nýtt sér rétt sinn til að senda starfsmann til trúnaðarlæknis og fá vottorð sé talin þörf á því. Veikindi starfsmanns eru hans einkamál en fjarveru frá vinnu þarf að ræða við yfirmann.

Ef um almenna læknisheimsókn á vinnutíma er að ræða er ekkert í kjarasamningi sem tekur á því. Almennt getur fólk fengið leyfi til þess að fara til læknis án þess að það hafi einhverjar afleiðingar í för með sér líkt og að dregið sé af því einn veikindadagur. Ef starfsmaður hefur vottorð frá lækni þá getur viðkomandi verið á launum vegna veikinda, þó svo að

Page 15: Skólavarðan 2. tbl. 2012

15

Skólavarðan 2. tbl. 2012kjaramál

hann fari á vinnutíma. Barnshafandi konur eiga hins vegar rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.

Þegar starfsmaður hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í einn mánuð ber honum að skila svokölluðu starfshæfnisvottorði þegar hann hefur störf á ný. Starfsmaður má ekki hefja störf án þess að læknir votti að heilsa hans leyfi og heimilt er að krefjast vottorðs trúnaðarlæknis. Það er mjög mikilvægt að vinnuveitandi óski eftir starfshæfnisvottorði að loknum veikindum svo starfsmaður geti farið að ávinna sér veikindaréttinn að nýju. Óski vinnuveitandi ekki eftir því ber að líta svo að starfsmaður sé starfhæfur á ný.

Veikindaréttur fellur niður við starfslok hvort heldur starfsmaður segir upp starfi eða honum er sagt upp störfum. Hafi starfsmanni borist uppsögn með venjulegum uppsagnarfresti en veikist eftir það greiðast laun ekki lengur en til loka ráðningartímans. Hafi veikindi hins vegar borið að áður en til uppsagnar kemur heldur starfsmaðurinn veikindarétti sínum þar til hann er vinnufær á ný eða veikindaréttur er tæmdur. Vinnuveitanda er þar af leiðandi ekki mögulegt að skerða veikindarétt starfsmanns með uppsögn úr starfi. Mikilvægt er að leita upplýsinga hjá KÍ ef starfsmaður íhugar

Upplýsingar um veikindarétt má nálgast á vef KÍ og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected] eða hringja síma 595 1111.

uppsögn vegna veikinda svo réttindum sé ekki fyrirgert með ótímabærri uppsögn.

Þegar starfsmaður segir starfi sínu lausu eða er leystur frá störfum vegna heilsubrests, varanlegrar óvinnufærni eða ef viðkomandi hefur tæmt veikindarétt og/eða haldið starfinu launalaust jafn lengi og veikindaréttur varði þá skulu honum greidd svokölluð lausnarlaun. Lausnarlaun eru þriggja mánaða laun sem greidd eru starfsmanni sem leystur er frá störfum enda votti læknir að hann sé varanlega óvinnufær. Þetta á við þegar starfsmaður hefur verið samfellt frá vinnu vegna veikinda eða slysa launalaust í jafnlangan tíma og þann tíma er hann átti rétt á að halda launum í veikindum. Mikilvægt er að nýta fyrst rétt til sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði KÍ áður en lausnarlaun greiðast, ef það á við, þar sem ráðning rofnar þegar lausnarlaun hafa verið greidd og viðkomandi er þar með ekki lengur félagsmaður í KÍ. Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði KÍ sem greiðir sjúkradagpeninga til félagsmanna sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir skerðingu á launum vegna veikinda eða slysa.

Nánari upplýsingar um veikindarétt má nálgast á vef KÍ og einnig má senda fyrirspurnir til mín í tölvupósti á netfangið [email protected] eða hringja hingað í síma 595 1111.

Page 16: Skólavarðan 2. tbl. 2012

16

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Texti: GG

hátíð

Það ríkti mikil gleði og hátíðarstemmning í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október sl. Prúðbúnir gestir þyrptust að og eftirvænting ríkti. Á sviðinu voru tveir flyglar og á vegginn gegnt tónleikagestum var varpað mynd af Halldóri Haraldssyni píanókennara við hljóðfærið. Halldór fyllir flokk dáðustu tónlistarkennara landsins og nemendur hans hvort sem er í píanóleik eða úr píanókennaradeild hafa mjög margir helgað sig tónlistinni og starfa við hana. Það voru fyrrverandi nemendur, samstarfsfólk og vinir Halldórs sem buðu til tónlistarveislunnar þetta laugardagssíðdegi, tilefnið var sjötíu og fimm ára afmæli Halldórs fyrr á þessu ári. Þannig vildu þeir færa honum þakkir fyrir ómetanlegt framlag á sviði lista-, mennta- og menningarmála. Á þriðja tug hljóðfæraleikara steig á stokk og lék á hljóðfærin sín honum til heiðurs auk þess sem hann lék sjálfur nokkur verk. Stjórn Félags tónlistarskólakennara notaði síðan tækifærið og gerði Halldór að heiðursfélaga FT á þessum tímamótum. Sigrún Grendal formaður félagsins og Jón Hrólfur Sigurjónsson varaformaður afhentu Halldóri skjal því til staðfestingar.

Á efnisskránni voru fjölbreytt verkefni þótt klassísk píanóverk hafi verið mest áberandi. Leikið var verk fyrir eina hönd, tvíhent, fjórhent og mikla lukku vakti þegar átta píanóleikarar léku saman mars fyrir sextán hendur á tvo flygla. Leikið var á

hörpu, sungið og Tríó Reykjavíkur kom fram Halldóri til heiðurs en hann er einn af stofnendum þess og lék með því allt til ársins 1996.

Fjölhæfur uppfræðariGefin var út vönduð efnisskrá fyrir tónleikana og þar segja nokkrir nemendur Halldórs frá kynnum sínum af honum. Þeim ber saman um að tímarnir hafi verið einstaklega gefandi, hann hafi kennt þeim svo miklu fleira en að leika á píanó. Ef nemandi mætti án þess að hafa æft sig vel var samt hægt að nýta tímann vel. Halldór er mikill áhugamaður um lestur góðra bóka og sagði hann nemendum sínum gjarnan frá því sem hann var að lesa hverju sinni. Hann fræddi þá um tónskáld, stefnur og strauma og gaf þeim hlutdeild í hugðarefnum sínum, t.d. brennandi áhuga á austurlenskri speki.

Tilhlökkunarefni að fara í tíma til Halldórs Arndís Björk Ásgeirsdóttir skrifar að námi sínu hjá Halldóri hafi ekki lokið við útskrift. „Ég hringi ennþá í hann til að spyrja hann um ýmislegt og aldrei kemur maður að tómum kofanum því Halldór hefur viðhaldið forvitninni og er alltaf að kynna sér eitthvað nýtt sem hann síðan miðlar áfram.“ Ingibjörg Þorsteinsdóttir skrifar: „Þó mikill tími og einbeiting

Tónlistarveisla í Salnum í tilefni 75 ára afmælis.

Halldór Haraldsson heiðursfélagi í FT

Jón Hrólfur Sigurjónsson, Sigrún Grendal, Halldór Haraldsson og Susan Haraldsson.

Page 17: Skólavarðan 2. tbl. 2012

17

Skólavarðan 2. tbl. 2012hátíð

færi í alls konar tæknilega hluti í píanóleik og kennslu varð mér ljósara með hverjum tíma hve víðtækum áhuga og kunnáttu Halldór hafði að miðla. Þarna fór mér loks að skiljast hvernig listirnar tengjast allar saman og hversu stór hluti þær eru af lífinu sjálfu.“ Þóra Fríða Sæmundsdóttir skrifar: „Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í tíma til Halldórs. Hann var iðulega jákvæður og uppörvandi en alltaf hógvær. Hógværð hans hafði þau áhrif á nemendur að þeir báru virðingu fyrir honum og reyndu allir að gera sitt besta.“ Jón Sigurðsson skrifar: „Kennslustundirnar hjá Halldóri voru heimur sem ég vildi dvelja í sem lengst.“

Glæstur ferill píanóleikaraHalldór á að baki glæstan feril sem píanóleikari en menntun sína hlaut hann hér á landi og voru kennarar hans, m.a. Árni Kristjánsson og Jón Nordal. Síðan lá leið hans til Lundúna þar sem hann var við nám í Royal Academy of Music. Hann kom fyrst fram opinberlega í Austurbæjarbíói árið 1965. Þeir tónleikar mörkuðu upphafið að farsælum ferli Halldórs en hann hefur margoft komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hérlendis og erlendis og verið virkur í flutningi kammertónlistar en hann var einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur árið 1988

Á þriðja tug tónlistarmanna steig á stokk í Salnum og lék á hljóðfæri Halldóri til heiðurs.

ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran. Halldór og Gísli heitinn Magnússon áttu farsælt samstarf og hljóðrituðu þeir og gáfu út tvær hljómplötur með verkum fyrir tvö píanó.

Hann kenndi við Tónmenntaskólann í Reykjavík en lengst af við Tónlistarskólann í Reykjavík og var skólastjóri þar frá 1992-2003. Síðustu ár hefur hann kennt við Listaháskóla Íslands. Hann hefur auk þess haldið svokallaða „masterklassa“ í píanóleik hérlendis og erlendis um árabil.

Halldór hefur verið mikilvirkur í fag- og félagsmálum tónlistarfólks gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum Félags píanókennara 1970 en félaginu var breytt í Félag tónlistarkennara 1973 og eru þessi félög fyrirrennarar Félags tónlistarskólakennara í Kennarasambandi Íslands. Halldór sat í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna um ára bil og stofnaði Íslandsdeild Evrópusambands píanókennara. Hann hefur komið að fræðslumálum píanófagsins á marga vegu auk þess að skrifa um tónlist í blöð og fjalla um hana í útvarpi.

Halldór hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Árið 1988 hlaut hann viðurkenningu Associate of the Royal Academy of Music í Lundúnum og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu tónlistar árið 2003. Eiginkona Halldórs er Susan Haraldsson.

Page 18: Skólavarðan 2. tbl. 2012

18

Skólavarðan 2. tbl. 2012matstæki

Greinandi próf í talna- og aðgerða-skilningi er matstæki sem Dóróþea G. Reimarsdóttir sérkennslufræðingur hannaði til að greina vanda þeirra nemenda sem slökustum árangri ná á samræmdu stærðfræðiprófi í 4. bekk.

Það hentar einnig til að skoða stöðuna hjá yngri sem eldri nemendum. Þetta er einstaklingspróf sem hver og einn getur notað eins og honum þykir best henta því það er ekki staðlað. Mögulegt er að velja úr því nokkur viðfangsefni eða nota prófið í heild sinni, allt eftir því hvað þarf til að safna þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að átta sig á stöðu nemandans. Sá sem metur skoðar vinnubrögð nemandans, skilning hans og hvaða leiðir hann fer til að komast að niðurstöðu. Greinandi próf sem þetta miðar að söfnun upplýsinga sem nýtast við að skipuleggja áframhaldandi kennslu viðkomandi barns.

Uppbygging Greinandi prófs í talna- og aðgerðaskilningi er í tveimur hlutum og lagt fyrir munnlega. Fyrri hlutinn metur nokkra undirþætti talna- og aðgerðaskilnings en síðari hlutinn aðgerðaskilninginn sérstaklega. Leitað var í smiðju erlendra fræðimanna um hvernig skilgreina mætti talna- og aðgerðaskilning. Á þeim grundvelli setti Dóróþea fram skilgreiningu sem fyrri hluti prófsins byggist á. Áfangamarkmið námskrár um talna- og aðgerðaskilning við lok 4. bekkjar voru flokkuð undir hvern lið skilgreiningarinnar og matsverkefnin samin út frá því. Undir hverjum lið eru nokkur verkefni sem eiga að varpa ljósi á þekkingu nemandans á viðkomandi sviði. Skipting fyrri hlutans í undirþætti er sem hér segir:

1. Skilningur á merkingu og stærð talna, t.d. röðun og fjölda.

2. Skilningur á fjölbreyttri og jafngildri samsetningu talna, t.d. að 70 er jafn mikið og 50+20 eða 2•35.

3. Skilningur á hlutfallslegri stærð talna, t.d. að talan 47 er stór miðað við 4 en lítil miðað við 1000 og u.þ.b. jafn stór og 50.

4. Skilningur á áhrifum aðgerða á tölur, t.d. hvaða aðgerð hentar best.

5. Tilfinning fyrir stærðum í umhverfinu, t.d. hvað metri er langur..

6. Gott vald á útreikningum, t.d. aðferðum við hugarreikning og lausn dæma eins og 36 + 47.

7. Skilningur á tugakerfinu, t.d. leikni í að lesa úr tölum, skrá tölur og breyta úr einni einingu sætiskerfisins yfir í aðra.

Síðari hluti prófsins inniheldur orðadæmi fyrir allar reikniaðgerðirnar af þremur þyngdarstigum fyrir hverja þeirra í samræmi við bandarískt flokkunarkerfi á þyngdarstigi verkefna innan reikni-aðgerðanna fjögurra; samlagningar, frádráttar, deilingar og margföldunar. Höfundar flokkunarkerfisins eru fræðimennirnir Carpenter, Fennema og Franke. Fyrst á að finna heildina (a * b = ___), næst að finna hvað breyttist (a * ____= c) og síðast upphafið (____* b = c).

NiðurstöðurDóróþea hefur um árabil lagt mat á talna- og aðgerðaskilning nemenda á ýmsum aldri og lagt hugmyndir Greinandi prófs í talna- og aðgerðaskilningi til grundvallar. Reynslan sýnir að flest þau börn sem ná ekki tökum á stærðfræði hafa takmarkaða færni í meðferð talna.

Að spila kasínu eflir rökhugsun og talnaskilningi.

Greinandi próf í talna- og aðgerðaskilningi

Þeim hættir til að ruglast í talnaröðinni, eiga erfitt með að telja aftur á bak, ráða illa við að telja á tugum og skilningur þeirra á tugakerfinu og sætiskerfinu er slakur. Einnig er hugtakaskilningur þeirra yfirleitt takmarkaður sem og vitund þeirra um lengd, þyngd, tíma og peninga. Mörg sitja föst í seinvirkum lausnaleiðum, til dæmis að telja á fingrum sér við samlagningu lágra talna. Ein virkasta leið til úrbóta hefur verið einfaldir lotubundnir heimapakkar sem foreldrar hafa unnið að með börnum sínum undir verkstjórn skóla. Spil hafa einnig reynst vel.

NámskeiðGreinandi próf í talna- og aðgerðaskilningi var lokaverkefni Dóróþeu til diplómaprófs í sérkennslufræðum. Það fæst einungis sem hluti af gögnum námskeiðs en nokkur slík hafa verið haldin á undanförnum árum. Núna standa yfir námskeið á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri og Skólaskrifstofu Austurlands og eru þau námskeið að hluta til fjarkennd. Á næstunni er stefnt að námskeiði á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands en fyrr á þessu ári voru tvö námskeið haldin þar.

Dóróþea G. Reimarsdóttir M.Ed. í sérkennslufræðum.

Verkefnisstjóri sérkennslu á eldra stigi Dalvíkurskóla.

Texti: GG Myndir: Frá viðmælanda

Page 19: Skólavarðan 2. tbl. 2012
Page 20: Skólavarðan 2. tbl. 2012

20

Skólavarðan 2. tbl. 2012málþing

Samstarfsnefnd um símenntun og starfsþróun kennara boðaði til málþings í Bratta í október sl. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þingið og tilkynnti að ákveðið hefði verið að stofna fagráð um símenntun og starfsþróun kennara. Guðjón Bragason, Jón Torfi Jónasson og Elna Katrín Jónsdóttir tóku síðan til máls en aðalfyrirlesari var John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og forstöðumaður „Leadership for Learning“ netsins í Cambridge. Erindi hans hét „The Importance of Continuous Professional Development, some Alternative Routes“. Jón Torfi Jónasson setti málþingið og greindi frá stofnun fagráðsins en ákvörðun um stofnun þess var tekin í júní 2011.

Kennarastéttin skipar lykilhlutverkið „Hlutverk kennarans er í brennidepli um allan heim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og vitnaði til alþjóðlegs samstarfs í því samhengi. Almennt væri samhljómur um að breyta menntakerfum og að bætt menntun væri lykill að því að leysa flókin samfélagsleg verkefni um allan heim á nýrri öld. Hún sagði að allir sem mynda skólasamfélagið legðu sitt af mörkum til að bæta skólastarfið en kennarastéttin skipaði lykilhlutverkið. Umhverfis væru svo allir hinir sem starfa innan skólanna. „Hæfni, áhugi og fagmennska skipta sköpum um nám og velferð nemenda. Við getum skrifað góðar námskrár, byggt byggingar, keypt fullkomnustu tölvur og tæki en ekkert kemur í stað góðra kennara.“

Katrín sagði að kennarar og skólastjórnendur væru fagstétt, væru sérfræðingarnir, hlutverk þeirra væri að hrinda nýrri skólastefnu í framkvæmd. Hún sagði það stefnu síns ráðuneytis að efla þátt símenntunar þannig að hún væri sterkur þáttur í ævilangri starfsmenntun kennara.

Fagráðið er lýðræðislegur vettvangurÍ máli ráðherra kom fram að símenntun kennara væri fjölbreytt og styrkt með margvíslegum hætti úr sjóðum ráðuneytisins, sveitarfélaganna og KÍ. Kerfið væri margslungið, ábyrgðin dreifð og erfitt að greina hvernig fjármagnið dreifðist. Þess vegna hefði verið ákveðið að stofan fagráð. Fagráðið yrði lýðræðislegt og tilgangur þess væri að gera starfsþróun kennara markvissa og árangursríka. Hún sagðist vilja forgangsraða þannig að fagráðið yrði heillaspor á þeirri vegferð að innleiða hugmyndir og starfs-aðferðir sem nýju námskrárnar gera ráð fyrir. Sérstaklega er fjallað um fagráðið og hlutverk þess á bls. 21 - 22 hér í Skólavörðunni.

Veldur hver á heldurElna Katrín Jónsdóttir rakti stuttlega aðkomu KÍ að símenntun kennara undanfarin ár. Þá vitnaði hún í skólastefnu KÍ fyrir árin 2011-2014 en þar segir m.a. að framboð á símenntun þurfi að vera nægilegt og í sífelldri þróun og að nýbreytni og þróunarstarf skuli meta jafngilt hefðbundinni símenntun. Þar segir ennfremur að kennarar og samtök þeirra þurfi að geta

Texti: GG

Málþing um símenntun kennara í Bratta

Katrín Jakobsdóttir.

Jón Torfi Jónasson.

Elna Katrín Jónsdóttir.

Page 21: Skólavarðan 2. tbl. 2012

21

Skólavarðan 2. tbl. 2012málþing

Mikil umræða hefur átt sér stað um símenntun og starfsþróun kennarastéttarinnar að undanförnu. Margir líta svo á að málaflokkinn skorti stefnu og kerfisbundna framkvæmd. Yfirsýn vanti yfir framboð og eftirspurn og hvernig fjármagnið nýtist og dreifist sem til símenntunar fæst. Auk þess þurfi að verja mun meira fé til þessa málaflokks en nú er gert. Undanfarið ár hefur samstarfsnefnd unnið að úrbótum á símenntunarmálum kennara en sú vinna á sér talsverðan aðdraganda.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til samstarfs sín á milli og til þess að vinna að málinu var stofnuð ritstjórn til að undirbúa upplýsingaveitu um símenntun. Stýrihópur hefur síðan unnið að því að koma markmiðum samstarfsins í framkvæmd. Í honum sátu Sigurjón Mýrdal frá ráðuneytinu, Guðfinna Harðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Elna Katrín Jónsdóttir frá KÍ og Jón Torfi Jónasson fyrir háskólana þrjá. Starfsmaður hópsins var Edda Kjartansdóttir. Afrakstur vinnunnar er ítarleg skýrsla og sú ákvörðun ráðherra að stofna fagráð um símenntun/starfsþróun kennara. Yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur mennta- og

menningarmálaráðherra um þessa ákvörðun var fagnað á málþinginu í Bratta þann 18. október sl.

Fagráð stilli saman strengi hagsmunaaðilaÍ Skólastefnu KÍ eru settar fram áherslur um starfsþróun og aðildarfélög KÍ fylgja þeim eftir í kjarasamningum. Undanfarin ár hafa félögin unnið sérstaklega að eflingu þessa þáttar en mikilvægt er að honum verði komið í fastari skorður en nú er. Ekki er nógu ljóst hvort skólum eða faghópum standi til boða námskeið eða kerfisbundinn stuðningur við þróunarstarf sem skipulagt er í samræmi við stefnu skólayfirvalda eða kröfur síbreytilegs umhverfis. Það skortir stefnu til langs tíma sem sveitarfélög, skólar, sjóðir og fræðsluaðilar geta horft til við eigin stefnumótun og útdeilingu fjár. Þá vantar leiðsögn um framboð fræðslu, ráðgjöf og mögulegan stuðning. Samstarfsnefndin lagði því til við ráðherra menntamála að fagráð yrði stofnað til koma góðri skipan á þessi mál. Fagráð um símenntun/starfsþróun kennara verður sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem fjalla um málaflokkinn þ.e. kennara sjálfra, vinnuveitenda þeirra og háskólanna þriggja sem mennta kennaraefni. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt er ráðinu ætlað að stilla saman strengi hagsmunaaðila og leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur í starfsþróun kennara.

Mikilvægur áfangi í starfsþróunarmálum kennaraÁkveðið að stofna fagráð um símenntun og starfsþróun kennara.

Málþing um símenntun kennara í Brattatekið þátt í stefnumótun um eigin símenntun og að félagsmenn KÍ þurfi að geta stundað rannsóknir á skólastarfi.

Elna Katrín sagði að skólastefna KÍ sýndi að símenntun og starfsþróun sé kennurum ofarlega í huga og þar gætti óþreyju og óánægju með litlar framfarir í málaflokknum um áratugaskeið. Þannig telji kennarasamtökin að mikið vanti upp á að kennarar eigi kost á símenntun og starfsþróun í samræmi við menntun sína, starfsvettvang og námsþarfir. Hún benti á að aðstöðu til þess að stunda starfsþróun væri einnig mjög ábótavant.

Að sögn Elnu blasir við að fjármagn til símenntunar hafi minnkað fremur en aukist – og það eigi ekki bara við um árin eftir hrun, möguleikar á því að stunda framhaldsnám meðfram starfi hafi almennt ekki batnað þó námsframboð í því skyni hafi aukist. Loks benti hún á að launuðum námsleyfum hefði ekki fjölgað lengi né réttur til þess að njóta þeirra verið tryggður betur.

Kennarafélögin binda vonir við fagráð út frá sjónarmiðum um mikilvægi samræðu og samstarfs, um kerfisbundna umfjöllun og yfirsýn og mikilvægi sameiginleg stefnumótunar. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því, og tölum af reynslu, að veldur hver á heldur. Allir aðilar samstarfsins þurfa áfram að vinna í sínu baklandi að framgangi málefnisins. Þeir verða svo sameiginlega að afla málinu fylgis úti í samfélaginu,“ sagði Elna Katrín að lokum.

Það kom í hlut Elnu Katrínar að kynna aðalfyrirlesara mál-þingsins, John MacBeath prófessor emeritus frá háskólanum í Cambridge. Hann flutti erindið „The Importance of Continuous Professional Development, some Alternative Routes“. Bjarni Benedikt Björnsson framhaldsskólakennari gerir grein fyrir erindi hans á bls. 27 - 28 hér í blaðinu.

Page 22: Skólavarðan 2. tbl. 2012

22

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Staða símenntunar kennara er ólík eftir skólastigum• Hver leikskólastjóri ber ábyrgð á gerð símenntunaráætlunar

í sínum skóla og sækja leikskólakennarar símenntun til ýmissa aðila. Samkvæmt kjarasamningi FL er enginn tiltekinn tími innan vinnutíma leikskólakennara ætlaður til endur- og símenntunar. Tækifæri til þátttöku er því algjörlega háð samkomulagi milli leikskólakennara og yfirmanna og fjármagninu sem skólinn hefur til umráða hverju sinni.

• Formleg endurmenntun grunnskólakennara nær aftur til 1988 en með kjarasamningi aðila frá 2001 færðist ábyrgð á ráðstöfun símenntunarhluta grunnskólakennara meira til skólastjórnenda en áður var. Símenntun grunnskólakennara má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar þá sem eru nauðsynlegir fyrir skólann og hins vegar þá sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skulu kennarar skilgreina þarfir sínar fyrir endurmenntun og kynna skólastjóra. Skólaskrifstofur, skólar og aðrir sem standa fyrir námskeiðahaldi geta sótt um styrki til Endurmenntunarsjóðs grunnskóla. Kennarar geta sótt styrki til símenntunar í Vonarsjóð.

• Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara hefur starfað frá 1987 og Endurmenntun HÍ séð um rekstur og framkvæmd námskeiða í samvinnu við fagfélög þeirra. Að auki skipuleggur sjálf nefndin námskeið og hefur t.d. boðið upp á tuttugu áfanga til eininga á meistarastigi fyrir starfandi kennara. Þessi námstilboð eru ýmist kennslufræðileg eða fagtengd.

• Í kjarasamningum tónlistarskólakennara frá 2001 segir að hver tónlistarskóli skuli setja sér áætlun um símenntun kennara í skólanámskrá. Námskeið skulu tengjast störfum tónlistarskólakennarans og nýtast honum í starfi. Að auki verja tónlistarskólakennarar að hámarki 150 klst. til undirbúnings- og símenntunar utan starfstíma skóla og geta sótt styrki vegna þess til starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara.

Þrjú skref í ferli hvers starfsmannsStefna samstarfsnefndarinnar er að horfa á þrjú skref í starfsþróun hvers starfsmanns, í fyrsta lagi grunnnám til starfsréttinda, sem lýkur nú með meistaragráðu, í öðru lagi móttaka og stuðningur við kennara sem eru að taka sín fyrstu skref í starfi og loks símenntun eða starfsþróun eftir að grunnnámi lýkur. Talið er að þessi nálgun ýti undir að horft sé á starfsþróun kennara sem samfellu og að þessir þrír þættir myndi eina heild.

Erindisbréf og upplýsingaveitaSkólavarðan spurði Katrínu Jakobsdóttur hver yrðu næstu skref ráðuneytisins til að ýta fagráðinu úr vör. Hún sagðist myndu óska eftir tilnefningum hjá þeim sem skipa eiga ráðið, í framhaldinu yrði ráðið skipað með formlegu erindisbréfi. „Ég á svo von á því að ráðið taki til starfa eigi síðar en um áramót. Ég vinn að því að tryggja fjármagn þannig að unnt verði að halda utan um starfsemi ráðsins hér í mennta- og menningarmálaráðuneytinu en eðlilega skýrist það ekki fyrr en við lokaafgreiðslu fjárlaga á Alþingi.“

Í bígerð er að stofna vef sem yrði upplýsingaveita um símenntunar- og fræðslutilboð, ætluð kennurum. Ritstjórn upplýsingaveitu var mynduð en meginhlutverk hennar var að leggja drög að stofnun upplýsingaveitu en dregist hefur úr hömlu að koma henni á laggirnar. Ætlunin er að veitan verði undir stjórn nýja fagráðsins, en ritstjórn mun sjá um framkvæmd verkefna. Skólavarðan spurði ráðherra hvað væri að frétta af upplýsingaveitunni og svaraði hún því til að þegar fagráðið tekur til starfa fari væntanlega fljótlega að skýrast línur um hvenær við getum átt von á því að upplýsingaveitan verði sett á laggirnar. „Ég er sannfærð um að stofnun fagráðsins er mikilvægur áfangi í starfsþróunarmálum kennara.“ sagði Katrín Jakobsdóttir að lokum.

Skýrsla nefndar um endurskipulagningu endurmenntunar kennara er aðgengileg á vef KÍ www.ki.is

málþing

„Ég á svo von á því að ráðið taki til starfa eigi síðar en um áramót og þá fara fljótlega að skýrast línur um hvenær upplýsingaveita um símenntunar- og fræðsluframboð verði sett á laggirnar. Ég er sannfærð um að þetta er mikilvægur áfangi í starfsþróunarmálum kennara.“

Hvað er starfsþróun?Með hugtakinu starfsþróun er átt við faglega færni og þróun sem kennarar og skólastjórnendur byggja upp með því að bæta stöðugt við fræðilega þekkingu sína, reynslu og færni. Hugtakið felur í sér mun fleira en það að sækja námskeið eða að stunda formlegt nám eins og vill loða við skilning á hugtakinu símenntun. Þar má nefna rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunarverkefnum, að sækja ráðstefnur, að lesa sér til og fara í skólaheimsóknir. Formlaust nám eins og samtöl við samstarfsmenn, lestur fræðirita, notkun fjölmiðla og netmiðla eru hluti af starfsþróun. Gert er ráð fyrir að orðið starfsþróun leysi orðið símenntun af hólmi smám saman.

Málstofa kennara um fagmál. Ljósmynd: GG

Page 23: Skólavarðan 2. tbl. 2012

23

Skólavarðan 2. tbl. 2012

„Ég var uppreisnargjarn og mér var einu sinni sagt að ég hefði valdið föður mínum hjartasorg út af mótþróanum í mér. Reglur eru til að brjóta þær og mér var lífsins ómögulegt að fylgja þeim. Í skólanum var skólabúningur svo ég mætti auðvitað í mínum eigin fötum og „var beltaður“, sem þýðir laminn af kennara með belti. Enn þann dag í dag er ég þeirrar skoðunar að það að brjóta reglur og segja hefðum stríð á hendur sé einn af mikilvægustu eiginleikum stjórnenda.“

Það er John McBeath fræðimaður og kennari sem á orðið, hann hefur um það bil hálftíma aflögu fyrir viðtalið en fórnar matartímanum sínum af gjafmildi sem ég átti ekki von á. Eru enskir, háæruverðugir prófessorar svona léttir á því? En John er náttúrulega ekki enskur eins og fljótlega kemur í ljós, hann er í senn skoskur og allra þjóða kvikindi. „Af hverju hefurðu svona mikinn áhuga á menntun?“, spyr ég John.

„Það á að hluta til rætur að rekja til bernsku minnar. Foreldrar mínir voru trúboðar í Kongó, þar fæddist ég og við fluttum svo síðar til Suður-Afríku. Þaðan fórum við til Englands, þá Skotlands, svo Kanada og loks aftur til Skotlands. Ég var í átta eða níu skólum í þessum ólíku löndum. Það er því kannski

ekkert skrýtið að ég hafi alltaf haft áhuga á ólíkri menningu, menningarlegum mun á milli landa og verið óánægður með eðli skólans ef ég get orðað það svo.

Þeim fannst þessi skóli bara fínnÁrið 1954 fluttum við í seinna skiptið til Skotlands, þaðan sem ég er ættaður. Ég var fjórtán ára og fór í mjög hefðbundinn drengjaskóla á breska vísu. Mér fannst allt rangt við þennan skóla. Að koma úr kanadíska skólakerfinu og í það skoska fannst mér nánast eins og tímaferðalag aftur til þess tíma þegar menntakerfið var í raun ómenntandi. Það var þá sem ég byrjaði að skrifa um skólamál, um eðli menntunar, af því að allt sem ég rakst á þarna var að mínu mati skaðlegt og rangt.

Það er sagt að fiskurinn sé síðastur til að uppgötva vatnið og ég sá hlutina með allt öðrum augum en hinir strákarnir í skólanum sem þekktu ekki annað. Þeim fannst þessi skóli bara fínn. En ég kom frá annarri plánetu og hugsaði daglega um af hverju þetta væri gert svona en ekki hinsegin, að þetta og hitt væri fáránlegt. Ég velti til dæmis mikið fyrir mér eðli og tilgangi refsinga og var eiginlega trúleysingi í þeim efnum, mér fannst þær ekki skila árangri. Enda kom að því að ég var næstum því

Reyndu bara að segja okkur að við séum ekki að vinna vinnuna okkar! Texti: KEG

viðtal

John McBeath

Page 24: Skólavarðan 2. tbl. 2012

24

Skólavarðan 2. tbl. 2012

rekinn úr skólanum fyrir að sætta mig ekki við að „svona gerði maður hlutina“.

Með þessa reynslu að baki fór auðvitað svo að ég varð andófsmaður þegar ég byrjaði að kenna. Fyrst kenndi ég 12-17 ára nemendum í Frakklandi og fór síðan til Paisley í Renfrew skíri sem er um tíu kílómetrum frá miðbæ Glasgow. Þar kenndi ég krökkum á sama aldri og í Frakklandi. Skólinn í Paisley var og er selective grammar school þar sem nemendur eru valdir á grundvelli einkunna.

Le directeur stormaði inn í bekkinnÉg þótti róttækur í Skotlandi og var iðulega upp á kant við rektor þar sem ég var ósáttur við hvernig hann rak skólann. Námið var endurtekning á því sem ég hafði sjálfur þurft að þola þegar ég var nemandi. Umhverfið var skrifræðislegt, kæfandi og þungt í vöfum auk sem stjórnunarhættir voru að fullu í anda valdboðs. Í Skotlandi var nemendum refsað fyrir yfirsjónir undir formerkjunum „þetta meiðir mig, meira en það meiðir þig“ en í Frakklandi var valdi beitt á gerólíkan hátt. Það skoska var vald í anda dómstólanna. Þessi hugsun var ekki fyrir hendi í franska skólanum. Ég man eftir einu skipti þar sem ég sá þennan mun á skoskum og frönskum refsingum á mjög áberandi hátt. Ég var að kenna mjög órólegum bekk og skyndilega stormaði „le directeur“ (skólastjórinn,innsk. keg) inn í skólastofuna, æddi að einum nemenda minna, pinnaði hann upp við vegg og las honum lexíuna. Þetta mætti hann að sjálfsögðu ekki gera í dag en þá voru aðrir tímar.

Eftir þetta atvik hugsaði ég mikið um þegar sagt er að ekki eiga að refsa í reiði. Ég fór að máta þessa hugsun við nemendur mína og sagði að maður ætti aldrei að refsa nema í reiði. Nemendurnir leiðréttu mig auðvitað og sögðu: „Nei, maður á aldrei að refsa í reiði!“ Þá benti ég þeim á að velta þessu aðeins fyrir sér. Refsing dómstólanna er köld og fjarlæg. Reiði er mannleg og nálæg. Í Skotlandi fær nemandi skilaboðin: „Þú er vondur og ég ætla að refsa þér.“ Í Frakklandi fær hann skilaboðin: „Ég er reiður út af því sem þú varst að gera áðan.“ Það er mikill munur á menningu í þessum tveimur löndum.

Þarftu alltaf að vera á móti?Mér leið ekki vel sem kennari í Skotlandi til að byrja með. Konan mín segir stundum: „John, þarftu alltaf að vera á móti?“

En ég er að róast. Ég er hins vegar enn sömu skoðunar og fyrr að góðir leiðtogar brjóti reglur.“ MacBeath nefnir sem dæmi fyrrum eftirlitsmann skóla í Skotlandi, Archie McGlynn sem fór oft óhefðbundnar og óskrifræðislegar leiðir að markinu auk þess að búa yfir frumlegri hugsun og miklu frumkvæði. Þeir John og Archie unnu saman að nokkrum málum, skrifuðu til að mynda saman bókina How good is our school? sem varð að skólastefnu í Skotlandi sem er enn við lýði og verður endurskoðuð á næsta ári, 2013. Stefnan var líka innleidd í Þýskalandi undir heitinu „Wie gut ist unsere Schule?“. „Archie hafði mikinn áhuga á að leggja eftirlitsmannakerfið niður þrátt fyrir að hann sæti sjálfur í slíku embætti. Hann áleit að skólar ættu að sjá um eftirlitsþáttinn og bað mig um að aðstoða sig við að þróa mælivísa til mats á skólastarfi. Við fórum af stað og spurðum fjölda nemenda hvað einkenndi góðan skóla í þeirra augun. Þar fengum við frábær greinimörk, eða mælikvarða, til að þróa vísana. Svo spurðum við foreldra og loks kennara að því sama og alltaf skýrðist myndin. Til að byrja með unnum við að þessu með fimm skólum, bættum síðan sjö skólum við og loks voru skólarnir alls tuttugu og fimm sem lögðu grundvöllinn að stefnunni.“

Sjálfsmatsferli skoskra skóla sem þeir Archie og John mótuðu hefur ferðast með þeim til fleiri landa innan sem utan Evrópu og kallast skoska líkanið. Sjálfur hefur John unnið frá 1997 og allt fram á þennan dag að samskonar rannsóknum í Hong Kong sem síðar renna inn í sjálfsmat skóla.

Hatast við fræðimennskuÞróun í skólamálum undanfarna áratugi hefur ekki verið góð í mörgum löndum að mati Johns og alls ekki í Bretlandi. Svo sem alkunna er tók New labour stefnan við þar þegar Tony Blair varð forsætisráðherra 1997. Erfðaprins Thatcher, John Major, hafði þá setið við völd í nokkur ár og valdið járnfrúnni vonbrigðum á vonbrigði ofan. John MacBeath fagnaði mjög valdatöku Verkamannaflokksins en sú hamingja stóð ekki lengi. Nýfrjálshyggja og skilvirknilíkön reyndust menntun og skólastarfi engu betri lagsmaður en stálkló Thatcherismans. En hefur staðan skánað að mati MacBeaths eftir að hrunið varð og David Cameron tók við af Gordon Brown 2010?

„Nei, ég get ekki sagt að horfur séu góðar. Cameron vill ýta öllu aftur til fortíðar, ég veit reyndar ekki alveg hvaða tíma

Námið var endurtekning á því sem ég hafði sjálfur þurft að þola þegar ég var nemandi. Umhverfið var skrifræðislegt, kæfandi og þungt í vöfum auk sem stjórnunarhættir voru að fullu í anda valdboðs.

viðtal

Page 25: Skólavarðan 2. tbl. 2012

25

Skólavarðan 2. tbl. 2012

eða hvort hann er yfirleitt til. Hugsunin virðist vera: Það sem ég lærði í skóla var nógu gott fyrir mig og það er líka nógu gott fyrir þig. Börn eiga að margfalda, læra dagsetningar og fylla út í landakort. Allt sem við höfum lært um það hvernig við lærum síðan Cameron var lítill strákur er gleymt. Ekki er hlustað á fræðimenn heldur látið eins og þeir séu ekki til. Hér eru hans persónulegu fordómar að verki. Nokkrir starfsfélagar mínir í Cambridge auk manns frá menntamálastofnuninni (Institute of Education, innsk. keg) unnu að mótun aðalnámskrár í eitt og hálft ár. Ég fór með einni í hópnum, Mary James, út að borða í upphafi þessa þróunarstarfs og hún var mjög spennt eins og gefur að skilja. Afrakstur vinnunnar var mjög góður. En hvað gerist? Michael Gove menntamálaráðherra segir: „Nei, við gerum þetta frekar eins og ég vil hafa það.“

Það sem er að gerast í þessum málum er í anda Thatchers og Reagans. Thatcher hataðist við akademíuna og kaus að fylgja eigin innsæi. Þess háttar pólitík liggur eins og rauður þráður í gegnum sögu Englands og ég er hræddur um að svo sé víðar. Ég hef aldrei séð það eins vel og þegar ég vann að bók með John Bangs frá stærstu bresku kennarasamtökunum, NUT, og og Maurice Galton samstarfsmanni mínum í Cambridge. Bókin heitir Reinventing Schools og byggist á um fjörutíu viðtölum við lykilfólk í skólaþróun í landinu, svo sem núverandi og fyrrverandi ráðherra í öllum flokkum, skólaeftirlitsmenn og marga fleiri. Þetta varð heilt tonn af gögnum en það lá við að við legðumst í þunglyndi við skriftirnar. Stefnumótun hefur aldrei verið empírísk. Og hún hefur langoftast verið í blóra við fræðimennsku og beinlínis á móti fræðimönnum.“

Barist við eintrjáningChris Woodhead var skólaeftirlitsmaður og reyndar yfirumsjónarmaður með enska skólakerfinu, Her Majesty‘s Chief Inspector of Schools in England, frá 1994-2000. Hann hefur alla tíð verið mjög umdeildur og umbótafólk í skólastarfi vonaðist til að hann fengi reisupassann þegar Blair komst til valda en það gekk ekki eftir. Samskipti Woodheads og stórs hluta skólafólks endurspegla þann hugmyndafræðilega ágreining sem fjallað var um hér að ofan á milli akademíu og stjórnmálamanna.

Eftir að Woodhead fór á eftirlaun hefur hann fengist við ýmislegt og þar á meðal skrifað pistla um menntamál í Daily Mail. Það var á þeim vettvangi sem John MacBeath rakst á hann

nokkuð óþyrmilega árið 1998. „Ég var í flugvél á leið til London og fékk Daily Mail í hendurnar, sem er líklega vinsælasta dagblaðið í Bretlandi, kannski á eftir The Sun! Þegar ég opnaði blaðið blasti við mynd af mér og undir henni stóð: Einn af þremur myrkrahöfðingjum í breskri menntun (e. at the Heart of Darkness in British Education,tilvísun í bók Joseph Conrad sem heitir „Við innstu myrkur“ í þýð. Sverris Hólmarssonar, innsk. keg) Hinir myrkrahöfðingjarnir voru Robert Alexander og Ted Wragg. Ég hringdi í þá við komuna til London og Ted hló bara að þessu. Robert var hins vegar ævareiður og vildi beint með greinina inn á borð til ríkisstjórnarinnar, en hún var umfjöllun um árlegan fyrirlestur Woodheads í hlutverki sínu sem yfirumsjónarmaður. Fyrirlesturinn hét þetta árið Blóðug slóð. Í fyrirlestrinum talaði Woodhead um okkur, þessa þrjá snarklikkuðu menn með sínar geggjuðu hugmyndir. Svo sagði hann eftirfarandi orð sem lýsa vel hugmyndum um menntun, sem ekki bara Bretar heldur fólk víða um heim þarf að kljást við: „Kennarar kenna og börn læra. Það er ekkert flóknara en það.“

Eintrjáninga á borð við Woodhead er víða að finna en vonandi ekki alltaf jafn valdamikla eins og hann var á sínum tíma. Hann hafði gríðarleg áhrif en ekki ein einasta fersk hugmynd vogaði sér inn í höfuðið á honum.“

Valdefling kennara skilar sér til nemendaÍ framhaldi af þessu liggur beinast við að spyrja MacBeath út í áhrif hugmynda þeirra sem sitja við stjórnvölinn á störf kennara. John hefur sagt að kennarar búi við þann veruleika að þurfa að vera góðir í að breiða út hugmyndir annarra. Þetta valdaleysi, eða valdarán, að þurfa í sífellu að vera undir hugmyndafræðilegum hæl annarra, dregur verulega úr möguleikum kennara til að kenna. Þá skortir svigrúm til athafna. Ég spyr viðmælanda minn hvort hann sjái fyrir sér einhverja möguleika í stöðunni. Hvernig getum við snúið þessari þróun við og fært kennurum í hendur aukin áhrif í samræðu, stefnumótun og framkvæmd?

„Þetta er frekar flókið mál. Allt fram á þennan dag hafa kennarar verið mjög öflugir í að fljúga undir ratsjána. Það var alveg sama hvað skólastefnu var fleygt framan í þá, kennurum tókst einhvern veginn að gera það sem þeir töldu rétt. En snaran herðist æ meir; skrifræði, stöðluð próf, ítarlegar útfærðar námskrár og skyldur. Og athafnasvigrúm kennarans dregst

Leiðtogar skólans verða að vera tilbúnir til þess að stíga eitt skref til hliðar og deila valdi sínu að vissu marki með kennurunum. Þeir þurfa að rýma svæði svo kennarar hafi svigrúm til athafna. Ég get ekki lagt of mikla áherslu á þetta.

viðtal

Page 26: Skólavarðan 2. tbl. 2012

26

Skólavarðan 2. tbl. 2012

meira og meira saman.Þegar ég tala fyrir framan tvö hundruð kennara þá spyrja

þeir hvort ég geti ekki bara talað við innanríkisráðherrann. Ég sé nú einu sinni í starfshópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Þá segi ég á móti: Það eru tvö hundruð kennarar í salnum. Hvar er sameiginleg skynjun ykkar á eigin valdeflingu? Af hverju dettur ykkur fyrst í hug að ég eigi að leggja mig fram í ykkar þágu? Hvar er ykkar atbeini? Hvar er atbeininn sem þið hafið í stöðu ykkar sem kennarar?

Ég trúi því staðfastlega að ef kennarahópur með sterkar skoðanir og kraftmikla rödd ætlar sér það þá muni hann, með orðum Marteins Lúters, segja: Hér stend ég og get ekki annað. Og þetta gerist í skólum þar sem til staðar er mikill styrkur og seigla, góð stjórnun með talsverðri valddreifingu, sameiginleg sýn á eigin getu og atbeina. Þetta er fólk sem segir: Komdu bara skólamálayfirvald og reyndu að segja okkur að við séum að við séum ekki að vinna vinnuna okkar! Við ætlum að gera þetta á okkar hátt.

Auðvitað þarf að fylgja grundvallarviðmiðum um hverju börnin eiga að ná valdi á, annars gengur samstaða kennara gegn misvitrum ákvörðunum stjórnvalda og ofstjórn ekki upp. En þetta verður líka að vera einörð afstaða: Ef við trúum á skoðanir okkar, ef við deilum kunnáttu okkar, ef við lærum hvert af öðru og höfum skýra sýn á það sem við erum að gera og viljum ná fram, þá skilar það sér í góðum árangri. Af hverju? Af

því að valdefling í hópi kennara skilar sér til nemendanna. Vald þeirra eflist að sama skapi.“

Megum ekki glata ástríðu kennarans!MacBeath er hugleikið að kennarar taki sér vald og umhverfið styðji þá til að viðhalda ástríðu sinni. „John Gray samstarfsmaður minn talar um skólastefnu samtímans sem takmarkaða nálgun. Þetta er stefnan þar sem öll áherslan er lög á próf og aðrar skammtímalausnir af tæknilegum toga. John segir að þegar hann rannsakaði þetta mál hafi komið í ljós að um 80% breskra skóla nota þessa nálgun. Nokkur prósent nota aðferð sem hann kallar nálgun getueflingar. Þar er unnið að því að efla þol skólans til að standast áhlaup, áhersla er lögð á sjálfstæði skólans, seiglu og getu til að ýta breytingum úr vör. Í þessum skólum er sterk tilfinning fyrir sameiginlegri stjórnun og ábyrgð. Sífellt er leitað leiða til að bæta skólastarfið. Það gerist oft á þann hátt að frumkvöðlarnir eða trúboðarnir í hópnum byrja að tala fyrir breytingum og áhugi kviknar hjá þeim af samstarfsmönnum þeirra sem eru til í að taka svolitla áhættu. Hinir bætast svo flestir hægt og hægt við en iðulega eru nokkrir sem taka ekki þátt, eru ýmist kaldhæðnir eða telja að það sé farsælla að láta ekki bera á sér að óþörfu. Vinna bara starfið sitt og fara heim.

Það skiptir höfuðmáli að standa vörð um ástríðu kennarans og endurvekja hana þar sem þess er þörf. Kennarinn er sjálfur í lykilhlutverki í þessu máli ásamt skólastjórnendum. Oft er allt of mikil þægð skólafólks við yfirvöld og jafnframt allt of mikil miðstýring að ofan.

Samstaða kennara getur breytt skólum en það er miklu torveldara fyrir þá ef skólastjórnin er ekki virk í breytingaferlinu. Leiðtogar skólans verða að vera tilbúnir til þess að stíga eitt skref til hliðar og deila valdi sínu að vissu marki með kennurunum. Þeir þurfa að rýma svæði svo kennarar hafi svigrúm til athafna. Ég get ekki lagt of mikla áherslu á þetta.“

Hvað með stéttarfélög?Það er ekki hægt að skilja við John MacBeath án þess að spyrja hann um afstöðu hans til stéttarfélaga kennara og hvort þau hafi eitthvað hlutverk í valdeflingu kennarastéttarinnar. Hvað getum við gert hjá Kennarasambandinu, John?

„Stéttarfélög eru svo þýðingarmikil að þau geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst. Ég var áður búinn að nefna samstarf um bókina Reinventing Schools en fyrsta bókin mín sem fjallaði um þessi mál var líka unnin í náinni samvinnu við National Union of Teachers. Bókin heitir Schools must speak for themselves og allar götur síðan hefur samvinna okkar verið mikil og góð. Samtök kennara geta og eiga að vera öflugur málsvari þess sem kallast kennarastefna (Teacher Policy, innsk. keg). Hún er yfirgripsmikil og tekur til stefnumörkunar í kennslu- og uppeldisfræði, starfsþróunar og fagmennsku,breytinga- og umbótastarfs.“

MacBeath segir að stéttarfélög kennara gegni nú nýju og enn mikilvægara hlutverki á sumum sviðum en fyrr, þar sem pólitísk yfirvöld hafi ekki sinnt kennarastefnu sem skyldi og starfsþróun kennara hafi víða orðið algjör afgangsstærð. Þarna hafi skapast tómarúm sem kennarasamtök eigi að fylla upp í með því að leggjast á árar fyrir hönd félagsmanna sinna. „Miklar kröfur eru gerðar til kennara um leið og fagmennska þeirra sætir oft árásum og fagleg sjálfsmynd stéttarinnar er lítil. Kennarasamtök hafa stóru hlutverki að gegna í þessu samhengi,“ segir John og klárar úr kaffibollanum.

Valdefling kennara skilar sér til nemenda. Vald þeirra eflist að sama skapi.

viðtal

Page 27: Skólavarðan 2. tbl. 2012

27

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Texti: Bjarni Benedikt Björnsson.

Höfundur er íslenskukennari við MH og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Styrkjandi samvinnaHugleiðing í kjölfar erindis Johns MacBeath í Háskóla Íslands 16. október 2012.

Tilfinningar og skólasamfélagiðMacBeath vakti mig til umhugsunar um gildi tilfinninga í skólastarfinu og hvernig skólasamfélagið hefur áhrif á alla, jafnt nemendur, kennara og annað starfsfólk. Hann minnti okkur á að allt nám hefst með tilfinningu, tengingu okkar við nýtt efnisatriði eða upplýsingar. Sú tilfinning getur verið þrungin spennu, eftirvæntingu eða jafnvel hræðslu við hið óþekkta. Það á jafnt við um nemandann sem lærir nýtt námsefni og kennarann sem fetar ótroðnar slóðir í kennslu sinni. Miklu skiptir að geta stutt við hvert annað og geta borið jafnt vandamál sem hugmyndir undir aðra. Samfélagið og samstarfið skiptir þar sköpum.

Nemandinn í skólanumStaða nemandans innan skólasamfélagsins þarf að vera upp-byggjandi og jákvæð. Mjög forvitnilegt var að sjá svonefnda Toyota-nálgun yfirfærða á nám nemandans. Taldi MacBeath of mikla einstefnuhugsun ríkja um nám og þroska, og hún birtist í að þekking og færni ætti að stigmagnast frá einstökum nemanda til hins alþjóðlega samhengis. Minnti hann á að hluti af velgengi Toyota væri að hugsa ávallt í báðar áttir, og yfirfærsla þeirrar aðferðar sýndi okkur að það væri ekki síður mikilvægt að gera það alþjóðlega aðgengilegt nemandanum. Sem dæmi um þetta datt mér í hug hvernig Aðalnámskrá og lög um framhaldsskóla skilgreina hlutverk skólans í að stuðla að virkri þátttöku nemandans í lýðræðisþjóðfélagi. Þarna er kjörið tækifæri til að prófa Toyota-nálgunina og skoða til dæmis hvernig færa má lýðræðisþjóðfélagið inn í skólann, í stað þess að einblína á að við lok skólagöngunnar hafi nemandinn verið

Hvernig get ég þróað mig og bætt kennsluna mína? Hvaða neikvæðu þætti þarf ég að yfirvinna svo mér líði betur í starfi? Þessar spurningar brenna eflaust á mörgum. Þær tengjast fagvitund kennarans og starfskenningu hans, eilífri leit að jafnvægi og ánægju í starfi. Erindi Johns MacBeath, prófessors í menntavísindum hjá Cambridge-háskóla, var vatn á myllu þeirra sem langar að þróa sig áfram í starfinu og leita nýrra leiða. Hann varpaði ljósi á gildi tilfinninganna, skólasamfélagið, stöðu nemandans og mikilvægi samvinnu í þróunarstarfi. Einnig minnti hann okkur á viðvarandi vandamál og neikvæðar hliðar sem vert væri að vinna bug á. Síðast en ekki síst ítrekaði hann að hver og einn þarf að finna sér sína leið, sinn farveg að fylgja, til þess að starfið veiti þá ánægju sem hver og einn á skilið.

Bjarni Benedikt Björnsson.

málþing

Page 28: Skólavarðan 2. tbl. 2012

28

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Það sem hæst ber í mínum huga eftir að hafa hlýtt á erindi MacBeaths er að rækta samstarfi ð við starfsfélaga og hjálpast að við að skapa samfélag um skólaþróun.

mótaður í þágu samfélagsins. MacBeath vitnaði einnig í orð Von Hentig frá 2001 sem sagði: „Skólinn er staðurinn til að æfa nemendur í að vera saman“. Að mínu mati er það kjarni skólastarfsins, samveran og stuðningurinn sem af henni hlýst.

Samvinnan er lykilatriðiSamsvörun og samvinna eru lykilþættir í uppbyggjandi starfi . MacBeath lagði áherslu á mikilvægi samvinnunnar, að kenn-arar tækju höndum saman í uppbyggingu og umbótastarfi og hægt væri að bera saman bækur sínar við samstarfsfólkið. Þessi atriði þykja mér sérlega mikilvæg í samhengi við aukna fagvitund kennara og virðingu fyrir umbótastarfi nu. Tengdi MacBeath þetta ferli einnig við kennaranámið, enda er þar lagður grundvöllur að öllu skólastarfi . Samsvörun og samvinna ætti þar einnig að vera í öndvegi. Hann sagði heimsóknir í tíma, rannsóknir á starfi nu, samstarfskennslu, rýnivini og vinnulagsfundi skipta þar sköpum og verða ómetanlegan grunn fyrir alla kennara að byggja eigin starfskenningu á. Gaman var að heyra MacBeath tengja þetta atriði við kennaramenntunina. Hann sagði þá skoðun hafa komið skýrt fram hjá þeim kennaranemum sem hann hefði unnið með að lærdómsríkasti þáttur námsins hefði verið samvinnan á vettvangi og vinnan með samstarfsfólki innan skólanna. Lagði hann áherslu á að þennan þátt ætti að styrkja enn frekar, til dæmis með því að auðvelda nemum og starfandi kennurum að hittast og ræða málin, fara í heimsóknir innan skóla sem og í aðra skóla og byggja þannig upp samstarfsnet skólasamfélagsins.

Snjóboltaáhrifi nLítil þúfa getur velt þungu hlassi, og að sama skapi getur breytingastarf eins kennara haft víðtæk áhrif, bæði innan þess skóla og í öðrum skólum. Minnti MacBeath okkur á að hópur nýbreytnikennara væri ekki mjög stór, en hann væri áhrifamikill innan skólasamfélagsins. Það þyrfti ekki marga til að byrja að breyta, þar sem síðan gætu orðið nokkurs konar snjóboltaáhrif og fl eiri myndu slást í hópinn. Þar skipti miklu að svigrúm gæfi st fyrir hvern og einn til að móta sína nálgun og fi nna sér stöðu í breytingaferlinu. Skólaumhverfi ð þyrfti líka að styðja við þróun kennsluhátta og vera jákvætt gagnvart breytingum. Mér þótti hugmynd hans um vegg þar sem setja

mætti á miða með vangaveltum, hugmyndum og óskum um aðstoð sérlega athyglisverð. Sé ég fyrir mér að hann gæti verið skemmtilegt innlegg í starfsþróun og samvinnu. Datt mér í hug nafnið rýniveggur í þessu sambandi, líkt og rýnivinur sem merkir þann sem þú berð þig helst saman við og ræðir hugmyndir þínar og tilraunir við.

Hefðir og íhaldssemiÞrátt fyrir að leggja áherslu á jákvæða og uppbyggjandi þætti í erindi sínu komst MacBeath ekki hjá því að ræða ýmsa letjandi drauga sem eru á sveimi innan skólasamfélagsins og hafa því miður oft áhrif á nýbreytni og skólaþróun. Sum þeirra dæma sem hann nefndi voru mér mjög framandi, líkt og ógeðfelldar hegningar í skoskum skólum um 1970 og hrokafull framkoma rektors í Cambridge í krafti stöðu sinnar. Engu að síður skildi maður kjarnann í dæmunum, að hefðir og íhaldssemi einkenna mjög margt í skólastarfi og það er hægara sagt en gert að rísa upp á móti þeim. Hann vakti einnig athygli okkar á að algeng nálgun í námi væri að vekja hræðslu nemandans við að gera mistök og tengdi það við tilfi nningaþátt námsins sem ég ræddi hér áður. Benti hann á að með þessum hræðsluáróðri væri nemandinn milli steins og sleggju og fengi þá ekki tækifæri til að læra af mistökum sínum. Einnig taldi MacBeath að ýmsar mælingar á árangri skóla hefðu bein neikvæð áhrif á skólastarfi ð, stöðlun væri of mikil og svigrúm kennara af þeim sökum minna. Þótti mér mjög áhrifamikið þegar hann ítrekaði að við ættum að læra að mæla það sem við raunverulega sækt-umst eftir að nemendur lærðu í stað þess að einblína á það sem væri auðveldast að mæla.

Eitt skref í einuStöðug þróun í starfi er hverjum kennara nauðsynleg að mínu mati. MacBeath sannfærði mig enn frekar í erindi sínu og minnti á að seiglan skipti þar miklu máli. Maður þarf að vera tilbúinn að taka eitt skref í einu, bregðast við mótbárum nemenda og annarra, vera duglegur að endurskoða og meta árangur og ekki síst eiga rýnivini til halds og trausts í samstarfi nu. Umbótastarfi ð endurspeglar tilgang skólastarfs samkvæmt OECD, að ná langtímamarkmiðum með einu skrefi í einu. Þar þarf kennari að hafa tækifæri til breytinga, geta afl að sér kunnáttu á því sviði og fá stuðning til þess. Margar stórtækar hugmyndir búa innra með okkur, og fyrir okkur liggur að fi nna þeim farveg. Góður kennari er stöðugt að athuga hvað nemendur gera, hvað þeir læra, hvað hann sjálfur gerir og hverju hann breytir næst til að ná enn betri árangri. Þannig er eilíft hringferli umbótakennarans. Grunnatriði er að fi nna stuðning, sjá starfi ð sitt í nýju ljósi og brjótast út úr hefðinni.

Eins og sjá má var erindi MacBeaths fjölbreytt og vakti viðstadda til umhugsunar um margar hliðar skólastarfs. Það sem hæst ber í mínum huga er að rækta samstarfi ð við starfsfélaga og hjálpast að við að skapa samfélag um skólaþróun. Þar gefst okkur tækifæri til að móta starfi ð, vega og meta tilfi nningar okkar til skólans, stöðu nemandans innan hans, stuðla að nýbreytni og þróun, kveða niður gamla drauga, draga úr áhrifum neikvæðra þátta og hjálpast að við að feta ótroðnar slóðir. Í því starfi verðum við þó ávallt að byrja innra með okkur sjálfum og fi nna fótfestu til framfara, eins og MacBeath tengdi svo skemmtilega við þessi kunnuglegu orð: „Setjið grímuna fyrst á ykkur sjálf áður en þið aðstoðið aðra“.

málþing

Page 29: Skólavarðan 2. tbl. 2012

UMSÓKNARFRESTIR 2013COMENIUSARSTYRKIR

ENDURMENNTUN KENNARAStyrkir veittir til kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til endurmenntunar í viðkomandi fagi í 1-6 vikur. Einnig er hægt að fara og fylgjast með kennslustarfi í evrópskum skólum („job-shadowing“). Meðalupphæð styrkja er 1750 € fyrir eina viku.

Umsóknarfrestir eru ófrávíkjanlegir:

16. janúar fyrir námskeið eftir 1. maí30. apríl fyrir námskeið eftir 1. september17. september fyrir námskeið eftir 1. janúar 2014

SKÓLASAMSTARFSVERKEFNIComeniusarverkefni byggja á þriggja landa samstarfi á tveggja ára tímabili sem fela í sér starf nemenda og fundaferðir kennara til þátttökulanda. Einnig er um að ræða tvíhliða nemendaskiptaverkefni fyrir 12 ára og eldri, minnst 10 í hóp. Heimsóknir standa yfir í a.m.k. 10 daga. Verkefni með 12 ferðum eru styrkt um 18.000 €.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2013

COMENIUS REGIOComenius regio er tveggja landa samstarf þar sem þrjár stofnanir frá hverju landi vinna saman. Verkefnin tengja saman skóla og skólaskrifstofur og félög tengd þeim. Hámarksstyrkur er 45.000 €.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2013

COMENIUS AÐSTOÐARKENNSLA Kjörið tækifæri fyrir kennara að sækja um að fá aðstoðarkennara frá landi í Evrópu eða verðandi kennara til að fara utan í 3-8 mánuði. Aðstoðarkennarar eru styrktir frá sínu heimalandi. Aðstoð getur nýst í flestum fögum á leik-, grunn og framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2013

Nánari upplýsingar veitir Þorgerður, [email protected] hjá LandskrifstofuMenntaáætlunar ESB, Dunhagi 5, 107 Reykjavík. www.comenius.is

LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESBCOMENIUS

Háskólatorgi, Sæmundargötu | 101 Reykjavík | 525 4311www.lme.is

FYRIR LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA

COMENIUS

Page 30: Skólavarðan 2. tbl. 2012

30

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Faghandleiðsla fyrirbyggir kulnun í starfi

sérfræðingurinn

Texti: GG Mynd: Frá viðmælanda

Viðtal við Guðrúnu Sederholm MSW, fræðslu-og skólafélagsráðgjafa, náms-og starfsráðgjafa og kennara.

Oft og tíðum koma upp samskiptamál í skólum á öllum skólastigum sem erfitt er að greiða úr. Fáir vinnustaðir eru jafn flóknir og skólar og þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa ólík sjónarhorn sem geta stangast illa á. Hvað er þá til ráða? Skólavarðan fór á fund Guðrúnar Sederholm fræðslu- og skólafélagsráð-gjafa og leitaði upplýsinga hjá henni um faghandleiðslu en hún hefur handleitt ótal marga meðal annars á vettvangi skóla um áratuga skeið. „Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar fólki, einstaklingum eða í hópum, að þroskast í starfi,“ segir Guðrún. „Hún leiðbeinir fólki við að beita faglegum aðferðum við krefjandi aðstæður í stað þess að láta hömlulausar tilfinningar ráða för. Með faghandleiðslu getur fólk nýtt betur hæfni sína, aukið gæði vinnuframlags síns og eflt samskiptahæfni sína. Þegar fólk hefur notið faghandleiðslu áttar það sig oft betur á uppbyggingu, markmiðum og möguleikum vinnustaðarins um leið og handleiðslan opnar leiðir innanhúss sem nýta má til lausna. Síðast en ekki síst hjálpar faghandleiðsla fólki að greina á milli einkalífs og starfs“.

Guðrún segir að kennarar og skóla-stjórnendur leiti eftir handleiðslu af ýmsum ástæðum. Oft eru skólastjórn-endur í vanda sem snýr að einstökum starfsmönnum eða foreldrum. Kennarar leiti handleiðslu vegna samskipta við foreldra og samkennara auk þess sem þeir vilja draga úr álagi og nýta sér betur þau úrræði sem til eru í skólunum sjálfum. Hvorir tveggja leita handleiðslu til að afmarka verksvið sitt þannig að ekki

sé á þá gengið umfram það sem eðlilegt má telja.

Þegar Guðrún var spurð um hvernig handleiðslan færi fram sagði hún að ýmist væri þetta tveggja tal eða hópvinna. Handleiðarinn og sá sem handleiddur er gera með sér samning og ætlast er til að sá síðarnefndi leggi til viðfangsefnið hverju sinni.

„Ég álít að of margir kennarar sitji einir uppi með vandamál sem íþyngja þeim í daglegu starfi og nýti sér ekki þennan möguleika sem skyldi,“ sagði Guðrún. „Hugsanlega er það vegna vanþekkingar á því hvað handleiðsla felur í sér og stundum gerir fólk sér ranghugmyndir um hana. Faghandleiðsla er t.d. allt annað en jafningjahandleiðsla. Þeir sem eru faghandleiðarar hafa til þess sérhæfða menntun. Kennarar telja sig stundum vera í handleiðslu þegar þeir rabba reglulega við kollega en faghand-leiðsla er allt annað fyrirbæri. Þeir eru þó farnir að leita eftir þjónustunni í mun meira mæli en fyrir áratug enda eiga þeir nú rétt skv. kjarasamningum frá 2005 á faghandleiðslu.“

Að sögn Guðrúnar eru vandamál kennarastéttarinnar svipuð vanda annarra þjónustu- og uppeldisstétta. „Kennarar búa við flókið samskiptaform þar sem börnin eru annars vegar og hins vegar foreldrar, samkennarar og stjórn-

Of margir kennarar sitji einir uppi með vandamál sem íþyngja þeim í daglegu starfi.

endur. Samskipti eru gríðarlega stór þáttur í starfi kennara nú til dags, mun stærri þáttur en fyrir nokkrum áratugum, og álag vegna aukinna foreldrasamskipta hefur aukist til muna. Þar að auki hefur hlutverk kennarans orðið flóknara en áður vegna mikilla samfélagsbreytinga. Ég álít að kennarar ættu strax í upphafi starfsferilsins að gera ráð fyrir reglulegri handleiðslu til þess að njóta starfsánægju því faghandleiðsla er fyrirbyggjandi í eðli sínu, t.d. gagnvart kulnun í starfi.“

Hún bætir við að ef kennarar dragi of lengi að koma í handleiðslu, eða þar til kulnunareinkenna verður vart, taki oft langa tíma að rétta úr kútnum. „Því miður koma þeir oft ansi seint eða þegar flest er komið í þrot og vanlíðanin orðin mikil.“

En hvert eiga kennarar og annað skóla- fólk að leita til að fá þessa þjónustu? „Til viðurkenndra handleiðara sem hafa til þess faglega þekkingu og réttindi. Þar má nefna félaga í Handís eða Handleiðslu-félagi Íslands. Kostnaðinn er hægt að greiða niður með styrk frá Sjúkrasjóði Kennarasambands Íslands og dæmi eru um að vinnuveitendur komi líka til móts við starfsfólk sem þarf á þjónustunni að halda, þannig að skoða verður hvert og eitt tilfelli fyrir sig,“ segir Guðrún Sederholm að lokum.

Guðrún Sederholm.

Page 31: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Tölur og stærðirí leik og starfi

Handbók fyrir leikskólakennara, grunnskólakennara og sérkennara

Kristín Arnardóttir

Tölur og stærðir í leik og starfi

Höfundur bókarinnar Kristín Arnardóttir er sérkennari og á að baki langan starfsferil í sérskóla, leikskóla og almennum grunnskólum. Þróunarsjóður grunnskóla og Þróunarsjóður námsgagna styrktu ritun og útgáfu þessarar bókar. Kristín er einnig höfundur Ég get lesið, handbókar um lestrarkennslu fyrir leik- og grunnskóla. Í þessari bók er fjallað ítarlega um skipulag kennslunnar, samverustundina, hópverkefni og einstaklingsverkefni sem þroska skilning barna á stærðar- og fjöldahugtökum, tímahugtökum, uppbyggingu talnakerfisins og einföldum reikniaðgerðum. Nám og leikur er spunnið saman á lipran og aðgengilegan hátt. Einnig er í bókinni kafli um myndræna stundatöflu og þætti sem lúta að umgjörð kennslunnar. Í leikskólaMargar hugmyndanna í bókinni eru sniðnar fyrir leikskóla í samverustundum og hópastarfi. Bókin er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja efla skilning og áhuga barna strax frá unga aldri. Í fyrstu bekkjum grunnskólaBókin er til viðbótar almennu námsefni í stærðfræði og er ætluð kennurum sem vilja dýpka skilning og efla áhuga barna á stærðfræði með leik og léttum æfingum. Í sérkennslu, sérdeildum og sérskólumHugmyndirnar eru sprottnar úr sérkennslu og henta því einkar vel nemendum sem þurfa á mikilli endurtekningu að halda og hlutbundna nálgun í stærðfræðinámi. HeimaFlestar hugmyndir og leiki sem finna má í bókinni geta foreldrar notað heima við í námi og leik með börnum sínum. Námskeið, fyrirlestrar, kynningarfundirKristín Arnardóttir miðlar af reynslu sinni og fjallar um notagildi þeirra hugmynda sem kynntar eru í bókunum „Ég get lesið“ og „Tölur og stærðir“.Hafðu samband við Kristínu í [email protected]

Pantanir á bókum„Tölur og stærðir“ ásamt námsefninu „Ég get lesið“ má panta í netfanginu

[email protected]íminn er 896 68 24. Sjá www.steinn.is

Page 32: Skólavarðan 2. tbl. 2012

32

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Er nokkuð til sem er sameiginlegt tákn allra kennara? Nokkuð

sem allir kennarar snerta á hvar sem er, hvað sem þeir kenna?

Já, krít! En við erum löngu hætt að nota krít, fullyrða eflaust

margir. Hafa tússtöflur algerlega leyst gömlu krítartöflurnar

af hólmi eða þaðan af nútímalegri græjur eins og gagnvirkar

snertitöflur? Sé farið inn á heimasíðu þekkts tölvuumboðs

og smellt á skólaflipann blasir við eldgamaldags tafla á stærð

við iPad og krítarmoli! Jú, líklega situr kennarastéttin uppi

með gömlu góðu krítina sem tákn um sig og Krítin - spjall um

skólamál er heitið á metnaðarfullu veftímariti fyrir kennara

sem birtist í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Brautryðjendur

og ritstjórar Krítarinnar eru kennslufræðingarnir Edda

Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen.

Krítin er líflegur og nútímalegur vefur, með textum og myndefni sem ætti að höfða til kennara, sannkallaður suðupottur. Á forsíðu vefjarins er líf og fjör, myndir á hreyfingu og nýjustu pistlar koma til lesandans, eldri pistlar eru aðgengilegir á lista neðar á forsíðunni en þegar valinn hefur verið pistill færist ró yfir vefinn. Efnið er hvort tveggja frumsamið og þýtt, um einstök fög, kennslufræði og skólabrag. Kennurum gefst kostur á að skrifa á vefinn um efni sem brennur á þeim. Tekið er fram að höfundar séu sjálfir ábyrgir orða sinna en ritstjórar hafa lokaorð um hvað er birt. Einn flipinn ber heitið „Kennari mánaðarins“ en þar er kennari settur undir kastljósið og svarar nokkrum spurningum um sig sjálfan, störf sín og viðhorf til starfsins. Krítin er á Facebook og á marga aðdáendur þar. Aðspurðar segjast þær Edda og Nanna vinna við vefinn í sjálfboðavinnu í frístundum sínum.

Þögn um skólamál í fjölmiðlum„Við stofnuðum Krítina vegna áhuga okkar á menntamálum og vegna þess að við skynjuðum þörf fyrir vettvang þar sem málefnum náms og kennslu er gert hátt undir höfði. Að okkar mati fer umræða um skólamál of hljótt, hún er ekki áberandi á opinberum vettvangi og það góða starf sem unnið er í skólum er sjaldan til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það er helst þegar eitthvað bjátar á sem fjölmiðlar fjalla um skólamál og þess á milli ríkir þögnin ein um starf skólanna. Við lítum á kennarastarfið sem mjög mikilvægt starf og

Texti: GG

vefurinn

Krítin Áhugaverður vefur um skólamál

Page 33: Skólavarðan 2. tbl. 2012

33

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Veftímarit um tísku, heilsu, mat, útlit og hönnun blómstra. Að okkar mati er menntun barna ekki síður mikilvæg og því teljum við eðlilegt að veftímarit um málefni skólastarfs verði öflugt.

Dæmi um efni af Krítinni af spaugsamari gerðinni - þar til betur er að gáð.

Til kennarans – 10 góð ráð til að búa til ERFIÐAN bekk

1. Takmarkaðu undirbúning þinn fyrir hverja kennslustund, leiktu heldur af fingrum fram.

2. Forðastu hástemmda faglega ígrundun og markmiðssetningar þegar þú undirbýrð þig. Það er allt of tímafrekt og skiptir hvort sem er engu máli.

3. Sjáðu til þess að kennslan sé eingöngu munnleg og notaðu ekki hagnýt dæmi og verkefni. Þú getur jú ekki alltaf verið að draga allan heiminn inn í kennslustofuna.

4. Þú skalt leitast við að segja eitt en gera annað, það er ein af öruggustu aðferðunum.

5. Sjáðu til þess að nemendur haldi sig að verki en forðastu þreytandi samræður.

6. Talaðu við allan bekkinn í einu og taktu ekki tillit til einstaklinga, talaðu svo aðeins meira.

7. Notaðu ekki annað efni en hefðbundnar námsbækur.

8. Segðu nemendunum að það séu arkitektarnir sem ákveði í skólanum.

9. Þú ættir að forðast samskipti við svokallaða sérfræðinga. Venjulega gera þeir þig ábyrga(n) fyrir öllu.

10. Haltu samstarfi við foreldra í lágmarki – einkum því sem fer fram utan skólatíma.

vefurinn

teljum áríðandi að fagleg umræða um þau mál sem brenna á skólafólki hverju sinni eigi sér vettvang. Veftímarit um tísku, heilsu, mat, útlit og hönnun blómstra. Að okkar mati er menntun barna ekki síður mikilvæg en þessi atriði og því teljum við eðlilegt að veftímarit um málefni skólastarfs verði öflugt,“ segja þær Edda og Nanna.

Krítin talar einkum til grunnskólakennara, er vefurinn eingöngu hugsaður fyrir grunnskóla? „Vefurinn talar að mestu leyti til grunnskólakennara því þar liggur okkar bakgrunnur. Við höfum báðar kennt í grunnskóla áratugum saman. En okkur dreymir um að ná til kennara á fleiri skólastigum.“

Kröftugri umræðaSkólavörðunni lék forvitni á að vita hvort eitthvað hefði komið þeim á óvart þegar vefurinn var orðinn að veruleika og þær farnar að fá viðbrögð.

„Við erum ánægðar með viðbrögðin, margir koma að máli við okkur og hrósa framtakinu. Við viljum að sjálfsögðu að útbreiðslan verði enn meiri og að viðbrögð við greinum verði kröftugri. Síðast en ekki síst langar okkur til að fleira skólafólk sendi okkur efni á Krítina. Við höfum til dæmis leitast við að höfða til kennara á Menntavísindasviði og hvatt þá til að benda nemendum í framhaldsnámi á Krítina sem tímarit til að birta áhugvert efni frá kennaranemum. Einnig höfum við sent beiðni í alla leik-, grunn- og framhaldskóla um góðar ábendingar,“ segja þær Edda og Nanna bjartsýnar.

Íslensk myndlistfyrir heimili og fyrirtæki

Til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn. Leigan er 1.000 – 10.000 kr. á mánuði. Listaverkin má leigja þar til þau eru að fullu greidd eða ljúka greiðslu fyrr og dregst þá frá áður greidd leiga. Listaverkin eru til sýnis á staðnum og einnig eru upplýsingar og myndir á www.artotek.is

Daði Guðbjörnsson: Í grænum fíling

ArtótekTryggvagötu 15, sími 411 6100

[email protected] www.artotek.is

Artótek í Borgarbókasafni

Sigrid Valtingojer: Gjálfur

Page 34: Skólavarðan 2. tbl. 2012

34

Skólavarðan 2. tbl. 2012

34

Texti: GG

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa rekið vakningarátak um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október 2004. Verkefnið sem er styrkt af fyrrnefndri aðgerðaáætlun ESB hefur frá upphafi gengið undir nafninu samfélag, fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT (www.saft.is).

Markmið SAFT er að reka vakningar-átak um örugga og jákvæða notkun Netsins og annarra nýmiðla meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Viðfangsefni verkefnisins snýr að því að fræða og styðja börn, ungmenni og foreldra í að nýta netið og nýja miðla á jákvæðan og öruggan hátt.

Í dag koma fjölmargir aðilar að SAFT-verkefninu með einum eða öðrum hætti, meðal annars með samráði um forgangsröðun verkefna. Þar má telja fulltrúa frá ráðuneytum, stofnunum, menntunar- og forvarnaraðilum, rannsóknaraðilum og aðilum atvinnulífsins.

Öflugt starf er unnið á vegum SAFT í

forvörnum og fræðslu. Kannanir sýna fram á góðan árangur verkefnisins á Íslandi og aukna vitundarvakningu um öryggi í netnotkun. Til marks um þetta voru nýlega þrjú verkefni á vegum SAFT á Íslandi valin meðal þeirra bestu í Evrópu á þessu sviði. Ungmennaráð SAFT hefur einnig vakið athygli fyrir vasklega framgöngu, meðal annars í jafningjafræðslu, og sem stendur tekur það þátt í þróun rafrænna skilríkja sem nýst gætu á samfélagssíðum á borð við Facebook. Ungmennaráðið tók einnig þátt í að stofna Nordic Youth IGF (Internet Governance Forum) með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en stofnfundur var samhliða þátttöku á EuroDIG fundi í Stokkhólmi í júní síðastliðnum. Á þennan hátt hefur SAFT-verkefnið átt frumkvæði að því að mynda samráðsvettvang um netið á Íslandi.

Í núgildandi samningi sameinast þrjú verkefni hjá SAFT: Hjálparlína, ábendingarlína og vakningarátak. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

hefur lagt sérstaka áherslu á þátt-töku í vakningarátaksverkefni og innanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu á verkefni tengd hjálparlínu (meðal annars með áframhaldandi samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun) og verkefni tengd ábendingalínu (meðal annars með áframhaldandi samstarfi við ríkislögreglustjóra).

Samningur við ESB vegna SAFT-verkefnisins tók gildi 2004 og hefur verið endurnýjaður á tveggja ára fresti, síðast í júní 2012. Núgildandi stuðningur ESB snýr að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi til 2014 og er hluti af Netöryggisáætlun ESB.

SAFT

forvarnir

Frá árinu 1999 hefur Evrópusambandið (ESB) rekið aðgerðaáætlun um örugga netnotkun sem kallast Safer Internet Action Plan sem nú nær til 30 landa Evrópu. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að öruggri notkun netsins og annarra nýmiðla meðal barna og ungmenna.

Áætluninni er skipt í fjórar meginaðgerðir:

• Verndun barna gegn ólöglegu og meiðandi efni á Netinu. • Aðgerðir gegn óæskilegu og meiðandi efni á Netinu.• Hvatning til öruggara netumhverfis.• Vakningarátak um jákvæða og örugga netnotkun.

Page 35: Skólavarðan 2. tbl. 2012

35

Skólavarðan 2. tbl. 2012

35

Miklar breytingar hafa orðið á stöðu fjölskyldunnar í íslensku samfélagi á undanförnum árum, stöðugt fleiri foreldrar (mæður) vinna fullan vinnudag utan heimilis og nýta þannig menntun sína svo og þarf fjölskyldan tekjur beggja foreldra fyrir daglegum þörfum. Oft duga þessar tekjur ekki til og fjölskyldur berjast við skuldavanda í kjölfar falls bankanna. Börn byrja stöðugt yngri í leikskólum, daglegur dvalartími þeirra lengist og viðmið í reglugerð um æskilegan barnafjölda eru ekki lengur til staðar. Á sama tíma hefur áherslan á menntunarlegt hlutverk leikskóla aukist af löggjafans hálfu, leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og sameiginlegir þættir eru lagðir til grundvallar námi barna á öllum skólastigum. Kennarar á öllum skólastigum ljúka nú meistaranámi til að öðlast kennsluréttindi og leikskólakennarar eru aðeins um 33% starfsfólks í leikskólum landsins.

Við þessar aðstæður var gögnum safnað á vettvangi leikskóla og leitað svara við því hvernig leikskólakennarar sjá faglegt hlutverk sitt og forystu, svo og hvernig aðrir hagsmunaaðilar skynjuðu þessa sömu þætti. Jafnhliða var skoðað hvaða áhrif skoðanir hagsmunaaðila, og ýmsir ytri þættir, höfðu á faglega sjálfsmynd leikskólakennara.

Í þessari grein verður fjallað um hluta þeirra rannsókna, hugmynda og hugtaka sem lágu til grundvallar greiningu gagnanna og greint er frá örfáum meginniðurstöðum.

Fræðilegur bakgrunnurVið greiningu á gögnunum voru m.a. notuð hugtök Vandenbroeck’s, Coussée og Bradt (2010) um hlutverk leikskóla en þeir halda því fram að það sé þríþætt, þ.e. menntunarlegt, eða hvað börn skuli læra og með hvaða aðferðum, og geti fagfólk innbyrðis og foreldra greint á í þeim efnum, efnahagslegt, sem

stuðli að því að foreldrar geti tekið þátt á vinnumarkaði og þjóðir á alþjóðlegum markaði, svo og sé það leikskólans að stuðla að félagslegu réttlæti, jafna aðstöðumun barna og þróa réttlátara þjóðfélag. Hugmyndir Whitty (2008) og Oberhuemer (2005) um lýðræðislega fagmennsku voru einnig lagðar til grundvallar greiningu á gögnunum. Í lýðræðislegri fagmennsku er lögð áhersla á að nám ungra barna fari fram samkvæmt félags- og menningarbundnum kenningum (e. socio-cultural theories). Áherslan beinist ekki eingöngu að barninu og þörfum þess heldur að sameiginlegri þekkingarmótun barna og fullorðinna í lýðræðislegu skólasamfélagi (Langford, 2010). Foreldrar þurfa að koma að því að byggja upp sameiginlegan skilning og þekkingu á lífsaðstæðum og námsþörfum barnanna og taka þátt í lærdómssamfélagi leikskólans (Oberhuemer, 2005). Afstaða leikskólakennara til þekkingar er álitin mikilvæg, byggja þarf upp siðferðilega greind ekki síður en tilfinningagreind (Lunt, 2008) og ræða aukinn menningar-, félags- og efnahagslegan ójöfnuð í samfélaginu og hvernig leikskólinn bregst við honum. Gert er ráð fyrir forystu sem er dreifð (e. distributed), ekki eingöngu bundin formlegum stjórnunarhlutverkum og lögð er áhersla á forystu kennara (Harris, 2008). Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) segir um forystu: „Litið er á leikskólakennara sem leiðandi samverkamann barna, foreldra og annars starfsfólks leikskóla“ (bls. 22) og var horft til þessa ákvæðis við greiningu gagnanna.

AðferðafræðiAðferðafræði rannsóknarinnar var túlkandi og kenningar Mead (1934) og Blumer (1969) um táknbundin samskipti (e. symbolic interactionism) hafðar til hliðsjónar. Gögnum var safnað í einu sveitarfélagi með rýnihópaviðtölum við leikskólakennara og deildarstjóra, leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra,

Texti: Arna H. Jónsdóttir

Mynd: Frá höfundi

Faglegt hlutverk, forysta og sjálfsmynd leikskólakennara

rannsóknir

Page 36: Skólavarðan 2. tbl. 2012

36

Skólavarðan 2. tbl. 2012

36

leiðbeinendur, foreldra og fagfólk á leikskólaskrifstofu og einstaklingsviðtöl voru tekin við tvo stjórnmálamenn sem sátu í leikskólanefnd. Þátttakendur voru alls 29.

Helstu niðurstöðurHelstu niðurstöður eru þær að það koma fram átök á milli menntunarlegs hlutverks og efnahags- eða þjónustuhlutverks leikskóla þar sem leikskólakennarar leggja fyrst og fremst áherslu á menntunarlegt hlutverk sitt og leikskólans en stjórnmálamenn leggja ekki síður áherslu á þjónustu leikskóla við útivinnandi foreldra. Mjög lítið fór fyrir umræðu um það hlutverk leikskóla að stuðla að félagslegu réttlæti nema í tengslum við sérkennslu og átti það við um flesta rýnihópa svo og stjórnmálamenn.

Leikskólakennarar upplifa þá þætti sem styðja við menntunarlega hlutverkið mjög jákvæða og þeir þættir stuðla jafnhliða að jákvæðri faglegri sjálfsmynd þeirra. Þar má nefna þátttöku í stefnumótun á vegum sveitarfélagsins og vinnu að þróunarverkefnum innan leikskólanna. Þættir sem tengjast þjónustuhlutverkinu, m.a. stórar barnmargar deildir, mikil stjórnunarleg skipulagning og langur daglegur dvalartími barna, hafa á hinn bóginn neikvæð áhrif á hlutverk þeirra, forystu og faglega sjálfsmynd.

Foreldrar voru ánægðir með starf leikskólanna, fannst mjög mikilvægt að börnunum liði vel, öðluðust félagslega færni, horft væri til áhugasviðs hvers og eins og að þau kynntust viðfangsefnum sem þau hefðu ekki möguleika á að fást við heima. Einnig töldu þeir bæjarfélagið standa mjög vel að sérkennslumálum. Á hinn bóginn kölluðu þeir, að einum undanskildum, ekki sterklega eftir leikskólakennurum í almennu daglegu starfi og nefndu m.a. að þeir gætu tekið ábyrgð á skipulagningu starfsins, innlögn verkefna með starfsfólki og börnum en þess utan gætu stuðningsfulltrúar, líkt og í grunnskólum, verið með börnunum m.a. í matartímum, vettvangsferðum, úti í leik, setið með þeim þegar þau t.d klippa

eða horft á þau í leik. Þegar upp væri staðið skipti persónan mestu máli og því væri mjög mikilvægt að standa vel að ráðningum.

Leikskólakennarar í öllum stöðum innan sveitarfélagsins töldu sig hafa upplýst foreldra um menntunarhlutverk leikskólanna og leikskólakennarar á deildum töldu að það hefði leitt af sér jákvætt viðhorf og aukinn skilning foreldra á starfi þeirra. Það er þó ljóst að skilningur þeirra og foreldra er ekki sá sami þegar kemur að hugmyndafræði leikskólastarfsins því samkvæmt áherslum leikskólakennaranna er menntun ekki einvörðungu bundin formlegum stundum eða innlögn heldur á sér stað í öllu daglegu starfi.

Foreldrar lýstu sig einnig reiðubúna til að rökræða m.a. kyngervi og jafnrétti í leikskólanum og gátu séð fyrir sér útvíkkað samfélagslegt hlutverk hans, að áhersla væri lögð á iðnir ekki síður en t.d. stærðfræði, og þeir væru tilbúnir til að leggja þar sitt af mörkum. Skoðanir þeirra voru því í töluverðu samræmi við hugmyndir lýðræðislegrar fagmennsku um þátttöku foreldra í leikskólastarfi.

Stjórnmálamennirnir voru að hluta til sammála foreldrunum um hver ætti að sjá um menntun leikskólabarna. Þeim fannst leikskólakennarar vinna gott starf en það væri rými fyrir fleira fólk. Annar stjórnmálamaðurinn orðaði það svo:

Við þurfum bara að hafa venjulegt fólk inni í skólunum líka …við þurfum að hafa fjölbreytnina. Það er t.d. ákaflega hollt og gott fyrir börn held ég, að það sé fólk sem að talar ekkert alveg hreina íslensku. Það er bara hinn fjölmenningarlegi þáttur …Mömmurnar með alla reynsluna og ömmurnar sem er bara alveg óskaplega mikilvægt að hafa líka …Ég segi þetta með mikilli virðingu fyrir leikskólakennurum …Það er pláss fyrir fagfólk í leikskólunum af því að leikskólakennarar verða aldrei nógu margir. Ég held að það sé styrkur en ekki veikleiki. Það er pláss fyrir þroskaþjálfana … það er pláss fyrir íþróttafræðinga …

rannsóknir

Mjög lítið fór fyrir umræðu um það hlutverk leikskóla að stuðla að félagslegu réttlæti nema í tengslum við sérkennslu og átti það við um flesta rýnihópa svo og stjórnmálamenn.

Page 37: Skólavarðan 2. tbl. 2012

37

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Leikskólakennarar og deildarstjórar töluðu ekki um sig sem faglega leiðtoga en horfðu fyrst og fremst til leikskólastjórans hvað það hlutverk varðar. Bæði þeir og leiðbeinendur lýstu forystunni á deildunum sem samvinnumiðaðri á meðan aðrir stjórnendur leikskólans og hagsmunaaðilar lögðu áherslu á forystu samkvæmt hefðbundnum valdapíramída. Leikskólastjórar vildu styrkja til muna hlutverk deildarstjóra og að þeir yrðu „þriðja hjólið undir vagninum“ og „sæju landslagið“ eins og þeir. Leikskólakennarar og deildarstjórar virðast á hinn bóginn í „öðrum heimi“ þar sem þeir telja mikilvægt að fá jákvæð viðbrögð frá börnum, samstarfsfólki og foreldrum og leitast þannig við að varðveita jákvæða faglega sjálfsmynd sína.

Mikil togstreita kemur fram í skoðunum þeirra hagsmunaaðila sem að leikskólanum koma á hlutverki leikskóla og faglegu hlutverki leikskólakennara. Löggjafi nn og sveitarfélagið virðast heldur ekki ganga í takt þar sem áherslur löggjafans eru fyrst og fremst menntunarlegar á meðan áherslur sveitarfélagsins á þjónustu við foreldra var álitin mjög mikilvæg. Vandenbroeck o. fl . (2010) telja að sátt á milli þessara hlutverka náist jafnvel aldrei. Mikilvægt er þó að leikskólakennarar og hagsmunaaðilar er málið varðar ræði þessi hlutverk leikskóla og reyni að ná samkomulagi um áherslur. Greina má jafnframt stöðluð kynjuð viðhorf sumra hagsmunaaðila til starfa leikskólakennara en jafnhliða má draga fram að leikskólakennararnir sjálfi r töluðu ekki um sig sem faglega leiðtoga og forystumenn gagnvart foreldrum og stjórnmálamönnum. Merking (e. meaning) og þar með fagleg sjálfsmynd mótast m.a. í samskiptum við mikilvæga aðila, og áhrifi n eru gagnkvæm. Það er því mikilvæg spurning hvaða áhrif leikskólakennarar vilja hafa á skilning foreldra og stjórnmálamanna á sérfræðiþekkingu sinni og menntunarhlutverki og hvaða leiðir þeir vilja fara til að ná þar árangri. Veldur hver á heldur.

Heimildir:Blumer, H. (1969). Symbolic interactionism: Perspective and method.Harris, A. (2008). Distributed school leadership: Developing tomorrow’s leaders.Langford, R. (2010). Critiquing child-centred pedagogy to bring children and early childhood educators into the centre of a democratic pedagogy. Contemporary Issues in Early Childhood, 11(1), 113–127.Lunt, I. (2008). Ethical issues in professional life. In B. Cunningham (ed.), Exploring professionalism (pp. 73–98).Mead, G. H. (1934). Mind, self and society.Mennta- og menningarmálaráðuneytið [Ministry of Education, Culture and Science]. (2011). Aðalnámskrá leikskóla [National Curriculum Guide for Preschools].Oberhuemer, P. (2005). Conceptualising the early childhood pedagogue: Policy approaches and issues of professionalism. European Early Childhood Education Journal, 13(1), 5–16.Vandenbroeck, M., Coussée, F. and Bradt, L. (2010). The social and political construction of early childhood education. British Journal of Educational Studies, 58(2), 139–153. Whitty, G. (2008). Changing modes of teacher professionalism: Traditional, managerial, collaborative and democratic. In B. Cunningham (ed.), Exploring professionalism (pp. 28–49).

Höfundur er lektor við Menntavísindasvið HÍ og varði doktorsritgerð sína Professional roles, leadership and identities of Icelandic preschool teachers: Perceptions of stakeholders/ Faglegt hlutverk, forysta og sjálfsmynd íslenskra leikskólakennara: Skilningur hagsmunaaðila við Institute of Education, University í London síðastliðið sumar. Hægt er að nálgast ritgerðina í Skemmunni. Slóðin er skemman.is/item/view/1946/13199

rannsóknir

Öryggisbelti í öllum bílum og yfir 800 sæti með þriggja punkta beltum. Umhverfisvænar rútur Árlegt öryggisnámskeið fyrir bílstjóra

Vorferðir Fræðsluferðir Gönguferðir Fjöruferðir Sveitaheimsóknir Heimsókn í Álfa-, trölla og norðurljósasafnið eða Draugasetrið Bjóðum ódýra gistingu fyrir hópa

Dæmi um skólaferð: létt fjallganga, Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið eða Draugasetrið og sund.

Guðmundur Tyrfingsson ehf

Sími 482 1210 [email protected]

www.gtyrfingsson.is

Félagsmenn munið

MÍNAR SÍðUR á www.ki.is

Eplið er á vefnumEplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is

Page 38: Skólavarðan 2. tbl. 2012

38

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Hér er seinni hluti greinar um álag í starfs-umhverfi félagsmanna KÍ í framhaldsskólum og breytingar á þessum álagsbreytum frá 2008 til 2012. Bæði starfsánægja og líðan félagsmanna KÍ í framhaldsskólum hefur versnað á milli samanburðartímabila.

Stóraukið starfsálag í framhaldsskólum landsins!

rannsóknir

Seinni hluti

Guðrún Ragnarsdóttir.

Texti: Guðrún Ragnarsdóttir

Guðrún Ragnarsdóttir doktorsnemi á menntavísindasviði HÍ, framhaldsskólakennari og lýðheilsufræðingur rannsakaði líðan og starfsumhverfi félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í framhaldsskólum árin 2008, 2010 og 2012. Hér er um einstæða samanburðarrannsókn að ræða meðal íslenskra kennara og niðurstöðurnar vitna því miður með ótvíræðum hætti um versnandi vinnuaðstæður og líðan milli ára.

Vinnudagur framhaldsskólakennara í 100% starfi hefur lengst umtalsvert frá efnahagshruni og bóknámskennarar vinna lengri vinnudag en aðrir kennarahópar. Frá 2008 vinna framhaldsskólakennarar sífellt lengri vinnudag. Munur á vinnuálagi er jafnframt mikill á milli kennarahópa. Rúmlega sex af hverjum tíu bóknámskennurum finna fyrir ójöfnu vinnuálagi og að verkefni hlaðist upp en einn af hverjum þremur verknámskennurum.

Um sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum finnur fyrir streitu í starfi. Streitan hefur aukist um sextán prósentustig frá árinu 2010 og bóknámskennarar finna frekar en aðrir kennarahópar fyrir henni. Um helmingi finnst starfið sitt

vera andlega erfitt og bóknámskennurum finnst kennarastarfið andlega erfiðara en öðrum kennarahópum.

Áhugavert er að skoða þessa niðurstöðu í ljósi nemendafjölda í námshópum. Tafla 7 sýnir viðmiðunartölur skóla um nemenda-fjölda í námshópum samkvæmt mennta- og menningarmála-ráðuneytinu. Leiða má líkur að því að þessi munur á nemenda-fjölda í námshópum eftir eðli námsgreina geri það að verkum að álagsmunur er verulegur á milli kennarahópa hvað varðar yfirferð verkefna, einstaklingsmiðaða þjónustu sem í boði er í kennslustundum og starfsálag. Þegar rannsóknarniðurstöður eru skoðaðar í ljósi þessa kemur í ljós að kennarahópar sem kenna að jafnaði 25 nemendum eða fleiri finna fyrir meira álagi í starfi en hinir, telja sig síður geta sinnt nemendum með sérþarfir og beitt fjölbreyttu námsmati og kennsluháttum.

Tafla 7. Viðmiðunartölur mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nemendafjölda í námshópum eftir kennarahópum (auglýsing nr. 4/2001* og reiknilíkan mrn.)

KennarahóparNemendafjöldinn í dag samkv. auglýsingu nr. 4/2001* og reiknilíkani mrn.

Starfsnámskennari12 (+25%)25 (+25%)

Listnámskennari15 (+25%)25 (+25%)

Verknámskennari 12 (+25%)

Bóknámskennari22 (+25%) – raungreinar25 (+25%) – aðrar bóklegar greinar

Page 39: Skólavarðan 2. tbl. 2012

39

Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir

Sex af hverjum tíu félags-mönnum KÍ í framhalds-skólum fi nnur fyrir streitu í starfi . Streitan hefur aukist um sextán prósentustig frá árinu 2010 og bóknáms-kennarar fi nna frekar fyrir henni en aðrir.

Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni í ljósi nýrrar Aðalnámskrár (2011) um breytta náms- og kennsluhætti og auknar kröfur um einstaklings- og hæfnimiðaðra nám. Kennarar bóklegra greina fi nna fyrir mun meira álagi og streitu í starfi en aðrir kennarahópar. Mikilvægt er að horfast í augu við þennan vanda og jafna álagsmun á milli kennarahópa með það að markmiði að auka gæði náms og kennslu í anda nýrrar Aðalnámskrár framhaldsskóla (2011). Þetta er meðal annars hægt að gera með því að fækka nemendum í námshópum og breyta kennsluskyldu kennarahópa að teknu tilliti til eðlis námsgreina. Það tekur mun lengri tíma að að meta og sinna 25 nemendum en tólf og því fylgir líka meira álag.

Einnig er mikilvægt að horfa á þennan mun út frá nemendum. Þeir nemendur sem eru í 25 nemenda námshópum eiga rétt á sömu þjónustu og þeir sem eru í tólf nemenda hópum. Rannsóknarniðurstöðurnar sýna að fjöldi nemenda hefur áhrif á streitu kennara, þjónustu þeirra við nemendur og það hvort þeim fi nnist kennarastarfi ð andlega erfi tt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við evrópska (ETUEC) rannsókn (2011) á vinnustreitu kennara. Þar kemur fram að kennarar sem kenna að jafnaði 25 nemendum fi nna frekar fyrir andlegu álagi en aðrir kennarahópar og koma almennt verr út í breytum sem mæla álag. Nauðsynlegt er að skilgreina vinnu kennara út frá mismunandi starfsálagi kennara, nemendahópum og ólíku námi nemenda.

Tími á umbæturTöluverður munur er á milli starfsmannahópa innan framhaldsskólans. Í því sambandi er mikilvægt að setja það sem forgangsatriði að endurskilgreina störf að teknu tilliti til eðlis þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga úr vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma. Kominn er tími á umbætur með almenna velferð og vellíðan starfsmanna í framhaldsskólum að leiðarljósi.

Streita og álagTæplega helmingur félagsmanna KÍ í framhaldsskólum (454, eða 47%) fi nnst starfi ð sitt andlega erfi tt, samanber mynd 5. Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara en hann er aftur á móti marktækur (χ2 (8)=23,4, p<0,005) á milli kennarahópa. Bóknámskennurum fi nnst starfi ð sitt erfi ðara andlega (286, eða 50%) en öðrum kennarahópum og starfsnámskennurum fi nnst kennarastarfi ð auðveldast (sjö, eða 28%).

Mynd 5. Andlegt erfi ðleikastig starfsins og hópar innan framhaldsskólanna.

Page 40: Skólavarðan 2. tbl. 2012

40

Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir

Störf þarf að endurskilgreina með tilliti til eðlis þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga þarf úr vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma.

Sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum fi nnur fyrir streitu í starfi (mynd 6). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa. Bóknámskennarar fi nna frekar en aðrir kennarahópar fyrir streitu í starfi (χ2 (20)=53,5, p<0,001). Alls eru 426 (63%) bóknámskennarar sammála því að fi nna fyrir streitu í starfi samanborið við sjö (25%) starfsnámskennara.

Mynd 6. Streita í starfi og hópar innan framhaldsskólanna.

Mynd 7 sýnir hvernig streita í starfi hefur aukist á milli á áranna 2010 og 2012 hjá framhaldsskólakennurum. Um fjórir af hverjum tíu fundu fyrir streitu í starfi árið 2010 samanborið við sex af hverjum tíu 2012. Munurinn er sextán prósentustig.

Mynd 7. Streita í starfi og tímabil.*

Alls fi nna 616 (55%) félagsmenn KÍ í framhaldsskólum fyrir því að vinnuálagið sé ójafnt og verkefnin hlaðist upp (mynd 8). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa (χ2 (4)=44,6, p<0,001) og munar mest á bók- og verknámskennurum. Um sex af hverjum tíu bóknámskennurum fi nna fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp samanborið við þrjá af hverjum tíu verknámskennara, alls munar 27 prósentustigum.

Mynd 8. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir hópum innan framhaldsskólans.

Hlutfallslega fl eiri framhaldsskólakennarar fundu fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp í starfi árið 2012 en árið 2010 (547, eða 54%), munurinn er alls ellefu prósentustig. Enginn munur reyndist vera á milli áranna 2008-2010 (mynd 9).

Mynd 9. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir tímabilum.*

Page 41: Skólavarðan 2. tbl. 2012

41

Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir

HópastærðirFjöldi nemenda í námshópum er vaxandi vandamál frá efnahagshruni eins og sjá má á mynd 10. Árið 2008 voru 510 (62%) framhaldsskólakennara sammála fullyrðingunni samanborið við 743 (77%) kennara árið 2012. Mismunur á milli tímabila eru fi mmtán prósentustig.

Mynd 10. Of stórir nemendahópar eru vandamál í mínum skóla.*

Marktækur munur er á milli kennarahópa hvað varðar hópastærðir (χ2 (4)=19,6, p<0,001) og mestur er munurinn á milli bók- og starfsnámskennara, 528 (80%) bóknámskennarar voru sammála fullyrðingunni samanborið við 15 (56%) starfsnámskennara (mynd 11).

Mynd 11. Of stórir nemendahópar eru vandamál í mínum skóla og kennarahópar.

Eins og sjá má á mynd 10 þá fannst 743 (77%) kennurum hópastærðir vera vandamál í þeim skóla sem þeir starfa við árið 2012. Þessum kennurum fi nnst kennarastarfi ð andlega erfi ðara en þeim sem fi nna ekki fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum (χ2 (10)=34,5, p<0,001). Mynd 12 sýnir að helmingur (665, eða 50%) þeirra kennara sem fi nnst hópastærðir vera vandamál í þeim skóla sem þeir starfa við fi nnst kennarastarfi ð vera andlega erfi tt samanborið við þriðjung (94, eða 34%) þeirra sem fi nnst hópastærðir ekki vera vandamál.

Mynd 12. Erfi ðleikastig kennarastarfsins og hópastærðir.

Eins og fram kom á mynd 6 þá fi nna 570 (59%) kennarar fyrir streitu í starfi . Þeim kennurum sem fi nnst fjöldi nemenda í námshópum vera vandamál í skólanum sem þeir starfa við fi nna frekar fyrir streitu í starfi en þeir sem

Fjöldi nemenda í námshópum er vaxandi vandamál frá efnahagshruni

Page 42: Skólavarðan 2. tbl. 2012

42

Skólavarðan 2. tbl. 2012

fi nna ekki fyrir slíkum vandamálum (χ2 (5)=54,7, p<0,001). Mynd 13 sýnir að 458 (81%) kennarar sem fi nna fyrir streitu í starfi fi nnst of stórir nemendahópar vera vandamál í skólanum sem þeir starfa við samanborið við 272 (70%) sem ekki fi nna fyrir streitu í starfi .

Mynd 13. Streita og of stórir nemendahópar.

Hlutfallslega færri framhaldsskólakennarar hafa svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r nú en áður (mynd 14). Samdrátturinn er níu prósentustig. Árið 2008 voru 363 (43%) framhaldsskólakennara sammála fullyrðingunni samanborið við 326 (34%) árið 2012.

Mynd 14. Ég hef svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r og tímabil.*

Marktækur munur er á milli kennarahópa hvað varðar svigrúm kennara til að sinna nemendum með sérþarfi r (χ2 (4)=51,6 , p<0,001). Bóknámskennarar (286 (28%)) telja sig síður en aðrir kennarahópar hafa svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r og starfsnámskennarar (17 (63%)) telja sig frekar en aðrir kennarahópar hafa þetta svigrúm (mynd 15).

Mynd 15. Ég hef svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r og kennarahópar.

Eins og fram kom á mynd 15 þá telja 322 (34%) kennarar sig hafa svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r. Þeim kennurum sem fi nnst fjöldi nemenda í námshópum vera vandamál í skólanum sem þeir starfa við hafa ekki jafn mikið svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r og þeim kennurum sem fi nnst hópastærðir ekki vera vandamál í skólanum (χ2 (5)=95,1, p<0,001). Mynd 16 sýnir að 202 (85%) kennarar sem telja sig ekki geta sinnt nemendum með sérþarfi r fi nnst of stórir nemendahópar vera vandamál í skólanum sem þeir starfa við samanborið við 529 (61%) þeirra hafa svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r.

Marktækur munur er á milli kennarahópa hvað varðar svigrúm kennara til að sinna nemendum með sérþarfi r

rannsóknir

Page 43: Skólavarðan 2. tbl. 2012

43

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Mynd 16. Svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfi r og of stórir nemendahópar.

Marktækur munur er á milli kennarahópa hvað varðar nemendafjölda í námshópum og tækifæri til fjölbreyttra kennsluhátta (χ2 (20)=82,7 , p<0,001). Bóknámskennarar (440, eða 66%) telja frekar en aðrir kennarahópar fjölda nemenda í námshópum vera fyrirstöðu fjölbreyttra kennsluhátta samanborið við 8 (30%) starfsnámskennarar (mynd 17).

Mynd 17. Ég er með of marga nemendur í námshópum til að nota fjölbreytta kennsluhætti og kennarahópar.

Marktækur munur er á milli kennarahópa hvað varðar nemendafjölda í náms-hópum og tækifæri til fjölbreytts námsmats (c2 (4)=38,1 , p<0,001). Bóknáms-kennarar (306, eða 47%) telja sig frekar en aðrir kennarahópar vera með of marga nemendur í námshópum til að nota fjölbreytt námsmat samanborið við 2 (8%) starfsnámskennara (mynd 18).

Mynd 18. Ég er með of marga nemendur í námshópum til að nota fjölbreytt námsmat.

rannsóknir

Visit our blog:

Látum ekki menntun gjalda kreppunnar!

Ekki frysta framtíð mína

Iceland_bookmark.indd 1 19/11/2012 15:07:23

Page 44: Skólavarðan 2. tbl. 2012

44

Skólavarðan 2. tbl. 2012námsgögn

Uppbygging orðaforðans tekur alla ævina. Orðaforðinn er grunnurinn að lesskilningi en málumhverfi barns skiptir sköpum um hvernig málnotandi það verður. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að spil með markvissan náms-tilgang geti aukið námsárangur. Samskipti við félaga eru hvetjandi og ýta undir metnað til að tileinka sér efni og nemendur slaka á við að spila skemmtilegt spil og hlæja saman. Spil getur þannig orðið hjálpartæki við að læra og skilja tungumálið.

Út er komið nýtt íslenskt borðspil sem fjallar um tungumálið og kallast Orðabelgur. Markmið spilsins er að efla orðaforða, bæta lesskilning og reyna á útsjónarsemi og rökhugsun um merkingu orða og notkun þeirra. Því er einnig ætlað að vera til skemmtunar og fróðleiks en það býður upp á heilabrot, vangaveltur og orðaleiki. Spilið hentar jöfnum höndum ungum sem öldnum, í skólum eða á heimilum. Þátttakendur geta verið tveir til sex. Þar er leikið á fjölbreytilegan og skemmtilegan hátt með orð, setningar og blæbrigði tungumálsins.

Í spilinu eru 660 spurningaspjöld sem falla undir sex mismunandi spilaflokka. Tvær misþungar spurningar eða þrautir eru á hverju spjaldi, alls 1320 spurningar. Mismunandi þyngdarstig gerir spilið tilvalið fjölskylduspil. Svonefndur Orð-hákur stjórnar spilinu. Hann dregur spjöld fyrir leikmenn og úrskurðar um rétt eða röng svör sem eru undirstrikuð á spjöldunum. Leikmenn leggja kapp á að safna orðum í belg með því að svara spurningum úr fimm flokkum sem hver fyrir sig gefur eitt orð í belginn. Flokkarnir eru: Orðasambönd, Samheiti, Hvaða eitt orð passar ekki? Hvaða tvö orð tengjast? og Gettu nú!

Orðasambönd. Orðasambönd í íslensku tengjast gjarnan sögu þjóðarinnar eða gömlum atvinnuháttum sem nú geta

verið framandi fyrir yngri kynslóðir. Góð máltilfinning auðveldar skilning á þeim en um leið þarf að beita ákveðinni rökvísi. Með setningum á spurningaspjöldum í þessum flokki er spurt um merkingu góðra og gildra orðasambanda og leik-maður velur um þrjá svarmöguleika.

Samheiti. Fjöldi orða er til á íslensku yfir sama hugtakið. Skemmtum okkur við að auka orðaforðann og rifja upp og reyna að muna. Á spurningaspjöldum þessa flokks eru ýmist algeng eða sjaldgæf orð og leitað er að samheitum þeirra.

Hvaða eitt orð passar ekki? Spáð er í merkingartengsl milli orða. Ígrunda þarf og álykta um hvaða tengsl eru með þremur af fjórum tilteknum orðum á spjöldum í þessum flokki. Leikmaður á að segja til um hvaða eitt orð passar ekki

Texti og myndir: GG

Nýtt íslenskt borðspil um tungumáliðOrðabelgur

með hinum.Hvaða tvö orð tengjast? Af fjórum

orðum sem lesin eru upp af spjöldum í þessum flokki tengjast tvö merkingarlega, hvað varðar málvenju (?) eða sögulega. Leikmaður segir til um hvaða tvö orð tengjast. Þarna reynir á ályktunarhæfni, hlustun og einbeitingu eins og í öllum þáttum spilsins.

Gettu nú! Á spjöldum í þessum flokki eru gátur byggðar á skilningi og túlkun íslensks máls, m.a. á margræðni orða, rökvísi og gaumgæfilegri hlustun og einbeitingu. Leikmaður velur einn af fjórum svarmöguleikum.

Auk þess eru á spilaborði tveir aðrir flokkar, Ærslabelgur sem býður upp á ærsl, sprell og aukakast og Brellibelgur sem reynir á kænsku leikmanna.

Orðabelgur er borðspil sem fjallar um tungumálið.

Page 45: Skólavarðan 2. tbl. 2012

45

Skólavarðan 2. tbl. 2012námsgögn

kæru kennararÍ vetur býðst félagsmönnum í KÍ að nota hótelmiða til að greiða fyrir gistingu á litlu hlýlegu gistiheimili í Grjótaþorpinu.

Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum eða í íbúð með 2 svefnherbergjum og möguleika á svefnplássi í stofunni.

Nánari upplýsingar á ki.is og brattagata.com

Hlakka til að sjá ykkurIngunn, sími 612 9800

Markmið spilsins er að efla orðaforða, bæta lesskilning og reyna á útsjónarsemi og rökhugsun um merkingu orða og notkun þeirra.

Ingibjörg Möller og Ingibjörg Símonardóttir.

Nordplus NorræNa meNNtaáætluNiN

Styrkir til bekkjaheimsókna, kennaraskipta, norrænna tungumálaverkefna og annarra samstarfsverkefna á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum.

Næsti umsóknarfrestur er 1. mars 2013

Kynnið ykkur málið á www.nordplus.is

Þegar leikmaður hefur fyllt orðabelg sinn með litlum merkjum sem tákna fimm af ofangreindum flokkum svarar hann að síðustu spurningu um íslenskan málshátt. Takist honum að svara rétt, hefur hann unnið spilið og fær sæmdar-heitið Orðspekingur.

Höfundar Orðabelgs eru grunnskóla-kennararnir Ingibjörg Símonardóttir og Ingibjörg Möller. Ingibjörg Símonardóttir er talmeinafræðingur og sérkennari. Starf hennar með fötluðum, öldruðum og málskertum og margvísleg kennslu-

reynsla liggur að baki verkefnavals og hugsmíðar spilsins. Ingibjörg Möller er sérkennari og höfundur tveggja barna-bóka svo og fræði- og lestrarbóka fyrir grunnskólastig. Hún á einnig að baki langa og fjölbreytta reynslu sem kennari og aðstoðarskólastjóri. Grafískir hönnuðir eru Ingi Freyr Atlason og Fríða Sigurðar-dóttir.

Áhugasamir geta pantað spilið með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]

Page 46: Skólavarðan 2. tbl. 2012

46

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Ég var frekar fyrirferðamikið og orkumikið barn. Það hentaði mér engan veginn að sitja í 45 mínútur og stara á þurrar og leiðinlegar skólabækur. Enn þann dag í dag á ég erfitt með að einbeita mér lengur en í 15 mínútur og má segja að ég sé með korters athyglisgáfu. Ef að fyrirlestrar eru hægir og kennarinn flytur þá eins og hann sé að lesa dánartilkynningar hætti ég að hlusta. Fer að skapa allskonar ævintýri, tónlist eða bara hvað sem er í kollinum á mér. Ég hef fengið margar af mínum bestu hugmyndum undir þessum kringumstæðum. Það þarf í raun og veru mjög mikið til að ná athygli minni. Það verður að vera stuð, húmor og oft jafnvel smá átök. Átök um málefni, rök og rökleysu. Það er gaman að vera ósammála, ef allir væru alltaf sammála yrði engin þróun og þar af leiðandi engin sköpun. Ég veit ekkert af hverju ég er svona en svona hef ég alltaf verið. Ég hef oft reynt að breyta mér og falla inn í hópinn, vera ekki alltaf að segja hug minn, þegja bara og leyfa lífinu að þjóta áfram án þess að hafa áhrif á það. En það er ekki hægt.

Sköpun er ótrúlegt fyrirbæri. Án hennar yrði ég brjálaður því ef ég er ekki að skapa verð ég ólýsanlega eirðarlaus. Sköpun er kraftur sem býr innra með manni og ef maður birgir þennan mikla kraft inni endar með því að maður springur. Ég er þeirrar skoðunar að öllum sé eðlilegt að skapa en því miður miðast stundum skólastarf og kennsla við það að drepa niður

þessa löngun og móta alla í sama formið. Form leiðinda og sköpunarleysis þar sem unnið er með hluti sem allir hafa eina ákveðna lausn. Eftir 15 ára skólagöngu er búið að deyfa þig svo mikið að þú átt erfitt með að hugsa sjálfstætt og öll löngun til sköpunar er dauð. Einungis þeir sterkustu lifa af þessa aftöku. Þeir hafa einhverra hluta vegna náð að forðast síuna. Sköpunarþrá þeirra er svo sterk að erfitt er að brjóta þá niður. Það er reynt með öllum tilteknum ráðum. Þeir eru barðir niður með orðum, sendir í hinar og þessa atferlisfangabúðir og í verstu tilfellum er þeim byrlað eitur. En allt kemur fyrir ekki. Þeir eru sterkir og sleppa undan oki yfirvaldsins og halda áfram að skapa.

Í minni skólagöngu kynntist ég oft kúgun formsins. Ég fann oft fyrir því að ekki er gott að hafa sjálfstæðar skoðanir. Sérstaklega ef skoðanir manns stangast á við skoðanir kennarans. Maður lærir að vera þræll meðalmennskunnar og sníða verk sín að því sem maður heldur að kennarinn vilji sjá og heyra. Það er farsælast og gefur bestu einkunnina. En ég er óþekkur og ekki svo auðtaminn. Ef ég væri hestur væri löngu búið að fella mig því enginn getur riðið svona hrekkjóttum hesti til lengdar. Stundum sýndi ég hæfni til að hugsa út fyrir rammann í verkefnum í skóla og laumaði inn í verkefnin óumbeðnum sköpunarkrafti. Sumum kennurum fannst það

sköpun

Gildi skapandi starfsTexti: Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara

Page 47: Skólavarðan 2. tbl. 2012

47

Skólavarðan 2. tbl. 2012sköpun

skemmtilegt og kunnu að meta viðleitnina. Þetta eru þeir kennarar sem hafa enn einhverja sköpunarþrá. Svo eru það hinir sem eru löngu búnir að tapa sköpunarmætti sínum og trúa og treysta á mátt formsins og hina einu réttu lausn þess. Þeim er ekki skemmt.

Gildi skapandi starfs og leikrænnar tjáningar í starfi kennarans er lífsnauðsynleg fyrir sköpunina. Kennarinn er með stórkostlegt vopn í höndunum. Hann hefur getu og vald til þess að hafa áhrif á einstaklinga. Hann getur bæði drepið niður skapandi hugsun og ýtt undir hana. Lifandi kennari er kennari sem hefur áhuga á viðfangsefninu, er skapandi og notar leikræna tjáningu í starfi sínu. Eðlislæg leikræn tjáning er partur af persónuleika kennara sem nær að vekja áhuga nemenda sinna og fær þá til þess að læra án þess að þeir geri sér grein fyrir því. Kennsla er nefnilega náðargáfa sem þú annaðhvort hefur eða hefur ekki. Hana er ekki hægt að kenna. Náðargáfa, nám og æfing vinna saman að því að skapa eitthvað nýtt og ómengað. Góður kennari er vel menntaður, skapandi, áhugasamur, hefur æft sig, hefur náðargáfu og síðast en ekki síst er vinur nemenda sinna. Einstaklingur sem er „í kompaníi við sköpunarkraftinn“ er frjáls.

Ef ég væri hestur væri löngu búið að fella mig því enginn getur riðið svona hrekkjóttum hesti til lengdar.

Lag og texti eftir Harald F. Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson.

Page 48: Skólavarðan 2. tbl. 2012

48

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Í nýútkominni bók Skil skólastiga greinir Gerður G. Óskarsdóttir frá umfangsmikilli rannsókn sinni á samfellu í námi við tvenn skil skólastiga. Hún sýnir fram á að starfshættir eru með mjög líku sniði á sama skólastigi og samfella mikil á mörgum sviðum en rof verður einnig á milli skólastiga. Því sé breytinga og jafnvel mikilla umbóta þörf til að tryggja betri samfellu í námi. Tengsl skólastiga og sveigjanleiki á skilum þeirra hefur talsvert verið til umræðu hér á landi en mjög hefur skort rannsóknir um efnið. Úr því er bætt með þessari bók en rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Höfundur dregur upp ítarlega mynd af starfi á síðasta ári í leikskóla og í 1. bekk grunnskóla annars vegar og 10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Varpað er ljósi á þann mun sem er á umgjörð starfsins og starfs-háttum, tengslin við næsta skólastig og samfellu eða rof í þessum efnum. Rann-sóknin byggist á vettvangsathugunum í 30 skólum, spurningakönnunum og yfi r 50 viðtölum við nemendur og kennara.

Niðurstöður benda til þess að starfs-hættir í námi og kennslu séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi og að margt sé líkt með báðum skólaskilum. Samfella var mikil í mörgum þáttum er varða ytri og innri umgjörð starfsins og starfshættina en samstarf og upplýsinga-miðlun virðist lítil milli skólastiga. Þá er vitneskja kennara um starfi ð á stiginu á undan eða eftir oft af skornum skammti og jafnvel örlaði á fordómum.

Rof og það sem höfundur nefnir aftur-hverft rof kom fram í því að nemendur voru í sumum tilfellum að fást við sama

efni og áður á nýju skólastigi, s.s. kynning á bókstöfum og endurtekning í náms-greinum fyrir suma nemendur, og einnig virtist draga úr áhrifum þeirra á fram-gang námsins eða viðfangsefni sín þegar þeir komu á nýtt skólastig. Þetta kallar á úrbætur að mati höfundar. Tillögur í þá veru eru í lokakafl a bókarinnar ásamt hugmyndum að frekari rannsóknum. Tillögurnar lúta bæði að breytingum á ytri umgjörð, s.s. skólaskyldu, lengd heildar-náms og gjaldtöku, og á daglegu starfi innan skólastofunnar, og þá einkum virkni nemenda og sjálfræði. Möguleikar nemenda á unglingastigi grunnskóla á að taka framahaldsskólaáfanga skapar mikinn sveigjanleika á skilunum en það er undir hælinn lagt hvort þetta nám er metið þegar í framhaldsskóla er komið – sem er afgerandi rof.

Bókin Skil skólastiga er hugsuð sem

– Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla

Texti: GG

Vitneskja kennara um starfi ð á skólastiginu á undan eða eftir er oft af skornum skammti og jafnvel örlar á fordómum.

Útgáfa

veganesti fyrir kennara, stjórnendur og þá sem móta stefnuna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hún er jafnframt samin með fræðimenn á sviði mennta-mála og kennaranema í huga.

Gerður G. Óskarsdóttir hefur verið kennari á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, skólastjóri, skóla-meistari, kennslustjóri í kennaranámi framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands, ráðunautur menntamálaráð-herra og yfi rmaður leik- og grunnskóla hjá Reykjavíkurborg. Hún er nú forstöðu-maður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði HÍ. Gerður lauk doktorsprófi í menntunar-fræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1994 og hefur stundað fræðistörf og rannsóknir um árabil.

Nánari upplýsingar hjá höfundi í síma 899 3560 og [email protected]

Skil skólastiga

Page 49: Skólavarðan 2. tbl. 2012

49

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Texti: KEG

www.saft.is

NÁMSEFNI OG HEILRÆÐI UM JÁKVÆÐA OG ÖRUGGA NETNOTKUN.

Save the Children á Íslandi

SAFT – Samfélag, �ölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmda- stjórn ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstar� við Rauða krossinn, Ríkislögreglustjóra og Barnaheill – Save the Children Iceland.

Tvær nýjarmerkar bækurum skólastarf

SKIL SKÓLASTIGAGerður G. Óskarsdóttir

H Á S K Ó L A Ú T G Á F A Nhaskolautgafan.hi.is – [email protected] – s. 525 4003

RADDIR BARNARitstjórarJóhanna

Einarsdóttir &Bryndís

Garðarsdóttir

1/4 Skólavarðan_Layout 1 13.11.2012 14:54 Page 1

Eftir því sem þú hefur fl eiri sönnunargögn máli þínu til stuðnings, því betur tekst þér að mæta valdhöfum og ná einhverju fram. Menntarannsóknum og könnunum á ýmsu tengdu skólum fjölgar óðum og lag fyrir kennara og skólastjórnendur að nýta sér þetta efni. John MacBeath segir að til þess að ná einhverju fram sé mikilvægt fyrir kennara að velja sér á hvaða torfu þeir ætla að standa og út frá hverju þeir ætla að tala. Mikilvægast sé hins vegar að fi nna samherja. Ef maður stendur einn eru miklar líkur á að maður verði afgreiddur í snarheitum. En hverjir eru samherjarnir? Hvar eru þeir? Fyrir

utan samkennara og skólastjórnendur eru það fræðimenn, Heimili og skóli, stéttarfélagið, einhverjir stjórnmálamenn, Netla, handfylli af ráðuneytisfólki, háskólarnir, Samtök um skólaþróun, og fl eira áhuga- og hugsjónafólk um menntun og skóla, nemendur og kennara. Erlendar rannsóknir, kannanir og önnur verkefni geta líka reynst happadrjúg til að renna stoðum undir málfl utning, eins og til dæmis að hafa þurfi hemil á hópastærðum og hækka laun kennara, að efl a þurfi möguleika kennara til símenntunar og ætla þeim tíma til undirbúnings. Þannig má áfram

Rannsóknir, kannanir, verkefni og hagsmunagæsluhópar styrkja kennara

telja. Mögulegir samherjar og gagnlegar upplýsingar og reynsla leynast víða. Þegar verkin eru brýn má oft mynda hagsmunagæsluhópa til að afl a þeim fylgis hjá valdhöfum eða leita til þeirra hagsmunagæsluhópa sem þegar eru fyrir hendi, en nokkrir þeirra eru nefndir hér að ofan. Verum virk og nýtum okkur alla þá aðstoð sem fyrir hendi er. Það er gífurlega mikilvægt að kennarar og kennarahópar láti í sér heyra, til að koma á umbótum á sínum vinnustað, í þágu nemendanna og í til að fá betri starfskjör en allt helst þetta í hendur.

rannsóknir

Page 50: Skólavarðan 2. tbl. 2012

50

Skólavarðan 2. tbl. 2012slaka á

Lausn krossgátu í 1.tbl Skólavörðunnar 2012Þrenn verðlaun voru veitt fyrir réttar lausnir á síðustu krossgátu. Verðlaunahafar voru: Anna Margrét Björnsdóttir, Guðfinna Kristjánsdóttir og Sigríður Hjördís Indriðadóttir. Þær hlutu allar bókagjöf frá bókforlaginu Bjarti.

Krossgáta KÍSendið lausnina ásamt nafni og heimilisfangi fyrir 10. janúar 2013 til Skólavörðunnar í Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík.Bókaverðlaun í boði!

LóðRéTT 1. Forskrift sem lýsir hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál

sérstaklega fyrir tölvur. (6)

2. Jósk borg. (6)

3. Blanda af hreinum efnum sem eru annað hvort frumefni og/eða efnasambönd. (10)

5. Flugvöllur í norðaustur London (8)

6. Maður skapaður úr hráka ása og vana. (6)

7. Eyja á mörkum Evrópu, Asíu og Afríku þar sem Seifur er talinn hafa fæðst. (4)

9. „Og kýrnar leika við kvurn sinn _____.“ (6)

11. Fugladrit notað til áburðar. (5)

15. Hús sem ekkert jarðnæði fylgir. (7)

18. Grænmeti skylt agúrku, kúrbít og melónu með hart hýði sem er ekki borðað. (7)

19. ___ Tómasar frænda, skáldsaga eftir Harriet Beecher Stowe. (4)

21. Málmblanda úr kopar og sinki. (5)

22. Konungsríki milli Kína og Indlands. (6)

25. Bóndi á jörð sem gengur að erfðum í heilu lagi. (10)

26. Orka sem kemur fram þegar efni breytist í orku. (9)

29. „Á þessari rímlausu ______“ Jóhannes úr Kötlum. (8)

30. Flokkur lindýra, oftast með höfuð með tveimur fálmurum og kviðlægan fót. (7)

31. Flugvöllur suður af Uppsölum og norður af Stokkhólmi. (7)

33. Hátíð sem upprunalega hét pesah. (6)

34. Stærsta eyðimörk heims. (6)

36. Nýklakinn fiskur. (5)

LÁRéTT 1. Ber Vaccinium myrtillus sem vaxa á

ljósgrænu lyngi með tenntum blöðum, finnast aðallega á Vestfjörðum og Norðurlandi. (10)

4. Þriðja stærsta borg Japan. (5)

8. Uppljómun sem Búdda sagði að væri lausn frá áþján heimsins. (7)

10. Staður þar sem bjór er búinn til. (8)

12. Stjórnmálastefna sem heitir á frummálinu Nationalsozialismus. (6)

13. Þrír undir pari í golfi. (9)

14. Íslenskt embættisheiti sem var í notkun fram til 1904. (8)

16. Enskur stærðfræðingur sem fann upp vél sem kennd var við hann. (6)

17. Fylgismaðurinn sem fylgir kenningum Formannsins. (9)

18. Hlaupaskór með járnpinnum. (9)

20. Himintungl á sporbaug um sól gerð úr ís, gasi og ryki. (11)

23. Kirkjugarðshlið. (8)

24. Hringlaga skraut úr gifsi í herbergislofti. (7)

27. Höfundur „Hroka og hleypidóma“. (4,6)

28. Grunneining próteina. (9)

31. Tönn milli framtanna og jaxla. (8)

32. Skosk hljómsveit best þekkt fyrir „Don’t You (Forget About Me)“. (6,5)

35. Nóbelsverðlaunahöfundur frá Ródesíu sem skrifaði Grasið syngur. (7)

37. Herra á ítölsku. (6)

38. Himna utan um frumukjarna sem stjórnar flæði efna milli hans og umfrymis. (11)

39. Embættisheiti Tenzin Gyatso. (5,4)

40. Fugl af sömu ættkvísl og Kíkí í Ævintýrabókunum. (7)

Page 51: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Myndlist er mögnuð!Eitt af meginmarkmiðum Listasafns Reykjavíkur er að vekja nemendur á öllum aldri til umhugsunar um myndlist með lifandi fræðslustarfi.

Listasafn Reykjavíkur er með fjöl­breyttar sýningar á þremur stöðum í borginni og tekur á móti skólahópum alla virka daga frá kl. 8.30­15.30 eða eftir samkomulagi. Bóka þarf með fyrirvara á heimasíðu safnsins undir „Panta leiðsögn“.

Flakkari á flandri!Grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslu­sýningar að láni í skólann. Sýningarnar kallast Flökkusýningar og eru útbúnar í færanlegum einingum sem hægt er að setja upp í skólanum. Með sýningunum fylgja verkefni fyrir nemendur, sem hægt er að fá kynningu á. Athugið að sýningarnar eru grunnskólum Reykjavíkur að kostnaðar lausu.

Allar upplýsingar um sýningar, fræðslu og við burði er að finna á heimasíðu safnsins www.listasafnreykjavikur.is

Listasafn Reykjavíkur er á þremur stöðum.Hægt er að hafa samband við fræðsludeild í síma 590 1200.

Ásmundarsafn Sigtún, 105 ReykjavíkOpið 1.5 – 30.9 daglega kl. 10­171.10­ 30.4 daglega kl. 13­17

HafnarhúsTryggvagata 17, 101 ReykjavíkOpið daglega kl. 10­17Fimmtudögum kl. 10­20

KjarvalsstaðirFlókagata, 105 ReykjavíkOpið daglega kl. 10­17

Upplýsingar um safnið er einnig hægt að finna á Facebook, Flickr, Twitter, YouTube og Vimeo.

listasafnreykjavikur.is

Flakkari á flandri!

Safnfræðsla

Listasafn Reykjavíkur

Ullarfatnaður í miklu úrvali

Látum ekki menntun gjalda kreppunnar!

DALANDI DALANDI DALANDI DALANDI DALANDI DALANDI DALANDI MENNTUN, MENNTUN, MENNTUN, MENNTUN, MENNTUN, MENNTUN, MENNTUN,

DÖKKAR DÖKKAR DÖKKAR HORFURHORFURHORFUR

DALANDI MENNTUN,

DÖKKAR HORFUR

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

EICrisisPoster_BrokenEducation_is_press.pdf 1 7/11/2012 13:56:31

Page 52: Skólavarðan 2. tbl. 2012

52

Skólavarðan 2. tbl. 2012

Texti: Nanna Kristín Christiansen

Myndir: Frá höfundi

Einelti er grafalvarlegt mál og leita verður allra leiða til að sporna við því. Þess vegna var ákveðið að gefa vinnu gegn einelti aukið vægi í öllu skóla- og frístundastarfi þegar þessi starfsemi var sameinuð undir eitt svið; skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar haustið 2011. Fjölmargir skólar styðjast nú þegar við sérhæfð verkefni í vinnu gegn einelti og hafa náð góðum árangri en víst er að þekking og færni í þessum málaflokki verður seint fullnægjandi.

Starfshópur sem leiðir verkefnið á skóla- og frístundasviði (SFS) og fengið hefur vinnuheitið Vinsamlegt samfélag stendur fyrir málstofum, ráðstefnum, fræðslufundum og hverfafundum auk þess að halda úti síðu á innri vef SFS með efni sem stuðlar að því að efla þekkingu og viðhorf starfsfólks í baráttunni gegn einelti. Óskað hefur verið eftir því að hver starfsstaður SFS tilnefni tvo tengiliði í verkefnið. Hér er um að ræða afar stóran hóp eða rúmlega 300 einstaklinga. Hlutverk tengiliðanna er einkum að sækja fundi og ráðstefnur og koma þekkingu, reynslu og viðhorfum til samstarfsfólks síns í leik- og grunnskólum og starfsstöðvum frístundamiðstöðvanna.

Starfshópurinn hefur í áherslum sínum einkum haft til hliðsjónar niðurstöður umfangsmikillar sænskrar rannsóknar á einelti í skólum1 og áherslur menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis sem framfylgt er af Pestalozzi

stofnuninni. Segja má að meginskilaboðin felist í því að ofbeldi, þ.á.m. einelti, sé að miklu leyti lært félagslegt fyrirbæri. Alist börn upp við að illt umtal, útilokun, mismunun, ógnun, niðurlæging, lítilsvirðing og meiðingar séu óhjákvæmilegir þættir samskipta, hvernig eiga þau þá að tileinka sér samkennd, virðingu og ábyrgð í samskiptum við félaga sína? Það er á ábyrgð fullorðna fólksins, ekki síst foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi, að vera börnum góðar fyrirmyndir og kenna þeim með skipulögðum hætti að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélaginu. Það nægir ekki að segja börnum að sýna félagslega ábyrgð í samskiptum og refsa þeim þegar þau gera það ekki heldur þurfa þau að læra það í markvissu námi. Slíkt nám á ekki að fara fram á afmörkuðum tímum heldur þarf það að vera samofið öllu skóla- og frístundastarfi. Þetta samræmist vel þremur af sex grunnþáttum menntunar í leik-, grunn- og framhaldsskólum en það eru heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi og jafnrétti. Í nýrri aðalnámskrá er einmitt tekið fram að grunnþættirnir eigi að birtast í öllu starfi skólans.

Í sænsku rannsókninni kemur m.a. fram að þar sem skólabragur er góður nær einelti mun síður að festa rætur meðal nemenda en góður skólabragur einkennist af miklum áherslum á samvinnuverkefni og skapandi starf. Meðal nemenda og starfsfólks ríkir samkennd og traust. Samræmi

1 Skolverket (2011). Utvärdering av metoder mot mobbning. Rapport 353. Stokkhólmur: Skolverket.

Nanna Kristín Christiansen.

Verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Vinsamlegt samfélag í skóla- og frístundastarfi

einelti

Page 53: Skólavarðan 2. tbl. 2012

53

Skólavarðan 2. tbl. 2012

er í viðhorfum starfsfólks til grunngilda og nemendur og starfsfólk vinna markvisst með þau gildi. Unnið er skipulega í eineltismálum, aðferðir eru þaulhugsaðar og ábyrgð allra er skýr. Allir eiga hlutdeild í eineltisáætluninni og fylgja henni og nemendur taka virkan þátt í forvörnum gegn einelti. Í niðurstöðum segir einnig að mikilvægt sé að byggja forvarnir hvers skóla á greiningu á aðstæðum hverju sinni því fátt henti öllum, alltaf og allsstaðar. Sem dæmi er nefnt að sumar leiðir í forvörnum henta betur drengjum en stúlkum, en þó ekki öllum drengjum eða öllum stúlkum. Nokkur þeirra verkefna sem sænsku skólarnir styðjast við hæfa betur yngri nemendum en önnur eldri nemendum og sum henta betur til að takast á við líkamlegt einelti en önnur félagslegt.

Bent hefur verið á að grunnurinn að einelti og öðru ofbeldi liggi að miklu leyti í viðhorfi nu við og hinir. Í fl estum samfélögum, stórum sem smáum, séu ákveðnir hópar sem njóta þess að vera hinir viðurkenndu en þeir komist oft upp með að niðurlægja, útiloka, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem ekki tilheyra rétta hópnum. Það getur verið afar breytilegt hverjir tilheyra hinum viðurkenndu og oft er um fl eiri en einn hóp að ræða í hverju samfélagi. Þegar vinna á gegn einelti og öðru ofbeldi getur því skipt máli að greina hverjir tilheyra þessum hópum og fi nna leiðir til að stuðla að auknu umburðarlyndi, skilningi og ábyrgð hinna viðurkenndu.

Mergurinn málsins er sá að fullorðna fólkið þarf að vera góð fyrirmynd og með réttum viðhorfum og markvissum aðgerðum er hægt að stuðla að betra samfélagi þar sem öll börn búa við öryggi í skólum og frístundastarfi .

Í tilefni Dags gegn einelti 8. nóvember hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkur útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efl a færni þeirra í samskiptum. Verkefnabankinn er vistaður á innri vef skóla- og frístundasviðs á vefsvæði verkefnisins Vinsamlegt samfélag.

Í fl estum samfélögum, stórum sem smáum, eru ákveðnir hópar sem njóta þess að vera hinir viðurkenndu en þeir komast oft upp með að niðurlægja, útiloka, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem ekki tilheyra rétta hópnum.

einelti

Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög,

foreldra og börn

Kolbrún Baldursdóttir

Ko

lbr

ún

Ba

ldu

rs

ttir

EKKI MEIR

EKK

I MEIR

Bók um eineltismál

k u

m e

ine

ltism

ál

Bókin EKKI MEIR er leiðarvísir ásamt því að vera verkfæri til að nota í fyrirbyggjandi vinnu gegn einelti eða grípa til í úrvinnslu mála. Hún hefur að geyma ráðgjöf fyrir skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Í bókinni er umfjöllun um hinar mörgu tegundir forvarna og tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs starfsanda í skóla- og frístundaumhverfinu. Jákvæður staðarbragur og almenn vellíðan kennara, leiðbeinenda íþrótta- og æskulýðsfélaganna og annars starfsfólks skilar sér til barnanna og foreldra þeirra eftir ýmsum leiðum.

Bókin er ekki eingöngu hugsuð fyrir fullorðna. Í henni eru einnig leiðbeiningar til barna um hvað einkennir jákvæða samskiptahætti ásamt skilaboðum til þeirra barna sem eru annars vegar þolendur eineltis og hins vegar gerendur eineltis. Hægt er að miðla efni bókarinnar til barna með ýmsum hætti. Ein leiðin er að lesa úr bókinni fyrir barnið sitt eða bekkinn/hópinn.

Kolbrún Baldursdóttir hefur sem sálfræðingur komið að málefnum barna og unglinga með fjöl-breyttum hætti svo sem með fræðslu, ráðgjöf og meðferð. Hún hefur jafnframt reynslu af kennslu á öllum skólastigum. Lengst af hefur Kolbrún verið sálfræðingur barnaverndarmála og skólasálfræðingur. Hún hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 1992.

Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög,

foreldra og börn

EKKI MEIRBók um eineltismál

strikamerki

Page 54: Skólavarðan 2. tbl. 2012

54

Skólavarðan 2. tbl. 2012smiðshöggið

Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn hinn 12. mars 2009 en þá samþykkti Alþingi tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu á mikilvægustu sviðum þjóðlífsins. Þar með eru þá einnig taldir allir skólar landsins! Samþykkt Alþingis markaði þannig tímamót í sögu tungunnar. Samþykkt þessi gefur þau fyrirmæli að skólar skuli grípa til aðgerða. Nú má spyrja sig hvort þessi samþykkt hafi haft mikil áhrif í skólakerfinu.

Í málstefnu þessari stendur í kaflanum um grunnskólann: „Íslenskukennsla þarf að standa undir nafni og því þurfa grunn- skólakennarar sjálfir að hafa trausta kunnáttu í íslensku. Allir kennarar grunnskólans eru málfarsfyrirmyndir barna á máltökuskeiði.“

Raunin er að sjálfsögðu sú að kennarar eru afar misjafnlega í stakk búnir til að vera þessar málfarsfyrirmyndir enda hefur yngra fólk ekki endilega verið sjálft alið upp í sterku málfarsumhverfi. Auk þess er fólk oft nokkuð feimið eða framtakslaust þegar kemur að því að fræða fullorðna um notkun íslenskunnar. Fólk bítur í tunguna og þegir þegar það heyrir fullorðna fara rangt með mál í stað þess að vekja máls á því á uppbyggilegan hátt. Íslenskumenntun kennaraefna, sem hafa ekki valið íslensku sem sérgrein, hefur verið hverfandi í kennaranáminu og jafnvel engin í símenntun skólanna.

Ég tel að það sé kominn tími til vitundarvakningar í skólunum, að hin íslenska málstefna hljóti ekki sess í glatkistunni, heldur verði leiðarljós í skólum landsins. Nemendur verja miklum hluta lífs síns með kennurum sínum og því hefur málfar sérhvers kennara mikil áhrif og getur sett mark sitt á tungutak nemandans til frambúðar.

Til að hlúa að sprotum fallegrar tungu, og minnka líkurnar á að skólastofan verði beinlínis uppeldisstöð rangrar íslensku, þá er með sanni kominn tími til að skólarnir marki sér málstefnu hver fyrir sig. Þar gæti til dæmis komið fram að starfsmenn stefni að því að tala sem réttast mál og verði þannig góðar fyrirmyndir nemenda sinna.

Til að stuðla að þessu þarf að mínu mati ekki gríðarlega vinnu eða miklar skýrslur. Mikilvægasta skref hverrar skólastofnunar er að móta sér stefnu um íslenska tungu. Þar með er grundvöllurinn lagður, stefnan mörkuð.

Næst þarf að ræða þá ákvörðun til dæmis á kennarafundum og leggja lín-urnar og segja öllum hver markmiðin eru.

Sem dæmi um atriði sem gætu verið vel til þess fallin að starfsmenn hvers skóla hefðu að markmiði:

• Að leitast við að vanda málfar sitt og verða þannig góð fyrirmynd nemenda og annarra í skólanum.

• Að skapa jákvæða stemningu fyrir því að bæta málfar sitt og annarra.

• Að forðast erlendar slettur en nota íslensk orð um hvaðeina, ef nokkur kostur er á því.

• Að leitast við að sneiða hjá þágufalls-hneigð, nota t.d. „Ég hlakka til“ og „Mig langar til“ frekar en að hafa frumlagið í þágufalli.

Málfar sérhvers kennara hefur mikil áhrif og getur lagt mark sitt á tungutak nemandans til frambúðar.

Texti: Arnþrúður Heimisdóttir, kennari í grunnskólanum Sólgörðum og áhugamaður um íslenska tungu.

Mynd: Frá höfundi

• Að forðast ofnotkun dvalarhorfs, segja t.d. „Ég get þetta ekki“, í stað „Ég er ekki að fara að geta þetta“ og „Ég skil þetta ekki“ í stað „Ég er ekki að skilja þetta“.

Í framhaldi af þessu tel ég óhjákvæmilegt næsta skref að skólinn bjóði upp á fræðslu fyrir starfsfólk skólans um góða málnotkun í skólanum. Þetta getur verið hluti af endurmenntunarstefnu skólans. Þá hef ég í huga að einhver tæki að sér að halda til dæmis stuttar hugvekjur á þeim sameiginlegu fundum sem haldnir eru í skólanum. Þar yrðu dæmi tekin um ákjósanlegt málfar og rætt um algengustu gryfjur sem menn falla í.

Þar með virkjast málstefnan í fram-kvæmd án þess að neinum þurfi að finnast á sig hallað. Umræðan yrði semsagt jákvæð en ekki niðurrif. Málstefna skólans yrði ekki gagnslaus skrautfjöður. Þetta þarf ekki að vera tímafrekt. Þetta er spurning um að taka ákvörðun, marka stefnu en ekki að skrifa skýrslur fyrir skúffuna.

Við fullorðna fólkið erum oft viðkvæm fyrir leiðréttingum annarra á málfari okkar en ef við ætlum að bæta málfar okkar, þá þýðir ekki að hrökkva í baklás ef okkur er bent á hvað mætti betur fara. Ég fyllist miklu stolti þegar nemandi minn eða fullorðið fólk leiðréttir mig því sú leiðrétting er ástarjátning til íslenskrar tungu.

Íslensk málstefna í skólum landsins

Arnþrúður Heimisdóttir.

Page 55: Skólavarðan 2. tbl. 2012

Hafðu samband og við stillum upp framtíðinnimeð þér eins og þú vilt hafa hana

Hver vilt þú vera?

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | [email protected] | allianz.is

Einstaklingur 2 bætti við sig Allianz viðbótarlífeyriog fær 72% af launum sínum við starfslok

Allianz ViðbótarlífeyrirSkyldulífeyrir skv. lögum

Lágmarkslífeyrir

72%

Einstaklingur 2

55%Skyldulífeyrir skv. lögum

Lágmarkslífeyrir

Einstaklingur 1 valdi bara skyldulífeyri ogfær aðeins 55% af launum sínum við starfslokEinstaklingur 1

Page 56: Skólavarðan 2. tbl. 2012