tjáning tilfinn- inga í...

4
60 TOURETTE L istmeðferð er þýðing á enska heitinu art therapy og byggist á því að myndsköpun er notuð sem leið til tjáningar á hugsunum, til- finningum, upplifun, reynslu; því sem fylgir að takast á við umhverfi sitt og mannleg samskipti á hverjum degi. Í samfélagi okkar, sem á sér svo ríka bókmenntahefð og leggur áherslu á hið talaða og ritaða mál, má minna á að hið talaða mál er aðeins eitt af mörgum tungumálum eða tjáningarleiðum sem manneskjan hefur yfir að ráða til að leita skilnings á sjálfum sér og aðstæð- um sínum. Menn hafa þörf fyrir marg- ar tjáningarleiðir sem eiga sér birtingar- form í hinum ýmsum listgreinum, t.d. myndlist, tónlist, dansi og leiklist. Í aldanna rás hafa listgreinarnar gegnt margskonar hlutverkum og eitt þeirra verið þáttur í fyrirbyggjandi heilsuvernd og geðhjálp. Má þar nefna dæmi úr Biblíunni þar sem Davíð var fenginn til að leika á hörpu til að létta á þunglyndi Sáls konungs. Í ýmsum menningarsamfélögum hafa listir aðra merkingu en meðal vestrænna þjóða og eru notaðar í daglegu lífi fólks meðal annars við ýmsar táknrænar athafnir samfélagsins. Tengsl geðveiki og sköp- unargáfu hafa alltaf verið hjúpuð dular- Tjáning tilfinn- inga í myndsköpun Listmeðferð sem meðferðarúrræði. Í aldanna rás hafa listgrein- arnar gegnt margskonar hlutverkum og eitt þeirra verið þáttur í fyrir- byggjandi heilsuvernd og geðhjálp. Íris Ingvarsdóttir listmeðferðarfræðingur Myndlýsing drengs á félagslegum aðstæðum sínum. Með svörtum, rauðum og bláum litum tákn- gerir hann hóp af fólki. Hann staðsetur sig í neðra hægra horni. Mikil spenna og hreyfing er í myndinni. Hann á erfitt með að sjá sig tilheyra hópnum, upplifir að erfitt er að komast inn í hann og óttast að vera strítt og hafnað.

Upload: others

Post on 17-Oct-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Tjáning tilfinn- inga í myndsköpundoccdn.simplesite.com/d/98/2b/282882355906947992/b18992fa-9a… · Kenningar Sigmund Freud og Carl G. Jung höfðu mikil áhrif á fræðin í

60 TOURETTE

Listmeðferð er þýðing á enskaheitinu art therapy og byggist áþví að myndsköpun er notuð

sem leið til tjáningar á hugsunum, til-finningum, upplifun, reynslu; því semfylgir að takast á við umhverfi sitt ogmannleg samskipti á hverjum degi.

Í samfélagi okkar, sem á sér svo ríkabókmenntahefð og leggur áherslu á hiðtalaða og ritaða mál, má minna á að hiðtalaða mál er aðeins eitt af mörgumtungumálum eða tjáningarleiðum semmanneskjan hefur yfir að ráða til aðleita skilnings á sjálfum sér og aðstæð-um sínum. Menn hafa þörf fyrir marg-ar tjáningarleiðir sem eiga sér birtingar-form í hinum ýmsum listgreinum, t.d.myndlist, tónlist, dansi og leiklist.

Í aldanna rás hafa listgreinarnargegnt margskonar hlutverkum og eitt

þeirra verið þáttur í fyrirbyggjandiheilsuvernd og geðhjálp. Má þar nefnadæmi úr Biblíunni þar sem Davíð varfenginn til að leika á hörpu til að létta áþunglyndi Sáls konungs. Í ýmsummenningarsamfélögum hafa listir aðramerkingu en meðal vestrænna þjóða ogeru notaðar í daglegu lífi fólks meðalannars við ýmsar táknrænar athafnirsamfélagsins. Tengsl geðveiki og sköp-unargáfu hafa alltaf verið hjúpuð dular-

Tjáning tilfinn-inga í myndsköpun

Listmeðferð sem meðferðarúrræði.

Í aldanna ráshafa listgrein-arnar gegntmargskonarhlutverkum ogeitt þeirra veriðþáttur í fyrir-byggjandiheilsuvernd og geðhjálp.

Íris Ingvarsdóttir listmeðferðarfræðingur

Myndlýsing drengs á félagslegum aðstæðum sínum. Með svörtum, rauðum og bláum litum tákn-gerir hann hóp af fólki. Hann staðsetur sig í neðra hægra horni. Mikil spenna og hreyfing er í

myndinni. Hann á erfitt með að sjá sig tilheyra hópnum, upplifir að erfitt er að komast inn í hannog óttast að vera strítt og hafnað.

Page 2: Tjáning tilfinn- inga í myndsköpundoccdn.simplesite.com/d/98/2b/282882355906947992/b18992fa-9a… · Kenningar Sigmund Freud og Carl G. Jung höfðu mikil áhrif á fræðin í

TOURETTE 61

ljóma og við þekkjum þá staðalmynd aðhinn raunverulegi listamaður hljóti aðvera dálítið geðveikur. Listamenn erueins misjafnir og þeir eru margir enýmsir hafa unnið áhrifarík verk út frátilfinningalegri reynslu eins og EdwardMunck sem ungur missti móður sína.

Á 19. öld skapaðist hefð fyrir því íEvrópu og Bandaríkjunum að lista-menn væru fengnir til að starfa á

sjúkrahúsum. Í seinni heimsstyrjöldinnifóru listamenn, geðlæknar og sálfræð-ingar að átta sig á að myndræn tjáningreyndist oft vera hjálpleg leið fórnar-lamba stríðsins til að tjá skelfilegareynslu sína. Sú samvinna sem þróaðistmilli þessara fagaðila lagði grunninn aðþví fagi sem listmeðferð er orðin í dagsem fræði- og starfsgrein. Til að dýpkaskilning sinn á áhrifum myndsköpunar-innar leituðu menn sér frekari þekking-ar innan sálfræði og geðlæknisfræða.Kenningar Sigmund Freud og Carl G.Jung höfðu mikil áhrif á fræðin í byrj-un en síðar komu til þroskaþróunar-kenningar ýmissa fræðimanna svo semD.W. Winnicott.

Gerðar voru rannsóknir á teikni-þroskaferlinu. Upp úr 1945 fóru aðbirtast skrif um kenningar sem byggð-ust á sérstöðu listmeðferðar sem með-ferðarúrræðis.

Nýlegar rannsóknir á starfsemi heil-ans hafa veitt betri þekkingu og skiln-ing á hvernig minni okkar virkar. Hlutiheilans gegnir lykilhlutverki fyrir til-finningar. Rannsóknir hafa sýnt að sumtilfinningaviðbrögð og tilfinningaminn-

ingar verða til án þess að meðvitaðvitsmunaferli spili þar inn í. Hluti afminninu geymir upplýsingar á mynd-rænu formi og þær eiga greiðari leiðinn í langtímaminnið en orð. Það semfest hefur í tilfinningaminni barna fyrirmálþroska þeirra skýrir hvers vegnaþau hafa ekki orð yfir þá upplifun ogreynslu sem þau hafa orðið fyrir. Efheilinn verður fyrir miklum áreitum eðaáföllum lokar hann fyrir vissar stöðvar íheilanum eins og rökhugsun. Þetta ervarnarviðbragð. Þá á fólk erfitt með aðtala um það sem hefur komið fyrir þaðog hefur jafnvel „gleymt“ því.

Myndsköpun hefur oft hjálpað til aðnálgast tilfinningar tengdar áföllum semgeymast í minninu og hafa áfram áhrif álíðan og hegðun einstaklingsins.

Daniel Goleman segir í bók sinniTilfinningagreind að það séu ekki hinarrökrænu talnagáfur sem tryggi okkurárangur í lífinu heldur tilfinningaþrosk-inn. Með hugtakinu tilfinningagreindvísar hann í hæfileika okkar að skiljaeigin tilfinningar og hafa stjórn á þeim,geta sett sjálfum sér markmið, vera færum að skilja tilfinningar annarra og eigaauðvelt með mannleg samskipti ogsamstarf við aðra.

Á bílinn vantar annað dekkið. Fyrir framan er snjóskafl. Bíllinn flýtur í lausu lofti, enginn vegur að fara eftir. Táknræn mynd eftir dreng sem upplifði sigkominn í strand bæði félagslega og í námi.

Reiðina er hægt að tákngera í hlut. Áherslan erá rauðan munninn.

Page 3: Tjáning tilfinn- inga í myndsköpundoccdn.simplesite.com/d/98/2b/282882355906947992/b18992fa-9a… · Kenningar Sigmund Freud og Carl G. Jung höfðu mikil áhrif á fræðin í

62 TOURETTE

Rannsóknir sýna að börn sem eigaauðvelt með að takast á við tilfinningarsínar eru félagslega betur sett, eiga auð-veldara með að sýna foreldrum og vin-um ástúð og minni spenna verður milliþeirra og foreldra, vina og annarra.Líkamlega eru þau líka afslappaðri,verða síður stressuð og geta betur róaðsig niður ef þau verða æst. Þau sýnasíður árásarhneigð. Ágóðinn er einnigvitsmunalegur því þessi börn eiga auð-veldara með að halda athygli og þaðhjálpar þeim að einbeita sér í námi.

Listmeðferð - fyrir hverja

Listmeðferð nýtist breiðum hópi fólks,börnum, unglingum og fullorðnum.Ástæður meðferðar geta verið margvís-legar, svo sem tímabundnir eða langvar-andi erfiðleikar vegna álags. Sem dæmimá nefna röskun eða breytingar á fjöl-skyldutengslum, veikindi, missi og erf-iðleikar sem skapast til dæmis vegnaþroskahamlana, ofvirkni, misþroska,kvíða eða þunglyndis.

Börn og unglingar sem eiga við ein-hverskonar þroskafrávik eða fatlanir aðstríða upplifa gjarnan tengsl sín viðannað fólk og umhverfið á annan hátten önnur börn. Börn og unglingar semganga í gegnum geðræn, sálræn eða lík-amleg veikindi þurfa að sama skapi oftað glíma við togstreitu af ýmsum togasem tengist upplifun þeirra af eigin lík-ama og tilfinningum sínum gagnvartsjálfum sér og öðrum.

Myndsköpun er ein leið til að tjáþessar upplifanir og togstreitu. Sköpuner stórt orð og skilgreiningar á þvímargar. Þörfin að skapa er talin öllummönnum sameiginleg. D.W. Winnicott

gerir greinarmun á sköpun og lista-verki. Hann skilgreinir sköpun sem þáupplifun að vera virkur, lifandi. Því erþað að í listmeðferð er lögð áhersla ásköpunarferlið í heild sinni, virkni ein-staklingsins. Hvernig hann glímir viðaðstæður sínar og samskipti hverjusinni, velur sér efnivið í upphafi, vinnurmeð hann og skilar frá sér á hvern þannhátt sem hann velur. Einstaklingnum ermætt þar sem hann er staddur, á hanseigin forsendum í verklegri getu, vits-muna- og tilfinningaþroska. Myndsköp-unin endurspeglar oftar en ekki hvaðþað er helst sem hvílir á honum hverjusinni.

Að geta gert tilraunir með efnivið,mistakast og fá tækifæri til að reyna aft-ur, byggja upp og umbreyta er þýðing-armikið ferli þar sem einstaklingurinner að glíma við sjálfan sig. Verkið hansgetur speglað ákveðna upplifun hér ognú. Myndlistarefniviðurinn sem notað-

ur er, pappír, litir, málning, leir, gifso.fl., getur endurspeglað mismunandiandstæður í sálarlífi fólks. Magn efn-anna, eðli þeirra og eiginleikar getakallað fram ólík viðbrögð. Þau búa yfirmismunandi áferð, mýkt og litum semvirka á skynfærin á ýmsan hátt. Aðgleyma sér í myndsköpun getur einnigvirkað slakandi, það veitir ró og hvíldsem er þýðingarmikið vegna þess aðþað vekur andlega vellíðan.

Symbólísk/táknræn vinna

Mikilvægt er að vera meðvitaður um aðmyndmál getur haft margræða merk-ingu eins og orðin geta haft. Merkingmyndverka má líkja við lauk þar semraunveruleg merking kemur hugsanlegaekki í ljós fyrr en búið er að flettahverju lagi af öðru uns komið er inn aðkjarna. Merkingin getur verið tengdsterkri tilfinningalegri upplifun eðaminningu. Hlusta þarf eftir merkinguþess sem skapar því upplifun áhorfand-ans er alltaf persónubundin og tekurmið af forsendum hans, þekkingu ogreynslu og getur því verið önnur enþess sem skapaði verkið.

Afleiðingar þroskafrávika, geð-rænna eða líkamlegra veikinda birtast áýmsan hátt. Sú upplifunin að vera öðru-vísi en aðrir, ráða ekki við líkama sinn,ráða ekki við skap sitt eða hegðun,skilja ekki viðbrögð annarra til sín, alltþetta veldur miklu álagi. Slíkt ástandskapar oft spennu og kvíða, veldur dep-urð, vekur upp óttann við að vera hafn-að, að passa ekki inn í hópinn. Það er

a) Teikning: Lýsing á angist barns við missi móður. Augun og munnur eru galopin. Barnið grípurfyrir eyrun. Myndin lýsir augnablikinu þegar rennur upp fyrir barninu hvað hefur gerst.

b) Málverk: Angistin orðin innibyrgð.

Hauskúpan er tákn fyrir dauðann. Í þessari mynd tákngerir hún ótta, reiði og sorg drengs sem varað missa móður sína úr krabbameini.

Page 4: Tjáning tilfinn- inga í myndsköpundoccdn.simplesite.com/d/98/2b/282882355906947992/b18992fa-9a… · Kenningar Sigmund Freud og Carl G. Jung höfðu mikil áhrif á fræðin í

TOURETTE 63

sárt og erfitt. Pirringur vegna skilnings-leysis annarra, félaganna eða þeirra full-orðnu, veldur einnig oft vanlíðan.

Á sama tíma og glímt er við það erf-iða er mikilvægt að muna eftir og veraminntur á það jákvæða sem gerist, sigr-ana sem vinnast. Í myndsköpunarferl-inu er leitað eftir styrkleika hvers ogeins með því t.d. að velja efnivið semhentar hverjum og einum.

Myndsköpun getur styrkt tilfinning-una fyrir eigin getu, að koma hugmynd-um sínum í form, að geta búið til verkog hafa áhrif á hvernig það verður.Þannig kynnist maður sjálfum sér í gegn-um vinnuna með myndlistarefniviðinn.Það getur verið leið til að skilja sjálfansig og með því styrkt sjálfsmyndina.

Myndverkið sjálft getur verið öruggleið til að koma frá sér sterkum, erfið-um eða sársaukafullum tilfinningum.Það heldur utan um hugsanir og tilfinn-ingar, veitir ákveðna fjarlægð en nýtistum leið sem spegill fyrir þann semskapar verkið. Myndverkið getur líkaorðið brú til munnlegrar tjáningar.

Mikilvægt er að geta tjáð sterkar til-finningar eins og reiði á viðeigandi hátt.Myndsköpunin getur virkað sem útrás-arferli. Verkið getur endurspeglað oggert þær tilfinningar hlutlægar og þarmeð auðveldað að „horfa“ á þær, áttasig á þeim og aðstæðunum sem vekjaþær upp. Mikilvægt í slíku ferli er aðgreina tilfinningarnar í sundur og íframhaldinu er hægt að leita leiða til aðtakast á við þær á nýjan hátt. Það erlíka mikilvægt að átta sig á að það erhægt að fá aðstoð og hjálp. Að getabeðið um aðstoð þegar þörf er á skiptirmáli í mannlegum samskiptum. Þannigþarf einstaklingurinn að læra að þekkjatilfinningar sínar og þarfir til að getaleitað eftir því að þeim sé mætt. Jafnvelung börn gera sér oft vel grein fyrir að-stæðum sínum og innsæi þeirra geturverið næmt. Því skal ekki vanmetaverk þeirra því þau endurspegla oftaren ekki eitthvað sem þeim er hugstætt,eitthvað sem þau eru að reyna að nátökum á og skilja.

Kjarni listmeðferðar byggist á mynd-sköpunarferlinu og sambandi einstak-lingsins við listmeðferðarfræðinginn.Hlutverk listmeðferðarfræðingsins er aðskapa öruggan stað og tíma þar sem ein-

staklingurinn hefur aðgang að ýmiskon-ar myndlistarefnivið að vinna úr.

Það samband og traust sem verðurtil í samskiptum skjólstæðings og list-meðferðarfræðingsins skiptir máli til aðstyðja við, halda utan um og endur-spegla þá úrvinnslu sem einstaklingur-inn fer í gegnum. Þörf mannsins til aðtjá sig er honum eðlislæg. Að samaskapi er honum nauðsyn að fá svörunvið þessari tjáningu frá annarri mann-eskju. Að læra að þekkja tilfinningarsínar og þarfir styrkir sjálfsmyndina. Ímeðferð er leitast við að byggja upp já-kvæða sjálfsmynd, innra traust og ör-

yggi einstaklingsins til að takast á viðhið hversdagslega líf á þann hátt aðmótlæti, vonbrigði og höfnun verðiekki sem hindrun á vegi hans heldurviðfangsefni sem hann á virkan ogskapandi hátt lærir að takast á við. �

Íris Ingvarsdóttir lauk meistaragráðu í listmeðferð frá Pratt Institute íNew York 1997. Hún hefur unnið með listmeðferð inn-an grunnskóla í Reykjavík frá 1997. Einnig rekur húnListmeðferðarstofuna, ásamt fleirum.

Heimildir:Daniel Goleman: TilfinningagreindD.W. Winnicott: Playing and Reality

Tereska, 8 ára pólsk stúlka í seinni heimsstyrjöldinni, sem beðin var um að teikna heimili sitt. Myndin lýsir glöggt þeirri óreiðu sem hún upplifir. Krotið er dæmigert fyrir yngra barn,

tveggja til fjögurra ára. Við áfall getur orðið afturför í teikniþroska.