tÓmas jÓnasson stjÓrnarhÆttir...

51
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA TÓMAS JÓNASSON STJÓRNARHÆTTIR FYRIRTÆKJA UMFJÖLLUN UM HUGTAKIÐ CORPORATE GOVERNANCE OG KÖNNUN Á AFSTÖÐU TIL ÝMISSA ÞÁTTA ÞESS UMSJÓNARMAÐUR: RAGNAR Þ. JÓNASSON, LÖGFRÆÐINGUR KAUPHALLAR ÍSLANDS SEPTEMBER 2003

Upload: others

Post on 26-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

    TÓMAS JÓNASSON

    STJÓRNARHÆTTIR FYRIRTÆKJA

    UMFJÖLLUN UM HUGTAKIÐ CORPORATE GOVERNANCE OG KÖNNUN Á AFSTÖÐU TIL ÝMISSA ÞÁTTA ÞESS

    UMSJÓNARMAÐUR: RAGNAR Þ. JÓNASSON,

    LÖGFRÆÐINGUR KAUPHALLAR ÍSLANDS

    SEPTEMBER 2003

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    2

    Nemandi: Umsjónarmaður: ____________________________ ____________________________ Tómas Jónasson, Ragnar Þ. Jónasson, laganemi lögfræðingur Kauphallar Íslands

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    3

    Efnisyfirlit 1. Inngangur .................................................................................................................4

    1.1. Hugtakið..............................................................................................................5 1.2. Könnun um mat á stjórnarháttum fyrirtækja.......................................................6

    2. Hluthafar ..................................................................................................................9

    2.1 Réttindavernd hluthafa.........................................................................................9 2.1.1. Staðan á Íslandi ............................................................................................9 2.1.2. Samanburður við önnur lönd .....................................................................15 2.1.3. Niðurstöður ................................................................................................16

    2.2. Jafnræði hluthafa...............................................................................................18 2.2.1. Réttindi minni hluthafa ..............................................................................18 2.2.2. Réttindi erlendra hluthafa ..........................................................................22 2.2.3. Fleiri en einn flokkur .................................................................................22

    2.3. Hlutverk stofnanafjárfesta.................................................................................24 3. Stjórn.......................................................................................................................26

    3.1. Samsetning stjórnar...........................................................................................26 3.1.1. Staðan á Íslandi ..........................................................................................26

    3.2. Sjálfstæði stjórnar .............................................................................................30 3.2.1. Staðan á Íslandi ..........................................................................................30

    3.3. Ábyrgð stjórnar .................................................................................................34 3.3.1. Staðan á Íslandi ..........................................................................................34 3.3.2. Samanburður við önnur lönd .....................................................................37

    4. Stjórnendur ............................................................................................................39

    4.1. Staðan á Íslandi .................................................................................................39 4.1.1. Aðkoma stjórnenda að yfirtökutilboðum...................................................40

    5. Hlutverk hagsmunaaðila .......................................................................................43

    5.1. Staðan á Íslandi .................................................................................................43 6. Upplýsingagjöf og gagnsæi....................................................................................45

    6.1. Staðan á Íslandi .................................................................................................45 7. Reglusetning ...........................................................................................................47 8. Samantekt ...............................................................................................................50 Heimildaskrá ..............................................................................................................51

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    4

    1. Inngangur

    Umræðan um það hvaða sjónarmið og aðferðir eigi að ráða við innra skipulag og

    upplýsingagjöf hjá fyrirtækjum er ekki ný af nálinni en hana má rekja til upphafs

    níunda áratugarins í Bandaríkjunum. Áratug síðar hófst umræðan fyrir alvöru í

    Evrópu þegar svokölluð Cadbury-skýrsla kom út árið 1992 í Bretlandi, í kjölfar

    BCCI-bankahneykslisins. Aftur beindist athyglin að Bandaríkjunum árið 2002 í

    kjölfar hneykslismála í stjórnun og upplýsingagjöf stórra fyrirtækja þar. Upp komst

    um svik og veruleg vanhöld í stjórnun fyrirtækja, sbr. t.d. Enron og WorldCom, sem

    leiddu til verulegs fjárhagslegs tjóns fyrir hluthafa, starfsmenn o.fl. Mál þessi vöktu

    upp spurningar um stjórnun fyrirtækjanna og samspil stjórna, æðstu daglegu

    stjórnenda og hluthafa. Í framhaldi af þessum málum voru settar strangar reglur í

    Bandaríkjunum, svonefnd Sarbanes-Oxley lög. Þau atriði sem lögin taka á eru á því

    sviði sem fellur undir stjórnarhætti fyrirtækja (Corporate governance).

    Þessir atburðir höfðu áhrift langt út fyrir Bandaríkin og hafa mörg lönd í Evrópu

    brugðist við að einhverju leyti og lagt til umbætur eða nýjungar með setningu reglna

    eða tilmæla um betri stjórnarhætti fyrirtækja. Þó verður að hafa í huga að

    lagaumhverfi og aðrir þættir er ólíkir eftir löndum og því nokkuð mismunandi hvaða

    leið hefur verið farin. Ýmist er ákvæði á þessu sviði að finna í löggjöf, reglum

    kauphalla eða innri reglum fyrirtækja. Að sama skapi hefur Evrópusambandið

    brugðist við með útgáfu tillögu að bættum stjórnarháttum fyrirtækja1.

    Umræðan um stjórnarhætti fyrirtækja á sér ekki langa sögu hér á landi og skýrir það

    að hluta hvers vegna ekki hafa verið gefin út tilmæli eða reglur á þessu sviði enn sem

    komið er. Þó má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að ákvæði í lögum um hlutafélag

    nr. 2/1995 taka á mjög mörgum þáttum sem sett hafa verið tilmæli og reglur um í

    öðrum löndum vegna þess að ekki er minnst á það í lögum viðkomandi landa..

    1 EU, 2003.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    5

    1.1. Hugtakið

    Hugtakið sem notað hefur verið um þessa þætti er „Corporate governance“. Nokkrar

    þýðingar á hugtakinu hafa litið dagsins ljós, t.d. stjórnarleiðsögn, stjórnskipun,

    stjórnkerfi og stjórnarhættir fyrirtækja. Deila má um hvort yfir höfuð sé hægt að þýða

    hugtakið með góðu móti. Í skýrslunni verður síðastnefnda þýðingin notuð.

    Hugtakið sjálft hefur hins vegar verið skilgreint á nokkra vegu. Segja má að

    grundvallarskilgreining á því hafi komið fram í Cadbury-skýrslunni árið 1992. Þar er

    „Corporate governance“ skilgreint á eftirfarandi hátt:

    Corporate governance is the system by which companies are directed and controlled. Boards of directors are responsible for the governance of their companies. The shareholders’ role in governance is to appoint the directors and the auditors and to satisfy themselves that an appropriate governance structure is in place. The responsibilities of the board include setting the company’s strategic aims, providing the leadership to put them into effect, supervising the management of the business and reporting to shareholders on their stewardship. The board’s actions are subject to laws, regulations and the shareholders in general meeting. 2

    Þýðing á þessari skilgreiningu gæti verið svohljóðandi: „Stjórnarhættir fyrirtækja eru

    þær aðferðir sem notaðar eru við stjórnun og skipulagningu fyrirtækja. Stjórnir eru

    ábyrgar fyrir stjórnun fyrirtækja sem þær eru í forsvari fyrir. Hlutverk hluthafa í

    stjórnun fyrirtækja er að tilnefna stjórnendur og endurskoðendur, og að vera sáttir við

    skipurit og skipulag fyrirtækisins. Hluti af skyldum stjórnar er að sjá um stefnumótun,

    sjá til þess að stjórnendur fari eftir henni, hafa yfirumsjón með stjórnendum

    fyrirtækisins og að upplýsa hluthafa um stjórnunarhætti þeirra. Aðgerðir stjórnarinnar

    þurfa að fara að lögum, reglugerðum og ákvörðunum hluthafa á hluthafafundum.“

    Í skýrslu um stjórnunarhætti fyrirtækja sem OECD gaf út árið 1999 er hugtakið

    skilgreint á svipaðan hátt:

    [Corporate governance] involves a set of relationships between a company’s management, its board, its shareholders and other stakeholders. Corporate governance also provides the structure through which the objectives of the company are set, and the means of attaining those objectives and monitoring performance are determined. Good corporate governance should provide proper incentives for the board and management to pursue objectives that are in the interests of the company and shareholders and should facilitate effective monitoring, thereby encouraging firms to

    2 Cadbury Report, 1992, bls. 15.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    6

    use resources more efficiently. Corporate governance is only part of the larger economic context in which firms operate, which includes, for example, macroeconomic policies and the degree of competition in product and factor markets. The corporate governance framework also depends on the legal, regulatory, and institutional environment. In addition, factors such as business ethics and corporate awareness of the environmental and societal interests of the communities in which it operates can also have an impact on the reputation and the long-term success of a company.3

    Enda þótt skilgreiningarnar séu mjög svipaðar þá gengur OECD þó skrefinu lengra en

    Cadbury með því að skýra hugtakið rýmra og segja að Corporate governance sé

    aðeins hluti af því efnahagslega umhverfi sem fyrirtæki starfa í. Skýrsla OECD hefur

    haft mikið vægi í umræðunni um stjórnunarhætti fyrirtækja og má segja að

    skilgreining þeirra sé sú sem nú nýtur víðtækastrar viðurkenningar.

    Til marks um það að þessar tvær skilgreiningar séu ráðandi má nefna skýrslu

    Evrópunefndarinnar til Evrópuráðsins og Evrópuþingsins um umbætur á

    fyrirtækjalöggjöf og stjórnunarháttum fyrirtækja í Evrópusambandinu.4 Í skýrslunni,

    sem kom út í maí 2003, er hugtakið skilgreint með vísan til skilgreininga Cadbury og

    OECD.

    1.2. Könnun um mat á stjórnarháttum fyrirtækja

    Í tengslum við gerð þessarar skýrslu var send út könnun til stjórnenda og

    stjórnarmanna í skráðum fyrirtækjum og til nokkurra stofnanafjárfesta. Könnunin var

    alls send til 142 einstaklinga og var svarhlutfallið 25,4%. Einungis þrír aðilar svöruðu

    í hópi stofnanafjárfesta og eru niðurstöður úr þeim hópi því vart marktækar en eru

    hafðar með í súluritum og umfjöllun til glöggvunar.

    Kauphöllin hefur enn ekki sett reglur eða tilmæli á sviði stjórnarhátta fyrirtækja og er

    álitamál hvort núverandi löggjöf sé fullnægjandi eða hvort rétt sé að bregðast við með

    setningu nýrra reglna eða tilmæla. Tilgangur könnunarinnar var að athuga afstöðu

    þessara þriggja hópa til mismunandi þátta stjórnarhátta fyrirtækja og meta stöðuna á

    þessu sviði hérlendis. Auk þess var tilgangur könnunarinnar og skýrslunnar í heild að

    auka almenna umræðu um efnið. Könnunin var nafnlaus og gafst svarendum kostur á

    að segja sitt álit á stöðunni og er hluti þeirra birtur í þessari skýrslu.

    3 OECD, 1999, bls. 11. 4 EU, 2003, bls. 10.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    7

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    8

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    9

    2. Hluthafar

    2.1 Réttindavernd hluthafa

    Ekki er með góðu móti hægt að telja upp svo tæmandi sé hvað felst í réttindavernd

    hluthafa. Í skýrslu OECD um meginatriði stjórnarhátta fyrirtækja eru

    grundvallarréttindi hluthafa talin vera réttur á öruggri skráningu eignarhlutar, réttur til

    sölu, réttur til að verða sér úti um upplýsingar sem skipta máli, réttur til að taka þátt í

    og kjósa á aðalfundum og hluthafafundum, réttur til að kjósa stjórn og réttur á

    arðgreiðslum.5

    2.1.1. Staðan á Íslandi

    Í 86. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995 (hfl.) segir að hver hluthafi eigi rétt á því að fá

    ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi, ef hann gerir skriflega kröfu um það

    til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá

    fundarins. Af þessu má ráða að allir hluthafar geta lagt fram slíka tillögu að

    uppfylltum skilyrðum. Álitamál er hvort hafna má tillögum sem hafa enga þýðingu

    fyrir fundinn, en þar sem um er að ræða grundvallarréttindi hluthafa þá ættu allar

    takmarkanir að vera túlkaðar mjög þröngt. Annars er hætta á að þessi

    grundvallarréttur hvers hluthafa sé skertur á röngum forsendum.

    Það að leggja fram tillögu um mál sem taka skal fyrir er ein leið til þess að hafa áhrif á

    stefnu félags og veita stjórnendum aðhald. Spurning 1.1 í könnuninni varðaði þetta

    atriði.

    5 OECD, 1999, bls. 17.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    10

    1.1 Telur þú að aðalfundir séu nægilega virkur vettvangur til að hluthafar hafi raunverleg áhrif á stefnu félaga og til að veita stjórnendum nægilegt aðhald?

    63,9%

    36,1%

    0,0%

    53,8%46,2%

    0,0%

    70,0%

    30,0%

    0,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Tæplega tveir þriðju þeirra sem svöruðu töldu að aðalfundir væru nógu virkur

    vettvangur en einn þriðji svaraði spurningunni neitandi. Stjórnarmenn voru þó nokkuð

    jákvæðari en stjórnendur. Reyndar taldi meirihluti stofnanafjárfesta aðalfund ekki

    nógu virkan vettvang, en þó verður að taka þessari niðurstöðu með nokkrum fyrirvara,

    sbr. umfjöllun að framan um svörun þess hóps í könnuninni. Spurning 1.1 er nokkuð

    víðtæk en gefur engu að síður ágæta mynd af því viðhorfi sem þessir þrír hópar hafa

    til aðalfunda. Ef hluthafar eru sáttir við stefnu félagsins og við stjórnendur þess þá eru

    aðalfundir oftar en ekki formsatriði en þó má ekki gleyma mikilvægi aðalfunda.

    Réttur hluthafa til að leggja fram tillögur og hafa áhrif verður að vera til staðar þó svo

    að hann sé ekki alltaf nýttur.

    Rétturinn til að leggja fram tillögur að dagskrá er í raun réttur sem er virkur fyrir

    aðalfundinn. Í hlutafélagalögum er einnig tekið á helstu grundvallarréttindum hluthafa

    á aðalfundinum sjálfum. Öllum hluthöfum er heimilt að sækja hluthafafund og taka

    þar til máls, sbr. 3. mgr. 80. gr. hfl. Hluthafa er heimilt að sækja fund ásamt einum

    ráðgjafa. Ráðgjafi hefur hins vegar engin réttindi á fundinum, sbr. 81. gr. hfl..

    Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd, sbr. 1. mgr. 81.

    gr. hfl. Engin skilyrði eru fyrir því hver getur komið fram sem umboðsmaður. Oft er

    stjórninni fengið umboð frá hluthöfum og ef umboðið er ekki bundið neinum

    skilyrðum hefur stjórnin nokkuð frjálsar hendur. Álitaefni er hvort slíkt sé æskilegt

    vegna þess að með þessu móti er eftirlitshlutverk hluthafa takmarkað á aðalfundum.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    11

    Hins vegar ættu hluthafar að mega fela stjórn sem þeir treysta að fara með

    atkvæðisrétt sinn.6

    Rétturinn til að spyrja spurninga er eins konar viðbót við réttinn til að tala á fundum

    og leggja fram tillögur að dagskrá. Nýjar spurningar geta vaknað á fundinum sjálfum

    og því eru þetta mikilvæg réttindi sem eru nauðsynleg við eftirlit með stjórninni og

    stjórnendum. Spurningarnar verða að eiga við á fundinum og geta t.d. tengst dagskrá

    fundarins eða ársskýrslu. Stjórn skal svara spurningu nema hún telji að svarið skaði

    félagið. Neitun getur verið réttmæt til dæmis ef svarið gæti falið í sér skaðlega

    upplýsingagjöf sem samkeppnisaðili gæti fært sér í nyt. Undantekninguna skal þó

    skýra þröngt þar sem annars er hætta á að stjórnin noti þennan kost til að koma sér

    undan réttmætum spurningum.

    Engin ákvæði eru í hfl. um það hver eigi að meta réttmæti þess að stjórn telji

    spurningu skaðlega fyrir fyrirtækið og yrðu slík mál líklega til lykta leidd fyrir dómi.7

    1.2 Telur þú að réttur hluthafa til að koma með fyrirspurnir á fundum sé almennt virtur?

    91,7%

    2,8% 5,6%

    84,6%

    7,7% 7,7%

    95,0%

    0,0%5,0%

    100,0%

    0,0% 0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þegar spurt var í könnuninni hvort réttur hluthafa til að koma með fyrirspurnir á

    fundum væri almennt virtur voru niðurstöðurnar afdráttarlausar. Rúmlega 90% þeirra

    sem svöruðu töldu að rétturinn væri almennt virtur. Þannig virðist sem það sé ekki

    raunverulegt vandamál að stjórnin svari ekki spurningum eða telji þær ekki réttmætar.

    6 Nordic Company Law, bls. 92. 7 Nordic Company Law, bls. 94.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    12

    Einn stjórnarmanna sem svaraði könnuninni lýsti skoðun sinni á rétti hluthafa til að

    koma með fyrirspurnir á þennan hátt:

    “Ég tel að þegar kemur að fyrirspurnum á hluthfafundum þá þarf að setja í lög að hluthafar þurfi að vera fulltrúar fyrir ákveðið magn hlutafjár, þannig að þeir eigi raunverulegra hagsmuna að gæta. Dæmi eru um að hluthafar hafi mætt á hluthafafundi (aðalfundi) og eru með endalausar spurningar, en sömu aðilar eiga óverulegan hluta hlutafjár.”

    Í kjölfar aukinnar umræðu um jafnræði hluthafa til að fylgjast með hluthafafundum og

    kynningarfundum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki sendi fundi út á Netinu í beinni

    útsendingu eða hafi upptöku aðgengilega á Netinu. Kauphöllin fjallaði nýlega um

    netvarp í Kauphallartíðindum og hefur lagt fram tillögu að fyrirkomulagi þess á

    vefsíðu sinni. Í umfjölluninni í Kauphallartíðindum er rætt um mikilvægi slíkra funda.

    Þar segir m.a.:

    “Í kjölfar uppgjöra hafa skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands í auknum mæli haldið kynningarfundi þar sem greiningaraðilar og fjárfestar hafa fengið tækifæri til að koma á framfæri spurningum til forsvarsmanna fyrirtækja. Til merkis um mikilvægi þessara funda má nefna að þeir eru gjarnan haldnir sama dag og uppgjörið er birt og kynningarglærur birtar í fréttakerfi Kauphallarinnar sem fyrst eftir að fundi lýkur. Þótt afkomutilkynningar og kynningarglærur hafi birst í fréttakerfi Kauphallarinnar hefur greiningaraðilum þótt ástæða til að sækja þessa fundi. Það bendir til þess að gildi fundanna einskorðist ekki við þær upplýsingar sem birtast í fréttakerfi Kauphallarinnar. Þá hefur færst í vöxt að skráð fyrirtæki haldi kynningarfundi af öðru tilefni en í tengslum við birtingu uppgjörs. Framangreindar hugleiðingar vekja upp spurningar um hvort núverandi fyrirkomulag á kynningarfundum tryggi nægilega vel jafnan aðgang fjárfesta nær og fjær að upplýsingum. Kauphöllin mælir þess vegna með því að skráð félög kanni möguleika þess að nota netvarp (e. webcast) í kynningum sínum þannig að þeir sem komast ekki á fundi geti fylgst með á Netinu. Þannig gætu allir séð kynningarglærur á sama tíma og þeir sem væru fjarstaddir gætu varpað fram spurningum „á fundinum“.”8

    Í tillögum Kauphallarinnar á vefsíðunni kemur m.a. fram að meginmarkmið fyrirtækja

    sem kjósa að nota netvarp sé að jafna aðgengi fjárfesta að upplýsingum og bæta

    aðgengi fjárfesta að upplýsingum. Einnig er rætt um möguleika til að varpa fram

    spurningum á kynningarfundi, í gegnum síma eða með tölvupósti.9

    8 Kauphallartíðindi, 3. árg., 17. tbl., 2003. 9 Vefsíða Kauphallar Íslands, www.icex.is.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    13

    1.3 Telur þú nauðsynlegt að skráð fyrirtæki bjóði hluthöfum að taka þátt í fundum og fylgjast með á rafrænan hátt (t.d. í gegnum netvarp)?

    22,2%

    52,8%

    25,0%30,8%

    53,8%

    15,4%15,0%

    55,0%

    30,0%33,3% 33,3% 33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Niðurstöðurnar úr spurningu 1.3. um nauðsyn netvarps eru nokkuð athyglisverðar.

    Ákveðið var að nota orðið nauðsynlegt frekar en æskilegt til þess að fá skýrari afstöðu

    svarenda. Aðeins rúmlega fimmtungur svaraði spurningunni játandi en rúmlega

    helmingur neitandi. Fjórðungur tók ekki afstöðu. Skiptingin milli hópa var nokkuð

    jöfn hjá þeim sem svörðu neitandi en fleiri stjórnendur en stjórnarmenn svörðu þó

    játandi.

    Eitt er að gefa hluthöfum kost á að fylgjast með fundum og spyrja spurninga í gegnum

    netvarp en næsta skref er að gefa þeim kost á að greiða atkvæði á rafrænan hátt án

    þess að vera staddir á fundinum sjálfum. Almennt er talið að hluthafar geti ekki

    póstlagt atkvæði sitt beint, heldur verði að veita einhverjum sem er staddur á

    fundinum umboð sitt. Umboðið sem slíkt er hægt að senda viðkomandi í pósti og hafa

    í því skýr fyrirmæli um hvernig nota eigi atkvæðisréttinn.

    Ekki er tekið beint á rafrænni kosningu í hfl. en í raun ætti ekki að vera neitt því til

    fyrirstöðu, ef fyrir hendi er fullnægjandi auðkenning. Umræðan um það hvort

    hluthafar eigi að geta greitt atkvæði utan fundar eða á rafrænan hátt hefur aukist

    undanfarin ár og því var talið rétt að kanna afstöðuna til þess möguleika.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    14

    1.4 Telur þú nauðsynlegt að skráð fyrirtæki gefi hluthöfum kost á að kjósa á fundum með rafrænum hætti ef þeir eru ekki staddir á fundinum?

    13,9%

    72,2%

    13,9%23,1%

    53,8%

    23,1%

    10,0%

    80,0%

    10,0%

    0,0%

    100,0%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Ákveðið var að nota orðið nauðsynlegt í stað æskilegt í spurningu 1.4, eins og í 1.3.

    Mikill meirihluti þeirra sem svöruðu töldu ekki nauðsynlegt að gefa hluthöfum kost á

    að kjósa á fundum með rafrænum hætti. Stjórnendur voru þó aðeins jákvæðari í garð

    þessa möguleika en stjórnarmenn, þar sem einungis rúmlega helmingur stjórnenda

    svöruðu neitandi en 80% stjórnarmanna.

    Þau rök að það sé of dýrt og flókið tæknilega séð að senda fund út í gegnum netvarp

    og bjóða upp á rafræna kosningu með öruggum hætti eru vissulega enn til staðar, en

    þó hefur tækninni fleygt mjög fram á þessu sviði á undanförnum árum. Líklega er

    þess ekki langt að bíða að um óverulegan kostnað verði að ræða og þá þurfa fyrirtæki

    að gera upp við sig hvort þau vilji í raun bjóða upp á þennan valkost og geta ekki

    skýlt sér bak við fyrri rök.

    Rafræn kosning er ekki nauðsynlegt framhald þess að senda fundi út á netinu en hins

    vegar væri ekki æskilegt að bjóða upp á rafræna kosningu án þess að senda fundinn út

    á Netinu. Einn svarenda úr hópi stjórnenda lýsti skoðun sinni á þessu atriði:

    “Tel beinlínis óæskilegt að hægt sé að kjósa úr fjarlægð nema viðkomandi sé með óskerta aðstöðu til að fylgjast rafrænt með fundinum. Umfjöllun á að geta breytt fyrirframafstöðu.“

    Þessi athugasemd undirstrikar það að æskilegt er að fyrirtæki hugi fyrst að því að

    bjóða hluthöfum að fylgjast með fundum á Netinu en byrji ekki á því að bjóða upp á

    rafræna kosningu.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    15

    2.1.2. Samanburður við önnur lönd

    Yfirskrift þessa hluta OECD-skýrslunnar er sú að stórnarhættir fyrirtækja ættu að

    vernda réttindi hluthafa. OECD-skýrslan leggur síðan línurnar hvað varðar

    réttindavernd hluthafa. Í inngangskaflanum var fjallað um fyrsta hluta skilgreiningar

    OECD á grundvallarréttindum hvað varðar réttindavernd hluthafa. Þau eru að mati

    OECD réttur á öruggri skráningu eignarhlutar, réttur til sölu, réttur til að verða sér úti

    um upplýsingar sem skipta máli, réttur til að taka þátt í og kjósa á aðalfundum og

    hluthafafundum, réttur til að kjósa stjórn og réttur á arðgreiðslum. Að auki er talið að

    hluthafar eigi að hafa rétt á að taka þátt í og vera að fullu upplýstir um mjög

    mikilvægar ákvarðanir innan fyrirtækisins. Um er að ræða breytingar á samþykktum,

    aukningu hlutafjár eða óvenjuleg viðskipti sem í raun leiða til sölu fyrirtækisins.

    Hluthafar eiga einnig að hafa tækifæri til þess að taka þátt í hluthafafundum og greiða

    atkvæði. Gera á hluthöfum viðvart um dagsetningu, staðsetningu og dagskrá

    fundarins. Hluthöfum á að gefast kostur á að spyrja spurninga og koma með tillögur

    að dagskrá. Hluthafar eiga að geta kosið á staðnum eða kosið utan fundar. OECD

    mælist einnig til þess að hluthafar eigi að vera upplýstir um samninga sem veita

    vissum hluthöfum völd sem eru ekki í samræmi við hlutafjáreign þeirra.10 Af

    umfjölluninni framar í þessum kafla má sjá að þessum leiðbeinandi tilmælum OECD

    er að mestu fylgt hér á landi þó vissulega sé hægt að túlka sum þeirra misrúmt.

    Danska skýrslan frá Nörby-nefndinni er gott dæmi um stöðu mála á Norðurlöndum. Í

    Nörby-skýrslunni eru góðir stjórnarhættir í fyrirtæki taldir grundvallast á viðeigandi

    skipuriti og skipulagi sem hvetur hluthafa til að eiga samskipti við stjórnendur og hver

    við annan. Talið er að hægt sé að hvetja til aukinna samskipta með því að virkja betur

    starf á aðalfundum. Tekið er á þremur atriðum tengdum réttindavernd hluthafa í

    skýrslunni. Í fyrsta lagi er talið að stjórnin geti auðveldað hluthöfum á margan hátt að

    nýta rétt sinn. Mælst er til þess að fyrirtæki athugi hvernig þau geta nýtt tæknina betur

    til þess að bæta samskipti milli fyrirtækisins og hluthafa. Í öðru lagi er mælt gegn því

    að kosningaréttur sé takmarkaður á einhvern hátt eða sé mismunandi milli hluthafa.

    Einnig er mælt gegn því að takmarkanir séu settar á fjölda hluta sem einstakur hluthafi

    eigi í félaginu. Í þriðja lagi er mælst til þess að boðað sé til aðalfundar með nægum

    10 OECD, 1999, bls. 27.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    16

    fyrirvara svo hluthafar geti kynnt sér dagskrá fundarins og undirbúið sig.11 Þann 14.

    ágúst sl. kynnti Nörby-nefndin niðurstöðu könnunar á viðhorfi til skýrslunnar og

    stöðu stjórnarhátta fyrirtækja í Danmörku. Helstu niðurstöður hennar voru þær að

    stjórn, stjórnendur og meirihlutaeigendur hlutafjár eru jákvæðir í garð betri

    stjórnarhátta í fyrirtækjum.12

    Evrópusambandið sendi frá sér skýrslu um stjórnarhætti fyrirtækja í júlí 2003. Þar er

    fjallað um þrenns konar réttindavernd hluthafa. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á aðgengi

    hluthafa að upplýsingum og möguleika hluthafa á að öðlast upplýsingar með

    rafrænum hætti. Í öðru lagi er rætt um að það sé nauðsynlegt að auka notkun hluthafa

    á vissum réttindum. Um er að ræða rétt til að spyrja spurninga, rétt til

    utanfundaratkvæðagreiðslu og rafrænar þátttöku í aðalfundum. Umfjöllun um ýmis

    vandamál tengd atkvæðagreiðslu milli landa er einnig ofarlega í forgangsröðinni hjá

    ESB. Í þriðja lagi er fjallað um lýðræði hluthafa. Greinargóðar upplýsingar um þau

    réttindi sem fyrir hendi eru skulu liggja fyrir og í framhaldi af því á að gera hluthöfum

    auðveldara fyrir að beita þeim réttindum á skilvirkan hátt.13

    2.1.3. Niðurstöður

    Svo virðist sem almenn sátt ríki um núverandi fyrirkomulag um það hvernig hluthafar

    geta haft áhrif á fyrirtækið. Eins og sagði í inngangi gafst svarendum kostur á að gera

    nánari grein fyrir afstöðu sinni, nafnlaust. Áhugavert er að skoða álit þeirra á

    réttindavernd hluthafa. Stjórnarmaður sagði:

    “Aðalfundir bjóða upp á möguleika til aðhalds en þeir möguleikar eru lítið sem ekkert nýttir í praxís í dag.”

    Stjórnandi sagði:

    “Hluthafinn sjálfur hefur alla þá möguleika sem hann þarf til þess að fylgjast með sinni fjárfestingu, í skráðum félögum. Það er undir honum sjálfum komið hversu virkur hann vil vera.”

    Síðasta spurningin í flokknum um réttindavernd hluthafa kom inn á það hvort auka

    ætti áhrif hluthafa utan hluthafafunda, að frumkvæði stjórnar.

    11 Nörby-udvalgets rapport, 2001, bls. 7. 12 Press release from the exchange's committee for good corporate governance - 14. ágúst 2003 – www.cse.dk 13 EU, 2003, bls. 13.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    17

    1.5 Væri æskilegt að stjórn hefði samráð við almenna hluthafa í ríkara mæli utan hluthafafunda þegar um stærri ákvarðanir er að ræða?

    19,4%

    66,7%

    13,9%23,1%

    69,2%

    7,7%

    20,0%

    65,0%

    15,0%

    0,0%

    66,7%

    33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Tveir þriðju þeirra sem svöruðu töldu það ekki æskilegt að stjórn hefði aukið samráð

    við almenna hluthafa. Af þessu má sjá að stjórnendur, stjórnarmenn og

    stofnanafjárfestar eru almennt sáttir við núverandi skipan mála. Hluthafar hafa ýmsar

    leiðir til þess að koma sínum skoðunum og athugasemdum á framfæri á aðalfundum

    og hluthafafundum og miðað við svör við spurningu 1.5 telur meirihluti svarenda það

    nægjanlegt.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    18

    2.2. Jafnræði hluthafa

    Í skýrslu OECD segir að skipulag stjórnarhátta fyrirtækja ætti að tryggja jafnræði allra

    hluthafa, þar á meðal hluthafa sem eru í minnihluta og erlendra hluthafa. Í skýrslunni

    eru þrjú atriði sem talin eru skipta mestu máli. Í fyrsta lagi skulu allir hluthafar innan

    sama hlutabréfaflokks njóta jafnræðis. Í því felst að þeir njóti sama atkvæðisréttar og

    fái upplýsingar um mismunandi rétt milli flokka. Í öðru lagi segir í skýrslunni að

    innherjaviðskipti eigi að vera óheimil. Í þriðja lagi eiga stjórnarmenn og stjórnendur

    að vera skyldugir til að upplýsa um öll stærri viðskipti sem hafa áhrif á fyrirtækið.

    Jafnræði hluthafa snertir mörg svið en í könnuninni var ákveðið að beina sjónum að

    tveimur meginatriðum. Annars vegar jafnræði milli minni og stærri hluthafa og hins

    vegar innlendra og erlendra, m.a. hvað varðar réttindi og aðgang að upplýsingum. Um

    er að ræða aðrar upplýsingar en þær sem líklegt er að hafi áhrif á verð og skylt er að

    gera opinberar fyrst hjá Kauphöll. Auk þess var spurt um álit á því þegar fyrirtæki

    hafa fleiri en einn flokk hlutafjár skráðan með mismunandi vægi atkvæða.

    2.2.1. Réttindi minni hluthafa

    Ýmis grundvallarréttindi eru viðurkennd sem hver hluthafi nýtur óháð eign, en réttindi

    minnihluta eru réttindi þeirra hluthafa sem eiga ákveðinn lágmarksfjölda hluta án þess

    þó að vera í meirihluta. 14

    Almennt þarf einfaldan meirihluta til að taka ákvarðanir á aðalfundum. Aukins

    meirihluta er oft krafist þegar ákvarðanir hafa veruleg áhrif á einstaka hluthafa. Einnig

    er mögulegt að krefjast samhljóma samþykkis allra hluthafa. Með þeim hætti öðlast

    minni hluthafar neitunarvald á ákveðnum sviðum. Sú hætta er þó alltaf fyrir hendi að

    meirihlutinn misnoti vald sitt og letji þar með nýja fjárfesta til að koma inn í

    fyrirtækið og vera í minnihluta. Í raun ætti ekki að þurfa að koma til lagasetningar um

    atriði eins og það að meirihlutinn misnoti ekki vald sitt með þeim hætti sem rætt er

    hér að framan. Meirihlutinn á að sjá sér hag í því að setja sér innri reglur til að koma í

    veg fyrir misbeitingu og laða þannig að nýja fjárfesta.

    Réttindi minni hluthafa hafa verið styrkt í lögum með öðrum hætti. Í 2. ml. 2. mgr. 63.

    gr. hfl. segir að meirihluti stjórnar skuli ætíð kjörinn af hluthafafundi. Í 3. mgr. 63. gr. 14 Nordic Company Law, 2003, bls. 103.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    19

    segir að við kjör stjórnar megi beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða

    margfeldiskosningu og skal kosið á milli einstaklinga eða lista með nöfnum eins eða

    fleiri einstaklinga.

    Skilyrðin fyrir því að krefjast megi hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar er að

    finna í 7. mgr. 63. gr. Þar segir að ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 20% hlutafjárins,

    krefjast þess skuli beita hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu við kjör

    stjórnarmanna félagsins. Í félögum þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri geta hluthafar

    sem ráða yfir minnst 10% hlutafjárins einnig gert slíka kröfu.

    Mismunandi er hvort vernd minnihluta á við alla hluthafa eða hvort krafist er

    ákveðinnar lágmarkseignar. Í 63. gr. er farin sú leið að setja tvær viðmiðanir, annars

    vegar 20% og hins vegar 10% í fyrirtækjum þar sem hluthafar eru fleiri en 200. Sama

    hlutfalls er krafist ef kalla á saman aukaaðalfund. Í 85. gr. segir að boða skuli til

    aukafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 10% hlutafjársins krefjast þess.

    Rétturinn til að biðja um að aukafundur sé haldinn er mjög mikilvægur þar sem það er

    eini vettvangur hluthafa til að nota réttindi sín.

    Í 1. mgr. 106. gr. er kveðið á um að hluthafar sem ráða yfir minnst 20% hluta hlutafjár

    geti krafist dóms fyrir því að félagi skuli slitið á þeim grundvelli að hluthafar hafi af

    ásetningi misnotað aðstöðu sína í félaginu eða tekið þátt í brotum á hlutafélagalögum

    eða samþykktum félagsins. Einnig má nefna ákvæði 1. mgr. 26. gr. um innlausnarrétt

    hluthafa en sá réttur er ekki bundinn við lágmarkseign heldur getur hver einstakur af

    minnihluta hluthafa krafist innlausnar hjá hluthafa sem á meira en 90% hlutafjár í

    félagi og ræður yfir samsvarandi atkvæðamagni

    Rökin fyrir því að veita minni hluthöfum ekki of mikil réttindi eru m.a. þau að það er

    ekki æskilegt að skerða rétt stærri hluthafa, sem hafa bundið mikið fé í fyrirtækinu, á

    kostnað minni hluthafa sem hafa fjárfest fyrir óverulegar fjárhæðir og hafa því minni

    hagsmuna að gæta. Of miklar hömlur gætu gert ákvarðanatöku mjög þunga í vöfum

    og skaðað þannig fyrirtækið. Margir minni hluthafar hafa einnig oft takmarkaðan

    áhuga á því að skipta sér um of af stjórnarháttum og því eru oft rök sem mæla með því

    að setja skilyrði fyrir ákveðinni lágmarkseign til að geta notið aukinna réttinda.15

    15 Nordic Company Law, 2003, bls. 103.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    20

    Alltaf er sú hætta fyrir hendi að meirihlutinn misnoti vald sitt og eru nokkur ákvæði í

    hfl. sem taka á því atriði. Meginákvæðið er í 95. gr. sem kveður á um að

    hluthafafundur megi ekki taka ákvörðun sem bersýnilega er fallin til þess að afla

    ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa

    eða félagsins. Orðalag ákvæðisins er frekar almennt og gefur dómstólum nokkurt

    svigrúm til túlkunar. Ákvæðið tekur í raun á misnotkun eftir að hún hefur átt sér stað

    en setur engin skilyrði eða hömlur til að koma í veg fyrir hana.

    Í 96. gr. hfl. er kveðið á um rétt hluthafa til að höfða mál vegna ákvörðunar

    hluthafafundar sem hefur verið tekin með ólögmætum hætti eða brýtur í bága við hfl.

    eða samþykktir félagsins.

    Að lokum má nefna rétt minni hluthafa til að skipa sérstakan endurskoðanda og

    sérstakan rannsóknaraðila. Tillaga hluthafa um að fram fari rannsókn þarf að hljóta

    fylgi hluthafahóps sem ræður yfir minnst 25% hlutafjárins, sbr. 1. mgr. 97. gr. hfl.

    Hins vegar þarf félagsmenn, sem fara með minnst 20% atkvæða, til að krefjast þess að

    tilnefndur verði sérstakur endurskoðandi til að taka þátt í endurskoðunarstörfum með

    þeim sem kjörnir eru fram til næsta aðalfundar, sbr. 2. mgr. 57. gr. laga 144/1994 um

    ársreikninga. Þessi réttur er mikilvægur þar sem stjórnin er valin af meirihlutanum og

    undir vissum kringumstæðum gæti meirihlutinn ekki séð sér hag í því að hefja

    rannsókn á ákveðnum málum.

    1.7 Telur þú að minni fjárfestar fái sömu upplýsingar og stærri fjárfestar og á sama tíma?

    47,2% 44,4%

    8,3%

    30,8%

    61,5%

    7,7%

    60,0%

    30,0%

    10,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    21

    Niðurstaðan úr þessari spurningu kemur nokkuð á óvart. Þeir sem tóku afstöðu

    skiptast í heild í tvo jafn stóra hópa. Þegar litið er á muninn milli stjórnenda og

    stjórnarmanna þá eru stjórnarmenn mun jákvæðari en stjórnendur.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    22

    2.2.2. Réttindi erlendra hluthafa

    1.6 Telur þú að innlendir fjárfestar fái sömu upplýsingar og erlendir fjárfestar og á sama tíma?

    63,9%

    19,4% 16,7%

    53,8%

    30,8%

    15,4%

    75,0%

    15,0%10,0%

    33,3%

    0,0%

    66,7%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þegar rætt er um réttindi erlendra fjárfesta þá skiptir upplýsingagjöf til þeirra miklu

    máli. Erlendir fjárfestar eru ekki í eins miklu návígi við fyrirtækið og innlendir

    fjárfestar og því er mjög mikilvægt að upplýsingagjöf til þeirra sé sú sama og til

    innlendra. Þetta á ekki síst við á íslenska markaðnum þar sem umræðan um að auka

    þátttöku erlendra fjárfesta verður sífellt meiri.

    Meirihluti þeirra sem svöruðu töldu innlenda og erlenda fjárfesta fá sömu upplýsingar

    og á sama tíma. Stjórnarmenn voru þó jákvæðari þar sem 75% svöruðu játandi en

    helmingur stjórnenda.

    Þó verður að hafa í huga að stærð fyrirtækjanna og stefna þeirra hefur viss áhrif á

    afstöðu stjórnenda og stjórnarmanna. Sum fyrirtæki á markaði hérlendis eru með

    þannig rekstur að hann höfðar síður til erlendra fjárfesta og stjórnendur stefna ekki á

    að markaðssetja fyrirtækin í þeim tilgangi. Oft er um minni fyrirtækin að ræða og því

    er hægt að segja að þessi spurning eigi ekki við um öll fyrirtæki og gæti skýrt að hluta

    þann fimmtung sem svaraði neitandi.

    2.2.3. Fleiri en einn flokkur

    Meginreglan skv. 1. ml. 2. mgr. 20. gr. hfl. er að allir hlutir skulu hafa jafnan rétt í

    félaginu. Undantekningin frá þessari meginreglu er í 2. ml. 2. mgr. en þar segir að í

    samþykktum megi þó ákveða að hlutum skuli skipt í sérstaka flokka, m.a. flokk án

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    23

    atkvæðisréttar. Í því tilviki skal í samþykktum taka fram um mun milli hlutaflokka,

    fjárhæðir hvers og sérstök ákvæði um rétt til áskriftar að nýju hlutafé sem hluthafar

    eiga rétt á við hækkun hlutafjár. Þessari heimild er mjög sjaldan beitt hér á landi en

    hún er algengari annars staðar á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Svíþjóð.

    Umræða hefur verið um það hvort fella ætti þessa heimild úr gildi í nágrannalöndum

    okkar. Helstu rökin með því eru augljóslega að jafnræði hluthafa er skert með því að

    hafa t.d. mismunandi atkvæðavægi milli flokka. Einnig getur það skapað óvissu við

    kaup á hlutum þegar fjárfestir þarf að athuga hvort um fleiri en einn flokk er að ræða

    og þá hvaða skilyrðum flokkarnir eru háðir.

    1.8 Telur þú æskilegt að fyrirtæki eigi að geta haft fleiri en einn flokk hlutafjár skráðan og mismunandi vægi atkvæða eftir hlutafjárflokki?

    19,4%

    66,7%

    13,9%23,1%

    61,5%

    15,4%20,0%

    65,0%

    15,0%

    0,0%

    100,0%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þegar spurt var í könnuninni hvort æskilegt væri að fyrirtæki hefði fleiri en einn flokk

    hlutafjár skráðan með mismunandi vægi atkvæða þá var niðurstaðan nokkuð

    afdráttarlaus. Tæplega 67% þeirra sem svöruðu töldu það ekki æskilegt en rúmlega

    19% töldu það æskilegt. Skiptingin milli stjórnenda og stjórnarmanna var mjög jöfn

    en allir stofnanfjárfestar sem svöruðu töldu ekki æskilegt að hafa fleiri en einn flokk.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    24

    2.3. Hlutverk stofnanafjárfesta

    Skiptar skoðanir eru um það hvaða hlutverki stofnanafjárfestar eigi að gegna.

    Stofnanafjárfestar eru oftar en ekki mjög stórir hluthafar og gætu því haft veruleg

    áhrif á stjórnarhætti fyrirtækja ef því er að skipta.

    1.9 Telur þú að lífeyrissjóðir og aðrir álíka stofnanafjárfestar eigi að nýta þau réttindi og þær heimildir sem hlutur þeirra veitir til þess að hafa áhrif á stjórnarhætti viðkomandi

    fyrirtækis?

    52,8%

    38,9%

    8,3%

    38,5%

    53,8%

    7,7%

    60,0%

    30,0%

    10,0%

    100,0%

    0,0% 0,0%0%

    10%20%30%40%50%60%70%80%90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu spurningu um þetta töldu að lífeyrissjóðir og

    aðrir álíka stofnanafjárfestar ættu að nýta þau réttindi sem hlutur þeirra veitir til að

    hafa áhrif á stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis. Allir stofnanafjárfestar sem svöruðu

    töldu að þeir ættu að nýta réttindin. Stjórnarmenn voru mun jákvæðari en stjórnendur

    um það að leyfa stofnanafjárfestum að nýta réttindi sín.

    Ein skoðun stjórnanda sem svaraði könnunni lýsir að nokkru leyti viðhorfinu sem er

    til stofnanafjárfesta:

    “Lífeyrissjóðir eiga ekki að skipta sér af daglegri stjórnun en vitaskuld þurfa þeir að grípa inn í ef eitthvað er að fara úrskeiðis.”

    Í skýrslu frá Financial Reporting Council í Bretlandi, síðan í júlí 2003, segir að þegar

    lagt er mat á stjórnarhætti og skipulag fyrirtækis, með tilliti til samsetningar stjórnar

    eigi stofnanafjárfestar að veita öllum þáttum í matsferlinu viðeigandi athygli. Einnig

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    25

    segir í skýrslunni að stofnanafjárfestar beri ábyrgð á því að nota atkvæðisrétt sinn að

    vel athuguðu máli.16

    Í skýrslu ESB um stjórnarhætti í fyrirtækjum, sem áður hefur verið nefnd, er rætt um

    hlutverk stofnanafjárfesta. Þar segir að þeir eigi að upplýsa um fjárfestingarstefnu sína

    og hvernig þeir noti atkvæðisrétt sinn í fyrirtækjum. Einnig er talið að þeir eigi að

    upplýsa þá sem eiga hagsmuna að gæta í t.d. lífeyrissjóði um hvernig atkvæðisréttur

    hefur verið nýttur í einstöku tilfellum. Talið er að slíkar kröfur myndu ekki einungis

    bæta innra skipulag og stjórnkerfi hjá stofnanafjárfestum heldur einnig auka þátttöku

    stofnanafjárfesta í þeim fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Ekki er talið æskilegt að

    skylda stofnanafjárfesta til að neyta atkvæðisréttar síns þar sem það gæti leitt til þess

    að ákvarðanir yrðu ekki teknar að nógu vel athuguðu máli heldur einungis til að

    uppfylla skylduna.17

    16 The Combined Code, 2003. 17 EU, 2003, bls. 13.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    26

    3. Stjórn

    3.1. Samsetning stjórnar

    Í dönsku Nörby-skýrslunni segir að nauðsynlegt sé að stjórn sé þannig samsett að hún

    sé fær um að takast á við verkefni sín, þar á meðal stefnumótun, með framtíðarsýn og

    hagkvæmni að leiðarljósi. Þar segir einnig að mjög mikilvægt sé að stjórnarmenn láti

    eigin hagsmuni ekki hafa áhrif á störf sín.18

    3.1.1. Staðan á Íslandi

    Í hlutafélagalögum eru lögfestar ákveðnar grundvallarreglur um samsetningu stjórnar.

    Í 1. mgr. 64. gr. hfl. segir að í stjórn hlutafélags skuli eiga sæti fæst þrír menn. Þar

    sem heimilt er að ráða fleiri en einn framkvæmdastjóra, sbr. 1. mgr. 65. gr., er kveðið

    á um það í 2. mgr. 65. gr. að framkvæmdastjórar í félaginu megi ekki mynda

    meirihluta stjórnar. Einnig eru óheimilt að kjósa framkvæmdastjóra félags sem

    stjórnarformann í því, sbr. 1. mgr. 70. gr.

    Það er því ekki óheimilt skv. lögum að framkvæmdastjórar, einn eða fleiri, sitji í

    stjórn, svo framarlega sem þeir eru ekki í meirihluta og einn þeirra sé ekki formaður

    stjórnar. Það er þó ekki mjög algengt að framkvæmdastjóri sitji í stjórn hér á landi og

    skiptar skoðanir eru um það hvort það sé yfir höfuð heppilegt, m.a. með tilliti til

    sjálfstæðis stjórnar.

    18 Nörby-udvalgets rapport, 2001, bls. 9.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    27

    3.1 Telur þú eðlilegt að framkvæmdastjóri sitji í stjórn?

    22,2%

    72,2%

    5,6%

    15,4%

    76,9%

    7,7%

    30,0%

    70,0%

    0,0%0,0%

    66,7%

    33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Athyglisvert er hversu afgerandi meirihluti, eða rúmlega 70%, telur ekki eðlilegt að

    framkvæmdastjóri sitji í stjórn.

    Meginreglan er að stjórnin sé kosin með einföldum meirihluta, sbr. 5. mgr. 63. gr. Á

    Íslandi, ólíkt hinum norrænu löndunum, eru ákvæði í 3. mgr. sömu greinar um

    hlufallskosningu og margfeldiskosningu í stjórn sem gefur stórum hópi úr minnihluta

    möguleika á því að komast í stjórn. Þarna er þó aðeins um möguleika að ræða. Mikil

    umræða hefur verið um stöðu minni hluthafa og hvernig hægt væri að styrkja hana.

    Ein leiðin sem er möguleg er að setja það skilyrði fyir skráningu að fulltrúar smærri

    hluthafa séu ákveðið hlutfall af stjórn og hafa þannig áhrif á samsetningu

    stjórnarinnar. Sú leið hefur til dæmis verið farin í Svíþjóð.19

    19 Stockholmsbörsen Exchange Rules, bls. 11.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    28

    3.6 Telur þú æskilegt að Kauphöllin setji það sem skilyrði fyrir skráningu að fulltrúar smærri hluthafa séu ákveðið hlutfall af stjórn félags?

    16,7%

    75,0%

    8,3%0,0%

    84,6%

    15,4%25,0%

    70,0%

    5,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þegar spurt var um þetta í könnuninni var niðurstaðan afdráttarlaus. Þrír af hverjum

    fjórum sem svöruðu töldu ekki æskilegt að Kauphöllin setti skilyrði fyrir skráningu að

    fulltrúar smærri hluthafa væru ákveðið hlutfall af stjórn félags. Afstaða hópanna

    þriggja var nokkuð svipuð þó svo að stjórnendur væru mest andvígir skilyrði af þessu

    tagi.

    Fagleg þekking stjórnarmanna er að mörgu leyti huglægur mælikvarði og er erfitt að

    setja einhverjar reglur eða viðmiðanir varðandi faglega þekkingu, enda er það í

    höndum hluthafa að kjósa hæfa einstaklinga til setu í stjórn. Engu að síður hafa flestir

    skoðun á þessu atriði. Ein spurningin í könnuninni inn á þennan þátt.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    29

    3.4 Eru gerðar nægar kröfur til faglegrar þekkingar stjórnarmanna í skráðum félögum?

    36,1%

    47,2%

    16,7%

    38,5%46,2%

    15,4%

    40,0% 40,0%

    20,0%

    33,3% 33,3% 33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þeir sem svöruðu skiptast í tvo nokkuð jafna hópa. Tæpur helmingur taldi ekki gerðar

    nægar kröfur til faglegrar þekkingar en rúmur þriðjungur taldi svo vera. Tveir þeirra

    sem svöruðu könnunni lýstu skoðun sinni á þessu atriði. Stjórnarmaður sagði:

    “Tel fráleitt að setja reglur um "faglega þekkingu" stjórnarmanna, það verða hluthafar að meta sjálfir.”

    Stjórnandi hafði þessa afstöðu:

    “Hæfismat byggt á menntun er mjög vafasamur mælikvarði.”

    Í dönsku Nörby-skýrslunni er lögð fram tillaga um það hvernig fagleg þekking og

    hæfni kemur við sögu við val á aðilum í stjórn. Í skýrslunni er mælst til þess að

    stjórnarmenn tryggi það að frambjóðendur til stjórnarsetu, sem eru tilnefndir af

    sitjandi stjórn, búi yfir þeirri faglegu þekkingu og þeirri reynslu sem þarf til á því

    sviði sem fyrirtækið starfar. Við tilnefningu nýrra stjórnarmanna skal stjórnin tryggja

    það að samsetning stjórnarinnar sé til þess fallin að stjórnin hafi yfir að ráða nægri

    faglegri þekkingu til að takast á við verkefni sín á besta mögulegan hátt.20

    20 Nörby-udvalgets rapport, 2001, bls. 11.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    30

    3.2. Sjálfstæði stjórnar

    Þó svo að stjórn og framkvæmdastjórn séu í raun að vinna að sama marki þá er

    nauðsynlegt að stjórnin sé sjálfstæð og óháð stjórnendum félagsins að vissu marki.

    3.2.1. Staðan á Íslandi

    3.2 Telur þú stjórnir skráðra félaga almennt nægjanlega óháðar stjórnendum félaganna?

    55,6%

    36,1%

    8,3%

    69,2%

    15,4% 15,4%

    55,0%

    40,0%

    5,0%0,0%

    100,0%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Ríflega helmingur þeirra sem svöruðu spurningunni í könnuninni töldu að stjórnir

    væru nægjanlega óháðar stjórnendum félaganna. Stjórnendur sjálfir voru nokkuð

    jákvæðari en stjórnarmenn, en hins vegar töldu allir stofnanafjárfestar sem svöruðu að

    stjórnin væri ekki nægjanlega óháð stjórnendum.

    Mögulegt væri að setja reglur um að tiltekið hlutfall stjórnenda sé óháð félaginu en þó

    eru skiptar skoðanir um það hversu heppileg slík reglusetning væri í raun.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    31

    3.3 Er æskilegt að þess sé krafist í lögum að tiltekið hlutfall stjórnenda sé óháð félaginu?

    11,1%

    77,8%

    11,1%

    0,0%

    100,0%

    0,0%

    15,0%

    70,0%

    15,0%

    33,3% 33,3% 33,3%

    0%10%

    20%30%

    40%50%60%

    70%80%

    90%100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    Allir

    Stjórnendur

    Stjórnarmenn

    Stofnanafjárfestar

    Meiri hluti þeirra sem svöruðu töldu ekki æskilegt að krefjast þess í lögum að tiltekið

    hlutfall stjórnenda væri óháð félaginu. Allir stjórnendur sem svöruðu voru andvígir að

    krefjast þess í lögum og sjö af hverjum tíu stjórnarmanna. Stjórn og

    framkvæmdastjórn bera vissa skyldu um hollustu gagnvart fyrirtækinu, bæði sem

    einstaklingar og sem heild. Í lögum eru ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir

    hagsmunaárekstra með því að stjórnarmaður verður vanhæfur vegna tengsla sinna. Í

    72. gr. hfl. segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri megi ekki taka þátt í

    meðferð máls um samningsgerð milli félagsins og þeirra, um málshöfðun gegn þeim

    eða um samningsgerð milli félagsins og þriðja manns eða málshöfðun gegn þriðja

    manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við

    hagsmuni félagsins. Hægt er að líta á þetta í samhengi við þá augljósu meginreglu að

    stjórn og framkvæmdastjórn skal í störfum sínum taka ákvarðanir sem koma

    fyrirtækinu sem best. Það er litið alvarlegum augum ef viðkomandi léti eigin

    hagsmuni ráða ferðinni við ákvarðanatöku en ekki hagsmuni fyrirtækisins.

    Sú umræða hvort stjórnarmenn hafi næga yfirsýn og séu reiðubúnir að taka á

    hagsmunaárekstrum kemur reglulega upp í þjóðfélaginu. Vissulega er það

    mismunandi eftir hverju fyrirtæki hver staða mála er hjá því en þó er áhugavert að sjá

    hvort er almennt mat stjórnarmanna, stjórnenda og stofnanafjárfesta.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    32

    3.8 Telur þú að stjórnir fyrirtækja hafi nægilega yfirsýn og séu almennt reiðubúnar til að taka á hagsmunaárekstrum milli framkvæmdastjórnar, stjórnar og hluthafa, þ.m.t.

    misnotkun eigna félagsins og misbeitingu vegna tengdra aðila?

    52,8%

    38,9%

    8,3%

    53,8%

    38,5%

    7,7%

    55,0%

    35,0%

    10,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%20%30%40%50%60%70%80%90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Hagsmunaárekstrar geta einnig orðið með öðrum hætti. Nokkur umræða hefur verið

    um það undanfarin ár hvort eðlilegt sé að sami maður sitji í stjórnum margra tengdra

    fyrirtækja og einnig að framkvæmdastjóri í einu fyrirtæki sé stjórnarmaður í öðru

    tengdu fyrirtæki.

    Engin ákvæði um þessi atriði eru í íslensku hfl. en tekið er á þessu að einhverju leyti í

    sænsku hlutafélagalögunum varðandi fyrirtæki sem eru í sömu samsteypu og geta

    stjórnarmenn þá komist hjá því að vera vanhæfir sem þeir annars hefðu orðið vegna

    tengsla fyrirtækjanna. Þó hefur almennt verið talið að vegna þess að uppbygging

    stjórnkerfis fyrirtækja á Norðurlöndum er stigskipt þá sé þessi skipan mála

    viðunandi.21

    Umræðan um möguleg áhrif stærri hluthafa og viðskiptablokka á ákvarðanir stjórnar

    hefur verið nokkur og því var ákveðið að spyrja um hvort þessi hætta væri fyrir hendi

    á íslenska markaðnum.

    21 Nordic Company Law, bls. 114.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    33

    3.9 Er sú hætta fyrir hendi á íslenska markaðnum að hagsmunir stærri hluthafa eða viðskiptablokka hafi áhrif á ákvarðanir stjórnar?

    72,2%

    19,4%

    8,3%

    61,5%

    23,1%15,4%

    75,0%

    20,0%

    5,0%

    100,0%

    0,0% 0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Mikill meirihluti svarenda var sammála um að sú hætta væri fyrir hendi. Stjórnarmenn

    töldu hættuna vera meiri en stjórnendur og er það athyglisvert hversu hátt hlutfall

    þeirra svara spurningunni játandi.

    Enginn svarenda sagði álit sitt á þessari spurningu og er því ekki fullkomlega ljóst

    hvernig túlka á svarhlutföllin. Þó má leiða að því líkur að ástæða þess hve margir

    svara spurningunni játandi sé sú hve áberandi viðskiptablokkir hafa verið á íslenska

    hlutabréfamarkaðnum.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    34

    3.3. Ábyrgð stjórnar

    Ábyrgð stjórnarmanna er skilgreind í 1. mgr. 134. gr. hfl. Þar segir að stjórnarmenn

    séu skyldir að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum,

    hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Í sömu málsgrein segir að sama gildi þegar

    hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laga þessara eða

    samþykktum félags.

    3.3.1. Staðan á Íslandi

    Skyldur félagsstjórnar er m.a. að finna í 68. gr. hfl. en í 1. mgr. segir að hún fari með

    málefni félagsins og skuli annast um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu

    og góðu horfi. Í lok málsgreinarinnar segir að félagsstjórn og framkvæmdastjóri fari

    með stjórn félagsins.

    Nýlegar breytingar á hlutafélagalögum annars staðar á Norðurlöndum hafa aukið

    eftirlitshlutverk stjórnarinnar. Í 3. mgr. 68. gr. hfl. segir að félagsstjórn skuli annast

    um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Hins

    vegar hefur umræðan um þetta eftirlitshlutverk stjórnarinnar ekki verið eins áberandi

    og oft áður. Nú er meira rætt um heildarhlutverk stjórnarinnar og aukna þátttöku

    hluthafa í stjórn félagsins.

    Norræna kerfið með annars vegar stjórn og hins vegar framkvæmdastjórn felur í sér

    að það er hlutverk stjórnarinnar að deila valdinu milli þessara aðila í skipuriti

    félagsins. Í Svíþjóð hefur verið gengið svo langt að þess er krafist að stjórnin deili

    verkefnum skriflega á milli stjórnar og framkvæmdastjórnar. Til þess að tryggja það

    að stjórn sé sjálfstæð og óháð stjórnendum er mjög mikilvægt að verkskipting milli

    þessara tveggja aðila innan félagsins sé mjög skýr.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    35

    3.10 Er verkskipting milli stjórna og framkvæmdastjórna nægilega skýr?

    69,4%

    19,4%11,1%

    69,2%

    7,7%

    23,1%

    75,0%

    20,0%

    5,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Almennt má ráða af niðurstöðunni í könnuninni að verkskipting sé nægjanlega skýr

    milli stjórnar og framkvæmdastjórnar hér á landi þar sem tæplega 70% svarenda töldu

    svo vera. Eins og fyrr segir eru engin fyrirmæli um hversu langt stjórnin má ganga í

    afskiptum af daglegum rekstri, en þó ber hún ábyrgð á því sem hún gerði þó svo að

    það væri almennt talið í verkahring framkvæmdastjórnar. Stjórnin sér til þess að

    stefnumörkun sé rétt en framkvæmdastjórnin um að fylgja henni eftir. Álitamál er

    hversu miklar kröfur er hægt að gera til stjórnar til þess að vera upplýst um einstök

    mál sem hafa verið til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn eða lægra settum og þá hversu

    rík ábyrgð hvílir á stjórnarmönnum.

    3.5 Telur þú að núverandi skipulag tryggi að stjórnir séu almennt nægilega upplýstar um einstök mál sem hafa verið til afgreiðslu hjá framkvæmdastjóra eða

    lægra settum?

    58,3%

    27,8%

    13,9%

    61,5%

    23,1%15,4%

    65,0%

    25,0%

    10,0%0,0%

    66,7%

    33,3%

    0%10%20%30%40%50%60%70%80%90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    36

    Meirihluti þeirra sem svöruðu þessari spurningu töldu að núverandi skipulag tryggði

    að stjórnir væru almennt nægilega upplýstar um einstök mál.

    Áhugavert er að bera saman saknæmisskilyrðin hjá annars vegar stjórnarmönnum og

    hins vegar hluthöfum. Í 1. mgr. 134. gr. hfl. er rætt um ásetning eða gáleysi hjá

    stjórnarmönnum en í 2. mgr. er krafist ásetnings eða stórfellds gáleysis hjá hluthöfum.

    Þetta er hins vegar þannig svið að það veltur mjög á málavöxtum hverju sinni hvort

    skaðabótaábyrgð hefur stofnast. Það getur verið mjög matskennt hvað eru réttar og

    rangar ákvarðanir hverju sinni. Aðstæður geta kallað á mjög óvenjulega ákvörðun sem

    almennt er talin óheppileg en hentar vel í ákveðnu tilfelli. Í 1. mgr. 76. gr. hfl. er

    ákvæði um hagsmunaárekstra stjórnar. Þar segir að félagsstjórn megi ekki gera neinar

    þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða

    öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Dómstólar

    eru almennt fámálir um annað en hagsmunaárekstra og mjög sjaldgæft er að þeir séu

    að efast um réttmæti ákvarðana stjórnenda.

    Í rauninni hvílir tvenns konar skylda á stjórnarmönnum. Annars vegar að forðast

    hagsmunaárekstra og hins vegar að fylgjast með rekstrinum upp að vissu marki og

    vera ekki óvirkur. Þessi skylda er talin aukast ef fyrirtækið á í erfiðleikum. Enn

    strangari kröfur eru í tillögum að breytingu á sænsku hlutafélagalögunum þar sem

    stjórnin er ábyrg fyrir taprekstri.22

    Einnig er áhugavert að skoða þessa skyldu stjórnarinnar til þess að reka fyrirtækið á

    hagkvæman hátt í samræmi við skipulag stjórnar og framkvæmdastjórnar hér á landi

    og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta lýsir sér í því að félagsstjórn getur einungis

    neitað að fylgja fyrirskipunum frá þeim sem er hærri í skipuritinu, ef það fer í bága

    við lög eða samþykktir félagsins. Þessi skylda til að neita er lögfest í 2. mgr. 76. gr.,

    en þar segir að félagsstjórn megi ekki framfylgja ákvörðunum hluthafafundar eða

    annarra stjórnaraðila félagsins ef þær eru ógildar vegna þess að þær brjóta í bága við

    lög eða félagssamþykktir. Í 2. mgr. kemur skýrt fram ábyrgð hvers og eins um að

    framfylgja ekki því sem brýtur í bága við lög eða félagssamþykktir, jafnvel þó að

    skipunin komi frá aðila sem er ofar í skipuritinu.

    22 Nordic Company Law, 2003, bls. 118.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    37

    Annað álitamál er ef ekki er um beina skipun að ræða, ef t.d. bara er um viðmiðun að

    ræða eða ef skipunin kemur frá utanaðkomandi aðila, þ.e. ekki frá aðalfundi heldur

    t.d. stórum hluthafa. Þá er af sumum talið að framkvæmdastjóri eigi að neita ef

    viðkomandi heldur að skipun sé ekki réttmæt þó svo að sá hinn sami eigi á hættu að

    missa starfið.23

    Virkt innra eftirlit er mjög mikilvægur þáttur í innra skipulagi fyrirtækja, m.a. vegna

    þess sem nefnt er hér á undan. Helmingur þeirra sem svöruðu töldu að innra eftirlit

    væri nægjanlega virkt hjá skráðum félögum og einungis tæp 20% töldu ekki vera svo.

    3.11 Telur þú að innra eftirlit sé nægjanlega virkt hjá skráðum félögum?

    50,0%

    19,4%

    30,6%

    53,8%

    7,7%

    38,5%45,0%

    25,0%30,0%

    66,7%

    33,3%

    0,0%0%

    10%20%

    30%40%50%60%70%

    80%90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    3.3.2. Samanburður við önnur lönd

    Í dönsku Nörby-skýrslunni segir að stjórnin sé ábyrg fyrir því að standa vörð um

    hagsmuni hluthafa og taka tillit til hagsmunaaðila. Auk þess sér stjórnin um

    stefnumótun og eftirlit með stjórnendum.24

    Í skýrslu OECD um stjórnarhætti fyrirtækja segir að meðlimir stjórnar ættu að taka

    ákvarðanir í góðri trú, vel upplýstir, að vel athuguðu máli og með hagsmuni

    fyrirtækisins að leiðarljósi. Einnig segir í skýrslunni að stjórnin eigi að vera fær um að

    leggja hlutlaust mat á málefni félagsins, sérstaklega þau sem tengjast stjórnendum.25

    23 Nordic Company Law. III, 2003, bls. 119. 24 Nörby-udvalgets rapport, 2001, bls. 9. 25 OECD, 1999, bls. 22.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    38

    Að lokum má nefna skýrlsu ESB en meðal þess sem lagt er til í henni er að

    stjórnarmenn verði ábyrgir fyrir gjaldþroti félags ef fyrirséð var að reksturinn gengi

    ekki og stjórnin grípur ekki til viðeigandi ráðstafana strax.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    39

    4. Stjórnendur

    Starfssvið framkvæmdastjóra er skilgreint í 2. mgr. 68. gr. hfl. Þar segir að

    framkvæmdastjóri annist daglegan rekstur félagsins og skuli í þeim efnum fara eftir

    þeirri stefnu og þeim fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Í 2. ml. 2. mgr. er

    skilgreint hvað felist í daglegum rekstri og segir þar að hann taki ekki til ráðstafana

    sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Skyldur framkvæmdastjóra eru síðan auknar í

    3. mgr., þar sem segir að framkvæmdastjóri skuli sjá um að bókhald félagsins sé fært í

    samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.

    Hér á landi og í Danmörku tíðkast að hafa framkvæmdastjórn en annars staðar á

    Norðurlöndunum er algengast að um einn framkvæmdastjóra sé að ræða.26

    4.1. Staðan á Íslandi

    Í umfjöllun um samsetningu stjórnar hér að framan var fjallað um það hvort eðlilegt

    væri að framkvæmdastjóri ætti sæti í stjórn félags og vísast til þeirrar umfjöllunar

    varðandi það atriði. Sama á við varðandi umfjöllun um sjálfstæði stjórnenda, en rætt

    var um það í kafla um sjálfstæði stjórna hér að framan.

    Völd framkvæmdastjórnar eru í raun þau að fylgja ákvörðunum og stefnu sem stjórnin

    setur. Þó má framkvæmdastjóri ekki framfylgja ákvörðunum hluthafafundar eða

    annarra stjórnaraðila félagsins ef ákvarðanirnar eru ógildar vegna þess að þær brjóta í

    bága við lög eða félagssamþykktir, sbr. 2. mgr. 76. gr. hfl.

    Ábyrgð framkvæmdastjóra er skilgreind í 1. mgr. 134. gr. hfl. þar sem segir að

    framkvæmdastjórar séu skyldir að bæta hlutafélagi það tjón, er þeir hafa valdið

    félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildir þegar

    hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laga þessara eða

    samþykktum félags.

    Tekið er á misbeitingu valds í 1. mgr. 76. gr. Þar segir að framkvæmdastjóri megi ekki

    gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum

    hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða

    félagsins.

    26 Nordic Company Law, 1999, bls. 114.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    40

    Stjórnendur geta haft óeðlileg áhrif á markaðsverð með ákvörðunum sem þeir taka.

    Til að auka gagnsæið og koma í veg fyrir óeðlileg afskipti stjórnarmanna og

    stjórnenda í eigin þágu er þess krafist í 1. mgr. 67. gr. hfl. að þeir gefi stjórninni

    skýrslu um hlutaeign sína í félaginu og félögum innan sömu samstæðu. Þá skulu þeir

    síðar gefa skýrslu um kaup og sölu sína á slíkum hlutum. Í 2. mgr. er síðan ákvæði um

    að þeir megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félaginu eða félögum

    innan sömu samstæðu.27

    Umræðan um rétt stjórnenda til að kaupa hlutabréf (stock options) hefur aukist til

    muna á síðustu árum. Margir telja tvær hliðar á því hvaða áhrif það hefur að bjóða

    stjórnendum slíka samninga. Það getur hvatt til rangra ákvarðana sem leiða til skjóts

    gróða stjórnenda en getur einnig leitt til þess að stjórnendur leggi sig enn betur fram

    þar sem þeirra hagsmunir eru þeir sömu og almennra hluthafa.28

    4.1.1. Aðkoma stjórnenda að yfirtökutilboðum

    Stjórnendur eru farnir að eiga hlut að yfirtökutilboðum í ríkara mæli en áður. Oftast er

    um svokölluð skuldsett kaup að ræða en þó eru til ýmsar útfærslur á því. Skiptar

    skoðanir eru á því hvort eðlilegt sé að stjórnendur skráðs félags komi að

    yfirtökutilboði. Þessi umræða er að mestu sprottin út frá því að lykilstjórnendur

    fyrirtækis eru augljóslega í betri aðstöðu en aðrir til að meta virði fyrirtækisins.

    27 Nordic Company Law, 1999, bls. 123. 28 Nordic Company Law, 1999, bls. 123.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    41

    4.3 Er eðlilegt að stjórnendur skráðs fyrirtækis geti gert yfirtökutilboð í félagið?

    69,4%

    13,9% 16,7%

    46,2%

    30,8%23,1%

    85,0%

    0,0%

    15,0%

    66,7%

    33,3%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Mikill meirihluti svarenda í könnuninni taldi eðlilegt að stjórnendur gætu gert

    yfirtökutilboð og athyglisvert er að enginn stjórnarmaður svaraði spurningunni

    neitandi. Í raun væri vafasamt út frá jafnræðissjónarmiðum að banna vissum hópi að

    koma að yfirtökutilboði og því eðlilegra að jafna rétt hinna með því að tilkynna öðrum

    fyrirhugaðar viðræður og veita þeim aðgang að sömu upplýsingum við tilboðsgerð.

    4.4 Er nauðsynlegt að tilkynna það ef viðræður um yfirtöku stjórnenda eru fyrirhugaðar?

    83,3%

    8,3% 8,3%

    69,2%

    7,7%

    23,1%

    95,0%

    5,0%0,0%

    66,7%

    33,3%

    0,0%0%

    10%20%30%40%50%60%70%80%90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    Allir

    Stjórnendur

    Stjórnarmenn

    Stofnanafjárfestar

    Mikill meirihluti svarenda taldi nauðsynlegt að tilkynna það ef viðræður um yfirtöku

    stjórnenda væru fyrirhugaðar. Með því móti gefst öðrum aðilum kostur á að gera

    einnig yfirtökutilboð og þá er líklegra að hluthafar fái besta mögulega verð fyrir hlut

    sinn.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    42

    Í ljósi mjög mismunandi stöðu stjórnenda annars vegar og annarra mögulegra

    tilboðsgjafa hins vegar er augljóst að aðgangur þessara tveggja hópa að upplýsingum

    getur verið mjög misjafn. Einn stjórnandi sagði:

    „Mjög erfitt að veita slíkan aðgang. Stjórnendur öðlast starfs síns vegna mjög mikið innsæi í rekstur félags. Innsæi sem ekki er hægt að miðla til utanaðkomandi aðila. Hér geta komið til upplýsingar og þekking sem hvergi eru til á pappír.“

    4.5 Er eðlilegt að veita öllum sem hafa hug á að gera yfirtökutilboð aðgang að sömu upplýsingum og stjórnendur bjuggu yfir við mat á fyrirtækinu?

    52,8%

    27,8%19,4%

    61,5%

    15,4%23,1%

    45,0%

    35,0%

    20,0%

    66,7%

    33,3%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Meirihluti svarenda taldi eðlilegt að veita öllum sem hafa hug á að gera yfirtökutilboð

    aðgang að sömu upplýsingum og stjórnendur bjuggu yfir við mat á viðkomandi

    fyrirtæki. Álitamál er þó með hvaða hætti á að meta hvaða upplýsingar lágu til

    grundvallar verðmatinu.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    43

    5. Hlutverk hagsmunaaðila

    Til hagsmunaaðila teljast m.a. starfsmenn, lánardrottnar, birgjar og viðskiptamenn.

    Þessir aðilar eru oft meginstoðir hvers fyrirtækis en mjög misjafnt er hvernig

    upplýsingaflæði til þessara hópa er háttað og hvernig samskipti við þá eru.

    Í Nörby-skýrslunni segir að það sé mjög mikilvægt fyrir velgengni fyrirtækisins að

    það eigi í góðum samskiptum við hagsmunaaðila. Stjórn og stjórnendur eru hvattir til

    að taka tillit til hagsmunaaðila við ákvarðanatöku.29

    Í skýrslu OECD er einnig rætt um hlutverk hagsmunaaðila. Þar segir að skipulag

    stjórnarhátta fyrirtækja eigi að virða lögvarin réttindi hagsmunaaðila og eigi einnig að

    hvetja til samvinnu milli fyrirtækja og hagsmunaaðila við verðmætasköpun.30

    5.1. Staðan á Íslandi

    Í raun er álitamálið tvíþætt. Annars vegar hvort hagsmunaaðilar séu að fá sömu

    upplýsingar og aðrir hluthafar og hins vegar hvort hagsmunaaðilar eigi á annað borð

    að fá sömu upplýsingar og hluthafar. Í könnuninni var tekið á báðum þessum atriðum.

    2.4 Telur þú að hagsmunaaðilar eigi að fá sömu upplýsingar og hluthafar og á sama tíma?

    44,4% 44,4%

    11,1%

    38,5%46,2%

    15,4%

    55,0%

    40,0%

    5,0%0,0%

    66,7%

    33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    29 Nörby-udvalgets rapport, 2001, bls. 7. 30 OECD, 1999, bls. 20.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    44

    Mjög skiptar skoðanir voru um það hvort hagsmunaaðilar eigi að fá sömu upplýsingar

    og hluthafar og á sama tíma. Jafn margir sögðu já og nei. Stjórnarmenn voru öllu

    jákvæðari en stjórnendur.

    2.5 Telur þú að hagsmunaaðilar fái sömu upplýsingar og hluthafar og á sama tíma?

    41,7%33,3%

    25,0%

    38,5% 38,5%

    23,1%

    50,0%

    30,0%

    20,0%

    0,0%

    33,3%

    66,7%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Varðandi það hvort hagsmunaaðilar fengju, eins og málin standa í dag, sömu

    upplýsingar og hluthafar og á sama tíma, þá töldu rúm 40% svo vera en rúm 30% voru

    ósammála. Fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Aftur eru það stjórnarmenn sem eru

    jákvæðari en stjórnendur.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    45

    6. Upplýsingagjöf og gagnsæi

    Upplýsingagjöf og gagnsæi eru mjög víðtæk hugtök. Meðal þess sem fellur undir þau

    eru upplýsingar um hvað gerist á hluthafafundum, lýsing á réttindum hluthafa og

    hvernig hægt er að nota þau, samsetning og störf stjórnarinnar og nefnda undir henni,

    listi yfir stærstu hluthafa og atkvæðisrétt þeirra ásamt mikilvægum samningum.

    Einnig er um að ræða önnur bein og óbein tengsl milli þessara stóru hluthafa og

    fyrirtækisins og mikilvæg viðskipti við tengda aðila.31 Í þessu sambandi er verið að

    tala um aðrar upplýsingar en þær sem líklegt er að hafi áhrif á verð og skylt er að gera

    opinberar fyrst hjá Kauphöllinni.

    6.1. Staðan á Íslandi

    Eitt þeirra atriða sem nefnt er í skilgreiningunni eru upplýsingar um tengsl stærstu

    hluthafa við félagið sjálft.

    2.1Telur þú að upplýsingar um tengsl stærstu hluthafa í skráðum fyrirtækjum við fyrirtækið sjálft séu fullnægjandi?

    41,7%50,0%

    8,3%

    53,8%

    38,5%

    7,7%

    35,0%

    55,0%

    10,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Mjög skiptar skoðanir voru um það hvort upplýsingarnar væru fullnægjandi.

    Helmingur þeirra sem svöruðu taldi svo ekki vera en rúm 40% töldu að

    upplýsingarnar væru fullnægjandi. Ef litið er á innbyrðis skiptingu þá voru

    stjórnendur nokkuð jákvæðari en stjórnarmenn.

    31 OECD, 1999, bls. 21.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    46

    2.2 Telur þú að upplýsingagjöf um samsetningu og störf stjórna í skráðum fyrirtækjum fullnægjandi?

    50,0%

    36,1%

    13,9%

    38,5% 38,5%

    23,1%

    60,0%

    30,0%

    10,0%

    33,3%

    66,7%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Helmingur þeirra sem svaraði taldi upplýsingagjöf um störf og samsetningu stjórna

    fullnægjandi en rúm 35% töldu svo ekki vera.

    2.3 Telur þú að fyrirtæki veiti hluthöfum og öðrum fjárfestum nægar upplýsingar á heimasíðu sinni?

    30,6%25,0%

    44,4%

    30,8%

    53,8%

    15,4%

    35,0%30,0%

    35,0%

    0,0%

    100,0%

    0,0%0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Það hefur færst í vöxt á síðastliðnum árum að fyrirtæki veiti hluthöfum og öðrum

    fjárfestum upplýsingar á heimasíðu sinni. Enn er þó nokkuð í land ef marka má

    niðurstöður könnunarinnar. Rúmlega 30% svarenda töldu fyrirtæki veita nægar

    upplýsingar en um fjórðungur taldi svo ekki vera. Athygli vekur hve stór hluti

    aðspurðra tekur ekki afstöðu.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    47

    7. Reglusetning

    Skiptar skoðanir eru um það hvaða leið sé best að fara til að taka upp betri

    stjórnarhætti í fyrirtækjum. Álitaefnið er hvort reglusetning eigi að vera í höndum

    fyrirtækjanna sjálfra, kauphalla eða yfirvalda.

    5.3 Telur þú nægjanlegt að fyrirtæki setji sér innri reglur varðandi stjórnarhætti fyrirtækja?

    66,7%

    16,7% 16,7%

    76,9%

    7,7%15,4%

    65,0%

    20,0%15,0%

    33,3% 33,3% 33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Niðurstaðan úr þessari spurningu er mjög skýr. Þrír af hverjum fjórum sem svöruðu

    töldu nægjanlegt að fyrirtæki setji sér innri reglur varðandi stjórnarhætti fyrirtækja.

    Sú leið að fela fyrirtækjunum sjálfum að setja sér innri reglur hefur ýmsa kosti fram

    yfir hinar, þau meðvitaðri um hlutverk sitt við innleiðingu betri stjórnarhátta og eru

    líklegri til að fylgja reglunum. Einnig eru líkur á því að það verði keppikefli fyrirtækja

    að setja sem skýrastar reglur og hvika ekki frá þeim. Aðhaldið kæmi frá aðilum

    markaðarins og öðrum sambærilegum fyrirtækjum.

    Reyndar er viss hætta á því að einhvers konar aðhald eða frumkvæði þurfi að koma frá

    yfirvöldum í upphafi. Hægt er að leysa það vandamál með því að Kauphöllin setji í

    reglur sínar ákvæði um að fyrirtæki skuli setja sér innri reglur um stjórnarhætti, líkt og

    nú er gert varðandi upplýsingaskyldu.32 Einnig er hægt að kveða á um það í lögum,

    líkt og nú er gert um setningu reglna um meðferð trúnaðarupplýsinga. Í reglu- eða

    lagaákvæðinu væri annars vegar hægt að kveða á um lágmarksinntak innri reglna sem

    fyrirtækið þarf að setja en hins vegar væri hægt að láta fyrirtækjum það alfarið eftir að

    32 1. mgr. 2. gr. reglna um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa í Kauphöll Íslands.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    48

    móta reglurnar. Ef seinni leiðin væri farin væri ákvæðið einungis til að tryggja að

    skráð fyrirtæki settu reglurnar en löggjafinn hefði engin áhrif á mótun þeirra.

    5.2 Telur þú að Kauphöllin eigi að gefa út leiðbeinandi tilmæli um betri stjórnarhætti fyrirtækja?

    66,7%

    27,8%

    5,6%

    53,8%

    38,5%

    7,7%

    70,0%

    25,0%

    5,0%

    66,7%

    0,0%

    33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%

    Já Nei Tek ekki afstöðu

    AllirStjórnendurStjórnarmennStofnanafjárfestar

    Þegar spurt var hvort Kauphöllin ætti að gefa út leiðbeinandi tilmæli um betri

    stjórnarhætti þá var niðurstaðan svipuð og í spurningunni um innri reglur hér að

    framan. Þó eru færri sem taka ekki afstöðu og fleiri sem svara þessari spurningu

    neitandi.

    Hin leiðin er að fela yfirvöldum að setja reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Helstu

    kostirnir við þá leið eru þeir að samræming verður á reglunum og samanburður verður

    einfaldari. Ókostirnir við þessa leið eru í fljótu bragði þeir að þegar setja á reglur eða

    viðmiðanir fyrir stóran hóp ólíkra fyrirtækja er erfitt að komast hjá því að þær muni

    henta fyrirtækjunum misvel og ef til vil ekki falla nógu vel að starfsemi þeirra. Þetta

    getur leitt til þess að fyrirtækin fari út fyrir reglurnar eða viðmiðin og setji sjálf reglur

    til viðbótar. Þá er komið tvöfalt regluverk sem er ekki æskilegt með tilliti til gagnsæi.

    Einnig er hætta á því að fyrirtækin fari návæmlega að reglum eða viðmiðunum sem

    henta ekki uppbyggingu þeirra og þá hafa reglurnar ekki tilætluð áhrif og leiða ekki til

    eins góðra stjórnarhátta og hefði verið mögulegt.

  • S T J Ó R N A R H Æ T T I R F Y R I R T Æ K J A

    49

    5.1 Telur þú að stjórnvöld eða Kauphöllin eigi að setja reglur um stjórnarhætti fyrirtækja?

    22,2%

    72,2%

    5,6%7,7%

    84,6%

    7,7%

    35,0%

    65,0%

    0,0%0,0%

    66,7%

    33,3%

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    70%

    80%

    90%

    100%