tengsl 5 tbl 2011

16
BLÁÞYRILSÁHRIFIN Góðar fréttir fyrir taugarnar Vængir úr þunga Hvernig rísa má yfir vandamálin Friðaráætlun 10 lyklar að innri friði BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 5 tbl. 2011

Upload: fjoelskyldan-liknarfelag-ses

Post on 30-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

BLÁÞYRILSÁHRIFINGóðar fréttir fyrir taugarnarVængir úr þungaHvernig rísa má yfir vandamálinFriðaráætlun10 lyklar að innri friði

TRANSCRIPT

Page 1: Tengsl 5 tbl 2011

BLÁÞYRILSÁHRIFINGóðar fréttir fyrir taugarnar

Vængir úr þungaHvernig rísa má yfir

vandamálin

Friðaráætlun10 lyklar að innri friði

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

5 tbl. 2011

Page 2: Tengsl 5 tbl 2011

Á per s ón ul egu n ót un um

Fjögur orð sem ókunnur maður sagði skiptu sköpum í lífi konu. „Ef þú aðeins vissir.“ Öllum fannst hún vera óreiðukennd – hún hafði verið gift 5 sinnum og bjó núna með enn einum manni – en að einu leyti var hún eins og allir aðrir. Kannski var það það sem hafði knúið hana

til að fara frá einum manni til annars, eins og sumt fólk skiptir um starf eða húsnæði eða skiptir um bifreið. Hún vildi meira. Ást, öryggi, að vera tekin gild. Hún vildi fullnægju, hugarró. Hún vildi vera hamingjusöm. Hún vildi vera heil.Ef hún aðeins vissi hvað?Ef þú þekkir aftur þessa stuttu endursögn á samfundi Jesú og konunnar við brunninn, 1 þá veistu nú hverju konan var í þann veginn að komast að. Hún var að tala við son Guðs og Hann var í þann veginn að koma henni í beint samband við uppsprettu alls sem hún þráði, sjálfan Guð. Konunni líkaði það sem hún heyrði og það breytti henni. Aðrir tóku eftir því. Enn einu sinni var hún umræðuefni bæjarbúa en í þetta skipti var það ekki vegna gjörða hennar; það var vegna þess sem Jesús hafði gert fyrir hana.Viljum við ekki öll það sama og þessi kona? Ef við aðeins vissum.Ef við aðeins vissum – vissum í alvöru – hversu heitt Guð elskar okkur, þá myndi okkur aldrei finnast við vera afskipt. Ef við vissum hversu skilyrðislaus kærleikur Hans er, myndum við aldrei finna fyrir óöryggi. Ef við vissum hversu gild Hann tekur okkur - galla, mistök og allt – myndum við ekki hafa svo miklar áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa.Ef við vissum hversu mikils Hann metur ást okkar til Hans og annarra, myndi það fullnægja okkur, fyrst og fremst. Ef við vissum um áform Hans okkur til handa, myndum við ekki óttast framtíðina. Ef við vissum aðeins hversu heitt Hann elskar okkur eins og við erum, myndum við ekki vilja vera neinn annar.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

1. Jóhannes 4. Kafli

5 tbl. 2011

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2011 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

Page 3: Tengsl 5 tbl 2011

Þegar ég var lítil stúlka og leit yfir engið fyrir aftan heimili okkar man ég að ég kom auga á tré sem virtist fullkomið. Ég gat varla haft stjórn á spenningnum þegar ég hljóp af stað til þess að athuga það í návígi. En þegar ég teygði mig til þess að ná í fullkomið blað af fullkomna trénu, varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Við nánari athugun var hvert lauf skemmt á einhvern hátt – hrufluð brún aursletta, skordýrabitið. Það var ekki eitt blað sem ég gat tekið með mér heim sem tákn um fullkomnun.Huglægar myndir geta virst fullkomnar úr fjarlægð en þegar við athugum þær af stuttu færi sjáum við ófullkomleikann. Við virðum fyrir okkur ókunnugt fólk sem keyrir framhjá í skínandi nýjum bílum og ályktum að það eigi fullkomið líf og gerum okkur ekki ljóst að það geti átt í erfiðleikum sem eru meiri en erfiðleikar okkar. Við horfum

U M H U G S U N A R E F N I D AG S I N S„...frelsaði mig af því að Hann hafði þóknun á mér.“—Sálmarnir 18:19

Ef Guð hefði ísskáp, myndi mynd af þér prýða hann. Ef Hann hefði peningaveski myndi mynd af þér vera í því. Hann sendir þérv blóm á hverju vori og sólaruppkomu sérhvern dag. Hvenær sem þú vilt tala, hlustar Hann. Hann getur búið hvar sem er í alheiminum en valdi hjarta þitt. Horfstu í augu við það, vinur. Hann er vitlaus í þig.—Max Lucado

á sjónvarpið og sjáum kvikmyndir og sjáum fullkomnar huglægar myndir, sjónblekkingar sem hverfa þegar endanlegar inneignir eru gerðar upp. (credit roll) Landslag getur litið út fyrir að vera fullkomið úr fjarlægð en í nálægð sjáum við leðjuna og ruslið. Veröldin lítur betur út án kíkis eða smásjár.Við leitum að fullkomnun – fullkomnu fólki, fullkomnum aðstæðum, fullkomnum samböndum, fullkominni hamingju – en vegna þess að ekkert okkar er fullkomið, verðum við loks svekkt og vonsvikin. En Guð leitar ekki að fullkomleika – að minnsta kosti ekki að fullkomleika samkvæmt okkar höfði. Auðvitað getum við öll bætt okkur en það sem virðist vera gallar og veikleiki er í raun handaverk Hans, hluti af einstaklingsverund okkar, blessanir í dulargervi. Eru öll vandamál af hinu illa? Eru þau ekki stundum aðferð Guðs til þess að leiða okkur til betri hluta?Guð væntir þess ekki að við séum fullkomin. Allt sem Hann biður okkur um er að við elskum Hann og aðra eftir bestu getu. 1 Þegar við gerum það getum við verið örugg í elsku Hans og það breytir gersamlega viðhorfi okkar. Við erum ánægðari með okkur sjálf og það hjálpar okkur að sjá kosti annarra og gera það besta úr aðstæðum okkar. Lífið er ekki fullkomið en það er allt í lagi. Guð vissi betur.

Joyce Suttin er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum.

1. Matteus 22:37–39

Eftir Joyce Suttin

AÐ FINNAfullkomnun

3

Page 4: Tengsl 5 tbl 2011

Fallegur gluggi úr steindu gleri er í hinni sögufrægu Wesley kapellu í London og á honum eru rituð þessi orð: „Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar myndi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.“1

Fólk hefur alltaf viljað eignast vængi – leið til þess að vera lyft yfir jarðneskt líf og vandamál. Það virðist vera manninum eðlislægt að finnast hann vera lokaður inni og óánægður „hérna.“ Hlutirnir hljóta að vera auðveldari, bjartari, betri og frjálsari „þarna,“ handan hæðarinnar.

Það er til annað vers þar sem sálmaskáldið endurómar tilfinninguna: komdu mér burt frá þessu öllu. Hann segir: „Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan þá skyldi ég fljúga burt og finna hvíldarstað.“ 2 En hann kunni líka skil á leyndardómnum við að finna dásamlegan stað fjarri öllum skarkala og hann sagði okkur frá honum: „… þú Drottinn hjálpar mér.“ 3 Guð hjálpaði Davíð gegnum alla hans erfiðleika og prófraunir og Hann breytti þunga í vængi. „En þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir

Guð getur leyst vandamál þín í einni andrá. Hann getur endurnært anda þinn með einum djúpum andardrætti. Hann getur gert hugsanir þínar skýrar með einum ljúfum streng himneskrar tónlistar. Hann getur þurrkað burt ótta þinn með einni lítilli hvíldarstund þegar Hann veitir þér fullkominn frið er þú átt samverustund með Honum og Honum einum.6

—David Brandt Berg

1. Sálmarnir 139:9–10

2. Sálmarnir 55:6

3. Sálmarnir 3:5

4. Jesaja 40:31

5. Sálmarnir 27:14

6. Sjá Jesaja 26:3.

VÆNGIR úr

ÞUNGAEftir Virginia Brandt Berg

ganga og þreytast ekki.“ 4 Þegar við snúum okkur að Guðs orði og bíðum í bæn þar til Guð snertir sálu okkar, fljúgum við upp til ríkis friðar, rósemdar og hvíldar og Drottinn hjálpar okkur sannarlega.

Þessi gamli heimur reynir daglega að draga okkur niður en það er önnur togun upp á við sem lyftir okkur að sjálfu hjarta Guðs. Ef þú lest Guðs orð skaltu deila hjarta þínu með Guði og bíddu eftir því að Hann tali til þín, þá finnurðu allan þann styrk sem þú þarfnast. En margt fólk reynir að ganga fyrir eigin afli um leið og það vonast til að sigrast á erfiðleikum sínum á þann hátt. Það treystir á fæturna fremur en vængina. En lestu versið aftur. Fyrst kemur endurnýjunin og síðan skrefið og hlaupið. Hvaða möguleika hefur sál þín ef þú gefur þér ekki tíma til að tengjast Guði og öðlast styrk frá Honum? „Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin.“ 5

Virginia Brandt Berg (1886–1968) trúboði og forstöðukona var móðir David Brandt Berg stofnanda Alþjóðlegu fjölskyldunnar.

4

Page 5: Tengsl 5 tbl 2011

Eftir David Bolick

Þegar „skot lest“ Sanyo Shinkansen í Japan var fyrst tekin í notkun, kvörtuðu íbúar við lestarteinana yfir styrk hávaðans. Um helmingur járnbrautarlínunnar var gegnum göng og það komu miklar drunur þegar lestin kom út úr göngunum vegna skyndilegra loftmótstöðubreytinga.Verkfræðingarnir veltu vandamálinu fyrir sér þar til einn þeirra mundi að hann hafði lesið um fugl búinn einkenni sem var sérstaklega hannað, bláþyrilinn. Til þess að fanga bráð sína stingur bláþyrillinn sér úr lofti sem hefur litla mótstöðu niður í vatn sem hefur mikla mótstöðu – og aðeins myndast mjög lítill gusugangur við komuna í sjóinn. Verkfræðingurinn giskaði á að þetta væri vegna lögunar á goggi bláþyrilsins, þar eð hann var fullkomlega lagaður til þess að fást við slíka mótstöðubreytingu.Hann og samstarfsmenn hans stjórnuðu tilraun með eftirlíkingu á fyrirbærinu með því að skjóta hlutum með ýmissri lögun í pípu og mæla þrýstibylgjur sem mynduðust við útskotið við enda pípunnar. Niðurstöðurnar sýndu að ákjósanlegasta lögun fyrir nef skotlestarinnar var næstum sú sama og lögun goggs bláþyrilsins – vandamálið var leyst! Sjálfsagt hefði verið mun erfiðara fyrir verkfræðingana að finna lausnina ef þeir hefðu aðeins reitt sig á þjálfun sína og reynslu sem vélaverkfræðingar. Lausnin fannst aðeins þegar einn þeirra leitaði í aðrar áttir.Það er vandamál við vandamálin, að okkur hættir til að reiða okkur um of á eigin getu og reynslu við að leysa þau þegar Guð hefur oft betri hugmynd. Það krefst trúartrausts að hætta að reyna svona mikið

M E Ð H Ö N D LU N A L L R A H LU TATil er fólk sem meinar vel og finnst lífið of harðneskjulegt. Það vill skipuleggja heiminn og koma því svo fyrir að enginn þurfi að þjást. En hvernig er hægt að þróa persónuleikann til fulls án baráttu? Hvernig gæti manneskjan orðið fullmótuð, þroskuð og sterk? Þótt erfiðleikar séu harðir og óskemmtilegir eru þeir uppspretta þroska sem gæti orðið. Umvefðu hvern erfiðleika með bæn, trú og skýrri hugsun. Síðan skaltu láta eldmóð kynda undir lausn vandans. Á þeim grundvelli geturðu ráðið við hvaða stöðu sem er.—Norman Vincent Peale

BLÁÞYRILSÁHRIFIN

einn og sér og snúa okkur til Guðs til þess að fá hjálp en það er vanalega það sem til þarf til þess að Guð nái til okkar. Trú verkar á vandamálin eins og goggur bláþyrilsins verkar á vatnið. Þegar hindranir birtast, getur hin skyndilega mótstaða við áform okkar eða vanagang leitt til töluverðs hnykks en trúin hjálpar okkur að finna lausnir skjótar og án þess að taugarnar verði fyrir hnjaski. Trú kemur ekki í veg fyrir vandamál en minnkar skellinn af þeim..

David Bolick er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Mexíkó.

5

Page 6: Tengsl 5 tbl 2011

Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á heilnæmi er trú. Að vita að Guð elskar okkur og mun annast okkur sama hvað gerist. Trú ryður burt ótta og spennu en ótti og spenna eru aðal ástæður sjúkdóma og heilsuleysis. Þessir þættir og annað neikvætt ástand, eins og áhyggjur, hatur og biturleiki geta haft í för með sér ýmsa sálræna og taugatengda kvilla sem og líkamlega sjúkdóma, eins og hjartveiki, gigt og magasár.Neikvætt hugarástand getur haft neikvæð áhrif á líkamann en ef við getum boðið þessari neikvæðni byrginn, munum við öðlast hugarró sem mun minnka álag á mikilvæg líffæri og stuðla að góðri heilsu. Þess vegna hefur hugleiðsla, jákvæð viðhorf og einbeiting að góðum hugsunum góð áhrif bæði á huga og líkama. „...allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“ 1

Einnig segir Biblían okkur að vera ekki áhyggjufull eða hrædd, heldur biðja Guð um að greiða úr hlutunum og treysta því að Hann geri það. „Ver þú hughraustur og öruggur. Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.“ 2 „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.“ 3 „Með Guðs hjálp mun ég lofa orð Hans, ég mun ekki óttast.“ 4 „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ 5 „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ 6

Trú á Guð veitir þér hugarró, ánægju í hjarta og andlega vellíðan – allt þetta hefur tilhneigingu til að bæta stórkostlega líkamlega velsæld.

David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar.

Við getum aldrei orðið fyllilega hamingjusöm eða heil fyrr en við komum á kærleikssambandi við Guð gegnum son Hans Jesú. Þú getur gert það núna með því að biðja þessarar einföldu bænar:

Jesús, ég trúi á þig og vil kynnast þér betur.Vertu ætíð hjá mér. Amen.

1. Filippíbréfið 4:8

2. Jósúabók 1:9

3. Sálmarnir 46:1–2

4. Sálmarnir 56:11

5. Jóhannes 14:27

6. Markús 5:36

TRÚARÞÁTTURINNUmsamið efni frá David Brandt Berg

6

Page 7: Tengsl 5 tbl 2011

Morgun einn þegar ég var viti mínu fjær leit ég á tölvupóstinn og sá að vinkona mín hafði sent mér video-ræmu. Í ljós kom að þetta var safn slökunar-mynda frá ströndinni með undirleik róandi tónlistar. Bylgjurnar sem skoluðust á land minntu mig á friðsæla fegurð sköpunarverks Guðs og að sjá og heyra brimið skella blíðlega og endurtekið á sandinum, róaði anda minn.Þegar ég róaðist nógu mikið til þess að hugsa skýrar rann smám saman upp fyrir mér að flestar öldur verða til vegna vinda úti á hafi, ókyrrðar. Það á sér stað stöðug hreyfing þegar hver alda myndast yfir tíma og rúm. Hún eykur hraðann og brotnar þegar hún kemur á grynningarnar. Hún dreifist yfir heitan sandinn þar til hún er eins og þunn skífa. Síðan hörfar hún hægt og hljótt aftur í sjóinn. Áfram gengur þetta endalaust, hún myndast, brotnar, dreifist og hörfar í endalausri hringrás.

L Í F I ÐEftir Mother Teresa

Lífið er tækifæri, notfærðu þér það.Lífið er fegurð, dástu að því.Lífið er alsæla, smakkaðu það.Lífið er draumur, breyttu honum í raunveruleika.Lífið er áskorun, mættu henni.Lífið er skylda, fullnægðu henni.Lífið er leikur, leiktu hann.Lífið er dýrmætt, annastu það.Lífið er auður, haltu honum.Lífið er ást, njóttu hennar.Lífið er leyndardómur, þekktu hann.Lífið er loforð, efndu það.Lífið er sorg, sigrastu á henni.Lífið er söngur, syngdu hann.Lífið er barátta, samþykktu hana.Lífið er harmleikur, mættu honum.Lífið er ævintýri, takstu á við það.Lífið er heppni, misstu ekki af henni.Lífið er of dýrmætt, eyðilegðu það ekki. Lífið er líf, berstu fyrir því!

T R Ú D AG F R Á D E G IÞú þarft að hafa trú fyrir deginum í dag. Guð hefur gefið þér styrk fyrir daginn í dag. „…afl þitt réni eigi fyrr en ævina þrýtur!“ 1 Guð styrkir þig fyrir stundina, veitir náðun fyrir réttinum, á þeirri stundu þegar hana ber að, ekki fyrr. Þú þarft ekki að hafa trú fyrir morgundeginum í dag. Treystu himneskum föður þínum. Hann elskar þig og mun annast þig á morgun, rétt eins og Hann annast þig í dag. —David Brandt Berg

1. Fimmta Mósebók 33:25

Eftir Janet Barnes

Aldan

Vindar mótlætisins geta myndað ansi stórar öldur eins og þær sem höfðu umlukt mig þennan morgun. Mér fannst ég hrakin og æst en það var huggun að þessar öldur voru aðeins til stutts tíma. Hver vandi myndi hlaupa sitt skeið, hörfa og hverfa. Friður og regla kæmust aftur á.

Janet Barnes er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Rúmeníu.

7

Page 8: Tengsl 5 tbl 2011

foreldrum okkar því við finnum ást þeirra og njótum góðs af umhyggju þeirra og þroskuðum skilningi á lífinu. Við treystum vinum okkar sem hafa staðið við hlið okkar í blíðu og stríðu. Við treystum fólki í viðskiptum sem okkur finnst vera heiðvirt og áreiðanlegt. Í stuttu máli treystum við fólki vegna reynslu okkar af því.Það sama á við um Guð. Því meir sem við opnum hjarta okkar fyrir Honum, þeim mun meira finnum við kærleika Hans og umhyggju. Því meir sem við kynnum okkur Biblíuna og biblíutengt efni þeim mun betur skiljum við lífið og þeim mun betur skiljum við visku Guðs og gæsku. Því meir sem við reynum á fyrirheiti Guðs, þeim mun meiri

trú höfum við á þeim. Því meir sem við trúum Honum fyrir vandamálum okkar, þeim mun háðari verðum við því að Hann leysi úr þeim. Því meir sem við kynnumst Honum, þeim mun meir treystum við Honum og þeim mun meiri innri frið höfum við.

Farðu leið GuðsÞegar við hugum að hvað muni vera Guði til ánægju og gerum okkar besta til þess að gera það, getum við vænst blessunar Hans. „...náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða er ganga í grandvarleik.“3 Það merkir ekki að allt muni ganga auðveldlega og fyrirhafnarlaust, því að erfið vinna og erfiðleikar eru hluti af lífinu. Þó merkir það að við höfum hugarró jafnvel þegar erfiðleikar steðja að, því að Guð hefur lofað okkur góðum hlutum á endanum. Innra uppnám er oft afleiðing þess að við förum einstrengingslega og sjálfselskulega eftir eigin áætlunum þegar við vitum í hjarta okkar að Guð vill annað okkur eða öðrum til handa. Það gengur alls ekki.

Friðaráætlun

Friður er „ávöxtur andans,“ 1 ein hinna sérstöku blessana sem Biblían lofar þeim sem kappkosta að lifa nærri Guði. Hebreska orðið sem þýtt er með orðinu „friður“ í flestum enskum þýðingum á Gamla Testamentinu hafði að merkingu fullnægju, hreysti og almenn vellíðan. Aukamerking orðsins í Nýja Testamentinu er innri ró – sambland af von, trausti og hugar- og sálarró. 2 Nú á tímum getur slíkur friður verið viðsjáll. Það er engin töfraformúla fyrir því að öðlast innri frið en við getum gert vissa hluti til þess að næra hann.

Treystu GuðiTraust kemur ekki af sjálfu sér. Þegar við erum börn lærum við að treysta

10

Eftir Keith Phillips

lyklar að innri friði

8

Page 9: Tengsl 5 tbl 2011

Berðu vandamál fram fyrir Guð í bæn

Að snúa sér til Guðs í bæn með vandamálin er hagur fyrir okkur á tvennan hátt. Í fyrsta lagi fáum við hjálp Hans sem skiptir höfuðmáli. Það er af þessu aukahagur vegna þess að álag minnkar á okkur og við getum unnið að úrlausn vandans. „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir í Kristi Jesú.“ 4

Gefðu vandamálum tímaHvað sem gæti hent okkur og af hvaða ástæðu sem er, getum við verið full trausts á því að Guð ætlar að láta eitthvað meira og betra leiða af þessu. Umsíðir „… mun þeim sem Guð

elska, samverka(r) allt til góðs.“ 5 Í millitíðinni styrkist trú okkar og við lærum þolinmæði. Án þessa – trúar og þolinmæði – er erfitt að vera rólegur. Þess vegna segir Biblían okkur að vera jákvæð og hughraust. „Álítið það ... eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir. Þér vitið að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.“6

Slepptu hendinni af fortíðinniÓmögulegt er að vera sátt við okkur sjálf eða Guð á meðan við erum að burðast með liðin mistök. Við getum iðrast þúsund sinnum og gert yfirbót þar til frýs í helvíti, en við munum ekki upplifa sannan frið fyrr en við

Jesús lofaði ekki að breyta kringumstæðum okkar en lofaði miklum friði og hreinni gleði þeim sem hafa lært að trúa að Guð stjórni í reynd öllum hlutum. —Merlin Carothers

tökum gilt að Guð fyrirgaf okkur allt ranglæti á þeirri stundu er við báðum Hann. Við segjum „ég er of vondur.“ „Ég, ég einn afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna.“ 7 „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“8

Líttu á mótlæti sem tækifæri

IÁ einni af sjaldgæfum og vonarfullum augnablikum sínum hitti Friedrich Nietzsche á glaðbeittan sannleik: „Það sem drepur mig ekki, styrkir mig.“ Louise L. Hay sagði þetta nákvæmar í bók sinni: Þakklæti: Lífsmáti. „Sama hvað hendir í kringum okkur getum við valið að bregðast við því með því móti að það hjálpi okkur að læra og vaxa. Þegar við lítum á erfiðleika okkar sem tækifæri til að vaxa, þá getum við verið þakklát fyrir lexíurnar sem þessi erfiða reynsla gefur (færir) okkur. Í hverri reynslu er ætíð gjöf. Með því að tjá

1. Galatíubréfið 5:22–23

2. Biblíuorðabók Nelsons,

Öll réttindi áskilin 1986,

útgáfa Thomas Nelsons

3. Sálmarnir 84:11 CEV

4. Filippíbréfið 4:6–7 CEV

5. Rómverjabréfið 8:28

6. Jakobsbréfið 1:2–4

7. Jesaja 43:25

8. Rómverjabréfið 5:1

9

Page 10: Tengsl 5 tbl 2011

sætta sig við hlutina eins og þeir eru, þótt hlutirnir séu ekki eins og þeir ættu að vera; þetta er spurning um að elska Guð og treysta því að Hann færi til betri vegar. „Og ég fulltreysti einmitt því að Hann sem byrjaði í yður góða verkið muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.“10

Taktu tíma í hljóða hugleiðslu

„Gefðu Guði tíma til að opinbera sig fyrir þér. Gefðu þér tíma til að vera þögull og hljóður frammi fyrir Honum og bíddu fyrir anda Hans eftir móttöku fullvissu um nærveru Hans og kraft sem starfar í þér. Láttu Hann skapa innra með þér helgað andrúmsloft, heilagt himneskt ljós þar sem sál þín hressist við og styrkist fyrir átök daglegs lífs.“ 11 Á þessum hljóðum augnablikum getur Guð endurnært anda þinn og einnig gert þig líkari Sér.12

Vertu þakkláturAð vera þakklátur fyrir blessanir Guðs gerir okkur jákvæð. Það leysir ekki öll vandamál okkar en dreifir athyglinni

frá þeim hlutum sem koma þér í uppnám og gera þig órólegan. „allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar... hugfestið það.“ 13

Dýpkaðu persónulegt samband þitt við Jesú

Jesús vissi að Hann myndi vera tekinn fastur og krossfestur þegar Hann kvaddi lærisveina sína með þessum orðum: “Þetta hef ég talað við yður svo þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.” 14 Því betur sem þú kynnist Jesú með lestri Orðs Hans, einkum guðspjallanna og með því að hafa samskipti við Hann með bænum og hugleiðslu, þeim mun frekar muntu vera sannfærður um að Hann og faðir Hans hafi stjórn á öllu sama hvernig hlutirnir virðast á yfirborðinu.Jesús lofaði ekki að breyta kringumstæðum okkar en lofaði miklum friði og hreinni gleði þeim sem hafa lært að trúa að Guð stjórni í reynd öllum hlutum

Í andránni frá óuppgjöf til áframhaldandi trúar getur hvað sem er dásamlegt gerst. —Virginia Brandt Berg

þakklæti finnum við hana.” Þegar við tileinkum okkur það hugarfar, sjáum vandamálin frá öðru sjónarhorni, losum okkur við neiðkvæðnina sem þau kalla fram og finnum frið.

Ræktaðu ánægjusemi„...guðhræðsla samfara nægjusemi er mikill gróðavegur.“ 9 Hver er ekki hlynntur „miklum gróðavegi?“ Það er „guðhræðsla“ og „ánægjusemi“ sem fólki hættir til að mistúlka og festast við. “Guðhræðsla” snýst ekki um guðrækni eða fullkomnun. Hún er ekki ástand án syndar heldur ferli sem varir allt lífið; það snýst um að viðurkenna að við erum alls ekki eins lík Honum og við ættum að vera og biðja Hann um að bæta okkur. Og „ánægjusemi“ er ekki spurning um að láta eins og maður sé ánægður eða

9. 1 Tímóteusarbréfið 6:6

10. Filippíbréfið 1:6

11. Andrew Murray, suðurafrískur rithöfundur

og forstöðumaður (1828–1917)

12. Efesusbréfið 4:23; 2 Korintubréfið 3:18

13. Filippíbréfið 4:8

14. Jóhannes 16:3310

Page 11: Tengsl 5 tbl 2011

'

Þegar bóndi minn fór í langa viðskiptaferð í næstum þrjá mánuði, komst ég að raun um hvers konar áskorun það er að vera einstætt foreldri. Það var mikið verk að halda heimilinu í horfinu og annast börnin ein, auk vinnunnar. Annað mál var líka íþyngjandi fyrir tilfinningar mínar og mér fannst sífellt erfiðara að ráða við hlutina. Hver dagur virtist ömurlegri en sá á undan. Baráttan tæmdi mig af kröftum, bæði líkamlega og andlega. Síðan kom síðasta áfallið.Kvöldmaturinn var næstum tilbúinn og það voru tíu mínútur í að börnin yrðu búin með heimalærdóminn og kæmu að borða. Ég hafði notað fartölvuna mina til þess að hlusta á tónlist með matartilbúningnum og ég ákvað að skoða tölvupóstinn minn þessar tíu mínútur. Ég þreif fartölvuna af eldhúsborðinu og óð í átt að dagstofunni en í mínu þreytta ástandi gleymdi ég að taka tækið úr sambandi. Þegar ég hafði gengið nokkur skref, tók mótstaðan tölvuna úr greipum mér. Ég get enn séð atvikið fyrir mér eins og hæggenga kvikmynd, tölvan að falla, slást til og skoppa á gólfinu, skjárinn sortnandi. Ég var í sjokki það sem eftir var kvöldsins og gat ekki sofnað það kvöld. Loks þegar hugurinn kyrrðist, fór ég að íhuga hversu stressuð ég hefði verið og síðan hversu óhamingjusöm ég væri. Ég taldi að Guð myndi vilja hjálpa mér út úr þeirri óreiðu sem ég var í og Hann gerði það.

I RUSLI!By Natalia Nazarova

Hann náði til mín í örvilnuðu, „ruslkenndu“ ástandi mínu gegnum svið sem ég stóð mig ekki á – samband mitt við eldri börn mín og viðhorf mitt til nokkurra samstarfsmanna minna, til dæmis. Þegar ég hugleiddi

málin í þögn, leitaði ég að fyrirgefningu Guðs og fann hana

og trú og von ríktu á ný.Síðan mundi ég eftir

eyðilögðu fartölvunni minni. En í stað örvæntingarinnar sem

ég hafði fundið fyrir allt kvöldið, hafði ég þá greinilegu

tilfinningu að allt væri ekki tapað. Ef Guð gat raðað

mér saman aftur, hugsaði ég með sjálfri mér, þá ætti að vera von hvað fartölvuna varðaði.Næsta dag kveikti ég á fartölvunni og hún fór í gang. Það kom aðeins

ljós á lítinn hluta skjárins en tölvan virkaði að öðru leyti. Aðeins skjárinn

hafði skemmst og það var tiltölulega ódýrt að kaupa nýjan.Í hvert skipti sem ég kveiki á fartölvunni og skjárinn lýsist upp, er ég núna minnt á óbrigðulan kærleika og fyrirgefningu Guðs, friðinn sem Hann veitir og þá innri breytingu sem kemur þegar við leggjum vandamál okkar fram fyrir Hann. Natalia Nazarova er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Argentínu.

11

Page 12: Tengsl 5 tbl 2011

Þegar 113 ára gamall maður var spurður um leyndarmálið við langlífi sitt, svaraði hann: „Látið hann rigna þegar hann rignir.“

Streita er rusl nútímalífsins – við völdum öll rusli en ef þú losar þig ekki við það á réttan hátt, mun það mynda haug og taka yfir líf þitt. —Terri Guillemets

Kvíði okkar eyðir ekki sorg morgundagsins, heldur eyðir styrk dagsins í dag. —Charles Haddon Spurgeon

Til þess að fá skjóta linun, prófaðu þá að hægja á þér.—Lily Tomlin

Hvíldu þig; akur sem hefur verið hvíldur, gefur af sér veglega uppskeru.—Ovid

Að trúa því að þú þurfir að gera hlut af fullkomnun er uppskrift að streitu og þú munt tengja þennan hlut við streitu og þannig muntu fá skilyrt viðbrögð og læra að forðast hlutinn.—Steve Pavlina

Streita er ekki hlutur sem hendir okkur. Hún er viðbrögð okkar við því sem hendir.

B Æ N D AG S I N N SJesús, þegar mér finnst ég veiklunduð/aður, þreytt/ur eða illa fyrirkölluð/kallaður, ertu til staðar til þess að umvefja mig og segja mér að allt muni fara vel. Þú réttir hendina niður og róar ýfðar taugarnar, bræðir burt áhyggjur og ótta og bindur enda á ruglinginn sem umlykur mig.Þakka Þér fyrir að ég skuli geta fundið linun frá þunga annríkis með því að snúa mér til Þín. Þegar ég stöðva athafnir mínar í nokkrar mínútur til þess að hugsa um Þig og kærleika Þinn frískast andi minn og ég finn styrk til þess að halda áfram erilsömum degi.Þökk fyrir friðinn sem Þú fyllir mig með þegar ég er stressaður og niðurdregin/n. Og þakka þér líka fyrir að þegar mér líður vel, færð Þú mig til þess að líða enn betur..

Og viðbrögð eru nokkuð sem við getum valið.—Maureen Killoran

Streita telur að allt séu neyðartilvik.—Natalie Goldberg

Besta vopnið gegn streitu er hæfi okkar til þess að velja eina hugsun umfram aðra.—William James

Ef þú einbeitir þér að hinu neikvæða í einhverri stöðu geturðu vænst mikillar streitutilfinningar. Hins vegar ef þú reynir að finna það góða í stöðunni mun streitutilfinning þín minnka mikið.—Catherine Pulsifer

Haltu skopskyninu. Það er næg streita á hinum sviðum lífsins, þannig að þú skalt ekki láta geiguð skot eyðileggja fyrir þér leik sem þér á að þykja gaman að.—Amy Alcott

Ég mun varpa öllum áhyggjum mínum á Guð. Þær geta ekki íþyngt Honum.—Joseph Hall

PUNKTAR TIL UMHUGSUNAR

Sigrastu á streitu

12

Page 13: Tengsl 5 tbl 2011

Guð lofar þeim friði sem snúa sér til Hans.

„Drottinn veitir lýð sínum styrkleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.“—Sálmarnir 29:11

„Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ —Matteus 11:28

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“—Jóhannes 14:27

Farið gegn áhyggjum með bænum.

„Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir.“ —Filippíbréfið 4:6–7

„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“—Sálmarnir 55:22

„Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“—1 Pétursbréf 5:7

Haltu þér nærri Guði.

„Vingast þú við Guð, þá muntu vera í friði.“—Jobsbók 22:21

„Auglit mitt mun fara með og búa þér hvíld.“—Önnur Mósebók 33:14

„Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.“—Jesaja 26:3

„Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur.“.—Sálmarnir 16:8

Streita er ekkert lamb að leika sér við. Hvort sem þú ert nemi að vöðla fyrir mikilvægt próf, foreldri að púsla saman kröfum vinnustaðar og heimilis, skyldmenni eða náinn vinur einhvers sem stendur frammi fyrir alvarlegu heilsufarsvandamáli, sérfræðingur sem berst við að halda sér við, eða einn af þeim milljónum sem berjast við að standa í lappirnar á tímum efnahagslegra áfalla; sérhvert þeirra hefur upplifað veiklandi áhrif streitu.Verið getur að aðalástæður fyrir streitu hafi breyst frá því að Biblían var rituð en fræðsla hennar og fyrirheit um linun streitu eru jafngild nú og fyrir mörg þúsund árum.

vertu öruggur

Treystu á óbrigðulan kærleika og umhyggju Guðs

„Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar. Verið því óhræddir, þér eruð meira virði en margir spörvar.“—Matteus 10:29,31

„Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?“ —Rómverjabréfið 8:32

„Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.“—Rómverjabréfið 8:38–39

Eftir Samuel Keating

13

Page 14: Tengsl 5 tbl 2011

Ein af fyrstu minningum mínum er að vera reidd ofan á mótorhjóli, fyrir aftan mömmu. Þetta var ekki aðeins skotttúr kringum húsaröðina. Við vorum trúboðafjölskylda og bjuggum í löndum þar sem mótorhjól voru oft praktískasta eða hagkvæmasta samgöngutækið. (Ég ólst upp í Hong Kong, Taílandi, Indonesíu, Filippseyjum, Malaísíu, Makaá og Singapore.)En það var ekki það eina óvenjulega eða sérstaka við mömmu. Hún lagði áherslu á að kynnast og aðlagast menningunni á staðnum eins vel og henni var unnt og hún elskaði að hafa samskipti við fólkið á tungumáli þess. Hún var líka sérfræðingur í að skipuleggja skemmtanir, fræðandi ferðir fyrir okkur börnin og hún hvatti okkur til að prófa mat innfæddra, íþróttir þeirra og háttu.Ég fluttist til Úganda sem ung kona og eftir skamman tíma kom mamma til mín. Það var dásamlegt að sjá hversu skjótt og vel hún aðlagaðist Afríku eftir að hafa búið í Japan í mörg ár. Eins og alltaf var hún óðfús að læra nýja hluti, kynnti sér nokkrar mállýskur tungumálsins og kappkostaði að læra allt sem hún gat um menningu

Úganda. Það leið ekki á löngu þangað til hún heilsaði sölumönnum á götumarkaðnum á þeirra eigin tungumáli. Hún kynntist öllum úgöngskum nágrönnum okkar, allt til smáatriða eins og menntun barna þeirra og áhugamálum og hún hikaði aldrei við að hjálpa vini eða ókunnugum í þörf fyrir aðstoð. Hún hafði heldur ekki hætt að vera skemmtanaglöð og og svolítið kærulaus. Á frídegi sínum myndi hún aka á hjólinu sínu til Viktoríuvatnsins um leið og hún leigði mótorhjól fyrir okkur hin til þess að við lærðum á þau eða stundaði uppáhaldsiðju sína – fara á kajak niður Nílarfljótið.Ég hef komist að því að bestu mömmurnar eru ekki endilega góðir kokkar eða góðar húsfreyjur, heldur elska þær börnin sín skilyrðislaust og á eigin hátt. Þær eru líka fyrirmyndir með því að lifa eins og þær boða og óttast ekki að láta börnin prófa nýja hluti og vera þau sjálf. Og meðan þær gera það njóta þær lífsins til fulls.

Tina Kapp er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Suður-Afríku.

Ég elska þig mamma. Ég elska líflegheit þín,lífsgleði þína, skilning þinn,

örlæti þitt.Og það sem ég elska mest

er að þú elskar mig.Guð allra mæðra,

þakka þér fyrir mömmu!—Gaynell Bordes Cronin

Litlu handleggirnir hans smeygðu sér kringum háls minn og síðan heyrði ég hann segja,

fjögur einföld orð sem ég gat ekki gleymt, fjögur orð sem gerðu það að verkum að ég fór

að biðja.Þau voru sem spegill á sál mina

um leyndarmál sem enginn vissi.Mér brá þegar ég heyrði þau og heyri þau enn,

hann sagði: „Ég vil vera eins og þú!“—Herbert Parker

mótorhjóla mammaEftir Tina Kapp

14

Page 15: Tengsl 5 tbl 2011

Við vitum til hvers við leitum á erfiðum tímum – „Guð er oss örugg hjálp í nauðum,“1—en oft getum við ekki fundið orð til þess að tjá það sem við erum að þola eða tjáð það sem við viljum að Guð geri í málunum. Sumt fólk hefur hæfileika á því sviði en þau okkar sem hafa þá ekki, eiga kost á öðru: við getum notað bæn úr Biblíunni eða bæn annars staðar frá. Jesús lét okkur í té dæmi um bæn, en sú bæn er líklega frægasta bæn allra tíma, Faðir vorið. 2 Þegar lærisveinar Jesú báðu Hann að kenna sér að biðja, sagði Hann þeim ekki frá kenningum, aflfræði eða almennum hlutum: Hann lét þeim í té bæn sem þeir gætu lagt á minnið og endurtekið.Hér koma tvær bænir fyrir erfiða tíma. Punktaðu niður erfiðar kringumstæður sem þú lentir í í dag eða væntir þess að lenda í og beindu þeim að Guði með því að nota aðra bænina. Sú fyrri á vel við í upphafi dags, sú síðari á við þegar erfiðleikar dagsins hafa tekið sinn toll..

1. Sálmarnir 46:1

2. Matteus 6:9–13

Andleg æfing

O

G

Ó Herra, veittu mér blessun til að heilsa komandi degi með friði.Blessaðu samskipti mín við alla sem í kringum mig eru.Kenndu mér að meðhöndla allt sem mætir mér yfir daginn með

sálarró og með þeirri staðföstu trú að vilji Þinn stjórni okkur öllum.Leiddu hugsanir mínar og tilfinningar í öllum gjörðum mínum og

orðum.Láttu mig ekki gleyma að Þú sendir alla óvænta atburði.Kenndu mér að bregðast við af festu og skynsemi án þess að gera

fólk reitt eða vandræðalegt.Gef mér styrk til þess að þola þreytu dagsins sem í hönd fer og allt

sem hann færir.Stýrðu vilja mínum, kenn mér að biðja, bið Þú sjálfur í mér.—Filaret Drozdov (1782–1867)

Guð lífs okkar, það koma dagar þegar byrðar okkar núa herðar okkar og íþyngja okkur; þegar vegurinn virðist ömurlegur og óendanlegur, himnarnir gráir og ógnandi; þegar engin tónlist er í lífi okkar og hjarta okkar er einmana og sál okkar hefur misst hugrekki sitt.Láttu ljós flæða yfir veg okkar, beindu augum okkar þangað sem himnarnir eru fullir fyrirheita, stilltu hjarta okkar inn á dirfskufulla tónlist; veittu okkur tilfinningu samfélags við hetjur og dýrlinga á sérhverri öld og lífgaðu þannig anda okkar svo að við getum hvatt sálirnar sem ganga með okkur á vegi lífsins. Til heiðurs Þér og dýrðar.

—Eignað sánkti Ágústínusi (354–430)

BÆN ÞÍN, ORÐ ÞEIRRA

´

15

Page 16: Tengsl 5 tbl 2011

Lífið var ekki hannað þannig að fólk gæti skautað í gegnum það án vandamála eða rauna. Það munu alltaf verða tafir, erfiðleikar og áþján, en ef þú getur lært að líta á þessa erfiðleika sem áskoranir sem Ég get hjálpað þér að sigrast á, mun Ég gera einmitt það.Mig langar til að lyfta þunga óvissu af öxlum þér. Það er sama hversu rík þörfin er, hversu myrk nóttin er eða hversu ómöguleg staðan virðist vera þá vil ég að þú vitir að Ég stend við stjórnvölinn og bregst aldrei þeim sem leita til mín til þess að fá hjálp. Það er sama hve mótlætið er mikið, þá getum við sigrast á því í sameiningu. Leyfðu mér að vinna fyrir þig.Þegar þú ert í erfiðum aðstæðum og ákveður að treysta því að Ég færi þig í gegnum þær, mun trú þín leysa kraft Minn úr læðingi sem

er miklu meiri en kraftur þinn. Verið getur að þú getir leyst hlutina fyrir rest, en með Minni hjálp leysir þú þá mun hraðar. Verið getur að þú getir staðist mikið álag en Ég get numið það á brott. Verið getur að þú getir gert eitthvað vel en í sameiningu getum við gert það betur.Ég mun aldrei fara frá þér. Ég mun efna loforðið um að flytja fjöll,1 færa þér náð sem lyftir þér,2 hugarró 3 og frið sem er æðri öllum skilningi.4 Það er sama hvað gengur á í kringum þig þá getur þú verið friðsæl/l þegar akkeri þínu er varpað djúpt í Mér. Undir úfnum öldum mun akkeri þitt halda.Komdu til Mín, leggðu byrðar þínar á axlir Mínar og finndu að Ég hef allt sem þú þarfnast.

1. Matteus 17:20

2. 2 Korintubréf 12:9

3. Matteus 11:28

4. Filippíbréfið 4:7

K Æ R L E I K S K V E Ð J A F R Á J E S Ú

LEYFÐU MÉR AÐ HJÁLPA ÞÉR